Greinar miðvikudaginn 22. október 1997

Forsíða

22. október 1997 | Forsíða | 212 orð

Bílvél með hreinni útblástur en andrúmsloftið

HONDA-bílaverskmiðjurnar sögðust í gær hafa brotið blað í sögu vélaframleiðslu með því að þróa og smíða vél sem gefi frá sér útblástur sem sé stundum hreinni en loftið sem hún tekur inn á sig. Er hún fjögurra strokka og með 2,3 lítra slagrými. Meira
22. október 1997 | Forsíða | 210 orð

Chavalit lætur ekki undan

FAST er nú lagt að Chavalit Yongchaiyudh, forsætisráðherra Tælands, að segja af sér eða stokka upp í stjórn landsins en hann lét ekki undan í gær og hvatti andstæðinga sína til að hætta að notfæra sér efnahagskreppuna til að grafa undan stjórninni. Meira
22. október 1997 | Forsíða | 70 orð

Díönulagið slær sölumet

LAGIÐ "Candle in the Wind", sem Elton John gaf út til að minnast Díönu Bretaprinsessu eftir andlát hennar, er nú orðið söluhæsta lag heims. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness hefur lagið verið selt í 31,8 milljónum eintaka. Söluhæsta smáskífan til þessa, "White Christmas" með Bing Crosby, hefur selst í 30 milljónum eintaka á 55 árum. "Candle in the Wind" sló þetta met á aðeins 37 dögum. Meira
22. október 1997 | Forsíða | 304 orð

Kommúnistar falla frá vantrauststillögu

RÚSSNESKIR kommúnistar ákváðu í gær að falla frá atkvæðagreiðslu um vantraust á stjórnina sem ráðgerð var í dag eftir að Borís Jeltsín féllst á að verða við ýmsum kröfum þeirra. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, Meira
22. október 1997 | Forsíða | 69 orð

Netanyahu fagnar

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heldur á skreyttri Tóru, fimm fyrstu bókum gamla testamentisins, þegar hann hélt upp á 48 ára afmæli sitt í gær. Í tilefni dagsins fór forsætisráðherrann á fund rabbínans Yitzhaks Kadouris (t.h.), sem er á tíræðisaldri og átti einnig afmæli í gær. Meira

Fréttir

22. október 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

13 íslenskulektorar við erlenda háskóla

SKIPULÖGÐ kennsla í íslensku nútímamáli hefur á síðustu tíu árum verið hafin við háskóla í Lyon, London, Erlangen í Þýskalandi, Vín, Berlín, Vilníus, Tókíó og Moskvu. Stofnun Sigurðar Nordal er aðeins kunnugt um að kennslu hafi verið hætt á einum stað, þ.e. Amsterdam, vegna fjárhagsvandræða háskólans þar. 13 íslenskulektorar eru nú starfandi við erlenda háskóla. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Að handskrifa sig út úr hörmungum

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Þorsteini Helgasyni í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. október kl. 20.30. Þorsteinn nefnir erindi sitt: Að skrifa sig út úr hörmungunum. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Aukatónleikar með Nýdönsk

HLJÓMSVEITIN Nýdönsk heldur tónleika í Háskólabíói 24. október nk. Ákveðið hefur verið að halda aukatónleika kl. 22.30 sama kvöld. Þar verður flutt sama dagskrá og sérstakir gestir verða hljómsveitin Woofer og dúett skipaður þeim KK og Guðmundi Péturssyni. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 345 orð

Bílaframleiðendur mæla með hækkun orkuverðs

FORYSTUMENN bandarísku bílaverksmiðjanna General Motors Corp (GM) viðurkenndu í gær að vaxandi útblástur koltvísýrings út í andrúmsloftið ógni veðurfari á jörðinni og mæltu með því að orkuverð í Bandaríkjunum yrði hækkað til að þvinga Bandaríkjamenn til að minnka eitthvað við sig hina miklu brennslu jarðefnaeldsneytis, sem einkennir bandarískar neyzluvenjur. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Brenndist þegar ruslapoki sprakk

FIMMTÁN ára drengur hlaut brunasár á andliti þegar ruslapoki sprakk á Fylkisvelli í Árbæjarhverfi í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hvað olli sprengingunni, en rannsókn málsins stóð yfir í gær og átti þá meðal annars eftir að ræða við piltinn. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 425 orð

Breytingarnar uppsögn á kynslóðasamningnum

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands gagnrýndi harðlega áform um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna. Með slíkum breytingum væri verið að segja upp þeim kynslóðasamningi sem lífeyriskerfið væri í raun. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 525 orð

Byrjunarlaun hækka um 38% eða í rúm 103 þúsund

Tilboð samninganefndar sveitarfélaganna til kennarafélaganna í gær felur í sér 27,74% meðalhækkun launa grunnskólakennara og skólastjórnenda frá upphafi þessa árs til loka samningstímabilsins 1. desember árið 2000. Ómar Friðriksson kynnti sér tilboð sveitarfélaganna. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða teknar fyrir fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um öryggismál í skólum. Fyrirspurn til samgönguráðherra um áhrif lýsingar við Reykjanesbraut á slysatíðni. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um Áburðarverksmiðjuna. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um málefni skipasmíðaiðnaðarins. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Danir gefa Gæslunni byssur

LANDHELGISGÆSLAN fékk afhentar tvær kveðjuskotsbyssur, "salut-byssur" eins og þær eru einnig nefndar, sl. sunnudag. Byssurnar eru gjöf frá dönsku strandgæslunni. Úr byssunum verður ekki skotið föstum skotum. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti gjöfinni viðtöku. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 338 orð

Doktor í sameindalíffræði

GUÐMUNDUR Guðmundsson hefur varið doktorsritgerð sína í sameindalíffræði við University of Southern California í Bandaríkjunum. Í ritgerðinni, sem nefnist: "Genetic Conformation of Escherichia coli DNA Polymerase II Direct Involvement in DNA Synthesis in vivo," lýsir Guðmundur rannsóknum sínum á DNA hvata af gerð tvö (DNA Polymerase II), Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

ÐKæling með vatni sparar fé

KÆLING húsnæðis með vatni í stað lofts sparar bæði fjárfestingar- og rekstrarkostnað. Fjárfestingarkostnaðurinn er einungis 60% af þeim kostnaði sem þarf að leggja í vegna smíði kerfis sem byggist á loftkælingu, auk þess sem orkukostnaður vegna reksturs kerfisins er helmingi minni en reksturskostnaður vegna loftkælingar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

ÐSíldarútvegsnefnd selur lagmeti

SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur það sem af er þessu ári flutt út 3,8 milljónir dósa af lagmeti til Rússlands en frá því að ákveðið var að gera tilraun með slíkan útflutning fyrir um þremur árum hefur útflutningurinn vaxið mjög mikið á skömmum tíma. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

ÐSölu Áburðarverksmiðjunnar frestað Framkvæmdastjóri hættir í kjölf

ÐSölu Áburðarverksmiðjunnar frestað Framkvæmdastjóri hættir í kjölfarið LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að fresta sölu á Áburðarverksmiðju ríkisins um óákveðinn tíma. Ráðherra hefur til athugunar skýrslu einkavæðingarnefndar um málið sem telur ekki grundvöll fyrir sölu hennar miðað við óbreyttan rekstur. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Einn farþeganna enn á gjörgæslu

STÚLKA sem var farþegi í bíl sem ekið var á miklum hraða á tvo ljósastaura á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags lá enn mikið slösuð á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Að sögn læknis var stúlkan heldur á batavegi. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 429 orð

Ekki ný túlkun á stjórnsýslulögum

"Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu í tilefni af úrskurði landbúnaðarráðherra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit telur landbúnaðarráðuneytið rétt að taka eftirfarandi fram: Tilgangur lagaákvæða um forkaupsrétt sveitarfélaga er að gefa sveitarstjórn kost á að hafa áhrif við sölu jarða í Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

FAO heiðrar Vigdísi

JACQUES Diouf, framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, sérstaka heiðursviðurkenningu. Diouf afhendir Vigdísi CERES-heiðursmyntina svokölluðu við athöfn í ráðherrabústaðnum í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fimm þúsund tonn af brotajárni

MAÐURINN er smár í samanburði við hrikalegan brotajárnshauginn á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Áætlað er að í haugnum séu 4-5 þúsund tonn af brotajárni en nú er unnið í óðaönn við að vinna járn úr haugnum og undirbúa það til útflutnings. Gert er ráð fyrir að skip fari um miðjan næsta mánuð með 2-3 þúsund tonn á markað erlendis. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fluttur úr hreppnum með oddvitavaldi

HAGSTOFU Íslands og Fljótshlíðarhreppi hefur verið stefnt fyrir héraðsdóm til þess að fá ógilta þá aðgerð oddvita hreppsins að tilkynna til þjóðskrár að 36 ára gamall maður væri fluttur úr hreppnum og til Reykjavíkur. Maðurinn hafði m.a. þegið framfærslustyrk af sveitarfélaginu og telur sig búa í Fljótshlíðinni. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Focus fjallar um þýzkar konur á Íslandi

FRÉTTATÍMARITIÐ Focus, eitt útbreiddasta tímarit Þýzkalands, birtir í nýjasta tölublaði sínu þriggja síðna umfjöllun um þýzkar konur, sem fluttu til Íslands á árunum eftir stríð. Í greininni, sem birt er undir fyrirsögninni "50 ára heimþrá" segir að flestar þýzku stúlkurnar, sem íslenzk stjórnvöld auglýstu eftir í vinnu á Íslandi, Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 434 orð

Fráleitt að ráðherra hlutist til um kjaradeiluna

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að það væri út í bláinn að ætlast til þess að menntamálaráðherra hlutaðist til um kjaradeilu grunnskólakennara. Vísaði hann til samkomulags um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna og sagði að í því kæmi hvergi fram að ríkið ætti að hafa afskipti af kjaramálum grunnskólakennara. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð

Gagnrýnir umfjöllun Alþingis

BRESKA ríkisendurskoðunin (NAO) telur að Alþingi taki ekki með nægjanlega formlegum og afdráttarlausum hætti afstöðu til ábendinga og tillagna í skýrslum Ríkisendurskoðunar til að tryggja frekari árangur af störfum hennar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið út með Sundum

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR inn á Ártúnsskiptistöðina. Þaðan verður gengið kl. 20.30 niður í Elliðaárvog og eftir nýja göngustígnum út með voginum og Kleppsvík. Þaðan verður val um að ganga með ströndinni út í Hafnarhús eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
22. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

GlobusVélaver kaupir hús Vífilfells

GLOBUS-Vélaver hf. hefur keypt fasteignina Dalsbraut 1E af Vífilfelli hf. Hún er um 400 fermetrar að stærð og er lóðin um 3.500 fermetrar. Magnús Ingþórsson framkvæmdastjóri sagði að í húsnæðinu á Akureyri væri fyrirhugað að opna sölu- og þjónustumiðstöð fyrir Norðurland. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Háskólafrumvarp verði samþykkt í haust

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um háskóla á Alþingi í gær. Frumvarpið var áður flutt á síðasta þingi og að sögn ráðherra hefur það ekki tekið neinum efnislegum breytingum síðan þá. Stefnir ráðherra að því að frumvarpið verði samþykkt á þessu haustþingi. Frumvarpið lýtur almennt að þeim starfsramma sem búa ber menntastofnunum sem veita æðri menntun á Íslandi. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Háskólafyrirlestur

GITTE Mose dósent frá Háskólanum í Osló flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. október kl. 15.00 í stofu X (10) í aðalbyggingu háskólans. Fyrirlesturinn nefnist "Punkter. Fragmenter. Tendenser i '90'er-romanen i Danmark" og verður fluttur á dönsku. Meira
22. október 1997 | Miðopna | 1573 orð

"Hlutverk okkar er að skila miklum hagnaði"

Fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation tekin í notkun í New Port News í Bandaríkjunum "Hlutverk okkar er að skila miklum hagnaði" Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Íslenzkra sjávarfurða, rekur nú nýja og mjög fullkomna fiskréttaverksmiðju í Newport News í Bandaríkjunum. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 617 orð

Hugmyndir Íra prófsteinn á vilja aðildarríkja

LÍTIÐ fór í gær fyrir umræðum um hugmyndir sem fulltrúar Íra viðruðu við upphaf 49. ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem fram fer þessa dagana í Mónakó, sem ganga út á að finna málamiðlun um varanlega stýringu hvalveiða í heiminum með því að áfram verði bannað að veiða hvali í atvinnuskyni, en strandveiðar verði leyfðar að takmörkuðu leyti. Meira
22. október 1997 | Miðopna | 1521 orð

Hvað kostar Kyoto? Hver verður kostnaðurinn af hugsanlegu loftslagssamkomulagi í Kyoto? Ólafur Þ. Stephensen veltir þeirri

Hvað kostar Kyoto? Hver verður kostnaðurinn af hugsanlegu loftslagssamkomulagi í Kyoto? Ólafur Þ. Stephensen veltir þeirri spurningu fyrir sér. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð

Innanlandsstarfið styrkt í tvö ár

SAMBAND íslenskra sparisjóða og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að SÍSP styrki innanlandsstarf Hjálparstofnunar um eina milljón króna á ári næstu tvö árin. Framlagið gerir stofnuninni kleift að veita skjólstæðingum sínum betri stuðning en áður og renna þannig styrkari stoðum undir innanlandsstarf hennar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

Íslenskur prestur settur í embætti í Noregi

SÉRA Sigrún Óskarsdóttir var sett í embætti prests íslenska safnaðarins í Ósló sl. sunnudag að viðstöddum mörg hundruð Íslendingum. Fjöldi Íslendinga skartaði þjóðbúningum og mörg börn voru meðal viðstaddra, er í fyrsta sinn var haldin guðsþjónusta íslensks safnaðar í Noregi. Bandaríski söfnuðurinn í Ósló mun lána þeim íslenska kirkju sína tvo sunnudaga í mánuði. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Jóhann með forystu

