Greinar miðvikudaginn 26. nóvember 1997

Forsíða

26. nóvember 1997 | Forsíða | 122 orð

Hóta að fella stjórn Netanyahus

MIKIL reiði hefur gripið um sig meðal harðlínumanna innan stjórnarflokkanna í Ísrael eftir að fréttir bárust af því á mánudag að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra væri tilbúinn að bjóða Palestínumönnum yfirráð yfir 6­8% landsvæða á Vesturbakkanum. Áður hafði Ísraelsstjórn sagst tilbúin að gefa eftir 2% þessara svæða. Palestínumenn krefjast hins vegar yfirráða yfir 20­25% þeirra. Meira
26. nóvember 1997 | Forsíða | 296 orð

Jákvæð lokayfirlýsing um horfur

LEIÐTOGAR strandríkja Kyrrahafsins reyndu á lokadegi ársfundar APEC í Vancouver í gær að hrista af sér hinn óhagstæða dóm sem umheimurinn hefur fellt yfir verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum Asíu og gáfu út jákvæðar yfirlýsingar um framtíðarhorfur svæðisins. Meira
26. nóvember 1997 | Forsíða | 284 orð

Segir Íraka blekkja vopnaeftirlitsmenn

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Írakar "kynnu að hafa framleitt" svo mikið af hættulegum efnavopnum, taugagasinu VX, að "fræðilega" gætu þeir útrýmt öllu mannkyninu. Meira
26. nóvember 1997 | Forsíða | 174 orð

Spartan aftur um borð í Columbiu

BANDARÍSKI geimfarinn Winston Scott við vinnu sína utan á geimferjunni Columbia seint á mánudagskvöld. Honum hafði þá tekist, ásamt japönskum samstarfsmanni sínum, Takao Doi, að ná tökum á Spartan, 700 milljóna króna sólarathugunarstöð, sem losnaði úr krana geimferjunnar fyrir þremur dögum. Meira
26. nóvember 1997 | Forsíða | 41 orð

Undir tótemsúlunni

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Jiang Zemin, forseti Kína, ganga undir tótemsúlu, útskorna að hætti frumbyggja í Norður-Ameríku. Forsetarnir voru, ásamt öðrum APEC-leiðtogum, á leið til hópmyndatöku fyrir utan mannfræðisafnið í Vancouver, þar sem fundur þeirra fór fram. Meira

Fréttir

26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

18 stöðvar sendar út á breiðbandi

PÓSTUR og sími hf. hóf á föstudag útsendingar til reynslu á breiðbandinu. Friðrik Friðriksson, forstöðumaður breiðbandsþjónustu P&S, sagði að hægt væri að ná 15 stöðvum og í þessari viku yrði þremur bætt við. Um miðjan desember væri reiknað með að útsendingar hæfust á barnarás þar sem boðið yrði upp á efni talsett á íslensku. Meira
26. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 109 orð

Aðalfundur Minningarsjóðs Flateyrar

Flateyri-Aðalfundur Minningarsjóðs Flateyrar var haldinn nýverið. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir ýmsum útlögðum kostnaði og um leið innkomu vegna nýafstaðinna styrktartónleika í íþróttahúsi Flateyrar. Einnig voru kynnt frumdrög Péturs Jónssonar landslagsarkitekts varðandi minningarreit. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 22 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf TÓMAS Á. Tómasson, sendiherra, hefur afhent Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Egyptalandi með aðsetur í Reykjavík. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Afmæliskvöldvaka Ferðafélagsins

HALDIN verður afmæliskvöldvaka á vegum Ferðafélags Íslands í kvöld kl. 20.30 þar sem náttúrufræðingarnir Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson fjalla í máli og myndum um efni nýrrar bókar sinnar, Leyndardómar Vatnajökuls. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð

"Algjörlega ófullnægjandi" að mati utanríkisráðherra

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sett fram hugmyndir um tilhögun þátttöku Íslands og Noregs í Schengen- vegabréfasamstarfinu eftir að það verður innlimað í sambandið. Tillaga ESB byggist á svokallaðri "EES-lausn" og gengur skammt til móts við samningskröfur Íslands og Noregs. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Aukið vöruval en alltaf til regnhlífar

REGNHLÍFABÚÐIN við Laugaveg 11, sem frú Lára Sigurgeirs stofnaði 27. nóvember árið 1937, verður sextíu ára á morgun. Núverandi eigandi er Guðríður Sigurðardóttir en hún keypti verslunina af Láru 30. mars 1976 og hefur rekið hana síðan. Guðríður sagði að verslunin væri langelsta starfandi snyrtivöruverslun landsins en frá upphafi var verslað með regnhlífar og snyrtivörur. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 304 orð

Áfrýja dómi yfir barnfóstru SAKSÓKNARI í máli

SAKSÓKNARI í máli bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, áfrýjaði í gær dómi yfir henni beint til hæstaréttar í Massachusetts-ríki í stað þess að snúa sér til áfrýjunardómstóls. Dómari í máli Woodward mildaði fyrir skemmstu dóm yfir henni úr morði niður í manndráp af gáleysi. Hélt saksóknari því fram að dómarinn í málinu hefði komið fram eins og hann hefði í raun sýknað barnfóstruna. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ágúst í Alþýðuflokk

ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Þjóðvaka á mánudag að flokkurinn byði ekki lengur fram til Alþingis. Þar með hefur Þjóðvaki breyst úr stjórnmálaflokki í stjórnmálasamtök sem bjóða ekki fram. Ágúst Einarsson alþingismaður lýsti því yfir að hann hygðist ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Ákvörðun um málsmeðferðina í dag

"ÞAÐ verður að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað til annarra aðila, úr því að hinn kærði er tengdur lögreglustjóra. Ég hef samráð við dómsmálaráðuneytið um málsmeðferðina," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
26. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 167 orð

Barnamessa á Ingjaldshóli

Hellissandi-Sú skemmtilega hefð hefur skapast vestur á Snæfellsnesi að börnin í sunnudagaskólunum heimsækja hvert annað á hverju hausti. Sunnudaginn, 9. nóvember sl. komu þau öll saman í Ingjaldshólskirkju. Þar voru mætt börn úr Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Rifi, ásamt prestunum og allmörgum foreldrum. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 598 orð

Biðlistar verði ekki lengri en sex mánuðir

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ólafur Ólafsson landlæknir kynntu á blaðamannafundi í gær skýrslu nefndar, sem ráðherra skipaði í ársbyrjun 1996, um forgangsröðun í heilbrigðismálum, en eitt meginverkefni nefndarinnar var að gera tillögur til ráðherra um það með hvaða hætti skuli staðið að slíkum málum hér á landi. Í tillögum nefndarinnar er m.a. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Biskupar, prestar og djáknar

ALLIR prestar, djáknar, biskupar, vígslubiskupar, biskupar og aðrir fulltrúar erlendra kirkna söfnuðust til myndatöku að lokinni vígslu séra Karls Sigurbjörnssonar. Alls eru þetta nærri 200 manns. Fremst sitja biskuparnir og eiginkonur þeirra. Skautbúningurinn sem frú Kristín Þ. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

BJÖRGVIN JÓNSSON

BJÖRGVIN Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður og alþingismaður um þriggja ára skeið, lést sl. sunnudag á Kanaríeyjum. Var hann 72 ára að aldri er hann féll frá. Björgvin var fæddur að Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Voru foreldrar hans þau Jón Björgvin Stefánsson verslunarmaður þar og kona hans, Hansína Ásta Jóhannsdóttir. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Blóðbankaþjónusta

FJÖLDI virkra blóðgjafa hér á landi er nálægt 8­9.000. Þetta jafngildir því að u.þ.b. 5­6% þeirra einstaklinga sem eru á aldri blóðgjafa gefi blóð og að um 3,5% þjóðarinnar séu virkir blóðgjafar. Þetta hlutfall er ekki ýkja frábrugðið því sem gerist víða erlendis, en þó lægra en meðal margra annarra þjóða. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Boðað til stofnfundar Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Íslands

FYRRVERANDI nemendur í Sjómannaskóla Íslands og aðrir velunnarar skólans hafa undanfarið unnið að stofnun samtaka til að efla tengsl sín við Sjómannaskólann í þeim tilgangi að leggja málefnum skólans lið. Samtökin hafa hlotið nafnið Hollvinasamtök Sjómannaskóla Íslands. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Bókmenntavaka og myndlistarsýning

BÓKMENNTAVAKA og myndlistarsýning er yfirskrift "Heits fimmtudags" í Deiglunni, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 27. nóvember, en hún hefst kl. 21. Kvöldið er að þessu sinni í boði Máls og menningar, Bókvals og Café Karólínu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Breytingar á lögum um fangelsi og fangavist

DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist. Er frumvarpið að meginstefnu samið í Fangelsismálastofnun að tilhlutan dómsmálaráðherra. Meginefni frumvarpsins er þríþætt. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

D-listinn fengi meirihluta í borgarstjórn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN myndi endurheimta meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur, yrði gengið til borgarstjórnarkosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Af þeim, sem afstöðu taka til framboðslistanna tveggja, segist 52,1% ætla að kjósa D-lista Sjálfstæðisflokksins en 47,9% R-lista Reykjavíkurlistans. Meira
26. nóvember 1997 | Miðopna | 2086 orð

Dómstóll á tímamótum

ÞAÐ HEFUR verið sagt um Mannréttindadómstólinn í Strassborg að hann sé að verða eins konar stjórnlagadómstóll sameinaðrar Evrópu. Það má til sanns vegar færa að mikilvægi dómstólsins hefur aldrei verið meira en nú og fylgst er með hverjum nýjum dómi af spenningi um alla álfuna. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

ÐBlaðauki um Ólaf K. Magnússon

BLAÐAUKI fylgir blaðinu í dag til minningar um Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara Morgunblaðsins um árabil og brautryðjanda í íslenskri dagblaðaljósmyndun. Birtist þar úrval mynda Ólafs sem teknar voru við ýmis tækifæri. Útför Ólafs K. Magnússonar verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti kl. 15 í dag. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Eigendaskipti á Blómabúð Reykjavíkur

NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri Blómabúðar Reykjavíkur, Hótel Sögu, en það eru þær Arna Sigríður Sæmunsdóttir og Kolbrún Stefánsdóttir. Í tilkynningu segir að þær Arna og Kolbrún sérhæfi sig í fallegum og öðruvísi brúðkaups- og útfararskreytingum, þurrskreytingum auk þess að selja gjafavörur. Verslunin er opið frá kl. 10­19 mánudaga til fimmtudaga, kl. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ekki minn flokkur

KRISTÍN Einarsdóttir lýsti yfir því í gær að hún væri gengin úr Samtökum um kvennalista og sagði í bréfi, sem hún afhenti samtökunum, að á landsfundi Kvennalistans við Úlfljótsvatn hefði orðið stefnubreyting, sem hún hefði ekki getað sætt sig við. "Þetta er ekki lengur minn flokkur," sagði Kristín í gærkvöldi. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Engin opinber samskipti við Tævan

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að niðurstaða nýafstaðinna viðræðna við utanríkisráðuneyti Kína sé sú að ríkin séu sammála um að byggja samskipti sín á sameiginlegri yfirlýsingu um stjórnmálatengsl frá árinu 1971. Þar segir meðal annars að Ísland viðurkenni eitt og óskipt Kína og að ríkisstjórnin í Peking sé eina löglega ríkisstjórn landsins. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Erum stolt af kappanum og finnst við eiga í honum

NEFNDARMENN Andrésar andar-leikanna á skíðum sem haldnir hafa verið í Hlíðarfjalli við Akureyri gerðu sér ferð til Ólafsfjarðar á mánudagskvöld til að heiðra og samgleðjast foreldrum Kristins Björnssonar skíðamanns, þeim Margréti Toft og Birni Þór Ólafssyni. Kristinn hóf skíðaferil sinn með þátttöku í Andrésar andar- leikunum í Hlíðarfjalli 6 ára gamall, árið 1979 og varð 3. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 240 orð

ESB útilokar ekki þátttöku EFTA- ríkjanna

HUGSANLEG aðild EFTA-ríkjanna að fastaráðstefnu Evrópusambandsins og væntanlegra aðildarríkja þess var rædd á fundi EES-ráðsins í Brussel í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að þar hafi komið fram að þátttaka Íslands og annarra ríkja EFTA sé ekki útilokuð. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 238 orð

Fangar sveltir og pyntaðir

FANGAR úr Taleban-hreyfingunni í Afganistan sögðu í gær frá illri meðferð í fangelsum stríðsherrans Abduls Maliks, en þau féllu fyrir skömmu í hendur annars stríðsherra og fyrrum liðsmanns Maliks, Abduls Rashids Dostums. Segjast fangarnir hafa verið pyntaðir og sveltir og grunur leikur á að allt að 1.200 fangar hafi verið teknir af lífi. Um 1.500 föngum hefur verið sleppt. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri 1999

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglur um hvernig ríkisstofnun, sem að hluta til sé í umtalsverðri samkeppni við fyrirtæki á opinberum markaði, skuli aðgreina þann rekstur fjárhagslega frá öðrum rekstri. Stefnt er að því að reglurnar verði komnar til framkvæmda í ársbyrjun 1999. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 33 orð

Flóð í Frakklandi

STARFSMENN bæjarins Montpellier í Suður-Frakklandi reyna að losa stíflu í niðurfalli til þess að flóðvatn eigi greiða leið. Gífurlegar rigningar og hvassviðri hafa valdið miklum flóðum í bænum undanfarna daga. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Forsendan er gjald á allar auðlindir

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði í gærkvöldi að yrði auðlindagjald lagt á allar auðlindir yrði auðlindin í sjónum ekki undanskilin, en forsendan væri sú að um yrði að ræða fullkomna jafnræðisreglu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fyrirlestur um gróður- og jarðvegseyðingu

JÓN Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, heldur fyrirlestur um gróður- og jarðvegseyðingu fimmtudaginn 27. nóvember nk. Fyrirlesturinn verður haldinn í Tækniskóla Íslands klukkan 17 og eru allir sem áhuga hafa boðnir velkomnir. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrirlestur um rafgas og smárásir

EÐLISFRÆÐIFÉLAG Íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna viðfangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 27. nóvember heldur Jón Tómas Guðmundsson, Raunvísindastofnun, erindi sem nefnist Rafgas og smárásir, í Lögbergi, stofu 101, kl. 16.15. Rafgas gegnir lykilhlutverki í framleiðslu smárása. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Gefa hálfa milljón kr. til kaupa á þvagfæraskurðtæki

STYRKTAR- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík gaf Landspítalanum á mánudag hálfa milljón króna, sem á að setja í sjóð til kaupa á Holmium-leysigeislatæki til þvagfæraskurðlækninga. Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Gengið um austurbæ

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 miðvikudagskvöldið 26. nóvember yfir Þingholt og Skólavörðuholt upp á Miklatún og um Hlíðarnar inn í Kringlumýri. Þar verður val um að fara með SVR eða ganga til baka. Allir eru velkomnir. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 664 orð

Gjald ekki tímabært en hugsanlegt síðar

ÁLAGNING auðlindagjalds á sjávarútveg er ekki tímabær nú en kemur hins vegar til greina í framtíðinni ef umframhagnaður nær að myndast í greininni. Enn fremur kemur auðlindagjald til álita ef leyfð heildarveiði er umfram það, sem telja má að sé sjálfbær afli. Þetta er meginniðurstaða skýrslu starfshóps Verslunarráðs Íslands um auðlindagjald, sem kynnt var í gær. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu

HERMANN Pálsson fyrrverandi prófessor flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 27. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu. Meira
26. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 1223 orð

