Greinar fimmtudaginn 11. september 1997

Forsíða

11. september 1997 | Forsíða | 374 orð

Hvetur Ísraela til að standa við gerða friðarsamninga

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi síðdegis í gær, að Ísraelar mættu ekki brjóta þá friðarsamninga, sem gerðir hefðu verið, né grípa til einhliða aðgerða, sem græfu undan þeim. Meira
11. september 1997 | Forsíða | 298 orð

Jagland nálgast markmiðið

VERKAMANNAFLOKKURINN nálgast óðum það markmið sitt að ná sama fylgi og í síðustu kosningum, samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Samkvæmt þeim hlyti flokkurinn 36% og 36,5% atkvæða ef gengið væri til kosninga nú en Thorbjørn Jagland, forsætisráðherra og formaður flokksins, lýsti yfir því fyrir tæpum mánuði, að fengi flokkurinn ekki endurnýjað umboð til að halda áfram, 36, Meira
11. september 1997 | Forsíða | 87 orð

Reuter

KONA ber fána Skotlands er í gær var leikinn var sá atburður á 18. öld er bænaskrár voru bornar fram á Þingtorginu í Edinborg og falast eftir stofnun skosks þings. Í dag verður almenn atkvæðagreiðsla í Skotlandi um það hvort stofna eigi þar þjóðþing, og þá hvort þingið skuli hafa völd til að gera skattabreytingar. Meira
11. september 1997 | Forsíða | 176 orð

Vill sérstök viðskiptavöld

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hóf í gær baráttu fyrir því, að þingið gæfi honum sérstök völd til að ganga frá viðskiptasamningum við önnur ríki. Hann lagði þó ekki fram löggjöf þar að lútandi eins og búist hafði verið við. Meira

Fréttir

11. september 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Afkoma batnaði um 30 milljónir

HAGNAÐUR Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi nam 208 milljónum króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Þetta er um 30 milljóna króna betri afkoma en á sama tímabili á síðasta ári og sami hagnaður og varð af rekstri félagsins allt síðasta ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var hins vegar 39% minni en í fyrra og nam 109 milljónum króna. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 351 orð

Almenningur hvattur til að eiga langbylgjuútvarp

TIL þess að fullum árangri af uppbyggingu langbylgjustöðva Ríkisútvarpsins verði náð er nauðsynlegt að sem flestir íslenskir útvarpsnotendur eigi viðtæki með langbylgjusviði. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem Markús Örn Antonsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, flutti þegar ný langbylgjustöð var tekin í notkun á Gufuskálum á mánudag. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Alþjóðlegur friðardagur

ÞRIÐJI þriðjudagur hvers septembermánaðar var yfirlýstur sem alþjóðlegur dagur friðar af Sameinuðu þjóðunum árið 1981. Á þeim degi hefst þing Sameinuðu þjóðanna með einnar mínútu þögn tileinkaðri heimsfriði. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Atkvæðagreiðslu frestað um tvær vikur

NEFND um sameiningu Árskógshrepps, Dalvíkurbæjar og Svarfaðardalshrepps hefur ákveðið að fresta um tvær vikur atkvæðagreiðslu um sameiningu þessara sveitarfélaga. Áður hafði verið tilkynnt um að kjördagur yrði 4. október en nú hefur verið samþykkt að kjósendur í sveitarfélögunum þremur við utanverðan Eyjaförð gangi að kjörborðinu laugardaginn 18. október næstkomandi. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ásdís Halla ein í formannsframboði

ÁSDÍS Halla Bragadóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra er sú eina sem hefur lýst yfir framboði til embættis formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, en 34. þing SUS verður sett á morgun, föstudag, í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ. Frestur til að bjóða fram til formanns og stjórnar rennur hins vegar út kl. 19 á laugardag. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

BARNAKÓR KFUM og K sem hóf starfsemi í fyrravetur mun nú aftur koma sa

BARNAKÓR KFUM og K sem hóf starfsemi í fyrravetur mun nú aftur koma saman til æfinga miðvikudaginn 17. september. Kórinn er ætlaður börnum 7­10 ára en eldri börn eru velkomin með. Æft verður á miðvikudögum kl. 16.30­18 í húsi félaganna við Holtaveg, á mótum Sunnuvegar gegnt Langholtsskóla. Stjórnandi kórsins er Helga Vilborg Sigurjónsdóttir kennaranemi. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Blendin sigurgleði hjá KR-stúlkum

MEISTARATITLI í knattspyrnu var fagnað í Vesturbænum í gær þegar KR-stúlkur tryggðu sér sigur á Íslandsmótinu með 6:0 sigri á Stjörnunni. Sigurgleðin var þó blendin því hugur stúlknanna var hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, leikmanni og þjálfara liðsins. Hún fótbrotnaði illa í landsleik á móti Úkraínu á sunnudag og gekkst undir aðgerð á mánudagsmorgun. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Busar fá grillaður pylsur

HITI á hitamæli á Ráðhústorgi sýndi rétt um 4 gráður um hádegisbilið í gær þegar föngulegur hópur busa við Verkmenntaskólann á Akureyri var leiddur inn á torgið. Þar dönsuðu þeir af miklum móð og einhverri kunnáttu. Eftir að hafa stigið dansspor á Ráðhústorgi lá leiðin í Kjarnaskóg þar sem eldri bekkingar grilluðu pylsur ofan í nýnemana. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 297 orð

Búðakirkja 150 ára

Hellissandi-Sunnudaginn 7. september var haldið uppá 150 ára afmæli Búðakirkju og 10 ára afmæli endurvígslu hennar. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, prédikaði við hátíðarmessu í kirkjunni en sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum á Staðastað, sr. Guðjóni Skarphéðinssyni. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 72 orð

Dýrar veigar

PAUL Bowker, forstöðumaður breska uppboðsfyrirtækisins Christies sýnir hér rauðvínsflösku af jeroboam-stærð, Mouton Rothschild 1945, en hún er úr vínkjallara í einkaeigu en hann verður boðinn upp í næstu viku. Jeroboam- flaskan svarar til sex venjulegra flaskna og tekur 4,5 lítra. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

ÐISDN samningur við þrjú lönd

SAMKVÆMT upplýsingum Pósts og síma komu engir tæknilegir örðugleikar í ljós við það að halda myndfundinn að öðru leyti en því að einungis tvær ISDN línur fengust til Frakklands en ekki þrjár eins og stefnt hafði verið að, en það gefur betri myndgæði. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 203 orð

Eitt mesta rigningarsumar í manna minnum

Suðursveit-Hér í Suðursveit hefur verið eitt mesta rigningarsumar í manna minnum. Frá 6. júlí til 1. september hafa aðeins komið 6 þurrir dagar og hefur því heyskapur gengið stirðlega. Allt hefur þetta samt lukkast með rúllutækninni en um heygæði skal ósagt látið. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Ekki fyrir lofthrædda

SEGJA má að það hafi verið á brattann að sækja hjá þessum manni, sem var að dytta að þaki húss í Grindavík í gær og nokkuð ljóst virðist að hann er ekki lofthræddur, a.m.k. ber hann það þá afar vel. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Endurnýjun biðhlaða á Keflavíkurflugvelli

UM tvö þúsund og fjögur hundruð rúmmetrar af steypu hafa farið í endurnýjun tveggja biðhlaða fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli í sumar að sögn Karls Karlssonar, verkstjóra hjá Dverghömrum sf. sem eru undirverktakar hjá Íslenskum aðalverktökum sem sjá um framkvæmdina fyrir Varnarliðið. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

"Erótísk" símtöl á opnum línum

HÆGT var að hringja í gær í nokkur símanúmer sem byrja á 5 og komast þannig í samband við svokallaða "erótíska" símaþjónustu Rauða torgsins. Það á ekki að vera hægt nema með því að hringja í númer sem byrjar á 9, líkt og gildir um önnur símatorg. Ef númer byrjar á 9 gefur það fólki færi á að læsa símum sínum, svo börn eða unglingar geti ekki hringt í þessi númer. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 109 orð

ESB-borgarar betur upplýstir

BORGARAR í ríkjum Evrópusambandsins eru betur upplýstir en áður um starfsemi sambandsins en kunna þó lítil skil á sáttmálunum, sem liggja henni til grundvallar. Þetta eru helztu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Europinion, skoðanakannanastofnunar ESB. Samkvæmt niðurstöðunum finnst yfir 55% ESB-borgara þeir vita meira um sambandið en þeir gerðu fyrir tveimur árum. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 290 orð

Evrópa ekki reiðubúin fyrir EMU

EVRÓPA er ekki reiðubúin fyrir myntbandalag og hætta er á neikvæðum áhrifum á efnahagslífið og pólitísku missætti, haldi menn fast við að hrinda áformum um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í framkvæmd. Þetta er niðurstaða Miltons Friedmans, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, í grein sem hann ritar í þýzka vikuritið Die Zeit, sem út kom í gær. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 366 orð

Félags- og tómstundastarf árið um kring

STARF Félags eldri borgara í Kópavogi í félagsheimilinu Gjábakka var kynnt í gær en þrisvar á ári eru haldnir slíkir kynningarfundir þar sem dagskrá næsta misseris er kynnt. Jóhanna Arnórsdóttir, formaður félagsins, sagði Gjábakka vera orðinn of lítinn fyrir starfið en talið er að milli 150 og 200 manns sæki þar daglega hvers kyns tómstunda- og félagsstarf. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fræsað á hringveginum

VERIÐ er að fræsa og styrkja hringveginn austan við Selfoss þessa dagana. Að sögn Óskars Sigvaldasonar hjá Borgarverki, eru þetta um 6,6 km sem gert verður við í tveimur áföngum, 5 km nú í haust en næsta vor verður gert við 1,6 km. Áætlaður kostnaður við verkið í heild er um 30 milljónir. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Gáfu vél til að kenna nýja lagnatækni

NÝLEGA gáfu REHAU og Fjöltækni Borgarholtsskóla í Grafarvogi samsetningarvél fyrir REHAU lagnakerfi svo hægt sé að kenna þessa nýju lagnatækni í verklegu pípulagninganámi. Á myndinni eru f.v.: Lárus Bjarnason, aðstoðarskólameistari, Eygló Eyjólfsdóttir, skólameistari, Peter Brägelmann, þýskur tæknimaður frá REHAU fyrirtækinu, Óskar Björnsson, verslunar- og þjónustustjóri Fjöltækni sf. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Grunnskóli Önundarfjarðar settur

Flateyri-Grunnskóli Önundarfjarðar var formlega settur miðvikudaginn 3. sept. sl. Hér er um að ræða sameinaðan skóla með nýjum formerkjum og nýrri yfirstjórn. Nýráðinn skólastjóri, Rósa B. Þorsteinsdóttir, setti skólann að viðstöddu miklu fjölmenni. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hannes og Jóhann efstir

HANNES Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson eru efstir með tvo vinninga eftir tvær umferðir á Skákþingi Íslands á Akureyri. Jón Viktor Gunnarsson og Jón G. Viðarsson hafa 1 vinning hvor. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Háskólamenn hafa áhyggjur af búseturöskun

ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagði í ávarpi sínu á 10 ára afmæli skólans að háskólamenn á Akureyri hefðu miklar áhyggjur af þeirri miklu búseturöskun sem nú ætti sér stað í landinu. Hlutverk Háskólans á Akureyri væri að styrkja undirstöður atvinnulífsins í landinu, einkum á landsbyggðinni. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð

Húseigendur vilja leigu frá borginni

EIGENDUR hússins Austurstræti 9 hafa óskað svars frá borgarráði um hvort Reykjavíkurborg muni greiða þeim leigu fyrir húsnæðið meðan beðið er endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarins. Borgarráð hefur synjað umsókn eigendanna um að leyfi til að reka veitingastað en ekki verslun í húsinu. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 341 orð

