Greinar þriðjudaginn 18. nóvember 1997

Forsíða

18. nóvember 1997 | Forsíða | 240 orð

Afsagnar Tsjúbajs krafist

Tsjúbajs og nokkrir af samstarfsmönnum hans hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa þegið fyrirframgreiðslur fyrir bók um sögu einkavæðingarinnar í landinu. Borís Jeltsín hefur þegar vikið þremur embættismönnum frá vegna málsins en hafnaði afsagnarbeiðni Tsjúbajs um helgina. Meira
18. nóvember 1997 | Forsíða | 379 orð

Egyptar töldu alla öfgamenn orðna óvirka

FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær, að tilræði hryðjuverkamanna gegn erlendum ferðamönnum í Lúxor í gærmorgun, væri áfall fyrir stjórn Hosni Mubaraks, sem taldi að samtök öfgasinnaðra múslima hefðu verið gerð nánast óvirk nema á mjög afmörkuðum svæðum syðst í Egyptalandi. Sex vopnaðir menn a.m.k. Meira
18. nóvember 1997 | Forsíða | 288 orð

Írak verði ekki "sprengt" til hlýðni

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þarlend stjórnvöld séu að "kanna alls konar möguleika" á beitingu hervalds í Írak ef stjórn Saddams Hússeins fer ekki að tilmælum Sameinuðu þjóðanna og leyfir vopnaeftirlit í landinu. Meira
18. nóvember 1997 | Forsíða | 519 orð

Ræða möguleika á að "lina þjáningar írösku þjóðarinnar"

BANDARÍKJAMENN, Bretar, Frakkar og Rússar ræða nú um möguleika á að gera "smávægilegar breytingar" á áætluninni sem Írakar fylgja við sölu á olíu fyrir matvæli, ef það mætti verða til þess að hvetja þá til að leggja sitt af mörkum við lausn vopnaeftirlitsdeilunnar sem nú stendur, að því er háttsettur, bandarískur embættismaður greindi frá í gær. Meira
18. nóvember 1997 | Forsíða | 175 orð

Vínið "heldur ungt"

ÞAÐ er ekki óvenjulegt að þrír kaupsýslumenn eyði um 220 sterlingspundum, eða um 25 þúsund ísl. krónum, í kvöldverð á veitingastaðnum Le Gavroche í London. En fáir kaupa vín fyrir 12.870 pund, eða ríflega hálfa aðra milljón íslenskra króna, og gera þjóninn þar að auki afturreka með dýrasta vínið sem fáanlegt er á staðnum­af því að það var "heldur ungt". Meira

Fréttir

18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

30 útvarpsstöðvar og 53 sjónvarpsstöðvar

SAUTJÁN langtímaleyfi til útvarpsrekstrar, 12 sjónvarpsleyfi og leyfi til að endurvarpa dagskrám 25 erlendra sjónvarpsstöðva, eru nú í gildi í landinu, að frátöldum leyfum Ríkisútvarpsins til útvarps- og sjónvarpsrekstrar og heimildum Pósts og síma til útsendinga á 24 sjónvarpsrásum og 11 útvarpsrásum um breiðband. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

3 mánuðir sérstaklega ætlaðir föður

ÞINGKONUR Kvennalistans ásamt Sighvati Björgvinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, og Sigríði Jóhannesdóttur, Alþýðubandalagi og óháðum, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um fæðingarorlof. Er í frumvarpinu m.a. lagt til að fæðingarorlof verði lengt úr sex mánuðum í tólf mánuði. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Afmælisfundur AL-ANON

OPINN afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður í Bústaðakirkju og hefst kl. 20. Á fundinum munu koma fram og segja sögu sína fjórir félagar í AL-ANON samtökunum og einn félagi í AA- samtökunum. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 584 orð

Aldraðir Íslendingar síður þunglyndir

TÍÐNI þunglyndis meðal aldraðra á aldrinum 85­88 ára er mun minni á Íslandi en í átta borgum í Evrópu, samkvæmt rannsókn, sem gerð hefur verið á geðheilsu rúmlega 13 þúsund einstaklinga. Hallgrímur Magnússon læknir kynnti hluta af langtímarannsókn á geðheilsu aldraðra Íslendinga og bar saman við rannsókn sem gerð hefur verið í átta borgum í Evrópu, á málþingi í geðheilbrigðisfræðum, Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 249 orð

Arafat með Parkinsonsveikina? ÍSRAELSKUR læknir telur að Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, kunni að

ÍSRAELSKUR læknir telur að Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, kunni að vera með Parkinsonsveikina. Avinoam Reches, taugasjúkdómafræðingur við Hadassah- sjúkrahúsið í Jerúsalem, segist byggja mat sitt að hluta á sjónvarpsviðtali við Arafat þar sem neðri vör hans titraði greinilega. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Bannað að sofa í tímum

NEMENDUR Framhaldsskóla Vestfjarða á Ísafirði mega búast við því að á næstu vikum og misserum muni ríkja meiri agi við skólann en þeir hafa vanist. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi skólans en þar segir m.a.: "Nemendur komast ekki upp með það að sofa rólegir heima þegar þeir eiga að vera í skólanum því skólameistari hringir heim til þeirra hafi þeir ekki tilkynnt forföll fyrir kl. 9. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bilun hjá símanum

BILUN varð í skiptistöð Pósts og síma í Landssímahúsinu í um eina klukkustund eftir hádegi í gær. Bilunin olli truflunum á símasambandi hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík sem eru tengdar skiptistöðinni með beinu innvali, m.a. hjá Landspítalanum. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa P&S, hafði tekist að gera við bilunina um kl. þrjú í gær. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Bílar fóru út af í hálku nyrðra BÍLAR fóru út af veginum í Hrútafi

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi fraus á sunnudag ofan í krapa á þjóðveginum víða í Húnavatnssýslunum og var kallað á starfsmenn Vegagerðarinnar sem brugðust skjótt við og hreinsuðu veginn. Nokkur hálka var einnig vegna ísingar í Skagafirði og Eyjafirði á sunnudag og í gær en lítið um óhöpp. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Blaða- og fréttaljósmyndarar ræða málin

UMRÆÐUFUNDUR um stöðu og starf blaða- og fréttaljósmyndara verður í Hjáleigunni, fundarsal á efstu hæð Alþýðuhússins við Hverfisgötu, í kvöld og hefst kl. 20.30. Meðal gesta við pallborð verða þeir Bjarni Eiríksson, lögfræðingur og gamalreyndur ljósmyndari, Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri á Morgunblaðinu, Einar Ólason, lausamaður í ljósmyndun til margra ára, Guðbrandur Benediktsson, Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 440 orð

Blair biðst afsökunar

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, baðst á sunnudag afsökunar á því hvernig stjórn hans hefði tekið á deilum um fjármögnun kosningabaráttu Verkamannaflokksins og undanþágu Formúlu 1-kappakstursins frá banni við tóbaksauglýsingum. "Það var ekki tekið vel á þessum málum," sagði Blair í sjónvarpsviðtali á sunnudag. "Ég tek á mig fulla ábyrgð og biðst afsökunar." Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Bæjarráð skipar í vinnuhóp

BÆJARRÁÐI hefur borist bréf frá rektor Háskólans á Akureyri þar sem þess er farið á leit að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa í þriggja manna vinnuhóp, er kanni möguleika á stofnun tómstunda- og íþróttabrautar við kennaradeild skólans. Vinnuhópnum er jafnframt ætlað að móta tillögur um uppbyggingu brautarinnar og námsskipulag. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Skyldutrygging lífeyrisréttinda. 1. umræða. 2. Aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna. Fyrri umr. 3. Framhaldsskólar. 1. umr. 4. Almannatryggingar. 1. umr. 5. Takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa. Fyrri umr. 6. Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu. Fyrri umr. 7. Náttúruvernd. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 151 orð

Danir kjósa

RAUÐAR pylsur og rauðar rósir bjóða frambjóðendur til bæjar- og sveitarstjórna í Danmörku upp á, þar sem þeir norpa við kjörbúðir og aðra fjölfarna staði. Kosningarnar í dag hafa annars ekki verið áberandi í bæjarlífi Kaupmannahafnar og annarra borga, en það fer meira fyrir kosningafundum í litlum bæjum. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 266 orð

Danir segja EMU-ráð geta valdið klofningi

MARIANNE Jelved, efnahagsmálaráðherra Danmerkur, segir að tillaga Frakklands og Þýzkalands um óformlegt ráðherraráð aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU), sem ríki utan myntbandalagsins fái ekki að taka þátt í, geti haft alvarlegar afleiðingar. "Ég óttast að afleiðingin verði klofningur sambandsins," segir Jelved. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Drengja- og telpnameistarar í skák

DRENGJA- og telpnameistaramót Íslands í skák lauk á sunnudaginn. Keppendur voru 45 talsins og skákmeistari í drengjaflokki varð Sigurður Páll Steindórsson og í telpnaflokki Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Sigurður Páll hlaut 8 vinning af 9 mögulegum, Hjalti Rúnar Ómarsson fékk 7 vinninga og í 3.-5. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 607 orð

ÐNýtt kennarafélag í burðarliðnum

SAMÞYKKT var tillaga um að halda áfram undirbúningi að sameiningu kennarafélaganna tveggja, Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands á aðalfundi HÍK um helgina. Þá voru einnig samþykktar ályktanir um kjaramál, drög að skólastefnu fyrir nýtt kennarafélag og fleira. Meira
18. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 339 orð

ÐSameining sveitarfélaga samþykkt í Skagafirði

TILLAGA um sameiningu ellefu hreppa í Skagafirði í eitt sveitarfélag var samþykkt í öllum hreppunum í kosningum á laugardaginn var. Í flestum hreppunum var sameiningin samþykkt með miklum meirihluta. Sameiningin var hins vegar naumlega samþykkt í Lýtingsstaðahreppi með 50,6% atkvæða. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 805 orð

Einstaklingurinn í hópnum og tengsl hans við hópinn

Uundir yfirskriftinni "Einstaklingurinn í hópnum og tengsl hans við hópinn" stendur Þerapeia, Suðurgötu 12, næstkomandi fimmtudag 20. nóvember kl. 20:30 fyrir fyrirlestri í Odda, Háskóla Íslands, og námsstefnu um sama efni á föstudag og laugardag. Fyrirlesari er Colin James, þekktur enskur sálgreinandi frá Cambridge. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Einsöngstónleikar

KEITH Reed heldur einsöngstónleika í safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum söngleikjum. Undirleikari verður Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Keith er sigurvegari í TónVakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins 1997. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Ekki gengið fram hjá Karli

ELÍSABET Englandsdrottning mun ekki láta af embætti til að hliðra til fyrir syni sínum, Karli prins af Wales, en hún hyggst hins vegar heldur ekki ganga fram hjá honum og láta syni hans, Vilhjálmi prins, völdin í heldur. Þetta er fullyrt í heimildarþætti sem BBC-sjónvarpsstöðin sýndi í gærkvöldi og haft eftir háttsettum starfsmanni hirðarinnar. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Engin bók keypt í raunvísindadeild

KAUP á bókum og tímaritum fyrir deildir Háskóla Íslands munu dragast mjög saman á næsta ári, að mati Þorleifs Jónssonar, forstöðumanns aðfangadeildar Landsbókasafns Íslands. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sömu upphæð og á síðustu fjárlögum til kaupa á öllum bókum og tímaritum fyrir Háskólann. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Fagráðherrar fari ekki með eignarráð

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur leitað álits Samkeppnisstofnunar á því hvort það geti torveldað samkeppni ef ráðherrar fari bæði með eignarráð í opinberum samkeppnisfyrirtækjum og reglugerðarvald á viðkomandi sviði. Telur Verslunarráð að það sé engin nauðsyn að eignarráðum opinberra fyrirtækja sé komið fyrir hjá fagráðherrum þar sem hin almenna regla sé sú að fjármálaráðherra eigi að fara með þau. Meira
18. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 117 orð

Fékk þrjár milljónir að gjöf

Hellu-Á stjórnarfundi Dvalarheimilisins Lundar á Hellu, sem nýverið var haldinn, var tilkynnt að heimilinu hefði borist vegleg peningagjöf frá fyrrum vistmanni heimilisins. Um er að ræða fjárhæð að upphæð 3.000.000 kr. sem Oddur Árnason frá Hrólfsstaðahelli í Holta- og Landsveit arfleiddi heimilið að. Oddur, sem lést í apríl sl. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

FÍB leitar nýrra leiða til að bjóða bestu kjör á farsímum

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda mun leita annarra leiða til að bjóða félagsmönnum bestu kjör á farsímum nú þegar Póstur og sími hf. hefur dregið til baka tilboð sitt til félagsmanna FÍB í kjölfar úrskurðar samkeppnisráðs um að tilboðið stangist á við samkeppnislög. Þó kemur til greina að FÍB semji sérstaklega við Póst og síma hf. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fíkniefnamál á Akureyri og Dalvík Tólf handteknir

ALLS voru tólf manns handteknir á Akureyri og Dalvík vegna fíkniefnamála snemma á laugardagsmorgun og á sunnudag. Málin teljast upplýst og hefur fólkinu verið sleppt en það voru 10 karlar og tvær konur. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjallað um elri til landgræðslu

NÆSTSÍÐASTA fræðslukvöld skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans á þessu ári verður haldið í Mörkinni 6 í sal Ferðafélagsins þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Þorsteinn Tómasson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins heldur erindi um elri til landgræðslu. Elri er samheiti tegunda innan elri-ættkvíslarinnar og eru nú nokkrar tegundir í prófun á Íslandi. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 303 orð

Fjórtán grunaðir um ölvun

HELGIN gekk vel fyrir sig hjá lögreglu. Talsvert fjölmennt var í miðborginni einkum á laugardag. Á annan tug ungmenna undir 16 ára aldri var ekið heim eða í athvarf sem lögreglan hefur sett á laggirnar ásamt Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar og Félagsmálastofnun. Foreldrar sækja síðan börnin sem flutt eru í athvarfið. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð

Flak bresks togara fundið eftir 49 ár?

