RÁÐAMENN Evrópusambandsins stóðu í gær fastir fyrir í andstöðu við bandarísk stjórnvöld vegna umdeilds samnings fransks fyrirtækis um gasvinnslu í Íran en hétu því að láta deiluna ekki stefna góðum tengslum V-Evrópu og Bandaríkjanna í hættu.
Meira
ATLANTIS, geimferja bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, lenti við Kennedy geimvísindamiðstöðina í Flórída í gærkvöldi klukkan 21.55 að íslenskum tíma. Með ferjunni var m.a. Michael Foale, Bandaríkjamaður er dvalið hefur í rússnesku geimstöðinni Mír í fjóra og hálfan mánuð.
Meira
JÓRDANIR staðfestu í gær að þeir hefðu sleppt úr haldi tveim ísraelskum tilræðismönnum, sem voru teknir höndum eftir að þeir gerðu misheppnaða tilraun til að ráða stjórnmálaleiðtoga Hamas-samtakanna af dögum í síðasta mánuði. Í skiptum fyrir mennina tvo hafa Ísraelar látið lausan Ahmed Yassin, stofnanda Hamas, sem hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Ísrael.
Meira
LÖGREGLAN í Tókýó hvetur nú eindregið til þess að komið verði upp sérstökum vögnum fyrir konur í járnbrautarkerfi borgarinnar til að stemma stigu við káfi og annarri kynferðislegri áreitni sem er vaxandi vandamál á meðal lestarfarþega í Japan.
Meira
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti faðmaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á rússneska vísu í gær, þegar Blair kom í eins dags opinbera heimsókn til Moskvu. Jeltsín hvatti til enn nánara samstarfs landanna. Leiðtogarnir tveir ræddust við í eina klukkustund í Kreml.
Meira
FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd gagnrýna að 7 milljarða útgjöld vegna lífeyrisskuldbindinga og hafnarmála skuli ekki vera færð til gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998. Stjórnarandstaðan gagnrýnir einnig skuldasöfnun ríkissjóðs og fullyrðir að skuldir hins opinbera hafi aldrei verið meiri.
Meira
KJARASAMNINGUR leikskólakennara var samþykktur í atkvæðagreiðslu með miklum meirihluta. Á kjörskrá voru 996 og greiddu 590 atkvæði eða 59,2%. 495 sögðu já eða 83,9%, 83 sögðu nei eða 14% og 12 seðlar voru auðir eða ógildir.
Meira
GRUNNSKÓLAKENNARAR samþykktu með 94,2% atkvæða að boða til verkfalls 27. október nk. hafi samningar ekki tekist. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að þessi niðurstaða endurspegli þá reiði sem sé meðal kennara vegna stöðunnar í kjaramálum þeirra. Á kjörskrá hjá Kennarasambandi Íslands voru 3.254 kennarar. 3.071 greiddi atkvæði eða 94,4%. 2.
Meira
Evrópsk vika gegn krabbameiniAðeins 60% mæta í brjóstakrabbameinsleit Nú stendur yfir evrópsk átaksvika gegn krabbameini. Eins og annars staðar í Evrópu er vikan á Íslandi helguð leit að legháls- og brjóstakrabbameini hjá konum.
Meira
KJÖRSTJÓRNIN í Serbíu sagði í gær að forsetaefni róttækra þjóðernissinna, Vojislav Seselj, hefði fengið meira fylgi en frambjóðandi sósíalista í annarri umferð forsetakosninganna á sunnudag. Kjörsóknin hefði hins vegar verið of lítil til að kosningarnar teldust gildar.
Meira
TALIÐ er hugsanlegt, að auka megi heimsaflann um 10 milljónir tonna verði farið að settum reglum um stjórn fiskveiða. Kemur þetta fram í skýrslu frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Að undanförnu hefur heimsaflinn verið öðrum hvorum megin við 100 milljónir tonna og margir telja, að ekki verði farið miklu hærra.
Meira
TVEIR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar síðdegis á sunnudag. Tveir bílar rákust þar saman og hafnaði annar inni í nærliggjandi garði. Ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum fóru á slysadeild vegna meiðsla á fæti og fingri. Miklar skemmdir urðu á bifreiðunum, sem báðar voru fluttar af vettvangi með kranabíl.
Meira
SENDIHERRA Íslands í Kína, Hjálmar W. Hannesson, var í gær kallaður á fund í kínverska utanríkisráðuneytinu í Peking þar sem ráðamenn tjáðu honum þá afstöðu sína að litið væri alvarlegum augum á heimsókn Lis Chens, varaforseta Tævans, til Íslands. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að sér kæmi þessi afstaða Kínverja á óvart.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar getur ekki lagt til að Akureyrarbær taki við eignum leikskólans Ársólar. Ráðið tekur hins vegar jákvætt í samninga um frekari stofnstyrk til leikskólans þegar nauðsynleg gögn og upplýsingar liggja fyrir. Bæjarráð tók til umfjöllunar tvö erindi frá leikskólanum Ársól á fundi sínum á fimmtudag, annað frá 15.
Meira
DAGBÓK Háskóla Íslands 6. til 12. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 7. október: Claus Haagen Jensen, gestafyrirlesari og prófessor frá háskólanum í Álaborg, heldur fyrirlestra á vegum lagadeildar í stofu 101, Lögbergi, kl. 16:15.
Meira
ÞRÓUN og framfarir í læknisfræði hafa í för með sér breytingar á forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars að lögð verður minni áhersla á byggingu sjúkrahúsa þar sem aðgerðir muni í auknum mæli fara fram utan þeirra. Framfarir sem orðið hafa í meðferð ýmissa sjúkdóma auðveldi aðgerðir á eldra fólki og þar af leiðandi sé ekki hægt að leysa forgangsröðun í eitt skipti fyrir öll.
Meira
MIKILL meirihluti Frakka, og þá sérstaklega yngri kynslóðin, efast stórlega um gildi rannsóknarblaðamennsku og telur að dagblöð eigi ekki að birta leyniskjöl, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar könnunar.
Meira
EKKI liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um fyrirhugaða lagningu Hringvegar úr Langadal á Jökuldalsheiði að Ármótaseli að mati skipulagsstjóra ríkisins eða samanburður á kostum varðandi staðarval og tilhögun framkvæmda til þess að unnt sé að fallast á framkvæmdina. Í samræmi við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum skal ráðast í frekara mat á lagningu hringvegarins í Norður-Múlasýslu.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRI Steindórsprents/Gutenberg, sem prentaði fjárlagafrumvarpið, segir forráðamenn fyrirtækisins sannfærða um að upplýsingar fréttastofu Stöðvar 2 um efni frumvarpsins hafi ekki verið frá starfsmönnum prentsmiðjunnar komnar.
Meira
ELDUR var kveiktur í rusli, sennilega með rauðspritti, á fimmtu hæð í stigagangi átta hæða fjölbýlishúss við Kleppsveg aðfaranótt sunnudags. Íbúar í húsinu vöknuðu þegar reykskynjari fór í gang. Talsvert mikill reykur var í stigaganginum þegar íbúarnir urðu eldsins varir á þriðja tímanum og náðu þeir að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Slökkvilið reykræsti stigaganginn.
Meira
PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, vísar því á bug að fréttastofa hans hafi brotið samkomulag um að skýra ekki frá efni fjárlagafrumvarpsins fyrr en það var lagt fram á Alþingi. "Mér finnst það vægast sagt ósmekklegt og óráðherralegt að gefa til kynna að eitthvert samkomulag um trúnað hafi verið brotið þegar ekkert slíkt samkomulag var gert,
Meira
"ÞAÐ hefur verið látið að því liggja að framboð mitt sé til þess fallið að ala á sundrungu innan flokksins og að verið sé að efna til óvinafagnaðar," sagði Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, en hún gefur kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í prófkjöri sem fram fer dagana 24.25. október. "Í nafni samstöðunnar eigi því að hafna mér.
Meira
SUMIR krakkar svara án þess að hugsa sig um "Frímínúturnar!" þegar þeir eru spurðir hvað þeim þyki skemmtilegast í skólanum. Hvort svo er um þessa kátu krakka, sem ljósmyndari hitti í Hamraskóla í Reykjavík, skal ósagt látið en víst er þó að hjá þeim er mikið fjör í frímínútum.
Meira
Hellissandi-"Ég ræð yfir framleiðslutæki sem er tólf tonn." Þessi orð lagði Halldór Laxness Jódínusi Álfberg í munn í Kristnihaldi undir Jökli þegar hann kynnti sig fyrir umboðsmanni biskups. Líklega hefði nóbelskáldið orðað þessa setningu með öðrum hætti hefði sú ágæta bók verið skrifuð nú, þrjátíu árum síðar.
Meira
ÞING Alþýðusambands Norðurlands sem haldið var á Illugastöðum um liðna helgi skorar á stjórnvöld að stórauka fjárframlög til starfsfræðslunámskeiða fyrir ófaglært starfsfólk. "Það fjármagn sem ætlað er í þennan málaflokk hefur farið sí minnkandi ár frá ári. Traustari og fjölbreyttari undirstöðumenntun ásamt góðri verk- og tækniþekkingu er ekki hægt að sinna án verulegs fjármagns.
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: "Dagana 29. september til 1. október sl. birtust í fréttum á Stöð 2 upplýsingar úr frumvarpi til fjárlaga ársins 1998. Á þeim tíma hafði frumvarpið hvorki verið lagt fyrir Alþingi né ríkisstjórn eða dreift til fjölmiðla og hafði efni þess ekki verið kynnt opinberlega með nokkrum hætti.
Meira
Á MORGUN verður haldinn fundur fulltrúa samtaka útgerðarmanna, sjómanna og ríkisins þar sem rætt verður hvernig bregðast eigi við því að 5600 sjómenn verða réttindalausir þegar reglur um öryggisfræðslu taka gildi um næstu áramót. Með reglugerðinni verður öllum áhöfnum skipa, sem krafist er lögskráningar á, gert skylt að hafa lokið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna.
Meira
Stykkishólmi-Það var erfitt að átta sig á hvaða furðutæki Skipasmíðastöðin í Stykkishólmi var að smíða fyrir Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Það er átta metrar á kant með átta hornum og fjórir metrar á hæð.
Meira
FYLGI stjórnarflokkanna helst nánast óbreytt, fylgi Kvennalistans eykst lítillega, en aðrir flokkar missa fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði um helgina, sé miðað við hliðstæða könnun DV í febrúar sl.
