Greinar þriðjudaginn 23. september 1997

Forsíða

23. september 1997 | Forsíða | 110 orð

Clinton vill semja við SÞ

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær í ræðu er allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman, að Bandaríkjastjórn ætlaði að greiða skuldir sínar við samtökin en hvatti jafnframt til, að framlag hennar til þeirra yrði lækkað. Meira
23. september 1997 | Forsíða | 233 orð

Reykjarkófið hylur stór svæði

SÉRFRÆÐINGAR í umhverfismálum sögðu í gær að búast mætti við vaxandi mótmælum almennings víða í Suðaustur-Asíu vegna hundraða eða þúsunda skógarelda sem brunnið hafa í Indónesíu vikum saman. Liggur kæfandi reykjarmökkur yfir landinu og einnig yfir Malasíu og Singapore og er hann farinn að hafa alvarleg áhrif á líf fólks í þessum löndum. Meira
23. september 1997 | Forsíða | 204 orð

Samstaða stefnir að því að mynda nýja stjórn

KOSNINGABANDALAG Samstöðu (AWS) var í gær líklegt til að komast til valda í Póllandi eftir að hafa borið sigurorð af erkifjanda sínum, Lýðræðislega vinstrabandalaginu (SLD), flokki fyrrverandi kommúnista, í þingkosningum á sunnudag. Meira
23. september 1997 | Forsíða | 379 orð

Stökkbreytt gen ver gegn alnæmi

ERFÐABREYTINGAR í Norður- Evrópubúum í kjölfar sjúkdómsfaraldurs, sem svipaði til alnæmis, gæti verið skýringin á því hvers vegna þeir virðast smitast síður af HIV-veiru og ganga lengur með hana en aðrir án þess að veikjast. Fyrir nokkrum árum var enn umdeilt hvort erfðabreytingar væru skýringin á ólíkri útbreiðslu alnæmis en nú er það talið sennilegt. Meira

Fréttir

23. september 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

12 ára drengur lést eftir reiðhjólaslys

DRENGURINN, sem varð fyrir bíl á Bústaðavegi á fimmtudag í síðustu viku, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á sunnudag. Drengurinn hét Valberg Gunnarsson, til heimilis að Básenda 10 í Reykjavík. Hann var tólf ára gamall, fæddur 1. maí 1985. Foreldrar Valbergs og fimm systkini lifa hann. Verðum að grípa í taumana Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

15 teknir með fíkniefni

TVEIR karlmenn voru handteknir í vesturbæ borgarinnar um helgina og fundust á þeim efni sem talið er að séu amfetamín, hass og LSD. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar, sem vinnur að frekari rannsókn málsins. Á laugardag voru 13 manns handteknir þegar lögregla fann ætluð fíkniefni í síðbúinni veislu í austurborginni. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

80% norskra feðra taka fæðingarorlof

"MÉR sýnist það sama gilda um íslenska og norska feður, að þeir vinni allt of mikið þegar börnin þeirra eru ung. Við verðum að þora að forgangsraða á annan hátt en við höfum gert hingað til. Það er líka mikilvægt að feður styðji hvern annan í því að velja öðruvísi á þessu skeiði lífs síns því það kemur bara einu sinni og þetta eru mikilvæg ár," segir Knut Oftung, Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 84 orð

Andóf við kínversk stjórnvöld

ANDÓFSMENN í Hong Kong veifa mótmælastpjöldum og myndum af fangelsuðum andófsmönnum fyrir utan Samkomumiðstöð borgarinnar þar sem kínverskir ráðamenn eru gestgjafar á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Árlegur fundur þessara stofnana er nú í fyrsta sinn haldinn í Kína. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Aukafyrirlestur um Everest

VEGNA fjölda áskorana munu Everestfararnir halda aukafyrirlestur um ævintýraför sína á hæsta fjall heims sl. vor. Fyrirlesturinn verður haldinn í Borgarleikhúsinu í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 22. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Aurskriða lokaði vegi

AURSKRIÐA féll á veginn um Barðaströnd í fyrrinótt og var vegurinn lokaður af þeim sökum þar til Vegagerðin hafði opnað veginn að nýju í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði barst henni tilkynning klukkan hálfeitt í fyrrinótt um að aurskriða hefði fallið á veginn á móts við bæinn Hamar. Þegar var haft samband við Vegagerðina sem sá um að opna veginn snemma í gærmorgun. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Áhugi Japana á norðurljósunum

BÚIST er við að allt að 2.000 japanskir ferðamenn komi hingað til lands í vetur á vegum Flugleiða til að skoða norðurljósin og fara í stuttar skoðunarferðir út frá Reykjavík. Að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða, Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

Ákvörðun Breta um EMU hefði bein áhrif

EF BRETAR skyldu ákveða að gerast þátttakendur í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, myndi sú ákvörðun hafa veruleg áhrif á þá umræðu sem fram fer um myntbandalagið í Svíþjóð, segir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Á slysadeild eftir bílveltu

ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um umferðaróhöpp á Akureyri að undanförnu, alls voru skráð 12 slík hjá lögreglu, þar af urðu meiðsli í 5 þeirra. Ekið var aftan á bifreið í Gránufélagsgötu og kvartaði ökumaður um eymsl í hálsi eftir hann. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi við Hörgárbrú síðdegis á laugardag og fór hún út af veginum. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 1664 orð

Ástandið sambærilegt og fyrir skjálftann 1755

FRÁ ÞVÍ í ársbyrjun 1994 hafa verið jarðskjálftar af og til norður af mynni Eyjafjarðar. Þeir tengjast svokölluðu Húsavíkur­Flateyjar misgengi, en svo er nefnd 60-70 km löng, misgengissprunga sem nær frá mynni Eyjafjarðar austur fyrir Húsavík. Sprungan hefur myndast á um 7 milljón árum. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Batnandilíðan eftir slys

LÍÐAN 14 ára pilts, sem varð fyrir bíl í Kópavogi á mánudag í síðustu viku, fer batnandi samkvæmt upplýsingum lögreglu. Pilturinn, sem var á reiðhjóli, varð fyrir bíl á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku. Í gær var hann ekki kominn til meðvitundar, en hann var ekki lengur talinn í lífshættu og ástand hans var stöðugt. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Biskup vígir prest og djákna

ÓLAFUR Skúlason, biskup Íslands, vígði prest og djákna við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni sl. sunnudagsmorgun. Anna Sigríður Pálsdóttir var vígður aðstoðarprestur í Grafarvogsprestakalli og Halldór Elías Guðmundsson var vígður djákni. Hann verður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar (ÆSK) í Reykjavíkurprófastsdæmum. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Bílbeltanotkun aukist

ÞRJÁTÍU og fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í liðinni viku. Þá voru 5 teknir fyrir ölvun við akstur, 1 fyrir akstur án ökuréttinda, 2 fyrir að aka mót rauðu ljósi og 3 fyrir að nota ekki bílbelti. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Bjargað út um glugga

ELDUR kom upp í kjallara húss við Háteigsveg um klukkan 1 aðfaranótt sunnudags. Slökkviliðsmenn björguðu íbúa hússins út um glugga á efri hæð, en hann komst ekki út þar sem eldurinn hafði læst sig í stiga hússins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var íbúi á efri hæð úti í glugga. Mikill reykur var í húsinu og töluverður eldur í geymsluherbergi í kjallara. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Braut rúðu á löggustöð

HUNDUR virðist hafa verið í mörgum sem fóru út að skemmta sér um helgina því óvenju erilsamt var, pústrar, minniháttar líkamsmeiðingar og skemmdarverk. Telur lögregla farsælla að menn fari út að skemmta sér þegar betur liggur á þeim. Brotnar voru rúður í húsum á tveimur stöðum í miðbænum og tvær bifreiðar voru skemmdar auk þess sem einnig var brotin rúða í annarri þeirra. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Bugsy Malone í Loftkastalanum í janúar

LOFTKASTALINN hefur fengið sýningarrétt á söngleiknum Bugsy Malone, eftir Alan Parker, sem gerði heimsfræga bíómynd upp úr leikritinu á áttunda áratugnum. Stefnt er að því að frumsýna verkið í janúar. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 579 orð

Daglega fara um 90 þúsund bílar um nýju mannvirkin

SÍÐASTI áfangi umferðarmannvirkja á Vesturlandsvegi var tekinn í notkun í gær og lauk þar með formlega framkvæmdum, sem hófust með byggingu Höfðabakkabrúar árið 1995. Kostnaður við lokaáfangann er 330 milljónir en heildarkostnaður verksins er 1,3 milljarðar. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Deilt um hvort styrkveitingarnjóti bankaleyndar

FYRSTA dómsmálið sem spinnst af upplýsingalögunum, sem tóku gildi um síðustu áramót, var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Iðnlánasjóður stefndi Einari S. Hálfdánarsyni, héraðsdómslögmanni, til að hnekkja úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Meira
23. september 1997 | Miðopna | 1547 orð

Engin lausn nema allir þrír taki á vandanum Andrei Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, flutti í gær fyrirlestur um

Andrei Kozyrev um fiskveiðideilu Íslendinga, Norðmanna og Rússa Engin lausn nema allir þrír taki á vandanum Andrei Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, flutti í gær fyrirlestur um öryggismál í heiminum og lagði í samtali við Karl Blöndal áherslu á, Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Enginn fundur í tæpan mánuð

ENGINN samningafundur hefur verið haldinn í deilu sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins frá því seint í ágústmánuði. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður samninganefndar Læknafélags Íslands óvíst hvenær af honum verði. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Engin rök sýna að skólagjöld bæti Háskólann

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir engin rök hníga að því að skólagjöld muni bæta kennslu við Háskólann eða að tryggt sé að með innheimtu þeirra hafi Háskólinn meira fé til ráðstöfunar. Þetta kemur fram í viðtali við rektor í kynningarriti Félagsstofnunar stúdenta, sem er að koma út. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Fékk boltalax í Laxá

ÍNA Gissurardóttir veiddi 22 punda lax á Presthyl í Laxá í Aðaldal fyrir fáum dögum og er það stærsti lax sem Morgunblaðið hefur haft spurnir af að kona hafi dregið á land á því veiðitímabili sem nú er að ljúka. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð

Fimm sveitarfélög stilla saman strengi

FIMM sveitarfélög víðs vegar um landið, Akranes, Húsavík, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar og Mosfellsbær, eru nú í samstarfi við forvarnadeild SÁÁ um að þróa víðtækt forvarnastarf þar sem leitast er við að forvarnirnar nái til sem flestra þátta sem haft geta áhrif á vímuefnaneyslu unglinga. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 705 orð

Fiskveiði deilurnar undantekning

NÝLEGA var skipaður hér á landi nýr sendiherra Noregs, Knut Taraldset. Hann er ekki ókunnugur Íslandi, því að árin 1962­1964 var hann annar sendiráðsritari í norska sendiráðinu í Reykjavík. "Nú er ég kominn aftur að eigin ósk," segir Taraldset. "Ég hafði áður sagt við konuna mína að fengjum við tækifæri til að snúa aftur til Íslands vildi ég gjarnan grípa það. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 95 orð

Fjöldamorð í Lettlandi

47 ÁRA karlmaður svipti sig lífi í skógi í Lettlandi um helgina eftir að hafa skotið sjö manns til bana. Alois Blonskis lögreglustjóri sagði að sporhundur hefði fundið lík morðingjans um tveim km frá morðstaðnum og að hann virtist hafa skotið sig. Maðurinn skaut fimm karlmenn og tvær konur til bana á akri nálægt bænum Iecava á laugardag og einn maður særðist alvarlega í árásinni. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 191 orð

Fjörutíu myrtir í Alsír

TALIÐ er að múslímskir uppreisnarmenn hafi myrt um 40 óbreytta borgara, og brennt lík margra þeirra, í árásum á þorp í Medeahéraði í Alsír um helgina. Alsírsk dagblöð greindu frá þessu á mánudag. Flestir hinna myrtu voru skornir á háls. 17 þeirra voru börn. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fleiri aðgerðir en áætlað var

"FORELDRAR barnanna eru himinlifandi enda gengu aðgerðirnar mjög vel," segir Sigríður Logadóttir, í Foreldrafélagi axlarklemmubarna, um aðgerðir Thomasar Carlstedt og Rolf Birch frá Royal National Orthopaedic Hospital í London, Rafns Ragnarssonar, lýtalæknis á Landspítalanum, og Ara Ólafssonar, bæklunarlæknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, á íslenskum börnum. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Flestir náðu í mark í krefjandi keppni

FJALLAMARAÞON Landsbjargar var haldið í Eyjafirði um helgina en 20 tveggja manna lið úr 11 björgunarsveitum tóku þátt. Ólafur Jónsson, starfsmaður Landsbjargar, sagði að vel hefði tekist til í öllum aðalatriðum og greinilegt að þessi keppni nyti vinsælda. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Flutti vopn milli staða

LÖGREGLAN var kvödd að húsi á Norðurstíg í gærkvöldi eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að þar hefði sést til manns með skotvopn. Lögreglu gekk greiðlega að hafa upp á manninum. Við nánari eftirgrennslan reyndist þarna vera byssusmiður á ferð. Hafði hann verið að flytja vopnin á milli staða. Stafaði engum ógn af flutningum hans. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Foreldrafélög haldi almenna fundi

LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli, voru fylgjandi flutningi grunnskólans m.a. vegna þess að þá yrðu hægari heimatökin fyrir foreldra að hafa áhrif á þróun skólamála og kynda undir metnaði í sínum sveitarfélögum, segir í fréttatilkynningu frá stjórn samtakanna. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 613 orð

Frelsissambandið í oddastöðu á þinginu

KOSNINGABANDALAG Samstöðu (AWS) bar sigurorð af Lýðræðislega vinstrabandalaginu (SLD), flokki fyrrverandi kommúnista, í þingkosningum í Póllandi á sunnudag. Frelsissambandið, sem á rætur að rekja til verkalýðssamtakanna Samstöðu eins AWS, verður í oddastöðu á þinginu og búist er við að flokkarnir reyni að mynda nýja samsteypustjórn á næstu vikum. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fundurboðaður

