Greinar fimmtudaginn 30. október 1997

Forsíða

30. október 1997 | Forsíða | 405 orð

Clinton heimilar sölu á kjarnakljúfum til Kína

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi í gær við Jiang Zemin, forseta Kína, og samþykkti að heimila sölu á bandarískum kjarnakljúfum til Kína eftir að Jiang lofaði að Kínverjar myndu ekki aðstoða ríki eins og Íran við smíði kjarnavopna. Þetta er fyrsti leiðtogafundur Bandaríkjanna og Kína í átta ár og Clinton þáði boð kínverska forsetans um að heimsækja Kínverja á næsta ári. Meira
30. október 1997 | Forsíða | 123 orð

Mandela heiðrar Gaddafi

MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu (t.h.), ræddi í gær við Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, sem sæmdi hann æðstu suður-afrísku orðunni sem útlendingur getur fengið. Mandela flutti stutt ávarp af þessu tilefni á íþróttaleikvangi í líbýska bænum Zuwarah og skoraði á Gaddafi að styðja tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að "draga úr spennu, átökum og ofbeldi" í heiminum. Meira
30. október 1997 | Forsíða | 190 orð

"Sveiflur gætu orðið til góðs"

GENGI verðbréfa í kauphöllum heimsins rétti úr kútnum í gær, einkum eftir að Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lýsti sveiflum undanfarinna daga á verðbréfamörkuðunum þannig að þær myndu þegar frá líður verða álitnar hafa jákvæð áhrif. Meira
30. október 1997 | Forsíða | 194 orð

Vopnaeftirlit stöðvað í Írak

SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gærkvöldi að stöðva vopnaeftirlit sitt í Írak eftir að þarlendir ráðamenn ákváðu að banna Bandaríkjamönnum að taka þátt í því. "Við getum ekki sætt okkur við ákvörðun Íraka," sagði Anne Luzzatto, talsmaður Bandaríkjaforseta. "Írakar geta ekki sagt Sameinuðu þjóðunum hverjir eigi að taka þátt í eftirlitinu. Meira

Fréttir

30. október 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

25 milljónir á ári vegna presta erlendis

KOSTNAÐUR vegna presta sem starfa fyrir Íslendinga erlendis var samtals um 25 milljónir króna á síðasta ári. Innifalinn er kostnaður vegna starfa Evrópuprests frá október 1996 til október 1997. Af heildarupphæðinni greiddi íslenska þjóðkirkjan um 14 milljónir króna en Tryggingastofnun og ríkissjóður afganginn. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

3300 hafa mótmælt á netinu

BOÐAÐ hefur verið til mótmælafundar á Ingólfstorgi á morgun vegna fyrirhugaðra breytinga á gjaldskrá Pósts og síma og segir Ólafur Ragnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Ægis ehf. og forsprakki mótmælanna, að dugi það ekki til að telja forráðamönnum fyrirtækisins hughvarf verði aðgerðum haldið áfram. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 1058 orð

75% af sölu Gelmer í Frakklandi

GELMER kaupir og selur bæði nýjan og frystan fisk og á þrjár verksmiðjur í Boulogne-sur- Mer og nágrannabænum Wimille. Tæpur fjórðungur viðskipta fyrirtækisins er í ferskum fiski, Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 22 orð

Aðalfundur LAUFS

Aðalfundur LAUFS AÐALFUNDUR Laufs verður haldinn fimmtudaginn 30. október kl. 20 að Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 27 orð

AÐALFUNDUR Samstarfshóps um vefjagigt og þreytu verður haldinn í húsak

AÐALFUNDUR Samstarfshóps um vefjagigt og þreytu verður haldinn í húsakynnum Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, 2. hæð, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða önnur mál rædd. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bilun í ljósavél

FLUTNINGASKIPIÐ Daniel D. tók niðri í Grindavíkurhöfn síðdegis á þriðjudag þegar bilun varð í ljósavél skipsins og rafmagni sló út. Betur fór þó en á horfðist, því engar skemmdir urðu á skipinu, að sögn Ragnars Birgissonar matsveins. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Blair dregur úr áhrifum áróðursmeistaranna

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað uppstokkun í upplýsingaþjónustu ríkisstjórnarinnar til að tryggja að aðferðir áróðurmeistara ríkisstjórnarinnar sem komu honum til valda, grafi ekki undan stjórninni. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 162 orð

Bretaprins þakkar samúðina

KARL Bretaprins hóf í gær fyrstu opinberu heimsókn sína til útlanda frá því að fyrrverandi eiginkona hans, Díana prinsessa, lést. Við komuna til Swazilands þakkaði hann þá samúð sem umheimurinn hefði sýnt sér og fjölskyldu sinni vegna hins sviplega fráfalls hennar. Með Karli í för er sonur hans og Díönu, Harry, en hann var ekki viðstaddur móttökuathöfnina. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Brottfluttir Hólmarar hittast

FYRRVERANDI Stykkishólmsbúar er búa á Reykjavíkursvæðinu ætla að hittast og skemmta sér í Félagsheimili Fóstbræðra v/Langholtsveg 109­111 laugardaginn 8. nóvember frá kl. 21.30. Í tilkynningu segir að vonast sé til að fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að stofna félag brottfluttra Hólmara mæti. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 275 orð

Buzek kynnir ráðherralista NÝ ríkisstjórn Pólland

NÝ ríkisstjórn Póllands var í burðarliðnum í gær, þegar Jerzy Buzek, forsætisráðherraefni kosningabandalags Samstöðu, AWS, kynnti Aleksander Kwasniewski forseta ráðherralista samsteypustjórnar AWS og Frelsisbandalagsins. Gert er ráð fyrir að hin nýja stjórn taki formlega við embætti í vikulokin. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 423 orð

Clarke vill þverpólitíska baráttu fyrir EMU-aðild

KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Íhaldsflokksins, hvatti í gær Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til að efna til þverpólitískrar baráttu í því skyni að tryggja stuðning kjósenda við aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Dagsektir hlíti sjóðir ekki kröfum

Í DRÖGUM að frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða er gert ráð fyrir að lögfest verði að munur á eignum og skuldbindingum lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en 10% og munurinn má ekki hafa verið meiri en 5% í 5 ár samfleytt. Ekki uppfylla allir starfandi lífeyrissjóðir þetta ákvæði í dag. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 754 orð

Eigendur tveggja málverka kæra falsanir

TVEIR aðilar í Reykjavík sendu Ríkislögreglustjóra á mánudag kærur vegna gruns um að þeir hafi keypt fölsuð málverk á uppboði í Reykjavík. Um er að ræða mynd eignaða Þórarni B. Þorlákssyni, sem seld var í nóvember 1994 á uppboði í Gallerí Borg, og aðra eignaða Jóni Stefánssyni, sem seld var á uppboði í nóvember 1995 í Gallerí Borg. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Ekki verið að efla starfsemi sjómannaskólanna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kennarafélagi Vélskóla Íslands: "Menntamálaráðuneytið hefur gert tillögu um flutning Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands úr Sjómannaskólanum í verksmiðjuhúsnæði að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Sjómannaskólahúsið hefur lengi sett svip sinn á höfuðborgina. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

Endurbygging Iðnó að mestu lokið í desember

Endurbygging Iðnó gengur samkvæmt áætlun, að sögn Þórarins Magnússonar formanns endurbyggingarnefndar Iðnó, en stefnt er að því að stórum hluta framkvæmdanna verði lokið í desember. Arna Schramleit við í Iðnó í gær í fylgd Páls V. Bjarnasonar arkitekts. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 1228 orð

Engar upplýsingar veittar um skiptingu símnotkunar

Upplýsingar fást ekki um símanotkun landsmanna eða skiptingu hennar á milli innanbæjarsímtala, langlínusímtala og til útlanda. Ómar Friðriksson kynnti sér málið. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Eykur spennu milli Króata og múslima

MIKIL spenna er nú í Bosníu í kjölfar morða á sex Bosníu- Króötum á skömmum tíma. Samband múslima og Króata hefur verið afar stirt og þykir sambandsríki þeirra nú standa enn ótryggari fótum auk þess sem áætlunum um endurkomu flóttamanna er stefnt í voða en morðin virðast tengjast þeim áætlunum. Meira
30. október 1997 | Miðopna | 699 orð

Felur í sér rýmri aðildarskyldu

BRYNHILDUR Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, telur að drög að frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða feli í sér að fólk hafi heldur rýmri rétt til að velja sér lífeyrissjóð en verið hefur. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Fiskiðjan Freyja á Suðureyri í nauðasamninga

STJÓRN Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri hefur farið fram á nauðasamninga við lánardrottna sína en jafnframt liggur fyrir samþykkt um að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota takist þeir ekki. Búist er við, að það liggi fyrir í dag eða morgun hvert framhaldið verður að sögn Gunnars Birgissonar, stjórnarformanns í Freyju. Meira
30. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Flutningabíll og dráttarvél í árekstri

FLUTNINGABÍLL og dráttarvél með mykjudreifara skullu harkalega saman á þjóðveginum á Svalbarðsströnd um miðjan dag í gær, með þeim afleiðingum að bæði ökutækin höfnuðu utan vegar. Ökumaður dráttarvélarinnar skarst á höfði og var fluttur á slysadeild FSA en meiðsl hans voru þó ekki talin alvarleg. Ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddur. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Forseti Heimssambands KFUK í heimsókn

FORSETI Heimssambands KFUK, Anita Anderson, sækir Ísland heim þessa dagana. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja tengsl við KFUK félög og konur hér. Á laugardag er boðið til opins fundardags KFUK á Íslandi í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Forsætisráðherra Svíþjóðar í Keflavík

FORSÆTISRÁÐHERRA Svíþjóðar, Göran Persson, hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær á leið sinni frá Stokkhólmi til New York. Ráðherrann kom ásamt fylgdarliði sínu og lífvörðum inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann þáði kaffiveitingar meðan eldsneyti var sett á þotu hans. Er hún af gerðinni Falcon og tekur 15-17 manns. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar

NÆSTI föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar verður 31. október í húsakynnum Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12 í stofu G-6. Erindið hefst kl. 12:20 og ber heitið Ensím úr hitaþolnum bakteríum. Meira
30. október 1997 | Landsbyggðin | 377 orð

Gerður út á sjóstangaveiðar á Eyrarsundi

Eikarbáturinn Gísli lóðs seldur til Svíþjóðar Gerður út á sjóstangaveiðar á Eyrarsundi EIKARBÁTNUM Gísla lóðs úr Grindavík verður á næstunni siglt til Svíþjóðar þaðan sem hann verður gerður út til sjóstangaveiða í Eyrarsundi og í Kattegat af fyrirtæki í eigu Íslendinga. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Góður hagnaður

ÞESSIR tveir ungu sölumenn voru búnir að leggja undir sig heilan bekk við Dunhaga í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið framhjá á dögunum. Drengirnir, Sarot og Steinar Atli, voru ánægðir með söluna og sögðust hafa grætt þá þegar heilar 150 krónur. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gróska með kynningarfundi

GRÓSKA, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks heldur dagana 30. október til 4. nóvember 18 fundi á jafnmörgum stöðum. Samhliða fundaherferðinni verður haldinn miðstjórnarfundur samtakanna en þar verður til umræðu Hin opna bók Grósku sem inniheldur stefnu samtakanna. Fimmtudaginn 30. október verða haldnir fundir í Sjómannastofunni Vör, Grindavík, kl. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Handverksmarkaður í Fíladelfíu

HANDVERKSMARKAÐUR verður í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, á morgun, laugardag, kl. 11­17. Þar verða seldir ýmsir munir, t.d. bútasaumur, trölladeig, trévörur, handgerðar dúkkur, englar o.fl. Einnig verður kökubasar. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Haustfundur garðyrkjubænda

HAUSTFUNDUR Sambands garðyrkjubænda verður haldinn föstudaginn 31. október kl. 11 á Hótel Íslandi. Undanfarin ár hefur Samband garðyrkjubænda haldið árlegan haustfund þar sem tekin hafa verið fyrir þau mál sem brenna mest á garðyrkjunni á hverjum tíma. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

Hótelkostnaður langt undir verðlistaverði

KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, sölustjóri á Hótel Cabin, sem var opnað í Reykjavík í sumar, segir að tilkoma hótelsins hafi leitt til þess að verð á hótelgistingu í borginni sé lægra yfir vetrarmánuðina en áður. Hótelstjórar nokkurra stærstu hótela borgarinnar segja hins vegar að verðið sé svipað og í fyrra. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hraðamyndavél tekin í notkun

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur flutt til landsins ratsjá með myndavél til hraðamælinga í umferðinni og ætlunin er að fá fleiri slíkar myndavélar til landsins á næstunni. Skráðum eiganda bíls er sent sektarboð, hafi bíllinn verið myndaður á meiri hraða en leyfilegt er. Ef annar var ökumaður þegar myndin var tekin ber eigandanum að upplýsa hver það var. Meira
30. október 1997 | Miðopna | 2379 orð

Í fótspor frú Robinson Forsetakosningar fara fram á Írlandi í dag og reynist skoðanakannanir réttar mun lögfræðiprófessorinn

