Greinar miðvikudaginn 5. nóvember 1997

Forsíða

5. nóvember 1997 | Forsíða | 274 orð

Deiluaðilar hefja samningaviðræður

JEAN-Claude Gayssot, samgönguráðherra Frakklands, tilkynnti í gærkvöldi að allir aðilar vöruflutningadeilunnar myndu setjast að samningaborði í dag og jók það bjartsýni á að lausn væri í augsýn. Stærstu samtök vinnuveitenda í vöruflutningum (UFT), sem gengu út af samningafundi á föstudag, ákváðu í gær að mæta aftur til þeirra í dag. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 93 orð

Farbann á forsetann?

PÓLITÍSKIR andstæðingar Ernestos Zedillos Mexíkóforseta í neðri deild þingsins hóta að koma í veg fyrir utanferðir hans. Forsetinn þarf þingheimild til utanferða en hingað til hefur samþykki af því tagi þótt formsatriði. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 276 orð

Írakar framlengja frest eftirlitsmanna

ÍRASKA stjórnin framlengdi í gærkvöldi frest sem hún hafði gefið bandarískum eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til þess að yfirgefa landið. Var það gert í framhaldi af sérstakri ósk Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, að sögn írösku fréttastofunnar IRNA.Ekkert varð úr hótun Íraka um að skjóta á bandarískar eftirlitsflugvélar. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 85 orð

Niðurstaða á vefsíðu

BÚIST er við því að dómari í máli á hendur bresku barnfóstrunni Louise Woodward noti alnetið (Internet) til þess að birta úrskurð sinn vegna kröfu verjenda um að málið verði ómerkt. Heimildir í réttinum sögðu í gær að allt eins gæti farið svo að Hiller B. Zobel dómari tæki afstöðu til tilmæla verjenda Woodward í dag, miðvikudag. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 144 orð

Prestur tengdur mafíu

LÖGREGLAN á Sikiley kvaðst í gær hafa handtekið sjö menn, sem grunaðir eru um tengsl við mafíuna, og þeirra á meðal er kaþólskur prestur, Mario Frittita, sem er sakaður um að hafa haldið messur fyrir mafíuforingjann Pietro Aglieri þegar hann var á flótta undan lögreglunni. Aglieri var handtekinn í júní og ákærður fyrir morð á ítölskum dómara á Sikiley árið 1992. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 88 orð

Rán upplýst á slysadeild

BRESKUR læknir, sem varð fyrir árás ræningja, kærði árásarmanninn fimm mánuðum síðar þegar hann bar kennsl á hann á slysadeild sjúkrahúss í Cardiff, að því er fram kom í réttarhöldum yfir manninum. Meira
5. nóvember 1997 | Forsíða | 150 orð

Rembrandt yfir rúminu

SJÁLFSMYND eftir hollenska málarann Rembrandt van Rijn, sem metin er á milljónir dala, hékk árum saman á vegg í svefnherbergi listaverkasala í París, sem hafði ekki hugmynd um hvaða dýrgripur var þar á ferð. Þetta kemur fram í nýrri bók um Rembrandt eftir sagnfræðinginn Ernst van de Wetering. Listaverkasalinn franski keypti verkið árið 1970 og gaf konu sinni. Meira

Fréttir

5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

15 taka þátt

PRÓFKJÖRSLISTI sjálfstæðismanna fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hefur verið lagður fyrir aðalfund fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna. Á fundinum var Þórarinn Jón Magnússon endurkjörinn formaður fulltrúaráðsins. Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla milli kl. 10­20 laugardaginn 22. nóvember nk. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 666 orð

89 manns í meðferð fyrstu tíu mánuði þessa árs Áttatíu og níu einstaklingar hafa leitað til SÁÁ í meðferð við spilafíkn fyrstu

Karlmenn í miklum meirihluta þeirra spilafíkla sem leita sér aðstoðar hjá SÁÁ 89 manns í meðferð fyrstu tíu mánuði þessa árs Áttatíu og níu einstaklingar hafa leitað til SÁÁ í meðferð við spilafíkn fyrstu tíu mánuði ársins, þar af þrettán konur. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Almenningur fái veiðiheimildir

Í DRÖGUM að stefnuskrá Grósku, svonefndri Opinni bók, sem afhent voru fulltrúum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í vikunni segir að stefna samtakanna í fiskveiðimálum sé sú að almenningur fái hlutdeild í veiðiheimildum með svipuðum hætti og hlutabréfum í ríkisfyrirtækjum hefur verið útdeilt í ýmsum löndum. Samtökin telja að með því náist markmið um tekjujöfnun. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Aukafjárveitingar vegna kjarasamninga

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samtals 596,1 milljónar króna aukafjárveitingu fyrir árið 1997 til helstu málaflokka. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra er stærsti hluti fjárveitingarinnar vegna kjarasamninga eða 453 milljónir. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Á ofsahraða við álverið

NÍTJÁN ára gamall piltur var sviptur ökuleyfi á staðnum eftir að lögreglan í Hafnarfirði stóð hann að því að aka á 187 km hraða skammt norðan við álverið í Straumsvík við Reykjanesbraut skömmu fyrir kl. 23 í fyrrakvöld. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Borgarstjóri ekki rætt við heilbrigðisráðherra

BORGARSTJÓRI hefur ekki gert heilbrigðisráðherra sérstaklega grein fyrir framgangi samkomulags, sem gert hefur verið milli heilbrigðisráðherra, borgarstjóra og fjármálaráðherra. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er kunnugt um þau vandkvæði sem upp hafa komið m.a. Meira
5. nóvember 1997 | Miðopna | 2600 orð

Borgirnar veita viðnám Finnar hafa gengið í gegnum erfiðari aðlögun sinna gömlu atvinnuvega að nútímanum en þekkist á hinum

BYGGÐAMÁL Í FINNLANDI Borgirnar veita viðnám Finnar hafa gengið í gegnum erfiðari aðlögun sinna gömlu atvinnuvega að nútímanum en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Bubbi Morthens á tónleikaferð á Snæfellsnesi

BUBBI Morthens heldur tónleika á Kristjáni IX á Grundarfirði miðvikudaginn 5. nóvember. Að auki spilar Bubbi á Knudsen í Stykkishólmi fimmtudaginn 6. nóvember. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 21. Þetta eru síðustu tónleikar Bubba fram að sjálfum útgáfutónleikunum sem verða í Borgarleikhúsinu þann 17. nóvember. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 128 orð

Dagsetning atkvæðagreiðslu óbreytt

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gær að þjóðaratkvæðagreiðsla um Amsterdam-samninginn, nýjan stofnsáttmála Evrópusambandsins, yrði haldin 28. maí næstkomandi. Rasmussen sagði að úrskurður Hæstaréttar frá því á mánudag breytti engu um þetta, en rétturinn heimilaði að ESB-andstæðingar, sem vilja að ESB-aðild Danmerkur verði dæmd í andstöðu við stjórnarskrána, Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða fyrirspurnir til ráðherra um eftirfarandi málefni: 1. Til samgönguráðherra: Kjör stjórnenda Pósts og síma hf. 2. Til viðskiptaráðherra: Biðlauna- og lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisbankanna. 3. Til félagsmálaráðherra: Jafnréttisráðstefna í Lettlandi. 4. Til félagsmálaráðherra: Starfsmat. 5. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 677 orð

Dómari tekur sér frest til ákvörðunar

HILLER B. Zobel, dómari í Cambridge í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann myndi taka sér frest til þess að ákveða hvort hann yrði við beiðni verjenda um að ómerkt yrði sakfelling yfir Louise Woodward, 19 ára breskri barnfóstru, sem fundin var sek um morð að yfirlögðu ráði og dæmd í lífstíðarfangelsi sl. föstudag. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ekið til framtíðar

NÝVERIÐ gáfu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. út margmiðlunardisk undir heitinu Í umferðinni með Sjóvá-Almennum. Á diskinum eru farnar nýjar leiðir í umferðarfræðslu og í tilefni af útgáfunni buðu Sjóvá-Almennar til kynningar á diskinum í Borgarleikhúsinu. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 543 orð

Endurbætur á Reykjavíkurflugvelli hefjist á þarnæsta ári

NOKKRAR umræður urðu á Alþingi á þriðjudag um ástand Reykjavíkurflugvallar eftir að samgönguráðherra, Halldór Blöndal, hafði mælt fyrir tillögu til þingsályktunar um flugmálaáætlun árin 1998­2001. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði sem fyrr að ástand Reykjavíkurflugvallar væri við hættumörk og vildi að framkvæmdir við endurbyggingu vallarins hæfust strax á næsta ári. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Fjallað um íslenskt efnahagslíf á frönsku

Í LOK október kom út í Frakklandi bókin Les pays d'occidentale en 1996 sem fjallar um efnahagsmál í Vestur-Evrópu. Kaflann um Ísland skrifar Jaques Mer, fyrrverandi sendiherra á Íslandi, og nýtir þar þá þekkingu sem hann aflaði sér m.a. er hann skrifaði sérstaka bók um Ísland, sem kom út 1994. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fjárskaðar í Skaftártungu

MIKLIR fjárskaðar urðu í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu í óveðri sl. sunnudag. Í gær var búið að finna um 120 kindur dauðar, en talið er að mun fleiri kindur hafi drepist. Mjög vont veður gerði á sunnudaginn, hvasst og snjókomu í litlu frosti. Féð hrakti undan veðrinu og fennti í kaf í gilskorningum eða annars staðar þar sem dró í skafla. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 76 orð

Frakkar vilja Trichet

FRANSKA ríkisstjórnin hefur tilnefnt Jean-Claude Trichet í embætti aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu, sem settur verður á stofn í ársbyrjun 1999 er Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) tekur gildi. Tilnefningin kemur nokkuð á óvart, þar sem gengið hefur verið út frá því að núverandi yfirmaður Peningamálastofnunar Evrópu, Hollendingurinn Wim Duisenberg, Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

Fundi Balkanríkja lokið LEIÐTOGAR ríkjanna á Bal

LEIÐTOGAR ríkjanna á Balkanskaga kváðust í gær vona að hin blóðuga fortíð svæðisins væri að baki og að nú tæki við tímabil friðar og hagsældar. Svo sagði í lokaályktun tveggja daga fundar leiðtoganna á Krít. Þar áttu forsætisráðherrar Grikklands og Tyrklands ennfremur einkafund, sem skilaði ekki árangri. Kváðust ráðherrarnir engu að síður myndu vinna að því að draga úr spennu á milli ríkjanna. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fundur hjá Íslenska málfræðifélaginu

ÍSLENSKA málfræðifélagið heldur fund í Skólabæ fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl. 20.30. Á fundinum munu þeir Ellert Þór Jóhannsson BA, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson BA og Ólöf Margrét Snorradóttir BA segja frá BA-ritgerðum sínum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fundur um bókmenntasögu

Á RANNSÓKNARKVÖLDI Félags íslenskra fræða miðvikudaginn 5. nóvember verður varpað fram spurningunni Hvað er bókmenntasaga? Tveir bókmenntafræðingar, Gísli Sigurðsson og Matthías Viðar Sæmundsson, munu leita svara við þessari spurningu en þeir skrifuðu báðir kafla í III. bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem kom út á síðasta ári. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fundust heilir á húfi í bíl sínum

MENNIRNIR tveir, sem leit hófst að í fyrrakvöld á leiðinni inn í Landmannalaugar, fundust heilir á húfi í gærmorgun. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF sem fann mennina við svokallaðar Snjóöldur norður af Landmannalaugum vestan Tungnaár skömmu fyrir klukkan 10.30 í gærmorgun, en þyrlan lagði af stað til leitar frá Reykjavík klukkan rúmlega 9. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 732 orð

Fyrst þarf að breyta reglugerð

LJÓST er að breyta þarf reglugerð um Byggðastofnun til þess að hægt verði að framkvæma ákvörðun stjórnarinnar frá því í gær um að flytja þróunardeild stofnunarinnar til Sauðárkróks fyrir 1. júlí á næsta ári. Forsætisráðherra gefur út þessa reglugerð. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 78 orð

Fæðing í háloftunum

PÓLSK kona ól í gær stúlkubarn um borð í farþegaþotu ítalska flugfélagsins Alitalia á leið frá Bombay til Rómar, með millilendingu í Kúveit. Konan var komin átta mánuði á leið og fæðingarhríðirnar hófust skömmu eftir flugtak. Ítölsk ljósmóðir var um borð og tók á móti barninu með aðstoð áhafnarinnar. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Garn selt í 1.100 peysur