Meira
FYRSTI fyrirlestur nýs starfsárs Foreldrafélags misþroska barna verður haldinn miðvikudaginn 8. október í safnaðarheimili Háteigskirkju við Háteigsveg kl. 20.30. Umræðuefnið verður: Misþroski, hvað er til ráða? Kristján M. Magnússon sálfræðingur á Akureyri ræðir um hvað fagfólk og foreldrar geta gert þegar þeir fá misþroska barn upp í hendurnar.
Meira
"MÉR kemur þessi viðurkenning ekki á óvart og hann er mjög vel að henni kominn. Það skemmtilega fyrir okkur er það að Stanley Prusiner er væntanlegur hingað til lands í ágúst á næsta ári til að halda fyrirlestur á ráðstefnu hjá okkur," sagði Guðmundur Georgsson, forstöðurmaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Meira
Prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor fer fram síðari hluta októbermánaðar. Gera má ráð fyrir, að Morgunblaðinu berist töluvert af greinum til birtingar frá frambjóðendum í prófkjörinu og stuðningsmönnum þeirra. Tekið skal fram, að greinar, sem fjalla um prófkjörið mega ekki vera lengri en 2500 tölvuslög.
Meira
Akranesi-Nú hefur urðunarsvæðinu fyrir sorp í Garðaseli rétt utan við Akranes að mestu verið lokað. Mikil vinna hefur verið við að hreinsa svæðið af brotajárni og jarðvegur hefur verið settur yfir stærsta hluta svæðisins og í það sáð.
Meira
HALLBJÖRG Bjarnadóttir söngkona er látin 82 ára að aldri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallbjörg fæddist 11. apríl árið 1915 á Brimnisvöllum við Ólafsvík en fimm ára fluttist hún til Reykjavíkur og þaðan uppá Akranes. Ung missti hún föður sinn og var hún skömmu síðar sett í fóstur hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Jóni Ólafssyni á Brunnastöðum á Akranesi.
Meira
ÖRN Ómar Smith, 17 ára nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, hlaut fyrri aðalvinninginn í leik Happaþrennunnar, Háskólabíós og Morgunblaðsins, "Hentu aldrei happaþrennu", sem dreginn var út í síðustu viku.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að óformleg heimsókn varaforseta Tævans, Li Chen, hingað til lands, hafi verið samþykkt fyrir 23 mánuðum af utanríkisráðuneytinu. Forsætisráðherra segir að sér komi harkaleg viðbrögð Kínverja við heimsókninni nokkuð á óvart en sendiherra Kínverja afhenti mótmæli við henni í utanríkisráðuneytinu í gær.
Meira
BANDLAG kvenna í Hafnarfirði hefur gefið 150.000 kr. til kaupa á tæki til sýnatöku og/eða fjarlæginga á æxlum í brjóstum. Handlækningadeild Landspítalans leitaði til Kvenfélagasambands Íslands um kaup á tækinu, en áætlaður kostnaður við það er um 20 milljónir króna. Kvenfélagasamband Íslands hyggst safna um 5 milljónum til kaupa á tækinu.
Meira
LÖGREGLA á Akureyri hafði afskipti af ungum pilti sem var að reiða annan á hjóli, en hvorugur hafði hjálm á höfði. Í samtali við lögreglu kom í ljós að pilturinn hafði tekið hjólið ófrjálsri hendi og var hann einnig undir áhrifum áfengis. Piltinum, sem aðeins var 14 ára gamall, var ekið til síns heima og foreldrum skýrt frá málavöxtum.
Meira
LEIÐTOGAR ríkjanna fjörutíu í Evrópuráðinu hittast í höfuðstöðvum ráðsins í Strassborg í Frakklandi í lok vikunnar, 10. og 11. október. Þetta er annar fundur leiðtoganna, sem hittust í fyrsta sinn frá stofnun ráðsins 1949 í Vín fyrir fjórum árum, vegna sviptinga í álfunni.
Meira
ÞÓ AÐ flestum þyki gaman í skólanum og sökkvi sér ofan í lærdóminn, svona að öllu jöfnu, er nauðsynlegt að líta upp úr bókunum öðru hvoru og sjá hvað fyrir augu ber utan veggja skólastofunnar. Eins og þessir krakkar í Brekkuskóla á Akureyri. Kannski það hafi bara verið ljósmyndarinn sem var á vappi fyrir utan gluggann sem fékk þau til að gera hlé á vinnunni í þetta sinn.
Meira
ÞAÐ gekk mikið á í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði um helgina þegar hrossastóð Skagfirðinga var þar rekið í rétt úr sumarhaga og dregið í dilka. Stóðréttirnar draga ekki aðeins til sín þá bændur sem eiga hross í réttunum og þeirra skyldulið heldur mikinn fjölda manna hvaðanæva á landinu.
Meira
ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hóf í gær viðræður við Fausto Bertinotti, leiðtoga marxistaflokksins Kommúnískrar endurreisnar, til að freista þess að afstýra því að stjórnin félli vegna deilu um fjárlög næsta árs.
Meira
UM helgina voru höfð afskipti af rúmlega 60 manns vegna ölvunar þeirra á almannafæri. Lögreglumenn í borginni hafa unnið mikið að umferðarmálum á síðustu dögum. Er það meðal annars liður í sérstöku umferðarátaki sem lýkur í dag, 6. október. Að þessu sinni hefur athyglinni m.a. verið beint að ljósanotkun og hjálmanotkun á reiðhjólum.
Meira
NEFND um sameiningu Árskógshrepps, Dalvíkurbæjar og Svarfaðardalshrepps efnir til sameiginlegs kynningarfundar í Víkurröst á Dalvík þriðjudagskvöldið 14. október næstkomandi og hefst hann kl. 20.30. Fjallað verður um ýmsar hliðar málsins og leitast við að svara fyrirspurnum kjósenda.
Meira
KYNNING verður á fjarkönnunarmiðstöðinni í Kiruna Norður-Svíþjóð fimmtudaginn 9. október kl. 1012 á Grand Hótel í Reykjavík, í salnum Gallerí á fjarkönnunargögnum sem aflað er með gervitunglum. Erindi flytja: Per Zeitlitz SCC Satellitbild: Fjarkönnunargögn af Íslandi í Kiruna, Þórir Már Einarsson, Hnit hf.
Meira
VERSTA veður var á Siglufirði fyrri hluta dags í gær og fuku gámur, bátur, bíll og þakplötur um bæinn. Kennsla féll þó ekki niður en skólabörnum var ekið leiðar sinnar. Lögreglan á Siglufirði segir að austan 10 vindstig hafi mælst á veðurathugunarstöðinni á Sauðanesvita og hvassara hafi verið í hviðum. Í firðinum var misvindasamt og mjög hvasst og vöknuðu menn á sjöunda tímanum við veðrið.
Meira
SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið um birtingu á eftirfarandi leiðréttingu: "Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum sl. laugardag þar sem endanlegur framboðslisti vegna komandi prófkjörs sjálfstæðismanna var birtur urðu þau mistök að starfsheiti Jónu Gróu Sigurðardóttur var sagt vera húsmóðir. Jóna Gróa er borgarfulltrúi og er það hennar starfheiti.
Meira
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands telur að verið sé að takmarka aðgang stúdenta að klásusgreinum, þ.e. þeim sem takmarka þarf aðgang að, með þeirri ákvörðun Lánasjóðs íslenskra námsmanna í síðustu viku að nemendur í klásusgreinum fái aðeins eitt tækifæri á námslánum til að reyna við klásusgreinar en ekki tvö eins og verið hefur.
Meira
ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina þegar fram fóru áheyrnarpróf vegna uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Söngvaseið, en þessi vinsæli söngleikur verður frumsýndur í byrjun mars á næsta ári. Á milli 70 og 80 börn mættu og spreyttu sig á fjölum Samkomuhússins, en verið er að leita að 6 söngelskum börnum í hlutverk barna George Von Trappe.
Meira
FYRSTA málstofa Samvinnuháskólans á þessu hausti verður haldin á morgun miðvikudaginn 8. október og fjallar um áhrif upplýsingatækninnar í atvinnulífinu. Málshefjandi er Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, og nefnir hann fyrirlestur sinn: "Byltir upplýsingatæknin samstarfi í fyrirtækjum?"
Meira
BSRB efnir til málstofu undir yfirskriftinni Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar miðvikudaginn 8. október kl. 1719 í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89. "Tilefni málstofunnar er að stór hópur sérfræðilækna hefur sagt upp samningum við Tryggingastofnun og þeir sem leita þurfa þjónustu þeirra þurfa að greiða þjónustuna að fullu.
Meira
TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur sitt fyrsta Mánaðaratskákmót í dag, þriðjudaginn 7. október. Teflt verður þrjá þriðjudaga í októbermánuði og verður dagskrá samkvæmt eftirfarandi töflu: 1.-2. umferð þriðjudag 7. október kl. 20-22, 3.-5. umferð þriðjudag 14. október kl. 20-23 og 6.-7. umferð þriðjudag 21. október kl. 20-22.
Meira
WILLIAM Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins, setur þing flokksins í Blackpool í dag í skugga frétta af nýrri skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar, sem sýna að hann nýtur minni vinsælda en nokkur annar flokksleiðtogi í upphafi starfs og flokkurinn hefur minna fylgi en nokkru sinni það sem af er öldinni.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: "Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmælir harðlega þeirri aðför að geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem nýlegt samkomulag fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og borgarstjóra felur í sér.
Meira
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bar ábyrgð á því að þrír útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad fóru til Jórdaníu með kanadísk vegabréf í vasanum og reyndu að ráða Khaled Meshal, eins af forystumönnum Hamas-hreyfingar herskárra Palestínumanna.
Meira
VETRARSTARF ARFÍ hefst miðvikudaginn 8. október með því að Jón Sch. Thorsteinsson segir frá notkun aðgerðarannsókna við markaðsmál. Jón er nú markaðs- og sölustjóri Sólar-Víkings hf. en var áður framleiðslustjóri.
Meira
POUL Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er reiðubúinn að rjúfa þing og boða til kosninga samþykki þingið ekki efnahagsráðstafanir stjórnarinnar sem hún hyggst leggja fyrir þingið í næstu viku. Verndari Hitlers deyr
Meira
GUÐLAUG B. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands frá og með 1. september 1997 að telja og tók hún við starfinu af Þorvarði Örnólfssyni. Krabbameinsfélag Reykjavíkur er elsta íslenska krabbameinsfélagið, stofnað árið 1949.