ÍRAR ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta til næstu sjö ára, sem bíða mun það erfiða verkefni að feta í fótspor Mary Robinson, er notið hefur mikilla vinsælda í þessu embætti frá því hún var kjörin árið 1990. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Íslenska stærðfræðafélagið 50 ára

ÍSLENSKA stærðfræðafélagið verður 50 ára föstudaginn 31. október. Af því tilefni boðar félagið til afmælisfundar í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 15 og lýkur kl. 17. Heiðursgestur á fundinum verður Sigurður Helgason, prófessor við Massachusetts Institute of Technology, og mun hann halda fyrirlestur sem nefnist Rúmfræði og raunveruleiki og hefst kl. 15.45. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Jóhann gefur ekki kost á sér

JÓHANN G. Bergþórsson, sem var í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði við síðustu bæjarstjórnarkosningar, hefur ákveðið að taka ekki þátt í prófkjöri flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en framboðsfrestur rann út í gærkveldi. Þá hefur Ellert Borgar Þorvaldsson einnig ákveðið að gefa ekki kost á sér. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jón Viktor gæti náð Bezold

SÆVAR Bjarnason og Jón Árni Halldórsson eru í 3.-8. sæti eftir 6. umferð alþjóðlega Hellismótsins í skák, með 4 vinninga hvor. Skák Jóns Viktors Gunnarssonar og Ludgers Keitlinghaus fór í bið. Vinni Jón Viktor kemst hann við hlið Michael Bezolds í 1. sæti með 5 vinninga. Meira
30. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Kennaraskortur og þrengsli há starfi

FORELDRARÁÐ Síðuskóla hefur sent skólanefnd Akureyrar bréf þar sem fram kemur að ráðið telji að farsælt starf skólans sé í verulegri hættu. Kennaraskortur og þrengsli í skólanum séu meiri en við verði unað og nefnt sem dæmi að um 30% kennslukrafta séu leiðbeinendur, rúmlega fimmtungur kennara hafi sagt upp, Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 705 orð

Kínverskir ráðamenn segja ágreining óhjákvæmilegan

KÍNVERSKIR ráðamenn væntu þess ekki að fundur forseta þeirra, Jiangs Zemins og bandaríska starfsbróður hans, Bills Clintons, myndi lægja allar öldur í samskiptum ríkjanna. Fundurinn, sem haldinn var í Washington í gær, var sá fyrsti milli leiðtoga þessara landa í átta ár, en áður en hann hófst sagði talsmaður kínverskra stjórnvalda að deilur ríkjanna yrðu ekki útkljáðar á svipstundu. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Kosningar næsta vor herða heldur á

KOSIÐ verður um sameiningu sveitarfélaga á fimm stöðum á landinu í næsta mánuði en það sem af er árinu hefur sameining verið samþykkt á fjórum stöðum. Víðast hvar er um að ræða nokkuð mikla sameiningu. Í Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu allra sveitarfélaga sýslunnar og í Skagafjarðarsýslu verður kosið um sameiningu allra sveitarfélaga að einu undanskildu. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kvikmyndaiðnaður á Íslandi

FRAMLEIÐENDAFÉLAGIÐ og Félag kvikmyndagerðarmanna boða til opins fundar í Kornhlöðunni fimmtudaginn 30. október kl. 21. Ágúst Einarsson, alþingismaður, flytur erindi sem nefnist Kvikmyndaiðnaður á Íslandi ­ Staða og úrbætur, þar sem koma m.a. fram nýjar upplýsingar byggðar á nýrri úttekt og tillögur um breytingar á skattalöggjöf til eflingar kvikmyndaiðnaði. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Kynning á Leica

SÉRFRÆÐINGAR frá Leica í Þýskalandi verða með sérstaka kynningu í verslun Beco á Barónsstíg 18 föstudaginn 31. október. Í fréttatilkynningu segir: "Leica er gamalgróið fyrirtæki sem hefur verið leiðandi í framleiðslu á ýmsum búnaði tengdum ljósmyndun til margra ára og er helst að nefna myndavélar, sjónauka og slides- sýningarvélar. Meira
30. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Kynning á skrifstofubúnaði

HLJÓMVER á Akureyri efnir til sýningar á skrifstofubúnaði í verslun sinni við Glerárgötu á föstudag frá kl. 9-18 og laugardaginn 1. nóvember frá kl. 10 til 17. Meðal þess sem sýnt verður og kynnt eru ljósritunarvélar, símbréfstæki, skjávarpar, sjóðsvélar, reiknivélar, skipuleggjarar og GSM-símar. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Loksins friður í Líberíu

ÁRUM saman var Charles Taylor afgreiddur með því að hann gæti aldrei unnið kosningar og því hefði hann gripið til vopna ásamt mönnum sínum. En nú nýverið gengu 700 þúsund Líberíumenn að kjörborðinu til að kjósa forseta og Taylor hlaut þar um 600 þúsund atkvæði eða um 74%. Sá frambjóðandi sem næstur kom, Ellen Johnson-Sirleaf, fékk 10% og tólf aðrir skiptu með sér afganginum. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Málstofa um rætur hagkerfa

ÞRÁINN Eggertsson prófessor heldur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans fimmtudaginn 30. október nk. Nefnir hann fyrirlestur sinn "Kerfishagfræði og rætur hagkerfa". Málstofan fer fram í Hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og hefst kl. 15.30. Eru allir boðnir velkomnir. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Náin varnarsamvinna við Bandaríkin Evrópu holl

Ávegum Varðbergs, Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og þýzk- íslenzka vináttufélagsins Germaníu hélt sl. laugardag Werner Holzer, fyrrverandi aðalritstjóri Frankfurter Rundschau, opið erindi á Hótel Sögu undir yfirskriftinni "Þýzkaland og Ísland eru bandamenn í NATO". Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 61 orð

Námsmenn mótmæla í Kosovo

UM 3.000 námsmenn af albönskum ættum efndu til mótmæla í Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs í Serbíu, í gær til að krefjast þess að kennt yrði á albönsku í skólum héraðsins. Vopnaðir lögreglumenn voru á varðbergi vegna mótmælafundarins en reyndu ekki að hindra hann. Námsmenn hættu mótmælunum án þess að til átaka kæmi þegar yfirmaður lögreglusveitanna fyrirskipaði þeim það. Meira
30. október 1997 | Landsbyggðin | 128 orð

Náttúrustofa Suðurlands opnuð í Eyjum

Vestmannaeyjum-Náttúrustofa Suðurlands var formlega opnuð í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Dr. Ármann Jakobsson hefur verið ráðinn fortstöðumaður Náttúrustofunnar en hún verður til húsa í húsnæði Rannsóknarseturs Háskóla Íslands. Í tengslum við opnun Náttúrustofunnar var efnt til námsstefnu í Eyjum, fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, um breyttar áherslur í umhverfismálum. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Norðurlandamót í hárgreiðslu og hárskurði í Laugardalshöll

NORÐURLANDAMÓT í hárgreiðslu og hárskurði verður haldið um næstu helgi 1. og 2. nóvember í Laugardalshöll. Keppt verður í meistara/sveina- og nemaflokki. Þátttakendur eru frá Norðurlöndunum og hafa þegar 50 skráð sig í keppni. Norðurlandamót er haldið annað hvert ár og því á 10 ára fresti á Íslandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Norrænn stuðningur við Barnaheill

SYSTURSAMTÖK Barnaheilla í Danmörku, Red Barnet, hafa boðið Barnaheillum að njóta góðs af sölu minnismiðablokka sem fyrirtækjum og stofnunum hér á landi eru boðnar til sölu. Um er að ræða verkefni sem Red Barnet hefur staðið fyrir í Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi og felst í því að hringt er í fyrirtæki og stofnanir í viðkomandi löndum og þeim boðnar minnisblokkirnar til kaups. Meira
30. október 1997 | Landsbyggðin | 179 orð

Ný sorpmóttökustöð "Gáma" á Akranesi

NÝ sorpmóttökustöð í Berjadalsnámu fyrir ofan Akranes verður tekin í notkun laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Sorpmóttökustöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Vesturlandi. "Með tilkomu móttökustöðvar fyrir sorp í Berjadalsnámu verður bylting í sorpmálum Akurnesinga. Nýjum sorptunnum hefur verið dreift í bænum og hætt verður að nota plastpoka undir sorp. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Rannsóknir í ferðaþjónustu

FÉLAG háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) stendur á morgun, föstudag, og laugardag fyrir ráðstefnu í Þjóðarbókhlöðunni í samvinnu við Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands og Ferðamálasamtök Íslands. Þetta er sjötta norræna ráðstefnan um rannsóknir í ferðaþjónustu en hún er nú í fyrsta sinn haldin á Íslandi. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 915 orð

Ráðherra varaði við kostnaðartilfærslum

Lengi verið vilji alþingismanna að gera landið að einu gjaldsvæði fyrir símaþjónustu Ráðherra varaði við kostnaðartilfærslum Ákvæði um að sama notkunargjald fyrir símaþjónustu skuli vera alls staðar á landinu er að finna í fjarskiptalögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1996. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 461 orð

Ráðherra vissi um rekstrarhalla þrátt fyrir aukna fjárveitingu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra hafi verið það ljóst þegar skrifað var undir samkomulag um þá þjónustu sem Sjúkrahúsi Reykjavíkur er ætlað að veita að halli yrði á rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík þrátt fyrir aukna fjárveitingu. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð

Ráðinn ritstjóri á DV

ÖSSUR Skarphéðinsson, alþingismaður, hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann mun starfa með Jónasi Kristjánssyni. Össur sagði við Morgunblaðið í gær að án efa verði erfitt að gegna samtímis þingmennsku og ritstjórastarfi. "Ég hef sinnt tveimur störfum frá því ég varð óbreyttur þingmaður eftir ráðherradóm. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Sala SH á fiski til Rússlands hefur margfaldast

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur margfaldað útflutning sinn á sjávarafurðum til Rússlands á þessu ári. Fyrstu 10 mánuði ársins nemur þessi útflutningur tæpum 7.000 tonnum, en á sama tíma í fyrra hafði SH aðeins selt Rússum rúmlega 700 tonn af loðnu. Stefnt er að sölu 9.000 tonna af sjávarafurðum á þessum markaði fyrir árslok. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 502 orð

Sameining ASÍ og BSRB líklega rædd formlega í vetur

GRÉTAR Þorsteinsson forseti ASÍ segir að sameining ASÍ og BSRB hafi borið á góma innan Alþýðusambandsins án þess þó að formleg ákvörðun um að óska eftir viðræðum hafi verið tekin. Aðspurður hvort slík ákvörðun sé á döfinni segist Grétar alveg eins eiga von á því að fulltrúar samtakanna eigi eftir að ræða málið með formlegum hætti á þessum vetri. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sjávarútvegsráðherra fimmtugur

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra átti fimmtugsafmæli í gær, miðvikudaginn 29. október. Hann hélt afmælisdaginn hátíðlegan ásamt fjölskyldu sinni, í sumarbústað fjölskyldunnar að Flúðum í Hrunamannahreppi. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sovésk frímerki á sýningu MÍR

SÝNING verður opnuð á frímerkjum, póstkortum, minnispeningum o.fl. frá fyrrum Sovétríkjum, í dag, fimmtudag kl. 18, í Sýningarsal MÍR, Vatnsstíg 10. Sýningarefnið er að meginhluta til fengið úr miklu safni Guðbjörns Ingvarssonar málarameistara af frímerkjum frá Rússlandi og Sovétríkjunum. Guðbjörn, sem nú er kominn hátt á níræðisaldur (f. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Stefnir í verkfall þroskaþjálfa á mánudaginn

KRISTRÚN Sigurjónsdóttir, formaður samninganefndar þroskaþjálfa, segir allt útlit fyrir að þroskaþjálfar fari í verkfall nk. mánudag. Breitt bil sé enn á milli samningsaðila. Samninganefnd ríkisins hafi hafnað því að veita þroskaþjálfum sambærilegar hækkanir og leikskólakennarar og grunnskólakennarar hafi samið um. Meira
30. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Stefnt að tilraunum í Mývatni sem fyrst

Á VEGUM Kísiliðjunnar í Mývatnssveit hefur verið unnið að rannsókn á nýrri aðferð við efnisvinnslu í Mývatni. Rannsóknin fór fram í tilraunastöð í Hollandi en í framhaldi af þeim niðurstöðum sem nú liggja fyrir, er stefnt að því að hefja tilraunir við efnisöflun í Mývatni með þessari nýju aðferð sem fyrst, jafnvel strax næsta sumar. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

Styðja sameiginlegt framboð vinstri manna

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hefur lýst yfir stuðningi við viðræður Margrétar Frímannsdóttur, formanns flokksins, við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Í fréttatilkynningu segir að fundurinn, sem haldinn var 25. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Söfnun til styrktar Hallbirni Hjartarsyni

STARFSFÓLK Íslenska útvarpsfélagsins gengst fyrir söfnun til styrktar Hallbirni Hjartarsyni fimmtudaginn 30. október. "Eins og kunnugt er varð Hallbjörn fyrir miklu tjóni þegar eldur kom upp í Kántríbæ á Skagaströnd nú á dögunum. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Tíðin hagstæð til útivinnu