HELGA RE-49 kom til hafnar í Reykjavík í gær með heldur óvenjulega veiði, reykháf af gömlum síðutogara. Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands, telur líkur á að þar sé kominn reykháfur af breska togaranum Goth frá Fleetwood sem ekkert hefur spurst til frá því í desember 1948. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Forsetahjónin á styrktartónleikum GUÐ

GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, viðstödd styrktartónleika Caritas í Kristskirkju síðdegis á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Katrín kemur fram opinberlega, eftir að forsetaembættið upplýsti í september að hún ætti við alvarleg veikindi að stríða. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fundur um einkavæðingu Pósts og síma

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna heldur opinn fund um einkavæðingu Pósts og síma þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í Valhöll. Frummælendur verða Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ögmundur Jónasson alþingismaður og Kjartan Magnússon varaborgarfulltrúi. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Fundur um Leikfélag Reykjavíkur Hugmyndir um

TÍMARITIÐ Fjölnir efndi til fundar um stöðu Leikfélags Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðinn sunnudag. Útgangspunktur fundarins var grein Jóns Viðars Jónssonar í 2. tölublaði Fjölnis um LR þar sem staða félagsins er sögð slæm og lagt til að stjórnarformi þess verði breytt til samræmis við það sem gerist í Þjóðleikhúsinu. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Fylgst með áfengiskaupum unglinga

ÁTAK hefur staðið yfir síðustu vikur hjá lögreglunni á Akureyri í þá veru að sporna við því að fólk kaupi áfengi fyrir unglinga. Á föstudag var maður handtekinn sem staðinn var að því að kaupa bjór fyrir 16 ára ungling og getur hann búist við því að vera kærður fyrir tiltækið. Fjórir voru kærðir um helgina fyrir að reyna að fara með áfengi með sér inn á vínveitingastaði. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 208 orð

Georges Marchais látinn

GEORGES Marchais, fyrrverandi leiðtogi franskra kommúnista, dó á sjúkrahúsi í París á sunnudag, 77 ára að aldri. Marchais, sem var harður stalínisti, sat í leiðtogasæti franska kommúnistaflokksins frá 1972 unz hann vék fyrir yngri manni 1994. Marchais hafði lengi átt við hjartasjúkdóm að stríða sem dró hann að lokum til dauða. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 646 orð

"Hlýðni við lög og siðferðisreglur forsenda velgengni"

"ÍSLENSK erfðagreining gerði eigendum Gagnalindar hf. tilboð í öll hlutabréf fyrirtækisins, en tilboðinu var hafnað. Það fylgdi tilboðinu að ætlun Íslenskrar erfðagreiningar væri að byggja upp landsgrunn og selja erlendum tryggingafélögum og lyfjafyrirtækjum upplýsingar. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1079 orð

Hópur kvenna íhugar úrsögn

LANDSFUNDUR Kvennalistans samþykkti um helgina með 36 atkvæðum gegn 18 að samtökin skyldu taka þátt í viðræðum félagshyggjuflokkanna um sameiginlegan málefnagrundvöll fyrir alþingiskosningarnar 1999. Hópur kvenna íhugar úrsögn úr samtökunum í kjölfar samþykktarinnar. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð

Hvattir til að veita fleiri andófsmönnum frelsi

KÍNVERSKI andófsmaðurinn Wei Jiangsheng var látinn laus úr fangelsi af heilsufarsástæðum á sunnudag. Hann hélt til Bandaríkjanna þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús í Detroit. Wei, sem hefur verið nefndur faðir lýðræðishreyfingarinnar í Kína, er 47 ára rafvirki. Hann var fyrst dæmdur í 15 ára fangelsi árið 1979 fyrir baráttu sína fyrir lýðræði. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 136 orð

Íhugar að draga kú fyrir dóm

SÁTTANEFND í Norður-Fron í Noregi hefur sýknað kú af ákæru um að hafa ráðist á Dana sem var á heilsubótargöngu með hunda sína. Íhugar maðurinn, Jans Aage Mikkelsen að draga kúna fyrir rétt. Daninn var á gangi í Kvamsfjell fyrir þremur árum, skammt frá kúahópi, er ein kýrin lagði skyndilega til atlögu við hann. Mikkelsen tók til fótanna en datt og lærbrotnaði í fallinu. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins

JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins eru komin út. Að þessu sinni prýðir þau myndin Fæðing eftir listmálarann Helga Þorgils Friðjónsson. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur til styrktar veikum börnum. Merkin eru seld af félagskonum, auk þess sem þau fást á flestum pósthúsum landsins og hjá Thorvaldsensbasarnum í Austurstræti 4. Þar fást jafnframt mörg af eldri merkjum félagsins. Meira
18. nóvember 1997 | Miðopna | 1278 orð

JÓNAS Á ERINDI VIÐ HEIMINN

DAGUR íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í annað skipti á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar síðastliðinn sunnudag, 16. nóvember. Í tilefni dagsins var haldið málræktarþing íslenskrar málnefndar á laugardaginn á Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Kona skarst við árekstur

KONA meiddist nokkuð í umferðarslysi á mótum Krókháls og Stuðlaháls í Reykjavík í gær. Þar lentu saman fólksbíll og grafa. Áreksturinn varð laust eftir hádegi og gekk skófla gröfunnar inn í hlið fólksbílsins. Kona og barn voru í bílnum og sakaði barnið ekki en konan skarst nokkuð. Morgunblaðið/Ingvar G. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

Lánastarfsemi Byggðastofnunar orkar tvímælis

EGILL Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segist vera sammála forsætisráðherra um að það orki mjög tvímælis að Byggðastofnun haldi áfram lánastarfsemi. Hann segir að stjórn stofnunarinnar muni fara yfir þetta mál síðar í vetur. Egill hafnar því hins vegar að þetta kalli á endurskoðun á þeirri ákvörðun stjórnarinnar að flytja þróunarsvið Byggðastofnunar til Sauðárkróks. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

LEIÐRÉTT Bók um Everest för

Í frétt um jólakort Svalanna í blaðinu á laugardag féll niður nafn eins söluaðilans. Er það Lífstykkjabúðin Laugavegi 4, sem hefur verið einn stærsti seljandi kortanna undanfarin ár. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Undir minningargrein um Þórunni Ágústu Árnadóttur sem birtist sl. sunnudag misritaðist eitt undirskriftarnafnanna. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 583 orð

Lélegt aðgengi í opinberu húsnæði

"Aðgengi er afskaplega misjafnt en víða því miður alltof lélegt og það jafnvel í húsum sem ekki eru neitt mjög gömul," segir Páll Gíslason, læknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. "Mönnum verður starsýnt á tröppurnar inn í Tryggingastofnunina á Laugaveginum. Þrepin eru að vísu ekki mörg en þetta er samt ekki gott. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Lífeyrir tekur mið af meðaltalslaunum

LIÐLEGA 1.000 lífeyrisþegar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins hafa valið að láta lífeyrisgreiðslur sínar taka mið af meðalbreytingum á föstum launum opinberra starfsmanna fremur en launum eftirmanns í starfi. Hluti af þessum hóp velur þetta vegna þess að breytingar hafa verið gerðar á því starfi sem sjóðsfélaginn gegndi og því er enginn eftirmaður til að miða sig við. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Microsoft ekki útilokað íslenskun

NÝ útgáfa af Windows, Windows 98, kemur um mitt næsta ár og Microsoft hefur ekki útilokað að notendaskil verði á íslensku í framtíðinni, að sögn Jóhanns Áka Björnssonar hjá Einari J. Skúlasyni, aðalumboðsmanni Microsoft. Meira
18. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 382 orð

Minnstur munur á Eskifirði en mestur á Neskaupstað

SAMÞYKKT var með meirihluta greiddra atkvæða að sameina sveitarfélögin þrjú, Eskifjörð, Neskaupstað og Reyðarfjörð, í kosningu sem fram fór sl. laugardag. Verða þau sameinuð við næstu sveitarstjórnarkosningar. Íbúar verða alls tæplega 3.400 í stærsta sveitarfélagi Austurlands. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Námskeið í hitamælingum

Í KJÖLFAR mjög vaxandi mikilvægis hitamælinga í innra eftirliti fyrirtækja í framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla hefur FTC Framleiðslutækni ákveðið að efna til námskeiða í hitamælingum. Námskeiðið er ætlað aðilum í öllum greinum og á öllum stigum matvælaiðnaðar; kjöt-, fisk- og drykkjarvöruframleiðendum, aðilum í veitingarekstri, sölu- og dreifingu matvæla, Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Númer klippt af 40 bílum

LÖGREGLUMENN hafa verið iðnir síðustu daga við að klippa númer af bílum sem ekki hafa verið færðir til skoðunar á réttum tíma. Óvenjumargir virðast hafa trassað það upp á síðkastið að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en bent á að hægur vandi sé að komast að hjá Bifreiðaskoðun. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Olíubrák á sjónum

STARFSMENN Akureyrarhafnar urðu varir við olíubrák á sjónum í Fiskihöfninni nýlega. Virðist samkvæmt upplýsingum lögreglu að olía eða olíumengaður sjór hafi verið losaður úr skipi, en málið er í rannsókn. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 66 orð

Reuters Biskupar þinga með páfa

JÓHANNES Páll páfi stýrði fundi á fyrsta degi biskupaþings er hófst í Vatíkaninu í gær. Er þetta fyrsta af fjórum sérstökum þingum biskupa meginlandanna sem páfi hefur boðað til fram til ársins 2000. Páfi leggur áherslu á að kaþólska kirkjan noti þann tíma til íhugunar á samtímanum, viðurkenni mistök er orðið hafi fyrr á tíð og leggi drög að áætlunum fyrir framtíðina. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Ríkið greiði verktaka fyrir hvern bíl

TVEIR kostir þykja koma til greina við lagningu Sundabrautar, milli Sæbrautar og Vesturlandsvegar á Álfsnesi, þ.e. á kaflanum yfir Kleppsvík. Koma tvö brúarstæði til greina og hugsanlega göng sem yrðu þó mun dýrari. Til greina kemur að bjóða verkið og fjármögnun þess út og að ríkið endurgreiði verktaka í hlutfalli við umferð um mannvirkið. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Rýmri reglur um stærð nýrra skipa

RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga, sem felur í sér rýmkun á gildandi reglum um endurnýjun fiskiskipa. Áður gilti sú meginregla að nýtt skip mætti ekki vera stærra en eldra skip, sem úrelt var á móti. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ræða fiskútflutning og alþjóðlegan markað ÍMARK

Á fundinum fjalla þeir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Jón Ásbergsson, framkvæmdstjóri Útflutningsráðs Íslands, um þau tækifæri sem íslensk fyrirtæki hafa til að markaðssetja vöru sína á alþjóðlegum markaði og innbyrðis samkeppni íslensku fyrirtækjanna. Fundarstjóri verður Bogi Ágústsson, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs Ríkisútvarpsins. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 247 orð

Samkomulag í Noregi um fjárlagafrumvarp

STJÓRN norsku miðflokkanna og Hægriflokkurinn náði samkomulagi um frumvarp til fjárlaga næsta árs síðdegis í gær. Þar með tókst stjórninni að tryggja meirihlutastuðning við frumvarpið á þinginu. Jan Petersen, leiðtogi Hægriflokksins, sagði að samið hefði verið um að lækka skatta og gjöld um milljarð norskra króna, andvirði 10 milljarða íslenskra. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Sekt fyrir að brugga

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára mann til greiðslu 300 þúsund króna sektar fyrir framleiðslu á áfengi. Maðurinn bar að hann hefði drukkið áfengið sjálfur og gefið vinum sínum hluta þess. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framleitt 250­300 lítra af sterku áfengi frá hausti 1996 og fram í mars á þessu ári og fyrir að hafa framleitt í lok mars 32, Meira
18. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 200 orð

Sjálfstæðiskonur funda á Hellu

Sjálfstæðiskonur funda á Hellu Hveragerði-Sjálfstæðiskonur í Suðurlandskjördæmi héldu fund á Hellu fyrir skömmu þar sem rætt var vítt og breitt um stjórnmálaþátttöku kvenna. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Sólbakur EA til rækjuveiða

SÓLBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., heldur til rækjuveiða síðar í vikunni. ÚA hafði lagt togaranum og sett á söluskrá og hefur hann legið við bryggju á Akureyri frá því í mars sl. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA, sagðist gera ráð fyrir að Sólbakur fari aðeins einn rækjutúr og hann standi fram jólum. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 459 orð

Tilræðið gæti lamað egypska ferðaþjónustu

EGYPSKIR ferðamálafrömuðir voru slegnir yfir fjöldamorðinu í Lúxor í gær en sögðu að atburðurinn hefði a.m.k. ekki við fyrstu sýn orðið til þess að ferðum til landsins hefði verið aflýst. Þeir voru hins vegar sammála um að tilræðið gæti haft mjög skaðleg áhrif fyrir egypska ferðaþjónustu til lengri tíma litið. Að sögn lögreglu stóðu a.m.k. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 526 orð

Tveir kostir við lagningu Sundabrautar í Reykjavík

TVEIR kostir eru nú til nánari skoðunar við lagningu Sundabrautar, þjóðvegar milli Sæbrautar í Reykjavík og Vesturlandsvegar á Álfsnesi. Annars vegar lág brú í boga yfir Kleppsvík út frá Kleppsmýrarvegi og hins vegar há brú norðan Holtagarða og síðan lægi vegurinn um Gufunes, Geldinganes. Í báðum tilvikum eru göng þó allt eins hugsanleg. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 597 orð

Tæknimenn eru alltaf að finna upp hjólið

"TÆKNIMENN hér á landi standa lágt í þeim stiga er mælir virðingu eða traust almennings á hinum ýmsu starfsstéttum. Þessari lágu stöðu í virðingarstiganum veldur einkum þrennt; rangar og óvandaðar kostnaðaráætlanir, röng hönnun og agaleysi Íslendinga," sagði Kristján Kristjánsson, hjá Vegagerðinni á Ísafirði, í erindi sínu á ráðstefnu á Akureyri á laugardag, Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Ungverjar samþykkja NATO-aðild

UNGVERJAR samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag að land þeirra verði fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þar með var rutt úr vegi einni síðustu hugsanlegu hindruninni fyrir fyrstu lotu stækkunar bandalagsins til austurs. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Upplestrarkeppni meðal barna í 7. bekk grunnskóla

DAGUR íslenskrar tungu, 16. nóvember, er formlegur upphafsdagur í upplestrarkeppni meðal barna í 7. bekk í nokkrum grunnskólum á Suður- og Suðvesturlandi. Keppninni lýkur í mars en þá verða bestu lesarar valdir í hverju byggðarlagi. Keppnin er nú haldin í annað sinn. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Útivist kennir rötun

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir námskeiði í rötun þriðjudagskvöldið 18. nóvember og fimmtudagskvöldið 20. nóvember. Námskeiðið er ætlað ferðalöngum og tekur sérstaklega mið af þörfum þeirra. Farið verður í fræðilega þáttinn í notkun áttavita og kortalestur á tveimur kvöldum. Sunnudaginn 23. nóvember verður svo verkleg æfing þar sem þátttakendur reyna sig í rötun með kort og áttavita að vopni. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1215 orð

Veikir stöðu, áhrif og ímynd Íslands að vera ekki aðili

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra sagðist á Alþingi í gær telja ólíklegt að takast muni að leysa úr öllum ágreiningsmálum á Kyotofundinum um losunarmörk gróðurhúsalofttegunda, og sagðist hann vera hóflega bjartsýnn á að niðurstaða fáist í Kyoto. "Náist hún ekki þar verður áfram haldið og samningum lokið á 4. þingi aðildarríkja á næsta eða í síðasta lagi þarnæsta ári. Meira
18. nóvember 1997 | Miðopna | 651 orð

Veraldarslys ef íslensk tunga týnist

GÍSLI Jónsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru við hátíðlega athöfn á sal Hóla, húss Menntaskólans á Akureyri, á Degi íslenskrar tungu sem haldinn var í annað sinn síðastliðinn sunnudag, en þann dag voru 190 ár liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hið íslenska bókmenntafélag fékk einnig viðurkenningu. Meira
18. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

Vilja hrekja Netanyahu frá völdum

HÓPUR þingmanna innan Likud- bandalagsins í Ísrael er að búa sig undir að reyna að hrifsa völdin af Benjamin Netanyahu, formanni bandalagsins og forsætisráðherra landsins, samkvæmt upplýsingum Roni Milo, borgarstjóra Tel Aviv. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vilja innilaug sunnan við Laugardalslaugina

FORMANNAFUNDUR Sundsambands Íslands hefur skorað á borgarstjórn Reykjavíkur að hefja strax undirbúning að byggingu 50 metra innilaugar í Laugardal sem uppfyllir kröfur um alþjóðleg sundmót. Í tillögum nefndar sem skipuð var sl. sumar af borgarstjórn er gert ráð fyrir innilaug sunnan við Laugardalslaugina sem nýtti búningaaðstöðu Laugardalslaugarinnar með rými fyrir um 500 áhorfendur. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vísa ásökunum um misnotkun upplýsinga á bug

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vísar á bug ásökunum um að fyrirtæki hans hafi ætlað sér að misnota upplýsingar úr sjúkraskrám og gert tilboð í hlutafé Gagnalindar hf. í því skyni. Kári segir að hlýðni við lög og siðferðisreglur sé forsenda velgengni fyrirtækisins. Meira
18. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 258 orð

Yfir 200 dansar mættu til leiks

YFIR 200 áhugasamir kántrídansarar komu saman í flugskýli Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag og tóku þátt í að setja Íslandsmet í línudansi, þ.e. fjölda þátttakenda í einum línudansi. Ekki er vitað til að áður hafi komið jafn margir dansarar saman af slíku tilefni. Meira
18. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 242 orð

Öryggi íbúa stefnt í hættu

AÐALFUNDUR Deildar starsfólks í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur sem haldinn var 14. nóvember átelur harðlega stefnuleysi stjórnvalda í málefnum héraðssjúkrahúsa á landsbyggðinni. Meira
18. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er greinin Potað í póstmódernismann þar sem meðal annars er vikið að samfélagi og bókmenntum og grein um nýja ljóðabók eftir Nóbelsskáldið Derek Walcott og minnst Orkneyjaskáldsins George Mackay Brown sem lést í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

18. nóvember 1997 | Staksteinar | 324 orð

»Evrópusamstarf skilar árangri TVEIR milljarðar króna er heildarumfang 18 verk

TVEIR milljarðar króna er heildarumfang 18 verkefna sem Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins (Rb) eru þátttakendur í og styrkt er af Evrópusambandinu. Í Tækni-Púlsinum, fréttabréfi stofnananna tveggja, segir að fyrir Íslendinga séu þó stærstu verðmætin fólgin í þeirri þekkingar- og tækniyfirfærslu sem á sér stað með þessu verkefnasamstarfi Evrópuþjóða. Meira
18. nóvember 1997 | Leiðarar | 596 orð

SAMEINING EYSTRA OG NYRÐRA TÓR SKREF voru stigin

SAMEINING EYSTRA OG NYRÐRA TÓR SKREF voru stigin til sameiningar sveitarfélaga um síðustu helgi. Íbúar Sauðárkrókskaupstaðar og tíu hreppa af ellefu í Skagafirði ákváðu með afgerandi hætti í kosningum sameiningu í eitt sveitarfélag. Meira

Menning

18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 557 orð

Að festa rætur

Eftir Kristjönu Bergsdóttur.Akureyri. Bókaútgáfan Hólar1997 ­ 143 bls. ÉG VERÐ að viðurkenna að eftir að hafa opnað Brynhildi og Tarzan var erfitt að slíta sig frá lestrinum og loka bókinni. Lesandinn er knúinn áfram og getur ekki hætt fyrr en hverju púsli hefur verið komið fyrir og heildarmyndin blasir loks við í sögulok. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 408 orð

Að lesa raunveru í og út frá skáldskap

eftir Davíð Erlingsson. Fjölrit. Reykjavík 1997. 16 bls. Í RITLINGI þessum fjallar Davíð Erlingsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands, um tvenns konar aðferðir sem beitt hefur verið við rannsóknir íslenskra fornsagna. Meira
18. nóvember 1997 | Tónlist | 589 orð

... alveg magnaður fjandi!

