Greinar sunnudaginn 21. september 1997

Forsíða

21. september 1997 | Forsíða | 204 orð

B-1 fórst í blíðviðri

B-1B sprengjuflugvél bandaríska hersins fórst og með henni fjórir menn í Montanaríki á föstudagskvöldið. Er þetta sjötta flugslysið í bandaríska hernum áeinni viku. Ekkert hefurkomið fram um hverjarorsakir slyssins kunni aðhafa verið. Meira
21. september 1997 | Forsíða | 257 orð

Krefst stuðnings Bandaríkjanna

YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, skoraði í gær á Bandaríkjamenn að láta meira til sín taka við að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Fór forsetinn fram á það að Bandaríkjamenn lýstu stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Kom þetta fram í ræðu Arafats á fundi Arababandalagsins sem stendur í Kaíró í Egyptalandi nú um helgina. Meira
21. september 1997 | Forsíða | 52 orð

Reuter

UNG kona með barn var meðal þeirra 200 fjölskyldna er urðu að yfirgefa heimili sín í Naucalpan, sem er úthverfi Mexíkóborgar, á föstudag er eitrað loft steig upp frá brennandi plasthúsgagnaverksmiðju. Engan sakaði í eldinum, sem lítt réðst við, en meðal annars voru nærliggjandi skólar rýmdir í öryggisskyni. Meira
21. september 1997 | Forsíða | 364 orð

(fyrirsögn vantar)

LÖGREGLA í Argentínu greindi frá því í síðustu viku að hún hefði handtekið þrjá aldraða rummunga sem eru sagðir hafa rænt 22 verslanir á einum mánuði, og voru ránin skipulögð á elliheimili. Mennirnir þrír eru 67, 72 og 74 ára, og eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um að hafa rænt verslanirnar. Meira

Fréttir

21. september 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

50 fyrirtæki opin í Kringlunni

Í VETUR munu fjölmargar verslanir og veitingastaðir í Kringlunni vera með opið frá kl. 1-5 á sunnudögum. Í dag, sunnudag, verða um 50 fyrirtæki í Kringlunni opin og ýmislegt á boðstólum, sérstaklega fyrir börnin. Kringlubíó býður fyrstu 120 bíógestunum frítt á barnamyndina Rokna Tuli kl. 12.45 og kl. 2.45. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Afgreiðslutími styttur á Eyrarbakka og Stokkseyri

FRÁ 1. október næstkomandi verður afgreiðslutími póst- og símstöðvanna á Eyrarbakka og Stokkseyri styttur og hvor afgreiðsla um sig opin hálfan daginn. Verður opið milli kl. 9 og 12 á Eyrarbakka og milli 13 og 16 á Stokkseyri. Þetta er gert vegna sparnaðar. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Aldraðir í leikfimi í Víkinni

LEIKFIMI fyrir aldraða sem boðið er uppá í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Reykjavík, er að hefjast og voru um fimmtíu manns í fyrsta tímanum í liðinni viku. Félag eldri borgara í Reykjavík býður í samvinnu við Reykjavíkurborg upp á reglulega leikfimitíma á vetri komanda. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 21.-27. september 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 23. september: Á vegum Háskólaútgáfunnar kemur út bókin "Fjölmiðlaréttur" eftir Pál Sigurðsson, prófessor í lagadeild. Miðvikudagurinn 24. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

Danir senda sjúklinga í Bláa lónið til reynslu

HÓPUR danskra psoriasissjúklinga dvelur nú í Bláa lóninu, en hann kom hingað til lands í samráði við heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að ef dönsk heilbrigðisyfirvöld telji að meðferðin hér skili viðunandi árangri séu góðar líkur á að gerður verði samningur um að danskir psoriasissjúklingar verði meðhöndlaðir hér. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Ekki nægilegt tillit til nýtingar á orku

FULLTRÚAR orkumála eru mjög gagnrýnir á tillögu, sem nú liggur fyrir um svæðisskipulag Miðhálendisins. Á ráðstefnu, sem haldin var í gær á vegum Félags skipulagsfræðinga og Verkfræðistofnunar HÍ kom fram að í skipulagstillögunni, sem nær til ársins 2015, er gert ráð fyrir að alls geti komið til framkvæmda orkuvinnsla sem nemur um 10. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Erill á Akureyri

NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um nóttina og gistu tveir menn fangageymslur vegna þeirra. Meiðsl þeirra sem urðu fyrir barðinu á árásarmönnunum voru þó lítils háttar. Fjórir ökumenn óku of hratt innan bæjarmarkanna og mældist einn þeirra á 108 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fiskaklettur kynnir starfsemina

BJÖRGUNARSVEITIN Fiskaklettur heldur kynningarfund í húsnæði sveitarinnar að Hjallahrauni 9, Hafnarfirði, fyrir nýliða þriðjudaginn 23. september kl. 20. "Fiskaklettur er bæði land og sjóbjörgunarsveit og hefur upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf að bjóða. Allir sem fæddir eru 1979 og fyrr eru boðnir velkomnir til að kynna sér nýliðastarf sveitarinnar," segir í fréttatilkynningu. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Fjölbreytni í fjöruferð

BÖRNIN á Krílakoti í Ólafsvík voru nýlega í fjöruferð við bæinn ásamt leikskólakennurum sínum. Margt er skoðunarvert í fjörunni og þar getur að líta fjölbreytilegt dýralíf þegar vel er að gáð. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Fyrirlestur um mismunun og jafnrétti

DR. SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur fimmtudaginn 25. september sem nefnist Um mismunun og jafnrétti í ljósi mótunarhyggju Judith Butler. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Helgarskammtur á einu kvöldi

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af óvenjumörgum ölvuðum ökumönnum á föstudagskvöld og fram á nótt. Á þessum tíma voru tólf stöðvaðir fyrir ölvun við akstur og sá þrettándi bættist við í gærmorgun. Lögreglan segir að þetta sé "helgarskammtur" af ölvuðum ökumönnum. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði mjög alvarlegt hve margir settust ölvaðir undir stýri. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hólasandsdagur

UMHVERFISSJÓÐUR verslunarinnar og Húsgull standa fyrir Hólasandsdegi mánudaginn 22. september. Mæting verður kl. 16 við Blöndubrekku, Kísilvegi (efst á sandinum Mývatnsmegin). Þar verða sýndar sáningar á lúpínu og einnig sýnd aðferðin sem sérstæða verkefnisins byggir á. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ísland kynnt í S- Kóreu 1998

SÉRSTÖK Heimsmenningarhátíð eyríkja, World Festival for Islands Cultures, er fyrirhuguð í Suður- Kóreu í júlí og ágúst á næsta ári og hefur Íslendingum verið boðið að kynna þar land og þjóð, menningu og ferðaþjónustu fyrir Asíubúum. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Íþróttafélag flytur

ÞRÓTTARAR tóku í gær skóflustungu að nýju félagsheimili í Laugardalnum þar sem höfuðstöðvar félagsins verða í framtíðinni. Um leið fagnaði félagið sæti í efstu deild knattspyrnunnar að ári. Bílstjórar úr Vörubílstjórafélaginu Þrótti fluttu stóran hóp nafna sinna í Laugardalinn og var fjölmenni við gömlu höfuðstöðvarnar við Sæviðarsund þegar lagt var af stað. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Keflavíkurkirkja í notkun á ný

KEFLAVÍKURKIRKJA verður tekin í notkun í dag, sunnudag, eftir gagngerar endurbætur. Byggt hefur verið veglegt anddyri við kirkjuna og hún máluð að innan. Guðsþjónusta verður í kirkjunni klukkan 11. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Kísileðja gegn unglingabólum

RANNSÓKNIR íslenskra og franskra húðlækna benda til þess að nota megi kísileðju úr Bláa lóninu með góðum árangri í baráttunni gegn unglingabólum. Ása Brynjólfsdóttir, rekstrarstjóri og lyfjafræðingur, hjá Bláa lóninu hf. segir að snyrti- og húðvörur frá fyrirtækinu hafi verið á markaði hérlendis frá 1995 og nú sé verið að undirbúa markaðssetningu erlendis. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kozyrev fjallar um öryggismál

ÖRYGGISMÁL Evrópu í kjölfar kalda stríðsins; þróun mála nú og yfirsýn til framtíðar nefnist erindi sem Andrei V. Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands og þingmaður Múrmansk á rússneska þinginu, flytur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs á Sögu mánudaginn 22. september kl. 17. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kynningarfundur hjá Hjálparsveit skáta

HJÁLPARSVEIT skáta í Reykjavík heldur kynningarfund um nýliðastarf sveitarinnar þriðjudaginn 23. september kl. 20. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Í fréttatilkynningu segir að starfið í hjálparsveit sé krefjandi en jafnframt gefandi starf. Meira
21. september 1997 | Erlendar fréttir | 531 orð

Líkt við Tuskegeetilraunina

MARGIR helstu sérfræðinga Bandaríkjanna á sviði alnæmisrannsókna brugðust ókvæða við harkalegri gagnrýni á siðferðislegar forsendur rannsókna á sjúkdómnum í þriðja heiminum, og sögðu þeir að þar væri farið eftir sömu leiðbeiningum og væru rannsóknirnar gerðar í Bandaríkjunum. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Sagt upp rétt áður en fæðingarorlof hófst

BLIKKSMIÐI, sem ætlaði að taka fæðingarorlof frá 1. september sl., var sagt upp störfum í lok ágúst. Formaður Félags blikksmiða segir að lögmaður félagsins hafi gefið fyrirtækinu frest til að afturkalla uppsögn mannsins. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem reynir á rétt feðra til fæðingarorlofs með þessum hætti. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð

Samið um 25% launahækkun á þremur árum

SAMNINGANEFNDIR leikskólakennara og sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gærmorgun eftir 42 tíma fundarsetu. Samningurinn felur í sér u.þ.b. 25% launahækkun á samningstímanum. Byrjunarlaun leikskólakennara verða 102 þúsund í lok samningstímans. Samningurinn þýðir að launakostnaður sveitarfélaganna vegna reksturs leikskóla hækkar um 140-150 milljónir króna á árinu 1998. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Samnýting gagnasafna ­ miðhálendið

RÁÐSTEFNA verður haldin miðvikudaginn 24. september á vegum LÍSU, samtaka um samræmd landfræðileg upplýsingakerfi á Grand Hótel í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um gögn og gagnasöfn, áreiðanleika þeirra og hvernig auka megi aðgengi þeirra til þess að þau nýtist á sem víðtækastan hátt. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sigling á haustjafndægri

HAFNAGÖNGUHÓPURINN hefur undanfarin ár minnst á jandægri og sólstöður með gönguferðum og sjóferðum. Haustjafndægur er mánudaginn 22. september og jafndægursmínútan er kl. 23.56 um kvöldið. Í tilefni af þessu stendur Hafnargönguhópurinn fyrir skemmtigöngum og siglingu á mánudagskvöldið. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Slíkt samstarf aldrei til umræðu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Vegna fréttar í seinni fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudaginn 17. september 1997 um að "trúnaðarmaður" Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hafi í umboði okkar þriggja undirritaðra haft samband við Magnús Gunnarsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, og boðið til meirihlutasamstarfs viljum við að eftirfarandi komi fram: 1. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 725 orð

Tollafríðindi mikilvægust

Samskipti Bangladesh og Íslands hafa ekki verið ýkja sýnileg í gegn um tíðina, en Ísland var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Bangladesh árið 1972 og ríkin tvö hafa verið í stjórnmálasambandi síðan. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 476 orð

Útgjöld á næsta ári hækka um 143 millj.