UM ÞESSAR mundir er verið að leggja grunninn að Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Maggi Jónsson arkitekt sagði að verkið væri ekki langt komið, en gengi samkvæmt áætlun. Nú væri verið að steypa undirstöður og leiðsluganga undir gólfi. Verktakinn hefði góðan tíma og tíðin væri mjög góð fyrir steypuvinnu. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 238 orð

Tveir hnúfubakar spilltu loðnutúr

LÍTIÐ varð úr loðnutúr skipverja á bátnum Gullbergi VE í fyrrnótt eftir að tveir hvalir komu í nót hans með þeim afleiðingum að hún eyðilagðist og sigla varð til hafnar á Siglufirði. Báturinn var við veiðar um 50 mílur vestur af Kolbeinsey um klukkan tvö í fyrrinótt þegar skyndilega voru tveir hvalir í nótinni. Meira
30. október 1997 | Akureyri og nágrenni | -1 orð

Um 700 nemendur hlupu

NEMENDUR Brekkuskóla tóku þátt í Norræna skólahlaupinu í síðustu viku. Alls tóku um 700 börn í 1.-10. bekk þátt í hlaupinu og gátu þau valið um að hlaupa 2,5, - 5 eða 10 km. Einnig hlupu kennarar og starfsmenn skólans. Jóhannes Bjarnason, íþróttakennari sagði tilganginn með hlaupinu m.a. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Undanþága veitt fyrir hóstasaft með efedrín

Í LYFJAVERSLUNUM er seld hóstasaftin Paradryl sem inniheldur efedrín en Lyfjaeftirlit ríkisins hefur varað við neyslu á ákveðnu afbrigði af megrunarlyfinu Herbalife, sem inniheldur efedrín og önnur óæskileg efni og farið fram á opinbera rannsókn á dreifingu og sölu á megrunarlyfinu. Guðrún S. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Undirtónn hættu og ofbeldis

HOMOGENIC, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í tímaritinu Time í þessari viku undir fyrirsögninni "Söngvar morgundagsins". Segir þar að tónlist Bjarkar eigi það sammerkt með hljómsveitinni Portishead að þótt á henni sé framtíðarbragur sé hljómurinn aldrei ómennskur og það sé hennar helsti kostur. Meira
30. október 1997 | Landsbyggðin | 215 orð

Ungir nemendur fá viðurkenningar

Akranesi-Tveir nemendur í Grundaskóla á Akranesi, þeir Eyþór Friðriksson og Bjarki Þór Guðmundsson, sigruðu í hjólreiðakeppni grunnskólanna sem haldin var í Reykjavík nú á haustdögum. Keppni þessi er á vegum Umferðarráðs og er einn þáttur í fjölbreyttu fræðslustarfi þess með nemendum grunnskólanna. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Útboð á Kjósarskarðsvegi

TVÖ fyrirtæki á Selfossi áttu lægstu tilboð í endurbætur vegarins í Kjósarskarði, en tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni. Vélgrafan ehf. á Selfossi bauð 7.472 þúsund í vegarlagninguna en Árvélar á Selfossi 5.483 þúsund krónur. Stórafell ehf. í Reykjavík bauð 5.559 þúsund krónur og Uppfylling sf. í Garðabæ 6.489 þúsund. Meira
30. október 1997 | Landsbyggðin | 79 orð

Vegagerðin lætur harpa

Árneshreppi-Verktakafyrirtækið Varða ehf. á Hólmavík er að harpa möl fyrir vegagerðina hér í Árneshreppi. Einnig mun fyrirtækið taka að sér að harpa fyrir flugmálastjórn Gjögurflugvöll, um 5000 rúmmetra. Meira
30. október 1997 | Erlendar fréttir | 272 orð

Verðbréfamarkaðir heimsins rétta úr kútnum

VIÐSKIPTI í kauphöllum heimsins glæddust í gær, daginn eftir að methrun hafði orðið á gengi hlutabréfa í mörgum þeirra. Kauphöllin á Wall Street í New York var fyrst til að rétta aftur úr kútnum eftir niðursveifluna í kringum helgina en í fyrradag var sett nýtt met í fjölda seldra hlutabréfa þar á einum degi. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Þjónusta um gervihnetti

ÐBandarískt fyrirtæki vill samstarf við P&S Þjónusta um gervihnetti FULLTRÚI bandarísks fyrirtækis ræddi nýlega við samgönguráðuneyti og Póst og síma. Fyrirtækið hyggst bjóða breiðbandsþjónustu um allan heim um gervihnetti. Pétur Reimarsson, stjórnarformaður Pósts og síma hf. Meira
30. október 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Þrír slasast í árekstri

ÞRENNT slasaðist í allhörðum árekstri tveggja bíla við brúna á Skaftafellsá í Öræfum í gærmorgun. Var fólkið flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Áreksturinn varð við einbreiða brú yfir Skaftafellsá um klukkan 11 í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði slösuðust þrír í öðrum bílnum en enginn í hinum. Alvarlegustu meiðslin hlaut kona sem lærbrotnaði. Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 1997 | Staksteinar | 310 orð

»Atvinnulíf og andrúmsloft ER NOKKURT vit í því að hætta við orkufrekan iðnað hér á landi

ER NOKKURT vit í því að hætta við orkufrekan iðnað hér á landi en byggja hann upp þar sem gróðurhúsaáhrifin eru 7­10 sinnum meiri? Þessari spurningu er varpað fram í "Íslenzkum iðnaði". Áherzlur Meira
30. október 1997 | Leiðarar | 528 orð

MENNTUN SJÓMANNA

leiðariMENNTUN SJÓMANNA JÓÐIN BYGGIR afkomu sína að mestu á sjávarútvegi og mun svo verða um ófyrirsjáanlega framtíð. Þess vegna skiptir miklu máli, að íslenzkir sjómenn njóti beztu menntunar, sem völ er á hverju sinni, og mikilvægi hennar eykst stöðugt eftir því sem tækninni fleygir fram. Meira

Menning

30. október 1997 | Fólk í fréttum | 420 orð

Ástin og heimilislífið

Óskar G. ætlar til Ástralíu í hljómleikaferðalag til að kynna nýja diskinn sinn. Hvers vegna í ósköpunum? Hann heldur því reyndar fram að það sé ekki mikil fyrirhöfn að halda hinumegin á hnöttinn. HANN er frá Höfn í Hornafirði og tekur upp efni á diska í Ástralíu. Hann býr í Reykjavík en hljómsveitin er í þrjátíu klukkustund fjarlægð sé flogið. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Besti fatastíllinn

VH1 tískuverðlaunin voru veitt í Madison Square Garden í New York í síðustu viku. VH1 er tónlistarsjónvarpsstöð sem notendur fjölvarps ættu að kannast við. Það voru því rokkstjörnur, fyrirsætur og leikkonur sem mættu á hátíðina og biðu spenntar eftir úrslitunum. Meira
30. október 1997 | Bókmenntir | 449 orð

Börn í gleði og sorg

eftir Sigrúnu Oddsdóttur. Myndskreytingar Freydísar Kristjánsdóttur. Barnabókaútgáfan 1997. Prenthúsið ehf. - 72 blaðsíður. "VEISTU hvað gerist ef maður þekkir engan? ­ Kynnist! " (bls 5). Þannig byrjar barnasaga Sigrúnar Oddsdótttur, "Vinabönd." Hildur tekur Villu á orðinu og áður en varir hefur hún kynnst fjölmörgum krökkum í sjávarþorpinu. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 81 orð

Dagskrá Ritlistarhópsins í Gerðarsafni

RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Að þessu sinni mun Guðný Ýr Jónsdóttir kynna Sigfús Daðason skáld. Hún segir frá æviferli hans, les úr síðustu bók Sigúsar, Og hugleiða steina. Að lokum mun Guðný spila sýnishorn af upplestri Sigfúsar á eigin verkum frá árunum 1985­ 1995, sem varðveitt hefur verið í segulbandasafni RÚV. Meira
30. október 1997 | Kvikmyndir | 375 orð

Dómaraklúður

Leikstjóri Jim Wilson. Handritshöfundar Geir Eriksen. Erik Ildahl, Theresa Marie. Kvikmyndatökustjóri Richard Bowen. Tónlist Christopher Young. Aðalleikendur Harvey Keitel, Cameron Diaz, Craig Sheffer, Billy Zane. 90 mín. Bandarísk. Fine Line Features 1997. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Enn ein opnun

LEIKARINN og veitingamaðurinn Bruce Willis opnaði enn einn Planet Hollywood-veitingastaðinn nú á dögunum. Nýjasti staðurinn er í Houston í Texas og bar Willis á herðum sér stóra og mikla hauskúpu af kú af tilefninu. Willis var umkringdur frægu fólki á opnuninni enda er hver staður opnaður með miklum tilþrifum enda þema þeirra kvikmyndir Hollywood og stjörnur þeirra. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð

Fiennes og Kingston skilin

BRESKI leikarinn Ralph Fiennes fékk skilnað í vikunni frá eiginkonu sinni til fjögurra ára, leikkonunni Alex Kingston. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Moll Flanders í samnefndri sjónvarpsseríu sem var sýnd á Stöð 2 nú í haust. Kingston datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún hafnaði hlutverki í læknaþáttunum ER fyrir skömmu. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 305 orð

Frumskógarstrákurinn FRUMSÝNING

ÞRJÁTÍU tamin villidýr voru flutt frá Los Angeles og út í frumskógana á Sri Lanka til þess að taka þátt í gerð myndarinnar um Mowgli sem Laugarásbíó hefur nú tekið til sýninga. Ekki voru þó fluttir inn fílar, því nóg var af þeim á staðnum. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Frumsýningarsátt

LEIK- og söngkonan Whitney Houston virðist hafa tekið eiginmann sinn, Bobby Brown, í sátt á ný ef marka má faðmlag þeirra við frumsýningu í New York á dögunum. Það var á frumsýningu myndarinnar "Cinderella" sem Whitney leikur annað aðalhlutverkið í sem hjónakornin sýndu hlýhug sinn hvort til annars. Meira
30. október 1997 | Bókmenntir | 1069 orð

Hrífandi ljóð

eftir Knut Ødegård. Þýðendur: Jóhann Hjálmarsson og Matthías Johannessen, Hörpuútgáfan, 1997 ­ 43 bls. KNUT Ødegård er Íslendingum að góðu kunnur. Störf hans hér á landi og vensl við Ísland og Íslendinga eiga sinn þátt í því en hann hefur auk þess þýtt mörg íslensk öndvegisverk yfir á norsku. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 1517 orð

Hrollvekjandi sápuópera á sjúkrahúsi Danski leikstjórinn Morten Arnfred gerði dönsku framhaldsmyndina Lansann 2 í samvinnu við

Hrollvekjandi sápuópera á sjúkrahúsi Danski leikstjórinn Morten Arnfred gerði dönsku framhaldsmyndina Lansann 2 í samvinnu við Lars von Trier en hún er sýnd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Hann segir Arnaldi Indriðasyni frá myndinni, samstarfinu við von Trier og fleiru. Meira
30. október 1997 | Bókmenntir | 484 orð

Íslenskir tannlæknar

Gunnlaugur Haraldsson:Þjóðsaga 1997, 435 bls. TANNLÆKNATAL kom fyrst út árið 1984. Í öllum aðalatriðum var það svipað því sem nú birtist, þó ekki eins vandað og vitaskuld allmiklu styttra. Í því voru 246 æviskrár, en nú eru æviskrárnar 366. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð

Johnny Cash með Parkinsonveiki

KÁNTRÝSÖNGVARINN Johnny Cash hefur verið greindur með Parkinsonveiki og hefur í kjölfarið aflýst kynnningarferðalagi sínu um Bandaríkin vegna útkomu ævisögunnar "Cash: The Autobiography". Cash er 65 ára og hefur sjúkdómurinn ágerst undanfarið og því var ákveðið að fresta einnig tónleikahaldi vegna útkomu nýs geisladisks sem kallast "Unchained. Meira
30. október 1997 | Bókmenntir | 646 orð

Keflavík í aldarbyrjun

Bjarni Guðmarsson: Reykjanesbær 1997, 371 bls. ÁRIÐ 1992 kom út Saga Keflavíkur 1766-1890 rituð af sama höfundi. Nú, fimm árum síðar, heldur sagan áfram og skilar henni fram um þrjátíu ár. Eins og segir í inngangi höfundar að fyrsta bindi náði sú bók yfir "gamla tímann", en þessi yfir "upphaf nútímans". Er þá allur "nútíminn" eftir og hlýtur hann að verða a.m.k. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Kvartett Sigurðar Flosasonar spilar Coltrane

DJASSTÓNLEIKAR verða á vegum jassklúbbsins Múlans á morgun, föstudag, kl. 21. Tónleikarnir fara fram á veitingastaðnum Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Fram kemur kvartett Sigurðar Flosasonar, en hann skipa auk Sigurðar, sem leikur á altó­saxófón, píanóleikarinn Kjartan Valdimarsson, kontrabassaleikarinn Þórður Högnason og trommuleikarinn Matthías Hemstock. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 208 orð