HANNYRÐAVERSLUNIN Móly í Kópavogi hlaut nú á dögunum viðurkenninguna Garnverslun ársins 1997 frá Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði. "Viðurkenningin er veitt fyrir góða kynningu á handprjóni en frá áramótum hefur Móly afgreitt garn í rúmlega 1.100 peysur sem er um 40% aukning frá árinu á undan. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Gegn vilja yfirmanna stofnunarinnar

STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í gær að flytja starfsemi þróunarsviðs stofnunarinnar til Sauðárkróks, þvert gegn vilja forstjóra stofnunarinnar og forstöðumanns þróunarsviðs. Forstjórinn telur að breyta þurfi reglugerð um Byggðastofnun til þess að hægt sé að aðskilja rekstur þróunarsviðs frá annarri starfsemi aðalskrifstofu. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Gengið út á Suðurnes

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 frá Hafnarhúsinu og með SVR vestur í Bakkavör. Þaðan verður gengið kl. 20.20 út á Suðurnes og með Seltjörn út á Snoppu. Þar verður val um að fara með SVR til baka eða ganga með ströndinni niður á Höfn. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hafnarstræti verður opið í jólaumferðinni

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Hafnarstræti verði opnað aftur tímabundið í tvo mánuði fyrir bílaumferð vegna jólaumferðar frá og með næstkomandi laugardegi. Er þetta í samræmi við yfirlýsingar sem gefnar voru þegar Hafnarstræti var lokað fyrir tveimur mánuðum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 341 orð

Hallvarður hættir um áramót

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur veitt Hallvarði Einvarðssyni ríkissaksóknara lausn frá embætti. Hallvarður hættir störfum um næstu áramót og verður embættið auglýst laust til umsóknar á næstu dögum. Hallvarðar mun halda fullum launum til æviloka líkt og hæstaréttardómarar gera. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hálka á fjallvegum

HÁLKA var á fjallvegum í gær og fengust þær upplýsingar hjá Vegagerð ríkisins að búast mætti við áframhaldandi hálku. Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir en hálka var á Hellisheiði, í Þrengslum og á heiðum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Heilsa og fegurð í Síðumúla

Í SEPTEMBER var opnuð í Síðumúla 34 snyrti- og hárgreiðslustofan Heilsa og fegurð en ekki Hár og fegurð og mishermt var í blaðinu 28. október sl. Í tilefni opnunarinnar fylgir gjöf hverju ljósa- og "strata"-korti og tilboðsverð gildir í ljósin, tilboð á gervinöglum kr. 3.900 og förðun 1.900 kr. út mánuðinn. Opið virka daga frá kl. 10-22, og laugardaga kl. 10-16. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 70 orð

Heræfingar á Kýpur

ISMET Sezgin, varnarmálaráðherra Tyrklands, veifar til Kýpur-Tyrkja þegar hann kom til norðurhluta eyjunnar í gær til að fylgjast með sameiginlegum heræfingum Tyrkja og Kýpur-Tyrkja. Ráðherrann sagði að æfingarnar tengdust ekki nýlegum heræfingum Grikkja og Kýpur-Grikkja sem juku á spennuna í samskiptum Tyrklands og Grikklands, sem eiga bæði aðild að Atlantshafsbandalaginu. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kvennakirkjan í nýtt húsnæði

KVENNAKIRKJAN hefur fengið húsnæði undir starfsemi sína í Þingholtsstræti 17 í Reykjavík. Þar verða haldin námskeið, söngæfingar og opið hús sem kallast "fastur punktur". Fastur punktur verður á fimmtudögum kl. 17 til 19 og verður bænastund fastur liður kl. 18.30. Fyrsta fimmtudag í mánuði kemur gestur í heimsókn og hinn 6. nóvember kemur fyrsti gesturinn, dr. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga

TVEIR jógakennarar á vegum Amanda Marga samtakanna halda kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga sem er alhliðaæfingakerfi þar eð þessi ævarfornu dulvísindi innihalda flestar greinar jóga. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Kynningin fer fram dagana 6. og 8. nóvember kl. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Kynning á handprjóni

Í TILEFNI af 20 ára afmæli Handprjónasambands Íslands, sem er í dag, verður kynning á framleiðsluvörum félagsmanna í húsnæði félagsins að Skólavörðustíg 19 alla þessa viku. Einnig verður opið á sunnudag frá kl. 13-16. 20% afmælisafsláttur verður veittur af öllum vörum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 765 orð

Kyrrsetningu hlutabréfa Gelmers hafnað Verslunarrétturinn í París vísaði í gær frá máli SH gegn fyrri eigendum Gelmers. Það

KRÖFUM allra aðila í máli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gegn fyrri eigendum Gelmers var hafnað í verslunarréttinum í París í gær. Fulltrúi dómarans Blanchard sagði Morgunblaðinu að málinu hefði því verið vísað frá og enn væri ekki ákveðið um dagsetningu Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Körlum er hættara en konum

ÁTTATÍU og níu einstaklingar hafa leitað til SÁÁ í meðferð við spilafíkn fyrstu tíu mánuði ársins, þar af þrettán konur. Flestir sem leita sér meðferðar við spilafíkn eru á aldrinum 25­35 ára. Hjalti Björnsson, deildarstjóri göngudeildar SÁÁ, segir að á síðasta ári hafi 95 spilafíklar leitað aðstoðar SÁÁ þá 11 mánuði ársins sem hún var í boði. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 680 orð

Leitað til fyrirtækja og stofnana með námsstyrki

Stjórn Rannsóknanámssjóðs og Rannsóknarráð Íslands gerðu tilraun á þessu ári með að leita samstarfs um styrki sem auglýstir voru nýlega. Með þessu framtaki var verið að stuðla að aukinni samvinnu í rannsóknum og þróun milli fyrirtækja, stofnana og háskóla. Anna Soffía Hauksdóttir er formaður stjórnar Rannsóknanámssjóðs. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Líkamsræktarstöðin Hress 10 ára

LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Hress heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir. Til að fagna tímamótunum verður sérstök afmælisdagskrá fyrir viðskiptavini Hress til 20. nóvember. "Allir kennarar á staðnum munu brydda upp á nýjungum til skemmtunar og fræðslu í kennslunni. Meira
5. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 647 orð

Líklegt að áætlunarflugi til Kópaskers og Raufarhafnar verði hætt

BREYTING var gerð á póstflutningum til Norðausturlands nú um mánaðamótin. Fram til þessa hefur verið flogið með póstinn frá Akureyri þrisvar til fimm sinnum í viku, en hér eftir verður hann fluttur með bíl frá Akureyri til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar alla virka daga. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Lögmaður ekki ábyrgur fyrir boði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær hæstaréttarlögmann af kröfu sýslumannsins í Keflavík. Sýslumaður taldi lögmanninn eiga að greiða 1,9 milljónir króna vegna vanefnda á tilboði sem hann gerði í hús á nauðungarsölu. Héraðsdómur telur ljóst að lögmaðurinn hafði mætt á uppboðið fyrir hönd veðréttarhafa, en ekki á eigin vegum og því sé hann ekki persónulega bundinn af boðum í eignina. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Málstofa Véla- og iðnaðarverkfræðiskorar

ANDRÉS Þórarinsson framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Vista heldur erindi um myndræna forritun, forritunarmálið G og forritunarkerfið LabVIEW á málstofu í Véla- og iðnaðarverkfræði. Erindið hefst kl 17:15 í dag og verður í stofu V158 í VR II, húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga 4. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Menningarstofnanir efldar í miðborginni

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að verið sé að efla menningarstofnanir í miðborginni bæði með því að koma upp listasafni í Hafnarhúsi og að flytja aðalstöðvar Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu 15. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1114 orð

Mikill fjárskaði í Skaftártungu

MENN úr þremur björgunarsveitum og bændur í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu leituðu í gær að fé, sem talið er að hafi drepist þegar fennti yfir það á sunnudagskvöld. Ekki er vitað hvað margar kindur hafa drepist, en í gær höfðu um 120 kindur fundist dauðar og talið er að margar séu enn ófundnar. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Myndakvöld hjá Útivist

FYRSTA myndakvöld vetrarins hjá ferðafélaginu Útivist verður haldið í Fóstbræðraheimilinu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Sýndar verða myndir út Trékyllisvík og frá Hornströndum. Umsjón með myndasýningu hafa Hákon Gunnarsson og Vignir Jónsson. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

Nafn mannsins sem lést

MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag hét Kjartan Þór Kjartansson, til heimilis að Heiðvangi 19 á Hellu. Hann var þrítugur að aldri og lætur eftir sig konu og tvö börn. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 340 orð

Norðmenn óttast afleiðingar kvótaskerðingar

NIÐURSKURÐUR á þorskkvóta í Barentshafi, sem ákveðinn var á fundi ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins um síðustu helgi, kann að minnka tekjur norsks og rússnesks sjávarútvegs um allt að 33 milljarða ísl. kr., að því er fullyrt er í Dagens Næringsliv. Gert hafði verið ráð fyrir um 890.000 tonna þorskkvóta en nú mæla fiskifræðingar ekki með að veiðin fari yfir 540.000 tonn árið 1998. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ný götumynd Aðalstrætis

Í TILLÖGU að deiliskipulagi við Aðalstræti og Túngötu er gert ráð fyrir flutningi Ísafoldarhússins úr Austurstræti á lóð sunnan við Aðalstræti 10. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir nýbyggingum frá horni Aðalstrætis og Túngötu að Aðalstræti 12 þar sem Ísafoldarhúsið yrði staðsett. Meira
5. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Nýr Vatnahjallavegur eykur öryggi

ÖRYGGISMÁL voru mikið til umræðu á aðalfundi Félags vélsleðamanna í Eyjafirði sem haldinn var nýlega. Félagið hefur verulega látið öryggismálin til sín taka, m.a. með endurbótum á fjallaskálum. Eitt þeirra mála sem nýrri stjórn var falið að kanna var endurgerð eða endurbætur á svokölluðum Vatnahjallavegi upp úr Eyjafirði. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Opinber fyrirlestur um mótun kvenleikans

ANNADÍS Gréta Rúdólfsdóttir, félagssálfræðingur, flytur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 6. nóvember sem nefnist Mótun kvenleikans á Íslandi. Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Orð Jiangs "rangtúlkuð"

"Lítill hópur manna hefur rangtúlkað orð Jiangs Zemins forseta og fréttir nokkurra fjölmiðla voru ónákvæmar," sagði talsmaðurinn, Tang Guoqiang. Talsmaðurinn vildi ekki útskýra ummæli forsetans frekar, Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 50 orð

Rabins minnst

LEAH Rabin, ekkja Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, kom til minningarathafnar um Rabin sem haldin var við grafhýsi hans í Jerúsalem í gær. Þá voru tvö ár liðin síðan Rabin var ráðinn af dögum. Ehud Barak (t.v.), leiðtogi Verkamannaflokksins, og Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra, voru einnig viðstaddir athöfnina. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Santer hugreystir Letta og Litháa

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur reynt að stappa stálinu í stjórnvöld í Lettlandi og Litháen á ferð sinni um Eystrasaltsríkin undanfarna daga og útskýra fyrir þeim að þótt ESB hefji ekki aðildarviðræður við þessi ríki á næsta ári hafi engum dyrum verið lokað. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sefhæna og hvítir hrossagaukar í Eyjum

SJALDGÆFIR fuglar hafa náðst í Vestmannaeyjum að undanförnu. Var annars vegar um að ræða sefhænu og hins vegar hvíta hrossagauka en fjórir slíkir hafa fundist í Eyjum í sumar, tveir fullorðnir og tveir ungar. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 357 orð

Shipley staðfest sem arftaki Bolgers

JIM Bolger, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, var ýtt til hliðar sem leiðtoga helzta stjórnarflokksins í gær, eftir að hann sættist á afarkosti sem honum voru settir af félögum sínum í flokksforystunni í fyrradag, þegar hann sneri heim úr tveggja vikna opinberu ferðalagi erlendis. Hann mun láta af embætti innan fárra vikna. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Siglt um Pollinn

Morgunblaðið/Kristján Siglt um Pollinn ÞÓTT vetur sé genginn í garð hefur hann enn sem komið er farið mildum höndum um íbúa á norðanverðu landinu. Af og til viðra siglingamenn því skútur sínar og sigla um pollinn á Akureyri. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 511 orð

Sjálfsagt að skoða aðild lífeyrissjóða

STJÓRNENDUR þriggja stórra lífeyrissjóða hafa brugðist misjafnlega við hugmynd Bolla Héðinssonar um að lífeyrissjóðirnir taki að sér að greiða lífeyrisþegum út opinberan lífeyri samhliða áunnum ellilífeyri úr viðkomandi lífeyrissjóði, en sögðu þó allir sjálfsagt að skoða og ræða nýjar hugmyndir og tillögur. Meira
5. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Skátar vilja reka tjaldsvæði

NÝTT tjaldsvæði að Hömrum í tengslum við útilífsmiðstöð skáta sem fyrirhugað er að reisa þar var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar, en lagt var fram bréf frá forsvarsmönnum Skátafélagsins Klakks. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Skemmtun til styrktar Hallbirni

TÓNLEIKAR og skemmtun til styrktar kántrýkóngnum Hallbirni Hjartarsyniverða haldnirfimmtudaginn 6.nóvember áNæturgalanum,Kópavogi. Fram komaSnörurnar, Hjördís Geirs, EinarJúlíusson, BjarniArason, ViðarJónsson, Hljómsveit Önnu Vilhjálms og Ari Jónsson sem kynnir lög af nýjum geisladisk sínum "Allt sem þú ert". Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Skil ég Vilhjálm rétt?

