Greinar föstudaginn 26. september 1997

Forsíða

26. september 1997 | Forsíða | 272 orð

Bandaríkjastjórn ósátt við áformin

MARTIN Indyk, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, segir að yfirlýsing Ísraelsstjórnar um frekari stækkun landnemabyggða grafi undan tilraunum Bandaríkjamanna til að tala máli Ísraels á alþjóðavettvangi. Meira
26. september 1997 | Forsíða | 198 orð

FBI birtir leyniskjöl um Lennon

BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI hefur látið af hendi flest leyniskjala sinna um John Lennon þar sem fjallað er um samskipti tónlistarmannsins við andstæðinga Víetnamstríðsins og m.a. skýrt frá pólitískum athugasemdum páfagauks. Meira
26. september 1997 | Forsíða | 77 orð

Kapítalisti í teygjustökki

JONATHAN Oppenheimer, starfsmaður námafyrirtækisins Anglo American Corporation í Suður-Afríku, stekkur í teygju fram af brú yfir Viktoríufossa við landamæri Zambíu og Zimbabwe. Oppenheimer var í hefðbundnum klæðnaði skrifstofumanna og hélt á skjalatösku þegar hann stökk og hann kvaðst þannig vilja sanna að kapítalistar hefðu kímnigáfu eins og annað fólk. Meira
26. september 1997 | Forsíða | 194 orð

Varað við miklu umhverfisslysi

JAMES Wolfensohn, forstjóri Alþjóðabankans, sagði í Hong Kong í gær að bankinn myndi leggja sitt af mörkum til slökkvistarfsins vegna skógareldanna í Indónesíu, sem hafa valdið alvarlegri loftmengun í Suðaustur- Asíu. Meira
26. september 1997 | Forsíða | 223 orð

Vill að friðarviðræðum ljúki í maí

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær vera staðráðinn í að tryggja að samið yrði um framtíð Norður-Írlands ekki síðar en í maí á næsta ári eftir að helstu flokkar mótmælenda og kaþólikka náðu loks samkomulagi um að hefja allsherjarviðræður um frið. Meira

Fréttir

26. september 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

"100 þúsund króna múrinn rofinn"

Þar segir einnig: "Leikskólakennarar hafa sýnt fram á að hægt er að ná árangri í kjarabaráttu láglaunafólks í átökum við afturhaldssama atvinnurekendur þegar saman fara órofa samstaða, ódeig forusta og félagsmenn sem eru reiðubúnir að fórna Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

60% fjölgun flugmanna

HRÖÐ fjölgun hefur orðið í stétt flugmanna og hefur félögum í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna fjölgað úr 186 í 289 frá árinu 1992. Sé bætt við fjölgun flugmanna hjá Atlanta úr 16 í 39 á síðustu þremur árum, en flugmenn þess eru í Frjálsa flugmannafélaginu, lætur nærri að fjölgun í flugmannastétt sé rúm 60%. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 462 orð

68 skráð óhöpp á tólf árum

SAMKVÆMT svartblettaskrá umferðardeildar Reykjavíkurborgar hafa 68 óhöpp orðið á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar frá árinu 1983­1995. Þar af voru í tveimur tilvikum alvarleg slys á fólki, í fjórum tilvikum var um minniháttar slys að ræða en 54 tilvik voru án meiðsla. Rétt er að taka fram að skráin byggist á lögregluskýrslum og því óvíst að öll óhöpp séu skráð. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 19 orð

8-villt á Gjánni

8-villt á Gjánni HLJÓMSVEITIN 8-villt leikur föstudagskvöld á Gjánni, Selfossi. Á laugardagskvöldið leikur hljómsveitin svo á uppskeruhátíð á Ólafsfirði. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

90 metra hafnarkantur í Kópavogi

ÁÆTLAÐ er að nýr hafnarkantur í Kópavogi verði tilbúinn 15. október og að þá geti skip sem rista allt að 8 metra lagst þar við 90 metra langan viðlegukant. Að sögn Stefáns Stefánssonar hjá tæknideild Kópavogsbæjar hafa framkvæmdirnar til þessa eingöngu verið kostaðar af bæjarsjóði þar sem ekki hefur fengist styrkur úr hafnarbótasjóði vegna verksins. Kostnaður í ár er áætlaður 55 m. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 389 orð

Aðkallandi að auka viðlegupláss við bryggjur

Í DAG verður tekin fyrsta skóflustungan að nýju hafnarhúsi Hafnasamlags Norðurlands við Fiskitanga á Akureyri. Nýja húsið verður 430 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Þar verður í framtíðinni öll starfsemi hafnarinnar og að auki aðsetur Fiskistofu. Þeir átta starfsmenn sem vinna hjá Hafnasamlaginu eru í dag með aðstöðu á þremur stöðum en á næsta ári verður breyting þar á. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Alþjóðleg ráðstefna um ferðaþjónustu

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um markaðssetningu sjálfbærrar ferðaþjónustu í dreifbýli verður haldin föstudaginn 26. september í Borgartúni 6. Ráðstefnan fer fram á ensku og eru fyrirlesarar sérfræðingar frá ýmsum löndum Evrópu. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Alþjóðlegt próf í spænsku

ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin í annað sinn á Íslandi föstudaginn 14. nóvember nk. Spænskudeild Háskóla Íslands annast framkvæmd prófanna á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir úrlausnir á Spáni. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Auður djúpúðga nam ekki landið

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær rjúpnaskyttu, sem var saksótt fyrir að hafa skotið ellefu rjúpur í landi Neðra- Hundadals í Dalabyggð án leyfis landeiganda. Rétturinn vitnaði í Landnámu, þar sem skýrt er frá því að Auður in djúpúðga hafi numið öll Dalalönd í innanverðum Breiðafirði frá Dögurðará til Skraumuhlaupsár og gefið land skipverjum sínum og leysingjum. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 1139 orð

Aukinn áhugi á samstarfi A-flokkanna í sveitarstjórn

FÁTT virðist geta komið í veg fyrir sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Reykjanesbæ og Kópavogi. Viðræður milli flokkanna standa einnig yfir á Akranesi, Borgarbyggð, Ísafirði, Akureyri og víðar. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Ámundi segir söluna ólöglega

JÓN Magnússon, lögfræðingur Ámunda Ámundasonar, lagði fram bréf með athugasemdum við sölu á Lesmáli ehf. til Perluútgáfunnar ehf. á stjórnarfundi í fyrradag. "Ég gerði Páli Vilhjálmssyni ljóst að ég myndi ekki mæta á næsta stjórnarfund sem var haldinn í gær og óskaði eftir því að Jón Magnússon, lögfræðingur minn og varamaður, kæmi í minn stað. Páll hafnaði því. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Borhola í gegn

SÁ ÁFANGI náðist við gerð Hvalfjarðarganganna í fyrradag að starfsmönnum tókst með svokallaðri kjarnaborun að bora holu í gegnum berghaftið sem enn skilur göngin að undir firðinum. Um 50 metra haft er eftir á milli jarðganganna en stefnt er að því að sprengja síðasta haftið 3. október næstkomandi. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 361 orð

Bréfi Bandaríkjamanna illa tekið

Í BRÉFI frá bandaríska utanríkisráðuneytinu er þeim tilmælum beint til þings Evrópuráðsins, sem nú situr í Strassborg, að Króatíu verði vísað úr ráðinu vegna brota yfirvalda þar á Dayton-samkomulaginu og mannréttindabrota sem farið hafi versnandi eftir inngöngu landsins í ráðið fyrir tæpu ári. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 222 orð

Cimoszewics boðar afsögn

WLODZIMIERZ Cimoszewicz, starfandi forsætisráðherra Póllands, tjáði Aleksander Kwasniewski forseta í gær að ríkisstjórn hans myndi fara frá bráðlega, svo að ný stjórn geti tekið við þegar nýkjörið þing landsins kemur saman í fyrsta sinn eftir nýafstaðnar kosningar 20. október næstkomandi. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 964 orð

Ekki hætta á að glæpagengi nái fótfestu á Íslandi

"ÞRÁTT fyrir að einhver dæmi séu um veggjakrot í Reykjavík, sem svipar til veggjakrots glæpagengja í Bandaríkjunum tel ég ekki hættu á að þróunin verði sú að glæpagengi nái fótfestu hér á landi. Erlend glæpagengi munu áreiðanlega ekki sjá sér hag í að starfa hér enda er landið fámennt og auðvelt að þekkja ókunnuga úr. Meira
26. september 1997 | Miðopna | 956 orð

Ekki til séráætlun fyrir Norðurlandsskjálfta Jarðeðlisfræðingar segja þráláta skjálftavirkni fyrir Norðurlandi að undanförnu

Skjálftavirkni fyrir Norðurlandi Ekki til séráætlun fyrir Norðurlandsskjálfta Jarðeðlisfræðingar segja þráláta skjálftavirkni fyrir Norðurlandi að undanförnu vekja spurningar um Húsavíkurskjálfta. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Endanleg ákvörðun eftir mánaðamót

VIÐRÆÐUR Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um sameiginlegt framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ eru komnar mjög langt á veg og fátt annað eftir en að ganga formlega frá málinu og taka ákvarðanir um framboð. Viðræður milli flokkanna hafa staðið lengi yfir og liggur fyrir samkomulag. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

Engar vísbendingar um áreitni við önnur börn

AÐ SÖGN Einars Inga Magnússonar aðstoðarfélagsmálastjóra Hafnarfjarðar, hefur Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar vistað fimm börn á heimili mannsins sem dæmdur hefur verið í héraðsdómi Norðurlands fyrir kynferðisafbrot gagnvart tæplega fimm ára gamalli stúlku. Þar af voru þrír drengir, tveir unglingar og einn stálpaður piltur. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fagform og TRS í nýtt húsnæði

MARGT var um manninn þegar Fagform, auglýsinga- og skiltagerð, og TRS, Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands, héldu veislu nýlega í tilefni af flutningi fyrirtækjanna í nýtt húsnæði. Húsnæðið er 400 fm að stærð og skipta fyrirtækin plássinu bróðurlega á milli sín, 200 fm hvort. Húsnæðið er í eigu Fagforms ehf., sem hefur verið starfandi á Selfossi í rúm tvö ár. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Farið fram á framsal að ári

DÓMSMÁLARÁÐHERRA mun fara fram á við bandarísk yfirvöld að íslenski drengurinn, sem dæmdur hefur verið í tíu ára fangelsi í Texas fyrir kynferðisafbrot gegn yngri börnum, verði framseldur en þó ekki fyrr en eftir eitt ár þegar hann hefur notið sérhæfðrar meðferðar. Að sögn Braga Guðbrandssonar forstöðumanns Barnastofu, eru móðir hans og fósturfaðir sátt við þessa niðurstöðu. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 331 orð

Fasteignamarkaður lifnar við

MIKLAR hreyfingar hafa verið á fasteignamarkaðinum á Ísafirði að undanförnu eftir fremur rólegt tímabil þar á undan. Mest hreyfing hefur verið á litlum og miðlungs stórum fasteignum en líkt og fyrr hafa stærstu fasteignirnar verið erfiðastar í sölu. Eftir smásölukipp í vor kom algjör ládeyða yfir sumarið en allt virðist benda til þess að fasteignamarkaðurinn sé að komast í eðlilegt horf. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fékk sjö milljóna króna sekt

Fékk sjö milljóna króna sekt HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær stjórnarformann veitingahússins Jarlsins í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og til greiðslu 7 milljóna króna sektar. Hæstiréttur breytti þannig nokkuð niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi stjórnarformanninn í mars sl. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Fjalla- og ævintýramyndir í Háskólabíói

SKÁTABÚÐIN stendur fyrir Banff fjallakvikmyndahátíð dagana 30. september til 1. október. Sýndar eru um 20 þeirra mynda sem hlutu verðlaun á síðustu Banff fjallakvikmyndahátíð en hátíðin er haldin í nóvember á hverju ári. Viðfangsefni myndanna er fjallmennska og spennuíþróttir eins og straumkajaksiglingar, háfjalla- og klettaklifur og margt fleira. Meira
26. september 1997 | Landsbyggðin | 266 orð

