Greinar þriðjudaginn 30. september 1997

Forsíða

30. september 1997 | Forsíða | 71 orð

Bifreiðin flutt aftur á vettvang

FRANSKA lögreglan lokaði í gærkvöldi undirgöngunum þar sem Díana prinsessa af Wales lét lífið í bílslysi aðfaranótt 31. ágúst síðastliðinn. Rannsakendur slyssins létu færa flakið af Mercedes-Benz-bifreiðinni á vettvang til þess að freista þess að gera sér betur grein fyrir hvernig slysið bar að. Meira
30. september 1997 | Forsíða | 277 orð

Friðarferlinu komið í gang að nýju

FULLTRÚAR ísraelskra og palestínskra stjórnvalda samþykktu á fundi með Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í New York í gær að taka aftur upp viðræður um frið. Þar með verður endi bundinn á hálfs árs hlé á viðræðunum. Meira
30. september 1997 | Forsíða | 256 orð

Hóta Total refsingu

BANDARÍSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu undanbragðalaust beita franska olíufélagið Total viðurlögum í samræmi við ákvæði bandarískra laga, sem ætlað er að hindra viðskipti við Íran, vegna samnings sem fyrirtækið hefur gert um gasvinnslu í undan ströndum landsins. Meira
30. september 1997 | Forsíða | 126 orð

Kinnock vill draga úr ölvunarakstri

NEIL Kinnock, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), mun freista þess að fá stuðning aðildarríkjanna við strangar sameiginlegar reglur um bann við ölvunarakstri í þeim tilgangi að draga úr banaslysum í umferðinni. Meira
30. september 1997 | Forsíða | 34 orð

Vilja aðgerðir gegn úlfum

TVÖÞÚSUND kindur voru reknar um hina frægu götu Promenade des Anglais í frönsku Miðjarðarhafsborginni Nice í gær. Með því vildu fjárbændur mótmæla árásum úlfa á kindahjarðir í Mercantour-þjóðgarðinum. Meira
30. september 1997 | Forsíða | 189 orð

Vinstri armurinn vaknar

ÞINGFULLTRÚAR á flokksþingi brezka Verkamannaflokksins, sem hófst í Brighton í gær, gerðu leiðtoga flokksins, Tony Blair, óleik daginn áður en hann heldur fyrstu ræðu sína sem forsætisráðherra á flokksþingi flokksins eftir hinn glæsta kosningasigur fyrir fimm mánuðum. Meira

Fréttir

30. september 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

1.000 sóttu um á fyrsta degi

ALLS voru afhent um 1.000 umsóknareyðublöð um árskort í sund og líkamsrækt í kjallara Sundlaugar Kópavogs á sunnudag. Guðmundur Harðarson, forstöðumaður, sagði að ekki væri búið að telja útfylltar umsóknir í gær. Árskortin verða seld á 14.990 kr. fram til áramóta. Eftir áramót er áætlað að verðið hækki í 19.990 kr. Venjulegt árskort í sund kostar 10.000 kr. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 351 orð

3­400 ný störf verða til

FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að 300­400 ný störf verði til vegna þeirra fjögurra flugvéla sem samið hefur verið um að kaupa og koma hingað til lands næstu fjögur árin. Gert er ráð fyrir að velta félagsins aukist um 9% að meðaltali næstu árin vegna aukinna flutninga og flugs til nýrra áfangastaða. Tæplega 1.900 manns störfuðu hjá Flugleiðum síðastliðið sumar. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Alþjóðadagur eldri borgara 1. október

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa útnefnt 1. október ár hvert sem Alþjóðdag eldri borgara. Með hugtakinu eldri borgari er átt við fólk 60 ára og eldra. Talið er að ein af hverjum tíu manneskjum í heiminum sé nú 60 ára og eldri. Árið 2030 er áætlað að þriðja hver manneskja í þessum löndum verði 60 ára og eldri. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 178 orð

Andvíg lögleiðingu kannabis

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, kvaðst á sunnudag vera andvígur því að bann við kannabis yrði afnumið og sakaði sunnudagsblað The Independentum að hafa tekið ábyrgðarlausa afstöðu í málinu. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 524 orð

Athugasemd við yfirlýsingu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu. "Í nýlegu fréttaviðtali við Mörtu Bergmann, félagsmálastjóra í Hafnarfirði, um kynferðisafbrotamál manns gegn ungu barni, sem vistað var af barnaverndarnefnd í hans umsjá, lýsir hún málinu sem martröð barnaverndar. Enginn getur efast um sannleiksgildi þessara orða. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 546 orð

Aukin bjartsýni vegna hugsanlegrar aðildar Bretlands

FRÉTTIR um að brezk stjórnvöld íhugi að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í kringum aldamót hafa ýtt undir bjartsýni í öðrum ríkjum Evrópusambandsins á að vel muni takast að hleypa EMU af stokkunum. Brezkir ráðherrar segja þó að ekki standi til að halda í skyndi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að EMU. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Á 100 km hraða í miðri borg

UM HELGINA voru rúmlega 300 mál færð til bókunar hjá lögreglunni í Reykjavík. Margir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu vegna hraðaaksturs og urðu nokkrir þeirra að sjá á eftir ökuréttindum sínum. Ekki er of oft brýnt fyrir ökumönnum að virða hraðamörk og gera sér grein fyrir þeirri hættu sem menn skapa með vítaverðum hraðakstri í íbúahverfum borgarinnar. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Á 148 km hraða

ÖKUMAÐUR var sviptur ökuleyfi fyrir að aka á 148 kílómetra hraða á Svalbarðsströnd, en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar. Lögregla á Akureyri kærði 27 ökumenn fyrir of hraðan akstur í liðinni viku og um helgina. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og númer voru tekin af 22 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar. Meira
30. september 1997 | Miðopna | 1307 orð

Áhyggjur vegna kjaramála og flutnings lækna úr landi

FJÖLMARGIR læknar tóku til máls á aðalfundi Læknafélags Íslands fyrir helgina í kjölfar ræðu heilbrigðisráðherra. Þeir átöldu seinagang í kjaraviðræðum milli lækna og viðsemjenda, gagnrýndu skýrslu um framtíðarsýn sjúkrahúsa á suðvesturhorni landsins, Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Ákvörðun um sameiningu tekin fljótlega

ÞAÐ ræðst á næstu tveimur vikum hvort lögð verður fram tillaga um sameiningu Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps og greidd atkvæði um hana í haust. Fjögurra manna starfshópur hefur undirbúið slíka tillögu og verður vinna hans lögð fyrir nefnd sveitarstjórnarmanna í byrjun næsta mánaðar. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Átak í umferðinni

LÖGREGLUEMBÆTTIN á suðvesturlandi hafa dagana 1.­8. október sérstakt átaksverkefni í umferðarmálum. Að þessu sinni munu lögreglumenn beina sérstakri athygli að eftirfarandi atriðum: Ljósabúnaði ökutækja og reiðhjóla, notkun stefnuljósa, ástandi skráningarmerkja ökutækja og notkun öryggishjálma hjá reiðhjólafólki. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Bíll eyðilagðist í eldi

BILUN í rafmagnskerfi olli því að kviknaði í bíl við Miðvang í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í upphafi var talið að um íkveikju væri að ræða en maður sem handtekinn var á staðnum hefur nú verið hreinsaður af grun. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Björk beint í fjórða sæti

SKÍFA Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, fór beint í 4. sæti breska breiðskífulistans sem kynntur var á sunnudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins seldist platan í 45- 50.000 eintökum fyrstu vikuna. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 346 orð

Bók um ævi Díönu endurútgefin

ANDREW Morton, sem skrifaði þekkta bók um lífshlaup Díönu prinsessu, sagði í gær að hún hefði sjálf verið helsti heimildarmaður bókarinnar. Hún hefði m.a. skýrt frá tilraunum sínum til að svipta sig lífi, matgræðgiköstum sínum og sálarangist vegna ótryggðar eiginmannsins fyrrverandi, Karls Bretaprins. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 127 orð

Clinton reyndist Dönum dýr

REIKNINGURINN fyrir sólarhrings heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Danmerkur hljóðar upp á 80­90 þúsund vinnutíma, um 50 ársstörf eða 100­150 milljónir íslenskra króna. Þingmenn Sameiningarlistans danska, vinstriflokks, fóru fram á yfirlit yfir kostnaðinn af heimsókn forsetans og nú hefur Mogens Lykketoft fjármálaráðherra gert grein fyrir honum. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Dregur uppsögn á sérfræðisamningi til baka

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sigurjóni Sigurðssyni, lækni: "Vegna auglýsingar um sérfræðilæknisþjónustu sem birtist í Morgunblaðinu hinn 28. september sl. vil ég taka fram að ég get ekki á nokkurn hátt borið ábyrgð á innihaldi hennar enda var það ekki borið undir mig. Í auglýsingunni er sjúklingum bent á að framvísa reikningum til Tryggingastofnunar ríkisins. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Drukknaði við Benidorm

39 ÁRA Reykvíkingur, Jónas Björnsson, drukknaði við strönd Benidorm á Spáni á sunnudag. Jónas, sem var tónlistarkennari og starfaði um árabil í hljómsveitum, var á Spáni til að leika þar með íslenskri hljómsveit. Hann var að synda við ströndina þegar hann lenti í útsogi og barst frá landi. Þegar björgunarmenn náðu til hans hófu þeir þegar lífgunartilraunir, sem báru ekki árangur. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 774 orð

Dýpsta septemberlægðin frá árinu 1900

Mikil röskun varð í óveðrinu á innanlandsflugi, rafmagnsstaurar brotnuðu í Hjaltastaðaþinghá og í Jökulsárhlíð, hlaða sprakk á Borgarfirði eystra og plöturnar fuku um allt, bílar skemmdust þegar vinnupallar hrundu ofan á þá við flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og kanadísk herflugvél fór út af brautinni á Keflavíkurflugvelli. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

ÐSendinefnd Norsk Hydro stödd hér

SENDINEFND frá Norsk Hydro kannar aðstæður hér á landi í vikunni og mun meðal annars heimsækja Reyðarfjörð, en þetta er liður í könnun og undirbúningi þess að ráðist verði í byggingu og rekstur stóriðju í tengslum við byggingu orkuvers. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ekki aðgerðir gegn skipstjóranum

EMBÆTTI ríkissaksóknara sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli þýska skipstjórans á Víkartindi sem strandaði í Háfsfjöru í byrjun mars. Var þessi ákvörðun tilkynnt ríkislögreglustjóra og héraðsdómara, svo og lögmanni skipstjórans. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ekki veður til leitar

EKKI var unnt að gera leit að franska piltinum Michael Leduc í gær eða fyrradag vegna veðurs. Á laugardag leituðu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar fram í myrkur í grennd við öll vatnsföll á svæðinu milli Fljótshlíðar og Þórsmerkur og niður að sjó. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Feginn ferskum ávöxtum

BANDARÍSKI geimfarinn Michael Foale tekur við poka með ferskum ávöxtum sem fluttir voru til Mír með geimferjunni Atlantis. Foale hefur verið um borð í Mír síðan í maí en verður leystur af hólmi af landa sínum, David Wolf, og snýr til jarðar með Atlantis. Í gær voru vistir og annar varningur sem Atlantis kom með, m.a. ný stjórntölva, flutt um borð í Mír. Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 58 orð

FÉLAG ábyrgra feðra efnir til kynningarfundur á Grand Hótel

FÉLAG ábyrgra feðra efnir til kynningarfundur á Grand Hótel miðvikudagskvöldið 1. október kl. 20. Erindi flytja Jóhann Loftsson, sálfræðingur, hann mun fjalla um tengsl barna og foreldra, Össur Skarphéðinsson, sem fer nokkrum orðum um skyldur sínar sem föður, Helgi Birgisson, lögfræðingur, Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 46 orð

