Greinar þriðjudaginn 14. október 1997

Forsíða

14. október 1997 | Forsíða | 94 orð

Bifreið á hraða hljóðsins

BRETINN Andy Green varð í gær fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn í bifreið. Green ók bílnum "Thrust SuperSonic" á 1.222 km hraða á klukkustund eftir eyðimörk í Nevada í Bandaríkjunum. Í dag eru liðin 50 ár frá því að bandaríski flugmaðurinn Chuch Yeager varð fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn í flugvél. Green er 35 ára orrustuflugmaður í breska flughernum. Meira
14. október 1997 | Forsíða | 355 orð

Blair á sögulegum fundi með Adams

TONY Blair heilsaði Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, með handabandi þegar þeir hittust í Belfast í gær og er þetta í fyrsta sinn í rúma sjö áratugi sem breskur forsætisráðherra hittir leiðtoga norður-írskra lýðveldissinna að máli. Meira
14. október 1997 | Forsíða | 203 orð

Bondevik falin stjórnarmyndun

"ÉG geng til þessa fundar fullur hugrekkis og auðmýktar," sagði Kjell Magne Bondevik, leiðtogi þingflokks Kristilega þjóðarflokksins, sem í gær fékk umboð Noregskonungs til stjórnarmyndunar eftir að Thorbjørn Jagland, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af sér fyrir hönd stjórnar sinnar. Meira
14. október 1997 | Forsíða | 89 orð

Danir sóttir heim

OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til Danmerkur hófst á sunnudag. Á fyrsta degi ferðarinnar skoðuðu forsætisráðherrahjónin m.a. Egeskovhöll á Fjóni og gistu á Falsledkrá, sem er víðfræg fyrir matargerðarsnilld og gistiaðstöðu. Meira
14. október 1997 | Forsíða | 209 orð

Vilja leyfa hvalveiði við Noreg og Japan

BREZK stjórnvöld hyggjast á árlegum fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hefst í Mónakó í næstu viku, leggja til að leyft verði að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni í strandveiðilögsögu Noregs og Japans. Frá þessu var greint í The Daily Telegraph í gær. Meira

Fréttir

14. október 1997 | Landsbyggðin | 233 orð

70 millj. til gerðar og lagfæringar íþróttasvæða

Keflavík-Reykjanesbær hefur gert verksamning við knattspyrnufélag bæjarins um uppbyggingu íþróttamannvirkja í þeirra bæjarhlutum og var samningurinn undirritaður við hátíðlega athöfn í húsi Leikfélagsins við Vesturbraut. Samningstíminn er 5 ár og er heildarkostnaður áætlaður tæpar 70 milljónir. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 358 orð

Aðild að lífeyrissjóðum sett í uppnám

INGIBJÖRG R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, sagði í framsögu um lífeyrismál á þingi þess á laugardag að frumvarpsdrög í nefnd fjármálaráðherra um lífeyrismál afhjúpuðu meginmarkmið frumvarpshöfunda væri ekki að tryggja vöxt og viðgang lífeyrissjóðakerfisins með hagsmuni lífeyrisþega og skattgreiðenda í huga. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Alþjóðlegur dagur kvenna í dreifbýli

ALÞJÓÐLEGUR dagur kvenna í dreifbýli verður haldinn hátíðlegur víða um heim miðvikudaginn 15. október nk. "Í kjölfar kvennaráðstefnunnar í Peking 1995 ákváðu Alþjóðasamtök búvöruframleiðeinda (IFAP), Alþjóðasamband bændakvenna (ACWW) og Women's World Summit Foundation (WWSF) að nota einn dag á ári til þess að vekja athygli á stórlega vanmetnu framlagi dreifbýliskvenna, aðallega bænda, Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 842 orð

Áhersla á ólíkar hliðar Danmerkur

HÖLL, sögufræg krá, söfn og hafrannsóknarstofnun, ásamt sædýrasafni voru nokkrir af viðkomustöðum Davíðs Oddssonar og Ástríðar Thorarensen konu hans í opinberri heimsókn þeirra til Danmerkur í boði Poul Nyrup Rasmussens forsætisráðherra Dana. Við skipulagningu heimsóknarinnar var lögð áhersla á það, af hálfu Dana, að sýna sem fjölbreyttastar hliðar á Danmörku. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Áhöfnin flutt í tveimur ferðum milli skipanna

ÞURÍÐUR Halldórsdóttir GK og Ágúst Guðmundsson GK eru í eigu sama útgerðarfélagsins. Skipin lögðu úr höfn á sama tíma, þ.e. kl. 17 á sunnudag. Birgir Sigurðsson, skipstjóri á Ágústi Guðmundssyni, segir að þeir hafi verið um tíu sjómílur norð- norðvestur af Garðskaga þegar neyðarkallið barst. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Biblíulestur í Glerárkirkju

BIBLÍULESTUR og bænastund verður í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21, en þessi hluti af vetrarstarfi kirkjunnar verður í vetur á þessum tíma. Þar gefst öllum sem áhuga hafa tækifæri til að auka fróðleik og dýpka skilning á heilagri ritningu. Í vetur verður Postulasagan lesin og fá þátttakendur skýringarefni jafnóðum sér að kostnaðarlausu. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 262 orð

Bilun í tækjum og óhagstætt veður

BANDARÍSKA geimvísindastofnunin (NASA) frestaði í gær um tvo sólarhringa brottför könnunarhnattarins Cassinis til Satúrnusar vegna bilana og óhagstæðra háloftavinda. Verður hnettinum skotið á loft í fyrramálið kl 8.43 að íslenskum tíma. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Bílaviðgerð á bryggju

RÚSSNESKI togarinn Omnya hefur legið við Torfunefsbryggju á Akureyri um nokkurt skeið, en fyrirhugað er að ráðast í miklar endurbætur á togaranum þegar gengið hefur verið frá samningum þar að lútandi. Skipverjar hafa til umráða smábíl sem þeir nota þegar skjótast þarf um bæinn. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Bíllinn búinn fyrir veturinn

LANDSMENN nota þessar vikurnar til að undirbúa bíla sína fyrir veturinn. Setja þarf vetrardekk undir og eflaust eru margir þegar búnir að því enda hefur snjóað lítillega á norðanverðu landinu í haust. Nægur frostlögur þarf að vera á vatnskassanum, sköfurnar á sínum stað og margt annað þarf að skoða því úr þessu er allra veðra von. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

Bjargaði manni út úr brennandi íbúð

ÓMAR INGIMARSSON, slökkviliðsmaður í Keflavík, bjargaði tæplega sjötugum manni út úr brennandi íbúð í íbúðarblokk við Faxabraut 27 í Keflavík aðfaranótt sunnudags. "Það var talsverður fjöldi af fólki við blokkina þegar við komum að og ég heyri að það er kallað "það er maður inni, flýttu þér, flýttu þér". Meira
14. október 1997 | Landsbyggðin | 85 orð

Björg hrundu úr Stapafelli

Ólafsvík-Um helgina hrundi heljarstór björg úr toppi Stapafells. Voru menn að giska á að þau stærstu væru á annað tonn. Djúpir og miklir skurðir mynduðust í hlíðum Stapafells þegar þau féllu og djúpir skurðir komu á jafnsléttu eftir björgin. Þau stærstu höfðu oltið 50 til 60 metra á jafnsléttu áður en þau stöðvuðust. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð

Bretland uppfyllir EMU-skilyrðin

BRETLAND mun í ár uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt skýrslu sem Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lagði fyrir fund fjármálaráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær. Fjármálaráðherrarnir hrósuðu brezkum stjórnvöldum fyrir metnaðarfulla en raunsæja efnahagsstefnu. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 116 orð

Clinton í Suður-Ameríku

BILL Clinton Bandaríkjaforseta hefur verið vel tekið í upphafi vikulangrar heimsóknar til þriggja landa í Suður-Ameríku, en þetta er í fyrsta sinn sem hann heimsækir þessa granna sína í suðri. Heimsóknin hófst á sunnudag í Venezúela en í gær hélt Clinton til Brasilíu og mun ljúka heimsókninni í Argentínu. Með í för er hópur embættismanna sem er ætlað að ganga frá samningum er varða t.d. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Dagskrá Alþingis í dag

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Fjarkennsla. Framhald fyrri umræðu. 2. Bætt siðferði í opinberum rekstri. Frh. fyrri umr. (Atkvæðagreiðsla). 3. Landafundir Íslendinga. Frh. fyrri umr. (Atkvæðagr.) 4. Öryggismiðstöð barna. Frh. fyrri umr. (Atkvæðagr. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 289 orð

Einokun áfram en í breyttri mynd

RÍKISEINOKUN á áfengissölu í Svíþjóð fer ekki í bága við lög Evrópusambandsins, samkvæmt dómi Evrópudómstólsins, sem sænsk blöð segjast hafa upplýsingar um. Sænska einkasalan, Systembolaget, verður þó að gera breytingar á starfsemi sinni. Ákvæði dómsins þar um gætu einnig haft áhrif á starfsemi Vinmonopolet í Noregi og Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins á Íslandi. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Enn á gjörgæsludeild

KONAN sem lenti í alvarlegu bílslysi í Mosfellsbæ sl. fimmtudag er enn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hún er ekki í lífshættu og hefur verið haldið sofandi til þessa en verið er að létta á svæfingunni og fer hún að vakna úr þessu að sögn læknis á gjörgæsludeild. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Enn rekur furðuskepnur fyrir norðan

Í GRJÓTURÐ fram undan bænum Ingveldarstöðum á Reykjaströnd liggja torkennilegar leifar af furðuskepnu, sem þar hefur skolað að landi. Að sögn Úlfars Sveinssonar,, bónda á Ingveldarstöðum, var norðanátt og brim í lok síðustu viku og nú um helgina varð heimafólk á bænum þess vart þegar gengið var fram á fjörukambinn að einhverjar ókennilegar leifar dýrs höfðu í norðanbriminu skolast upp í fjöruna og Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Er sæskrímslið hrefna?

"SÆSKRÍMSLIÐ" fræga sem sást í Flateyjardal fyrir nokkrum vikum, hefur líklega verið hrefna. Halldór Sverrisson, starfsmaður á vélaverkstæði Útgerðarfélags Akureyringa hf. var á ferð í Flateyjardal þann 24. ágúst sl. og tók þá þessa mynd af fyrirbærinu. Hann var aftur á ferð þar um mánuði síðar og þá var hræið um 300 metrum vestar í fjörunni og farið að láta verulega á sjá. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

Ferðasaga Maurers komin út

FORSETA Íslands var í gær afhent fyrsta eintakið af ferðabók Konrads Maurers, sem út er komin á vegum Ferðafélags Íslands í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Titill bókarinnar er Konrad Maurer ­ Íslandsferð 1858. Þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer ferðaðist um Ísland árið 1858 og hélt dagbók allan tímann, sem hann skrifaði seinna ferðasöguna upp úr. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 676 orð

Fjallað um þróun áfengis og vímuefnameðferðar

ÍTILEFNI tuttugu ára afmælis SÁÁ verður haldin viðamikil ráðstefna um áfengis- og vímuefnavandann dagana 16.-18. október næstkomandi. Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá SÁÁ, segir að afmælisráðstefnan sé ætluð öllum sem koma að málefnum áfengis- og vímuvarna. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fljótsdalsvirkjun verði sett í umhverfismat

FÉLAG áhugamanna um verndun hálendis Austurlands hefur sent nokkrum ráðherrum, þingmönnum, oddvitum, stjórnarformanni Landsvirkjunar, Ferðamálaráði, Náttúrufræðistofnun og fleirum bréf þar sem vakin er athygli á að virkjanir á Austurlandi raski mikilvægum búsvæðum villtra dýra og krefst þess að Fljótsdalsvirkjun verði sett í umhverfismat. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Flugvél og bílar við rjúpnaeftirlit

LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur undanfarin ár haldið úti töluverðu eftirliti með rjúpnaveiðimönnum og kannað hvort þeir fari eftir settum lögum um skotvopn og fuglaveiðar. Að sögn lögreglunnar verður að venju farið reglulega í eftirlitsferðir um lögsagnarumdæmið og fyrsta ferðin verður í dag, degi fyrir upphaf veiðitímans. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Flutningur á veitingahúsi heimilaður

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með fjórum atkvæðum að heimila flutning á veitingahúsinu Plató úr Lækjargötu 6a yfir í Hafnarstræti 17. Að sögn Gísla Inga Gunnarssonar framkvæmdastjóra Þriggja sf., sem rekur staðinn, er Plató kaffihús með vínveitingaleyfi. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fræðslufundur um skógrækt í Japan

OPIÐ hús verður á vegum skógræktarfélaganna í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 í Mörkinni 6, í samvinnu við Búnaðarbanka Íslands. Þetta er annar fræðslufundurinn af þessu tagi núna í haust. Aðalerindi kvöldsins flytja Þórarinn Benedikz, skógfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, og Pétur J. Jónasson, skógræktaráhugamaður. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Færri segja sig úr Þjóðkirkjunni

FYRSTU níu mánuði ársins voru 672 skráðir úr Þjóðkirkjunni sem eru 0,3% af þjóðkirkjufólki miðað við 1.848 sem sögðu sig úr Þjóðkirkjunni á sama tíma 1996. Brottskráðir umfram nýskráða voru 579 á þessum tíma en 1.770 á sama tímabili í fyrra. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Gagnrýni Steingríms J. Sigfgússonar á Halldórs Ásgrímsson utan

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags gagnrýndi á Alþingi í gær að til greina kæmi að utanríkisráðherra færi fyrir íslenskri viðskiptanefnd til Indónesíu á næsta ári. Taldi hann slíka ferð ráðherra fráleita þar sem mannréttindi á Indónesíu hefðu verið fótum troðin undanfarin ár m.a. með þjóðarmorðunum á Austur-Tímor. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Gildistaka frestast enn

FYRIR þingflokka stjórnarflokkanna hefur verið lagt frumvarp sjávarútvegsráðherra um að gildistöku nýrra EES-reglna um heilbrigðiseftirlit með sjávarafurðum á landamærum verði frestað um ár, til 1. nóvember 1998. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Gjaldtaka kemur til greina

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sagði í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á sunnudagskvöld að gjaldtaka af veiðum úr norsk- íslenska síldarstofninum kæmi að mörgu leyti til greina. Hann sagðist hins vegar vera andvígur almennu veiðileyfagjaldi. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Graham Bell flytur fyrirlestur um vistmenningu á Íslandi

GRAHAM Bell heldur opinn kynningarfyrirlestur á Sólheimum í máli og myndum um vistmenningu miðvikudaginn 15. október kl. 16­19. Túlkur verður á staðnum og einnig liggja frammi bækur um vistmenningu í eigu Sólheima. Fyrirlesturinn er haldinn í Íþróttaleikhúsi Sólheima og er aðgangur ókeypis. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut

BORGARVERKFRÆÐINGURINN í Reykjavík og Vegamálastjóri hafa boðið út gerð yfirbyggingar göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut við Sóltún. Hönnuðir brúarinnar eru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Arkitektar sf. og Landslagsarkitektar. Brúin er bogin stálbitabrú, 67 metra löng og þriggja metra breið. Í verkið fara um 39 tonn af stáli. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. maí 1998. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Harkalegur niðurskurður þjónustu

LÆKNAR á Sjúkrahúsi Reykjavíkur gagnrýna harðlega þær áætlanir um niðurskurð á sjúkrahúsinu sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1998 og segja þær óraunhæfar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður Sjúkrahúss Reykjavíkur muni lækka um 370 milljónir króna á næsta ári. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Hreppsnefnd leitar til dómstóla

MEIRIHLUTI hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum á sunnudagskvöld tillögu Birgis Þórðarsonar oddvita um að leita til dómstóla í því skyni að fá úrskurði landbúnaðarráðuneytisins varðandi jörðina Möðrufell hnekkt. Landbúnaðarráðuneytið felldi úr gildi í síðustu viku ákvörðun hreppsnefndar um að neyta forkaupsréttar að jörðinni. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Hvammur fegursta býlið

UMHVERFISNEFND Eyjafjarðarsveitar veitir árlega viðurkenningu til ábúenda á fegursta býli sveitarinnar að mati nefndarinnar. Að þessu sinni hlaut heimilisfólkið í Hvammi viðurkenninguna, þau Snorri Halldórsson og Guðlaug Helgadóttir og Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir. Tóku þau við viðurkenningu í hófi sem haldið var um liðna helgi. Meira
14. október 1997 | Miðopna | 473 orð

Innlent og erlent ofbeldislaust efni

KVIKMYNDAGERÐIN Hljóð og mynd er fyrst til að hefja rekstur sjónvarpsstöðvar sem sendir efni sitt gegnum breiðband Pósts og síma og hefur í því skyni stofnað Barnarásina. "Markmiðið er að bjóða uppá vandað, ofbeldislaust, upplýsandi og fræðandi skemmtiefni," segir Böðvar Guðmundsson sjónvarpsstjóri. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Í farbanni til 19. desember

LAUSIR eru úr gæsluvarðhaldi tveir menn sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald vegna meints tollalagabrots við innflutning á notuðum bílum. Annar mannanna var úrskurðaður í farbann til 19. desember næstkomandi. Rannsókn málsins er hvergi nærri lokið að sögn Arnars Jenssonar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 858 orð

Íslenskur dans á tímamótum

ÍSLENSKUR dans hefur staðið í miklum blóma undanfarin ár, hvort heldur sem íþrótt eða skemmtun hins almenna dansiðkanda. Íslenzkir dansíþróttamenn hafa gert garðinn frægan sl. ár á sterkum mótum á erlendri grundu. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

John Denver fórst í flugslysi

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn John Denver fórst er flugvél hans hrapaði úti fyrir strönd Norður- Kaliforníu síðdegis á sunnudag, eða skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma. Denver var 53 ára. Denver var sjálfur við stjórnvölinn á flugvélinni, sem var tveggja sæta, eins hreyfils tilraunafar, og heimasmíðað. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Jón Baldvin á Bifröst

JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, flytur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans á Bifröst miðvikudaginn 15. október. Mun hann fjalla um efnahagslegar og samfélagslegar ákvarðanir sem bíða Íslendinga fyrir næstu öld. Málstofan fer fram á Hátíðarsal Samvinnuháskólans og hefst kl. 15.30. Eru allir boðnir velkomnir. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Kemur til greina að bjóða aflaheimildir upp

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur koma til greina að bjóða upp heimildir til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. "Þegar verið var að vinna að úthafsveiðilögunum, kom sú hugmynd upp hjá formanni nefndarinnar sem undirbjó þá lagasetningu, Geir Haarde, að einn af kostunum sem ráðherrann hefði, Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

Kostnaður Íslands "ekki óviðráðanlegur"

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að einhver kostnaður muni falla á Ísland vegna stækkunar Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs en sá kostnaður verði þó ekki óviðráðanlegur. Samkvæmt mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins mun kostnaður vegna inngöngu Tékklands, Póllands og Ungverjalands verða um 35 milljarðar dollara, eða um 2.500 milljarðar íslenzkra króna, á næstu þrettán árum. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Landafunda Íslendinga minnst árið 2000

SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, hefur lagt fram á Alþingi tilllögu til þingsályktunar um að minnast landafunda Íslendinga. Meginatriði tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta hefja undirbúning að því að minnast landafunda Íslendinga árið 2000. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 649 orð

Lágmarksréttindi tryggð en samkeppni um séreign

VSÍ vinnur bak við tjöldin að málamiðlun um lífeyrisfrumvarpið. Ómar Friðriksson komst að því að forystumenn á vinnumarkaði eru reiðir formanni lífeyrisnefndarinnar reiðir vegna frumvarps um skatt á eignir lífeyrissjóða. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

LEIÐRÉTT "Torah" en ekki Gamla testamentið

ÓNÁKVÆMNI gætti í þýðingu í lok viðtals við Omar Sabri Kitmitto, formann sendinefndar Palestínu í Noregi, sem birt var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. október sl. Kitmitto skírskotaði til skuldbindingar forsætisráðherra Ísraels við "Torah" og var það þýtt sem Gamla testamentið. Réttara væri að þýða "Torah" sem "helgirit gyðinga". Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Lifrarígræðslur munu aukast

BÚAST má við að sjúklingum með skorpulifur og lifrarbilun muni fjölga verulega á næstu árum og í framhaldi af því verði meiri þörf fyrir lifrarígræðslu en verið hefur. Ástæðan er hröð útbreiðsla svonefndrar lifrarbólgu C á síðustu árum, sérstaklega meðal sprautufíkla. Hver lifrarígræðsla kostar milljónir króna. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Lægri meðalþungi

MEÐALÞUNGI dilka sem slátrað hefur verið í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í haust er örlítið minni en verið hefur. Frá upphafi sláturtíðar nokkru fyrir miðjan síðasta mánuð og fram að síðustu mánaðamótum var meðalþunginn tæp 15,8 kíló. Fyrir allt árið í fyrra var meðalþunginn rétt rúm 16 kíló þannig að munurinn er um 250 grömm á skrokk að meðaltali. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 531 orð

Margir líta á æskuna sem sjálfstætt æviskeið

"ÞEIRRI skoðun hefur vaxið fylgi á síðustu áratugum að líta beri á æskuna sem sjálfstætt æviskeið í lífi hvers einstaklings, sem hlúa beri að með sérstakri alúð," sagði Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, við setningu málþings um málefni barna og unglinga í Norðurlandskjördæmi eystra. Málþingið var haldið á sal Menntaskólans á Akureyri sl. laugardag og var vel sótt af ungu fólki. Meira
14. október 1997 | Miðopna | 855 orð

Margir möguleikar ­meiri gæði

UNNIÐ er að því hörðum höndum að stækka breiðbandsnet Pósts og síma hf. og talið er að 30 þúsund af 90 þúsund heimilum landsmanna geti nú tengst netinu. Á næstu tveimur árum má búast við að um 50 þúsund heimili verði komin í samband. Meira
14. október 1997 | Smáfréttir | 38 orð

MÁLFUNDUR á vegum Fræðafélags MH, Fræðó, verður haldinn

MÁLFUNDUR á vegum Fræðafélags MH, Fræðó, verður haldinn þriðjudaginn 14. október um einkavæðingu ríkisstofnana, einokun og samkeppni. Frummælendur verða Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags. Hefst fundurinn kl. 20 stundvíslega og er öllum opinn. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 304 orð

Mikilvægt að nýta möguleika fjarkennslunnar

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þingmaður Þjóðvaka, flutti í gær tillögu til þingsályktunar um fjarkennslu til að jafna aðstöðu til náms. Meginatriði tillögunnar er að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd sem geri tillögur um hvernig nýta megi fjarkennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi til að jafna aðstöðu til náms. Meira
14. október 1997 | Miðopna | 952 orð

Norðmenn benda á tengslin við síldarsamningana

Samningur um skiptingu loðnustofnsins endurnýjast sjálfkrafa verði honum ekki sagt upp fyrir næstu mánaðamót Norðmenn benda á tengslin við síldarsamningana Ríkisstjórnin skoðar nú hvort segja eigi upp samningi við Noreg og Grænland um skiptingu loðnustofnsins. Ólafur Þ. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 193 orð

Norðurál auglýsir 120 störf

FYRIRTÆKIÐ Norðurál auglýsir nú eftir 120­130 manns til starfa í álverksmiðjunni, sem nú er verið að reisa á Grundartanga. Að sögn Þórðar Óskarssonar, framkvæmdastjóra starfsmanna- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli, er nú auglýst eftir fólki í allar stöður hjá fyrirtækinu utan þess að ráðið hefur verið í stjórnunarstöður og nokkrar verkfræðingastöður. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Óljósar fréttir af kíghóstafaraldri

