JIANG Zemin, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, fór í gær í kauphöllina í New York, vígi kapítalismans, og ræddi við forstjóra bandarískra stórfyrirtækja, sem leggja mikið kapp á að tryggja sér arðbæra viðskiptasamninga við fjölmennasta ríki heims.
Meira
FUNDUR sem haldinn var til undirbúnings ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn upphitun lofthjúpsins lauk í Bonn í gær án þess að samningamönnum þátttökuríkjanna tækist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu, sem þjónað gæti sem samningsgrundvöllur er ráðstefnan sjálf fer fram í Kyoto í Japan í desember.
Meira
ÍRAKAR stóðu í gær fast á þeirri ákvörðun sinni að meina bandarískum ríkisborgurum að taka þátt í vopnaeftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu, og kváðust viðbúnir hvers konar viðbrögðum af hálfu Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Rússlandi og Frakklandi sögðust í gær vonast til að leysa mætti deiluna með friðsamlegum hætti.
Meira
DÓMARI í Massachusettsríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær brezku barnfóstruna Loise Woodward í lífstíðarfangelsi fyrir morð á Matthew Eappen, átta og hálfs mánaða gömlum dreng er hún gætti. Sagði dómarinn að á þriðjudag yrði tekin fyrir beiðni verjenda um að úrskurður kviðdómsins yrði ómerktur, nýtt réttarhald fyrirskipað og ákæran milduð.
Meira
MARY McAleese, lagaprófessor, var í gærkvöldi úrskurðuð sigurvegari forsetakosninganna á Írlandi, þegar talningu lauk eftir kosningarnar sem fram fóru í fyrradag. McAleese, sem var frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, náði tilskildum hreinum meirihluta atkvæða, 59%, þegar atkvæði þriggja neðstu frambjóðendanna höfðu verið strikuð út að annarri umferð atkvæðatalningar lokinni.
Meira
RIFSNESIÐ SH 44 kom til hafnar í gærmorgun með flugvélasprengju sem kom í trollið í Kolluál um 12 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni komu til að eyða sprengjunni, sem reyndist vera um 200 kg á þyngd og innihalda sprengikraft sem er á við 250 kg af dýnamíti. Farnar voru af henni flaugarnar sem stýra henni og sprengihvellhettan.
Meira
Selfossi-Nemendur og kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa síðan 1997 verið í nemendaskiptum við menntaskóla í St. Nazaire í Frakklandi. Hinn 18. október komu 26 nemendur ásamt 4 kennurum frá St. Nazaire til dvalar á Suðurlandi í hálfan mánuð.
Meira
ÍSLENSKA ríkið var í gær dæmt til að greiða Þorsteini Jónssyni kvikmyndagerðarmanni 400 þúsund krónur, þar sem kvikmyndirnar Atómstöðin og Punktur, punktur, komma, strik voru sýndar í skólum eftir að samningur um slíka hagnýtingu var útrunninn.
Meira
SÚ NIÐURSTAÐA úttektar Seðlabankans um að útlánsvextir banka af lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér séu umtalsvert hærri en í átta samanburðarlöndum kemur talsmönnum samtaka í atvinnulífinu ekki á óvart. Talsmaður sambands viðskiptabanka lítur þó öðrum augum á niðurstöðurnar.
Meira
Í TILEFNI 20 ára afmælis Umsjónarfélags einhverfra mun félagið standa fyrir afmælishátíð dagana 2.9. nóvember nk. Hátíðin hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 2. nóvember kl. 13 með skemmtidagskrá. Skemmtunin er ætluð almenningi og ekki síst einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra.
Meira
ÍSTRAKTOR frumsýnir um helgina nýjan Alfa Romeo 156 í húsnæði fyrirtækisins að Smiðsbúð 2 í Garðabæ frá kl. 1017 laugardag og sunnudag. Þeir bílar sem verða til sýnis eru búnir 2,0 lítra vélum sem skila 155 hestöflum og togsviði í sérflokki. Tvær vélastærðir auk 2,0 lítra vélarinnar eru í boði. 1,6 lítra sem skilar 120 hestöflum.
Meira
"FYRSTA sunnudag í nóvember minnumst við í lúthersku kirkjunni að fornum sið allra heilagra messu en á allra heilagra messu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklega þeirra sem látnir eru og þakkað er fyrir líf þeirra og þjónustu.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hafnarfjarðarkirkju: "Næstkomandi sunnudag verða báðar hinar fornu helgitíðir, allra heilagra messa og allra sálna messa haldnar í Hafnarfjarðarkirkju. allra heilagra messa hefur frá fornu fari verið haldin í minningu allra þeirra dýrðlinga kirkjunnar er ekki eiga sér sinn ákveðna messudag.
Meira
ALÞJÓÐLEG kattasýning verður haldin í reiðhöll Gusts í Linda hverfi í Kópavogi laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember nk. Þrír alþjóðlegir dómarar dæma á sýningunni og keppa kettirnir til verðlauna báða dagana.
Meira
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir í bréfi sem hann hefur ritað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra vegna fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur að það sé alfarið á ábyrgð eigenda og stjórnenda þess að tryggja að það sé rekið innan eigin áætlana.
Meira
FJÖLDI fólks mótmælti gjaldskrárhækkunum Pósts og síma á útifundi á Ingólfstorgi í gær. Fundurinn hófst með því að samgönguráðherra, forstjóra Pósts og síma hf. og varaforseta Alþingis voru afhentar undirskriftir rúmlega 6.000 einstaklinga gegn hækkununum. Lögregla áætlaði að um 1.500 manns hefðu verið á Ingólfstorgi þegar flest var um miðbik fundarins.
Meira
TÆPLEGA tveggja ára gamalt stúlkubarn hlaut fyrsta og annars stigs bruna við að fara ofan í heitt baðvatn á Egilsstöðum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var stúlkan það mikið brennd að ákveðið var að senda hana til Reykjavíkur og var búist við að hún kæmi þangað með sjúkraflugi um hálfeittleytið í nótt.
Meira
BRESKA barnfóstran Louise Woodward var í fyrrinótt fundin sek um að hafa myrt Matthew Eappen, átta mánaða gamlan dreng sem hún gætti í Cambridge í Massachusettsríki. Síðdegis í gær var Woodward dæmd í lífstíðarfangelsi, og á ekki kost á náðun fyrr en eftir 15 ár.
Meira
KVENNADEILD Reykavíkurdeildar Rauða kross Íslands heldur köku- og föndurbasar sunnudaginn 2. nóvember kl. 1417. Basarinn verður í húsi Rauða kross Íslands í Efstaleiti 9 á horni Listabrautar og Efstaleitis, innkeyrsla frá Efstaleiti.
Meira
BJARTUR ákvað að skreppa bæjarferð í gær, meðal annars til að líta aðeins á úrvalið í leikfangabúðunum. Hann tók páfagaukinn sinn, sem heitir Kíki, með sér og virtist fuglinn sjá ýmislegt forvitnilegt í verslununum. Kíkí á ættir sínar að rekja til heitari landa, en kveinkaði sér ekkert undan kulda á ferðalaginu, enda veður milt og gott.
Meira
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir í dag leikritið Einstök uppgötvun eða Búkolla í nýjum búningi sem ætlað er börnum á aldrinum 29 ára. Leikritið er samið í samvinnu leikhópsins sem einnig hefur hjálpast að við gerð leikmyndar og búninga. Leikstjóri er Alda Arnardóttir en leikarar eru Elfar Logi Hannesson og Pétur Eggerz. Sýningartími er u.þ.b. 40 mínútur.
Meira
ÖLL starfsemi á dagvistunarstofnunum fatlaðra leggst niður komi til verkfalls þroskaþjálfa. Á þriðja hundrað fatlaðir einstaklingar missa þjónustu sína. Starfsemi Greiningarstöðvar ríkisins mun einnig lamast. Fundur er í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag.
Meira
TALSMENN dansks sjávarútvegs eru æfir vegna úrskurðar sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, ESB, um nýjar og rýmri reglur um veiði í Norðursjó. Telja þeir reglurnar ganga gegn dönskum hagsmunum en Danir voru þeir einu sem mótmæltu þeim, að því er segir í Aftenposten. Danir telja að nýju reglurnar um veiði í Norðursjó kunni að koma í veg fyrir að fiskistofnarnir þar verði í jafnvægi.
Meira
Eyrarbakka-Laugardaginn 1. nóvember verða liðin 10 ár síðan fyrstu heimilismenn fluttu inn á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Haustið 1995 voru stofnuð samtök áhugamanna um dvalarheimili á Eyrarbakka. Stofnfundurinn var fjölsóttur og einhugur meðal fundarmanna.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fer til Noregs síðari hluta næstu viku og mun þar hitta hinn nýja norska utanríkisráðherra, Knud Vollebæk, og sitja með honum vinnufundi. Þá er gert ráð fyrir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hittist í Ósló eftir þing Norðurlandaráðs, en þá verður forsætisráðherra á ferð í Ósló.
Meira
Morgunblaðið/Ásdís BÖRNIN eru þegar farin að hlakka til jólanna þó enn séu tæpir tveir mánuðir þangað til friðarhátíðin gengur í garð. Ýmis merki þess að jólin séu framundan eru einnig farin að gera vart við sig og í gær var unnið að því að koma jólasveininum fyrir í glugga Rammagerðarinnar í Hafnarstræti,
Meira
EFTIRSPURN eftir vinnuafli hefur ekki verið jafnmikil og nú frá því í septembermánuði árið 1991 og vilja atvinnurekendur fjölga starfsfólki um 535 manns á landinu öllu eða sem nemur 0,6% af mannafla á vinnumarkaði. Á höfuðborgarsvæðinu vildu þeir fjölga um 330 manns og um 205 manns á landsbyggðinni.
Meira
FJALLAÐ er um uppganginn í álversmálum Íslendinga í Financial Times á fimmtudag undir fyrirsögninni "Ísland reiðubúið fyrir uppgang í áliðnaði". Sagt er frá stækkun álversins í Straumsvík, byggingu álvers Columbia Ventures á Grundartanga, tilraunum til að ná samningum við Norsk Hydro og möguleikum á byggingu álvers í eigu Alumax, Gränges og Hoogovens.
