BANDARÍKJAMENN virtust ekki geta unnt Rússum að Írakar samþykktu í gær að ganga að málamiðlunartillögu um lausn á deilu þeirra við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ). Féllust þeir á að Bandaríkjamenn tækju þátt í vopnaeftirliti SÞ í landinu þar sem Rússar hétu að beita sér fyrir því að létt yrði alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Írak.
Meira
DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær að fresta umræðu um frumvarp stjórnarinnar til fjárlaga næsta árs þar til í byrjun næsta mánaðar. Áður hafði Borís Jeltsín forseti ákveðið að víkja Anatolí Tsjúbajs frá sem fjármálaráðherra en hann verður þó áfram aðstoðarforsætisráðherra. Frjálslyndur hagfræðingur, Míkhaíl Zadornov, var skipaður eftirmaður hans í fjármálaráðuneytinu.
Meira
MIKIÐ var um dýrðir í London í gær er Elísabet Bretadrottning og eiginmaður hennar, Filippus prins, fögnu gullbrúðkaupi sínu. Fjöldi fólks safnaðist út á götur til að samgleðjast þeim og í veislu sem haldin var þeim til heiðurs, kvaðst drottingin myndu reyna að bregðast oftar og betur við þeim skilaboðum sem þegnar hennar sendu henni.
Meira
HÓPUR shía-múslima hyggst stofna hersveit, sem eingöngu verður skipuð konum, til að berjast við Taleban, samtök heittrúaðra múslima sem fara nú með völd í Afganistan. Talebanar meina konum að stunda vinnu og skóla og hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir mannréttindabrot sín á konum.
Meira
ÞÚSUNDIR indverskra barna og fullorðinna stóðu í gær fyrir mótmælum við indverska þingið í Nýju-Delhi, þar sem hópurinn andæfði barnaþrælkun. Voru mótmælin hluti af stofnun samtaka gegn barnaþrælkun og fullyrða skipuleggjendur þeirra að þau verði stærsta fjöldahreyfing sögunnar. Talið er að um 250 milljónir barna stundi erfiða og hættulega vinnu fyrir smánarkaup.
Meira
Ríkisstjórnin sagðist í gær ætla að láta rannsaka umsvif leyniþjónustu sænska heraflans frá þriðja og fram á áttunda áratuginn. Virtum sagnfræðingi, Stig Ekman, þótti tillagan hálfkák og lagði til að hafin yrði ítarleg athugun á hvers kyns njósnastarfsemi í Svíþjóð. Thorsten Leander, sem hóf umræðuna um njósnir Säpo á sænskum borgurum, krafðist þess að skýrslur Säpo yrðu opnaðar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann, sem starfaði sem tollvörður í Póstmiðstöðinni í Ármúla, í 15 mánaða fangelsi fyrir að stela umslagi með verðsendingu til Landsbankans. Í umslaginu voru 52 þúsund bresk pund, eða um 6 milljónir íslenskra króna. Eiginkona hans var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og kunningjakona þeirra hjóna einnig.
Meira
YFIR 300 manns féllu þegar um 1.200 uppreisnarmenn hútúa réðust á fangelsi í Rúanda til að frelsa fanga sem bíða dóms fyrir þjóðarmorð. Árásin á fangelsið hófst á mánudagskvöld en bardagi uppreisnarmanna og öryggisvarða stóð fram á miðvikudag. Segja rúandísk stjórnvöld að tekist hafi að hrinda árás uppreisnarmanna.
Meira
UM árabil hefur ferðafélagið Útivist staðið fyrir aðventuferðum í Bása í Goðalandi. Að þessu sinni stendur ferðin frá 28.-30. nóv. Farið verður frá Reykjavík á föstudagskvöldi og komið aftur síðdegis á sunnudegi.
Meira
BOÐIÐ verður upp á fyrirlestur og umræður í safnaðarheimili Árbæjarkirkju fyrir foreldra er sækja sunnudagaskólnn ásamt börnum sínum sunnudaginn 23. nóvember kl. 13. Halldór Bergmann námsráðgjafi mun fjalla um aga og uppeldi.
Meira
UMFANG starfseminnar á svæfinga- og skurðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri jókst til muna milli ára og var árið 1996 afkastamesta ár í sögu deildanna. Nýru og lifur voru fjarlægð úr tveggja ára barni til ígræðslu og var sú aðgerð sú fyrsta sinnar tegundar á FSA. Á síðasta ári voru gerðar rúmlega 3.800 skurðaðgerðir og hafa þær aldrei verið fleiri.
Meira
ALÞINGI ályktaði í gær með hliðsjón af hinum góðu samskiptum Íslands og Þýskalands að lýsa yfir stuðningi við þau tilmæli ríkisstjórnarinnar til þýskra stjórnvalda að tryggja að Goethe-stofnun í Reykjavík verði starfrækt áfram. Jafnframt hvetur Alþingi ríkisstjórnina til að stuðla að því að af Íslands hálfu verði aukin kynning á íslenskri menningu í Þýskalandi.
Meira
ÍSAMSKIPTUM Íslands og Þýzkalands eru í raun engin vandamál," sagði Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að hann hafði á öðrum degi þriggja daga langrar opinberrar heimsóknar sinnar átt fundi með ráðherrum sjávarútvegs- og utanríkismála,
Meira
EVERESTFARARNIR Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon tjölduðu í gær uppi á þaki húss Máls og menningar á Laugavegi 18. Tilefnið var útkoma bókar um ferð þeirra félaga á tind hæsta fjalls heims.
Meira
BÖRNIN í Lista- og leikskólanum Listakoti munu sýna dans og leiklist og flytja tónlist undir stjórn kennara sinna, þeirra Eddu Scheving, Hennýjar Hermannsdóttur, Hilmars Þórðarsonar, Sigríðar Eyþórsdóttur og Þrastar Þorbjarnarsonar í Háskólabíói, sal II, kl. 13 sunnudaginn 23. nóvember.
Meira
NEMENDASÝNING Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar verður í Íþróttahöllinni á morgun, laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Um 600 nemendur taka þátt í sýningunni, flest á aldrinum 79 ára en einnig koma bæði yngri og eldri börn fram. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Meira
EINS lítra glerflaska með svartolíu kom í gær í troll togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar GK þar sem hann var á gulllaxveiðum djúpt suður af Vestmannaeyjum. Þegar híft var og aflanum sturtað í móttökuna brotnaði flaskan og mengaði 6 til 7 tonn af fiski sem voru í halinu.
Meira
EINS lítra glerflaska með svartolíu kom í gær í troll togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar GK þar sem hann var á gulllaxveiðum djúpt suður af Vestmannaeyjum. Þegar híft var og aflanum sturtað í móttökuna brotnaði flaskan og mengaði 6 til 7 tonn af fiski sem voru í halinu.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Landsbréf hf. af kröfum manns, sem vildi bætur þar sem starfsmenn fyrirtækisins hefðu keypt í hans nafni víxil, útgefinn af Íslenska sjónvarpinu hf. (Stöð 3). Dómurinn vísaði til þess að maðurinn hefði getað dregið kaupin til baka, hefði hann ekki verið sáttur við þau,
Meira
HRÆIÐ af búrhvalnum, sem á miðvikudagsmorgun synti inn á grynningar í Steingrímsfirði, lá í gær enn í fjörunni undan bænum Hrófbergi og var ekki vitað hvað gert yrði við það. Vikuna áður en hvalinn rak á land sást nokkrum sinnum til hans í nágrenni Hólmavíkur. Halldór Halldórsson, bóndi á Hrófbergi, sem á hvalrekann, kvaðst vera að athuga hvort einhver kærði sig um þetta dýr.
Meira
GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og sennilegt kanzlaraefni þýzkra jafnaðarmanna í kosningum til Sambandsþings Þýzkalands næsta haust, heldur á loft fersku sjávarfangi á fiskmarkaðnum í Sandgerði, sem hann og fylgdarlið hans heimsótti í gær, á öðrum degi opinberrar heimsóknar til Íslands.
Meira
FÉLAG ungra jafnaðarmanna, í Reykjavík, boðar til opins fundar undir yfirskriftinni: Er sameining jafnaðarmanna vísir að flokkaskipan til framtíðar eða einfaldlega hjáróma kall á völd. Frummælendur eru Kjartan Magnússon, blaðamaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og fyrrum formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, og Ögmundur Jónasson,
Meira
PRÓFESSOR David VanderZwaag frá Dalhousie háskólanum í Halifax flytur fyrirlestur laugardaginn 22. nóvember í Lögbergi kl. 14 um gerð alþjóðasáttmála um verndun hafsins gegn mengun frá landi og varrúðarregluna. Síðustu misseri hefur verið unnið að gerð slíks sáttmála á vegum Sameinuðu þjóðanna og Ísland verið þar eitt forysturíkja ásamt Kanada. Óljóst er þó hvort málið nær fram að ganga.
Meira
SKULDIR gjaldþrota aðila við ríkissjóð námu tæpum 14,8 milljörðum króna í lok síðasta árs og kröfur á aðra ógjaldfæra aðila námu rúmum fjórum milljörðum, skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1996. Alls nam því stofn óinnheimtanlegra eftirstöðva ríkissjóðstekna 18,8 milljörðum kr.
Meira
Suðureyri-Fiskiðjan Freyja hf. á Suðureyri sem átt hefur í rekstrarerfiðleikum að undanförnu og er þessa dagana að leita nauðasamninga við lánardrottna sína, hefur nú verið leigð fimm súgfirskum athafnamönnum. Leigutíminn er til þriggja mánaða í fyrstu.
Meira
MÁL unglinga sem veittust að lögreglumönnum við störf þeirra í Garðabæ í fyrrakvöld er nú til skoðunar hjá félagsmálayfirvöldum bæjarins. Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri segir að reynt verði að komast til botns í því hver vandi unglinganna sé og koma foreldrum til hjálpar við lausn hans ef þörf krefur.
Meira
HAGNAÐUR Flugleiðasamsteypunnar af reglulegri starfsemi á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 341 milljón króna og er þetta 547 milljóna króna lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að afkoma ársins verði í járnum.
Meira
HALLI sveitarfélaganna í heild, að teknu tilliti til fjárfestingarútgjalda, stefnir í að verða rúmlega einn milljarður króna á þessu ári, en á síðasta ári var hallinn 635 milljónir króna. Hallinn á þessu ári verður ekki skrifaður á launahækkanir á árinu þar sem hagvöxturinn í þjóðfélaginu gefur sveitarfélögunum á þessu ári öllu meiri tekjur en sem nemur launabreytingunum.
