Greinar þriðjudaginn 9. desember 1997

Forsíða

9. desember 1997 | Forsíða | 295 orð

Friðarverðlaunahafi sætir gagnrýni

JODY Williams tekur á morgun á móti friðarverðlaunum Nóbels við athöfn í Ósló en þjáningarbræður hennar í baráttunni gegn framleiðslu og notkun jarðsprengna munu ekki allir samgleðjast. Hart er deilt á forystu hennar og fjöldi félagasamtaka í Alþjóðasamtökum um jarðsprengjubann (ICBL) ráðgerir að segja sig úr lögum við móðursamtökin. Meira
9. desember 1997 | Forsíða | 283 orð

Helstu deilumálin enn óleyst í Kyoto

FULLTRÚAR á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem nú stendur í Kyoto, hófu í gær úrslitalotu viðræðna um samkomulag án þess að skýr svör lægju fyrir í helstu deilumálum. Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, Meira
9. desember 1997 | Forsíða | 67 orð

Hjúkrun er áhættusöm

HJÚKRUN er áhættusamasta starf sem menn taka að sér í Bretlandi, jafnvel hættulegra en starf lögregluþjónsins eða öryggisvarðarins, samkvæmt nýrri opinberri skýrslu. Þar kemur fram að 34% hjúkrunarfræðinga hafa sætt árás við skyldustörf, samanborið við 25% lögreglumanna og öryggisvarða og 14% kennara. 48% hjúkrunarfólks til viðbótar hefur verið hótað ofbeldi. Meira
9. desember 1997 | Forsíða | 154 orð

Reynir aftur hnattflug

BRESKI auðkýfingurinn Richard Branson hyggst freista þess öðru sinni að verða fyrstur til þess að fljúga viðstöðulaust umhverfis jörðina í loftbelg. Ráðgerir hann flugtak í herstöð í Marrakesh í Marokkó klukkan 16 að íslenskum tíma í dag og vonast til að austlægir háloftastraumar beri belgfarið 38.600 km vegalengd umhverfis jörðina. Meira
9. desember 1997 | Forsíða | 78 orð

Ræddi við Wei gegn vilja Kínverja

BILL Clinton Bandaríkjaforseti bauð kínverska andófsmanninum Wei Jingsheng til fundar við sig í Hvíta húsinu í gær. Hafði forsetinn að engu ítrekaðar óskir kínverskra yfirvalda um að ræða ekki við Wei meðan hann dveldist útlægur í Bandaríkjunum. Wei hefur að mestu setið í fangelsi í Kína undanfarin 18 ár fyrir að berjast fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum. Meira
9. desember 1997 | Forsíða | 147 orð

Segir Saddam fyrirmynd

RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimir Zhírínovskí, sem er í heimsókn í Baghdad, lét þau orð falla í gær að hann óskaði þess að Rússlandi væri stjórnað af hugrökkum, snjöllum og friðelskandi leiðtoga á borð við Saddam Hussein Íraksforseta. Meira

Fréttir

9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 335 orð

100 þúsund í bæt ur vegna ummæla

RITSTJÓRI og þáverandi aðstoðarritstjóri DV, Jónas Kristjánsson og Elías Snæland Jónsson, hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir til að greiða þrotabúi manns 100 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla, sem höfð voru um hann í viðtali í blaðinu í september í fyrra. Maðurinn hafði krafist einnar milljónar í miskabætur. Meira
9. desember 1997 | Landsbyggðin | 231 orð

8­10 tonn af svartolíu í sjóinn

Stykkishólmi-Starfsmenn rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar hf. tóku eftir því á laugardagsmorgun að svartolíutankur við verksmiðjuna var tómur, þrátt fyrir að hann hefði verið fylltur nokkrum dögum áður. Þá kom í ljós að leki var á lögn frá tanknum og inn í hús. Svartolían hafði lekið í niðurfall og runnið í holræsakerfinu út fyrir höfnina og þar í hafið. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Afhenda gjafir til barnadeildar SHR

NÝLEGA afhentu konur í Thorvaldsensfélaginu starfsfólki Barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur höfðinglegar gjafir. Þar má nefna sjö vandaða hægindastóla fyrir foreldra og aðstandendur sem þurfa að dvelja langdvölum hjá veikum börnum sínum. Auk þess peningaupphæð, 700 þús. kr., sem verður m.a. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

"Áhersla lögð á aldagamla frelsisþrá"

FINNAR fögnuðu á þjóðhátíðardegi sínum á laugardag 80 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinar. Í tilefni þess efndu Tom Söderman, sendiherra Finnlands á Íslandi, og frú Kaija Söderman, til hátíðarmóttöku í Norræna húsinu. Fyrr um daginn var finnsk- íslensk hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju og var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, viðstaddur. Meira
9. desember 1997 | Miðopna | 1996 orð

Ástæða til bjartsýni

CAMERON Hume, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna í Alsír, var áður yfirmaður stjórnmáladeildar fastanefndar Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þar var hann náinn samstarfsmaður Madeleine Albright meðan hún var sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, en hún gegnir nú starfi utanríkisráðherra. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Áætlað að áfallnar skuld bindingar hækki um 7,5 milljarða

GERA má ráð fyrir að áfallnar lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna launahækkana í síðustu kjarasamningum grunnskólakennara og sveitarfélaga hækki um 7,5 milljarða króna, að því gefnu að laun kennara hafi hækkað um nálægt 30% í kjarasamningunum. Framreiknuð lífeyrisskuldbinding Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hækkar að sama skapi um tæpa 11 milljarða kr. vegna þessa. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Börn sýna myndir á Hlemmi

SVR og lögreglan í Reykjavík hafa um árabil boðið einum árgangi grunnskólanema ásamt kennara á Kirkjusand til umferðarfræðslu. Umferðarfræðslan er fyrir öll 8 ára börn (3. bekkur) í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Að þessu sinni tóku 77 bekkir þátt og var fjöldi nemenda 1.535 og komu með þeim 93 kennarar eða leiðbeinendur. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 749 orð

Dagbók lögreglunnar

MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni um helgina og ölvun mikil. Alls voru 393 mál færð til bókunar. Aðfaranótt laugardags voru fangageymslur lögreglunnar yfirfullar og mikið annríki við móttöku ölvaðra borgara sem lögreglan varð að hafa afskipti af. Voru vel á fimmta tug borgara handteknir vegna ölvunar. Umferðarmálefni Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Vörugjald af ökutækjum. Framhald 1. umr. (Atkvgr.) 2. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Frh. 1. umr. (Atkvkgr.) 4. Réttur til veiða og vinnslu afla í fiskveiðilandhelgi Íslands. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 334 orð

Dauða Bikos lýst sem slysi

HVÍTUR lögreglumaður, Daantjie Siebert, kom fyrir sannleiks- og sáttanefndina í Suður-Afríku í gær og kvaðst hafa tekið þátt í árás á blökkumannaleiðtogann Steve Biko fyrir tveimur áratugum en sagði að dauði hans hefði verið slys. Meira
9. desember 1997 | Miðopna | 1353 orð

Eflir rannsóknir og þjónar ferðafólki

Kirkjubæjarstofa á Klaustri Eflir rannsóknir og þjónar ferðafólki Kirkjubæjarstofa vinnur að eflingu rannsókna á náttúru héraðsins, sögu og menningu og að koma upplýsingum á framfæri við ferðafólk. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Eldri gerð bílnúmera ekki innkölluð

REGLUGERÐ um skráningu ökutækja hefur verið breytt og ákvæði um innköllun gamalla bílnúmera fellt niður. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust í dómsmálaráðuneytinu var ákvæði, sem kvað á um að skipta yrði um skráningarmerki af eldri gerð í lok þessa árs og næsta, fellt niður í lok nóvember. Skilyrði fyrir því að nota megi gömlu bílnúmerin áfram er að þau séu heil og vel læsileg. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Enginn hiti í gangstétt í hluta Pósthússtrætis

HITALAGNIR eru komnar í gangstéttir í stórum hluta Kvosarinnar í Reykjavík, þannig að þar festir ekki snjó eða klaka á vetrum. Því hafa vegfarendur á þessum slóðum tekið sérstaklega eftir því að á litlum kafla í Pósthússtræti, meðfram Reykjavíkur Apóteki, situr snjórinn sem fastast. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 555 orð

Erlendum skipum heimiluð veiði og vinnsla

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga á Alþingi í gær um rétt til veiða og vinnslu afla í fiskveiðilandhelgi Íslands. Er með frumvarpinu stefnt að því að sett verði heildstæð lög sem lúta að heimildum erlendra skipa til veiða og vinnslu sjávarafla í landhelginni og heimildum þeirra til að leita þjónustu í höfnum hér á landi. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Fá ekki bætur fyrir lækkun hámarksaldurs

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið af kröfum flugumferðarstjóra, sem kröfðust bóta vegna þess að þeim var gert að láta af störfum 63 ára í stað 70 ára. Héraðsdómur hafði áður dæmt þeim bætur, en miklu lægri en þá milljónatugi sem þeir kröfðust. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 874 orð

Fáum lítinn hljómgrunn Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra er ekki bjartsýnn á að tekið verði tillit til málflutnings

FUNDIR á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto stóðu í allan gærdag, bæði í allsherjarnefnd þar sem ráðherrar þjóðanna fluttu opnunarræður sínar og á lokuðum fundum þar sem reyna á til þrautar að ná samkomulagi um útblástursmörk. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra lagði í opnunarræðu sinni áherslu á að aðstæður á Íslandi væru verulega ólíkar aðstæðum stærri þjóða. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Fernir jólatónleikar

HALDNIR verða jólatónleikar á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar og verða þeir fyrstu á morgun, miðvikudaginn 10. desember kl. 20.30 í Freyvangi en þar koma fram söngnemendur. Næstu tónleikar verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík föstudaginn 12. desember kl. 20.30 og þriðju tónleikarnir verða í Freyvangi á laugardag, 13. desember kl. 14. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fimi í Höllinni

ÞÉTTSKIPAÐ var í Laugardalshöll þegar Fimleikasambandið efndi á sunnudag til íþróttasýningar. Þar komu fram fimir íþróttamenn af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Sýndu menn listir sínar í ýmsum stökkum með og án áhalda. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fjórir slösuðust á Grundartangavegi

ÁREKSTUR varð á Grundartangavegi í Hvalfirði um klukkan 9 í gærmorgun. Fjórir voru fluttir slasaðir á Sjúkrahús Akraness. Fólksbíll og gámabíll rákust nokkuð harkalega saman en dimmt var enn, hálka og nokkuð blint þar sem áreksturinn varð. Sjúkrabíll flutti hina slösuðu til Akraness en meiðsli þeirra voru ekki mjög alvarleg. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 359 orð

Fjölbreytt sýning í Myndlistarskólanum

SÝNING á verkum nemenda þriggja deilda Myndlistarskólans á Akureyri var sett upp í húsakynnum skólans um síðustu helgi. Sýningin var þrískipt, auk þess sem Stefán Örn Arnarson sellóleikari mætti á staðinn og lék fyrir listafólkið og gesti á laugardag. Meira
9. desember 1997 | Landsbyggðin | 75 orð

Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina

Borgarnes-Í sumar varð mikil breyting í sundlaugarmálum Borgnesinga. Í byrjun júlí var ný sundlaug ásamt rennibrautum og pottum tekin í notkun við íþróttamiðstöðina. Við það varð mikill munur á aðstöðunni og jókst aðsóknin til muna. Ekki var öllum framkvæmdum við húsið lokið í sumar. Fyrir skömmu hófst vinna við eimbað og vaktherbergi. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Frissa fríska gosdrykkir

SAFAGERÐ KEA hefur nýlega sett á markað tvo nýja alíslenska gosdrykki og koma þeir úr fjölskyldu Frissa fríska en samnefndur ávaxtasafi hefur verið á markaði un nokkurt skeið og líkar vel. Annars vegar er um að ræða appelsínugosdrykki og hins vegar gosdrykk með eplabragði. Gosinu er pakkað hjá Víking hf. á Akureyri og er það selt í hálfs lítra áldósum. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fræðslufundur um geðheilsuvanda barna og unglinga

Í TILEFNI af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi þann 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Fræðsluþjónusta um misþroska

FORELDRAFÉLAG misþroska barna opnaði í gær fræðsluþjónustu um misþroska og skyldar truflanir. Fræðslan er einkum ætluð kennurum, leikskólakennurum, foreldrum, hjúkrunarfólki og öðrum þeim faghópum sem sinna börnum og unglingum. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fuglar leita skjóls í Glæsibæ

NOKKRIR spörfuglar flögruðu um verslun 10­11 í Glæsibæ á sunnudaginn en meindýraeyðir var fljótlega kallaður á vettvang til að fjarlægja þá. Rögnvaldur Bjarnason verslunarstjóri segir það hafa borið við áður að fuglar, sem oft eru fyrir utan verslunarmiðstöðina, flækist inn þegar kalt er í veðri. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fundur um fyrsta íslenska félagsfræðinginn

FÉLAGSFRÆÐINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir fundi um Guðmund Finnbogason, prófessor við Háskóla Íslands, þriðjudaginn 9. desember kl. 12­13 í Odda, stofu 101. Á fundinum mun Jóhann Hauksson, félagsfræðingur og fréttamaður á RÚV, kynna nýútkomna bók sína Hugur ræðir hálfri sjón sem Háskólaútgáfan gaf út. Guðmundur var m.a. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fyrirlestur um þróun mannsins

ÚLFUR Árnason prófessor við háskólann í Lundi, Svíþjóð, heldur gestafyrirlestur miðvikudaginn 10. desember á vegum Líffræðistofnunar HÍ, sem nefnist "Þróun apa og manns í ljósi sameindalíffræðinnar". Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 321 orð

Gefur út hljómdisk með dans- og dægurlögum

SVANHILDUR Sumarrós Leósdóttir, 57 ára húsmóðir og 5 barna móðir á Akureyri, hefur sent frá hljómdisk með 17 dans- og dægurlögum. Svanhildur syngur öll lögin á diskinum og samdi auk þess þrjú laganna og tólf texta. Hljómdiskurinn heitir Perlur minninganna og gefur Svanhildur hann út í eigin nafni og sér auk þess sjálf um dreifingu. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Gæsluvarðhald í sex vikur

MAÐUR sem handtekinn var sl. fimmtudag eftir innbrot í geymslur við Skipholt í Reykjavík var úrskurðaður um helgina í gæsluvarðhald í sex vikur. Hann er einn þriggja manna sem réðust inn á heimili manns við Kleppsveg í síðasta mánuði. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Gæti leiðbeint við val á meðferð

NÝJAR íslenskar rannsóknir benda til að stökkbreytt gen, sem tengt er brjóstakrabbameini hjá konum, geti einnig verið áhrifavaldur í þróun krabbameins í blöðruhálskirtli sem algengt er meðal karlmanna. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Gæti minnkað þorskveiði um meira en 10%

NÝTT mat Hafrannsóknastofnunar á vexti hvalastofna leiðir í ljós að hann hefur umtalsverð áhrif á afrakstur þorskstofnsins. Gunnar Stefánsson tölfræðingur segir að vaxi hvalastofnarnir upp í hámarksstærð megi gera ráð fyrir að það geti leitt til meira en 10% minni afraksturs af þorskstofninum. Óvissuþættir í þessum útreikningum séu hins vegar margir og brýnt að auka hvalarannsóknir m.a. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gættu vatnamæla í áratugi

Á HÁLFRAR aldar afmælisfundi Vatnamælinga 5. desember voru boðnir utan af landi elstu fulltrúar gæslumanna vatnsmælanna, en þeir voru einn hornsteinn vatnshæðamælikerfisins á Íslandi þegar samgöngur voru erfiðari og mælitækin ekki orðin sem nú, eins og Árni Snorrason forstöðumaður Vatnamælinga orðaði það þegar hann heiðraði þá og þakkaði þeim með bókagjöf vel unnin störf í áratugi. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hélt konu nauðugri í handjárnum

MAÐUR, sakaður um að hafa haldið 26 ára konu nauðugri á heimili sínu, nauðgað henni og misþyrmt, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald til 23. janúar. Maðurinn er sakaður um að hafa haldið konunni nakinni í handjárnum í íbúð sinni og misþyrmt henni á ýmsan hátt. Konunni tókst að hringja á hjálp meðan árásarmaðurinn svaf. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hreggviður Jónsson ráðinn forstjóri

HREGGVIÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Íslenska útvarpsfélagsins hf., hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Tekur hann við starfinu um næstu áramót af Jóni Ólafssyni, sem mun áfram sinna hefðbundinni stjórnarformennsku hjá félaginu. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð

Hugsanlega hætt við flutning á geðdeild

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur fjallar í þessari viku um flutning geðdeildar í húsnæði taugadeildar spítalans á Grensás. Jóhannes Pálmason, forstjóri SHR, segir að fram hafi komið upplýsingar sem bendi til að flutningurinn sé kostnaðarsamari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Því sé hugsanlegt að horfið verði frá flutningnum. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Hætt við flutning á geðdeild?