Meira
KVENFÓLK hefur verið um 36% iðkenda íþróttafélaga hér á landi undanfarin ár. Meirihluti þeirra er yngri en 15 ára eða um 56-57%. Þessu er hins vegar öfugt farið með karlmenn þar sem meirihluti skráðra iðkenda er eldri en 16 ára eða um 57-59%. Samkvæmt þessu virðist sem kveniðkendum fækki með aldrinum en karliðkendum fjölgi. Þetta kemur m.a.
Meira
TVEIR íslenskir flugnemar, Vignir Örn Guðnason og Nökkvi Sveinsson, eru lagðar af stað í um 12 þúsund kílómetra flugferð í hring um Bandaríkin. Þeir telja að enginn Íslendingur hafi áður flogið svo langt sjónflug. "Flugtímarnir verða á bilinu 50-70, það fer eftir veðri og vindum," segir Vignir Örn.
Meira
UMRÆÐA um breytingar á skipulagi samtaka atvinnurekenda og hugsanlega sameiningu í ein heildarsamtök er komin á rekspöl. Á mánudag verður fundur formanna aðildarfélaga VSÍ, Verslunarráðs og Vinnumálasambandsins um málið og ákvarðanir væntanlega teknar um að hefja formlega vinnu við undirbúning.
Meira
NÚ hefur þjónusta Lyfju í Lágmúla verið aukin með lengri afgreiðslutíma en áður. Hingað til hefur verslunin verið opin frá kl. 922 alla daga. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. nóvember verði opið frá kl. 924 alla daga ársins.
Meira
SEBASTIAN Slotte, Nordplus- skiptikennari í heimspeki frá háskólanum í Helsinski, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands og Félags áhugamanna um heimspeki í Norræna húsinu laugardaginn 1. nóvember kl. 14.
Meira
GRÆNLAND hefur sagt upp samningi sínum við Ísland og Noreg um loðnuveiðar, að því er varðar gagnkvæman aðgang að lögsögu. Grænlenzka landstjórnin ákvað þetta á mánudag og hafði sú ákvörðun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins talsverð áhrif á þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að segja samningnum upp.
Meira
WILLIAM Hague, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, sagði í blaðagrein í gær að hann myndi halda fast við stefnu sína, að berjast gegn aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), og myndi ekki láta "ráðherra á eftirlaunum" draga úr sér. Sérfræðingur í sögu Íhaldsflokksins segir að flokkurinn geti nú staðið frammi fyrir "miklum klofningi".
Meira
ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands og Öldrunarfræðafélag Íslands standa að námstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 916 um rétt aldraðra til heimaþjónustu. Fjallað verður um þá þróun sem aldraðir eiga kost á að fá heim og siðfræðilegum vangaveltum um hversu langt réttur til heimaþjónustu nær. Fjallað verður um þau úrræði sem standa öldruðum til boða.
Meira
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir, að þegar hann tali um að knýja þurfi á um "betra jafnvægi" í aðgangi Íslands og Noregs hvors að lögsögu hins með því að segja upp loðnusamningnum, geti þar fleira verið til umræðu en bara aðgangur að lögsögu vegna loðnuveiða.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá sr. Gylfa Jónssyni, héraðspresti: "Þegar fjölskyldan ræðir um þá sem dánir eru, t.d. afa eða ömmu spyrja þau yngri stundum. Hvar er leiðið hans afa? Ásamt með mynd af gömlum manni uppi á vegg er leiðið sjáanleg minning um þann sem látinn er.
Meira
HÖRÐUR Snorrason bóndi í Hvammi telur að sátt sem gerð var síðasta sumar að tilstuðlan Landssambands hestamanna milli ábúenda jarða við gamla þjóðveginn í Eyjafjarðarsveit og hestamanna sé einskis virði nú í ljósi nýliðinna atburða og telur sig á engan hátt skuldbundinn til að leyfa umferð hesta um gamla þjóðveginn sem enn liggur í landi Hvamms.
Meira
AÐ gefnu tilefni vill Félag íslenskra snyrtifræðinga vekja athygli á því að dagskrá keppninnar Lokkar- Litir-List í Laugardalshöll um helgina hefur breyst. "Af hálfu Félags snyrtifræðinga keppa eingöngu snyrtifræðinemar og aðeins verður keppt laugardaginn 1. nóvember, ekki sunnudaginn 2. nóvember. Keppni í dagförðun og keppni um brúði framtíðar hefst kl. 13.
Meira
GENGI verðbréfa hækkaði í Bandaríkjunum og náði jafnvægi í Evrópu í gær eftir mjög óróasama viku í kauphallarviðskiptunum. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 77,11 stig fyrstu klukkustundina eftir opnun eftir að hafa lækkað um 125 stig daginn áður.
Meira
HJÁ ODDA er byrjað að prenta og binda inn jólabækurnar. Ólafur Steingrímsson, starfsmaður prentsmiðjunnar, segir að þar verði prentaður svipaður fjöldi titla og fyrir síðustu jól, eða um 130160, af alls um 200 titlum sem sem prentaðir eru yfir árið. Oddi er með 6070% allra titla sem prentaðir eru innanlands. "Núna erum við að vinna í þeim bókum sem mest er lagt í.
Meira
Íslenski Suðurskautsleiðangurinn hefst á morgun Jólahátíðin haldin á ísnum ÍSLENDINGARNIR þrír sem ætla að ganga á Suðurpólinn kynntu ferðaáætlun sína í gær og hófu áheitasöfnun til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra með því að gefa sjálfir 250 þúsund krónur.
Meira
KAMMER- og ljóðatónleikar verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 2. nóvmeber, kl. 17. Tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíð í tilefni af 200 ára afmæli Franzs Shuberts og þess að 100 ár eru liðin frá dauða Johannesar Brahms, en hún verður haldin í Reykjavík og Akureyri frá 19. október til 23. nóvember næstkomandi.
Meira
Fyrirhugað er að loka Goethe-stofnuninni á Íslandi 31. mars árið 1998. "Einungis í Tansaníu og á Íslandi verður algjörlega klippt á þráðinn því að í hinum löndunum átta, þar sem loka á Goethe-stofnunum, eru aðrar fyrir sem munu starfa áfram," segir Coletta B¨urling, forstöðumaður Goethe-stofnunarinnar á Íslandi.
Meira
KRISTNESSPÍTALI er 70 ára í dag, laugardaginn 1. nóvember, en afmælisins verður minnst síðar í mánuðinum. Kvenfélög og ungmennafélög á Norðurlandi hófu fjársöfnun vegna byggingar heilsuhælis á Norðurlandi árið 1918 og Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað árið 1925 en það vann að undirbúningi byggingarinnar. Henni var valinn staður á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.
Meira
Daði Elvar Sveinbjörnsson varð fimmtugur í gær og birtist tilkynning í blaðinu af því tilefni. Hann var sagður eiga afmæli 31. september en þar átti að sjálfsögðu að standa 31. október. Hægt er að senda honum heillaóskaskeyti í bréfsíma númer 001-760-603- 9100, en hann er staddur í Napa- dalnum í Kaliforníu.
Meira
MIKIL hlýindi hafa verið að undanförnu og fæst minnir á vetur. Sumir eru reyndar svo bjartsýnir að segja að milt verði í allan vetur. Dýrin virðast spá því líka. Fréttaritari var í gær að dunda í fjárhúskofa sínum inni á bökkum þegar óvenjulegt fuglstíst heyrðist úti fyrir. Þar var þá kominn músarrindill. Var hann hinn montnasti og virtist ekki kvíða neinu.
Meira
Ísafirði-Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hélt nýlega málþing á Hótel Ísafirði undir yfirskriftinni Framtíðarsýn Vestfirðinga. Um 8090 manns sóttu þingið sem var hluti dagskrár menningarvikunnar Veturnætur, en henni lýkur á sunnudaginn.
Meira
MARGAR verslanir og veitingastaðir í Kringlunni munu í vetur hafa opið milli klukkan 13 og 17 á sunnudögum. Verða um 50 fyrirtæki í Kringlunni opin á morgun. Ýmsar uppákomur verða á sunnudögum, svo sem andlitsmálun fyrir börnin og á morgun sýnir Kringlubíó myndina Hefðarfrúna og umrenninginn klukkan 13 og býður fyrstu 200 gestunum frítt á barnamyndina Rokna Túli klukkan 12.45 og 14.45.
Meira
SVISSNESKIR þingmenn buðu samstarfsmönnum sínum í þingmannanefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, til tveggja daga ráðstefnu í Bern nú í vikunni, en 20 ár eru liðin síðan nefndin hélt sinn fyrsta formlega fund í Genf 1977.
Meira
OPINN miðstjórnarfundur Grósku verður haldinn í dag. Þar verður lögð fram til endanlegrar umræðu "Hin opna bók Grósku" sem er afrakstur málefnavinnu á vegum félagsins. Fundurinn fer fram í Þinghóli, Kópavogi, og hefst kl. 10. Fundurinn er öllum opinn.
Meira
DANINN Erling Mortensen var efstur á alþjóðlegu skákmóti Hellis með 6,5 vinninga að lokinni 8. umferð í gær. Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Helgi Áss Grétarsson og Bragi Halldórsson voru ásamt Christian Wilhelm í 6.-10. sæti með 5 vinninga. Jón Viktor sigraði Jón Árna Halldórsson í gær og þarf nú sigur í síðustu umferð til að ná öðrum áfanga að alþjóðlegum titli.
Meira
JÓLIN komu snemma hjá Jiang Zemin, forseta Kína, þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti gaf honum því sem næst allt sem hann óskaði sér á sögulegum fundi þeirra í vikunni, að sögn fréttaskýrenda í gær.
Meira
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur beint því til Pósts og síma hf. að ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu, sem tekur gildi í dag, 1. nóvember, verði endurskoðuð. Samkvæmt tillögum ráðherra mun þriggja mínútna staðarsímtal hækka um 20,3% í staðinn fyrir þá 40% hækkun sem fyrirhuguð var og þriggja mínútna langlínusímtal lækka um 49,3% í stað 41%. Breytingarnar eru byggðar á útreikningum Pósts og síma hf.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að oddvita Fljótshlíðarhrepps hafi verið óheimilt að tilkynna Hagstofunni að íbúi í hreppnum væri fluttur þaðan. Dómurinn telur sannað að maðurinn hafi í reynd búið í hreppnum þegar tilkynningin barst Hagstofu.
Meira
TÍU ár verða liðin laugardaginn 1. nóvember frá því fyrstu heimilismenn fluttu inn á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Af því tilefni verður opið hús á Sólvöllum laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember frá kl. 1417.