Meira
ÁRLEGT haustnámskeið fiðlunemenda með Suzukiaðferð við Tónlistarskólann á Akureyri og við Eyjafjörð var haldið fyrir skömmu. Að þessu sinni var nokkur hópur nemenda frá Borgarnesi með á námskeiðinu ásamt kennara sínum.
Meira
NÝLEGA var opnað í Grænatúni 1, Kópavogi, Heilsugallerí. Eigendur eru þær Erna Einarsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir og Ása Þ. Matthíasdóttir. Í Heilsugalleríinu er m.a. boðið upp á Strada 321 sem er rafnuddtæki sem grennir, mótar og vinnur á appelsínuhúð, en þetta er 20 mín. meðferð. Einnig er tækið gott fyrir gigt og vöðvabólgu, segir í fréttatilkynningu. Að auki er boðið upp á U.G.
Meira
ÞESSIR sex rammar úr teiknimyndbandi frá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, sýna hvernig rannsóknarmenn telja líklegt að Boeing 747 þota TWA flugfélagsins hafi sprungið á flugi og hrapað, skömmu eftir flugtak frá John F. Kennedy-flugvelli 17. júlí á síðasta ári, og með henni 230 manns.
Meira
"ÞAÐ er ljóst að það verður ekki þörf fyrir jafnstórt húsnæði fyrir Byggðastofnun í Reykjavík eftir að þróunarsviðið flytur á Sauðárkrók. Hins vegar er ég rétt að byrja að huga nánar að húsnæðismálunum og ótímabært að ég tjái mig frekar um þau," segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar.
Meira
SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, mótmælti fyrirhugaðri hækkun raforkuverðs Landsvirkjunar við umræður um þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um framtíðarskipan raforkumálaá Alþingi í gær. Fullyrti Svavar að hækkunin væri aðallegagerð til þess að Landsvirkjungæti borgað eigendum arð.
Meira
JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður jafnaðarmanna, segir Kjartan Gunnarsson, formann bankaráðs Landsbanka Íslands, fara með staðlausa stafi þegar hann haldi því fram að aksturskostnaður í félagsmálaráðuneytinu árið 1992, þar sem 15 manns starfi, hafi verið 30 milljónir króna. Þetta kom fram í viðtali við Kjartan sem birtist í Morgunblaðinu í gær.
Meira
ENDASTÖÐIN FM 104,1, Jólaútvarp Sunnlendinga hefur útsendingar laugardaginn 13. desember. Stöðin verður til húsa að Austurvegi 10 og munu útsendingar hennar ná til um það bil 15 þúsund einstaklinga.
Meira
TVEIR grunnskólakennarar voru vegnir í borginni Medellin í norðvesturhluta Kólombíu í vikunni og telur lögreglan að reiðir námsmenn hafi verið þar að verki. Kennararnir voru á ferð í smárútu í verkamannahverfinu Belen- Las Mercedes er skotárás var gerð á bílinn. Að sögn lögreglu er a.m.k. einn árásarmannanna nemandi við skólann, sem kennararnir störfuðu við.
Meira
SJÖBURARNIR, sem fæddust í Des Moines í Iowa á miðvikudag, eru enn mjög lasburða enda minnstu börnin rétt um fjórar merkur, 1.000 grömm. Öll börnin, fjórir drengir og þrjár stúlkur, eru í öndunarvél en læknar hafa ekki viljað gefa nánari lýsingar á heilsufari þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem sjöburar lifa allir af fæðingu og segja læknar við sjúkrahúsið, þar sem börnin fæddust, það kraftaverk.
Meira
KRISTNIHÁTÍÐANEFND stendur fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 22. nóvember nk. og hefst það kl. 13. Yfirskrift málþingsins er Kristni í þúsund ár. Málþingið er liður í undirbúningi að þeim mikla viðburði þegar Íslendingar minnast þess árið 2000 að 1000 ár eru liðin frá því að kristni var lögfest á Alþingi á Þingvöllum, segir í fréttatilkynningu.
Meira
Hellu-Árlegur landsfundur formanna Landsbjargar var fyrir stuttu haldinn á Hellu. Aðildarfélög Landsbjargar eru 27 en fundinn sitja einnig stjórn og starfsmenn Landsbjargar. Að sögn Björns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar,
Meira
JEAN-CLAUDE Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, lagði í gær áherslu á að á ráðstefnu, er haldin er á vegum Evrópusambandsins með það að markmiði draga úr atvinnuleysi í aðildarlöndunum, verði ekki einungis lagðar fram raunhæfar leiðbeiningar heldur líka aðferðir til þess að fylgja þeim. "Ráðstefnan gæti skilað miklum árangri takist okkur að semja umfangsmiklar leiðbeiningar.
Meira
Í GÆR, fimmtudag, var birt hér í blaðinu (bls. 41) grein eftir Siglaug Brynleifsson undir yfirskriftinni: Stefna Landsvirkjunar og innri stjórn. Nauðsynlegt er að leiðrétta prentvillu, sem slæddist inn í greinina. Höfundurinn vitnar til frægrar bókar um hernaðarstrategíu, "Vom Kriege", eftir Carl [ekki Varl eins og misritaðist í greininni] von Clausewitz.
Meira
NEMENDUR í þriðja bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri héldu ekki heim samkvæmt venju að loknu hefðbundnu skólastarfi í gær. Flest þeirra komu sér fyrir í Gryfjunni, þar sem þau hugðust læra saman í einn sólarhring, frá kl. 16.00 í gær til kl. 16.00 í dag, föstudag. Tilgangurinn með lærdómsmaraþoninu er að safna peningum í ferðasjóð nemenda fyrir utanlandsferð næsta vor.
Meira
MÁLFUNDAFÉLAG Alþjóðasinna stendur fyrir málfundi undir yfirskriftinni Byltingin í Rússlandi 1917 hvernig verkamenn og bændur tóku völdin í byltingu sem hafði varanleg áhrif um víða veröld. Fundurinn verður föstudaginn 21. nóvember kl. 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð, og er öllum opinn. Frummælendur eru Sigurður J.
Meira
Í TILEFNI af 60 ára afmæli Heyrnarhjálpar heldur félagið málþing um hávaða og heyrnarskaða í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, í dag, föstudaginn 21. nóvember, og hefst það kl. 13. Málþingið er öllum opið.
Meira
Í UNDIRBÚNINGI er stofnun Fagráðs fyrir lífrænan búskap og verður fyrsti fundur þess haldinn á Akureyri 22. nóvember nk. Aðilar að Fagráðinu verða auk Vor, félag bænda í lífrænni framleiðslu, Bændasamtök Íslands, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Garðyrkjuskóli ríkisins og bændaskólarnir á Hvanneyri og Hólum auk landbúnaðarráðuneytisins.
Meira
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 16 í Grenivíkurkirkju (ath. breytta dagsetningu og tíma). Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju kl. 21 á mánudagskvöld. MÖRÐUVALLAPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju næstkomandi sunnudaginn 23. nóvember kl. 11. Barnastund. Umsjón annast Bertha Bruvík.
Meira
HÓPUR íbúa við Skólavörðuholtið og í gamla bænum efndi til mótmælastöðu við Ráðhús Reykjavíkur við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Með þessu vildi hópurinn mótmæla niðurrifi og skemmdarstarfsemi borgaryfirvalda á gamla bænum, eins og komist er að orði í bréfi hópsins, sem var afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra.
Meira
DR. SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir heimspekingur flytur fyrirlestur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri á morgun, laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Sigríður fjallar um mismun kynja og jafnrétti í ljósi mótunarhyggju hins víðkunna bandaríska heimspekings Judithar Butlers í fyrirlestri sínum. Kenningar hennar hafa kallað fram endurmat á viðteknum skilgreiningum á mismuni kynjanna.
Meira
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð fyrir Fossvog en hún verður reist á gatnamótum Efstaleitis og Listabrautar. Nýja heilsugæslustöðin er 876 fermetrar og er áætlaður kostnaður 124,6 milljónir. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 1. mars árið 2000.
Meira
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur heimilað Pósti og síma hf. að bjóða félagsmönnum í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda nýtt tilboð á farsímum og farsímaþjónustu, en viðræður hafa átt sér stað milli Pósts og síma og Samkeppnisstofnunar um breytingar á því tilboði sem samkeppnisráð gerði athugasemdir við og Póstur og sími dró til baka í kjölfarið.
Meira
SVARFDÆLSKIR kúabændur hafa staðið í stórræðum undanfarna mánuði og þessa dagana er verið að taka í notkun nýjar fjósbyggingar á þremur bæjum. Fyrir nokkru var flutt inn í fjós á Hofsá og einnig er búið að taka í notkun viðbyggingu við fjósið á Hofi. Þá er nánast fullbúið fjós á Sökku sem tekið verður í notkun í næstu viku. Á morgun laugardaginn 22. nóvember, frá kl.
Meira
Óbreytt útsvar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða í gær að útsvarsprósenta á næsta ári yrði 11,24%, en það er sama hlutfall og á síðasta ári. Engar umræður urðu um útsvarið á fundinum.
Meira
LÖGREGLA í París leitar nú morðingja 25 ára stúlku sem skorin var á háls eftir nauðgun í íbúð sinni í 11. hverfi skammt frá Bastillunni á sunnudag. Talið er víst að sami ódæðismaður hafi misþyrmt og myrt unga konu í 19. hverfi Parísar 23. september.
Meira
RAFORKUVERÐ til heimila á Suðurnesjum hefur lækkað um 11,3% á síðustu fjórum árum á sama tíma og raforkuverð á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur hækkað um 10,4% samkvæmt upplýsingum Samorku, sambands rafveitna og hitaveitna.
Meira
GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, að langflestir ráðherrar í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að honum sjálfum meðtöldum hefðu brotið jafnréttislög. Vísaði hún þar til 12.
Meira
MÁLVÍSUNDUR, félag nema í málvísindum, heldur ráðstefnu næstkomandi laugardag, 22. nóvember. Hún verður haldin í Skólabæ við Suðurgötu og hefst klukkan 16. Fyrirlesarar verða Halldór Á. Sigurðsson, Svandís Svavarsdóttir, Magnús Snædal, Jóhannes Gísli Jónsson og Ólöf Margrét Snorradóttir. Ráðgert er að hafa þessa ráðstefnu í léttum dúr.