HARALDUR Briem smitsjúkdómalæknir segir enga fjölgun á kíghóstatilfellum hér á landi um þessar mundir. Hann segir einnig allar fréttir af viðbúnaði heilbrigðisyfirvalda víðs vegar um Evrópu vegna hugsanlegs kíghóstafaraldurs vera mjög óljósar. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Prófkjör á Seltjarnarnesi

Á FULLTRÚARÁÐSFUNDI Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi sem haldinn var laugardaginn 11. október var tillaga stjórnar um opið prófkjör við val á frambjóðendum til bæjarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi 1998 samþykkt einróma. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 502 orð

Reglur um samskipti brotnar

ÞÓR Magnússon, yfirmaður björgunardeildar Slysavarnafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki enn borist formlega tilkynning um að eldur hafi komið upp í togaranum Þuríði Halldórsdóttur GK á sunnudag. Hann segir að reglur um samskipti hafi verið brotnar. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 142 orð

Reynt að sætta Breta og Indverja

INDVERSK og bresk stjórnvöld reyndu í gær að koma í veg fyrir að deilur um Kasmír-hérað yfirskyggðu opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Indlands í tilefni af því að í ár er hálf öld liðin frá því að Indland hlaut sjálfstæði. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Rit um Íslensk gjaldmiðlaheiti

ÍSLENSK málnefnd hefur gefið úr ritið Íslensk gjaldmiðlaheiti. Baldur Jónsson, prófessor, tók saman í samráði við Anton Holt, myntfræðing í Seðlabanka Íslands, Ólaf Ísleifsson, hagfræðing, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands og Veturliða Óskarsson, málfræðing. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Samskipti verði aukin

BORGARSTJÓRINN í Þórshöfn í Færeyjum og borgarstjórinn í Reykjavík hafa undirritað yfirlýsingu um að þeir fyrir hönd höfuðborganna muni leita leiða til að efla samskipti landanna á sviði menningar-, skóla- og íþróttamála. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 1278 orð

Sáttasemjari leitar að grundvelli til viðræðna

SAMNINGANEFNDIR grunnskólakennara og sveitarfélaganna koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Lítið hefur gerst í viðræðunum síðasta mánuðinn, sem sést best á því að frá 4. Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 388 orð

Segir harða kosningabaráttu framundan

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands og formaður kristilegra demókrata, CDU, skoraði í gær, á fyrsta degi flokksþings CDU í Leipzig, á flokksfélaga sína til að fylkja sér undir merkjum sameinaðrar Evrópu um baráttuna fyrir fimmta kosningasigrinum í röð, en þingkosningar fara fram í Þýzkalandi í lok september á næsta ári. Meira
14. október 1997 | Landsbyggðin | 260 orð

Selveiðisjóður Norðurlands eystra stofnaður

Húsavík-Vegna vaxandi og mikils tjóns af blöðrusel fyrir norðausturlandi hafa nokkrir áhugamenn gengist fyrir stofnun félagsskapar og sjóðs sem stuðla skal að fækkun blöðrusels. Stofnfundur sjóðsins var haldinn á Húsavík 8. október sl. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Siðferði bætt í opinberri stjórnsýslu

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um bætt siðferði í opinberum rekstri á Alþingi í gær. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem hafi það verkefni að kanna hvernig bæta megi siðferði í opinberri stjórnsýslu. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Skoðað hvort segja eigi loðnusamningnum upp

RÍKISSTJÓRNIN mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvort segja eigi upp samningi Íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu loðnustofnsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að málið sé til skoðunar og hann hafi kynnt mót- og meðrök fyrir ríkisstjórninni. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Skoðanakönnun samhliða atkvæðagreiðslu

NEFND um sameiningu þriggja sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkurbæjar, Árskógshrepps og Svarfaðardalshrepps hefur ákveðið að efna til skoðanakönnunar samhliða atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna en atkvæði verða greidd næstkomandi laugardag, 18. október. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Slökkvilið í þyrlu til björgunarstarfa

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, flutti slökkviliðsmenn og slökkvibúnað frá Reykjavík á vettvang þegar eldur kom upp í skuttogaranum Þuríði Halldórsdóttur GK 94 síðastliðið sunnudagskvöld þar sem hann var út af Garðskaga á leið á miðin í Jökultungum. Slökkviliðsmennirnir voru fluttir um borð í varðskip og þaðan yfir í togarann þar sem fljótlega tókst að slökkva eldinn. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 416 orð

Spánverjar báðu Lien að fresta för sinni

EVRÓPUFÖR Liens Chans, varaforseta Tævans, fékk snubbóttan endi á sunnudag þegar hann neyddist til að aflýsa för til Spánar vegna þrýstings frá Kínverjum. Eva Martinez, talsmaður spænska utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að heimsóknin yrði "verkfæri í höndum" Kínverja og "mistúlkuð". Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 237 orð

Stjórnarmyndun vel á veg komin

STJÓRNARMYNDUN í Noregi var komin vel á veg áður en Haraldur konungur fól Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherraefni Kristilega þjóðarflokksins, hana í gær. Ekki liggur þó fyrir stefnuskrá og flokkarnir hafa enn ekki komið sér saman um skiptingu ráðuneyta að öðru leyti en því að Bondevik verður forsætisráðherra, og að flokkur hans fær níu ráðuneyti, Miðflokkurinn sex ráðherrastóla, og Venstre, Meira
14. október 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Tugir manna farast í rútuslysi ÓTTAST var í gærkvöldi að 40 manns hefðu farist í rútu sem steyptist niður gljúfur í Quebec í

ÓTTAST var í gærkvöldi að 40 manns hefðu farist í rútu sem steyptist niður gljúfur í Quebec í Kanada í gær. Slysið varð á þjóðvegi meðfram Saint Lawrence-fljóti nálægt þorpinu St. Joseph og björgunarsveitir hröðuðu sér á staðinn. Fréttastofan Canadian Press sagði að þurrt og bjart hefði verið í veðri þegar slysið varð. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Tvö útköll á sömu sekúndu

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað á tvo staði á sömu sekúndu í gærmorgun þegar tilkynning barst annars vegar um eld í húsi við Hjarðarhaga og hins vegar í togaranum Ammassat þar sem hann lá við Grandagarð. Meira
14. október 1997 | Landsbyggðin | 173 orð

Umhverfisverðlaun Hornafjarðar veitt öðru sinni

Hornafirði-Umhverfisverðlaun voru afhent á dögunum í Hornafirði og voru veitt verðlaun í þremur flokkum. Verðlaun fyrir fallegasta og snyrtilegasta umhverfið í þéttbýli, dreifbýli og hjá fyrirtækjum. Nokkrir garðar og umhverfi þeirra hér á Höfn fengu tilnefningu auk nokkura sveitabýla í dreifbýlinu en einungis eitt fyrirtæki fékk tilnefningu að þessu sinni. Meira
14. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Uppsagnir átta kennara borist

Á FUNDI skólanefndar Akureyrar í síðustu viku, voru lagðar fram til bókunar sjö uppsagnir kennara í grunnskólum bæjarins, 6 kennara við Síðuskóla og eins við Glerárskóla. Guðmundur Þór Ásmundsson, skólafulltrúi Akureyrarbæjar, segir að ein uppsögn til viðbótar hafi verið bókuð áður og einnig hafi frést af fleiri uppsögnum á leiðinni. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

Valfrjáls iðgjöld verði frádráttarbær frá skatti

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands vinnur nú að málamiðlun í óformlegum viðræðum við fulltrúa verkalýðshreyfingar og stjórnvalda um lífeyrisfrumvarpið. Hafa vinnuveitendur kynnt nýjar tillögur til lausnar í málinu. Halda á lokafund í nefnd fjármálaráðherra um frumvarpið á morgun. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Vegagerð yfir Eiðið verði í lágmarki

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugað grjótnám á Geldinganesi með þeim skilyrðum að vegagerð yfir Eiðið verði haldið í lágmarki og að tryggt verði að unnt sé að koma svæðinu aftur í fyrra horf. Jafnframt að samráð verði haft við Árbæjarsafn þegar framkvæmdir hefjast við ofaníburð á fyrirliggjandi vegarslóða frá Eiðinu og yfir hábungu Geldinganess. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vegas fékk leyfi til bráðabirgða

GEFIÐ hefur verið út bráðabirgðavínveitingaleyfi til skemmtistaðarins Vegas, Laugavegi 45. Að sögn Signýjar Sen, lögfræðings hjá lögreglustjóra, var skylt að gefa út bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn þar sem nýr veitingamaður sótti um í nafni staðarins. Bráðabirgðaleyfið gildir meðan umsókn staðarins er til meðferðar hjá borginni og matsnefnd áfengisveitingahúsa, sem getur tekið nokkrar vikur. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vegasmálinu áfrýjað

EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum tveggja manna sem ákærðir voru fyrir að verða manni að bana á skemmtistaðnum Vegas snemma á árinu. Annar mannanna var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en hinn var sýknaður. Ákveðið var að áfrýja báðum málunum til Hæstaréttar. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Viðgangur Þingvallaurriðans ekki svipur hjá sjón

ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks, Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokks, og Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurreisn Þingvallaurriðans. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Þrír lögreglumenn til Bosníu

Þrír íslenskir lögreglumenn, Guðmundur Ómar Þráinsson, Gunnar Jóhannes Jóhannsson og Sveinn Guðni Guðnason, fóru til Bosníu í gær þar sem þeir verða þátttakendur í alþjóðlegum lögreglusveitum Sameinuðu þjóðanna. Meira
14. október 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

Öllum lúgum og útgönguleiðum lokað

"VIÐ VORUM á leiðinni í Jökultungur og búnir að sigla í um 1tíma þegar brunavarnarkerfið fór allt í einu í gang. Öll áhöfnin kom upp í brú sem er fyrsta regla í tilfelli sem þessu og þaðan fóru menn í að loka öllum lúgum og útgönguleiðum til að loft kæmist ekki að eldinum," sagði Andrés Ágúst Guðmundsson, skipstjóri á skuttogaranum Þuríði Halldórsdóttur GK 94, Meira

Ritstjórnargreinar

14. október 1997 | Leiðarar | 580 orð

leiðariNORRÆNARFLEIFÐ ALSMENN þess að dregið

leiðariNORRÆNARFLEIFÐ ALSMENN þess að dregið verði úr dönskukennslu í skólum landsins og enskan tekin framyfir ættu að gefa gaum að ummælum Pouls Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem hann viðhefur í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag: "Við metum mjög mikils viðleitni íslenzkra stjórnmálamanna til að styrkja dönskukennsluna, Meira
14. október 1997 | Staksteinar | 319 orð

»Stofnanir og starfsemi EKKI ER nóg að byggja heilbrigðisstofnanir, segir Ás

EKKI ER nóg að byggja heilbrigðisstofnanir, segir Ásta Möller, í tímariti hjúkrunarfræðinga. Það er ekki síður þörf á því að tryggja að sú starfsemi, sem þar á að fara fram, geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti. Áherzlur Meira

Menning

14. október 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Að lesa myndir

Að lesa myndir ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiðinu "Að lesa myndir: Túlkun og lestur mynda og myndlistar". Námskeiðið verður haldið á fimmtudagskvöldum kl. 20­22 og hefst 16. október. Kennari verður Ólafur Gíslason blaðamaður og gagnrýnandi. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 450 orð

Af smáatriðunum skuluð þér...

Kvartettinn skipa Attilla Falvay 1. fiðla, Tamás Szabo 2. fiðla, Gábor Fias víóla, János Devich selló. Viðfangsefni, Haydn, Kodaly og Brahms. Bústaðakirkja 12. október kl. 20.30. ANGAN hámenningar kvartettleiksins fengum við að heyra á sunnudagskvöld í leik Kodály- kvartettsins frá Ungverjalandi. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 664 orð

Allir til Oz!