Meira
STJÓRN Veiðifélags Kjósarhrepps hefur sent bréf til umboðsmanns Alþingis þar sem óskað eftir eftir áliti hans á meðferð stjórnvalda á kærum félagsins vegna starfsleyfistillagna fyrir álver á Grundartanga.
Meira
POPPMESSA verður haldin í Hjallakirkju sunnudaginn 2. nóvember á almennum messutíma kl. 11. Slíkar guðsþjónustur eru að jafnaði einu sinni í mánuði. Í guðsþjónustunni flytur hópur fólks tónlist í léttum dúr en þessi hljómsveit var stofnuð síðasta haust sérstaklega í tengslum við poppmessur í Hjallakirkju.
Meira
STJÚPFJÖLSKYLDAN og stjúptengsl eru til umfjöllunar í hjónastarfi Neskirkju nk. sunnudagskvöld 2. nóvember. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur kemur á fundinn og fjallar um efnið en hann hefur langa reynslu af hver skonar fjölskyldumeðferð.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Dómkirkjunni: "Allra heilagra messa er 1. nóvember og allra sálna messa 2. nóvember. Á þeim dögum er minnst þeirra sem dánir eru. Á allra heilagra messu er athyglin á þeim sem hafa styrkt kirkjuna í gegnum aldirnar.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila nætursölu í fjórum verslunum Olíuverslunar Íslands hf. í þrjá mánuði til reynslu. Frá því í ágúst sl. hafa Select verslanir Skeljungs við Vesturlandsveg og Suðurfell í Breiðholti verið með nætursöluleyfi.
Meira
HERNAÐARARMUR Hamas- samtakanna lýsti því yfir í gær að Ísraelar hefðu fengið "síðasta tækifærið" til að verða við kröfum þeirra, ellegar myndu samtökin grípa til "risaaðgerðar" gegn Ísraelum. Krefst Hamas þess að Ísraelar láti af aðgerðum gegn félögum í Hamas.
Meira
BOLLI Héðinsson, hagfræðingur og formaður tryggingaráðs, sagði á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins í gær að hann teldi "affarasælast að lífeyrissjóðirnir í landinu tækju að sér að reka opinberar lífeyristryggingar fyrir ríkisvaldið". Bolli sagði að Tryggingastofnun væri í raun tvær stofnanir að fást við tvo óskylda málaflokka, sjúkratryggingar og lífeyristrygginar.
Meira
SJÖTÍU manna hópur leggur í dag í mánaðarlanga hnattreisu með Heimsklúbbi Ingólfs. Liggur leið ferðalanganna einkum um suðurhöfin þar sem skoða á fegurð og furður heimsins á suðurhveli eins og segir í leiðarlýsingu um ferðina en dvalið verður í einum sjö löndum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem hópferð sem þessi er skipulögð frá Íslandi til suðurhafa.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að með því að skrá "Roði hf stimplagerð sjá Boði ehf stimplagerð" ásamt símanúmeri Boða hf. í símaskrá fyrir árið 1997 hafi stimplagerðin Boði ehf. Hverfisgötu 49 í Reykjavík brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga.
Meira
SIGURÐUR Helgason, prófessor við Massachusetts Institute of Technology var í gær heiðursgestur á 50 ára afmælisfundi Íslenska stærðfræðafélagsins. Afmælisfundurinn var haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands. Sigurður flutti fyrirlestur á afmælisfundinum sem nefndist Rúmfræði og raunveruleiki.
Meira
NÚ UM helgina lýkur sýningu Kristjáns Steingríms í Listasafninu á Akureyri, en hún hefur staðið yfir síðustu vikur. Á sunnudag, 2. nóvember, kl. 16 verður safnaleiðsögn fyrir almenning og eru allir velkomnir, en aðgangur að safninu er ókeypis.
Meira
TEIKNISTOFAN Form á Akureyri mun annast hönnun allra innréttinga í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Jafnframt annast hún öll útboð vegna kaupa á innréttingum og húsgögnum í nýbygginguna, en samningur þessa efnis var undirritaður nýlega og gildir til fjögurra ára. NÝBYGGING FSA er fjórar hæðir auk kjallara, alls um 4.300 fermetrar að flatarmáli.
Meira
Á ALLRA heilagra messu, næsta sunnudag, er víða í kirkjum landsins minnst látinna. Í Langholtskirkju verður sérstakur tónlistarflutningur í guðsþjónustunni kl. 11 á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur en tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja tónlistarstarf í Langholtskirkju.
Meira
Á "LÖNGUM laugardegi" mun strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík flytja kammertónlist fyrir gesti Súfistans og bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Strengjakvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Jóhönnu Ósk Valsdóttur, Kristínu Björnsdóttur og Álfheiði Hafsteinsdóttur ásamt sellóleikaranum Sólrúnu Sumarliðadóttur.
Meira
GUÐMUNDUR G. Þórarinssonar, stjórnarformaður Ríkisspítala, segir að ekki standi til að endurnýja tækjakostinn á gömlu hjartarannsóknastofunni, en í frétt í Morgunblaðinu í gær sagði Árni Kristinsson, yfirlæknir á hjartadeild, að vandi hjartadeildarinnar leystist ekki almennilega fyrr en tækjakostur á gömlu hjartarannsóknastofunni yrði endurnýjaður.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Tæknivali hf. að auglýsa með lýsingarorði í efsta stigi nema fyrirtækið geti með fullnægjandi og óyggjandi hætti sannað fullyrðinguna. Tilefni bannsins eru auglýsingar Tæknivals um "mest seldu tölvur í heimi" og "mest seldu tölvur á Íslandi".
Meira
ANNAR umræðufundur um spíritismann og kirkjuna verður í Loftkastalanum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, sunnudaginn 2. nóvember kl. 14. Þar munu guðfræðingarnir Björgvin Snorrason og Steinþór Þórðarson kynna efnið og svara spurningum úr sal. Til að svara spurningum munu þeir rannsaka hvað Biblían hefur að segja um þetta efni, segir í tilkynningu.
Meira
NETIÐNAÐURINN hér á landi mun velta 2,5 milljörðum króna í heild sinni á næsta ári samkvæmt áætlun Internets á Íslandi hf., INTIS, en eftir síðustu gjaldskrárhækkun Pósts og síma hf. telur INTIS þó blikur á lofti. INTIS áætlar að innhringinotendur á landinu séu nú um 19 þúsund, en þeir verði orðnir 27 þúsund á næsta ári.
Meira
SAMTÖK 15 þróunarríkja (G- 15) hafa farið þess á leit við Heimsviðskiptastofnunina (WTO) að hún kanni áhrif gengisbreytinga á millilandaviðskipti. Samtökin hafa hins vegar ekki tekið opinberlega undir þá kröfu Malasíustjórnar að settar verði nýjar reglur um millilandaviðskipti.
Meira
VINDÁTT, vindstyrkur og ókyrrð sem m.a. myndast vegna mannvirkja skammt frá flugbrautarenda eru meðvirkandi þáttur í brotlendingu danskrar tveggja hreyfla flugvélar á Reykjavíkurflugvelli 22. apríl síðastliðinn. Vélin varð að lenda með einungis annan hreyfil virkan þar sem flugmaðurinn hafði slökkt á hinum vegna gangtruflana.
Meira
SAMSTEYPUSTJÓRN mið- og hægriflokka, Kosningabandalags Samstöðu (AWS) og Frelsissambandsins (UW), sór í gær embættiseiða frammi fyrir Aleksander Kwasniewski forseta Póllands. Hennar bíður það hlutskipti að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið (ESB) og Atlantshafsbandalagið (NATO).
Meira
AÐILDARRÍKI rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar, svonefnds Ríó-sáttmála, luku í gær í Bonn síðustu samningalotunni fyrir ráðstefnu ríkjanna í japönsku borginni Kyoto, þar sem reyna á að ná samkomulagi um bindandi bókun við samninginn, þess efnis að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði takmarkaður.
Meira
ÞROSKAÞJÁLFAR, sem boðað hafa verkfall nk. mánudag, fengu ekki greidd laun í gær. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá stefnu ríkisins að greiða ekki laun fyrirfram þeim sem boðað hafa verkfall, en hún styðst við ákvæði kjarasamninga og úrskurð dómstóla. Nokkrir þroskaþjálfar, sem eiga að vinna um helgina, fengu ekki greidd laun í gær og íhuguðu þeir í gær að mæta ekki til starfa um helgina.
Meira
ÖLLU starfsfólki Hótel KEA á Akureyri, 35 manns, hefur verið sagt upp störfum og miðast uppsögnin við daginn í dag, 1. nóvember. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir uppsagnirnar lið í endurskipulagningu á rekstri hótelsins. "Við erum m.a. að skoða þann möguleika að leigja frá okkur reksturinn.
Meira
Leiðari VEXTIR OG SAMKEPPNISSTAÐA EXTIR af óverðtryggðum rekstrar- og fjárfestingarlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru umtalsvert hærri hér á landi en í nágranna- og samkeppnisríkjum. Vaxtamunur er í flestum tilfellum tvö til þrjú prósentustig. Hann er þó meiri í stöku tilfellum.
Meira
ÚR LEIÐARA DV: "Þær [gjaldskráruppstokkanir] hafa einkennt einokunarfyrirtæki hins opinbera, svo sem á sviði rafmagns- og hitaveitna. Venjulega er farið hóflegar í sakirnar en síminn gerir nú, enda hafa slíkar breytingar verið háðar pólitísku aðhaldi." Óheiðarlegt
Meira
PLÖTUSNÚÐURINN Dr. Rockit og tónlistarmaðurinn Matthew Herbert eru sami maðurinn og mun hann snúa plötum og halda tónleika í Vegamótum í Reykjavík í kvöld, reyndar á miðnætti. "Ég mun hefja dagskrána með lifandi tónum," segir hann í símtali við Morgunblaðið frá London, "ég ætla ekki að notast við tölvur heldur gömlu aðferðina,
Meira
REGNBOGINN sýnir um þessar mundir myndina "Með fullri reisn" sem nú er orðin mest sótta breska kvikmyndin í heimalandi sínu frá upphafi. Hún hefur þar með slegið við myndum eins og "Trufluð tilvera" og "Fjögur brúðkaup og jarðarför". Næsta takmark aðstandenda kvikmyndarinnar er að hún verði vinsælasta mynd sem sýnd hefur verið þar á landi.
