Greinar miðvikudaginn 10. desember 1997

Forsíða

10. desember 1997 | Forsíða | 411 orð

Bandaríkjastjórn býður 6-9% samdrátt til viðbótar

ÍSLENDINGAR verða á meðal örfárra þjóða sem fá að auka útblástursmagn gróðurhúsalofttegunda ef samkomulag næst á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál sem lýkur í Kyoto í dag. Í gærkvöldi þótti allt benda til þess að samningur yrði gerður á ráðstefnunni en skriður komst loks á samningaviðræður í gær eftir að Raul Estrada, Meira
10. desember 1997 | Forsíða | 134 orð

Belgurinn flaug burt án Bransons

LOFTBELGUR breska auðkýfingsins Richards Bransons svífur nú stjórnlaus yfir Norður-Afríku eftir að tjóðrið sem hélt honum föstum slitnaði í gær. Óhappið, sem varð er verið var að fylla belginn með helíumi, gerði að engu tilraun Bransons til þess að verða fyrstur til að svífa viðstöðulaust umhverfis jörðina í loftbelg. Meira
10. desember 1997 | Forsíða | 210 orð

Bjóða sameiginleg yfirráð

SPÁNVERJAR munu í dag bjóða Bretum upp á sameiginleg yfirráð á Gíbraltar, umdeildum skaga við mynni Miðjarðarhafs sem verið hefur bitbein ríkjanna lengi. Málið greiðir fyrir uppstokkun varnarkerfis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Meira
10. desember 1997 | Forsíða | 57 orð

Brotlending í Kanada

FLUGVÉL með 17 manns innanborðs brotlenti við bæinn Little Grand Rapids í Manitoba í Kanada í gærkvöldi. Tveggja manna áhöfn og 15 farþegar voru um borð í vélinni er hún fórst við lendingartilraun í vondu veðri. Í gærkvöldi var enn ekki vitað um afdrif fólksins en björgunarmenn sögðu einhverja hafa komist lífs af. Meira
10. desember 1997 | Forsíða | 211 orð

Innbyrðis deilur

ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, setti leiðtogafund samtaka múslimaríkja, OIC, í Teheran í gær og krafðist þess að samtökin fengju fastafulltrúa og neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Meira
10. desember 1997 | Forsíða | 158 orð

Nyrup vill hlusta á Færeyinga

PAUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, vonast eftir að Danir og Færeyingar muni halda óbreyttu sambandi. Í viðtali við danska útvarpið í gær sagðist hann ekki hafa uppi neina áætlun um endurskoðun á heimastjórnarlögunum. Hann undirstrikaði að Danir væru ekki einu aðilarnir að því máli og að þeir væru fúsir til að hlusta á allar hugmyndir Færeyinga. Meira

Fréttir

10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

20 milljónir til menningarborgar árið 2000

Í FJÁRHAGSÁÆTLUN borgarinnar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir 20 milljónum í verkefnið, Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Er það sama upphæð og veitt var til undirbúnings á síðasta ári. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 546 orð

950 milljóna viðbótarútgjöld á þessu ári

MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Alþingis lagði í gær fram breytingartillögur í 28 liðum við frumvarp til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi ár, sem fela í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka að fjárhæð samtals 949,2 milljónir kr. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 75 orð

Aðventukvöld í Svalbarðskirkju

AÐVENTUKVÖLD verður í Svalbarðskirkju við Eyjafjörð annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. desember, kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólalög, nemendur Valsárskóla flytja helgileik og leika á hljóðfæri. Lesin verður jólasaga og krakkar úr kirkjukórnum syngja. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Aðventusamkoma eldri borgara

AÐVENTUSAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 11. desember kl. 15. Gestur samverunnar verður Sverrir Pálsson. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar og Kór Menntaskólans á Akureyri kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Kaffiveitingar. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Aldraðir greiði 27%

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans tillögu félagsmálaráðs um að þeir sem njóti heimaþjónustu aldraðra greiði 27% af kostnaði eða 175 krónur á klukkustund en heildarkostnaður á hverja vinnustund er áætlaður 640 krónur og 720 krónur í félagslegri heimaþjónustu 66 ára og yngri. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Á annað hundrað gesta hefur sótt ljóðadagskrá

FRÁ því að Sigurhæðir ­ Hús skáldsins tók til starfa í húsi Matthíasar Jochumssonar á Akureyri 1. október síðastliðinn með ljóðadagskrá hefur á annað hundrað gesta sótt ljóðakvöld í húsinu. Er stefnt að því að með vorinu verði lokið flutningi á "Íslands þúsund ljóðum," ljóðadagskrá sem tekur tæpan klukkutíma sérhvern miðvikudag og hefst kl. 20.40. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Á leið í vetrarskjól

UM TUGUR Ólafsfirðinga hefur undanfarin ár annast hóp anda og gæsa á tjörninni í bænum en áður þrifust fuglar þar ekki, rétt tylltu sér. Lítill skúr er í hólma á tjörninni, hann er nefndur Hús andanna og mótmæli gæsanna þá hunsuð. Fuglarnir eru fóðraðir og á veturna eru þeir teknir í annað hús þar sem þeir fá skjól og fóður. Einnig hafa fuglavinirnir hlynnt að varpinu. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 193 orð

Bílar sjaldnast greiddir í jenum

GENGI japanska jensins hefur lækkað um 12% frá júlí í sumar fram til dagsins í dag, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Verðlækkun hefur ekki orðið á japönskum bílum í takt við lækkandi gengi jens enda gera flest bílaumboðin innkaup sín í öðrum gjaldmiðlum en jeni og auk þess eru gerðir samningar fram í tímann á föstu gengi. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

BMW í verðlaun í James Bond leiknum

HINN 12. desember næstkomandi munu Sambíóin, í samstarfi við Háskólabíó, frumsýna 18. James Bond myndina "Tomorrow Never Dies". Sambíóin, Háskólabíó, B&L, Morgunblaðið og FM 957 hafa tekið höndum saman um spurningaleik þar sem í verðlaun er BMW 316i bíll frá B&L (Bifreiðum og landbúnaðarvélum) umboðsaðilum BMW á Íslandi. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Brotajárn úr Víkartindi flutt úr fjörunni

BÚIÐ er að flytja á annað þúsund tonn af brotajárni úr Víkartindi sem strandaði í fjörunni skammt sunnan Þykkvabæjar á síðasta ári. Hringrás hf. annast flutninginn. Einar Ásgeirsson hjá Hringrás segir að fyrirtækið sé með brotajárnsklippur í fjörunni og noti stóra jarðýtu til að flytja brotajárnið yfir sandinn. Í Þykkvabæ taka flutningabílar við járninu. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 167 orð

Brunavarnaæfing í skólanum

Skagaströnd-Vikan 1.-5. desember var eldvarnarvika í grunnskólum landsins. Slík vika hefur verið haldin nokkur undanfarin ár um land allt á vegum Landsambands slökkviliðsmanna. Í tengslum við þessa vikur hefur slökkvilið Skagastrandar komið í heimsókn í skólann á hverju ári og farið yfir eldvarnir með börnunum. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Bæjarbúar þakka sjálfir fyrir

FJÖLDI fólks lagði leið sína á Ráðhústorg á laugardag en þá voru ljósin kveikt á jólatrénu sem er gjöf Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Yngri borgarar voru áberandi og sjá mátti ánægju skína úr hverju andliti. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð

Dýrar sturtur

EVRÓPUÞINGIÐ hefur samþykkt bann við því að birtar verði myndir af nýjum skrifstofum þingmanna þess í Brussel, í blöðum og sjónvarpi. Myndbirtingar verða þó leyfðar úr fundarherbergjum og öðrum almennum hlutum hússins. Bannið er sett í því skyni að koma í veg fyrir að blaðamenn geri sér mat úr kostnaði við bygginguna sem var um 83 milljarðar íslenskra króna. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 781 orð

Einn af mestu lærdómsmönnum þjóðarinnar

JÓHANN Hauksson félagsfræðingur og fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu hefur tekið saman bók um Guðmund Finnbogason prófessor og alfræðing. Bókin ber nafnið Hugur ræður hálfri sjón og hefur að geyma 11 ritgerðir um dr. Guðmund. Jóhann skrifar fimm þeirra sjálfur en auk hans leggja Ólafur H. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 71 orð

Ekki þjóðaratkvæði um EMU

STJÓRNLAGANEFND finnska þingsins mun ekki taka til umfjöllunar tillögu stjórnarandstöðunnar, um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Finnlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Nefndin hafnaði því með tíu atkvæðum gegn sjö að fjalla um tillöguna. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fjallað um Guðmund frá Miðdal

ILLUGI Jökulsson, blaðamaður, fjallar um hinn kunna fjallamann Guðmund frá Miðdal í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í húsnæði Ferðafélagsins, Mörkinni 6, í tilefni útkomu bókar Illuga um hann. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fjallkonan fór í mál við Ísafold

ÞÁ RAK í rogastans sem sáu málaskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þar stóð skýrum stöfum að Fjallkonan hefði höfðað mál gegn Eldgömlu Ísafold. Málið snýst hins vegar um húseignir í Reykjavík, ekki landið sjálft. Fjallkonan ehf. seldi Eldgömlu Ísafold ehf. húseign gömlu Ísafoldarprentsmiðjunnar við Þingholtsstræti, en vill nú rifta kaupsamningi vegna vanefnda. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 462 orð

Fjárfestar fagna en ólga meðal launþega

FJÁRFESTAR fögnuðu í gær þeirri ákvörðun tveggja svissneskra banka, Swiss Bank Corp og Union Bank of Switzerland, að sameinast í næststærsta banka heims. Samruninn mæltist hins vegar illa fyrir í svissneskum dagblöðum, sem lögðu áherslu á að hann yrði til þess að þúsundir Svisslendinga misstu vinnuna. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Flugfélag Íslands hættir flugi á Sauðárkrók

FLUGFÉLAG Íslands ákvað í gær að leggja niður áætlunarflug milli Sauðárkróks og Reykjavíkur sem félagið og þar áður Flugleiðir hafa stundað í áratugi. Íslandsflug verður þá eitt um hituna í áætlunarfluginu á staðinn en Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri segir þjónustu þess með ágætum. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Forsetinn fékk fyrsta eintakið

KOMIN er út bókin Lögreglan á Íslandi, stéttartal og saga og voru fyrstu tvö eintökin afhent forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, og Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra í gær. Afhendingin fór fram á hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu en þar var flutt samantekt um sögu lögreglunnar á Íslandi og Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, flutti ávarp. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Fyrirlestrar frá Akureyri og Skotlandi

HÁSKÓLINN á Akureyri og North Atlantic Fisheries College, NAFC, í Skotlandi verða með opna fyrirlestra í gegnum fjarkennslubúnað stofnananna í dag, miðvikudaginn 10. desember, kl. 14 til 15 í fjarkennslusal á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri. Fyrirlestur frá North Atlantic Fisheries College flytur Ian Napier en hann fjallar um tilraunir stofnunarinnar. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Gert verður við Aðalstræti 16

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 að hún myndi beita sér fyrir að borgin legði fram fé af fjárhagsáætlun næsta árs til að undirbúa viðhald sem nauðsynlega þyrfti að fara fram á Aðalstræti 16. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Góðgerðardansleikur Snigla

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglarnir, halda góðgerðardansleik í Risinu við Hverfisgötu laugardaginn 13. desember nk. Allur ágóði af dansleiknum rennur til barna sem eiga um sárt að binda. Í tilkynningu frá Sniglunum kemur fram að miðaverð sé 1.000 kr. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 319 orð

Göngubrú yfir Miklubraut við Breiðagerði

VIÐ FYRRI umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 kom fram í ræðu borgarstjóra að næsta göngubrú yfir Miklubraut yrði væntanlega við Breiðagerði. Sagði borgarstjóri að framkvæmdir væru hafnar við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut við Sóltún samkvæmt sérstöku samkomulagi við Eimskipafélag Íslands og Vegagerð ríkisins. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Gönguferð á jólaföstu

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni 10. desember að skoða í búðarglugga í miðborginni. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20. Fyrr á árum var það föst venja hjá mörgum fjölskyldum að nota kvöldin og helgarnar í desember til að skoða í búðarglugga og velja jólagjafir og annað til jólanna. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Hagstæðast að versla í KEA Nettó

NEYTENDAFÉLAG Akureyrar og nágrennis gerði könnun á verði 125 vörutegunda í 6 matvöruverslunum á Akureyri þann 2. desember sl. Þar kemur m.a. fram að verðlag í Hagkaupi og Hrísalundi reyndist vera um 16% hærra en í KEA Nettó. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð

Hjón ljúka doktorsprófi í læknisfræði

HJÓNIN Þóra Steingrímsdóttir og Haukur Hjaltason hafa lokið doktorsprófi í læknisfræði. Þóra Steingrímsdóttir varði 20. september 1996 doktorsritgerð sína við Uppsalaháskóla. Ritgerðin fjallar um orkubúskap í sléttum vöðva legsins. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hlutur íslenskrar tónlistar aukinn

ÚTVARPSSTÖÐIN Bylgjan hefur ákveðið að auka hlut íslenskrar tónlistar í dagskrá stöðvarinnar. Hlutfall íslenskrar tónlistar í spilun stöðvarinnar verður tvöfaldað og jafnframt verður mörkuð sú stefna að íslensk tónlist verði í meirihluta þeirra laga sem leikin eru á helstu hlustunartímum í jólamánuðinum. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Hætta á að hvíldartímareglurnar séu brotnar

TALSMENN verslunarmannafélaga og Alþýðusambandsins segjast hafa verulegar áhyggjur af því að nýjar reglur um hvíldartíma launþega, sem byggðar eru á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, séu sniðgengnar í jólamánuðinum, aðallega vegna lengri opnunartíma verslana. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hætt við að fresta hluta skattalækkunar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gaf út þá yfirlýsingu á Alþingi í gær að ríkisstjórnin teldi ekki ástæðu til þess að fresta hluta skattalækkunarinnar um áramótin og því verði hún 1,9% eins og gert var ráð fyrir. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 294 orð