Meira
VÍSINDAFÉLAG Íslendinga gengst fyrir stuttri ráðstefnu í Norræna húsinu laugardaginn 22. nóvember þar sem nokkrir vísindamenn hafa framsögu og greina viðfangsefnið "vísindastefna Íslendinga" frá sjónarhóli rannsóknarmanna.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fram fari forathugun á vegum Rafmagsveitu Reykjavíkur á þeim tækifærum, sem nútímatækni og lagabreytingar gefa til samkeppni í rekstri símafélaga. Tillagan gerir ráð fyrir að Rafmagnsveitan og Aflvaki hf. standi síðar saman að úttekt á þeim tækifærum sem fyrir hendi eru.
Meira
Reuters ÍRÖSK stúlka krítar slagorð gegn Bandaríkjunum á gangstétt í Baghdad í gær.Írakar hafa nú gefið eftir í deilum viðSameinuðu þjóðirnar og fallið frá öllumskilyrðum varðandi vopnaeftirlit.
Meira
HANNES Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands, er nú að kanna möguleika á að flytja reykháfinn af breska togaranum Goth til heimahafnar hans í Fleetwood í Bretlandi. Reykháfurinn, sem er 6-7 metrar á lengd, kom í troll Helgu RE á laugardaginn. Togarinn Goth hvarf í desember 1948 og fram að þessu hefur hvorki fundist tangur né tetur af honum.
Meira
Siðskiptin og afleiðing þeirra eru viðfangsefni Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur í bókinni Siðbreytingin á Íslandi 1537 til 1565, Byltingin að ofan. Bók þessi er um þessar mundir að koma út hjá Hinu íslenska Bókmenntafélagi.
Meira
SAMGÖNGUR og þjónusta, önnur ráðstefnan í ráðstefnuröð samgönguráðuneytisins og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri verður haldin á Fiðlaranum, við Skipagötu á Akureyri á morgun, laugardaginn 22. nóvember og hefst hún kl. 13. Fjallað verður um tengsl samgangna og aðgangs að þjónustu á landsbyggðinni. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Meira
HÆSTIRÉTTUR í Pakistan ógilti í gær lög er gera áttu forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, kleift að verjast ákæru um óvirðingu, en ákæran gæti teflt lífi ríkisstjórnar Sharifs í tvísýnu. Beindi rétturinn því ennfremur til forseta landsins, Farooqs Legharis, að hann skrifaði ekki undir lagasetninguna, er veitti Sharif heimild til að áfrýja yrði hann fundinn sekur.
Meira
GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og líklegt kanzlaraefni þýzkra jafnaðarmanna í kosningum til Sambandsþings Þýzkalands næsta haust, lauk í gær öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til Íslands. Hann heldur heim á leið ásamt fylgdarliði um miðjan dag á morgun, að loknum hádegisverðarfundi á vegum Þýzk- íslenzka verzlunarráðsins.
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá læknum í læknaráði Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd: Fjárhagur Gagnalindar hf. og eignarhald á því fyrirtæki hefur verið til umfjöllunar á Alþingi og í fjölmiðlum á liðnum dögum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár þróað hugbúnað til nota í heilsugæslunni og á sjúkrahúsum.
Meira
Þorlákshöfn-Tveir stórir kranar sem fengnir voru frá Reykjavík til að hífa 40 tonna dráttarbát og búnað um borð í skip í Þorlákshöfn stórskemmdust er þeir stungust á endann um borð í skipið. Gerðist þetta við hina nýju Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn í fyrrakvöld.
Meira
LOFTMYND af bænum Eeelsterwerda í austurhluta Þýskalands, þar sem mikil sprenging varð á járnbrautarstöð bæjarins. Einn maður lét lífið og sex særðust í sprengingunni en ekki er vitað um orsakir hennar.
Meira
Á HVERJU ári eru veittir 2530 styrkir til doktorsnáms á ýmsum sviðum sameindalíffræði við EMBL (European Molecular Biology Laboratory) í Heidelberg. Styrkirnir eru veittir til 3 árs. Nánari upplýsingar, umsóknareyðublöð og kynningarbæklingar fást hjá Dean of Graduate Studies EMBL, Postfach 10.
Meira
MÍKHAÍL Zadornov, nýi fjármálaráðherrann í Rússlandi, er frjálslyndur þingmaður og hefur beitt sér fyrir efnahagsumbótum í landinu á síðustu árum. Fjármálasérfræðingar í Moskvu sögðust í gær telja að hann gæti stuðlað að því að lausn fyndist á langvinnum deilum stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar á þinginu sem hafa tafið fyrir markaðsumbótum.
Meira
KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingflokksformaður Kvennalista, tilkynnti á Alþingi í gærmorgun úrsögn sína úr þingflokknum. Að sögn Áslaugar Thorlacius, framkvæmdastýru Kvennalistans, höfðu fjórar konur yfirgefið samtökin síðdegis í gær og eru úrsagnir því alls orðnar tíu frá landsfundinum. Ellefu konur hafa gengið til liðs við Kvennalistann á sama tíma.
Meira
BISKUP Íslands hefur auglýst laus til umsóknar tvö prestsembætti. Annars vegar er um að ræða embætti prests í Hallgrímskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Hins vegar er auglýst embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli, Húnavatnsprófastsdæmi. Sóknarprestur Skagstrendinga hefur umráð og afnot prestsseturs. Embættin tvö verða veitt til fimm ára.
Meira
Leitað verður svara m.a. við þessum spurningum: Hvernig er íslenskri málstefnu framfylgt? Hver á að framfylgja íslenskri málstefnu? Þyrfti að breyta einhverju í framkvæmd hennar? Hvað er best að gera og hvað er hægt að gera núna til að efla málið til framtíðar? Þátttakendur í pallborðsumræðum: Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku í HÍ, Gunnar Þorsteinn Halldórsson,
Meira
STÆRSTUR hluti kennara sem sögðu upp störfum í haust hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort uppsagnirnar verða dregnar til baka. Sums staðar hefur uppsagnartíminn verið framlengdur um þrjá mánuði, en annars staðar huga sveitarstjórnir að því að auglýsa laus störf til umsóknar.
Meira
EFTIR þriggja vikna deilur Íraksstjórnar og Sameinuðu þjóðanna virðist sem lausn sé loks í sjónmáli án þess að til átaka komi. Hafa Írakar samþykkt að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fái að sinna störfum sínum. Þótt Írakar hafi þannig gefið eftir þykir þetta ákveðinn sigur fyrir þá, þar sem að þeim hefur tekist að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Meira
ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir, þingmaðurFramsóknarflokks,mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi ígær, þess efnis að ríkisstjórnin láti gera úttekt á fjárhagsvandaHáskóla Íslands og aðjafnframt verði gerðað minnsta kosti fimmára áætlun til stuðnings rannsókna- og vísindastarfsemi háskólans. Í máli sínu vitnaðiArnþrúður m.a.
Meira
BÚNAÐARBANKINN hækkar í dag vexti sína af óverðtryggðum inn- og útlánum um 0,3%. Þessi hækkun kemur í kjölfar samsvarandi vaxtahækkunar Seðlabankans sem tilkynnt var um á þriðjudag. Aðrir bankar og sparisjóðirnir héldu hins vegar sínum vöxtum óbreyttum.
Meira
"MAÐUR er náttúrlega mjög hissa á því að enn skuli vera gerðar breytingar á stjórnun veiða smábátanna með hliðsjón af því hvað samþykkt var og bókað í sjávarútvegsnefnd í fyrra. Mér finnst þó að með þessu samkomulagi séu smábátaeigendur í fyrsta skipti að viðurkenna að þetta krókakerfi með óheftri sókn getur aldrei gengið.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur kynnt frumvarp til laga um rétt til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands í ríkisstjórnarflokkunum. Þessu frumvarpi að lögum er ætlað að koma í stað núverandi laga um veiðar erlendra skipa í landhelginni frá 1992. Frumvarpið er að uppistöðu til með sömu reglur um veiðar erlendra skipa og rétt þeirra til að koma til hafnar og eru í núgildandi lögum.
Meira
TILLAGA um eins konar fiskvinnslubónus í kvóta liggur fyrir Fiskiþingi, sem nú stendur yfir. Fiskideildirnar á Suðurlandi og Reykjanesi vilja að sé fiski landað til vinnslu í landi, teljist aðeins 80% landaðs afla til kvóta. Í greinargerð með tillögunni er bent á að bátaflotinn á þessum slóðum sjái landvinnslunni fyrir hráefni, en hafi til þess þurft að leigja til sín mikið af aflaheimildum.
Meira
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum heldur sinn árlega jólabasar laugardaginn 22. nóvember. Þar gefst fólki kostur á að koma og kaupa handunnar vörur, sjá brúðuleikhús, taka þátt í happadrætti, drekka kaffi og borða kökur, skóla skólann o.fl.
Meira
BOEING 747-breiðþota Atlanta- flugfélagsins rann út af flugbraut á Charles de Gaulle-flugvellinum við París í gærmorgun. Sjö manna áhöfn sakaði ekki og virtist þotan ekki hafa skemmst. Um orsakir er ekki vitað. Flugritar vélarinnar hafa nú verið sendir rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi til skoðunar og munu niðurstöður væntanlega liggja fyrir eftir tvo daga.
Meira
Í LJÓS hefur komið að 203 börn á leikskólum Reykjavíkurborgar, sem ekki njóta sérstuðnings, eru talin hafa alvarleg einkenni þroskafráviks eða um 3,7% barna á leikskólum. Á fundi borgarstjórnar í gær kynnti Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista og formaður stjórnar Dagvistar barna, skýrslu nefndar, sem falið var að kanna sérstuðning við börn á leikskólum borgarinnar.
Meira
ALDREI má gleymast, að tengslin við félagsmennina eru líftaug hvers stéttarfélags segir í forystugrein D&F, fréttablaðs Dagsbrúnar og Framsóknar, en ráðgert að stofnfundur sameinaðs félags þeirra verði 6. desember nk. Sterkt afl
Meira
leiðariKLOFNINGUR Á VINSTRI VÆNG UGLJÓST ER, að Kvennalistinn er klofinn niður í rót í framhaldi af meirihlutasamþykkt landsfundar um að ganga til viðræðna við vinstri flokkana um sameiginlegt framboð í þingkosningunum árið 1999.
Meira
Jóhann Briem, Ásgrímur Jónsson, Katrín Briem. Opið 1416 alla daga. Til 23. nóvember. Í LISTASAFNI Árnessýslu, sem stendur við Tryggvagötu í Selfossi, er sýning sem leynir á sér. Uppistaðan í sýningunni er málverk Jóhanns Briem, allt frá 1936 til 1976, en einkum frá því tímabili sem flestir þekkja til, á árunum eftir 1959 og frameftir sjöunda áratugnum.
