Greinar þriðjudaginn 16. september 1997

Forsíða

16. september 1997 | Forsíða | 129 orð

Fallast á hvalveiðar Norðmanna

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa vent sínu kvæði í kross hvað varðar hrefnuveiðar Norðmanna og segja nú, að þau efist ekki um lagalegan rétt þeirra. Þau hvetja hins vegar til, að veiðarnar verði stundaðar í samræmi við þær reglur, sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur samþykkt. Meira
16. september 1997 | Forsíða | 488 orð

Jagland biðst lausnar og Hagen í oddastöðu

THORBJØRN Jagland forsætisráðherra Noregs sagðist í gærkvöldi myndu biðjast lausnar eftir að hann hefur lagt fram frumvarp til fjárlaga 13. október næstkomandi. Þegar 96,4% atkvæða í norsku þingkosningunum höfðu verið talin í gærkvöldi benti allt til þess að Verkamannaflokkurinn fengi um 35% atkvæða og missti tvo þingmenn, Meira
16. september 1997 | Forsíða | 242 orð

Líklegt að árekstur hafi orðið

BRAK úr sovéskri Tupolev Tu-154 þotu þýska hersins fannst í gær úti fyrir strönd Namibíu, að því er Volker Rühe, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá. Fundu leitarmenn m.a. hluta af sæti úr flugvél og í því þýsk blöð. Þykir þetta benda til að brakið sé úr vélinni, er hvarf á laugardag, á sama tíma og bandarísk herflutningavél af gerðinni C-141 hvarf á sömu slóðum. Meira
16. september 1997 | Forsíða | 235 orð

Reyna að róa sambandssinna

BRESKIR og írskir leiðtogar freistuðu þess í gær að koma flokkum norður-írskra sambandssinna að viðræðuborði um framtíð Norður- Írlands. Samtök harðlínumanna, Sinn Fein, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), mætti til friðarviðræðnanna í gær. Meira

Fréttir

16. september 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

20 manns hafa farist í þyrluslysum hér frá 1965

20 MANNS, þar af sex varnarliðsmenn, hafa farist í þyrluslysum hér við land frá árinu 1965. Þyrlan sem fórst í Hvammsfirði í fyrrakvöld var ein fimm þyrlna sem nú eru skráðar hér á landi. Auk þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar var hún og önnur til í rekstri hjá Þyrluþjónustunni. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

30 unglingar færðir í athvarf

HELGIN var fremur róleg hjá lögreglu. Talsvert margt var í miðbænum á föstudagskvöld og voru tæplega 30 unglingar færðir í athvarf sem Reykjavíkurborg starfrækir í samvinnu við lögreglu. Þangað sækja síðan foreldrar sín ungmenni. Umferðaróhöpp Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

6,8 milljónir til Vestmannaeyja

HEPPINN lottóspilari í Vestmannaeyjum datt í lukkupottinn og hreppti fyrsta vinning, alls 6.853.750 kr., í Lottói 5/38, sl. laugardag. Lottómiðinn var seldur í söluturninum Goðahrauni í Vestmannaeyjum. Vinningshafinn hafði ekki gefið sig fram í söluturninum síðdegis í gær. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Aðstæður til leitar voru mjög erfiðar

"AÐSTÆÐUR við leitina voru mjög erfiðar og fyrstu menn voru ekki komnir á vettvang fyrr en fjórum tímum eftir slysið. Björgunarmenn þurftu að fara upp snarbratta fjallshlíðina til að komast að Moldflagarhjalla, þar sem þyrlan var," sagði Jónas M. Vilhelmsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Afreksmenn víða

VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Afrek ehf. á Flateyri í samráði við Vegagerðina hefur að undanförnu verið að hreinsa gamlar skriður ofan af vegskálunum í Óshlíðinni, sem er á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Til að koma 7 tonna traktorgröfunni upp á vegskálana var notaður geysiöflugur 22 tonna krani í eigu Afreksmanna, en krani þessi bættist nýlega við sívaxandi vinnutækjaflota Afreks ehf. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 410 orð

Auknar kröfur til starfsfólks á leikskólum?

FORELDRAR barna á einkabarnaheimili í Karlstad í Svíþjóð hafa ákært 27 ára karl, er starfaði sem fóstri á heimilinu, fyrir að hafa misnotað börnin kynferðislega. Maðurinn starfaði á heimilinu síðastliðinn vetur, en var þá látinn hætta störfum þar sem grunur lék á að hann hefði hegðað sér ósæmilega gagnvart börnunum. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | 107 orð

Bar í réttinni

Blönduósi-Réttir voru í A-Húnavatnssýslu um síðustu helgi og fengu menn gott veður til réttarstarfa. Gangnamenn hrepptu ýmis veður í göngunum en þegar á heildina er litið gekk allt vel. Kunnugir telja að dilkar komi rýrari af fjalli nú en í fyrra og gildir einu á hvaða afréttarlandi féð gekk. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Bjargaði sér af tindi Everest

HUGO Rodriguez, Mexíkani sem var í öðrum hluta leiðangurs Íslendinganna þriggja á hæsta tind jarðar, Everest-fjall, síðastliðinn maí, er staddur hér á landi. Rodriguez örmagnaðist á leið sinni niður tindinn og var talinn af um tíma. Þykir hann hafa unnið mikið afrek að komast einn síns liðs niður af tindinum. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | 542 orð

Blóðsöfnun úr fylfullum hryssum

Holti- Blóðtaka úr fylfullum hryssum er hafin hjá Magnúsi Finnbogasyni á Lágafelli í Landeyjum. Þegar fréttaritara bar að garði sat Magnús á mjólkurbrúsa og hélt í hryssu í bás. Hryssan hafði komið fúslega inn í básinn og hreyfði sig ekki við að vera mýld. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | 203 orð

Borgarhólsskóli í stærra húsnæði

Húsavík-Borgarhólsskóli á Húsavík var settur 2. september sl. Nemendur eru 430 í 20 bekkjardeildum, kennarar 40 og aðrir starfsmenn 15. Skólinn er einsteinn. Nú í haust var næstsíðasti hluti nýrrar byggingar tekin í notkun. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Breska konungsfjölskyldan bítur frá sér

BRESKA konungsfjölskyldan lýsti í gær yfir því að undanfarið hefði riðið yfir "alda vangaveltna og ónákvæmra frásagna" um atburði eftir andlát Díönu prinsessu af Wales í bílslysi í París og þyrfti það leiðréttingar við. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 183 orð

Brestur heyrðist rétt áður en þyrlan fórst

FRUMSKOÐUN á hljóðrita norsku Super Puma þyrlunnar sem fórst við Noregsstrendur á mánudag fyrir viku leiðir í ljós að brestur heyrðist rétt áður en þyrlan fórst. "Það heyrist daufur hvellur og síðan líða 10-15 sekúndur þar til upptakan stöðvast. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 304 orð

Brotnaði á flugi

BANDARÍSKI flugherinn tilkynnti í gær að allar F-117A, torséðar þotur hersins yrðu kyrrsettar um ótiltekinn tíma í kjölfar þess að ein slík brotnaði á flugi og hrapaði í úthverfi Baltimore á sunnudag. Fernt slasaðist lítillega á jörðu niðri. Flugmaðurinn losaði sig úr vélinni áður en hún hrapaði og sveif til jarðar í fallhlíf ómeiddur. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Dæmdur fyrir brot í opinberu starfi

FYRRVERANDI sveitarstjóri Reykhólahrepps, Bjarni P. Magnússon, hefur verið dæmdur fyrir umboðssvik í opinberu starfi, fjárdrátt og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Refsingin, átta mánaða fangelsi, er skilorðsbundin og fellur niður að þremur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Bjarni var sýknaður af hluta ákæruatriða. Málið var höfðað með ákæru ríkissaksóknara í maí sl. Meira
16. september 1997 | Miðopna | 2344 orð

ÐRíkisbankarnir undir aga markaðarins Hlutafélagsvæðing ríkis

ÞAÐ er meira en áratugur liðinn frá því umræða hófst um að breyta ríkisbönkunum, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands í hlutafélög og losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. Málið hefur velkst um í stjórnkerfinu árum saman, en ekki náð fram að ganga af ýmsum ástæðum þar til á þessu ári. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 427 orð

ÐUngir læknar undirbúa uppsagnir á yfirvinnu

UNGIR læknar eru með í undirbúningi uppsagnir á yfirvinnu á sjúkrahúsunum til að þrýsta á um gerð kjarasamninga en þeir hafa verið með lausa samninga í níu mánuði. Um er að ræða kandidata og deildarlækna á sjúkrahúsunum, en um 150 læknar eru í Félagi ungra lækna. Hver og einn læknir segir upp samningi um yfirvinnu sína. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Fáir sem engir ungar komust upp

MIKIL niðursveifla hefur verið í lífríki Mývatns þetta sumarið. Rykmý og krabbaáta hrundu algerlega, með þeim afleiðingum að fáir sem engir ungar komust upp hjá kaföndum á vatninu. Eina undantekningin er sú að toppöndin, sem lifir á hornsíli en ekki mýi og krabbadýrum eins og hinar tegundirnar, kom upp talsverðum fjölda unga, að sögn Árna Einarssonar, Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 520 orð

Fékk ekki að sjá skjöl Kekkonens

ÞEGAR Mauno Koivisto varð forseti Finnlands fékk hann ekkert um það að vita hvað fyrirrennara hans í embættinu, Urho Kekkonen, og ráðamönnunum í Kreml hafði farið á milli. Kekkonen "ríkti" í Finnlandi frá 1956 til 1982 í náinni samvinnu við Sovétmenn en í endurminningabók, sem Koivisto hefur gefið út, er dregin upp ný og ekki mjög fögur mynd af finnska landsföðurnum. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 412 orð

Fjórar landnemafjölskyldur flytja inn í Ras al-Amoud

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim úr fyrstu ferð sinni til Mið- Austurlanda í gær. Albright flaug frá Amman í Jórdaníu, í gærmorgun, áleiðis til Líbanon. Áður hafði hún heimsótt Egyptaland, Saudi-Arabíu, Sýrland, Ísrael og sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á herteknu svæðunum. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 668 orð

Flytjum enn inn ósoneyðandi efni

Ídag, 16. september, er alþjóðlegur dagur til verndar ósonlaginu. "ÞETTA er í þriðja sinn sem alþjóðlegur dagur til verndar ósonlaginu er haldinn en að þessu sinni eru tíu ár frá því samþykkt Montreal-bókunarinnar við Vínarsáttmálann var gerð," segir Gunnlaug Einarsdóttir, efnafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Framkvæmdir á Akureyrarvelli

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Akureyrarvöll, en búið er að fylla upp í klappir norðan við áhorfendastúkuna, útbúa stalla og á næstunni verður hafist handa við að þekja þá. Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður sagði að svæðið hefði ekki verið boðlegt eins og það var og klappirnar verið hættulegar áhorfendum. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Fullorðnum karlmanni vart hugað líf

FULLORÐNUM manni var vart hugað líf eftir bruna á fyrstu hæð í íbúðarhúsi við Grenimel á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eiginkona hans hlaut reykeitrun. Ekki voru aðrir í íbúðinni. Þrír af efri hæð fengu áfallahjálp eftir brunann. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Gefur út kynningarmyndband um fjörðinn

FERÐAMÁLAMIÐSTÖÐ Eyjafjarðar, Akureyri, hefur gefið út kynningarmyndband um Eyjafjarðarsvæðið, sem unnið var af Erni Inga Gíslasyni, myndlistarmanni. Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumaður ferðamálamiðstöðvarinnar segir að frá því að fyrirtækið var stofnað hafi verið stöðugt unnið að því að útbúa ýmiss konar kynningarefni fyrir Eyjafjörð. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 904 orð

Gengu í snjókomu og myrkri upp fjallið

BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Djúpavogi gengu í snjó og myrkri upp snarbratta hlíðina inn af sunnanverðum Hamarsfirði. Þeir voru meira en þrjá klukkutíma á leiðinni upp að flaki þyrlunnar, sem var í tæplega 800 metra hæð. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hafnagönguhópurinn fimm ára

FIMM ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 16. september, frá því að Hafnagönguhópurinn fór í sína fyrstu kvöldgöngu. Síðan hefur verið farið á hverju miðvikudagskvöldi frá Hafnarhúsinu kl. 20 í gönguferðir og sjóferðir um höfuðborgarsvæðið og nokkur skipti í hafna- og strandgöngur í öðrum sveitarfélögum. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 139 orð

Hague ræðst að Blair

WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sakaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Verkamannaflokksins, á sunnudag um að nota andlát Díönu, prinsessu af Wales, í bílslysi í París sér til pólitísks framdráttar. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Handteknir með hass

TVEIR menn voru handteknir grunaðir um neyslu fíkniefna, annar á skemmtistað og hinn í opinberri byggingu. Um tvö aðskild mál er að ræða, en báðir voru mennirnir með lítilsháttar hass í fórum sínum auk tóla og tækja til fíkniefnaneyslu. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Haustlita- og fræðsluferð

HAUSTLITA- og fræðsluferð í Bæjarstaðar- og Núpsstaðarskóga verður farin á vegum Skógræktarfélags Íslands og Ferðafélags Íslands helgina 19.­21. september nk. og er brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin kl. 19. Gist verður í góðri svefnpokagistingu að Hótel Freysnesi í Öræfasveit. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Hákon formaður