Fjölmennt í Gunnarsstaðarétt

Þórshöfn-Réttardagar setja svip sinn á mannlíf í sveitinni á haustin og er mikið að gerast hjá fólki og fénaði. Veður hefur verið fallegt og hlýtt þessa réttardaga og er mál til komið því haustið sendi Norðlendingum kaldar kveðjur í byrjun. Bændur fengu slæm veður í göngunum en það mun vera nokkuð árvisst hjá þeim. Meira
26. september 1997 | Landsbyggðin | 171 orð

Fjölsóttur borgarafundur á Húsavík

Húsavík-Bæjarstjórinn á Húsavík boðaði til borgarafundar sl. miðvikudagskvöld og var hann mjög fjölsóttur. Fundurinn var boðaður vegna mikillar ólgu í bænum vegna framkvæmda bæjarins í Skógargerðismel því margir töldu þær framkvæmdir vera upphaf malartekju úr melnum og myndi hann því hverfa eins og Stórhóllinn en um það mál hafa verið skiptar skoðanir. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Frakkans leitað inn Fljótshlíð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja leit að franska manninum Michael Leduc inn Fljótshlíðina og inn á Þórsmerkursvæðið. Björgunarsveitarmenn munu byrja að ganga svæðið í dag og verður leitað beggja vegna Markarfljóts. Ef leitin ber ekki árangur í dag verður settur meiri þungi í hana um helgina, að sögn Jónasar Hallssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Hallaði verulega á konuna við skilnaðinn

SAMNINGUR hjóna um fjárskipti við skilnað þeirra var felldur úr gildi með dómi Hæstaréttar í gær. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að verulega hefði hallað á konuna og að samningurinn hefði ekki verið gerður við eðlilegar aðstæður. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 102 orð

Hamstra mat og sandpoka

YFIRVÖLD í Arizona vöruðu fólk við akstri um ákveðin svæði vegna flóðahættu af völdum úrkomu úr fellibylnum Nóru síðdegis í gær að staðartíma. Örlítið dró úr styrk Nóru er hún fór yfir Baja Kaliforníu- skagann. Íbúar Arizona hömstruðu mat og sandpoka í gær og víða hefur verið gefið frí í skólum vegna yfirvofandi óveðurs. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Hausthátíð í Breiðholtsskóla

HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla laugardaginn 27. september og segir í fréttatilkynningu að þar sem skólastarfið sé hafið sé rétt að gera sér glaðan dag og vekja alla til vitundar um það sem því fylgir þ.e.a.s börn á gangi eða hjólandi. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Haustmessa Kvennakirkjunnar

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 28. september kl. 20.30. Þema messunnar er litbrigði haustsins. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, formaður jafnréttisnefndar kirkjunnar, prédikar og segir frá nýrri jafnréttisáætlun kirkjunnar. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur einsöng og kynnir lög af nýrri plötu sinni. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Héraðsdómur sýknaði

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands hefur sýknað 24 ára gamlan mann sem ákærður var vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni. Maðurinn var kærður fyrir að kaupa í nóvember síðastliðnum 20 grömm af amfetamíni og 5 alsælutöflur af manni í Reykjavík sem sendi efnin með flugi til ákærða á Akureyri. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis

HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnesprófastsdæmis verður haldinn laugardaginn 27. september í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju. Dagskráin hefst kl. 9 f.h. og lýkur um kl. 18. Meginefni fundarins ber yfirskriftina "Höldum hátíð". Markmiðið er að fjalla um hátíðir almennt, eðli þeirra, tilgang og markmið, með hliðsjón af kristnitökuhátíðinni árið 2000. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 695 orð

Hindraði SÞ að blóðbaði yrði afstýrt?

BELGÍSK rannsóknarnefnd hefur sterkar vísbendingar um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefðu getað komið í veg fyrir fjöldamorð á mörg hundruð þúsund manns í Mið-Afríkuríkinu Rúanda 1994, en háttsettir embættismenn í aðalstöðvum SÞ í New York hafi gert út um þann möguleika. Blaðið Washington Post greindi frá þessu í gær. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 39 orð

Hnefaleikakengúra

FJÖLLEIKAHÁTÍÐ stendur nú yfir í Póllandi og fjölleikaflokkar hvaðanæva úr heiminum hafa flykkst þangað til að sýna listir sínar. Hér er Rússinn Valeva Afanasjev með félaga sínum, kengúrunni Tonic, sem æfir hnefaleika fyrir sýningu þeirra í Varsjá. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð

Hugmynd launanefndar um tvöfalt launakerfi hafnað

ENGINN árangur varð á samningafundi kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara í gær og segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, að hún sjái ekki fram á annað en að kennarar verði að búa sig undir langt verkfall. Á fundinum lagði launanefnd sveitarfélaganna fram hugmynd um að búið yrði til nýtt launakerfi fyrir kennara sem koma til starfa næsta haust. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jafningjafræðsla foreldra

SAMFOK býður bekkjarfulltrúum í 6.­10. bekk til fundar í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 10­12 laugardaginn 27. september. Á þessum fundi, sem ber yfirskriftina Foreldrastarf er forvarnastarf, verður kynnt verkefnið Fyrirmyndarforeldrar en það er hugsað sem jafningjafræðsla meðal foreldra. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 778 orð

Jesús er lykillinn að veraldarsögunni

UM SÍÐUSTU helgi var haldin kaþólsk ráðstefna í Viðey. Meðal fyrirlesara var Aidan Nichols dóminikanaprestur og háskólakennari í Oxford. Hann flutti hugleiðingu um kristna trú á mörkum árþúsunda. Þar kom meðal annars fram að páfi hefur farið þess á leit við kristna menn að þeir búi sig næstu þrjú árin undir að tvö þúsund ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Karlar nota frekar öryggishjálma

60% fullorðins hjólreiðafólks notar ekki hlífðarhjálma, samkvæmt könnun sem Slysavrnafélag Íslands gerði á götum borgarinnar á mánudag. Konur nota hjálm mun síður en karlar og Herdís Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi SVFí, segir að það séu einkum yngri konur og eldri karlar sem hjóla án þess að nota hjálm. Þá virði fullorðnir hjólreiðamenn illa umferðarreglur. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Kvöldmessa með léttri sveiflu í Hafnarfirði

KVÖLDMESSA með léttri sveiflu fer fram í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 28. september og hefst hún kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson söngvari, sem þekktur er fyrir söng fjörlegra dægurlaga en hefur hin síðari ár snúið sér að söng á trúarsamkomum og í kirkjum, stýrir söngnum og hefur með sér sveit vel þekktra hljóðfæraleikara. Sigurður Flosason leikur á saxafón, Tómas R. Meira
26. september 1997 | Miðopna | 1195 orð

Lausn á hegðunarvanda ávallt til en oft þarf að leita að henni Átta unglingar dvelja í senn á meðferðarstöðinni Stuðlum í

STUÐLAR, meðferðarstöð fyrir unglinga, hefur nú verið starfrækt í ár en þar dveljast unglingar sem þurfa á meðferð að halda vegna einhvers konar hegðunarvanda. Þar er einnig tekið við unglingum sem þurfa bráðavistun, t.d. vegna ofneyslu áfengis- eða vímuefna. "Á Stuðlum trúum við á lausnir. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 330 orð

Leggja aftur Super Puma SPRUNGUR af völdum málmþreyt

SPRUNGUR af völdum málmþreytu hafa fundist í hægri öxultappa í aðalgírkassa norsku Super Puma-þyrlunnar sem fórst með 12 mönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Um tappann flyst afl frá mótor yfir í þyrilblöð. Rannsókn slyssins mun beinast að því að leiða orsakir málmþreytubrestanna í ljós. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

LEIÐRÉTT

RANGHERMT var í upplýsingum sem fylgdu viðtali við sr. Jón Bjarman á bls. 8 á miðvikudag að eiginkona hans, Jóhanna K. Pálsdóttir, væri prófastur. Faðir hennar hafði þetta starfsheiti en hún er aðalféhirðir Búnaðarbankans og yfirmaður afgreiðslu aðalbanka Búnaðarbankans. Auk þess var á sama stað Laufás ranglega sagður í Skagafirði. Sá forni kirkjustaður er í Þingeyjarsýslu. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

LEIÐRÉTTING

VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins birtust röng vikutilboð undir nafni 10-11 verslananna í gær. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið viðskiptavinum verslunarinnar. Hér á eftir koma tilboðin hjá 10-11 verslununum. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 1381 orð

Lengri aldur áhrifamesta bylting 20. aldarinnar

EIN áhrifamesta byltingin á 20. öldinni felst ekki í framförum á sviði tækni eða samgangna heldur í sífellt hærri aldri. Lengri ævi hefur ekki aðeins áhrif á hvern og einn heldur samfélagið í heild. Með því að minna á þessa staðreynd hóf dr. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Lögmaður fær ekki að segja af sér

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á að Sveinn Andri Sveinsson héraðsdómslögmaður fengi að segja af sér sem verjandi í máli og að skjólstæðingur hans, sem er sakborningur í Hollendingsmálinu svokallaða, fengi að verja sig sjálfur. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Héraðsdóms með vísan til forsendna hans, en í þeim sagði m.a. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Lögmannafélagið skýtur máli sínu til áfrýjunarnefndar

LÖGMANNAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að skjóta ákvörðun samkeppnisráðs, um að félaginu sé óheimilt að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Lögmannafélagið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að félagið hafi haft þær lögbundnu skyldur í áratugi að úrskurða um hæfilegt endurgjald fyrir störf lögmanna komi upp ágreiningur þar um. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Mikið tjón í Þorlákshöfn

ELDUR kom upp í mjölgeymslu fiskimjölsbræðslunnar Hafnarmjöls í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Allt mjöl sem þar var er talið ónýtt og gæti tjónið numið nokkrum milljónum króna. Slökkviliðið í Þorlákshöfn fékk tilkynningu frá Neyðarlínunni um kl. 22.30 um að eldur væri í húsinu á Hafnarskeiði 28 þar sem fyrirtækið er til húsa. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Námskeið um foreldrahlutverkið

FJÖLSKYLDURÁÐGJÖFIN Samvist mun á næstunni halda námskeið fyrir foreldra í Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg um hið mikilvæga en vandasama hlutverk að vera foreldri í nútímasamfélagi. Hvert námskeið stendur yfir í 6 skipti, 2 klst. í senn, einu sinni í viku að kvöldi til. Flutt verða stutt færðileg erindi en síðan gefst fólki kostur á umræðum og verkefnavinnu í hópum. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Ný málshöfðun

Hópur ESB-andstæðinga hefur enn á ný stefnt forsætisráðherra vegna stjórnarskrárbrots. Að þessu sinni snýst málið um hvort forsætisráðherra afsali valdi í trássi við stjórnarskrána, með því að staðfesta Schengen-sáttmálann, sem snýst um samstarf um umferð um landamæri og lögreglusamstarf. Málið nú snýst um hvort 20. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 110 orð

Nýr Bandaríkjamaður til Mír

ÁKVEÐIÐ var í gær af yfirmönnum bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) að geimfarinn David Wolf leysi af hólmi landa sinn Michael Foale, sem verið hefur um borð í rússnesku geimstöðinni Mír undanfarna mánuði. Wolf átti að halda áleiðis til Mír í nótt, en ráðgert var að skjóta geimferjunni Atlantis á braut um jörðu klukkan 2:34 í nótt að íslenskum tíma. Meira
26. september 1997 | Landsbyggðin | 144 orð

Nýtt skip í flota Bolvíkinga

Ísafirði-Nýtt skip, Hrafnseyri ÍS- 10, bætist í flota Bolvíkinga á laugardag. Eigandi skipsins, sem er 430 lesta frystitogari, er Þorbjörn hf. í Bolungarvík en það var keypt af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur fyrir stuttu og hét þá Kolbeinsey ÞH. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Óskapleg vonbrigði