Höfundur sögu: L. Frank Baum. Tónlist: Harold Arlen. Söngtextar: E.Y. Harburg. Leikgerð: John Kane. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri og dansahöfundur: Kenn Oldfield. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Rúnar Jónsson. Söngþjálfun: Sverrir Guðjónsson. Þjálfun hunds: Ásta Dóra Ingadóttir. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 586 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnard

Conspiracy Theory Laglegasti samsæristryllir. Mel Gibson er fyndinn og aumkunarverður sem ruglaður leigubílstjóri og Julia Roberts er góð sem hjálpsamur lögfræðingur. Face off Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 686 orð

Dansarar á valdi myndavélar

Katrín Ólafsdóttir hefur nýlokið upptökum á stuttmyndinni "Slurpurinn & Co." Hildur Loftsdóttir spurði hana um innihald og útlit fyrstu íslensku dansmyndarinnar. MYNDIN hennar Katrínar er mjög sérstök að því leyti að hún er bara ein taka. Í 11 mínútur, lengd filmunnar, snýst myndavélin í kringum sjálfa sig og leikararnir dansa í kringum hana. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 1119 orð

Fegurð og farsi

Ópera í tveimur þáttum eftir W.A. Mozart. Söngvarar voru; Sólrún Bragadóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Björn Jónsson, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Howard Moody. Leikstjóri, leikmynda-, búninga- og ljósahönnuður David Freeman og honum til aðstoðar voru Hulda K. Magnúsdóttir og Benedikt Axelsson. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 718 orð

Ferð til Gyrðisheima

Leiksýning eftir handriti Þórarins Eyfjörð sem unnið er upp úr skáldskap Gyrðis Elíassonar. Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð. Leikarar: Alma Guðmundsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Harpa Arnardóttir, Hinrik Ólafsson, Jón St. Kristjánsson, Skúli Gautason, Valgeir Skagfjörð, Þorsteinn Bachmann og Þröstur Guðbjartsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Harmóníkuleikari: Tatu Kantomaa. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Fyrirlestur um Pierre Abélard

Fyrirlestur um Pierre Abélard GUNNAR Harðarson lektor í heimspeki, heldur fyrirlestur um Pierre Abélard, á vegum Alliance Francaise í Reykjavík, á morgun, miðvikudag. Gunnar varði doktorsritgerð sína, "Litterature et spiritualité en Scandinavie médiévale", við Sorbonne árið 1984. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Guðrún Karítas sýnir í Skotinu

Guðrún Karítas sýnir í Skotinu Í SKOTINU, sýningaraðstöðu í Félagsmiðstöð aldraðra, Hæðargarði 31, stendur yfir sýning á málverkum og tréútskurði Guðrúnar Karítasar Sölvadóttur. Guðrún er fædd á bænum Sléttu í Aðalvík en hefur búið í Reykjavík í áratugi. Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 996 orð

Hvað varð um þau?

ÁRIÐ 1978 var frumsýnd mynd sem átti eftir að verða óhemjuvinsæl um allan heim og lifa í hugum fólks í langan tíma. Þetta er að sjálfsögðu myndin Koppafeiti eða Grease sem fékk unga stráka til að setja feiti í hárið eins og Danny Zuko og stelpur til að vilja líkjast hinni sætu Sandy. Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 247 orð

Íslenska leikhúsið frumsýnir

DRAUMSÓLIR vekja mig nefnist leiksýning sem Þórarinn Eyfjörð hefur sett saman fyrir Íslenska leikhúsið. Það var stofnað árið 1990 og er þetta fimmta verkið sem það setur upp. Verkið er unnið upp úr þremur bókum Gyrðis Elíassonar, auk þess sem Þórarinn hefur sótt efnivið í ljóð skáldsins og þannig spannar leikgerðin fjölbreyttan heim ritverka þess. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 491 orð

Ljóð, mynd, hljóð...

Ný tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hilmar þórðarson og Gunnar Kristinsson. Andrea Gylfadóttir (MS); Sigurður Flosason, altsaxofónn; Kolbeinn Bjarnason, flauta & bassaflauta. Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 12. september kl. 17. MUNNLEGAR kynningar geta verið ágætar. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 323 orð

Ljúfir söngvar og helgidómar

Á aðventu býður Kammersveitin til jólatónleika í Áskirkju og bera þeir yfirskriftina "Um lífsins helgidóm". Þar munu tónleikagestir eiga þess kost að hrífast með tónlist barokktímans. Síðustu tónleikar Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 195 orð

Strandastemmning í Óperunni

ÓPERAN Svona eru þær allar eða "Cosi fan tutti" eftir Wolfgang Amadeus Mozart var frumsýnd í Íslensku óperunni um helgina. Óperan hefur verið færð í nýstárlegan búning og fer m.a. fram á ströndinni þar sem söngvararnir troða upp á sundfötum. "Stemmningin var rosalega góð," segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona, sem fer með eitt aðalhlutverkanna. Meira
14. október 1997 | Menningarlíf | 216 orð

Sýningu Serranos hætt

SÝNINGU í Melbourne á verkum hins umdeilda bandaríska listamanns, Andres Serrano, var hætt í gær eftir að ungur maður réðist á eitt verka hans með hamri. Verkið er afar umdeilt og nefnist "Piss-Kristur" en tilraun kaþólsku kirkjunnar til að fá sett lögbann á það í Ástralíu mistókst fyrir helgi. Meira
14. október 1997 | Fólk í fréttum | 191 orð

Þrjú lög tónskáldsins frumflutt

LIONSKLÚBBURINN Ægir stendur fyrir minningartónleikum um Sigfús Halldórsson sunnudaginn 19. október í Háskólabíói. Þar munu Jónas Ingimundarson, píanóleikari, og Friðbjörn G. Jónsson, söngvari, frumflytja þrjú lög eftir tónskáldið í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Einnig verður flutt nýtt ljóð eftir Ómar Ragnarsson við lag Sigfúsar og verður hann kynnir á tónleikunum. Meira

Umræðan

14. október 1997 | Aðsent efni | 366 orð

Áfram konur

SÍÐASTLIÐIN ár hefur Kvennalistinn háð hetjulega baráttu fyrir mannréttindum kvenna og með því stöðugt minnt þingheim og aðra Íslendinga kyrfilega á tilvist kvenna og það misrétti sem þær hafa verið beittar á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Þessi stöðuga barátta Kvennalistans hefur bætt stöðu kvenna innan hinna stjórnmálaflokkanna þó langt sé enn í land hjá þeim flestum. Meira
14. október 1997 | Bréf til blaðsins | 793 orð

Enn um dulmálið í Biblíunni

Í MBL. 10. okt. sl. er lesendabréf frá Þórarni Árna Eiríkssyni stærðfæðingi, þar sem hann ber fram röksemdir sem komið hafa fram gegn tilvist dulmálsins í Biblíunni. Vitnar hann til þekktra stærðfræðinga og er ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar hef ég það á tilfinningunni, að Þórarinn hafi lesið umrædda gagnrýni, en ekki bók Drosnins um Biblíudulmálið. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 601 orð

Eru námsmenn annars flokks borgarbúar?

ÞAÐ VORU fögur orð sem forystumenn R-listans fóru með fyrir borgarstjórnarkosningar 1994. Forystumenn R-listans ætluðu ekki að hækka skatta, ekki að auka álögur á borgarbúa, heldur að lækka skuldir Reykjavíkurborgar svo um munaði og svona mætti lengi telja. Það sér hver skyni gæddur maður að loforðin voru innantómur kveðskapur; einungis leið til valda. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 428 orð

"Ég hef bara ekki vit á tónlist"

ÞAU ÁR sem ég starfaði sem óperusöngvari, var ég vanur að spyrja vini og kunningja að lokinni óperusýningu hvernig þeim hefði líkað. Furðu oft var svarið að sýningin hefði verið góð skemmtan, en síðan bætt við: "Ég hef bara ekki vit á tónlist." Eina svar mitt var: "Ef þú heyrir, nemur og nýtur tónlistarinnar, þá hefur þú vit á henni. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 1514 orð

Lífræn framleiðsla og vottun hennar

VOTTUN lífrænna afurða og reglur um lífræna framleiðslu hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Í fréttaskýringu hinn 19. sept. sl. boðar blaðamaður Dags-Tímans "byltingu í búskaparháttum" vegna aukinna krafna um vottun afurða. Meira
14. október 1997 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Opið bréf til stjórnvalda

HVAÐ er í gangi? Af hverju er ekki reiknað með þjónustu fyrir öll börnin okkar í þjóðfélaginu í dag? Ég er orðin langþreytt á að hlusta eilíflega á að ekki séu til peningar fyrir þeirri þjónustu sem allir fatlaðir eiga rétt á skv. lögum. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 1142 orð

Reglur LÍN og Háskólans

AÐ undanförnu hafa orðið umræður í fjölmiðlum um reglur LÍN en fulltrúar Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa séð ástæðu til upphlaups þrátt fyrir þá ákvörðun stjórnar LÍN að reglur sjóðsins skuli gilda jafnt fyrir alla námsmenn. Málflutningur þeirra er eins og stundum áður byggður á misskilningi í grundvallaratriðum. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 259 orð

Reykjavík taki forystu í skólamálum

Reykjavík taki forystu í skólamálum Augljóst er að taka þarf til hendinni, segir Bryndís Þórðardóttir, og bæta grunnskólann verulega. MENNTUN barna er frumskylda foreldra og samfélagsins alls. Margt bendir til þess að menntun íslenskra barna sé lakari en skyldi. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 349 orð

Skammsýni R- listans í umferðarmálum

Skammsýni R- listans í umferðarmálum Annarleg hugmyndafræði R-listans í umferðarmálum veldur enn meiri umferðarteppu, eykur loftmengun og dregur úr umferðaröryggi, segir Kjartan Magnússon. Á SÍÐUSTU árum hefur almenningur æ betur gert sér grein fyrir því að umferðarmál og umhverfismál eru samofin. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 158 orð

Svar við leiðara

Í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag er spurningunni "Hver borgar?" beint til mín. Vegna þess vil ég taka eftirfarandi fram: Spurning Morgunblaðsins byggir á þeim grundvallarmisskilningi að leggja megi að jöfnu skattlagningu hins opinbera annars vegar og hins vegar kaup og sölu á veiðiheimildum innan sjávarútvegsins. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 928 orð

Um viðbrögð kínverskra stjórnvalda við komu Liens Chans til Íslands

SAMSKIPTI Íslands og Kína virðast ætla að stirðna vegna heimsóknar Liens Chans. Tæplega hefði verið hægt fyrir Íslendinga að forðast þessa uppákomu þar sem aðeins þurfti til frumkvæðis tævanskra aðila að koma. Það hefði verið ógjörningur að neita Lien Chan um vegabréfsáritun hingað til lands. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 411 orð

Veitum ungu fólki brautargengi í prófkjörinu

Veitum ungu fólki brautargengi í prófkjörinu Ungt fólk hefur fengið nóg af vinnubrögðum R-listans, segir Jónas Þór Guðmundsson, og hvetur sjálfstæðismenn í Reykjavík til að styðja ungt fólk í prófkjörinu. SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavík halda prófkjör dagana 24. og 25. október næstkomandi. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 578 orð

Verndun þorsksins ber ávöxt Gott klak í ár, segir Sigfús Schopka, eru langþráð og ánægjulegustu tíðindin.

Á ÁRUNUM 1986­1996 sýndu mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, að nýliðun í þorskstofninn var oftast langt undir meðallagi. Miðað við sóknarþungann framan af á þessu tímabili varð áframhaldandi minnkun stofnsins ekki umflúin. Sérstakar áhyggjur höfðu menn af þróun hrygningarstofnsins. Lagt var til að draga stórlega úr veiðum, til þess að snúa þróuninni við. Meira
14. október 1997 | Aðsent efni | 1005 orð

Þeir sletta skyrinu sem eiga það!