Meira
Verk eftir Leif Þórarinsson, Mozart og Sibelius. Sigurður I. Snorrason, klarínett; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petris Sakaris. Háskólabíói, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20. AÐSÓKN að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvikmyndahúsi Háskólans að Hagatorgi í gær var með albezta móti, og mátti geta sér til, að tónleikagestir hafi margir viljað greiða höfundum,
Meira
LEIKFÉLAG Kópavogs hefur undanfarið sýnt einþáttunga eftir Anton Tsjekhov undir yfirskriftinni Með kveðju frá Yalta. Aukasýningar verða sunnudaginn 23. og föstudaginn 28. nóvember og hefjast kl. 20. Sex áhugaleikarar koma fram í uppfærslunni: Bjarni Guðmarsson, Frosti Friðriksson, Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rúnar Hilmarsson, Ragnhildur Þórhallsdóttir og Örn Alexandersson.
Meira
HARALDUR (Harry) Bilson opnar málverkasýningu í Galleríi Fold við Rauðarársíg, laugardaginn 22. nóvember kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Ævintýri Ævintýri. Sýningin stendur til 7. desember. Á sama tíma verður kynning á olíumálverkum Kristbergs Ó. Péturssonar í kynningarhorni gallerísins. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 1018, laugardaga kl.
Meira
ÞESSI fyrirsæta var í hlutverki Barbie og lék á als oddi með íbúum götunnar Ash Street í Salford í Manchester. Húsin við götuna hafa verið máluð bleik og nafninu verið breytt í "Pink Street" eða Bleiku götuna til að fagna "Bleikum mánuði Barbie". Uppákoman var skipulögð af listamanninum Ben Jones, sem notaði sérstaka tegund málningar sem þvæst auðveldlega af í lok vikunnar.
Meira
Búðardal-Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir hélt nýlega hattakvöld í félagsheimilinu Dalabúð. Þar mættu 35 konur góðar fyrir sinn hatt og skemmtu sér konunglega. Ekki spillti fyrir að þær voru bláklæddar og silfraðar, en það voru litir kvöldsins. Að sjálfsögðu voru þær einnig með hatta á höfði.
Meira
WALT Disney var vanur að minna starfsfólk sitt á að hversu stórt sem fyrirtækið yrði hefði allt byrjað með einni lítilli mús. Músin er enn til staðar en uppgangur Disney-fyrirtækisins á teiknimyndasviðinu síðustu árin er ekki eignaður Mikka heldur lítilli rauðhærðri stúlku með fisksporð.
Meira
NOKKRIR landskunnir tónlistarmenn leika djass á sýningu Tryggva Ólafssonar í Norræna húsinu sunnudaginn 23. nóvember kl. 15. Tónlistarmennirnir eru Björn Thorddsen á gítar, Árni Scheving á víbrafón, Carl Möller á píanó, Róbert Þórhallsson á kontrabassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Sýning Tryggva Ólafssonar er opin daglega frá kl. 1418, alla daga nema mánudaga.
Meira
DÝRAMUNSTUR hafa löngum verið vinsæl þegar tískustraumar og glæsifatnaður er annars vegar. Hlébarðaefni koma reglulega í tísku og tígris- og sebramunstur þykja einnig fanga framandi og villt áhrif frumskógarins. Kápur, buxur, boli, kjóla og pils má finna í dýramunstri og undanfarna mánuði hafa þetta verið vinælustu flíkurnar meðal þeirra sem vilja vekja athygli með klæðnaði sínum.
Meira
Leikstjóri: Curtis Hanson. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. Handrit: Brian Helgeland og Curtis Hanson. Byggt á skáldsögu James Ellroy. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Russell Crowe, Guy Pearce, James Cromwell, Danny DeVito, Davis Strathairn, og Kim Basinger. 136 mín. Bandarísk. Warner Bros./ Monarchy Enterprises/ Regency Enterprises. 1997.
Meira
ENGLADAGAR verða í Listasafni Árnesinga, Tryggvagötu 23, Selfossi, frá 22. til 28. nóvember. Þar verður sýning og sala á englum sem hannaðir eru úr margvíslegum efnum. Á annan tug listamanna og hönnuða eiga verk á sýningunni.
Meira
STÚLKURNAR í Spice Girls áttu annasama og erfiða viku ef marka má fjölmiðlaumfjöllun og misjafnar móttökur aðdáenda. Eftir að þær voru púaðar niður af sviðinu í Barcelona fengu þær óvægna umfjöllun í heimalandi sínu Bretlandi og víðar. Stúlkurnar hafa þó ekki gefist upp og segjast halda ótrauðar áfram. "Við erum ekki að hætta.
Meira
HILMAR Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Matthías Hemstock trommuleikari leika saman á djassklúbbnum Múlanum sem starfræktur er á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir skólafólk og ellilífeyrisþega.
Meira
Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó. Upptökur fóru fram sumarið 1996 í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði. Upptökustjórn og hljóðritun: Halldór Víkingsson. ÞEIM sem horfðu og hlýddu á Toscu um árið og síðar á Don Giovanni og Á valdi örlaganna, svo ekki sé minnst á Dido og Aeneas og Niflungahringinn,
Meira
HÁSKÓLABÍÓ stendur fyrir franskir kvikmyndaviku dagana 22.27. nóvember. Sýndar verða fimm kvikmyndir ungra franskra leikstjóra. Það eru myndirnar Oublie-Moi (Gleymdu mér) eftir Noemie-Lvovsky; Augustin (Ágústínus) eftir Anne Fontaine; Rosine, eftir Christine Carriere; L'Age des possibles (Þegar allt er hægt), eftir Piscale Ferran og Etat des lieux (Úthverfi), eftir Jean Francois Richet.
Meira
Á MORGUN, laugardag, verða útgáfutónleikar vegna útkomu geisladisksins "Heyrði ég í hamrinum". Útgáfa þessi er sérstæð vegna þess að öll lögin 36 talsins eru eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, 88 ára, í Bjálmholti í Holta- og Landsveit. Tónleikarnir fara fram á Laugalandi í Holtum og hefjast kl. 16.
Meira
ROKKSTJARNAN glysgjarna Gary Glitter var handtekin af bresku lögreglunni eftir að myndir með barnaklámi höfðu fundist í tölvu sem hann setti í viðgerð. "Ég get staðfest að 53 ára maður var handtekinn og tölva gerð upptæk," sagði talsmaður lögreglu.
Meira
"ÉG ER aldrei hæstánægður með neitt sem ég geri en af minni hálfu er þetta vel ásættanlegt ég get ekki gert mikið betur en þetta á svo stuttum tíma," segir Kristinn Sigmundsson bassbarítonsöngvari um nýútkomna geislaplötu þar sem hann syngur óperuaríur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Svíans Arnolds Östmans. Útgefandi er Mál og menning.
Meira
MYNDLISTARKONAN Bryndís Björgvinsdóttir sýnir nú í sal Listakots að Laugavegi 70 og er þema sýningarinnar hestar, sem standa listakonunni nærri. Bryndís sótti menntun sína í Myndlistarskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskólann. Hún hefur lengi unnið í plastel og vatnsliti en fæst nú við akrýlmálun.
Meira
JAMES Dunn (Keenen Ivory Wayans) er orðum skrýddur liðþjálfi og leyniskytta sem vann hetjudáð í Persaflóastríðinu, en núna er hann aftur á móti sakaður um að hafa orðið yfirmanni sínum að bana. Hann er dæmdur til lífláts í herfangelsi en þangað heimsækir hann yfirmaður leynilegrar aftökusveitar á vegum hersins sem gengur undir nafninu Svarti sauðurinn.
Meira
Íslenski dansflokkurinn dansar fyrir varnarliðið ÍSLENSKI dansflokkurinn í samvinnu við tómstundadeild varnarliðsins setur upp tvær sýningar í Andrews-leikhúsinu á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 22. nóvember. Fyrri sýningin hefst kl. 13 en hin síðari kl. 20.
Meira
MARGRÉT Danadrottning og eiginmaður hennar, Hinrik prins, voru fyrir skömmu viðstödd sýningaropnun í Musee d'Orsay í París. Opnaði drottningin þar málverkasýninguna "Ljóðrænn veruleiki Vilhelm Hammershøi" en hún stendur til 1. mars á næsta ári.
Meira
ÞEIR Jez (Stuart Townsend) og Dylan (Dan Futterman) eru sannkallaðir bragðarefir á þrítugsaldri og eiga þeir það sameiginlegt að vera munaðarlausir. Jez er hálf hallærislegur í útliti en sannkallaður snillingur á tæknisviðinu. Dylan er hins vegar stórglæsilegur og með munninn fyrir neðan nefið, og getur hann kjaftað sig út úr hvaða vandræðum sem hann ratar í.
Meira
FRANSKI látbragðsleikarinn Marcel Marceau er enn í fullu fjöri og á fimmtudag var frumsýnt nýjasta verkið sem hann leikur í, "Le Chapeau Melon" (Kúluhatturinn) en áætlað er að sýningar standi fram í miðjan janúar.
Meira
Lesið fyrir Skagamenn BÓKMENNTADAGSKRÁ verður í Kirkjuhvoli, Akranesi, sunnudaginn 23. nóv. kl. 16. Þar kynna höfundar og þýðendur nýjar bækur sínar.
Meira
Gestaleikur frá Litla leikhúsinu í Vilníus og Þjóðleikhúsinu í Litháen eftir Mikhaíl Lermontov. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Leikarar: Vytautas Grigolis, Inga Burneikaité, Adrija Cepaité, Arvydas Dapsys, Gediminas Girdvainis, Sigitas Rrackys, Vytautas Sapranauskas, Andrius Zebrauskas o.fl. Leikmynd: Adomas Jacovskis. Búningar: Virginija Idzelyté. Tónlist: Faustas Laténas.
Meira
ANNA María Sigurjónsdóttir opnar ljósmyndasýningu í húsgagnadeild Pennans í Hallarmúla 2, föstudaginn 21. nóvember. Sýningin samanstendur af 16 ljósmyndum sem eru af hinum ýmsu litasamsetningum, helst af veðruðum hlutum. Myndirnar eru allar prentaðar á striga til að draga fram "málverkið" í ljósmyndinni. Þetta er sjöunda einkasýning hennar hérlendis.
Meira
Leikstjóri Brian Gilbert. Handritshöfundur Julian Mitchell. Kvikmyndatökustjóri Martin Fuhrer. Tónlist Debbie Wiseman. Aðalleikendur Stephen Fry, Jude Law, Gemma Jones, Michael Sheen, Zoe Wanamaker, Tom Wilkinson, Jennifer Ehle, Vanessa Redgrave. 115 mín. Bresk. BBC Films 997.
