Greinar laugardaginn 18. október 1997

Forsíða

18. október 1997 | Forsíða | 118 orð

Andmælir styttri vinnuviku

MARTIN Bangemann, sem fer með iðnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi í gær þau áform franskra og ítalskra stjórnvalda að stytta vinnuvikuna. Bangemann sagðist ekki skilja hvernig stjórnmálamenn gætu sagt að meginmarkmið þeirra væri að draga úr atvinnuleysinu og boða um leið lagasetningu sem sagan hefði sýnt að stuðlaði að auknu atvinnuleysi og hindraði hagvöxt. Meira
18. október 1997 | Forsíða | 111 orð

Áfengissýki í gegnum Kennedya?

ROBERT Kennedy yngri, bróðursonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir í sjónvarpsviðtali að sér finnist "að mörgu leyti sem ég hafi verið fæddur alkóhólisti", og að áfengissýkin liggi í erfðavísum Kennedyfjölskyldunnar. Meira
18. október 1997 | Forsíða | 143 orð

Fylgi SPD og CDU hnífjafnt

FLOKKUR Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, Kristilegir demókratar (CDU), hefur saxað á forskot stjórnarandstöðuflokksins, Sósíaldemókrata (SPD) og er nú hverfandi munur á fylgi flokkanna. Er þetta niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var opinber í gær. Meira
18. október 1997 | Forsíða | 141 orð

Opna skjöl um fjöldamorð í París

FRANSKA stjórnin hefur ákveðið að aflétta 60 ára leynd af skjölum sem varða morð á rúmlega 200 Alsírmönnum í París 17. október 1961 vegna fullyrðinga Maurice Papons, meints samverkamanns nasista í seinna stríðinu, að lögreglan hefði hvergi komið þar nærri. Hann var lögreglustjóri Parísar þegar morðin áttu sér stað. Meira
18. október 1997 | Forsíða | 262 orð

Sigurreifir uppreisnarmenn ræna og rupla í Kongó

UPPREISNARMENN í Kongó fögnuðu í gær sigri yfir stuðningsmönnum Pascals Lissouba forseta eftir fjögurra mánaða blóðsúthellingar og fóru ránshendi um höfuðborgina, Brazzaville, og olíuborgina Pointe Noire. Meira
18. október 1997 | Forsíða | 210 orð

Vill fríverslun um alla Ameríku

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist á fundi með argentískum viðskiptajöfrum og fyrirtækjaforstjórum í Buenos Aires í gær vera reiðubúinn að hefja viðræður um myndun fríverslunarsvæðis Ameríkuríkja. Meira

Fréttir

18. október 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

100 miðar óseldir

ENN eru til um 100 miðar á tónleika Nýdanskrar í Háskólabíói 24. október nk. Miðasala hófst sl. miðvikudag og seldust nær allir miðar upp á þremur dögun en einungis félagar í Einkaklúbbnum eiga þess kost að kaupa miða. Miðaverð er 600 kr. og er miðasala í Háskólabíói. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

40 ára afmæli AFS

AFS á Íslandi heldur upp á 40 ára afmæli félagsins með samkomu á Hótel Borg í kvöld, laugardaginn 18. október. AFS eru elstu og stærstu samtökin í heiminum sem starfa að nemendaskiptum án íhlutunar stjórnvalda og án þess að taka afstöðu til stjórnmála eða trúmála, segir í fréttatilkynningu. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Afmæli Styrks haldið hátíðlegt

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra minnast þess með hátíðarfundi á mánudag 20. október að þann dag eru tíu ár síðan samtökin voru stofnuð. Fundurinn er í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og hefst kl. 20.30. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Almennur fundur á Stapa

UM EITT þúsund manns hafa nú gengið til liðs við Samtök um þjóðareign, sem hafa á stefnuskrá sinni að tryggja öllum íslenskum þegnum jafnan rétt til þess að hagnýta auðlindir íslenskrar efnahagslögsögu. Samtökin hafa í huga að efna til funda víða um land til að kynna markmið sín og safna liði. Þau hafa nú opnað skrifstofu að Brautarholti 4 í Reykjavík. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 473 orð

Aukin samkeppni milli hafnanna

EIMSKIP og Samskip skipta á milli sín nær öllum áætlunarsiglingum mili Íslands og annarra landa, Eimskip er með bróðurpartinn. Mörg stórfyrirtæki hér nota þó leiguskip og mikil samkeppni er í svonefndum stórflutningum á borð við siglingar fyrir stóriðju. En mun ný aðstaða á Kársnesinu geta aukið samkeppni í siglingum og annarri þjónustu við innflytjendur hérlendis? Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 479 orð

Aukin trú fjármálamarkaða á EMU-áformunum

Að mati sérfræðinga skýrir enginn einn atburður þá almennu tilfinningu að af myntbandalaginu verði, heldur frekar nokkrir nýlegir viðburðir. Staða Helmuts Kohl, kanzlara Þýzkalands, hefur styrkzt og hvorki hefur komið til uppstokkunar Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Ágreiningsefnin leyst í viðræðum þjóðanna

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ fór fram á það við norska utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytið í gærmorgun að þau gæfu skýringar á ummælum Peters Angelsen sjávarútvegsráðherra. Hann lýsti því yfir á fimmtudag að hann vildi loka Smugunni og Íslendingar fengju ekki kvóta þar. Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Beðið eftir mömmu

SYSTURNAR Marta Sólrún og Tinna Dögg Jónsdætur sátu út undir beru lofti og að dunduðu sér við að móta leir á meðan þær biðu eftir mömmu sinni en sjálfar voru þær að koma úr píanótíma. Veðrið lék við Akureyringa í gærdag en eftir að sólin hvarf fór þó fljótlega að kólna. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 630 orð

Bendir til sáttavilja Kínastjórnar

TVEIR starfsmenn utanríkisráðuneytisins halda í dag til Kína til fundar með ráðamönnum í Peking í því skyni að bæta samskipti ríkjanna eftir hótanir kínverskra yfirvalda í kjölfar heimsóknar Liens Chans, varaforseta Tævans, hingað til lands í síðustu viku. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Boðið upp á fjármálanámskeið

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum og öðrum upp á fjármálanámskeið. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja taka fjármálin föstum tökum og njóta lífsins með því sem þeir hafa handa á milli. Leitast verður við að kenna hvernig skipulag, markmiðasetning og áætlanagerð nýtist við að ná festu í fjármálum heimilisins. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Djasstónleikar í Hveragerði

TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss stefnir að því að halda djasstónleika fyrsta vetrardag ár hvert. Af óviðráðanlegum orsökum verða tónleikarnir í ár viku fyrr, þ.e. í dag, laugardag. Þá leikur kvartett Sigurðar Flosasonar, en han skipa auk Sigurðar, sem leikur á saxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Eðlilegur arður þrátt fyr ir raforkuverðlækkunina

RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur mun lækka raforkuverð til notenda um 2-3% að meðaltali frá og með áramótum. Lækkunin mun ekki hafa áhrif á afgjald fyrirtækisins til borgarinnar, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns Veitustofnana borgarinnar, sem telur að hægt eigi að vera að láta fyrirtækið skila eðlilegum arði þrátt fyrir þessa lækkun. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 763 orð

"Eigum fullkomnustu fiskréttaverksmiðju í heimi"

ÞETTA er stór dagur í lífi okkar starfsmanna Iceland Seafood Corporation. Við eigum nú fullkomnustu fiskréttaverksmiðju í heimi. Við uppfyllum ströngustu skilyrði, sem gerð eru til matvælavinnslu í Bandaríkjunum. Meira
18. október 1997 | Landsbyggðin | 97 orð

Einbreiðum brúm fækkar

Húsavík-Vegagerð ríkisins er nú að brjóta niður tvær einbreiðar brýr á leiðinni Húsavík ­ Ásbyrgi. Þetta eru brýrnar yfir Máná við Mánárbakka á Tjörnesi og Fjallaá í Kelduhverfi. Á þessum stöðum verður sett ræsi fyrir árnar og vegurinn gerður jafnbreiður og þjóðvegurinn sem að þeim liggur. Tvö óhöpp hafa orðið við brúna á Máná en ekki alvarleg. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Erindi um Krossinn í Seltjarnarneskirkju

GUÐFRÆÐINGURINN Bjarni Randver Sigurvinsson heldur erindi í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 19. október eftir messu. Erindið ber yfirskriftina: Trúfélagið Krossinn. Bjarni Randver tekur fyrir sögulegan bakgrunn trúfélagsins og útskýrir kenningar þess. Boðið verður upp á léttar veitingar mönnum að kostnaðarlausu. Allir velkomnir. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fá þriðja flugið til Halifax

ÍSLENDINGAR og Kanadamenn undirrituðu í gær nýjan loftferðasamning milli ríkjanna og kveður hann á um það að Flugleiðum verður nú heimilt að fljúga til Halifax þrisvar í viku í stað tvisvar áður og heldur flugfélagið jafnframt heimild til að fljúga til Montreal tvisvar í viku. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

Fjarlægðir og andstæður mest spennandi

Á ÁRI hverju fara yfir 100 íslensk ungmenni til ársdvalar í öðru landi á vegum skiptinemasamtakanna AFS. Þau eru ekki aðeins gestir eða ferðamenn í nýja landinu heldur eignast þau nýja "fjölskyldu", læra nýtt tungumál, ganga í skóla, kynnast framandi menningu og snúa svo heim dýrmætri reynslu ríkari. Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Fjárveiting til tækjakaupa

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar 500 þúsund króna fjárveitingu á þessu ári og jafnframt lagði ráðið til á fundi í gær að nefndinni yrði gefið fyrirheit um jafnháa upphæð í fjárhagsáætlun næsta árs. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Framsóknarflokkur flytur starfsemi sína

STEFNT er að því að Framsóknarflokkurinn flytji starfsemi sína í Hverfisgötu 33, húsið á horni Klapparstígs og Hverfisgötu, sem kennt er við Skrifstofuvélar. Þetta staðfesti Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hverfisgata 33 er í eigu Olíufélagsins hf. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fyrsta danskeppni vetrarins

DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni sunnudaginn 19. október sem styrkt er af Supadance skóumboðinu á Íslandi. Keppnin fer fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppni þessi er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dansskólum landsins og verður keppt í öllum aldursflokkum bæði í dönsum með grunnaðferð og með frjálsri aðferð. Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 402 orð

Fyrsta skrefið í að sameina allan Eyjafjörð

ÍBÚAR á Dalvík, í Svarfaðardal og Árskógshreppi í Eyjafirði ganga að kjörborðinu í dag laugardag, og greiða atkvæði um tillögu um sameiningu hreppanna þriggja. Kristján Ólafsson, bæjarfulltrúi á Dalvík og formaður sameiningarnefndar, sagðist bjartsýnn á að tillagan yrði samþykkt og að þetta verði fyrsta skrefið í þá átt að sameina allan Eyjafjörð. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fæðingarorlofi fagnað

SJÁLFSTÆÐAR konur fagna ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að gefa karlmönnum sem starfa hjá ríkinu kost á tveggja vikna fæðingarorlofi við fæðingu barns. Af því tilefni afhentu þær forsætisráðherra táknræna gjöf í gær, mynd af fótaförum barns og vöktu athygli á að þetta væru fyrstu skrefin á mun lengri leið. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð

Gagnrýna skýringar borgarstjóra og arkitekts

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúar gagnrýna harðlega skýringar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Páls V. Bjarnasonar arkitekts á því að samið hafi verið við Gamlhús ehf. um vinnu við Iðnó án útboðs þrátt fyrir að arkitektinn sé í stjórn fyrirtækisins Minjaverndar, sem er stærsti eignaraðili verktakafyrirtækisins Gamlhús. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gallerí Borg með málverkauppboð

GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 19. október kl. 20.30. Um 90 verk verða boðin upp þar af um 70 myndir eftir gömlu meistarana. Þar má nefna myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts, Kristínu Jónsdóttur, Erró, Kristján Davíðsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Svavar Guðnason og Jón Þorleifsson. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Grunaðir um tengsl við fleiri en eitt rán