Hvalaskoðun nýtur vaxandi vinsælda

HVALASKOÐUN nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og fer farþegum í slíkar ferðir fjölgandi ár frá ári. Í Eyjafirði bjóða tvö fyrirtæki upp á slíkar ferðir, Sjóferðir ehf. á Dalvík og Níels Jónsson sf. á Hauganesi og hefur farþegum fjölgað mikið hjá báðum fyrirtækjunum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Í TILEFNI af alþjóðlegum friðardegi verður einnar mínútu þögn í verslu

Í TILEFNI af alþjóðlegum friðardegi verður einnar mínútu þögn í versluninni Betra líf, Kringlunni 4­6, kl. 12 þriðjudaginn 16. september í þágu heimsfriðar. Fyrir og eftir þögnina verður friðarfulltrúi frá Bænasamtökum Heimsfriðar (World Peace Prayer Society) með kynningu á samtökunum og sölu á friðarbarmmerkjum. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 361 orð

Játning í póstránsmáli

STARFSMAÐUR svissnesku póstþjónustunnar hefur játað að hafa verið viðriðinn stærsta peningarán í sögu Sviss, sem framið var 1. september sl. í miðju bankahverfi Z¨urich. 53 milljónum svissneskra franka, hátt í 2,6 milljörðum króna, sem voru í eigu svissneska póstsins, var stolið þegar til stóð að flytja féð í banka. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 320 orð

Keppinautar fái aðgang að gagnagrunni símaskrár

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákvarðað að Póstur og sími hf. veiti þeim keppinautum sem þess óska aðgang að gagnagrunni símaskrár Pósts og síma hf. og skuli aðgangurinn veittur með sambærilegum kjörum og skilmálum sem gilda munu fyrir tölvutæka símaskrá Pósts og síma hf. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 100 orð

Klukkutindi SH 102 komið fyrir á sjóminjasafni

Hellissandi-Í sjóminjagarðinum á Hellissandi er búið að koma fyrir bát norðan við gömlu sjóbúðina. Það er Sjómannadagsráð sem á garðinn og rekur hann. Smám saman eru að bætast í safnið nýir gripir. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 1829 orð

Konungdæmið mun breytast

HART var deilt á bresku konungsfjölskylduna eftir að Díana prinsessa af Wales lést í bílslysi í París fyrir rúmri viku. Voru köllin eftir því að fjölskyldan, og þá sérstaklega Elísabet drottning, sýndi að þar bærðust tilfinningar en ekki aðeins harðbrjósta áhersla á siðareglur og venjur, Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

LEIÐRÉTT Birting mistókst Mistök urðu v

LEIÐRÉTT Birting mistókst Mistök urðu við birtingu myndar af málverki Aðalheiðar Valgeirsdóttur með umsögn í blaðinu í gær. Þess vegna er myndin birt hér aftur um leið og beðizt er afsökunar á mistökunum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Markaður og kaffisala fyrir kristniboðið

ÁRLEGUR haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 13. september í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14. Í frétt frá Kristniboðssambandinu segir að nokkrar konur úr hópi kristniboðsvina standi fyrir markaðinum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 492 orð

Mikill bolti veiddist í Haffjarðará

MIKILL boltalax veiddist á lokadegi laxveiða í Haffjarðará á Snæfellsnesi á sunnudaginn. Laxinn vó reyndar "aðeins" 20 pund, en hann var 106 sentimetra langur en reynslan hefur hjálpað mönnum að gera þumalputtareglu sem er á þá leið að laxar á bilinu 104-106 sentimetrar eru um það bil 24 punda þegar þeir ganga úr sjó í fullum holdum. Laxinn sem um ræðir var grútleginn. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

MÍNERVA JÓNSDÓTTIR

MÍNERVA Jónsdóttir, íþróttakennari, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur síðdegis þriðjudaginn 9. september sl., 64 ára að aldri. Mínerva fæddist 31. ágúst 1933 í Hafnarfirði, dóttir Jóns Snorra Guðmundssonar bakara og konu hans Guðnýar Ólafsdóttur. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Nýr veitingasalur Pizza Pasta

PIZZA Pasta opnar nýjan veitingasal að Hlíðasmára 8 í dag, fimmtudaginn 11. september, þar sem boðið verður upp á vínveitingar og þjónað til borðs. Í tilefni af opnuninni býður Pizza Pasta upp á ókeypis veitingar í kvöld frá kl. 18­20 og eru allir velkomnir. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 175 orð

Ný steypupressa

Eyrarbakka-Þessa dagana er unnið að því hjá Alpan hf. á Eyrarbakka að tengja lagnir að nýrri steypupressu sem komst í hús á föstudaginn með óvenjulegum aðferðum. Pressan sem um getur er 20 tonna þung og hæðin er slík að aðeins eru örfáir sentímetrar upp í þakið yfir henni þar sem hún stendur nú. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 129 orð

Nýtt krabbameinslyf úr baunum?

BAUNATEGUND, sem vex á Suður-Tævan, virðist geta hjálpað til við baráttuna gegn krabbameini. Tung Ta-cheng, heiðursprófessor við Taiwan-háskóla, greindi frá því nýlega að rannsóknir hefðu sýnt fram á að prótein, sem unnið er úr baunategundinni Canavalia ensiformis, geti minnkað eða jafnvel hindrað vöxt krabbameinsæxla í tilraunamúsum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ólíklegt að það auki áfengisáhrif

MAGNÚS Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði, segir það fara eftir tegundum þunglyndislyfja hvort þau auki slævandi verkanir áfengis, en þunglyndislyfið fluoxetine, betur þekkt undir nafninu Prozac, hefur sáralítil áhrif á áfengisvímu. Nýjar fregnir af mælingum á blóði úr Henri Paul, bílstjóranum sem lést ásamt Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayed í bílslysi í París 31. ágúst sl. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 106 orð

Reuter Myndatöfrar Riefenstahl

TVEIR forvitnir gestir virða fyrir sér ljósmyndir á sýningu í Hamborg, þar sem almenningi gefst kostur á að skoða myndir úr smiðju Leni Riefenstahl, sem frægust er fyrir kvikmyndir sínar sem hún gerði fyrir nazista á fjórða áratugnum. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 93 orð

Réttað í góðu veðri

Hvammstanga-Réttað var í Miðfjarðarrétt og Síkárrétt í Hrútafirði laugardaginn 6. september. Gangnamenn hrepptu stórrigningu á fyrri gangnadegi og var Tvídægra mjög blaut. Mikið vatn var í kvíslum og ám og er vitað til að 11 kindur drápust í Fitjá á Kjálka sem er austasta heiði Miðfirðinga og eitt lamb fór fram af fossi í Núpsá. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Samskipti foreldra og barna

NÚ í september hefst námskeiðið Samskipti foreldra og barna fjórtánda árið í röð. "Námskeið þessi hafa verið haldin við góðar undirtektir foreldra enda er fjallað um mikilvæga þætti í uppeldi barna á námskeiðinu. Aðferðirnar sem kynntar eru og "æfðar" byggjast á hugmyndum sálfræðingsins dr. Thomasar Gordons en námskeið sem þessi eru haldin í 30 löndum víðsvegar um heim. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Sáttafundur fram á nótt

SÁTTAFUNDUR leikskólakennara og viðsemjenda þeirra hófst um kl. 20 í gærkvöldi hjá ríkissáttasemjara. Á tólfta tímanum var engar fregnir að hafa af viðræðum en Þórir Einarsson ríkissáttasemjari bjóst við að nýr fundur yrði boðaður um næstu helgi. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 419 orð

Segist vera hættur stjórnmálaafskiptum

JÓN Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið skipaður sendiherra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. Jón Baldvin segist nú hættur afskiptum af stjórnmálum, en hann hlakki til að fylgjast með gangi mála í "höfuðborg heimsstjórnmála". Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

September-helgarskákmótið

TAFLFÉLAG Reykjavíkur stóð fyrir helgarskákmóti dagana 5.­7. september. Alls tóku 34 keppendur þátt og voru 11 skákmenn með yfir 2.000 Eló-stig. Sem fyrr voru tefldar 7 umferðir en fyrstu þrjár voru atskákir en fjórar síðari með umhugsunartímanum 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til að klára. Meira
11. september 1997 | Miðopna | 929 orð

Siðfræði framtíðarinnar Ef gera á langtímaáætlanir fyrir framtíðina verður að hætta að fikta með nútíðina, segir Jéróme Bindé,

FIMM árum eftir umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro árið 1992 er stefnuyfirlýsing hennar "Agenda 21" enn lítið annað en orðin tóm. "Ríó plús fimm" er óþægilega lík "Ríó mínus fimm". En hversu lengi getum við leyft okkur munað aðgerðarleysisins? Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 436 orð

Sigur fylgjenda þykir vís

SKOTAR greiða í dag atkvæði um hvort stofna eigi skoskt þing, og niðurstöður skoðanakannana, sem kynntar voru í gær, benda til að svarið verði eindregið já. Þing hefur ekki setið í Skotlandi í 300 ár. Einnig verða greidd atkvæði um hvort þingið, verði það stofnað, skuli hafa takmarkað vald til skattlagningar. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Síðustu orð Díönu

FRANSKA dagblaðið Le Parisiensagði í frétt í gær að síðustu orð Díönu prinsessu hefði verið beiðni um að láta sig í friði. Blaðið hefur eftir ónafngreindum lækni á slysstaðnum að hún hefði látið orðin falla er sjúkraliðar beindu sterkum ljósum að henni. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Sjávarútvegsfyrirtæki stofnað erlendis

ÞRJÚ fyrirtæki í sjávarútvegi, Samherji hf., SR-mjöl hf. og Síldarvinnslan hf. hafa stofnað hlutafélag um fjárfestingar og rekstur erlendis á sviði útgerðar, landvinnslu og sölu sjávarafurða og verður megináherslan lögð á uppsjávarfiska. Félagið nefnist Úthafssjávarfang ehf. og er hlutafé þess fyrst um sinn 30 milljónir króna. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Skóverslun M.H. Lyngdal í nýtt húsnæði

SKÓVERSLUN M.H. Lyngdal, næstelsta skóverslun landsins hefur flutt starfsemi sína úr húsnæði við Hafnarstræti 103 í Amaro-húsið við Hafnarstræti 99. Magnús Haraldsson Lyngdal stofnaði verslunina í maí árið 1910 og rak til æviloka árið 1934. Ári síðar keyptu Gunnar H. Kristjánsson og Karl L. Meira
11. september 1997 | Landsbyggðin | 177 orð

Stálþil í Hvammstangahöfn

Hvammstanga-Unnið hefur verið við það í sumar að koma fyrir um 60 metra löngu stálþili í norðurbryggjuna í Hvammstangahöfn. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar, sveitarstjóra, verður unnið fyrir um 30 milljónir króna við höfnina. Byggingafélagið Stapar efh., verktakar úr Mosfellsbæ, bauð lægst í verkþáttinn, um 15,3 milljónir króna eða um 70% af reiknaðri kostnaðaráætlun. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 576 orð

Stóð í samræðu en ekki einræðu

GAUTI Sigþórsson flytur fyrirlestur á dagskrá um Sigurð Nordal og verk hans í Þjóðarbókhlöðunni á fæðingardegi Sigurðar, sunnudaginn 14. september kl. 16. Fyrirlestur Gauta nefnist "Andmæli óskast: Af vettvangi Sigurðar Nordals." Gauti stundar nám í menningarfræðum við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 379 orð

"Suðurnesjamenn sitja fyrir að öllu jöfnu"

LANDSBANKINN auglýsir í dag til sölu tvö fiskiskip í eigu dótturfyrirtækis síns, Regins hf. Þetta eru skipin Aðalvík og Njarðvík og er sameiginlegt aflamark þeirra um 1.500 þorskígildistonn. Skipin voru áður í eigu Íslenzkra aðalverktaka, en urðu eign Landsbanka Íslands fyrr á þessu ári. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Sýningin ljós og láð