Meira
Í TILEFNI af Sesselíumessu í Hafnarfirði verður nemendasýning Listaskólans við Hamarinn haldin laugardaginn 22. nóvember, í húsnæði skólans, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Á sýningunni gefur að líta það sem nemendur eru að fást við um þessar mundir. Þar má nefna olíumálverk, teikningar, vatnslitamyndir, auk fjölbreyttra verka úr barnastarfinu. Sýningin verður eingöngu opin þennan dag frá kl.
Meira
NÝI tónlistarskólinn hefur fest kaup á viðbótarhúsnæði fyrir starfsemi sína. Tónleikasalurinn verður vígður á morgun, laugardag kl. 14, með tónleikum nokkurra nemenda. Með tónleikum þessum verður reynt að átta sig á hljómburði salarins og fyrir hvaða hljóðfæri hann hentar best. Nýja húsnæðið er á sama stað og skólinn er til húsa, þ.e. Grensásvegi 3. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Meira
SKÁLDSAGAN Heimkoma er eftir Pétur Gunnarsson. Sagan fjallar um íslenskan ljósmyndara sem kemur aftur heim til Íslands í persónulegum erindagjörðum eftir aldarfjórðungs búsetu í Ástralíu. Hann er með filmur með myndum af Reykjavík í farteskinu og minningar um ættjörðina í höfðinu og fer að máta nútíð við þátíð.
Meira
VINSÆLDIR breska bræðrabandsins Oasis virðast fara dvínandi, að minnsta kosti utan Bretlandseyja, ef marka má viðtökur sveitarinnar í Þýskalandi. Þúsundir Íra stóðu næturlangt í biðröð til þess að fá miða á tónleika Oasis í upphafi tónleikaferðarinnar og 156 þúsund miðar á tónleika sveitarinnar í Bretlandi seldust upp á tólf tímum.
Meira
Central Magnetizm, fyrsta breiðskífa rappsveitarinnar Subterranean. Subterranean skipa Karl Davíðsson, Magnús Jónsson, Ragna Magnúsdóttir og Frew Elfineh. Lög og textar eftir sveitina. Óttar Sæmundsen leikur á bassa og Pétur Þór Benediktsson á gítar. Birgir "Bix" Sigurðsson sá um upptökustjórn og útsetningar. Innn gefur út, Skífan dreifir. 39.07 mín.
Meira
MARGAR sögur af Wilde eru lyginni líkastar en eru samt tengdar honum órjúfanlegum böndum. Ein þeirra segir frá því þegar hann lá á banabeði sínu í litlu þakíbúðinni í París og var afskaplega óhress með veggfóðrið á íbúðinni. Kvaðst hann aldrei hafa séð ljótara veggfóður á ævi sinni. Hann bað um að það yrði rifið niður en ósk hans var ekki uppfyllt.
Meira
Opið 921 mánudag til fimmtudags, en 1216 föstudag til sunnudags. Aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 23. nóvember. HINN aldni málari Eggert Magnússon gengst stoltur við því að vera naívisti eða einfari í myndlistinni, enda spillir það hvorki fyrir sköpunargleði hans né ánægjunni sem áhorfendur hafa af því að skoða litsterk og áleitin myndverk hans.
Meira
ÓLAFSVAKA verður haldin í Listasafni Árnesinga, Selfossi, laugardaginn 22. nóvember kl. 16.30, til að minnast hins þekkta kennara og fræðimanns Ólafs Briem, sem var bróðir Jóhanns. Í kynningu segir: "Slegið verður á létta strengi og haldið uppi kaffihúsastemmningu undir stjórn Þórs Vigfússonar. Þar ætla gamlir vinir og Laugvetningar að koma saman og minnast liðinna daga.
Meira
LEIKFÉLAG Rangæinga frumsýnir leikritið Piltur og stúlka eftir Emil Thoroddsen. Leiðbeinandi er Benedikt Árnason, leikmynd er hönnuð af Katrínu Jónsdóttur og lýsing af Elfari Bjarnasyni. Öll tónlist er unnin í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga. Söngnemendur skólans eru í leikhlutverkum. Einsöngvari er Sverrir Jónsson og undirleik á píanó annast Agnes Löve og Guðrún Markúsdóttir á fiðlu.
Meira
Playboy á norsku NORSKA fyrirsætan Christina Gjerdrun, sem er 23 ára, heldur á fyrsta norska heftinu af Playboy í Ósló 19. nóvember. Gjerdrun er Ungfrú desember og janúar í heftinu.
Meira
SAMTÖK móðurmálskennara boða til árlegs skammdegisfundar í dag, föstudag, kl. 17, í Kennarahúsinu við Laufásveg. Fundurinn er að þessu sinni helgaður barna- og unglingabókmenntum og verða veitt þrenn verðlaun í smásagnasamkeppninni sem Samtök móðurmálskennara og Mál og menning efndu til í sumar.
Meira
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi frumsýnir leikritið Stykkið eftir Jón Hjartarson laugardaginn 22. nóvember kl. 20.30. Stykkið var sérstaklega samið fyrir leikfélagið í tilefni 30 ára afmælis félagsins og 400 ára verslunarafmælis Stykkishólms.
Meira
LEIKFÉLAG Flensborgarskóla sýnir leikritið "Hver djöfullinn er í gangi?" eftir Þorstein Bachman, sem er jafnframt leikstjóri, laugardaginn 22. nóvember kl. 20. Með helstu hlutverk fara: Axel Finnur Norðfjörð, Ásdís Steingrímsdóttir, Elísabet Grétarsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Hlini Melsted Jóngeirsson, Kristín Svava Svavarsdóttir og Unnar Sveinn Helgarson.
Meira
KARLAKÓRINN Lóuþrælar og sönghópurinn Sandlóurnar úr Vestur-Húnavatnssýslu syngja í Stykkishólmskirkju kl. 14 og í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal sama dag kl. 21 og þar munu félagar úr Harmoníkuklúbbnum Nikkólínu slást í hópinn. Söngstjóri Lóuþrælanna er Ólöf Pálsdóttir frá Bessastöðum í Miðfirði.
Meira
ÆSKUVINKONURNAR Amelia (Cayherine Keener) og Laura (Anne Heche) hafa alla tíð deilt öllu sem þær hafa átt og er kötturinn Stórbrók þar engin undantekning. Þegar þær nálgast þrítugsaldurinn verður tilveran hins vegar sífellt flóknari og allt virðist breytingum undirorpið, og þá ekki síst hin áralanga vinátta þeirra, þegar líf þeirra vinkvennanna tekur ólíka stefnu.
Meira
ÞESSA heims og annars er dagskrá í tali, leik og tónum sem flutt verður í Egilsbúð, Neskaupstað, sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30, og fjallar um samskipti manna við tröll, drauga, álfa og dverga. Við gerð dagskrárinnar hefur verið sótt í sagnasjóð Norðfirðinga. Þar er að finna ævagamlar sagnir og einnig nýlegar.
Meira
TÓNLEIKAR þriggja kóra verða í Grensáskirkju sunnudaginn 23. nóvember og hefjast kl. 16. Kórarnir þrír eru: Slökkviliðskórinn, undir stjórn Kára Friðrikssonar við píanóundirleik Jóns Sen, og Heiðrúnar Gissunn Káradóttur, þverflautu; Kór Kvennaskólans í Reykjavík, undir stjórn Sigurðar Bragasonar og Kvennakór Hreyfils, undir stjórn Sigurðar Bragasonar.
Meira
Sýn21.00 Hollendingurinn vörpulegi, Rutger Hauer, hefur drabbast niður í Hollywood. Varð fljótlega viðloðandi B-myndir eftir bærilegt upphaf og í þann hóp flokkast hin metnaðarlitla Uppá líf og dauða (Arctic Blue '94), dæmigerð fyrir það sem Hauer er að gera þessa dagana.
Meira
TANNSKEMMDUM hefur fækkað um rúmlega 70% hérlendis á undanförnum 15 árum, þótt ennþá höfum við ekki náð jafngóðum árangri og t.d. hinar Norðurlandaþjóðirnar einkum hjá forskólabörnum, eldri borgurum og þeim sem eiga við langvarandi veikindi að stríða. Sama breyting hefur orðið meðal annarra þjóða, m.a. á hinum Norðurlöndunum.
Meira
VEÐURHORFUR: NA-gola og síðar hægviðri, léttskýjað. Og næstu daga: Breytileg átt og hægviðri eða vestan eða suðvestangola. Svona er veðurspáin um þessar mundir, 16. október og fréttir herma að vart hafi orðið við ufsa á Eldeyjarsvæðinu og í röstinni.
Meira
SAMFÉLAGIÐ hefur breyst gífurlega mikið á þessari öld samtímis sem hjónaskilnuðum hefur fjölgað mjög mikið. Áður fyrr táknaði hjúskapur ævistarf við búskapinn og sterk efnahagsbönd bundu fólk saman. Segja má að fjölskyldan á Íslandi í dag sé ekki jafn sterkur aðili í að móta persónuleika fólks og lifnaðarhætti og áður fyrr.
Meira
ÞÓR Jakobsson, veðurfræðingur, greindi nýlega frá niðurstöðum sérfræðinga á sviði umhverfismála varðandi framtíðarhorfur. Sannarlega var dregin upp dökk mynd og er ástæða til að taka hana alvarlega. Meginkjarninn er sá að vegna ágangs mannskepnunnar við jörðina á síðustu árhundruðum virðist hitastig jarðar fara hækkandi. Þetta eru svonefnd gróðurhúsaáhrif sem meðal annars breyta veðurkerfi.
Meira
FYRSTU kynni mín af Heyrnarhjálp voru þau er ég var nýbyrjaður í námi í HNE í Danmörku að Stefán Skaftason, þáverandi yfirlæknir á HNE deild Borgarspítalans og síðar prófessor, hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að fara í ferðalag með Heyrnarhjálp til að hjálpa heyrnardaufum í dreifbýlinu.
Meira
MJÓU munaði að við vopnaðra átaka kæmi milli heiðinna manna og kristinna á Þingvöllum árið 1000. Það hefði orðið mikil ógæfa fyrir íslenska þjóð og Sagan hefði orðið önnur, ef til þess hefði komið. Hvað kom í veg fyrir ógæfuna? Þetta trúi ég, sagt með orðum tveggja meðal okkar bestu: "Þá kom Guðs anda hræring hrein," (H.P.) og "Guð vors lands..." (M. Joch.