Meira
SKEMMTIKVÖLD var nýlega haldið á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi með staðalímyndum kynjanna kraftakörlum og fögrum meyjum. Karlarnir kepptu við gesti annarsvegar í ísáti og hinsvegar kexáti, og vakti athygli að einn gestanna sigraði í kexátinu. Konurnar sýndu á hinn bóginn undirföt.
Meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður fjallar um "SpiceWorld" með Spice Girls sem kemur út á morgun. Vel samin, flutt og heppnuð popptónlist er besta tónlist í heimi (hugsið um Abba). Við verðum líka að vera tilbúin til að fyrirgefa popptónlistinni þegar hún heppnast illa (hugsið um Strax).
Meira
FATLAÐIR og þroskaheftir skemmtu sér vel í félagsmiðstöðinni Árseli nýlega með dansleik. Góð stemmning var enda karokí sett í öndvegi. Fólkið fór upp á svið og söng texta við valin lög með ágætum árangri. Lög Björgvins Halldórssonar, eins og "Þó líði ár og öld" og "Akstur á undarlegum vegi", vöktu lukku.
Meira
CHRISTINA Dieckman Jimenez, sem er Ungfrú Venezuela, stillti sér upp með Ungfrú Bretlandi, Vicki- Lee Walberg í gær. Fegurðardrottningarnar voru að kynna keppnina Ungfrú heimur sem fram fer á Seychelleseyjum í nóvember.
Meira
RÆTT var við Guðmund Steinsson, rithöfund og leikritaskáld, í sjónvarpi á sunnudagskvöld og sýnt leikrit eftir hann, sem nefnist Stundarfriður. Guðmundur lést fyrir nokkru, en meðan á veikindum hans stóð ræddi Jón Viðar Jónsson við höfundinn um ævi hans og leikritasmíð.
Meira
Leikstjóri Ulu Grosbard. Handritshöfundur Barbara Turner. Kvikmyndatökustjóri John Kiesser. Tónlist Steven Soles. Aðalleikendur Jennifer Jason Leigh, Mare Winningham, Ted Levine, John C. Reilly, John Doe, Max Perlish. Bandarísk. 1995.
Meira
UNGMENNAFÉLAGIÐ Ólafur Pá hélt "uppskeruhátíð" nýlega. Tæplega fimmtíu börn og unglingar komu saman í Félagsheimilinu Dalabúð og þáðu hamborgara, franskar og gos í boði ungmennafélagsins.
Meira
Handrit og val tónlistar: Björgvin Halldórsson og Björn G. Björnsson. Söngur: Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Pétur Örn Guðmundsson. Útlitshönnun og sviðsetning: Björn G. Björnsson. Útsetning og hljómsveitarstjórn: Þórir Baldursson.
Meira
ÁTTA þúsund graskerum sem vógu alls 85 tonn var dreift um Trocadero-garðana sem liggja við Eiffel- turninn í París í gær. Franska símafyrirtækið France Telecom stóð fyrir því og bauð börnum borgarinnar á hrekkjavöku að hætti Bandaríkjamanna með ljósasýningu, skrúðgöngu og graskerakökubásum.
Meira
HAMLET eftir Kenneth Branagh var opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem sett var í 13. skipti í Regnboganum á fimmtudagskvöld, og stendur yfir til 9. nóvember. Úrval góðra kvikmynda verður sýnt á þessu tímabili, og munu sjálfsagt margir nýir sem gamlir aðdáendur kvikmyndalistarinnar eiga ánægjulegar stundir í kvikmyndasölum borgarinnar.
Meira
BANDARÍSKI leikstjórinn og handritshöfundurinn Vondie Curtis Hall hefur búið til litla, snaggaralega og skemmtilega svarta kómedíu, Á snúrunni, um tvo vini, hvítan mann og þeldökkan, sem hafa dópað sig árum saman en hafa nú knýjandi þörf fyrir að komast í afvötnun.
Meira
GRIET Hannemann, sem er 21 árs, heldur kampakát á Barbie dúkku eftir að hafa unnið keppni um það hver væri líkust Barbie. Keppnin fór fram í Frankfurt á fimmtudag. Hannemann leggur af stað í fjögurra vikna kynningarferð um Þýskaland, sem "hin lifandi Barbie", 3. nóvember.
Meira
MENNINGARLÍFIÐ í Reykjanesbæ stendur með miklum blóma þessa dagana. Tónlistarskólinn átti nýlega 40 ára afmæli og var haldið upp á það með ýmsum uppákomum. Leikfélag Keflavíkur á líka afmæli og er 30 ára um þessar mundir. Nýlega opnaði félagið eigið húsnæði á Vesturbraut 17 í Keflavík við hátíðlega athöfn.
Meira
Ásta og Keli í barnatímanum Stundinni okkar láta skynsemina ráða í vinskap sínum. Gunnar Hersveinn hitti þau í vinnunni í Sjónvarpinu og spurði: "Hver eruð þið og hvaðan?
Meira
Hljómsveitin Soðin Fiðla var stofnuð í nóvember í fyrra og gaf út sinn fyrsta geisladisk nú á dögunum sem kallast Ástæðan fundin. "Þetta er þröng skífa með sex lögum en ekki breiðskífa," sögðu þeir Egill Tómasson og Gunnar Örn Svavarsson, meðlimir Soðinnar fiðlu, um nýju plötuna. "Við spilum melódískt rokk og verðum með góða keyrslu á tónleikunum í dag.
Meira
KRÁIN Hogs & Heifers í New York þykir afar vinsæl og hafa margar stjörnunar sótt staðinn heim. Hann er þó einnig þekktur fyrir allsérstæðan sið sem tíðkast þar. Á veggnum innan við barborðið hanga nefnilega óteljandi brjóstahaldarar sem gestir staðarins hafa afklæðst og gefið í safnið.
Meira
SKEMMTIKRAFTAR frá Hollywood og Broadway eru alvanir því að stilla sér skammlaust upp fyrir ljósmyndara. Það kom í góðar þarfir þegar þeir sýndu vor- og sumartísku Triumph International í Tókýó í vikunni. Karabísk karnival- stemmning var á sýningunni og voru undirfötin kynnt við dúndrandi salsa-tónlist.
Meira
Trúir þú á engla?, breiðskífa Bubba Morthens. Lög og textar eftir Bubba, utan eitt lag sem hann semur með Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Guðmundur leikur á gítara á plötunni, en einnig kemur mjög við söguEyþór Gunnarsson, sem stýrði upptökum og vann útsetningar með Bubba og leikur að auki á hljómborð.
Meira
ÞAÐ var suðræn stemmning á sýningu undirfatafyrirtækisins Triumph í Tókýó nú í vikunni þegar vor- og sumarlínan var kynnt. Leiklistarfólk úr Hollywood og af fjölum Broadway í New York var fengið til að sýna nýjasta undirfatastílinn við eggjandi salsataktinn og vakti mikla lukku viðstaddra.
Meira
HVAÐ ætlar Tom Cruise að gera þegar tökum á "Eyes Wide Shut" lýkur? Heyrst hefur að hann hafi fengið handritshöfundinn Michael Tolkin, sem skrifaði "The Player", til að endurvinna uppkast að "Mission: Impossible II" og orðað það við Oliver Stone að leikstýra framhaldinu. Cruise ætlar að framleiða og leika í framhaldsmyndinni.
Meira
LÝTALÆKNIRINN Steven Hoefflin í Hollywood sætir nú rannsókn vegna alvarlegra ásakana um kynferðislega misnotkun. Hann þykir vera einn fremsti lýtalæknir Bandaríkjanna og meðal sjúklinga hans eru Michael Jackson, Elizabeth Taylor og sjónvarpskonan Joan Rivers.
Meira
LEIKRITÐ Grandavegur 7 var frumsýnt á miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúsinu, en það er leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Verkinu var vel tekið og voru nokkrir frumsýningargesta greyptir á ljósnæma filmu blaðaljósmyndarans.
Meira
Sjónvarpið22.00 Ítalska bíómyndin Landamærin (La frontiera, 1995) og allir aðstandendur hennar eru mér ókunn en hún segir frá kynnum tveggja Ítala í hressingardvöl á eyju undan strönd Dalmatíu í heimsstyrjöldinni síðari. Leikstjóri Franco Giraldi. Stöð 221.
Meira
Sjónvarpið21.15 John heitinn Candy var verðugur fulltrúi fitubollugrínista og tókst að sameina fíflagang og fínlegri túlkun, þá sjaldan hann fékk tækifæri til. Buck frændi (Uncle Buck, 1989) er ein af hans betri myndum en titilpersónan er einhleypur hrakfallabálkur sem lendir í miklum hremmingum sem barnapía.
Meira
Í DAG, 1. nóvember, er allra heilagra messa. Í þetta sinn er fitjað upp á nýmæli í starfi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum með því að sérstök dagskrá verður í Fossvogskirkju í tilefni dagsins á morgun, sunnudag, eins og nánar er sagt frá á öðrum stað hér í blaðinu.
Meira
HINN 1. nóvember 1997 eru liðin 800 ár frá láti Jóns Loftssonar, höfðingja í Odda á Rangárvöllum. Oddafélagið, samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs í Odda, minntist 800 ára ártíðar Jóns á Oddastefnu í vor, en Oddastefna nefnist árleg ráðstefna félagsins. Oddastefna var að þessu sinni haldin að Laugalandi í Holtum, sunnudaginn 25. maí 1997. Raunar er Oddastefna haldin næst "Sæmundardegi",
Meira
HVAÐ starfar þú núna? Ég er "bara húsmóðir," ég er "bara skúringakona", ég er "bara ruslakarl" og nú bætist nýtt svar við þessari spurningu sem spurð er á hverjum degi í þjóðfélaginu; ég er "bara þroskaþjálfi". Að heyra fólk nota orðið "bara" um störf sín ætti að banna, því öll störf í okkar þjóðfélagi eru svo mikilvæg að við ættum að bera meiri virðingu fyrir störfum hver annars.
Meira
UNDARLEGA rekur ólíka hluti á eina fjöru í huga manns. Fyrst ber þangað ferð norður eftir Strandasýslu í fögru veðri síðastliðið sumar, allt til Norðurfjarðar og þaðan norður af í Munaðarnes við sunnanverðan Ingólfsfjörð með sýn yfir í Ófeigsfjörð og norður til Drangafjalla. Umhverfið er tignarlegt. Mannlífinu kynnist ókunnugur ferðamaður ekki, en skynjar kyrrð og jafnvægi.