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur fjallar í vikunni um nýja útreikninga á kostnaði við flutning geðdeildar yfir í húsnæði taugadeildar sjúkrahússins á Grensási. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að flutningurinn kostaði 15 milljónir, en Jóhannes Pálmason, forstjóri SHR, segir að flest bendi til að kostnaðurinn yrði mun meiri. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Í eigu allflestra Íslendinga 10-55 ára

Í HAUST heimsóttu liðsmenn Gídeonfélagsins tæplega 200 skóla á landinu eða nemendur 5. bekkjar. Að venju var börnunum afhent eintak af Nýja testamentinu og Davíðssálmum. 46. árgangur Íslendinga ætti nú að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu eða flestir landsmenn 10­55 ára. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Jeppamennirnir í brælu

ÍSLENSKU jeppamennirnir, Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson, voru í gær að jafna sig eftir slæmt sjóveður sem suður-afríski ísbrjóturinn Outeniqua fékk á sunnudag. Siglingin gengur eftir áætlun og er stefnt á rannsóknarstöð Suður-Afríku á Suðurskautslandinu, SANAE, sem er nokkuð austan við staðinn þar sem leiðangur SWEDARP fer upp á hafísröndina. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Jólahátíð fyrir fatlaða

JÓLAHÁTÍÐ fyrir fatlaða verður haldin í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn 14. desember kl. 17. Vandað verður til dagskrárinnar og fram koma m.a. Hljómsveitin Gleðigjafar og söngvararnir André Bachmann og Helga Möller, Leikhópurinn Perlan, Lögreglukórinn, Lúðrasveit verkalýðsins og skemmtikraftarnir Rúnar Júlíusson, Bjarni Arason, Eiríkur Fjalar og Jóki trúður. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Jólakort Kvenfélags Keflavíkur

KVENFÉLAG Keflavíkur hefur gefið út jólakort fimmta árið í röð. Í ár er myndin "Ikon" eftir listakonuna Elínrós Eyjólfsdóttur. Hún gaf félaginu einnig mynd á síðasta ári. Kvenfélagskonur sjá um sölu jólakortanna en allur ágóði rennur til líknarmála og er félaginu ekkert óviðkomandi hvort heldur eru einstaklingar, stofnanir, kirkja svo eitthvað sé nefnt, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Jólatónleikar

JÓLATÓNLEIKAR eldri nemenda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir á morgun, miðvikudaginn 10. desember, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Tónleikar yngri nemenda verða í sal Tónlistarskólans á Akureyri kl. 18 á fimmtudag, 11. desember. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kaffisýning í Te- og kaffibúðinni

TE- og kaffibúðin, Laugavegi 27, er nú með sýningu sem gefur yfirlit yfir sögu og þróun kaffisins og hanga ljósmyndir uppi á veggjum kaffihússins sem tengjast versluninni. Þar má sjá þróun kaffidrykkjunnar frá því að kaffiberið uppgötvaðist fyrst sem hressandi ávöxtur og þar til farið var að brenna og mala kaffibaunina og búa til úr henni kaffidrykkinn. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 754 orð

Konur skrifa um sig á ísmeygilegan hátt

Lafað í röndinni á mannfélaginu heitir nýleg bók sem fjallar um fyrstu sjálfsævisögur íslenskra kvenna sem komu út á árunum 1925­ 1952. Höfundur hennar er Ragnhildur Richter. "Ég hef lengi haft mikinn áhuga á kvennabókmenntum, kvennarannsóknum og lífi kvenna. Sjálfsævisagan er einstök heimild um hugmyndir mannsins um líf sitt. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kveikt á Óslóartrénu

ENN á ný hafa Óslóarbúar sent Reykvíkingum jólatré á sinn fasta stað á Austurvelli. Kveikt var á trénu sl. sunnudag með hefðbundinni athöfn, í blíðviðri og að viðstöddu fjölmenni á öllum aldri. Auk ávarpa og jólatónlistar skemmtu jólasveinar gestum með uppátækjum sínum. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Landsbyggð og lífsstíll

VERSLUNRRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi á Hótel KEA á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 10. desember, og stendur hann frá kl. 8 til 9.30. Yfirskrift fundarins er "Landsbyggðin og lífsstíll" og þar verður leitað svara við spurningunni hvort atvinnulíf á landsbyggðinni geti boðið fólki upp á samkeppnishæf lífsgæði. Framsögumenn verða Einar K. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

LEIÐRÉTT Sú síðasta varð fyrst Þ

Þau mistök urðu við birtingu greinar eftir Pál Björgvinsson, arkitekt, að síðasta greinin af þremur, "Hver spyr að því" var birt sl. laugardag. Í blaðinun í dag birtist rétta greinin, sú fyrsta, "Lok, lok og læs". Greinin, sem átti að vera önnur í röðinni, "Með Bítlalögum skal land byggja..." birtist n.k. miðvikudag. Höfundur og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 317 orð

Léð máls á breytilegum niðurskurði

Léð máls á breytilegum niðurskurði Kyoto. Morgunblaðið. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagðist á blaðamannafundi á sunnudag vera reiðubúin að samþykkja breytilegan niðurskurð á útblæstri gróðurhúsalofttegunda hjá ríkjum öðrum en Bandaríkjunum, Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Lést í vinnuslysi

MAÐURINN sem lést í vinnuslysi um borð í Gullbergi NS- 12 í Akureyrarhöfn sl. föstudag hét Jökull Sigurðsson, til heimilis í Hellulandi 24 í Reykjavík. Jökull, sem var á 43. aldursári, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum 9 til 19 ára. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Listamenn leggja inn í Samlagið

SAMLAGIÐ, ný listastofnun, tók formlega til starfa í Gilinu á Akureyri sl. laugardag. Félag myndlista- og listiðnafólks stendur að rekstri Samlagsins en tilgangur félagsins er að koma á framfæri list félagsmanna með kynningu, útleigu og sýningarhaldi. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Loksins vetur

Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir BÖRNIN kættust mjög þegarsnjó festi loks í Reykjavík eftir langa bið. Ekki eyðilagðiþað skemmtunina að frostskyldi herða og Tjörninaleggja svo hægt væri að reynasig á skautum. Eftirvæntinginskín úr andlitum stelpnannasem voru að reima á sig skautana þegar ljósmyndara barað garði. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Lög um virðisaukaskatt og hlutafélög

STJÓRNARFRUMVARP um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og tvö önnur um breytingar á lögum um hlutafélög voru samþykkt í gær og tóku breytingarnar þegar gildi. Í lögunum um virðisaukaskatt segir nú í 12. gr. eftir breytingarnar m.a. Meira
9. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Mannbroddar gegn hálkunni

Borgarnesi-Konur í Slysavarnadeildinni Þjóðbjörgu í Borgarnesi dreifðu nýverið "mannbroddum" ókeypis til aldraða fólksins í þjónustuíbúðum og á Dvalarheimilinu í Borgarnesi. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Meirihluti skipulagsnefndar á móti

ÁKVEÐIÐ var á fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur af fresta afgreiðslu á leyfi til að rífa gömul hús við Laugaveg 53b til að reisa þar nýtt hús. Íbúasamtök Skólavörðuholts hafa mótmælt framkvæmdunum. Segja þau að núverandi íbúar hafi lagt í mikinn kostnað við endurnýjun á gömlu húsunum, einnig muni nýja húsið skerða útsýni íbúa við Grettisgötu. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Mæla skal gas og súrefni áður en farið er inn

SAMKVÆMT reglum um vinnu í lokuðu rými sem gefnar voru út fyrir um tveimur árum á að gasmæla og súrefnismæla lokaða tanka áður en farið er inn í þá. Þrátt fyrir þessar reglur hafa á síðustu árum orðið nokkur alvarleg vinnuslys, þar sem menn hafa orðið fyrir gaseitrun og/eða súrefnisskorti við það að fara inn í lokaðar þrær eða önnur lokuð rými. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð

Nánara tollgæzlusamstarf ESB-ríkja

SAMSTARF Evrópusambandsríkjanna á sviði tollgæzlu mun innan skamms verða styrkt til muna, en með því er ætlunin að ná meiri árangri í baráttunni gegn viðskiptum með eiturlyf og alþjóðlegri smyglstarfsemi. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 240 orð

Njósnari falsaði gögnin ÍSRAELSKUR njósnari hefu

ÍSRAELSKUR njósnari hefur játað að hafa falsað upplýsingar og afhent yfirboðurum sínum. Yehuda Gil, sem hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá leyniþjónustunni Mossad frá því hann hætti þar störfum fyrir fjórum árum, falsaði gögn þess efnis að Sýrlandsstjórn væri að undirbúa árás á Ísrael. Talið er að þau hafi jafnvel haft mótandi áhrif á stefnu Ísraela gagnvart Sýrlandi. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Norrænir landafundir sýndir í Ameríku

RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um Norðurslóðir við Smithsonian safnið í Washington, Þjóðminjasafn Bandaríkjanna, kannar nú í samráði við Norræna ráðið möguleika á vandaðri farandsýningu um landafundi norrænna manna í Ameríku sem áætlað er að opnuð verði þar vestra árið 2000. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Ný snyrtistofa opnuð

RÓSA B. Hauksdóttir hefur opnað eigin snyrtistofu ásamt Maríu Tamimi. Stofan heitir Neglur og fegurð og býður upp á gervineglur og förðun og ýmisskonar vörur. Neglur og fegurð er til húsa á Eiðistorgi 13, 2. hæð. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Orð Guðs í dagsins önn

ORÐ dagsins sem Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri stendur að hefur gefið út dagatal með yfirskriftinni "Orð Guðs í dagsins önn". Dagatalinu er ætlað að standa t.d. á borði og í því er að finna ritningarorð úr Biblíunni fyrir hvern dag, alla daga ársins, auk útskýringa á þeim. Vikudagar eru ekki sérstaklega merktir þannig að hægt er að nota dagatalið ár eftir ár. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

RAFN ALEXANDER PÉTURSSON

RAFN Alexander Pétursson fyrrverandi framkvæmdastjóri er látinn 79 ára að aldri. Rafn fæddist í Bakkakoti, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. ágúst 1918, sonur Péturs Jónssonar verkstjóra á Sauðárkróki og konu hans, Ólafíu Sigurðardóttur frá Dýrafirði. Rafn lærði skipasmíði hjá Nóa Kristjánssyni á Akureyri 1937­41. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri sömu ár og lauk sveinsprófi 1942. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Sameining verkalýðsfélaga í öllum lands hlutum til skoðunar

Í ÖLLUM landshlutum hefur undanfarin misseri staðið yfir umræða um sameiningu verkalýðsfélaga. Stærsta sameiningin sem nú er til skoðunar er sameining Hlífar og Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Um er að ræða sambærilega sameiningu og sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar, sem nú hefur formlega verið staðfest. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Skattalækkun frestað?

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að sú staða kynni að koma upp að fresta þyrfti hluta af fyrirhugaðri skattalækkun um næstu áramót, vegna þess að ekki hefði náðst samkomulag við sveitarstjórnir um að þær lækkuðu útsvar sitt um 0,4%. Samkvæmt því lækka skattar um 1,5% um næstu áramót en ekki 1,9% eins og gert var ráð fyrir í lögum ríkisstjórnarinnar frá síðastliðnu vori. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 390 orð

Skattalækkun hugsanlega frestað

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að sú staða kynni að koma upp að fresta þyrfti hluta af fyrirhugaðri skattalækkun um næstu áramót, vegna þess að ekki hefði náðst samkomulag við sveitarstjórnir um að þær lækkuðu útsvar sitt um 0,4%. Samkvæmt því lækka skattar um 1,5% um næstu áramót en ekki 1,9% eins og gert var ráð fyrir í lögum ríkisstjórnarinnar frá síðastliðnu vori. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 28 orð

Skógræktarfundi frestað

Skógræktarfundi frestað ÁÐUR auglýstum fræðslufundi á vegum skógræktarfélaganna, sem vera átti í kvöld, þriðjudagskvöld, í Mörkinni 6 hefur verið aflýst. Verður hann haldinn í febrúar á næsta ári. Meira
9. desember 1997 | Landsbyggðin | 396 orð

Sorpið mun hita upp skóla og sundlaug

Á VEGUM Skaftárhrepps er unnið að varanlegri lausn sorpförgunar- og frárennslismála á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum. Eru þetta fjárfrekustu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í ár og væntanlega einnig næstu ár. Umbætur á umhverfismálum eru m.a. liður í markaðssetningu hreppsins sem ferðaþjónustusvæðis. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Stefnt að sölu fyrir áramót

SALA á megninu af hlut ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu er nú í undirbúningi og er stefnt að því að um 25% hlutur í fyrirtækinu verði boðinn á Verðbréfaþingi Íslands fyrir áramót. Ríkissjóður á nú rúmlega þriðjung hlutafjár í Járnblendifélaginu. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Styrkir skapa atvinnu

"VIÐ höfum ekki sóst eftir styrkjum til að skapa einhvern gróðarekstur í kringum sendlaþjónustuna. Þvert á móti, því við verðum í raun að reka Mótorsendil á óhagkvæman hátt, enda erum við fyrst og fremst að skapa atvinnuúrræði fyrir ungt fólk í vanda," sagði Marsibil Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mótorsendils, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 335 orð

Súrefnisskortur og kuldi líklegar ástæður

SÚREFNISSKORTUR og kuldi hefur verið nefnt sem mögulegar ástæður þess að þrír fallhlífastökkvarar hröpuðu til bana á Suðurskautinu um helgina. Alls stukku sex manns og lentu þrír heilu og höldnu en fallhlífar tveggja hinna látnu opnuðust ekki og aðeins að hluta hjá þeim þriðja. Lík þremenninganna voru flutt frá Suðurskautinu í gær, áleiðis heim. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Sýning framlengd

