Greinar sunnudaginn 28. september 1997

Forsíða

28. september 1997 | Forsíða | 256 orð

Hvatt til vopnahlés í Alsír

ÚTLÆGIR leiðtogar Frelsishreyfingar íslams (FIS) í Alsír hvöttu í gær skæruliða róttækra múslima þar í landi til að lýsa yfir vopnahléi í borgarastríðinu í landinu, sem mest hefur bitnað á saklausu fólki. Meira
28. september 1997 | Forsíða | 76 orð

Loftmengun ekki orsök flugslyss

AÐ MINNSTA kosti 28 manna úr áhöfn tveggja flutningaskipa var saknað eftir árekstur þeirra á Malakkasundi milli Súmötru og Malaysíu í gær, en það er ein fjölfarnasta skipaleið heims. Áreksturinn varð í mjög slæmu skyggni vegna reykmekkjar frá skógareldum í Indónesíu. Meira
28. september 1997 | Forsíða | 327 orð

Ómetanleg kirkjulistaverk eyðileggjast

VÆGIR jarðskjálftar skóku Mið-Ítalíu í gærmorgun, daginn eftir að tveir sterkir skjálftar ollu dauða 11 manna og miklu tjóni, meðal annars á ómetanlegum listaverkum í dómkirkju heilags Frans frá Assisi í fæðingarbæ hans í fjöllum Úmbríu-héraðs. Íbúar Assisi á Mið-Ítalíu Meira

Fréttir

28. september 1997 | Innlendar fréttir | 449 orð

234 farast í flugslysi í Indónesíu AIRBUS A-300

234 farast í flugslysi í Indónesíu AIRBUS A-300 þota indónesíska flugfélagsins Garuda fórst á fimmtudag á eynni Súmötru og með henni 234 farþegar og áhöfn. Vélin var að koma frá höfuðborginni Djakarta og átti um 45 km ófarna til borgarinnar Medan, nyrst á Súmötru, er hún hrapaði í skógi vöxnu fjalllendi. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

44% íslenskra einkaflugvéla eru óflughæf

UM 44% einkaflugvéla á Íslandi eru óflughæf, 40% þeirra flughæfu eru með 40 ára meðalaldur og engin einkaflugvélanna er yngri en 17 ára. Þetta kemur fram í Flugtíðindum sem Félag íslenskra einkaflugmanna gefur út, en félagið verður 50 ára 10. október næstkomandi. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Á að þola jarðskjálfta að styrk 7 á Richter

NÝTT og glæsilegt dælustöðvahús Hitaveitu Þorlákshafnar að Bakka í Ölfusi var formlega tekið í notkun fyrir skömmu. Húsið er hannað með það í huga að þola jarðskjálfta allt að sjö stigum á Richter. Af þessu tilefni var Hitaveitan með opið hús þar sem gestir gátu skoðað húsið og boðið var upp á veitingar. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 804 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 28. september til 4. október 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 29. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Erindi um umhverfismál

Í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla Íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nemendur í Háskólanum. Umsjón hefur Trausti Valsson. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Gróflega brotið á rétti barna

UMBOÐSMAÐUR barna segir í skýrslu sinni fyrir árið 1996 að óuppgerð tilfinningamál foreldra við skilnað bitni á börnum svo árum skipti. Afleiðingarnar séu þær að oftar en ekki sé brotið gróflega á rétti barna til að umgangast báða foreldra sína. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir einnig að dæmi séu um að daufheyrst sé við ákalli barns um hjálp sem orðið hafi fyrir einelti. Meira
28. september 1997 | Smáfréttir | 23 orð

HANDVERKSMARKAÐUR verður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi l

HANDVERKSMARKAÐUR verður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi laugardaginn 4. október frá kl. 10­18. Milli 40 og 50 aðilar verða með söluborð. Kvenfélagið Seltjörn sér um veitingar. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Haustmót TR 1997

HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 28. september nk. kl. 14. Fyrirkomulag verður hefðbundið en keppendum er skipt í flokka með tilliti til skákstyrkleika og verða tefldar 11 umferðir í öllum flokkum. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Heimilt að stofna hlutafélög

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingar á vegalögum og lögum um Siglingastofnun á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag. Í frumvarpinu er kveðið á um að Siglingastofnun og Vegagerðin hafi heimild til að stofna hlutafélag, Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Hrossahlátur

ÞAÐ er ævinlega gaman í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, eða það gætu menn að minnsta kosti ætlað af hrossahlátri þeim sem kvað við úr réttinni á dögunum. Morgunblaðið/Berglind H. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Kaupa fjórar 757 þotur og rétt á átta til viðbótar

FLUGLEIÐIR og Boeing verksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa undirritað samning um kaup Flugleiða á fjórum Boeing 757 þotum á næstu fimm árum, fyrir 14-15 milljarða íslenskra króna, og kauprétt á átta vélum til viðbótar næstu átta ár. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Lést í umferðarslysi

HELGI H. Jónsson var ráðinn fréttastjóri Sjónvarpsins. Helgi fékk fjögur atkvæði í útvarpsráði, en Elín Hirst þrjú atkvæði. Útvarpsráð frestaði ítrekað atkvæðagreiðslu um umsækjendur vegna pólitískra átaka innan Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Litadýrð haustsins

HAUSTIÐ hefur smám saman verið að færa landið í skrúða sinn upp á síðkastið þrátt fyrir að veðurfarið hafi víðast hvar verið óvenju milt og hlýtt miðað við árstíma. Litbrigðin hafa þó ekki farið framhjá neinum og á myndinni sést að hún Tinna Dögg undi sér vel ásamt hundinum Símoni í litfögru laufskrúðinu. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

"Minkurinn hefur gersigrað okkur"

ÁSBJÖRN Dagbjartsson veiðistjóri telur nauðsynlegt að fjárveitingarvaldið og sveitarfélögin marki stefnu í refa- og minkaveiðimálum. Minkurinn hafi "gersigrað" manninnl og breytingar í framkvæmd refaveiða hafi m.a. valdið því að minna hafi veiðst af ref þrjú síðustu árin en áður og það geti verið stórhættulegt að draga skyndilega úr veiðiálagi á stofninn. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð

Óánægja með seinagang í kjaramálum lækna

KJARAMÁL, skipulagsmál, stefna og hagræðing í heilbrigðiskerfinu voru meginumræðuefnin á aðalfundi Læknafélags Íslands í gær. Læknar lýstu áhyggjum vegna seinagangs í kjaramálum og formaður Félags ungra lækna sagði þau geta leitt til læknaskorts á Íslandi. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ólafur F. Magnússon vill 4. sæti

ÓLAFUR F. Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor og sækist eftir stuðningi í 4. sæti framboðslistans. Í fréttatilkynningu segist Ólafur hafa starfað mikið að umferðaröryggis- og umhverfismálum, auk heilbrigðismála, sem varaborgarfulltrúi undanfarin 7 ár. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Rafmagnsframleiðsla á að hefjast eftir tvö ár

HITAVEITA Suðurnesja hefur hafið framkvæmdir við nýtt orkuver við Svartsengi. Því er ætlað að framleiða 75 MW. Áætlanir gera ráð fyrir að orkuverið hefji rafmagnsframleiðslu í september 1999. Hitaveitan hefur enn ekki fengið leyfi frá iðnaðarráðuneytinu til að virkja, en Júlíus Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, segist treysta því að það verði veitt. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ráðstefna um garðplöntuframleiðslu