HÁKON Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og formaður Húsnæðisstjórnar ríkisins, hefur tekið sæti í atvinnumálanefnd Akureyrar í stað Guðmundar Stefánssonar, sem fluttur er til Reykjavíkur. Guðmundur var formaður atvinnumálanefndar og á fundi nefndarinnar í síðustu viku var Hákon kjörinn formaður í hans stað. Hákon er auk þess formaður bygginganefndar bæjarins. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hjólreiðaferðir fyrir almenning

ÍSLENSKI fjallahjólaklúbburinn og Íþróttir fyrir alla standa fyrir hjólreiðaferðum fyrir almenning í september og október. Að þessu sinni verður brottfararstaður frá Mjódd austanvert við skiptistöð SVR og pósthús kl. 20 hvert þriðjudagskvöld. 16. september: Kvistir-Höfðar- Hálsar, 23. september: Fossvogsdalur-Öskjuhlíð, 30. september: Bústaðavegur-Suðurlandsbraut, 7. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Hrapaði skyndilega úr lítilli hæð

EINN maður lést þegar þyrla frá Þyrluþjónustunni fórst inn af Hamarsfirði í S-Múlasýslu á sunnudagskvöld. Björgunarmenn frá Djúpavogi gengu við erfiðar aðstæður upp bratta fjallshlíðina og báru lík hins látna niður af fjallinu. Ekki er ljóst hvers vegna þyrlan fórst, en hún hrapaði úr lítilli hæð. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 208 orð

Íhuga aðild að banni

BANDARÍKJASTJÓRN hefur endurskoðað afstöðu sína til banns við jarðsprengjum. Talsmaður stjórnarinnar tilkynnti um helgina að stjórnin sjái sér nú fært að undirrita samning sem banni jarðsprengjur að uppfylltum tveimur skilyrðum auk níu ára aðlögunartíma. Þetta kom fram í dagblaðinuThe New York Times í gær. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Kennarar við Síðuskóla íhuga uppsagnir

GRUNNSKÓLAKENNARAR við Síðuskóla á Akureyri héldu fund í gærkvöldi þar sem rætt var um launakjör kennara og stöðuna í kjaramálum. Fjöldi kennara við skólann er að íhuga uppsagnir. "Við erum fyrst og fremst að kynna okkur rétt okkar og það er ekkert leyndarmál að stór hópur hér er að velta fyrir sér uppsögnum. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | 334 orð

Kornskurður að hefjast undir Eyjafjöllum

Holti-Loksins, þegar stytti upp, hófst kornskurður hér undir Eyjafjöllum. Sáð var í vor í um 130 ha hjá 24 bændum og lítur vel út með uppskeru. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri tekur að sér kornskurðinn hjá þeim sem verktaki og hóf kornskurð samtímis á Seljalandi og Ásólfsskála. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Krafa lækkuð í 105 þúsund krónur

LÍTIÐ miðaði í samkomulagsátt á löngum samningafundi leikskólakennara og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara á sunnudag. Nýr fundur hefur verið boðaður annað kvöld, miðvikudagskvöld, og verður launaliður nýs samnings þá ræddur, en um hann stendur aðalágreiningurinn. Leikskólakennarar hafa boðað verkfall frá 22. september næstkomandi. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kynning á gjafavöru úr endurunnum pappír

RANDALÍN Handverkshús á Egilsstöðum stendur fyrir kynningu á vörulínu sinni og þjónustu dagana 16.­30. september í sýningarsal Handverks og hönnunar að Amtmannsstíg 1 í Reykjavík. Kynnt verður handunnin gjafavara úr endurunnum pappír sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að framleiða undanfarin 3 ár. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Lögbrot ef rétt reynist

SIGURÐUR Helgason, formaður undanþágunefndar menntamálaráðuneytisins, segir það lögbrot ef rétt reynist að skólar hafi ráðið til starfa leiðbeinendur sem undanþágunefndin hafi hafnað. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, segist vita með vissu um þrjá skóla þar sem sú er raunin. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 834 orð

Málið í höndum samstarfsráðs sjúkrahúsanna

RÍKISENDURSKOÐUN hefur komist að því að heildarlaun röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafi verið um 45% hærri en hjá röntgenlæknum á Ríkisspítölunum á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs. Mismunandi starfsfyrirkomulag er á sjúkrahúsunum tveimur og er mælt með að horft verði til Ríkisspítala við endurskoðun á starfsfyrirkomulagi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Mikil gleði við opnun Miðgarðs

Odense. Morgunblaðið. YFIR tvö hundruð manns komu á opnun sameiginlegrar félagsmiðstöðvar Íslendingafélagsins og Færeyingafélagsins í Odense, Danmörku. Húsfyllir var og fór það fram úr björtustu vonum allra sem að undirbúningnum hafa staðið. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 502 orð

Mörgum spurningum enn ósvarað

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins ákváðu um helgina á fundi í Mondorf-les- Bains í Lúxemborg að læsa saman gengi gjaldmiðla þeirra ríkja, sem taka munu þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) strax næsta vor, um leið og ákveðið verður hvaða ríki taka þátt í EMU. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag myntbandalagsins. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Námskeið í náttúruvernd og landvörslu

NÁTTÚRUVERND ríkisins og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands standa fyrir námskeiði í landvörslu og náttúruvernd frá 29. september til loka októbermánaðar. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga á náttúrufari landsins og náttúruvernd svo og að þjálfa einstaklinga til starfa við landvörslu og fræðslu um náttúru landsins og náttúruvernd. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Nýr skóli vígður

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar er fluttur í nýtt húsnæði við Engjateig 1. Af því tilefni var haldin vígsluhátíð, þar sem komu saman nokkrir nemendur skólans, kennarar og gestir. Að sögn Guðrúnar Guðmundsdóttur aðstoðarskólastjóra, sáu nemendur skólans um þau tónlistaratriði sem flutt voru við vígsluna. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Nýtt alheimsfarsímakerfi

UM SÍÐUSTU helgi var skotið á loft eldflaug frá Kazakstan með sex gervitunglum sem eiga að þjónusta fyrsta alheimsfarsímakerfið Iridium. Kerfið verður að öllum líkindum ræst í lok næsta árs, að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma. Notendur verða með handsíma og verður hægt að hringja í og úr símanum hvar sem hann er á jörðinni. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 346 orð

Ný von í Kýpurdeilunni? GLAFCOS Clerides, forset

GLAFCOS Clerides, forseti Kýpur og Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, hafa hug á að hittast og ræða öryggismál. Þetta kom fram í máli Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem millilenti á Kýpur á leið sinni heim frá Mið-Austurlöndum í gær. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Ók á 102 km hraða Þingvallastræti

ÖKUMAÐUR var sviptur ökuleyfi síðastliðið laugardagskvöld en hann ók á 102 kílómetra hraða eftir Þingvallastræti á móts við Dalsbraut þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Alls voru 32 kærðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur, þá voru 6 kærðir fyrir meinta ölvun við akstur, Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ókeypis sending smáskilaboða

Á HEIMASÍÐU Margmiðlunar hf. er tengill við austurríska farsímafyrirtækið Mobilkom Austria. Þar býðst mönnum að senda SMS smáskilaboð inn á farsíma án endurgjalds. Pétur Rúnar Guðnason, vefstjóri hjá Margmiðlun, segir að þetta sé liður í kynningu austurríska fyrirtækisins á sinni starfsemi. Póstur og sími tekur 20 krónur fyrir sendingu SMS smáskilaboða. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Piltur slasast alvarlega

14 ÁRA piltur á reiðhjóli lenti fyrir bíl við gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku í Kópavogi í gærmorgunn. Var hann fluttur meðvitundarlaus á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Plata Eltons Johns kemur í næstu viku

PLATA Eltons Johns, með laginu Candle in the Wind, sem tileinkuð er minningu Díönu prinsessu, kemur í hljómplötuverslanir á Íslandi næstkomandi mánudag. Platan hefur ekki verið framleidd enn sem komið er fyrir aðra markaði en Bretlandsmarkað. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ráðstefna um framtíðarskipulag miðhálendis Íslands

UNDANFARIN þrjú ár hefur verið unnið að framtíðarskipulagi miðhálendis Íslands á vegum nefndar sem skipuð er fulltrúum þeirra byggða sem liggja að miðhálendinu. Nokkur hefur skort á almenna umræðu um þetta mál en með skipulagi miðhálendisins er verið að taka afgerandi ákvarðanir um framtíðarnoktun rösklega 40% alls lands á Íslandi. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 66 orð

Reuter

KRANI var í gær notaður til að lyfta vögnum lestar, er fór út af sporinu og fram af brú í Madhya Pradesh-héraði á Indlandi á sunnudag. Sjötíu og sjö manns, að minnsta kosti, fórust í slysinu og rúmlega 230 slösuðust. Fimm fremstu vagnarnir lentu ofan í þurrum árfarvegi, en ekki er vitað hvað olli því að lestin fór út af sporinu. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Rúmar 5 milljónir í fjárhagsaðstoð

YFIRLIT yfir veitta fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrarbæjar í sumar hefur verið lagt fram í félagsmálaráði. Alls bárust ríflega 200 umsóknir um styrki og lán og nam upphæðin sem veitt var rúmlega 5,4 milljónum króna. Flestar umsóknir bárust í júní, alls 93. Veittir voru styrkir að upphæð rúmlega 2 milljónir og lán upp á um 680 þúsund krónur. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Rætt um að auka hlutafé um 5-10% í upphafi

RÆTT hefur verið um að selja nýtt hlutafé í Landsbankanum og Búnaðarbankanum, sem nemi 5-10% af heildarhlutafé, strax á fyrstu mánuðum næsta árs eða eftir að uppgjör vegna ársins 1997 liggur fyrir. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 327 orð

S-Evrópuríki hóta að hindra stækkun

SUÐLÆGARI ríki Evrópusambandsins, sem mest hafa fengið í sinn hlut í byggða- og landbúnaðarstyrki, hóta að hindra stækkun sambandsins til austurs nema tryggt verði að þau tapi ekki á henni fjárhagslega. Hart var deilt um fjármálahlið stækkunarinnar á fundi utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sex ölvuð ungmenni út af

SEX ungmenni slösuðust lítillega þegar bíll sem þau voru í fór út af Reykjanesbraut, sunnan álversins í Straumsvík, snemma á laugardagsmorgun. Þau voru öll ölvuð og ökumaðurinn réttindalaus. Samkvæmt upplýsingum lögreglu snerist BMW-bíll ungmennanna á veginum og fór út í hraun með afturendann á undan. Auk ölvunar og réttindaleysis voru of margir í bílnum. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Síðasta kvöldgangan í Viðey

SÍÐASTA kvöldganga sumarsins í Viðey verður á Vestureyna. Farið verður kl. 19.30 í kvöld úr Sundahöfn. Gengið verður frá kirkjunni vestur með Klausturhól, um Klifið niður á Eiðið með þess fallegu tjörnum og þaðan yfir á Vesturey, þar sem Áfangar, súlnapörin 9, umhverfislistaverkið sem R. Serra gaf á listahátíð 1990, verður skoðað og síðan gegninn góður hringur um eyna sunnanverða. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Símaráðgjöf

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vekur athygli á símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra til boða á þriðjudagskvöldum í september og október milli kl. 20 og 22. Í kvöld mun Páll Magnússon sálfræðingur veita ráðgjöf, m.a. varðandi greiningu á einhverfu og Asperger heilkenni. Upplýsingar almennt um fötlunina, framvindu, horfur og tengda fötlun. Síminn er 562 1590. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Skógrækt við Glerá

VEITUSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að Rafveita Akureyrar muni árlega á næstu 5 árum leggja 250 þúsund krónur til Yrkjusjóðs en peningunum á að verja til skógræktar við Glerá. Þessi samþykkt er gerð í tilefni af 75 ára afmæli Rafveitu Akureyrar sem verður 30. september næstkomandi. Á sama fundi veitustjórnar, sem var sá 200. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Slepptu "hval" á Pollinn

FJÖLDI fólks mætti við Torfunefsbryggju á Akureyri sl. laugardag eftir að fréttist að þar ætti að sleppa hval í sjóinn. Þegar til kom var hvalurinn aðeins uppblásin vindsæng. Snorri Ásmundsson hjá International Gallery of Snorri Ásmundsson, sem stóð fyrir þessari uppákomu, Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Smábátaeigendur funda á Vagninum

Flateyri-Yfir 50 smábátaeigendur, sem stunda krókaveiðar á sumrin, fjölmenntu á Vagninum á Flateyri, fimmtudaginn 11 september sl. Fundarmenn komu víða að frá Vestfjörðum. Það var Landssamband smábáteigenda sem boðaði til fundarins og sat Örn Pálsson, framkvæmdastjóri þess, fundinn. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Sofnaði inni á salerni

MAÐUR hringdi af einu af öldurhúsum bæjarins á lögreglustöðina á Akureyri á laugardagsmorgun og sagði sínar farir ekki sléttar. Hafði hann vaknað þá skömmu áður inni á einni af snyrtingum staðarins hvar hann hafði einhvern tíma um nóttina sofnað ódáinssvefni og var hann í þeim sporum að komast ekki út úr húsinu. Meira
16. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Stálu ljósum