SÝNINGAR Jóns Laxdals Halldórssonar og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri hafa verið framlengdar til sunnudagsins 14. desember næstkomandi. Aðsókn hefur verið afbragðsgóð og því þykir forsvarsmönnum safnsins ástæða til að gefa enn fleirum kost á að sjá þessar athyglisverðu sýningar. Meira
9. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Tónleikar til heiðurs Jóhanni Daníelssyni

AFMÆLISTÓNLEIKAR til heiðurs Jóhanni Daníelssyni frá Syðra Garðshorni, en hann varð sjötugur nýlega, voru haldnir að Rimum í Svarfaðardal. Það voru vinir og samferðamenn sem efndu til tónleikanna en Jóhann er vel þekktur í sinni heimabyggð og víðar fyrir söng og hljóðfæraleik. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Tung missir fótanna

VINSÆLDIR Tungs Chee-hwa, leiðtoga Hong Kong, hafa dvínað og traust íbúanna á efnahag eyjunnar minnkað, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. 76% aðspurðra sögðust ánægð með störf Tungs frá því breska nýlendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína í júní, en 89% voru ánægð með hann fyrir tveimur mánuðum. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Umhverfissinnar virkir í hitanum í Kyoto

ÓVENJU heitt hefur verið í Kyoto síðustu daga og hefur það minnt ráðstefnugesti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú um 10.000, á umræðuefnið með áþreifanlegum hætti. Að öllu jöfnu er hitinn nálægt frostmarki á þessum árstíma í Kyoto en í gær var hann um 18 gráður. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Umhverfissköttun harðlega mótmælt

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna mótmælir harðlega hugmyndum um skatta sem á að leggja á fólk í þágu umhverfisverndar. Eins eru hugmyndir um sérstaka mengunarskatta á flugfarseðla móðgun við neytendur. Slík neyslustýring er úr takti við nútímann, segir í ályktun SUS. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Undantekning að leysibendar séu seldir sem leikföng hér

SVO virðist sem það heyri til undantekninga að svokallaðir leysibendar séu seldir sem leikföng í verslunum hér á landi. Þeir hafa þó verið í tísku meðal barna og unglinga og dæmi eru um að þeir hafi verið notaðir til að trufla íþróttakappleiki. Geislavarnir ríkisins vara við gáleysislegri notkun þessara áhalda. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Unglingaskemmtun Hringsins

NÝLEGA var haldin önnur af hinum tveimur árlegu unglingaskemmtunum á Barnaspítala Hringsins. Þar koma saman unglingar sem á spítalanum dvelja svo og þeir sem hafa dvalist þar mikið. Stefán Hilmarsson tróð þar upp og veitingar voru í boði Hróa Hattar, Hringbraut 119. Svona ánægjulegar samkomur stytta stundirnar fyrir unglingana sem ekki eiga kost á miklum skemmtunum annars. Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 136 orð

Verkfalli Ísraela lokið

ALLSHERJARVERKFALLI, sem hafði lamað atvinnulíf í Ísrael í fimm daga og kostað þjóðarbúið allt að 35 milljónum bandaríkjadala (andvirði 2,5 milljarða króna), lauk á sunnudag með sigri verkalýðshreyfingarinnar. Meira
9. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Verslunin Ostahornið

Borgarnesi- Opnuð hefur verið ný verslun á "Rakarahorninu" svokallaða í Borgarnesi. Verslunin heitir Ostahornið og er staðsett á horni Borgarbrautar og Egilsgötu sem kallað hefur verið Rakarahornið árum saman en verður líklega kallað Ostahornið hér eftir. Verslunin er til húsa þar sem Haukur rakari Gíslason var áður með rakarastofu sína. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Viðbrögð við áfengisneyslu unglinga

INGI Bæringsson ráðgjafi heldur fyrirlestur á vegum Forvarnadeildar SÁÁ í Ármúla 18 í kvöld, þriðjudagskvöld. Margir foreldrar eru óöruggir um hvað gera skal þegar grunur vaknar um að unglingurinn á heimilinu sé farinn að drekka áfengi eða þaðan af verra. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Vilja tryggja vísindalegt og fjárhagslegt sjálfstæði HÍ

AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Háskóla Íslands var haldinn 27. nóvember sl. og var vel sóttur, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Gagnlegar umræður urðu um næstu verkefni samtakanna, þ.e. hvar þau ættu að bera niður til þess að styrkja Háskólann sem mest og best. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vinnuslys við Brennimel

MAÐUR slasaðist nokkuð þegar hann féll ofan í holu sem grafin var vegna nýs masturs við Brennimel í Hvalfirði um hádegisbil í gær. Var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi. Verið er að reisa nokkur ný möstur við spennistöðina á Brennimel vegna álversframkvæmda. Var maðurinn að setja hæðarpunkta í holurnar. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Vörugjöld af ökutækjum verði lækkuð

FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, mælti fyrir frumvarpi til laga á Alþingi í gær um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Annars vegar er í frumvarpinu lagt til að vörugjald af dráttarbifreiðum og vélknúnum ökutækjum til sérstakra nota, að heildarþyngd yfir 5 tonn, lækki úr 30% í 15% og hins vegar að ökutæki sem knúin eru mengunarlausum orkugjafa, Meira
9. desember 1997 | Erlendar fréttir | 351 orð

Öllu flugi An-124 véla hersins aflýst

BJÖRGUNARSVEITIR í Irkutsk í Síberíu kváðust í gær hafa gefið upp alla von um að finna fleiri á lífi í flaki Antonov-124 herflutningaflugvélar sem hrapaði á fjölbýlishús skömmu eftir flugtak á laugardag. Á fréttamannafundi í gær sagði neyðarráðstafanaráðherra Rússlands að 41 lík og hlutar úr 16 líkum hafi fundist. Meira
9. desember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um rithöfundaskóla og nýjungar í bókaútgáfu, viðtöl við rithöfunda og umsagnir um nýjar bækur, m. a. um skáldsögur Einars Más Guðmundssonar, Steinunnar Sigurðardóttur og Kristínar Marju Baldursdóttur; einnig ævisögur Peres og Arafats. Meira

Ritstjórnargreinar

9. desember 1997 | Leiðarar | 628 orð

leiðariGÓÐÆRIS-ÁÆTLANIR ATVINNULEYSIS- og samdrátt

leiðariGÓÐÆRIS-ÁÆTLANIR ATVINNULEYSIS- og samdráttarárum, sem gengu yfir þjóðarbúskapinn á fyrri hluta líðandi áratugar, sáu sveitarfélögin sig knúin til að ráðast í fjárfrek "átaksverkefni" ­ til að mæta brýnni atvinnuþörf. Þverpólitísk samstaða var um þessi viðbrögð. Meira
9. desember 1997 | Staksteinar | 337 orð

»Marklaust orð FRJÁLS verzlun segir að starfshópur á vegum Verzlunarráðs haf

FRJÁLS verzlun segir: "Starfshópur Verzlunarráðs kemst að þeirri niðurstöðu að "álagning auðlindagjalds á sjávarútveg sé ekki tímabær núna en komi hins vegar til greina í framtíðinni ef umframhagnaður nær að myndast í greininni. Hvernig gat ráðið fundið þetta út ­ og það eftir langa yfirlegu?! Þetta kallast að hafa endaskipti á hlutunum. Meira

Menning

9. desember 1997 | Menningarlíf | 276 orð

240 fermetra sýningarsvæði

STJÓRN Edinborgarhússins á Ísafirði bauð til mannfagnaðar fyrir stuttu, til að fagna stórum áfanga sem náðst hefur í uppbyggingarstarfi félagsins, þ.e. þremur sölum á 2. hæð hússins, samtals um 240 m, sem nú eru komnir í fulla notkun. Meira
9. desember 1997 | Leiklist | 439 orð

Að eilífu

eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Benedikt Erlingsson, Erlingur Gíslason, Guðrún Gísladóttir og Helga E. Jónsdóttir. Stjórn upptöku: Hákon Oddsson. Aðstoð við stjórn upptöku: Kristín Erna Arnardóttir. Myndataka: Dana F. Jónsson, Gylfi Vilberg Árnason og Jón Víðir Hauksson. Hljóð: Gunnar Hermannsson. Hljóðsetning: Agnar Einarsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 628 orð

Að fara yfir um

eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning 1997 ­ 203 síður, 3.680 kr. "HVENÆR drepur maður mann, og hvenær drepur maður ekki mann?" spurði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni á sínum tíma. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 41 orð

ANDBLÆR, tímarit um bókmenntir, 7. hefti, er k

ANDBLÆR, tímarit um bókmenntir, 7. hefti, er komið út. Í heftinu eru birt ljóð og smásögur ungra og óþekktra skálda. Andblær er 77 bls. Í ritnefnd eru Andri Snær Magnason, Helga Ferdinandsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson. Ritstjóri er Hjörvar Pétursson. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 977 orð

Augnablik úr margbrotnu dauðastríði

eftir Jean-Dominique Bauby. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Fróði hf. 1997 ­ 121 blaðsíða HINN 8. desember 1995 féll Jean- Dominique Bauby ritstjóri tískublaðsins Elle skyndilega í dauðadá í aftursæti nýrrar gerðar BMW- bifreiðar, 45 ára gamall. Hann lýsir síðasta degi fyrra lífs með augum þess sem neyddur er til þess að vera vitur eftir á. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 1061 orð

Á eðlilegan íslenskan máta

Í LANDI þar sem óperuhefð er lítil hafa sönglög gegnt veigamiklu hlutverki í gegnum árin ­ enda þjóðin söngelsk með afbrigðum. Og þótt söngvararnir sem hún elur verði sífellt fleiri og sigldari, gleyma þeir ekki uppruna sínum og arfi ­ íslenska sönglaginu. Það er þeirra innblástur! "Ég hef hvergi annars staðar kynnst svona lögum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 790 orð

Ákall til ráðamanna

eftir Trausta Valsson og Birgi Jónsson. Fjölvaútgáfa 1997 ­ 184 síður. STUNDUM er kvartað yfir því að menntamenn neiti að taka afstöðu til og jafnvel þátt í umræðu um þjóðþrifamál. Þessi gagnrýni verður ekki með neinni sanngirni viðhöfð um höfunda bókarinnar Ísland hið nýja, þá Trausta Valsson, skipulagsfræðing og Birgi Jónsson, jarð- og verkfræðing. Meira
9. desember 1997 | Skólar/Menntun | 1488 orð

ÁRÁTTAN AÐ SAFNA ÞEKKINGU

BRYNDÍS Íris Stefánsdóttir hefur víðtæka reynslu og menntun að baki og er oft spurð þessarar spurningar. Henni finnst spurningin gefa til kynna að hún sé hálfgerður vitleysingur fyrst hún er að standa í kennslunni. En svar hennar er að fólk ætti fremur að hvetja en letja vel menntað og hæfileikaríkt fólk til að kenna börnunum þeirra. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 95 orð

Áströlsk ástarsaga

KVIKMYNDIN "Oscar and Lucinda" var frumsýnd í New York um síðustu helgi en með aðalhlutverk fara Ralph Fiennes og Cate Blanchett. Myndin fjallar um samband prests nokkurs sem Fiennes leikur og ungrar auðugrar konur sem er sálufélagi hans. Meira
9. desember 1997 | Skólar/Menntun | 204 orð

Bensowsverðlaunin

NÝLEGA hlaut Peter Holbrook prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands hin eftirsóttu Bensows verðlaun frá Skandinavíska tannlæknasambandinu. Verðlaununum, sem eru 100.000 sænskar krónur, deilir hann með finnska tannlæknaprófessornum Satu Alaluusua. Verðlaunin eru veitt þriðja hvert ár og er mikill heiður að hljóta þau. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 586 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason

Gröf Rósönnu "Roseanna's Grave Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Það sannar þessi kolsvarta gamanmynd um endalokin sem gengur ekki nógu langt. Á þó sína spretti, þökk sé hr. Reno, merkilegt nokk. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 448 orð

Bíó í bók

eftir Oddnýju Sen, útgefandi: Iðunn. Rvík 1997. 268 síður. ÍMYNDUNARAFLIÐ og staðreyndirnar sitja saman til borðs. Þau borða upp úr sömu skálinni sem er full af litlum flögum í öllum litum. Ímyndunaraflið og staðreyndirnar nærast á sama matnum. Eins gera minningarnar. Ævisaga Oddnýjar Erlendsdóttur Sen, Kínverskir skuggar, er skrifuð af barnabarni hennar, Oddnýju Sen. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 59 orð

Bókakvöld í Súfistanum Hafnarfirði

FJÓRIR rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Súfistanum, Strandgötu 9 Hafnarfirði, í kvöld, þriðjudaginn, kl. 20.30. Einar Már Guðmundsson, les úr nýrri skáldsögu sinni Fótspor á himnum; Páll Bergþórsson les úr bókinni Vínlandsgátan, Hörður Magnússon les úr bókinni Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims og Kristín Marja Baldursdóttir les úr skáldsögu sinni Hús úr húsi. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 114 orð

Brautryðjandinn Jón úr Vör

JÓN úr Vör les úr ljóðum sínum er með úrvali ljóða skáldsins í samantekt Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem einnigbjó þau til útgáfu. Tilefni útgáfunnar er 80 áraafmæli skáldsinsfyrr á árinu, eneinnig eru rétt 60ár frá því fyrstabók Jóns úr Vör,Ég ber að dyrum,kom út. Meira
9. desember 1997 | Skólar/Menntun | 432 orð

Brot af hugsun Brynjúlfs

Sigurður Kristjánsson bóksali gaf fyrstur út Sögu hugsunar minnar árið 1912. Núna hefur H.Í.B. endurútgefið hana í Reykjavík. Í þessari annarri útgáfu heimspekirits Brynjúlfs hefur stafsetning verið færð til nútímahorfs. Bók hans er í 52 köflum og hér birtast tveir um æskuhugsun hans, nr. 3. og 4. Meira
9. desember 1997 | Skólar/Menntun | 767 orð

Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Saga hugsunar minnar um sjálfan mig

Kosturinn við sjálfsmenntun fyrir einni öld var að nemendinn festist síður í stefnum. Hann var háður tilviljun. Brynjúlfur frá Minna-Núpi náði fádæma góðum árangri með forvitnina og viljann að vopni. Hann skrifaði meðal annars Sögu hugsunar minnar sem nú er endurútgefin. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 734 orð

Eiga sitt annað heimili á sviðinu Steindór Hjörleifsson, leikari og fyrrverandi dagskrárstjóri Sjónvarpsins, átti hálfrar aldar

21. NÓVEMBER 1947 steig Steindór Hjörleifsson fyrst á svið í hlutverki klukkusveins í leikritinu Skálholti eftir Guðmund Kamban. "Ég var þriðji klukkusveinninn," segir Steindór þegar hann rifjar þetta upp. "Ég var ennþá í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar svo það var út af fyrir sig minnisstætt. Þá byrjuðum við að leika meðan við vorum ennþá í skóla. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 503 orð