KJARASAMNINGUR sveitarfélaganna og leikskólakennara kostar sveitarfélögin 140-150 milljónir á árinu 1998. Karl Björnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að það sé í valdi hvers sveitarfélags að ákveða hvernig brugðist verði við þessum kostnaðarauka. Hann á ekki von á að útsvar verði hækkað. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 363 orð

ÚTIGANGSFÉ í fjallinu Tálkna v

ÚTIGANGSFÉ í fjallinu Tálkna var í fréttum vikunnar og hefur landbúnaðarráðuneytið beint því til sveitarstjórna við Patreksfjörð og Tálknafjörð að féð verði handsamað og því lógað. Fundist hafa líkur á riðuveiki í heilasýnum fénaðar af fjallinu. Meira
21. september 1997 | Erlendar fréttir | 383 orð

Verkamannaflokkurinn mun fara frá völdum í Noregi

THORBJORN Jagland, forsætisráðherra Noregs, kvaðst á mánudag myndu biðjast lausnar eftir að hafa lagt fram fjárlagafrumvarp 13. október, eftir að úrslit þingkosninganna, sem fram fóru í Noregi á mánudag, urðu ljós. Verkamannaflokkurinn hafði ekki náð sama fylgi og hann hlaut í kosningunum 1993, eða 36,9%, en Jagland hafði lýst því yfir að hann færi frá ef flokkurinn fengi minna fylgi nú. Meira
21. september 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Yfirmenn hjá Gæslunni fella kjarasamning

SKIPHERRAR, stýrimenn og brytar hjá Landhelgisgæslunni felldu kjarasamning sem Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hafði nýverið gert fyrir þeirra hönd við Landhelgisgæsluna. 16 voru andvígir samningnum en 7 fylgjandi. Meira
21. september 1997 | Erlendar fréttir | 751 orð

Zhu Rongji nær öruggur um að verða forsætisráðherra Jiang Zemin styrkti stöðu sína sem forseti Kína og leiðtogi

ZHU Rongji, aðstoðarforsætisráðherra Kína, varð þriðji valdamesti maðurinn í framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins á föstudag, en hann hefur verið fimmti í valdaröðinni. Því er talið nánast öruggt að hann verði næsti forsætisráðherra Kína í mars á næsta ári þegar Li Peng lætur af embættinu vegna stjórnarskrárákvæðis um að Meira

Ritstjórnargreinar

21. september 1997 | Leiðarar | 421 orð

LEIDARINÝTT AFLAMET ISKAFLI Íslendinga hefur a

LEIDARINÝTT AFLAMET ISKAFLI Íslendinga hefur aldrei verið meiri en á nýliðnu fiskveiðiári, eða alls um 2,2 milljónir tonna. Loðnan er sem fyrr meginuppistaðan í aflanum og nam tæpum 1,3 milljónum tonna, sem er metveiði eins og heildaraflinn sjálfur. Þorskveiðin nam 210 þúsund tonnum og jókst um 40 þúsund tonn frá árinu áður. Meira
21. september 1997 | Leiðarar | 2385 orð

REYKJAVIKURBREF ÆTTFRÆÐIÁhugi fólks hefur aukizt mikið hin síðustu ár.

ÆTTFRÆÐIÁhugi fólks hefur aukizt mikið hin síðustu ár. Ljóst er þó að ættfræðiáhugi hefur lengi blundað undir niðri með Íslendingnum, en tilkoma tölvunnar og gagnlegra forrita til þess að geyma upplýsingar um fólk, hefur auðveldað mjög vinnu við ættfræði. Meira

Menning

21. september 1997 | Fólk í fréttum | 843 orð

Besta stofan í bænum

1. atriði, inni, dagur, hárgreiðslustofa, Hófí, Bonni, blaðamaður. Blaðamaður kemur inn. Blm.: Ég á pantaðan tíma hérna. Bonni: Já, gjörðu svo vel og fáðu þér sæti. Bonni leiðir blaðamann til sætis, og Hófí fer að baksa við hárið á honum. Hófí: Hver hefur gert á þér hárið, elskan? Blm. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 653 orð

Breskt dreifbýlisstolt

KVIKMYNDASPEKÚLANTAR hafa gaman af því að sjá út nýja strauma og stefnur í kvikmyndagerð. Nú þykjast menn sjá nýja bylgju kvikmyndagerðarmanna í Bretlandi (sbr. frönsku nýbylgjuna). Af og til undanfarin ár hafa menn þóst sjá glitta í slíka bylgju í Bretlandi en aldrei hefur neitt orðið úr. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Franskur Tarantino?

ÞAÐ ER EKKI hægt að segja annað en að andi Quentin Tarantinos svífi yfir vötnunum í kvikmyndagerð um allan heim. Nýlega var frumsýnd í Frakklandi myndin "Le Ciel est a Nous" (Himinninn er okkar), sem á hið ýkta ofbeldi og húmorinn sameiginlegt með myndum Tarantinos, og viðurkennir leikstjórinn það fúslega. Hann heitir Graham Guit og er 29 ára gamall. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 487 orð

Fyrir fræga og ríka fólkið

NÝ LÚXUSÞOTA flugfélagsins Atlanta er gerð út frá Palm Beach í Flórída og er ætlað að sinna þörfum fræga og ríka fólksins þegar ferðalög eru annars vegar. Þotan er búin lúxusinnréttingu, rúmgóðum og þægilegum sætum, setustofu, fundaraðstöðu og fullkomnu svefnherbergi. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Grill og varðeldur á tíu ára afmæli

TÍU ára afmæli Háskólans á Akureyri var fagnað á dögunum og mætti fjölmenni til hátíðarsamkomu sem haldin var í stóru samkomutjaldi á svæði háskólans á Sólborg í miðri íbúðarbyggð á Akureyri. Haft var á orði að tjaldað hefði verið til einnar nætur, því fyrirheit voru gefin um frekari byggingaframkvæmdir á háskólasvæðinu. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 57 orð

Leiðsögn um Kjarvalsstaði

LEIÐSÖGN er um myndlistarsýningar á Kjarvalsstöðum alla sunnudaga kl. 16. Nú standa yfir sýningar á verkum Kristjáns Davíðssonar og á samtímalist frá Litháen. Á föstudögum kl. 17 er boðið upp á sérstaka leiðsögn um sýningu byggingalistadeildar á verkum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga vikunnar frá kl. 10­18. Aðgangseyrir er kr. 300. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 382 orð

Lundúnahraðlestin

Mornington Lockett, tenórsaxófónn, Tony Smith, gítar, Joe Hubbart, rafbassi, og Gunnlaugur Briem, trommur. Súlnasalur 16. september. ÞAÐ var keyrsla allan tímann hjá Gulla Briem og félögum hans engilsaxneskum á RúRek tónleikunum á Hótel Sögu sl. þriðjudagskvöld. Meira
21. september 1997 | Myndlist | 763 orð

Myndlist Jakúta

Yuri Spiridonov, Nikolai Pavlov, Kjuregej Alexandra, Jón Magnússon, Ari Alexander Ergis Magnússon. Opið í Nýló og MÍR-salnum þriðjud. til sunnudaga frá kl. 14­18. Lokað mánudaga. Til 21. september. Aðgangur ókeypis. Sýningu í Ráðhúsinu lauk 18. september. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Norskur kór í Hallgrímskirkju

AÐVENTISTAKÓR frá Noregi, Adventsangerne, heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Adventsangerne er um 100 manna blandaður kór, myndaður af fulltrúum frá hinum ýmsu söfnuðum Sjöunda dags aðventista í Noregi. Kórinn var stofnaður af stjórnandanum, Sverre Valen, og eru í honum lærðir og ólærðir söngvarar en efnisskráin er að mestu trúarlegs eðlis. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Pelle í Norræna húsinu

SÆNSKA kvikmyndin Pelle Svanslös verður sýnd í Norræna húsinu í dag kl. 14. Á bóndabæ einum fæðast 5 kettlingar og einn þeirra er rófulaus. Það er vinur okkar, Pelle rófulausi. Tilviljanir ráða því að einn daginn er hann staddur í stórborginni og segir myndin frá ævintýrum hans þar. Teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Sænskt tal, 80 mín. Aðgangur ókeypis. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 252 orð

"REYNUM AÐ VERA EKKI HEFÐBUNDIN"

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ kynnti vetrardagskrá sína fyrir fullu húsi síðasta sunnudag. Nokkur íslensk verk verð á dagskránni auk erlendra leikrita en tvö verk frá síðasta leikári verða sýnd í september. "Fiðlarinn á þakinu" verður sýndur á stóra sviðinu og á litla sviðinu verður hið vinsæla leikrit "Listaverkið" sett upp á ný. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Sigurður heiðraður

FORSETI Þýskalands hefur veitt Sigurði Björnssyni óperusöngvara heiðurskross af 1. gráðu, Verdienstkreuz 1. klasse, vegna starfa hans til eflingar menningarsamskipta Þýskalands og Íslands. Sendiherra Þýskalands, dr. Ehni, afhenti Sigurði krossinn að viðstöddum Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 271 orð

Skemmdarverk á sýningu

ANDSTÆÐINGAR þess að málverk af barnamorðingjanum Myru Hindley sé til sýnis á nýopnaðri sýningu konunglegu bresku listaakademíunnar sýndu andúð sína á því í verki á fimmtudag. Þremur eða fjórum eggjum var kastað í málverkið og slett á það málningu á fyrsta sýningardegi og voru tveir menn handteknir. Meira
21. september 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Ung Nordisk Musik 1997

TÓNLEIKAR á vegum UNM, Ung Nordisk Musik 1997, verða í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 í kvöld, sunnudag kl. 20.30. Þar flytur Caput- hópurinn verk eftir Jonas Klingborg, Klas Katt går hem; Jón Guðmundsson, Webernrebew og Johan Tallgren: Codename Orpheus. Móttaka gesta verður á Sólon Íslandus eftir tónleikana. Á morgun, mánudag, kl. Meira
21. september 1997 | Fólk í fréttum | 239 orð

Þegar tíminn skiptir ekki máli Tunglskinskassinn (Box of Moonlight)

Framleiðendur: Marcus Viscidi, Thomas A. Bliss. Leikstjóri: Tom DiCillo. Handritshöfundur: Tom DiCillo. Kvikmyndataka: Paul Ryan. Tónlist: Jim Farmer. Aðalhlutverk: John Turturro, Sam Rockwell, Catherine Keener, Lisa Blount, Dermont Mulroney. 107 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 9. september. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira

Umræðan

21. september 1997 | Bréf til blaðsins | 376 orð

"Ofurmenni" í leikskóla

ÞAÐ er ákafleg misjafnt hversu há laun ríki og sveitarfélög greiða starfsfólki sínu. Tölur um þá hæst launuðu hafa verið gerðar opinberar. Samkvæmt þeim lætur nærri að einn maður, ofurmenni í toppstöðu hjá ríkinu, hafi jafn há laun og 12 leikskólakennarar sem kenna annast samtals 84 börn dag hven. Fróðlegt væri að vita hvernig síkt ofurmenni myndi standa sig í starfi í leikskóla. Meira
21. september 1997 | Bréf til blaðsins | 759 orð