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ellert B. Schram, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: "Íþróttaþing var haldið um helgina. Þar sátu yfir tvö hundruð fulltrúar íþróttastarfsins í landinu. Meginþunginn í þessu þinghaldi voru áhyggjur þingfulltrúa vegna bágrar fjárhagsstöðu íþróttafélaganna vítt og breitt um landið. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Skortur á vilja

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Málmi: "Stjórn Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, mótmælir ummælum iðnaðarráðherra, sem hann lét falla fyrir skömmu í umræðum á Alþingi um íslenskan skipaiðnað. Meira
5. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Snjór af skornum skammti

VINKONURNAR Tinna, Íris og Kamilla gripu tækifærið og fóru út að leika sér að loknum skóladegi, gripu snjóþoturnar úr geymslunni og þustu upp í næstu brekku. Snjórinn er reyndar enn sem komið er í minnsta lagi en þær leiddu það hjá sér og renndu sér samt. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Staða aldraðra verði bætt

BOÐAÐ er til stofnfundar Samtaka eldri sjálfstæðismanna, 60 ára og eldri í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Forgangsverkefni samtakanna verður að vinna að bættri stöðu aldraðra í samfélaginu. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Stjórn Landmælinga Íslands skipuð

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Landmælinga Íslands skv. lögum um landmælingar og kortagerð. Skipunartími stjórnarinnar er fram yfir næstu alþingiskosningar. Formaður stjórnar Landmælinga er Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Varamaður hans og varaformaður stjórnar er Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tengist nýjum kjarasamningi

PÉTUR Hannesson, röntgenlæknir á Landspítala, segir að lausn kjaradeilu röntgenlækna við spítalann tengist náið gerð nýs kjarasamnings fyrir sjúkrahúslækna. Mikilvægt sé að ljúka gerð samningsins hið fyrsta svo ekki skapist vandræðaástand á spítölunum. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Til greina kemur að draga úr sókn íslenzkra skipa

"ÍSLENZK stjórnvöld hafa velt því fyrir sér að draga úr sókn íslenzkra skipa í Smuguna þó engir samningar við Norðmenn liggi fyrir. Það kom til álita síðastliðið vor, en niðurstaðan varð sú að gera það ekki. Ég er enn þeirrar skoðunar að það komi til greina í ljósi þess að Norðmenn virðast ekki ætla að semja," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Til heiðurs frönskum sæförum

SENDIHERRA Frakka Robert Cantoni lagði, með aðstoð ræðismannsins Pierre Olivier, blómsveig að minnisvarðanum um franska sjómenn í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Um leið og sendiherrann heiðraði minningu franskra sjómanna sem hvíla í íslenskri jörð vakti hann athygli á miklum samskiptum þjóðanna á þessu ári þar sem tryggð voru vinabönd milli íslenskra og franskra sveitarfélaga vegna Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Um 380 fulltrúar með kosningarétt

13. LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins hefst á morgun í Borgartúni 6, Rúgbrauðsgerðinni. Fundurinn stendur fram á sunnudag. Að sögn Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga um 380 aðalmenn kosningarétt á landsfundinum, en varamenn með seturétt eru jafnmargir. Flokksfélögin fá einn aðalfulltrúa fyrir hverja níu félagsmennn. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Uppsagnir 53 lækna hafa tekið gildi

UPPSAGNIR 53 sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun ríkisins hafa nú tekið gildi og hefur lítil hreyfing orðið á kjaramálum lækna undanfarnar vikur. "Staðan er nú svipuð og hún var fyrir mánuði," sagði Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar, í gær. "Ástandið er óbreytt og það er verið að reyna að ná einhverjum ströndum í þessu máli. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Vakningaherferð á Hjálpræðishernum

VAKNINGASAMKOMUR verða á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, dagana 5.­9. nóvember á hverju kvöldi og hefst samkoman kl. 20 með lofgjörðarsöng. Ræðumaður herferðarinnar verður Erlingur Níelsson frá Akureyri. Hann er leiðtogi Hjálpræðishersins fyrir norðan og er þar að auki ritstjóri Herópsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar samkomur og er aðgangur ókeypis. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 489 orð

Verjandi segir Nichols "fjölskyldumann"

ALRÍKISSAKSÓKNARI í Bandaríkjunum hóf í gær málflutning gegn Terry Nichols, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að sprengjutilræðinu í Oklahóma, og er mál ríkisins gegn Nichols að mestu byggt á sömu sönnunargögnum og notuð voru í máli ríkisins gegn Timothy McVeigh. Meira
5. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 486 orð

Verkfallið veldur bensínskorti og reiði

VERKFALL vörubílstjóra í Frakklandi hófst með ryskingum því bílstjórar lokuðu sums staðar fyrir umferð flutningabifreiða tveim tímum fyrr en boðað hafði verið á sunnudagskvöld. Spænskir bílstjórar á leið um Bourgogne vildu komast áleiðis til Þýskalands og farið var að þykkna í þeim upp úr hádegi á mánudag. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Vinnsla komin í samt lag

AFGREIÐSLA í bönkum og sparisjóðum gekk vonum framar í gær eftir að beinlínusamband komst á milli klukkan 9:30 og 10 í gærmorgun þegar sérfræðingar Reiknistofu bankanna höfðu gert ráðstafanir í kjölfar bilunar í aðal gagnagrunni Reiknistofunnar. Leitað er áfram skýringa á þessum vanda og kveðst Helgi H. Meira
5. nóvember 1997 | Miðopna | 2999 orð

Vinnubrögð, sem tíðkuðust í Sovétríkjunum - sagði Ásta R.

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður jafnaðarmanna, sem var málshefjandi í utandagskrárumræðunni, sagði að öll framganga samgönguráðherra og forsvarsmanna Pósts og síma undanfarið væri með eindæmum og hefði einkennst af hroka og yfirlæti gagnvart viðskiptavinunum, eigendum fyrirtækisins. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 411 orð

Þjóðareign á fiskstofnunum verði óumdeild

KRISTINN H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson, þingmenn Alþýðubandalags, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um afnám laga um stjórn fiskveiða. Með frumvarpinu er lagt til að öll réttindi til veiða samkvæmt gildandi lögum muni falla niður og að endurúthlutun fari fram á grundvelli nýrra laga, en gert er ráð fyrir að samstaða verði um að stjórna verði fiskveiðum áfram. Meira
5. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Þrír sækja um Skinnastað

ÞRJÁR umsóknir bárust um prestsembættið að Skinnastað í Öxarfirði en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Umsækjendur eru guðfræðingarnir Jón Ármann Gíslason, Lára G. Oddsdóttir og Sigurður Rúnar Ragnarsson. Meira
5. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Öspin við Hamarsstíg

LEYFI byggingarfulltrúa hefur fengist fyrir því að fella þessa ösp sem er í garði við Hamarsstíg á Akureyri, en forsvarsmenn umhverfisdeildar Akureyrarbæjar hafa lagst gegn því að hún verði höggvin. Meira

Ritstjórnargreinar

5. nóvember 1997 | Staksteinar | 316 orð

»Kennarasamningar VANDI kennara hefur verið sá, að þeir hafa sjálfir staðið í vegi fyrir

VANDI kennara hefur verið sá, að þeir hafa sjálfir staðið í vegi fyrir því, að eðlileg samkeppni komist á um starfskrafta þeirra. Þetta segir í leiðara í Viðskiptablaðinu. Kjör og friður Meira
5. nóvember 1997 | Leiðarar | 536 orð

NIÐURSKURÐUR Í BARENTSHAFI

NIÐURSKURÐUR Í BARENTSHAFI LVARLEG tíðindi hafa borizt um ástand fiskistofna í Barentshafi. Ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að leggja til verulegan niðurskurð á aflaheimildum á næsta ári á flestum mikilvægum fisktegundum. Meira

Menning

5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 447 orð

Alvöru Indiana Jones

BANDARÍSKUR hagfræðiprófessor á eftirlaunum að nafni Norton Dodge á eitt stærsta safn óhefðbundinna rússneskra listaverka sem hægt er að finna fyrir utan Sovétríkin fyrrverandi. Dodge safnaði verkunum á yfir tuttugu ára tímabili með því að smygla þeim úr landi og til Bandaríkjanna. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 42 orð

Aukasýningar á Bestu sjoppunni í Keflavík

VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda þrjár aukasýningar á söngleiknum Besta sjoppan í bænum sem Tónlistarskólinn í Keflavík hefur sýnt undanfarið. Aukasýningarnar verða á fimmtudag kl. 20.30, og sunnudaginn 9. nóvember kl. 17 og 20.30. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 74 orð

Averil Williams með námskeið

BRESKI flautuleikarinn Averil Williams heldur námskeið (masterclass) í Tónlistarskólanum í Reykjavík dagana 6.-8. nóvember. Williams hefur starfað sem prófessor við The Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum í ríflega þrjátíu ár en á árunum 1962-65 var hún fyrsti flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur hún starfað með öllum helstu hljómsveitum Lundúna. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 316 orð

Eftirlitslaust ofbeldi Laugarásbíó Endalok ofbeldis

Eftirlitslaust ofbeldi Laugarásbíó Endalok ofbeldis "THE END OF VIOLENCE" Djúptþenkjandi kvikmynd um ofbeldi og tilgang lífsins var trúlega takmark Wim Wenders þegar hann fór af stað með "The End of Violence". Því miður mistekst honum alveg hrapallega. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 33 orð

Fyrirlestur í Listasafni Íslands

LISTFRÆÐINGURINN Halldór B. Runólfsson heldur fyrirlestur um list Gunnlaugs Scheving á morgun, fimmtudag kl. 20, í Listasafni Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu á verkum listamannsins í safninu. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson

RITHÖFUNDASAMBAND Íslands gengst fyrir bókmenntakvöldi í kvöld, miðvikudag kl. 20.30, í Gunnarshúsi, nýju aðsetri sambandsins að Dyngjuvegi 8. Halla Kjartansdóttir bókmenntafræðingur flytur fyrirlesturinn: Að leita trúar í sögu. Um sögulegan þríleik Gunnars Gunnarssonar (Jörð, Hvíti-Kristur og Grámann) og hugmyndaleg tengsl hans við samtíð höfundar. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 362 orð

Fyrsta leikverk Ólafs Jóhanns í Loftkastalanum

JÓLALEIKRIT Loftkastalans verður nýtt verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fjögur hjörtu, hið fyrsta sem hann skrifar fyrir leiksvið. Með hlutverkin, sem eru fjögur, fara Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson en leikstjórn hefur Hallur Helgason með höndum. Var þetta gert heyrinkunnugt á blaðamannafundi í Loftkastalanum í gær. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 387 orð

Glæsikvöld kvenna á Kaffi Reykjavík

NO NAME snyrtivörufyrirtækið hélt Glæsikvöld fyrir konur á Kaffi Reykjavík síðasta föstudagskvöld við frábærar undirtektir. Um 200 konur fylltu staðinn og komust færri að en vildu. Fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem boðið var upp á málsverð, skemmtiatriði og kynningar. Meira
5. nóvember 1997 | Bókmenntir | 885 orð

