Greinar fimmtudaginn 11. desember 1997

Forsíða

11. desember 1997 | Forsíða | 57 orð

Albright í Úganda

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur á sjö mánaða gömlu barni í bænum Gulu í Norður-Úganda, sem hún heimsótti í gær. Móðir barnsins féll fyrir byssukúlum uppreisnarmanna í landinu en fjögurra ára gamall bróðir þess bjargaði því og eru börnin nú í búðum fyrir fórnarlömb stríðsátakanna. Albright er nú á ferð um sjö Afríkuríki. Meira
11. desember 1997 | Forsíða | 448 orð

Ágreiningur um sölukvóta tafði samkomulag

KYOTO-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál lauk í gær og var þá útlit fyrir að samkomulag um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda væri í burðarliðnum. Heimildarmenn sögðu í gærkvöldi að Bandaríkjamenn hefðu fallist á að taka til greina athugasemdir Kínverja um sölukvóta á losun, en hann var helsta þrætueplið undir lokin. Meira
11. desember 1997 | Forsíða | 324 orð

Baráttu verði haldið áfram

JODY Williams, sem farið hefur fremst í flokki herferðar gegn notkun jarðsprengna, og Tun Channareth, fulltrúi Alþjóðasamtaka um jarðsprengjubann, ICBL, tóku við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Ósló í gær. Meira
11. desember 1997 | Forsíða | 107 orð

Jeltsín á heilsuhæli

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti þjáist af heiftarlegri vírussýkingu í öndunarfærum. Forsetinn fékk sýkinguna upp úr kvefi sem hann fékk á meðan á Stokkhólmsheimsókn hans stóð í síðustu viku. Talsmaður forsetans sagði hann ekki vera rúmliggjandi en að læknar hefðu ráðlagt honum að halda sig innandyra. Meira
11. desember 1997 | Forsíða | 163 orð

Rjúfi tengsl við Ísrael

HAFEZ al-Assad, forseti Sýrlands, sagði í gær á leiðtogafundi samtaka múslimalanda, OIC, að öll ríki múslima yrðu að rjúfa tengsl sín við Ísraela. Hann sagði að hófsemi af hálfu araba leiddi aðeins til öfga og ofstækis í Ísrael. Meira

Fréttir

11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 403 orð

230 milljónir fyrir hús hertogans

Í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög er lagt til að 290 milljóna króna hækkun verði gerð á fjárveitingu vegna útgjalda til sendiráðs Íslands í London. Meginástæðan er ákvörðun um að endurnýja leigusamning á sendiráðinu og sagði Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, í gær að þetta hefði verið ákveðið að vandlega athuguðu máli. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 358 orð

530 milljónir til nýframkvæmda

KOSTNAÐUR vegna nýframkvæmda á vegum Reykjavíkurhafnar er áætlaður 531 milljón króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Þar af er áætlað að verja 281 milljón til framkvæmda í olíuhöfn við Örfirisey, 149 milljónum í framkvæmdir við Sundahöfn, 37 milljónum í Gömlu höfnina og 36 milljónum til að hefja grjótnám í Geldinganesi. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

7 milljónir í bætur vegna slyss

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni um 7 milljónir í bætur eftir slys í veiðiferð 1991. Maðurinn var farþegi í jeppa félaga síns. Sá taldi sig aka eftir vegarslóða, en reyndist aka eftir rofi í jarðveginum. Jeppinn valt, maðurinn kastaðist út, klemmdist undir bílnum, slasaðist mikið og er nú 20% öryrki. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

93 móttökur á vegum borgarinnar

Í LOK nóvember sl. hafði Reykjavíkurborg staðið fyrir 93 móttökum á árinu og á síðasta ári voru þær yfir 80. Þetta kom fram í ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Sagði borgarstjóri að gestum hefði einnig fjölgað milli áranna 1996­1997 eða um rúmlega 4 þús. en að fjölgunin endurspeglaðist ekki í auknum veislukostnaði. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

9,5 millj. kr. til flugminjasafns að Hnjóti

MEIRI hluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til í breytingartillögum sínum við fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 1997 að varið verði fimm milljónum kr. til flugminjasafns að Hnjóti sem komi til viðbótar 4,5 millj. kr. fjárhæð sem er að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs vegna þessa verkenfis. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Aðventukaffi og handverksmarkaður í Gjábakka

HIÐ árlega aðventukaffi eldri borgara í Kópavogi verður í Gjábakka í dag, fimmtudaginn 11. desember, og hefst dagskráin kl. 14. Meðal efnis má nefna að sr. Kristján Einar Þorvarðarson flytur aðventuhugleiðingu, Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Aðventukvöld í Grenivíkurkirkju

AÐVENTUKVÖLD verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 14. desember kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur aðventu- og jólalög. Fluttur verður leikþáttur um mikilvægi þess á aðventunni að muna eftir þeim sem bágt eiga. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og krakkar úr kirkjuskólanum syngja. Þá verður lesin jólasaga. Sr. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Aðventukvöld í Grundarþingum

AÐVENTUKVÖLD verða í Grundarþingum í Eyjafjarðarsveit þar sem flutt verður dagskrá í tali og tónum. Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 21 verður aðventukvöld í Hólakirkju og verður ræðumaður þar Snorri Guðvarðarson. Á föstudagskvöld, 12. desember, verður aðventukvöld í Munkaþverárkirkju og hefst það einnig kl. 21. Ræðumaður verður Sigurgeir Hreinsson. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Aðventukvöld í Möðruvallakirkju

AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Möðruvallakirkju í Hörgárdal þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, fermingarbörn flytja helgileik og telpur úr sunnudagaskólanum syngja um heilaga Lúcíu. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 139 orð

Aftökur í Texas og Virginíu

UM EITTHUNDRAÐ lögregluþjónar klöppuðu og hrópuðu af gleði í Beaumont-fangelsinu í Texas er morðingi samstarfsfélaga þeirra var líflátinn í fyrrakvöld með banvænni sprautu. Michael Lockhart, sem var 37 ára, hafði verið dæmdur til dauða í Indíana og Flórída en var fyrst sakfelldur í Texas og því fór aftakan fram þar. Auk lögreglumanns hafði hann myrt tvær táningsstúlkur. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 322 orð

Akmola gerð að höfuðborg

AKMOLA, lítt þekkt borg á hrjóstrugri steppu í norðurhluta Kasakstans, var í gær gerð að höfuðborg landsins í stað Almaty. "Við, fulltrúar æðstu stofnana ríkisins, lýsum því nú yfir að Akmola verður höfuðborg landsins frá og með deginum í dag," sagði Nursultan Nazarbajev forseti á sameiginlegum fundi stjórnar og þings landsins. Einn af "miðpunktum Evrasíu" Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 208 orð

Ákveðið að hittast aftur í mars

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ný lota í fjórhliða samningaviðræðum, sem hafa það að markmiði að koma á friðarsamningi milli Kóreuríkjanna, verði haldin í mars. Var það niðurstaða tveggja daga samningafundar fulltrúa Kóreuríkjanna, Kína og Bandaríkjanna í Genf í gær. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ákært vegna hnefaleika

LÖGREGLUEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur gefið út ákæru á hendur fjórum aðstandendum Hnefaleikafélags Reykjavíkur. Þeim er gefið að sök að hafa brotið gegn banni við keppni eða sýningu á hnefaleik og kennslu. Meira
11. desember 1997 | Miðopna | 1575 orð

Bandaríkjamenn gáfu eftir Sáttatillaga, sem lögð var fram á síðustu stundu, greiddi fyrir samkomulagi sem var í sjónmáli undir

SAMKOMULAG var í sjónmáli um klukkan átta í morgun að staðartíma í Kyoto. Að svo skyldi vera var sagt hægt að rekja til þess fyrst og fremst að Bandaríkjamenn gáfu verulega eftir af sínum helstu kröfum, þar á meðal skiptum og sölu á útblásturskvóta milli landa, Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Bílar útaf í Garðinum

FÓLKSBÍLL valt við Leiru í fyrrakvöld á mótum afleggjarans að golfskálanum. Var bílstjórinn að aka framúr er hann missti stjórn á bílnum. Fór bíllinn þversum á veginum og lenti á hvolfi utan vegar rétt við skurð. Bílstjórinn hafði nýlega fest kaup á bílnum. Tveir voru fluttir á Sjúkrahúsið í Keflavík en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Hálka var þegar slysið varð. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð

Borgin styrkir kaupin með fjárframlögum

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) um 20 milljónir króna á næstu fjórum árum vegna kaupa félagsins á hlut í húsinu Álfheimum 74 fyrir félagsaðstöðu og skrifstofu. Auk þess mun borgin afhenda félaginu sinn hlut í núverandi húsnæði þess að Hverfisgötu 105, Risinu, til eignar en borgin á 40% eignarhlut í því á móti félaginu. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Branson reynir aftur

BRESKI auðkýfingurinn Richard Branson sagðist í gær vongóður um að geta gert aðra tilraun til hnattflugs í loftbelg á næstu dögum, reynist loftbelgurinn sem slitnaði upp í fyrradag óskemmdur. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Bretar sækja fast þátttöku í "Evró-x"-ráði

BREZKA stjórnin hélt í gær áfram að reyna sitt ýtrasta til að telja stjórnir annarra ESB-ríkja á að fulltrúar Bretlands fái að taka fullan þátt í "Evró-x"-ráðinu svokallaða, þar sem til stendur að taka ákvarðanir um samræmingu efnahagsstjórnunar í aðildarríkjum Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, eftir að það verður orðið að veruleika 1999. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 147 orð

Bændur æfir

BRESKIR bændur brugðust ókvæða við nýjum tillögum Evrópusambandsins þess efnis að bann verði sett á sölu lambakjöts með beini. Tillagan á við um kjöt af eldri en ársgömlum lömbum og er sett fram í þvi skyni að reyna að hefta útbreiðslu kúariðu. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 438 orð

Börnum dæmdar bætur vegna ofbeldis föður

STEFNENDUR bjuggu um langt árabil við andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu stefnda á sameiginlegu heimili þeirra og stefndi hefur vanrækt þau bæði hvað varðar framfærslu og umönnun. Stefndi er dæmdur til að greiða hverju þeirra tvær milljónir króna í miskabætur, segir m.a. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja systkina gegn föður þeirra en dómur var kveðinn upp í fyrradag. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 618 orð

Deila um friðarsamninga við Ísraela

DEILUR um friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum og öryggismál vörpuðu skugga á leiðtogafund samtaka múslimaríkja, OIC, í Teheran í gær og fresta varð umræðunni í nokkrar klukkustundir vegna rafmagnsleysis á fundarstaðnum. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 333 orð

Ekkert vinnslustopp milli jóla og nýárs

SVALBAKUR, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., er kominn undir íslenskan fána á ný en togarinn hefur verið í leigu hjá Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfyrirtæki ÚA í Þýskalandi frá 1. maí sl. Skipið kom til Akureyrar á sunnudag, með rúm 230 tonn af karfa og grálúðu af Reykjaneshrygg og miðunum við Vestur-Grænland. Meira
11. desember 1997 | Miðopna | 559 orð

Ekki von á miklum breytingum

EKKERT nýtt hafði komið í ljós með stöðu Íslendinga í sambandi við tillögu Rauls Estrada formanns allsherjarnefndarinnar á ráðstefnu sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þegar Guðmundur Bjarnason umhverfismálaráðherra og fleiri úr sendinefnd Íslendinga yfirgáfu ráðstefnuna og héldu heim til Íslands snemma í morgun. Meira
11. desember 1997 | Landsbyggðin | 240 orð

Engin ellimörk á áttræðri Gefn

Garði-Kvenfélagið Gefn átti 80 ára afmæli sl. þriðjudag og af því tilefni héldu konurnar veglega afmælishátíð í Samkomuhúsinu þangað sem boðið var gestum og velunnurum félagsins. Á annað hundrað manns mættu og að venju þar sem kvenfélagskonurnar koma saman var glens og gaman. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Engin raunhækkun á fjárveitingum

STJÓRNENDUR Sjúkarhúss Reykjavíkur eru ósammála þeim ummælum Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, í Morgunblaðinu í gær, að fjárveitingar til sjúkrahússins hafi aukist að raungildi á síðustu tveimur árum. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri SHR, segir enga raunhækkun hafa orðið. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Eru karlar í tilvistarkreppu?

