Greinar föstudaginn 31. október 1997

Forsíða

31. október 1997 | Forsíða | 327 orð

Bretar útiloka ekki hernaðaraðgerðir

BRESKA stjórnin sagði í gær að ekki væri útilokað að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn Írak stæðu þarlendir ráðamenn við þá ákvörðun sína að banna Bandaríkjamönnum að taka þátt í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í landinu. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 143 orð

Glöggva sig á vitnisburði lækna

KVIÐDÓMUR í máli bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem ákærð er fyrir að hafa orðið ungbarni að bana, fór í gær fram á að fá vitnisburð tveggja vitna endurtekinn. Þrír dagar eru nú liðnir frá því að kviðdómurinn dró sig í hlé til að taka ákvörðun í málinu. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 100 orð

Hrekkjavaka í París

ÁTTA þúsund graskerum, er samtals vega 85 tonn, var raðað á grasflötina í Trocadero-garðinum í París í gær og Nicolas Ramos, sjö ára snáði, brá á leik innan um þau í nornargervi og málaður í framan. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 55 orð

Jospin í Moskvu

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sést hér kanna heiðursvörð í Moskvu. Jospin og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lögðu áherslu á að viðskipta- og stjórnmálatengsl landanna yrðu aukin og reynt yrði að koma á "marghliða" jafnvægi í heimsmálum. Túlka fréttaskýrendur þetta sem vilja ráðamannanna til að stemma stigu við forræði Bandaríkjamanna í heiminum. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 135 orð

Levy með umboð til samninga

ÍSRAELSSTJÓRN mun bjóðast til að hætta byggingu landnemabyggða á palestínsku landi á Vesturbakkanum gegn því að Palestínumenn geri ekki kröfur til frekari landsvæða. Þetta kom fram í fréttum ísraelskra dagblaða í gær. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 119 orð

Ræddu brot á mannréttindum

Til harðra orðaskipta kom er Jiang Zemin, forseti Kína, hitti bandaríska þingmenn á lokuðum fundi í gærmorgun. Nancy Pelosi þingmaður sagði eftir fundinn að forsetinn hefði verið spurður beint út um ýmis mál en ekki gefið bein svör. Á meðal þess sem spurt var um voru ofsóknir á hendur trúarhópum, fóstureyðingar án samþykkis móður, ill meðferð á föngum og Tíbetdeilan. Meira
31. október 1997 | Forsíða | 202 orð

Úrslita að vænta í dag

ÍRAR gengu að kjörborði í gær til að velja sér forseta en úrslit liggja í fyrsta lagi fyrir í dag vegna flókinna kosningareglna. Síðustu skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir kosningar bentu til þess að lagaprófessorinn Mary McAleese myndi fara með sigur af hólmi en aðalkeppinautur hennar er Mary Banotti sem situr á Evrópuþinginu. Meira

Fréttir

31. október 1997 | Innlendar fréttir | 441 orð

67 hjúkrunarsjúklingar liggja á spítölunum

140 hjúkrunarsjúklingar bíða í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Þar af bíða 67 í sjúkrarúmum hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að ef það tækist að byggja fleiri hjúkrunarheimili væri hægt að spara umtalsverðar upphæðir á spítölunum. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

75% hækkun símakostnaðar í Reykjavík

AÐ MATI hagdeildar Reykjavíkurborgar mun símakostnaður borgarinnar hækka milli áranna 1997 og 1998 um 75% vegna gjaldskrárhækkana Pósts og síma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ef símakostnaður heimilanna í borginni hækki einnig um 75% milli ára þýði það að meðalsímareikningur fyrir ársfjórðungsnotkun fari úr 5.000 kr. í um 9.000 kr. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 713 orð

Aldrei fleiri erlendir nemar

UM 250 erlendir stúdentar frá um 40 þjóðlöndum stunda nú nám við Háskóla Íslands. Að sögn Brynhildar Brynjólfsdóttur, deildarstjóra nemendaskrár, hafa þeir aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þeir rétt rúmlega tvö hundruð. Þessir nemendur koma víða að, flestir frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bandaríkjunum, en einnig eru dæmi um nemendur frá t.d. Perú, Georgíu og Ástralíu. Meira
31. október 1997 | Landsbyggðin | 290 orð

Alþjóðleg ungmennaskipti í 35 ár

Hveragerði-Á vegum samtakanna Alþjóðleg ungmennaskipti, AUS, var nýverið haldin í Reykjavík ráðstefna sem hafði það að markmiði að efla skilning milli þjóða ásamt því að vinna gegn kynþáttafordómum. Á ráðstefnuna mættu 38 fulltrúar frá 24 þjóðlöndum. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Aukinn kostnaður nemenda

HAUKUR Ágústsson kennslustjóri við Verkmenntaskólann á Akureyri segir að skólayfirvöld hafi óneitanlega áhyggjur af því að breyting gjaldskrár Pósts og síma þannig að landið verði allt eitt gjaldsvæði muni draga úr ásókn í fjarkennslu. Metaðsókn varð í fjarkennslunám við skólann í haust en rúmlega 260 manns skráðu sig til náms á þessari önn. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 44 orð

Á hátíð ljósanna

GÖTUSALI bíður viðskiptavina í Nýju Delhi á Indlandi. Til sölu eru þurrkaðir ávextir og hnetur,en neysla á þessum varningi eykst til muna á Diwali-hátíð hindúa, sem var í gær. Diwali er hátíðljósanna í hindúasið og er fagnað um allt Indland. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Áhyggjur vegna yfirvofandi verkfalls þroskaþjálfa

STYRKTARFÉLAG vangefinna sem hefur með höndum umfangsmikinn rekstur í þjónustu við fatlaða vill koma á framfæri áhyggjum sínum ef ríki og borg tekst ekki að semja við þroskaþjálfa fyrir 3. nóvember nk. því þá skellur á boðað verkfall þeirra, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð

Áskrift á innan við tvö þúsund krónur með afruglara

STEFNT er að því að útsendingar Pósts og síma hf. á breiðbandinu hefjist snemma í næsta mánuði, en útvarpsréttarnefnd veitti fyrirtækinu í byrjun vikunnar leyfi til útsendinga á 24 sjónvarpsrásum og 11 útvarpsrásum. Fljótlega verða hafnar tilraunir með útsendingu um kerfið áður en það verður formlega tekið í notkun. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Basar á Hrafnistu í Reykjavík

Basar á Hrafnistu í Reykjavík Á HRAFNISTU í Reykjavík er komið að hinni árlegu sölu á handavinnu heimilisfólksins. Opið verður laugardaginn 1. nóvember frá kl. 13­17 og mánudaginn 3. nóvember kl. 10­15. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Basar í Langholtskirkju

HINN árlegi basar og happdrætti Kvenfélags Langholtskirkju verður laugardaginn 1. nóvember og hefst kl. 14. "Það sem kvenfélagið setur á oddinn núna er að fjármagna kaup á steindum gluggum í kirkjuna. Stefnt er að því að kirkjan fái nýtt orgel árið 1999 og þá er æskilegt að stafnglugginn sem orgelið stendur við sé settur í um leið vegna hljómburðar," segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

HAUSTBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laugardaginn 1. nóvember. Seldir verða handunnir munir, margt fallegra jólagjafa, einnig heimabakaðar kökur og lukkupokar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna með heimabökuðu meðlæti. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Byggingadeildin hafi yfirumsjón með Iðnó

STJÓRN Innkaupastofnunar hefur samþykkt með þremur atkvæðum Reykjavíkurlista að byggingadeild borgarverkfræðings verði samræmingaraðili verktöku framkvæmdanna við Iðnó og hafi yfirumsjón með verkinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Dansíþróttasambandinu gefnir verðlaunagripir

Dansíþróttasambandinu gefnir verðlaunagripir DANSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands og Gullsmiðja Óla, Hamraborg 5, Kópavogi, hafa gert með sér samning þar sem Gullsmiðja Óla gefur öll verðlaun á Íslandsmeistaramót í 10 dönsum til næstu 6 ára. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Danskeppni

DANSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands stendur fyrir Íslandsmeistarakeppni í 10 samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð laugardaginn 1. nóvember í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt verður í fjórum aldursflokkum, 12 til 13 ára, 14 til 15 ára, 16 til 18 ára og 16 ára og eldri. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Doktor í aðgerðagreiningu

ÁRNI G. Hauksson varði 30. september síðastliðinn doktorsritgerð sína í aðgerðagreiningu við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Cambridge, Massachusetts. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Dregið úr uppbyggingu leikskóla

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir að draga þurfi úr framkvæmdum á vegum borgarinnar í kjölfar kjarasamninga við grunnskólakennara. Ljóst sé að dregið verður úr uppbyggingu leikskóla auk þess sem kannað verður hvort hægja megi á áætlun um einsetningu skólanna. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

ÐBrotajárn flutt út til Spánar

ÞRJÚ þúsund og tvö hundruð tonnum af brotajárni var skipað út í Hafnarfjarðarhöfn í gær og í fyrradag. Þetta er fimmti farmurinn sem fer utan á vegum Furu hf. á þessu ári og nemur útflutningurinn á árinu nærfellt 15 þúsund tonnum. Brotajárnið fer til Spánar eins og allt brotajárn frá Furu hf. frá árinu 1993 fyrir utan einn farm, sem var seldur til Kóreu. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

ÐVísir kaupir Aðalvík

VÍSIR hf. í Grindavík hefur keypt línubátinn Aðalvík KE-95 af Útgerðarfélagi Akureyringa með aflaheimildum sem nema 664 þorskígildistonnum. Samhliða kaupunum hafa fyrirtækin gert með sér samstarfssamning sem felur í sér víðtæka samvinnu þeirra á ýmsum sviðum. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 130 orð

Egyptar dæmdir EGYPSKUR herdómstóll dæ

Egyptar dæmdir EGYPSKUR herdómstóll dæmdi í gær tvo bræður til dauða fyrir morð á níu þýskum ferðamönnum og egypskum bílstjóra í árás á rútu í Kaíró 18. september. Bræðurnir fögnuðu ákaft þegar dómurinn var kveðinn upp, féllust í faðma og hrópuðu "Allahu Akbar" (Guð er mestur). Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 737 orð

Ein leið til þess að huga að andlegu lífi

Félag íslenskra háskólakvenna efnir í nóvember til námskeiðs um dulhyggju í listum, með fyrirlestrum sem fluttir eru á mánudagskvöldum í stofu 201 í Odda. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur stýrir námskeiðinu og verður næsti fyrirlestur fluttur mánudaginn 3. nóvember. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Einn listi styst en aðrir lengst

UM 200 manns bíða nú eftir hjartaaðgerðum en frá því seinnipart sumars hefur þó fækkað um u.þ.b. 100 manns á biðlistunum, að sögn Árna Kristinssonar, yfirlæknis á hjartadeild Landspítalans. Í haust var ráðist í mikið átak til þess að stytta biðlistana og segir Árni róið að því öllum árum að stytta biðlistana áfram. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 405 orð

Eldvari, útboðsbanki, sjávarafurðir og sjónvarpsstöð

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur afhent styrki til 5 fyrirtækja og einstaklinga til atvinnuþróunar. Hákon Hákonarson formaður nefndarinnar sagði að styrkirnir væru miðaðir við þarfir minni fyrirtækja en kæmu þeim vonandi að gagni og sýndu að eftir starfi þeirra væri tekið. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Engey með flóamarkað

LIONSKLÚBBURINN Engey heldur sinn árlega flóamarkað um helgina í Lionsheimilinu við Sóltún 20 (Sigtún 9), Reykjavík. Flóamarkaðurinn verður opinn laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. nóvember frá kl. 13­16 báða dagana. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Engin rök voru með afnámi línutvöföldunar

AFNÁM línutvöföldunar vorið 1996 er sorglegt dæmi um hvernig áhrifin af fiskveiðikerfinu afvegaleiða menn og hversu langt menn hafa farið frá meginmarkmiðum laganna um verndun og hagkvæma nýtingu fiskimiðanna og um eflingu atvinnu og byggðar sagði Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar, á aðalfundi í gærkvöld. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 480 orð