Meira
BARNARÁSIN heitir ný sjónvarpsstöð sem hefur útsendingar í desember. Um er að ræða stöð með barna- og unglingaefni sem sendir út á breiðbandi Pósts og síma. Að sögn Sögu Jónsdóttur hjá Barnarásinni er ætlunin að allt efni stöðvarinnar verði ofbeldislaust. Allt erlent efni verður talsett og textað en einnig verður framleitt innlent efni.
Meira
Í GÆR gekk á með roki og hvassvirði um vestanvert landið. Átti fólk í verulegum erfiðleikum á sunnanverðu Snæfellsnesi, að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi, og urðu bílstjórar að aka hægt til að halda bílunum á veginum.
Meira
STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi hefur óskað eftir að fram fari utandagskrárumræða um stöðu heilbrigðismála. Ekki hefur verið ákveðið hvenær umræðan fer fram. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna um ástandið sem ríkir í heilbrigðismálum á Alþingi í gær vegna þeirra sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins.
Meira
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur samþykkt að fram fari prófkjör hinn 22. nóvember næstkomandi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor og að það verði opið flokksbundnum Sjálfstæðismönnum. Hægt verður að skrá sig í flokkinn á kjörstað.
Meira
TALSVERÐUR strekkingur var í miðborg Reykjavíkur í gær þegar ein haustlægðin fór hjá og vænar rigningardembur gengu yfir réttláta sem rangláta. Þá var líka ágætt að vera vel dúðaður meðan beðið var á rauðu ljósi.
Meira
Í TILEFNI skrifa formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) í leiðara VR-blaðsins um Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) hefur Morgunblaðið verið beðið að birta eftirfarandi. Undir bréfið rita eftirtaldir formenn verslunarmannafélaga: Jóhann Geirdal, Verslunarmannafélagi Suðurnesja, Hansína Á.
Meira
Sandur í matinn HARPA Lind var að leika sér á gæsluvellinum við Dunhaga. Sandkassinn er hennar uppáhaldsstaður en sandur er ekki upphaldsmatur hennar.
Meira
UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vekur athygli á símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra og einstaklinga með Asperger-heilkenni til boða þriðjudagskvöld í september og október milli kl. 20 og 22. Þriðjudagskvöldið 7.
Meira
ÞRIGGJA mánaða átaksverkefni Sjálfsbjargar á Akureyri sem gengur út á að sem flestar verslanir, þjónustufyrirtæki og einstaklingar komi sér upp sjálfvirkum opnunarbúnaði á hurðir stendur nú yfir. Ætlunin er að þeir sem verða við kalli félagsins fái viðurkenningu á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember næstkomandi. Átakið hófst með útgáfu blaðsins "Létt hurð, greið leið", sem var dreift á 6.
Meira
SJÖ manns, flestir í kringum tvítugt, voru handteknir á Húsavík á sunnudagskvöld grunaðir um kaup, vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Við húsleit í fjórum íbúðarhúsum í bænum fundust fíkniefni og ýmis áhöld til neyslu þeirra. Einnig fundust efni á fólkinu við handtökuna.
Meira
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur að undanförnu sætt harðri gagnrýni vegna árásar þriggja manna á Kheld Mashaal, einn af forystumönnum Hamas-samtakanna í Jórdaníu í lok síðasta mánaðar.
Meira
TÍU Bosníu-Króatar, sem eftirlýstir eru fyrir stríðsglæpi, komu í gær til Haag í Hollandi, þar sem þeir gáfu sig fram við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Á meðal þeirra sem í hópnum voru, var stjórnmálamaðurinn Dario Kordic, en dómstóllinn hefur lagt mikla áherslu á að hafa hendur í hári hans.
Meira
VEGFARENDUR um Austfirði voru í gær varaðir við grjóthruni úr skriðum á vegum milli Borgarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Að sögn Guðjóns Þórarinssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, kom grjót niður á veginn í Kambaskriðum og austan við þorpið í Fáskrúðsfirði. Í Njarðvíkurskriðum í Borgarfirði lokaðist vegurinn vegna skriðufalla og í Breiðdal féllu einnig skriður á veginn.
Meira
MATTHILDUR Sigurjónsdóttir var kjörin formaður Alþýðusambands Norðurlands á 25. þingi sambandsins sem haldið var á Illugastöðum um helgina. Matthildur er varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. Hún er Hríseyingur og var formaður Hríseyjardeildar Einingar um árabil, en hefur síðasta eitt og hálft ár starfað á skrifstofu Einingar á Akureyri.
Meira
EGGERT Eggertsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur lagt fram tillögu í bæjarstjórn að Seltjarnarnesbær afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaganna og semji beint við kennara í skólum á Seltjarnarnesi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að slíkir samningar yrðu að fara í gegnum Kennarasamband Íslands.
Meira
RÚMLEGA þrítugur karlmaður var handtekinn í austurbæ Reykjavíkur á laugardag eftir að hann hafði haft í frammi ósæmilega hegðan við þrjá drengi á aldrinum 1315 ára. Að sögn lögreglu hafði maðurinn lokkað tvo drengi inn í íbúð til sín og sýnt þeim þar klámefni á myndbandi. Þriðji drengurinn hafði komið þar áður og einnig annar hinna fyrrnefndu.
Meira
SAMNINGUR milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs, um sérstakan stuðning bæjarins við félagið vegna fjárhagserfiðleika þess, var undirritaður fyrir helgi. Með samningnum er félaginu gert kleift að gera skuldaskilasamninga við alla viðskiptamenn sína og lækka skuldir félagsins svo mikið að tryggður verði áframhaldandi rekstrargrundvöllur þess.
Meira
VIÐ umræður á Alþingi að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra setti Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalista, fram þá hugmynd að nú þegar fyrirsjáanleg væri þörf fyrir aukinn starfsmannafjölda hjá Flugleiðum mætti varnarliðið að skaðlausu hverfa úr landi og að Íslendingar sem þar hefðu starfað gætu flutt sig til Flugleiða. Þátttaka okkar í vestrænu varnarsamstarfi
Meira
HÁTT í tvær milljónir manna hlýddu á útimessu Jóhannesar Páls II páfa í Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina. Var messan haldin við minnismerki um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldinni síðari.
Meira
UMSAGNARFRESTUR um skipulagstillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins hefur verið framlengdur um tvo mánuði, eða til 10. desember. Upphaflega átti umsagnarfrestur um tillöguna að vera fjórir mánuðir, frá 10. júní til 10. október, eða tvöfalt lengri en venjulega.
Meira
STANLEY B. Prusiner hefur gert uppgötvanir er veitt hafa lykilupplýsingar um heilarýrnunarsjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu Karolinska Institutet í Stokkhólmi í gær, er greint var frá því að Prusiner hafi verið veitt Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1997.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda lokafund í nefnd fjármálaráðherra sem fjallað hefur um breytingar á frumvarpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða 15. október. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort samkomulag næst á milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í nefndinni.
Meira
FORSVARSMENN lyfjaverslana á Akureyri, Akureyrar apóteki og Stjörnu apóteki hafa sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem greint er frá vaktafyrirkomulagi apótekanna á liðnum árum vegna afgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum utan hefðbundins afgreiðslutíma.
Meira
ÓSKAR Þór Jóhannsson varði hinn 3. júní sl. doktorsritgerð sína "Hereditary Breast Cancer in Soil5b,32mSgnidnifrom studies on the role of BRCA1" við læknadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð.
Meira
Selfossi-Fossnesti er með veislu- og matarþjónustu. Veislumatur er sendur um Suðurland eftir óskum viðskiptavina auk þess sem fyrirtækjum og stofnunum er boðin matarþjónusta í hádeginu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. "Boðið er upp á nokkra möguleika í afgreiðslu á matnum, meðal annars að matreiðslumaður fylgi til þess að skera niður steikina.
Meira
FÓLKSBIFREIÐ og númerslaust vélhjól skullu saman á gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða í Reykjavík á laugardagskvöldið. Við áreksturinn kastaðist hjólið á umferðarvita, með þeim afleiðingum að ökumaður þess fótbrotnaði. Hann var fluttur á slysadeild.
Meira
SKÓLAFÉLAGIÐ Huginn í Menntaskólanum á Akureyri stendur fyrir mótmælafundi vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúbu á morgun, miðvikudaginn 8. október, en þá verða 30 ár liðin frá því Che Guevara féll í Bólivíu. Fundurinn er haldin í samvinnu við ýmis samtök á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður í kröfugöngu frá Íþróttahöllinni kl. 11.45 að Borgarbíói þar sem fundurinn hefst kl. 12.15.
Meira
FYRSTA tölublað nýs tímarits,Lifandi vísindi, kemur út í nóvember næstkomandi. Tímaritið er gefið út í samvinnu við útgefendur tímaritsins Illustreret Videnskap, sem kemur út á öllum Norðurlöndum og mun erlend umfjöllun tímaritsins koma frá þeim. Einnig verða í því innlendar greinar, unnar í samráði við Háskóla Íslands og Rannsóknarráð Íslands.
Meira
FORSTJÓRI Norðuráls er Bandaríkjamaðurinn Gene Caudill og segist hann munu gegna starfinu í eitt eða tvö ár. Hann segist ekki hafa vitað mikið um Ísland er hann kom hingað fyrst fyrir rúmu ári en lagt sig fram um að bæta þekkinguna. Caudill og eiginkona hans fluttu til Reykjavíkur í júlí og hyggjast búa í grennd við álverið, líklega á Akranesi.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Vegna umræðna sem fram hafa farið að undanförnu um flutning lungnadeildar frá Vífilsstöðum á Landspítala vilja framkvæmdastjórn og stjórnarformaður Ríkisspítala taka eftirfarandi fram: 1.
Meira
VIÐRÆÐUR eru milli hins opinbera og nokkurra aðila sem vilja standa að rekstri í Reykholtsskóla. Skólahald hefur verið aflagt í Reykholti og síðastliðið vor var lýst eftir hugmyndum um rekstur á staðnum. Skiluðu milli 2030 aðilar inn tillögum. Ein hugmyndin sem nú er fjallað um er uppbygging afþreyingaraðstöðu í Reykholti með þátttöku innlendra og erlendra fjárfesta.
Meira
TALSMENN bandaríska fyrirtækisins Columbia Ventures Corporation, móðurfyrirtækis Norðuráls hf. á Grundartanga, segja að framkvæmdir gangi í stórum dráttum eftir áætlun en framleiðsla á að hefjast í júní 1998. Þeir eru bjartsýnir á framtíð áliðnaðar í heiminum og gera ráð fyrir stækkun versins þegar á næstu árum. Telja þeir líklegt að framleiðslan, sem í upphafi verður 60.