ERU karlmenn í tilvistarkreppu? Hvað vilja konur fá frá körlum? er yfirskrift umræðukvölds sem efnt verður til á Kaffi Karólínu á Akureyri fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 21. Hjónin Guðrún og Guðlaugur Bergmann stjórna umræðum kvöldsins, en rætt verður um tilfinningalíf karla, væntingar, Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Evrópusamtarf um starfsmenntun

LANDSSKRIFSTOFA Leonardo á Íslandi og framkvæmdastjóri Evrópusambandsins boða til þriggja funda fimmtudaginn 11. desember nk. í veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5. Kl. 9­10.30 verður kynningarfundur um Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina. Lýst verður eftir umsóknum um styrki frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 531 orð

Farið í saumana á húsfélögum og bótagreiðslum

SKATTSTJÓRAEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur undanfarið kannað sérstaklega fjárreiður húsfélaga og bótagreiðslur frá tryggingafélögum. "Við höfum farið ofan í greiðslur frá tryggingafélögum og gerðum almenna könnun á því hvernig húsfélög stæðu að því að gefa upp laun og aðrar greiðslur, sem þeim ber að telja fram," sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, í gær. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fimmtíu rafbílar settir saman hér á landi?

EVRÓPSKT fyrirtæki hefur haft samband við nefnd um nýtingu innlendra orkugjafa með tilboð um að hér verði settir saman bílar sem knúnir verða vetni eða rafmagni. Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður nefndarinnar, segir að hér sé tækifæri fyrir Íslendinga til að stíga mikilvægt skref í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 23 orð

Fjallað um hamingjuna

Keflavíkurkirkja Fjallað um hamingjuna Í KYRRÐAR- og fræðslustund í Keflavíkurkirkju kl. 17.30 í dag, fimmtudag, mun Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, fjalla um hamingjuna. Allir velkomnir. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 134 orð

Fjórir fórust í Kanada

FJÓRIR fórust og sex slösuðust alvarlega þegar EMB-110 skrúfuþota með 17 manns innanborðs fórst skammt frá Little Grand Rapids í Manitobafylki í Kanada í fyrrakvöld. Vegna þoku og frostregns hafði síðdegis í gær enn ekki verið hægt að flytja hina slösuðu á brott frá bænum. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 705 orð

Fjölbreyttara starf með þátttöku kvenna

Áttatíu ár eru liðin frá stofnun Lions-hreyfingarinnar en hún var stofnuð í Chicago árið 1917 af bandaríska viðskiptajöfrinum Melvin Jones. Tildrögin voru að honum fannst vanta farveg fyrir þá einstaklinga sem vildu aðstoða meðbræður sem á þurftu að halda. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 190 orð

Flugræningi handtekinn í Moskvu

RÚSSNESKAR öryggissveitir handtóku í gær mann sem hafði rænt flugvél með 142 innanborðs, þeirra á meðal átta börn, en engan sakaði. Maðurinn rændi flugvélinni, sem var af gerðinni Iljúshín-62, eftir flugtak frá borginni Magadan í austurhluta Rússlands. Vélin var á leiðinni til Moskvu og lenti á Sheremetjevo-flugvelli í borginni. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Forstjóri Norræna hússins kveður

FORSTJÓRI Norræna hússins Torben Rasmussen og kona hans Else Lauridsen flytja aftur til heimalands síns, Danmerkur, hinn 14. desember eftir fjögurra ára starf í Norræna húsinu. Börn þeirra Sidsel og Johan hafa einnig verið með þeim hér á landi og stundað nám í Melaskólanum og Hagaskólanum. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Frumvarp um aukatekjur ríkissjóðs

FRÁ 1. janúar nk. munu ýmsar aukatekjur ríkissjóðs vaxa talsvert ef lagabreytingar skv. stjórnarfrumvarpi sem nú er til umræðu verða samþykktar. Lagðar eru til breytingar á mörgum greinum laganna. Ýmsar greiðslur hækka, í fyrsta lagi dómsmálagjöld, í öðru lagi leyfi fyrir verðbréfafyrirtæki og áfengisveitingastaði og loks bætist við kafli, nr. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fræðslufundur fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda

SÁÁ efnir til fræðslu- og umræðufundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda föstudaginn 12. desember nk. Fundurinn verður haldinn í göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3­5 og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestur um "Lucky Thirteen"

EGILL Sæbjörnsson heldur fyrirlestur um ferðaakademíuna "Lucky Thirteen" miðvikudaginn 10. desember kl. 12.30 í húsnæði Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Laugarnesi. Í tilkynningu segir: "Lucky Thirteen er myndlistarakademía sem var sett saman af 12 myndlistarnemum og myndlistarmönnum á Norðurlöndunum síðasta vor. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fyrirlestur um vöxt og þroska bleikju

SKÚLI Skúlason líffræðingur Hólaskóla heldur fyrirlestur föstudaginn 12. desember á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Þættir sem stjórna vexti og þroska hjá bleikju". Í fyrirlestrinum verður fjölbreytileiki bleikjunnar kynntur og greint frá rannsóknum sem hafa beinst að því að skýra vaxtarbreytileikann. Áhersla verður lögð á áhrif upphafsstærðar og þroska á síðari vöxt. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Föndurdagur Dalvíkurskóla

ÁRLEGUR föndurdagur Dalvíkurskóla var haldinn nýlega. Foreldrar og börn áttu þar ánægjulegar stundir við fjölbreytt jólaföndur, 10. bekkur seldi að venju kaffi og kökur gegn vægu gjaldi og kór Dalvíkurskóla söng opinberlega í fyrsta skipti. Að vanda var vel mætt og hvert sæti setið. Meira
11. desember 1997 | Miðopna | 231 orð

Getum ekki skrifað undir

GÍSLI Einarsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segist telja að Íslendingar geti ekki skrifað undir samning sem skuldbindur okkur til að auka ekki losun gróðurhúsalofttegunda meira en 10% fram til árins 2010. "Ég dreg í efa að ríkisstjórnin geti við þær aðstæður sem nú eru skrifað undir. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Gömlu íslensku jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu

NÚ LÍÐUR að því að jólasveinarnir komi til byggða. Stekkjastaur er væntanlegur til Reykjavíkur eldsnemma föstudagsmorguninn 12. desember. Hann heimsækir Þjóðminjasafnið þann dag kl. 14 og þar verður væntanlega fyrir fjöldi barna til þess að taka á móti honum. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Helgi og Jóhann áfram

BÆÐI Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson komust í aðra umferð á heimsmeistaramótinu í skák, sem nú er haldið í Groningen í Hollandi. Helgi Áss vann Spánverjann Miguel Illescas í síðari skák þeirra í gær og vann því samanlagt með 1,5 vinningum gegn 0,5. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Hiti í stéttina eftir áramót

GATNAMÁLASTJÓRI hyggst taka gangstéttina við Reykjavíkur Apótek, Pósthússtrætismegin, í gjörgæslu þar til veðurfar leyfir að hún verði endurnýjuð og hitalögn sett í hana upp úr áramótum. Þangað til verður þess gætt að stéttin verði ekki hál með því að bera á hana sand. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hlutu æðsta heiðursmerki RKÍ

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi formanni Rauða kross Íslands, og Håkan Hellberg, fyrrverandi formanni finnska Rauða krossins, gullmerki, sem er æðsta heiðursmerki Rauða kross Íslands, við athöfn að Bessastöðum í gær. Tólf einstaklingar hafa verið sæmdir gullmerki Rauða krossins frá árinu 1949 en það var síðast veitt árið 1989. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 171 orð

Hreyfilstöðvun líkleg orsök

SERGEI Shoigu, neyðarráðstafanaráðherra Rússlands, sagði í gær að hreyfilstöðvun hefði valdið því að Antonov-124 flutningaflugvél rússneska hersins fórst skömmu eftir flugtak í borginni Irkutsk í Síberíu á laugardag. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 280 orð

Hægriöfgar í þýzka hernum rannsakaðar

VOLKER Rühe, varnarmálaráðherra Þýzkalands, viðurkenndi í gær að í herafla landsins fyndust nýnazistar, en vísaði því á bug að þeir væru margir. Í skýrslu sem Rühe flutti varnarmálanefnd Sambandsþingsins í Bonn kvað við nýjan tón hjá varnarmálaráðherranum í þessu sambandi. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 96 orð

Í fyrsta sinn í kjólfötum

DARIO Fo tók í gær á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum úr hendi Svíakonungs. Einnig veittu níu verðlaunahafar í vísindum Nóbelsverðlaunum viðtöku, auk þess sem friðarverðlaun Nóbels voru afhent samtímis í Ósló. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ískjarnar og eðlisfræði

EÐLISFRÆÐIFÉLAG Íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna viðfangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 11. desember heldur dr. Þorsteinn Þorsteinsson, Alfred Wegener Institut Bremerhaven, gestur við Raunvísindastofnun, erindi sem nefnist: Ískjarnar og eðlisfræði í Lögbergi, stofu 101, kl. 16.15. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jólafundur LAUF

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með jólafund fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30 í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26. Gengið er inn Grettisgötumegin. Sr. Jón Þorsteinsson, sóknarprestur á Mosfelli, fer með hugvekju og segir frá dvöl sinni í Betlehem á jólunum 1986. Sigurður Trausti stjórnar söng. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og jólabakkelsi á vægu verði. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Jólatréð frá Hamborg

KVEIKT var á jólatrénu frá Hamborg á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn laugardaginn 6. desember. Uwe Hergl, sendiráðsritari í þýska sendiráðinu, afhenti tréð Hannesi Valdimarssyni, hafnarstjóra og forseta borgarstjórnar, Sigrúnu Magnúsdóttur, sem tendraði ljósin á trénu. Einnig var viðstödd Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Kannað hvort stöðva beri sölu á Sálumessu syndara

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ákvað í gær að biðja lögregluyfirvöld í Reykjavík að rannsaka hvort Esra S. Pétursson geðlæknir hefði gerst sekur um brot á læknalögum eða lögum um réttindi sjúklinga í æviminningum sínum, Sálumessu syndara. Einnig vill ráðherra að rannsakað verði hvort höfundur og útgefandi hafi gerst brotlegur við lög og hvort efni séu til að stöðva dreifingu bókarinnar. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Kona einsömul í Deiglunni

"LOGANDI heitur föstudagur" er yfirskrift á dagskrá sem Leikfélag Akureyrar og Kaffi Karólína efna til í Deiglunni föstudaginn 12. desember í tilefni af því að Dario Fo tekur við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum. Fluttur verður einleikurinn "Kona einsömul" eftir hjónin Dario Fo og Franca Rame og hefst dagskráin kl. 21. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð

Kostnaður vegna gatna og ræsa 3,2 milljarðar

TIL NÝFRAMKVÆMDA, reksturs og viðhalds gatna og holræsa er áætlað að verja rúmlega 1.830 millj. króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Er það 4% hærri upphæð en áætlun yfirstandandi árs. Heildarkostnaður vegna framkvæmda og reksturs er áætlaður tæpir 3,2 milljarðar en var rúmir 3 milljarðar á yfirstandandi ári. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kristján á æfingu

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari kom til landsins seinni partinn í gær og var mættur á æfingu Mótettukórs Hallgrímskirkju skömmu síðar. Fyrstu tónleikar Kristjáns og kórsins verða í Hallgrímskirkju á laugardag kl. 17 en uppselt er á alla tónleikana, fimm að tölu. Sala á miðum á síðustu tónleikana, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 18. Meira
11. desember 1997 | Óflokkað efni | 45 orð

Leiðrétting

Í frétt í blaðinu á þriðjudag af nýjum hljómdiski sem Svanhildur Sumarrós Leósdóttir gefur út nú fyrir jólin, var einn undirleikarinn rangfeðraður. Hann heitir Grímur Vilhjálmsson en Valdimarsson, eins og sagt var. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn

RUNÓLFUR Ágústsson skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, sem hann sendi blaðinu í gegnum alnetið. Af tæknilegum ástæðum skilaði hvorki fyrirsögn né upphaf greinarinnar sér í sendingunni. Því var fyrirsögn samin hér á ritstjórn Morgunblaðsins. Runólfur vildi hins vegar hafa fyrirsögnina: "Ingvi Hrafn Jónsson". Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 66 orð

Lestir skullu saman

STARFSMENN þýsku járnbrautanna Deutsche Bundesbahnkanna aðstæður á slysstað í gær eftir að farþegalest og flutningalest, sem var hlaðin eldsneyti, skullu saman í úthverfi Hannover í fyrradag. Mikill eldur kom upp í flutningalestinni en slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að hann bærist yfir í farþegavagnana. U.þ.b. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Norræn arkitektaverðlaun afhent

NORRÆNU arkitektaverðlaunin fyrir athyglisverða notkun á þunnmálmum í byggingum voru afhent í aðaldómssal Hæstaréttar á mánudag. Sigurvegarar urðu að þessu sinni tveir danskir arkitektar fyrir vinnnu við Kongens Bryghus í Kaupmannahöfn og Margrét Harðardóttir og Steve Christer í Studio Granda fyrir Hæstaréttarhúsið nýja. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 297 orð

NTSB dregur upp aðra mynd af örlögum TWA-þotunnar

VITNALEIÐSLUR hófust á mánudag hjá Öryggisstofnun samgöngumála (NTSB) í Bandaríkjunum um orsakir þess að Boeing-747 breiðþota flugfélagsins TWA splundraðist í 10 þúsund feta hæð með 230 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kennedy- flugvellinum í New York. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 297 orð