FÉLAGSFUNDUR í VINNÍS, Vinnuvistfræðifélagi Íslands, verður haldinn mi

FÉLAGSFUNDUR í VINNÍS, Vinnuvistfræðifélagi Íslands, verður haldinn miðvikudaginn 1. október. Fundurinn verður haldinn í fundarsal BHM í Lágmúla 7, 3. hæð, kl. 16.30. Niðurstöður könnunar meðal félagsmanna um áhugasvið og leiðir í starfi verða kynntar. Stofnaðir verða þverfaglegir hópar um hin ýmsu áhugasvið félagsmanna. Nýir félagar velkomnir. Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 57 orð

FFA ­ Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur heldur fræðslukvöld

Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir og Sigríður Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, báðar hjá Tryggingastofnun ríkisins kynna breytingar á reglugerð um umönnunarbætur sem tók gildi 1. september sl. Kaffigjald er 300 kr. Tilkynna þarf þátttöku til Landssamtakanna Þroskahjálpar. Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 125 orð

FORELDRARÁÐ Austurbæjarskóla samþykkti eftirfarandi á fundi sín

"Foreldraráð Austurbæjarskóla lýsir þungum áhyggjum vegna yfirstandandi kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarstjórna. Sveitarstjórnir máttu vita að yfirtaka grunnskóla þýddi aukin útgjöld. Annaðhvort axla pólitískir valdhafar þá ábyrgð eða vísa þann veg að rétturinn til grunnskólanáms verði einungis tryggður þeim sem til þess hafa fé. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 336 orð

Glæpasamtök í gagnkvæmu samstarfi

RÚSSNESK glæpasamtök hafa hafið samvinnu við kólumbíska eiturlyfjasmyglhringa í löndum við Karíbahaf, fengið frá þeim kókaín sem þau selja í Evrópu og séð glæpasamtökum í Rómönsku Ameríku fyrir vopnum og vígvélum, að sögn Washington Post. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Grímuskríkja finnst hér

GRÍMUSKRÍKJA, amerískur spörfugl, sást á Garðskaga um helgina. Þessi fugl hefur aldrei áður sést hér á landi. Fullorðinn karlfugl þessarar tegundar er auðgreindur á svartri grímu og skærgulu brjósti, annars er fuglinn grænbrúnn á bakinu. Þar sem hér er um að ræða ungan karlfugl er svarta gríman ekki eins áberandi. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Harður árekstur á Reykjanesbraut

ÞRENNT var flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Reykjanesbrautar og gamla Krísuvíkurvegarins síðdegis á laugardag. Meiðsl fólksins voru minni en á horfðist, að sögn lögreglu, því aðkoman á vettvangi gaf tilefni til að ætla að um lífshættuleg meiðsl yrði að ræða. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Hádegissamvera í Glerárkirkju

HÁDEGISSAMVERA verður í Glerárkirkju á miðvikudögum í vetur líkt og liðna vetur. Þær standa frá kl. 12 til 13. Að lokinni helgistund í kirkjunni sem samanstendur af orgelleik, lofgjörð, fyrirbænum og sakramenti er boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hæstu hrossin lækka í einkunn

NÝTT kynbótamat hefur litið dagsins ljós hjá Bændasamtökum Íslands að loknum kynbótadómum ársins. Breytingar hafa verið gerðar á útreikningum matsins og sagði Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur að mat á arfgengi eiginleikanna hafi verið endurskoðað og telur hann þetta án nokkkurs efa traustasta mat á arfgenginu sem gert hafi verið til þessa. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Illugi Gunnarsson formaður Heimdallar

ILLUGI Gunnarsson hagfræðingur var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins um helgina. Fráfarandi formaður, Elsa B. Valsdóttir læknir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
30. september 1997 | Miðopna | 1111 orð

Í nánu samstarfi við tónlistarmennina

ÉG DÁI hann! Ég þurfti aðeins að líta einu sinni í kynningargögnin til að sjá að leitinni var lokið. Honum tókst í senn að vera trúr og túlka með stórkostlegum hætti upphaflegu hugmyndina. Ef Stefan væri kvikmynd fengi hann fimm stjörnur," segir tónlistarmaðurinn Lou Reed um hönnuðinn Stefan Sagmeister í nýlegu hefti tímaritsins Graphis 303. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Kanadísk herþota fauk út í móa

FLUGMENN kanadískrar herþotu lentu í erfiðleikum eftir lendingu í suðvestanrokinu í gærmorgun. Þegar verið var að aka vélinni inn á flughlað eftir lendingu misstu flugmennirnir stjórn á henni með þeim afleiðingum að vélin hafnaði úti í móa og sat þar föst. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Kanna ástand á meðferðarheimilum

SÉRFRÆÐINGAR á vegum félagsmálaráðuneytisins hafa undanfarið kynnt sér ástand á meðferðarheimilum ríkisins fyrir börn og unglinga í því skyni að rannsaka hvort börn séu beitt þar harðræði. Rannsókn þessi fer fram í kjölfar athugasemda sem umboðsmaður barna setti fram síðastliðið sumar. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

KARL LÚÐVÍKSSON LYFSALI

KARL Lúðvíksson apótekari er látinn, 89 ára að aldri. Hann stofnaði Apótek Austurbæjar og gegndi um árabil trúnaðarstörfum fyrir Apótekarafélag Íslands. Karl fæddist á Norðfirði 27. september 1908. Faðir hans var Lúðvík Sigurður Sigurðsson útgerðarmaður og Ingibjörg Þorláksdóttir. Karl var gagnfræðingur frá MA og tók próf frá MR 1930. Þá hóf hann nám í lyfjafræði. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Konur og stjórnmál

JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar og Menntasmiðja kvenna efna til námskeiðs fyrir konur sem áhuga hafa á stjórnmálum. Það verður haldið í Menntasmiðju kvenna í Glerárgötu 28, 3. hæð og stendur yfir í október og nóvember, samtals í 9 skipti. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 1. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

LEIÐRÉTT

INNSLÁTTARVILLA varð í minningargrein um Önnu Maríu Einarsdóttur í blaðinu sunnudaginn 28. september. Hljóðaði setningin svo: "Félagið leigði þá skrifstofu í húsi Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10, en flutti sama ár í eigið húsnæði á Skólavörðustíg 21 þar sem starfsemin var næstu fimmtán árin"..., þarna hefði átt að standa ...næstu fimm árin. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Loðin kynjaskepna finnst í Flateyjardal

KYNJASKEPNU rak á land á Flateyjardal við Skjálfanda fyrir nokkrum vikum. Skepnan er um sjö metrar á lengd og vantar á hana hausinn. Tryggvi Stefánsson bóndi á Hallgilsstöðum í Hálshreppi, sem hefur séð rekann, segir hann helst líkjast hval en á skrokknum er gulhvít, ullarkennd ló. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 359 orð

Lofa að tryggja atvinnu fyrir alla

BRESKI Verkamannaflokkurinn hóf í gær fyrsta flokksþing sitt sem stjórnarflokkur frá árinu 1978 með loforðum um að tryggja atvinnu fyrir alla Breta á næstu öld. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lofaði að færa efnahaginn, menntakerfið og velferðarkerfið í nútímalegt horf til að binda enda á fátækt og tryggja öllum Bretum atvinnu á næstu öld. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Logaði á fimm stöðum

TALIÐ er að kveikt hafi verið í þriggja hæða húsi við Bröttugötu á sunnudagsmorgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði á fimm stöðum í húsinu. Ekki hefur verið búið í húsinu undanfarið, en unnið er að því að gera það upp. Húsið var læst, plast eða hlerar fyrir gluggum en rifið hafði verið frá einum þeirra, samkvæmt upplýsingum slökkviliðs. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lokað heimili fyrir unglinga

VIÐRÆÐUR hafa undanfarið átt sér stað milli héraðsnefndar Skagafjarðar og Barnaverndarstofu um að héraðsnefndin byggi sérhæft húsnæði með það í huga að reka í því lokað meðferðarheimili fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára. Áætlað er að byggja húsnæðið í landi Garðhúsa í Seyluhreppi og er gert ráð fyrir að Barnaverndarstofa leigi það af héraðsnefndinni. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Lýsing Bylgjunnar rofin án skýringa

ÚTSENDING Bylgjunnar frá landsleik Íslands og Sviss í Evrópukeppninni í handbolta síðastliðinn laugardag var rofin án skýringa í um 20 mínútur. Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður segir að hann hafi ekki skýringar á því hvers vegna þetta var gert. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 580 orð

Lægsta raforkuverð á landinu

RAFVEITA Akureyrar er 75 ára í dag, 30. september. Af því tilefni verður opið hús í húsakynnum veitunnar við Þórsstíg frá kl. 9 til 19. Þar verður sett upp sögusýning, haldin fræðsluerindi og boðið upp á veitingar. Erindin eru ætluð almenningi og er það fyrsta um gjaldskrá Rafveitunnar og hefst kl. 16.30, þá verður fjallað um raforkunotkun heimilistækja kl. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lögreglan leitar tveggja manna

LÖGREGLAN leitar nú tveggja manna um eða innan við tvítugt sem talið er að hafi rænt 60-70 þúsund krónum úr söluturni við Gnoðarvog rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Lögregla hefur eftir afgreiðslustúlku í söluturninum að mennirnir hafi komið inn í söluturninn hettuklæddir, ógnað henni með hnífi og neytt hana til að afhenda sér peninga úr peningakassanum. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lögreglan leitar vitna

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að árekstri á mótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar sl. laugardag kl. 11.44. Tveir fólksbílar, Colt og Saab, rákust saman á gatnamótunum og greinir ökumenn þeirra á um stöðu umferðarljósanna. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Málþing um siðareglur í viðskiptalífinu

SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands efnir til málþings um siðferði í íslensku viðskiptalífi þann 3. október á Hótel Sögu frá kl. 9­17. Einkum verður tekið til umfjöllunar efni sem töluvert hefur verið rætt á síðustu misserum en það eru siðareglur fyrirtækja, stofnana og starfsgreina. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Meiri hiti frá kerum við gangsetninguna

RANNVEIG Rist, forstjóri Íslenska álfélagsins, segir að Sigurði T. Sigurðssyni, formanni Verkamannafélagsins Hlífar, hafi verið fullkunnugt um það að jafnan þegar ný ker eru gangsett í álverinu þurfi að keyra þau upp með meiri hita en venjulegt er og standi það yfir í einn mánuð. Hlíf hefur sent bréf til landlæknis, Vinnueftirlits ríkisins og fjölmiðla þar sem segir m.a. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 179 orð

Mengun minnkar

MIKIÐ úrhelli og hvass austanvindur nú um helgina hreinsuðu loftið í Sarawakhéraði í Indónesíu, þar sem mengað loft blandað reyk frá skógareldum hefur legið yfir í nokkrar vikur. Veðurfræðingar segja að þetta sé þó ekki nóg til þess að slökkva eldana, og búast megi við að monsúnregn hefjist ekki á þessum slóðum á næstunni. Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 45 orð

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda opinn fund í kvöld þ

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda opinn fund í kvöld þriðjudaginn 30. september kl. 20 á Vatnsstíg 10 (MÍR- salur). Sigríður Lillý Baldursdóttir frá Félagsmálaráðuneyti gerir grein fyrir skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Kvennaráðstefnuna í Kína 1995 og María S. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Mikil óvissa og uppsagnir yfirvofandi

MIKIL óvissa er í kjaramálum allra lækna og menn eru orðnir langþreyttir á ástandinu, segir Guðmundur Björnsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Kjaramálin voru eitt meginumræðuefnið á aðalfundi Læknafélags Íslands um helgina. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Mömmumorgnar

FYRSTI mömmumorgunn vetrarins verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 1. október frá kl. 10 til 12. Mömmumorgnar eru fastur liður í vetrarstarfi kirkjunnar og eru opnir ungum börnum og foreldrum af báðum kynjum, þrátt fyrir heitið. Meira
30. september 1997 | Smáfréttir | 79 orð

