Greinar laugardaginn 15. nóvember 1997

Forsíða

15. nóvember 1997 | Forsíða | 476 orð

Bandaríkjaforseti segir öryggi á 21. öld í húfi

BANDARÍKJASTJÓRN sendi í gær flugmóðurskipið George Washington áleiðis til Persaflóa. Skipið verður viku á leiðinni og um borð eru 50 F-14 og F-18 þotur auk 20 annarra flugvéla. Annað bandarískt flugmóðurskip, Nimitz, er á svæðinu auk þess sem breska flugmóðurskipið Invincible er á leið til Gíbraltar þar sem það verður í viðbragðsstöðu. 16 herskip að auki eru á Persaflóa. Meira
15. nóvember 1997 | Forsíða | 125 orð

Flóð í Sómalíu

Mikil flóð hafa gengið yfir suðurhluta Sómalíu að undanförnu og a.m.k. 1.000 manns farist af völdum þeirra, samkvæmt upplýsingum Mannúðarmáladeildar Sameinuðu þjóðanna (DHA). Stofnunin segir að helmingi fleiri hafi farist í flóðunum en áður var talið og að rúmlega 200.000 manns séu heimilislausir í kjölfar þeirra. Meira
15. nóvember 1997 | Forsíða | 80 orð

Hittust í London

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í London í gær. Eftir fundinn sagðist Albright hafa lagt áherslu á að Ísraelar leggðu sitt að mörkum við að leysa þann hnút sem friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs er í. Að öðru leyti vildu leiðtogarnir lítið láta uppi um innihald viðræðna sinna. Meira
15. nóvember 1997 | Forsíða | 203 orð

Mun meiri kvóti en lagt var til

NORÐMENN og Rússar komust í gær að samkomulagi um kvóta í Barentshafi sem er um þriðjungi meiri en ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hafði lagt til á fundi sínum fyrir hálfum mánuði. Þorskkvóti þjóðanna á næsta ári verður 694.000 tonn, sem er 140.000 tonnum meira en ráðgjafanefndin lagði til. Meira
15. nóvember 1997 | Forsíða | 266 orð

Svínabændur reiðir Nyrup

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, lenti í ógöngum vegna óvarfærinna ummæla á dögunum sem honum hefur gengið illa að koma sér út úr. Hörð orð Nyrups um aðstæður á dönskum svínabúum kölluðu reiði svínabænda yfir forsætisráðherrann sem neyddist til að viðurkenna að hann hefði ekki heimsótt svínabú nýlega. Meira

Fréttir

15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

6.200 tvírukkaðir fyrir Samherjabréf

MISTÖK urðu við útsendingu greiðsluseðla, sem Landsbankinn sendi í vikunni fyrir hönd Landsbréfa hf., sem urðu þess valdandi að um 6.200 manns voru ranglega krafðir um borgun fyrir kaup á hlutabréfum í Samherja hf. Landsbankinn og Landsbréf hafa beðist velvirðingar á útsendingu greiðsluseðlanna og beina þeim tilmælum til viðtakenda að eyðileggja þá. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Afhent trúnaðarbréf

SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti Jacques Diouf, aðalforstjóra FAO trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Matvæla­ og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm (FAO), með aðsetur í París. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Arnfirðingafélagið heldur samkomu

ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur samkomu að lokinni guðsþjónustu í Áskirkju sunnudaginn 16. nóvember. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og flytur formaður félagsins sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikun dagsins en sóknarpresturinn sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Atkvæði greidd um sameiningu

GREIDD verða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á tveimur svæðum í dag, annars vegar á Miðfjörðum Austurlands og hins vegar í Skagafirði. Á báðum stöðum verða atkvæði talin strax í kvöld og er búist við að öll úrslit liggi fyrir um klukkan 23. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Aukaverk og vætutíð töfðu framkvæmdir

EIÐUR Haraldsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Háfells, sem vinnur m.a. að vegagerð á Fljótsheiði, segir að fyrirtækið sé 9 dögum á eftir áætlun. Verktíminn nái yfir þrjú ár, en Háfell á að skila veginum fullkláruðum til umferðar 20. ágúst 1998. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ákærðir fyrir manndráp og rán

25 ÁRA tvíburabræðrum, Ólafi Hannesi og Sigurði Júlíusi Hálfdánarsyni, var í gær birt ákæra fyrir að hafa orðið Lárusi Ágústi Lárussyni að bana í Heiðmörk aðfaranótt fimmtudagsins 2. október sl. Í ákærunni er bræðrunum gefið að sök að hafa í félagi ráðið manninum bana með hrottafengnum hætti. Sigurður Júlíus er ákærður fyrir að hafa látið 13 kg steinhnullung falla a.m.k. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Ánægðir í starfi en óánægðir með laun

HINN dæmigerði blaðamaður er miðaldra, búsettur í Reykjavík, er með háskólapróf og er í föstu starfi hjá reykvísku dagblaði. Mánaðartekjur hans voru fyrir síðustu kjarasamninga um 190 þúsund krónur fyrir rúmlega 50 tíma vinnuviku og honum líkar vel starf sitt. Þetta má m.a. lesa út úr niðurstöðum könnunar sem Viðhorf ehf. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Biður um nýjar viðræður um heilbrigðiseftirlit

KNUT Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, óskaði í gær eftir því við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) í Brussel að teknar yrðu upp á ný samningaviðræður um hluta samkomulags Noregs og ESB um afnám heilbrigðiseftirlits með matvælum á landamærum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

BILLIARDSTOFA Hafnarfjarðar, Trönuhrauni 10, verður opn

BILLIARDSTOFA Hafnarfjarðar, Trönuhrauni 10, verður opnuð í dag eftir eigendaskipti og miklar endurbætur. Ókeypis verður í billiard og ýmsar aðrar keppnir í dag, í tilefni af þessu. Opnað verður kl. 13. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Bilun í rofa við kompás

"LÍTILL rofi við kompás annarrar nýju Metro-vélarinnar bilaði og þar sem við áttum hann ekki á lager þurftum við að senda eftir honum til Bandaríkjanna. Þetta er mjög smávægileg bilun og vélin verður vonandi komin í gagnið á ný á sunnudag eða mánudag," sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Björg og Michael syngja

SÍÐARI tónleikum Bjargar Þórhallsdóttir, Michael Jóns Clarke og Richard Simm sem vera átti síðastliðið sunnudagskvöld var frestað vegna veikinda, en til að koma til móts við vonsvikna tónlistarunnendur verða tónleikar í dag, laugardaginn 15. nóvember kl. 15 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 332 orð

Boltavöllur og bílastæði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráðist verði í bráðabirgðaframkvæmdir við gerð bílastæða á lóð Landakotsspítala og boltavallar á austanverðri lóð gamla Stýrimannaskólans á Öldugötu 23. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti á fundi sínum 9. júní sl. tillögu að breyttu skipulagi á Landakotsreit. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 267 orð

Dregið verði úr opinberri verðlagningu

SJÖMANNANEFND leggur til í skýrslu til landbúnaðarráðherra, að verðlagning á nautakjöti verði gefin frjáls eigi síðar en 1. september 1998 og að heildsöluverð á mjólkurafurðum verði gefið frjálst eigi síðar en um mitt ár 2001. Þá leggur nefndin til breytingar á kvótakerfinu. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

ÐMeira en 7% hækkun á soðningu

FISKUR, nýr og frosinn, hefur hækkað um 7,2% að meðaltali frá því í mars síðastliðnum á sama tíma og neysluverðsvísitalan hefur hækkað um 1,8%. Raunar hefur nýi fiskurinn hækkað meira en þetta og þar með soðningin og frosni fiskurinn minna. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Engin áform um aðgerðir af hálfu Ríkisútvarpsins

Í SVARI Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra í Reykjaneskjördæmi, um aðgerðir vegna slæmra móttökuskilyrða sjónvarps og útvarps á Suðurnesjum, kemur fram að ekki séu uppi sérstök áform í því efni af hálfu Ríkisútvarpsins. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 257 orð

Enn vandræði vegna greiðslna

BREZKI Verkamannaflokkurinn virtist í gær ekki enn hafa bitið úr nálinni með vandræði sem deilur um fjárstuðning til flokkssjóðsins frá forystumanni Formúlu 1-kappakstursins hefur bakað honum. Bernie Ecclestone, sem hefur flesta þræði rekstursins á Formúlu 1 í hendi sér og er einn auðugasti maður Bretlands, sagðist í gær vilja að Verkamannaflokkurinn héldi milljón sterlingspundum, Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Fimmtíu kg af sápu "duttu" ofan í hverinn

GEYSIR í Haukadal gaus í gær, en þá stóð yfir aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurlands á Hótel Geysi. Fundarmönnum var gert viðvart um að einhver óróleiki væri í Geysi og fóru út á hverasvæðið en auk þeirra voru staddir nokkrir bandarískir ferðamenn sem voru ekki síður himinlifandi yfir því að sjá hinn aldna hver lifna. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Fiskeafmælið í Grímsey

"FISKE afmæli" var haldið hátíðlegt í félagsheimilinu Múla í Grímsey á þriðjudag, 11. nóvember, en þetta er nokkurs konar þjóðhátíðardagur eyjaskeggja sem minnast velgjörðamanns síns Willards Fiske sem heillaðist af eyjunni og gaf tafl inn á hvert heimili í sinni tíð. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fíkniefni í Kópavogi

TVÖ ungmenni voru tekin með fíkniefni í Kópavogi í fyrrinótt. Lögreglan stöðvaði bíl vegna umferðareftirlits og vaknaði þá grunur um að þau gætu verið með fíkniefni sem reyndist á rökum reistur. Rannsóknadeild lögreglunnar hefur málið til meðferðar og voru ungmennin í haldi fram eftir gærdeginum meðan mál þeirra var rannsakað. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Fjölmiðlun á nýrri öld

BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu 19. nóvember næstkomandi með fjölmiðlaviku 17.­22. nóvember. Dagskrá verður á veitingahúsinu Sóloni Íslandusi frá mánudagskvöldi til fimmtudagskvölds en afmælishátíð verður á Hótel Íslandi laugardagskvöldið 22. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Flaggað á degi íslenskrar tungu

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir á degi íslenskrar tungu sunnudaginn 16. nóvebmer. "Jafnframt er til þess mælst að sem flestir aðrir dragi þjóðfánann að hún nefndan dag af þessu tilefni," segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 200 orð

Flóð og fjara ráða móttöku örbylgjusendinga

Vogum-Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét gera mælingar á sjónvarps- og útvarpsmerkjum á Suðurnesjum 16.­17. október síðastliðinn. Niðurstaða mælinganna sýnir að víða á Suðurnesjum er styrkur þessara merkja í eða undir lágmarki. Víða þarf að nota mörg og stór loftnet með mikilli mögnun til að ná merkjunum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Fram úr áætlunum alla mánuði ársins

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið fór fram úr fjárlagaáætlunum alla fyrstu níu mánuði þessa árs að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á tímabilinu janúar til september 1997. Í lok september var ráðuneytið rúmum 984 milljónum kr. yfir áætlunum eða sem nemur 2,5%. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 339 orð

Francophonie láti meira til sín taka í heiminum

SJÖUNDI leiðtogafundur samtaka frönskumælandi þjóða, La Francophonie, var settur í Hanoi í gær og leiðtogarnir hvöttu til þess að þessum laustengdu samtökum yrði breytt í pólitískt afl sem léti meira til sín taka á alþjóðavettvangi. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 327 orð

Fresta fundi með Tævönum KÍNVERJAR kváðust í gær

KÍNVERJAR kváðust í gær hafa frestað ráðstefnu sem þeir hugðust halda með Tævönum um hvernig auka mætti efnahags- og viðskiptatengsl landanna. Sökuðu Kínverjar Tævana um að notfæra sér fyrirhugaða ráðstefnu í pólitískum tilgangi. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fréttarás BBC næst ekki hér

FRÉTTARÁS BBC, sem hóf útsendingar um síðustu helgi, næst ekki hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma hf. Rásin er nánast einvörðungu á kapalkerfi og ná um þrjár milljónir áhorfenda útsendingum hennar í Bretlandi. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fræðslufundur um gæsir

FYRSTI fræðslufundur Fuglaverndarfélags Íslands á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 17. nóvember í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands, og hefst kl. 20.30. Þar mun Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur, flytja erindi sem hann nefnir af gæsum. Arnór, sem starfar við Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur um nokkurt skeið stundað rannsóknir á gæsum. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Fundur um loftslagsbreytingar