Vetrarstarf Bústaðakirkju

VETRARSTARFIÐ í Bústaðakirkju er nú að fara af stað eins og í flestum kirkjum landsins. Það er okkur mikið gleðiefni hvað margir taka þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar. Í ár eru þegar allt er talið, fast starfsfólk, sóknarnefnd og aðrar nefndir, kirkjukór, barna- og bjöllukórar að ógleymdum sjálfboðaliðum í æskulýðs- og öldrunarstarfi, 186 manns. Ungir og aldnir eiga þar samleið til kirkjunnar. Meira
21. september 1997 | Bréf til blaðsins | 612 orð

Vetrarstarf Grafarvogskirkju

EITT af því jákvæðasta við komu haustsins er að þá hefst allt félags- og menningarstarf að nýju og er safnaðarstarf kirkjunnar þáttur í því. Nýr prestur. Næstkomandi sunnudag verður Anna Sigríður Pálsdóttir guðfræðingur vígð til að gegna aðstoðarprestsembætti í Grafarvogssókn. Athöfnin hefst kl. 10.30 í Dómkirkjunni. Kór Grafarvogskirkju mun syngja ásamt Dómkórnum. Meira

Minningargreinar

21. september 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Bjarni Kristinn Helgason

Góður kunningi minn er látinn eftir langa og erfiða baráttu við illvægan sjúkdóm, langt um aldur fram. Bjarni Helgason var ekki hár maður vexti, rauðbirkinn, snaggaralegur og léttur í spori. Hann var gamansamur, orðheppinn og minnti oft á föður sinn í því sambandi. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Bjarni Kristinn Helgason

Bjarni Kristinn lést í Hafnarfirði langt um aldur fram. Hann var sjöundi í röðinni af tíu systkinum. Kunningsskapur okkar Bjarna hófst þegar ég á barnsaldri bjó á Suðurgötunni en hann á Blómsturvöllum við Jófríðarstaðaveg. Við fylgdumst að í gegnum ungdómsárin og til hinsta dags Bjarna. Síðustu samverustundirnar voru þegar ég ók honum af Suðurgötunni og á St. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Bjarni Kristinn Helgason

Fallinn er frá langt um aldur fram félagi og vinur, sem mörg undanfarin ár hefur barist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Bjarna þegar við vorum ungir menn á kafi í starfi hjá FH. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 127 orð

BJARNI KRISTINN HELGASON

BJARNI KRISTINN HELGASON Bjarni Kristinn Helgason fæddist í Hafnarfirði 13. júlí 1948. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Kristján Guðlaugsson, sjómaður í Hafnarfirði, f. 16.8. 1908, d. 26.3. 1991, og Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 19.6. 1913, d. 26.12. 1995. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 493 orð

Gunnar Daníelsson

Gunnar Daníelsson lauk skyldunámi sínu í farskóla eins og títt var þá, en kennt var á þremur bæjum tvær vikur í senn, þar á meðal í Guttormshaga í Holtum. Nemendur er stutt áttu að fara, gengu heim til sín að kveldi en hinir fengu gistingu á kennslustað eða næstu bæjum. Strax að námi loknu hóf Gunnar hefðbundin störf ungra manna þess tíma. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 115 orð

GUNNAR DANÍELSSON

GUNNAR DANÍELSSON Gunnar Daníelsson fæddist í Guttormshaga í Holtum árið 1916. Hann lést 13. september síðastliðinn. Gunnar var fimmti í röð níu systkina, af hverjum átta komust á legg. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson, bóndi í Guttormshaga, og kona hans, Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Haraldur Kristinsson

Í örfáum orðum langar mig að minnast móðurbróður míns Haraldar eða Hæja eins og hans nánustu ættingjar og vinir kölluðu hann. Hæji var bóndi af lífi og sál og dugnaður hans mikill meðan heilsa hans leyfði, en aðeins 55 ára gamall veiktist hann alvarlega en komst þó til nokkurrar heilsu ári síðar og gat unnið sín störf. En fljótlega fékk hann annað áfall og upp frá því var hann sjúklingur. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 133 orð

HARALDUR KRISTINSSON

HARALDUR KRISTINSSON Haraldur Kristinsson var fæddur á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hinn 4. apríl 1923. Hann lést á Kristnesspítala 13. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum, f. 8. apríl 1890, d. 14. nóvember 1966 og kona hans Guðný Teitsdóttir, f. 30. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Hellissandi 20. júlí 1920. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 3. september. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 61 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Elsku amma og afi. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós

Elsku amma og afi. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta' okkar ber. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Kæra systir, mig langar til að minnast þín í þessum örfáu orðum og þakka þér fyrir alla samúð og

Kæra systir, mig langar til að minnast þín í þessum örfáu orðum og þakka þér fyrir alla samúð og skilning sem þú sýndir mér þegar ég þurfti á að halda. Ég dvaldi oft heilsulítil á heimili þínu og sonur minn átti alltaf innhlaup hjá þér. Ég þakka þér einnig fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman bæði á Óðinsgötunni og Laugaveginum. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 444 orð

Jón Freyr Snorrason

Það hvarflaði ekki að nokkrum manni eftir fyrstu knattspyrnuæfingu vetrarins, sunnudaginn 7. september sl., þegar Jón Freyr, sem séð hefur um að halda þessum hópi saman undanfarna fimm vetur, tilkynnti okkur um að hann myndi ekki koma aftur fyrr en að nokkrum vikum liðnum vegna þyrluverkefna, hefði mætt á sína síðustu æfingu. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Jón Freyr Snorrason

Af hverju er heimurinn svona grimmur? Þetta var mín fyrsta hugsun eftir að mér barst sú frétt að Jón Freyr hefði látist í hörmulegu slysi. Eina huggunin er sú að honum er ætlað stórt hlutverk fyrir handan sem enginn annar ræður við. Ég kynntist Jóni Frey og Svövu Huld fyrir rúmum fjórum árum og höfum við átt margar gleðistundir saman síðan. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Jón Freyr Snorrason

Elsku pabbi minn. Ég ætla að kveðja þig með nokkrum orðum. Mér fannst þú svo góður pabbi. Ég man eftir mörgum skemmtilegum stundum sem við áttum saman. Það var svo gaman þegar þú komst stundum hjólandi úr vinnunni til mín og svo hjóluðum við saman gegnum Elliðaárdalinn og upp í Árbæjarlaug. Við fórum svo oft í sund saman og í sumar kenndir þú mér að stinga mér í laugina. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 441 orð

Jón Freyr Snorrason

Syrti í lofti og sól byrgði ský, sá ei til vegar í mistrinu því. Reykandi störðu og ráðþrota menn, rök geta brugðist, það fundu hér enn særðir og syrgjandi vinir. (Þ.K.) Á þessari stundu er mér fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir að hafa kynnst Jóni Frey og fengið að eiga hlutdeild í lífi hans. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Jón Freyr Snorrason

Það er síðsumar. Við strákarnir að fara á fjöll. Nú er ætlunin að sigla á gúmbát eftir 22 km löngum Langasjó ­ alveg inn að Vatnajökli. Jón Freyr samþykkir brosandi að koma með og bætir við: "Það er eins gott að ég fari með til að passa upp á ykkur ef eitthvað kemur upp á." Þessi minning og mörg hundruð fleiri koma upp í hugann þegar ég hugsa um dýrmæt kynni af góðum dreng. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Jón Freyr Snorrason

Það er með hryggð í huga að ég tek mér penna í hönd til að skrifa hinstu kveðju til vinar míns Jóns Freys Snorrasonar. Leiðir okkar lágu saman fyrir um það bil 12 árum og tókst þá strax með okkur vinskapur sem entist alla tíð síðan. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 189 orð

Jón Freyr Snorrason

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Jón Freyr. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 234 orð

Jón Freyr Snorrason

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Okkur strákana á Vestmannabrautinni langar að minnast æskufélaga okkar og jafnaldra Jóns Freys sem lést með sviplegum hætti 15. september síðastliðinn. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Jón Freyr Snorrason

Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Maðurinn má sín lítils gagnvart örlögunum. Þegar fréttin af hræðilegu slysi og láti Jóns Freys barst okkur snemma á mánudagsmorgun þá setti okkur hljóð. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Jón Freyr Snorrason

Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föður hjarta. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Jón Freyr Snorrason

"Þinn sonur lifir," sagði Jesús forðum, og sveininn græddi; er trúað var þeim orðum. Hin sömu orðin sár míns hjarta græða, er svíða og blæða. Og þegar blessuð börnin frá oss deyja, í bæn og trú þá kenn þú oss að þreyja, og seg við hvern, er sorgin þyrmir yfir: Þinn sonur lifir. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 350 orð

Jón Freyr Snorrason

Hvílík sorgarfregn. Mig setur hljóða þegar frétt um sviplegt andlát elskulegs vinar berst hingað vestur um haf. Jón Freyr Snorrason var aðeins 34 ára gamall þegar hann fórst í hræðilegu þyrluslysi hinn 14. september sl. Ég kynntist Jóni Frey þegar hann var 17 ára gamall og þá þegar hafði hann einsett sér að verða þyrluflugmaður. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 58 orð

Jón Freyr Snorrason

Okkur systrum er þungt í huga að þurfa að kveðja þennan dásamlega mann, hann Jón Frey frænda okkar. Við fórum að gráta. Hann var öllum góður og alltaf léttur í skapinu. Þetta slys var alveg hörmulegur atburður sem enginn átti von á og við systur samhryggjumst innilega Svövu, Kolbrúnu og öðrum aðstandendum. Rannveig og Þorbjörg Sigurvinsdætur. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 181 orð

JÓN FREYR SNORRASON

JÓN FREYR SNORRASON Jón Freyr Snorrason var fæddur 19. janúar 1963 í Vestmannaeyjum. Hann lést af slysförum 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snorri Sigurvin Ólafsson, f. 10.8. 1938, og Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, f. 17.12. 1938, d. 5.7. 1991. Systkini Jóns Freys eru: Nikolína Theodóra, f. 25.8. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 80 orð

Jón Freyr Snorrason Til minningar um frænda minn. Ég kem inn, hress og glaður. Mamma segir að þú sért dáinn. Ég felli tár,

Ég kem inn, hress og glaður. Mamma segir að þú sért dáinn. Ég felli tár, sorgartár sem enginn mundi vilja fella. Nú á ég aðeins minninguna eina eftir. Ég hef misst meira en bara frænda, ég hef misst hetju og góðan vin. Þú ert farinn, farinn af jarðríki, í paradís sem enginn yfirgefur. En ég hugga mig við að hugsa: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hvíldu í friði, kæri vinur. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Ragna Jónsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Ragna Jónsdóttir

Elsku amma Ragna, á morgun kveðjum við þig í síðasta sinn. Í okkar augum varst þú elskurík fín frú sem alltaf varst fín og falleg. Hlátur þinn og gleði sitja eftir í hugum okkar en þú varðst hláturmildari með hverju árinu sem leið. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 178 orð

RAGNA JÓNSDÓTTIR

RAGNA JÓNSDÓTTIR Ragna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Jónsdóttir frá Breiðholti í Reykjavík og Jón Árnason frá Móum á Kjalarnesi, Ragna var næstyngst sex systkina. Þau voru Ágúst, Guðmunda, Sigríður, Marta og Ingibjörg. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 369 orð