Meira
VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir að umtalsefni hinn 3. október síðastliðinn velferðarkerfið og samneyzluna í þjóðfélaginu og vill að verkalýðshreyfingin leggi fram tilllögur um hvernig unnt sé að tryggja fólki mannsæmandi laun.
Meira
leiðari MENGUNIN OG HAGSÆLDIN RÁTT FYRIR góð áform aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á Ríó-ráðstefnunni 1992 um að stemma stigu við losun lofttegunda, sem valda gróðurhúsaáhrifum, út í andrúmsloftið hefur ekki tekizt að snúa þeirri óheillaþróun við, sem orðið hefur undanfarna áratugi.
Meira
TCHÉKY Karyo er franskur leikari af tyrkneskum uppruna. Íslenskir bíófarar geta séð hann í kvikmyndinni Addicted to Lovesem verið er að sýna um þessar mundir. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin hans því hann var í Goldeneye, Bad Boys og Nikitu.
Meira
KEN hefði sjálfsagt rekið upp stór augu ef hann hefði lagt leið sína á Kaffi Reykjavík um helgina. Förðunarkeppnin Make Up For Ever var nefnilega haldin þar í fjórða skipti og var þemað Barbie að þessu sinni. Í hvert skipti sem keppnin er haldin er farið eftir einhverju ákveðnu þema.
Meira
NÍU stúlkur tóku þátt í keppninni ungfrú Tungl sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Berglind Ósk Guðmundsdóttir bar sigur úr býtum. Í öðru sæti hafnaði María Kristín Steinsson og þriðja sætið vermdi Katla Marín Jónsdóttir. Kvöldið hófst á því að stúlkurnar komu fram í kjólum frá Brúðarkjólaleigu Dóru.
Meira
Contact Zemeckis, Sagan og annað einvalalið skapar forvitnilega, spennandi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilíðarspurningunni erum við ein? Foster, Zemeckis og Silvestri í toppformi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnargallanum og í Óskarsverðlaunastellingum.
Meira
Framleiðandi: David Heitner. Leikstjóri: Darrell James Roodt. Handritshöfundar: Greg Latter, Darrell Roodt. Kvikmyndataka: Paul Gilpin. Tónlist: Stanley Clarke. Aðalhlutverk: Ice Cube, Elizabeth Hurley, Ving Rhames, Eric "Waku" Miyeni. 95 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 23.september. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.
Meira
"ROMANCING the Stone" var geysivinsæl ævintýramynd á sínum tíma og gat af sér eina framhaldsmynd, "Jewel of the Nile", árið 1986. Nú stendur til að halda ævintýrinu áfram og gera þriðju myndina. Heyrst hefur að Michael Douglas hafi áhuga á að leika aðalkarlhetjuna aftur þó að hann hafi óneitanlega elst talsvert á síðustu tíu árum.
Meira
Francis Ford Coppola var ráðinn leikstjóri eftir að aðrir leikstjórar á borð við Arthur Penn, sem leikstýrði Bonnie og Clyde, og Fred Zinnemann, sem leikstýrði High Noon, höfðu vísað því frá sér. Hlutverk Don Vito Corleone sem Marlon Brando túlkaði svo ógleymanlega var upphaflega ætlað Laurence Olivier. Hann var of heilsuveill til að geta tekið hlutverkið að sér.
Meira
187 er sterk ádeila á bandaríska skólakerfið. Hún er byggð á reynslu handritshöfundarins sem eitt sinn var kennari og telur að skólar eigi sér enga viðreisnar von í kerfi þar sem kennarar þurfa að vinna sér inn virðingu nemenda í stað þess að hún sé til staðar þegar kennsla hefst.
Meira
ÞRETTÁN krakkar voru verðlaunaðir fyrir bestu frammistöðuna í byggingasamkeppni sem haldin var á leikfanga- og spilasýningu Eskifells í Perlunni fyrir nokkru. Á sýningunni var skilað inn um þrjú hundruð byggingum úr K'nx-kubbum og fengu þeir krakkar sem báru sigur úr býtum allir kassa frá K'nx og geymslutösku, auk þess að fá bakpoka, húfur og sitthvað fleira.
Meira
ÍTALSKUR organisti, Glanluca Libertucci frá Róm, slær botninn í tónleikaröð Selfosskirkju að þessu sinni. Röðin er að vísu kennd við september, en í tilefni 50 ára afmælis sveitarfélagsins hefur meira verið í lagt en stundum áður og lokatónleikarnir verða sem sagt 7. október. Ísland er eitt fárra landa í evrópu sem Libertucci hefur ekki leikið í fyrr. Á Selfossi leikur hann m.a.
Meira
FERÐAKLÚBBUR Samvinnuferða-Landsýnar, Kátir dagar kátt fólk, hélt sína árlegu haustskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu um síðustu helgi. Skemmtanirnar eru haldnar tvisvar á ári þegar nýir bæklingar ferðaskrifstofunnar eru kynntir og eru þær alltaf fjölsóttar og vinsælar hjá eldri borgurum.
Meira
LEIKKONAN og spjallþáttastjórnandinn Rosie O'Donnell er sögð eiga í viðræðum við framleiðendur um að taka að sér aðalhlutverkið í kvikmynd um húsmóðurina og grínistann Totie Fields sem átti miklum vinsældum að fagna á sjöunda áratugnum.
Meira
STÓRT safn ljóða eftir Jóhann Hjálmarsson kemur út á Spáni í byrjun næsta árs. Þýðandi ljóðanna er José Antonio Fernández Romero og útgefandi Asociación Cultural "El último Parnaso" í Zaragoza. Ljóðin, sem eru um 100, eru úr öllum fjórtán ljóðabókum skáldsins, frá þeirri fyrstu, Aungull í tímann (1956), til hinnar síðustu, Rödd í speglunum (1994).
Meira
JAPANSKA kvikmyndin "Má bjóða þér í dans?" er á góðri leið með að setja aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Hún mun þá slá út "Ran", sem Akira Kurosawa gerði árið 1985, en hún hefur verið sú japanska kvikmyndin sem flestir Bandaríkjamenn hafa séð síðustu tíu árin.
Meira
Mjallhvít og dvergarnir sjö Snow White and the Seven Dwarfs - 1937 WALT Disney var ætíð óhræddur við að gera tilraunir á sviði teiknimynda, og er Mjallhvít og dvergarnir sjö myndin sem innleiddi flestar nýjungarnar. Disney vildi gera teiknimynd í fullri lengd af fjárhagslegum ástæðum.
Meira
FRIEDRICH Nietzsche lifði ekki á þessari öld en hann lést aldamóltaárið 1900. Engu að síður hafa fáir haft jafn mikil áhrif á hugsun og heimspeki þessarar aldar. Áhrif hans hafa ekki síst verið mikil nú síðustu árin og áratugina, einkum á verk svokallaðra póstmódernista í hug- og félagsvísindum.
Meira
Sigurður Guðmundsson. Opið alla daga frá 1018. Til 12. október. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 1.650 krónur. ALLTOF lítið hefur verið hugað að því í gegnum tíðina, að bregða ljósi á íslenzka byggingarlistasögu og er frumkvæði Kjarvalsstaða mikill hvalreki.
Meira
Handrit og leikstjórn: Kim Nörrevig. Leikari: Peter Holst. Tónlist og bassaleikur: Christian Glahn. Leiktjald: David Lewis. Möguleikhúsið 5. október. UM HELGINA hélt Möguleikhúsið barnaleikhúshátíð og bauð upp á nokkrar ólíkar sýningar fyrir börn. Ein þeirra var gestasýning á Ódysseifi í flutningi danska leikhússins Det lille Turnéteater.
Meira
GALLERÍ Skruggusteinn sem starfrækt er í Kópavogi fjölgar nú listamönnum sem að galleríinu standa. Í tilefni af afmæli og fjölgun listamanna munu verða haldnar sýningar á nokkrum stöðum í Kópavogi og mun þeim ljúka með uppboði sem fram fer í húsakynnum Skruggusteins, Hamraborg 20a, Kópavogi.
Meira
UPPSKERUHÁTÍÐ Hans Petersen verslananna var haldin um helgina á veitingastaðnum Amigos. Að sögn Jóns Ragnarssonar er sumarið helsti annatími fyrirtækisins og var starfsfólkinu lofað matarboði ef vel myndi ganga og góður árangur næðist. "Það tókst vel í þetta skiptið og því var ákveðið að hittast og hrista sig saman fyrir næsta tímabil.
Meira
BORGARSTJÓRI hefur mælt með því að gengið verði til samstarfs við Leikfélag Íslands og veitingastaðinn Við Tjörnina um rekstur Iðnós. Borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunar á fundi sínum sl. miðvikudag en hún verður tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag.
Meira
NÍNA Margrét Grímsdóttir mun frumflytja nýtt píanóverk eftir John Speight, Manhattan Moments, í Steinway Hall í New York í kvöld. John, sem er á listamannalaunum til þriggja ára, er nýkominn heim frá Princeton í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldist í eitt ár við tónsmíðar meðan eiginkona hans, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, lagði stund á nám við Westminster Choir College.
Meira
ÞYNNSTA armbandsúr heimsins var kynnt á dögunum fyrir fjölmiðlum í Genf. "Skin Swatch" heitir gripurinn og er framleiddur af svissneska fyrirtækinu SMH sem framleiðir hin vinsælu Swatch úr. Þetta nýja eintak vegur einungis 12,3 grömm og er 3,9 millímetrar á þykkt.
Meira
KRABBAMEIN er sjúkdómur sem herjað getur á hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er. Í Evrópu er talið að krabbamein snerti um þriðjung Evrópubúa einhvern tímann á ævinni og leiði þar til dauða fjórða hvers manns. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ýtti úr vör verkefninu "Evrópa gegn krabbameini" árið 1987.
Meira
ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG Íslands hefur staðið í samningaumleitunum við fulltrúa fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar frá því í desember 1996 en gildistími síðasta kjarasamnings rann út um síðustu áramót. Byrjunarlaun þroskaþjálfa eru nú 74.770 kr. og geta ekki orðið hærri en 88.111 kr. eftir 18 ára starf.
Meira
TVISVAR með stuttu millibili hafa nýlega birst fullyrðingar í Morgunblaðinu um að þjónusta við sjúklinga sé góð hér á landi. Annars vegar í Reykjavíkurbréfi 27. september sl. þar sem vitnað er í stefnuræðu forsætisráðherra sem segir: "Áfram er tryggt að íslensk heilbrigðisþjónusta verður í fremstu röð meðal þjóða." Hins vegar í greininni Hvert ber að stefna? 7. september sl.