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn ryðjast nú út á ritvöllinn, með foringja sinn Árna Sigfússon sem leiðtogi þeirra hefur nýlega endurkrýnt, í broddi fylkingar enda sýndarprófkjörið í nánd. Þeir hamast nú mjög á áformum meirihluta borgarstjórnar að flytja hluta af starfsemi Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsið og bölsótast yfir ærnum kostnaði sem betur væri nýttur í þarfari verkefni, Meira

Minningargreinar

14. október 1997 | Minningargreinar | 21 orð

Anna Ársælsdóttir, Minningargrein til Morgunblaðsins til birtingar Miðvikudaginn 15. október 1997. Nafn hins látna er: (13.

Anna Ársælsdóttir, Minningargrein til Morgunblaðsins til birtingar Miðvikudaginn 15. október 1997. Nafn hins látna er: (13. desember 1913 - 29. september 1997). Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Gunnar Sveinbjörn Grímsson

Kæri frændi! Ég kveð þig með miklum söknuði. Mig óraði ekki fyrir því að þú yrðir kallaður svo skjótt á brott eftir að ég kvaddi þig á Hrafnistu fyrir rúmlega hálfum mánuði, en þá var ég á leið til Danmerkur til að ganga frá málum þínum þar. Mínar fyrstu minningar sem ég á um þig eru frá því ég var smástrákur. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Gunnar Sveinbjörn Grímsson

Við andlát Gunnars Grímssonar rifjast upp margar ljúfar minningar um hógværan og vinnusaman nágranna. Gunnar var fæddur á Jökulsá á Flateyjardal, elstur fimm systkina. Þar sleit hann barnsskónum í kyrru umhverfi við bratta berjahlíð og fiskiströnd. Eftir nám í Flatey og að Laugum hóf hann margvísleg störf við sjávarútveg. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 251 orð

GUNNAR SVEINBJÖRN GRÍMSSON

GUNNAR SVEINBJÖRN GRÍMSSON Gunnar Sveinbjörn Grímsson, sjómaður frá Jökulsá á Flateyjardal, var fæddur í Vík á Flateyjardal 4. september 1925. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Grímur Sigurðsson, bóndi frá Jökulsá á Flateyjardal, f. 26. júní 1896, d. 7. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Hróbjartur Einarsson

Mælt yfir kistu Hróbjarts Einarssonar. Hróbjartur Einarsson, faðir minn, er dáinn, burtkallaður. Lífi hans er lokið. Eftir stöndum við syrgjendurnir, ringlaðir og örvæntingarfullir. Dauðinn er svo afgerandi, hér er ekkert afstætt, ekkert "bæði og", enginn möguleiki á öðru tækifæri. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 536 orð

Hróbjartur Einarsson

Ljúfsárt er að minnast móðurbróður míns Hróbjarts Einarssonar sem lést í Danmörku 29. ágúst eftir stranga sjúkrahúslegu og fimm ára baráttu við lungna- og blóðkrabba. Er ég man fyrst eftir mér bjuggu foreldrar mínir og flest móðursystkini á Brekkustíg 19. Þarna hafði afi minn reist þriggja hæða hús og þar ólu þau upp amma upp sex börn sín. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 26 orð

HRÓBJARTUR EINARSSON

HRÓBJARTUR EINARSSON Hróbjartur Einarsson fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1929. Hann lést í Danmörku 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í Kaupmannahöfn 5. september. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 699 orð

Jóna Björg Magnúsdóttir

Þessar hendingar hljóma í eyrum mér þegar við í dag kveðjum Jónu Magnúsdóttur og hún heldur í þá ferð sem bíður okkar allra. Fyrir 54 árum komu nokkrir Stokkseyringar, sem flutt höfðu frá heimaslóðum á Reykjavíkursvæðið, saman og stofnuðu átthagafélag sem nefndist Stokkseyringafélagið í Reykjavík og nágrenni. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 127 orð

JÓNA BJöRG MAGNÚSDÓTTIR

JÓNA BJöRG MAGNÚSDÓTTIR Jóna Björg Magnúsdóttir fæddist 18. júlí 1910 í Ósgerði í Ölfushreppi. Hún lést 7. október síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon og Málfríður Jónsdóttir sem bjuggu í Ósgerði. Systkini Jónu voru Magnús, f. 28.6. 1908, d. 7.8. 1988, Elín Málfríður, f. 10.9. 1912, d. 4.7. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 948 orð

Jónas Geir Jónsson

Hinn 11. október síðastliðinn var til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju Jónas Geir Jónsson, kennari á Húsavík. Með þessum fátæklegu minningarorðum langar mig til að minnast ekki aðeins Jónasar, heldur einnig eiginkonu hans, Friðnýjar Steingrímsdóttur, sem lést fyrir rúmum þrettán árum. Meira
14. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

JÓNAS GEIR JÓNSSON

JÓNAS GEIR JÓNSSON Jónas Geir Jónsson fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 31. mars 1910. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 11. október. Meira

Viðskipti

14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Apple með lægra verð og afslátt

APPLE tölvufyrirtækið kveðst hafa lækkað verð um allt að 1.000 dollara á einmenningstölvum og býður tölvur og fylgibúnað með afslætti. Verð á Power Macintosh 8600 hefur lækkað um 600-800 dollara og í boði er 250-300 dollara afsláttur. Verð Apple PowerBook 3400, hefur lækkað um 800-1000 dollara. Verðlækkanirnar gilda í Bandaríkjunum og Kanada og tóku gildi 11. október. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Birgðir af olíu aukast

BIRGÐIR af olíu í heiminum jukust enn að mun í september og birgðir af olíu jukust líka, en hráolíubirgðir minnkuðu óvænt og stuðlaði það að stöðugleika á mörkuðum að sögn Alþjóðaorkustofnunarinnar (IEA). Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Chrysler dæmt í 262,5 millj. dala bætur

KVIÐDÓMUR í Suður-Karólínu hefur gert Chrysler bifreiðafyrirtækinu að greiða foreldrum sex ára drengs, sem fórst í bílslysi, 262,5 milljónir dollara í skaðabætur -- hinar hæstu sem bílaframleiðandi hefur orðið að greiða. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 264 orð

ÐTaugagreining með 22 milljóna tap

TAP á rekstri Taugagreiningar fyrstu sex mánuði ársins nam um 22 milljónum króna. Er þetta í samræmi við áætlanir félagsins sem gerðu ráð fyrir um 19 milljóna króna tapi á tímabilinu. Taugagreining hefur sérhæft sig í þróun og framleiðslu á heilaritskerfum og náð árangri í sölu til sjúkrahúsa á Norðurlöndum og í fleiri löndum Vestur-Evrópu. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Endurskoða þarf skipan hafnarmála

FRAMTÍÐARSKIPAN hafnarmála var aðalumræðuefnið á ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga. Kristján Þór Júæíusson, formaður Hafnarsambandsins sagði að unnið hefði verið að því undanfarin ár að skoða sérstaklega flutningamunstur í höfnum. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Fundur með fulltrúa Þýska seðlabankans

ÞÝSK-ÍSLENSKA verslunarráðið býður til hádegisverðarfundar með dr. Bernd Goos, framkvæmdastjóra alþjóðadeildar Þýska seðlabankans (der Deutsche Bundesbank). Fundurinn verður í Sunnusal, Hótel Sögu, föstudaginn 17. október kl. 12­13.30. Á honum heldur dr. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Hugbúnaðarkynning

KYNNING verður á nýrri útgáfu af vélgæslukerfinu Lookout á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag, kl 15:30-17. Með þessu hugbúnaðarkerfi er auðvelt að setja upp skjámyndir á venjulega pc-tölvu til að stýra ýmsum tækjum í iðnaði, eða að setja upp eftirlitskerfi. Meðal nýjunga eru öflug tengsl við stýrivélar, og nýir tækjareklar til samskipta við mælispjöld og RS-485 dreifða inn- og útganga. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 491 orð

Sex lífeyrissjóðir hyggjast kaupa fyrir 300 milljónir

SEX lífeyrissjóðir hafa ákveðið að verja samtals um 300 milljónum króna til kaupa á skuldabréfum Norðuráls hf. sem gefin hafa verið út vegna álversframkvæmdanna á Grundartanga. Þetta er tæplega þriðjungur af því lánsfjármagni sem áformað er að afla hér innanlands með sölu skuldabréfa. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Steve Jobs fastráðinn?

STEVE JOBS, einn stofnenda Apple og nú settur aðalframkvæmdastjóri, íhugar að sleppa orðinu settur" úr titli sínum. Þetta kom fram þegar hann var að því spurður á notendaráðstefnu Macromedia fyrirtækisins í San Francisco hver stjórnaði Apple og hvenær hann ætlaði að hætta að kalla sig bráðabirgðaforstjóra. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 406 orð

Stærsti norræni bankinn verður til við samruna

STÆRSTI banki Finnlands, Merita, og Nordbanken í Svíþjóð hafa ákveðið að sameinast í stærsta banka á Norðurlöndum og boðið fleiri bönkum aðild. Gengið verður frá samrunanum á fyrsta fjórðungi næsta árs og fyrirhugaður banki, MeritaNordbanken Abp (Oyj), verður einn tíu stærstu fyrirtækja á Norðurlöndum, metinn á yfir 10 milljarða dollara. EMU aðild undirbúin Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 276 orð

Sun höfðar mál gegn Microsoft

SUN Microsystems hefur höfðað mál gegn Microsoft fyrir samningsbrot í sambandi við notkun Microsofts á hinum vinsæla Java búnaði Sun. Málshöfðunin er síðasta tilraun Sun fyrirtækisins til að varðveita "síðustu miklu framförina" í tölvumálum, sem svo er kölluð: hugbúnaðar- tungumál, sem hægt sé að nota í öllum tölvukerfum ­ ekki aðeins Windows kerfi Microsofts. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Tyrkir ætla að grafa göng undir Bosporus

TYRKNESKA stjórnin hefur samþykkt 1,25 milljarða dollara áætlun embættismanna um járnbrautargöng milli Asíu og Evrópu undir Bosporus (Hellusund), einhverja fjölförnustu siglingaleið heims. Göngin munu draga úr miklum umferðarþunga í Istanbul og álagi á tveimur brúm yfir sundið. Verkið verður boðið út í marz. Göngin verða 13,3 kílómetra löng. Meira
14. október 1997 | Viðskiptafréttir | 44 orð

WTO tekur upp merki bjartsýni"

ALÞJÓÐA viðskiptastofnunin (WTO) hefur tilkynnt að hún muni taka upp sérstakt merki, sem á að tákna þrótt og bjartsýni". Merkið hannaði grafíklistakona frá Singapore, Su Yeang. Aðalframkvæmdastjóri WTO, Renato Ruggiero, afhjúpaði merkið í aðalstöðvum WTO í Genf. Meira

Daglegt líf

14. október 1997 | Neytendur | 398 orð

Aðgæsla nauðsynleg við kaup á GSM og þráðlausum símum í útlöndum

ÞEIR sem kaupa GSM og þráðlausa síma í útlöndum sitja oft með sárt ennið þegar heim er komið því símarnir virka ekki í öllum tilfellum hérlendis. Auk þess þýðir lítið að koma þeim í viðgerð til Pósts og síma því samkvæmt fjarskiptalögum er starfsmönnum þar bannað að gera við slíka síma. Meira
14. október 1997 | Neytendur | 89 orð

Bandarískir jurtaostar

NÝLEGA hóf Dreifing ehf. sölu á jurtaostum, sýrðum "rjóma", "rjóma"-osti og parmesan ostum frá Galaxy í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynningu frá Dreifingu ehf. segir að jurtaostarnir leysi vanda þeirra sem hafa mjólkuróþol. Þeir hafa sambærilegt næringargildi og mjólkurostar en eru fituminni, saltminni og innihalda ekki kólesteról, laktósu né dýrafitu. Meira
14. október 1997 | Neytendur | 167 orð