Sigurður Þorsteinsson

Þá er komið að því að frændi minn, Sigurður Þorsteinsson frá Merkigarði, fari af stað í ferðina miklu, sem er leiðin okkar allra að lokum. Hann fór yngri af stað en flestir aðrir og var aðdragandi ferðar hans bæði langur og erfiður. Móðir Sigurðar, Þóra Helgadóttir, var móðursystir mín, húsfreyja í Merkigarði í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Sigurður Þorsteinsson

Stórt skarð hefur myndast í litlu fjölskylduna okkar nú þegar þú ert farinn, elsku frændi. Með söknuði kveðjum við þig og viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegnum árin. Það linar sorgina að vita að nú ertu á góðum stað og þér líður vel. Minning þín mun lifa áfram með okkur. Elsku Þóra okkar. Hugur okkar hefur verið með þér síðustu vikur. Meira
21. september 1997 | Minningargreinar | 83 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Sigurður Þorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 19.4. 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Helgadóttir, f. 11.4. 1924, Jónssonar, bónda í Merkigarði, og Þorsteinn Sigurðsson, f. 16.3. 1918, bóndi í Hjaltastaðahvammi. Meira

Viðskipti

21. september 1997 | Viðskiptafréttir | 310 orð

ÐVerkefnastjórar fá alþjóðlega vottun

FYRSTU íslensku verkefnastjórarnir voru nýlega vottaðir samkvæmt alþjóðlegum kröfum frá Alþjóða verkefnastjórnunarfélaginu, IPMA. Voru þeir kynntir á alþjóðlegu ráðstefnunni um gæði í verkefnastjórnun sem haldin var á Hótel Loftleiðum 11. og 12. september síðastliðinn, að því er segir í frétt frá félaginu. Meira
21. september 1997 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Fyrsti framkvæmdastjóri Flugkerfa BRYNJAR Örn Arnarson, deildarverkfræðing

BRYNJAR Örn Arnarson, deildarverkfræðingur hjá Flugmálastjórn, hefur verið ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Flugkerfa hf. sem er nýtt hlutafélag í eigu Flugmálastjórnar og Háskóla Íslands. Hlutverk Flugkerfa hf. verður að vinna að þróun, rannsóknum og hvers konar þekkingaröflun á sviði flugstjórnar- og flugleiðsögutækni. Fyrirtækið mun jafnframt taka þátt í erlendum þróunarverkefnum, m.a. Meira
21. september 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Tölvur sóa þremur vinnuvikum á ári

STARFSMENN, sem nota einmenningstölvur, geta misst þrjár vinnuvikur á ári vegna tæknivandamála á skrifborðinu samkvæmt skoðanakönnun. Könnun brezka hugbúnaðarfyrirtækisins SCO og Harris Research leiddi í ljós að mestur tími færi forgörðum vegna bilunar í einkatölvu eða misnotkunar. Sjö af hverjum tíu, sem spurðir voru, sögðust reiðast þegar tölvan bilaði. Meira
21. september 1997 | Viðskiptafréttir | 282 orð

(fyrirsögn vantar)

VANUR starfskraftur óskast til teiknivinnu og tölvuútskurðar, þekking á helstu teikniforritum er nauðsynleg. Sölumaður hjá fasteignasölu TRAUSTA fasteignasölu í Reykjavík vantar ábyggilegan sölumann til starfa sem fyrst. Góð starfsaðstaða. Meira

Daglegt líf

21. september 1997 | Bílar | 151 orð

250 hestafla Suzuki

Suzuki sýndi í fyrsta sinn aflmikinn, lítinn sportbíl á bílasýningunni í Frankfurt, C2. Þetta afturhjóladrifinn tveggja sæta bíll, (roadster), með afar sérstæðri vél sem Suzuki hefur nýlega hannað. Þar er um að ræða V8 vél með aðeins 1.600 rúmsentimetra slagrými. Vélin er með tveimur forþjöppum og millikæli. Meira
21. september 1997 | Bílar | 172 orð

26 nýir bílar frá Opel

OPEL setur á markað 26 nýja bíla og útfærslur fram til ársins 2001. Á næsta ári verða kynntar sex nýjungar, þ.ám. Opel Zafira, sem var kynnt í fyrsta sinn á bílasýningunni í Frankfurt. Opel hyggst með þessu styrkja stöðu sína sem mest selda bílmerkið í Evrópu, þ.e.a.s. þegar systurfyrirtækið Vauxhall er tekið með. Meira
21. september 1997 | Bílar | 195 orð

Bíll eins og bátur

EINN sérstæðasti bíllinn á Frankfurtarsýningunni var Peugeot 806 Runabout. Í laginu minnir bíllinn mest á bát en hugmynd hönnuða Peugeot var að skapa ökutæki sem hentaði til frístundaiðkunar en væri með miklum búnaði og öflugri vél. Í raun sameina hönnuðir Peugeot þrjár hugmyndir í þessum nýstárlega hugmyndabíl, þ.e. kosti evrópsks fólksbíls, pallbíls og opins blæjubíls. Meira
21. september 1997 | Bílar | 532 orð

Bílvespa eða yfirbyggt vélhjól

BYLTINGARKENNT vélhjól frá BMW vakti mikla athygli á bílasýningunni í Frankfurt. Hér var um að ræða kynningu á frumgerð BMW C 1 sem ráðgert er að komi á markað vorið 2000. Í raun væri nær að tala um blending af vélhjóli og bifreið því C 1 er með yfirbyggingu líkt og fólksbílar. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 44 orð

DYRHÓLAEY

AF Dyrhólaey er mikið útsýni til allra átta. Gegnum gatið má sigla litlum bátum í góðu veðri, og jafnvel fljúga. Eyjan er talin hafa myndast seint á ísöld við gos í sjó. Dyrhólaey er friðlýst.Fréttaritari Morgunblaðsins tók þessa mynd í sumar. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 1883 orð

Hjólaferðá vit náttúruog listarDanmörk er kjörland hjólreiðamanna, bæði reyndra og óreyndra. En það getur hins vegar verið snúið

SKAGEN er nyrsti oddi Jótlands, jafn órjúfanlega tengdur meginlandinu og danskri listasögu. Þangað streymdu danskir málarar á síðustu öld og í byrjun þessarar ­ og gera kannski enn. Allt þetta fræðist gesturinn um á söfnunum í Skagen, en í nágrenninu eru góðar hjólaleiðir og strendur á danska vísu. Meira
21. september 1997 | Bílar | 51 orð

Í HNOTSKURN

Vél: 1 strokkur, 125 rúmsentimetrar, vatnskæld, 15 hestöfl. Drifbúnaður: Beltadrifin sjálfskipting. Hemlar: Diskahemlar að framan og aftan. Lengd: 2,15 m. Breidd: Mest 76 sm. Hæð: 70 sm (frá sæti). Eigin þyngd: 170 kg. Meira
21. september 1997 | Bílar | 113 orð

Kia KMS III

KIA sýndi tvo hugmyndabíla í Frankfurt, tveggja dyra sportbíl og lítinn fjölnotabíl. KMS III er tveggja dyra sportbíll sem gefur hugmynd um hvernig Kia hugsar sér framtíðina. Bíllinn er með tveimur litlum sætum aftur í og bregður sér því ekki langt frá hefðbundnum coupé bílum. Það vottar fyrir fortíðarhyggju í línum bílsins, hann er með stóra vélarhlíf en stuttan og kúptan afturenda. Meira
21. september 1997 | Bílar | 101 orð

Nýr Mini frá BMW/Rover

FJÖLDI nýrra smábíla var sýndur í fyrsta sinn í Frankfurt og nægir þar að nefna A-línu Mercedes-Benz, Hyundai Atos, BMW Z3 Coupe, hugmyndabíla frá Audi, Toyota og Daewoo. Einn þekktasti smábíllinn sem ekki var sýndur er nýr Mini sem Rover og BMW hafa hannað í sameiningu. Bíllinn var sýndur 8. september, daginn áður en sýningin var opnuð blaðamönnum, þröngum hópi boðsgesta. Meira
21. september 1997 | Bílar | 343 orð

Orðrómur um sölu á BMW

HEIMILDIR Car herma að samningaviðræður séu þegar farnar í gang og Chrysler og Toyota þyki líklegust til að hreppa hnossið. Blaðið segir að BMW sé metið á um 20 milljarða marka, um 800 milljarða ÍSK. Sagt er að Quandt fjölskyldan vilji selja bæði bílaframleiðslu BMW og hlut sinn í fyrirtæki sem framleiðir þotuhreyfla. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 679 orð

Skemmtilegirog þægilegir gestir

SÍÐARI ár eru ekki margir Íslendingar sem leggja leið sína til grísku eyjarinnar Ródos, en fyrir tæpum áratug voru þeir fjölmargir því Samvinnuferðir- Landsýn buðu upp á ferðir til eyjarinnar um nokkurra ára skeið. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 41 orð

STÆRSTA SKIPIÐ

Síðasta skemmtiferðaskipið sem lagðist að Reykjavíkurhöfn í sumar var jafnframt stærsta skipið hingað til. Blaðamaður Ferðablaðsins skoðaði skipið sem er í raun fínasta hótel. Nafn þess er Enchantment of the Seas eða Töfrar hafanna. Morgunblaðið/Júlíus SPILASALURINN í skipinu. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 333 orð

Til mikils aðvinna fyrir ís-lenska ferða-þjónustu

FERÐAMÁLARÁÐI Íslands hefur borist boð frá yfirvöldum Suður- Kóreu um þátttöku í sérstakri Eyjahátíð, World Festival for Islands Cultures, sem fyrirhugað er að halda upp úr miðjum júlí á næsta ári. Boðið felur í sér fargjöld og gistingu fyrir allt að 35 manns úr íslenskri ferðaþjónustu ásamt aðstöðu til sýninga og annarra uppákoma sem tengjast kynningu á ferðaþjónustu á Íslandi. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 759 orð

Töfrar hafanna í Sundahöfn Skemmtiferðaskipið Töfrar hafanna sló met með viðkomu sinni á Íslandi. Það er stærst. Gunnar

EFTIR FROSTKALDA nótt siglir 74 tonna skemmtiferðaskip framhjá Viðey með Esjuna í bakgrunni. Laugardaginn 13. september 1997 lagðist það að bryggju í Sundahöfn og fimmtán hundruð farþegar yfirgáfu það til að skoða Gullfoss, Geysi og Reykjavík. Kaffi var pantað fyrir 1.100 einhvers staðar fyrir austan fjall. Aðeins 350 farþegar nenntu ekki í land. Áhöfnin telur 780 manns. Meira
21. september 1997 | Ferðalög | 299 orð

Vandinn mesturá fyrsta farrými

NORSKIR flugmenn hafa farið fram á að gripið verði til aðgerða til þess að mæta sívaxandi vandamáli í háloftunum, nefnilega drykkjuólátum flugfarþega. Það færist sífellt í vöxt að ofurölvaðir flugfarþegar ráðist á aðra farþega og áhafnarmeðlimi. Meira
21. september 1997 | Bílar | 725 orð

Vel búið að öllum í nýjum Mazda 626

MAZDA 626 var kynntur fyrir nokkru hjá umboðinu, Ræsi í Reykjavík, en hér er um alveg nýjan bíl að ræða, með 1,8 eða 2,0 lítra vélum, sæmilega miklum búnaði og kostar um og yfir tvær milljónir króna. Mazda 626 er snyrtilegur fimm manna hlaðbakur eða stallbakur og framdrifinn og öðru hvoru megin við næstu áramót verður langbakur einnig í boði. Verðið er frá rúmum 1. Meira