"ÞETTA voru óskapleg vonbrigði og ég var yfir mig undrandi á þessari niðurstöðu. Ég er reið og sár út í kerfið því þetta gengur þvert gegn fyrri úrskurði," sagði Sophia Hansen um dóm undirréttar í Istanbul í fyrradag þar sem Halim Al var sýknaður af ákæru um brot á umgengnisrétti. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 246 orð

Ráðherra gagnrýndur vegna Færeyjarannsóknar

Frank Jensen, dómsmálaráðherra Dana, fær ákúrur frá Þjóðþinginu vegna rannsóknar á bankamálum Færeyinga. Í raun er það Bjørn Westh umferðarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra sem á að taka víturnar til sín, því hann var ráðherra á þeim tíma er gagnrýnin nær til. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

rsFlugfiskar? HARÐBAKUR EA, ísfiskto

HARÐBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., hélt til veiða í gær og þykir kannski ekki í frásögur færandi. Hins vegar var eins og skipverjarnir, sem stóðu frammi á hvalbak, ætluðu á flugfiskveiðar og væru þegar farnir að líta í kringum sig. Svo var nú ekki og þeir voru aðeins að fylgjast með flugvél sem var á leið til lendingar á Akureyrarflugvelli. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Rætt um mengun í bæjarráði

UMRÆÐUR um mengun í Akureyrarbæ fóru fram á fundi bæjarráðs í gær, að ósk Odds H. Halldórssonar bæjarfulltrúa Framsóknarflokks. Sérstaklega var rætt um lyktarmengun frá verksmiðjunni í Krossanesi, kjötreykingu Kjarnafæðis við Fjölnisgötu og rykmengun frá malbikunarstöð bæjarins. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sagnaganga í fótspor genginna kynslóða

BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna stendur fyrir sagnagöngu um Hafnarfjörð laugardaginn 27. september. Farið verður á stað frá Smiðjunni Strandgötu 50, klukkan 10 árdegis. Gengið verður um slóðir þess fólks sem byggði Hafnarfjörð á fyrstu áratugum aldarinnar, og verður leiðsögumaður Kristján Bersi Ólafsson en hann mun fjalla um hús, staði, menn og málefni. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 562 orð

Sameiginlegt verkefni foreldra og skóla

Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla, sagði að ákveðið hefði verið að bregðast við slysum undanfarið með því að senda börnum og foreldrum áminningu og hvatningu þess efnis að allir leggist á eitt til að forðast umferðarslys meðal skólabarna. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 68 orð

Samvizkufangar varðir regni

SUÐUR-KÓRESK kona hagræðir myndum af svokölluðum samvizkuföngum undir plasttjaldi sem ver myndirnar gegn regni. Myndirnar voru notaðar í gær í mótmælaaðgerðum í miðborg Seoul, þar sem aðstandendur pólitískra fanga kröfðust lausnar þeirra. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Síðasta sýningarhelgi

Í TILEFNI af 10 ára afmæli Kringlunnar var sett upp sýning á teikningum og módeli af tengibyggingu sem áformað er að byggja milli norður- og suðurhúss Kringlunnar. Á sýningunni eru útskýrðar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru við Kringluna á næstunni. Bæði er um að ræða byggingu tengibyggingar á milli Kringlunnar 4­6 og Kringlunnar 8­12 og stækkun Kringlunnar til norðurs að Miklubraut. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Sumarauki á Austurlandi

SANNKALLAÐUR sumarauki hefur verið hér Austanlands að undanförnu, sólskin og logn og hiti verið um 20 gráður. Mannfólkið kann svo sannarlega að meta þessa veðurblíðu líkt og krakkarnir sem fréttaritari rakst á sl. þriðjudag á leirunum við botn fjarðarins þar sem þau voru að busla í sjónum og skemmta sér. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 277 orð

Sæti Kambódíu hjá SÞ autt

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að sæti Kambódíu á allsherjarþingi samtakanna, sem nú stendur yfir, skuli standa autt. Ákvörðunin er til komin vegna valdabaráttu Ranariddhs prins og Huns Sens en báðir hafa þeir sent ráðinu fulltrúa sem þeir segja löggilta fulltrúa landsins. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 419 orð

Time fjallar um Íslenska erfðagreiningu

UNDIR fyrirsögninni "Nýja Íslendingasagan" er í nýjasta tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time greint frá starfsemi fyrirtækisins Íslensk erfðagreining og rætt við forstjóra þess, Kára Stefánsson. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ungir í anda

ÞEIR sýndu það, eldri kylfingar, víðs vegar að, á opnu móti í "pútti" á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, að þeir eru ekki deginum eldri en þeim finnst þeir vera ­ og sýndu það með tilþrifum sínum að þeir eru í raun og veru kornungir. Þátttakendur í púttmótinu á púttvellinum í Laugardal voru um 40 talsins og komu m.a. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Unglingadiskó

DANSSMIÐJA Hermanns Ragnars og Dansskóli Auðar Haralds standa fyrir unglingadiskóteki á Ráðhúskaffi, Akureyri á morgun, laugardaginn 27. september frá kl. 16 til 18. Margt verður til skemmtunar, kenndir verða diskó- og "spice girls"-dansar og sýningarflokkur frá dansskólanum sýnir slíkan dans, haldin verður Spice girls eftirhermukeppni. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Utanríkisráðherra Rússlands væntanlegur hingað til lands

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem staddur er á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, hefur tvívegis á seinustu dögum hitt Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, þar sem ráðherrarnir ræddu óformlega um deilu ríkjanna vegna veiða íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð

Viðræður um hugsanlega íhlutun

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Frakklands sömdu um það á miðvikudag að hefja viðræður sem miðuðu að hugsanlegum sameiginlegum aðgerðum til að bregðast við þeirri atburðarás sem að undanförnu hefur átt sér stað í Alsír, þar sem blóðug fjöldamorð á saklausum borgurum hafa verið nær daglegt brauð um langt skeið. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 224 orð

Vilja tefja viðræður um Schengen

HUGSANLEGT er að væntanleg miðflokkastjórn í Noregi reyni að draga viðræður Íslands og Noregs um aðild að Schengen-vegabréfasamstarfinu á langinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins innan miðflokkanna vilja miðjumenn, sem eru andvígir samstarfssamningi Noregs við aðildarríki Schengen, reyna að draga viðræðurnar fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins í Danmörku. Meira
26. september 1997 | Erlendar fréttir | 50 orð

Vínberjatínsla í París

PARÍSARBÚI tínir vínber í lítilli vínekru í Montmartre-borgarhlutanum í París. Vínekran er aðeins 1.556 fermetrar og uppskeran nægir yfirleitt til að framleiða um 400 flöskur af víni. Vín þessa árs verður nefnt "Cuvee Dalida" til minningar um frönsku söngkonuna Dalida sem svipti sig lífi fyrir tíu árum. Meira
26. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Þjálfunarlaug á Kristnesi nýtt

GREINARGERÐ sviðsstjóra félags- og heilsugæslusviðs og fræðslu- og frístundasviðs Akureyrarbæjar um sundlaugarmál fatlaðra var lögð fram á fundi bæjarráðs í gær. Átta fulltrúar hagsmunafélaga höfðu áður ritað bæjarráði bréf þar sem farið er fram á úrbætur í sundlaugarmálum fatlaðra. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Þjóðvegur eitt rofinn

RJÚFA varð þjóðveg eitt við Freysnes aðfaranótt fimmtudags vegna vatnavaxta í Skrámu. Við Gíju gaf sig varnargarður sem verja átti nýtt brúarstæði yfir ána. Að sögn Reynis Gunnarssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar, var þjóðveginum lokað um kl. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Þrír nemar sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó

ÞRÍR nemar í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó, þeir eru nýlega farnir utan og taka námskeiðið á þremur vikum. Kostnaður háskólans vegna þessa er 240 þúsund krónur, eða 80 þúsund krónur á hvern nemanda. Meira
26. september 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Þýzka bókasafnið í Reykjavík lagt niður

GOETHE-stofnunin, sem rekur þýzk bókasöfn og sinnir menningartengslum Þýzkalands við lönd um allan heim, hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Reykjavík. Ástæða lokunarinnar er sparnaðarráðstafanir sem stofnunin er knúin til að grípa til vegna krafna þýzkra stjórnvalda, um að ríkisstofnanir fækki starfsfólki. Meira

Ritstjórnargreinar

26. september 1997 | Leiðarar | 577 orð

HÖGGVA VERÐUR Á HNÚTINN

HÖGGVA VERÐUR Á HNÚTINN M LANGT skeið hefur það almennt verið viðurkennt í þjóðfélaginu, að launakjör kennara séu of lág miðað við þá miklu ábyrgð, sem starf þeirra felur í sér. Á þetta við um kennara á öllum skólastigum. Meira
26. september 1997 | Staksteinar | 328 orð

SMannfjöldi ­ matvæli Í BÓK Pauls Ehrlichs, "The Population Bomb", sem út ko

Í BÓK Pauls Ehrlichs, "The Population Bomb", sem út kom árið 1968, segir: "Baráttan við að brauðfæða heiminn er töpuð. Á áttunda áratugnum munu mörg hundruð milljónir svelta til dauða. Einu gildir til hvaða ráða verður gripið." Glúmur Jón Björnsson fjallar um þetta efni, mannfjöldasprengingu og matvælaframleiðslu, í nýjasta Stefni. Þreföldunmatvæla Meira

Menning

26. september 1997 | Menningarlíf | 334 orð

109 myndverk boðin upp á Hótel Sögu

GALLERÍ Fold gengst fyrir listmunauppboði á Hótel Sögu næstkomandi sunnudag kl. 20.30. Á uppboðinu, sem að sögn aðstandenda er eitt hið stærsta sinnar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi á síðari árum, verða boðin upp 109 myndverk. Að sögn Elínbjartar Jónsdóttur og Tryggva Páls Friðrikssonar hjá Gallerí Fold eru verkin frá ýmsum tímum og af ýmsum toga. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 93 orð

Auður í Listhúsi 39

AUÐUR Vésteinsdóttir opnar sýningu í myndvefnaði í Listhúsi 39, Hafnarfirði, á morgun kl. 15. Á sýningunni eru ofin myndverk úr ull og hör. Verkin eru unnin á þessu ári. Sem framhald af einkasýningu hennar í Hafnarborg 1995 er viðfangsefnið nú "túnið í sveitinni" í öllum sínum margbreytileika ræktað sem óræktað. Meira
26. september 1997 | Tónlist | 498 orð

Árna hátíð Ísleifs

ÞAÐ VAR vel við hæfi að RúRek minntist sjötíu ára afmælis djassgoðans á Austfjörðum, Árna Ísleifs, með sérstökum afmælistónleikum. Árni hefur unnið djassinum vel, ekki síst eftir að hann settist að á Austfjörðum, og í tíu ár hefur hann stýrt djasshátíð á Egilsstöðum ­ RúRek er aðeins að ljúka sjöunda árinu. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 525 orð

ÐSagan og persóna Maríu heilluðu

ÞÝSKA leikkonan Barbara Auer fer með aðalhutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Maríu, sem er frumsýnd í dag hérlendis. Blaðamaður Morgunblaðsis sló á þráðinn til hennar í Hamborg en leikkonan er komin á kaf í ný verkefni í Þýskalandi og sá sér ekki fært að vera viðstödd Íslandsfrumsýninguna. Meira
26. september 1997 | Myndlist | 1000 orð

Einn stór norrænn

Opið alla daga frá 12-18. Sunnudaga 14­18. Til 28. september. Aðgangur ókeypis. ÞRÓUNIN hefur illu heilli orðið sú hin síðari ár, að æ fátíðara verður að markvert yfirlit eldri málara, einkum genginna, sjáist í listhúsum borgarinnar, helst stök eða fá verk og sum af vafasömum uppruna. Verður svo áfram svo lengi sem öll aðalsöfn okkar eru öðru fremur starfrækt sem sýningarsalir. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 285 orð

