Greinar fimmtudaginn 23. október 1997

Forsíða

23. október 1997 | Forsíða | 159 orð

Rányrkju Norðmanna líkt við Smuguveiði

NORSKA Náttúruverndarráðið sakar norsk stjórnvöld um að veita styrki til smíða og reksturs skipa sem stundi rányrkju í Suðurhöfum undir hentifána. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðið vann að beiðni norska utanríkisráðuneytisins en þar er framferði norskra sjómanna líkt við Smuguveiðar Íslendinga. Meira
23. október 1997 | Forsíða | 442 orð

Sagðar varfærnislegar og ganga of skammt

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi tillögu bandarískra stjórnvalda um hvernig þau telja gerlegt að draga úr útblæstri lofttegunda, sem stuðla að upphitun lofthjúpsins, svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt tillögunum skulu iðnríki takmarka losun frá og með tímabilinu 2008­2012 við það mark sem hún nam 1990, og minnka hana upp frá því. Meira
23. október 1997 | Forsíða | 68 orð

Sólin stríðir við mengunarmökk

SÓLIN reynir að brjótast gegnum mengunarmökkinn sem umlykur hæstu byggingu heims, Petronas-tvíturninn í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Reykjarmökkur frá skógareldum á Súmötru og Kalimantan á Borneo hefur breiðst út um gjörvalla Suðaustur-Asíu og er íbúum þessa heimshluta talin búin hætta á heilsutjóni af völdum mengunarinnar. Meira
23. október 1997 | Forsíða | 205 orð

Stjórnarbreytinga vænst

BATIÐ, tælenski gjaldmiðillinn, hélt áfram að falla í gær. Þá héldu mótmæli áfram á götum Bangkok, þriðja daginn í röð. Á þriðjudag söfnuðust þúsundir manna saman til að krefjast afsagnar Chavalit Yonchaiyudh forsætisráðherra og í gær voru um 500 mótmælendur enn fyrir framan þinghúsið. Ausandi rigning var í Bangkok í gær en mótmælin fóru friðsamlega fram. Meira
23. október 1997 | Forsíða | 115 orð

Vélmenni við skurðaðgerðir

TALSMENN Humboldt háskóla í Berlín greindu frá því í gær að unnið sé að hönnun fyrsta skurðstofuvélmennisins. Vélmennið, sem nefnt er Otto, er sérhæft í munn- og andlitsaðgerðum og mun verða notað til aðstoðar við þær. Í yfirlýsingu háskólans sagði að vélmennið mundi fullnægja þörf skurðlækna fyrir þrjár hendur og ofurmannlega nákvæmni og þannig bæta og auðvelda erfiðar aðgerðir. Meira
23. október 1997 | Forsíða | 100 orð

Vilja veiða 176 hvali á ári

BANDARÍKJAMENN og Rússar lögðu í gær fram sameiginlega tillögu á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um að Makah- indjánar í Alaska og Síberíuinúítar við Beringssund fengju heimild til að veiða 120 sandlægjur og 56 Grænlandssléttbaka á ári næstu fimm árin. Tillagan féll í grýttan jarðveg en talsmaður þýsku sendinefndarinnar sagðist þó ekki myndu leggjast gegn henni. Meira

Fréttir

23. október 1997 | Miðopna | 1867 orð

Aðlögun og útlendingaandúð Danski þjóðarflokkurinn er gegnsýrður útlendingaandúð og dafnar óðfluga samkvæmt skoðanakönnunum.

VIÐ viljum þá ekki, þeir hafa ekkert hér að gera. Þeir eru 300 þúsund, þeir kosta danska skattgreiðendur 40 milljarða danskra króna árlega og sjálfir greiða þeir ekki nema tíu prósent af því. Ég er löngu hættur að kjósa jafnaðarmenn og farinn að kjósa Danska þjóðarflokkinn. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 160 orð

Atvinnuleysið vanmetið

FRANSKA ríkisstjórnin hefur stórlega vanmetið fjölda atvinnulausra. Samkvæmt opinberum tölum eru 3,5 milljónir atvinnulausra í Frakklandi en það samsvarar einum af hverjum átta vinnufærum mönnum. Ríkisstofnunin Commissariat du Plan heldur því hins vegar fram að raunverulegur fjöldi atvinnulausra sé tvisvar sinnum hærri, Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Breskir nemar halda tónleika

HÓPUR tónlistarnema úr Purcell skólanum á Bretlandi heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. október, kl. 20.30. Skólinn er grunnskóli og menntaskóli fyrir tónlistarnema og eru gerðar miklar kröfur til nemenda, en margir þeirra hafa náð langt á listabrautinni. Í hópnum sem hingað kemur eru sjö ungmenni 17­18 ára. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð

Dehaene segir EMU munu flýta pólitískum samruna

JEAN-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, segir að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) muni leiða til aukins pólitísks samruna ríkja Evrópusambandsins. Myntbandalagið muni ýta undir samræmingu efnahags-, félagsmála-, fjármála- og umhverfisstefnu. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 571 orð

Eigendur kvaddir til að bera vitni fyrir dóminum

Gelmermálið fyrir Verslunarréttinn í París eftir viku Eigendur kvaddir til að bera vitni fyrir dóminum DÓMFORSETI við Verslunarréttinn í París hefur kvatt seljendur meirihluta hlutafjár í franska fyrirtækinu Gelmer til að bera vitni fyrir dóminum hinn 30. október næstkomandi. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 786 orð

Einhugur um að tilboð sveitarfélaga sé óviðunandi

TRÚNAÐARMENN grunnskóla í Reykjavík héldu í gær fund um stöðuna í samningamálum kennara og sveitarfélaga og kom þar skýrt fram óánægja með tilboð viðsemjenda kennara um leið og lýst var yfir því að ekki ætti að hverfa frá upprunalegri kröfu um 57% launahækkun kennara og 110 þúsund króna grunnlaun byrjenda. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

"Eins og sálin í lífi mínu"

ELDUR kom upp í húsnæði útvarpsstöðvarinnar Kántrýbæjar á Skagaströnd um miðnætti í fyrrinótt og gjöreyðilagðist það áður en tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins um einni og hálfri klukkustund síðar. Vegfarandi, sem leið átti hjá, varð eldsins var og hófst slökkvistarf þá þegar, en lögreglu barst ekki tilkynning um atburðinn fyrr en um klukkustund síðar. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Endurinnritunargjöld samtals sex og hálf milljón

Í SVARI menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um innheimtu endurinnritunargjalds eða svokallaðs fallskatts kemur fram að af þeim 34 framhaldsskólum á landinu sem haft var samband við hafi 21 þeirra innheimt slíkt gjald frá því reglugerð þess efnis tók gildi síðastliðið vor. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 616 orð

Erum að lenda í verkfalli sem er óleysanlegt

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að staðan í samningamálum sé mjög alvarleg eftir verkfallsboðun Vélstjórafélagsins frá áramótum. Viðræður séu tilgangslausar og útvegsmenn séu að íhuga til hvaða aðgerða þeir geti gripið. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 497 orð

Fimm borgarfulltrúar neita að tala á fundi um skólamál

FUNDI Skólastjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavíkur um stöðu skólamála, sem halda átti í dag, var aflýst vegna þess að fimm fulltrúar úr borgarstjórn sögðu að ekki kæmi til greina að þeir hefðu þar framsögu eða sætu fyrir svörum. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Frumvarp um Kennara- og uppeldisháskóla Íslands

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra lagði öðru sinni fram á Alþingi á þriðjudag frumvarp til laga um Kennara- og uppeldisháskóla Íslands. Í frumvarpinu er mælt fyrir um það að Fósturskóli Íslands, Íþróttakennaraskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinist í einn skóla sem beri heitið Kennara- og uppeldisháskóli Íslands. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fundur hjá Íslenska málfræðifélaginu

ÞÓRUNN Blöndal málfræðingur fjallar um orðræðugreiningu á fundi hjá Íslenska málfræðifélaginu í stofu 423 í Árnagarði við Suðurgötu fimmtudaginn 23. október nk. kl. 15.30. Þórunn lauk MSc-prófi í hagnýtum málvísindum frá Edinborgarháskóla í desember sl. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fundur um konur í þróunarlöndum

STJÓRN UNIFEM á Íslandi býður til morgunverðarfundar á Hótel Borg, Gyllta sal, laugardaginn 25. október nk. kl. 10­12. UNIFEM er þróunarsjóður sem styrkir konur í þróunarlöndum til sjálfshjálpar. Sjóðurinn var stofnaður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1976. Félag UNIFEM á Íslandi var stofnað 18. desember 1989. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fyrirlestur um trjágróður

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, býður upp á fræðslufyrirlestur föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist "Trjágróður í mismunandi umhverfi". Fyrirlesari kvöldsins verður Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og kennari við Garðyrkjuskólann. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fyrirlestur um val lækna á sérgrein

ÞORGERÐUR Einarsdóttir félagsfræðingur flytur opinberan fyrirlestur í dag, fimmtudag, sem nefnist Hvað veldur kynbundnu vali lækna á sérgrein? Um sundurleitni og kynjamismun innan læknastéttarinnar. Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fyrirlestur um villihveiti

KESARA Anamthawat Jónsson dósent flytur erindi föstudaginn 24. október sem kallast "Melgresi og villihveiti á Íslandi". Undirætt Triticeae í grasættinni er þekktasti hópur kornjurta eins og hveitis, byggs og rúgs. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 241 orð

Fækkar ferðum í Ísafjarðarflugi

Ísafirði-Forsvarsmenn Íslandsflugs hafa ákveðið að fækka ferðum til Ísafjarðar verulega frá því sem verið hefur. Að sögn Úlfars Ágústssonar, umboðsmanns Íslandsflugs á Ísafirði, verða morgun- og kvöldferðir félagsins felldar niður frá og með 27. október en flogið verður daglega kl. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Gagnrýnir óvissu í málefnum Áburðarverksmiðjunnar

SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, gagnrýndi landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær fyrir þá óvissu sem ríkti um framtíð Áburðarverksmiðjunnar. Sagði Svavar það alvarlegt mál að ráðherra skyldi hafa frestað því að taka ákvörðun um framtíð verksmiðjunnar á meðan henni blæddi smátt og smátt út vegna stórfellds taps. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð

Gagntilboð kennara metið til um 40% launahækkunar

SAMNINGANEFND kennarafélaganna slakar á fyrri kröfugerð sinni í gagntilboði til samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna sem kennarar lögðu fram á níunda tímanum í gærkvöldi. Skv. upplýsingum Morgunblaðins er samanlögð krafa kennara um almennar launabreytingar nú metin til um það bil 40% hækkunar á öllu samningstímabilinu, samanborið við 57% í fyrri kröfugerð. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Geðhjálp vill kaupa Hafnarbúðir

RÍKISKAUP auglýsa eftir kauptilboði í Hafnarbúðir við Reykjavíkurhöfn í Morgunblaðinu á sunnudaginn og eiga tilboð að hafa borist fyrir kl. 11 hinn 12. nóvember nk. Hafnarbúðir voru byggðar sem sjómanna- og verkamannaskýli árið 1962 með aðstöðu fyrir verkamenn við höfnina í kaffi- og matartíma. Ríkið keypti húsið árið 1972 og rak Landakotsspítali langlegudeild í húsinu en í júlí sl. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Gestum boðið upp á leiðsögn

SAFNALEIÐSÖGN verður fyrir gesti á sýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar á Listasafninu á Akureyri næsta sunnudag, 26. október, og einnig á fimmtudag, 30. október. Þar starfar nú safnakennari og gefst almennum sýningargestum kostur á að njóta leiðsagnar hans um sýninguna þessa daga. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Góður árangur af fyrstu læknismeðferð

ÁRANGUR af fyrsta áfanga læknismeðferðar frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur við hvítblæði hefur verið góður og niðurstöður jákvæðar, að því er segir í fréttatilkynningu frá herra Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem hér fer á eftir: Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Guðrún Ögmundsdóttir ekki í framboði

GUÐRÚN Ögmundsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til borgarstjórnar í vor. Guðrún hefur verið borgarfulltrúi í sex ár, fyrst sem varaborgarfulltrúi Kvennalistans árið 1990, aðalborgarfulltrúi árið 1992 og 1994 borgarfulltrúi Reykjavíkurlista. "Þetta er orðið fínt núna," sagði hún. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 80 orð

Haustslátrun lokið hjá KÞ

Húsavík-Haustslátrun sauðfjár hjá Kaupfélagi Þingeyinga er lokið og var heildartala dilka og fullorðins fjár 36.500. Meðalþungi dilka reyndist 14,9 kíló sem er hálfu kílói minna en í fyrra en jafnt meðalvigt árinu þar á undan. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hálfsdagskort gilda heilan dag

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hálfsdagskort barna og fullorðinna á skíðasvæðinu í Bláfjöllum gildi sem heilsdagskort í vetur. Í fyrra voru þau 200 krónum ódýrari fyrir fullorðna en heilsdagskortin, sem verða ekki lengur seld. Jafnframt að boðið verði upp á árskort með tveimur myndum til að koma til móts við foreldra með ung börn sem geta þá skipt kortinu með sér. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 877 orð

Hátíðisdagur á Ingjaldshóli

Hellissandi-Síðastliðinn sunnudag, 19. október, kl. 14 vígði biskup Íslands, hr. Ólafur Skúlason, nýtt safnaðarheimili við kirkjuna á Ingjaldshóli. Safnaðarheimilið sem er tæpir 300 fermetrar að stærð er byggt inní hólinn og tengist kirkjunni með göngum neðanjarðar. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Hótar hvítum bændum lögtaki

ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur lýst því yfir að stjórnarskrá landsins verði breytt heimili hún ekki stjórninni að leggja hald á bújarðir hvítra bænda og úthluta þeim landlausum landbúnaðarverkamönnum. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 773 orð

Hriktir í undirstöðum efnahagsundursins

EFNAHAGSKREPPA virðist blasa við í Suðaustur-Asíu. Gengi gjaldmiðla í Tælandi, Indónesíu, Malaysíu, Singapore og Filippseyjum hefur lækkað mikið það sem af er þessu ári og enn er ekki útséð um hversu mikið gengisfallið verður. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Jóhann Hjartarson skákmeistari Norðurlanda

JÓHANN Hjartarson stórmeistari tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í skák í gær þegar lokaumferð Norðurlandamótsins var tefld á Grand Hotel Reykjavík. Jóhann gerði jafntefli í síðustu skákinni við Djurhuus frá Noregi. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 705 orð