Greiðar samgöngur lykill að uppbyggingu

SAMGÖNGUR og þjónusta var yfirskrift ráðstefnu sem samgönguráðuneytið og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri efndu til á Akureyri á laugardag. Þetta er önnur ráðstefnan í röð fjögurra um samgöngumál og landsbyggðina og er hún haldin í tilefni Meira
26. nóvember 1997 | Miðopna | 684 orð

Grípa verður til aðgerða þegar í stað

Hátt á sjöunda hundrað leikskólabörn í borginni eru talin vera með svokölluð þroskafrávik af einhverju tagi og talið er að rúmlega 200 börn með alvarleg einkenni fái ekki þann sérstuðning sem þau þurfa á að halda, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Hádegisfundur Orators

ORATOR heldur hádegisfund fimmtudaginn 27. nóvember í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands kl. 12:15. Umræðuefni fundarins er friðhelgi einkalífsins og skráning og meðferð persónuupplýsinga með sérstakri skírskotun til lífsýna. Frummælendur verða: Páll Sigurðsson, prófessor við lagadeild HÍ, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð

Hefur veikt flokksstarfið

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að samstarf Framsóknarflokksins í R-listanum í Reykjavík hafi komið niður á starfi flokksins í Reykjavík. Hann segir það stefnu Framsóknarflokksins að bjóða fram í eigin nafni, en flokkurinn muni hins vegar standa heilshugar að baki R-listanum í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hjólreiðamaður alvarlega slasaður

MAÐUR á fimmtugsaldri á reiðhjóli slasaðist alvarlega er hann varð fyrir bíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í gærmorgun. Var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og telur lögreglan að hjálmur hafi forðað manninum frá enn alvarlegri höfuðmeiðslum. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Hugað að samstarfi við önnur samtök

SAMBANDSSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi í gær að fela forsetum ASÍ í samráði við miðstjórn að leita eftir viðræðum við önnur samtök launafólks um nánara samstarf eða hugsanlega sameiningu. Var einhugur um þessa niðurstöðu að sögn Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ. Hann segir að þau sjónarmið hafi komið fram að eðlilegast væri að fyrst í stað yrði rætt við BSRB. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hvalurinn var kjálkabrotinn

HORNSTRANDAHVALURINN hefur verið landsettur á Húsavík, utan hafnarinnar, í fjörunni sunnan Búðarár framan við Skuld. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Gísli Víkingsson líffræðingur, og Sveinn Guðmundsson líffræðingur, vanur hvalskurðarmaður úr Hvalfirði, hófu hvalskurðinn þá birt hafði af degi og sögðu þeir eftir sínar athuganir að hvalurinn væri 12, Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Jólakort Barnahjálpar SÞ

JÓLAKORT Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF eru komin á markaðinn. UNICEF hefur selt jólakort til fjáröflunar fyrir starfsemi sína síðan 1949. Fyrsta UNICEF kortið var mynd eftir tékkneska stúlku en hún sendi mynd sína í þakklætisskyni fyrir þá aðstoð sem þorpið hennar varð aðnjótandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Karadzic með forystuna

SVO virðist sem flokkur Radovans Karadzics, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, kunni að hafa borið sigur úr býtum í kosningum til þings Bosníu-Serba, sem fram fóru um helgina. Úrslit liggja fyrir eftir tvær vikur en í fyrstu fréttum var talið að flokkur Biljönu Plavzic, forseta Bosníu-Serba, hefði komið í veg fyrir að harðlínumenn næðu meirihluta á þinginu. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

KK í Grímsey

TÓNLISTARMAÐURINN Kristján Kristjánsson, KK, er nú á tónleikaferð um landið og gerði hann sér lítið fyrir og brá sér út í Grímsey. Eyjarskeggjar fjölmenntu í félagsheimilið Múla þar sem hann lék lög sín við góðar undirtektir og voru þeir sammála um að þetta hefði verið hin besta skemmtun. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Konur og alnetið

DR. ANNE Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, flytur rabb um konur og alnetið fimmtudaginn 27. nóvember. Í rabbinu mun Anne annars vegar gefa yfirlit yfir upplýsingaveitur á alnetinu sem koma að gagni við rannsóknir í kvennafræðum. Hins vegar mun hún á grundvelli nýrra rannsókna fjalla um konur sem notendur alnetsins. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Landsvirkjun taki við Icenet

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Landsvirkjun verði falið að hafa umsjón með framkvæmdum Icenetverkefnisins af Íslands hálfu. Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði er rík áhersla lögð á það gagnvart iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Landsvirkjun að gætt verði þeirra hagsmuna borgarinnar, sem lágu til grundvallar þátttöku hennar í verkefninu, Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

LAUF heldur félagsfund

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með almennan félagsfund fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 á Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, mun flytja erindi um hollt mataræði almennt. Boðið verður upp á veitingar á vægu verði. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

LEIÐRÉTT Ekki til sölu

ÞAU mistök urðu í fasteignablaði Morgunblaðsins í gær, að birt var umfjöllun um hús við Vesturbrún ásamt mynd af húsinu Vesturbrún 26. Hið rétta er, að húsið Vesturbrún 26 er ekki til sölu. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Leitað á heimavist

Leitað á heimavist LÖGREGLAN á Selfossi fór í heimavist Menntaskólans á Laugarvatni í gær og leitaði að fíkniefnum. Ekkert fannst við leitina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu barst ábending um meinta fíkniefnaneyslu. Nokkrir lögreglumenn fóru á staðinn með leitarhund og leituðu í hverju herbergi heimavistarinnar. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 542 orð

Lengi má gera betur

"ÉG VERÐ að viðurkenna að þegar óskað var eftir því að ég talaði um aðgerðir sveitarfélagsins vegna aðgengis fatlaðra á ráðstefnunni hélt ég fyrst að verið væri að grínast enda má lengi gera betur. Eftir að hafa hugsað mig um komst ég hins vegar að því að smám saman hefði okkur tekist að koma töluverðu í verk og trúlega stæðum við betur að vígi en ýmis önnur sveitarfélög," segir Vilmundur Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Létt hurð, greið leið

"LÉTT hurð, greið leið," er átaksverkefni sem staðið hefur yfir á Akureyri frá því í byrjun september en því lýkur formlega 1. desember næstkomandi. Verkefnið er á vegum Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni og er fólgið í áskorun til íbúa, fyrirtækja og stofnana á Akureyri og víðar um að bæta aðgengi að húsakynnum sínum með sjálfvirkum opnunarbúnaði hurða. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 757 orð

Með bókina í annarri hendi og skóflu í hinni

BJARKI Bjarnason, kennari í Borgarholtsskóla, hefur haft í smíðum bók um örnefni og staðfræði í Njálu undanfarin tvö eða þrjú ár. ­Hvers vegna byrjaðir þú á þessari bók? "Ég hef starfað sem kennari talsvert lengi og meðal annars kennt fornsögurnar. Þá hef ég iðulega ferðast á söguslóðir, bæði Njálu og annarra Íslendingasagna. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Nóg að gera á næstunni

VIÐRÆÐUR standa nú yfir við forsvarsmenn útgerðar í Murmansk í Rússlandi og Slippstöðvarinnar á Akureyri um að stöðin taki að sér smíði á flakavinnslubúnaði í tvo togara fyrirtækisins. Ingi Björnsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar sagði að heldur minna hafi verið að gera hjá fyrirtækinu síðustu tvo mánuði en annars hefði árið í heild verið mjög gott. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

Nýr bæklingur um sálræn áföll í starfi

ÚT ER kominn bæklingur um andleg og líkamleg viðbrögð sálræns áfalls og er hann gefinn út af Stefáni Halldórssyni og Birni Björnssyni slökkviliðsmönnum með styrk frá Slökkvistöðinni í Reykjavík og heilbrigðisráðuneytinu. Meira
26. nóvember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Nýtt húsnæði Umf. Selfoss

Selfossi-Nýtt húsnæði Umf. Selfoss er nú í byggingu á vallarsvæðinu á Selfossi. Húsið er hugsað sem búnings- og félagsaðstaða fyrir félagsmenn Umf. Selfoss. Það er byggingafyrirtækið Selós á Selfossi sem sér um hluta af framkvæmd verksins, þann hluta sem snýr að byggingu búningsaðstöðunnar, en um félagsaðstöðuna sameinast ungmennafélagsmenn í sjálfboðavinnu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Opinn borgarafundur um bæjarmálefni í Kópavogi

UNDIRBÚNINGSHÓPUR nýs bæjarmálafélags, Félags um jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsi, boðar bæjarbúa til kynningar- og málefnafundar fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 666 orð

Óþarft að draga sem mest úr kólesterólmagni?

NIÐURSTÖÐUR nýlegra rannsókna á áhrifum kólesteróls í blóði virðast stangast á við þá þekkingu sem fyrir er og m.a. leiða í ljós að ekki sé nauðsynlegt að draga jafnmikið úr kólesterólmagni og yfirleitt er talið til að minnka hættu á hjartasjúkdómum. Kom þetta fram á þingi hjartasérfræðinga sem haldið var í Orlando á Flórída nýverið. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 181 orð

Pompei í niðurníðslu

PIETRO Guzzo, yfirfornleifafræðingur í Pompei á Ítalíu, hefur varað við því að fornminjar þar verði fyrir sífellt meiri skemmdum vegna fjárskorts og vanrækslu. Þetta kom fram í dagblaðinu Daily Telegraph. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

P&S dragi símgjaldahækkun til baka

SAMBANDSSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi í gær ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við þá kröfu samstarfsvettvangs ASÍ, BSRB, Neytendasamtakanna og fleiri aðila að Póstur og sími hf. dragi hækkun á símtölum innan svæða til baka að fullu og að öll innanlandssímtöl kosti það sama og innansvæðasímtöl fyrir hækkunina 1. nóvember sl. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 369 orð

Ráðherrarnir efni loforðin

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagðist í gær ekki ætla að verða við kröfu kommúnista og bandamanna þeirra um að víkja Anatolí Tsjúbajs aðstoðarforsætisráðherra úr stjórninni en varaði ráðherra sína við vandræðum efndu þeir ekki loforð sín í efnahagsmálum. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Reykháfur Goth sendur til Fleetwood

REYKHÁFURINN af breska togaranum Goth verður sendur af stað til heimabæjar togarans, Fleetwood, í dag en reykháfurinn kom í troll Helgu RE fyrir rúmri viku. Goth hvarf út af Vestfjörðum fyrir 49 árum og hafa engar leifar hans fundist fyrr en nú. Hannes Þ. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Reynslusveitarfélagið Grafarvogur í "góðum málum"

FORELDRAFÉLÖG, skólayfirvöld, félagsmiðstöðvar, lögregla, fjölskylduþjónustan Miðgarður og aðrir þeir sem vinna að uppeldismálum í Grafarvogshverfi hafa tekið höndum saman um forvarnir gegn vímuefnanotkun barna og unglinga. Verkefnið verður kynnt íbúum hverfisins á almennum borgarafundi sem haldinn verður í Húsaskóla í kvöld kl. 20. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Réttað í fimmta máli vegna umgengnisréttar

RÉTTARHÖLD hófust yfir Halim Al í sakadómi í Istanbul í Tyrklandi á mánudagsmorgun. Þá var tekið til meðferðar öðru sinni fimmta málið, sem höfðað er gegn Halim Al vegna brota á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Réttarstaða aldraðra og fatlaðra verði bætt

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að bæta réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sólarhringsstofnunum og vistheimilum fyrir aldraða og fatlaða. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ásta B. Þorsteinsdóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 472 orð

Ríkið ber enn fulla ábyrgð á kostnaðinum

ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, segir fjarri öllum sanni að hann hafi sett þær reglur sem valdið hafi skertum stuðningi við fötluð leikskólabörn. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra að Árni Þór hefði sjálfur komið að því að móta gildandi reglur um greiðslur kostnaðar vegna stuðnings við fötluð börn í leikskólum. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Rætt um samstarf í landbúnaði á norðurslóð

HALDINN verður fundur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins miðvikudaginn 26. nóvember kl. 14 vegna samstarfs stofnunarinnar og systurstofnunar hennar í Magadan í Austur-Síberíu. Á þessum fundi mun dr. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 397 orð

Röng ummæli

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Magnússyni, varaformanni Neytendasamtakanna: "Í Morgunblaðinu hinn 22. nóvember 1997 er frétt um fund Neytendafélags Akureyrar sem fram fór fimmtudagskvöldinu áður. Í nefndri frétt eru eftirfarandi ummæli höfð eftir Drífu Sigfúsdóttur, formanni Neytendasamtakanna. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Samstarfssamningur undirritaður

UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þjónusta hjúkrunarheimilisins er miðuð við að þar dvelji aldraðir einstaklingar sem þurfa sólarhringsþjónustu, en jafnframt er gert ráð fyrir ákveðnum fjölda af yngra fólki sem þarfnast slíkrar þjónustu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Segir skipið hafa sokkið í drætti

VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar fann kl. 14 í gær stálskipið Þrym BA á um 40 metra dýpi í Tálknafirði eftir að eigandi skipsins hafði upplýst hvar skipið lægi. Staðfestu kafarar frá varðskipinu að um Þrym væri að ræða, Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Segjast eiga rétt á að svindla

NEMENDUR við verkfræði- og tæknideild Khuzdar-háskóla í Pakistan kváðust á sunnudag eiga rétt á því að svindla á prófum og brugðust ókvæða við er þeim var neitað um það, að sögn embættismanna. Sögðu þeir nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk hafa krafist þess að fá að svindla og efnt til óeirða þegar leyfi fékkst ekki, svo loka varð háskólanum. Voru sérsveitir lögreglu kallaðar til. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Sex umsóknir bárust

SEX umsóknir hafa borist um starf hjá Neytendasamtökunum á Akureyri en umsóknarfrestur rann út um helgina. Eins og komið hefur fram var Vilhjálmi Inga Árnasyni, formanni Neytendafélags Akureyrar og nágrennis nýlega sagt upp störfum hjá Neytendasamtökunum og var óskað eftir því að hann hætti strax. Líklega áfram 80% staða Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sinfónían í verkfall?