ErkiTónlist sf kynnir tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Samantekt: Þrír heimar í einum, Tvíhljóð, Skammdegi. Flytjendur: Hilmar Jensson (jassgítar í Skammdegi), Kjartan Ólafsson (tölvuhljómborð í Samantekt, Tvíhljóð I og Skammdegi), Matthías Hemstock (slagverk í Skammdegi), Pétur Jónasson (klassískur gítar í Tvíhljóð I og Skammdegi). Stjórn upptöku: Kjartan Ólafsson. Meira
18. nóvember 1997 | Myndlist | 298 orð

Á mörkum hins sýnilega

Til 23. nóvember. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15­18. TUTTUGU fermetrar er ekki stór sýningarsalur, en hefur þó komið sér rækilega á blað fyrir ágætar sýningar. Það hlýtur því að vera akkur fyrir listamenn að fá þar inni þótt hugmyndin um að "vinna sig upp" sé víðs fjarri íslenskum listveruleik. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 1787 orð

Áratuga eyður í sögu nútímamyndlistar Önnur hæð var sýningarsalur sem Pétur Arason, verslunareigandi, og Ingólfur Arnarsson,

ÖNNUR hæð var ein af fjölmörgum galleríum sem myndlistamenn hafa komið á fót á heimili sínu. "Heimagalleríið" sem hvað lengst hefur verið starfrækt og sýnir enn reglulega, er Gallerí Gangur á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 266 orð

Ásarnir heima

NORÐMENN minnast þess í ár að 100 ár eru liðin frá fæðingu Tarjeis Vesaas. Þótt mörg ár séu nú frá dauða skáldsins er það enn mikið lesið og höfðar til ungs fólks. Í Vesaas sjá Norðmenn hið dæmigerða norska skáld sem yrkir og skrifar um norska náttúru en líka innra líf mannsins og á erindi til alls heimsins. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 33 orð

Ásarnir heima Tarjei Vesaas/2 Ævisaga ein tegund s

Ásarnir heima Tarjei Vesaas/2 Ævisaga ein tegund skáldskapar Sigurður A. Magnússon/3 Sældarlíf á Bounty Walcott - Mackay Brown/4 Konung viljum við hafa/5 Eldfórnin VilborgDavíðsdóttir/6 Umsagnir um ævintýri/7 Af tvennu illu Søren Ulrik - Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 476 orð

Birkihríslurnar ilma af London Docks

VEGURINN til Hólmavíkur heitir ný bók eftir Óskar Árna Óskarsson. Undirtitill bókarinnar er ferðaskissur. Það er bókaforlagið Bjartur er gefur bókina út. Bókin inniheldur ljóðræna texta, svo kölluð prósaljóð, myndir er skáldið dregur upp af ferðum sínum innan höfuðborgarinnar og um landið. Skiptist bókin í fimm hluta. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 485 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnar

Marvin's Room Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um fjölskyldutengsl, ábyrgð og ást. Air Force One Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemnmtun. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 234 orð

Bordeaux-vinir heiðraðir

BORDEAUX-dagar voru haldnir á Hóteli Holti í síðustu viku. Við upphaf þeirra var tilkynnt um stofnun Bordeaux-félags, sem franska sendiráðið og samtök vínframleiðanda í Bordeaux, Conseil Interprofesionel du vin de Bordeaux (C.I.V.B.), hafa haft forgöngu um. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 170 orð

Brautryðjandinn Júlíana

Brautryðjandinn Júlíana BRAUTRYÐJANDINN Júlíana Jónsdóttir skáldkona er eftir Guðrúnu P. Helgadóttur fv. skólastjóra ogrithöfund.Höfundurrekur ævisögu þessararskáldkonu,sem fyrst íslenskrakvenna fékkljóðabók sínagefna út. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 266 orð

Breska listaverkamarkaðnum ógnað

HINN umsvifamikli list- og fornmunamarkaður á Bretlandi er í hættu vegna skattareglna Evrópusambandsins, ESB. Uppboðsmarkaðurinn er sá næststærsti í heimi á eftir lista- og fornmunamarkaðnum í New York. Hefur innflutningur á verkum til Bretlands frá löndum utan ESB dregist saman um 40% frá árinu 1994 er Evrópusambandið setti á 2,5% virðisaukaskatt á þau verk. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 421 orð

Brooke Shields laus og liðug

NÝR bandarískur gamanþáttur, Laus og liðug ("Suddenly Susan"), hefur göngu sína í Sjónvarpinu miðvikudaginn 19. nóvember. Þættirnir hafa vakið nokkra lukku í Bandaríkjunum og var Brooke Shields sem fer með hlutverk aðalpersónu þáttanna, Susan, tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt síðasta vetur. Shields hlaut jafnframt People's Choice verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Meira
18. nóvember 1997 | Myndlist | 738 orð

Brotin og heildirnar

Opið alla daga nema mánudaga frá 12­18. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 21. desember. Sýningarskrá kostar kr. 100. LEIRINN er fjölnýtilegur, enda hafa menn mótað af honum ótal gagnlega hluti gegnum aldirnar. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 126 orð

Dulmagn bernskunnar

FAÐIR og móðir og dulmagn bernskunnar er eftir Guðberg Bergsson. Í þessari nýju bók sinni hverfur Guðbergur aftur til bernsku sinnar í Grindavík, vekur upp löngu liðna tíð foreldra, formæðra og forfeðra, og skoðar sín eigin bernskuár með augum fullorðins manns sem leitast við að sjá sjálfan sig í gegnum foreldrana og umhverfið sem ól hann. Í kynningu segir m.a. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð

Einnar nætur gaman frumsýnd

KVIKMYNDIN "One Night Stand" var frumsýnd í Los Angeles á dögunum en með aðalhlutverkin fara þau Nastassja Kinski, Wesley Snipes, Ming-Na Wen, Kyle MacLachlan og Robert Downey Jr. Leikstjóri myndarinnar er Mike Figgis sem gerði eftirminnilegu myndina "Leaving Las Vegas" sem einnig skrifaði handritið upp úr handriti Joe Esterhaz. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 105 orð

"Flubber" frumsýnd í New York

KVIKMYNDIN "Flubber" með grínistann Robin Williams í aðalhlutverki var frumsýnd í New York um helgina. Myndin er endurgerð myndarinnar "The Absent Minded Professor" frá 1961 og er framleidd af Disney kvikmyndafyrirtækinu. Unnustu prófessorsins leikur Marcia Gay Harden en illmennið er leikið af Christopher McDonald. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Frátekið borð á Leynibarnum

FRÁTEKIÐ borð, örlagaþrungin kómedía í einum þætti eftir Jónínu Leósdóttur, verður sýnd á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu miðvikudagskvöldið 19. nóvember kl. 21. Í tilefni af 30 ára leikafmæli Soffíu Jakobsdóttur, sem er þennan dag, verður þessi eina sýning á Leynibarnum og er ókeypis aðgangur. Frátekið borð tekur um 35 mín. í sýningu. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 178 orð

Gifting fyrir árslok

LEIKARINN Will Smith hyggst ganga í það heilaga með unnustu sinni, Jada Pinkett, áður en árið er liðið. Parið kynntist árið 1990 þegar Jada reyndi að fá hlutverk í þætti Will Smiths, "The Fresh Prince of Bel-Air", án árangurs. Það var svo ekki fyrr en árið 1995 að þau rugluðu saman reytunum. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 448 orð

Gleðigjafi

Höfundur: Elías Snæland Jónsson. Kápumynd: Anna Cynthia Leplar. Prentverk: Oddi. Útgefandi: Vaka- Helgafell 1997 ­ 127 síður. ÞETTA er ein þeirra dulmögnuðu bóka sem lesandinn leggur ekki frá sér, fyrr en saga er öll. Kemur þar margt til. Fyrst nefni eg leiftrandi frásagnargáfu höfundar, sem hrífur á þann hátt, að lesin síða kallar á þá næstu. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Gyðjur og gassar í Smíðum og skarti

JÓLASAMSÝNING stendur nú yfir í Listagalleríi Smíða og skarts á Skólavörðustíg 16a. Átta listamenn taka þátt í samsýningunni að þessu sinni. Það eru Hekla Björk Guðmundsdóttir, Sara Vilbergsdóttir, Svanhildur Vilbergsdóttir og grafíklistakonurnar S. Anna E. Nikulásdóttir, Iréne Jensen, Kristín Pálmadóttir, Þórdís E. Jóelsdóttir og Anna G. Torfadóttir. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 104 orð

Haydn leikur með Rolling Stones

Reuters Haydn leikur með Rolling Stones FIÐLULEIKUR er ekki hefðbundin leið til frægðar og frama í heimi rokksins, en hún hefur reynst Lili Haydn, 26 ára fiðluleikara frá Los Angeles vel. Haydn, sem tók upp nafn hins löngu liðna tónskálds þegar hún var tólf ára, spilaði fyrir skemmstu inn á fyrsta geisladisk sinn. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 185 orð

Háskólatónleikar í Norræna húsinu

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12.30. Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzo­sópran syngur spænska söngva við undirleik Iwona Jagla. Verkin sem flutt verða eru eftir Fernando Obradors (1897­1945) og Enrique Granados (1867­1916). Svava Kristín Ingólfsdóttir lauk söngkennaraprófi frá Söngskóla Reykjavíkur vorið 1992. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 362 orð

Heilsteypt lífshorf

eftir Maríu Kr. Einarsdóttur. Útgefandi er Bjarki 1997. "ÚTGÁFA bókarinnar er tileinkuð minningu ástkærra foreldra minna," ritar María Kr. Einarsdóttir í formálsorðum að bókinni. Þessi kærleiksríku orð í byrjun verða eins og rauður þráður í ljóðum og myndum þar í frá. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 341 orð

Hinn horfni heimur

ÁRIÐ 1343 var nunna á Kirkjubæjarklaustri brennd á báli og ber annálum ekki saman um sakir sem bornar voru á hana. Var systir Katrín í þingum við sjálfan djöfulinn? Eða var hún fórnarlamb ástar í meinum? Upp úr þessum atburðum, sem meðal annars greinir frá í þjóðsögunni um Systrastapa, hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifað "sögulega spennu- og ástarsögu", Eldfórnina. Meira
18. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 341 orð

Hjálp, hjálp! Anaconda (Anaconda)

Framleiðandi: CL Cinema. Leikstjóri: Luis Llosa. Handritshöfundar: Hans Bauer og Jim Cash. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Ice Cube, Jon Voight og Eric Stoltz. 90 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures/Skífan. Útgáfud.: 4. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
18. nóvember 1997 | Myndlist | 1529 orð

Hlýja og kuldi

Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 23. nóvember. EFTIR að Nýlistasafnið fékk síðustu andlitslyftinguna og skrifstofan var flutt í gömlu setustofuna hefur sýningasvæðið stækkað til muna. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 310 orð

Hvað varð um Kelly McGillis?

KELLY McGillis skaut upp á stjörnuhimininn þegar hún lék á móti Harrison Ford í "Witness" árið 1985. Ári síðar lék hún með Tom Cruise í "Top Gun" en síðasta stórmynd hennar var "The Accused" með Jodie Foster árið 1988. Undanfarinn áratug hefur McGillis verið lítt áberandi þó hún hafi leikið í sjö kvikmyndum og þremur sjónvarpsmyndum á þessu tímabili. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Í skugga Mammóns

DJASSISTINN Eugene Pao stillir sér upp með rafmagnsgítar við innganginn á "Jazz Club" í hinu vinsæla hverfi Lan Kwai Fong í Hong Kong. Borgin er betur þekkt fyrir blómstrandi efnahagslíf heldur en list. Pao stendur því í heldur einmanalegri baráttu fyrir útbreiðslu djasstónlistar í borg þar sem Louis Armstrong fellur alveg í skuggann á Mammóni. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Jólalög Diddúar

JÓLASTJARNA er safn 13 jólalaga í flutningi Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddú. Undirleik annast félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt fleiri tónlistarmönnum og kórsöngur er í höndum Hljómkórsins, skólakórs Kársnesskóla og kórs Öldutúnsskóla. Þórir Baldursson útsetti og stjórnaði hljómsveit og framleiðandi plötunnar er Björgvin Halldórsson. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1246 orð

Konung viljum við hafa

eftir Ármann Jakobsson. Háskólaútgáfan 1997. 377 bls. Á 12. EN einkum þó á 13. öld settu íslenskir menn saman nokkrar sögur á móðurmáli sínu sem fyrst og fremst snerust um norræna konunga, einkum þó norska og danska. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 614 orð

Lexían og lífið

Ottó A. Michelsen rekur minningar sínar. Jóhannes Helgi skráði. 180 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Oddi hf. Akranesi, 1997. SÚ VAR tíðin að sá, sem vildi standa fyrir sínu, skyldi vera skoðanafastur. Orðið kemur í hugann við lestur bókar þessarar. Þetta eru ekki samfelldar endurminningar heldur tveggja manna tal. Báðir leggja til efniviðinn, höfundur og sögumaður. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 166 orð

Lífið er draumur

SÍGILDIR ljóðleikir eru í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Allt frá dögum Hómers hefur drjúgur hluti heimsbókmenntanna verið í bundnum máli og oft það sem hæst ber: grísku harmleikirnir, Dante og Shakespeare. Nú hefur Helgi Hálfdanarson þýtt fimm sígilda ljóðleiki. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 380 orð

Ljóð full af fólki

KRISTJÁN Þórður Hrafnsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar og sú fyrsta þar sem einvörðungu er ort undir klassískum bragarhætti sonnettunnar. "Möguleikar þessa ljóðforms hafa alltaf heillað mig," segir Kristján Þórður. Meira
18. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 254 orð

Mannrán sett á svið

Leikstjóri: Marco Brambilla. Framleiðandi: Bill Borden. Aðalhlutverk: Alicia Silverstone, Benicio Del Toro, Christopher Walken, Jack Thomson og Harry Connick yngri. Columbia. 1997. Í BANDARÍSKU gamanmyndinni Ráðabrugginu leikur unglingastjarnan Alicia Silverstone milljarðaerfingja sem finnst gaman að hrella pabba sinn með því að sviðsetja mannrán. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 412 orð

Máttur íss og elds

eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson. 280 bls. Útg. Fjöll og firnindi. Prentun: Oddi hf., Reykjavík, 1997. ÞAÐ var snarlega af sér vikið að senda frá sér þetta glæsilega rit svona skömmu eftir hamfarirnar í Vatnajökli. Höfundarnir gerast leiðsögumenn og fræða lesandann um það sem venjulegan ferðamann fýsir helst að vita: örnefni, jarðfræði og staðfræði ýmiss konar. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 473 orð