LJÓS og láð er yfirskrift á sýningu Guðmundar Ármanns í Gallerí Svartfugli í Grófargili. Hún verður opnuð á laugardag, 13. september kl. 16. Á sýningunni eru 7 tréristur sem allar eru unnar á þessu ári og er meginstefið íslensk náttúra. Tréristurnar eru þrykktar í tveimur til sex litum, eintakafjöldi er frá því að vera aðeins eitt þrykk eða flest þrjú. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 290 orð

Talið að hreyfilspaði hafi losnað

LEIT að flaki þyrlunnar sem fórst undan ströndum Noregs á mánudag hefur verið hætt. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins en tilgátur eru nú uppi um að annar þyrluspaðinn hafi losnað eða skemmst, t.d. hafi fugl lent í spöðunum. Mikið var af fugli á svæðinu þar sem talið er að þyrlan hafi farist. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

TF-LÍF kyrrsett vegna slyss í Noregi

SUPER Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hefur verið kyrrsett að beiðni Loftferðaeftirlitsins, þar til fullnægjandi upplýsingar hafa borist frá Noregi um orsakir þyrluslyssins sem varð fyrir utan strönd Hálogalands sl. sunnudag. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 617 orð

Tilraunin þótti hafa tekist vel

ATHUGUN á því hvort mögulegt væri fyrir þingmenn hérlendis að taka þátt í nefndarstörfum Evrópuráðsþingsins í Strassborg fyrir tilverknað myndfundatækni tókst mjög vel, en tilraun til þessa var gerð í gærmorgun. Athugunin var gerð að frumkvæði Tómasar Inga Olrich, alþingismanns, sem á sæti á Evrópuráðsþinginu ásamt fleiri alþingismönnum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Umferðarljós við Háteigsveg og Stórholt

UM þessar mundir er verið að vinna við uppsetningu umferðarljósa á Lönguhlíð á gatnamótunum við Háteigsveg annars vegar og við Stórholt hins vegar. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, segir að í þessar breytingar sé ráðist til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda og greiða fyrir umferð um gatnamótin. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Úthlutað úr styrktarsjóði

NÝVERIÐ var í annað sinn úthlutað úr styrktarsjóði Greiningarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrk hlutu Ingveldur Friðriksdóttir, sjúkraþjálfari, til námsdvalar við The Bobath Center í London og Jóna G. Ingólfsdóttir, þroskaþjálfi, til náms í sérkennslu við Kennaraháskóla Íslands. Styrktarsjóðurinn var stofnaður fyrir tveimur árum. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Útvegsmenn verða að finna sáttaleið

SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, varaði útvegsmenn við að þverskallast við áleitinni umræðu í þjóðfélaginu um eignarhald á aflaheimildum og auðlindagjald á fundi í Keflavík í gær. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Verði skrásett á Verðbréfaþingi

STOFNFUNDIR hlutafélaganna Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru haldnir í gær en félögin munu taka við rekstri samnefndra banka um áramót. Jafnframt var í gær haldinn framhaldsstofnfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. um leið og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins tók til starfa. Meira
11. september 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Vetrarstarf ABR hafið

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík hefur vetrarstarf sitt formlega föstudaginn 12. september með gönguferð um Grjótaþorpið undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings. Safnast verður saman í Miðgarði, félagsmiðstöð Alþýðubandalagsins að Austurstræti 10, kl. 19. Meira
11. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Vetrarstarfið að hefjast

BARNAKÓR Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið, en æfingar verða í kapellu kirkjunnar á fimmtudögum frá kl. 15.30 til 16.30. Kórinn kemur fram við helgihald kirkjunnar u.þ.b. einu sinni í mánuði. Fyrsta verkefni vetrarins er söngur á aðventukvöldi í Akureyrarkirkju 7. desember og er stefnt að ferðalagi næsta vor. Meira
11. september 1997 | Miðopna | 1516 orð

Yfir 14 þúsund börn myndu missa gæslu Komi til verkfalls leikskólakennara, sem boðað hefur verið 22. september nk., mun það hafa

ÞETTA er í fyrsta skipti sem Félag íslenskra leikskólakennara boðar verkfall frá því félagið var stofnað, en leikskólakennarar tóku þátt í verkfalli BSRB 1984. Ljóst er að ef til verkfalls kemur verða áhrifin af því víðtæk. Yfir 14 þúsund börn eru á leikskólum sveitarfélaganna og þau verða öll send heim komi til verkfalls. Meira
11. september 1997 | Erlendar fréttir | 298 orð

Þjóðernissinnar óttast um landvinninga

KOSNINGAR til sveitarstjórna í borgum og bæjum Bosníu-Herzegovínu, sem fram fara um helgina, gætu gert að engu landvinninga einstakra þjóðabrota frá því í borgarastríðinu sem lauk fyrir tveimur árum. Flokkar þjóðernissinna þjóðabrotanna þriggja óttast þar af leiðandi um hlut sinn. Meira

Ritstjórnargreinar

11. september 1997 | Staksteinar | 416 orð

»Frí afnotagjöld, lögbrot? VEF-Þjóðviljinn gerir að umræðuefni síðastliðinn þr

VEF-Þjóðviljinn gerir að umræðuefni síðastliðinn þriðjudag afnotagjaldakerfi Ríkisútvarpsins. Einnig fjallar fjölmiðillinn um Þjóðvaka og afstöðu hans til framboðsmála. ÞESSI alnetsfjölmiðill segir: "Samkvæmt lögum eiga allir eigendur viðtækja sem nýta má til móttöku sendinga Ríkisútvarpsins að greiða afnotagjald til stofnunarinnar. Meira
11. september 1997 | Leiðarar | 456 orð

KOSNINGASKIPAN ENDURSKOÐUÐ ORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson

KOSNINGASKIPAN ENDURSKOÐUÐ ORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson hefur skipað nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að gera tillögur um breytingar á kjördæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþingis. Nefndinni hefur verið settur tímarammi fyrir tillögugerð sína og er ætlunin að hún verði lögð fram á þinginu 1998- 1999, eða fyrir lok kjörtímabilsins. Meira

Menning

11. september 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir í Galleríi Sævars

AÐALHEIÐUR Skarphéðinsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, föstudaginn 12. september nk. Aðalheiður sýnir tréristur og myndir unnar með blandaðri tækni. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Þetta er áttunda einkasýning Aðalheiðar, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga um allan heim, s.s. Kína, Japan, Skandinavíu og víðar um Evrópu. Meira
11. september 1997 | Myndlist | 327 orð

Augnablik...

Jukka Suvilehto. Opið alla daga á tímum Norræna hússins. Til 14. september. Aðgangur ókeypis. ...AUGNABLIK í tímans straumi, nefnist sýning Norður- Finnans með fjarræna nafnið Jukka Suvilehto. Hann nam við Lahtis Design Skole á árunum 1981­84, en sneri aftur til heimaslóðanna og býr í Rovaniemi. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 107 orð

Barbie engin glyðra

LAGIÐ "Barbie Girl" með dönsku hljómsveitinni Aqua nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og er í fimmta sæti Billboard-vinsældalistans. Ekki eru samt allir jafn ánægðir með vinsældir lagsins. Eigendur Mattie-leikfangaverksmiðjunnar, sem framleiðir Barbie- dúkkurnar, hafa lýst því yfir að þeir hefðu helst kosið að lagið hefði aldrei verið samið. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

Chelsea látin í friði

RITSTJÓRI skólablaðs Stanford-háskóla hefur heitið því að taka Chelsea Clinton, dóttur forsetahjónanna, ekki sérstaklega fyrir þegar hún hefur námsferil sinn við skólann í haust. Eins og aðrir fjölmiðlar mun skólablaðið gera því skil þegar forsetahjónin verða við skólasetninguna með dóttur sinni 19. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 221 orð

Douwe Jan Bakker

DOUWE Jan Bakker, myndlistamaðurinn sem var mörgum Íslendingum kunnur, lést í Haarlem í Hollandi sunnudaginn 7. september sl. Útför hans fer fram í dag, fimmtudag. Douwe Jan Bakker fæddist í Heemstede, skammt frá Amsterdam, 1943 og stundaði myndlistarnám í Eindhoven og Hertogenbosch á árunum 1961-1964. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Farandsýning fyrir yngstu vegfarendurna

BARNALEIKSÝNINGIN "Litli Björninn og litla Tígrisdýrið í umferðinni" verður frumsýnt á fimmtudag kl. 14 í Kramhúsinu við Bergstaðastræti. Sýningin er farandsýning sem sýnd verður á leikskólum og annars staðar þar sem ungir vegfarendur koma saman. Sýningin er unnin upp úr sögu eftir pólska rithöfundinn Janosh. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 536 orð

Ferðalag andans

ÞAÐ ER engin hreyfing í verkum írska ljósmyndarans Clare Langan, frekar en öðrum ljósmyndum. Samt er engu líkara en allt sé á iði, slík eru áhrifin af hinu sérstæða og persónulega myndmáli hennar. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Fraser árið 1962

BRENDAN Fraser lék nýlega í Disny-myndinni "George of the Jungle", sem hefur halað inn tæpar 100 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Hann hefur nú fengið aðalhlutverk í gamanmyndinni "Blast From the Past". Þar leikur hann ungan mann sem hefur verið lokaður inni í sprengjubyrgi síðan hann var smábarn. Ástæðan er sú að faðir hans hélt fyrir misskilning að það væri komin kjarnorkustyrjöld. Meira
11. september 1997 | Kvikmyndir | 331 orð

Gegnsætt samsæri

Leikstjóri Joakim Ersgard. Handritshöfundar Jesper, Joakim og Patrik Ersgard. Kvikmyndatökustjóri Ross Perryman. Tónlist Randy Miller. Aðalleikendur Rob Lowe, Dean Stockwell, James Belushi, Dana Wheeler-Nicholson, Patrick Ersgard, Alex Meneses. 93 mín. Bandarísk. Emerald Entertainment 1997. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 32 orð

Handmálað postulín

SÝNING á handmáluðu postulíni eftir u.þ.b. 20 einstaklinga, sem notið hafa tilsagnar Kolfinnu Ketilsdóttur postulínsmálara, verður haldin í Naglagalleríinu, Skólavörðustíg 38, laugardag og sunnudag frá kl. 13­18. EITT verkanna á sýninguNaglagallerísins. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 288 orð

HBO á Íslandi Gæðamyndir úr sjónvarpi

NÚ NÝLEGA gerði myndbandaútgáfan Bergvík samning við kapalsjónvarpsstöðina HBO [Home Box Office] um dreifingu á myndum hér á landi. HBO hóf útsendingar sínar árið 1972, en útsendingin náði til 365 áskrifenda hjá "Service Electric Cable TV". Meira
11. september 1997 | Kvikmyndir | 390 orð

Hefnd ástarfíklanna

Leikstjóri: Griffin Dunne. Handrit: Robert Gordon. Tónlist: Rachel Portman Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Meg Ryan, Kelly Preston, Tcheky Karyo. Warner Bros. 1997. RÓMANTÍSKA gamanmyndin "Addicted to Love" eða Ástarfíklarnir reynir að finna nýja fleti á gamalli sögu og tekst að vera öðruvísi, stundum fyndin og stundum jafnvel frumleg í leikstjórn Griffin Dunnes. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 355 orð

"Hlutverk mitt að vera í stjórnarandstöðu"

RITHÖFUNDURINN Hilmar Jónsson hefur sent frá sér annað bindi í safni eigin ljóða, leikrita og skáldsagna. Það er bókmenntaklúbbur Suðurnesja sem gefur ritsafnið út. Árið 1991 kom út safn greina sem höfundur nefnir Slagurinn við rauðu mafíuna. Í Ritsafni 2 er m.a. að finna leikritið Útkall í Klúbbinn frá 1979 og nýtt leikrit um eldklerkinn Jón Steingrímsson. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Jackson fjárþurfi?