Kvikmyndahátíð hefst í dag

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag, 30. október, og lýkur 9. nóvember. Á hátíðinni verða sýndar þrjátíu og fjórar myndir. Fimm franskar, þrjár danskar, tvær ástralskar, og ein rússnesk en stærstur hluti myndanna kemur frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 1978 og er elsta kvikmyndhátíð á Norðurlöndum. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 425 orð

Kylián og Ulrich meðal danshöfunda

ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur tuttugasta og fimmta starfsár sitt með frumsýningu á verkinu Trúlofun í St. Dómíngó eftir danshöfundinn Jochen Ulrich 7. og 9. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins. Frumsýningarnar verða tvær þar sem tveir hópar dansara skipta með sér verkum í uppfærslunni. Verk Ulrichs er byggt á sögu Heinrichs von Kleist, Trúlofun í St. Dómíngó. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 49 orð

Leiðsögn um sýningu

LEIÐSÖGN um sýningu Gunnlaugs Schevings, Úr smiðju listamannsins, verður á laugardaginn 1. nóvember, kl. 15. Í fyrirlestrasal verður sýnd heimildarmynd um Gunnlaug Scheving, Hið hljóðláta verk, kl. 12 og kl. 16. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11­17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 85 orð

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum

FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súfistans, bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, verður helgaður nokkrum af þeim bókum sem eru að koma glóðvolgar í bókaverslanir þessa dagana. Þetta er fjórða upplestrarkvöldið á Súfistanum nú í haust og hafa upplestrarkvöldin verið afar vel sótt. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 1231 orð

List tilfinninganna Barítonsöngvarinn Keith Reed, sigurvegari TónVakans 1997, verður gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á

List tilfinninganna Barítonsöngvarinn Keith Reed, sigurvegari TónVakans 1997, verður gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum hennar í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarssonræddi við söngvarann sem starfar sem söngkennari á Egilsstöðum. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 41 orð

Ljóðakvöld í Djúpinu

LJÓÐAKVÖLD verður haldið í Djúpinu í kvöld kl. 21. Fram koma: Ólafur, Joan, Hr. T., Valrún, Dúsa, Kristjana, Kristín dáðaskáld, Grétar, Guðbrandur Siglaugsson, Ægir og fleiri. Skáldin lesa ýmist eða kveða með aðstoð hljóðgjafa. Yfirskrift ljóðakvöldsins er Huldukonan kallar. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 407 orð

"Mikil gróska í dansinum"

Danssýningin 7 brot verður í Tjarnarbíói í kvöld. Rakel Þorbergsdóttir hitti Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sem skipuleggur sýninguna. "ÞETTA er í annað sinn sem ég sé um danssýninguna og fæ að ráða hvernig að henni er staðið. Ég tók þá ákvörðun að tala við aðra dansskóla og þeir sáu um að velja einhver skemmtileg atriði. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Námskeið í Nýja tónlistarskólanum

Námskeið í Nýja tónlistarskólanum KEITH Reed mun nýta dvöl sína syðra til fleiri góðra verka en að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands en á morgun, föstudag, mun hann halda námskeið með Master Class- sniði fyrir söngnemendur Nýja tónlistarskólans á sal skólans, Grensásvegi 3. Áheyrendur eru boðnir velkomnir. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar bækur KÓNGAR í ríki sínu og prin

KÓNGAR í ríki sínu og prinsessan Petra eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur hefur verið endurútgefin. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Kóngar í ríki sínu, sem var endurútgefin á sl. ári, en báðar þessar bækur höfðu lengi verið ófáanlegar. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 216 orð

Nýjar bækurSETJIÐ súrefnisgrímuna fyrst á yður

SETJIÐ súrefnisgrímuna fyrst á yður... er eftir Andrés Ragnarsson sálfræðing. Í kynningu segir m.a.: "Þrennt vakir fyrir höfundi með því að skrifa þessa bók. Í fyrsta lagi að skrifa hagnýta bók sem auðveldar fjölskyldum að líta í eigin barm við aðstæður sem þær völdu sér ekki sjálfar. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 135 orð

Nýjar bækurUNDIR laufþaki er l

UNDIR laufþaki er ljóðabók eftir Maríu Kristínu Einarsdóttur. Hún fékk snemma áhuga á ljóðlist en lagði í fyrstu rækt við saumaskap og handavinnu alls konar. Sömuleiðis var tónlistin ofarlega á blaði. Hún hóf hefðbundið söngnám og lauk 8. stigs prófi 1990 frá Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 170 orð

Nýjar bækur ÞAÐ var rosalegt ­ Skáldið

ÞAÐ var rosalegt ­ Skáldið og skógarbóndinn Hákon Aðalsteinsson er eftir Sigurdór Sigurdórsson blaðamann. Hákon er í hópi þekktustu sögumanna og hagyrðinga landsins. Frásagnarlist hans kemur vel fram í þessari bók, sem er sambland af æviminningum frá stormasamri ævi og sögum af samferðafólki, m.a. sögur af Jökuldælingum. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 1144 orð

Safnfréttir, 105,7

TILKYNNINGAR ískemmtanarammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum.Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar, á fax 5691181 eða á netfangfrettþmbl. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 238 orð

Starfsmaður ársins valinn í fyrsta sinn

LANDHELGISGÆSLAN hélt árlegt boð í flugskýli gæslunnar á dögunum þar sem starfsmönnum og mökum þeirra var boðið upp á veitingar. Starfsmenn sem áttu 25 ára starfsferil og lengri voru heiðraðir sérstaklega af tilefninu og þeim afhentir áletraðir pennar. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 354 orð

Svanurinn hlýtur lofsamlega dóma á Spáni

Svanurinn hlýtur lofsamlega dóma á Spáni SVANURINN, skáldsaga Guðbergs Bergssonar, kom nýverið út á Spáni í þýðingu Aitors Yraola, hjá bókaforlaginu Tuquets. Henni hefur verið mjög vel tekið af gagnrýnendum og fjallað hefur verið um bókina og höfundinn í mörgum spænskum og suður-amerískum dagblöðum og tímaritum. Viðtöl við Guðberg birtust m. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Sýningum lýkur

Í SÝNINGARSÖLUM Norræna hússins stendur yfir sýningin tarGET. Sýningin er opin kl. 14­18. Í anddyri stendur yfir sýning á auglýsingaspjöldum sem birtust í Rafskinnu á árunum 1935­1957. Sýningin er opin alla daga kl. 9­18, nema sunnudaga frá kl. 12­18. Sýningunum lýkur sunnudaginn 2. nóvember. Meira
30. október 1997 | Fólk í fréttum | 135 orð

Tólf systurhljómsveitir Kryddstelpnanna

Í KJÖLFARIÐ á velgengni Kryddstelpnanna, Spice Girls, hafa að minnsta kosti tólf hljómsveitir verið stofnaðar í þeim tilgangi einum að herma eftir þeim. Þar á meðal eru SpicE Girls, Five Spice Girls, The Spiced Girls, The Spicier Girls, Wannabe Spicie og Total Spice. Meira
30. október 1997 | Myndlist | 811 orð

Við brjóst gyðjunnar

Opið daglega frá 14­18. Til 9. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er vel til fallið að efna til sýningar á einu og öðru úr fórum málarans Jóns Engilberts, er til stendur að selja húsið, og afkomendur listamannsins, Birgitta, Gulldropinn og hennar fólk á förum. Meira
30. október 1997 | Leiklist | -1 orð

Vistaverur sorgarinnar

Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hansson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónasdóttir, Jóhann Sigurðarson, Magnús Ragnarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Valdís Gunnarsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Meira
30. október 1997 | Menningarlíf | 82 orð

(fyrirsögn vantar)

Í TJARNARBÍÓI kl. 20.30 verður danssýning þar sem fram koma sex dansskólar og stúdíó með fjölbreytta dagskrá með klassísku­, djass­ og módernívafi. Leiðbeinandi er Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Þeir skólar/stúdíó sem koma fram eru: Verkstæðið, Kramhúsið, Listdansskóli Íslands, Nýi klassíski skólinn, Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Jazzballettskóli Báru. Meira

Umræðan

30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert ævintýragjarn og eirðarlaus og þarft að ha

Afmælisbarn dagsins: Þú ert ævintýragjarn og eirðarlaus og þarft að hafa fyrir því að aga huga þinn og hönd. Einkamálin eiga hug þinn allan nú um stundir. Eigi að síður þarft þú að sinna vinnu og þarft því að gæta þín vel. Það gæti komið til einhverra vandræða í sambandi við fjármuni, ef þú ekki heldur að þér höndum á því sviði. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 1842 orð

AFTUR UM MÁLVERKAFALSANIR

"SMÁM saman tókst mér að fá fyrstu innsýn í það sem alltaf er stórkostlegt í ósviknu listaverki, að brjótast inní framandi heimsmynd og tileinka sér hana". Svona kemst Ejler Bille, helsti hugmyndafræðingur COBRA listastefnunnar að orði í bók Thors Vilhjálmssonar um Svavar Guðnason, þegar hann minnist þess tíma er hann sá verk Svavars í fyrsta sinn í París 1938. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 555 orð

Áskorun til íslenskra stjórnvalda og alþingismanna

ALÞJÓÐLEGA átakinu um bann við jarðsprengjum (ICBL) og aðalstjórnanda átaksins, Jody Williams, voru 10. október sl. veitt friðarverðlaun Nóbels 1997 fyrir að samhæfa alþjóðlegt átak til að eyða jarðsprengjum. ICBL er samstarf meira en eitt þúsund félagasamtaka í meira en 60 þjóðlöndum. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 536 orð

Enn legg ég til...

Í MORGUNBLAÐINU hinn 17. október sl. beindi Bergþóra Sigurðardóttir til mín nokkrum spurningum í tilefni af pistlaflutningi mínum í morgunútvarpi Rásar tvö. Ég ætla að reyna að svara þeim í stuttu máli. Eftir því sem ég get best skilið er það aðallega tvennt sem vefst fyrir bréfritara. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 423 orð

Félagsþjónusta sveitarfélaga og félagsleg ráðgjöf

FYRIR skömmu birtist í Morgunblaðinu grein eftir framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Þar voru lagðar fram margar spurningar um nauðsynlega þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og var þeim öllum svarað neitandi. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 991 orð

Fitubrennsla ­ vinsælasta umræðuefni 20. aldar

ÞAÐ ER oft spaugilegt að hlusta á fólk og þá sérstaklega konur, tala um fitu og fitubrennslu, maga, rass, læri og megrun. Fátt kemur manni lengur á óvart í þeirri umræðu. Sem íþróttafræðingi finnst mér samt umfjöllunin oft villandi, jafnvel röng og sem konu finnst mér hún mjög niðurlægjandi. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 362 orð

Gefum nagladekkjunum frí

ER EKKI orðið tímabært að landsmenn eða a.m.k. höfuðborgarbúar gefi nagladekkjunum frí. Þvílíkt rugl myndu einhverjir segja en áður en við afgreiðum málið með þessum orðum skulum við aðeins skoða kosti og ókosti þess að nota nagladekkin. Kostir nagladekkjanna eru litlir umfram venjuleg vetrardekk og enn minni ef þau eru borin saman við harðkornadekk sem er það nýjasta á markaðnum. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 425 orð

Hverjir eru fatlaðir?

ÞEGAR þetta er skrifað stefnir í að þroskaþjálfar fari í verkfall 3. nóvember nk., ef ekki verði búið að semja fyrir þann tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá eru byrjunarlaun þroskaþjálfa í dag rúmlega 74 þúsund kr. á mánuði og geta farið í ca. 88 þúsund eftir átján ára starf, en ein aðalkrafa þroskaþjálfa nú er að byrjunarlaun fara í 110 þúsund á samningstímanum. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Látið sjómönnum Sjómannaskólann eftir

NÚ ERU uppi áform um að flytja Stýrimannaskólann og Vélskólann úr húsi Sjómannaskólans við Háteigsveg og innrétta fyrir þessa skóla húsnæði við Höfðabakka. Núverandi húsakostur Sjómannaskólans yrði lagður undir nýjan Kennara- og uppeldisháskóla. Þótt ég sé hlynntur þessum nýja skóla sætti ég mig ekki við að hann leggi undir sig Sjómannaskólann. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 332 orð

MÍÐAVERKSTÆÐI Þjóðleikhússins er á margan hátt hinn ágæta

MÍÐAVERKSTÆÐI Þjóðleikhússins er á margan hátt hinn ágætasti salur til leiksýninga og svolítið gróf umgjörð er góð tilbreyting frá aðalsal leikhússins. Loftræstingin, eða skortur á henni, er þó mikill galli á sýningarsalnum og er hann vart hæfur til sýninga af þessum sökum. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 619 orð

Myndatökumaðurinn skrifar

UNDANFARNA daga hefur spunnist nokkur umræða um sýningu mynda frá uppskurði á Landspítalanum þar sem leg var fjarlægt úr konu. Þar sem ég myndaði uppskurðinn langar mig að leggja nokkur orð í belg í þessari annars einhliða neikvæðu umræðu. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 156 orð