Meira
EFTIR áratuga tilraunir áhugamanna "fyrir sunnan" að sameina sveitarfélög á landsbyggðinni, þá er loksins kominn skriður á þau mál. Því var helst borið við að stjórnunarkostnaður litlu sveitarfélaganna væri óheyrilega hár og með sameiningu mætti lækka þennan kostnað. Samanburðurinn hefur oftast verið óréttmætur, þótt bornir séu saman sambærilegir bókhaldsliðir við yfirstjórn.
Meira
SVARIÐ við þessari spurningu liggur í augum uppi og hefur í mín eyru verið staðfest af þeim fræðimönnum Háskóla Íslands sem sjá um tímatalið og almanakið: Október byrjar 1. október, þegar talan einn kemur upp á dagatalinu, ekki þegar talan núll var aftasti tölustafur á dagatalinu, hinn 30. september.
Meira
Í 1. gr. 1. kafla í lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 er ber yfirheitið "Markmið og skilgreining" kemur fram að markmið laganna sé að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Í lögunum er þess ennfremur getið hvaða þjónustu skuli veita til að ná þessum markmiðum.
Meira
KÚBA hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla síðastliðin ár og þá sérstaklega eftir að austurblokkin hrundi. Margar greinar og pistlar í ýmsum blöðum og tímaritum hafa fjallað um Kúbu þar sem landið er kynnt sem síðasta vígi kommúnismans, þar sem fátækt, skömmtun og skortur á öllum nauðsynjavörum virðist vera þáttur í hinu daglega lífi fólks.
Meira
VIÐSKIPTABANNIÐ á Kúbu á sér fáa málsvara manna á meðal. Þegar Sameinuðu þjóðirnar þinguðu síðast um málið greiddu tvö ríki atkvæði með viðskiptabanninu, Bandaríkin og vinir þeirra í Ísrael. Fyrir þá sem ekki vita, þá settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu árið 1960 eftir að þar hafði farið fram sósíalísk bylting sem gerði út um bandarísk ítök í landinu.
Meira
Mánudaginn 22. september barst mér sú sorglega frétt að pabbi minn væri látinn. Þá fór ég að rifja upp samverustundir okkar sem voru fáar en góðar. Sú samverustund sem er mér kærust í minningunni er þegar hann hélt upp á 45 ára afmælið sitt. Þá bauð hann okkur öllum systkinunum í veiðikofa fyrir austan. Þar vorum við yfir helgi.
Meira
ÁRNI AÐALSTEINSSON Árni Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1951. Hann lést á Reyðarfirði 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðarkirkju 1. október.
Meira
Ég á margar góðar minningar um hana ömmu mína. Þegar ég lít aftur um nokkur ár sé ég að það sem einna helst stendur upp úr er spilamennska. Amma spilaði og lagði kapla af mikilli innlifun í tíma og ótíma. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn lágu spilin á endanum á sófaborðinu, þar sem hún var vön að sitja og glíma við ýmiss konar kapla.
Meira
Stundum finnst manni að almættið sýni okkur mannfólkinu nokkra ósanngirni eða í það minnsta tillitsleysi, þegar ævidegi hallar og frá okkur er tekið flest það, sem veitt hefur okkur ánægju í lífinu, eins og það að njóta samvista við annað fólk. Fyrir þessu varð Ásta Skúladóttir, sem við kveðjum í dag.
Meira
ÁSTA KRISTRÚN SKÚLADÓTTIR Ásta Kristrún Skúladóttir var fædd 1. júlí 1912 í Stykkishólmi. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 4.8. 1879, d. 27.7. 1966, og Skúli Skúlason, skipsjóri, frá Fagurey, f. 4.4. 1875, d. 11.12. 1950.
Meira
Þó endalokin hafi verið fyrirsjáanleg létu þau þó bíða eftir sér. Mágkona mín Ásta Skúladóttir lést laugardaginn 27. september eftir langa legu, 85 ára. Ég og fjölskylda mín minnumst hjálpsemi hennar og elskulegs viðmóts þeirra Kristjáns, eiginmanns hennar. Ég giftist inn í stóra fjölskyldu og litríka.
Meira
Mánudaginn 6. október 1997 var jarðsettur vinur okkar og frændi Guðni Jónsson múrari. Það er alltaf jafnerfitt þegar er tilkynnt er um andlát vinar eða ættingja, en þegar okkur barst fréttin um veikindi Guðna Jónssonar varð manni hverft við. Einungis nokkrum dögum áður hafði hann komið uppá verkstæði og verið að segja að ekkert biti á sig og jafnaldrar hans væru mun verr á sig komnir.
Meira
Við viljum í fáum orðum minnast pabba okkar sem nú er horfinn okkur. Það má segja að við lifum í nánustu ættingjum okkar í meira mæli en við gerum okkur grein fyrir. Þegar þeir deyja deyr eitthvað innra með okkur. Þú fórst frá okkur skyndilega eftir stutta og erfiða veikindabaráttu og eftir situr mikið tómarúm og sár söknuður.
Meira
Oddeyrin iðaði af lífi á fimmta og sjötta áratugnum. Mörg börn voru að alast upp á þessu svæði og eins og krökkum er tamt fundu þau sér margt til dægrastyttingar. Strákarnir í Fjólugötunni voru þar engin undantekning. Glaðværð, leikir og ærsl einkenndu þessa daga og þar var grunnurinn einnig lagður að því sem síðar varð. Kassafjalir urðu að kofum.
Meira
GUÐNI ÖRN JÓNSSON Guðni Örn Jónsson múrarameistari var fæddur á Akureyri 17. febrúar 1943. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson, f. 1907, d. 1991, frá Skeggjastöðum í Fellum, og Hólmfríður Guðnadóttir, f. 1907, d. 1984, frá Hóli í Hjaltastaðaþinghá.
Meira
Á haustdögum lést hér í Reykjavík frænka mín Hallbjörg Bjarnadóttir. Viðburðaríkri ævi stórbrotinnar listakonu er lokið. Listakonu sem ekki fetaði troðnar slóðir í listsköpun sinni. Margs er að minnast frá áhyggjulausum æskuárum að Akranesi og Hafnarfirði. Við Hallbjörg vorum systrabörn og ávallt var kært samband milli systranna Lilju móður minnar og Geirþrúðar móður Hallbjargar.
Meira
HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Hallsteinsson og Geirþrúður Kristjánsdóttir sem síðast bjuggu á Akranesi.
Meira
Þegar ég hitti Karl Lúðvíksson apótekara fylltist hann ávallt eldmóði þegar hann ræddi um fyrstu árin sín við lyfjagerð. Skipti það ekki máli hvar það var. Hugur athafnamannsins reikaði oft aftur í tímann og var ævistarfið honum ávallt hugleikið. Karl átti fjögur börn. Sonur hans, Lúðvík Karlsson, lést um aldur fram í þyrluslysinu við Kjalarnes. Hann var heimsmaður.
Meira
Móðurbróðir minn, Karl Lúðvíksson, er horfinn sjónum 89 ára að aldri. Svo vel, sem hann var á sig kominn fyrir nokkrum mánuðum, hefði fæstum komið til hugar, að brottfarardagur hans úr þessari tilveru væri skammt undan. Hann var gjarnan álitinn 10-20 árum yngri en almanakið sagði til um. Það var gæfa hans að fá að lifa lífinu við góða heilsu næstum alla sína ævidaga.
Meira
KARL LÚÐVÍKSSON Karl Lúðvíksson fæddist á Norðfirði 27. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lúðvík S. Sigurðsson útgerðarmaður og Ingibjörg Þorláksdóttir húsmóðir í Lúðvíkshúsi, Neskaupstað.
Meira
Frú Kristín Jónsdóttir var prófastsfrú í Árnessýslu á seinni hluta ævi. Hún átti merkisafmæli 5. október 1997. Hún var bóndadóttir frá Gemlufelli í Önundarfirði. Hún var í Núpsskóla í Dýrafirði, hjá séra Sigtryggi Guðlaugssyni sóknarpresti og skólastjóra þar. Á því ári 1937 fékk séra Sigtryggur vígðan til sín ungan aðstoðarprest, séra Eirík J. Eiríksson.
Meira
Fagra haust þá fold ég kveð, faðmi veg mig þínum. Bleikra laufa láttu beð, legstað verða mínum. Sannarlega veit ég ekki hvort Steina mágkona mín á Garðsá hefði tekið undir þessa ósk þjóðskáldsins. Þá er þó víst, að fölnuð og bleik lauf haustsins munu umvefja beð hennar þegar hún nú er lögð til hinstu hvílu að Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit.
Meira
STEINUNN GÍSLADÓTTIR Steinunn Ragnheiður Gísladóttir fæddist á Sámsstöðum í Eyjafjarðarsveit, áður Öngulsstaðahreppi, hinn 12. mars 1930. Hún andaðist á heimili sínu, Garðsá í sömu sveit, hinn 28. september síðastliðinn.
Meira
Ég kveð þig, pabbi minn, með söknuð í hjarta. Mig óraði ekki fyrir því, síðast þegar þú keyrðir mig niður í Akraborg, að ég væri að kveðja þig hinsta sinni. Það var mér mikið áfall að frétta að þú værir dáinn, þú, þessi yndislegi maður sem mér þótti svo vænt um.
Meira
Elsku Svanberg minn, þegar ég kynntist þér fyrir átján árum sá ég strax að þú hafðir góðan mann að geyma. Þú varst alltaf svo hæglátur og blíður. Barnabörnum þínum gafst þú allt hið góða, enda hændust þau fljótt að afa Svanna, eins og þau kölluðu þig alltaf. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég bjó hjá þér í eitt ár með sonardóttur þína, hana Kristínu Minney.
Meira
SVANBERG FINNBOGASON Svanberg Finnbogason fæddist í Hvammi, Dýrafirði, 28. júlí 1929. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 28. september síðastliðinn. Hann var sonur Finnboga Júlíusar Lárussonar og konu hans Ágústu Þorbjargar Guðjónsdóttur, sem bæði eru látin. Svanberg kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 21.
Meira
SVISSNESKIR súkkulaðiframleiðendur hafa höfðað mál gegn brezka framleiðandanum Cadbury Schweppes Plc, sem er gefið að sök að láta sem súkkulaði framleitt í Bretlandi sé svissneskt súkkulaði. Framleiðendurnir Lindt & Spruengli og Kraft Jacobs Suchard auk samtaka svessneska súkkulaðiiðnaðarins, Chocosuisse,
Meira
GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans rýrnaði um fjóra milljarða króna í september og nam 30,8 milljörðum króna í lok mánaðarins. Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er segir í frétt frá Seðlabankanum.
