Greinar föstudaginn 14. nóvember 1997

Forsíða

14. nóvember 1997 | Forsíða | 384 orð

Eftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna kölluð heim

Írakar vísa bandarískum vopnaeftirlitsmönnum úr landi Eftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna kölluð heim Baghdad, Washington. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar ákváðu í gær að kalla flesta vopnaeftirlitsmenn sína í Írak heim eftir að Írakar vísuðu Bandaríkjamönnum í eftirlitssveitinni úr landi. Meira
14. nóvember 1997 | Forsíða | 169 orð

Franskir sjómenn ráðast á Belga

FRANSKIR sjómenn réðust í gær á belgískan togara sem þeir stóðu að veiðum innan 12 mílna landhelgi Frakklands á Ermarsundi, að sögn franskra embættismanna í gær. Sjómennirnir köstuðu grjóti og skutu neyðarblysum á togarann. Enginn meiddist í árásinni en rúður brotnuðu. Meira
14. nóvember 1997 | Forsíða | 70 orð

Reuters Arafat boða

HUNDRUÐ náms- og lögreglumanna gengu um götur Hebron- borgar í gær til að minnast þess að níu ár eru liðin frá því Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir sjálfstæði þjóðarinnar. Í tilefni af afmælinu kvaðst Arafat stefna að því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna fyrir aldamót jafnvel þótt hluti ríkisins yrði áfram hernuminn. Meira
14. nóvember 1997 | Forsíða | 209 orð

Reynir að snúa vörn í sókn

BRESKA ríkisstjórnin reyndi í gær að snúa vörn í sókn vegna gagnrýni á framlög sem Verkamannaflokkurinn þáði frá auðkýfingnum Bernie Ecclestone fyrir kosningarnar 1. maí. Innanríkisráðherrann Jack Straw krafði íhaldsmenn svara við því hversu mikið fé þeir hefðu fengið frá útlöndum í kosningabaráttunni og sakaði þá m.a. Meira
14. nóvember 1997 | Forsíða | 50 orð

Síðasta sigling Britanniu

SNEKKJA Bretadrottningar, Britannia, fór í síðustu siglingu sína upp ána Thames í gær og ráðgert er að leggja henni í Portsmouth. Breska þingið hefur ekki enn ákveðið hvort ný snekkja verði smíðuð í stað Britanniu. Rekstur snekkjunnar hefur kostað breska skattgreiðendur andvirði 1,3 milljarða króna á ári. Meira

Fréttir

14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

20 þúsund hafa séð Perlur og svín

TUTTUGU þúsund manns hafa nú séð kvikmyndina Perlur og svín, sem frumsýnd var í haust. Tuttuguþúsundasti gesturinn kom á sýningu í Stjörnubíói í Reykjavík á miðvikudag. Myndin, sem einnig er sýnd í Sambíóunum, Álfabakka, og Háskólabíói, var gerð af Óskari Jónassyni og framleidd af Íslensku kvikmyndasamsteypunni. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 694 orð

55% kennara samþykktu nýgerðan kjarasamning

GRUNNSKÓLAKENNARAR samþykktu nýgerðan kjarasamning með 55% atkvæða, en 40% greiddu atkvæði gegn samningnum. Þetta er minnsti munur sem hefur verið í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga grunnskólakennara þó að kjarabæturnar sem felast í samningnum hafi ekki oft verið meiri. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Aðgerðir gegn fólksfækkun hafa ekki komið að gagni

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, er hann flutti þinginu skýrslu um Byggðastofnun, að til álita kæmi að stofnunin hætti lánveitingum til atvinnufyrirtækja. Í máli forsætisráðherra kom fram að Byggðastofnun skilaði 127 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Eigið fé var um seinustu áramót 1.170 millj. kr. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 276 orð

Afstaða tekin til samstarfs við kosningar

Á LANDSFUNDI Kvennalistans um helgina verður lögð fram tillaga um að Kvennalistinn sem heild taki þátt í formlegum viðræðum við önnur stjórnmálasamtök um framboð í næstu alþingiskosningum. Landsfundurinn er haldinn í Úlfljótsskála í Grímsnesi undir yfirskriftinni: Er vilji fyrir jafnri stöðu kynjanna Íslandi? Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 465 orð

Arðsemi P&S tvöfalt meiri en meðalhagnaður fyrirtækja

GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ, segir að arðsemi eiginfjár hjá Pósti og síma sé um tvöfalt hærri en að meðaltali í öðrum íslenskum atvinnufyrirtækjum. Skv. upplýsingum sem hann fékk hjá Þjóðhagsstofnun um afkomu íslenskra fyrirtækja kemur í ljós að meðaltalshagnaður fyrirtækja var 8,5% af eigin fé á seinasta ári. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Athugasemd við sementsfrétt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðmundi Guðmundssyni fyrir hönd Sementsverksmiðjunnar hf. vegna fréttar um áform dansks fyrirtækis um að koma upp aðstöðu í Þorlákshöfn og sölu á sementi hér á landi. Fréttin er byggð á upplýsingum Guðmundar Hermannssonar sveitarstjóra Ölfushrepps og fleiri í Morgunblaðinu á miðvikudag: Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ákvörðun væntanlega tekin á næsta ári

FÆRSLA á Hringbraut á kaflanum frá Snorrabraut vestur fyrir Sóleyjargötu suður fyrir Umferðarmiðstöðina er nú aftur til skoðunar hjá Borgarverkfræðingi. Það er einkum vegna þrengsla á lóð Landspítalans sem skriður er að komast á fyrirhugaðar breytingar en samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir að Hringbrautin liggi á þessum kafla sunnan Umferðarmiðstöðvar. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Baldursbrá með basar

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur köku- og munabasar í anddyri Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 15. nóvember kl. 15. Konurnar hafa komið saman einu sinni í viku frá því í haust og búið til fallega jólamuni, en englar af ýmsum gerðum eru áberandi á basarnum. Meira
14. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 79 orð

Basar á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði

Hveragerði­Heimilisfólkið á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi í Hveragerði heldur sinn árlega basar í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. nóvember. Basarinn er opinn milli klukkan 14 og 18 báða dagana. Á basarnum kennir ýmissa grasa eins og ávallt og selur heimilisfólkið þar ýmsa muni sem unnir hafa verið á síðastliðnu ári. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Basar Dómkirkjukvenna á laugardag

HINN árlegi basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður laugardaginn 15. nóvember í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Gamla Iðnskólanum, Lækjargötu 14a, og hefst hann kl. 14. Þetta er kökubasar ásamt handavinnu. Einnig verður selt kaffi og vöfflur með rjóma. Ágóðinn af basarnum fer til að styrkja það starf, sem kirkjunefndin vinnur fyrir Dómkirkjuna og til líknarmála. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Beðið eftir mömmu

Beðið eftir mömmu ÞAU Edda Hulda Pálsdóttir og óskírður bróðir hennar sváfu vært í hlýjum barnavagninum sínum á meðan mamma þeirra systkinanna brá sér sem snöggvast inn í verslun við Vesturgötuna í gær. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1020 orð

Ber að láta af hendi gögn um afurðalánaviðskipti

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Landsbanka Íslands sé skylt að afhenda Fiskistofu öll gögn um afurðalánaviðskipti sín við hlutafélagið Eldhamar á árinu 1994, 1995 og fram til 10. apríl 1996. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 212 orð

Biggs fagnar

RONNIE Biggs, lestarræninginn frægi sem flúði úr brezku fangelsi fyrir 32 árum, fagnaði með kampavíni úrskurði Hæstaréttar Brasilíu, sem í fyrradag ákvað einróma að hafna beiðni brezkra stjórnvalda um framsal hans. "Mér líður stórkostlega. Þetta er dásamlegt," sagði Biggs þegar hann fór frá húsi sínu í hlíðum Rio de Janeiro í bifreið lögfræðings síns áleiðis á blaðamannafund. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Bílastæðamál rædd við Miðborgarsamtökin

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á þriðjudag að taka upp viðræður við Miðborgarsamtök Reykjavíkur um bílastæðamál í miðbænum og hugsanlegt samstarf eða yfirtöku á rekstri Bílastæðastjóðs. Fallist var á beiðni samtakanna, að tillögu hagdeildar borgarinnar, um að kannaðir yrðu allir fletir á samstarfi um leið og samtökin yrðu beðin um að gera nánari grein fyrir hugmyndum sínum. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Blossi keppir um óskarinn

KVIKMYNDIN Blossi 810551 eftir Júlíus Kemp var í gærkvöldi valin sem framlag Íslendinga til óskarsverðlauna í ár á "Íslenska óskarnum" sem Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samband íslenskra kvikmyndaleikstjóra stóðu fyrir á Gráa kettinum. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 571 orð

Blóðug átök í mafíu heyrnarlausra

MORÐ framið á götum Moskvuborgar hefur varpað ljósi á óhugnanlegar baráttuaðferðir sem tíðkast innan samtaka fatlaðra í borginni. Hefur athyglin einkum beinst að mafíu heyrnarlausra, þar sem öll meðöl virðast leyfileg. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Boðið upp á séreign og samtryggingu

Lífeyrissjóður tæknifræðinga er séreignarsjóður, en Lífeyrissjóður arkitekta er sameignarsjóður. Sjóðirnir höfðu náð samningum um að sameinast, en þó þannig að nýr sjóður yrði deildarskiptur, þ.e. bæði með séreign og samtryggingu. Meira
14. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 150 orð

Bragðdaufur borgarafundur

Neskaupstaður-Um 200 manns sóttu borgarafund í Egilsbúð á mánudagskvöld. Fundurinn var haldinn vegna kosninganna um sameiningu Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar sem fram eiga að fara næstkomandi laugardag. Áhugi á málinu virtist ekki vera mikill því aðeins fjórir tóku til máls á fundinum auk sveitarstjórnarmanna sem voru fylgismenn sameiningar. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 192 orð

Clinton styður úrskurðinn

BRESKA barnfóstran Louise Woodward kemur út af skrifstofu lögfræðinga sinna í Boston í Bandaríkjunum sl. miðvikudagskvöld ásamt foreldrum sínum og fylgdarmönnum. Woodward hefur haldið sig innandyra á hóteli frá því dómur yfir henni var mildaður 10. nóvember sl. Hafa fjölmiðlar setið um hótelið. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Dagskrá í Nonnahúsi

FJÖRTÍU ár eru á sunnudag, 16. nóvember, frá því Zontaklúbbur Akureyrar opnaði minningasafn um jesúítaprestinn og rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, en það var á aldarafmæli hans . Af þessu tilefni mun Zontaklúbbur Akureyrar efna til dagskrár í Nonnahúsi kl. 15 á sunnudag. Þráinn Karlsson leikari les valda kafla úr bókum Nonna og Hörður Kristinsson spilar á harmonikku. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Dæmdir í 3­4 ára fangelsi fyrir smygl á e-pillum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra unga menn í fangelsi fyrir innflutning á tæplega 800 e-pillum sem þeir sendu í tveimur pökkum í pósti frá London sl. sumar. Einn mannanna starfaði við akstur með póstsendingar hjá Pósti og síma og ætlaði hann að taka pakkana úr umferð áður en þeim yrði skilað til skráðra viðtakenda. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

ÐÓskað eignarnáms vegna lagningar Búrfellslínu

LANDSVIRKJUN hefur farið þess á leit við iðnaðarráðuneytið að land og réttindi vegna legu Búrfellslínu 3A verði tekið eignarnámi vegna þess að samningar hafi ekki tekist við landeigendur. Um er að ræða land undir undirstöður línumastra og réttindi vegna legu vegarslóða og vegna þess að ekki má byggja í tiltekinni fjarlægð frá línunni á 25 jörðum í fjórum hreppum á Suðurlandi. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

EJS býður stúdentum til Microsoft-þings

"ÞANN 10. október síðastliðinn hélt EJS námstefnu undir nafninu Microsoft-þing. Námstefnan fékk frábærar viðtökur og yfir 270 manns úr atvinnulífinu sóttu hana, einkum fagmenn í upplýsingatækni og stjórnendur. Microsoft-þing 1997 er því einhver stærsta íslenska upplýsingatækniráðstefnan sem haldin hefur verið," segir í fréttatilkynningu frá EJS. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Ekki ljóst hvað sementið kostar

"VIÐ erum að kanna þetta mál niður í kjölinn, hvernig við stöndum að hugsanlegum innflutningi sements og hvaða verð við getum boðið. Það er of snemmt að tjá sig frekar um málið," sagði Gautur Gunnarsson, lögmaður og fulltrúi dansks fyrirtækis, sem hefur sótt um lóð fyrir tvo sementsturna í Þorlákshöfn, í samtali við Morgunblaðið. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ekki við stjórn er hann steig út úr bíl

Ekki við stjórn er hann steig út úr bíl HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ökumaður olíubíls, sem slasaðist þegar hann datt við að stíga út úr bílnum, hefði ekki slasast vegna vélknúins ökutækis í notkun. Maðurinn fær því ekki bætur frá tryggingafélagi bílsins. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fermingarbarnanámskeið í Vatnaskógi

NÚ á haustmánuðum eru haldin fermingarbarnanámskeið í sumarbúðunum KFUM í Vatnaskógi, þar sem um 2.000 börn, aðallega af suðvesturhorni landsins, koma til þess að fræðast um grundvallaratriði kristinnar trúar. Í sumar voru rúmlega 1. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 252 orð

Finnskur málaliði grunaður um stríðsglæpi

FINNSKA dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn til þess að ákveða hvort atvinnuhermaður sem tók þátt í stríðinu í Bosníu skuli leiddur fyrir rétt vegna meintra stríðsglæpa. Hermaðurinn sem heitir Marco Casagrande hefur birt bók sem segir frá atburðum sem munu teljast stríðsglæpir. Meðal þess sem Casagrande segir frá er að hann hafi skotið særða sem kölluðu á hjálp. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Fjáröflunardagur