NTSB dregur upp aðra mynd af örlögum TWA-þotunnar

VITNALEIÐSLUR hófust á mánudag hjá Öryggisstofnun samgöngumála (NTSB) í Bandaríkjunum um orsakir þess að Boeing-747 breiðþota flugfélagsins TWA splundraðist í 10 þúsund feta hæð með 230 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kennedy- flugvellinum í New York. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Nýbygging á Laugavegi 53b í Reykjavík

MÁLEFNI byggingar á nýju verslunarhúsi á Laugavegi 53b hafa verið mikið í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu og hefur ítrekað verið frestað í umferðar- og skipulagsnefnd að gefa út byggingarleyfi fyrir nýju húsi á lóðinni. Fyrir aðila sem reka fyrirtæki í miðborginni er þetta mál prófsteinn á mögulega uppbyggingu, segir í fréttatilkynningu frá Miðborgarsamtökum Reykjavíkur. Meira
11. desember 1997 | Landsbyggðin | 79 orð

Nýir eigendur að söðlasmíðaverkstæði

Selfossi-Guðmundur Árnason og Ragna Gunnarsdóttir hafa tekið við rekstri söðlasmíðaverkstæðisins Baldvin og Þorvaldur. Baldvin og Þorvaldur er elsta söðlasmíðaverkstæði landsins og hefur verið starfrækt í 70 ár. Í dag er verkstæðið til húsa á Austurvegi 21 á Selfossi. Meira
11. desember 1997 | Landsbyggðin | 221 orð

Nýjar íbúðir fyrir aldraða vígðar í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Nýjar þjónustuíbúðir fyrir aldraða voru vígðar laugardaginn 6. desember sl. Hér er um að ræða 7 íbúðir og félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Stykkishólmi. Íbúðirnar eru í tveimur stærðum, 60 fm og 70 fm. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Samþykkir ekki hugmyndafræðina

"ÉG samþykki ekki hugmyndafræðina sem felst í sveitarfélagafrumvarpinu þar sem segir að framlengja eigi mörk sveitarfélaga inn til innsta punkts miðhálendisins," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Siv segist telja rangt og óskynsamlegt að skipta miðhálendinu upp í 40 einingar á milli sveitarfélaganna. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 27 orð

Síðasta jólatréð skreytt

Síðasta jólatréð skreytt STARFSMENN Reykjavíkurborgar skreyttu síðasta jólatréð við Tjörnina í gær. Það var ekki seinna vænna því fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, er væntanlegur til byggða í nótt. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Skákfélag Akureyrar heldur skákmót

SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur skákmót í kvöld, fimmtudaginn 11. desember. Mótið er opið öllum 45 ára og eldri. Tímamörk eru 15 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Mótið verður haldið í skákheimili Skákfélags Akureyrar og hefst klukkan 20. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 140 orð

Sló vopn úr höndum ræningja

BRASILÍUMAÐUR á eftirlaunum gerði sér lítið fyrir og sló vopn úr höndum ræningja sem höfðu haldið honum í gíslingu í tvo klukkutíma. Kvaðst eftirlaunaþeginn hafa lent í margfalt verri aðstæðum en hann var um árabil höfuðsmaður í brasilíska hernum og hlaut æðstu heiðursmerki hersins fyrir framgöngu sína í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
11. desember 1997 | Miðopna | 658 orð

Spáð er 26% aukningu fram til ársins 2010

HOLLUSTUVERND ríkisins spáir því að losun gróðurhúsalofttegunda aukist um 26% fram til ársins 2010. Spáin byggir á orkuspá og þeim ákvörðunum um nýja stóriðju sem þegar hafa verið teknar. Hún byggir einnig á þeirri forsendu að ekki verði gerðar ráðstafanir til að draga úr losun. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Spilliefnagjald hækkað fyrir einstaka vöruflokka

UMHVERFISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um spilliefnagjald. Í frumvarpinu er lagt til að breytt verði ákvæðum um hámark spilliefnagjalds og það hækkað fyrir tiltekna vöruflokka. Til dæmis er lagt til að hámark spilliefnagjalds sem heimilt er að leggja á olíuvörur, þ.e. aðra olíu en brennsluolíu, verði allt að 20 krónur á hvert kíló. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 378 orð

Staðfesting á minnkandi frjósemi karla

Danskir læknar þróa heppilegri aðferð við glasafrjóvgun Staðfesting á minnkandi frjósemi karla Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FYRRI áhyggjur af minnkandi frjósemi og lélegra sæði karlmanna hafa verið staðfestar í nýjum rannsóknum í kjölfar rannsókna Niels Erik Skakkebæks á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Stjórnarfrumvarp um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs

LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis að feður fái sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í samtals tvær vikur sem taka má hvenær sem er fyrstu átta vikurnar eftir fæðingu eða heimkomu barns. Greiðslur til feðra þessar tvær vikur verða þær sömu og til mæðra, hlutfallslega. Notfæri faðir sér hins vegar ekki réttinn fellur hann niður. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Stórhöfðasvítan flutt á Stórhöfða

STÓRHÖFÐASVÍTAN eftir Árna Johnsen verður kynnt á Stórhöfða í Vestmanneyjum á laugardaginn kl. 12.30. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernarðs Wilkinsons, ásamt fleiri hljóðfæraleikurum, lék Stórhöfðasvítuna í upptöku fyrir Ríkisútvarpið fyrr á árinu en tónverkið verður á dagskrá útvarpsins 27. desember. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Stærsta bókaklukkan

REISA á stærstu bókaklukku í heimi í Kringlunni í Reykjavík kl. 15. í dag. Klukkan er hlaðin úr eintökum af bókinni Tóta og Tíminn, eftir Bergljótu Arnalds og nær hún frá 1. hæð upp á 2. hæð Kringlunnar. Í tengslum við þetta mun Skjaldborg, sem gefur bókina út, efna til getraunar þar sem geta á upp á því hve mörg eintök fóru í að byggja hana. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sölu á hlutabréfum ríkisins frestað

STJÓRN Íslenska járnblendifélagsins og fulltrúar ríkisins við sölu hlutabréfa þess í félaginu telja að ekki liggi á þessu stigi fyrir nógu nákvæmar upplýsingar um tilhögun stækkunar verksmiðjunnar og að sala á hlutabréfunum geti því ekki farið fram á þessu ári. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 325 orð

Tillaga um meistaranám í tölvunarfræðum

TILLAGA um skipulagt meistaranám í tölvunarfræðum verður borin upp á fundi Háskólaráðs í dag. Háskólinn hefur skipulagt námið og er þess vænst að það hefjist haustið 1998. Jafnframt hefur Háskólinn í hyggju að bjóða stúdentum úr öllum deildum upp á 30 eininga aukagrein í tölvunarfræðum haustið 1999. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tískusýning á Kaffi Reykjavík

TÍSKUSÝNING verður haldin á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. desember, kl. 21.30. Sýndur verður dömufatnaður frá versluninni Corsicu, Laugavegi 46, og herraföt frá versluninni Herramönnum, Laugavegi 41. Einnig verða sýndir pelsar frá Eggert feldskera, Skólavörðustíg, og gleraugu frá Linsunni, Aðalstræti 9. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jónsson. Módelsamtökin sýna. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Tvö erlend ráðgjafarfyrirtæki til aðstoðar

TVÖ erlend ráðgjafarfyrirtæki hafa veitt sérfræðiráðgjöf í tengslum við hagkvæmnisathuganir sem farið hafa fram að undanförnu á því að reisa hér fullkomna ráðstefnumiðstöð ásamt tónlistarhúsi. Fulltrúar þessara fyrirtækja voru hér á ferð í október sl. á vegum VSÓ Ráðgjafar sem annast hefur verkefnisstjórnun. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tvö lögfræðiálit

STJÓRN Byggðastofnunar hefur aflað sér tveggja lögfræðiálita varðandi tilhögun flutnings þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks gagnvart starfsmönnum. Var annars vegar leitað til óháðs lögfræðings utan stofnunarinnar og hins vegar til Ríkisendurskoðunar, að sögn Egils Jónssonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Umferð eykst um 20­30%

FRESTUR til að skila inn athugasemdum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík milli Norður- og Suður-Kringlu er runninn út. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarskipulagi bárust athugasemdir frá húsfélögunum við Ofanleiti og Hvassaleiti 56­58 og íbúum við Kringlugötu. Meira
11. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Unglingaráðstefnan "Okkar mál" á Dalvík

UNGLINGARÁÐSTEFNAN "Okkar mál" var haldin í Dalvíkurskóla fyrir skömmu en ráðstefna af þessu tagi er orðin árviss viðburður í skólanum, þar sem nemendur eldri bekkja taka til umfjöllunar málefni sem snerta unglinga á einn eða annan hátt. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Valt á Fróðárheiði

VÖRUBÍLL með gám seig útaf þjóðveginum yfir Fróðárheiði í gærmorgun. Ótrúlega litlar skemmdir urðu á bílnum að sögn lögreglunnar í Ólafsvík, en bíllinn lagðist mjúklega í snjóinn utan vegar. Atvikið varð með þeim hætti að bílstjóri vörubílsins var að hleypa öðrum bíl framúr þegar vegarkanturinn gaf sig undan bílnum. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Vann 35 milljónir

DREGIÐ var í gær í Happdrætti Háskóla Íslands og kom hæsti vinningur á miða númer 15012. Tveir viðskiptavinir áttu miða með þessu númeri og fékk annar 5 milljónir en hinn átti trompmiða auk tveggja einfaldra miða og fékk hann 35 milljónir. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 416 orð

Varði doktorsritgerð í sjávarlíffræði

VIGGÓ Þór Marteinsson varði 21. febrúar sl. doktorsritgerð á sjávarlíffræðisviði með hitakærar djúpsjávarörverur sem sérsvið við Bretónska Háskólann í Brest í Frakklandi. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Yfir tvö þúsund manns með kvef

SAMKVÆMT skýrslum frá fimm heilsugæslustöðvum og Læknavaktinni sf. greindust 2.014 einstaklingar með kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum og 168 með iðrakvef í Reykjavíkurumdæmi í október sl. Meira
11. desember 1997 | Innlendar fréttir | 795 orð

Öruggur sigur hjá Helga Áss

Heimsmeistaramótið í skák fer fram í Hollandi 8.­30. desember. Þrír íslenskir skákmenn hófu keppni og tveir komust áfram í 2. umferð sem hefst í dag. SEINNI skákir fyrstu umferðar í heimsmeistaramóti FIDE voru tefldar í gær í Groningen í Hollandi. Íslensku stórmeistararnir höfðu allir svart í þetta sinn, en nú gekk betur en í fyrradag. Meira
11. desember 1997 | Erlendar fréttir | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

VACLAV Havel, forseti Tékklands, gagnrýndi í fyrradag harðlega fráfarandi ríkisstjórn Vaclavs Klaus, og sagði hana ekki hafa lokið nema helmingnum af þeim umbótum sem gera þyrfti að kommúnismanum gengnum. Hefði stjórnin auk þess fyllt fjölda manns andstyggð á stöðu mála í þjóðfélaginu. Meira

Ritstjórnargreinar

11. desember 1997 | Staksteinar | 336 orð

»Dómskerfið og fjölmiðlar FYRIR áratug var óþekkt að fjallað væri um verk Hæ

FYRIR áratug var óþekkt að fjallað væri um verk Hæstaréttar með þeim hætti sem nú sést, segir Sigurmar K. Albertssson hæstaréttarlögmaður í grein í Lögmannablaðinu. Persónuleg tengsl Meira
11. desember 1997 | Leiðarar | 605 orð

KYOTO HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI

leiðari KYOTO HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI áðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál í Kyoto hefur nú þegar skilað miklum árangri. Ástæðan er sú, að í aðdraganda ráðstefnunnar hafa orðið miklar umræður víða um heim um þau áhrif, sem útblástur gróðurhúsalofttegunda getur haft á næstu árum og áratugum. Meira

Menning

11. desember 1997 | Bókmenntir | 350 orð

Að lifa í sátt við lífið og lögmál þess

eftir Önnu S. Snorradóttur. Kápumynd: Mússa. Útgefandi: Fjörður. ÁRIN líða, skilja eftir sig gleði og sorg, sár og tár. Það skeljar yfir sárin og lærist að lifa með þeim. Þetta er sjálft lífsferlið. Það veit skáldið Anna S. Snorradóttir: Minningarnar gera okkur frjáls / við förum til baka í tímanum / tínum upp það / sem við héldum best. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Antti Tuuri hlaut Finlandia-verðlaunin

