Greinar laugardaginn 22. nóvember 1997

Forsíða

22. nóvember 1997 | Forsíða | 264 orð

Aðgerðir fyrir ungt fólk

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) luku í gær í Lúxemborg sérstökum fundi þar sem leiðir til lausnar á hinum mikla atvinnuleysisvanda sem við er að glíma í aðildarríkjunum voru til umræðu. Leiðtogarnir samþykktu að grípa til hnitmiðaðri aðgerða til að slá á vandann en gert hefur verið fram að þessu, einkum til að hjálpa ungu fólki og langtímaatvinnulausum út úr atvinnuleysisbölinu. Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 123 orð

Albright hvetur til varkárni

VOPNAEFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar á meðal Bandaríkjamenn, komu til Íraks í gær eftir að náðst hafði samkomulag um framhald eftirlitsins á grundvelli sáttatillögu Rússa. Fjölmiðlar í Rússlandi og Írak hafa farið lofsamlegum orðum um samkomulagið, en því hefur verið tekið með varúð í Bandaríkjunum. Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 32 orð

Britannia kveður heimahöfnina

BRITANNIA, snekkja brezku konungsfjölskyldunnar, siglir í togi undir Tower-brúna í Lundúnum er skipið yfirgefur heimahöfn sína í síðasta sinn í gærkvöldi. Skipinu verður lagt í Portsmouth eftir komu þess þangað. Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 105 orð

Fyrsti sjöburinn úr öndunarvél

Kenneth, sem var sex merkur við fæðingu, fékk gælunafnið "Herkúles" er hann var í móðurkviði þar sem hann bar systkini sín svo að segja uppi og fæddist fyrstur. Læknar sögðu hann hafa virst harðan af sér frá upphafi og sú sé raunin. Líðan hinna barnanna sex sé mun dæmigerðari fyrir fyrirbura. Er búist við að þau verði tvo til þrjá daga til viðbótar í öndunarvél. Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 320 orð

Nemtsov segir Tsjernómyrdín ekki hafa ástæðu til bjartsýni

VIKTOR Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að stjórn hans hefði aldrei staðið jafntraustum fótum og nú, eftir mannabreytingar sem stjórnarandstæðingar á þingi knúðu fram. Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra kvaðst hins vegar hafa efasemdir um að Tsjernómyrdín hefði ástæðu til bjartsýni þar sem breytingarnar væru afleiðing djúpstæðs ágreinings á milli valdamikilla Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 85 orð

Samið um að hefja friðarsamninga

SAMNINGAMENN fjögurra ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Kína, komust í gærkvöldi að samkomulagi um að formlegar viðræður um friðarsamning milli kóresku ríkjanna tveggja verði hafnar 9. desember næstkomandi, en allt frá því vopnahlé var samið í Kóreustríðinu 1953 hafa þau formlega séð verið áfram í stríði. Meira
22. nóvember 1997 | Forsíða | 121 orð

Wei er óbugaður

WEI Jingsheng, kínverski andófsmaðurinn sem látinn var laus úr fangelsi í Kína um síðustu helgi og hélt til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga, kom í gær fram á fyrsta blaðamannafundinum frá komu hans til New York. Hann lýsti undrun yfir þeirri miklu athygli sem fjölmiðlar sýndu honum og hét því að hann skyldi eiga afturkvæmt til heimalands síns. "Ég ætla aftur heim. Meira

Fréttir

22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

48 m hátt síló á Grundartanga

LOKIÐ var við að steypa upp 48 metra hátt og 33 metra breitt síló undir súrál hjá Norðuráli á Grundartanga og tók verkið aðeins 16 daga. Að sögn Þorvalds Árnasonar, verkfræðings hjá Ístaki, unnu 50 menn við verkið á tveimur 12 tíma vöktum. Í sílóið fóru um 400 tonn af steypustyrktarstáli og um 3.000 rúmmetrar af steypu, þar af þúsund rúmmetrar í undirstöður. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

4 milljarðar vegna annarra starfsmanna en ríkisins

SAMKVÆMT mati tryggingafræðings vantaði 36 milljarða upp á að eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að meðtöldum kröfum á hendur launagreiðendum um greiðslu lífeyrishækkana, dygðu fyrir öllum skuldbindingum hans. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1996. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Aftansöngur í Dómkirkjunni

AÐ beiðni biskups Íslands verður nú tekinn upp sá forni siður að hafa aftansöng kvöldið fyrir biskupsvígslu. Aftansöngur verður því í Dómkirkjunni laugardaginn 22. nóvember kl. 18. Allir eru velkomnir sem vilja sameinast þeim sem eiga þjónustu að gegna við biskupsvígsluna í fyrirbæn fyrir vígsluathöfninni og hinum nýja biskupi. Dómkirkjuprestarnir, sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Meira
22. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Allt um brunavarnir á heimilum

FULLTRÚAR frá Lionsklúbbunum Hæng og Ösp á Akureyri, hafa síðustu daga heimsótt nemendur í 3. bekk í grunnskólum bæjarins, ásamt slökkviliðsmanni. Í heimsóknum sínum hefur lionsfólkið afhent börnunum litabækur að gjöf, þar sem þeim gefst jafnframt kostur á að læra allt um brunavarnir á heimilum. Þetta er í fjórða sinn sem Lionsklúbbarnir heimsækja 3. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 423 orð

Alvarlegar rangfærslur um starfsemi fyrirtækisins

NORRÆNA flutningamannasambandið, NTF, hefur sent forseta Íslands erindi þar sem mótmælt er orðalagi í kveðju hans til Flugfélagsins Atlanta sem birtist í bæklingi sem Atlanta gaf út í nóvember 1996 í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Í kveðjunni lýsir forsetinn því að Atlanta starfi eins og best verði á kosið og hvetur það til frekari dáða. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Athugasemdir við ferðakostnað hjá 37% stofnana

GERA þarf verulegt átak til að lagfæra innra eftirlit varðandi bókhald og fjármál ríkisstofnana, að mati Ríkisendurskoðunar. Endurskoðun Ríkisendurskoðunar á úrtaki 73 ríkisstofnana fyrir seinasta ár leiddi m.a. í ljós að eignaskráningu var ábótavant hjá 71% stofnananna og hjá 37% stofnana voru gerðar athugasemdir við ferðakostnað. Voru m.a. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Auglýsingastofa opnuð í Kópavogi

NÝ AUGLÝSINGASTOFA hefur tekið til starfa að Hamraborg 7 í Kópavogi. Eigendur eru 21 og hafa stofnað með sér félag um rekstur stofnunarinnar undir nafninu Ó AHA Auglýsingastofa ehf. Stjórnarformaður er Hermann Árnason og með honum í stjórn eru Anna L. Jónsdóttir og Ólafur Árni Halldórsson. Ó AHA Auglýsingastofa mun bjóða alla grafíska hönnun og ráðgjöf. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Áhyggjur vegna læknaskorts

FUNDUR dreifbýlislækna haldinn í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 13. nóvember sl. lýsir miklum áhyggjum yfir núverandi læknaskorti í hinum dreifðu byggðum landsins. Að óbreyttu mun ástand þetta versna á næstu mánuðum og árum, segir í ályktun dreifbýlislækna. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Árangur skatteftirlitsins er að batna

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að stærstur hluti af skuldum, sem ríkissjóður hefur þurft að afskrifa hjá gjaldþrota aðilum, sé til kominn vegna áætlana skattyfirvalda, viðurlaga og dráttarvaxta. Í mörgum tilvikum sé enginn óinnheimtur skattur á bak við skuldina. Ráðherra telur að árangur í skatteftirliti og skattrannsóknum hafi aukist á seinni árum. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ársþing Samfoks Rætt um fjármagn til skólastarfs ANNA

ANNAÐ ársþing SAMFOKS verður haldið í Borgartúni 6 Reykjavík í dag, laugardaginn 22. nóvember, kl. 9.15­16.30. Umræðuefni er fjármagn til skólastarfs og hvernig það er nýtt. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun Fræðsluráðs Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar fyrir 1998 verða kynnt á þinginu. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Basar í Mosfellsbæ

FÉLAGSSTARF aldraðra í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu sunnudaginn 22. nóvember kl. 14­17 í Dvalarheimili aldraðra í Hlaðhömrum. Ýmiss konar prjónavörur og jólavörur verða á boðstólum. Þá verður einnig kynning á félagsstarfinu m.a. bókbandi og tréskurði og kór aldraðra Vorboðarnir syngur nokkur lög. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Basar KEFAS

KEFAS, kristið samfélag, verður með basar sunnudaginn 23. nóvember kl. 14­17 að Dalvegi 24, Kópavogi. Þar verða til sölu heimabakaðar kökur auk muna til jólagjafa. Boðið verður upp á jólaskreytingar, bækur, postulínsvörur og ýmsar gjafavörur. Lofgjörðartónlist verður leikin og sungin og aðstaða verður fyrir börn. Boðið verður upp á rjómavöfflu og kaffi á 200 kr. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Bjartsýnisverðlaun veitt í dag

BYGGÐAMÁL og sveitarstjórnarkosningar eru meginumræðuefni í dag á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins. Kl. 13.30 verður gert hlé á umræðum þegar veita á Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 1997. Síðdegis fer fram kosning níu manna í Landsstjórn flokksins og ályktanir verða afgreiddar. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Blómsveigur lagður á síðasta legstað Goth

BLÓMSVEIG með minningaráletrun um sjómennina sem fórust með breska togaranum Goth árið 1948 verður í dag kastað í hafið þar sem reykháfurinn af skipinu kom upp með trolli Helgu RE á Vestfjarðamiðum síðastliðinn laugardag. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Bóklestur í Hafnarhúsinu FJÖLNIR, tímarit handa Íslendingum, boðar

FJÖLNIR, tímarit handa Íslendingum, boðar til upplesturs skálda og rithöfunda úr nýjum verkum sínum laugardaginn 22. nóvember frá klukkan tvö til tíu um kvöldið. Rúmlega þrjátíu höfundar munu lesa úr bókum sínum; barnabókum, ljóðum, skáldsögum, ævisögum og ritum almenns eðlis. Upplesturinn fer fram í svarta salnum á sýningunni Myndlist '97. Á sunnudagskvöldið kl. 20. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Búkolla í nýjum búningi í Ævintýra-Kringlunni MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir í dag kl. 14.30 leikritið Einstök uppgötvun eða Búkolla í nýjum búningi sem ætlað er börnum á aldrinum 2­9 ára. Í leikritinu segir frá þeim Zófaníusi Árelíusi Ebeneser Schutt- Thorsteinsyni uppfinningamanni og Skarphéðni Njálssyni skrifstofumanni. Þeir virðast fátt eiga sameiginlegt þegar þeir hittast fyrir tilviljun á förnum vegi. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Danskeppni tveggja dansskóla

HIN árlega Lotto danskeppni verður haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness sunnudaginn 23. nóvember. Húsið verður opnað kl. 12 og hefst kepnni kl. 13. Aldursflokkum er raðað niður í A-, B-, C-, D- og F-riðla. Verða verðlaun gefin fyrir samanlagðan árangur, einnig frá A-riðlar farandbikara. Sigurpör í öllum riðlum frá Lotto vinning en öll önnur pör á verðlaunapalli fá litlar gjafir. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 554 orð

Deilur blossa upp eftir ófarir í aukakosningum

DEILUR blossuðu upp að nýju í Íhaldsflokknum í Bretlandi í gær í kjölfar ófara í tvennum aukakosningum, sem haldnar voru í fyrradag. Helsti talsmaður aðildar Breta að Evrópusambandinu (ESB) innan flokksins, Peter Temple-Morris, sagði sig úr flokknum en áður hafði hann verið leystur ótímabundið undan þingflokksaga sem jafngildir útskúfun úr flokknum. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 279 orð

Dóttir Pandys sögð játa á sig morð

ELZTA dóttir Andras Pandys, prestsins af ungverskum uppruna sem ákærður er í Belgíu fyrir að hafa myrt tvær eiginkonur sínar og fjögur af átta börnum, hefur játað að hafa skotið móður sína og bróður og að hún hafi fimm mannslíf á samvizkunni. Sagt var frá þessu í belgískum fjölmiðlum í gær. Meira
22. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 443 orð

Dæmdur til að greiða 9 milljónir króna í sekt

Ísafirði-Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 43 ára karlmann á Ísafirði í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 9 milljóna króna sektar til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, með því að hafa eigi í samræmi við það sem lög áskilja, staðið innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskatti sem hann hafði innheimt á árunum 1994 og 1995, Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 646 orð