FJÁRÖFLUNARDAGUR Kvenfélags Akureyrarkirkju hefur verið þann sunnudag sem næstur er afmæli kirkjunnar, 17. nóvmeber, og verður hann nú á sunnudag. Eftir messu verður félagið með kaffisölu, lukkupakkasölu og kökubasar í Safnaðarheimilinu og mun borð að venju svigna undan kræsingum. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Fjórðungur sjúklinga fær ekki inni á stofum

"ÞAÐ vantar 600 til 800 milljónir á Ríkisspítalana til að bæta rekstrarfjárþörfina eina saman. Á Ríkisspítölunum er rekin heil deild á göngum og klósettum. Fjórði hver sjúklingur sem lagður er inn liggur á göngum og á klósettum. Þetta gengur ekki. Það er nákvæmlega sama ástandið á Borgarspítalanum. Hann er að grotna niður af viðhaldsleysi. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 445 orð

Flokksvæðing í stað þjóðvæðingar

ÞINGI Norðurlandaráðs lauk í gær í Helsinki og var Berit Brørby Larsen þingmaður norska Verkamannaflokksins kosin forseti ráðsins. Þau Geir H. Haarde þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður Alþýðuflokksins og Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokksins eiga sæti í forsætisnefnd ráðsins. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fundur um háskólalög

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisfundi í dag, föstudag, í stofu 101 Odda. Yfirskrift fundarins er Ný lög um háskóla: Kúvending á íslenskri menntastefnu? Frummælendur verða Björn Bjarnason, menntamálaráðherra; Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands og Haraldur Guðni Eiðsson, formaður Stúdentaráðs. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Garðurinn reyklaus árið 2001

SVEITARSTJÓRN Gerðahrepps kynnti í gær átak sem miðar að því að hreppurinn verði orðinn reyklaus árið 2001. Markmiðið er að samstaða um að ná þessum árangri takist með félagasamtökum, fyrirtækjum og öllum íbúum sveitarfélagsins og verður leitað til þessara aðila á næstunni, en unnið hefur verið að undirbúningi átaksins í samvinnu við tóbaksvarnanefnd. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Gengið til samninga við skáta

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær voru teknar upp að nýju umræður um nýtt tjaldsvæði að Hömrum og erindi frá Skátafélaginu Klakki um rekstur þess og tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti. Bæjarráð leggur til að haldið verði við fyrri samþykkt bæjarstjórnar frá 7. mars 1995 um uppbyggingu nýrra tjaldsvæða að Hömrum í tengslum við útilífsmiðstöð skáta. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 1507 orð

Gleymdir í góðærinu Á meðan jákvæðar hagtölur berast frá flestum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku versnar hagur manna sífellt í

HAGTÖLURNAR hafa á köflum verið ævintýralegar og eitt helsta áhyggjuefni alþjóðlegra fjármálafræðinga á dögunum var að ólgu tæki að gæta á mörkuðum í Suður-Ameríku líkt og í Asíu. Og um það verður tæpast deilt að þróunin í efnahagsmálum Rómönsku Ameríku hefur verið sérlega hagstæð á síðustu tveimur til þremur árum. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hefur óskað eftir að Samkeppnisstofnun hraði umfjöllun sinni

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kallaði í gær til sín talsmenn allra þeirra hópa sem undanfarið hafa mótmælt hækkun á gjaldskrá Pósts og síma hf. og í samtali við Morgunblaðið sagðist Halldór hafa greint frá því að hann hefði óskað eftir að Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnunin hröðuðu umfjöllun sinni um hækkunina sem kærð hefur verið til Samkeppnisstofnunar. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 183 orð

Heimili Suu Kyi girt af San Suu Kyi, leiðto

San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, komst ekki á fund í stjórnmálaflokki sínum í gær þar sem stjórnvöld höfðu látið girða heimili hennar af. Mótmæltu flokksfélagar hennar ákaflega en stjórnvöld svöruðu því til að flokkurinn hefði ætlað að ógna friði og stöðugleika í höfuðborginni Rangoon. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Heimsklúbburinn á Íslendingahófi í Sydney

HNATTREISA Heimsklúbbs Ingólfs gengur samkvæmt áætlun og er hópurinn nú staddur í Sydney í Ástralíu. Annað kvöld stendur Íslendingafélagið þar ásamt Heimsklúbbnum fyrir Íslendingahófi fyrir hópinn. Í Sydney hafa ferðalangarnir skoðað Óperuhúsið og í dag er farið í Bláfjöllin sem eru þekkt útivistarsvæði og þar verða einnig skoðaðar vínekrur. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 220 orð

Hert öryggisgæsla í Pakistan

LÖGREGLA í Pakistan var í viðbragðsstöðu og öryggisgæsla við bústaði erlendra sendimanna í landinu var hert eftir að hótanir bárust um frekari árásir í kjölfar þess að fjórir Bandaríkjamenn og einn Pakistani voru myrtir í hafnarborginni Karachi á miðvikudag. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hörleifur Guttormsson flytur erindi

AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn í Norræna húsinu laugardaginn 15. nóvember kl. 10. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fjalla um leiðina frá Ríó og stöðu Íslands. Meira
14. nóvember 1997 | Miðopna | 950 orð

Íbúum fjölgar að lokinni framkvæmd

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra vígir nýja hafskipabryggju í Þorlákshöfn í dag, Skarfaskersbakka. Viðlegukantur hinnar nýju bryggju er 180 metra langur og dýpið er átta metrar miðað við stórstraum. Við bryggjuna getur eitt 135 metra langt, um 8 þúsund tonna stórt skip lagst. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Í lífshættu með alvarleg brunasár

KONA á miðjum aldri skaðbrenndist í andliti og á hálsi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld þegar kviknaði í hálsklút sem hún bar. Hún er í lífshættu þar sem hún er með þriðja stigs brunasár á um 20% líkamans. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Íslendingar yfirtaki reksturinn

STEINGRÍMUR J. Sigfússon og þrír aðrir þingmenn Alþýðubandalags og óháðra ásamt tveimur þingkonum Kvennalista hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Íslendingar yfirtaki rekstur Keflavíkurflugvallar. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jólakort til styrktar kristniboði

SAMBAND íslenskra kristniboðsfélaga hefur gefið út níu jólakort fyrir þessi jól. Þau eru af mismunandi stærðum með myndum tengdum jólunum. Innan í flestum þeirra eru sálmavers með jólaboðskap auk jóla- og nýársóska. Jólakortin eru gefin út til styrktar starfi SÍK en samtökin reka kristniboðsstarf í Eþíópíu, Kenýu og Kína auk kynningarstarfs á Íslandi. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Jónasarkvöld í Þelamerkurskóla

SVEITUNGAR Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings, sem fæddur var á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807, ætla að heiðra minningu hans með kvöldvöku í Þelamerkurskóla næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30. Fæðingardagur skáldsins hefur verið útnefndur Dagur íslenskrar tungu. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kátir krakkar í Kattholti

NEMENDUR í sex ára bekk Hlíðaskóla brugðu undir sig betri fætinum í vikunni og heimsóttu Kattholt, þar sem Kattavinafélag Íslands veitir óskilaköttum húsaskjól, auk þess sem það rekur kattahótel. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Kiwanisskákmót grunnskólanema

KIWANISSKÁKMÓTIÐ, sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hefur staðið fyrir undanfarin ár meðal grunnskólanema í bænum verður haldið í Lundarskóla og hefst það kl. 11 á morgun, laugardaginn 15. nóvmeber. Rétt til þátttöku hafa allir grunnskólanemendur á Akureyri og er keppt í nokkrum aldursflokkum. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kjörinn prestur í Skálholti

SÉRA Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli, var í gær kjörinn næsti prestur í Skálholtsprestakalli. Hlaut hann helming greiddra atkvæða á kjörmannafundi í Skálholti í gær og því lögmæta kosningu. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kosturinn um borð

JAPANSKT túnfiskveiðiskip hefur verið í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga til að taka olíu og hvíla mannskapinn um borð, og í gær var handagangur í öskjunni hjá skipverjum við að koma kostinum um borð en senn líður að því að skipið haldi til veiða á ný. Talsvert hefur verið um komur japanskra túnfiskveiðiskipa hingað til lands upp á síðkastið að sögn hafnarvarða í Reykjavíkurhöfn. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Köttur að leik

Köttur að leik KÖTTURINN hafði lítinn áhuga á fuglunum, honum leist mun betur á að naga og leika sér við trjágreinar og því gátu allir unað í sátt og samlyndi í góða veðrinu í höfuðborginni. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Lánveitingum til fyrirtækja hugsanlega hætt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að til álita kæmi að Byggðastofnun hætti með öllu lánveitingum til fyrirtækja á landsbyggðinni. Davíð sagði að miklar breytingar hefðu orðið á fjármálamarkaði frá því lög um Byggðastofnun voru sett. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTT Grein um París Í LOKAFRÁ

Í LOKAFRÁGANGI greinar um París í ferðablaði Morgunblaðsins 9. nóvember sl. urðu nokkur mistök. Myndatextar víxluðust neðarlega á opnunni þannig að Orsay-listasafnið var sagt nýtt landsbókasafn og öfugt. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

LEIÐRÉTT Grein um París Í LOKAFRÁ

Í LOKAFRÁGANGI greinar um París í ferðablaði Morgunblaðsins 9. nóvember sl. urðu nokkur mistök. Myndatextar víxluðust neðarlega á opnunni þannig að Orsay- listasafnið var sagt nýtt landsbókasafn og öfugt. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Lítill styrkleiki fíkniefnis mildaði dóminn

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo menn, Kristján Hauksson, 34 ára, og Gísla Valgeirsson, 39 ára, í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni. Dómurinn mildar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í mars sl. sem dæmdi Kristján í fjögurra og Gísla í þriggja ára fangelsi og vísar Hæstiréttur til þess að styrkleiki efnisins hafi verið lítill. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 350 orð

Mannréttindamál ekki rædd opinberlega

JACQUES Chirac forseti Frakklands, sem verið hefur í opinberri heimsókn í Víetnam, sagðist í Ho Chi Minh City í gær ekki eiga von á því að mannréttindamál yrðu rædd opinberlega á sjöunda fundi Samtaka frönskumælandi ríkja, La Francophonie, sem hefst í Víetnam í dag. Meira
14. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 222 orð

Minnisvarði reistur á Patreksfirði

MINNISVARÐI um breska sjómenn, sem farist hafa við Ísland, verður settur niður á Patreksfirði og hafa fjögur bresk sveitarfélög á Grimsbysvæðinu tekið að sér fjármögnun. Viðar Helgason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að ráðgert sé að vígja minnisvarðann á sjómannadaginn á næsta ári. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Námskeið fyrir foreldra við skilnað

Í GERÐUBERGI verður námskeið fyrir foreldra við skilnað eða sambúðarslit, á morgun, laugardag. Námskeiðið stendur frá kl. 13­18 og er leiðbeinandi Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir. Á námskeiðinu er farið yfir mismunandi tilfinningaviðbrögð barna eftir aldri, hvernig börn upplifa skilnað foreldra, hvað eiga foreldrar að segja barni við skilnaðinn, Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Netanyahu í London

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kom til Bretlands í gær þar sem hann mun eiga viðræður við breska og bandaríska ráðamenn. Netanyahu hitti William Hague, formann Íhaldsflokksins og forystumann bresku stjórnarandstöðunnar, í gærmorgun og síðar um daginn stóð til að hann hitti bæði Tony Blair forsætisráðherra og Robin Cook utanríkisráðherra. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nóvembervaka KFUM og KFUK

KFUM og KFUK í Reykjavík efna til nóvembervöku sunnudagskvöldið 16. nóvember kl. 20. Á samverunni mun Þorvaldur Halldórsson söngvari leiða lofgjörð og söng. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna, flytur hugleiðingu. Boðið er til fyrirbænar fyrir þá sem þess óska. Nóvembervakan er öllum opin. Mánaðarlegar vökur í starfi félaganna koma til viðbótar fjölskyldusamkomum sem eru kl. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Nýjar tillögur um mjólkurframleiðslu

SJÖMANNANEFND hefur skilað tillögum til landbúnaðarráðherra um breytingar á því umhverfi sem mjólkurframleiðslan býr við. Ráðherra mun kynna tillögurnar á ríkisstjórnarfundi í dag og síðan á blaðamannafundi. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Ný þota Flugleiða í loftið um helgina

SMÍÐI nýrrar Boeing 757-200 þotu Flugleiða lýkur nú í vikunni og er ráðgert að hún fari í fyrsta reynsluflug sitt um helgina. Flugleiðir taka við vélinni upp úr miðjum janúar og fer hún þá í vetraráætlun félagsins. Flugleiðaþotan nýja fær skráningarstafina TF-FIN. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Opinn fundur um kynferðisofbeldi

OPINN kynningarfundur verður haldinn í safnaðarheimili Landakirkju á starfsemi neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna nauðgana laugardaginn 15. nóvember kl. 9. Þar mun Guðrún Agnarsdóttir læknir tala ásamt fjórum öðrum sérfræðingum sem starfa að þessu málefni. Er almenningi boðið að koma til kynningarfundar sem jafnframt er ætlaður fagaðilum í Eyjum. Kl. 10. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Óhapp og aðgæsluleysi skipverja

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Eimskipafélag Íslands af 13,5 milljóna kröfu skipverja á Írafossi, sem slasaðist þegar fótur hans klemmdist undir gámi á þilfari skipsins. Dómurinn taldi að slysið yrði einungis rakið til óhappatilviljunar og aðgæsluleysis skipverjans. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 298 orð

Persson segir Svíþjóð ekki vera að einangrast

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að landið sé að einangrast í auknum mæli innan Evrópusambandsins vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnar hans að Svíþjóð verði ekki stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) eftir rúmt ár. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 286 orð