Í beinu sambandi við lesendur

ÚT ER komið fyrsta tölublað tímaritsins Iceland Explorer, sem dreift er ókeypis til varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu viðbrögð lesenda eru mjög jákvæð og hefur það bókstaflega verið rifið út, að sögn ritstjórans, sem er bandarísk kona að nafni Sarah Tschiggfrie. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Í hvítum sokkum með útgáfutónleika

HLJÓMSVEITIN Í hvítum sokkum heldur útgáfutónleika á Fógetanum miðvikudagskvöld og hefjast þeir kl. 22 í tilefni af nýútkomnum geisladisk hljómsveitarinnar sem nefnist Undir norðurljósum. Á tónleikunum koma fram þeir Guðmundur Rúnar, Hlöðver S. Guðnason, Kristján Guðmundsson, Jón Ingólfsson, Oddur Sigurbjörnsson og Orri Harðar. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Íslenskir dansarar stóðu sig vel í Osló

NORÐURLANDAMÓTIÐ í dansi fór fram í Osló sl. laugardag. Sex íslensk pör voru mætt til leiks. Í yngsta flokki 12­13 ára kepptu tvö íslensk pör. Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir unnu til silfurverðlauna í þessum flokki og Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir unnu til 4. verðlauna. Í flokki 14­15 ára voru einnig tvö íslensk pör. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 352 orð

Íslenskir selskinnsjakkar á erlendri tískusýningu

VESTI frá Eggerti feldskera lék óvænt nokkuð stórt hlutverk í tískusýningu á fatnaði úr selskinni sem haldin var nýlega á Nýfundnalandi í tengslum við ráðstefnu Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, þegar Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, brá sér í vestið. Meira
10. desember 1997 | Óflokkað efni | 691 orð

ÍTR vill ekki gera upp á milli aðila

ÞAR sem upp er komin sú staða að tveir aðilar sækja um Laugardalshöllina á sama tíma undir sjávarútvegssýningar, telur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sig ekki hafa forsendur til að meta hvorum aðilanum skuli úthlutað sýningarplássi. Einnig telur ÍTR að það orki tvímælis að nefnd á vegum borgarinnar sé gert að úrskurða og ákveða hvor aðilinn fær Laugardalshöllina á umræddum tíma. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Jafn illa settir og í upphafi intifada

TÍU ár voru í gær liðin frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum, intifada, og sögðu áhrifamenn í Fatah-samtökum Yassers Arafats, að hlutskipti Palestínumanna væri í engu betra en fyrir áratug og draumurinn um sjálfstætt ríki jafn fjarlægur sem fyrr. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Jafntefli í tveimur skákum

FYRSTA umferð heimsmeistaramótsins í skák hófst í Groningen í Hollandi í gær. Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson gerðu jafntefli en Margeir Pétursson tapaði sinni skák. Í dag verður önnur umferð mótsins tefld. Keppendur eru 98 að tölu, flestallir sterkustu skákmenn heims. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 731 orð

Jóhann missti niður unnið tafl

Undanúrslit heimsmeistaramótsins í skák fara fram 8.­30. desember og eru með útsláttarformi. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu. HEIMSMEISTARAMÓT alþjóðaskáksambandsins hófst í gær í Groningen í Hollandi. Á mótinu tefla 98 keppendur, þeirra á meðal eru þrír íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Áss Grétarsson. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jólafundur Styrks í boði Kiwanisklúbbsins Esju

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, halda jólafund í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11 í Reykjavík fimmtudaginn 11. desember kl. 20. Dagskráin er fjölbreytt, lesið verður úr nýju smásagnasafni Davíðs Oddssonar, nemendur úr Danssmiðju Hermanns Ragnars og Auðar Haralds sýna dans, Hafliði Jónsson leikur jólalög og sr. Bragi Friðriksson flytur jólahugvekju. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 387 orð

Khamenei fordæmir "græðgi" Vesturlanda

ÞRIGGJA daga leiðtogafundur samtaka múslimaríkja, OIC, var settur í Teheran í gær og Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, hóf fundinn með harkalegri gagnrýni á Vesturlönd, sem hann sakaði um skefjalausa efnishyggju, fégræðgi og holdsfýsn. Abdullah, krónprins Saudi-Arabíu, hvatti hins vegar múslimaleiðtogana til að hafna íslömsku ofstæki. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

Kínverjar æfir

KÍNVERSK stjórnvöld mótmæltu í gær harðlega fundi Bills Clintons Bandaríkjaforseta og kínverska andófsmannsins Wei Jingsheng í Hvíta húsinu á mánudag. Sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins þá ákvörðun Clintons að bjóða Wei til viðræðna "alranga". Bandarísk stjórnvöld hafa ekkert viljað tjá sig um fundinn og er ástæðan sögð sú að þau vilji ekki styggja Kínverja frekar. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Kostnaður álíka við dýpkun og nýja höfn á Húsavík

KOSTNAÐUR við dýpkun núverandi hafnar í Húsavík og byggingu nýrrar ytri hafnar er talinn vera svipaður. Búið er að bjóða út byggingu brimvarnargarðs í núverandi höfn og framkvæmdir hafnar sem ekki myndu nýtast ef tekin verður ákvörðun um byggingu nýrrar ytri hafnar. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 259 orð

Kreppan verri en talið var

SUÐUR-KÓREUMÖNNUM rann kalt vatn milli skinns og hörunds í gær er þeim var gerð grein fyrir því hversu illa var komið í efnahag landsins áður en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, lofaði stjórn landsins metfjárhagsaðstoð í síðustu viku. Þá olli umrót á fjármálamarkaði áhyggjum og hjá mörgum gætir ótta við að ástandið kunni enn að versna. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Kristján heldur fimm tónleika

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til fimmtu tónleikanna undir yfirskriftinni Bjartir jólatónar, þar sem fram koma Kristján Jóhannsson tenórsöngvari og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Verða tónleikarnir í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20. Upphaflega voru auglýstir tvennir tónleikar, í Hallgrímskirkju 13. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 84 orð

Kveikt á jólatrénu frá Moss

Blönduósi-Kveikt var á jólatré Blönduósinga við kirkjuna síðdegis á laugardag. Jólatréð er gjöf frá Moss í Noregi sem er vinabær Blönduóss. Sóknarpresturinn séra Sveinbjörn R. Einarsson flutti hugvekju, samkórin Björk söng jólalög, einnig fluttu nokkrir blásarar úr tónlistarskólanum jólalög. Jólasveinar komu í heimsókn á gömlu slökkvibifreiðinni brunavarna A-Hún. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Lauk doktorsnámi í píanóleik

UNNUR Vilhelmsdóttir lauk í haust doktorsprófi í píanóleik frá College-Conservatory of Music við University of Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum. Prófið veitir Unni titilinn Doctor of Musical Arts (DMA). Titill þessi er veittur tónlistartúlkendum og er jafngildur Ph.D. titli sem veittur er fyrir fræðistörf. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Laxá í Miklaholtshreppi

BRÚIN yfir Laxá í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi er mikil slysagildra. Hún er einbreið og skapar hættu sérstaklega á vetrum í myrkri og hálku. Þar hafa orðið alvarleg slys og það síðasta föstudaginn 5. desember. Þá lentu 3 bílar í árekstri og farþegar slösuðust mikið og bílar eyðilögðust. Það er stefna Vegagerðarinnar að fækka einbreiðum brúm á aðalþjóðvegum landsins. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1 orð

LEIÐRÉTT

10. desember 1997 | Miðopna | 365 orð

Leiga hækkar en greiddar verða húsaleigubætur

SVEITARFÉLÖGIN og stjórnvöld hafa gengið frá samkomulagi um fjárhagsleg samskipti sem snerta húsaleigubætur, kostnað við umönnun fatlaðra barna á leikskólum og vinnumiðlanir. Samkomulagið felur m.a. í sér að húsaleigubætur verða greiddar af félagslegu íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélaga. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Mannréttindadagur í dag

MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi samtakanna 10. desember 1948. Íslandsdeild Amnesty International hefur til fjölda ára haldið daginn hátíðlegan og svo er einnig í ár. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Margir heimsóttu Sparisjóðinn

MIKILL mannfjöldi heimsótti Sparisjóð Norðlendinga og kynnti sér starfsemina á laugardag. Þá flutti bankinn frá tveimur stöðum í Brekkugötu á Akureyri og opnaði afgreiðslu í nýju og glæsilegu húsnæði að Skipagötu 9. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mál Viðars gegn LR í Héraðsdómi

MÁLFLUTNINGUR hefst á fimmtudag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Viðar Eggertsson höfðaði gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Viðar var ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins í október 1995. Hann átti að taka formlega við starfinu í september 1996, en starfa fram að þeim tíma við undirbúning næsta leikárs. Í mars 1996 var honum sagt upp störfum. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 122 orð

Með austurlensku yfirbragði

Selfossi-Á dögunum var opnaður nýr veitingastaður á Selfossi. Staðurinn ber nafnið Menam og er með austurlensku yfirbragði. Eigendur eru Sigurður Guðmundsson og Janon Nuamnui, en þau stunda einnig veitingarekstur á Hellu. Fjöldi fólks heimsótti staðinn á opnunarkvöldinu og voru menn almennt ánægðir með þessa tilbreytingu í veitingum á Selfossi. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 51 orð

Merkur fornleifafundur

FRANSKIR fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Mayu, brjóstmóður egypska fornkonungsins Tutankhamens, við Saqqara, 30 km suðvestur af Kaíró. Talið er að fundurinn geti varpað nýju ljósi á uppruna konungsins. Á myndinni, sem tekin var í grafhýsinu og birt í fyrsta sinn nú í vikunni, má sjá Tutankhamen í kjöltu Maya. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Milljarður til viðbótar til heilbrigðismála

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að hækka framlög til sjúkrahúsanna um 300 milljónir á næsta ári. Jafnframt hefur verið ákveðið að heilsugæslustöðvar, hjúkrunarheimili og nokkrar fleiri heilbrigðisstofnanir fái 280 milljónir á fjáraukalögum fyrir þetta ár. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Minnismerki afhjúpað

UM næstu helgi verða fimmtíu ár liðin frá frægu afreki þegar tólf af fimmtán skipverjum breska togarans Dhoon, sem strandaði við Látrabjarg, var bjargað úr miklum háska. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að koma fyrir minnismerki við Geldingaskorardalsskarð, nálægt þeim stað þar sem björgunarmenn sigu niður bjargið. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 384 orð

Nyrup orðaður við Færeyjabankamálið

Nyrup orðaður við Færeyjabankamálið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tók þátt í að koma því svo fyrir að ábyrgðin á tapi Færeyjabanka lenti á færeyskum skattgreiðendum og ekki á Den Danske Bank. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Nýr formaður Landverndar

AÐALFUNDUR Landverndar var haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík 15. nóvember sl. Um fjörutíu fulltrúar sóttu fundinn frá rúmlega 28 aðildarfélögum. Framkvæmdastjórinn, Svanhildur Skaftadóttir, lagði fram ársreikning samtakanna og skýrði hann og Auður Sveinsdóttir, formaður, Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 218 orð

Nýtt flensuafbrigði gæti orðið faraldur

YFIRVÖLD í Hong Kong hafa fengið erlenda sérfræðinga til að rannsaka og reyna að vinna bug á "fuglaflensunni" svokölluðu, veiru sem talið er að borist hafi úr kjúklingum í menn. Tveir menn sem veiktust af inflúensunni hafa látist og sá þriðji liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 110 orð

Nýtt íþróttahús tekið í notkun

Fáskrúðsfirði-Tekið hefur verið í notkun nýtt íþróttahús á Fáskrúðsfirði sem bætir alla aðstöðu til íþróttaiðkana á staðnum. Síðastliðinn sunnudag var haldið úrtökumót KSÍ í knattspyrnu en þar kepptu 5 lið í 3. flokki telpna. Liðin voru Neisti Djúpavogi, Leiknir Fáskrúðsfirði, Valur Reyðarfirði, Huginn Seyðisfirði og Höttur Egilsstöðum sem sigraði í mótinu. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Opið í Holtagörðum til kl. 22

AFGREIÐSLUTÍMI verslana Holtagarða (IKEA, Bónuss og Rúmfatalagersins) verður lengdur í desember og fram til jóla. Verslanir í Holtagörðum verða opnar öll kvöld frá fimmtudeginum 11. desember til kl. 22 og á Þorláksmessu verður opið til kl. 23. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 344 orð

Ólíklegt að tveir hreyflar hafi bilað samtímis

ÚKRAÍNSKUR framleiðandi Antonov-124 herflutningavélarinnar sem fórst í Síberíu á sunnudag segir ákaflega ólíklegt að tveir af fjórum hreyflum hennar hafi bilað samtímis án þess að aðrir þættir hafi haft áhrif. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Reykjavíkur Apótek vill leggja hita í gangstétt

HJÁ Reykjavíkur Apóteki eru menn reiðubúnir að leggja heitt affallsvatn frá hitakerfi hússins út í gangstéttina við hlið apóteksins í Pósthússtræti til þess að bræða snjó og klaka. Pípulagningamenn hafa verið fengnir til að gera viðeigandi ráðstafanir í kjallara hússins og er ekkert að vanbúnaði fyrir embætti gatnamálastjóra að láta endurnýja stéttina. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Samið við íslensk fyrirtæki um uppsetningu

SAMNINGAR hafa tekist um að Stálsmiðjan hf. og Vélsmiðjan Norm hf. annist uppsetningu á reykhreinsikerfi í álveri Norðuráls á Grundartanga. Verkið verður unnið fyrir norska fyrirtækið ABB sem er framleiðandi kerfisins. Áður hafði ABB sótt um leyfi til að flytja hingað til lands 25 rúmenska málmiðnaðarmenn til að annast þetta verk, en fengið synjun í félagsmálaráðuneytinu. Meira
10. desember 1997 | Landsbyggðin | 176 orð

Sekta laus vika

Selfossi-Frá og með 1. des sl. voru öll safngögn á Bæjar- og Héraðsbókasafninu á Selfossi lánuð út í gegnum tölvu. Skráð er í tölvukerfið MicroMark sem er norskt tölvukerfi sérhannað fyrir bókasöfn. Haustið 1994 hófst skráning eldra efnis og er hún nú langt komin. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 753 orð