ÁRNI Finnson, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, er frummælandi á fundi sem samtökin boða til í stofu CO8 í Verkmenntaskólanum á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 17. nóvember kl. 20.30. Kyoto ráðstefnan verður haldin í Japan í byrjun desember þar sem ætlunin er að ná lagalega bindandi samkomulagi um frekari takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
15. nóvember 1997 | Miðopna | 749 orð

Gjörbyltir aðstöðu til námskeiðshalds og þjálfunar

HJÁLPARSVEIT skáta í Reykjavík hefur verið í viðbragðsstöðu í áratugi, enda ein elsta starfandi björgunarsveit landsins. Skátar tóku að sér leiðbeiningar og hjálparstörf á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930 og þar þurfti m.a. að gera stórleit að litlum dreng, sem fannst heill á húfi á bökkum Almannagjár. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 410 orð

Góðar gjafir bárust í sundlaugarsjóð

STÖTÍU ára afmælis Kristnesspítala var minnst við hátíðlega athöfn í gær. Fjöldi gesta var við athöfnina, m.a. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Hún gat þess í ávarpi sínu að þegar spítalinn, sem fyrstu áratugina sinnti berklasjúklingum var vígður, voru um 500 gestir viðstaddir, Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Hausttónleikar

HAUSTTÓNLEIKAR Karlakórs Akureyrar-Geysis verða í Lóni á morgun, sunnudaginn 15. nóvember. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá, vínartónlist, valsar og polkar ásamt íslenskum og erlendum karlakórslögum. Stjórnandi er Roar Kvam og undirleikari Richard Simm. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hálkuóhöpp í borginni

SVO virðist sem vegfarendur á götum höfuðborgarinnar hafi ekki allir verið búnir að átta sig á hálkunni í gær, því frá hádegi og þar til á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um alls 13 árekstra til lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu varð eignatjón nokkurt en ekki teljandi meiðsl á fólki. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 64 orð

Hársnyrtideild formlega opnuð

Neskaupstað-Nú á dögunum var hársnyrtideild Verkmenntaskóla Austurlands formlega opnuð og kynnt. Hársnyrtideildin við skólann tók til starfa í haust og eru 12 nemendur víðsvegar af Austurlandi við nám í deildinni og komust færri að en vildu. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hestur lenti á bíl

BÍLL skemmdist nokkuð þegar hestur lenti á honum skammt norðan við Akureyri í gærkvöldi. Að sögn lögreglu sveigði ökumaður bílsins út af þegar hann sá hestinn á veginum. Svo virðist sem hesturinn hafi fælst, hlaupið á eftir bílnum og lent á honum. Hestinn sakaði ekki en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 734 orð

Innanbúðardeilur í öryggisráðinu

ÁÐUR en Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, fór frá New York í gær tjáði hann fréttamönnum að hann hefði hug á samstarfi við vopnaeftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna í Írak ef í þeim væru engir bandarískir ríkisborgarar. Sagði Aziz að Bandaríkjamenn kæmu af stað deilum í Írak og ásökuðu síðan þarlend stjórnvöld um þvergirðingshátt. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Innheimtu eldsneytisgjalds verði hætt

Að sögn Elíasar Skúla Skúlasonar, framkvæmdastjóra Cargolux á Íslandi, telur félagið að öll þau flugfélög sem fljúga frá Evrópska efnahagssvæðinu til Bandaríkjanna eigi að vera undanþegin eldsneytisskattinum hér á landi og Cargolux Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Íslandsmet í línudansi

ÆTLUNIN er að setja Íslandsmet í línudansi, þ.e. fjölda þátttakenda í einum línudansi, í flugskýli Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli í dag, laugardaginn 15. nóvember. Kántrýklúbbur Akureyrar og Bjarni Hafþór Helgason standa fyrir þessum viðburði og verður dansaður auðveldur línudans sem Jóhann Örn Ólafsson danskennari hefur samið við lag Bjarna Hafþórs, Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Íslenskir bókstafir í textavarpi

RÍKISÚTVARPIÐ, Íslenska útvarpsfélagið og Póstur og sími hafa komið sér saman um að samræma útsendingu á íslensku stafrófi í textavarpi. Í fréttatilkynningu, sem þessir aðilar hafa sent frá sér, segir að til að mæta þörfum sem flestra notenda hafi verið ákveðið að senda út spænskt stafasett auk "pakka 26" án svokallaðra "fallback"-stafa. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Járnblendifélagið gagnrýnt

Á FJÖLMENNUM fundi sem samtökin SÓL í Hvalfirði héldu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd hinn 25. september til kynningar á rannsóknaráætlun fyrir forrannsóknir vegna stóriðju á Grundartanga kom eftirfarandi fram: Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Jólakort frá styrktarfélagi vangefinna

SALA er hafin á jólakortum félagsins. Að þessu sinni er um tvær myndir að ræða eftir listakonuna Mattheu Jónsdóttur. Sex kort eru í hverjum pakka og verð hans kr. 400. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skipholti 50c, 3. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Jólakort Svalanna komið út

JÓLAKORT Svalanna fyrir árið 1997 er komið út og hannaði Ásrún Kristjánsdóttir, listakona, kortið. Með sölu jólakortanna afla Svölurnar fjár til líknar­ og hjálparstarfsemi. Á þessu ári hafa Svölurnar m.a. fært Landspítalanum eina milljón króna að gjöf upp í kaup á ABBY­tæki, sem notað er til sýnatöku og/eða fjarlægingar á æxlum í brjóstum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Jólalandið í Blómavali

JÓLALANDIÐ hefur verið sett upp í Blómavali. Vegna þess að þetta er í tíunda skipti sem Jólalandið er sett upp hefur verið sérstaklega í það lagt ­ svo nú er það glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Á fimmtíu fermetrum má sjá jólasveina í kofum sínum við leik og störf, jólabakarana við jólabaksturinn og fagurlita fugla á sveimi. Margrét Ingólfsdóttir á heiðurinn af uppsetningu jólalandsins. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Kennara ber að nota fremur lof en ávítur

"KENNARA ber að nota fremur lof en ávítur og sé hvoru tveggja beitt af sanngirni. Honum ber að gæta þess að álasa nemanda aldrei fyrir hæfileikaskort," segir m.a. í drögum að siðareglum fyrir kennara, sem unnin hafa verið sameiginlega af Hinu íslenska kennarafélagi og Kennarasambandi Íslands. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kvennakirkjan í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 16. nóvember kl. 17. Umfjöllunarefni messunnar er: Ógn og frelsun Biblíunnar og verða í því skyni lesnir neikvæðir og jákvæðir textar um konur í samantekt Guðnýjar Guðmundsdóttur. Ásdís Ólafsdóttir, leikskólakennari og Arndís Ó. Hauksdóttir, guðfræðinemi, segja frá trú sinni. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 153 orð

Kvikmynd úr sögu Eyrarbakka

Í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps verður kvikmyndasýning í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 15. nóvember 1997 klukkan 16.30. Sýndar verða kvikmyndir úr fórum áhugamanna um kvikmyndun, sem teknar hafa verið á Eyrarbakka af byggð og mannlífi á síðustu 30­35 árum. Í kvikmyndunum er m.a. sýnt frá 17. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

LEIÐRÉTT Röng mynd RÖNG mynd birt

RÖNG mynd birtist í Morgunblaðinu í gær með frétt um sönghátíð Kórs Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík í Ráðhúsinu á sunnudaginn klukkan 15. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Rangt nafn Í GÆR var vitlaust farið með millinafn í myndartexta. Rithöfundurinn heitir Anna Heiða Pálsdóttir. Beðist er velvirðingar á því. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Lenti undir dráttarvél

TVÍTUGUR piltur slapp betur en áhorfðist þegar dráttarvél sem hann ók valt í beyju skammt frá brú yfir Eyjafjarðará skammt frá bænum Möðruvöllum í Eyjafjarðarsveit síðdegis í gær. Lenti hann undir vélinni, en menn sem að komu náðu honum undan henni. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lesbók

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis í blaðinu er grein um hinn ástsæla barnabókahöfund Astrid Lindgren í tilefni af níræðisafmæli hennar, grein eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing um hálendið og viðtal við breska konu sem var 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir liðlega þremur áratugum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Létt hurð, greið leið

"Í opinberum byggingum, einkum skólum, þarf víða að bæta aðgengi frá því sem er í dag," sagði Guðríður Ólafsdóttir formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Sjálfsbjörg er að hrinda úr vör átaki, svokölluðum S-dögum, sem á að fara eins og bylgja um allt landið að sögn Guðríðar. Lögð verður megináhersla á að fá sveitarfélög og einstaklinga til að huga að bættu aðgengi að öllum byggingum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lionsmenn í Hafnarfirði ganga í hús

ÁRLEG fjáröflun Lionsmanna með jólapappír er að hefjast og verður gengið í heimahús og boðin jólapappír og sprittkerti til kaups. Ágóði af sölunni rennur til líknarmála í bænum okkar. Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni klúbbsins verið tækjagjafir til sjúkrastofnana, sambýli fatlaðra, leikskóla og félagssamtaka í bænum. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lýst eftir stolinni bifreið

LÖGREGLAN í Grindavík lýsir eftir bifreiðinni AL­309 sem stolið var í Grindavík 6. nóvember sl. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Vanette, sendibifreið, árgerð 1992 og er hún hvít að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif bifreiðarinnar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Grindavík eða snúa sér til næstu lögreglustöðvar. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 112 orð

Merkur fornleifafundur

BRESKIR fornleifafræðingar hafa fundið rústir trémusteris sem talið er vera einn merkasti fundur í forsögulegri fornleifafræði á Bretlandi frá því trémusterið Durrington Walls, í nágrenni Stonehenge, var grafið upp árið 1967. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Messa á vegum Samtakanna '78

GUÐSþJÓNUSTA verður í Háskólakapellunni á vegum Samtakanna '78 sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Séra Flosi Magnússon, prófastur á Bíldudal, prédikar. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni aðstoðar við helgihaldið. Einar Örn Einarsson leikur á orgel. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11, á morgun, samvera fyrir eldri börnin í kapellu. Guðþsjónusta kl. 14, minnst afmælis Akureyrarkirkju og 50 ára afmælis Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju. Hátíðarfundur Æskulýðsfélagsins í kapellu eftir messu. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag, sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur leiðir samveruna. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 410 orð

Mikill meirihluti hlynntur átakinu

Keflavík - "Markmið okkar er að ná samstöðu með félagasamtökum, fyrirtækjum og öllum íbúum sveitarfélagsins að taka höndum saman og vinna að því takmarki að gera Garðinn reyklausan árið 2001," sagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, við kynningu á átakinu "Reyklaus Gerðahreppur árið 2001", í Garði í vikunni. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 111 orð

Minning látinna í Landakirkju

Vestmannaeyjar Minning látinna í Landakirkju Á ÁRI hverju er haldin sérstök athöfn í Landakirkju sem ber heitið minning látinna. Þar eru nöfn allra, sem jarðsungnir hafa verið frá kirkjunni á liðnu ári, lesin upp við altarið og syrgjendum gefst kostur á að ganga fram og kveikja lifandi ljós í minningu ástvina sinna. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Mynda mannúðarkeðju í 15 löndum

MYNDUN á mannúðarkeðju ungmennahreyfinga Rauða kross félaga í 15 löndum í öllum heimsálfum hófst klukkan 16 í gær í Kringlunni. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, varð fyrstur til að gerast hlekkur í mannúðarkeðjunni við athöfn í gær. Meira
15. nóvember 1997 | Smáfréttir | 22 orð

NEMENDUR Skógaskóla árin 1985­1986 hafa ákveðið að hittast á ve

NEMENDUR Skógaskóla árin 1985­1986 hafa ákveðið að hittast á veitingahúsinu Naustinu þann 22. nóvember. Mæting er kl. 18, en borðhald hefst klukkan 19. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Norskur píanóleikari

NORSKI píanóleikarinn Jan Henrik Kayser kemur fram á tónleikum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Á tónleikunum túlkar hann verk norska tónskáldsins Haralds Sæverud. Eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingarafmæli Haralds og af því tilefni eru haldnir tónleikar víða um Norðurlönd og Evrópu. Jan Henrik fer fremstur í flokki norskra túlkenda á píanóverkum hans. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 155 orð

Ólafsvíkurkirkja 30 ára þann 19. nóvember

Ólafsvík­Hin nýtískulega Ólafsvíkurkirkja á 30 ára vígsluafmæli þann 19. nóvember nk. Af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni þann 16. nóvember kl. 14.00. Þar mun biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, prédika, en sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir altari. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1106 orð