FIMM menn hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa rænt verslunina Kvöldúlf við Sundlaugaveg í fyrrakvöld. Fór lögreglan fram á 10 daga gæsluvarðhaldsvist yfir fjórum þeirra. Orðið var við kröfu um 10 daga varðhald yfir einum þeirra um kl. 22 í gærkvöld en mál hinna voru þá enn til meðferðar. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 107 orð

Guggenheimsafnið opnað

ÞAÐ stirnir á þak Guggenheim-safnsins, sem verður opnað formlega í Bilbao í Baskalandi á Spáni í dag. Byggingin hefur vakið geysilega athygli enda farnar ótroðnar slóðir í hönnun arkitektsins, Frank Gehrys, og risu harðar deilur um útlit hússins og einnig staðsetningu þess. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 257 orð

Handtaka veldur spennu milli Kóreuríkja

NORÐUR-kóreskir hermenn handsömuðu í gær tvo suður-kóreska bændur á hlutlausu belti milli Kóreuríkjanna tveggja. Samkvæmt síðustu fréttum höfðu Norður-Kóreumenn ekki látið bændurna lausa og friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna, sem hafa eftirlit með hlutlausa beltinu, sögðust vera að rannsaka málið og ræða við her Norður-Kóreu. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hanes- hjónin ekki framseld

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að Hanes-hjónin skyldu ekki framseld til Bandaríkjanna, en þar áttu þau yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að nema á brott barnabarn Connie Jean Hanes og færa til Íslands. Kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki væru fyrir hendi lagaskilyrði til að framselja hjónin því íslensk stjórnvöld hafi ekki gætt að meðalhófsreglunni, þ.e. Meira
18. október 1997 | Miðopna | 1073 orð

Hanes-hjónin verða ekki framseld

HÆSTARÉTTUR segir að íslenskum stjórnvöldum hafi borið að ganga til móts við réttmæt sjónarmið þeirra, annaðhvort með því að beita sér fyrir samkomulagi hjónanna við bandarísk stjórnvöld eða gefa fyrirheit um skilyrði fyrir framsali, þar sem þess yrði gætt, að hjónin ættu þess kost að koma fyrir dóm og verja sig þar án undangenginnar handtöku. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Hálfdauðir fuglar ganga um götur

KOMIÐ hefur í ljós að umfang olíumengunarinnar í Seyðisfirði er mun meira en menn töldu í fyrstu. Olía er í smábátahöfninni og út með fjörunni sunnan fjarðar. Mikið af æðarfugli, sem orðið hefur fyrir olíunni, hefur skriðið upp í Hólmann í hjarta bæjarins og er að veslast upp þar. Dauðir fuglar fljóta í sjónum og hálfdauðir fuglar ganga jafnvel um götur bæjarins. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Heimdallur kynnir ungt fólk í prófkjöri

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur fund með ungum frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst kl. 20. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hnefaleikasýning stöðvar 2 til rannsóknar

LÖGREGLAN hefur nú til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna sýningar á hnefaleikum á Stöð 2 í fyrrakvöld. Hún hefur fengið upptöku af þættinum til skoðunar og er málið í rannsókn. Sturla Þórðarson hjá embætti lögreglustjóra kvaðst ekki geta sagt hvert framhald málsins yrði en það væri nú í rannsókn. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 1174 orð

Horft til hafs Kópavogur er næststærstasveitarfélag landsins með nær 20.000 íbúa og vex nú hratt. Hafnaraðstaða hefur lengst af

Horft til hafs Kópavogur er næststærstasveitarfélag landsins með nær 20.000 íbúa og vex nú hratt. Hafnaraðstaða hefur lengst af verið lítil í Kópavogi en nú er að verða þar nokkur breyting þar á. Kristján Jónsson kynnti sér áætlanir ráðamanna bæjarins. Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Hreppsnefnd stefnir málsaðilum

HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveitar hefur stefnt Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, svo og kaupendum og seljendum jarðarinnar Möðrufells í Eyjafjarðarsveit. Stefnan er lögð fram til ógildingar á úrskurði landbúnaðarráðuneytisins, þar sem felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar um að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Hugmynd ýtt úr vör

HUGMYNDIR um hafnargerð við Skerjafjörð eiga sér langa sögu en fengu aukinn byr þegar þéttbýli tók að myndast í Kópavogi á fimmta áratugnum. Einar Benediktsson skáld taldi að á þessum slóðum ætti að vera framtíðarhöfn Reykvíkinga. Þung hafalda af Faxaflóa brotnar á skerjaklasa á milli Álftaness og Seltjarnarness og innan hans er því gott skipalægi. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Íslendingar mega kjósa til sveitarstjórna í Danmörku

DÖNSKU kosningalögunum hefur verið breytt á þann veg að allir Íslendingar og Norðmenn búsettir í Danmörku hafa kosningarétt í komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningum þar í landi, svo framarlega sem þeir hafa skráð lögheimili þar í landi viku fyrir kjördag, sem er 18. nóvember. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Íslenskir hestar til Nýja-Sjálands

SEX ÍSLENSK hross verða send til Nýja-Sjálands í byrjun nóvember nk. Eigandi hrossanna er þýskur hestamaður Friedhelm Sommer og á hann búgarð á Nýja-Sjálandi og mun ætlun hans að selja þessi hross þegar þangað kemur. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Jóhann vann Hansen

SIGURGANGA Jóhanns Hjartarsonar og Jonny Hector frá Svíþjóð hélt áfram á Norðurlandamóti VISA í skák í gærkvöldi. Jóhann vann Hansen í níundu umferð með svörtu og Hector vann Ralf Åkesson. Jóhann og Hector hafa 7vinning. Í 3.-4. sæti eru jafnir Schandorff og Djurhuus. Helgi Áss Grétarsson sigraði John Árna Nilssen frá Færeyjum örugglega. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Kirkjutónlist í Grundarfjarðarkirkju

Grundarfjörður-Tónleikar í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Eyrarsveitar í Grundarfirði verða nú um helgina. Í dag, laugardag, mun Karlakór Akureyrar syngja í Grundarfjarðarkirkju og á morgun verða kórtónleikar í kirkjunni. Þar munu kór Setbergsprestakalls og kór Borgarneskirkju syngja. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Kostnaður 1,7 milljörðum undir áætlun

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í gær með formlegum hætti stækkun álversins í Straumsvík. Viðstaddir opnunina voru um 1.500 gestir, þ.ám. starfsmenn, núverandi og fyrrverandi, verktakar og aðrir sem tóku þátt í framkvæmdum við stækkun álversins, fulltrúar helstu viðskiptafyrirtækja álversins, alþingismenn og fleiri. Meira
18. október 1997 | Miðopna | 1213 orð

Kostnaður við framkvæmdir var 15% undir áætlun

ÞRIÐJI kerskáli álversins í Straumsvík var formlega tekinn í notkun í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Verkinu lauk þremur mánuðum á undan áætlun og framkvæmdakostnaður reyndist 15% lægri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Áætlað er að í nýja skálanum verði framleidd u.þ.b. 14 þúsund tonn af áli á þessu ári. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Krefst milljónar vegna meiðyrða

RITSTJÓRUM DV hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ummæla í blaðinu í september í fyrra. Frétt blaðsins snerist um að maður, sem nú hefur stefnt ritstjórunum, hefði haft fé út úr sambýliskonu sinni og var sonur konunnar borinn fyrir fréttinni. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Kvöldnámskeið fyrir áhugafólk um eðlisfræði

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands býður áhugafólki um eðlisfræði upp á kvöldnámskeið á þriðjudagskvöldum frá 21. október til 2. desember. Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa að baki þjálfun í raunvísindum eða stærðfræði. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

LEIÐRÉTT Rangt heiti á doktorsritgerð

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. október birtist frétt um að Óskar Þór Jóhannsson hafi varið doktorsritgerð í Svíþjóð. Prentvillupúkinn læddist inn í titil ritgerðarinnar, en hið rétta er að hún heitir Hereditary Breast Cancer in South Sweden, með undirtitilinn Early findings from studies on the role of BRCA 1. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Læknar vara við hnefaleikum

STJÓRN Læknafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við hnefaleikum. Segir þar að markmið íþróttarinnar sé að valda líkamstjóni hjá andstæðingi. Yfirlýsingin fer hér á eftir: Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Opið hús, boðið upp á kaffi og ávaxtasafa. Föndur og söngstund. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnudag, Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til kirkju, en fundur með þeim verður haldinn í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudag. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 470 orð

Námskeið verða haldin vegna tíðra búðarrána

FORVARNADEILD lögreglunnar í Reykjavík í samstarfi við Kaupmannasamtökin og Verslunarmannafélag Reykjavíkur mun í næstu viku halda námskeið í viðbrögðum við búðarránum fyrir eigendur og starfsfólk verslana í Kringlunni. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ný umferðarljós við Lönguhlíð

KVEIKT verður á nýjum umferðarljósum á mótum Lönguhlíðar- Háteigsvegar og Lönguhlíðar- Flókagötu þriðjudaginn 21. október kl. 14. Umferðarljós á báðum gatnamótum eru að hluta umferðarstýrð, þannig að alltaf logar grænt ljós á Lönguhlíð. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Opið hús á sunnudag hjá FÍB

FÍB kynnir starfsemi sína og nýjungar sunnudaginn 19. október kl. 10­16 í Borgartúni 33. Meðal helstu nýjunga sem kynntar verða er FÍB aðstoð og FÍB farsíminn. Af öðrum þáttum í starfsemi FÍB sem hægt er að fræðast um á sunnudaginn er lögfræðiaðstoð félagsins, tækniráðgjöf, akstur erlendis, ferðatilboð og afsláttarsamningar. Á útisvæði verður veltibíll Umferðarráðs. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ólögleg möskvastærð á Patreksfirði

VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð tvo báta að meintum ólöglegum netaveiðum á Patreksfirði í fyrradag. Möskvar í netum mældust of smáir og reglur um merkingu veiðarfæra voru ekki í heiðri hafðar. Að sögn Landhelgisgæslunnar voru bátarnir Kristín Finnbogadóttir BA 95 og Ásborg BA 84 að netaveiðum á Patreksfirði á svæði þar sem möskvastæð í þorskanetum á að vera sex tommur. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Sameiginlegt framboð

ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Keflavík og Njarðvík hafa samþykkt að bjóða fram sameiginlega með Alþýðubandalagi og Óháðum við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Að sögn Reynis Ólafssonar verður fjölgað í samstarfsnefndinni, sem starfað hefur hingað til og er nefndinni ætlað að velja listabókstaf og undirbúa kosningarnar. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Samið verði um breytingar á kjörum án verkfalls

FÉLAGSFUNDUR SAMFOKS (Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi) var haldinn 15. október sl. í Breiðagerðisskóla. Á fundinn voru boðaðir foreldrar í stjórnum foreldrafélaga og í foreldraráðum við grunnskóla Reykjavíkur. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sár eftir átök fengitímans

Einn tarfur sem meiðst hafði í átökunum sást nýlega við Hölknárfoss í Vaðbrekkuheiði ekki langt frá um það bil hundrað dýra hópi. Var hann haltur og heldur sig til hlés meðan hann er að gróa sára sinna og víst er að hann verður ekki meira til nytja fyrir kýrnar þetta haustið, en kemur aftur fílefldur næsta haust, þá orðinn stærri og eldri. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

SFR kannar viðbrögð miðstjórnar ASÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar: "Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar harmar hörð viðbrögð og ummæli miðstjórnar ASÍ í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms þann 14. október sl. vegna skólaliða og félagsaðildar þeirra. Þessi viðbrögð eru óskiljanleg með öllu þeim sem þekkja staðreyndir málsins og allan aðdraganda. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 1484 orð

Síðasti draugur Vichy- stjórnarinnar

ÍFRAKKLANDI stendur yfir eins konar lokatilraun til að gera upp reikninga stríðsáranna, meira en hálfri öld eftir grimmdarverk nasista og samstarfsmanna þeirra. Mál Maurice Papon, fyrrum fjárlagaráðherra í forsetatíð Giscards D'Estaing, var tekið fyrir rétt í Bordeaux 8. október eftir 16 ára aðdraganda. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sjúkrabíll og fólksbíll í árekstri