Ferðalangur

ÖÐRU sinni hefur bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness verið úthlutað og að þessu sinni komu þau í hlut Eyvindar P. Eiríkssonar fyrir verkið Landið handan fjarskans. Sagan segir frá ungum karli sem lendir í stríði og leitar æ síðan að friðsælum heimkynnum, en leitin er löng og ströng. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Flautukórinn hljómar

ÞAÐ VAR hátíðarstemmning í Árbæjarkirkju síðdegis á laugardag, þar sem nemendur Tónskóla Sigursveins héldu jólatónleika sína. Efnisskráin var fjölbreytt og var unga tónlistarfólkinu vel fagnað af áheyrendum. Sérstakur flautukór er í Tónlistarskóla Sigursveins, sem æfir undir stjórn þverflautuleikarans Maríu Cederborg. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 683 orð

Frá ljósanna hásal

Ýmis styttri erlend kór- og einsöngsverk. Einsöngvari: Jón Rúnar Arason. Söngsveitin Fílharmónía ásamt Kammersveit undir stjórn Bernharðs S. Wilkinson. Langholtskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 20:30. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 553 orð

Fulltrúi vestrænnar skynsemishyggju

BERTRAND Russell er einhver þekktasti heimspekingur þessarar aldar. Á þriðja áratugnum gerði hann mikið af því að skrifa bækur um hluti á borð við hamingjuna og hjónabandið ætlaðar almenningi. Ein þeirra nefnist "Að höndla hamingjuna" og er nú komin út í íslenskri þýðingu Skúla Pálssonar heimspekings. Skúli gefur bókina einnig út undir merkjum nýrrar útgáfu, bókaforlagsins Sóleyjar. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Gifting á gamlársdag

LEIKARAPARIÐ Will Smith og Jada Pinkett hafa ákveðið giftingardaginn en þau höfðu áður lýst því yfir að brúðkaupið yrði haldið áður en árið væri á enda. Gamlársdagur hefur verið valin fyrir stóra daginn og rétt ná þau skötuhjú að uppfylla loforðið um brúðkaup á árinu 1997. Eins og áður hefur komið fram eiga þau Will og Jada von á sínu fyrsta barni næsta sumar en Will á einn son fyrir. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 103 orð

Guðmundur Karl sýnir í Freiburg

NÝLEGA var opnuð í Freiburg sýning á verkum Guðmundar Karls Ásbjörnssonar. Sýningin var haldin á vegum lyfja- og efnaverksmiðjunnar Gödecke sem hefur sýnt gott fordæmi og stendur reglulega fyrir nýjum sýningum í anddyri fyrirtækisins. Guðmundur Karl sýnir tuttugu akrýl- og vatnslitamyndir og fæst að mestu við íslenskt og þýskt landslag. Meira
9. desember 1997 | Leiklist | 566 orð

Göróttur kokteill

Tónlist og textar eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Samantekt og stjórn: Jón Hjartarson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Hljóðstjórn: Baldur Már Arngrímsson. Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Kjartan Valdemarsson. Hljómsveit: Gunnlaugur Briem, Kjartan Valdemarsson, Sigurður Flosason og Þórður Högnason. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 477 orð

Hef alltaf verið hrifinn af langtímamarkmiðum

RITHÖFUNDURINN Sigurður Pálsson hefur sent frá sér níundu ljóðabókina, Ljóðlínuspil, sem er þriðja bókin í þriðja þríleik höfundar. Aðrar bækur þessa þríleiks eru Ljóðlínudans og Ljóðlínuskip. Orðið spil felur í senn í sér fastan ramma og leik. Uppbygging bókarinnar nær lóðrétt frá jörðu til himins. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Hefur samúð með Polanski SAMANTHA Geimer var þrettán ára þe

SAMANTHA Geimer var þrettán ára þegar hún og leikstjórinn Roman Polanski höfðu kynmök. Varð það til þess að Polanski flúði Bandaríkin til að sleppa við að vera sóttur til saka og hefur hann ekki átt afturkvæmt síðan. Samantha, sem er orðin 31 árs, segist ekki vera honum reið og að hún hafi jafnvel samúð með honum. Hún kennir hins vegar fjölmiðlum um ófarir sínar í samtali við tímaritið People. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 439 orð

Heimild og skáldskapur

eftir Gabriel García Márquez. Tómas R. Einarsson íslenskaði. Prentvinnsla erlendis. Mál og menning 1997 ­ 256 síður GARCÍA Márquez fékkst lengi við blaðamennsku og fæst reyndar enn. Menn hafa bent á að blaðamennska hafi sett svip á verk hans og oftast er minnst á það án þess að verið sé að rífa niður rithöfundinn. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 837 orð

Hvunndagskviða

eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Mál og menning, Reykjavík 1997.285 bls. ÞAÐ eru ekki rósfingraðar morgungyðjur sem byrja daginn, og kaflana, í viðburðasnauðu lífi Kolfinnu Karlsdóttur: því hlutverki gegna "reynitrén tvö" sem standa eins og táknrænir örlagaverðir, fyrir utan herbergisgluggann hennar í móðurhúsum, Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Innkaup Listasafns Íslands

GALLERÍ Fold hefur gefið út yfirlit um innkaup Listasafns Íslands á listaverkum á tímabilinu 1988 til aprílloka 1997. Yfirlitið er byggt á upplýsingum frá safninu og í því eru tilgreind öll verk sem keypt voru á umgreindu tímabili, eftir hvaða listamenn verkin eru, á hvaða verði keypt og af hverjum. Jóhann Hansen bjó yfirlitið til prentunar, en formála ritar Tryggvi P. Friðriksson. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 1099 orð

Ímyndunin alltaf í spilinu

eftir Einar Má Guðmundsson. Oddi hf. prentaði. Mál og menning, 1997. 216 bls. Leiðb. verð: 3.680 kr. "AÐ MIÐLA liðinni tíð með ljóðrænum hætti til þeirra sem yngri eru," segir Einar Már Guðmundsson vera hlutverk bókmenntanna í viðtali við Morgunblaðið um nýútkomna skáldsögu sína, Fótspor á himnum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 388 orð

Kostuleg

eftir Pál Hersteinsson. Ritverk, 1997 ­ 139 bls. ÁRIN 1978 og 1979 dvaldi Páll Hersteinsson meira og minna á Ströndum við refarannsóknir. Páll segir frá nánast öllu sem drífur á daga hans þar vestra. Hann segir frá rannsóknum sínum, gangi þeirra, rannsóknaraðferðum og niðurstöðum. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 471 orð

Kunnugleg stef

Í ljósaskiptunum, geislaplata Greifanna. Þeir eru: Kristján Viðar Haraldsson söngvari og hljómborðsleikari, Sveinbjörn Grétarsson gítarleikari og söngvari, Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari, Gunnar Hrafn Gunnarsson trommari og Ingólfur Sigurðsson söngvari, slagverksleikari og hljómborðsleikari. Upptökustjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Útsetningar eftir Greifana og Þorvald. Spor 1.999 kr. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 335 orð

...lét fá hjörtu ósnortin

Íslensk og erlend lög. Umsjón með útgáfu: Vala Kristjánsson. Öll tæknivinna var unnin af tæknideild Ríkisútvarpsins. Tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Allar upptökur eru úr safni Ríkisútvarpsins. Framleiðsla: Sony DADC Austria. Dreifing: Japis. Útgefandi: Smekkleysa s/m. hf. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Listmunauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð nk. fimmtudag á Hótel Sögu kl. 20.30. Boðin verða upp tæplega 100 verk, þar á meðal mörg verk gömlu meistaranna. Verkin verða til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg, þriðjudag kl. 10­18, miðvikudag kl. 10­22 og fimmtudag kl. 10­18. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 498 orð

Ljóðatónleikar á íslensku

Þóra Einarsdóttir, sópran, Björn Jónsson, tenór, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, Finnur Bjarnason, baríton, Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Elsa Waage, kontraalt, Bjarni Thor Kristinsson, bassi. Jónas Ingimundarson, píanó. Upptökustaður: Menningarmiðstöðin Gerðuberg jan.­sept. 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson/Fermata hljóðritun. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 102 orð

Madonna slítur sambandi

UNDANFARNA þrjá mánuði hefur Madonna gert sér dælt við Andy Bird, sem er 27 ára Englendingur, en nú hefur hún sagt honum upp. Daily Mirror hefur greint frá því að hún hafi móðgast þegar Bird, sem er leikari og handritshöfundur, hafi beðið Madonnu um að hjálpa sér að koma sér á framfæri. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 139 orð

Margbreytileg Cher

LEIK- og söngkonan Cher hefur ætíð vakið athygli fyrir skrautlegan og efnislítinn fatnað sinn. Þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið seint á sjöunda áratugnum var útlit hennar náttúrulegt og ekkert í líkingu við það sem síðar varð. Á áttunda áratugnum tóku fölsk augnhár og glitrandi farði við í upphafi diskótímabilsins. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 1154 orð

MARTIN RITT Sígild myndbönd

BANDARÍSKI leikstjórinn Martin Ritt, sem lést 1990, sjötugur að aldri, var einn af þessum gæðakvikmyndasmiðum sem hirtu lítið um sviðsljósið. Unnu afbragðsmyndir sínar í friði og ró, fjarri heimsins glaumi. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 155 orð

Með fullri reisn valin besta mynd Evrópu

BRESKA gamanmyndin Með fullri reisn eða "The Full Monty" hreppti tvenn af eftirsóttustu verðlaununum þegar evrópsku kvikmyndaverðlaunin, sem eru svar Evrópu við Óskarsverðlaununum, voru afhent í Berlín á laugardaginn var. Með fullri reisn var valin mynd ársins í Evrópu og fékk einnig flest atkvæði áhorfenda. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 171 orð

Miðaldamatur og guðaveigar

ÞJÓÐLEGIR réttir eins og þeir voru á borð bornir á sautjándu öld dúkkuðu upp á Fjörukránni nýverið. "Þetta var náttúrlega nútíma útfærsla á þessum réttum, en notast var við hráefni sem hefur verið fyrir henni hérlendis frá örófi alda," segir Jón Daníel Jónsson, yfirkokkur. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 97 orð

Nýjar bækur ALDAHVÖRF er efti

ALDAHVÖRF er eftir Eðvarð T. Jónsson. Ljóðin eru söguleg og fjalla um fyrstu hetjur og píslarvotta bahá'í trúarinnar. "Ljóðmælandinn lifir sig inn í aðstæður í Persíu á 19. öld, þar sem bahá'íar mættu mikilli andúð og ofbeldi fyrir sína trú sem samræmdist ekki Islam," segir í kynningu. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 59 orð

Nýjar bækur BÖRNIN í Skarkalagötu og Lott

BÖRNIN í Skarkalagötu og Lotta flytur að heiman er eftir Astrid Lindgren í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Útgefandi er Mál og menning. Bækurnar eru endurútgefnar. Lotta flytur að heiman er 64 bls. og kostar 1.390 kr. Börnin í Skarkalagötu er 140 bls. og kostar 1.590 kr. Báðar eru með fjölda litmynda eftir Ilon Wikland. Þær eru prentaðar í Belgíu. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 106 orð

Nýjar bækur FELLUR mjöll í sedrusskógi

FELLUR mjöll í sedrusskógi er skáldsaga eftir David Guterson í þýðingu Árna Óskarssonar. Sagan gerist á eyjunni San Piedro úti fyrir vesturströnd Bandaríkjanna. Þar búa sjómenn og bændur, bæði af evrópsku og japönsku bergi brotnir og þar mætast straumar úr ólíkum menningarheimum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 53 orð

Nýjar bækur FRÁ kúarektor til leikstjóra

FRÁ kúarektor til leikstjóraer ævisaga Höskuldar Skagfjörð og er eftir hann sjálfan. Aftast er ættartala höfundar eftir Jón Val Jensson. Höfundur segir um þessa endurminningabók sína: "Hún er sönn en beitt." Bókin er tileinkuð vini höfundar, Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi og listmálara. Útgefandi er Skákprent. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 147 orð

Nýjar bækur GULLKISTA þvottakvenna ­ Heim

GULLKISTA þvottakvenna ­ Heimildasafn og endurminningar Huldu H. Pétursdóttur um Þvottalaugarnar í Laugardal. Þegar þær nálguðust Þvottalaugarnar blasti við stórfengleg sjón, gráhvítir gufustrókar sem stigu upp í tæru morgunloftinu. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 76 orð

Nýjar bækur HANNA frænka fer upp í sveit

HANNA frænka fer upp í sveiter litmyndabók fyrir börn eftir Olgu Bergmann myndlistarmann. Olga myndskreytti bókina Stelpan sem var hrædd við dýr eftir Árna Bergmann, er hlaut viðurkenningu Fræðsluráðs 1995. Hanna frænka fær kú í höfuðið og heimurinn snýst á hvolf. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 43 orð

Nýjar bækur Í SPEGLASAL er lj

Í SPEGLASAL er ljóðabók eftir Önnu S. Snorradóttur. Í bókinni er að finna 27 ljóð, og vatnslitamynd á kápu er eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Gísladóttur (Mússu). Þetta er þriðja ljóðabók höfundar. Útgefandi er Fjörður. Prentun: Oddi hf. Verð: 1.630 kr. Anna S. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 50 orð

Nýjar bækur LITLA gula hænan ­ Síðasta kv

LITLA gula hænan ­ Síðasta kvöldmáltíðin eru eftir myndlistarstúlkuna Auju og ljóðskreytingamanninn Björgvin Ívar. Í bókinni "etja þau saman blekteikningum og ljóðrænni frásögn af ævistússi Litlu gulu hænunnar í nýjum heimi," segir í kynningu. Nykur gefur bókina út og er hún 70 bls. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 59 orð

Nýjar bækur SÁLIN vaknar er e

SÁLIN vaknar er eftir Kate Chopin í þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Söguhetjan,Edna, uppgötvarað tilvistin hefurupp á fleira aðbjóða en hefðbundið hjónabandog barnauppeldi.Hún leitar útrásarfyrir tjáningarþöfog tilfinningar oghirðir lítt um þærskorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 86 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN Í leit að glötuð

SKÁLDSAGAN Í leit að glötuðum tíma ­ Leiðin til Swann eftir franska rithöfundinn Marcel Proust er komin út hjáBjarti. PéturGunnarsson þýddiog ritar inngangþar sem hann gerirgrein fyrir ævi ogverkum MarcelProust og segir frátilurð og gildiþessa bókmenntaverks. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 88 orð

Nýjar bækur SNÆDÍS í sólskinslandinu

SNÆDÍS í sólskinslandinu er barnabók eftir Sólveigu Kr. Einarsdóttur. Snædís er íslensk stúlka sem lendir í dularfullum skógi í Ástralíu. Þar kynnist hún fjölda sérkennilegra dýra og fugla og umhverfið kemur á óvart. Hún eignast að vini drenginn Djinini og þau segja hvort öðru frá ólíku löndunum sínum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 114 orð

Nýjar bækur SPEKI Jesú Krists

SPEKI Jesú Krists og Speki Davíðssálma eru með formálsorðum sr. Sigurðar Pálssonar. Í kynningu segir að báðar bækurnar séu hugsaðar sem hjálp við íhugun og skiptast niður í þrjátíu stutta kafla þar sem hver kafli gefur lesandanum andlegt nesti til íhugunar fyrir hvern dag mánaðarins. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 64 orð