Meira
SÁ SEM hefði spáð því fyrir nokkrum árum að forsætisráðherra þjóðarinnar myndi tala fyrir því í fúlustu alvöru að enginn einn aðili "ætti nema" 8% nýtingarrétt í nytjastofnum á fiskimiðum landsins, sameign þjóðarinnar, hefði örugglega verið talinn alvarlega vanheill á geði. Eins ef hann hefði lýst því að óveiddur fiskur í sjónum yrði bitbein hjóna í skilnaðarmáli.
Meira
Á UNDANFÖRNUM árum hefur orðið mjög hraðfara breyting á "samsetningu" hins íslenskra samfélags. Það er stéttskiptara en áður hefur þekkst. Um er að ræða efnalega stéttaskiptingu, sem í mörgum grundvallaratriðum er farin að líkjast þeirri þróun, sem orðið hefur í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum.
Meira
Það einkennir upphaf og starf skátahreyfingarinnar að starfið er borið uppi og því stjórnað af ungu fólki. Oft svo ungu að ókunnugum þykir tíðindum sæta, en það er eðli hverrar hreyfingar að vera jafngömul og félagarnir. Þess vegna er skátahreyfingin síung og höfðar ekki síður til barna og unglinga nú en í upphafi.
Meira
HINN 14. október sl. gekk dómur í máli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar gegn Reykjavíkurborg og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í svonefndu skólaliðamáli. Dóminum hafa verið gerð talsverð skil í Morgunblaðinu og meðal annars fjallað um hann í forystugrein í blaðinu laugardaginn 25. október sl.
Meira
EINAR Guðfinnsson, þingmaður, ritar grein í Morgunblaðið 28. október sl. undir fyrirsögninni "Góðar eru gjafir þínar". Greinin er skrifuð af fullkominni vanþekkingu, enda sjálfsagt af öðrum hvötum runnin en þeim sérstaklega að bera sannleikanum vitni. Illt er að elta ólar við óhróðursmenn um málefni sem varða banka vegna trúnaðar við viðskiptavini sem starfsmenn eru bundnir af.
Meira
NÚ LIGGUR fyrir áætlun um stækkun Hafnarfjarðarhafnar sem unnið hefur verið að í hafnarstjórn síðustu ár, lengst af undir formennsku Valgerðar Sigurðardóttur. Í áætluninni er gert ráð fyrir uppfyllingu og nýjum viðlegukanti vestur af núverandi Suðurgarði og byggingu nýs varnargarðs við enda væntanlegrar uppfyllingar. Þessar framkvæmdir koma til með að auka athafnasvæði hafnarinnar um u.þ.
Meira
VIÐ undirritaðir starfsmenn í sambýli í Hafnarfirði höfum þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli þroskaþjálfa sem boðað hefur verið næstkomandi mánudag. Á vinnustað okkar býr fjölfatlað fólk sem engan veginn má við þeirri röskun sem verkfall hefur í för með sér. Öll þjálfun fatlaðra er mjög mikilvæg til að viðhalda færni og fyrirbyggja að þeir dvelji langdvölum á sjúkrastofnunum.
Meira
Á LANDSÞINGI Landssamtakanna Þroskahjálpar 26. október sl. var samþykkt ályktun þar sem vakin er athygli á yfirvofandi verkfalli þroskaþjálfa þriðja nóvember nk. Verkfallið mun hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þeirra þar sem útlit er fyrir að dagþjónusta og skammtímavistun leggist niður og ráðgjöf og greiningarvinna verði af skornum skammti.
Meira
VIÐ Safamýri 5 í Reykjavík er staðsett þjálfunar- og meðferðarheimilið Lyngás. Það er rekið af Styrktarfélagi vangefinna en ríkið greiðir laun starfsfólks. Markmið Lyngáss er m.a. að fylgja eftir lögum um málefni fatlaðra og lögum Styrktarfélags vangefinna. Á Lyngási er 44 alvarlega fötluðum börnum og unglingum veitt þjónusta alla virka daga ársins og alltaf eru börn á biðlista.
Meira
ÞROSKAÞJÁLFAR starfa að þjálfun, uppeldi og ummönnun fatlaðra á öllum aldri, þeir eru eina fagstéttin á Íslandi sem hefur sérmenntað sig til þeirra starfa. Markmið með starfi þroskaþjálfans er fyrst og fremst að gera fötluðum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum hvort sem eru sem ung börn eða fullorðið fólk.
Meira
ELÍN KARÍTAS THORARENSEN Elín Karítas Thorarensen fæddist í Reykjavík hinn 27. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum 30. september 1994 og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. október 1994.
Meira
Elín Karítas Thorarensen Ég man þig elsku frænka mín hvað yndisleg þú varst og umvafðir mig kærleiksríku geði. Er sorgin nísti hjarta mitt, þú byrðar með mér barst, og breyttir minni hjartasorg í gleði. Og daglega þú reyndir að draga úr minni sorg og dvaldir sem klettur mér við hlið.
Meira
Mig langar að minnast Dúnu í fáum orðum. Hún fæddist í Eystri Ásum í Skaftártungu 10. júní 1944 og ólst upp við öll venjuleg verk þeirrar tíðar og að sjá um og svæfa okkur yngri systkinin. Ekki síður að bjarga ýmsum málum eins og að leysa bandið af skottinu á kettinum þegar við höfðum beitt honum fyrir leikfangavörubíl, svo ekki kæmist upp um athæfið. 14.
Meira
Í dag kveðjum við með þökk og virðingu heiðurskonuna Guðrúnu Gunnarsdóttur, Dúnu eins og hún var ávallt kölluð af vinum og ættingjum. Kynni okkar hófust þegar hún hóf störf í Tryggvaskála á Selfossi 1965. Þar kynntist hún Erling Gunnlaugssyni eftirlifandi manni sínum og árið eftir byrjuðu þau búskap á Selfossi og hafa búið þar síðan. Að Vallholti 33 byggðu þau hús sitt og fluttu þangað 1969.
Meira
Hún Dúna mín er dáin baráttu er lokið. Haustlaufið fellur af trjánum og öll náttúran býr sig undir veturinn. Kannski er það táknrænt að hún skuli kveðja okkur að hausti og svífa burt líkt og fuglarnir. Svífa upp í birtu og fegurð himnanna. En best gæti ég trúað að hún hafi komið við í Skaftártungunum og kvatt fögru sveitina sína kæru.
Meira
Elsku Dúna, okkur langar að þakka þér góðu stundirnar í gegnum árin og kveðja þig með þessu kvæði: Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár.
Meira
Okkur langar í örfáum orðum að minnast móður okkar og tengdamóður. Hún hét Guðrún en var dagsdaglega kölluð Dúna. Hún kom á Selfoss árið 1965 og fór að vinna í Tryggvaskála. Þar lágu leiðir hennar og föður okkar, Erlings, saman eins og svo margra hér á Selfossi. Fyrir 21 ári síðan greindist hún með liðagigt og setti það mark sitt á hana það sem eftir var.
Meira
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Guðrún Gunnarsdóttir var fædd að Ásum í Skaftártungu hinn 10. júní 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Kristinn Þorgilsson, f. í Öræfasveit 21.11. 1898, d. 14.7. 1957, og Guðný Helgadóttir, f. í Þingvallasveit 14.9. 1913, d. 23.9. 1983.
Meira
Kær frændi og vinur, Hallvarður G. Kristjánsson, er látinn eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein, og því skilja leiðir um sinn. Á tímamótum sem þessum renna minningarnar í gegnum huga okkar bræðra. Margar ljúfar samverustundir í leik og starfi með þér.
Meira
Hallvarður Guðni Kristjánsson Þegar slétturnar anga af nýslegnu heyi í lognkvöldsins friði að liðnum degi, þá er þögnin djásnið og dýrasta gjöfin og svæfir sorgina í höfin. Og hið daglanga sumar er dulmálum þrungið, þó ekkert sé talað og ekkert sungið.
Meira
HALLVARÐUR GUðNI KRISTJÁNSSON Hallvarður Kristjánsson fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 18. september 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólmskirkju 21. október.
Meira
Það var sumarið 1947, þá er ég var við nám og vinnu í Chicago, að síminn hringdi. Á hinum endanum kynnti sig Hjalti Pálsson, sonur Páls Zophoníassonar, búnaðarmálastjóra og alþingismanns. Mér var faðirinn kunnugur sem virkur þáttur í íslensku þjóðfélagi, en til sonarins þekkti ég ekki.
Meira
Minningarnar hrannast upp, hún Júlla amma mín er dáin. Júlla amma eins og hún var daglega nefnd af okkur barnabörnunum var frekar lág vexti og snaggaraleg í hreyfingu. Flestir máttu hafa sig við til þess að fylgja henni eftir á gangi, það sem hún gerði var ekki framkvæmt með hangandi hendi.
Meira
Júlía var átta ára þegar foreldrar hennar, sem ættuð voru úr Svarfaðardal, fluttu frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði árið 1919, þar sem þau höfðu búið nokkur ár. Fjölskyldan settist að á Staðarhóli í Siglufirði um vorið en bærinn er skammt utan þess staðar sem snjóflóð féllu á hinn 12. apríl þetta ár, og af varð mikið eignatjón og 9 manns fórust.
Meira
Elsku amma mín, mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Upp hrannast minningabrot í huga mér frá heimsóknum mínum til ykkar afa á Hafnargötu 6 á Siglufirði, þangað sem mér þótti svo gott að koma. Þú varst ein af þeim sem aldrei féll verk úr hendi, en áttir alltaf tíma til að tala við okkur barnabörnin, því gleymir maður aldrei.
Meira
JÚLÍA HALLDÓRSDÓTTIR Júlía Jónína Halldórsdóttir var fædd á Vermundarstöðum í Ólafsfirði 8. maí 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, f. 7.3. 1864 á Þverá í Svarfaðardal, d. 19.3. 1941 á Siglufirði, og Margrét Friðriksdóttir, f. 10.11. 1865 í Brekkukoti í Svarfaðardal, d.
Meira
Mánudaginn 27. október hneig lífssól elsku afa okkar, Kristins Jónssonar, til viðar hinsta sinni. Skin hennar hafði lýst um langan og gifturíkan tíma eða 94 ár. Erfitt er að hugsa sér framtíðina án afa svo snar þáttur var hann í tilveru okkar systkinanna allt frá fæðingu, en við vorum svo heppin að búa í nærveru hans.