Pósti og síma hf. bannað að bjóða félögum í FÍB sérkjör

Tilboð Pósts og síma hf. og FÍB felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu Pósts og síma hf. Pósti og síma hf. bannað að bjóða félögum í FÍB sérkjör Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilboð Pósts og síma hf. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Póstur og sími dregur tilboð sitt til baka

PÓSTUR og sími hf. hefur dregið til baka tilboð á farsímum og afnotagjöldum á farsímum til félagsmanna í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda í kjölfar þeirrar niðurstöðu samkeppnisráðs að tilboðið feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu Pósts og síma hf. sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppnisráð bannar Pósti og síma hf. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

Pressens Bild/Jonas Ekströmer

MIKIÐ var um dýrðir í Svíþjóð í gær í tilefni þess að barnabókaöfundurinn heimsþekkti, Astrid Lindgren, varð níræð. Mest var um að vera í Vimmerby, fæðingarbæ Lindgren. Göran Persson forsætisráðherra hélt ræðu í tilefni dagsins og tók fyrstu skóflustunguna að "bæ Astrid Lindgren,". Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 38 orð

Reuters Fagna lokum regntímans KAMBÓDÍSK ko

KAMBÓDÍSK kona dansar í takt við trumbuslátt þar sem hún siglir um ána Tonle Sap í Phnom Penh. Siglingar sem þessar eru eitt af aðalatriðum hátíðar sem haldin er í tilefni loka regntímans í Kambódíu. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 633 orð

Riða rannsökuð á Keldum fyrir fé frá ESB

UM ÁRAMÓT hefjast á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum rannsóknir sem eru liður í fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni sem hlotið hefur 112 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Auk Íslands verður verkefnið unnið í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Írlandi, Frakklandi, Grikklandi, Noregi, Kýpur og Spáni. Dr. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 428 orð

Sama hvort vatnið kemur úr kú eða krana

SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim eindregnu tilmælum til fjármálaráðuneytisins að tollflokkun kókódrykkjarins Jibbí, sem Sól hf. framleiðir og ber 24,5% virðisaukaskatt, verði endurskoðuð með það að markmiði að gjaldskylda virðisaukaskattsins verði með sama hætti og gildir fyrir hliðstæðar vörur, svo sem MS kókómjólk, sem ber 14% virðisaukaskatt. Meira
15. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 145 orð

Samningur gerður við SBK til ársins 2002

Keflavík­Reykjanesbær undirritaði nýlega verksamning við Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur h.f. um rekstur almenningsvagna í bæjarfélaginu til ársins 2002. Að sögn Ellerts Eiríkssonar var hér um að ræða staðfesting á samkomulagi sem gert var um síðustu áramót. Um væri að ræða samning til 6 ára að upphæð tæplega 42 milljónir á ári. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Samtök psoriasis og exemsjúklinga 25 ára

SAMTÖK psoriasis­ og exemsjúklinga, SPOEX, voru stofnuð fyrir 25 árum, laugardaginn 15. nóvember, og verður þess minnst um helgina. "Á afmælisdaginn hefst dagskráin kl. 8 að morgni með stjórnarfundi í bandalagi psoriasis-félaga á Norðurlöndum, NORD-PSO. Síðdegis sama dag verður fræðslu- og afmælisfundur, sem er öllum opinn. Og sunnudag 16. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 142 orð

Sendiherrar ESB aftur til Írans

ELLEFU sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, héldu aftur til Teheran, höfuðborgar Írans í gær, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Sendiherrarnir höfðu verið fjarverandi í rúmlega hálft ár, þar sem þeir voru kallaðir heim í kjölfar milliríkjadeilu milli Írans og Þýzkalands, Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sex varaþingmenn á Alþingi

ÁSTA B. Þorsteinsdóttir varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík hefur tekið sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar, 9. þingmanns Reykvíkinga, á Alþingi fram til 25. þessa mánaðar. Aðrir varaþingmenn sem nú sitja á Alþingi eru eftirfarandi: Arnþrúður Karlsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, en hún hefur tekið sæti Ólafs Arnar Haraldssonar, 11. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Skemmdir á rafkerfinu

VEL gekk að ná Skarfakletti GK 3 af strandstað við Setberg skammt sunnan Sandgerðis í fyrrinótt en trillan strandaði þar laust eftir kvöldmat á fimmtudagskvöld. Trillan sigldi fyrir eigin vélarafli í höfn í Sandgerði. Meira
15. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Staðan er tvö núll fyrir Matthías

VALDEMAR Jónsson, bóndi á Ytra-Felli, sem keypti jörðina Möðrufell af hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar, sagðist skila jörðinni til hreppsnefndar eftir helgi. Eins og komið hefur fram, samþykkti hreppsnefnd að afhenda Matthíasi Eiðssyni jörðina, eftir að kröfum hreppsnefndar hafði verið hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Stefnumótun í málefnum langsjúkra barna

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, mælti fyrir þingsályktunartillögu um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna á þriðjudag. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa heildstæða og samræmda stefnu í málefnum langsjúkra barna. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Tillaga um stofnun nýs kennarafélags afgreidd í dag

TILLAGA um stofnun nýs kennarafélags, með sameiningu Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands, er meðal stærstu mála sem til umfjöllunar eru á aðalfundi HÍK, sem hófst í gær. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á aðalfundinum í dag. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 476 orð

Tsjúbajs viðurkennir að hafa þegið of mikið fé

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, leysti í gær Alexander Kazakov, fyrrverandi einkavæðingarráðherra, frá störfum í Kreml og atkvæðamikill stjórnarsinni á þinginu sagði að embættismanninum hefði verið vikið frá vegna þess að hann hefði þegið greiðslu fyrir útgáfu bókar um sögu einkavæðingarinnar í Rússlandi. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 902 orð

Tveir milljarðar króna í kaup á mjólkurkvóta

Á ÁRUNUM 1991­1996 skipti 15,1% af öllum mjólkurkvóta í landinu um eigendur. Fyrir kvótann voru greiddir tæpir tveir milljarðar króna. Þetta jafngildir því að hver mjólkurframleiðandi hafi varið 1,5 milljónum króna til kvótakaupa á þessu tímabili eða að 3-4 krónur af hverjum mjólkurlítra hafi farið til kvótakaupa. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Tyrft á Seltjarnarnesi

ÞEIR voru kátir í góða veðrinu, þessir ungu menn sem ljósmyndari hitti í gær á norðanverðu Seltjarnarnesinu. Jafnvel þó að segi í kvæðinu að Seltjarnarnesið sé bæði lítið og lágt er það drjúg spilda sem þeir eru að tyrfa þessa dagana, eða um þrjú þúsund fermetra svæði. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Tækni og lífsstíll í Perlunni

SÝNINGIN Tækni-Lífsstíll '97 var opnuð í Perlunni í gær og stendur hún fram á sunnudag. Á sýningunni, sem tólf fyrirtæki á tölvusviðinu standa að, verða kynntir möguleikar heimilistölvunnar og Netsins og er henni ætlað að höfða til heimila og fjölskyldna. Meira
15. nóvember 1997 | Miðopna | 1315 orð

Útgerðarfélög kaupa sameiginlegan kvóta

JOHN Goodlad, framkvæmdastjóri Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú stofnun, sem færi með stjórnun fiskveiða á staðnum, væri nú farin að kaupa kvóta frá öðrum stöðum á Bretlandi í því skyni að halda lífi í útgerð á staðnum. Goodlad sagði að sér litist ekki á fiskveiðistjórnunarfyrirkomulagið á Íslandi. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Varadómarar EFTA dómstólsins sverja embættiseið

EFTIR að reglulegum dómurum EFTA dómstólsins var fækkað úr fimm í þrjá á árinu 1995 hafa varadómarar verið skipaðir til að taka sæti reglulegs dómara í forföllum eða ef dómari víkur sæti. Varadómarar frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi hafa nú verið skipaðir og sóru embættiseið á dómþingi dómstólsins þriðjudaginn 11. nóvember 1997. Meira
15. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Veruleg lækkun fargjalda

STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hefja í dag reglubundnar ferðir á Kjalarnes. Er það liður í sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness í eitt sveitarfélag, sem stendur fyrir dyrum. Með þessu fjölgar áætlunarferðum á Kjalarnes og verða nú boðnar kvöld- og helgarferðir með strætisvögnum. Um leið og akstur hefst í dag tekur verðskrá SVR gildi á Kjalarnesi. Við það lækka fargjöld úr 250 kr. Meira
15. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 181 orð

Æ fleiri sitja heima

Á UNDANFÖRNUM dögum og vikum hafa sífellt fleiri ríki tilkynnt að fulltrúar þeirra muni ekki sækja efnahagsráðstefnu miðausturlenskra og norður-afrískra ríkja (MENA) sem hefst í borginni Dona í Qatar á morgun, sunnudag. Meira

Ritstjórnargreinar

15. nóvember 1997 | Staksteinar | 273 orð

»Hjálparstofnun kirkjunnar HJÁLPARSTOFNUN Þjóðkirkjunnar veitti rúmlega 1250

HJÁLPARSTOFNUN Þjóðkirkjunnar veitti rúmlega 1250 hjálparþurfandi aðstoð í fyrra. Hún er og aðili að alþjóðlegri neyðarhjálp kirkna, Action by Churches Together, sem og hjálparstarfi á vegum Lútherska heimssambandsins og Alkirkjuráðsins. Verkefnin innanlands Meira
15. nóvember 1997 | Leiðarar | 674 orð

leiðariLÁNSFÉ OG BYGGÐARÖSKUN ORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsso

leiðariLÁNSFÉ OG BYGGÐARÖSKUN ORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, lýsti því yfir í umræðum á Alþingi í fyrradag, að til álita kæmi að hætta lánveitingum á vegum Byggðastofnunar um leið og starfsskipulag og hlutverk hennar verður endurskoðað. Meira

Menning

15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

20 þúsund á Perlur og svín

GESTIR á sjösýningu Perlna og svína fengu óvæntan glaðning á miðvikudag þegar 20 þúsundasta gestinn bar að garði. Af því tilefni sló Íslenska kvikmyndasamsteypan, sem er framleiðandi myndarinnar, upp veislu og bauð gestum að gæða sér á dýrindis bakkelsi í anda Perlna og svína, en myndin gerist að stórum hluta í Lísu-bakaríi. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 427 orð

Á réttri leið í nýja átt

Geislaveisla, stuttskífa hljómsveitarinnar Stjörnukisa. Sveitina skipa Gunnar Óskarsson gítarleikari og forritari, Úlfur Chaka söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari og forritari. Lög eftir Stjörnukisa, textar eftir Úlf. Orangeelectriccloud gefur út, Japís dreifir. 23,08 mín. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 149 orð

Bond-stúlkan, Teri Hatcher, orðin móðir

NÝJASTA Bond-stúlkan, leikkonan Teri Hatcher, eignaðist sitt fyrsta barn nú í vikunni. Frumburðurinn er dóttir og hefur verið gefið nafnið Emerson Rose en faðir hennar er leikarinn Jon Tenney. Teri Hatcher vakti athygli sem Lois Lane í þáttunum um Súperman en á næstunni er væntanleg myndin "Tomorrow Never Dies" um hinn eina sanna James Bond. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 877 orð

Djassskotnar ballöður og nútíma popptónlist

MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan Óðmenn riðu öldurhúsum Reykjavíkur á áttunda áratugnum. En nú hefur Jóhann G. Jóhannsson, prímus mótor Óðmanna, gefið út disk eftir langt hlé. Hann lá svo sem ekki í kör eftir að Óðmenn gáfu upp andann, hann sinnti þá sólóferli sínum og frægasta lag hans frá því tímabili, "Don't Try to Fool Me", er enn spilað á ljósvakanum. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 188 orð

Drottningar kvöldsins

FJÖLBRAUTASKÓLI Garðabæjar hélt "drag"-keppni á skemmtistaðnum Astró síðastliðinn miðvikudag. Ákveðið var að krydda félagslífið með uppákomunni og fengust átta keppendur til að taka þátt í keppninni og þreyttu þeir frumraun sína á þessu sviði. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 572 orð

Einangrast Hjörleifur?