Rannsókn FBI á TWA-slysinu formlega lokið

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur formlega lokið rannsókn á hrapi Boeing 747 þotu bandaríska flugfélagsins TWA úti fyrir New York á síðasta ári. Í niðurstöðum FBI segir að "alls engar vísbendingar hafi fundist" um að glæpur hafi verið framinn, að því er New York Times greindi frá í gær. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Samanburður á stöðu eldri borgara

ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna hefur óskað eftir því á Alþingi að forsætisráðherra hlutist til um gerð skýrslu um stöðu eldri borgara og samanburð við önnur ríki innan OECD. Í greinargerð er bent á að nú eru um 27 þúsund manns yfir 67 ára aldri en eftir um 30 ár verði fjöldi aldraðra tæplega 20% þjóðarinnar. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 587 orð

Samkeppnisstofnun athugar banka og kortafyrirtæki

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Tómasar Inga Olrich alþingismanns á Alþingi í fyrradag að Samkeppnisstofnun ynni nú að athugun á ýmsum viðskiptaháttum greiðslukortafyrirtækjanna í landinu. Einnig ynni hún að athugun á ýmsu samstarfi viðskiptabankanna með það fyrir augum að kanna hvort samstarfið stangist á við samkeppnislög. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 396 orð

Samþykkt að afhenda Matthíasi Möðrufell

MEIRIHLUTI hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi í fyrrakvöld að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember sl., varðandi jörðina Möðrufell, til Hæstaréttar. Í héraðsdómi var kröfum hreppsnefndar hafnað eða vísað frá dómi. Jafnframt var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd að afhenda Matthíasi Eiðssyni jörðina Möðrufell. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

SÍF gerir kauptilboð í fiskvinnslu í Noregi

SÍF hf. hefur ásamt norskum samstarfsaðilum í Noregi gert kauptilboð í Hovden Fiskindustri as. í Bö í Vesteraalen. Eigendur Hovden Fiskindustri hafa tekið tilboðinu, en stjórnir fyrirtækjanna eiga eftir að samþykkja kaupin. Saman eiga SÍF hf. og norsku aðilarnir fyrirtækið Loppafisk Í Finnmörku. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Sjá lengra út í geiminn

STJÖRNUFRÆÐINGAR telja líklegt að þeim hafi nýverið tekist að sjá lengra út í geiminn en nokkru sinni fyrr, og fengið eldri merki en áður hafa þekkst. Með nýju tæki sem sett var á sjónauka á Hawai-eyjum sáu stjörnufræðingarnir hóp áður óþekktra vetrarbrauta sem eru svo fjarlægar jörðinni að Hubble-stjörnusjónaukinn dugar ekki til að koma auga á þær. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Skipstjóri með fyrirlestur

KEN KNOX, skipstjóri frá Hull, heldur fyrirlestur í Hátíðarsal Sjómannaskólans kl. 15.00. Fyrirlesturinn fjallar um samstarfshóp skipstjóra "North Atlantic Fishing Captains Liaison Group". Samstarfshópur skipstjóra á fiskiskipum við Norður-Atlantshaf hefur fjallað um betri nýtingu á auðlindum hafsins og sjávarbotnsins með tilliti til fiskveiða, Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 558 orð

Skipti koma til greina, en ekki eingöngu

RÁÐHERRAR í ríkisstjórn Íslands segja að til greina komi að gagnkvæm skipti á veiðiheimildum við Noreg verði hluti af lausn Smugudeilunnar. Hins vegar komi ekki til greina að eingöngu verði um veiðiheimildaskipti að ræða. Peter Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að samningar við Íslendinga um lausn Smugudeilunnar yrðu að snúast um gagnkvæman kvóta. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Skipverjar gengu í land

TÆPLEGA sex tonna trilla, Skarfaklettur GK 3 frá Sandgerði, strandaði við Setberg, um einn km sunnan Sandgerðis laust fyrir klukkan 20 í gærkvöld. Tveggja manna áhöfn trillunnar var engin hætta búin enda blíðuveður og gengu skipverjar í land. Björgunarsveitir höfðu strax mikinn viðbúnað enda ekki vitað um aðstæður á strandstað né hvort unnt væri að bjarga mönnunum frá landi eða af sjó. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 700 orð

Starf okkar er mun tæknilegra en áður fyrr

Félag löggiltra rafverktaka er 70 ára á þessu ári og verður afmælisins minnst í sal Háteigskirkju á laugardag milli 17 og 19. Félagið stofnuðu fimm rafvirkjameistarar í Reykjavík hinn 29. mars árið 1927 og hét það þá Félag rafvirkjameistara í Reykjavík. Meira
14. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 266 orð

Sundlaugin Laugaskarði opnuð eftir endurbætur

Hveragerði-Sundlaugin í Laugaskarði var opnuð síðastliðinn laugardag eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir síðan um miðjan ágúst. Það var Hlín Guðnadóttir, íþróttamaður ársins 1996, sem formlega tók sundlaugina í notkun og klippti á borða til merkis um það. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Sænskur dagur

SÆNSKI barnabókarithöfundurinn Astrid Lindgren á 90 ára afmæli í dag, föstudaginn 14. nóvember og verður hún áberandi í dagskrá norrænu bókasafnsvikunnar, Í ljósaskiptunum á Amtsbókasafninu á Akureyri. Norræn sögustund þar sem lesið verður úr verkum afmælisbarnsins hefst kl. 10.30. Á þrjúbíó sýningu safnsins verður sýnd myndin Ronja ræningjadóttir. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Tengsl við skóla verði efld

VETRARÍÞRÓTTIR eru ræddar á ráðstefnu sem nú stendur yfir á Akureyri og Vetraríþróttamiðstöð Íslands stendur fyrir í samstarfi við fleiri, en hún er haldin í Alþýðuhúsinu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti ávarp og lagði m.a. áherslu á að tengsl miðstöðvarinnar og skólanna yrðu efld, en mikill áhugi væri fyrir samstarfi þeirra á milli, m.a. hjá skíðaíþróttafólki. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Toghleri notaður í skjólvegg

VIÐ starfsmannainnganginn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefur verið settur upp skjólveggur, sem þykir ekki í frásögur færandi. Hins vegar vakti nokkra athygli að í skjólvegginn var notaður stór og mikill toghleri í eigu félagsins. Hlerinn hafði orðið fyrir skemmdum og í stað þess að henda honum til hliðar þótti upplagt að nota hann sem hluta af skjólveggnum. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 77 orð

Trabant stóðst elgsprófið

TRABANTINN með tvígengisvélinni frá 1950 stóðst hið illræmda "elgspróf" eins og ekkert væri, en sem kunnugt er valt nýjasta gerð Mercedes Benz er hún undirgekkst þetta próf fyrir skemmstu. Þýska blaðið Thuringer Allgemeine Zeitung stóð fyrir Trabantprófuninni og lýsti því síðan yfir í gær að Trabbinn væri öruggari en Baby-Benzinn. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 485 orð

Umhverfisráðherra bjartsýnn á framgang mála

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segist vera nokkuð bjartsýnn á að sum af þeim atriðum sem Íslendingar hafa verið að berjast fyrir í samningaviðræðum um aðgerðir til að draga úr gróðurhúsaáhrifum nái fram að ganga. Í samtali við Morgunblaðið nefndi hann að þetta ætti t.d. Meira
14. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Upplýst um fjöldamorð á Serbum í Sarajevo

VOPNAÐAR sveitir múslima, sem skipulögðu varnir Sarajevo í stríðinu í Bosníu árið 1992, myrtu hundruð óbreyttra, serbneskra borgara, að því er fram kemur í skýrslu sem lögð var fram fyrir bosnískum herrétti og sagt er frá í The International Herald Tribune. Er þetta fyrsta opinbera staðfesting þess að múslimar hafi framið stríðsglæpi í borginni. Meira
14. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Verða aðgengileg í Kvennasögusafninu

Hvítabandið var stofnað árið 1895 og er næstelsta líknarfélagið í Reykjavík, en elst er Thorvaldsensfélagið. Þá er Hvítabandið fyrstu íslensku kvennasamtökin sem tengjast alþjóðasamtökum. Fyrsti formaður þess var Ólafía Jóhannsdóttir en meðal þeirra gripa sem afhentir voru Kvennasögusafninu í gær var einmitt skúfhólkur Ólafíu. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Verkefni aukast og þjónustusvæði stækkar

AÐGERÐUM á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur fjölgað mjög frá því deildin tók til starfa, en þess var minnst að 15 ár voru í gær, 13. nóvmeber, liðin frá því að starfsemi hennar hófst. Fyrsta árið voru gerðar 413 aðgerðir en þær voru í fyrra 924. Þetta kom fram í máli Júlíusar Gestssonar, yfirlæknis bæklunar- og slysadeildar FSA. Meira
14. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 892 orð

Virkjun við Kljáfoss á ný til skoðunar

FIMMTÍU ár eru liðin frá því að Andakílsárvirkjun var tekin í notkun. Afmælisins er minnst með móttöku í virkjuninni í dag. Stjórn virkjunarinnar hefur ákveðið að skoða að nýju hugmyndir um virkjun Kljáfoss í Hvítá, en þær voru lagðar til hliðar fyrir 20 árum. Verið er að vinna skýrslu um hagkvæmni virkjunarinnar í samvinnu við RARIK. Meira
14. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 357 orð

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju 50 ára

FIMMTÍU ára afmælis Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju verður minnst við hátíðarmessu á sunnudag, 16. nóvember. Stofnandi félagsins, séra Pétur Sigurgeirsson, biskup og fyrrverandi sóknarprestur á Akureyri, og eiginkona hans Sólveig Ásgeirsdóttir verða heiðursgestir á hátíðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 1997 | Staksteinar | 323 orð

»Auðlindir til sjós og lands "AUÐLINDIR til sjós og lands" nefnist leiðari Dag

"AUÐLINDIR til sjós og lands" nefnist leiðari Dags á miðvikudag. Þar gerir leiðarahöfundur að umtalsefni erindi Þorgeirs Örlygssonar lagaprófessors, sem hann flutti á málþingi Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands. Meira
14. nóvember 1997 | Leiðarar | 693 orð

leiðari VEXTIR OG SPARNAÐUR RAM KEMUR Í haustskýrslu Seðla

leiðari VEXTIR OG SPARNAÐUR RAM KEMUR Í haustskýrslu Seðlabanka Íslands að aðstæður í íslenzku efnahagslífi leyfi ekki slökun á peningastefnu bankans á næstunni. Hagkerfið sé við efri mörk þess sem samrýmzt geti stöðugleika í verðlagsmálum ­ og varúðar sé þörf. Áform um hallalausan ríkisbúskap og lækkun ríkisskulda séu góðra gjalda verð. Meira

Menning

14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 71 orð

ARNALDUR refur og grísirnir þrír er eftir

ARNALDUR refur og grísirnir þrír er eftir Georgie Adams og Selina Young. Í kynningu frá útgefanda segir: "Arnaldur refur og grísirnir þrír er skemmtileg saga af góðhjörtuðum ref sem dag nokkurn skömmu fyrir jól fer með vinum sínum grísunum þremur að leika söguna um grimma úlfinn og grísina þrjá. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 98 orð

BARNABÓKIN Kappi á Krossgötum er e

BARNABÓKIN Kappi á Krossgötum er eftir Stefán Aðalsteinsson. Jói er ellefu ára, lendir stundum í slagsmálum og leiðist lærdómurinn. Um vorið fer Jói í sumardvöl í sveit þar sem hann kynnist gjörólíkum lífsháttum og fær tækifæri til að sanna hvað í honum býr. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Brahms­ tónleikar

LOKATÓNLEIKAR á tónlistardögum Dómkirkjunnar verða laugardaginn 15. nóvember kl. 17. Á efnisskrá eru eingöngu tónverk eftir J. Brahms en nú í ár eru 100 ár liðin frá dauða hans. Dómkórinn syngur "Fest- und Gedenksprüche", hátíðar- og íhugunarvers fyrir áttraddaðan kór undir stjórn Marteins H. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 131 orð

DUGGA frönsk og framboðsfundir ­ Nokkrir þættir um fól

DUGGA frönsk og framboðsfundir ­ Nokkrir þættir um fólkið og lífið í landinu ­ er eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Í kynningu segir: "Vilhjálmur fer á kostum sem sögumaður eins og löngum fyrr. Hann rekur forvitnilega ástar- og örlagasögu fransks skipstjóra og íslenskrar heimasætu á 19. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Er kirkjan í takt við trúna?