FÓLKSBÍLL lenti í árekstri við sjúkrabíl í útkalli á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um hádegisleytið í gær. Tvennt var í fólksbílum og voru meiðsl þeirra minni en virtist í fyrstu. Sjúkrabíllinn var á leið í Kópavog vegna minni háttar óhapps þar, sem annar sjúkrabíll var strax sendur í. Meira
18. október 1997 | Landsbyggðin | 396 orð

Slóð afbrota lá víða um land

Ísafirði-Þrítugur karlmaður var á mánudag dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir fjölda þjófnaðar-, skjalafals- og fíkniefnabrota, sem framin voru á Ísafirði, í Reykjavík og á Akureyri á undanförnum mánuðum. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Smásagnasafn verðlaunað

BÓKMENNTAVERÐLAUN Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 1997 voru afhent í Höfða í gær. Verðlaunin hlaut Elín Ebba Gunnarsdóttir fyrir smásagnasafnið Sumar sögur. Þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg efnir til samkeppni um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Árið 1994 komu þau í hlut Helga Ingólfssonar fyrir skáldsöguna Letrað í vindinn. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 410 orð

Spenna í samskiptum stjórnar og drottningar

TALSMENN Elísabetar Bretadrottningar reyna nú með öllum ráðum að firra drottningu ábyrgð á röð neyðarlegra uppákoma í tengslum við för hennar til Pakistans og Indlands. Þá hafa stjórnvöld, með Tony Blair forsætisráðherra í broddi fylkingar, gert tilraun til að gera lítið úr þeirri spennu sem virðist komin upp í samskiptum stjórnarinnar og konungsfjölskyldunnar. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

"Stór dagur í lífi okkar"

NÝ fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation, dótturfélags Íslenskra sjávarafurða hf. í Bandaríkjunum, var formlega opnuð í borginni Newport News í Bandaríkjunum í gær að viðstöddu fjölmenni. "Þetta er stór dagur í lífi okkar starfsmanna Iceland Seafood Corporation. Við eigum nú fullkomnustu fiskréttaverksmiðju í heimi," sagði Hal Carper, forstjóri fyrirtækisins, m.a. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Stærsti sjóbirtingur á stöng í áratugi

ÞÓRARINN Kristinsson veiddi þann stærsta sjóbirting sem veiðst hefur á stöng um nokkuð langt árabil 5. október síðastliðinn. Birtingurinn, sem var 21 punds hængur, veiddist á Breiðunni í Tungulæk. Sjóbirtingar af þessari stærð eru fágætir. Meira
18. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Takmarkaðar veiðar minks kalla á lagabreytingu

MINK hefur fjölgað mikið í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, varð starfsfólk og börn í sumarbúðunum við Ástjörn hans mjög vart sl. sumar. Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra segist hafa fullan hug á að láta skoða þetta mál. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Tanja tatarastelpa í Ævintýra- Kringlunni

TANJA tatarastelpa kemur í heimsókn í Ævintýra-Kringluna í dag. Tanja hefur farið víða en eins og flestir vita eru tatarar þekktir fyrir að ferðast um heima og geima og hafa frá ýmsu að segja. Ólöf Sverrisdóttir leikkona samdi þáttinn um Tönju og hefur sýnt hann á leikskólum og víðar. Leikritið hefst kl. 14.30 í dag. Aðgangseyrir er 400 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 867 orð

Til greina kemur að atvinnugreinin taki að sér reksturinn

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist telja það vel koma til greina að rekstri Sjómannaskóla Íslands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskólans, verði breytt á þann hátt að atvinnugreinin sjái um rekstur hans með samningum við ríkið um greiðslu kostnaðarins við reksturinn, Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tveir sækja um Höllina

FYRIRTÆKIN tvö, sem nú skipuleggja sjávarútvegssýningar í Reykjavík, hafa sótt um að fá Laugardalshöll til afnota undir sýningarnar á sama tíma, dagana 1.-4. september árið 1999. Umsóknirnar verða báðar lagðar fram á fundi stjórnar Íþrótta- og tómstundaráðs á mánudaginn, en að mati Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra ÍTR, Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tæplega 85% sammála Davíð

TÆPLEGA 85% aðspurðra í skoðanakönnun Gallup, voru sammála þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að taka á móti varaforseta Tævan þegar hann kom til landsins í óopinbera heimsókn. 6% voru andvígir og rúmlega 9% höfðu enga skoðun. 21% töldu að heimsóknin muni hafa varanleg áhrif á viðskiptasamband Íslands og Kína en 79% telja að svo muni ekki vera. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Unglingurinn í skóginum

SÝNING í Galleríi "Nema hvað?", Þingholtsstræti 6, kjallara, verður opnuð laugardaginn 18. október kl. 18. Sýningin ber yfirskriftina Unglingurinn í skóginum og samanstendur af verkum eftir landskunna jafnt sem lítt þekkta myndlistarmenn. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 807 orð

Úr skókassa í M¨unchen í bókaskápinn að Bessastöðum

Ferðasaga Konrads Maurers, þýzks fræðimanns sem var vinur Jóns Sigurðssonar forseta og ferðaðist vítt og breitt um Ísland árið 1858, kom út í fyrsta sinn síðastliðinn mánudag. Ferðafélag Íslands gefur bókina út í íslenzkri þýðingu, og er þetta í fyrsta sinn síðan hún var skráð að hún birtist á prenti. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Útvegurinn gæti rekið Sjómannaskólann

FORMAÐUR Landsambands íslenskra útvegsmanna telur vel koma til greina að sjávarútvegurinn taki við rekstri Sjómannaskóla Íslands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskóla Íslands, en skólameistarar skólanna telja fráleitt að skólarnir flytji í húsnæði við Höfðabakka. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 911 orð

Valdatafl Ísraelskra trúflokka

EFTIR að langvarandi tilraunir til að sætta ólíkar trúfylkingar gyðinga sigldu í strand í byrjun vikunnar, lofaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að ganga að kröfum hreyfingar strangtrúaðra gyðinga og flýta afgreiðslu lagafrumvarps um einkarétt hreyfingarinnar á ákveðnum trúarathöfnum í Ísrael. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Vilja aukinn hlut á stærri skipunum

Vélstjórar boða verkfall frá 1. janúar Vilja aukinn hlut á stærri skipunum VÉLSTJÓRAR á fiskiskipum hafa samþykkt að boða til verkfalls frá og með 1. janúar nk. og mun það ná til 79 skipa með aðalvél 1501 kW og stærri. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 1031 orð

Vilja sjá hvað er í boði

Vilja sjá hvað er í boði RÁÐAMENN Kópavogs gera sér vonir um að fá ný fyrirtæki inn á athafnasvæðið á Kársnesi. Þar geti hafnaraðstaða í sumum tilvikum ráðið úrslitum, þótt ekki sé viðlegukanturinn nýi langur miðað við hafnir grannanna. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Þrjár sprengingar í stað einnar

RÖÐ sérkennilegra tilviljana olli því að í stað einnar sprengingar sem átti að vera á dagskrá Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra síðastliðinn fimmtudag urðu sprengingarnar þennan dag þrjár. Ekki var þó um dínamítsprengingar að ræða í öll skiptin. Iðnaðarráðherra hafði verið boðið af Fossvirki hf. að sprengja fyrsta haftið í aðrennslisgöngum Sultartangavirkjunar á fimmtudag. Meira
18. október 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Öflugir grannar

Öflugir grannar STÆRÐARMUNUR er mikill á höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð lengd hafnarbakka í Reykjavík er rúmir fjórir kílómetrar, í Hafnarfirði rúmlega einn kílómetri. Bakkinn á Kársnesi verður aðeins 135 metrar þegar fullri lengd er náð og því ljóst að hann er út af fyrir sig engin raunveruleg ógn við grannana. Meira
18. október 1997 | Erlendar fréttir | 318 orð

(fyrirsögn vantar)

TRÉVIRKI úr eik fannst á botni Hálfdánshaugsins í Noregi fyrr í vikunni, er kjarni var boraður úr honum, og telja forleifafræðingar að eikin sé úr skipi eða grafhýsi frá víkingatíð. Þegar fyrsti kjarninn kom upp úr haugnum kom í ljós 20 sm þykkt trélag og telur einn fornleifafræðinganna það vera eik. Aðrir telja um að ræða hluta úr víkingaskipi. Meira

Ritstjórnargreinar

18. október 1997 | Leiðarar | 607 orð

HARALDUR HÁRFAGRI ENDURBORINN?

HARALDUR HÁRFAGRI ENDURBORINN? KKI VERÐUR betur séð, en að samsteypustjórn Kjells Magnes Bondeviks í Noregi ætli að efna til óvinafagnaðar við Íslendinga á hafinu. Lesa má úr stjórnarsáttmálanum, að hún hyggist grípa til allra leiða til að flæma íslenzk fiskiskip frá veiðum í Norður-Atlantshafi. Meira
18. október 1997 | Staksteinar | 331 orð

»Samvinna stofnana IÐNTÆKNISTOFNUN og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins ha

IÐNTÆKNISTOFNUN og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafa aukið með sér samvinnu á sviðum þar sem samvinna getur skilað aukinni hagkvæmni og meiri árangri í starfi stofnananna. Samvinna hefur þegar tekist á tveimur sviðum er lúta að símaþjónustu og viðhaldsmálum. Að auki gefa stofnanirnar út sameiginlegt fréttabréf. Meira

Menning

18. október 1997 | Fólk í fréttum | 240 orð

Ástralir of amerískir

ÁSTRALSKI kvikmyndaleikstjórinn Paul Cox er ekki ánægður með hið opinbera kerfi sem styrkir kvikmyndagerð andfætlinga. Cox, sem er virtur kvikmyndagerðarmaður og á að baki myndir eins og "Lonely Hearts", "Man of Flowers", og "A Woman's Tale", Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Flutt efni á nýjum geisladisk

PARTY Zone er líklega einn af langlífari útvarpsþáttum á einkareknum stöðvum landsins, en hann hefur verið fastur liður á dagskrá X-ins á laugardagskvöldum í sjö ár. Á þessum tíma hafa hátt í 300 þættir glumið í útvarpstækjum landsmanna. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 365 orð

Glæfraför til Grænlands Lesið í snjóinn (Smilla's Sense of Snow)

Framleiðandi: Bernd Eichinger. Leikstjóri: Bille August. Handritshöfundur: Ann Biderman eftir samnefndri skáldsögu eftir Peter Høeg. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Tónlist: Harry-Gregson Williams. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Gabriel Byrne og Richard Harris. 124 mín. Danmörk/Bandaríkin. 20th Century Fox/Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 13. október 1997. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 481 orð

Kraftmikil og hröð tónlist

BRETARNIR Simon Ratcliff og Felix Buxton hafa vakið athygli síðustu tvö árin undir nafninu Basement Jaxx. Þeir kumpánar semja tónlist, þeyta skífum, endurhljóðblanda lög annarra og reka hljómplötuútgáfuna Atlantic Jaxx. Landsmenn þekkja þá líklegast best fyrir lögin Samba Magic, sem náð hefur vinsældum hér ári eftir að það vakti athygli erlendis og Flylife. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 328 orð

Með gítarinn í hringnum

BUBBI Morthens hélt útgáfutónleika á nýjasta geisladiski sínum "Trúir þú á engla" í sal Hnefaleikafélags Reykjavíkur á fimmtudagskvöld. Í tilefni dagsins var haldin hnefaleikasýning þar sem Fjölnir Þorgeirsson, sem kynntur var til leiks sem Íslandsmeistari í Íslandsmetum, og Sigurjón Gunnsteinsson, Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 322 orð

Saga Alan Smithee

SÍÐUSTU þrjátíu ár hafa um 30 kvikmyndir í Bandaríkjunum farið á markaðinn undir nafni Alan Smithee. Flestar þessara mynda hafa vakið litla athygli og gleymst fljótlega. Örlög sem aðstandendur myndanna hafa ekki grátið vegna þess að leikstjórar þeirra hafa ekki viljað setja nafn sitt á endanlega útkomu og notað hið tilbúna nafn, Alan Smithee, í staðinn. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 574 orð

Samviskulaust dagskrárefni

Samviskulaust dagskrárefni ÞÁ ER farið að lifna yfir dagskrá ríkissjónvarpsins, eins og gjarnan verður þegar dag fer að stytta. Komnir eru á vettvang tveir þættir, sem landsmenn skemmta sér við eftir sumarlöng leiðindi og hrollvekjur. Annar þessara þátta er Stöðvarvík þeirra Spaugstofumanna. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Tölvuást