Meira
HÆKKANIR í Wall Street höfðu jákvæð áhrif á verð hlutabréfa í London og París eftir tap um morguninn, en þó lækkaði lokaverð þeirra. Dollarinn styrktist vegna upplýsinga um atvinnuleysi í Þýzkalandi. Gengi helztu hlutabréfa var ótryggt vegna sveiflna á Dow Jones vísitölu á föstudaginn og skoðanakönnunar, sem gefur til kynna að brezkur almenningur sé enn andvígur evrópsku myntbandalagi.
Meira
HLUTABRÉF í fyrrverandi framleiðanda hins klunnalega Trabants í Austur-Þýzkalandi, Sachsenring Automobiltechnik AG, eru til sölu í Frankfurt og eftirspurn er mikil. Nafnvirði bréfanna er fimm mörk, en ásóknin er svo mikil að verðið hefur verið að nálgast 25 mörk að sögn Dresdner Bank.
Meira
BANDARÍSKT fyrirtæki hyggst bjóða bandarískum reykingarmönnum nýja Cohiba vindla, en hefur sætt gagnrýni ríkisfyrirtækis á Kúbu, sem annast vindlaútflutning. General Cigars Co í New York setur á markað í vikunni nýjan Cohiba vindil, sem verður seldur víðar en áður. Fyrirtækið hefur hefur haft rétt á vörumerkinu í Bandaríkjunum í tæp 20 ár.
Meira
ÍSLANDSBANKI hyggst halda Fríkortssamstarfinu áfram enda skilar það bankanum miklum ávinningi að mati forráðamanna hans. Komið hefur fram að BYKO og 10-11 hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka vegna þátttöku hans í Fríkortssamstarfinu og verður bankinn af talsverðum viðskiptum af þessum sökum.
Meira
STJÓRNVÖLD verða að standa vörð um sparnað í stefnu sinni í ríkisfjármálum til að viðhalda fjárfestingu og hagvexti. Samhliða þessu verður peningastefna þjóða að tryggja stöðugt verðlag til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og viðvarandi hagvöxt.
Meira
ALLT að 30% afsláttur er veittur af hönskum hjá Tösku- og hanskabúðinni í október. Alls eru á boðstólum hjá versluninni um 50 gerðir leðurhanska. Í október er sérstök áhersla lögð á svokallaða úlpuhanska, sem eru grófari og sportlegri en hefðbundnir leðurhanskar. Verðið er frá 1.500 krónum fyrir dömuhanska en 1.800 krónum fyrir herrahanska.
Meira
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur sett á markað frosið svokallað ekta ítalskt lasagne. Pastarétturinn er gerður úr nautakjöti, grænmeti og kryddjurtum og er fyrir tvo. Hver pakki inniheldur 600 g. Engum rotvarnarefnum er bætt í réttinn.
Meira
HÚN Sigríður Óskarsdóttir tekur alltaf slátur en fyrir mörgum árum gaf hún hefðbundnu uppskriftirnar upp á bátinn. Henni áskotnaðist nefnilega uppskrift að kryddpylsu úr Dýrafirðinum sem hún segist hafa gert allar götur síðan. Móðir Sigríðar er færeysk og Sigríður á tvo bræður sem eru búsettir þar.
Meira
HERMANN Jóhannsson, ostameistari Mjólkursamlags KÞ á Húsavík, hlaut titilinn ostameistari Íslands á ostadögum sem haldnir voru í Perlunni um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem titillinn fer á Húsavík þó oft hafi mjólkursamlagið þar unnið til viðurkenninga fyrir afurðir sínar.
Meira
OSRAM kynnir þessa dagana nýja peru sem kveikir á sér sjálf og slekkur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að sparperuna sé hægt að skrúfa í öll venjuleg perustæði fyrir E27 fatningu. Hún eyðir 15W sem samsvarar 75W glóperu. Peran er með innbyggðum birtuskynjara sem nemur dagsbirtu. Peran kveikir þegar rökkva tekur en slekkur í birtingu. Birtunæmi perunnar er unnt að stilla.
Meira
apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888.
Meira
Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. október, verður níræð Guðný Kristjánsdóttir. Hún dvelur á Hrafnistu í Reykjavík. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. október, verður sjötíu og fimm ára Unnur Ragna Benediktsdóttir, húsmóðir, Sigtúni 45, Reykjavík.
Meira
FÖSTUDAG lækkaði hlutabréfavísitalan um 2%, sem jafngildir tæplega 3 milljarða lækkun á markaðsvirði þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfaþingi. Verðbréfasalar töldu, að frétt í Morgunblaðinu þann dag um hugsanlega lækkun á verði hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum hefði átt umtalsverðan þátt í þessari hreyfingu.
Meira
Hellismenn sigruðu í sínum riðli um helgina og tryggðu sér þátttökurétt í átta liða úrslitakeppni. TAFLFÉLAGIÐ Hellir er komið í hóp átta sterkustu taflfélaga í Evrópu eftir að hafa sigrað alla andstæðinga sína í undanrásum Evrópukeppni félaga. Keppnin fór fram í Mulhouse í Frakklandi, nálægt landamærum Frakklands, Þýskalands og Sviss.
Meira
KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem heiðarlegur borgari segir í Velvakanda sl. laugardag. Hún segir að skrílslætin og áreitið sé orðið svo mikið að fólk sem býr í miðbænum sé orðið miður sín. Hana langar til að benda á það að með því að hafa opna alls kyns veitingasölu alla nóttina sé verið að veita þessu fólki sem hangir í miðbænum vissa þjónustu.
Meira
ÞESSAR duglegu stúlkur seldu skraut úr plastperlum og máluðu myndir til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær alls kr. 2.616. Þeir heita Nína Birna Þórsdóttir, Margrét Hrönn Þóroddsteinsdóttir og á myndina vantar Karitas Ósk Harðardóttur.
Meira
ARNAR Grétarsson og samherjar í AEK eru taplausir í þriðja sæti grísku deildarinnar með 13 stig eftir fimm umferðir en Ionikos og Panathinaikos eru með 15 stig. Í gærkvöldi sótti AEK Iraklis Salonika heim og vann 4:1 en þetta var fyrsta tap heimamanna á tímabilinu. Staðan var 3:0 í hálfleik en Kostis gerði tvö mörk og Nikolaidhs og Savevski sitt markið hvor.
Meira
MEISTARAR Bayern M¨unchen unnu góðan sigur, 3:2, á Bochum um helgina og er því aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Kaiserslautern. Það má segja að Mario Basler hafi bjargað Bayern því hann skoraði tvívegis, fyrst með góðu skoti af 20 metra færi og síðan beint úr aukaspyrnu. Kaiserslautern vann 1860 M¨unchen 3:1 á föstudaginn og þar gerði Olaf Marschall tvö mörk.
Meira
Þriðja af fjórum bikarmótum KAÍ: Kvennaflokkur: Edda BlöndalÞórshamri Sólveig Krista EinarsdóttirÞórshamri Helga SímonardóttirKFR Karlar -74 kg: Jón I. ÞorvaldssonÞórshamri Hrafn ÁsgeirssonKarated.
Meira
BJARKI Sigurðsson fór á kostum og skoraði 10 mörk í tapleik Drammen gegn BK 46 frá Finnlandi í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Leikurinn var háður í Finnlandi og endaði 24:23. Síðari leikurinn verður í "ljónagryfjunni" í Drammen um næstu helgi.
Meira
BAYER Dormagen, félagið sem Róbert Sighvatsson leikur með í þýska handknattleiknum vann sinn fyrsta leik um helgina þegar það lagði Julian Duranona og samverkamenn í Eisenach 23:22 á heimavelli. Íslendingarnir í liðunum, Róbert og Duranona, skoruðu 2 mörk hvor. Eru þetta fyrstu mörkin sem Duranona skorar fyrir félag sitt í deildarkeppninni. Staðan var jöfn í hálfleik 11:11.
Meira
Aðeins einu sinni áður hafa úrslit fengist í vítaspyrnukeppni. Það var 1990 þegar Valur vann KR 5:4. Þá byrjuðu KR-ingar að skora í vítaspyrnukeppni, síðan vörðu markverðir liðanna hvor sína vítaspyrnuna, 4:4. Í bráðabana varði Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals, fyrstu spyrnu KR og Sigurjón Kristjánsson tryggði Valsmönnum sigur, 5:4.
Meira
DENNIS Bergkamp hjá Arsenal og Tékkinn Patrik Berger voru menn helgarinnar í ensku knattspyrnunni um liðna helgi. Bergkamp hélt upp á að vera fyrsti maðurinn til að vera valinn leikmaður mánaðarins tvo mánuði í röð með því að eiga stórleik og gera tvö mörk í 5:0 sigri Arsenal á nýliðum Barnsley á Highbury.
Meira
LEIKMENN Aftureldingar náðu því út úr fyrri viðureinginni við austurríska liðið Stockerau sem þeir stefndu að. Ætlunin var að vinna með a.m.k. sex marka mun og það tókst og gott betur, lokatölur 35:28. Lykillinn að sigri Mosfellinga var einstök sóknarnýting þeirra í síðari hálfleik er þeir skoruðu 21 mark úr 25 upphlaupum, sem er 84% sóknarnýting hreint ótrúlegt.
Meira
GUÐMUNDUR Bragason og félagar hjá BCJ Hamburg í þýsku 1. deildinni léku tvo leiki um helgina. Á föstudaginn unnu þeir lið Bochum 97:79 og var Guðmundurstigahæstur með 28 stig auk þess sem hann tók um tíu fráköst.
Meira
GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem tapaði 1:0 fyrir Aston Villa á heimavelli. ARNAR Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður í sama leik á 79. mínútu fyrir John McGinlay en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.
Meira
Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki verið valinn í landsliðshópinn sem mætir Lichtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli á laugardag, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnir landsliðshópinn í dag.
Meira
HAUKASTÚLKUR þurftu að gefa allt sem þær áttu til að leggja baráttuglaðar stöllur sínar úr FH að velli á Strandgötunni á laugardaginn og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins að Haukarnir náðu að síga fram úr og sigra 25:23. Fyrir leikinn deildu Hafnarfjarðarliðin efstu sætum 1. deildar kvenna en nú tróna Haukanir einar á toppnum.
Meira
"ÞETTA einstaklega ljúft. Þegar Keflavík vann síðast voru 70% af þessum strákum ekki fædd," sagði Gunnar Oddsson, annar þjálfara Keflvíkinga eftir sigurinn á sunnudaginn. Það hefur verið mikil seigla í okkur í bikarnum og við höfum lent í framlengingu í öllum leikjunum nema einum, þannig að við höfum farið eins langa leið að þessum titli og hægt er að fara.