RITHÖFUNDURINN Antti Tuuri hefur hlotið Finlandia-verðlaunin, kunnustu bókmenntaverðlaun Finnlands, fyrir sjötta bindi ritverks sem í heild sinni nefnist Pohjanmaa. Verkið segir frá þremur kynslóðum ættarinnar Hakala. Verðlaunabókin heitir Laukeuden kutsu sem þýða má Flatlendið kallar. Antti Tuuri (f. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Bókalestur á Gráa kettinum

LESIÐ verður úr fimm nýjum bókum á Gráa kettinum, Hverfisgötu 16a, laugardaginn 13. desember, kl. 15. Það er félagsskapurinn Besti vinur ljóðsins sem stendur fyrir upplestrinum í samvinnu við Gráa köttinn. Davíð Oddsson les úr smásagnasafni sínu, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, Einar Már Guðmundsson les úr skáldsögunni Fótspor á himnum, Didda flytur kafla úr bók sinni, Erta. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

BRÉFIÐ til Jóa er barnabók eftir Rögnvald

BRÉFIÐ til Jóa er barnabók eftir Rögnvald Finnbogason. Í kynningu segir: "Þegar Jói litli í Danmörku fótbrotnaði sendi afi hans á Snæfellsnesi honum langt og skemmtilegt bréf þar sem hann lýsir öllum þeim furðum og kynjaviðburðum sem gerast í sveitinni." Tryggvi Ólafsson listmálari gerði myndirnar. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 231 orð

Englajól

Saga: Guðrún Helgadóttir. Myndir: Brian Pilkington. Vaka-Helgafell, 1997 - [26] s. ÞAU Brian Pilkington og Guðrún Helgadóttir hafa áður stillt saman strengi og gert fallega barnabók, Ástarsögu úr fjöllunum, sem farið hefur víða og vakið verðskuldaða athygli. Nú senda þau frá sér bók um engla sem halda jól á sérstæðan hátt með því að skreyta sitt eigið jólatré. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 136 orð

Eva Luna á hvíta tjaldið

KVIKMYNDIN "Il Postino" vakti mikla lukku á sínum tíma. Nú ætlar kvikmyndaleikstjóri hennar, Michael Radford, að ráðast í að kvikmynda skáldsögu Isabelu Allende, Evu Lunu. Tökur eiga að hefjast næsta vor. "Il Postino" var byggð á skáldsögu Antonio Skarmeta og hefur hann verið fenginn til að skrifa handritið fyrir Evu Lunu. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 263 orð

Fangelsisdómur og önnur lögsókn

LEIKARINN Christian Slater var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar daginn eftir að annar leikari, Robert Downey Jr., fékk sex mánaða fangelsisdóm í Los Angeles. Slater var dæmdur sekur um líkamsárás á fyrrverandi kærustu sína og á lögregluþjón og fyrir að vera undir áhrifum eiturlyfja. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 482 orð

Fóstbræður aftur á skjáinn

SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR tjalda vanalega því besta sem þær eiga í kringum hátíðarnar en það er ekki þar með sagt að ekkert skemmtilegt verði á dagskrá þegar hvunndagurinn tekir við eftir áramót. Stöð 2 verður með ýmsa nýja þætti á dagskrá í bland við nýjar syrpur með góðkunningjum Stöðvaráskrifenda. Af íslensku efni má nefna að í janúar birtist syrpa sem nefnist Heima. Meira
11. desember 1997 | Tónlist | 299 orð

Grand tango!

leikur tangóa frá gullna skeiðinu. Olivier Manoury, bandoneon, Anders Inge, fiðla, Torsten Nilsson, fiðla, Ulf Edlund, vióla, Per Blendulf, selló, Jonas Dominique, bassi, Edda Erlendsdóttir, píanó. Útgefandi: Gunnar Andersson. Hljóðritun: Rune Andreasson. Silas Backström Production AB/Distribution Sony Music. 1997 SKIV BOLAGET. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Gæsaskrúðganga

GÆSAFLOKK var sleppt lausum til að taka þátt í skrúðgöngu í gegnum miðborg Quito í Ekvador nú á dögunum. Gæsunum var boðin þátttaka af táknrænum ástæðum og var ætlað að draga athygli að varðveislu Galapagoseyjanna sem þykja vera griðastaður óspillts náttúrulífs. Íbúar Quito fagna árslokum með götuhátíðum, skrúðgöngum og nautaati svo eitthvað sé nefnt. Meira
11. desember 1997 | Tónlist | 332 orð

Hugurinn reikar víða

Lög Ingibjargar Sigurðardóttur, Bjálmholti í Rangárvallasýslu. 75 ára yfirlit í flutningi einsöngvara og kóra. Flytjendur: Sigurveig Hjaltested, Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Eyrún Jónasdóttir, Ólafur E. Rúnarsson, Benedikt Ingólfsson, Hannes Birgir Hannesson og Helga Dögg Sigurðardóttir. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 298 orð

Illvígt eldfjall Tindur Dantes (Dante's Peak)

Framleiðandi: Gale Anne Hurd, Joseph M. Singer. Leikstjóri: Roger Donaldson. Handritshöfundur: Leslie Boden. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak. Tónlist: James Newton Howard og John Frizzell. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Linda Hamilton, Charles Hallahan. 104 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 9. desember. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 579 orð

Í einlægni sagt

eftir Höskuld Skagfjörð. 137 bls. Skákprent. 1997. hÖSKULDUR Skagfjörð má vel teljast til naívista í ritlistinni. Minnir hann ekki stundum á Eirík frá Brúnum? Slíkum hættir til að láta allt flakka. En geta líka verið skemmtilegir. Jafnvel án þess að ætla sér það! Höskuldur skrifar ekki ætíð skipulega. Ekki fer hann heldur troðnar slóðir hvað frásagnartækni varðar. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Jólakort búin til í Listasafni Íslands

NÚ LÍÐUR að lokum sýningarinnar Gunnlaugur Scheving ­ Úr smiðju listamannsins en sýningunni lýkur 21. desember. Sunnudaginn 14. desember kl. 14 verður dagskrá fyrir börn í Listasafni Íslands. Sveitalífs- og smiðjumyndir Gunnlaugs Scheving verða skoðaðar og í framhaldi af því er gestum boðið að búa til jólakort. Póstkassi verður á staðnum og eru allir velkomnir. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 163 orð

Jólatónleikar í Snæfellsbæ

JÓLATÓNLEIKAR Lúðrasveitar Snæfellsbæjar voru haldnir í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 7. desember sl. Ásamt lúðrasveitinni Snæ komu fram kirkjukórar Ólafsvíkurkirkju, Ingjaldshólskirkju og kórafólk frá Staðarsveit og Breiðuvík og bjöllusveit frá Hellissandi. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Ian Wilkinson tónlistarkennari frá South Shibs í Englandi. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Jólatónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur

TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna jólatónleika og fara þeir báðir fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 13. desember, kl. 14 og kl. 16. Fyrri tónleikarnir hefjast á leik yngri lúðrasveitarinnar. Síðan taka forskóladeild og Suzukideild við ásamt fjölda annarra samleiks­ og einleiksatriða. M.a. koma nemendur tölvutónlistardeildar I fram. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Jólatónleikar Tónlistarskólans í Keflavík

TÓNLEIKAHALD Tónlistarskólans í Keflavík verður með hefðbundnum hætti fyrir þessi jól. Um næstu helgi munu nemendur og kennarar halda deildartónfundi á sal tónlistarskólans á Austurgötu 13 þar sem nær allir nemendur í söng- og hljóðfæranámi munu koma fram og syngja eða spila, einir síns liðs eða með öðrum. Meira
11. desember 1997 | Tónlist | 475 orð

Jörfagleði og gömul vers

Hlust lögð við stein í Jörfa & íslensk kórlög. Kórstjórar: Hákon Leifsson og Egill Gunnarsson. Hljóðritað í kapellu Háskóla Íslands, vor og haust 1997, og í Seltjarnarneskirkju 22.­23. maí 1996 og 13. apríl 1997. Lag nr. 7 var hljóðritað í kapellunni 1994, upptökum. þá var Páll S. Guðmundsson. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Háskólaútgáfan. Fermata 1997. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 317 orð

Keypt fyrir um 100 milljónir á 10 árum

LISTAPÓSTURINN sem gefinn er út af Galleríi Fold birtir í sérútgáfu nóvembermánaðar yfirlit listaverkakaupa Listasafns Íslands á 10 ára tímabili, frá ársbyrjun 1988 til aprílloka 1997. Heildarkaupverð áranna eru um 100 milljónir en safnið hefur nú um 12 milljóna króna ráðstöfunarfé til listaverkakaupa á hverju ári. Söluhæsti listamaðurinn á tímabilinu er Erró. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 75 orð

Lesið úr fjórum bókum á Súfistanum

UPPLESTUR úr fjórum nýjum bókum verður á Súfistanum, Laugavegi 18, fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30, en það er Mál og menning og Súfistinn sem standa fyrir þessu upplestrarkvöldi. Árni Óskarsson les þýðingu sína á bókinni Fellur mjöll í Sedrusskógi eftir David Guterson. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 441 orð

List sem hverfur í hversdagsleikann

NORDIKA, sýning á norrænni og baltneskri samtímalist var haldin í Helsinki í síðasta mánuði. Um síðustu áramót var norræna listamiðstöðin í Sveaborg lögð niður og hefur NORDIKA, norræna samtímalistastofnunin í Helsinki tekið við hlutverki hennar. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 557 orð

Lífið er djók

eftir Sverri Stormsker, Fjölvaútgáfan 1997 ­ 208 bls. ÞAÐ eru takmörk fyrir því hve fyndni getur verið fyndin. Við fáum stundum alveg nóg af galskapnum. Það eru líka ákveðin mörk sem segja okkur að kaldhæðni sé ekki lengur hæðni heldur illkvittni. Sverrir Stormsker er landsþekkt meinhorn og ný bók hans Með ósk um bjarta framtíð einkennist auðvitað af flestu öðru en framtíðaróskum. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 636 orð

Lofsöngvar Ólafar Kolbrúnar

LOFSÖNGVAR heitir ný geislaplata, þar sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona syngur lofsöngva af ýmsu tagi, innlenda og erlenda, við undirleik Jóns Stefánssonar organista, Gunnars Kvarans sellóleikara, Moniku Abendroth hörpuleikara og Daða Kolbeinssonar óbóleikara, auk þess sem Kór Langholtskirkju, Kammerkór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju leggja henni lið. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 131 orð

Michelangelo Antonioni í Bandaríkjunum

MICHELANGELO Antonioni hefur nýja kvikmynd á prjónunum. Kempan aldna, sem er orðin 85 ára og hefur skerta tal- og hreyfigetu eftir hjartaáfall, ætlar að festa smásöguna Tvö símskeyti, sem hann skrifaði árið 1974, á filmu með aðstoð Atom Egoyan. Egoyan verður varakvikmyndaleikstjóri. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Nekt gegn heimilisofbeldi

PIETRA Thornton, fyrrverandi eiginkona leikarans, leikstjórans og handritshöfundarins Billys Bobs Thorntons, segist vera kristinnar trúar og afar guðrækin. Það að hún hafi komið nakin fram á síðum Playboy hafi verið hluti af baráttu hennar gegn heimilisofbeldi. "Ég les Biblíuna líklega oftar en flestir prestar," segir hún í samtali við USA Today. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 132 orð

Nýjar bækur LAFAÐ í röndin

LAFAÐ í röndinni á mannfélaginu er fyrsta bók Ragnhildar Richter. Þetta er bók um sjálfsævisögur kvenna, þar er fjallað um þær Ólafíu Jóhannsdóttur, Ingunni Jónsdóttur á Kornsá, Guðbjörgu Jónsdóttur frá Broddanesi og Guðrúnu Borgfjörð. Allar skrifuðu þær sjálfsævisögur sínar snemma á öldinni. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 195 orð

Nýjar bækur SIGLF

SIGLFIRSKIR söguþættir er eftir Þ. Ragnar Jónasson. Þetta er önnur bók Ragnars í bókaflokknum "Úr Siglufjarðarbyggðum" en fyrir þá fyrstu, Siglfirskar þjóðsögur og sagnir, hlaut hann Menningarverðlaun Siglufjarðar fyrr á þessu ári. Í Siglfirskum söguþáttum er m.a. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 251 orð

Nýjar hljóðbækur FÓTSPOR

FÓTSPOR á himnum er eftir Einar Má Guðmundsson í lestri höfundar. Bókin er á fjórum snældum og tekur um 5 klst. í flutningi. Verð 3.680 kr. Vestur í bláinn er skáldsaga eftir Kristínu Steinsdóttur. Sagan er lesin af höfundi og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur leikkonu. Bókin er á fjórum snældum. Leiðbeinandi verð kr. 1. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Ofsótt Harðjaxl (Toughguy)