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna á fund nk. fimmtudag. Þá verða liðnar þrjár vikur frá síðasta fundi deiluaðila. Kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í grunnskólunum 27. október verða send út í dag. Atkvæðagreiðslu lýkur 1. október og verða atkvæði talin 6. október. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Fyrirlestur um stærðfræðikennslu

Dr. JAN de Lange, forstöðumaður Freudenthal-stofnunarinnar í Hollandi, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar miðvikudaginn 24. september kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Fagmennska stærðfræðikennara og hlutverk þeirra í samstarfi. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 147 orð

Geðsjúkir notaðir í tilraunum

RÚMLEGA 400 geðsjúkum Svíum voru gefin sérstök sætuefni á fimmta áratugnum, þannig að hægt væri að fylgjast með þróun tannskemmda. Þetta kom í dagblaðinu Dagens nyheter í gær. Hluta fólksins var gefin sérstök karamella, sem lýst var sem hættulegustu og klístruðustu karamellu í heimi. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Greiðslubyrði fátækustu ríkja endurskoðuð

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í gær 56. fund þróunarnefndar Alþjóðabankans í Hong Kong. Halldór hefur forystu fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í þróunarnefndinni, sem mótar meginstefnu bankans í aðstoð við þróunarlöndin, og er skipuð 24 ráðherrum hátt á annað hundrað ríkja. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hálftími frá hnífstungu að skurðaðgerð

AÐEINS leið um það bil hálftími frá því að stúlkan hlaut hnífstungu í hjartastað í Pósthússtræti og þar til hún var komin á skurðarborð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Sigurgeir Kjartansson, skurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Hörður Alfreðsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gerðu þar að sári hennar. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Hátíðardagskrá á 10 ára afmæli

HEILBRIGÐISDEILD Háskólans á Akureyri fagnar tíu ára afmæli sínu næstkomandi laugardag, 27. september. Efnt verður til hátíðardagskrár sem hefst kl. 14 í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Margrét Tómasdóttir, fyrsti forstöðumaður heilbrigðisdeildar, flytur hátíðarræðu, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar, Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Hefur hug á samstarfi um húshitun

ANDREI Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, lýsti miklum áhuga á öllu því er varðar upphitun húsa í viðræðum hans við Jakob Björnsson, bæjarstjóra á Akureyri, í gærmorgun. Kozyrev situr á rússneska þinginu fyrir Múrmansk sem er vinabær Akureyrar. Meira
23. september 1997 | Landsbyggðin | 53 orð

Heimt af fjalli

FJÖLMENNI var í stóðréttum í Skrapatungurétt í Austur- Húnavatnssýslu á sunnudag. Réttarstörfin gengu vel og var lokið með fyrra móti. Þrátt fyrir nálægð haustsins var hlýja í lofti og sálum manna. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞAÐ var oft á tíðum ekki átakalaust að eiga við hrossin eins og myndin ber með sér. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hilmar Guðlaugssongefur ekki kost á sér

HILMAR Guðlaugsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna en það verður haldið 24. og 25. október. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Í 14. sæti á dansmóti

ÍSAK Halldórsson og Halldóra Reynisdóttir náðu að lenda í 14. sæti í German Open Championship sem haldin er árlega í Þýskalandi. Keppnin í ár var haldin í Mannheim dagana 19.­23. ágúst sl. Í 8 dansa keppninni voru skráð 122 pör og lentu þau Ísak og Halldóra þar í 14. sæti. Í latin- dönsum voru skráð 140 pör en þar lentu þau í 32. sæti. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Íslendingar í sömu sporum og Svíar fyrir 25 árum

Í ERINDI sínu sagði Lena Bergils, safnstjóri í Eskilstuna í Svíþjóð og fyrrverandi formaður Norrænu samtakanna um búsetulandslag, m.a. frá því hvernig Svíar hafa skráð búsetulandslag og hvernig löggjöf um þau mál er háttað. Hún lagði á það áherslu hvernig mismunandi tímaskeið hefðu mótað mismunandi spor í búsetulandslagi. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kornið skorið

KORN var skorið á Hjarðarbóli í Aðaldal fyrir helgi og fengust sjö tonn af korni á rúmlega tveimur hekturum lands. Kornrækt er hafin á fjórum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu og virðist árangurinn lofa góðu. Þetta er annað árið í röð sem kornrækt er stunduð með þessum hætti í héraðinu og á myndinni meta feðgarnir á Hjarðarbóli uppskeruna við kornsekkina, f.v. Hálfdán Á. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Kvef og hálsbólga snemma á ferð

KVEF og hálsbólga hafa herjað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu og sagði Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, að þessar pestir væru óvenjusnemma á ferðinni. Undir það tók Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir í Breiðholti, sem var á vakt í gærkvöld. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Landsbergis við setningu Alþingis

VYTAUTAS Landsbergis, forseti þingsins í Litháen, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 29. september til 2. október í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Vytautas Landsbergis mun á meðan á heimsókninni stendur m.a. hitta að máli Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Landslag mótað af mönnunum og þeirra verkum

ERLAND Porsmose, menningarsagnfræðingur og safnstjóri í Kertminde í Danmörku, sem fyrstur manna varði doktorsritgerð um fyrirbærið búsetulandslag, ræddi í erindi sínu um hugmyndafræðina bak við friðun náttúru- og menningarminja. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

LEIÐRÉTT

Í myndatexta með frétt um alþjóðlega vottun verkefnastjóra í Morgunblaðinu á sunnudag var rangt farið með nafn Sigurðar Ragnarssonar, verkefnastjóra og hann kallaður Stefán. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 671 orð

Leikskólagjöld ekki hækkuð að sinni, hugsanlega endurskoðuð síðar

REYKJAVÍKURBORG hefur ekki uppi áform um að hækka leikskólagjöld, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Árna Þórs Sigurðssonar, formanns stjórnar Dagvistar barna. Þau útiloka þó ekki að að sveitarfélögin kunni að endurskoða gjaldskrá leikskólanna í framtíðinni m.a. vegna nýgerðra kjarasamninga við leikskólakennara. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Lést í vinnuslysi

Maðurinn, sem lést í vinnuslysi í vélsmiðju við Funahöfða á föstudag, hét Ólafur Sigfússon. Ólafur heitinn var 64 ára gamall vélfræðingur, til heimilis að Hjálmholti 2 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Málörvun barna með Downs heilkenni

FYRSTI fundur vetrarins hjá Félagi áhugafólks um Downs heilkenni verður haldinn þriðjudaginn 23. september kl. 20.30 í húsnæði Landssamtakanna Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Á fundinum verður sýnt myndband sem fjallar um málörvun barna með Downs heilkenni og rætt um vetrarstarfið. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

Með lífið í lúkunum

ÉG VAR á ferð í bíl þegar fyrri stóri skjálftinn reið yfir á laugardag og fann því ekki fyrir honum. Seinni stóra skjálftann varð ég vör við og það má segja að maður hafi hreinlega verið með lífið í lúkunum," sagði Aðalbjörg Árnadóttir íbúi á Dalvík. Fjölmargir jarðskálftar urðu úti fyrri Norðurlandi um helgina og fundust þeir mjög víða. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mæðgnahelgi í Ölveri

MÆÐGNAHELGI verður í sumarbúðunum í Ölveri helgina 3.­5. október. "Þetta er helgi fyrir mæðgur á öllum aldri sem óska þess að njóta helgarinnar í góðu samfélagi og fögru umhverfi. Leitast verður við að efla andlegu og félagslegu tengslin í gegnum samverustundir, kvöldvökur, gönguferðir og leiki. Einungis er pláss fyrir 40 manns. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 563 orð

Mörg alvarleg mál til lögreglu

MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík þessa helgi og voru 410 mál færð til bókunar. Mörg þeirra mála sem lögreglan varð að glíma við um helgina voru mjög alvarleg. Umferðarmálefni Ölvun við akstur Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Námstefna um stjórnun fyrirtækja

NÁMSTEFNA á vegum Stjórnunarfélags Íslands verður haldin á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, þriðjudaginn 30. september, kl. 9­13 eða 14­18. Fyrirlesari er dr. William Bridges, sérfræðingur á sviði stjórnunarbreytinga. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Náttúru- og menningarminjar sem hluti af umhverfinu

UM HELGINA var rætt um búsetulandslag á norrænni ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík, með þátttöku rúmlega sjötíu fræðimanna frá öllum Norðurlöndunum. Fyrir ráðstefnunni stóðu Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Nesstofusafn og Norræna húsið, með stuðningi Norræna menningarsjóðsins, menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, norrænu sendiráðanna í Reykjavík og Þjóðminjasafns Íslands. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ný félagsmiðstöð aldraðra

NÝ félagsmiðstöð aldraðra hefur verið tekin í notkun að Þorragötu 3 í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, flutti ávarp þegar hún afhenti Félagi eldri borgara í Reykjavík húsnæðið til rekstrar fyrir helgina. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ný vél í flota Flugleiða

NÝ ÞOTA bættist í flugflota Flugleiða fyrir síðustu helgi, en þá kom hingað til lands Boeing 737-300 fraktvél sem félagið hefur tekið á leigu til þriggja ára. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða hefur vélin verið leigð áfram til Svíþjóðar þar sem hún verður í póstflutningum fram í miðjan mars á næsta ári, en þá kemur hún hingað til lands í fraktflug. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Púttkeppni aldraðra

Á FIMMTUDAG, þann 25. september fer fram opið mót í "Pútti" á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, á púttvellinum í Laugardal. Mótið hefst kl. 14 og fer skráning fram á staðnum frá kl. 13.30. Um er að ræða liðakeppni (3 í liði) þar sem keppt verður um farandbikar. Einnig verður einstaklingskeppni kvenna og karla. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Ræktaða landið eins og eyja í náttúrunni

DR. ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um búsetulandslag og íslenskar aðstæður. Þar ræddi hún m.a. um áhrif mannsins á gróður á Íslandi og velti vöngum yfir því hver þáttur gróðurfars væri í búsetulandslagi hér á landi. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Sigursælir hjólakappar frá Akranesi

ÞRÁTT fyrir rok og rigningu stóðu keppendur sig með prýði í úrslitakeppni hjólreiðakeppni grunnskóla 1997, sem haldin var við Perluna í Reykjavík á laugardaginn. Í fimm efstu sætunum urðu eftirtaldir: Í fyrsta sæti Eyþór Friðriksson og Bjarki Þór Guðmundsson, Grundaskóla á Akranesi, í öðru sæti Snæþór Arnþórsson og Guðmundur Þór Sigurðsson, Dalvíkurskóla, Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Símaráðgjöf

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vekur athygli á símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra til boða þriðjudagskvöld í september og október milli kl. 20 og 22. Þriðjudagskvöldið 23. september mun Sólveg Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi, veita ráðgjöf, m.a. varðandi kennslu og umönnun barna á forskólaaldri og vandamál sem upp geta komið í daglegu lífi. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Sjö fórust í lestarslysi

SJÖ létust og rúmlega 300 slösuðust, sumir alvarlega, er þéttsetin farþegalest rakst á tvo vagna sem losnað höfðu frá annarri lest í úthverfi Manila, höfuðborgar Filippseyja, í gær. Lestarnar voru báðar á leið inn til borgarinnar á sama spori þegar tveir vagnar af þeirri, er á undan var, losnuðu í brekku og runnu aftur á bak, að því er lögregla og vitni að atburðinum greindu frá. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Skíðalyfta á Snæfellsjökul

VERIÐ ER að leggja síðustu hönd á frágang skíðalyftu á Snæfellsjökli. Ferðaþjónusta Snjófells á Arnarstapa með Tryggva Konráðsson í fararbroddi hefur unnið að því síðasta ár að setja upp skíðalyftu á jöklinum. Hún er 800 metra yfir sjávarmáli í suðurhlíð jökulsins og er um 400 metra löng. Þessi staður er talinn geta orðið hin mesta skíðaparadís. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Stakk tvær stúlkur og særði aðra lífshættulega

TVÍTUG stúlka særðist lífshættulega þegar maður lagði til hennar með hníf í miðbænum aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hafði nokkrum mínútum áður lagt með hnífnum til sautján ára stúlku en meiðsli hennar voru ekki alvarleg. Maðurinn, sem er rúmlega fertugur og hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. október. Meira
23. september 1997 | Landsbyggðin | 89 orð

Styður uppbyggingu Fjórðungssjúkrahússins

Húsavík-Bæjarráð Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 17. september að taka undir síðari hluta ályktunar um heilbrigðismál á landsbyggðinni sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings 1997 en þar segir: Meira
23. september 1997 | Miðopna | 998 orð

Tekist á um stjórnsýslu Miðhálendið er nær helmingur Íslands og því eru eðlilega skiptar skoðanir um hvernig stjórnsýslu og

TILLAGA að svæðisskipulagi miðhálendisins hefur síðan í júní legið frammi víðs vegar um land og geta allir landsmenn gert athugasemdir við tillöguna til 10. október. Hefur verið búist við að endanleg tillaga gæti legið fyrir á næstu mánuðum en umhverfisráðherra þarf að staðfesta skipulagið áður en það tekur gildi. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Túnfiskur til góðgerðarstarfsemi

TÚNFISKUR, sem Heimaey VE fékk í trollið í síðustu viku, var boðinn upp og seldur hjá Fiskmarkaði Vestmannaeyja í gær. Heimaey fékk fiskinn í botntroll á 40 faðma dýpi átta mílur suður af Ingólfshöfða. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Uppsögn blikksmiðs dregin til baka

UPPSÖGN blikksmiðs, sem sagt hafði verið upp störfum í lok ágúst, hefur nú verið dregin til baka og er gert ráð fyrir að hann hefji störf á ný að loknu fæðingarorlofi 1. nóvember næstkomandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hafði sagt manninum upp störfum eftir að hann tilkynnti að hann hygðist taka níu vikna fæðingarorlof, vildi ekki ræða ástæður uppsagnarinnar við Morgunblaðið. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 57 orð

Úgg!