Einangrast Hjörleifur? STÆRSTU atburðir haustsins hafa verið að gerast undanfarið, þegar tekið er mið af því að fréttastofur og sjónvörp hafi staðið langtímum saman á innsoginu út af landsþingi Alþýðubandalagsins og orðfærinu í leikritsseríu Hlínar Agnarsdóttur, Fyrirtíðaspennu. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 251 orð

Fjölfatlaður áhugalistamaður

STEFÁN S. Kristinsson er ungur fjölfatlaður maður sem hefur um árabil teiknað og málað myndir. Stefán getur ekki talað en tjáir sig með táknmyndum og stöfum sem eru á borði áföstu við hjólastólinn hans. Hann bjó í tuttugu ár í Hollandi ásamt móður sinni Sigurborgu Maríu Jónsdóttur en fluttist aftur til Íslands fyrir tveimur árum. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 276 orð

GÓÐ MYNDBÖND Einnar nætur gaman

Einnar nætur gaman Dóttir D'Artagnan (La Fille de D'Artagnan) Hin fallega franska leikkona Sophie Marceaux leikur dóttur einnar af skyttunum þremur sem nú er komin á gamalsaldur. Saman lenda þau feðginin í hressilegum skylmingaævintýrum sem allir geta haft gaman af. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 232 orð

Ríkuleg uppskera

EYJAMENN héldu uppskeruhátíð sína í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. nóvember 1997. Þar voru komnir saman meistaraflokkur karla og kvenna í knattspyrnu og var glatt á hjalla enda bæði þessi lið að spila sín bestu tímabil frá upphafi. 150 manns voru saman komnir í veislunni, velunnarar, styrktaraðilar og leikmenn. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Ungfrú fangelsi 1996

SUMAR konur eru svo undurfagrar að þær stela hjarta karlmannsins á augabragði. En sú yngismey sem er líklegri til að stela peningum og bíl karlmannsins er "ungfrú fangelsi í Mexíkó 1996". Hin lukkulega dís heitir Derek, öðru nafni Miriam Flores, og afplánar sex ára fangelsisdóm fyrir vopnað rán. Meira
15. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 549 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.15 Seinni hluti Engum að treysta (Kidnapped, 1996) sem byggð er á ævintýrasögu Roberts Louis Stevensons undir stjórn Ivans Passer. Sjónvarpið23.10 ­ Sjá umfjöllun í ramma. Stöð213. Meira

Umræðan

15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 468 orð

Aðventusöfnun Caritas - styrkir bágstadda um jólin

Móðir Teresa, sem lést á sl. hausti, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979, fyrir mannúðarstörf í garð fátækra. Þessi kona átti sérstakan sess í huga fólks vegna þess að hún lifði lífi sínu með allt öðrum hætti en tíðkast á tímum eigingirni, sjálfumgleði og stjórnlausrar sóknar eftir veraldlegum gæðum. Meira
15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 343 orð

Enn þegir Sjónvarpið!

EINN AF mikilvægari þáttum tónlistar frá upphafi er þögnin. Þögnin markar bæði upphaf og enda tónverks ásamt því að lita tónlistina með andstæðum sínum. En þögnin er vandmeðfarin og ekki á færi allra að nota hana rétt. Hinn 3. september sl. Meira
15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 412 orð

Er vilji fyrir jafnri stöðu kynjanna á Íslandi?

HÉR FARA hugleiðingar sem liggja til grundvallar nýjum aðferðum í kvenfrelsisbaráttunni sem verða til umræðu á landsfundi Kvennalistans um helgina. Nú má ætla að mannfólkinu sé það hugleikið að sanngirni og jafnrétti ríki hvar sem því verður við komið. Meira
15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1942 orð

FJÖLMIÐILL Á UNDANHALDI

EFTIR mislukkaða atlögu DV að Herbalife á Íslandi heldur blaðið áfram að reyna að klóra í bakkann. Síðasta tilraunin var sú aumasta til þessa: skrumskæling á grein úr tímariti milljarðamæringsins Stevens Forbes. Meira
15. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Hvert erum við eiginlega að fara?

NÚ GET ég ekki þagað lengur og vona að þeir sem eru á sama máli láti í sér heyra. Á laugardagskvöldið kveikti ég í ógáti á Stöð 2 meðan ég beið eftir Stöðvarmönnunum á Stöð 1 og varð felmtri slegin yfir því sem boðið er uppá á þeim bæ. Ekki get ég nú haft eftir ósómann en ef þessir vesalingar halda að ef þeir eru nógu subbulegir í munninum, þá séu þeir fyndnir, þá ættu þeir að skipta um vinnu. Meira
15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 683 orð

Íslensk tölvumenning

EKKI er ofsögum sagt af nytsemi tölvanna. Þær létta okkur verkin, halda utan um gögn sem ekki rúmast í mannskolli, og margt af því sem áður var geymt á bókfelli og pappír er nú varðveitt í tölvum. Og að mörgu leyti slá tölvurnar bókunum við. Íslendingar hafa löngum státað af merkilegri bókmenningu, en spurningin er hvernig þeim vegnar með tölvurnar. Meira
15. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 699 orð

Kristin trú og spíritismi ­ þarf að velja?

Í MBL 4. nóvember s.l. birtist bréf frá Lindu Karlsdóttur um spíritisma og kristna trú, undir fyrirsögninni "Kristin trú eða spíritismi - þitt er valið." Margt hefur verið rætt um þessi mál að undanförnu eins og Linda bendir á og er ekki nema gott eitt um það að segja, öllum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðun á málinu og lifa eftir því sem þeim finnst réttast. Meira
15. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 593 orð

Kvikmyndahátíð í Reykjavík ­ Upplýsingaleynd? ­ Gestaþraut?

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík er nú lokið. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn við mjög þarft verk. Þeim mun verra er það þegar eitthvað bregst. Veikleiki ýmissa listahátíða hefur oft verið að vandaðri dagskrá er ekki fylgt eftir með markvissri framkvæmd. Dæmi um þetta er sú upplýsingaleynd sem virtist hafa ríkt varðandi dagskrá Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Meira
15. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 271 orð

Póstur og sími ræðst á aldraða og öryrkja

UPPLÝSINGAFULLTRÚI Pósts og síma sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 28.október að ekki væri meira fyrir alnetsnotendur að borga fyrir löng símtöl en til dæmis aldraða og öryrkja sem einnig tali lengi í símann. Þar með viðurkenndi fulltrúinn að stofnuninni sé vel ljóst að verið sé að leggja sérstaklega þungar álögur á aldraða og örykja af því að þeir tali jú lengi í símann. Meira
15. nóvember 1997 | Aðsent efni | 725 orð

Umhverfisreikningur á Rafmagnsveitu Reykjavíkur

ÞAÐ kom berlega í ljós við undirbúning að lagningu svokallaðrar Nesjavallalínu frá raforkuvirkjun Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum að aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Korpu, að gerbreytt viðhorf til umhverfismála auka stórkostlega allan kostnað við slíka mannvirkjagerð. Samtals verður Rafmagnsveita Reykjavíkur að greiða aukalega umhverfisreikning að upphæð tæplega 56 millj. Meira

Minningargreinar

15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ALFÍFA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR

ALFÍFA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR Alfífa Ágústa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 8. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 177 orð

Ágústa Jónsdóttir

Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum hana ömmu okkar í dag. Margar minningar á ég um hana ömmu mína. Þessar ljóðlínur komu mér í huga er mér bárust fregnir af fráfalli hennar, og hugurinn fór yfir þær stundir sem ég átti með henni og þær voru ekki fáar því hún ól mig upp frá unga aldri. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 300 orð

Guðbjörg María Guðbrandsdóttir

Nú hefur hún Guðbjörg litla María lokið æviskeiði sínu hér á jörðu aðeins 7 ára gömul. Hún er komin til sælu sala Guðs "við engla hans að tala". Falleg stúlka, svo bráðskýr og dugleg, henni gekk vel í skólanum og hún átti góðar og tryggar vinkonur. Við hittumst ekki oft en þegar við sáumst hljóp hún í fangið á mér og sagði "þú ert frænka mín". Þannig vil ég muna hana. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐBJÖRG MARÍA GUÐBRANDSDÓTTIR

GUÐBJÖRG MARÍA GUÐBRANDSDÓTTIR Guðbjörg María Guðbrandsdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1990. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakotskirkju 12. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1002 orð

Guðmann Adolf Guðmundsson

Mig setur hljóðan er ég nú í byrjun vetrar reyni að koma á blað nokkrum kveðjuorðum um vin minn, Guðmann Adólf Guðmundsson frá Sandprýði. Sáttur við lífið og tilveruna. Rólegur sem ávallt fyrr og með bros á vör. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Guðmann Adolf Guðmundsson

Guðmann Adólf Guðmundsson hét hann fullu nafni. Hann var alla tíð kallaður Manni, eða Manni í Sandprýði. Í mínum huga var hann Manni frændi, og var gull af manni. Hann ólst upp í Eyjum hjá foreldrum og bræðrum. Hann fór ungur að stunda sjó, svo sem títt var með unga menn á þeim árum. Ég minnist hans fyrst þegar hann var að koma í heimsókn í Brekkuhús og kom alltaf færandi hendi. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 292 orð

Guðmann Adolf Guðmundsson

Hann Manni í Sandprýði er dáinn. Við bræðurnir vorum nú alltaf vanir að kalla hann bara afa í Vestmannaeyjuym. Hann afi var sjómaður af lífi og sál, það fór ekki framhjá neinum sem þekkti hann. Þegar við vorum litlir fór hann oft með okkur niður í bát og sýndi okkur í vélarhúsið. Þetta þótti okkur afar merkilegt. Allt rollustússið með afa og ömmu upp í Draumbæ er okkur líka ofarlega í huga. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 304 orð

GUÐMANN ADOLF GUÐMUNDSSON

GUÐMANN ADOLF GUÐMUNDSSON Guðmann Adolf Guðmundsson vélstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson sjómaður og smiður á Kirkjuhóli og síðan bóndi í Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum, f. 15.1. 1884, d. 3.3. 1956, og Elín Runólfsdóttir húsmóðir, f. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Halldór M. Sigurgeirsson

Einna þekktastur af íbúum Hafnarfjarðar um og eftir síðustu aldamót, mun hafa verið Sigurgeir Gíslason verkstjóri. Haustdægur nokkurt um það leyti, eða nánar tiltekið hinn 27. október árið 1902 sást hann ganga hröðum skrefum að Jörundarhúsi svokölluðu í Firðinum. Það er nú löngu horfið, en stóð á milli Hverfisgötu og Austurgötu í slakkanum á móts við KFUM-húsið. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON Halldór M. Sigurgeirsson fæddist í Hafnarfirði 27. október 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 14. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 135 orð

Kristín Danivalsdóttir

Elsku frænka mín. Elsku Stína frænka þú varst svo hress og kát þegar ég kvaddi þig í haust áður en ég fór utan. Við áttum svo yndislega stund saman og vorum ákveðin í því að hittast í jólafríinu mínu. Þú sagðir mér svo margt skemmtilegt frá gömlu dögunum ykkar ömmu í sveitinni ykkar fyrir norðan, og hvað þið ammma brölluðuð saman í þá daga. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 225 orð

Kristín Danivalsdóttir

Okkur langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar Kristínar Danivalsdóttur í örfáum orðum, en hún lést að morgni 9. nóvember síðastliðinn. Við bræðurnir vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa búið í nágrenni við ömmu okkar öll okkar uppvaxtarár. Heimili hennar og afa var okkur opið öllum stundum og voru heimsóknir til þeirra kærkominn hluti af daglegu lífi okkar. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 556 orð

Kristín Danivalsdóttir

Þessa dagana má segja að hugur minn hafi tekið sér bólfestu í Keflavík, þar sem ég gekk í framhaldsskóla lífsins. Núna væri það eflaust kallað fjölbraut. Ég er að líta yfir þetta sjávarþorp eins og það kom mér fyrir sjónir í fyrstu. Heiðin grett og grá, holóttar götur, varla nokkur gróður, engin fjöll. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 544 orð

Kristín Danivalsdóttir

Sálin er gullþing í gleri, geymist þó kerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara ef gullið er heilt. (Steingrímur Thorsteinsson) Þessar ljóðlínur komu mér oft í hug þegar ég hitti Kristínu Danivalsdóttur vinkonu mína. Hún hafði búið í Keflavík í fjölda ára en andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Kristín Danivalsdóttir

Elsku amma hefur kvatt okkur, farin til afa, en hún mun lifa afar sterkt í minningunni. Það var okkur systkinunum mikils virði að fá að njóta ömmu til dauðadags. Hennar sterka og einlæga trú á kærleikann, sem m.a. kom fram í velvild, umhyggju og hjálpsemi til allra. Við höfum svo oft sagt að við vildum verða eins og amma, sem alltaf var svo jákvæð og talaði vel um alla. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 470 orð