Meira
Hefðin var með Keflavík EYJAMENN náðu ekki að vinna tvöfalt tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn. Hefðin var með Keflvíkingum, því að aðeins þrisvar hafa meistarar náð að sækja bikarinn eftir að þeir urðu meistarar. KR-ingar 1961 og 1963, Valsmenn 1976 öll skiptin á kostnað Skagamanna.
Meira
"ÞAÐ er alltaf erfitt að spila í Borgarnesi en sem betur fer áttum við góða byrjun," sagði Einar Einarsson þjálfari Hauka. "Við náðum góðri forystu strax í fyrri hálfleik og því var alltaf á brattann að sækja hjá Borgnesingum og erfitt fyrir þá að vinna upp muninn. Borgnesingarnir voru alls ekki að spila vel og miðað við það hefði sigur okkar átt að vera töluvert meiri.
Meira
Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, var rekinn af leikvelli á 79. mínútu leiksins. "Fyrir það fyrsta þá var þetta ekki brot og alveg hlægilegt að þurfa að fara af velli fyrir slíkt. Því miður flautaði Sæmundur [Víglundsson] og fyrst hann gerði það var fátt annað fyrir hann að gera en reka mig útaf.
Meira
KRISTINN Guðbrandsson átti síðasta orðið í bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV, átti síðustu spyrnu leiksins skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu. "Ég treysti eingöngu á sjálfan mig og var ákveðinn að skora og gefa mér sjálfum góða afmælisgjöf," sagði Kristinn, sem er 28 ára í dag, þriðjudaginn 7. október. Það eru fimm ár síðan Kristinn skoraði síðast og þá einnig í vítaspyrnukeppni.
Meira
Inter Mílanó tapaði fyrsta stigi sínu í ítölsku deildinni um helgina er liðið gerði 1:1 jafntefli við Lazio, og leikmenn Milan þurftu virkilega að hafa fyrir því að fá eitt stig. Það kom ekkert á óvart þegar Tékkinn Pavel Nedved kom gestunum yfir með marki á 35. mínútu, hans fimmta mark á þessu tímabili.
Meira
GUÐMUNDUR Steinarsson og Haukur Ingi Guðnason fóru í fótspor feðra sinna á Laugardalsvellinum. Steinar Jóhannsson, pabbi Guðmunds, lék með Keflvíkurliðinu sem varð bikarmeistari 1975 og Guðni Kjartansson, sem var þá þjálfari liðsins ásamt Jóni Jóhannssyni, bróður Steinars, er pabbi Hauks Inga. Strákarnir voru ekki fæddir þegar pabbarnir tóku á móti bikarnum.
Meira
SIGURÐUR Björgvinsson, annar þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnaði bikarmeistaratitli í sjöundu tilraun. Hann tapaði fjórum bikarúrslitaleikjum sem leikmaður Keflavíkur, 1982, 1985, 1988 og 1993 og tvisvar sem leikmaður KR, 1989 og 1990. Happatala Sigurðar er sex og trúði hann því fyrir bikarúrslitaleikinn 1993 að það væri komið að honum.
Meira
Laugardalsvöllur, úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ, Coca Cola-bikarinn, sunnudagur 5. október 1997. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Keflavík vann í vítaspyrnukeppni 5:4. Aðstæður: Strekkings vinur af austri. völlurinn góður.
Meira
ÞRÁTT fyrir góða tilburði ÍR- inga og 109 stig dugði það ekki til þegar Keflvíkingar sóttu þá heim í Seljaskóla á sunnudaginn, því á góðum endaspretti náðu gestirnir 118 stigum. "Þetta var dapurt hjá okkur, við lékum engan varnarleik í fyrri hálfleik og einbeitinguna vantaði," sagði Birgir Örn Birgisson, sem átti mjög góðan leik fyrir Keflavík.
Meira
VESTURBÆJARLIÐIÐ KR gerði sér lítið fyrir og sigraði Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið og urðu það óvæntustu úrslit umferðarinnar í ljósi sigurs Njarðvíkinga gegn meisturum Keflvíkinga í Keflavík á fimmtudaginn. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu mínútunum eftir mikla baráttu þar sem bæði liðin áttu möguleika á sigri.
Meira
Kristinn stóð við loforðið Var búinn að lofa að feta í fótspor Einars Gunnarssonar frá 1975 og skora sigurmark Keflvíkinga í bikarúrslitaleik KRISTINN Guðbrandsson, miðvörður Keflavíkurliðsins, var búinn að lofa félögum sínum að feta í fótspor Einars Gunnarssonar. Sigmundur Ó.
Meira
KR-STÚLKUR sigruðu Íslandsmeistara Grindavíkur, 59:53, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 34:33 fyrir KR. Penny Pepas gerði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík þegar 50 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í 55:53.
Meira
LÚKAS Kostic, fyrrum þjálfari KR, var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Víkings í knattspyrnu. Samningurinn er til þriggja ára og var skrifað undir hann í Víkinni í gær. "Við erum mjög ánægðir að hafa fengið Lúkas til starfa hjá Víkingi," sagði Ásgrímur Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. "Hugmyndin með ráðningu Lúkasar er að horfa til þriggja ára.
Meira
Baltimore - Pittsburgh34:42 Buffalo - Detroit22:13 Green Bay - Tampa Bay21:16 Jacksonville - Cincinnati21:13 Miami - Kansas City17:14 NY Giants - Dallas20:17 Philadelphia - Washington24:10 Arizona - Minnesota19:20 Indianapolis - NY Jets12:!6 Oakland - San Diego10:25 Seattle - Tennessee16:13 Chicago - New
Meira
Leikið aðfaranótt laugardags: Pittsburgh - Carolina4:3 NY Rangers - NY Islanders2:2 Philadelphia - Ottawa5:3 Tampa Bay - New Jersey3:4 Washington - Buffalo6:2 St Louis - Phoenix7:2 Calgary - Colorado1:4 Edmonton - Detroit2:8 Vancouver - Anaheim3:2 Síðasttaldi leikurinn var leikinn í Japan.
Meira
"ÉG met stöðuna svo að við eigum helmingsmöguleika," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir fyrri leikinn við Stockerau. "Ytra verðum við að leika lengri sóknir og af meiri yfirvegun, bæta varnarleikinn um leið til þess að eiga möguleika. Við byrjuðum nokkuð vel og vörnin var góð og um leið fylgdi markvarslan með.
Meira
ENN er með öllu óljóst hvort Grikkinn Konstantín Tzartsaris leiki með Grindvíkingum í vetur. KKÍ fékk í gær skeyti frá Verias, félaginu sem hann lék með í Grikklandi, þar sem það fer framá að KKÍ sendi hann til sín heima þar sem hann sé "neyddur" til að leika með Grindvíkingum. UMFG óskaði eftir leikheimild til KKÍ en sambandið segist ekki geta það nema fá leyfi frá FIBA.
Meira
"VIÐ byrjum leikinn heima með fjögur mörk undir. Það verður erfitt að vinna þann mun upp, en allt er hægt ef við fáum góðan stuðning í KA-heimilinu," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-liðsins, sem tapaði fyrri leiknum í Evrópukeppni meistaraliða 27:23 fyrir Granitas Kaunas í Litháen.
Meira
Samvinnan skilaði ÍRingum sigri Leikmenn ÍR unnu mikinn baráttusigur á Stjörnunni í Seljaskólanum á laugardag. Breiðhyltingarnir höfðu betur, 23:18, í leik sem líktist einna helst oddaleik í úrslitakeppninni slíkur var sigurvilji beggja liða.
Meira
Tindastólsmenn höfðu sigur gegn Skagamönnum með góðum endaspretti eftir að þeir síðarnefndu höfðu haft yfirhöndina nær allan leikinn. Sauðkrækingar sýndu mikla seiglu og sigu fram úr í lokin og sigruðu 60:65. Skagamenn komu mun ákveðnari til leiks og náðu þrettán stiga forystu, 19:6.
Meira
SIGURÐUR Jónsson var eini Íslendingurinn í liði Örebro, sem vann Norrköping 1:0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en Arnór Guðjohnsen tók út leikbann. Dan Sahlin skoraði um miðjan fyrri hálfleik. Örebro er í fjórða sæti deildarinnar.
Meira
SIGURÐUR Sveinsson hornamaðurinn knái í Aftureldingu meiddist í hné snemma leiks gegn Stockerau og lék ekki meira með. Óttast er að liðþófi sé rifinn, í versta falli að krossbönd séu slitin. Sigurður hefur verið meiddur í mjöðm í haust og var að ná sér á strik af þeim meiðslum þegar þetta gerðist.
Meira
Þórsarar sigruðu Valsmenn í spennandi leik á Akureyri, 75:73. Valsmenn gátu jafnað á lokasekúndunni en misnotuðu vítaskot. Þessi sigur gæti orðið mikilvægur fyrir Þór. Liðinu er spáð neðsta sæti og Valur lenti einu sæti ofar í spánni. Líklegt má telja að botnbaráttan verði hlutskipti beggja liða.
Meira
KEFLVÍKINGAR fögnuðu sigri í Bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti í 22 ár, þegar þeir lögðu Íslandsmeistara ÍBV að velli. Kristinn Guðbrandsson skoraði sigurmark Keflvíkinga og stóð þar með við loforð sem hann var búinn að gefa félögum sínum. Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflavíkur, varði þrjár vítaspyrnur eina í leiknum og tvær í vítaspyrnukeppni.
Meira
Enn einu knattspyrnutímabili íslenskra félagsliða er lokið og landsliðin hafa skilað sínu nema hvað A-landslið karla lýkur verkefnum ársins á Laugardalsvelli nk. laugardag og síðustu leikir piltalandsliðsins á leiktíðinni verða í lok mánaðarins. Þegar litið er yfir nýfarinn veg má sjá að árangur landsliðanna hefur ekki verið sérstakur með nokkrum undantekningum.
Meira
"MÉR finnst leiðinlegt að geta ekki afhent Þorbirni Jenssyni, landsliðsþjálfara, spólu með leik okkar og Granitas Kaunas hér í ljónagryfjunni í Kaunas, eins og ég var búinn að lofa honum," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA. "Upptökuvél okkar var stolið í Kaupmannahöfn á leið okkar hingað til Litháen.