MEG Ryan og Tom Hanks ætla að leika saman á ný í endurgerð á rómantísku gamanmyndinni "The Shop Around the Corner" frá árinu 1939. Ryan og Hanks vöktu hrifningu bíógesta í rómantísku gamanmyndinni "Sleepless in Seattle" og er vonað að sú hrifning tryggi góða aðsókn. Það voru James Stewart og Margaret Sullivan sem fóru með aðalhlutverkinu í "The Shop Around the Corner". Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Undraland Kubricks

JENNIFER Jason Leigh líkir samstarfi við Stanley Kubrick við ferð inn í furðuveröld Lísu í Undralandi. Leikkonan fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd Kubricks "Eyes Wide Shut" sem er enn í vinnslu en tökur hófust fyrir tæpu ári í London. Jason Leigh sagði í viðtali við USA Today að Kubrick væri snillingur. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 535 orð

Útvarpsþáttur í einu hlutverki

LEIKSÝNINGIN Gallerí Njála er í fullum undirbúningi fyrir frumsýninguna sem verður í byrjun nóvember í Borgarleikhúsinu. Í vikunni var leikinn útvarpsþátturinn Í vikulokin þar sem þjóðkunnir einstaklingar voru í aðalhlutverki. Meira
18. október 1997 | Fólk í fréttum | 182 orð

Þjóðleg mynstur Galliano

FATAHÖNNUÐURINN John Galliano sýndi hönnun sína í 17. aldar kastala í París sem var skreyttur eins og kvikmyndasvið. Áhrifin voru leikræn og rómantísk en Galliano sýndi að þessu sinni undir eigin merki en hann er einnig yfirhönnuður hjá tískuhúsi Christians Diors. Meira

Umræðan

18. október 1997 | Aðsent efni | 505 orð

Borgarmálin ­ ekki bara steinsteypa og viðhald heldur heilsa og hamingja

HEILSA okkar er það dýrmætasta sem við eigum og mikilvægt er að byggja upp heilbrigt líf strax í æsku. Líkamlegu heilbrigði kann að vera ógnað, ef við vanrækjum að smíða þann ramma í umhverfinu sem styður góðar venjur og góða lifnaðarhætti. Það er staðreynd að aukin kyrrseta er að verða að heilbrigðisvandamáli í þjóðfélagi okkar. Meira
18. október 1997 | Bréf til blaðsins | 183 orð

Davíð og Golíat

EINS og kunnugt er, þá lagði litli Davíð risann Golíat að velli forðum. Svo gerði okkar Davíð nú þegar risinn mikli í austri sendi okkur skipanir og hótanir á dögunum fyrir milligöngumann sinn hér, sem vægast sagt fór offari við erindreksturinn í utanríkisráðuneytinu hér. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 210 orð

Endurtekið efni

Hannes Gissurarson er byrjaður aftur (Mbl 16/9) engum að óvörum, en nú er bleik brugðið. Í stað þess að taka á þeim rökum sem hann hefur verið beittur, gerir hann mönnum um orð og affærir. Ég ætla ekki að standa í löngum þrætum eða endurtekningum, en freistast til að bera af mér missagnir. Ég læt það alveg vera að Hannes kallar eina línu um Davíðssálma óspart gys. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 573 orð

Ferlimál í Kópavogi

Á SÍÐUSTU árum hafa sjónir manna beinst í æ ríkari mæli að því að aðlaga daglegt líf meira aðstæðum í umhverfinu og gera það þannig þægilegra og vistvænna. Dæmi um þetta er gott aðgengi í og við þjónustustofnanir, sem fólk þarf að sækja. Einnig á þetta við um útiveru og náttúru t.d. með lagningu göngu- og hjólreiðastíga í þéttbýli og góðra gönguleiða úti í náttúrunni. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 424 orð

Framtíðarhöfn á Álfsnes- Kjalarnessvæðinu

Framtíðarhöfn á Álfsnes- Kjalarnessvæðinu Það er meiri framsýni í því, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, að gera framtíðarhöfn við Kollafjörð/Kjalarnes eða Álfsnes/Þerney. HÆTTA á við að gera höfn við Eiðsvíkina og reisa iðnaðarhverfi úti á Geldinganesi. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 693 orð

Grunnskólinn í brennidepli

MÁLEFNI grunnskólans hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Til þess liggja ýmsar ástæður m.a. yfirtaka sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskóla 1. ágúst 1996 og yfirstandandi kjarasamningaviðræður kennarafélaganna og samninganefndar launanefndar sveitarfélaga. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 448 orð

Heimgreiðslur

FYRIR nokkrum árum komu sjálfstæðismenn á heimgreiðslum til foreldra barna, sem ekki voru á leikskólum. Greiðslur þessar byggðu á þeirri hugsun að þeir foreldrar sem fremur kjósa að vinna heima meðan börn þeirra eru lítil hefðu möguleika á aðstoð frá sveitarfélaginu eins og þeir foreldrar sem vinna utan heimilis og nýta sér þjónustu leikskóla. Sú þjónusta er verulega niðurgreidd. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 403 orð

Hvernig skóla vilt þú?

Í GRUNNSKÓLANUM gefst tækifæri til að veita börnum mikilvægt veganesti út í lífið. Þar er lagður grunnur að íslensku samfélagi framtíðarinnar og því er mikilvægt að huga vel að því hvað það er sem við viljum að verði einkenni þess samfélags. Sjálfstætt, vel menntað fólk, sem hefur til að bera kjark til að hafa frumkvæði að ýmsum efnum, er auður sem ástæða er til að hlúa að. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 341 orð

Íþróttir eru besta forvörnin

MIKIÐ er rætt og ritað um forvarnir til að koma í veg fyrir að unglingar ánetjist vímuefnum. það eru hins vegar uppi mismunandi skoðanir á því hvernig forvörnum skuli beitt svo þær skili sem bestum árangri. Boð og bönn eiga rétt á sér innan skynsamlegra marka en það þarf meira að koma til. Foreldrar verða að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Meira
18. október 1997 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Margt býr í myrkrinu!

FYRIR skömmu á ráðstefnu um markaðssetningu ferðaþjónustu í dreifbýli hitti ég Hollending sem sagði merkilega sögu úr sínu heimalandi. Sagan var af samtökum sem láta sig umhverfi og náttúru varða og eitt af mörgum markmiðum þeirra er að friða myrkrið. Í þéttbýlum löndum getur jafnsjálfsagður hlutur og góð dimma verið vandfundinn. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 536 orð

Nýir tímar ­ ný hugsun

ÞEGAR komið var að máli við mig varðandi prófkjör og ég hvött til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, hugsaði ég strax, þetta verður skemmtilegt og mikil áskorun. Ég get komið góðu til leiðar fyrir íbúa Reykjavíkur, ekki er vanþörf á. Það má líkja mannfólkinu í Reykjavík við plöntur af eðliseinkennum þess. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 324 orð

Reykjavíkurborg efli atvinnulífið

ÞAÐ ER vart lengur deilt um það í stjórnmálum að bætt lífskjör almennings byggjast á velgengni fyrirtækjanna og þar með hæfni þeirra til að greiða góð laun. Velgengni fyrirtækjanna ræðst af samkeppnishæfni þeirra sem aftur byggist á hæfileikum stjórnenda, dugnaði starfsfólks og starfsumhverfi. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 467 orð

R-listinn pínir fólk og fyrirtæki

R-listinn pínir fólk og fyrirtæki Borgarbúar eiga að njóta góðs gengis borgarfyrirtækja, segir Jóna Gróa Sigurðardóttir, í stað þess að skattleggja þau í borgarsjóð. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 609 orð

Sá veldur sem á heldur

SKÓLAMÁLAUMRÆÐA í fjölmiðlum hefur verið nokkuð að aukast að undanförnu og fer vel á því. Til skamms tíma hefur verið alltof hljótt um skólastarf í landinu og er þá átt við hvort tveggja hvatningu þar sem skólastarf hefur tekist sérlega vel og gagnrýni á ýmsa þætti í störfum skólanna. Eitt er þó víst að í skólastarfi verða alltaf skiptar skoðanir um einhver mál. Meira
18. október 1997 | Aðsent efni | 465 orð

Vofa georgismans

Í KOMMÚNISTAÁVARPINU sagði, að vofa kommúnismans gengi ljósum logum í Evrópu. Hvað sem því líður, gengur vofa georgismans ljósum logum á Íslandi. Georgisminn er kenndur við bandaríska rithöfundinn Henry George, sem vildi leggja auðlindaskatt á landeignir, því að arður af þeim væri skapaður af náttúrunni, en ekki landeigendum. Meira
18. október 1997 | Bréf til blaðsins | 466 orð

Þjóðin og auðlindin

NÚ VIRÐIST þolinmæði almennings vera að þrjóta vegna aðgerðarleysis alþingismanna gagnvart kvótasölu hinna svokölluðu sægreifa sem moka með okurbraski milljörðum í vasa sinn, nánast fyrir ekki neitt. Útgerðarmenn hafa líka fengið leyfi til þess að byggja upp fiskveiðiflota sem er þjóðfélagslega óhagkvæmur til veiða á heimamiðum. Veiðikostnaður á hvert tonn margfalt dýrari en hann þarf að vera. Meira
18. október 1997 | Bréf til blaðsins | 261 orð

Þroskaþjálfar á skammtímavistun

SKAMMTÍMAVISTUN er þjónustuform fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra sem mjög hefur rutt sér til rúms undanfarinn áratug. Það er í beinu framhaldi af þeirri stefnu í málefnumf atlaðra að þeir skuli búa heima hjá fjölskyldu sinni en ekki vistast á stofnunum. Vegna mikilla framfara á sviði læknavísindanna eru æ fleiri börn sem lifa þrátt fyrir mikla þroskahömlun og veikindi. Meira

Minningargreinar

18. október 1997 | Minningargreinar | 484 orð

Elín Árnadóttir

Elsku Ella, nú þegar ég sest niður og reyni að pára niður nokkur fátækleg kveðjuorð verður mér hugsað, hver eru rökin fyrir því að þú, svo allt of ung, ert hrifin í burtu frá tveimur börnum og eiginmanni? Hvers eigum við að gjalda sem áttum okkur góðan og trygglyndan vin að hann skuli frá okkur tekinn? Það verður fátt um svör. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Elín Árnadóttir

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag." Það sem er erfitt að sætta sig við á okkar ferðalagi lífsins, er að okkar áætlunum er breytt af æðri máttarvöldum, og eftir stöndum við og reynum að ná áttum til að halda okkar ferðalagi um tilveruna áfram, kærum vini fátækari. Þær minningar sem við eigum um Ellu vinkonu okkar eru gott veganesti okkur til handa sem göngum veginn áfram. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 237 orð

Elín Árnadóttir

Það var á haustdögum 1981 sem kynni okkar Ellu hófust, að vísu höfðum við þekkst áður, en við stofnun Samvinnubankans á Selfossi urðum við samstarfsmenn um nokkurra ára skeið. Við bundumst vináttuböndum sem ekki slitnuðu þótt leiðir okkar skildi er Ella hélt til annarra starfa, fyrst sem bóndi en síðar aftur sem bankastarfsmaður en þá hjá öðrum banka hér á Selfossi. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Elín Árnadóttir

Elsku Ella mín. Þessi samfylgd var of stutt. Alltof margt ógert. Af hverju? Þú sem hafðir allt að gefa til þeirra sem nálægt þér stóðu. Manstu heima í Vík, ferðirnar vestur í hesthús að kemba Ljúf? Manstu göngurnar upp á Reynisfjall? Manstu ferðirnar í fjöruna? Manstu kvöldin í fallinni spýtu og standandi trölli? Manstu súkkulaðikökuna hennar mömmu þinnar? Hún var sú besta í heimi! Manstu Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Elín Árnadóttir

Það ríkir sorg. Fuglarnir syngja öðruvísi, það er angurværð og söknuður í rómnum. Í rauninni er undarlegt, að stjörnurnar hafi skinið í nótt og að sólin hafi komið upp í morgun. Við lát ástvinar verður allt svo dimmt og kalt. Það er eins og slökkt sé á ljósum alheimsins. Tíminn nemur staðar um stund og hugurinn dvelur við minningar. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 264 orð