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, boðar til þriggja daga ráðstefnu um nýbreytni í garðplöntuframleiðslu 8. til 10. október nk. á veitingastaðnum Básnum í Ölfusi. Aðalfyrirlesari verður Ole Billing Hansen, prófessor við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi, sem kemur sérstaklega til landsins vegna ráðstefnunnar. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Slagorðskeppni fyrir Tískuna 98

SAMKEPPNI um slagorð fyrir keppnina Tískan 98 er hafin. Í fréttatilkynningu segir að leitað sé að jákvæðu slagorði svo að tískan geti leitt jákvæða strauma í gegnum alnetið og aðra fjölmiðla í heiminum. Tillögur sendist til tímaritsins Hár & fegurð fyrir 10. október. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Smuguveiðin varð rúmlega 4 þúsund tonn

HEILDARVEIÐI íslenzkra togara í Smugunni í sumar er 4.160 tonn, samkvæmt áætlun norsku strandgæzlunnar frá 13. þessa mánaðar. Á sama tíma í fyrra taldi Strandæzlan veiði Íslendinga um 23.900 tonn, að sögn Geirs Osen, yfirmanns Strandgæzlunnar í Norður-Noregi. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 709 orð

Trúnaður og virðing á heil­ brigðisstofnunum

SIÐANEFND Sjúkrahúss Reykjavíkur stendur fyrir röð fyrirlestra í september og október sem nefnast Trúnaður og virðing, sjúklingar og starfsfólk heilbrigðisstofnana á upplýsingaöld. Siðanefndin sem var sett á laggirnar á liðnu ári, er fagleg allra heilbrigðisstétta. Núna eru í henni læknar, hjúkrunarfræðingar, siðfræðingur, prestur og sjúkraþjálfari. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt

INSTITUTTET for Produktudvikling (IPU) í Danmörku hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1997. Þau nema 350.000 dönskum krónum og verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki miðvikudaginn 12. nóvember. Meira
28. september 1997 | Smáfréttir | 55 orð

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra er með símaráðgjöf sem stendur

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra er með símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra og einstaklinga með Asperger heilkenni til boða þriðjudagskvöld í september og október milli kl. 20­22. Þriðjudagskvöldið 30. september mun Sigrún Hjartardóttir, sérkennari, veita ráðgjöf. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Vetrarstarf Klettsins hafið

KLETTURINN, kristið samfélag, hefur hafið vetrarstarf sitt að Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Sú nýbreytni verður á starfinu að sérstök "krakkakirkja" verður á sunnudagsmorgun kl. 11 og verður starfið deildarskipt og sérstakar stundir fyrir allra yngstu börnin. Á laugardögum kl. 21 er í gangi starf sem kallast "eldur unga fólksins" og er fyrir ungt fólk frá 14 ára aldri. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Yfir 40 Íslendingar í flugvirkjanámi

ÍSLENSKUM flugvirkjum hefur fjölgað talsvert síðustu árin og eru nú yfir 40 Íslendingar í flugvirkjanámi, flestir í Bandaríkjunum en einnig nokkrir á Norðurlöndum. Í Flugvirkjafélagi Íslands eru 250 félagar en þeir voru 210-215 fyrir þremur árum. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Þarf óbilandi áhuga á efninu

BEIN útsending frá Ryder- keppni Evrópu og Bandaríkjanna í golfi hefur staðið yfir með hléum í ríkissjónvarpinu frá því snemma síðastliðinn föstudagsmorgun og lýkur henni síðdegis í dag, sunnudag. Á föstudag stóð lýsingin samfellt í 9 klukkustundir án hlés og mun það vera einhver lengsta beina útsending frá íþróttamóti sem verið hefur í sjónvarpi hér á landi. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Þriggja vikna gönguferð í Nepal

TÓLF Íslendingar fara í gönguferð að þriðja hæsta fjalli jarðarinnar, Kanchenjunga í Nepal 12. október næstkomandi. Áætlað er að ferðin taki þrjár vikur. Það er Helgi Benediktsson fjallaleiðsögumaður sem skipuleggur ferðina og stjórnar leiðangrinum en hann hefur langa reynslu af fjallamennsku í Himalaya og víðar. Meira
28. september 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Þrír hljóta lokastyrki til kvikmyndagerðar KVIKMYNDA

KVIKMYNDASJÓÐUR Íslands hefur veitt þremur handritshöfundum lokastyrki til að vinna frekar að handritum sínum, en styrkirnir eru liður í átaksverkefni Kvikmyndasjóðs og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, sem hófst við hina árlegu úthlutun í janúar sl. Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 1997 | Leiðarar | 1588 orð

MIKILL UPPGANGUR hefur verið í íslenzku efnahagslífi síðustu árin.

MIKILL UPPGANGUR hefur verið í íslenzku efnahagslífi síðustu árin. Hagvöxtur hefur verið meiri en um langt árabil ­ og meiri en að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Verðbólga hefur verið lítil. Atvinnuleysi hefur farið minnkandi og ráðstöfunartekjur vaxandi. Gjöfulasti nytjafiskurinn, þorskurinn, réttir úr kútnum. Orku- og stóriðjuframkvæmdir eru meiri en um áratugaskeið. Meira
28. september 1997 | Leiðarar | 481 orð

VIÐBRÖGÐ Í STÓRUM SKJÁLFTUM RÁLÁT skjálftavirkni f

VIÐBRÖGÐ Í STÓRUM SKJÁLFTUM RÁLÁT skjálftavirkni fyrir Norðurlandi að undanförnu hefur vakið upp spurningar um "Húsavíkurskjálfta", segir í fréttaskýringu hér í blaðinu. Meira

Menning

28. september 1997 | Menningarlíf | 201 orð

"Blái liturinn sameinaði okkur"

SEX listakonur í Textílfélaginu sýna textílþrykk, í Ásmundarsal við Freyjugötu, þar sem þema sýningarinnar er blár. Sýningin stendur til 5. október nk. Listakonurnar sem sýna eru Anna María Geirsdóttir, sem þrykkir á bómull, Björk Magnúsdóttir þrykkir á slétt flauel, Helga Pálína Brynjólfsdóttir þrykkir á bómullarsatín, Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 211 orð

Blunda í manni barnalög ENGIN venj

ENGIN venjuleg hljómsveit stytti gestum á Bíóbarnum stundir í gærkvöldi. Þar var dægurlagapönksveitin Húfan lifandi komin. Flutti hún barnalög á borð við Guttavísur, Óla skans og Jóa útherja í hráum útsetningum. "Ég spila á bassa og syng þegar ég kem því við," segir Rögnvaldur "gáfaði" eins og hann segist hafa verið kallaður í mörg ár. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Carmen Electra með þætti á Netinu

ÞOKKAGYÐJAN Carmen Electra sló í gegn í þáttunum "Singled Out" á MTV og fékk nýlega rauðan strandvarðabúning til brúks í hinum vinsælu þáttum Davids Hasselhoffs. Það er til marks um vinsældir hennar að nú hefur vikulegur þáttur hafið göngu sína með leikkonunni á Alnetinu. Nefnist hann "The Real Carmen Electra". Electra stjórnar 45 mínútna þáttum á sunnudagskvöldum kl. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð

Douglas tekur áföllum með jafnaðargeði

KIRK Douglas reynir að taka þeim áföllum sem yfir hann hafa dunið undanfarin ár með jafnaðargeði. Hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og slasaðist alvarlega í þyrluslysi árið 1991. "Síðan ég fékk áfallið og lenti í slysinu hef ég orðið betri manneskja," segir hann í viðtali við Los Angeles Times. "Ég hef meira að gefa, bæði af sjálfum mér og því sem ég hef til ráðstöfunar. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 235 orð