Er kirkjan í takt við trúna? "ÞAÐ telst vissulega til tíðinda þegar Gunnar Dal rithöfundur sendir frá sér nýja bók. Bókin Lífið eftir lífið er líka að því leyti einstök að hún er mystísk skáldsaga en þó byggð á persónulegri upplifun Gunnars. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 566 orð

Falleg ímynd, ófagur veruleiki Frumsýning

EITT af því fáa sem þykir öruggt í Hollywood um þessar mundir er að myndin L.A. Confidential á eftir að fá nokkrar óskarsverðlaunatilnefningar. Gagnrýnendur vestanhafs hafa verið einróma á því að hér sé komin ein besta mynd ársins. Athyglin hefur ekki síst beinst að áströlsku leikurunum tveimur sem slá í gegn í myndinni, Russel Crowe og Guy Pearce. Það er ekki að ástæðulausu að L.A. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 420 orð

Fjórtán milljarðar fengust fyrir 55 verk

SAFN listaverka frá þessari öld, sem talið er hið merkasta sem boðið hefur verið til sölu á uppboði, seldist fyrir hærri upphæð í New York á mánudag en dæmi eru um með listaverkasöfn í einkaeigu. Verkin 55 sem voru í eigu Victors og Sally Ganz, seldust fyrir um 200 milljónir dala, um 14,4 milljarða ísl. kr. Um 2.000 manns tróðu sér inn í uppboðssalinn, fleiri en nokkurn tíma á listaverkauppboðum. Meira
14. nóvember 1997 | Tónlist | 478 orð

Fjögurra stjarna kammerspil

Viðfangsefni eftir Prokofiev, Bartók og Beethoven. Flytjendur, Einar Jóhannesson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Richard Talkowsky, Richard Korn, Josef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson. 9. nóvember kl. 20.30. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 58 orð

Fyrirlestrar í MHÍ

NANA Petzet, þýskur myndlistarmaður og gistikennari við MHÍ, fremur gjörninginn "Endurvinnsla, nei takk", í Málstofu, fyrirlestrarsal MHÍ í Laugarnesi, mánudaginn 17. nóvember kl. 12.30. Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari og starfandi kennari við MHÍ verður með fyrirlestur um konur, sem starfað hafa sem ljósmyndarar fyrr og nú, í fyrirlestarsalnum Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 19. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 798 orð

Gert út um fjölskyldumálin Frumsýning

KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Marvin's Room með Meryl Streep, Leonardo Di Caprio, Diane Keaton og Robert De Niro í aðalhlutverkum. Gert út um fjölskyldumálin FrumsýningFJÓRIR stórleikarar spreyta sig saman í myndinni Marvin's Room, Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 74 orð

GRÝLA er eftir Gunnar Helgason. Hann vakti athygli

GRÝLA er eftir Gunnar Helgason. Hann vakti athygli sem stjórnandi barnatíma Sjónvarpsins fyrir nokkrum árum. "Og enn hugsar Gunnar til barnanan þegar hann segir þeim söguna um jólahald Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna á þann hátt sem honum einum er lagið. Meira
14. nóvember 1997 | Tónlist | -1 orð

Hið klassíska jafnvægi

Flutt voru verk eftir Beethoven og Heiligenstadt Testamente lesið. Þulur og kynnir var Jónas Ingimundarson, lesari Arnar Jónsson og hljómsveitarstjóri Gerrit Schuil. Fimmtudagurinn 13. nóvember, 1997. Meira
14. nóvember 1997 | Tónlist | 682 orð

Hinn japanski Pan

Einleiksverk eftir Yun, Takemitsu, Fukushima, Yuasa, Lavista og Sollberger fyrir flautu án undirleiks. Kolbeinn Bjarnason, flauta/altflauta/bassaflauta. Listasafni Íslands, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.30. HÓGVÆRÐ hefur alltaf verið talin til höfuðdyggða. En of mikið má úr öllu gera. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 665 orð

Horft til baka

Þórir S. Guðbergsson skráði. Hörpuútgáfan 1997. LÍFSGLEÐIN er söm við sig. Hún leitar út í umhverfið í mörgum myndum sem allar eru mótaðar af jákvæðri fullnægjukennd sem tengist lífsreynslu og verður því ríkjandi í vitund viðkomandi persónu þegar litið er til baka eftir langa lífsgöngu. Bókin Lífsgleði kemur út nú í VI. sinn hjá Hörpuútgáfunni. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 400 orð

Hverfull heimur

SPICE Girls stelpurnar virðast ekki eins vinsælar og allir héldu ef marka má dræma sölu nýju plötunnar þeirra. Á bandaríska vinsældalistanum var það rapparinn Mase sem hélt efsta sæti vinsældalistans en Spice Girls þurftu að láta sér lynda áttunda sæti listans. Þrír aðrir nýliðar á listanum lentu ofar en Spice Girls sem seldu aðeins 83 þúsund eintök af nýju plötunni. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Ingunn Eydal sýnir glerlistmuni

Ingunn Eydal sýnir glerlistmuni INGUNN Eydal heldur sýningu á glerlistmunum í vinnustofu sinni, Vogaseli 9, dagana 15.­30. nóvember. Ingunn hefur haldið tólf málverka­ og grafíksýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í u.þ.b. 150 samsýningum um allan heim. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 596 orð

Í leit að athygli Frumsýning

EF FORELDRAR vanda sig ekki í samskiptum við börnin sín geta hlutirnir endað með ósköpum. Það er boðskapurinn sem lesa má úr myndinni Excess Baggage, sem Stjörnubíó er að frumsýna um þessa helgi. Emily T. Hope (Alicia Silverstone) hefur verið tilfinningalega vanrækt af föður sínum, hinum þekkta góðborgara Alexander Hope. Emily fær ekki næga athygli frá pabba, bara peninga. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Jólasveinar einn og átta í Leikbrúðulandi

BRÚÐULEIKURINN Jólasveinar einn og átta var frumfluttur árið 1975 og leikinn fyrir hver jól næstu fimm ár. Leikritið hefur nú verið endurgert. Brúðurnar eru nýjar sem og öll umgjörð. Sýningar verða fjórar að þessu sinni, sunnudaginn 16. nóvember, 23. og 30. nóvember og 7. desember. Höfundur og leikstjóri er Jón Hjartarson. Um lýsingu og hljóðstjórn sér Sigurður Keiser. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Keith Reed syngur á Egilsstöðum

Keith Reed syngur á Egilsstöðum KEITH Reed heldur einsöngstónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 17. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum söngleikjum. Undirleikari verður Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 494 orð

Leikhús fáránleikans Skemmtidagskrá með ýmsum fjörlegum uppákomum var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrrakvöld. Ágóðinn rann

"HVAÐ ert þú," spyr Sjón. "Ég er kennari," svarar blaðamaður íbygginn. "Já, er það?" svarar Sjón og brosir. "Þetta er mikið leikhús." Skiljanleg athugasemd þegar til þess er litið að blaðamaður er í brúnum jakkafötum með olnbogabótum, í fölbláu ullarvesti, í skyrtu sem er blaut undir handarkrikunum og á gömlum strigaskóm. Allt gert til þess að ýta undir kennaraímyndina. Meira
14. nóvember 1997 | Myndlist | 853 orð

Leikhús raunsæisins

Opið alla daga frá 10­18. Til 22. nóvember. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 1.200 krónur. "LÍFIÐ sjálft er ekki raunveruleikinn, Það erum við sjálf sem gæðum stokka og steina lífi." Frederick Sommer. Það er mikilvæg framkvæmd sem Kjarvalsstaðir bjóða uppá og nefnist, Að skapa raunveruleikann, "Making it real" og er farandsýning. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Lindgren níræð í dag

HALDIÐ verður upp á níræðisafmæli sænska barnabókahöfundarins Astrid Lindgren í dag, föstudag, með pomp og prakt á torginu í Vimmerby. Göran Persson forsætisráðherra heldur ræðu og kór 2.000 barna syngur Lindgren til heiðurs. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 66 orð

LITLIVÆNGUR er eftir Mats Wänblad og Per G

LITLIVÆNGUR er eftir Mats Wänblad og Per Gustavsson. Sagan fjallar um ungakríli með agnarsmáa vængi sem tekst að finna hamingjuna á óvenjulegan hátt. Hann á í mesta basli með að læra að fljúga en gefst samt ekki upp! Í kynningu segir: "Litlivængur er bráðskemmtileg saga þar sem óvæntir hlutir gerast!" Útgefandi er Vaka-Helgafell. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 153 orð

Ljóðatónleikar á Ísafirði

LJÓÐATÓNLEIKAR verða í sal Frímúrara á Ísafirði á morgun, laugardag kl. 16. Það eru þær Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari sem halda tónleikana. Á tónleikunum verða flutt ítölsk sönglög frá fyrri hluta 17. aldar, ljóðasöngvar Roberts Schumanns við ljóð Maríu Stúart, nokkur sönglög eftir Richard Strauss og Fjögur Andalúsíuljóð eftir Jónas Tómasson. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 118 orð

Málþing um Árna Magnússon

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur Árnaþing um Árna Magnússon laugardaginn 15. nóvember í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrarsal á 2. hæð. Máþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. Á málþinginu verður m.a. fjallað um ákveðið efni sem varðar Árna og hafa ekki verið gerð mikil skil áður. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 170 orð

MEÐ bros í bland ­ minningabrot er heiti bókar Mag

MEÐ bros í bland ­ minningabrot er heiti bókar Magnúsar Óskarssonar, fyrrverandi borgarlögmanns. Í bókinni lítur Magnús yfir sviðið og rifjar upp kynni sín af "skemmtilegum og merkilegum mönnum"; segir frá fyndnum atvikum, skrítnum lögfræðimálum og ferðalögum víða um heim, svo dæmi séu nefnd um efni bókarinnar. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 125 orð

Minningartónleikar í Árnesi

MINNINGARTÓNLEIKAR um Loft S. Loftsson, stofnanda og stjórnanda Árnesingakórsins, sem lést í júní sl., verða í félagsheimilinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, sunnudaginn 16. nóvember kl. 15. Það er Vörðukórinn sem gengst fyrir þessum tónleikum, en auk hans kemur fram fjöldi tónlistarfólks, alls um 100 talsins. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 195 orð

Nýjar bækur Í NÆRVERU sálar ­ Einar H

Í NÆRVERU sálar ­ Einar Hjörleifsson Kvaran, maðurinn og skáldið er eftir Gils Guðmundsson. Í bók þessari rekur Gils Guðmundsson æviferil Einars Hjörleifssonar Kvarans (1859­ 1938). Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 58 orð

Nýjar bækur ÍSLENSKT söngvasafn,

ÍSLENSKT söngvasafn, sem verið hefur ófáanleg um nokkurra ára skeið, er endurútgefið. Fáar nótnabækur hafa reynst tónmennt í landinu eins notadrjúgar og Íslenskt söngvasafn. Val texta og laga, en sérlega þó raddsetning Sigfúsar Einarssonar tónskálds er án efa undirstaða þeirra vinsælda, sem bækurnar hafa notið. Útgefandi er Bókafélagið. Bókin er 240 bls. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 136 orð

Nýjar bækur KÆRI Keit

KÆRI Keith er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Jóhanna hefur sent frá sér allmargar bækur, skáldsögur, ferðasögur og metsölubókina Perlur og steinar sem fjallar um stormasöm hjónabandsár hennar og hins þjóðþekkta rithöfundar, Jökuls Jakobssonar. Í bókinni Kæri Keith segir Jóhanna frá ástarsambandi sínu við kvæntan mann, Keith R. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 132 orð

Nýjar bækur TÖFRADALURINN

TÖFRADALURINN er eftir Elías Snæland Jónsson. Í dal bókanna, þar sem öll ævintýrin verða til, eru undarlegir hlutir að gerast. Bókanornin illræmda er með áform sem geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir ævintýrin og ævintýrapersónurnar. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Ný tímarit Í TILEFNI hundrað ára afmælis Æskun

Í TILEFNI hundrað ára afmælis Æskunnar hefur nýju unglingablaði verið hleypt af stokkunum. Blaðið hefur hlotið nafnið Smellur, en það nafn varð hlutskarpast í keppni Æskunnar og útvarpsþáttarins Lovísu. Ritstjóri þess er Elín Jóhannsdóttir kennari. "Í blaðinu er m.a. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 2078 orð

Persónuleg og pólitísk tengsl alsráðandi

Í öðru hluta umfjöllunar um stöðu myndlistar á Íslandi ræðir Hulda Stefánsdóttir við Hannes Sigurðsson listfræðingur sem farið hefur með sýningarstjórn á Mokka sl. 6 ár og rekið sýningarsalinn Sjónarhól undanfarin 2 ár. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 85 orð

Píanótónleikar á Siglufirði og Sauðárkróki

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur píanótónleika á Siglufirði laugardaginn 15. nóvember kl. 17 í Tónlistarskólanum. Á efnisskránni eru þekkt verk eftir Chopin, Liszt, Rachmaninoff, Debussy og Skrjabin. Þorsteinn Gauti hefur víða komið fram sem einleikari, bæði erlendis og innanlands en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann leikur á Siglufirði. Meira
14. nóvember 1997 | Tónlist | 308 orð

Píanótríó

HOLLENDINGAR eru ekki sérstaklega kynntir hér á norðlægum slóðum sem miklir djassmenn en þeir sem sóttu tónleika víbrafónleikarans Frits Landesbergen á Rúrek hátíðinni 1995 vita að mikil djassæð er í þjóðarsál Niðurlendinga. Philip Catherine, sem lék með Birni Thoroddsen og félögum á Rúrek í fyrra, er líka stórt nafn í hollenskum djassi. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 69 orð

PÝRAMÍDAR er eftir Anne Millard í þýðingu Hara

PÝRAMÍDAR er eftir Anne Millard í þýðingu Haraldar Dean Nelson og er fræðslubók fyrir börn. Bókin geymir fjölbreyttan fróðleik um pýramída víða um heim, til dæmis hina fornu pýramída í Egyptalandi og Ameríku og enn fremur slíkar byggingar í nútímanum. Höfundurinn veltir fyrir sér ýmsum spurningum og skoðar málið frá mörgum óvæntum hliðum. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 103 orð

"Sellout" í Gallerí Horninu og á veraldarvefnum

BALDUR Helgason og Birgitta Jónsdóttir opna samsýningu í Galleríi Horninu og á Veraldarvefnum Sellout: http://xnet.is/sellout laugardaginn 15. nóvember kl. 18. Baldur sýnir myndröð er ber heitið Tölvuást og Birgitta sýnir röð ævntýramynda ásamt því að setja upp orða- og myndasýningu í minningu jólanna, sem jafnframt verður í bókarformi. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð

Síðasta mynd Brandos?