HLJÓÐFÆRALEIKARAR í Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa boðað til verkfalls á fimmtudag og föstudag. Samningafundur er boðaður í dag, en Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, segir að enn beri mikið í milli. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Síðustu sýningar áHart í bak

UM næstu helgi verða síðustu sýningar Leikfélags Akureyrar á Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Verkið var frumsýnt 10. október og hefur verið sýnt við afbragðs aðsókn og góðar undirtektir, en fjöldi áhorfenda nálgast nú þriðja þúsundið. Leikritið verður sýnt á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 16. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 567 orð

Sjómenn greiða atkvæði um verkfallsboðun

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, sagði eftir samningafund með útvegsmönnum að engu líkara væri en að útvegsmenn væru að biðja um verkfall. Á fundinum hafi LÍÚ lagt fram kröfur um lækkun á launum yfirmanna. Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hafa ákveðið að beina því til aðildarfélaga sinna að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sperrur reistar yfir skautasvell

ÓÐUM er að koma mynd á yfirbygginguna yfir skautasvellinu í Laugardal. Nú er verið að setja saman límtrésburðarvirki fyrir þakið og kvaðst Reynir Ragnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, hafa trú á því að lokið yrði við að reisa allar sperrur í næstu viku og þá yrði hafist handa við að klæða þakið. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Stikuþvottur í stað snjómoksturs

STARFSMENN Vegagerðarinnar á Akureyri hafa haft lítið af snjómokstri að segja á þessu hausti enda veðrið verið með allra besta móti að undanförnu. Kristján Þorkelsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, var þess í stað að sápuþvo vegstikur í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Strandaði í innsiglingunni

RÆKJUSKIPIÐ Hersir strandaði í innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn í kl. 7.20 í gærmorgun. Verið er að dýpka innsiglinguna vegna væntanlegrar olíubryggju. Þarna er innsiglingarbauja en Hersi var siglt öfugum megin við hana. Tók skipið niðri og festist. Lóðsbáturinn Magni aðstoðaði við að losa hann af strandstað og var Hersir kominn að bryggju kl. 13. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 350 orð

Sögð hafa fyrirskipað manndráp og barsmíðar

WINNIE Madikizela-Mandela, fyrirskipaði fylgdarmönnum sínum að myrða nokkra blökkumenn, síðast árið 1992, að sögn fyrrverandi trúnaðarvinkonu hennar, Xoliswa Falati, sem kom fyrir sannleiks- og sáttanefndina svokölluðu í Suður- Afríku í gær. Meira
26. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Tilraunaframleiðsla hefst í febrúar

UPPBYGGING hins nýja dótturfélags Sæplasts á Indlandi, Sæplast- India Pvt. Ltd., hefur gengið samkvæmt áætlun. Verksmiðjuhúsið er tilbúið og uppsetning vélbúnaðar er að hefjast. Gert er ráð fyrir að henni ljúki um eða upp úr áramótum og að tilraunaframleiðsla hefjist í febrúar 1998. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Umf. Þórsmörk 80 ára

UNGMENNAFÉLAGIÐ Þórsmörk í Fljótshlíð er 80 ára á árinu. Í tilefni þess verður haldið kaffisamsæti í félagsheimilinu Goðalandi laugardaginn 29. nóvember kl. 21. Allir félagar, sveitungar og velunnarar félagsins, eru velkomnir. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Ungir læknar draga úr yfirvinnu um mánaðamót

ÚTLIT er fyrir að þjónusta við sjúklinga á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur skerðist um næstu mánaðamót, en þá fara ungir læknar að vinna í samræmi við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Það þýðir að þeir munu draga verulega úr yfirvinnu. Fundur verður í kjaradeilu lækna og ríkisins í dag, en talsmenn lækna telja að enn sé langt í að samningar takist. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 2012 orð

Uppreisn strákanna gegn kúgun mjúku gildanna

Uppreisn strákanna gegn kúgun mjúku gildanna Eiga strákar erfitt uppdráttar í skólum, af því skólinn er mótaður af kvenlegu gildismati? Sigrún Davíðsdóttirræddi við Niels Kryger, prófessor við danska kennaraháskólann, um stráka, stelpur og skólamál, en Kryger verður með fyrirlestur fimmtudaginn 27. nóv. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð

Útblástur fiskiskipa á hverja aflaeiningu minnki

RÁÐHERRAR ríkisstjórnarinnar hafa í meginatriðum gengið frá samningsumboði íslenzku sendinefndarinnar á ráðstefnu aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Kyoto í Japan í næstu viku. Í umboðinu felst meðal annars að Ísland vill fá að reisa nýja stóriðju, sem notar endurnýjanlega orkugjafa, þótt hún auki útblástur gróðurhúsalofttegunda. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 925 orð

Vandi Japans annars eðlis en SA-Asíu

FLJÓTT á litið gæti ástandið í Japan daginn eftir gjaldþrot fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis landsins, Yamaichi Securities, komið manni þannig fyrir sjónir að það líktist hinni alvarlegu kreppu sem hin minni ríki Asíu hafa ratað í að undanförnu. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Vangaveltur um sérframboð í Hafnarfirði

JÓHANN G. Bergþórsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir að niðurstaða í prófkjöri sjálfstæðismanna um síðustu helgi gefi vangaveltum um sérframboð byr undir báða vængi. "Engin niðurstaða liggur fyrir enn sem komið er enda liggur ekkert á," sagði hann. Um 1. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Veitingasala hefjist ekki fyrir kl. 18

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Hafnarkránni vínveitingaleyfi frá kl. 18 í stað kl. 12. Leyfið er veitt til reynslu í þrjá mánuði og er bundið við yfirlýsingu rekstraraðila um breyttan opnunartíma, samstarf við Heilbrigðiseftirlit um betra hreinlæti og lögreglu varðandi almennan brag á rekstri. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Vera og gæsirnar

HÚN Vera Knútsdóttir gengur oft niður að Tjörn, heilsar upp á gæsirnar og hefur gaman af. Og svo virðist sem gæsirnar hafi líka gaman af heimsóknum Veru og séu meira en lítið forvitnar og jafnvel ágengar, þegar þær elta hana í stórum hóp. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Vilja svör um lélegt húsnæði

HEILBRIGÐISNEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag bókun þar sem þess er krafist að stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík svari fyrirspurnum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi áætlanir í sambandi við húsnæði heilsugæslunnar í Fossvogi sem er til húsa í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en húsnæðið þykir mjög illa farið. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 362 orð

Vill aukin viðskipti við Ísland

"TILGANGURINN með heimsókn minni hingað er að reyna að hvetja til aukinna viðskiptasambanda milli Íslands og Nýfundnalands, reyna að vinna tiltrú íslenskra aðila á Nýfundnalandi og Labrador. Þar kann að vera ákjósanlegur stökkpallur fyrir íslensk fyrirtæki inn á norður-amerískan markað," segir Judy M. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Yfir 60.000 undir mörkunum

SAMTALS 67.603 einstaklingar voru með tekjur undir skattleysismörkum árið 1994. Samtals 67.206 einstaklingar voru með tekjur undir skattleysismörkum árið 1995 og samtals 62.332 einstaklingar árið 1996, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns þingflokks jafnaðarmanna. Meira
26. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð

Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja efla sparnað

EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um eflingu sparnaðar og aukna hlutdeild almennings í atvinnurekstri. Meðflutningsmenn eru Tómas Ingi Olrich, Pétur H. Blöndal og Einar Oddur Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Meira
26. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 139 orð

Þrír Eiffelturnar af evró-smápeningum

FRÖNSK stjórnvöld þurfa að láta slá 7,6 milljarða af smápeningum áður en byrjað verður að nota nýja Evrópugjaldmiðilinn, evró, í verzlunum árið 2002. Áætlað er að samtals muni peningarnir vega þrefalt meira en Eiffel- turninn í París, eða um 26.000 tonn. Meira

Ritstjórnargreinar

26. nóvember 1997 | Leiðarar | 565 orð

leiðari BÚSETUSKILYRÐI ­ BYGGÐAÞRÓUN ÚSETA í landinu hefur

leiðari BÚSETUSKILYRÐI ­ BYGGÐAÞRÓUN ÚSETA í landinu hefur gjörbreytzt á 20. öldinni. Um aldamótin síðustu bjuggu þrír af hverjum fjórum Íslendingum í strjálbýli. Nú um stundir búa níu af hverjum tíu í þéttbýli og sex af hverjum tíu á höfuðborgarsvæðinu. Helmingur landsmanna bjó á höfuðborgarsvæðinu þegar árið 1960 en nálægt 60% um síðastliðin áramót. Meira
26. nóvember 1997 | Staksteinar | 385 orð

»Örlög Kvennalistans "KVENNALISTINN braust eins og hressandi gustur inn í stað

"KVENNALISTINN braust eins og hressandi gustur inn í staðnaða veröld íslenskra stjórnmála." Þannig hefst leiðari DV á mánudag og þar er sagt að hann hafi fært nýja tegund af leiðtogum, rutt nýjum viðhorfum brautina. "Ástríðufull áhersla hans á málefni kvenna skapaði ungum konum nýja sjálfsmynd og gaf heilum kynslóðum þeirra aukið sjálfstraust. Meira

Menning

26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 147 orð

13 ekki alltaf óhappatala

FYRIR konung hryllingsmyndanna, Wes Craven, er 13 ekki óhappatala. Því það var einmitt þrettánda myndin hans "Scream" sem sló rækilega í gegn. Maðurinn sem gerði "Nightmare on Elmstreet" og "The Hills Have Eyes" er þegar búinn að leikstýra framhaldi "Öskursins" sem nefnist því frumlega nafni "Öskrið 2". Meira
26. nóvember 1997 | Tónlist | 366 orð

Allt túlkunarlitrófið

Elín Ósk Óskarsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir fluttu söngverk eftir íslenska og erlenda höfunda. Sunnudagurinn 23. nóvember 1997. ÞEIR sem fylgst hafa með þróun söngs hér á landi vita sem er, að Elín Ósk Óskarsdóttir er í hópi okkar bestu dramatísku söngkvenna. Það er t.d. Meira
26. nóvember 1997 | Leiklist | 480 orð

Ástin þá er ástin nú

eftir Emil og Jón Thoroddsen. Leiðbeinandi: Benedikt Árnason. Tónlist í samstarfi við Tónlistarskóla Rangæinga: Einsöngur: Sverrir Jónsson. Píanó: Agnes Löve. Fiðla: Guðrún Markúsdóttir. Leikmynd: Katrín Jónsdóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Förðun: Arndís Sveinsdóttir. Vigdís Guðjónsdóttir. Helstu leikendur: Ásgerður Ásgeirsdóttir. Meira
26. nóvember 1997 | Myndlist | 505 orð

Ávextir á borði

Til 30. nóvember. Aðgangur ókeypis. PÉTUR Gautur hefur sýnt undanfarin fjögur ár m.a. í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu. Síðasta einkasýning hans hér á landi var í Gerðarsafni í Kópavogi árið 1995. Í Galleríi Borg sýnir hann nú 27 olíumálverk, sem öll hafa að viðfangsefni hefðbundnar kyrralífsuppstillingar. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 132 orð

"Brákin" á Búðarkletti

NÝVERIÐ var listaverkið "Brákin" eftir Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi afhjúpað á Búðarkletti í Borgarnesi. Við athöfnina flutti Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður og formaður menningarmálanefndar Borgarbyggðar, ávarp. Meira
26. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 323 orð

Brúðkaup bestu vinkonu minnar

Leikstjórn og handrit: Nicole Holofcener. Kvikmyndataka: Michael Spiller. Aðalhlutverk: Catherine Keener, Anne Heche, Todd Field, Liev Schreiber, og Kevin Corrigan. 90 mín. Bandarísk. Good Machine. 1996. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Disney ekki með allar vinsælar teiknimyndir

KVIKMYNDIN Mortal Combat er önnur í röð mynda sem gerðar hafa verið eftir samnefndum tölvuleik. Hún skaust beint í efsta sæti yfir mest sóttu kvikmyndir í Bandaríkjunum um síðustu helgi þrátt fyrir harðvítuga samkeppni. Teiknimyndin Anastasia frá Fox kom fast á hæla hennar og fékk mjög góða aðsókn. Meira
26. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 308 orð

Draumur munaðarleysingja

Leikstjóri: Stefan Schwartz. Kvikmyndataka: Henry Braham. Handrit: Richard Holmes og Stefan Schwartz. Aðalhlutverk: Dan Futterman, Stuart Townsend og Kate Beckinsale. 109 mín. Bresk. Winchester Multimedia/ Tomboy Films/ Arts Council of England. 1997. Meira
26. nóvember 1997 | Tónlist | 323 orð

Einsöngur í útvarpssal

Einsöngur í útvarpssal. Með Ingu Maríu leika á píanó: Ólafur Vignir Albertsson, Guðrún A. Kristinsdóttir, Agnes Löve og Diana Wright. Upptökurnar eru frá árunum 1972-1983 og fóru allar fram í Stúdíói nr. 1 hjá Ríkisútvarpinu, Skúlag. 4, Rvík. Upptökur önnuðust: Máni Sigurjónsson, Þórir Steingrímsson, Guðrún Gradsjö, Bjarni Rúnar Bjarnason, Þorbjörn Sigurðsson og Runólfur Þorláksson. Meira
26. nóvember 1997 | Tónlist | 514 orð

Framúrstefna með klassískum brag

Óskar Guðjónsson, tenór- og sópransaxófónar, Hilmar Jensson, gítar, Eyþór Gunnarsson, píanó og hljóðgervlar, og Matthías M.D. Hemstock trommur. Föstudagskvöldið 21. nóvember 1997. SENN fer fyrstu hrinu Múlans að ljúka. Tvennir tónleikar eru eftir fram að áramótum. Á föstudagskvöldið kemur leikur Tómas R. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Framúrstefnutíska

Framúrstefnutíska Sýningar á svokallaðri framúrstefnutísku voru á dagskrá á nokkrum stöðum í Evrópu í síðustu viku. Á myndunum má sjá að hugmyndaflug hönnuðanna er frjótt og möguleikarnir óendanlegir. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 519 orð

Fyrsta hláturskastið

eftir Andrés Ragnarsson sálfræðing. Útgefandi: Ormstunga 1997. Teikningar: Ingvar Guðnason sálfræðingur. Prentun: Steinholt. Bókband: Flatey. ANDRÉS Ragnarsson sendi nýlega frá sér litla bók sem vegur salt milli þess að vera hjálparbók frá hendi fagmanns og að vera uppgjör föður fatlaðs barns við eigin tilfinningar. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu

HERMANN Pálsson fyrrverandi prófessor flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 27. nóvember kl. 16.15. Nefnist hann Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu. Hermann Pálsson var um árabil prófessor í íslenskum fræðum við Edinborgarháskóla. Hann hefur skrifað fjölda rita um íslenskar fornbókmenntir, m.a. bókina Siðfræði Hrafnkels sögu. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Handteknir af Chuck Norris

CHUCK Norris lætur sér ekki nægja að leika lögreglumann í "Walker, Texas Ranger". Hann hefur verið varalögreglumaður hjá lögreglunni í Terrell í Texas síðastliðin tvö ár, og á dögunum tók hann þátt í handtöku hóps af eiturlyfjasölum í borginni. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð

Herkúles sterkastur

TEIKNIMYNDIN um Herkúles, sterkasta mann í heimi, var frumsýnd í Sambíóunum í Álfabakka um helgina. Eins og nærri má geta fjölmenntu börnin á sýninguna, enda er goðsögnin um Herkúles með vinsælli sögum fyrir yngri kynslóðina. Ekki síður en goðsögnin um Disney. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

Hjartsláttur fóstursins á alnetinu

STRANDVÖRÐURINN Gena Lee Nolin þurfti nýverið að taka sér barneignaleyfi úr þáttunum um Strandverði. Hörðustu aðdáendur hennar gátu þó fylgst með henni áfram á heimasíðu hennar þar sem hægt var að skoða myndir af fóstrinu og heyra hjartslátt þess. Raunar komst orðrómur á kreik um að hún ætlaði að eiga í beinni útsendingu á alnetinu. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 299 orð

Í HÁVEGUM hjá Sölva Ingólfssyni farandverkamanni

SÖLVI segist helst hlusta á uppáhaldstónlistina sína þegar hann er einn því hann vilji hafa allt í botni. Á kvöldin horfir hann oft á góða mynd, og nú þurfa hinar þreyttu amerísku formúlumyndir að víkja fyrir breskum myndum sem séu á allan hátt mannlegri og betri. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Kontrapunktur í Helsinki-óperunni

ÍSLAND tekur nú í fimmta sinn þátt í Kontrapunkti, tónlistarspurningakeppni norrænna sjónvarpsstöðva um sígilda tónlist. Upptökur fara fram fyrri hluta janúar 1998, í nýju óperunni í Helsinki, og verður væntanlega sjónvarpað fljótlega eftir það á viku fresti eins og venja hefur verið. Úrslitakeppnin fer fram á sama stað í apríl. Landslið Íslands er skipað þeim Ríkarði Ö. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 250 orð