JÓHANN Hjartarson náði hálfs vinnings forskoti á Norðurlandamótinu í skák í gærkvöldi er hann vann Westerinen frá Finnlandi. Helsti andstæðingur Jóhanns, Svíinn Johnny Hector, gerði jafntefli við Schandorf frá Danmörku. Jóhann er í efsta sæti með 10 vinninga af 12 mögulegum og þykir árangur hans í mótinu mjög glæsilegur og vinningshlutfallið óvenju hátt. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Jón Eiríksson

JÓN Eiríksson, fyrrverandi skattstjóri í Vestmannaeyjum og Vesturlandsumdæmi, lést á Sjúkrahúsi Akraness í gær á 82. aldursári. Jón var fæddur 13. mars 1916 í Reykjavík. Faðir hans var Eiríkur Valdimar Albertsson, skólastjóri Hvítárbakkaskóla og prestur á Hesti í Andakílshreppi, og móðir hans Sigríður Björnsdóttir, húsfreyja og kennari. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kátína á Jörfa

BÖRNIN á nýjasta leikskóla Reykjavíkurborgar, Jörfa við Hæðargarð, kættust með foreldrum sínum þegar skólinn var formlega opnaður í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði skólann og kunngerði nafnið, sem var valið úr 109 tillögum frá íbúum Smáíbúðahverfisins. Albína Thordarson arkitekt hannaði leikskólann. Leikskólastjóri er Sæunn Elfa Karlsdóttir. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Kennarar ætla að svara með gagntilboði

VIÐRÆÐUNEFND kennarafélaganna ætlar að svara tilboði samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna, sem lagt var fram í gær, með gagntilboði. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir tilboð sveitarfélaganna betra en það sem áður hafi komið frá samninganefnd sveitarfélaganna en dugi þó ekki til. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um tilboðið. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 147 orð

Keppni um Bermúdaskál hafin

KEPPNI um Bermúdaskálina í brids hófst í Túnis á mánudag, og eftir 4 umferðir af 17 í undankeppni voru Norðmenn og Brasilíumenn efstir. Í undankeppninni, sem stendur fram á laugardag, spila 18 þjóðir og komast átta áfram í úrslit. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Komið verði í veg fyrir kvótabrask

Umræður um afnám kvótaframsals Komið verði í veg fyrir kvótabrask GUÐMUNDUR Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa öðru sinni lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Meira
22. október 1997 | Landsbyggðin | 723 orð

Kosið um sameiningu í Vestur-Húnavatnssýslu

Hvammstanga-Frá ársbyrjun 1996 hefur starfshópur unnið að undirbúningi að sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu, en þar eru nú sjö hreppar. Nefndin hefur gefið út þrjú fréttabréf til að upplýsa héraðsbúa um gang mála og einnig til að miðla upplýsingum um stöðu mála í héraðinu og einstaka málaflokka. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Kosið um sameiningu sveitarfélaga

UNDIRBÚNINGSNEFND sveitarstjórnanna í Austur- Skaftafellssýslu (Hofshrepps, Borgarhafnarhrepps, Hornafjarðarbæjar og Bæjarhrepps) hafa ákveðið að standa fyrir kosningum um sameiningu sveitarfélaganna 29. nóvember 1997. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 608 orð

Kvaðst vilja vinna að góðum og auknum samskiptum

QUIAN Qichen, utanríkisráðherra og varaforseti Kína, sagði í viðræðum við íslenska embættismenn í gær að hann vildi vinna að góðum og auknum samskiptum Íslendinga og Kínverja. Quian ítrekaði einnig á fundinum að Kínverjum þætti óviðunandi hvernig tekið var á móti Lien Chan, varaforseta Tævans, á Íslandi 6. til 10. október. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kveikt á öryggismyndavélum 1. febrúar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt drög að samkomulagi vegna öryggismyndavéla í miðborginni. Gert er ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun í tilraunaskyni 1. febrúar 1998. Samkomulagið er milli Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, lögreglustjórans í Reykjavík og Pósts & síma hf. um uppsetningu og rekstur að minnsta kosti fimm öryggismyndavéla. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kynningarfundur Melkorku

ITC-deildin Melkorka heldur kynningarfund miðvikudaginn 22. október kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. ITC eru alheimssamtök karla og kvenna sem beita sér fyrir þjálfun í mannlegum samskiptum. Fundir eru haldnir tvisvar í mánuði og eru þeir fjölbreyttir t.d. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Lántakendum í vanskilum hefur fækkað síðustu ár

SKIL af útlánum sjóða Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa batnað töluvert að undanförnu og hafa ekki verið betri frá 1. janúar 1993. Fjöldi lántakenda sem eru í skilum við sjóði stofnunarinnar var 53.742 hinn 1. júlí sl. og hefur þeim fjölgað hlutfallslega frá síðustu áramótum úr 90,4% í 90,9%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um útlán, skil og vanskil lántakenda við sjóði Húsnæðisstofnunar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð

LEIÐRÉTT Rangt netfang Í MORGUNBL

Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag var sagt frá heimasíðu Brautarholtsskóla. Þar var gefið upp röng heimaslóð en hún er http://rvik.ismennt.is/~brautarh/ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Um teikningu að Ingjaldshólskirkju LEIÐRÉTTING við grein mína um Ingjaldshól sem birtist í Morgunblaðinu s.l. föstudag, 17. 10. 1997. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 676 orð

Margar konur fá svefntruflanir við tíðahvörf

Um þúsund fimmtíu ára konur á höfuðborgarsvæðinu eru þessa dagana að fá í hendur ítarlegan spurningalista um svefn og heilsu. Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir er einn þriggja sérfræðinga sem standa að þessari viðamiklu rannsókn um svefn og heilsu fimmtugra kvenna en auk hennar eru það þeir Þórarinn Gíslason lungnalæknir og Kristinn Tómasson geðlæknir. Meira
22. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 318 orð

Meira afl en búist var við

MÆLINGAR á heitavatnsholunni á Brimnesborgum í Árskógshreppi, sýna að holan er mun aflmeiri en í fyrstu var talið. Holan er 440 metra djúp og gefur allt að 55 sekúndulítra af um 73-74 gráðu heitu vatni. Talið er að aðeins þurfi um 10-15 sekúndulítra til húshitunar í öllum hreppnum. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 257 orð

Microsoft sakað um brot á samningum

BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið sakaði hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft á mánudag um að nota einkarétt sinn á stýrikerfinu Windows til þess að þröngva tölvuframleiðendum til að setja alnetsleitarkerfið Explorer, sem Microsoft framleiðir, inn í tölvur sem seldar eru með hugbúnaði. Geri þetta keppinautum, á borð við framleiðendur alnetsleitarkerfisins Netscape, erfitt um vik að veita samkeppni. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 1708 orð

Mikilvægar kosningar fyrir sjálfstæðismenn

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík fer fram um næstu helgi. Í fyrrakvöld efndi sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt til fundar með öllum frambjóðendum í prófkjörinu. Góð mæting var á fundinum. Frambjóðendur gerðu stutta grein fyrir sjálfum sér, stefnumálum sínum og viðhorfum til komandi kosninga. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 326 orð

Morðmál prests slær belgísku þjóðina óhug

MÁL belgíska prestsins Andreas Pandy, meints morðingja tveggja fyrrverandi eiginkvenna sinna og fjögurra barna, þykir álitshnekkir fyrir belgísku lögregluna og belgíska dómskerfið. Lögreglan hafði áður tekið þá skýringu góða og gilda að konurnar og börnin hefðu farið úr landi en hann fluttist 1957 frá Ungverjalandi til Belgíu þar sem hann hefur starfað síðan. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 594 orð

Mun minni fjárfestingarog rekstrarkostnaður

KÆLING húsnæðis með köldu neysluvatni í stað lofts sparar verulegan fjárfestingarkostnað, eða er einungis 60% af þeim kostnaði sem þarf að leggja í vegna smíði kerfis sem byggist á loftkælingu, auk þess sem orkukostnaður vegna reksturs kerfisins er helmingi minni en reksturskotnaður vegna loftkælingar. Meira
22. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Ný dönsk á tónleikum

NÝ DÖNSK kemur fram á tónleikum í Menntaskólanum á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. október. Húsið verður opnað kl. 19.30, en hljómsveitin 200.000 naglbítar hita upp. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Contact og í skólum bæjarins. Miðaverð er 700 krónur fyrir þá sem eru í nemendafélögunum en 1.000 krónur fyrir aðra. Nemendafélög framhaldsskólanna, MA og VMA efna til tónleikanna. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 294 orð

Ódýrari en venjulegar vindaflstöðvar

NILS Gíslason uppfinningamaður á Akureyri segir að alllangt sé síðan hann fékk hugmyndina að gerð nýrrar vindaflstöðvar, sem breska ráðgjafafyrirtækið Gerrad-Hassan & Partners telur að geti reynst mun ódýrari í framleiðslu en hefðbundnar vindaflstöðvar. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 50 orð

Ók utan í gangavegg

FULLHLAÐINN tankbíll valt í göngum á hraðbraut í Shizouka, skammt frá Tókýó í Japan í gær, er bílstjórinn missti stjórn á honum og ók utan í vegg ganganna. Annar flutningabíll rakst á þann er valt og varð að loka hraðbrautinni fyrir allri umferð vegna óhappsins. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 967 orð

Ráðherra telur ekki óskynsamlegt að Landsvirkjun bíði

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segist ekki telja sig hafa neina heimild til að stöðva framkvæmdir varðandi lagningu 220 kv Búrfellslínu Landsvirkjunar á Hengilssvæðinu. Hins vegar telji hann ekki óskynsamlegt af hálfu Landsvirkjunar að bíða með framkvæmdir meðan mat á umhverfisáhrifum vegna umsóknar fyrirtækisins um stækkun línunnar í 400 kv er í vinnslu. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Ráðinn deildarstjóri á Orkustofnun

SVEINBJÖRN Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn deildarstjóri auðlindamála á Orkustofnun. Skipulagi Orkustofnunar var breytt í grundvallaratriðum í byrjun þessa árs. Fólst breytingin í aðskilnaði á framkvæmd rannsókna frá ráðgjafar- og stjórnsýsluhlutverki stofnunarinnar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Ráðstefna um þróunar-starf í skógrækt

Í ÁR eru 30 ár síðan Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá var vígð. Rannsóknastöðin var reist fyrir hluta af þjóðargjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar, rausnarlegri gjöf að núvirði rúmar 72 milljónir króna. Í tilefni af afmælinu verður haldin ráðstefna 24. október um rannsókna- og þróunarstarf í skógrækt í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Rusl á Tjarnarbökkunum

ÞRÁTT fyrir að bakkar Tjarnarinnar í Reykjavík séu hreinsaðir reglulega virðist töluvert rusl ná að safnast þar fyrir. "Það sem hefur verið erfiðast að hreinsa úr tjörninni tengist fuglunum, bæði það sem fólk er að gefa þeim og fuglaskítur og annað sem þeim fylgir," segir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. "Við höfum átt í mestum erfiðleikum með Tjarnarhornið við Iðnó. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð

Samkomulag Sviss og ESB fyrir áramót

JACQUES Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins, ESB, sagði í fyrradag að líklega tækist að ganga frá tvíhliða samningum ESB við Sviss fyrir komandi áramót, þrátt fyrir að deila samningsaðila um umferð þungaflutningabifreiða í gegn um Sviss sé enn óleyst. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 446 orð

Sá FBI Oklahomasprenginguna fyrir?

RÉTTARHÖLDIN yfir Timothy McVeigh, sem dæmdur hefur verið til dauða fyrir að hafa sprengt stjórnsýslubyggingu í Oklahoma árið 1995, voru í raun hluti aðgerðar til að hlífa starfsmönnum alríkislögreglunnar bandarísku, sem vissu hvað til stóð en komu ekki í veg fyrir tilræðið. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 1071 orð

Sjúkraliði ákærður fyrir 22 morð á dönsku elliheimili

Sjúkraliði ákærður fyrir 22 morð á dönsku elliheimili Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HVERNIG getur það gerst að starfsmaður á elliheimili drepi 22 vistmenn á tæpum fjórum árum, Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Skagfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni 60 ára

Í TILEFNI af 60 ára afmæli Skagfirðingafélagsins ætla Skagfirðingar að skemmta sér í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, Reykjavík, helgina 24.­26. október. Hátíðin hefst á föstudagskvöldið kl. 23 með diskóteki, karaoke, samkvæmisleikjum og söng. Dagskrá laugardagsins hefst með menningarvöku kl. 14­16. Stjórnandi er Haraldur Bessason frá Kýrholti. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 611 orð

Sóknum fækki um 122

Í GREINARGERÐ nefndar á vegum kirkjuráðs um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma sem lögð verður fyrir kirkjuþing er lagt til að lágmarksfjöldi sóknarbarna í hverri sókn verði eitt hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu eru færri en hundrað íbúar í 122 af alls 284 sóknum á landinu. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Strögu gæða- og heilbrigðiseftirliti fylgt

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Hákoni Gunnarssyni fyrir hönd Samsölubakaríis hf. "Vegna frétta um músétið brauð, sem selt var í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi, vill Samsölubakarí hf. taka fram eftirfarandi: Innan Samsölubakarís hf. er fylgt ströngu gæða- og heilbrigðiseftirliti. Samsölubakarí hf. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ströngum heilbrigðisreglum fylgt

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Bónusverslununum: "Í tilefni frétta um að músétið brauð hafi verið selt í verslun Bónus á Seltjarnarnesi vill Bónus að fram komi að varnir gegn meindýrum eru mjög fullkomnar í verslunum Bónus og þar er fylgt ströngum heilbrigðisreglum. Meira
22. október 1997 | Erlendar fréttir | 324 orð