Framleiðandi: Rustam Branaman, Danny Kuchuck, Larry Shapiro, Sam Maydew. Leikstjóri: James Merendino. Handritshöfundur: James Merendino og Megan Heath. Kvikmyndataka: Greg Littlewood. Tónlist: Sean Naidoo. Aðalhlutverk: Heather Graham, Lisa Zane, Rustam Branaman, Max Perlich, Baltazar Getty. 90 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 4. desember. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 76 orð

"OSS langar að sjá Jesú" er afmæli

"OSS langar að sjá Jesú" er afmælisrit sr. Jónasar Gíslasonar prófessors og vígslubiskups og gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans, 23. nóvember 1996. Bókinni er skipt í sjö kafla: Um sr. Jónas, Kirkjusaga, Prédikanir, Almenn guðfræði, Tvö prósaljóð, Um fáeina samferðamenn og Um heilbrigðismál. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 432 orð

Ómenguð gleði

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Rússíbana, samnefnd henni. Rússíbanar eru Einar Kristján Einarsson gítar- og búsúkíleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, Jón "Skuggi" Steinþórsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Tatu Kantomaa harmonikkuleikari. Þeir Guðni, Jón og Kjartan syngja og þegar þörf krefur. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 450 orð

Óskabarn

eftir Árna Bergmann. Margrét Laxness myndskreytti. ÁLFHEIMAR eru eins og hver annar bær á Íslandi og þar býr fólk eins og í hverjum öðrum bæ á Íslandi og þar gerast hlutir eins og í hverjum öðrum bæ á Íslandi. Hildur er líka eins og hver annar krakki á Íslandi. Hún á fjölskyldu, vinkonu og hund. Allt er svo venjulegt í kringum hana. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 834 orð

Safnfréttir, 105,7

Safnfréttir, 105,7 Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 190 orð

"Sagan endalausa"

NÝJASTA mynd leikstjórans Stanleys Kubricks, "Eyes Wide Shut", hefur fengið viðurnefnið "Sagan endalausa" eftir rúmlega eitt ár í framleiðslu. Leikarahjónin Tom Cruise og Nicole Kidman geta þó farið að hlakka til endaloka samstarfsins því áætlað er að lokið verði við myndina í lok janúar. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 101 orð

SKÁK og mát er eftir Anatolij Karpov,

SKÁK og mát er eftir Anatolij Karpov, í þýðingu Helga Ólafssonar stórmeistara. Í kynningu segir: "Í þessari bók kennir heimsmeistarinn í skák, Anatolij Karpov, ungum skákmönnum nýjar og spennandi aðferðir til að tefla til sigurs, allt frá því að þeir læra mannganginn. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 375 orð

Snillingar á myndband

JÓLIN nálgast og margir velta fyrir sér með hverju þeir geti glatt náungann. Geisladiskar seljast í tugþúsunda tali enda landinn tónelskur. En áhugamenn um íslenska tónlist eiga þess nú líka kost að eignast góða gjöf á myndbandi. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 612 orð

Sólalda Sigurðar Árna valin

ÚRSLIT í samkeppni sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir um listaverk við Sultartangavirkjun voru tilkynnt í gær. Dómnefnd mælir með verki Sigurðar Árna Sigurðssonar, Sólöldu, til frekari útfærslu og uppsetningar. Meginhugmynd höfundar er að gera form sem varpa skýrt teiknuðum skuggum á vegg inntaksmannvirkis nýju virkjunarinnar. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 126 orð

STEFNUR og straumar í siðfræði er

STEFNUR og straumar í siðfræði er eftir James Rachels í þýðingu Jóns Á. Kalmanssonar. Höfundur gerir grein fyrir meginhugmyndum og kenningum í siðfræði í skýru og einföldu máli og notar fjölda dæma, frásagna og röksemda til að auðvelda lesandanum að skilja viðfangsefnið, segir í kynningu. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 170 orð

Talaði til guðs

BÍTILLINN Paul McCartney segist hafa talað oftar til guðs þegar eiginkona hans átti í baráttu við brjóstakrabbamein. Hún kom opinberlega fram í fyrsta sinn í október eftir 18 mánuði og hefur náð fullum bata. Þetta kom fram í viðtali á BBC-sjónvarpsstöðinni við McCartney nú fyrir skömmu. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Tímarit BÖRN og menning

BÖRN og menning er komið út, en það er málgagn Barnabókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY. Í blaðinu er m.a. hugleiðing Vigdísar Finnbogadóttur um barnamenningu, rithöfundapistill Guðrúnar Helgadóttur, ritdómar um bækur og viðtöl við Brian Pilkington, Pétur Eggerz í Möguleikhúsinu og Sigríði Matthíasdóttur barnabókavörð á Selfossi. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 149 orð

Tónleikar sönghópsins Sólarmegin

SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur þrenna tónleika fyrir þessi jól. Fyrstu tónleikarnir verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30, í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 13. desember kl. 16 og í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi mánudaginn 15. desember kl. 20.30. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 528 orð

Undir gljáfægðu yfirborði

eftir Michele Weiner-Davis. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Bók, sem hjálpar þér að fá meira út úr lífinu og forðast árekstra í samskiptum. Hörpuútgáfan 1997 ÞETTA er sjálfshjálparbók fyrir þá sem eiga í erfiðleikum í hjónabandi. Nægilega stór ætti markhópurinn að vera, því að svo virðist sem flestum hjónum reynist ærið erfitt að halda friðinn. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Upplestur í Kaffistofu Gerðarsafns

RITLISTARHÓPUR Kópavogs efnir til upplestrar í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 11. desember kl. 17. Að þessu sinni koma fjórar skáldkonur í heimsókn og lesa úr núútkomnum verkum sínum. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 122 orð

ÚT ER komin bókin Public Selves, Politi

ÚT ER komin bókin Public Selves, Politicals Stages. Interviews with Icelandic Women in Government and Theatreeftir Leigh Woods og Ágústu Gunnarsdóttur. Í bókinni eru birt nítján viðtöl við íslenskar konur sem starfa í leikhúsi og stjórnmálum, sumar í hvoru tveggja. Meira
11. desember 1997 | Menningarlíf | 207 orð

Úthlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðsins í Eyjum

ÚTHLUTAÐ var úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir skömmu. Þetta er í tíunda skipti sem úthlutað er úr sjóðnum sem stofnaður var árið 1988, til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Sparisjóðsins, flutti ávarp, er úthlutað var úr sjóðnum. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 505 orð

Vantar neista

eftir Kristján Kristjánsson. Gutenberg prentaði. Bjartur, 1997. 47 bls. Leiðb. verð: 1.680. LJÓÐABÓK Kristjáns Kristjánssonar, Vistarverur, fjallar um það hvernig maðurinn á sinn stað í heiminum, hvernig hann skynjar sig á þessum stað, hvernig þessi staður verður alltaf miðja heimsins og tilverunnar, sjónarhornið á heiminn. Meira
11. desember 1997 | Fólk í fréttum | 459 orð

Ys og þys útaf litlu

Fyrsta breiðskífa hafnfirsku rokksveitarinnar Woofer, samnefnd henni. Liðsmenn Woofer á skífunni eru Hildur Guðnadóttir söngkona, Egill Örn Rafnsson trommuleikari, Kristinn A. Sigurðsson gítarleikari og Ómar Freyr Kristjánsson bassaleikari. Ýmsir hljóðfæraleikarar koma þeim til aðstoðar á plötunni. Upptöku stýrir Rafn Jónsson. 52 mín. R&R músík gefur út. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 109 orð

ÞAR sem það er séð er eftir Þorgei

ÞAR sem það er séð er eftir Þorgeir Rúnar Kjartansson og er hans fyrsta bók. Bókin inniheldur ljóð og örsögur. Í kynningu segir m.a.: "Það sem gerir þessi ljóð sérstök er ekki endilega frábær tök Þorgeirs á máli og myndum og auðugur hljómur braglínanna. Meira
11. desember 1997 | Bókmenntir | 330 orð

Ævistríð Helga Hóseassonar

Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar. Einar Björgvinsson. Fjölvaútgáfa, 1997, 176 bls. MARGIR höfuðborgarbúar muna eftir Helga nokkrum Hóseassyni og einkennilegu stríði hans við kirkju og dómsvald. Megnið af þroskaárum sínum hefur það verið honum mest kappsmál að fá ónýttan skírnarsáttmála sinn og afmáðan úr þjóðskrá. Meira

Umræðan

11. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 781 orð

Aðför að kristinni trú á aðventu

"SJÓNVARP allra landsmanna" hóf í byrjun aðventu að sýna nýjan myndaflokk sem ber heitið "Ævi Jesú". Hann er kynntur sem þáttur um Jesú Krist, af hverju fylgjendur hans sögðu hann Guð og af hverju fullyrðing þeirra sé enn viðurkennd. Miðað við kynninguna hefði áhorfandi sem eitthvað þekkir til Nýja testamentisins getað búist við umfjöllun um ævi Jesú, kenningar og kraftaverk. Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 877 orð

Ákjósanleiki

Í MORGUNBLAÐINU 25. nóv. síðastliðinn var fremur stutt frétt undir fyrirsögninni "Skagafjörður ákjósanlegur fyrir olíuhreinsunarstöð". Þessi fyrirsögn sló mig einkennilega. Ég þóttist vita að Skagfirðingar væru upp til hópa glaðsinna og skemmtilegt fólk og fjörðurinn fallegur. Sjálf hef ég ítrekað notið gestrisi þeirra og söngelsku auk náttúrufegurðar héraðsins. Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 829 orð

Hjálparstarf og trú okkar

ÞAÐ dregur að jólum. Á þessum tíma þegar við eigum að endurnýja hjarta okkar og trú, langar mig til að hugleiða stuttlega merkingu þess að hjálpa náunga okkar, og ég óska þess að við minnumst sérstaklega starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar í bænum okkar. Nú eru borg og bæir skreytt með fjölbreyttum ljósum og við heyrum gleðilega tónlist. Kirkjan býður upp á ýmsar samkomur fyrir jólin. Meira
11. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Lausnin fundin!

MEÐ þjóðinni eru uppi margvísleg mál, sum erfið. En ekkert þeirra er eins einfalt og veiðileyfamálið. Það er þetta: Ríkisvaldið gefur út leyfi til fiskveiða. Það gefur leyfin dálitlum hópi manna. Þessi leyfi ganga strax kaupum og sölum á opnum markaði fyrir milljarða króna. Meira
11. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 495 orð

Nútíma blaðamennska ­ hvað er það eiginlega?

ÞAÐ ER sjaldgæft að grundvallaratriði í blaðamennsku séu tekin til umræðu á opinberum vettvangi á Íslandi. Þó brá svo við að í laugardagsblaði Morgunblaðsins, 6. desember, birtist bréf frá manni sem telur blaðið ekki hafa fjallað á nógu gagnrýninn hátt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurlistans, birt athugasemdalaust upplýsingar sem hann telur að séu blekkingar einar. Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 917 orð

Ótrúleg svör Vátryggingaeftirlitins

Á UNDANFÖRNUM dögum hafa fyrir þakkarverðan tilverknað Hjálmars Jónssonar alþingismanns komið fram opinberlega upplýsingar um furðulegt hátterni samtaka vátryggingafélaga (SÍT) og það sem verra er, Vátryggingaeftirlitsins, gagnvart þriggja manna nefnd sem vinnur að endurskoðun skaðabótalaganna frá 1993. Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 716 orð

Sameining sjúkrahúsa

TIL skamms tíma voru helstu sjúkrahúsin í Reykjavík þrjú, þau sem ætluð eru fyrir bráða sjúkdóma, Borgarspítali, Landakotsspítali og Landspítali. Nú hafa þau fyrstnefndu sameinast í Sjúkrahúsi Reykjavíkur og það er sumra álit, að áfram skuli haldið í samruna og myndað eitt alhliða sjúkrahús fyrir landið. Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Samtök um þjóðareymd Hugmyndin að veiðigjaldi eða sértækum skatti, segir Daníel Sigurðsson, er hvorki skynsamleg né frumleg.