Grallarar reika um í Rómarveldi

eftir Gajus Petróníus. Erlingur E. Halldórsson þýddi. Mál og menning 1997. 222 bls. NÚ ER loksins komið fyrir sjónir íslenskra lesenda eitt höfuðrit heimsbókmenntanna og eitt skemmtilegasta skáldverk sem hinir annars fremur alvörugefnu Rómverjar létu eftir sig, sagan Satýrikon eftir Gajus Petróníus. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 696 orð

Heimili í heimilislausri tilveru

Á SUNNUDAG lauk Bókastefnunni í Gautaborg, sem hófst fimmtudaginn 30. október. Anna Einarsdóttir, sem er framkvæmdastjóri íslensku deildarinnar á bókastefnunni og á jafnframt sæti í stjórn bókastefnunnar, tók undir þau orð sem Bertil Falck lét falla á blaðamannafundi sunnudagsins, að í ár hefði það sannast að hægt væri að halda bókastefnu í Gautaborg, Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 176 orð

Hryllingur vinsælastur á Hrekkjavöku

HREKKJAVAKAN er vinsæll dagur til kvikmyndahúsaferða og fyrirfram var búist við því að aðsóknin síðasta föstudag yrði góð í kvikmyndahúsum vestra. Hún varð eigi að síður dræmari en á sama degi í fyrra og seldust um þremur prósentum færri miðar í ár. Táningamyndin "I know What You Did Last Summer" hélt fyrsta sætinu en laðaði ekki eins marga í kvikmyndahús og búist hafði verið við. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 619 orð

Íslensk samsýning í Düsseldorf

Íslensk samsýning í Düsseldorf Hannover. Morgunblaðið. SÝNING á verkum sex ungra íslenskra myndlistarmanna var opnuð fyrir skömmu í Düsseldorf í Þýskalandi. Sýningarsalurinn er til húsa í gamalli lestarstöð í hverfinu Eller við borgarmörk Düsseldorf og ber nú heitið "Kultur Bahnhof Eller. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 349 orð

Íslenzk ljóð flutt í þýzkum háskólum

Íslenzk ljóð flutt í þýzkum háskólum ÁHUGI á Íslandi og íslenskum málefnum er vaxandi í Suður-Þýskalandi eins og yfirleitt í öllu Þýskalandi segir Helgi Sæmundsson og hann þakkar það mörgum sjónvarsmyndum frá Íslandi sem sjást næstum vikulega, Meira
5. nóvember 1997 | Bókmenntir | 617 orð

Jökuldælingur fer á kostum

Sigurdór Sigurdórsson skráði. Hörpuútgáfan 1977, 216 bls. ANNAÐ slagið kemur nafnið Hákon Aðalsteinsson fyrir í fjölmiðlum. Tilefnið kann að vera smellin vísa, eitthvað um hreindýraveiðar eða annað. Nafnið er orðið kunnugt víða um land og mann grunar að á bak við það leynist býsna áhugaverður náungi. Og nú þarf ekki lengur að velkjast í vafa. Ævisagan er komin út. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 339 orð

Konunglega óperan og þjóðaróperan undir sama þak

BRESKI menningarmálaráðherrann, Chris Smith, hefur tilkynnt Konunglegu óperunni og bresku þjóðaróperunni að þær verði að deila húsnæði í Covent Garden. Nú er unnið að endurbótum á húsnæðinu sem talið er að muni kosta um 214 milljónir punda, um 25 milljarða ísl. kr., en þeim á að vera lokið árið 1999. Meira
5. nóvember 1997 | Bókmenntir | 577 orð

Kærleikur trúarinnar

Sönn ástarsaga eftir Kjell Arild Pollestad. Þýðandi: Þorkell Örn Ólason. Útgefandi: Karmel, Hafnarfirði. Stærð: 176 blaðsíður, innbundin. TERESA frá Lisieux var dóttir guðhræddra hjóna í Normandí í Frakklandi og ólst upp í kaþólskri guðrækni. Aðeins fimm dætur af níu systkinum komust til manns. Fjórar þeirra urðu nunnur. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Látinna vændiskvenna minnst

Látinna vændiskvenna minnst VÆNDISKONUR fóru í skrúðgöngu um götur Mexíkóborgar á degi dauðans 31. október til að minnast þeirra vændiskvenna sem látist hafa úr alnæmi. Lögðu þær blómsveig við eina af kirkjum borgarinnar. Meira
5. nóvember 1997 | Bókmenntir | 754 orð

Lífið er lotterí

eftir Stefán Júlíusson. Bókaútgáfan Björk ­ 1997. 208 síður. STEFÁN Júlíusson er bókaormum vel kunnur, enda afkastamikill rithöfundur. Nú þegar hafa komið út eftir hann ríflega þrjátíu bækur, flestar barnabækur og skáldsögur, en einnig minningaþættir og smásagnasöfn. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Ljóðelskur

SPARKSNILLINGURINN Eric Cantona hætti knattspyrnuiðkun eftir síðasta keppnistímabil og sneri sér að kvikmyndaleik. Ekki hefur ennþá unnist glæsilegur sigur á þeim vettvangi. En Cantona situr þó ekki auðum höndum. Nýlega sendi hann frá sér Kveðjuljóð Erics. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 144 orð

Marjorie langaði í leigjandann

GÁLGAHÚMORINN er allsráðandi í þessari bresku gamanmynd, enda byggð á sönnu morðmáli frá miðjum sjötta áratugnum. Harold Guppy (Rupert Graves), ungur og hraustur sjóari, fær inni hjá miðaldra hjónum. Fljótt kemur á daginn að frúin, Marjorie (Julie Walters), er býsna þurfandi og líður ekki á löngu uns hún flekar leigjandann. Og dóttirin vill sitt líka. Hún er 14 ára. Morð í uppsiglingu. Meira
5. nóvember 1997 | Myndlist | 378 orð

MEINLÆTI

Opið fimmtudaga­sunnudaga frá 14­18 Til 16. nóvember. Aðgangur ókeypis. DANÍEL Þorkell Magnússon er helst þekktur fyrir vönduð smíðisverk, sem ekki hafa nýtigildi, en höfða í fyrirferð sinni jafnt til sjónskynjunarinnar og fagurfræðilegrar formlifunar. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 258 orð

Mógli bjargar sér

Leikstjóri: Duncan MacLachlan. Handrit: Bayrd Johnson og Matthew Horton. Aðalhlutverk: Jamie Williams, David Paul Francis, Roddy McDowall. ÆVINTÝRIÐ um Mógla, úlfahjörðina, pardusinn og bjarndýrið hefur skemmt mörgu barninu og verið kvikmyndagerðarmönnum hugleikið efni. Meira
5. nóvember 1997 | Tónlist | 298 orð

Norður-norskur messingkvintett

Arctic Brass kvintett lék kammerverk eftir ýmsa höfunda, m.a. eftir Arne Nordheim, Charles Ives og George Gerswin. Föstudagurinn 31. október. 1997. ARCTIC Brass kvintett, sem stofnaður var í Norður-Noregi 1983, hefur verið á ferðalagi um Norðurlöndin hin vestari, þ.e. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 177 orð

Nýjar bækur KÓNGSDÓTTIRIN og grísinn

KÓNGSDÓTTIRIN og grísinn er önnur bókin í bókaflokknum Sögur úr höllinni eftir þau Heather Amery og Stephen Cartwright, en þau eru m.a. þekkt hér á landi fyrir hinar vinsælu Sögur úr sveitinni. Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir byrjendur í lestri. Í teikningunum er lögð áhersla á kátínu og spennu sögunnar. Bókin er 20 bls. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Nýtt á prjónunum VAKA-Helgafell, sem starfrækir marg

Nýtt á prjónunum VAKA-Helgafell, sem starfrækir marga bóka- og sérsviðaklúbba, hefur stofnað nýjan klúbb með handavinnuefni og nefnist hann Nýtt á prjónunum. Ritstjórar klúbbsins, sem ætlaður er fólki með áhuga á prjóni og hannyrðum af ýmsu tagi, eru Unnur Steinsson og Herborg Sigtryggsdóttir. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð

Ostur er veislukostur

OSTAKVÖLD var haldið í Menntaskólanum í Kópavogi nú í vikunni af sérstökum Ostaklúbbi skólans sem var stofnaður á síðasta ári. "Klúbburinn var stofnaður til að stuðla að betri menningu innan skólans og til skemmtunar. Við höfum haldið tvö ostakvöld í ár og það hafa verið best sóttu viðburðir á vegum skólans. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 125 orð

Sprotinn á loft

HALDIÐ var upp á útgáfu geisladisksins Spírur síðastliðinn fimmtudag, en hann er gefinn út af nýju útgáfufélagi sem nefnist Sproti. Að sögn Páls Arnars Steinarssonar, forsvarsmanns Sprota, var fullt hús á tónleikunum. Hljómsveitirnar sem komu fram eru allar á disknum og voru margar að koma í fyrsta skipti fram opinberlega. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 157 orð

Stalín var hér

RÚSSNESKA Óskarsverðlaunamyndin Sólbruni gerist á fjórða áratugnum og lýsir einum sumardegi í lífi miðaldra byltingarhetju. Áhorfendur fá að kynnast honum og fjölskyldu hans þar sem þau borða, slappa af, synda og leika sér í sólinni. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 36 orð

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf SLaugarásbíó Byttur Sigurvegarinn Að hafa eða ekki Endalok ofbeldis Sáttmálinn Sumarið í G Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 1295 orð

Strengir og rafmagn í rútu og á hótelum

ÞETTA voru mjög góðir tónleikar, en ein klukkustund er of stuttur tími með Björk, sögðu aðdáendur hennar í Hall Schaerbeek í Brussel á sunnudagskvöld. Þá hóf Björk ásamt fríðu föruneyti nærri tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin til að kynna geislaplötuna Homogenic sem út kom í haust. Meira
5. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 160 orð

Stríðsmaður hauganna Regnboginn HUGREKKI "BRAVE" FRUMRAUN Johnny Depps í leikstjórahlutverkinu er mislukkuð, langdregin og

FRUMRAUN Johnny Depps í leikstjórahlutverkinu er mislukkuð, langdregin og leiðinleg mynd þar sem maður verður að kyngja því að sjá tvo af sínum eftirlætisleikurum af yngstu og elstu kynslóðinni skjóta útí loftið. Á stöku stað glittir í þá mynd sem Depp hefur ætlað sér að gera um fátæklinga í Guðseiginlandi, samúðin er fyrir hendi, örvæntingin og sorgin. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Tjarnarskóli bar sigur úr býtum

TJARNARSKÓLI bar sigur úr býtum í hinni árlegu Skólakeppni Tónabæjar. Fólst keppnin í fjórum greinum, þ.e. félagsvist, spurningakeppni og körfuknattleik bæði stráka og stúlkna. Tjarnarskóli hafði sigur í spurningakeppninni og hafnaði í öðru sæti í félagsvist. Öðru til þriðja sæti deildu Laugalækjarskóli og Austurbæjarskóli. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Tónleikar í Múlanum

Á VEGUM djassklúbbsins Múlans verður Tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni með tónleika á morgun, föstudag kl. 21. Tríó Björns Thoroddsen hefur verið starfandi um alllangt skeið og hefur t.d. sent frá sér geisladisk, Híf opp. Á þessum tónleikum mun tríóið leika frumsamin lög eftir Björn og Egil. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 315 orð

Upplausn í Bandaríkjunum Síðara Borgarastríðið (The Second Civil War)

Framleiðandi: Guy Riedel. Leikstjóri: Joe Dante. Handritshöfundur: Martyn Burke. Kvikmyndataka: Mac Ahlberg. Tónlist: Hummie Mann. Aðalhlutverk: Beau Bridges, Joanna Cassidy, Phil Hartman, James Earl Jones, Dan Hedaya, James Coburn, Elizabeth Pena, Denis Leary, Ron Perlman, Roger Corman, Brian Keith. 94 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 28. október. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 683 orð

Það hangir humar í símanum

ÞAÐ er kyrrara yfir vötnum Hayward-listasafnsins í London heldur en í sölum The Royal Academy of Art. Sýningin á síðarnefnda staðnum, Sensation, hefur valdið miklu fjaðrafoki og þótt sum verkin, sem nú eru sýnd í Hayward, hafi vissulega vakið uppnám í eina tíð, á það ekki við lengur. Nú hefur tíminn gætt þau flest hver fyllingu sögunnar. Meira
5. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 399 orð

Þjóðlegar íþróttir og tangó Popparinn góðkunni, Helgi Björnsson, hélt fyrir skömmu teiti á Hótel Borg. Fögnuðurinn var haldinn í

BAR HÓTEL Borgar, betur þekktur sem Skuggabarinn, er vel skreyttur þegar undirritaðan ber að garði. Stór kerti lýsa upp innganginn og tvö gríðarstór pappaspjöld í mynd Helga Björnssonar prýða veggina og jaðra við að vera ógnvekjandi í birtunni af kertunum. Meira
5. nóvember 1997 | Menningarlíf | 77 orð

(fyrirsögn vantar)

Miðvikudagur 5. nóvember Regnboginn Kl. 17.00 Borgari Rut Í leit að Ríkharði Kl. 19.00 Rekaviður Óþelló Kl. 21.00 Borgari Rut Hamlet (langa útgáfan) Kl. 23.00 Rekaviður Laugarásbíó Kl. 17. Meira

Umræðan

5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 643 orð

Átakanlegt hatur Hvaðan kemur slíkt hatur? Njörður P. Njarðvík skrifar að fyrr eða síðan muni Írland sameinast.