Karlar eru í virðingarmestu læknastörfunum

Hvað veldur kynbundnu vali lækna á sérgrein? er yfirskrift fyrirlestrar sem Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur heldur í dag í Odda, Háskóla Íslands. "Þegar ég var að ákveða efnið í doktorsritgerðina fannst mér tilvalið að skoða einhverja stétt háskólamenntaðs fólks því hér áður var því haldið fram að menntun væri lykillinn að jafnrétti," segir Þorgerður. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Klippurnar á lofti

EIGENDUR bifreiða hafa að mati lögreglu verið heldur kærulausir við að mæta með bifreiðar sínar til aðalskoðunar. Síðustu daga hafa númer verið klippt af 24 bifreiðum sem ekki hafði verið mætt með á þeim tímum sem þeim voru ætlaðir. Minnir lögregla á að síðasti stafur í skrásetningarnúmeri bifreiðar segir til um mánuðinn sem koma á með bifreiðina til skoðunar. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Kringlukast í fullum gangi

KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, er nú haldið í 17. sinn og bjóða verslanir og mörg þjónustufyrirtæki í Kringlunni ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með góð tilboð. Kringlukastið stendur í fjóra daga frá miðvikudegi til laugardags og er nú í þriðja sinn í enn stærri Kringlu. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 330 orð

Kvenréttindakonur styðja magadansmey

ÍSRAELSKAR kvenréttindakonur hafa fylkt liði til stuðnings magadansmey sem kærði sendiherra Egyptalands í Ísrael fyrir nauðgunartilraun en hlaut ekki náð fyrir augum lögregluyfirvalda. Málinu var haldið vandlega leyndu um tveggja mánaða skeið, eða þar til lögreglan skýrði frá því í síðustu viku að engar vísbendingar lægju fyrir er styddu mál dansmeyjarinnar, sem kölluð er Alef, Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Laga þarf 60 Audi-bíla

KALLA þarf inn um 60 Audi-bíla hérlendis, sem smíðaðir voru á árunum 1995 til 1996, til að lagfæra líknarbelgi sem geta þanist út þegar ökumaður stígur inn í bílinn eða fer úr honum. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu hf., umboðsaðila Audi, segir að fyrirtækið sé að fá upplýsingar frá framleiðanda um hvernig skuli standa að lagfæringunum. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

LEIÐRÉTT Nafn féll niður Í GREIN um fyrirhugað

Í GREIN um fyrirhugaða læknamiðstöð húðsjúkdómalækna í Reykjavík féll niður nafn Reynis Valdimarssonar húðsjúkdómalæknis á Akureyri, sem hefur starfað þar í 22 ár. Ungfrú Norðurlönd Í FRÉTT Mbl. sl. þriðjudag var sagt frá kjöri Dagmars Írisar Gylfadóttur sem ungfrú Norðurlönd. Meira
23. október 1997 | Miðopna | 846 orð

Leitað leiða til að standa undir lækkun Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur boðaða lækkun

MEÐAL þeirra ráðstafana sem væntanlega verður gripið til í því skyni að gera boðaða 2­3% lækkun á orkuverði frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur mögulega frá og með næstu áramótum er að leggja niður klak- og seiðaeldisstöð Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Lifandi tónlist á Kaffi Reykjavík

LIFANDI tónlist er flestöll kvöld vikunnar á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík. Á fimmtudags- og sunnudagskvöld leika þau Ruth Reginalds og Birgir J. Birgisson. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 379 orð

Listaverk akureyrskra ungmenna vakti athygli

FIMM ungmenni frá Akureyri tóku nýlega þátt í samnorrænu móti fyrir ungt fólk í Lahti í Finnlandi. Samband myndlistarskóla fyrir börn og unglinga í Finnlandi á 15 ára afmæli um þessar mundir en af því tilefni var samtökum myndlistarskóla á hinum Norðurlöndunum boðið að koma til Finnlands og taka þátt í hátíðardagskrá og námskeiðum. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Lífræn efni að verðmæti 100­150 milljóna króna

ÁRLEGA falla til um 100­150 þúsund tonn af lífrænum efnum eins og húsdýraáburði og mómold í Landnámi Ingólfs, samkvæmt nýrri úttekt áhugamannasamtakanna Gróðurs fyrir fólk. Verðmæti þessara efna er lauslega áætlað 100­150 milljónir króna. Fyrsta ræktunarátaki samtakanna lauk fyrir skömmu í Ullarnesbrekkum við Vesturlandsveg. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Munir tengdir hnefaleikum gerðir upptækir

LÖGREGLAN í Reykjavík gerði í gær húsleit og lagði hald á gögn og muni sem tengjast hnefaleikum í húsnæði Hnefaleikafélags Reykjavíkur við Dugguvog. Héraðsdómur heimilaði í fyrradag að húsleitin yrði framkvæmd, en rannsókn á starfsemi félagsins hefur staðið yfir hjá lögreglunni upp á síðkastið. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 497 orð

Ný löggjöf er farsælust

STJÓRN Samtaka áhugafólks um lífeyrissparnað samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 22. október 1997: "Samtök áhugafólks um lífeyrissparnað, SÁL, lýsa undrun sinni á einhliða auglýsingaherferð almennu lífeyrissjóðanna og villandi málflutningi og stóryrðum forystumanna vinnumarkaðarins um lífeyrissjóðsmál í fjölmiðlum að undanförnu. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Opinn fundur um íþróttamál

NEFND á vegum menntamálaráðuneytisins boðar til opins fundar í kvöld, fimmtudaginn 23. október kl. 20, í stofu 201 í Odda við Háskóla Íslands. Hlutverk nefdnarinnar er að gera tillögur um að efla íþróttahreyfinguna um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfinguna og stuðning við íþróttastarfið í landinu. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

"Orkuvinnsla í sátt við umhverfið" Afmælisr

"Orkuvinnsla í sátt við umhverfið" Afmælisráðstefna Orkustofnunar Á ÞESSU ári eru liðin 30 ár frá því að Orkustofnun tók til starfa. Af því tilefni boðar stofnunin til ráðstefnu um umhverfismál í sambandi við orkuvinnslu. Ráðstefnan verður haldin að Grand Hótel Reykjavík 24. október nk. og hefst kl. 9. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 342 orð

Papon skalf og fölnaði

GERA varð 50 mínútna hlé á réttarhaldinu yfir Maurice Papon, meintum samverkamanni nasista í stríðinu, er hann byrjaði að skjálfa og fölnaði upp í dómssalnum í gærmorgun. Papon er sagður hafa sent 1.560 gyðinga af Bordeaux-svæðinu í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 792 orð

Prestar verði starfsmenn kirkju en ekki ríkis

Hart deilt á kirkjuþingi um æviráðningu presta Prestar verði starfsmenn kirkju en ekki ríkis HÖRÐ orðaskipti urðu á kirkjuþingi í gær milli séra Geirs Waage, formanns Prestafélagsins, og tveggja fulltrúa leikmanna á þinginu, þeirra Helga Hjálmssonar og Gunnlaugs Finnssonar. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Rabbfundur um fuglaljósmyndun

RABBFUNDUR um fuglaljósmyndun verður á vegum Fuglaverndarfélagsins í kvöld, fimmtudaginn 23. október kl. 20.30, á kaffistofu Náttúrufræðistofnunar við Hlemm, 4. hæð t.h. Þar mun Jóhann Óli Hilmarsson rabba um fuglaljósmyndun og stikla á stóru varðandi tækni, myndbyggingu, mótíf og aðra leyndardóma þessarar iðju. Jóhann mun sýna skyggnur úr safni sínu meðfram spjallinu. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Rauðhamar kaupir á 60 millj.

RAUÐSÍÐA ehf. á Þingeyri hefur stofnað dótturfyrirtækið Rauðhamar sem keypti í byrjun vikunnar Hraðfrystihús Tálknafjarðar. Rauðsíða á nú fjögur fiskvinnsluhús á Vestfjörðum. Ketill Helgason, framkvæmdastjóri Rauðsíðu, vildi ekki gefa upp kaupverð Hraðfrystihússins, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var kaupverðið um 60 milljónir króna. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 741 orð

Reglur um aldursmörk vegna "ruslpósts" til endurskoðunar

HALLGRÍMUR Snorrason hagstofustjóri segir að Hagstofan setji ekki aldursmörk þegar úrtak úr þjóðskrá er notað við gerð rannsókna eða kannana, en það hafi verið borið undir Tölvunefnd hvort endurskoða eigi þá reglu að heimila ekki notkun þjóðskrár til útsendingar gíróseðla, auglýsinga og dreifibréfa til einstaklinga, sem hafa náð 75 ára aldri. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 379 orð

Rimman talin hafa veikt stöðu Zjúganovs

RÚSSNESKIR kommúnistar féllu í gær formlega frá tillögu um vantraust á stjórnina eftir tveggja vikna pólitíska óvissu og samningaviðræður á bak við tjöldin. Margir fréttaskýrendur sögðu að kommúnistar hefðu komið verr út úr þessari rimmu en stjórnin og niðurstaðan vekti efasemdir um að Gennadí Zjúganov, leiðtogi þeirra, héldi lengi velli sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 316 orð

Ríflega milljón lítrar á einu og hálfu ári

KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur haft milligöngu um kaup á ríflega milljón mjólkurlítrum og útvegað bændum á samlagssvæðinu lán til kaupanna upp á 120 til 130 milljónir króna frá því í ársbyrjun 1996 og það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi KEA. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Safnaðarstarf í Langholtskirkju í vetur

UNGBARNAMORGNAR verða alla þriðjudaga kl. 10­12. Eru þeir samvinnuverkefni Heilsugæslunnar í Reykjavík við Barónsstíg og Langholtskirkju. "Foreldra­ og dagmömmumorgnar verða alla fimmtudaga kl. 10­12. Þeir eru hugsaðir sem vettvangur forráðamanna barna á leik­ og forskólaaldri til að hittast og uppbyggjast með börnum sínum. Fyrirlestrar af ýmsu tagi verða í boði, m.a. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Samhjálp opnar nýja kaffistofu

SAMHJÁLP hvítasunnumanna hefur opnað nýja kaffistofu við Hverfisgötu 44 í Reykjavík, þar sem áður var Söngskólinn í Reykjavík. Á síðasta ári komu 19 þúsund gestir á kaffistofuna og í október stefnir í að gestir verði yfir 20 þús. Flestir hafa þeir verið 140 á einum degi. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 287 orð

Samstarfssamningur um rekstur tveggja hitaveitna

Sauðárkróki-Í kjölfar þess að verulegt magn af heitu vatni fannst við borun í Reykjahól við Varmahlíð fyrr á þessu ári hafa nú Hitaveitur Seyluhrepps og Sauðárkróks gert samstarfssamning um rekstur hitaveitnanna svo og stofnað um þær byggðasamlag. Voru samningarnir um þetta undirritaðir á Sauðárkróki fyrir skömmu. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 625 orð

Segir stjórnvöld eiga að líta í eigin barm

NORSKA Náttúruverndarráðið sakar þarlend stjórnvöld um að veita útgerðarmönnum sem stundi rányrkju í Suðurhöfum pólitískan og efnahagslegan stuðning. Í skýrslu sem ráðið vann að beiðni norska utanríkisráðuneytisins segir að rányrkjan minni um margt á veiðar Íslendinga og Færeyinga í Smugunni sem stjórnvöld hafi gagnrýnt svo harkalega. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Signý vill verða varaformaður

SIGNÝ Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, lýsti því yfir á þingi Verkamannasambandsins í gær að hún byði sig fram í embætti varaformanns VMSÍ. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, útilokar ekki að hann muni einnig sækjast eftir kjöri. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Stenst ekki reglur EES

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um málefni skipasmíðaiðnaðarins að það hefði verið sérstaklega kannað af hálfu hins opinbera sem og Samtaka iðnaðarins og Skipasmíðaiðnaðarins hvort það stæðist reglur Evrópska efnahagssvæðisins að gera smíði nýs hafrannsóknarskips að sérstöku þróunarverkefni. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 206 orð

Stjórnarskiptafundur hjá Korra

Reykholtsdal-Starfsemi Kiwanisklúbbanna er kominn af stað aftur eftir sumarhlé. Í byrjun starfsárs eru stjórnarskipti og tekur ávallt ný stjórn við á hverju hausti. Það er svæðisstjóri sem framkvæmir stjórnarskiptin á sérstökum stjórnarskiptafundum. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU Guðrúnar Veru Hjartardóttur í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri lýkur á sunnudag, 26. október. Galleríið er opið um helgar frá kl. 14 til 18 eða eftir samkomulagi við húsráðendur að Brekkugötu 35. Sýningin ber yfirskriftina Om og er innsetning í rými, þannig að áhorfandinn er inni í verkinu, en sýningin samanstendur af skúlptúrum, teikningum og hljóði. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Tengjast flestum ránum upp á síðkastið í borginni

RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík hefur leitt í ljós að menn sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald í kjölfar ráns í versluninni Kvöldúlfi við Sundlaugaveg í síðustu viku tengjast allflestum ránum sem framin hafa verið upp á síðkastið í borginni. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Tilboði Rafiðnar tekið

TILBOÐI Rafiðnar í breytingar á B og C gangi Dvalarheimilisins Hlíðar hefur verið tekið en alls bárust 6 tilboð í þetta verkefni. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nær 10,5 milljónir króna. Rafiðn bauðst til að vinna verkið fyrir 9. 872.135 krónur eða 92,7% af áætluðum kostnaði. Páll Alfreðsson átti næst lægsta tilboð, 9.980 þúsund en hin fjögur tilboðin voru á bilinu 10,1 ­ 10,3 milljónir króna. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Tilraunaholur boraðar næsta vor

NÆSTA vor verður farið í að leita að heitu vatni í Grýtubakkahreppi. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur sveitarstjóra verða boraðar níu 50 metra djúpar tilraunaholur á svæðinu norðan við Grenivík og suður að brúnni yfir Fnjóská. "Þegar þeirri vinnu er lokið á að vera búið að fínkemba svæðið og sjálf er ég nær viss um að við finnum nýtanlegt vatn en þetta er spurning um að hitta á það. Meira
23. október 1997 | Erlendar fréttir | 195 orð

Tveir finnskir lögregluþjónar vegnir

TVEIR finnskir lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrrinótt þegar þeir eltu mann sem grunaður var um að hafa brotist inn í hótel í Helsinki. Þegar lögreglumennirnir, sem voru 32 og 56 ára, fóru á hótelið, Hotel Palace, kom í ljós að starfsmaður þess hafði verið bundinn við stól. Þeir eltu síðan mann, sem þeir töldu hafa brotist inn í hótelið, og voru skotnir til bana á nálægri götu. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tvær sýningar opnaðar í JL-húsinu