Engin stefna í heilbrigðisráðuneytinu

ÁRNI Sigfússon, oddviti minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur segir að sér sýnist ljóst að hvorki borgarstjóri né heilbrigðisráðherra ætli að taka mark á undirskriftum sínum á samkomulagi um 230 milljóna króna aukafjárveitingu til Sjúkrahúss Reykjavíkur og sparnaðaraðgerðir til þess að endar í rekstri sjúkrahússins á þessu ári nái saman. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 467 orð

Enn ríkir óstöðugleiki á verðbréfamörkuðum

SVEIFLUR héldu áfram á verðbréfamörkuðum Evrópu og Norður- Ameríku í gær í kjölfar þess að kauphallarvísitalan í Hong Kong lækkaði töluvert og verðbréfasala tók enn eina dýfuna á öðrum mörkuðum í Asíu. Verðbréfasalar í Evrópu fengu færðan heim sanninn um það í gær, að þeir verða að sætta sig enn um hríð við óstöðugleika á Asíumarkaði og að sá óstöðugleiki smiti út frá sér. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 207 orð

Evrópuþingið krefst af sagnar belgísks dómara

DÓMSMÁLANEFND Evrópuþingsins hefur krafist þess að belgískur dómari við Evrópudómstólinn segi af sér fyrir að hafa heimilað að belgískum barnaníðingi og meintum morðingja, Marc Dutroux, yrði sleppt úr fangelsi fyrir fimm árum. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

Forsendur fyrir metveiði hrynja í hafinu

SEIÐABÚSKAPUR í íslenskum laxveiðiám er yfirleitt mjög góður og sterkur árgangur gönguseiða fór úr ánum á eðlilegum tíma síðasta sumar. "Það er ekki hægt að segja annað en að þetta líti mjög vel út og ef það þyrfti aðeins að skoða ástandið í ánum þá mætti vel segja að það væru allar forsendur fyrir metveiði næsta sumar, Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

"Fólk tekur þessu fegins hendi"

SAMBAND veitinga- og gistihúsa og Tóbaksvarnanefnd hafa tekið höndum saman um að stuðla að því að öll veitingahús bjóði gestum sínum upp á þann möguleika að sitja á reyklausum svæðum frá og með laugardeginum 1. nóvember. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 335 orð

Frumvarpið kallar á aðgerðir hjá sjóðnum

LÍFEYRISSJÓÐUR sjómanna kemur til með að þurfa að grípa til ráðstafana á næsta ári til að jafna mun á eignum sjóðsins og skuldbindingum ef ný lög um starfsemi lífeyrissjóða verða samþykkt. 13% vantar upp á að lífeyrissjóðurinn eigi fyrir framtíðarskuldbindingum sínum. Meira
31. október 1997 | Landsbyggðin | 177 orð

Fundað með þingmönnum kjördæmisins

Grundarfirði-Hreppsnefnd Grundarfjarðar fundaði með þingmönnum kjördæmisins í Grundarfirði 29. október sl. en þingmennirnir voru á árlegri yfirreið um kjördæmið. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestrar í boði heimspekideildar

Ray Smith mun bera saman viðhorf Kanadamanna og Ástrala til stíðs í fyrirlestrinum "Canucks and Anzacs: Perceptions of War in Canada og Australia" en Michael Harris mun fjalla um kanadísku bókmenntastofnunina í fyrirlestri sem nefnist "Canlit's Loose Canon". Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gæsaskítur angrar borgarbúa

STARFSMENN hjá borginni eru hættir að gefa gæsunum á Reykjavíkurtjörn brauð þegar hart er í ári, eins og tíðkast hefur á undanförnum árum. Ástæðan er sú að gæsastofninn á Tjörninni hefur stækkað allmikið og telur nú um 500 fugla, sem eru farnir að valda borgarbúum miklu angri, að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Handtekinn með fjórtán kg af kókaíni

ÍSLENSKUR karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í síðustu viku á flugvellinum í Williamstad, höfuðborg eyjarinnar Curacao í Antillaeyjaklasanum. Hann var með 14 kíló af kókaíni í fórum sínum. Maðurinn var á leið frá Williamstad til Amsterdam í Hollandi þegar hann var handtekinn. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Haustplöntun

Í ÁRTÚNSBREKKU er verið að ganga frá eftir framkvæmdir í sumar. Búið er að slétta yfir jarðrask, tyrfa og planta trjám enda eru haustin, áður en frystir, oft besti tíminn til að flytja stór tré. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 521 orð

Hertar reglur um ríkisborgararétt í Danmörku?

Á DANSKA þingið að taka afstöðu til hvers og eins af þeim, sem árlega sækja um danskan ríkisborgararétt? Þessi tillaga Inge Dahl-Sørensen þingmanns Venstre er ein af mörgum, sem danskir stjórnmálamenn ræða þessa dagana. Hugmyndir Thorkild Simonsens nýskipaðs innanríkisráðherra ganga í átt að því að breyta forsendum einstakra hópa, en ekki að takmarka aðgang útlendinga almennt. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 339 orð

Heseltine segir stefnu Hagues vera hættulega

TILRAUNIR nýs leiðtoga brezka Íhaldsflokksins, Williams Hague, til að binda enda á deilur flokksmanna um Evrópumál, hafa borið lítinn árangur. Í gær varð klofningur flokksins í afstöðunni til Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) enn ljósari en áður þegar Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Johns Major, lýsti stefnu Hagues í málinu hættulega. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hreinsað við Tjörnina

Hreinsað við Tjörnina TJÖRNIN er ein af perlum borgarinnar og mikill fjöldi fólks leggur leið sína þangað allan ársins hring. Miklu skiptir að snyrtilegt sé á þessum viðkvæma stað í hjarta borgarinnar og með það í huga lögðu starfsmenn borgarinnar sig alla fram við að þrífa á Tjarnarbökkunum í gær. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hrekkjavaka á Nelly's

HRYLLINGSKVÖLD verður haldið á veitingahúsinu Nelly's Café föstudaginn 31. október og hefst það kl. 21. Tímaritið Hár og fegurð og Íslenski Módelvefurinn annast sýningu fyrir tískuverslunina Dýrið, sportvöruverslunina Hreysti og skóverslunina Bossanova. Ónefndur tæknidúett Hlyns Jakobssonar og Sigurðar Pálmasonar kemur fram í fyrsta sinn með frumsamið efni. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ilmandi þvottur

STEINUNN Sigurðardóttir hefur búið í sex áratugi í Garði og á þessari snúru hefur hún þurrkað bleyjur af 7 börnum og tveimur barnabörnum. Hún segir að allt annar ilmur komi í þvottinn sé hann þurrkaður úti og því notar hún hvert tækifæri sem gefst til að hengja út. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Íslendingar segja upp loðnusamningi

ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að segja upp þriggja landa samningi Íslands, Grænlands og Noregs um veiðar úr loðnustofninum. Ríkisstjórnin hefur veitt ráðherrum utanríkismála og sjávarútvegs umboð til þess. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti þessa ákvörðun á aðalfundi LÍÚ í gær. Viðræður munu því hefjast innan tíðar um nýjan samning. Meira
31. október 1997 | Landsbyggðin | 74 orð

Kirkjuturn lagfærður

Grundarfjörður­Turnsyllan í Grundarfjarðarkirkju hefur legið undir skemmdum og hafa endurbætur staðið yfir. Turn kirkjunnar hefur verið umlukinn vinnupöllum vegna þessa. Upplagt þótti jafnframt að nota tækifærið og lagfæra glugga og endurbæta klukknahljóminn, svo hann berist betur yfir bæinn. Einnig er fyrirhugað að mála turninn, gefist til þess veður. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kjörseðlar sendir kennurum eftir helgi

KJÖRSEÐLAR vegna atkvæðagreiðslu um samninga kennara verða sendir í pósti út um allt land í byrjun næstu viku. Að sögn Valgeirs Gestssonar, skrifstofustjóra hjá Kennarasambandi Íslands, eru um 3.700 manns á kjörskrá og eru það kennarar, leiðbeinendur, skólastjórar og aðstoðarskólastjórar. Síðasti kjördagur verður 7. nóvember en atkvæði verða talin um miðjan mánuðinn. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Konukvöld á Kaffi Reykjavík

VEITINGAHÚSIÐ Kaffi Reykjavík stendur fyrir konukvöldi í kvöld, föstudagskvöld, þar sem boðið verður upp ýmis skemmtiatriði. Heiðursgestir kvöldsins verða Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Kvikmyndir fyrir börn í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga. Næsta sunnudag, 2. nóvember, kl. 14 verður sýnd danska kvikmyndin "Lille Virgil og Orla Frøsnapper. Myndin er með dönsku tali og er 84 mín. að lengd. Gerð eftir sögu hins sívinsæla Ole Lund Kirkegaard og er fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Látinn laus eftir "kraftaverk"

ÍTALSKUR dómari felldi á þriðjudag niður ákæru um fjársvik á hendur 29 ára gömlum manni eftir að hann fullyrti að hann hefði fengið sjón fyrir kraftaverk. Maðurinn var talinn blindur en var ákærður er í ljós kom að hann var með ökuskírteini. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

LEIÐRÉTT Ekki stuðningur við sameiginlegt frambo

RANGHERMT var í fyrirsögn um frétt af kjördæmisþingi Alþýðubandalagsins í Norðurlandi vestra, að það styddi sameiginlegt framboð vinstri manna. Á þinginu var því hins vegar fagnað hvernig formaður flokksins hefði staðið að viðræðum um samstarf við aðra flokka á vinstri væng. Meira
31. október 1997 | Landsbyggðin | 175 orð

Leikskólinn í Stykkishólmi 40 ára

Stykkishólmi-Leikskólinn í Stykkishólmi hélt upp á 40 ára afmæli sitt um daginn. Skólinn tók til starfa 7. október 1957 og voru það systurnar við St. Fransiskusspítalann sem stofnuðu hann og ráku allt fram til 1. ágúst sl. Þá tók Stykkishólmsbær við rekstrinum. Í skólanum eru nú rúmlega 70 börn. Þar er sveigjanlegur vistunartími frá 4 tímum og allt að 8 tímum. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 294 orð

Litháar hafna tilboði Rússa STJÓRN Litháens hafnaði í gær

STJÓRN Litháens hafnaði í gær nýlegu tilboði Rússa um að þeir ábyrgist öryggi landsins og kvaðst frekar vilja einbeita sér að því fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Stjórnin sagðist þó ekki vera andvíg því að auka samstarf ríkjanna á sviði öryggismála. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Lífskjör færð aftur um 10-15 ár

Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði meðal annars að umfang rannsókna á karfastofninum væri ekki í neinu samræmi við mikilvægi þessara stofna í þjóðarbúskapnum. Sagði hann mörgum spurningum enn ósvarað varðandi Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Lúther og trúarglíman

SR. SIGURJÓN Árni Eyjólfsson flytur fyrirlestur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn mun fjalla um glímu mannsins við Guð andspænis þjáningunni og þann styrk sem trúin getur veitt manninum í erfiðleikum lífsins. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 325 orð

Meint samstarf við mafíuna í Rússlandi

UM 77% af hagnaði bandaríska fyrirtækisins Herbalife, sem framleiðir samnefnt megrunarlyf, kemur af sölu utan Bandaríkjanna, og helstu markaðir fyrirtækisins nú eru í Rússlandi og Asíu, að því er fram kemur í tímaritinu Forbesnýverið. Fyrrum dreifingaraðili fyrirtækisins hefur höfðað mál á hendur því, og heldur því m.a. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

MESSUR

LAUFÁSPRESTAKALL:Guðsþjónusta í Laufáskirkju sunnudagkvöldið 2. nóvember kl. 21. Minnst látinna. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju kl. 21 næstkomandi mánudagskvöld. Ath. breytta dagsetningu. Meira
31. október 1997 | Miðopna | 1319 orð

Ný tækni eða breytt bílanotkun

BIFREIÐAR og önnur ökutæki blása út tæplega þriðjungi allra gróðurhúsalofttegunda, sem fara út í lofthjúp jarðar frá Íslandi. Annað hvort verður að koma til, ný tækni við gerð bílvéla eða róttæk breyting á notkun einkabílsins og þar með lífsstíl Íslendinga, Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Olís heiðrar sína elstu viðskiptavini

Á NÝAFSTÖÐNU 70 ára afmæli Olís var haldinn afmælisfagnaður á Hótel Íslandi. Þangað mættu flestir starfsmenn, umboðsmenn og sölumenn Olís af öllu landinu. Að auki var fulltrúum nokkurra stærstu og elstu viðskiptavina félagsins boðið. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Orgelverk á frönskum dögum