Fiðrildið flýgur hæst Billboard-listinn

SÖNGKONAN Mariah Carey flaug eins og fiðrildi beint í efsta sæti bandaríska Billboard- listans með nýju breiðskífuna "Butterfly". Seldist hún í 236 þúsund eintökum fyrstu vikuna. "Butterfly" markar nokkur kaflaskil á ferli Carey því hún segir bráðlega skilið við Tommy Mottolla, forseta tónlistardeildar Sony, sem sá persónulega um að koma henni á framfæri. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 736 orð

Gamalt fólk getur gert allan fjandann Stuttmyndin Siggi Valli á mótorhjólivar frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn.Þar fær

BÖÐVAR Bjarki Pétursson er upptekinn maður. Hann er forstöðumaður Kvikmyndasafns Ísland, auk þess að sitja í stjórn Kvikmyndafræðafélags Íslands og í ritstjórn blaðs kvikmyndagerðarmanna, Lands & Sona. Böðvar Bjarki er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar "Siggi Valli á mótorhjóli". Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 333 orð

GÓÐ MYNDBÖND Draugurinn og myrkrið

Draugurinn og myrkrið (The Ghost and theDarkness) Frábær kvikmyndataka skapar andrúmsloftið í þessari ágætu "Jaws" mynd, sem gerist í myrkviði Afríku. Douglas er góður sem þjóðsagnakenndi veiðimaðurinn. Meira
28. september 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Guðlaug sýnir í Eden

GUÐLAUG Sveinsdóttir heldur sýningu í Eden í Hveragerði og stendur hún til 6. október. Guðlaug Sveinsdóttir er fædd 11. ágúst 1924 að Hryggstekk í Skriðudal. Hún hefur lengst af búið í Egilsstaðabæ og starfaði sem ljósmóðir þar í mörg ár. Guðlaug hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum og stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Meira
28. september 1997 | Bókmenntir | 542 orð

"Gunna, Gunna, farðu með sjálfa þig heim"

Erindi flutt á ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir sem haldin var á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands í Háskóla Íslands, Odda, 20. til 22. október 1995. Ritstjórar eru Helga Kress og Rannveig Traustadóttir. Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum. Reykjavík 1997. 319 bls. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Horfið fé

TÖFRAMAÐURINN David Copperfield töfraði áhorfendur í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Mikil aðsókn var að skemmtunum kappans og velta skattayfirvöld í Rússlandi því nú fyrir sér hvort ágóðinn, um 300 milljónir króna, hafi líka verið töfraðir í burtu. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 859 orð

Höfum líka leikið elskendur

"ÉG fór á forsýningu og myndin kemur vel út, þú þarft engu að kvíða og getur hlakkað til að sjá hana," segir Arnar Jónsson, leikari, hughreystandi við systur sína Helgu, er hann mætir í blaðaviðtal daginn fyrir frumsýningu á Maríu, nýrri kvikmynd Einars Heimissonar. Viðtalið fer fram í einkar hlýlegu umhverfi, á heimili Helgu, í fallegu 97 ára gömlu timburhúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 308 orð

Í hringiðu tískunnar á ný

KATE Moss, andlit breska tískuiðnaðarins, var fyrst til að láta sig líða niður sýningarpall þegar tískuvikan hófst í London á fimmtudag. Sýningarvikan er sú stærsta og villtasta sem haldin hefur verið í London í langan tíma en á síðustu tveimur árum hefur breskum tískuhönnuðum tekist að koma borginni inn í hringiðu tískuiðnaðar heimsins. Meira
28. september 1997 | Menningarlíf | 657 orð

Lögfræðingur á flótta undan lögreglunni

Lisa Scottoline: "Legal Tender". HarperCollins 1997. 434 síður. Lögfræðikunnátta virðist geta komið sér mjög vel fyrir þá sem hyggjast gerast höfundar spennubókmennta. Í sjónvarpi hafa lögmenn auðvitað verið ákaflega vinsælir allt frá dögum Perry Masons og þær vinsældir hafa smitað út frá sér í bókmenntirnar. Meira
28. september 1997 | Menningarlíf | 332 orð

Minningar og mánadísir

SKJALDBORG gefur út nokkrar ævisögur og endurminningabækur fyrir jólin. Æviminningar Hjartar E. Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal eru eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Þórarin Hjartarson. Jónas Jónasson skráir Flugsögu Harðar Guðmundssonar. Sjávarniður og sunnanrok er viðtalsbók Jóns Kr. Gunnarssonar við fimm sjósóknara. Indriði G. Meira
28. september 1997 | Menningarlíf | 142 orð

Nýjar bækur

Félagsfræði ­ einstaklingur og samfélag er ný kennslubók í félagsfræði eftir Garðar Gíslason, félagsfræðing og kennara við Menntaskólann í Kópavogi. Bókin er samin fyrir grunnáfanga í félagsfræði í framhaldsskólum. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 198 orð

Óvenjulegt framtak

ÚTGÁFUHÁTÍÐ "Megasarlaga" var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudagskvöldið við góðar undirtektir. Tónlistarferill Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar, spannar mörg ár og hefur hann samið ógrynni laga við athyglisverða texta sína. Á nýju breiðskífunni sem ber heitið "Megasarlög" eru lög frá ýmsum tímum á ferli listamannsins. Meira
28. september 1997 | Fólk í fréttum | 557 orð

Skarpur Dylan

BOB með kvikasilfur á strengjum. Dylan í vöruskemmunni og skuggamyndir leika um nakta veggina. Rússnesk ljósapera í loftinu. Hljóðfæraleikarar smella fingrum ­ og fótum í grálakkað gólfið. Tíminn handan hugans. Bob Dylan, 1997 í 72 mínútur. 1. Love Sick: Orgel reikar um dauðar götur. Skuggar í gluggum, þreyttir á ástinni en bundnir henni. Meira
28. september 1997 | Myndlist | 974 orð

"SKILABOÐ"

Opin allan sólarhringinn til 30. september. SÉRSTÆÐUR gjörningur hefur verið í gangi við rætur Heklu frá 26. júlí og lýkur nú um helgina. Vissi rýnirinn fullseint af honum, var í Berlín er hann hófst, en hefur verið á leiðinni á staðinn undanfarnar vikur. Umgangspestir og veður hafa hins vegar seinkað för og lá við að ekkert yrði úr framkvæmdum vegna rigningar og þoku um sl. helgi. Meira

Umræðan

28. september 1997 | Bréf til blaðsins | 793 orð

Héraðsdómari fer í frí

EINS og alþjóð veit af fréttum nú fyrir stuttu sagði einn dómari við Héraðsdóm Reykjaness, Már Pétursson, af sér vegna "áfengisvanda" síns. Hann hafði farið út í verslun á bifreið sinni og verið "timbraður", sem hann vafalítið hefir gert í áraraðir, trúi hver sem vill einhverju öðru, en sloppið þar til nú. Meira
28. september 1997 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Vetrarstarf ITC-deildarinnar Fífu

ÞEGAR fólk er spurt um hvað því finnist erfiðast að gera, þá er það, að standa frammi fyrir hópi fólks og tala, oft ofarlega á listanum. Mörgum finnst það ótrúlega erfið tilhugsun að koma fram og tjá sig fyrir fjölda fólks af öryggi. En það er einfaldlega eiginleiki sem hægt er að þjálfa upp eins og flest annað. Meira