Kristín Danivalsdóttir

Pétur og Kristín hófu búskap að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, Skarðshr., og ári síðar að bænum Steini í sömu sveit. Fyrstu búskaparárin voru oft erfið, tún og engi slegin með orfi og ljá og heyfeng rakað saman og snúið til þerris með hrífum. Vegurinn til Sauðárkróks og vegir milli bæja í hreppnum voru nánast götuslóðar fyrir hesta og kerrur, sem voru aðal samgöngu- og flutningstæki þeirra tíma. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 201 orð

KRISTÍN DANIVALSDÓTTIR

KRISTÍN DANIVALSDÓTTIR Kristín Danivalsdóttir var fædd 3. maí 1905 á Litla- Vatnsskarði, Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Danival Kristjánsson, f. 15.2. 1845, d. 25.8. 1925, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 30.10. 1866, d. 6.7. 1931. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Fyrstu kynni mín af Kristínu voru eftir að ég hóf störf í Safnahúsi Borgarfjarðar árið 1990. Þá var hún fulltrúi Borgfirðingafélagsins í Reykjavík í stjórn Byggðasafns Borgarfjarðar þar sem hún átti sæti allt til þess er hún lést. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 34 orð

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu hinn 19. desember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ökrum á Mýrum 14. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Magnús Jóhannes Jóhannesson

Maggi Jói okkar, þú ert ekki með okkur í lifanda lífi lengur. En þú ert ávallt með okkur í minningunni um þig. Elsku afi, amma, mamma, Magný, Sólveig, Svala, Svanhildur og Sonja og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur. Anna Jóna, Tinna og Peter, Birna, Anna Bára,Freyja, Dennis og Tommy. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

MAGNÚS JÓHANNES JÓHANNESSON

MAGNÚS JÓHANNES JÓHANNESSON Magnús Jóhannes Jóhannesson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1957. Hann lést á heimili sínu 2. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 11. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 675 orð

ÓlafurSigurðsson

"Hvar sem mætast þroski og þor má þekkja Riddaranna spor..." Þau eru orðin nokkuð mörg árin síðan þessi orð hljómuðu í fyrsta sinn. Og nú er höfundurinn, Ólafur Sigurðsson, horfinn af sjónarsviðinu, "farinn heim". Meðal margra eldri skáta, víðs vegar um landið, var Óli Silla og Hraunbúarnir í Hafnarfirði eitt og hið sama. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 80 orð

ÓLAFUR SIGURÐSSON

ÓLAFUR SIGURÐSSON Ólafur Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 22. febrúar 1930. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir og verkakona og Sigurður Tómas Sigurðsson, verkamaður. Systkini Ólafs eru tvö: Sigríður Sigurðardóttir, f. 7. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Sigurður Guttormsson

Óðum fækkar nú því fólki, sem ég þekkti best á uppvaxtarárum mínum á Hjartarstöðum. Í dag kveðjum við Sigurð í Hleinagarði hinstu kveðju. Ekki ætla ég að skrifa um ævi Sigga, aðeins nokkur minningabrot frá bernsku minni. Siggi á gula Willys jeppanum að slá fyrir pabba er líklega ein af mínum fyrstu minningum. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Sigurður Guttormsson

Elsku afi. Okkur langar að þakka þér allar ánægjulegu samverustundirnar, sem því miður geta ekki orðið fleiri. Eftir lifir minningin um afa í sveitinni. Þú sem varst svo hraustur, stór og sterkur. Ætíð varst þú hress og kátur en glaðværð var þitt eðli. Alltaf var jafngott að koma í faðminn þinn góða, hvort sem var í gleði eða sorg. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 459 orð

Sigurður Guttormsson

Okkur systkinunum er ljúft að minnast fyrrverandi nágranna okkar, Sigurðar Guttormssonar, eða Sigga í Hleinargarði eins og hann var ávallt kallaður en hann lést að morgni 6. nóvember eftir stutta sjúkdómslegu 75 ára að aldri. Siggi kom oft í heimsókn í Hjartarstaði. Hans hlýja handtak og sú fölskvalausa kátína sem fylgdi honum eru okkur ofarlega í huga. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 540 orð

Sigurður Guttormsson

Nú stöndum við í þeim erfiðu sporum að reyna að trúa því að okkar hjartkæri pabbi, afi og tengdapabbi, sé horfinn yfir móðuna miklu. Þó að ef til vill einhverjum finnist það eðlilegur hlutur að fullorðinn maður hverfi á braut, finnst okkur það engan veginn tímabært, þar sem pabbi var sprellandi með okkur næstum því fram á sinn síðasta dag. Og ætíð ungur í anda. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Sigurður Guttormsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kveðja til afa. Á þessari erfiðu stundu vil ég þakka allar góðu stundirnar með ykkur ömmu í sveitinni. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Sigurður Guttormsson

Með fáum orðum ætlum við að kveðja þennan frábæra afa sem var okkur stoð og stytta í öllu. Við elskuðum hann af öllu hjarta og til hans streymdi frá okkur ást og umhyggja. Við munum mörg skemmtileg atriði og þessi texti yrði allt of langur ef við færum að telja þau upp. Það var mikið áfall að heyra að afi væri dáinn en við vissum að hann væri hjá Guði. Við munum biðja fyrir honum á hverju kvöldi. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 478 orð

Sigurður Guttormsson

Í dag er kvaddur félagi og góður vinur, Sigurður Guttormsson bóndi í Hleinagarði. Það er erfitt að skilja það að hann Siggi nágranni okkar, sem við höfum haft svo mikil samskipti við, skuli hafa kvatt okkur í síðasta sinn. Þessi stóri maður með sinn sterka róm sem var samt svo einlægur í framkomu að allir, ekki síst börnin, urðu félagar hans og vinir strax við fyrstu kynni. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 209 orð

SIGURÐUR GUTTORMSSON

SIGURÐUR GUTTORMSSON Sigurður Guttormsson fæddist í Hleinargarði í Eiðaþinghá hinn 29. ágúst 1922. Hann lést 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guttormur E. Sigurðsson og Guðný Sigurborg Sigurðardóttir, búsett í Hleinargarði. Uppeldissystir hans var Aðalbjörg Björnsdóttir, húsfreyja í Hlíðargarði. Maki: Sigurjón Sigurðsson. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Sigurður Halldórsson

Er við mættum til vinnu þriðjudaginn 4. nóvember síðastliðinn barst okkur sú sorgarfregn að þá um nóttina hefði einn af vinnufélögum okkar hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, Sigurður Halldórsson, látist. Sigurður hóf störf hjá Vegagerðinni 1970 sem vélamaður. Vann hann fyrstu árin hluta úr árinu, en frá 1988 var hann fastráðinn starfsmaður og flokksstjóri frá 1992. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 610 orð

Sigurður Jón Halldórsson

Ég þekkti Sigurð nánast ekkert fyrr en eftir að hann kvæntist Kristínu Jóhannsdóttur, frændkonu minni frá Tyrfingsstöðum. En strax við fyrstu kynni vakti þessi hægláti og yfirlætislausi maður athygli mína og traust. Mér leist maðurinn drengilegur, þéttur á velli og einbeittur á svip. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 908 orð

Sigurður Jón Halldórsson

Komið er frændi að kveðjustund. Það er ólýsanleg tilfinning sem því fylgir að setjast niður og minnast elskulegs móðurbróður, Sigga á Halldórsstöðum. Siggi var hæglátur maður, einstaklega reglu- og samviskusamur. Harðduglegur var hann og vandaði öll sín verk. Hjálpsamur og var fljótur til ef hann vissi að einhver var í vandræðum. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Sigurður Jón Halldórsson

Í margra huga hafa Skagfirðingar, einkum karlmenn, sterk einkenni, sagðir gleðimenn, söngmenn, hestamenn. Við þessa ímynd mátuðum við Sigurð Halldórsson ósjálfrátt þegar fundum okkar bar fyrst saman á heimili verðandi tengdadóttur. Hann virtist ekki alveg dæmigerður. Við nánari kynni skýrðust drættirnir. Skagfirskir voru þeir, en fyrst og fremst persónulegir. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 275 orð

SIGURÐUR JÓN HALLDÓRSSON

SIGURÐUR JÓN HALLDÓRSSON Sigurður Halldórsson fæddist á Sauðárkróki 27. september 1947. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Gíslason, bóndi á Halldórsstöðum á Langholti, f. 10. september 1909 og Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja f. 27. júlí 1914, d. 25. mars 1986. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 268 orð

Þórunn Skúladóttir

Með þessum orðum kveðjum við þig elsku amma. Við viljum ekki vera með neina væmni á kveðjustundinni því það voru ekki þínar ær og kýr. En einmitt á slíkum stundum sáum við hversu vænt þér þótti um okkur. Það sýndi sig líka í ótrúlegri þolinmæði yfir öllum uppátækjunum í leikjum okkar á heimili ykkar afa á Fossi. Meira
15. nóvember 1997 | Minningargreinar | 192 orð

ÞÓRUNN SKÚLADÓTTIR

ÞÓRUNN SKÚLADÓTTIR Þórunn Skúladóttir fæddist í Mörtungu á Síðu 9. júlí 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum hinn 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Jónsson og Rannveig Eiríksdóttir og var Þórunn þriðja í röð átta barna þeirra en þau voru auk hennar Eiríkur, Jón, Steingrímur, Oddur, Ragna, Meira

Viðskipti

15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 78 orð

2 milljónir Ítala kaupa í Tel. Italia

ÍTALSKA stjórnin segir að hún hafi aflað nærri 12 milljarða dollara með lokasölu hlutabréfa í Telecom Italia og að litlir fjárfestar hafi keypt flest bréfin í mestu einkavæðingu, sem um getur á Ítalíu. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 98 orð

60 átaksverkefni kynnt

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, opnaði í gær sýninguna Átak til atvinnusköpunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni verða um 60 verkefni kynnt, sem tengjast samnefndu átaki. Meðal sýningargripa má nefna fatnað úr fiskroði, íslenskan sportbíl og vélknúinn snjósleða sem kemst fyrir í farangursrými bifreiðar. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

ÐBúnaðarbankinn Verðbréf með útboð Félagsbústaða hf.

BORGARRÁÐ hefur tekið tilboði Búnaðarbankans Verðbréfa í umsjá með 800 milljóna króna skuldabréfaútboði Félagsbústaða hf. Skuldabréfin eru til 30 ára með jöfnum árlegum greiðslum og er fyrsti gjalddagi 16. júní. Nafnvextir eru 5% en skuldabréfin eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. Bréfin verða skráð á Verðbréfaþingi Íslands og eru þau með einfaldri ábyrgð borgarsjóðs. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 78 orð

ÐGæðaverðlaunin

Í FRÉTT um afhendingu Íslensku gæðaverðlaunanna, sem birtist á viðskiptasíðu í gær, voru aðstandendur verðlaunanna m.a. taldir upp. Í þá upptalningu vantaði Vinnuveitendasamband Íslands, Gæðastjórnunarfélag Íslands og Háskóla Íslands, og leiðréttist það hér með. Sjálfur verðlaunagripurinn er eftir listamanninn Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Gengið frá ráðningu bankastjóra

STJÓRN Búnaðarbanka Íslands hf. hefur ráðið Stefán Pálsson sem aðalbankastjóra og þá Jón Adólf Guðjónsson og Sólon R. Sigurðsson sem bankastjóra frá nk. áramótum þegar hlutafélagsbankinn tekur til starfa. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Kerkorian bjargvættur MGM

AUÐMAÐURINN Kirk Kerkorian eða einhver annar velgerðarmaður kunna að bjarga Metro-Goldwyn- Mayer kvikmyndaverinu vegna dræmra undirtekta sem hlutabréfaútboð þess hefur fengið. Að sögn talsmanns MGM eru níu milljónir hlutabréfa í boði á 20 dollara bréfið. Upphaflega voru 12,5 milljónir í boði og þar sem þeim var fækkað hafa sérfræðingar talað um takmarkaðan áhuga. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Microsoft kemur á fót miðstöð á Indlandi

MICROSOFT hyggst koma á fót hugbúnaðarmiðstöð á Indlandi og verður hún fyrsta meiriháttar miðstöðin utan Bandaríkjanna að sögn talsmanna fyrirtækisins. Stýrikerfi Microsoft er notað í átta af hverjum tíu PC-tölvum í heiminum, en hingað til hefur fyrirtækið framleitt hugbúnað sinn eingöngu í bækistöð sinni í Redmond í Bandaríkjunum. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 567 orð

Stjórnarmenn verði virkari í rekstri bankans

ÐLandsbankinn undirbýr stefnumótun fyrir nýja hlutafélagsbankann Stjórnarmenn verði virkari í rekstri bankans STJÓRN Landsbanka Íslands hf. sem tekur við rekstri bankans um næstu áramót hefur tekið ákvörðun um að taka mun meiri þátt í uppbyggingu og stefnumótun innan bankans en bankaráðin hafa gert hingað til. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

»Sveiflur á mörkuðum í Evrópu

ÓSTRKUR í Wall Street vegna vaxandi spennu Bandaríkjamanna og Íraka gróf undan hækkunum í evrópskum kauphöllum fyrir lokun í gær. Dollarinn hækkaði í yfir 127 jen, sem er með því hæsta í fimm ár, vegna uggs út af bágbornum efnahag Japana. Meira
15. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Viðræður milli Árvakurs hf. og Fíns miðils ehf.