ER ÞAÐ rétt sem margir keppast nú við að reyna að sannfæra þjóðina um að íslenskir útgerðarmenn hafi fengið "kvótann" fyrir ekki neitt eða jafnvel stolið honum? Í öllum orðaflaumnum kringum "kvótann" og kröfur um auðlindagjald eða jafnvel uppboð virðist sem eitt meginatriðið hafi verið þagað í hel: Þegar sóknardagakerfið hafði verið afnumið og kvótakerfi með framseljanlegar aflaheimildir Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 840 orð

Tuttugu þúsund króna kvefið

NÚ ER mér orðið svo ofboðið að ég get ekki orða bundist lengur, því um hríð hefur ríkt undarlegt ástand í heilbrigðismálum okkar Íslendinga og mig undrar mjög að ekki skuli koma fram um það athugasemdir í fjölmiðlum (ef undan er skilin ritstjórnargrein í DV mánudaginn 1. des. sl.). Meira
11. desember 1997 | Aðsent efni | 679 orð

Verðtryggð grunnlaun og bætur

Þeir sem hafa kynnst af eigin raun verðbóta- og vísitölusvindlinu síðustu áratugina eiga e.t.v. erfitt með að átta sig á og treysta því, sem er að gerast þegar laun og tryggingabætur eru á víxl aftengd og tengd við mismunandi vísitölur og taxta. Meira

Minningargreinar

11. desember 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Aron Örn Jóhannsson

"Hann sem alltaf bíður situr við hliðina á barninu. Þú getur líka kallað hann Hann sem aldrei sefur, vegna þess að hann sefur aldrei en vakir alltaf og bíður eftir öllum sem koma. Þess vegna stendur hann þar sem Dimmidalur endar og Sumarsléttan byrjar. En í fyrsta skipti sem lítið barn sefur í grasinu á Sumarsléttunni situr hann við hlið þess og gætir þess, þótt engar hættur leynist þar. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Aron Örn Jóhannsson

Þú komst í heiminn á afmælisdegi pabba, sem er látinn. Þú lést á afmælisdegi móðursystur minnar og nöfnu, sem dó 11 ára. Þú verður til moldar borinn á afmælisdegi Settu ömmu og munt hvíla hjá henni. Einkennilegar tilviljanir. Ég minnist stundanna þegar ég hélt þér í fangi mínu. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Aron Örn Jóhannsson

Þegar ég hugleiði æviskeið Arons Arnar Jóhannssonar finnst mér orðin hvergi passa betur við æviskeiðið hans, en þau sem segja: "Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir." Engum datt það í hug, að litli og laglegi drengurinn, sem fæddist 17. september sl., ætti ekki lengri lífdaga en til 4. desember sl. hér á þessari jörð. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Aron Örn Jóhannsson

Við urðum átakanlega vör við hverfulleik lífsins þegar okkur bárust þær sorgarfréttir að Aron Örn væri dáinn, rétt tæplega þriggja mánaða gamall. Andlát þessa litla engils er þyngri sorg en nokkur orð fá lýst. Það eru þung örlög sem á ykkur, ungu foreldrana, eru lögð, þið sem eruð rétt að hefja ykkar fullorðinslíf. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Aron Örn Jóhannsson

Aron Örn Jóhannsson Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 52 orð

ARON ÖRN JÓHANNSSON

ARON ÖRN JÓHANNSSON Aron Örn Jóhannsson fæddist á Landspítalanum 17. september 1997. Hann andaðist á heimili sínu 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhann Örn Logason, f. 5. október 1979, og María Gréta Einarsdóttir, f. 17. ágúst 1978. Útför Arons Arnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Ásthildur Pétursdóttir var ein skemmtilegasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún kom í heiminn á bjartasta tíma ársins og var alla ævi eins og hlæjandi sólskin. Gjöful og vermandi gleði. Enginn var fljótari að hugsa og orðheppnari, fundvísari á spaugilegar hliðar mála og kjarnann í því sem um var rætt. Henni óx ekkert í augum. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Elsku hjartans vinurinn minn kæri, nú er komið að leiðarlokum, fyrr en við áttuðum okkur, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Í hinni helgu bók stendur: "Lærið að telja daga yðar", og svo ótal margt sem segir okkur frá forgengileik tilverunnar, en þó spyr maður, hvers vegna hún? Ekki nema 63 ára í blóma lífsins, full af starfsorku, lífsgleði og þrótti. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Mér finnst svo ótrúlegt að hún amma mín skuli vera dáin, af því að hún var svo hress og kát og alltaf í svo miklu stuði. Það eru svo margar skemmtilegar og góðar minningar sem ég á um ömmu Ástu. Eins og til dæmis þegar við amma bjuggum til bílabrautir úr öllum servíettupökkunum á Fífó. Þá voru servíetturnar með P skautasvell, hvítar með doppunum bíóin, brúna mold og grænu túnin. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 857 orð

Ásthildur Pétursdóttir

Margar sólríkar minningar streyma um hugann þegar systir mín, Ásthildur, er farin frá okkur. Ljúf kona er lögð til hinstu hvílu í dag, langt um aldur fram. Ásthildur Pétursdóttir, sem við á æskuheimilinu kölluðum ævinlega Ástu, varð 63 ára gömul. Síðasta ár hennar reyndist henni mikil raun, enda þótt hún berðist hetjulega gegn ógurlegri meinsemd, krabbameini við heila. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 303 orð

ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR

ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR Ásthildur Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1934. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 4. desember síðastliðinn. Ásthildur var dóttir hjónanna Péturs Jónssonar, starfsmanns, SÍS, f. 19.9. 1895 á Höfða í Þverárhlíð, d. 24.9. 1973, og Jórunnar Björnsdóttur, f. 14.12. 1904 frá Brekku í Skagafirði, d. 2. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

Einar Kjartansson

Einar Kjartansson Þökkum þér fyrir lífið, viskuna, umhyggjuna, heiðarleikann, samkenndina og ástina sem við nutum ætíð hjá þér og mömmu. Börnin þín, Brynja, Fanney Lára, Sólveig og Jakob Þór. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Einar Kjartansson

Einar tengdafaðir minn, sem nú er látinn, hafði mjög afgerandi og sterk áhrif á sína nánustu. Vegna hans sterku nærveru var aldrei hægt að ganga fram hjá persónuleika hans eða ígrunduðum skoðunum. Gjarnan er vitnað til gerða hans og orða og oft fylgja þeim upprifjunum, skoðanaskipti og gjarnan bros. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 177 orð

Einar Kjartansson

Vor hinsti dagur er hniginn af himni í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Laxness) Elsku Einar afi, okkur langar að kveðja þig með þessum orðum. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim koma í hugann ótal margar góðar minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 206 orð

Einar Kjartansson

Elsku afi Einar er dáinn og okkur systurnar langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Alltaf var tekið vel á móti okkur þegar við komum á Háholtið til afa og ömmu og eftir að afi veiktist og þau fluttu á Dvalarheimilið Höfða voru móttökurnar ekki síðri. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við horfum til baka eru jóladagsboðin á Háholtinu þegar við vorum litlar. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 567 orð

Einar Marías Kjartansson

Fallinn er í valinn sómadrengurinn Einar Kjartansson, skipstjóri og stýrimaður, á Akranesi. Einar var fæddur í Miðvík í Aðalvík á Vestfjörðum og ólst þar upp ásamt systkinum sínum sem voru sjö talsins. Hann var yngstur þeirra og kveður nú síðastur þennan heim. Þegar Einar var 9 ára að aldri missti hann föður sinn og skömmu síðar er heimilið leyst upp og móðir hans fer í vinnumennsku. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 167 orð

Einar Marías Kjartansson

Elsku afi minn, ég ætla að kveðja þig með því að minnast einnar skemmtilegustu utanlandsferðar sem ég hef farið. Það var þegar ég fór í sumarhús á Spáni með þér, ömmu, mömmu, pabba og Þórunni. Þú varst alltaf svo ánægður að þú vaknaðir syngjandi á morgnana, ég vaknaði því hvern morgun við vísurnar um Dísu sem endaði með háum tónum, "Ó, Dísa kysstu mig!", sem var auðvitað beint til ömmu. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 1079 orð

Einar Marías Kjartansson

"Það syrtir að er sumir kveðja." Þessi hending úr ljóði flaug mér í hug þegar ég horfði á tengdaföður minn látinn. Minningar hrönnuðust upp frá kynnum okkar síðastliðin 36 ár, en það eru nákvæmlega 36 ár síðan við sáumst fyrst, nú á nýrsdag nk. Ég sem óharnaður ungur maður, nýtrúlofaður dóttur hans Brynju. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Einar Marías Kjartansson

Elsku afi Einar. Núna ertu farinn úr þessum heimi í annan og betri heim, þar sem þú ert laus við sandinn í höndunum og kuldann á fótunum. Ég sé þig fyrir mér hlaupa um í himnaríki á móti fólkinu þínu þar og skreppa svo niður til okkar og knúsa okkur líka. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem ég hef átt með þér og ég sakna þín sárt en veit samt að þér líður vel núna. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 297 orð

EINAR MARÍAS KJARTANSSON

EINAR MARÍAS KJARTANSSON Einar Marías Kjartansson fæddist í Efri-Miðvík í Aðalvík (Sléttuhreppi) 29. nóvember 1915. Hann lést á heimili sínu, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Finnbogason, sjómaður og bóndi, og Magdalena Sólveig Brynjólfsdóttir. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Eyrún Gísladóttir

Nú er hún Eyrún, vinkona mín, farin í sína hinstu ferð. Eftir standa fjölskylda hennar, systur og við sem vorum svo lánsöm að kynnast henni og eiga vináttu hennar. Eyrún var gift mági mínum og hefur vinátta okkar verið hnökralaus og einstök frá fyrstu kynnum. Meðan börnin okkar voru lítil hjálpuðumst við að með pössun þeirra ef illa stóð á og nauðsyn krafði. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Eyrún Gísladóttir

Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki auga sem góðlega hlær. Hlýja í handartaki. Hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef því úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 252 orð

EYRÚN GÍSLADÓTTIR

EYRÚN GÍSLADÓTTIR Eyrún Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 17. janúar 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Vilhjálmsson, útgerðarmaður á Akranesi, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975, og Hildur Jóhannesdóttir frá Neskaupstað, f. 23. ágúst 1906, d. 21. apríl 1941. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 497 orð

EYRÚN GÍSLADÓTTIR Í örfáum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu sem

Í örfáum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu sem nú hefur horfið á vit æðri máttarvalda, eftir margra ára hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er erfitt að finna orð þegar komið er að kveðjustundinni, Eyrún mín. En efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og verða þér samstiga um sinn. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 1237 orð

Friðrik Pétursson

Ég hrökk við er mér var færð andlátsfrétt vinar míns Friðriks Péturssonar sem mér er tamara að kalla Fritz. Hugurinn reikaði 48 ár aftur í tímann er hann kom til starfa hjá föður mínum í Litlu- Sandvík í Flóa. Hann vantaði duglegan vinnumann og sá þann möguleika í því þýska verkafólki er kom hingað snemma sumars 1949, staðnæmdist hér flest og hefur síðan auðgað þjóðina með atorku sinni og niðjum. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 223 orð

FRIÐRIK PÉTURSSON

FRIÐRIK PÉTURSSON Friðrik Pétursson, áður Fritz Lemaire, fæddist í Knappsack í Erftkreis í Rínarlöndum 1. mars 1922. Hann lést í Hamborg 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gottfried Lemaire, járnsmiður í Knappsack, og kona hans Anna Maria, fædd Tempel. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Kristjana S.G. Sveinsdóttir

Í dag kveðjum við elskulega frænku okkar, Jönu. Hugurinn reikar til æskuáranna, þar sem Jana var heimilisföst á bernskuheimili okkar og alltaf nálæg þegar við þurftum á að halda, sem var æði oft eins og títt er um stóran barnahóp. Jana var einstaklega hjartahlý og kærleiksrík kona sem reyndist okkur systkinunum eins vel og hún ætti okkur sjálf. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 55 orð

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR Kristjana S.G. Sveinsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. september 1916. Hún lést 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnfríður Sigurðardóttir og Sveinn Jónsson. Kristjana var elst af fjórum systkinum. Eftirlifandi systkini Kristjönu eru: Jón, Jenný og Friðþjófur Sigmundsbörn. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 271 orð

Sigríður Árnadóttir

"Hún Sigga á Sæbraut er dáin." Þessi orð hljóma enn og erfitt að hugsa eins mikinn lífskraft sem í henni bjó slökktan í einni svipan eins og á kertaljós sé blásið. Seint verður fyllt það skarð sem höggvið er í þann hóp er hún tilheyrði. Og tileinkum við henni þetta ljóð. Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 998 orð

Sigríður Árnadóttir

"Við erum hér ávallt til að bjóða velkomin þau ykkar sem fara yfir. Yfirgefið því líkama ykkar útréttum höndum til að taka við faðmlaginu. Dauðinn er ekki annað en áfangi, tími lausnar" (Úr bók Emmanúels). Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Sigríður Árnadóttir

Elsku Sigga mín. Þú varst ekki nema nokkurra mánaða þegar ég kynntist þér fyrst. Það var veturinn 1976. Þú varst einstaklega fallegt barn, glókollur með dimmblá augu og bjart yfirbragð. Þá strax hittirðu mann beint í hjartastað. Þú bjóst ásamt foreldrum þínum í kommúnu, eins og það hét þá, í Skólastræti. Þar var oft glatt á hjalla og mikið sungið og hlegið. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Sigríður Árnadóttir

Þakka þér fyrir, Sigga, að fá að kynnast þér. Þú varst blómið á Sæbraut, fylltir húsið lífi og persónuleika. Það er ógleymanlegt hvað þú varst fljót að vinna þig inn í hjörtu þeirra sem þú hittir, þó ekki væri nema einu sinni. Nú ert þú farin að kynnast mörgu af nýju fólki sem verður ánægt að fá þig til sín. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Sigríður Árnadóttir