MICHAEL Jackson er orðinn fjárþurfi, samkvæmt New York Daily News, sem hefur það eftir tímaritinu Penthouse. Segir í fréttinni að hann sé að reyna að selja "Neverland"-búgarðinn sinn fyrir 26 milljónir dollara og að hann hafi þegar selt helminginn af útgáfuréttindum sínum, þ.á m. að 251 bítlalagi, til Sony fyrir 90 milljónir dollara. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 102 orð

Jón Júlíus Sigurðsson sýnir í Skotinu

Á FYRSTU sýningu vetrarins í Skotinu, félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31, eru verk eftir Jón Júlíus Sigurðsson. Á sýningunni, sem opnuð var 29. ágúst, eru málverk og útskornir hlutir í tré og eru sumir þeirra málaðir. Flatey, fæðingarstaður Jóns, er honum einkar hugstæð og er hún efniviður málverkanna. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 211 orð

Kunnugleg andlit á skjánum

NOKKRAR gamalkunnugar sjónvarpsstjörnur snúa aftur í imbakassanum næsta vetur í Bandaríkjunum og munu líklega skila sér á skjáinn hérlendis innan tíðar. Kirstie Alley er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt í Staupasteini, sem hún fékk Emmy-verðlaun fyrir á sínum tíma. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 249 orð

Leik mér eftir að ég varð fullorðinn

"VIÐ leikum samtímadjassverk sem samið var til minningar um kvikmyndagerðarmanninn Andres Slapens," segir Egils Straume. Hann leikur með tríói sínu í Sunnusal Hótels Sögu í kvöld. "Slapens var vinur minn og lést í sjálfstæðisbaráttu Lettlands. Hann tók þátt í átökum við einn af vegatálmunum sem Lettar höfðu komið fyrir og var skotinn til bana af KGB. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 819 orð

Maður verður að hamra járnið ...

ÍSLAND á fjölmarga fulltrúa úti í hinum stóra heimi óperunnar - sennilega fleiri en við gerum okkur í hugarlund. Sumir þeirra hafa verið að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumenn síðasta kastið og hafa flestir hverjir, ef marka má ummæli og dóma erlendra fjölmiðla, burði til að láta ljós sitt skína um ókomna tíð. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Mörg ljón í veginum LENGI hefur

LENGI hefur verið í bígerð að gera kvikmynd um Simpson-fjölskylduna. Það eru þó mörg ljón í veginum. Handritshöfundar þáttanna, sem hafa m.a. unnið að "Saturday Night Live", eru á einu máli um að vinnan við þættina reyni meira á þolrifin en nokkuð annað sem þeir hafi fengist við. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Nýjar bækurAF tvennu illu

AF tvennu illu er eftir dr. Kristján Kristjánsson heimspeking, dósent við Háskólann á Akureyri. Hún er safn ritgerða um fjölbreytt efni: siðferði, stjórnmál, heilbrigðismál, menntun og listir. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 95 orð

Nýjar hljómplötur ÚT er komin hljómplatan

ÚT er komin hljómplatan Þrír heimar í einum, með frumsaminni raftónlist eftir Kjartan Ólafsson. Á plötunni er að finna þrjú tónverk, Samantekt, Tvíhljóð II og Skammdegi, sem voru samin á síðustu árum í Finnlandi og á Íslandi. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Nýtt krydd frá Spice

NÝTT lag er væntanlegt frá bresku kryddpíunum í Spice Girls og nefnist það "Spice Up Your Life". Kemur lagið út 6. október og er því ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir nýja breiðskífu sveitarinnar, "Spice Up Your Life", sem kemur út 3. nóvember. Þegar hafa fjögur lög Spice Girls af fyrri plötunni, sem nefndist einfaldlega "Spice", farið í efsta sæti vinsældarlistans. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 309 orð

Óháð og kröftugt rokk

HÚN er þekkt meðal þeirra sem hlusta á kröftugt og óháð rokk í Þýskalandi en síður hér á landi. Nafn hennar er þrettán og höfuðpaurinn er Hallur Ingólfsson. Kraftbirtingin verður í Tunglinu í Lækjargötu í kvöld, 11. september. Þrettán er hugarsmíð Halls. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 1042 orð

Safnfréttir, 105,7

HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld verður gleðisöngleikurinn Prinsessan sýndur í flutningi Regínu og Sniglabandsins sem leikur einnig fyrir dansi um kvöldið. Á laugardagskvöldinu verður stórdansleikur. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 676 orð

Síðbúið uppgjör

SKÖMMU eftir miðnætti hinn 12. júní árið 1963 féll blökkumaðurinn Medgar Evers fyrir kúlu launmorðingja. Evers var framarlega í mannréttindabaráttu blökkumanna í heimaríki sínu Mississippi. Banamaður hans var hvíti öfgamaðurinn Byron De La Beckwith (James Woods) og var hann látinn laus að loknum tvennum réttarhöldum í málinu þar sem kviðdómur gat ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 373 orð

Skarkalinn í skóginum

WHEN We Were Kings hlaut óskarsverðlaunin síðastliðið vor en það tók framleiðanda myndarinnar og stjórnanda, Leon Gast, 22 ár að fullgera hana og fjármagna. Einræðisherrann í Zaire, Mobutu Sose Seko, sem nú er nýlátinn eftir að hafa hrökklast frá fyrr á árinu, Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 420 orð

Snilldarverk um snilling Undrið (Shine)

Framleiðandi: Momentum Films. Leikstjóri: Scott Hicks. Handritshöfundur: Jan Sardi eftir sögu Scott Hicks. Kvikmyndataka: Geoffrey Simpson. Tónlist: David Hirschfelder. Aðalhlutverk: Geoffrey Rush, John Gielgud, Lynn Redgrave, Armin Mueller-Stahl, Noah Taylor og Alex Rafowicz. 105 mín. Bandaríkin. Pandora/Háskólabíó 1997. Myndin er leyfð öllum aldurshópum. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Stallone í hlutverki Senna

SYLVESTER Stallone hefur tekið að sér að framleiða bandaríska stórmynd um brasilíska ökuþórinn Ayrton Senna. Stallone undirritaði um helgina samkomulag við Bernie Ecclestone, sem stendur á bakvið Formúlu 1 kappaksturinn, um að gera myndina. Hún verður tekin í Evrópu og munu atvinnumenn úr Formúlu 1-kappakstrinum sjá um akstursatriðin. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Söngskemmtun í Kaffileikhúsinu

SÖNGSKEMMTUNIN "Alla, Gunna og Anna Sigga á ferðalagi" verður flutt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum á morgun, fimmtudag kl. 21, og sunnudagskvöldið 14. september kl. 21. Á efnisskránni eru m.a. léttir dúettar og dægurflugur auk léttklassískra laga. Meira
11. september 1997 | Myndlist | 721 orð

Vefir/málverk/leir

Opið alla daga frá 12­18. Lokað mánudaga. Til 14. september. Aðgangur 200 krónur. ULLIN og samtíminn eru ríkjandi þættir í myndhugsun Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, og hefur lengi verið. Ennfremur eru verk hennar líkust fléttu til fortíðar þegar hún skírskotar til bókmenntaarfsins með leturtáknum á ullar- eða papírsflöt. Meira
11. september 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Verk unnin í Cuxhaven

SÝNING á málverkum eftir Kristberg O. Pétursson hefst í dag, fimmtudag, á veitingastaðnum Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Verkin á sýningunni voru unnin í júlí og ágúst sl. meðan Kristbergur dvaldi í gestavinnustofunni "Kunstlerhus" í Cuxhaven í Þýskalandi og sýndi hann þau þar í lok dvalarinnar. Sýningin er opin kl. 11­22 eða lengur meðan á Rúrek­jasshátíðinni stendur, en kl. Meira
11. september 1997 | Fólk í fréttum | 374 orð

Þar sem leikararnir njóta sín Drengir fröken Evers (Miss Evers' Boys)

Framleiðendur: Derek Kavanagh, Kip Konwiser. Leikstjóri: Joseph Sargent. Handritshöfundur: Walter Bernstein. Kvikmyndataka: Donald M. Morgan. Tónlist: Charles Bernstein. Aðalhlutverk: Alfre Woodard, Laurence Fishburne, Craig Sheffer, Joe Morton, Obba Babatundé, E.G. Marshall. 113 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 9. september. Meira

Umræðan

11. september 1997 | Aðsent efni | 769 orð

Á dómsvaldið að styðja og vernda þjóðkirkjuna? Ég beini þeirri spurningu til dómsmálaráðherra eða forseta hæstaréttar, segir

SÍÐASTA skoðanakönnun, sem gerð var nú á haustdögum, um afstöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju leiddi í ljós að fleiri en nokkru sinni eru fylgjandi aðskilnaði. Meirihluti svarenda, 58 af hundraði, lýsti sig fylgjandi aðskilnaði, 14 af hundraði tóku hvorki afstöðu með né á móti og einungis 28 hundraðshlutar voru mótfallnir aðskilnaði. Meira
11. september 1997 | Aðsent efni | 516 orð

Hvar er lagastoð fyrir þessum ákvæðum?

FYRIR framan mig á borðinu er bréf. Þar segir: Samkvæmt bókum okkar átt þú að greiða þá upphæð sem færð er á meðfylgjandi gíróseðil. Þetta þarft þú að greiða í síðasta lagi föstudaginn 22. ágúst. Að öðrum kosti verður umsækjandi af biðlista tekinn inn í skólann í þinn stað og þú færð innritunargjaldið endurgreitt. Meira
11. september 1997 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Klassík FM

HVAÐ er í gangi með þetta Klassík FM? Hverjum er ekki sama? Tónlist liðinna alda, gamaldags hugsun, kraftlaust og veimiltítulegt, Mósart von Sjúbert, dööööööö... hallærislegt, leim og leiðinlegt, fyrir heldra fólk og menntasnobb. Meira
11. september 1997 | Aðsent efni | 423 orð

Kvótinn okkar

LÖG kveða á um að fiskurinn sem syndir í sjónum við landið okkar sé sameign þjóðarinnar. Alþingismenn hafa fullvissað okkur um þetta og ég trúi þeim þó ég hafi aldrei lesið þessi lög. Ég man að vísu eftir einhverju ströggli á Alþingi um að lögin væru óskýr en ég geri ekkert með það. Þingmenn hafa alltaf átt erfitt með að koma vafningalausum texta á blað. Meira
11. september 1997 | Aðsent efni | 436 orð

Nýtingarréttur sterkari en eignaréttur

AUÐLIND fiskimiðanna er eign þjóðarinnar. Þessi eign er nánast heilög. Eigendurnir mega hvorki selja hana, nýta né leigja og taka gjald fyrir. Aftur á móti úthluta stjórnvöld til valinna aðila nýtingarrétti á auðlindinni. Þá má sá sem fengið hefur þann rétt nýta hann innan þeirra takmarka sem sett eru og meira en það, hann má selja sinn nýtingarrétt og hann má leigja hann gegn gjaldi. Meira
11. september 1997 | Aðsent efni | 1270 orð

Ráðherra viðurkennir lögbrot

Þann 21. ágúst sl. birti Morgunblaðið opið bréf mitt til menntamálaráðherra, ASÍ og VSÍ um tilnefningar og skipun í Rannsóknaráð Íslands. Bréf mitt var skrifað í framhaldi af fyrirspurn minni á síðasta þingi um skipan nefnda og stöðuveitingar á vegum ráðuneytanna, þar sem fram kom að langur vegur er frá því að 12. grein jafnréttislaganna sé virt. 12. Meira
11. september 1997 | Bréf til blaðsins | 309 orð

UM RASISMA

AÐFARANÓTT 30. ágúst sl. voru krotuð nýnasísk slagorð á veggi Háteigskirkju og safnaðarheimilisins. Í tilefni af því lætur séra Helga Soffía Konráðsdóttir hafa eftir sér í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. september síðastliðinn að hún taki þetta mál mjög nærri sér og það sé mikil skömm fyrir okkur Íslendinga. Meira
11. september 1997 | Aðsent efni | 757 orð

Örugg áhætta

SÍÐUSTU ár hefur verið ævintýralegur uppgangur á íslenskum hlutabréfamarkaði eins og almenningur hefur séð. Allir hafa grætt á öllu og ekkert verið til að spilla gleðinni yfir góðri ávöxtun hlutabréfa. Meira