Fastir þættir

21. september 1997 | Dagbók | 3005 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
21. september 1997 | Í dag | 26 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 21. september, er áttræður Guðjón Elíasson, fyrrverandi bókaútgefandi, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Sigbjörnsdóttir. Þau verða að heiman. Meira
21. september 1997 | Í dag | 224 orð

Áskorun umendursýningu VELVAKANDA barst eftirfarandi:

VELVAKANDA barst eftirfarandi: " Mig langar til að fara fram á það að Ríkissjónvarpið endursýni myndina um móður Teresu á aðgengilegri tíma heldur en gert var síðast. Veit ég um marga sem misstu af þessum þætti. Þetta var ekki mjög vel auglýst og það væri góð hugmynd að þetta væri sýnt á laugardags- eða sunnudagseftirmiðdegi og ætti að auglýsa það vel. Meira
21. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. apríl í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Arnheiður Skæringsdóttir og Ómar Stefánsson. Heimili þeirra er í Kastalagerði 4, Kópavogi. Meira
21. september 1997 | Dagbók | 660 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. september 1997 | Í dag | 555 orð

IKIL lifandis skelfingar ósköp eru dagarnir fljótir

IKIL lifandis skelfingar ósköp eru dagarnir fljótir að líða. Í dag er 264. dagur ársins. Á morgun eru haustjafndægur, þegar dagur og nótt skipta sólarhringnum hnífjafnt á milli sín. Haustmánuður að fornu tímatali hefst síðan nk. fimmtudag, 25. september. Meira
21. september 1997 | Í dag | 26 orð

Ljósm. Halla Einarsdóttir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júl

Ljósm. Halla Einarsdóttir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Landakirkju í Vestmannaeyjum af sr. Bjarna Karlssyni Matthildur Þórðardóttir og Niklas Jansson. Heimili þeirra er í Svíþjóð. Meira

Íþróttir

21. september 1997 | Íþróttir | 1223 orð

Kostar svita, blóð og jafnvel tár í a.m.k. fimm ár að verða meistari

HLAUPARAR af afrísku bergi brotnir sönnuðu enn einu sinni í sumar hversu djúp gjá hefur myndast á milli þeirra og hlaupara annarra þjóða. Þeir hafa ekki einatt nær undantekningarlaust komið fyrstir í mark heldur settu þeir einnig 11 heimsmet í hlaupagreinum, þar af sjö á tólf daga kafla í ágústmánuði. Meira
21. september 1997 | Íþróttir | 252 orð

Verðumað leikaagað

"MÉR leist vel á svissneska liðið, en það er jafnljóst að við verðum að gæta okkar vel gegn þeim og leika agaðan leik," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann er nýkominn frá Sviss þar sem hann sá heimamenn gera í tvígang jafntefli við Pólverja, 25:25 og 20:20. Meira

Sunnudagsblað

21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1645 orð

ARFTAKAR GUÐRÚNAR EGGERTSDÓTTUR

UM aldamótin 1700 bjó kona vestur á Rauðasandi sem fræg hefur orðið í Íslandssögunni fyrir harðýðgi, grimmd og ágirnd. Þessi kona hét Guðrún og var dóttir Eggerts Björnssonar á Skarði og Valgerðar Gísladóttur, Hákonarsonar, lögmanns í Bræðratungu og brá Guðrúnu illu heilli meir til Skarðverja um ágirnd og grimmd en Bræðratungufólks um örlæti og góðvild. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 729 orð

Aukið sjálfstæði í reynd en lögin óskýr

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segist aðspurður telja þörfina fyrir seðlabanka hér á landi jafnvel enn brýnni en áður. Frjáls fjármagnsviðskipti og markaðskerfi séu alls staðar að ná yfirhöndinni og í því sambandi séu seðlabankar farnir að gegna mjög mikilvægu hlutverki við stjórn efnahagsmála. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri tekur í sama streng. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 4569 orð

Á grundvelli rökhugsunar Hann hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar Á

Fyrir nokkrum vikum fluttu Jón Sigurðsson og eiginkona hans, Bergljót Jónatansdóttir, frá Grundartanga, þar sem þau hafa búið um langt árabil. Þau eru nú sest að í íbúð við Miðleiti í Reykjavík og eru að sögn Jóns að byrja að venjast nýrri tilveru sem er um margt mjög ólík þeirri sem nú er að baki. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 2912 orð

Costa del Sol Ferðamannastraumurinn vex sífellt, og útlendingar með fasta búsetu á Sólarströndinni eru orðnir á annað hundrað

COSTA del Sol, "Sólarströndin", er syðsti ferðamannastaður Evrópu. Stærstu bæirnir, fyrir utan höfuðborgina, Málaga, eru Torremolinos, Fuengirola, Marbella og Estepona. Frá tveim hinum síðastnefndu blasa fjöllin í Norður-Afríku við sjónum þegar skyggni er þokkalegt. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 906 orð

Drukkinn og á lyfjum Rannsóknin á bílslysinu, sem Díana, prinsessa af Wales, og Dodi Fayed, fylgdarmaður hennar, biðu bana í

ÚTFÖR Henri Paul, ökumannsins í síðustu bílferð Díönu prinsessu og Dodis Fayed, átti loks að fara fram í gær, þremur vikum eftir hið hörmulega slys í París. Rannsóknin á slysinu beinist nú fyrst og fremst að lífverðinum, sem var eini farþeginn í Mercedes-Benz bifreiðinni, sem komst lífs af úr slysinu, en kastljós fjölmiðlanna hefur hvílt mun meir á ökumanninum, Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1862 orð

ÐLANDNÁM AFTUR Á BAK Íslensk fyrirtæki eygja stöðugt meiri mögul

Íslenskt fjármagnsumhverfi hefur hingað til þótt takmarkað. Íbúatala landsins, smæð þess og einangrun hefur sett íslenskum fyrirtækjum skorður sem hamla möguleikum þeirra til að færa út kvíarnar og markaðssetja vörur sínar erlendis. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1761 orð

ESJUSTELPURNAR Sögulegur bakgrunnur kvikmyndarinnar "Maríu", sem frumsýnd verður í næstu viku, er koma meira en þrjú hundruð

MIÐVIKUDAGINN 8. júní 1949 sigldi strandferðaskipið Esja inn í ytri höfnina í Reykjavík eftir langferð frá meginlandi Evrópu. Um borð voru 184 farþegar, þýskt verkafólk sem Búnaðarfélag Íslands í samstarfi við íslensk stjórnvöld hafði ráðið til starfa fyrir Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 3136 orð

ÉG VERÐ ALDREI RÍK Ein fremsta leirlistakona landsins segist aldrei verða rík vegna þeirra vinnubragða sem hún valdi sér.

KOGGA hefur búið við sjóinn á Laugarnestanga með Magnúsi Kjartanssyni myndlistarmanni í tuttugu ár. Sambúð þeirra er þó öllu lengri og þau eiga tvö börn, nítján ára stúlku og átta ára dreng. Spjall okkar hefst strax úti á hlaði í haustsólinni meðan Kogga gefur gæsum nágrannans og Magnús tottar vindil sinn hugsi. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1710 orð

Frá Travemünde til Oddgeirshóla

ILSE Wallmann-Árnason er fædd í hafnarborginni Travemünde, skammt frá Lübeck í Norður-Þýskalandi, árið 1922, og þar bjó hún nánast samfleytt til ársins 1949. Faðir hennar var skipstjóri en var orðinn öryrki af gigt á þriðja áratugnum meðan Ilse var að alast upp. Ilse segir að fjölskyldan hafi verið fremur fátæk, þó aldrei hafi þau þurft að svelta. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 676 orð

Friður í kirkju

SUMARIÐ hefur verið gott á Þingvöllum. Langvinn hlýindi vöfðu landið örmum, og gróðurinn stóð í blóma. Fleiri sumargestir en nokkru sinni fóru um Lögberg. Hópar í hundraðatali söfnuðust saman "þar sem heilög véin stóðu" og rifjuðu upp hina einstæðu sögu þessa "helgistaðar allra Íslendinga", eins og Þignvellir nefnast að lögum. Margar stundirnar hefur verið fagurt um að litast í Bláskógum. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 622 orð

Fæðuofnæmi

NÝLEGAR rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2­8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 853 orð

GÆSABÓNDINN

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem maður keyrir framhjá stórum hópi hvítra og flekkóttra gæsa enda stóðumst við ekki mátið þennan sumardag fyrir löngu og stoppuðum bílinn til að skoða betur. Ljósmyndarinn sá þarna kjörið myndefni og dró upp myndavélina. Ég ákvað hins vegar að sitja kyrr í bílnum til að fæla ekki hópinn, sem vel á minnst var skemmtilega samheldinn. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1396 orð

Gömul kjaradeila í nýju ljósi Reykvískir sjómenn leituðu aðstoðar og inngöngu í Alþjóða flutningaverkamannasambandið (ITF) árið

MORGUNBLAÐIÐ greinir frá því í fréttafrásögn á bls. 17 í fimmtudagsblaði 18. september sl. að fulltrúar íslenskra sjómannasamtaka hafi setið ráðstefnu fiskimannadeildar ITF í London. Þessi frétt blaðsins sker sig með engum hætti úr öðrum frásögnum blaðsins. Greinir stuttlega frá staðreyndum, fjölda félagsmanna ITF og birtir síðan nöfn fulltrúa íslenskra sjómanna er sátu ráðstefnuna. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 553 orð

Hvað geta margir menn búið á jörðinni?