Meira
KRISTINN JÓNSSON Kristinn Jónsson fæddist í Þjóðólfshaga í Holtum 19. júní 1903. Hann lést á Landspítalanum 27. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Jón Jónsson, f. 5. ágúst 1867, d. 5. sept. 1953 og kona hans, Anna Guðmundsdóttir, f. 18. nóv. 1876, d. 27. maí 1962. Þau bjuggu í Bjóluhjáleigu, síðar að Hrafntóftum.
Meira
"Hinir vonglöðu sögðu, kærleikur guðs, sem vakir yfir oss, á sér engin takmörk." (Jóh. Straumland.) Ekki veit ég hvort faðir minn hefir haft í huga hve lánsamur ég var að eignast frænku mína að fósturmóður, mannkostakonuna Margréti Jóhannesdóttur afasystur mína, þegar hann orðaði þetta upphaf kvæðis síns "Hinir vonglöðu sögðu". Hitt veit ég, að hún mamma mín, sem andaðist 20. okt. sl.
Meira
Föðursystir mín, Margrét Jóhannesdóttir frá Skáleyjum, er látin í hárri elli, níræð að aldri og södd lífdaga að eigin sögn. Það er því varla hægt að tala um sorg, en mikill söknuður fylgir því að kveðja þessa mætu konu, Möggu frænku. Það var það heiti sem við systkinin og önnur systkinabörn hennar gáfum henni og enginn annar hefur borið af nánustu skyldmennum.
Meira
Hún amma er dáin. Söknuðurinn er mikill en við vitum að amma er glöð. Hún var búin að lifa sínu lífi og var tilbúin að fara á fund afa sem hún var svo viss um að biði hennar. Samt var hún ánægð með lífið og þakkaði Guði hvern dag sem hún naut þokkalegrar heilsu.
Meira
Hún "langa" okkar er farin til nýrra heimkynna. Loksins fékk hún að fara á óskastaðinn sinn. Frá því við munum eftir okkur hefur hún talað vel um dauðann og við vitum að guð tekur vel á móti henni. Hún hafði undirbúið sig vel og sagði að hún skildi ekkert í skaparanum að láta sig lifa svona lengi. Núna er skrítið til þess að hugsa að þegar við komum næst í Lyngholt verður hún ekki þar.
Meira
Ég heimsótti Margréti á sjúkrahúsið á Hvammstanga nokkrum dögun áður en hún lést. Hún var nokkuð hress og eins og að vanda talaði hún í léttum tón. Hún sagði þó að hún væri að deyja en það yrði kannske ekki í dag en einhvern næstu daga. Hún virtist vera algerlega óttalaus við að skilja við lífið hér á jörðu og mæta því sem við tæki.
Meira
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR Margrét Jóhannesdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. maí 1907 og ólst upp í Skáleyjum. Hún lézt á sjúkrahúsi Hvammstanga að kvöldi 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson, bóndi í Skáleyjum, f. 2. ágúst 1864, d. 22. maí 1918, og kona hans María Gísladóttir, f. 23. júní 1868, d. 9.
Meira
Góður vinur og heiðursmaður mikill, Sigurður frá Stekkjarflötum, hefur nú kvatt þetta jarðsvið. Þar er genginn vandaður og traustur maður. Mig langar til að votta honum virðingu mína með nokkrum kveðjuorðum og þakka honum kynnin góðu.
Meira
SIGURÐUR FRIÐRIKSSON Sigurður Friðriksson fæddist á Miklabæ í Akrahreppi 11. september 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Una Sigurðardóttir, f. 25. október 1898, d. 10. janúar 1979, og Friðrik Hallgrímsson, f. 14. janúar 1895, d. 30. maí 1990.
Meira
Nú ertu horfinn á braut, elsku afi, og söknuður okkar er mikill. Það er erfitt að sætta sig við það að þú verður ekki fyrir norðan þegar við komum í heimsókn. Við sitjum saman og minnumst þín eins og þú varst, alltaf var nú stutt í smávegis grín hjá þér. Við eigum þér svo mikið að þakka. Sérstaklega þegar þú gættir okkar hérna hjá okkur í Garðabæ.
Meira
Vinur minn, Skapti Gíslason, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Stekkjarkinn 17 í Hafnarfirði, 19. október sl. Orð fá ekki lýst þeim tilfinningum sem brjótast fram þegar tilkynnt er lát tryggs vinar og vinnufélaga sem er svo óvænt kallaður brott.
Meira
Með fáeinum orðum langar mig að minnast góðs starfsfélaga og vinar. Enginn veit hvenær kallið kemur og er fráfall Skapta Gíslasonar dæmi um það þegar maður á besta aldri fellur svo skyndilega frá. Ég hafði kynni af Skapta frá árinu 1989 er við störfuðum báðir hjá Hagvirki, hann verkstjóri en ég nemi. Við hófum svo samstarf við trésmíðar árið 1994 og urðu kynnin að góðri vináttu.
Meira
Sunnudaginn 19. október átti ég og fjölskylda mín leið fram hjá húsi þínu. Af gömlum vana leit ég í áttina að því, en vissi ekki að þú hafðir þá skömmu áður kvatt þessa jarðvist og ég ætti ekki eftir að hitta þar gamlan skólabróður svo og góðan og tryggan vin.
Meira
SKAPTI GÍSLASON Skapti Gíslason fæddist á Blönduósi 4. maí 1949. Hann lést á heimili sínu 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gísli Skaptason, trésmiður, d. 1994, og Sigríður Vilhjálmsdóttir, húsmóðir. Systkini: Sveinborg María, hjúkrunarfræðingur, f. 1945, Vilhjálmur Hallbjörn, kennari, f. 1947, og Hjalti, f. 4.
Meira
ÐUmskipti í rekstri FH en 51 milljónar króna tap af reglulegri starfsemi Afkoman batnaði um 147 milljónir AFKOMA Fiskiðjusamlagsins á Húsavík batnaði verulega á nýliðnu reikningsári, sem stendur frá 1. september til ágústloka. Eigi að síður nam tap af reglulegri starfsemi rúmlega 51 milljón króna.
Meira
PÉTUR Reimarsson, framkvæmdastjóri Árness hf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp starfi sínu og verður starfið auglýst laust til umsóknar. Að því er stefnt að framkvæmdastjóraskiptin verði fljótlega og að Pétur gegni starfinu þar til nýr maður tekur við, segir í frétt.
Meira
Jökull hf. eykur hlutafé um 100 milljónir STJÓRN Jökuls hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna að nafnvirði. Sala bréfanna til forkaupsréttarhafa hófst í gær og stendur til 14. nóvember nk. Sölugengi til forkaupsréttarhafa verður 4,95.
Meira
NATIONAL Westminster bankinn í Bretlandi hefur hafnað boði Deutsche Bank um að kaupa heimsverðbréfadeild fjárfestingabankaarmsins NatWest Markets. NatWest sagði að óumbeðið boð fjárfestingabanka þýzka bankans, Deutsche Morgan Grenfell (DMG), "þjónaði ekki beztu hagsmunum hluthafa okkar eða starfsmanna.
Meira
SIEMENS AG hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð varnar- og rafeindadeildarinnar SI með því að selja hana samtökum þýzkra og brezkra aðila og hafna tilboði Thomson-CSF í Frakklandi. Siemens sagði að SI hefði verið seld Daimler-Benz Aerospace AG í Þýzkalandi og British Aerospace. Ekki var skýrt frá verðinu, en heimildir herma fyrirtækið fái um 500 milljónir marka í sinn hlut.
Meira
Nýtt skipurit Íslenskra aðalverktaka Stefnt að skráningu á VÞÍ um áramót Vogum, Vatnsleysuströnd. Morgunblaðið. ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. boðuðu starfsmenn fyrirtækisins til fundar í mötuneyti IAV á fimmtudaginn, þar sem starfsmönnum var kynnt nýtt skipurit yfirstjórnar fyrirtækisins.
Meira
DRAUGUR mesta verðbréfahruns síðan 1987 var ekki kveðinn niðuráhrekkjavöku" (kvöldið fyrir allraheilagramessu) í gær með hækkun á byrjunarverði sem fljótlega varð að engu. Miðlarar í Wall Street virtust ráðnir í að þrýsta verðinu upp og hækkunin ruglaði evrópska miðlara í ríminu um hríð. Dow Jones vísitalan hækkaði um 114 punkta eða 1,5% á fyrstu 15 mínútunum.
Meira
Afmælisbarn dagsins: Þú ert fullur sjálfstrausts og lætur bezt að vinna sjálfstætt. Fjárhagslegt öryggi er þér fyrir mestu. Þér gengur flest í haginn, ef þú bara manst að líta til alls þess, sem þér hefur verið falið. Sinntu bæði mönnum og málleysingjum. Þú þarft að treysta persónuleg sambönd þín, bæði við vini og vandamenn.
Meira
ARNAVÖRUVERZLUN hér í borg selur vörur frá ítalska fyrirtækinu Brevi og afhendir viðskiptavinum sínum bækling frá fyrirtækinu, þar sem vörurnar og notagildi þeirra er kynnt.
Meira
Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, 1. nóvember, er fimmtug Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur, Vesturbergi 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Finnur Eiríksson, prentsmiður hjá Morgunblaðinu. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum í húsi Rithöfundasambandsins, Dyngjuvegi 8, (Gunnarshúsi) í dag frá kl. 1618.
Meira
Fjórða umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 28. október og urðu úrslit á þessa leið: Ragna Hreinsdóttir Svala Vignisdóttir20,4Ásgeir Metúsalemss. Kristján Kristjánss.
Meira
BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 28. október var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell- tvímenningur með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Grensáskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Sigríður Björk Þormar og Björn Einarsson. Með þeim á myndinni er Sigurður Hrannar Björnsson.
Meira
Spurning: Fimm ára sonur minn pissar undir á næturnar. Hvaða skýringar eru á þvagvandamálum barna og hvað er til ráða? Svar: Það er sjaldgæft að börn pissi undir vegna sjúkdóms og í slíkum tilvikum er oftast um að ræða þvagfærasýkingu, vansköpun á þvagfærum eða meltingartruflanir.
Meira
FYRIR tveimur árum voru milli tuttugu og þrjátíu nemendur í bóklegu einkaflugmannsnámi hjá flugskólanum Flugtaki, en núna eru þeir milli sextíu og sjötíu. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum flugskólum, þeir hafa orðið áþreifanlega varir við fjölgunina.