WILMER Mesteth, töfralæknir Sioux-indíána, veifar fjöður við greftrunarstað indíánahöfðingjans Langa-Úlfs í Brompton- kirkjugarði í Lundúnum. Jarðneskar leifar Langa-Úlfs verða grafnar upp á fimmtudag og fluttar til greftrunarstaðar forfeðra hans og ættingja í Svörtu fjöllum í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Meira
23. september 1997 | Landsbyggðin | 134 orð

Útför Dagbjarts Sigurðssonar

Útför Dagbjarts Sigurðssonar var gerð frá Skútustaðakirkju föstudaginn 19. september að viðstöddu miklu fjölmenni. Kór kirkjunnar söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Einsögnur Brynhildur Björnsdóttir, hljóðfæraleikur Gréta Baldursdóttir og Richard Simm. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson las úr ritningunni, fór með bænir og flutti minningarræðu. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 318 orð

Valdataka Kims Jong-ils undirbúin

NORÐUR-Kóreumenn hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að gera Kim Jong-il formlega að leiðtoga kommúnistaflokksins. Norður-kóreskir fjölmiðlar segja að fulltrúar flokksins í Phyongan- héraði hafi samþykkt á ráðstefnu á sunnudag að leggja til að Kim Jong- il verði formlega gerður að eftirmanni föður síns, Kims Il-sungs. Meira
23. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Vetrarstarfið að hefjast

STARFSEMI Lúðrasveitar Akureyrar starfsárið 1997-1998 hefst í kvöld, þriðjudaginn 23. september, í félagsheimilinu að Laxagötu 5 kl. 19.30. Fastur æfingatími sveitarinnar er á þriðjudagskvöldum. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

Vinnulag heilbrigðisyfir-valda átalið harðlega

STJÓRN Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, átelur harðlega vinnulag heilbrigðisyfirvalda vegna breytinga á starfsemi Vífilsstaðaspítala, en fyrirhugað er að setja þar á laggirnar hjúkrunarheimili og flytja þjónustu fyrir lungnasjúklinga á Landspítala. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 450 orð

Voscherau dregur sig í hlé frá stjórnmálum

HENNING Voscherau, borgarstjóri Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í Hamborg í Þýskalandi, sagði af sér á sunnudag eftir mikið fylgistap flokksins í kosningum til borgarstjórnarinnar, sem jafnframt er ríkisstjórn þar sem Hamborg er eitt 16 sambandslanda Þýzkalands. Meira
23. september 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ævilíkur aldraðra hafa aukist minna hér

ÆVILÍKUR aldraðra hafa aukist minna hér á landi en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á sama tíma. Ævilíkur yngra og miðaldra fólks hafa hins vegar aukist álíka mikið hér á landi og í ofangreindum löndum. Meira
23. september 1997 | Erlendar fréttir | 259 orð

Önnur umferð nauðsynleg

ALLT útlit var fyrir að efna yrði til annarrar umferðar í forsetakosningunum í Serbíu, er tveir þriðju hlutar atkvæða höfðu verið taldir í gær, þar sem allt benti til að enginn helstu frambjóðendanna þriggja fengi hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

23. september 1997 | Staksteinar | 333 orð

»Kossar í sögulegu samhengi! "UMRÆÐAN [um sameiningu A-flokka] hefur byggst

"UMRÆÐAN [um sameiningu A-flokka] hefur byggst á yfirborðslegu froðutali og kossaflensi í fjölmiðlum," segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður í viðtali við Dag- Tímann. Og bætir við: "En kossarnir hafa nú verið allavega gegnum tíðina eins og kunnugt er, og ekki alltaf ávísun á heilindi." Fjölmiðlablaður Meira
23. september 1997 | Leiðarar | 583 orð

SAMNINGAR LEIKSKÓLAKENNARA ELLEFTU stundu tókust samningar

SAMNINGAR LEIKSKÓLAKENNARA ELLEFTU stundu tókust samningar milli leikskólakennara og sveitarfélaga og yfirvofandi verkfalli í leikskólum hefur verið frestað. Víst er, að fjölskyldum, sem eiga börn á leikskólum, létti mikið við tíðindin, því verkfall hefði haft í för með sér mikla röskun á högum þeirra flestra. Meira

Menning

23. september 1997 | Bókmenntir | 471 orð

Af fundum frænda

Ritstjórar Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal. Føroya Fróðskaparfelag, Tórshafn 1997 ­ 216 bls. DAGANA 28. ­ 29. júní 1995 var haldin ráðstefna í Þórshöfn í Færeyjum um ýmsa þá þræði, sögulega og menningarlega sem tengja frændþjóðirnar tvær, Færeyinga og Íslendinga, saman. Fyrirlestrar ráðstefnunnar hafa nú verið gefnir út í ritinu, Frændafundur 2. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

ALI BREGÐUR Á LEIK

HNEFALEIKAKAPPINN Muhammad Ali bregður á leik með Christopher Jordan sem er þrettán ára. Jordan er mikill aðdáandi Alis og sagðist vera afar stoltur yfir því að hafa fengið tækifæri til að etja kappi við goðið á síðasta degi móts áhugamanna í hnefaleikaíþróttinni sem tileinkað var Ali. Hann var heiðraður á laugardaginn var í Frelsishöllinni í Louisville. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 291 orð

Barenboim býður Gunnari áframhaldandi samstarf

GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvari mun syngja hlutverk Taminos í Töfraflautunni í uppfærslu Ríkisóperunnar í Berlín í stórum almenningsgarði þar í borg í ágúst á næsta ári. Var hann ráðinn til starfans að frumkvæði Daniels Barenboims, listræns stjórnanda óperunnar og eins virtasta hljómsveitarstjóra heims. Meira
23. september 1997 | Kvikmyndir | 405 orð

Blóðfórn í dreifbýlinu

Leikstjóri og handritshöfundur: Lee David Zlotoff. Kvikmyndataka: Robert Draper. Aðalhlutverk: Alison Elliott, Ellen Burstyn, Marcia Gay Harden, Will Patton, Gailard Sartain, og Kieran Mulroney. 117 mín. Bandarísk. Castle Rock/ Columbia Pictures/ Gregory Productions/ The Mendocino Corporation. 1996. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 164 orð

Bréf Lennons selt á uppboði

BRÉF Bítilsins John Lennons til Cynthiu eiginkonu hans var selt í vikunni á uppboði fyrir tæpar tvær milljónir króna. Í bréfinu lýsir Lennon áhyggjum sínum yfir því hve litla athygli hann hafi veitt syni sínum Julian. "Ég sakna hans meira en ég hef nokkru sinni gert áður. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 410 orð

Bær í takt við tímann

EGILSSTAÐABÓK ­ frá býli til bæjar kom út í sumar í tilefni af fimmtíu ára afmæli kaupstaðarins. Ritstjóri bókarinnar og aðalhöfundur var Björn Vigfússon sagnfræðingur. "Efnið flokkast ekki undir hefðbundna sagnfræði," segir Björn Vigfússon, "heldur er því hampað sem heimamenn eru stoltastir af. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 217 orð

Drap hún mann eða drap hún ekki mann? Morð með undirmeðvitundinni (Murder in Mind)

Framleiðendur: Vicki Slotnick og Jeremy Paige. Leikstjóri: Andrew Morahan. Handritshöfundur: Michael Codney. Kvikmyndataka: John Aronson. Tónlist: Paul Buckmaster. Aðalhlutverk: Nigel Hawthorne, Mary Louise Parker, Jimmy Smits, Jason Scott Lee. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 2. september. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð

Endurkoma Kim Basinger

LEIKKONAN Kim Basinger mætti í fylgd föður síns, Don Basinger, á frumsýningu nýjustu myndar sinnar "L.A. Confidential" í Hollywood á dögunum. Myndin gerist á sjötta áratugnum og fjallar um spillingu innan lögreglunnar. Þetta er fyrsta mynd leikkonunnar í nokkurn tíma síðan hún eignaðist dótturina Ireland með leikaranum Alec Baldwin. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Faðir í annað sinn

DEBBIE Row, eiginkona Michaels Jacksons, á von á öðru barni þeirra hjóna. Að sögn breska blaðsins "The Mirror" mun barnið fæðast í desember. Fregnir herma að poppgoðið Michael Jackson hafi verið svo himinlifandi yfir fréttunum að hann færði barnsmóðurinni splunkunýjan Mercedes S 600 sem ku kosta litlar 12 milljónir króna. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Flugeldasýning í Houston

FLUGELDAR og leysiljós lýstu upp næturhimininn á hátíð í Houston á laugardaginn var. Aðstandendur hátíðarinnar, sem ætlað var að sýna mátt borgarinnar og megin, áætluðu að milljón manns hefði séð þessa stærstu flugelda- og leysiljósasýningu sem nokkurn tíma hefur verið haldin í Norður-Ameríku. Meira
23. september 1997 | Bókmenntir | 813 orð

Forn menning í þjóðfræðilegu ljósi

eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Rýnt í forn trúarbrögð með þjóðfræðilegri aðferð. Háskólaútgáfan, Félagsvísindastofnun, Reykjavík, 1997, 263 bls. VIÐ vitum ekki mikið um þá menningu sem landnámsmenn fluttu með sér til Íslands. Það svona glittir í hana í gegnum þær heimildir sem við höfum. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 249 orð

Fullkomin börn eftir pöntun

VILTU barn með blá augu eða fullkomið nef? Hjá rannsóknarstofunni Gattaca er hægt að panta hið fullkomna barn með því að velja erfðavísana af vandvirkni. Auglýsing á þessum nótum birtist í USA Today, Wall Street Journal, og New York Times um miðjan september. Símanúmer fylgdi með og um 50. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 246 orð

Fyrsta frumsýning leikársins

FYRSTA frumsýning Þjóðleikhússins var á föstudagskvöldið þegar leikrit Anton Tsjekhofs "Þrjár systur" var sýnt. Leikritið telst með fremstu verkum Tsjekhofs og eitt þeirra vinsælustu, einstæð blanda gamansemi og trega með frábærum mannlýsingum. Það fjallar um þrjár systur, leiknar af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Halldóru Björnsdóttur og Eddu Arnljótsdóttur, sem langar burt til Moskvu. Meira
23. september 1997 | Tónlist | 519 orð

Glansandi fínn kammerdjass

Miðvikudagur 17. september kl. 21. ÞAÐ var gaman að hlusta á RekSinki kvartettinn á Hótel Sögu á miðvikudagskvöldið var. Kvartettinn skipa tveir úr hópi fremstu djassleikara okkar Íslendinga: Björn Thoroddsen á gítar og Sigurður Flosason á altósaxófón auk Finnanna Tuure Koski bassaleikara og Mikko Hassinen trommara. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 227 orð

Huliðsheimar hafsins

LEYNDARMÁLIÐ er yfirskrift sýningar Ingu Elínar Kristinsdóttur keramik- og glerlistakonu í Galleríi Horninu. Inga Elín er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í ár. Síðast hélt hún sýningu árið 1994 en sýninguna nú segir hún öðrum þræði vera í tilefni af fertugsafmæli sínu 22. september. Sýningunni lýkur 1. október. Meira
23. september 1997 | Tónlist | 735 orð

Í LEIT AÐ LIST

Félagsskapurinn Ung Nordisk Musik hóf tónleikahátíð sína með verkum eftir Jonas Klingborg, Jón Guðmundsson og Johan Tallgren. Flytjandi var Caput-hópurinn undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sunnudagurinn 21. september 1997 Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Karl tekur í spaðann á indíána

KARL Gústaf XVI Svíakonungur heilsar skátanum Samuel Port sem er klæddur í indíánabúning. Francisco Roman skátahöfðingi Filippseyja fylgist með. Karl Gústaf er heiðursforseti skátahreyfingarinnar og tekur þátt í ráðstefnu um þessar mundir um það hvernig best sé að virkja hreyfinguna í gömlu austantjaldsríkjunum. Meira
23. september 1997 | Kvikmyndir | 433 orð

Kynþáttahatur fyrr og nú

Leikstjóri: Rob Reiner. Kvikmyndataka: John Seale. Handrit: Lewis Colick. Helstu hlutverk: Alec Baldwin, Whoopi Goldberg, James Woods, Graig T. Nelson, William H. Macy, og Susanna Thompson. 130 mín. Bandarísk. Castle Rock Entertainment/Columbia. 1996. SKUGGAR fortíðar fetar svipaðar slóðir og "A Time to Kill" og "To Kill A Mockingbird". Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

List til að klæðast

1. HANN var klæðalítill maðurinn sem sýndi verkið "All Tied Up" eftir stöllurnar Jill Crean og Julie Drummond. 2. NÝSJÁLENSKI hönnuðurinn Margaret Marr bjó til listaverkið "Kiwi Quarter Acre" sem lenti í fyrsta sæti í flokkinum "táknmyndir frá 6. og 7. áratugnum gerðar að listfatnaði tíunda áratugarins." 3. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 249 orð

Lolita fær neikvæða gagnrýni

KVIKMYNDIN Lolita sem leikstýrt er af Adrian Lyne hefur loks verið frumsýnd eftir að hafa verið lögð til hliðar af bandarískum dreifingaraðilum fyrir átján mánuðum vegna þess að efni myndarinnar þótti of eldfimt. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Með tónlistina að vopni

TÓNLEIKAR til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Tékklandi voru haldnir á laugardag í Háskólabíói þar sem margir af okkar fremstu tónlistarmönnum lögðu fram krafta sína. Tónleikarnir voru haldnir að undirlagi Önnu Kristíne Magnúsdóttur en að sögn aðstandenda eru ennþá um 12 þúsund manns heimilislaus þótt tveir mánuðir séu liðnir frá því að flóðin gengu yfir landið. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Nýjar bækur GÆTTU þín

GÆTTU þín á eldinum er eftir Ingileifi Ögmundsdóttur og myndskreytt af Kristbjörgu Helgadóttur. Að sögn höfundar er bókin sett saman í þeirri von að hún geti frætt börn um þær hættur sem fylgja því að fikta með eld og þar með draga úr brunaslysum á börnum. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Nýjar bækur LYKILBÓK að

Nýjar bækur LYKILBÓK að fjórum skáldsögum eftir Halldór Laxness er í samantekt Guðrúnar Ingólfsdóttur og Margrétar Guðmundsdóttur. Lykilbókin er hugsuð sem hjálpartæki fyrir lesendur við að auka þekkingu sína og skilning á skáldsögunum Brekkukotsannál, Íslandsklukkunni, Sölku Völku og Vefaranum mikla frá Kasmír. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Nýjar bækur ÚT er komin ljóðabókin Jóh