Niðurstaða prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík

ÉG FÆ ekki séð að nein ástæða sé til að breyta niðurstöðum prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík. Átta þeir efstu hafa afgerandi meira fylgi en þeir sem á eftir koma. Kjartan Magnússon sem er í 8. sæti hefur 51,21% fylgi en fylgi Eyþórs Arnalds í því níunda var 35,43%. Þar er mikill munur á. Fleiri konur, sagði einhver. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 538 orð

Ráðist á verkafólk í fiskvinnslu

Í MORGUNBLAÐINU um helgina er í tvígang vegið illilega að verkafólki í fiskvinnslu. Í laugardagsblaðinu er greint frá aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Frá fundinum berast skýr skilaboð. Farið verður fram á viðræður við verkalýðsfélögin um LAUSNIR á vandanum og annaðhvort fallast þau á breytingar á vinnutíma og bónusfyrirkomulagi eða frystihúsunum verður lokað, öðru eða báðum. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 812 orð

Strákapör

ÞEIR félagarnir Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson hafa undanfarið skrifað greinar um veiðikvótana og veiðileyfagjaldið í Morgunblaðið. Það er erfitt að lýsa þessum greinum svo vel sé, án þess að grípa til grófyrða. Einfaldast er að segja að þessi skrif séu mest innihaldslaust rugl. Ég nefni sem dæmi þetta: "... Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 88 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á alþjóðlega Hellismótinu, sem nú stendur yfir hjá Helli í Þönglabakka 1 í Mjódd. Einar Hjalti Jensson(2.225) hafði hvítt og átti leik gegn Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. 18. Bxg7! - Kxg7 19. Rhf5+ - Bxf5 20. Rxf5+ - Kh7 21. Rxd6 - Dc7 22. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 185 orð

SUÐUR spilar sex spaða og fær út tromp: Suður g

SUÐUR spilar sex spaða og fær út tromp: Suður gefur; AV á hættu. ÁG1072 84 Á76 ÁD10 KD63 ÁD3 DG52 G3 ­ ­ ­ 1 grandPass 2 hjörtu * Pass 3 spaðar **Pass 6 spaðar Allir pass * Yfirfærsla. ** Fjórlitur í spaða. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 1061 orð

Um fisk, fólk og kvóta

ÞAÐ ER ekki nútímalegt í dag að tala um fisk og fólk. Það skal tala um fisk og kvóta. Fólkið er einhvers staðar þar fyrir utan og skiptir minna máli. Byggðastefna er ekki til, annað en lögmál stundargróðans. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 533 orð

Umsvif ríkisins minnka

ÁFRAMHALDANDI hagvöxtur og meiri umsvif í efnahagslífinu skila sér í auknum tekjum ríkissjóðs. Miðað við eldri uppgjörsaðferð ríkissjóðs (greiðslugrunn) er áætlað að heildartekjur ríkissjóðs á árinu 1998 verði tæplega 7 milljörðum hærri en árið 1997. Hærri tekjur má einkum rekja til aukinna veltuskatta, tekjuskatts fyrirtækja og tekna af sölu eigna. Meira
30. október 1997 | Aðsent efni | 1083 orð

Uppsveiflu - ekki niðurskurð

ÉG tel mig vera fremur sparsama konu og vil einnig reyna að hugsa á sparsemisnótunum þegar um er að ræða hvernig verja skal peningum okkar skattborgaranna. Við þau kynni sem ég hef haft af geðdeildum og göngudeildum geðsjúkra hér í borg hef ég sannfærst um að þar sé mikið vinnuálag og ekki mannskapur til að sinna sem skyldi þeim alvarlega sjúku einstaklingum sem þangað eiga erindi. Meira
30. október 1997 | Bréf til blaðsins | 173 orð

Það er gaman á Grímseyjarsundi MIG langar til að senda skip

MIG langar til að senda skipverjunum á Grímseyjarferjunni Sæfara kærar þakkir fyrir skemmtilega siglingu um Grímseyjarsund í haust. Þetta voru alveg einstaklega kurteisir og indælir menn og það voru farþegarnir líka. Ég ráðlegg öllum að fara norður fyrir heimskautsbaug með Sæfara frá Dalvík. Meira

Minningargreinar

30. október 1997 | Minningargreinar | 476 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir Jensen

Elsku Heiða frænka. Örfá kveðjuorð til þín frá börnum og tengdabörnum Laugu systur. Þú varst alltaf sérstök frænka, hafðir skapfestu, glaðlyndi og umhyggjusemi til að bera. Umhyggjusemi þín kom fljótt í ljós gagnvart okkur. Því meðan við bjuggum í Aðalvíkinni, var það stórviðburður og gleðistund þegar sendingar komu frá Heiðu frænku. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR JENSEN

AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR JENSEN Aðalheiður Friðriksdóttir fæddist í Miðvík, Aðalvík, N-Ísafjarðarsýslu, 14. desember 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 29. október. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 881 orð

Benedikt Sigvaldason

Þegar stofnað var til landsprófs miðskóla, til að opna alþýðu í dreifbýli leið til menntaskólanáms, var það strax viðhaft í Héraðsskólanum á Laugarvatni og haldið í fyrsta sinn vorið 1946. Til þessa náms gaf sig fram tvítugur Borgfirðingur, sem fram að því hafði engan veg séð til skólagöngu umfram fullnaðarpróf barnaskólans í Andakíl. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Benedikt Sigvaldason

Um langt árabil gegndu héraðsskólar landsins veigamiklu hlutverki í mennta- og menningarlífi þjóðarinnar. Héraðsskólinn á Laugarvatni stóð þar jafnan í fremstu röð og naut sérstakrar virðingar sem merkisberi í alþýðufræðslu hinna dreifðu byggða. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Benedikt Sigvaldason

Tvo vetur fyrir tæpum tuttugu árum stunduðum við nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Allir eigum við hlýjar minningar um þann tíma, ekki síst vegna góðra kynna af Benedikt Sigvaldasyni skólastjóra og eftirlifandi eiginkonu hans Öddu Geirsdóttur kennara. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 607 orð

Benedikt Sigvaldason

Fánum skólanna á Laugarvatni var flaggað í hálfa stöng að morgni 11. október. Þeir bærðust ekki í logninu. Laugarvatn var spegilslétt þennan fagra og hlýja haustmorgun. Reykur hveranna sveif hægt upp í loftið, dreifðist þar og varð að engu. Lauf skógarins var að mestu fallið til jarðar og farfuglarnir að kveðja landið. Fámennt var á Laugarvatni því að frí var í skólum staðarins. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 772 orð

Benedikt Sigvaldason

Í dag kveð ég gamlan vin minn, Benedikt Sigvaldason, eða Benda, eins og ég kallaði hann þegar ég var telpa. Með Benda mínum er horfinn einn af þessum gömlu séntilmönnum sem í dag eru svo sjaldséðir. Ég á margar ljúfar minningar um Benda. Hann var sterkur maður og hraustur sem mokaði snjó og kleif fjöll, en hann var líka að mörgu leyti ákaflega fínlegur maður, og vandvirkur með afbrigðum. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BENEDIKT SIGVALDASON

BENEDIKT SIGVALDASON Benedikt Sigvaldason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 23. október. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Helga Ágústa Einarsdóttir

Með örfáum orðum langar mig að minnast Helgu vinkonu minnar, sem ég á svo mikið að þakka, og þá fyrst og fremst fyrir sanna vináttu í 50 ár. Það var mér mikils virði að kynnast henni ásamt fleiri konum sem allar voru eldri en ég og buðu þær mér að vera með sér í saumaklúbb. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HELGA ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR

HELGA ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR Helga Ágústa Einarsdóttir fæddist á Blómsturvöllum við Bræðraborgarstíg 16. ágúst 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 24. október. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Jónas Björnsson

Á stilltu haustkvöldi á maður á flestu öðru von en því að heyra um andlát vinar síns og samstarfsmanns. Þó að haustlaufin falli og grasið fölni fyrir utan gluggann og naprir vindar blási er erfitt að samþykkja að svo skyndilega hafi haustað að í lífi Jónasar Björnssonar. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 737 orð

Jónas Björnsson

Það voru þungbær tíðindi sem okkur bárust í Smáraskóla árla morguns mánudaginn 29. september sl. Hann Jónas okkar hafði látist af slysförum á Spáni. Þetta gat ekki verið satt? Við sem kvöddum hann svo hressan og kátan fyrir örfáum dögum. Við sem hlökkuðum svo til að hitta hann aftur eftir nokkra daga og fá að heyra hvað á daga hans hafði drifið. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Jónas Björnsson

Það var tregablandið andrúmsloftið í Gróttu-húsinu í fyrsta tímanum eftir fréttina um sviplegan dauða Jónasar. Við þessir fullorðnu "strákar", lífsreyndir og öllu vanir, vorum dolfallnir og máttlitlir gagnvart lífsgátunni. Eftir að hafa drúpt höfði í mínútu þögn hófum við leikinn en tómleikatilfinning og söknuður sóttu á og enginn okkar vék huganum frá Jónasi. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Jónas Björnsson

Með örfáum orðum langar mig að kveðja vin og félaga úr Lúðrasveit Reykjavíkur, Jónas Björnsson, sem svo óvænt féll frá í blóma lífs síns, en fréttin um fráfall hans snart mig og fjölskyldu mína djúpt. Ég kynntist Jónasi ekki að ráði fyrr en hann gerðist félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur, en þar hafði ég áður starfað um árabil, bæði með föður hans, Birni Guðjónssyni, og afa, Guðjóni Þórðarsyni, Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Jónas Björnsson

Við vinkonurnar viljum minnast Jonna, sem við kynntumst sem unglingar. Minningar streyma fram í hugann. Kjallarinn á Kaplaskjólsveginum, strákarnir; þeir Raggi, Eiki, Ingi og Jonni að æfa í hljómsveitinni. Okkur boðið að hlusta. Æfingin byrjaði á fínu trommusóló, svo kom gítarinn og bassinn og að lokum söngurinn. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Jónas Björnsson

Í dag, miðvikudaginn 29. október, verður Jónas Björnsson eða Jonni, lagður til hinstu hvílu og vil ég minnast þessa ágæta vinar örfáum orðum. Ég kynntist Jonna í barnaskóla, nánar tiltekið í Melaskólanum, og þar sem nokkur samgangur var milli foreldra okkar tókst með okkur kunningsskapur. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 583 orð

Jónas Björnsson

Vatn þitt spegilslétta speglar sjálfan þig á fleti myndir flétta farin ævistig. Brotnar myndir berast eins og brek að strönd línur ljóssins skerast skiptir lit á hönd. (Úr texta Heimis Más) Leiðir okkar Jónasar lágu saman í gegnum tónlistina fyrir um tíu árum. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 353 orð

Jónas Björnsson

Mig setti hljóðan þegar mér var sagt að Jónas væri dáinn. Hugurinn leitar aftur til þess tíma þegar leiðir okkar frænda lágu saman í Skólahljómsveit Kópavogs. Þar var Jonni hrókur alls fagnaðar, jafnvígur á trompet og trommur og átti það til að grípa önnur hljóðfæri. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 496 orð

Jónas Björnsson

Mig langar að minnast í fáeinum orðum Jónasar Björnssonar tónlistarmanns sem lést með sviplegum hætti af slysförum á erlendri grundu fyrir mánuði. Ég kynntist Jónasi um miðjan áttunda áratuginn þegar leiðir okkar lágu saman á tónlistarbrautinni. Jónas hafði þá um skeið leikið á trompet í Skólahljómsveit Kópavogs undir farsælli stjórn föður síns, Björns Guðjónssonar. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Jónas Björnsson

Því hamingja þín mælist við það sem þér er tapað og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjörnur þær er þú sjálfur hefur gert. (T.G.) Þegar Leikfélag Kópavogs setti Bör Börsson á fjalirnar árið 1975 var markið sett hátt. Guðrún Þ. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 823 orð

Jónas Björnsson

Í dag verður æskuvinur minn Jónas Björnsson, eða Jonni eins og ég kallaði hann ætíð, borinn til grafar. Fregnin af ótímabæru andláti Jonna var svo óraunveruleg og óvænt að ég hef vart getað trúað henni fyrr en nú. Minningar hafa hellst yfir eins og í hviðum og ég hef sárlega fundið fyrir tómarúminu sem skilið hefur verið eftir. Kynni okkar Jonna voru nokkuð sérstök. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 26 orð

JÓNAS BJÖRNSSON

JÓNAS BJÖRNSSON Jónas Björnsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1958. Hann lést á Spáni 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 29. október. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 171 orð

Jón Finns Jónsson

Við andlát Nonna frænda er eins og við systurnar séum að kveðja hluta tilveru okkar frá bernskudögunum. Í mörg ár var það fastur liður að Nonni frændi væri hjá okkur á aðfangadag. Alltaf kom hann færandi hendi og gladdi okkur með ýmsu móti. Þegar búið var að taka upp jólapakkana munum við eftir sögunum hans frá mörgum þeim löndum sem hann hafði heimsótt. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Jón Finns Jónsson

Elsku Nonni frændi. Nú þegar leiðir skiljast langar okkur að þakka liðnar stundir. Það verða að teljast forréttindi fyrir okkur og börnin okkar að hafa fengið að kynnast þér og eiga minningarnar eftir sem ylja okkur um ókomna tíð. Við eigum eftir að sakna allra skemmtilegu stundanna þegar við sátum "ein augu og eyru" og hlustuðum á sögur af framandi fólki frá fjarlægum stöðum. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Jón Finns Jónsson