NÁMSKEIÐ í skyndihjálp hefst fimmtudaginn 2. október. Kennt ve

Félagar í RKÍ og nemendur í framhaldsskólum fá 50% afslátt. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á námskeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi Íslands en þær elstu fara að falla úr gildi, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 48 orð

Reuter Flutti Svía til nýj

EFTIRLÍKING að sænska skipinu Kalmar Nyckel, sem flutti fyrstu, sænsku landnemana til Norður- Ameríku 1683, var sjósett í Delaware á austurströnd Bandaríkjanna á sunnudag. Smíði eftirlíkingarinnar tók eitt ár, en það hafði tekið sjálfboðaliða 10 ár að safna nægilegu fé til smíðinnar. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Samkomuröð með Helga Hróbjartssyni

SAMKOMUR verða haldnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík dagana 1.­5. október. Ræðumaður verður sr. Helgi Hróbjartsson en hann hefur um árabil starfað sem kristniboði bæði í Eþíópíu og Senegal. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 571 orð

Sex konur og tíu karlar tilkynntu framboð sitt

SEXTÁN manns, sex konur og tíu karlar, tilkynntu framboð sitt í prófkjör sjálfstæðismanna sem fram á að fara 24. og 25. október vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Þrír af sjö borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hyggjast ekki gefa kost á sér. Vilhjálmur Þ. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 543 orð

Sjónum beint að áhrifum loftmengunar á hreyfla

SÉRFRÆÐINGAR í flugmálum telja ekki líklegt að slæmt skyggni af völdum þykkrar loftmengunar hafi verið orsök flugslyssins í Indónesíu sl. föstudag, en segja mögulegt að hreyflar vélarinnar hafi bilað vegna þess að reykur frá skógareldum hafi valdið skemmdum á þeim. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Smábátar tókust á loft

"ÉG HEF aldrei séð svona áður, en hef þó orðið vitni af mörgum veðrabrigðum," sagði Snæþór Vernharðsson vélstjóranemi við Verkmennaskólann á Akureyri, en hann ásamt skólabræðrum sínum var um borð í Sólbak EA við Fiskihöfnina á Akureyri þegar þeir urðu vitni að því að hvirfilbylur gekk yfir frá Tryggvabraut og austur yfir Eyjafjörð síðdegis í gær. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Starfshópur kanni möguleika á endurvinnslu pappírs

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segir að komið verði á laggirnar starfshópi til að kanna möguleikana á því að endurvinna pappír hér á landi. Fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að kostnaður Sorpu við útflutning á pappír til endurvinnslu hefur valdið hallarekstri hjá fyrirtækinu á þessu ári, Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Suðurskautsbílarnir sendir úr landi

JEPPARNIR sem Heimskautabílar (Arctic Trucks) í Kópavogi leggja til rannsóknarleiðangurs Sænsku pólstofnunarinnar (SWEDARP) á Suðurskautslandinu í vetur voru settir í flutningagáma í gær. Bílarnir tveir fóru í einn 40 feta langan gám og dráttarkerra, dekk, varahlutir, skjólfatnaður, myndavélar og annar búnaður í 20 feta gám. Meira
30. september 1997 | Erlendar fréttir | 214 orð

Talebanar tóku Emmu Bonino fasta í Kabúl

STJÓRN Taleban-hreyfingarinnar, sem fer með völd í Afghanistan, baðst í gær afsökunar á því, að Emma Bonino, mannúðarmálafulltrúi Evrópusambandsins (ESB), skyldi handtekin í Kabúl í gærmorgun. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB sagði á fréttamannafundi í Brussel í gær að atvikið hefði ekki haft teljandi áhrif á för Bonino í Afghanistan. Meira
30. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Um 2.500 tonnum af brotajárni skipað út

FYRSTA farmi af brotajárni var skipað út frá Krossanesi um helgina og var því lokið í gærkvöld. Alls er um að ræða tæp 2.500 tonn af brotajárni sem send verða utan til Spánar. Sorpeyðing Eyjafjarðar opnaði brotajárnsmóttöku í febrúar á síðasta ári og er hún í Krossanesborgum. Gámaþjónusta Norðurlands sér um daglega umsjón á svæðinu og Hringrás útvegar tæki og tekur við brotajárninu. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 674 orð

Um 30% finna fyrir einkennum

DAGANA 3. og 4. október verður á Hótel Loftleiðum haldið námskeið um heilaskaða af völdum slysa. Fjallað verður um hinar margþættu skynrænu, geðrænu og vitrænu afleiðingar höfuðáverka og megináhersla verður lögð á vægan og miðlungs slæman heilaskaða. Þuríður J. Meira
30. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Umferðaröryggisátak í Borgarnesi

Borgarnesi-Í sumar hafa slysavarnakonur í Borgarnesi staðið fyrir umferðaröryggisdögum í Borgarnesi og nágrenni í samvinnu við lögregluna og umferðaröryggisnefnd. Stilltu konurnar sér m.a. upp með sérstök varúðarskilti á stöðum norðan Borgarness, þar sem orðið hafa alvarleg umferðarslys á liðnum árum. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Um þúsund stúlkur í söngprufu

ÁÆTLAÐ er að um þúsund stúlkur hafi lagt leið sína í Loftkastalann í gær þegar söngprufur fóru fram fyrir söngleikinn Bugsy Malone. Aðeins hafði verið gert ráð fyrir um 500 stúlkum. Húsakynni Loftkastalans fylltust fljótlega og urðu margar stúlkur frá að hverfa. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Undirverktakar verða starfsmenn ÍA

STARFSMÖNNUM Íslenskra aðalverktaka fjölgar um 60 þegar fyrirtækið fastræður starfsmenn þeirra fjögurra fyrirtækja sem hafa sem undirverktakar séð fyrirtækinu fyrir faglærðum iðnaðarmönnum. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Verður við setningu Alþingis

VYTAUTAS Landsbergis, forseti þings Litháens, kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær. Hann mun ræða við forystumenn í stjórnmálum og embættismenn og skoða menningarstofnanir. Landsbergis verður viðstaddur setningu Alþingis á morgun. Meira
30. september 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Þrír gefa ekki kost á sér áfram

ÞRÍR borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins sem fram fer í október vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor. Eru það þau Guðrún Zo¨ega, Gunnar Jóhann Birgisson og Hilmar Guðlaugsson. Meira

Ritstjórnargreinar

30. september 1997 | Leiðarar | 542 orð

STEFNUMÓTUN Í ENDURVINNSLU

leiðariSTEFNUMÓTUN Í ENDURVINNSLU ÚSUNDIR heimila safna nú blöðum, tímaritum og öðrum pappír, sem þeim berst, og koma síðan fyrir í sérstökum söfnunargámum. Meira
30. september 1997 | Staksteinar | 374 orð

»Vitlaust gefið "LISTIN að lifa" heitir rit, sem gefið er út af Félagi eldri b

"LISTIN að lifa" heitir rit, sem gefið er út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Ritstjóri ritsins er Oddný Sv. Björgvins, en leiðara blaðsins að þessu sinni skrifar Páll Gíslason fyrrum yfirlæknir og formaður Félags eldri borgara. Meira

Menning

30. september 1997 | Fólk í fréttum | 668 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Contact Zemeckis, Sagan og annað einvalalið skapar forvitnilega, spennandi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilíðarspurningunni erum við ein? Foster, Zemeckis og Silvestri í toppformi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnargallanum og í Óskarsverðlaunastellingum. Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Blásið og sungið á Selfossi

TÓNLEIKAR hafa verið hvert þriðjudagskvöld í Selfosskirkju þessar vikurnar og verður svo enn tvo næstu þriðjudaga. Í dag, þriðjudaginn 30. september, gefst kostur á að heyra Blásarakvintett Reykjavíkur en með þeim syngur Margrét Bóasdóttir í tveimur verkum. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 197 orð

Bob Dylan söng fyrir páfann

200 þúsund manns komu saman til að hlýða á Bob Dylan syngja fyrir páfann síðastliðið laugardagskvöld og var það hápunktur vikulangs trúarþings í Bologna. Uppákoman var m.a. haldin til þess að Jóhannesi Páli II páfa, sem er 77 ára, gæfist tækifæri til að komast í snertingu við ungt fólk og þá tónlist sem það hlýðir á. Meira
30. september 1997 | Myndlist | 1134 orð

BRIGÐI Í HVÍTU

Opið alla daga frá 10­18. Til 12. október. Aðgangur 300 kr. Sýningarskrá 900 kr. MÁLARINN Kristján Davíðsson varð áttræður í sumar, en í stað þess að gefa grænt ljós um athygli á tímamótunum, brá hann sér til Parísar. Snæddi þar vænan málsverð með spúsu sinni, harðan sem mjúkan undir tönn, og leit inn á nokkur söfn og sýningar. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Elskar Letterman ekki lengur

MARGARET Mary Ray sem var handtekin sjö sinnum fyrir að fara í leyfisleysi inn á lóð Davids Lettermans hefur snúið sér að nýju viðfangsefni. Í stað þess að eltast við blaðurskjóðuna Letterman er hún farin að ásækja geimfarann Story Musgrave. Ray var handtekin af lögreglu fyrir utan heimili hans í Florída snemma á fimmtudaginn var. Meira
30. september 1997 | Tónlist | 875 orð

Endurskin og sýnir

Raf- og kammerverk eftir Palle Dahlstedt, Per Magnus Lindborg, David Bratlie, Steingrím Rohloff og Johannes Frost. Norræna húsinu, miðvikudaginn 24. september kl. 20. Í UMFJÖLLUN um UNM-tónleikana í Listasafni Íslands sl. Meira
30. september 1997 | Tónlist | 573 orð

Firring og náttúruvernd

Caput-hópurinn og fleiri fluttu á vegum UNM tónlist eftir Björn Skjelbred, Klaus Ib Jörgensen, Lottu Wennäkoski, og Dagfinn Rosnes. Einleikarar voru André Fjørtoft, Geir Draugsvoll og einsöngvarar Susanna Tollet og Maja S.K. Ratkje, lesari Dagfinn Rosnes og stjórnandi Thomas Rimul. Föstudagurinn 26. september, 1997. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 755 orð

Fíflast uppi á sviði

"HVERNIG gekk?" spyr ung stúlka og gengur teinrétt af sviðinu. "Alveg rosalega vel," svarar Baltasar Kormákur uppörvandi. "Gott," segir hún. "Þið hringið þá bara í mig." Svo er hún rokin. Við erum stödd á söngprufu fyrir söngleikinn Bugsy Malone sem færður verður upp í Loftkastalanum í janúar. Jón Ólafsson situr við hljómborð uppi á sviði og önnur stúlka tekur lagið. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 309 orð

Fjölskylda áttunda áratugarins Brady fjölskyldan snýr aftur (A Very Brady Sequel)

Framleiðandi: Alan Ladd Jr., Lloyd J. Schwartz, Sherwood Schwartz. Leikstjóri: Arlene Sanford. Handritshöfundar: Jim Berg, Harry Elfont, Deborah Kaplan. Kvikmyndataka: Mac Ahlberg. Tónlist: Guy Moon. Aðalhlutverk: Shelley Long, Gary Cole, Tim Matheson, Christopher Daniel Barnes, Christine Taylor. 90 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 16. september. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 282 orð

Fyrirsætan Ragga

RAGNHEIÐUR Guðfinna Guðnadóttir er sautján ára Vestmannaeyingur sem í síðustu viku gekk um sýningarpall í London fyrir framleiðendur hins vinsæla Diesel-fatnaðar. Þetta er stór áfangi á ferli fyrirsætunnar sem í sömu ferð sat einnig fyrir Now Magasine auk þess sem hún sýndi fatnað fyrir breskan hönnuð, allt í sömu vikunni. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 1021 orð