ÍBÚAR jarðarinnar eru sem stendur nálægt hálfum sjötta milljarði. Fjölgunin nemur um milljarði á áratug. Þetta er svo þrátt fyrir að nokkrum árangri hafi verið náð við takmörkun barneigna. Allt frá því að Thomas Malthus setti fram voðaspá um fjölgun íbúa jarðar fyrir tveimur öldum, Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 823 orð

Í Bókmenntaþáttumsegir: "Hér er því við að bæta að góður ri

Í Bókmenntaþáttumsegir: "Hér er því við að bæta að góður rithöfundur skrifar slíka ræðu eða samtal (eins og höfð er eftir Þorvarði Þórarinssyni í Þorgils sögu) sem eigin reynslu eða upplifun en ekki eins og páfagaukur. Auk þess er samsetning með orðinu horn að öllum líkindum ættuð úr Dölum vestur. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 3139 orð

KIRKJAN AÐ ÁSI Í HJALTADAL Merkar fornleifar Fjárhús koma víðar við upphaf kristindóms en í Betlehem. Svo virðist sem kristni

OFAN og sunnan bæjar og útihúsa í Neðra-Ási í Hjaltadal stóð lengi lítið fjárhús, sem nefnt var "Bænhúsið". Heimafólk í Neðra-Ási og nágrenni hefur ætíð haft það fyrir satt að þar hafi kirkja verið til forna. Árið 1926 var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður á ferð um Hjaltadal. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1202 orð

Langbesta sjoppan

ÉG keypti pylsupakka í sumar og með honum fylgdi fjörugasta bíómynd sem gerð hefur verið á íslenska tungu, Með allt á hreinu eftir Stuðmenn og Ágúst Guðmundsson. Myndin hefur verið meira og minna í myndbandstækinu síðan og lögin úr henni hljómað stafna á milli. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1699 orð

LAUGAFISKI VEX FISKUR UM HRYGG

Menn eiga eiginlega á öllu öðru von en að hnjóta um fyrirtæki sem herðir þorskhausa í stórum stíl í sumar- og sveitaparadísinni Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. En það eru engar sjónhverfingar, fyrirtækið Laugafiskur er rekið þar af miklum myndarskap og er frekar að vaxa fiskur um hrygg heldur en hitt. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 912 orð

Mirabelle

MIRABELLE er sá nýjasti í röð nýlegra íslenskra veitingastaða sem sækja áhrif sín til þeirra strauma er verið hafa vinsælir í stórborgum Evrópu og Bandaríkjanna á undanförnum árum. Stílhreint og glæsilegt umhverfi, þjónusta laus við stífleika og maturinn blanda klassískrar hefðar og strauma úr öllum heimsálfum. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1108 orð

Neyðin kennir nöktum karli að vinna

Neyðin kennir nöktum karli að vinna Sú mynd sem hvað mesta athygli hefur vakið á forsýningum í hinum vestræna heimi í sumar er The Full Monty (hóf sigurgönguna á hinni virtu kvikmyndahátíð Roberts Redford sem kennd er við Sundance), ein af þessum litlu, bresku smámyndum sem ósjaldan setja mark sitt á kvikmyndaárið. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 270 orð

Of miklar sveiflur án afskipta bankans

ÞORSTEINN Þorsteinsson, framkvæmdastjóri deildar verðbréfa hjá Búnaðarbankanum, telur Seðlabankann gegna miklu og nauðsynlegu hlutverki í sambandi við baráttuna gegn verðbólgu, ákvörðun gengis og vaxta. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 2364 orð

Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju. Árni Matthíasson sat með liðsmönnum í hljóðverinu

SÉRKENNILEGUR hópur er samankominn í kjallara á Bergstaðastrætinu, piltar úr ýmsum áttum skeitarar, rokkarar og snyrtilegir skólapiltar. Þeir gantast, segja kímnisögur, tala mál sem enginn skilur nema þeir, eins og vill verða með félaga sem lengi hafa verið saman og margt brallað. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 2584 orð

RÖK FYRIR VEIÐIGJALDI

VIÐ lestur greinarinnar "Nýtingarrétturinn er séreign" í Morgunblaðinu, sunnudaginn 14. september síðastliðinn flaug mér í hug eftirfarandi lína úr kvæði Megasar um silfur Egils: "Ég er Egill og þú ert Þórólfur...". Slíkur er galdur skáldsins að enginn sem kominn er til nokkurs þroska þarf að efast um við hverja er átt. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 206 orð

SDýrast að búa í Tókíó

ÞAÐ er hvergi dýrara að kaupa inn en í Tókíó, Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Zürich samkvæmt nýrri verðlags- og launakönnun Union Bank of Switzerland, UBS. Launin eru hæst í Zürich, Genf, Kaupmannahöfn, Tókíó og New York. Kaupgeta launa er mest í Lúxemborg, Genf, Zürich, Los Angeles og New York. Reykjavík var ekki í hópi 56 borga sem könnunin náði til. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 692 orð

Sektarkennd og áaminni

SEKTARKENND er eitt af dularfyllri fyrirbærum mannshugans. Það er alkunna að hægt er að ná þumalskrúfutaki á fólki með því að vekja því sektarkennd og halda því taki svo lengi sem viðkomandi skilur ekki hvað um er að vera, en um leið og hann hefur áttað sig á hvað verið er að gera við hann eru töfrarnir brostnir og verða aldrei endurvaktir. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 573 orð

Selur "stíflar" Tungufljótið

Heldur hefur verið dauft víða á sjóbirtingsmiðunum síðustu daga, t.d. í Geirlandsá og Tungufljóti. Síðustu holl í Geirlandsá hafa lítið séð og veitt og í Tungufljóti hefur selur komið sér haglega fyrir í vatnamótum árinnar við Eldvatn og Hólmsá. Þar tínir hann birtinginn í sig áður en hann kemst í örugga heimahöfn og fælir í burtu þá fiska sem hann ekki nær. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 1821 orð

SPD leitar inn á miðjuna Það þykir nú ljóst að Helmut Kohl kanslari getur ekki treyst á að sjálfstortímingareðli þýskra

ÞÝSKIR sósíaldemókratar (SPD) gáfu í þessari viku út stefnuskrá, sem þykir færa þá inn á miðju stjórnmálanna og auka líkur á að þeim takist að bera sigur úr býtum í kosningunum á næsta ári eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu frá árinu 1982. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 969 orð

STATTU ÞIG, KARL Allt vandamálatal um framtíð bresku konungsfjölskyldunnar er þarflaust, skrifar Guðmundur Einarsson. Það er

HUGSUM okkur miðaldra hjón. Þau eiga nokkur börn, bæði stráka og stelpur. Börnin vaxa upp og ganga í hjónaband og spenna myndast milli kynslóðanna: Af hverju eigum við endilega alltaf að vera hjá þínu fólki á aðfangadagskvöld? Af hverju þarf pabbi þinn alltaf að bjóða í grill uppí sumarbústað þegar ég er búinn að ákveða að fara með vinunum í veiði? Ég þoli ekki að mamma þín skipti sér Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 730 orð

Stöðugleikinn er pólitískt markmið

VALUR Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að eftir að frjálsræði og samkeppni hafi leyst af hólmi þvingaðar ráðstafanir og fyrirmæli stjórnvalda í efnahagslífinu hafi hlutverk Seðlabankans gerbreyst. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 354 orð

Suður-afrísk reynsluvín

ÞAÐ hlaut loksins að koma að því að suður-afrísk vín færu að rata inn á íslenska reynslulistann en þau hafa notið töluverðra vinsælda í nágrannalöndum okkar síðast hálfa áratuginn. Hér verður fjallað um þrjú ágæt Suður-Afríku-vín, sem nú eru í reynslusölu, auk eins fulltrúa Ítalíu. Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 652 orð

Úr skúffu á stall Seðlabanki Íslands hefur verið musteri íslenskrar efnahagsstjórnar um nær fjögurra áratuga skeið. Kristján

Seðlabanki Íslands hefur verið musteri íslenskrar efnahagsstjórnar um nær fjögurra áratuga skeið. Kristján Jónsson kannaði hvort enn væri talin þörf á seðlabanka hér eftir að áhersla á markaðslögmál, aukið frelsi og alþjóðaviðskipti hafa umbylt fjármálaheiminum og efnahagslífinu Meira
21. september 1997 | Sunnudagsblað | 278 orð

Yrði aldrei handbendi eins eða neins

SJÓRNANDI Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Guðmundur Hauksson, segir Seðlabankann ekki óþarfan. Bankinn eigi að einbeita sér að helsta verkefni sínu, að halda verðlagi stöðugu, og aðgreina eigi það frá annarri starfsemi hans. Meira

Ýmis aukablöð

21. september 1997 | Blaðaukar | 1205 orð

Afbrigðin óteljandi

VARLA höfðu menn varpað öndinni léttar eftir slaginn um DVD-staðal að stórfyrirtæki tóku að breyta útaf, senda frá ser misvísandi yfirlýsingar og segjast ætla að smíða diska með eigin staðli. Stríðinu, sem staðið hefur undanfarin ár, er því fráleitt lokið og þó fyrstu les- og skriftækin séu þegar komin á markað, virðist ætla að taka enn tíma áður en menn verða á eitt sáttir. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1551 orð

Auðstolinn hugbúnaður

ÞJÓFNAÐUR á hugbúnaði hefur viðgengist eins lengi og hugbúnaður hefur verið skrifaður. Framan af var reyndar einfalt að halda utan um slíkt, tölvurnar voru þvílík apparöt að þær áttu ekki nema ráðsett risafyrirtæki og hugbúnaðurinn var í stíl við það, geysiflókinn og ekki nema á færi sérfræðinga að nota hann. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 497 orð

Árið 2000 verður stórvandamál

BRÆÐURNIR Jónas og Ingólfur Helgi Tryggvasynir stofnuðu hugbúnaðarfyrirtækið í október 1987. Tilgangurinn var að framleiða ýmiss konar hugbúnað og veita þjónustu honum tengda. Eftir því sem Hugmóti hefur vaxið fiskur um hrygg hefur fjölbreytni þjónustunnar aukist að sögn Ingólfs Helga Tryggvasonar og þar meðtalin þjónusta í tengslum við rekstur netkerfa, vefsíðugerð, Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1095 orð

Áskorun frekar en vandamál

HÉR VAR staddur fyrir skemmstu á vegum Nýherja sérfræðingur frá IBM í Danmörku sem reifaði Y2K- vandann frá ýmsum hliðum. Hann segir að hætta sé á að mönnum fallist hendur yfir umfangi vandans, eða þá þeir trúi því ekki að annað eins geti átt sér stað og hafist því ekkert að. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 961 orð

Átök í myndvinnslu

Í LEIT fyrirtækja að vaxtarmöguleikum líta æ fleiri til ljósmyndavinnslu, enda tæknin öll til staðar; það er bara spurning um að geta markaðssett vöruna rétt á réttu verði. Fram til þessa hefur Kodak verið allráðandi í hefðbundinni heimamyndatöku, en horfir nú fram á grimma samkeppni frá tölvurisum. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 595 orð

Á undan tímanum

YFIRSVÆÐISNAFNIÐ .is á sér samsvörun í ensku, þýðir "er", og það sáu þeir Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Gunnar Grímsson, sem skráðu svæðisnetfangið this.is, þetta.er, sem gefur möguleika á þægilegum slóðum upp á ensku, og hafa markaðssett það. Að sögn Guðmundar hafa þeir þegar selt nokkrar slóðir. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 917 orð

Bjart framundan

FYRIRTÆKIÐ TransSoft hóf rekstur í janúar árið 1996. Stofnendur voru Björn Heiðar Guðmundsson og Freyja Þorsteinsdóttir. Björn Heiðar hafði verið að vinna við uppsetningar á vefþjónum og við s.k. CGI-forritun sem er mikið notuð við tengingu Vefsins við t.d. gagnasöfn. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 803 orð

Brautryðjandinn DB2

IBM var lengi vel brautryðjandi í gagnagrunnum með DB2-gagnagrunni sínum, en sagt er að stærstur hluti viðskiptagagna í heiminum sé vistaður í DB2. Jón Þór Árnason hjá Nýherja hf. segir frá IBM DB2. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1071 orð

EDI og Inmarsat

NETVERK hefur á undanförnum árum aflað sér þekkingar og reynslu á sviði gagnaflutninga. Hraði, öryggi, tímasparnaður og samskiptakostnaður eru mikilvægir þættir í tölvusamskiptum í nútíma rekstrarumhverfi. Stjórnendum verður æ betur ljóst hversu mikilvægt það er að hafa aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 901 orð

Elsta hugbúnaðarfyrirtækið

KERFI hf. er elsta hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi, stofnað 1954 af Bjarna P. Jónassyni, fyrsta forstjóra SKÝRR. Fyrstu árin voru umsvifin fremur lítil en um 1970 hóf fyrirtækið reglulega starfsemi við hugbúnaðargerð, að mestu í þjónustu þáverandi viðskiptavina SKÝRR. Árið 1984 voru umsvifin aukin og hafist handa við þróun staðlaðs hugbúnaðar fyrir íslenskt atvinnulíf. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 707 orð