GILFÉLAGIÐ í samvinnu við franska sendiráðið, Alliance Francaise og Listvinafélag Akureyrarkirkju hafa staðið fyrir Frönskum dögum á Akureyri í vikunni sem er að líða. Dagskráin Frönsk lög og ljóð sem vera átti á dagskrá í kvöld, föstudagkvöld hefur verið frestað fram í nóvmeber af óviðráðanlegum orsökum. Lokaatriði Frönsku daganna verður á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 849 orð

Próf við Háskóla Íslands

Laugardaginn 25. okt. 1997 voru eftirtaldir 222 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Auk þess luku 4 nemendur 40,5 eininga viðbótarnámi í táknmálstúlkun frá heimspekideild og 16 nemendur luku eins árs námi frá raunvísindadeild og félagsvísindadeild. Guðfræðideild (3) Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Ríkisspítalar greiði þó TR hafi ekki greitt

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Ríkisspítala til að greiða sjö læknum um 16 milljónir króna vegna vinnu þeirra við krabbameinslækningar á göngudeild Landspítala. Greiðslurnar bera dráttarvexti, hinar fyrstu þeirra frá 1. mars 1993, og skiptir upphæðin því samtals nokkrum tugum milljóna. Dómar Hæstaréttar í gær staðfestu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í desember í fyrra. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 213 orð

Segir líkklæði Krists ekta

SVISSNESKUR fornleifafræðingur, Maria Grazia Siliato, lýsti því yfir í gær að sér hefði tekist að færa sönnur á að líkklæðið í Tórínó, sem kennt hefur verið við Krist, væri líkklæði Frelsarans en ekki fölsun frá miðöldum. Siliato hefur rannsakað klæðið undanfarin 16 ár og gaf í gær út bók um rannsóknir sínar. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Sérstaka styrk á næsta skólaári.

SVEITARSTJÓRN Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að greiða framhaldsskólanemendum úr hreppnum Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri segir að oft sé erfitt fyrir foreldra að kosta börn sín í framhaldsskóla og ekki síst þá sem eiga mörg börn. "Því höfum við ákveðið að styrkja hvern þann sem fær dreifbýlisstyrk frá ríkinu um 20 þúsund krónur að auki á næsta skólaári til prufu. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 52 orð

Skírður í ánni Jórdan

Skírður í ánni Jórdan Reuters PRESTUR egypsku koptakirkjunnar skírir hér pílagrím meðvatni úr ánni Jórdan. Hundruð trúaðra koma árlega saman viðána, sem rennur við landamæri Ísraels og Jórdaníu. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Skúlptúr hluti sviðsmyndar

STÖLLURNAR Dís Pálsdóttir, Björg Marta Gunnarsdóttir, Anna Hallgrímsdóttir og Eva Signý Berger voru önnum kafnar við að útbúa skúlptúra í Dynheimum í gær, en hann á að nota sem hluta sviðsmyndar í uppfærslu dansspunahóps sem sýnir í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í dag. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð

Staðsetning barnaspítala orkar tvímælis

STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur sagði á fundi með borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur, að bílastæða- og umferðarvandamál á Landspítalalóð væru orðin það alvarleg að það væri íhugunarefni hvort það ætti að byggja upp meiri starfsemi á lóðinni. Hans mat væri að það orkaði tvímælis að staðsetja nýjan barnaspítala norðan Hringbrautar. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Stefnt að vígslu kirkjunnar árið 2000

FULLTRÚAR Búnaðarbankans, Reykjavíkurborgar og Grafarvogskirkju hafa undirritað endurfjármögnunarsamning á eldri lánum vegna byggingar kirkjunnar. Biskup Íslands og dómprófastur voru vottar að undirrituninni. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 522 orð

Stofnunin fær aðgang að öllum gögnum P&S

SAMKEPPNISSTOFNUN mun skoða gjaldskrárbreytingar Pósts og síma hf. sem taka gildi nú um mánaðamótin og kanna hvort þær brjóta á einhvern hátt í bága við samkeppnislög, en stofnuninni hafa borist þrjú erindi varðandi þetta mál. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, mun athugun stofnunarinnar hafa nokkurn forgang á næstunni. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 554 orð

Styðja þarf trúaruppeldi

SÉRA Karl Sigurbjörnsson, verðandi biskup, segir að þörf sé nýrrar köllunarvissu, starfsgleði og vakningar presta og leikmanna í þágu kirkjunnar. Hann vill örva og styðja heimilin í trúaruppeldi. Þetta kom fram í ræðu Karls á tíunda og síðasta degi kirkjuþings. "Framtíð kirkjunnar ræðst á heimilunum þar sem börnin læra að þekkja Guð, elska hann og biðja," sagði Karl. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 375 orð

Svört Öskubuska

NÝ sjónvarpskvikmynd eftir ævintýrinu um Öskubusku hefur vakið deilur meðal þeirra sem láta sig kynþáttamálefni í Bandaríkjunum varða. Í kvikmyndinni er Öskubuska svört og prinsinn hennar er Filippseyingur. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sýning á damaskdúkum

RAGNHEIÐUR Thorarensen, umboðsmaður Georg Jensen Damask, heldur sýningu á damaskdúkum o.fl. um helgina og næstu helgi, laugardag og sunnudag, frá kl. 13­18 í Safamýri 91. Í fréttatilkynningu segir að Georg Jensen Damask sé rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem hafi ofið damaskvefnað í um 130 ár og að fyrirtækið leggi áherslu á listræna framleiðslu með mikið notagildi. Meira
31. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 258 orð

Sýningu Kristjáns Steingríms að ljúka

YFIRLITSSÝNINGU á verkum Kristjáns Steingríms Jónssonar í Listasafni Akureyrar lýkur um helgina. Sýningin spannar feril Kristjáns sl. 9 ár og samanstendur af rúmlega 30 málverkum unnum með blandaðri tækni á álplötur og á striga, skissum og ljósmyndum. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 428 orð

Tekist á um samanburð við leikskólakennara

SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu þroskaþjálfa og samninganefndar ríkisins (SNR) í gær var árangurslaus og er enn breitt bil á milli deiluaðila. Næsti fundur er boðaður á laugardag og að sögn Guðmundar Halldórs Guðmundssonar, varaformanns SNR, verður tíminn notaður til að athuga hvort finna megi nýja fleti í viðræðunum sem geti leitt til samkomulags áður en verkfall á að hefjast næstkomandi mánudag. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Tilskipanirnar ekki lögfestar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í undirbúningi að senda íslenzkum stjórnvöldum rökstutt álit vegna misbrests á lögfestingu sextán tilskipana Evrópusambandsins um meðferð hættulegra efna. Rökstutt álit er efsta stig athugasemda stofnunarinnar. Bregðist stjórnvöld ekki við því getur hún vísað viðkomandi máli til EFTA- dómstólsins. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Tollvörður og þrír vitorðsmenn ákærðir

GEFIN hefur verið út ákæra á hendur tollverði í Reykjavík og þremur vitorðsmönnum fyrir stuld á 52 þúsund sterlingspundum. Um var að ræða peningasendingu í umslagi frá erlendum banka til banka hérlendis en peningasendingin hvarf í nóvember í fyrra. Upp komst um málið í febrúar síðastliðinn þegar reynt var að skipta pundunum í íslenska peninga. Meira
31. október 1997 | Erlendar fréttir | 47 orð

Undirbúa keppnina Ungfrú heim

UNGFRÚ Ástralía, Laura Csortan, situr fyrir hjá ljósmyndurum er væntanlegir þátttakendur í keppninni Ungfrú Heimur komu saman á hóteli í miðborg London í gær. Csortan er meðal 89 stúlkna er taka þátt í keppninni, er fram fer á Seychelles-eyjum í næsta mánuði. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Ungir fatlaðir Írar í heimsókn hér á landi

HÉR á landi eru staddir nítján fatlaðir Írar ásamt jafnmörgum aðstoðarmönnum og eru þeir á vegum íslenskra samtaka sem bera heitið Fólk með fullu viti. Samtökin hafa starfað í fimm ár og er markmið þeirra að fá ungt fatlað fólk út í lífið, til dæmis með því að fara saman í sumarbústaðaferðir, halda grillveislur og fara í leikhús. Meira
31. október 1997 | Landsbyggðin | 96 orð

Unnið að sameiginlegu framboði

FÉLAGSFUNDUR í Alþýðubandalaginu á Akranesi samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að vinna áfram að sameiginlegu framboði Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í bæjarstjórnarkosningunum 1998. Fundurinn samþykkti jafnframt að leitað verði til aðila utan þessara flokka með samstarf í huga. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 392 orð

Veðurfarslegt fyrirbrigði en ekki vélin sjálf

"VIÐ höfum fengið það staðfest hjá Rannsóknarnefnd flugslysa að þarna var eingöngu um veðurfarslegt fyrirbrigði að ræða en ekkert sem rekja má til vélarinnar sjálfrar eða flugeiginleika hennar," sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Metró vél félagsins, TF JML sem lenti í kröppum vindstreng yfir Ísafjarðardjúpi 16. ágúst sl. Meira
31. október 1997 | Miðopna | 675 orð

Vextir 2­3% hærri hér en í samanburðarlöndum

Vextir á óverðtryggðum rekstrarlánum og fjárfestingarlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi eru töluvert hærri en í átta öðrum samanburðarlöndum samkvæmt úttekt Seðlabankans. Ómar Friðrikssonkynnti sér niðurstöðurnar. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Vextir á lánsfé til fyrirtækja hæstir hér

ÚTTEKT sem Seðlabanki Íslands hefur gert á vöxtum á lánsfé til lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi og í átta öðrum nágranna- og samkeppnislöndum leiðir í ljós að útlánsvextir á rekstrar- og fjárfestingarlánum voru í öllum tilvikum hærri á Íslandi í lok seinasta árs en í þeim löndum sem samanburðurinn náði til. Meira
31. október 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Vinir Dóra á Sir Oliver

HLJÓMSVEITIN Vinir Dóra, sem skipuð er þeim Halldóri Bragasyni, Ásgeiri Óskarssyni og Jóni Ólafssyni, spilar og syngur blús á Sir Oliver föstudagskvöldið 31. október. Þetta er í síðasta skipti í bili sem þér félagar leika á Sir Oliver. Meira
31. október 1997 | Miðopna | 829 orð

Þarf að efla Tölvunefnd eða hemja?