MARLON Brando hefur gert kólumbíska rithöfundinum Gabriel Garcia Marquez tilboð sem hann getur ómögulega hafnað. Kólumbíska fréttablaðið Semana hefur greint frá því að Brando hafi fengið Nóbelsrithöfundinn til þess að veita sér aðalhlutverk í mynd sem gerð verður eftir skáldsögunni Húmar að kveldi eða "Autumn of the Patriarch". Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 96 orð

SKÁLDSAGAN Falskur fugl er eftir Mikael

SKÁLDSAGAN Falskur fugl er eftir Mikael Torfason. Sögusviðið er Reykjavík nútímans. Arnaldur Gunnlaugsson er 16 ára og býr hjá vel stæðum foreldrum sínum í Grafarvogi. Hann er myndarlegur, gáfaður og fer sinna ferða í leigubílum ­ auk þess er hann truflaður á geði. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 189 orð

Skólabörn fræðast um áraskipaöldina

UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sýning á verkum Bjarna Jónssonar listmálara í Listasetrinu á Akranesi. Sýnir hann þar aðallega málverk sem eru heimildarmyndir um sjósókn fyrri tíma og aðrar þjóðlegar myndir. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Snúa bökum saman

EINS OG við mátti búast var líf og fjör á æfingu Stuðmanna og karlakórsins Fóstbræðra á blaðamannafundi á Hótel Íslandi í gær. Fundurinn var boðaður vegna sameiginlegra stórtónleika sem haldnir verða í Háskólabíói laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 272 orð

Sýningar í anddyri Norræna hússins

Í ANDDYRI Norræna hússins hafa verið opnaðar tvær sýningar sem tengjast Norrænu bókasafnsvikunni sem stendur yfir 10.­16. nóvember og ber yfirskriftina Í ljósaskiptunum ­ Orðið í norðri. Sýningarnar eru: Á norrænni slóðsem fjallar um Norðurlöndin og íbúa þeirra. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Sænsk gamanmynd í Norræna húsinu

SÆNSK gamanmynd, "Min pappa är Tarzan", verður í Norræna húsinu sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Þetta er fjölskyldumynd með sænsku tali. Í kynningu segir: "Skemmtileg saga um svolítið ruglaða foreldra og vitur börn, um villt dýr og hamsturinn Harry. Og ekki má gleyma Curt sem er í Tarsanskóla til að læra að tala tungumál dýranna." Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Sönghátíð í Ráðhúsinu

KÓR Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík heldur sönghátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn, 16. nóvember, klukkan 15. Söngstjóri er Sigurbjörg P. Hólmgrímsdóttir og undirleikari Sigurgeir Björgvinsson. Á efnisskránni eru létt íslenzk lög og erlend, m.a. lög eftir söngstjórann. Kórinn er blandaður kór og í sumum laganna skiptist hann upp í karlakór og kvennakór. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 80 orð

TÍGRISDÝRIÐ og vindhviðan mikla, myndabók fyrir börn

TÍGRISDÝRIÐ og vindhviðan mikla, myndabók fyrir börn er eftir Arngunni Ýr Gylfadóttur listamann. Sagan er byggð á afrísku ævintýri og fjallar um dýr í friðsælum dal. Þar er lítill lækur og fallegt ávaxtatré sem Tígri tígrisdýr situr einn að meðan hin dýrin svelta. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 320 orð

Tímarit HAUSTHEFTI 1

HAUSTHEFTI 171. árgangsSkírnis 1997 er komið út. Meðal fjölbreytts efnis eru greinar um þýska skáldið Heinrich Heine, enska heimspekinginn John Locke og klæðskiptinga í Íslendingasögum. Skáld Skírnis er Ágústína Jónsdóttir og eru birt þrjú ljóð hennar í heftinu en myndlistarmaður Skírnis er Erró og skrifar Gunnar Kvaran um frásögnina í verkum hans. Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 164 orð

Tvær frumsýningar

ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi um síðustu helgi dansverkið "Trúlofun í St. Dómingó" eftir Jochen Ulrich í Borgarleikhúsinu. Dansverkið er byggt á þýskri smásögu en sögusviðið er þrælauppreisnin gegn yfirráðum Frakka í hafnarborginni St. Dómingó í byrjun 18. aldar. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 94 orð

UNGLINGABÓKIN Galdrastafir og græn augu er eft

UNGLINGABÓKIN Galdrastafir og græn augu er eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur. Sveinn finnur galdrastaf ristan í stein suður í Selvogi og er í sömu svipan hrifinn aftur til ársins 1713, en á þeim tíma bjó þar þekkt þjóðsagnapersóna, séra Eiríkur í Vogsósum. Sveinn kynnist lífsháttum 18. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 59 orð

Útgáfutónleikar í Selfosskirkju

ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 16. Flutt verður efni af nýútkomnum hljómdiski þeirra Elínar Óskar og Hólmfríðar, "Söngperlur", með íslenskum og norrænum sönglögum ásamt ítölskum aríum. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 123 orð

Útgáfutónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum

Útgáfutónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum NÝR geisladiskur með Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og hljómsveit er kominn út. Af því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 16. nóvember kl. 20.30. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 71 orð

ÞJÓÐ Guðs ­ sögur úr Gamla testamentinu er

ÞJÓÐ Guðs ­ sögur úr Gamla testamentinu er barnabók í endursögn Geraldine McCaughrean. Gamla testamentið er saga þjóðar, þjóðar Guðs á Biblíutímanum. Geraldine McCaughrean hefur hér endursagt vinsælar úrvalssögur úr því, en hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir endursagnir á gullaldarbókmenntum. Meira
14. nóvember 1997 | Bókmenntir | 152 orð

ÆVINTÝRALEGT samband er eftir Andrés Indriðason.

ÆVINTÝRALEGT samband er eftir Andrés Indriðason. Bókin fjallar um Dúdda og Júlíönu, samband þeirra og fleira ævintýralegt og skemmtilegt. En hver er hann í raun og veru þessi gosi sem er kallaður Dúddi? Hvaða umskipti verða í lífi hans daginn sem hann byrjar í níunda bekk? Hvað er það sem enginn má vita nema skólastjórinn og Meira
14. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 539 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.10 Tékkneski leikstjórinn Ivan Passer hefur ekki fundið fótum sínum forráð í Bandaríkjunum jafn farsællega og félagi hans Milos Forman en hefur þó gert þar a.m.k. eina mynd sem nálgast snilld (Cutter's Way). Að öðru leyti hefur Passer skilað misjöfnum Hollywoodverkum. Meira
14. nóvember 1997 | Menningarlíf | 201 orð

(fyrirsögn vantar)

MENNINGARVERÐLAUN Reykjanesbæjar voru veitt nýlega í fyrsta sinn og fengu fjórir aðilar verðlaunin að þessu sinni. Menningarverðlaunin hafa fengið nafnið Súlan sem er skúlptúr eftir listamanninn Karl Olsen. Auk þess fengu verðlaunahafar þakkarskjal fyrir framlag sitt og þátttöku í menningarlífi sveitarfélagsins. Meira

Umræðan

14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 660 orð

Alþjóðlegur dagur sykursjúkra

Á DEGI sykursjúkra koma í hug orð Vilmundar Jónssonar fyrrum landlæknis sem sagði árið 1938 að sykursýki væri mjög sjaldgæfur sjúkdómur á Íslandi og að það væri alveg sérstakt fyrir lækni að rekast á sjúkling með þann sjúkdóm. Ekki er þessi sjúkdómur þó sjaldgæfari en svo að nú eru um 500 Íslendingar sem þurfa daglega að sprauta sig með insúlíni og árlega eru 4. Meira
14. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Athugasemd

Í MORGUNBLAÐINU í gær (12. nóv. 1997) tekur Þröstur Helgason blaðamaður sér fyrir hendur að lýsa efni greinar eftir mig, sem birtist í 2. tölublaði tímaritsins Fjölnis. Í þessari "endursögn", eða hvað á að kalla það, gætir því miður bæði ónákvæmni og misskilnings, sem ég get ekki látið standa án leiðréttingar. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 519 orð

Biskupsvígsla í Hallgrímskirkju

Í ÞEIM ýfingum, sem verið hafa um skeið og eru því miður enn í kirkjunni okkar íslenzku, finn ég tímabært að minna á eftirfarandi bænarorð vinarins gamla og góða, látna séra Friðriks: Friður í kirkju' og frelsi guðlegt ríki friður í landi heift og sundrung víki friður í hjarta færi sumargróður faðir vor góður. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 763 orð

Ekki er ætlast til að kvótaeigendur gangi í hjúskap né eignist börn

RÖGNVALDUR Hannesson prófessor styður kvótakerfið eindregið. Ríkisútvarpið átti athyglisvert viðtal við Rögnvald í þættinum "Hér og nú" morguninn 15. október sl. Í þessu viðtali lýsir Rögnvaldur yfir afdráttarlausum stuðningi við núverandi kvótakerfi Íslendinga. Meira
14. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 545 orð

Fráleit frýjunarorð

Ekki þótti mér gott að sjá að þeim Davíð Haukssyni og Kjartani Vilhjálmssyni, aðdáendum hljómsveitarinnar Maus að eigin sögn, þyki plata hljómsveitarinnar, Lof mér að falla að þínu eyra, svo slök að ekki sé hægt að skilja lofsamleg ummæli mín um hana nema sem háð (sjá Bréf til blaðsins 13. nóv.). Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 328 orð

Hver er að skrökva?

Í EINKAMÁLGAGNI Kristjáns Ragnarssonar, Útveginum, 2. tbl. 6. árg. apríl 1997, er mikil breiðsíða send öllum "öfundarmönnum" hinna göfugu kvótaeigenda..."Bestir í heimi að mati OECD". Það þarf enginn að velkjast í vafa um það, hverjir eru beztir í heimi hér. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 596 orð

Mannúðarkeðjan

FYRIR hartnær 140 árum vann fjöldi sjálfboðaliða að því að draga úr þjáningu þúsunda særðra hermanna á blóði drifnum völlum Solferino á Norður-Ítalíu. Engu máli skipti hvorri fylkingunni fórnarlömbin tilheyrðu, allir áttu jafnan rétt á aðstoð. Kjörorð hjálparstarfsins var "Tutti fratelli" (Allir eru bræður). Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 627 orð

Sambandsslit Seltjarnarness og Kópavogs

SUMAR ákvarðanir breyta oft sögunni og oft er erfitt að átta sig á hvaða ákvarðanir þetta eru fyrr en eftir á. Tökum nokkur dæmi: 1)Sambandsslit Seltjarnarness og Kópavogs f. 50 árum. 2)Binding aflaheimilda við veiðiskip 1984- kvótakerfið. 3)Sala BÚH til Samherja. 4)Sala Guggunnar til Samherja. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 975 orð

Sameining heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á landsbyggðinni

UM síðustu áramót tóku gildi ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu sem heimiluðu sameiningu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á landsbyggðinni sem eru í starfstengslum. Áformað er að þessi breyting taki til 14 sjúkrahúsa á landsbyggðinni og a.m.k. jafnmargra heilsugæslustöðva um næstu áramót. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 992 orð

Sameining sveitarfélaganna ­ börnin til baka

SEM kjörorð sameiningar í sterkari sveitarstjórnareiningar legg ég til, stutt og laggott, "börnin til baka". Mér finnst þau rök vega þyngst í umræðunni um skipan sveitarfélaga á landsbyggðinni. Stærri einingar, hagkvæmni í rekstri, minni endurtekning sömu stjórnarhlutverka, áreiðanlegri samgöngur núorðið, grundvöllur til að taka við verkefnum frá ríkinu, Meira
14. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 273 orð

Til hvers var svargreinin?

SJALDAN hef ég lesið jafn ámátlegar afsakanir og yfirklór um verk R-listans og það sem Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í R-listanum viðhafði í grein í Mbl. 11. nóv. sl. Þar var hann að svara Árna Sigfússyni. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 547 orð

Um kvótasölu og byltingarafmæli

BANKASTJÓRI Landsbankans, Sverrir Hermannsson, sendi mér föðurlegar umvandanir í Morgunblaðinu hinn 11. þ.m. og vakti um leið athygli mína á því í tvígang í stuttum pistli sínum að grein mín um kvótasölu frá Suðurnesjum hefði birst á afmæli rússnesku byltingarinnar, 7. nóv., og hafi hann sæll nefnt það. Meira
14. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Var raunverulegt tap á raðsmíðinni?

Í FRÉTTUM að undanförnu hefur mjög verið rætt um tap ríkisins á smíði fjögurra fiskiskipa, sem smíðuð voru á Akureyri 1982-1987. Menn greinir á um hvort tapið sé átta hundruð og sextíu milljónir króna, þrettán hundruð milljónir eða jafnvel sautján hundruð milljónir króna. Það fer eftir því hvernig menn reikna dæmið. Meira
14. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Vöndum valið

VIÐ stöndum nú mörg í þeim sporum að mega kjósa í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í fyrsta sinn næsta vor. Margir eru ákveðnir en þó enn fleiri óákveðnir. Ég tel óhætt að segja þeim að valið er óvenju auðvelt að þessu sinni. Undanfarið hafa sjálfstæðismenn nýtt öll færi til að klekkja á okkur borgarbúum. Meira
14. nóvember 1997 | Aðsent efni | 289 orð

Yfir lækinn eftir vatni

VEGNA einkennilegra speglasjóna Aflvaka í Reykjavík um starfsemi Landsbanka Íslands á Vestfjörðum og Austurlandi er ástæða til að vekja athygli á eftirfarandi: Á Austurlandi rekur Landsbankinn 12 útibú og afgreiðslur, Búnaðarbankinn eitt útibú, og tveir sparisjóðir starfa í fjórðungnum. Landsbankinn hefur því yfirburðastöðu í landshlutanum. Meira

Minningargreinar

14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Harry Kristján Kjærnested

Elskulegi Harry bróðir. Nú er stundin komin sem við höfðum svo oft diskúterað, já þessi stóra stund að kveðja þennan heim. Þú sagðir alltaf: Það kemur maður í manns stað, en enginn kemur í þinn stað. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 469 orð

Harry Kristján Kjærnested

Elsku pabbi, þegar við hugsum til baka er það fyrsta sem við minnumst hlýleiki þinn og ástúð í okkar garð. Oft kepptum við systurnar um það hvor yrði fyrri til þess að ná besta sætinu á bænum, en það var í faðmi þínum. En auðvitað breiddir þú hann út þannig að við gátum báðar verið sáttar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 481 orð