Endurkoma Garth Brooks

ÁRLEG verðlaunahátíð kántrýtónlistar var haldin í 31. sinn á miðvikudag í Nashville, Tennessee. Sjónvarpað var beint frá hátíðinni sem er mesti tónlistarviðburður kántrý-tónlistar og var að venju í hinu fræga tónlistarhúsi Grand Ole Opry. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 207 orð

Fiðlarinn á þakinu aftur á svið

SÝNINGAR í Þjóðleikhúsinu á söngleiknum Fiðlaranum á þakinu hefjast á ný í kvöld. Fiðlarinn var frumsýndur í vor sem leið. Sögusvið verksins er lítið rússneskt þorp í upphafi aldarinnar, í gyðingasamfélagi. Þar býr mjólkurpósturinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við Guð og menn. Meira
26. september 1997 | Tónlist | 787 orð

FRÁ ÖLLU Í EKKERT

Kammerverk eftir Perttu Haapanen, Mattias Svensson, Davíð Franzson, Tage Tysland og Lasse Laursen. Listasafni Íslands, mánudaginn 22. september kl. 20. EF EITTHVAÐ er meira hvetjandi fyrir ung og óreynd leitandi tónskáld en að fá verk sín flutt, hlýtur það að vera að fá þau vel flutt. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 757 orð

"Gaman að vinna við barnaefni"

Teiknimynd Walt Disney um Hringjarann í Notre Dame kom út á sölumyndbandi í vikunni. Myndin er talsett af íslenskum leikurum og talar Felix Bergsson fyrir sjálfan Kvasímodó.Rakel Þorbergsdóttirhitti manninn á bak við rödd hringjarans. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 431 orð

Hatrinu hefnist Rómeó og Júlía (Romeo + Juliet)

Framleiðandi: Bazmark. Leikstjóri: Baz Luhrman. Handritshöfundur: Craig Pearce og Baz Luhrman. Kvikmyndataka: Donald M. McAlpine. Tónlist: Nellee Hooper. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Claire Danes, Brian Dennehy, John Leguizamo, Pete Postlethwaite, Paul Sorvino, Diane Venora. 120 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
26. september 1997 | Kvikmyndir | 418 orð

Himnar, hel og Hollywood

Leikstjóri Mark A.Z. Dippé. Handritshöfundar Todd McFarlane, Mark Dippé, Alan B. McElroy. Kvikmyndatökustjóri Guillermo Navarro. Tónlist Graeme Rewell. Aðalleikendur. John Leguizamo, Michael Jai White, Martin Sheen, Theresa Randle, D.B. Sweeney. 97 mín. Bandarísk. New Line 1997. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Japanir ekki í bíó

JAPANSKAR kvikmyndir njóta velgengni á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum en heima í Japan hefur áhugi almennings minnkað á innlendri framleiðslu. Mynd Shohei Imanmura, "Unagi", vann til verðlauna á Cannes, "Hana-bi", mynd Takeshi Kitano, var verðlaunuð í Feneyjum, og "Má bjóða þér í dans?" eftir Masayuki Suo nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum, Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Listaverkið heldur áfram

SÝNINGAR á franska verðlaunaleikritinu Listaverkinu eftir Yasminu Reza hefjast á ný í kvöld. Verkið var frumsýnt á liðnu vori á Litla sviðinu. Nú í haust verður fyrst um sinn sýnt á Litla sviðinu en fyrirhugað er að flytja sýninguna í Loftkastalann upp úr miðjum október. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Með hægð

þar sem flutt voru verk eftir Eivind Buene, Tommi K¨arkk¨ainen, Luca Francesconi, Per Mårtensson og Úlfar Haraldsson. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Einleikari: Arno Bornkamp. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Fimmtudagurinn 25. september, 1997. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Morðingi ekki látinn laus

DÓMARI í Nashville hafnaði í gær beiðni James Earl Ray um að verða látinn laus gegn tryggingu til að þess að fara í lifrarígræðslu. Ef ekkert verður að gert segja lögfræðingar hans að hann deyi innan fárra mánaða. Ray er 69 ára og er að afplána 99 ára fangelsisdóm í Nashville- fangelsinu fyrir morðið á Martin Luther King árið 1968. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Nýjar bækur

HANDAN orða er ljóðabók eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar. Sigrún sem er píanókennari hefur ort ljóð um árabil og hafa nokkur þeirra birst í blöðum. Titilljóð bókarinnar lýsir hugblæ hennar: Handan orða. Handan hugsana þögn og friður við lygnan sæ. Handan orða. Handan hugsana sjávarháski. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 400 orð

Nýjar bækur ÚT eru komnar fimm kennslubækur hjá Máli

Nýjar bækur ÚT eru komnar fimm kennslubækur hjá Máli og menningu: Spænskur málfræðilykill. Áður hafa komið út nokkrir slíkir lyklar; danskur, franskur, íslenskur, enskur og þýskur. Lyklarnir eru handhæg hjálpargögn við tungumálanám. Grundvallaratriðum í málfræði er þjappað saman eins og kostur er á samanbrotnum einblöðungi. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Nýjar bækur YRK hefur að geyma þrjátíu s

YRK hefur að geyma þrjátíu söngtexta sem Hörður Torfa hefur flutt á tónleikum víða undanfarin ár. "Hafa margir textarnir vakið athygli og þá sérstaklega í flutningi Harðar sem þykir með afbrigðum leikrænn, tilfinningaríkur og blæbrigðamikill flytjandi," segir í kynningu. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 232 orð

Nýtt í Nýló

Nýtt í Nýló HJÖRTUR Marteinsson, Ásrún Tryggvadóttir og Berit Lindfeldt opna, laugardaginn 27. september kl. 16, einkasýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Gestur safnsins í setustofu er Eyjólfur Einarsson. Hjörtur Marteinsson sýnir lágmyndir og þrívíð verk í Forsal og Gryfju safnsins. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 77 orð

ON Iceland lýkur

SUNNUDAGINN 28. september lýkur sýningunni ON Iceland en hún er hluti af alþjóðlegri myndlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík í sumar. Þrír listamenn sýna verk sín á Listasafni Íslands, Thomas Huber og listamannatvíeykið Peter Fischli/David Weiss. Á efri hæðum safnsins eru til sýnis, til sunnudagsins 28. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 177 orð

REISUGILLI Í RISATÖNKUM

Í TILEFNI af því að tveir risatankanna sex sem nú ver verið að reisa við verksmiðju SR-mjöls á Seyðisfirði eru komnir í fulla hæð, var efnt til nýstárlegrar veislu. Veislan var haldin í botni risatankanna tveggja. Aðkoma og umgjörð samkomunnar var vendilega undirbúin. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 999 orð

Skilaboð úr geimnum Frumsýning

DR. ELEANOR Arroway (Jodie Foster) hefur leitað svara alla sína ævi. Sem lítil stúlka vakti hún á nóttunni til að hlusta á aðrar raddir svara sinni með talstöðvarsambandi. Í menntaskóla hóf hún síðan að leita radda utan úr geimnum og dag einn í eyðimörkinni fær hún svo skilaboð frá stjörnunni Vega sem er í sex milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 825 orð

Sveiflan og sálin á Vesturbrú Þau eru á aldrinum 11­2

Sveiflan og sálin á Vesturbrú Þau eru á aldrinum 11­25 ára, þau syngja af hjartans lyst og eru dönsk. Sigrún Davíðsdóttirhlustaði á og ræddi við krakka frá einstökum tómstundaklúbbi á Vesturbrú, sem koma fram í Norræna húsinu á morgun kl. 16 Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Sýning í "Nema hvað"

NÚ stendur yfir sýning í Gallerí Nema hvað, nemendagallerí M.H.Í. að Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, sýningaskrám og öðrum minjagripum úr nýafstaðinni ferð nemenda M.H.Í. á tvær stórar myndlistasýningar, Documenta X í Kassel & Feneyja Biennalinn. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Sýningu Þorvalds að ljúka

NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi á verkum Þorvaldar Skúlasonar í nýjum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34. Á sýningunni eru 42 verk unnin með olíu-, krítar- og vatnslitum um og rétt eftir 1940. Verkin hafa ekki verið sýnd hér á landi áður. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. september en hún er opin um helgina frá kl. 12­18. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 168 orð

Tímarit ÍSLENSK bókaskrá fyrir árið 1996

ÍSLENSK bókaskrá fyrir árið 1996 er komin út á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Þar eru skráðar allar útgefnar bækur á því ári. Skráin er 206 bls. að stærð. Henni fylgir tölulegt yfirlit um bókaútgáfu ársins 1996. Samkvæmt því komu 1.512 rit út á árinu 1996. Það er álíka fjöldi og næstu þrjú ár á undan en mun fleiri rit komu út árið 1992 eða 1. Meira
26. september 1997 | Menningarlíf | 42 orð

Ung Nordisk Musik 1997

Ung Nordisk Musik 1997 TÓNLEIKAR verða í Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. september kl. 14 og eru þetta jafnframt lokatóleikar hátíðarinnar. Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Viðundrið Adina Howard

ADINA Howard gaf út fyrstu breiðskífu sína "Do You Wanna Ride" árið 1995 og náði hún gullsölu. "Viðundur eins og ég" eða "Freak Like Me" naut mikilla vinsælda og náði smáskífa með laginu platínusölu. Nú er komið að útgáfu annarrar breiðskífu frá Howard og nefnist hún "Welcome To Fantasy Island". Meira
26. september 1997 | Fólk í fréttum | 344 orð

Þegar allt snýst um boltann

FEVER Pitch er gerð eftir sjálfsævisögu Nick Hornbys og varð bókin metsölubók flestum að óvörum. Sögusviðið er leiktíðin í enska boltanum 1988-1989 og er aðalsöguhetjan enskukennari að nafni Paul Asworth (Colin Firth), en hann er einlægur áhangandi Arsenal, og eftir því sem á myndina og leiktímabilið líður virðast líkur á því að liðinu takist að hreppa meistaratitilinn eftir 18 ára bið. Meira

Umræðan

26. september 1997 | Aðsent efni | 694 orð

Afrek

HVERNIG má vera að þjóð, sem sjaldnast nær íþróttaafrekum í fremstu röð án þess að grípa þurfi til höfðatölusamanburðar, getur státað af afreki sem allar Evrópuþjóðir vildu hafa unnið? Að ekki sé minnst á að það gerist í landi þar sem aðeins er hægt með góðu móti að iðka þá íþrótt í fjóra mánuði á ári, á meðan erlendir keppendur eru valdir úr milljónum iðkenda, Meira
26. september 1997 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Alþýðuvæni meirihlutinn í Reykjavík?

ÉG HEF, sem dyggur neytandi, fylgst dálítið með umfjöllun um málefni Strætisvagna Reykjavíkur og finnst þar vera komin framhaldssaga af bestu gerð, þar er allavega ekki lognmollunni fyrir að fara og ýmislegt virðist vera brallað á þeim bæ! Tilurð þessa bréfs er, að í útvarpinu þann 18. september sl. Meira
26. september 1997 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Hvoru er betur treystandi, Árna eða Ingibjörgu?