HLUTVERK Tölvunefndar og verndun upplýsinga voru meðal þess, sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Haraldur Briem, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, fjölluðu um. Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 1997 | Leiðarar | 503 orð

LEIDARILEYNDARDÓMAR PÓSTS OG SÍMA REYTINGAR á gjaldskrá Póst

LEIDARILEYNDARDÓMAR PÓSTS OG SÍMA REYTINGAR á gjaldskrá Pósts og síma hf. vegna sameiningar landsins í eitt gjaldsvæði hafa verið gagnrýndar harðlega. Gagnrýnin hefur ekki aðeins beinzt að gjaldskrárbreytingunum sem slíkum, Meira
31. október 1997 | Staksteinar | 360 orð

»Staða sjávarútvegs góð AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru á hlutabréfam

AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru á hlutabréfamarkaði (53% af heildarveltu í sjávarútvegi), er góð, að því er fram kemur í ritinu Hagtölur mánaðarins, sem Hagfræðisvið Seðlabankans gefur út. Vergur rekstrarafgangur hefur verið 14% til 17% af veltu síðustu þrjú árin og hreinn hagnaður á bilinu 3% til 6%. Íslenzkt aflamet Meira

Menning

31. október 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Árni Elfar sýnir í Galleríi Jörð

INNRÖMMUNIN Gallerí Jörð ehf. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, er eins árs um þessar mundir. Þar er, auk innrömmunar, boðið upp á sýningar og hafa listamennirnir Sigurbjörn O. Kristinsson, Gunnar Hjaltason, Halldór Árni Sveinsson, Jón E. Gunnarsson og Yngvi Guðmundsson sýnt þar myndlist sína. Á morgun, laugardag, kl. 14 opnar Árni Elfar sýningu á málverkum og teikningum. Árni Elfar, f. Meira
31. október 1997 | Tónlist | 693 orð

Ástir, örlög og afbrýði

Verk eftir Wagner, Jón Þórarinsson og Mozart. Einsöngvari: Keith Reed. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Andrews Masseys. Háskólabíói fimmtudaginn 30. október kl. 20. VERÐLAUNAHAFI TónVakakeppni Ríkisútvarpsins í ár, bandarísk-íslenzki barítonsöngvarinn Keith Reed sem nú er búsettur á Egilsstöðum, var í brennidepli á sinfóníutónleikunum í Háskólabíói í gær. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 240 orð

Bjarni Jónsson sýnir í Listasetrinu Kirkjuhvoli

BJARNI Jónsson opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Þar sýnir Bjarni aðallega málverk, sem eru heimildarmyndir um sjósókn fyrri tíma og aðrar þjóðlegar myndir. Bjarni er fæddur árið 1934. "Hann hefur teiknað og málað síðan hann man eftir sér. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 347 orð

Brugðið út af vananum

ÞAU Guðný Guðmundsdóttir, Peter Maté og Gunnar Kvaran bregða út af vananum á öðrum tónleikum vetrarins hjá Tríói Reykjavíkur. Tónleikarnir hafa verið færðir fram um einn dag og verða í Hafnarborg laugardagskvöldið 1. nóvember kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir verður gestur á tónleikunum að þessu sinni og flutt verða sönglög og aríur frá ýmsum tímum. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Carrie Fisher fagnar aldrinum

STJÖRNUSTRÍÐSPRINSESSAN Carrie Fisher fagnaði aldrinum núna í vikunni með móður sinni, Debbie Reynolds. Móðirin viðurkennir að hafa ekki mætt í afmæli til Carrie í 14 ár en langaði núna til að sýna henni stuðning því hún reiknaði með að dóttir sín væri endanlega búin að ná sér eftir margra ára þunglyndi sem er í ættinni. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Djasstónleikar í Garðabæ

DJASSKVINTETT Tónlistarskóla Garðabæjar heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 2. nóvember kl. 16. Kvintettinn skipa Edward J. Frederiksen básúna, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Sveinn Eyþórsson gítar, Birgir Bragason bassi og Árni Áskelsson trommur. Leikin verður vinsæl og létt djasstónlist við allra hæfi. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 394 orð

Erfitt lag um erfiðar tilfinningar

Á NÝRRI breiðskífu Bubba Morthens er lag sem hann kallar Syndir feðranna, en textinn við það lag hefur vakið nokkra athygli. Bubbi segir að Syndir feðranna hafi orðið til vegna æskuvinar hans sem orðið hafi tveimur mönnum að bana. "Ég sá viðtal fyrir stuttu við föður tvíburanna sem urðu þeir ógæfumenn að drepa mann í Heiðmörk og hann sagðist ekki hafa neina samúð með þeim sem sló mig rosalega. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 90 orð

Erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem

RÓSA Blöndal heldur erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 2. nóvember, í tengslum við sýninguna "Perlur úr Eystrihrepp", sem nú stendur yfir í safninu. Þótt þungamiðja sýningarinnar séu litsterk málverk Jóhanns Briem eru þar munir úr eigu Valdimars og afkomenda hans, óbirt handrit og fjöldi bóka, sem Jóhann hefur myndskreytt, Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 233 orð

Fame vex úr grasi

KVIKMYNDIN "Fame" vakti mikla lukku á sínum tíma. Sjónvarpsþættirnir með sama nafni, sem fylgdu í kjölfarið, voru einnig nokkuð vinsælir. Nú hefur rykið verið dustað af Frægðinni fyrir bandaríska sjónvarpsáhorfendur með "Fame L.A.". Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 140 orð

Fóru á tónleika Spice Girls

SPICE Girls keppninni sem Ölgerðin stóð fyrir í sumar í tengslum við Pepsí lauk með því að tveir vinningshafar voru valdir. Þeir fengu í verðlaun ferð fyrir tvo til Tyrklands á fyrstu tónleika Spice Girls sem voru haldnir til að kynna nýju plötuna þeirra. "Það voru 27 þúsund manns sem hringdu í símanúmerið okkar og tóku þátt í leiknum. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 376 orð

Grín og gaman með Myers

Leikstjóri: M. Jay Roach. Handrit: Mike Myers. Kvikmyndataka: Peter Deming. Aðalhlutverk: Mike Myers, Elizabeth Hurley, Michael York, Mimi Rogers, og Robert Wagner. 87 mín. Bandarísk. Capella International/ Moving Pictures/ Juno Pix/ New Line Cinema. 1997. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 506 orð

Grænt og ilmandi gítarrokk

Smágeislaplata hljómsveitarinnar Soðinnar fiðlu, sem skipuð er Gunnari Erni Svavarssyni á bassa, Arnari Snæ Davíðssyni gítarleikara og söngvara, Agli Tómassyni gítarleikara og söngvara og Ara Þorgeiri Steinarssyni sem leikur á trommur og slagverk. Upptökustjórn, hljóðblöndun og aðstoð við útsetningar: Jón Þór Birgisson. Smekkleysa gefur út. 999 kr. 25 mín. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 365 orð

Heimsókn kanadískra rithöfunda

TVÖ kanadísk skáld, Ray Smith og Michael Harris, eru væntanleg hingað um helgina í boði Íslandsdeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studies), til að kynna kanadískar bókmenntir og lesa úr eigin verkum. Báðir kenna þeir við enskudeild Dawson College í Montreal en eru fyrst og fremst þekktir sem rithöfundar. Meira
31. október 1997 | Bókmenntir | 408 orð

Hringavitleysa

eftir Hallberg Hallmundsson, Brú, 1997 ­ 72 bls. TILVERAN getur verið margræð og óræð. Ef til vill er hún ekkert nema ranghalar og kannski er hún bara hringavitleysa. Nýjasta ljóðabók Hallbergs Hallmundssonar, Umhendur, gefur eitthvað í þessa veru í skyn þótt vafasamt sé að fullyrða nokkuð um það. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 507 orð

Innri kraftur Johns Coltrane

ÍKVÖLD kl. 21.00 verður Kvartett Sigurðar Flosasonar með tónleika á Djassklúbbnum Múlanum sem er til húsa á Jómfrúnni í Lækjargötu. Kvartettinn skipa, auk Sigurðar; Kjartan Valdimarsson píanóleikari, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock trommuleikari. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Listamaður mánaðarins í Galleríi List

NÚ Í nóvember er Florence Helga Guerin listamaður mánaðarins í Galleríi List við Skipholt 50b og verður sýning hennar opnuð á morgun, laugardag. Florence Helga er fædd í Frakklandi 1971. Að loknu stúdentsprófi í Frakklandi hóf hún fjögurra ára nám í listaskólanum Evcole Supérieure d'Art Neufville" í París og útskrifaðist þaðan árið 1995. Hún málar myndir og hannar ýmsa muni, s.s. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 274 orð

Ljúf vegamynd Ruby Jean og Joe (Ruby Jean and Joe)

Framleiðandi: Walter Shenson. Leikstjóri: Geoffrey Sax. Handritshöfundur: James Lee Barret. Kvikmyndataka: James L. Carter. Tónlist: Stephen Graziano. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Rebekah Johnson, JoBeth Williams, Ben Johnson. 112 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 21. október. Myndin er öllum leyfð. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 157 orð

Markaður Bókavörðunnar

Til sölu verða um 700 íslenskar ævisögur, um 800 íslenskar ljóða- og kvæðabækur, mörg hundruð íslensk og erlend leikrit, margvísleg rit um trúarbrögð og heimspeki, fjöldi ættfræðirita, 700 íslenskar skáldsögur, mörg hundruð þýddra skáldsagna, margvísleg rit um íslenska sögu og erlenda, mikið úrval allskyns bóka um hagnýt efni, t.d. matreiðslubækur og margt annað efni. Meira
31. október 1997 | Myndlist | 729 orð

Málverk /þrykk

Opið daglega frá 10­18. Laugardaga frá 10­17 og sunnudaga frá 14­17. Til 9. nóvember. Aðgangur ókeypis. GJÁR og gjótulíf er heiti á sýningu Elínar G. Jóhannsdóttur í listhúsinu Fold við Rauðarárstíg. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 95 orð

Myndverkasýning barna

Selfossi­Það var margt um mannin við opnun myndverkasýningar sem börn frá leikskólunum á Selfossi standa fyrir í Safnahúsinu á Selfossi. Sýningin opnaði 24.okt og stendur til 2.nóv. Myndverkasýningin er liður í hátíðarhöldum er tengjast 50 ára afmæli bæjarins. Fjölmargir gestir hafa sótt sýninguna og hafa verk barnanna vakið mikla lukku. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Möguleikhúsið sýnir Snillingana í Snotraskógi

MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm er nú að hefja að nýju sýningar á barnaleikritinu Snillingar í Snotraskógi eftir Björgvin E. Björgvinsson, en verkið var frumsýnt á síðasta leikári. Leikritið er byggt á samnefndri bók, sem kom út fyrir síðustu jól. Þetta er hugljúf saga um Skógarmýslu og íkornastrákinn Korna. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 241 orð

Norskur blásarakvintett í Norræna húsinu

NORSKUR blásarakvintett ­ Artic Brass heldur tónleika í fundarsal Norræna hússins, í dag, föstudag, kl. 20.30. Á efnisskrá verður allt frá alþýðutónlist til samtímaverka, sem m.a. hafa verið sérstaklega samin fyrir kvintettinn. Einnig verða leiknir þekktir slagarar. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 231 orð

Nýjar bækur SÁLUMESSA

SÁLUMESSA syndara ­ Ævi og eftirþankar Esra S. Péturssonar geðlæknis og sálkönnuðar er eftir Ingólf Margeirsson. Sálumessa syndara spannar litríkt lífshlaup Esra S. Péturssonar og er skrifuð með aðferðum sálkönnunar. Geðlæknirinn leggst sjálfur á bekkinn og opnar leyndarmál sín frá langri og viðburðaríkri ævi. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 140 orð

Nýjar bækur SUMARIÐ bakvið brekkuna

SUMARIÐ bakvið brekkunaer eftir Jón Kalman Stefánsson. Ný skáldsaga Jóns Kalmans fjallar um sambýli nokkurra stórbrotinna einstaklinga í dal vestur á landi. Á síðasta ári sendi Jón Kalman frá sér sagnasafnið Skurðir í rigningu. Bókin hlaut einróma lof gagnrýnenda. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 349 orð

Rebekka Rán Samper sýnir í Hafnarborg

REBEKKA Rán Samper opnar myndlistarsýningu í Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag. Á sýningunni verða þrívíð og tvívíð verk, unnin í járn, við, vax, mannshár og fleiri efni. Rebekka Rán fæddist í Reykjavík 5. maí 1967. Að loknu stúdentsprófi frá MR lagði hún stund á listnám við Háskólann í Barcelona, Facultat de Belles Artes de Sant Jordi. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 548 orð

Refurinn Brúsi

eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Þóra Sigurðardóttir myndskreytti. Mál og menning, 1997. 67 bls. UNDIRFYRIRSöGN þessarar bókar er: Saga um vináttu manns og refs eða saga um það hvenær maður veiðir ref og hvenær maður veiðir ekki ref. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 36 orð

Regnboginn:

Regnboginn: Klukkan 17.00 og 21.00 Swingers Cosi Klukkan 19.00 Driftwood subUrbia Klukkan 23.00 Paradise Road Substance of Fire Laugarásbíó Klukkan 17.00 Drunks The Winner Klukkan 21.00 og 23. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Rympa á ruslahaugnum í Hveragerði

Hveragerði-Barnaleikritið Rympa á ruslahaugnum verður frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis næstkomandi laugardag klukkan 15, í Hótel Björk. Höfundur leikritsins er Herdís Egilsdóttir og samdi hún jafnframt alla söngva. Leikstjóri sýningarinnar í Hveragerði er Ingunn Jensdóttir. Leikritið segir frá Rympu, skrýtinni kerlingu sem býr á ruslahaugnum. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Síðasta miðnætursýning á Veðmálinu

SÍÐASTA miðnætursýning á gamanleikritinu Veðmálinu verður í kvöld, föstudag, kl. 23.30 í Loftkastalanum. Þá hefjast að nýju sýningar kl. 20 og verður fyrsta sýningin sunnudagskvöldið 9. nóvember. Leikarar eru Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 522 orð