STUNDUM getur persónuleg örlagasaga einstaklinga sýnt okkur betur átakanleika þjóðfélagsvandamála en almenn eða fræðileg umfjöllun. Svo er til dæmis um hin skelfilegu átök á Norður-Írlandi. Frá árinu 1969 hafa 3.220 manns látist í deilum kaþólskra og mótmælenda, í deilum þeirra sem vilja sameinað Írland og hinna sem vilja vera áfram hluti breska konungdæmisins. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 456 orð

Á þetta engan endi að taka?

ÞAÐ ÆTLAR að reynast kirkjunni torsótt að viðhalda virðingu, festu og friði. Nú síðast hefur biskupinn tilkynnt að biskupsvígsla fari ekki fram í kirkju biskupsins, Dómkirkjunni í Reykjavík, heldur Hallgrímskirkju. Morgunblaðið upplýsir eftir biskupsritara að hér hafi "rýmið ráðið mestu". Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 607 orð

Breytingar vatnsvega og samgöngubætur á miðhálendinu

TILLAGA er fram komin um línustæði milli væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar og Akureyrar, um Möðrudal vestur í Suðurárbotna með tengistöð við Sprengisandslínu sunnan Svartárkots, þá þvert yfir Bárðardal, upp Litluvallafjall og úteftir því. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 813 orð

Ekki er allt gull sem glóir

Í NÝÚTKOMNU upplýsingariti um starf og stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meðal annars fjallað um árangur stjórnvalda í stjórn fiskveiða. Kjarni þessarar umfjöllunar er að stjórn fiskveiða hafi skilað sér í almennri kaupmáttaraukningu að undanförnu. Í upplýsingaritinu segir: "Íslenskur sjávarútvegur hefur fengið að þróast á grundvelli markaðslögmála. Meira
5. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 625 orð

Elsta íslenska fréttamyndin?

Á SÝNINGU sem nú stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni á myndum og bókum, sem tengjast sögu gamla Prestaskólans, er blýantsteikning sem er rissuð upp úti á skipi í Reykjavíkurhöfn og er dagsett 6. apríl 1859. Tilefni þess að myndin hangir þarna er það að á henni sjást húsin í miðri kvosinni, sem þar voru fremst og sáust utan af höfninni. Meðal þeirra var hús Prestaskólans. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 406 orð

Fiskveiðar og læknisþjónusta

TENGSL þeirra eru ekki augljós. Fiskveiðar og -vinnsla eru helsti atvinnuvegur þjóðarinnar og hefur gert okkur kleift að byggja upp það velferðarþjóðfélag sem við búum við. Læknirinn og læknisþjónustan eru svo ásamt kennaranum og skólakerfinu hornsteinar velferðarkerfisins. Hversu lítið sem samfélag er, bæjar- eða borgarsamfélag, þá þrífst það ekki ef það vanrækir þessa grunnþætti sína. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 919 orð

Framhaldsnám nemenda með sérþarfir ­ hverra er ábyrgðin?

EFTIR flutning grunnskólans til sveitarfélaganna er nú svo komið að enginn virðist lengur bera ábyrgð á því að veita öllum nemendum Öskjuhlíðarskóla námstilboð að loknu námi þeirra í 10. bekk. Fyrir flutninginn höfðu svokallaðar starfsdeildir fyrir 16­18 ára nemendur verið starfræktar við Öskjuhlíðarskóla í yfir 20 ár. Nær undantekningalaust hafa nemendur 10. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 904 orð

Hagur námsmanna af skólagjöldum

NÝLEGA hafa ýmsir lagt til að lögð verði á skólagjöld í Háskóla Íslands. Flestir virðast líta á þau sem leið til þess að bæta fjárhag skólans og hækka laun kennara. Ég held að þetta sé ekki kjarni málsins. Kennaralaun eru að vísu lág og vafalaust þarf Háskólinn meiri peninga ef hann á áfram að standa fyrir metnaðarfullri kennslu og rannsóknum. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 550 orð

Ódýrt að búa í Reykjavík

Í GREINARGERÐ sem sk. jaðarskattanefnd sendi frá sér í ágúst sl. koma fram margar athyglisverðar upplýsingar um skattamál. Þar er m.a. að finna alþjóðlegan samanburð sem leiðir í ljós að árið 1994 voru tekjuskattar einstaklinga hærri hér á landi en í Evrópuríkjum OECD en tekjuskattar fyrirtækja talsvert lægri. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1103 orð

Síðkomnar aukaverkanir eftir meðferð hvítblæðis

HÉR á landi greinast að jafnaði 9 börn með krabbamein á ári, af þeim fá um þrjú hvítblæði, tvö fá heilaæxli og síðan dreifast tilfellin á aðrar tegundir krabbameina. Margrét Þorvaldsdóttir ræddi við sérfræðinga um krabbamein hjá börnum og helstu ástæður fyrir síðkomnum aukaverkunum. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 605 orð

Sjálfstæðisflokkurinn óttast samfylkingu vinstri manna

HUGMYNDIR um samfylkingu vinstri manna hafa verið mikið til umræðu síðastliðið ár og nú eru þær farnar að hafa áhrif á umræðu innan ríkisstjórnarflokkanna. Morgunblaðið tekur málið fyrir í leiðara sunnudaginn 26. október sl. og daginn eftir er mikið viðtal við formann Sjálfstæðisflokksins í Degi þar sem vikið er að samfylkingu vinstri manna. Meira
5. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 149 orð

Vegna frétta af kirkjuþingi

ÞRIÐJUDAGINN 28. október sl. var réttilega haft eftir mér í hádegisfréttum Rásar 1 að ég teldi gagnrýni séra Gunnars Kristjánssonar á nýafstöðnu kirkjuþingi á kennimannlegt nám guðfræðideildar Háskóla Íslands að einhverju leyti sprottna af því að hann hefði á sínum tíma ekki fengið stöðu sem hann sótti um við deildina. Meira
5. nóvember 1997 | Aðsent efni | 416 orð

Veiðileyfagjald og stjórnarandstaðan

ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna vill að hætt verði að úthluta veiðiheimildum ókeypis til útgerðarmanna. Það er algerlega óviðunandi að ríkið afhendi verðmæti ókeypis sem þjóðin á. Veiðileyfagjald byggist á siðferðilegum rökum auk þess sem það er liður í skynsamlegri hagstjórn. Veiðileyfagjald er óháð kvótakerfinu, jafnaðarmenn hafa hins vegar lagt til ýmsar breytingar á því, t.d. Meira

Minningargreinar

5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Björn Valberg Jónsson Marinó Kristinn Björnsson

Nýlega kvöddum við fyrrverandi vinnufélaga og litla vininn okkar. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann en erfitt er að tjá sig á hörmungarstundu. Þeir voru teknir frá okkur allt of fljótt og allt lífið framundan. Við vonum að góðar minningar hjálpi okkur öllum að komast yfir þennan mikla missi. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 408 orð

Björn Valberg Jónsson Marinó Kristinn Björnsson

Það var aðfaranótt föstudagsins 10. október að síminn á náttborðinu hjá mér hringdi. Það var verið að færa mér hörmulega frétt, að vísu hafði ég heyrt í kvöldfréttum sjónvarpsins að dauðaslys hefði orðið fyrr um kvöldið og tveir hefðu látist. Það síðasta sem ég sagði áður en ég fór að sofa var að ég vonaði að þarna væri enginn sem ég þekkti. En svo var ekki. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 41 orð

BJöRN VALBERG JÓNSSON MARINÓ KRISTINN BJÖRNSSON

BJöRN VALBERG JÓNSSON MARINÓ KRISTINN BJÖRNSSON Björn Valberg Jónsson fæddist á Siglufirði 22. ágúst 1959. Marinó Kristinn Valberg Jónsson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1995. Þeir létust af slysförum 9. október síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Fossvogskirkju 27. október. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 671 orð

Guðlaug Magnúsdóttir

Í dag verður til moldar borin Guðlaug Magnúsdóttir móðir mín. Það er skrítið til þess að hugsa að ég eigi ekki eftir að sjá hana aftur. Mamma var mjög sérstök kona og nú þegar hún er farin hrannast upp minningar sem eru grópaðar í mig. Fyrstu minningar mínar eru náttúrulega frá heimili okkar á Jaðri. Pabbi vann þá hjá ÍAV og var langtímum í burtu vegna vinnu sinnar í Hvalfirði. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Guðlaug Magnúsdóttir

Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar og nágranna til margra ára, Guðlaugar Magnúsdóttur eða Gullu eins og hún var jafnan kölluð. Ég kynntist fjölskyldu hennar um vor árið 1977 þegar Gulla gerðist dagmamma sonar míns, Stefáns, sem þá var tæplega tveggja ára. Stefán var lengst af eina barnið sem Gulla passaði á þessum árum en samt leiddist honum aldrei. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 468 orð

Guðlaug Magnúsdóttir

Í desember 1978 var illviðrasamt. Skafbylur á Reykjanesbraut og Hafnavegi var frekar regla en undantekning. Þá fluttum við í Hafnir og kynntumst fljótt Guðlaugu Magnúsdóttur, eða Gullu á Jaðri eins og hún nefndist alltaf. Og nú er hún Gulla dáin á besta aldri og er sárt saknað. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Guðlaug Magnúsdóttir

Góði guð. Við viljum þakka þér fyrir að hafa valið svona yndislega ömmu handa okkur. Minningu hennar munum við geyma sem gull í hjörtum okkar, þar til við hittum hana aftur. Þúsund orð fá ekki lýst gleðinni og hamingjunni sem hún veitti okkur, né sorginni er hún fór. Þú merktir þér stað í hjörtum okkar og þann stað munt þú alltaf eiga. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 880 orð

Guðlaug Magnúsdóttir

Hún Gulla var gædd miklum krafti og hæfileikum sem komu fram á mörgum sviðum í lífi hennar. Hún var fædd í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholtinu elst í hópi átta alsystkina en hún átti einnig hálfbróður sem var eldri. Hún giftist Nonna föðurbróður mínum árið 1954 og þau fluttu suður í Hafnir á Reykjanesi. Þau byggðu þar myndarlegt heimili sem heitir Jaðar. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 299 orð

GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR

GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR Guðlaug Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1935. Hún lést á Landspítalanum 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Sveinbjörnsson, f. 17.11. 1911, d. 4.7. 1989, og Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 19.3. 1911, d. 4.8. 1991. Systkini Guðlaugar eru: 1) Eiríkur Rafn Thorarensen, f. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 90 orð

Guðlaug Magnúsdóttir Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Einn þú

Guðlaug Magnúsdóttir Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 202 orð

Matthías Guðmundsson

Elsku Matti minn! Við erum svo takmörkuð, mannanna börn, af skilningi og þroska. Því er það nú svo að þegar himnafaðirinn sendir boð eftir ástvinum okkar, þá finnst okkur kallið koma allt of fljótt. Það er svo mikið sem frá okkur hefur verið tekið, það var svo margt sem átti eftir að gera, margt sem átti eftir að njóta. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Matthías Guðmundsson

Nú, er ég kveð minn ástkæra föður, er svo margs að minnast, helst að sjá hann alltaf vinnandi, léttan í hreyfingum, léttan í lundu. Það var aldrei nein hálfvelgja í kringum hann, hann var alltaf vakandi yfir okkur öllum og vildi allt fyrir okkur gera. Ef vanda bar að sagði hann alltaf: "Þetta er bara svona og við verðum að takast á við það. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 78 orð