Frú Bóthildur flytur

Frú Bóthildur flytur UM fjörutíu vildarvinir Frú Bóthildar gengu syngjandi við undirleik harmonikkuleikarans Árna Norðfjörð í broddi fylkingar frá Suðurlandsbraut 20 að Síðumúla 35 síðastliðinn laugardagsmorgun. Meira
14. október 1997 | Neytendur | 90 orð

Náttúrulegar snyrtivörur

BERGFELL ehf. hefur hafið innflutning á heilsu- og snyrtivörum frá breska fyrirtækinu Neal's yard remedies. Við framleiðslu á vörunum er notast við hráefni úr náttúrunni s.s. jurta- og kjarnaolíur. Í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. segir að helstu vöruflokkar séu sápur, baðolíur, freyðiböð, hand- og húðáburðir auk hreinsi-, raka- og næturkrema. Meira

Fastir þættir

14. október 1997 | Dagbók | 3005 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
14. október 1997 | Í dag | 36 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 14. október, verður sjötugur Sigurður Aðalsteinn Björnsson, málarameistari, Gullsmára 9, Kópavogi.Eiginkona hans er Sigríður Ingólfsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Gullsmára 9, 14. hæð, í eftirmiðdagskaffi á afmælisdaginn. Meira
14. október 1997 | Fastir þættir | 88 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

A­V: Jónína Halldórsdóttir ­ Hannes Ingibergsson357Ingiríður Jónsdóttir ­ Helgi Pálsson354Ólafur Ingvarsson ­ Björn Kjartansson343Meðalskor312 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaga 10. okbóber 1997. Meira
14. október 1997 | Fastir þættir | 58 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

Síðastliðið sunnudagskvöld, hinn 12. okt., var spilaður eins kvölds Howell tvímenningur. Efstu pör: Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarsson103 Gottskálk Guðjónsson - Árni H. Friðriksson98 Guðmundur Vestmann - Magnús Þorsteinsson88 Næsta spilakvöld félagsins verður sunnudaginn 19. október. Spilað er í Úlfaldanum, Ármúla 40 og hefst spilamennska klukkan 19. Meira
14. október 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst síðstliðinn í Akureyrarkirkju af sr. Stínu Gísladóttur Lena Hallgrímsdóttir og Einar Steinsson. Heimili þeirra er í Chicago, Bandaríkjunum. Meira
14. október 1997 | Dagbók | 784 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
14. október 1997 | Fastir þættir | 801 orð

Hector og Danir sækja að Jóhanni

Jóhann Hjartarson er efstur á mótinu með fjóra og hálfan vinning af fimm mögulegum. Svíinn Hector er næstur með fjóra vinninga. CURT Hansen, Norðurlandameistari, er í þriðja til fjórða sæti ásamt landa sínum Lars Schandorff, sem kom inn á mótið sem varamaður. Danirnir hafa þrjá og hálfan vinning. Meira
14. október 1997 | Í dag | 44 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. október 1972 fjögur systkini og eiga þau silfurbrúðkaup í dag. Þau eru Svanur Þorsteinsson og Svanhildur Svansdóttir, Vilborg Þorsteinsdóttir og Jóhannes Eggertsson, Meira
14. október 1997 | Í dag | 281 orð

Stuðningur við þroskaþjálfa Í MORGUNBLAÐINU 7. október eru

Í MORGUNBLAÐINU 7. október eru tvær greinar eftir þroskaþjálfa, um störf þeirra og launamál. Þetta er stétt sem lætur ekki mikið í sér heyra, þó ærið sé tilefnið. Lág laun þeirra eru algjör hneisa. Störf þroskaþjálfa eru mjög erfið, bæði andlega og líkamlega, eins og fólk hlýtur að geta ímyndað sér. Starfsfólk á sambýlum t.d. Meira
14. október 1997 | Í dag | 528 orð

UKNU frelsi í rekstri lyfjabúða var almennt fagnað enda h

UKNU frelsi í rekstri lyfjabúða var almennt fagnað enda hefur það bæði leitt til verðsamkeppni og þar með lækkaðs verðs á lyfjum og einnig viðleitni til að bæta þjónustu með því að hafa sumar lyfjabúðir a.m.k. opnar lengur en áður tíðkaðist. Meira
14. október 1997 | Fastir þættir | 52 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudaginn 6. okt. lauk 4ra kvöld tvímenningi, spilað var á 8 borðum. Í efstu sætum urðu: N-S: Sigurður Björnsson ­ Sveinbjörn Axelsson717Gestur Pálsson ­ Þóroddur Ragnarsson 694Páll Vermundsson ­ Ruth Pálsdóttir684A-V: Rúnar Hauksson ­ Jóhann Bogason720Sveinn Sigurjónsson ­ Sigurður Meira

Íþróttir

14. október 1997 | Íþróttir | 84 orð

1. deild:

England 1. deild: Birmingham - Wolves1:0 Stoke - Port Vale2:1 Reading - Crewe3:3 Stockport - Oxford3:2 Swindon - Bury3:1 Staðan Nottingham Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 301 orð

1. deild kvenna

FH - Stjarnan18:23 Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, sunnudaginn 12. október 1997. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:7, 8:7, 9:9, 9:13, 12:16, 14:19, 18:21, 18:23. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 376 orð

1. RIÐILL: Slóvenía - Króatía1:3

1. RIÐILL: Slóvenía - Króatía1:3 Zlatko Zahovic (72.) - Davor Suker (11.), Zvonimir Soldo (40.), Alen Boksic (53.). 5.000. Grikkland - Danmörk0:0 70.000. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 88 orð

Allt þegar þrennt er hjá Dönum DANIR voru

DANIR voru í sjöunda himni eftir að hafa náð jafntefli við Grikki í Aþenu og jafnframt öruggu sæti í úrslitakeppni HM. Danir komust ekki í úrslitakeppnina 1990 og 1994. Þá áttu þeir möguleika á að komast áfram með sigri í síðasta leik riðlakeppninnar, en náðu því í hvorugt skiptið. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 118 orð

Annað sætið nægði Skotum

Skotar unnu Lettland 2:0 og fara í úrslitakeppnina þar sem þeir voru með besta árangur liðanna í 2. sæti riðlanna. Kevin Gallacher skoraði með skalla rétt fyrir hlé og Gordon Durie endurtók leikinn 10 mínútum fyrir leikslok. Áhorfendur dönsuðu af gleði enda ástæða til. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 459 orð

ARNÓR »Arnór hefur verið einnmikilvægasti hlekkurlandsliðskeðjunnar

Íslendingar hafa lokið þátttöku í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu að þessu sinni og með síðasta leik liðsins, gegn Liechtenstein á laugardag, lauk líklega einnig glæsilegum landsliðsferli Arnórs Guðjohnsen. Hann hefur verið að í rúmlega 18 ár með liðinu ­ lék fyrsta landsleikinn 22. maí 1979 ­ og oftar en ekki verið einn besti leikmaður liðsins í leikjunum 73 sem hann á nú að baki. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 202 orð

Arnór Guðjohnsen tók aukaspyrnu vinstra megin utan vítateigs

Arnór Guðjohnsen tók aukaspyrnu vinstra megin utan vítateigs á 56. mínútu. Boltinn fór í varnarmann og hrökk til Rúnars Kristinssonar, sem sendi þegar á fjærstöng. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 255 orð

Austurríki fór áfram

Austurríki vann Hvíta-Rússland 4:0 og varð efst í 4. riðli á undan Skotlandi og Svíþjóð. Austurríki komst ekki í úrslitakeppnina í Bandaríkjunum 1994 og var ekki í úrslitum Evrópukeppni landsliða á Englandi í fyrra en verður í Frakklandi næsta sumar. Fyrirliðinn Anton Polster og Peter Stöger gerðu sín tvö mörkin hvor, en Polster braut ísinn með skallamarki þegar á þriðju mínútu. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 179 orð

Belgar ánægðir BELGÍA vann Wales 3:2 og varð í

BELGÍA vann Wales 3:2 og varð í öðru sæti í 7. riðli, stigi á eftir Hollandi sem gerði markalaust jafntefli við Tyrkland. Belgar komust í 3:0 í fyrri hálfleik en gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn eftir hlé. Lorenzo Staelens gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu, Gert Claessens gerði annað markið og Marc Wilmots skoraði með skalla. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 169 orð

Bjarkiog félagargegn liði KA?

DRAMMEN, lið Bjarka Sigurðssonar í norsku 1. deildinni í handknattleik, komst í meistaradeild Evrópu eins og KA er það lagði finnska liðið BK 46 Karis, 29:24. á heimavelli á sunnudagskvöldið. Finnarnir höfðu betur, 24:23, í fyrri leiknum í Finnlandi á dögunum. Bjarki gerði fimm mörk á sunnudag. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 190 orð

BjarkiskoraðitvívegisBJARKI Gunn

BJARKI Gunnlaugsson skoraði tvívegis fyrir Molde í 4:1 sigri á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni á laugardag. Helgi Sigurðsson jafnaði fyrir Stabæk, 1:1, eftir hálftíma leik, en var síðar rekinn af velli fyrir brot. Bjarki kom Molde yfir, 2:1 rétt fyrir leikhlé, og jók muninn í tvö mörk á 48. mínútu. "Mér tókst vel upp í leiknum," sagði Bjarki. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 394 orð

Danir fögnuðu í Aþenu en Grikkir sátu eftir

Danir gerðu markalaust jafntefli við Grikki í Aþenu og tryggðu sér efsta sætið í 1. riðli en Grikkir urðu í þriðja sæti, stigi á eftir Króötum. "Þetta var draumur, sem varð ekki að veruleika," sagði Costas Poluychroniou, þjálfari Grikkja. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 86 orð

Draumurinn að mæta Barcelona "ÉG er

"ÉG er búinn að strika undir óskaliðin mín," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, en dregið verður í Meistaradeildina í dag. "Það eru Barcelona, úr fyrsta styrkleikaflokki, Virum frá Danmörku og Drammen frá Noregi. Ég held við ættum möguleika gegn Virum og Drammen og það yrðu líka bestu liðin fyrir okkur með ferðalögin í huga. Þá yrði stórkostlegt að mæta Evrópumeisturum Barcelona. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 630 orð

Englendingar stóðust álagið og héldu efsta sæti riðilsins

Englendingar gerðu markalaust jafntefli við Ítali á Ólympíuleikvanginum í Róm og urðu efstir í 2. riðli en Ítalir fengu stigi minna og verða að leika um sæti í úrslitakeppninni. Ítalir urðu að sigra til að ná efsta sætinu og því kom á óvart hvað þeir voru ragir í sókninni þrátt fyrir að byrja með þrjá miðherja, Gianfranco Zola, Filippo Inzaghi Christian Vieri, Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 236 orð

Finnland missti af lestinni á heppnismarki Ung

FINNAR voru ótrúlega óheppnir þegar þeir misstu líklegan sigur á Ungverjum niður í 1:1 jafntefli undir lokin í Helsinki. Fyrir vikið keppa Ungverjar um sæti í úrslitakeppni HM en Finnar eru úr leik. Jöfnunarmark Ungverja var með ólíkindum. Eftir hornspyrnu gekk mikið á í teig Finna. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 176 orð

Formula 1 Úrslit í Formula 1 kappakstrinum sem fram fór í Suzuka í Japan

Úrslit í Formula 1 kappakstrinum sem fram fór í Suzuka í Japan á sunnudag. Eknir voru 53 hringir, alls 310,596 km Klst. 1. Michael Schumacher (Þýskal.) Ferrari1:29.48,446 klst 2. Heinz-Harald Frentzen (Þýskal.) Williams1,378 sek á eftir. 3. Eddie Irvine (Bretl.) Ferrari 26,384 4. Mika Hakkinen (Finnlandi) McLaren 27,129 5. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 519 orð

"Frábær eining skóp sigurinn"

KA sigraði Kaunas og komst í Meistaradeild Evrópu"Frábær eining skóp sigurinn" KA vann stórsigur á Granitas Kaunas, 28:19, Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 705 orð

Frábær mörk og góður sigur en verk að vinna

Laugardagurinn 11. október var mikill knattspyrnudagur og ekki skemmdi 4:0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar á Laugardalsvelli fyrir enda hefur Ísland aldrei sigrað með meiri mun í stórmóti. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 506 orð

Fær Michael Schumacher titilinn á silfurfati?