Látinn er góður vinur minn, Jón Finns Jónsson, ávallt kallaður Nonni af sínu nánustu. Nonni stundaði sjóinn mest allan sinn aldur, bæði hér við Íslandsstrendur að veiða fisk og svo sigldi hann um öll heimsins höf á stórum erlendum skipum. Ekki kynntist hann öðru en góðu fólki í þeim löndum sem hann heimsótti og löndin voru mörg en svona var Nonni, allir voru góðir. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 433 orð

Jón Finns Jónsson

Genginn er góður félagi og einn greindasti maður sem við bræðurnir höfum kynnst. Nonni Finns, eins og hann ávallt var kallaður, var uppeldisbróðir móður okkar og mikill fjölskylduvinur. Hann var tíður gestur á heimilinu og í huga okkar var hann hinn besti afi. Hann var gæddur miklum mannkostum, vel lesinn, víða heima og alltaf til í að ræða málin og koma með nýjar víddir í umræður. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 208 orð

JÓN FINNS JÓNSSON

JÓN FINNS JÓNSSON Jón Finns Jónsson fæddist í Hlíð í Reykhólahreppi 4. desember 1919. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Árnadóttir og Jón L. Hansson, sem þá voru ábúendur í Hlíð. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 627 orð

Jón Finnur Jónsson

Andlát Jóns Finns Jónssonar, bróður okkar, kom snöggt. Hann hafði verið óvenju hress undanfarna daga og talaði um það góðlátlega að þær væru nú orðnar nokkuð margar banalegurnar sem hann hefði komist klakklaust úr. Lífshlaup bróður okkar hefur á margan hátt verið merkilegt. Hann ólst upp í Reykhólasveit, sem hann taldi fegursta allra sveita. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 399 orð

Júlíus Guðmundsson

Það var ekki alltaf ljóst í lagadeildinni hvort menn tefldu í pásu frá lestri eða lásu í pásu frá skák. Þannig virðist það allavega í endurminningunni, sem segir sjálfsagt aðallega að skákin hafi þótt skemmtilegri en lesturinn og minnið sé valkvætt. En kannski var það ekki skákin sjálf sem skipti öllu máli. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Júlíus Guðmundsson

"Það falla regndropar það streyma minningar" eru upphafsljóðlínur úr ljóði eftir Ársæl, sem koma upp í huga minn er ég sit hér norður í Skagafirði og horfi út um gluggann og sé haust og vetur takast á. Þannig er líðan mín þegar minningar og söknuður fara um hugann. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 647 orð

Júlíus Guðmundsson

Kæri vinur. Við kynntumst þegar við byrjuðum laganám. Ég velti nú fyrir mér hvað það var sem leiddi okkar saman til þess nána vinskapar sem síðar varð. Mér kemur fyrst í hug að ég hafi sótt í félagsskap þinn vegna góðrar kímnigáfu sem var þitt helsta einkenni. Það var ómögulegt að láta sér leiðast í návist þinni. Þá minnist ég vinnusemi þinnar og vandvirkni. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 575 orð

Júlíus Guðmundsson

Hvernig getum við að trúað því að fáeinum klukkustundum eftir að við kvöddum Júlla yrði hann allur? Svo allt of fljótt og allt of snöggt. Matarklúbburinn okkar hafði átt saman ánægjulega kvöldstund eins og venjulega þegar við komum saman, þar sem margt var rætt og ákvarðanir teknar um hvað gera ætti í framtíðinni. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 228 orð

Júlíus Guðmundsson

Við ólumst upp í sömu götu. Júlli á nr. 28 en ég á nr. 36. Júlli var í eldra liðinu með Anga, Halla og Binna. Á sumrin mættust allir aldurshópar hverfisins í ákafri innbyrðis keppni á Garðaflötinni sem var á milli heimila okkar. Í þá daga gat aldursbilið oft gert gæfumuninn. Leiðir okkar lágu saman að nýju í lagadeildinni. Hugtakið "aldur" var þá oðið þokukenndara. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Júlíus Guðmundsson

Kveðja frá skólafélögum og vinum úr lagadeild HÍ. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini og félaga, sem í blóma lífsins kveður þennan heim. Júlíus Guðmundsson skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Hann var góður drengur, sem ávann sér væntumþykju, vináttu og virðingu þeirra, sem kynntust honum, hvort sem var í leik eða starfi. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Júlíus Guðmundsson

Við félagarnir í Taflfélaginu Helli vorum harmi slegnir þegar við fréttum að Júlíus Guðmundsson, einn af stjórnarmönnum félagsins, væri látinn langt fyrir aldur fram. Kynni okkar af þessum góða dreng og félaga okkar voru öll á einn veg. Mannkostir hans voru ótvíræðir og oft var til hans leitað til að gegna ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Júlíus Guðmundsson

Ungur maður, okkur svo kær, er látinn. Hvernig öllum er afmarkaður staður og stund er okkur hulin ráðgáta. Á örskotsstundu skynjum við að ekkert verður héreftir sem hingaðtil. Eftir stendur minningin svo ljóslifandi. Glæsilegur maður, góðum gáfum gæddur, svo einstaklega geðþekkur. Lífsglaður drengur, mikill húmoristi og sérlega skemmtilegur. Maður sem vakti með manni væntumþykju og virðingu. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 27 orð

JÚLÍUS GUÐMUNDSSON

JÚLÍUS GUÐMUNDSSON Júlíus Guðmundsson fæddist í Reykjavík 18. september 1959. Hann lést á heimili sínu 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 22. október. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Júlíus Guðmundsson Milli lífs og dauða er örmjór strengur. Einhvern tímann brestur hann, en við ætlum það verði seinna en á

Milli lífs og dauða er örmjór strengur. Einhvern tímann brestur hann, en við ætlum það verði seinna en á morgun. Stundum gerist það fyrr og alltaf verðum við jafn agndofa. Af hverju núna? spyrjum við, en fáum ekkert svar. Góður drengur er farinn. Strengur hans brast fyrr. Góður drengur með glettni í augum og góðlátlegt bros, vinur vina sinna og ástríkur fjölskyldu sinni. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Páll Skjóldal

Hann elsku besti afi Páll er dáinn. Það er svo sárt að missa þann sem manni þykir svo óendanlega vænt um. Þó veit ég að hann afi hefði ekki kært sig um að verða veikur og ósjálfbjarga. Hann var stoltur og duglegur maður sem vildi bjarga sér sjálfur. Afi Páll og amma Margrét hafa alla tíð skipað svo stóran sess í mínu lífi og á milli okkar hefur ríkt ást og vinátta. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 1024 orð

Páll Skjóldal

Kæri föðurbróðir! Mig langar í örfáum orðum að minnast þín og þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum saman. Það er svo sem ekkert skrítið að þær minningar séu mikið bundnar við æskuár mín, vegna þess að barnelska þín var alveg einstök. Á hátíðarstundum heyri ég oft mannvitsbrekkur mætar, mæla úr landsins ræðustólum: "Við verðum nú að gera eitthvað fyrir börnin okkar. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Páll Skjóldal

Tengdafaðir minn, þúsundþjalasmiðurinn Páll Skjóldal, lést þann 20. október síðastliðinn. Ég vil þakka honum í örfáum orðum þau 30 ógleymanlegu ár sem við þekktumst. Páll var fæddur að Ytra-Gili í Eyjafirði 7. desember 1916. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt sjö systkinum. Árið 1953 flytur Páll ásamt konu sinni, Margréti, og dóttur þeirra, Höllu, í Víðimýri 7 á Akureyri. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 236 orð

PÁLL SKJÓLDAL

PÁLL SKJÓLDAL Páll Gunnar Skjóldal, húsasmíðameistari, fæddist á Ytra-Gili í Eyjafirði 7. desember 1916. Hann lést 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Pálsson Skjóldal frá Möðrufelli í Eyjafirði, málari og bóndi á Ytra-Gili, f. 4. maí 1882, d. 15. des. 1960. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Ragnheiður Sigurgeirsdóttir

Kveðja til afa og ömmu. Smá upprifjun á góðum dögum og minningum. Til þeirra var gott að koma og leita með stór mál og smá. Sum heyrðu undir ömmu og önnur tilheyrðu afa. Fyrir þeim vorum við barnabörnin jöfn, hver og einn tekin eins og hann var. Þau óskuðu einskis frekar en að við stæðum okkur vel í skóla og þau fylgdust vel með. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Ragnheiður Sigurgeirsdóttir

"Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Úr Spámanninum. Elsku frænka. Við systurnar kveðjum þig með sorg í hjarta. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Ragnheiður Sigurgeirsdóttir

Nú er Ragnheiður líka dáin svona örstutt á eftir honum Villa, það gerðist of snemma því hún naut lífsins á sinn hátt, reyndar best í fámenni og með sínu fólki. Minningarnar streyma að. Ragnheiður og Villi í Þingvallastræti á jóladag, allir komnir, súkkulaði í rósóttu og gylltu bollunum. Ragnheiður og Villi á Eyrarlandi kartöfluupptekt úr fjölskyldugarðinum, veisla á eftir. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 90 orð

RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIGURÐSSON

Hjónaminning RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIGURÐSSON Ragnheiður Sigurgeirsdóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. desember 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. október síðastliðinn. Vilhjálmur Sigurðsson fæddist á Neðri- Dálksstöðum, Svalbarðsströnd, S-Þingeyjarsýslu, 16. mars 1926. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Sigríður Eyja Pétursdóttir

Elsku amma mín. Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast þín. Þegar finna á orð til að kveðja fer hugurinn á fleygiferð og um hugann streyma minningar um allar þær góðu stundir sem við systkinin áttum hjá ykkur afa á Eiríksgötu. Að fá köku og Sinalco var toppurinn á tilverunni. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 106 orð

Sigríður Eyja Pétursdóttir

Við viljum með örfáum fátæklegum orðum minnast Sigríðar Eyju Pétursdóttur. Hún var hlý og elskuleg kona sem ávallt ljómaði þegar hún hitti okkur. Við munum ekki öðru vísi eftir okkur en að Sigga hafi verið einhvers staðar ekki langt frá. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Sigríður Eyja Pétursdóttir

Elskuleg vinkona okkar, Sigriður Eyja Pétursdóttir, er látin. Við vorum ung og óreynd með nokkurra mánaða gamalt barn þegar við fluttumst til Reykjavíkur til að stofna þar heimili árið 1952. Það var í mörg horn að líta, háskólanám, koma sér fyrir á nýjum stað og aðlagast nýju umhverfi. Þegar þannig stendur á er mikilvægt að eiga gott athvarf. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Sigríður Eyja Pétursdóttir

Hún amma mín Sigríður hélt með Manchester United í ensku knattspyrnunni. Þetta rifjast nú upp fyrir mér, við fráfall hennar, því mér þótti alltaf merkilegt að gamla konan skyldi hafa áhuga á fótbolta. Spurði þó aldrei af hverju, og kemst sennilega ekki að því fyrr en síðar. Meira
30. október 1997 | Minningargreinar | 154 orð

SIGRÍÐUR EYJA PÉTURSDÓTTIR

SIGRÍÐUR EYJA PÉTURSDÓTTIR Sigríður Eyja Pétursdóttir fæddist í Reykjavík hinn 22. desember, 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyjólfína Helga Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1896, og Guðjón Pétur Jóhannsson, vélstjóri, f. 30. júní 1897. Systkini Sigríðar eru Guðrún Alda, f. 16.10. Meira

Daglegt líf

30. október 1997 | Neytendur | 279 orð

Ástralskur sjávarréttur

Veitingahús við sjávarsíðuna í austanverðri Ástralíu hafa þennan sjávarrétt oft á boðstólum. Sigríður Ólafsdóttir, sem býr í Melbourne, kynnti sér matreiðsluna. Meira
30. október 1997 | Neytendur | 100 orð

Baunir og annað heilsufæði lækka um 25%

Á MORGUN, föstudag, hefur Hagkaup sölu á heilsuvörum frá fyrirtækinu Gott fæði. Um er að ræða 45­50 tegundir af baunum, korni og öðrum heilsuvörum. Á næstu mánuðum fjölgar síðan vöruflokkunum í 70. Að sögn Viktors Kiernan hjá Hagkaupi verða heilsuvörurnar nú seldar í Hagkaupi á að meðaltali 25% lægra verði en fram til þessa. Meira
30. október 1997 | Neytendur | 62 orð

Geitakjöt meðan birgðir endast

FYRIR nokkru var til sölu geitakjöt í verslun KÁ á Selfossi. Í fréttatilkynningu frá KÁ segir að viðtökur hafi verið góðar og nú hafi tekist að útvega meira magn af þessu kjöti. Það verður til sölu í versluninni meðan birgðir endast. Kjötið er á svipuðu verði og lambakjöt. Geitakjöt er matreitt á svipaðan hátt og villibráð. Meira
30. október 1997 | Neytendur | 89 orð