AÐ UNDANFÖRNU hafa forráðamenn Árvakurs hf. og Fíns miðils ehf., sem rekur fimm útvarpsstöðvar, rætt um samstarf þessara tveggja fyrirtækja á ýmsum sviðum, þ.ám. varðandi fréttaþjónustu. Meira

Daglegt líf

15. nóvember 1997 | Neytendur | 67 orð

Buxur með þvaglekainnleggi

THORARENSEN lyf hafa hafið sölu á nærbuxum með innleggi fyrir þá sem þjást af þvagleka. Buxurnar eru margnota og því umhverfisvænar og valda síður ofnæmi. Þær eru frá breska framleiðandanum Ganmill og eru til fyrir konur og karla á öllum aldri. Meira
15. nóvember 1997 | Neytendur | 52 orð

Handtöskur úr gerviefni

TÖSKU- og hanskabúðin hefur tekið við umboði handtöskuframleiðandans Bulaggi. Fyrirtækið er hollenskt en sérhæfir sig í handtöskum með ítölsku yfirbragði, bæði úr leðri og gerviefnum. Í fréttatilkynningu frá Tösku- og handskabúðinni segir að megintilgangurinn með innflutningnum sé að auka úrval kventaska úr gerviefnum, enda séu þær í tísku nú. Meira
15. nóvember 1997 | Neytendur | 46 orð

Handverksmarkaður á Eiðistorgi

HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, í dag. Þar verða meðal annars til sölu tré-, gler- og prjónavörur, málverk, postulín, brúður og ýmislegt til jólahaldsins. Kvenfélagið Seltjörn verður með kaffi- og vöfflusölu á markaðnum og klukkan 14 munu nemendur úr Tónlistarskóla Seltjarnarness leika. Meira
15. nóvember 1997 | Neytendur | 191 orð

Veislubók

Í NÝÚTKOMINNI Veislubók Hagkaups eru 230 uppskriftir að for-, aðal- og eftirréttum og tillögur að hlaðborði og pinnamat. Veislubókin er þriðja uppskriftabókin frá Hagkaupi. Kökubókin, sem kom í fyrra, seldist í um 18 þúsund eintökum. Hér fylgir einn af aðalréttunum úr nýju bókinni sem einn af höfundum hennar, Kristján Þór Sigurðsson, matreiðslumeistari á Argentínu, mælir með. Meira

Fastir þættir

15. nóvember 1997 | Dagbók | 3107 orð

APÓTEK

»»» Meira
15. nóvember 1997 | Í dag | 103 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 15. nóvember, er áttræður Ari Benjamínsson, bifreiðastjóri, Svöluhrauni 17, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigríður Ólafsdóttir. Einnig eiga þau 50 ára brúðkaupsafmæli þennan dag. Þau eru að heiman á þessum tímamótum. ÁRA afmæli. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

FIMMTA og síðasta umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 4. nóvember og urðu úrslit þessi: Atli Jóhannesson ­ Jóhann Þórarinsson25,9 Jóhann Þorsteinsson ­ Jónas Jónsson24,5 Ásgeir Metúsalemss. ­ Kristján Krisjánss. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 87 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauð

Nú stendur yfir Fiskiðjumótið í hraðsveitakeppni með þátttöku 7 sveita og eftir 2 kvöld er staðan þessi: Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttur926Sveit Margrétar Þórðardóttur918Sveit Guðmundar Árnasonar907Sveit Suðurleiða904 Eftir hraðsveitakeppnina hefst paratvímenningur félagsins þar sem keppt er um veglegan bikar. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 131 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bæjarkeppni í Munaðarnesi

Borgnesingar tóku á móti Suðurnesjamönnum í bæjarkeppni í Munaðarnesi um helgina. Spiluð var sveitakeppni á 5 borðum og unnu gestirnir með nokkrum mun. Á sunnudag var spilaður 45 spila tvímenningur og enn höfðu gestirnir betur og röðuðu sér í öll verðlaunasætin. Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævarsson voru langefstir en Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson nældu sér í 2. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tveggja ára birgðir af s

Um leið og Íslandsmótið í tvímenningi var spilað, voru vígð ný spil sem Trygging hf. lét prenta í sínu nafni hjá hinu virta spilafyrirtæki Fournier á Spáni. Alls lét Trygging hf. prenta um 1.800 spil og áætlað er að sá fjöldi nægi til tveggja ára notkunar í öllum mótum á vegum sambandsins. Gjöf fyrirtækisins hefur því mikið gildi fyrir bridshreyfinguna í landinu. Meira
15. nóvember 1997 | Dagbók | 507 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1036 orð

Eirðarleysi í fótleggjum

Spurning: Að undanförnu hef ég fundið fyrir kláða á fótunum. Þetta byrjaði sem svona pirringur í skinninu á öðrum hælnum og færðist síðan fram með fætinum utanverðum. Svo fór ég að finna fyrir sams konar kláða ofan á ristinni á hinum fætinum. Þetta lýsir sér eins og að litlir maurar séu að skríða á fótunum. Meira
15. nóvember 1997 | Í dag | 326 orð

ETBÓKABÚÐ Máls og menningar er gott framtak að mati Víkverj

ETBÓKABÚÐ Máls og menningar er gott framtak að mati Víkverja. Skrifari hefur haft bæði gagn og gaman af því að leita að bókum á heimasíðu verzlunarinnar. Enn eru upplýsingar um hverja bók af skornum skammti, en af tilkynningu á heimasíðunni má ráða að það standi til bóta. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1465 orð

Guðspjall dagsins: Viðurstyggð eyðingarinnar. (Matt. 24)

Guðspjall dagsins: Viðurstyggð eyðingarinnar. (Matt. 24) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Arnfirðingafélagsins í Reykjavík. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 243 orð

Hreindýrasteik gljáð í cider

Átta 100 g hreindýrasteikur 5 meðalstórar bökunarkartöflur, soðnar, látnar kólna og skrældar 100 g beikon af bestu gerð 4 púrrulaukar, skornir í litla bita þversum olía 5 dl eplacider. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 976 orð

Hreindýr Davíðs Hreindýrið er konungur íslensku villibráðarflórunnar. Steingrímur Sigurgeirssonræddi við bandaríska kokkinn

STÆRSTA villibráð sem fáanleg er á Íslandi er hreindýrið. Af auðskiljanlegum ástæðum er heilsteiking útilokuð og þótt vissulega sé hægt að elda stærri kjötstykki í ofni er bæði hentugast og oftar en ekki skynsamlegast að skera hreindýravöðvanna niður í smærri steikur fyrir eldun. Það er til að mynda skoðun Davids Wallachs, matreiðslumanns á Hótel Borg. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 595 orð

Í LÍNUDANSI MEÐ SNÖRUNUM Fótmennt að hætti kúr

SÖNGSVEITIN Snörurnar átti drjúgan þátt í að festa línudans í sessi hér á landi með útgáfu þar til gerðrar hljómplötu fyrir síðustu jól. Mörg laganna á þeirri plötu hafa verið óspart notuð undir þessari sérkennilegu fótmennt og þegar það spurðist út að von væri á nýrri plötu frá þeim stallsystrum var ákveðið að gera mann út af örkinni í þeim tilgangi að læra dansinn og miðla reynslunni til Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 880 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 927. þáttur

927. þáttur SUM vandamál eru óleysanleg. Svo er um eignarfall fleirtölu af kvenkynsorðum sem enda á a, svokallaðra ^on-stofna. "Meginreglan" er að vísu sú, að þau endi á na í áðurnefndu eignarfalli. En undantekningarnar frá þessari "reglu" eru ærið margar. Meira
15. nóvember 1997 | Í dag | 298 orð

Léleg þjónusta ÉG VIL benda bíleigendum á einstaklega léleg

ÉG VIL benda bíleigendum á einstaklega lélega og fljótfærnislega þjónustu hjá dekkjaverkstæðinu Gúmmívinnustofunni í Skipholti. Þar var öðru framhjólinu rétt aðeins tyllt á bílinn hjá mér sem skapaði auðvitað stórhættu í umferðinni þegar keyrt var af stað. Fyrir utan óþægindin við að þurfa að yfirfara hin dekkin líka til að vera viss um að allt væri í lagi. Meira
15. nóvember 1997 | Dagbók | 362 orð

SPURT ER...

»Fjórir Íslendingar hafa þjálfað lið í þýsku 1. deildinni í handknattleik, þar af eru tveir starfandi á þeim vettvangi í dag. Hverjir eru þetta? »Nýlega var opnað bókasafn í nafni eins af fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Hann sat á forsetastóli þegar Persaflóastríðið geisaði og Berlínarmúrinn féll í forsetatíð hans. Maðurinn kom til Íslands þegar hann var varaforseti. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 810 orð

Þrautir Heraklesar Fáir kunna að skemmta börnunum eins vel og Disney fyrirtækið. Árni Matthíassonkynnti sér nýjustu afurð

FÁ FYRIRTÆKI kunna eins vel að skemmta börnum og Disney risinn bandaríski. Um tíma, fyrir aldarfjórðungi eða svo, virtist sem fyrirtækið væri búið að tapa áttum í baráttunni um börnin, en með nýjum mannskap í brúnni og nýjum áherslum náðist að rétta skútuna af og maskínan malar gull sem aldrei fyrr. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1087 orð

Þrjú draumtákn

DRAUMURINN notar táknmyndir til að skilgreina gerðir sínar og sýna dreymendum sannan tilgang sinn. Þessar myndir eru ímyndir raunverulegra þátta og fela oft á tíðum í sér meiri fróðleik, sannleika og hugsun en hægt er að koma til skila í mæltu máli. Meira
15. nóvember 1997 | Fastir þættir | 218 orð

(fyrirsögn vantar)

Fyrir mistök í sendingu eða móttöku á netpósti féllu niður nöfn tveggja efstu para í Austurlandsmótinu í tvímenningi. Sigurvegarar urðu Bernhard N. Bogason og Stefán Kristmannsson (BF) með 260 stig og í 2. sæti Ríkharður Jónasson og Ævar Ármannsson (BSF) með 258 stig. Meira

Íþróttir

15. nóvember 1997 | Íþróttir | 215 orð

Aldursmörk á ÓL endurskoðuð

Nefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem er með knattspyrnu á Ólympíuleikum á sinni könnu, ætlar á fundi framkvæmdanefndar í París á næsta ári að leggja fram tillögu þess efnis að knattspyrnumenn eldri en 23 ára megi ekki keppa á Ólympíuleikum. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 413 orð

ATTILIO Lombardo,

ATTILIO Lombardo, ítalski framherjinn sem leikur með Hermanni Hreiðarssyni hjá Crystal Palace í Englandi, meiddist á læri á æfingu með ítalska landsliðinu í gær, og verður líklega frá keppni í mánuð. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 109 orð

Bandarísk stúlka til Keflvíkinga

KEFLVÍKINGAR hafa samið við bandarísku stúlkuna Jennifer Boucek um að leika með liði þeirra í 1. deild kvenna í körfuknattleik út þetta keppnistímabil. Boucek, sem verður 24 ára þann 20. desember, er 173 sentimetra bakvörður og lék með Virginíu-háskólanum áður en hún hóf að leika í NBA-deildinni fyrir konur, en þar lék hún tíu leiki. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 168 orð

Gunnar og Þorkell verða með

Gunnar og Þorkell verða með GUNNAR Andrésson, fyrirliði Aftureldingar og Þorkell Guðbrandsson koma inn í lið Aftureldingar á morgun gegn Runar en báðir misstu þeir af fyrri leiknum vegna meiðsla. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 448 orð

Ítalir og "rússneska rúllettan" í Napolí

Ítalir búa sig nú undir einn þýðingarmesta leik í sögu landsins ­ þeir standa andspænis "rússnesku rúllettunni" og 70 þús. áhorfendur á San Paolo-leikvellinum í Napolí í dag. Markalaust jafntefli dugar þeim til að komast á HM í Frakklandi næsta sumar, eftir að hafa gert jafntefli 1:1 í Moskvu. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 59 orð

Konráð danskur meistari KONRÁÐ S

KONRÁÐ Stefánsson, karatemaður, varð danskur meistari í sveitakeppni með liði sínu Álaborg um síðustu helgi. Til gamans má geta þess að Konráð er fertugur og fátítt að menn á hans aldri standi í fremstu röð í karateíþróttinni. Konráð, sem býr nú í Danmörku ásamt eiginkonu sinni Jónínu Olsen, vann silfurverðlaun á síðasta Íslandsmóti, í -80 kg flokki. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 147 orð

Kostnaður leik- manna 1,8 millj.