"Skemmtilegt, kraftmikið og fjölbreytt"

Ljóð og uppákomur verða í Tjarnarbíói í kvöld þar sem nokkur ung skáld munu flytja verk sín. Rakel Þorbergsdóttir hitti skáldið Andra Snæ Magnason á Kakóbarnum. "Ljóðakvöldið var haldið í fyrra í sundhöllinni. Ég tók ekki þátt þá en sendi "buslu"eintak af ljóðabók minni sem kom út í fyrra og heitir Bónusljóð. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 146 orð

Sýningar í galleríkeðjunni Sýnirými

BIRGIR Andrésson opnar á morgun, laugardag, sýningu í Gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. Myndlistarafrek Birgis eru mörgum kunn, segir í kynningu, og rak hann lengi vel gallerí og hefur verið fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum. Jóhann L. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Sýningum á Draumsólum fer fækkandi

SÝNINGUM á Draumsólir vekja mig, sem sýnt er í Íslenska leikhúsinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu fer senn að ljúka. Sýningar verða á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 20. Sunnudaginn 9. nóvember er síðasta sýning. Draumsólir vekja mig, eftir Þórarin Eyfjörð, sem jafnframt er leikstjóri. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 46 orð

Sýningum lýkur

Í GALLERÍINU sýna íslenskir myndlistarmenn verk frá unglingsárum sínum. Um helgina er síðasta sýningarhelgi. Gallerí "Nema hvað" er að Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýningin er opin frá kl. 14­18. 20m Vesturgötu 10a Síðasta sýningarhelgi er í sýningarrýminu á sýningu Péturs Arnar Friðrikssonar. Meira
31. október 1997 | Kvikmyndir | 618 orð

Töffarinn Hamlet

Leikstjóri: Kenneth Branagh. Handrit: Kenneth Branagh. Byggt á leikriti Williams Shakespeares. Kvikmyndataka: Alex Thomson. Búningar: Alexandra Byrne. Sviðsmynd: Tim Harvey. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Derek Jacobi, Julie Christie, Kate Winslet, Brian Blessed, Richard Briers, Nicholas Farrell, og Michael Maloney. 140 mín. Bresk/bandarísk. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 465 orð

Undirheimalíf í Köben Frumsýning

KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir dönsku myndina Pusher sem er frumraunkvikmyndagerðarmannsins Nicolas Winding Refn. Myndin hefur hlotið gífurlegar vinsældirí heimalandi hans og hefur hún m.a. slegið Næturverðinum við. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Unglist

LJÓÐAKVÖLD verður í Tjarnarbíói í kvöld, föstudag. Dagskráin hefst kl. 20.30 þar sem fram koma Didda, Einar Sigurður, Berglind Ágústsdóttir, Kristín, Bergsveinn og Björgvin Ívar. Einnig koma fram Stína bongó og Þórdís Klassen og berja húðir af snilld og Örlygur Örlygsson mun spila á þeremín. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Vantar dökkan, stóran og þéttan dreng

SÖNGLEIKURINN Bugsy Malone er í fullum undirbúningi fyrir frumsýninguna sem verður í janúar næstkomandi. Valið hefur verið í öll hlutverk nema eitt og auglýsa Loftkastalamenn nú eftir heppilegum leikara í það hlutverk. "Okkur vantar dökkleitan, háan og þéttan dreng á velli á aldrinum 10 til 16 ára. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Vélrænt box

VÉLMENNI japanska fyrirtækisins Tescom voru til sýnis á alþjóðlegri vélmennasýningu í Tókýó nú á dögunum. Það er sölukonan Rieko Higa sem lagar boxhanskana á vélmenninu sem ku geta hreyft armana upp og niður, til hliðar og fram og til baka í ýmiss konar nákvæmnisvinnu. Vélmennið kallast Almites og sýndi hraða og snerpu sína með nokkrum boxhöggum. Meira
31. október 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Viktor Viktorsson sýnir í Haukshúsum

DÆGRADVÖL, Lista- og menningarfélag Bessastaðahrepps, hefur sýningarstarf vetrarins á myndlistarsýningu Viktors Viktorssonar. Að vanda er sýningin aðeins opin einn dag, laugardaginn 1. nóv. kl. 14­17. Viktor er sjálfmenntaður listamaður búsettur í Bessastaðahreppi. Hann hefur áður sýnt verk sín opinberlega en sýningin í Haukshúsum er viðamesta sýning hans til þessa. Meira
31. október 1997 | Fólk í fréttum | 638 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.10 Sú efnishugmynd að breska konungsfjölskyldan eins og hún leggur sig farist af slysförum er ekki fyndin ­ síst af öllu í framhaldi af atburðum sumarsins ­ og hún var heldur ekki fyndin fyrir 6 árum þegar bandaríska gamanmyndin Ríkiserfinginn (King Ralph, 1991) var frumsýnd. Meira

Umræðan

31. október 1997 | Aðsent efni | 884 orð

Flokkur alþýðunnar?

ÞAÐ ER víðar en undir yfirborði jarðar sem gætt hefur nokkurs óróa undanfarin misseri. Slíkt má raunar merkja á skrifum sjálfstæðismanna þessa dagana. En vart líður sá dagur að ekki birtist grein í Morgunblaðinu eða öðrum miðlum, frá einhverjum sjálfstæðismanninum, og það oftar en ekki frá fleirum en einum í senn. Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 390 orð

HK handknattleiksdeild

UNDIRRITAÐUR sér sig knúinn til að senda frá sér grein þessa vegna umfjöllunar um ólæti sem áttu sér stað í HK-húsinu, Digranesi, eftir leik HK og KA 15. október síðastliðinn. Til ryskinga kom milli stuðningsmanna HK og stuðningsmanna KA, sem betur fer voru þetta ekki alvarleg átök en samt viðkomandi aðilum til skammar, Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 376 orð

Indverjar á Haiti?

Í MORGUNBLAÐINU 16. október skrifar Gunnar Stefánsson grein vegna viðtals við mig, í sama blaði, um kynþáttahyggju. Þar talaði ég um að kynþáttafordómar hafi verið algengir hér á landi í byrjun aldarinnar, og nefni ummæli Jónasar frá Hriflu máli mínu til stuðnings. Segi ég: "Jónas... [hélt] því fram í ævisögu sinni að Indverjar væru allir sem einn algjört skítapakk. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 868 orð

Löggjöf óskast um ólympíska hnefaleika

"AFLÉTTUM ekki banni við hnefaleikum." Þessu varpa sumir fram þessa dagana og í orðalaginu einu felst misskilningur. Það er ekki til umræðu að aflétta banni á hnefaleikum heldur banni á ólympískum hnefaleik en á þessu tvennu er svipaður munur og á samförum með eða án smokks eða skylmingum með eða án hlífðarbrynju. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 357 orð

Raforkuverðlækkun er kjarabót

FYRIRHUGUÐ lækkun raforkuverðs á orkusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur um næstu áramót er raunveruleg kjarabót fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna, auk þess, sem fyrirtæki og þjónustuaðilar á svæðinu munu njóta góðs af lækkuninni. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 670 orð

Reiðarslag fyrir netbúa

HÆKKUN Pósts og síma á innanbæjarsímtölum er reiðarslag fyrir þá sem nota alnetið að staðaldri. Þegar ég tengdist netinu fyrir tveimur árum gat jafnvel láglaunafólk notfært sér það á hvejrum degi án þess að það ógnaði fjárhag þess. Reyndar var ástandið svo útópíulegt að ég sagði stundum að það hlyti að vera tímaspursmál hvenær þrengt yrði að möguleikum venjulegs fólks á netinu. Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 501 orð

Reykjavík ­ rauð borg

GLEÐI- og verslunarborgin Reykjavík, hrein torg ­ fögur borg ­ laus við glæpi og til fyrirmyndar á flestum sviðum mannlegra samskipta. Ekki er þetta nú sú mynd sem við íbúar Reykjavíkur höfum af borginni okkar um þessar mundir. Þetta er vissulega sú mynd sem við höfðum og viljum hafa af Reykjavík, staðreyndin er hins vegar sú að þetta er ágætis byrjun á öfugmælasögu um Reykjavík nú um stundir. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 712 orð

Sjómannaskólahús?

TILLÖGUR menntamálaráðherra um flutning á starfsemi Sjómannaskólans, þ.e.a.s. Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík, hafa vægast sagt fallið í grýttan jarðveg meðal sjómanna í landinu. Sumir tala um það að aldrei áður hafi einum manni tekist að særa og móðga heila stétt svo gróflega með einni tillögu. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 986 orð

Skattlagðar upplýsingar

FYRIR ári gaf ríkisstjórn Íslands út skýrslu um framtíðarsýn sína um upplýsingasamfélagið sem nefndist "Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið". Þar voru fyrirheitin mörg og fögur, en nú blasa efndirnar við. 140% hækkun á innanbæjarsímtölum á einu ári er framkvæmdin á loforðunum fögru. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 629 orð

Störf þroskaþjálfa og kjaramál

Í RÚMLEGA 30 ára sögu þroskaþjálfastéttarinnar standa þroskaþjálfar nú í fyrsta sinn að gerð kjarasamninga sem sjálfstæður samningsaðili. Samningar þroskaþjálfa sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg hafa verið lausir frá síðustu áramótum eins og hjá mörgum öðrum stéttum. Fram hefur komið í umræðu um kjaramál þroskaþjálfa að undanförnu að byrjunarlaun þroskaþjálfa í dag eru 74. Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 761 orð

Um sýnir

Í GEGNUM tíðina hafa margar sagnir verið skráðar um sjáendur, svokallaða. Og er þá átt við fólk sem sér hluti sem öðru er ekki gefið. En er virkilega til í dæminu að menn geti séð eitthvað sem aðrir koma fráleitt auga á með náttúrulegum skynfærum? Eitthvað sem erfitt getur reynst að útskýra á trúverðugan máta fyrir fólki? Eða sanna með tækjum tækninnar? Biblían talar dálítið um svona Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 1083 orð

Uppsveiflu - ekki niðurskurð

ÉG TEL mig vera fremur sparsama konu og vil einnig reyna að hugsa á sparsemisnótunum þegar um er að ræða hvernig verja skal peningum okkar skattborgaranna. Við þau kynni sem ég hef haft af geðdeildum og göngudeildum geðsjúkra hér í borg hef ég sannfærst um að þar sé mikið vinnuálag og ekki mannskapur til að sinna sem skyldi þeim alvarlega sjúku einstaklingum sem þangað eiga erindi. Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Vegið að starfsheiðri

YFIRLÝSING frá starfsfólki Flugleiða í Keflavík vegna ummæla Árna M. Mathiesen á Alþingi 8. október 1997: Í umræðum á Alþingi hinn 8. október sl. staðhæfir Árni M. Mathiesen að Flugleiðir standi sig illa við afgreiðslu á farangri annarra flugfélaga. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 637 orð

Við eigum að sameina flokkana

AUKIN samvinna jafnaðarmanna hinna ýmsu flokka er það sem helst setur mark sitt á aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem verða næsta vor. Úr hverju byggðarlaginu á fætur öðru berast fregnir um sameiginlega framboðslista. Meira
31. október 1997 | Aðsent efni | 464 orð

"Vjer mótmælum allir!" Þessi hækkun Pósts og síma er beinn upp

ÚTIFUNDUR verður á Ingólfstorgi í dag kl. 15. Póstur og sími hefur tilkynnt að um næstu mánaðamót (1. nóv.) muni verðskrá innanbæjarsímtala hækka um 79%. Með þessari hækkun hefur kostnaður við að nota Netið hækkað um 140% á tæpu ári. Meira
31. október 1997 | Bréf til blaðsins | 119 orð

Þakkir til Sjónvarpsins Gísla Má Gíslasyni: SJÓNVARPIÐ hefur hafið sýningar á nýjum flokki náttúrumynda í röðinni Friðlýst svæði

SJÓNVARPIÐ hefur hafið sýningar á nýjum flokki náttúrumynda í röðinni Friðlýst svæði og náttúruminjar, sem Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmaður hefur gert. Áður höfðu birst tvær myndaraðir í sama flokki. Íslenskar náttúrulífsmyndir birtast ekki oft á skjánum og geri ég því ráð fyrir að áhorfendur, sérstaklega náttúruunnendur, fagni þessum sýningum. Meira