Meira
Íslenska orðið "lífríki" notaði ég fyrst í prentaðri grein árið 1957 eða rétt um það leyti, og vissi ég þá aðeins einn hafa notað það á undan mér, nl. þann sem fyrstur myndaði það orð. Lífríki eins hnattar er samheild alls lífs á þeim hnetti, og hefði farið best á því að menn hefðu haldið áfram með þá hugsun.
Meira
PÓSTUR og sími hf. hefur gengið í gegnum miklar hremmingar að undanförnu. Hvert vandræðamálið á fætur öðru hefur komið upp hjá fyrirtækinu eftir að það var gert að hlutafélagi. Áhyggjur ráðherra samgöngumála og stjórnar fyrirtækisins af ímynd þess eru skiljanlegar en þeir geta engu um kennt nema eigin framgöngu í málefnum Pósts og síma hf.
Meira
FYRIR tveim árum síðan minntist Leikfélag Hafnarfjarðar 60 ára afmælis félagsins með hátíðarsýningu í Bæjarbíói. Meðal þeirra sem ávörpuðu leikhópinn í sýningarlok var bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Ingvar Viktorsson. Flutti hann góðar kveðjur og heillaóskir frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þakklæti fyrir ötult starf að leiklistarmálum í Hafnarfirði.
Meira
18. NÓVEMBER sl. birtist grein eftir mig í Mbl. sem þarfnast leiðréttingar. Í greininni er bent á hve fámennur sá hópur er sem útskrifast árlega úr tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands (TVÍ).
Meira
SL. SUNNUDAG þáði ég boð kórs félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík um að vera viðstaddur sönghátíð sem kórinn stóð fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það er skemmst frá því að segja, að þessi sönghátíð varð mér og öðrum, sem troðfylltu Ráðhúsið þennan dag, til ánægju og yndisauka. Þegar málefni eldri borgara ber á góma tengjast þau gjarnan erfiðleikum.
Meira
Í VIÐTALI við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Morgunblaðinu 9. nóvember síðastliðinn var meðal annars spurt hvort gengið hafi verið of nærri sjúkrahúsunum í sparnaði. Í svari sínu taldi ráðherra að svo hafi ekki verið og að umræða um niðurskurð í ráðherratíð sinni ætti ekki við rök að styðjast.
Meira
EKKI fæ ég betur séð en að nú hafi Eurocard á Íslandi skipt viðskiptavinum sínum í tvo gæðaflokka einskonar betri flokk, þar sem vissum hópi manna (konum og körlum) bjóðast sérstök vildarkjör, og á hinn bóginn lakari flokk. Lakari flokkinn fyllir þá fólk sem óþarft þykir að hlaða undir. Í betri flokkinn geta þeir náð sem eru svo lánsamir að vera áskrifendur að Stöð 2.
Meira
Ég minnist afa og ömmu í Ólafsfirði með mikilli hlýju. Á hverju sumri dvaldi ég ásamt fjölskyldu á Syðri-Á og var þá samvistum við afa og ömmu um lengri og skemmri tíma. Ég minnist afa míns sem glaðlynds vinnuþjarks sem aldrei féll verk úr hendi. Amma mín var blíð og góð, með huggandi hönd sem ætíð var gott að leita til.
Meira
Árni Jónsson og Ólína Hólmfríður Sigvaldadóttir Árni Jónsson fæddist á Syðri-Á í Ólafsfirði 15. febrúar 1888. Hann lést í Ólafsfirði 1. september 1975. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, hreppstjóri á Syðri-Á, f. 16. maí 1842 á Grýtu í Höfðahverfi, d. 27. apríl 1925, og Ingibjörg Grímsdóttir f. 20. júlí 1856, d. 19. mars 1932 .
Meira
Þegar við heyrðum um sorglegt fráfall Ása frænda streymdu minningarnar fram í hugann. Vegna veikinda hans síðustu ár er það helst barnæskan sem við minnumst. Sem elsta barnabarnið varð hann fyrirmynd okkar frændsystkinanna. Við vorum börn sem vissum ekkert um ókomna framtíð. Hvern hefði getað órað fyrir því að við ættum ekki eftir að fylgjast að allt lífið, gleðjast og syrgja saman.
Meira
Ásgrímur var fyrsta barnabarnið. Við móðursysturnar dáðumst að þessu fallega barni og biðum í ofvæni eftir að fá að taka þátt í uppeldi þess. Við minnumst margra skemmtilegra stunda á Hverfisgötunni þegar við pössuðum Ása litla. Hann var nefndur eftir móðurafa sínum sem hann aldrei sá. Ásgrímur var glókollur með heiðblá augu og töfrandi bros.
Meira
ÁSGRÍMUR BJÖRNSSON Ásgrímur Björnsson fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1971. Hann lést í Reykjavík 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir og Björn Erlendsson. Yngri bróðir hans er Erlendur. Útför Ásgríms fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Meira
Kallið er komið og þú horfinn á braut, elsku pabbi. Hversu ljúft það er að minnast þín og allra þeirra stunda sem við fjölskylda þín höfum átt saman, þær eru ljúfar og góðar. Þú misstir föður þinn aðeins fjögurra ára gamall, en hann drukknaði 27. maí 1921 er hann kom úr róðri ásamt fleiri skipverjum. Báturinn komst ekki að landi og fórst í lendingunni á Hvallátrum í Rauðasandshreppi.
Meira
Þó allir hljóti að fara þessa ferð að finna andans björtu heimakynni. Þá streymir um hugann minninganna mergð er mætur vinur kveður hinsta sinni. (Vilhj. Sigurj.) Mágur minn Jón Gísli Árnason andaðist að kvöldi 15. nóvember á mannfagnaði eldri borgara frá Akranesi. Þar dansaði hann sinn síðasta dans við konu sína Bjarneyju.
Meira
Hann afi minn var sjómaður. Hann sótti sjóinn frá 11 ára aldri til að draga björg í bú. Uppvaxtarár hans voru erfið, hann missti ungur bæði föður sinn sem hafið tók við Látrabjarg og systur sína úr veikindum. En hann eignaðist fimm yngri hálfbræður og hafa þeir allir haldið hópinn og verið hver öðrum stoð í gegnum lífsins ólgusjó.
Meira
JÓN GÍSLI ÁRNASON Jón Gísli Árnason var fæddur á Hvallátrum 14. maí 1917. Hann lést að kvöldi 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágústa Þorbjörg Guðjónsdóttir, f. á Hvallátrum 12. ágúst 1897, d. 22. september 1972, og Árni Árnason, f. 23. júní 1886, d. 27. maí 1921.
Meira
Kvik í hreyfingum, frekar fámál en einbeitnin leyndi sér ekki í fasi hennar. Þannig kom tengdamóðir mín mér ætíð fyrir sjónir. Nú hefur hún, þessi kraftmikla kona, kvatt þennan heim eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Kristín Færseth, tengdamóðir mín, var fædd og uppalin á Siglufirði. Var barnmargt á þeim bænum, systkinin 14 fædd og eru í dag 8 þeirra á lífi.
Meira
Elsku amma, baráttu þinni er loksins lokið og þú hefur fengið hvíld. Þegar ég sagði strákunum mínum að nú væri langamma farin til Guðs, sagði Jakob að nú værir þú orðin að engli og gætir kannski fylgst með okkur hérna niðri.
Meira
Þó að það sé skrítið að hugsa um það, að þú sért farin og að ég eigi erfitt með að sætta mig við það, þá hlýt ég að gera það með tímanum. Þú varst búin að þjást lengi og ég reyni að hugga mig við það að þér líði betur fyrir handan. Ég sakna þeirra stunda þegar ég var lítil, og þið hringduð sérstaklega í mig til að bjóða mér í uppáhalds matinn minn, "bein".
Meira
Elsku amma. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Ég geri mér þó grein fyrir því að svefninn langi hefur fært þér líkn meina þinna. Það er einu sinni þannig, að þegar einhver er mikið veikur og allir sjá hvert stefnir, er vonast eftir dálitlu kraftaverki. Jafnvel þó fólk trúi ekki á kraftaverk. Sorgin, söknuður og minningar taka okkur heljartökum. En sól sest og sól rís, jafnt í sorg og gleði.
Meira
Elsku Stína amma hefur kvatt okkur eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Það er af ýmsu að taka þegar minnast á konu eins og hennar ömmu okkar, Kristínar Sigríðar Færseth. Amma Stína, eins og við kölluðum hana, var yndisleg kona. Við minnumst þess vel þegar öll fjölskyldan kom saman í fyrrasumar í Þrastarlundi og hún var hrókur alls fagnaðar fram á rauða nótt.
Meira
KRISTÍN SIGRÍÐUR FÆRSETH Kristín Sigríður Færseth fæddist á Siglufirði 24. janúar 1924. Hún lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Færseth, f. 1890, d. 1955, og Ágústa Pálína Færseth, f. 1897, d. 1979. Kristín var ein af 14 börnum þeirra hjóna.
Meira
Á dögunum gerðist sá sorgaratburður að Stína amma lést. Hún amma sem fyrir nokkrum dögum hafði virst svo eðlilegur þáttur í lífi okkar, var nú bara sofnuð. Þau amma og afi voru vön að vera hjá okkur um jólin þar sem þau glöddust með okkur yfir góðum mat og gjöfum, það voru dýrðarstundir, því að þá var öll fjölskyldan saman.
Meira
Rúna Adolfsdóttir Í dag eru allir svanir í sárum, söngurinn breyttur í þagnarmál, héla á steinum, blóð á bárum, banvænt eitur í hverri skál. Grasið er sölnað og ilmur enginn, allir bátar settir í naust. Að sævardjúpi er sólin gengin, sumarið liðið og komið haust.
Meira
Í dag er til moldar borin ástkær tengdadóttir og minn besti vinur. Er við hjónin bjuggum á Ránargötu 6 í Grindavík með okkar þrjá unga, sem voru að vaxa úr grasi fyrir rúmum tuttugu árum, fannst okkur Siggi Pet. koma seint í mat sunnudagskvöld eitt.
Meira
Elsku mágkona og vinkona. Mikið á ég eftir að sakna þín. Að geta ekki hringt og sagt þér frá mínum innstu hugsunum, eins og ég gat alltaf. Mín hjartans mál voru vel geymd hjá þér. Þínar skoðanir og álit voru mér mikils virði. Þú varst ekki bara mágkona og vinkona heldur líka eina systirin sem ég átti ekki. Enginn getur komið í þinn stað. Elsku Rúna mín.