Skerðing á mörkuðum tekjustofnum gagnrýnd

Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998 á Alþingi í gær. Frumvarpið er í 16 greinum að þessu sinni og kveður á um breytingar á lögum sem gjaldaáætlanir fjárlagafrumvarpsins gera ráð fyrir. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 211 orð

Skylduð til að slá grasflötina

KONA í New York-ríki, sem neitar að slá grasflötina við hús sitt og hefur krafist þess að fá að rækta villigróður í friði fyrir nágrönnum sínum, hefur verið dæmd í hæstarétti ríkisins til að slá grasið. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sorptunnur fuku

NÝJU plastsorptunnurnar hjá Akurnesingum fuku frá íbúðarhúsum og fyrirtækjum í roki sem gekk yfir bæinn í gærmorgun. Ekki varð teljandi tjón en lögreglan í bænum segir að eftir að skipt var um tunnur fyrir um tveimur mánuðum hafi menn ekki áttað sig á nauðsyn þess að festa nýju tunnurnar. Þá fuku litlir sorpgámar einnig til í rokinu. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Staðinn að verki

MAÐUR á fertugsaldri var staðinn að verki í gærmorgun þar sem hann var að reyna að brjóta upp peningakassa í fyrirtæki við Tryggvagötu í Reykjavík. Hann var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Stuttur þingfundur

STUTTUR þingfundur verður í dag kl. 12, þar sem gengið verður til atkvæða um nokkur mál. Að því búnu hefjast störf í nefndum. Á fimmtudag verður útbýtt þingskjölum og á föstudag hefst 2. umræða um fjárlög kl. 10,30. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 589 orð

Tíu prósent ekki fullnægjandi

NDANÞÁGA er gefur Íslendingum kost á að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 10% frá því sem var árið 1990 er ekki fullnægjandi fyrir Íslendinga, segir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

Tæplega 430 milljónir til nýrra hverfa í byggingu

SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir áframhaldandi gatnagerð í Víkurhverfi en þar er óúthlutað lóðum fyrir 193 íbúðir og er gert ráð fyrir að lóðir fyrir rúmlega 150 íbúðir verði gerðar byggingarhæfar. Gert er ráð fyrir að verja tæpum 430 millj. til nýbyggingahverfa en gatnagerðargjöld í hverfunum eru áætluð um 480 millj. Meira
10. desember 1997 | Miðopna | 1044 orð

Upphafleg tekjuskattslækkun stendur óbreytt

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að tekjuskattur lækki um 1,9% um næstu áramót. Viðræðum um að sveitarfélögin taki 0,4% af þessari lækkun á sig verður hins vegar haldið áfram. Sveitarfélögin höfnuðu þessari tillögu ríkisvaldsins um helgina, Meira
10. desember 1997 | Miðopna | 732 orð

Útblástur minnki um 5% að meðaltali Auknar líkur voru í gær taldar á samkomulagi á Kyoto-ráðstefnunni eftir að formaður

RAUL Estrada, formaður allsherjarnefndar Kyoto- ráðstefnunnar, lagði í gær fram málamiðlunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að niðurskurður á útblæstri gróðurhúsalofttegunda verði að meðaltali 5% fyrir iðnþjóðirnar en að mörk verði að einhverju leyti mismunandi milli þjóða. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Úthlutun Gídeonfélagsins á Nýja testamentinu

FÉLAGAR í Gídeonfélaginu heimsóttu í haust Laugarnesskóla en hann var einmitt fyrsti skólinn sem Gídeonfélagar heimsóttu til að gefa börnum Nýja testamentið árið 1954. Á myndinni eru Gídeonfélagarnir dr. Jón Tómas Guðmundsson kjarnorkuverkfræðingur og Friðrik Vigfússon, fyrrv. forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sem var einn af stofnfélögum Gídeonfélagsins á Íslandi árið 1945. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Veðurfar hagstætt fyrir jarðvinnu

VEÐURFAR í haust og það sem af er vetri hefur verið óvenjuhagstætt þeim sem vinna að gatnagerð, byggingum og jarðvinnu ýmiskonar. Þannig hafa mörg verk af þeim toga sem að öllu óbreyttu hefðu verið látin bíða næsta vors þegar verið unnin. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Vélstjórar íhuga frestun verkfalls

STJÓRN og samninganefnd Landssambands íslenskra útvegsmanna ákváðu á fundi sínum í gær að boða verkbann sem ná á til allra í áhöfn þeirra fiskiskipa sem stöðvast munu í verkfalli vélstjóra sem boðað hefur verið á 79 fiskiskipum með aðalvél stærri en 1500 kW frá og með miðnætti 2. janúar nk. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Viðræður um sameiningu slökkviliða

SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 er áætlaður hlutur borgarsjóðs í rekstrarkostnaði af bruna- og almannavörnum 185 milljónir. Í máli borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar kom fram að viðræður standa yfir um að sameina Slökkvilið Reykjavíkur og Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar. Meira
10. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Vikudagur kominn út

VIKUDAGUR, nýtt bæjarblað á Akureyri, kom út í fyrsta sinn fyrir helgi. Það mun koma út á föstudögum í desember og verður dreift til íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu en eftir áramót verður blaðið selt í áskrift. Blaðið er prentað í 7.000 eintökum. Þórður Ingimarsson hefur tekið að sér ritstjórn blaðsins fyrst um sinn. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Þriggja bíla árekstur á Hellisheiði

ÞRÍR bílar rákust saman á Hellisheiði, í brekkunum við Hveradali, í gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum. Áreksturinn varð um klukkan 9.30 með þeim hætti, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi, að ökumaður bíls sem var á austurleið missti vald á bílnum og rann hann í veg fyrir tvo bíla sem óku í vestur. Meira
10. desember 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um náttúruhefð íslenskra skálda vegna skrifa danskra gagnrýnenda um íslenska ljóðlist og umsögn um stórverk Frakkans Marcels Proust, Í leit að glötuðum tíma. Meira
10. desember 1997 | Erlendar fréttir | 102 orð

(fyrirsögn vantar)

TILRAUN Winnie Mandela til að verða varaforseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) virtist í gær hafa farið út um þúfur er kvennasamtök ANC greindu frá því að þau myndu ekki tilnefna Mandela, sem er forseti samtakanna, til embættis varaforseta ráðsins á fundi þess er haldinn verður í næstu viku. Henni gæti þó orðið að ósk sinni ef hún fær fylgi fjórðungs fundarmanna. Meira

Ritstjórnargreinar

10. desember 1997 | Staksteinar | 428 orð

»Fíkniefnavandinn LEIÐIR til úrbóta í fíkniefnamálum hafa nokkuð verið til umf

LEIÐIR til úrbóta í fíkniefnamálum hafa nokkuð verið til umfjöllunar í Vef-Þjóðviljanum og víðar að undanförnu. Hefur verið hvatt til fordómalausrar umræðu um það mál, enda hafa verið færð fyrir því margvísleg rök að hefðbundnar aðferðir í baráttunni við fíkniefnavandann, þ.e. boð og bönn, lögregluaðgerðir og tolleftirlit, hafi ekki skilað miklum árangri. Meira
10. desember 1997 | Leiðarar | 536 orð

SVEITARFÉLÖG OG SKATTBYRÐI

leiðari SVEITARFÉLÖG OG SKATTBYRÐI RIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, upplýsti á þingfundi í fyrradag, að ríkisstjórnin hefði ekki enn sem komið væri náð samkomulagi við sveitarfélögin um 0,4 prósentustiga hlut þeirra í 1,9% skattalækkun um áramót. Meira

Menning

10. desember 1997 | Menningarlíf | 4525 orð

AÐ KNÚSA HJÖRTUN

"ÉG ER alveg í toppformi," segir Kristján, lítur á mig, grípur kröftuglega um handlegginn á mér og hlær eins og honum einum er lagið og er aðeins á færi "grande tenore" þegar ég spyr hæversklega um almenna líðan. Hann hefur verið á þönum allan daginn að útrétta í Verona vegna húsbyggingar þeirra hjóna. "Sjáðu til, ítalskt samfélag er mjög litað af karlrembu," útskýrir Kristján. Meira
10. desember 1997 | Myndlist | 784 orð

Að sjá og sýna Kjarval

Opið 10­18 alla daga. Aðgangseyrir 300 kr. Stendur til 21. desember. ÞAÐ verður líklega seint of mikið gert af því að sýna verk Kjarvals í íslenskum listasöfnum og svo er reyndar um verk fleiri listamanna, Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 999 orð

Afl endurnýjunarinnar

eftir Marcel Proust. Pétur Gunnarsson þýddi. Prentun: Gutenberg. Bjartur, 1997. 189 bls.Leiðb. verð: 3.680 kr. Í leit að glötuðum tíma eftir franska rithöfundinn Marcel Proust (1871­ 1922) kom út í sjö bindum á árunum 1913 til 1927. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 411 orð

Arnes "útilegumaður"

eftir Kristin Helgason. Fjölvaútgáfan, 1997, 208 bls. VIÐ hlið Fjalla-Eyvindar er Arnes nokkur Pálsson einn af frægustu útilegumönnum Íslandssögunnar. Veldur þar líklega mestu um leikrit Jóhanns Sigurjónssonar. Einna merkilegast finnst mér um þennan útilegumann að samkvæmt þessari bók er varla hægt að segja að hann lægi úti. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 165 orð

Barði móður sína LORENA Gallo er betur þekkt sem

LORENA Gallo er betur þekkt sem Lorena Bobbitt og vakti heimsathygli þegar hún skar getnaðarliminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, með eldhúshnífi árið 1994. Hún er ekki öll þar sem hún er séð því nú í vikunni var hún kærð fyrir líkamsárás á móður sína, Elviru Gallo. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 157 orð

Bílafloti stjarnanna

BÍLAR eru í augum margra annað og meira en tæki til að komast á milli staða. Bifreiðin getur allt í senn verið stöðutákn, áhugamál og þarfasti þjónninn. Í glysborginni Los Angeles er bílafloti stjarnanna glæsilegur og ber þess merki að peningar eru engin fyrirstaða þegar rétta farartækið er valið. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 366 orð

Davíðs­ og Hallgrímsómar

Úrval úr Davíðssálmum. Sigurbjörn Einarsson valdi. Formáli: Sigurbjörn Einarsson. Útgefandi: Setberg. Stærð: 96 blaðsíður, innbundin. Viðmiðunarverð: 990 kr. ÞETTA kver hefur að geyma úrval úr Davíðssálmum Gamla testamentisins. Sálmarnir eru birtir í heilu lagi eða að hluta. Þeir hafa verið valdir af mikilli kostgæfni og endurspeglar sálmavalið all vel innihald sálmabókar Davíðs. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 400 orð

Dómínó eftir Jökul aftur á fjalir Iðnó

LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir Dómínó eftir Jökul Jakobsson í Iðnó 18. desember næstkomandi kl. 20 en þann dag verða eitt hundrað ár liðin frá fyrstu sýningu leikfélagsins í Iðnó, sem lengst af hýsti starfsemi þess. Þrjár aðrar sýningar á verkinu eru fyrirhugaðar fram að jólum. Hér er á ferð sama sýning og sýnd var við góðar viðtökur í Borgarleikhúsinu á liðnu leikári. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 311 orð

"Ekkert kynlíf eða eiturlyf"

ÁSTRALSKA leikkonan Kym Wilson, sem talin er hafa verið síðust til að sjá söngvarann Michael Hutchence á lífi, hefur staðfastlega neitað sögusögnum um að kynlífs- og eiturlyfjasvall hafi átt sér stað á hótelherberginu nóttina sem söngvarinn lést. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 244 orð

Ekki nógu leynilegt

eftir Kristján Jónsson. Skjaldborg. 134 bls. KIDDÝ Munda siglir með skáta á sundnámskeið á straumlínulagaða bátnum Haferninum. Þetta er rammi sögunnar Leynifélagsins eftir Kristján Jónsson. Utan við þennan ramma er upprifjun atburða og feiknamikil nafnasúpa, sem koma efninu í sjálfu sér ekkert við. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 2542 orð

Evrópsk martröð Á Spáni ræddu rithöfundarnir G¨unter Grass og Juan Goytisolo Evrópumál og ýmislegt fleira bar á góma hjá þeim.

Evrópsk martröð Á Spáni ræddu rithöfundarnir G¨unter Grass og Juan Goytisolo Evrópumál og ýmislegt fleira bar á góma hjá þeim. HaukurÁstvaldsson fylgdist með umræðunum ogdregur sínar ályktanir. HINN 16. október síðastliðinn átti þýski rithöfundurinn Günter Grass sjötugsafmæli. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 477 orð

Fágun frekar en einlægni

Alla leið heim, safnplata undir stjórn Björgvins Halldórssonar sem sá einnig um upptökustjórn. og vann útsetningar með Jóni Kjell Seljeseth. Flytjendur eru Björgvin sjálfur, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Rósinkrans, Rut Reginalds og Svala Björgvinsdóttir. Jón Kjell Seljeseth, Gunnlaugur Briem, Vilhjálmur Guðjónsson, Þórir Baldursson og Björgvin sjá um hljóðfæraslátt. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 392 orð

Ferillinn á enda?