ÚT er komin ljóðabókin Jóhann vill öllum í húsinu vel eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Í kynningu segir: "Það má kallast óhefðbundið að ungt ljóðskáld yrki eingöngu hefðbundið, Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Penn kemur foreldrum sínum á framfæri

SEAN Penn hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann fer með aðalhlutverk myndarinnar "The Game" sem var mest sótta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann lætur ekki þar við sitja. Auk þess að vera við tökur á myndinni "The Thin Red Line", sem á að gerast í heimsstyrjöldinni síðari, er hann framkvæmdastjóri leikritsins "Remembrances", Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 63 orð

Píanótónleikar í Selfosskirkju

MIKLOS Dalmay heldur píanótónleika í Selfosskirkju í tónleikaröð sem haldin er hvert þriðjudagskvöld þessar vikurnar. Miklos Dalmay er Ungverji og hlaut tónlistarmenntun sína á heimalandi sínu, en hefur starfað aðeins skamma hríð á Íslandi og er nú búsettur á Flúðum. Miklos hlaut Tónvakaverðlaun Ríkisútvarpsins 1996. Á efnisskrá tónleikanna, sem hefjast kl. 20. Meira
23. september 1997 | Tónlist | 743 orð

Sígaunablóð

Píanódúó eftir Brahms, Debussy, Milhaud og Vaughan Williams. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó; Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó. Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 21. september kl. 20. Meira
23. september 1997 | Tónlist | 531 orð

Skammt stórra högga milli

Stjórnandi Sverre Valen, orgelleikari Tormod Övrum. Einsöngvari Sidsel E. Olsen, Lisbeth Smedstad og Sigrun Eckhoff. Sunnudagur 21. september. ÞEIR láta ekki deigan síga, aðventistar, í sínu trúboði. Fyrir aðeins fáum vikum heimsótti Ísland heil sinfóníuhljómsveit samansett aðventistum, lærðum og leikum, áhuga- og atvinnumönnum í tónlistinni. Kom sú hljómsveit frá Ameríku. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 106 orð

Snúður og Snælda sýna Ástandið

LEIKFÉLAGIÐ Snúður og Snælda leggja upp í leikferð með leikritið Ástandið, sögur kvenna frá hernámsárunum eftir þær Brynhildi Olgeirsdóttur og Sigrúnu Valbergsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri. Leikritið var sýnt 22 sinnum fyrir fullu húsi í Risinu síðastliðinn vetur og nú á að gefa fleirum færi á að sjá það, segir í kynningu. Sýningar verða í Stapanum í Keflavík þriðjudaginn 23. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 294 orð

Stoppleikhópurinn frumsýnir í Bolungarvík

STOPPLEIKHÓPURINN frumsýndi leikritið Á-kafi, eftir Valgeir Skagfjörð, í grunnskólanum í Bolungarvík á dögunum. Leikritið Á-kafi er fræðslu- og forvarnarverkefni sem styrkt er af Krabbameinsfélaginu og Tóbaksvarnanefnd og er ætlunin að sýna leikritið í sem flestum grunnskólum landsins. Leikritið fjallar sérstaklega um reykingar unglinga og þá áþján sem tóbaksnautnin er. Meira
23. september 1997 | Kvikmyndir | 510 orð

SVIPIR FORTÍÐAR

Leikstjóri og handritshöfundur: Reynir Oddsson. Aðstoðarleikstjóri: Hörður Torfason. Aðalleikendur: Steindór Hjörleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir, Elva Gísladóttir, Róbert Arnfinnsson, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Stephensen, Pétur Einarsson. Endursýning. Íslensk. 1977. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 663 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnard

Face/Off Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri atburðarás frá upphafi til enda. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og menninga

Tímarit TÍMARIT Máls og menningar 3. hefti 1997 er komið út. Meginviðfangsefni þess er þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) og kenningar hans. Fimm fræðimenn skrifa um ýmsar hliðar þessa heimspekings, þau Róbert H. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Ung Nordisk Musik 1997

UNGU tónskáldin á hátíðinni UNM 1997 ræða verk sín í Tónlistarskóla Reykjavíkur í dag, þriðjudag kl. 11­13. Luca Francesconi heldur fyrirlestur kl. 14­16. Tónleikar verða í Listasafni Íslands kl. 20. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Ung Nordisk Musik 1997

Ung Nordisk Musik 1997 UMRÆÐUR ungu tónskáldanna um verk sín verða í Tónlistarskóla Reykjavíkur á morgun, föstudag kl. 11­13. Kvikmyndin Tár úr steini í enskri útgáfu verður sýnd í Stjörnubíói kl. 14. Hjálmar H. Ragnarsson talar um Jón Leifs á undan sýningunni. Tónleikar verða í Listasafni Íslands kl. 20. Meira
23. september 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Ung Nordisk Musik 1997

Ung Nordisk Musik 1997 UMRÆÐUR ungu tónskáldanna á hátíðinni Ung Nordisk Musik 1997 verða í Tónlistarskóla Reykjavíkur á morgun, fimmtudag, kl. 11­13. Ítalska tónskáldið Luca Francesconi heldur fyrirlestur kl. 14­16. Hljómsveitartónleikar verða í Langholtskirkju kl. 20. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 281 orð

Útgáfa Altmans í bíó

KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Robert Altman hefur haft betur í slagnum við Polygram Pictures um hvaða útgáfa nýjustu myndar hans "The Gingerbread Man" verði markaðssett. Það slettist upp á vinskapinn milli leikstjórans og framleiðendanna þegar kvartanir áhorfenda á tilraunasýningum sannfærðu stjórnendur Polygram um nauðsyn þess að stytta myndina en útgáfa Altmans er 109 mínútur á lengd. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 157 orð

Vinna vel saman

ÞAÐ var engum vandkvæðum háð fyrir Robin Wright að leika á móti eiginmanni sínum, Sean Penn, í myndinni "She's So Lovely". "Við áttum að leika leika brjálæðislega ástfangið fólk og við erum það," sagði Robin. "Við kynntumst fyrst þegar við lékum saman í mynd en núna eigum við tvö börn. Það hefur gengið á ýmsu í sambandinu og við þekkjum hvort annað vel eftir átta ár. Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 685 orð

Væntanlegar kvikmyndir í Regnboganum Stórslys, grín og alvara

ÍHAUST- og vetrardagskrá Regnbogans kennir ýmissa grasa. Spenna, grín og alvarleg stykki verða á boðstólunum. Einnig er stefnt að því að halda Kvikmyndahátíð Reykjavíkur annað árið í röð um mánaðamótin október-nóvember og verður þá boðið upp á myndir eins og "Hamlet" í leikstjórn Kenneth Branagh, frumraun Johnny Depp sem leikstjóra "The Brave", Meira
23. september 1997 | Fólk í fréttum | 236 orð

(fyrirsögn vantar)

Cabaret - 1972 ÞESSI mynd eftir leikstjórann Bob Fosse markaði tímamót í sögu dans- og söngvamynda. Frá 1940 höfðu tónlistaratriðin í slíkum kvikmyndum alltaf verið felld inn í söguna. Þá hættu persónurnar í myndinnni snögglega að tala saman og byrjuðu að syngja og dansa eins og ekkert væri eðlilegra í daglegum samskiptum við fólk. Meira

Umræðan

23. september 1997 | Aðsent efni | 356 orð

Á tölvunarfræðin framtíð á Íslandi?

STJÓRN félags tölvunarfræðinga hefur af því þungar áhyggjur hvert menntastefna hins opinbera er að leiða íslensku þjóðina. Undanfarið hefur verið um það rætt hversu illa gengur að fá hæft fólk til starfa við tölvunarfræðiskor. Þetta er reyndar ekkert nýtt, sama á við um margar aðrar deildir háskólans, svo sem læknadeild. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 616 orð

Fjárhagurinn og ævilíkur aldraðra

Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur meðalævi landsmanna aukist verulega. Þessi þróun hófst fyrir alvöru nokkru fyrir miðja öldina og varð samfara bættum aðbúnaði, efnahag og að einhverju leyti vegna bættrar heilbrigðisþjónustu. Mestu munaði um bættan aðbúnað barna sem leiddi til verulegrar minnkunar á ungbarnadauða. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 671 orð

Flóttinn undan frjálshyggjunni

NÍUNDA hugvekja Hannesar Hólmsteins (3. sept.) verður honum seint til sóma. Þeir sem vilja skipta því jafnt sem enginn hefur unnið til, eiga samkvæmt henni að bíta gras með Rousseau. Það er reyndar hlálegt hverja sú ósk hittir fyrir, og það rifjast upp með tíundu grein Hannesar 4. sept. Hún fjallar um aflaheimildir og útvarpsrásir. Meira
23. september 1997 | Bréf til blaðsins | 704 orð

Frá vörn til sigurs á landeyðingu

SKAMMT austan vegarins inn að Hagavatni á Biskupstungnaafrétti í Sandvatnshlíðum er falleg gróðurtorfa í annars örfoka landi. Hún er aflöng frá suðvestri til norðausturs, um 700 m löng, 60-70 m á breidd og 2-3 m á þykkt. Gróðurfarið er dæmigerð íslensk lyngheiði með fjalldrapa, víði, bláberjalyngi, krækiberjalyngi og eini. Meira
23. september 1997 | Bréf til blaðsins | 279 orð

"Gæsluleikvellir eru barn síns tíma"

ÞESSI orð féllu af vörum borgarstjórans okkar, kvennalistakonunnar, móðurinnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á borgarstjórnarfundi fimmtudaginn 18. september sl. Stórkostlegar breytingar hafa orðið á útivistarsvæðum borgarinnar undanfarin ár. Verið er að efla og hvetja fólk til umhugsunar um hollustu góðrar útiveru. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 677 orð

Kostnaður við listasafn stefnir í 700 milljónir

NÚ ÆTLAR R-listinn að byggja listasafn í Hafnarhúsinu. Þetta á að vera glæsilegt listasafn og ekkert smáhýsi eða u.þ.b. 3.500 fermetrar að stærð. 12. febrúar 1996 skilaði starfshópur sem fjallaði um málið nefndaráliti þar sem gert var ráð fyrir að heildarstærð listasafns í Hafnarhúsi yrði nálægt 2.700 fermetrar að stærð og þar af fengi Errósafn 785 fermetra til ráðstöfunar. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 434 orð

Kvennalistinn og stjórnmálin

SUNNUDAGINN 7. september s.l. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, þingkonu Kvennalistans og eina af stofnendum hans. Kristín minnist þar á aðdraganda og ástæður fyrir stofnun Kvennalista og Kvennaframboðs. Ég tel að íslensk kvennabarátta standi í ómældri þakkarskuld við þær konur sem þar áttu hlut að máli. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 790 orð

Mikilvægi símenntunar fyrir launafólk

ÞAÐ ER almenn skoðun að þær þjóðir og þau fyrirtæki, sem best munu standa sig í alþjóðlegri samkeppni framtíðarinnar, séu þær þjóðir og fyrirtæki sem hafi yfir að ráða hæfasta og best menntaða vinnuaflinu á öllum stigum framleiðslu og þjónustu. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 562 orð

Viðskiptaferðalög til útlanda eru hagstæð Þó að myndfundir séu

FYRIR skömmu var fjallað um það í fjölmiðlum að myndfundir gætu komið að nokkru leyti í staðinn fyrir ferðalög Íslendinga á fundi erlendis. Tómas Ingi Olrich alþingismaður kynnti athyglisverða tilraun á myndsambandi við nefndarfund hjá Evrópuþinginu. Meira
23. september 1997 | Aðsent efni | 787 orð

Þjóðarátak um bætta grunnmenntun

HVERNIG má það eiginlega vera eftir umræðurnar um menntamál í kjölfar alþjóðlegs samanburðar á árangri í raungreinum á sl. ári að yfirvofandi eru verkföll og uppsagnir kennara og á seinustu stundu tókst að afstýra verkfalli leikskólakennara? Þessi spurning er mér mjög áleitin sem stjórnmálamanni og háskólakennara í uppeldisfræðum. Meira

Minningargreinar

23. september 1997 | Minningargreinar | 655 orð

Dagmar Lúðvíksdóttir

Dagmar Lúðvíksdóttir amma mín, er nú fallin frá á nítugasta og öðru aldursári. Hún missti eiginmann sinn Gizur Bergsteinsson fyrr á þessu ári og saknaði hans sárt. Fyrir fjölskylduna er erfitt að horfa á eftir þeim báðum með svo stuttu millibili, enda voru þau bæði miklir persónuleikar og tóku með áhuga þátt í daglegu lífi barna sinna og barnabarna. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 761 orð

Dagmar Lúðvíksdóttir

Fallin er frá mikil mannkostakona, tengdamóðir mín Dagmar Lúðvíksdóttir. Hún fæddist og ólst upp í Lúðvíkshúsi í Neskaupstað í stórum og glaðværum systkinahópi. Systkinin voru fædd ellefu en tvær systur létust ungar að árum, önnur í frumbernsku. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 177 orð

DAGMAR LÚÐVÍKSDÓTTIR

DAGMAR LÚÐVÍKSDÓTTIR Dagmar Lúðvíksdóttir fæddist á Neskaupstað 26. desember 1905. Hún andaðist á Landspítalanum 14. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þorláksdóttir f. 13. nóv. 1875 í Þórukoti á Álftanesi, d. 25. nóv. 1956, og Lúðvík Sigurður Sigurðsson, útgerðarmaður og kaupmaður, f. 10. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Jan P. Syse

Í síðustu viku lést í Noregi langt um aldur fram Jan P. Syse fyrrum forsætisráðherra. Hann varð aðeins 66 ára gamall en hafði í meira en aldarfjórðung átt sæti á Stórþinginu og tekið virkan þátt stjórnmálum frá því í háskóla. Í starfi Norðurlandaráðs bindast menn vináttuböndum. Þau bönd liggja ekki eftir flokkslínum. Leiðir okkar Jans P. Syse lágu saman í næstum áratug í Norðurlandaráði. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 112 orð

JAN P. SYSE

JAN P. SYSE Jan P. Syse var fæddur 25. nóvember 1930 í Nötteröy. Hann lauk lagaprófi og var á námsárum formaður norsku stúdentasamtakanna og samtaka hægri stúdenta. Átti um skeið sæti í borgarstjórn Óslóborgar. Hann gegndi embætti iðnaðarráðherra 1983-1985 og var forsætisráðherra frá 16. október 1989 til 3. nóvember 1990. Jan P. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 913 orð

Karl Jóhannsson

Fyrir réttum 22 árum kvaddi ég, að sinni, nokkra samstarfsmenn mína að loknu sumarstarfi og hélt í skólann. Einn þessara frábæru samstarfsmanna tók af mér loforð um að líta við endrum og sinnum veturinn eftir "í súpu og brauðsneið". Af föðurlegri umhyggju var honum umhugað að missa ekki sjónar á þessum unga, óharðnaða nýliða sínum og gaf jafnframt til kynna möguleika á endurráðningu sumarið eftir. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Karl Jóhannsson

Þetta er bjargvætturinn minn, sagðir þú og klappaðir mér ástúðlega en örlítið hikandi á öxlina. Ég man hvað ég varð hégómlega montin yfir þessum orðum þínum fyrir framan vini okkar og "bjargvætti". Við höfðum heimsótt ykkur Dídu, nokkur úr M-hópnum, þegar við vissum að ykkur leið illa, þú sýndir þakklæti þitt á þennan hátt. Kallaðir okkur bjargvættina þína, sitt á hvað. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 135 orð

Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16

Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16. september síðastliðinn. Faðir hans var Jóhann Pétur Jónsson, kaupmaður á Siglufirði. Móðir hans var Ragna Pétursdóttir, gullsmiður. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1943. Fyrri eiginkona hans var Unnur G. Thoroddsen lyfjafræðingur, þau slitu samvistir. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 744 orð

Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16

Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16. september síðastliðinn. Faðir hans var Jóhann Pétur Jónsson, kaupmaður á Siglufirði. Móðir hans var Ragna Pétursdóttir, gullsmiður. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1943. Fyrri eiginkona hans var Unnur G. Thoroddsen lyfjafræðingur, þau slitu samvistir. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Karl Jóhannsson Hann átti til vestfirzkra að telja í annan kynbóginn.