Nýjar bækur TÓTA og tíminn er

TÓTA og tíminn er eftir Bergljótu Arnalds. Í bókinni segir frá því þegar Tóta vaknaði við eitthvert skrítið hljóð. Er hún gægðist inn í stofu sá hún lítinn, einkennilegan karl klöngrast út úr gömlu standklukkunni. Bókin er ævintýrabók ætluð börnum sem vilja læra á klukku. Bókin er prýdd mörgum myndum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 80 orð

Nýjar bækur ÆVINTÝRIÐ um Birtu og Skugga

ÆVINTÝRIÐ um Birtu og Skugga er barnabók eftir Arnheiði Borg. Birta litla ljósálfur er sendiboði gleðinnar á Jörðinni. Hún svífur um og leitast við að töfra fram bjartsýni með sprota sínum, en á í baráttu við Skugga karlinn sem dreifir í kringum sig döprum hugsunum. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 112 orð

Rafræn bókaútgáfa

RAFRÆN bókaútgáfa er víða umfangsmikil og er hafin hér á landi. Í fyrra komu Íslendinga sögur, orðstöðulykill og texti, orðabækur og kennslubækur út á rafrænu formi og í ár er að minnsta kosti ein endurútgefin barnabók á þessum markaði. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 364 orð

Ráðvillt í göróttum heimi

Leikur að ljóði og sögu. Höfundur: Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. Myndskreyting: Jean Posocco. Útgefandi: Fróði 1997, 27 síður. HÉR segir af kisulóru, sem sólvermdan dag heldur að heiman, "svona til að skoða nágrennið", þrátt fyrir varnaðar-"orð" og úrtölur móður. Í fyrstu er glens og gaman, því furður veraldar eru margar. Dag þrýtur, ­ svengd sækir að, og kisa ætlar heim. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 334 orð

Róandi og afslappað

Hugleiðslu- og heilunartónlist eftir gítarleikarann Friðrik Karlsson. Spor gefur út. 1.999 kr. 50 mín. ÞÚ SKALT byrja á því að koma þér vel fyrir, annaðhvort sitjandi eða liggjandi. Hafðu líkamann í eðlilegri stöðu og lokaðu augunum. Hlustaðu eftir hjartslætti þínum, andaðu djúpt nokkrum sinnum og slakaðu enn frekar á við hverja útöndun... Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 1133 orð

Saga Arafats, Palestínu og Gyðinga

Kempan með kafíuna. Eftir Janet og John Wallach í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur og Þorsteins Thorarensen. Fjölva útgáfan, Reykjavík, 1997, 544 bls. Í ALÞJÓÐLEGUM stjórnmálum síðustu áratuga hafa örlög Palestínumanna og Gyðinga verið eitthvert erfiðasta úrlausnarefnið. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 201 orð

Saga fyrir hvern staf í stafrófinu

eftir Auði Magndísi Leiknisdóttur og Bryndísi Björgvinsdóttur. Mál og menning, 1997 ­ 75 s. ORMAR Hlöðver Hlöðversson er níu ára patti og er veðurtepptur uppi í sumarbústað. Mamma hans stingur upp á því að hann skrifi sögu um hvern staf í stafrófinu. Þannig geti hann slegið tvær flugur í einu höggi, fengið tímann til að líða og líka æft sig í stafrófinu. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 522 orð

Saumavél að höndum ein

Verk eftir m.a. J. S., Bach, Telemann og Sigursvein D. Kristinsson. Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Ragnheiður Haraldsdóttir og Helga Jónsdóttir, blokkflautur; Herdís Jónsdóttir, víóla; Ásdís Arnardóttir, selló; Hávarður Tryggvason, kontrabassi; Örn Magnússon, píanó; Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. Neskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 17. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 428 orð

Schubert og Brahms

Nicholas Milton, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Nína Margrét Grímsdóttir fluttu verk eftir Schubert og Brahms. Sunnudagurinn 7. desember, 1997. SALUR tvö, í Háskólabíó, hefur lítið verið notaður til tónleikahalds, enda ekki furða, því salurinn er sérstaklega "þurr", þó heyrðin sé að öðru leyti góð, Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 406 orð

Skessum getur líka leiðst

Eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Forlagið, 1997 -[24] s. GUÐRÚN Hannesdóttir sendir nú frá sér sérlega ljúft ævintýri sem hún myndskreytir sjálf. Áður hafði hún myndskreytt tvær ljóðabækur fyrir börn og á síðasta ári fékk hún og móðir hennar Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína um risann þjófótta. Sagan um skessuna er í alla staði falleg og heiðrík saga. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 255 orð

Stjórn konunglegu óperunnar segir af sér

CHRIS Smith, menningarmálaráðherra Bretlands, þykir ekki öfundsverður af hlutverki sínu en deilurnar í tengslum við stærstu óperuhús landsins virðast engan endi ætla að taka. Eftir að menningar-, fjölmiðla- og íþróttanefnd breska þingsins samþykkti ádrepu á stjórn konunglegu bresku óperunnar þar sem hún var sögð vanhæf, ákvað stjórnin að segja af sér í heild. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 883 orð

Stjórnmál í Ísrael og einn af slyngari þátttakendum í þeim

endurminningar eftir Símon Peres. Fjölvaútgáfan, 1997, 416 bls. Formáli eftir Davíð Oddsson, forsætisráðherra SÍMON Peres er í hópi frægustu stjórnmálamanna Ísraels, ekki hvað sízt fyrir aðild hans að friðarsamningum við Palestínumenn. En hann á sér langa sögu í stjórnmálum lands síns því að hann var farinn að taka þátt í stjórnmálum Gyðinga áður en Ísraelsríki varð til í maí 1948. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 382 orð

Sungið á selló

Stefán Örn Arnarson leikur á eitt, fjögur og átta selló verk eftir Rachmaninov, Saint-Saëns, Händel, Bach- Gounod, Pachelbel, Mascagni, Bach, Haydn, Schubert og Villa-Lobos. Kammersveit undir stjórn Szymons Kuran. Meðleikarar: Björn Steinar Sólbergsson, orgel, og Sophie Schoonjans, harpa. Hljóðritað í Akureyrarkirkju og í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 240 orð

Sveifla hjá Svaninum

HLJÓÐFÆRALEIKURUM í Lúðrasveitinni Svaninum fjölgaði verulega í haust og eru þeir nú um 35. Sveitin heldur jólatónleika í Tjarnarbíó miðvikudaginn 10. desember kl. 20 og meðal verkanna verða tvö sem ekki hafa verið flutt fyrr hér á landi. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 820 orð

Svörtu perlurnar Syrtlur eru litlar bækur sem hafa aðgeyma þýðingar á þekktum og lítt þekktum bókmenntaverkum frá tuttugustu

MIKIL gróska færðist í útgáfu þýðingabókmennta hér á landi á síðasta áratug. Má að nokkru leyti þakka það tilkomu Íslenska þýðingarsjóðsins sem stofnaður var 1981 og þess norræna sem stofnaður var á áttunda áratugnum. Meira
9. desember 1997 | Tónlist | 439 orð

Tina í sultutíð

Lokakvöld 1997 ­ Föstudagskvöldið 5. desember. FRÆGT eintal, How jazz was born, endar danski gamanleikarinn Dirch Passer á þessum orðum: "...som rusinen i pølseenden, som the rasine in the hot dog end, hører vi dem her i en typisk jam session, direkte oversatt: syltetøj session. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 268 orð

Tíu bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

TILNEFNING til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1997 fór fram við athöfn í Listasafni Íslands í gær að viðstöddu fjölmenni. Tilnefndar voru tíu athyglisverðustu bækur ársins að mati dómnefnda í flokki fagurbókmennta og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 469 orð

Undir þaki himinsins

VISTARVERUR er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Kristján Kristjánsson. Höfundur dregur upp mynd af vistarverum mannsins. Því hvernig maðurinn tengir sig veröldinni í gegnum sitt nánasta umhverfi, hýbýli og staði, og þær vistarverur sem við deilum saman undir þaki himinsins. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 422 orð

Uppbyggingin Leiftrið: Fyrri hluti (The Shining: Part I)

Framleiðandi: Mark Carliner. Leikstjóri: Mick Garris. Handritshöfundur: Stephen King. Kvikmyndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Mark Plummer. Aðalhlutverk: Rebecca De Mornay, Stephen Weber, Melvin Van Peebles, Wil Horneff, Elliot Gould, Pat Hingle, Courtland Mead. 107 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 24. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Uppkast að sónötum Brahms selt

EINA uppkast sem vitað er um að verkum tónskáldsins Johannesar Brahms, var selt á uppboði í London fyrir helgi á um 728.500 dali, um 51 milljón ísl. kr. Er það sagt gefa einstæða mynd af vinnubrögðum tónskáldsins, sem lítið er vitað um. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 702 orð

Uppreisnin, ládeyðan og týndir höfundar Er hægt að læra að verða góður rithöfundur? Möguleikar alnetsins fyrir rithöfunda og

ÉG HEF ekkert á móti rithöfundaskólum, þar má örugglega læra hitt og þetta, en ekki að verða rithöfundur." Orðin eru danska rithöfundarins Klaus Rifbjergs. Tímaritið Kritikleitaði til hans og fékk þetta svar. Í framhaldi sagði Rifbjerg að maður gæti vissulega orðið eitthvað sem líktist rithöfundi. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 313 orð

Úrlausnin Leiftrið: Annar Hluti (The Shining: Part II)

Framleiðendur: Mark Carliner. Leikstjóri: Mick Garris. Handritshöfundur. Stephen King. Kvikmyndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Mark Plummer. Aðalhlutverk: Rebecca De Mornay, Stephen Weber, Melvin Van Peebles, Wil Horneff, Elliot Gould, Pat Hingle, Courtland Mead. 152 mín. Bandaríkin. Warner Myndir 1997. Útgáfudagur: 24.nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 494 orð

Vegurinn sem á að feta

eftir Móður Teresu. Torfi Geir Jónsson þýddi. Útg. Vöxtur 1997. 159 bls. MÓÐIR Teresa var einn af þessum óvenjulegu einstaklingum í græðgislegum margmiðlunar- og auglýsingaheimi nútímans sem virðast aldrei hafa þörf fyrir annað en gefa og biðja og þessi bók sem er unnin í samvinnu við John Cairs lýsir því á eftirtektarverðan hátt. Meira
9. desember 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Verður ekki betra

LEIKKONAN Helen Hunt og Jack Nicholson stilltu sér upp saman við frumsýningu nýjustu myndarinnar "As Good As It Gets" í Los Angeles um síðustu helgi en þau fara aðalhlutverkin í myndinni. Frumsýningarpartý var haldið á hinum fræga stað "House of Blues" síðar um kvöldið og þar gátu velunnarar myndarinnar heilsað upp á aðstandendur myndarinnar. Meira
9. desember 1997 | Menningarlíf | 1047 orð

Videolistakona hlaut Turner­verðlaunin

Árlega er haldin í Tate listasafninu á bökkum Thamesár í London listasamkeppni kennd við listmálarann Turner. Nú hlaut þau Gillian Wearing, videólistakona.Dagur Gunnarssonsegir frá keppendunum og sýningu þeirra TATE listasafnið var stofnað fyrir réttum hundrað árum af manni sem auðgaðist á sykurframleiðslu. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 155 orð

Viðkvæmur og dulur

WILLIAM Butler Yeats (1865- 1939), af flestum talinn höfuðskáld Íra, er endalaus uppspretta bóka og birtast margar ævisögur um hann árlega. Tvær eru nýútkomnar: W. B. Yeats. The man and the milieueftir Keith Alldritt (útg. John Murray, 388 síður - 25 pund) og W. B. Yeats. A life eftir Stephen Coote (útg. Hodder and Stoughton, 612 síður - 25 pund. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 557 orð

Vinátta manns og refs

SAGAN af Brúsa er saga um vináttu manns og refs, um það hvenær maður veiðir ref og hvenær maður veiðir ekki ref. Höfundurinn, Finnur Torfi Hjörleifsson, hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur og nokkrar kennslubækur í ljóðlist en gefur nú út sína fyrstu sögu handa börnum. Teikningar í bókinni eru eftir Þóru Sigurðardóttur. Meira
9. desember 1997 | Bókmenntir | 215 orð

Þversagnir í barnaheimi

eftir Jennu Jensdóttur. Hjúki. Fjölritun: Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar. Í ÞESSU kveri eru fáeinar sögur og ljóð þar sem börn eru þungamiðjan. Fyrsta sagan og sú lengsta er um sex ára stelpu, Ástu Sóllilju, sem er að byrja í skóla. Hún er skýr og hún er læs. Mannkostir hennar eru ekki metnir að verðleikum. Meira

Umræðan

9. desember 1997 | Aðsent efni | 631 orð

Aðstöðumunur kynslóðanna

Í NÝÚTKOMNU Stúdentablaði eru kynntar niðurstöður könnunar sem unnin var af nemendum við félagsvísindadeild HÍ fyrir Stúdentaráð þar sem m.a. var spurt um framtíðaráform stúdenta við Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar eru sláandi. Aðspurður taldi um helmingur stúdenta það líklegt að þeir myndu starfa erlendis að námi loknu. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 985 orð

Á örlagastundu

SJÁLFSAGT er flestum ljós sú umræða sem orðið hefir á undanförnum vikum um fækkun fólks í hinum ýmsu landshlutum. Er jafnvel talið að til auðnar horfi ef ekkert verður að gert. Mjög hefir þessu verið haldið á lofti í umræðum um sameiningu sveitarfélaga og svo virðist sem sameining eigi að vera lykilorð að aukinni hagsæld á flestum sviðum þjóðfélagsins. Meira
9. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 454 orð

Biblían á tunglinu

Á jólunum 1968, er geimfarið Appollo 8 var að nálgast tunglið og geimfararstjórinn var að lýsa hinni miklu víðáttu tunglyfirborðsins, þá skýrði hann sjónvarpsáhorfendum um allan heim frá því að áhöfnin í Apollo 8 hefði jólaboðskap og kveðju að flytja öllum jarðarbúum. Geimfararstjórinn hóf síðan að lesa úr Biblíunni. Hann las úr I. Mósebók um sköpunina. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 949 orð

Byltingin í Rússlandi 1917

ÞVÍ ER stundum haldið fram að alræðisaðferðir stalínistastjórnanna og Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum megi rekja til októberbyltingarinnar í Rússlandi 1917. Saga þessarar alþýðuuppreisnar og einkenni Bolsévíkaflokksins afsanna að svo sé. októberbyltingin var afar djúptæk í byltingarsögunni og einn mikilvægasti atburður þessarar aldar. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 573 orð

Bættur hagur ­ betri framtíð

NÚ hefur verið lögð fram fjórða fjárhagsáætlun Reykjavíkurlistans. Hún er sú síðasta á þessu kjörtímabili og jafnframt sú fyrsta fyrir kjörtímabilið 1998-2002. Eitt af þeim málum sem Reykjavíkurlistinn lagði höfuðáherslu á í síðustu borgarstjórnarkosningum var að ná tökum á fjármálum borgarinnar. Fáum dylst að það hefur tekist. Meira
9. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Enn og aftur um rafknúin farartæki

ÞAÐ var ánægjulegt að heyra að umhverfisráðherra ræddi nú í útvarpinu í fyrsta sinn, að því er ég veit, í sambandi við umræðu um Kyoto ráðstefnuna, að leggja þyrfti áherslu á að fá rafmagnsbíla til landsins til að minnka koltvísýringsútblástur. Framfarir í þróun rafgeyma og smíði farartækja hafa verið það örar, að rafbílar eru nú orðnir vænlegur kostur. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 640 orð

Frumstæðir áldraumar

ORKUMÁLASTJÓRI skrifar grein í Morgunblaðið hinn 28. október sl. Þar er skrifað: "Ekki þarf að nýta nema þriðjung þessarar orku (þ.e. 9/10 óvirkjaðrar orku) í orkufrekum iðnaði til þess að útflutningsverðmæti afurða hans verði meiri en allra sjávarafurða landsmanna. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 724 orð

Lok, lok og læs...