Eðlileg gremja vegna mikils hagnaðar þeirra sem hætta

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu á aðalfundi miðstjórnar flokksins í gærkvöldi, að ýmis atriði fiskveiðistefnunnar hefðu verið gagnrýnd á kjördæmisþingum flokksins undanfarið. M.a. hefði verið gagnrýnt að of mikið frjálsræði sé í framsali veiðiheimilda og sagði Halldór það vissulega álitaefni. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 264 orð

Eðlilegt að aðeins EMU-ríkin séu með

SAULI Niinisto, fjármálaráðherra Finnlands, segir að sérstakt óformlegt ráðherraráð aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) muni tryggja að öll ríki, sem nota nýja Evrópugjaldmiðilinn, evró, taki þátt í umræðum um málefni myntbandalagsins. Eðlilegt sé að ríki, sem ekki nota gjaldmiðilinn, standi utan ráðsins. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 632 orð

Efnahagsástand í Þýskalandi betra en af er látið Gerhard Schröder, einn helsti forystumaður þýskra jafnaðarmanna, kveðst hafa

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og sennilegt kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, sagði m.a. á hádegisverðarfundi á vegum Þýsk- íslenska verslunarráðsins og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í gær að efnahagsástandið í Þýskalandi væri mun betra nú en sú mynd, er yfirleitt væri dregin upp í fjölmiðlum, Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 712 orð

Einstaklingur getur aldrei borið ábyrgð á drykkju annars

AL-ANON samtökin á Íslandi áttu 25 ára afmæli í vikunni. Hlutverk samtakanna er að styðja aðstandendur alkóhólista til sjálfshjálpar, að brjótast undan oki sjúkdómsins sem heldur fjölskyldunni allri í heljargreipum. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ferðamannafjós byggt í Mývatnssveit

"ALLIR alvöru kúabændur hlæja að okkur, þetta er svo lítið fjós. Þeir mega það mín vegna," segir Leifur Hallgrímsson, bóndi og flugmaður í Vogum í Mývatnssveit, um "ferðamannafjós" sem hann og Ólöf systir hans eru að byggja í Vogum. Gamla fjósið í Vogum er fimmtugt og segir Leifur að tími hafi verið kominn til að endurnýja það. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Fékk ekki Ford á 356 þúsund kr.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Brimborg hf. af kröfu manns, sem taldi sig eiga rétt á að kaupa nýjan Ford Fiesta bíl af fyrirtækinu með því að greiða alls 9.900 krónur á mánuði í 36 mánuði, eða 356.400 krónur. Maðurinn byggði kröfu sína á auglýsingum Brimborgar um "fislétta fjármögnun", þar sem mánaðargreiðslur voru tíundaðar. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fínn miðill í nýju húsnæði

FÍNN MIÐILL ehf. flutti í gær í nýtt húsnæði við Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsið, í Reykjavík. Þar eru fimm útvarpsstöðvar fyrirtækisins til húsa: Aðalstöðin, X-ið, FM 95,7, Klassík FM og Sígilt FM. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Fræðslufundur um vistfræði laxins

SÍÐASTI fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessu ári verður haldinn mánudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Íslands. Á fundinum flytur Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, erindi sem hann nefnir: Vistfræði laxins. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fundur um ESB eftir ríkjaráðstefnuna

EVRÓPUSAMTÖKIN á Íslandi halda opinn fund um niðurstöður ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins sem lauk í Amsterdam fyrir skömmu. Fundurinn verður haldinn á Sóloni Íslandusi, efri hæð, laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 455 orð

Fyrsta mál dómsins þingfest í gær

FYRSTA málið, sem berst Alþjóðlega hafréttardómnum í Hamborg, var þingfest í gær. Málið er höfðað af hálfu St. Vincent og Grenadine- eyja í Karíbahafi á hendur Vestur- Afríkuríkinu Gíneu vegna töku skips, sem skrásett er á eyjunum, úti fyrir strönd Afríkuríkisins. Meira
22. nóvember 1997 | Miðopna | 1594 orð

GENGISÞRÓUN OG LAUNAHÆKKHÆKKANIR RÖSKUÐU ÁÆTLUNUM Félagið mun hvergi hvika frá hagnaðarmarkmiðum sínum fyrir árið 2000 þrátt

FLUGLEIÐIR munu hvergi hvika frá markmiði sínu um 5,5% hagnað fyrir skatta af veltu félagsins árið 2000, þrátt fyrir að verulegt bakslag hafi komið í afkomuna á þessu ári. Ætla má að afkoman verði í járnum á árinu í heild, en til að uppfylla þetta markmið þyrfti hagnaðurinn að nema 1,3 milljörðum. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 137 orð

Getur ekki gleymt Rabin

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði á Indlandi í gær að ósamræmis gætti í viðbrögðum Vesturveldanna gagnvart Írak annars vegar og Ísrael hins vegar. Þá sagði hann friðarferli Ísraela og Palestínumanna hafa siglt í strand vegna óbilgirni Ísraela. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 22 orð

Handverksmarkaður í Grafarvogi HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á

Handverksmarkaður í Grafarvogi HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Torginu í Grafarvogi sunnudaginn 23. nóvember kl. 12­17. 35 söluaðilar sýna handavinnu, glervörur, skiltagerð, trévörur o.fl. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 261 orð

Harmleikur í Alpaþorpi

FIMM manns að minnsta kosti biðu bana er 36 ára maður, vopnaður skammbyssu, gekk berserksgang í þorpinu Mauterndorf í Salzburgarhéraði í Austurríki í gær. Myrti hann nágranna sinn, konu hans og dóttur, sem bjuggu í sama húsi, og síðar aðstoðarsveitarstjórann sem reyndi að miðla málum. Særði maðurinn tvo til viðbótar en stytti sér svo aldur. Denver varð bensínlaus Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Hávaði ógnar fólki í borg

MÁLÞING um hávaða og heyrnarskaða var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær í tilefni af 60 ára afmæli Heyrnarhjálpar. Þar var m.a. rætt um hávaða sem vaxandi umhverfismengun og ógn við fólk í borg, hvenær hávaði teljist skaðlegur og hver annist eftirlit með hávaða. Í ræðustóli er Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

Hlutabréf í Flugleiðum lækkuðu um 15% í gær

HLUTABRÉF í Flugleiðum lækkuðu um 15% í kjölfar þess að félagið birti tölur yfir afkomu sína fyrstu níu mánuði þessa árs. Eins og fram hefur komið nam hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi 341 milljón króna og minnkaði hann um 547 milljónir milli ára. Þetta er lakasta afkoma Flugleiða frá 1993. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Jólabasar Sólheima

ÁRLEGUR jólabasar Sólheima í Grímsnesi verður haldin í Templarahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík sunnudaginn 23. nóvember og stendur milli kl. 13 og 17. Sólheimar eru 100 manna vistrænt byggðahverfi þar sem búa m.a. 40 fatlaðir einstaklingar. Á Sólheimum eru fimm fyrirtæki, vinnustofur, vefstofa, listasmiðja og smíðastofa. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Jólakort til styrktar nauðstöddum börnum

ÚT ERU komin jólakort og dagatöl ABC hjálparstarfs til styrktar nauðstöddum börnum á Indlandi. Jólakortin, sem eru af þremur gerðum, teiknaði Jenný Guðmundsdóttir myndlistarkona. Allur ágóði af sölu kortanna og dagatalanna fer til uppbyggingar á heimilum ABC- hjálparstarfs á Indlandi. Af 2.300 stryktarbörnum, sem eru á framfæri Íslendinga í gegnum ABC-hjálparstarf, eru um 1. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Kaupin á Hovden í Noregi samþykkt

STJÓRN SÍF hf. hefur samþykkt að dótturfyrirtæki SÍF í Noregi, Mar-Nor a.s. kaupi 50% hlut í fiskframleiðslufyrirtækinu Hovden Fiskindustri a.s. í vestraalen í Norður-Noregi. Kaupin byggjast á samkomulagi milli Melbu Fiskindurstri a.s. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kosið í dag

PRÓFKJÖR fer fram í dag hjá sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði og í Bessastaðahreppi. Í Hafnarfirði verður kosið í Víðistaðaskóla og stendur kjörfundir milli kl. 10 og 20. Úrslit munu væntanlega liggja fyrir um kl. 21. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í Sjálfstæðisflokknum sem náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 537 orð

Kópavogur með vissa forystu í ferlimálum

HELGA Skúladóttir er formaður Ferlinefndar Kópavogs og hún segir að framkvæmd ferlimála í bænum sé komin í mjög viðunandi og góðar skorður, en aðilar á vegum nefndarinnar starfa nú bæði með þeim sem reisa eða breyta mannvirkjum á vegum bæjarins, svo og þeim sem gera hið sama fyrir einkaaðila. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Landlæknir óskar andsvara vegna meints brots

EMBÆTTI landlæknis hefur sent Esra S. Péturssyni sálfræðingi bréf vegna meints brots hans á læknalögum. Í nýútkomnum æviminningum Esra, Sálumessu syndara, er skýrt frá ástarsambandi hans og konu, sem var sjúklingur hjá honum, og varðar meint brot Esra þann hluta frásagnarinnar sem tíundar sjúkrasögu konunnar. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

LEIÐRÉTT Bókmenntakynning MISTÖK

MISTÖK urðu við vinnslu fréttar í Morgunblaðinu í gær um bókmenntadagskrá í Kirkjuhvoli á Akranesi á sunnudaginn. Þar kynna höfundar verk sín, eins og sagði í fréttinni, en verk þeirra Rögnvaldar Finnbogasonar og Hannesar Sigfússonar verða kynnt. Beðist er afsökunar á mistökunum í fréttinni. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Leiklestur fyrir börn í Norræna húsinu

Leiklestur fyrir börn í Norræna húsinu NORSKI barnabókahöfundurinn Kirsti Birkeland les norsk ævintýri og bregður sér í hlutverk sagnaþuls og gömul norsk ævintýri öðlast nýtt líf í frásögnum hennar í Norræna húsinu sunnudaginn 23. nóvember kl. 14. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Leyfi fyrir sölu skotelda

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík vill koma eftirfarandi á framfæri: "Þeir aðilar sem hyggast sækja um leyfi fyrir sölu í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kjalarnes- og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 1997­1998 ber að sækja um leyfi til embættis lögreglustjórans í Reykjavík fyrir 10. desember 1997. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Lionsmenn í Hafnarfirði ganga í hús ÁRLEG fjársöfnun Lionsmanna me

ÁRLEG fjársöfnun Lionsmanna með jólapappír er að hefjast og verður gengið í heimahús og boðinn jólapappír og sprittkerti til kaups. Ágóðinn af sölunni rennur til líknarmála í bænum. Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni klúbbsins verið tækjagjafir til sjúkrastofnanna, sambýla fatlaðra, leikskóla og félagssamtaka í bænum. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Lofsamar framlag Rússlands

RÚSSUM hefur verið hrósað mjög fyrir framlag þeirra til að leysa deilu Íraka og Sameinuðu þjóðanna og nú hefur Carl Bildt, leiðtogi sænskra hægrimanna, sem hafði umsjón með alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, lýst því yfir að aðild þeirra að uppbyggingunni þar hafi ekki verið metin að verðleikum, að því er segir í Jyllands- Posten. Meira
22. nóvember 1997 | Miðopna | 1240 orð

Markaðsvirði lækkaði um 1,2 milljarða

LAKARI afkoma Flugleiða á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil á síðasta ári olli greinilega miklum vonbrigðum á verðbréfamarkaði í gær. Gengi bréfanna lækkaði um tæp 19% strax í upphafi dags, úr 3,57 í 2,90 en hækkaði í 3,05 fyrir lokun. Þetta samsvarar því að markaðsvirði félagsins hafi lækkað um 1,2 milljarða króna í gær eða 15%. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Messuhald í Seltjarnarneskirkju Í VETUR ætlar Seltjarnarneskir

Í VETUR ætlar Seltjarnarneskirkja að leggja áherslu á fjölbreytni í helgihaldi til að lífga upp á messuhaldið. Sunnudaginn 23. nóvember kl. 11. f.h. verður messa í þjóðlagastíl. Þá verður leikið undir söng á harmoníku, gítar og bassa. Messa þessi er samin af Per Harling sem er þekktur í Svíþjóð fyrir að semja bæði söngleiki og messur í nýjum takti. Sr. Meira
22. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 319 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili á morgun kl. 11. Foreldraspjall í fundarsal, Anna Elisa Hreiðarsdóttir leikskólakennari ræðir um aðventuna og undirbúning jólanna hjá fjölskyldum. Samvera með yngstu börnunum í kapellunni á meðan. Guðsþjónusta fellur niður vegna biskupsvígslu séra Karls Sigurbjörnssonar. Æskulýðsfélagið heldur fund í kapellu kl. 17. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 444 orð