KAPPAKSTURFær Michael Schumacher titilinn á silfurfati? MICHAEL Schumacher sagðist hafa unnið einn sinn sætasta kappaksturssigur eftir að hann kom fyrstur í mark á Ferrari- bíl sínum í næstsíðasta formúlu-1 kappakstri ársins í Suzuka í Japan á sunnudag. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 378 orð

Grótta-KR enn ósigrað

HAUKASTÚLKUR halda enn fyrsta sæti í 1. deild kvenna eftir 33:25 sigur á Fram í Hafnarfirði á sunnudaginn. Á sama tíma bar Stjarnan sigurorð af FH í Kaplakrika í 23:18 sigri, sem skilar Garðbæingum í annað sætið og í Víkinni vann eina ósigraða lið deildarinnar, hið nýja sameinaða lið Gróttu-KR, Víkinga 24:20. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 51 orð

Gunnlaugur til Motherwell GUNNLAUGUR Jóns

GUNNLAUGUR Jónsson, landsliðsmaður í ÍA, fer til skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell í vikunni og verður hjá félaginu til reynslu. Aðspurður sagðist varnarmaðurinn ekki vita meira um málið, hann færi út og yrði ytra í óákveðinn tíma. Samningur Gunnlaugs við Skagamenn er útrunninn og hefur ekki verið gengið frá nýjum samningi. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 261 orð

Hverjum mætir KA í Meistaradeildinni?

KA tryggði sér á sunnudag sæti í Meistaradeild Evrópukeppninnar í handknattleik en þangað komast 16 lið, sem skipt verður í fjóra riðla. KA-menn sigruðu lið Granitas Kaunas á heimavelli á sunnudagskvöld með níu marka mun eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fjögurra marka mun. Í dag verður dregið í riðla Meistaradeildarinnar. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 743 orð

Hverjum ætlið þið að skemmta?

Guðjón Þórðarson, þjálfari, var mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn en ánægður með 4:0 sigur. "Fyrri hálfleikur olli mér vonbrigðum. Það var ljóst að leikmenn voru mjög taugaspenntir og sumir óttuðust að gera mistök. Það er ekki gott veganesti í leik að hafa óttann í undirmeðvitundinni. Fyrri hálfleikur var þó ekki alslæmur. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 534 orð

Höfðum það af undir lokin

"LEIKURINN var erfiður og ég held að hraðinn hafi verið meiri en í fyrri leiknum, en við höfðum það af á lokakaflanum að komast áfram," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar úr Mosfellsbæ, en á laugardaginn komst félagið áfram í 16 liða úrslit í borgakeppni Evrópu. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 70 orð

INGIBJÖRG Thorsdóttir

INGIBJÖRG Thorsdóttir, sem nýlega gekk í raðir Stjörnunnar,kom í fyrsta sinn inná gegn FH á sunnudaginn og setti mark sitt á leikinn með tveimur mörkum. Ingibjörg, sem er tvítug, lék áður í Svíþjóð og kom í Garðabæinn í byrjun september en fékk ekki leikheimild strax. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 188 orð

Ísland - Liechtenstein4:0

Laugardalsvöllur, riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, laugardaginn 11. október 1997. Aðstæður. Gott knattspyrnuveður, rakt, nánst logn, um fimm stiga hiti. Mörk Íslands: Þórður Guðjónsson (56.), Tryggvi Guðmundsson (59.), Arnór Guðjohnsen (68.), Bjarni Guðjónsson (74.). Markskot: Ísland 19 - Liechtenstein 4. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 299 orð

Íslandsmet í fráköstum og þriggja stiga körfum hjá UMFG

SÍÐARI leikirnir í 1. umferð Eggjabikarsins í körfuknattleik fóru fram um helgina. Úrslit voru alveg eftir bókinni og eru átta úrvalsdeildarlið komin áfram í 8-liða úrslit. Þau eru: Keflavík, ÍA, KR, Njarðvík, Haukar, Tindastóll, KFÍ og Grindavík. Leikirnir í 8-liða úrslitum verða 23. og 26. október. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 288 orð

Íslandsmótið í víðavangshlaupum

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í víðavangshlaupum fór fram laugardaginn sl. við félagssvæði ÍR hjá Skógarseli í Reykjavík. Keppni luku 132 einstaklingar. Í karla- og öldungaflokki var hlaupin um 8 km vegalengd, í kvenna-, sveina- og drengjaflokki um 3 km leið, í meyjaflokki um 1,5 km en í yngri flokkum um 1 km leið. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 107 orð

Ítalir mæta Rússum

ÍTALÍA og Rússland drógust saman í keppni um sæti í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu en dregið var í höfuðstöðvum Alþjóða knattspyrnusambandsins í Z¨urich í gær. Króatía og Úkraína mætast í tveimur leikjum en hvorug þjóðin hefur átt lið í úrslitakeppninni. Írland mætir Belgíu og Júgóslavía og Ungverjaland keppa um eitt sæti. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 260 orð

Jóhannes B. byrjar vel JÓHANNES B. Jóh

JÓHANNES B. Jóhannesson sigraði á fyrsta stigamótinu í snóker sem fram fór um helgina, lagði Ásgeir Ásgeirsson 3:1 í úrslitum. Fyrirkomulagið hjá snókerspilurum er með nokkuð öðrum hætti í vetur en undanfarið, mönnum er skipt í þrjá flokka, meistaraflokk þar sem átta bestu spilararnir eru og síðan 1. og 2. flokk sem eru opnir. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 62 orð

Jóhannes í aðalliðið JÓHANNES Harðarson,

JÓHANNES Harðarson, knattspyrnumaður af Akranesi, verður í byrjunarliði danska liðsins Ikast í dag þegar það tekur á móti Vejle, Þórhalli Dan Jóhannssyni og félögum. "Við Jóhannes [Karl Guðjónsson] lékum með varaliðinu á laugardaginn og unnum 7:2. Ég lék á miðjunni og Jóhannes kom inná í framlínuna og við náðum báðir að skora," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 234 orð

KA - Kaunas28:19 KA-heimilið Evrópukeppnin í

KA - Kaunas28:19 KA-heimilið Evrópukeppnin í handknattleik, 12. október 1997. Gangur leiksins: 2:0, 4:3, 6:6, 9:8, 13:8, 13:9, 13:11, 15:11, 15:14, 22:16, 24:18, 28:19. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 185 orð

Kristinn fær styrk

Igær var undirritaður styrktarsamningur á Ólafsfirði á vegum Skíðasambands Íslands til handa Kristni Björnssyni skíðamanni úr Leiftri. Ólafsfjarðarbær og fyrirtæki í bænum tóku sig saman til að styrkja Kristin sem hefur verið fremsti skíðamaður landsins síðustu ár. Fyrirtækin auk Ólafsfjarðarbæjar sem stóðu að samningnum eru: Sparisjóður Ólafsfjarðar, Vélsmiðja Ólafsfjarðar ehf. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 282 orð

Lærdómsríkt

Þrír íslenskir júdómenn tóku þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fór í París um helgina, Þorvaldur Blöndal, Gísli Magnússon og Bjarni Skúlason. Allir voru þeir að keppa í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti og því lærdómsríkt fyrir þá. Þorvaldur keppti í -95 kílóa flokki og lenti þar í 13. til 16. sæti, en keppendur voru 33 talsins. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 278 orð

Mikil ólæti í Rómaborg

Talsverð ólæti voru á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikvanginum í Róm á laugardagskvöldið þegar Ítalir tóku á móti Englendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þótti mörgum að ítalska lögreglan hafi gengið full harkalega fram við að lemja á enskum áhorfendum. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 179 orð

Rosenborg vill Árna

Árni Gautur Arason markvörður Stjörnunnar heldur í dag til norska meistaraliðsins Rosenborg til æfinga í nokkra daga, en Rosenborg er þessa dagana að leita að framtíðarmarkverði. "Þetta var að koma upp og er verulega spennandi tækifæri," sagði Árni Gautur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 213 orð

RÓBERT Julian Duranona

RÓBERT Julian Duranona og félagar í þýska liðinu Eisenach unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu um helgina, er þeir lögðu Grosswaldstadt með eins marks mun, 25:24. Duranona var yfirburðarmaður og gerði 11 mörk. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 544 orð

Sáttur að hætta eftir sigurleik

Arnór Guðjohnsen lék kveðjulandsleik sinn og setti mark sitt á leikinn með því að skora 14. landsliðsmark sitt á ferlinum. "Ég er mjög sáttur við að hafa kvatt landsliðið með sigurleik. Þetta er búið að vera skemmtilegur og langur tími. Leikurinn var reyndar ekki góður. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og í raun fram að fyrsta markinu. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 420 orð

Sjálfstraustið kom eftir fyrsta markið

Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru að leika í fyrsta sinn saman í liði. Þórður sagði að það hafi verið erfitt að ná að brjóta múrinn og skora fyrsta markið. "Við byrjuðum ágætlega og boltinn gekk vel milli manna fyrstu fimmtán mínúturnar. En svo hættum við því og fórum að reyna langar sendingar sem gengu ekki. Þá urðum við kannski taugaóstyrkir, hræddir um að gera mistök. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 152 orð

Tékkar kvöddu með sigri TÉKKAR lé

TÉKKAR léku til úrslita í Evrópukeppninni á Englandi í fyrra en verða ekki í úrslitakeppni HM í Frakklandi. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir leiki sína undanfarna mánuði en luku keppni að þessu sinni með 3:0 sigri á Slóvökum. Heimamenn sóttu stíft í Prag en skoruðu ekki fyrr en í byrjun seinni hálfleiks. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 459 orð

Tryggvi og Guðrún Jóna kosin best

Tryggvi Guðmundsson úr Íslandsmeistaraliði ÍBV og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir úr Íslandsmeistaraliði KR voru útnefnd bestu leikmenn nýlokins Íslandsmóts í knattspyrnu, á lokahófi knattspyrnumanna sem fram fór á Hótel Íslandi á laugardagskvöldið. Það eru leikmenn deildanna sem kjósa. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Ungur nemur, gamall temur

KYNSLÓÐABILIÐ var brúað í landsleik Íslendinga og Liechtensteina í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli á laugardaginn. Íslendingar sigruðu 4:0 og meðal markaskorara voru Bjarni Guðjónsson, yngsti leikmaður liðsins sem er 18 ára, og Arnór Guðjohnsen, sá elsti, sem er 36 ára. Þetta var fyrsti heili leikur Bjarna með liðinu en líklega síðasti landsleikur Arnórs. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 433 orð

VALUR Fannar Gíslason

VALUR Fannar Gíslason lék fyrsta leik sinn með Brighton í 3. deild ensku knattspyrnunnar. Brighton tapaði 2:0 fyrir Chester á útivelli og var Valur Fannar bókaður á 82. mínútu en fékk 6 í einkunn hjá blöðunum. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 231 orð

Var eins gott að standa sig

STOKE City, lið Lárusar Orra Sigurðssonar í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, sigraði nágrannaliðið Port Vale, 2:1, á sunnudag. Jafnan er hart barist í leikjum þessara liða og þessi var enginn undantekning. "Betra liðið vann, en þetta var hörkuleikur og nokkur hiti í mönnum. Það er ávallt meira í húfi en þrjú stig í leikjum við Port Vale," sagði Lárus Orri, sem var bókaður á 45. mínútu. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 408 orð