Hann átti til vestfirzkra að telja í annan kynbóginn. Það sýndi sig oft ­ ótaloft. Bekkjarbróðir, félagi, gleðibróðir, hollvinur. Það er sárt að missa slíkan, ekki sízt með voveiflegum hætti. Karl Jóhannsson var ótrúlega vel gerður maður. Hann var einn þeirra, sem gat skarað fram úr í þeim greinum, eða öllu heldur í þeim viðfangsefnum, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var makalaust. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 583 orð

Magnús Jóhannsson

Þegar mér barst fréttin um andlát góðs vinar og fyrrverandi nágranna míns Magnúsar Jóhannssonar frá Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp stöðvaðist tíminn í huga mínum og fór hugur minn til baka og rifjuðust upp gamlar minningar um hinn góða og gáfaða mann sem Magnús var. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Magnús Jóhannsson

Látinn er í hárri elli Magnús Jóhannsson, einn þeirra áhugamanna sem lögðu grundvöll að starfi Jöklarannsóknafélags Íslands. Magnús átti mikinn þátt í að skapa einstakan félagsanda meðal vísindamanna og áhugamanna um jöklarannsóknir og leggja grunn að reglubundnum rannsóknaferðum á Vatnajökul. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 595 orð

Magnús Jóhannsson

Í dag kveðjum við kæran vin minn, Magnús Jóhannsson útvarpsvirkjameistara. Mig langar að minnast Magnúsar með fáeinum orðum. Magnús kynntist foreldrum mínum, Sveinbirni Egilssyni og Rannveigu Helgadóttur, árið 1933 þegar hann réð sig til starfa á útvarpsstöðinni á Vatnsenda, þar sem Sveinbjörn var stöðvarstjóri. Þeir unnu saman við uppsetningu á stöðinni. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 156 orð

MAGNÚS JÓHANNSSON

MAGNÚS JÓHANNSSON Magnús Jóhannsson var fæddur þann 3. september 1912 að Skjaldfönn í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi. Hann lést í Landspítalanum 15. september síðastliðinn. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Oddfríður Ragnheiður Jónsdóttir

Með fáeinum línum langar mig að minnast föðursystur minnar og þakka fyrir samverustundirnar sem við áttum saman. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka þegar ég sit nú og hugsa um þig og koma upp í huga minn allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist mér alltaf. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 119 orð

ODDFRÍÐUR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

ODDFRÍÐUR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Oddfríður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 25. júní 1913 á Efri-Núpi í Fremri- Torfustaðarhreppi í Miðfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðastliðinn. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Í dag verður til moldar borinn til hinstu hvílu vinur minn og félagi um 29 ára skeið, Óskar Sveinbjörnsson, húsasmíðameistari og forstjóri Korkiðjunnar og fleiri fyrirtækja. Raunar eru kunningsskapur og viðskipti okkar Óskars mun lengri, eða nær 45 ár. Strax við fyrstu kynni fann ég að þarna var sérstaklega traustur, vandaður og ábyggilegur maður til orðs og verka. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Ég var staddur í öðrum landshluta þegar mér barst til eyrna andlátsfregn Óskars. Ekki kom það mér að óvörum, því ég vissi hvert stefndi. Ég hafði séð hann heima hjá sér skömmu áður. Líkamlegt þrek var að þrotum komið, en hugsunin skýr og hann veitti því fulla athygli sem við spjölluðum saman. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Það er vissulega skarð fyrir skildi þegar Óskar Sveinbjörnsson forstjóri er horfinn af sjónarsviðinu. Kynni okkar hófust í árslok 1957 svo að tengslin spanna hálfa mannsævi. Mér varð brátt ljóst að ég mundi mega hafa mig allan við ef ég ætlaði að halda í við hann hvað snerti störf okkar innan þess félagsskapar, sem leiddi okkur saman. Upp á ýmsu var bryddað. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 267 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Elsku Óskar. Þetta eru aðeins fátækleg kveðjuorð með þakklæti fyrir þína miklu tryggð við mig og mína í gegnum árin. Þú tókst tryggð við Ingibjörgu, systur mína, sem er náttúrlega skiljanlegt þar sem hún varð tengdadóttir þín, en þar með var ekki sagt að þú þyrftir að taka fjölskylduna að þér, en það gerðir þú og þið hjónin svo sannarlega eftir að pabbi féll frá og síðan mamma. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 444 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Elsku afi. Það var dimmur sunnudagurinn 14. september sl. þegar þú kvaddir okkur og fórst í þína löngu ferð sem við öll eigum fyrir höndum. Við vissum að þú varst búinn að vera mikið veikur en einhvern veginn vildum við ekki trúa því að þessi yrði endirinn. Þú hafðir alltaf verið svo sterkur og duglegur og ekki fór amma varhluta af því í lífinu eins og kom svo vel í ljós þegar hún veiktist. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 369 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Látinn er í Reykjavík heiðursmaðurinn Óskar Sveinbjörnsson, löngum kenndur við fyrirtæki sitt, Korkiðjuna, sem hann stofnaði og rak af hagsýni og myndarskap, allan sinn starfsaldur. Nýlega orðinn áttatíu og tveggja ára varð hann að láta í minni pokann fyrir hinum illvíga vágesti krabbameininu eins og fleiri. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Óskar Sveinbjörnsson

Lífið breytist þegar maður missir nákominn ættingja, ættingja sem manni fannst alltaf gott að koma til, tala við, finna hlýjuna og ylinn frá. Einhvern veginn finnst manni alltaf að þeir sem við elskum, treystum og getum ávallt leitað til verði alltaf til staðar, þegar maður þarfnast þeirra. Meira
23. september 1997 | Minningargreinar | 316 orð

ÓSKAR SVEINBJÖRNSSON

ÓSKAR SVEINBJÖRNSSON Óskar Sveinbjörnsson fæddist hinn 22. ágúst 1915 á Arnarfelli í Þingvallasveit. Hann andaðist í Landspítalanum hinn 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Kristjánsson, byggingameistari, f. 30. október 1883, d. 17. september 1965, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1885, d. 7. Meira

Viðskipti

23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 225 orð

»Dollar sterkur og bréf hækka

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í evrópskum kauphöllum í gær vegna sterks dollars, sem hefur ekki verið hærri gegn jeni í 19 vikur og þjarmar að markinu. Í Wall Street komst Dow Jones hlutabréfavísitalan fljótlega í yfir 8000 punkta eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Hagnaður nam 236 milljónum

ÐGóð afkoma hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fyrstu 8 mánuði ársins Hagnaður nam 236 milljónum HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. nam 236 milljónum króna eftir skatta fyrstu 8 mánuði þessa árs. Þetta er 27 milljónum króna minni hagnaður en varð af rekstri félagsins á sama tíma á síðasta ári. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Húsaleiga hækkar um 0,4%

VÍSITALA byggingarkostnaðar reiknuð eftir verðlagi um miðjan september reyndist vera 225,9 stig og hækkaði um 0,2% frá ágústmánuði. Þessi vísitala gildir fyrir október 1997. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 723 stig. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,9%. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Hæsta tilboð sem sögur fara af í Frakklandi

FRANSKI fjármálamaðurinn Francois Pinault hefur boðið 30 milljarða franka í fjármála- og eignarhaldsfélagið Worms & Cie, eða 410 franka á hlutabréf, og er það hæsta tilboð sem gert hefur verið í fyrirtæki í óþökk þess í kauphöllinni í París. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Íslenskt-spænskt verslunarráð stofnað

ÐYfir 200 manns á viðskiptadegi Íslendinga í Barcelona Íslenskt-spænskt verslunarráð stofnað Fimm íslensk fyrirtæki starfrækja skrifstofur á Spáni Barcelona. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Kaupir 1,5% í SH

HLUTABRÉFASJÓÐUR Búnaðarbankans hefur keypt hlutabréf í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. fyrir alls um 131 milljón króna. Forkaupsréttur hluthafa rann út í síðustu viku og var endanlega gengið frá kaupunum á föstudag. Alls er um að ræða 1,5% hlut í fyrirtækinu, en gengi bréfanna miðast við 8,5 milljarða markaðsverð SH. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Ógreidd bréf í Bifreiðaskoðun til sölu

SÍÐARA sölutímabil hlutabréfa ríkisins í Bifreiðaskoðun hf. hófst í gær og lýkur á fimmtudag. Til sölu eru hlutabréf að nafnverði rúmar 10 milljónir króna. Að sögn Davíðs Björnssonar, deildarstjóra hjá Landsbréfum, er um hlutabréf að ræða sem greiddust ekki að afloknu fyrra sölutímabili hlutabréfa ríkisins í Bifreiðaskoðun. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Rück í Hannover kaupir Skandia

ÞÝZKA endurtryggingarfélagið Hannover Rückversicherungs-AG ætlar að verja 245 milljónum marka eða 1,06 milljörðum sænskra króna til að kaupa sænska tryggingarfélagið Skandia International Insurance Company (SIIC), endurtryggingararm Skandia hópsins. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Saxar vilja halda sínum hlut í VW

LEIÐTOGI þýzka fylkisins Neðra- Saxlands, þar sem starfsemi Volkswagen fer fram, segir að ekki megi rýra 20% hlut fylkisins í bifreiðafyrirtækinu með fyrirhugaðri úrgáfu nýrra hlutabréfa. Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, vill einnig að höfð verði í heiðri þýzk "VW lög", Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Spá lægra írsku pundi

ÍRSKI bankinn IIB (Irish Intercontinental Bank) spáir verulegri lækkun írska pundsins og írskra vaxta til 1999. Bankinn telur að vextir muni lækka úr 6,75% nú í 6% um jólin og spáir mikilli lækkun næsta vor. Því er spáð að vextir verði 5% að meðaltali 1998. Írska pundið selst nú á 2,65 mörk og spáð er að það muni lækka í um 2,60 mörk um jólin og verði að meðaltali 2,47 mörk 1998. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 341 orð

Viðskiptin orðin 29 milljarðar í ár

VIÐSKIPTI með Húsbréf og spariskírteini hafa nær tvöfaldasta það sem af er þessu ári. Heildarviðskipti síðasta árs námu 16 milljörðum króna en það sem af er þessu ári nema heildarviðskiptin 29 milljörðum króna. Meira
23. september 1997 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Yfirmenn Nikko segja af sér

FORSTJÓRI og stjórnarformaður japanska verðbréfafyrirtækisins Nikko Securities Co Ltd munu líklega segja af sér og axla ábyrgð á hneyksli vegna meintrar greiðslu til fyrirtækjafjárkúgara að sögn japansks viðskiptadagblaðs. Meira

Daglegt líf

23. september 1997 | Neytendur | 99 orð

Póstur og símiÓdýrari aðgangur að alnetinu

PÓSTUR og sími hefur lækkað gjaldskrá fyrir aðgang að alnetinu með mótaldi miðað við ótakmarkaða notkun. Í fréttatilkynningu frá Pósti og síma kemur fram að verðið sem var 1.890 krónur á mánuði er nú 1.495 krónur á mánuði og skráningargjald ekkert. Þeir sem nota alnetið ekki mikið vilja e.t.v. frekar fá áskrift sem er tímamæld en hún er hagstæðari ef notkun er minni en sem nemur 16,5 klst. Meira
23. september 1997 | Neytendur | 226 orð

Rósaaldin í marmelaði

MARGIR hafa verið að sulta úr berjum undanfarið. En það má líka sulta úr rauðum rósaaldinum og einmitt núna er rétti tíminn. Að sögn Láru Jónsdóttur, garðyrkjufræðings hjá Blómavali, eru rauð rósaaldin ekki á mörgum rósum en þó eru þau á ígulrósum en hansarósin telst ígulrós. Auk þess eru rósaaldin á sumum fjalla- og meyjarrósum. Meira
23. september 1997 | Neytendur | 25 orð

Súrmjólk frá Neskaupsstað

Nýtt Súrmjólk frá Neskaupsstað HJÁ Bónus er farið að selja hreina súrmjólk frá Neskaupsstað. Súrmjólkin kemur í eins lítra fernum og kostar 82 krónur lítrinn. Meira
23. september 1997 | Neytendur | 629 orð