HVERSU mörgum kjósendum skyldi vera ljóst hversu alvarlega stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er ábótavant hvað varðar stjórnsýslu- og upplýsingalög, sem lögum samkvæmt eru í raun eina forsenda þess, Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 615 orð

Löggilding garðplöntuframleiðslu sem iðngreinar

GARÐPLÖNTUFRAMLEIÐSLA hefur verið kennd á sérstakri braut við Garðyrkjuskólann frá 1978. Á þeim tíma hafa um 100 nemendur útskrifast af brautinni, eða um þriðjungur allra útskrifaðra nema Garðyrkjuskólans á tímabilinu og 12 eru í námi. Við Garðyrkjuskóla ríkisins er kennt á fimm brautum, garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrúðgarðyrkju, ylrækt, umhverfisbraut og blómaskreytingabraut. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 760 orð

Ný stefna í byggðamálum

UMRÆÐAN um landsbyggðarvandann er stöðugt að aukast. Staðreyndirnar eru skelfilegar; fólksflótti er stöðugur; varnaraðgerðir virðast fremur auka vandamálin og ímynd landsbyggðarinnar er í raun ímynd þess sem tapar. Og að sjálfsögðu vill enginn vera í flokki tapsála. Þess vegna er hægt að segja að ákveðin svikamylla sé í gangi. Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 1152 orð

Skýrsla Aflvaka Reykjavíkur

NÝLEGA sendi Aflvaki Reykjavíkur frá sér skýrslu um framlög ríkisvaldsins til höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Markmið skýrslunnar á að vera að skilgreina umfang ríkisframlaga sérstaklega út frá sjónarhóli höfuðborgarsvæðisins, Meira
9. desember 1997 | Aðsent efni | 730 orð

Þrúgandi þögn stjórnvalda Breytt stefna stjórnvalda, segir Arnþ

Eru Íslendingar barnamorðingjar? NÝLEGA kom hingað til lands lögfræðingur sem starfar í Bretlandi en er fæddur og uppalinn í Írak. Hann ræddi við blaðamenn og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu um hið hörmulega ástand sem almenningur í Írak býr við. Meira

Minningargreinar

9. desember 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Álfheiður Kjartansdóttir

Elsku amma. Það er komið kvöld, sólin er að setjast, það eru að koma jól. Ég heyri ekki í neinum fuglum. En ég veit þó að einhverjir eru hérna ennþá, þeir eru einhvers staðar úti í kalda hausloftinu skrapandi í jarðveginn í leit að mat. Þeim er kalt, rétt eins og mér. Þegar ég skrifa þessar línur er rúmur sólarhringur síðan þú yfirgafst þennan heim. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 564 orð

Álfheiður Kjartansdóttir

Undanfarin 15 ár hefur fyrsta jólakortið alltaf borist snemma hingað á Brekkugötuna, þó nokkru fyrr en næstu kort þar á eftir og talsvert áður en heimilismenn hér á bæ fóru að huga að sínum. Á umslaginu gaf að líta nafnið mitt og þar framan við fleiri og merkilegri lærdóms- og stöðutitla en ég mun nokkurn tíma vinna til eða fá risið undir. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 247 orð

ÁLFHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR Álfheiður Kjartansdóttir fæddist í Hafnarfirði 8. október 1925. Hún lést 28. nóvember síðastliðinn. Álfheiður var dóttir Kjartans Ólafssonar frá Hafnarfirði, lögregluþjóns og lengi bæjarfulltrúa þar, f. 16. maí 1894, d. 1971, og konu hans Sigrúnar Guðmundsdóttur, f. 8. ágúst 1894, d. 1980. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 310 orð

Álfheiður Kjartansdóttir mm

Við fráfall Álfheiðar Kjartansdóttur er okkur sem áttum samleið með henni á skólaárunum þakklæti í hug fyrir góð kynni og ævilanga vináttu. Hún ólst upp í Hafnarfirði en bættist í hóp okkar sem sátum í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík árið 1941 og bar með sér ferskan og hressandi blæ í skólalífið. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 1179 orð

Björgvin Jónsson

Elsku afi. Þú varst víst ekki gallalaus fremur en aðrir menn, en mikil ósköp þótti okkur vænt um þig. Sjálfsagt eru margir sem minnast þín sem málafylgjumanns, hvort sem er í stjórnmálum eða útgerð. Þeir eru líka margir sem minnast þín fyrst og fremst fyrir þitt stóra hjarta. Þú aðstoðaðir þegar á bjátaði og hafðir ekki um það mörg orð. Þá skiptu peningar engu máli. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 258 orð

Björgvin Jónsson

Við fráfall Björgvins Jónssonar er genginn einn af þekktari athafnamönnum landsins. Segja má að hann hafi verið glæsilegur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem leiddi sjávarútveg hérlendis til nútímalegs horfs. Það er vegna manna á borð við Björgvin Jónsson sem efnahagslíf þjóðarinnar stendur styrkari stoðum en það gerði á fyrri hluta aldarinnar. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Björgvin Jónsson

Okkur frændsystkinin langar til að minnast afa okkar Björgvins Jónssonar með nokkrum orðum. Við bjuggum öll í Þorlákshöfn og feður okkar störfuðu með afa í útgerðarfyrirtækinu Glettingi. Á hverjum laugardegi komu amma og afi til Þorlákshafnar. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

Björgvin Jónsson

Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Elsku langafi, Guð geymi þig. Barnabarnabörn. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Björgvin Jónsson

Mánudaginn 24. nóvember sl. bárust mér þau ótíðindi að tengdafaðir minn, Björgvin Jónsson frá Hofi á Eyrarbakka, hefði daginn áður látist á sjúkrahúsi suður á Kanaríeyjum, en þar var hann á ferðalagi. Eins og ævinlega, þegar váleg tíðindi berast, komu þau á óvart, enda þótt Björgvin hefði átt við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 330 orð

Björgvin Jónsson

Þótt ég geti ekki sagt, að mér hafi komið á óvart fráfall vinar míns Björgvins Jónssonar, þótti mér engu að síður mikið skarð fyrir skildi. Björgvin hafði átt við töluverða vanheilsu að stríða og reyndar haft orð á því við mig, að svo kynni að fara, að hann ætti ekki langt eftir. Með góðri aðstoð lækna og fjölskyldu náði hann þó undraverðum bata og var hinn hressari síðast þegar ég hitti hann. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 128 orð

Björgvin Jónsson

Mig langar að minnast góðs drengs sem Björgvin frændi var. Hann var partur af lífi mínu enda stóri bróðir mömmu minnar. Björgvin var ekki allra en hann var tryggur, sagði fátt en hlustaði vel, maður sem hægt var að leita bóna hjá og hafði hann oft dirfsku, ögrun og yfirsýn langt á undan öðrum. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Björgvin Jónsson

Nú ert þú farinn frá okkur og kemur aldrei aftur en eftir lifa góðar minningar. Sérstaklega munum við, Eva og Ella, eftir því þegar við áttum afmæli og þú komst með fullt af nammi og ís og allir krakkarnir héldu að þú værir jólasveinninn. Já, minningarnar eru margar en það verður samt sárt að koma í heimsókn til ömmu og sjá engan afa sitja við borðstofuborðið og leggja kapal. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 504 orð

Björgvin Jónsson

Lát Björgvins Jónssonar þurfti svo sem ekki að koma þeim á óvart er til þekktu. Samt kemur það alltaf í opna skjöldu þegar góðir vinir kveðja. Við kvöddumst daginn áður en hann hélt til Kanaríeyja með Ólínu konu sinni til að njóta sólar og hlýrra vinda á meðan dagurinn styttist á norðurslóð. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 367 orð

BJÖRGVIN JÓNSSON

BJÖRGVIN JÓNSSON Björgvin Jónsson fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Hann lést á Kanaríeyjum 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón B. Stefánsson, verslunarmaður, og kona hans Hansína Ásta Jóhannsdóttir, húsmóðir. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Jónas Guðmundsson

Ég vil með þessum fáu orðum kveðja góðan vin. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil stelpa hversu gaman mér þótti að vakna á aðfangadag og fara með jólapakka til Helgu og Jónasar. Pabbi keyrði mig heim til þeirra í Sporðagrunn þar sem þau bjuggu og þegar við komum var Jónas yfirleitt að moka snjóinn fyrir framan gangveginn eða nýbúinn að því og þá byrjaður að gefa litlu fuglunum úti í Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 393 orð

Jónas Guðmundsson

1. desember 1997. 79 ár síðan Ísland varð fullvalda ríki. Ég lít út um gluggann á stofunni minni, hrímþoka byrgir útsýnið og hylur garðinn hélublæju, sem í gær var skrýddur grænum skrúða. Þannig verða oft snögg umskipti í ríki náttúrunnar. Eins er í lífi okkar mannanna. Í dag var kallaður til æðri heima einn af húsfélögum okkar hér á Sléttuvegi 13, Jónas Guðmundsson. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 406 orð

Jónas Guðmundsson

Friðarbænin, sem eignuð er heilögum Frans frá Assisí, finnst okkur túlka svo margt í lífi og dauða. Eigin orð verða fátækleg kveðja, ekki síst þegar kærir vinir hverfa sjónum og við skynjum svo sterkt hverfulleikann. Þá verða hin sönnu gildi, sem hinir gengnu minntu á, svo dýrmæt að hugleiða. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Jónas Guðmundsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast Jónasar Guðmundssonar. Jónas var maðurinn hennar Helgu frænku minnar og þegar ég var lítil var Helga frænka sú sem gerði næstum allt fyrir mig, allt frá því að hekla blúndur á koddaverin í handavinnunni, upp í það að hlusta þolinmóð á mig glamra einhverjar æfingar á píanóið heima í fallegu stofunni þeirra. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 94 orð

JÓNAS GUÐMUNDSSON

JÓNAS GUÐMUNDSSON Jónas Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásrún Jónasdóttir og Guðmundur Þorgrímsson húsasmíðameistari. Systir Jónasar er Þuríður og einnig átti hann bróður, Gunnar, sem er látinn. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Magnús Tómasson

Elsku afi, nú ertu farinn og við söknum þín sárt, því þú varst okkur svo góður. Við geymum í hugum okkar allra minningarnar um góðu stundirnar okkar saman. Það var svo gaman að fara austur og vera í hjólhýsinu og fylgjast með þér að veiða. Og oft ef stóri fiskurinn beit á, var öllum boðið í laxaveislu. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 83 orð

Magnús Tómasson

Kæri tengdafaðir og vinur um margra ára skeið. Ég kveð þig með söknuði og kæru þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Magnús Tómasson

Hjónin Magnús og Bubba hafa verið óbeinir nágrannar okkar mæðgna á þriðja tug ára. Sjaldan höfum við heimsótt ættarhöfðingjana í Skólagerði öðru vísi en að rekast á annað hvort þeirra eða bæði. Þessar tvær fjölskyldur hafa fylgst náið hvor með annarri í gegnum árin og skipst á fréttum af sístækkandi afkomendahóp. En nú er komið að leiðarlokum. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Magnús Tómasson

Þegar við kveðjum og minnumst þín, elsku afi, er það með sárum söknuði. Lífsgleði og þrautseigja og jákvæði einkenndu þig. Þær eru ljúfar minningarnar um allar góðu stundirnar í Skálagerðinu, allir bíltúrarnir og ekki síst allar veiðiferðirnar, en þær voru ófáar sem við fórum saman austur að Sogi. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Magnús Tómasson

Elsku Maggi minn, mig langar til að þakka þér fyrir stundirnar sem þú gafst mér. Þú reyndist mér sem sannur afi, og aldrei mun ég gleyma fyrstu kynnum okkar, þegar ég kom í vinnuna til mömmu og fór þá alltaf til þín í heimsókn og fékk kúlur og tópas og við spjölluðum saman. Ég man öll jólin þar sem fjölskyldan var saman komin. Minningin um þig mun lifa með okkur. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Magnús Tómasson

Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður, sem lést eftir erfið veikindi. Ég kynntist Magnúsi fyrst þegar við unnum saman fyrir löngu. Fann ég strax hvern mann hann hafði að geyma. Hann var glaðlegur, léttur og gaman að tala við hann. Seinna giftist ég inn í fjölskylduna og var mér og dóttur minni tekið sérstaklega vel af þeim hjónum. Meira
9. desember 1997 | Minningargreinar | 232 orð

MAGNÚS TÓMASSON

MAGNÚS TÓMASSON Magnús Tómasson fæddist í Reykjavík 7. janúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Magnússon, f. 10.2. 1897, d. 29.5. 1975, og Ólína Eyjólfsdóttir, f. 15.12. 1902, d. 8.9. 1981. Systkini Magnúsar eru Eyjólfur, f. 11.10. 1923, d. 16.10. 1988, Ólafía, f. 25.3. Meira

Viðskipti

9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 215 orð

45 milljóna króna hagnaður áætlaður

GERT er ráð fyrir því að hagnaður af rekstri Skinnaiðnaðar eftir skatta muni nema um 45 milljónum króna á yfirstandandi rekstrarári félagsins sem lýkur 31. ágúst á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að velta ársins muni verða rúmar 1.100 milljónir króna og veltufé frá rekstri verði um 75 milljónir. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Ð15 ára sigurvegari í Verðbréfaleik

LANDSBRÉF hf. hafa veitt fyrstu viðurkenningu til leikmanns í Verðbréfaleik fyrirtækisins sem hófst fyrir mánuði. Sigurvegarinn í leiknum þennan fyrsta mánuð heitir Frímann Örn Frímannsson og er 15 ára gamall. Í frétt frá Landsbréfum segir að þrátt fyrir ungan aldur hafi Frímann fylgst með verðbréfaviðskiptum í nokkur ár og búi greinilega yfir þekkingu á verðbréfamarkaðnum. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 130 orð

ÐNýr framkvæmdastjóri Hótels Sögu

HRÖNN Greipsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Hótels Sögu í stað Konráðs Guðmundssonar, sem gegnt hefur starfi hótelstjóra og síðar framkvæmdastjóra Hótels Sögu allt frá 1963. Konráð mun stýra viðhalds- og endurnýjunarmálum Hótels Sögu. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 61 orð

ÐÞróun orkumarkaða

ÍSLENSK-sænska verslunarráðið efnir til hádegisverðarfundar nk. fimmtudag, kl. 12 í Ársal Hótels Sögu, um þróunina á orkumörkuðum og þá sér í lagi einkavæðingu orkufyrirtækja og samtengingu orkudreifingar á milli landa. Ræðumaður verður Guðni Dagbjartsson, aðstoðarforstjóri viðskiptaþróunar á sviði raforkuflutnings og -dreifingar hjá alþjóðafyrirtækinu ABB. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Fríðindakort með rafrænum afslætti