Meira
Hún Rúna okkar er dáin. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé horfin aðeins 39 ára gömul. Níu ár er langur tími, en okkur finnst stutt síðan við byrjuðum að vinna saman í Sparisjóðnum. Rúna byrjaði þegar útibúið hafði verið opið í eitt ár og smellpassaði í hópinn. Við áttum eftir að kynnast ótrúlega sterkri konu sem barðist við veikindi sín, því hún ætlaði og skyldi.
Meira
RÚNA ADOLFSDÓTTIR Rúna Adolfsdóttir fæddist í Sandgerði 24. september 1958. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Adolf Björgvin Þorkelsson, rafvirkjameistari, f. 27. mars 1919, d. 16. maí 1970, og Arnbjörg Sæbjörnsdóttir, f. 10. júní 1929. Systkini Rúnu: Drengur, óskírður, f. 20.
Meira
Það er erfitt að sætta sig við að kær vinkona sé dáin, en minningarnar eru margar og góðar. Rúna var æðrulaus og tók öllu með jafnaðargeði, sýndi sig það sig best þegar hún greindist með krabbamein sem varð henni að aldurtila eftir ellefu ára baráttu. Aldrei kvartaði hún og alltaf sagði hún að sér liði vel. Aðstoð utan að var ætíð óþörf en alltaf var hún boðin og búin að hjálpa öðrum.
Meira
Með mágkonu minni, Selmu Ásmundsdóttur, er gengin ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Fyrstu endurminningar mínar um hana eru frá þeim tíma er ég kom fyrst á heimili hennar og eiginmanns hennar Arnórs Halldórssonar. Ég og Páll bróðir hennar vorum þá að draga okkur saman og Selma var svo rausnarleg að bjóða heimili sitt til að nokkrir menntaskólafélagar gætu komið þar saman.
Meira
Elskuleg vinkona mín og mágkona Selma Ásmundsdóttir lést 12. þessa mánaðar. Við Selma höfum þekkst nánast alla okkar ævi þar sem bróðir minn Arnór J. Halldórsson og hún kynntust ung að árum, þegar hún var í Kvennaskólanum og hann í menntaskólanum og úr varð trúlofun og síðan gifting.
Meira
"Hvað heldur þú að mig muni um að bæta við einu fiskstykki í pottinn fyrir hana systur mína," sagði hún Selma uppörvandi, þar sem ég var eitthvað að malda í móinn yfir boði hennar að hafa mig í mat þann veturinn. Ég var að reyna að benda á að það yrði alltof mikil vinna fyrir hana með sitt stóra heimili að fara svo að bæta við kostgangara.
Meira
Elsku amma, þá kveðjum við að sinni. Með æðruleysi og ögn af léttleika tókst þú á móti því sem lífið bar í skauti sér. Lífsþróttur þinn var mikill og sálin góð. Ánægjulegar samverustundirnar með þér verða okkur ætíð minnisstæðar. Einkum minnumst við þeirra samverustunda er við þrjú sátum langtímum saman og ræddum um heimsins mál, veraldleg sem og andleg.
Meira
Hún Selma móðursystir mín var frábær kona. Ég hitti hana og Arnór manninn hennar við og við í fjölskylduboðum en kynntist henni ekki fyrr en rétt eftir að hann dó. Hún bjó þá heima hjá okkur um tíma. Það gaus svoleiðis stuðið og lífsgleðin út úr herberginu hennar Selmu þann veturinn. Á heimilinu var hún sæmd heiðursnafninu "tjúttarinn".
Meira
SELMA ÁSMUNDSDÓTTIR Selma Ásmundsdóttir fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum, Grafarvogi, miðvikudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásmundur Gestsson, kennari, Reykjavík, f. 17. júní 1873, d. 11.
Meira
Við eigum eftir að sakna þess að heyra hana Selmu hlæja. Okkar bestu minningar um Selmu föðursystur okkar eru úr sumarbústaðnum í Vatnaskógi. Þangað var alltaf gaman að koma. Selma og Addi kunnu að hafa ofan af fyrir okkur börnunum og sinntu okkur af áhuga og kærleika.
Meira
TALSVERT umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á stjórnskipulagi Flugleiða og taka þær gildi frá og með 1. desember nk. Breytingarnar fela m.a. í sér að dótturfélag er stofnað um hótelreksturinn, sem Björn Theódórsson verður framkvæmdastjóri fyrir, markaðs- og sölusvið er sameinað á ný og verður Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri þess, en Pétur J.
Meira
HAGNAÐUR Flugleiða-samsteypunnar af reglulegri starfsemi á fyrstu níu mánuðum þessa árs dróst saman um 547 milljónir króna ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Framlegð til afskrifta og fjármagnsliða minnkaði hins vegar um 880 milljónir milli tímabila eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.
Meira
FRAMLEIÐNI vinnuafls hér á landi jókst um 56% á árunum 1973 1994, eða sem samsvarar um 2% á ári að jafnaði. Á sama tíma hefur notkun vinnuafls aukist um 20%. Framleiðni fjármagns hér á landi stóð hins vegar í stað á þessu tímabili ef litið er á atvinnulífið í heild og jókst framleiðnin aðeins í tveimur atvinnugreinum, fiskveiðum og veiturekstri.
Meira
BANDARÍSKI fjárfestingarbankinn Merrill Lynch hefur boðið 3,1 milljarð punda í einn helzta fjárfestingarsjóð Breta, Mercury Asset Management (MAM). Stjórn MAM hefur einróma mælt með tilboðinu, sem verður til þess að komið verður á fót stærsta fjárfestingarsjóði heims með eignir upp á 450 milljarða dollara.
Meira
EVRÓPSK verðbréf sóttu í sig veðrið í gær vegna nýrrar hækkunar í Wall Street og bata í Tókýó, en fjármálaumrótið í Asíu vekur enn ugg. Jenið stendur enn illa að vígi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði vegna undanhalds Íraka í deilunni við SÞ. Hlutabréf hækkuðu í London vegna tals um ný tilboð í brezka bankageiranum og minni ótta við vaxtahækkun.
Meira
Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, 22. nóvember, verður áttræð Inga Jóhannesdóttir, fyrrverandi verkstjóri, Vesturgötu 7, Reykjavík. Hún var gift Valentínusi Valdimarssynisem lést 1982. Inga tekur á móti gestum í veislusalnum á Vesturgötu 7 á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17.
Meira
Ljósmyndastofa Reykjavíkur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Guðbjörg Guðbrandsdóttir og Egill Skúlason. Heimili þeirra er að Hrefnugötu 4.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september í Seltjarnarneskirkju af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni Valgerður Ásta Sveinsdóttir og Ólafur Melsted. Heimili þeirra er í Reykjavík.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Seltjarnarneskirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Lára Berglind Helgadóttir og Andrés Guðmundsson. Heimili þeirra er í Sörlaskjóli 60, Reykjavík.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí í Steingardkirkju í Lyngby í Danmörku Anette Mogensen og Ingibergur Óskarsson. Heimili þeirra er að Grammelmosvej 2360, 2800 Lyngby, Danmörk.
Meira
HVAÐA kona sat við hlið Þórbergs, nánar tiltekið á milli Þórbergs og Árna Böðvarssonar, 3. apríl 1950, rétt fyrir miðnætti. Þetta kvöld var fundur í Esperantistafélaginu Auroro að Aðalstræti 12 og var tileinkaður dr. Ivo Lapenna prófessor í alþjóðarétti sem dvalist hafði hér í röskan mánuð á vegum félagsins.
Meira
M ÞETTA leyti árs blómstrar ýmis menningarstarfsemi og margir nota vikurnar fyrir jól til að sýna og kynna árangur hauststarfins. Þessa mátti sjá glögg merki í borgarlífinu um síðustu helgi og á örugglega eftir að verða enn meira áberandi er nær dregur jólum.
Meira
ELÍN Pálmadóttir vitnar í þátt minn í Gárum 7. nóv. sl. og kann ég henni þakkir fyrir. En Elín, þú ættir að prófa djúpsteiktu hjörtun, þá sérðu kraftaverk gerast því djúpsteikingin gerir hjörtun meyr á mettíma. Elín vitnar í þætti sínum í sviðin sem búið er að eyðileggja, þetta séríslenska ljúfmeti sem þjóðin hefur nærst á í aldir.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi, lék í gær á 74 höggum, tveimur yfir pari, á fyrsta hring á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni. Þrír léku á 69 höggum, en 180 kylfingar taka þátt í mótinu. Eftir að fjórum hringjum er lokið er kylfingum fækkað niður í 75 og verða þeir að leika aukalega tvo hringi á San Rozue-vellinum.
Meira
BIRGIR Sigfússon, varnamaður úr Stjörnunni úr Garðabæ, hefur gengið til liðs við KR-inga. Hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR. Hann er 28 ára og hefur spilað um 200 leiki með meistaraflokki Stjörnunnar á síðastliðinum 13 árum og var fyrirliði liðsins síðasta keppnistímabil. Birgir er fjórði leikmaðurinn á örfáum dögum sem skrifar undir langtímasamning hjá KR.
Meira
SVISSLENDINGURINN Christian Gross, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, sagði að það yrði hans hlutverk að koma liðinu upp úr þeim öldudal sem það er í, en Tottenham hefur aðeins unnið tvo af tíu síðustu leikjum liðsins. "Agi er lykillinn að framtíð Tottenham. Allir verða að leggja hart að sér, bæði innan og utan vallar," sagði Gross, sem mun hefja störf á White Hart Lane á mánudaginn.
Meira
Þetta verða mjög erfiðir leikir og í rauninni er enginn af þessum leikjum í keppninni léttur. Hollendingar hafa verið aðeins sterkari en við en þeir hafa nú lagt mikla peninga í landsliðið og eru að byggja það upp af mikilli fagmennsku. Ég þekki þjálfarann sem þeir eru nýbúnir að ráða og hann er mjög góður og ég veit að þeir ætla sér stóra hluti.
Meira
SÆNSKI landsliðsmaðurinn Robert Hedin, sem leikur með Minden í Þýskalandi, hefur gert samning við St. Ottmar í Sviss, um að þjálfa og leika með liðinu næsta keppnistímabil. Hedin mun því þjálfa Júlíus Jónasson, sem leikur með liðinu; Svíinn tekur við af Dananum Erik Veje Rasmussen, sem er ákveðinn í að halda heim til Danmerkur eftir yfirstandandi keppnistímabil.
Meira
Jóhannes B. Jóhannesson hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótunu í snóker sem nú stendur yfir í Zimbawe. Hann er efstur í sínum riðli ásamt tveimur öðrum, en tíu keppendur eru í hverjum riðli og komast fjórir efstu í hverjum riðli áfram í 32-manna úrslit.