OPNAÐAR verða tvær sýningar föstudaginn 24. október í JL-húsinu við Hringbraut. Þær bera heitin Furður veraldar og Vaxmyndasafnið. Meðal sýningargripa verða tvíhöfða drengurinn, maður með horn, maðurinn með ferkantaða höfuðið, konan með asnaandlitið og fílamaðurinn, dauðagríma Hermanns Göring, þurrkaða indíánahöfuðið, tattóveraði Maorimaðurinn o.fl. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 621 orð

Tæknin engu skilað í vasa launafólks

"MÉR finnst að verkafólk hafi fengið afskaplega lítið í sinn hlut af þeirri framleiðsluaukningu sem náðst hefur fram með vélvæðingu í fiskiðnaði. Það sem við höfum fengið er raunar ekki neitt. Ég er núna með lægri laun fyrir að salta síld en ég var með fyrir 10 árum," sagði Stella Steinþórsdóttir frá verkalýðsfélaginu á Neskaupstað í umræðum um kjaramál á þingi VMSÍ. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 418 orð

Tæpast raunhæft að stefna að sameiginlegu framboði

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Norðurlandskjördæmi eystra hélt aðalfund kjördæmisráðs og kjördæmisþing í Mývatnssveit um síðustu helgi. Í stjórnmálaályktun kemur fram að kjördæmisþingið telur jákvætt að núverandi stjórnarandstöðuflokkar auki með sér samstarf en tæpast sé raunhæft að stefna að sameiginlegu framboði eða sameiningu flokkanna strax við næstu Alþingiskosningar. Meira
23. október 1997 | Landsbyggðin | 86 orð

Umhverfi fiskvinnslu fyrirtækja fegrað

Neskaupstað-Nú í haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við að bæta og fegra umhverfið við nýtt frystihús og loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Skipt hefur verið um jarðveg á stóru svæði við fyrirtækin og lagt þar á bundið slitlag og hellulagt. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Umsóknir biðu meðan reglur voru samdar

Menntamálaráðuneytið stóð ekki rétt að málum með því að afgreiða engar umsóknir í 3 ár um sveinspróf í snyrtifræði frá umsækjendum með erlend réttindi. Ráðuneytið hefði átt að afgreiða umsóknir á grundvelli réttarheimilda, sem í gildi voru á þessum tíma, í stað þess að bíða með afgreiðslu árum saman þar til settar höfðu verið nýjar reglur. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Úrbætur í undirbúningi

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að ábending bresku ríkisendurskoðunarinnar um að á Alþingi sé ekki tekið með nægjanlega formlegum og afdráttarlausum hætti á ábendingum Ríkisendurskoðunar komi sér ekki á óvart og að vænta megi úrbóta með breytingum á þingskaparlögum sem séu í undirbúningi. Meira
23. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

"Vaktkerfi" fyrir skóla

BENEDIKT Sigurðarson kynnti "Vaktkerfi fyrir skóla" á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri og kennaradeildar Háskólans á Akureyri nýlega um gildi mats og matsaðferðir í skólastarfi. Fram kom í máli hans að tiltæk upplýsingakerfi fyrir grunnskóla og gagnagrunnsforrit sem eru í notkun í skólum almennt bjóði upp á takmarkaða skráningu og samantekt upplýsinga. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 627 orð

Viðurkenning fyrir þróunaraðstoð Íslendinga

JACQUES Diuf, framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, sæmdi í gær Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, CERES-orðunni, sérstakri viðurkenningu FAO, fyrir framlag hennar og Íslands til alþjóðlegs hjálparstarfs við þróunarlönd. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Yfirlýsing frá Pósti og síma

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Pósti og síma: "Fjöldi fyrirspurna berst til Pósts og síma á hverjum degi frá fólki sem hefur áhuga á að tengjast breiðbandinu. Flestir spyrja hvort ljósleiðari hafi verið lagður í götuna hjá sér en listi þar um liggur hjá starfsfólki þjónustumiðstöðvar símans. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Meðferð og eftirlit sjávarafurða. 3. umræða 2. Rafræn eignarskráning verðbréfa. 1. umr. 3. Hollustuhættir. 1. umr. 4. Hlutafélög. 1. umr. 5. Einkahlutafélög. 1. umr. 6. Þjónustukaup. 1. umr. 7. Verslunaratvinna. 1. umr. 8. Einkaleyfi. 1. umr. 9. Meira
23. október 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Þyrla sótti vanfæra konu

Þyrla sótti vanfæra konu ÞYRLA og eldsneytisvél varnarliðsins í Keflavík sóttu veika konu um borð í íslenska úthafstogarann Sigli um 350 sjómílur suðvestur af landinu í gær. Togarinn var of langt á hafi úti til þess að TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, gæti komið að notum. Meira

Ritstjórnargreinar

23. október 1997 | Staksteinar | 299 orð

»2 milljarðar til Háskólans Í FRÉTTABRÉFI Háskóla Íslands segir að frumvarp ti

Í FRÉTTABRÉFI Háskóla Íslands segir að frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1988 geri ráð fyrir 2.110 m.kr. fjárveitingu til skólans. Þetta er 12,73% hækkun frá líðandi ári. Þjónustusamningur Meira
23. október 1997 | Leiðarar | 526 orð

AÐHALD MEÐ RÍKISREKSTRI

AÐHALD MEÐ RÍKISREKSTRI LÞINGI ÞARF að fjalla með formlegum hætti um þær ábendingar og tillögur, sem Ríkisendurskoðun gerir um ríkisreksturinn í skýrslu sinni. Án formlegs þrýstings á ráðuneytin frá Alþingi er erfitt fyrir stofnunina að fylgja því eftir, að tillögur um endurbætur komist í framkvæmd. Meira

Menning

23. október 1997 | Bókmenntir | 998 orð

Að heyra með augunum

eftir Jörgen Pind. Háskólaútgáfan, 1997, 302 síður. HIN svokallaða skynjunarsálfræði mun vera jafngömul sálfræðinni og markar reyndar upphaf sálfræðinnar sem sjálfstæðrar vísindagreinar. Af tæknilegum orsökum er talskynjun tiltölulega nýlegt viðfangsefni skynjunarsálfræðinga. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 209 orð

Andófslist í Búdapest

LIST andófsmanna í Sovétríkjunum sálugu verður til sýnis í Muscarnok-safninu í Búdapest í Ungverjalandi fram í miðjan næsta mánuð. Sýnd eru verk úr eigu bandarísks prófessors á eftirlaunum, Norton Dodge, og verk frá Tsaritsino-safninu í Moskvu. Dodge á alls um 9.000 verk en aðeins hluti þeirra er sýndur nú. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 553 orð

Boðflennur frá bítlaárunum

MIKE Myers er skærasta stjarna myndarinnar Austin Powers: International Man of Mysterie, en hann leikur tvö aðalhlutverkin og er auk þess höfundur handritsins og framleiðandi myndarinnar ásamt Suzanne Todd, Jennifer Todd og Demi Moore. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Bókasýningin í Frankfurt að hefjast

GESTIR taka sér hvíld á sýningarsvæði Portúgala á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt, en hún hefst opinberlega á laugardag þótt nokkrum sérvöldum gestum hafi gefist kostur á því að skoða hana í vikunni. Portúgalskar bókmenntir verða í öndvegi á sýningunni en auk þess má nefna ýmsa rafmiðla sem verða kynntir í fimmta sinn. Munu um 1. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 585 orð

Breska bylgjan

KVIKMYNDAHÁTÍÐ sem nefnist "Breska bylgjan" hefst í Háskólabíói á morgun og stendur hátíðin í eina viku. Þar verða sýndar þrjár myndir sem frumsýndar hafa verið á síðasta ári og teljast til þeirrar vakningar sem orðið hefur í breskri kvikmyndagerð upp á síðkastið. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Fólk á réttum aldri

FERÐAKLÚBBURINN Úrvalsfólk hélt skemmtikvöld í Súlnasal Hótels Sögu nú á dögunum. Klúbburinn hefur starfað í þrjú ár en félagar þurfa að vera 60 ára eða eldri. "Við höfum haldið skemmtanir tvisvar á ári og núna komu um þrjú hundruð manns á haustfagnaðinn en í klúbbnum eru um þrjú þúsund manns," sagði Rebekka Kristjánsdóttir hjá Úrvali-Útsýn. Meira
23. október 1997 | Tónlist | 438 orð

Gleði og sköpun líðandi stundar

Hljómdiskur Björns Thoroddsen. Flytjendur: Björn Thoroddsen, Jakob Fischer, Philip Catherine, Doug Raney, Paul Weeden og Leivur Thomsennn, gítarar, Bjarni Sveinbjörnsson, Gunnar Hrafnsson og Tómas R. Einarsson, bassar, Einar Valur Scheving og Gunnlaugur Briem trommur. Útgefandi: Jazzís 1997. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Grikkland hið forna

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur aðalfund á morgun, föstudag kl. 20.30 í Norræna húsinu, en að honum loknum, eða um kl. 21, hefst kynning á kvikmynd um Grikkland hið forna, sem kvikmyndafélagið Loki er að vinna að. Í framhaldi af því mun Þorsteinn Gylfason prófessor, sem kemur fram í myndinni ásamt Sigurði A. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 252 orð

Hertogaynjan hneykslar

SÖRUH Ferguson hertogaynju tekst ávallt að hneyksla og vekja umtal með orðum sínum og athöfnum. Nú á dögunum birti slúðurblaðið Sun í Bretlandi frétt þess efnis að Fergie, eins hún er gjarnan kölluð, hafi sent Elísabetu drottningu, Karli prinsi og Önnu prinsessu handskrifuð bréf skömmu eftir jarðarför Díönu prinsessu. Meira
23. október 1997 | Myndlist | 575 orð

"Huglægir staðir"

Opið þriðjud.­sunnud. kl. 14­18. Til 26. október. Aðgangur ókeypis. BLAÐGULL, blaðsilfur og mattir bláir litir virðast í uppáhaldi hjá ýmsum íslenzkum málurum um þessar mundir og er ekki gott að segja hvað veldur. Kannski helgimyndir Kristínar Gunnlaugsdóttur, kannski sýning Önnu Evu Bergmann í Listasafni Kópavogs, eða ákveðnir straumar að utan. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 209 orð

Hyggst taka upp ættarnafn Wildes

ÞEGAR líður að aldamótum mun barnabarn Oscars Wilde taka upp nafn fjölskyldunnar að nýju en það var svo nátengt skömm er Wilde var uppi að eiginkona hans skipti um nafn. Barnabarnið, Merlin Holland, tilkynnti þetta á bókasýningunni í Frankfurt fyrir skemmstu. Meira
23. október 1997 | Bókmenntir | 798 orð

Höfn í Hornafirði

Fyrra bindi. Aðdragandi búsetu og frumbýlingsár. Hornafjarðarbær 1997, 389 bls. SUMARIÐ 1897 hófst fyrst föst verslun í Hornafirði. Það var í landi jarðarinnar Hafnarness, vestast á samnefndu nesi. Þá byggði þar verslunarhús Ottó Tulinius og settist þar að ásamt fjölskyldu sinni. Síðan er liðin ein öld. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 106 orð

Kirkjutónleikar í Grundarfirði

KIRKJUTÓNLISTARHELGI var haldin í Grundarfjarðarkirkju um sl. helgi. Hátíðin hófst með því að Friðrik V. Stefánsson organisti í Grundarfirði flutti verk eftir þekkta meistara á orgelið. Á laugardeginum söng Karlakórinn Geysir frá Akureyri undir stjórn Roar Kvam. Einsöng með kórnum söng Þorgeir J. Andrésson tenór við píanóundirleik Richards Simm. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Kvikmynd með Oprah frumsýnd

AÐALLEIKKONUR sjónvarpsmyndarinnar "Before Women Had Wings" stilltu sér upp fyrir ljósmyndara þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles í byrjun vikunnar. Myndin fjallar um lífsbaráttu konu einnar og verður henni sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni í byrjun nóvember. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 28 orð

Leiklistarnámskeið í Hinu húsinu

Í TILEFNI af listahátíð ungs fólks (16­25 ára), Unglist '97, stendur Hitt húsið fyrir leiklistarnámskeiði dagana sem listahátíðin stendur yfir. Leiðbeinandi er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Meira
23. október 1997 | Tónlist | 516 orð

Leikræn túlkun

Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir fluttu verk eftir Bossa, Poulenc, Jolivet og Francaix. Þriðjudagurinn 21. október, 1997. ÞAÐ hafa fræðimenn haft fyrir satt, að merkja megi sérkennilegan mismun á list Evrópubúa og stilla oft upp þungbúinni tilfinningasemi Þjóðverja gegn leikrænu alvöruleysi Frakka, að Þjóðverjar túlki innri sársauka, Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 85 orð

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum

FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súfistans 23. október verður helgaður fjórum af þeim bókum sem eru að koma í bókaverslanir þessa dagana. Guðný Ýr Jónsdóttir les úr ljóðabók sem Sigfús Daðason lét eftir sig er hann lést á síðasta ári, Og hugleiða steina. Anna Valdemarsdóttir skáld og sálfræðingur les úr ljóðabókinni Úlfabros. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 664 orð

Litir og ljós norðursins

NÝVERIÐ opnaði Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sýningu á verkum Ásgeirs Smára Einarssonar myndlistarmanns. Hér er um að ræða farandsýningu sem haldin er á vegum Die Galerie der Kreissparkasse og mun vera stillt upp í þremur borgum: Bocholt, Gedser og Ahaus. Þetta er hátíðarsýning í tilefni af 775 ára afmæli Bocholt. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Ljóðalestur í Kaffistofu Gerðarsafns

UPPLESTUR verður í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs á vegum Ritlistarhóps Kópavogs, í dag, fimmtudag. Sigrún Guðmundsdóttir og Steinþór Jóhannsson lesa úr ljóðabókum sínum; Sigrún úr nýútkominni bók sinni, Handan orða og Steinþór les úr verkum sínum, en hann hefur gefið út fimm ljóðabækur. Dagskráin stendur frá kl. 17­18 og er aðgangur ókeypis. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 360 orð

Matur sem ástarlyf

NÝJASTA bók chíleönsku skáldkonunnar Isabel Allende fjallar um kynlíf, mat og ástríður, auk þess sem birtar eru uppskriftir að mat sem kynda eiga undir ástarhvötinni. Allende kynnti bókina "Afródíta" sem heitir eftir ástargyðjunni grísku, á Spáni á þriðjudag. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 26 orð