Með kveðju frá Arnold

ERLA Jósepsdóttir og Gunnar Guðnason fengu óvenjulega bón frá sonarsonum sínum þegar þau brugðu sér vestur um haf á dögunum. "Við vorum að heimsækja son okkar, Guðna Gunnarsson, sem er líkamsræktarþjálfari í Los Angeles. Þegar drengirnir vissu að við værum að fara til Ameríku báðu þeir um að við pössuðum upp á að vera alltaf með blað og blýant á okkur. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 235 orð

Meistaranum vel tekið í Sydney

UPPFÆRSLA The Lookout Theatre í Sydney á leikriti Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, Ég er meistarinn, fær góða dóma í tveimur áströlskum dagblöðum nýverið. Sérstaklega er borið lof á leikarana þrjá en þeirra á meðal er Arthur Dignam, einn kunnasti leikari Ástralíu, sem fer með hlutverk meistarans. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Meistarar Íslands í vaxtarrækt MAGNÚS Bess Júlíusson v

MAGNÚS Bess Júlíusson varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt í opnum flokki karla síðastliðið laugardagskvöld. Nína Óskarsdóttir bar hins vegar sigur úr býtum annað árið í röð í opnum flokki kvenna. Keppnin fór fram í Loftkastalanum og hafa keppendur aldrei verið fleiri eða fjörutíu talsins. Uppselt varð á mótið síðastliðinn miðvikudag og var það sýnt í beinni útsendingu á Sýn. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Mulder, Scully og Frankenstein

LEYNIÞJÓNUSTUPARIÐ Mulder og Scully eltist ekki við geimverur heldur Frankenstein-skrímsli í þætti sem verður á dagskrá í lok nóvember í Bandaríkjunum. Maðurinn á bak við Ráðgátur, Chris Carter, er mikill aðdáandi sögunnar um Frankenstein og skrímsli hans, og hefur lengi viljað skrifa þátt þar sem slíkt skrímsli yrði í aðalhlutverki. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 139 orð

Norðlenskt kórakvöld á Hótel Íslandi

KÓRAKVÖLD Skagfirðinga og Húnvetninga verður á Hótel Íslandi föstudaginn 28. nóvember undir yfirskriftinni Skín við sólu Skagafjörður og Húnaþing. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til norðlensks kórakvölds í borginni. Húsið verður opnað fyrir matargesti kl. 19 en skemmtunin hefst kl. 21. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 98 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN Óskastundir

BARNABÓKIN Óskastundir er eftir Árna Bergmann. Hildur á góða fjölskyldu og bestu vinkonu í heimi, en hún sér að margir aðrir eiga bágt og á sér stóra drauma um að bæta heiminn. Dag nokkurn kemur til hennar ævintýrið sjálft í líki dísar sem færir henni óskir. En það er mikill vandi að fara með óskir og þarf að fara að öllu með gát. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 200 orð

Nýjar bækur BRÆÐUR af Ströndum,

BRÆÐUR af Ströndum,dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld, er eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Bók þessi er sú fyrsta í ritröð sem nefnist Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 148 orð

Nýjar bækur GLERHYLKIÐ og fiðri

GLERHYLKIÐ og fiðrildið er eftir Jean-Dominique Bauby í íslenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Bók þessi á sér mjög sérstæða sögu. Bauby var ritstjóri eins þekktasta tískutímarits í heimi, ELLE, maður á besta aldri sem hafði allt til alls og naut bæði vinsælda og virðingar. 8. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 89 orð

Nýjar bækur GRUND 75 ára ­ Afmælisrit 192

GRUND 75 ára ­ Afmælisrit 1922­1997 er skráð af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni. Í bókinni er greint frá aðdraganda að stofnun heimilisins og frumherjunum, sem að verkinu stóðu. Þá er rakin byggingar­ og starfssagan í veigamestu þáttum, allt frá upphafi 1922 og fram til 1997. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 162 orð

Nýjar bækur KÍNVERSKIR skuggar

KÍNVERSKIR skuggar er eftir Oddnýju Sen. Hún byggir frásögn sína af lífi ömmu sinnar, Oddnýjar Erlendsdóttur Sen, á bréfum hennar og frásögnum ættmenna af einstæðu lífshlaupi þessarar íslensku konu, sem forlögin báru lengra burt frá bernskuslóðum en flestar aðrar, en sneri þó að lokum heim. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 122 orð

Nýjar bækur LJÓÐABÓKIN Innrás liljanna

LJÓÐABÓKIN Innrás liljanna er eftir Bergsvein Birgisson. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum "Úr Sökkdölum" tekst ljóðmælandinn á við napurt hlutskipti mannsins í hraða og óreiðu nútímans. Í öðrum hluta "Á baki Miðgarðsorms" fjallar höfundur um hlutskipti mannsins í trúarlegu samhengi. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 99 orð

Nýjar bækur LÚLLI læknir

LÚLLI læknir og Lúlli og Flosieru eftir Ulf Löfgren, sem sent hefur frá sér fjölda barnabóka og hafa margar þeirra komið út í íslenskri þýðingu. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 70 orð

Nýjar bækur MÁNADÍS í myrkri grafar

MÁNADÍS í myrkri grafar er eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Gissurs Ó. Erlingssonar. Þetta er þrettánda skáldsaga þessa spennusagnahöfundar Vinsæll tískuljósmyndari, Maggie Holloway, lendir í óhugnanlegri atburðarás þegar stjúpmóðir hennar er myrt. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 71 orð

Nýjar bækur MORÐ um borð er e

MORÐ um borð er eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jónassonar. Í flugvél yfir Ermarsundinu sat svartklædd, miðaldra kona ­ hreyfingarlaus. Hún hafði verið myrt á undarlegan hátt. Enn undarlegra var hins vegar að enginn farþeganna tók eftir því hver myrti hana ­ ekki einu sinni Hercule Poirot! En hann var ákveðinn í að komast að sannleikanum. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 71 orð

Nýjar bækur NÓTT á Mánaslóð e

NÓTT á Mánaslóð er eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Þetta er fimmtánda skáldsaga Birgittu. "Ég er norn, komin af nornum í beinan kvenlegg." Þannig hefst þessi saga sem fjallar um mæðgur búnar óvenjulegum hæfileikum, örlög þeirra og þeirra nánustu. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 119 orð

Nýjar bækur NÝIR inngangsfyrirlestrar um

NÝIR inngangsfyrirlestrar um sálkönnun er eftir Sigmund Freud í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Í þessu riti, sem er sjálfstætt framhald af Inngangsfyrirlestrum um sálkönnun, fyrra og síðara bindi, rekur Freud það sem helst hefur staðist tímans tönn í kenningum hans. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 143 orð

Nýjar bækur OFURLAXAR og aðrir minni

OFURLAXAR og aðrir minni er eftir Kristján Gíslason. Kristján er þekktur meðal íslenskra stangveiðimanna fyrir það að hafa skapað ýmsar þær stangveiðiflugur sem náð hafa mestum vinsældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði með stöng. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 129 orð

Nýjar bækur REKSTRARSAGA Innréttinganna,

REKSTRARSAGA Innréttinganna, safn til iðnsögu Íslendinga er eftir Lýð Björnsson í ritstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar. Fá fyrirtæki eru jafn þekkt og Innréttingarnar sem gjarnan eru kenndar við Skúla Magnússon landfógeta. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur SIÐBREYTINGIN á Íslandi 1537­

SIÐBREYTINGIN á Íslandi 1537­1565 ­ Byltingin að ofaner eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur. Siðbreytingin er eitt af höfuðviðfangsefnum evrópskrar sögu. Í bók þessari er gerð grein fyrir þeim átökum, sem urðu, er hugsjónir siðbreytingarmanna og forsvarsmanna danska nútímaríkisins skullu yfir miðaldasamfélag bænda norður við Dumbshaf, Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 141 orð

Nýjar bækur SIÐFERÐI og mannlegt eðli

SIÐFERÐI og mannlegt eðlier eftir Pál S. Árdal. Siðferði og mannlegt eðli fjallar um siðfræði skoska heimspekingsins Davids Hume (1711-1776), sem er í hópi mestu heimspekinga Vesturlanda á síðari öldum. Hume varð á sínum tíma fyrstur til að freista þess að gera tæmandi grein fyrir mannlegu siðferði á náttúrulegum og röklegum forsendum einum saman. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 87 orð

Nýjar bækur SJÁVARNIÐUR og sunnanrok ­ vi

SJÁVARNIÐUR og sunnanrok ­ viðtöl við 5 valinkunna sjósóknara er eftir Jón Kr. Gunnarsson. Í bókinni segja fimm viðmælendur úr sjómannastétt frá litríku og fjölbreyttu lífshlaupi. Þeir eiga viðburðaríkan og farsælan feril að baki og hafa lifað tímana tvenna til sjós og lands. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 115 orð

Nýjar bækur ÚT í víða veröld

ÚT í víða veröld er barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur. Það er undarleg hersing sem heldur út í heim með fáeina brauðmola í poka til að leita svars við brennandi spurningu; úrillur karl, þrír úrræðagóðir krakkar og hann Jarpur gamli með kerruna í eftirdragi. Leiðin er löng ­ og hvorki viðburðasnauð né hættulaus. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 117 orð

Nýjar bækur VEISLUSTJÓRINN er

VEISLUSTJÓRINN er eftir Garðar Sverrisson. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins. Áður hefur komið út eftir hann bókin Býr Íslendingur hér? Veislustjórinn er fjölskyldusaga sem gerist í afskekktu sjávarþorpi á miðjum níunda áratugnum. Ungur maður kemur á æskuslóðirnar eftir margra ára fjarveru. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 135 orð

Nýjar bækur ÞÆTTIR úr sögu vest

ÞÆTTIR úr sögu vestrænnar menningar. Frá 1848 til okkar daga ­ Nútímasaga er eftir Guðmund J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson. Í þessu fjórða bindi í ritröðinni er fjallað um tímabilið frá byltingarárinu mikla 1848 og til okkar daga. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 118 orð

Nýjar bækur ÖLDIN okkar fjall

ÖLDIN okkar fjallar um tímabilið 1991­1995 í myndum og máli. Þetta er sextánda bókin í flokknum en hin níunda um öldina sem nú er að renna sitt skeið. Í Öldunum er saga liðinna atburða og árin rakin á lifandi og aðgengilegan hátt. Í Öldunum eru sögu þjóðarinnar í fimm hundruð ár gerð skil í myndum og máli. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 146 orð

Nýjar plötur KVARTETTINN ÚT

Nýjar plötur KVARTETTINN ÚT Í vorið hefur gefið út plötu með 19 hefðbundnum kvartettsöngvum. Kvartettinn var stofnaður haustið 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni, Þorvaldi Friðrikssyni og Ásgeiri Böðvarssyni. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 534 orð

Nýr og breyttur Helgi Björns

Fyrsta sólóskífa Helga Björnssonar leikara og tónlistarmanns. Öll lög og textar eftir hann sjálfan. Stjórn upptöku: Valgeir Sigurðsson. Útsetningar: Helgi og Valgeir. Helgi gefur sjálfur út. 1.999 kr. 45 mín. Meira
26. nóvember 1997 | Tónlist | 517 orð

"...og allt er þetta fína pakk"

Brúðkaup Figaros, Töfraflautan, Don Giovanni, Öskubuska, Rakarinn í Sevilla, Faust, Carmen, Ernani, Don Carlo, La Boheme, Jevgení Onegín. Kristinn Sigmundsson bassbaríton. Sinfóníuhljómsveit Íslands stjórnandi: Arnold Östman. Hljóðritað í Háskólabíói í Reykjavík í júní 1997 af tæknideild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimaður: Hreinn Valdimarsson. Mál og menning 1997. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 313 orð

Persónutöfrar vinna (When We Were Kings)

Framleiðandi: DASfilms. Leikstjóri: Leon Gast. Kvikmyndatakan byggist mest á gömlum upptökum. Tónlist: James Brown, B.B. King og fl. Fram koma: Muhammed Ali, George Foreman, Don King, Spike Lee og fleiri. 84 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó. Útgáfud: 18. nóv. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 597 orð

Risar í hnefaleikum ÁRIÐ 1974 skoraði Muhammed Ali

ÁRIÐ 1974 skoraði Muhammed Ali þáverandi heimsmeistara í boxi, George Foreman á hólm. Bardaginn fékk viðurnefnið "Rumble in the Jungle" og er einn af frægustu íþróttaviðburðum síðustu ára. Enda tveir af rismestu og eftirminnilegustu persónum hnefaleikaíþróttarinnar. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 697 orð

SNERTANLEG ÁST

KVIKMYNDAHÁTÍÐ helguð ungum frönskum leikstjórum stendur yfir dagana 22.­27. nóvember. Háskólabíó stendur að hátíðinni í samvinnu við franska sendiráðið. "Oublie-moi" eða "Gleymdu mér" er ein myndanna sem sýndar eru á hátíðinni. Leikstjóri hennar, Noémie Lvovsky, var viðstödd setningu hátíðarinar á laugardaginn. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 284 orð

Stríðsfangar Paradísarvegurinn (Paradise Road)

Framleiðendur: Sue Milliken og Greg Coote. Leikstjóri: Bruce Beresford. Handritshöfundur: Bruce Beresford. Kvikmyndataka: Peter James. Tónlist: Ross Edwards. Aðalhlutverk: Glenn Close, Frances McDormand, Pauline Collins, Cate Blanchett, Jennifer Ehle, Juliana Marguiles. 120 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 12. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
26. nóvember 1997 | Bókmenntir | 456 orð

Svipugöng undirheimanna

eftir Kristjón Kormák Guðjónsson, Mál og menning 1997 ­ 192 bls. ÝMIS rit hafa verið skrifuð um vanlíðan eiturlyfjaneytenda þótt fá þeirra hafi verið skráð á íslenska tungu. Víst er að sú lífsleið er engin óskaleið þótt þeir sem ánetjaðir verða slíkum efnum sjái enga aðra leið. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Tónleikar á Selfossi

VÖRÐUKÓRINN heldur tónleika í sal Fjölbrautaskólans á Selfossi í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru til minningar um Loft S. Loftsson og verður m.a. flutt tónlist eftir hann.. Auk Vörðukórsins koma m.a. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Willy Brandt, túlkun í tónum

VIÐ óperuhúsið í Dortmund hefur ný ópera eftir Gerhard Rosenfeld verið frumsýnd. Óperan heitir Kropið á kné í Varsjá "Kniefall in Warschau" og fjallar um kafla úr ævi fyrrverandi borgarstjóra í Berlín (1957- 1966) og kanslara Vestur- Þýskalands (1969-1974) Willy Brandt. "þegar Willy Brandt kraup á kné var sögulegur atburður sem orð skortir til að lýsa. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 355 orð

Yates kennir Geldof um meint sjálfsmorð Hutchence

BRESK dagblöð birtu í gær fréttir af því að Paula Yates, unnusta Michaels Hutchence sem fannst hengdur í leðurbelti á hótelherbergi í Sydney á laugardaginn var, kenni Bob Geldof, fyrrverandi eiginmanni sínum, um hvernig fór. Í flugferð frá London til Sydney var hún í mikilli geðshræringu. Grét hún og hrópaði að öðrum flugfarþegum. Meira
26. nóvember 1997 | Tónlist | 577 orð

Yfirvegaður leikur

Halldór Haraldsson. Píanósónata í B­dúr eftir Fr. Schubert og píanósónata í f­moll eftir J. Brahms. SVO langt er milli stórra högga hjá Halldóri Haraldssyni sem einleikara að unnendur píanótónlistar fjölmenntu á tónleika hans í Listasafni Kópavogs. Meira
26. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 449 orð

Þétt og öflug

Flýtur vatn, breiðskífa rokksveitarinnar Stolíu. Stolíu skipa Einar Logi Sveinsson gítarleikari, Jóhann Gunnarsson bassaleikari, Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Unnar Bjarnason hljómborðsleikari. Lög eftir Stolíu utan eitt sem skrifað er á sveitina og Project Greys. Uppökumaður var Ken Thomas. R&R Music gefur út. 35,07 mín. Meira
26. nóvember 1997 | Menningarlíf | 51 orð

"Þrír heimar í einum"

"Þrír heimar í einum" TÓNLEIKAR ErkiTónlistar sf. "Þrír heimar í einum ­ tónlist 21. aldarinnar", verða endurteknir í Tjarnarbíói í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Meira

Umræðan

26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1064 orð

Aðventkirkjan í 100 ár á Íslandi

UM ÞESSAR mundir eru liðin 100 ár frá því að aðventboðskapurinn, eins og hann er stundum nefndur, barst til Íslands. En aðventboðskapurinn er sá boðskapur kristninnar sem minnir á loforð Krists um að hann muni koma öðru sinni til jarðarinnar. Sjöunda-dags aðventistar leggja mikla áherslu á þennan boðskap, sem og hluti nafns þeirra ber vott um. Meira
26. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 209 orð

Ánægður með upplýsingarit ríkisstjórnarinnar

ÉG KOM nýlega inn á bensínstöð og tók þar ókeypis eintak af riti sem ríkisstjórnin gaf út fyrir nokkru. Ég hafði ekki séð ritið áður, en hafði tekið eftir nöldri nokkurra þingmanna vegna útgáfu þess og sármóðguðum leiðara í Degi af sömu ástæðu. Eftir lestur þessa greinagóða upplýsingarits um fyrstu tvö ár ríkisstjórnarinnar get ég ekki annað en lýst ánægju minni. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 353 orð

Bindindishelgi fjölskyldunnar

KÆRLEIKURINN er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1016 orð

Húrra fyrir Heimaey!