Minningargreinar

28. september 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Anna María Einarsdóttir

Söknuður fyllir hugann þegar góður vinur og samstarfsmaður um árabil fellur frá löngu fyrir aldur fram. Kynni okkar Önnu Maríu hófust fyrir tuttugu árum þegar hún hóf störf hjá Félagi heyrnarlausra. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 271 orð

Anna María Einarsdóttir

Við kynntumst fyrir hálfri öld nákvæmlega, tvær litlar stelpur úr Skuggahverfinu sem voru að byrja í sjö ára bekk. Fljótlega urðum við heimagangar hvor hjá annarri. Önnu, einkabarninu, fannst eflaust skemmtilegt að koma í hávaðann og fjörið á Veghúsastígnum, en mér fannst friður að koma á Vatnsstíginn og ekki spilltu heimabökuðu kökurnar hennar Ástu. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Anna María Einarsdóttir

Það var samstilltur hópur sem var við nám í Odense í Danmörku á sjötta áratugnum. Allir voru langt frá sínum nánustu og því varð þessi hópur eins og ein stór fjölskylda og héldum við okkar jól og páska saman. Þá var lengra á milli Íslands og Danmerkur en er í dag. Enginn hafði síma eða bíl og var þá reiðhjólið þarfasti þjónninn. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 1083 orð

Anna María Einarsdóttir

Þá er á enda löng og erfið sjúkdómslega mágkonu minnar, Önnu Maríu Einarsdóttur, og fögru og flekklausu æviskeiði lokið svo langt um aldur fram. Sár harmur er kveðinn að bróður mínum, börnum þeirra hjóna, öldruðum foreldrum og tengdabörnum. Mér er í minni þegar Anna kom fyrst á heimili foreldra minna og okkar systkinanna. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 244 orð

ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR

ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR Anna María Einarsdóttir var fædd í Reykjavík 19. desember 1940. Hún lést á heimili sínu hinn 11. september síðastliðinn. Anna var dóttir hjónanna Einars Einarssonar bílstjóra, f. 20.1. 1918, og Ástu Magnúsdóttur ritara, f. 30.1. 1921. Hún var einkabarn foreldra sinna. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 1566 orð

Ásgerður Einarsdóttir

Látin er í Reykjavík öldruð móðursystir mín, Ásgerður Einarsdóttir, 84 ára að aldri. Hún hafði um nokkurra ára skeið átt við vanheilsu að stríða með þverrandi líkamsþreki, þótt hugurinn væri skýr, og hún fylgdist með því sem gerðist og væri minnug á liðna daga. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 198 orð

ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR

ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR Ásgerður Einarsdóttir var fædd í Reykjavík 30. apríl 1913. Hún lézt 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Þorláksdóttir, (Ó. Johnsons kaupmanns í Reykjavík), húsfreyja, f. 22. marz 1877, d. 11. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 170 orð

Guðni Ragnar Ólafsson

Hann Guðni okkar er farinn. Það er svo einkennilegt þó að við vitum að dauðinn bíði okkar allra, þá reiknuðum við aldrei með og töluðum aldrei um að þessi með ljáinn gæti knúið okkar dyra. En nú hefur hann gert það og eftir sitjum við öll, harmi slegin. Hann Guðni okkar var ekki bara samstarfsmaður, hann var vinur okkar. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Guðni Ragnar Ólafsson

Guðni kom mér vel fyrir sjónir þegar ég sá hann fyrst, og mér skjátlaðist ekki. Við nánari kynni kom í ljós hve indæll hann var og sýndi mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Alltaf þegar hann var heima hjá okkur, var hann hress og kátur og sá spaugilegu hliðarnar á öllu. Það var þægilegt að umgangast Guðna, hann var svo hlýr, skilningsríkur og hafði mikið að gefa og deila. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 217 orð

Guðni Ragnar Ólafsson

Ég var staddur í símaklefa í stórborg erlendis þegar mér bárust þær fregnir að Guðni væri dáinn. Það eru fáar fréttir jafn sláandi og að heyra að ungur maður í blóma lífsins falli frá. Það er mikill missir að Guðna. Ég hafði verið svo lánsamur að starfa með honum á deild 27 á Landspítala. Fyrstu kynni mín af Guðna voru um veturinn 1994. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 143 orð

GUÐNI RAGNAR ÓLAFSSON

GUÐNI RAGNAR ÓLAFSSON Guðni Ragnar Ólafsson fæddist í Reykjavík hinn 6. september 1963. Hann andaðist 23. september síðastliðinn. Guðni Ragnar var sonur Ólafs Magnússonar, skipstjóra, f. 31.5. 1939, og Jónasínu Þóreyjar Guðnadóttur, hjúkrunarfræðings, f. 25.10. 1935. Guðni átti átta systkin, sex samfeðra. Þau eru: Sigurrós Helga, f. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 124 orð

Guðni Ragnar Ólafsson Einn andblær í vindinum, einn sveipur um nótt, hér sveif sála þín yfir en nú var hún sótt. Með þessum

Með þessum orðum vil ég kveðja þig Guðni. Ég á fáar en góðar minningar um stóran bróður í Breiðholtinu sem ég leit svo mjög upp til. Og alltaf vonaði ég að sá dagur kæmi að við fengjum tækifæri til að kynnast betur, tækifæri til að setjast niður saman og hlæja að asnaskapnum í okkur, að hafa ekki haft samband öll þessi ár. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Guðni Ragnar Ólafsson Kveðja til ástvinar Galdur sá galdur að treysta lífinu: Já: lífinu betur en dauðanum Sá duldi galdur að

Guðni Ragnar Ólafsson Kveðja til ástvinar Galdur sá galdur að treysta lífinu: Já: lífinu betur en dauðanum Sá duldi galdur að vera hollur hamingju sinni Sá örðugi galdur að vera ekki einu sinni óvinur sjálfs sín Nei hógvær galdur og ó Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Guðni Ragnar Ólafsson Nú þegar haustið er komið og næturnar eru ekki lengur bjartar kvaddi þetta líf Guðni Ragnar Ólafsson.

Nú þegar haustið er komið og næturnar eru ekki lengur bjartar kvaddi þetta líf Guðni Ragnar Ólafsson. Minningarnar líða framhjá og ég gríp eina og eina þeirra og skoða þær. Ég skoða myndina af ungum manni með einlæg mjúk augu og fínlegar hendur sem heilsuðu mér feimnislega þegar systir mín kynnti hann fyrir mér sem ástvin sinn. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 738 orð

Hrafn Sveinbjörnsson

Kær vinur minn og tengdafaðir, Hrafn Sveinbjörnsson, er látinn sextíu og níu ára að aldri. Síðustu mánuði hafði hann af æðruleysi barist hatrammri baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Andlát hans bar nokkuð brátt að enda héldum við sem næst honum stóðum lengi vel í þá von að hann myndi vinna þessa lotu enda hafði hann barist hetjulega. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 354 orð

HRAFN SVEINBJÖRNSSON

HRAFN SVEINBJÖRNSSON Hrafn Sveinbjörnsson fæddist í Hleiðargarði í Eyjafirði 12. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Sigtryggsson og Sigrún Þ. Jónsdóttir sem síðast bjuggu í Saurbæ í Eyjafirði. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 86 orð

Valberg Gunnarsson

Valberg var nýr nemandi í bekknum okkar og var aðeins hjá okkur í 3 vikur. Með þessu litla versi viljum við kveðja hann og þakka honum hlý og ánægjuleg kynni. Sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Kennari og nemendur í hópi 13 í Fossvogsskóla. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Valberg Gunnarsson