Elín Árnadóttir

Ljóð Tómasar Guðmundssonar "Hótel Jörð" hefst á hendingunni "Tilvera okkar er undarlegt ferðalag", það má með sanni segja, að okkar jarðneska tilvera sé óútreiknanleg. Maður spyr sig, hvar er maður staddur á ferðalaginu? Hvers vegna er ferðin svona stutt hjá einum, en öðrum ekki? Í dag kveðjum við ástkæra mágkonu og góða vinkonu okkar, Elínu Árnadóttur, með miklum trega. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Elín Árnadóttir

Látin er langt um aldur fram Elín Árnadóttir. Að baki er erfiður tími veikinda, en það var í vor sem Ella greindist með krabbamein í höfði. Í veikindum hennar kom vel í ljós hve marga trygga vini og ættingja hún átti. Allir sem einn reyndu að létta henni lífið eins og hægt var. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Elín Árnadóttir

Elsku Ella okkar. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, elsku frænka okkar og vinkona. Það er svo stutt síðan að veikindi þín hófust og grunaði engan að þau myndu velja þennan endi. Hugur manns vill ekki trúa því að þú sért farin frá okkur svo ung en þó svo lífsreynd, alltaf svo lífsglöð og varst svo rík af hamingju sem þú deildir með öllum í kringum þig. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 743 orð

Elín Árnadóttir

Enn sannast hið fornkveðna að "skjótt skipast veður í lofti" því aðeins eru fáeinir mánuðir síðan Elín var með okkur full af bjartsýni og heilsuhraust. En enginn ræður sínum næturstað og eru það orð að sönnu. Seinni hluta vetrar sl. fór Elín að kenna sér meins og gekk undir tvær mjög erfiðar aðgerðir, en þrátt fyrir færni vísindanna varð sá raunveruleiki sem nú er orðinn ekki umflúinn. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 227 orð

ELÍN ÁRNADÓTTIR

ELÍN ÁRNADÓTTIR Elín Árnadóttir fæddist 22. júlí 1961 í Vík í Mýrdal. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ástu Hermannsdóttur, f. 6.3. 1930, d. 26.8. 1993, og Árna Sigurjónssonar, f. 21.3. 1926, búsett í Vík í Mýrdal. Hún var næstyngst sex systkina en þau eru: Þorsteinn, f. 4.7. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Guðmundur Ingvarsson

Það var fyrir liðlega tveimur árum að eldri maður með skarpa drætti í andliti, markaða mikilli lífsreynslu, steig um borð í Örfirisey RE-4. Menn litu hver á annan með spurn í augum. Í ljós kom að hann hafði verið ráðinn sem aðstoðarkokkur og fannst nú einhverjum "kallinn" vera orðinn bjartsýnn. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 149 orð

GUÐMUNDUR INGVARSSON

GUÐMUNDUR INGVARSSON Guðmundur Ingvarsson fæddist 12. september 1929. Hann lést í Reyjavík 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Margrét Sigurðardóttir frá Akranesi og Ingvar Júlíus Guðmundsson frá Eyrarbakka. Þau eignuðust fimm drengi og var Guðmundur þeirra elstur. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 507 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Haustið er komið með allri sinni litadýrð og vetur er í nánd. Það er einnig haust í hugum okkar, sem í dag kveðjum Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur eða hann Gunnu eins og hún var kölluð. Ég var stödd í Englandi þegar mér var tilkynnt um andlát svilkonu minnar. Um stund fannst mér sem þetta væri draumur, það gat ekki verið að hún Gunna væri dáin. En Guð spyr ekki um tíma, stað né stund. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Kæra tengdamamma. Með fátæklegum orðum kveð ég þig, sem varst svo skyndilega kvödd burt frá okkur. Þú varst mér alltaf stoð og stytta, tókst mér sem dóttur fyrir fimmtán árum er ég hóf sambúð með syni þínum, aðeins sautján ára þá. Þú slípaðir mig svo ég yrði góð húsmóðir, kenndir mér að sauma og í gegnum árin hef ég alltaf getað treyst á þig. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi gamla vísa, sem var skrifuð í margar minningabækur okkar, kom upp í hugann þegar við fréttum um skyndilegt andlát skólasystur okkar, Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur. Á þessu hausti eru 40 ár liðin frá því að við, 39 ungar stúlkur, hófum nám við húsmæðraskólann á Laugalandi og áttum allt lífið framundan. Gunna Sigga er önnur skólasystirin úr þessum hópi, sem kveður þennan heim. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Það er svo margs að minnast þegar sest er niður til að skrifa nokkur orð til minningar um persónu sem manni þykir vænt um. Í þetta skiptið er það elskuleg tengdamóðir mín, sem lést langt fyrir aldur fram þann 8. október sl. Ég minnist þess, er ég kynntist henni fyrst. Það var um jólaleytið 1987. Ég játa það að ég bar svolítinn kvíða í brjósti við þessi fyrstu kynni. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 646 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Guðrún föðursystir mín varð bráðkvödd við vinnu sína hinn 8. okt. sl. aðeins 59 ára að aldri. Föstudaginn 3. október vorum við að skemmta okkur saman og lék hún þá á als oddi og virtist stálhraust, en fimm dögum síðar var hún öll. Það var mikið áfall að frétta lát hennar og enn get ég vart trúað því að við fáum ekki að njóta nærveru hennar lengur. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Elsku amma mín, takk fyrir allar okkar stundir. Það verður skrýtið að koma til afa og engin amma þar. En ég veit að þú ert hjá guði. Við áttum alltaf góðar stundir saman, ég gat alltaf komið til þín, og þú varst alltaf góð. Þannig mun ég alltaf minnast þín, elsku amma mín. Nú kveð ég þig með kvöldbæn minni. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 226 orð

GUÐRÚN SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Lóni í Kelduhverfi 29. mars 1938. Hún lést í Ólafsvík hinn 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrika Jónsdóttir, f. 3. júní 1907, d. 31. mars 1980, og Guðmundur Björnsson, f. 20. ágúst 1898, d. 11. maí 1982. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 90 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Elsku amma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér allar okkar samverustundir. Í þínum augum

Elsku amma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér allar okkar samverustundir. Í þínum augum var ég alltaf ömmustrákur, sem þú áttir svo mikið í og er það ekki skrýtið því þú passaðir mig alltaf. Þú komst heim til mín á morgnana þegar ég var lítill og beiðst þar til ég vaknaði. Þá fórum við heim til þín með afa á bláa vörubílnum. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 63 orð

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Hinsta kveðja. Nú vill hann elsku ömmu sinni senda sannar hjartans þakkir fyrir allt. Og segja

Hinsta kveðja. Nú vill hann elsku ömmu sinni senda sannar hjartans þakkir fyrir allt. Og segja að lífið aldrei tekur enda þó augun lokist og hjartað verði kalt. Hún amma lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt í frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 283 orð

Guðrún Víglundsdóttir

Ég sé þig fyrir mér setja smjör í endann á fléttunni og vefja henni svo um kollinn, ég sé þig koma á móti mér þegar ég náði í kýrnar og þér þótti ég búin að vera of lengi en ég hélt að þú værir útlendingur; hvað við hlógum 25 árum síðar. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 164 orð

GUÐRÚN VÍGLUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN VÍGLUNDSDÓTTIR Guðrún Víglundsdóttir fæddist á Hauksstöðum í Vopnafirði 27. mars 1910. Hún lést 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Víglundur Helgason og Svanborg S. Björnsdóttir á Hauksstöðum. Börn þeirra Svava f. 1906, d. 1935. Margrét Þórunn, f. 1908, d. 1997. Guðrún Sigríður, f. 1910, d. 1997. Halldór, f. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 594 orð

Jóna Jóhannesdóttir

Jóna mín á Laugalandi hefði orðið 96 ára 11. október. Fyrstu kynni okkar voru þau að ég fékk að koma í heimsókn fram í Laugaland að vetrarlagi, þá 6 ára gömul, til Rúnu mágkonu þinnar og Tryggva bróður þíns sem bjuggu þar ásamt sonum sínum Hjörleifi, Adda, þér, Finni bróður þínum, Lillu fóstursystur, og Jóhannesi föður ykkar. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 28 orð

JÓNA JÓHANNESDÓTTIR

JÓNA JÓHANNESDÓTTIR Jóna Jóhannesdóttir fæddist á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 5. október 1905. Hún lést á Kristnesspítala 18. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Munkaþverárkirkju 25. janúar. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 1120 orð

Jón Hansson Wíum ­ Gísli Wíum Hansson

Afi minn Hans Wíum og Anna Ingigerður Jónsdóttir kona hans bjuggu fyrst á Asknesi í Mjóafirði og síðar á Reykjum í sömu sveit. Þau eignuðust ellefu börn sem öll komust upp, þrátt fyrir að barnadauði væri talsverður á Íslandi á þeim árum sem þessi börn voru að fæðast. Á síðustu fimm árum hafa fjögur af systkinunum lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 61 orð

JÓN HANSSON WÍUM GÍSLI WÍUM HANSSON

JÓN HANSSON WÍUM GÍSLI WÍUM HANSSON Jón Hansson Wíum fæddist í Asknesi í Mjóafirði 3. mars 1938. Hann lést í Reykjavík 3. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkju Krists konungs 11. júlí. Gísli Wíum Hansson fæddist í Asknesi í Mjóafirði 10. mars 1941. Hann lést í Reykjavík 28. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 130 orð

Oddný Halldórsdóttir

Elsku Oddný okkar. Okkur langaði mikið að geta kvatt þig, en þrátt fyrir mikil veikindi fórstu óvænt frá okkur. Við vorum alltaf velkomnar á heimilið þitt og þú vildir allt fyrir okkur gera. Þær eru ófáar stundirnar sem við eyddum saman í eldhúsinu þínu á spjalli langt fram á rauðar nætur. Alltaf sýndir þú okkur mikinn áhuga, varst alltaf með fullt hús af vinkonum Áslaugar. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 25 orð

ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR

ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Oddný Halldórsdóttir fæddist 2. janúar 1942. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 18. júlí. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 465 orð

Sigríður Sumarliðadóttir

Okkur langar að minnast Siggu ráðskonu, eins og við kölluðum hana alltaf, með nokkrum orðum. Hún var fædd og uppalin í Tungugröf í Strandasýslu. Við kynntumst Siggu þegar við vorum unglingsstelpur á Súgandafirði á 8. áratugnum. Hún var þá komin undir sextugt. Við vorum til skiptis ásamt öðrum stúlkum í vinnu hjá henni við að matreiða og gefa verkamönnum og sjómönnum að borða. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR

SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Tungugröf í Strandasýslu 8. maí 1916. Hún lést í Keflavík 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. september. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 976 orð

Símon Kristjánsson

Skjótt hefir sól brugðið sumri, því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 499 orð

Símon Kristjánsson

Ekki grunaði mig þegar við töluðum saman á föstudeginum og mæltum okkur mót eftir helgina, að ég sæi þig aldrei framar. Þið Anna eruð svo samofin öllum mínum minningum að erfitt er að skilja að lífið haldi áfram en þú sért farinn. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Símon Kristjánsson

Í dag verður gerð frá Landakirkju útför Símonar Kristjánssonar, sem venjulega var kenndur við Stað í Vestmannaeyjum. Á árum áður vann Símon ýmis störf, var verkstjóri í Fiskiðjunni í mörg ár og rak útgerð og saltfiskverkun í félagi við aðra. Eftir gosið var byggt glæsilegt þurrkhús á Eiðinu í Vestmannaeyjum, þar sem þurrkaður var saltfiskur. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Símon Kristjánsson

Söm er lífsgangan ­ vinirnir kveðja. Eftir nokkurn lasleika að undanförnu kvaddi Símon Kristjánsson 6. október sl. Hafði hann um skeið kennt sér meins, sem reyndist alvarlegra, en vonir stóðu til. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 173 orð