Verði sölu ekki hætt mun sælgætið gert upptækt

BÚIÐ er að banna sölu á M&M sælgæti í komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Engu að síður er sælgætið enn selt í fríhöfninni. Að undanförnu hafa gámar með M&M sælgæti, sem Bónus og Sláturfélag Suðurlands hafa ætlað að flytja inn til landsins, verið stoppaðir í tolli. Sala á M&M er ekki leyfileg, þ.s. í sælgætinu eru efni sem eru bönnuð samkvæmt gildandi aukefnalista. Meira

Fastir þættir

23. september 1997 | Dagbók | 3005 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
23. september 1997 | Í dag | 104 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í d

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, þriðjudaginn 23. september, Baldvin Ásgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Furulundi 15c Akureyri. Eiginkona hans er Hekla Ásgrímsdóttir. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, þriðjudaginn 23. Meira
23. september 1997 | Dagbók | 629 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. september 1997 | Í dag | 227 orð

Góður þáttur á rás tvö ÖÐRUVÍSI mér áður brá: Fyrir tilvilj

ÖÐRUVÍSI mér áður brá: Fyrir tilviljun hlutaði ég á þátt Markúsar Arnar Antonssonar síðdegis á rás 2 laugardaginn 20. september sl. Ég átti ekki von á að á þessari rás væri efni sem ég hefði áhuga á. En það fór á annan veg. Mér fannst þáttur Markúsar Arnar Antonssonar sérstaklega athyglisverður og skemmtilegur, saman fór léttur, lýrískur og vel saminn texti og tónlist til frekari undirstrikunar. Meira
23. september 1997 | Fastir þættir | 562 orð

Jóhann Íslandsmeistari í fimmta sinn

Jóhann Hjartarson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák á sunnudaginn. JÓHANN gat leyft sér að semja um jafntefli í skák sinni við Þorstein Þorsteinsson í síðustu umferð, en Hannes Hlífar Stefánsson vann Gylfa Þórhallsson og minnkaði bilið á milli þeirra Jóhanns niður í hálfan vinning. Þröstur Þórhallsson vann Jón Viktor Gunnarsson og náði að deila með honum þriðja sætinu. Meira
23. september 1997 | Í dag | 412 orð

LAÐAMENN eiga þess ekki oft kost að gera heimilisinnka

LAÐAMENN eiga þess ekki oft kost að gera heimilisinnkaupin um miðjan dag, þegar hvað minnst er að gera í stórmörkuðunum. Svo brá við nú fyrir skömmu að Víkverji hafði tíma til innkaupa upp úr kl. þrjú í eftirmiðdaginn og brá hann sér í verslun Hagkaups í Hólagarði í efra Breiðholti. Meira
23. september 1997 | Fastir þættir | 177 orð

Þröstur Ingimarsson Íslandsmeistari

20.­21. september. 72 þátttakendur. Aðgangur ókeypis. ÞRÖSTUR Ingimarsson varð um helgina Íslandsmeistari í einmenningi eftir hörkukeppni við félaga sinn, Erlend Jónsson, sem endaði í öðru sæti. Þröstur varð Íslandsmeistari 1994 og er því að vinna titilinn öðru sinni. Mótið hófst á laugardag og voru þá spilaðar tvær lotur. Meira

Íþróttir

23. september 1997 | Íþróttir | 201 orð

Afturelding gekk á lagið

Afturelding sigraði Fram, 25:22, að Varma á sunnudagskvöld. Gestirnir úr Safamýri voru eigi að síður sterkari í upphafi, komust í 7:4. Þeir beittu framliggjandi vörn, sem gafst vel framan af, en heimamenn studdust við flata, 6:0 vörn, komu vel út á móti hornamönnum Fram, sem fengu þess vegna úr litlu að moða. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 144 orð

"Algjört hneyksli" "VIÐ byrjuðum ve

"VIÐ byrjuðum vel, en misstum mann útaf fyrir misskilning dómaranna. Magnús Arnar [Arngrímsson] var að tala við Oleg [Titov] á ensku og var rekinn útaf. Ég er ekki vanur að gagnrýna störf dómara, en ég tel frammistöðu þeirra í þessum leik algert hneyksli. Þeir voru mjög hlutdrægir, tóku m.a. af okkur þrjú til fjögur lögleg mörk í fyrri hálfleik. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 620 orð

"Alveg öruggt?"

NJÁLL Eiðsson, þjálfari ÍR-inga, var kampakátur að leik loknum. En hið sama gilti um hann og aðra ÍR-inga; gleðin var blönduð vantrú: "Ég trúi þessu ekki. Er þetta alveg öruggt?" Blaðamaður gat staðfest úrslitin í Kópavogi. "Þetta eru stórtíðindi, líklega það óvæntasta í íslenskri knattspyrnu í sumar. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 122 orð

Á 30. mínútu lék Grindvíkingurinn Grétar Einarsson upp að en

Á 30. mínútu lék Grindvíkingurinn Grétar Einarsson upp að endamörkum vinstra megin. Hann hafði nægan tíma og sendi boltann á Ólaf Örn Bjarnason, sem staddur var einn á róli rétt utan vítateigs örlítið hægra megin og skaut hnitmiðuðu skot upp í markhornið hægra megin. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 54 orð

Á 39. mín. sendi Kristófer Sigurgeirsson fyrir mark Vals frá hæ

Á 39. mín. sendi Kristófer Sigurgeirsson fyrir mark Vals frá hægri kanti, Steinar Guðgeirsson var óvaldaður á markteigshorninu fjær og skaut með hægri fæti í hægra markhornið. Kristófer geystist upp hægri kant á 47. mín., sendi inná teig þar sem varnarmaðurinn Jón S. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 99 orð

Á 6. mínútu léku Stjörnumenn vörn Skallagrímsmanna grátt og

Á 6. mínútu léku Stjörnumenn vörn Skallagrímsmanna grátt og eftir gott þríhyrningsspil þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar og Veigars Gunnarssonar skoraði sá fyrrnefndi með góðu hægri fótar skoti úr miðjum vítateignum. Á 65. mínútu fékk Skallagrímur aukaspyrnu hægra megin á vellinum. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 285 orð

Ákveðnir HK-menn afgreiddu Stjörnuna

HK-ingar tóku á móti Stjörnunni í Digranesi á sunnudagskvöldið, og með skynsamlegum leik og mikilli baráttu tókst þeim að knýja fram sigur 25:23, eftir að jafnt hafði verið á flestum tölum. HK-ingar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin, og voru yfir 4:2. Þá tóku Stjörnumenn við. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 243 orð

Ánægðurmeð ann-að sætiðLOGI Ólaf

LOGI Ólafsson, þjálfari Skagamanna, var ánægður með sigurinn á KR og annað sætið í deildinni. Síðan hann tók við liðinu af Ivan Golac hefur liðið aðeins tapað einum leik, á móti Val í 16. umferð. "Ég held að þetta sé ágæt staða miðað við það hvernig ástandið var þegar ég tók við liðinu. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 483 orð

BJARKI Sigurðsson

BJARKI Sigurðsson skoraði sex mörk og var markahæsti leikmaður Drammen í fyrsta heimaleik félagsins í norsku deildinni um helgina. Eigi að síður tapaði Drammen 27:24 fyrir Runar sem spáð er meistaratitli. Drammen var einu marki yfir í hálfleik 12:11. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 150 orð

Blakmót í Lundi

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Þróttar í Reykjavík tóku um helgina þátt í blakmóti félagsliða á Norðurlöndum. Mótið fór fram í Lundi í Svíþjóð og það er skemmst að segja frá því að lið Þróttar kom skemmtilega á óvart, en liðið gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk án þess að tapa leik. Mótinu er skipt upp eftir staðsetningu liða í deildum og léku Þróttarar í 1. deild félagsliða á mótinu. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 114 orð

Byrjuðu 1908 STRAX á öðru starfsári ÍR, árið

STRAX á öðru starfsári ÍR, árið 1908, byrjaði félagið að æfa knattspyrnu. Keppti fótboltaflokkur undir merkjum félagsins við KR en starfsemin lognaðist seinna útaf. Örlítið átti ÍR í fyrsta meistaratitli KR árið 1912 því í marki KR stóð formaður ÍR, Benedikt Waage. Knattspyrnudeild var svo stofnuð í ÍR í mars 1939 og æfingar hafnar seinna um vorið. Tefldi félagið fram liði í Íslandsmóti 1. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 266 orð

Eftir fremur bragðdaufa byrjun færðist fjör í leikinn á 1

Eftir fremur bragðdaufa byrjun færðist fjör í leikinn á 19. mínútu þegar Eyjamenn fengu aukaspyrnu rétt utan teigs, örlítið vinstra megin við vítateigsbogann. Sigurvin Ólafsson tók spyrnuna; skaut með hægra fæti framhjá varnarveggnum og sendi boltann neðst í hægra markhornið. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 196 orð

Ekki burðugt í Víkinni

Leikmenn ÍBV gerðu góða ferð í Víkina á sunnudagskvöldið, þar sem þeir sigruðu Víkinga nokkuð örugglega, 26:28. Leikurinn var ekki vel leikinn og leikmönnum voru oft og tíðum afar mislagðar hendur. Víkingar byrjuðu betur, en Eyjamenn komust inn í leikinn þegar á leið og náðu að jafna rétt fyrir leikhlé. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 846 orð

England

Liverpool - Aston Villa3:0 Fowler (56. - vsp.), McManaman (79.), Riedle (90.). Bolton - Manchester United0:0 25,000. Rautt spjald:Blake (Bolton 34.), Pallister (United 34.) Everton - Barnsley4:2 Speed (12.), Cadamarteri (42.), Speed (77. vsp.), Oster (84.) - Redfearn (32.), Barnard (78.) 32,659. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 623 orð

Eyjamenn eru bestir

EYJAMENN tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla á sunnudaginn er þeir gjörsigruðu Keflvíkinga 5:1 í næst síðustu umferð efstu deildar karla. Leikmenn ÍBV þurftu aðeins eitt stig úr leiknum til að tryggja titilinn, en þeir létu það ekki duga heldur röðuðu inn mörkunum, minnugir fyrri leikjanna gegn Keflvíkingum í sumar, fyrri leiknum í deildinni og fyrri bikarúrslitaleikurinn, Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 457 orð

EYJAR »VestmannaeyingarÍslandsmeistarar áný eftir 18 árEyja

Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla á sunnudaginn þó svo ein umferð sé enn eftir af mótinu. ÍBV fer til Ólafsfjarðar og mætir Leiftri í síðustu umferðinni og þar hafa þeir í raun bara að einu að keppa; að láta Tryggva Guðmundsson, aðalmarkaskorara liðsins, skora að minnsta kosti eitt mark. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Fallbyssa og blys EYJAMENN fögnuðu að vo

EYJAMENN fögnuðu að vonum leikmönnum ÍBV vel og lengi eftir leikinn á sunnudaginn og um leið og flautað var til leiksloka var kveikt á fjölmörgum rauðum neyðarblysum hringinn í kringum Hásteinsvöll. Eftir að bæjarstjórinn hafði fært leikmönnum árnaðaróskir bæjarbúa var skotið úr fornri fallbyssu sem kaupstaðnum áskotnaðist um helgina til minningar um Tyrkjaránið. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 259 orð

Fram gerði skyldu sína

Fram slapp vel frá síðasta heimaleik sínum á leiktíðinni með því að vinna Val 2:0. "Við mættum til þess að sigra og vera tilbúnir að keppa við ÍA um UEFA-sætið ef þeir hefðu tapað," sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 781 orð

Fram - Valur2:0

Laugardalsvöllur: Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvár-Almennra deildin, sunnudaginn 21. september 1997. Aðstæður: Skýjað en hékk þurr og nær logn, 7 gráðu hiti, völlurinn blautur. Mörk Fram: Steinar Guðgeirsson (39.), Jón S. Helgason (47.-sjálfsmark). Markskot: Fram 12 - Valur 14. Horn: Fram 3 - Valur 7. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 248 orð

Frábært

LIÐ Vestmannaeyinga varð Íslandsmeistari í knattspyrnu á sunnudag, í fyrsta skipti í 18 ár; þurfti eitt stig úr viðureigninni við Keflavík en burstaði gestina, 5:1. "Sumarið hefur verið frábært. Við æfðum vel fyrir tímabilið og töluðum um það í vor að við yrðum að sigra "minni" liðin, en það brást í fyrra," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, við Morgunblaðið á sunnudaginn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 508 orð

Frábært sumar

"ÉG ER alveg í skýjunum. Það hefur sýnt sig að við erum ekki með þannig leikmenn sem leika uppá eitt stig þannig að við komum til leiks til að sigra og þetta var mjög ljúft," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir að hann hafði hafið Íslandsbikarinn á loft við mikinn fögnuð heimamanna. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 432 orð

GIANLUCA Vialli,

VIALLI ljóstraði þessu upp á blaðamannafundi um helgina en eftir viðureign Chelsea og Arsenalá sunnudag gerðu gárungarnir því aftur á móti skóna að unnusta kappans hefði verið illa upplögð kvöldið áður því Vialli fann sig ekki í leiknum og var tekinn af velli. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 109 orð

Guðni til Þýskalands GUÐNI Rúnar Helgason, Húsvíkin

GUÐNI Rúnar Helgason, Húsvíkingurinn í liði Eyjamanna, hélt til Þýskalands í gærmorgun þar sem hann mun skoða aðstæður hjá Leverkusen. Miljkovic vinnur alltaf ZORAN Miljkovic, Serbinn í liði ÍBV, er einstaklega sigursæll því hann lék áður með Skagamönnum og varð meistari með þeim þrjú ár í röð og svo nú með Eyjamönnum. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 230 orð

Haraldur Ingólfsson sendi fyrir markið frá vinstri kanti á 4

Haraldur Ingólfsson sendi fyrir markið frá vinstri kanti á 4. mínútu. Ólafur Þórðarson tók við boltanum við fjærstöng og renndi til hliðar á Pálma Haraldsson sem skaut að marki, en það var varið. Pálmi náði boltanum aftur og sendi í netið úr miðjum vítateignum. Vörn KR var illa á verði. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 239 orð