LOKSINS tók einhver af skarið, loksins finnst heilbrigð hugsun í öllu volæðinu og loksins fást Heimaeyjarkertin aftur. HÚRRA! Eftir að hafa lesið grein í Morgunblaðinu 26. september sl., sem fjallar um daglegt líf fatlaðra einstaklinga í Vestmannaeyjum og eftir að hafa farið út í búð og keypt frábæru kertin þeirra, sem ég hef saknað í mörg ár, Meira
26. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Komið með börnunum á bindindishelgi fjölskyldunnar

UNGMENNASTÚKAN Edda nr. 1 ber nafn fyrstu ungmennastúku stofnaðrar innan Stórstúku Íslands, hún var endurvakin fyrir 4 árum. Fundir hafa verið haldnir hálfsmánaðarlega á laugardögum í Veltubæ. Þar eru hressir krakkar, sem eiga það sameiginlegt að skemmta sér án vímuefna. Á þessu tímabili hefur verið farið í ferðalög erlendis og innanlands, til að hitta jafnaldra með sameiginleg áhugamál. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 978 orð

Laser- tækni við þvagfæraskurðlækningar

NÝJUNGAR í læknisfræði eiga sér stöðugt stað. Miklar framfarir hafa orðið í skurðaðgerðum og um leið hefur árangur lækninga orðið meiri og þjáningar minni. Útgjöld til tækjakaupa hafa farið vaxandi eins og annað í heilbrigðisþjónustunni. Þessi útgjaldaaukning hefur aftur á móti leitt til styttri legutíma. Þannig hafa afköst orðið meiri og heilbrigðishagnaður einnig. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Reynsla Nýsjálendinga

NÝSJÁLENDINGAR eru auk Íslendinga eina þjóðin, sem tekið hefur upp víðtækt kvótakerfi í fiskveiðum. Lesa má um reynslu þeirra í þeim þremur nýlegu ritum um fiskveiðar, sem ég kynnti hér á dögunum. Nýsjálendingum varð ljóst um svipað leyti og Íslendingum, að ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind hefði í för með sér sóun hennar. Meira
26. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 92 orð

Ríkisútvarpið er menningarstofnun Ragnhildi Kristjánsdóttur: OPIÐ bréf til Elsu B. Valsdóttur. Ég hef hlustað á morgunpistla

OPIÐ bréf til Elsu B. Valsdóttur. Ég hef hlustað á morgunpistla þína í útvarpinu og spyr þig nú hvort þú viljir láta selja Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveitina þannig að þetta tvennt verði rekið án ríkisstyrkja. Ég álít Rás I í ríkisútvarpinu alveg sambærilega menningarstofnun, sem þjónar þó miklu stærri hluta þjóðarinnar. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 559 orð

Ríkisvaldið upphaf og endir alls!

ÉG ER hættur að furða mig á því að vinstri menn innan Háskólans sjái ríkisvaldið sem upphaf og endi alls hér á landi. Dæmin eru nýmörg og það nýjasta er viðtal við formann stúdentaráðs Háskóla Íslands í fréttum 24. nóvember sl. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1221 orð

Upp á stingur oddvitinn, hinir játa!

HÚN ER björt og skemmtileg minningin sem ég á um dvölina í sveitinni fyrir ca 50 árum. Skemmtilegast var þegar allt hrossastóðið kom af heiðinni og rann niður Víðidalinn sem stórfljót væri í réttina við Ásgeirsá. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 930 orð

Vannýtta auðlindin

Vannýtta auðlindin Ein er sú auðlind, sem nýta mætti til að vinna gegn gróður- og jarðvegseyðingu landsins. Jóna Fanney Friðriksdóttir segir að það séu þau lífrænu efni sem til falla. Stöðugur ágangur mannsins á landgæði jarðar krefst endurgjalds. Meira
26. nóvember 1997 | Aðsent efni | 498 orð

Veiðileyfagjald er skattur á landsbyggðina, sjómenn og fiskverkafólk

NÝLEGA var birt viðtal í ríkissjónvarpinu við Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismann, um veiðileyfagjald. Þar sagði hann það alvarlegan misskilning að veiðileyfagjald kæmi niður á kjörum sjómanna. Hann telur að það séu útgerðarfélögin sem myndu borga veiðileyfagjald og að þau myndu borga það með hluta af fiskveiðiarðinum. Meira
26. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 623 orð

Vistvænir grunnskólar

UM ÞESSAR mundir eru íslensk sveitarfélög að verja milljörðum króna til byggingar skólahúsnæðis víðs vegar um landið í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að allir grunnskólar skuli vera einsetnir. Eins og kunnugt er tóku sveitarfélögin við grunnskólanum 1. Meira

Minningargreinar

26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Anna Þorsteinsdóttir

Elsku Anna, þegar við systurnar fréttum af andláti þínu, hrannaðist upp hafsjór af minningum um þig. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar þið Siggi leigðuð hjá foreldrum okkar á Suðurgötunni. Kunningsskapur Önnu og Sigga við foreldra okkar hófst er Siggi var að vinna með afa okkar, Halldóri í Vörum, og ríkti sú vinátta alla tíð síðan. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 696 orð

Anna Þorsteinsdóttir

Líf líður undir lok, að liðnum haustnóttum. Við kveðjum kæra vinkonu okkar, Önnu Þorsteinsdóttur. Hún kveður sátt við líf sitt, sæl að vistinni liðinni. Þó Anna hafi búið í Keflavík í hartnær 42 ár, þá talaði hún alltaf svo um Akureyri að engum duldist hvaðan áhrifin á uppvöxt hennar voru komin. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Anna Þorsteinsdóttir

Í dag verður langamma mín, Anna Þorsteinsdóttir, borin til grafar og vil ég nú kveðja hana með nokkrum orðum. Það sem er mér minnisstætt um ömmu er hve trúuð hún var. Á mínum yngri árum sváfum við Siggi frændi oft hjá henni og fyrir svefninn fór hún alltaf með bænir með okkur, bænir sem við kunnum enn þann dag í og munum aldrei gleyma. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 150 orð

ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR

ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR Anna Þorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 28. júní 1910. Hún lést á Garðvangi í Garði 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakobína María Björnsdóttir og Þorsteinn Halldórsson. Anna var elst átta systkina og eru fimm á lífi. Hinn 22. júní 1935 kvæntist Anna Sigurði Árnasyni frá Borgarfirði eystri, f. 1. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Anna Þorsteinsdóttir Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skína. Þín gleði var að gleðja barnsins

Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skína. Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta og gera okkar ævi fagra og bjarta. Þér við hönd þú okkur litlar leiddir og ljós og kærleik yfir sporin breiddir. Öll samleið varð að sólskinsdegi björtum, er sanna blessun færði okkar hjörtum. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1263 orð

Ásdís Aðalsteinsdóttir

Ásdís Aðalsteinsdóttir ólst upp á fjölmennu menningarheimili, þar sem ríkti glaður andi og gestir og gangandi áttu vísa gestrisni húsráðenda. Bræðurnir Aðalsteinn faðir hennar og Páll Kristjánssynir, af Reykjahlíðar- og Illugastaðaætt, ráku útgerð og verslun á Húsavík. Þeir voru kvæntir systrum, Helgu og Þóru Guðnadætrum frá Grænavatni í Mývatnssveit (Skútustaðaætt). Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ÁSDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR

ÁSDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR Ásdís Aðalsteinsdóttir fæddist á Húsavík 26. nóvember 1908. Hún lést í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 17. október. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 170 orð

ÁSGEIR GUÐBJARTUR ÞORVALDSSON

ÁSGEIR GUÐBJARTUR ÞORVALDSSON Ásgeir Guðbjartur Þorvaldsson fæddist í Hnífsdal 10. mars 1923 en fluttist mjög ungur með foreldrum sínum til Ísafjarðar og ólst þar upp. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Magnússon sjómaður, f. 19. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 492 orð

Ásgeir Þorvaldsson

Mágur okkar, Ásgeir Þorvaldsson, lést á heimili sínu 18. nóvember sl. eftir skamma sjúkralegu, en langan aðdraganda. Krabbamein er óvæginn sjúkdómur, en Ásgeir barðist hetjulega við hann í marga mánuði, eftir að ljóst var að hverju dró, en enginn má sköpum renna. Það lýsti Ásgeiri vel að hann kaus að mæta örlögum sínum heima. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Ásgeir Þorvaldsson

Við kveðjum nú í hinsta sinn afa okkar, Ásgeir Þorvaldsson. Þrátt fyrir að við búum í 50 km fjarlægð frá heimili hans, hittum við hann oft. Hann fylgdist alltaf mjög vel með okkur og sýndi áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var skólinn eða íþróttir og tómstundir. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Ásgeir Þorvaldsson

Ásgeir Þorvaldsson gekk í Málarafélag Reykjavíkur 1946 og var þar allar götur síðan. Hann var traustur félagi og stóð vörð um félag sitt meðvitaður um það að þannig tryggði hann hag sinn best og jafnframt félaga sinna. Þó svo hann tæki ekki beinan þátt í stjórn félagsins var hann ávallt nálægur og fylgdist grannt með og lét í ljós skoðanir sínar tæpitungulaust. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Ásgeir Þorvaldsson

Þeir höfðu ekki stórtækum vinnuvélum yfir að ráða ungu fjölskyldufeðurnir sem hugðust byggja í Smáíbúðahverfinu á árunum 1952­1953. Mannshöndin, haki og skófla, ásamt óbilandi kjarki og bjartsýni var veganestið sem lagt var upp með til verksins. Frá því fyrsta var hjálpsemi og góðvild aðalsmerki þessara manna í samfélaginu, sem svo ótrúlega hratt myndaðist við þessi erfiðu skilyrði. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Ásgeir Þorvaldsson Nú ertu farinn, elsku afi minn, upp til himna, þar sem ég veit að þér líður miklu betur. Það er svo skrýtið

Nú ertu farinn, elsku afi minn, upp til himna, þar sem ég veit að þér líður miklu betur. Það er svo skrýtið hvað allt gerist hratt, mér finnst svo stutt síðan þú varst svo hress. Þú varst vanur að gera allt fyrir okkur systkinin þegar við komum í heimsókn. Ég mun aldrei gleyma hve góður þú varst og allar þær góðu minningar sem ég á um þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Einar Jón Jónsson

Það var fyrir réttum þrjátíu árum að ég var að læra til iðnnáms í Vélsmiðju Hafnarfjarðar, ég var að vinna á rennibekk er tveir menn komu inn. Tók ég sérstaklega eftir öðrum manninum. Þegar þessir tveir menn voru farnir út, kom samstarfsmaður minn til mín og sagði mér að sá sem var í leðurjakkanum væri Einar Jónsson, tilvonandi tengdafaðir minn. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1166 orð

Einar Jón Jónsson

Mig langar að minnast Einars Jónssonar, tengdaföður míns, með örfáum orðum. Með dauða hans er skarð fyrir skildi, því þar fór kraftmikill og mikilfenglegur maður, sem umfram allt hugsaði vel til og um alla í kringum sig. Einar var mikill fjölskyldumaður, umfram allt hugsaði hann um fjölskylduna, eiginkonu sína og börn. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Einar Jón Jónsson

Elsku afi minn. Mig langaði að segja þér hve vænt mér þykir um þig og hvað ég mun sakna þín mikið. Það var alltaf svo gott að koma tl þín og ömmu. Ég man sérstaklega eftir öllum sumarbústaðaferðunum, þú varst alltaf að gróðursetja og amma beið með kökur og vöfflur. Mig grunaði ekki að ég ætti ekki eftir að hitta þig aftur þegar ég kvaddi þig í haust. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Einar Jón Jónsson

Elsku afi, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Alltaf varst þú tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Hvort sem það var að ná í okkur, keyra okkur í íþróttir eða tónlistarskólann, eða þú vildir gefa okkur eitthvað. Alltaf voruð þið amma tilbúin að passa okkur þegar við vorum lítil eða vera hjá okkur þegar við vorum lasin. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 599 orð

Einar Jón Jónsson

Ég kynntist Einari um 1977 þegar hann bjó í Köldukinn. Hann var þá með kranaleigu og var með þrjá krana þegar mest var. Við sögðum líklega hvorugur margt við fyrstu kynni þegar ég kom í heimsókn sem tilvonandi tengdasonur, en það fór strax vel á með okkur. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 635 orð

Einar Jón Jónsson

Mig langar til að minnast föður míns sem borinn verður til grafar í dag. Hann var mikill fjölskyldumaður og var lífsfylling hans fólgin í því að börnin hans og barnabörn hefðu það sem best. Nú þegar ég er orðin fullorðin og á börn sjálf, hef ég oft hugsað til þess þegar ég var lítil. Pabbi vann á þessum tíma á krana, sem hann átti, niður við Hafnarfjarðarhöfn. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Einar Jón Jónsson

Elsku afi. Þú varst svo góður og gott var að koma til þín og ömmu. Þig bjugguð í næsta húsi við okkur og gátum við komið til ykkar þegar við vildum. Alltaf passaðir þú að eiga ís eða eitthvað sem þú vissir að okkur þætti gott. Var oft mikið spjallað og þú sagðir margar skemmtilegar sögur frá því þegar þið amma voruð ung og hlógum við oft mikið. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 733 orð

EINAR JÓN JÓNSSON

EINAR JÓN JÓNSSON Einar Jón Jónsson fæddist í Garðshorni í Arnardal, Eyrarhr., N-Ís., 28. júní 1923. Hann lést á Landspítalanum 19. nóvember síðastliðinn. Faðir Einars var Jón Jóhann Katarínusson, f. 18. júlí 1898 í Fremri- Húsum í Arnardal, sjómaður, bóndi og síðar verkamaður og sjómaður í Reykjavík. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 860 orð