SÍMON KRISTJÁNSSON

SÍMON KRISTJÁNSSON Símon Kristjánsson, fv. útgerðarmaður og framkvæmdastjóri, Túngötu 23 í Vestmannaeyjum, fæddist á Stað í Vestmannaeyjum, 2. september 1926. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 6. október síðastliðinn. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Torfhildur Sigurveig Kristjánsdóttir

Nú er hún farin, hún elskulega amma mín, hún kvaddi okkur með bros á vör á sunnudagskvöld um miðnætti. Hennar lífsleið er lokið og hún heldur í þá ferð sem bíður okkar allra. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum og kveðja hana hinstu kveðju. Amma var hörkudugleg kona, vann hörðum höndum alla sína tíð. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 151 orð

TORFHILDUR SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR

TORFHILDUR SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Torfhildur Sigurveig Kristjánsdóttir fæddist í Brúarlandi á Blönduósi 28. ágúst 1924, og ólst upp á Hæli í Torfalækjarhreppi. Hún lést hinn 13. október síðastliðinn á heimili sínu. Foreldrar hennar voru Kristján og Guðrún Margrét og bjuggu þau í Austur-Húnavatnssýslu. Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 418 orð

Trausti Runólfsson

Ég kynntist Trausta, tengdaföður mínum haustið 1967, skömmu eftir andlát Huldu, eiginkonu hans. Frekar þungt var yfir heimilishaldinu og lífið ekki enn komið í skorður eftir andlát húsmóðurinnar. Ég minnist þess sérstaklega nú að Trausti hafði allt á hornum sér þegar ég kynntist dóttur hans og hélt hann yfir mér þrumandi ræðu þar sem mér voru kynntar ýmsar mikilvægar lífsreglur og hvernig Meira
18. október 1997 | Minningargreinar | 456 orð

TRAUSTI RUNÓLFSSON

TRAUSTI RUNÓLFSSONTrausti Runólfsson fæddist í Reykjavík 29. september 1923. Hann lést 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Stefánsson, frá Skutulsey á Mýrum, skipstjóri, f. 24.7. 1877, og Sigríður Einarsdóttir, húsmóðir frá Traðarhúsum, Eyrarbakka, f. 17.9. 1891. Þau eru bæði látin. Meira

Viðskipti

18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 110 orð

ÐNámskeið um alþjóðlegt mat á lánshæfi

Á VEGUM Endurmenntunarstofnunar HÍ verður haldið námskeið um alþjóðlegt mat á lánshæfi (credit rating) þann 24. október. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Ian Centis, sérfræðingur hjá Nomura Bank í London, en hann starfaði áður hjá matsfélaginu IBCA í London, Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, og Brynjólfur Helgason, Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

ÐÚtsala í Fríhöfninni

VEL gengur að selja upp lager Fríhafnarinnar á úrum og skartgripum en um næstu áramót verður hætt að selja þessar vörur í Fríhöfninni. Undanfarið hefur verið útsala á úrum og skartgripum í Fríhöfninni og að sögn Guðmundar Vigfússonar starfsmanns Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli er mikill hluti lagersins uppseldur en verðmæti hans nam um 25 milljónum króna. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Forstjórinn datt í lukkupottinn

HLUTABRÉF í Occidental Petroleum Corp. seljast illa, en stjórnarformaður fyrirtækisins datt í lukupottinn. Occidential segir að þar sem fyrirtækið hafi viljað lækka árslaun Ray Irani stjórnarformanns og tengja þau frammistöðu fyrirtækisins muni hann fá eingreiðslu upp á 95 milljónir dollara. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Innkaup um sjónvarp það sem koma skal?

SJÓNVARPSTÆKI fremur en flóknar og dýrar PC-tölvur verða notaðar í framtíðinni til að panta vörur til heimilsþarfa, orlofsferðir og kvikmyndir, samkvæmt nýrri könnun. Tölvukubbum verður komið fyrir í sjónvarpstækjum til að gera þeim kleift að taka við stafrænum merkjum og slík tæki verða algeng á vestrænum heimilum áður en langt um líður. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 227 orð

»Lækkun í Evrópu vegna lægri Dows

LÆKKUN varð á lokaverði í flestum evrópskum kauphöllum í gær vegna veikkrar stöðu í Wall Street. Dollar stóð hins vegar vel að vígi vega hagstæðra efnahagsupplýsinga í Bandaríkjunum og tals um að japanskar aðgerðir í efnahagsmálum verði gagnslitlar. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Ný vörudreifingarmiðstöð í Norfolk

SAMSKIP Inc. opnar í dag nýja vörudreifingarmiðstöð fyrirtækisins í Norfolk í Bandaríkjunum. Þegar hafa náðst samningar við amerísk stórfyrirtæki um þjónustu og er húsið nánast fullnýtt. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 509 orð

Valkostir Íslendinga skýrast fyrst árið 1999

SPURNINGUNNI um það hvaða kjör Íslendingum munu bjóðast til að tryggja hagsmuni sína í gengis- og peningamálum eftir að flest stærstu viðskiptalanda Íslands sameinast um nýjan gjaldmiðil, evróið, er vonlaust að svara fyrr en eftir að Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, er orðið að veruleika. Þetta sagði Dr. Meira
18. október 1997 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Verslað fyrir 460 milljónir

ERLENDIR ferðamenn fengu endurgreiddan virðisaukaskatt af 460 milljóna króna innkaupum á Íslandi fyrstu níu mánuði ársins. Ólíkt undanförnum árum voru það Bandaríkjamenn sem hafa verslað mest í ár en á eftir þeim koma Þjóðverjar og Norðurlandabúar. Líkt og áður er hlutur ullarinnar stærstur í innkaupum erlendra ferðamanna, eða 65,43%. Meira

Daglegt líf

18. október 1997 | Neytendur | 476 orð

Föndur við Rauðhóla

Föndur við Rauðhóla SKAMMT frá Rauðhólum, utan þéttbýlisins í höfuðborginni, er lítil verslun í litlum kofa. Við hliðina á dyrum kofans situr þreyttur og höfuðlaus karl, úttroðinn af heyi. Þegar fram líða stundir fær hann skilti í hendurnar þar sem viðskiptavinir, sem sífellt fer fjölgandi, eru boðnir velkomnir. Meira
18. október 1997 | Neytendur | 116 orð

Kjúklingarnir runnu út

KJÚKLINGAR sem boðnir voru til sölu á 398 krónur kílóið í verslunum Hagkaups á fimmtudag voru búnir klukkan fjögur um daginn. Til sölu voru tuttugu tonn af kjúklingum sem, að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups, var talið að myndu endast fram á kvöld eða svo lengi sem verslanirnar eru hafðar opnar. Segir Óskar að allt tiltækt starfsfólk hefði verið á vakt. Meira
18. október 1997 | Neytendur | 53 orð

Strumpar í pasta

NýttStrumpar í pasta NÚ ER komið á markað pasta sem er í laginu eins og strumpar. Strumparnir halda lögun sinni við suðu. Strumpapastað er framleitt af ítalska pastaframleiðandanum Delverde. Pastað er í 250 g pokum og fæst nú þegar í verslunum Hagkaups í Kringlu og Skeifu. Innflytjandi er Heildverlsun H. Meira

Fastir þættir

18. október 1997 | Dagbók | 3007 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
18. október 1997 | Í dag | 72 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 19

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 19. október, verður sjötugur Jón Björgvin Stefánsson, Skólavegi 22, Keflavík. Eiginkona hans er Guðrún Matth. Sigurbergsdóttir. Af því tilefni bjóða þau í eftirmiðdagskaffi kl. 16-19 í Safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju á afmælisdaginn. Meira
18. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. apríl í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Róberta Bára Maloney og Viðar Ólafsson. Heimili þeirra er í Smáratúni 38, Keflavík. Meira
18. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. október 1996 í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Elínborg Sigurðardóttir og Kristján Björgvinsson. Heimili þeirra er að Háteigi 21, Keflavík. Meira
18. október 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Anna Rós Jensdóttir og Guðlaugur Birgisson. Heimili þeirra er að Kjarrmóum 31, Garðabæ. Meira
18. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. október í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Fanney Petra Ómarsdóttir og Garðar Guðmundsson. Heimili þeirra er að Sunnubraut 50, Keflavík. Meira
18. október 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Þórey Hilmarsdóttir og Jóhannes Jóhannesson. Heimili þeirra er að Hátúni 23, Keflavík. Meira
18. október 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn ­ Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Dómkirkjunni Ásgerður Ásgeirsdóttir og Jan Erik Fredriksen. Heimili þeirra er í Noregi. Meira
18. október 1997 | Dagbók | 423 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Eins og að koma heim Fyrir tæpum 40 árum opnaði Jónas Halldórsson sundkappi gufubaðsstofu í kjallaranum heima hjá sér á

Fyrir tæpum 40 árum opnaði Jónas Halldórsson sundkappi gufubaðsstofu í kjallaranum heima hjá sér á Kvisthaga, sem í rúman aldarfjórðung var athvarf fjölda kunnra Íslendinga, sem sóttu þangað í gufu, nudd og hvíld frá amstri dagsins. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 727 orð

Einvígi um efsta sætið?

Svíinn Jonny Hector heldur ennþá í við Jóhann Hjartarson. Norðurlandameistarinn Curt Hansen er í þriðja sæti. 8.­22. október. Úrslit. ÞEIR Jóhann og Hector hafa báðir hlotið sex og hálfan vinning eftir átta umferðir, en Curt Hansen hefur aðeins fimm vinninga. Eftir er að tefla fimm umferðir svo Daninn þarf helst að vinna þá báða til að eiga möguleika á að halda titlinum. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 1371 orð

Gras leyfilegt á Spáni Samkvæmt nýlegum dómi í Katalóníu er leyfilegt að rækta kannabis til eigin nota. Yfirvöld í Andalúsíu

SÚ UMRÆÐA að tími sé til kominn að lögleiða ólögleg vímuefni hefur verið lengi í gangi á Vesturlöndum þótt ekki hafi hún náð til þeirra allra. Slakað hefur verið á ríkisklónni víða t.d. í Þýskalandi. Aðferðirnar og árangurinn hingað til við að stemma stigu við vandanum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni. Bannið er ekki lengur jafnsjálfsagt og talið var. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 711 orð

Hver er skaðsemi neftóbaks?

Neftóbak Spurning: Mig langar að vita um skaðsemi neftóbaks á heilsu manna. Getur neftóbak valdið krabbameini, og ef svo er, þá hvar? Svar: Skaðsemi reyklauss tóbaks (neftóbaks og munntóbaks) byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 852 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 923. þáttur

923. þáttur FRÁ Halldóri frá Kirkjubóli: "Beygist eins og róður. Í minni heimasveit er bær sem heitir Veðrará. Mér var sagt þegar ég var barn, áður en ég var kominn svo til mennta að ég læsi bækur, að stofninn í þessu bæjarnafni væri veður, gamalt orð sömu merkingar og hrútur og beygðist eins og róður. Meira
18. október 1997 | Dagbók | 127 orð

Kross 1 LÁRÉTT: 1 fara

Kross 1 LÁRÉTT: 1 fara eftir, 4 hindra, 7 hakan, 8 veiðarfærum, 9 beita, 11 húsagarður, 13 blóðmörskeppur, 14 vafinn, 15 þvættingur, 17 klæðleysi, 20 mann, 22 malda í móinn, 23 muldrir, 24 dýrsins, 25 gegnsæir. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 793 orð

Ljúffeng lifur, hjörtu og nýru

HAUSTIÐ er sláturtíð og líkt og á hverju ári eru verslanir nú fullar af þeim afurðum sem því tengjast: hjörtum, lifur og nýrum. Slátrið er órjúfanlegur þáttur íslenskrar matarmenningar en kannski ekki sá er nýtur mestrar virðingar. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 1081 orð

Regn í draumi

HAUSTRIGNINGARNAR marsera í reglubundnum göngum yfir landið og hreinsa það af syndum sumars, það kastar í kekki með löndum þegar blautum tuskum lægða er slengt yfir með byljum, regnið verður að ám, þá fljótum og aurskriður renna. Draummyndir átaka sálar og tilfinninga við sjálf og vitund eru áþekkar þessum veðrabrigðum raunverunnar í samsetningu tákna en gjörólíkar í reynd. Meira
18. október 1997 | Í dag | 485 orð

Rótgróið kynjamisrétti

VIÐ vinkonurnar lásum í Morgunblaðinu sunnudaginn 12. október greinina "Næturmenningin í dagsljósi". Í þeirri grein ofbauð okkur að talað væri um þær konur sem eiga homma að vini sem hommahækjur. Hvernig stendur á að um þannig vinskap sé farið svona niðrandi orðum? En hvað með stráka sem eiga vinkonur sem eru lesbíur? Eru þeir þá ekki lesbíuhækjur. Þarna kemur fram gamla rótgróna kynjamisréttið. Meira
18. október 1997 | Í dag | 384 orð

SPURT ER...