Hollur matur og hreyfing mikilvæg Útsendari módelskrifstofa í París, Japan og Þýskalandi er staddur á Íslandi og leitar að

Útsendari módelskrifstofa í París, Japan og Þýskalandi er staddur á Íslandi og leitar að upprennandi fyrirsætum. Rakel Þorbergsdóttir hitti hinn franska Olivier Daube og skyggndist inn í heim fyrirsætnanna. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 180 orð

Hundraðasta skiptið hjá Maus

HLJÓMSVEITIN Maus hélt sína 100. tónleika á fimmtudagskvöldið í Norðurkjallara MH. Ný breiðskífa frá hljómsveitinni er væntanleg í lok október en hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Cure, Roger O'Donnel, leikur undir á plötunni. O'Donnel var staddur á Íslandi í byrjun ágúst við upptökur en hann sóttist sérstaklega eftir því að leika með Maus eftir að hafa heyrt til sveitarinnar. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Leysir Díönu af

BRESKA fyrirsætan Naomi Campell mun taka sæti Díönu prinsessu af Wales á góðgerðarhádegisverði í kjölfar dauða prinsessunnar. Hádegisverðarboðinu er ætlað að safna peningum handa veikum börnum í Karíbahafinu en fregnir herma að Díana hafi fallist á að vera viðstödd eftir að hún varð að fresta því að hitta veiku börnin sjálf. Meira
30. september 1997 | Tónlist | 466 orð

Malarastúlkan fagra

Adreas Schmidt og Helmut Deutsch fluttu lagaflokkinn Malarastúlkuna fögru, eftir Franz Schubert. Sunnudagurinn 28. september, 1997. TIL er saga um það, er Schubert kemst yfir ljóðasafn það sem Wilhelm Müller gaf út 1821 í Berlín. Wilhelm Müller var á árunum 1816 til 17 félagi í listamannaklúbbi ungra skálda, er komu saman í húsi Fr. Aug. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 361 orð

María frumsýnd

KVIKMYNDIN María var frumsýnd á föstudagskvöld í Regnboganum, og var spenningur áhorfenda mikill, enda alltaf gleðiefni þegar ný íslensk kvikmynd lítur dagsins ljós. Stærsti salur kvikmyndahússins var yfirfullur og þurfti fólk jafnvel frá að hverfa. Leikstjórinn Einar Heimisson hélt tölu áður en sýningin hófst og sagði hann m.a. Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 182 orð

Nýjar bækur Par avion er eftir Jó

Par avion er eftir Jóhann árelíuz. Par avion er fjórða ljóðabók höfundar. Jóhann árelíuz er Akureyringur af vopnfirskum ættum og hefur búið í Svíþjóð í tæpan aldarfjórðung. Fyrri ljóðabækur Jóhanns eru blátt áfram (1983), Söngleikur fyrir fiska (1987) og Tehús ágústmánans (1992). Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Píanótónleikar endurteknir

PÍANÓTÓNLEIKAR Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og Þorsteins Gauta Sigurðssonar verða endurteknir í Hafnarborg á morgun, miðvikudag, kl. 20 vegna fjölda áskorana. Leikin verða verk fyrir tvö píanó eftir Debussy, Milhaud og Brahms. Tónleikar með verkum fyrir tvö píanó hafa verið fátíðir á Íslandi hin síðari ár. Meira
30. september 1997 | Tónlist | 663 orð

Sindrandi Schubert

Píanótríó í Es-dúr Op. 100 D929 og B-dúr Op. 99 D898 eftir Franz Schubert. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó. Félagsmiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 28. september kl. 20. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 622 orð

Sjarminn horfinn

ATLI Heimir Sveinsson tónskáld fjallar um "Bridges to Babylon" með Rolling Stones sem kemur út í dag. "HAPPY new ears," sagði John Cage. Ég hlustaði á nýja Rolling Stones-diskinn. Ekki er mögulegt að nota hugtök fagurtónlistar, eða beita aðferðum listrýni á poppið. Í poppinu gilda önnur lögmál. Poppið er hvorki verra né betra er fagurtónlistin, það er bara öðruvísi. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 186 orð

Spice Girls gera Plötu og kvikmynd

ÁRIÐ hefur verið viðburðaríkt hjá stúlkunum í Spice Girls og í lok næsta mánaðar er væntanlegur nýr diskur frá þeim stöllum. Stærsta verkefni ársins var án efa gerð kvikmyndar um Spice Girls sem ku vera nokkurs konar "Hard Day's Night" og "Waynes World" blandað saman en hvorug þeirra lagði mikið upp úr söguþræði. Ásamt stúlkunum fimm leika Paul Nicholls, Richard E. Meira
30. september 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Strandaglópur Róbinson Krúsó (Robinson Crusoe)

Framleiðandi: Njeri Karago. Leikstjóri: Rod Hardy og George Miller. Handritshöfundar: Christopher Canaan, Christopher Lofren, David Stevens, Tracy Keenan Wynn. Kvikmyndataka: David Connell, Ian McMillan, Greg Ryan. Tónlist: Guy Moon. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, William Takaku, Polly Walker, Ian Hart. 93 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 17. september. Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 35 orð

Sýningu Ingu Elínar að ljúka

SÝNINGU Ingu Elínar Kristinsdóttur á skúlptúrum úr steinsteypu og gleri í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, lýkur miðvikudaginn 1. október. Sýningin ber yfirskriftina Leyndarmálið. Inga Elín er nú bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 1997. Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 450 orð

Söngfélagið úr Neðsta á Ísafirði í tónleikaferð

SÖNGFÉLAGIÐ úr Neðsta, sem stofnað var á síðasta ári í tengslum við Sumarkvöldin í Neðstakaupstað á Ísafirði, heldur í tónleikaför til Hollands og Belgíu um miðjan október. Þann 15. október mun sönghópurinn halda tónleika í Hollandi og næstu tvo daga á eftir syngur hann í Brussel í Belgíu, Meira
30. september 1997 | Tónlist | -1 orð

Vetrarferðin

Andreas Schmidt og Helmut Deutsch fluttu Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Laugardagurinn 27. september, 1997. ÞEGAR Schubert samdi Vetrarferðina við ljóð Wilhelms Müllers, var hann orðinn veikur og sagði vinum sínum að gerð laganna hefði reynt mjög mikið á hann. Meira
30. september 1997 | Menningarlíf | 291 orð

Þrjár frumsýningar hjá Furðuleikhúsinu

LEIKÁRIÐ er hafið í Furðuleikhúsinu sem leggur áherslu á sýningar fyrir börn. Þrjú verk verða frumsýnd í vetur, þeirra á meðal Ávaxtakarfan, sem er stærsta verkefni leikhússins til þessa, auk þess sem tvær farandsýningar, Mjallhvít og dvergarnir sjö og Hlini Kóngsson, verða teknar upp að nýju. Jólin hennar ömmu nefnist leikrit eftir Margréti Kr. Meira

Umræðan

30. september 1997 | Aðsent efni | 594 orð

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og framtíð þess

STJÓRN Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur komið á framfæri við stjórnvöld, sveitarstjórnir og fjölmiðla þeirri staðreynd að rekstrarhalli varð á rekstri sjúkrahússins á síðasta ári sem nam tæpum 14 milljónum króna og að í ár stefnir í að rekstrarhalli verði um 6­7 milljónir á mánuði, ef rekstrarframlög fást ekki endurmetin. Meira
30. september 1997 | Aðsent efni | 1439 orð

Fordómar eða fyrirhyggja

UNGLINGAR hafa verið mikið til umræðu á opinberum vettvangi, þá einkum ýmiss konar vanlíðan unglinga. Hér verður einungis fjallað um eina af þeim ástæðum sem valda unglingum áhyggjum, þ.e. samkynhneigð. Á þessu aldursskeiði, þegar sjálfsmyndin er í mótun, eru unglingar oft ráðvilltir og efast um hverjir þeir eru í raun og veru. Meira
30. september 1997 | Bréf til blaðsins | 211 orð

Hugrakkir Norðmenn

FÁTT er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nú hafa Norðmenn sýnt að þeir hafa þor til að standa í vegi fyrir Evrópuskrifræðisskrímslinu. Þeir eru í alvöru að velta því fyrir sér að hafna Brussel-ættuðum tilskipunum um hvað skuli standa í lögum EES-ríkjanna. Ef Norðmenn hafna tilskipun ESB um genabreyttar lífverur, eiga þeir heiður skilinn. Meira
30. september 1997 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Hvernig væri að rifja upp umferðarreglurnar?

VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum á Reyðarfirði og Egilsstöðum í byrjun september. Við skoðuðum ýmis atvik í umferðinni sem valda okkur ungu ökumönnunum stundum vandræðum og leiða til óhappa. Við viljum benda ykkur á ýmis atriði sem okkur finnst skipta máli við eftirfarandi aðstæður. Meira
30. september 1997 | Aðsent efni | 617 orð

Lygilegir kennarasamningar

Í SKÓLANUM er ein starfsstétt sem allt veltur á. Hlutverk allra annarra starfsmanna skóla, skólanefnda, fræðsluráða og ráðuneyta á að sjálfsögðu að vera að aðstoða hana. Svo lengi sem húsið heldur vatni getur kennarinn hjálpað nemandanum að tileinka sér námsefni og margvísleg menningargildi. Vilji menn bæta skóla er auðvitað aðeins ein leið. Meira
30. september 1997 | Aðsent efni | 1142 orð

Stuðlar kærunefnd jafnréttismála að jafnrétti?

LÖG nr. 28 frá 1991 um jafna stöðu kvenna og karla og Jafnréttisráð eru mjög skýr varðandi það að óheimilt sé að mismuna eftir kynferði við veitingu í stöðu. Þau skulu einkum stuðla að bættum hag kvenna í þjóðfélaginu. Samkvæmt lögunum skipar félagsmálaráðherra þrjá menn í svokallaða kærunefnd jafnréttismála, einn án tilnefningar og tvo samkvæmt tilnefningu hæstaréttar. Meira
30. september 1997 | Aðsent efni | 1031 orð

Titringur Kjartans

KJARTAN Guðjónsson fer mikinn, ef ekki offari í skrifi sínu til mín í blaðinu sl. föstudag, sparar hvorki stór orð né mergjaða fyrirsögn. Slík frumhlaup er farsælast að leiða hjá sér, því þau svara sér sjálf. En eitthvert yfirgengilegt óðagot hefur verið á Kjartani nýkomnum úr sólinni og þýða blænum á Kanarí, hefur trúlega ekki þolað gustinn á norðurslóðum hvorki í lofti né samræðunni, Dialógunni. Meira

Minningargreinar

30. september 1997 | Minningargreinar | 164 orð

Elísabet Lilja Linnet

Ég átti þrjár yndislegar mágkonur, en nú hefur sú elsta safnast til feðra sinna eftir langvinn og erfið veikindi. Lóló, þessi geislandi lífsglaða kona sem smitaði alla nærstadda af glaðværð sinni og lífsþrótti, er öll. Mér er minnisstætt hvað föður mínum Ólafi Magnússyni heitnum skipstjóra, þótti vænt um hana, og að sjálfsögðu var það gagnkvæmt. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 28 orð

ELÍSABET LILJA LINNET

ELÍSABET LILJA LINNET Elísabet Lilja Linnet fæddist á Sauðárkróki 1. nóvember 1920. Hún lést í Reykjavík 8. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. september. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 571 orð

Halldór Örn Þórðarson

Við lifum í vinum okkar í meira mæli en við gerum okkur grein fyrir. Þegar þeir deyja þá deyr eitthvað innra með okkur. Það var árið 1960, sem systir mín kynnti hann fyrir okkur hjónum, sem mannsefni sitt. Okkur leist strax vel á ráðahaginn. Hann reyndist traustur lífsförunautur, reglusamur, ráðvandur og raungóður. Þau byrjuðu svo sannarlega sinn búskap með tvær hendur tómar eins og sagt er. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Halldór Örn Þórðarson