Gestur Eysteinsson

Gestur Eysteinsson, lögfræðingur í Hveragerði, er látinn. Hann var jarðaður í kyrrþey að Hjalla í Ölfusi og hvílir þar við hlið mágs síns, Karls Þorlákssonar, bónda á Hrauni. Þar kaus Gestur sér legstað, í námunda við bæinn sem stóð hjarta hans nærri og þar sem tvær systur hans og mágar hafa búið. Ég sem þessi orð rita hef þekkt Gest náið um langan aldur. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 549 orð

Gestur Eysteinsson

Gestur Eysteinsson móðurbróðir minn er látinn eftir tiltölulega skammæ veikindi. Ég kynntist Gesti í barnæsku þar sem hann var tíður gestur heima í sveitinni. Hann kom jafnvel í heimsókn austur fyrir fjall á meðan hann stundaði búskap norður í Vatnsdal. Við kynntumst honum því vel og alla tíð rækti hann frændsemina við systur sínar á Hrauni og fjölskyldur þeirra. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 221 orð

GESTUR EYSTEINSSON

GESTUR EYSTEINSSON Gestur Eysteinsson fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 1. maí 1923. Hann lést í Landakotsspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eysteinn Björnsson frá Grímstungu, f. 17. júlí 1895, d. 2. maí 1978, og Guðrún Gestsdóttir frá Björnólfsstöðum, f. 11. desember 1892, d. 30. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Guðný Guðjónsdóttir

Mig grunaði að svo myndi fara að ég væri að kveðja elsku Guðnýju ömmu í síðasta sinn er ég kom í heimsókn til Íslands í ágúst 1996. Hún var orðin háöldruð og nokkuð vel á sig komin líkamlega, þó svo að minnið, sjónin og heyrnin hafi verið farin að gefa sig síðustu árin. Ömmu fannst alveg sérlega gaman að fá heimsóknir, enda tók hún vel á móti manni. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Guðný Guðjónsdóttir

Elsku amma. Þá ert þú farin í ferðalagið sem þú sagðist fyrir löngu vera tilbúin að takast á hendur. Þú ert sjálfsagt hvíldinni fegin, enda dagsverk lífs þíns orðið ærið á þeim tæplega 94 árum, sem þú lifðir. Það á vel við um þig að segja, að þú hafir lifað tímana tvenna. Mér er það t.d. ofarlega í huga þegar þú sagðir mér sögur frá æskustöðvum þínum í Borgarfirði og sögur af frostavetrinum 1918. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR

GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Guðný Guðjónsdóttir fæddist á Ferjubakka, Borgarfirði, Mýrasýslu, 18. mars 1904. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 16. nóvember síðastliðinn. Minningarathöfn fór fram í Fossvogskirkju 21. nóvember. Jarðsett verður á Ísafirði í dag. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 757 orð

Helga Kristín

Elsku Helga. Mig skortir orð til að lýsa þeim harmi sem býr í hjarta mér að vita að þú sért dáin. Þú ert tekin svo skyndilega frá okkur í blóma lífsins, svona ung og hraust eins og þú varst og við fáum ekkert við því gert. Það sannast enn og aftur hversu stutt er á milli gleði og sorgar, hláturs og gráts. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Elsku Helga. Okkur langar til að kveðja þig, kæra æskuvinkona, með fáeinum orðum. Við skyndilegt fráfall þitt vakna upp ótal góðar minningar frá unglingsárum okkar, þegar lífið var áhyggjulaust og uppfullt af gáska og gleði. Helga byrjaði ung að starfa sem flugfreyja, hún giftist ekki og eignaðist ekki börn. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Göfugri sál, sem horfin er úr heimi, hugirnir fylgja yfir gröf og dauða. Kærleikans faðir ástvin okkar geymi, ylgeislum vefji daga gleðisnauða. Sólbjarmi vakir yfir minning mærri, mótlætis vegu sveipar birtu skærri. (F.J. Arndal. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Við kveðjum í dag ástkæran vinnufélaga okkar, Helgu Ottós, eins og við kölluðum hana í fluginu. Minningarnar streyma fram frá liðnum árum. Það var alltaf gott að vera nálægt Helgu. Hún var góður stjórnandi og afskaplega skipulögð og fær í sínu starfi. Það var vart hægt að finna betri vinnufélaga. Helga var snaggaraleg og svolítill strákur í sér. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Með sárum söknuði kveðjum við í dag okkar kæru vinkonu, Helgu Kristínu Ottósdóttur, sem varð bráðkvödd 17. nóvember. Haustið 1967 hóf Helga störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Hún varð strax geysivinsæl meðal samstarfsfólks. Hún var svo kát, sérlega fljót til svara og með afbriðgum orðheppin. Helga talaði ensku með miklum amerískum hrein sem okkur stelpunum þótti mjög flott. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Okkur systkinin langar til þess að minnast Helgu vinkonu okkar með nokkrum línum. Helgu kynntumst við fyrst í eldhúsinu hjá ömmu Jönu í Stigahlíðinni, þar sem þær vinkonurnar sátu löngum stundum og töluðu um lífið og tilveruna. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Vinkona mín Helga Kristín Ottósdóttir lést á heimili sínu hinn 17. nóvember síðastliðinn. Það er fátt um svör þegar kona á besta aldri er skyndilega kvödd á brott í sína hinstu ferð. Eftir standa ættingjar og vinir og eiga erfitt með að trúa þeirri óumflýjanlegu staðreynd að hér skilja leiðir, í bili. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Helga Kristín Ottósdóttir

Vinur, hver er meiningin með því orði? Ég veit að Helga var góður vinur sama hvaða skilning fólk leggur í það orð. Það þarf oft ekki langan tíma til að komast að því hver er og hver er ekki vinur. Helga kallaði suma er hún kvaddi þá hvort sem hún talaði við þá í síma og eða augliti til auglits "gamla grjónið". Ég er hreykinn af að hafa verið kallaður það af slíkri manneskju. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 132 orð

HELGA KRISTÍN OTTÓSDÓTTIR

HELGA KRISTÍN OTTÓSDÓTTIR Helga Kristín Ottósdóttir fæddist í Reykjavík hinn 5. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu hinn 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elísabet Þóra Arndal, f. í Hafnarfirði 26. desember 1917, d. 3. nóvember 1991, og Ottó Stefán Jónasson, f. á Akureyri 19. maí 1919, brunavörður, d. 18. júní 1992. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Helga Kristín Ottósdóttir Elsku Helga mín. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuði og sorg í huga, eftir áralanga

Elsku Helga mín. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuði og sorg í huga, eftir áralanga viðkynningu og samverustundir bæði í blíðu og stríðu. Við trúum ekki ennþá að þú sért horfin okkur yfir hina miklu móðu, það er svo stutt síðan við áttum tal saman um daginn og veginn. Við eigum eftir að sakna kímnigáfu þinnar og gleði sem skein alltaf frá þér. Guð veri með þér um alla eilífð. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Helga Ottósdóttir

Þeir sem starfað hafa sem flugliðar vita hve mikils virði það er að fá góðar móttökur við upphaf starfsferils. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Helgu Ottósdóttur sem leiðbeinanda í mínum fyrstu ferðum um háloftin og leiðsögumann um þær stórborgir sem Loftleiðir flugu til á sínum tíma. Helga, þessi sterka, víðsýna kona, tók mér sem jafningja strax í upphafi. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Helga Ottósdóttir

Kær vinkona okkar, Helga Ottósdóttir flugfreyja er látin. Við höfum verið starfsfélagar í meira en tuttugu ár og orðið vel til vina. Það var alltaf gott að vera nálægt Helgu og við fráfall hennar skynjum við enn betur hversu vænt okkur þótti um hana. Í vinnunni var hún góður stjórnandi, glaðvær og úrræðagóð. Utan vinnu einn bezti félagi sem hægt var að hugsa sér. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Hildur Svava Jordan

Mann setur hljóðan. Ekki Hiddý af öllum manneskjum. Þú sem varst svo frábær. Öll jákvæð lýsingarorð í íslenskri tungu áttu við um þig. Þú varst sérstök og engri lík. Við kynntumst í París og héldum sambandi í gegnum árin. Þú komst í brúðkaupið mitt og fylgdist með hvernig fjölskyldan stækkaði. Í haust komstu svo loksins í heimsókn til okkar í Danmörku og dvaldir í nokkra daga. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Hildur Svava Jordan

"Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið því glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höfundur ókunnur. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Hildur Svava Jordan

Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um Hiddý frænku, kemur orðið ótrúlegt aftur og aftur fram í hugann. Mér finnst svo ótrúlegt hvað hefur gerst. Hiddý dáin, það getur varla verið. En maður verður minntur á það æ og enn hvað lífið er í raun óútreiknanlegt. Minningarnar streyma fram í hugann, eins og þær gera á svona stundum. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Hildur Svava Jordan

Okkur setti hljóðar þegar við fengum þær sorglegu fréttir að vinkona okkar, Hildur Svava Jordan, hefði orðið fyrir hörmulegu slysi og þá ótímabært andlát hennar nokkrum dögum seinna. Þá tóku minningarnar að streyma fram um samveru okkar frá barnæsku á Ísafirði og síðan í Reykjavík. Hiddý var sjálfstæð og byrjaði snemma að bjarga sér. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HILDUR SVAVA JORDAN

HILDUR SVAVA JORDAN Hildur Svava Jordan fæddist á Ærlæk í Öxarfirði 7. júlí 1947. Hún lést í Reykjavík 17. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 25. nóvember. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 226 orð

Hildur Svava Jordan Helga Kristín Ottósdóttir

Tvær sómakonur eru gengnar. Stórt skarð er rofið í hóp flugfreyja í einni svipan. Hildur og Helga gerðu báðar flugfreyjustarfið að sínu ævistarfi. Í þrjátíu ár unnu þær sem flugfreyjur, fyrst hjá Loftleiðum en síðar hjá Flugleiðum. Margt var líkt með þeim Hildi og Helgu. Þær voru nánast jafnaldra, þær byrjuðu að fljúga sama árið og báðar voru þær einhleypar og barnlausar. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 829 orð

Ólafur K. Magnússon

Ég var enn ófermdur þegar áhuginn á ljósmyndun var að kvikna hjá mér og ég fór að rannsaka ljósmyndir blaðanna. Þá fór ekki hjá því að ég rækist á myndir merktar Ól.K.M. og skömmu síðar var pabbi farinn að útskýra fyrir mér hvernig Óli færi að því að taka myndirnar í Morgunblaðinu. Einhverntímann vorum við í bíltúr í miðbænum. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 655 orð

Ólafur K. Magnússon

Maðurinn hefur ævinlega þurft á að halda einskonar sýndarveröld, helzt án sterkra tengsla við veruleikann. Úr þessari hálfmynd er goðsögnin sprottin. Nú á dögum birtist hún einna helzt í þeirri sýndarveröld sem fjölmiðlar eru sífelldlega að bregða upp, ýmist í áróðursskyni eða til að sætta okkur við þann veruleika sem enginn hefur í hendi sér. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Ólafur K. Magnússon

Ég kveð Óla Magg frænda minn, manninn hennar Evu móðursystur minnar, með söknuði. Þegar Óli og Eva höfðu verið gift í nokkur ár og ekkert bólaði á fyrsta barninu (sem var ákaflega óíslenskt fyrirbæri og gaf til kynna að sennilega væru þau hjónin ófær um að eignast börn) hafði ég borið gæfu til, þessi ár, Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 458 orð

Ólafur K. Magnússon

Ólafur K. Magnússon, Óli Ká eða Óli ljós, eins og við félagar hans kölluðum hann oft í daglegu tali, var einstakur ljósmyndari og á því leikur ekki nokkur vafi, að með snilld sinni í ljósmyndun braut hann blað í íslenzkri blaðamennsku. Hann hóf nám í ljósmyndun í New York á stríðsárunum og síðan kvikmyndun hjá Paramount Pictures í Hollywood. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 273 orð

ÓLAFUR K. MAGNÚSSON

ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ólafur K. Magnússon fæddist í Reykjavík 12. mars 1926. Hann lést á heimili sínu hinn 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Magnús Jóhannsson, skipstjóri, f. 16.6. 1894, d. 27.2. 1928, og Kristín Hafliðadóttir, húsmóðir, f. 9.10. 1896, d. 8.4. 1984. Bræður Ólafs eru: Jóhann Magnússon, f. 15.7. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1073 orð

Ólafur K. Magnússon ljósmyndari á Morgunblaðinu

Hann Óli Magg er látinn. Myndir birtast frá 40 ára samfylgd undirritaðs blaðamanns við fréttaljósmyndarann Ólaf K. Magnússon á Morgunblaðinu við margvíslegar aðstæður. Hann fékk þó þessi 30 ár sem hann af sinni einstöku skynjun á aðstæðum og rólega viðbragði bjargaði okkur báðum um þegar flugvélin var að fljúga inn í fjall. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 747 orð

Ólafur Kr. Magnússon

Ljósmyndari þjóðarinnar er látinn. Ólafur K. Magnússon, var ljósmyndari Morgunblaðsins í tæp fimmtíu ár, frá haustinu 1947, er hann sneri heim frá námi í kvikmyndagerð í Hollywood, til síðustu áramóta en þá lét hann af störfum sjötugur að aldri. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Ólafur Kr. Magnússon

Okkur brá mikið þegar við fréttum af fráfalli vinar okkar og læriföður, Óla K., eins og hann var alltaf kallaður. Það rifjast upp öll góðu ráðin, sögurnar og þó sérstaklega þær um síðari heimsstyrjöldina, en um það og fjölmargt annað var hann hafsjór af fróðleik. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 512 orð

Ólafur Kr. Magnússon

Með línum þessum langar mig að minnast tengdaföður míns, Ólafs K. Magnússonar. Fyrir 10 árum kynntist ég Ólafi þegar ég og Margrét Lind felldum hugi saman. Mér varð strax ljóst að tilvonandi tengdafaðir minn var merkilegur karl, sem farið hafði víða, upplifað margt og eftir hann lá stórkostlegt ævistarf sem ljósmyndari Morgunblaðsins áratugum saman. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 587 orð

Ólafur Kr. Magnússon

Hinsta siglingin hans Ólafs K. Magnússonar er hafin. Þessi góði frændi er horfinn af sjónarsviðinu og skilur eftir sig mikið tóm, þó hann hafi að jafnaði látið lítið fyrir sér fara. Hann var yngstur fimm bræðra, sonur móðursystur minnar, Kristínar Hafliðadóttur og Magnúsar Jóhannssonar, skipstjóra. Ólafur var aðeins tveggja ára er faðir hans fórst með togaranum Jóni forseta árið 1928. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 374 orð

Ólafur Kr. Magnússon Ólafur K. Magnússon, frændi minn og föðurbróðir, e

Ólafur K. Magnússon, frændi minn og föðurbróðir, er látinn. Ég hef ekki aðeins misst frænda minn, heldur einnig góðan vin. Óli var yngstur fimm bræðra og bjó hjá ömmu minni á Sólvallagötunni mín fyrstu æviár. Ég var tíður gestur hjá ömmu minni á Sóló og átti því mikið saman að sælda við Óla á þessum tímum. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Ólafur Kr. Magnússon "Óli dáinn!" varð okkur hjónunum að orði þegar okk

"Óli dáinn!" varð okkur hjónunum að orði þegar okkur barst andlátsfregn Óla bróður og mágs. Okkur fannst hann eiga margt eftir að gera, því margar hafði Óli hugmyndirnar í kollinum af öllu mögulegu tagi, sumt fjarlægt að okkur fannst, en hann var svo sannfærandi í sínum málflutningi um það sem hann var að brjóta heilann um, að fljótlega var maður kominn á hans band. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Óli Kr. Magnússon