Minningargreinar

11. september 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Guðmundína Guðmundsdóttir

Við leiðarlok langar okkur að minnast ömmu okkar er lést eftir skamma legu 4. september sl. í hárri elli. Leið hennar var löng og eigum við margar og ljúfar minningar um hana. Við vorum svo heppnar að hún bjó örstutt frá heimili okkar og var heimavinnandi og alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 393 orð

Guðmundína Guðmundsdóttir

Að lokum áratuga samveru ungs og aldins verða minningarbrotin mörg, sum ljósari en önnur. Eitt er þó það sem gnæfir upp úr og verður okkur hjónunum og börnum okkar sú minning sem sterkust lifir, en það er lífsgleðin og kátínan sem ávallt fylgdi þér. Breitt brosið og tindrandi kímin augun bak við þykk gleraugun ásamt dillandi hlátrinum verður veganesti okkar sem kveðjum þig í dag. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 169 orð

GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmundína Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1899. Hún lést 4. september síðastliðinn á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík. Móðir hennar, Sigríður Ólafsdóttir, lést þegar hún var nýfædd og fór faðir hennar, Guðmundar Jóhannesson, þá með 6 systkini hennar til Kanada. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Halldór Bragason

Elsku Dóri, ástkæri vinur og samstarfsfélagi. Ítalíuhópinn langar til þess að rita hér fáeinar línur til að minnast þín og allra góðu stundanna okkar saman, í vinnu og utan hennar. Öll vitum við að bilið milli lífs og dauða getur oft á tíðum verið ansi lítið. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Halldór Bragason

Í dag verður til moldar borinn vinur minn í 30 ár, Halldór Bragason, er lést eftir erfið veikindi á heimili sínu 4. sept. sl. Kynni okkar og vinskapur hófust er ég hóf nám í Prentsmiðjunni Eddu 1967 og þar unnum við saman í tæp átta ár og síðan aftur nokkrum árum síðar á Dagblaðinu en þar vann Dóri til dauðadags. Dóri Braga var góður fagmaður og var mín fyrirmynd, sem hefur reynst mér vel síðan. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 167 orð

Halldór Bragason

Elskulegur móðurbróðir okkar er látinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að horfa á eftir góðum manni á besta aldri yfir í annan heim, en við vitum að Halldór hefur fengið hlýjar móttökur við komuna þangað og líður vel, laus við allar þjáningar. Halldór var alla tíð mikill keppnismaður og spilaði hér á árum áður handbolta og fótbolta með Þrótti, Reykjavík. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 171 orð

HALLDÓR BRAGASON

HALLDÓR BRAGASON Halldór Bragason fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1945. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Dóra Halldórsdóttir, f. 12.1. 1919 í Reykjavík, og Bragi Brynjólfsson, klæðskerameistari, f. 6.8. 1916 á Akureyri, d. 18.8. 1995. Systkini Halldórs eru: Alda, f. 15.5. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 44 orð

HRINGUR KJARTANSSON

HRINGUR KJARTANSSON Hringur Kjartansson fæddist í Reykjavík 5. september 1997. Hann lést á Landspítalanum 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kjartan Guðbrandsson og Anna Sólmundsdóttir. Bróðir Hrings er Atli Freyr Gíslason. Útför Hrings fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 73 orð

Hringur Kjartansson Ljós í heimi stutta stund, strax þó fór að syrta. Fórst of fljótt á drottins fund, þó falleg sé þar birta.

Ljós í heimi stutta stund, strax þó fór að syrta. Fórst of fljótt á drottins fund, þó falleg sé þar birta. Nú ertu sæll í englabyggð, alheimsmerkið sanna. Trúfestu og ævitryggð þú táknar meðal manna. Eftir sitjum hljóð og sár, svíða hjartarætur. Engin urðu æviár, hugurinn því grætur. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 1111 orð

Ingibjörg Björnsdóttir

Elsku amma mín er nú dáin eftir langa og góða ævi. Margar ljúfar minningar streyma fram þegar ég hugsa um allt sem ég fékk að njóta og læra hjá henni. Þær eru ótaldar vísurnar og öll þau spil sem hún kenndi okkur. Ég minnist ömmu minnar sem góðrar konu með góða lund og hlýtt hjarta. Ég man fyrst eftir henni þegar ég kom í torfbæinn hennar á Miðgrund. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 194 orð

INGIBJöRG BJöRNSDÓTTIR

INGIBJöRG BJöRNSDÓTTIR Ingibjörg Björnsdóttir fæddist á Bakka, Skagaströnd, 21. október 1896. Hún lést 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Benónýsson bóndi og kona hans Ingibjörg Stefánsdótir. Þau bjuggu lengst á Illugastöðum í Laxárdal. Alls eignuðust þau 12 börn, Stefanía, f. 1.4. 1894, Tómas, f. 28.8. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 39 orð

Ingibjörg Björnsdóttir Elsku langamma. Nú ert þú komin til guðs. Ég veit að þér líður vel þar en ég sakna þess að geta ekki

Ingibjörg Björnsdóttir Elsku langamma. Nú ert þú komin til guðs. Ég veit að þér líður vel þar en ég sakna þess að geta ekki tekið utan um þig og komið við mjúka skinnið þitt. Bless, elsku amma mín. Halldór Snær. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 240 orð

Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Jónmundur ólst að mestu upp á Laugalandi á Bökkum í Vestur- Fljótum. Foreldrar hans voru Guðmundur Ásmundsson lengi bóndi þar og kona hans Lovísa Grímsdóttir frá Minni-Reykjum. Hún var bæði systir Dúa föður föður míns og Margrétar móður móður minnar. Lovísa var einhver fallegasta kona sem ég hef þekkt og ljúf í lund. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 34 orð

JÓNMUNDUR GUNNAR GUÐMUNDSSON

JÓNMUNDUR GUNNAR GUÐMUNDSSON Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum, Skagafjarðarsýslu, 7. maí 1908. Hann lést á heimili sínu, Sandabraut 11, Akranesi, 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 3. september. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Unnur Bjarnadóttir

Aðrir munu fara með það betur en ég að rekja ættir hennar Unnar frænku og um mannkosti hennar og gæsku væri hægt að fara þúsundum orða, það vita allir sem til hennar þekktu. Í minningu lítillar frænku er það stóri svarti síminn sem hringdi svo hátt, allar bækurnar, dönsku krossgáturnar, mjúkar kinnarnar, ljúfu orðin, Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 572 orð

Unnur Bjarnadóttir

Í dag fer fram útför Unnar Bjarnadóttur, samstarfsmanns míns hjá Olís í 35 ár. Mér er skylt at minnast hennar nú, svo frábærlega sem hún reyndist mér og öllum samstarfsmönnum okkar þar. Slíks ber að minnast og halda því til haga. Unnur var fædd og upp alin á Akureyri, þar sem faðir hennar, Bjarni Jónsson frá Unnarholti var bankastjóri útibús gamla Íslandsbanka og síðar Útvegsbankans þar. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 82 orð

UNNUR BJARNADÓTTIR

UNNUR BJARNADÓTTIR Unnur Bjarnadóttir fæddist á Akureyri 19. febrúar 1910. Hún lést 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson frá Unnarholti og Solveig Einarsdóttir. Systkini Unnar voru Einar, fv. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Unnur Kristjánsdóttir

Ég kynntist Unni, tengdamóður minni, fyrir rúmum 3 árum þegar Sverrir og ég fórum að vera saman. Mér varð fljótt ljóst að þarna var á ferð mikil baráttu- og bjartsýniskona. Hún háði margar erfiðar baráttur og átti oft erfiðar stundir, en hún gafst aldrei upp og hélt alltaf ótrauð áfram. Okkur kom strax mjög vel saman og við gátum spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 205 orð

UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR

UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR Unnur Kristjánsdóttir fæddist á Tindum á Skarðsströnd 20. mars 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Friðberg Bjarnason, bóndi á Tindum, f. 29.8. 1905, d. 15.4. 1972, og Ragnheiður Þorsteinsdóttir, f. 13.7. 1918. Meira
11. september 1997 | Minningargreinar | 106 orð

Unnur Kristjánsdóttir Elsku mamma, það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert ekki lengur hjá okkur. Þú sem

Elsku mamma, það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert ekki lengur hjá okkur. Þú sem varst alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á, alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur og alltaf með góð ráð á reiðum höndum. Baráttuþrek þitt og góðmennska er aðdáunarverð en baráttan sem þú háðir var hörð og við vonum að nú hafir þú loksins fundið þann frið sem þú áttir skilið. Meira

Viðskipti

11. september 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

»Evrópsk bréf í lægð vegna áhrifa Dow

LOKAVERÐ í evrópskum kauphöllum í gær var með því lægsta sem fékkst um daginn vegna áhrifa frá óstöðugleika í Wall Street. Á gjaldeyrismörkuðum varð dollar veikari gegn marki, en náði sér á strik gegn jeni eftir bandaríska gagnrýni á hagstæðan viðskiptajöfnuð Japana. Dow hafði lækkað um 58,30 punkta í 7793,61 kl. 15.45. Meira

Daglegt líf

11. september 1997 | Neytendur | 23 orð

Ljósmyndapappír

Ljósmyndapappír HAFINN er innflutningur á Imation ljósmyndapappír fyrir bleksprautu prentara. Pappírinn er seldur í nokkrum stærðum. Það er Þruman ehf sem sér um innflutning. Meira
11. september 1997 | Neytendur | 83 orð

Orkulýsi fyrir börn

ORKULÝSI heitir ný lýsistegund sem kom á markað í vikunni. Lýsið er þróað af efna- og næringarfræðingum Fiskafurða hf. og framleitt í Þorlákshöfn. Lýsið er framleitt með næringarþarfir barna í huga. Orkulýsi er selt í einum pakka með öðrum drykk sem heitir Orkufjör. Orkulýsið inniheldur A-, D- og E- vítamín fyrir börn, er ríkt af fjölómettuðum Omega3-fitusýrum og er bragð- og lyktarskert. Meira
11. september 1997 | Neytendur | 70 orð

Sælkeravörur

GOÐI er um þessar mundir að setja á markað nýja vörulínu fyrir sælkera. Fyrstu vörurnar í línunni eru "paté". Framleiðsla þeirra er í höndum Harðar Reynissonar og Hólmgríms Rósenbergssonar sem áður unnu hjá fyrirtækinu Íslenskt- Franskt. Í fréttatilkynningu frá Kjötumboðinu hf. Goða segir að yfirbragðið sé franskt. Meira
11. september 1997 | Neytendur | 303 orð

Umbúðir ferskra kjúklinga stundum óviðunandi

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur fengið ábendingar um að umbúðir ferskra kjúklinga séu í einhverjum tilfellum óviðunandi. Að sögn Ásmundar Þorkelssonar, matvælafræðings hjá Hollustuvernd, á þetta einungis við umbúðir utan um ferska kjúklinga. "Ef umbúðir eru ekki vatnsheldar og nægjanlega sterkar til að þola það hnjask sem varan verður fyrir á leið til neytandans eru þær óviðunandi. Meira

Fastir þættir

11. september 1997 | Dagbók | 2971 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
11. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Þykkvabæjarkirkju af sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur Særún Sæmundsdóttir og Heimir Hafsteinsson. Heimili þeirra er í Smáratúni, Þykkvabæ. Meira
11. september 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Þóra Einarsdóttir og Árni Hermann Björgvinsson. Heimili þeirra er í Hæðargerði 20, Reyðarfirði. Meira
11. september 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 1996 í Grensáskirkju af sr. Halldóri Gröndal Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir og Hákon Valtýsson.Heimili þeirra er í Safamýri 41, Reykjavík. Meira
11. september 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Hjallakirkju í Ölfusi af sr. Tómasi Guðmundssyni Sigrún Theódórsdóttir og Jón Ólafur Vilmundarson.Heimili þeirra er að Oddabraut 6, Þorlákshöfn. Meira
11. september 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 1996 í Laugarneskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hanna Sif Hafdal og Lárus Lúðvík Hilmarsson. Heimili þeirra er á Hrísateig 8, Reykjavík. Meira
11. september 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Raufarhafnarkirkju af sr. Arnaldi Bárðarsyni Þóra Soffía Gylfadóttir og Einar E. Sigurðsson. Heimili þeirra er að Vogsholti 12, Raufarhöfn. Meira
11. september 1997 | Dagbók | 687 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. september 1997 | Í dag | 586 orð