Með reynsluna að baki

eftir Ármann Kr. Einarsson. 408 bls. Útg. Fáke. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. ÞESSI bók er ekki ævisaga í venjulegum skilningi, segir Ármann Kr. Einarsson í eftirmála. Hún er í stórum dráttum kynning á lífi mínu og ritstörfum sem lengst af hefur verið samofið og samfléttað. Þessi orð ber að hafa í huga við lestur bókarinnar. Ármann Kr. Meira
18. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 664 orð

Móðir og sonur útskrifast

Mæðginin Valdís Jónsdóttir og Gunnar B. Ólason fengu saman afhentan vitnisburð um masters- og doktorsgráðu í Glasgow. Gunnar Hersveinn spurði þau um rannsóknarverkefnin sem lágu gráðunum að baki. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 155 orð

Myndband við morgundaginn

UNNIÐ var að myndbandi við lagið "Á morgun" úr söngleiknum Bugsy Malone sem frumsýndur verður í Loftkastalanum í lok janúar næstkomandi. Lagið er flutt af Jónmundi Grétarssyni sem er 13 ára. Auk hans koma átta krakkar úr leikritinu fram í myndbandinu. Baltasar Kormákur leikstýrði myndbandinu, Hjörtur Grétarsson stjórnaði upptökum og Úlfur Hróbjartsson var myndatökumaður. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 732 orð

Niður aldanna

eftir Gunnar Dal. Útg. Vöxtur 1997 ­ 192 síður, 3.870 kr. "ÉG STEND fyrir spegli og strýk mitt hár / sem stormurinn lék um í fjórtán ár" orti Davíð Stefánsson í ljóðinu Yngismey. Í sama anda hefst saga Gunnars Dal, Í dag varð ég kona, Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 183 orð

Nýjar bækur FRÁSÖGN af mannráni

FRÁSÖGN af mannráni er eftir kólumbíska nóbelshöfundinn Gabriel García Márquez. Í þessari bók bregður nóbelshöfundurinn Gabriel García Márquez sér í hlutverk skrásetjarans. Hann rekur ótrúlega og átakanlega sögu þeirra tíu gísla sem eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar tók árið 1990 í Kólumbíu og hafði í haldi mánuðum saman. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 261 orð

Nýjar bækur GUNNAR á Hjarðarfelli

GUNNAR á Hjarðarfelli er gefin út af Bændasamtökum Íslands til að heiðra minningu Gunnars Guðbjartssonar sem fæddist á Hjarðarfelli 6. júní 1917 og hefði því orðið áttræður á þessu ári. "Störf Gunnars Guðbjartssonar á Hjarðarfelli voru svo fjölþætt og mörg svo umfangsmikil að erfitt er að finna samjöfnuð. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 94 orð

Nýjar bækur HÍBÝLI vindanna/Lífsins t

Nýjar bækur HÍBÝLI vindanna/Lífsins tré er eftir Böðvar Guðmundsson. Í tvísögunni Híbýli vindanna og Lífsins tré sem nú hefur verið gefin út í einni bók, fjallar Böðvar Guðmundsson um tímabil vesturferðanna og fyrstu landnámskynslóðirnar vestanhafs: um íslensk örlög, erfiða tíma og hugrakkt fólk. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur HUNDRAÐ ljóð og lausavísur

HUNDRAÐ ljóð og lausavísurer eftir Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum, og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Jóns, f. 15. nóvember 1987, d. 30. janúar 1992. Ljóðin valdi Sesselja Davíðsdóttir. Útgefandi og styrktarmaður útgáfunnar er Hjörleifur Sigurðsson, bróðir höfundar. Bókin er 176 bls., prentuð í Odda hf. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 171 orð

Nýjar bækurHÚS úr húsi er ská

HÚS úr húsi er skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. "Allt mitt líf hefur verið fagurt." Þessi orð láta undarlega í eyrum Kolfinnu sem er nýflutt heim til móður sinnar eftir lánlausa sambúð og fær ekkert skárra að gera en leysa ólétta vinkonu sína af við þrif hjá misjafnlega hreinlátu fólki í Þingholtunum í Reykjavík. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 141 orð

Nýjar bækur KVÖLDSTUND með pabba ­

KVÖLDSTUND með pabba ­ lítil saga handa börnum er eftir Guðjón Sveinsson, myndskreytt af Erlu Sigurðardóttur. Þetta er saga úr hvunndeginum. Sögumaður er fimm ára snáði, Karl Agnar. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 88 orð

Nýjar bækur NORNIN hlær er ba

NORNIN hlær er barnabók eftir Jón Hjartarson leikara, með myndskreytingum eftir Brian Pilkington. Þetta er önnur barnabók Jóns Hjartarsonar. Fyrir nokkrum árum kom út eftir hann bókin Snoðhausar. Sagan fjallar um tvær sjö ára stelpur sem eiga heima í Reykjavík. Þær eru mjög uppátektarsamar og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 121 orð

Nýjar bækur REGLURNAR e

REGLURNAR eru eftir þær Ellen Fein og Sherrie Schneider í þýðingu Sigríðar Magnúsdóttur, og er hana að finna í helstu bókabúðum landsins. "Hér er um að ræða hreint frábæra bók fyrir konur sem inniheldur réttu aðferðina til að vinna hjarta draumaprinsins. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 116 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN Óskaslóðin

SKÁLDSAGAN Óskaslóðin er eftir Kristjón Kormák Guðjónsson. Þetta er áhrifamikil og spennandi samtímasaga úr Reykjavík að sögn útgefanda: "Söguhetjurnar eru ungir utangarðsmenn sem reyna að fóta sig í harkalegri lífsbaráttu. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 114 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN TILRÆÐIÐ

SKÁLDSAGAN TILRÆÐIÐ er eftir hollenska höfundinn Harry Mulisch. Hollenskur nasisti er skotinn í götunni, sem hinn tólf ára Anton Steenwijk býr við, kvöld eitt í janúar 1945. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 149 orð

Nýjar bækur SUNNAN jökla eru

SUNNAN jökla eru viðtalsþættir og frásagnir af fjöllum eftir Jón R. Hjálmarsson, tólfta bók höfundar í röð hliðstæðra verka. Eins og í fyrri bókunum er hér brugðið upp mörgum lýsingum úr þjóðlífinu, sagt frá eftirminnilegum atburðum og raktir þættir úr framfarasögu fólksins í landinu. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 71 orð

Nýjar bækur SÖGURNAR hennar ömmu

SÖGURNAR hennar ömmuog Sögurnar hans afa eru með íslenskum texta Stefáns Júlíussonar. Í kynningu segir: "Í þessum bókum haldast í hendur skemmtilegar litmyndir og léttar frásagnir. Gamansamur blær er yfir myndum og sögum. Þetta er tilvalin bók til að sýna ólæsum börnum og lesa fyrir þau. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur VESTUR í bláinn e

VESTUR í bláinn er eftir Kristínu Steinsdóttur. Þóra er 13 ára stúlka í Reykjavík. Óvæntur atburður leiðir til þess að hún kynnist jafnöldru sinni frá síðustu öld og fylgir henni og öðrum vesturförum til Kanada. Þóra upplifir siglinguna vestur og harða lífsbaráttu landnemanna en heima veit enginn hvað orðið hefur af henni. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 147 orð

Nýjar plötur ÓPERUARÍUR eru í

ÓPERUARÍUR eru í flutningi Kristins Sigmundssonar, bass-barítón, við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Arnold Östman. Á hljómplötunni syngur Kristinn ellefu aríur úr óperum ­ eftir Mozart, Rossini, Gounod, Bizet, Verdi, Puccini og Tsjaikovskí. Meira
18. nóvember 1997 | Menningarlíf | 134 orð

Nýjar plötur SÖNGPERLUR er hl

SÖNGPERLUR er hljómplata með Elínu Ósk og Hólmfríði Sigurðardóttur. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur mörg af sínum eftirlætis sönglögum, íslenskum og erlendum ásamt ítölskum óperuaríum. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Nýtt plakat Eskimó

Í TILEFNI af samruna Eskimó og Módel '79 sem fjallað var um í Daglegu lífi á föstudag var haldið hanastél í nýjum vistarverum Eskimó, sem sameinaða umboðsskrifstofan mun heita, í Ingólfsstræti síðastliðinn föstudag. Kræsingar voru í boði veitingastaðarins Einars Ben. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 200 orð

Poppstjarnan Robyn

SÆNSKA söngkonan Robyn hefur undanfarið gert það gott á vinsældalistum með lagið "Show Me Love" sem komst meðal annars á topp tíu listann í Bretlandi fyrir skömmu. Robyn er 18 ára gömul og samdi fyrsta lagið sitt þegar hún var 11 ára og foreldrar hennar skildu. Þetta var lagið "In My Heart" sem var fyrsta skrefið að ferli hennar sem poppstjörnu. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1448 orð

Potað í póstmódernismann Hér á landi hefur ekki verið mikil umræða um póstmódernismann en á árinu sem er að líða hafa menn þó

VIRTUR bókmenntaprófessor við Háskóla Íslands sagði á umræðufundi fyrir skömmu að eftir því sem hann yrði eldri og reyndari í sínu fagi sannfærðist hann alltaf betur og betur um það að bókmenntafræðingar skiptust í tvo hópa, annars vegar þá sem hefðu áhuga á bókmenntum og hins vegar þá sem hefðu áhuga á einhverju allt öðru. Meira
18. nóvember 1997 | Tónlist | 660 orð

Rammislagur þjóðfrelsis

Verk eftir Harald Sæverud. Jan Henrik Kayser, píanó. Listasafni Íslands, laugardaginn 15. nóvember kl. 18. EINANGRUN okkar frá umheimi kemur ekki sízt niður á sambandinu við önnur Norðurlönd. Hvað þekkjum við t.d. Meira
18. nóvember 1997 | Tónlist | 308 orð

Schubert og Brahms

John A. Speight og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fluttu söngva eftir Schubert og Brahms. Sunnudagurinn 16. nóvember, 1997. SENN líður að lokum afmælisársins þar sem haldið er upp á 200 ára fæðingarafmæli Franz Schuberts og 100 ára dánarafmælis Jóhannesar Brahms enda hafa sum verka þessara snillinga verið margflutt á árinu. John A. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 36 orð

Shinto brúðargreiðsla

BRÚÐURINN Mitsuko Idei sýndi hárgreiðslu sína eftir giftingarathöfn sína í Meiji hofinu í Tókýó nú á dögunum. Giftingin var samkvæmt hinum hefðbundna Shinto-stíl sem á miklum vinsældum að fagna um þessar mundir í Japan. Meira
18. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 732 orð

Sker rödd kennarans sig úr hávaðanum?

Valdís Jónsdóttir hefur í mörg ár unnið að rannsóknum á áhrifaþáttum á mannsröddina og hún hefur unnið að raddvernd. Hér eru nokkur brot úr fórum hennar. FRÆÐSLA um raddvernd og gildi þess að halda heilbrigðri rödd virðist hafa gleymst á öld upplýsinganna," segir Valdís Jónsdóttir talmeinafræðingur, Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 220 orð

Stækkandi fjölskylda hjá Rosie O'Donnell

LEIKKONUNNI og spjallþáttastjórnandanum Rosie O'Donnell tókst að þegja yfir leyndarmáli um einkalíf sitt en það telst til tíðinda því hún þykir í meira lagi málglöð. Það var svo í síðustu viku að Rosie sagði frá því að hún hefði ættleitt stúlkubarn sem fæddist 20. september síðastliðinn. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 1067 orð

Svo skal böl bæta...

eftir Kristján Kristjánsson. Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar. AiT Scandbook, Svíþjóð. Reykjavík 1997. 328 blaðsíður. KYNNGI orðsins og máttur hugsunarinnar eru aðalsmerki bókar Kristjáns Kristjánssonar heimspekings, "Af tvennu illu". Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 761 orð

Sældarlíf á Bounty Nóbelsskáldið Derek Walcott hefur sent frá sér nýja ljóðabók eftir sjö ára hlé. Heiti bókarinnar vísar til

BÓKABLAÐIÐ TLS (19. september sl.) er að stórum hluta um ljóðlist og vitanlega er Philip Larkin á forsíðu og aðalgreinin um hann. Fá ensk skáld hafa verið meira rædd en hann á undanförnum árum. Larkin lést 1985 og gerði löndum sínum þann greiða að reynast flóknari persónuleiki en margir höfðu haldið sem dásömuðu hin léttu og kliðmjúku ljóð hans. Meira
18. nóvember 1997 | Tónlist | 537 orð

Trúarverk eftir Brahms TÓNLIST

Loftur Erlingsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar er einnig lék einleik á orgel kirkjunnar. Laugardagurinn 15. nóvember, 1997. LOKATÓNLEIKARNIR á tónlistardögum Dómkirkjunnar voru haldnir sl. laugardag og voru eingöngu flutt tónverk eftir Johannes Brahms en hundrað ár eru frá andláti hans. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 495 orð

Von um betri tíð

Geisladiskur samnefndrar hljómsveitar. Hana skipa: Rúnar Örn Friðriksson, Guðmundur Gunnlaugsson, Andrés Þór Gunnlaugsson og Þórarinn Freysson. Upptökustjórar voru Pétur Hjaltested og Ólafur Halldórsson. Útsetningar eftir Pétur, Ólaf og Sixties. Ekki er getið um útgefanda í bæklingi. 1.999 kr. 35 mín. Meira
18. nóvember 1997 | Leiklist | 499 orð

Það blundar lítil kona...

Höfundur: Hlín Agnarsdóttir. Leikstjóri: Viðar Víkingsson. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson, Jón Víðir Hauksson og Gylfi Vilberg Árnason. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Agnar Einarsson. Lýsing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Förðun: Málfríður Ellertsdóttir og Ragna Fossberg. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 293 orð

Ævintýraleg lesning

eftir Andrés Indriðason. Æskan, 1997 ­ 130 bls. ÞAÐ er september og Álfur Jónsson er að byrja í 9. bekk. Það er enginn smáræðis áfangi og móðir hans tekur á móti honum með heitu kakói og pönnukökum þegar hann kemur heim fyrsta daginn. Eða er það kannski ekki ástæðan? Álfur er svo upprifinn eftir atburði dagsins að hann heyrir varla hvað móðir hans segir og skilur það enn síður. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 492 orð

Ævisaga er ein tegund skáldskapar

MEÐ hálfum huga heitirsjötta bindi sjálfsævisöguSigurðar A. Magnússonar.Þetta er þroskasaga áranna 1950 til 1956, semhefst á för Sigurðar tilKaupmannahafnar og lýkur þegar hann kemur afturtil Íslands reynslunni ríkari eftir dvöl í löndum víðsvegar um Evrópu og íBandaríkjunum. Meira
18. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 822 orð

Öðruvísi gefandi en leikrit

HVERNIG kom það til að þú fórst að stunda uppistand ? "Í fyrra var ég með tvær einleikssýningar. Það var leikrit eftir Megas "Gefin fyrir drama þessi dama" þar sem ég var ein á sviðinu í tvær og hálfa klukkustund, og lék sex ólíkar persónur. Meira
18. nóvember 1997 | Bókmenntir | 258 orð

(fyrirsögn vantar)

Og hann snerist á hæli og hóf þegar að biðjast fyrir á bókmálinu sem enginn skildi nema orð og orð á stangli inn á milli og fólkið fann að englar og púkar voru nærri. Bardagi þeirra um sál Guðrúnar í Dal var í þann veginn að hefjast og hver og einn féll á kné þegar guðsmaðurinn gerði krossmark með olíunni á augnalok deyjandi konunnar og bað Guð í himninum að dæma hana ekki hart fyrir Meira

Umræðan

18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 536 orð

40% aldraðra og öryrkja með tekjur undir lágmarkslaunum Nálægt 4 af hv

ALDRAÐIR hafa með eftirminnilegum hætti mótmælt sífelldum árásum stjórnvalda á kjör sín. Óánægja þeirra er skiljanleg, því ríkisstjórnin telur helst að finna matarholu með því að skerða kjör aldraðra, en hlífir stóreignamönnum og fjármagnseigendum. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 156 orð

Akraborg ­ sjálfsagður valkostur

MÉR þykir leitt að heyra að Akraborg hætti siglingum milli Reykjavíkur og Akraness næsta sumar. Þetta er mjög fögur og þægileg siglingaleið og nánast eina tækifæri til stuttrar sjóferðar fyrir flesta íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á sumrin hef ég oft veitt því athygli að mjög margir farþeganna eru erlendir, svo þetta er æskilegur valkostur vegna ferðaþjónustu. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 460 orð

Atvinnulífið í forgang

HVERJU bæjarfélagi er nauðsynlegt að atvinnulíf þess sé öflugt og heilbrigt. Til þess að svo megi verða þurfa ytri aðstæður að vera jákvæðar og hagfelldar eftir því sem hægt er. Hlutverk sveitarfélaga við sköpun slíkra aðstæðna er mjög mikilvægt. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 446 orð

Auðlindaskattur og fólksflótti

FÖSTUDAGINN 24. okt. sl. komu formenn ríkisstjórnarflokkanna fram í ríkissjónvarpinu til að kynna rit um starf og stefnu ríkisstjórnarinnar í tilefni af því að kjörtímabil hennar er hálfnað. Að sjálfsögðu var þarna ekki um neina maðka að ræða í mysunni í þessu riti, heldur skein heiðríkjan út úr hverju starfi blessaðra valdhafanna, Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 487 orð

Búsetulandslag í Laugarnesi

Í SEPTEMBERMÁNUÐI sl. var haldin í Reykjavík merk norræn ráðstefna um búsetulandslag. Að ráðstefnunni stóðu Norræna húsið, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Nesstofusafn með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum, menntamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, norrænu sendiráðunum í Reykjavík og Þjóðminjasafninu. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 736 orð

Eiga Íslendingasögurnar og Laugavegurinn eitthvað sameiginlegt?