Harry Kristján Kjærnested

Í dag verður til moldar borinn faðir minn Harry Kjærnested. Það verður einkennilegt að sjá hann ekki á gangi um götur Keflavíkur með hundinn sinn Snúlla. Pabbi hafði ætíð verið mikill dýravinur en hundurinn Snúlli var honum sérstaklega kær. Stundum hafði maður það á tilfinningunni að þeir skildu hvor annan eins og hverjar aðrar manneskjur. Ég man eftir mér fyrst á Kárastíg 13 í Reykjavík. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Harry Kristján Kjærnested

Kæri Harry, við starfsfólkið í flugeldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli viljum þakka þér samvinnuna og samveruna. Þín létta lund og sindrandi kímnigáfa var svo smitandi að vinnan varð mun skemmtilegri því allir voru í góðu skapi. Nú þegar þú ert hættur að hræra í pottum og lagður í þína hinstu för, biðjum við þér Guðs blessunar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 240 orð

HARRY KRISTJÁN KJÆRNESTED

HARRY KRISTJÁN KJÆRNESTED Harry Kristján Kjærnested fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalanum 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðfinnur Árni Kjærnested, f. 14. október 1894, d. 7. nóvember 1986, og Annie Tall Kjærnested, f. 15.mars 1896, d. 12. janúar 1984. Systkini hans voru Svavar Kjærnested, f. 9. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Harry Kr. Kjærnested Þegar við minnumst afa þá munum við hvað við gerðum margt skemmtilegt með honum. Við fórum í ferðalög og

Þegar við minnumst afa þá munum við hvað við gerðum margt skemmtilegt með honum. Við fórum í ferðalög og mjög oft að veiða með afa. Afi eldaði góðan mat og hafði gaman af að bjóða okkur í mat. Alltaf þegar afi kom hélt Emil að afi væri að sækja hann í göngutúra. Afi átti hund sem var með honum úti um allt. Afi hafði alltaf eitthvað að gera og hann var alltaf í góðu skapi. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 529 orð

Jón Ólafur Sigurðsson

Elsku pabbi, þitt kall kom alltof fljótt og óvænt. Þegar við Siggi komum í Breiðholtið á mánudaginn varst þú ekki heima, þú hafðir farið í þína daglegu sundferð. Við settumst niður með Valdísi og fengum okkur kaffi, eins og svo oft áður. Við vorum á hraðferð og ætluðum ekki að bíða eftir þér, þar sem okkur skildist að þú kæmir vanalega heim úr sundinu klukkan sjö. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 267 orð

Jón Ólafur Sigurðsson

Hann elsku afi okkar er dáinn. Hver hefði trúað því þegar við hittumst í haust á Siglufirði í brúðkaupi Sigga og Gunnu að það væri í síðasta sinn sem við værum öll saman? Þú varst svo stoltur af stóra hópnum þínum. Afa Nonna þótti alltaf gaman að koma til Siglufjarðar þar sem hann bjó lengi. Þá var gjarnan keyrt um allan fjörð og hann sagði okkur frá ýmsu sem gerðist þegar hann var ungur. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 763 orð

Jón Ólafur Sigurðsson

Okkur bræðrunum barst sú sorgarfrétt á dögunum að afi Nonni væri dáinn. Hann afi, þessi hressi karl sem ekki hafði breyst nokkurn skapaðan hlut, hvorki í útliti né viðmóti, síðan við fyrst munum eftir okkur. Við höfðum eiginlega reiknað með að þannig yrði það a.m.k. nokkur ár í viðbót. Það er af ýmsu að taka þegar minnast á manns eins og afa okkar, Jóns Ólafs Sigurðssonar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 373 orð

JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON

JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON Jón Ólafur Sigurðsson fæddist á Siglufirði 14. ágúst 1918. Hann lést í Reykjavík 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason trésmiður, ættaður frá Tréstöðum í Hörgárdal í Eyjafirði, f. 5. ágúst 1881, d. 17. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 135 orð

Jón Ólafur Sigurðsson Elsku afi. Nú ert þú kominn til guðs. Ég man þegar ég var lítil og fór með þér og ömmu í Kolaportið, ég

Elsku afi. Nú ert þú kominn til guðs. Ég man þegar ég var lítil og fór með þér og ömmu í Kolaportið, ég man líka að þú þekktir alla. Ef þeir þekktu þig ekki, þá varst þú ekki lengi að kynnast þeim. Ég man líka þegar við vorum að taka upp jólapakkana um jólin, og hvað ég öfundaði þig alltaf af öllum pökkunum sem þú fékkst. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Jón Ólafur Sigurðsson Elsku afi. Nú ert þú sofnaður og vaknar aldrei aftur. En manstu afi þegar við fórum stundum, þegar ég

Elsku afi. Nú ert þú sofnaður og vaknar aldrei aftur. En manstu afi þegar við fórum stundum, þegar ég gisti hjá ykkur ömmu, út að labba eða bak við hús að leika við krakkana á meðan amma steikti uppáhaldið mitt, fiskibollur? En ef það var leiðinlegt veður og við komumst ekki út þá stóðum við saman úti við gluggann í svefnherberginu og horfðum á bílana og spjölluðum um daginn og veginn. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 369 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Hún elsku Stína mín er dáin. Hvernig má það vera? Hún sem var svo full af lífskrafti og starfsorku um miðjan október sl. þegar ég kom í heimsókn. Ég var búin að koma mörgum sinnum en aldrei var Stína heima, svo ég reyndi að koma í hádeginu. Hún var heima. Var að taka saman muni í kassa fyrir næsta bazar hjá Borgfirðingafélaginu. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 288 orð

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu hinn 19. desember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Jóhannsdóttir og Guðmundur Jónsson, bóndi þar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 403 orð

Kristján Sigurðsson

Við kveðjum nú með söknuði úrvalsmanninn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlækni Sjúkrahúss Keflavíkur. Hann var skurðlæknir að mennt og hafði eftir læknispróf fyrst lært fræði sín í Svíþjóð, tekið síðan hlé á skurðlækningunum og gerst héraðslæknir á Patreksfirði um sex ára skeið. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Kristján Sigurðsson

Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs (nú Sjúkrahús Suðurnesja), andaðist í Reykjavík 9. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristján fæddist í Hælavík á Hornströndum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk læknisprófi 1954. Hann varð sérfræðingur í skurðlækningum 1954. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Kristján Sigurðsson

Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til afa er brosandi maður með húfu og í íþróttaskóm. Við munum svo vel eftir honum í forstofunni á Otrateigi nýkomnum úr göngutúr, brosandi og með rjóðar kinnar. Hann hafði fallegt og smitandi bros. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Keflavíkur þegar þau amma bjuggu þar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Kristján Sigurðsson

Þegar menn kveðja þennan heim og halda á fund eilífðarinnar hafa þeir skilið eftir sig spor í þessu jarðríki sem grópast misdjúpt. Sumir hafa verið svo lánsamir að skilja eftir sig minningar sem eftirlifendur geta ornað sér við, hvort sem um er að ræða nánustu ættingja, vini, samstarfsmenn eða kunningja. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Kristján Sigurðsson

"Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn." (Brekkukotsannáll ­ H.K. Laxness.) Mér hefur oft dottið þessi setning í hug, með tilheyrandi útfærslum, eftir að ég missti son minn fyrir fimm árum. Ég mæli ekki með aðferðinni en dauðinn er ekki alvondur. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Kristján Sigurðsson

Kristján Sigurðsson læknir er látinn. Þar er fallið í valinn mikið valmenni sem ekki mátti aumt sjá. Læknir af gamla skólanum. Ég segi af gamla skólanum vegna þess að hann spurði ekki um tíma eða peninga þegar lækna þurfti sjúka eða sinna þeim sem minni voru máttar. Þetta er okkur hollt að hafa í huga nú þegar umræður í dag snúast ekki um sjúklinga heldur peninga. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Kristján Sigurðsson

Elsku Kristján, nú ert þú hjá Guði. Ég trúi að hann hafi sent engla sína að taka á móti þér og að litli engillinn minn hafi verið þar á meðal. Hvíl þú í friði í Jesú nafni. Þegar ég sá þig í fyrsta sinn á Otrateignum fyrir 20 árum sast þú og last í blaði. Þú hafðir hvíta hanska á höndum. Skýringin var sú að þú hafðir haft exem eða ofnæmi og varst að verja hendur þínar. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 110 orð

Kristján Sigurðsson

Kveðja frá Styrktarfélagi Sjúkrahúss Suðurnesja Kristján Sigurðsson yfirlæknir var einn af forvígismönnum að stofnun Styrtarfélags Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs, nú Styrktarfélags Sjúkrahúss Suðurnesja. Tilgangur félagsins var og er að beita sér fyrir framgangi heilbrigðismála á Suðurnesjum. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Kristján Sigurðsson

Í dag er til moldar borinn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkur, en hann lést á Landspítalanum 9. nóvember sl. eftir stutta en erfiða sjúkdómsbaráttu. Með Kristjáni er fallinn í valinn mikill drengskaparmaður og vel metinn læknir, sem ávann sér traust og virðingu sjúklinga sinna. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Kristján Sigurðsson

Einn af öðrum kveðja vinir og samferðamenn. Það hefur víst alltaf verið svo og verður áfram. Kristján Sigurðsson læknir kvaddi þennan heim 9. nóv. sl. 73 ára. Traustur og góður félagi er genginn og í hug koma atvik liðinna ára. Það er komið hátt á fjórða áratug síðan kynni okkar hófust. Kristján flutti til Patreksfjarðar með fjölskyldu sinni og tók við héraðslæknisembætti. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 417 orð

KRISTJÁN SIGURÐSSON

KRISTJÁN SIGURÐSSON Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Sigurðsson (f. 28. mars 1892, d. 9. maí 1968), fæddur á Læk í Aðalvík, síðar bóndi í Hælavík og símstöðvarstjóri á Hesteyri. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Kristján Sigurðsson Elsku afi. Það er erfitt að skilja að ég geti aldrei talað við þig aftur. Þegar pabbi sagði mér að þú værir

Elsku afi. Það er erfitt að skilja að ég geti aldrei talað við þig aftur. Þegar pabbi sagði mér að þú værir dáinn fór ég að skoða myndabókina frá því að við fórum með ykkur ömmu í sumarbústað í Danmörku. Mig langaði svo mikið til að skoða myndirnar því það var svo gaman að vera með ykkur ömmu. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 112 orð

Kristján Sigurðsson Kristján vinur minn er farinn, laus við þjáningar sjúkdóms síns hér á jörðu. Fyrstu kynni okkar urðu er

Kristján vinur minn er farinn, laus við þjáningar sjúkdóms síns hér á jörðu. Fyrstu kynni okkar urðu er hann tók við Sjúkrahúsinu á Patreksfirði og þau hjón fluttu til staðarins. Þá var ég einn af rafvirkjum plássins og var þeim Valgerði og Kristjáni innan handar við eitt og annað er varðaði fag mitt. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um samskipti okkar og fjölskyldu hans þessi liðnu ár. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 595 orð

Kristján S. Sigurðsson

Kristján Stefán Sigurðsson verður til moldar borinn hinn 14. nóvember, nákvæmlega 73 árum eftir að hann kom í heiminn vestur í Hælavík. Leiðir mínar og þessa ágæta starfsbróður míns lágu ekki saman fyrr en ég tók nokkrar helgarvaktir á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs, eins og það nefndist þá. Var ég þá aðstoðarlæknir, en Kristján yfirlæknir sjúkrahússins. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1068 orð

Magnús F. Bjarnason

Móðurbróðir minn Magnús J. Bjarnason lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 6. nóvember eftir stutta legu. Þegar ég kom til hans kvöldinu áður var hann óvenju hress og velvakandi svo fréttin um lát hans kom mér á óvart þótt ljóst væri að hverju stefndi. Mig langar að minnast þessa góða manns nokkrum orðum. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 270 orð

MAGNÚS F. BJARNASON

MAGNÚS F. BJARNASON Magnús Jóhann Bjarnason fæddist í Akureyjum í Helgafellssveit 9. nóvember 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Jóhanna Sigmundsdóttir húsfreyja frá Akureyjum (f. 2. júní 1878, d. 29. sept. 1957) og Bjarni Jónsson frá Sellátri (f. 19. feb. 1867, d. 11. Meira
14. nóvember 1997 | Minningargreinar | 651 orð

ÞÓR GUÐJÓNSSON

Þór Guðjónsson, fyrrverandi veiðimálastjóri, fagnar merkisafmæli í dag, en hann er fæddur 14. nóvember 1917. Af þessu tilefni viljum við undirritaðir senda Þór bestu afmælisóskir. Jafnframt langar okkur til að fjalla nokkuð um mikilvægt framlag Þórs til veiðimála á 40 ára ferli hans sem veiðimálastjóra. Meira

Viðskipti

14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Benz biðst afsökunar

MERCEDES-Benz-bílaverksmiðjurnar í Þýzkalandi báðust í gær opinberlega afsökunar á því að komið hefði í ljós að nýi "A"-smábíllinn, sem nýverið var settur á markað, væri ekki eins öruggur og til hefði staðið. Í fyrradag tilkynntu talsmenn fyrirtækisins að hætt yrði að selja "A"-bíla um sinn. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Dan Rather og CBS News semja til 2002

CBS News sjónvarpsfréttamaðurinn Dan Rather hefur endurnýjað samning sinn í þrjú ár í viðbót, eða til ársins 2002, og hækka laun hans í 6,5 milljónir dollara ­ þannig að þau verða álíka há og keppinauta hans hjá ABC og NBC. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 119 orð

ÐÁvöxtun ríkisbréfa lækkar

ALLS bárust 7 tilboð að fjárhæð 519 milljónir króna að söluverði í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkisbréfum á miðvikudag. Bréfin eru með gjalddaga 10. október. Tekið var tilboðum fyrir 360 milljónir króna að söluverði. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í bréfin var 7,98%. Í kjölfarið útboðsins á miðvikudag lækkaði ávöxtun ríkisbréfa á Verðbréfaþingi um 19 punkta. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 213 orð

ÐPlastprent hlýtur íslensku gæðaverðlaunin

PLASTPRENT hlaut íslensku gæðaverðlaunin, sem afhent voru í fyrsta sinn í gær, fyrir framúrskarandi gæði á sviði rekstrar og stjórnunar. Davíð Oddsson forsætisráðherra veitti Eysteini Helgasyni, framkvæmdastjóra Plastprents, verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum og er myndin tekin við það tækifæri. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 178 orð

ÐÞróunarsjóður sýknaður af kröfum Mata ehf.