Gólfhreinsivél

NÝLEGA hóf Pfaff hf. sölu á Vapori gólfhreinsivélum. Vélarnar eru hannaðar í þeim tilgangi að bylta eldri aðferðum við umhirðu gólfa. Vélin breytir hreinu kranavatni í 100 heita gufu. Í fréttatilkynningu frá Pfaff hf. segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að gólfhreinsivélin geti útrýmt stórum hluta rykmaura með gufunni en engin sápuefni eru notuð við hreinsunina. Meira
30. október 1997 | Neytendur | 63 orð

Nautakjötsútsala í 10­11

Í dag, fimmtudag, hefst nautakjötsútsala í 10­11 verslununum. Nautahakkskílóið er selt á 577 krónur, snitzel á 960 krónur og kílóið af piparsteik kostar 1.199 krónur. Þá kosta fjórir hamborgarar með brauði 287 krónur og kílóið af gúllasi 919 krónur. Meira

Fastir þættir

30. október 1997 | Dagbók | 3044 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
30. október 1997 | Í dag | 37 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níutíu og fimm

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níutíu og fimm ára er í dag, fimmtudaginn 3. nóvember, Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Bala, Sandgerði. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Guðrún Guðmundsdóttir en hún lést 1987. Guðmundur verður að heiman í dag. Meira
30. október 1997 | Í dag | 26 orð

Árnað heilla Ljósmyndarinn - Lára Long Gefin voru saman

Árnað heilla Ljósmyndarinn - Lára Long Gefin voru saman í Bústaðakirkju 19. júlí af sr. Pálma Matthíassyni Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Helgi Ingvarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
30. október 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní í Keflavíkurkirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Helga Halldórsdóttir og Hlynur Kristjánsson. Heimili þeirra er að Hlíðarvegi 70, Njarðvík. Meira
30. október 1997 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Sissa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Laugarneskirkju af sr. Ólafi Jóhannessyni Guðríður Matthíasdóttir og Hörður Harðarson. Meira
30. október 1997 | Dagbók | 664 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. október 1997 | Fastir þættir | 561 orð

Tvö reynslumestu liðin spila úrslitaleikinn

Heimsmeistarakeppnin í sveitakeppni fer fram í Túnis, dagana 18. október til 1. nóvember. ÞAÐ verða tvö reyndustu lið heims sem hefja úrslitaleikinn um Bermúdaskálina í Túnis í dag. Bandaríkjamennirnir Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth, Eric Rodwell, Dick Freeman og Nick Nickell, fá tækifæri til að verja heimsmeistaratitilinn sem þeir unnu fyrir tveimur árum, Meira

Íþróttir

30. október 1997 | Íþróttir | 145 orð

"Ánægður með sig urinn"

CILIMAS Ciurinskas, þjálfari Litháa, var að vonum ánægður með sigurinn eftir leikinn og sagði hann mikilvægan í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina á Ítalíu næsta vor. "Sigur er sigur og ég er ánægður með stigin sem við fengum. Ég er líka ánægður með ýmislegt í leik minna manna en það má laga margt. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 369 orð

Átta met féllu þrátt fyrir æfingaálag

Unglingamót Ármanns í sundi var haldið um síðustu helgi í Sundhöll Reykjavíkur. Margt var um manninn á mótsstað, en alls voru um 350 ungir sundmenn mættir til keppni. Laugarbakkinn var því oft þétt setinn og stemmningin mikil á köflum. Það hefur ef til vill hjálpað mörgum þátttakendum, því alls átta met voru sett á mótinu. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 326 orð

Birkir til reynslu hjá Dundee United

Birkir Kristinsson, markvörður Brann, æfir þessa dagana með Dundee United í Skotlandi, en hann er með lausan samning hjá Brann. Hann mun æfa með skoska liðinu fram að helgi. Hann lék æfingaleik með varaliði félagsins á móti Glasgow Rangers á þriðjudagskvöld og tapaði 2:1. Birkir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri aðeins að æfa og skoða aðstæður hjá félaginu. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 140 orð

Breiðablik - ÍBV28:26

Smárinn, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, miðvikud. 29. október 1997. Gangur leiksins: 0:6, 3:11, 5:16, 8:18, 11:20, 12:22, 19:26, 20:31, 25:36, 28:36. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 141 orð

Eintracht Trier hrellir þá "stóru"

ÁHUGAMANNALIÐIÐ úr Móseldalnum Eintracht Trier hefur komið á óvart í þýsku bikarkeppninni. Í fyrrakvöld sló félagið út sigurliðið í Meistaradeild Evrópu sl. vor, Borussia Dortmund, 2:1, á heimavelli að viðstöddum 17.900 áhorfendum, en uppselt var. En þar með er ekki öll sagan sögð því í 2. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 54 orð

England - 1. deild13

1351114-6 Nott.Forest 3217-42714 52013-5 Swindon 2235-122512 Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 42 orð

England - Úrvalsdeild12

1251017-3 Man.Utd. 2316-3251242015-1 Arsenal Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 131 orð

Gunnlaugur áfram hjá Motherwell

GUNNLAUGUR Jónsson, varnarmaðurinn efnilegi frá Akranesi, verður áfram í herbúðum skoska liðsins Motherwell, sem hann lék með um síðustu helgi. Félagið hyggst bjóða honum mánaðar samning í dag og sjá síðan til með framhaldið. "Ég veit ekki hvort það er nokkuð verra að fá svo stuttan samning. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 201 orð

Halldór kom með silfur frá Búdapest

HALLDÓR Jóhannsson úr Ármanni, Íslandsmeistari í þolfimi, varð annar á Opna Evrópumótinu í þolfimi sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi um síðustu helgi. Þetta er besti árangur hans í greininni til þessa. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 656 orð

Handknattleikur

KEA-mótið Mótið var haldið á Akureyri 17. til 19. október sl., fyrir 5. flokk karla, A- B- og C-lið. FÖSTUDAGURA-lið: Höllin: Fylkir - Stjarnan15:8 FH - ÍR18:7 Víkingur - Valur17:6 ÍR - Fram10:6 Þór Ak. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 221 orð

Heiður að fá tilboð frá Kongsvinger

Forráðamenn norska liðsins Kongsvinger höfðu áhuga á að fá Loga Ólafsson, þjálfara Skagamanna, sem þjálfara liðsins næsta tímabil. "Ég fór í heimsókn til liðsins á dögunum þegar ég var á þjálfaranámskeiði í Noregi. Ég skoðaði aðstæður, ræddi við forráðamenn liðsins og fylgdist með æfingu. Ég sagði þeim hvernig staðan væri hjá mér. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 18 orð

Í kvöld

DHL-deildin Grindavík:UMFG - ÍA20 Akureyri:Þór - Skallagrímur20 Seltjarnarnes:KR - KFÍ20 Strandgata:Haukar - ÍR20 Valsheimili:Valur - Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 38 orð

Ítalia - 1.deild6

62106-4 Inter 30011-31663008-1 Juventus Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 106 orð

Jóhannes B. sigursæll

JÓHANNES B. Jóhannesson hefur verið sigursæll á tveimur fyrstu stigamótum Billiardsambandsins í snóker. Hann tryggði sér sigur í öðru mótinu um sl. helgi með því að vinna Kristján Helgason 3:0 og náði hann mest 100 stigum í stuði. Jóhannes B. vann Ásgeir Ásgeirsson í undanúrslitum 3:0 og Kristján vann Jóhannes R. Jóhannesson 3:0. Jóhannes B. er með 115. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 896 orð

Júgóslavar héldu sýningu í Búdapest

JÚGÓSLAVAR gjörsigruðu Ungverja, 7:1, í gærkvöldi í fyrri viðureign landanna um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi næsta sumar og ættu að vera öruggir áfram. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama vettvangi í gær; Ítalir gerðu jafntefli við Rússa í Moskvu, 1:1, og hljóta að teljast líklegir að komast áfram, Írar og Belgar gerðu einnig 1:1 jafntefli, Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 429 orð

KEFLVÍKINGAR

KEFLVÍKINGAR hafa verið á faraldsfæti að undanförnu. Haukur Ingi Guðnason var hjá Liverpool í tíu daga og hjá Arsenal í viku. Hann er nú á förum til PSV Eindhoven í Hollandi. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 371 orð

Knattspyrna

Keppni um fjögur sæti á HM í Frakklandi 1998 Fyrri leikir: Rússland - Ítalía1:1 Sergei Yuran (51.) - Christian Vieri (49.). 20.000. Rússland: 1-Sergei Ovchinnikov - 6-Yuri Kovtun, 3-Igor Chugainov, 7-Viktor Onopko (14-Akhrik Tsveiba 41.), 4-Dmitry Popov (17-Andrei Tikhonov 80. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 424 orð

KR-ingar komu, sáu og sigruðu

HANDKNATTLEIKSDEILDIR KA og Þórs á Akureyri héldu veglegt mót fyrir 5. flokk karla um þarsíðustu helgi, KEA-mótið. Þátttakan var mjög góð, sautján félög sendu lið til keppni, skipuð tæplega fjögur hundruð leikmönnum. KR-ingar sigruðu í keppni A-liða eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Hauka, en heimamenn úr KA urðu hlutskarpastir B- og C-liða. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 185 orð

Litháen - Ísland32:29 Spotto Kompleksa íþróttahúsið í Kaunas

Spotto Kompleksa íþróttahúsið í Kaunas í Litháen, fyrri leikur þjóðanna í undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik, miðvikudaginn 29. október 1997. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:5, 4:8, 7:8, 9:9, 11:10, 11:13, 14:14, 14:15, 16:15, 18:16, 18:18, 19:19, 22:19, 22:21, 25:22, 25:25, 26:27, 27:28, 32:28, 32:29. Mörk Litháa: G. Vilaniskis 9/2, G. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 61 orð

Maradona hættur

DIEGO Maradona hefur lagt skóna á hilluna í sjötta sinn á ferlinum og segir nú sé hann örugglega hættur. Kornið sem fyllti mælinn að þessu var er einn fjölmiðill í Argentínu greindi frá því að faðir hans væri látinn, en fréttin var úr lausu lofti gripin. "Ég get ekki lagt þetta á mig eða fjölskylduna lengur," sagði kappinn í gær. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 372 orð

Meistarar komnir á skrið

MEISTARAR Green Bay Packers heimsóttu New England Patriots á mánudagskvöld, en þessi lið léku til úrslita á síðasta keppnistímabili. Green Bay tók heimaliðið í kennslustund og vann örugglega 28:10. Með sigrinum er Green Bay enn í toppslagnum í Landsdeild og virtist í fyrsta skipti leika vel á þessu keppnistímabili. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 202 orð

"Mjög ánægður með Brynjar"

Noregsmeistarar Rosenborg gjörsigruðu nýkrýnda bikarmeistara Vålerenga, 5:1, á Ullevi leikvanginum í Osló í óopinberum Meistaraleik Noregs í knattspyrnu í gærkvöldi. Munurinn á liðunum var mikill, eins og tölurnar gefa til kynna, enda Rosenborg lang besta lið landsins en Vålerenga að koma upp úr næst efstu deild nú í haust - þó svo það hafi sigrað í bikarkeppninni. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 43 orð

Spánn - 1. deild8

840010-3 Barcelona 31010-32282206-1 R. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 552 orð

Spiluðum ekki nógu fast

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari Spiluðum ekki nógu fast Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari var að vonum vonsvikinn í leikslok. "Það sem fyrst og fremst fór úrskeiðis var að við náðum ekki að spila nógu sterka vörn. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 722 orð

"Stjörnustríð" en góð byrjun hjá Inter

INTERNAZIONALE hefur byrjað ítölsku deildarkeppnina með stæl, sigrað í fimm af fyrstu sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Þrátt fyrir að liðinu hafi almennt verið spáð góðu gengi vekur árangurinn athygli en jafnframt bíða margir eftir því að "bólan" springi og það ójafnvægi sem óneitanlega er í leikmannahóp liðsins komi niður á leik þess. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 57 orð

Stórsigur Júgóslava í Búdapest

JÚGÓSLAVAR unnu stórsigur á Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi, 7:1, í fyrri úrslitaleik þjóðanna um rétt til að leika á HM í Frakklandi. Hér á myndinni til hliðar fagna þeir Savisa Jokanovic og Dragan Stojkovic einu marki Ungverja. Ítalir gerðu jafntefli í Moskvu, Króatía vann Úkraínu og Írar og Belgíumenn gerðu jafntefli. »Úrslit/C4 Júgóslavar... Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 1170 orð

Sund

Unglingamót Ármanns Mótið var haldið í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. 400 m skriðsund sveina: 1. Kári Nielsson, SH5.07,83 2. Hermann Unnarsson, UMFN5.15,39 3. Helgi Hreinn Óskarsson, UMFN5.24,11 400 m skriðsund meyja: 1. Harpa Viðarsd., Ægi4.55,70 2. Elva Björg Margeirsd., Keflavík5.02,42 3. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 1027 orð

SVantaði aga og hörku í Kaunas Þrátt fyrir þrigg

Íslenska landsliðið tapaði 32:29 fyrir Litháum í undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik í Kaunas. Þrátt fyrir að íslenska liðið léki illa átti það alla möguleika á að ná í að minnsta kosti eitt stig. Agaleysi gerði vart við sig á lokakaflanum og Litháar gengu á lagið og gerðu fimm mörk í röð áður en Íslendingum tókst að skora síðasta mark leiksins. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 120 orð