ÞVÍ MIÐUR hefur það oft verið þannig að Íslendingar gera sér ekki grein fyrir því sem er merkilegt og sérstætt við þá og umhverfi þeirra fyrr en of seint. Fram eftir öldum þóttu Íslendingasögurnar ekkert merkilegar og voru notaðar sem eldiviður. Trén voru ekki "uppgötvuð" fyrr en þau voru öll horfin. Það hefur svo orðið til þess að við erum í stökustu vandræðum með uppblástur í landi okkar. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 209 orð

Eign án endurgjalds

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Hafnarfirði heldur prófkjör 22. nóvember nk. til að velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið verður eingöngu opið fyrir félaga í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, og þessi staðreynd hefur gefið öfundarmönnum tilefni til að lýsa því yfir að flokkurinn sé eign flokkseigendaklíku. Auðvitað er þetta rétt mat á stöðunni. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 821 orð

Enginn vinnur sitt dauðastríð.

ÞAÐ ER í sjálfu sér alveg rétt hjá Tómasi Inga Olrich að frumvarpið um takmörkun kvótaeignar er málamyndafrumvarp sett fram til þess að reyna að slá á óánægjuna með milljarða króna kvótaeign örfárra manna. Þorsteinn Pálsson gerir sér vonir um að sér takist að slökkva elda óánægjunnar sem nú loga um land allt. Það er hins vegar alger misskilningur hans að það slökkvistarf takist. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 694 orð

Er ekki bannað að drepa?

JÆJA, nú get ég ekki lengur á mér setið. Það er eitt alvarlegt vandamál í okkar samfélagi sem, þrátt fyrir varfærnislegar tilraunir ýmissa aðila, virðist ekki ætla að hverfa neitt á næstunni. Þetta er fyrirbæri sem flestum ætti að vera vel kunnugt. Ég er tala um óbeinar reykingar. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 770 orð

Fleiri deyja úr einangrun og einmanaleika en peningaleysi Það ræðst á næstu árum, segir Hrafn Sæmundsson, hvort þjóðfélagið

ERU samtök eldri borgara á réttri leið? Hafa samtök eldri borgara "rétta" hugmyndafræði? Hafa samtök eldri borgara yfirleitt einhverja hugmyndafræði? Væri þörf á að fara niður í kjölinn á þessum spurningum? Er kominn tími til að ræða umbúðalaust um tilgang og markmið þessara samtaka eldri borgara? Samtök eldri borgara hljóta að hafa verið stofnuð til að vinna að hagsmunamálum fullorðins Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1056 orð

Gaddavírinn Ískrar

FÁTT hefur verið annað rætt manna á meðal en frétt DV þann 21. október sl. og þá gríðarmiklu "auglýsingu" og rými sem DV veitti heilsuvörum bandaríska stórfyrirtækisins Herbalife International Inc. "Auglýsing" DV á Herbalife heilsuvörunum tel ég að sé full af rangfærslum. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Góðærisklúbburinn

"HVAR gengur maður í þennan klúbb, Guðmundur Árni?" Ég hváði. "Hvaða klúbb áttu við? Og hver er það sem spyr?" Hvaða rugludallur er þetta eiginlega? hugsaði ég með sjálfum mér, þegar ég beið eftir svari. Karlmaðurinn á hinum enda símalínunnar lét þó ekki bíða lengi eftir sér. "Nú, góðærisklúbbinn, maður. Fylgist þú ekki með? Og Gunnar heiti ég. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 414 orð

Hafnarfjörður ­ Mannlíf og stjórnmál

EITT er það sem gjarnan kemur sterkt upp í almennri umræðu með jöfnu millibili og er þá a.m.k. jafn mikið rætt og tíðarfarið ­ veðrið í gær og veðurhorfur framundan. Það eru stjórnmál og stjórnmálamenn og það sem helst telst þá fréttnæmt eru deilur um málefni eða átök um völdin innan flokka og á milli þeirra. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 481 orð

Landsvirkjun og landsbyggðin

Í MORGUNBLAÐINU 1. október sl. birtist umfjöllun Hjálmars Jónssonar undir fyrirsögninni: Engin fyrirheit um virkjanaleyfi. Rætt er við Júlíus Jónsson forstjóra Hitaveitu Suðurnesja og Finn Ingólfsson iðnaðarráðherra. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 627 orð

Níu árum síðar

HÚN Kristín var nemandi í menntaskóla í Noregi. Eitt sinn skrapp hún yfir helgi til Óslóar til að taka sér hvíld frá próflestri. Á sunnudegi hélt hún síðan heim á leið aftur með lest eftir vel heppnaða helgi í höfuðborginni. Þegar hún kemur inn í lestina sest hún hjá góðlegum manni, sem var svona rétt yfir miðjum aldri. Þau tóku spjall saman og fór vel á með þeim. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 561 orð

Pilsaþytur í Firðinum Stofnun Kvenfélags Alþýðuflokksins boðaði stórtí

Það var á fallegu fimmtudagskvöldi hinn 18. nóvember fyrir sextíu árum að fjöldi hafnfirskra kvenna tók sig til og fjölmennti að bæjarþingssalnum í Hafnarfirði, þeirra erinda að stofna kvenfélag innan Alþýðuflokksins. Það var pilsaþytur í Firðinum þetta kvöld, eftirvænting í loftinu og ekki laust við að spennu gætti. Veðrið var konum hliðhollt svo og himintunglin. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 394 orð

Rányrkjuflotann út fyrir 50 mílur

ÞAÐ er löngu orðið tímabært að setja þak á stærð útgerðarfyrirtækja og reyndar allra fyrirtækja. Hvort sú tillaga sem nú er til umfjöllunar á Alþingi feli í sér rétta hlutfallið er ekki ljóst á þessu stigi tillögunnar. Væri tillagan samþykkt óbreytt, virðist hún styrkja stöðu sterkra aðila, og þeir stærstu gætu jafnvel aukið aflaheimild sína um allt að 60%. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 356 orð

Skólamálin í forgang í Hafnarfirði

FYRIR því ætla ég undirrituð að berjast, og er það ein aðalástæða þess að ég tek þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna vorið 1998. Ég óska eftir stuðningi þínum í 3.-5. sætið í prófkjörinu þann 22. nóvember næst komandi og heiti að vinna að þessum málefnum að alefli fái ég til þess stuðning. Skv. 3. gr. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 544 orð

Staða kvenna í sveitarstjórnum

HUGMYNDIN að þessari grein kviknaði við lesningu á fundargerðum Bæjarstjórnar Akureyrar. Það kom spánskt fyrir sjónir hvað skipan í nefndir og ráð á vegum bæjarins er misjöfn milli kynja. Augljóst er að þörf er á úrbótum. Málefni bæjarins skipta konur jafn miklu máli og karla. Konur ættu því ekki að sýna bæjarmálefnum minni áhuga en karlar gera. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 783 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu frá Agli Ólafssyni, safnstjóra á Hnjóti í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu, vegna máls er varðar minnisvarða um breska sjómenn, sem bæjarstjórn Vesturbyggðar hyggst reisa á Patreksfirði. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 466 orð

Það sem unga fólkið sér

Í VESTUR-Evrópu fer þeim nemendum fækkandi sem sækja í raungreinanám. Af ýmsum ástæðum virðist hvatinn til að fara í raungreinanám ekki vera nægilegur fyrir nemendur í dag. Hver kynslóð á sína drauma og fyrirmyndir. Ef við lítum til fyrirmynda unga fólksins í dag þá koma þær úr heimi kvikmynda og tónlistar. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 420 orð

Þórodd í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Þóroddur á fullt erindi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir Ólafur Þór Gunnarsson, og hvetur

UNDANFARIN misseri hefur gustað um bæjarstjórnarmál Hafnarfjarðar í fjölmiðlum. Þótt sú umræða hafi að miklu leyti borið keim af afþreyingar- og æsifréttamennsku í gúrkutíðum má ekki gleyma því að bæjarstjórnarmál eru alvörumál. Ákvarðanir bæjarstjórnar snerta íbúa bæjarins og því veltur mikið á að til setu í bæjarstjórn veljist fólk sem veldur ábyrgðinni sem henni fylgir. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 512 orð

Þörfin fyrir tölvumenntað fólk

SÁ HLUTI atvinnulífs Evrópu og Ameríku þar sem vænst er mestrar aukningar á umsvifum er tengdur alnetinu. Umferð um netið hefur tvöfaldast á 10 mánaða fresti síðustu ár og mun halda áfram að vaxa með svipuðum hraða næstu ár. Meira
18. nóvember 1997 | Aðsent efni | 441 orð

Æ sér gjöf til gjalda

UNDIRFYRIRSÖGNIN hér að ofan vakti athygli mína þegar ég fletti síðustu helgarútgáfu Fjármálatíðinda (FINANCIAL TIMES 8.­9. nóvember 1997). Það er ekki á hverjum degi sem hinum olíuríku aröbum er fjár vant og því hlaut, eðli málsins samkvæmt, að vera eitthvað mikið á ferðinni þegar þeir standa í lántökum. Gömul baktería, flugdellan, gerði einnig vart við sig svo ég hóf lesturinn. Meira
18. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 693 orð

Örlagasaga Richards Long á leiðinni Þór Jakobssyni:

SÍÐLA sumars, hinn 20. ágúst 1783, um þær mundir sem Síðueldur, eða Skaftáreldar, stóð hæst á Íslandi, fæddist sveinn hjónunum Söru og John Long í Howdenhéraði í York á Englandi. Þótt hér sæi dagsins ljós sjöunda barn hjónanna hefur gleði ríkt í kotinu, en alls urðu börnin átta. Litli drengurinn var skírður 30. nóvember sama ár og fékk nafnið Richard. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Meira

Minningargreinar

18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 858 orð

Garðar H. Svavarsson

Það var á miðju sumri að kvöldlagi í björtu, kyrru veðri að ég kom akandi norðan af landi, einn í bíl. Þar sem ég keyri yfir Laxá í Leirársveit, neðan Stóra Lambhaga ákveð ég að keyra upp Svínadal og áfram þar sem leið liggur um Dragann sem mér þótti falleg og fjölbreytt leið. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 387 orð

Garðar H. Svavarsson

Garðar vinur okkar er látinn. Andlát hans kom að vísu ekki á óvart eftir erfið veikindi. Hann barðist eins og hetja í þrettán mánuði en varð að lúta í lægra haldi að lokum. Margs er að minnast eftir áratuga samstarf og vináttu og í veiðiskap. Að öðrum ólöstuðum er það álit okkar að Garðar hafi verið flinkasti veiðimaður á stöng á Íslandi. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Garðar H. Svavarsson

Garðar H. Svavarsson kom víða við í sínu lífi. En vafalaust er hann þekktastur fyrir verslunarrekstur við Laugaveg og sem veiðimaður, sérstaklega laxveiði þar sem hæfileikum hans var jafnan líkt við snilligáfu. En það sem færri vita er að Garðar hafði til að bera mikinn áhuga og djúpa tilfinningu fyrir listum, sér í lagi myndlist. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Garðar H. Svavarsson

Látinn er í Reykjavík góður vinur, Garðar H. Svavarsson, aðeins 62 ára að aldri. Garðar var um árabil umsvifamikill kaupmaður hér í bæ. Kjötbúð Tómasar var þekkt verslun í hjarta borgarinnar og átti stóran hóp ánægðra viðskiptavina. Hulda, kona Garðars, starfaði við hlið hans við verslunarreksturinn og var vinnudagur þeirra hjóna oft æði langur. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 498 orð

Garðar H. Svavarsson

Að standa frammi fyrir þeim sára missi að þú ert ekki lengur hér á meðal okkar er þungbært og óraunverulegt. Þú sem varst svo uppfullur af orku og lífskrafti sem því miður er ekki öllum gefið. Með hetjulund háðir þú baráttu við illvígan sjúkdóm og stóðst meðan stætt var. En þú stóðst ekki einn. Hulda Guðrún vék varla frá þér í veikindum þínum og einnig börnin ykkar þegar aðstæður leyfðu. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 730 orð

Garðar H. Svavarsson

Við fæðingu eigum við öll eina augljósa staðreynd fyrir höndum, þá að öll munum við deyja. Samt kemur það oftast á óvart þegar kallið berst. Okkur finnst það ætíð koma of snemma, því við söknum sárt þeirra, sem okkur þótti vænt um og tengjast fjársjóði góðra minninga í huga okkar. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 376 orð

Garðar H. Svavarsson

Elsku afi minn. Í sumar var ég hjá þér og ömmu í sveitinni á Vakursstöðum eins og öll sumur þar á undan, sem ég man eftir. Þegar ég átti heima í Danmörku og pabbi og mamma buðu mér eitt sumar að velja á milli þess að fara með þeim til Flórída eða heim til Íslands til ykkar í sveitina og annað sumar að fara til Ítalíu þá vildi ég í bæði skiptin fara til ykkar í sveitina, Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1215 orð

Garðar H. Svavarsson

Nú er minn góði vinur, Garðar, látinn, langt um aldur fram. Við kynntumst haustið 1959 er bróðir minn heitinn fór að vinna hjá honum í Kjötverslun Tómasar á Laugavegi 2. Fáum árum síðar urðum við veiðifélagar og vinir. Samverustundirnar hafa orðið margar; við veiðiárnar, á ferðalögum, á heimilum okkar og í félagsmálum þar sem leiðir okkar lágu líka saman. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Garðar H. Svavarsson

Ég vil með nokkrum orðum minnast Garðars H. Svavarssonar sem er til grafar borinn í dag. Efst í huga eru mér þakkir fyrir það einstaka starf sem hann hefur unnið síðustu ár við skipulagningu og uppbyggingu myndlistarsafns Flugleiða. Garðar vann þar ómetanlegt starf af einstakri smekkvísi og natni. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Garðar H. Svavarsson

Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Góður vinur er látinn. Fyrir um það bil 30 árum hitti ég Garðar fyrst. Þá vann ég við byggingu húss hans við Norðurbrún. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 774 orð

Garðar H. Svavarsson

Elsku tengdapabbi. Ég kveð þig með söknuði, elsku vinur minn. Það hefur verið mér mikill heiður að fá að kynnast þér og njóta elsku þinnar og vináttu. Það var blanda tilhlökkunar og kvíða þegar Sirrý ákvað að kynna mig fyrir þér og Huldu. Við Sirrý höfðum kynnst nokkru áður og vorum þegar orðin mjög ástfangin. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 317 orð

GARÐAR H. SVAVARSSON

GARÐAR H. SVAVARSSON Garðar H. Svavarsson kaupmaður fæddist í Reykjavík 29. júní 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur Sigríðar Guðmundsdóttur, kaupkonu, f. 6. desember 1913, og Svavars Hafstein Jóhannssonar, bókara, f. 21. júní 1914, d. 3. maí 1988. Garðar átti einn albróður, Hilmar H. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 53 orð

Garðar H. Svavarsson Ég vildi svo mikið fá að hafa þig lengur hjá mér. Þú ætlaðir að kenna mér að veiða en gast það ekki af því

