Lilja Halldórsdóttir Steinsen, fv. húsfreyja á Haukagili í Vatnsdal, er látin. Árið 1947 kom hún, ung blómarós úr Reykjavík, með Sævar son sinn, að Haukagili, er hún réðst sem ráðskona til Konráðs Más Eggertssonar, bónda þar og föðurbróður míns. Konráð, sem var fæddur 1911, eignaðist hálft búið á Haukagili 1937, þá 26 ára, en tók við búsforráðum 1942, er faðir hans, Eggert Konráð, lézt.
Meira