Svartir kassar fundnir

FLUG- og hljóðritar þotu indónesíska flugfélagsins Garuda, sem fórst í aðflugi að Medan á Norður-Súmötru 26. september, fundust í gær í gilinu þar sem þotan fórst. Voru þeir grafnir í eðju undir braki flugvélarinnar. Verða þeir sendir í dag til Ástralíu til rannsóknar. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 339 orð

Tveir gagnagrunnar með sama heiti á Netið

TVENN gagnagrunnskerfi með nafninu Fengur eru væntanleg inn á Netið. Er þar um að ræða kerfi Bændasamtaka Íslands sem hefur að geyma öll skráð hross landsins, ættir þeirra, eigendaskráningu, kynbótamat og einstaklingsdóma þar sem um slíkt er að ræða. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Úrslitafundur um lífeyrismál á föstudag

LÍFEYRISNEFNDIN kom í gær saman til að reyna að ná málamiðlun um lífeyrisfrumvarpið og sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, að lokafundur hennar yrði haldinn á föstudag. "Þetta var ágætis fundur í dag," sagði Vilhjálmur. "Málin voru rædd fram og til baka og hugmyndum velt upp. Ég held að það komi í ljós á föstudaginn hvort menn verða sammála eða sammála um að vera ósammála. Meira
22. október 1997 | Smáfréttir | 36 orð

VINAFÉLAG Kópavogskirkju efnir til kvöldstundar fimmtudaginn 23. októb

VINAFÉLAG Kópavogskirkju efnir til kvöldstundar fimmtudaginn 23. október kl. 20 en ekki þriðjudaginn 21. október eins og áður var auglýst. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, mun halda fyrirlestur um stjúpfjölskyldur og málefni þeim tengd í Safnaðarheimilinu Borgum. Allir velkomnir. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Vinningar í Happdrætti Hjartaverndar

DREGIÐ var í Happdrætti Hjartaverndar 1997, þann 18. október sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Pajero, langur, Diesel Turbo, kr. 3.290.000, nr. 96962. 2. Golf Gl 1.6, sjálfskiptur, kr. 1.526.000, nr. 38562. 3.­5. Ævintýraferð m/Úrval/Útsýn, kr. 500.000 (hver), nr. 8477, 37042, 37178 . 6.-25. Ferðavinningur eða tölvupakki, kr. 300.000 (hver), nr. Meira
22. október 1997 | Landsbyggðin | 197 orð

Vistmenningin blómstrar á Sólheimum

Selfossi­Graham Bell, einn af kunnustu alþjóðlegu kennurum í vistmenningu og ráðgjafi um sjálfbæran búskap í borg og sveit, hélt fyrirlestur á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrirlesturinn fjallaði um vistmenningu og hvernig einstaklingurinn getur tekið þátt í að leysa umhverfisvandamál samtímans og notið ávaxta náttúrunnar um leið. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Yfirlýsing frá Íslenska útvarpsfélaginu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Íslenska útvarpsfélaginu: "Vegna fréttaflutnings undanfarið um kapalkerfi Pósts og síma hf. vill Íslenska útvarpsfélagið hf. koma eftirfarandi á framfæri: Þeir sem tengjast kapalkerfi Pósts og síma hf. geta hvorki náð opinni né læstri dagskrá Stöðvar 2, Sýnar og Fjölvarps um breiðbandið. Meira
22. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 415 orð

Öflugt forvarnastarf og áróður meðal unglinga

BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur sett sér það markmið að grunnskólar bæjarins verði vímuefnalausir árið 2000. Gefið hefur verið út fréttablað sem helgað er baráttunni gegn vímuefnum, en þar er m.a. að finna viðtöl við ýmsa sem tengjast forvarnarstarfi og vinna á þeim vettvangi á Akureyri, greint frá markmiðum bæjaryfirvalda og á hvern hátt reynt verður að ná þeim. Meira
22. október 1997 | Innlendar fréttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

22. október 1997 | Staksteinar | 252 orð

»Miðlæg staðsetning Kópavogs MIKIL og hröð uppbygging hefur verið í Kópavogi

MIKIL og hröð uppbygging hefur verið í Kópavogi, einkum í Smára- og Lindahverfum. Kópavogspósturinn spáir því að íbúar bæjarins verði 20 þúsund þegar í lok næsta árs. Það er miðlæg staðsetning Kópavogs á höfuðborgarsvæðinu sem ræður streymi fólks til bæjarins að sögn blaðsins. Hröð uppbygging Meira
22. október 1997 | Leiðarar | 508 orð

RÁÐGJÖF Á VERÐBRÉFAMARKAÐI

RÁÐGJÖF Á VERÐBRÉFAMARKAÐI ERÐBRÉFAMARKAÐURINN hér á landi er enn ungur og í mótun. Þótt hann sé lítill á alþjóðlegan mælikvarða veltir hann þó orðið verulegum fjármunum og því er mikilvægt, að viðskiptamenn verðbréfafyrirtækjanna geti fullkomlega treyst því, Meira

Menning

22. október 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Aukasýningar á einþáttungum Tsjekhovs

HJÁ Leikfélagi Kópavogs hafa staðið yfir sýningar á þremur einþáttungum eftir Anton Tsjekhov. Þættirnir heita Bónorði, Skaðsemi tóbaks og Björninn. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar á verkinu, þ.e. á fimmtudaginn 23. október og sunnudaginn 2. nóvember. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 110 orð

Downey í fangelsi?

DÓMARI í Los Angeles hefur dregið til baka skilorðsbundinn dóm sinn yfir leikaranum Robert Downey Jr. Að sögn saksóknaraembættisins gerðist þetta eftir að dómarinn hafði fregnir af því að Downey hefði neytt eiturlyfja og áfengis í síðasta mánuði og þar með brotið skilorð. Málið verður tekið fyrir 8. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 102 orð

Edwards aftur fram á sjónarsviðið

LEIKSTJÓRINN Blake Ewards er með nýja kvikmynd og söngleik í deiglunni. Eiginkona hans Julie Andrews, sem leikið hefur í mörgum myndum hans, verður fjarri góðu gamni. Hún er að jafna sig eftir aðgerð á hálsi. Kvikmyndin nefnist Það rignir aldrei eða "It Never Rains". Meira
22. október 1997 | Tónlist | 553 orð

Eyþór, Mads og djammdjass

Jan zum Vohrde altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Mads Vinding bassa og Mathías MD Hemstock trommur. Jómfrúin, sunnudagskvöldið 19. október. Gitte Nørby ásamt Svend Skipper píanó, Mads Vinding bassa og Jan zum Vohrde altósaxófón og flautu. Þjóðleikhúsið, mánudagskvöldið 20. október. Meira
22. október 1997 | Bókmenntir | 363 orð

Ég er ekki hræddur við köttinn!

eftir Moshe Okon og Söru Vilbergsdóttur. Íslenskur texti: Sigrún Birna Birnisdóttir. Mál og menning, 1997. 29 bls. MÚSA-MÚS er lítill músastrákur sem telur sjálfum sér trú um að hann sé stór og þurfi ekki að vera hræddur við köttinn þó að mamma fari út og hann þurfi að vera einn heima. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 269 orð

Fjölmennasta kvennakóramótið til þessa

LANDSMÓT íslenskra kvennakóra verður haldið í Reykholti um næstu helgi, 24.-26. október. Þetta er þriðja landsmót íslenskra kvennakóra og hið fjölmennasta til þessa. 10 kórar alls staðar af landinu hafa boðað þátttöku sína og gert er ráð fyrir um 300 þátttakendum. Tónleikar verða haldnir á laugardaginn kl. 16 og einnig verður helgistund og mótsslit á sunnudeginum kl.14 opin almenningi. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 222 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 371 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
22. október 1997 | Bókmenntir | 1214 orð

Frá þjóðsögu til skáldsögu

eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. STUDIA ISLANDICA. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Reykjavík 1996 ­ 288 bls. HIÐ opinbera upphaf íslenskrar skáldsagnaritunar hefur um langan aldur verið talið útgáfuár Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen (1818- 1868) en í þriðja bindi nýútkominnar bókmenntasögu, bregður svo við, að eldri sögum og sögubrotum, Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson

RITHÖFUNDASAMBAND Íslands gengst fyrir bókmenntakvöldi í Gunnarshúsi, nýju aðsetri sambandsins, Dyngjuvegi 8, í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Jón Yngvi Jóhannsson flytur erindi er hann nefnir: Eyða eða eðli? Um viðtökur við sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnarssonar. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð

Gamaldags hryllingur Óvætturinn (The Relic)

Framleiðandi: Pacific Western. Leikstjóri: Peter Hyams. Handritshöfundur: Jones, Raffo, Jaffa og Silver. Kvikmyndataka: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Tom Sizemore, Penelope Ann Miller, Linda Hunt og James Whitmore. 112 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 14. október 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Glæfralegt stökk á móturhjóli

ÞAÐ HAFA sjálfsagt margir misst andlitið þegar mótorhjólakappi framkvæmdi glæfralegt stökk fyrir framan þinghöllina í Rúmeníu, sem var reist að frumkvæði einræðisherrans alræmda Nicolaes Ceausescus. Áhættuatriðið var þáttur í kynningu á bandarísku stórmyndinni "Face Off" með þeim John Travolta og Nicolas Cage í aðalhlutverkum. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 201 orð

Greer til varnar móðurhlutverkinu

ÁSTRALSKI rithöfundurinn og kvenréttindakonan Germaine Greer kom móðurhlutverkinu til varnar á bókmenntahátíð sem haldin er árlega í Melbourne. Sagði Greer að straumar og stefnur þessa áratugar miðuðu að því að gera konur kynlausar og að það græfi undan þrjátíu ára kvenréttindabaráttu. Meira
22. október 1997 | Tónlist | 599 orð

Gúmmí og þerripappír

Sönglög eftir Brahms. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 19. september kl. 17. VITASKULD er ábyrgðarlaust að fullyrða um skoðanir annarra tónleikagesta sem hafa ekki, og verða sjálfsagt aldrei, verið kannaðar af Gallup, Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Helfgott í Royal Albert Hall

PÍANÓSNILLINGURINN David Helfgott varð heimsfrægur eftir að kvikmyndin Shine sló í gegn í fyrra. Geoffrey Rush fékk þá óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Helfgott. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu fyrir tónleika Helfgotts með London Philharmonic-hljómsveitinni í Royal Albert Hall sem fram fóru í fyrrakvöld. Þar flutti hann píanókonsert nr. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 175 orð

Hryllileg mynd í efsta sæti

HRYLLINGSMYNDIN "I Know What You Did Last Summer" rauk í efsta sæti yfir mest sóttu myndir vestanhafs. Kevin Williamson gerði handrit myndarinnar, en hann skrifaði einnig handritið að Scream. Í aðalhlutverkum eru unglingastjörnur á borð við Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Ryan Philippe og Freddie Prinze Jr. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 198 orð

Kekkonen og Kreml

Kekkonen og Kreml SOVÉTSTJÓRNIN gerði ráð fyrir því á dögum Kóreustríðsins að svo gæti farið að Finnland skipaði sér í sveit með Vesturveldunum. Þetta fullyrðir dr. Kimmo Rentola í nýrri bók sinni, Svo kalt að það brennur, sem komin er út hjá bókaforlaginu Otava. Meira
22. október 1997 | Kvikmyndir | 416 orð

Kjaftaskur kemst í fréttirnar

Leikstjóri Brett Ratner. Handritshöfundar Joel Cohen, Alec Sokolow og Vince McKuen. Kvikmyndatökustjóri Russell Carpenter. Tónlist Lalo Schifrin. Aðalleikendur Chris Tucker, Charlie Sheen, Heather Locklear, Gerard Ismael, Paul Sorvino, Victoria Cartwright, David Warner, Paul Gleason. 92 mín. Bandarísk. New Line 1997. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Kvöldstund með Vigdísi

FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun halda fyrirlestur á vegum Íslensk-japanska félagsins á morgun, fimmtudag kl. 20, í Gerðubergi. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir félagsmenn og kr. 500 fyrir utanfélagsmenn. Veittar verða veitingar. Íslensk-japanska félagið er félag áhugafólks um Japan og japanska menningu og opið öllum. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 226 orð

"Létt og loftkennd tónlist"

HLJÓMSVEITIN Fabula, með söngkonuna Margréti Kristínu Sigurðardóttur í fararbroddi, spilaði á Vegamótum um síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ég gaf út plötu fyrir síðustu jól sem heitir Fabula og við höfum valið að kalla okkur það. Við erum að spila mína tónlist og alls konar góð lög eftir aðra, til dæmis djass, sveiflupopp og blús. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Litadýrð í Tunglinu

MIKIÐ var um dýrðir í tilefni af opnun verslunarinnar Cacib síðastliðinn föstudag. DJ Gummi Gonzales lék í búðinni um eftirmiðdaginn og efnt var til skyggnusýningar framan á Tunglinu um kvöldið með tískumyndum Halldórs Kolbeinssonar, ljósmyndara. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 533 orð

Litríkur og glysgjarn eins og bækurnar

VIÐBURÐARÍK ævi rithöfundarins Harold Robbins, sem lést í síðustu viku, var fyllilega sambærileg við feril hinna litríku og glysgjörnu persóna sem skáldsögur hans fjölluðu um. Robbins var ómenntaður munaðarleysingi sem hafði bæði orðið milljónamæringur og gjaldþrota um tvítugt, vann við afgreiðslustörf í vöruskemmu og skrifaði sína fyrstu sögu vegna veðmáls sem varð metsölubók. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 655 orð