Kynni okkar hófust fyrir 13 árum. Þú varst níu ára, falleg stúlka með tindrandi augu og fallegar hreyfingar. Atvikin höguðu því þannig að þú varst hjá mér á morgnana flesta virka daga um nokkurra mánaða skeið og síðan þá höfum við verið vinkonur. Margir sem við hittum, héldu að við værum frænkur og lögðum við enga áherslu á að leiðrétta það, það var nefnilega eitthvert frænkusamband á okkur. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 93 orð

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Sigríður Árnadóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Seltjarnarnesi, 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Árni Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal, jarðfræðingur í Reykjavík, og Hallgerður Gísladóttir frá Seldal í Norðfirði, safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Steingrímur Bjarnason

Mig langar að minnast Steingríms, móðurbróður míns, sem hefði orðið 78 ára í dag. Ekki datt mér í hug þegar við heimsóttum hann á Norðfjarðarsjúkrahús í endaðan júlí að það væri í síðasta sinn sem við mundum sjá hann, en stuttu seinna fór hann suður á Landspítalann og háði þar harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann lést af 30. ágúst sl. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

STEINGRÍMUR BJARNASON

STEINGRÍMUR BJARNASON Steingrímur Bjarnason fæddist á Eskifirði 11. desember 1919. Hann lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðarkirkju 6. september. Meira
11. desember 1997 | Minningargreinar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Nú hefur tilveran heldur betur brugðið lit. Horfinn er frá okkur afar litríkur persónuleiki, Sigríður Árnadóttir. Sigga var nemandi minn í Öskjuhlíðarskóla um nokkurra ára skeið. Það leyndi sér aldrei þegar Sigga var komin í skólann á morgnana, þá hljómaði skær röddin hennar um gangana með ýmsum frösum og orðatiltækjum sem Siggu voru kær þá stundina. Meira

Viðskipti

11. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 200 orð

ÐEvrópskir markaðir elta Wall Street niður

GENGI hlutabréfa lækkaði á mörkuðum í Evrópu í gær í kjölfar lækkana í Wall Street og frekari veikleikamerkja á mörkuðum í Asíu. Seinni hluta dags í gær hafði Dow Jones lækkað um tæplega 80 punkta eða 0,97%. Helsta ástæða þessara lækkana var vaxandi óróleiki vegna gengi bandarískra fyrirtækja á Asíumarkaði. Meira

Daglegt líf

11. desember 1997 | Neytendur | 50 orð

Handverksmarkaður á Garðatorgi

Á laugardaginn verður handverksmarkaður á Garðatorgi. Hann er með jólalegu sniði næstu tvo laugardaga, milli 60 og 70 manns sýna handverk sitt og tónlistarfólk verður með ýmsar uppákomur eins og kórsöng og hljóðfæraleik. Kvenfélag Garðabæjar sér um kaffisölu og bakar vöfflur. Handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10­18. Meira
11. desember 1997 | Neytendur | 57 orð

Hunangsgljái

UM NÆSTU helgi kemur í verslanir Hagkaups Óðalshunangsgljái fyrir hamborgarhryggi. Í fréttatilkynningu frá Hagkaupi kemur fram að matreiðslumeistarar fyrirtækisins hafi látið þróa nýjan gljáa til að bera á hrygginn, svokallaðan Óðalshunangsgljáa. Hunangsgljáinn fylgir með hverjum Óðals hamborgarhrygg sem keyptur er í Hagkaupi. Meira
11. desember 1997 | Neytendur | 119 orð

Jólabjór frá Tuborg

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf., framleiðandi og umboðsaðili Tuborg á Íslandi, hefur flutt inn jólabjórinn frá Tuborg sem er 5,6% að styrkleika. Í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar segir að áratuga hefð sé fyrir þessum bjór í Danmörku. Bjórinn hefur fram til þessa verið fluttur til Íslands í litlu magni og einungis verið á boðstólum á jólahlaðborðum veitingahúsa. Meira
11. desember 1997 | Neytendur | 725 orð

Jólaljósin á markaðnum misjöfn að gæðum

STRAX í byrjun aðventu fer fólk að setja upp hjá sér jólaljós, aðventuljós, jólaseríur og annað skraut með rafljósum. En þessi ljós eru misjöfn að gæðum og fólk þarf að huga að ýmsu þegar kaupa á slíka vöru og sýna árvekni gagnvart bilunum í rafbúnaði og láta viðgerð ekki dragast. Athugasemdir við22% jólaljósa Meira
11. desember 1997 | Neytendur | 163 orð

Skilafrestur á jólapósti

ENGINN formlegur frestur er á skilum á jólapósti innanlands. Bréfapósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir fimmtudaginn 18. desember og til annarra landa í Evrópu fyrir föstudaginn 12. desember. Í fréttatilkynningu frá Pósti og síma kemur fram að síðasti skiladagur á bréfum til landa utan Evrópu er föstudagurinn 12. desember. Þessar dagsetningar eiga við um A-póst. Meira

Fastir þættir

11. desember 1997 | Í dag | 276 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú st

Afmælisbarn dagsins: Þú stendur upp til varnar þeim sem minna mega sín og líður ekkert óréttlæti. Nú er rétti tíminn að breyta til, ef þú ert í fasteignahugleiðingum. Gefðu þér tíma til tómstunda. Þú ert hugmyndaríkur þessa dagana og ættir að koma þér á framfæri við rétta aðila. Meira
11. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 74 orð

A/V

A/V Hjálmar Gíslason ­ Ragnar Halldórsson268Rafn Kristjánsson ­ Ólafur Ingvarsson241Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson227Sigurleifur Guðjónsson ­ Oliver Kristófersson227Meðalskor216 Fimmtudaginn 4. des. spiluðu 16 pör. Meira
11. desember 1997 | Í dag | 40 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 11. desember, verður sjötugur Friðgeir Kristjánsson, húsasmíðameistari, Arnarheiði 2, Hveragerði. Eiginkona hans er Jórunn Gottskálksdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum laugardaginn 13. desember frá kl. 15 í Golfskála Golfklúbbsins í Gufudal við Hveragerði. Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 393 orð

Áskirkja.

Í DAG, fimmtudaginn 11. desember kl. 20 verða jólatónleikar í Víðistaðakirkju. Á tónleikunum koma fram Kór Víðistaðakirkju og Samkór Rangæinga undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Kór Grafarvogskirkju undir stjórn Harðar Bragasonar. Einsöngvari á tónleikunum er Gísli Stefánsson og undirleik annast kontrabassaleikarinn Birgir Bragason og stjórnendur kóranna. Áskirkja. Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 122 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyr

Fyrri umferð í KEA hangikjötstvímenningnum var spiluð 9.12. Páll Þórsson og Skúli Skúlason náðu 68,06% skori sem færði þeim góða forystu umfram þá sem hart berjast í næstu sætum. Þeir félagar hyggja sér vísast gott til jólahangikjötsins en ekki er sopið kálið (eða etið ketið) o.s.frv. Staða efstu para er sem hér segir: Páll Þórsson ­ Skúli Skúlason68,06%Magnús Magnúss. Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Níu sveitir taka þátt í aðalsveitakeppninni. Sveit Guðjóns Jenssens er í forystu með 106 stig en sveit Garðars Garðarssonar fylgir Guðjóni sem skugginn og er með 103 stig. Þessar sveitir hafa ekki tapað leik í mótinu til þessa. Næstu sveitir eru SP-fjármögnun með 86 stig, Sveit Gísla Ísleifssonar og sveit Gunnars Sigurjónssonar eru með 80 stig. Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 109 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Jöfn og góð þátttaka er hjá eldri borgurum í Kópavogi. Þriðjudaginn 2. desember spiluðu 26 pör Michell- tvímenning og voru spiluð 26 spil. Hæsta skor í N/S: Jón Stefánsson ­ Magnús Oddsson390Anton Sigurðsson ­ Eggert Einarsson373Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.357 Hæsta skor í A/V: Meira
11. desember 1997 | Fastir þættir | 64 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Sigurðar Ólafssonar si

SVEIT Sigurðar Ólafssonar sigraði með yfirburðum í aðalsveitakeppni Bridsfélagsins Hreyfils en keppninni lauk sl. mánudagskvöld. Sveit hans hlaut 279 stig og tapaði engum leik í mótinu, en alls voru spilaðar 13 umferðir. Með Sigurði spiluðu Flosi Ólafsson, Ágúst Benediktsson og Rósant Hjörleifsson. Meira
11. desember 1997 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Suðurlands. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní í Stokkseyrarkirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Guðný Rúna Bjarkarsdóttir og Stefán Ragnar Magnússon. Meira
11. desember 1997 | Í dag | 207 orð

NORÐMENNIRNIR Helness og Helgemo eru vandvirkir var

NORÐMENNIRNIR Helness og Helgemo eru vandvirkir varnarspilar. Hér eru þeir í AV í vörn gegn fjórum spöðum. Í suðursætinu er Daninn Christiansen, en spilið er frá undanúrslitum HM í Túnis: Suður gefur; NS á hættu. Meira
11. desember 1997 | Í dag | 34 orð

smáfólk 1a Og hér stendur: "Móses var á fjallinu í fjörutíu daga og fjöru

smáfólk 1a Og hér stendur: "Móses var á fjallinu í fjörutíu daga og fjörutíu nætur". Það er langur tími til að vera í burtu... Hvern skyldi hann hafa fengið til að vera hjá hundinum Meira
11. desember 1997 | Í dag | 147 orð

STÖÐUMYND G: HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND G: HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á afmælismóti skákfélagsins í Asker í Noregi í nóvember. Norski stórmeistarinn Einar Gausel(2.540) var með hvítt og átti leik, en Daninn Bjarke Kristensen (2.430) hafði svart. 38. Bxh6! ­ Rxe4 (Eftir 38. ­ gxh6 39. Hg8+ ­ He8 40. Meira
11. desember 1997 | Í dag | 487 orð

Vantar rækjur NÝLEGA keypti ég 100 g af rækjusalati. Þegar

NÝLEGA keypti ég 100 g af rækjusalati. Þegar dósin var opnuð heima var varla nokkur rækja sjáanleg í dósinni. Eftir nokkra leit fundust þó 4 örsmáar og bragðlausar rækutítlur, nokkrir bitar af harðsoðnum eggjum og afgangurinn var mæjones-jukk. Fróðlegt væri að heyra frá Neytendasamtökunum hvort engar reglur séu til um lágmarksfjölda af rækjum í því sem selt er sem rækjusalat. T.d. Meira
11. desember 1997 | Dagbók | 99 orð

Ört vaxandi aspir

Ört vaxandi aspir Aspir voru til umfjöllunar íMorgunblaðinu vegna dómsþess efnis að fjarlægja bærisextán alaskaaspir á mörkumtveggja lóða. Meira

Íþróttir

11. desember 1997 | Íþróttir | 272 orð

Ari formaður afreksmannasjóðs

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur skipt með sér verkum og raðað niður í hinar ýmsu nefndir innan sambandsins. Á síðasta íþróttaþingi var lögð fram skýrsla um að sambandinu yrði skipt upp í þrjú meginsvið, afrekssvið, útbreiðslu- og þróunarsvið og síðan almenningssvið. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 198 orð

Baráttusigur ÍBV

Lið ÍBV tók á móti hinu unga og efnilega FH-liði í Eyjum í gærkvöldi og sigraði, 21:18. Leikurinn var jafn lengstum og liðin skiptust á um að hafa forystu. Hrafnhildur Skúladóttir úr FH fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins rúman 19 mínútna leik fyrir að brjóta á einum leikmanni ÍBV í hraðaupphlaupi. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 280 orð

BARNSLEY hefur hug að bjóða 500 þús. pund í

BARNSLEY hefur hug að bjóða 500 þús. pund í Marek Lemsalu, fyrirliða Eistlands. Lemsalu, sem er miðvörður, æfði með Liverpool fyrir keppnistímabilið. MAN. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 587 orð

"Besti útileikur okkar"

PAT Riley, þjálfari Miami Heat, var ánægður með leik sinna manna gegn Atlanta á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Miami hafði betur í uppgjöri bestu liðanna í Austurdeildinni og vann 97:81. "Þetta var besti útileikur okkar á tímabilinu. Atlanta er með eitt besta liðið í deildinn og það sýnir mikinn styrk að vinna það á útivelli," sagði Riley. Voshon Lenard gerði 22 stig og Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 50 orð