Elsku Valli. Ekki grunaði mig að ég sæi þig í síðasta skipti þegar við ræddum um nýja skólann þinn, kennara og vini við eldhúsborðið hjá Lenu og Eiríki. Hugsunin um dauðann er fjarlæg er við horfum á ungt fólk í blóma lífsins. Þú varst lífsglaður, skemmtilegur krakki sem vildir öllum vel. Það kom ekki síst í ljós þegar þú umgekkst litla frænda okkar, hann Garðar Breka. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 187 orð

Valberg Gunnarsson

Þú varst búinn að vera hjá okkur í Vesturbæjarskóla í 5 ár. Við fengum að njóta þess að sjá þig vaxa og þroskast. Við kvöddum þig síðastliðið vor. Við töldum alla vegi færa fyrir þig sem varst svo einstakur drengur. Hér er núna hljóður og sleginn hópur eftir að sú hörmulega frétt barst að lífshlaup þitt var rofið svona snöggt og sárt. Mörg minningarbrot líða núna gegnum huga okkar. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Valberg Gunnarsson

Við höfum öll í 7.V fylgst með líðan Valla frá slysinu á fimmtudaginn var. Við sendum honum kort, en hann vaknaði ekki aftur til að sjá það. Við vonuðumst alltaf til að hann mundi vakna aftur og senda kveðju á móti. Þegar kennarinn okkar tilkynnti um fráfall hans á mánudagsmorgun, leið okkur svo undarlega. Hann var svo ungur, það er svo sorglegt þegar ungt fólk deyr svona allt of fljótt. Meira
28. september 1997 | Minningargreinar | 86 orð

VALBERG GUNNARSSON

VALBERG GUNNARSSON Valberg Gunnarsson var fæddur 1. maí 1985 á Akureyri. Hann lést af slysförum 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Heiðbjört Ingvarsdóttir og Gunnar Björnsson. Fósturfaðir Valbergs er Hafsteinn Hafsteinsson. Hálfsystur hans sammæðra eru Lena Reynisdóttir og Sunna Reynisdóttir. Meira

Viðskipti

28. september 1997 | Viðskiptafréttir | 562 orð

Námskeið fyrir almenning og háskólafólk

MIKIL gróska er í starfi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og er gert ráð fyrir að um 8.000 manns sæki námskeið hennar í vetur. Alls býður Endurmenntunarstofnun upp á 400-500 námskeið á hverju ári, mörg þeirra eru starfstengd en einnig er um að ræða kvöldnámskeið sem almenningur getur sótt sér til afþreyingar og ánægju. Meira
28. september 1997 | Viðskiptafréttir | 330 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁMUNA vantar röskt fólk til afgreiðslustarfa. Um er að ræða heilsdagsstarf og hálfsdagsstarf, reynsla af afgreiðslustörfum æskileg en ekki skilyrði. Áman rekur þrjár verslanir á sviði víngerðar á höfuðborgarsvæðinu. Hársnyrtifólk á Egilsstöðum HÁRHÚSIÐ s/f á Egilsstöðum óskar eftir hársnyrtifólki strax eða í síðasta lagi um næstu áramót. Meira

Daglegt líf

28. september 1997 | Bílar | 389 orð

Bílar eyði ekki meira en 5 l á hundraðið

TALSMENN bifreiðaframleiðenda segja slíka kröfu með öllu fráleita. Samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið þýddu reglur ESB að ekki mætti aka bíl í millistærðarflokki eins og Renault Scénic hraðar en 54 km á klst. Vilji ráðherranna varðandi dísilbíla er 0,45 lítrar að hámarki fyrir hverja 10 ekna km. Meira
28. september 1997 | Bílar | 95 orð

Endalok Lada í Bretlandi

NÚ er útséð um að Lada bílarnir frá Rússlandi verði boðnir til sölu á ný í Bretlandi um sinn. Umboðsaðili Lada í Bretlandi, Motor Vehicle Imports, lokaði skrifstofum sínum nýlega eftir að ljóst varð að fyrirtækið gat ekki fengið bíla frá rússnesku verksmiðjunni með eldsneytiskerfi frá GM verksmiðjunum. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 828 orð

Erlendir ferðamenn yfirheyrðir í náttúrunni

ÚTLENSKIR ferðamenn sem reynt hafa að njóta fegurðar íslenskra náttúruperlna í ró og næði síðustu tvö sumurin hafa lítinn frið fengið. Fyrir rúmu ári máttu þeir búast við spurningaflóði frá tveimur ungum íslenskum mönnum og konu vopnuðum minnisbókum. Nú í sumar voru karlmennirnir tvær mættir aftur og vopnabúrið höfðu þeir aukið með myndatökuvél og norskum myndatökumanni. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 1645 orð

Fjölbreyttariferðir ogsérhæfðariFerðasalar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hittust í Nuuk á dögunum þar sem ferðakaupendur

"FÓLK vill minna fyrirfram skipulagðar ferðir en meira úrval einstakra þátta ferðalagsins," segir Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Íslands, um breyttar áherslur í ferðaþjónustunni. Hann segir líklegt að hlutverk ferðaskrifstofa muni færast meira í það horf að virka sem stórmarkaðir, eiga sem mest úrval á lager á sem lægstu verði. "Flugfargjöld hafa verið að lækka. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 434 orð

Himneskar múffurog indælis kaffi

KAFFIHÚS eru á hverju strái á Manhattan en misgóð eins og gengur. Á litlu kaffihúsi, Once Upon a Tart sem er staðsett í miðju SoHo, listamannahverfi Manhattanborgar, er kaffið einstaklega ljúffengt og meðlætið betra en nokkur orð geta lýst. Staðurinn sem er númer 135 við Sullivan stræti, er opinn frá klukkan átta á morgnana til klukkan sjö á kvöldin. Meira
28. september 1997 | Bílar | 94 orð

Jöfur flytur inn notaða bíla

JÖFUR hf., umboðsaðili Peugeot og Chrysler, hyggst hefja innflutning á notuðum Chrysler bílum frá Kanada. Guðmundur Hilmarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins er nú staddur í Kanada í þeim erindagjörðum að kanna markaðinn. Meira
28. september 1997 | Bílar | 241 orð

Mengunin mæld

STRANGAR reglur eru víðast í gildi í heiminum um mengunarvarnir og víða er beitt sektarákvæðum ef menn halda sig ekki innan tiltekinna marka. Til þess að auðvelda mönnum að vera réttum megin línunnar er komið á markað lítið, handhelt tæki til þess að mæla reykmengun. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 311 orð

Nýir skíðastaðirog fleiri sæti

FLUGSÆTI í skíðaferðir verða 25% fleiri í vetur hjá Flugleiðum en í fyrra og félagið hefur bætt við þremur nýjum stöðum fyrir skíðafólk. Áfangastaðir í snjóinn verða því sex í vetur í fimm löndum. Vinsældir skíðaferða hafa vaxið jafnt og þétt og að sögn Kristínar Aradóttur hjá Flugleiðum vilja margir, sem fara árlega í snjóinn í útlöndum, prófa ný skíðasvæði. Meira
28. september 1997 | Bílar | 815 orð