Fjölbreytnin til góðs

Umax-fyrirtækið var stofnað 1986 og er að öllu leyti sjálfstætt fyrirtæki, en eins og algengt er á fyrirtækið hluta í ýmsum öðrum fyrirtækjum auk þess að vinna með öðrum fyrirtækjum að þróun og markaðssetningu. Til dæmis á það fyrirtæki sem framleiðir minniskubba með Mitsubishi Electric. Velta fyrirtækisins í ár verður tæpar 600 milljónir dollara og starfsmenn eru um 1.000. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 497 orð

Forritað fyrir Macintosh

HUGSUN var upphaflega stofnuð sem einstaklingsfyrirtæki í eigu Sigurðar Darra Skúlasonar árið 1991 með það að markmiði að sinna hugbúnaðarþróun fyrir Macintosh- tölvur. Sumarið 1997 var svo rekstrarforminu breytt í einkahlutafélag í eigu Sigurðar og eiginkonu hans. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 493 orð

Framköllun á netinu

Í TAKT VIÐ aukna samkeppni og aukna möguleika stafrænnar tækni hefur ljósmyndavörurisinn Kodak bryddað upp á ýmsum nýjungum. Meðal nýjunga, sem vakið hafa athygki ytra, er svokölluð netframköllun sem byggist á því að ekki eru myndir aðeins framkallaðar, heldur eru þær vistaðar á netinu þar sem viðskiptavinurinn getur nálgast þær í ákveðinn tíma, sótt þær til sín eða prentað út. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 506 orð

Fyrstir koma, fyrstir fá

SKRÁNING og úthlutun svæðisnetfanga er með nokkrum öðrum hætti hér á landi, meðal annars til að stemma stigu við álíka klúðri og komið hefur upp vestan hafs. Þannig er svæðisnetfangi einungis úthlutað til fyrirtækis, stofnunar eða félags með eigin kennitölu. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 422 orð

Gagnagrunnar og Bubbi

Sólver var formlega stofnað í maí 1996. Þá hafði aðdragandi og undirbúningur staðið í u.þ.b. eitt ár. Starfsmenn eru átta talsins. Stjórnarformaður er Þorkell Þorkelsson ljósmyndari og aðrir í stjórn eru Þuríður Ævarsdóttir, Björn G. Markússon og Eiríkur Eiríksson forstjóri. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 218 orð

Glímt við þjófa

BARÁTTAN gegn hugbúnaðarstuldi heldur áfram af fullum krafti og hafa nú Microsoft og Intel tekið höndum saman. Þar á bæ telja menn að tæpur helmingur alls hugbúnaðar í Evrópu sé stolinn en austantjalds sé hending ef menn kaupi lögleg forrit. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 446 orð

Góðar horfur

KERFISÞRÓUN var stofnað 1984 af Birni Viggóssyni og Kristjáni Gunnarssyni. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð viðskiptahugbúnaðar sem heitir Stólpi. Að sögn Björn Viggóssonar spanna Stólpakerfin flest svið atvinnurekstrar og eru notuð í yfir 1.200 fyrirtækjum. "Mikil vinna hefur verið lögð í kerfin, eða yfir 50 mannár. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 469 orð

Hugbúnaðariðnaður krefst ekki mikillar fjárfestingar

GAGNALIND var stofnuð af nokkrum aðilum og fyrirtækjum sem voru í samkeppni um markaðssetningu og þróun á sjúkraskrárkerfi fyrir heilsugæslustöðvar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og RUT nefndin könnuðu þennan markað og aðstöðu fyrirtækjanna og ráðuneytið lagði áherslu á að þau sameinuðust, til þess að úr yrði frambærilegur íslenskur hugbúnaður. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 450 orð

Hugbúnaðarmælir

BOÐEIND, tölvuverslun ­ þjónusta hefur að undanförnu kynnt nýjan hugbúnaðarmæli frá WRQ, framleiðanda Reflection. Mælirinn heitir Express Meter og tryggir hvort tveggja, að hugbúnaðarnotkun sé lögleg og ekki séu keypt of mörg leyfi. Í fréttatilkynningu frá Boðeind segir að stjórnendur netkerfa standi frammi fyrir erfiðu verkefni. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1118 orð

Hvað á króginn að heita?

FÁTT skiptir fyrirtæki meira máli en að vera með gott vörumerki og þá ekki bara hvað varðar gæði og notagildi vörunnar heldur að hún heiti viðeigandi og aðlaðandi nafni. Segir sig sjálft að sé nafnið afkáralegt eða fráhrindandi á varan ekki eftir að seljast af neinu viti og gildir þá einu hvort hún sé framúrskarandi á gjafverði. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1005 orð

Hvers vegna Linux á PC?

"Mér fannst sú hugmynd, að geta verið með fleiri en eitt verk í gangi í einu vera frábær, og enn betra ef það geta verið fleiri en einn notandi í gangi í einu, á sömu vél á sama tíma. Á sama tíma var Microsoft að koma með DOS-ið sem einungis leyfði eitt verk í gangi á sama tíma. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 701 orð

Höfuðmarkmið skiptir miklu máli

FYRIRTÆKIÐ Hópvinnukerfi stofnuðu Hörður Olavson tölvunarfræðingur og Kristín Björnsdóttir rekstrarhagfræðingur. Hörður segir þau hafa séð það tækifæri sem lá í tölvuvæðingu gæðastjórnunarkerfa. Hörður segir að það sem skipti ekki síður máli hafi verið að veðja á rétta umhverfið til þess að forrita þessi kerfi í. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1832 orð

Informix Universal Server

STRENGUR hf. er umboðsaðili fyrir Informix Universal Server, sem hefur þótt í fremstu röð fyrir nýjungar í hlutbundnum gagnagrunnum. Snorri Bergmann hja Streng lýsir Informix Universal Server. Venslagagnagrunnar (oft nefndir SQL-gagnagrunnar) komu fyrst fram á áttunda áratugnum. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 413 orð

Íslenskir leikir

FYRIRTÆKIÐ Lon & Don er sjálfsagt með yngstu hugbúnaðarhúsum hér á landi, því fyrirtækið var stofnað í vor. Það stofnuðu fjórir ungir piltar, Hjálmar Gíslason, Daði Georgsson, Haukur Hreinsson og Stefán Ari Guðmundsson. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 679 orð

Íslensk útgáfa á netinu

Á NETINU starfa íslensk útgáfa, kallast Netútgáfan og hefur þegar gefið út helstu Íslendingasögurnar. Fyrir vikið eru þær aðgengilegar öllum sem vilja og líklega fá færi betri til að varðveita menningararfinn en gera hann öllum aðgengilegan á þann hátt. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 339 orð

Kennslutölvan Ritþjálfi

Ritþjálfi heitir kennslutölva sem fyritækið Hugfang hf. hannar og framleiðir, lyklaborð með skjá og hugbúnaður. Tækið kom á markað haustið 1996. Ritþjálfi er álíka stór og venjuleg kennslubók, enda ætlaður til notkunar í kennslustofum. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 139 orð

Lestrarforrit

FYRIRTÆKIÐ Nútíma samskipti kynnir um þessar mundir forrit sem kallast Vortex og segir það geta aukið lestrarhraða til muna. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að með nýrri tölvutækni megi á tiltölulega skömmum tíma auka þann hraða upp í allt að 1.200 orð á mínútu. "Fyrir tilstilli Vortex birtir tölvan eitt orð í einu úr viðkomandi grein, bók eða glósum á skjánum. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 470 orð

Lifandi vefur

ÞAÐ ER lítið mál að koma upp vefsíðu, jafnvel tekur það ekki slarkfæran HTML-forritara nema dagstund að henda upp fyrirtækisvef með nokkrum síðum. Vandast aftur á móti málið þegar kemur að viðhaldi síðnanna, því sjaldnast er hugsað fyrir því þegar farið er af stað. InterPro er hugbúnaður sem Hugvit hf. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 2867 orð

Linux sigrar

Í ÁRDAGA tölvunnar þurfti ekkert stýrikerfi, því forritin sem notuð voru til að keyra frumstæðustu tölvur fólu í sér allt það sem þurfti til að stýra skráningu gagna; útprentun, vistun og þar fram eftir götunum. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 2156 orð

Líflegt leikjahaust

ÞEGAR TÖLVUR eru teknar til kosta bregða margir skríbentar tölvublaða á það ráð að setja inn á þá vinsæla og umfangsmikla leiki sem reyna á allar hliðar viðkomandi tölvu, gagnastreymi, vinnsluhraða og skjástýringu, því ef einhverjir kunna á því tökin að fá sem mest út úr tölvum eru það leikjaframleiðendur. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 356 orð

Makkinn reiðubúinn fyrir árið 2000

EINS og rakið er herjar Y2K vandamálið á flestar tölvugerðir, en Macintosh-menn státa af því að þeir hafi ekkert að óttast; Makkinn sé reiðubúinn fyrir árið 2000 og reyndar miklu meira en það. Sigurður Másson hjá Apple- umboðinu segir að á sínum tíma hafi Apple séð forriturum fyrir verkfærum sem meðal annars fólu í sér stuðning við dagsetningar. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 379 orð

Margfaldur vinnsluhraði

ÞRÁTT fyrir allar hrakspár um að Intel sé í blindgötu með CISC- örgjörva sína heldur fyrirtækið áfram af fullum krafti að þróa næstu kynslóðir örgjörva. Í þeim slag skiptir miklu að hafa góða bandamenn og þannig gerði Intel nýverið samning við Hewlett- Packard tölvurisann um samstarf að smíði næstu kynslóðar örgjörva. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 186 orð

Mál og menning á Netið

BÓKAVERSLUN á Netinu hefur gengið hvað best af þeim viðskiptum sem þar hafa verið reynd og Mál og menning því að setja þar upp mjög öfluga verslun og upplýsingaveitu á bókmenntasviði. Þegar er búið að setja upp vísir að þessu, því fyrir skemmstu var tekið í gagnið beinlínutengda pöntunarþjónustu þar sem viðskiptavinir geta leitað í um 40.000 titlum og pantað. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1199 orð

Menningarleg nauðsyn

TÖLVUNOTKUN ungmenna eykst hröðum skrefum, ýmist eru þeir að reika um á Netinu eða fást við leiki og aðra margmiðlun. Það efni er nánast allt á enska tungu, því illt við að eiga og dýrt að smíða íslenskt margmiðlunarefni. Á Námsgagnastofnun er unnið að gerð margmiðlunarefnis á ýmsum sviðum og væntanlegir geisladiskar með slíku efni. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 305 orð

Microsoft þing

10. OKTÓBER næstkomandi verður haldið Microsoft þing ­ Námstefna um lausnir og tækni, á Hótel Loftleiðum á vegum EJS. Fyrirlestrar á þinginu eru einskonar kennslustundir, 45 mínútur að jafnaði hver. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 90 orð

Netfangaskrá Miðlunar

MIÐLUN ehf. hyggur á útgáfu netfangaskrár og hefur hafið söfnun netfanga og heimsíðuslóða sem fyrirtækið hyggst gefa út í haust á bók og neti. Netfangaskrá Miðlunar er hugsuð sem símaskrá Netnotandans að því segir í fréttatilkynningu frá Miðlun. "Áætlað er að 500 fyrirtæki muni birtast með ítarlegum upplýsingum í skránni og undir þeim rúmlega 8.000 netföng. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 314 orð