Haustmót JSÍ

UM HELGINA fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg haustmót JSÍ. Keppt var í 5 flokkum karla og 2 flokkum karla yngri en 21 árs. Í opnum flokki keppti Gísli Magnússon (Ármanni) til úrslita við Vernharð Þorleifsson. Var sú viðureign jöfn og spennandi. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Hriplekt hjá KA-mönnum á móti FH-ingum

Ekki er hægt að segja að Íslandsmeistarar KA hafi byrjað með glæsibrag á heimavelli því þeir töpuðu 28:34 gegn FH í hröðum og fjörugum leik. Vörn KA var hriplek og markvarslan nánast engin og hefur heyrst að KA-menn hafi beðið Erling Kristjánsson að taka fram skóna og stoppa í götin. FH-ingar voru sterkir í seinni hálfleik og sigruðu verðskuldað. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 249 orð

"Hvorki fugl né fiskur"

Mér fannst þessi leikur hvorki fugl né fiskur," sagði Kristinn Björnsson þjálfari Leifturs eftir 2:1 sigur sinna manna á Grindvíkingum í Grindavík á sunnudaginn. "Það var erfitt að mæta hingað og ég er ánægður með stigin þrjú en við getum betur, það var á okkur fum og fát og við náðum ekki að spila hratt eins og ætlunin var. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 206 orð

Höfum lagt hart að okkur

RAGNA Lóa Stefánsdóttir, þjálfari KR-stúlkna, fékk leyfi frá læknum Sjúkrahúss Reykjavíkur til að horfa á leik KR og Breiðabliks að Hlíðarenda á laugardaginn en hún hefur verið rúmföst í rúman hálfan mánuð. "Ég fékk leyfi til að skreppa á leikinn gegn því að ég yrði vel klædd, því ég var í öndunarvél þegar við fengum Íslandsmeistarabikarinn," sagði Ragna Lóa eftir leikinn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 34 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Reykjanesmót karla: Grindavík:Grindavík - Haukar20 Kelfavík:Keflavík - Njarðvík20

Körfuknattleikur Reykjanesmót karla: Grindavík:Grindavík - Haukar20 Kelfavík:Keflavík - Njarðvík20 Kvondo Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 224 orð

ÍR burstaði Breiðablik

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við ÍR í Breiðholtinu á sunnudaginn því eftir hlé tóku Breiðhyltingar sig saman í vörninni og skildu gesti sína eftir með 37:24 sigri. "Á meðan mínir menn halda ekki haus fara leikirnir svona," sagði Geir Hallsteinsson þjálfari Blika eftir leikinn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 159 orð

Jafnt hjá Þór og Víkingi Þór og Víkingu

Jafnt hjá Þór og Víkingi Þór og Víkingur skildu jöfn, 2:2 er liðin mættust á Akureyri um helgina. Með stiginu sem Víkingar fengu í leiknum gulltryggðu þeir sér sæti í 1. deild að ári en Þórsarar enduðu um miðja deild þar sem þeir héldu sig megnið af sumrinu. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 94 orð

Kristinn kom aftur við sögu KRISTINN

KRISTINN Tómasson skoraði fyrir Fylki gegn Breiðabliki og kom þar með í veg fyrir að Kópavogsliðið kæmist upp í efstu deild. Kristinn var í svipuðum sporum haustið 1989; FH lék þá við Fylki í Kaplakrika og með sigri hefði Hafnarfjarðarliðið orðið Íslandsmeistari. Fylkir sigraði hins vegar 2:1 og það var Kristinn sem gerði sigurmarkið og þar með draum FH-inga um Íslandsmeistaratitil að engu. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 385 orð

KR vann loka- slaginn

KR-STÚLKUR settu punktinn yfir i-ið á góðu knattspyrnusumri á Valsvellinum að Hlíðarenda á laugardaginn þegar þær unnu Breiðablik 3:1 í Meistarakeppni KSÍ, þar sem leiddu saman hesta sína bikarmeistarar og Íslandsmeistarar í síðasta knattspyrnuleik kvenna í ár. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 649 orð

Liggur allt í uppeldinu

BJARNI Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sæll eftir að liðs hans sigraði Keflavík, 5:1, í Eyjum á sunnudag og Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. "Þetta er mjög ljúft, við lögðum ekki upp með að ná í eitt stig í leiknum, enda held ég að liðið kunni slíkt ekki, þessir strákar leika alltaf til sigurs," sagði Bjarni eftir leikinn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 142 orð

Loks sigur hjá Reyni Heppnin hefur ekki verið

Heppnin hefur ekki verið okkar megin í sumar og þetta var langþráður sigur sem því miður kemur of seint, sagði Sigurður Jóhannsson formaður knattspyrnudeilda Reynis í Sandgerði eftir að lið hans hafði unnið sanngjarnan sigur á Dalvík, 2:0, en Reynir var þegar fallinn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 50 orð

Markahæstir

18 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 12 - Andri Sigþórsson, KR 8 - Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri og Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. 7 - Einar Þór Daníelsson, KR, Haraldur Ingólfsson, ÍA og Sverrir Sverrisson, ÍBV. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 266 orð

Meistararnir klárir í slaginn

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Hauka hófu titilvörn sína með öruggum stórsigri, 26:17, á Valsstúlkum í 1. deild kvenna á sunnudagskvöld. Leikurinn náði aldrei að verða spennandi, til þess voru yfirburðirnir of miklir og greinilegt er, að Haukar eru tilbúnar í slaginn. Haukastúlkur léku þó ekkert sérlega vel í fyrri hálfleik og munurinn í leikhléi var aðeins þrjú mörk, 12:9. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 485 orð

MICHAEL Owen,

MICHAEL Owen, 17 ára piltur í enska liðinu Liverpool, gerði lokamarkið og fékk dæmda vítaspyrnu í 3:0 sigri liðsins á Aston Villa á Anfield Road í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 102 orð

"Nýr" Íslandsbikar EYJAMENN tóku við glæsilegum Íslan

EYJAMENN tóku við glæsilegum Íslandsbikar í Eyjum á sunnudaginn úr hendi Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. Bikarinn var nú afhentur í fyrsta sinn á Íslandi enda um nýja deild að ræða, hina svokölluðu núlltu deild, sem í ár nefndist Sjóvar-Almennra deildin. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 131 orð

Opið mót hjá Víkingi

FYRSTA mót keppnistímabilsins í borðtennis fór fram í TBR-húsinu sunnudaginn 21. september. Keppt var í 5 flokkum og voru keppnismenn Víkings mjög sigursælir og sigruðu í 4 flokkum. Í mfl. karla léku til úrslita Guðmundur E. Stephensen og Daninn Dennis Madsen. Guðmundur sigraði eftir spennandi lotur 21-18, 20-22 og oddalotuna 21-19. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 146 orð

Ólafur Þórðarson, ÍA. Guðmundur Benediktss

Ólafur Þórðarson, ÍA. Guðmundur Benediktsson, KR. Hlynur Stefánsson, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Albert Sævarsson, Milan Stefán Jankovic, Ólafur Örn Bjarnason, Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Óli Stefán Flóventsson, Grindavík. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 141 orð

Rislítil kveðja

Skallagrímur lagði Stjörnuna að velli 2:1 í miklum baráttuleik. Leikurinn var ekki rismikill en þó opinn og hraður. Stjörnumenn mættu grimmir til leiks og náðu forystunni verðskuldað á 6. mínútu. Þrátt fyrir að leikurinn hefði ekki mikla þýðingu, þar eð bæði lið eru þegar fallin, var hann mjög harður og mikið um glannalegar tæklingar. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 178 orð

SamgleðstEyjamönnum "ÞAÐ er tímanna tákn að maður

"ÞAÐ er tímanna tákn að maður skuli standa hér á Hólnum þegar Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, en hann var meðal áhorfenda á leik ÍBV og Keflavíkur. "Ég get vel unnt Eyjamönnum þess að hampa bikarnum og þeir verðskulda þetta fyllilega, þannig að ég samgleðst þeim innilega. Þeir hafa leikið vel í sumar og voru ekkert að leika uppá eitt stig í dag. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 241 orð

Sanngjarnt jafntefli í hörkuleik

Haukar og Valur skildu jöfn, 26:26, í bráðfjörugum leik, sem fram fór á Strandgötunni. Heimamenn hófu leikinn af krafti og komust í 2:0. Við það var sem Valsmenn hresstust og á eftir fylgdu fimm mörk frá þeim í röð. Eftir það tóku Haukamenn aðeins við sér en gestirnir höfðu þó alltaf frumkvæðið og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 12:14. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 91 orð

Sigfríður hætt SIGFRÍÐUR Sophusdótti

SIGFRÍÐUR Sophusdóttir markvörður Breiðabliks lagði skóna og markvarðarhanskana á hilluna eftir leikinn gegn KR á laugardaginn. "Nú er ég hætt, þetta er orðið gott eftir ellefu eða tólf ár en mig á örugglega eftir að klæja í fingurna næsta sumar og mun því spila með drottningarliði Breiðabliks," sagði Sigfríður eftir leikinn. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 387 orð

Spilum ekki upp á að ég skori

"AUÐVITAÐ stefnir maður að því að skora á Ólafsfirði, en ef ég skora og næ að jafna metið, eða slá það, verður maður að halda í hefðina og skora ekki úr vítaspyrnu því ekkert af þessum átján mörkum mínum hef ég gert úr vítum," sagði Tryggvi Guðmundsson, sem er markahæstur í deildinni með 18 mörk og þarf aðeins eitt til að jafna metið sem þeir Pétur Pétursson, Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 770 orð

Stórkostlegt mark Winterburns

JAFNTEFLI Manchester United við Bolton á laugardaginn dugði þeim til þess að halda efsta sæti deildarinnar. Glæsimark Nigel Winterburn færði Arsenal verðskuldaðan 3:2 sigur í nágrannaslag við Chelsea á sunnudag. Þar með komst Arsenal upp í annað sætið, einu stig á eftir United. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 38 orð

Tveir hætta SAMNINGUR Atla Eðvaldssonar við F

SAMNINGUR Atla Eðvaldssonar við Fylki er útrunninn og hann hættir sem þjálfari félagsins að eigin sögn. Þá hættir Sigurður Lárusson einnig hjá KA. Forráðamenn KA vildu reyndar hafa Sigurð áfram en hann hyggst hætta, af persónulegum ástæðum. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 408 orð

UEFA-sætið í höfn hjá ÍA

SKAGAMENN tryggðu sér þátttökurétt í UEFA-keppninni með því að sigra KR 4:2 í fjörugum leik á Akranesi. Annað sætið í deildinni er Skagamanna, en KR-ingar eru komnir niður í 5. sæti þegar ein umferð er eftir og ljóst að þeir ná ekki einu sinni að komast í Inter-Toto keppnina sem þriðja sætið gefur. Vesturbæjarliðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 581 orð

Villeneuve jafnar einvígið við Schumacher

KANADÍSKI ökuþórinn Jacques Villeneuve jafnaði stöðuna í einvígi þeirra Michaels Schumachers um heimsmeistaratignina í formúla-1 kappakstrinum er hann vann glæsilegan sigur í austurríska kappakstrinum á sunnudag. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 372 orð

Vonbrigði

Það var spenna í lofti á Kópavogsvelli þegar Gísli Jóhannsson dómari flautaði leik Breiðabliks og Fylkis á í rigningu og nokkrum blæstri. Blikar voru vænlegast staddir af þeim þremur liðum sem gátu fylgt Þrótti eftir upp í efstu deild, en vitneskjan um það að þeir mættu hvergi hrasa leiðinni þær 90 mínútur sem framundan voru setti óneitanlega spennu í Kópavogsbúa. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 396 orð

Þróttarar í sigurvímu

Þróttarar, sem sigruðu í 1. deild karla í knattspyrnu og höfðu tryggt sér sæti í efstu deild fyrir leiki helgarinnar, voru í slíkri sigurvímu á laugardaginn að þeir voru langt frá því að vera líkir sjálfum sér. FH-ingar nýttu sér það til fullnustu og burstuðu meistarana 5:1. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 604 orð

Ætlar knattspyrnumaðurinnÍVAR BJARKLINDað taka lagið í auknum mæli?Þetta bara er svona

BARÁTTUSÖNGUR ÍBV hljómaði oft og víða í Vestmannaeyjum um helgina. Allir tóku undir en knattspyrnumaðurinn knái, Ívar Bjarklind, gaf tóninn. "Ég söng þetta lag með Leifi Geir Hafsteinssyni en annað hefur ekki komið út með mér," sagði Ívar við Morgunblaðið eftir að hafa verið krýndur Íslandsmeistari með samherjum sínum í Eyjum í fyrradag. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 498 orð

Ævintýrin gerast enn

ÍR-INGAR spila í efstu deild karla í knattspyrnu að ári, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fáir hefðu veðjað á ÍR-inga í upphafi móts en þeir komu öllum á óvart og tryggðu sér sæti í efstu deild með sannfærandi sigri á KA, 4:1. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild karla Breiðablik - Fylkir1:1 Kjartan Einarsson (59.) - Kristinn Tómasson (64.). ÍR - KA4:1 Arnljótur Davíðsson 2 (38., 52.), Ásbjörn Jónsson (61.), Kristján Halldórsson (78.) - Steingrímur Eiðsson (8.). Þróttur - FH1:5 Heiðmar Sigurjónsson (5.) - Óskar Axelsson (43.), Jón Gunnar Gunnarsson (52., 88. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 136 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna Haukar - Valur26:17 Mörk Hauka: Auður Hermannsdóttir 7, Harpa Melsteð 6, Judit Esztergál 4, Hulda Bjarnadóttir 3, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Björg Gilsdóttir 2, Tinna Björk Halldórsdóttir 1. Mörk Vals: Brynja Steinsen 6, Gerður B. Jónsdóttir, Eivor Pála Jóhannsdóttir 4, Kristjana Jónsdóttir 2, Bjarney Bjarnadóttir 1. Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Kiel - Essen29:27 Eisenach - Nettelstedt25:33 Minden - Wuppertal30:21 Gummersbach - Hameln27:24 W. Massenheim - Flensborg27:24 Rheinhausen - Dormagegn34:29 Lemgo - Meira
23. september 1997 | Íþróttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistarakeppni kvenna. KR - Breiðablik3:1 Helena Ólafsdóttir (6.), Sigurlín Jónsdóttir (68.), Rósa María Sigbjörnsdóttir 88.) - Helga Ósk Hannesdóttir (3.). Meira
23. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, sunnudaginn 21. september 1997. Gangur leiksins: 3:0, 5:5, 9:9, 13:13, 16:16, 16:18, 20:21, 24:25, 25:28, 25:32, 28:34. Mörk KA: Halldór Sigfússon 9/5, Jóhann G. Meira