Ljóð Snorra Hjartarsonar gefin út myndskreytt í Þýskalandi

FYRIR skömmu gaf útgáfufyrirtækið Kleinheinrich í Münster í Þýskalandi út listaverkabók með vatnslitamyndum eftir þýska myndlistarmanninn Bernd Koberling. Myndirnar vann Koberling á Íslandi á síðustu tveimur árum undir áhrifum af ljóðum Snorra Hjartarsonar. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 594 orð

Lútuleikari í London

ARNGEIR lærði á klassískan gítar heima á Íslandi áður en hann hélt utan til frekara náms, ég spurði hann hvernig hann hefði dottið niður á lútuna. "Ég kynntist lútunni í gegnum gítarinn, með því að stilla gítarinn eins og lútu er hægt að ná svipuðum hljóm og úr endurreisnarlútu. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 303 orð

"Miklir og góðir tónleikar"

LIONSKLÚBBURINN Ægir stóð fyrir minningartónleikum um Sigfús Halldórsson í Háskólabíói um síðustu helgi. Á tónleikunum voru frumflutt þrjú lög eftir tónskáldið í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar sem Jónas Ingimundarson píanóleikari og Friðbjörn G. Jónsson söngvari fluttu. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Myrtur af fatafellu

STEVIE Wonder syngur við jarðarför glæsivagnabílstjórans Charles Lee Redmond sem fram fór á mánudag í Las Vegas. Redmond ók Wonder þegar söngvarinn gerði sér ferð til Las Vegas. Hann var myrtur af fatafellu í máli sem svipar til kvikmyndarinnar Hættulegra kynna eða "Fatal Attraction", að sögn lögreglu í Las Vegas. Redmond var giftur og átti tveggja ára dóttur. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Nýjar bækur LJÓÐABÓKIN Úlfabros e

LJÓÐABÓKIN Úlfabros er eftir Önnu Valdimarsdóttur. Bókin er kynnt þannig: "Úlfabros lýsir sársaukafullri reynslu konu þegar ástarhöllin hrynur fyrir atlögu svika og óhreinlyndis. Ljóðin lýsa vonbrigðum, reiði og djúpstæðum sársauka. En skáldið lætur ekki þar við sitja. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 144 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN Minnisblöð úr undirdjúp

SKÁLDSAGAN Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir Fjodor Dostojevskí er í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Dostojevskí skrifaði Minnisblöð úr undirdjúpunum árið 1864. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 169 orð

Óhefðbundin hönnun

TÍSKUVIKUNNI í París er lokið en þar voru kynntar línurnar fyrir vor- og sumartískuna 1998. Undirbúningur er þegar hafinn hjá hönnuðunum fyrir haust og vetrartísku næsta árs á meðan kaupendur eru enn að átta sig á nýjustu straumum og stefnum. Á tískuvikunni í París sýndu fremstu tískuhönnuðir heimsins og var fjölbreytnin í fyrirrúmi. Meira
22. október 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Óhugnanleg yfirvegun

eftir Torgny Lindgren. Hannes Sigfússon þýddi. Mál og menning, 1997. 147 bls. NÝJASTA skáldsaga sænska rithöfundarins, Torgnys Lindgren, heitir Randafluguhunang og fjallar um tvo menn sem nærast á hatri hvor annars. Þetta eru bræður, báðir eru þeir dauðvona og eina ósk þeirra er að lifa hinn. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Seinfeld að hraka?

GAMANLEIKARINN Jerry Seinfeld hringdi í dagblaðið New York Post eftir að blaðið birti niðurstöðu óvísindalegrar könnunar sem leiddi í ljós að lítill meirihluti íbúa New York borgar var óánægður með fyrstu Seinfeld- þættina nú í haust. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Sýningum lýkur

MYNTSAFNARAFÉLAG Íslands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum munum sem tengjast myntsöfnun. Síðasta sýningarhelgi verður nú um helgina en sýningunni lýkur mánudaginn 27. október. Sýningin er í aðalsal og er opin alla daga milli kl. 12­18. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 29 orð

Söngskemmtun í Víðihlíð

Morgunblaðið/RAX Söngskemmtun í Víðihlíð ÁLFTAGERÐISBRÆÐURNIR, Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli, ásamt undirleikaranum Stefáni R. Gíslasyni halda söngskemmtun í Víðihlíð á morgun, fimmtudag kl. 21. Söngskemmtunin er á vegum Tónlistarfélags Vestur­Húnvetninga. Meira
22. október 1997 | Myndlist | 855 orð

"tarGet"

Birgitta Silverhielm, Magnea Ásmundsdóttir, John Öivind Eggesbö, Sólveig Birna Stefánsdóttir, Maria Friberg, Brynhild Bye, Torbjörn Skårild. Opið alla daga frá 14­19. Til 3. nóvember. Aðgangur 200 krónur, sýnirit 600 krónur. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 446 orð

Trúðurinn þarf ekki endilega að vera með rautt nef

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir látbragðsskopleikinn Kómedíu ópus eitt í Möguleikhúsinu við Hlemm í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöld kl. 21. Kómedíuleikhúsið mynda Elfar Logi Hannesson og Róbert Snorrason, fyrrverandi nemendur við The Comedia School í Kaupmannahöfn, sem sérhæfir sig í hinu svonefnda "physical"- leikhúsi, Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 252 orð

Tvöfeldni og slúður

Í KVIKMYNDAIÐNAÐINUM í Hollywood læra menn fljótt að tala tveim tungum. Þessi tvöfeldni er víst skilyrði fyrir því að fá vinnu sem kynningarfulltrúi fyrir kvikmynd á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 636 orð

Ung kona á uppleið

JENNY McCarthy vakti athygli sjónvarpsáhorfenda sem annar stjórnandi stefnumótaþáttarins "Singled Out" á sjónvarpsstöðinni MTV. Síðasta vetur sagði Jenny skilið við MTV og er nú komin með eigin gamanþátt á sjónvarpsstöðinni NBC sem heitir einfaldlega "Jenny." Þátturinn fjallar um smábæjarstelpuna Jenny sem erfir íbúð í Los Angeles þegar faðir hennar deyr. Meira
22. október 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Williams í vondum málum

BANDARÍSKI leikarinn Robin Williams er staddur í Póllandi um þessar mundir og virðist ekki í góðum málum af myndinni að dæma. Ekki er þó allt sem sýnist. Hann er nefnilega að leika íbúa gyðingahverfis í smábæ í Póllandi á tímum nasista. Það er því leikari en ekki þýskur hermaður sem hrindir honum á undan sér. Meira
22. október 1997 | Menningarlíf | 63 orð

(fyrirsögn vantar)

DANIR tilkynntu fyrir skemmstu hverjir hlytu Sonning- tónlistarverðlaunin, ekki aðeins á næsta ári, heldur einnig 1999. Sópransöngkonan Hildegard Behrens hlýtur þau árið 1998 en rússneska tónskáldið Sofia Gubajdulína hlýtur þau ári síðar. Gubajdulína er 66 ára og búsett í Þýskalandi en hún vakti fyrst verulega athygli árið 1980 er fiðlukonsert hennar, Offertorium, var frumfluttur. Meira

Umræðan

22. október 1997 | Aðsent efni | 227 orð

Atvinnuleysið burt

ÁGÆTU Reykvíkingar! Eitt af stóru loforðum R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var að útrýma atvinnuleysinu í Reykjavík algjörlega og vera snögg að því. Annað hefur nú komið í ljós. Getuleysi R-listans er algjört í þeim málum. Meira
22. október 1997 | Bréf til blaðsins | 555 orð

Börnin og leikhúsið

ÞAÐ VAR til fyrirmyndar hjá Borgarleikhúsinu að hefja vetrarstarf með leikriti fyrir börn jafn glæsilegu og Galdrakarlinum í Oz, sem frumsýnt var sl. sunnudag. Það er fátt, sem gleður jafn innilega og að sjá lítil börn skemmta sér í leikhúsi, og þegar vel tekst til er það nokkuð öruggt að barn, sem kemur glatt og ánægt úr leikhúsi vill fara aftur í leikhús. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 1004 orð

Dómur Félagsdóms í skólaliðamálinu

AÐ GEFNU tilefni og í framhaldi af þeirri miklu umfjöllun í fjölmiðlum og sleggjudómum, sem fallið hafa í garð félagsins um svokallað skólaliðamál, sé ég mig knúna til að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri almenningi, skólaliðum og öðrum starfsmönnum skóla til upplýsingar. Hinn 14. október sl. kvað Félagsdómur upp dóm í ágreiningi, sem reis milli Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 99 orð

Formann verkalýðsráðs í öruggt sæti! Styrkjum framboð Sjálfstæðisflokksins, segir Stefán Þ. Gunnlaugsson, og tryggjum Kristjáni

ÁGÆTI sjálfstæðismaður. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins er síðasta dag þessarar viku. Við sjálfstæðismenn í verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins höfum mikinn áhuga á að koma Kristjáni Guðmundssyni í 5. sæti. Kristján hefur unnið mjög mikið fyrir sjálfstæðisstefnuna. Hann hefur verið formaður Málfundafélagsins Óðins í mörg ár og unnið þarft starf með miklum sóma. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 444 orð

Hagfræðingar eða stjórnmálamenn

ÞEGAR Bjarni Bragi Jónsson setti fyrstur íslenskra hagfræðinga fram hugmyndina um auðlindaskatt árið 1975, var hann í góðri trú. Hann vissi af þeirri niðurstöðu fiskihagfræðinga, að fiskveiðar við óheftan aðgang leiddu til sóunar, því að veiðimennirnir tækju ekki tillit til þess, að þeir væru að veiða hver frá öðrum. Við óheftan aðgang hlytu fleiri að stunda veiðar en hagkvæmt væri. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 490 orð

Hið nýja jafnréttindafélag

FÖSTUDAGINN 24. október verður haldinn stofnfundur Hins nýja jafnréttindafélags. Félagið miðar að því að þrýsta á um úrbætur um jafnrétti kynjanna. Þetta hljómar sjálfsagt kunnuglega í eyrum flestra, en við skulum skoða þetta aðeins nánar. Mörg samtök, félög og hópar undir ýmsum merkjum hafa unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna undanfarin ár og áratugi. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 2008 orð

HUGLEIÐINGAR UM HEILBRIGÐISMÁL Óheillavænlegt er, segir Auðólfur Gunnarsson, að sameina alla sjúkrahúsþjónustu undir eina

AÐ undanförnu hefur farið fram mikil umræða í fjölmiðlum og meðal almennings um breytingar á sjúkrahúsrekstri, og virðist stefnt að sameiningu allra spítala Stór- Reykjavíkursvæðisins í einn. Þetta er af erlendum ráðgjöfum talið horfa til sparnaðar enda sameining lausnarorð nútímans, einkum í frystihúsageiranum. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 608 orð

Hvar er ábyrgðin?

EKKI hefur mikið heyrst í okkur foreldrum varðandi skólamál. En vissulega liggja þau þungt á okkur flestum, ef ekki öllum. Skólinn er jú einu sinni til fyrir börnin okkar og við viljum því geta gert kröfur til hans. Okkur finnst brýnt að láta í okkur heyra og hvetjum aðra foreldra til að gera slíkt hið sama. Undanfarið hafa nær eingöngu heyrst neikvæðar fréttir af skólakerfinu. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 303 orð

Hvar er miðbærinn okkar?

FYRIR sjö árum rak ég fyrirtæki mitt í Hafnarstræti. Á þessum tíma varð ég oft að vinna langt fram eftir kvöldi og fór ekki heim fyrr en dimmt var orðið. Aldrei lagði þó að mér óhug þar sem ég labbaði einsömul um götur miðbæjarins, mér fannst ég vera örugg í bestu og fallegustu höfuðborg heims. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 513 orð

Íþróttaiðkun ungmenna

ÞEGAR börnin okkar komast á skólaaldurinn þá kviknar oft áhugi þeirra á íþróttum og við foreldrar hvetjum alla jafnan börnin okkar til íþróttaiðkunar. Íbúar Grafarvogs leita þá til félagsins í hverfinu, Ungmennafélagsins Fjölnis. Við foreldrar fylgjumst með á æfingum og hvetjum börnin þegar att er kappi við önnur félög. Meira
22. október 1997 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Kirkjustarf á Hvammstanga, Vatnsnesi og í Vesturhópi

VETRARSTARF Hvammstangakirkju er komið á skrið og hefst einn þátturinn af öðrum þessar vikurnar. Áhersla verður lögð á barna- og æskulýðsstarf. Einnig verður sú nýbreytni að almenn bæna- og kyrrðarstund verður reglulega í nýrri kapellu Sjúkrahúss Hvammstanga. Barnaguðsþjónustur eru hvern sunnudag í Hvammstangakirkju kl. 11. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 988 orð

Kveðja til Guðmundar G. Þórarinssonar

ÍLESBÓK Morgunblaðsins 18. þ.m. ritar Guðmundur G. Þórarinsson grein um íslenzkar þýðingar á leikritinu Macbeth eftir Shakespeare. Ekki get ég látið hjá líða að senda honum kveðju mína og alúðar þakkir fyrir falleg orð um minn verknað á því sviði. Guðmundur hefur áður fjallað um leikrit meistarans frá Stratford af staðgóðri þekkingu og smekkvísi. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 423 orð

Lifandi borg

REYKJAVÍKURBORG er aðdráttarafl fyrir fólk hvaðanæva að af landinu og hefur verið það um áratuga skeið. Hingað hafa menn sótt til náms, vegna atvinnu eða annars, um lengri eða skemmri tíma. Reykjavík hefur líka í vaxandi mæli aðdráttarafl sem borg þar sem saman fer iðandi mannlíf og fjölbreytt lista- og menningarlíf. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 198 orð