Málverkasýning Vinjar framlengd

Málverkasýning Vinjar framlengd MYNDLISTARSAMSÝNING akademíu Vinjar, sem stendur yfir í Rauðakrosshúsinu, Efstaleiti 9, hefur verið framlengd til föstudagsins 24. október. Verkin á sýningunni eru öll til sölu. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Minnismerki um finnska stríðshestinn

MINNISMERKI um finnska hestinn, sem mikla frægð gat sér í Finnlandsstríðinu, hefur verið afhjúpað í Seinäjoki. Minnismerkið er eftir myndhöggvarann Herman Jousten. Hesturinn sem er í fullri stærð, 158 cm upp á herðakamb, hefur verið komið fyrir á eins metra hátum stalli. Á báðum hliðum hans eru lágmyndir sem lýsa hlutverki hestanna í stríði og friði. Yfir 60. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 309 orð

Náttúrukraftur - innra sem ytra

SÝNING á málverkum eftir Tolla verður opnuð í Galleríi Borg, Síðumúla 34, í kvöld kl. 20.30. Á sýningunni getur að líta 25 ný málverk, olíu- og vatnslitaverk. Síðarnefndu verkin eru unnin "á fjöllum" en þangað heldur Tolli annað veifið á húsbílnum sínum, leggst út í auðnina með rússnesku vatnslitina og á þar "prívat helgistund" - óháður öllu og öllum. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 228 orð

Nemendur tónlistarskólans frumsýna íslenskan söngleik

TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík verður 40 ára á föstudaginn og af því tilefni hafa nemendur og kennarar skólans sett á svið söngleik eftir Þorstein Eggertsson sem verður frumsýndur í Félagsbíói á afmælisdaginn. Söngleikurinn heitir "Besta sjoppan í bænum" og kemur fram á fjórða tug þekktra dægurlaga eftir Suðurnesjapoppara sem Þórir Baldursson hefur útsett fyrir hljómsveit Tónlistarskólans. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 258 orð

Nýjar bækur FJÖLMIÐLARÉTTUR er

FJÖLMIÐLARÉTTUR er eftir Pál Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Bókin er fræðilegt yfirlitsrit um fjölmiðlarétt. Er hún hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölmiðlaréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar sem fjallar um réttarumhverfi fjölmiðlanna. Í bókinni er m.a. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 128 orð

Nýjar bækur LOTTÓVINNINGUR er

LOTTÓVINNINGUR er skáldsaga eftir Stefán Júlíusson. Í kynningu segir: "Hvernig bregst fertugur piparsveinn við þegar hann fær 60 milljón króna lottóvinning? Hann er hálfvegis ginntur til að kaupa vinningsmiðann; hefur aldrei áður spilað í happdrætti. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 233 orð

Nýjar bækur UMHENDUR er ný ljóðabók eft

UMHENDUR er ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson. Bókin er að því leyti nýstárleg að öll ljóðin eru í sama formi: 13 hendingar og að mestu án hljóðstafa og ríms ­ sem einnig er nýjung í verkum Hallbergs. "En kímni hans er söm við sig, stundum góðlátleg, stundum hvöss, og stöku sinnum er sem umhendis skopskyn hans sprengi af sér öll bönd. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Nýjar bækur ÚRANOS er ljóðabók

ÚRANOS er ljóðabók eftir Steinar Vilhjálm Jóhannsson, en hann hefur áður sent frá sér nokkrar bækur, síðast skáldsöguna Hljóða nótu, 1995. Í Úranosi sem sækir einkunnarorð um vegsömun ástarinnar til Bobs Dylans er ort um ferð til Gyðjunnar sem bæði getur átt heima á Indlandi og í íslenskum kaupstað. Úranos er unnin og prentuð í Skákprenti. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar hljómplötur Á NÝRRI geislaplötu með ver

Á NÝRRI geislaplötu með verkum Jónasar Tómassonar eru fimm verk frá árunum 1973­89. Sonata XX, "Í tóneyjahafi" er heiti yngsta verksins, sem samið er fyrir bassaflautu, klarinettu, bassaklarinettu og horn. Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franzson, Kjartan Óskarsson og Emil Friðfinnsson leika. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 438 orð

Ormstungu vel tekið í Svíþjóð

UM SÍÐUSTU helgi var Ormstunguhópurinn á ferð í Svíþjóð með leikinn Ormstunga ástarsaga eftir Benedikt Erlingsson ásamt Halldóru Geirharðsdóttur og Peter Engkvist. Leiknar voru þrjár sýningar á jafnmörgum dögum, við mjög góða aðsókn og undirtektir. Dagana 18. og 19. október var sýnt í Pusterviksteatern við Járntorgið í Gautaborg og mánudaginn þann 20. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Perlur úr Eystrihreppi

LISTASAFN Árnesinga sýnir nú á haustdögum, nánar tiltekið frá 25. október til 23. nóvember, málverk eftir Jóhann Briem. Sýningin hefur hlotið nafnið Perlur úr Eystrihreppi ­ arfur og arfleifð. Með Jóhanni sýnir dóttir hans, Katrín Briem, svartlist og einnig eru þar nokkur smærri verk Ásgríms Jónssonar sem hann málaði af Stóra­Núpi, uppvaxtarstað Jóhanns, og af foreldrum hans og afa sr. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð

"Red Corner" frumsýnd

KVIKMYNDIN "Red Corner" var frumsýnd í New York nú í vikunni en með aðalhlutverkin fara Richard Gere og kínverska leikkonan Bai Ling. Myndin fjallar um ungan lögfræðing, sem Bai Ling leikur, sem leggur frelsi sitt að veði með því að verja bandarískan viðskiptajöfur, sem Richard Gere leikur, sem er ranglega ásakaður um morð. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 219 orð

Rætur máls og falið vald

ÍSLENSKA bókaútgáfan gefur út nokkrar bækur fyrir jólin. Rætur málsins, föst orðasambönd, orðatiltæki og málshættir í íslensku biblíumáli, er eftir Jón G. Friðjónsson prófessor, höfund bókarinnar Mergur málsins sem kom út árið 1993 og hlaut þá Íslensku bókmenntaverðlaunin. Útkall TF­Líf, sextíu manns í lífshættu, eftir Óttar Sveinsson. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 1217 orð

Safnfréttir, 105,7

TILKYNNINGAR í skemmtanarammann þurfa að berast í síðasta lagiá þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar eða á netfangfrettþmbl.is NÆTURGALINN, Smiðjuvegi 14. Kóp. Meira
23. október 1997 | Bókmenntir | 470 orð

Saga Landakotsskóla

Höfundar: Gunnar F. Guðmundsson og Johannes Gijsen. Útgefandi: Landakotsskóli. Stærð: 88 blaðsíður, innbundin. LANDAKOTSSKÓLI 100 ára 1897­1997 er, eins og nafnið gefur til kynna, rituð í tilefni 100 ára afmælis Landakotsskóla í Reykjavík. Bókin skiptist í tvo meginhluta: "Úr sögu Landakotsskóla" eftir Gunnar F. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 323 orð

Solzhenitsín kynnir ný bókmenntaverðlaun

RÚSSNESKA Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsín hefur komið á fót bókmenntaverðlaunum sem er ætlað að endurvekja rússneska bókmenntahefð, sem skáldið telur í hættu. Að sögn Natalju, eiginkonu Solzhenitsíns, eru verðlaunin áskorun til rússneskra skáldbræðra hans sem hafa sýnt honum lítinn áhuga frá því að hann sneri aftur til heimalandsins eftir tuttugu ára útlegð. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

"Spilum fjölbreytta tónlist"

ANNA Vilhjálmsdóttir söngkona stofnaði nýlega hljómsveit sem mun spila á Næturgalanum í Kópavogi á föstudag- og laugardagskvöldum. Anna sér sjálf um rekstur Næturgalans en hún hefur áralanga reynslu úr tónlistarheiminum. "Við spilum mjög fjölbreytta tónlist svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meira
23. október 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Stóreyg börn á Sögusvuntu

BÖRNIN ráku upp stór augu þegar þau sáu "Sögusvuntuna" í Félagsheimilinu Dalabúð nýlega. Hallveig Thorlacius sýndi m.a. Grýlu og músina Leif heppna á vel heppnaðri brúðuleikhússýningu, sem var á vegum leikskólans og grunnskólanna í Dalasýslu. Sýningin miðaðist aðallega við börn 10 ára og yngri en allir voru velkomnir, systkini, foreldrar og kennarar. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 396 orð

Stuðlar að menningarsamskiptum í Evrópu

DR. Rüdiger Stephan, aðalritari Evrópsku menningarstofnunarinnar, European Cultural Foundation, hefur verið á Íslandi að kynna sér viðhorf Íslandsnefndar stofnunarinnar til Evrópu. Hlutverk stofnunarinnar er að koma á framfæri og efla menningarsamskipti í Evrópu og milli Evrópumanna og annarra jarðarbúa. Formaður Íslandsnefndarinnar er Markús Örn Antonsson. Meira
23. október 1997 | Bókmenntir | 319 orð

Svör Biblíunnar

Höfundur: Sigurbjörn Þorkelsson. Útgefandi: Sigurbjörn Þorkelsson Stærð: 80 blaðsíður, innbundin. ÉG hef augu mín til fjallanna er þriðja bók Sigurbjörns Þorkelssonar á jafn mörgum árum. Sigurbjörn hefur verið framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins frá 1987 og átt mikinn þátt í að efla það. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 58 orð

Sýning tengd franskri heimspeki

ALLIANCE Française í Reykjavík býður upp á sýningu sem ber yfirskriftina: "50 ans de philosophie en France". Var þessi sýning sett upp í tilefni af fyrirlestri Gunnars Harðarsonar lektors í heimspeki, sem hann flutti 15. október um Pierre Abélard. Hægt er að skoða sýninguna á afgreiðslutíma safnsins, Austurstræti 3, frá kl. 15­18 alla virka daga. Meira
23. október 1997 | Menningarlíf | 140 orð

Unglist '97 á Egilsstöðum

LISTAHÁTÍÐ ungs fólks verður haldin á Egilsstöðum dagana 25.­31. október og nefnist Unglist '97. Þar fá ungir og áður óþekktir listamenn á aldrinum 15­25 ára tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Kjörorð Unglistar '97 á Egilsstöðum er "List er allt og allt er list". Meira
23. október 1997 | Kvikmyndir | 387 orð

Öðruvísi verkalýðssaga

Leikstjóri: Peter Cattaneo. Handrit: Simon Beaufoy. Kvikmyndatökustjóri: John De Boorman. Tónlist: Annie Dudley. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Tom Wilkinson, Mark Abby. Fox Searchlight Pictures. 1997. Meira

Umræðan

23. október 1997 | Aðsent efni | 792 orð

Á að hækka útsvar?

FIMMTUDAGINN 16.10. gerði ég mér ferð niður í Ráðhús til þess að fylgjast með umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur um kjaramál kennara. Á leið minni þangað velti ég fyrir mér ýmsu sem snýr að starfi kennara. Ég heyri það stundum að kennarar hafi það svo óskaplega gott í öllum þessum fríum sem þeir hafa. Meira
23. október 1997 | Bréf til blaðsins | 664 orð

Á vissum augnablikum fæ ég ­ kast

NÚ NÝVERIÐ gerðist sá merki atburður að leikskólakennarar sömdu við hið opinbera um nokkra kjarabót stéttinni til handa. Ef litið er á prósentutölur er um umtalsverða hækkun að ræða eða 25% á samningstímanum, en krónurnar í umslaginu breytast að sama skapi lítið þar sem launin voru fremur rýr fyrir. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 331 orð

Dugnaður og ráðdeild

FORYSTUMENN Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa alltaf haft til að bera stórhug og framtíðarsýn sem hefur skilað sér til borgarbúa. Styrkur sjálfstæðisflokksins hefur legið í því að hann hefur farið með stjórn borgarinnar, sem gert hefur flokknum mögulegt að koma hugmyndum sínum og hugsjónum í framkvæmd á sviði landsmála og borgarmála. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 485 orð

Ferskleiki og framtíðarsýn

ÞAÐ ER verulega spennandi hve margt dugmikið og hæfileikaríkt fólk býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það er spennandi fyrir framtíð höfuðborgarinnar og landið allt, því auðvitað skiptir það landið allt máli hvernig haldið er á spilum í höfuðborginni þar sem kjarni þjónustu landsmanna er til staðar. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 1075 orð

Félagsmálaráðuneyti eða andfélagsmálaráðuneyti

HVERT er hlutverk félagsmálaráðuneytis? Hinn almenni borgari myndi trúlega ætla að það væri að huga að vinnuvernd, jafnrétti til launa, réttindum og velferð hinna ýmsu minnihlutahópa og önnur samfélagsleg verkefni. Ef við athugum málið, kemur í ljós að þetta er einmitt hlutverk þess, en er framkvæmdin í einhverju samhengi við tilgang og verkefni. Meira
23. október 1997 | Bréf til blaðsins | 797 orð

Fögur fyrirheit

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar gaf R-listinn út stefnuyfirlýsingu. Samkvæmt henni átti m.a. að fjölga leiguíbúðum borgarinnar. Einnig var á það minnst að aldraðir skyldu fá að eyða ævikvöldinu með reisn, eins og það hét hjá R-listanum. Mikilvægur hluti þess er að búa við öryggi í mannsæmandi húsakynnum. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 585 orð

Geturðu ekkert Karl?

ÞEGAR talið berst að jafnréttismálum í hópi ungs fólks eru ekki allir jafn fúsir til að taka þátt í umræðunni. "Kvennabaráttan er úrelt", "Ég skil nú ekki hvað þessar Kvennalistakonur eru alltaf að rífa sig, ég meina, konur hér hafa það bara fínt" eru dæmi um frasa sem meira að segja stúlkur eru líklegar til að beita, á meðan ein eða tvær halda uppi andstæðum viðhorfum. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 406 orð

Guðlaugur Þór ­ baráttumaður með reynslu

ÉG KÝS Guðlaug Þór Þórðarson í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vegna þess að ég vil ungan og ötulan baráttumann með mikla stjórnmálareynslu í forystusveit borgarstjórnarlistans. Guðlaugur Þór hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins sem varamaður á Alþingi. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 300 orð

Hugmyndaríkur sjálfstæðismaður

SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN hefur aldrei orðið að fullmótaðri hugmyndafræði, heldur eru sjálfstæðismenn í sífelldri leit að nýjum hugmyndum til þess að laga þjóðfélagið að breyttum aðstæðum. Guðlaugur Þór Þórðarson frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna um helgina hefur verið óspar á nýjar hugmyndir sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Staðreyndirnar tala sínu máli. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 457 orð

Hvað vilja þeir?