Matthías Guðmundsson Í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá elskulegi tengdabróðir minn Matthías Guðmundsson. Það er

Í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá elskulegi tengdabróðir minn Matthías Guðmundsson. Það er ekki auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir þykir vænt um. Þú varst alltaf mér og sonum mínum svo góður. Allar samverustundir í fríunum okkar og út um allan heim munu aldrei gleymast. Minningin lifir. Hafðu þökk fyrir allt. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 668 orð

Matthías Gunnlaugur Guðmundsson

Elsku pabbi. Manstu þegar við vorum saman úti í skúr að smíða ýmsa hluti? Eða manstu þegar ég var 6 til 7 ára og þú hélst á mér út í bíl og mamma sagði við þig "Matti minn hún getur nú labbað" og þú afsakaðir þig með því að þá gætu fötin mín óhreinkast? Pabbi minn, manstu þegar ég var lítil stelpa og sat ofan á þér til þess að geta verið nógu nálægt þér, Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 414 orð

Matthías Gunnlaugur Guðmundsson

Matthías Guðmundsson hefur lokið því ætlunarverki sem skaparinn ætlar okkur öllum í þessu lífi með miklum sóma. Frá því að ég man eftir mér hefur líf mitt verið nátengt Línu frænku minni og eiginmanni hennar Matthíasi eða Matta eins og hann var ávallt nefndur. Lengst af bjuggu þau í nágrenni við ömmu mína og afa sem ég er alinn upp hjá og því var samgangur mikill milli heimilanna. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 303 orð

MATTHÍAS GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON

MATTHÍAS GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON Matthías Gunnlaugur Guðmundsson var fæddur 19. nóvember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Guðmundur Jónsson, f. 11.4. 1876, d. 2.10. 1958, og Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir, f. 26.9. 1880, d. 11.5. 1954. Albræður Matthíasar voru Ásþór, f. 20.3. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 789 orð

Sverrir Jónsson

Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn, hljóðar eru nætur þínar, létt falla öldurnar að innskerjum - hvít eru tröf þeirra (Hannes Pétursson) Þessi friðsæla náttúrustemmning leitar á hugann þegar ég reyni að finna hugsunum mínum form í kveðju til vinar míns, Sverris Jónssonar. Meira
5. nóvember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SVERRIR JÓNSSON

SVERRIR JÓNSSON Sverrir Jónsson fæddist í Óspaksstaðaseli í Húnavatnssýslu 6. desember 1937. Hann lést 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 25. október. Meira

Viðskipti

5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Bandarískar tölvur streyma til Írans

ALLS KONAR bandarískar tölvur eru seldar til Írans án teljandi erfiðleika þrátt fyrir refsiaðgerðir Bandaríkjanna, að sögn íranskra kaupmanna. Þeir segja Dubai vera helztu bækistöðina til að koma bandarískum tölvum og búnaði á markað í Íran. Dubai er rétt við túnfótinn og mikil viðskipti eru stunduð yfir Persaflóa. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 242 orð

»Breytingar litlar á mörkuðum í Evrópu

LITLAR breytingar urðu á gengi evrópskra hlutabréfa í gær eftir tap í Hong Kong og óstyrk í Wall Street í kjölfar hækkana í tvo daga. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 4,21% í fyrrinótt og tap var á evrópskum hlutabréfum mestallan daginn þrátt fyrir skánandi ástand í New York síðustu daga. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Daimler eykur enn sölu

DAIMLER-Benz AG í Þýzkalandi hélt áfram að auka sölu sína fyrstu níu mánuði ársins og jókst velta vegna nýrra framleiðslutegunda og sterks dollars að sögn fyrirtækisins. Daimler framleiðir Mercedes-Benz bíla og flutningabifreiðar og er einn þeirra aðila sem standa að Airbus flugvélaframleiðandanum. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Dyflini bezt til viðskipta í Evrópu

FORTUNE, hið kunna bandaríska viðskiptatímarit, telur höfuðborg Írlands þá borg Evrópu, sem henti bezt til viðskipta, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og umferðaröngþveiti. Samkvæmt árlegri könnun Fortune á borgum heims hefur Dyflini ekki verið eins iðandi af lífi síðan á síðustu gullöld borgarinnar á 18. öld. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Dýrir bílar rekast illa á

ÁRANGUR fjölskyldubíla í árekstraprófum bendir ekki til þess að hátt verð sé trygging fyrir öryggi, að sögn belgíska neytendafélagsins Test Achats. "Álit nokkurra vörumerkja bíður hnekki ­ dýrustu gerðirnar fengu verstu einkunnirnar," sagði Test Achat í tilkynningu. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð

ÐBreskt-íslenskt verslunarráð

BRESKT-íslenskt verslunarráð verður stofnað í Reykjavík og Lundúnum 12. og 13. nóvember næstkomandi. Nú þegar hafa rúmlega 170 fyrirtæki ákveðið að gerast stofnaðilar að ráðinu, 93 íslensk og 80 bresk. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 385 orð

ÐSparisjóðirnir auka framlög í Tryggingasjóð

SPARISJÓÐIRNIR hafa ákveðið að hækka árlegt framlag sitt til Tryggingasjóðs sparisjóða úr 0,20% í 0,25% af innlánum. Hækkunin var annars vegar ákveðin með hliðsjón af mikilli innlánsaukningu hjá sparisjóðunum og hins vegar veikri stöðu lánadeildar Tryggingasjóðsins. Þetta kom fram á aðalfundi Tryggingasjóðs á laugardag sem haldinn var í tengslum við aðalfund Sambands sparisjóða. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Kunnir fjárfestar hafa losað sig við hlutabréf

NOKKRIR kunnir og voldugir fjárfestar í Evrópu og Bandaríkjunum fóru að draga úr hlutabréfaeign sinni alllöngu áður en núverandi umrót hófst og sumir þeirra hafa keypt skuldabréf. Tony Dye, einn forstöðumanna brezka PDFM-fjárfestingarsjóðsins, fór að selja 15% 55 milljarða punda eigna fyrirtækisins í hlutabréfum fyrir tveimur árum og var gagnrýndur fyrir það. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Marks & Spencer færa út kvíarnar

MARKS & SPENCER hafa skýrt frá 5% meiri hagnaði á fyrri hluta ársins og kynnt tveggja milljarða punda áætlun um aukin umsvif í heiminum. Fyrirtækið á fyrir verzlanir víða í Evrópu, Austur-Asíu og Norður-Ameríku. Í nýju áætluninni er gert ráð fyrir víðtækri alþjóðavæðingu og stórauknu verzlunarrými og vöruúrvali. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Ráðinn forstjóri Gelmer

HÖSKULDUR Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Gelmer S.A. til næstu þriggja mánaða og hefur hann þegar hafið störf. Frá ráðningu Höskuldar var gengið á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Gelmer sem haldinn var í Boulogne- sur-Mer í Frakklandi sl. föstudag. Höskuldur Ásgeirsson er fæddur árið 1952. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Thyssen og Krupp stefna að samruna

TVÖ af elztu iðnaðarfyrirtækjum Þýzkalands, Thyssen og Krupp stál- og verkfræðifyrirtækin, virðast stefna hraðbyri að fullum samruna og hvetja stjórnmálamenn til að vega og meta fyrirætlunina. Búizt hefur verið við vinsamlegum samruna fyrirtækjanna síðan fyrr á þessu ári, þegar óumbeðið og misheppnað tilboð Fried. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Upplýsingum ekki leynt fyrir fjárfestum

FORRÁÐAMENN Samvinnuferða-Landsýnar vísa algerlega á bug öllum vangaveltum um óheiðarleg vinnubrögð í tengslum við birtingu sex og níu mánaða uppgjörs fyrirtækisins í síðustu viku. Segja þeir getgátur í þá veru að félagið hafi vísvitandi leynt 6 mánaða uppgjör til að villa um fyrir fjárfestum, Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 57 orð

US Airways kaupir 400 vélar af Airbus

BANDARÍSKA flugfélagið US Airways ætlar að panta 400 flugvélar frá Airbus og íhugar kaup á stórri farþegaflugvél annað hvort af Airbus eða Boeing í Bandaríkjunum. US Airways sagði í yfirlýsingu að félagið hefði gert fast tilboð í 124 Airbus vélar og hefði kauprétt á 276 vélum til viðbótar. Meira
5. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Yfirmaður Philip Morris í Evrópu fer fyrir rétt á Ítalíu

ÍTALSKUR dómari hefur skipað yfirmanni Evrópudeildar bandaríska tóbaksrisans Philip Morris, Walter Thoma, að mæta fyrir rétt fyrir skattsvik, en ákæra um glæpsamleg tengsl hefur verið felld niður. Meira

Daglegt líf

5. nóvember 1997 | Bílar | 124 orð

Land Rover Discovery 2.5 Windsor 3.290.000 kr.

SÉRLEGA mikið er lagt í Windsor útfærsluna með dísilvélinni. Hún er með forþjöppu og millikæli. Annar búnaður er m.a. ABS-hemlar, álfelgur, tvær sóllúgur og hiti í framrúðu. Einnig eru rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og útvarp og segulband. Sjálfskipting kostar 200.000 kr. Meira

Fastir þættir

5. nóvember 1997 | Í dag | 509 orð

AÐ er alltaf hvimleitt þegar fjölmiðlar éta upp fréttir

AÐ er alltaf hvimleitt þegar fjölmiðlar éta upp fréttir úr öðrum fjölmiðlum og fara með eins og þeirra eigin fréttir væru. Víkverji hlustar undantekningalítið á morgunfréttir Ríkisútvarpsins kl. 7.00 sem oftar en ekki eru byggðar á helstu fréttum Morgunblaðsins þann sama dag. Meira
5. nóvember 1997 | Dagbók | 3052 orð

APÓTEK

»»» Meira
5. nóvember 1997 | Í dag | 61 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Nk. þriðjudag,

Árnað heilla ÁRA afmæli. Nk. þriðjudag, 11. nóvember, verður sjötugur Njáll Þorgeirsson, Borgarflöt 1, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Guðríður Þórðardóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimilinu í Stykkishólmi, laugardaginn 8. nóvember, frá kl. 16-19. ÁRA afmæli. Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridgefélag Kópav

Skor kvöldsins: Valdimar Sveinsson ­ Gunnar Bragi Kjartansson85Þórður Björnsson ­ Erlendur Jónsson80Jón Steinar Ingólfsson ­ Birgir Jónsson31Vilhjálmur Sigurðsson ­ Þórður Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 84 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerð

NÝLOKIÐ er tveggja kvölda hraðsveitakeppni með sigri sveitar Óla Þórs Kjartanssonar sem sigraði með nokkrum yfirburðum. Með Óla Þór spiluðu Kjartan Ólason, Sigríður Eyjólfsdóttir og Garðar Garðarsson. Lokastaðan í Mótinu: Óli Þór Kjartansson1024Sigurjón Jónsson911Guðjón Svavar Jensen851 Næsta fimmtudagskvöld hefst þriggja kvölda hausttvímenningur og verður spilaður Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 72 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

Fjórða umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 28. október og urðu úrslit á þessa leið: Ragna Hreinsdóttir ­ Svala Vignisdóttir20,4Ásgeir Metúsalemss. ­ Kristján Kristjánss. Meira
5. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september í Eyrarbakkakirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Þuríður Jónsdóttir og Axel Ísaksson. Heimili þeirra er að Mýrargötu 9, Neskaupsstað. Meira
5. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Landakirkju, Vestmannaeyjum, af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Lúðvík Jóhannesson. Heimili þeirra er að Gullsmára 8, Kópavogi. Meira
5. nóvember 1997 | Dagbók | 754 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 505 orð

Djúpsteikt hjörtu og karamellubúðingur

DJÚPSTEIKING er kjörin aðferð við að matreiða hjörtu og þau soga enga feiti í sig. Ótrúlegt er hversu meyr þau verða. Öll þekkjum við sennilega að hjörtu meyrna seint við suðu. Leggja má hjörtun í kryddlög áður en þau eru steikt sem er raunar óþarfi þar sem hjörtu eru bragðmikil og ljúffeng og þurfa ekki annað en salt og pipar. Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 441 orð

Fyrsta danskeppni vetrarins

Nærri 100 pör voru skráð til leiks. FYRSTA danskeppni vetrarins fór fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, sunnudaginn 19. október. Hátt í 200 keppendur voru skráðir til leiks og ríkti mikil spenna á gólfinu, enda keppendur komnir með fiðring í tærnar, eftir nokkuð langt "keppnisfrí". Meira
5. nóvember 1997 | Í dag | 423 orð