Fasteignablað

23. september 1997 | Fasteignablað | 171 orð

Aðalgata Glasgow verður endurbyggð

ATKVÆÐAGREIÐSLAN í Skotlandi um eigið þing á vafalítið eftir að auka á sjálfstraust Skota gagnvart Englendingum og líklegt, að framlög til sögulegra og þekktra bygginga í Skotlandi verði aukin, ekki hvað sízt í Edinborg og Glasgow. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 537 orð

Aukið öryggi í viðskiptum með hús í byggingu

ÞEGAR hús í byggingu ganga kaupum og sölum skiptir miklu að hlutaðeigandi aðilum sé ljóst hvað var verið að kaupa eða selja. Ekkert er verra fyrir söluaðila en að kaupandi hafi óraunhæfar væntingar til þess húss sem hann kemur til með að fá afhent. Væntingar geta falist annars vegar í efnisvali, verkháttum eða byggingaraðferð og hins vegar í hversu langt bygging hússins er komin við afhendingu. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 231 orð

Aukin ásókn útlendinga í fasteignir

ERLEND fasteignafyrirtæki sýna nú vaxandi áhuga á Kaupmannahöfn. Þau gera sér vonir um hækkandi verð á atvinnuhúsnæði þar í borg og eru reiðubúin til þess að fjárfesta fyrir afar háar fjárhæðir að sögn danska viðskiptablaðinu Børsen. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 233 orð

Bryggju- hverfi

BRYGGJUHVERFI við Gullinbrú verður engu öðru líkt, sem byggt er hér á landi nú á dögum, en þar eiga að fléttast saman smábátahöfn, íbúðarsvæði og verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Alls er byggingarsvæðið um 8 hektarar og þegar það er fullbyggt gætu búið þar um 600-900 manns. Dýpkunar- og sandsölufyrirtækið Björgun ehf. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 1686 orð

Bryggjuhverfi við Gullinbrú verður líkast bæ við sjó

BRYGGJUHVERFI við Gullinbrú í Grafarvogi mun hafa yfir sér sérstakt yfirbragð. Nálægðin við sjóinn verður mjög áberandi og smábátahöfn snar þáttur í ásýnd hverfisins, sem verður einna líkast fallegu, litlu sjávarþorpi, eins og þau þekktust hér áður fyrr. Engu að síður er hverfið skipulagt á nútímavísu. Það verður því í rauninni engu öðru líkt, sem byggt er hér á landi nú á dögum. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 261 orð

ÐGarðabær með átak í sölu atvinnulóða

BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ standa þessa dagana fyrir sérstöku söluátaki á lóðum undir iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Molduhraun, sem stendur við Reykjanesbraut í Garðabæ. Er þetta liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að byggja upp atvinnustarfsemi innan bæjarmarkanna. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 200 orð

Einbýlishús í Fossvogsdal

HÚS í Fossvogsdal hafa verið eftirsótt af mörgum. Að sögn Kristjönu Jónsdóttur hjá fasteignasölunni Kjörbýli hefur fólk þá einkum litið til veðursældar og góðrar staðsetningar. Hjá Kjörbýli er nú nýkomið í sölu einbýlishús á tveimur hæðum við Birkigrund 29. Þetta er steinhús, byggt 1978 og 278 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 221 orð

Fimm íbúðir við Galtarlind

MIKIL uppbygging hefur verið undanfarin ár í Kópavogsdal og hafa eignir í Lindahverfunum reynzt mjög vinsælar í sölu. Hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar er nú að koma í sölu fimm íbúðir við Galtarlind 4 í Lindum II, en Lindarhverfin verða þrjú alls. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 315 orð

Fleiri einstaklingar sækja um húsbréf vegna nýbygginga

MIKIL aukning varð í húsbréfaumsóknum vegna nýbygginga einstaklinga í júlí og ágúst. Á sama tíma varð mikill samdráttur í húsbréfaumsóknum byggingaraðila. Aðalskýringin kann að liggja í því, að mikil sala hefur verið í nýjum íbúðum að undanförnu, en íbúðirnar seldar á meðan þær eru í byggingu. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 166 orð

Framkvæmdir í Grundarfirði

Grundarfirði-Mikið hefur verið um verklegar framkvæmdir í Grundarfirði á þessu ári og hefur umhverfið tekið töluverðum breytingum. Nýr íþróttavöllur með tilheyrandi frjálsíþróttastöðu, hlaupabrautum o.fl. var vígður í lok júlí. Eftir að vinnu við hann lauk hefur verið unnið að margvíslegum umhverfisframkvæmdum öðrum í sveitarfélaginu. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 227 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Trönuhraun

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en áður. Hjá Eignamiðluninni er til sölu gott atvinnuhúsnæði við Trönuhraun 5 í Hafnarfirði. Húsnæðið er á götuhæð og skiptist í tvær einingar, sem hvor er um 185 ferm. og eru með steyptum gólfum, góðri lofthæð og góðri lýsingu. Samtals er húsið því um 370 ferm. Ásett verð er 15,9 millj. kr., en áhvílandi eru um 9,5 millj. kr. í hagstæðu láni til 15 ára. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 150 orð

Gott parhús við Viðarás

HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu parhús að Viðarási 33 í Hraunbæ. Þetta er steinhús, byggt 1996. Húsið er á tveimur hæðum og alls 188 ferm. með innbyggðum bílskúr. "Þetta er laglegt hús með mjög góðu útsýni," sagði Steindór Karvelsson hjá Fróni. "Húsið skiptist í fjögur svefnherbergi, tvær stofur, eldhús með borðkrók, baðherbergi og þvottahús. Geymsla er í bílskúr. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 171 orð

Góð íbúð við Reynimel

MIKIL eftirspurn er ávallt eftir góðum íbúðum í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu 4ra herb. íbúð að Reynimel 84. Íbúðin er 82 ferm. og ásett verð er 7,5 millj. kr., en áhvílandi eru 2,4 millj. kr. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Haustlaukar

ALLIR geta gróðursett haustlauka og það er varla hægt að mistakast, segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. Þar fjallar hann um túlípana, sem eru vinsælasti og litskrúðugasti flokkur haustlaukanna og með mismunandi blómgunartíma. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 718 orð

Haustlaukar eru góð byrjun!

Í nýjum hverfum tekur nokkurn tíma að gróður og blóm fari að gera sig gildandi. Garðplöntur er ekki hægt að kaupa tilbúnar í fullri stærð, líkt og húsgögn eða heimilistæki. Samt sem áður er garðagróðurinn sá þáttur í "innréttingu" garðsins sem setur á hann mestan svip þegar fram í sækir. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Heimatilbúin pakkaskreyting

Heimatilbúin pakkaskreyting STUNDUM þarf að pakka inn gjöf í snarheitum og ekki mikið við hendina til að skreyta með. Hér hefur verið klippt grein af Bergfléttu og bætt um betur með hanastélshrærum. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 143 orð

Iðnaðarhúsnæði við Skeiðarás

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði en áður. Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu iðnaðarhúsnæði við Skeiðarás 3 í Garðabæ. Þetta er stálgrindarhús, álklætt, byggt árið 1988 og um 504 ferm. að stærð. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 238 orð

Kostnaður áætlaður 98,9 milljónir króna

Ísafirði-Á fundi í verkefnisstjórn Safnahúss í Ísafjarðarbæ sem haldinn var á föstudag lagði Ármann Jóhannesson bæjarverkfræðingur fram kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar hússins sem hljóðar upp á 98,9 milljónir króna. Á fundinum var bæjarverkfræðingi falið að bjóða út 1. áfanga verksins í nóvember nk. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 138 orð

Kynning á steypu- styrktarefni

INNFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ Íslenzkur aðall gekkst í síðustu viku fyrir kynningarfundi um Ashford- steypustyrktarefnið. Á fundinn komu m. a. Jerry Jones, stjórnarformaður Curecrete Chemicals Inc. í Bandaríkjunum, sem er framleiðandi þessa steypustyrktarefnis og André Solberg og Leszek Krochmal, fulltrúar ByggPreserve AS í Noregi, sem eru umboðsaðili Ashford á Norðurlöndum. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 654 orð

Lagnakerfamiðstöð lykill að góðri menntun lagnamanna

FYRIR hvern þann, sem þarf á þjónustu pípulagningamanna, blikksmiða eða hönnuða lagnakerfa að halda, er mikilvægt að sá sem kemur til verksins, hvort sem það er stórt eða smátt, hafi yfir mikilli þekkingu að ráða. Það getur skipt sköpum hvort ráð finnst við vandanum og hvort það ráð er það sem bestan árangur gefur. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 242 orð

Munir úr Windsorhúsinu til sölu

ÁÐUR en Díana prinsessa fórst í bílslysi í París stóð til að selja alla muni úr húsi Játvarðar hertoga af Windsor og konu hans, Wallis Simpson í sömu borg á átta daga uppboði. Sögufrægt borð frá valdaárum Georgs III, þar sem Játvarður undirritaði valdaafsal sitt, var eitt 40.000 muna sem til stóð að selja á uppboðinu sem Sothebys ætlaði að standa fyrir í New York í þessum mánuði. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Nauðsynlegt tæki fyrir sjóndapr· a

Nauðsynlegt tæki fyrir sjóndapr· a LAMPAR eins og þessir, svo kallaður saumalampar, eru afar gagnleg eign fyrir þá sem sjá illa. Þessi er framleiddur hjá Jessops að því er segir í febrúarhefti Inspirations for your home. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 46 orð

Nýtt gler í glugga

GAMLAR tvöfaldar rúður, þar sem móða er komin á milli laga, hafa lítið einangrunargildi, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, en þar fjallar hann um endurnýjun á einangrunargleri í glugga. Oft vill það dragast furðu lengi, þó að illa sjáist út. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Ofnskraut

EINU sinni voru svona ofnhlífar verulega vinsælar og þær eru enn til í gömlum húsum bæði hér á landi og annars staðar. Talsverð útskurðarleikni sýnist þurfa vera fyrir hendi ef ráðast ætti í gerð þessarar ofnhlífar. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Óhefðbundinn borðdú· kur"

Óhefðbundinn borðdú· kur" DÚKURINN á þessu borði er fremur óvenjulegur og ef skrautið er úr stífum pappa, eins og það sýnist vera, er varla þægilegt að sitja við borðið. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 225 orð

Raðhús við Fálkahöfða

HJÁ Fasteignamiðluninni Bergi er nú til sölu fjögur nýbyggð raðhús við Fálkahöfða 1 til 7 í Mosfellsbæ. Þetta eru 125 ferm. hús auk sambyggðs bílskúrs sem er 26 ferm. Húsin eru timburhús, klædd með viðhaldsfríu efni, Stoneflex. Húsin eru nú fullfrágengin að utan og með tyrfðri lóð en að innan er hægt að fá þau fokheld eða lengra komin. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 295 orð

Ráðstefna um lagnamál á Egils- stöðum

LAGNAFÉLAG Íslands heldur ráðstefnuá Egilsstöðum laugardaginn 27. sept. nk. undir einkunnarorðunum "Nýir möguleikar". Er frá þessu skýrt í fréttatilkynningu frá Lagnafélaginu. Á sl. ári voru haldnir fundir með svipuðu sniði á Ísafirði og í Vestmannaeyjum en árið þar á undan var fundur haldinn á Akureyri. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 153 orð

Tony Blair hagnaðist um 240.000 pund

ÞEGAR Tony Blair varð forsætisráðherra í Bretlandi seldi hann íbúð sína í Islington-hverfi Lundúna fyrir að minnsta kosti 615.000 pund og er talið að hann hafi hagnast um rúmlega 240.000 pund. Kaupsamningur var undirritaður einum sólarhring eftir að íbúðin var auglýst til sölu í vor. Íbúðin er í fjögurra hæða húsi og keypti Blair hana fyrir fimm árum. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 931 orð

Útsýn í þoku

FROSTRÓSIR á rúðum. Hver man þær núorðið? Þær styttu mörgum stundir fyrr á árum. Börnin undu sér við að bræða gægjugat á frosna rúðuna. Sum skrifuðu í héluna. Önnur reyndu að teikna upp frostrósirnar. Þá kom í ljós að munstrið var breytilegt og var sífellt að breytast. Nú sjást varla frostrósir á nokkrum rúðum. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Þægilegar gardínur

Þægilegar gardínur ÍTALSKI hönnuðurinn Milly de Cabrol hefur hannað þessar gardínur sem eru skemmtilega samsettar. Takið eftir hillunum undir glugganum og litavalið á að gera herbergið stærra við fyrstu sýn. Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

23. september 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

23. september 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

23. september 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

23. september 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

23. september 1997 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

23. september 1997 | Úr verinu | 355 orð

"Demantssíld af stærstu gerð"

SVO virðist sem síldveiðin úti fyrir Austurlandi sé að glæðast, en aðeins fjögur skip voru á síldarmiðunum í fyrrinótt, Arney KE, Húnaröstin SF, Sunnubergið GK og Víkingur AK. Þrjú skipanna lönduðu slöttum til manneldisvinnslu í gær eftir veiði næturinnar og héldu strax út aftur af löndun lokinni. Síldin verður flökuð og fryst. Meira
23. september 1997 | Úr verinu | 400 orð

Mjög fljótir að ná kvóta sínum

ÍSLENSKU nótaveiðiskipin, sem fengu leyfi til veiða í norskri lögsögu að þessu sinni, hafa verið að mokveiða og eru þrjú þeirra búin að ná kvótum sínum og eru nú á landleið. Samherjaskipið Þorsteinn EA, sem fyrst hóf veiðarnar, náði sínum kvóta aðfaranótt laugardagsins. Það lagði af stað áleiðis heim á laugardagskvöld og er væntanlegt til löndunar í Neskaupstað í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.