Milo sagður íhuga stofnun nýs flokks

SAMKVÆMT nýjustu fréttum í gærkvöldi hafði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ekki tekist að lægja öldurnar í Líkud- bandalaginu vegna óánægju atkvæðamikilla manna í flokknum með störf hans. Óstaðfestar fregnir hermdu að Roni Milo, borgarstjóri Tel Aviv, væri að íhuga að stofna nýjan flokk eftir helgi. Þá var Limor Livnat samskiptaráðherra sögð vera að íhuga afsögn. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Námskeið um tóbaksvarnir í Neskaupstað HEILBRIGÐIS- og tryggingamá

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið stendur dagana 22. og 23. nóvember nk. fyrir leiðbeinendanámskeiði fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Tilgangur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Nemendur andvígir flutningi Sjómannaskóla

Morgunblaðið/Ásdís Nemendur andvígir flutningi Sjómannaskóla UNNÞÓR Torfason, formaður Skólafélags Vélskóla Íslands, afhenti á fimmtudag Ólafi G. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 46 orð

Niðurrifi þinghúss mótmælt

STUÐNINGSMENN flokks fyrrverandi kommúnista í Austur- Þýskalandi, PDS, hafa efnt til mótmæla vegna niðurrifs Lýðveldishallarinnar í Berlín, sem hýsti austur-þýska þingið fyrir sameiningu Þýskalands árið 1990. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ný dögun 10 ára

NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða 10 ára þann 8. desember nk. Af því tilefni bjóða samtökin til kaffisamsætis í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 15 í dag. Þeir syrgjendur, sem sótt hafa styrk til samtakanna á undanförnum áratug, eru sérstaklega velkomnir svo og aðrir velunnarar Nýrrar dögunar. Meira
22. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 231 orð

Nýir útgefendur Hvíta Fálkans

Keflavík-Breyting verður á útgáfu Hvíta Fálkans, blaði varnarliðsmanna á næstunni. Blaðið hefur komið út vikulega frá árinu 1952 og hefur flutt varnarliðsmönnum og fjölskyldum þeirra fréttir af málefnum líðandi stundar. Íslenskum aðilum hefur ekki verið unnt að auglýsa þjónustu eða vörur í blaðinu en nú verður breyting á því. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Olís opnar nýja þjónustustöð OLÍS opnar í dag ný

OLÍS opnar í dag nýja þjónustustöð við Ánanaust í Reykjavík en félagið hefur rekið stöð þarna í tæpa tvo áratugi í bráðabirgðaskúr. Nýja stöðin stendur fyrir aftan þá gömlu og tengist nýrri götu þar en vegakerfi Ánanausta hefur tekið miklum breytingum sl. mánuði. Stöðin er byggð eftir sömu teikningu og stöðvar Olís við Sæbraut og í Álfheimum og er hún með þremur "fjölvals"-dælum, þ.e. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Opið hús í Kattholti KATTAVINAFÉLAG Íslands verður með opið hú

KATTAVINAFÉLAG Íslands verður með opið hús í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, sunnudaginn 23. nóvember frá kl. 14­17. Kynnt verður starfsemi félagsins og fólki gefinn kostur á að skoða dýrin. Allir eru velkomnir. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Opin kóræfing

OPIN kóræfing verður hjá Kvennakór Hafnarfjarðar í Kænunni, Óseyrarbraut 2, á morgun, sunnudag, frá kl. 15 og fram eftir degi. Efnisskráin verður fjölbreytt og skemmtileg með jólaívafi. Kórkonur bjóða upp á kaffi og meðlæti sem selt verður gegn vægu gjaldi. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Allir velkomnir. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 217 orð

Persson sætir ámæli

ÞEGAR Göran Persson, forsætisráðherra Svía, hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu á leið sinni vestur um haf var hann í lítilli þotu, sem leigð hafði verið undir hann til ferðarinnar. Auk tveggja lífvarða og samstarfsmanns voru kona hans og fjögur börn þeirra hjóna með í förinni. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 711 orð

Raunlækkun á raforkuverði

KRISTJÁN Jónsson, forstjóri Rafmagnsveitu ríkisins, segir samanburð ekki raunhæfan, þar sem eingöngu sé um rafmagn til heimilisnota að ræða. Nær væri að bera saman meðalverð yfir allt landið. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, bendir á að Hitaveita Suðurnesja greiði engan arð auk þess sem hún framleiði sjálf 60% af sinni raforku. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Risnukostnaður hækkaði um 67% í fyrra

RISNUKOSTNAÐUR Alþingis hækkaði um 67% í fyrra fyrst og fremst vegna aukins kostnaðar við móttöku erlendra gesta. Kostnaður við ferðalög alþingismanna og starfsmanna þingsins til útlanda lækkaði hins vegar um 7,4% milli ára. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Rætt um samstarf um almenningssamgöngur

BÆJARFULLTRÚAR frá Akranesi heimsóttu borgarstjórn Reykjavíkur í gær og við það tækifæri óskaði formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórnina um samstarfsmöguleika á sviði almenningssamgangna. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 784 orð

Sameiginlegt verkefni ESB óljóst

EVRÓPUSAMTÖKIN á Íslandi gangast í dag kl. 14 fyrir fundi á Sóloni Íslandusi undir yfirskriftinni "Evrópusambandið eftir ríkjaráðstefnuna". Á meðal þriggja erlendra fyrirlesara er Gilles Bertrand, franskur sérfræðingur um Evrópumál. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sjúkrabíll með nýju útliti

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands tekur í notkun nýjan og fullkominn sjúkrabíl með nýju útliti við upphaf opins húss fyrir almenning í húsnæði deildarinnar í dag, laugardag. júkraflutningamenn telja að bílarnir þurfi að vekja enn meiri athygli í umferðinni en áður. Reykjavíkurdeild er stærsta deild Rauða kross Íslands. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Skil blendna afstöðu til ESB

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og einn helsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins, segir að þótt Íslendingum sé augljóslega ekkert að vanbúnaði að taka þátt í Evrópusambandinu skilji hann vel blendna afstöðu þeirra, því þeir njóti nú allra kosta aðildar án þess að eiga í þeim vanda er búast megi við að fylgi aðild. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skoðanakönnun um sameiningu

FÉLAGSFUNDUR í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði hefur samþykkt að kanna afstöðu félagsmanna til sameiningar Hlífar og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Samþykkt var að efna til skoðanakönnunar innan Hlífar. "Verði meirihluti félagsmanna því fylgjandi að viðræðum um sameininguna verði haldið áfram mun gengið til þeirra með það að markmiði að þau sameinist í einu félagi. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Skulum halda ró okkar þrátt fyrir sveiflur

"EF til vill erum við ekki nógu dugleg að berja okkur á brjóst og skýra frá árangri okkar. Ég hygg þó að þegar kemur að uppgjörinu og borin verða saman markmið og efndir í lok kjörtímabilsins fái allir það sem þeir verðskulda ­ og þar kvíði ég engu." Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er hann ræddi stöðu flokksins. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 460 orð

Stjórnin óskar eftir 20 milljarða dala láni

STJÓRN Suður-Kóreu kvaðst í gær hafa óskað eftir lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) vegna fjármálakreppu í landinu. Stjórnin sagði að 20 milljarðar Bandaríkjadala, andvirði 1.400 milljarða króna, ættu að nægja en fjármálasérfræðingar töldu að Suður-Kórea þyrfti miklu hærri lán til að leysa efnahagsvandann til frambúðar. Meira
22. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 405 orð

Svar við óskum bæjarbúa

VIKUDAGUR er nafn á nýju blaði sem líta mun dagsins ljós á Akureyri 4. desember næstkomandi. Blaðið mun í fyrstu koma út einu sinni í viku, á fimmtudögum en stefnt er að því að fjölga útgáfudögum í tvo er fram líða stundir. Nýr dagur gefur blaðið út en framkvæmdastjóri þess er Hjörleifur Hallgríms. Sigfús E. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Sýningum lýkur

Menningarmiðstöðin Gerðubergi SÝNINGU Eggerts Magnússonar lýkur nú á sunnudag. Gerðuberg er opið föstudaga 9­19, laugardaga og sunnudaga 12­16. Kjarvalsstaðir Farandsýning á ljósmyndaverkum eftir þrjátíu erlenda listamenn, "Að skapa raunveruleikann" lýkur nú á sunnudag. Leiðsögn um sýningar safnsins er alla sunnudaga kl. 16. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Tjón sameigenda bætt þótt leiðsla sé annarra

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt að húsfélagi beri að greiða fatahreinsun 350 þúsund króna bætur vegna tjóns sem varð þegar öryggisloki í kyndiklefa hússins bilaði og heitt vatn flæddi inn í hreinsunina. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tóbaksvarnir Námskeið fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustu

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið stendur um helgina, 22. og 23. nóvember, fyrir leiðbeinendanámskeiði fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Tilgangur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Meira
22. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 148 orð

Ullarmat í fullum gangi

Fagradal-Um þessar mundir eru bændur í óðaönn við að klippa ullina af kindum sínum og þegar því er lokið er ullin metin af ullarmatsmanni frá Ístex. Ullin er metin bæði heima á bæjum hjá bændunum eða í ullarstöðvunum þar sem ullinni er safnað saman og hún metin. Miklu skiptir að ullin sé þurr og hrein, í henni liggja mikil verðmæti ef vel er um hana hugsað, t.d. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Unnt að ná samkomulagi um takmarkanir

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gerði að umtalsefni í ræðu á aðalfundi miðstjórnar flokksins í gærkvöldi, gagnrýni sem hann sagði að hefði komið fram á kjördæmisþingum framsóknarmanna að undanförnu á ýmis atriði sjávarútvegsstefnunnar. Halldór sagði m.a. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

Vanskapað hvalshræið fer á safn á Húsavík

HRÆ búrhvalsins, sem rak á land í Steingrímsfirði á dögunum, verður dregið til Húsavíkur og beinagrind dýrsins sýnd á hvalasafni bæjarins. Halldór Halldórsson, bóndi í Hrófbergi, eigandi hvalsins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Við skoðun líffræðinga í gær kom í ljós að búrhvalurinn er vanskapaður og vantar á hann neðri kjálkann. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 396 orð

"Var alltaf hrædd um hann á Íslandsmiðum"

EVELYN var 23 ára þegar eiginmaður hennar, hásetinn E.J. Parker, fór í síðustu ferð sína með togaranum Goth 4. desember 1948. Hann var 28 ára og þau höfðu verið gift í þrjár vikur."Ég man mjög skýrt eftir því þegar hann fór. Klukkan var þrjú að nóttu þegar hann fór á fætur og tók leigubíl að togaranum. Meira
22. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Varanlegir vegir tengi byggðir

RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til umfjöllunar metnaðarfulla áætlun um að tengja saman með varanlegum vegi byggðarlögin í landinu, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á aðalfundi miðstjórnar í gærkvöldi. "Málið mun koma til umfjöllunar á Alþingi á þessu þingi og mun skipta miklu máli í þeirri umræðu sem nú fer fram," sagði hann. Meira
22. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Þjóðverjar til ráðgjafar

Í NÝRRI bók um norsku leyniþjónustuna er sagt frá því að yfirmenn í þýska hernum, sem gegndu lykilhlutverki við hernám Noregs á stríðsárunum, hafi verið fengnir til ráðgjafar um varnir Norður-Noregs, aðeins fjórum árum eftir stríðslok. Frá þessu er sagt í Aftenposten. Meira
22. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 594 orð

Þung orð látin falla

VILHJÁLMUR Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, NAN, var þungorður er hann fjallaði um málefni Neytendasamtakanna á almennum fundi NAN í fyrrakvöld og skaut mjög föstum skotum að Jóhannesi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, og Drífu Sigfúsdóttur, formanni samtakanna. Jóhannes og Drífa sátu fundinn og gerðu þar grein fyrir sínum sjónarmiðum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. nóvember 1997 | Staksteinar | 310 orð

»Fjárstreymið í ríkissjóðinn GÓÐÆRIÐ eykur fjárstreymið í ríkissjóð. Á fyrst

GÓÐÆRIÐ eykur fjárstreymið í ríkissjóð. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 92,4 milljörðum króna en það er um 3,7 milljörðum króna meira en áætlanir fyrir tímabilið gerðu ráð fyrir. Eyðsluskattar 68 milljarðar Meira
22. nóvember 1997 | Leiðarar | 594 orð

ÓSKÝRÐUR MUNUR RAFORKUVERÐS

LeiðariÓSKÝRÐUR MUNUR RAFORKUVERÐS AFORKUVERÐ til heimilisnota er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum samkvæmt upplýsingum frá Samorku, sambandi rafveitna og hitaveitna. Verðþróunin hefur verið mjög misjöfn árin 1993 til 1997. Meira