SKIPULAG framseljanlegra, ótímabundinna hlutdeildarkvóta í fiskveiðum er svo hagkvæmt, að nú er aðeins deilt um það, hvort útgerðarmenn eigi áfram að ráðstafa arðinum eða stjórnmálamenn gera hann upptækan með veiðigjaldi. En stuðningsmenn veiðigjalds hafa ekki fengist til að svara því, hvernig þeir hugsa sér álagningu þess og innheimtu. 1. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 223 orð

Júlíus Vífil í sóknina!

Um helgina velja sjálfstæðismenn í Reykjavík liðið sem á að ná borginni aftur í kosningunum næsta vor. Það er harður slagur framundan og þá verður að finna toppmenn í allar stöður. Það þarf að raða upp nýrri mulningsvél fyrir vorið: Eini munurinn á þessari vél og þeirri gömlu er að þessi á fyrst og fremst að vera í sókninni. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 353 orð

Júlíus Vífill glæsilegur kostur

UM GILDI þess að vera vel upplýstur þjóðfélagsþegn þarf enginn að efast. Á tímum upplýsingatækninnar verður stöðugt mikilvægara að hinn almenni borgari hafi aðgang að nýjustu gögnum um hvaðeina. Í dag situr unglingurinn yfir tölvunni og á umtalsvert mikil samskipti á spjallrásum veraldarvefsins. Öflun gagna til úrlausnar margvíslegra verkefna fer fram á veraldarvefnum. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 644 orð

Kína og Davíð "djarfi" Markmið Kínverja, segir Jón Ármann Héðin

ÞAÐ ER vel þekkt fyrirbrigði, að almenningur hefur gaman af djarfleik. Hitt er aftur umdeilt, hvort betra er að vera "fífldjarfur" eða gerhugull. Og síðan taka áhættuna. Sá fífldjarfi hugsar sig venjulega ekki lengi um. Hann stekkur og hrópar á athyglina með "style". Gerhyglin ígrundar og gerir samanburð á áhættu og tapi, fórn eða ávinningi. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 246 orð

Kjartan í fimmta sætið

SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavík efna til prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna á næstkomandi vori, dagana 24. og 25. október. Mikilvægt er að á listann veljist fólk með reynslu af borgarmálum og kjark til að takast á við núverandi meirihluta. Það er lofsvert þegar fólk gefur kost á sér til að vinna að bættum hag samborgara sinna. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 288 orð

Kosningajaxl á framboðslistann

MEGNIÐ af ungum kjósendum í Reykjavík man ekki þá tíð þegar vinstrimenn sátu að völdum 1978- 1982. Við lesum aðeins um það í fjölmiðlum. Við höfum heyrt af skattahækkunum, flóknu stjórnkerfi, fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21, lóðaskort o.fl. Nú er það sama að gerast í Reykjavíkurborg. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 518 orð

Menning og viðskipti

SÚ VAR tíðin að menningarmálin voru allt að því einkaeign vinstrimanna og jafnvel talin vera andhverfa viðskiptalífsins. Nú eru aðrir tímar og ljóst að landslagið í menningarmálum Reykjavíkur hefur breyst svo um munar. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 398 orð

Opnum dyrnar ­ tíminn líður!

ÞEGAR ég var sex ára fann ég lykil úti á götu. Sem litlu barni fannst mér þetta mjög merkilegt og var ég mjög stolt af því að hafa fundið lykilinn. Ég fór strax að prófa hvort hann gengi að húsunum í kring. Ég vissi að hann hlyti að passa einhvers staðar. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 731 orð

Orkurannsóknir í áratugi

Á ÞESSU ári er þess minnst á Orkustofnun að 30 ár eru liðin frá setningu gildandi orkulaga en á grundvelli þeirra var stofnunin sett á laggirnar. Jafnframt hafa skipulagðar vatnamælingar og jarðhitarannsóknir verið stundaðar í 50 ár. Af þessu tilefni gengst Orkustofnun á morgun, föstudaginn 24. okt., fyrir ráðstefnu undir heitinu Orkuvinnsla í sátt við umhverfið. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 226 orð

Ólaf fyrir aldraða og barnafjölskyldur

ÓLAFUR F. Magnússon læknir hefur verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sl. 7 ár og hefur á þeim tíma lagt mörgum góðum málum lið. Blaðagreinar hans um umhverfis- og heilbrigðismál og umferðaröryggi í Reykjavík hafa vakið athygli, enda hefur Ólafur ákveðnar skoðanir á þeim málum. En hann hefur einnig látið velferðarmál aldraðra og barnafjölskyldna til sín taka. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 135 orð

Prófkjörsgreinar

MORGUNBLAÐIÐ birtir prófkjörsgreinar fram á laugardag, en skilafrestur á greinum, sem birtast eiga í laugardagsblaði er að kvöldi fimmtudags. Greinarnar skulu berast Morgunblaðinu í útskrift og á tölvudisklingi. Þær mega ekki vera lengri en 2.500 slög. Mynd af höfundi greinar þarf að fylgja, eigi Morgunblaðið ekki mynd af höfundi fyrir. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram föstudag 24. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 1046 orð

"Reykjaneshraðbrautin"

REYKJANESBRAUTIN sem hluti af þjóðvegi nr. 41 hefur lengstum verið í hugum landsmanna skilgreind sem leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar og umræðan oftast snúist um hættur samfara akstri á þeirri leið. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 1292 orð

Rétttrúnaður

ÉG HEF oft furðað mig á því hvað þeir menn, sem kalla sig rétttrúaða í kristninni, virðast oft í miklu ósamræmi við kjarna kristindómsins, kærleiksboðskap kristninnar eins og hann er settur fram af Páli kirkjuföður. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 479 orð

R-listinn og pólitískt minnisleysi

MARKMIÐ sjálfstæðismanna í Reykjavík nú, er að vinna borgina aftur og stjórna henni með hugsjón sjálfstæðisstefnunnar að leiðarljósi. Í henni felst meira frelsi, ábyrgð og umburðarlyndi, reyndar allt það sem ekki virðist vera til í stjórnarháttum R-listans. Honum hefur á kjörtímabilinu tekist að ganga á bak flestöllu sem lofað var fyrir kosningar 1994. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 401 orð

Sínum augum lítur hver á silfrið

KJARTAN Magnússon, blaðamaður og varaborgarfulltrúi, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem haldið verður í Reykjavík um næstu helgi. Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill axla ábyrgð á þjóðmálum, og viðeigandi að hafa það með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar sem varða framtíðina. Kjartan hefur verið varaborgarfulltrúi frá því vorið 1994 og sinnt því verkefni með prýði. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 480 orð

Stöðvum ofsóknir R-listans!

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar var því heitið af talsmönnum R-listans að næði þetta bandalag vinstri manna völdum í Reykjavík myndu skattar og gjöld á borgarbúa ekki hækka. Það var svikið. Því var einnig heitið að bæta þjónustu við aldraða íbúa borgarinnar með því að hraða byggingu hjúkrunarrýmis fyrir þá. Það var svikið. Meira
23. október 1997 | Bréf til blaðsins | 442 orð

Sundlaugaverðir ­ Íþróttakennarar

ÉG hef verið hvattur til að segja frá atviki, er varðar líf og dauða. Dóttir og tengdasonur buðu mér í sumarbústað er var staðsettur hjá Bifröst í Borgarfirði, áætlað var að vera í 7 daga. Á 6. degi gerðist sá atburður er ég segi nú frá. Við fórum í sund ­ góð laug með gufubaði. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 241 orð

Svanhildi Hólm í 8. sætið

NÚ HEFUR ung og efnileg kona gefið kost á sér í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur með því sýnt að hún er tilbúin til að stíga fram og berjast fyrir sínum skoðunum fremur en sitja hjá með hendur í skauti. Svanhildur Hólm hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og situr nú í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 867 orð

Tæknivandi við blöndun Stöðvar 2 og breiðbands Ýmis tæknileg vandamál eru því samfara, segir Hannes Jóhannsson, að taka á móti

EINS og kunnugt er hafa ekki náðst samningar milli Íslenska útvarpsfélagsins og Pósts og síma hf. um dreifingu á breiðbandinu svokallaða. Meginástæðan er sú að hækka yrði áskriftargjöld ef þessi dreifingarleið yrði fyrir valinu. Hinsvegar er því ekki að leyna að ýmis tæknileg vandamál eru því samfara að blanda saman tveimur dreifikerfum. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 443 orð

Tökum tafarlaust á í skóla- og félagsmálum

Á undanförnum árum hafa Reykvíkingar iðulega brett upp ermar og tekið hraustlega á í málum sem til vansa hafa verið. Á undanförnum árum hefur t.d. verið gert átak í útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, umhverfismálum, malbikun gatna o.s.frv. Flestum er ljóst að nú er röðin komin að skóla- og félagsmálum ­ og í þeim efnum er margt sem þolir enga bið. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 905 orð

Utanríkisstefna og umhverfismál

ÞAÐ ER á ábyrgð stjórnvalda að skilgreina hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi og kynna utanríkisstefnu landsins á trúverðugan hátt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er kjörinn vettvangur til að kynna stefnu og áherslur Íslands. Ræða Halldórs Ásgrímssonar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 26. september sl. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 995 orð

Vinur, hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús?

ÞETTA andvarp Snæfríðar Íslandssólar, úr Íslandsklukku Halldórs Laxness, er hún steig ásamt fríðu föruneyti inn í moldarkofa Jóns Hreggviðssonar, þar sem við blöstu holdsveikir aumingjar og slefandi fífl ásamt öllum þeim daun og stækju sem voru fylgifiskar alþýðufólks á 17. og 18. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 359 orð

Æ, ekki meira jafnréttisröfl

ÞEGAR jafnréttismál ber á góma er viðkvæðið gjarnan: Æ, ekki meira jafnréttisröfl, er þetta ekki allt að koma? Ungt fólk virðist ekki hafa áhuga á framgangi jafnréttis kynjanna og flestir hreinlega loka eyrunum fyrir slíku "kerlingavæli". Hvernig stendur á því að fólk lætur sig málin ekki varða? Jafnrétti snertir alla íbúa samfélagsins, ekki bara konur. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 186 orð

Ætlar þú að taka þátt í prófkjöri?

VIÐ sjálfstæðismenn ætlum að vinna aftur meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningunum næsta vor. Til þess að svo megi verða þurfum við breiðan hóp baráttuglaðra samherja undir forystu Ingu Jónu Þórðardóttur. Í þeim hópi er rödd skólans ómissandi. Linda Rós Michaelsdóttir er og hefur verið jákvæð, dugleg og heiðarleg í öllu sem hún gerir. Meira
23. október 1997 | Aðsent efni | 282 orð

Öflugur málsvari sjálfstæðismanna

NÆSTA vor er útlit fyrir mikla og harða kosningabaráttu um stjórn Reykjavíkur. Vinstri flokkar þeir er að R-listanum standa munu beita öllum brögðum við að reyna að halda borginni enda má segja að draumar þeirra um sameiningu verði endanlega að engu ef kjósendur hafna verkum þeirra nú. Meira

Minningargreinar

23. október 1997 | Minningargreinar | 618 orð

Benedikt Sigvaldason

Að áliðnum degi 10. október sl. lést á heimili sínu í Reykjavík Benedikt Sigvaldason, fyrrverandi skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni. Andlát Benedikts hafði nokkurn aðdraganda þar sem hann átti við veikindi að stríða undanfarna mánuði. Veikindin bar hann með æðruleysi og dugnaði sem einkenndi líf hans allt. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Benedikt Sigvaldason

Hápunktur hvers sumarfrís var að fara austur að Laugarvatni til að heimsækja Dodu frænku og Benna en það var siður á hverju sumri. Þó svo við frændurnir séum allir á sitthvorum aldri upplifðum við það sama heima á Garði. Þar áttum við annað heimili þar sem Doda og Benni tóku okkur alltaf opnum örmum. Þegar veðrið var gott tók Benni okkur með sér í fjallgöngu upp á Laugarvatnsfjall. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 619 orð

Benedikt Sigvaldason

Fyrstu minningar mínar um aldavin minn Benedikt Sigvaldason eru um ungan og vaskan mann í blóma lífsins sem þeysti með mig á vélhjóli um þvera og endilanga stórborgina Leeds, og síðar lét sig jafnvel ekki muna um að ganga frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Líkamlegt atgervi hans kom meðal annars fram í nær ótrúlegri aksturshæfni. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 66 orð

Benedikt Sigvaldason

Benedikt Sigvaldason Enginn það veit sem var vel sína harma bar, farinn til friðar inn frændinn einn besti minn. Mildur þú maður varst, mótgang sem hetja barst. Líkn þín og leyndu tár launa þér drottinn hár. Gröf þinni geng ég frá, gráta ég ekki má. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 479 orð

Benedikt Sigvaldason

Nú er hann Benni allur svo ótrúlegt sem það nú er. Það eru einungis nokkrir mánuðir síðan hann gekk hér á fjöllin í nágrenni Reykjavíkur einn síns liðs og blés ekki úr nös. Fyrir réttu ári fóru þau Adda og Benni í ferðalag hringinn í kringum Bandaríkin og sá Benni um keyrsluna. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 562 orð

Benedikt Sigvaldason

Fljótlega eftir að ég hóf nám í eldri deild Héraðsskólans á Laugarvatni haustið 1948, heyrði ég talað um óvenjumikinn námsmann sem útskrifast hafði úr gagnfræðadeild skólans vorið 1946. Þetta var bóndasonur úr Borgarfirði vestra, Benedikt Sigvaldason frá Ausu. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 499 orð

Benedikt Sigvaldason

Það lætur nærri að liðið hafi 45 ár frá því ég sá Benedikt Sigvaldason fyrst, er hann kom sem nýr enskukennari inn í kennslustofu landsprófsdeildar pilta á Laugarvatni haustið 1952, og þar til ég sá hann síðast á lífi í sept. sl. ­ við útför samkennara okkar, Mínervu Jónsdóttur. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Benedikt Sigvaldason

Tibi ago gratias plurimas, amicus. Þessi orð ritaði bekkjarbróðir minn og vinur Benedikt 29. nóvember 1959 í fyrstu gestabók okkar Laufeyjar á fyrsta bókarblaði. "Innilegar þakkir færi ég þér vinur" voru hans latínuorð. Orð þín vil ég gera að mínum orðum á kveðjustund, er ég kveð þig að sinni. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Benedikt Sigvaldason