Tromsö vill fá Ívar

NORSKA liðið Tromsö hefur sýnt áhuga á að fá Valsmanninn Ívar Ingimarsson til liðs við sig. Þorlákur Árnason, framkvæmdastjóri Vals, sagði við Morgunblaðið í gær að Tromsö hefði haft samband við Val og lýst yfir áhuga á Ívari. "Staðan er þannig núna, að við bíðum eftir tilboði frá norska félaginu," sagði Þorlákur. Ívar, sem er tvítugur og lék með U-21 árs liðinu sl. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 135 orð

Upphafsleikir UPPHAFSLEIKIRNI

UPPHAFSLEIKIRNIR í getraunaleik Morgunblaðsins eru hér á kortinu fyrir neðan. Það eru lið ÍA og ÍR sem hefja leikinn í Englandsriðli og Grindavík og Leiftur í Ítalíuriðli. Fyrirkomulag getraunaleiksins er þannig, að úrvalsdeildarliðin tíu keppa í tveimur fimm liða riðlum, Englands- og Ítalíu. Allir keppa við alla, þannig að tíu leikir eru í hvorum riðli, fjórir á hvert lið. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 138 orð

Vináttan blómstraði

VINABÆJAMÓT var haldið á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur 7. til 12. ágúst sl. Þátttakendur voru frá ýmsum borgum á Norðurlöndum, Björgvin í Noregi, Árósum í Danmörku, Gautaborg í Svíþjóð og Turku í Finnlandi auk Reykjavíkur. Tíu manns komu frá hverjum stað til að taka þátt í þessu íþróttamóti, sem ætlað var unglingum 12 til 14 ára. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 383 orð

"Vörnin var ekki nægilega sterk" Ég v

Ég veit ekki hvað var að hjá okkur. Það var eins og menn kæmu ekki til leiks tilbúnir að spila nægilega sterka vörn. Við ræddum um það eftir leikinn að ef til vill hefðum við ekki verið nægilega grófir. Það var reyndar byrjað að dæma mikið í upphafi og við löguðum okkur að því en síðan er meiri harka leyfð og við náðum ekki að fylgja því eftir. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 96 orð

Yfir þrjátíu mörk í leik

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið í handknattleik fær á sig 32 mörk í leik, eins og í Kaunas. Landsliðið sem fékk ekki nema 22,5 mörk að meðaltali á HM í Kumamoto, fékk síðast á sig 32 mörk í leik gegn Þýskalandi í byrjun árs, 24:32 í Ludwigshaven. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 380 orð

Þorbergur kom inná fyrir Sigmar Þröst

"MITT lið hefur ekki trú á sér og við verðum að fara að vinna í grasrótinni hjá okkur," sagði Geir Hallgrímsson þjálfari Breiðabliks og vildi ekki tjá sig meira eftir 36:28 tap fyrir ÍBV í Smáranum í gærkvöldi. Blikar verða því enn um sinn að bíða eftir fyrsta stigi sínu í 1. Meira
30. október 1997 | Íþróttir | 95 orð

Þróttarar unnu létt

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Þróttar í Reykjavík hófu þátttöku sína á Íslandsmótinu í blaki með því að skella Stjörnunni í þremur hrinum gegn engri í Hagaskólanum á laugardaginn. Kantskellar Stjörnunnar áttu í mesta basli með að koma boltanum fram hjá hávörn Þróttara og þar fór fremstur í flokki Áki Thoroddsen sem hreinlega drottnaði yfir netinu og refsaði andstæðingunum hvað eftir annað. Meira

Úr verinu

30. október 1997 | Úr verinu | 241 orð

Minna fryst og saltað en í fyrra

BÚIÐ er að frysta um 6.000 tonn af síld á átta stöðum á Austurlandi og þar af mest hjá Tanga á Vopnafirði. Er þetta eitthvað minna en í fyrra og er það sama uppi á teningnum í söltuninni enda má segja, að síldarvertíðin fyrir austan hafi ekki komist almennilega í gang enn sem komið er. Mikið fryst á Vopnafirði Meira
30. október 1997 | Úr verinu | 531 orð

SH stefnir að tíföldun fisksölu til Rússlands

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna opnar formlega nýja söluskrifstofu í Moskvu í Rússlandi í dag. Starfsemi þar er hafin fyrir nokkru og veitir Páll Gíslason, verkfræðingur, skrifstofunni forstöðu, en alls eru starfsmenn þar fjórir. Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, segir það mjög mikilvægt fyrir SH að vera með skrifstofu á þessum stóra markaði, sem á séu 280 milljónir manns. Meira

Viðskiptablað

30. október 1997 | Viðskiptablað | 636 orð

Allir veggir á brott

ÞAÐ hefur nú komið á daginn sem spáð hafði verið að Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. hyggst ekki láta nægja að viðhalda þeirri lánastarfsemi sem verið hefur í Fiskveiðasjóði, Iðnlánasjóði, Iðnþróunarsjóði og Útflutningslánasjóði. Bankinn mun bjóða fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnanafjárfestum heildarlausnir í fjármögnun þeirra. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 398 orð

Ameritech kaupir hlut ríkisins í Tele Danmark

Ameritech, fjórða stærsta símafyrirtæki Bandaríkjanna og eitt af þeim tíu stærstu í heimi, hefur keypt 42% hlut danska ríkisins í símafélaginu Tele Danmark fyrir 29 milljarða danskra króna, rúma 300 milljarða íslenskra króna. Tele Danmark var stofnað 1990, þegar fjögur svæðasímafélög Dana tóku upp samvinnu um stofnun móðurfyrirtækis til að styrkja stöðu sína. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 131 orð

Daimler breytir A- gerð vegna neikvæðra skrifa

NEIKVBÆÐ skrif hafa leitt til þess að þýzki bifreiðaframleiðandinn Daimler-Benz AG hefur ákveðið að breyta A-gerð sinni til að gera hana stöðugri. Hinn nýi smábíll Daimlers verður búinn nýjum hjólbörðum og tölvukerfi (ESP) til að eyða áhyggjum um að bíllinn sé ekki nógu stöðugur í beygjum Jürgen Hubbert, yfirmaður bíladeildar Daimler-Benz, Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 64 orð

ÐEngu tilboði tekið í spariskírteini

ENGUM tilboðum var tekið í ný spariskírteini í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Boðin voru út 5-7 ára spariskírteini og bárust tilboð að fjárhæð 642 milljónir að söluverðmæti. Tilboðin þóttu ekki ásættanleg fyrir ríkissjóð, en að jafnaði er tekið tilboðum með hliðstæðum vaxtakjörum og gilda á markaðnum. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á 95 daga ríkisvíxlum á mánudag 3. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 881 orð

ÐFramtíðarsýnin á orkunýtingu

HÉÐINN hf. var stofnaður 1. nóvember árið 1922 af þeim Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni. Það eru því liðin nákvæmlega 75 ár frá stofnun fyrirtækisins. Í upphafi störfuðu þar fjórir starfsmenn og verkefnin voru einkum skipaviðgerðir, smíði stálgrindarhúsa, olíu- og lýsisgeyma. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 2018 orð

ÐHARÐUR SLAGUR UM NETIÐ Íslendingar hafa ekki farið v

ÞAÐ vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Póstur og sími kynnti fyrirætlanir sínar um sölu á Netaðgangi. Óaði mörgum þeirra sem fyrir voru á markaðnum við svo stórum og öflugum aðila inn á þennan markað, Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 145 orð

ÐÍsflex 20 ára

HEILDVERSLUNIN Ísflex ehf. fagnaði 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Um 300 manns samfögnuðu afmælisbarninu í veglegu afmælishófi sem haldið var í safnaðarheimili Háteigskirkju af þessu tilefni. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 106 orð

ÐNýr útibússtjóri hjá Íslandsbanka

BÖRKUR Grímsson hefur verið ráðinn í stöðu útibússtjóra við útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum og tók hann við starfinu 15. október sl. Börkur er 33ja ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, útskrifaðist árið 1992, og að námi loknu starfaði hann um þriggja ára skeið við endurskoðun í Vestmannaeyjum. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 180 orð

ÐSorpa fær umhverfisverðlaunin

SORPA bs. fékk verðlaun Umhverfissjóðs verslunarinnar og Ungmennafélags Íslands fyrir stórstígar framfarir í sorpeyðingu og endurvinnslu úrgangs á höfuðborgarsvæðinu. Verðlaunin hlýtur sá sem þykir skara fram úr á sviði umhverfisverndar. Þau eru nú veitt í annað sinn en Hótel Geysir fékk þau í fyrra. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 811 orð

ÐStyrkir til úrbóta í umhverfismálum fyrirtækja Margir fjárf

Í FYRSTU grein okkar sem birt var í Morgunblaðinu hinn 28. ágúst síðastliðinn, lýstum við því hvernig umhverfismál verða stöðugt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Ný umhverfislög og reglugerðir líta dagsins ljós með reglulegu millibili og löggjafinn krefst meiri og ítarlegri upplýsinga af rekstaraðilum en áður. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 284 orð

ÐVöruskipti í september óhagstæð um 1,1 milljarð

VÖRUSKIPTIN í septembermánuði voru óhagstæð um 1,1 milljarð króna. Þetta er nokkru minni halli en varð á vöruskiptunum við útlönd á sama tíma í fyrra er vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,2 milljarða króna. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 155 orð

Greiðslu-afangur Japana eykst enn

GREIÐSLUJÖFNUÐUR Japana var enn hagstæður í september og jókst greiðsluafgangur um 37% vegna áhrifa, sem enn gætir frá hækkun söluskatts í Japan í apríl, efnahagaðstæðna erlendis og gjaldeyrisbreytinga að sögn embættimanna. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 52 orð

Hagræðing Electrolux eftir áætlun

SALA Electrolux, hins kunna sænska heimilistækjaframleiðanda, jókst um 9% á fyrstu níu mánuðum ársins og eftirspurn í Norður-Ameríku heldur áfram að aukast. Electrolux segir að áætlun um endurskipulagningu fyrirtækisins gangi vel. Skýrt var frá áætluninni í júlí og samkvæmt henni verða um 12.000 störf skorin niður. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 731 orð

Í samkeppni en samstarfi um leið

SAMNÁTT eða 4Natural Network eins og það útleggst á ensku verður að teljast nokkuð óvenjulegt verkefni. Hér hafa tekið höndum saman fjögur smáfyrirtæki um útflutning og markaðssetningu á íslenskum náttúruafurðum. Samstarf þetta væri ef til vill ekki svo óvenjulegt nema fyrir þær sakir að hér er um fjóra samkeppnisaðila að ræða. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 220 orð

Nýir starfsmenn hjá Samlíf

SAMEINAÐA líftryggingarfélagið hf. hefur ráðið 5 starfsmenn til að reka félagið á nýjum stað, Kringlunni 6, 7. hæð, en áður voru höfuðstöðvar þess í Kringlunni 5. ÓLAFUR Haukur Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Ólafur er landfræðingur frá HÍ 1977 og lauk námi í Viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun HÍ 1991. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 414 orð

Teledesic kannar samstarf við P&S

EINN af aðalstjórnendum bandaríska fjarskiptafyrirtækisins Teledesic sem er í eigu Bill Gates, stofnanda Microsoft og Boeing-verksmiðjanna, var nýlega á ferð hér á landi til viðræðna við samgönguráðuneytið og Póst og síma hf. Þetta fyrirtæki hefur áform um að bjóða breiðbandsþjónustu um allan heim í gegnum gervihnetti. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 209 orð

Upprunareglur og GATT

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands býður í byrjun nóvember upp á tvö ný námskeið um alþjóðleg viðskipti. Námskeiðin eru ætluð þeim sem starfa við útflutnings- og innflutningsviðskipti og við opinbera stjórnsýslu á sviði viðskipta- og tollamála, segir í frétt frá stofnuninni. Fram kemur að hið fyrra er námskeið um þýðingu upprunareglna í alþjóðlegum viðskiptum sem hefst 3. nóvember. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 231 orð

U S West skipt í tvö fyrirtæki

U S WEST fyrirtækið hefur tilkynnt að kaplasjónvarpsdeild þess verði breytt í aðskilið fyrirtæki og er þar með sagt skilið við þá stefnu, sem mjög hefur verið hampað, að sameina fjarskipti og kapalþjónustu. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 117 orð

Vöruskiptin

Vöruskiptajöfnuður í septembermánuði var óhagstæður um 1,1 milljarð króna. Þetta er nokkru minni halli en varð á vöruskiptunum við útlönd á sama tíma í fyrra er vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,2 milljarða króna. Meira
30. október 1997 | Viðskiptablað | 959 orð

Öryggis- og kostnaðar áhyggjum eytt TölvurLiður í áróðursstríði nettölvuvina er hve dýr og ótraust einkatölvunet séu. Árni

KOSTNAÐUR vegna reksturs einkatölvuneta hefur verið mönnum sívaxandi áhyggjuefni, ekki síst eftir að rann upp fyrir stjórnendum hversu mikill hann er, sérstaklega samanborið við netkerfin sem þau leystu af hólmi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.