LEIKMENN Aftureldingar sjá um að fjármagna þátttöku félagsins í Evrópukeppninni, en það var ákvörðun leikmanna að fara þessa leið. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari UMFA, segir kostnaðinn við þær tvær umferðir sem verða að baki að leikslokum á morgun vera um 1.800 þúsund. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 59 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New Jersey - Cleveland74:85 Minnesota - Washington88:91 Eftir framlengingu.

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New Jersey - Cleveland74:85 Minnesota - Washington88:91 Eftir framlengingu. Dallas - Philadelphia98:99 San Antonio - LA Lakers100:109 Eftir framlengingu. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 371 orð

Lakers hefur unnið alla sex leikina

LOS Angeles Lakers er annað tveggja liða í NBA deildinni sem hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur. Hitt er Atlanta Hawks, sem hefur sigrað í átta leikjum, en Lakers hefur leikið sex leiki og unnið þá alla. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 338 orð

Möguleikarnir góðir

Bergsveinn Bergsveinsson markvörður Aftureldingar og íslenska landsliðsins er nú að etja kappi við norsk félagslið í Evrópukeppninni í handknattleik í fjórða sinn. Er hann lék með FH mætti hann Fredriksborg Sky og Stavangri og nú eftir að hann gekk til liðs við Aftureldingu fyrir fjórum árum hafa Drammen og Runar bæst í hópinn. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 111 orð

Ravelli endar ferilinní Bandaríkjunum

Ravelli endar ferilinní Bandaríkjunum THOMAS Ravelli, landsliðsmarkvörður Svía, ætlar að leika í bandarísku knattspyrnunni eftir áramótin og enda knattspyrnuferilinn þar. Hann er 38 ára og hefur leikið 430 leiki í sænsku úrvalsdeildinni og 143 landsleiki. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 283 orð

RON Atkinson

RON Atkinson verður nýr stjóri hjá Sheff. Wed. ­ mun stjórna liðinu út keppnistímabilið. ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 253 orð

Sá bréfið 47 árum of seint

ROY Sutcliffe er ekki þekkt nafn í enska knattspyrnuheiminum, en hefði hugsanlega getað verið það. Ekki er loku fyrir það skotið að hann hefði verið einn "Busby-drengjanna" í einu frægasta liði Englands fyrr og síðar. Ef... Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Sigríður varaforseti ÍSÍ SIGRÍÐUR Jónsdóttir, fyr

Sigríður varaforseti ÍSÍ SIGRÍÐUR Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Badmintonsambands Íslands, er varaforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Það var einróma samþykkt á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar þess í vikunni. Sömuleiðis að Friðjón B. Friðjónsson verði gjaldkeri og Benedikt Geirsson ritari. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 129 orð

Singh sigurvissJOGINDER Singh er viss um sigur

JOGINDER Singh er viss um sigur, hvort sem er í stökkum, köstum eða hlaupum, á frjálsíþróttamóti öldunga sem stendur fyrir dyrum á Nýja-Sjálandi. Singh, sem er 105 ára, keppir nefnilega einn í sínum aldursflokki og er langelsti keppandi mótsins; alls taka 500 manns þátt en hann er 20 árum eldri en sá næst elsti, skv. frétt Press Association fréttastofunnar á Nýja-Sjálandi. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 580 orð

Tekst með sameiginlegu átaki

AFTURELDING mætir norska liðinu Runar frá Sandefjord í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu í íþróttahúsinu að Varmá kl. 20 annað kvöld. Runar sigraði í fyrri leiknum ytra fyrir viku, 30:25, en að þessu sinni ætla Mosfellingar að snúa taflinu við og komast áfram í 8-liða úrslit líkt og þeir gerðu í sömu keppni fyrir tveimur árum. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 112 orð

TENNISSampras lék vel

PETE Sampras, besti tennisleikari heims, tryggði sér í gær rétt til að leika í undanúrslitum á ATP-mótinu í Þýskalandi, en þar keppa átta efstu menn á heimslistanum. Sampras mætti Ástralanum Patrick Rafter, sem sigraði á Opna bandaríska mótinu í sumar, og er skemmst frá því að segja að sá ástralski átti aldrei möguleika. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 83 orð

UM HELGINAHandknattleikur LAUGARDAGUR

Handknattleikur LAUGARDAGURNissan-deild karla: Digranes:HK - ÍBV16 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Grótta/KR16.30 Framhús:Fram - ÍBV16.30 Kaplakriki:FH - Valur16.30 Strandgata:Haukar - Víkingur16.30 2. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 156 orð

Úrslit standa í M¨unchen þrátt fyrir mistök

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær að úrslit í leik 1860 M¨unchen og Karlsruhe í þýsku deildinni sem fór fram í ágúst og lauk með 2:2 jafntefli, skyldu standa þrátt fyrir mistök dómarans. Þýska sambandið hafði áður vísað frá kröfu Karlsruhe, sem vildi að úrslitin stæðu, og ætlaði að láta liðin leika að nýju en sætti sig við niðurstöðu FIFA. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 31 orð

Verður Bergsveinn í stuði? MIKI

MIKILVÆGT verður fyrir Aftureldingu aðlandsliðsmarkvörðurinn Bergsveinn Bergsveinsson nái sér á strik í leiknum gegn Runar líktog hann gerði í landsleiknum við Litháen fyrirskömmu er þessi mynd var tekin. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 437 orð

Verður spennandi

KEFLVÍKINGAR og Tindastólsmenn mætast í úrslitum Eggjabikarsins í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í dag og hefst leikurinn kl. 15. Keflvíkingar eru núverandi meistarar en leikmenn Tindastóls hafa aldrei náð svona langt í íþróttinni. Meira
15. nóvember 1997 | Íþróttir | 141 orð

Þrír Danir mæta til leiks

ALÞJÓÐLEGT badmintonmót verður hér á landi um helgina í húsnæði TBR. Mótið hefst á laugardag kl. 10 og verður leikið þar til kemur að úrslitum í aukaflokki og undanúrslitum í aðalflokki. Á sunnudag verða úrslit í aukaflokki og undanúrslit í aðalflokki kl. 10 árdegis og úrslitaleikurinn kl. 13.30. Meira

Sunnudagsblað

15. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1791 orð

ÚR DRÁTTARBEISLUM Í HÓTELREKSTUR

Víkurvagnar heitir lítið en fjölbreytt fjölskyldufyrirtæki. Gagnstætt nafninu þá er það ekki staðsett á Vík í Mýrdal, heldur í Síðumúlanum. Upprunalega voru Víkurvagnar þó í Vík. Í þá daga voru smíðaðar kerrur og traktorsvagnar, en í dag er starfsemin mun margþættari. Morgunblaðið hitti Þórarin Kristinsson, framkvæmdastjóra Víkurvagna, í vikunni og fræddist um fyrirtækið. Meira

Úr verinu

15. nóvember 1997 | Úr verinu | 411 orð

Síldinni "smalað" úti af Borgarfirði eystri

NOKKUR síldveiði var í fyrrinótt úti af Borgarfirði eystra og var það í fyrsta sinn í hálfan mánuð, sem eitthvað fæst í nót. Lóðuðu bátarnir á síldina á slæmum botni og tóku þá nokkrir sig saman um að reka hana yfir á betri botn með hljóðbylgjunum frá asdiki og dýptarmælum. Virtist það takast vel og síldin færði sig yfir á svæði þar sem nótabátarnir gátu athafnað sig. Meira

Lesbók

15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 330 orð

45. tölublað - 72. árgangur EFNI Náttúrufar í bútum

Náttúrufar í bútum er heiti á grein eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, og fjallar um eitt og annað sem snertir hálendið. Þar segir m.a.: "Vegalagning og lagning slóða er gott dæmi um hamslausa reitun. Rúmlega 12 þús. km eru til af "löglegum" vegum í landinu og þúsundir kílómetra af vegum, slóðum og götum sem fáir vita um, enn færri nota og ekki eru til á korti. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

AF HVERJU?

Áður fyrr ungur að árum ávann sér hylli og virðing vöknuðu með honum vonir og vorhljómur ástar í hjarta Þau kynntust á vorljúfu kvöldi og kossarnir ástríðufullir kveiktu þar kærleikans neista og kveikinn að framtíðardraumi En eitthvað fór úrskeiðis seinna einmana sat hún hjá barni á meðan hann öldurhús sótti og hamingju sína veðsetti Á Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 685 orð

AF JÓNI ODDSSYNI HJALTALÍN

ÞÓTT ungfrú Reykjavík eigi það til, að fitja upp á trýnið og gefa það fyllilega í skyn með limaburði og fasi, að flokka beri hana með stássmeyjum Evrópu, t.d. á Signubökkum eða við Tíberfljót, þá er hún eigi að síður eins og hver önnur hallærispía á gelgjuskeiðinu, miðað við flestar aðrar borgir álfunnar. Er það síst að undra, enda aldur hennar ekki hár. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

AFMÆLI

Nú nýverið varð ég fimmtugur sem ekki er í frásögur færandi enda gengur þetta náttúrlega yfir alla þá sem lifa nógu lengi til þess arna. Eins og nærri má geta bárust mér margar gjafir og góðar sem eins konar verðlaun fyrir umrætt langlífi. Eftir öll hátíðahöldin leit ég yfir gjafirnar með tilliti til þess hvað sýnist við hæfi að færa fimmtugum kennara. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 760 orð

ÁKALL TIL FRIÐAR

Béla Bartók: Strengjakvartettarnir 6. Emerson strengjakvartettinn (Eugene Drucker, Philip Setzer, fiðlur; Lawrence Dutton, víóla; David Finckel, selló.) Deutsche Grammophon 423 657-2. Upptaka: DDD, New York 1-3/1988. Útgáfuár: 1988. Lengd (2 diskar): 148:39. Verð (Skífan): 2.999 kr. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

FAÐIR MINN

Fræða þulur, friðstóll, fjall: Eitthvað á þessa leið: Fjallið er skjól, áskorun, skóli og uppspretta djarfra drauma. Sem Herðubreið! Hann kenndi mér allt sem kann ég í dag: um karlmennsku, dug og kærleikans lag. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 251 orð

FAGRIR TÓNAR Í KRISTSKIRKJU

CARITAS á Íslandi efnir til tónleika til styrktar bágstöddum fyrir jólin í Kristskirkju, Landakoti, sunnudaginn 16. nóvember kl. 17. Aðstoðin fer fram í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. Leitað hefur verið til fjölmargra listamanna og efnisskrá tónleikanna er viðamikil. Í hópi flytjenda eru einleikarar, söngvari og kór. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 317 orð

FLJÓTANDI ÖRVERUR

MYNDLISTAMAÐURINN Gunnar Örn opnar sýningu á vatnslitamyndum og myndum unnum með blandaðri tækni á pappír í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag, 15. nóvember, kl. 15. Flestar myndirnar á sýningunni eru frá árinu 1993 þegar Gunnar Örn dvaldi í Norrænu menningarmiðstöðinni Sveaborg utan við Helsinki í 3 mánuði. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 887 orð

FORNT BYGGINGARLAG MEÐ NÝRRI TÆKNI

Íslendingar hafa á ýmsum sviðum verið fljótir að tileinka sér nýja tækni og er nærtækast að benda á fiskveiðar og tölvutækni í því sambandi. Það er kannski einna helzt í byggingartækni að vanafesta og íhaldssemi hafi verið um of og við höfum til dæmis alltof lengi haldið í það að einangra steinhús að innanverðu þótt aðrir hafi einangrað þau að utanverðu, Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 227 orð