Ég vildi svo mikið fá að hafa þig lengur hjá mér. Þú ætlaðir að kenna mér að veiða en gast það ekki af því að Guð vildi fá þig til sín svo fljótt. Ég vona að þér líði vel hjá öllum hinum englunum. Ég sakna þín, afi minn. Þinn, Eggert Kári. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Garðar H. Svavarsson Góði Guð, viltu passa afa Garðar rosalega vel. Elsku afi, þú ert svo mjúkur og sætur. Þú ert svo duglegur

Góði Guð, viltu passa afa Garðar rosalega vel. Elsku afi, þú ert svo mjúkur og sætur. Þú ert svo duglegur að veiða. Mér finnst svo vænt um þig. Ég er alveg að verða 5 ára. Guð geymi þig að eilífu, afi minn. Faðir vor þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1378 orð

Garðar H. Svavarsson Þegar ég var nýkominn inn frá því að hreinsa lauf

Þegar ég var nýkominn inn frá því að hreinsa laufið í allri sinni litadýrð af stéttinni og tröppunum, þá hringdi Hulda og sagði að baráttunni væri lokið hjá Garðari. Reyndar fannst mér þetta árvissa haustverk á vissan hátt táknrænt á þessari stundu og leiða hugann að þeirri umbreytingarstund sem bíður alls lífríkis. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Haukur Magnússon

Ég tek undir þau orð föður míns, að afi var einstakur og ómissandi. En það er erfitt að minnast hans sem bara afa, því hann var svo mikið meira en það, en sérstakur á allan hátt. Ég fékk mörg góð ráð í veganesti sem ég mun bera með mér. Það má nefna það sem dæmi að þegar ég var lítil stelpa, furðaði ég mig á af hverju hann bar alltaf úrið inn á úlnliðnum. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Haukur Þorsteinsson

Nú þegar Haukur er látinn er margs að minnast. Við Magnús kynntumst Hauki á ólíkan hátt. Magnús kynntist Hauki og Ólafi samstarfsfélaga hans árið 1966 er hann hóf störf hjá fyrirtæki þeirra að loknu námi. Var samstarf við þá félaga ætíð mjög gott. Magnús tók við verkstæðinu hjá Hauki er hann hætti rekstri. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 579 orð

Haukur Þorsteinsson

Við samstarfsfélagar Hauks Þorsteinssonar viljum með þessum fátæklegu línum votta virðingu okkar við minningu þessa mikla heiðursmanns. Þótt Haukur sé ekki lengur meðal okkar, hafði hann svo mótandi og varanleg áhrif á samstarf okkar í gegnum tíðina að þess mun lengi gæta. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Haukur Þorsteinsson

Haukur var mikið fyrir að ferðast og voru þær orðnar þó nokkuð margar ferðirnar með árunum sem sem hann fór með okkur, alltaf sá hann til að öllum liði vel. Allar þær góðu minningar sem rifjast upp hér heima og erlendis og á öllum ferðum sem við fórum. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Haukur Þorsteinsson

Haukur Þorsteinsson átti marga harða rimmu við dauðann, frá því hann fékk kransæðastíflu fyrir tíu árum, og barðist af slíkum vilja og útsjónarsemi að andstæðingurinn ósigrandi hlýtur að hafa verið orðinn óþolinmóður að fá sitt fram. Ein minni háttar viðureign Hauks við þennan andstæðing, í formi skrautlegrar veiðisögu, sem gerðist fyrir fimm árum, varpar nokkru ljósi á snilldina í hans fari. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Haukur Þorsteinsson

Elsku Haukur, nú ert þú horfinn frá okkur og farinn til bjartari vistarvera. Ég þakka þér fyrir að hafa verið sú fyrirmynd sem þú varst okkur öllum sem nutum þeirra forréttinda að kynnast þér og lundarfari þínu. Þú tókst öllum vandamálum lífsins með einstöku jafnaðargeði og varst sá maður sem vaktir öðrum og yngri mönnum bjartsýni. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Haukur Þorsteinsson

Við viljum minnast afa okkar, Hauks Þorsteinssonar, sem alltaf var svo góður og ljúfur við okkur. Það mun ekki verða létt að bera þessa sorg og vita til þess að maður geti ekki heimsótt hann, sem við gerðum svo oft, til að fá hjá honum ráð, sem hann miðlaði okkur af lífsreynslu sinni. Frá því við vorum smástrákar fórum við á sumrin í Heiðardalinn og austur á Hól til að fara í laxveiði. Meira
18. nóvember 1997 | Minningargreinar | 272 orð

HAUKUR ÞORSTEINSSON

HAUKUR ÞORSTEINSSON Haukur Þorsteinsson fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal 23. september, 1923. Hann andaðist á heimili sínu 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru frá V-Skaftafellssýslu, þau Elín Helgadóttir, f. 22.7. 1893, d. 4.2. 1968, Þykkvabæ í Landbroti, og Þorsteinn Einarsson, f. 12.11. 1890, d. 17.12. 1965, Suður-Hvammi í Mýrdal. Meira

Viðskipti

18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Dow Jones hækkar um yfir 100 punkta

DOW JONES vísitalan hækkaði um 100,20 punkta í 7672,68. eftir opnun í Wall Street í gær í kjölfar mikilla hækkana japanskra hlutabréfa og gengi evrópskra bréfa hækkaði líka. Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó hækkaði um tæplega 8% og það leiddi til hækkana á öðrum Asíumörkuðum áður en áhrifanna fór að gæta í New York og Evrópu. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 240 orð

ÐÁ heimsfundi hjá Shell

ÐÁ heimsfundi hjá Shell STJÓRNENDUR Skeljungs komu saman til nokkuð óvenjulegs fundar á fimmtudagmorgun á Grand Hótel. Þar hlýddu þeir á Cor Herkströter, æðsta yfirmann Shell-samsteypunnar kynna nýjar áherslur í rekstrinum og ávarpaði hann þar samtímis öll Shell fyrirtæki í heiminum, en þau er að finna í um 110 löndum í dag. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 301 orð

ÐBjóða út endurskoðun ríkisbanka

RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Ríkisendurskoðunar efnt til forvals vegna endurskoðunar á reikningsskilum Landsbanka Íslands hf., Búnaðarbanka Íslands hf. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Endurskoðunarskrifstofur verða í framhaldi af því valdar til þátttöku í fyrirhuguðu útboði á þessu verkefni. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 71 orð

ÐSproti selur áfengisverksmiðju sína

ÁFENGISVERKSMIÐJA Sprota hf. í Borgarnesi, sem framleitt hefur Icy-vodka undanfarin ár hefur verið auglýst til sölu. Verksmiðjan er í rekstri í dag og í sölulýsingu kemur fram að leiðbeiningar um framleiðslu, hráefni og leyfi fyrir tiltekin vörumerki geti fylgt verksmiðjunni. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Fyrstu námstefnur Berkeley háskóla á Íslandi

Fyrsta námstefnan 24. nóvember fjallar um raunhæfar leiðir til markaðssetningar á Netinu. Fyrirtæki í Kaliforníu hafa verið fljót að tileinka sér nýjungar á þessu sviði. Námstefnan 25. nóvember fjallar um leiðir alþjóðlegrar markaðsnálgunar til að ná árangri á heimamarkaði eða í útflutningi. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 469 orð

"Góð reynsla af stórum verkefnum hér á landi"

STIG Eriksson hefur starfað sem samningsstjóri (contract manager) hjá sænska verktakanum Skanska í nokkrum stórum verkefnum hér á landi, sem Skanska hefur unnið að með Ístaki. Má þar nefna Vestfjarðagöng, Hvalfjarðargöng og nú síðast Sultartangavirkjun. Stig mun flytja erindi á hádegisverðarfundi Íslensk-sænska verslunarráðsins nk. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Gull hefur ekki verið lægra í rúm 12 ár

VERÐ á gulli hafði ekki verið lægra í 12 1/2 ár á föstudag. Lokaverðið var 302,55 dollarar únsan, en síðdegis hafði verðið lækkað í 301,75 dollara, lægsta verð síðan í marzbyrjun 1985. Um tíma lækkaði verðið í 300 dollara. Á fimmtudag seldist gull á 308,15 dollara. Ef verðið lækkar í 300 dollara getur það hæglega lækkað í 290 dollara áður en varir," sagði miðlari. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Hluthafasamningur hjá Poly-Ice Mexico

NÝLEGA tók Iðnþróunarsjóður þátt í hlutafjáraukningu í Poly-Ice Mexico S.A. de C.V. og á nú 25% hlutfjár í félaginu. Hefur verið gerður sérstakur hluthafasamningur milli Iðnþróunarsjóðs og J. Hinrikssonar ehf. þar að lútandi, að því er segir í frétt. J. Hinriksson ehf. stofnaði þetta fyrirtæki í Mexíkó árið 1996. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

»Hækkanir á nokkrum helztu mörkuðum

VERULEGAR hækkanir urðu í helztu kauphöllum Evrópu í gær og dagurinn byrjaði vel í Wall Street eftir japanska uppsveiflu í fyrrinótt. Nikkei vísitalan hækkaði um 8%, við það urðu hækkanir á öðrum asískum mörkuðum og evrópsk hlutabréf hækkuðu yfirleitt um nokkur prósent. Í Wall Street hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 110 punkta eða 1,5% þegar viðskiptum lauk í Evrópu. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Levi Strauss lokar ellefu verksmiðjum

LEVI Strauss, hinn kunni gallabuxnaframleiðandi, hefur ákveðið að loka 11 verksmiðjum í Bandaríkjunum og segja upp þriðjungi starfsfólks í Bandaríkjunum og Kanada vegna harðrar samkeppni og minnkandi eftirspurnar. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Ráðinn til Fjárfestingarbankans

ERLENDUR Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Með ráðningu Erlendar er framkvæmdaráð bankans nú fullskipað, en í því sitja auk Erlendar, Bjarni Ármannsson, forstjóri, Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri viðskiptastofu, og Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri skulda- og áhættustýringar. Meira
18. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Volkswagen með í slaginn um Rolls-Royce

VOLKSWAGEN AG hefur opinberlega látið í ljós áhuga á bílaframleiðandanum Rolls-Royce, en fréttum um að VW hafi slegið út keppinautinn BMW er vísað á bug. Franski bankinn BNP sagði að Rolls-Royce yrði dýr og benti á að kaupverðið yrði líklega á bilinu 900 milljónir marka til 1,2 milljarðar marka, tvöfalt hærra en 690 milljóna marka sala fyrirtækisins 1996. Meira

Daglegt líf

18. nóvember 1997 | Neytendur | 40 orð

15% afsláttur ef tómum skothylkjum er framvísað

EITTHVAÐ er um að skotveiðimenn skilji eftir sig tóm skothylki á víðavangi. Forsvarsmenn hjá Útilífi hafa ákveðið að bjóða veiðimönnum 15% afslátt af einum skotpakka ef þeir koma með 25 tóm skothylki í staðinn. Meira
18. nóvember 1997 | Neytendur | 61 orð

Dósapressa sparar pláss í eldhúsinu

HAFIN er sala á dósa- og flöskupressum í versluninni Strimlagluggatjöldum í Síðumúla. Pressurnar eru frá Ítalíu og fást í ýmsum litum. Tegundirnar eru tvær, önnur er fyrir gosdósir og hin fyrir plastflöskur. Óhætt er að segja að fyrirferðin á dósum og flöskum í eldhúsinu minnki svo um munar eftir að þær hafa farið í gegnum pressuna. Meira
18. nóvember 1997 | Neytendur | 151 orð

Jólakort með íslensku jólasveinunum

SNERRUÚTGÁFAN sendir fyrir jólin frá sér nýjan flokk jólakorta um íslensku jólasveinana ásamt Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Í þessum flokki korta eru alls 16 kort. Í fréttatilkynningu frá Snerruútgáfunni prýða jólakortin teikningar eftir Selmu Jónsdóttur sem hefur áður teiknað myndir af jólasveinunum. Ný kvæði eru með hverju korti eftir Hákon Aðalsteinsson hagyrðing. Meira
18. nóvember 1997 | Neytendur | 79 orð

Pipar og salt tíu ára

VERSLUNIN Pipar og salt við Klapparstíg á tíu ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu verða tilboð á ýmsum vörum, til dæmis verður Elsenham appelsínumarmelaði og sultur á sama verði og þegar verslunin opnaði, árið 1987. Pipar og salt sérhæfir sig í breskri matvöru, sérstaklega sultu, marmelaði og skosku smjörkexi. Meira
18. nóvember 1997 | Neytendur | 388 orð

Sex hundruð þúsund kort í umferð

HÁTT Í SEX hundruð þúsund rafræn greiðslu- og fríðindakort eru í umferð á Íslandi, eða meira en tvö á hvert mannsbarn. Notkun greiðslukorta hefur verið að aukast mörg undanfarin ár. Á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs voru færslur með debetkortum 26,2% fleiri en á sama tíma í fyrra og veltan jókst um 19%. Á sama tíma jukust kreditkortafærslur um 9% og velta þeirra um 12,2%. Meira
18. nóvember 1997 | Neytendur | 126 orð

Sögulegar maríneringar

H. LÁRUSSON & Co. hóf nýlega innflutning á breskum maríneringum sem innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Maríneringarnar eru fyrir nautakjöt, lambakjöt, kjúkling, fisk og svínakjöt, auk þess sem ein þeirra, Cajun, sem er sérlega sterk og bragðmikil, hentar vel með kjúklinga- og svínakjöti. Meira

Fastir þættir

18. nóvember 1997 | Dagbók | 3107 orð

APÓTEK

»»» Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember, er áttr

ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember, er áttræður Herbjörn Björgvinsson, Ásvegi 26, Breiðdalsvík. Herbjörn tekur á móti ættingjum og vinum á Hótel Bláfelli, á afmælisdaginn kl. 15. Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 634 orð

Bláfjöll ­útivistarperlavið bæjarmörkin Í VELVAKAND

Í VELVAKANDA 14. nóvember var greint frá "unnanda útivistar" þar sem m.a. var fjallað um skíðasvæðið í Bláfjöllum. Bréfritara virðist sem algjört metnaðarleysi ríki við reksturinn í Bláfjöllum og bendir þar á nokkur atriði máli sínu til stuðnings. Einnig kemur bréfritari með nokkrar góðar ábendingar um hvað hægt sé að gera af skemmtilegum hlutum í fjöllunum. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 254 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þórður Sigurðsson og Gísli Þ

SELFYSSINGARNIR Þórður Sigurðsson og Gísli Þórarinsson sigruðu í árlegu stórmóti Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða/Landsýnar, sem fram fór sl. laugardag. Þeir félagar hlutu 898 stig eða 15 stigum meira en Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson sem enduðu í öðru sæti eftir góðan lokasprett. Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af sr. Svavari A. Jónssyni Valgerður Petra Hreiðarsdóttir og Hörður Eyjólfur Hilmarsson. Heimili þeirra er að Árstíg 9, Seyðisfirði. Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Stærri-Árskógskirkju af sr. Huldu Hrönn Helgadóttur Berglind Sigurpálsdóttir og Jónas Ingi Sigurðsson. Heimili þeirra er á Öldugötu 13, Árskógssandi. Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Grundarkirkju af sr. Hannesi Erni Blandon, Ingigerður Guðmundsdóttir og Jón Gunnar Jónsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 128, Reykjavík. Meira
18. nóvember 1997 | Dagbók | 659 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 545 orð

Erling og Hinrik áskrifendur að sigri í tölti

LOGAMENN í Biskupstungum héldu sitt árlega hestamót um verslunarmannahelgina í Hrísholti en þar er verið að byggja upp góða félagsaðstöðu. Risið er myndarlegt hesthús sem eftir er að ganga frá að innanverðu og utan einig. Fyrir er á svæðinu veitingaskúr og er í ráði að nýta svæðið í framtíðinni sem áningarstað fyrir hestamenn. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Metin stóðust metamótið

MEÐ DYGGRI aðstoð veðurguðanna stóðust Íslandsmetin Metamótið sem haldið var nú í þriðja sinn á Kjóavöllum í Garðabæ. Hafi einhverntíma verið góð von á meti á þessum mótum var það nú. Bæði Snarfari frá Kjalarlandi og Lúta frá Ytra-Dalsgerði hafa nýlega höggvið nærri metinu í 150 metra skeiði en bæði rokið og rigningin sáu til þess að ekki yrði í fyrsta skipti sett met á metamótinu. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 245 orð