MACAULAY Culkin var aðeins tíu ára gamall þegar hann sló í gegn í myndinni "Home Alone" árið 1990. Myndin skilaði samtals 285 milljónum dollara í aðgangseyri og er eina gamanmyndin á topp tíu listanum yfir mest sóttu myndir allra tíma. En velgengnin fór ekki vel með alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 349 orð

Fékk sex mánaða fangelsisdóm LEIKARINN Rober

LEIKARINN Robert Downey Jr. var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar nú í vikunni eftir að hafa brotið skilorð með því að neyta eiturlyfja. Hinn 32 ára gamli leikari er kunnastur fyrir hlutverk sitt í myndunum "Natural Born Killers" og "Chaplin" sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 156 orð

Fjórða verkefni Hafnarfjarðarleikhússins í mótun

ÆFINGAR eru hafnar á fjórða verkefni Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar í gömlu bæjarútgerðinni í Hafnarfirði. Verkefnið er ný leikgerð byggð á sögu Lofts Guðmundssonar, Síðasta bænum í dalnum, eftir Hilmar Jónsson og Gunnar Helgason. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 688 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
10. desember 1997 | Kvikmyndir | 415 orð

Gjöld eru glæpa fylgjur

Leikstjóri Antonia Bird. Handritshöfundur Ronan Bennett. Kvikmyndatökustjóri Fred Tammes. Tónlist Paul Conboy, Adrian Corker, Andy Roberts. Aðalleikendur Robert Carlyle, Ray Winstone, Steve Sweeney, Gerry Coulon, Damon Albarn. 105 mín. Bresk. BBC Films 1997. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 275 orð

Hamingja í 21 lið

eftir L. Ron Hubbard. Íslensk þýðing: Atli Magnússon. Prentvinnsla Oddi. Fróði hf. 1997 189 blaðsíður. MANNVINURINN L. Ron Hubbard er sagður einn ástsælasti og mest lesni rithöfundur allra tíma. Munu bækur hans hafa verið prentaðar í 83 milljónum eintaka og gefnar út í 53 löndum. Leiðin til hamingjunnar er "vegvísir til betra lífs", samkvæmt undirtitli, og í 21 lið. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 97 orð

HÁSKÁFÖR í háfjöllum er eftir Jack

HÁSKÁFÖR í háfjöllum er eftir Jack Higgins í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Í kynningu segir: "Leyniþjónustumaðurinn Paul Chavasse fær það verkefni að ræna stærfræðingnum og vísindamanninum Karli Hoffner úr klóm Kínverska herliðsins í Tíbet og koma honum heilum á húfi til London. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 50 orð

Heimspekikvöld á Súfistanum

MÁL og menning, í samvinnu við Félag áhugafólks um heimspeki, kynnir bókina Af tvennu illu eftir Kristján Kristjánsson miðvikudagskvöldið 10. desember kl. 20.30. Af tvennu illu er safn ritgerða er fjalla m.a. um siðferði, stjórnmál, heilbrigðismál, menntun og listir. Kristján Kristjánsson er heimspekingur, dósent við Háskólann á Akureyri. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 136 orð

Helmingi minni aðsókn

ROBIN Williams var ókrýndur sigurvegari um síðustu helgi í Bandaríkjunum hvað varðar aðsókn í kvikmyndahúsin. Disney-myndin Flubber trónaði í efsta sæti listans aðra vikuna í röð og myndin "Good Will Hunting", sem einnig var frá Disney með honum í aðalhlutverki, fékk fádæma góða aðsókn í mjög takmarkaðri dreifingu. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 492 orð

Héðan og þaðan Tíska, dans og söngur í Tv

KRAKKAR í félagsmiðstöðinni Tvistinum á Hvolsvelli héldu nýverið fjölskyldum sínum mikla hátíð að viðstöddum á fjórða hundrað manns. Buðu krakkarnir upp á margskonar skemmtiatriði, dans, tískusýningu, drag, söngvakeppni og leikþætti. Dragdrottningar úr 9. og 10. bekk Hvolsskóla vöktu verðskuldaða athygli og heilluðu marga upp úr skónum. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 505 orð

Hilla undir ritvél

BANDARÍSKA ljóðskáldið William Carlos Williams gerðist persóna í íslensku leikriti fyrir rúmum áratug. Það var í leikritinu Skjaldbakan kemst þangað líka, eftir Árna Ibsen og vakti stykkið mikla athygli hérlendis og erlendis. William Carlos Williams fæddist 1883 og vann sem læknir og skáld jöfnum höndum. Hann fékkst við allar tegundir skáldskapar og skildi eftir sig stórt safn ljóða. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 405 orð

Hugurinn er heimili manns

eftir Kristjönu Sigmundsdóttur. Útgefandi: Höfundur. Rvík 1997. 160 síður. SKÁLDSAGAN Ósögð orð eftir Kristjönu Sigmundsdóttur fjallar um ellina og öldrun frá sjónarhorni þess sem eldist og tapar minninu smátt og smátt og frá sjónarhorni aðstandanda hans. Góð skil eru gerð á líðan og ferli þessara aðila og þekking höfundarins á efninu er mikil. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 674 orð

Í samfylgd góðra manna

LÍFSREYNSLAN gerir flestum ljóst að ekki er unnt að setja sig í spor annarra. Þessi tilfinning grípur um sig í nánd við Íslendinga er lengi hafa búið fjarri ættjörð og ættingjum. Þeir eru svo sannir í ást sinni á landi og þjóð. Þannig er Þóra Gunnarsdóttir félagsráðgjafi sem á áratugi að baki í Svíþjóð. Létt í spori hefur hún ávallt mætt á bókastefnuna. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 644 orð

Íslensk ljóð frá KúrdistanÍslensk nútímaskáld rufu aldrei náttúruhefðina þótt þau væru vitanlega að yrkja um sig sjálf þegar

ÍGREINAFLOKKI sínum um íslenskar bókmenntir í dönskum þýðingum hefur Örn Ólafsson rifjað ýmislegt kunnuglegt upp og bætt öðru við. Í lokagrein sinni (Lesbók 6. des. sl.) sem fjallar um viðtökur íslenskra ljóða í Danmörku er sagt frá viðbrögðum danskra gagnrýnenda við þýðingasöfnum Poul P. M. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 212 orð

Kærleikans þjónn

Íslenskt ævintýri endursagt af Hildi Hermóðsdóttur. Myndskreyting: Anna Cynthia Leplar. Útgefandi: Mál og menning 1997. MARGT ævintýrið hefir barni verið sagt, sem kenna átti því, að hreykni og illkvittni eru kenndir, sem í flestra brjóstum bærast, en ber að varast, því þær breyta fólki í örgustu flögð. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

LeAnn Rimes stal senunni

SVEITASÖNGKONAN LeAnn Rimes, sem er aðeins fimmtán ára, var sigurvegari Billboard-tónlistarhátíðarinnar sem haldin var í Las Vegas aðfaranótt þriðjudags. Rimes uppskar fern verðlaun á hátíðinni, þar á meðal var hún valin tónlistarmaður ársins. Einnig fékk hún verðlaun fyrir að vera besti sveitatónlistarmaðurinn, fyrir sveitatónlistarplötu ársins og smáskífur ársins í sveitatónlist. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 192 orð

Lesið í myrkri

SEAMUS Deane er meðal þeirra írsku höfunda sem mesta athygli vekja um þessar mundir. Hann er kunnur fyrir ljóðabækur sínar, en hefur nú sent frá sér skáldsöguna Lesið í myrkri (Reading in the Dark) sem fjallar um bernsku- og mótunarár hans á Norður- Írlandi. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 480 orð

Lífslygin ástin

FRIÐRIKA Benónýs hefur sent frá sér nýja bók er heitir Nema ástin. Í henni leggur hún konu nokkurri orð í munn. "Þetta er kona sem er að rifja upp líf sitt og er eiginlega á flótta undan sjálfri sér. Hún fer frá manninum sínum og úr landi, þvælist um í einhverri óskilgreindri leit. Ég veit í rauninni ekki af hverju, en hún er að raða saman lífi sínu eins og fólk raðar saman púsluspili. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 501 orð

Maðurinn býr til guð og fleira

ELSKAN mín ég dey heitir ný skáldsaga eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þetta er fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávarþorpi. Sögumaður er sextán ára piltur að nafni Högni. Hann er búinn að missa mömmu sína og systur og þegar sagan byrjar er önnur systir hans nýfarin í sjóinn. Í framhaldi af þessu fara fleiri atburðir af gerast. Sagan gerist á tveimur sviðum; jörð og himni. Meira
10. desember 1997 | Tónlist | 325 orð

Með sveiflu

VÍF Vox feminae. Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Píanóleikari: Svana Víkingsdóttir. Einsöngur: Egill Ólafsson og Margrét J. Pálmadóttir. Útsetn. f. hljómsveit: Stefán S. Stefánsson. Tamlasveitin: Jónas Þórir Þórisson píanó, Ásgeir Óskarsson trommur, Gunnar Hrafnsson bassi, Björn Thoroddsen gítar, Stefán S. Stefánsson saxófónn, Eiríkur Örn Pálsson trompet. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 569 orð

Mikil saga en lítið meitluð

eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell, 294 bls. Prentun: Oddi hf. SYNIR duftsins gerist í Reykjavík, heldur verri en við þekkjum hana úr fjölmiðlum. Mannvonskan ríður ekki við einteyming, glæpagengi teygir anga sína alla leið inn í jafnfriðhelgan stað og barnaskóla. Sagan hefst á tveim atburðum í senn. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Myndlist í Lónssveit

MYNDLISTARKONAN Helen Margaret Haldane heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi í gamla skólahúsinu í Lóni í A- Skaftafellssýslu. Helen stundaði listnám sitt í Englandi og í Skotlandi og frá árinu 1971­1978 vann hún við gvassmyndir í heimabæ sínum í Hálöndum Skotlands. Listakonan sýnir 36 gvassmyndir en gvass er ein tegund af vatnslitum. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 90 orð

NÓTTIN sem stjörnurnar dönsuðu af gleði

NÓTTIN sem stjörnurnar dönsuðu af gleði er eftir Bob Hartman í þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Hirðirinn, kona hans og sonur þeirra höfðu lagst fyrir uppi á hæðinni. Vinnudagur var að kveldi kominn og féð kúrði í grasinu. Nóttin grúfði sig yfir borgina Betlehem og sveipaði sig um hæðirnar kringum hana. Hún virtist ætla að verða eins og hver önnur nótt. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 417 orð

Ný í skólanum

eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur. Mál og menning, 1997 ­ 127 bls. DÍA er að flytja. Hún er ellefu ára og heitir í raun Arnhildur en finnst það ljótt, af einhverjum ástæðum. Hún og pabbi hennar bjuggu í Reykjavík hjá ömmu en nú flytja þau á heimavistarskóla út í sveit þar sem pabbi ætlar að kenna. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 83 orð

Nýjar bækur Á FULLU tungli

Á FULLU tungli er eftir Úlfar Þormóðsson. Sagan gerist í miðbæ Reykjavíkur að sumarlagi og á réttum sólarhring. Í kynningu segir m.a.: "Og um hvað er þetta svo spurði útgefandinn. Einu sinni var maður sem lagði af stað í ævilangt ferðalag, svaraði höfundurinn. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 132 orð

Nýjar bækur DÍANA ­ ævi hennar o

DÍANA ­ ævi hennar og arfleifð er eftir Anthony Holden í samantekt Lucindu Vardey í þýðingu Torfa Geirs Jónssonar. Anthony Holden ritar um ævi Díönu, bernsku, stormasamt hjónaband hennar og Karls Bretaprins, umtalaðan skilnað og átök við konungsfjölskylduna sem hafnaði henni. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 107 orð

Nýjar bækur FRAMTÍÐIN er okkar!

FRAMTÍÐIN er okkar! er fyrsta bók Rafns Geirdal, skólastjóra Nuddskóla Guðmundar. Í bókinni fjallar höfundur um hvernig Ísland geti verið fyrirmyndarþjóðfélag fyrir aðrar þjóðir heims. Í kynningu segir að Íslendingar séu taldir meðal 10­15 ríkustu þjóða jarðar og fjögurra efstu þjóða hvað varðar meðalævilengd. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 87 orð

Nýjar bækur HÆTTUM að eldast

HÆTTUM að eldast (Stop Aging Now!) er eftir Jean Carper í þýðingu Ara Halldórssonar. Í bókinni er skýrt hvernig hægja má á öldrun og draga úr hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal hjartasjúkdómum og krabbameini, með réttu mataræði, bætiefnum og jurtum. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 110 orð

Nýjar bækur LÖGREGLAN á

LÖGREGLAN á Íslandi ­ stéttartal og saga er eftir Þorstein Jónsson og Guðmund Guðjónsson. Lögreglan á Íslandi er þjóðfélagssaga, þar sem lýst er af þekkingu störfum lögreglunnar og þeim vandamálum sem hún hefur þurft að glíma við og leysa gegnum tíðina. Rakin er saga löggæslunnar, allt frá tímum næturvarðanna í lok átjándu aldar til vorra daga. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 138 orð

Nýjar bækur MEÐAN einhver ennþá þor

MEÐAN einhver ennþá þorirnefnist baráttusaga Helga Hóseassonar er Einar Björgvinsson skráði. Í kynningu segir: "Helgi varð á sínum tíma þjóðfrægur fyrir það þegar hann skaust eins og skæruliði í leifturárás framhjá heiðursverði og fánabera lögreglunnar og sletti skyri yfir alla skrúðgöngu forseta, biskups og alþingismanna við Austurvöll. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 186 orð

Nýjar bækur MÆRIN á menntabraut

MÆRIN á menntabraut er endurminningabók Arnheiðar Sigurðardóttur frá Arnarvatni. Í kynningu segir að Arnheiður sé dóttir skáldsins sem þjóðfrægt varð fyrir kvæðið "Blessuð sértu sveitin mín". Henni hafi verið í blóð borin sterk menntaþrá. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 108 orð

Nýjar bækur ORÐAENGILL ­ nútímaorða

ORÐAENGILL ­ nútímaorðabók er eftir Sverri Stormsker. Í kynningu segir: "Bókin er í líkingu við málsháttabókina "Stormur á skeri" sem út kom fyrir nokkrum árum, nema nú tekur Stormsker fyrir einstök orð, leggur þau á höggstokk eða skurðarborð, klýfur þau og kryfur til mergjar með hugkvæmum og óvanalegum hætti. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 78 orð

Nýjar bækur STROKUFANGINN

STROKUFANGINN er eftir Jónas Baldursson og er ætluð börnum 10­14 ára. Þetta er önnur bókin um Alla, en fyrsta bókin kom út í fyrra og heitir Ævintýri í sveitinni. Sagan segir frá þremur krökkum, Alla, Elsu og Steina, sem í sameiningu leysa gátuna um strokufangann sem lengi hafði verið leitað að. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 225 orð

Nýjar bækur SÝSLU­ og sóknalýsing Skaftaf

SÝSLU­ og sóknalýsing Skaftafellssýslu lét Hið íslenska bókmenntafélag skrifa á árunum eftir 1839. Það var Jónas Hallgrímsson skáld sem átti hugmyndina að því að efnt var til þesarar lýsinga, sem áttu að verða grundvöllur að nákvæmari lýsingu Íslands. Vegna fráfalls Jónasar 1845 féll samning þessa verks niður en handrit presta og sýslumanna eru varðveitt. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 53 orð