Benedikt Sigvaldason frændi okkar er látinn. Veikindi hans voru alvarlegri en við gerðum okkur ljóst. Allan tímann héldum við að hann myndi sigrast á þeim. Benedikt eða Benni eins og hann var alltaf kallaður var móðurbróðir okkar og okkar uppáhaldsfrændi. Benni hafði margt til brunns að bera: Hann var mikill gáfumaður, glæsimenni og snyrtimenni. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 277 orð

BENEDIKT SIGVALDASON

BENEDIKT SIGVALDASON Benedikt Sigvaldason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Benediktsdóttir, f. 1892, d. 1959, og Sigvaldi Jónsson bóndi, f. 1892, d. 1970. Benedikt var elstur systkina sinna, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru Jón, f. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 77 orð

Benedikt Sigvaldason Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, góða lund og göfugmennska í raun. Vér

Benedikt Sigvaldason Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, góða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár að ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Friðjón Sigurðsson

Vorið 1959 átti ég erindi á skrifstofu Alþingis til upplýsingaöflunar. Ég þekkti ekki skrifstofustjórann og spurðist því fyrir um hann hjá kunnugum. Svarið sem ég fékk var: "Þú getur treyst Friðjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra og þeim upplýsingum sem hann veitir þér. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Friðjón Sigurðsson

Vinátta okkar við Friðjón Sigurðsson og hans fólk er orðin 40 ára gömul. Þau hjónin Áslaug og Friðjón tóku mér strax svo elskulega þegar ég mætti fyrsta sinn með Sigurði Bjarnasyni manni sínum, við opinbera athöfn í Alþingishúsinu, það var verið að afhjúpa málverk eftir Gunnlaug Blöndal, af Þjóðfundinum 1851. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 536 orð

Friðjón Sigurðsson

Friðjón Sigurðsson, fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis, er minnisstæður maður. Hann var embættismaður af gamla skólanum; virðulegur í fasi, snyrtimenni mikið, vinnusamur svo af bar, hógvær og hjálpsamur, trúr sínum starfsvettvangi, skoðanafastur og ákveðinn þar sem þess þurfti, aðsjáll og sparsamur á opinbert fé. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 399 orð

Friðjón Sigurðsson

Engin stofnun eða fyrirtæki getur skilað árangri nema að hafa góðu starfsfólki á að skipa. Alþingi Íslendinga er þar engin undantekning. Ekki er nóg að þjóðin vandi val á þingmönnum, heldur verður að búa þeim aðstöðu og umhverfi til að vinna þjóðinni gagn. Starfsfólk Alþingis hefur átt mikinn þátt í að gera störf þingsins skilvirkari og viðhalda reisn þess. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 760 orð

Friðjón Sigurðsson

Við fráfall Friðjóns Sigurðssonar er mér ljúft að minnast þess mæta manns. Kynni okkar hófust haustið 1971 þegar ég settist fyrst á Alþingi. Næstu þrettán árin áttum við margvísleg samskipti, eða allt til þess er hann lét af starfi skrifstofustjóra Alþingis haustið 1984. Því starfi hafði hann gegnt með miklum sóma frá árinu 1956, eða í 28 ár, en verið starfsmaður á skrifstofu Alþingis í 40 ár. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 503 orð

Friðjón Sigurðsson

Friðjón Sigurðsson var minnisstæður maður. Hann var grannvaxinn og nettur og virtist í fyrstu afskiptalaus og þurr á manninn en í honum bjó ótrúlegur styrkur og þrek. Friðjón var dagfarsprúður stjórnandi á stórum vinnustað. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Friðjón Sigurðsson

Alltaf var hann afi okkar jafnrólegur, það var alveg sama hvernig við krakkarnir létum hjá afa og ömmu í Skaftahlíð, öllu var tekið með ró. Við barnabörn hans fengum líka að njóta gjafmildis þeirra hjóna í Skaftahlíð. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Friðjón Sigurðsson

Þessi vísuorð úr Hávamálum sem lifað hafa með þjóðinni í árhundruð öðlast nýtt líf í hugum okkar sem minnumst tengdaföður sem nú er genginn á vit feðra sinna. Öll deyjum við og dauðinn gerir engan mannamun en orðspor góðs manns lifir og á hvort tveggja við um tengdaföður okkar. Heimili Friðjóns og Áslaugar stóð okkur opið frá fyrstu kynnum. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Friðjón Sigurðsson

Langt er um liðið, hátt í 50 ár, síðan ég sá Friðjón Sigurðsson í fyrsta sinni og veitti honum þegar athygli. Þetta var á þeim árum þegar þorri fólks í Reykjavík notaði strætisvagna, enda fátt um einkabíla um þær mundir. Allar starfsstéttir höfuðborgarinnar hristust saman í þrengslum almenningsfarartækjanna kvölds og morgna milli Lækjartorgs og úthverfanna. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 544 orð

Friðjón Sigurðsson

Friðjón Sigurðsson réðst til starfa sem fulltrúi á skrifstofu Alþingis vorið 1944, um það leyti sem starf Alþingis var að fá á sig fastara skipulag, líkt því sem nú tíðkast með samfelldu þinghaldi frá því í október og fram á vor. Rúmum áratug síðar varð hann svo skrifstofustjóri, og var vel undir það starf búinn. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 670 orð

Friðjón Sigurðsson

Friðjón Sigurðsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er nú fallinn frá á áttugasta og fjórða aldursári. Það er mikill sjónarsviptir öllum sem hann þekktu. Fyrstu minningar mínar frá Alþingi eru tengdar Friðjóni. Þessi maður sem hafði í hendi sér embættislega stjórn þingsins kom mér fyrst fyrir sjónir sem hæglátur og hógvær eða jafnvel hlédrægur stjórnandi. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Friðjón Sigurðsson

Ævistarf Friðjóns Sigurðssonar var í opinberri þjónustu og er óhætt að fullyrða, að hann var einn merkasti og sérstæðasti embættismaður landsins um áratuga skeið. Hann hafði í ríkum mæli þá beztu eiginleika, sem svo mikil þörf er á í opinberri þjónustu, vinnusemi, ósérhlífni, réttlætiskennd, en þó umfram allt heiðarleika. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 349 orð

FRIÐJÓN SIGURÐSSON

FRIÐJÓN SIGURÐSSON Friðjón Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. mars 1914. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson, skipstjóri og útgerðarmaður, Skjaldbreið í Vestmannaeyjum, f. 22. maí 1879, d. 3. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir

Elsku frænka mín! Ég trúi því varla enn að þú sért farin. Maður getur ekki annað en spurt sig, af hverju þú, þessi hlýja og góða manneskja sem þú varst. Ég held að allir sem þekktu þig séu á sama máli. Þú sýndir góðvild og hlýju í garð allra og það var aldrei langt í brosið þitt. Væri um afmælisveislur eða eitthvað álíka að ræða varst þú alltaf fyrst að bjóða fram aðstoð þína. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir

Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Það hafði komið í ljós á síðasta ári að Karen gekk með hættulegan sjúkdóm þar sem brugðið gat til beggja vona. Allan þann tíma sem liðinn er síðan hefur hún af einstöku hugrekki barist við vágestinn, sem að lokum hafði betur. Frammi fyrir slíkum örlögum stendur maður orðlaus. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir

"Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Óþekktur höf. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 150 orð

GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR

GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir fæddist 19.12. 1946 í Hafnarfirði. Hún lést á heimili sínu, Hrauntungu 4, Hafnarfirði, 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar, Brynjólfur Þórðarson, fyrrverandi vörubifreiðastjóri, f. 7.12. 1919, og Heiðveig Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 15.10. 1923, d. 16.1. 1985. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Halldór Þórðarson

Elsku Halli frændi. Á þessari skilnaðarstundu langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. Það er mjög skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur, það er að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Nú gerum við okkur grein fyrir því hversu stór hluti þú hefur alltaf verið af lífi okkar. "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 65 orð

HALLDÓR ÞÓRÐARSON

HALLDÓR ÞÓRÐARSON Halldór Þórðarson fæddist í Reykjavík 9. maí 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 17. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Helgu Sveinsdóttur og Þórðar Þorsteinssonar, Sæbóli, Kópavogi, sem ráku Blómaskálann í Kópavogi. Þau eru bæði látin. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 371 orð

Hermann Sigurðsson

Haustvindurinn blæs um götur og torg, fölnuð laufblöð feykjast hvert sem litið er. Harmafregn barst mér. Vinur minn og fyrrverandi starfsfélagi, Hermann Sigurðsson, hefur kvatt þennan heim. Hermann hafði skyndilega veikst, var fluttur á sjúkrahús, þar sem ekki tókst að bjarga lífi hans. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Hermann Sigurðsson

Elsku afi. Þú fórst svo skyndilega að gat ekki kvatt þig með þeim hætti sem ég hefði óskað. Þú veiktist á sunnudagskvöldi og á mánudagsmorgni varst þú farinn, þú varst farinn til ömmu. Þú varst enginn venjulegur afi því prakkarinn í þér var svo mikill og það elskuðum við krakkarnir. Þú týndir peninga úr eyrunum á okkur og lést okkur halda, í mörg ár, að við værum full af peningum að innan. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Hermann Sigurðsson

Hermann Sigurðsson lést að morgni mánudagsins 13. október á 75. aldursári. Það var sárt að fá fréttina um lát hans, þessa góða vinar og mágs. Ekki hvarflaði það að mér þegar við töluðum saman í síma nokkrum dögum áður að það yrði okkar síðasta samtal, þar sem við, eins og í mörgum símtölum okkar upp á síðkastið, töluðum um að við yrðum nú að fara að hittast. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HERMANN SIGURÐSSON

HERMANN SIGURÐSSON Hermann Sigurðsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum að morgni mánudagsins 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. október. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 43 orð

Hermann Sigurðsson Elsku afi. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér í sumarbústaðnum í

Elsku afi. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér í sumarbústaðnum í sumar í Munaðarnesi. Og þér og ömmu fyrir öll árin sem við fengum að njóta með ykkur, það voru yndisleg ár. Valdimar Anton. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 156 orð

Jónatan Stefánsson

Ég mun ætíð minnast frænda míns Jónatans Stefánssonar. Hann var mér alltaf góður og þegar ég var lítil stalst hann til að dekra við mig þegar enginn sá til, gefa mér mikið hunang á snuðið og svoleiðis. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 236 orð

Jónatan Stefánsson

Mér er ljúft og skylt að skrifa fáein kveðjuorð um Jónatan Stefánsson. Það gerir lífið ávallt auðugra að hafa kynnst slíkum mönnum sem honum. Jónatan var gefið óvenju trútt minni og hann var sjóður af fróðleik um löngu liðna atburði, veðurfar og þjóðlegan fróðleik, svo að ekki skeikaði. Jónatan dvaldi á heimili okkar Guðsteins nokkrum sinnum, og voru það ánægjulegar samverustundir. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 145 orð

JÓNATAN STEFÁNSSON

JÓNATAN STEFÁNSSON Jónatan Stefánsson fæddist á heimili foreldra sinna á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 14. des. 1903. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. október síðastliðinn. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Mig langar til að kveðja tengdamóður mína, Magneu Ingvarsdóttur, eða Maggý eins og hún var kölluð, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 12. okt. sl. eftir langa og erfiða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sem krabbamein er. Ég kynntist þeim hjónum Maggý og Magnúsi árið 1973 þegar við vorum að kynnast ég og Björg. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 376 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Í dag er kvödd hinztu kveðju Magnea Ingvarsdóttir. Rúmlega tvítugur sá ég fyrst Magneu, eða Maggýju, eins og hún var alltaf kölluð, þá unga stúlku, bjarta yfirlitum og fríða. Önnur voru kynnin ekki fyrr en allnokkru síðar, er leiðir yngri systur hennar og mínar lágu saman. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 242 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik, augun fyllast af tárum, þessi tár eru tár sorgar vegna fráfalls þín og kannski líka léttis yfir því að þjáningum þínum skuli nú vera lokið. Oft er dauðinn ekki verstur þegar svona er komið, en það er svo sárt að kveðja. Ég minnist þín fyrir þitt yndislega viðmót, fórnfýsi og væntumþykju. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 176 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Kæra Maggý. Mig langar að kveðja þig með fáum orðum. Okkar kynni voru alltof stutt. Þegar börnin okkar hófu sambúð sagði sonur minn mér að þú værir fársjúk. Þegar ég hitti þig í fyrsta sinn verð ég að viðurkenna undrun mína. Ég hitti glæsilega konu sem geislaði af. Þvílík hetja. Þvílík baráttulund. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 187 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Hún Maggý okkar er dáin. Það er með sárum söknuði sem þessi orð eru skrifuð. Það er margs að minnast því í nær tvo áratugi vorum við vinkonurnar saman í saumaklúbbi, sem við köllum "Sæluklúbbinn" okkar. Við vissum að hverju dró, því baráttan er búin að vera löng og oft ströng. En þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm hefur hún verið miðlandi af sinni gæsku, mildi og mannkærleika. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Ég vil með örfáum orðum minnast systur minnar Maggýjar sem er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Mínar fyrstu minningar um Maggý eru þegar við lékum okkur saman bæði heima og hjá ömmu og afa í Oddagörðum, en þar vorum við systurnar oft á sumrin. Strax í æsku varð Maggý fyrir miklum missi eins og við öll systkinin þegar móðir okkar féll frá. Þá var Maggý aðeins fimm ára. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 189 orð

Magnea Ingvarsdóttir

Elsku amma mín. Þegar maður þarf að kveðja er svo margs að minnast, og margar tilfinningar sem orð fá ekki lýst. Þetta er búinn að vera rosalega erfiður tími fyrir þig síðan þú veiktist. Þú varst svo dugleg ­ þú ert hetjan mín og besta amma sem nokkur getur átt. Við nöfnurnar vorum svo miklar vinkonur, enda var ég í pössun hjá þér frá því ég var sex vikna gömul. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 185 orð

MAGNEA INGVARSDÓTTIR

MAGNEA INGVARSDÓTTIR Magnea Ingvarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1933. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Þorvarðarson, f. 3.8. 1891, d. 5.8. 1981, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 7.11. 1893, d. 29.7. 1939. Systkini Magneu: Jón, f. 7.7. 1918, Ingveldur, f. 28.3. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Magnea Ingvarsdóttir Elsku amma Maggý, nú ert þú farin frá okkur eftir vondan sjúkdóm. Okkur langar að minnast þín með

Elsku amma Maggý, nú ert þú farin frá okkur eftir vondan sjúkdóm. Okkur langar að minnast þín með smákveðju. Alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til þín og afa, bæði þegar þú áttir heima í Geitlandi og á Snorrabrautinni. Þú varst svo góð og talaðir mikið vð okkur, gafst okkur svo gott að drekka. Það var svo voða gott að eiga svona góða ömmu. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Magnea Ingvarsdóttir Okkar hinsta kveðja til mömmu Til þín mamma. Mamma mín, barnið þitt grætur, barnið þitt vakir og bíður.