ESTFIRÐINGAR brugðust hart við Víkverjapistli, sem birt

ESTFIRÐINGAR brugðust hart við Víkverjapistli, sem birtist síðastliðinn fimmtudag, þar sem Víkverji fjallaði um ferð sína um Vestfirði og Arnarfjörð og dáðist að því mikla náttúruskrauti, sem þar ber fyrir augu, fossinn í ánni Dynjandi, sem fellur af fjallsbrúninni og nærri niður í sjó og Víkverji nefndi Fjallfoss, Meira
11. september 1997 | Fastir þættir | 956 orð

Helgi Áss blindskákmeistari

Helgi Áss Grétarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum. HELGI Áss Grétarsson sigraði á fyrsta Íslandsmótinu í blindskák, sem fram fór um helgina. Úrslit mótsins voru í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Skákáhugamenn fengu þar að fylgjast með bráðskemmtilegu einvígi þeirra Helga Áss og Hannesar Hlífars. Meira
11. september 1997 | Í dag | 509 orð

Lögreglanáhugalaus

KONA á Akureyri hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri athugasemdum vegna samskipta sinna við lögregluna á Akureyri. Hún sagðist hafa fengið upplýsingar um fíkniefnasölu frá ungum krökkum og hafði hún í framhaldi af því samband við lögregluna á Akureyri til að koma þessum upplýsingum á framfæri. Meira

Íþróttir

11. september 1997 | Íþróttir | 286 orð

Afmælisgjöf til Rögnu Lóu

Lið KR tryggði sér í gærkvöldi endanlega Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna með 6:0 sigri á Stjörnunni. Valur og Breiðablik gerðu jafntefli, 2:2, og á Akureyri sigraði ÍA lið ÍBA, 3:2. "Sigurinn var sérstök afmælisgjöf til Rögnu Lóu," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sem gerði síðasta mark KR er liðið vann Stjörnuna 6:0. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 164 orð

Anderlecht sleppur BELGÍSKA knattspyrnuli

BELGÍSKA knattspyrnuliðið Anderlecht sleppur líklega með skrekkinn vegna mútumáls sem það flæktist í árið 1984 er forráðamenn félagsins eru taldir hafa mútað spænskum dómara, Guruceta Muro, fyrir síðari undanúrslitaleikinn við Nottingham Forest í UEFA-keppninni. Frits Ahlström, blaðafulltrúi UEFA, sagði í gær að ekki væri hægt að grípa til neinna aðgerða gegn félaginu vegna þessa máls. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 135 orð

Ánægður "ÉG er ánægður með sigurinn en hann hefði getað

"ÉG er ánægður með sigurinn en hann hefði getað verið mun stærri. Íslenska liðið lék eins og ég bjóst við og það er alltaf erfitt að leika á móti liði sem liggur allt í vörn. Úrslitin eru eftir bókinni en lið eins og Ísland getur alltaf komið á óvart og því hefur ekkert lið efni á að vanmeta það," sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmena. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 112 orð

Ánægður með baráttuna "VIÐ spiluðum e

"VIÐ spiluðum eins og fyrir okkur var lagt og það gekk að mestu upp," sagði Sigurður Jónsson, fyrirliði íslenska liðsins. "Við fengum tvö mörk eftir horn og aukaspyrnu og það verðum við að laga. Við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk úr hornum í þremur síðustu leikjum. Það er ekki nógu gott. Í heildina er ég ánægður með baráttuna í liðinu. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 302 orð

Ánægður með vörnina og ungu strákana

Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari sagðist ekki ánægður með úrslitin í leiknum á móti Rúmenum en samt sá hann margt jákvætt við leik liðsins. "Strákarnir stóðu sig mjög vel og ég er ánægður með baráttuna í liðinu. Ég er sérstaklega ánægður með vörnina og ungu strákana. Þeir sýndu að þeir eru traustsins verðir. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 103 orð

Ármann og Drangur sigruðu

NÝLOKIÐ er héraðsmóti Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu í knattspyrnu og var mikil áhugi fyrir mótinu. Keppt var í þremur flokkum, karlaflokki, í flokki 13 til 15 ára og í flokki 12 ára. Í mótinu kepptu fjögur lið, tvö úr Mýrdalshreppi, Drangur og Dyrhólaey, og tvö úr Skaftárhreppi, Ármann og Skafti. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 275 orð

Birgir Leifur í 3.­5. sæti

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, lék annan hringinn í forkeppninni að undankeppninni fyrir evrópsku PGA-mótaröðina á 68 höggum í gær, rétt eins og fyrsta hringinn. Hann hefur því leikið River Lakes-völlinn á 8 höggum undir pari fyrstu tvo dagana og í dag skýrist hvort hann verður einn þeirra tólf kylfinga sem komast í undankeppnina sem fram fer á Spáni í lok nóvember. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 260 orð

Breiðablik fær tvo Bandaríkjamenn

Breiðabliksmenn hafa fengið tvo bandaríska landsliðsmenn til liðs við sig í 1. deildar keppnina í handknattleik í vetur. Þetta eru Darrick Heath, 31 árs gamall blökkumaður, 197 sentímetrar á hæð og var oft kallaður "gormurinn" þegar hann lék hér á landi með bandaríska landsliðinu, sökum þess hversu mikinn stökkkraft hann hefur. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 289 orð

Breiðablik sópaði að sér verðlaunum

Nóatúnsmót Aftureldingar í knattspyrnu kvenna fór fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ fyrir skömmu. Mótið var nú haldið í 5. sinn og tóku um 330 stúlkur þátt í því og hafa aldrei verið fleiri. Til marks um það mættu 32 lið nú til leiks, tvöfalt fleiri en í fyrra. Keppt í 5. og 6. flokki, A og B-liða. Leikið var á fjórum grasvöllum og á milli leikja spreyttu liðin sig á knattþrautum. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 229 orð

Danir stigi frá úrslitakeppninni

Danir fóru á kostum þegar þeir unnu Króata 3:1 í hröðum og skemmtilega spiluðum leik í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Króatar léku vel og er synd að þeir þurfi sennilega að sitja eftir en Dönum nægir jafntefli í Grikklandi til að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni í Frakklandi næsta sumar. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 340 orð

"Ekki á leiðinni heim"

Ég er ekki að flytja heim," sagði Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Orðrómur hefur verið uppi að hann ætlaði að flytja til Íslands í haust eftir tæp 20 ár í atvinnumennsku. "Ég er að vísu að velta ýmsu fyrir mér þessa dagana, en ég hef helst áhuga á að halda mér í æfingu og vera í Svíþjóð eitt ár til viðbótar. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Endurtekið efni

RÚMENAR sýndu allar sínar bestu hliðar er þeir unnu sannfærandi sigur á Íslendingum 4:0 í undankeppni HM í Búkarest í gærkvöldi eins og þeir gerðu einnig í Reykjavík fyrir ári. Rúmenar hafa þar með unnið alla níu leiki sína í keppninni og hafa enn ekki fengið á sig mark á heimavelli. Markatalan er 36:3 og segir það allt um yfirburði liðsins í riðlinum. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 443 orð

Frjálsíþróttir

Búnaðarbankamót Breiðabliks Pæjur 8 ára og yngri:60 m hlaup: Hólmfríður Magnúsdóttir, Skipask.10,46 Ragnheiður Þórsdóttir, Breiðabliki11,54 Sólrún Sigvaldadóttir, Breiðabliki11,78 Langstökk: Ragnheiður Þórsdóttir, Breiðabliki2,94 Sandra Dögg Björnsdóttir, UMSB2,74 Hólmfríður Magnúsdóttir, Skipsk. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 73 orð

Fullstórt tap

"ÞETTA var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Ég held þó að við höfum allir lagt okkur eins mikið fram og við gátum. Við komum til með að læra af þeim mistökum sem við gerðum," sagði Hermann Hreiðarsson, besti leikmaður íslenska liðsins. "Það var gaman að leika á móti svona öflugu liði eins og Rúmenar hafa á að skipa. Ég er þó á því að sigurinn hafi verið fullstór hjá þeim. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 130 orð

Golf Unglingamót Pinseeker 15 til 18 ára:Með forgjöf: Davíð Viðarsson, GS69 Ólafur Örn Axelsson, GK70 Jón Páll Pálmason, GK70 Án

Unglingamót Pinseeker 15 til 18 ára:Með forgjöf: Davíð Viðarsson, GS69 Ólafur Örn Axelsson, GK70 Jón Páll Pálmason, GK70 Án forgjafar: Davíð Viðarsson, GS75 Jens Guðmundsson, GR82 Kristinn Árnason, GR82 14 ára og yngri:Án forgjafar: Brynjólfur Sigmarsson, Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 91 orð

Góð reynsla GUNNLAUGUR Jónsson var að leika annan lands

GUNNLAUGUR Jónsson var að leika annan landsleik sinn. "Þetta var mjög erfiður leikur en jafnframt gaman að spila hann. Rúmenar eru með eitt besta lið Evrópu og það er engin skömm að tapa fyrir því en sigur þeirra var þó fullstór. Ég held að vörnin hafi staðið sig nokkuð vel, en augnabliks einbeitingarleysi reyndust dýr. Þessi leikur var mikil og góð reynsla fyrir mig," sagði Gunnlaugur. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 108 orð

Handboltavörn "VIÐ vorum óheppnir að fá á okkur f

"VIÐ vorum óheppnir að fá á okkur fyrsta markið svona snemma leiks, en það setti okkur ekki út af laginu því við reyndum að berjast allan leikinn," sagði Rúnar Kristinsson. "Það var erfitt að koma boltanum fram eftir að legið er í vörn svona lengi. Það þarf mikinn kraft til þess að það eigi að takast svo vel sé. Við vorum nánast að spila handboltavörn og þeir náðu nánast aldrei að opna hana. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 299 orð

Haukastúlkur meistarar

Haukastúlkur hófu handknattleikstíðina með 24:15 sigri á Val í Hafnarfirðinum í gærkvöldi í keppni um meistara meistarana. Leikurinn var oft á tíðum hin mesta skemmtun og gefur ágæt fyrirheit um handknattleik kvenna í vetur. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld

Reykjavíkurmót karla: Seljaskóli:ÍR - Stjarnan20 Seltjarnarnes:KR - Tindastóll 20 Kennaraskólinn:ÍS - Valur20 Reykjanesmót karla: Strandgata:Haukar - Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 218 orð

Jón Arnar keppir í Talence JÓN A

JÓN Arnar Magnússon Íslandsmethafi í tugþraut keppir á föstudag og laugardag á sterku tugþrautarmóti í Talence í Frakklandi. Til þess er boðið 14 sterkustu tugþrautarmönnum heims samkvæmt heimslistanum, en Jón er nú í 7. sæti hans. Heimsmethafinn, Dan O'Brien frá Bandaríkjunum, keppir ekki með í mótinu vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann stærstan hluta þessa árs. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 299 orð

Kappakstur vannst utan brautar

HAGUR Ferrari-liðsins vænkaðist við ítalska kappaksturinn í Monza um síðustu helgi þó svo Michael Schumacher yrði aðeins sjötti og ynni einungis eitt stig í keppni ökuþóra. Heldur hann 10 stiga forskoti á Jacques Villeneuve hjá Williams-liðinu í stigakeppni ökuþóra þegar fjögur mót af 17 eru eftir og Ferrari hefur eins stigs forskot á Williams í keppni bílsmiða. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 95 orð

Klinsmann með tvö mörk í 100.