Málefni fjölskyldunnar og fullorðinna

ÁGÆTI flokksmaður. Í þessari viku fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þess vegna langar mig að minna á Ólaf F. Magnússon lækni. Hann er búinn að vera í 7 ár varaborgarfulltrúi og hefur mjög góða reynslu af borgarmálum. Hann hefur komið með margar góðar hugmyndir og tillögur. Nú þurfum við að koma Ólafi í 4. sæti í þessu prófkjöri. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 292 orð

Ósérhlífin og gædd forystuhæfileikum

SVANHILDUR Hólm Valsdóttir hefur orðið við beiðni kjörnefndar um að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga. Undirritaður hefur ekki kjörgengi í þeirri baráttu. Hann þekkir hins vegar Svanhildi Hólm vel. Svanhildur er ung, væntanlega yngsti frambjóðandinn að þessu sinni og eini neminn, sem í framboði er. Hún er hins vegar ekki nýliði í stjórnmálabaráttunni. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 577 orð

Samtakamáttur eldri borgara

ÞAÐ VAR stórkostleg stund, þegar mörg þúsund eldri borgarar söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið 7. okt. sl., þegar fjárlagafrumvarpið var tekið til 1. umræðu. Sýnir það samtakamátt eldri borgara og að þeir eru orðnir langþreyttir á öllum þeim skerðingum, sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum og hvernig bætur þeirra hafa rofnað úr tengslum við almenna launaþróun í landinu. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 292 orð

Sigurstranglegan framboðslista

INNAN nokkurra daga munu Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja þá einstaklinga sem skipa munu framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Það að vel takist til er mikilvægt af tveimur ástæðum. Annars vegar er mikilvægt að velja sterka einstaklinga til að auka sigurlíkur flokksins í kosningum. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 371 orð

Sjálfstæði í reynd

SJÁLFSTÆÐIÐ er þegar upp er staðið mikilvægasta eign hvers einstaklings. En möguleikar manna á að öðlast og halda sjálfstæði fara auðvitað mikið eftir hæfileikum þeirra. Þeir sem minna mega sín í þeim efnum geta eigi að síður öðlast sjálfstæði þó að þeir þurfi hjálp til þess. Meira
22. október 1997 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Sjónmengun

MIKLAR deilur urðu á liðnu sumri vegna væntalegs álvers við Grundartanga og áhrifa mengunar í Hvalfirði. En það er annars konar mengun sem sjaldan er minnst á þ.e. sjónmengun. Sitt sýnist hverjum um útlit og litaval á hinum ýmsu mannvirkjum, að því leyti er sjónmengun afstæð. Mig langar að benda á nokkur atriði sem flestir ættu að vera sammála um að væru til bóta. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 489 orð

Skálmöld

KLUKKAN þrjú að nóttu um helgar streyma þúsundir manna út á göturnar á fyllirískarnival sem er einstakt í heiminum. Menn draga vopn úr slíðrum og ráfa alblóðugir um götur miðborgarinnar, safna liði, eins og um skæruhernað sé að ræða og ráðast á vegfarendur með hellusteinum eða öðrum banvænum tólum. Bent hefur verið á ýmsar misraunsæjar lausnir og hafa erlendir löggæslumenn m.a. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 494 orð

Skemmdarverk R-listans

ÞEGAR R-listinn tók við völdum árið 1994 óttuðust margir að skref yrðu stigin afturábak í ýmsum málaflokkum, þar á meðal í skipulags- og umferðarmálum. Því miður hefur komið í ljós að sá ótti manna hefur reynst réttur, því samkvæmt áætlunum R-listans verða ekki valdar hagkvæmustu lausnir í umferðarmálum í höfuðborginni, útivistarsvæði verða skert og öryggismál í borginni eru látin reka á reiðanum. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 966 orð

Skólar ­ hús án kennara

SVEITARSTJÓRNARMENN segjast hafa þungar áhyggjur af skólamálum vegna uppsagna kennara og yfirvofandi verkfalls. Sjálfir eiga þeir stóran þátt í þeirri stöðu sem áhyggjunum valda. Í umræðunni sem varð vegna yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri grunnskólanna á síðasta ári gáfu ýmsir í skyn að nú væri tækifæri til að bæta laun kennara. Þeirra á meðal var fólk úr röðum sveitarstjórnarmanna. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 290 orð

Snorri er maður baráttu og sigra

NÆSTA vor eiga Kjalnesingar í fyrsta sinn kost á að kjósa borgarfulltrúa. Meðal þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi kosninga er Snorri Hjaltason byggingarmeistari sem býður sig fram í 5. sæti. Sem Kjalnesingur og fyrrverandi starfsmaður Snorra styð ég hann eindregið í prófkjörinu og hvet aðra til hins sama. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 468 orð

Sterkur leiðtogi nauðsynlegur

NÚ STYTTIST óðum í prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Baráttan um fyrsta sætið stendur á milli tveggja frambjóðenda, Ingu Jónu Þórðardóttur og Árna Sigfússonar. Ljóst er að Ingibjörg Sólrún ætlar að vera í baráttusæti R-listans; hún er vinsæll og sterkur leiðtogi, Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 272 orð

Styðjum Bryndísi!

PRÓFKJÖR er framundan hjá þeim flokki sem bezt hefur stjórnað Reykjavíkurborg á liðnum áratugum, Sjálfstæðisflokknum. Margt úrvalsfólk er þar tilnefnt og er einn frambjóðandinn Bryndís Þórðardóttir, félagsráðgjafi við Æfingaskóla Kennaraháskólans, nýnefndan Háteigsskóla. Eiginmaður Bryndísar er Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og eiga þau hjón 5 börn, 13 til 25 ára. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 222 orð

Styðjum Júlíus Vífil

SJÁLFSTÆÐISMENN ganga til prófkjörs næstkomandi föstudag og laugardag. Þá ákveða þeir þann framboðslista sem stillt verður upp í borgarstjórnarkosningum á vori komanda. Það er mjög mikilvægt að á þann lista raðist breiður hópur manna og kvenna með víðtæka reynslu og góða þekkingu á þeim mörgu og flóknu málum sem upp á borð borgarstjórnar koma. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 316 orð

Tveir góðir kostir í prófkjöri

MEÐAL ÞEIRRA frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna, sem ekki hafa áður gefið kost á sér til borgarstjórnarstarfa, eru þau Guðlaugur Þór Þórðarson stjórnmálafræðingur, áður formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Bryndís Þórðardóttir, kennari og félagsráðgjafi. Ég hef þekkt þau bæði frá æskuárum þeirra og hygg að þau séu bæði heilsteyptir og traustir fulltrúar sjálfstæðisstefnunnar. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 455 orð

Umferðaröryggi, reiðhjólahjálmar og prófkjör

ÓLAFUR F. Magnússon læknir hefur setið sem varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tvö kjörtímabil og skipar nú níunda sæti borgarstjórnarflokksins. Eins og þeir vita, sem þekkja borgarmálin eru varaborgarfulltrúar stundum engu síður virkir en aðalfulltrúar í því að koma góðum málum fram. Meira
22. október 1997 | Bréf til blaðsins | 288 orð

Vafasöm viðskiptasiðfræði

NÚ UNDANFARIN misseri hef ég orðið var við, í stórauknum mæli, stórhættulega viðskiptasiðfræði meðal sumra hópbifreiðaeigenda nú yfir vetrartímann þegar borist er á banaspjótum um alla þá vinnu sem í boði er, helst hjá framhaldsskólum, barnaskólum og leikskólum, svo og hjá hinum ýmsu félagasamtökum. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 1006 orð

Það sem við hugsum

VIÐ ERUM það sem við hugsum. Allt sem við erum sprettur af hugsun okkar. Með hugsun okkar sköpum við heiminn." Þannig hefst Dhammapada, orðskviðir Buddha. Og kristni dulspekingurinn Johannes Eckhart (d. 1327 eða 1328) sagði: "Menn ættu ekki að hafa megináhyggjur af því hvað þeir gera heldur fremur af því hvað þeir eru. Ef þeir eru góðir er breytni þeirra til fyrirmyndar. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 230 orð

Örugg forysta til framfara

NÚ LÍÐUR að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ríður á að flokksmenn velji sér duglega og hæfa einstaklinga. Ungt fólk þarf að hafa sterkan og góðan valkost í vor og er því mikilvægt að Kjartan Magnússon verði valinn í 5. sæti nú í komandi prófkjöri. Kjartan hefur öðlast góða reynslu sem varaborgarfulltrúi síðastliðin fjögur ár þar sem hann hefur setið í nefndum og stjórnum. Meira
22. október 1997 | Aðsent efni | 429 orð

Öryggi á götum úti

Síðustu misserin hefur ofbeldi aukist verulega hér í höfuðborginni. Þó enn sé langt í að ástandið í miðborg Reykjavíkur líkist því sem gerist í erlendum stórborgum er mikið áhyggjuefni hve mjög misindismenn hafa aukið hér umsvif sín. Meira

Minningargreinar

22. október 1997 | Minningargreinar | 390 orð

Árni Friðþjófsson

Mig langar að þakka Árna frænda mínum og vini okkar Hilmars í gegnum árin góða vináttu og hlýju sem ávallt var í okkar samskiptum. Þegar við hittum Árna síðast fyrir algjöra tilviljun í Hafnarfirði í síðasta mánuði, hvarflaði ekki að okkur að þetta væri kveðjustund. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Árni Friðþjófsson

Þegar mér var sagt andlát Árna Friðþjófssonar frá Súgandafirði, brá mér mikið. Ég vissi reyndar að hann hafði lengi búið við hjartagalla, en mér var ekki kunnugt um að honum hefði versnað svo upp á síðkastið, að dauðann gæti borið að með jafnsnöggum hætti og varð. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 557 orð

Árni Friðþjófsson

"Það tekur í, þó taugar séu sterkar, að tefla oft við hel." Er mér barst til eyrna að fermingarbróðir minn og frændi, Árni Friðþjófsson, væri allur, sótti margt á hug minn. Úr fermingarhóp ellefu barna er fæddust 1940 eru þrír á brautu kvaddir. Tímans hjól snýst hratt. Súgandafjörður minninganna er ekki sá sami og við blasir í dag. Hann geymir aðra íbúa. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 194 orð

ÁRNI FRIÐÞJÓFSSON

ÁRNI FRIÐÞJÓFSSON Árni Friðþjófsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 5. júní 1940. Hann lést í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finney Rakel Árnadóttir, fædd 8. jan. 1919, og Friðþjófur Ólafsson, f. 11. júlí 1917, d. 10. júlí 1985. Árni ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Guðna Ólafssyni, f. 1. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 69 orð

Árni Friðþjófsson Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna vorið sem kom í gær, er aftur orðið að

Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna vorið sem kom í gær, er aftur orðið að vetri (Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi.) Ég er óskin, aleiga hins snauða, bænin heilaga, hjartarauða umvafin fegurð og ást í lífi og dauða. (Gestur Guðfinnsson. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Guðfinnur Sigfússon

Guðfinnur Sigfússon Guðfinnur Sigfússon fæddist í Tjaldtanga við Ísafjarðardjúp 14. apríl 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigfúsar Guðfinnssonar, skipstjóra á djúpbátnum Fagranesi, síðar kaupmanns í Reykjavík, f. 9.8. 1895, d. 6.2. 1980, og Maríu Kristjánsdóttur, f. 8.10. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Guðfinnur Sigfússon

Guðfinnur stjúpi minn var yndislegur maður. Hann giftist mömmu minni þegar ég var tæplega fimm ára, og eldri bræður mínir sex og níu ára. Hann var þá 38 ára piparsveinn, en óhræddur að taka við ábyrgð á uppeldi þriggja barna. Fljótlega bættust yngri systkinin í hópinn, en okkur eldri systkinin fékk hann ókeypis, eins og hann orðaði það einhvern tíma. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Guðfinnur Sigfússon

Fallinn er nú frá einn af heiðursfélögum Landssambands bakarameistara, Guðfinnur Sigfússon, bakarameistari í Grímsbæ. Guðfinnur ólst upp á Ísafirði og hóf þar störf í norska bakaríinu hjá Helga Guðmundssyni árið 1934. Hann lauk sveinsprófi í iðn sinni á árinu 1938, þá tvítugur að aldri. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 567 orð

Guðfinnur Sigfússon

Traustur og hlýr. Fámáll, fylginn sér og vandaður, en umfram allt traustur. Þannig var Finni fyrir mér. Það var hjá Finna frænda mínum sem ég steig mín fyrstu spor í launavinnu í þessu lífi, fjórtán ára. Það var í byrjun áttunda áratugarins í Björnsbakaríi við Vallarstræti, þar sem Finni bakaði áralangt. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 996 orð

Guðfinnur Sigfússon

Þegar Guðfinns Sigfússonar er minnst kemst einkum ein tilfinning að. Það er óendanlegt þakklæti fyrir elsku hans og umhyggju, fyrir öryggið sem hann skóp sínum nánustu og fyrir það takmarkalausa traust sem hann auðsýndi okkur börnunum. Ég get ekki neitað mér um að minnast hans nokkrum orðum. Guðfinnur var í báðar ættir kominn af fólki sem stundaði sjósókn og búskap við Ísafjarðardjúp. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 448 orð