Nýjungar á öldinni

NÝJUNGAR er orð sem kemur mikið við sögu þegar talað er um fólksbíla, einkum hjá þeim sem hafa með sölu þeirra að gera. Í auglýsingum eru oft hástemmdar fullyrðingar um nýjungar í búnaði. Í reynd er það þó þannig að fólksbílar í sambærilegum verðflokkum eru tiltölulega líkir hver öðrum. Innri búnaður þeirra og gangverk eru einnig áþekk svo og verðlag (nema þegar um dýran valbúnað er að ræða). Meira
28. september 1997 | Bílar | 205 orð

Nýr og lengri PORSCHE 911

15 KUNNIR bílablaðamenn í Evrópu hafa valið Porsche 911 sportbíl aldarinnar. Nú er arftaki bílsins kominn fram á sviðið og var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hann heitir auðvitað ennþá 911. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 1264 orð

Skipulagðar ferðirfyrir göngugarpa ífjalllendi Nepal

EVEREST-fjall og nánasta umhverfi er Íslendingum væntanlega enn ofarlega í huga og þótt menn ætli sér ekki að glíma við tindinn sjálfan getur engu að síður verið spennandi að feta í fáein fótspor íslensku afreksmannanna Björns Ólafssonar, Hallgríms Magnússonar og Einars K. Stefánssonar. Meira
28. september 1997 | Bílar | 234 orð

SPENNANDI SPORTBÍLL FRÁ HONDA

HONDA hefur hannað nýja gerð sportbíls sem á margan hátt brýtur blað á sviði slíkra bíla. Yfirbygging bílsins, sem kallast SSM, er úr áli og einnig vélin, 5 strokka, 20 ventla 200 hestafla, sem er staðsett fram í en bíllinn er afturhjóladrifinn. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 199 orð

TITANIC-SÝNING Í HAMBORG

FEIKILEGA mikil sýning, tileinkuð Titanic-skipinu, er nú haldin í vörugeymslum í Hamborgarhöfn í Þýskalandi. Um það bil 600 munir eru til sýnis en helmingur þeirra var sóttur í flakið á sjávarbotni árið 1985. Meðal muna má nefna ljósmyndir af áhöfn, pípuhatta, klarínettu, sjónauka og hnífapör. Meira
28. september 1997 | Ferðalög | 602 orð

UmFrankfurtí límúsínu

UM 600 þúsund manns búa í Frankfurt. Borgin var að stórum hluta eyðilögð í loftárásum bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Mörg sögufræg hús, eins og t.d. gamla óperuhúsið, voru endurbyggð og reynt að hafa allt í sama horfi og áður var. Nú er í Frankfurt miðstöð bankaviðskipta og þýski seðlabankinn hefur þar aðsetur. Meira
28. september 1997 | Bílar | 276 orð

Volvo V70 XC á markað hér

VOLVO setur á markað í næsta mánuði nýja gerð af V70 skutbílnum, nokkurs konar jepplingaútfærslu af bílnum sem þá mun kallast V70 XC. Hann er eins og skutbíllinn í útliti að því undanskildu að grillið er breytt og framstuðarar eru aðrir og komin eru þokuljós neðan á stuðarann. Þá er bíllinn fjórum sentimetrum hærri. Meira

Fastir þættir

28. september 1997 | Fastir þættir | 372 orð

a-v

a-v Þröstur Ingimarssaon ­ Ragnar Jónsson336Guðmundur Pálss. ­ Guðmundur Gunnlaugss.320Valdimar Sveinsson ­ Gunnar B. Kjartansson309 Fimmtudaginn 25. september var spiluð önnur umferð í hausttvímenningnum. Meira
28. september 1997 | Í dag | 69 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 28. september, er sjötug Helga Lárusdóttir, Vallholti 8, Ólafsvík. Eiginmaður hennar er Leó Guðbrandsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri í Ólafsvík. Hún dvelst á afmælisdaginn á heimili dóttur sinnar að Skildinganesi 33, Reykjavík. ÁRA afmæli. Meira
28. september 1997 | Fastir þættir | 46 orð

Bridsfélaglag Kvenna Árshátíð félagsins verður haldin laugardagin

Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 4. október nk., kl. 11.00 f.h., ef næg þátttaka fæst. Eftir hádegisverð verður spilaður léttur tvímenningur. Við viljum hvetja og bjóða velkomnar allar nýjar konur í hópinn. Tilkynnið þátttöku fyrir 2. okt. í síma 5532968 (Ólína) og 5612112 (Denna). Meira
28. september 1997 | Fastir þættir | 146 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonFrá Bridsfélagi A

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonFrá Bridsfélagi Akureyrar Þriðjudaginn 23.9. lauk Sjóvár- Almennra mótinu sem var tveggja kvölda Mitchell-tvímenningur. Þátt tóku 22 pör. Sigurvegarar urðu Páll Pálsson og Þórarinn B. Meira
28. september 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Kálfatjarnarkirkju af sr. Braga Friðrikssyni Guðleif Hallgrímsdóttir og Garðar Garðarsson. Heimili þeirra er að Brekkustíg 29b, Njarðvík. Meira
28. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Lilja Björk Erlingsdóttir og Gunnar Benediktsson. Heimili þeirra er að Brekkustíg 35a. Meira
28. september 1997 | Fastir þættir | 2660 orð

Í RÍKI STÓÐHESTSINS

HAFA stóðhestar náttúrulegan hæfileika til að skynja hvenær egglos hefst hjá hryssum? Þessari spurningu og ýmsum fleirum hefur Björn Steinbjörnsson dýralæknir velt fyrir sér sumurin '95 og '96 og meira en það, því hann hefur staðið fyrir frjósemisrannsóknum í samvinnu við erlenda aðila. Þar hefur meðal annars verið fylgst með atferli og hegðun þeirra í stóðlífi. Meira
28. september 1997 | Í dag | 555 orð

KKI ýkja langt að baki greiddum við vörur og þjónustu, sem

KKI ýkja langt að baki greiddum við vörur og þjónustu, sem við keyptum, nær alfarið með peningum, seðlum og mynt. Nú er öldin önnur. Rafrænar greiðslur, eins og þær heita víst, ráða æ meiru um viðskipti okkar. Víkverji sá það í grein í Fjármálatíðindum að nálægt 146 þúsund kreditkort og tæplega 200 þúsund debetkort eru í notkun hér á landi. Meira
28. september 1997 | Í dag | 355 orð

Sammála íbúa í Fossvogi

FOSSVOGSBÚI hafði samband við Velvakanda og vildi hann taka undir það sem íbúi í Fossvogshverfi hafði að segja um hverfið í Velvakanda föstudaginn 19. sept. Segir hann að það sé löngu orðið tímabært að gera stórátak í hverfinu og laga göngustíga, leikvelli og opin svæði. Meira
28. september 1997 | Í dag | 152 orð

SUÐUR spilar þrjú grönd og fær út laufþrist, fjórð

Gosinn kemur úr austrinu, sem suður drepur og spilar strax laufi til baka og svínar. Austur lætur fjarkann. Hvernig er best að halda áfram? Fjórir slagir á lauf duga til vinnings, ásamt þremur á spaða og tveimur á hjarta. Hvert er þá vandamálið? Það er þetta: Sagnhafi verður að láta á móti sér að taka á laufásinn áður en hann fríar litinn. Meira

Íþróttir

28. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Einvígi Villeneuve við Schumacher

Það verður heitt í kolunum á Nurburgring í Þýskalandi í dag, þegar Formula 1 kapparnir Michael Schumacher og Jacques Villenevue mætast. Aðeins eitt stig skilur þá að í heimsmeistarakeppni ökumanna. En fjöldi annarra ökumanna getur skákað þessum köppum í slagnum um fyrsta sætið á Nurburgring brautinni. Meira
28. september 1997 | Íþróttir | 32 orð