J¨URGEN Klinsmann lék 100. landsleik sinn í gærkvöldi ­ aðeins Lothar Matth¨aus með 122 leiki og Franz Beckenbauer með 103 leiki hafa spilað oftar fyrir Þýskaland ­ og gerði tvö mörk í 4:0 sigri Þýskalands á Armeníu. "Aðalatriðið var að sigra," sagði Klinsmann, sem hafði ekki skorað í liðnum átta landsleikjum en er nú kominn með 43 mörk fyrir Þýskaland. Þýskaland er efst í 9. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 175 orð

Maradona má spila ARGENTÍNSKUR dómstóll ú

ARGENTÍNSKUR dómstóll úrskurðaði í gær að knattspyrnuhetjan Diego Armando Maradona mætti leika með liði sínu, Boca Juniors, þar í landi þrátt fyrir að ólögleg lyf hefðu fundist í þvagsýni hans hinn 24. ágúst. Lögfræðingur Maradona hefur farið fram á að allsherjar rannsókn verði gerð vegna þessa því Maradona sver og sárt við leggur að hann hafi ekki tekið nein lyf fyrir umræddan leik. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 359 orð

Með tvo í takinu

HJÖRTUR P. Jónsson og Ísak Guðjónsson hafa forystu í Íslandsmótinu í rallakstri eftir alþjóðarallið um s.l. helgi. Þeir aka Nissan bíl sem þeir leigja af Steingrími Ingasyni, en hann varð fjórði í rallinu á Honda Civic ásamt Páli Kára Pálssyni. Sami maður átti því tvo bíla í fjórum efstu sætunum. Það sem meira er, Hjörtur var áður aðstoðarökumaður Steingríms á Nissan bílnum. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 171 orð

Meistaramót 12 til 14 ára Mót þetta fór fram í lok júli og í framh

Meistaramót 12 til 14 ára Mót þetta fór fram í lok júli og í framhaldinu voru úrslitin birt í Morgunblaðinu. Einhverra hluta vegna féllu úrslit í flokki 13 ára pilta niður, svo og heildarstigataflan fyrir alla flokka. 100 m hlaup: Elías Svavar Jónsson, UMSB13,02 Kristján H. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 253 orð

Ný deild fyrirsjáan- leg í Skotlandi

Bestu knattspyrnulið Skotlands hyggjast hætta þátttöku í skosku úrvalsdeildinni og stofna nýja deild. Skoska deildarkeppnin hefur verið haldin í 107 ár en nú finnst forráðamönnum félganna tíu nóg komið og vilja fá auknar tekjur í formi auglýsinga og sölu sjónvarpsréttar frá leikjum liðanna. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 169 orð

Paul Gascoigne frábær á Wembley

England færðist nær úrslitakeppninni með 4:0-sigri á Moldóvu á Wembley í gærkvöldi. Áður en leikurinn hófst lá fyrir að Georgía og Ítalía höfðu gert markalaust jafntefli og þau úrslit höfðu greinilega góð áhrif á Englendinga. Paul Scholes braut ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu frá David Beckham frá vinstri, var við nærstöng og skallaði í hitt hornið. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 128 orð

RUT Sigurðardóttir

RUT Sigurðardóttir aðalmarkvörður 2. flokks KR var fjarri góðu gamni á mánudaginn og varð að láta sér lynda að horfa á félaga sína vinna Íslandsmeistaratitilinn af hliðarlínunni með hægri höndina í fatla. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Rúmenar fengu aukaspyrnu 10 metrum utan vítateigs á 8.

Rúmenar fengu aukaspyrnu 10 metrum utan vítateigs á 8. mínútu. Gheorghe Hagi tók spyrnuna með vinstri fæti og sendi yfir varnarvegginn. Ólaf Gottskálksson rann til á marklínunni og missti boltann klaufalega yfir sig. Slysalegt hjá Ólafi. Rúmenar fengu hornspyrnu á 39. mín. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 36 orð

Sigursveit LeynisSIGURSVEIT Golf

Sigursveit LeynisSIGURSVEIT GolfklúbbsinsLeynis í sveitakeppni unglinga í golfi sem fram fór íSandgerði nýlega, f.v.: Halldór Hallgrímsson, liðstjóri,Lárus Mikael Vilhjálmsson,Alfreð Gissurason, Hróðmar Halldórsson, HaukurDór Bragason og Stefán OrriÓlafsson. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 35 orð

Sigursælir knattspyrnumennÞESSI stóri hópur

ÞESSI stóri hópur ungra knattspyrnumanna í Ungmennafélagi Bessastaðahrepps tók þátt í Búnaðarbankamóti Skallagríms nýlega og náði góðum árangri. Þeir sigruðu í fjórum flokkur, 7. flokki A og B og í 6. flokki A og B. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 450 orð

Spennandi lokaslagur um torfærutitlana

ÍSLANDSMÓTINU í torfæru lýkur á Hellu á laugardaginn, en keppnin hefst kl. 13.00. Eiga margir ökumenn möguleika á að hljóta meistaratitlana eftirsóttu, m.a. meistararnir í báðum flokkum, Haraldur Pétursson í flokki sérútbúinna jeppa og Gunnar Pálmi Pétursson í flokki götujeppa. En það verður enginn hægðarleikur fyrir þá að halda titlunum. Gísli G. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 164 orð

Spilar 13 til 14 leiki á mánuði

Þetta var erfiður leikur en við ætluðum að vinna og gerðum það. Það var meiri barátta í okkur og við rifum okkur upp í síðari hálfleik," sagði Edda Garðarsdóttir fyrirliði liðsins eftir leikinn en hún hefur staðið í ströngu í sumar; er fyrirliði 2. flokks, leikur með meistaraflokki KR, báðum yngri landsliðunum og kom inná í sínum fyrsta A-landsleik gegn Úkraínu síðastliðinn sunnudag. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 249 orð

STEINGRÍMUR Ingason

STEINGRÍMUR Ingasonkvaðst áætla að vélin í Honda bíl sínum hefði snúist yfir 1,2 milljón snúninga í alþjóðarallinu sem var um 900 km langt, þar af 300 km á sérleiðum. Vélin var nánast öllum stundum í 7­8 þúsund snúningum. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 83 orð

Stelpnamet hjá Kristínu

KRISTÍN B. Ólafsdóttir úr Fjölni setti stelpnamet í 600 m hlaupi á Búnaðarbankamóti Breiðabliks á Kópavogsvelli á dögunum. Kristín hljóp á 1.45,64 mín., en gamla metið, sem var 18 ára gamalt, átti Björk Gunnarsdóttir, FH, en það var 1.46,6. Þetta er fyrsta Íslandsmetið sem sett er á frjálsíþróttavellinum í Kópavogi síðan hann var tekinn í gagnið sl. haust. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 40 orð

Stjarnan - KR0:6

Stofndeildin Stjarnan - KR0:6 - Guðlaug Jónsdóttir (19.), Olga Færseth (31., 67.), Hrefna Jóhannsdóttir (51.), Guðrún Gunnarsdóttir (54.), Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (89.). Valur - Breiðablik2:2 Bergþóra Laxdal (86.), Rakel Logadóttir (90.) - Katrín Jónsdóttir (2.), Margrét Ólafsdóttir (9.). Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 269 orð

TONY Yeboah

TONY Yeboah skuldar nær 40 millj. kr. í skatta í Þýskalandi síðan hann lék með Eintracht Frankfurt. Fyrir vikið hefur félagaskiptum hans frá Leeds til HSV verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 308 orð

Tvöfalt hjá KR-stúlkum

MEÐ 5:1 sigri á Valsstúlkum í baráttuleik á Valbjarnarvelli á mánudaginn, náðu KR-stúlkur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna en fyrir höfðu þær unnið bikarkeppnina með 2:1 sigri á Breiðabliki. Hvort lið skartaði nokkrum meistaraflokksstúlkum, sem sýndu góð tilþrif enda reynslan þaðan dýrmæt en greinilega mátti sjá margar af knattspyrnukonum framtíðarinnar. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 94 orð

Vinna Valsmenn tvöfalt í 2. flokki?

VALSMENN hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla þó ekki sé öllum leikjum lokið. Í dag klukkan 18 mætast Valur og KR á KR-vellinum við Frostaskjól og að leik loknum fá Valsmenn Íslandsbikarinn afhentan. Á þriðjudaginn næsta eiga Hlíðarendadrengir möguleika á að vinna tvöfalt þetta keppnistímabilið því þá mæta þeir Víkingi í úrslitum bikarkeppni KSÍ. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 208 orð

"Vissi að við myndum jafna" Valsstúlkur gerðu

Valsstúlkur gerðu tvö mörk á síðustu fimm mínútunum gegn Breiðabliki og kræktu þannig í eitt stig á kostnað Kópavogsliðsins í nístingskaldri norðanátt að Hlíðarenda, en lokatölur urðu 2:2. Rakel Logadóttir skoraði jöfnunarmarkið þegar tvær sekúndur voru eftir. "Það var meiriháttar að sjá boltann í netinu," sagði Rakel. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 105 orð

Örebro hefur boðið Sigurði fimm ára samning

SAMNINGUR Sigurðar Jónssonar við Örebro rennur út 1. janúar á næsta ári. Sænska liðið hefur þegar boðið honum fimm ára samning. "Ég hef ekki ákveðið hvað ég geri en mér hefur liðið vel í Svíþjóð. Hins vegar veit ég af áhuga annarra liða og það verður bara að koma í ljós hvað ég geri," sagði Sigurður, sem hefur verið fyrirliði Örebro á þessari leiktíð. Meira
11. september 1997 | Íþróttir | 361 orð

(fyrirsögn vantar)

11. september 1997 | Íþróttir | 70 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Kertaljós og söngur á WembleyWEMBLEYLEIKVANGURINN í London var þéttsetinn ­ um 75.000 áhorfendur ­ á leik Englandsog Moldóvu í gærkvöldi. Áður en leikurinn hófst hlustuðu viðstaddir á lagið Candle In theWind með Elton John sem var spilað í minningu um Díönu prinsessu og síðan var mínútuþögn. Meira

Úr verinu

11. september 1997 | Úr verinu | 258 orð

"Fáránleg ráðstöfun"

MORGUNBLAÐINU hefur borizt til britingar eftirfarandi opið bréf til Arthurs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda. Bréfið undirritað af tveimur smábátaeigendum í Ólafsvík: Undirritaðir, f.h. Meira
11. september 1997 | Úr verinu | 725 orð

Stokka þarf upp allt stjórnkerfi smábáta

"AÐ ÆTLA mönnum að lifa af því að stunda vinnu sína í 20-26 daga á ári og það með dýr atvinnutæki í höndunum er fráleitt í öllu tilliti. Það hljóta allir að sjá það í hendi sér. Þetta segir líka um leið sína sögu um óhagkvæmni sóknartakmarkana, sem leiða gjarnan til þeirrar niðurstöðu, sem nú blasir við krókabátum í sóknardagakerfi," segir Steingrímur J. Meira
11. september 1997 | Úr verinu | 211 orð

Útvegur kominn út

ÚTVEGUR 1996, ársrit Fiskifélags Íslands, er kominn út í 20 sinn. hefur komið út árlega síðan árið 1977, eða í 20 ár. Útvegur er nokkurs konar ársrit Fiskifélags Íslands þar sem talnasöfnun sem félagið innir af hendi fyrir stjórnvöld er komið á framfæri. Í Útvegi er að finna tölulegar upplýsingar um nánast allt, sem við kemur íslenskum sjávarútvegi. Meira

Viðskiptablað

11. september 1997 | Viðskiptablað | 67 orð

20% seld í France Telecom?