Þjóðverjar í vandræðum

Oliver Bierhoff tryggði Þýskalandi 4:3 sigur á Albaníu með skallamarki á síðustu mínútu í Hannover. Þjóðverjum nægði jafntefli til að tryggja sér efsta sætið í 9. riðli en útlitið var ekki gott hjá Evrópumeisturunum eftir að J¨urgen Kohler hafði gert sjálfsmark snemma í seinni hálfleik. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 198 orð

ÞORBJÖRN Jensson

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari og Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari ÍBV mættu á leik KAog Kaunas á Akureyri. Þorbergur var að skoða litháíska leikmanninn sem nú gengur í raðir ÍBV. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 584 orð

Ætlar VíkingurinnRÖGNVALDUR JOHNSENað verða markakóngur 1. deildar karla?Liðsheildin skiptir öllu

RÖGNVALDUR Johnsen handknattleiksmaður með Víkingi hefur skotist fram á sjónarsviðið með félagi sínu nú í byrjun Íslandsmótsins í handknattleik. Að loknum fjórum umferðum er hann markahæsti leikmaður 1. deildar með 36 mörk, þar af hefur hann í tvígang gert 12 mörk. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 59 orð

(fyrirsögn vantar)

Opna Canon mótið TBR-húsið 12. október: Meistaraflokkur karla: 1.Dennis MadsenKR 2.Guðmundur StephensenVíkingi 3.-4.Thorsten HævdholmVíkingi Kjartan BriemKR 1. flokkur: 1.Lilja Rós JóhannesdóttirVíkingi 2. Meira
14. október 1997 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Þýskaland Magdeburg - Wuppertal25:23 Gummersbach - GWD Minden24:24 Rheinhausen - Essen33:23 Eisenach - Grosswallstadt25:24 Nettelstedt - Bayer Dormagen27:23 W. Massenheim - Niederw¨urzbach24:21 Staðan: Kiel330085:706 W. Meira

Fasteignablað

14. október 1997 | Fasteignablað | 217 orð

Eigum að hasla okkur völl í útflutningi

KOMIÐ er út sérblaðið Byggingariðnaðurinn sem Samtök iðnaðarins gefa út og dreifa til félagsmanna sinna, stofnana og stjórnvalda. Blaðið, sem er 12 blaðsíður í dagblaðsbroti, flytur margvíslegt efni byggingariðnaðinn, gæðastjórnun og innkaup, svo eitthvað sé nefnt. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 152 orð

Einbýlishús í Þorlákshöfn

EKKI er mikið um að húseignir í Þorlákshöfn séu auglýstar til sölu, ein slík er þó til sölu núna hjá Fasteignamiðluninni Bergi. Þetta er einbýlishús að Eyjahrauni 26, byggt árið 1973 og er eitt af "Viðlagasjóðshúsunum" sem byggð voru eftir eldgosið í Vestmannaeyjum. Þetta er timburhús á einni hæð, 117,4 fermetrar að stærð, ásamt 30 fermetra bílskýli. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 182 orð

Einbýli við Laugarás

VIÐ Vesturbrún 36 í Laugarási í Reykjavík, við hlið Áskirkju, er til sölu 250 fermetra einbýlishús sem Gunnlaugur Pálsson arkitekt teiknaði. Eigendurnir, þau Freyja Jónsdóttir og Ármann Örn Ármannsson, hafa ákveðið að minnka við sig og segja að þetta sé hús fyrir börn. Eignamiðlunin annast söluna. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Enga galvanhúðun

STÖÐVA verður notkun á galvanhúðuðum stálrörum í kaldavatnslagnir í nýjum húsum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Ástæðuna segir hann vera ryðmyndun sem þýði telitað vatn og geti þetta verið húsbyggjendum dýrkeypt. /17 Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 235 orð

Glæsilegt einbýli í Grafarvogi

SUMS staðar í Grafarvogi er útsýni með því besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Eignasalan er nú með hús til sölu sem stendur á góðum útsýnisstað, Baughús 26. Þetta er einbýlihús á tveimur hæðum, 194,7 fermetrar, en auk þess er 70 fermetra rými á jarðhæð. Þetta er steinhús, byggt árið 1991 með sérstæðum 42 fermetra bílskúr. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 257 orð

Gott einbýlishús í Fossvogsdal

Það telst alltaf til nokkurra tíðinda þegar gott sérbýli kemur á söluskrá í Fossvogi, einkum nýrri hluta þess hverfis. Fasteignasalan Gimli er nú með eitt slíkt hús í einkasölu. Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum að Álftalandi 1. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, og er neðri hæðin steypt og efri hæðin úr timbri. Alls er húsið 247 fermetrar að stærð ásamt 32 fermetra bílskúr. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 299 orð

Í einangrun á rándýrum paradísareyjum

MALCOLM Forbes, hinn látni útgefandi, keypti sér paradísareyju í Suðurhöfum og hefur hún verið auglýst til sölu. Margir aðrir nafnkunnir menn hafa keypt sér eyjar víðs vegar í heiminum til að dveljast þar í friðsælli einangrun. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 44 orð

Ljósastjaki

ÞESSI ljósastjaki er þríarma og hægt er að skrúfa efri hlutann af þannig að úr verði einn stjaki. Ljósastjakar hafa löngum verið vinsælir og ekki síst hafa þríarma stjakar og fimmarma verið í tísku undanfarin ár. Þessi stjaki er sænskur og er frá 1870. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 49 orð

Myndhópur

ÞAÐ getur komið mjög vel út að hengja upp myndir í einskonar "myndhóp". Helst þurfa þær þó að passa saman á einhvern hátt og ekki er gott að blanda saman of mörgum tegundum af römmum. Loks er skynsamlegt að hafa efri eða neðri kantinn jafnan, nema hvort tveggja sé. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 1385 orð

Ný notkun á gömlum húsum með nýjum hugmyndum

FEÐGARNIR Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson sem reka Hótel Keflavík og Ofnasmiðju Suðurnesja í Keflavík hafa á mörgum sviðum sýnt útsjónarsemi og hugmyndaflug í verki. Þeir hrinda líka strax ýmsum hugmyndum sínum í framkvæmd, hugmyndum sem iðulega eru settar fram meira í gamni en alvöru. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 250 orð

Nýtt atvinnuhúsnæði við Malarhöfða

VERIÐ er að ljúka byggingu atvinnuhúsnæðis við Malarhöfða 2a í Reykjavík en það stendur í halla þannig að tveggja hæða húsið er eiginlega tvær jarðhæðir þar sem inngangar eru tveir. Byggingameistari er Guðmundur Hervinsson og segist hann ætla að leigja húsið sem verður tilbúið um næstu áramót. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 210 orð

Paradís Forbes á Fiji-eyjum til sölu

EIN Fiji-eyja á Kyrrahafi, heimili auðkýfingsins Malcolm Forbes þar til hann lést 1990, hefur verið auglýst til sölu fyrir tæplega 650 milljón krónur. Forbes auðgaðist af útgáfu viðskiptablaðs, sem ber nafn hans, og keypti paradís sína í Fiji-eyjaklasanum fyrir 25 árum eftir þriggja ára leit í Suðurhöfum. Eyjan, sem heitir Luacala, er umlukin kóralrifjum og þakin regnskógi. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 164 orð

Rannsókn á frönskum byggingarrisa

MARTIN Bouygues, stjórnarformaður franska byggingarrisans Bouygues, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins verða látnir sæta formlegri rannsókn vegna gruns um að þeir hafi misnotað fé fyrirtækisins. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 926 orð

Rúðuísetning

SVÖRUN hefi ég fengið eftir að smiðjugreinin "Útsýn í þoku" birtist 23. sept. sl. Ég undrast oft hve margir virðast lesa Smiðjugreinarnar og láta ánægju í ljós. Það sýnir mér einnig að fjölmargir velta fyrir sér svipuðu efni og fást við margháttuð verk. Ég þakka þennan áhuga og ábendingar sem mér eru veittar. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Skammdegisljós

NÚ fer skammdegið í hönd í öllu sínu veldi. Þá er að grípa til ljósanna. Takið eftir kertastjökunum á þessari mynd, þeir eru úr holuðum birkigreinum, nú væri tækifæri til að búa til slíka stjaka fyrir komandi hátíðir. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 262 orð

Standa verður faglega að opinberum innkaupum

"ALMENNT má segja að mikið vanti á að fagmannlega sé staðið að innkaupum opinberra aðila, sem vonlegt er, þegar þessi mál eru í höndum húsvarða, verkstjóra eða þegar verst lætur, þegar skólanefndir með hönnuði í broddi fylkingar standa fyrir innkaupum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í grein í nýútkomnu blaði samtakanna, Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 588 orð

Strax gripið í taumana

Vonandi munu spár manna rætast um að aukin hagsæld sé framundan, segir Grétar Júníus Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Segir hann þó varhugavert að ætla að öll vandamál séu úr sögunni með auknum þjóðartekjum. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 48 orð

Vandamálin ekki úr sögunni

MEÐALTÖL villa mönnum sýn, segir Grétar J. Guðmundsson í þætti sínum í dag og á hann þar við að óvarlegt sé að ætla að öll vandamál séu úr sögunni þrátt fyrir að þjóðartekjur hafi aukist og kaupmáttur sé meiri. Enn eigi margir í greiðsluerfiðleikum./2 Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Vinsælar ljósarkónur

DANSKI hönnuðurinn Paul Henningsen teiknaði nokkrar ljósakrónur árið 1932-35 sem urðu vinsælar og hafa gengið undir nafninu Bombardement" Þær vour allar með glerljósum og er þessi hér sú minnsta í seríunni. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Þetta verður að stöðva

Mikil umræða hefur verið um galvaniseraðar kaldavatnslagnir á höfuðborgarsvæðinu og eru þeir ófáir sem álíta að þar sé vá fyrir dyrum. Vatnsveita Reykjavíkur lét kanna það hjá pípulagningameisturum hvers þeir hefðu orðið áskynja í störfum sínum, en það eru orðin nokkur ár síðan könnunin var gerð og því er hún tæplega lengur marktæk. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 176 orð

Ævintýrahús" við Sogaveg

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu einbýlishús á þremur hæðum á Sogavegi 129. Þetta er timburhús, byggt árið 1930 og er alls 153 fermetrar. Þetta er mjög fallegt hús, næstum í stíl við ævintýrahúsin sem lýst er m.a. í Hans og Grétu," sagði Pétur B. Guðmundsson hjá Húsvangi. Húsið er mikið endurnýjað, m.a. er allt gler og gluggar nýtt, svo og ofnalögn og rafmagn. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

14. október 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

14. október 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

14. október 1997 | Úr verinu | 280 orð

Fengu fullfermi úti af Halanum

GÓÐ loðnuveiði var úti af Halanum um helgina og tókst nokkrum skipum að fylla sig á skömmum tíma. Í fyrrakvöld, en í gærmorgun var veiðin hins vegar orðin lítil sem engin. Virtist vera nokkur ferð á loðnunni í "ranga átt" eða suðvestur með kantinum. Meira
14. október 1997 | Úr verinu | 312 orð

Veiðum í Húnaflóa frestað um sinn

OPNAÐ hefur verið fyrir innfjarðarrækjuveiðar í Skagafirði, Skjálfandaflóa og Öxarfirði, en að tillögu Hafrannsóknastofnunar hefur verið ákveðið að fresta opnun rækjuveiða í Húnaflóa um sinn þar sem óvenju mikið er um seiða- og smáfiskagengd. Hafrannsóknastofnun mun kanna ástandið að nýju í Húnaflóa eftir mánuð eða svo. Meira

Ýmis aukablöð

14. október 1997 | Dagskrárblað | 65 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.