Síminn hringir seint um kvöld. Hann Halldór er dáinn, segir mamma, sem tjáir mér þessa harmafregn. Maður heldur alltaf í síðasta haldreipið um að kær vinur nái sér í sínum veikindum, en hann átti nú ekki lengi við þau að stríða. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tóku hann allt of fljótt burt. Mamma mín og Nína eiginkona Halldórs voru systur. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Halldór Örn Þórðarson

Í dag verður góður starfsfélagi okkar, Halldór Örn Þórðarson, kvaddur hinstu kveðju. Halldór greindist með alvarlegan sjúkdóm snemmsumars og nú þegar fyrstu lauf haustsins falla berast okkur þær fregnir að hann sé látinn. Þrátt fyrir að við hefðum um tíma haft vitneskju um hvert stefndi, þá kom andlátsfregnin okkur í opna skjöldu. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Halldór Örn Þórðarson

Við söknum þín. Ég kynntist þér fyrir tæpum 10 árum, þegar ég hóf sambúð með syni þínum, Rúnari. Mér og dóttur okkar Rúnars, Lilju, var alltaf tekið opnum örmum á heimili ykkar Nínu. Það voru ófá skiptin sem hún fékk að sofa hjá afa og ömmu, fyrir henni var fátt annað ánægjulegra. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Svíþjóðar fundum við hversu mikils virði það er að eiga góða að. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 332 orð

HALLDÓR ÖRN ÞÓRÐARSON

HALLDÓR ÖRN ÞÓRÐARSON Halldór Örn Þórðarson var fæddur 9. febrúar 1934 í Reykjavík. Hann lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. september sl. Foreldrar hans voru Þórður Eiríksson skipasmiður frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, f. 14. júní 1884, d. 1965 og seinni kona hans Símonardóttir, f. 2. ágúst 1913, d. 1942. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Óskar Jónsson

Í dag verður afi okkar Óskar Jónsson borinn til hinstu hvílu og langar okkur til að minnast hans með nokkrum orðum. Úr mörgu er að velja því minningarnar sem við eigum um hann hrannast upp, enda hafa afi og amma verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar allt frá því að við fæddumst. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Óskar Jónsson

Óskar Jónsson er fallinn frá eftir veikindi undanfarinna missera. Hans er sárt saknað af öllum vinum hans og ættingjum. Ég var lánsamur að verða tengdasonur hans og Guðrúnar fyrir rúmum tuttugu árum. Strax við fyrstu kynni mín af Óskari fann ég þá eiginleika í fari hans sem ég kunni best að meta alla tíð síðan; þægilegt viðmót, gott skap, stillingu, iðjusemi, Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 155 orð

ÓSKAR JÓNSSON

ÓSKAR JÓNSSON Óskar Jónsson var fæddur á Þúfu í Kjós 10. október 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason, bóndi á Þúfu í Kjós, og Guðrún Bjarnadóttir, kona hans. Óskar var yngstur í níu barna hópi og eru þrjú þeirra enn á lífi. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 93 orð

Óskar Jónsson Hann afi minn var ein yndislegasta persóna sem ég hef þekkt og kemur mér þá helst til hugar hversu góður hann

Hann afi minn var ein yndislegasta persóna sem ég hef þekkt og kemur mér þá helst til hugar hversu góður hann var. Hann hafði alltaf tíma til þess að hlusta á mig og fylgdist alltaf vel með hversu fáránlegt sem umræðuefnið var. Ég vissi aldrei til þess að afi væri að rífast og skammast, hann var alltaf góður við alla. Ég tel mig heppna að hafa þekkt afa og á eftir að sakna hans. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 653 orð

Ragnheiður G. Guðmundsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg frænka mín, Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem ég nefndi alltaf "Bússý Frænka". Frænka með stórum staf. Það snart mig djúpt, að sjá þessa myndarlegu og elskulegu konu, þar sem ég sat við sjúkrabeð hennar, biðja mig um hjálp, fyrirbæn, er hún var orðin fársjúk og kvalin, Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 268 orð

RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnheiður G. Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1928. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 12. desember 1974, og Guðmundur Þ. Magnússon, kaupmaður, f. 26. okt. 1900, d. 25. apríl 1979. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 168 orð

Rakel Hjálmarsdóttir

Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. (Davíð Stefánsson) Elsku litla frænka okkar, þinn tími var ekki langur hér á meðal okkar, en þér fylgdi samt mikil gleði og hamingja. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Rakel Hjálmarsdóttir

Í dag verður til moldar borin lítil frænka okkar, hún Rakel, eftir sitjum við með sárt enni og spyrjum af hverju? Af hverju hún svona lítil og saklaus, aðeins tveggja mánaða hnáta? Þú varst einn gimsteina foreldra þinna og systkina og naust allrar þeirra umhyggju og ástúðar. Lífið blasti við þér. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Rakel Hjálmarsdóttir

"Hulda, ertu búin að fæða barnið?" spurði Narfi Hrafn systur mína í hvert sinn sem hann heyrði í henni. Honum fannst biðin löng. Fleiri biðu spenntir eftir þessu barni sem var svo langþráð og mikið velkomið, ekki síst stóru systkinin Rut og Felix. Þegar daman fæddist falleg og hraust, datt engum í hug að hún yrði ekki alltaf hjá okkur. Hún var sannkallað óskabarn, alltaf svo vær og góð. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 52 orð

RAKEL HJÁLMARSDÓTTIR

RAKEL HJÁLMARSDÓTTIR Rakel Hjálmarsdóttir fæddist 19. júlí 1997. Hún lést 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hjálmar Ingvarsson, f. 20.4. 1961, og Hulda Jónsdóttir, f. 6.2. 1961. Systkini hennar eru: Rut, f. 14.5. 1986, og Felix, f. 8.3. 1990. Útför Rakelar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 31 orð

Rakel Hjálmarsdóttir Elsku Rakel, ég sakna þín svo mikið, þú varst svo sæt. Ég hlakkaði svo til að koma heim úr skólanum og

Rakel Hjálmarsdóttir Elsku Rakel, ég sakna þín svo mikið, þú varst svo sæt. Ég hlakkaði svo til að koma heim úr skólanum og hitta þig, þú varst svo skemmtileg. Þinn bróðir, Felix. Meira
30. september 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Rakel Hjálmarsdóttir Elsku Rakel systir mín, þessir tveir æðislegu mánuðir sem við fengum að hafa þig voru mjög góðir. Þessar

Elsku Rakel systir mín, þessir tveir æðislegu mánuðir sem við fengum að hafa þig voru mjög góðir. Þessar stóru bollukinnar þínar var svo gott að kyssa, Felix sagði að ég væri búinn að kyssa þig fjögurhundruðsinnum en ég var örugglega búin að kyssa þig miklu oftar. Meira

Viðskipti

30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Allt að 86% verðmunur

AÐSTANDENDUR átaksins Íslensk verslun ­ allra hagur hafa gert verðkönnun á ýmsum vöruflokkum þar sem verðlag í verslunum í Reykjavík er borið saman við verðlag í verslunum í Dublin, Kaupmannahöfn og London. Meira
30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 104 orð

ÐÁvöxtun húsbréfa lækkar

LANGTÍMAVEXTIR lækkuðu nokkuð í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Ávöxtun húsbréfa í flokki 96/2 lækkaði um 6 punkta frá því á föstudag eða úr 5,32% í 5,26%. Þá lækkaði ávöxtun 8 ára spariskírteina úr 5,28% í 5,23%. Meira
30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Hagnaður Bertelsmann eykst um 13%

BERTELSMANN AG, hið kunna fjölmiðlafyrirtæki sem hefur metsöluhöfundinn John Grisham og söngvarann Toni Braxton á sínum snærum, segir að hagnaður þess hafi aukizt um tæplega 13% á síðasta fjárhagsári, aðallega vegna góðrar afkomu í Bandaríkjunum. Meira
30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Hagnaður nam 1.200 milljónum

AFKOMA viðskiptabankanna og sex stærstu sparisjóða landsins batnaði umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra. Samanlagður hagnaður þeirra nam alls um 1.170 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 11,25%, samanborið við 680 milljóna hagnað og 7,1% arðsemi á fyrri hluta árs 1996. Meira
30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Mesta sala ríkiseigna á Spáni til þessa

MESTA einkavæðing á Spáni er hafin með sölu hlutabréfa í rafmagnsveitunum Endesa og sérfræðingar spá því að hún muni heppnast vel. Spænska ríkið hyggst selja að minnsta kosti 25%, eða sem nemur 800 milljörðum peseta, 384 milljörðum króna, af 66,9% hlut sínum Endesa, en hægt verður að auka söluna í 35% ef eftirspurn verður mikil. Meira
30. september 1997 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Samruni við Þor-björn samþykktur

HLUTHAFAFUNDUR Bakka h.f sem haldinn var á laugardag samþykkti samruna fyrirtækisins við Þorbjörn h.f. í Grindavík. Hér eftir heitir hið sameinaða fyrirtæki Þorbjörn h.f. Sama dag sigldi nýtt skip fyrirtækisins til hafnar í Bolungarvík og hefur það hlotið nafnið Hrafnseyri ÍS 10 en hét áður Kolbeinsey ÞH 10. Framkvæmdastjórar hins sameinaða fyrirtækis verða þeir Eiríkur Tómasson og Gunnar Meira

Daglegt líf

30. september 1997 | Neytendur | 237 orð

Mozzarella, mygluostar og rjómaostar án saltpéturs

-Er saltpétur notaður í alla íslenska ostagerð og ef svo er hversvegna? Svar: "Við notum saltpétur í þessa hefðbundnu osta sem við erum að framleiða, brauðosta, goudaost, óðalsost, og svo framvegis," segir Geir Jónsson forstöðumaður rannsóknastofu hjá Osta- og smjörsölunni. "Saltpétur gegnir hlutverki rotvarnarefnis. Meira
30. september 1997 | Neytendur | 314 orð

Rauðu lökin ekki til

Í VIKUNNI birtist í norska dagblaðinu Aftenposten frétt þess efnis að búið væri að banna sölu á ákveðinni tegund laka frá Ikea vegna krabbameinsvaldandi efna sem væru notuð við framleiðsluna. Að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar framkvæmdastjóra hjá Ikea var gæðaskoðun framkvæmd af norskum heilbrigðisyfirvöldum í júní. Meira
30. september 1997 | Neytendur | 139 orð

Rétt notkun hjálma getur skipt sköpum

Nokkur atriði er vert að hafa í huga þegar notkun hjálma er annarsvegar. 1. Hjálmurinn má ekki sitja of aftarlega því þá ver hann ekki ennið sem skyldi. 2. Hjálmurinn á að sitja það þétt að hann hvorki detti af né skekkist þegar á reynir. 3. Böndin eiga að vera rétt stillt. Meira
30. september 1997 | Neytendur | 56 orð

Vistvænar rafhlöður

HAFINN er innflutningur á nýjum vistvænum rafhlöðum frá Philips, Powerline. Í fréttatilkynningu frá Heimilistækjum hf. segir að Powerline rafhlöðurnar séu vistvænar, þ.e. hægt er að henda þeim með heimilisruslinu þegar líftíma lýkur. Rafhlöðurnar eru einnig sagðar með lengri endingartíma en tíðkast. Meira

Fastir þættir

30. september 1997 | Dagbók | 3022 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
30. september 1997 | Í dag | 109 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 30. september, verður sjötíu og fimm ára Magnús H. Magnússon, fyrrverandi ráðherra, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Hann tekur á móti sambýlisfólki sínu, Sléttuvegi 11-13, svo og vinum og vandamönnum í Þjónustuselinu, Sléttuvegi 11-13, á afmælisdaginn frá kl. 15-17. Meira
30. september 1997 | Fastir þættir | 169 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