Reiðhjálmar og hesthvarf í úrtökunni

Í ÚRTÖKUNNI er keppt eftir alþjóðareglum sem kallast F.I.P.O. en samkvæmt þeim er ekki skylt að bera reiðhjálm í keppni. Þrátt fyrir það voru margir keppandanna, sér í lagi þeir yngri, með reiðhjálma. Eldri knaparnir virðast eiga erfiðara með að tileinka sér nýja siði og sannast þar hið fornkveðna að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 113 orð

Röng röð og stig

Í HESTAÞÆTTI á þriðjudag þar sem birt voru úrslit Suðurlandsmóts í hestaíþróttum var rangt farið með úrslit í slaktaumatölti. Rétt röð er sú að Elsa Magnúsdóttir sigraði á Demanti, Theódór Ómarsson kom næstur á Strák, Sigurbjörn Bárðarson þriðji á Hlyni, Hallgrímur Birkisson fjórði á Aski og Auðunn Kristjánsson fimmti á Dára. Meira
18. nóvember 1997 | Í dag | 369 orð

VISÖGUR hafa lengi verið vinsælt lesefni Íslendinga og

VISÖGUR hafa lengi verið vinsælt lesefni Íslendinga og oft hafa verið skrifaðar merkilegar ævisögur, sem segja frá lífshlaupi fólks, sem hefur upplifað margt og afrekað margt. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Þungamiðja ákvarðanatöku komin á einn stað

SAMEININGARALDA ríður yfir þjóðfélagið um þessar mundir. Samtök hestamanna voru sameinuð fyrir nokkrum vikum og hrossaræktarmenn sameinuðu í síðustu viku Félag hrossabænda og Hrossaræktarsamband Íslands undir nafni fyrrnefndu samtakanna. Endapunkturinn á þessu ferli átti sér stað á aðalfundi Félags hrossabænda sem var haldinn á fimmtudag. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 108 orð

(fyrirsögn vantar)

Reykjavíkurmótið í tvímenningi 1997 verður spilað nk. laugardag á einum degi. Spilaform fer eftir þátttöku, spilaður verður barómeter allir við alla nema ef þátttaka fer yfir 34 pör þá verður skipt yfir í Monrad barómeter, 4 spil á milli para. Spilamennska hefst kl. 11 og er þátttökugjald 1.500 kr. á mann. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Valdimar Kristinsson Ræktunarmaður ársinsBRYNJAR Vilmundarson hrossaræktandi að Feti í Rangárvallasýslu var útnefdur ræktunarmaður ársins á uppskeruhátið hestamanna sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu s.l. föstudag. Meira
18. nóvember 1997 | Fastir þættir | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudag 11.11. '97. 28 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S: Halla Ólafsdóttir ­ Lárus Hermannsson359Anton Sigurðsson ­ Eggert Einarsson353Sæbjörg Jónasdóttir ­ Þorsteinn Erlingsson348Guðm. Meira

Íþróttir

18. nóvember 1997 | Íþróttir | 163 orð

1. deild kenna

ÍS - KR57:54 Íþróttahús Hagaskóla, Íslandsmótið í 1. deild kvenna, mánudaginn 17. nóvember 1997. Gangur leiksins: 5:6, 9:20, 16:21, 19:25, 26:28, 35:32, 45:33, 53:48, 56:52, 57:54. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 117 orð

AEK í efsta sæti AEK, lið Arnars Grétarss

AEK, lið Arnars Grétarssonar í grísku 1. deildinni, vann góðan sigur á útivelli á nágrönnum sínum í Aþenu, Appolon. Lokatölur urðu 3:4 fyrir AEK og lagði Arnar upp fyrsta markið og átti stóran þátt í öðru. "Mér gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var á hægri kantinum í þessum leik, en það er nú ekki uppáhaldsstaðan. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 307 orð

Áhorfendurnir stórfenglegir

BERGSVEINN Bergsveinsson varði 21 skot, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Hann játti því að hafa varið vel. "Já, eftir u.þ.b. tíu til fimmtán mínútur. Þá kom þetta," sagði hann, en frammistaða áhorfenda var Bergsveini efst í huga. Áhorfendurnir voru stórfenglegir. Það var frábær stemmning í húsinu. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 161 orð

Barcelona - Celta Vigo3:2

Barcelona - Celta Vigo3:2 Dan Eggen 11. sjálfsmark, Rivaldo 60., Juan Pizzi 68. - Jorge Cadete 38., Juan Sanchez 85. 80.000. Deportivo Coruna - Espanyol1:1 Donato 13. - Moises Arteaga 5. 16.000 Mallorca - Oviedo1:1 Oscar Mena 56. - Roberto Pompei 50. 17. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 1284 orð

Barcelona - Celta Vigo3:2

Barcelona - Celta Vigo3:2 Dan Eggen 11. sjálfsmark, Rivaldo 60., Juan Pizzi 68. - Jorge Cadete 38., Juan Sanchez 85. 80.000. Deportivo Coruna - Espanyol1:1 Donato 13. - Moises Arteaga 5. 16.000 Mallorca - Oviedo1:1 Oscar Mena 56. - Roberto Pompei 50. 17. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 102 orð

Bikarmeistarar Hauka mæta Stjörnunni

Fyrstu deildar lið mætast í tveimur af átta leikjum í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, en dregið var á laugardaginn. Bikarmeistarar Hauka sækja liðsmenn Stjörnunnar heim og þá leika ÍR og Valur í Seljaskóla. Aðrir leikir eru að Grótta/KR mætir Víkingi á Seltjarnarnesi, Selfoss fær Fram í heimsókn og Eyjamenn leggja land undir fót og leika við Hörð frá Ísafirði vestra. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 65 orð

Bjarki markahæstur er Drammen lá

BJARKI Sigurðsson skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður Drammen er félagið tapaði, 31:21, fyrir Pfadi Winterthur frá Sviss í 2. umferð B-riðils í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Leikið var í Sviss. Þetta var annað tap Drammen í jafnmörgum leikjum og er félagið í neðsta sæti í riðlinum. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 258 orð

Dýrmæt reynsla

KA tapaði stórt, 32:23, fyrir Badel Zagreb í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á sunnudaginn. Byrjunin var ágæt hjá KA-mönnum, þeir komust 4:3 yfir og um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 12:10 fyrir heimamenn. "Þá kom slæmur kafli hjá okkur og staðan var allt í einu orðin 18:10 og síðan 18:11 í hálfleik. Við áttum síðan litla möguleika í síðari hálfleiknum. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 134 orð

Einar Þór og Þorsteinn áfram með KR-ingum

Einar Þór Daníelsson og Þorsteinn Jónsson, sem voru lykilmenn KR-inga sl. sumar, hafa báðir skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KR-inga. Samningur þeirra gildir til loka ársins 2000. "Við erum mjög ánægðir með að hafa náð samningum við þessa tvo leikmenn," sagði Jónas Kristinsson, stjórnarmaður KR, í gærkvöldi. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 411 orð

Gaman að horfa á

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga Gaman að horfa á Sigurður Ingimundarson, þjálfari meistaraliðs Keflavíkur, sagði lið sitt hafa leikið einn allra besta leik sinn á tímabilinu. "Við gerðum sautján stig í röð eftir að hafa lent undir, 4:0. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 111 orð

Gústaf úr leik

GÚSTAF Bjarnason, hornamaður íslenska landsliðsins og Hauka, leikur ekki handknattleik næstu 4 til 6 vikurnar vegna meiðsla í hné, en þau hafa verið að angra hann upp á síðkastið. Endirinn varð sá að Gústaf fór í speglun sl. föstudag og þarf að taka sér frí til að fá sig góðan á ný. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 91 orð

Hafðist í lokin "ÞETTA hafðist í lokin

Hafðist í lokin "ÞETTA hafðist í lokin, en það mátti ekki tæpara standa," sagði Herbert Arnarson um leik Antwerpen og Power Wevelgem í belgísku 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Antwerpen vann 85:84 á heimavelli Wevelgem og er í fyrsta sæti ásamt Spirou Charleroi, bæði lið hafa unnið 9 leiki og tapað tveimur. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 120 orð

Hátíð á Jamaíku JAMAÍKA tryggði sé

Hátíð á Jamaíku JAMAÍKA tryggði sér um helgina sæti í lokakeppni HM í Frakklandi með því að gera markalaust jafntefli við Mexíkó. Mikil gleði greip um sig meðal eyjarskeggja enda í fyrsta sinn sem knattspyrnulið þjóðarinnar kemst svo langt og í fyrsta sinn sem enskumælandi þjóð við Karíbahafið nær svo langt. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 593 orð

Heldur KeflvíkingurinnKRISTJÁN GUÐLAUGSSONáfram að skora grimmt?Leik oftast lausum hala

KRISTJÁN Guðlaugsson, bakvörður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, sem sigraði í Eggjabikarnum á laugardag, gerði 22 stig í úrslitaleiknum við Tindastól í Laugardalshöllinni. Gerði hann öll stigin sín í síðari hálfleik, hitti þá úr fjórum þriggja stiga skotum og fór hreinlega oft á tíðum á kostum. Var hann annar stigahæsti maður liðsins ásamt Bandaríkjamanninum Dana Dingle. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 187 orð

HK - ÍBV20:21 Íþróttahúsið Digranesi, Nissan-deildin

Íþróttahúsið Digranesi, Nissan-deildin í handknattleik karla, 9. umferð, laugardaginn 15. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 2:4, 6:6, 8:9, 9:11, 12:12, 12:15, 15:15, 16:18, 18:18, 20:20, 20:21. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 7/3, Gunnar Már Gíslason 5, Óskar Elvar Óskarsson 5, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Alexander Arnarson 1. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 79 orð

Hverjum mætir Afturelding?

DREGIÐ er í dag í átta liða úrslitum Borgakeppni Evrópu, þar sem Afturelding er á meðal keppenda. Ríkir nokkur spenna í herbúðum Mosfellinga hverjir verða næstu mótherjar. Eftirfarandi sjö lið eru eftir í keppninni auk Aftureldingar: Academia Octavio Vigo frá Spáni, ungverska liðið SC Pick Szeged, SSV Forst Brixen á Ítalíu sem Jason Ólafsson lék með fyrir tveimur árum, Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 1542 orð

Ítalir fögnuðu sigri á Rússum í Napolí

CESARE Maldini, landsliðsþjálfari Ítala, gat andað léttar á laugardaginn þegar ljóst var að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni HM í Frakklandi í sumar. Ítalir unnu Rússa, 1:0, og það dugði. Lið Júgóslavíu, Króatíu, Belgíu, Japans, Chile og Jamaíku unnu sér einnig rétt til að leika í Frakklandi. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 422 orð

KARL Tómasson

KARL Tómasson, tónlistarmaður og knattborðsstofueigandi í Mosfellsbæ, sá um að leika létt lög af hljómdiskum fyrir og eftir leik UMFA og Runar á sunnudaginn. Einnig skaut hann inn léttum tónum hvenær sem gert var hlé á leiknum. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 102 orð

Keflavík - UMFT111:73

Laugardalshöll: úrslitaleikur Eggjabikarkeppninnar laugardaginn 15. nóvember 1997. Gangur leiksins: 0:4, 17:4, 25:10, 35:17, 40:25, 50:29, 55:31, 60:33, 74:44, 87:54, 101:60, 11:73. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 406 orð

KENNY Dalglish

KENNY Dalglish, knattspyrnustjóri Newcastle, og aðstoðarmaður hans, Terry McDermott, fylgdust með 18 ára miðherja Norwich, Graig Bellamy, í leik gegn Middlesbrough um helgina. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 622 orð

Kraftur, einurð, einbeiting

AFTURELDING undirstrikaði á heimavelli á sunnudagskvöldið þá staðreynd að íslenskur handknattleikur stendur þeim norska framar. Eftir fimm marka tap ytra spýttu Mosfellingar í lófana og ríkulega studdir af fjölmörgum áhorfendum bættu þeir fyrir misgjörðir sínar í fyrri leiknum og sendu fremsta handknattleikslið Noregs út í kuldann í Borgakeppni Evrópu, lokatölur 34:26. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 460 orð

LÁDEYÐA »Engir æfingaleikir erufyrirhugaðir hjá KSÍá næstu mánuðum

Landsliðið í knattspyrnu hefur ekki mikið fyrir stafni þessar vikurnar og því hálfgerð ládeyða sem ríkir þar á bæ. Liðið lék við Liechtenstein í undankeppni HM 10. október sl. og mun í fyrsta lagi koma saman aftur eftir að dregið hefur verið í riðla 18. janúar fyrir undankeppi EM, sem fram fer í Belgíu og Hollandi árið 2000. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 442 orð

Létt hjá Wuppertal gegn Essen

Wuppertal komst upp í 7. sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með öruggum, 27:20, sigri á Patreki Jóhannessyni og félögum í Essen á laugardaginn. Essen er eftir sem áður í neðsta sæti með 3 stig að loknum 9 umferðum, og er staða liðsins orðin slæm. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 235 orð

Mistök á mistök ofan

Enn einu sinni tapar HK með einu marki. Í æsispennandi en afar slökum leik sigruðu Eyjamenn HK, 21:20, með sigurmarki úr vítakasti Zoltans Belányis á síðustu sekúndunum. Leikurinn einkenndist af mistökum á báða bóga og einu leikmennirnir sem léku af eðlilegri getu voru markverðirnir. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik og lítið skorað. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 193 orð

"Náum að halda út"

"Náum að halda út" Skúli Gunnsteinsson, leikmaður og þjálfari Aftureldingar, lék mjög vel í sigrinum á Runar. "Úrslitin ráðast aldrei fyrr en á síðustu tíu til fimmtán mínútunum, burtséð frá því hvort við hefðum náð þessum tilskilda fimm marka mun í fyrri hálfleik eður ei. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 141 orð

NBA-deildin

Leikið aðfararnótt laugardags: Boston - Toronto103:99 Indiana - Miami82:78 Atlanta - Sacramento104:103 Orlando - Denver103:85 Houston - LA Lakers101:113 Eftir tvær framlengingar. Chicago - Charlotte105:92 Utah - Seattle110:104 Portland - Phoenix139:140 Eftir fjórar fremlengingar. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 93 orð

NHL-deildin

Leikið aðfararnótt sunnudags: Boston - Ottawa3:3 NY Islanders - Florida0:1 Buffalo - New Jersey2:3 Montreal - Washington2:3 Toronto - Pittsburgh0:5 ST Louis - Detroit5:2 Edmonton - Calgary2:2 Los Angeles - Dallas1:5 San Jose - Phoenix2:3 Leikið aðfararnótt mánudags: NY Rangers - Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 74 orð

Pete Sampras Rétthentur Bandaríkjama

Rétthentur Bandaríkjamaður, 26 ára gamall, 185 sentímetrar og 77 kíló. Verðlaunafé: 2,3 milljarðar króna. Heimslistinn: Í efsta sæti, fimmta árið í röð og hefur þarmeð jafnað met Jimmy Connors. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 128 orð

Sá besti

Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras var um helgina útnefndur besti tennisleikari síðustu 25 árin. Sérstök 100 manna nefnd, sem í áttu sæti fyrrum tennisleikarar, skipuleggjendur móta og blaðamenn, greiddi atkvæði og þar varð Sampras í efsta sæti með 779 stig. Svíinn Björn Borg varð í öðru sæti, hlaut 754 stig og Bandaríkjamaðurinn John McEnroe í því þriðja með 721 stig. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 454 orð

Spennulaust

KEFLVÍKINGAR tryggðu sér öruggan sigur í Eggjabikarnum og þurftu svo sannarlega ekki mikið að hafa fyrir honum. Leikmenn Tindastóls virtust ekki þola þá spennu sem fylgir því að leika í úrslitaleik. Þeir náðu sér aldrei á strik, gerðu fjölmörg mistök og voru baráttulitlir. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 343 orð

Stjarn. - Grótta/KR26:20

Íþróttahúsið Ásgarði, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 15. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 4:6, 7:6, 9:7, 9:9, 11:10, 14:10, 16:12, 16:14, 18:16, 22:16, 22:19, 26:18, 26:20. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 631 orð

Stjörnustúlkur á toppinn

STJÖRNUSTÚLKUR leyfðu Gróttu/KR ekki að vinna af sér stig öðru sinni þegar liðin mættust á laugardaginn og sigruðu örugglega, 26:20, í Garðabænum. Sigurinn skilar Garðbæingum í efsta sæti deildarinnar þar sem Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka, 26:24, í Hafnarfirði. Grótta-KR varð að sjá á eftir þriðja sætinu í hendur FH- stúlkna, sem dugði 18:18 jafntefli gegn Val í Kaplakrika. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 136 orð