VISA-Ísland kynnti í gær svar fyrirtækisins við nýju sérkorti Stöðvar 2, samstarfsverkefni Íslenska útvarpsfélagsins og Kreditkorta hf. Mun Visa bjóða öllum handhöfum Visa kreditkorta aðgang að svonefndu Fríðindakorti, sem Fríðindaklúbburinn hefur gefið út undanfarin 5 ár. Til þessa hefur það fylgt Gull- og Farkortum frá Visa. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Hagnaður nam 2,9 milljónum króna

REKSTUR Gúmmívinnslunnar hf. skilaði 2,9 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði ársins. Ekki liggur fyrir uppgjör fyrir sama tímabil á síðasta ári en fyrstu sjö mánuði sl. árs varð 4,3 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins og því ljóst að afkoman nú er nokkru lakari. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Hækkanir vegna samruna banka í Sviss

LOKAVERRÐ evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær eftir methækkun svissneskra hlutabréfa vegna fyrirhugaðs samruna svissneskra banka. Hækkanir urðu í öllum helztu kauphöllum Evrópu og hækkandi dollar hafði jákvæð áhrif. Lokað var á Ítalíu, í Austurríki, á Spáni og í Portúgal vegna opinbers frídags. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Kínverjar skjóta hnöttum frá Motorola

KÍNVERJAR hafa skotið tveimur Iridium gervihnöttum og hafa samið við bandaríska radeindarisann Motorola um að skjóta 20 til viðbótar að sögn Xinhua fréttastofunnar. Tveimur gervihnöttum í eigu Motorola var skotið með bættri útgáfu af kínversku Long March 2C eldflauginn frá Taiyuan skotsvæðinu í Shanxi-fylki í Norður-Kína. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Microsoft vill kaupa HotMail

MICROSOFT er reiðubúið að kaupa ókeypis tölvuþjónustu í einkaeign, HotMail Corp. Microsoft er einnig reiðubúið að fjárfesta í fyrirtækinu ef ekki verður hægt að semja um kaup á því samkvæmt heimildarmönnum, sem hafa fylgzt með samningaviðræðum hinna tveggja fyrirtækja. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Rússarnir eyða mestu

BANDARÍKJAMENN kaupa allra þjóða mest í ferðalögum hingað til lands að því er kemur fram í yfirliti sem Europe Tax-free Shopping á Íslandi hf. hefur tekið saman yfir verslun erlendra ferðamanna fyrstu tíu mánuði ársins. Rússar eyða hins vegar mestu að meðaltali eða fyrir a.m.k. 16 þúsund krónur hver. Meira
9. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Sumitomo vill kaupa bréf í Yamaichi

SUMITOMO banki í Japan kveðst íhuga kaup á hlutabréfum í Yamaichi International Capital Management Co Ltd af hópi fyrirtækja, sem stóðu að hinu gjaldþrota verðbréfafyrirtæki Yamaichi Securities Co Ltd. Meira

Daglegt líf

9. desember 1997 | Neytendur | 207 orð

Strásæta í krukkum

FARIÐ er að selja SWEET'N LOW strásætuvöru í verslunum Hagkaups og fæst hún þar í 80 gramma krukkum. Í fréttatilkynningu frá heildsölunni Nóvus ehf. segir að framleiðendur hafi þróað strásætuna sem að miklu leyti er unnin úr korni og sætuefninu Acesulfame. Sú blanda er til sölu hér á landi. Í fréttatilkynningunni segir að hún sé laus við aukabragð. Meira
9. desember 1997 | Neytendur | 390 orð

Verðkönnun ASÍ, BSRB og NS á hársnyrtistofum Mestur verð

VERÐ á sjö af níu þjónustuliðum hársnyrtistofa er lægst á höfuðborgarsvæðinu en verðið er einnig hæst á höfuðborgarsvæðinu sé hárþvottur undanskilinn. Verðmunur er mestur á höfuðborgarsvæðinu eða allt að 400% en munurinn innan sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er mestur 300%. Meira

Fastir þættir

9. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
9. desember 1997 | Fastir þættir | 293 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hallgrímskirkja. Öldrunarstarf. Meira
9. desember 1997 | Dagbók | 669 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. desember 1997 | Í dag | 489 orð

L. LAUGARDAG birtist bréf til Morgunblaðsins frá Steinþó

L. LAUGARDAG birtist bréf til Morgunblaðsins frá Steinþóri Jónssyni, Hléskógum 18 í Reykjavík, þar sem hann gagnrýnir fréttamat Morgunblaðsins og segir m.a.: "Getu- og áhugaleysi fjölmiðla í ýmsum mikilvægum málum er með ólíkindum. Meira
9. desember 1997 | Í dag | 363 orð

Vond dagskrá KRISTÍN hr

KRISTÍN hringdi og sagði, þótt það væri að bera í bakkafullan lækinn, að sig langaði að taka undir með þeim sem hafa verið að kvarta undan dagskrá sjónvarpsins, sérstaklega helgina 28.­30. nóvember. Kristín segir að hún sé ekki ein um þessa skoðun, því það sitji fleiri heima hjá henni við sjónvarpið en hún. Meira

Íþróttir

9. desember 1997 | Íþróttir | 109 orð

1. deild kvenna Keflavík - UMFG78:63

Íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 6:0, 6:2, 20:15, 32:25, 40:32, 50:39, 65:45, 69:51, 78:63. Stig Keflvíkinga: Erla Reynisdóttir 24, Anna María Sveinsdóttir 14, Erla Þorsteinsdóttir 12, Kristín Blöndal 9, María Rós Karlsdóttir 9, Kristín Þórarinsdóttir 4, Anna Pála Magnúsdóttir 4, Harpa Magnúsdóttir 2. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 490 orð

ALDUR »Breytingar má ekki eingöngu gera breytinganna vegna Eftir að

Eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið í handknattleik verður ekki á meðal þátttakenda í lokakeppni Evrópumótsins á Ítalíu á næsta vori hefur vaknað umræða um nú væri lag að yngja upp í landsliðshópnum. Þeir sem eldri eru skuli leggja landsliðsskóna á hilluna og gefa yngri mönnum kost á að spreyta sig. Rökin eru að leikmennirnir séu orðnir of gamlir. Þeir sem rætt er um að nú skuli íhuga a. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 74 orð

Ameríski fótboltinn

Baltimore - Seattle31:24Chicago - Buffalo20:3Jacksonville - New England20:26Kansas City - Oakland30:0New Orleans - St. Louis27:34Philadelphia - NY Giants21:31Pittsburgh - Denver35:24Tampa Bay - Green Bay6:17Arizona - Washington28:38NY Jets - Indianapolis14:22San Diego - Atlanta3:14San Francisco - Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 253 orð

Auðvelt hjá Tindastól T indastólsmenn sótti

Auðvelt hjá Tindastól T indastólsmenn sótti gull í greipar Vals að Hlíðarenda á sunnudagskvöld þegar þeir sigruðu Val næsta auðveldlega 85:64. Eftir fimm mínútna leik virtist vera ljóst í hvað stefndi en þá strax höfðu Tindastólsmenn náð 9 stiga forskoti. Það forskot náðu Valsmenn að minnka niður en þó aldrei að jafna eða komast yfir. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 251 orð

Breytt fyrirkomulag í Getraunadeild Evrópu

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, tilkynnti um helgina að Getraunadeild Evrópu yrði með breyttu sniði næstu tvö árin í þeim tilgangi að reyna að auka áhuga liða frá löndum eins og Englandi og Ítalíu á þátttöku. Ekki verður leikið í riðlum eins og hingað til. 40 lið hefja keppni og verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 181 orð

Chelsea mætir Man. Utd.

Dregið var í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudag og drógust eftirtalin lið saman: Portsmouth - Aston Villa, Arsenal - Port Vale, Leicester City - Northampton Town/Basingstoke Town, Rotherham United - Sunderland, Leeds United - Oxford United, Sheffield United - Bury, Everton - Newcastle United, Crewe Alexander - Birmingham City, Liverpool - Coventry City, Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 498 orð

Chelsea tók Spurs í kennslustund

NORÐMAÐURINN Tore Andre Flo var með þrennu þegar Chelsea tók Tottenham í kennslustund á White Hart Lane og vann 6:1. Ítalinn Roberto Di Matteo, Rúmeninn Dan Petrescu og varamaðurinn Mark Nicholls skoruðu líka fyrir Chelsea en Svisslendingurinn Ramon Vega gerði mark heimamanna. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 64 orð

Duishebaev gerði 15 mörk fyrir Nettelstedt

TALANT Duishebaev fór á kostum í liði Nettelstedt á móti Magdeburg. Hann gerði 15 mörk, sem er met í deildinni í ár. Hann gerði sjö mörk úr vítaköstum sem hann fiskaði flest sjálfur. Leikurinn endaði með jafntefli, 28:28. Markametið í Þýskalandi er 19 mörk og á stórskyttan Jerzy Klempel. Hann gerði þau fyrir Göppingen á móti TuS Hofweier 1983. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 1199 orð

England

Aston Villa - Coventry3:0 Stan Collymore 21., Lee Hendrie 71., Julian Joachim 85. Rautt spjald: Paul Williams (Coventry) 45. 33.250. Blackburn Rovers - Bolton3:1 Kevin Gallacher 4., Chris Sutton 21., Jason Wilcox 90. - Per Frandsen 84. Rautt spjald: Alan Thompson (Bolton) 22. 25.503. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 178 orð

Fyrsta tapið í Wuppertal

W uppertal tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli síðan Viggó Sigurðsson gerðist þjálfari þar fyrir tveimur árum. "Það er alltaf sárt að tapa, en það kom auðvitað að því að við yrðum lagðir á heimavelli. Jan Holpert, markvörður Flensburg, varði frábærlega í leiknum, alls 24 skot og munar um minna," sagði Viggó eftir 24:26 tap fyrir Flensburg- Handewitt. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 257 orð

Gat brugðið til beggja vona

L eikur Skagamanna og Njarðvíkinga varð meira spennandi og mun jafnari en margir þorðu að vona á Akranesi á sunnudagskvöld. Njarðvíkingar voru sterkari framan af en heimamenn voru betri í lokin og innbyrtu sigur, 80:75. Njarðvíkingar voru með forystu lengst af fyrri hálfleik og virtust hafa góð tök á leiknum. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 650 orð

Grindavík - KR117:97 Íþróttahúsið í Grindavík:

Íþróttahúsið í Grindavík: Gangur leiksins: 6:10, 16:14, 25:27, 39:37 47:48, 56:55, 65:55, 83:68,99:79 117:97. Stig Grindavíkur: Darryl J. Wilson 35, Helgi Jónas Guðfinnsson 31, Konstantionos Tsartsaris 28, Bergur Hinriksson 6, Pétur Guðmundsson 4, Bergur Eðvarðsson 4, Rúnar F. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 411 orð

Grindvíkingar góðir

SÓKNARLEIKURINN var í fyrirrúmi hjá Grindavík og KR á sunnudag. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleik og fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiks en þá skildu leiðir liðanna. Grindvíkingar sigu framúr og þá munaði mikið um að Darryl J. Wilson fór í gang en hann hafði verið mjög daufur í fyrri hálfleik en skoraði 33 af 35 stigum sínum í seinni hálfleik. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 384 orð

Haukar í kennslustund

DYGGILEGA studdir af fjölmennum hópi stuðningsmanna fóru leikmenn KFÍ á kostum gegn Haukum og sigruðu örugglega 86:95. Lokatölurnar segja ekki alla söguna því yfirburðir KFÍ voru miklir en Haukar sáu aldrei til sólar og vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 530 orð

Haukar sterkari í taugastríðið

HURÐ skall nærri hælum Hauka í Garðabænum á sunnudaginn þegar þeim tókst með seiglunni að snúa við blaðinu eftir afar slakan fyrri hálfleik, saxa niður forskot Stjörnunnar og vinna 22:19 eftir mikið taugastríð. Bikarmeistararnir eru því enn með í baráttunni um bikarinn en Stjörnumenn verða að kveðja bikarkeppnina í þetta sinn og geta engum nema sjálfum sér um kennt. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 170 orð

Heimsbikarinn Beaver Creek, Colorado: Risasvig karla:

Beaver Creek, Colorado: Risasvig karla: Hermann Maier (Auturr.)1:16.20 Stefan Eberharter (Auturr.)1:16.56 Hans Knaus (Auturr.)1:16.58 Josef Strobl (Auturr.)1:16.76 Steve Locher (Sviss)1:16.98 Staðan stig 1. Maier429 2. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)297 3. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 129 orð

HM kvenna

A-riðill Angóla - Brasilía30:23Pólland - Japan23:17 Austurríki - Þýskaland18:28 Þýskaland - Brasilía32:18Pólland - Austurríki26:25Angóla - Japan30:30Þýskaland sigraði í öllum leikjum sínum og fer í átta liða úrslit ásamt Póllandi sem tapaði einum leik. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 618 orð

Hvernig ferGUÐMUNDUR E. STEPHENSENað því að spila í tveimur deildum?Ég ætti að verða betri

GUÐMUNDUR Eggert Stephensen hefur haft mikla yfirburði í borðtennis hér á landi undanfarin ár þó svo að hann sé enn ungur að árum. Hann hefur verið mikið á faraldsfæti í vetur enda leikur hann með félaginu OB frá Óðinsvéum í dönsku deildinni. Hann æfir og keppir hér heima með Víkingi og segist spila borðtennis alla daga vikunnar. Guðmundur er fæddur 29. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 293 orð

Jafntefli við Asíumeistarana

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Asíumeistara Saudi- Arabíu í Riyadh á sunnudag. "Það þykir ekki slæmt að gera jafntefli við Asíumeistarana á þeirra heimavelli," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið eftir leikinn. Saudi-Arabía er í 34. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en Ísland í 74. sæti. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 106 orð

Jón Bakan-mótið

JÓN Bakan mótið í borðtennis fór fram í TBR húsinu sunnudaginn 7. desember. Keppt var í 5 flokkum, þar sem Víkingar voru mjög sigursælir og sigruðu í 4 flokkum. Í mfl. karla sigraði Guðmundur E. Stephensen eftir úrslitaleik við félaga sinn úr Víkingi Kristján Jónasson 2­0 (21-13, 21-19). Úrslit urðu eftirfarandi: Mfl. karla: 1. Guðmundur E. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 222 orð

Juventus nálgast Inter

Alessandro Del Piero gerði bæði mörk Juventus sem vann Lazio 2:1 í ítölsku deildinni og er tveimur stigum á eftir Inter sem var heppið að ná jafntefli á móti Sampdoria. Del Piero skoraði af stuttu færi eftir stundarfjórðung en Dario Marcolin jafnaði úr vítaspyrnu 10 mínútum síðar. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 211 orð

Kári Steinn í Leiftur KÁRI Stei

KÁRI Steinn Reynisson, knattspyrnumaður af Akranesi, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Leiftur á Ólafsfirði. Kári Steinn, sem tók þátt í 16 leikjum með ÍA á síðasta Íslandsmóti og gerði í þeim 7 mörk, er 23 ára framherji eða miðvallarleikmaður, og hefur verið viðloðandi ÍA-liðið síðustu ár. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 54 orð