ÞRIÐJUDAGINN 23. september hófst vetrarstarf BRE. Þá var haldið kveðjumót til heiðurs Guðmundi Magnússyni fyrrverandi fræðslustjóra, sem er nú að flytjast á höfuðborgarsvæðið, en hann hefur tekið virkan þátt í starfsemi félagsins í yfir tvo áratugi. Spilaður var barómeter með þátttöku 16 para, tvö spil á milli para. Úrslit urðu á þessa leið: Meira
30. september 1997 | Dagbók | 620 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. september 1997 | Í dag | 284 orð

Fyrirspurnir Velvakanda barst eftirfarandi: "Fyrst er það s

Velvakanda barst eftirfarandi: "Fyrst er það spurning til skordýrafræðinga. Finnst ykkur það í lagi að tollgæslan veiti krökkum leyfi til að flytja inn alls konar skordýr. Voru það kannski krakkar sem fluttu inn geitungana? Það brotnaði kannski krukka hjá þeim og geitungarnir sluppu út. Meira
30. september 1997 | Í dag | 26 orð

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson. ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu t

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson. ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar sundlaugarbyggingu í Vík í Mýrdal og söfnuðu þær kr. 2.200., F.v. Dagný Kristjánsdóttir, Erna Jónsdóttir, Sara Lind Kristinsdóttir. Meira
30. september 1997 | Í dag | 458 orð

ORNLEIFAGRÖFTUR að Neðra-Ási í Hjaltadal, sem unnið var

ORNLEIFAGRÖFTUR að Neðra-Ási í Hjaltadal, sem unnið var að í sumar, hefur leitt í ljós merkar fornminjar, kirkjurústir, sem taldar eru frá 10. öld. Gjóskulag úr Heklugosi 1104 er ofan á rústunum, sem segir sitt um aldur minjanna. Meira
30. september 1997 | Fastir þættir | 714 orð

Vel heppnuð tilraun lofar góðu

KEPPNISTÍMABILI hestamanna lauk á laugardag með snöggsoðnu móti Fáks, Sýnar og Skeiðmannafélagsins þar sem sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá mótinu. Sannarlega athyglisverð tilraun sem tókst með ágætum að flestu leyti þótt veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega liðtækir í að sem best tækist til. Meira
30. september 1997 | Fastir þættir | 97 orð

(fyrirsögn vantar)

SPILAÐUR var Mitchell-tvímenningur þriðjud. 23.9., 30 pör mættu og urðu úrslit N-S: Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson366Jón Stefánsson ­ Þorsteinn Laufdal352Helgi Vilhjálmss. ­ Guðmundur Guðmundss. Meira

Íþróttir

30. september 1997 | Íþróttir | 49 orð

16.000

DAGUR Sigurðsson skoraði 16.000 landsliðsmark Íslands í handknattleik, er hann jafnaði 6:6 gegn Svisslendingum. Fyrstur til að skora mark fyrir Ísland var Sveinn Helgason, Val, sem skorðai í leik gegn Svíum í Lundi 1950, sem Svíar unnu 15:7. Síðan þá hefur landsliðið leikið 751 landsleik og skorað 16.023 mörk. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 113 orð

Andri Sigþórsson, Ríkharður Daðason, Guðmundur Benediktss

Andri Sigþórsson, Ríkharður Daðason, Guðmundur Benediktsson, KR. Þorbjörn Atli Sveinsson, Árni Pjetursson, Fram. Daði Dervic, Gunnar Már Másson, Auðunn Helgason, Júlíus Tryggvason, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og Baldur Bragason, Leiftri. Ívar Bjarklind, Hlynur Stefánsson, Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 1164 orð

Aston Villa - Sheffield Wed2:2

Aston Villa - Sheffield Wed2:2 Staunton (32.), Taylor (49.) - Collins (26.), Whittingham (42.). 32.044. Barnsley - Leicester0:2 - Marshall (55.), Fenton (63.). 18.660. Chelsea - Newcastle1:0 Poyet (75.). 31.563. Crystal Palace - Bolton2:2 Warhurst (9.), Gordon (19.) - Beardsley (36. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 107 orð

Á 44. mínútu var Arnari Hrafni Jóhannssyni hrint innan vítat

Á 44. mínútu var Arnari Hrafni Jóhannssyni hrint innan vítateigs Stjörnunnar og Kristinn Jakobsson dæmdi vítaspyrnu. Jón Grétar Jónsson tók vítaspyrnuna og skoraði örugglega með föstu hægri fótar skoti í hægra hornið. Arnar Hrafn Jóhannsson gaf góða stungusendingu inn fyrir flata vörn Stjörnunnar á 57. mínútu. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 92 orð

Árangur leikmanna Árangur einstakr

Árangur einstakra leikmanna Evrópu ogBandaríkjanna í Ryder-keppninni. Athyglivekur að allir leikmenn evrópska liðsinsfengu stig, en Bandaríkjamaðurinn DavisLove er sá eini sem ekki varð þess heiðursaðnjótandi í þetta sinn. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 338 orð

Baldur fór heim!BALDUR Guðnason, sem nýkomi

BALDUR Guðnason, sem nýkominn er inn í stjórn HSÍ, var fararstjóri með landsliðinu í fyrsta skipti í ferðinni til Sviss. Hann lýsti því yfir við leikmenn við komuna til Z¨urich á föstudag að hann færi ekki heim aftur nema liðið næði í tvö stig. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 154 orð

Barcelona með fullt hús

MALLORCA hefur komið nokkuð á óvart í spænsku knattspyrnunni það sem af er. Um helgina sigraði liðið Tenerife 4:1. Argentínumaðurinn Oskar Mena gerði tvö marka liðsins sem er nú tveimur stigum á eftir Barcelona, sem vann Sporting Gijon með sömu markatölu. Barcelona hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og er með markatöluna 12:2. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 57 orð

Berlínar-maraþonið Haldið í Berlín á sunnudag: Karlar:

Haldið í Berlín á sunnudag: Karlar: 1. Elijah Lagat (Kenýa)2:07.41 2. Eric Kimaiyo (Kenýa)2:07:43 3. Sammy Lelei (Kenýa)2:07:54 4. Jackson Kipngok (Kenýa)2:08:31 5. Rolando Da Costa (Brasilíu)2:09:02 6. Jackson Kabiga (Kenýa)2:09:09 Konur: 1. Catherina McKiernan (Írlandi)2:23:44 2. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 919 orð

Björn braut ísinn

EVRÓPUBÚAR höfðu betur í baráttu sinni við Bandaríkin um Ryder-bikarinn með minnsta mögulega mun, 14 vinning gegn 13, eftir að hafa verið yfir, 10:5, þegar lokaspretturinn, tólf leikir maður gegn manni, hófst á sunnudag. Evrópa heldur því bikarnum í tvö ár til viðbótar við tvö síðastliðin ár, eftir frækinn sigur í Bandaríkjunum í hittifyrra. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 807 orð

Bættum fyrir slakan leik heima

SVISSLENDINGAR fóru að spila öðruvísi eftir að Baumgartner var rekinn út af. Þeir eru vanir að bíða eftir því hvað hann gerir ­ svipað og mér fannst KA-menn oft gera þegar Duranona var með þeim ­ en þegar Baumgartner var farinn urðu hinir að treysta meira á sjálfa sig. Við vorum einum fleiri, en á sama tíma og það kom aukakraftur í þá sofnuðum við svolítið á verðinum," sagði Dagur Sigurðsson. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 250 orð

Draumurinn varð að veruleika

DRAUMUR liðsstjóra Evrópu, Severianos Ballesteros ­ að sigra í Ryder-keppni í heimalandi sínu, rættist. "Liðið lék með hjartanu, þess vegna unnum við," sagði hann. "Ég hef unnið bandarísku meistarakeppnina [US Masters] og opna breska mótið, en það jafnast ekkert á við að vinna Ryder-bikarinn og í þetta sinn er það þessum tólf frábæru kylfingum að þakka, Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 99 orð

Drengjaliðið í úrslit EM

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri vann sér um helgina þátttökurétt í úrslitakeppni EM í knattspyrnu sem fram fer í Skotlandi næsta vor. Þetta tókst liðinu með því að sigra í sínum riðli undankeppninnar sem fram fór í Riga í Lettlandi. Íslenska liðið lagði heimamenn 4:0 og gerði 2:2 jafntefli við Pólverja. Áður höfðu Pólverjar unnið Letta 2:0. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 152 orð

Dæmd var vítaspyrna á Grindavík er Hilmar Hákonarson var

Dæmd var vítaspyrna á Grindavík er Hilmar Hákonarson var felldur innan vítateigs á 35. mínútu. Hjörtur Hjartarson tók spyrnuna og skoraði af öryggi með hægri fæti í vinstra hornið. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 124 orð

Eftir sókn Leifturs á 8. mínútu komu varnarmenn ÍBV boltanum

Eftir sókn Leifturs á 8. mínútu komu varnarmenn ÍBV boltanum frá markinu og barst hann til Daða Dervic sem var staddur um 25 metra frá markinu. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði knettinum ofarlega í hornið fjær. Sannkallað glæsimark. Á 66. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 49 orð

Einn sigurleikur

LEIKMENN Stjörnunnar fögnuðu aðeins einum sigri á Íslandsmótinu í knattspyrnu, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu þrettán leikjum. Þess má geta að þegar Eyjamenn urðu síðast Íslandsmeistarar 1979 féllu Haukar, sem unnu aðeins einn leik, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórtán leikjum. Stjarnar var ekki langt frá meti Hauka. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 183 orð

Evrópukeppnin Sviss - Ísland27:29Stadthalle í Sursee, ri

Stadthalle í Sursee, riðlakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik, sunnudaginn 28. september 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 3:3, 4:3, 5:4, 5:5, 6:5, 6:6, 7:6, 7:7, 8:7, 8:8, 9:8, 9:11, 10:11, 10:12, 11:12, 11:13, 12:14, 13:14, 13:15, 14:16, 15:17, 17:18, 18:20, 19:21, 20:22, 24:22, 25:23, 25:25, 26:25, 26:26, 26:29, 27:29. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 443 orð

Eyjólfur tryggði Hertha sigur

EYJÓLFUR Sverrisson tryggði Hertha 1:0 sigur á Köln að viðstöddum 35.000 áhorfendum á ólympíuleikvanginum í Berlín um helgina, þegar hann skoraði með skalla á 35. mínútu eftir aukaspyrnu frá Norðmanninum Kjetil Rekdal. Þetta var fyrsti sigur Hertha í deildinni á heimavelli síðan 1991 þegar liðið féll en það tryggði sér sæti í efstu deild á ný í vor. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 118 orð

"Fyrir ári gat ég ekki gengið"

HINN 31 árs gamli Spánverji, José Maria Olazábal, brast í grát er hann reyndi að útskýra fyrir fréttamönnum hvers hann mat sigur liðs síns í Ryder-keppninni, en hann varð að draga sig í hlé fyrir síðustu keppni eftir að hafa verið valinn í Ryder-liðið, vegna alvarlegra veikinda sem ollu því að um tíma var talið að Olazábal þyrfti á hjólastól að halda. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 177 orð

Fyrsti sigur Dana á Svíum í 13 ár

Danir unnu á laugardag fyrsta sigur sinn á Svíum í handknattleik síðan 1984, ef frá eru taldir vináttuleikir. Í seinni leik liðanna í undankeppni EM í Kaupmannahöfn höfðu Danir tögl og hagldir allan tímann og sigruðu, 26:21, eftir að hafa haft forystu, 14:10, í hléi. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 429 orð

GUÐJÓN Guðmundsson

GUÐJÓN Guðmundsson alþingismaður er formaður íþróttanefndar ríkisins, sem skipuð var fyrir helgi til þriggja ára. Auk hans eru í nefndinni Friðjón B. Friðjónsson, tilnefndur af Íþróttasambandi Íslands, og Hafsteinn Þorvaldsson tilnefndur af Ungmennafélagi Íslands. Reynir G. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 75 orð