Nýjar bækurÚR sálarspegli

ÚR sálarspegli er ljóðabók eftir Jón Hilmar Magnússon. Þetta er fyrsta ljóðbók höfundar en áður hafa birst eftir hann nokkur ljóð í blöðum og tímaritum. Í bókinni eru 52 ljóð, ort undir nánast jafnmörgum háttum. Grunntónn bókarinnar er kristin trú og siðgæði. Útgefandi er Offsettstofan, Akureyri. Bókin er 144 bls. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur VEIÐIFLUGUR á Ísland

VEIÐIFLUGUR á Íslandi er í samantekt Jóns Inga Ágústssonar sem jafnframt hefur hnýtt flestar flugurnar í bókinni. Bókin fjallar um íslenskar og erlendar veiðiflugur, notaðar hérlendis, og hnýtingar á þeim. Auk þess er í bókinni fróðleikur um ýmislegt sem lýtur að fluguveiði á Íslandi. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 376 orð

Nýr hátíðarhökull og batikmunir

AÐVENTUSÝNING á listvefnaði og batik eftir Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu stendur nú yfir í Gallerí Nýhöfn, Geirsgötu 1. Sýningin minnir á aðventusýningar Sigrúnar í listhúsinu Kirkjumunum við hlið Alþingishússins sem hún starfrækti um áratugaskeið. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 353 orð

Orðalyng með þroskuð ber

eftir Ágústínu Jónsdóttur Fjölvaútgáfan, 1997 - 60 bls. FÁ skáld vefa ljóð sín úr fínlegri þráðum en Ágústína Jónsdóttir. Lífsakur er fjórða bók hennar og einkennist af jafnnaumum ljóðstíl og fyrri bækur þar sem ljóðræn og hljóðlát fegurðarímynd er í forgrunni og yrkisefnin jafnan tengd kenndum og tilfinningum. Myndmál gegnir veigamiklu hlutverki í ljóðum Ágústínu. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 832 orð

Orðhagur og fjölfróður

Um fræðastörf dr. Guðmundar Finnbogasonar. Ritstj. Jóhann Hauksson. 139 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. Í bók þessari eru prentuð ellefu erindi um Guðmund Finnbogason auk ritaskrár, þar af fimm eftir Jóhann Hauksson, umsjónarmann útgáfunnar. Telur Jóhann að fræðistörf Guðmundar séu ekki lengur metin sem skyldi. Vafalaust er nokkuð til í því. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 107 orð

Ósáttur við aukakílóin

PAVAROTTI segist ekki iðrast þess að hafa yfirgefið eiginkonu sína eftir 35 ára hjónaband. Pavarotti, sem er 62 ára, yfirgaf nýlega fyrrverandi umboðsmann sinn og móður þriggja barna sinna fyrir 28 ára aðstoðarkonu sína sem hann vildi ekki segja skilið við. "Ég brosti framan í heiminn, en var ekki hamingjusamur innra með sjálfum mér," segir hann. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 701 orð

Ótti og vonir miðstéttarinnar

eftir Jacquelyn Mitchard. Þýðandi: Björn Jónsson. Vaka-Helgafell. 464 bls. Í HVERRI viku býður einhver sjónvarpsstöðvanna upp á dagskrárlið sem venjulega er nefndur "bandarísk sjónvarpsmynd" og þótt ætla mætti að þetta hugtak gumaði af mörgum pokahornum er skilgreiningin á því fremur þröng: Þetta er mynd um félagsleg vandamál miðstéttarfólks í Bandaríkjunum. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Paltrow með nýjan leikara upp á arminn

GWYNETH Paltrow virðist vera búin að jafna sig eftir sambandsslitin við leikarann Brad Pitt. Að minnsta kosti hefur hún sést opinberlega með öðrum leikara, Ben Affleck, upp á síðkastið, en hann fór með stórt hlutverk í kvikmyndinni "Chasing Amy". New York Post greinir frá því að þau hafi ekki farið leynt með samband sitt á frumsýningu "Good Will Hunting" í síðustu viku. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 772 orð

Raunsæisleg örlagasaga

eftir Hafliða Vilhelmsson. Fróði, 1997. 176 bls. NÝJASTA skáldverk Hafliða Vilhelmssonar er raunsæisleg samtímasaga úr Reykjavík og gerist að mestu í nágrenni Klambratúnsins. Margir kannast því við söguheiminn og höfundur teflir saman persónum sem gætu allt eins búið í næstu íbúð við lesandann. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 135 orð

Sjötta barnið fætt S

SÖNGVARINN Mick Jagger varð faðir í sjötta sinn þegar eiginkona hans, Jerry Hall, fæddi son á sjúkrahúsi í London síðastliðinn mánudag. Drengnum hefur verið gefið nafnið Gabriel Luke Bureaugard en hann vó 3,7 kíló og heilsast þeim mæðginum vel. Jagger sem er orðinn 54 ára gamall var ekki viðstaddur fæðinguna þar sem Rolling Stones voru í Atlanta við tónleikahald. Meira
10. desember 1997 | Fólk í fréttum | 98 orð

Skagfirsk söngskemmtun

FJÓRIR norðlenskir kórar tróðu upp á Hótel Íslandi um síðustu helgi. Það voru Rökkurkórinn í Skagafirði, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Samkór Víðdæla og Skagfirska söngsveitin. Geirmundur Valtýsson var veislustjóri og séra Hjálmar Jónsson sá um hagyrðingaþátt. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 564 orð

Sossa skólastúlka

eftir Magneu frá Kleifum. Kápa og myndir: Þóra Sigurðardóttir. Mál og menning, 1997 ­ 144 s. KOMIN er út þriðja bókin um Sossu, þessa litlu kjarnorkukonu sem hefur unnið sig inn í hjarta barna og fullorðinna undanfarin ár. Bækurnar um Sossu hafa fengið öll þau verðlaun sem íslenskum barnabókum eru gefin og þessar sögur Magneu frá Kleifum eiga allar þessar viðurkenningar skilið. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 788 orð

Sögur Helga Jónssonar

bækurnar eru eftir Helga Jónsson.Sundur og saman 1997. ­ 24 bls.Gæsahúð 1997. ­ 129 bls.Kraftaverkið Tindur, 1994. ­ 31 bls. HELGI Jónsson sendir frá sér tvær nýjar bækur nú fyrir jólin, "Sundur og saman" og "Gæsahúð" og einnig er til umfjöllunar 2. prentun prentun af bók hans "Kraftaverkinu" sem út kom 1994. SUNDUR OG SAMAN Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 498 orð

Tekur grín mjög alvarlega

UMHENDUR er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Hallberg Hallmundsson, sem hefur búið í Bandaríkjunum í um 37 ár. Hann stofnaði bókaútgáfuna Brú fyrir um sjö árum og hefur jafnan sent frá sér eina bók á ári undir merkjum hennar. Meira
10. desember 1997 | Bókmenntir | 442 orð

Töfrandi sagnaheimur

eftir Velmu Wallis. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Uglan, Mál og menning 1997 ­ 120 bls. HÚN er ekki mikil að vöxtum bók Velmu Wallis, Fuglastúlkan og maðurinn sem elti sólina. Þótt hún sé ekki þykk býr margt í henni. Hún dregur upp mynd af grimmum en töfrandi sagnaheimi, af árekstri einstaklinga og samfélags og af lífi í harðbýlli náttúru og við harðneskjulegar aðstæður. Meira
10. desember 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Vaka-Helgafell á veraldarvefinn

VAKA-Helgafell hefur opnað vef á Netinu undir slóðinni http://vaka.is. Þar er að finna upplýsingar um fyrirtækið, yfirlit yfir klúbba sem það starfrækir og nýjar bækur auk þess sem Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku barnabókaverðlaunin eru kynnt. Þá gefst mönnum kostur á að panta bækur forlagsins á sérstökum afsláttarkjörum gegnum vefinn. Meira
10. desember 1997 | Kvikmyndir | 366 orð

"Þegar átti að husla hræið..."

Leikstjóri Paul Weiland.. Handritshöfundur Saul Turteltaub. Kvikmyndatökustjóri Harry Braham. Tónlist Trevor Jones. Aðalleikendur Jean Reno, Mercedes Ruehl, Polly Walker, Mark Frantell, Luigi Diberti. 97 mín. Ensk/þýsk/bandarísk. Spelling Films/Polygram199/. Meira

Umræðan

10. desember 1997 | Aðsent efni | 807 orð

Ávinningar októberbyltingarinnar í Rússlandi

Í FYRRI grein okkar lýstum við aðdraganda októberbyltingarinnar í Rússlandi og hvernig verkamenn og bændur náðu völdum 7. nóvember 1917. Hér verður fjallað um byltingarávinningana, tilkomu skrifræðisins og gagnbyltingu. Greinarnar byggja á erindi sem höfundar héldu í Reykjavík og á Akureyri vegna 80 ára afmælis byltingarinnar í Rússlandi. Meira
10. desember 1997 | Aðsent efni | 268 orð

Bjart er yfir börnunum!

ÍÞRÓTTAIÐKUN, hollt mataræði og líf án allrar óreglu er vísasta leiðin til góðs árangurs og bjartrar framtíðar. Óþarfi er að minnast á mikilvægi aga, einlægra tjáskipta og tillitssemi. Foreldrar og þeir, sem hafa með uppeldi barna að gera, ættu að hafa ofangreind atriði í huga. Meira
10. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Íslenskukunnátta fjölmiðlafólks

"FORSETINN tendraði jólatréð" sagði fréttaþulur ríkissjónvarpsins 6. desember. Fleiri ambögur fylgdu eftir. Hvað gerði forsetinn við jólatréð? Kveikti hann í því? Er ekki mál til komið að ríkisfjölmiðlarnir krefjist betri íslenskukunnáttu af þulum sínum og fréttamönnum? Faðir minn var skólastjóri og móðir mín kennaramenntuð. Á heimilinu ólst ég upp við ómengaða íslensku þess tíma. Meira
10. desember 1997 | Aðsent efni | 582 orð

Með Bítlalögum skal land byggja

HAFA menn hugleitt hvernig stjórnsýsla borgar og ríkis myndi bregðast við, ef allir kjósendur víðast hvar um landið færu að senda inn fyrirspurnir skv. upplýsingalögum? Hafi stjórnsýslan ekki bolmagn eða vilja til þess að afgreiða nokkrar hræður úti í bæ ­ hefur hún þá bolmagn eða vilja til þess að sinna fyrirspurnum tuga þúsunda fyrirspyrjenda? Hvernig myndi Samkeppnisstofnun þá bregðast við Meira
10. desember 1997 | Aðsent efni | 929 orð

Samsæriskenningar

DV og Degi er ekki ritstýrt frá heimili mínu að Laufási í Borgarfirði. Fréttir þessara blaða byggja á því hvað ritstjórar þeirra og blaðamenn telja fréttnæmt hverju sinni. Það sama gilti væntanlega um Alþýðublaðið sáluga. Ég hef því fráleitt búið til fréttir þessara fjölmiðla, hvorki í samráði við Sigurdór fréttastjóra DV eða Elínu Hirst. Meira
10. desember 1997 | Aðsent efni | 1763 orð

SJÓMANNASKÓLINN ­ AÐGÁT SKAL HÖFÐ

HUGMYNDIR menntamálaráðuneytisins um að flytja Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla Íslands úr húsnæði Sjómannaskólans á Rauðarárholti hafa vakið hörð viðbrögð sem nánast öll eru á þá lund að lagst er gegn hugmyndinni. Spyrja mætti: Hvað veldur þessari einróma andstöðu við flutning skólanna? Tilfinningaleg rök Meira
10. desember 1997 | Aðsent efni | 807 orð

Svarbréf frá bökkum Langár

ÞAÐ HAFA verið fagrir og friðsælir dagar við Langá undanfarið og þeir sem þar hafa dvalið notið þess ríkulega. Laugardaginn 6. desember var þessi friðsæld rofin illilega þegar Morgunblaðið birti grein eftir Ingva Hrafn Jónsson, fréttastjóra á Matthildi fm 885. Meira
10. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 628 orð

Uppbygging mannlífs í miðborginni

Verslun og mannlíf hefur hnignað í miðbæ Reykjavíkur undanfarna áratugi, sérstaklega í Kvosinni. Það þarf þó ekki að koma á óvart því að tilkoma Kringlunnar úrelti að sama skapi verslunarhúsnæði í miðborginni. Miðbærinn, sem er opinn og vindasamur, er í dag nánast ósamkeppnisfær við upphitaðar og aðlaðandi verslunarmiðstöðvar. Meira

Minningargreinar

10. desember 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Björgvin Jónsson

Það var árið 1963 að fjölskylda mín flutti frá Ísafirði á mölina í Reykjavík og settist að í Goðheimunum. Á þeim árum flykktist fólk hvaðanæva af landinu til Reykjavíkur, fólk í blóma lífsins sem var að koma sér fyrir í nýjum bæ. Man ég sérstaklega eftir því hve hressileikinn yfir Goðheimunum var mikill, þarna voru m. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Björgvin Jónsson

Björgvin Jónsson var sérstakur maður. Ég gekk eitt sinn með honum eftir Austurstræti, það tók langan tíma. Björgvin þurfti margt að spjalla við háa jafnt sem lága, hann var vinamargur. Ég kom oft á skrifstofu hans, ræddi viðfangsefni mín og leitaði ráða. Á þeim stóð ekki, Björgvin var ráðagóður. Áhugi hans á viðskiptum var ótrúlegur. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 634 orð

Björgvin Jónsson

Framfarasaga þjóðarinnar er samofin sögu einstaklinga og samtaka þeirra. Björgvin Jónsson er einn þeirra manna sem settu sterkan svip á samtíð sína. Hann var aðeins 26 ára þegar hann gerðist kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði og nokkru síðar varð hann bæjarstjóri þar. Hann ávann sér traust og virðingu samborgara sinna og þeir sáu fljótt að hann var vel til forystu fallinn. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Björgvin Jónsson

Björgvin Jónsson er látinn. Hann kom til mín á skrifstofuna í Aðalstrætinu örfáum dögum áður en hann lagði af stað í frí til Kanaríeyja og var eins og hann átti sér, glaðbeittur, hugmyndaríkur og ræddi áætlanir um framtíð viðskipta, sem við áttum tal um saman. Hann sagði mér af ferðalagi sínu og við gerðum áætlanir um framgang málsins, þangað til hann kæmi aftur heim. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