Slæmt að verahundur áÍslandi í dag

FYRIR nokkrum vikum birtist í Séð og heyrt viðtal við ung hjón á uppleið en ekki vildu allir vera sáttir við orðalag í umræddri grein og það var brugðið á það ráð að tala við blaðamanninn sem sagðist hafa látið þau lesa textann yfir og hefðu þau viljað hafa hann eins og hann var. Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Helgina 8.­9. nóvember verður Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1973 eða síðar. Okkar yngri spilarar hafa staðið sig mjög vel á árinu og er skemmst að minnast þegar landslið yngri spilara vann Norðurlandameistaratitilinn í Færeyjum á þessu ári. Í samvinnu BR og BSÍ er ókeypis þátttaka í Íslandsmótum yngri spilara. Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 102 orð

(fyrirsögn vantar)

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 28. október. 28 pör mættu og urðu úrslit N­S: Eysteinn Einarsson ­ Sævar Magnússon407Jón Stefánsson ­ Magnús Oddsson374Bragi Salómonsson ­ Garðar Sigurðsson349Helgi Vilhjálmsson ­ Guðmundur Guðmundss. Meira
5. nóvember 1997 | Fastir þættir | 68 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudaginn 27. okt. '97 spiluðu 16 pör. Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson253Sigurleifur Guðjónsson ­ Oliver Kristjánsson248Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson229Eggert Einarsson ­ Karl Adólfsson229Jón Magnússon ­ Júlíus Guðmundsson229Bergsveinn Breiðfjörð ­ Guðjón Friðlaugsson229Meðalskor210 Fimmtudaginn 30. okt. Meira

Íþróttir

5. nóvember 1997 | Íþróttir | 901 orð

Aston Villa í 3. umferð í fyrsta sinn í 20 ár

Aston Villa tryggði sér sæti í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn í 20 ár þegar liðið vann Athletic Bilbao frá Spáni 2:1 á Villa Park í gærkvöldi en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 603 orð

Björgvin á fljótandi fæði í mánuð

BJÖRGVIN Björgvinsson, landsliðsmaður í handknattleik, tvíkjálkabrotnaði í leik Íslands og Litháen í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Björgvin fór á sjúkrahús strax eftir leik og þegar Morgunblaðið heimsótti hann þangað í gær var allt útlit fyrir að hann fengi að fara heim í gærkvöldi. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 198 orð

Chambers líklega í bann JO Jo Chambers, b

JO Jo Chambers, bandaríski leikmaður Þórs á Akureyri, á yfir höfði sér tveggja leikja bann. Hann sló með útréttri hendi til Keflvíkings í lok leiks liðanna í bikarkeppninni á sunnudaginn og fékk brottrekstrarvillu hjá dómurum leiksins. Þeim ber að senda inn kæru um atburði sem þennan og hafa gert það og verður málið tekið fyrir hjá aganefnd KKÍ á þriðjudaginn í næstu viku. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 440 orð

Fyrsti meistaratitill Selfyssinga

MEISTARAMÓT Íslands í karate fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti um sl. helgi og var þetta fyrri hluti mótsins ­ keppt var í kumite. Keppendur reyndu með sér í fimm flokkum karla og einum flokki kvenna, auk sveitakeppni karla. Selfyssingurinn Ingólfur Snorrason hafði yfirburði í -80 kg flokki og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill í karate. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Golf

Samvinnuferða­Landsýnarmót Haldið á Okford vellinum í Flórída: Karlar: Páll Einarsson, GV74 Hjörtur Hermannsson, GV76 Gunnlaugur Axelsson, GV77 Konur: Erna Sörensen, NK71 Fríða Dóra Jóhannsdóttir, GV73 Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 85 orð

Guðmundur annar í Danmörku

Guðmundur Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis úr Víkingi, varð í 2. sæti á sterku stigamóti sem fram fór í Danmörku um helgina. Guðmundur lék við ungan Dana, Michael Mais, í úrslitum og var leikur þeirra æsispennandi og jafn og þurfti oddalotu til að knýja fram úrslit. Guðmundur vann fyrstu lotuna, 21:16, tapaði annarri 21:18 og oddalotunni 21:18. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 122 orð

Gunnlaugur kominn heim

GUNNLAUGUR Jónsson, knattspyrnumaður af Akranesi, er kominn heim frá Skotlandi þar sem hann reyndi fyrir sér hjá Motherwell í úrvalsdeildinni. "Það má segja að ég sé kominn á byrjunarreit aftur. Mín mál eru nú í biðstöðu, en ég gef ekkert uppá bátinn," sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnlaugur gerði mánaðarsamning við Motherwell og stóð til að framlengja hann. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Digranes:HK - Haukar20 Framhús:Fram - Víkingur20 KA-hús:KA - ÍR20 Smárinn:Breiðablik - UMFA20 Ásgarður:Stjarnan - ÍBV20.30 Kaplakriki:FH - Valur20. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 469 orð

Jordan bjargvættur Bulls

MICHAEL Jordan, aðalstjarna meistara Chicago Bulls í NBA- deildinni í Bandaríkjunum, var enn og aftur bjargvættur liðsins er það sigraði San Antonio Spurs í fyrrinótt. Jordan gerði 29 stig, jafnaði með síðustu körfunni í venjulegum leiktíma, aftur eftir fyrri framlengingu og tryggði sigurinn í lok síðari framlengingar, en Bulls vann 87:83. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 320 orð

Knattspyrna

UEFA-keppnin Önnur umferð, seinni leikir. Tbilisi, Georgíu: Dynamo Tbilisi - Braga (Port.)0:1 - Toni 49. 15.000. Braga vann 5:0 samanlagt. Enschede, Hollandi: Twente - Árósar (Danmörku)0:0 12.500. Samanlögð markatala 1:1; Twente áfram á útimarki. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 118 orð

Knattspyrna

1. deild Blackpool - Northampton1:1 Brentford - Carlisle0:1 Bristol Rovers - Bristol City1:2 Chesterfield - Gillingham1:1 Luton - Burnley2:3 Millwall - Fulham1:1 Oldham - Wigan3:1 Plymouth - Wycombe4:2 Southend - Watford0:3 Walsall - Grimsby0:0 Wrexham - Bournemouth2:1 York - Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 433 orð

Kúrekar úr leik?

Stórleikur helgarinnar í NFL-deild ameríska fótboltans var í San Francisco þegar heimaliðið fékk Dallas Cowboys í heimsókn. Þessi lið hafa keppt til sigurs í Landsdeildinni á undanförnum árum og leikir þeirra eru ávallt þýðingarmiklir. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 38 orð

Körfuknattleikur Miami - Charlotte99:112 Chicago - San Antonio87:83 Eftir framlengingu. Utah - Washington86:90 Íshokkí

Spánn Merida - Valencia1:0 Marcos (51., vítasp.). 8.500. Körfuknattleikur Miami - Charlotte99:112 Chicago - San Antonio87:83 Eftir framlengingu. Utah - Washington86:90 Íshokkí NHL-deildin Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 97 orð

O'Neal biðst afsökunar

SHAQUILLE O'Neal, miðherji LA Lakers, baðst í gær afsökunar á framferði sínu um helgina þegar hann sló harkalega til Greg Ostertag, miðherja Utah Jazz þannig að sá síðarnefdni féll í gólfið. Þetta gerðist í upphitun fyrir leik liðanna en O'Neal lék ekki með þótt hann hitaði upp. O'Neal var dæmdur til að greiða ríflega 700 þúsund krónur í sekt og fékk að auki eins leiks bann. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 304 orð

PAUL Lambert

PAUL Lambert, miðvallarleikmaður Borussia Dortmund og skoska landsliðsins, gerði í gær fjögurra ára samning við Celtic. Kaupverðið er 1,7 milljónir punda. Lambert er 28 ára og mun leika síðasta leik sinn fyrir Dortmund í kvöld er liðið mætir Parma í meistaradeild Evrópu. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 78 orð

Skorað úr markspyrnu INIGO

Skorað úr markspyrnu INIGO Arteaga, markvörður Racing Ferrol á Spáni, skráði nafn sitt í knattspyrnusöguna um helgina þegar hann varð fyrstur spænskra atvinnumanna til að skora mark beint úr markspyrnu. Artega kom liði sínu, sem leikur í 3. deild, í 2:0 á 70. mínútu leiks við Moralo. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 120 orð

Suker vinsæll í Aþenu KRÓATANUM D

KRÓATANUM Davor Suker, framherja Real Madrid, var fagnað sem hetju við komuna til Aþenu í gær, en í kvöld leikur Real Madrid við Olympiakos í meistaradeild Evrópu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Panathinaikos, erkifjenda Olympiakos, mætti á flugvöllinn í Aþenu til að taka á móti leikmönnum Real Madrid. Þeir veifuðu fána félagsins og spjöldum með nafni Sukers. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 380 orð

Tryggvi til Aberdeen?

SKOSKA úrvalsdeildarliðið Aberdeen ákveður í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Skotlandi, hvort Tryggva Guðmundssyni, markakóngi Íslandsmótsins úr ÍBV, verði boðið út til reynslu. "Ég hef ekki heyrt neitt í þessa veru en á von á símtali vegna málsins," sagði Tryggvi spurður í gærkvöldi um áhuga Aberdeen. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 151 orð

Udinese vill annan leik við Juve UDINESE

UDINESE hefur farið fram á það við ítalska knattspyrnusambandið að leikur liðsins á móti Juventus, sem fram fór um síðustu helgi, verði spilaður aftur. Ástæðan er "mannleg mistök" þegar dómari leiksins tók löglegt mark af Udinese. Juve vann umræddan leik, 4:1, en í stöðunni 1:1 skoraði þýski landsliðsmaðurinn Oliver Bierhoff mark fyrir Udinese þar sem boltinn fór inn fyrir marklínuna. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 125 orð

Yfirburðir Liverpool höfðu ekkert að segja

LIVERPOOL er úr leik í Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 2:0 sigur á Strasbourg á Anfield í gærkvöldi. Franska liðið vann fyrri leikinn 3:0 og hugsaði fyrst og fremst um að verjast í Liverpool og tókst ætlunarverkið ­ er komið í þriðju umferð en Liverpool situr eftir með sárt ennið. Heimamenn sóttu nær látlaust en tókst ekki að skora fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Meira
5. nóvember 1997 | Íþróttir | 126 orð

Zmelik kemur til Íslands

TÉKKNESKI tugþrautarkappinn Róbert Zmelik hefur samþykkt að koma til landsins í janúarlok nk. og vera á meðal keppenda á ÍR-mótinu í frjálsíþróttum sem þá fer fram í Laugardalshöll. Zmelik galt ÍR-ingum jáyrði sitt í gær, en hann keppti einnig á mótinu sl. vetur. Meira

Úr verinu

5. nóvember 1997 | Úr verinu | 198 orð

Bretar kaupa mest frá Færeyjum

FÆREYINGAR selja Bretum meira af óunnum fiski en nokkur önnur þjóð. Fyrstu 7 mánuði þessa árs hafa þeir selt Bretum tæplega 21.000 tonn, sem er langleiðina í helmingur af öllum innflutningi Breta á óunnum, ísuðum eða kældum fiski. Færeyingar hafa aukið ferskfisköluna til Bretlands á þessu tímabili um rúmlega 7.000 miðað við sama tíma í fyrra. Við Íslendingar höfum selt Bretum um 11. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 714 orð

"Eigum enga samleið með sjávarnytjaráðinu

"ÍSLENDINGAR eiga ekkert erindi í sjávarnytjaráðið Marine Stewardship Council. Þetta sjávarnytjaráð er hluti vandans og aðild að því yrði Íslendingum aðeins til tjóns. Við eigum sjálfir að standa að kynningu og umhverfisvottun á fiskafurðum okkar," segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 87 orð

FJALLMYNDARLEGT SKIP

"SKIPIÐ er orðið fjallmyndarlegt," sagði Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á Berki NK, en þær hafa þær verið unnar hjá skipasmíðastöð í Gdynia í Póllandi. Hefur skipið verið lengt um 14,6 metra og verður burðargetan nú allt að 1.750 tonn. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 77 orð

Fundað um kvótann

SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla Íslands heldur opinn fund um fiskveiðistjórnun undir yfirskriftinni "Hver á kvótann? Hver ætti að eig'ann" næst komandi laugardag. Á fundinum verður tekið á þessum spurningum út frá hagfræðilegum þætti, mannfræðilegum og lagalegum. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 251 orð