Staðan Staðan í stigakeppninni tilheimsme

Staðan í stigakeppninni tilheimsmeistara í Formula 1kappakstrinum fyrir keppninaí dag. Mikael Schumacher, Ferrari68 Jacques Villeneuve, Williams67 Heinz Harald Frentzen, Williams31 David Coulthard, McLaren30 Jean Alesi, Benetton28 Gerhard Berger, Benetton21 Giancarlo Fisichella, Meira
28. september 1997 | Íþróttir | 994 orð

"Strákarnir verða að spila betur en í fyrri leiknum"

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir því svissneska í borginni Sursee, skammt frá Z¨urich, í undankeppni Evrópumótsins í dag. Þetta er síðari viðureign liðanna ­ fyrri leiknum lauk með jafntefli, 27:27, í Laugardalshöll á miðvikudaginn. Leikurinn í dag er mjög mikilvægur með framhaldið í huga, því tvö efstu lið riðilsins komast í úrslitakeppnina á Ítalíu næsta vor. Meira

Sunnudagsblað

28. september 1997 | Sunnudagsblað | 3662 orð

AUÐLEGÐ ÞJÓÐANNA EFTIR ADAM SMITH

AUÐLEGÐ þjóðanna, fullu heiti Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, eftir skoska heimspekinginn og frumhagfræðinginn Adam Smith, er komin út á íslensku tveimur öldum og tuttugu og einu ári eftir að bókin leit dagsins ljós í næsta grannlandi okkar í menningarátt, gefin út í London 1776. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 807 orð

Árangurinn skilar sér í jákvæðara bæjarfélagi

Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hf. í Vestmannaeyjum, hefur lagt íþróttalífi í Eyjum lið á margvíslegan hátt og var ma. einn af helstu forvígismönnum í sameiningarmálinu fyrr á árinu. Hann sagði við Morgunblaðið að Íslandsmeistaratitillinn í knattspyrnu hefði mjög mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 202 orð

BREMSUVÖRÐURINN SYNGJANDI

Á FÁUM tónlistarmönnum hefur Bob Dylan meira dálæti en Jimmy Rodgers, sem kallaður var bremsuvörðurinn syngjandi. Fyrir skemmstu kom út fyrsta skífan á nýju merki Dylans, Egyptian Records, sem einmitt er helguð Rodgers. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 2473 orð

ÐUppreisn í hásætinu Í sýningarsölum The Royal Academy of Art í London stendur ný yfir samsýning ungra breskra myndlistarmanna

LISTUNNENDUR sem leggja leið sína til eða um London þessa haustdaga geta vart komist hjá því að heimsækja The Royal Academy of Art við Piccadilly stræti til að berja augum einhverja umdeildustu myndlistarsýningu þarlendis um árabil. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 262 orð

ENN ROLLINGAR

SÖNNUN þess að rokkið þekkir ekki aldursmörk eru þeir félagar í Rolling Stones sem enn eru að og enn að gefa út. Skammt er síðan nýjasta skífa sveitarinnar, Bridges to Babylon, kom út og enn ein tónleikaförin hafin um heiminn. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 510 orð

Er aðferð þyrlunnar við að fljúga óheppileg?

EFTIRFARANDI vangaveltur eru óháðar því sem kann að hafa gerst í þyrluflugi hér og annars staðar undanfarið. Aðeins er verið að gera því skóna að til kunni að vera heppilegri aðferð til flugs lóðrétt upp og setjast nánast í kyrrstöðu en nú er notuð með þyrlum. Þessa aðferð er verið að þróa og ekki ólíklegt að við sitjum uppi með slíkar vélar innan skamms. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 254 orð

EYÐIBÝLI

DULÚÐIN kringum eyðibýlin heillar mig; hvernig náttúran og tíminn hafa sameinast við að brjóta niður þessar byggingar sem eitt sinn voru reisulegar." Það er Nökkvi Elíasson sem er að útskýra þetta áhugamál sitt sem felst í því að taka myndir af eyðibýlum víðsvegar um landið, en hér gefur að líta nokkrar mynda hans. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 3193 orð

Ég er eins og refurinn, fer mínareigin leiðir Í Miðhúsum á Egilsstöðum býr Edda K. Björnsdóttir skógarbóndi ásamt manni sínum og

ÞEGIÐU" er sagt höstum rómi, þegar undirritaður knýr dyra að Miðhúsum á Egilsstöðum og kallar auk þess inn um opnar dyrnar þá frómu spurn, hvort einhver sé heima. Erindið er að ræða við húsmóðurina á bænum, Eddu K. Björnsdóttur. Komumaður verður nokkuð hvumsa yfir þessum óvæntu móttökum, en veitir þá athygli hundspotti einu við fætur sér. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 2138 orð

Ég vil ekki timburmennina

MÖRGUM mun hafa brugðið í brún er þeir lásu viðtal Elínar Pálmadóttur við aldraðan góðborgara, sem lengi hefir sett höfðingssvip á miðbæ Reykjavíkur. Hilmar Foss dómtúlkur lýsti í fáum en áhrifamiklum orðum ófremdarástandi því, sem ríkir næturlangt á helstu götum miðbæjarins, lausung og lífshættu, óþrifum og ofbeldi. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 467 orð

Góð og jákvæð áhrif á bæjarfélagið

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, leyndi ekki gleði sinni þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn eftir 18 ára fjarveru. "Strákar, þið eruð frábærir," sagði hann eftir að Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hafði tekið við bikarnum sem nafnbótinni fylgir "og erfitt verður að fá bikarinn frá Eyjum. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1317 orð

Huldumaðurinn í Hollywood

Bandaríski leikstjórinn Terrence Malick vinnur nú við framhald myndarinnar Héðan til eilífðar eða "From Here to Eternity". Hann hefur ekki gert bíómynd í ríflega tuttugu ár, segir í grein Arnalds Indriðasonar, en var ausinn lofi fyrir tvær frábærar myndir á áttunda áratugnum Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1393 orð

Hundurinn Móri

ÉG HEFI ekki farið dult með það, að mér þykir hinn aukni fjöldi hunda á höfðuðborgasvæðinu ekki vera af hinu góða. Reykjavík hafði fyrir aldarfjórðungi þá sérstöðu að vera eina hundalausa höfuðborg Evrópu, og langflestir borgarbúa álitu þá, að hundar ættu heima í strjálbýli og að hreinlæti í borginni myndi setja niður ef almennt hundahald yrði leyft. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 533 orð

Hvernig maður heimsækir eyðibýli á haustmorgni

ÞAÐ Á AÐ skoða eyðibýli á lognkyrrum haustmorgni, þegar vindur sefur á heiðum og tröll blunda í klettum. Á slíkum morgnum skynjar maður söguna sem býr í feysknu timbri, ryðguðu bárujárni og morkinni steypu; maður á að vakna á undan sólinni, hella uppá kaffi, smyrja ofaní bitaboxið, smeygja sér í þykka peysu, stinga landakorti og sjónauka á sig, fara út, Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 853 orð

Í göngur á Víðidalstunguheiði Óvænt fékk þingmaður krata ofan af Akranesi boð um að fara með Húnvetningum í göngur. Þó að nærri

ÞAÐ er ótrúlegt, en gerðist þó samt, að því var skotið að mér hvort ég ætti möguleika á og vildi fara í göngur, á Víðidalstunguheiði, fyrir Hermann bónda Sigurðsson í Litlu-Hlíð í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 369 orð