BJöRGVIN JÓNSSON

BJöRGVIN JÓNSSON Björgvin Jónsson fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Hann lést á Kanaríeyjum 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. desember. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 185 orð

Björgvin Jónsson Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór

Fregnin um andlát félaga okkar Björgvins Jónssonar kom sannarlega á óvart. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum, en virtist hafa náð sér vel eftir það og var hress og kátur á fundi með okkur skömmu áður en hann fór til Kanaríeyja, þar sem hann lést. Björgvin gekk í Lionsklúbbinn Þór árið 1979. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 136 orð

Bragi Árnason

Elsku afi minn, nú ertu búinn að kveðja og kominn á góðan stað. Á stað sem þú þarft ekki að líða meiri þjáningar. Ég veit að nú líður þér vel og þú munt gæta okkar sem sitjum hér eftir í sorg. Afi minn, söknuður er mikill, en þó svo þú verðir ekki til staðar fyrir mig þá munu yndislegu minningarnar sem þú hefur gefið mér lifa ávallt í huga mínum. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Bragi Árnason

Elsku afi okkar, við systkinin ætlum að minnast þín í fáum línum en það er erfitt að koma öllu að sem við þurfum að segja bara í nokkrum línum. Frá því að við munum eftir okkur hefur ekki liðið sú Reykjavíkurferð að við kíktum ekki í heimsókn til þín og ömmu. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Bragi Árnason

Hann afi minn er dáinn og mig langar að minnast hans með þessum orðum. Afi var mjög góður maður og hjartahlýr en það versta var að hann gat ekki talað við mig vegna mikilla veikinda sem hann var búinn að glíma við svo lengi. En oft gaf hann mér og systrum mínum pening, hvort heldur sem það var 500 kr. eða 1.000 kr. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 83 orð

Bragi Árnason

Elsku afi minn, þakka þér fyrir allar gleðistundirnar og samfylgdina sem við áttum saman og eru mér ómetanlegar. Og ég veit að þú ert nú í góðum höndum og sæll að fá hvíldina. Ástarkveðja til þín, afi minn, frá mér og unnustu minni, Eddu Guðrúnu, og litla gullmolanum henni Kötlu Marín. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 70 orð

Bragi Árnason

Nú ertu farinn frá okkur, okkur þótti mjög vænt um þig. Krökkunum þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til þín. Það þótti þeim gaman því þú varst svo góður. Þú varst þeim mjög góður afi, þú ferð aldrei úr huga þeirra því þeim þótti svo vænt um þig og okkur þótti svo gott að Guð var tilbúinn að taka við þér. Hvíl í friði. Sigurður Þór Bragasonog börn. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 75 orð

Bragi Árnason

Hann pabbi er dáinn. Tengdafaðir minn og afi okkar. Loks fékk hann langþráða hvíld eftir langvarandi og mikil veikindi og með þessum fáum orðum viljum við kveðja hjartagóðan mann með söknuði. Hefjum upp augu' og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesú vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði' er þá fjarri. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Bragi Árnason

Elsku pabbi minn, þá ertu loksins búinn að fá hvíldina og þó að það sé sárt þá var þetta góð jólagjöf fyrir þig og okkur. Þú varst góður og hjartahlýr maður og alltaf var stutt í glettnina og húmorinn hjá þér. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Bragi Árnason

Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, það var gott að þú skyldir fá hvíldina. Okkur þótti alltaf svo gott að koma til þín og ávallt varst þú góður og glettinn. Þú varst alltaf tilbúinn að gefa en sjaldan að þiggja því hjarta þitt og hugur voru stór. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 61 orð

Bragi Árnason

Elsku pabbi og tengdapabbi. Okkur langar að kveðja þig með ljóði. Hafðu þökk fyrir allt og guð þig geymi. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgarblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 221 orð

BRAGI ÁRNASON

BRAGI ÁRNASON Bragi Árnason fæddist 12. júlí 1928 í Glerárhverfi á Akureyri. Hann lést á Hrafnistu 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Árnason, f. 23. janúar 1908, d. 19. ágúst 1990 og Guðrún Jakobsdóttir, f. 8. október 1909, d. 16. ágúst 1992. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Í þessum heimi er hægt að finna sannar hetjur. Kraftmiklar, öruggar hetjur sem láta ekki undan síga þegar á hólminn er komið, heldur berjast til hins síðasta. Brynhildur var sannkölluð hetja, sem við öll fylgdumst með af aðdáun. Fáir einstaklingar búa yfir öðru eins hugrekki, dugnaði og þori og Brynhildur. Ég kynntist Brynhildi mjög vel í gegnum handboltann. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 517 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Kæra Brynhildur. Þegar ég frétti fyrst um veikindi þín vissi ég að þú myndir berjast til hins síðasta og það gerðirðu svo sannarlega. Eftir aðgerðina voru batahorfur þínar mjög góðar, þú varst kraftaverk. Viljastyrkurinn var svo mikill og þráin að geta haldið áfram var ólýsanleg. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR

BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Brynhildur Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 15. október 1979. Hún lést á Landspítalanum 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 6. desember. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 67 orð

Elías Jónsson

Kveðja til afa. Elsku Elli afi, við barnabörnin villjum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við munum sakna þín afskaplega mikið og erum þakklát fyrir að hafa átt svona góðan afa. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta okkar. Við biðjum góðan guð að geyma þig og hjálpa okkur öllum í sorginni. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 1126 orð

Elías Jónsson

Mig langar að minnast Elíasar mágs míns og vinar nokkrum orðum. Elíasi kynntist ég fyrst 1953 er hann kvæntist Guðrúnu systur minni. Strax við fyrstu sýn geðjaðist mér mjög vel að þessum hægláta traustvekjandi manni, sem jafnframt bjó yfir ríkri kímnigáfu. Elías fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Þar lauk hann barnaskólanámi. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Elías Jónsson

Frá því ég man fyrst eftir mér hefur heimili Ella og Gunnu í Skipholtinu verið fastur punktur í tilverunni. Kynnin við þetta sómafólk hófust þegar pabbi minn var í Stýrimannaskólanum. Þá var hann ásamt fleiri skólafélögum sínum í fæði hjá þeim hjónum í Skipholtinu. Margs er að minnast frá heimsóknum í Skipholtið. Ég eins og öll önnur börn hændist strax að Ella. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Elías Jónsson

Kveðja frá tengdadóttur. Tengdafaðir minn, Elías Jónsson, lést eftir stutta sjúkrahúslegu 1. desember. Allar góðu minningarnar streyma fram. Við kynntumst fyrir tuttugu og einu ári þegar ég vandi komur mínar í Skipholtið. Hann tók mér strax opnum örmum og traust handtakið sagði meira en mörg orð. Þremur árum síðar fæddist frumburðurinn, Elías Freyr. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 636 orð

Elías Jónsson

Í dag verður föður- og móðurbróðir okkar Elías Jónsson jarðsunginn 93ja ára að aldri að lokinni langri og góðri ævi. Elli var einn sex systkina og það hefur alltaf ríkt mikil samheldni í fjölskyldunni. Allt fram á síðustu ár hittumst við í öllum afmælum, á jólum og áramótum. Það má segja að líf Ella hafi verið í tveimur hlutum. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 311 orð

ELÍAS JÓNSSON

ELÍAS JÓNSSON Elías Jónsson fæddist í Brennu á Eyrarbakka 30. október 1904. Hann lést í Landspítalanum 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ásbjörnsson, verslunarmaður, f. 20.11. 1876, d. 26.10. 1938, og fyrri kona hans, Guðrún Elíasdóttir, húsmóðir, f. 8.11. 1879, d. 30.11. 1906. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 261 orð

Elín Fanný Friðriksdóttir

Í nóttinni þegar kyrrðin sækir að, er margt sem rennur í gegnum hugann. Lífshlaupið rennur sem straumhörð elfur sem leitar að upptökum sínum. Erfitt hlýtur að vera að staldra við og líta um öxl. Hvar byrjar lífið, ­ hvar endar lífið? Öll erum við samferða, ungur nemur gamall temur. Tré laufgast og fellir lauf sitt, sól rís sól sezt, þannig endurtekur lífið sig sífellt. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 538 orð

Elín Fanný Friðriksdóttir

Í dag verður til moldar borin Elín Fanný Friðriksdóttir frá Gröf í Vestmannaeyjum, fyrrverandi forstöðukona saumastofu Þjóðleikhússins. Mig langar til að minnast þessarar samstarfskonu minnar til margra ára með nokkrum orðum nú þegar hún er kvödd hinstu kveðju. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

ELÍN FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR

ELÍN FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Elín Fanný Friðriksdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. febrúar 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Oddný Benediktsdóttir, húsmóðir frá Efri-Grund undir Eyjafjöllum, f. 14. desember 1864, d. 10. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Ólöf Ketilbjarnardóttir

Minningin um mæta konu og sterkan persónuleika er efst í huga þegar ég minnist elskulegrar tengdamóður minnar sem nú er fallin frá í hárri elli. Ólöf Ketilbjarnardóttir var mjög glaðlynd og jákvæð að eðlisfari og alltaf bjartsýn á lífið og tilveruna. Í hennar eigin lífi skiptust á skin og skúrir en ekkert fékk bugað hana og ævinlega fór maður glaðari af hennar fundi en þegar maður kom. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 1703 orð

Ólöf Ketilbjarnardóttir

Elsku amma mín er núna komin í gegnum leynidyrnar, sem hún orti svona fallega um. Ég veit að afi og sonur þeirra, Halldór, og fleiri ástvinir hafa tekið vel á móti henni. Hún amma mín var svo einstök, svo kraftmikil, svo lífsglöð og alltaf svo ung. Hún var vel lesin og fróð svo af bar. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Ólöf Ketilbjarnardóttir

Látin er í hárri elli föðursystir mín, Ólöf Ketilbjarnar. Allt frá því fyrst ég man fylgdi Lóu frænku fjör og hressileiki. Öll deyfð og drungi vék í hennar návist. Hun var ræðin, stundum spurul, ákveðin í sínum skoðunum en ávallt skemmtileg. Lífsgleðin var hennar lífsakkeri í meðlæti sem mótlæti. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 365 orð

ÓLÖF KETILBJARNARDÓTTIR

ÓLÖF KETILBJARNARDÓTTIR Ólöf Ketilbjarnardóttir fæddist á Klukkufelli í Reykhólasveit 14. apríl 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ketilbjörn Magnússon, f. 25.6. 1865, d. 4.4. 1915, og Halldóra Snorradóttir, f. 18.4. 1865, d. 30.4. 1945. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Örn Árnason

Örn Árnason hóf störf hjá föður mínum upp úr 1960 og starfaði þar óslitið þar til hann lét af störfum árið 1995 fyrir aldurs sakir þá sjötugur að aldri. Það segir meira en mörg orð um þann mann sem við kveðjum nú. En á þessum fyrstu árum var mikill uppgangur þannig að vinnudagurinn var oft langur og strembinn. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Örn Árnason

Það eru margar spurningar sem vakna þegar dauðinn kveður sér hljóðs. Af hverju er afi dáinn? Afi sem alltaf hafði svo mikla löngun til þess að lifa, koma í sveitina og veiða, borða góðan mat, horfa á fótbolta og njóta þess að vera til. Afi sem bar svo mikla ást og umhyggju fyrir öðrum. Örn afi var hetja, hann þurfti ekki titla eða metorð. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 162 orð

Örn Árnason

Afi er horfinn úr þessum heimi. Í þrjú ár barðist hann við erfiðan sjúkdóm, sem að lokum lagði hann að velli. Inn á milli átti hann þó góðar stundir og gat sinnt áhugamáli sínu, stangaveiðinni, sem hann stundaði af ástríðu og innsæi listamannsins. Hann barðist meðan kraftar entust, uppgjöf og aðgerðarleysi voru ekki hans stíll. Meira
10. desember 1997 | Minningargreinar | 186 orð

ÖRN ÁRNASON

ÖRN ÁRNASON Örn Árnason fæddist á Seyðisfirði 2. september 1925. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Kristjánsson, f. 19.2. 1897, d. 17.9. 1931, og Aldný Magnúsdóttir, f. 31.12. 1900, d. 10.11. 1987. Örn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Jónsdóttur, hinn 29. Meira

Viðskipti

10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Airbus smíðar lengri þotu

STJÓRN evrópsku flugiðnaðarsamsteypunnar Airbus Industrie hefur samþykkt smíði nýrra A340-500 og A340-600 þotna, sem eru stærri og lengri en A330/A340 þotunar. Fjárfestingin mun nema um 2,9 milljörðum dollara. Sjö flugfélög hafa þegar ákveðið að kaupa þotur af nýju gerðinni, þar á meðal Air Canada, Egyptair, EVA Air, Lufthansa og Virgin Atlantic. Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Bjóða nám í opinberri stjórnsýslu í fyrsta sinn

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands býður nú upp á nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun í samvinnu við Hagsýslu ríkisins og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nám þetta er hugsað fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum, fulltrúa í sveitarstjórnum, Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 128 orð

ÐHlutabréf í Lyfjaverslun hækka um 19%

TALSVERÐAR sveiflur urðu á gengi hlutabréfa í nokkrum félögum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Hlutabréfavísitalan stóð hins vegar nánast í stað, lækkaði um 0,04%. Gengi hlutabréfa í Lyfjaverslun Íslands hækkaði um tæp 19% í gær en engar nýjar fréttir hafa borist af fyrirtækinu og voru helst leiddar líkur að því að hækkunin hefði að mestu leyti stafað af því að um mikil viðskipti hefði verið Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 189 orð

ÐKrónan styrkist um 0,4%

MIKIL viðskipti áttu sér stað á gjaldeyrismarkaði í gær og hækkaði gengi krónunnar um 0,41% frá því á þriðjudag. Gengi krónunnar hafði raunar hækkað nokkru meira um miðjan dag í gær en hækkunin gekk að hluta til baka seinni hluta dags. Hefur gengi krónunnar þá hækkað um 1,7% frá því í byrjun nóvember, en áður hafði gengi krónunnar farið jafnt og þétt lækkandi frá því í júlí. Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 365 orð