PILTAR voru staðnir að því að stela ljósum af bifreið við athafnasvæði Skautafélags Akureyrar en lögreglu hafði verið tilkynnt um ferðir þeirra. Þeir voru stöðvaðir í bifreið skömmu síðar og fundust ljósin í bílnum. Maður var handtekinn í Sjallanum þar sem hann hafði sparkað upp hurð á karlasalerni. Var hann ölvaður og gisti fangageymslur lögreglu. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Steyptist til jarðar úr lítilli hæð

"ÞYRLAN var í mjög lítilli hæð þegar slysið varð. Ég get engum getum leitt að því hvað gerðist; það verður Flugslysanefnd að skera úr um," sagði Halldór Hreinsson, framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar hf. í Reykjavík, eiganda þyrlunnar sem fórst í Hamarsfirði á sunnudagskvöld. Þyrlan var af gerðinni Bell Jet Ranger, árgerð 1973. Hún hafði verið í eigu Þyrluþjónustunnar frá 1991. Meira
16. september 1997 | Erlendar fréttir | 393 orð

Stóráfallalausar en þýðingarmiklar

STARFSMENN kjörstjórna í sveitarstjórnakosningum í Bosníu-Herzegovínu, sem fram fóru um helgina, voru önnum kafnir í gær við að telja upp úr kjörkössunum. Úrslita er þó ekki að vænta fyrr en í lok vikunnar. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Stórþvottur í keppnislok

SIGURÐUR Axelsson stendur hér í stórþvotti á vélfáki sínum eftir síðasta torfærumót ársins, sem var á Hellu á laugardaginn. Gísli G. Jónsson og Gunnar Pálmi Pétursson tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í mótinu. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stúlka varð fyrir strætisvagni

ÞRETTÁN ára stúlka varð fyrir strætisvagni á Skjólvangi í Hafnarfirði síðdegis á laugardag. Hún hlaut mikil meiðsli, höfuðkúpubrotnaði og fótbrotnaði, en samkvæmt upplýsingum lögreglu síðdegis í gær var líðan hennar eftir atvikum góð. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

TF-LÍF flaug austur í 12 vindstigum og ísingu

LANDHELGISGÆSLAN fékk tilkynningu um slysið í Hamarsfirði þar sem þyrla Þyrluþjónustunnar, TF-HHD, brotlenti eftir flugtak á sunnudagskvöld, klukkan 19.38. Tilkynningin kom frá lögreglunni á Fáskrúðsfirði, en farþegi þyrlunnar náði sambandi þangað með því að hringja í númer Neyðarlínunnar. Meira
16. september 1997 | Landsbyggðin | 102 orð

Uppskeruhátíð Hattara á Egilsstöðum

ÞAÐ voru glaðbeittir drengir úr 3., 4. og 5. flokki knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum sem héldu uppskeruhátíð sína á dögunum. Eftir skemmtilegan dag á golfvellinum stormuðu drengirnir á næsta pizzustað og tóku vel til matar síns. Síðan hófst verðlaunaafhending. Voru veitt verðlaun fyrir bestu mætingu, mestar framfarir og einnig fékk Höttur ársins viðurkenningu. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 903 orð

"Vona að mitt framboð verði hvatning fyrir aðrar konur"

ÁSDÍS Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, var kjörin í embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, til næstu tveggja ára, á þingi sambandsins í Reykjanesbæ um helgina. Hún er þar með fyrsta konan til að gegna þessu embætti í 67 ára sögu SUS. Sjálfkjörið var í formannsembættið og það sama átti við um stjórn SUS. Hins vegar var gengið til kosninga í varastjórn. Meira
16. september 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Þyrluflugmaðurinn sem lést

FLUGMAÐUR þyrlunnar hét Jón Freyr Snorrason, til heimilis í Skógarási 2 í Reykjavík. Jón Freyr var fæddur 19. janúar árið 1963. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Svövu Huld Þórðardóttur, og níu ára dóttur, Kolbrúnu, frá fyrra sambandi. Meira

Ritstjórnargreinar

16. september 1997 | Staksteinar | 362 orð

»Ísland hf. ­ 200 milljarðar MAGNÚS Pálmi Örnólfsson hagfræðingur kemst að þ

MAGNÚS Pálmi Örnólfsson hagfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu í Frjálsri verzlun að heildarkvóti útgerðar í landinu sé að verðmæti um 200 milljarðar króna. Hann bætir því við að ef hlutafélagið Ísland hf., þar sem hver landsmaður ætti einn hlut, hefði yfirráð yfir þessum kvóta, væri verðmæti hvers hlutar 740 þúsund krónur, það er 3 m.kr. á fjögra manna fjölskyldu. Meira
16. september 1997 | Leiðarar | 687 orð

ÚTRÁS ÍSLENZKS SJÁVARÚTVEGS

leiðariÚTRÁS ÍSLENZKS SJÁVARÚTVEGS ÍÐUSTU DAGA hafa birzt fréttir um nýja útrás íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja á erlendum mörkuðum. Tilgangurinn er að styrkja markaðsstöðu og auka umsvif þeirra. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda hf. Meira

Menning

16. september 1997 | Bókmenntir | 939 orð

Að skilja og skilgreina frelsið

Kristján Kristjánsson. Cambridge University Press ­ 1996, 221 bls. ÞAÐ sætir tíðindum þegar íslenskir fræðimenn fá bækur sínar birtar hjá virtustu háskólaforlögum heims. Í bókinni Social Freedom (Félagslegt frelsi), sem gefin er út hjá Cambridge University Press, setur Kristján Kristjánsson fram skilgreiningu á frelsi, Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Ástarsaga í Grænagarði

MÖGULEIKHÚSIÐ hélt nýlega sýningu á verkinu "Ástarsaga úr fjöllunum" en verkið fjallar um ástir trölla í fjöllunum. Sýnt var í leikskólanum Grænagarði, og var haldin sameiginleg sýning fyrir börnin á Grænagarði og fyrir börnin úr 1-6 bekk Grunnskóla Önundarfjarðar, ásamt kennurum, fóstrum og foreldrum. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 646 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Face off Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri atburðarás frá upphafi til enda. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Dagskrá um dr. Sigurð Nordal

SAMHENGI og samtíð var yfirskrift dagskrár um dr. Sigurð Nordal og verk hans sem haldin var í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðinn sunnudag. Var dagskráin vel sótt, að sögn Einars Sigurðssonar landsbókavarðar, en um 130 manns munu hafa lagt leið sína í Þjóðarbókhlöðuna. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 373 orð

Format 15,7, fyrir negóborða

LAG Elton Johns "Candle in the Wind" sem hann söng við jarðarför Díönu prinsessu fór beint í fyrsta sæti breska vinsældarlistans aðeins tveimur sólahringum eftir að það kom út. Öll 600 þúsund eintök plötunnar seldust upp á laugardag og varð hún þar með sú plata sem selst hefur hraðast í Bretlandi. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 204 orð

Föt fyrir íslenskar aðstæður

ANNA Gulla útskrifaðist sem fatahönnuður úr Columbine-skólanum í Kaupmannahöfn árið 1985. Hún hélt tískusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld og mættu um 300 boðsgestir til að fylgjast með. "Þetta var haust- og vetrarfatnaður fyrir veturinn sem fer í hönd og miðast hann við íslenskar aðstæður," segir Anna Gulla. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 346 orð

Íslensk bókmenntasókn í Þýskalandi

FYRIR nokkru kom út í Þýskalandi bókin Wohnt hier ein Isl¨ander? (Býr Íslendingur hér?), minningar Leifs M¨ullers sem Garðar Sverrisson skráði. Þeir Franz Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu bókina, en útgefandi er Edition die Horen í samvinnu við Wirtschafts Verlag. Útgáfustjóri forlagsins og ritstjóri tímaritsins Die Horen er Johann P. Tammen, en í ritinu hefur oft birst íslenskt efni. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 93 orð

Jólatónlist og krýningarverk

VETRARSTARF Söngsveitarinnar Fílharmóníu er að hefjast en tvö verkefni bíða sveitarinnar á þessum vetri. Hið fyrra er aðventutónleikar í Langholtskirkju 7. og 9. desember næstkomandi, þar sem einsöngvari verður Jón Rúnar Arason tenórsöngvari. Á efnisskrá verða innlend og erlend verk tengd jólum. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 563 orð

Kærkomið frelsi

BRESKI tónlistarmaðurinn og lagasmiðurinn Mickey Jupp, sem samið hefur óteljandi lög fyrir ólíka listamenn, hefur tekið ástfóstri við Ísland síðan hann kom hingað til tónleikahalds fyrir nokkrum árum. Síðan hefur Jupp komið hingað reglulega, yfirleitt til að spila en einnig til að slaka á og dveljast með vinum sínum sem eru orðnir þónokkrir. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 318 orð

Menningarlegar pylsur

EIN með öllu er kölluð heitur hundur ("Hot dog") í Bandaríkjunum. Þessi merkilegi matur var fyrst kynntur þar í landi á Heimssýningunni í St. Louis árið 1904 en það var ekki fyrr en árið 1916 sem maður að nafni Nathan Handwerker kom á fót fyrsta pylsustandinum. Hann fékk lán frá þeim Eddie Cantor og Jimmy Durante og byrjaði að selja á Coney Island. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 90 orð

Meredith látinn

LEIKARINN Burgess Meredith lést í síðustu viku 89 ára að aldri. Sextíu ára kvikmyndaferill hans spannaði myndir á borð við "Of Mice and Men" frá árinu 1940, "The Story of G.I. Joe", "Rocky", "Grumpy Old Men", þar sem hann fór með hlutverk föður Jacks Lemmons, og sjónvarpsmyndina um Leðurblökumanninn, þar sem hann lék mörgæsina. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 374 orð

Náttúrusýn og tilfinningarými

Á NÝLISTASAFNINU standa yfir til 21. september nk. sýningar Hafdísar Helgadóttur, Olgu Bergmann og Önnu Hallin. Hafdís Helgadóttir sýnir málverk og myndbandsverk í Svarta sal og Bjarta sal. Málverkin eru unnin í myndröðum þar sem þéttleiki, þyngd og lagskipting og fjarvídd á tvívíðum fleti er skoðuð í samhengi við litahring Ittens. Hafdís segist vera að kanna eigindi málverksins unnin. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Nýr meistari í sumo-glímu

SUMO-glíma er þjóðaríþrótt Japana og njóta glímukapparnir mikillar kvenhylli þótt margir þeirra séu hátt í 200 kg. að þyngd. Ekki fer sögum af kvenhylli þeirra kappa sem tóku þátt í Evrópukeppninni í sumo-glímu sem fram fór í þýska bænum Riesa. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 149 orð

Ofurmennið trúlofað

LEIKARINN Dean Cain sem leikur Ofurmennið í samnefndum sjónvarpsþáttum hefur beðið unnustu sinnar, kántrýsöngkonunnar Mindy McCready, og hefur hún játast honum. Hann mun því væntanlega leggja sokkabuxunum og herðaslánni fyrir sparifötin ef að líkum lætur og hjúin ná upp að altarinu. "Ég er mjög formlegur og íhaldssamur strákur," sagði Cain. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 183 orð

Rokkaður spuni

SLAGVERKSLEIKARINN Gunnlaugur Briem kemur fram með þremur djasshljóðfæraleikurum, búsettum í London, á tónleikum sem haldnir verða í kvöld kl. 21 á Hótel Sögu á vegum djasshátíðarinnar RúRek. Kvartettinn skipa Joe Hubbard rafbassaleikari, Mornington Lockett tenórsaxafónleikari og Michael Anthony Smith gítarleikari ásamt Gunnlaugi en þetta er frumraun hans sem hljómsveitastjóri. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 138 orð

Rómantík hjá Juliu og Hugh Grant

JULIA Roberts og Hugh Grant eru til að gera tilbúin að leika saman í rómantískri gamanmynd. Það eru framleiðendur myndarinnar "Four Weddings and a Funeral" sem hafa ráðist í þetta verkefni sem ku svipa til smellsins sem gerði Hugh Grant að stjörnu á einni nóttu. Myndin gengur undir nafninu "Notting Hill-verkefnið" og er samtíma rómantísk saga sem gerist á Englandi. Meira
16. september 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Sálarhugmyndir norrænna manna í fornöld

PRÓFESSOR Régis Boyer við Parísarháskóla flytur opinberan fyrirlestur í húsakynnum Alliance française, Austurstræti 3, fimmtudaginn 18. september kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist "La notion d'^ame chez les anciens Scandinaves" eða Sálarhugmyndir norrænna manna í fornöld. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en túlkaður um leið á íslensku. Meira
16. september 1997 | Leiklist | 584 orð

Sumt snoturlega gert

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikstjóri: Þór Tulinius. Dramaturg: Ingibjörg Björnsdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Förðunarmeistari: Kristín Thors. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðmynd: Máni Svavarsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, María Ellingsen, Ólafur Guðmundsson, Sveinn Geirsson, og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Sunnudagur 14. september. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 753 orð