Hagræðing í sjávarútvegi

BJARNI Grímsson, fiskimálastjóri, ritar að venju forystugrein í Ægi, tímarit Fiskifélags Íslands. Að þessu sinni fjallar Bjarni um hagræðingu í sjávarútvegi. Þar segir hann meðal annars: "Á Þessu ári hafa orðið verulegar breytingar á fyrirtækjaumhverfinu í sjávarútvegi. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 1356 orð

Kvótakerfið óhugsandi án sóknarstýringar

ÁTÖKIN um fiskveiðistjórnunina verða ekki til lykta leidd fyrr en allur kvóti verður leigður út fyrir hvern sem er í gegnum uppboðsmarkað, sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar, sem haldinn var í liðinni viku. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 353 orð

Kværner samsteypan selur Kværner Fodema

KVÆRNER-samsteypan hefur selt Kværner Fodema as. sem er í Valderøy við Álasund í Noregi. Salan nær yfir útibúin Kværner Fisktækni á Íslandi, Kværner Fish Process í Vigo á Spáni og Kværner Fish Process í Seattle í Bandaríkjunum. Kværner Hetland as. verður áfram í eigu Kværner. MMC AS í Álasundi er kaupandi allra hlutabréfanna í Kværner Fodema as. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 152 orð

Laxa Carpaccio

KARL Ásgeirsson, matreiðslumeistari, býður í dag upp á rétt sem hann kallar Laxa Carpaccio og er uppskriftin ætluð fyrir samtals tíu manns. Hana má þó vissulega minnka hlutfallslega sé verið að útbúa réttinn fyrir færri. Í uppskriftina þarf: 450 gr. fersk laxaflök 3 tsk. söxuð steinselja 2 tsk. saxað fáfnisgras (tarragon) 2 tsk. saxað dill 3 tsk. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 159 orð

Mettúr hjá Svalbaki

FRYSTITOGARINN Svalbakur kom til hafnar í Hafnarfirði í síðustu viku með mesta afla, sem hann hefur nokkru sinni borið að landi. Hann var með 642 tonn af frystum afurðum, sem svara til allt að 1.300 tonna upp úr sjó. Þetta er líklega eitthvert mesta magn sem íslenzkt fiskiskip hefur tekið í einum túr. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 139 orð

Minna mjöl til Bretlands

ÚTFLUTNINGUR okkar á fiskimjöli og lýsi til Bretlands er töluvert minni á þessu ári en því síðasta. Í lok júlí höfðum við selt Bretum tæplega 62.000 tonn af þessum afurðum, en um 80.000 tonn á sama tíma í fyrra. Í fyrra vorum við langstærsti seljandi á fiskimjöli til Bretlands, en nú hefur Perú náð forystunni og hefur á þessum tímabili selt Bretum 64. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 395 orð

Mokveiði á línunni

STÆRRI línubátar með beitingarvélar um borð hafa verið að mokfiska að undanförnu. Skarfur GK 666 er nýbyrjaður veiðar eftir fimm mánaða skveringu. Þeir lönduðu 46 tonnum á Hornafirði á miðvikudag fyrir viku og 70 tonnum á Fáskrúðsfirði á sunnudag eftir þriggja daga túr. Aðrir bátar hafa einnig verið að gera það gott, en bezta veiðin er nú fyrir Austurlandi. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 82 orð

Nakken nýr aðstoðarráðherra

JOHANNES Martin Nakken, sölustjóri í Samtökum norskra síldarseljenda í Björgvin, hefur verið skipaður aðstoðarráðherra í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Er hann 47 ára að aldri, hagfræðingur að mennt en hefur auk þess stundað sjómennsku, síðast á árunum 1982 til 1990, en hann hefur skipstjórnarréttindi. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 401 orð

SUm 150 ráðstefnugestir frá fimm heimsálfum Groundfish Forum haldið í sjötta sinn

TVEGGJA daga árleg ráðstefna Groundfish Forum fór fram í London nýlega og tókst hún í alla staði mjög vel, að mati þeirra, sem þátt tóku. Að sögn Jóns Hákons Magnússonar, framkvæmdastjóra Kynningar og markaðar hf., sem sér um allt skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar, sem nú var haldin sjötta árið í röð var hún sú jafnbesta frá byrjun. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 254 orð

Svalbakur með mettúr af karfa

FRYSTITOGARINN Svalbakur kom til hafnar í Hafnarfirði í síðustu viku með mesta afla, sem hann hefur nokkru sinni borið að landi. Hann var með 642 tonn af frystum afurðum, sem svara til allt að 1.300 tonna upp úr sjó. Þetta er líklega eitthvert mesta magn sem íslenzkt fiskiskip hefur tekið í einum túr. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 433 orð

SVeiðigjald breytir litlu fyrir vinnsluna Fullyrðingar um annað er endemis bull segir Markús Möller

"ÉG HEF ekki komið auga á neinar aðferðir til að koma fiskveiðiarðinum til allrar þjóðarinnar aðrar en þær að þjóðin slái eign sinni á kvótann og bjóði hann út með einhverjum hætti," sagði Markús Möller, hagfræðingur, á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 1014 orð

SVeruleikinn er í fullu samræmi við ímynd okkar Slagur um athygli og sektarkennd neytenda

UMHVERFISSAMTÖK af ýmsum toga keppa um athygli neytenda. Að hluta til stjórnast þau af hugsjónum, en þau eru rekin á viðskiptalegum grunni og söluvaran er athygli, áhyggjur og sektarkennd, sem nær til fjöldans. Umræðan snýst um nauðsyn þess að útgerð og fiskiðnaður sé trúverðugur í umhverfismálum gagnvart kaupendum sjávarafurða. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 426 orð

Vilja sækja þekkingu og tækni til Íslands

FYRIRTÆKIÐ Alpha Group í Kenýa hefur hug á að auka samstarf sitt við Íslendinga og íslensk fyrirtæki en það er nú í samvinnu við SH, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, um vinnslu og markaðssetningu nílarkarfa úr Viktoríuvatni. Kemur þetta fram hjá tveimur fulltrúum fyrirtækisins, þeim Fiaz Kurji og Riyaz Kurji, en þeir hafa verið staddir hér á landi síðustu daga. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 215 orð

Vill uppstokkun í útveginum

BJØRN Rune Gjelsten, forstjóri Aker RGI, hefur hvatt til verulegrar endurskipulagningar í norskum sjávarútvegi í því skyni að tryggja landvinnslunni jafnt og gott framboð af hráefni. Að öðrum kosti neyðist menn til að haga seglum eftir vindi og vinna bara fiskinn þar sem hann fæst hverju sinni. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 433 orð

"Það hefur ekki klikkað hjá okkur einn dagur"

"OKKUR hefur gengið mjög vel á síldinni, einkum í fyrri túrnum, en núna liggur hún alveg niður við botn og þá er erfiðara að eiga við hana. Við tökum bara hæfilegan skammt í hverju holi í samræmi við frystigetuna og þó síldin liggi á botninum höfum við alltaf náð skammtinum án erfiðleika. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 406 orð

"Þorskurinn farinn að éta undan sjálfum sér"

"ÞETTA kemur mér ekki á óvart enda hef ég búist við því lengi, að svona kynni að fara," sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur um þau tíðindi, að ráðgjafanefnd ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, legði til mikinn niðurskurð á þorskkvóta í Barentshafi á næsta ári. Sagði hann, að þegar saman færi mikil nýliðun ár eftir ár og smáfiskavernd, þá yrði útkoman þessi. Meira
5. nóvember 1997 | Úr verinu | 129 orð

Þorsteinn Már í stjórn LÍÚ

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri, var kjörinn í stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna á nýafstöðnum aðalfundi samtakanna. Þorsteinn Már hefur ekki átt sæti í stjórninni áður, en hann er nú formaður Útvegsmannafélags Norðurlands. Meira

Barnablað

5. nóvember 1997 | Barnablað | 74 orð

Aldur apa

EF ÞIÐ hjálpið apanum að taka sig saman í andlitinu ættuð þið að komast að því hve gamall hann er. Að taka sig saman í andlitinu merkir að búa sig undir eitthvað, en við leikum okkur að orðunum. Eins og þið sjáið, er andlit apans gert úr tölustöfum, sem þið eigið að leggja saman og útkoman ætti þá að sýna aldur hans. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 126 orð

Hátíðarsýningin - Sýnum hvað við getum

ÞESSA mynd gerði Nína Hjördís, 8 ára, Aflagranda 26, 107 Reykjavík. Eins og sjá má er myndin af mikilli hátíð, fjölleikahús hefur greinilega lagt leið sína í bæinn og listafólkið sýnir hvað í því býr. Það er mjög mikilvægt, að hver og einn fái að sýna hvað hann getur, ekki bara í fjölleikahúsum heldur hvar sem er, ekki síst í skólanum, íþróttum ... og já öllu. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 71 orð

HJÁLP!

ÉG ER hundur sem er villtur. Mig langar mikið til þess að komast út úr þessu völundarhúsi, sem er mjög flókið. Mér líður eins og flugu fastri í köngurlóarvef, ég get mig hvergi hrært. Hjálpið mér að losna úr prísundinni. Að launum skal ég sleikja á ykkur lófann eins oft og mikið og þið viljið - og ég skal ekki gelta mikið svo að nágrannarnir verði ekki pirraðir og leiðir (reiðir). Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 35 orð

Húsagerðarlist

ALEX Lee Rosado, 6 ára, Sandholti 14, 355 Ólafsvík, er áhugasamur um hús, ef marka má fallegu myndina hans. Enda eru hús alls staðar í kringum okkur, ekki satt! Bestu þakkir fyrir, kæri Alex Lee. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 45 orð

Hvaða tölustafur?

HVAÐA tölustaf vantar í auðu sneyðina? Það er ákveðið kerfi sem ræður hvaða tölustafir eru í kökunni. Lausnin: Með því að byrja á einum og fylgja kökunni eftir réttsælis og bæta þremur, fjórum, fimm, sex og sjö við tölustafina verður niðurstaðan tuttugu og sex. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 148 orð

Hvað er í matinn? - Kjötsúpa

600 g lambakjöt beinlaust úr læri eða bóg 1 stk. lítil gulrófa 1 stk. laukur 2 stk. meðalstórar gulrætur 4-6 stk. kartöflur 3 msk. hrísgrjón 2 msk. hafragrjón 1-1 l vatn salt og pipar 1 msk. lambakraftur hvítkálshaus Aðferð: Skerið lambakjötið í litla bita og setjið það yfir til suðu í vatni. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 51 orð

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, á aldrinum 7-10 ára. Áhugamál mín eru píanó, barnapössun, Spice Girls og margt fleira. P.S.1. Mynd fylgir kannski fyrsta bréfi. P.S.2. Ég hef líka áhuga á góðri tónlist. Bless, bless og ekkert snakk. Heimilisfang mitt er: Anna M. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 69 orð

SAFNARAR

HALLÓ! Ég safna öllu með Spice Girls og í staðinn get ég látið: Peter Andre, Fox Mulder í X-Files (plakat og fleira með honum), smá með Nágrönnum, Will Smith, plakat og fleira, mikið með Backstreet Boys, Friends, Hanson, dýr með kvikmyndastjörnum, t.d. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 57 orð

SAFNARAR

HÆ, hæ, safnarar! Ég safna öllu með: Spice Girls, Hanson og Leonardo DiCaprio. Á móti get ég látið: Mark Owen, Ricky í Tic Tac Toe, Vini vors og blóma, Sóldögg og Dos pílas. Látið endilega vita af ykkur ef ykkur vantar eitthvað af þessu og vantar að losna við. Bless, bless. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 278 orð

Síðasta blómið...

... sem uppi stendur á þessu ári úti í guðs grænni náttúrunni. Hún Sandra Sæbjörnsdóttir, 9 ára, Ennisbraut 21, 355 Ólafsvík, sendi okkur myndina með þessu fallega lífseiga blómi. Eins og segir í fyrirsögninni er þetta sennilega síðasta blómið sem lifir úti í náttúrunni á þessu ári. Meira
5. nóvember 1997 | Barnablað | 37 orð

Teninga- og teiknispil

Teninga- og teiknispil HÉR er spil fyrir tvo. Leggið blaðið á borð á milli ykkar. Kastið teningi og dragið strik á milli jafn margra punkta og teningurinn segir til um. Sá vinnur sem fyrr er búinn með myndina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.