Til þín mamma. Mamma mín, barnið þitt grætur, barnið þitt vakir og bíður. Komdu og haltu um það mamma, það er eitt, það er kalt, það er dapurt. Himnarnir gráta mamma, augun þín bláu blíðu. Trjágreinar hníga að jörðu, blöðin fella og skjálfa. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 271 orð

Oddný Jóna Karlsdóttir

Oddný amma er dáin. Eftir lifir minningin um ömmu á Patró sem prjónaði hlýjar lopapeysur og vettlinga og bakaði gómsætar hveitikökur. Mínar hlýjustu æskuminningar eru frá þeim sumrum sem ég dvaldi hjá ömmu í litlu kjallaraíbúðinni í Háteigi, þar sem pabbi ólst upp ásamt eldri bróður og systur. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ODDNÝ JÓNA KARLSDÓTTIR

ODDNÝ JÓNA KARLSDÓTTIR Oddný Jóna Karlsdóttir var fædd í Hænuvík 23. janúar 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 10. október. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 1005 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Vinur minn og starfsfélagi til margra ára, Sigurbjörn Eiríksson, bóndi og veitingamaður, er látinn eftir áralöng veikindi. Hann varð ekki gamall, aðeins 71 árs að aldri. Um langt skeið hafði hann verið rúmliggjandi, en andlát hans varð þó heldur óvænt. Sigurbjörn Eiríksson var fæddur að Geststöðum í Fáskrúðsfirði. Meira
23. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON Sigurbjörn Eiríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Meira

Viðskipti

23. október 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

»Bréf lækka í London, Wall Street og Hong Kong

GENGI evrópskra bréfa lækkaði eftir sig í Wall Street í gær og áframhaldandi lækkanir í Hong Kong valda áhyggjum. Í London varð 1,5% lækkun, sú mesta í tvo mánuði, vegna óvissu um afstöðuna til EMU og ástandsins í Hong Kong. Í Frakklandi og Þýzkalandi varð 1% lækkun eftir hækkun í byrjun vegna 139 punkta hækkunar Dow Jones vísitölunnar á þriðjudag. Meira

Daglegt líf

23. október 1997 | Neytendur | 175 orð

Allt að 65% munur á verði hjólbarðaskipta

ALLT að 25% verðmunur er á hjólbarðaskiptingu fólksbíla en allt að 65% þegar sendibílar eiga í hlut sé borgað með kreditkorti. Þetta kemur fram í nýlegri verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Kannað var verð á ónegldum og negldum vetrarhjólbörðum hjá 28 hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
23. október 1997 | Neytendur | 100 orð

Fást í Hagkaup meðan birgðir endast

Í dag, fimmtudag, verður hafin sala á þekktum hársnyrtivörumerkjum í Hagkaup, þ.e. Sebastian og Redkin hársnyrtivörum. Í fréttatilkynningu frá Hagkaup segir að vörurnar séu seldar á mun lægra verði en tíðkast á hársnyrtistofum. Meira
23. október 1997 | Neytendur | 18 orð

Ís með lakkrísbragði

NÝTT Ís með lakkrísbragði KJÖRÍS hefur sett á markað vanilluís með mjúkri lakkrískaramellu, svokölluðum töggum sem Nói Síríus framleiðir. Meira
23. október 1997 | Neytendur | 128 orð

Þetta vantaði í uppskriftirnar

NÝLEGA kom út matreiðslubókin Ostalyst 3. Í fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni eru þrjár uppskriftir í bókinni leiðréttar og lesendur beðnir að færa þær inn í bækur sínar. Í fyrsta lagi á að vera vatn í stað smjörs í byrjun vinnulýsingar í apríkósuostaköku. Þá féll ein setning niður í karamellutertu. Meira

Fastir þættir

23. október 1997 | Dagbók | 3028 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
23. október 1997 | Í dag | 61 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. okt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. október, verður sextug Marta Sigurðardóttir, Skipholti 53, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Árni Júlíusson. Þau hjónin taka á móti gestum í Bólstaðarhlíð 43 laugardaginn 25. október kl. 15-18. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. Meira
23. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Dómkirkjunni af sr. Braga Skúlasyni Rannveig Jóhannsdóttir og Hilmar Þórðarson. Heimili þeirra er á Álfaskeiði 88, Hafnarfirði. Meira
23. október 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. des í Neskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Jóhanna S. Ólafsdóttir og Karl Snædal Sveinbjörnsson. Heimili þeirra er að Njörvasundi 37, Reykjavík. Meira
23. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Hveragerðiskirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Ólöf Jónsdóttir og Sigurður Björgvinsson. Heimili þeirra er á Heiðarbrún 80, Hveragerði. Meira
23. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. nóv. í Hvalsneskirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Guðný Björg Karlsdóttir og Hjörvar Örn Brynjólfsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Meira
23. október 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. maí í Kristskirkju í Landakoti af sr. Hjalta Þorkelssyni Þorkatla Sigurðardóttir og Þröstur Ingvason. Heimili þeirra er að Háaleiti 32, Keflavík. Meira
23. október 1997 | Dagbók | 663 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. október 1997 | Í dag | 33 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 23. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli Ólafía Einarsdóttir og Páll Þorleifsson, (fyrrv. umsjónarmaður Flensborgarskólans). Heimili þeirra er nú að Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau eyða kvöldinu með fjölskyldu sinni. Meira
23. október 1997 | Í dag | 363 orð

EGAR þessar línur birtast liggja úrslit ljós fyrir í

EGAR þessar línur birtast liggja úrslit ljós fyrir í Norðurlandamóti VISA í skák. Mótið hefur verið vel sótt og talsvert um það fjallað í fjölmiðlum. Hins vegar hefur mótið ekki fengið jafnmikla umfjöllun og skákmót fengu hér fyrr á árum. Morgunblaðið birtir daglegar fréttir og skákþætti og Útvarpið birtir einnig fréttir daglega. Meira
23. október 1997 | Fastir þættir | 777 orð

Glæsileg myntsýning

Síðastliðinn laugardag var opnuð myntsýning á vegum Myntsafnarafélags Íslands í Hafnarborg í Hafnarfirði. Er þetta þriðja myntsýningin á vegum félagsins, hinar voru í Bogasal Þjóðminjasafnsins árin 1972 og 1979. Er þessi sýning verulega stærri en hinar fyrri og umfangsmeiri, þótt þær þættu góðar á sínum tíma. Sýningin er opin frá klukkan 2 til 6 alla daga og lýkur á mánudagskvöld. Meira
23. október 1997 | Í dag | 477 orð

Skipaskagieða Akranes? Í DAGBLAÐINU mánudaginn 20. októ

Í DAGBLAÐINU mánudaginn 20. október er í stórri fyrirsögn sagt "Ófögur sjón á Skipaskaga" Það fer í taugarnar á mér að alltaf er talað um Skipaskaga þegar verið er að tala um Akranes. Það er talað um að fara upp á Skipaskaga í fótbolta o.s.frv. Skipaskagi er fremsta táin á Akranesi og nær upp að Grásteini við Krókalón og að Leirgróf hinum megin. Höfnin tilheyrir t.d. Skipaskaga. Meira
23. október 1997 | Fastir þættir | 212 orð

(fyrirsögn vantar)

Vetrarstarf Bridsfélags Selfoss hófst með eins kvölds tvímenningi 18. september 1997. 9 pör mættu til leiks og urðu úrslit þessi: Guðjón Bragason ­ Hermann Friðriksson121Helgi G. Helgason ­ Ingibjörg Harðardóttir115Auðunn Hermannsson ­ Brynjólfur Gestsson113Sigurður E. Sigurjs. ­ Kristján M. Gunnarss. Meira

Íþróttir

23. október 1997 | Íþróttir | 129 orð

Allir "útlendingarnir" klárir gegn Litháen

ALLIR íslensku handknattleiksmennirnir, sem leika utan landssteinanna, og Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari hafði talað við í gær eru klárir í slaginn gegn Litháen ytra á miðvikudaginn í næstu viku, að sögn Arnar Magnússonar, framkvæmdastjóra HSÍ. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 1535 orð

Bayern og Real Madrid í ham

BAYERN M¨unchen, Real Madrid og Manchester United unnu öll leiki sína í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi og hafa fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. Barcelona tapaði 3:0 fyrir Dynamo Kiev og hefur enn ekki unnið leik í keppninni. Evrópumeistararnir í Dortmund urðu að sætta sig við tap gegn Parma á Ítalíu. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 165 orð

Biðstaða hjáArnóri ARNÓR Guðjo

ARNÓR Guðjohnsen hefur enn ekki gert upp hug sinn um það hvort hann kemur heim til Íslands eftir keppnistímabilið í Svíþjóð eða framlengi samning sinn við Örebro um eitt ár. "Lokaumferðin er á sunnudaginn og eftir það mun ég ræða við félagið. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 144 orð

Enski boltinnkominn útENSKI boltinn, blað um

ENSKI boltinn, blað um ensku knattspyrnuna, er komið út en útgefandi er Hugmyndahúsið. Blaðið er 40 blaðsíður í A4 broti og þar er fjallað um öll liðin í úrvalsdeildinni, leikjaskrá liðsins er birt ásamt lista yfir leikmenn og árangur viðkomandi félags síðasta áratuginn er tíundaður. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 52 orð

FÉLAGSLÍFKvennakvöld FH Kvennakvöld FH ver

Kvennakvöld FH verður haldið í Kaplakrika annað kvöld, föstudagskvöld, og opnar húsið kl. 20. Það er kvennadeild FH og meistaraflokkur kvenna sem standa að kvöldinu. Stuðningshópur Gróttu-KR Í kvöld kl. 20.00 verður stofnaður stuðningsmannaklúbbur meistaraflokks Gróttu- KR í karla- og kvennaflokki í handknattleik. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 58 orð

Guðmundur lék vel í Danmörku

GUÐMUNDUR Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, lék á mánudaginn með OB Odense í dönsku úrvalsdeildinni í borðtennis og gekk vel. Lið hans sigraði Brønshoj 8:2 og spilaði Guðmundur vel. Hann sigraði í tveimur leikjum í einliðaleik og einnig í tvíliðaleik ásamt félaga sínum. Að loknum sex umferðum er Odense liðið í 2. sæti í úrvalsdeildinni. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 163 orð

Guðmundurvann Madsen GUÐMUNDUR Step

GUÐMUNDUR Stephensen, Víkingi, sigraði Danann Dennis Madsen, þjálfara hjá KR, í úrslitum í einliðaleik í meistaraflokki karla á Pepsimótinu í borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu á sunnudaginn. Í þriðja til fjórða sæti höfnuðu Markús Árnason, Víkingi, og Kjartan Briem úr KR. Í 1. flokki karla varð Emil Pálsson úr Víkingi sigurvegari og Árni Siemsen, Erni, varð að láta sér lynda annað sætið. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 1774 orð

Heilladísirnar eru í herbúðum Barcelona

Þótt bikarmeistarar Barcelona hafi náð þeim glæsilega árangri að sigra í sex fyrstu leikjum sínum í spænsku fyrstu deildinni fer því fjarri að liðið hafi viðlíka yfirburði á Spáni og ætla mætti. Raunar eru hörðustu stuðningsmenn liðsins mjög ósáttir við leik þess á þessu keppnistímabili og víst er að Luis van Gaal, hinn hollenski þjálfari Barcelona, Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Helgi sigraði óvænt að LaugumHELGI Kjartan

HELGI Kjartansson, HSK, sigraði í Landsglímunni, fyrsta móti í röð fjögurra sem Glímusamband Íslands stendur fyrir, en mótið fór fram að Laugum í Þingeyjarsýslu á laugardaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem Helgi fer með sigur af hólmi í Landsglímunni og þótti sigur hans óvæntur, að sögn Jóns M. Ívarssonar formanns Glímusambands Íslands. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 87 orð

Huffins keppir við Jón Arnar BANDARÍSKI tugþr

BANDARÍSKI tugþrautarkappinn Chris Huffins kemur til Íslands í janúar til að etja kappi við Jón Arnar Magnússon á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni 24. janúar. Þeir eigast við í 50 m grindahlaupi, kúluvarpi og langstökki. Huffins, sem er 27 ára, varð sigurvegari í tugþrautarkeppni í Talence í Frakklandi á dögunum, þar sem Jón Arnar hafnaði í fimmta sæti. Hann hefur best 8. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 357 orð

Hvað gera Skagamenn gegn KR?

Önnur umferð deildarbikarkeppninnar í körfuknattleik, Eggjabikarsins, hefst í kvöld með leik ÍA og KR en hinir þrír verða á morgun, KFÍ ­ Keflavík, Tindastóll ­ Grindavík og Haukar og Njarðvík. Allt leikir sem ættu að geta orðið gríðarlega spennandi og skemmtilegir. Skagamenn komu á óvart er þeir lögðu KR á Seltjarnarnesinu í fyrstu umferð DHL-deildarinnar. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 1469 orð

Hvers vegna verka lyf verr á karla en konur?