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Þróunarsjóð sjávarútvegsins af kröfum Mata ehf. og 22 annarra aðila, sem kröfðust þess að forkaupsréttur þeirra að hlutafé Þróunarsjóðs í Búlandstindi hf., að nafnvirði tæplega 70 milljóna króna, yrði viðurkenndur. Með þessu staðfestir Hæstiréttur dóm héraðsdóms í málinu. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Erfitt að brjótast inn í Saab 9-5

SAAB 9-5 var eini bíllinn af 30, sem sænsku neytendasamtökin prófuðu, sem þjófar þurftu meira en tvær mínútur til að brjótast inn í. Samkvæmt niðurstöðum prófana samtakanna á dyralásum bifreiða tekur aðeins fjórar eða fimm sekúndur að brjótast inn í nýjan Mitsubishi Carisma GLX, Seat Toledo og Toyota Corolla. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 211 orð

»Evrópsk bréf þokast upp á við

GENGI evrópskra hlutabréfa þokaðist upp á við í gær vegna hækkunar eftir opnun í Wall Street, þrátt fyrir varnaðarorð Greenspans seðlabankastjóra vegna umrótsins í Asíu. Hækkanir hlutabréfa í London, París og Frankfurt eftir 1% byrjunarhækkun í New York héldust þrátt fyrir þau ummæli Greenspans að fjárhagsvandi Asíu geti haft áhrif á bandarísk efnahagslíf. Meira
14. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 481 orð

Hagnaður dróst saman og skuldir jukust

AFKOMA og fjárhagur sérhæfðra kúabúa versnaði til muna á árinu 1996. Hagnaður búanna til greiðslu á launum eigenda og vöxtum af eigin fé nam að meðaltali 1.313 þúsund krónum og hafði lækkað að raungildi um 6,6% frá árinu 1995. Lækkaði hlutfall hagnaðar af veltu úr 23% 1995 í 21% 1996. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins um niðurstöður búreikninga fyrir árið 1996. Meira

Fastir þættir

14. nóvember 1997 | Í dag | 438 orð

AÐ er fróðlegt að fletta norrænu tölfræðibókinni, sem kemur út árle

AÐ er fróðlegt að fletta norrænu tölfræðibókinni, sem kemur út árlega á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Þar eru ýmsar tölulegar upplýsingar um Ísland, Noreg, Svíþjóð, Finnland, Danmörku, Grænland og Færeyjar. Árbókin fyrir árið 1997 er nýkomin út og eru nýjustu tölurnar frá árinu 1996. Meira
14. nóvember 1997 | Dagbók | 3110 orð

APÓTEK

»»» Meira
14. nóvember 1997 | Fastir þættir | 306 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

Nú er lokið Akureyrarmótinu í tvímenningi sem 24 pör tóku þátt í. Spilaður var barómeter, 5 spil á milli para. Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson náðu snemma nokkuð afgerandi forustu og þótt Stefán formaður Vilhjálmsson og Guðmundur V. Gunnlaugsson minnkuðu bilið undir lokin með risaskori upp á 114 stig síðasta kvöldið var sigur Magnúsar og Sigurbjörns mjög öruggur. Meira
14. nóvember 1997 | Fastir þættir | 190 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Síðastliðið mánudagskvöld voru spilaðar 5 síðustu umferðirnar í aðaltvímenningi félagsins, A-Hansen mótinu. Töluverðar sviptingar urðu í þessum umferðum og urðu Matthías Páll Imsland og Ómar Olgeirsson á endanum að sætta sig við fjórða sætið, en þeir höfðu verið í toppbaráttunni allt mótið. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Elín Gunnarsdóttir og Óttar Gauti Guðmundsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Sonur þeirra Jóhannes Gauti er með á myndinni. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Selfosskirkju af sr. Sigurði Sigurðssyni Helga Dögg Sigurðardóttir og Guðjón B. Þorvarðarson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Laufáskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Sigríður Sævarsdóttir og Skapti Hallgrímsson. Heimili þeirra er á Miðbraut 21, Seltjarnarnesi. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Ragnheiður Júlíusdóttir og Pétur Ólafsson. Heimili þeirra er í Hörpulundi 21, Akureyri. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. apríl í Háteigskirkju af sr. Andrési Ólafssyni Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason. Heimili þeirra er að Háteigsvegi 8, Reykjavík. Meira
14. nóvember 1997 | Dagbók | 622 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
14. nóvember 1997 | Fastir þættir | 634 orð

Glæsileg íbúð í Hafnarfirði

Hjá Fasteignamarkaðinum við Óðinsgötu er til sölu íbúð að Álfholti 12 í Hafnarfirði. Þetta er glæsileg og nýleg 4 til 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum í 6 íbúða húsi," sagði Guðmundur Th. Jónsson hjá Fasteignamarkaðinum. Húsið er steinsteypt, byggt árið 1992. Íbúðin er 136,8 fermetrar að stærð. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 141 orð

Halldór M. Sigurgeirsson

Halldór M. Sigurgeirsson er allur. Sáttur við Guð og menn lagði hann af stað í sína hinstu för. Hann var drengskaparmaður mikill, orðvar og grandvar. Vann öll sín verk af alúð, vandvirkni og samviskusemi. Hann var kíminn og gat oft skellt sér á lær. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar. Söngelska var honum í blóð borin og fegurðin bærði silfurstrengi sálar hans. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 190 orð

Halldór M. Sigurgeirsson

Nú er hann elsku afi okkar dáinn eftir langa og farsæla ævi. Afi sem var alltaf svo góður og hlýr og vildi öllum vel. Hann bar aldurinn vel og var hress nærri allt fram á síðasta dag. Á níræðisaldri þótti honum ekki tiltökumál að hjóla á milli bæjarfélaga eða klifra upp í stiga til að mála hús þeirra ömmu á Norðurbraut 13. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 727 orð

Halldór M. Sigurgeirsson

Í dag verður tengdafaðir minn, Halldór M. Sigurgeirsson, borinn til moldar. Þótt ævidagurinn sé langur og hann hvíldinni feginn fyllist ég söknuði og á hugann leita minningar liðins tíma. Minningar frá samverustundum á yndislegu heimili þeirra hjóna á Norðurbraut 13, minningar um góðan tengdaföður og vin sem var óþreytandi að veita aðstoð og hjálp, Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 253 orð

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON Halldór M. Sigurgeirsson fæddist í Hafnarfirði 27. október 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurgeir Gíslason, f. 9. nóv. 1868, d. 25. des. 1952, vegaverkstjóri og síðar sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði, og Marín Jónsdóttir, f. 1. maí 1865, d. 25. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 296 orð

Harald Gunnar Halldórsson

Elsku bestu afi, þú ert kominn til himna, að hitta langömmu og alla hina. Ég sakna þín, en ég veit þú kemur ekki aftur til mín. Þess vegna bið ég Guð á hverju kvöldi að senda bestu kveðjur frá mér til þín. Elsku afi, nú ert þú dáinn. Þegar við fréttum það varð það okkur mikið áfall því okkur gafst svo lítill tíma til að kveðja þig. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 166 orð

HARALD GUNNAR HALLDÓRSSON

HARALD GUNNAR HALLDÓRSSON Harald Gunnar Halldórsson var fæddur í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástbjörg Magnúsdóttir, sem lést 1970 og Halldór Þórarinsson. Harald átti þrjú alsystkini. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 462 orð

Kristbjörg Guðmundsdóttir Árin líða undrafljótt. Mér finnst raunar ekk

Árin líða undrafljótt. Mér finnst raunar ekki ýkja langt síðan ég var að trítla litlum fótum frá "Rússlandi" og upp Kirkjuklaufina. Þó er um hálfa öld að ræða. Mér finnst raunar eins og það hafi verið í gær, að lagt var upp í langferð frá skólaleikvellinum við Gamla skólann og alla leið upp á Nafir með viðkomu á horninu fyrir ofan húsið hennar Kristbjargar, Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 84 orð

KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Kristbjörg Guðmundsdóttir var fædd á Ási

KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Kristbjörg Guðmundsdóttir var fædd á Ási í Hegranesi 7. september 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, f. 10. júní 1863, d. 29. okt. 1954, og Jóhanna Guðný Einarsdóttir, f. 1. apríl 1864, d. 26. febr. 1938. Meira
14. nóvember 1997 | Í dag | 514 orð

Leiði fá ekki að vera í friði

ÁSLAUG hafði samband við Velvakanda og sagðist hún vera með leiði í Grafarvogskirkjugarði. Á leiðinu hefur hún haft ljóslukt og gerviblóm en þetta virðist ekki fá að vera í friði, það eru alltaf einhverjir sem taka þetta. Vill hún lýsa yfir óánægju sinni með þetta. Meira
14. nóvember 1997 | Fastir þættir | 569 orð

Regla í frystikistunni og unghænuuppskrift

HVER kannast ekki við að hafa leitað að því sem við vitum að við eigum í kistunni en ekki fundið? Um daginn vantaði mig stóran plastpoka undir kæfu í smáplastpokum sem ég ætlaði að frysta en átti engan. Þá greip ég gamalt munstrað koddaver í staðinn, þar með var lausnin fundin. Meira

Íþróttir

14. nóvember 1997 | Íþróttir | 47 orð

6,2 millj. kr. á mann

J¨URGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins, sat fund með forráðamönnum þýska knattspyrnusambandsins í gær. Umræðuefnið var bónusgreiðslur til leikmanna landsliðsins vegna HM í Frakklandi næsta sumar. Samkomulag varð um að hver leikmaður landsliðsins fái 6,2 millj. ísl. kr. ef þeir verða heimsmeistarar í Frakklandi. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 133 orð

BALDUR Ólafsson leikmaður KR

BALDUR Ólafsson leikmaður KR fékk skurð á höfuðið snemma í síðari hálfleik og lék ekki meira eftir það. ÓSVALDUR Knudsen lék með KR-ingum í fyrsta skipti síðan í Reykjavíkurmótinu. Hann kom seint inn á og gerði tvær þriggja stiga körfur. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Barcelona fékk skell

EFSTA lið spænsku deildarinnar, Barcelona, fékk skell í gærkvöldi er það sótti Athletic Bilbao, lokatölur 3:0. Ósigurinn hleypir spennu í deildina þar í landi þar sem aðeins munar nú einu stigi á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid og Celta Vigo sem koma næst á efir og sigruðu örugglega í sínum leikjum á miðvikudagskvöldið. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 483 orð

Enn tapa meistarar Chicago "Lögðum áherslu á að stöðva Jordan"

ÞAÐ er ár og öld síðan Chicago Bulls hefur byrjað jafn illa í NBA-deildinni og í ár. Í fyrrinótt tapaði liðið enn einu sinni og hefur nú tapað fjórum leikjum og unnið fjóra. Það sem er ef til vill enn merkilegra er að meistarar Bulls töpuðu 90:83 fyrir Washington Wizards í Chicago og það kunnu stuðningsmenn meistaranna ekki að meta. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 36 orð

FÉLAGSLÍFHerrakvöld Fram Herrakvöld Fram v

Herrakvöld Fram verður í félagsheimilinu við Safamýri í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19. Árni Gunnarsson er ræðumaður kvöldsins og Jóhannes Kristjánsson eftirherma tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá Fram fyrir ári. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 93 orð

Hilmar fer til Tromsö HILMAR Bjö

HILMAR Björnsson, knattspyrnumaður með KR, hefur ákveðið að ganga að tilboði norska félagsins Tromsö og leika með því næstu tvö árin. Frá þessu var gengið í gær, en Hilmar hefur undanfarnar vikur átt í samningaviðræðum við félagið. Hilmar er fjórði leikmaður úr byrjunarliði KR á sl. sumri sem gengur norsku liði á hönd. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - Stjarnan20

Körfuknattleikur 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - Stjarnan20 Handknattleikur 2. deild karla: Seltj.nes:Grótta/KR - Þór20 Ísafjörður:Hörður - Ármann20 Fjölnishús:;Fjölnir - Selfoss20. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 345 orð

JÚGÓSLAVNESKI þjálfarinn Vujadin Boskov

JÚGÓSLAVNESKI þjálfarinn Vujadin Boskov hefur snúið á ný til Sampdoria. Hann tekur við starfi Cesar Luis Menotti, sem hætti á miðvikudaginn. Boskov, sem er 66 ára, þjálfaði Sampdoria 1986 til 1992, sem voru gullöld liðsins. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 200 orð

JÚLÍUS Jónasson

JÚLÍUS Jónasson og félagar hans í St. Otmar töpuðu fyrir TV Suhr 29:25 á útivelli á miðvikudagskvöldið. Þetta var fyrsti tapleikur St. Otmar á leiktíðinni og er félagið nú í 2. sæti í deildinni með 14 stig. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 253 orð

Keflavík - KR90:80

Laugardalshöll: Undanúrslit í Eggjabikarnum, fimmtudaginn 13. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:0, 6:3, 6:9, 9:11, 22:11, 24:19, 30:21, 37:31, 40:39, 42:42, 44:42, 44:46, 53:49, 58:53, 68:56, 73:65, 76:70, 81:73, 90:80. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 483 orð

Keflvíkingar kunna þá list

KEFLVÍKINGAR kunna þá list að leika vel þegar mikið liggur við og vera skrefi á undan andstæðingi sínum. Það fengu KR-ingar að finna er félögin áttust við í undanúrslitum Eggjabikarsins í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir að hafa gefið eftir í fyrri hálfleik komu þeir ákveðnir til leiks og léku sem ein heild í þeim síðari. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 34 orð