Komum fagnandi

Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, hefur verið formaður stuðningsmannafélags ÍBV á Reykjavíkursvæðinu frá byrjun, tekið virkan þátt í starfinu utan vallar og liðsinnt leikmönnum. "Þetta byrjaði allt í kjölfar gossins 1973," sagði Einar Gylfi við Morgunblaðið spurður um stuðningsmannafélagið. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 173 orð

Lífseigir og langvinsælir

ENGIN hljómsveit er lífseigari og langvinsælli en Stuðmenn sem enn eru að. Fyrir skemmstu komu út á einum diski tvær breiðskífur sem ekki hafa áður verið gefnar út á disk og eitt nýtt lag í þokkabót. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 852 orð

Loks kynnast Tævanar sögu sinni Námsmenn í Tævan grínast með það sín á milli að þeir þurfi að leggja á minnið hinar fráleitustu

ÍBARNASKÓLUNUM í Tævan hanga uppi kort sem sýna "Lýðveldið Kína" og á þeim er meðal annars öll Mongólía, stór héruð af Búrma og nokkur kínversk fylki sem fyrir löngu hefur verið skipt um nafn á eða steypt saman við önnur. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1216 orð

Meiri reykur á hvíta tjaldinu

SAMKVÆMT nýlegri könnun gerðri á vegum Kalíforníuháskóla í San Francisco reyktu áberandi kvikmyndapersónur sígarettur í helmingi bíómynda sem frumsýndar voru á árunum 1990 til 1995. Á áttunda áratugnum var á sama hátt aðeins reykt í 29 prósentum bandarískra bíómynda svo aukningin er umtalsverð. Og sígarettur í bíómyndum eru sífellt að verða meira áberandi. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 757 orð

Melkorku-staðir voru í eyði þegar Laxdæla

Melkorku-staðir voru í eyði þegar Laxdælavar saman sett þvíað það er beinlínis tekið fram í sögunni, og þá hafa Hornstaðir fengið nafn nokkru síðar þegar þeir voru byggðir upp og húsaðir á ný. Þá hefur bæjarnafnið endanlega festst við þá vegna niðurlægingar Melkorku og hlutskiptis hennar sem hornkerlingar í sögunni. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 2201 orð

NAUÐSYNLEGT AÐ BYGGJA NÝTT ORKUVER

NAUÐSYNLEGT AÐ BYGGJA NÝTT ORKUVER Júlíus Jónsson er fæddur og uppalinn í Sandgerði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og þaðan lá leiðin í viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann lauk prófi árið 1974 og meðfram náminu starfaði hann hjá Framkvæmda- og byggðastofnun. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 951 orð

sdmenn og mann 137,7

sdmenn og mann 137,7 Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 2818 orð

Sigurhjartað slær í Eyjum Kaflaskipti urðu í íslenskri knattspyrnu um liðna helgi þegar Eyjamenn tryggðu sér

Kaflaskipti urðu í íslenskri knattspyrnu um liðna helgi þegar Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn sem Skagamenn hafa einokað undanfarin fimm ár. ÍBV-íþróttafélag var stofnað á árinu og byrjunin getur ekki verið betri. Steinþór Guðbjartsson komst að því þegar hann tók púlsinn í Eyjum. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1785 orð

S nilldaröngvari

EKKI ER gott að segja hvað ungu fólki hefur fundist um lætin í kringum 20 ára dánarafmæli Elvis Presley. Myndin sem birst hefur af Presley undanfarin ár er af feitri ófreskju, sveittum dópista og fréttir helst verið af einhverjum furðufuglum og sérvitringum; fólki sem hefur atvinnu af því að herma eftir Elvis Presley og láta eins og fífl, Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 436 orð

»Suðið góða Fyrir fjórum árum kom út suður á Bretlandi plata sem átti eftir að

Fyrir fjórum árum kom út suður á Bretlandi plata sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun breskrar danstónlistar. Sú hét Dummy og sveitin Portishead. Spurðist ekkert af sveitinni lengi, en aðdáendur geta glaðst því ný breiðskífa kom út fyrir skemmstu. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 4260 orð

Tíminn hefur unnið með mér Örlög manna eru ofin sama af ýmsum þáttum, þau ráðast m.a. af erfðum, efnahag, heilsufari og samneyti

ÞAÐ var bjartviðri þennan septemberdag sem ég var þarna á ferð og fallegt um að litast í nágrenni Laugarvatns. Sólin lék sér í laufi birkitrjánna sem brátt taka að gulna og falla til jarðar, annar gróður hefur að mestu lokið sínu hlutverki þetta árið og tími uppskerunnar kominn. Lækjarhvammur er myndarlegt býli, þar er rekinn kúabúskapur með meiru og jörðin er vel hýst. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 762 orð

"Trúin er ónýt án verkanna"

FYRIR hálfum mánuði birtist á þessum stað í Morgunblaðinu hugvekja frá minni hendi undir yfirskriftinni "Kirkja fagnaðarerindisins". Þar eins og oftar í hugvekjum þessum lagði höfundur áherzlu á réttlætingu af trú. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1768 orð

Tyrkland tapar máli fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu

TYRKNESKA ríkið var á fimmtudag dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Sannað þótti að kærandi, íbúi í Kúrdahéruðum Suðaustur-Tyrklands, sem var 17 ára gömul þegar atburðirnir gerðust, hefði verið pyntuð í varðhaldi öryggislögreglu og henni nauðgað. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Töfrar Tasmaníu Í síðasta pistlinum úr Ástalíureisu sinni segir Eyjólfur Jónsson frá sex daga ferð til Tasmaníu þar sem hann

EFTIR heimkomuna frá Kengúrueyju slakaði ég á í smátíma og naut lífsins í Adelaide. Ég hef ekki áður getið eins besta vinar sem ég eignaðist í ferðinni, en það var kona að nafni Mary Pilgrim, sem er næsti nágranni Joe. Hún er fimmti ættliður frá fyrstu frjálsu innflytjendunum og á átta systkini sem öll eru bændur í New South-Wales. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 2453 orð

Veiðikortin stórauka svið veiðistjóra

Veiðikortin stórauka svið veiðistjóra Þó nokkuð hefur gustað um veiðistjóraembættið. Það var flutt norður til Akureyrar og sýndist sitt hverjum um ágæti þeirra búferlaflutninga sem leiddu af sér að nýr maður tók við embætti veiðistjóra. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 104 orð

Viktor Frankl látinn

VIKTOR Frankl, sálgreinir og höfundur bókarinnar Leitin að tilgangi lífsins, lést í Vín á þriðjudag, að því er Viktor Frakl stofnunin greinir frá. Banamein hans var hjartabilun. Hann var 92 ára. Frankl fæddist í Vín 1902. Honum var haldið í fangabúðum Nasista í síðari heimsstyrjöld, og var m.a. þrjú ár í Auschwitz. Honum hlotnuðust 29 heiðursdoktorstitlar frá háskólum víða um heim. Meira
28. september 1997 | Sunnudagsblað | 1274 orð

Þegar fiskurinn syndir í hringi Lífvera sem gefur frá sér eitur til þess að lama fórnarlömb sín og leysir hold þeirra upp með

EKKI er um það að ræða að lífvera þessi, sem er örsmár einfrumungur, geti leyst upp heilan mann, en þeir sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á pfiesteria piscicida, kvarta yfir skringilegum sjúkdómseinkennum, allt frá útbrotum til minnistaps. Læknar jafnt sem stjórnmálamenn hafa af þessu áhyggjur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.