Menning

22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 623 orð

Á vit vampíra og uppvakninga í Lundúnum

Hryllingsfjölleikahúsið er forvitnileg sýning sem ber nafn með rentu. Pétur Blöndal komst að raun um það þegar hann sá sýninguna í Lundúnaborg. "FESTU beltin eða ég löðrunga þig," segir skrækróma flugfreyja sem segist vera frá Transylvanian Airlines. Blaðamaður, sem hélt sig vera í fjölleikahúsi, fálmar eftir belti í stólnum en grípur í tómt. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 240 orð

Barnfóstran Fran Fine

BARNFÓSTRAN Fran Fine birtist aftur á Stöð 2 þriðjudaginn 25. nóvember. Fyrir þá sem eru ekki kunnugir þáttunum upplýsist það hér með að þeir fjalla um glæsikvendið Fran sem gerist barnfóstra hjá sterkefnuðum ekkjumanni, Maxwell Sheffield (Charles Shaughnessy). Hún sér um börnin þrjú Maggie (Nicholle Tom), Brighton (Benjamin Salisbury), og Grace (Madeline Zima). Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 683 orð

Bráðgóð hugmynd

Safnplata sjö hljómsveita sem nefnist Spírur. Vínyl skipa Kristinn söngvari og Guðlaugur trommuleikari Júníussynir, Arnar Guðjónsson gítarleikari, Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari og Georg Hólm bassaleikari. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 622 orð

Engin dagskrá um íslensku

ÞÁ SKILST manni að tvær sjónvarpshetjur séu horfnar af vettvangi og kemur væntanlega annað í staðinn eins og venjan er, því dagskráin verður að "kontinjúerast", eins og slett var á dönsku um aldamótin, en heyrist aldrei nú til dags, eins og Danir hafi gert okkur eitthvað. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 248 orð

Gamanmynd um Díönu prinsessu

ÞEGAR höfundar áströlsku kvikmyndarinnar "Diane & Me" fengu hugmyndina að myndinni fyrir um tveimur árum þótti hún ansi skondin. Myndin segir frá Díönu Spencer, ungri konu frá smábæ í Ástralíu sem er heltekin af Díönu prinsessu. Hún tekur þátt í keppni og vinnur ferð til London þar sem hún á að fá tækifæri til að hitta prinsessuna í eigin persónu. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 51 orð

Kryddgleði

SPICE Girls stúlkurnar gátu tekið gleði sína á ný þegar þær fengu verðlaun sem besta alþjóðlega hljómsveitin á spænsku tónlistarhátíðinni "Amigo" sem var haldin í Madríd í vikunni. Þær Geri, Mel C. og Mel B. sungu og dönsuðu ásamt hinum kryddunum af krafti á hátíðinni þakklátar fyrir hvern góðan dag. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 231 orð

Mikki mús með nýjan sjónvarpsþátt

MIKKI mús er kominn aftur til starfa á teikniborðinu hjá Disney en ný teiknimyndaröð um hann verður frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í byrjun árs 1999. Músin hefur undanfarna áratugi ekki lagt mikið af mörkum á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi. Það sem hefur verið í gangi er aðallega endurtekið efni því Mikki var seinast dreginn markvisst á blað fyrir teiknimyndaröð á sjötta áratugnum. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 426 orð

Rólegheit með Páli Óskari

"ÞAÐ STENDUR til að ég verði fyrsti íslenski rólegheita plötusnúðurinn," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem verður DJ á efri hæðinni á Ingólfskaffi næstkomandi föstudagskvöld. "Fram að þessu hafa íslenskir plötusnúðar alltaf verið í grenjandi stuði en ég ætla að leggja áherslu á "kitsch" og "tacky"-tónlist frá tímabilinu 1960 til 1980. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Svartur svanur í Ástralíu

MARGT er frábrugðið hinu megin á hnettinum frá því sem við Íslendingar eigum að venjast. Jafnvel svanirnir eru svartir eins og Rakel Jóhannesdóttir, sem er 17 ára blómarós frá Patreksfirði, komst að raun um í Ástralíu. Svanurinn var ekki síður hugfanginn af þessari kynjaveru frá Íslandi og elti hana á röndum. Meira
22. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 515 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.25 Ekki er allt jafn slétt og fellt og það sýnist á ytra borðinu í Löðri (Soapdish 1991), býsna skemmtilegri mynd þar sem skoðað er baksvið hinna svokölluðu "sápuópera" í sjónvarpinu. Svo er kallað innihaldsrýrt léttmeti, ógnarlangir þættir sem gengið hafa árum saman, sumir hverjir. Meira

Umræðan

22. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 366 orð

Á að stofna embætti Reykjavíkurbiskups?

MIKIÐ hefur gengið á innan íslensku þjóðkirkjunnar undanfarin misseri. Hvert hneykslismálið eftir annað hefur komið upp á yfirborðið og hefur mörgum verið nóg boðið. Mikil tímamót eru nú fram undan. Kirkjuþing mun alfarið taka við af Alþingi varðandi öll málefni kirkjunnar. Þá má einnig nefna vígslu nýs biskups. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 686 orð

Árangur í kvennabaráttu

KVENNALISTINN hélt nýlega landsfund þar sem samþykkt var tillaga um að ganga til málefnaviðræðna við A-flokkana um samstarf í næstu þingkosningum. Nokkuð hefur verið rætt um þessa tillögu í fjölmiðlum og hefur umfjöllunin einkennst af upphrópunum og yfirlýsingum um að verið sé að leggja samtökin niður, eða að Kvennalistinn sé að renna saman við aðra flokka. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1232 orð

Á sjómannaafslátturinn rétt á sér?

ENN Á ný eru menn að ráðast gegn sjómannaafslættinum. Hefur Pétur H. Blöndal lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á skattalögum, meðal annars til að afnema sjómannaafsláttinn. Þykir honum og öðrum, sem launþegum þessa lands vera gert mishátt undir höfði. Meira
22. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Dvínandi fylgi borgarstjórans

BARÁTTAN milli R-lista og D-lista virðist ætla að verða hörð. Flestar skoðanakannanir sýna jafnt fylgi þótt oftar mælist D-listi aðeins yfir. Aðrar kannanir eru farnar að fylgja í kjölfarið. Það eru mælingar á fylgi borgarstjóra. Líklega voru fyrstu slíkar kannanir gerðar þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 383 orð

Eignaskattar og óhagkvæmni

SKATTLAGNING eigna er ein af þeim leiðum sem sveitarfélög nota til að afla sér fjár til reksturs og ýmissa framkvæmda. Um þá skatta, sem og aðra, gildir að gæta verður sanngirni og hófs til þess að skattheimtan sé réttlát, hagkvæm og árangursrík. Tvískattlagning Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 547 orð

Enn um fjölda vélstjóra á fiskiskipum

Í sjónvarpsfréttum hinn 30. október sl. var meðal annars fjallað um aðalfund LÍÚ og þau ummæli Kristjáns Ragnarssonar að um borð í íslenskum fiskiskipum væru í mörgum tilfellum of margir vélstjórar. Í sama fréttatíma var haft viðtal við mig þar sem ég hafnaði þessari fullyrðingu Kristjáns og tók sem dæmi að Samherji á og rekur 3 skip í Þýskalandi og á þeim séu allt upp í sex í vél, Meira
22. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 706 orð

Fáein orð um forna skatta

EKKI er að efa, að margir þeirra, er fluttust úr Noregi til Íslands á landnámsöld, fóru þangað undan ofríki Haralds konungs hárfagra, þótt þar komi vitaskuld jafnframt ýmsar aðrar ástæður til greina. Lýsing Snorra í 4. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 833 orð

Græna lækningin

HOLLUSTA og lækningarmáttur jurta hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og eru menn ekki á eitt sáttir um ágætið. Fyrirbyggjandi þættir, jafnvel lífsbjörg segja sumir, hjátrú og skottulækningar segja aðrir. Fólk er varað við trúgirni vegna skaðlegra áhrifa jurta á sama tíma og það er hvatt til að auka neyslu á jurtum (grænmeti) og þá vegna hollustunnar. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 523 orð

Hversvegna Lagnakerfismiðstöð?

TJÓN vegna vatnsleka frá biluðum húsalögnum eru mikil og fer þeim hratt fjölgandi. Heildarumfang þeirra er a.m.k. einn milljarður króna árlega og fjöldi þeirra slíkur að 15. hver fjölskylda verður fyrir tjóni á ári hverju. skv skýrslu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins nr. 95­12 "Átak um forvarnir vatnstjóna ­ Lokaskýrsla". Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 881 orð

Innflutt sement ­ já, takk?

ÞEIR í Þorlákshöfn hafa verið að slá um sig í fjölmiðlum og lýst því nokkuð hróðugir að þeir ætli sér að láta dönskum aðila eftir aðstöðu við höfnina til löndunar og geymslu á sementi. Leggja til hagstæðustu aðstöðu, sem fyrirfinnst í landinu, til þess arna. Samkeppni er yfirleitt af hinu góða, en hún getur stundum snúist upp í andhverfu sína. Meira
22. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 92 orð

Jólakort FEB Páli Gíslasyni: FYRIR hönd Félags eldri borgara í Reykjavík langar mig til að kynna jólakort, sem selt verður til

FYRIR hönd Félags eldri borgara í Reykjavík langar mig til að kynna jólakort, sem selt verður til fjáröflunar fyrir félagið. Á því er falleg mynd af Fríkirkjunni við Tjörnina, sem er alltaf hugljómun í augum Reykvíkinga. Kort þessi verða send út til félagsmanna og velunnara félagsins á næstunni. Meira
22. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 110 orð

Kveðja heim Fanney R. Greene: MÉR fannst mjög gaman að lesa Ævintýri lífs míns eftir Ármann Kr. Einarsson og óska ég honum og

MÉR fannst mjög gaman að lesa Ævintýri lífs míns eftir Ármann Kr. Einarsson og óska ég honum og fjölskyldu hans til hamingju með bókina. Það er reglulega ánægjulegt að rifja upp kynnin af frændfólki og vinum og lifa sig inn í íslenskt umhverfi og atburði. Bókin er vel skrifuð, fróðleg og skemmtileg. Nokkra kafla þýddi ég lauslega fyrir manninn minn, Mark R. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 714 orð

Mikill og stöðugur stuðningur við aðildarumsókn að ESB

ENGINN efast lengur um að gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafi verið mikið gæfuspor fyrir Íslendinga og spurningin um hvort ekki sé tímabært að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) er orðin mjög áleitin. Það eru bæði beinar hagnýtar ástæður og eins pólitískar ástæður fyrir því að umræðunni um Evrópusambandsaðild vex fiskur um hrygg. Íslenskt atvinnulíf sér t.a.m. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 503 orð

Ný dögun 10 ára

NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, eru tíu ára nú í desember. Af því tilefni er vert að staldra við og skoða það starf sem samtökin bjóða syrgjendum upp á um þessar mundir. Fyrirlestrar eru haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina frá september til maí ár hvert og þar geta allir mætt sem áhuga hafa á því efni sem um er fjallað hverju sinni, Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 334 orð

Sjúklingum mismunað

Í LÖGUM Tryggingastofnunar ríkisins er gert ráð fyrir að sjúkratryggingar greiði einungis reikninga lækna sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, sjúklingar. Nú hafa margir sérfræðingar sagt upp samningum við Tryggingastofnun ríkisins. Í þeirra hópi eru t.d. allir þvagskurðlæknar starfandi á Suðurlandi. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 378 orð

Til varnar Sólvangi

EINS og kunnugt er hefur verið mikill niðurskurður í framlögum til heilbrigðisstofnana hin síðustu ár og hafa flestir verið sammála um réttmæti þess að beita sparnaði og ýtrustu hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni sem og annars staðar. Slíkar ráðstafanir eru alltaf þjáningarfullar bæði fyrir þá sem nota þjónustu og hina sem veita hana. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 914 orð

Um laxinn og hafið og kaffibollavísindi í vesturbænum "Mikil aukning mun verða á laxagengd og endurheimtum á næsta sumri,

Í Morgunblaðinu 31. október síðastliðinn var smágrein sem byggðist á viðtölum við þá Tuma Tómasson og Sigurð Má Einarsson fiskifræðinga og fjallaði að mestu um slakar endurheimtur á laxi undanfarin ár. Meira
22. nóvember 1997 | Aðsent efni | 586 orð

Verslun í gíslingu greiðslukortafyrirtækja

GRÍÐARLEG aukning á notkun greiðslukorta og andsamkeppnislegir tilburðir greiðslukortafyrirtækjanna kalla á það að skýrari reglur verði settar varðandi gjaldtöku þeirra aðila sem bera kostnað vegna greiðslukorta og að heildarkostnaður vegna notkunar korta verði gagnsær fyrir neytendur. Meira