»Nýr sjávarútvegsráðherra Noregs hefur lýst yfir því að hann vilji loka Smugunni og útilokar íslenskan kvóta. Samkvæmt stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar hyggjast Norðmenn kanna möguleika á því að stækka landhelgi sína í 250 mílur. Hvað heitir nýi sjávarútvegsráðherrann í Noregi? »Lítt þekktum prófessor hefur verið falin stjórnarmyndun í Póllandi. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 668 orð

Veisla fyrir augað

MARGIR muna eftir leiknum Heretic sem dró mjög dám af Doom, en þó með öðru inntaki, annarskonar ófreskjum og vopnum. Framhald Heretic var kallað Hexen og mikil bót í grafík og um leið flóknari og veigameiri leikur. Nokkur bið hefur aftur á móti orðið á Hexen II, en biðin á enda því hann barst hingað til lands fyrir skömmu. Meira
18. október 1997 | Í dag | 461 orð

VENÆR halda seljendur vöru og þjónustu eiginlega að jólin

VENÆR halda seljendur vöru og þjónustu eiginlega að jólin séu? Það er engu líkara en að aðventan sé byrjuð, ef marka má auglýsingar kaupahéðna. Á miðvikudag auglýsti verzlunin Völusteinn-Tómstund á heilli síðu í Morgunblaðinu: "Jólavörurnar komnar". Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | 1430 orð

(fyrirsögn vantar)

Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn. (Jóh. 4) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Rangæingar taka þátt í messunni. Meira
18. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

18. október 1997 | Fastir þættir | 513 orð

(fyrirsögn vantar)

Léttsteikt lambalifur með volgu vínberja- og mangósalati Fyrir 61 Meira

Íþróttir

18. október 1997 | Íþróttir | 57 orð

Árni Ingi til Celtic ÁRNI Ingi Pjetu

ÁRNI Ingi Pjetursson, leikmaður Fram, fer í næstu viku til Skotlands og verður við æfingar hjá Celtic, en félagið hefur látið fylgjast með Árna Inga í sumar. Árni Ingi er í Finnlandi með ungmennalandsliði Íslands og kemur heim á mánudaginn. Á miðvikudaginn fer hann til Skotlands og verður við æfingar hjá Celtic í mánuð. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 335 orð

CARLOS Alberto Silva

CARLOS Alberto Silva, þjálfari spánska liðsins Deportivo Coruna, var rekinn í gær en ekki fylgdi sögunni hver tæki við af honum. GERHARD Berger, sem keppt hefur fyrir Benetton í formula 1 kappakstrinum, segist ætla að draga sig í hlé frá keppni. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 510 orð

FANNEY Rúnarsdóttir

FANNEY Rúnarsdóttir og félagar hennar hjá Tertnes í norsku úrvalsdeildinni gerðu jafntefli á miðvikudagskvöldið við Selbu á heimavelli, 24:24. Tertnes hafði tveggja marka forskot þegar hálf mínúta var eftir en náði ekki að halda fengnum hlut. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 374 orð

FH-ingar töpuðu sínu fyrsta stigi

"ÉG held að úrslitin séu sanngjörn en við hefðum getað stolið báðum stigunum þegar við vorum tveimur fleiri í tvær mínútur á lokakafla leiksins en í staðinn náðu þeir að gera tvö mörk og þá var á brattann að sækja," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir að lið hans varð fyrst liða til að ná stigi af FH á þessari leiktíð. Félögin áttust við í Eyjum í gærkvöldi og lokatölur urðu 28:28. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 69 orð

Gunnar Már til Skotlands GUNN

GUNNAR Már Másson, knattspyrnumaður úr Leiftri á Ólafsfirði, sem lék fyrsta sinni með landsliðinu gegn Liechtenstein á dögunum, fer til Skotlands um helgina og verður væntanlega ytra í tvær vikur á vegum skosks umboðsmann til að kynnna sér aðstæður og æfa með skoskum liðum. Samningur Gunnars Más við norðanmenn er úti og hefur hann hug á að breyta til en hefur ekkert ákveðið í því efni. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 248 orð

Hafði nóg að gera

Árni Gautur Arason, markvörður Stjörnunnar, hefur verið síðustu daga hjá Rosenborg í Noregi þar sem hann hefur æft en meistaraliðið er að leita sér að nýjum markverði. "Þetta er búið að vera gaman og mér hefur gengið ágætlega," sagði Árni Gautur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 202 orð

"Hefði getað orðið sá besti"

ATLI Eðvaldsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, þekkir vel til Helga enda var hann þjálfari hans hjá HK áður en Helgi hélt til Þýskalands, raunar með aðstoð Atla. "Helgi hefur flest það til að bera sem góður knattspyrnumaður þarf að hafa," segir Atli um Helga. "Hann er sterkur persónuleiki, er metnaðarfullur, líkamlega sterkur, hefur mikla snerpu og mikinn stökkkraft. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 303 orð

Hörkuleikur og Njarðvík hafði betur

Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að hans lið hafði lagt Tindastól á Sauðárkróki, 75:78, í spennandi og skemmtilegum leik. "Við vissum að við komum hingað til að leika við alvörulið. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 196 orð

ÍBV - FH28:28 Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, 6. umferð N

Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, 6. umferð Nissan-deildarinnar í handknattleik, föstudaginn 17. október 1997. Gangur leiksins: 3:1, 3:4, 5:5, 10:8, 14:11, 16:14, 16:16, 18:17, 21:18, 21:23, 24:24, 26:28, 28:28. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 120 orð

Koma Dvorak og Nool? FRJÁLSÍÞRÓT

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR stefnir að því að halda alþjóðlegt mót í Laugardalshöll 24. janúar í svipuðum dúr og afmælismót félagsins í byrjun þessa árs. Líkt og þá hyggst ÍR fá til landsins heimsþekkta íþróttamenn til að etja kappi við, Guðrúnu Arnardóttur, Jón Arnar Magnússon og Völu Flosadóttur. Hefur félagið m.a. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 867 orð

"Leikmenn börðust hver fyrir annan"

Íslenskir knattspyrnuunnendur kannast vel við nafnið Siegfried Held. Steinar Þór Sveinsson hitti þennan fyrrum landsliðsþjálfara Íslands að máli í Leipzig, skömmu áður en honum var sagt upp starfi þjálfara þar á bæ. Sigi Held, eins og hann er jafnan kallaður, þjálfaði íslenska landsliðið á seinni hluta níunda áratugarins. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 130 orð

Margir meiddir hjá Bolton

MIKIL meiðsl eru meðal varnarmanna Boltonum þessar mundir og ljóst að það verður ímörg horn að líta fyrir Guðna Bergsson, fyrirliða liðsins, er Bolton heimsækir West Ham áUpton Park í dag. Leikmennirnir sem um erað ræða eru Neil Cox, Robbie Elliott, S-Afríkumaðurinn Mark Fish, Chris Fairclough aukþess sem Andy Todd er í leikbanni. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 244 orð

Ólafur fer í Val

Ólafur Stígsson, knattspyrnumaður úr Fylki, gekk yfir í herbúðir Valsmanna í gær þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Ólafur, sem er 22ja ára, hefur spilað með Árbæjarfélaginu frá fimmtán ára aldri en telur tíma kominn fyrir breytingar. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 135 orð

Óvenjulegur leiktími

KEFLVÍKINGAR taka á móti KR-ingum í DHL-deildinni í körfuknattleik í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Þetta er nokkuð óvenjulegur tími fyrir íþróttakappleik hér á landi, en algengt er að leikið sé á þessum tíma í körfuknattleik og handknattleik í Evrópu. Leikurinn átti upphaflega að vera á sunnudagskvöldið kl. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 117 orð

UMFT - UMFN75:78

Íþróttahúsið Sauðárkróki, 3. umferð DHL- deildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn 17. október 1997. Gangur leiksins: 0:8, 2:16, 10:20, 21:26, 30:30, 38:32, 40:42, 44:48, 49:54, 57:60, 64:68, 71:75, 75:75, 75:78. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 224 orð

Við ætlum okkur upp

Pétur Marteinsson, varnarmaður hjá Hammarby í sænsku 1. deildinni, hefur leikið vel í vetur og lið hans þarf aðeins eitt stig í síðasta leiknum til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. "Djurgården, sem er í öðru sæti, vann kæru í gær og færðist því nær okkur og nú verðum við að fá eitt stig úr síðasta leiknum en við leikum á útivelli við Lira Luleå á sunnudaginn, Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 1118 orð

Vinsælasti leikmaður Lustenau

Helgi Kolviðsson hefur staðið sig mjög vel með austurríska 1. deildarliðinu Lustenau á keppnistímabilinu og eins í fyrra þegar liðið vann 2. deildina með yfirburðum. Helgi, sem er 26 ára og lék með HK áður en hann hélt utan í víking, gerði þriggja ára samning við félagið í fyrra og á því tæp tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Meira
18. október 1997 | Íþróttir | 134 orð

Örebro vill halda Arnóri

"ÉG átti fund með forráðamönnum Örebro á fimmtudaginn og þar sögðust þeir vilja halda mér næsta árið," sagði Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður í Svíþjóð. "Við fórum í sjálfu sér ekkert út í nánari atriði á þessum fundi en ákváðum að hittast á næstu dögum og kanna hvort við getum fundið flöt sem báðir aðilar geta sæst á. Meira

Sunnudagsblað

18. október 1997 | Sunnudagsblað | 55 orð

Ráðherrar í mál

TVEIR fyrrverandi ráðherrar í frönsku ríkisstjórninni, Francois Leotard, sem var varnarmálaráðherra, og Jean- Claude Gaudin, sem fór með málefni borgarmála, hafa tilkynnt að þeir hyggist lögsækja tvo blaðamenn, sem halda því fram í nýrri bók að ráðherrarnir fyrrverandi hefðu falið frönsku leyniþjónustunni að ráða þingmanninn Yann Piat af dögum árið 1993. Meira

Úr verinu

18. október 1997 | Úr verinu | 399 orð

Erindin lögð fyrir stjórn ÍTR eftir helgi

BÁÐIR þeir aðilar, sem nú skipuleggja sjávarútvegssýningar í Reykjavík, hafa sótt um að fá Laugardalshöll undir sýningarnar dagana 1.­4. september árið 1999. Umsóknirnar verða báðar lagðar fram á fundi stjórnar Íþrótta- og tómstundaráðs á mánudaginn. Sýningar ehf., framkvæmdaraðili sjávarútvegssýningarinnar FishTech Ísland '99, hefur ákveðið að halda sýninguna dagana 1.­4. Meira
18. október 1997 | Úr verinu | 204 orð

Grunuð um að selja afla á "svörtu"

ÁHÖFNIN á norsku rannsóknarskipi, sem tilheyrir hafrannsóknarstofunni í Bergen liggur undir grun um að hafa reynt að selja fisk ólöglega. Fiskverkandi í Finnmörku í Norður-Noregi tilkynnti að sér hefðu verið boðin fjögur tonn af þorski á "svörtum markaði". Meira

Lesbók

18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2579 orð

ARFTAKINN SMÁSAGA EFTIR PAUL BOWLES

Það var um miðjan dag. Ali lá á mottunni sinni. Hann hnerraði. Hæna, sem blundað hafði nálægt honum, gargaði, þaut út úr herberginu og fann sér stað í miðju hringlaga moldarflagi undir fíkjutrénu. Hann hlýddi um stund á þrumurnar úr fjöllunum sunnan við bæinn og ákvað að setjast upp, því að hann myndi ekki geta sofnað aftur fyrr en um miðnættið. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 854 orð

Á AÐ LÉTTA MÖNNUM LÍFIÐ?