FYRIR skömmu var eitt ár liðið frá því að FÍB fór að bjóða verulega lækkun á bílatryggingum. Eins og flestir bíleigendur hafa fundið í pyngjunni, þá lækkuðu ekki bara tryggingarnar hjá þeim sem tryggja hjá FÍB-tryggingu, heldur þorðu innlendu tryggingafélögin ekki annað en að lækka iðgjöld sín líka. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 921 orð

"Kraftaverk R- listans"

Í SUMAR vakti R-listinn athygli þegar forystumenn hans samþykktu að kaupa hlut í Áburðarverksmiðju ríkisins fyrir um 150 milljónir kr. Á sama tíma samþykkti R-listinn að hækka raforkuverð í Reykjavík enn einu sinni til þess að mæta gjaldskrárhækkun Landsvirkjunar. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 1050 orð

Landlýsing í sjö áratugi

Í AÐFARAORÐUM fyrsta forseta Ferðafélagsins, Jóns Þorlákssonar verkfræðings, að 55 blaðsíðna kveri segir: "Til byrjunar vill fjelagsstjórnin gefa út árlega rit í svipuðu sniði og það, er hjer birtist, með lýsingu á einni ferðamannaleið að minsta kosti." Þjórsárdalur varð fyrir valinu. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 794 orð

Látið blómin tala Allar jákvæðar tilfinningar, segir Hjördís Jónsdóttir, eru nú á dögum tjáðar í fegurð og einlægni með

ÞAÐ er sunnudagur í lok febrúar. Úti er tíu stiga frost og skafrenningur. Klukkan er níu að morgni. Fjallmyndarlegur íslenskur karlmaður í vetrarfrakka og kuldastígvélum berst við veður og vind í leit að blómabúð. Meira
26. september 1997 | Bréf til blaðsins | 817 orð

Uppgjöf jaðarskattanefndar

EINHVER furðulegustu tíðindi sumarsins eru uppgjöf jaðarskattanefndar. Nefndin virðist ekki hafa skilið vandann. Í des. sl. varð mér á að senda bréf til Mbl. með fyrirsögninni "Heiður sé fjármálaráðherra". Tilefnið var að fjármálaráðherra hafði gefið fyrirheit um lækkun jaðarskatta. Það fyrirheit hefur nú verið svikið og ráðherrann rændur heiðrinum. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 897 orð

"Veður ræður akri..· ."

ÞAÐ ER áberandi að veðurfarslýsingar eru drjúgur þáttur í íslenskum annálsskrifum, einkum þó á 16.-19. öld. Frá upphafi Íslands- byggðar réð veðurfarið lífskjörum þjóðarinnar eins og gerðist um alla Evrópu, þar sem landbúnaður var höfuð-atvinnuvegur þjóðanna allt fram yfir iðnbyltingu á 19. öld. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 493 orð

Þrotlaus launabarátta Það verður að meta að verðleikum öryggið, segir Edda Sigrún Ólafsdóttir, sem börn okkar njóta í skjóli

EFTIR að hafa fylgst með launabaráttu kennara, leikskólakennara, þroskaþjálfa og annarra, sem nú þessa dagana berjast fyrir því, að hafa mannsæmandi laun, er svo komið, að mig langar til þess að leggja orð í belg. Málið kemur okkur öllum við. Hversvegna er launum þessara starfsstétta haldið svo lágum? Um er að ræða uppalendur barna okkar að drjúgum hluta. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 792 orð

Þvælugagnrýni er eins og mývargur

KARL Kvaran, sá ágæti málari, var einstakur sérvitringur í upphengingu mynda. Ekkert verk mátti trufla annað og var þetta á mörkum meinlæta. Fyrir bragðið virtust einkasýningar hans, en þær voru ekki margar, svolítið einhæfar. Karl var perfeksjónisti. En hann blómstraði á samsýningum í sambýli eða andbýli við aðra málara og aldrei sá maður betur en þá hvílík stærð hann var. Meira
26. september 1997 | Aðsent efni | 1623 orð

Öflugur mengunarvarnabúnaður tekinn í notkun í október

Krossanesverksmiðjan hefur sætt gagnrýni nágranna sinna á Akureyri fyrir mengun og illþefjandi útblástur úr reykháfum, einkum að sumarlagi. Í greinargerð, sem Morgunblaðinu hefur borizt er þessari gagnrýni svarað og skýrt frá áformum um að taka í notkun nýjan mengunarvarnabúnað nú í október. Forráðamenn Krossaness hf. Meira

Minningargreinar

26. september 1997 | Minningargreinar | 784 orð

Guðbjört Guðbjartsdóttir

Þegar minnst er Björtu á Einlandi eins og hún var ávallt kölluð í vinahópi og þeirra sem til þekktu "sækir svipþyrping þing" og hjá hugskotssjónum líða myndir af fólki og umhverfi sem nú er horfið að fullu. Það voru góðar manneskjur, sem áttu heima uppi á bæjum sem kallað var í Vestmannaeyjum, um og eftir miðja öldina, samhjálp mikil og sönn vinátta meðal fólks. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 170 orð

GUÐBJÖRT GUÐBJARTSDÓTTIR

GUÐBJÖRT GUÐBJARTSDÓTTIR Guðbjört Guðbjartsdóttir fæddist 11. október 1906 í Grindavík. Hún lést á Landakotsspítala hinn 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjartur Guðmundsson og Jóhanna Bjarnadóttir. Guðbjartur lést af slysförum er Guðbjört var enn ófædd. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Guðbjört Guðbjartsdóttir Elsku amma Bjarta. Að kveðjustund er komið og minningarnar streyma um hugann. Það er svo margt sem

Elsku amma Bjarta. Að kveðjustund er komið og minningarnar streyma um hugann. Það er svo margt sem rifjast upp þegar maður byrjar að hugsa til baka. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom í heimsókn til þín á Kleppsveginn og teiknaði myndir og þú hengdir þær upp á vegginn inni í svefnherberginu hjá þér. Og þegar við fórum í allar bæjarferðirnar, keyptum okkur ís og löbbuðum um. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Guðbjört Guðbjartsdóttir Elsku amma Bjarta. Nú ertu farin til Guðs og englanna og nú finnur þú ekki lengur til. Þú varst

Elsku amma Bjarta. Nú ertu farin til Guðs og englanna og nú finnur þú ekki lengur til. Þú varst alltaf svo góð við okkur og kallaðir okkur alltaf litlu krakkana. Við munum sakna þín mikið en minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar. Það verður tómlegt hjá okkur á aðfangadagskvöld er þú verður ekki hjá okkur og á sunnudögum hittum við þig ekki hjá ömmu Birnu og afa Bjarti. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Hermann G. Jónsson

Það var fyrir viku að ég frétti að Hermann væri farinn. Fráfall hans kom ekki á óvart því smám saman hafði verið að draga af honum síðan hann veiktist fyrir hálfu ári. Hermann bar með sér anda sveitarinnar og það var bjart yfir þeirri sveit, sveitinni milli sanda. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HERMANN G. JÓNSSON

HERMANN G. JÓNSSON Hermann G. Jónsson fæddist í Hörgsdal á Síðu 25. maí 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Prestbakkakirkju á Síðu 20. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Hreinn Svavarsson

Hann var sjómaður dáðadrengur. Og nú hefur hann kvatt. Heimsækir aldrei aftur gömlu Akureyri sem hann unni hugarástum. Þar sleit hann að nokkru barns- og unglingaskónum. Þar lærði hann rafvirkjun ­ varð fullnuma í þeirri grein og stundaði hana á köflum. Hins vegar var það sjómennskan og sjórinn sem gagntóku hann og gerðu hann snemma að manni. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Hreinn Svavarsson

Elsku afi okkar. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Laugardagurinn 20. september á eftir að vera okkur minnisstæður, því þá glöddumst við yfir því að ÍR-ingarnir komust upp í efstu deild. En fljótt breytist gleði í sorg, því þá um kvöldið fengum við þær hörmulegu fréttir að þú værir dáinn. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 124 orð

HREINN SVAVARSSON

HREINN SVAVARSSON Hreinn Svavarsson fæddist 20. maí 1929. Hann lést 20. september síðastliðinn. Hreinn ólst upp hjá móður sinni Ágústu Magnúsdóttur á Syðsta-Kambhóli á Gamlarströnd í Eyjafirði. Hann fór ungur til Akureyrar og lærði þar rafvirkjun. Fór síðan til Reykjavíkur upp úr 1950. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Hreinn Svavarsson Elsku Hreinn. "Í andartaki lífsins við fáum að vera til, teljum það sjálfsagt uns dauðinn tekur við." Hafðu

Elsku Hreinn. "Í andartaki lífsins við fáum að vera til, teljum það sjálfsagt uns dauðinn tekur við." Hafðu kærar þakkir fyrir þína vináttu og tryggð. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund, því er þín minning tær. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 686 orð

Jón Ingibjartur Zófoníasson

Þá er ég minnist í stuttri kveðju tengdaföður míns og frænda, Jóns Ingibjarts Zófoníassonar frá Núpi í Dýrafirði, er svo sannarlega af mörgu að taka. Með Jóni Zófoníassyni er horfinn af heimi óvenju vandaður og heilsteyptur maður, er á engu því vildi níðast sem honum var trúað fyrir. Ég kynntist Jóni fyrst, þegar ég varð sóknarprestur að Núpi fyrir tæpum þrjátíu og sjö árum. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 202 orð

JÓN INGIBJARTUR ZÓFONÍASSON

JÓN INGIBJARTUR ZÓFONÍASSON Jón Ingibjartur Zófoníasson fæddist á Fjallaskaga í Dýrafirði 28. maí 1911. Hann lézt á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. september síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru hjónin Zófonías Sigurður Jónsson og Friðrika Kristín Guðmundsdóttir búendur að Læk í Dýrafirði. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 33 orð

JÓN INGIBJARTUR ZÓFONÍASSON

JÓN INGIBJARTUR ZÓFONÍASSON Jón Ingibjartur Zófoníasson fæddist á Fjallaskaga í Dýrafirði 28. maí 1911. Hann lézt á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 26. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Jón Ingibjartur Zóphoníasson

Straumur tímans fellur fram óaflátanlega af víðáttum minninganna. Augnablikið flutti og flytur, eins og mjósti hluti stundaglassins, korn þeirra í sjóðinn, eitt í senn. Virðisaukinn, sem tíminn gefur, er ekki í neinu sambandi við upphaflega stærð. Þau smáu skína ekki síður björt ­ og gjarnan lengur ­ en önnur sem fyrst virtust stærri. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 678 orð

Jón Zófoníasson

Sumir menn verða minnisstæðari en aðrir. Ekki vegna þess að þeir veki athygli á sjálfum sér með yfirlæti, heldur vegna hógværðar sinnar, heiðarleika og iðjusemi. Þannig er Jón Zófoníasson, vinur minn og félagi, í minningunni. Haustið 1939 vorum við báðir ráðnir til starfa við Núpsskóla í Dýrafirði, þann ágæta skóla, sem sr. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 606 orð

Karl Jóhannsson

Góður maður er genginn á sjötugasta og fjórða aldursári, vinur og fóstbróðir í 60 ár. Karl Jóhannsson, Kalli eins og við bekkjarsystkinin kölluðum hann, ólst upp á Akureyri og hóf nám í menntaskólanum þar haustið 1937 og lauk stúdentsprófi vorið 1943. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 27 orð

KARL JÓHANNSSON

KARL JÓHANNSSON Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 567 orð

Kristian Breiðfjörð Jacobsen

Elsku hjartans pabbi minn. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farinn af okkar tilverustigi aðeins nokkrum dögum eftir að við ferðuðumst um hálfan Noreg og hittum alla ættingjana. Þá ríkti gleði og hamingja og þú fékkst að hitta systkini þín sem þú hafðir ekki séð jafnvel í mörg ár. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 277 orð

KRISTIAN BREIÐFJÖRÐ JACOBSEN

KRISTIAN BREIÐFJÖRÐ JACOBSEN Kristian Breiðfjörð Jacobsen var fæddur í Kopervik í Noregi 5. nóvember 1916. Hann lést í Telemark Sentral Sykehus 29. ágúst síðastliðinn. Faðir hans var Hans Eberg Jacobsen, sjómaður, f. 13.7. 1880, d. 17.1. 1959. Móðir hans var Maria fædd Kristjánsdóttir, Jacobsen, ljósmóðir frá Otradal á Barðaströnd, f. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Ólafur Sigfússon

"Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér." (Kahlil Gibran.) Ég sé þig á sólríkum ágústdegi, brosandi með glettnisblik í ljósum augunum. Þú ert að koma með hjól handa syni mínum í afmælisgjöf. Þið Ingunn á nýjum bíl, svo hress og kát. Og eins og venjulega fylgdi þér birta og ylur. Þá óraði mig ekki fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Ólafur Sigfússon

Í dag er kvaddur Ólafur Sigfússon vélfræðingur. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að kynnast honum er hann vann að viðgerðum á búnaði Nesjavallavirkjunar. Mér sem starfsmanni virkjunarinnar, varð ljóst að hér var enginn meðalmaður á ferð, því hann bjó yfir gífurlegri reynslu, sem ásamt meðfæddri lagni og útsjónarsemi gerði hann að afburða fagmanni. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 414 orð

Ólafur Sigfússon

Ef til vill er ferð okkar hér í heimi forlögum háð, að minnsta kosti erum við ævinlega óviðbúin þegar kallið mikla kemur og einhver í vinahópnum er kallaður burt, enn frekar setur okkur hljóð þegar það gerist með svo sviplegum hætti sem nú varð er vinur okkar Ólafur Sigfússon var burtu kvaddur svo snögglega, langt um aldur fram. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 312 orð

Ólafur Sigfússon

Ástkær vinur er fallinn frá, Ólafur Sigfússon, einstakt ljúfmenni og þúsund þjala smiður. Okkur setti hljóða þegar frétt um sviplegt andlát góðs vinar barst. Hugurinn hvarflar 42 ár aftur í tímann þegar við hittumst fyrst sem nýsveinar í Vélskóla Íslands. Í okkar bekk, þar sem voru 14 nemendur, vorum við 6 utan af landi. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 382 orð

Ólafur Sigfússon

Ég kynntist föðurbróður mínum bæði sem frænda mínum, yfirmanni og samverkamanni, en sá sem ég kynntist þó fyrst og fremst var hlýr og gefandi maður. Að sjálfsögðu hafði hann bæði kosti og galla, en einhvernveginn var það svo að gallarnir gerðu ekki annað en að skerpa á væntumþykjunni á honum. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 1260 orð

Ólafur Sigfússon

Nú þegar Ólafur Sigfússon hefur lokið jarðvist sinni, og þó sannarlega sé hér aðeins um tímabundinn aðskilnað Ólafs við vini sína og vandamenn að ræða, þá er rétt við þessi ótímabæru kaflaskil að góðum og gegnum séríslenskum sið að draga fram nokkrar hliðar á þeim þægilega manni sem ekki allir vissu um. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Ólafur Sigfússon

Góður vinur minn til margra ára, Ólafur Sigfússon, er borinn til grafar í dag, föstudaginn 26. september 1997. Nú við leiðarlok langar mig til þess að minnast hans nokkrum orðum. Kynni okkar Ólafs má rekja til þess að ég hóf störf á skrifstofu Jarðborana ríkisins haustið 1970. Á þeim tíma voru Jarðboranir ríkisins sjálfstætt ríkisfyrirtæki sem Orkustofnun var falið að reka. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Ólafur Sigfússon

Það er mikill sjónarsviptir fyrir alla þegar slíkur öðlingur eins og Óli fellur frá, síungur eins og hann var, allra manna hugljúfi, alltaf glettinn og í góðu skapi. Hann fór alltaf brosandi í vinnuna á morgnana og veifaði okkur þegar við vorum á ferð á sama tíma. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Ólafur Sigfússon

Sannur vinur er fallinn frá. Fréttin um sviplegt andlát Ólafs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann var svo fullur af lífsorku þegar ég hitti hann aðeins nokkrum dögum áður. Ég hef átt náið samstarf við Ólaf síðustu árin. Hann sá um smíði á háþróuðum mælitækjum fyrir mig, sem síðan voru seld til útflutnings. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 345 orð

ÓLAFUR SIGFÚSSON

ÓLAFUR SIGFÚSSON Ólafur Sigfússon fæddist í Hlíðardal í Kringlumýri, nú Skipholti 66, 12. ágúst 1933. Hann lést af slysförum í Reykjavík, 19. september 1997. Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Valtýr Magnússon, skipstjóri og netagerðarmeistari í Reykjavík, f. 22. nóv. 1896 á Syðri-Haga á Árskógsströnd, d. 13. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLAFUR SIGFÚSSON

ÓLAFUR SIGFÚSSON Ólafur Sigfússon fæddist í Hlíðardal í Kringlumýri, nú Skipholti 66, 12. ágúst 1933. Hann lést af slysförum í Reykjavík 19. september síðastliðinn og fór útförin fram frá Háteigskirkju 26. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Ólafur Sigfússon Í dag kveðjum við kæran vin okkar Ólaf Sigfússon, sem lést af slysförum föstudaginn 19. þ.m. Við kynntumst

Í dag kveðjum við kæran vin okkar Ólaf Sigfússon, sem lést af slysförum föstudaginn 19. þ.m. Við kynntumst Ólafi fyrir u.þ.b. 14 árum þear við vorum öll að takast á við að breyta lífi okkar til hins betra. Ólafur var einstaklega elskulegur maður sem var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd og nutum við þess ríkulega. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 42 orð

Ólafur Sigfússon Kveðja frá sundfélögum Hinstu stund að höndum ber hvenær veit þó enginn. Ólafur á undan fer, til enda dagur

Ólafur Sigfússon Kveðja frá sundfélögum Hinstu stund að höndum ber hvenær veit þó enginn. Ólafur á undan fer, til enda dagur genginn. Höndin þín var hlý og sterk. Þú hógværð áttir sanna. Dáðríkt er þitt ævi-verk í augsýn Guðs og manna. (Pétur Sigurgeirsson. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNA JÓNSDÓTTIR

RAGNA JÓNSDÓTTIR Ragna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju mánudaginn 22. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Ragna Jónsdóttir Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vinkona eins og Ragna er vandfundin. Á góðum stundum sem

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vinkona eins og Ragna er vandfundin. Á góðum stundum sem slæmum var hægt að treysta á ræktarsemi, hlýju og umhyggju hennar. Hún var góð vinkona. Við kynntumst fyrir 12 árum þegar við hittumst í Bólstaðarhlíðinni þar sem við vorum nágrannakonur. Oft kom Ragna í heimsókn, settist á sinn stað við borðstofugluggann og við spjölluðum yfir kaffibolla. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 827 orð

Sigrún Jóhannsdóttir

Elsku amma. Okkur langar að minnast þín, tala til þín og kveðja þig. Þú hefðir án efa hreyft mótbárum við því að við settum þessar línur á blað, ekki vegna þess að þér væri illa við það heldur vegna þess að þú vildir aldrei láta nokkurn skapaðan hlut fyrir þér hafa. Ég ætla bara rétt að biðja ykkur um, hefðir þú líklega byrjað á að segja. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Sigrún Jóhannsdóttir

Stórt skarð hefur myndast í stórfjölskylduna okkar. Sigrún tengdamóðir mín hefur kvatt sitt jarðneska líf, en eftir lifa minningarnar hlýjar og góðar. Sigrún var glæsileg kona, vel gefin og með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og naut þess meðan sjónin leyfði. Ung hafði hún stundað nám við Hússtjórnarskólann á Blönduósi og nýttist það nám henni vel. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 844 orð

Sigrún Jóhannsdóttir

Sigrún tengdamóðir mín, sú mæta kona, er látin eftir stutta legu á sjúkrahúsi en níu mánuðir eru nú síðan hún greindist með það mein sem dró hana til dauða. Hún var skagfirskrar ættar, fædd austan vatna en ól aldur sinn lengst af vestan vatna eins og orðtak er meðal Skagfirðinga og sýnir glöggt hve Héraðsvötnin í Skagafirði skiptu héraðinu sem ekki var þó aðeins á landfræðilegan hátt heldur voru Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 205 orð

SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR

SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR Sigrún Jóhannsdóttir var fædd á Úlfsstöðum í Skagafirði 18. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Úlfsstöðum, f. 5. júní 1883, d. 14. mars 1970, og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, f. 25. desember 1885, d. 3. mars 1976. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 91 orð

Sigrún Jóhannsdóttir Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá,

Sigrún Jóhannsdóttir Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Sigurður Jónsson

Í örfáum orðum langar mig að minnast Sigurðar Jónssonar sem við kveðjum í dag. Siggi, eins og hann var ávallt kallaður, var giftur móðursystur minni, henni Maju. Hún dó fyrir tæpum tveimur árum. Þegar ég minnist Sigga er Maja einnig í huga mér því þau voru svo samrýnd og einhvern veginn eins og ein manneskja. Þau voru ekki bara ein af fjölskyldunni einnig voru þau nágrannar okkar í mörg ár. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Sigurður Jónsson

Elsku afi. Þegar við kveðjum þig koma upp í hugann ótal góðar minningar. Þú varst mjög hlýr og góður afi og gleymum við aldrei þeim yndislegu stundum sem við áttum með þér. Þegar við vorum yngri vorum við oft í pössun hjá ykkur ömmu á Arnarhrauninu og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að koma til ykkar. Við gerðum margt skemmtilegt saman og voru ferðirnar í vörubílnum ógleymanlegar. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 517 orð

Sigurður Jónsson

Siggi frændi og æskuvinur er látinn. Nú á kveðjustund þegar leiðir skiljast er margs að minnast fráokkar æskuárum. Það er næstum því hægt að hugsa sér, að það hafi verið sérréttindi að hafa fengið að alast upp í Hafnarfirði á þessum árum. Við ólumst upp í vesturbænum, þar sem leikvöllurinn var hraunið, fjörurnar, bryggjurnar og athafnasvæði Hafnfirðinga. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 210 orð

SIGURÐUR JÓNSSON

SIGURÐUR JÓNSSON Sigurður Jónsson var fæddur í Hafnarfirði 9. desember 1921. Hann lést í Landspítalanum 20. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bergsteinsson, fæddur í Óttarstaðakoti við Hafnarfjörð, og Kristín Andrésdóttir, fædd í Hafnarfirði. Sonur þeirra auk Sigurðar var Kolbeinn, f. 30. ágúst 1925, d. 7. september 1975. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Valtýr Hákonarson

Er ég frétti að Valtýr væri látinn varð mér brugðið. Þrátt fyrir að hann væri kominn á efri ár kom þessi frétt á óvart. Þótt samskipti mín við Valtý væru frekar lítil undanfarin ár, þá minnist ég þess tíma, sem ég umgekkst hann, með söknuði. Persónur sem líkjast honum eru sjaldgæfar. Jafnaðargeðið og hans rólega yfirbragð gerðu hann að ljúfmenni og gáfu honum bæði virðingu og traust. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 32 orð

VALTÝR HÁKONARSON

VALTÝR HÁKONARSON Valtýr Hákonarson fæddist hinn 17. febrúar 1923 á Rauðkollsstöðum, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Hann lést í Reykjavík 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 25. september. Meira
26. september 1997 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 488 orð

"ÁTVR ekki í samkeppni við heildsala"

INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, segir þá niðurstöðu Samkeppnisráðs, að núverandi fyrirkomulag á fjárhagslegum aðskilnaði aðfangadeildar og söludeildar ÁTVR sé ófullnægjandi, koma sér á óvart. Segir hann að sér sýnist ráðið hafa tekið undir rök Verslunarráðs án ítarlegrar skoðunar. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Bilun í póstkerfi Margmiðlunar

Bilun í póstkerfi Margmiðlunar PÓSTMIÐLARI Margmiðlunar stöðvaðist tímabundið aðfaranótt miðvikudags vegna svokallaðrar SPAM-sendingar eða fjöldasendingar sem fyrirtækinu barst frá öðrum netþjóni hér á landi. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Evrópsk bréf lækka vegna talna vestanhafs