Minningargreinar

22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 505 orð

Arnbjörn Kristinsson

Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Adda gamla, eins og hann var löngum kallaður, heldur að minnast gengins vinar með fáum orðum. Adda kynntist ég sem lítil stelpa þar sem yngsta dóttir hans er jafnaldra mín og vinkona. Þegar ég kynntist honum fyrst þá var hann bóndi á Arnarhóli í Núpasveit en síðar fluttist hann ásamt konu og tveimur yngstu börnum sínum á Kópasker. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 211 orð

ARNBJÖRN KRISTINSSON

Arnbjörn Kristinsson fæddist 9. júní 1924 í Núpskötlu á Melrakkasléttu. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Benediktssonar og Jósefínu Sigtryggsdóttur. Arnbjörn var næstelstur fimm systkina, tvö þeirra dóu ung en hann á eina systir á lífi. Arnbjörn kvæntist 26. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Hafdís Andersen

Elsku mamma. Nú þegar þú ert farin, er svo margt sem fer í gegnum huga minn. Minningar sem eru svo dýrmætar, en einnig hugsunin um það hve mikið ég á eftir að gera og það að þú hefðir verið svo stór hluti þess. Ég hefði svo innilega óskað þess að þú hefðir verið lengur. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Hafdís Andersen

Elsku Hafdís. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna. Það verður allt öðruvísi að koma heim til Eyja þegar þú ert ekki. Ég man svo vel þegar ég var tíu eða ellefu ára. Þá settir þú krullur í hárið á mér áður en ég fór niður á Stakkó á sjómannadaginn. Mér fannst hárið á mér svo fínt. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Hafdís Andersen

Elsku mamma. Ég á svo erfitt með að skrifa þessar línur því að orðin eru öll þarna en eru einhvern veginn ætluð þér nálægri. Mér fannst þú svo dugleg í öllum þínum veikindum og í fimm ár barðist þú eins og hetja fyrir lífi þínu og gafst aldrei upp. Oft héldum við að þú værir að fara en hjarta þitt var svo sterkt og lífsviljinn var svo mikill að alltaf komstu aftur. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 202 orð

Hafdís Andersen

Hún Hafdís Andersen er dáin; tíðindin bárust okkur, bekkjarsystkinum hennar frá Vestmannaeyjum, að morgni 11. nóvember. Fréttin kom ekki á óvart því að nú var erfiðri baráttu lokið. Það er tæpt ár síðan við "1949- systkinin" misstum hana Tobbu (Þorbjörgu Sigurfinnsdóttur) úr hópnum, og nú er hún Hafdís "í okkar bekk" dáin. Báðar féllu þær fyrir krabbameininu. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 356 orð

Hafdís Andersen

Í dag kveðjum við Hafdísi frænku okkar og vinkonu en hún beið lægri hlut í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm sem enn reynist vísindunum svo erfitt að ráða við. Barátta hennar var hetjuleg og hún sýndi best hve hugrökk og dugleg Hafdís hefur alla tíð verið. Í baráttu sinni naut hún óeigingjarns stuðnings fjölskyldu sinnar og aðstandenda, stuðnings sem er ómetanlegur fyrir alla fjölskylduna. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 329 orð

Hafdís Andersen

Klukkan var fimm að nóttu og ég vaknaði við það að mamma mín öskraði í símann. Svo sagði hún: Þetta er Nína í Keflavík, það er farið að gjósa í Eyjum, strákar, strákar, kveikið á útvarpinu. Það leið fram að hádegi, í undarlegu tómarúmi, og svo birtust Hafdís og Sibbi á stigapallinum. Það þurfti ekkert að segja, fólk féll grátandi í faðm hvert annars. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 448 orð

Hafdís Andersen

Kær frænka, skólasystir og vinkona er horfin eftir erfiða baráttu. Enn á ný erum við minnt á að ekkert varir. Eftir eigum við minningar og minningabrot um Hafdísi Andersen sem háði sína hinstu hildi af fádæma dugnaði og hetjuskap. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en í vinfengi ­ og oft í nánu sambandi ­ við Hafdísi og hennar fólk. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 640 orð

Hafdís Andersen

Að morgni 11. nóvember bárust okkur þau sorgartíðindi að hún Hafdís væri dáin. Það er svo óréttlátt þegar fólk á besta aldri er hrifið burt frá ástvinum sínum. Við vissum reyndar að lífsganga Hafdísar yrði ekki löng, því á brattann hefur verið að sækja hjá henni sl. fimm og hálft ár. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Hafdís Andersen

Það er með miklum trega að ég skrifa þessar fátæklegu línur um frænku mína Hafdísi Andersen. Þegar litið er um farinn veg eru minningarnar margar, allar eru þær bjartar og fullar af lífi eins og einkenndi hana frænku mína. Það var gaman í garðinum á Hásteinsveginum þegar við lékum okkur þar sem börn og lífið svo áhyggjulaust. Mér fannst garðurinn svo gífurlega stór og trén himinhá. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 144 orð

HAFDÍS ANDERSEN

HAFDÍS ANDERSEN Hafdís Andersen fæddist í Vestmannaeyjum 21. desember 1949. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Rakel Friðbjarnardóttir, f. 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993, og Knud Andersen, f. 23. mars 1913. Systkini Hafdísar eru Pétur Andersen, f. 16. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Hafdís Andersen Elsku vinkona. Nú er komið að því að kveðja í bili eftir þriggja áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á.

Elsku vinkona. Nú er komið að því að kveðja í bili eftir þriggja áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Minningar okkar mun ég geyma í hjarta mínu, þær voru ekki aðeins okkar heldur tengjast fjölskyldum okkar. Þær eru ófáar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman. Síðustu ár hafa verið þér erfið vegna veikinda en þú hefur ætíð staðið upp úr sem hetja og það verður þú alltaf í mínum huga. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 110 orð

Hafdís Andersen Okkur langar að minnast Hafdísar Andersen sem er til moldar borin í dag. Hún barðist af ótrúlegri seiglu og

Okkur langar að minnast Hafdísar Andersen sem er til moldar borin í dag. Hún barðist af ótrúlegri seiglu og þrautseigju við sjúkdóm þann sem loks lagði hana að velli. Við kynntumst Hafdísi ekki fyrr en eftir að baráttan var hafin og dáðumst að kjarki hennar og lífsvilja. Þar fór kona sem elskaði lífið. Kona sem vildi fá að sjá dætur sínar þroskast og vaxa. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 718 orð

Jón Gísli Árnason

Hann afi minn Jón Gísli Árnason er dáinn. Mér finnst skrítið að ég eigi aldrei eftir að sjá hann aftur og að þau orð sem ég rita hér séu mín hinsta kveðja til hans. Ég þekkti hann afa minn eins og gefur að skilja aldrei sem ungan athafnamann heldur sem gamlan glaðbeittan mann sem sestur var í helgan stein og þannig kýs ég að skrifa um hann. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Jón Lárusson

Jón og móðir mín Anna María voru send saman í sveit eins þá var alsiða. Þau fóru vestur í Dali og norður í Bitrufjörð. Saman voru þau í góðu yfirlæti á bæunum Krossi í Haukadal og Einfætisgili í Bitrufirði. Síðan áttu Dalirnir og Strandirnar sterk ítök í honum. Jón fór ófáar ferðir þangað, óvæntar sem skipulagðar og var alla tíð vel tekið á móti honum. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 97 orð

JÓN LÁRUSSON

JÓN LÁRUSSON Jón Lárusson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. nóvember síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Norður Götum í Mýrdal, og Lárusar Sigmundssonar Knudsen frá Hvolseli í Dölum. Systkini Jóns eru: Hrefna, f. 1926, Sigmundur Páll, f. 1928, Páll, f. 1928, Sigurður, f. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 721 orð

Sigurbjörg Erla Jónsdóttir

Ég var á Bændaskólanum á Hólum þegar ég sá Erlu mína fyrst. Mér þótti hún strax afskaplega falleg og þótti reyndar til síðasta dags. Ég var bæði stoltur og glaður að hún skyldi vilja giftast mér og við elskuðum hvort annað alla tíð. Við ákváðum strax að reyna að fá okkur jörð til að fara að búa, það kom ekkert annað til greina. Við reyndum svolítið að fá jarðnæði en það var hvergi kot að fá. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 158 orð

Sigurbjörg Erla Jónsdóttir

Elsku Erla, nú ertu horfin svo snöggt að við erum harmi slegin. Þú varst falleg og stórbrotin kona. Þegar ég kom fyrst inn á heimili þitt fyrir 24 árum að Kambi, tókstu vel á móti mér. Þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og þroskað. Við Nonni áttum vísan stað á heimili þínu. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Sigurbjörg Erla Jónsdóttir

Mér er orða vant þegar ég nú minnist minnar kæru systur. Saman áttum við æskunnar spor, efldum hvors annars þor og glöddumst við gróandi vor. Svo marg er að minnast að á sorgarstund fer best að segja fátt, hugurinn flýgur um farinn veg og minningar sem gleðja vekja líka söknuð. Við mannanna börn munum aldrei skilja allar lífsins gátur, við það er okkur best að una. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 305 orð

SIGURBJÖRG ERLA JÓNSDÓTTIR

SIGURBJÖRG ERLA JÓNSDÓTTIR Sigurbjörg Erla Jónsdóttir fæddist 19. júní 1931. Hún lést á Landspítalanum 10. nóvember síðastliðinn. Hún var skagfirsk í báðar ættir, foreldrar hjónin í Axlarhaga Jón Pálmason frá Svaðastöðum og seinni kona hans Arnfríður Jónasdóttir frá Syðri-Hofdölum. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Þorbjörg Magnea Jónsdóttir

Við viljum minnast látinnar félagskonu, Þorbjargar Magneu Jónsdóttur, í fáum orðum fyrir hennar ræktarsemi og hlýhug til félagsins. Þorbjörg gekk í Hvítabandið árið 1960 og starfaði ötullega í 37 ár. Á 100 ára afmæli Hvítabandsins 1995 var Þorbjörg Magnea gerð að heiðursfélaga. Hún lét ekki mikið yfir sér, en vann sín störf í kyrrþey. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 722 orð

Þorbjörg Magnea Jónsdóttir

Hún Tobba vinkona mín er horfin yfir móðuna miklu. Hún sem alltaf var eins, en mér fannst hún aldrei eldast, en svona er lífið. Öll eigum við þessa göngu fyrir höndum sem jörðina yrkjum. Tobbu kynntist ég fyrst vestur á Sandi þegar hún var að koma í heimsókn á heimaslóðirnar. Og gisti hún þá ávallt hjá Ástu og Sveinbirni í Hraunprýði. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 517 orð

Þorbjörg Magnea Jónsdóttir

Í dag verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju Þorbjörg Magnea Jónsdóttir, eða Tobba frænka eins og við kölluðum hana ávallt. Lífsbaráttan hér undir jökli hefur í aldaraðir verið háð sjósókn og sjórinn verið örlagavaldur í lífi okkar Snæfellinga. Þannig var og með Tobbu, en faðir hennar drukknaði er hún var á öðru aldursári. Meira
22. nóvember 1997 | Minningargreinar | 157 orð

ÞORBJÖRG M. JÓNSDÓTTIR

Þorbjörg Magnea Jónsdóttir var fædd 26. júlí 1904 í Stykkishólmi. Hún lést 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon og Sigríður Einarsdóttir, en auk Þorbjargar áttu þau eina aðra dóttur, Gyðríði, sem nú er látin. Gyðríður bjó í Stykkishólmi og er dóttir Gyðríðar Jóna B. Kristinsdóttir. Meira

Viðskipti

22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Bankasamruni vestra

BANKARNIR First Union Corp. og CoreStates Financial Corp. hafa skýrt frá 16,6 milljarða dollara samruna, hinum mesta í sögu bandarískra banka. Samkvæmt samningum fá hluthafar CoreStates 83,84 dollara í First Union hlutabréfum fyrir hvert bréf í CoreStates. Kaupandinn, First Union, sagði að samningurinn mundi auka hagnað fyrirtækisins á 18 mánuðum. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 45 orð

Býður VW í Volvo?