Kristján ráðinn þrekþjálfari KR-liðsins

KRISTJÁN Harðarson, frjálsíþróttaþjálfari, hefur verið ráðinn þrek- og styrktarþjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu. Kristján, sem er 33 ára, var landsliðsmaður í frjálsíþróttum, átti m.a. Íslandsmet í langstökki frá 1984 til 1994 og keppti í greininni á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum 1984. Hann hefur þjálfað frjálsíþróttafólk frá 1989 og var landsliðsþjálfari í fyrra. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 369 orð

Maier og Seizinger í sérflokki

Hermann Maier frá Austurríki sigraði í risasvigi heimsbikarsins í Beaver Creek í Bandaríkjunum á laugardag. Hann varð annar í bruni á sama stað á föstudag og er nú í efsta sæti stigakeppninnar. "Risasvigið er í uppáhaldi hjá mér og því er skemmtilegast að vinna í þeirri grein. Brautin var mjög erfið og það mátti lítið út af bregða ef ekki átti illa að fara. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 237 orð

Meiðsli Sigurðar ekki alvarleg

Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður af Akranesi, meiddist með leik liðs síns, Dundee United, við Dunfermline á laugardaginn. Það var á 65. mínútu leiksins, sem lauk með markalausu jafntefli, að Sigurður fór í tvísýna "tæklingu" og lá eftir og var fluttur í sjúkrahús. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði tognað en ekkert var rifið né slitið í hnénu. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 641 orð

Meistararnir höfðu betur í flóabardaganum

Meistarar Green Bay Packers sóttu Tampa Bay Buccaneers heim suður í Flórida og unnu mikilvægan leik, 17:6. Uppselt var á þennan leik strax í ágúst og virðist sem stuðningsfólk Green Bay hafi verið ötult við að panta miða þegar sala hófst. Með sigrinum hefur Green Bay tryggt sér sigur í sínum riðli og þar með sæti í úrslitakeppninni. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 143 orð

Mihajlo Bibercic aftur á Skagann

MIÐHERJINN Mihajlo Bibercic skrifaði undir samning við ÍA um helgina og leikur með Skagamönnum næsta keppnistímabil. Bibercic lék með ÍA 1993 og 1994, var með KR 1995, ÍA lengst af 1996 og Stjörnunni seinni hluta tímabilsins í ár. Hann hefur gert 52 mörk í efstu deild og er markahæstur í deildinni 1993 til 1997. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 146 orð

MIKLAR líkur eru á að TALANT Duishebaev

MIKLAR líkur eru á að TALANT Duishebaev haldi á ný til Spánar, en hann er óánægður hjá Nettelstedt. Þess má geta að liðið hefur átt í erfiðleikum með að borga honum umsamin laun. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 65 orð

MVV færðist ofar

GUNNAR Einarsson og samherjar í MVV unnu Groningen 3:2 og færðust upp í 15. sæti í hollensku deildinni. "Þetta var mjög sætur sigur," sagði Gunnar við Morgunblaðið en hann kom inná eftir 20 mínútur og var hægri bakvörður. "Mikil ólæti voru á vellinum og varð að gera hlé á leiknum í hálftíma en bomburnar og lætin höfðu ekki áhrif á okkur," sagði Gunnar. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 61 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt sunnudags: New York - Charlotte

Leikir aðfaranótt sunnudags: New York - Charlotte90:79 Washington - Minnesota114:103 Dallas - Houston106:108 LA Clippers - Orlando79:83 NBA-Sunday's results Leikir aðfaranótt mánudags: Toronto - Detroit83:93Philadelphia - New York93:78Milwaukee - Seattle97:91Phoenix - Indiana97:99Denver - LA Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 57 orð

NHL-deildin Leikir aðfaranótt sunnudags: Boston - Caro

Leikir aðfaranótt sunnudags: Boston - Carolina4:1NY Islanders - Phoenix4:0Pittsburgh - Anaheim5:2Montreal - NY Rangers3:3New Jersey - Tampa Bay4:2Ottawa - Buffalo3:0Toranto - Los Angeles7:2St Louis - Calgary4:3Colorado - Vancouver6:4Leikir aðfaranótt mánudags: Florida - Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 102 orð

Roger Carlson bráðkvaddur ROGER Carlson

ROGER Carlson handknattleiksþjálfari lést í gær, aðeins 52 ára að aldri. Carlson, sem hefur þjálfað sænska liðið Skövde, var að stjórna liði sínu í leik við Polisen/Söder í Stokkhólmi í gærkvöldi og þegar skammt var liðið á leikinn og staðan 7:4 fyrir heimamenn fékk hann hjartaáfall. Hann var fluttur í sjúkrahús þar sem hann lést kl. 20 að íslenskum tíma. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 248 orð

SKÍÐITheódóra á verðl

SKÍÐITheódóra á verðlaunapall í Geilo Íslenska skíðafólkið sem æfir í Noregi tók þátt í tveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum í Geilo í Noregi á sunnudag og mánudag. Flestir náðu að bæta punktastöðu sína, en Theódóra Mathiesen úr KR og Jóhann Haukur Hafstein úr Ármanni stóðu sig best. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 249 orð

Stjarnan - Haukar19:22

Íþróttahúsið í Garðabæ, Bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslit, sunnudaginn 7. desember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:4, 7:5, 9:6, 12:8, 14:10, 14:12, 16:13, 16:15, 18:16, 18:18, 19:18, 19:22. Mörk Stjörnunnar: Magnús Arnar Magnússon 5, Heiðmar Felixson 5, Valdimar Grímsson 4/3, Hilmar Þórlindsson 3, Arnar Pétursson 2. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 289 orð

Stuttgart með í baráttunni

Stuttgart vann 1860 M¨unchen 3:1 og nálgast toppinn í þýsku deildinni, er þremur stigum á eftir Bayern M¨unchen sem er í öðru sæti. Bernhard Winkler skoraði fyrir heimamenn eftir 10 mínútur, en Rúmeninn Florin Raducioiu jafnaði eftir klukkutíma leik. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 109 orð

Þórður aftur með sigurmark

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði sigurmark Genk í 2:1 sigri á Ghent í belgísku knattspyrnunni um helgina. Þetta er annar leikurinn í röð á útivelli sem Þórður gerir sigurmarkið. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Lommel sem er í fjórða sæti. "Þetta hefur gengið vel hjá okkur að undanförnu og við erum búnir að vinna síðustu þrjá leiki. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Þórsarar stóðu í Keflvíkingum K eflvíkingar sigruðu Þórsara í fjörugum baráttuleik á Akureyri og þurftu nú að hafa meira fyrir sigrinum en í bikarleiknum á dögunum þegar munurinn var ríflega 50 stig í lokin, ÍBK í vil. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 482 orð

(fyrirsögn vantar)

Hart barist í Borgarnesi Ý msir áhangendur Skallagríms voru kvíðnir fyrir leikinn við ÍR, því baráttujaxlinn Grétar Guðlaugsson gat ekki leikið með. Hann meiddist í leik við KFÍ vestra og óvíst er hvenær hann getur hafið keppni á ný. Baráttan var mikil allan leikinn, en heimamenn fögnuðu sigri að lokum, 76:71, eftir miklar sviptingar. Meira
9. desember 1997 | Íþróttir | 411 orð

(fyrirsögn vantar)

BILLY Bremner, fyrrverandi fyrirliði skoska landsliðsins og Leeds, lést úr hjartaslagi á sunnudag. Bremner, sem var kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi 1970, hefði orðið 55 ára í dag. Meira

Fasteignablað

9. desember 1997 | Fasteignablað | 214 orð

Atvinnuhúsnæði við Nýlendugötu

FASTEIGNASALAN Borgir hefur nú í sölu húseign að Nýlendugötu 10. þetta er steinhús, byggt 1906. Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð er búið að innrétta skrifstofuhúsnæði sem skiptist í tvær einingar. Að sögn Ægis Breiðfjörðs hjá Borgum er sú fremri með miklu útsýni yfir höfnina, en sú innri er mjög vistleg með arni í einu horninu. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Baðherbergi í nýjum eða gömlum stíl

Baðherbergi í nýjum eða gömlum stíl ÞETTA baðherbergi er hannað af Philippe Starck. það hefur vakið mikla athygli fyrir framúrstefnu sem þó er byggð á gömlum grunni, baðkarið er t.d. frístandandi. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Breytt viðhorf

VINNA við pípulagnir hefur breytzt mjög, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Fræðilegur skilningur, snyrtimennska og auga fyrir formum og fagurfræði skipta nú miklu máli, en áður var þessi vinna frekar gróf og þung. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 208 orð

Endurnýjað einbýlishús í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Ási er til sölu einbýlishús að Holtsgötu 9 í Hafnarfirði. Þetta hús er kjallari, hæð og ris, byggt 1906 en er talsvert endurnýjað að utan sem innan. Það er úr timbri og er alls 114 ferm. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 259 orð

Fólk á Suðurnesjum ánægðast með húsnæðisaðstæður

MIKILL munur er á því á milli landshluta, hve ánægt fólk er með húsnæðisaðstæður, þar sem það býr. Mest er ánægjan á Suðurnesjum, en langminnst á Vestfjörðum, þá á Austurlandi og Vesturlandi. Þetta er niðurstaða skýrslu þeirrar, sem Stefán Ólafsson prófessor samdi fyrir Byggðastofnun og birt var fyrir skömmu. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 322 orð

Gott einbýlishús á Eyrarbakka

EYRARBAKKI hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Þar hefur þróast byggð og verslun frá aldaöðli og þar eimir því eftir af gamla tímanum í bland við hinn nýja. Veitingastaðurin Lefoli og kirkja staðarins setja sterkan menningarsvip á staðinn, auk þess sem ýmis bárujárnshús með sérheitum minna á liðna tíð. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 1737 orð

Hröð uppbygging í Lindahverfinu í Kópavogi

HVERGI á landinu er byggt hlutfallslega jafn mikið og í Kópavogi og þegar samdrátturinn var hvað mestur í byggingariðnaðinum, var eins og hann hefði sneitt þar framhjá garði. Mest er uppbyggingin í austurhluta Kópavogsdals, bæði í Smárahverfi vestan Reykjanesbrautar og ekki síður í Lindahverfi fyrir austan hana. Svo hröð er uppbyggingin, að segja má, að bærinn hafi verið að færast í austur. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 251 orð

Húsið að Thorvaldsensstræti 2 gert upp

HÚSIÐ að Thorvaldsensstræti 2, sem oft er kallað Sjálfstæðishúsið eða Gamli kvennaskólinn, hefur verið gert upp að utan og er nú til mikillar prýði þar sem það stendur við Austurvöll. Húsið var reist árið 1878 fyrir Kvennaskólann í Reykjavík sem var þar fram til ársins 1909. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 227 orð

Linda- hverfi

SÚ mikla uppbygging, sem á sér stað í austurhluta Kópavogsdals, fer ekki framhjá neinum, sem ekur Reykjanesbrautina. Svo hröð er uppbyggingin, að segja má, að Kópavogsbær hafi verið að færast í austur. Byggingafyrirtækið Kambur var hvað fyrst til þess að hasla sér völl í Lindahverfi austan Reykjanesbrautar og hefur byggt þar bæði raðhús, fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 131 orð

Nýbyggingar á Hvanneyri

Grund- FYRIR skömmu var tekin fyrsta skóflustunga að fyrra parhúsinu, sem Pétur Jónsson byggingameistari byggir á Hvanneyri, en þar hefur hann fengið úthlutað tveimur parhúsalóðum. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Ný kranakynslóð

Ný kranakynslóð ALLT er í heiminum hverfult, meira að segja kranar breyta um stíl og útlit. Þessi nýtískulegi krani er hannaður af Arne Jacobsen og kallast Vola. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 227 orð

Parhús við Hrísrima

HJÁ fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu parhús á tveimur hæðum að Hrísrima 15 í Reykjavík. Þetta er 165 ferm. hús, byggt 1993 og er steinsteypt. Í því er innbyggður bílskúr, sem er 28 ferm. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 617 orð

Ríkisábyrgð

Íhúsbréfakerfinu veitir hið opinbera ekki eiginleg húsnæðislán. Þess í stað leggur það fram ríkisábyrgð. Hún er afar mikilvæg, ef ætlunin er að viðhalda séreignarstefnunni, sem fylgt hefur verið í húsnæðismálum hér á landi undanfarna áratugi. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Ríkisábyrgðin

VEXTIR eru líklega í kringum 2% lægri af húsbréfalánum en á almennum lánamarkaði vegna ríkisábyrgðarinnar, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Það munar um minna, þegar um háar fjárhæðir er að ræða. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 208 orð

Uppselt á uppboði í frönsku hóteli

ALLT seldist upp á tveggja vikna uppboði sem nýlega fór fram í hinu fræga hóteli Georgs V í París vegna þess að nýr, arabískur eigandi hyggst breyta innréttingum og húsbúnaði. Á uppboðinu seldist allt frá öskubökkum til rúma, þar sem eitt sinn svaf frægasta og voldugasta fólk heims. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 174 orð

Veglegt einbýlishús við Sævang

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til sölu einbýlishús að Sævangi 1 í Hafnarfirði. Að sögn Ingileifs Einarssonar hjá Ásbyrgi er þetta mjög vandað hús og skemmtilegt. Það er byggt 1977 og er úr steini. Það er 234 ferm. að stærð með rúmgóðum, innbyggðum bílskúr. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 780 orð

Vilja konur læra pípulagnir?

ÞAÐ ERU mögur ár að baki en hvarvetna virðist atvinnulífið vera að glæðast hérlendis og menn telja að bjartari tímar séu framundan. En þá koma afleiðingar mögru áranna í ljós og þar má nefna að í mörgum iðngreinum er vöntun á iðnaðarmönnum. Meira
9. desember 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

9. desember 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

9. desember 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

9. desember 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

9. desember 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

9. desember 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

9. desember 1997 | Úr verinu | 239 orð

Alþjóðasamband strand veiðimanna stofnað

ALÞJÓÐASAMTÖK strandveiðimanna, fiskverkafólks og strandveiðisamfélaga voru nýlegastofnuð í Nýju Delhi á Indlandi. 32 þjóðir standa að stofnun samtakanna, þar af nokkrar af fjölmennustu þjóðum heims. Meira
9. desember 1997 | Úr verinu | 95 orð

Erlingur GK í Sandgerði

ERLINGUR GK 212 er nýtt skip í eigu Valbjarnar ehf. í Sandgerði. Hét það áður Haffari ÍS en Þinganes keypti skipið fyrir ári og fór með í Hafnarfjörð þar sem unnið hefur verið að ýmsum viðgerðum á því. Auk skipsins voru keyptir tveir síldarkvótar og tæplega 100 tonn að auki og var síldinni síðan skipt út fyrir bolfisk en Erlingur verður á trolli. Skipstjóri er Sævar Ólafsson. Meira
9. desember 1997 | Úr verinu | 586 orð

Jafnt hráefni gerir gæfumuninn"

ÞRÁTT fyrir gæftarleysi á síldarmiðunum hefur verið rífandi gangur í síldarsöltun hjá Friðþjófi hf. á Eskifirði og stefnir nú í metsöltun hjá fyrirtækinu á vertíðinni. Friðþjófur er í eigu Samherja hf. á Akureyri og sér skip félagsins, Þorsteinn EA, Friðþjófi fyrir hráefni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.