Meira
Við vorum grátlega nærri því að vinna allt, en það tókst ekki," sagði Bjarni Jóhannesson, þjálfari Eyjamanna, eftir leikinn. "Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum og það virtist ekki skipta máli þótt við misstum Hlyn útaf. Altént ekki til að byrja með. Það var dálítið skrýtið að sjá Keflvíkingana einum fleiri og reyna ekki einu sinni að bæta við í sóknina.
Meira
Það voru Eyjamenn sem byrjuðu: Sverrir Sverrisson1:0 Eysteinn Hauksson1:1 Tryggvi Guðmundssonvarið Jóhann Guðmundsson1:2 Zoran Miljkovic2:2 Jakob Már Jónharðssonvarið Guðni Rúnar Helgason3:2 Adolf Sveinsson3:3 Bjarnólfur Lárusson4:3 Gunnar
Meira
Ísfirðingar tóku á móti Grindvíkingum í sínum fyrsta heimaleik í vetur og það er skemmst frá því að segja að heimamenn réðu ekkert við Daryl Wilson hjá gestunum sem gerði 56 stig í 102:87 sigri Grindvíkinga.
Meira
Haustmót TBR Haustmót TBR í badminton var haldið í TBR-húsum nú um helgina. Keppt var í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Þeir sem töpuðu fyrsta leik fóru í aukaflokk. Í þessu móti er keppt með forgjöf. Þetta gefur þeim sem eru veikari tækifæri til þess að keppa við þá sem betri eru á jafnréttisgrundvelli.
Meira
Fasteignaviðskipti eru mismikil frá einum tíma til annars. Undanfarin ár hefur fjöldi umsókna um húsbréfalán vegna kaupa á notuðu íbúðarhúsnæði verið allt frá um 200 og upp í um 500 á mánuði, að jafnaði mest yfir sumartímann. Umsóknir um húsbréfalán eru ekki tæmandi mælikvarði á fjölda fasteignaviðskipta. Sumir taka ekki slík lán til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þessar umsóknir gefa hins vegar a.
Meira
GÓÐ eftirspurn er nú eftir einbýlishúsum í Grafarvogi, ekki síst ef þau eru á einni hæð. Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu slíkt einbýlishús í byggingu við Vættaborgir 111. "Þetta hús er tilvalið fyrir þá sem vilja hafa áhrif á innra skipulag þess. Í dag er þó skipulag á teikningu sérlega gott þar sem hver fermetri nýtist," sagði Einar Guðmundsson hjá Fold.
Meira
FASTEIGNASALAN Skeifan er nú með í sölu einbýlishús við Faxatún 13 í Garðabæ. Þetta er hús á tveimur hæðum, byggt 1964 og úr timbri. Að flatarmáli er húsið 135 ferm., en auk þess fylgir því laufskáli sem er 15 ferm. og bílskúr sem er 25 ferm.
Meira
VOGARNIR í Reykjavík hafa löngum þótt eftirsóknarvert hverfi til búsetu. Nú er fasteignasalan Borgir með einbýlishús þar til sölu að Drekavogi 12. Húsið er steinhús, sem er kjallari, hæð og ris og samtals 230 ferm. að stærð. Húsinu fylgir bílskúrsréttur og í því eru nú tvær íbúðir.
Meira
BYGGINGARSTAÐLARÁÐ stendur fyrir kynningarfundi föstudaginn 10. október nk. um frumvarp að samnorrænum staðli um hljóðvistarkröfur í íbúðarhúsnæði, en frumvarpið er nú til opinnar umsagnar. Frestur til að skila inn athugasemdum hefur verið framlengdur til 31. október nk.
Meira
FJÖLDI íbúa á íbúð er mjög mismunandi eftir löndum í Vestur-Evrópu, eins og sjá má á teikningunni hér til hliðar, en þar er byggt á nýjustu tölum um þetta efni. Fæstir eru íbúar á hverja íbúð í Svíþjóð eða 2,1 en flestir á Spáni og í Írlandi eða 3,3. Hér á landi eru þeir um 2,8. Á síðustu áratugum hefur húsakostur yfirleitt farið batnandi í löndum Vestur-Evrópu.
Meira
Gamli og nýi tíminn Í HOUSTON í Texas blandast saman gamli og nýi tíminn og kemur það greinilega fram í byggingum. Skýjakljúfar gnæfa yfir umhverfið, en gömul íbúðarhús úr timbri standa ekki fjarri.
Meira
HÚS á góðum stöðum í vesturbæ Kópavogs hafa lengi verið eftirsótt. Hjá Húsakaupum er nú til sölu einbýlishús að Kópavogsbraut 93. Húsið var byggt 1958 og er á þremur pöllum, alls 157 ferm. auk þess sem 57 ferm. bílskúr hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði.
Meira
Sjöundi október er dagur heilagrar Birgittu. Birgitta þessi var af sænskum háaðli borin árið 1303, dóttir Birgis Perssonar lögsögumanns sem sameinaði Upplönd Svíþjóðar í eitt fylki. Þrettán ára var hún gefin Úlfi Guðmarssyni, 18 ára höðingjasyni sem síðar varð lögsögumaður í Nerki.
Meira
EKKI er sama hvernig náttborðin eru hjá fólki og af þeim má margt sjá. Að sögn sálfræðinga er þetta borð hinnar snyrtilegu hreiðurgerðarmanneskju" sem einnig er vel meðvituð um heilsu sína og er hænd að fjölskyldunni.
Meira
Blönduósi-Fegrunarnefnd Blönduóss veitti fyrir skömmu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir í bæjarfélaginu. Að þessu sinni hlutu íbúar Hlíðarbrautar 3, hjónin Valdís Finnbogadóttir og Hilmar Kristjánsson, viðurkenningu fyrir snyrtilega og vel hirta lóð.
Meira
LAGNIR í götum og heimaæðar frá veitum ganga úr sér og verður að endurnýja, hvor sem það veldur óþægindum eða ekki, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En framþróun tækninnar er hröð og nýjar lausnir koma stöðugt fram.
Meira
VEGNA aukinna krafna markaðarins um upplýsingar á alnetinu hefur byggingaverktakinn Húsvirki opnað nýjan vef sem hefur slóðina www.isholf.is/husvirki. Þar er að finna upplýsingar um nýtt fjölbýlishús sem Húsvirki er að byggja í Lækjasmára 4 í Kópavogi.
Meira
Íslenzk hús eru mörg tiltölulega ný og meiri hluti þeirra byggður eftir 1960. Þörfin á því að halda þeim við, hefur því ekki verið jafn áþreifanleg og ella. En nú fer viðhaldsþörfin að segja til sín fyrir alvöru. Vegna aldurs og vanrækslu er viðhald á íslenzkum húsum víða orðið að knýjandi nauðsyn, sem húseigendur geta ekki lengur horft fram hjá.
Meira
SVÖRUN hefi ég fengið eftir að smiðjugreinin "Útsýn í þoku" birtist 23. sept. sl. Ég undrast oft hve margir virðast lesa Smiðjugreinarnar og láta ánægju í ljós. Það sýnir mér einnig að fjölmargir velta fyrir sér svipuðu efni og fást við margháttuð verk. Ég þakka þennan áhuga og ábendingar sem mér eru veittar.
Meira
NÝ löggjöf um kaup á fasteignum og lóðum tók gildi í Sviss 1. október sl. Eftirleiðis verður mun auðveldara en áður fyrir útlendinga að stofna til atvinnureksturs í landinu og að eignast þar fasteignir í því skyni.
Meira
HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu rúml. 800 ferm. skrifstofu- og þjónustuhúsnæði að Garðaflöt 16-18 í Garðabæ. Húsnæðið skiptist í tvennt, annars vegar húsnæði, sem hýzt hefur Heilsugæzlu Garðabæjar og hins vegar húsnæði, sem hýzt hefur starfsemi lyfjafyrirtækisins Lyf hf.
Meira
ÞAÐ er ekki oft sem Íslendingum býðst að kaupa raðhús á La Marina á Spáni. Nú er tækifæri fyrir áhugasama því að fasteignasalan Hóll í Hafnarfirði er nú með slíkt hús til sölu. Þetta er 30 ferm. hlaðið hús með 20 ferm. verönd og stendur á eignarlóð.
Meira
Það er ekki svo sjaldan að kvartað er yfir því í fjölmiðlum að ekki sé nokkur friður í heilum hverfum vegna lagnaframkvæmda. Það er verið að endurnýja hitaveitulagnir, kaldavatnslagnir eða þá að frárennsliskerfið í götunum er úr sér gengið. Þetta er ekki nema eðlilegur gangur mála.
Meira
Hornafirði. Mikið hefur verið að gera hjá iðnaðarmönnum á Hornafirði á þessu ári. Þegar bæjarfélagið gerðist reynslusveitarfélag, kallaði það á aukið húsrými og með tilkomu einsetins skóla var ekki lengur hægt að fresta byggingu á nýju skólahúsi sem þörf var á fyrir alllöngu. Tilfinnanlegur skortur er á leiguhúsnæði í Hornafirði og er verðið á leigumarkaðnum mjög hátt.
Meira
SKILNINGUR almennings og ráðamanna hér á landi á viðhaldi bygginga hefur aukizt á undanförnum árum. Æ fleiri gera sér grein fyrir því, að gott og reglulegt viðhald skilar sér sem sparnaður, þegar til lengri tíma er litið. Samt eru þeir býsna margir, sem láta skeika að sköpuðu gagnvart þessu vandamáli, sem vafalítið á eftir að verða enn áleitnara á næstu árum en það er nú.
Meira
FÓLKSFJÖLGUNIN á sjöunda áratugnum hefur verið að koma fram á fasteignamarkaðnum á síðustu árum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Nýjum kaupendum hefur fjölgað mikið og það verður áfram þörf fyrir nýframkvæmdir á húsnæðismarkaðnum.
Meira
GRANDI hf. hefur selt ísfisktogarann Jón Baldvinsson til Chile og var gengið frá sölunni um miðjan síðasta mánuð. Er kaupandinn fyrirtækið El Golfo í Talcahuano. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda, sagði, að Jón Baldvinsson hefði verið á veiðum fram undir júlílok en vinnslustopp var hjá Granda í ágúst. Var þá áhöfninni á Jóni og Ottó N.
Meira
JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur keypt Aron ÞH af Guðmundi A. Hólmgeirssyni, útgerðarmanni á Húsavík. Aron er 74 brúttótonna trébátur, byggður í Þýskalandi árið 1959. Jökull kaupir bátinn með innfjarðarrækjukvóta, sem honum fylgir, en Aron hefur yfir að ráða þriðjungi aflahlutdeildar í innfjarðarrækju í Skjálfanda,
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.