Guðfinnur Sigfússon

Guðfinnur H. Sigfússon, bakarameistari í Grímsbæ í Reykjavík, lést á Landakotsspítala, eftir að hafa átt við mikla vanheilsu að stríða undanfarna sex mánuði. Guðfinnur stóð ekki einn í þessari baráttu, því eiginkona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Guðríðar Halldórsdóttur,sem andaðist aðfaranótt 11. október sl. á Droplaugarstöðum. Margar minningar streyma fram í hugann. Gauja, eins og hún var kölluð í daglegu tali, var glæsileg kona, hjartahlý og góð sem ávallt var tilbúin að veita hjálparhönd ef með þyrfti. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Mér er efst í huga þegar ég kveð hana Gauju hans Lúlla, sem voru nágrannar okkar í Sigtúninu í 45 ár, hvað þau voru glæsileg hjón og skemmtileg. Gauja þessi fallega góða kona, alltaf í góðu skapi og lét allt gott af sér leiða, við alla sem hún umgekkst. Þegar við hittumst úti við á vorin var hugur Gauju að gera allt fallegt í kringum sig. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Elsku amma mín, nú ert þú farin til hans afa. Ég sá þig síðast í sumar, rétt áður en ég flutti til Danmerkur. Ég kom til þín á Droplaugarstaði sem var heimilið þitt síðustu mánuði ævi þinnar. Þar varst þú búin að gera herbergið þitt hlýlegt með myndum af langömmubörnunum þínum og afa. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Það besta sem hendir börn er að eignast góða foreldra og samhenta fjölskyldu. Næstbest er að eiga stóran frændgarð, góðar frænkur og skemmtilega frændur. Þessa hvors tveggja varð ég aðnjótandi í ríkum mæli og nú hverfa þessir gömlu vinir hver af öðrum yfir móðuna miklu. Í fyrri viku fylgdi ég öldruðum föðurbróður til grafar og í dag kveð ég móðursystur mína, sem var ein af mínum kærustu frænkum. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar sem var okkur svo mikils virði. Amma Gauja var sérlega glæsileg og barngóð kona. það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Sigtúni. Gestrisni þeirra var alveg einstök. Fjölskyldan var ömmu allt. Hún lagði mikið upp úr því að fjölskyldan sameinaðist og þá ekki síst þegar halda átti veislu eða hátíðarstundir nálguðust. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Elskuleg amma mín er farin yfir móðuna miklu til móts við afa sem lést í desember á síðasta ári. Hvorugt þeirra gat verið án hins og þó veikindi skildu þau að um sinn hlaut að líða skammur tími til samfunda þeirra á nýjum stað. Amma missti föður sinn þegar hún var aðeins 9 ára gömul, næstyngst 12 systkina. Kannski gerði það það að verkum að fjölskylda hennar stóð ótrúlega þétt saman. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 669 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Aðfaranótt hins 11. október sl. kvaddi hjartkær amma mín þennan heim hinsta sinni. Tilhugsunin um að eiga ekki eftir að faðma hana að mér og njóta hlýju hennar þykir mér allt að því óhugsandi, þar sem amma hefur alla tíð verið mjög stór þáttur í lífi mínu frá því að ég fæddist á heimili hennar og afa í Sigtúni 47. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 253 orð

GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Guðríður Halldórsdóttir, var fædd í Reykjavík 4. nóvember 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Högnason, bóndi, í Skálmholtshrauni, Villingaholtshreppi, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 4.8. 1867, d. 16.6. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Guðrún Björnsdóttir

Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar með örfáum orðum. Amma lést á Landspítalanum, 91 árs að aldri. Elsku amma, ekki sá ég þig síðustu tvö árin þar sem ég bý erlendis. Alltaf spurði ég um þig þegar ég talaði við hana mömmu mína í símann, varð að vita hvernig þú hefðir það. Ég vissi að þér fór hrakandi svo það er gott að þú hefur fengið hvíldina. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR

GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR Guðrún Björnsdóttir fæddist í Óspaksstaðaseli í Húnavatnssýslu 9. apríl 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 17. október. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Guðrún Björnsdóttir Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann, og fórnaði

Guðrún Björnsdóttir Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann, og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Blómakonan er horfin á brott. Minningar mínar eru margar og fallegar hugsanir streyma um hug minn. Ásjónu þinni bregður fyrir á þessum köldu kvöldum, en það mun birta til og hlýir morgnar verða að nýjum dögum. Það er kominn tími til að kveðja, tár renna saklaust niður mínar kinnar, bros þitt færir mér huggun í hjartað. Þú dvelur nú á öruggum stað í hjarta mínu. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Kæra móðir. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 1243 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Á þessari kveðjustund koma upp í huga mér ýmsar hugleiðingar og minningar um þessa góðu og fallegu konu, sem var mér alltaf svo yndisleg og ekki bara við mig heldur alla sem henni kynntust. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir 24 árum þegar ég giftist yngsta syni hennar Gunnari og strax í fyrsta sinn sem ég kom á Grundarstíginn laðaðist ég að þessari hægu og hlýlegu konu og man ég sérstaklega eftir hvað Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 650 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Í dag fylgi ég til grafar tengdamóður minni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Þegar litið er yfir farinn veg eins og títt gerist þegar kær vinur er kvaddur, er margs að minnast eftir langa samleið. Sú samleið hófst fyrir um 35 árum er ég kom fyrst á Grundarstíg 7 sem tilvonandi tengdadóttir þeirra hjóna, Ingibjargar og manns hennar, Hafsteins Björnssonar sem látinn er fyrir fimm árum. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 118 orð

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Egilsdóttir, f. 16. mars 1880, d. apríl 1946, og Guðmundur Jónsson, f. 14. júlí 1877, d. 8. ágúst 1953, en kjörfaðir hennar var Guðmundur Kristinn Ólafsson, skipstjóri, f. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 139 orð

Júlíus Guðmundsson

Þau sorgartíðindi hafa borist að einn af félögum okkar Júlíus Guðmundsson sé látinn. Það er erfitt að heyra og skilja slíka sorgarfregn og erum við öll harmi slegin. Kynni okkar urðu skemmri en við áttum von á og hefðum óskað. Skarð er komið í hópinn sem hóf rekstrar- og viðskiptanám við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í ársbyrjun. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 762 orð

Júlíus Guðmundsson

Haustið hjá okkur var langt og fallegt, en daginn var tekið að stytta og við vorum farin að undirbúa okkur fyrir veturinn. Ekki óraði okkur fyrir að myrkrið gæti hellt sér yfir svo svart, svo snöggt, svo óvægið. Myrkur þar sem þarf að beita öllum kröftum til þess að týna ekki ljósgeislum lífsins, svo þungbær er sorgin. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 300 orð

Júlíus Guðmundsson

Elsku vinur. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Fyrir mér varst þú miklu meira en pabbi, þú varst minn besti vinur. Mörgu af hinu góða og fallega sem lífið hefur uppá að bjóða hef ég kynnst í gegnum þig. Þú byrjaðir snemma á að kynna mig fyrir hinu og þessu t.d. skák, handbolta og fótbolta, við stunduðum einnig saman líkamsrækt og spiluðum körfu. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Júlíus Guðmundsson

Þú komst með vorinu inn í líf okkar og bast fjölskyldunni. Þið Helga, dóttir okkar, komuð gangandi með hvítu kollana og ljómuðuð af hamingju, sem entist fram á síðasta dag. Þið völduð ykkur námsbrautir og hófuð undirbúning framtíðar. Þórir, stoltið okkar allra, kom í heiminn og við vorum hamingjusöm. Að námi loknu kom sólargeislinn, Magnús, inn í tilveru okkar. Árin liðu við störf og leik. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Júlíus Guðmundsson

Þegar ég kynntist manninum mínum fyrst varð ég um leið hluti af glaðri og samhentri fjölskyldu. Nú, við fráfall Júlíusar Guðmundssonar, hefur verið rofið óbætanlegt skarð í þá heild. Júlíus var kvæntur mágkonu minni, Helgu Gottfreðsdóttur. Frá fyrstu kynnum var mér ljóst að Júlíus var öðlingur. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Júlíus Guðmundsson

Þegar ég minnist Júlíusar mágs míns kemur fyrst upp í hugann hversu stutt var alltaf í kímni og gott skap. Júlíus var mjög eljusamur og duglegur ásamt því að vera mjög kappsamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill áhugamaður um skot og fiskveiðar ásamt skák sem hann hvatti syni sína mjög í. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 474 orð

Júlíus Guðmundsson

Ég man ennþá þegar hann Júlli frændi útskrifaðist sem lögfræðingur. Þetta var mjög mjög merkilegur dagur, ekki bara fyrir Júlla heldur einnig fyrir mig. Þetta var dagurinn þegar ég loksins lærði hvor bræðranna hét Júlli og hvor Sæli, en þetta hafði vafist fyrir mér alla mína barnæsku og verið mér til mikilla vandræða. Nú var þetta ekki lengur neitt vandmál, Júlli var einfaldlega lögfræðingurinn. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Júlíus Guðmundsson

Fréttin um lát Júlíusar Guðmundssonar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég kynntist Júlíusi þegar ég starfaði hálft árið 1996 í lögfræðideild Búnaðarbanka Íslands, en sú vist tengdist að hluta námi mínu við Háskóla Íslands. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Júlíus Guðmundsson

Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um. Sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Fram í hugann streyma ótal minningabrot, fyrst á ruglingslegan hátt, síðan taka minningarnar á sig heilsteyptari mynd. Kynni okkar Júlla hófust fyrir rúmum þrem áratugum er hann kom í sveit til föðurbróður míns, Bjössa, og Valgerðar á Harastöðum. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Júlíus Guðmundsson

Okkur langar til þess að minnast Júlíusar Guðmundssonar í fáum orðum. Við höfðum lengi verið kunningjar, allt frá því er Júlli og Helga kynntust á menntaskólaárunum og fundum okkar bar saman við ýmsar aðstæður og tilefni. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Júlíus Guðmundsson

Júlíus Guðmundsson lögfræðingur er látinn. Þegar okkur barst sú fregn að hann væri fallinn frá vorum við harmi slegin því með andláti hans er genginn góður vinnufélagi og kær vinur. Júlli var ákaflega farsæll í starfi sínu sem lögmaður í lögfræðideild Búnaðarbanka Íslands. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 194 orð

JÚLÍUS GUÐMUNDSSON

JÚLÍUS GUÐMUNDSSON Júlíus Guðmundsson fæddist í Reykjavík 18. september 1959. Hann lést á heimili sínu 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Ársælsson póstvarðstjóri, f. 3.5. 1925, d. 22.2. 1995, og Sigfríður Nieljohníusdóttir, húsfreyja, f. 9.5. 1920. Systkini hans eru: Ólöf Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, f. 16.6. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 84 orð

Júlíus Guðmundsson Í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá góður drengur, Júlíus Guðmundsson. Orð fá ekki lýst missinum,

Í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá góður drengur, Júlíus Guðmundsson. Orð fá ekki lýst missinum, sorginni og söknuðinum hjá þeim sem honum kynntust. Við horfum til baka og minnumst með þakklæti og gleði einlægrar vináttu hans og góðvildar, léttleika, húmors og glettni. Júlíus var einstakur maður, einstakur vinur og félagi, einstakur fjölskyldumaður, einstakur pabbi. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 97 orð

Júlíus Guðmundsson Mig langar með fáeinum orðum að kveðja æskuvin minn, Júlíus Guðmundsson. Elsku Júlli minn, ég þakka þér

Mig langar með fáeinum orðum að kveðja æskuvin minn, Júlíus Guðmundsson. Elsku Júlli minn, ég þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman á okkar uppvaxtarárum í hverfinu okkar og síðar þegar við fórum saman í menntaskólann. Það koma upp í hugann margar góðar minningar af öllu því sem við brölluðum saman. Ég er þakklátur fyrir þær stundir og mun alltaf minnast þeirra. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 433 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Það er ekki auðvelt að festa á blað minningar um föður sem var mér og okkur öllum svo ástkær og mikill vinur. Sannarlega var hann raungóður og fús til þess að hjálpa og styðja aðra. Aldrei neitaði hann nokkurri bón, ef það var á hans valdi að geta hjálpað til. Það er svo margt sem mér er minnisstætt þegar ég hugsa til föður míns og sem hefur haft sterk áhrif á mig. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Elsku pabbi minn, nú ertu horfinn úr þessu jarðneska lífi. Söknuðurinn er sár, en ég veit að þú varst hvíldinni feginn, svo sjúkur varstu orðinn. Nú hvílir þú í faðmi Drottins og þér líður aftur vel. Minningarnar hrannast upp. Ég man hve góður þú varst gömlu fólki, börnum og þeim sem minna máttu sín, alltaf varstu reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Nú hefur kærleiksríkur og elskulegur faðir minn kvatt þetta jarðneska líf og er ég Guði þakklátur fyrir það tækifæri sem hann gaf mér síðustu árin til þess að eiga samfélag við föður minn og ræða um okkar lifandi von sem við eigum fyrir trú á Jesúm Krist og endurlausnina. Meira
22. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON Sigurbjörn Eiríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Meira

Viðskipti

22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 180 orð

AT&T velur Armstrong í stöðu nýs forstjóra

AT&T Corp. hefur skipað C. Michael Armstrong stjórnarformann og ræður þar með í sína þjónustu manninn, sem endurskipulagði Hughes Electronics Corp. með góðum árangri. Um leið er endir bundinn á langa leit að eftirmanni Roberts Allens. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Guinness-Grand Met fær skilyrt samþykki

ESB hefur veitt skilyrt samþykki við samruna Guinness Plc í Bretlandi og Grand Metropolitan Plc, og þar með hefur verið rutt úr vegi einni helztu hindrun fyrir 24 milljarða punda samkomulagi. Ein breytingin, sem verður gerð, er að skozku vískítegundirnar Dewars og Ainslie verða seldar um alla Evrópu að sögn framkvæmdastjórnarinnar. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Hagnaður nam 153 milljónum

HAGNAÐUR af rekstri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. nam 153,6 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þetta er nokkuð betri afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins allt síðasta ár, en endurskoðað milliuppgjör fyrir sama tímabil í fyrra liggur ekki fyrir. Þó er rétt að geta þess að rúmlega 53 milljóna króna hagnaður varð til við sölu eigna. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