Minningargreinar

31. október 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Benedikt Sigvaldason

Ég hef þekkt Benedikt Sigvaldason frá því ég var 15 ára gamall. Þá var hann nemandi við nýstofnaða gagnfræðadeild Héraðsskólans á Laugarvatni og ég einn af rétt rúmlega eitt hundrað nemendum yngri deildar skólans. Leiðir okkar Benedikts hafa af og til legið saman og nú fyrir fáum vikum sá ég hann tilsýndar á gangi í miðbænum. Þá hvarflaði ekki að mér að dagar hans væru senn taldir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 622 orð

Benedikt Sigvaldason

Engum vafa er það undirorpið, að stofnun héraðsskólanna á sínum tíma og starfræksla þeirra í áratugi var eitt stærsta framfaraspor í skóla- og menningarmálum þjóðarinnar á þessari öld. Með tilkomu þeirra opnaðist leið til framhaldsnáms fyrir þúsundir ungmenna úr öllum landshlutum, einkum þó úr dreifbýli. Haustið 1944 hóf fjölmennur hópur ungmenna nám í yngri deild Héraðsskólans á Laugarvatni. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Benedikt Sigvaldason

Leiðir okkar Benedikts lágu fyrst saman sumarið 1970. Eftir að hafa kennt áratug fyrir norðan ákvað ég að freista gæfunnar sunnan heiða. Margt stóð til boða eins og jafnan en eftir að hafa rætt við Benedikt var valið auðvelt. Benedikt var af annarri kynslóð héraðsskólastjóra, hann var meðal þeirra sem tóku mið af skósveinum Jónasar frá Hriflu. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BENEDIKT SIGVALDASON

BENEDIKT SIGVALDASON Benedikt Sigvaldason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 23. október. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 890 orð

Einar Oddberg Sigurðsson

Pabbi minn. Þú stóðst við loforð þitt, þú lofaðir því þegar mamma dó í desember 1993, að þú myndir ekki fara frá okkur fyrr en eftir 2 ár, en sem betur fer varð tíminn aðeins lengri og ég er mjög glöð yfir því að þú fékkst að sofna svona vært eins og þú gerðir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 225 orð

EINAR ODDBERG SIGURÐSSON

EINAR ODDBERG SIGURÐSSON Einar Oddberg Sigurðsson fæddist 3. október 1916 í Hafnarfirði. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlín Einarsdóttir, f. 3. febrúar 1885, lést 1974, og Sigurður Guðmundsson, f. 12. nóvember 1886,lést 1951. Einar var næstyngstur fimm systkina, og þau eru: Óskar, f. 27. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 322 orð

Freyja Kristjánsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar í fáum orðum. Margar góðar minningar á ég úr sveitinni, eins og ég kallaði Ásgarð. Alltaf var hægt að leita til ömmu með hvað sem er. Oft bjó hún til nesti þegar farið var upp að vatni til að veiða hornsíli eða upp á fjall í berjamó. Ófáar ferðir fórum við frændsystkinin inn til ömmu og afa að fá krukkur til að veiða fiðrildi í. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 715 orð

Freyja Kristjánsdóttir

Minnið er undarlegt fyrirbæri. Ýmsir þeir merkisatburðir í lífinu, sem maður hefði talið eðlilegt að lifðu í minningunni, hyljast mistri. Hversdagar æskuáranna, sem þá virtust svo sjálfsagðir og lausir við það sem merkilegt gæti talist, standa manni aftur á móti ljóslifandi fyrir hugskotssjónum ­ alltént þeir dagar sem tengjast Freyju Kristjánsdóttur í Ásgarði sem nú er látin, 87 ára. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 594 orð

Freyja Kristjánsdóttir

Elsku amma okkar og langa! Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór fyrst með pabba og mömmu í heimsókn til þín og afa á Húsavík, en afi var órjúfanlegur hluti af þér meðan hann lifði. Allar minningar mínar um heimsóknir austur á Húsavík eru mér ljúfar. Alltaf jafn gaman að koma til ykkar, alltaf svo margt fólk í Ásgarði. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 333 orð

FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR

FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR Freyja Kristjánsdóttir fæddist á Húsavík 29. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason, söðlasmiður, f. 2. janúar 1876 á Hvarfi í Bárðardal, d. 9. mars 1945, og kona hans, Jónína Kristín Sigurgeirsdóttir, f. 30. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 401 orð

Frímann Kristinn Guðmundsson

Kiddi minn. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig, elsku frændi. Efst í huga mínum eru þær ótal jarðarfarir og kveðjuorð sem ég hef sest niður og skrifað á svo stuttum tíma. Ég hef verið spurð að því hvort ég stundi þetta, "nei" ekki er það svo en sá stóri tollur sem hefur verið tekinn af okkar ætt og úr mínum vinahópi á stuttum tíma er orðinn ansi stór. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 24 orð

FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON

FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON Frímann Kristinn Sigmundsson fæddist 7. júlí 1947. Hann lést 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 16. október. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 264 orð

Guðmundur Kr. Axelsson

Þeim fækkar óðum samferðamönnunum sem hafa fylgt manni á lífsgöngunni. Nú síðast lést Guðmundur mágur og svili okkar eða Diddi eins og hann var alltaf kallaður. Hann hóf ungur sjómennsku, oftast á togurum Bæjarútgerðarinnar í Reykjavík. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 124 orð

GUÐMUNDUR KR. AXELSSON

GUÐMUNDUR KR. AXELSSON Guðmundur Kristinn Axelsson var fæddur 24. ágúst 1928. Hann lést 19. október síðast liðinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Axel Guðmundsson, bifreiðastjóri, og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 54 orð

Halldór K. Björnsson Til afa. Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst,

Til afa. Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar myndir síðan forðum af þér. (Jón Helgason) Ég kveð þig með þessum ljóðlínum, elsku afi minn. Minningin um þig lifir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 733 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Í dag er til moldar borinn Halldór Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Gúmmívinnustofunnar hf. í Reykjavík. Ég kynntist Halldóri fyrst um 1970 en samgangur var þó takmarkaður fyrstu árin þar sem við bjuggum hvor á sínu landshorni. Það var svo árið 1975 er eigendur Barðans hf. og Gúmmívinnustofunnar hf. urðu ásáttir um að skipta með sér eignum sínum að kynni okkar styrktust. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Í dag er tengdafaðir okkar Halldór Kristinn Björnsson borinn til hinstu hvílu. Í minningunni er Halldór hlýr og traustur maður. Hann átti ekki auðvelt með að sýna þá miklu hlýju sem í honum bjó en vafalítið áttu kröpp kjör og umhyggjuleysi í æsku þar stærstan hlut að máli. Það setti alla tíð mark sitt á líf hans og viðhorf. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 684 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Elsku Halldór afi hefur kvatt þennan heim eftir langa og gæfuríka ævi. Það er margs að minnast um hann afa sem við höfum alltaf borið mikla virðingu fyrir. Kannski var það hatturinn sem hann var alltaf með eða bara hvernig hann bar sig og var. Afi bjó við góða heilsu allt þar til hann veiktist í haust. Hann gat gert næstum hvað sem hann vildi. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Elsku afi okkar, þá er komið að kveðjustund. Það er sárt að missa þig, þú verður ávallt í hug okkar og hjarta. Þær voru margar góðar stundirnar sem við áttum saman. Við minnumst þeirrar miklu hlýju og umhyggju sem þú hefur alltaf sýnt okkur. Hestamennskuna stundaðir þú af lífi og sál og við áttum margar af okkar skemmtilegustu stundum saman í hesthúsinu. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 1200 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Nú, þegar húmar að hausti og jólin nálgast, hefur hvíldin tekið við. Leitin að upprunanum er besta leið mannsins til að skynja og skilja bæði sjálfan sig og aðra. Við Íslendingar höfum átt mikið í Sögurnar að sækja og þannig komist í meiri tengsl við eigin persónu og menningu. Á þennan hátt fást oft skýringar á því sem veldur viðbrögðum okkar og hefur áhrif á það ferli sem við göngum í gengum. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Elsku elsku afi minn. Ég fékk nafnið mitt í örmum þínum þegar þú hélst mér undir skírn á jóladag. Ég veit að þú varst stoltur af því enda minntist þú á það undir það síðasta að þetta væri nú stúlkan sem þú hefðir haldið undir skírn. Rétt eins og þú umluktir mig með örmum þínum í upphafi míns lífs reyndi ég eftir öllum mætti að gefa af mér ást og hlýju á þínum erfiðu tímum. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Með miklum söknuði kveð ég nú hann Halldór afa minn. Hann var lánsamur maður, eignaðist stóra og myndarlega fjölskyldu og hélt góðri heilsu í rúm 83 ár. En fyrir um tveimur mánuðum tók að rökkva og baráttan hófst, ekki var hún löng en svo ströng og sár. Þetta var erfiður tími, fyrir afa sem hafði aldrei fyrr verið mikið veikur og okkur sem við hlið hans stóðum frá upphafi til enda baráttunnar. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Halldór Kristinn Björnsson

Mig setti hljóðan þegar dóttir mín og sonur mín hringdu til mín og sögðu mér að afi þeirra, Halldór Björnsson, væri látinn. Reyndar átti ég von á þessu, en ekki svona fljótt. Ég settist niður og hugleiddi hversu lengi ég hafði þekkt Halldór og komst að raun um að það voru 42 árin sem við höfðum þekkst. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 463 orð

HALLDÓR KRISTINN BJÖRNSSON

HALLDÓR KRISTINN BJÖRNSSON Halldór Kristinn Björnsson fæddist í Hvítuhlíð, Bitrufirði, Strandasýslu, 17. desember 1913. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 24. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 24.11. 1888, d. 22.12. 1920, og Björn Guðlaugsson, f. 18.1. 1876, d. 18.2. 1943. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Jóhannes JÓhannesson

Kæri vinur. Með örfáum orðum viljum við kveðja þig og þakka samveruna. Frá því að vinátta okkar hófst fyrir um 25 árum, höfum við notið þess að eiga þig fyrir vin. Vin sem alla tíð hefur verið traustur, hlýr og staðfastur sem klettur. Að skoða minningar sínar er eins og að taka fram perlufesti og þreifa eftir hverri perlu fyrir sig og við hverja þeirra er tengd minning. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 26 orð

JÓHANNES JÓHANNESSON

JÓHANNES JÓHANNESSON Jóhannes Jóhannesson fæddist á Akureyri 2. september 1947. Hann lést í Reykjavík 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 29. október. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Ólafía Ragnars

Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Ólafía Ragnars. Langar mig til að minnast hennar örfáum orðum og þakka henni samfylgdina og umhyggjuna sem hún bar fyrir fjölskyldu minni. Nú eru tæp tuttugu ár síðan ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna í Bólstaðarhlíð 15. Þau voru glæsileg hjón. Viðmót þeirra andaði fágun og hlýju, sem hreif mig þá og alla tíð síðan. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 1522 orð

Ólafía Ragnars

Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín, Ólafía Ragnars, sem í daglegu tali var kölluð Olla. Hún var skipstjóradóttir úr Vesturbænum og bar með sér andblæ þeirra daga á millistríðsárunum þegar lífið í Reykjavík var smám saman að vakna til alþjóðlegrar borgarmenningar. Kannski var hún af fyrstu kynslóð borgardætra á Íslandi. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 295 orð

ÓLAFÍA RAGNARS

ÓLAFÍA RAGNARS Ólafía Ragnars fæddist í Reykjavík 10. desember 1916. Hún lést á heimili sínu í Bólstaðarhlíð 15 í Reykjavík 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Sigurðsson (1890-1955), togaraskipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, og kona hans Guðrún Jónsdóttir (1890-1970). Systkini Ólafíu eru Margrét (f. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 164 orð

Ólafía Þorgrímsdóttir Ragnars

Mig langar til að minnast mágkonu minnar, Ólafíu Þorgrímsdóttur Ragnars, með fáeinum línum. Ekki hvarflaði það að okkur fyrri sunnudag, þegar hún var í heimsókn hjá okkur að það væri svona stutt eftir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 635 orð