Uppskeruhátíð sjónvarpsþátta

SJÓNVARPSSTÖÐIN NBC var sigurvegari kvöldsins þegar Emmy-verðlaunahátíðin var haldin í 49. sinn í Pasadena í Kaliforníu síðasta sunnudag. Þættir stöðvarinnar, þeirra á meðal "Seinfeld", "Frasier", "3rd Rock From the Sun" og "Mad About You", fengu samtals 24 verðlaun. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 587 orð

Valgeir aftur með Stuðmönnum

ALLT ætlaði um koll að keyra á dansgólfinu á Hótel Íslandi síðastliðið laugardagskvöld þegar Stuðmenn tóku Popplag í G-dúr. "Ég er hér staddur á algjörum bömmer," gall í söngkerfinu og Valgeir Guðjónsson var mættur til leiks á ný. Aðspurður hvers konar tilfinning það hefði verið að standa aftur uppi á sviði og flytja Stuðmannalögin segir Valgeir að hún hafi verið gamalkunn. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 555 orð

Welles, Kane, og Hollywoodsagnfræði

ORSON Welles lét hafa eftir sér á síðari hluta ævi sinnar að hann yrði örugglega aftur söluvara í Hollywood. Eftir að hann lauk "Touch of Evil" fyrir Universal árið 1958 tókst honum ekki að fá kvikmyndaverin í Hollywood til þess að fjármagna hugmyndir sínar í þau 27 ár sem hann átti eftir ólifað. Nú virðist spá Welles vera að rætast. Meira
16. september 1997 | Fólk í fréttum | 102 orð

Öðruvísi messa

DJASSMESSA var haldin í Árbæjarkirkju síðastliðinn sunnudag undir yfirskriftinni "Djass og trú". Voru flutt djasstónverk í stað hefðbundins orgelleiks og kórsöngs. "Við lékum tvo sálma, en að öðru leyti fluttum við veraldlega söngva," segir Egill Ólafsson sem söng í djassmessunni. "Eins var með óbundinn texta sem presturinn tónar venjulega, hann var spunninn, þ.e. tónamálið. Meira

Umræðan

16. september 1997 | Aðsent efni | 1131 orð

Að tala tungum

NOKKUR umræða hefur átt sér stað um beitingu ensku í alþjóða samstarfi að undanförnu. M.a. hefur forseti Íslands haft orð á því að menn ættu frekar að tala ensku saman en vera alfarið mállausir. Mig langar til að leggja nokkur orð í belg vegna þessarar umræðu. Móðurmál manna eru jafnan mikið tilfinningamál. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 662 orð

Athugasemdir við framhaldssögu

MEÐAN aðrir hafa spókað sig í sumarleyfi hefur dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor, ekki látið sig muna um að skrifa hugvekju í tíu þáttum um hagfræði og veiðigjald. Það liggur við að manni létti þegar í ljós kemur að þættirnir eru að mestu endursögn á tólfta kafla nýlegrar bókar eftir Hannes, "Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis". Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 609 orð

Austurland: Nýlenda Hydro Aluminium?

FYRIR skömmu birtist upplýsingaþáttur um norska fyrirtækið Hydro Aluminium þar sem fyrirtækið var talið annað stærsta álfyrirtæki í heimi og jafnframt að fyrirtækið hefði hug á fjárfestingu hér á landi. Jafnframt var þess getið að fyrirtækið ætti næga úrkost fyrir uppsetningu álvera og virkjana í Suður-Ameríku, þar væri ódýr orka og hóflegur launakostnaður. Meira
16. september 1997 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Eru kennarar lagðir í einelti?

NÚ ÆTLA ég að lýsa fyrir ykkur líðan minni og vonleysinu sem ég hef verið haldin síðustu daga og ekki lagaðist það eftir að hafa lesið Morgunblaðið, sunnudaginn 7. september. Atvinnuauglýsingarnar (bls. 2E), auglýst er eftir manneskju með viðskiptafræði- eða aðra sambærilega menntun. Mánaðarlaun 450.000. Lesandabréf (bls. Meira
16. september 1997 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Frábærir tónleikar

MIG langar til að segja frá tónleikum sem ég sótti hér í Austurríki fyrir stuttu. Þetta eru tónleikar sem sönghópurinn Vox Feminae hélt hér laugardaginn 23. ágúst sl. Vox Feminae er eins og margir vita hópur innan Kvennakórs Reykjavíkur. Hópurinn var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og er hún jafnframt stjórnandi hópsins. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 808 orð

Full laun í fæðingarorlofi eða ekki?

Í NÝJASTA tölublaði Vinnunnar, málgagns ASÍ, er vakin athygli á máli sem hefur ekki farið hátt að öðru leyti í fjölmiðlum, en það er fullgilding tilskipunar Evrópusambandsins um vinnuvernd barnshafandi kvenna og kvenna sem nýverið hafa fætt. Efni hennar felur í sér stórkostlegar réttarbætur fyrir starfsmenn sem fara í fæðingarorlof, því skv. 11. gr. hennar eiga þeir rétt á a.m.k. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Kvennalistinn og framtíðin

ÞANN 30. ágúst s.l. var haldinn fundur í Samráði Kvennalistans sem fyrst og fremst fjallaði um það hvort Kvennalistinn ætti að halda áfram að ræða hugsanlegt samstarf við hina stjórnarandstöðuflokkanna eður ei. Niðurstaðan varð sú að þær konur sem vilja láta reyna á slíkt samstarf munu gera það, ekki í umboði samtakanna en þó sem Kvennalistakonur. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 420 orð

Kvennastétt

LEIKSKÓLAKENNARAR hafa ákveðið að fara í verkfall 22. september nk. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Það er mikill baráttuhugur í stéttinni og samstaða um að knýja fram kjarabætur nú þegar. Leikskólakennarar hafa um 80 þúsund í laun á mánuði sem er allt of lítið miðað við menntun, ábyrgð og álag í starfi. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 451 orð

Kynjamisrétti Hvatar

UNDIRRITAÐUR hefur nú sótt um að fá inngöngu í Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, sem fullgildur félagi, enda þótt hann sé karlmaður. Þykir mér að það sé tímaskekkja að í lýðræðislegum stjórnmálafélögum þrífist félagsskapur sem hefur það í lögum sínum að mismuna eftir kynjum. Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta ári. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Ólafur Jóhann og meint andúð gagnrýnenda

Í VIÐTALSÞÆTTI á Stöð 2 í síðastliðnum desembermánuði líkti Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur íslenskum bókmenntagagnrýnendum, sem þá höfðu flestir gefið honum heldur slæma dóma fyrir nýjustu skáldsögu sína Lávarð heims, við öskutunnurnar og ruslið sem hann þyrfti að klofa yfir á göngu sinni um New York borg dag hvern. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 1016 orð

Rústir í landslaginu

Í ALDANNA rás hefur umhverfið verið vettvangur mannlegra athafna á öllum tímum og nánast í hverjum afkima jarðarinnar sem nöfnum tjáir að nefna. Flestar hafa athafnirnar tengst daglegum gjörðum, lífsbaráttunni og glímunni við náttúruna, en aðrar hafa tengst yfirnáttúrulegum þáttum svo sem trúarbrögðum og öðrum andlegum efnum. Meira
16. september 1997 | Aðsent efni | 1143 orð

Skólamál í Dalasýslu

KYNNINGARFUNDUR um "Úttekt á fræðslumálum í Dalasýslu" var haldinn í Búðardal 2. september sl. Kynntar voru niðurstöður viðamikillar úttektar og tillögur um nýskipan skólamála í Dölum sem ráðgjafafyrirtæki hefur unnið fyrir sveitarfélög sýslunnar, Dalabyggð og Saurbæjarhr. Meira
16. september 1997 | Bréf til blaðsins | 177 orð

Sæla sálin

RÁS 2 gafst upp á þætti sínum ­ Þjóðarsálinni ­ enda var hún á misskilningi byggð. Þeir sem hringdu (styrktu Póst og síma) voru aðeins og yfirleitt þeir sem höfðu eitt og annað á hornum sér og hefði þessi þáttur vel staðið undir nafninu ­ Meinhornið. Þetta var ekki góð mynd af þverskurði þjóðar en sýndi samt þá hina sem utangarðs og hornreka voru. Meira
16. september 1997 | Bréf til blaðsins | 728 orð

Þjóðarátak

SJÓNVARPSMYNDIN Fikt sem sýnd var 3. september og umræðuþátturinn í kjölfar hennar voru orð í tíma töluð. Þættirnir voru vandaðir og fræðandi en þótt þar kæmu fram ógnvekjandi upplýsingar var það aðeins brot af þeirri sorg og upplausn, niðurlægingu og uppgjöf sem eiturlyf valda ungu fólki, foreldrum, systkinum, ömmum og öfum og þjóðfélaginu í heild sinni. Meira

Minningargreinar

16. september 1997 | Minningargreinar | 601 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Enginn gera að því kann, út af hverju fæðist hann. Næst það líka einu er, ef hann sæmd og prýði ber. Þessi vísa úr Bernódusarrímum eftir Magnús Magnússon í Magnúsarskógum er upphaf ævisögu Jónu Sigríðar, Ein á hesti, Lífsreisu Jónu Sigríðar Jónsdóttur, sem út kom árið 1978. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 280 orð

JÓNA SIGRÍðUR JÓNSDÓTTIR

JÓNA SIGRÍðUR JÓNSDÓTTIR Jóna Sigríður Jónsdóttir fæddist í Þrengslabúð í Hellnaplássi á Snæfellsnesi 14. apríl 1899. Hún lést í Hjúkrunarheimili Seljahlíðar 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Benjamínsson, bóndi á Litlu- Hnausum í Breiðuvík, d. í febrúar 1911, og Alfífa Halldórsdóttir frá Stóru-Hnausum, f. 30. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 522 orð

Mínerva Jónsdóttir

Þegar Mínerva Jónsdóttir er kvödd hinsta sinni reikar hugurinn ósjálfrátt til hennar sem ungrar stúlku í íþróttakennaranámi. Hún bjó yfir miklum áhuga og færni í leikfimi þess tíma, þ.e. músík-leikfimi, sem einnig færðist yfir á dansinn. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 780 orð

Mínerva Jónsdóttir

Í fáum orðum vil ég kveðja íþróttakennarann og listakonuna Mínervu Jónsdóttur. Í grískri heimspeki, hugsun og list var fegurðin, góðleikinn og sannleikurinn eitt og hið sama. Fegurð sú er Mínerva skapaði er helst hægt að líkja við menningu Grikkja til forna eða þá hina margbrotnu náttúru sem við Íslendingar eigum allt í kringum okkur. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 579 orð

Mínerva Jónsdóttir

"Sælir eru hjartahreinir því þeir munu guð sjá," segir í fjallræðunni. Mér eru þessi orð efst í huga þegar ég nú set mína hinstu kveðju á blað til elskulegrar frænku, Mínervu Jónsdóttur, íþrótta- og danskennara. Í síðasta símtalinu sem við áttum fyrir stuttu ræddum við eilífðarmálin. Því þau voru henni efst í huga þá stundina, þegar hún vissi að ævidagar hennar voru að renna út. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Mínerva Jónsdóttir

Hún Mína frænka er dáin og nú sitjum við saman bræðrabörnin hennar og rifjum upp allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Þær eru margar minningarnar til. Það fyrsta sem okkur dettur í hug er söngur og dillandi hlátur. Þeir voru ófáir söngvarnir og vísurnar sem hún kenndi okkur og hreyfingarnar með. Hún naut þess að syngja með okkur og allt áttum við að læra rétt, það sá hún um. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Mínerva Jónsdóttir

Með andláti Mínveru Jónsdóttur er horfin af sjónarsviðinu merk kona, framúrskarandi kennari og fræðimaður, trygg skóla sínum, samstarfsmönnum og nemendum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Ólafsdóttir og Jón Snorri Guðmundsson bakarameistari í Hafnarfirði. Í foreldrahúsum hlaut Mínvera frábært uppeldi eins og fram kom í öllu dagfari hennar. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 202 orð

Mínerva Jónsdóttir

"Þeir verða að missa sem eiga." (J.Á.) Þessi setning kom í hugann er ég minntist vinkonu minnar Mínervu Jónsdóttur. Hún taldi sig lánsama að hafa hvorki eignast mann né börn, því það væri óbærileg tilhugsun að missa þá sem manni væru kærir. Þetta ræddum við oft og þar vorum við ekki alveg sammála. Þótt Mínerva fæddi ekki sjálf börn átti hún stóran barnahóp. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 297 orð

MÍNERVA JÓNSDÓTTIR

MÍNERVA JÓNSDÓTTIR Mínerva Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 31. ágúst 1933. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Snorri Guðmundsson f. 18.3. 1902, d. 16.4. 1973, bakarameistari í Hafnarfirði, kona hans var Guðný Ólafsdóttir, f. 28.4. 1905, d. 21.7. 1980. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 878 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Forn talsháttur segir, fjórðungi bregður til fósturs, og er vitnað til hans við hin aðskiljanlegustu tækifæri. Hver og einn getur sagt sér sjálfur, að uppvaxtarárin hafi nokkur áhrif á þroska og mótun sérhvers manns, fylgi honum allt lífið meðvitað, ómeðvitað. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Kæri frændi. Það er skammt stórra högga milli. Það er aðeins rúmt ár frá því við kvöddum yngri bróður þinn aðeins 61 árs að aldri og nú ert þú kvaddur aðeins 66 ára. Við fráfall þitt velta minningarnar upp í hugann. Ég er fjórum árum yngri en þú og auðvitað leit ég alltaf upp til þín. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON

ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON Ólafur Steinar Valdimarsson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 12. september. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 517 orð

ÓLAFUR STEINN VALDIMARSSON

Í dag verður til moldar borinn Ólafur Steinar Valdimarsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu. Í apríl 1993 greindist Ólafur Steinar með þann sjúkdóm sem nú hefur borið hann ofurliði. Ég minnist þess þegar Ólafur Steinar kom í ráðuneytið fagran vordag eftir að hafa farið í skoðun til læknis. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 499 orð

Rafn Júlíusson

Góður vinur og samstarfsmaður til margra ára er látinn. Rafn Júlíusson hóf störf hjá Pósti og síma snemma árs 1957 og hafði því lokið fjörutíu ára starfi þegar hann lést 7. september sl. Starfssvið Rafns var póstþjónustan. Fljótlega eftir að hann hóf störf tók hann við starfi póstmálafulltrúa en því starfi fylgdu m.a. samningar við erlend ríki og samskipti við alþjóðastofnanir og ráðuneyti. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Rafn Júlíusson

Fallið er frá eitt mesta göfugmenni sem ég hef kynnst. Í starfi mínu í samgönguráðuneytinu átti ég því láni að fagna að vinna mikið með Rafni Júlíussyni, þar sem ég fékk í upphafi starfs míns það verkefni að fara með póstmál. Margs er að minnast á þeim aldarfjórðungi sem leiðir okkar Rafns lágu saman. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Rafn Júlíusson

Í dag fer fram útför Rafns Júlíussonar fv. framkvæmdastjóra póstmálasviðs Póst-og símamálastofnunarinnar. Við, samstarfsmenn hans til margra ára, kveðjum í dag einstakan heiðursmann. Yfirgripsmikil þekking hans á öllum sviðum póstmála, hvort sem um var að ræða alþjóðleg eða innlend, ásamt fágætum mannkostum gerði það að sérstökum forréttindum að fá að kynnast og starfa með Rafni. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 157 orð

Rafn Júlíusson

Kær vinur er horfinn sjónum okkar, blíður maður og rólegur í allri umgengni og samskiptum. Rafn var yfirmaður póstsviðs Pósts og síma og starfaði jafnt að innanlandsþjónustunni sem og við alþjóðasamskipti. Það munu margir sakna Rafns Júlíussonar, hans sem best kunni öll póstlög og reglur og bjó yfir þekkingu til að leysa úr nýjum vandamálum. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Rafn Júlíusson

Skammt er nú stórra högga á milli. Í upphafi þessa árs lézt Bragi Björnsson og nú er kvaddur Rafn Júlíusson. Báðir voru þeir bekkjarbræður mínir í gagnfræða- og menntaskóla og nær nánustu vinir, ásamt þeim bekkjarbræðrum mínum öðrum, Hannesi Péturssyni, Jóni Thors og Ólafi St. Sigurðssyni, um hálfrar aldar skeið. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 447 orð

Rafn Júlíusson

Það er oft erfitt að sætta sig við hið óumflýjanlega. Harðri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Minn góði vinur og samstarfsmaður um áratugi, Rafn Júlíusson, lést 7. september sl. á 66. aldursári. Þegar ég tók við starfi hjá Pósti og síma í ársbyrjun 1961 var Rafn í stöðu póstmálafulltrúa, sem var bæði umfangsmikið starf og krafðist nákvæmni í vinnubrögðum. Rafn þurfti m.a. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Rafn Júlíusson

Hvert andartak var auðnuspor með þér. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga þig, elsku afi, fengið að vera með þér, drekka af viskubrunni þínum, teiga í sig spekina, æðruleysið, yfirsýnina, jákvæðnina, umburðarlyndið, kærleikann. Alltaf hafðir þú réttu svörin, bestu lausnina, svo skilningsríkur, svo yfirvegaður, svo rólegur. Þú umvafðir okkur ást og hlýju, hvattir okkur, hrósaðir, uppörvaðir. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Rafn Júlíusson

Hálf öld er liðin frá því ég kynntist Rafni Júlíussyni. Við vorum þá nemendur í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við Öldugötu. Síðan fylgdumst við að til stúdentsprófs í MR vorið 1952, tengdir vináttuböndum sem treystust enn þau ár sem fóru í hönd. Vináttubönd af þeim toga þekkir margur af eigin raun. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 246 orð

Rafn Júlíusson

Í dag verður jarðsettur góður vinur og náinn samstarfsmaður til margra ára, Rafn Júlíusson. Er mikill missir að slíkum manni sem hann var. Rafn var Reykvíkingur og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík en hélt að loknu stúdentsprófi til Parísar þar sem hann aflaði sér víðtækrar menntunar. Fljótlega eftir heimkomuna, eða árið 1957, réðst hann til starfa hjá Pósti og síma. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Rafn Júlíusson

Í dag kveð ég ástkæran tengdaföður minn, einhvern þann mesta heiðursmann sem ég hef kynnst. Mig langar að minnast hans með örfáum orðum. Nú eru liðin rúm 20 ár frá því að ég kynntist Rafni fyrst. Eins og við er að búast er margs að minnast. Efst er þó í huga hve vel þau Didda og Rafn tóku mér, þessum strák sem fór að venja komur sínar á Týsgötuna til að hitta eldri dótturina. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 180 orð

RAFN JÚLÍUSSON

RAFN JÚLÍUSSON Rafn Júlíusson fæddist í Reykjavík 4. desember 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Árnason kaupmaður og kona hanas Margrét Þorvarðardóttir. Systkini hans voru Sigurrós, Þorbjörg og Þorvarður Jón. Þorbjörg og Þorvarður Jón eru látin. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Sigmundur Karlsson

Með fáum línum langar mig að minnast móðurbróður míns, Sigmundar Karlssonar frá Karlsskála í Grindavík. Systkinin frá Karlsskála voru 10 talsins og nú við andlát Simba, eins og hann var ávallt nefndur, lifa aðeins þrjú. Við úr þessari ætt höfum líka á þessu ári þurft að horfa á eftir tveimur úr "ættinni" sem voru ung að árum og er söknuðurinn á kveðjustund ávallt sár. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 249 orð

SIGMUNDUR KARLSSON

SIGMUNDUR KARLSSON Sigmundur Karlsson fæddist í Grindavík 17. maí 1918. Hann lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Karl Guðmundsson, f. 20. ágúst 1891, d. 22. október 1942, og Guðrún Steinsdóttir, f. 30. september 1888, d. 5. júní 1983. Meira
16. september 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Sigmundur Karlsson Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi

Sigmundur Karlsson Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Meira

Viðskipti

16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 460 orð

ÁTVR vinnur sigur í Baileys- málinu, og tóbaksmálinu

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins er samkvæmt ríkjandi lögum óheimilt að veita magnafslátt við heildsölu á tóbaki. Fyrirtækinu var hins vegar heimilt að fjarlægja skraut af Baileys-flöskum áður en þær voru teknar til sölu fyrir síðustu jól í verslunum þess. Þetta er niðurstaða Áfrýjunarnefndar samkeppnismála og með ákvörðunum sínum fellir hún úr gildi tvo úrskurði samkeppnisráðs. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Discovery fær Travel Channel á 20 milljónir dollara

BUD PAXSON, hinn kunni fjölmiðlaverktaki, hefur komið sérfræðingum í Wall Street á óvart með því að selja Discovery Communications umráð yfir Travel Channel á 20 milljónir dollara -- tæpum þremur mánuðum eftir að hann keypti rásina á 75 milljónir dollara. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 99 orð

ÐElement Skynjaratækni og Kælismiðjan Frost í samstarf

ELEMENT Skynjaratækni hf. og Kælismiðjunnar Frost hf. hafa gert samstarfssamning sín á milli. Í honum felst að Frost mun sjá um uppsetningar og viðhald á öryggis- og skráningabúnaði frá Element, að því er segir frétt. Samningur þessi stuðlar að aukinni þjónustu við notendur öryggiskerfanna, þar sem Element mun nú tengast stóru þjónustuneti Kælismiðjunnar Frost. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 56 orð

ÐÍ skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka Íslands um lífeyrissjóðina er reiknuð út raunávöxtun m

ÐÍ skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka Íslands um lífeyrissjóðina er reiknuð út raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu, þar sem rekstrarkostnaður er dreginnfrá fjármunatekjum. Hér að ofan má einnig sjá kostnað sem hlutfall af iðgjöldum og lífeyrisbyrði sem eru lífeyrisgreiðslur sem hlutfall af iðgjöldum. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 214 orð

»Mark og evrópsk hlutabréf hækka

DOLLAR hafði ekki verið lægri gegn marki í tvo mánuði í gær, bollalagt er um þýzka vaxtahækkun og lokaverð í evrópskum kauphöllum var í samræmi við þróunina í Wall Street. Seinna náði dollar sér nokkuð, en stóð illa vegna ummæla þýzka seðlabankastjórans, Tietmeyers. Ummælin og hækkun á heildsöluverði í Þýzkalandi styrku spár um þýzka vaxtahækkun bráðlega. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 389 orð

Spielberg með hæstu launin í skemmtigeiranum

STEVEN SPIELBERG kvikmyndaframleiðandi er efstur á lista tímaritsins Forbes um tekjuhæstu skemmtikrafta heims og hafði 313 milljónir dollara í tekjur á árunum 1996-1997. Spielberg var í efsta sæti 1994 og 1995, en hafnaði í öðru sæti á eftir Oprah Winfrey í fyrra samkvæmt tölum um tekjur tvö ár í röð. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Stafrænt sjónvarp í Þýzkalandi í október

ÞÝZKI símarisinn Deutsche Telekom AG hyggst standa við áætlanir um að taka upp stafrænt áskriftarsjónvarp í næsta mánuði þótt samningur fyrirtækisins við Bertelsmann og bæverska auðmanninn Leo Kirch hafi verið gagnrýndur. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 471 orð

Stefnt að dreifingu um breiðbandið

NÝTT sjónvarpsfélag, Íslenska sjónvarpsfélagið, hyggst hefja útsendingar um miðjan nóvember. Hefur verið gengið frá samningum við 15 erlendar gervihnattastöðvar um dreifingu á efni og verður efninu dreift um breiðband Pósts og síma. Hefur þegar verið sótt um leyfi til Útvarpsréttarnefndar og er búist við að nefndin taki afstöðu til umsóknarinnar á næstunni. Meira
16. september 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Stækkun Murdochs og Packers afstýrt í Ástralíu

STJÓRN Ástralíu hefur hætt við fyrirætlanir um að breyta lögum um fjölmiðla og þar með afstýrt áformum fjölmiðlabarónanna Kerrys Packers og Ruperts Murdochs um að auka umsvif sín. Packer, sem er ríkasti maður Ástralíu, og Murdoch, sem er fæddur í Ástralíu, Meira

Daglegt líf

16. september 1997 | Neytendur | 116 orð

Bónus með heimasíðu

Í dag, þriðjudag, verður heimasíða Bónuss sett á alnetið undir netfanginu www.bonus.is. Á heimasíðunni verða settar fram upplýsingar fyrir neytendur, t.d. um afgreiðslutíma verslana, staðsetningu þeirra, símanúmer og svo framvegis. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verður á heimasíðunni tilboðssíða og er stefnan að tilboð Bónusblaðsins verði líka á alnetinu. Meira
16. september 1997 | Neytendur | 84 orð

Hárvörur

HAFINN er innflutningur á J.F. Lazartigue hárvörum sem eru hannaðar af franska hárgreiðslumeistaranum Jean Francois Lazartigue. Á útsölustöðum J.F. Lazartigue er boðið upp á hárgreiningu en í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. segir að með því sé unnt að greina frá ástandi hórsrótar og hársvarðar. Meira
16. september 1997 | Neytendur | 567 orð

Verðkönnun ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna Allt að

MIKILL verðmunur er á byrjendanámskeiðum í fimleikum eða 115% á þeim námskeiðum sem skoðuð voru og fimleikakennslan er almennt ódýrari á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í verðkönnun sem forsvarsmenn samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna um verðlagseftirlit og verðkannanir létu gera á nokkrum greinum tómstundastarfs barna og unglinga. Meira

Fastir þættir

16. september 1997 | Dagbók | 2971 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
16. september 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Pálína Eggertsdóttir ogNikulás Jónsson. Þau eru búsett í Kópavogi. Meira
16. september 1997 | Í dag | 38 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Erla Dröfn Baldursdóttirog Jóhann Bjarni Gunnarsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Arnór Orri Jóhannsson. Heimili þeirra er í Víkurási 6, Reykjavík. Meira
16. september 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Gunnar Elbert Geirsson og Ingibjörg Hlínardóttir. Þau eru búsett í Danmörku. Meira
16. september 1997 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Fella- og Hólakirkju af sr. Hreini Hjartarsyni Sigríður Hrönn Sveinsdóttir og Guðmundur Freyr Halldórsson. Heimili þeirra er í Spóahólum 6, Reykjavík. Meira
16. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. október í Breiðholtskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Brynja Sigurðardóttir og Sófus Jón Björnsson.Heimili þeirra er í Dalseli 13, Reykjavík. Meira
16. september 1997 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Björg Jakobína Þráinsdóttir og Guðmundur Torfason. Meira
16. september 1997 | Dagbók | 601 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. september 1997 | Í dag | 41 orð