STJÓRN sósíalista í Frakklandi mun ef til vill selja aðeins 20% í France Telecom, talsvert minna en fyrri ríkisstjórn hægri manna ráðgerði, að sögn Le Monde. Lionel Jospin forsætisráðherra hefur sagt að hann muni taka ákvörðun um framtíð France Telecom í þessum mánuði, þegar hann hafi fengið skýrslu um fyrirtækið frá Michel Delebarre, Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 204 orð

Bensínhækkun hefur mest áhrif

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í septemberbyrjun reyndist vera 181,3 stig og hækkaði um 0,4% frá ágúst 1997. Vísitala neysluverðs án húsnæðis reyndist vera 185,5 stig og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að bensín hafi hækkað um 2,4% sem hafði í för með sér 0,11% hækkun neysluvísitölunnar. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 991 orð

CompuServe selt WorldCom fyrir 1,2 milljarða dollara

WORLDCom Inc. and America Online Inc. said Monday they will split the commercial and consumer businesses of CompuServe Inc. in a $1.2 billion ***deal that will reshape the online services industry. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 237 orð

»Dollar endar með tapi gegn jeni

DOLLARINN endaði með tapi gegn jeni í viðskiptum í Evrópu í gær, þar sem viðvörun frá Washington leiddi til nýrrar spennu í viðskiptum Japans og Bandaríkjanna. Slæm staða var í evrópskum kauphöllum af innanlandsástæðum, ástandið versnaði eftir óvissa byrjun í Wall Street og deginum lauk í mínus. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 47 orð

ÐHalldór áfram hjá Landsvirkjun

STJÓRN Landsvirkjunar hefur gert samkomulag við Halldór Jónatansson, forstjóra fyrirtækisins, um framlengingu ráðningarsamnings hans til ársloka 1998, en Halldór hefur gegnt stöðu forstjóra frá 1983. Er stefnt að ráðningu nýs forstjóra á fyrri hluta næsta árs, að því er segir í frétt frá Landsvirkjun. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 95 orð

ÐHugbúnaðarfyrirtækið Ráðkerfi ehf. tekur við Ráðhugbúnaði

NÝTT hugbúnaðarfyrirtæki, Ráðkerfi ehf., hefur keypt og yfirtekið rekstur og þjónustu Ráðhugbúnaðar og mun sjá um alla sölu og þjónustu á hugbúnaðinum. Undanfarna mánuði hefur Hugráð sinnt þjónustu á hugbúnaðinum og mun nú hætta því alfarið. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 1503 orð

ÐÍslandsáhugi meðal erlendra áhættufjárfesta Á fjárfe

FJÁRFESTINGARÞINGIÐ Venture Market Iceland var haldið á vegum Útflutningsráðs Íslands og Fjárfestingarskrifstofu Íslands auk stuðnings frá fjölda fyrirtækja. Að sögn þeirra sem komu að þinginu tókst það vel og standa vonir til þess að hægt verði að halda svipað fjárfestingarþing að ári. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 221 orð

ÐÍslensk forrit til Vladivostok

NETVERK hf. hefur gengið frá samkomulagi við tollyfirvöld í Vladivostok í Rússlandi um að koma upp pappírslausum viðskiptum fyrir stofnunina. Jafnframt hefur verið gengið frá samkomulagi um að Netverk setji upp tölvubúnað hjá einu stærsta skipafélagi Rússlandi, Fesco. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 393 orð

ÐKaupþing Norðurlands hagnast

RÚMLEGA 13 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupþings Norðurlands hf. fyrstu sex mánuði ársins. Nákvæmar tölur fyrir sama tímabil í fyrra liggja ekki fyrir þar sem þá var ekki gert endurskoðað sex mánaða uppgjör en með samanburði við rekstrartölur fyrir allt síðasta ár sést að vöxtur fyrirtækisins hefur haldið áfram á þessu ári og umsvifin aukist verulega, Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 973 orð

ÐLifandi laxahrogn seld til Chile Stofnfiskur hefur náð umtalsve

ÞRÁTT fyrir ófarir íslenskra fiskeldisfyrirtækja hér á árum áður sem enduðu nánast með algjöru hruni í þessari grein hefur þekkingin á eldinu skilað einhverju til þjóðarbúsins á undanförnum árum. Íslendingar búa í senn yfir sérþekkingu á fiskeldi og hafa þróað tækjabúnað fyrir greinina sem hægt er að markaðssetja erlendis. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 128 orð

ÐMikil viðskipti í Marel hf.

MIKIL viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Marel á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar þess að félagið birti milliuppgjör sitt. Eins og fram hefur komið nam hagnaður samsteypunnar 100 milljónum króna. Alls áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í Marel að markaðsvirði rúmlega 46 milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 7% í viðskiptum gærdagsins. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 72 orð

ÐNýr starfsmaður hjá Nonna og Manna

HAFSTEINN Sv. Hafsteinssonhefur hafið störf á auglýsingastofunni Nonna og Manna. Starf hans felst í tengslum við viðskiptavini stofunnar, birtingaráætlunum og hugmyndavinnu. Ennfremur mun hann veita fyrirtækjum þjónustu á sviði almannatengsla og markaðsmála. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

ÐRáðinn framkvæmdastjóri Bjölvefossen

HELGI Þórhallsson, framleiðslustjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu hf. á Grundartanga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri járnblendiverksmiðju í Bjölvefossen í Noregi. Verksmiðjan er í 70% eigu Elkem í Noregi en 30% eru í dreifðri eign á hlutabréfamarkaðnum í Osló. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 712 orð

ÐTorgið Úti er ævintýri »

ÐTorgið Úti er ævintýri »AFKOMA fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins hefur valdið nokkrum vonbrigðum, enda hefur afkoma þeirra í fjölmörgum tilfellum verið lakari en á síðasta ári. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 757 orð

Eitt meginmarkmiðið að afnema ríkisábyrgðina Viðskiptaráðherra beinir þeim tilmælum til bankanna að þeir verði skráðir

STOFNFUNDIR hlutafélaganna Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru haldnir í gær, en félögin munu taka við rekstri samnefndra banka um áramót. Jafnframt var í gær haldinn framhaldsstofnfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. um leið og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins tók til starfa. Fjárfestingarbankinn og Nýsköpunarsjóður munu einnig taka til starfa 1. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 335 orð

Financial Times í bandarískri útgáfu

FINANCIAL Times (FT), hið kunna brezka viðskiptablað, hefur hleypt af stað bandarískri útgáfu, sem verður liður í herferð til að auka útbreiðslu blaðsins í heiminum. Pearson Plc , eigandi FT, hyggst verja allt að 100 milljónum punda á fimm árum til að auka sölu blaðsins í heiminum í 430.000 eintök úr 300.000. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 80 orð

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls

Ragnar Guðmundsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls hf. Ragnar lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og MBA prófi með áherslu á alþjóðaviðskipti og fjármál frá McGill University í Montreal, Kanada árið 1992. Að undanförnu hefur Ragnar verið fjármálastjóri Básafells hf. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 86 orð

Framkvæmdir stöðvast í Malaysíu

STJÓRN Malaysíu hefur ákveðið að fresta stórframkvæmdum til að bæta stöðuna á fjármálamörkuðum landsins að sögn Mahathirs Mohamads forsætisráðherra. Nokkurra daga gamalt bann við sölu á mikilvægum hlutabréfum verður fellt úr gildi. Frestað verður framkvæmdum við flugvöll, þjóðvegi og nýja borg, sem á að rísa, vegna veikleika gjaldmiðilsins, ringgit. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 1321 orð

Gullfóturinn lifir góðu lífi í Eistlandi Eistland er eina Eystrasaltsríkið sem boðið hefur verið til viðræðna um aðild að

UNDANGENGIN ár hafa verið stormasöm í Eistlandi enda hefur landið á fáum árum snúið frá miðstýrðu hagkerfi til markaðsbúskapar og þykir nokkuð vel hafa tekist til. Raunar hafa aðferðirnar verið nokkuð sérstakar í samanburði við vestrænar hagstjórnunaraðferðir því Eistar hafa á undanförnum árum notast við nokkurs konar gullfót á krónunni, Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 470 orð

Hagnaður nam 208 millj.

HAGNAÐUR Haraldar Böðvarssonar hf. á fyrri árshelmingi þessa árs nam 208 milljónum króna og er þetta jafn mikill hagnaður og varð af rekstri fyrirtæksins allt árið í fyrra og tæplega 30 milljóna króna meiri hagnaður en varð á sama tímabili á síðasta ári. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 218 orð

Mannabreytingar hjá Eimskip

HJÖRTUR Hjartar, forstöðumaður Eimskips í Hamborg, hefur tekið við starfi forstöðumanns Eimskips í Gautaborg. Hjörtur hóf störf hjá Eimskip 1987 sem forstöðumaður markaðsdeildar. Hann tók við starfi forstöðumanns Norðurlandadeildar, sem þá var, árið 1988 en ári síðar við rekstri skrifstofu Eimskips í Rotterdam. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 374 orð

Nýr formaður í Landsbanka

FIMM manna stjórnir hlutafélaganna Landsbanka Íslands hf., Búnaðarbanka Íslands hf. voru kjörnar á stofnfundum félaganna í gær og fimm menn til vara. Stjórnir breytast síðan í bankaráð um leið og hin nýju hlutafélög taka yfir rekstur ríkisviðskiptabankanna um áramótin. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 108 orð

Nýr framkvæmdastjóri hjá Þróunarfélaginu

ANDRI Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands hf. Andri er Akureyringur, þrítugur að aldri. Hann starfaði áður sem viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka á Norðurlandi og forstöðumaður Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka á Norðurlandi. Andri hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrirtækja og einstaklinga hjá Kaupþingi Norðurlands hf. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 287 orð

Póstur og sími býður alnúmer

PÓSTUR og sími hf. mun á næstu dögum opna fyrir nýja símaþjónustu sem kallast alnúmer. Með slíku númeri verður fyrirtækjum kleift að nota aðeins eitt símanúmer fyrir marga afgreiðslustaði víða um land. Símakerfi Pósts og síma mun sjá um að greina hvaðan hringt er og beina símtalinu til næsta afgreiðslustaðar, að því er fram kemur í frétt frá Pósti og síma. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 113 orð

Ríkisbankar

Stofnfundir hlutafélaganna Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru haldnir í gær, en félögin munu taka við rekstri samnefndra banka um áramót. Jafnframt var í gær haldinn framhaldsstofnfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. um leið og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins tók til starfa. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 131 orð

Samstarf KLM og JAS?

HOLLENZKA flugfélagið KLM segir að samstarfssamningur við Japan Air Systems sé á næsta leiti og félagið kanni fleiri möguleika á samvinnu í Evrópu og Rómönsku Ameríku. Talsmaður KLM kvað félagið vongott um samkomulag við JAS innan tveggja mánaða. KLM kveðst keppa að því að verða eitt af fimm eða sex flugfélögum, sem halda uppi flugi um allan heim. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 71 orð

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands efnir til haustráðstefnu miðvikudaginn 10. september frá kl. 13 til 16:30 á Hótel Loftleiðum, undir yfirskriftinni Ný viðhorf og tækifæri í tölvurekstri. Þar verður m.a. fjallað um hvort óþarfa eyðsla sé til staðar í tölvurekstri, hvort hægt sé að reka tölvudeildir á hagkvæmari hátt og hvort tölvurekstur sé samkeppnishæfur. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 151 orð

VW eykur sölu sína um tæp 10%

VOLKSWAGEN AG segir að sala hafi aukizt um tæp 10% á fyrstu átta mánuðum ársins og að aukning hafi orðið í öllum heimshlutum, en neitar því að hafa uppi áform um að kaupa fyrirtæki. Sala dótturfyrirtækisins Audi jókst um 14,6% í 370.000 bíla, sem Robert Büchelhofer úr stjórn VW segir beztu tölu í sögu Audi. Meira
11. september 1997 | Viðskiptablað | 305 orð

Yfirmaður Air France lætur af störfum

YFIRMAÐUR Air France, Christian Blanc, hefur ákveðið að láta af störfum, þar sem stjórn sósíalista neitar að ganga að kröfum hans um að einkavæða flugfélagið. Blanc kvaðst í senn dapur og stoltur er hann hætti störfum hjá félaginu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.