Trausti Bjarnason

Fallinn er frá elskulegur föðurbróðir okkar, Trausti Bjarnason frá Ísafirði. Það er alltaf sárt að kveðja og sjá á bak ástvinum sínum og var fréttin um ótímabært andlát hans allri fjölskyldunni reiðarslag. Trausti varð bráðkvaddur við vinnu sína 23. okt. sl. og dóu þeir bræður Trausti og faðir okkar Friðrik með viku millibili. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 864 orð

Trausti Bjarnason

Að sitja hér og skrifa minningarorð um kæran bróður, hann litla bróður minn," því ekki? Öll göngum við í gegnum það tilfinningarót, sem yfir okkur dynur, þegar einhver okkur kær er svo snögglega horfinn. Tómleikinn, söknuðurinn og einmanaleikinn, engin símtöl þar sem skipst er á hlýjum orðum, engar fleiri heimsóknir. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 237 orð

TRAUSTI BJARNASON

TRAUSTI BJARNASON Hannes Trausti Bjarnason fæddist á Ísafirði hinn 4.9. 1935. Hann varð bráðkvaddur 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Herdís Jóhannesdóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961, og Bjarni Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957. Barn Herdísar var Guðmundur Kristinn Falk Guðmundsson, f. 19.9. 1913, d. 25.8. 1965. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Trausti Bjarnason Elsku Trausti afi minn. Þó að ég vissi að þú værir búinn að vera mikið veikur, átti ég samt ekki von á því að

Elsku Trausti afi minn. Þó að ég vissi að þú værir búinn að vera mikið veikur, átti ég samt ekki von á því að missa þig svona fljótt. En mér fannst þú svo hress og skemmtilegur þegar ég kom til þín og Gerðu í sumar. Ég vil þakka þér og Gerðu kærlega fyrir dagana sem ég var hjá ykkur. En núna vildi ég óska þess að við hefðum hist oftar. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Ég vil minnast með nokkrum orðum Þorgerðar Hauksdóttur kennara. Kynni mín af Þorgerði hófust haustið 1989 er ég hóf störf við Hvammshlíðarskóla, en þar var Þorgerður fyrir, einn af máttarstólpunum í kennaraliðinu. Hún hafði þá starfað lengi að kennslu þroskaheftra eða allt frá árinu 1971, fyrst á vistheimilinu Sólborg, en þar var hafin kennsla fyrir vistmenn. Hannyrðakennsla var hennar aðalfag. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Fyrir örfáum vikum hitti ég hana síðast. Það var milt kvöld á Akureyri. Þetta var í göngugötunni miðri og hún sagðist hafa skroppið út til að ná sér í frímerki. Ekki veit ég hver átti að fá bréfið frá henni. Hitt veit ég að sá hinn sami hefur ekki verið svikinn af lestri þess, því að Þorgerði Hauksdóttur var lagið að koma skýrri og frjórri hugsun sinni skemmtilega á pappírinn. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 614 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Þegar ég frétti lát vinkonu minnar, Þorgerðar Hauksdóttur, Doddu, hvarflaði hugurinn óralangt aftur í tímann, heim í sveitina okkar, Köldukinn. Ég minntist krakkanna sem gengu þar í skóla. Já, við "gengum í skólann" í bókstaflegri merkingu þeirra orða, stundum nokkra kílómetra. Þetta var farskóli og var kennt til skiptis á bæjunum, 2-3 vikur í senn. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 703 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Þorgerður Hauksdóttir er látin. Andlát hennar bar brátt að og kom okkur öllum að óvörum. Hún hafði að vísu verið með einhverja flensu fyrir nokkrum dögum, en var nú óðum að hressast og hafði áform um að heimsækja okkur suður í Kópavog. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Mæt kona er fallin frá, Þorgerður Hauksdóttir kennari. Kona sem lagði sitt af mörkum til kvennabaráttunnar. Ekki með neinum hávaða og látum. En það munaði um hana. Þorgerður skipaði 3. sætið á framboðslista Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra í fyrstu kosningunum sem við tókum þátt í árið 1983. Það voru spennandi tímar, þar sem sköpunargleðin og baráttuviljinn réðu ríkjum. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 366 orð

Þorgerður Hauksdóttir

Hún Dodda frænka mín er dáin. Það er erfitt að kveðja þá, sem eru sálinni nánir, enda er þar opið sár. Smyrslin verða minningarnar, sem lifa áfram. Þrír eiginleikar í fari hennar eru mér efstir í huga á kveðjustund og fléttast hver í annan. Hún var kennari og jafnréttissinni að eðlisfari, trúboði menntunar og framfara og listakona af Guðs náð. Meira
31. október 1997 | Minningargreinar | 299 orð

ÞORGERðUR HAUKSDÓTTIR

ÞORGERðUR HAUKSDÓTTIR Þorgerður Hauksdóttir fæddist í Garðshorni í S- Þingeyjarsýslu 3. október 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haukur Ingjaldsson, bóndi og smiður í Garðshorni, f. 28. febrúar 1892, d. 31. október 1971, og Nanna Gísladóttir, kona hans, f. 13. Meira

Viðskipti

31. október 1997 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Hagnaður nam 39,5 milljónum

HAGNAÐUR Skinnaiðnaðar hf. nam 39,5 milljónum króna á nýloknu reikningsári félagsins, það nær hins vegar aðeins til fyrstu átta mánaða ársins 1997 vegna breytinga á reikningsári. Framvegis mun reikningsár félagsins standa frá 1. september til 31. ágúst. Meira
31. október 1997 | Viðskiptafréttir | 601 orð

"Hefði átt að fá fjárfesta til liðs við mig" Bjarni hefur staðið í eigin rekstri undanfarin 33 ár eða frá 22 ára aldri. Erfið

BJARNI Ingvar Árnason veitingamaður, oft kenndur við Brauðbæ, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykjaness að eigin ósk. Bjarni hefur verið einn umsvifamesti veitingamaður landsins og rak í eigin nafni Hótel Óðinsvé og Viðeyjarstofu, en seldi fyrr á þessu ári hlut sinn í veitingarekstrinum í Perlunni til að greiða niður skuldir. Meira
31. október 1997 | Viðskiptafréttir | 345 orð

Opin kerfi og Þróunarfélagið kaupa 40% hlut

SAMKOMULAG hefur náðst um að Opin kerfi hf. og Þróunarfélagið hf. kaupi 40% hlut í Hans Petersen hf., umboði Kodak, Hefur verið miðað við að hvort fyrirtæki um sig kaupi allt að 20% hlut. Í kjölfarið er stefnt að því að Hans Petersen hf. verði gert að almenningshlutafélagi. Meira
31. október 1997 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Rætt við væntanlega fjárfesta

NIÐURSTÖÐU er að vænta innan skamms hvort nýir fjárfestar ganga til liðs við Íslenska farsímafélagið ehf. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður og stjórnarmaður í félaginu, segir að viðræður standi nú yfir við væntanlega fjárfesta og sé tíðinda að vænta fljótlega. Hann treystir sér þó ekki til að nefna dagsetningar í þessu sambandi né um hvaða fjárfesta sé að ræða. Meira
31. október 1997 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Stöðugra í Evrópu -- minna tap í Wall Street

MIÐLARAR í Evrópu komust að því í gær að þeir yrðu að sætta sig lengur við óró á Asíumörkuðum og urðu uggandi um að neikvæð áhrif frá Austur-Asíu gætu breiðzt út til Rómönsku Ameríku. Tap vegna nýs verðfalls í Hong Kong í fyrrinótt minnkaði fyrir lokun í Evrópu vegna tiltölulega mikils stöðugleika í Wall Street. Meira

Fastir þættir

31. október 1997 | Dagbók | 3038 orð

APÓTEK

»»» Meira
31. október 1997 | Í dag | 519 orð

ASAFJÁRLÖG, fjárlagafrumvarp 1988 í hnotskurn, heitir lít

ASAFJÁRLÖG, fjárlagafrumvarp 1988 í hnotskurn, heitir lítill bæklingur frá fjármálaráðuneytinu. Tvær hlutfallstölur gjaldamegin stinga í augu Víkverja, þegar þær eru bornar saman. Annars vegar mennta- og menningarmál, sem taka 10,4% af heildarútgjöldum. Meira
31. október 1997 | Í dag | 192 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 31. októ

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 31. október, er fimmtugur Ari Hjörvar, Kringlunni 67. Hann og eiginkona hans, Anna, eru stödd erlendis. ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 1. nóvember, verður sjötug Hulda Sigurjónsdóttir, Hagalandi 4, Mosfellsbæ. Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 515 orð

Björn Freyr sigrar Westerinen

Tveir Þjóðverjar og Dani eru í efstu sætunum. Frammistaða upprennandi íslenskra skákmanna er frábær. Hellisheimilið 24. okt.­1. nóv. BJÖRN Freyr Björnsson sigraði finnska stórmeistarann Heikki Westerinen í sjöttu umferð II. Alþjóðlega Hellismótsins, sem tefld var á miðvikudagskvöld. Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 281 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ársþing Brids

ÁGÆT mæting var á 49. ársþing Bridssambandsins, sem haldið var fyrir nokkru. Alls mættu 30 þingfulltrúar á þingið auk stjórnar. Sigmundur Stefánsson stjórnaði fundinum en Þorsteinn Berg var skipaður fundarritari. Forseti Bridssambandsins flutti í upphafi skýrslu stjórnar um síðasta starfsár. Þá lagði Stefanía Skarphéðinsdóttir fram reikninga og skýrði þá. Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

NÚ ER lokið 11 umferðum af 23 í Akureyrarmótinu í tvímenningi sem er barómeter með 5 spilum á milli para. Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson hafa náð efsta sætinu eftir að hafa skorað 92 stig á seinna kvöldinu af þeim tveim sem lokið er. Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDSUmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Hafnarf

Samanlagt eftir tvö kvöld er staðan nú þessi á toppnum: Ómar Olgeirsson ­ Matthías P. Imsland /Helgi Bogason75Björn Svavarsson ­ Unnar Jóhannesson72Guðbrandur Sigurb. ­ Friðþjófur Einarsson63Jón H. Meira
31. október 1997 | Dagbók | 600 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 696 orð

Garðyrkjuferð til Þýskalands og Danmerkur II

NÚ Á haustdögum hélt um 40 manna hópur nemenda og kennara frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi í stutta námsferð til Þýskalands og Danmerkur. Ferðir sem þessar eru mikilvægur þáttur í náminu því það er hverri faggrein nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Jelitto-fræfyrirtækið er staðsett í litlum bæ rétt fyrir norðan Hannover í Þýskalandi. Meira
31. október 1997 | Í dag | 235 orð

Klórlegin svið? GUÐRÚN hringdi og sagðist taka undir með þe

GUÐRÚN hringdi og sagðist taka undir með þeim sem þættu hreinsuðu sviðin algjört óæti því einna líkast væri að þau hefðu legið í klór. Hún segist hafa borðað svið af og til í 30 ár án þess að verða meint af. Henni þykir verra ef þessi þjóðlegi réttur, sem sviðin eru, hverfur af borðum landans, en telur jafnframt allar líkur á að svo verði haldi fram sem horfi. Meira
31. október 1997 | Fastir þættir | 472 orð

Staðan jöfn í báðum úrslitaleikjunum

Heimsmeistaramótið í brids er haldið í Túnis, dagana 18. október til 1. nóvember. ÚRSLITALEIKURINN um Bermúdaskálina fór rólega af stað í gær, og eftir þrjár lotur af 10 var staðan nánast jöfn, eða 95­82 fyrir Frakka. Allar loturnar þrjár voru jafnar og lítið um sveiflur eins og sést á skorinni. Meira

Íþróttir

31. október 1997 | Íþróttir | 121 orð

Arnór áfram með Örebro "DRÖG li

Arnór áfram með Örebro "DRÖG liggja fyrir að eins árs samningi og líklegt er að ég taki honum," sagði Arnór Guðjohnsen í gær er hann var nýkominn af fundi með forráðamönnum Örebro. "Ég hef ekkert undirritað neitt ennþá en reikna með að gera það bráðlega." Arnór sagðist vera ánægður með þennan samning. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 165 orð

Badminton

Opna meistaramót KR OPNA meistaramót KR í tvíliða- og tvenndarleik 1997 fór fram í KR-húsinu fimmtudaginn 23. október og voru keppendur um þrjátíu. Maður mótsins var ótvírætt Tryggvi Níelsen en hann sigraði í tvíliðaleik ásamt Jónasi Whang þá Árna Þór Hallgrímsson og Guðmund Adolfsson 15­8 og 15­12. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 272 orð

Flugeldasýning er Baresi kvaddi

Franco Baresi, einn frægasti knattspyrnumaður Ítalíu, kvaddi á viðeigandi hátt á San Siro- leikvellinum í Mílanó á þriðjudaginn. 50 þús. áhorfendur mættu á kveðjuleikinn og eftir frábæra skemmtun var boðið upp á flugeldasýningu. Ágóðinn af leiknum, 8,1 millj. ísl. kr. rann til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Baresi, sem lauk farsælum tuttugu ára keppnisferli hjá AC Milan sl. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 201 orð

Goldin kemur til KA

Goldin fékk leyfi frá herskyldu til 1. maí og við fáum notið hans krafta fram til þess tíma," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, en í gær gekk félagið frá samningi við Hvít-Rússann Vladimir Goldin, um að hann leiki með félaginu til vors. Til stóð að Goldin kæmi til liðs við KA sl. sumar en hætti við vegna herskyldu sem hann þurfti að gegna en hefur nú fengið leyfi frá. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 74 orð

Í kvöld Blak 1. deild kvenna: KA-heimilið:KA - Þróttur19.30 1. deild karla: KA-heimilið:KA - Þróttur20.45 Handknattleikur: 2.