»Hlutabréf dollar og pund hækka

STAÐAN batnaði á evrópskum mörkuðum í gær vegna hækkunar í Wall Street og pund og dollar hækkuðu gegn marki. Pundið komst í 2,91 mark í fyrsta skipti síðan í septemberbyrjun og hefur hækkað um tæpa þrjá pfenninga síðan á föstudag. Dollarinn hafði ekki verið hærri gegn marki í tæpan mánuð og fengust um 1,79 mörk fyrir hann síðdegis. Hagnaður varð í flestum kauphöllum, mestur í Frankfurt. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 161 orð

ITT keypt fyrir 13,3 milljarða dollara

ITT Corp. hefur samþykkt að Starwood Lodging Trust kaupi fyrirtækið fyrir 9,8 milljarða dollara til að koma í veg fyrir að 8,3 milljarða dollara óumbeðið tilboð Hilton Hotels Corp. nái fram að ganga. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Motorola með aukin umsvif í Kína

BANDARÍSKA fyrirtækið Motorola hyggst tvöfalda fjárfestingar sínar í Kína í 2,5 milljarða Bandaríkjadala á næstu þremur árum vegna söluaukningar, að sögn frammámanna í fyrirtækinu. Markaður Motorola í Kína, Tævan og Hong Kong er nú stærsti markaður fyrirtækisins utan Bandaríkjanna og beinist einn áttundi af sölu fyrirtækisins til þessa svæðis. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Nýherji skráður á Verðbréfaþingi

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka á skrá þingsins hlutabréf Nýherja hf. og verða bréfin skráð fimmtudaginn 30. október nk. Eftir skráningu Nýherja verða félögin á þinginu orðin 45 talsins, en þar af eru 10 hlutabréfasjóðir. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Ritstjóri L.A. Times hættir

SHELBY COFFEY III hefur látið af starfi aðalritstjóra Los Angeles Times, fjórða stærsta dagblaðs Bandaríkjanna, og miklar breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn blaðsins að þess sögn. Við starfi Coffeys tekur Michael Parks, sem hlaut Pulitzer verðlaunin 1987 fyrir fréttir frá Suður-Afríku. L.A. Times er flaggskip blaðaútgáfunnar Times Mirror Co. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Spáð hækkun hlutabréfaverðs

Þar segir m.a. að hlutabréfavísitala VÍB hafi lækkað um 7,8% á þriðja ársfjórðungi 1997. VÍB hafi hins vegar gert ráð fyrir 6% hækkun á sama tímabili. Helsta skýringin á þessari lækkun sé lakari afkoma í 6 mánaða uppgjörum, en væntingar stóðu til. "Reyndar hefur einnig orðið drjúg lækkun í félögum sem skiluðu góðri afkomu fyrstu 6 mánuðina. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 566 orð

Sölu Áburðarverksmiðjunnar frestað um óákveðinn tíma

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur frestað sölu á Áburðarverksmiðjunni hf. um óákveðinn tíma í kjölfar misheppnaðrar sölutilraunar fyrr á þessu ári. Landbúnaðarráðherra hefur til athugunar skýrslu einkavæðingarnefndar um málið, sem telur ekki grundvöll fyrir sölu verksmiðjunnar miðað við óbreyttan rekstur. Meira
22. október 1997 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Yfirmaður Coca-Cola látinn

ROBERTO Goizueta, stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri Coca-Cola Company, lézt af lungnakrabbameini í sjúkrahúsi Emory- háskóla í Atlanta um helgina, 65 ára gamall. Goizueta hafði verið stjórnarformaður Coca-Cola síðan 1981. Rekstrarstjóri fyrirtækisins, Douglas Ivester, sagði að mikill harmur væri kveðinn að tæplega einni milljón starfsmanna Coca-Cola víða um heim. Meira

Fastir þættir

22. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Angi frá Laugarvatni seldur til Danmerkur

HEIÐURSVERÐLAUNAHESTURINN Angi frá Laugarvatni var í síðustu viku seldur til Danmerkur. Kaupandi er danskur félagsskapur sem kallar sig H.M.H. en Hans Kolding sá um kaupin fyrir þeirra hönd. Söluverðið var átta hundruð þúsund krónur sem þykir lágt en þess er þó að geta að Angi er fimmtán vetra gamall. Þetta mun vera svipað verð og sett var á klárinn. Meira
22. október 1997 | Dagbók | 3028 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
22. október 1997 | Í dag | 38 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 2

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 23. október, er fimmtugur Pétur R. Siguroddsson, húsasmiður, Blöndubakka 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðný M. Magnúsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimili Gusts, Álalind, Kópavogi, á morgun kl. 18-21. Meira
22. október 1997 | Fastir þættir | 168 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 14. október. 28 pör mættu og urðu úrslit í N-S: Ásthildur Sigurgíslad. ­ Lárus Arnórsson380Sæmundur Björnsson ­ Böðvar Guðmundsson377Helgi Vilhjálmsson ­ Guðm. Guðmundsson366Lárus Hermannss. ­ Sigurjón H. Meira
22. október 1997 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

BJARNI Kristjánsson og Garðar Garðarsson hafa tekið afgerandi forystu í hausttvímenningnum sem nú stendur yfir. Lokið er tveimur kvöldum af fjórum en 3 efstu kvöldin telja til verðlauna. Sextán pör spiluðu síðasta spilakvöld og urðu Pétur Júlíusson og Gísli Torfason efstir í N/S-riðlinum með 207. Sigurður Steindórsson og Ragnar Örn Jónsson urðu í öðru sæti með 201. Meira
22. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst í Bessastaðakirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Guðný Sigurðardóttir og Kristinn Þ. Vagnsson. Heimili þeirra er að Lækjarfit 6, Garðabæ. Meira
22. október 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst í Kópavogskirkju af sr. Sigfúsi B. Yngvasyni Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir og Kjartan Jónsson. Heimili þeirra er að Kjarrhólma 16, Kópavogi. Meira
22. október 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Þóra Valdís Hilmarsdóttir og Steinar Karl Kristjánsson. Heimili þeirra er að Suðurhvammi 7, Hafnarfirði. Meira
22. október 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Íris Jónsdóttir og Gísli Harðarson. Heimili þeirra er á Suðurgötu 104, Hafnarfirði. Meira
22. október 1997 | Fastir þættir | 754 orð

Lokaumferðin í dag

Síðasta umferðin hefst í dag kl. 14. Aðeins tveir keppendur eiga möguleika á sigri, þeir Jóhann Hjartarson og Jonny Hector. BÁÐIR efstu menn hafa svart í dag. Jóhann mætir Norðmanninum Rune Djurhuus, en Hector teflir við ríkjandi Norðurlandameistara, Danann Curt Hansen. Það er þó þegar orðið útséð um að Hansen mun sjá af titlinum. Meira
22. október 1997 | Í dag | 374 orð

M helgina viðraði dýrlega hér í Reykjavík og nýttu margi

M helgina viðraði dýrlega hér í Reykjavík og nýttu margir sér veðurblíðuna til margvíslegrar útivistar. Víkverji fór í gönguferð í Heiðmörk í eftirmiðdaginn á laugardag og þar var fjöldi manns á göngu, enda Heiðmörk sannkölluð náttúruperla og lagning og frágangur göngustíga þar er til hreinnar fyrirmyndar. Meira
22. október 1997 | Dagbók | 618 orð

Reykjavíkurhöfn: Arnarfell

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. október 1997 | Í dag | 490 orð

Skriftar-trúnaður ­trúnaðargát? "MARGT á maður efti

"MARGT á maður eftir að heyra áður en eyrun detta af manni!" Nú heyrði ég í gær sjálfan yfirbiskup landsins og þjóðkirkjunnar lýsa því yfir við alþjóð, að skriftatrúnaður og trúnaðargát presta væri skilyrt: Túlki prestur þær upplýsingar sem honum eru veittar í trúnaði þannig að þær verði samkvæmt hans skilningi skjólstæðingi til gagns fyrir dómstólum eða annars staðar, Meira

Íþróttir

22. október 1997 | Íþróttir | 292 orð

Al Joyner stefnir á ÓL í Sydney

Al Joyner stefnir á ÓL í Sydney Á sama tíma og Jackie Joyner-Kersee, ein fremsta frjálsíþróttakona heims sl. hálfan annan áratug, tilkynnti að síðasta mótið sem hún ætlar að taka þátt í á ferlinum verði Friðarleikarnir í New York á næsta sumri ætlar bróðir hennar, Al Joyner, að blása rykið af keppnisskónum sínum. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 124 orð

Benfica sýnir Strachan áhuga

PORTÚGALSKA félagið Benfica hefur sýnt áhuga á að fá Gordon Strachan sem næsta knattspyrnustjóra, en hann er samningsbundinn Coventry til ársins 2000. Bryan Richardson, forseti Coventry sagði að áhugi væri hjá félaginu að bjóða Strachan lengri samning. "Ef Benfica hefur samband þá segjum við þeim frá áhuga okkar á að halda í Strachan," sagði Richardson. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 199 orð

Bestu tímar ársins í 1.500 mhlaupi

50 bestu tímar ársins í 1.500 m hlaupikvenna 3.50,98Jiang Bo, Kína 3.51,34Lang Yinglai, Kína 3.53,91Yin Lili, Kína 3.53,97Lan Lixin, Kína 3.54,52Zhang Ling, Kína 3.55,01Lan Lixin, 3.55,07Dong Yanmei, Kína 3. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 1327 orð

Frábær árangur í frjálsum, sundi og lyftingum

Áttundu Kínaleikarnir í íþróttum standa nú yfir. Ívar Benediktsson komst að því að árangurinn í ýmsum greinum hefur vægast sagt verið ótrúlega góður. Það er í ólympískum lyftingum, sundi og frjálsíþróttum sem árangur kínversku íþróttamannanna hefur vakið mikla athygli, enda verið sett nokkur heimsmet og einnig heimsmet unglinga í frjálsíþróttum. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 143 orð

H¨assler skoraði tvö mörk úr aukaspyrnum

THOMAS H¨assler, landsliðsmaður Þýskalands, er sem göldróttur þegar hann tekur eitraðar aukaspyrnur fyrir framan mark andstæðinga sinna. Það fengu 27 þús. áhorfendur sem troðfylltu Saint-Symphorien leikvöllinn í Metz í Frakklandi að horfa upp á í gærkvöldi er H¨assler skoraði tvö mörk úr aukaspyrnum í UEFA- keppninni og leikmenn Karlsruhe fögnuðu sigri, 2:0. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 11 orð

Í kvöld

Í kvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Hagaskóli:KR - Keflavík20 Smárinn:Breiðablik - Í Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 269 orð

Knattspyrna

UEFA-keppnin Önnur umferð, fyrri leikir: Moskva, Rússlandi: Spartak - Real Valladolid (Spáni)2:0 Andrei Tikhonov (60.), Yegor Titov (84.). 10.000. Volgugrad, Rússlandi: Rotor - Lazio (Ítalíu)0:0 24.000. Århus, Danmörku: AGF Århus - Twente (Hollandi)1:1 Johnny Molby (41. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 37 orð

Körfuknattleikur

Evrópudeildin Leikur í D-riðli: Zagreb, Króatíu: Cibona - París St. Germain61:73 Damir Mulaomerovic 17, Veljko Mrsic 9, Yevgenij Kissourine 7 ­ Arsene Ade Mensah 14, Eric Shuelers 12, Dean Koturovic 9. 2.000. Staðan í leikhléi var 41:35. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 314 orð

Lee og Bergsveinn hafa varið mest

SUK-Hyung Lee, markvörður FH-liðsins, hefur varið flest skot markvarða í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Bergsveinn Bergsveinsson fylgir honum fast á eftir. Þeir hafa varið yfir 100 skot í sex leikjum, eða að meðaltali 17 skot í leik. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 29 orð

Leiðrétting

Leiðrétting Í frétt um kvennahandknattleik á bls. B7 í gær var rangt farið með nafn markvarðar Hauka. Hún heitir Guðný Agla Jónsdóttir, ekki Guðný Egla. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 437 orð

Lékum illa í Finnlandi

Íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði öllum leikjunum þremur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins. Leikið var í Finnlandi og tapaði íslenska liðið 2:0 í fyrsta leik gegn Austurríki, síðan kom 3:1 tap fyrir Finnum og loks 3:1 tap fyrir Litháum. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 376 orð

Liverpool fékk skell

Liverpool fékk skell er það tapaði 3:0 á móti Strassborg í fyrri leik liðanna í UEFA-keppninni í gærkvöldi og möguleikarnir á að komast áfram því litlir. Framherjinn David Zitelli gerði tvö marka franska liðsins. Hann gerði fyrsta markið á 20. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 63 orð

Mótherjar KR sáu rautt TVEIR mótherjar KR hjá g

Mótherjar KR sáu rautt TVEIR mótherjar KR hjá gríska liðinu OFI fengu að sjá rauða spjaldið er þeir máttu þola tap fyrir Auxerre í UEFA- keppninni, 3:1. Leikmenn OFI sem voru betri fyrstu klukkustundina, skoraðu fyrsta mark leiksins. Markvörðurinn Kostas Chaniotakis var rekinn af leikvelli á 68. mín. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 353 orð

Sex Íslendingar hafa náð lágmörkum fyrir ÓL í Nagano

Sex íslenskir skíðamenn hafa náð lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Nagano í Japan sem fram fara í febrúar á næsta ári. Til að öðlast þátttökurétt þarf viðkomandi að vera innan við 500 á styrkleikalista alþjóða skíðasambandsins sem kom út í byrjun mánaðarins. Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 875 orð

Þjálfari Dortmund á heimaslóðum

Þriðja umferðin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer fram í kvöld. Fjögur lið hafa unnið báða leikina til þessa; Dortmund, sem er í A-riðli, Manchester United í B- riðli, Real Madrid í D-riðli og Bayern M¨unchen í F-riðli. A-riðill: Meira
22. október 1997 | Íþróttir | 192 orð