GESTALEIKUR FRÁ VILNÍUS Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

LÍTHÁÍSK uppfærsla á Grímudansleiknum, Maskarad, eftir rússneska skáldið Mikhail Lémontov, verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins 19. og 20. nóvember næstkomandi. Leikstjóri er Rimas Tuminas, sem kunnur er af uppfærslum sínum á Mávinum, Don Juan og Þremur systrum í Þjóðleikhúsinu en sýningin er samstarfsverkefni þjóðleikhúss þeirra Litháa og Litla leikhússins í Vilníus. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1848 orð

GÓÐA NÓTT, HERRA FLAKKARI

Sað var þriðji sunnudagur í aðventu, og mamma og pabbi þurftu að fara í jarðarför. Það var eiginlega afleitur tími fyrir jarðarför, en stundum gerist þetta, að fólk deyr í miðri jólahreingerningunni. Börnin áttu að vera ein heima. Þeim var engin vorukunn. Þau áttu að sitja við eldhúsborðið og klippa út jólaskraut úr gljápappír. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1608 orð

HEF EKKI EFNI Á NEINU HEIMA HJÁ MÉR

ÞÓTT Charles H. Carpenter sé fyrir allnokkru sestur í helgan stein, enda kominn á níræðisaldur, þá fylgist hann ennþá grannt með hræringum í myndlistarlífi heimsins. Safn hans er vel þekkt meðal listáhugafólks eftir tvær sýningar á völdum verkum úr því á síðasta ári, Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

Í PÉRE LACHAISE GARÐINUM

Á líkum stað sem þessum vor allra endar braut, og ástríður og gleði ­ vor sársauki og þraut. Hér allir hvíla jafnir og eilífs njóta friðar, ­ ungir jafnt sem gamlir, ­ hver við annars hlið þar. Í huga mér nú aleinn hér eigra milli leiða. Mig undarlegir tónar um garðinn fræga seiða. Hér finna vil ég legstein í leiðavígi þröngu; á letrað nafnið Morrison. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1786 orð

ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR Á DÖNSKU. II. GREIN

LANGFRÆGASTUR og afkastamestur íslenskra rithöfunda sem skrifuðu á dönsku, Gunnar Gunnarsson, kom einnig fram 1911 með ljóðabók sem litla athygli vakti. En árið eftir birtist fyrsta bindi af Sögu Borgarættarinnar, en hin komu á næstu tveimur árum. Og þetta verk gerði hann frægan, enda prentað a.m.k. sjö sinnum síðan, fyrir utan allar þýðingar og kvikmyndun. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

LEIÐRÉTTING

Í prósaljóði Marianne Pidoux, Til Michaels, sem birtist í Lesbók 8. nóv. sl. víxluðust orð í fyrstu línu og breytist merking þeirra við það. Ranglega stóð: Fyrst tókst þú þér ferð á hendur...,en rétt er þessi setning þannig: Fyrst þú tókst þér ferð á hendur...Leiðréttist þetta hér með og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

LEIKUR AÐ UPPSTILLINGU

PÉTUR Gautur myndlistarmaður var einhverju sinni spurður að því í danska útvarpinu hvers vegna hann málaði uppstillingar. "Ja, ekki get ég málað landslag ­ það er ekkert landslag hér í Danmörku. Ég verð því að sækja í eitthvað sem stendur mér nær!" Þegar viðtalið fór í loftið hafði spurningin verið felld út. Málarinn hafði komið við kaunin á frændum vorum. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð

LISTIR OG STJÓRNMÁL

NORDIKA nefnist samsýning sem haldin er í miðborg Helsinki í Finnlandi dagana 12. til 23. nóvember. Listamennirnir koma frá Norðurlöndum og Litháen og viðfangsefni sýningarinnar er samband stjórnmála og lista; tengsl stjórnmálaheims og listaheims, heildarinnar og einstaklingsins. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

LONDON ­ Brot ­

Vér hlustum í múgborgarmyrkri á morðdrekaflugsins gný. Á háloftsins helspunavélum öll hjól eru þeytt á ný. Um vindása Vetrarbrautar sér verkhraðir gróttar þyrla. Svo fellur úr lofti farmur af feigð yfir þök og hvirfla. Vér finnum, hve fnæsandi nálgast hið fallhraða tundurstál, sem líkamans umkomuleysi laði eins og segulnál. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1556 orð

MAHLER Í BALLETTÚTGÁFU John Neumeier, ballettstjóri í Hamborg, kom til Kaupmannahafnar að setja upp tvo Mahler-balletta sína.

Bandaríski ballettstjórinn og danshöfundurinn John Neumeier á að baki fjöldann allan af athyglisverðum verkum, sem ballettar um allan heim keppast við að hafa á verkefnaskrá sinni og sjálfur er Neumeier óskagestur ballettflokka um allan heim. Hann heimsótti Konunglega danska ballettinn nýlega, þar sem verið var að setja aftur á svið tvo Mahler-balletta hans. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1231 orð

NÁTTÚRUARFUR ­ Í BÚTUM

I. Að undanförnu hafa birst nokkrar ágætar greinar í Lesbókinni um hús og arkitektúr á Íslandi. Lengi hefur loðað við Íslendinga einhvers konar skilningsleysi á manngerðu umhverfi, hefðum og gömlum menningarverðmætum. Það kristallaðist t.d. í hnignun Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju þar til endurreisn staðarins hófst. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 562 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1335 orð

ÓÞEKKJANLEG HLJÓMSVEIT

"ÉG VARÐ í senn hrærð og agndofa þegar ég heyrði Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja níundu sinfóníu Mahlers í Háskólabíói á dögunum ­ hljómsveitin var óþekkjanleg. Ég hafði ekki heyrt í henni í 20 ár og þvílík breyting, Sinfóníuhljómsveit Íslands er orðin frábær hljómsveit. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 625 orð

SNEIÐMYND AF ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST

TÍMARITIÐ Fjölnir stendur fyrir myndlistarsýningunni Myndlist '97 í samvinnu við Hannes Sigurðsson listfræðing og stjórnarformann menningarverktakafyrirtækisins art.is. Sýningin verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag, laugardaginn 15. nóvember, kl. 16 og stendur til 23. nóvember. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð

TILBOÐIÐ Egill B. Hreinsson þýddi

Ég hef ekki áhuga á hvaða starf veitir þér lífsbjörg. Ég vil vita um þrár þínar og hvort þú þorir að láta drauma hjartans rætast. Ég hef ekki áhuga á aldri þínum. Ég vil vita hvort þú hefur kjark til að verða að athlægi vegna ástar, drauma eða ævintýrisins sjálfs að vera lifandi. Ég hef ekki áhuga á hvaða himintungl þú vaktar. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

TILFINNINGAR

Allar tilfinningarnar sem ólga í brjósti mér spretta fram sem perlur af hvörmum mínum. Gimsteinum sálarinnar verður stráð fyrir fætur ykkar í erli annríkisdags, án þess þið takið eftir því. Höfundurinn er ræstitæknir á Ísafirði. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

TRÉÐ ÞITT úr bókinni "Eins og þú í mér nei".

tréð greinar og af blómum bjart er mynd sín sjálfs sundurþykkt af orði þú sagðir segir þú tunga þín veltir þungum rauðum orðum sem halda að þau séu lauf veltir þeim yfir alla bakka yfir varir þínar; þær einu sem aldrei eru einar bundnar saman af orðvana ást ef varir mættu mæla og þú sem aðeins ert steinn innan um alla Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð

ÚR "KALI"

einshver les augu þín eins og heilög bréf, frá ókomnum öldum, og frá liðnum, eins og heilög bréf í skínandi ópal, flæðandi eins og úr græðandi birtu úr ólæknandi sorg, eins og úr ólæknandi birtu úr græðandi sorg, frá ókomnum öldum, og frá liðnum ­ ­ ­ og einhver, einhver sér lifandi myrkur skara glóð þinni undir slæðu úr ösku, Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 752 orð

"ÞAÐ ER ÆVISTARF AÐ LÆRA ÍSLENSKA TUNGU"

DAGUR íslenskrar tungu verður haldinn öðru sinni á morgun, sunnudaginn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Þema dagsins er hið mælta mál en yfirskrift hans er Móðurmálið mitt góða.Megináhersla verður lögð á þátttöku íslenskra skólabarna og í tilefni dagsins verður upplestrarkeppni grunnskólabarna hleypt af stokkunum. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

ÞEGAR VÍNIÐ VERMDI SÁL

Ífyrsta þætti þessarar samantektar um Stjána bláa var hans síðustu siglingu lýst og því ljóð- og lagverki sem þessi sigling varða kveikjan að. Annar þátturinn fjallaði um æviferil og lífshlaup hans. Í þriðja þættinum var reynt að lýsa þeim persónuleika sem varð innblástur að kvæðinu. Meira
15. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1361 orð

ÖÐRUVÍSI ­ NÝ LÍFSSÝN

HÚN var einmana, þó ekki í venjulegum skilningi þess orðs. Ekki vegna skorts á félagsskap. Hún var ein í sál sinni, átti ekki þátt í áhugamálum og viðhorfum annarra. Af hverju var henni ætlað þetta hlutskipti? Hún leit til baka og reyndi að skilja þá lífsþræði sem höfðu beint henni í þennan farveg. Meira

Ýmis aukablöð

15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 154 orð

15.00Alþingi Bein útse

15.00Alþingi Bein útsending frá þingfundi. [5373543] 16.20Helgarsportið (e) [615017] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (768) [3623814] 17.30Fréttir [52185] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [778479] 17. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 174 orð

17.00Spítalalíf

17.00Spítalalíf (MASH)(44:109) (e) [2494] 17.30Á völlinn (Kick)Þáttaröð um liðin og leikmennina í ensku úrvalsdeildinni. [2253] 18.00Íslenski listinn [93475] 19.00Hunter (16:19) (e) [9123] 20. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 177 orð

17.00Taumlaus tónlist.

17.40Ameríski fótboltinn San Diego Chargers ­ Seattle Seahawks [6501210] 18.40Í golfi Nýr þáttur með Peter Alliss. (1:6) [9649061] 19.25Á völlinn (e) [900535] 19. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 155 orð

9.00Morgunsjónvarp barnann

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Sunnudagaskólinn (67) Eyjan hans Nóa (2:13) Múmínálfarnir (14:52) Einu sinni var... (14:26) Bílaleikur (5:10) [3624061] 10.45Hlé [4505500] 12. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 626 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

7.03Fréttaauki. (e) 8.07Morgunandakt: Séra Ingiberg J. Hannesson prófastur flytur. 8.15Tónlist. ­Kór Akureyrarkirkju syngur sálmalög undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Antonia Hevesi leikur á orgel. 9. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 733 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur. 8.00Hér og nú. 8.20 Morgunþáttur heldur áfram. 8.45 Ljóð dagsins. 9.03Laufskálinn. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 769 orð

MÁNUDAGUR 17. nóvember SBBC PRIME 5.00 Th

MÁNUDAGUR 17. nóvember SBBC PRIME 5.00 The Business Hour 6.00 Newsdesk 6.30Noddy 6.40 Blue Peter 7.05 Grange Hill 7.45Ready, Steady, Cook 8.15 Kilroy 9.00 Style Challenge 9.30 Wildlife 10. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 711 orð

Sunnudagur 16. nóvember SBBC PRIME 5.00

Sunnudagur 16. nóvember SBBC PRIME 5.00 Engineering Mechanics 5.30 Which Body? 6.00 World News; Weather 6.30 Wham! Bam! Strawberry Jam! 6.45 Gordon the Gopher 6.55 Mortimer and Arabel 7.10 Gruey Twoey 7. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 120 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 76 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 143 orð

ö9.00Línurnar í lag [67272]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [80945611] 13.00Ernest í sumarbúðum (Ernest Goes to Camp)Hrakfallabálkurinn Ernest P. Worrell tekur að sér að vera umsjónarmaður í sumarbúðum fyrir unglingspilta. Aðalhlutverk: Jim Varney, Victoria Racimo og John Vernon. Leikstjóri: John R. Cherry 3rd. 1987. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 126 orð

ö9.00Með afa [8070399]

9.50Bíbí og félagar [2139509] 10.15Andinn í flöskunni [2920660] 11.10Geimævintýri [3781134] 11.35Týnda borgin [3772486] 12.00Beint í mark með VISA [9950] 12.30NBA molar [90979) 12. Meira
15. nóvember 1997 | Dagskrárblað | 129 orð

ö9.00Sesam opnist þú [6603]

9.30Disneyrímur [4486500] 10.20Eðlukrílin [2215603] 10.35Aftur til framtíðar [2261023] 11.00Úrvalsdeildin [42582] 11.20Ævintýralandið [9112559] 11.45Madison (7:39) (e) [3665142] 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.