Meira
Lothar Matth¨aus, fyrirliði Bayern M¨unchen, sem hefur verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla, skoraði mark af 35 m færi þegar Bayern vann Lohhof í æfingaleik, 4:0, á miðvikudagskvöldið. Matth¨aus mun leika með aðalliði Bayern gegn Bayer Leverkusen á sunnudaginn.
Meira
Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Portland 106:92 Miami - LA Clippers 122:113 New Jersey - Boston 108:100 Philadelphia - Washington 97:86 Cleveland - Orlando 93:96 Eftir framlengingu.
Meira
Hermann Maier frá Austurríki sýndi mikinn styrk í stórsvigi heimsbikarsins í Park City í Bandaríkjunum í gær - á sama stað og Vetrarólympíuleikarnir fara fram árið 2002. Hann náði langbesta brautartímanum í fyrri umferð og gat því leyft sér að fara síðari umferðina af öryggi.
Meira
Óvæntur Þórssigur Stórleikur Ratliffs gerði gæfumuninn Þórsarar komu á óvart og lögðu ÍR-inga í Breiðholtinu í gærkvöldi, 94:91, í leik sem var æsispennandi á lokamínútunum.
Meira
DANSKI knattspyrnumaðurinn Ebbe Sand hjá Bröndby hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. Hann hefur nefnilega tvívegis gert þrjú mörk í leik með skömmu millibili, og í annað skiptið tók það hann ekki nema fjórar mínútur og tveimur sekúndum betur. Sand setti danskt met gegn Vejle 7. nóvember með þremur mörkum á fjórum mín. og tveimur sekúndum í 4:1 sigri. Síðasta sunnudag, 16.
Meira
SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ekki gefið upp alla von um að ganga til liðs við Dundee United í Skotlandi. "Ég hef mikinn áhuga á að fara til Skotlands enda líklega síðasta tækifærið fyrir mig að breyta til. Örebro er ekki alveg tilbúið að láta mig fara og þar stendur hnífurinn í kúnni," sagði Sigurður við Morgunblaðið.
Meira
SKAPIÐ fór með Grindvíkinga þegar þeir töpuðu sínum fyrsta leik í DHL-deildinni í Keflavík í gærkvöldi. Tvö ásetningsbrot og tæknivíti á síðustu mínútum leiksins breyttu gangi leiksins Keflvíkingum í vil og þeir létu tækifærið ekki úr greipum sér renna að þessu sinni eins og þeir hafa verið að gera í svipaðri stöðu að undanförnu.
Meira
Heimsbikarinn í alpagreinum Park City: Stórsvig karla: 1. Hermann Maier (Austurr.) 2:43.99 (1:22.24/1:21.75) 2. Kjetil Andre Ámodt (Noregi) 2:45.79 (1:24.66/1:21.13) 3. Thomas Grandi (Kanada) 2:46.31 (1:22.94/1:23.37) 4. Stefan Eberharter (Austurr.) 2:46.57 (1:23.
Meira
SKÍÐI/HEIMSBIKARINN Í ALPAGREINUMReuters Miklir yfirburðir MaiersAUSTURRÍKISMAÐURINN Hermann Maier sigraði með nokkrum yfirburðum í stórsvigi heimsbikarsins í Park City í Bandaríkjunum í gær. Austurríkismenn áttu fimm af tíu fyrstu í keppninni, sem fram fór við frekar erfiðar aðstæður - snjókomu og þoku.
Meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur fengið boð um að leika tvo landsleiki í Arabalöndum í byrjun desember. Fyrri leikurinn verður 3. desember við Sameinuðu arabísku furstadæmin og síðan verður leikið 7. desember við Saudi-Arabíu. Reiknað er með að ferð íslenska landsliðsins taki átta daga.
Meira
Verðskuldað hjá ValLiðið sem var tilbúið í leikinn vann, sagði Svali Björgvinsson þjálfari Vals eftir verðskuldaðan sigur Vals á KR 76:60 í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn fór frekar rólega af stað og fyrstu mínúturnar var ekkert skorað og aðeins ein villa dæmd.
Meira
LEIKMENN Orlando Magic, sem unnu sinn fjórða leik í röð án Penny Hardaway, snéru leik sínum gegn Cleveland Cavaliers við á ævintýralegan hátt náðu að vinna upp 20 stiga mun og knýja fram sigur í framlenginu, 96:93. Derek Strong, sem skoraði 20 stig, og Darrell Armstrong, sem skoraði 18 stig, skoruðu öll 31 stig Orlando í fjórða leikhluta.
Meira
ÓLÖF Ríkharðsdóttir hefur orðið áþreifanlega vör við breytingu á framkomu fólks frá því var er hún gekk um við tvo stafi og til þess er hún nú þarf að nota hjólastól. "Ef einhver er með viðkomandi t.d. er talað við hann yfir höfuð þess sem situr í hjólastólnum og það er talað um þann í hjólastólnum í þriðju persónu, rétt eins og hann sé óviti eða geti ekki talað," segir Ólöf.
Meira
"ÁKVEÐNIR menn halda því fram að með auðlindagjaldi á sjávarútveg upp á nokkra milljarða verði hægt að lækka skatta á einstaklingum, greiða vanda ríkissjóðs í mennta- og heilbrigðismálum o.s.frv.
Meira
Erfitt að samþykkja ákveðin losunarmörk segir sjávarútvegsráðherra um ráðstefnuna í Kyoto HVERT stórmálið af öðru er varðar umhverfismál sjávarútvegsins er nú í umræðunni, nú síðast hver skuli vera afstaða íslenskra stjórnvalda í samningum um aðgerðir til að draga úr gróðurhúsaáhrifum á jörðinni,
Meira
Einar K. Guðfinnsson fomaður stjórnar Fiskifélagsins Móta verður nýtt skipulag fyrir Fiskifélagið NÚ ER enn nauðsynlegt að gera breytingar á starfsemi Fiskiþingsins.
Meira
VINNUSTOFAN er á annarri hæð í gömlu húsi í miðbænum. Húsnæðið má muna fífil sinn fegurri en það verður ekki sagt um bækurnar sem eigandi vinnustofunnar, Sigurþór Sigurðsson, bindur inn þótt gamlar séu. Þær hefur hann nefnilega nostrað við af alúð sem fáum er gefin. Blaðakonan fellur í stafi enda hefur hún aldrei séð aðra eins dýrgripi.
Meira
"ÞETTA er eitt allsherjar fjölskyldufyrirtæki," segir Hanna Kristín Didriksen um starfsemina í húsi númer 40a við Laugaveg, þar sem Lyfjabúðin Iðunn var starfrækt í ein 60 ár. Húsnæðið er 600 fermetrar og geymir nú lykilinn að nýju útliti yst sem innst; snyrtistofu, að sögn þá stærstu á landinu,
Meira
HÉR skilgreinir Bergþór Hauksson eðlisfræðingur helstu hugtökin sem gott er að kunna skil á til að öðlast innsýn í stjarnfræðilegar ferðir út fyrir sólkerfið sem lesa má um í greininni. DRIFEFNI (e. propellant): Efni sem blásið er út um annan enda eldflauga til að fá flaugina sjálfa til að fara í hina áttina. TÓMAFLÖKT (e.
Meira
HVAÐ segirðu, salat? Nei, við erum bara með kaffi hér," svarar framreiðslumærin vantrúa þegar spurt er eftir salerninu. Tilgangur heimsóknarinnar er sá að taka myndir af klósettmerkjum stofnana og kaffihúsa, í samanburðarskyni, og þykir ekki tilefni upp á marga fiska. "Sért er nú hvert áhugamálið," hnussar í einum kaffigesta.
Meira
NÝLEGA voru kosningar hér í Washington fylki. Fyrir ykkur sem ekki eruð hér á staðnum er það kannski ekki neitt sérstaklega áhugavert. Ferlið er töluvert öðruvísi en á Íslandi og margt sem kemur á óvart. Kosningadaginn, 4. nóvember, var annars vegar kosið um fólk í opinber embætti og hins vegar um ákveðin málefni, átta talsins.
Meira
MARGAR hugmyndir spretta af einni rétt eins og þegar sett er niður ein kartafla þá koma alltaf upp fleiri," segja Björg Ingadóttir fatahönnuður og Valgerður Torfadóttir textílhönnuður, eigendur og einu hönnuðir Spaksmannsspjara, og vitna spakmannlega í Guðberg Bergsson rithöfund.
Meira
FYRIR skömmu var haldið á vegum Prenttæknistofnunar og hóps bókbindara sem kallar sig JAM-klúbbinn einnar viku námskeið þar sem danskur maður að nafni Ole Lundberg kenndi svokallaða marmörun.
Meira
SKAMMDEGISÞUNGLYNDI heitir afar viðeigandi nafni á ensku, "seasonal affective disorder" eða SAD, sem getur merkt hnugginn eða niðurdreginn. Þeir sem þjást af fyrrnefndum hremmingum finna til þreytu, svartsýni og pirrings að haust- og vetrarlagi þegar sólarinnar nýtur ekki lengur við.
Meira
ÍSLENSK tískuhönnun fær vel að njóta sín í Reykjavík á morgun því heljarmikil tískusýning verður haldin að Gvendarbrunnum þar sem getur að líta fatnað frá Spaksmannsspjörum, verslun með íslenskan klæðnað. Ennfremur verður opnuð í Gryfjunni, sem er salur listasafns ASÍ við Freyjugötu, sýning á íburðarmiklum og frumlegum skartgripum sem Hulda B. Ágústsdóttir hannaði.
Meira
Hvort sem við eigum erindi eða ekki út fyrir sólkerfið langar vísindamenn NASA til að senda geimfar þangað. Gunnar Hersveinn kynntist hugsun sem fer hraðar en ljósið um mögulegar ferðir til Proxima Centauri, nálægustu fastastjörnunnar.
Meira
ÞEGAR við höfum virt fyrir okkur útsýnið úr stofuglugga þeirra hjóna, Guðlaugar Friðriksdóttur og Ragnars G. Einarssonar, dágóða stund og leitt hugann að listamönnunum sem hafa hreiðrað um sig í nágrenninu að Álafossi bendir Ragnar á snotran furuskáp með glerhurðum sem stendur upp við vegg í stofunni.
Meira
ÞAÐ kom til með skemmtilegum hætti að Hildur Jónsdóttir lagði fyrir sig handband, sem hún segir sjálf að fáir nenni að standa í. "Við erum að deyja út," segir hún kímin um starfsbræður sína og -systur sem handbinda bækur.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.