Kína hefur verið lokað land fyrir öðrum íbúum heimsins fram undir þetta. Kínverjar hafa verið sjálfum sér nógir og ekki viljað eiga mikið saman við Vesturlandabúa að sælda. Margt er í þessu landi dulið og svo er einnig á íþróttasviðinu. Þrátt fyrir að Kína hafi opnast á síðustu árum hafa Kínverjar ekki viljað eiga of mikil samskipti við þjálfara og íþróttamenn í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 15 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Eggjabikarinn: Akranes:ÍA - KR20 Bikarkeppnin 32-liða úrslit karla: Hagaskóli:KR B - Keflavík B21. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 316 orð

Ísland leikur heimaleik í Búlgaríu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður að leika báða sína leiki við Búlgaríu í forkeppni að undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Búlgaríu og fær því ekki breytt þrátt fyrir óskir þar um. Ástæðan er sú að Aserbajdsjan, sem var með Íslandi og Búlgaríu í riðli, hefur dregið sig úr keppni vegna skulda við Evrópska handknattleikssambandið. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 245 orð

Keila

Meistarakeppni ungmenna 1. umferð keppninnar var haldin í Mjóddinni á laugardag. Fyrri töludálkurinn sýnir meðalárangur keppenda í hverjum leik, en sá síðari sýnir stigin sem keppendurnir hlutu í stigakeppni vetrarins. 1. flokkur pilta: 1. Sigurður Bjarnason, Keflav188,212 2. Már Grétar Arnarson, KFS184,210 3. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 667 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Parma, Ítalíu: Parma - Dortmund1:0 Hernan Crespo (62.). 13.449. Parma: Gianluigi Buffon, Ze Maria (Roberto Mussi 76.), Antonio Benarrivo, Fabio Cannavaro, Lilian Thuram, Nestor Sensini, Dino Baggio, Massimo Crippa, Pietro Strada (Mario Stanic 76. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 150 orð

KR - Keflavík58:57 Stig KR: Kristín Jónsdóttir 17, Guðbjörg Norðfjörð 13, Kristín E. Magnúsdóttir 9, Georgia O. Kristiansen 5,

KR - Keflavík58:57 Stig KR: Kristín Jónsdóttir 17, Guðbjörg Norðfjörð 13, Kristín E. Magnúsdóttir 9, Georgia O. Kristiansen 5, Linda Stefánsdóttir 4, Sóley H. Sigurþórsdóttir 4, Hanna Kjartansdóttir 4, Elísa Vilbergsdóttir 2. Fráköst: 10 í sókn - 17 í vörn. Stig Keflavíkur: Erla Reynisdóttir 19, Kristín Blöndal 12, Anna M. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 357 orð

KR-stúlkur á sigurbraut

Yfir hundrað áhorfendur urðu vitni að stórkostlegum baráttuleik í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöldi þegar öttu saman kappi í 1. deild kvenna í körfuknattleik lið KR, sem spáð var fyrsta sæti deildarinnar ásamt Grindavík, og lið Keflavíkur sem verið hefur sigursælt undanfarin ár. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 561 orð

Körfuknattleikur

1. deild A: Smárinn: Breiðablik - ÍR35:64 Njarðvík - Snæfell49:40 Keflavík - Breiðablik46:40 ÍR - Snæfell80:30 Njarðvík - Keflavík43:47 Snæfell - Breiðablik43:41 ÍR - Njarðvík82:31 Snæfell - Keflavík51:55 Breiðablik - Njarðvík39:51 Keflavík - ÍR36:56 Staðan: ÍR4 0 Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 57 orð

Létu illa í Stykkishólmi

LEIKMENN 10. flokks Keflavíkur í körfuknattleik vöktu athygli í Stykkishólmi um þarsíðustu helgi fyrir ósæmilega hegðun, þegar þeir tóku þátt í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Að sögn mótshaldara, létu Keflvíkingarnir ófriðlega á mótsstað og gengu illa um vistarverur sínar í bænum. Hópurinn var sendur til Stykkishólms án þjálfara síns, en ungum manni var falin fararstjórn. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 90 orð

Opinn fundurum íþróttamálNEFND á

Opinn fundurum íþróttamálNEFND á vegum menntamálaráðuneytisins gengst fyrir opnum fundi um íþróttamál í kvöld kl. 20, í stofu 201 í Odda við Háskóla Íslands. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 284 orð

Sex Íslandsmet slegin

Fyrsta umferðin í Meistarakeppni ungmenna í keilu fór fram í Mjóddinni síðastliðinn laugardag. Keppt er í þremur aldursflokkum; sá fyrsti, 1. flokkur, er skipaður keppendum 19 til 22 ára, 2. flokkur 15 til 18 ára og sá þriðji er fyrir þátttakendur á aldrinum ellefu til fjórtán ára. 48 ungmenni tóku þátt á laugardag. Fimm umferðir verða leiknar í vetur og safna keppendurnir stigum. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 231 orð

Snjallir Suðurnesjamenn

ÞÓRIR Viðarsson, 14 ára, og Ágúst Ingi Brynjarsson, 13 ára, eru nýbyrjaðir að æfa keilu, en þrátt fyrir það létu þeir sig ekki vanta í fyrstu umferð Meistarakeppni ungmenna í Keilu í Mjóddinni á laugardag. Þeir eru stoltir af því að vera Keflvíkingar og kepptu í treyjum knattspyrnufélags bæjarins. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 172 orð

Snjóbolti í Tromsö? CHELSEA mæti

Snjóbolti í Tromsö? CHELSEA mætir Tromsö í Noregi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í kvöld og má búast við að aðstæður verði óvanalegar fyrir enska liðið því í gær snjóaði og var 15­20 sentímetra jafnfallinn snjór yfir knattspyrnuvellinum. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 282 orð

Stóðhestarnir frá Denver tamdir

Leikmenn Denver Broncos virtust líklegir til að vinna alla leiki sína í riðlakeppni amerísku fótboltadeildarinnar, en á sunnudag urðu Oakland Raiders á vegi þeirra. Oakland hefur átt erfitt uppdráttar á keppnistímabilinu, en lék sinn besta leik það sem af er og vann Denver, 28:25, í hörkuleik. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 305 orð

SÆNSKI

SÆNSKI miðvallarleikmaðurinn Joakim Persson, sem hefur gengið erfiðlega að tryggja sér sæti í liði Atalanta í ítölsku deildinni, gerir þriggja ára samning við IFK Gautaborg í Svíþjóð á föstudaginn. Meira
23. október 1997 | Íþróttir | 712 orð

Víkingar máluðu bæinn rauðan

Eftirminnileg keppnisferð um tvö hundruð ungmenna á alþjóðlegt handknattleiksmót í Danmörku Víkingar máluðu bæinn rauðan Tæplega 200 ungir handknattleiksiðkendur frá Íslandi fóru í keppnisferð til Randers í Danmörku dagana 6. til 16. júlí sl. Meira

Úr verinu

23. október 1997 | Úr verinu | 353 orð

Loðnuveiðin að komast á fullan skrið

GÓÐ loðnuveiði hefur verið úti af Vestfjörðum og norður af landinu síðustu tvo daga og er loðnan farin að færa sig austar. Er hún betri en verið hefur og minna af smáloðnu, sem hefur gert skipunum nokkuð erfitt fyrir. Illa gengur hins vegar að ná síldinni fyrir austan þótt hún finnist á nokkuð stóru svæði en menn trúa því, að hún fari fljótlega að gefa sig fyrir alvöru. Meira
23. október 1997 | Úr verinu | 638 orð

"Þessari viðskiptahindrun þarf að ryðja úr vegi"

LÖG um umgengni um nytjastofna sjávar, sem tóku gildi í fyrrasumar, banna íslenskum fiskiskipum að landa afla sínum hjá erlendum fiskmjölsverksmiðjum, nema sjávarútvegsráðuneytið heimili slíkt með nýrri reglugerð. Að mati framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, virkar þetta heimildarleysi sem viðskiptahindrun milli landa. Meira

Viðskiptablað

23. október 1997 | Viðskiptablað | 270 orð

3% atvinnuleysi í septembermánuði

SKRÁÐIR voru tæplega 90 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í síðasta mánuði, sem jafngildir því að 4.154 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 339 orð

Aðrir hluthafar nýttu sér forkaupsréttinn

LANDSBANKINN hefur selt öðrum hluthöfum í Samskipum rúmlega 18% hlut sinn í Samskipum í flokki A-hlutabréfa. Bréfin eru rúmlega 165 milljónir að nafnvirði og keyptu hluthafar sem áttu B-hlutabréf öll bréf bankans. Kaupverð bréfanna mun vera sem næst á nafnvirði. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 1950 orð

Af undurfurðulegum stöðugleika gengisins Í stað þess að kvarta undan þeim tiltölulega litlu breytingum sem orðið hafa á þessu

FRAMAN af þessu ári hækkaði gengi íslensku krónunnar nokkuð miðað við myntkörfuna sem Seðlabankinn miðar gengisstefnu sína við. Hæst varð gengið rúmlega 2% hærra en það var í byrjun árs. Ástæða þessara gengishækkana var mikið innstreymi erlends gjaldeyris. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 300 orð

Aulýsingar lífeyrissjóða kannaðar

ÐErindi Verslunarráðs til Bankaeftirlits Aulýsingar lífeyrissjóða kannaðar VERSLUNARRÁÐ hefur sent Bankaeftirliti Seðlabankans bréf þar sem vakin er athygli á nýlegri auglýsingaherferð lífeyrissjóðanna. Í bréfinu segir að ætla megi að umrædd herferð hafi kostað tugi milljóna króna. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 129 orð

Endurmenntunarnámskeið

ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÍ efnir til eftirfarandi námskeiða á næstuni. 27. okt. kl. 8:30-12:30. Stjórnun fræðslu og símenntunar starfsmanna. Kennari: Randver C. Fleckenstein, fræðslustjóri Íslandsbanka hf. 27. okt. og 3. nóv. kl. 13-18. Altæk gæðastjórnun. ­ stöðugar framfarir með aðferðum hennar. Kennari: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi. 28. okt. kl. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 142 orð

Fyrsta verðbréfamiðlunin fær aðild

NÝTT verðbréfamiðlunarfyrirtæki, Íslenskir fjárfestar ehf., hefur fengið aðild að Verðbréfaþingi Íslands. Er þetta fyrsta verðbréfamiðlunarfyrirtækið sem fær þingaðild samkvæmt nýjum lögum um verðbréfaviðskipti sem sett voru á síðasta ári. Fyrirtækið hefur fyrir miðlað erlendum hlutabréfasjóðum hér á landi. Nýju lögin gerðu smærri miðlurum kleift að gerast þingaðilar. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 147 orð

Gengi krónunnar lækkar

Gengi krónunnar lækkar GENGI íslensku krónunnar hefur farið lækkandi að undanförnu og er nú svo komið að gengi hennar er á svipuðu reiki og það var um síðustu áramót, en sem kunnugt er hafði það hækkað um 2,5% í sumar. Við lokun markaða í gær var gengi krónunnar hins vegar lítillega lægra en um áramót, eða sem nemur 0,16%. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

Hlutabréfamarkaðurinn vaknar

Hlutabréfamarkaðurinn vaknar LÍF færðist í hlutabréfamarkaðinn á nýjan leik í gær og áttu sér stað viðskipti með hlutabréf að markaðsvirði 160 milljónir króna á Verðbréfaþingi Íslands. Hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,58% í gær. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 1069 orð

Íslensk pizzuútrás til Norðurlanda Eigendur Domino's pizzustaðanna á Íslandi hafa í samvinnu við öfluga fjárfesta sett á stofn

Íslensk pizzuútrás til Norðurlanda Eigendur Domino's pizzustaðanna á Íslandi hafa í samvinnu við öfluga fjárfesta sett á stofn tvo pizzastaði í Danmörku og stefna að opnun 19 staða á skömmum tíma. Kristinn Briem kynnti sér áform þessara aðila og hvernig staðið verður að fjármögnun rekstrarins. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 390 orð

Landsbréf með verðbréfaleik á netinu

LANDSBRÉF hf. hafa sett upp svonefndan verðbréfaleik á netinu sem hefur göngu sína í dag. Leikurinn var alfarið þróaður á vegum fyrirtækisins og gefur þáttakendum kost á að spreyta sig á íslenska verðbréfamarkaðnum. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 1408 orð

Með hugvitið að vopni Smæð íslenska markaðarins hefur löngum verið talin hamla vexti fyrirtækja hér á landi. Sú virðist þó ekki

Með hugvitið að vopni Smæð íslenska markaðarins hefur löngum verið talin hamla vexti fyrirtækja hér á landi. Sú virðist þó ekki raunin með Hug-forritaþróun sem þvert á móti byggir útrás sína á Bretlandsmarkað á smæð heimamarkaðar síns og þeirri fjölhæfni sem fyrirtækið og starfsmenn þess hafa öðlast vegna þessa. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 96 orð

Ný lögfræðiskrifstofa

KRISTINN Ólafsson hefur opnað lögfræðiskrifstofu í Austurstræti 10A, 101 Reykjavík. Kristinn er fæddur 1938. Hann lauk lögfræðiprófi í janúar 1966. Héraðsdómslögmaður varð hann þremur mánuðum síðar og hæstaréttarlögmaður í maí 1975. Eftir lögfræðipróf starfaði Kristinn í tæpt ár á lögfræðiskrifstofu Páls S. Pálssonar hrl. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 488 orð

Nývídd ætlar í víking

NÝVERIÐ var margmiðlunarfyrirtækið Nývídd, stafræn miðlun stofnað. Að sögn Róberts Kolbeins, eins af eigendum Nývíddar, byggist starfsemi fyrirtækisins aðallega á tölvugrafík í grunni, bæði tví- og þrívíddarvinnslu, sem er notuð við myndsamsetningar. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 674 orð

Ráðgjöf á hlutabréfamarkaði

UPPLÝSINGAGJÖF um hlutabréfamarkað hefur verið mönnum hugleikin að undanförnu. Talsvert hefur verið rætt um þær skyldur sem fyrirtæki er skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands hefðu að gegna gagnvart fjárfestum. Hefur þar verið lögð áhersla á gæði og tíðni þeirra upplýsinga sem gefnar eru. Slíkar kvaðir liggja þó ekki einungis á viðkomandi fyrirtækjum. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 631 orð

Sameinað fyrirtæki yrði með 600 milljóna veltu

VIÐRÆÐUR eru að hefjast um hugsanlegan samruna endurskoðunarfyrirtækjanna KPMG Endurskoðunar hf. og Ernst & Young endurskoðunar og ráðgjafar ehf. Þessi fyrirtæki eru aðilar að alþjóðlegu endurskoðunarsamsteypunum KPMG og Ernst & Young sem skýrðu á mánudag frá áformum um samruna, en það myndi leiða til þess að komið yrði á fót stærsta fyrirtæki í heiminum á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 80 orð

Símvirkinn Símtæki flutt í Mjóddina

SÍMVIRKINN Símtæki ehf. hefur flutt starfsemi sína í Álfabakka 16 í Mjódd. Nýja húsnæðið er 230 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Starfsemi fyrirtækisins er fólgin í flestu er við kemur fjarskiptamálum, t.d. sölu og þjónustu á símstöðvum, símtækjum, faxtækjum, GSM-farsímum ofl., að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
23. október 1997 | Viðskiptablað | 148 orð

Skíma eykur tengihraða við netið

Skíma eykur tengihraða við netið SKÍMA hf. tók hinn 1. október sl. í notkun 2 megabita samband við netið. Í fréttatilkynningu frá Skímu kemur fram að þessi afkastamikla tenging færi viðskiptavinum Skímu enn meiri hraða í netsamskiptum því á undanförnum mánuðum hafa viðskiptavinir Skímu verið að færa sig yfir á ISDN-sambönd eða háhraða l Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.