HÉR stendur: "Þar til dauðinn aðskilur ykkur," Guðríður, en ekki: "Þar

HÉR stendur: "Þar til dauðinn aðskilur ykkur," Guðríður, en ekki: "Þar til annar og betri kostur verður á vegi mínum." NEI, góða mín. Gett ÞÚ hver ÞETTA er. ÞÚ getur hætt öllum byggingaframkvæmdum. Ég fann eggjabakka. Meira
16. september 1997 | Fastir þættir | 478 orð

Íslendingar atkvæðamiklir á afrekalistanum

STAÐA Íslendinga á nýútgefnum afrekalista FEIF er býsna góð en þar tróna þeir á toppnum í fimm greinum af sjö. Sigurbjörn Bárðarson er efstur í fjórum greinum og Þórður Þorgeirsson í einni grein. Aðeins tveir heimsmeistarar, Sigurbjörn Bárðarson og Karly Zingsheim, komast á toppinn. Meira
16. september 1997 | Í dag | 368 orð

LAÐAMENN reka sig oft á að það er ekki alltaf sama hvaða

LAÐAMENN reka sig oft á að það er ekki alltaf sama hvaða orð þeir nota. Eitt orð getur stundum valdið misskilningi eða pirrað lesendur. Þetta varð Víkverji var við þegar Morgunblaðið fjallaði um boðað verkfall leikskólakennara. Í fyrirsögn um kjaradeiluna var talað um að yfir 14 þúsund börn ættu á hættu að missa "gæslu". Meira
16. september 1997 | Í dag | 376 orð

Lög um klám VELVAK

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Nú er bannað að ganga ber að ofan úti þótt það sé sumarveður og finnst mér óréttlátt að sýna megi fyrirsætur á forsíðum klámblaða um allt en venjuleg kona yrði handtekin af hún sýndi sig svoleiðis á almannafæri. Mér finnst að það ætti annaðhvort að framfylgja lögum um klám eða þá að sýna jafnrétti og allir megi ganga naktir. Meira
16. september 1997 | Fastir þættir | 237 orð

Mikil eftirspurn eftir keppnishestum

EFTIRSPURN eftir góðum keppnishestum hefur aukist áþreifanlega eftir heimsmeistaramótið í Noregi í byrjun ágúst sl. Erlendir hestamenn hafa verið mikið á ferðinni í leit að slíkum hestum og virðist framboðið heldur minna en eftirspurnin. Meira
16. september 1997 | Fastir þættir | 648 orð

Óþekktir Húsvíkingar unnu bikarinn

Úrslit Bikarkeppni Bridssambands Íslands voru helgina 13.­14. september í húsnæði Bridssambandsins, Þönglabakka 1, Reykjavík. ÞAÐ urðu óvænt úrslit í Bikarkeppni Bridssambandsins um helgina þegar fjórir ungir Húsvíkingar unnu sveit Samvinnuferða-Landsýnar í 64 spila úrslitaleik mótsins. Meira
16. september 1997 | Fastir þættir | 803 orð

Sigurgangan stöðvuð

Þeir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu báðir að sætta sig við jafntefli í sjöttu umferð Skákþings Íslands. ÞEIR eru ennþá langefstir og jafnir með fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. Þeir Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára og Arnar Þorsteinsson frá Akureyri koma næstir með fjóra vinninga. Meira
16. september 1997 | Fastir þættir | 355 orð

Skriður kominn á sameingu LH og HÍS

Skriður kominn á sameingu LH og HÍS HESTAR Samruni LH og HÍS SAMEIGINLEGT ÞING Á EGILSSTÖÐUM Í OKTÓBER VEL HORFIR í sameiningarferli Landssambands hestamannafélaga og Hestaíþróttasambands Íslands og almennt talið að af sameiningu verði á sameiginlegu þingi beggja samtaka. Meira

Íþróttir

16. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

1. deild karla

Fylkir - Þróttur1:1 Vilhjálmur Vilhjálmsson (80.) - Willum Þór Þórsson (60., vsp.). KA - Breiðablik 0:1 - Guðmundur Karl Guðmundsson (83.). Dalvík - ÍR 1:4 Heiðmar Felixsson (69.) - Kristján Brooks (20. og 86.), Bjarni Gaukur Sigurðsson (43.) og Guðjón Þorvarðarson (83.). Meira
16. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA (Lokastaðan) ÆGIR -

2. DEILD KARLA (Lokastaðan) ÆGIR -HK 1: 6KVA -FJÖLNIR 4: 0LEIKNIR -ÞR´OTTUR N. 2: 2SINDRI -VÖLSUNGUR 1: 5V´IÐIR -SELFOSS 0: 3 HK 18 13 2 3 51 29 41KVA 18 12 3 3 52 3 Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 20 orð

Aðalfundur Víkings

FÉLAGSLÍFAðalfundur Víkings Aðalfundur Knattspyrnufélgsins Víkings verður haldinn í Víkinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Dagskrá skv. 10. grein laga félagsins. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 408 orð

ALDAIR,

ALDAIR, varnarmaðurinn kunni frá Brasilíu, sem hefur leikið með Roma síðan 1990, fékk ítalskan ríkisborgararétt um helgina á þeim forsendum að afi eiginkonu hans, sem einnig er frá Brasilíu, var ítalskur. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 235 orð

Alfreð byrjaði með sigri á Magdeburg

ÞÝSKA deildarkeppnin í handknattleik hófst um helgina. Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, fagnaði sigri á móti Magdeburg, 30:25. Þetta var fyrsti leikurinn í deildinni, fór fram á föstudagskvöldið, en aðrir leikir umferðarinnar voru háðir á laugardag og sunnudag. "Ég er mjög ánægður með byrjunina því Magdeburg hafði ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 341 orð

Arnar ljósið í myrkrinu

Bolton tapaði, 4:1, fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Guðni Bergsson fyrirliði ekki sáttur við lið sitt, en var þó ánægður með Arnar Gunnlaugsson ­ sem kom inná sem sem varamaður og lék þar með fyrsta deildarleikinn með Bolton. "Þetta var ekki góður dagur hjá okkur," sagði Guðni við Morgunblaðið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 155 orð

Arnór var með glæsilegt mark

ARNÓR Guðjohnsen gerði glæsilegt mark þegar Örebro sótti Ljungskile heim og vann 3:2 í sænsku deildinni um helgina. "Ég náði góðu vinstri fótar skoti af um 30 til 40 metra færi og boltinn skrúfaðist í hornið," sagði Arnór við Morgunblaðið um markið á fimmtu mínútu sem gaf Örebro rétta tóninn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 182 orð

Á 11. mín. lék Þorbjörn Atli upp að endamörkum hægra meg

Á 11. mín. lék Þorbjörn Atli upp að endamörkum hægra megin, gaf fyrir markið þar sem Borgnesingurinn Björn Axelsson skoraði í eigið mark úr miðjum markteig. Steinar Guðgeirsson komst upp hægri kant á 36. mín. og sendi fyrir markið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 210 orð

Ásgeirheiðurs-gesturog blaða-fulltrúi

ÁSGEIR Sigurvinsson verður heiðursgestur á Evrópuleik ÍBV og Stuttgart sem verður á Laugardalsvelli nk. fimmtudagskvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Seinni leikurinn verður í Þýskalandi 2. október og hafa Eyjamenn boðið Ásgeiri að vera fararstjóri og blaðafulltrúi liðsins ytra. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 273 orð

Barcelona eitt liða með fullt hús stiga

Þegar þremur umferðum er lokið í spænsku deildinni er Barcelona eina liðið sem ekki hefur tapað stigi, hefur sigrað í öllum leikjunum þremur. Meistarar Real Madrid er næst í röðinni ásamt liði Celta Vigo og Tenerife, öll með sjö stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 143 orð

Birgir Sigfússon, fyrirliði Stjörnunnar, tók aukaspyrnu á

Birgir Sigfússon, fyrirliði Stjörnunnar, tók aukaspyrnu á vinstri vængnum nærri miðlínunni á 18. mínútu. Spyrnti hann knettinum í miðjan vítateig Grindvíkinga, þar sem Grétar Einarsson ætlaði að hreinsa frá en varð fyrir því óláni að spyrna knettinum í eigið mark. Á 43. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 256 orð

Bjarki skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum

Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður með Drammen í Noregi fór á kostum í fyrsta leik liðsins í norsku deildinni á sunnudaginn. Í 27:25 sigri Drammen á Herkules skoraði Bjarki 10 mörk og ekkert þeirra úr vítakasti. Annar Íslendingur er í herbúðum Drammen, Gunnar Gunnarsson, sem er þjálfari liðsins. Leikurinn fór fram á heimavelli Herkulespilta í Skien. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 582 orð

Bjóst við að gera betur

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður frá Sauðárkróki, varð fimmti á tugþrautarmóti í Talence í Frakklandi um helgina. Hlaut hann 8.246 stig, sem er litlu lakara en frammistaða hans á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra, þegar hann fékk 8.274 stig. Íslandsmet hans, sem sett var í Götzis í vor, er 8.470 stig. Bandaríkjamaðurinn Chris Huffins sigraði í keppninni, fékk 8.425 stig. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 537 orð

Blackburn - Leeds3:4

Blackburn - Leeds3:4 Gallacher 8, Sutton pen 16, Dahlin 33 - Wallace 3, 17, Molenaar 6, Hopkin. - 21.956. Arsenal - Bolton4:1 Wright 20, 25, 81, Parlour 44 - Thompson 13. - 38.138. Barnsley - Aston Villa0:3 - Ehioghu 25, Draper 50, Taylor 72. - 18.649. Coventry - Southampton1:0 Soltvedt 65. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 242 orð

Blikar í vænlegri stöðu Breiða

Blikar í vænlegri stöðu Breiðablik virðist ætla að fylgja Þrótti upp í efstu deild því eftir 1:0 sigur gegn KA hefur liðið enn tveggja stiga forskot á ÍR og FH fyrir lokaumferðina og getur gulltryggt sætið í heimaleik á móti Fylki. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 147 orð

Brynjar hjá Vålerengen

BRYNJAR Gunnarsson, landsliðsmaður í KR, fór til Vålerengen í Osló í gær til að kanna aðstæður hjá norska félaginu en það bauð honum út í þeim tilgangi. Vålerengen vann Kongsberg 6:0 um helgina og hefur tryggt sér sæti í efstu deild næsta tímabil en liðið féll í fyrra. Að sögn Brynjars vill norska félagið gera samning til þriggja ára. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 465 orð

Dómur fallinn yfir liði Stjörnunnar

Leikmenn Stjörnunnar gengu til leiksins gegn Grindavík suður með sjó vitandi að sigur væri þeim lífsnauðsynlegur ­ að öðrum kosti féllu þeir í 1. deild. Jafnframt treystu þeir á að Valsmenn næðu engu stigi úr þeim viðureignum sem þeir eiga eftir, en sigur þeirra á ÍA gerði vonir Garðbæinga að engu. Frumskilyrðið, þ.e. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 252 orð

Eyjólfur handarbrotnaði

Eyjólfur Sverrisson handarbrotnaði í fyrri hálfleik í viðureign Bayern og Hertha í M¨unchen á laugardag. "Ég tognaði á fæti á æfingu á fimmtudag og var sprautaður fyrir leikinn en eftir samstuð steig mótherji ofan á vinstri höndina með þeim afleiðingum að handarbakið brotnaði," sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 243 orð

FH á enn möguleika

Leikmenn FH eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni í knattspyrnu að ári, þótt aðeins lifi ein umferð eftir af keppni í 1. deildinni. Hafnfirðingar unnu góðan 2:0 sigur á Þórsurum í Hafnarfirðinum á sunnudag, en voru þó ekkert sérlega sannfærandi. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 39 orð

Forsala

FORSALA hefst í dag á leik ÍBV og Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl. 18.30. Forsalan fer fram á bensínstöðvum Essó í Stóragerði, Ártúnsbrekku, Ægissíðu, Geirsgötu í Reykjavík og í Lækjargötu í Hafnarfirði. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 339 orð

Frábært lið og spennandi mótherji

Stuttgart mætir Eyjamönnum í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld en þýska liðið sótti Kaiserslautern heim í þýsku deildinni í fyrradag. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Fyrsta markið kom strax á 2. mínútu og var það frekar óvænt

Fyrsta markið kom strax á 2. mínútu og var það frekar óvænt. Gunnar Már Másson fékk knöttinn utan vítateigs Keflvíkinga og lét vaða með hægri fæti. Bjarki Guðmundsson hálfvarði skotið en missti boltann sem "lak" í hægra markhornið. Annað mark Leifturs var snyrtilegt. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 673 orð

Gísli tryggði sér titilinn á síðustu stundu

ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli G. Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í torfæru á síðustu stundu, með grimmum akstri í tveimur síðustu þrautunum í stórskemmtilegri torfæru á Hellu á laugardaginn. Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson vann sigur í flokki sérútbúinna jeppa, en bronsverðlaun Gísla nægðu honum til að hreppa titilinn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 324 orð