Þau sorgartíðindi bárust mér á dögunum að Ólafur K. Magnússon ljósmyndari og vinur minn væri látinn. Þessi tíðindi snertu mig djúpt og ég vildi ekki trúa því að Óli væri farinn svo fljótt frá okkur. Hann sem var óðum að hressast eftir veikindi. En við fáum víst litlu ráðið um hvenær við kveðjum þennan heim. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1248 orð

UM hádegisbil hinn 23. janúar1973 flaug Ólafur

UM hádegisbil hinn 23. janúar1973 flaug Ólafur K. Magnússon yfir Vestmannaeyjar, engos hafði hafizt í Heimaeyrétt um klukkan 02 nóttinaáður. Þá tók hann þessa myndaf gosmekkinum. Meira
26. nóvember 1997 | Minningargreinar | 283 orð

(fyrirsögn vantar)

Árið 1964 sótti W. H. AudenÍsland heim öðru sinni en hérhafði hann komið ungur maður ásamt skáldbróður sínuMacNeice og þeir skrifaðsaman bókina Letters fromIceland 1937. Að þessu sinnihitti hann hins vegar fyriríslenska skáldbræður, og erhér á myndinni ásamt skáldjöfrunum Gunnari Gunnarssyni, Sigurði Nordal og Tómasi Guðmundssyni. Meira

Viðskipti

26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 254 orð

3,3% atvinnuleysi í október

SKRÁÐUM atvinnuleysingjum fjölgaði í heild að meðaltali um 5,5% frá septembermánuði til október en fækkaði hins vegar um 11,4% frá október í fyrra. Í október var atvinnuleysi 3,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráð atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 325 orð

ÐBetri afkoma hjá erlendum flugfélögum í ár

AFKOMA flestra stærri flugfélaga í Evrópu og Bandaríkjunum batnaði umtalsvert fyrstu 9 mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í vikutíðindum Búnaðarbankans verðbréfa. Er þessi bati sagður skýrast af betri sætanýtingu og hagstæðara verði á eldsneyti en verð þotueldsneytis mælt í dollurum er nú 19% lægra en það var í upphafi þessa árs. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 320 orð

ÐÍslandsbanki með um 825 milljóna hagnað Gengi hluta-

HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. og dótturfélaga nam samtals 825 milljónum fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri bankans. Þetta er um 69% aukning hagnaðar frá því á sama tíma í fyrra þegar hann nam 487 milljónum. Allt árið 1996 var 642 milljóna hagnaður hjá bankanum. Gengi hlutabréfa í Íslandsbanka hækkaði í viðskiptum á Verðbréfaþingi eftir að þessar tölur lágu fyrir. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ÐVeltuaukning hjá Sæplasti en enginn hagnaður

SÆPLAST hf. seldi vörur fyrir ríflega 340 milljónir króna fyrstu tíu mánuði ársins eða um 3% hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra. Hefur staðan að þessu leyti því batnað síðustu mánuði, en á fyrri helmingi ársins varð salan um 12% minni en í fyrra. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 601 orð

Hagnaðurinn nam um 475 milljónum

HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs fyrstu níu mánuðina á þessu ári var um 475 milljónir króna, en var um 300 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hefur hagnaðurinn því aukist um tæplega 60% á milli ára. Ávöxtun eiginfjár á þessu tímabili var 13,3%, eða 17,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í Iðnlánasjóðstíðindum sem nú eru að koma út í síðasta sinn, en um næstu áramót lýkur 62 ára sögu Iðnlánasjóðs. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Helmingur Breta gegn auglýsingum

TÆPUR helmingur Breta tekur neikvæða afstöðu til auglýsinga af öllu tagi samkvæmt skoðanakönnun rannsóknarhópsins CIA MediaLab. Samkvæmt könnuninni eru 22% neytenda tortryggnir að eðlisfari. Þeim finnist auglýsingar uppáþrengjandi og séu oft fjandsamlegir þeim. Annar hópur 22% neytenda eru tvíræðir og óvirkir. Þeim stendur yfirleitt á sama um auglýsingar samkvæmt könnuninni. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Intel skipt í hluta

INTEL, kubbarisinn frægi, hefur boðað meiriháttar endurskipulagningu á fyrirtækinu. Intel mun meðal annars koma á fót fjórum nýjum fyrirtækjum og segir að nauðsynlegt sé að snúa sér að að skjótri hlutun PC-geirans -- skiptingu hans í hluta. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Óvissa á mörkuðum og jenið í mótbyr

EVRÓPSKIR markaðir stóðust nýjan þrýsting frá Austur-Asíu í gær, en óvissa ríki þegar viðskiptum lauk. Jeninu gekk illa að bæta stöðu sína, þótt margt bendi til opinberrar aðstoðar í Japan til að afstýra meiri vanda. Mikil sala bréfa í Tókýó eftir hrun Yamaichi verðbréfafyrirtækisins hafði ekki afdrifaríkar afleiðingar á öðrum helztu mörkuðum. Meira
26. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Saudi-prins kaupir 5% í News Corp og Netscape

SAUDI-arabíski prinsinn Al Waleed bin Talal bin Abdul hefur keypt 5% hlut í fjölmiðlafyrirtæki Ruperta Murdochs, News Corp Ltd, og netbúnaðarfyrirtækinu Netscape Communications Corp. Al Waleed prins sagði í viðtali við bandaríska tímaritð Time að hann hefði keypt 5% hlut sinn seint í október. Meira

Fastir þættir

26. nóvember 1997 | Í dag | 40 orð

6a smáfólk Gjörðu svo vel, þú fékkst póstkort frá Káti..

6a smáfólk Gjörðu svo vel, þú fékkst póstkort frá Káti... b "Kæri Snati, við lentum í smá erfiðleikum, en núna er allt í besta lagi." c "Skrifa meira síðar." d "P.s. Lubbi biður mig að segja þér að jörðin sé hnöttótt. Meira
26. nóvember 1997 | Dagbók | 3100 orð

APÓTEK

»»» Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 29 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember, er sjötugur Guðmundur Sigurþórsson, fyrrv. deildarstjóri hjá Ríkiskaupum, Brattholti 21, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Margrét Magnúsdóttir. Þau hjónin verða að heiman. Meira
26. nóvember 1997 | Fastir þættir | 34 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Kópavog

FIMMTUDAGINN 20. nóvember byrjaði hraðsveitakeppni félagsins. Mættu ellefu sveitir til leiks. Staðan eftir fyrsta kvöldið af þrem. Sveit Ármanns J. Lárussonar616 sveit Helga Víborg612 sveit Ragnars Meira
26. nóvember 1997 | Fastir þættir | 85 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Eldri borg

MÁNUDAGINN 17. nóvember spiluðu 19 pör Mitchell, úrslit urðu þessi. NS-riðill Viggó Nordquist ­ Tómas Jóhannsson246 Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson237 Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson234 AV-riðill Sigurleifur Guðjónsson ­ Oliver Kristófersson253 Fróði B. Meira
26. nóvember 1997 | Fastir þættir | 93 orð

BRIDS Umsjón Ragnar G. Arnórsson Firmatvímenningur

Laugardaginn 29. nóvember verður spilaður hinn árlegi firmatvímenningur. Báðir í parinu verða (þó ekki endilega í sama útibúi/deild). Spilaður verður barómeter og hefst spilamennskan kl. 13 í Þönglabakkanum. Tekið er á móti skráningu hjá BSÍ í síma 587 9360. Sigurvegarar í fyrra voru Magnús E. Magnússon og Stefán Stefánsson, þeir voru fulltrúar Strýtu hf. á Akureyri. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. nóvember í Laugarneskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni Anna Sigmarsdóttir og Birgir Magnússon. Heimili þeirra er á Hrísateig 47, Reykjavík. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Berglind Björnsdóttir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Steinunn Bára Þorgilsdóttir og Þorlákur Richard Richardsson. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Hveragerðiskirkju af sr. Tómasi Guðmundssyni Aldís Hafsteinsdóttir og Lárus Ingi Friðfinnsson. Heimili þeirra er að Heiðmörk 57, Hveragerði. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Reykjavíkur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október í Garðakirkju af sr. Sigurði Árnasyni Bella Freydís Pétursdóttir og Gunnar Örn Arnarson. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. október í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Ágústa Ingibjörg Arnardóttir og Alexander Ágústsson. Heimili þeirra er á Hraunbrún 15, Hafnarfirði. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. október í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Heiðveig Helgadóttir og Tómas H. Ragnarsson. Heimili þeirra er að Ástúni 14, Kópavogi. Meira
26. nóvember 1997 | Dagbók | 598 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 469 orð

EGJA má að sannkölluð hátíðarstemmning hafi ríkt meðal ís

EGJA má að sannkölluð hátíðarstemmning hafi ríkt meðal íslenskra blaðamanna alla síðustu viku, því samfelld afmælisdagskrá, vegna aldarafmælis Blaðamannafélags Íslands, stóð öll kvöld vikunnar, að föstudagskvöldi undanskildu. Víkverja fannst afmælisdagskráin í heild takast með miklum ágætum, þótt ekki gæti hann starfs síns vegna sótt alla viðburðina. Meira
26. nóvember 1997 | Í dag | 160 orð

Fyrirspurn tilPéturs Blöndal

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Fyrirspurn til sjómannaskelfisins Péturs Blöndal. Ég vil vinsamlega fá svör við eftirfarandi: Hvar hefur þú verið til sjós? Hve langan tíma og hjá hverjum ­ eða er það eitthvert feimismál? Þú þarft ekki að búast við atkvæðum sjómanna né skyldmenna þeirra. Svar óskast. (Pétur pulsur eru góðar.) Skúli Einarsson. Meira
26. nóvember 1997 | Fastir þættir | 888 orð

Skemmtilegur dagur og góður dans

Sunnudaginn 23. nóvember 1997 SL. SUNNUDAG fór hin árlega LOTTO-danskeppni fram. Var keppnin haldin í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og voru keppendur hátt í 200. Keppt var í fjölmörgum flokkum frá 7 ára og yngri uppí 16 ára og eldri. Meira
26. nóvember 1997 | Fastir þættir | 272 orð

(fyrirsögn vantar)

MAGNÚS E. Magnússon og Sverrir Ármannsson sigruðu í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi, sem fór fram um helgina. Þegar tveimur umferðum var ólokið þá höfðu Guðmundur Páll Arnarson og Brian Glubok forystu, höfðu 34 stiga forskot á 2. sætið og virtust vera búnir að tryggja sér Reykjavíkurtitilinn. Meira

Íþróttir

26. nóvember 1997 | Íþróttir | 65 orð

Á ferð og flugi

GUÐMUNDUR Stephensen, borðtennisspilarinn úr Víkingi, hefur í nógu að snúast. Hann er í 10. bekk og auk þess að læra fyrir lokapróf grunnskóla keppir hann með dönsku borðtennisliði. Guðmundur er því á ferð og flugi og undanfarnar fjórar helgar hefur hann leikið í deildarkeppni og á opnu borðtennismóti þar í landi. Eftir skyldunámið reiknar Guðmundur með að fara utan og spila meira. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 62 orð

Bikarkeppnin, 1. umferð:

England Bikarkeppnin, 1. umferð: Basingstoke - Wycombe2: 2 Basingstoke vann 5:4 í vítaspyrnukeppni. Burnley - Rotherham0:3 Cambridge - Plymouth3:2 Eftir framlengingu. Cardiff - Slough3:2 Eftir framlengingu. Colchester - Brentford0:0 Colchester vann 4:2 í vítaspyrnukeppni. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 576 orð

Birgi Leif vantar einn fugl

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur af Akranesi, stendur sig vel á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni þessa dagana, þarf aðeins einn fugl á síðustu þremur holum Guadalmina- vallarins í dag til að tryggja sér rétt til að halda áfram í næsta áfanga. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 240 orð

Fjögur mörk Ajax á ellefu mínútum

Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum UEFA-keppninnar voru í gærkvöldi. Þar bar helst til tíðinda að Ajax vann Bochum 4:2 í Amsterdam eftir að þýska liðið hafði komist í 2:0. Öll sex mörkin voru gerð síðustu 25 mínútur fyrri hálfleiks. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 53 orð

Grandberg til ÍR ÍR-INGAR hafa látið B

Grandberg til ÍR ÍR-INGAR hafa látið Bandaríkjamanninn Lawrence Culver taka pokann sinn og í hans stað er kominn Kevin Grandberg frá Kanada. Hann mætti á fyrstu æfingu með ÍR í gærkvöldi og að sögn leikmanna liðsins virðist hann mikill baráttujaxl. Grandberg er "hvítur, krúnurakaður og með tattú," eins og einn leikmanna ÍR orðaði það. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 245 orð

Júgóslavneska landsliðinu vísað frá Londo

Júgóslavneska landsliðinu vísað frá London JÚGÓSLAVNESKA landsliðið í handknattleik kom ekki til landsins í gærkvöldi eins og til stóð. Liðið átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 22 en kom ekki og þegar leitað var eftir upplýsingum um það kom í ljós að það var enn í Belgrad. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 124 orð

Knattspyrna

UEFA-keppnin Fyrri leikir í 16-liða úrslitum: Enschede, Hollandi: Twente - Auxerre (Frakkl.)0:1 Bernard Diomede (70.). Karlsruhe, Þýskalandi: Karlsruhe - Spartak Moskva0:0 12.000. Búkarest, Rúmeníu: Steaua Bucharest - Aston Villa2:1 Michael Oakes (30. sjálfsm.), Cristian Ciocoiu (32. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 9 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Portland90:91Orlando - Washington95:87Utah - Minnesota133:124Eftir framlengingu. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 423 orð

Landsliði Júgóslavíu snúið heim í London

Landslið Júgóslavíu kom ekki til Reykjavíkur í gærkvöldi kl. 22 eins og fyrirhugað var. Leikmönnum liðsins var snúið við á flugvellinum í London, þar sem þeir voru ekki með vegabréfsáritun til Danmerkur, þar sem þeir áttu að millilenda á leið sinni til Íslands. Heldur ekki til Englands, þar sem þeir ætluðu að gista á hóteli í nótt á meðan leyst var úr máli þeirra. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 831 orð

Lilja Rós vann tvöfalt

LILJA Rós Jóhannesdóttir var sigursæl á 25 ára alþjóðlegu afmælismóti Borðtennissambands Íslands, sem fram fór í TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina. Hún sigraði í opnu einliðaleiksmóti og var í sigurliði Íslands, sem sigraði í þriggja landsliða móti þar sem einnig tóku þátt landslið Skotlands og Færeyja. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 63 orð

Makinen varði titilinn FINNINN Tommi Maki

FINNINN Tommi Makinen náði sjötta sætinu í konunglega breska rallinu sem lauk í gær en það nægði honum til að verja heimsmeistaratitlinn í rallakstri. Sigurvegari í breska rallinu varð Bretinn Colin McRae, hann var tveimur mínútum og 47 sekúndum á undan Juha Kankunnen frá Finnlandi. Þriðja sætið hreppti Spánverjinn Carlos Sainz. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 32 orð

Mexíkó rekur þjálfarann BORA Milutinovic

BORA Milutinovic var í gær rekinn sem landsliðsþjálfari Mexíkó þrátt fyrir að koma liðinu í lokakeppni HM. Ákvörðunin var tekin vegna slaks árangurs gegn Bandaríkjamönnum, Costa Rica og Jamaíka nýlega. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 436 orð