VOLKSWAGEN, sem hefur látið í ljós hug á að kaupa Rolls-Royce, íhugar að kaup hlut í AB Volvo eða að kaupa fyrirtækið á einu bretti. Þýzka vikuritið Stern, sem skýrir frá þessu, segir að VW og Volvo ræði hugsanlegan samning. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

»Evrópsk bréf halda sínu striki

EVRÓPSK hlutabréf héldu sínu striki í gær af því að meiri ákveðni gætti í Wall Street og ástandið í Asíu lagaðist, en varkárni er enn ríkjandi og viðskipti dræm. Dow Jones hækkaði um tæplega 50 punkta á fyrstu mínútunum eftir opnun, en lækkaði svo. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Fjárvangsglugginn kynntur

FJÁRVANGUR hf. hefur þróað fullkomið tölvukerfi sem fengið hefur heitið Fjárvangsglugginn og verður það boðið fyrirtækjum og stofnanafjárfestum. Annars vegar nýtist kerfið við úrvinnslu á gögnum frá Verðbréfaþingi Íslands og hins vegar við kaup og sölu bréfa. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Fulltrúar 90 erlendra banka sóttu fundinn

LANDSBANKINN og Búnaðarbankinn stóðu sameiginlega að kynningu á breytingu bankanna í hlutafélög 1. janúar næstkomandi fyrir fulltrúum evrópskra og amerískra banka á kynningarfundi í London síðast liðinn miðvikudag. Að sögn Björns Sigurðssonar, forstöðumanns á alþjóðasviði Landsbankans, komu fulltrúar 90 erlendra bankastofnana á kynningarfundinn. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Gerstner hjá IBM í 5 ár enn

Gerstner er 55 ára að aldri og hefur verið stjórnarformaður síðan 1993. Hann fær forkaupsrétt á 2 milljónum hlutabréfa í IBM samkvæmt vinnusamningi. Í viðtali við Wall Street Journalkvaðst Gerstner líta svo á Ð aðeins helmingi starfs hans hjá IBM væri lokið. "Fyrri hlutinn var í því fólginn að gera fyrirtækinu kleift að halda velli og styrkjast," sagði hann. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Hækkaði um 3,7% sl. 12 mánuði

BYGGINGARVÍSITALAN mældist 225,8 stig eftir verðlagi um miðjan nóvember og hafði hækkað um 0,1% frá fyrra mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir desembermánuð, skv. tilkynningu Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7% og undanfarna þrjá mánuði er hækkunin 0,1% sem jafngildir 0,5% verðbólgu á ári. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Nýir eignaraðilar fá sæti í stjórn

Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen hf., segir að það bíði fyrsta stjórnarfundar hinnar nýju stjórnar að taka ákvarðanir um framhaldið. Stefnt er að því að gera Hans Petersen að almenningshlutafélagi og verður hugsanlega sótt um skráningu þess á Verðbréfaþingi á næsta ári, samkvæmt upplýsingum Hildar. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Ný kerfi ógna Teledesic kerfi Bills Gates

Um þetta hafa aðallega Bandaríkin og Evrópuþjóðir undir forystu Frakka náð tímamótasamkomulagi á alþjóðlegri útvarpsfjarskiptaráðstefnu á vegum alþjóðlega fjarskiptasambandsins, ITU, einni stofnun Sameinuðu þjóðanna, í Genf. Ráðstefnuna sóttu 2000 fulltrúar frá 142 löndum, þar á meðal talsmenn þrýstihópa. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Rætt um upplýsingatækni Dana

HAUSTRÁÐSTEFNA EDI-félagsins, félags um útbreiðslu staðlaðra rafrænna viðskipta, verður haldin á þriðjudag. Meðal fyrirlesara verður Bjarne Emig, formaður danska EDI-ráðsins og mun hann fjalla um stefnu danskra stjórnvalda í upplýsingatækni, árangur Dana á þessu sviði og hvernig þeir hafi náð honum. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Styrkir stöðuna á smásölumarkaði

JAPIS opnar í dag nýja tónlistarverslun að Laugavegi 13 í húsnæði þar sem verslunin Habitat starfaði um árabil. Að sögn Birgis Skaptasonar, annars eigenda Japis, var á síðasta ári standsett Virgin-verslun í húsnæðinu en Japis tók við henni, að hans sögn. Verslun Japis á Laugavegi er þriðja verslunin sem fyrirtækið opnar í Reykjavík en fyrir eru verslanir í Brautarholti og Kringlunni. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Tietmeyer vill sátt um yfirmann ECB

HANS TIETMEYER, yfirmaður þýzka seðlabankans, kveðst vilja skjóta lausn á deilu um yfirmann fyrirhugaðs seðlabanka Evrópu, ECB. Frakkar hafa valdið fjaðrafoki með tillögu um að yfirmaðurinn verði franski seðlabankastjórinn Jean-Claude Trichet. Áður hafði verið þegjandi samkomulag um að yfirmaður peningamálastofnunar Evrópu, EMI, Wim Duisenberg frá Hollandi, fengi starfið. Meira
22. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Þörf á meiri afköstum í áliðnaði

Því er spáð að álverð á málmmarkaði í London á árunum 1995- 2015 verði að meðaltali 1.615 dollarar tonnið. Framleiðendur munu fá um 1.712 dollara fyrir tonnið að meðaltali í dollurum á núverandi gengi. Samkvæmt skýrslunni þarf verðið að vera 1.700 dollarar tonnið til þess að fjárfesting í nýjum álverum sé raunhæf fjárfesting. Meira

Daglegt líf

22. nóvember 1997 | Neytendur | 134 orð

Askasleikir Leifs fékk 1. verðlaun

LEIFUR Örn Einarsson, tólf ára nemandi í Foldaskóla í Reykjavík, hlaut fyrstu verðlaun í teiknimyndasamkeppni tólf ára nemenda um besta íslenska jólasveininn til að útfæra á jólasveinaskeið Gull- og silfursmiðjunnar Ernu 1997. Meira
22. nóvember 1997 | Neytendur | 65 orð

Enn er leiðrétt

LÍNA féll niður í frétt á neytendasíðu Morgunblaðsins á fimmtudag, þar sem birtar voru nokkrar leiðréttingar á nýjum kökubæklingi Nóa Síríus. Í uppskrift að Baileystrufflum á bls. 13 í bæklingnum eru tvær villur, sem leiðréttast hér með báðar: bolli af rjóma á að vera bolli og bolli af Baileys á að vera bolli. Meira
22. nóvember 1997 | Neytendur | 101 orð

Jólasmákökur frá Frón

ÞAÐ er löngu orðin hefð fyrir því hjá kexverksmiðjunni Frón að baka smákökur fyrir jólin og er nú boðið upp á tíu tegundir. Nýjasta smákökutegundin hjá Frón er hinar svokölluðu stafapiparkökur, en auk þeirra eru á boðstólum vanilluhringir, súkkulaðibitakökur, kókoskökur, piparkökur, pipardropar, loftkökur, skopparakökur, prakkarakökur og makkarónukökur. Meira
22. nóvember 1997 | Neytendur | 166 orð

Ný Hagkaupsverslun opnuð í dag

NÝ VERSLUN Hagkaups verður opnuð í dag í Kjarnanum, nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð í Þverholti í Mosfellsbæ. Verslunin er á 1.600 fermetra fleti og er fyrst og fremst matvörubúð, ekki ósvipuð versluninni í Garðabæ, nema hvað þar verður heldur meira rými fyrir sérvöru, að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups. Meira
22. nóvember 1997 | Neytendur | 414 orð

Skráning reiðhjóla hefur tíðkast hér frá upphafi

VEGNA fréttar um skráningu á seldum reiðhjólum hjá versluninni Hvelli ehf. á neytendasíðu á fimmtudag hafa reiðhjólasalar haft samband við Morgunblaðið og bent á að rangt sé að hingað til hafi enginn íslenskur reiðhjólasali skráð hjá sér nöfn eigenda, né heldur stellnúmer seldra reiðhjóla. Tekið skal fram að fréttin er alfarið byggð á skriflegum upplýsingum frá Hvelli ehf. Meira
22. nóvember 1997 | Bílar | 452 orð

Volvo fær í flestan sjó

KOMINN er á markað ný gerð Volvo með rafeindastýrðu fjórhjóladrifi og mikilli veghæð sem gerir þessum bíl kleift að fara út fyrir malbikið og spreyta sig á fjallaleiðum. Þessi nýi bíll heitir Volvo V70 XC AWD. Hingað kemur hann í janúar eða byrjun febrúar og mun kosta um 3,7 milljónir sjálfskiptur. Meira

Fastir þættir

22. nóvember 1997 | Í dag | 396 orð

AÐ ER snjallt hjá Íslendingafélaginu í Danmörku að bjóða upp á hangi

AÐ ER snjallt hjá Íslendingafélaginu í Danmörku að bjóða upp á hangikjötsreykingu í Kaupmannahöfn fyrir þá, sem vilja koma jólahangikjöti til vina og ættingja í ríkjum Evrópusambandsins. Eins og fram hefur komið í fréttum má ekki flytja íslenzkt hangikjöt inn til ESB-landanna. Meira
22. nóvember 1997 | Dagbók | 3100 orð

APÓTEK

»»» Meira
22. nóvember 1997 | Í dag | 98 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 24.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 24. nóvember verður sjötug Inga Ásgrímsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Inga var áður húsfrú á Borg í Miklaholtshreppi. Inga er að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 23. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Er hollt að hlæja?

Spurning: Hvaða áhrif hefur hlátur á andlega líðan fólks? Er hann alltaf merki um heilbrigða gleði eða getur hann ekki líka borið vott um meinfýsi og illan hug? Er alltaf hollt að hlæja? Svar: Já, það er ábyggilega hollt að hlæja, ekki aðeins fyrir andlega líðan fólks heldur einnig fyrir líkamann. Þetta vita flestir og finna á sjálfum sér. Meira
22. nóvember 1997 | Í dag | 345 orð

"Fátæk börná Íslandi" VELVAKANDA barst eftirfarandi: "S

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Stofnað hefur verið félag til hjálpar fyrir fátæk börn á Íslandi. Félagið heitir því einfalda nafni: Fátæk börn á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari stofnun er sú að þessi hópur sem hefur verið stórlega vanræktur um langa hríð þarf nauðsynlega að fá hjálp núna umfram aðra hópa í þjóðfélaginu. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 641 orð

Flugleiðir sigruðu í bridskeppni flugfélaga

Flugleiðir sigruðu í bridskeppni flugfélaga BRIDS Torremolinos EVRÓPUMÓTFLUGFÉLAGA EVRÓPSK flugfélög standa fyrir mikilli félagsstarfsemi og einn þáttur í henni er að halda bridsmót. Þar eru Flugleiðir framarlega og hefur bridssveit félagsins verið sigursæl á undanförnum árum. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1113 orð

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17) »ÁSKIRK

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14 fellur niður vegna biskupsvígslu. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1008 orð

Höfum ekkert vílað fyrir okkur

Óli Jóhann Daníelsson gullsmiður og eiginkona hans, Eygló Sif Steinþórsdóttir, hafa aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau hafa hvað eftir annað sest niður, tekið "stórar ákvarðanir" og látið slag standa. Sú stærsta til þessa var að hanna eigin línu handunninna skartgripa og þreifa fyrir sér á erlendum markaði. Vogun vinnur ­ vogun tapar, segir máltækið. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 759 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 928. þáttur

928. þáttur TVEIR hinna mestu orðsnillinga okkar tíma, frændurnir Helgi Hálfdanarson og Hannes Pétursson, skiptust á skemmtilegum rökræðum fyrir nokkrum árum um orðalag í Hulduljóðum Jónasar, "þar sem að bárur brjóta hval á sandi". Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1083 orð

Notað og nýtt í draumum

ENDALAUST má ræða eilífðarmálin, grúska í gömlum fræðum og kíkja í menningarkistur annarra þjóða í von um lausn á gátunni miklu um lífið og dauðann. Dusta rykið af sjálfum sér með innhverfri íhugun, í leit að svörum við spurningum um tilveruna, Guð og mann. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 548 orð

Nouveau

ÞRIÐJA fimmtudag nóvembermánaðar á hverju ári má taka tappana úr fyrstu flöskunum af Beaujolais Nouveau, víni sem tveimur mánuðum áður var ótínd vínber á vínekrum Beaujolais-héraðsins. Hver sá sem upplifað hefur þá stemmningu er fylgir Beaujolais á frönskum kaffihúsum veit að það er ekki endilega vínið sem mestu máli skiptir heldur allt umstangið í kringum Beaujolais-komuna. Meira
22. nóvember 1997 | Dagbók | 507 orð

Reykjavíkurhöfn: Bouda 5

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. nóvember 1997 | Í dag | 376 orð

SPURT ER...