Nýjar vísitölur Verðbréfaþings taka gildi um áramót

VERÐBRÉFAÞING Íslands mun hefja birtingu nýrra þingvísitalna hlutabréfa og skuldabréfa frá og með 1. janúar 1998. Aðalhlutabréfavísitalan frá þeim tíma verður svokölluð Úrvalsvísitala Verðbréfaþings sem nær til þeirra 15 félaga á Aðallista þingsins sem eru með virkasta verðmyndum. Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Svissnesk bréf ennþá á metverði

LOKAVERÐ svissneskra hlutabréfa hækkaði í gær, þar sem áhrifa samruna UBS og SBC bankanna á mánudag heldur áfram að gæta. Á gjaldeyrismörkuðum hækkaði dollar í yfir 1,79 mörk og hefur dalurinn ekki verið hærri gegn markinu síðan 23. september, en hann lækkaði í innan við 130 jen. Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Toyota reisir verksmiðju í Frakklandi

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakka, og Hiroshi Okuda, forstjóri Toyota, hafa staðfest að japanska fyrirtækið muni reisa aðra bílaverksmiðju sína í Evrópu í Norður- Frakklandi. Toyota, sem á fyrir verksmiðju í Bretlandi, hyggst útvega 2000 manns vinnu og framleiða 150. Meira
10. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Vill einkafjármögnun í Leifsstöð

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur hvatt til þess að ráðist verði í stækkun Leifsstöðvar hið fyrsta og rekstur hennar boðinn út. Bent er á að verkefnið sé kjörið fyrir svokallaða einkafjármögnun. Í bréfi, sem Verslunarráð hefur sent Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, Meira

Fastir þættir

10. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
10. desember 1997 | Í dag | 68 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 11. desember, verður áttræður Engilbert Hannesson, bóndi Bakka, Ölfusi. Eiginkona hans er Ragnheiður Jóhannsdóttir frá Núpum. Þau hjónin taka á móti gestum á Veitingastaðnum Básnum, Efstalandi í Ölfusi, laugardaginn 13. desember frá kl. 16-19. Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Bridgefélag Kópavogs FIMMTUDAGINN 4.desem

FIMMTUDAGINN 4.desember var síðasta kvöldið í hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Ragnars Jónssonar sigraði næsta örugglega með rosaskor síðasta kvöldið. En með Ragnari voru Murat Serdar, Þórður Björnsson, Georg Sverrison og Bernódus Kristinsson. Lokastaðan: Ragnar Jónsson1779 Ármann J. Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 419 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Reykja

Á þriðjudagskvöldum er spilaður eins kvölds tvímenningur, Mitchell og Monrad Barómeter til skiptis. Spilamennska byrjar kl. 19.30 og minnt er á að spilarar 20 ára og yngri spila frítt. Miðvikudaginn 6. desember var spilað 2. kvöldið af 4 í Monrad sveitakeppni félagsins. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Þorlákskirkju af sr. Svavari Stefánssyni Árný Bjarnadóttir og Alfreð Árnason. Heimili þeirra er í Svíþjóð. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Breiðholtskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Aðalheiður Rúnarsdóttir og Róbert Örn Jónsson. Heimili þeirra er að Reykási 27, Reykjavík. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. nóvember í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Unnur Gylfadóttir og Tryggvi Þorvaldsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
10. desember 1997 | Dagbók | 747 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 1485 orð

Guðmundar Arasonar mótið hefst á laugardag

ÞRIÐJA Guðmundar Arasonar mótið hefst laugardaginn 13. desember og lýkur 21. desember. Eins og nafn mótsins gefur til kynna er Guðmundur Arason helsti styrktaraðili mótsins og tilgangur þess hefur ávallt verið sá að gefa ungum íslenskum skákmönnum tækifæri til að spreyta sig gegn erlendum meisturum. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 362 orð

ÍKVERJA er með öllu fyrirmunað að geta ræktað upp svo mik

ÍKVERJA er með öllu fyrirmunað að geta ræktað upp svo mikið sem vísi að umburðarlyndi gagnvart símasölumennsku. Virðingarleysi símasölumanna fyrir friðhelgi heimilisins er í augum Víkverja óþolandi fyrirbæri ­ það liggur við að segja megi að innrás símasölumanna á heimilin á kvöldin sé glæpsamleg. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 28 orð

Ljósmynd Björn Gíslason BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Laufáskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Borghildur Kjartansdóttir og Kristján Kristjánsson. Þau eru til heimilis að Einholti 5 á Akureyri. Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 26 orð

Morgunblaðið/Arnór JÓN Þorvarðarson og Haukur Ingason sigruðu í Fr

Morgunblaðið/Arnór JÓN Þorvarðarson og Haukur Ingason sigruðu í Frakklandstvímenningi BridsfélagsReykjavíkur, sem lauk fyrir nokkru. Með sigrinum tryggðu þeir sér farseðla á HM í Lilleí Frakklandi haustið 1998. Meira
10. desember 1997 | Í dag | 377 orð

Notuð skíðiog skautar HVER tekur í umboðssölu notuð skí

HVER tekur í umboðssölu notuð skíði, skíðaskó og skauta? Börn vaxa hratt upp úr lítið notuðum fínum skíðum og skautum. Margir sem ekki hafa mikla peninga hafa átt þess kost í mörg ár að geta leitað til Sportmarkaðarins, sem er hættur, eftir ódýrum notuðum skíðum og skautum til að gefa börnum sínum í jólagjöf. Er einhver að veita þessa góðu þjónustu? Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 505 orð

Safnaðarstarf Aðventuhátíð í Vesturhópi AÐVENTUHÁT

AÐVENTUHÁTÍÐ Tjarnar-, Vesturphópshóla- og Breiðabólsstaðarsókna verður haldin í Vesturhópshólakirkju miðvikudagskvöldið 10. desember, kl. 21. Elín R. Líndal, varaþingmaður í Lækjarmóti, flytur hugvekju. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur undir stjórn Helga Sæmundar Ólafssonar organista og leiðir almennan söng. Meira
10. desember 1997 | Fastir þættir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagskvöldið 7. desember 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 14 pör spiluðu 7 umferðir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS: Dúa Ólafsdóttir ­ Þórir Leifsson 206Kristinn Karlsson ­ Árni Steingr. Meira

Íþróttir

10. desember 1997 | Íþróttir | 442 orð

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill að franski miðvallarspilarinn Patrick Vieira verði leikmaður hjá Lundúnaliðinu allan keppnisferil sinn og að hann skrifi undir samning þess efnis. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 91 orð

Ásarnir fjórir

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt nöfn fjögurra efstu manna á listanum yfir þann sem verður útnefndur besti knattspyrnumaður heims 1997 að mati 128 landsliðsþjálfara. Fram til þessa hafa aðeins þrjú nöfn verið gefin upp, þannig að allt bendir til að tveir leikmenn séu jafnir í einhverju af þremur efstu sætunum. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 161 orð

Birkir líklega til Norrköping

BIRKIR Kristinsson markvörður skrifar væntanlega undir samning við sænska liðið Norrköping í dag samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Birkir hélt til Svíþjóðar á mánudaginn og fór á eina æfingu með félaginu þá. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 149 orð

BJARKI Sigurðsson

BJARKI Sigurðsson var markahæstur í liði Drammen er félagið lagði Fyllingen 28:17 í norsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Drammen er í 4. sæti með 14 stig að loknum 11 leikjum í deildinni. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 38 orð

Blak

Staðan 1. DEILD KARLA Leikir, sigrar, töp, hrinur, stig: Þróttur R. 66018:318 ÍS 84415:1415 Þróttur N. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 238 orð

Frökkum ekki raðað í sæti á EM FRA

FRAKKLAND er í sjöunda sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, en var ekki í hópi þeirra níu liða sem var raðað í riðla fyrir næstu Evrópukeppni landsliða sem verður í Hollandi og Belgíu árið 2000 en riðlakeppnin hefst næsta ár. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 300 orð

Golf

Hola í höggi Sextíu kylfingar náðu draumahögginu, léku golfbraut á einu höggi, á þessu ári. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi hafa með sér félagsskap sem heitir Einherji og varð félagið 30 ára í haust. Nýir og gamlir Einherjar hittast í hófi á Hótel Borg þriðjudaginn 30. desember og þangað eru allir kylfingar velkomir til að fagna Einherjum. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 508 orð

"Handboltahreyfingin er fátækari án hans"

SÆNSKI handknattleiksþjálfarinn Roger Carlsson lést í fyrrakvöld, aðeins 52 ára að aldri, eftir hjartaáfall í leik Skövde og Polisen/Söder í Stokkhólmi. Hann hafði verið með hjartatruflanir í nokkur ár. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 358 orð

Inter bjargaði sér fyrir horn

Inter Milan tókst að bjarga sér út úr erfiðri stöðu í Evrópukeppni félagsliða er þeir lögðu Strassborg, 3:0, á heimavelli í gærkvöldi, en franska liðið bar sigur í býtum í fyrri leiknum, 2:0. Leikmenn frá S-Ameríku voru í aðalhlutverki hjá Inter því þeir gerðu öll mörkin. Brasilíski knattspyrnusnillingurinn opnaði markareikninginn með marki á 28. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Strandgata:Haukar - Stjarnan20 Valsheimili:Valur - Grótta-KR20 Vestmannaeyjar:ÍBV -

Handknattleikur 1. deild kvenna: Strandgata:Haukar - Stjarnan20 Valsheimili:Valur - Grótta-KR20 Vestmannaeyjar:ÍBV - FH20 Víkin:Víkingur - Fram20 Körfuknattleikur Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 111 orð

Íþróttaferill "Ragge"

1961: Hann byrjaði að leika handknattleikmeð V¨astra Frölunda, þá 16 áragamall. 1965: Meistari með V¨astra Frölunda. 1967: Skipti um félag ­ til HP (sem síðar var HP Warta). 1974: Hann lék tvo landsleiki. Hætti sem leikmaður. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 150 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni félagsliða Moskvu, Rússlandi: Spartak Moskva - Karlsruhe1:0 Alexander Shirko 109. 28.000. Spartak vann samanlagt 1:0. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Twente Enschede2:0 S.Marlet 3., Stephane Guivarc'h 82. 20.000. Auxerre vann samanlagt 3:0. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 1627 orð

Knattspyrna í kreppu?

Knattspyrna í kreppu? var titill á framsöguræðu Bjarna Jóhannssonar, þjálfara Íslandsmeistara ÍBV, á málþingi sem Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands gekkst fyrir um helgina. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með umræðunum á málþinginu. Bjarni byrjaði á því að tala um almennan framgang knattspyrnunnar í Evrópu en benti síðan á stöðu Íslands. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 29 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Miami - New Jersey105:97Orlando - Philadelphia95:86Utah - Indiana106:97Portland - LA

NBA-deildin Miami - New Jersey105:97Orlando - Philadelphia95:86Utah - Indiana106:97Portland - LA Lakers105:99Íshokkí NHL-deildin NY Rangers - Phoenix3:1Montreal - Colorado4:2Toronto - Dallas3:0ST Louis - Vancouver5:1Ameríski fótboltinn NFL-deildin Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 162 orð

Lakers tapaði í Utah

Allir leikirnir fjórir í NBA-deildinni í fyrrinótt unnust á heimavelli. Isaiah Rider gerði 21 af 26 stigum sínum í síðari hálfleik fyrir Portland sem vann LA Lakers 105:99. Rasheed Wallace var með 18 stig og níu fráköst og Alvin Williams setti persónulegt stigamet með því að gera 16 stig. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 118 orð

Norðmenn í vanda NOREGUR og Danmörk verða

NOREGUR og Danmörk verða á meðal keppenda á morgun þegar 8-liða úrslit hefjast á Heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Norðmenn lögðu Austurríki og bronslið Dana lagði lið Ungverja, sem lék til úrslita á síðasta HM, 30:25. Norsku stúlkurnar voru í hinu mesta basli gegn Austurríki; voru 12:6 undir í leikhléi en unnu 24:18. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 379 orð

"Ókrýnd drottning"

Kristín Rós Hákonardóttir úr ÍFR var kjörin íþróttamaður ársins 1997 úr röðum fatlaðra. Þetta er þriðja árið í röð sem Kristín Rós hlýtur þessa nafnbót, og því fær hún til eignar farandbikarinn sem verið hefur í notkun undanfarin ár. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra tilkynnti niðurstöðu sína í hófi á hótel Sögu í gær. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 281 orð

Óvænt á Akureyri

BLAKÓvænt á Akureyri Það urðu óvænt úrslit á Akureyri þegar að KA skellti liði Þróttar úr Neskaupstað tvívegis sl. helgi, en KA hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum vetrarins og hafði fyrir leikina tapað öllum sínum viðureignum. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 248 orð

Tvisvar dregið í bikar- keppninni í Noregi

Ekki gekk vandræðalaust að draga í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik á dögunum, en það var gert í beinni útsendingu í sjónvarpi strax og leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Fyrsta liðið af fjórum sem dregið var upp úr pottinum var Herkules, en liðið hafði tapað fyrir Runar í 8-liða úrslitum fyrr um kvöldið. Meira
10. desember 1997 | Íþróttir | 318 orð

ÞÝSKA liðið Kaiserslauternhefur

ÞÝSKA liðið Kaiserslauternhefur fengið liðsstyrk. Ungverski landsliðsmarkvörðurinn Lajos Szucz er kominn í herbúður liðsins frá Ujpest. Szucz er 24 ára og verður hann varamarkvörður Andreas Reinke í meistarabaráttunni sem framundan er hjá liðinu. Meira

Úr verinu

10. desember 1997 | Úr verinu | 407 orð

Áhyggjur af rækjunni

MEIRA hefur borist á land af gulllaxi í haust og vetur en nokkru sinni fyrr en skipin hafa verið að fá hann á 400 til 500 faðma dýpi með suðurströndinni. Þessum veiðum er þó lokið að sinni og virðist fiskurinn hafa fært sig eitthvað utar. Ekki virðist lengur fara á milli mála, að rækjan fyrir Norðurlandi er eitthvað farin að tregast og hafa menn af því verulegar áhyggjur. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 411 orð