LOKAVERÐ lækkaði yfirleitt á evrópskum mörkuðum í gær vegna lækkunar í Wall Street þegar tilkynnt var að eftirspurn eftir varanlegri vöru í ágúst hefði verið meiri en ætlað var. Áður höfðu evrópsk hlutabréf átt erfitt uppdráttar vegna umskipta í Wall Street á miðvikudag þegar Dow Jones lækkaði um 63 punkta. Markaðurinn er stjórnlaus í svipinn," sagði verðbréfasali í London. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Hlutafé DagsTímans aukið um 43 milljónir

HLUTAFÉ Dagsprents sem gefur út Dag-Tímann hefur verið aukið um 43 milljónir króna að nafnvirði. Er þessi hlutafjáraukning liður í endurskipulagningu blaðsins í kjölfar þess að Alþýðublaðið og Vikublaðið hættu að koma út, að sögn Eyjólfs Sveinssonar, stjórnarformanns Dagsprents. Sölugengi bréfanna er 1,7 og söluvirði þessarar hlutafjáraukningar því rúmar 73 milljónir króna. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Intel sætir rannsókn yfirvalda vestanhafs

INTEL Corp., umsvifamesti kubbaframleiðandi heims, sætir víðtækri rannsókn bandaríska viðskiptaráðsins (FTC) vegna ásakana um óheiðarlega viðskiptahætti að sögn fyrirtækisins. Þetta er önnur rannsókn FTC á Intel á þessum áratug og fer hún fram á sama tíma og óttazt er að fyrirtækið sé of valdamikið í greininni, sem veltir 150 milljörðum dollara, Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Lufthansa selur fjórðungs hlut sinn í Cargolux

ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa hefur selt 24,5% hlut sinn í fragtflugfélaginu Cargolux í Lúxemborg til SAirLogistics AG, sem er í eigu Swissair. Í framhaldi af kaupunum verður gerður samningur um náið samstarf félaganna. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Milljarður út á 5 dögum

SKULDABRÉFAÚTBOÐI Landsvirkjunar lauk í gær, en alls voru seld bréf fyrir 1 milljarð króna. Gekk sala bréfanna mun betur en gert var ráð fyrir. Seldust bréfin upp á fimm dögum en áætlað sölutímabil var 4 vikur, að því er segir í frétt frá Íslandsbanka, er hafði umsjón með útboðinu. Jafnframt segir þar að stefnt sé að skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi Íslands eftir u.þ.b. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Neste selur hlut sinn í Borealis

FINNSKA olíu- og orkufyrirtækið Neste hefur undirritað samning um að selja 50% hlut í jarðgasfyrirtækinu Borealis austurríska fyrirtækinu OMV og fyrirtækinu IPIC í Arabíska furstasambandinu. Hluturinn verður seldur fyrir fjóra milljarða finnskra marka og kemur samningurinn til framkvæmda um næstu áramót að sögn Neste. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Oxfam vill gjaldeyrisskatt

BREZKA þróunarstofnunin Oxfam hefur hvatt til þess að skattur verði lagður á alþjóðlega gjaldeyrisflutninga. Með slíkum skati segir Oxfam að koma megi í veg fyrir öngþveiti vegna spákaupmennsku og leggja grundvöll að kerfi til að draga úr skuldum fátækra ríkja og styrkja umhverfisvernd. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Soros vill ekki eiga í deilum við Mahathir

GEORGE SOROS, hinn kunni fjármálamaður, hefur reynt að eyða deilu um fjármálaerfiðleika Asíu við forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, sem eitt sinn kallaði hann hálfvita. Soros sagði í sjónvarpi í Singapore að fjárfestingarsjóðir sínir hefðu gegnt litlu hlutverki í markaðsumróti í Suðaustur-Asíu sem Mahathir hefur kennt honum um. Meira
26. september 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Stór þjónustustöð verður reist á Ártúnshöfða

OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur sótt um leyfi bygginganefndar Reykjavíkur fyrir byggingu þjónustustöðvar á Ártúnshöfða sem verður sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Þar verður undir einu þaki rúmgóð bensínstöð, hraðbúð Esso og veitingaaðstaða. Nýja stöðin verður á um 600 fermetra rými, en lóðin sjálf er tæplega 6.000 fermetrar. Meira

Fastir þættir

26. september 1997 | Dagbók | 3023 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
26. september 1997 | Í dag | 79 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 26. september, er sjötugur Hafsteinn Bæring Ólafsson, fyrrv. fulltrúi hjá Pósti og síma, Efstasundi 59, Reykjavík. Eiginkona hans Gréta A. Vilhjálmsdóttir, bankaritari hjá Íslandsbanka varð 60 ára 12. ágúst. Þau hjónin eru stödd erlendis. Meira
26. september 1997 | Fastir þættir | 43 orð

Bikarkeppni Reykjaness ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni Reykjaness 1997

ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni Reykjaness 1997 verður spilaður í Gaflinum í Hafnarfirði laugardaginn 27. september kl. 11.00. Áhorfendur velkomnir. Hafin er skráning í Bikarkeppni Reykjaness 1998. Skráningu lýkur 12. okt. nk. Dregið verður á spilakvöldi Hafnfirðinga 13. október. Talið við fulltrúa BRU í félögunum. Meira
26. september 1997 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Ba

MÁNUDAGINN 22. sept. sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur. 30 pör mættu. Meðalskor 364. Besta skor í N/S: Friðrik Jónsson ­ Nicolai Þorsteinsson428Guðm. Guðmundsson ­ Gísli Sveinsson404Gróa Guðnad. ­ Lilja Halldórsd.391Geirlaug Magnúsd. Meira
26. september 1997 | Fastir þættir | 229 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Breiðf

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Breiðfirðinga og Breiðholts Ágætis þátttaka var á fyrsta spilakvöldi sameinaðra spilaklúbba, Bridsfélags Breiðfirðinga og Breiðholts, 20 pör mættu til leiks fimmtudaginn 18. september. Meira
26. september 1997 | Fastir þættir | 49 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hausttvímenningur H

Staðan eftir 2 lotur: Flosi Ólafsson ­ Sigurður Ólafsson770Guðmundur Magnússon ­ Kári Sigurjónsson762Birgir Kjartansson ­ Árni Kristjánsson738Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen735Óli B. Meira
26. september 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Selfosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Guðný Ósk Pálmadóttir og Jón Valdimar Albertsson. Heimili þeirra er að Bakkatjörn 7, Selfossi. Meira
26. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Grensáskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Aðalbjörg Guðsteinsdóttir og Guðjón Karlsson. Heimili þeirra er að Stóragerði 18, Reykjavík. Meira
26. september 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Húsavíkurkirkju af sr. Sighvati Karlssyni Aðalsteina Alda Einarsdóttir og Haukur Viðarsson. Heimili þeirra er að Grundargarði 13. Meira
26. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. sept. í Hveragerðiskirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Þorbjörg Lilja Jónsdóttir og Stefán Magnússon. Heimili þeirra er að Furugrund 66, Kópavogi. Meira
26. september 1997 | Dagbók | 635 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. september 1997 | Í dag | 565 orð

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Halldóri G. Jónssyni á Bíld

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Halldóri G. Jónssyni á Bíldudal þar sem hann fjallar um fyrri pistil Víkverja um Dynjanda í Arnarfirði. Halldór segir: "Í Morgunblaðinu 11. þessa mánaðar skrifar þú um nafngift eins mesta náttúrudjásns landsins, fossinn Dynjanda. Meira
26. september 1997 | Fastir þættir | 570 orð

Réttardagur og lambslifur

SÓLIN yfir Tindfjallajökli bauð okkur velkomin inn í daginn. Við höfðum farið úr Garðabænum kl. 5 og vorum rétt hálfnuð. Það átti að hleypa fyrsta hópnum inn í almenninginn k. 8. Glampi spennu og tilhlökkunar var í augum barnanna ­ kæmum við nógu snemma? Búið var að draga nokkrar kindur í Seglbúðadilkinn og þvílík sólskinsblíða, Meira
26. september 1997 | Í dag | 419 orð

Þulirheimildamynda

HLUSTANDI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma þeirri athugasemd á framfæri við Ríkissjónvarpið að þeir vandi vel valið á þulum sem lesi inn á heimildar-, fræðslu- og dýralífsmyndir og vildi hann sérstaklega taka fram myndir Davids Attenbrough. Meira

Íþróttir

26. september 1997 | Íþróttir | 162 orð

Anderlecht fékk ekki að verja sig

LUC Misson, belgíski lögfræðingurinn sem vann hvað mest í máli Jean-Marc Bosman, segir að bann það sem UEFA dæmdi Anderlecht í sé ólögmætt og standist engan veginn fyrir dómstólum. "Anderlecht fékk ekki að verja sig og það var komið fram við félagið eins og því kæmi þetta ekkert við. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 82 orð

Birkir setti Evrópumet á Ítalíu

BIRKIR Rúnar Gunnarsson, sundmaður, hélt uppteknum hætti á Evrópumeistaramóti blindra í Riccione á Ítalíu, sem lauk fyrir skömmu. Eftir að hafa hlotið gullverðlaun og sett Íslandsmet í 100 m bringusundi, hlaut hann silfurverðlaun í 100 m baksundi, synti á 1.20,53 mín. Hápunktinum náði Birkir er hann setti Íslands- og Evrópumet í 200 m skriðsundi er hann kom fyrstur í mark á 2. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 324 orð

Buffalo vann upp 26 stiga mun

Bufflo Bills vann eitt af meiri afrekum í HFL-deildinni um síðustu helgi með því að vinna upp 26 stiga mun. Liðið þurfti þó aðstoð dómaranna á endanum til að vinna Indianapolis Colts á heimavelli í besta leik helgarinnar. Svo virtist í upphafi sem Indianapolis hefði loks raknað við sér eftir þrjú slæm töp. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 184 orð

Einokun Bandaríkjanna Úrslit R

Úrslit Ryder-keppninnar frá upphafi.Keppnin fór fyrst fram í Bandaríkjunum,en liðin hafa skipst á um gestgjafahlutverkið síðan. Bandaríkjamenn hafa sigrað 23sinnum í 31 keppni, Evrópubúar 6 sinnum,en tvisvar hafa liðin skilið jöfn. Á eftirleikstaðnum kemur fram nafn sigurvegaraog lokatölur sjást lengst til hægri. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 175 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: Víkingur - Haukar27:27 Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 7, Heiðrún Guðmundsdóttir 5, Heiða Erlingsdóttir 4, Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Helga Jónsdóttir 2, Helga Brynjólfsdóttir 2, María Kristín Rúnarsdóttir 1, Vibeke Sinding-Larsen 1. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 310 orð

Hibernian í Skotlandi vill fá Bjarnólf aftur

Bjarnólfur Lárusson, miðjumaður hjá Íslandsmeisturum ÍBV, hefur áhuga á að leika erlendis í vetur og vill fara til skoska úrvalsdeildarliðsins Hibernian, sem hann æfði með í tvær vikur í janúar sem leið. Samkvæmt fréttum í skoskum blöðum í gær er hugurinn gagnkvæmur en Bjarnólfur sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekki heyrt neitt frá skoska félaginu. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 69 orð

Hópferð á leik ÍBV í Stuttgart

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn gengst fyrir hópferð á Evrópuleik Eyjamanna í Stuttgart í næstu viku. Flogið verður til Lúxemborgar á miðvikudag, horft á leikinn á fimmtudag og heim á laugardag auk þess sem ýmislegt annað verður í boði. Pakkinn með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli kostar 36. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 393 orð

Innsæi liðsstjóranna hefur úrslitaáhrif

RYDER-KEPPNI Evrópu og Bandaríkjanna hefst í dag á Valderrama-vellinum við suðurströnd Spánar og stendur yfir fram á sunnudag. Kylfingarnir, tólf úr hvoru liði, verða í sviðsljósinu frammi fyrir hundruðum milljóna sjónvarpsáhorfenda um heim allan, en hlutverk liðsstjóranna, hins spænska Seve Ballesteros og Tom Kite frá Bandaríkjunum, tekur ekki síður á taugarnar. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 341 orð