»Íslenskur handknattleiksmaður sem leikur í Þýskalandi var í fréttum í vikunni, þegar tilkynnt var að hann færi til Magdeburg næsta keppnistímabil. Það er eitt fjársterkasta félag Þýskalands og samningur leikmannsins sagður einn sá allra besti sem íslenskur handboltamaður hefur gert, Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1322 orð

Þeir komu, sáu og sigruðu

ÞEIM sem þetta skrifar líður seint úr minni tónleikarnir í Háskólabíói á útmánuðum 1964, þegar poppsveitin Hljómar frá Keflavík kom, sá, sigraði og gerði bókstaflega allt vitlaust, enda er upphaf bítlaaldar á Íslandi miðað við þann viðburð. Meira
22. nóvember 1997 | Í dag | 49 orð

ÞESSI systkini á myndinni heita Freya og Hákon. Í ágúst í sumar héldu þau tomb

ÞESSI systkini á myndinni heita Freya og Hákon. Í ágúst í sumar héldu þau tombólu á Bifröst í Borgarfirði. Ágóðann af tombólunni gáfu þau til flugbjörgunarsveitarinnar, alls 800 krónur. Hákon og Freya eiga heima í Álaborg í Dammörku en koma heim til Íslands á sumrin og búa þá á Bifröst. Meira
22. nóvember 1997 | Fastir þættir | 474 orð

(fyrirsögn vantar)

Þriðjudaginn 18. nóvember var spilaður eins kvölds Monrad barómeter með þátttöku 24 para. Efstu pör voru: Guðlaugur Sveinsson ­ Sigurjón Tryggvason+73Jens Jensson ­ Guðmundur Baldursson+54Róbert Geirsson ­ Geir Róbertsson+36Árni H. Meira

Íþróttir

22. nóvember 1997 | Íþróttir | 149 orð

1. deild kvenna

ÍBV - Haukar24:24 Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, 1. deild kvenna, föstudaginn 21. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:2, 3:4, 7:10, 11:11, 12:13, 15:16, 20:20, 21:23, 24:24. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 8, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Andrea Atladóttir 5/2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Sara M. Ólafsdóttir 1, Stefanía Guðjónsdóttir 1. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 491 orð

AC Green með 907 leiki í röð

LEIKIR fimmtudagsins voru sögulegir í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik; Atlanta Hawks tapaði í fyrsta skipti í vetur, meistarar Chicago Bulls töpuðu enn einu sinni á útivelli og síðast en ekki síst setti A.C. Green, leikmaður Dallas, met ­ tók þátt í 907. leiknum í röð. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 444 orð

Arnar í stöðubaráttu við Peter Beardsley

ARNAR Gunnlaugsson, markahrókur frá Akranesi, er í stöðubaráttu við gamla brýnið Peter Beardsley hjá Bolton, sem mætir Leicester á heimavelli í dag. Dean Holdsworth, sem Bolton keypti frá Wimbledon á 3,5 millj. punda, mun leika í fremstu víglínu við hlið Nathans Blake og síðan er spurningin hvor leikur fyrir aftan þá, Arnar eða Beardsley. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Barist um Moldovan GORDON Strachan, knatt

GORDON Strachan, knattspyrnustjóri Coventry, hefur brotið ísinn og boðið svissneska liðinu Grasshoppers 360 millj. ísl. kr. í rúmenska landsliðsmann Voriel Moldovan. Mörg lið í Evrópu hafa haft augastað á Moldovan, eins og t.d. Newcastle, Everton og Blackburn. Alan Irvine, þjálfari hjá Newcastle, var í Z¨urich á miðvikudaginn til að sjá hann leika. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 240 orð

Borgnesingar sprungu í lokin

NJARÐVÍKINGAR unnu auðveldan sigur á Skallagrími frá Borgarnesi í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 106:80. Borgnesingar töpuðu leiknum þegar í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir sprungu á limminu og settu aðeins 8 stig gegn 20 stigum Njarðvíkinga á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks. Í hálfleik var staðan 52:49. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 63 orð

Crewford ánægður með Ólaf

STEVIE Crawford, knattspyrnustjóri Hibs í Skotlandi, er mjög ánægður með útlendingana sem leika með liði hans og segir að "útlendingahersveitin" veiti liði sínu mikinn styrk. Hann segir að Ólafur Gottskálksson sé mjög góður leikmaður og hann sé ekki hættur að horfa til útlanda eftir að hafa keypt Bjarnólf Lárusson. "Það tekur tíma að gera Hibs að öflugu liði," sagði Crawford. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 188 orð

Dagur ekki með gegn Júgóslavíu?

Svo getur farið að Dagur Sigurðsson, leikmaður með Wuppertal í Þýskalandi leiki ekki hina þýðingarmiklu leiki gegn Júgóslövum í Evrópukeppni landsliða ­ á fimmtudaginn í Laugardalshöllinni og síðan í Júgóslavíu um næstu helgi. Dagur og unnusta hans, Ingibjörg Pálmadóttir, eiga von á sínu fyrsta barni. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 202 orð

Fyrsta tap Hauka

Haukar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni er þeir mættu Tindastóli á Sauðárkróki í gærkvöldi. Lokatölur urðu 63:48 og gerðu Haukar aðeins 18 stig í síðari hálfleiknum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og góðum varnarleik beggja liða. Haukar voru með frumkvæðið framan af og náðu mest 11 stiga forskoti 8:19 um miðjan hálfleikinn. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 338 orð

Góður sigur KAmanna í Eyjum

EYJAMENN, sem hafa haft góð tök á KA-mönnum og slógu þá meðal annars út úr bikarkeppninni á dögunum, tókst ekki að fylgja því eftir og töpuðu 25:31 á heimavelli í gærkvöldi. KA-menn með hinn síunga Erling Kristjánsson í fararbroddi voru sterkari nær allan leikinn og sigurinn verðskuldaður. Þetta er eins og svart og hvítt frá því við töpuðum hér í bikarnum um daginn. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 127 orð

Handknattleikur ÍBV - KA25:31

Vestmannaeyjar, Íslandsmótið - 1. deild karla, föstudaginn 21. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:2, 5:2, 5:8, 8:11, 10:15, 12:15, 16:17, 19:20, 22:25, 24:28, 25:31. Mörk ÍBV: Zoltan Beláný 9/2, Haraldur Haraldsson 4, Svavar Vignisson 3, Hjörtur Hinriksson 3, Erlingur Richardsson 3, Guðfinnur Kristmannsson 2, Róbert Pauzuous 1. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 91 orð

Kipketer og Jones best

DANINN Wilson Kipketer og Marion Jones frá Bandaríkjunum voru í gær valin frjálsíþróttamenn ársins af alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Kipketer var valinn frjálsíþróttakarl ársins; hann er fæddur og uppalinn í Kenýa en er orðinn danskur ríkisborgari og hefur borið höfuð og herðar yfir aðra 800 metra hlaupara síðustu misseri. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 69 orð

Knattspyrna Þýskaland Deildarkeppnin Bochum - Werder Bremen0:1 - Brand 65. 22.605. Hamburg - Dortmund1:3 Spoerl 42. - Herrlich

Þýskaland Deildarkeppnin Bochum - Werder Bremen0:1 - Brand 65. 22.605. Hamburg - Dortmund1:3 Spoerl 42. - Herrlich 21., 75., Chapuisat 56. 37.854. Rautt spjald: Schnoor (Hamburg) 80. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 314 orð

Körfuknattleikur Tindastóll - Haukar63:48 Sauðárkrókur,

Sauðárkrókur, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 21. nóvember 1997. Gangur leiksins: 6:6, 6:17, 15:19, 22:23, 27:30, 34:32, 41:36, 49:37, 51:44, 60:44, 63:48. Stig Tindastóls: Torrey John 17, Ómar Sigmarsson 14, Jose Maria Nariano 10, Arnar Kárason 9, Lárus Dagur Pálsson 7, Sverrir Sverrisson 6. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 73 orð

Leó Örn frá keppni

LÍNUMAÐUR KA-manna í handboltanum, Leó Örn Þorleifsson, verður frá keppni framyfir áramót vegna meiðsla. Hann hefur ekki getað leikið með KA að undanförnu þar sem talið var að hann væri tognaður á magavöðva. Hann æfði þó með KA liðinu í fyrrakvöld, en eftir æfinguna fann hann mjög til í maga og fór beint á sjúkrahús. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 30 orð

NBA-deildin Leikir aðfararnótt föstudags: Atlanta - New York

NBA-deildin Leikir aðfararnótt föstudags: Atlanta - New York100:79 Detroit - Portland87:93 Dallas - Golden State97:101 Houston - Toronto127:97 Milwaukee - Indiana83:109 Phoenix - Chicago89:85 Sacramento - Utah97:95 Leikur merktur var framlengdur. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 161 orð

Pétur kominn til Svíþjóðar frá "Boro"

PÉTUR Marteinsson er kominn aftur til Stokkhólms eftir að hafa verið til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Middlesbrough. "Það kemur þó enn til greina að ég fari til enska liðsins. Mér gekk vel í tveimur leikjum með varaliðinu, Bryan Robson [knattspyrnustjóri Boro] sagðist ánægður með mig, og umboðsmaður minn var búinn að gera samningsdrög við stjórn Middlesbrough. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 166 orð

Pétur Marteinsson með til Austurlanda nær

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, hefur verið að smala saman í landsliðið sem fer til Austurlanda nær í byrjun næsta mánaðar og leikur þar tvo leiki, fyrst við Sameinuðu arabísku furstadæmin og síðan Saudi-Arabíu. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 144 orð

Sigurður semur við Dundee United

SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við skoska liðið Dundee United á morgun. Örebro og Dundee náðu loks samkomulagi um kaupverð Sigurðar í gærkvöldi. "Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera í höfn og lít á þetta sem stökk upp á við í knattspyrnunni. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 72 orð

Sinclair með Jamaíka? FRANK Sinclair ætlar a

FRANK Sinclair ætlar að halda opnum þeim möguleika að láta HM-drauminn rætast ­ þ.e.a.s. að leika með Jamaíka í HM í Frakkalndi næsta sumar. Sinclaier, sem er fæddur í Englandi, mun kanna hvort hann sé inni í myndinni hjá Glenn Hoddle, landsliðsþjálfara Englands. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 60 orð

Skíði

Heimsbikarinn Park City: Stórsvig kvenna: 1. Deborah Compagnoni (Ítal.) 2:52.60 (1:26.69/1:25.91)2. Alexandra Meissnitzer (Austurr.) 2:56.01 (1:29.09/1:26.92)3. Andrine Flemmen (Noregi) 2:56.46 (1:28.36/1:28.10)4. Sonja Nef (Sviss) 2:56.57 (1:28.63/1:27.94)5. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 94 orð

Snóker KRISTJÁN Helgason lék í gær við Essak frá Suður-Afríku og v

KRISTJÁN Helgason lék í gær við Essak frá Suður-Afríku og vann 4:1 á heimsmeistaramótinu í snóker sem nú stendur yfir í Zimbabwe. Kristján hefur nú unnið þrjá leiki, en tapað tveimur í sínum riðli. Jóhannes B. Jóhannesson, sem vann fyrstu fjóra leiki sína, tapaði tveimur í gær. Fyrst fyrir Hamalainen frá Finnlandi, 3:4 og síðan fyrir Poom-Jang frá Tælandi, 2:4. Riðlakeppninni lýkur á mánudag. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 85 orð

Steingauf vill mæta Guðrúnu

MONA Steigauf frá Þýskalandi, sem er heimsmeistari stúdenta í sjöþraut kvenna, hefur lýst yfir áhuga á að mæta Guðrúnu Arnardóttur í 50 metra grindahlaupi á stórmóti ÍR sem fram fer í Laugardalshöll 24. janúar. Steigauf varð önnur í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í París sl. vetur. Hún á best 13,06 sek. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 478 orð

SÆNSKI varnarmaðurinn Peter Markstedt,

SÆNSKI varnarmaðurinn Peter Markstedt, sem Barnsley keypti frá Vesterås á 250 þús. pund í vikunni, mun leika sinn fyrsta leik með liðinu gegn Liverpool í dag. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 279 orð

UM HELGINABorðtennis Í tilefni 25. ár

Borðtennis Í tilefni 25. ára afmælis Borðtennissambands Íslands fer landskeppni í borðtennis á milli Íslendinga, Skota og Færeyinga í TBR-húsinu í dag kl. 10 til 13 og 15 og 17. Á sunnudaginn verður einstaklingskeppni sem hefst kl. 10. A-lið Íslands skipa þeir Guðmundur E. Stephensen og Kjartan Briem. B-liðið skipa Adam Haraldsson, Ingólfur Ingólfsson og Markús Árnason. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 171 orð

(fyrirsögn vantar)

Skagamenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar og unnu KFÍ 90:88 eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 83:83. Ísfirðingar höfðu yfirhöndina framan af, mest 9 stig, 74:65, en ÍA náði að knýja fram framlengingu með yfirveguðum leik. KFÍ byrjaði vel og allt virtist létt framundan, en um miðjan fyrri hálfleik kom Ermolinskíj inn á hjá ÍA. Meira
22. nóvember 1997 | Íþróttir | 120 orð