Þrjár kínverskar undir heimsmetinu í 5 km

ÞRJÁR kínverskar stúlkur hlupu undir gildandi heimsmeti í 5.000 m hlaupi í fyrrinótt á Kínaleikunum sem fram fara um þessar mundir í Shanghæ. Hlaupið var greinilega æsispennandi því aðeins munaði 3/100 úr sekúndu á Dong Yanmei sem sigraði á 14.31,27 mín., og Jiang Bo sem hreppti annað sætið á 14.31,30. Þriðja í hlaupinu var Liu Shixiang á 14.32,33. Meira

Úr verinu

22. október 1997 | Úr verinu | 425 orð

190 krókabátar úreltir á rúmum tveimur árum

ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins hefur úrelt um 190 krókabáta frá því um mitt ár 1995 en þá var lögum sjóðsins breytt og þessum bátaflokki gefinn kostur á úreldingarstyrk. Frá því á haustmánuðum 1996 og fram til síðustu áramóta keypti sjóðurinn 62 báta eftir úreldingu og var hugmyndin sú, að þeir yrðu seldir úr landi eða settir í verkefni á vegum íslenskra fyrirtækja erlendis. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 212 orð

Aðalfundur LS á morgun

AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Hótel Sögu á morgun og hefst hann kl. 10. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, flytur ávarp á fundinum. Gera má ráð fyrir því að málefni sóknardagabáta verði ofarlega á baugi, en eins og alþjóð er væntanlega kunnugt, er verið að skera þá báta niður við trog, að sögn Arthúrs Bogasonar, formanns LS. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 23 orð

EFNI

Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Helmingssamdráttur gæti blasað við grásleppuveiðumönnum Markaðsmál Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 290 orð

Fara langt með rækjukvótann

ALLS stunduðu 14 skip rækjuveiðar á Flæmingjagrunni í sumar en nú eru þar eftir fimm skip og sum líklega í síðasta túr. Í gær var búið að tilkynna um 5.300 tonna heildarafla á árinu og bendir flest til, að lítið verði að lokum eftir af kvótanum þegar veiðum lýkur, en Íslendingar settu sér 6.800 tonna kvóta á Flæmingjagrunni í ár. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 139 orð

Frestað um viku

TVÆR umsóknir frá báðum þeim fyrirtækjum, sem nú skipuleggja sjávarútvegssýningar í Reykjavík, voru lagðar fram á fundi stjórnar Íþrótta- og tómstundaráðs sl. mánudag, en báðir aðilar hafa óskað eftir því að fá Laugardalshöll til sýningarhaldsins dagana 1.­4. september árið 1999. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 193 orð

Fréttir

Bátar á 50%af matsvirði ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins hefur úrelt um 190 krókabáta frá því um mitt ár 1995 en þá var lögum sjóðsins breytt og þessum bátaflokki gefinn kostur á úreldingarstyrk. Frá því á haustmánuðum 1996 og fram til síðustu áramóta keypti sjóðurinn 62 báta eftir úreldingu, en aðeins hefur tekist að selja níu af þeim á um 50% af matsvirði. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 245 orð

Fullyrðingum um svindl vísað á bug

FISKISTOFAN í Björgvin í Noregi vísar á bug fullyrðingum um, að afli verksmiðjutogaranna hafi verið vantalinn. Kemur þetta fram í skýrslu, sem ekki hefur enn verið gerð opinber, en útgerðarmenn skipanna segja, að með skýrslunni hafi þeir verið hreinsaðir af allri sök. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 1281 orð

Helmingssamdráttur gæti blasað við veiðimönnum

VEGNA mikillar gráslepppuveiði á síðustu vertíð, hafa miklar hrognabirgðir safnast upp og því er fyrirsjáanlegt að draga þurfi úr grásleppuveiði á næstu vertíð. "Miðað við óbreytt ástand, má heildarveiðin á vertíðinni 1998 vart Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 70 orð

ÍSINN UM BORÐ

MEÐHÖNDLUN aflans um leið og hann kemur inn fyrir borðstokkinn skiptir mjög miklu máli þegar kemur að ferskleika hráefnisins. Bjarni Friðrik Bragason, stýrimaður á netabátnum Erlingi SF 65, er þess meðvitaður, en hér er hann að taka ís í kar á hafnarsvæðinu á Höfn í Hornafirði áður en lagt er í róður. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 240 orð

Loðnuveiði við Noreg 1999?

LOÐNAN í Barentshafi er heldur að rétta úr kútnum en stofninn er þó ekki nema helmingur þess, sem hann þarf að vera áður en veiðar geta hafist. Haldi hann áfram að stækka er hugsanlegt, að þær geti byrjað 1999 eða 2000 en í Noregi heyrast þó raddir um, að loðnan eigi að friða þar sem hún sé verðmætari sem æti fyrir þorsk og annan fisk en í bræðslu. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 112 orð

Minni styrkir í Noregi

STJÓRNVÖLD í Noregi hafa ákveðið að hætta að styrkja skipasmíðastöðvar vegna skipa, sem smíðuð eru fyrir önnur lönd á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Er búist við, að það muni segja til sín í færri verkefnum hjá stöðvunum. Ríkisstyrkir vegna smíða annarra skipa til útflutnings verða lækkaðir um 17%. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 87 orð

Misjafn árangur í Smugunni

ÍSLENDINGAR riðu ekki feitum hesti frá Smuguveiðum í ár, eins og fram kom í Verinu í gær, en samtals var heildaraflinn 5.816 tonn að verðmæti 600-700 milljónir króna. Fyrir vertíðina í ár hafði verið gert ráð fyrir um 20 þúsund tonna afla úr Smugunni að verðmæti 2,3 milljarðar króna. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 362 orð

Norskur fiskur seldur sem íslenskur á Spáni

"ÞAÐ sýnir best hvað við höfum náð að markaðssetja íslenska saltfiskinn með sterkri gæðaímynd, að sumir reyna að losna við norska fiskinn með því að merkja hann sem íslenskan," sagði Ásbjörn Björnsson, markaðsstjóri hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, um þær fréttir, að sumir dreifingaraðilar á Spáni notuðu íslenskar umbúðir um norskan saltfisk. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 506 orð

Reytingur á loðnunni

Síldveiðin hefur gengið mjög treglega síðustu daga. Hefur síldin staðið djúpt og erfitt að ná henni. Hún gaf sig þó aðeins úti af Glettinganesi í fyrrinótt þar sem Húnaröst SF fékk nokkurn afla. Á loðnumiðunum fyrir vestan er reytingur, stundum góð köst en barningur á milli og smáloðnan gerir mönnum erfitt fyrir. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 227 orð

SÍ algjöri upplausn

FARMANNA- og fiskimannasamband Íslands heldur upp á 60 ára afmæli sitt í ár og ber nýjasta tölublað sjómannablaðsins Víkings, þess glögg merki. Í leiðara er formanninum, Guðjóni A. Kristjánssyni, hinsvegar heitt í hamsi þar sem hann fjallar um kjaramál fiskimanna og segir að þrátt fyrir að búið sé á sl. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 469 orð

Síldarútvegsnefnd selur mikið lagmeti til Rússlands

SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur það sem af er þessu ári flutt út 3,8 milljónir dósa af lagmeti til Rússlands, en frá því að ákveðið var að gera tilraun með slíkan útflutning fyrir um þremur árum hefur útflutningurinn vaxið mjög mikið á skömmum tíma. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 246 orð

Skötuselur með rabarbara- karrýsósu

RABARBARI er notaður í soðninguna í dag. Karl Ásgeirsson, matreiðslumeistari, býður upp á skötusel með rabarbara-karrýsósu að þessu sinni, en Karl hefur umsjón með vöruþróunarverkefnum á vegum fiskvinnslufyrirtækisins Bakka hf. í Bolungarvík. Uppskriftin er ætluð fyrir fjóra og í hana fer: Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 739 orð

Stefnt að samevrópsku mati á ferskleika fisks

UNDANFARIN þrjú ár hafa vísindamenn í 14 Evrópuríkjum unnið að því að samræma mat og rannsóknir á ferskleika fisks og skipuleggja ný verkefni á því sviði. Höfðu þær Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur og Emilía Martinsdóttir efnafræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins frumkvæði að þessu starfi og var þeim falið að stýra því og skipuleggja. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 187 orð

Stýrimannaskólinn fær tölvu að gjöf

STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var sl. föstudag formlega afhent að gjöf siglinga- og fiskileitartölva af gerðinni Quodfish QF 510. Það voru fyrirtækin Elcon og Seateam í Hollandi ásamt dótturfyrirtækinu Chartworx sem gáfu búnaðinn. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 132 orð

Sveiflur í hráefnisverði

NOKKRAR breytingar hafa orðið á hráefnisverði til fiskvinnslunnar á milli fiskveiðiáranna 1995 og 1996 og áætlaðs meðalverðs 1996/1997. Á þetta einkum við hráefnisverð á ýsu og rækju. Sé meðalverð í beinum viðskiptum og á fiskmörkuðum innanlands skoðað, koma í ljós umtalsverðar sveiflur. Hráefnisverð á þorski hefur lækkað um 0,5%. Ýsan hefur hækkað um 8%. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 96 orð

SVélstjóri til fyrirmyndar

SÚ hefð hefur nú skapast að afhenda viðurkenningu fyrir fyrirmyndar vélstjórastörf um borð í skipi og varð Júlíus Jóakimsson, yfirvélstjóri á Sigurborgu HU frá Hvammstanga, þeirrar viðurkenningar aðnjótandi í ár, en þetta mun vera í fimmta skipti sem slík afhending fer fram. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 301 orð

"Uggandi vegna fækkunar róðrardaga"

"SÁ VANDI, sem blasir við sóknardagabátum, var auðvitað ofarlega á baugi. Menn eru uggandi vegna fækkunar róðrardaga," sagði Bergur Garðarsson, formaður Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, en aðalfundur félagsins var haldinn í liðinni viku að viðstöddu fjölmenni. Arthur Bogason, formaður LS, kynnti m.a. Meira
22. október 1997 | Úr verinu | 1023 orð

Umhverfismerking yrði öflugt markaðstæki alls útflutnings

UMHVERFISVÆN hugsun er ekki einkamál sjávarútvegsins, landbúnaðarins eða ferðaþjónustunnar. Umhverfismálin eru þáttur, sem kemur allri þjóðinni við og þarf að skoðast í samhengi við allt sem gert er á hverjum tíma. Meira

Barnablað

22. október 1997 | Barnablað | 22 orð

Á róló eða var það gæsló

Á róló eða var það gæsló KRISTÍN Fríða Alfreðsdóttir, 5 ára, er listamaðurinn sem gerði þessa fínu róluvallarmynd eða ef til vill gæsluvallarmynd. Meira
22. október 1997 | Barnablað | 172 orð

Eins og á sjómannadaginn...

...nema bara á þurru landi. Margir hafa séð sjómenn á sjómannadaginn sitjandi á spýtu, sem slútir yfir hafflötinn frá bryggjukantinum. Þeir eru stundum í sjóstökkum og stundum í bláum duggarapeysum með rúllukraga. Eins og það sé ekki nóg! Nei, nei, til þess að gera þeim leikinn enn erfiðari eru þeir líka stundum í klofstígvélum. Meira
22. október 1997 | Barnablað | 178 orð

Hvað er í matinn? - Fylltar ýsurúllur

Format fyrir uppskriftir Matreiðsluþættir fyrir yngri áhorfendurna Meira
22. október 1997 | Barnablað | 216 orð

Í bláum draumi haustsins

MARGRÉT Smáradóttir er sjö ára stúlka, sem býr í Jakaseli 24 í Reykjavík. Hún sendi okkur þessa fallegu mynd og til þess að hjálpa okkur merkir hún nokkur atriði á myndinni; svalir, hús, Magga. Það fer ekki á milli mála, að það er komið haust fyrir þó nokkru, þessi mikli blái himinn svo manni, sem lítur upp, Meira
22. október 1997 | Barnablað | 228 orð

Litla hafmeyjan

GÓÐAN og blessaðan daginn! Það er komið að því að birta nöfn þeirra sem dregnir voru út í litaleik Sam-myndbanda og Myndasagna Moggans með Litlu hafmeyjunni. Þið eruð alveg ótrúleg, innsendar myndir eru á annað þúsund! Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna og erum ekki neitt að tvínóna við hlutina heldur skellum okkur beint í úrslitin. 1 stk. Meira
22. október 1997 | Barnablað | 88 orð

Pennavinir

Halló. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára. Ég svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál mín eru: Tölvur, tónlist, körfubolti og margt fleira. Hjörtur H. Stefánsson Kleifum, Gilsfirði 371 Búðardalur Við erum tveir vinirnir og okkur langar að eignast pennavini, stelpur eða stráka. Meira
22. október 1997 | Barnablað | 77 orð

Riddarinn hugumstóri og...

HUGUMSTÓRI hvað? Hugumstór merkir það sama og hugrakkur. En ætlunin var að spyrja ykkur, lesendur góðir, hvað eða hvern riddarinn horfir svo illúðlega á með reiddan brand í hendi. Og þá er best að spyrja í leiðinni hvað illúðlegur og brandur merkja? (Ath. svör ekki gefin. Meira
22. október 1997 | Barnablað | 47 orð

Ævintýra-Kringlan

KRAKKAR! LITIÐ myndina, merkið hana síðan vel og vandlega og sendið til: Myndasögur Moggans - Ævintýra-Kringlan Kringlunni 1 103 Reykjavík SÍÐASTI SKILADAGUR 29. OKTÓBER. ÚRSLIT BIRT 26. NÓVEMBER. Verðlaun 5 stk. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.