Gunnar Oddsson fékk boltann á 7. mín., þar sem hann var stad

Gunnar Oddsson fékk boltann á 7. mín., þar sem hann var staddur rétt við utanvert vítateigshornið hægra megin og sendi rakleitt inn á markteigshornið innanvert. Þar var Þórarinn Kristjánsson staddur og skallaði í markið óáreittur. Varnarmenn ÍA og Þórður markvörður sofnuðu illa á verðinum. Á 63. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 563 orð

Hefur markakóngurinnTRYGGVI GUÐMUNDSSONáhuga á öðrum íþróttum?Nærri farinn í handboltann

TRYGGVI Guðmundsson tryggði sér á laugardaginn markakóngstitilinn í knattspyrnu, gerði 19. mark sitt í sumar á Ólafsfirði þar sem meistararnir frá Eyjum töpuðu 3:1. Tryggvi jafnaði markamet þriggja markakónga liðinna ára, Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar og Þórðar Guðjónssonar, með markinu á laugardaginn en hefði gjarnan viljað skora eitt til viðbótar til að bæta metið. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 524 orð

Keflavík og Grindavík meistarar

Íslands- og bikarmeistarar Keflvíkinga sigruðu vesturbæjarlið KR örugglega í Meistarakeppni meistaranna í Keflvík á sunnudagskvöldið. Keflvíkingar sem tefldu fram mörgum ungum leikmönnum náðu fljótlega afgerandi forystu og sigruðu síðan örugglega 97:77. Í hálfleik var staðan 51:34 fyrir heimamenn. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 191 orð

Kemp til Cleveland SHAWN Kemp var seldur

SHAWN Kemp var seldur frá Seattle SuperSonics til Cleveland Cavaliers fyrir helgina, en hann hafði verið mjög óánægður með gang mála hjá Seattle og óskaði í lok síðasta tímabils eftir að verða seldur. "Ég vil síður hitta hann fjórum sinnum á ári og þess vegna seldi ég hann í Austurdeildina," sagði Waly Walker, framkvæmdastjóri Seattle. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 180 orð

Kvöddu með sigri

Skallagrímur kvaddi efstu deild Íslandsmótsins með því að sigra Grindavík 3:2 í Borgarnesi á laugardaginn. Leikurinn var leiðinlegur. Skallagrímsmenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann, sem var meira út af vellinum en inn á honum. Heimamenn gerðu eina mark fyrri hálfleiks, úr víti þegar tíu mínútur voru til leikhlés. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 369 orð

Lakasta byrjun AC Milan í 59 ár

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, var afar óhress með tap félagsins fyrir Vicenza, 1:0, í ítölsku 1. deildinni á sunnudaginn. Liðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu og hefur ekki byrjað jafn illa í 59 ár. Nú er talað um "svartan september" hjá Milan. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 198 orð

Lauflétt hjá Val

Valsmenn sigruðu Stjörnuna sannfærandi, 3:0, að Hlíðarenda á laugardaginn. Þrátt fyrir sigurinn er árangur Valsmanna í sumar einn sá lakasti í sögu félagsins. Stjörnumenn kvöddu efstu deild með tilþrifalitlum leik. Fyrri hálfleikur var vægast sagt leiðinlegur á að horfa. Jón Grétar Jónsson færði Valsmönnum forystu með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 611 orð

Leeds stöðvaði Man. Utd.

MEISTARAR Manchester United máttu sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu og þeir fengu fyrsta markið á sig á útivelli þegar þeir sóttu Leeds heim um helgina. Heimamenn unnu 1:0 ­ fyrsti heimasigur þeirra á tímabilinu ­ en Arsenal gerði 2:2 jafntefli við Everton í Liverpool og er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinanr. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 550 orð

Leiftur í Inter-Toto annað árið í röð

ÞRIÐJA sætið í Sjóvár- Almennra deildinni varð Leifturs eftir að liðið hafði lagt Íslandsmeistarana í ÍBV að velli í Ólafsfirði um helgina, lokatölur leiksins urðu 3:1. Þriðja sætið tryggir Leiftri þátttöku í Inter-Toto keppninni á næsta ári en liðið tók einmitt þátt í þeirri keppni í sumar. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

LEIKMENN ÍBV

LEIKMENN ÍBV léku með sorgarbönd í leiknum gegn Leiftri. Með þessu voru þeir að minnast Guðmundar H. Þórarinssonar, "Týssa", sem lést sl. föstudag. Guðmundur gerði fyrsta mark ÍBV í 1. deild, en félagið vann sér fyrst rétt til að leika þar fyrir 30 árum. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 106 orð

Markahæstir

19 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 14 - Andri Sigþórsson, KR 8 - Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri og Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 7 - Haraldur Ingólfsson, ÍA, Ríkharður Daðason, KR, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Einar Þór Daníelsson, KR, Sverrir Sverrisson, ÍBV. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 695 orð

Meistaratitillinn er gott veganesti

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð með sigri í rallkeppni bílasölunnar Brautar á laugardaginn. Þrír áttu möguleika á titli fyrir keppnina, en reynsla feðganna og nýtt Subaru ökutæki skilaði þeim að settu marki. Meistarar í flokki Norðdekk bíla urðu Garðar Þór Hilmarsson og Guðni Þorbjörnsson á Toyota Corolla. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 414 orð

Mjög mikil vonbrigði

Það eru mjög mikil vonbrigði að tapa heima. Við vildum auðvitað sýna áhorfendum að við gætum spilað vel og sigrað mjög sterkan andstæðing. En þó það tækist ekki heldur lífið áfram og við verðum að leggja enn harðar að okkur en áður. Horfa fram á veginn en ekki til baka. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 246 orð

Náðum að "lesa" andstæðinginn vel

Við ræddum um það fyrir leikinn að við yrðum að koma betur undirbúnir en heima í síðustu viku. Allir þyrftu að leggja sig betur fram, lesa leikinn betur og gera sér betri grein fyrir andstæðingnum ­ gefa sig betur í verkefnið. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 361 orð

Reykjavíkurrisarnir skemmtu áhorfendum

Hraður sóknarleikur, mörg marktækifæri, fjöldi markskota, góð markvarsla og glæsileg mörk einkenndi viðureign KR og Fram á KR-velli á laugardag. KR-ingar höfðu að litlu að keppa og voru ef til vill afslappaðri fyrir vikið en Framarar áttu möguleika á að tryggja sér sæti í Getraunakeppni Evrópu næsta ár. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 108 orð

Rúnar ekki með í Sursee ÞEIR sem hófu lei

ÞEIR sem hófu leikinn voru Bergsveinn í markinu, Bjarki og Gústaf í hornunum, Ólafur og Júlíus í skyttustöðunum, Dagur á miðjunni og Geir á línu. Þeir léku líka allir í vörn. Bergsveinn, Bjarki og Ólafur léku allan tímann, Dagur því sem næst en Duranona kom inná fyrir Júlíus þegar á leið hálfleikinn og var inná megnið af þeim seinni líka. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 261 orð

Ryder-keppnin

EVRÓPA 14 - BANDARÍKIN 13 Haldin á Valderrama-vellinum á Sotogrande á Spáni frá föstudegi til sunnudags. Nöfn sigurvegara leikjanna eru feitletruð. Lokatölur leikja sýna annars vegar fjölda holna sem sigurvegarinn hefur unnið umfram andstæðinginn, hins vegar fjölda brauta sem eru óleiknar á 18 holu hring þegar úrslit ráðast. T.d. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 312 orð

SIGHVATUR Sigurðsson ókJeep Wrangler

SIGHVATUR Sigurðsson ókJeep Wrangler í rallinu ásamtAndrési F. Gíslassyni.Í alþjóðarallinu lenti hann harkalega útaf ásamt Úlfari Eysteinssyni sem er enn að jafna sig af bakmeiðslum sem hann hlaut. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 321 orð

Skiptur hlutur í Keflavík

Þess varð greinilega vart á viðureign Keflavíkur og Skagamanna í Keflavík að hvorugt liðið hafði að sérstöku marki að keppa með leik sínum. Skagamenn voru öruggir með annað sæti deildarinnar, hverjar sem lyktir yrðu, og Keflavíkingar og væntanlega með hugann við síðari úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. Enda fór svo að niðurstaðan varð 1:1. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 114 orð

Stakk sér til sunds ÞEGAR Bernhard Langer tr

ÞEGAR Bernhard Langer tryggði Evrópumönnum a.m.k. jafntefli og þannig varðveislurétt á Ryder-bikarnum í tvö ár til viðbótar varð Billy Foster, kylfusveinn Darrens Clarke og fyrrum kylfuberi Seves Ballesteros, svo himinlifandi að hann stakk sér út í tjörnina fyrir framan 17. flöt, en leikmönnum Ryder-liðanna stóð oft stuggur af henni. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 267 orð

Stefán Þórðarson setti tvö hjá Ravelli

Stefán Þórðarson var heldur betur í essinu sínu á laugardaginn er lið hans, Öster, vann óvæntan sigur á sænsku meisturunum og toppliðinu IFK Gautaborg, 2:1. Öster, sem er í harðri fallbaráttu, kom Gautaborg á óvart með góðum leik og réð lögum og lofum. Það var þó ekki fyrr en á 44. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 370 orð

Sýndu andlegan styrk

Það var mjög nauðsynlegt að sigra hér. Við klúðruðum leiknum heima, vorum heppnir að ná einu stigi en erum nú komnir í mun betri stöðu. Það gæti orðið nóg að vinna leikina við Litháen til að komast áfram í úrslitakeppnina," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir sigurinn. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 203 orð

Sævar Guðjónsson fékk boltann vinstra megin á vallarhelmingi

Sævar Guðjónsson fékk boltann vinstra megin á vallarhelmingi KR og sendi fyrir markið á fjærstöng á 3. mínútu. Þar var Þorbjörn Atli Sveinsson á auðum sjó og sendi boltann með hægri í fjærhornið uppi. Vel að verki staðið og glæsilegt mark. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 825 orð

Söguleg ákvörðun

Íþróttahreyfingin hefur samþykkt að starfa saman í einum samtökum, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, og verður stjórn þeirra kosin eftir liðlega mánuð. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með framhaldsíþróttaþingi ÍSÍ og framhaldsaðalfundi ÓÍ um helgina þar sem þessi ákvörðun var tekin. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 486 orð

UPPSTOKKUN »Frestun á Meistara-keppninni í knatt-spyrnu góðs viti

Íslandsmótinu í knattspyrnu lauk um helgina og voru lokin frekar snubbótt. Hápunkturinn var í 17. og næst síðustu umferð, þegar Eyjamenn fengu bikarinn og gullin, en lítið var um fagnaðarlæti í lokaumferðinni nema helst í Ólafsfirði þar sem Leiftursmenn tryggðu sér þátttökurétt í Getraunakeppni Evrópu næsta sumar og Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson jafnaði markametið í efstu deild. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 815 orð

Valur - Stjarnan3:0

Valsvöllur að Hlíðarenda: Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvár-Almennra deildin, laugardaginn 27. september 1997. Aðstæður: Sólskin og sunnan vindur, frekar kalt. Völlurinn blautur. Mörk Vals: Jón Grétar Jónsson 2 (44. og 57.) og Sigurbjörn Hreiðarsson (75.). Markskot: Valur 19 - Stjarnan 8. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 364 orð

Villeneuve stendur vel

HAGUR kanadíska ökuþórsins í Williams-liðinu, Jacques Villeneuves, í keppninni um heimsmeistaratignina í formúlu-1 kappakstrinum vænkaðist mjög á sunnudag er hann fór með sigur af hólmi í Lúxemborgarkappakstrinum. Með því hefur hann 9 stiga forskot í einvíginu við Michael Schumacher hjá Ferrari sem varð fyrir því óláni að verða hætta vegna bilunar í upphafi keppni. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 1003 orð