(fyrirsögn vantar)

Jafnt og spennandi ÞAÐ var hörkuspennandi leikur milli ÍBV og Hauka í 1. deild kvenna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, á undan leik ÍBV og KA í 1. deild karla. Leiknum lauk með jafntefli, 24:24, og jafnaði Ingibjörg Jónsdóttir fyrir ÍBV þegar ein sekúnda var eftir. Staðan í hálfleik var 11:11. Meira

Úr verinu

22. nóvember 1997 | Úr verinu | 71 orð

Fiskanesflotinn stækkar

FISKANES í Grindavík hefur eignast nýtt skip, Albatros GK 60, en það hét áður Vinur ÍS 8, 257 brúttótonn, og var gert út frá Bolungarvík. Fylgdi kvóti með í kaupunum en skipið verður á línu eins og verið hefur og er með beitningavél um borð. Skipstjóri er Kolbeinn Marinósson. Meira
22. nóvember 1997 | Úr verinu | 522 orð

Hugbúnaður sem gjörbreytir gæðamati sjávarfangs

NÚ ER unnið að þróun hugbúnaðar sem mun gjörbreyta gæðamati sjávarfangs. Hér er um að ræða tölvuvætt skynmat á rækju sem gerir það kleift að gefa rækjunni einkunn samkvæmt samræmdum gæðastöðlum. "Þessi matsaðferð gæti haft svipaðar breytingar í för með sér fyrir viðskipti með rækju og gæðamerkingar á rauðvínum höfðu á sínum tíma. Meira
22. nóvember 1997 | Úr verinu | 1089 orð

Vill fiskvinnslubónus og afnám leigukvóta

SAMÞYKKT var á 56. Fiskiþingi, sem lauk Grand Hótel í gær, að skora á stjórnvöld að breyta núverandi reglugerð um veiðar í atvinnuskyni þannig, að landaður botnfiskafli til vinnslu innanlands teldist aðeins að hluta í kvóta viðkomandi skips. Lagt var til, að allur afli færi á markað og einnig var samþykkt tillaga frá Guðjóni A. Meira

Lesbók

22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 300 orð

46. tölublað ­ 72. árgangur Efni

Brasilía var fyrirheitna landið í augum hóps manna úr Þingeyjarsýslu sem mynduðu félag með það fyrir augum að flytja þangað. Forystumaður var Einar Ásmundsson í Nesi og var sendur maður til Brasilíu til að líta á landið. Svo fór að fáeinir fluttu og þetta var undanfari vesturferðanna til Kanada. Um Þingeyinga sem hugðu á Brasilíuför skrifar Björgvin Sigurðsson. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1650 orð

AFTUR ÞÝTT - III. GREIN Í þriðju grein sinni um íslenskar bókmenntir á dönsku fjallar ÖRN ÓLAFSSON um verk eftir Halldór Laxness

ÁMILLISTRÍÐSÁRUNUM virðist nokkuð tilviljanakennt hvað þýtt er úr íslensku á dönsku, með einni undantekningu. Við rekumst á eina bók eftir Guðmund Friðjónsson, sem þá var áberandi höfundur á Íslandi, þ.e. smásagnasafnið Sólhvörf: (Solhverv og andre fortællinger) 1927. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 418 orð

ALLSHERJAR VEISLA

TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Íslands annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Eru þeir liður í kammer- og ljóðatónlistarhátíðinni Schubert-Brahms 1797-1897 en á efnisskrá verður stærsta kammerverk Franz Schuberts, Oktett í F-dúr op. 166 fyrir blásara og strengi. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2429 orð

Á SKRÖLTANDI FLUGVÉLARGARMI TIL ÍSLANDS

FRÁ því ég fór í flugferðina, sem hér verður lýst, hef ég farið 3.000 til 4.000 flugferðir og mörg hundruð þeirra voru með Loftleiðum, Flugfélagi Íslands og Flugleiðum. Aðeins sumir af áhöfnum þessara félaga hafa flogið á þeirra vegum fleiri ferðir en ég. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 988 orð

FISKUR FYRIR BORÐ

ÞAÐ mætti ætla að öll sú fræðsla og umræða sem hefur farið fram um umhverfismál hefði skilað sér í bættri umgengni okkar Íslendinga um auðlindir okkar og afurðir. Því miður hefur sú ekki orðið raunin. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1524 orð

FJÖLSKYLDULÍF

Það er einkenni íslenskra karlmanna að gefa sig helst ekki að öðrum afkvæmum sínum en þeim sem fallið geti undir hefðbundar skilgreiningar um mannkosti. Reynist vera um óaðgengilegan einstakling að ræða fyrir einhverra hluta sakir gerist hið sama víðast hvar á heimilum, ábyrgðin færist yfir á móðurina. Pabbinn blístrar, horfir í hina áttina, fer í veiðitúr. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 248 orð

HAUST -Brot

Fálát og köld rís foldin mót nýjum degi og framandi á sínum hnetti dagurinn vaknar. Hann horfir á jörðina kvíðinn eins og hann eigi þar einskis framar að vænta af því, er hann saknar. Því höfin seilast óraveg eftir þeim skeljum, sem áður voru leikföng glaðværra barna, og austan um heiðar fer haustið grátt fyrir éljum, en himinninn sortnar að baki fjarlægra stjarna. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

HVAÐ ER LÍFIÐ?

Lífið er ljósblik og myrkur, lífið er sæld og kvöld, fegurð og hljómur, fagnaðarómur, feigð og margs kyns böl. Endar hver ævinnar saga ætíð á líkan veg. Hvað er í sjóði? Hver er minn gróði? Hvaða leið fer ég? Lífið er geislandi gleði, grátur og harmatár, heiðríkjudagur, heillandi fagur; himinn kólgugrár. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

KRISTJÁN SYNGUR Í HALLGRÍMSKIRKJU OG AKUREYRARKIRKJU

KRISTJÁN Jóhannsson tenór mun halda tvenna tónleika hér á landi 13. og 14. desember næstkomandi. Fyrri tónleikarnir verða í Hallgrímskirkju en þeir seinni í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni verða verk sem fólk ætti að kannast vel við, að sögn Kristjáns, en einnig eitthvað nýtt. "Þetta verður svona klassísk jóla- og kirkjustemning. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

LEIÐRÉTTING

Í ljóði Sveins Auðunssonar, Í Pére Lachaise garðinum, sem birtist í Lesbók 8. nóv. sl. er villa í annarri ljóðlínu í síðasta erindi: "um sumar - mitt í júní - en þá er stundum heitt". Þessi ljóðlína er rétt þannig: "um sumar mitt - í júlí -en þá er stundum heitt". Leiðréttist þetta hér með. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð

LÖG SEM TALA TIL SAMTÍMANS

LÖG úr lífi og leikhúsi er yfirskrift söngtónleika Ingveldar Ýrar Jónsdóttur mezzósóprans og Gerrits Schuils píanóleikara í Gerðubergi sunnudaginn 23. nóvember kl. 17. Á efniskránni eru verk að mestum hluta frá þessari öld. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2297 orð

MEÐ LEIR Í VÖSUNUM Þjálfaðar hendur, falleg form og notagildi. Þrjú grundvallaratriði hjá Helga Björgvinssyni, íslenskum

HELGI Björgvinsson leirkerasmiður er, ef svo mætti segja, fæddur með leir í vösunum eða kannski í blóðinu. Pabbi hans, Björgvin Kristófersson var sjálfur lengi starfandi leirkerasmiður, meðal annars í fyrirtækinu Funa, sem hann rak með bróður sínum Hauki og hefur það haft mikil áhrif á Helga. Strax sem barn fór Helgi að hjálpa föður sínum á verkstæðinu. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 205 orð

NORRÆNAR OG ÍTALSKAR SÖNGPERLUR

ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari halda útgáfutónleika í tilefni af útkomu hljómdisks þeirra Söngperlur. Tónleikarnir verða í Hafnarborg sunnudagskvöldið 23. nóvember kl. 20.30. Elín Ósk og Hólmfríður hafa starfað saman í 7 ár. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 572 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

ORÐANNA STRAUMUR

Stundum er eins og allt hafi verið sagt áður einhvern tímann einhvern veginn til einhvers. Hvert orð, hver setning berst út í strauminn endalaust... En hugmyndin nýfædd er stökk og hugsunin ber hana fram myndaferlið finnur sér farveg um síðir. Myndar orð falla á veginn marka þar spor. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 926 orð

ORÐ ERU LÍTILS MEGN EF ENGINN HLUSTAR Nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands frumsýnir í kvöld Börn sólarinnar eftir rússneska

BÖRN sólarinnar lýsir nokkrum afdrifaríkum dögum í lífi fjölskyldu og gesta hennar í smábæ í Rússlandi. Börn sólarinnar lifa í einangruðum heimi orðræðu og hugsjóna en utan veggja heimilisins geisar kólera og almúginn gerir byltingu gegn kúgun valdastéttarinnar. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 851 orð

SÁLUMESSA MEÐ SVEIFLU

VERK eftir eitt þekktasta nútímatónskáld og djasspíanóleikara Svía, Nils Lindberg, verða flutt á tvennum tónleikum í Langholtskirkju um helgina, laugardaginn 22. nóvember og sunnudaginn 23. nóvember kl. 17. Meginverk tónleikanna er sálumessa sem samin var árið 1993. Flytjendur eru kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og Stórsveit Reykjavíkur. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2871 orð

SÍÐUSTU ÁBÚENDUR Á STRÖND OG KIRKJAN Í SANDAUÐNINNI

Hverjir voru síðustu búendur á höfuðbólinu Strönd í Selvogi og útbýlum þess eftir tíma höfðingjanna þar fyrir 1600? Framangreindri spurningu verður aðeins svarað með því að leita í þeirri blaðfestu vitneskju sem er að finna frá þremur síðustu áratugum 17. aldar. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 244 orð

TÁR TIL SÖLU

KVIKMYND Hilmars Oddssonar, "Tár úr steini", er komin út á sölumyndbandi. Útgefandi er Tónabíó kvikmyndafélag sem einnig er aðalframleiðandi myndarinnar. Myndin er saga íslenska tónskáldsins Jóns Leifs sem á þriðja áratugnum átti bjarta framtíð í Þýskalandi. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 249 orð

UMBREYTINGAR JÖKULSINS

ÍSFLETIR er yfirskrift sýningar Hafdísar Ólafsdóttur í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ, við Freyjugötu. Verkin eru gerð undir áhrifum frá ísflötum í öllum sínum birtingarformum. Ísfletir eru háðir tímanum og umbreytast eftir stundum sólarhringsins, árstíðum og árum. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3150 orð

UNDIRSTAÐAN LÖGÐ MEÐ GOSI ÚR MOSFELLSHEIÐI Hversu gamall er grunnurinn sem byggjum á í þéttbýlinu við Faxaflóa og hvaðan er það

VIÐ búum í óskalandi jarðfræðinnar þar sem hægt er að lesa náttúruna eins og opna bók og greina sögu jarðmyndana; síendurtekinna gosa með hraunrennsli sem smám saman hefur hlaðið landið upp, Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1301 orð

VILJA VERÐA HLUTI AF SPENNANDI ÞRÓUN Íslenski dansflokkurinn hefur flutt inn í Borgarleikhúsið, en hann hefur ekki átt fastan

FLUTNINGARNIR yfir í Borgarleikhúsið fela í sér margþættar breytingar," segir Katrín. "Í fyrsta lagi þá finnst mér persónulega að dansflokkur eigi heima í leikhúsi, annaðhvort í eigin leikhúsi eða þá að hann deili leikhúsi með öðrum. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

ÞEGAR SÓL RÍS

Haustlitir; gulir, rauðir grænir, brúnir ber á lyngi blá og svört. Íslensk hraustmenni klædd amerískum skæruliðabúningum vopnuð vönduðum byssum skríða í skurðum landsins liggja í leyni uns fórnarlamb birtist. Þegar sól rís falla grágæsir fyrir skotum veiðimanna. Blóð fuglanna blandast rauðu haustlaufinu. Meira
22. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4077 orð

ÞINGEYINGAR HYGGJA Á BRASILÍUFÖR

ÍHUGUM flestra eru vesturferðir Íslendinga tengdar seinni hluta 19. aldar. En rætur þeirra lágu þó dýpra því að fyrstu Íslendingarnir til að setjast að vestan hafs fóru skömmu eftir miðja öldina. Brottflutningur þeirra átti sér þó sínar skýringar því að flestir þeirra voru Vestmannaeyingar sem nýlega höfðu tekið mormónatrú. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.