Knattspyrna

Athletic Bilbao - Barcelona3:0 Javi Gonzalez (40.), Bittor Alkiza (50.), Ismael Urzaiz (72.). 45.000. Stafa efstu liða: Barcelona 1181224:1325 Real Madrid 1173119:724 Celta Vigo Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 58 orð

NBA-deildin Chicago - Washington83:90 Boston - Denver96:86 Indiana - Atlanta86:89 Orlando - Sacramento89:115 Toronto - Nwe York

NBA-deildin Chicago - Washington83:90 Boston - Denver96:86 Indiana - Atlanta86:89 Orlando - Sacramento89:115 Toronto - Nwe York Knicks70:93 Houston - Philadelphia100:114 Phoenix - Milwaukee103:95 Utah - Vancouver93:80 Golden State - Detroit71:102 Íshokkí NHL-deildin Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 163 orð

NBA fær um 184 milljarða króna

BANDARÍSKA körfuknattleiksdeildin NBA hefur gert nýjan samning við sjónvarpsstöðvarnar NBC og Turner Sportsum beinar útsendingar frá leikjum deildarinnar til 2002 og fær NBA um 184 milljarða króna í sinn hlut, sem er nær tvöfalt meira en deildin fékk fyrir fyrri samning, sem rennur út næsta vor. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 140 orð

Pétur áfram hjá Boro PÉTUR Marteins

PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður hjá Hammarby í Svíþjóð, sem hefur verið að líta á aðstæður hjá enska fyrstu deildar liðinu Middlesbrough verður þar eitthvað fram yfir helgi. Ekki hefur tekist að ná sambandi við Pétur en unnusta hans, sem er komin til Svíþjóðar, sagði í gær að hann kæmi væntanlega heim einhvern tíma eftir helgina. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 358 orð

Saknar gömlu góðu daganna

BANDARÍKJAMAÐURINN Pete Sampras er án efa besti tennisleikari heims enda er kappinn búinn að tryggja sér efsta sæti á heimslistanum fimmta árið í röð. Sampras hefur vissar áhyggjur af framtíð íþróttarinnar, segir að ekki séu nógu margar stórstjörnur til að halda við þeim mikla áhuga sem verið hefur á íþróttinni. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 316 orð

Sampras sneri vörn í sókn

Eftir að hafa beðið lægri hlut í 1. umferð ATP-mótsins í tennis, sem er heimsmeistaramót þar sem átta bestu tenniskarlar heims taka þátt, sneri fremsti tennismaður heims, Pete Sampras, vörn í sókn í 2. umferð á miðvikudaginn. Þá lagði hann Greg Rusedski í tveimur settum, 6-4, 7-5. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 125 orð

Stoke vill fá Kristján ENSKA

Stoke vill fá Kristján ENSKA 1. deildar liðið Stoke City vill fá Akureyringinn Kristján Sigurðsson í sínar herbúðir, en hann hefur staðið sig mjög vel í leikjum með unglingaliði liðsins að undanförnu. Kristján, sem varð 17 ára 10. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 202 orð

Svæðisvörnin heppnaðist

"ÞAÐ kom kafli í fyrri hálfleik þar sem við gáfum of mikið eftir og lékum illa og fengum á okkur villur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Kelfavíkur. "Fljótlega í síðari hálfleik breyttum við vörninni og sú breyting heppnaðist vel. Svo má kannski segja að heppnin hafi að hluta til frekar lent hjá okkur. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 573 orð

Torrey reið baggamuninn

TORREY John átti sannkallaðan stórleik í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar Tindastóll vann Njarðvík, 102:90, eftir framlenginu. Með sigrinum tryggði Tindastóll sér sæti í úrslitaleik Eggjabikarsins á morgun en þar munu þeir mæta Keflvíkingum. Torrey John gerði 49% stiga Tindastóls, 40 í venjulegum leiktíma og bætti tíu við í framlengingunni og lauk því leiknum með 50 stigum og 13 fráköstum. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 132 orð

Valur Fannar með Arsenal VALUR Fannar Gís

VALUR Fannar Gíslason, sem lék sem lánsmaður með Brighton í mánuð, er kominn á ný til Arsenal. Hann hafnaði boði Brighton, sem vildi hafa hann áfram, og lék með varaliði Arsenal á móti Tottenham á miðvikudagskvöldið ­ kom inná sem varamaður í jafnteflisleik, 1:1. Martin Keown skoraði mark Arsenal, en hann hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 290 orð

Þorbjörn fylgist með Wuppertal-tríóinu

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er nú staddur í Þýskalandi til að fylgjast með landsliðsmönnunum sem leika þar og þá sérstaklega Wuppertal-tríóinu ­ Geir Sveinssyni, Ólafi Stefánssyni og Degi Sigurðssyni, sem eru lykilmenn landsliðsins. Meira
14. nóvember 1997 | Íþróttir | 87 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Real Madrid - Maccabi (Ísrael)68:76 Alberto Angulo 15, Dejan Bodiroga 12, Alberto Herreros 11 ­ Oded Katash 21, Randy White 21, Constantin Popa 11. 3.500. Efes (Tyrkl.) - Limoges (Frakkl.)65:64 Petar Naumoski 26, Mirsad Turkcan 18 Limoges ­ Hughes Occansey 16, Nenad Markovic 12, Weis 12. 10.000. Meira

Sunnudagsblað

14. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1517 orð

HERBALIFE OG LYFJAEFTIRLIT RÍKISINS ­ HAGSMUNIR ALMENNINGS

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur ýmislegt, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, verið fullyrt um Lyfjaeftirlit ríkisins og greinarhöfund sem er forstöðumaður stofnunarinnar. Af þeirri ástæðu eru hér dregnar fram nokkrar staðreyndir um Herbalife og afskipti Lyfjaeftirlitsins af innflutningi fæðubótarefna og náttúruvöru. Meira

Úr verinu

14. nóvember 1997 | Úr verinu | 336 orð

Ísfell hf. kaupir veiðarfæradeild ÍS

ÍSFELL hf. í Reykjavík hefur keypt veiðarfæradeild Íslenzkra sjávarafurða og verður starfsemi hennar sameinuð Ísfelli, en fyrst og fremst er um kaup á lager að ræða. Ísfell er nú að byggja 2.000 fermetra hús við Fiskislóð og verður öll starfsemi fyrirtækisins og tengdra fyrirtækja flutt þangað innan skamms. Meira
14. nóvember 1997 | Úr verinu | 451 orð

Mikill niðurskurður á kvóta veldur erfiðleikum

NÚ er verið að kanna mögulega samvinnu eða samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna Seaflower Whitefish og dótturfélags Sea Harvest í Namibíu, Lalandii en Íslenzkar sjávarafurðir hf. eiga tæp 20% í fyrrnefnda fyrirtækinu, hafa tekið þátt í rekstri þess og selt afurðir þess. Meira
14. nóvember 1997 | Úr verinu | 93 orð

Tólf nýjar tegundir botndýra

SÍÐUSTU fimm árin hafa fundizt 12 tegundir botndýra við Ísland, sem áður voru óþekktar í heiminum. Dýrin hafa fundizt við rannsóknarverkefnið Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), sem nú hefur staðið í fimm ár. Þekktar eru tæplega 2.000 tegundir íslenzkra botndýra, en áætlaður fjöldi þeirra er um 4.000. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 334 orð

Augnskaði aumar geirvörtur og blöðrur

BRESKIR næturklúbbseigendur og læknar hittust á neyðarráðstefnu nýverið vegna heilsuspillandi áhrifa næturlífsins, samkvæmt Verdens Gang. Munu hundruð gesta leita lækninga árlega við kvillum og meiðslum sem rekja má til skemmtistaða. Á ráðstefnunni voru fulltrúar lögreglu, lækna, sjúkraflutningafólks og klúbbeigenda. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 507 orð

Dýrt að búa í Kópavogiog eiga kærustuí Mosfellsbæ

MIKAEL Allan Mikaelsson segist löngum hafa verið dýr í rekstri, enda hafi móðir hans jafnan á orði að hann féfletti sig miskunnarlaust. "Hún er bara að reyna að láta mig fá samviskubit þegar ég bið um pening," segir Mikael og játar kinnroðalaust að vera dekurbarnið í fjölskyldunni. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 167 orð

Er gat á vasanum? Fjögur ungmenni á mismunandi aldri tóku vel í beiðni Valgerðar Þ. Jónsdóttur um að halda nákvæmt bókhald í

UNGLINGAR OG PENINGAREr gat á vasanum? Fjögur ungmenni á mismunandi aldri tóku vel í beiðni Valgerðar Þ. Jónsdóttur um að halda nákvæmt bókhald í eina viku í byrjun vetrar. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 268 orð

Gullið tækifæri fyrir Íslendinga

EINN Íslendingur er skráður í háskólanám á Keflavíkurflugvelli þessa önnina. Hann heitir Friðfinnur Hreinsson og nemur viðskiptafræði (Business Management) við University of Maryland. "Þetta er gullið tækifæri og ég undrast af hverju fleiri hafa ekki nýtt sér þennan möguleika. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1234 orð

Háskólar sem leynast á Suðurnesjum

DAGINN sem okkur bar að garði var fremur hráslagalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli. Tollskoðun að baki og við blasir bæjarstæðið óvarið fyrir vindum, lítið er því um tré eða annan gróður. Það er rigning og einungis kassalöguð íbúðarhús í misdaufum litum eru sjáanleg. Enginn er á ferli. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 462 orð

Íslenskir nátthrafnar líka óheppnir

SKRÁNING slysa á skemmtistöðum og í miðbæ Reykjavíkur hjá Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1. janúar til 30. september á þessu ári leiðir í ljós að íslenskir nátthrafnar eru líka iðnir við óhappakolann. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 384 orð

Kátir krakkar

SÝNINGIN Kátir krakkar verður opnuð í dag í Handverki og Hönnun á Amtmannsstíg 1. Þar gefur að líta handverk nokkurra kvenna sem um mislangt skeið hafa selt afrakstur vinnu sinnar að mestu eða öllu leyti sjálfar og rekið eigin fyrirtæki; Textílkjallarann, Húfur sem hlæja, Saumagallerí jbj og Blanco Y Negro. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 575 orð

Of gömul til að fá pening hjápabba og mömmu

HAGSÝNI segir Alda Karen Svavarsdóttir ekki vera sinn helsta eðliskost. Hún vill eiga peninga til að fara á kaffihús, í bíó eða skemmta sér og kaupa föt. Meiriháttar fjárfestingar finnst henni ótímabærar að sinni. Samfara náminu í Flensborgarskóla vinnur hún í Músík og myndum í Hafnarfirði til að fjármagna eyðsluna. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1728 orð

Ónæmiskerfið styrkist við bænalíf og kalda sturtu Köld sturta og slökun styrkja ónæmiskerfið og þar með varnir líkamans gegn

DR. SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fer snöggvast undir kalda sturtu í hádeginu að loknum daglegum sundspretti í Sundlaug Akureyrar. Sundfélagar hennar af kvenkyni gera flestir slíkt hið sama "en ég veit ekki hvort karlarnir eru eins hraustir", segir Sigríður, meira í gríni en alvöru og hlær notalega hinum megin við símalínuna. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 697 orð

Samruni hjá Eskimó og Módel '79

HALDIÐ verður formlega upp á sameiningu umboðsskrifstofanna Eskimó og Módel '79 í dag. Nýja skrifstofan er í nýju húsnæði, nánar tiltekið við Ingólfsstræti, og hefur samruninn verið í deiglunni síðustu 3-4 mánuði, segir Jóna Lárusdóttir framkvæmdastjóri Módel '79 til fjölda ára. Samruninn leiðir eins og gefur að skilja til stækkunar og er Eskimó með 74 fyrirsætur á sínum snærum í kjölfarið. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 445 orð

Suð ber oftasttilætlaðanárangur

FYRIR að vaska upp, taka tilí herberginu sínu og vera tiltaks þegar litla systir kemurheim úr skólanum fær MagnúsMagnússon fimmtán hundruðkrónur á viku. "Þó ekki alltaf... það fer svona eftir þvíhvað ég er duglegur," útskýrirMagnús, sem oftast sinnir starfisínu samviskusamlega og hefurupphæðina til ráðstöfunar íupphafi hverrar viku. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 736 orð

Sveitamenn frá Íslandi í góðu yfirlæti í þýsku nunnuklaustri

SAMKÓR Mýramanna fór í tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis í vor. Í ferðinni dvaldi kórinn í þýsku nunnuklaustri, flutti íslenska tónlist í dómkirkjunni í Salzburg og skoðaði tvær hallir Lúðvíks II. Samkór Mýramanna hefur starfað af miklum krafti frá árinu 1981. Kórinn starfar í fjórum sveitarfélögum í landnámi Egils Skallagrímssonar á Borg. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 203 orð

Útskrifaðist með meistarpróf

FYRIR þremur árum útskrifuðust tveir Íslendingar, Víðir Stefánsson og Bjarni Einarsson, frá Webster's University sem þá rak útibú á Keflavíkurflugvelli. "Við lukum tveggja ára MA-námi í viðskiptastjórnun," segir Bjarni, sem nú er bæjartæknifræðingur í Stykkishólmi. Meira
14. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 482 orð

Þorgerði frænku vantaroft barnapíu

ÞÓTT Steinunn Guðmundsdóttir færi létt með að eyða sumarhýrunni, 45 þúsund krónum, á fjórum vikum í Barcelona síðla sumars, dugðu rúmlega 1.600 kr. henni alveg bærilega "bókhaldsvikuna" um mánaðamótin síðustu. "Ég keypti líka fullt af fötum, nokkra geisladiska og ýmislegt smáræði í Barcelona þannig að mig vantar ekkert svoleiðis núna," segir Steinunn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.