SIGURÐUR Elvar Þórólfsson,

SIGURÐUR Elvar Þórólfsson, einn besti körfuknattleiksmaður Skagamanna, handarbrotnaði fyrir skömmu og leikur því ekki með Skagamönnum næstu vikurnar. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 93 orð

Veit ekkert um liðið "ÉG get mjög líti

Veit ekkert um liðið "ÉG get mjög lítið sagt þér um hvernig leik ég á von á því ég veit akkúrat ekkert um íslenska liðið. Ég þekki [Herbert] Arnarson og búið," sagði Lucien Van Kerschaever, hinn belgíski landsliðsþjálfari Hollendinga í körfuknattleik í gær. "Ef það er til myndbandsspóla með leik liðsins þá tókst mér ekki að finna hana. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 455 orð

Það er sjálfstraust í liðinu

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik mætir Hollendingum í Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.00. Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, hefur valið þá tíu leikmenn sem leika í kvöld. Einn nýliði er í liðinu, Friðrik Stefánsson, sem leikur með KFÍ frá Ísafirði. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 355 orð

ÞÝSKI

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Manfred Binz, er á leiðinni frá ítalska liðinu Brescia til þýska meistaraliðsins Dortmund. Binz, sem er 32 ára, hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir Þýskaland. Brescia keypti hann frá Frankfurt. Meira
26. nóvember 1997 | Íþróttir | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli Tilbúnir að mæta HollendingumJÓN Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, segir Guðmundir Bragasyni, fyrirliða, hvernig eigi að berasig að í leiknum við Hollendinga í kvöld. Teitur Örlygsson fylgist með landsliðsþjálfaranum.»Sjálfstraust... Meira

Úr verinu

26. nóvember 1997 | Úr verinu | 208 orð

38. sambandsþing FFSÍ hefst í Reykjavík í dag

38. SAMBANDSÞING Farmanna- og fiskimannasambands Íslands verður sett á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, í dag kl. 9. Þingið stendur fram á föstudag. Að lokinni þingsetningu Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta FFSÍ, flytur Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarp. Kjaramál, öryggis- og menntamál ber hvað hæst á þinginu að þessu sinni. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 69 orð

AFHREISTRARI FRÁ BAADER ÍSLAND

NÝR hreistrari, IS693, frá Baader Ísland. Í þessum mánuði sendi Baader Ísland frá sér nýja gerð afhreistrara fyrir stórfisk. Þessi fyrsta vél var seld til Noregs og verður þar notuð til að hreistra þriggja til sex kílóa lax. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 584 orð

"Aukin breidd í sölu með samningi við Nautico"

"ÞAÐ er óhætt að segja, að breiddin í þeim afurðum, sem við erum að selja, hefur aukist verulega," segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. SH hefur gert samning um sölu á afurðum Nautico, nýs frystihúss í bænum Guyamas í Mexíkó. Eins og komið hefur fram er það að hálfu í eigu Þormóðs ramma- Sæbergs og Granda á móti mexíkanska fyrirtækinu Cozar. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 122 orð

Ágúst til Loppafisks

ÁGÚST Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Borgey á Höfn, er á förum til Noregsþar sem hann mun verða framleiðslustjóri hjá Loppafisk. Er það að hálfu í eigu SÍF, Sölusambands íslenskrafiskframleiðenda, og norskra bræðra. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 38 orð

EFNI Viðtal 3 Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Mar-Nor í Tromsö í Noregi Adlabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Mar-Nor í Tromsö í Noregi Adlabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 7 Almenningsálitið sá harði veruleiki sem við er að etja Fréttaskýring 7 Rækjuverð 14,9% lægra nú en í ársbyrjun 1996 Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 1273 orð

Ekki sést tap á rekstri árum saman

Í sumar bar fréttaritara Morgunblaðsins að garði í Hraðfrystihúsi Hellissands þar sem borð kaffistofunnar svignuðu undan hnallþórutertum. Tilefnið var að Páll Pétursson, yfirmaður gæðamála hjá Coldwater í Bandaríkjunum, var að afhenda fyrirtækinu viðurkenningu fyrir gæði framleiðslunnar. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 159 orð

Góðar horfur á loðnumarkaði

MARKAÐURINN fyrir frysta loðnu í Japan lofar góðu fyrir komandi vertíð á útmánuðum. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur náð rammasamkomulagi við kaupendur í Japan um sölu á allt að 9.000 tonnum frá fyrirtækinu á komandi vertíð. Á síðasta ári seldi Vinnslustöðin 3.500 tonn til Japan. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 183 orð

HARÐARHÓLMI MEÐ NETAGREIÐARA

HARÐARHÓLMI er nýtt umboðs- og heildverslun, sem meðal annars er með umboð fyrir Meydam-netaniðurleggjarann eða -netagreiðarann. Að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hafa 18 slík tæki selst nú þegar og eru 14 komin í notkun. Segir hann mikla ánægju vera með þennan búnað. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 151 orð

Heinaste fer á makríl við Marokkó

TOGARINN Heinaste, sem er í eigu Sjólaskipa, er farinn til makrílveiða við Marokkó. Hefur fyrirtækið fengið ótímabundið veiðileyfi þar og er stefnt að því að skipið verði þar áfram. Guðmundur Viborg, framkvæmdastjóri Sjólaskipa, sagði, að Heinaste hefði verið í úthafskarfa í vor og gengið ágætlega þótt veiðin hefði almennt verið minni en á síðustu árum. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 996 orð

Íslendingar selja norskan saltfisk

Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Mar-Nor, dótturfélags SÍF, í Tromsö Íslendingar selja norskan saltfisk Mar-Nor, dótturfyrirtæki SÍF í Tromsö í Noregi, hefur á skömmum tíma aukið umsvif sín og er nú á meðal stærstu útflutningsaðila í saltfiski í Noregi. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 202 orð

Kaldur, soðinn lax með agúrkujógúrtsósu

ÞORKELL Garðarsson, matreiðslumeistari á Hótel Borg, býður í dag upp á heilsusamlega, létta og góða uppskrift að laxi með jógúrtsósu. Hann segir mjög auðvelt að laga réttinn fyrirfram svo að hægt sé að eiga hann tilbúinn í ísskápnum. Uppskriftin er fyrir fjóra. 720 g lax, roð- og beinlaus í 180 gramma bitum 1 msk. gróft salt 1 msk. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 408 orð

Loðna fryst fyrir vestan

TVÖ frystihús á Vestfjörðum frystu loðnu um síðustu helgi og mun það einsdæmi að loðna sé fryst til manneldis á Vestfjörðum. Loðnan var fryst hjá Þorbirni hf. í Bolungarvík og Grárófu á Suðureyri, en það var Júpíter ÞH, sem landaði loðnu hjá fiskimjölsverksmiðjunni Gná í Bolungarvík. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 422 orð

Lúðvík Börkur stýrir Árnesi

LÚÐVÍK Börkur Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Árness hf. og tekur hann við starfinu af Pétri Reimarssyni hinn 1. janúar nk. "Ég held að þetta verði mjög spennandi og krefjandi starf enda er fyrirtækið stórt og hefur mikla möguleika. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 712 orð

Neytendur tilbúnir að borga 15-50% hærra verð

"ÞEGAR mönnum verður æ ljósari sú staðreynd að miðin í kringum landið eru takmörkuð auðlind, felast auknir tekjumöguleikar af sjávarafurðum ekki í magni heldur í því að fá kaupendur til að borga hærra verð fyrir íslenska gæðavöru, sem, a.m.k. í hugum Íslendinga sjálfra, leikur ekki vafi á að íslenskar sjávarafurðir eru. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 116 orð

"Of fáir sóknardagar"

VERINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt bæjarstjórnar Sandgerðis. Þar er tekið undir ályktun Félags smábátaeigenda á Reykjanesi um fækkun sóknardaga á þessu fiskveiðiári: "Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar telur að "Nytjastofnar á Íslandsmiðum" séu sameign íslensku þjóðarinnar, en lýsir yfir þungum áhyggjum vegna niðurskurðar sóknardaga smábáta á yfirstandandi fiskveiðiári. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 204 orð

Óstöðugt verð á skelfiski

SKELFISKUR býr yfirleitt við miklar sveiflur í afurðaverði. Skýringin er sú að framboð er mjög mismikið og hefur eldi þar mikið að segja. Síðustu árin hefur verð á humri og hörpudiski sveiflazt mikið, en er þó mun lægra nú en það var fyrir 10 árum. Verð á báðum þessum tegundum er nú aðeins 75% af því sem það var 1986 mælt í SDR. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 957 orð

Rækjuverð 14,9% lægra nú en í ársbyrjun 1996

Aukin þorskgengd talin eiga þátt í hvarfi rækju vestan Grímseyjar Rækjuverð 14,9% lægra nú en í ársbyrjun 1996 Mikillar bjartsýni hefur gætt í rækjuveiðum undanfarin ár enda hefur hvert aflametið af öðru verið slegið. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 983 orð

SAlmenningsálitið sá harði veruleiki sem við er að etja Fordómafullt að virða ekki rétt veiðimanna

EITT þeirra vandamála sem tengist manngervingu dýra í samúðarskyni er að manngerving getur leitt til afmennskunar þess fólks, sem einhverra hluta vegna vill og þarf að veiða og deyða þau dýr, sem gerð hafa verið mennsk. Aðeins skepnur og ómenni gætu hugsað sér að drepa dýr, sem eiginlega eru menn. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 302 orð

Samkomulag um sölu 9.000 tonna af loðnu til Japan

MARKAÐURINN fyrir frysta loðnu í Japan lofar góðu fyrir komandi vertíð á útmánuðum. Talið er að þörfin að þessu sinni sé um 30.000 tonn. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur náð rammasamkomulagi við kaupendur í Japan um sölu á allt að 9.000 tonnum frá fyrirtækinu á komandi vertíð. Á síðasta ári seldi Vinnslustöðin 3.500 tonn til Japan, en mest hefur þessi sala náð um 5.000 tonnum. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 56 orð

SANDHVERFA Í SOÐIÐ

SANDHVERFA er fremur sjaldséður fiskur á Íslandsmiðum, en hún er mjög eftirsóttur matfiskur víða um heim. Guðlaugur Albertsson frá Grundarfirði brá sér í túr með Ófeigi frá Vestmannaeyjum og fengu þeir þennan kosta fisk á Látragrunni. Grundfirðingurinn fékk að taka hana heim í soðið, en ekki fylgir sögunni hvort búið sé að borða lostætið. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 1217 orð

"Staðurinn sem Guð gleymdi" Það var nöturleg sýn sem blasti við Skúla Elíassyni skipstjóra þegar hann sigldi togaranum Vídalín

SKÚLI Elíasson, skipstjóri á togaranum Vídalín, var á kolkrabbaveiðum við strendur Máritaníu sl. sumar. Vídalín er í eigu fyrirtækisins Vídalíns ehf. á Hornafirði en er leigður Spánverjum sem gera út skipið. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 136 orð

Túnfiskur mest etinn

FISKNEYZLA í Bandaríkjunum minnkaði lítillega á síðasta ári, en er þó í kringum 15 pund á hvert mannsbarn á ári eða tæplega 7 kíló á ári. Neyzla sjávarafurða er mjög misjöfn í heiminum. Japanir eru taldir mestu fiskæturnar en þar í landi borðar rúmlega helmingur allra landsmanna fiskmeti á hverjum degi. Meira
26. nóvember 1997 | Úr verinu | 386 orð

Verð á þorskblokk hefur hækkað um 15 til 20%

VERÐ á þorskblokk hefur nú í haust hækkað um 15 til 20% á mörkuðum frá því í sumar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Svipaða sögu er að segja af flökum og sjófrystum afurðum. Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri markaðs- og þjónustusviðs SH, segir að minnkandi framboð annars vegar og góð eftirspurn hins vegar valdi þessum verðhækkunum. Meira

Barnablað

26. nóvember 1997 | Barnablað | 86 orð

Af hestum, vetrum og sumrum

ÞAÐ er ekki alltaf sól og sumar hjá hestum frekar en okkur mannfólkinu en hún Hera Jóhannesdóttir, 9 ára, Aflagranda 22, 107 Reykjavík, minnir okkur á, að þrátt fyrir að vetur sé genginn í garð, reyndar óvenju mildur enn sem komið er a.m.k., er alltaf von á sól og sumri svona um það leyti sem skólunum lýkur. Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 133 orð

Ding Dong

GÓÐAN dag, krakkar! Myndasögur Moggans og tónlistarkonan Edda Borg bjóða ykkur til litaleiks í tilefni þess að út er komin ný barnaplata, Ding Dong ­ Edda Borg og barnakór syngja skemmtileg lög. Á plötunni eru 26 skemmtileg lög, hreyfisöngvar og dansar, t.d. Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 37 orð

Esmeralda fínasta er fljóð...

...finnst hún oft á myndum. Nei, hættu nú alveg! ­ Sandra Ósk Júníusdóttir, sem er bara fjögurra ára (kannski orðin fimm), teiknaði þessa flottu mynd af henni Esmeröldu úr teiknimyndinni Hringjarinn í Notre Dame. Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 85 orð

Hvað er í matinn? - Spaghettiréttur

Ríkissjónvarpið á sunnudögum kl. 18.30, á eftir Stundinni okkar Spaghetti fyrir fjóra. 1 dós hakkaðir tómatar 2 msk. sykur 1 tsk. salt 2 msk. olía Spaghetti sett í sjóðandi vatn, blandað salti og smá olíu. Tómatarnir eru maukaðir smátt í matvinnsluvél og 1-2 tsk. af olíu blandað saman við. Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 111 orð

Í skólanum, í skólanum...

...er skemmtilegt að vera. Við lærum þar... Berglind Ósk Alfreðsdóttir, 9 ára, sendi Myndasögunum þessa skemmtilegu og vel gerðu mynd. Hún sýnir okkur inn í kennslustofu einhvers hinna fjölmörgu grunnskóla á Íslandi og það bregst ekki, kennarinn stendur í stórræðum við töfluna og skrifar dæmi fyrir nemendurna, Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 90 orð

Krembolluát

ÞESSI leikur er tilvalinn í afmælisveislunni eða hvaða mannfagnaði sem er. Með bundið fyrir augu og hendur fyrir aftan bak, eru tveir þátttakendur látnir krjúpa á kné. Fyrir framan hvorn þeirra er sett krembolla eða kókosbolla (sjá mynd). Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 37 orð

Pennavinir

KÆRI Moggi! Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál eru: Að leika leikrit, lesa, lita, bíó, ferðalög o.m.fl. (= og margt fleira). Ljósmynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Alda Jónsdóttir Skipasundi 66 104 Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 66 orð

Vert athygli

VIRÐIÐ myndina af þessum glaðlegu krökkum og ólundarlegu konu með heyrnarhlífar fyrir ykkur í eina mínútu. Hyljið myndina síðan og svarið nokkrum spurningum - sem þið lesið þegar þið eruð búin að skoða myndina. 1. Er koddinn rósóttur? 2. Er mamman með eitthvað í höndunum? 3. Af hverju er myndin á veggnum? 4. Er sjónvarp á myndinni? 5. Meira
26. nóvember 1997 | Barnablað | 171 orð

Ævintýra- Kringlan

KOMIÐ þið sæl og blessuð! Þá er komið að því að birta nöfn þeirra sem voru svo heppnir að vera dregnir út í litaleik Ævintýra-Kringlunnar og Myndasagna Moggans. Við þökkum ykkur þátttökuna og óskum hinum heppnu til hamingju. Vinningar verða sendir til vinningshafa. Verðlaunahafarnir eru: 5 gjafakort í verslanir Kringlunnar að upphæð 2.500 kr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.