ÍGÓÐÆRINU, svokallaða, að undanförnu hefur það stundum heyrzt frá ráðamönnum að nú sé svigrúm til að efla heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Það er ánægjulegur boðskapur. Mér virðist þó að mikilvægur munur sé á stöðu þessara tveggja stofnana í íslenzku samfélagi. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1013 orð

ÁSTFANGIÐ SVÍN

NÝLEGA kom út hjá J.W. Cappelens Forlag í Noregi greinasafn um bókmenntagagnrýni sem vakið hefur nokkra athygli á Norðurlöndunum. Bókin ber þann skemmtilega titil Samræður við svín (Samtale med et svin) og vísar titillinn til frægra orða Edwards Albees, sem sagði að það þyrfti svín til að leita uppi bestu jarðsveppina. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 932 orð

BERSERKURINN MEÐ GULLHJARTAÐ

James MacMillan: The Berserking(píanókonsert); Sowetan Spring; Britannia; Sinfóníetta. Peter Donohoe, píanó; Skozka þjóðarhljómsveitin u. stj. Markusar Stenz (í píanókonsertinum) og Jamesar MacMillans. RCA Victor Red Seal 09026 68328 2. Upptaka: DDD, Glasgow City Hall 29.-31. 1995. Útgáfuár: 1996. Lengd: 76:52. Verð (Japis): 1.999 kr. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð

efni 18. okt

Shakespeare Vandinn við Shakespeareþýðingar er margþættur. Textinn er víða flókinn og sumstaðar orkar tvímælis hvernig skilja skuli og Shakespeareþýðingar eru nánast fræðigrein, sem varpað hafa ljóma á sérfræðinga, segir Guðmundur G. Þórarinsson í grein þar sem hann gluggar í Shakespeareþýðingar og ber saman þýdda texta eftir þá Matthías Jochumsson og Helga Hálfdanarson. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð

EINSÖNGUR OG ORGEL Í KLETTAKIRKJUNNI

SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Bjarni Þór Jónatansson píanóleikari halda tónleika í Klettakirkjunni í Helsinki í Finnlandi 27. október nk. Á efnisskrá eru eingöngu íslensk verk, allt frá útsetningum á gömlum sálmalögum til nútímaverka. Kirkjan er sprengd inn í klettaborgir í einu af eldri hverfum Helsinkiborgar og er víðfræg fyrir einstakan hljómburð. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2119 orð

FEMÍNISMI Í HERKVÍ PÓSTMÓDERNISTA

Eitt það orðræðusvið sem póstmódernistar (pm-istar) hafa að miklu leyti sölsað undir sig á undanförnum árum er umræðan um kvenréttindi og kvenfrelsi. Þeim sem hugnast sú þróun tala um að traustasti vígturn pm-ismans nú sé femínisminn; hinum sem verr líst á blikuna virðist sem gamla, góða femínismanum hafi verið stolið. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

FERÐASÁLMUR Sigurður H. Þorsteinsson þýddi

Guð, ég þarfnast þín, án þín get ég ekki lifað, dirfist ei deyja. Guð, þú ert kærleikinn fyll mig helgum eldi. Þá fyllist gröf mín söng. Guð, ég vil þakka þér: Lífgjöf þína og dauða. Von fékk ljóssins mynd. Guð, ég þarfnast þín. Kærleikskraftaverkið er, -Þú þarfnast mín. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 936 orð

GALDUR REVÍUNNAR

REVÍUNNI, með öllum sínum galsa og alvöruleysi, hefur verið líkt við galdur ­ galdur sem hrífur hvar sem er, hvenær sem er. Hver þorir því að andmæla Guðrúnu Ásmundsdóttur, handritshöfundi, leikstjóra og leikara í Revíunni í den, þegar hún heldur því fram að þetta sérstæða leikhúsform eigi sér leyndardóm ­ leyndardóm sem ekki verði skilgreindur. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3792 orð

GRIPIÐ NIÐUR Í ÞÝÐINGAR Á SHAKESPEARE

Þeirri spurningu hefur oft verið varpað fram, hvort það sé unnt að þýða meistaraverk bókmenntanna af frummáli yfir á framandi tungu, þannig að listaverkið haldi gildi sínu. Í þessari spurningu felast margvísleg umhugsunarefni. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2770 orð

HÁLFRAR ALDAR ÚTLEGÐ Í SÓDÓMU

Nú er Paul Bowles einn eftir af gömlu "útlögunum" í Tanger. David Herbert, Cecil Beaton og Barbara Hutton eru horfin og allir aðalsmennirnir, kynhverfu glaumgosarnir og bítnikkarnir, William Burroughs, Allen Ginsberg og Jack Kerouac. Truman Capote, Tennessee Williams og Joe Orton eru líka farnir. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 609 orð

Í HÚSI SKÁLDSINS

Nú eru tímamót hjá Rithöfundasambandi Íslands sem er flutt með skrifstofur sínar í hús Gunnars Gunnarssonar skálds að Dyngjuvegi 8. Hvortveggja er, að húsið er hátt eins og myndin sýnir og svo hitt, að það stendur á afar fögrum útsýnisstað austantil á brún Laugarássins. Húsið var byggt 1950-52 og sérhannað fyrir þarfir rithöfundarins. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 848 orð

ÍSLENSK MYNDLIST Í HANNOVER

ÞAÐ verður æ algengara að íslenskir myndlistarmenn opni sýningar í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki algengt að tvær sýningar með þátttöku íslenskra myndlistarmanna séu opnaðar sama dag í sömu borg. Þetta gerðist sunnudaginn 12. október en þá var opnuð sýning á verkum meistaranema "Meisterschüller" Fagháskólans í Hannover en í þeim hópi er Hlynur Hallsson myndlistarmaður frá Akureyri. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

KRISTIAN GUTTESEN SKUGGALJÓÐ skugginn sem a

skugginn sem af mér stafar er eins og morgunskíma í þessu angandi myrkri og svif hins tvíkynja forms trónir í mér sem engill logar á grænum sandi skugginn sem lífið gefur er undan eirðarfjalli djöfull í leit að fæði og dimman í minni ævitíð veit hvar forsjónin grætur líkt og trén dansa í nóttinni Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1190 orð

LESIÐ Í STEININN

LISTIN liggur í fjölskyldunni, ef marka má höggmyndasýningu með verkum þeirra systkinanna Jónu og Einars Más Guðvarðarbarna og Susanne Christensen, konu Einars Más, nýlega í Bispegaarden í Kalundborg. Jóna kennir og býr í Ungverjalandi, en kennir einnig við Myndlista- og handíðaskólann, þar sem Einar Már hefur einnig kennt. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð

ljodmenn nr. 80,7

Með myrkum augum lít ég heiminn og reyni að skynja fegurðina. Skilja margbrotna náttúruna, litina, dýrðina. Hlusta á fuglalífið finn ilminn af nýslegnu grasinu, af blómunum í fjarska. Reyni að finna regnbogann en... með myrkum augum missi ég af honum. Höfundur býr í Svíþjóð. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

Meistari Kjarval

SÝNING á verkum Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Verkin gefa innnsýn í fjölbreytt stílbrögð listamannsins með áherslu á landslagsmyndir, mannamyndir og verk með því dulræna inntaki sem Kjarval heillaðist af. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 681 orð

NORRÆN TÓNLIST Í BREMEN

MENNING og mannlíf á Norðurlöndum hefur lengi mátt fagna mikilli athygli í Þýskalandi. Í norðurhluta landisns, þar sem stutt er yfir landamærin, hafa Þjóðverjar lagt mikið kapp og metnað í að kynna norræna menningu þar sem Hamborg hefur haldið Norræna bókmenntadaga ár hvert og Lübeck Norræna kvikmyndadaga. Nú hefur Bremen ákveðið að taka norræna tónlist undir sinn verndarvæng. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 534 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

ROSTUNGAR, HAFÍS OG LJÓN

EGGERT Magnússon, listmálari, telst til þekktari naivista þjóðarinnar. Á morgun, laugardag, kl. 14 verður opnuð sýning á 30 nýrra og gamalla verka hans í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Eggert hefur víða haldið sýningar, síðast í Hafnarborg fyrir ári og í Galleríi Louise Ross í New York. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1914 orð

RÖLT Í GEGNUM ALDIRNAR

Ekki eru allir á eitt sáttir um sannleiksgildi Landnámu. En sé það rétt er þar má lesa um komu Ingólfs Arnarsonar til Íslands, dvöl hans á Ingólfshöfða, Hjörleifshöfða og loks undir Ingólfsfjalli, þá má eins hafa það fyrir satt, að til Reykjavíkur hafi hann komið vorið 877. Allir vita, að Reykjavík var fyrsta landnámsjörð landsins. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

SAMSÝNING SEX MYNDLISTARMANNA Í NÝLISTASAFNINU

SAMSÝNING sex myndlistarmanna í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Myndlistarmennirnir eru þrír Íslendingar og þrír Finnar. Þeir eru: Valgerður Guðlaugsdóttir, Pasi Eerik Karjula, Antti Keitilä, Elva Dögg Kristinsdóttir, Kalle Suomi og Þóra Þórisdóttir. Sýningin ber yfirskriftina Aeropause. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

Sigfúsar minnst í Háskólabíói

LIONSKLÚBBURINN Ægir í Reykjavík gengst fyrir fjáröflunartónleikum í Háskólabíói á morgun, sunnudag, kl. 16, sem helgaðir eru minningu eins félagsmanna, Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og listmálara. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

SNERT HÖRPU MÍNA

Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1843 orð

SPÁDÓMAR HEIMSKINGJANNA

Að Napóleónsstyrjöldunum loknum árið 1815 var Evrópa friðvænleg á yfirborðinu. Stórveldakerfi það sem endurreist var með friðarsamingunum í Vínarborg það ár, tryggði nýtt jafnvægi milli ríkja álfunnar. Evrópa varð þó ekki söm og áður. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 720 orð

TÆKNIVÆÐING Í LANDBÚNAÐI Á MIÐÖLDUM

Medival Farming and Technology. The Impact of Agricultural Change in Northwestern Europe. Edited by Grenville Astrill and John Langdon ­ Technology and Change in History Volume I. Brill ­ Leiden ­ New York ­ Köln 1997. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 664 orð

VERULEIKINN AÐ BAKI BLEKKINGUNNI Tölvutækni nútímans hefur gjörbreytt forsendum ljósmyndarinnar og listamenn færa sér í nyt

AÐ SKAPA raunveruleikann ­ "Making it real" er yfirskrift sýningar á ljósmyndaverkum þrjátíu erlendra listamanna sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16. Listamennirnir eru allir þekkt nöfn í sjónlistum samtímans. Efnistök verkanna eru ólík en allir eru listamennirnir með einum eða öðrum hætti að kanna forsendurnar að baki blekkingu ljósmyndarinnar. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð

VIÐ HJÓNIN

Konan mín fagra er mjúk og hlý með frekar stór brjóst (sem ég kalla börnin okkar), og heldur þungar lendar. Þegar hún er ekki að hugsa um líffræði (með hnyklaðar brýnnar en fagran hökusvip), má ég koma við hárið hennar og hlusta á dreymna röddina (sem er misgáfuleg einsog hamingjan). Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 403 orð

ÞEKKT ÓPERUVERK, SÖNGLÖG OG RÓMÖNSUR

ÓPERUTÓNLEIKAR Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Tito Beltráns og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara verða haldnir í Langholtskirkju um helgina. Fyrri tónleikarnir eru í kvöld kl. 20.30 og seinni tónleikarnir verða á morgun, sunnudag, kl. 17. Fluttar verða óperuaríur og -dúettar úr Rigoletto, La Traviata, La Boheme, Turandot og Rakaranum frá Sevilla auk sönglaga og rómansa. Meira
18. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1082 orð

ÞRÍR HEIMAR KJARTANS Á nýjum geisladisk með tónlist Kjartans Ólafssonar má meðal annars heyra hvar Kjartan freistar þess að

TÓNLISTARUNNENDUR lifa sérkennilega daga; í stað þess að fólk flykkist í tónleikahús til að njóta nýrrar tónlistar vill helst enginn hlusta á lifandi flutning á tónlist nema höfundar hennar séu örugglega dauðir og helst fyrir löngu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.