UMFA - Runar34:26

Íþróttahúsið að Varmá: síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu í handknattleik sunnudaginn 16. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1: 0, 3:2, 5:6, 8:7, 10:7, 10:10, 12:11, 16:11, 17:11, 20:14, 24:16, 29:20, 31:21, 31:23, 33:24, 34:26. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 106 orð

Valur og félagar töpuðu VALUR Ingimund

Valur og félagar töpuðu VALUR Ingimundarson og félagar í Óðinsvéum töpuðu um helgina fyrsta sinni á heimavelli í vetur. Þeir tóku þá á móti liði Roskilde og urðu lyktir leiksins þær að heimamenn gerðu 85 stig en gestirnir 87. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 306 orð

"Við erum ekki svona lélegir"

Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, var vitaskuld vonsvikinn eftir tap liðs síns. Hann benti á þann mikla reynslumun sem er á liðunum. "Það sem skipti sköpum var að þeir [Keflvíkingar] eru með lykilmenn sem hafa leikið margsinnis hér í Höllinni, Guðjón Skúlason og Fal Harðarson. Þeir eru með mun meiri reynslu en okkar menn. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 100 orð

Vörn og markverðir náðu sér ekki á strik

LEIF Gautestad, þjálfari Runar, og leikmenn hans voru að vonum vonsviknir í leikslok. "Afturelding er mjög gott lið, sem við vissum vel, og liðið lék vel í þessum leik," sagði þjálfarinn. Leikmenn norska liðsins voru vongóðir fyrir þessa síðari viðureign. "Fyrir leikinn taldi ég okkur eiga þokkalega möguleika á að komast áfram. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 130 orð

Þrjú efst og jöfn í Þýskalandi BCJ Ham

Þrjú efst og jöfn í Þýskalandi BCJ Hamborg, lið Guðmundar Bragasonar, í Þýskalandi, er í efsta sæti í 2. deildinni ásamt tveimur öðrum liðum. Um helgina lagði liðið Schwarz- Weiss Essen með 15 stiga mun, 84:69, á útivelli og gerði Guðmundur 11 stig. "Við vorum 8­10 stigum yfir allan leikinn og það fengu allir að spila. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

2. deild Grótta/KR - Þór15:21 Hörður - Ármann34:28 Fjölnir - Selfoss28:28 HM - Þór22:32 Fylkir - ÍH31:30 Arnþór Kröger 10, Jón Karl Björnsson 7, Elís Sigurðsson 5, Ágúst Guðmundsson 3, Sverrir Sverrisson 2, Júlíus Marteinsson 1, Andri Már Jóhannsson 1, Ólafur Jóhannsson 1, Styrmir Sigurðsson 1 - Viktor Pálsson 7, Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

Þýskaland SC Magdeburg - OSC Rheinhausen26:24 Wuppertal - TUSEM Essen27:20 Staðan: Kiel8224:19315 Lemgo8209:19012 W. Meira
18. nóvember 1997 | Íþróttir | 182 orð

(fyrirsögn vantar)

A-riðill:Celje Lasko - Generali Trieste30:25 Badel Zagreb - KA36:23 Staðan: Badel Zagreb220058:434 Celje Lasko220056:484 Generali Meira

Fasteignablað

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 675 orð

Að byrja á réttum enda

EITTHVAÐ hefur borið á því að undanförnu, að sumir íbúðarkaupendur byrji ekki á æskilegan hátt í þeim undirbúningi, sem nauðsynlegur er fyrir kaup. Eftir því sem næst verður komist hefur það aukist, að fólk byrji á því að leita sér að íbúðarhúsnæði en fari svo í greiðslumat til að fá húsbréfalán. Þetta er að hafa endaskipti á hlutunum. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 163 orð

Áfram kreppa í þýzkum byggingariðnaði

NÚVERANDI atvinnukreppa í byggingariðnaði Þýskalands heldur áfram 1998 og störfum mun fækka um 70.000 á næsta ári að sögn samtaka vinnuveitenda í þýzkum byggingariðnaði, HDB. Veikleiki í byggingariðnaðinum yfirleitt, lítil fjárfesting og samkeppni frá illa launuðum erlendum verkamönnum mun leiða til þess að þýskum byggingarverkamönnum mun fækka. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Áklæði á stól

Áklæði á stól ÞAÐ má sauma yfir margs konar stóla og á margvíslegan hátt. Þetta áklæði er nokkuð vel heppnað og gefur þessum sérkennilega vírastól hlýlegra yfirbragð en hann ella hefði. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 162 orð

Einbýlishús með veislueldhúsi

HJÁ fasteignasölunni Fjárfestingu er til sölu einlyft einbýlishús að Hábæ 31 í Árbæjarhverfi. Þetta er steinhús með nýju þaki, en húsið var reist 1972. Það er 180 ferm. auk 38 ferm. bílskúrs. "Í þessu húsi er myndarlegt veislueldhús. Það er því kjörið fyrir matreiðslumann eða kokk sem vildi stunda atvinnurekstur á eigin heimili. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 212 orð

Fallegt hús á Selfossi

MEIRA líf er nú í fasteignamarkaðnum á Selfossi en áður. "Fólk kaupir hér helst lítil raðhús eða tveggja herbergja íbúðir í blokkum, en einbýlishús seljast hér líka all vel," sagði Þröstur Árnason hjá fasteignasölunni Bakka. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Farsæl íbúðarkaup

ÞAÐ borgar sig að byrja á réttum enda varðandi íbúðarkaup, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þá fyrst er kominn tími til að skoða sig um á fasteignamarkaðnum, þegar greiðslumat er fengið. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 257 orð

Frítíma- mannvirki

FRÍTÍMAMANNAVIRKI eru aðal viðfangsefni síðasta tölublaðs tímaritsins Arkitektúr, verktækni og skipulag, sem kom út fyrir skömmu. Í leiðara eftir Gest Ólafsson arkitekt segir m. a., að með minni vinnu barna, unglinga og skólafólks, styttingu vinnuvikunnar, lægri eftirlaunaaldri og hærri meðalaldri hafa þarfirnar fyrir hvers konar frítímamannvirki fyrir fólk á öllum aldri aukizt stöðugt. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 207 orð

Fyrirtaks íbúð fyrir eldra fólk

FRAMBOÐ á húsnæði sem hentar eldra fólki hefur aukist síðari ár, ýmist húsnæði sem byggt er sérstaklega með þarfir eldra fólks í huga eða sem byggt er þannig að það hentar þessum aldursflokki ekki síður en yngra fjölskyldufólki. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 372 orð

Gátlisti fyrir íbúðarkaupendur

AÐ eignast íbúð er draumur margra, en hann verður ekki uppfylltur fyrirhafnarlaust, enda íbúðarkaup einhver stærsta fjárfesting, sem einstaklingar og fjölskyldur ráðast í. Því er mikilvægt, þegar að kaupunum kemur, að vel sé vandað til allra hluta, því að margs ber að gæta. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 160 orð

Glæsileg íbúð við Álfholt

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu íbúð að Álfholti 12 í Hafnarfirði. "Þetta er glæsileg og nýleg 4ra til 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum í 6 íbúða húsi," sagði Guðmundur Th. Jónsson hjá Fasteignamarkaðinum. Húsið er steinsteypt, byggt 1992, en íbúðin er 136,8 ferm. að stærð. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 225 orð

Gott hús í Þingholtunum

ÞINGHOLTIN hafa lengi verið eftirsótt af þeim, sem vilja búa miðsvæðis og vera í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. Hjá fasteignasölunni Hóli er nú til sölu hús að Haðarstíg 18. Þetta er steinhús í mjög góðu ástandi, en allt frá árinu 1971 hefur stöðugt verið unnið að því að endurnýja það og bæta. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Heimatilbúin klukka

Heimatilbúin klukka SUMIR vilja búa sjálfir til jólagjafir. Þessi klukka er heimatilbúin. Uppskrift að henni er gefin í oktoberhefti blaðisins Decorating Ideasog virðist ekki eins flókin og halda mætti. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Heimilisverkfæri

ÞAÐ fer eftir áhugasviði og vilja eigandans, hve mikið hann notar verkfærin í tómstundum sínum, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Ef þau eru mikið notuð, kemur fljótt að því, að fleiri verkfæri bætist í safnið. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 229 orð

Hús með möguleika á þremur íbúðum

ALGENGT er að fólk vilji fá hús sem möguleiki er á að hafa a. m. k. tvær íbúðir í, þannig að fleiri en ein kynslóð búi í sama húsinu. Fasteignasalan Borgir er nú með til sölu hús að Miðtúni 54, sem í eru tvær íbúðir og möguleiki á þeirri þriðju. Húsið er kjallari, hæð og ris, samtals að flatarmáli 240 ferm. auk bílskúrs sem er 25 ferm. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 285 orð

Litlar breytingar á íbúðarverði í fjölbýli

FERMETRAVERÐ í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur verið býsna stöðugt um nokkurt skeið, eins og teikningin hér til hliðar sýnir, en hún nær yfir tímabilið frá ársbyrjun 1996 til ágústloka í ár. Er þar byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Útreikningar Fasteignamatsins byggjast á völdu úrtaki á þeim kaupsamningum, sem bárust Fasteignamatinu á þessu tímabili. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 339 orð

Miklar nýbyggingar á Akranesi

MIKIL atvinna hefur verið hjá iðnaðarmönnum á Akranesi undanfarna mánuði, en á þessu ári hefur verið hafist handa við byggingu fjölmargra íbúðarhúsa eftir nokkuð langt tímabil stöðnunar í þeim efnum. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 1040 orð

Módel og mannvirki

MÓDELSMÍÐI er til margra hluta nytsamleg hvað snertir byggingarframkvæmdir. Lengi vel hefur tíðkast þegar byggðar eru stórbyggingar að búa til módel af þeim til þess að menn geti betur gert sér grein fyrir hvernig best er að standa að framkvæmdum. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 204 orð

Módelsmíði

ÞEGAR byggðar eru stórbyggingar, eru gjarnan búin til módel af þeim, til þess að unnt sé að gera sér betur grein fyrir, hvernig bezt verði staðið að framkvæmdum. Í viðtalsgrein við Guðlaug H. Jörundsson er fjallað um módel og mannvirki, en hann hefur lengi rekið módelvinnustofu í Reykjavík og gert mjög mörg módel af ýmsum byggingum og mannvirkjum, sem síðan hafa verið reist. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 304 orð

Nýlegt einbýlishús austast í Fossvogsdal

EKKI er mikið um að hús í Blesugróf komi í sölu. Að sögn Ólafs B. Blöndals hjá fasteignasölunni Gimli er þetta svæði í sókn á markaðinum, enda tilheyrir það í reynd Fossvoginum. Það er austast í dalnum og stutt í falleg útivistarsvæði. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 318 orð

Ráðstefna Lagnafélagsins um stýringu lagnakerfa

LAGNAFÉLAG Íslands efnir til ráðstefnu um nýjungar í hugbúnaði og vélbúnaði til stýringa á lagnakerfum fimmtudaginn 27. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldin í Perlunni og hefst kl. 8,30 árdegis. Samtímis ráðstefnunni verður haldin sýning á 1. hæð Perlunnar. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 292 orð

Samtök aldraðra byggja 23 íbúðir við Dalbraut

HAFNAR eru framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús fyrir Samtök aldraðra við Dalbraut 16 í Reykjavík. Byggingin verður á fjórum hæðum auk kjallara og alls um 2.835 ferm. Í henni verða 23 íbúðir fyrir aldraða auk sameignar og bílageymslu í kjallara. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Skemmtilegur barnastóll

Skemmtilegur barnastóll ÞENNAN barnastól smíðaði faðir Pamelu Zomerfeld í Miami á Flórída. Hún málaði hann sjálf og móðir hennar saumaði fötin sem kanínan er í. Uppskrift að þessum stól birtist í Decorating Ideas. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Skrautmáluð kista

Skrautmáluð kista ÞESSI kista hefur hlotið andlitslyftingu sem er næsta frumleg. Með sérstakri tuskumeðferð virðist málningin á lokin mjög gömul og skrautinu er sprautað á og það líka málað á svipaðan hátt. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 312 orð

Stærsti byggingareitur Evrópu er í Berlín

ÞRJÁTÍU byggingakranar standa á Potsdamer Platz í Berlín og hamast þar viðstöðulaust. Nú hefur uppbyggingin á þessu mesta byggingarsvæði Evrópu staðið yfir í fjögur ár og enn er langt í frá, að það sjái fyrir endann á því. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 923 orð

Vatnshitastig við töppunarstað

EEF EINHVER velkist í vafa um hvað orðið "töppunarstaður" þýðir þá er sjálfsagt að láta fylgja þýðingu yfir á venjulegt íslenskt mál. Þetta þýðir einfaldlega blöndunartækið í baðkerinu, sturtunni, handlauginni, eldhúsvaskinum eða aðrir þeir kranar sem heitt eða kalt vatn rennur úr til þvotta, baða eða matseldar. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 366 orð

Verðmætasköpun á vinnu- stund mest hjá litlum byggingafyrirtækjum

STÆRÐ íslenzkra byggingarfyrirtækja er lítt frábrugðin því, sem gengur og gerist í fjölmennari löndum. Kemur þetta fram í grein eftir Ingólf Bender í síðasta fréttabréfi Samtaka iðnaðarins. Miðað er við byggingafyrirtæki, sem vinna að byggingu og viðgerð mannvirkja en ekki framleiðslufyrirtæki, sem starfa t. d. við framleiðslu á byggingarefni, húsgagnagerð eða innréttingasmíði. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 845 orð

Verkfæraskápurinn

ALUR eða stingur er handhægt verkfæri, oft þarf að stinga fyrir skrúfum eða merkja eitt og annað. Alurinn er einna mest notaður með skrúfjárnum en einnig ef merkja þarf eitthvað nákvæmlega. Hugsum okkur t.d. að við þurfum að festa höldu eða hnapp á skáphurð eða skúffu, þá þarf að merkja fyrir boruninni með al svo að borinn skríði síður til. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

18. nóvember 1997 | Úr verinu | 545 orð

Hvít-Rússar vilja kaupa síld og loðnu frá Íslandi

TVEIR fulltrúar stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi eru nú staddir hér á landi til að mynda viðskiptasambönd við íslenzk fyrirtæki og stjórnvöld. Megintilgangurinn er að hefja kaup á fiskafurðum frá Íslandi, koma á tengslum milli háttsettra ráðamanna á Íslandi og í Hvíta- Rússlandi, undirbúa heimsókn forseta Hvíta-Rússlands, Alexanders Lúkasjenkóvs, Meira
18. nóvember 1997 | Úr verinu | 235 orð

Lítil síldveiði

SÍLDARBÁTARNIR fyrir austan hafa verið að fá reytingsafla síðustu daga, það er að segja þeir, sem eru með troll. Í nótina fæst ekkert frekar en verið hefur nokkuð lengi ef undan er skilið skotið fyrir helgi. Voru nótabátarnir farnir af miðunum í gær. Á loðnunni hefur verið dálítið kropp austur af Kolbeinsey. Meira

Viðskiptablað

18. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 299 orð

Olíurisar farnir að fá olíu úr Kaspíahafinu

ÁTTA milljarða dollara fyrirtæki olíurisa í heiminum, ATOC, hefur dælt fyrstu hráolíunni frá olíusvæðum Azerbaijans á Kaspíahafi. Fyrstu 1.000 tonnunum var dælt af Chirag-svæðinu, einu þriggja olíusvæða þar sem vinnsla fer fram. AIOC er undir forystu bandalags British Petroleum (BP) og Statoil í Noregi. BP á 17,13% hlut í fyrirtækiu og Statoil 8,56%. Meira

Lesbók

18. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1238 orð

Að glata öllu og bera það með sér Søren Ulrik-T

Að glata öllu og bera það með sér Søren Ulrik-Thomsen er með kunnari skáldum Dana og hefur skrifað fræga bók um ljóðagerð, eins konar óðfræði. Örn Ólafssonfjallar um skáldið í þessari fyrstu grein um dönsk skáld og rithöfunda. Áður hefur Örn skrifað greinaflokk um norsk ljóðskáld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.