Blak 1. deild kvenna: KA-heimilið:KA - Þróttur19.30 1. deild karla: KA-heimilið:KA - Þróttur20.45 Handknattleikur: Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 49 orð

Íshokkí

NHL-deildin Leikið aðfaranótt miðvikudags: Florida - Los Angeles2.2 NY Rangers - Dallas2:2 Toronto - Anaheim2:2 Colorado - Buffalo3:2 Calgary - Pittsburgh6:3 Leikið aðfaranótt fimmtudags: Detroit - San Jose4:3 Montreal - Ny Islanders2:5 Philadelphia - St. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 129 orð

Knattspyrna

Bikarkeppnin, seinni leikir í annari umferð ­ samanlögð úrslit innan sviga: Oviedo - Alaves0:0(0:1) Compostela - Eibar1:0(1:0) Racing Santander - Numancia2:1(4:3) Real Sociedad - Burgos0:0(2:0) Sporting Gijon - Osasuna0:1(1:2) Espanyol - Figueres1:2(2:3) Zaragoza - Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 517 orð

KR - KFÍ87:79

Seltjarnarnes, DHL-deildin í köfuknattleik, 5. umferð, fimmtudaginn 30. október 1997. Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 21:9, 26:18, 32:23, 34:30, 34:37, 35:37, 44:49, 53:52, 59:58, 70:61, 77:69, 79:77, 86:77, 87:79. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 1207 orð

Nokkur heimsmet ekki viðurkennd

Ekki eru allir áhugamenn um íþróttir á eitt sáttir um árangur kínverskra íþróttamanna á Kínaleikunum sem er nýlokið og margir vilja að hann verði ekki tekinn gildur. Herða verði á reglum um lyfjaeftirlit til þess að koma í veg fyrir misnotkun og taka verði fleiri próf utan keppnistímabils, þar sem þá sé mest hætta á að íþróttamenn noti lyf. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 422 orð

Óskar slökkti neistann

ÚTSJÓNARSEMI Hermanns Haukssonar og Óskar Kristjánssonar ásamt góðum varnarleik og hungri í sigur skiluðu KR-ingum tveimur kærkomnum stigum út úr baráttuleik við KFÍ á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Lokatölur 87:79 eftir að gestirnir höfðu haft forystu í hálfleik 37:34. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 295 orð

Spenna að Hlíðarenda

Það var jafn og spennandi leikur sem áhorfendum var boðið uppá í Valsheimilinu við Hlíðarenda í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar sigruðu Val 96:89. Njarðvíkingar hófu leikinn með flugeldasýningu og skoruðu fimm þriggja stiga körfur og komust í 6 stigum yfir, 19:13. Þá tók Svali Björgvinsson þjálfari Valsmanna leikhlé og eftir það komu Valsmenn tvíefldir til leiks. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 364 orð

SÆNSKI kylfingurinn Per- Ulrik Johansson

SÆNSKI kylfingurinn Per- Ulrik Johansson setti vallarmet í Jerez á Spáni í gær, á fyrsta degi Volvo Masters, síðasta móts evrópsku mótaraðarinnar. Johansson lék á 63 höggum. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | -1 orð

Taugastríð í lokin

Leikur Þórs og Skallagríms var æði kaflaskiptur þótt hann væri jafn allan tímann. Fyrri hálfleikur var hraður og mikið skorað en sá seinni var slakur. Það var rétt í blálokin að spenna hljóp í hann þegar Þórsarar unnu upp forskot gestanna en Borgnesingar unnu taugastríðið og sigruðu 84:81. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 176 orð

Zmelik vill glíma við Jón

ROBERT Zmelik, frá Tékklandi, fyrrverandi Ólympíumeistari í tugþraut hefur lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og keppa við Jón Arnar Magnússon í þríþraut á stórmóti ÍR í lok janúar. Zmelik glímdi við Jón á afmælismóti ÍR snemma árs og varð að lúta í lægra haldi. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 336 orð

Öruggt hjá Grindavík

ÞÓ AÐ Grindvíkingar spiluðu án Darryl J. Wilson svo gott sem heilan hálfleik tókst Skagamönnum ekki að gera Grindvíkingum skráveifu. Aðrir leikmenn Grindavíkurliðsins sönnuðu að liðið er ekki bara einn leikmaður. Án Darryls tókst þeim að ná 13 stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks og nánast gera út um leikinn, en þá var staðan 56 stig heimamanna gegn 43 stigum gestanna. Meira
31. október 1997 | Íþróttir | 253 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikur kattarins að músinni Sigurganga Hauka heldur áfram í úrvalsdeildinni. Þeir höfðu algera yfirburði gegn ÍR-ingum í leik liðanna í gærkvöldi og sigruðu 113:76. Strax á upphafsmínútunum var ljóst í hvað stefndi. Haukar náðu 10 stiga forystu eftir fimm mínútna leik og juku forystuna jafnt og þétt fram að hléi. Meira

Úr verinu

31. október 1997 | Úr verinu | 828 orð

"Munum eflast til þess að gera betur"

"KVÓTAKERFIÐ er ein meginforsenda þess að tekist hefur að breyta rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi til lengri tíma, þrátt fyrir miklar sveiflur í einstökum tegundum og breytilegt árferði. Án þessa stjórnkerfis væri afkoma greinarinnar önnur og verri en hún er í dag. Meira
31. október 1997 | Úr verinu | 972 orð

Veiðileyfagjald mun rýra kjör sjómanna

"TRÚLEGA hafa ekki jafnfáir sjómenn, útvegsmenn, fiskverkafólk og fiskverkendur lagt jafnmikið af mörkum til jafnmargra á jafnskömmum tíma eins og eftir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var innleitt. En jafnaðarmenn tala á hinn bóginn um spillingu í þágu hinna fáu á kostnað fjöldans. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 656 orð

Barbíkjólar með pífum og pallíettum Steinunn Gunnarsdóttir saumar barbíkjóla af vandvirkni sem einkennt hefur störf hennar alla

"SYSTIR mín fór í húsmæðraskóla að Blönduósi en ég vildi ekki fara þangað. Ég ætlaði ekki að giftast og þurfti ekkert að læra matreiðslu," segir Steinunn Gunnarsdóttir. "Ég vildi fara í skóla að Reykjum í Hrútafirði." Þangað fór hún sextán ára gömul og lærði meðal annars það sem hefur verið yndi hennar alla tíð, saumaskap. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1928 orð

BIBLÍANverður alls staðar á vegi manns Dr. Gunnlaugur A. Jónsson sá dæmisöguna um miskunnsama Samverjann í nýju ljósi þegar hann

BIBLÍAN hefur haft margvísleg áhrif í kristnum þjóðfélögum, líka menningarleg, og beinast rannsóknir á áhrifasögu að því lífi sem textar Biblíunnar hafa lifað meðal almennings og túlkunum í bókmenntum og listum. Dr. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 709 orð

Hótel framtíðarinnar Fyrstu verðlaun í þýskri hugmyndasamkeppni um hönnun á hótelherbergi framtíðarinnar verða veitt Hrafnkeli

"ÁRIÐ er 2020. Í þéttbýli hinna vestrænu ríkja standa stór og verðmæt svæði ónotuð. Yfirgefnar byggingar, arfur skipulags fortíðarinnar, verða stórvirkum vinnuvélum að bráð. Endurskipulag þéttbýlis felst í marghliða nýtingu hins endurunna rýmis. Hin nýja kynslóð hefur breytt velmegunargildi; krefst gæða í stað gnægða. Frelsi, sjálfstæði og sveigjanleiki eru slagorð ungs fólks á faraldsfæti. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1341 orð

Íslenska er hans hjartans mál

Á HVERJU fimmtudagskvöldi um klukkan átta í Leer, lítilli borg í norður-Þýskalandi, hittast nokkrir áhugasamir nemendur hjá presti einum, sem kominn er á eftirlaun. Þetta fólk keyrir allt upp í 100 kílómetra til að geta sest við kringlótta borðið í miðri stofunni og tekið þátt í kennslustund, sem séra Peter Hotzelmann leiðir. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 624 orð

Íslenskukunnáttan opnar ýmsar dyr

NEMENDUR Péturs læra allir íslensku til að geta haft meiri og betri samskipti við Íslendinga. Þau segjast öll vilja kynnast fleiri Íslendingum þegar þau fari í heimsókn til Íslands og eru þeirrar skoðunar að málakunnáttan opni þeim fleiri dyr en ef þau myndu bara tala ensku eða þýsku. "Mér finnst ég fá greiðari afgreiðslu út um allt á Íslandi, ef ég reyni að tala íslensku. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 404 orð

Lítill skilningur hjá fólki

"MARGOFT hef ég upplifað aðstæður þar sem fólk fer í baklás, veit ekkert hvernig það á að bregðast við þegar Guðjón byrjar að tala," segir Guðrún Guðjónsdóttir, móðir Guðjóns Benediktssonar, sem er sex ára og stamar. "Á tímabili var hann mjög slæmur, sat bókstaflega fastur í orðunum og gaf sjálfum sér kinnhest til að losa um málið. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1144 orð

Sjaldan komið að tómum kofunum Konurnar, sem svara á Gulu línunni, eru allar af vilja gerðar að greiða úr hvers manns vanda. Þær

HVAR er hægt að leigja kökuform? Hver prjónar ullarsokka á hunda? Hvar er heildsala Brads Pitt? En barnaheildsalan? Hvað á að sjóða nautatungu lengi? Í áratug hafa svarendur Gulu línunnar lagt sig í líma við að svara slíkum og mörgum áþekkum spurningum eftir bestu getu. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 404 orð

Skóuppreisn í krafti skynsemi og þæginda

ÞEIR sem eru í þann mund að láta undan þrýstingi hausttískustrauma og festa kaup á banvænum pinnahælaskóm, ættu kannski að hugsa sig tvisvar um, segir í skótískuumfjöllun Style, helgarblaði The Sunday Times. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 618 orð

Sykursýki og velmegun haldast í hendur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf nýlega út skýrsluna Notkun lyfja á Íslandi

ÞESSI aukna notkun Íslendinga á sykursýkitöflum verður ekki skýrð með fjölbreyttara úrvali lyfja því fá ný lyf hafa komið til sögunnar á þessu tímabili auk þess sem Tryggingarstofnun greiðir sykursýkilyf að fullu. Þetta leiðir hugann óhjákvæmilega að því hvort verið geti að þeim sem greinast með svokallaða insúlínóháða sykursýki sé að fjölga en það eru einmitt þeir sem nota þessi lyf. Meira
31. október 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 360 orð

Þáttagerð eins fjarlæg og ferð til tungslins

ÓLAFUR Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 hefur stamað frá barnsaldri og gerir ennþá. "Stamið háir mér hvern dag og oft á dag en mér hefur ekki reynst nokkur leið að losna fullkomlega við það." Ekki er þó að heyra á tali Ólafs Páls að hann eigi við þetta vandamál að stríða, hann leynir staminu snilldarvel en uppskriftina getur hann ekki gefið upp. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.