Netið opnar margar gáttir

FYRIRTÆKIÐ Alnet hét upphaflega Bókaútgáfan Aldamót og var hún stofnuð 1989 til að gefa út tölvubækur. Árið 1993 var hins vegar skipt algerlega yfir í hugbúnaðargerð, þegar út kom Orðabók Aldamóta, sem er orðabókarhugbúnaður. Með útgáfunni var hrundið í framkvæmd hugmynd stofnandans, Matthíasar Magnússonar, frá 1988 um tölvuvædda orðabók. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 262 orð

Netsími ógn símafyrirtækjanna

NETSÍMI er vænlegur kostur eins og æ fleiri komast á snoðir um. Netið byggist á flutningi á stafrænum upplýsingum á ódýran hátt og þegar menn eru á annað borð farnir að nota stafræna tækni til að flytja símtöl á milli er ekkert því til fyrirstöðu að flytja þau um Netið. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 2276 orð

Ný útgáfa Oracle

HEIMIR Þór Sverrisson fjallar hér um Oracle8, nýjustu útgáfu gagnagrunnsins frá Oracle Corporation. Þessi útgáfa, sem kom á markað nú í sumar, er svo kölluð meginútgáfa. Síðasta meginútgáfan, Oracle7, kom á markað árið 1992. Síðan þá hafa komið milliútgáfurnar 7.1, 7.2 og 7.3. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 276 orð

Ókeypis afbrigði

ÝMSAR ókeypis útgáfur eru til af Unix-afbrigðum þótt ekki hafi þær náð viðlíka hylli og Linux. Það er fyrsta fræga að telja útgáfu sem kallast FreeBSD. FreeBSD rekur ættir til þess að tilraunaútgáfu af Unix var dreift til bandarískra háskóla árið 1974. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 297 orð

Ráðgjöf í upplýsingatækni

NÝHERJI býður fyrirtækjum ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og er meginmarkmiðið að aðstoða viðskiptavini við að ná betri árangri með hagnýtingu tækninnar, að því er kemur fram í máli Hjalta Sölvasonar, framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs Nýherja. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 862 orð

Rétt vara á réttum tíma

SIGURÐUR Elías Hjaltason, einn stofnenda Hugbúnaðar hf., segir að fyrirtækið hafi meðal annars verið stofnað vegna þess að stofnendurnir vildu ráða því sjálfir hvað þeir væru að fást við. Í dag er helsta starf fyrirtækisins þróun afgreiðslukerfa fyrir erlendan markað. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 61 orð

Seinkun á Lotus

SÚ STAÐREYND að ný uppfærsla af Windows kemur ekki út fyrr en á næsta ári kemur illa við marga. Þannig skýrði Lotus frá því fyrir skemmstu að næsta útgáfa hópvinnubúnaðarins Notes, útgáfa 5.0, komi ekki út fyrr en seint á næsta ári, og Domino vefþjónninn ekki heldur, enda stendur til að fella hvort tveggja að Active Desktop Windows 98. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 565 orð

Sérhæfð upplýsingakerfi Stofnað 1994

KUGGUR var stofnað árið 1994 af þeim Eiríki Sæmundssyni, Halldóri Geir Þorgeirssyni og Aðalsteini Þórarinssyni. Tilurð stofnunarinnar var að Borgarskipulag Reykjavíkur hafði lengi notað kerfi sem hét SAK og var notað til að halda utan um mál hjá skipulaginu. Eiríkur var beðinn um að skrifa kerfi fyrir Windows til að halda utan um þessi mál hjá Borgarskipulaginu. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 737 orð

Sérhæfð þjónusta við fyrirtæki og stofnanir

TÖLVUMIÐLUN er hugbúnaðarfyrirtæki, sem sérhæft hefur sig í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Stofnendur Tölvumiðlunar voru Ágúst Guðmundsson og Hafliði S. Magnússon. Í byrjun vann Tölvumiðlun að gerð bókhaldskerfis fyrir fyrirtæki, en fljótlega náðust samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga að undangengnu útboði um gerð samræmds bókhalds sveitarfélaga, SFS. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 451 orð

Síbreytilegur miðill

FYRIRTÆKIÐ Intranet varð til í ársbyrjun 1996, stofnað af þeim Árna Júlíusi Rögnvaldssyni, Sigurði Hrafnssyni og Þorvaldi Arnarsyni. Á þessu ári kom Tæknival síðan inn með aukið hlutafé og á nú helming fyrirtækisins á móti þeim þremenningum. Nú starfa um níu manns hjá Intraneti ehf. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 789 orð

Staðlaður hópvinnuhugbúnaður

HUGVIT HF. var stofnað árið 1993 og eru helstu eigendur Eignarhaldsfélag Alþýðubankans, Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn, Ólafur Daðason og fjölskylda ásamt fleiri einstaklingum og fyrirtækjum. Strax í upphafi var lögð áhersla á þróun hugbúnaðar undir Lotus Notes sem hentaði að mati aðstandenda best fyrir þau hópvinnukerfi sem þróa átti. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 409 orð

Staðlaður hópvinnuhugbúnaður

HUGVIT HF. var stofnað árið 1993 og eru helstu eigendur Eignarhaldsfélag Alþýðubankans, Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn, Ólafur Daðason og fjölskylda ásamt fleiri einstaklingum og fyrirtækjum. Strax í upphafi var lögð áhersla á þróun hugbúnaðar undir Lotus Notes sem hentaði að mati aðstandenda best fyrir þau hópvinnukerfi sem þróa átti. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 126 orð

Sýndarpési

MAKKANOTENDUR lenda margir í því að þurfa öðru hvoru að keyra Pésaforrit. Einföld leið býðst nú frá hugbúnaðarfyrirtækinu Connectix. Connectix selur hugbúnað sem það kallar VirtualPC, eða sýndarpésa. Sé VirtualPC ræst á tölvunni fer hún að haga sér eins og PC-tölva með Pentium- örgjörva. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 726 orð

Tímasprengja árið 2000

SÍÐASTA ár þessarar aldar ætlar að verða sögulegt í fleiri en einum skilningi, því stefnir í miklar hremmingar í tölvumálum þegar tölvur víða um heim geispa golunni á gamlársdagkvöld 1999, því þær ráða ekki við árið 2000. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 805 orð

Tæknivæddir tónlistarþjófar

ÚTSJÓNARSÖMUM þjófum verður flest að vopni, hvort sem þeir eru að stela varningi eða hugverkum. Tónlist er gott dæmi um slíkt, því allt frá því upptökusegulbönd urðu almannaeign á skaplegu verði hafa menn keppst við að stela upptökum, helst á tónleikum, og gefa síðan út. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 1153 orð

Upplýsingakerfi fyrir sjávarútveg

UM NOKKURRA ára skeið hefur tölvufyrirtækið Tæknival hf. þróað hugbúnað og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Það starf hefur skilað sér í viðamiklu upplýsingakerfi sem hlotið hefur nafnið Hafdís. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 210 orð

Útspil Intel

AMD og fleiri örgjörvaframleiðendur hafa náð til sín drjúgum hluta örgjörvakökunnar sem Intel hefur setið nánast eitt að. Þannig hefur þeim tekist að bjóða örgjörva sem standa Intel- örgjörvunum fyllilega jafnfætis á lægra verði. Intel-menn hafa þó spil í erminni og svo gæti farið að keppinautarnir yrðu að endurskipuleggja alla framleiðslu sína. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 658 orð

Vefsíður að vild

GRUNNURINN að tengslatexta Netsins er HTML-síðulýsingamálið. Það er í eðli sínu frumstætt og mikill tími forritara og hönnuða hefur farið í að sníða af vankantana. Meðal þess sem menn hafa sóst eftir er gagnvirkni, þ. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 466 orð

Verkáætlun í tölvu

KOMIN er út bókin "Verkáætlun í tölvu, stjórnun tíma, kostnaðar og gæða" eftir Eðvald Möller. Í bókinni er fjallað almennt um verkefnastjórnun þar sem hugmyndafræðin er skýrð út á einfaldan hátt með myndum og dæmum, þ.e. hvernig hægt er að ná fram hagkvæmustu lausn miðað við gefnar forsendur. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 113 orð

Windows 98 seinkar

MICROSOFT hefur enn seinkað uppfærslu á Windows 95. Upphaflega hugðist fyrirtækið gefa út Windows 97 á þessu ári, en sneri því í Windows 98. Windows 98 átti að koma út snemma á næsta ári, en útgáfu hefur verð seinkað fram undir mitt ár. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 472 orð

WinFrame fyrir víð- og staðarnet

WINFRAME er Windows biðlara/miðlara hugbúnaður frá bandaríska fyrirtækinu Citrix Systems, sem gefur kost á aðgangi að flestum Windows hugbúnaði yfir flestar útgáfur af nettengingum (víð- og staðarnetstengingum) fyrir biðlara eins og Windows, Dos, OS/2, Machintosh, Unix X-skjá og skjástöð. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 427 orð

Þýskur hugbúnaðarrisi

FYRIR aldarfjórðungi komu fimm starfsmenn IBM í Þýskalandi sér saman um það að hefja þróun á hugbúnaði fyrir samhliða gagnavinnslu. Þeir kölluðu félag sitt SAP, Systemanalyse und Programmentwicklung. Í dag er SAP eitt helsta hugbúnaðarfyrirtæki heims. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 714 orð

Þörfinni svarað

NETTÖLVAN er enn umdeild og sýnist sitt hverjum. Sumir hafa brugðist til varnar af kappi á þeirri forsendu að nettölva geti ekki komið í stað einkatölvu, á meðan aðrir benda á að þeir sem þannig tali skilji ekki hvað liggur á bak við nettölvuhugmyndina; henni sé ekki stefnt til höfuðs einkatölvunni, heldur sé hún svar við kröfum fyrirtækja um ódýrari nettengingar, Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 179 orð

Öflugar fartölvur

FRAMLEIÐENDUR keppast við að setja á markað sífellt öflugri fartölvur en ýmislegt stendur í veginum tæknilegs eðlis. Fyrir stuttu kynnti IBM nýjar gerðir fartölva sem eru öflugri en flestar borðtölvur. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 344 orð

Öflugar lausnir

HUGUR forritaþróun varð til við samruna Hugar hf. og Íslenskrar forritaþróunar um áramótin 96/97. Gunnar Ingimundarson og Magnús Þór Karlsson stofnuðu Hug hf. árið 1986. Fljótlega komu Jón Magnússon og Þórir Magnússon til starfa og hafa þeir Gunnar, Jón og Þórir starfað hjá fyrirtækinu allar götur síðan og eru allir hluthafar. Auk þeirra voru Sól hf. Meira
21. september 1997 | Blaðaukar | 257 orð

(fyrirsögn vantar)

UNDANFARIN ár hafa orðið gríðarlegar framfarir í gagnagrunnstilhögun, meðal annars til að svara kalli tímans. Hefðbundnir venslagrunnar hafa tekið stakkaskiptum, eftir því sem menn hafa keppst við að vista í þeim nýjar gagnagerðir, til að mynda ljósmyndir, hreyfimyndir, hljóðskrár eða flókin reiknilíkön. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.