Meira
Heimsmeistaramótið í brids er haldið í Túnis dagana 18. október til 1. nóvember. FRAKKAR höfðu náð 38 stiga forustu í úrslitaleiknum um Bermúdaskálina þegar 96 spil voru búin af 16. Staðan var þá 192154 fyrir Frakka sem höfðu unnið tvær síðustu loturnar.
Meira
SIGHVATUR Bjarnason er 22 ára Vestmannaeyingur. Hann segist hafa, að loknu stúdentsprófi, prófað nokkrar leiðir í menntakerfinu áður en hann hóf flugnámið. Sighvatur segir, að sig hafi alltaf langað að læra flug en dregið hafi úr sér, að t.d. Flugleiðir höfðu ekki ráðið neina flugmenn að ráði síðasta áratuginn.
Meira
GUÐNÝ Tómasdóttir, sem er 25 ára Grímsnesingur, er að klára stúdentspróf í Fjölbrautaskóla Breiðholts eftir eins og hálfs árs dvöl í Þýskalandi. Pabbi hennar var flugmaður og afi hennar var flugvirki og það hafði hvetjandi áhrif á hana.
Meira
ÞEGAR við missum meðvitund og förum inn í svefninn til draumalandsins, verðum við varnarlaus fyrir áreitum annarra vídda og þeirra íbúa sem þær geyma. Þá opnast heimur annarra búskaparforma en vakan sýnir og við komumst á annað stig skynjunar.
Meira
Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 925. þáttur ORÐIÐ haf=sjór, útsær, á sér mörg skyldyrði. Sífelldur öldugangur veldur trúlega nafngiftinni. Haf er það sem hefst og hefur upp það sem á því flýtur.
Meira
SUÐURNESJAMAÐURINN Atli Georg Árnason, 23 ára, segir að sig hafi lengi langað að verða flugmaður, og ákveðið eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og eins árs nám við Háskóla Íslands að láta drauminn rætast. Flugnám er ekki ódýrt nám og Atli Georg ákvað að vinna í einhvern tíma fyrir náminu. Hann starfar hjá farþegaþjónustu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli.
Meira
STAR WARS-veldi Georges Lucas er með arðbærari fyrirbærum sem litið hafa dagsins ljós vestan hafs. Bæði er að kvikmyndirnar hafa malað höfundinum gull, og sitthvað tengt þeim, eins og hljóð- og myndvinnsluapparöt ýmiskonar, hefur skilað sínu og vel það.
Meira
»Leikrit eftir íslenskan rithöfund var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á miðvikudag. Leikstjóri þess er Kjartan Ragnarsson og kemur fjöldi leikara fram í því. Áður hefur verið gert leikrit eftir bók sama höfundar. Leikritið nefnist Grandavegur 7. Hver er höfundurinn? »Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn til DV og mun hann starfa við hlið Jónasar Kristjánssonar.
Meira
ÞAÐ HEFUR verið fremur hljótt um hana Lindu "okkar" eins og við stelpurnar í Baðhúsinu köllum hana. Við stelpurnar erum ansi margar á besta aldri, þetta einhvers staðar í kringum hann miðjan, erum flestar vinnuþjarkar og dugnaðarforkar sem höfum látið allt og alla ganga fyrir því að rækta okkur sjálfar alveg þangað til að við sáum fram á að geta ekki haldið áfram að vera í þrælalitunum nema
Meira
ÍSLANDSMÓT (h)eldri spilara 1997 verður haldið helgina 8.9. nóvember í húsnæði BSÍ, Þönglabakka 1. Spilamennska byrjar kl. 11 á laugardeginum. Tímaáætlun fer eftir parafjölda. Keppnisfyrirkomulag er Barómeter. Þátttökurétt hafa allir spilarar sem eru orðnir 50 ára að því tilskildu að samanlagður aldur parsins sé a.m.k. 110 ár. Keppnisgjald er 5.000 kr. og tekið er við skráningu hjá BSÍ s.
Meira
Auðun Helgason, varnarmaður úr Leiftri, skrifaði í gær undir samning við svissneska 1. deildar félagið Xamax í borginni Neuchatel og fyrsti leikur hans með liðinu í svissnesku deildinni verður strax í kvöld. "Ég gerði raunverulega tvo samninga. Sá fyrri eru leigusamningur til áramóta, en síðan er búið að ganga frá samningi sem gildir frá þeim tíma til 30.
Meira
Risaslagurinn á Spáni verður í dag á Santiago Bernabau, þar sem meistarar Real Madrid taka á móti Barcelona. 105 þúsund áhorfendur verða á vellinum og fékk Barcelona aðeins 300 miða fyrir stuðningsmenn sína. Uppselt er á leikinn, verð miða í miðasölu var frá þrjú til sjö þúsund kr. Þessar upphæðir hafa margfaldast á svörtum markaði.
Meira
Aðalfundur HK verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20. Þrjár deildir HK verða með aðalfundi á næstu dögum. Blakdeildin mánudaginn 10. nóvember kl. 20. Knattspyrnudeildin mánudaginn 10. nóvember kl. 21 og handknattleiksdeildin þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20. Allir fundirnir verða í Hákoni digra í Digranesi.
Meira
FRANSKI framherjinn Nicolas Anelka, sem er aðeins 18 ára, kemur mjög líklega inn í lið Arsenal gegn Derby í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í stað Dennis Bergkamps, sem er í leikbanni.
Meira
Augu flestra verða örugglega á meistaraliði Chicago Bulls eins og síðustu ár, en gamall risi úr vestri muni sennilega láta mikið að sér kveða. Bulls verður sem fyrr undir mikilli pressu að vinna 70 leiki og ná bestum árangri allra liða, en heilsa tveggja bestu leikmanna þess gerir hvorutveggja ólíklegt.
Meira
GUNNAR Einarsson var valinn maður leiksins er lið hans, MVV Maastricht lagði Willem II 1:0 í hollensku 1. deildinni í gærkvöldi. Gunnar hefur að undanförnu verið varamaður. "Ég fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það vel. Ég er í það minnsta ánægður með hvernig ég lék, og sigurinn var geysilega mikilvægur fyrir okkur," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira
HANDKNATTLEIKURNú er að duga eða drepast ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur við Litháa í Evrópukeppninni í Kaplakrika á morgun og er þetta síðari leikur liðanna. Ísland tapaði 32:29 í Litháen á miðvikudaginn og eru landsliðsstrákarnir staðráðnir í að leika betur á sunnudaginn.
Meira
"ÞAÐ verður á brattann að sækja hjá okkur," sagði Theódór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, en það leikur tvo leiki við Búlgaríu ytra í dag og á morgun, en leikirnir eru liður í forkeppni að undankeppni Evrópumótsins. "Ég sá aðeins til búlgarska liðsins á æfingu í gær og það virðist vera nokkuð sterkt.
Meira
Íslendingar og Litháar mætast öðru sinni í undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik á morgun og verður leikið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þjóðirnar áttust við í Kaunas í Litháen á miðvikudaginn og þar höfðu heimamenn betur, sigruðu með 32 mörkum gegn 29. Ísland þarf því helst að leggja Litháa með þriggja marka mun og meira verði skoruð fleiri mörk en í Litháen.
Meira
Tindastólsmenn hafa komið sterkir til leiks í vetur og í gær sigruðu þeir Keflvíkinga, sem hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er, með 88 stigum gegn 79. Tindastólsmenn hófu leikinn mun betur og skoruðu úr hverri sókn á meðan þrjár þær fyrstu hjá gestunum runnu út í sandinn.
Meira
RAPPKVARTETTINN Subterranean hefur vakið athygli fyrir kraftmikið rapp, allt frá því lag með sveitinni fór óvart í spilun í upphafi árs. Frá upphafi hugðust liðsmenn gera breiðskífu en ekkert varð úr fyrr en nú að fyrsta skífan, sem heitir central Magnetizm, kemur út á fimmtudaginn.
Meira
FRÁ ÞVÍ írska söngkonan Enya sendi frá sér fyrstu skífuna fyrir tíu árum hefur henni gengið allt í haginn. Plöturnar eru orðnar fjórar og hafa selst í milljónatugum. Í vikunni kemur út safnskífa helstu laga hennar og tvö ný í þokkabót.
Meira
KENNETH Clark fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sýnir nú á sér nýjar hliðar en um þessar mundir leysir hann af sem plötusnúður á BBC-útvarpsstöðinni Radio Nottingham. Clark leysir af hólmi stjórnanda fasts djassþáttar sem sendur er út í svæðisútvarpi BBC í Nottingham, Leicester, Derby og Lincolnshire. Hann segist forfallinn djassáhugamaður.
Meira
POTTÞÉTT rokk heitir safnskífa sem Skífan sendi nýverið frá sér en á henni er að finna ýmis rokklög á ýmsum aldri, frá lokum sjöunda áratugarins til okkar daga. Meðal laga á safnskífunum, sem eru tvær að vanda, eru átta íslensk lög og þar á meðal eitt sem ekki hefur áður komið út á geisladisk.
Meira
NÝ ÚTGÁFA kvaddi sér hljóðs í liðinni viku því þá kom út fyrsta breiðskífa Sprota. Útgáfan hóf starf sitt með safnskífunni Spírur, sem á eru lög með ýmsum ungsveitum, en að sögn frammámanns útgáfunnar er tilgangur safnplötunnar að hafa upp á líklegum samstarfssveitum.
Meira
SÍMVIRKJANN Símtæki hf. vantar starfsfólk. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Upplýsingar gefur Haukur Hauksson, Álfabakka 16, Mjódd. Forstöðumaður Egilsbúðar ÖLFUSHREPPUR auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns bóka- og minjasafnsins Egilsbúðar í Þorlákshöfn.
Meira
"ÉG tel að hlutaskiptakerfið hafi byggt upp arðsemina í íslenzkum fiskveiðum og sjávarútveginum í heild. Því tel ég skynsamlegt allra hluta vegna, ekki bara fyrir útgerðarmenn og sjómenn, heldur alla þjóðina, að viðhalda þessu kerfi," segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands í samtali við Morgunblaðið.
Meira
LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna hefur nú mótað framtíðarstefnu sína í helztu hagsmunamálum samtakanna. Aðalfundur LÍÚ samþykkti í gær stefnuyfirlýsingu samtakanna. þar er mótuð stefna í umhverfismálum og fiskveiðistjórnun svo dæmi séu tekin. Yfirlýsing fer í heild hér á eftir:
Meira
FORMANNAFUNDUR Sjómannasambands Íslands, sem hófst í Vestmannaeyjum í gær og verður fram haldið í dag, lýsir yfir undrun sinni á þeirri yfirlýsingu, sem formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna viðhafði um launakjör sjómanna, á aðalfundi samtaka sinna, þar sem hann kveður upp úr um það að launakerfi sjómanna sé úr sér gengið og því beri að leggja það af og taka upp fastlaunakerfi.