Bretar auka kaup á sjávarafurðum

INNFLUTNINGUR sjávarafurða til Bretlands jókst um 5% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en í verðmætum var um að ræða samdrátt upp á 2%. Kemur mest frá Íslandi, Noregi og Færeyjum en helsti útflutningsmarkaður Breta í sjávarafurðum er Frakkland. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 128 orð

Bretar kaupa mjölið frá Perú

BRETAR halda áfram að auka innflutning á fiskimjöli og lýsi. Í lok ágústmánaðar nam þessi innflutningur þeirra tæplega 257.000 tonnum, sem er tæplega 20.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Megnið af mjölinu kaupa þeir frá fjórum löndum. Mest er keypt frá Perú, 72.000 tonn, en næstir komum við Íslendingar með 69.500 tonn. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 168 orð

Broddur kominn út

BRODDUR, fagtímarit íslenskrar matvælaiðju, er nýkomið út og kennir þar margra grasa. Ritstjóri tímaritsins er Hákon Jóhannesson en útgefandi þess er Matvælatækni. Meðal efnis í þessu 1. tbl. 2. árg. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 28 orð

Efni Viðtal 3 Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning

Efni Viðtal 3 Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Eftirspurn eftir rækju verður meiri en framboð á næsta á Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 701 orð

Eftirspurn eftir rækju verður meiri en framboð á næsta ári

VÆGI eldisrækjunnar á rækjumarkaðinum hefur aukist verulega á síðustu fimm eða sex árum en á einum áratug, frá 1985 til 1995, fór framleiðslan úr 213.000 tonnum í 931.788 tonn. Á þessu ári og því síðasta hefur framleiðslan þó minnkað töluvert vegna sjúkdóma í Suðaustur-Asíu og í Suður-Ameríku. Sjúkdómar eru viðvarandi vandi í þessari grein og valda því, að hún er mjög sveiflukennd. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 416 orð

Framboð minnkar og verð hækkar á fiskmörkuðum

FRAMBOÐ á fiski á innlendum fiskmörkuðum hefur minnkað verulega fyrsta fjórðung yfirstandandi fiskveiðiárs miðað við sama tíma í fyrra sem leitt hefur af sér harðnandi samkeppni og hækkandi verð á mörkuðunum. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 161 orð

Hrognaverð fer lækkandi

NORSKIR grásleppuhrognaverkendur hafa ákveðið að lækka lágmarksverð á þeim birgðum, sem þeir sitja enn uppi með, úr 55.000 ísl. kr. í 45.000 kr. Talið er, að enn séu óseldar um 500 tunnur í Noregi eða eitthvað svipað og hér á landi að því er fram kom hjá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 173 orð

Hvalveiðar

Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Ritið er 157 bls. og kostar 1.700 kr. ÚT ER komið á vegum Sjávarútvegsstofnunar ritið, Whaling on the North-Atlantic; economic and political perspectives, ritstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 208 orð

Kaupa minna af fiski héðan

BRETAR kaupa nú mest af ferskum fiski frá Færeyjum, en hlutur okkar Íslendinga á ferskfiskmörkuðunum í Bretlandi fer minnkandi. Í lok ágústmánaðar höfðu Bretar flutt inn um 22.500 tonn af ferskum fiski frá Færeyjum, sem er 7.000 tonna aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutur okkar þetta tímabil var um 12.200 tonn, sem er 1.600 tonna samdráttur frá fyrra ári. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 101 orð

Langreyður varð plasti að bráð

LANGREYÐUR, 20 metra löng og 70 tonna þung, bar nýlega beinin á ströndinni við Santander á Norður-Spáni. Við athugun kom í ljós, að það var alls konar plastdrasl, sem varð henni að fjörtjóni. Hvalurinn synti á grunn fyrir um þremur vikum og þótt margir reyndu að koma honum út aftur tókst það ekki. Drapst hann á ströndinni og var síðan skorinn í rannsóknaskyni. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 46 orð

LAXI PAKKAÐ Í HRÍSEY

MIKIL áherzla er lögð á pökkun á fiski í neytendaumbúðir í pökkunarstöð Snæfells hf. í Hrísey. Gert e ráð fyrir því að útflutningsverðmæti slíkra afurða á einu ári sé um 650 milljónir króna. Hér er verið að pakka laxi fyrir stórmarkaði í Evrópu. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 90 orð

Nýtt skip í eigu Vísis

FJÖLNIR GK 7 er nýtt skip í eigu Vísis hf í Grindavík en það var áður Kristbjörg VE 70 í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og þar áður Þórunn Sveinsdóttir. Verður skipið á línu, með beitningavél um borð, en skipstjóri er Sigurður Viggósson. 14 menn eru í áhöfn. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 296 orð

Nýtt starfsfólk hjá Sæplasti

FJÓRIR nýir starfsmenn Sæplasts eru kynntir í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. EIÐUR Guðmundsson hefur tekið við stöðu framleiðslustjóra og kom hann til starfa í byrjun júní sl. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 235 orð

Ofnbakaður saltfiskur

SALTFISKUR er eflaust borðaður á flestum heimilum á hefðbundinn hátt, en hér kemur ein uppskrift með suður-evrópskum blæ sem auðvelt er að aðlaga og hægt er að sjóða bæði saltfiskinn og kartöflurnar daginn áður en það á að borða réttinn svo að það stytti tímann þegar rétturinn er eldaður endanlega. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 589 orð

Orri ÍS til Spánar vegna breytinga

BÁSAFELL hf. hefur ákveðið að taka tilboði frá skipasmíðastöð í Vigo á Spáni vegna breytinga á togaranum Orra ÍS. Fer skipið utan nú í vikunni. Alls bárust fimm tilboð í breytingarnar, þrjú frá Póllandi og tvö frá Spáni. Er stefnt að því að þeim verði lokið í apríl en auk þess verður ráðist í nokkrar breytingar á Sléttanesi ÍS í janúar. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 357 orð

Saltfiskur í sögu þjóðar

Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason. Tvö bindi: 312+414 bls. ISBN 9979-804-60-2. Leiðb. verð: 7.980 kr. Félagsmannaverð 6.384 kr. Í ÞESSU tveggja binda riti er sagt frá einum gildasta þætti íslenskrar sjávarútvegs- og atvinnusögu á síðari tímum. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 454 orð

SEnginn eftirspurn er nú eftir síldveiðiheimildum

ENGIN eftirspurn er nú eftir síldarkvótum þar sem að veiðin hefur gengið mjög treglega það sem af er vertíðinni. Aðeins er búið að veiða um 45 þúsund tonn af rúmlega 117 þúsund tonna heildarkvóta, en venjulega hefur síldarvertíðin verið langt komin um þetta leyti árs. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 132 orð

Snæfell með mest af Flæmska hattinum

SNÆFELL SH pg Pétur Jónsson RE (nú Húsvíkingur) eru aflahæst þeirra íslenzkra skipa, sem hafa stundað rækjuveiðar á Flæmska hattinum á þessu ári. Bæði skipin eru með í kringum 940 tonn. Heildarafli okkar Íslendinga á þessum fjarlægu miðum er nú orðinn um 6.300 tonn og eru því um 500 tonn óveidd af leyfilegum heildarafla okkar á árinu. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 118 orð

Spá 35% samdrætti í framleiðslu Perú

BÚIST er við, að fiskmjölsframleiðsla í Suður-Ameríku muni dragast saman um 35% á tímabilinu október 1997 til mars á næsta ári og lýsisframleiðslan um enn meira. Er það heiti straumurinn El Nino, sem veldur því. Kom þetta fram á fundi mjöl- og lýsisframleiðenda í Róm og einnig, að El Nino væri nú álíka sterkur og 1982/83. Þegar veiðarnar hófust við Perú 25. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 608 orð

Tilraunir með barraeldi og endurnotkun vatns

FISKELDISSTÖÐIN Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu. Fyrirtækið hefur í samstarfi við fleiri fyrirtæki keypt reykingarfyrirtæki á Akureyri, verið að prófa sig áfram með barraeldi og endurnotkun eldisvökvans og framkvæmdir standa yfir við stækkun stöðvarinnar. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 977 orð

Tilraun til að skapa okkar rækju sérstöðu

Þjóðverjar gera nú greinarmun á kaldsjávarrækju og annarri rækju Tilraun til að skapa okkar rækju sérstöðu Þrátt fyrir að vera keppinautar á sömu mörkuðum, ákváðu íslenskir, Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 124 orð

UMBÚÐAMIÐLUN KAUPIR AF BORGARPLASTI

Í SÍÐASTA mánuði gerði Umbúðamiðlun ehf samning við Borgarplast hf um kaup á 2.000 endurvinnanlegum fiskikerum, 460 og 660 lítra. Gert er ráð fyrir að Borgarplast ljúki afhendingu keranna í lok janúar 1998. Borgarplast afhenti Umbúðamiðlun fyrstu kerin í byrjun þessa mánaðar. Þetta eru fyrstu endurvinnanlegu kerin sem Umbúðamiðlun kaupir. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 522 orð

Upplýsingakerfi fyrir frystitogara frá Kerfi

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Kerfi hf. hefur nú sett á markað fyrsta heildstæða upplýsingakerfið fyrir framleiðsu í frystitogurum. Nýja kerfið, sem vinnur á PC tölvu, nefnist Atlantis og er ætlað að mæta auknum kröfum um gæðaeftirlit og rekjanleika afurða vinnsluskipa. Atlantis hefur verið í þróun hjá Kerfi hf. undanfarin tvö ár og var sett um borð í frystitogarann Sléttbak frá ÚA 20. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 439 orð

Verð á hrognum lækkað verulega

NORSKIR grásleppuhrognaverkendur hafa ákveðið að lækka lágmarksverð á þeim birgðum, sem þeir sitja enn uppi með, úr 55.000 ísl. kr. í 45.000 kr. Talið er, að enn séu óseldar um 500 tunnur í Noregi eða eitthvað svipað og hér á landi að því er fram kom hjá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira
10. desember 1997 | Úr verinu | 870 orð

Vélstjórar íhuga nú að fresta boðuðu verkfalli

SAMNINGANEFND Vélstjórafélags Íslands mun taka til athugunar hvort rétt sé að fresta um einhverja daga boðuðu verkfalli, sem koma átti til framkvæmda á miðnætti 2. janúar. Verkfallið tekur til 79 skipa með 1.501 kW aðalvél eða stærri, en vélstjórar á þessum skipum krefjast hærri skiptahlutar. Meira

Barnablað

10. desember 1997 | Barnablað | 44 orð

Býflugnasuð

BÝFLUGNASUÐ myndast vegna mjög hraðs vængjasláttar, segir í alfræðibókum, og svo eru flugurnar sennilega að segja: Stinga, stinga, stinga! Þær segja það bara svo hratt að það heyrist aðeins þetta fallega, notalega, yndislega, HRÆÐILEGA hljóð: Ssssssssss. Höfundur myndar: Gunnhildur, Eyktarsmára 10, 200 Kópavogur. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 67 orð

Einn brandari

HEYRT á skosku heimili: Sonurinn kemur heim úr skólanum: Pabbi, í stað þess að fara upp í strætisvagninn, þá hljóp ég á eftir honum. Þannig sparaði ég 60 kr. Faðirinn: Asni varstu, strákur. Þú áttir að hlaupa á eftir leigubíl, þá hefðir þú sparað 1.000 kr. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 36 orð

Ekki alveg eins

Á HVERJA myndanna fimm vantar eitt atriði sem finnst á hinum fjórum. Hver eru þessi atriði? Lausnin: 1: Fugl. 2. Steinn á bak við strákinn. 3. Ský. 4. Strá fremst á myndinni. 5. Grenitré. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 72 orð

Föndrað úr saltdeigi

BLANDIÐ saman tveimur hlutum af hveitimjöli, einum hluta af salti, einum hluta af vatni og nokkrum dropum af matarolíu. Þegar búið er að hræra deigið saman og það er þokkalega þykkt er hægt að móta úr því alls kyns verur, hluti og dýr. Þegar deigið er þornað er tilvalið að mála og jafnvel lakka það sem mótað var. Deig sem verður afgangs er hægt að geyma í vandlega lokuðum plastpoka. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 116 orð

Hvað er í matinn? ­ Ávaxtasalat og shake

Ríkissjónvarpið á sunnudögum kl. 18.30, á eftir Stundinni okkar Ávaxtasalat 1 klasi vínber 1 stk. kiwi 5 stk. jarðarber box hindber 1 stk. epli stk. melóna stk. ananas 2 stk. appelsínur Aðferð: Skera niður ávexti í litla bita. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 99 orð

Innkaupaferð

ÞESSA flottu og vel gerðu mynd sendi okkur stúlka að nafni Sigurdís Jara Brynjólfsdóttir, 10 ára, Frostafold 105, 112 Reykjavík. Hún skrifar sjálf skýringu á myndina en stundum skila smáatriði í myndum sér ekki nógu vel þegar búið er að prenta blaðið. Þess vegna fylgir textinn hennar Sigurdísar Jöru hér með: Þetta kaupi ég með mömmu og pabba. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 90 orð

PENNAVINIR Hæ! Ég er 13 ára

Hæ! Ég er 13 ára stelpa og óska eftir pennavini á aldrinum 13-15 ára. Strákar, ekki vera feimnir við að skrifa. Áhugamál: Badminton, góð tónlist, diskótek, böll, sætir strákar og skellinöðrur. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Kristín Þórsdóttir Hrísmóum 6 210 Garðabær Hæ. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 86 orð

Skólabrandarar

Pabbi, vita feðurnir alltaf meira en synirnir? ­Já vinur. ­Veist þú þá kannski hver fann upp gufuvélina? ­Já, það var James Watt. ­Af hverju fann pabbi hans hana ekki upp? ­­­ Til hamingju, Jói! Í fyrsta skipti hefur þú reiknað öll dæmin rétt. Meira
10. desember 1997 | Barnablað | 109 orð

SKÓVERSLUN STEINARS WAAGE

SKÓR eru nauðsynlegir, það vitum við. Og hvar fáum við skó, jú, í skóbúðum m.a. Ein slík búð er Skóverslun Steinars Waage í Kringlunni og Domus Medica. Á þessu ári fögnuðu eigendur og starfsfólk 40 ára afmæli verslunarinnar. Og nú er ykkur boðið til litaleiks í tilefni afmælisins. Verðlaunin eru hin veglegustu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.