Góð byrjun Rúnars með Lilleström í Noregi LILLE

LILLESTRÖM vann 3:1 í Tromsö um helgina, fór upp um tvö sæti og er í áttunda sæti í norsku deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir. "Liðinu hefur gengið ágætlega síðan ég kom," sagði Rúnar við Morgunblaðið en hann hefur leikið síðustu sjö leikina og hefur ekki tapast stig í þeim. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 106 orð

GUÐÐBJÖRN Óskarsson

GUÐÐBJÖRN Óskarsson fann bensínfjölina í jeppa sem Þorsteinn Einarsson lét smíða s.l. vetur.Guðbjörn sýndi góða takta á Inguen svo nefnist ökutækið og varð í fjórða sæti í sérútbúna flokknum. SIGURÐUR Þ. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 355 orð

HELGI Schiöth

HELGI Schiöth var grimmur í mörgum þrautum, en braut framdrif um miðbik keppninnar, sem háði honum, en krækti þó í fimmta sæti. Helgi hefur náð góðum tökum á nýsmíðuðum jeppa sínum eftir brösótt gengi í byrjun sumars. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 69 orð

Hermann í góðum hópi HERMANN Hreiðarsson

HERMANN Hreiðarsson var á bekknum hjá Crystal Palace sem tók á móti Chelsea og tapaði 3:0 í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "Við áttum þrjú góð skallafæri í fyrri hluta fyrri hálfleiks en Chelsea hefði getað fengið þrjár vítaspyrnur í hálfleiknum, fékk eina og var 2:0 yfir í hléi," sagði Hermann við Morgunblaðið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 75 orð

HK efst í 2. deild

HK sigraði í 2. deild karla í knattspyrnu, en síðasta umferðin fór fram um helgina. HK hlaut 41 stig og KVA varð í öðru sæti með 39 stig og fylgir HK upp í 1. deild. Baráttan var hörð um sætin í 1. deild því Selfoss hlaut jafn mörg stig og KVA, en markatala KVA var hagstæðari. Þróttur Neskaupstað og Sindri féllu í 3. deild, en sæti þeirra taka KS og Tindastóll. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 569 orð

"Höfðum ekki riffil"

Brasilíski miðherjinn Ronaldo sýndi hvers hann er megnugur þegar hann gerði glæsilegt mark fyrir Inter í 4:2 sigri í Bologna í 2. umferð ítölsku deildarinnar, fékk góða sendingu, sneri af sér tvo mótherja og setti boltann í hornið nær, óverjandi fyrir Alex Brunner í markinu. Þetta var fyrsta mark Ronaldos fyrir Inter í opinberum leik og hann tileinkaði það stuðningsmönnum liðsins. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÍBV

ÍBV 16 11 4 1 38 13 37ÍA 16 10 1 5 37 21 31FRAM 16 7 5 4 25 19 26KR 16 6 6 4 32 17 24LEIFTUR 16 6 6 4 22 15 24KEFLAVÍK 16 7 2 7 19 22 23GRINDAV. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 100 orð

ÍBV með pálm- ann í höndunum

Vestmannaeyingar eru komnir með aðra höndina á Íslandsbikarinn í knattspyrnu, eftir 3:2 sigur á KR í Reykjavík á laugardaginn en þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeistara ÍA, 2:1, á heimavelli. Akurnesingar geta enn náð Eyjamönnum að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir, en líkurnar á því að ÍA verði meistari sjötta árið í röð verða að teljast afar litlar. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 155 orð

Jóhannes fer til Ikast

JÓHANNES Harðarson miðvallarleikmaður Íslandsmeistara ÍA í knattspyrnu leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ikast frá 1. október nk. og fram í byrjun maí á næsta vor. Frá þessu var gengið um helgina. "Forráðamenn Ikast komu fyrir nokkru og sáu leiki með okkur í ÍA og fleirum. Að þeim loknum vildu þeir fá mig og Kára Stein [Reynisson] í sínar herbúðir," sagði Jóhannes í gær. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 518 orð

Karlaliðið tveimur högg-um frá verðlaunasæti

Karla- og kvennalandslið Íslands í golfi höfnuðu bæði í fjórða sæti á Norðurlandamóti landsliða, sem fram fór á Haugar-vellinum í Lilleström í Noregi um helgina. Karlaliðið lék frábærlega á laugardag og hafði forystu eftir fyrri keppnisdag. Því tókst þó ekki að halda uppteknum hætti á sunnudag en þá sýndi sænska liðið hvers það er megnugt og sigraði með fimmtán högga mun. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 758 orð

KR - ÍBV2:3

KR-völlur, Íslandsmótið í knattspyrnu - Sjóvár-Almennra deildin - 16. umferð, laugardaginn 13. september 1997. Aðstæður: Logn, heiðskýrt og hiti um 7 gráður. Völlurinn þokkalegur. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 180 orð

Lancome-bikarinn Mót helgarinnar á evrópsku mótaröðinni fór fram

Mót helgarinnar á evrópsku mótaröðinni fór fram í St. Nom La Breteche í Frakklandi. Keppendur eru breskir nema annað sé tekið fram. 271 - Mark O'Meara, Bandar. 69 67 66 69. 272 - Jarmo Sandelin, Svíþjóð 70 70 65 67. 273 - Peter O'Malley, Ástralíu 65 68 68 72, Greg Norman, Ástralíu 67 66 68 72. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 820 orð

Leeds stöðvaði sigurgöngu Blackburn

Leeds skoraði loks eftir markaleysi í mánuð og stöðvaði sigurgöngu Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Leeds vann, 4:3, á Ewood Park og komu öll mörkin á hálftíma kafla í fyrri hálfleik. Sex leikmenn Leeds fengu áminningu og ástralski miðjumaðurinn Harry Kewell, sem er 18 ára, varð að fara af velli 12 mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið gult spjald öðru sinni. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

LOKASTAÐAN

LOKASTAÐAN KR 14 14 0 0 62 6 42BREIÐABLIK 14 11 1 2 60 21 34VALUR 14 9 1 4 46 29 28ÍA 14 5 3 6 17 25 18ÍBV 14 5 1 8 29 28 16STJARNAN 14 3 1 10 18 42 1 Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 87 orð

Loks vann Stoke á heimavelli

Stoke fagnaði fyrsta sigri sínum á nýja Britannia leikvanginum, vann Stockport 2:1 í 1. deildinni ensku. "Þungu fargi er af okkur létt," sagði Lárus Orri Sigurðsson, fyrirliði Stoke, við Morgunblaðið, en hann fékk ýmist 6 eða 7 í einkunn í blöðunum. "Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik og hefðum getað verið 3:0 yfir í hálfleik en sigurinn var sanngjarn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 41 orð

Markahæstir

15 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 12 - Andri Sigþórsson, KR 7 - Haraldur Ingólfsson, ÍA, Steingrímur Jóhannesson, ÍBV, Sverrir Sverrisson, ÍBV og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri. 6 - Einar Þór Daníelsson, KR, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík og Kári Steinn Reynisson, ÍA. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 20 orð

Opna Reykjavíkurmótið

Meistaraflokkur karla, B-deild: Leiknir - Fylkir85:91 Breiðablik - Fylkir97:65 Hrönn - Léttir76:69 Fjölnir - Árvakur78:55 A-deild: Valur - Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 226 orð

Ólafur hafði lítið að gera og Hibs efst

Ólafur Gottskálksson og samherjar í Hibernian eru áfram í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar en liðið vann Dunfermline 5:2 um helgina. "Þetta var þrælgóður leikur," sagði Ólafur við Morgunblaðið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 110 orð

Salih Heimir Porca tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA

Salih Heimir Porca tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA á 39. mínútu og sendi frá hægri inní vítateiginn miðjan. Þar fékk Arnar Hrafn Jóhannsson boltann og skoraði af öryggi. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 97 orð

Sigurhringur Íslandsmeistara KR

KR varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu með fullu húsi stiga og fögnuðu stúlkurnar á KR-vellinum um helgina, eftir sigur á ÍBA í síðasta leik. Vesturbæingar höfðu ærna ástæðu til að fagna því auk þess að verða Íslandsmeistari átti KR tvær af þremur markahæstu stúlkum deildarinnar; Olga Færseth varð markakóngur og fyrirliðinn, Helena Ólafsdóttir, varð þriðja markahæst. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 137 orð

Sigurvin Ólafsson, ÍBV. Daði Dervic, Gunna

Sigurvin Ólafsson, ÍBV. Daði Dervic, Gunnar Már Másson Leiftri. Ívar Ingimarsson, Jón S. Helgason, Salih Heimir Porca, Val. Sinisa Kekic, Grindavík. Árni Gautur Arason, Stjörnunni. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 204 orð

Sigurvin Ólafsson var með boltann á miðjum vallarhelmingi KR

Sigurvin Ólafsson var með boltann á miðjum vallarhelmingi KR-inga á 31. mínútu. Hann sendi út á vinstri kantinn á Tryggva Guðmundsson, sem lék að vítateignum og sendi boltann fyrir markið á Sigurvin sem kastaði sér fram á markteig og skallaði í hægra markhornið. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 327 orð

"Sjóræningjar" Tampa á skrið

LEIKIR þriðju leikhelgarinnar í NFL-deildinni enduðu margir í stórsigrum og skýrðu nokkuð línurnar um styrkleika liðanna. Denver Broncos og New England Patriots í Ameríkudeild eru ósigruð, svo og Tampa Bay Buccaneers ("sjóræningjarnir") í Landsdeild. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 363 orð

Sprækir Leiftursmenn

Búist var við miklu af Leiftursliðinu fyrir þetta keppnistímabil og margir vonsviknir yfir því að liðið skuli ekki vera ofar í deildinni. Miðað við álagið í sumar hlýtur þó að teljast gott að vera með KR-ingum í 4.-5. sæti með 24 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 65 orð

Stofndeildin Efsta deild kvenna

KR - ÍBA5:0 Olga Færseth 2, Helena Ólafsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir. Breiðablik - Stjarnan5:2 Erla Hendriksdóttir 3, Bára Gunnarsdóttir og Margrét Ólafsdóttir - Lovísa L. Sigurjónsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 285 orð

"Stórkostlegt að vera í Þrótti"

"ÞETTA var rosalega gaman ­ sárabætur frá því í fyrra," sagði Axel Gomez, markvörður Þróttar eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild næsta sumar. Hann segist mjög bjartsýnn á að liðið standi sig vel í baráttunni við fremstu félagslið landsins á næsta tímabili. "Auðvitað þurfum við að halda vel á spöðunum, halda okkar mönnum og styrkja liðið aðeins. Þá ætti þetta að ganga. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 158 orð

Stórsigur Larvik NOR

NORSKA meistaraliðið í handknattleik kvenna, Larvik, sem Kristján Halldórsson þjálfar, byrjaði titilvörnina af miklum krafti um liðna helgi. Liðið lagði Junkeren á útivelli með 20 marka mun, 33:13. Reyndar blés ekki byrlega fyrir Larvik í upphafi því eftir 9 mínútur var staðan 6:2 fyrir heimamenn. Þá tók Kristján þjálfari leikhlé og messaði vel yfir sínum liðsmönnum. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 371 orð

Stutt gaman

Stutt gaman BORGARFJÖRÐURINN skartaði sínu fegursta á laugardaginn og blés Skallagrímsmönnum baráttu í brjóst þegar þeir tóku á móti Fram en baráttan dugði skammt því Fram var betra liðið og sigraði 4:2. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 624 orð

Titillinn er í okkar höndum

"MEISTARATITILLINN er nú í okkar höndum og við ætlum ekki að sleppa honum úr þessu. Við munum þó bíða með að fagna þar til hann er í öruggri höfn. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hér á KR-vellinum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir 3:2 sigur á KR í Vesturbænum á laugardaginn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 42 orð

Tugþraut í Talence 1. Chris Huffins, Bandar.8.425

1. Chris Huffins, Bandar.8.425 2. Tomas Dvorak, Tékkl.8.380 3. Erki Nool, Eistl.8.353 4. Roman Serble, Tékkl.8.301 5. Jón Arnar Magnússon8.245 6. Sebastian Chmara, Póll.8.177 7. Kamil Damasek, Tékkl.8.173 8. Indrek Kaseorg, Eistl.8. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 392 orð

Tvöfaldur meistari

HORNFIRÐINGURINN Gunnar Pálmi Pétursson ber höfuð og herðar yfir aðra torfærukappa í flokki götujeppa. Hann vann sigur á Hellu og tryggði sér annan meistaratitilinn á árinu en hann varð einnig heimsbikarmeistari fyrir skömmu. Gunnar vann einnig tvöfalt í fyrra. Hann sigraði á tveimur mótum og varð þrívegis í þriðja sæti í mótum sem giltu til Íslandsmeistara. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 353 orð

Valur gerði út um von ÍA

VALSMENN gulltryggðu sæti sitt í efstu deild með 2:1 sigri á Íslandsmeisturum Skagamanna á Hlíðarenda á laugardag. Um leið gerðu þeir vonir Skagamanna um að halda titlinum sjötta árið í röð nánast að engu þó þeir hafi í raun misst af lestinni í fyrri umferð. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 368 orð

"Var það ekki?"