ÍSÍ styrkir þjálfara um 750 þúsund krónur

Verkefnasjóður Íþróttasambands Íslands hefur úthlutað 750 þúsund krónum í styrki til 15 þjálfara sem ætla að kynna sér þjálfun erlendis. Þetta er í annað sinn sem ÍSÍ styrkir þjálfara til endurmenntunnar. Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ, segir að þetta hafi mælst vel fyrir enda telji sambandið peningunum vel varið þar sem þjálfararnir eru að sækja sérþekkingu á sínu sviði. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 364 orð

JÜRGEN Klinsmann

JÜRGEN Klinsmann meiddist á æfingu í vikunni og er talið að þýski miðherjinn verði frá keppni í mánuð. KLINSMANN , sem hefur ekki enn náð að skora fyrir Sampdoria í ítölsku deildinni, missir af landsleik Þýskalands og Albaníu í riðlakeppni HM 11. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 163 orð

Keegan ætlar að gera Fulham að stórveldi

KEVIN Keegan, sem hætti sem knattspyrnustjóri Newcastle í janúar sl. er aftur kominn í slaginn og nú hjá Fulham, sem leikur í 2. deild. Milljónamæringurinn Mohamed Al Fayed, eigandi félagsins, réð Keegan og gaf honum frjálsar hendur varðandi uppbygginguna ­ verður hann nánast einvaldur. Keegan réð þegar Ray Wilkins, sem var aðstoðarþjálfari hjá Crystal Palace, sem aðalþjálfara liðsins. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 131 orð

Keflvíkingarnir Eysteinn og Jakob til Vejle DANSKA f

DANSKA félagið Vejle, sem er í toppbaráttunni í dönsku deildinni, hefur sýnt áhuga á að leigja Keflvíkingana Eystein Hauksson og fyrirliðann Jakob Jónharðsson út tímabilið í Danmörku og er gert ráð fyrir að þeir fari út þegar keppni lýkur hér heima. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 158 orð

Knattspyrna Þýskaland Bikarkeppnin, 2. umferð: VfB Luebeck - KFC Uerdingen1:4 Frakkland Deildarkeppnin Lyon - Lens1:3 Alain

Frakkland Deildarkeppnin Lyon - Lens1:3 Alain Caveglia (57.) - Frederic Dehu (19.), Yoan Lachor (42.), Stephane Ziani (55.). 10.000. Bordeaux - Marseille2:0 Lilian Laslandes (9.), Jean-Pierre Papin (63.). 20.000. Holland Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 277 orð

MAGNÚS Sigurðsson

MAGNÚS Sigurðsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar leikur með Willstadt í 2. deild, suður í Þýskalandi. Félagið gerði 30:30 jafntefli við Melsungen um síðustu helgi og hefur 3 stig að loknum 2 leikjum. Magnús gerði 8 mörk á móti Melsungen og 9 í fyrsta leiknum fyrir rúmri viku. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 249 orð

Ravanelli fór til Marseille ÍTALSKI

ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Fabrizio Ravanelli gerði í gær samning til fjögurra ára við franska félagið Olympique Marseille. Middlesbrough staðfesti að hafa fengið 5,35 millj. punda fyrir miðherjann, sem gerði 31 mark fyrir enska félagið á liðnu tímabili, en þegar það féll úr ensku úrvalsdeildinni vildi hann ekki leika með því í 1. deild. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 126 orð

Slaney má keppa á ný

BANDARÍSK frjálsíþróttayfirvöld samþykktu í vikunni að létta keppnisbanni því sem þau úrskurðuðu hlaupakonuna Mary Slaney í á vordögum. Var þetta samþykkt eftir að Slaney hafði komið fyrir dómstól lyfjanefndar bandaríska sambandsins í Chicago um síðustu helgi. Þar sór Slaney og sárt við lagði að hún hefði aldrei notað ólögleg lyf til þess að auka getu sína á hlaupabrautinni. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 308 orð

Víkingsstúlkur til alls líklegar

FJÖGUR lið eru á toppi 1. deildar kvenna með 3 stig eftir tvo leiki; Haukar, FH, Víkingur og Grótta/KR. Víkingur og Haukar gerðu jafntefli, 27:27, FH-ingar sigruðu Val, 21:16, að Hlíðarenda og Grótta/KR vann nauman sigur á Stjörnunni, 22:21. Víkingsstúlkur mega vel við una eftir að hafa náð að knýja fram jafntefli við meistara Hauka á heimavelli sínum í Víkinni. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 308 orð

Víkingsstúlkur til alls líklegar

FJÖGUR lið eru á toppi 1. deildar kvenna með 3 stig eftir tvo leiki; Haukar, FH, Víkingur og Grótta/KR. Víkingur og Haukar gerðu jafntefli, 27:27, FH-ingar sigruðu Val, 21:16, að Hlíðarenda og Grótta/KR vann nauman sigur á Stjörnunni, 22:21. Víkingsstúlkur mega vel við una eftir að hafa náð að knýja fram jafntefli við meistara Hauka á heimavelli sínum í Víkinni. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 115 orð

Þeir leika fyrir hádegi LIÐSSTJÓRAR

LIÐSSTJÓRAR Evrópu og Bandaríkjanna, Severiano Ballesteros og Tom Kite, tilkynntu val sitt á þeim kylfingum, sem leika í fjórleiknum fyrir hádegi í dag. Spánverjinn José Maria Olazábal og Costantino Rocca frá Ítalíu fara út fyrstir kl. 7 árdegis ásamt bandarískum andstæðingum sínum, Davis Love og Phil Mickelson. Meira
26. september 1997 | Íþróttir | 447 orð

Þrír eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum

HÖRÐ keppni verður í síðasta rallmóti ársins, sem fer fram á morgun á Suðurnesjum. Þrjár áhafnir eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli, núverandi meistarar, Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru, Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson á Nissan og Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Metro. Þeir síðastnefndu unnu alþjóðarallið á dögunum. Meira

Úr verinu

26. september 1997 | Úr verinu | 249 orð

Afkoma og samspil vaxta og gengis helztu málin

AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum í dag. Helztu málefni fundarins verða afkoma í vinnslunni, umhverfismál í sjávarútvegi, samspil vaxta og gengis og viðhorfskönnun á því hvort allur fiskur eigi að fara um fiskmarkaði eða ekki. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar SF, segir að afkoman í vinnslu bolfisks sé slök, en annars sé afkoman í greinni Meira
26. september 1997 | Úr verinu | 371 orð

"Léleg frammistaða ástæða úrsagnar"

KRISTINN Pétursson, framkvæmdastjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði, hefur afráðið að hætta aðild að Samtökum fiskvinnslustöðva auk þess sem hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SF. Að sögn Kristins eru ástæður úrsagnarinnar m.a. Meira
26. september 1997 | Úr verinu | 221 orð

Óhæf til manneldis

SÍLDIN, sem Þorsteinn EA og Beitir NK komu með til Norðfjarðar eftir veiðar skammt vestur af Tromsö í Noregi, reyndist hvorki hæf til frystingar né söltunar. Engu að síður var svolítið af síldinni af Beiti tekið til að prufukeyra vinnslukerfi fyrir frysta síld og saltsíld hjá Síldarvinnslunni, en slík vinnsla hefst bráðlega í Neskaupstað. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 927 orð

Frískleiki í gömlu og fornfrægu húsi

STARFSMENN ganga ekki um húsið heldur valhoppa léttfættir og glaðir í sinni svo allir sem inn rekast smitast af sjálfstrausti og lífsfjöri. Og það er einmitt eitt af mörgum markmiðum með starfseminni sem fram fer í þessu fornfræga húsi, sem byrjað var að byggja á því herrans ári 1783, Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 580 orð

Kitlárás er ekki fyndin

Vill einhver láta kitla sig? Nei. Segir einhver: "Komdu nú og kitlaðu mig." ? Nei. Hér verður veitt innsýn í kitlið. BARN situr grunlaust á stofugólfinu og er að leika sér. Einhver læðist aftan að því með púkasvip. Svo ræðst hann á barnið með tíu fingrum og byrjar að kitla það. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1044 orð

Logandi áhugi á kertum

Vestmannaeyingar blása á innflutt kerti og hafa búið til ný kerti handa landsmönnum. Gunnar Hersveinntendraði kerti, fylgdist með dýfingarvél og fólki sem ætlar að búa til tvö hundruð þúsund kerti fyrir áramót. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1029 orð

Norðsnjáldri, Mjaldur og Sandlægja og aðrir íslenskir hvalir fyrr og nú

ÓVENJU margar hvalategundir eru þekktar hér um slóðir, eða 23 af þeim 78 tegundum sem yfirleitt eru taldar vera í heiminum. Fyrir árið 1990 voru hvalaskoðanir nær óþekkt fyrirbæri á Íslandi en óhætt er að segja að mikill áhugi hafi vaknað á þessum ferðum hér við land á undanförnum tveimur árum. Í sumar fóru alls 20. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 83 orð

Ný handbók

ÍSLENSKIR hvalir fyrr og nú er heiti nýrrar handbókar um þær hvalategundir sem sést hafa við Ísland frá öndverðu. Höfundar bókarinnar eru séra Sigurður Ægisson, Jón Baldur Hlíðberg, teiknari, og Jón Ásgeir í Aðaldal, grafískur hönnuður. Útgefandi er Forlagið og bókin kemur út á þremur tungumálum; á ensku og þýsku auk íslensku. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 333 orð

Parísarhárið er varanlegt, úfið og ryðrautt

VARANLEGIR hárliðir eru komnir í tísku aftur eftir langt hlé. Kristín Pétursdóttir hársnyrtisveinn hjá Salon Veh sótti haust- og vetrartískusýningu Haute Coiffure France í París í síðustu viku og segir mikla áherslu lagða á koparlitt og ryðrautt hár að þessu sinni. Ryðrauði liturinn er reyndar úti um allt að hennar sögn; á fötum, í andlitsfarða, hári og jafnvel húsgögnum. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 371 orð

Rjúkandi kakódrukkið á appelsínu-stól við eplaborð

ÞAÐ er ekki verið að fjargviðrast yfir því þó gestir á Geysi, kakóbar, dragi samlokur upp úr töskum sínum eða nagi epli úr ísskápnum heima meðan þeir ræða saman um það sem á þeim brennur. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 142 orð

Saga Steinahlíðar

STEINAHLÍÐ var gefin Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1949, á 25. afmælisdegi þess. Gjöfinni fylgdi rúmgott land með túni, görðum og trjálundum, eins og segir í 50 ára afmælisriti Sumargjafar frá 1974. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 334 orð

Tímavél og starfsnám í grafískriþrívíddarhönnun

Á TÖLVUSKJÁ upp undir lofti í skuggsýnu herbergi í Hinu húsinu er mynd af grænlensku snjóhúsi. Svo sýnist óreyndum gesti frá Morgunblaðinu að minnsta kosti en gestgjafinn, Hjörtur Bjarnason, leiðir hann fljótlega í annan sannleika. Hann er nefnilega að hanna grafíska þrívíddarmynd af eggjaleiðara fyrir kunningja sinn sem er að gera stuttmynd um reykingar. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 514 orð

Unglist aflífi og sálfrá morgnitil kvölds

UNGLIST, listahátíð ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, hefur fest sig rækilega í sessi og þykir nú ómissandi haustglaðningur ungu og listelskandi fólki. Hún hefst að þessu sinni þann 25. október og allt til 1. nóvember rekur hver listviðburðurinn annan frá morgni til kvölds. Meira
26. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 138 orð

Verndaðirvinnustaðir

MARKMIÐ verndaðra vinnustaða eru a) að veita fötluðum þjálfun og endurhæfingu til að starfa á almennum vinnumarkaði, b) að veita þeim, sem ekki eiga kost á að starfa á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi, c) að veita starfsmenntun í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og/eða skóla á viðkomandi sviði. Nauðsynlegt er að hver vinnustaður uppfylli a.m.k. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.