Öruggt og sannfærandi í Sursee

ALLT annað var að sjá til íslensku landsliðsmannanna í handknattleik gegn Sviss í Sursee á sunnudag en í Laugardalshöll í síðustu viku. Eftir jafntefli ­ sem liðið var heppið að ná ­ í fyrri leiknum, mættu Íslendingar vel stemmdir til leiks í Sviss og sigruðu, 29:27. Liðið er þar með komið með þrjú stig í öðrum riðli Evrópukeppninnar eins og Júgóslavía, en Sviss og Litháen eru bæði með eitt stig. Meira
30. september 1997 | Íþróttir | 103 orð

Öskjuhlíðarhlaupið

Haldið sl. laugardag: Karlar 10 ára og yngri:TímiJón Sverrisson27:00Arnór Hauksson27:25Úlfar Jón Andrésson27:47Karlar 11­12 ára Sigurður H. Meira

Fasteignablað

30. september 1997 | Fasteignablað | 292 orð

Dómari í Schneidermáli ásakar Deutsche

DÓMARINN í fjársvikamáli Þjóðverjans Jürgens Schneiders hefur sagt að aðallánardrottinn fasteignajöfursins fyrrverandi, Deutsche Bank AG, hafi ekki haft fullnægjandi eftirlit með lánum til hans. Heinrich Gehrke dómari sagði að framkvæmdastjórn Deutsche og eftirlitsnefnd dótturfyrirtækisins Centralboden Kredit AG hafi bersýnilega samþykkt lánsumsóknir á grundvelli ónógra upplýsinga. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 38 orð

ÐHagstæð þróun VEGNA lækkunar vaxta fá seljendur

VEGNA lækkunar vaxta fá seljendur íbúða meira fyrir húsbréf, sem þeir selja, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þannig fá seljendur í raun hærra verð fyrir íbúðir sínar, jafnvel þó að heildarverð þeirra hækki ekki. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 44 orð

ÐVeðurfar og uppskera ÞRÁTT fyrir kuldanepjuna í

ÞRÁTT fyrir kuldanepjuna í vor tók gróður vel við sér, svo að uppskera var sízt lakari en í meðalári, segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar, þar sem hann veltir því fyrir sér, hvort veðurfar fari hlýnandi hér á landi. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 220 orð

Einbýlis- hús

MARKAÐURINN fyrir góð einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu hefur styrkzt mjög á þessu ári og mörg stór hús hafa verið seld, sem höfðu verið í sölu jafnvel árum saman án þess að seljast. Kemur þetta fram í grein hér í blaðinu í dag, þar sem fjallað er um einbýlishúsamarkaðinn. Að sögn Pálma B. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 524 orð

Er að hlýna á Íslandi?

Elfur tímans rennur fram. Vor tekur við af vetri og haust af sumri. Þannig er hringrásin. Þetta vitum við og verðum þess vegna ekkert hissa þótt komið sé haust eftir eftir sumar sem að mörgu leyti var óvenjulegt. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Gamalt eldhús með nýrri viðbót

KONA ein hafði samband við hugmyndafræðinga Zuhause Wohnenog bað um hugmynd að endurnýjun á gamalli innréttingu. Skáparnir eru þarna látnir halda sér en bætt við borði og hillum í kringum gufugleypi. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 225 orð

Gott húsnæði í miðbænum

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu bæði skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 13-15 í miðbæ Hafnarfjarðar. Um er að ræða annars vegar verslunarhúsnæði á annarri hæð frá 50 ferm. upp í 300 ferm. og hins vegar skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi frá 200 ferm. upp í 400 ferm. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 186 orð

Góð hæð við Tómasarhaga

GÓÐAR hæðir á vinsælum stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur eru ávallt eftirsóttar af mörgum. Hjá Fasteignasölu Íslands er nú til sölu rúmgóð íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi við Tómasarhaga 19. Húsið er steinhús og íbúðin er 125 ferm., en bílskúrsréttur fylgir. Ásett verð er 10,4 millj. kr. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Herbergi hinnar dauðu drottningar

Herbergi hinnar dauðu drottningar ÞETTA gestaherbergi er úr leikmynd sem hönnuð var fyrir sýningu á verkinu La Reine Morte eftir Henri de Montherland. Stóllinn er frá tíma Lúðvíks 13. Frakkakonungs. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 294 orð

Hækkandi fermetra- verð í sérbýli í Reykjavík

NOKKUR hækkun virðist hafa orðið á sérbýli í Reykjavík á síðustu tólf mánuðum, en undir sérbýli falla bæði einbýlishús og raðhús. Hækkunin er greinilega mest í minna sérbýli. Þá virðist einnig hafa orðið hækkun á stórum einbýlishúsum. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 264 orð

Hækkandi verð í Svíþjóð

BJARTSÝNI ríkir nú á sænska fasteignamarkaðnum, en hann hefur verið í mikilli lægð undanfarin sex til sjö ár. Verð fer hækkandi og fasteignafyrirtækin kaupa og selja eignir sem ákafast. Mikið er líka um að fasteignafyrirtæki sameinist. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 92 orð

Hæsti turn heims í Melbourne

ÁSTRALSKT fyrirtæki hyggst reisa hæsta turn heims í Melbourne og verður smíði hans liður í um 140 milljarða króna endurbyggingu hafnarhverfisins í borginni. Stjórn hafnarhverfisins hefur skýrt frá því hvaða tilboð hafi verið samþykkt í framkvæmdir við endurbyggingu fimm svæða í hverfinu. Einn bjóðenda er Melbourne Tower Pty. Ltd. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 648 orð

Jákvæð áhrif stöðugleika

Margir þættir hafa áhrif á fasteignamarkaðinn, umsvifin á honum og möguleika fólks á að festa kaup á, byggja eða selja íbúðarhúsnæði. Óvissa í efnahagsmálum, atvinnumálum, eða öðru því sem áhrif hefur á greiðslugetu almennings, dregur úr framkvæmdum. Stöðugleiki hefur hins vegar örvandi áhrif. Ástandið undanfarin ár hefur verið skólabókardæmi um þetta. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 1720 orð

Líflegur markaður fyrir einbýlishús

HÚSBRÉFAKERFIÐ hefur ekki reynzt hentugt fyrir stærri og dýrari eignir. Fyrst eftir að kerfið hóf göngu sína voru hámarkslán út á notaðar eignir 9 millj. kr.. Síðan var þetta lánaþak lækkað niður í 5 millj. kr. og er nú tæpar 6 millj. kr. Húsbréfakerfið var því ekki sniðið fyrir dýrar eignir, sem kom sér illa fyrir markaðinn. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 738 orð

Menntafélag byggingariðnaðarins

Það eru fjölbreyttir pappírar sem detta inn um bréfalúguna, allir að auglýsa allt, tilboðunum rignir inn. Inn á milli kemur lesmál, sem verulega athygli vekur og eitt slíkt hefti var að koma, Byggiðn, kynningarrit nýstofnaðs Menntafélags byggingariðnaðarins sem er sameignarfélag Samtaka iðnaðarins og Samiðnar, samtaka sveina í byggingaiðnaði, Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 188 orð

Nýjungar í hugbúnaði og vélbúnaði

LAGNAFÉLAG Íslands vinnur að undirbúningi að fundi um nýjungar í hugbúnaði og vélbúnaði við stjórnun lagna- og annarra þjónustukerfa fimmtudaginn 27. nóvember nk. í Perlunni Reykjavík. Sama dag og fundurinn verður haldinn, yrði vöru- og þjónustukynning á 1. hæð. Frá þessu er skýrt í síðasta fréttabréfi Lagnafélagsins. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 48 orð

Olíulampi frá 1870

OLÍULAMPAR snerta strengi í rómantískum hjörtum. Lampar af þessu tagi voru algengir fram á þessa öld. Oft voru olíulampar einfaldir að gerð og gjarnan úr messing. Þessi lampi er aftur af skrautlegri gerðinni og hefur eflaust verið í "betri stofu". Hann var búinn til árið 1870. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 67 orð

Óinnleyst húsbréf 333 millj. kr.

ALLTAF er nokkuð um, að útdregin húsbréf séu ekki innleyst. Í ágústlok höfðu útdregin og innleysanleg húsbréf samtals að innlausnarverði um 333,7 millj. kr. ekki borizt til innlausnar. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu fréttabréfi Verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 357 orð

Óvenjuleg bygging á bakka Moldár

SÉRSTÆÐ bygging er risin í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands. Byggingin endar í tveimur sívalningum, sem báðir eru skakkir. Annar þeirra verður æ sverari að umfangi, eftir því sem ofar dregur en hinn mjókkar um miðjuna og líkist einna helzt tímaglasi. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 146 orð

Sérhæð í Safamýri

ÍBÚÐIR við Safamýri hafa lengi verið eftirsóttar. Nú hefur fasteignasalan Gimli til sölu sérhæð á 1. hæð í þríbýlishúsi að Safamýri 33. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1965. Eignin er 136 ferm. að stærð og með 22 ferm. bílskúr. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 851 orð

Siklingur

EKKI munu allir lesendur smiðjunnar þekkja orðið sem ég nota sem fyrirsögn þessarar greinar. Um orðið siklingur segir svo í "Íslenskri orðsifjabók" eftir Ásgeir Blöndal Magnússon: 1 siklingur k. 'höfðingi, konungur (í skáldamáli). 2 siklingur k. (19. öld) 'skefill, sérstakt verkfæri til að skafa tré (t.d. slétta hefilfar) Tökuorð úr dönsku sikling. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 198 orð

Sumarbústaður í nánd við Borgarnes

NÚ ER farið að síga á seinni hlutann við gerð hinna nýju Hvalfjarðarganga og þá styttist m.a. leiðin upp í Borgarfjörð þar sem vinsæl sumarhúsasvæði hafa byggst upp, einkum á síðari árum. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu nýr fokheldur 54 ferm. sumarbústaður í landi Ytri-Skeljabrekku í Andakílshreppi, rétt austan við Borgarnes. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 158 orð

Verzlunarhúsnæði við Faxafen

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði en áður og þá ekki hvað sízt á heppilegum stöðum. Hjá Eignamiðluninni er til sölu stórt verslunar- og þjónustuhúsnæði á götuhæð að Faxafeni 10. Eignin er 1.500 ferm. og steinsteypt, byggð 1987. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 336 orð

Virðulegt hús við Óðinsgötu

ÖÐRU hvoru koma í sölu hús sem margir þekkja og hafa lengi sett á svip á bæinn. Hjá fasteignasölunni Hóli er nú í einkasölu húseignin Óðinsgata 2. Þetta er timburhús byggt 1906 auk viðbyggingar úr steini sem reist var 1926. Húsið er kjallari, hæð og ris og rúmir 100 ferm. að grunnfleti. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

30. september 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

30. september 1997 | Úr verinu | 384 orð

Hlutfall hráefnisverðs er orðið of hátt

ÚTREIKNINGAR Þjóðhagsstofnunar um afkomu í sjávarútvegi staðfesta þann gríðarlega rekstrarvanda, sem við er að glíma í frystingu og saltfiskvinnslu hér á landi. Þá sýna þessir útreikningar að afkoma í rækjuvinnslu er erfið um þessar mundir, en góður gangur er í mjöl- og lýsisvinnslu, segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var sl. föstudag. Meira
30. september 1997 | Úr verinu | 195 orð

Stakfellið selt til Færeyja

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hefur gengið frá sölu á frystitogaranum Stakfellinu til Færeyja en skipið kom nýlega heim úr 50 daga túr í Smuguna. Var flestum skipverjanna sagt upp við komuna til Þórshafnar vegna verkefnaleysis en einhverjir þeirra munu fá pláss á skipinu áfram að því er fram kom hjá Jóhanni A. Jónssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.