Var það ekki? Þessi orð mælti Sigurður Hallvarðsson, sem var á varamannabekk Þróttar í jafnteflisleik gegn Fylki í Árbæ á sunnudag, er hann rak upp óp umkringdur félögum sínum í leikslok, en tilefni fagnaðarlátanna var vitaskuld tryggt sæti í efstu deild næsta vor. Félagar Sigurðar svöruðu um hæl: "Jú!" og var þetta endurtekið nokkrum sinnum. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 195 orð

Víkingar á kunnuglegum slóðum Víkingar st

Víkingar á kunnuglegum slóðum Víkingar stigu stuttu skrefi nær áframhaldandi fyrstudeildarsæti er þeir gerðu jafntefli við Reyni í Víkinni, 1:1. Víkingar komu ákveðnari til leiks og virtust staðráðnir í að halda sæti sínu í deildinni. Þeir sóttu meira til að byrja með, en sköpuðu sér enginn færi. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 441 orð

VONBRIGÐI »Íslendingar hafa feng-ið á sig fjögur mörkúr föstum leikatr

Íslenska landsliðið í knattspyrnu á aðeins eftir að spila einn leik í undankeppni HM '98 og ljóst að liðið endar í næstneðsta sæti 8. riðils eftir 4:0 tapið í Búkarest í síðustu viku. Leikur liðsins í Rúmeníu olli vonbrigðum og markmið þjálfarans að gera betur en í fyrri leiknum í Reykjavík náðist ekki. Leikurinn á móti Írum á Laugardalsvelli olli líka vonbrigðum. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 350 orð

Wright bræddi fólkið IAN Wright g

IAN Wright gerði tvö mörk í 4:0 sigri Englands á Moldóvu í riðlakeppni HM í liðinni viku og bætti um betur þegar Arsenal tók á móti Bolton á Highbury um helgina. Þá var hann með þrennu í 4:1 sigri og er kominn með 180 mörk fyrir Arsenal sem er félagsmet en Cliff Bastin gerði 178 mörk á fjórða áratugnum. Wright, sem er 33 ára, var ánægður með að metið var loks í höfn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 164 orð

Þórður skoraði og Genk enn efst

ÞÓRÐUR Guðjónsson gerði þriðja mark Genk sem vann Aalst 3:2 og er efst í belgísku deildinni með 15 stig eftir fimm umferðir. Lommel er í öðru sæti með 13 stig en Club Br¨ugge er með 12 stig og á leik til góða. "Við tryggðum okkur sigurinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik en lékum illa eftir hlé," sagði Þórður spurður um leikinn. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 62 orð

ÞRÓTTUR

ÞRÓTTUR 17 12 4 1 39 16 40BREIÐABL.17 12 2 3 36 13 38ÍR17 11 3 3 46 24 36FH17 11 3 3 34 16 36ÞÓR17 6 3 8 20 32 21FYLKIR17 5 4 8 23 25 19KA17 4 Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 552 orð

Ætlar KR-ingurinnHELENA ÓLAFSDÓTTIRað hætta á toppnum?Fótbolti er áhugamálið

HELENA Ólafsdóttir hóf að leika knattspyrnu hjá KR 1983, var fyrirliði liðsins, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn 10 árum síðar, og tók við bikarnum fyrir hönd KR á laugardag, þegar KR varð Íslandsmeistari kvenna öðru sinni, að þessu sinni án þess að tapa stigi. Helena, sem verður 28 ára í haust, er í sambúð með Birgi Hilmarssyni og eiga þau 15 mánaða gamlan son, Ólaf Daða. Meira
16. september 1997 | Íþróttir | 217 orð

Öruggur sigur ÍR

Öruggur sigur ÍR ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Dalvík, 4:1, er liðin áttust við norðan heiða um helgina. Með sigrinum nældu ÍR-ingar í þrjú dýrmæt stig og eygja ennþá möguleika á að komast upp. Meira

Fasteignablað

16. september 1997 | Fasteignablað | 734 orð

Af hverju skín sólin alltaf á Austfjörðum?

HUGTAKIÐ "Austfjarðaþoka" er alþekkt, gott ef ekki hafa verið samdar um það rómantískar ballöður, en fyrir einstakling á hinu þéttsetna suðvesturhorni fer lítið fyrir þessari margumtöluðu þoku. Það er sama hvenær veðurfræðingarnir koma með kortin sín á skjáinn, það virðist alltaf vera sólskin á Egilsstöðum og niður á fjörðum, Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 49 orð

Er hausta tekur

ER hausta tekur, blása oft hvassir vindar, sem feykja burt þakplötum og húshlutum, ef einhvers staðar finnst lát á þaki eða vegg, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Það er því full ástæða til þess að líta eftir húsinu, áður en í óefni er komið. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 201 orð

Glæsieign á Álftanesi

ÁGÆT sala hefur verið á eignum á Álftanesi að undanförnu að sögn Þórarins Friðgeirssonar hjá fasteignasölunni Valhöll. Nú hefur Valhöll til sölu einbýlishús á einni hæð að Norðurtúni 17 á Álftanesi. Húsið er 140 ferm. að stærð og því fylgir tvöfaldur bílskúr, sem er 51 ferm. Húsið er byggt 1979 og er steinhús. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Glæsilegt hús á útsýnisstað

MARGIR vilja helzt búa þar, sem útsýni er gott. Hjá fasteignasölunni Hóli er nú til sölu húseignin Haukshólar 1 í Breiðholti. Húsið, sem er tvílyft, er 278 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Það var byggt 1977 og er steinsteypt. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 169 orð

Gott hús í rólegu umhverfi

HJÁ fasteignasölunni Óðali er í einkasölu einbýlishús á tveimur hæðum að Þjóttuseli 7 í Seljahverfi í Breiðholti. Húsið er steinsteypt, byggt 1979 og er með innbyggðum, tvöföldum 49 ferm. bílskúr. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 154 orð

Gott raðhús á Seltjarnarnesi

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu húseignin Látraströnd 48. Þetta er raðhús, steinsteypt og byggt 1967. Það er með innbyggðum 25 ferm. bílskúr, en sjálft er húsið 155 ferm. að stærð. "Þetta er vel byggt og vel við haldið hús," sagði Viðar Böðvarsson hjá Fold. "Það stendur á mjög góðum útsýnsstað á norðanverðu Seltjarnarnesinu. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 1696 orð

Hagkvæm íbúðarhús úr húseiningum rísa við Vættaborgir

ÞAÐ er stundum sagt, að íslenzkur byggingariðnaður sé býsna íhaldssöm atvinnugrein. Miðað við það, hve mikið hefur verið byggt hér á landi undanfarna áratugi, ættu að hafa gefizt miklir möguleikar á margvíslegum nýjungum, ekki hvað sízt í byggingaraðferðum. Þær létu þó lengi bíða eftir sér. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 188 orð

Hótelrisi verður til með sölu Westin

BANDARÍSKA hótelfyrirtækið Starwood Lodgings Trust hefur ákveðið að kaupa hótelfyrirtækið Westin Hotels & Resorts fyrir 1,57 milljarða Bandaríkjadala. Með samrunanum verður komið á fót fyrirtæki, sem mun reka 219 hótel í 38 ríkjum Bandaríkjanna og í 23 þjóðlöndum. Tekjur þess verða meira en fjórir milljarðar dollara á ári. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 172 orð

Hvelfingin í Greenwich vekur litla hrifningu

TONY Blair, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að verja 750 milljónum punda til stórrar aldamótahvelfingar í Greenwich, sem reisa á til að fagna nýju árþúsundi. Tekjur af brezka þjóðarlottóinu eiga að standa undir rúmlega helmingi kostnaðarins, en að öðru leyti verður kostnaði mætt með framlögum frá einkaaðilum og sölu aðgöngumiða. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 195 orð

Hæð og ris á eftirsóttum stað

SMÁÍBÚÐAHVERFIÐ í Reykjavík hefur löngum þótt gott í sölu, "Þetta er eitt vinsælasta svæðið í borginni," segir Jón Þór Ingimundarson hjá Bifröst, en þar er nú til sölu efri hæð og ris í fjögra íbúða húsi við Hólmgarð 7. Um er að ræða 138 ferm. eign ásamt 12 ferm. geymsluskúr á lóð. Húsið, sem er steinsteypt, var reist 1951 en risið var byggt ofan á húsið 1991. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 307 orð

Íslenzkur byggingar- iðnaður styrkist

BYGGINGARFYRIRTÆKIN í landinu finna nú fyrir hægum en jöfnum vexti í greininni eftir lægð undanfarinna ára og aukning hefur átt sér stað á öllum sviðum byggingar- og verktakaiðnaðarins, það er íbúðabyggingum, viðhaldi og viðgerðum, hálendisframkvæmdum og jarðvinnu. Ýmis iðnaður, sem er nátengdur hefðbundnum byggingariðnaði, hefur einnig styrkt sig í sessi. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 879 orð

Kjörbyggð í vistvænu skipulagi

Í aldanna rás hafa Íslendingar búið í dreifbýli. Reyndar hefur dreifbýli og einstaklingshyggja verið eitt aðalaeinkenni allra germanskra þjóða. Svigrúm til athafna og víðlend veiðisvæði hafa ávallt verið efst á lífsgæðalista þessa þjóðahóps. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 297 orð

Loft- ræsting í skólum

LAGNAFÉLAG Íslands hefur gefið út sérrit um ráðstefnu þá, sem félagið gekkst fyrir um loftræstingu í skólum í marz sl. en í þessu riti eru öll erindi, sem flutt voru á ráðstefnunni, en þau voru alls tuttugu. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 201 orð

Lúxusíbúð eldri borgara

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu glæsileg íbúð fyrir eldri borgara að Skúlagötu 40A í Reykjavík. Íbúðin er 162 ferm. og er á tveimur efstu hæðunum í húsinu, sem er lyftuhús. Ekkert fast verð er sett á íbúðina, en óskað eftir tilboðum. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Málþing lagnamanna

FYRIRHUGAÐ málþing lagnamanna á Egilsstöðum síðar í þessum mánuði er viðfangsefni Sigurðar Grétars Guðmundssonar í þættinum Lagnafréttir. Víða úti á landi er hitunarkostnaður, það sem brennur einna heitast á húseigendum. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 328 orð

Menntun í þágu byggingariðnaðar

Aukin menntun á öllum sviðum er forsenda þróunar í byggingariðnaði og þróun í greininni er forsenda aukinnar framleiðni fyrirtækja og hæfni starfsmanna. Ljóst má vera af framansögðu, að til þess að stuðla að þessari þróun verður að koma til samstarf fyrirtækja, starfsmanna þeirra og stjórnvalda. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 180 orð

Ný gerð eininga- húsa

VIÐ Vættaborgir í Borgahverfi hefur fyrirtækið Haghús ehf. riðið á vaðið með nýja gerð einingahúsa, þar sem húsin komast miklu nær því að vera heilsteypt en áður að sögn Sveinbjarnar Sigurðssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 258 orð

Reisulegt timburhús við Vallarbarð

GÓÐ timburhús eru eftirsótt af mörgum. Hjá fasteignasölunni Ási í Hafnarfirði er nú til sölu reisulegt timburhús við Vallarbarð 19 þar í bæ. Húsið er 201 ferm. að stærð, en ásett verð er 11,3 millj. kr. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Sófinn hans Sir Winstons

Sófinn hans Sir Winstons CHURCHILLSÓFINN er hannaður eftir sófa sem til var á heimili Sir Winstons Churchills í Kent. Kona hans setti þægindi og notagildi í forgangsröð og heimili þeirra bar því vitni. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 206 orð

Tveggja íbúða hús í Hrísey

ÞAÐ er sjaldan, sem húseignir í Hrísey á Skjálfanda eru auglýstar til sölu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu tveggja íbúða hús við Hólabraut 4 í Hrísey. Húsið er steinhús og alls 127 ferm. að stærð. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 782 orð

Viðgerðir

ER það ekki nokkuð öruggt merki um að tekið sé að líða á seinni hluta sumarsins, þegar fólk fer að spyrja mikið um ráð í sambandi við viðgerð sem nauðsynlega þarf að gera á húsum þess? Það eru liðnar tvær vikur af septembermánuði, hvassviðri hefur gengið yfir landið og valdið skaða. Að vísu mismiklum, eftir því hvar hvassast var og hvernig aðstæður voru. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 46 orð

Vinsæll sófi

ÞETTA er hinn þekkti Chesterfield sófi sem er vinsæll enn í dag og má sjá hann til sýnis og sölu í húsgagnaverslunum hér á landi. Hann kom fyrst fram á Viktoríutímanum í Bretlandi og þáði nafn sitt frá jarli nokkrum af Chesterfield á nítjándu öld. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

16. september 1997 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

16. september 1997 | Úr verinu | 1025 orð

Vísindanefndin vill draga úr veiðunum Þrátt fyrir að það stefni í að rækjuafli á Flæmingjagrunni verði í ár helmingi minni en í

Ársfundur NAFO, Norðvestur Atlantshafsráðsins, hófst í St. John's í gær Vísindanefndin vill draga úr veiðunum Þrátt fyrir að það stefni í að rækjuafli á Flæmingjagrunni verði í ár helmingi minni en í fyrra, telur vísindanefnd NAFO að enn eigi að fara varlega í sókn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.