Meira
LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna heiðraði Jakob Jakobsson, forstjóra hafrannsóknastofnunar og prófessor í fiskifræði, sérstaklega á aðalfundi samtakanna. Var Jakobi fært að gjöf listaverk eftir Jón Snorra um leið og honum voru þökkuð góð störf í þágu lands og þjóðar.
Meira
AÐALFUNDUR LÍÚ telur nauðsynlegt að heildarendurskoðun fari fram á launakerfi sjómanna. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi samtakanna í gær. Aðalfundurinn telur einnig óframkvæmanlegt að allur fiskur fari um uppboðsmarkaði eins og sjómenn hafa farið fram á.
Meira
ÞAÐ ER MERKILEG kúnst að geta selt fólki ýmislegt sem það hefur enga þörf fyrir með þeim rökum að fátt sé nauðsynlegra. Stundum ganga menn þó lengra og selja vörur á grundvelli dellu sem skapast svo að ekkert þarf að auglýsa. Um þessar mundir er ein barnadellan sú að eignast tölvudýr. Nú hafa tölvudýr ýmsa kosti: í þeim bærast tilfinningar s.s.
Meira
Milan Kundera veitir ekki viðtöl, en skrifar oft hugleiðingar til birtingar í blöðum. Morgunblaðið hefur áður birt greinar eftir Kundera og nú þegar skáldsaga hans, Óljós mörk, er nýkomin út á íslenzku, birtir Lesbókin þrjár áður óbirtar smágreinar eftir hann. Þær hefur Friðrik Rafnsson þýtt eins og bókina.
Meira
BÓKASTEFNAN hófst í Gautaborg fimmtudaginn 30. nóvember sl., með setningu kl. 10 árdegis, á sýningarsvæði Hollendinga og Flæmingja, eða hinna hollenskumælandi Belga, sem vinna saman undir mottóinu "Ein tunga margar raddir".
Meira
SAMSÝNING á myndlist eyþjóða, Islas/Islands, var opnuð í Las Palmas á Kanaríeyjum 16. september sl. Fulltrúar Íslands eru myndlistarmennirnir Anna Eyjólfsdóttir og Sigurður Örlygsson. Sýningin er haldin fyrir tilstuðlan menningarráðuneytis og nútímalistasafns Kanaríeyja og samtímalistasafns Andalúsíu.
Meira
Deyjandi konur eru ekki algengt yrkisefni í leikritum. Deyjandi en vilja svo mikið fá að dvelja lengur við allt það sem líf þeirra hefur snúist um; börnin, starfið, leitina að sjálfum sér.
Meira
Lystigarður er sumarið fangi í miðri borg hlekkjað við múrana öllum til sýnis. Komdu barn og sjáðu, þetta er sumar sona lítur það út. Og það má gefa því við grindurnar þar gljáir tjörnin, slýgræn undir laufum sem lítil skál er verðir gáfu því. Og kannski líður svanur út úr skugganum draumur um liðin ár, hálfgleymd minning.
Meira
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar verða haldnir í sextánda sinn dagana 1. til 15. nóvember. Að vanda frumflytur kórinn tónverk sem samið er í tilefni tónlistardaganna. Höfundur er Mist Þorkelsdóttir og verkið verður frumflutt við setningu Tónlistardaganna í dag, laugardaginn 1. nóvember, kl. 17. Gestur hátíðarinnar er dr.
Meira
W.A. Mozart: Don Giovanni. Bryn Terfel (Don Giovanni), Renée Fleming (Donna Anna), Ann Murray (Donna Elvira), Michele Pertusi (Leporello), Herbert Lippert (Don Ottavio), Monica Groop (Zerlina), Roberto Scaltriti (Masetto) og Mario Luperi (Il Commendatore.) London Voices kórinn og Fílharmóníusveit Lundúna u. stj. Georgs Solti. Decca 455 5002.
Meira
MEÐAL helstu viðburða í tónlistarheiminum er tilkynning um hverjir hljóti Gramophone- verðlaunin, en valið er í höndum gagnrýnenda blaðsins. Í nýútkomnu tölublaði Gramophone, sérblaði sem helgað er verðlaununum, eru úrslit kynnt, en plata ársins var valin upptaka á La rondine eftir Pucchini.
Meira
ÍFYRSTA þætti þessarar samantektar um Stjána bláa var hans síðustu siglingu lýst og því ljóð- og lagverki sem þessi sigling varð kveikjan að. Hér verður æviferli sögupersónunnar gerð skil eftir því sem heimildirnar leyfa.
Meira
HAUSTSÝNING Listaskálans í Hveragerði verður opnuð í dag. Á sýningunni verða 59 listaverk eftir 22 myndlistarmenn. Ætlunin er að haustsýning með þessu sniði verði árlegur viðburður í starfsemi Listaskálans. Auglýst var eftir verkum á sýninguna og var öllum myndlistarmönnum gefinn kostur á því að senda verk sín fyrir dómnefnd.
Meira
Í GREIN eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt, sem birtist í Lesbók 24. mai sl. og var byggð á framsöguerindi Hjörleifs á málþingi um íslenzka byggingarlist, segir svo í lokin: "Við íslendingar erum líklega ennþá misþroska þjóð og með það í huga vil ég fallast á að gera megi undantekningu frá meginniðurstöðu minni. Bæirnir okkar segja ekki satt um menningarstig okkar".
Meira
Á líkum stað sem þessum vor allra endar braut, og ástríður og gleði vor sársauki og þraut. Hér allir hvíla jafnir og eilífs njóta friðar, ungir jafnt sem gamlir, hver við annars hlið þar. Í huga mér nú aleinn hér eigra milli leiða. Mig undarlegir tónar um garðinn fræga seiða. Hér finna vil ég legstein í leiðavígi þröngu; á letrað nafnið Morrison.
Meira
ÞAÐ er óneitanlega skondið að sjá eins til tveggja ára gömul kríli skunda af stað í leikskólann á morgnana með leikfimidót í tösku. Gildi hreyfingar hefur lengi verið viðurkennt, heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Undanfarið hefur það svo færst í vöxt að leikskólabörn iðki skipulagðar íþróttir undir leiðsögn leikskólakennara.
Meira
KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Margrét Rún Guðmundsdóttir hefur fengið þýzka kvikmyndaleikstjórann Edgar Reitz, sem meðframleiðanda að kvikmynd sinni um Sólon Íslandus, byggðri á skáldsögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Meira
APRÍL 1992. Leikflokkurinn Bandamenn stofnaður af Borgari Garðarssyni, Felix Bergssyni, Guðna Franzsyni, Jakobi Þór Einarssyni, Ragnheiði Elfu Arnardóttur, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Sveini Einarssyni og Þórunni Magneu Magnúsdóttur. JÚNÍ 1992. Frumflutningur á Bandamannasögu í samvinnu við Norræna húsið.
Meira
UNDIR stjörnum Beekadalsins og innan um stærstu og glæstustu rómversku rústir í heimi setti forseti Líbanons, Elias Hrawi, listahátíðina í síðasta mánuði en þá voru liðin 22 ár síðan þessi alþjóðlega listahátíð var haldin síðast.
Meira
SÚ VAR tíð, að það þóttu tíðindi, og ekki endilega listrænt séð, ef Íslendingur hélt tónleika utan landsteinanna eða bók var þýdd á erlenda tungu. Sú tíð er af, sem betur fer, menningarleg samskipti Íslendinga við önnur lönd hafa aukist jafnt og þétt og hin gamla rótgróna minnimáttarkennd fámennrar þjóðar á undanhaldi,
Meira
FÉLAG ÍSLENSKRA myndlistarmanna gengst fyrir samsýningu félagsmanna sinna í Ásmundarsal, Freyjugötu. Yfirskrift sýningarinnar, sem verður opnuð í dag kl. 15, er Óðurinn til sauðkindarinnar. Á sýningunni eru tæplega 200 örverk eftir 42 félagsmenn og 6 gesti frá Nýlistasafninu sem boðið var til þátttöku.
Meira
Þegar sólin skín og börnin leika sér áhyggjulaus í stuttbuxum þegar letilegt hljóð berst frá rólu og dularfull kyrrð svífur yfir jörð fyllist sál mín angist. Hið mikla ljós vakti mig á degi dauðans til vitundar um mannfólkið sem stefndi á Austurvöll með jarðarberjaís að höndla hamingjuna. Þá var sól.
Meira
1.Er heildarútlit og skipulag í samræmi við þínar hugmyndir um miðbæ höfuðborgar Íslands. 2.Gefur miðbærinn góða hugmynd um þróun byggingarlistar á Íslandi. 3.Gefur Miðbærinn góða hugmynd um menningarástand landsins.
Meira
SAMSÝNINGU sex íslenskra og finnskra listamanna, Aeropause, lýkur í Nýlistasafninu um helgina. Sameiginlegur bakgrunnur listamannanna er nám í höggmyndalist, en efnistök þeirra og hugmyndir koma úr ýmsum áttum.
Meira
Ég hef ekki áhuga á hvaða starf veitir þér lífsbjörg. Ég vil vita um þrár þínar og hvort þú þorir að láta drauma hjartans rætast. Ég hef ekki áhuga á aldri þínum. Ég vil vita hvort þú hefur kjark til að verða að athlægi vegna ástar, drauma eða ævintýrisins sjálfs að vera lifandi. Ég hef ekki áhuga á hvaða himintungl þú vaktar.
Meira
KAMMER- og ljóðatónlistarhátíðinni Schubert-Brahms 1797-1897 verður fram haldið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Munu ýmsir flytjendur glíma við kammerverk og sönglög tónjöfranna tveggja. Tónleikarnir hefjast á Sónötu í B-dúr fyrir píanó eftir Schubert. Flytjandi verður Valgerður Andrésdóttir.
Meira
AÐ LOKNUM átta greinum vona ég að lesandinn sé nú nokkru nær um eðli póstmódernismans (pm- ismans), stefnunnar sem orðið hefur samnefnari fyrir ýmsa sterkustu straumana í tíðarandanum á ofanverðri 20. öld.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.