Bikarkeppnin karla: 16-liða úrslit: Hörður - ÍBV28:42

Bikarkeppnin karla: 16-liða úrslit: Hörður - ÍBV28:42 Þýskaland 1. deild: Kiel - Lemgo26:22 Með sigrinum komst Kiel í efsta sætið með 17 stig, einu stigi fleira en Lemgo. Magdeburg - Niederw¨urzbach32:25 Konráð Olavson var ekki á meðal markaskorara Niederw¨urzbach. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 76 orð

Bjarki með fimm mörk

Bjarki með fimm mörk BJARKI Sigurðsson skoraði 5 mörk, þar af 1 úr vítakasti, er Drammen gerði 26:26 jafntefli á heimavelli við Herkules í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. "Viljinn var ekki til staðar hjá okkur og þá er ekki von á góðu," sagði Bjarki að leik loknum. Lið Herkules er í 9. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 583 orð

Framstúlkur fengu ekki jólagjöfina

LITLU munaði að Framstúlkur fengju jólagjöfina sem var efst á lista hjá þeim ­ stig ­ þegar þær mættu Víkingum í Víkinni í gærkvöldi. Eftir miklar sviptingar í spennandi leik, en þó ekki vel leiknum, tókst þeim ekki að jafna síðustu mínútuna og Víkingsstúlkur hrósuðu 21:20 sigri. Framstúlkur halda því upp á jólin án þess að hafa fengið eitt stig en Víkingar eru enn um miðja deild. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 111 orð

Goodyear hættir í formúlu-1 GOODYEAR-fyri

GOODYEAR-fyrirtækið hefur ákveðið að hætta þátttöku í formúlu-1 kappakstrinum en þar hefur fyrirtækið verið einrátt um margra ára skeið. Að sögn talsmanna Goodyear í Bretlandi eru það vaxandi tilkostnaður og nýjar reglur um keppnisbarða sem er þess valdandi að fyrirtækið hættir að framleiða hjólbarða fyrir keppnisliðin í formúlu-1. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 121 orð

Hardaway frá í 10 vikur STJÖR

STJÖRNULEIKMAÐURINN Anfernee Hardaway leikur ekki með Orlando næstu tíu vikurnar. Hann var skorinn upp í gær vegna rifins liðþófa í vinstra hné og vonast forráðamenn Orlando til að hann verði tilbúinn í slaginn á ný eftir stjörnuleikinn. Hardaway hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum Orlando vegna meiðslanna og alls hefur hann misst af átta leikjum í vetur vegna þeirra. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 16 orð

Í kvöld

DHL-deildin Keflavík:Keflavík - Skallagr.20 Seljaskóli:ÍR - ÍA20 Seltjarnarnes:KR - Þór Ak20 Strandgata:Haukar - Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 666 orð

Juventus "skreið" áfram

ÍTALSKA meistaraliðið Juventus, eitt frægasta félagslið heims, komst með naumindum í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðið sigraði Manchester United á heimavelli, 1:0, og það dugði ­ vegna þess að Rosenborg frá Noregi tókst ekki að sigra Olympiakos í Grikklandi. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 356 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Sparta Prag - Dortmund0:3 -Andreas Möller (30.), Jovan Kirovski (47.), Steffan Freund (71.). 10.925. Galatasaray - Parma1:1 Adrian Ilie (51.) ­ Enrico Chiesa (46.). 30.000. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 62 orð

Körfuknattleikur 1. deild karla Selfoss - Stafholtstungur83:98 Meistaradeild Evrópu B-RIÐILL Króatía Split - Estudiantes

1. deild karla Selfoss - Stafholtstungur83:98 Meistaradeild Evrópu B-RIÐILL Króatía Split - Estudiantes Madrid86:69 Ankara (Tyrklandi) - Porto79:62 D-RIÐILL Alba Berlín - Olimpija Ljubljana82:74 NBA-deildin Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 56 orð

Óskar til Grindavíkur

ÓSKAR Kristjánsson, körfuknattleiksmaður, og einn sterkasti varnarmaður landsins hefur ákveðið að hætta að leika með KR og hefur byrjað að æfa með Grindvíkingum. Björn Leósson starfsmaður Körfuknattleikssambands Íslands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að KKÍ hefði ekki borist beiðni um félagsskipti Óskars úr KR til Grindavíkur. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | -1 orð

STJARNAN

STJARNAN 10 7 2 1 244 202 16HAUKAR 11 7 2 2 288 254 16GRÓTTA-KR 10 5 2 3 203 202 12ÍBV 11 5 1 5 251 256 11VÍKINGUR 11 5 1 5 267 273 11FH 11 4 2 5 229 232 1 Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 311 orð

Víkingur - Fram21:20

Víkin, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, miðvikudaginn 10. des. 1997. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 7:4, 8:4, 8:11, 9:11, 13:11, 13:15, 17:16, 17:17, 19:17, 19:19, 21:19, 21:20. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 282 orð

Þorvaldur fimmti í Sviss

ÞORVALDUR Blöndal, júdókappi úr Ármanni, stóð sig vel á Opna svissneska mótinu sem fram fór um helgina, varð í 5. sæti í -90 kílóa flokki. Bjarni Skúlason frá Selfossi keppti í -81 kílóa flokki, en þetta er fyrta mótið þar sem keppt er eftir hinni nýju flokkaskiptingu og að auki er þetta fyrsta mótið af tíu svokölluðum A-mótum ársins 1998. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 188 orð

Þórsarar missa fimm leikmenn

"Jú, auðvitað hrökkva menn við þegar þeir sjá listann yfir þá leikmenn sem fara frá okkur. Ég segi ekki að ég sakni þessara leikmanna ekki en við erum bjartsýnir og eigum mikið af efnilegum strákum," sagði Þóroddur Hjaltalín, formaður knattspyrnudeildar Þórs frá Akureyri er hann var inntur eftir stöðu mála hjá félaginu, Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 189 orð

Örn í 14. sæti á heimslistanum

Örn Arnarson sundmaður úr SH í Hafnarfirði er í 14. sæti heimslistans í 200 m baksundi í 25 m laug samkvæmt lista sem Swimnews Magazine birtir og heldur saman fyrir Alþjóða sundsambandið FINA. Það er Íslandsmetið sem Örn setti í lok október, 1.59,06 mín., sem fleytir honum svo ofarlega á listann. Hann nær yfir tímabilið frá 1. júní í ár til 31. maí á næsta ári. Meira
11. desember 1997 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Kristinn ÞORVALDUR Blöndal, júdókappi úr Ármanni, stóð sig vel á Opna svissneska mótinu sem fór fram í Sviss um sl. helgi. Hérer hann búinn að ná Ingibergi Sigurðssyni glímukappa undir á æfingu í gærkvöldi.»Þorvaldur fimmti... Meira

Úr verinu

11. desember 1997 | Úr verinu | 218 orð

Mestu landað hjá SR í Siglufirði

SR-MJÖL í Siglufirði hefur tekið við mestum loðnuafla á sumar- og haustvertíðinni, 66.500 tonnum, en allar fimm verksmiðjur fyrirtækisins hafa tekið á móti um 165.000 tonnum. Ekkert hefur ræst úr með síldveiðina og engin loðnuveiði var í fyrrinótt. Kenndu menn um björtu tunglskini. Meira
11. desember 1997 | Úr verinu | 453 orð

"Saga sóknar inn á markaði um allan heiminn"

Saga Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er komin út. Ritið er á annað þúsund síður, mikið myndskreytt, í þremur bindum og er það gefið út af Sölumiðstöðinni og Hinu Íslenzka bókmenntafélagi. Höfundar verksins eru þeir Hjalti Pálsson, Jón Hjaltason og Ólafur Hannibalsson. Saga innanlandsátaka og milliríkjasamninga Meira

Viðskiptablað

11. desember 1997 | Viðskiptablað | 149 orð

Býður út 50 milljóna króna hlutafé

FRANSÍS hf., útgefandi Euro spilsins í Evrópu, hefur boðið út nýtt hlutafé á almennum markaði að fjárhæð 50 milljónir króna. Tilgangur útboðsins er að styrkja móðurfélagið vegna útgáfunnar á svonefndu Euro-spili, meðal annars með kaupum á hlutafé í því félagi, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

ÐÁvöxtun bankavíxla hækkar um 75 punkta

ÁVÖXTUN bankavíxla hækkaði um 75 punkta í gærmorgun. Þessa hækkun má rekja til almennrar fjárþarfar fjármálastofnana sem freista þess nú að ná í aukið fjármagn með sölu víxla. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun hafa viðskipti með bankavíxla ekki verið mikil á VÞÍ. Vextir óverðtryggðra ríkisbréfa hækkuðu um 3 punkta í gærmorgun, fóru úr 8,18% í 8,21%. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

ÐFrystigeymsla Samskipa fokheld

BYGGING nýrrar 7.400 fermetra frystigeymslu Samskipa hf. á Vogabakka í Sundahöfn er langt komin og stefnt er að því að taka hana í notkun áður en loðnuvertíð hefst síðar í vetur. Frystigeymslan verður hin stærsta á Íslandi og mun rúma 3.500 palla að sögn Lilju Bjarnadóttur, markaðsstjóra Samskipa. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 88 orð

ÐGengi krónunnar hækkaði um 1,3% í nóvember

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um 1,8 milljarða króna í nóvember og nam 28,9 milljörðum í lok mánaðarins. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði um 1,3% í nóvember. Nettó gjaldeyriskaup bankans á gjaldeyrismarkaði námu um einum milljarði króna í mánuðinum að því er fram kemur í frétt. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 940 orð

ÐGKS á hlutabréfamarkað Hlutabréf GKS fá auðken

HÚSGAGNAFYRIRTÆKIÐ GKS fer á hlutabréfamarkað í dag er hlutabréf félagsins fá auðkenni á Opna tilboðsmarkaðnum. Jafnframt er stefnt að því að sækja um skráningu á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands fljótlega eftir áramót. Samhliða þessari skráningu verður hlutafé félagsins aukið um 8 milljónir króna og verða þau hlutabréf seld á næstu vikum og mánuðum. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 192 orð

ÐNýir starfsmenn hjá Kaupfélagi Eyfirðinga

BREYTINGAR hafa orðið í trúnaðarstöðum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á undanförnum mánuðum en þeir Sigurður Eiríksson, innheimtustjóri, Ólafur Traustason, deildarstjóri Tölvudeildar og Páll Leósson, deildarstjóri Innkaupadeildar hafa allir látið af störfum að eigin ósk. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 2526 orð

ÐRáðabrugg um ráðstefnuhöll Hreyfing hefur komist á umræðu u

HUGMYNDIN um byggingu sérhæfðar ráðstefnumiðstöðvar hér á landi hefur fengið byr undir báða vængi að undanförnu, bæði hjá stjórnvöldum og í atvinnulífinu. Á vegum menntamálaráðuneytisins er unnið að verkfræðilegri úttekt á þremur kostum vegna byggingar tónlistarhúss og gera tveir þeirra ráð fyrir uppbyggingu ráðstefnuaðstöðu í tengslum við það. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 203 orð

ÐVerðhjöðnun í nóvember

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í byrjun desember lækkaði um 0,2% frá því í byrjun nóvember. Þessari lækkun valda fyrst og fremst hefðbundnar lækkanir á ávöxtum og grænmeti sem koma fram á þessum árstíma. Einnig koma fram lækkanir á gjafavörum ýmiss konar og húsgögnum og heimilistækjum í tengslum við jólatilboð verslana. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 413 orð

Flutningur reyndist dýrari en áætlað var

36,9 MILLJÓNA króna tap varð af rekstri Plastos umbúða hf. fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrartekjur námu 307,6 milljónum króna en rekstrargjöld 320,3 milljónum. Tekjuáætlunin stóðst en ýmsir kostnaðarliðir voru vanmetnir, m.a. vegna flutnings verksmiðju fyrirtækisins í nýtt húsnæði. Gert er ráð fyrir hagnaði af rekstri fyrirtækisins á næsta ári. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 124 orð

Framkvæmdastjóraskipti hjá Islandia Internet

NÝR framkvæmdastjóri, Svavar G. Svavarsson, hefur tekið við störfum hjá Islandia Internet hf í stað Karls L. Jóhannssonar, sem ákvað fyrir nokkru að helga sig störfum á öðrum vettvangi. Gengið var frá framkvæmdastjóraskiptunum á stjórnarfundi félagsins á föstuaginn var, að því er segir í frétt frá Islandia. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 133 orð

Fyrirtækjaviðskiptin sameinuð

LANDSBANKINN hefur í undirbúning að sameina fyrirtækja- og stofnanaviðskipti bankans og Landsbréfa hf., dótturfyrirtækis hans. Samhliða þessu er unnið að því að sameina fjárstýringu fyrirtækjanna þannig að sú starfsemi verði framvegis á einu viðskiptaborði innan samstæðunnar. Þessi starfsemi verður á Laugavegi 77 og hefst í janúar nk. undir merkjum bankans. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 440 orð

Hlutafé aukið um 250 milljónir

ENDURFJÁRMÖGNUN á litháíska lyfjafyrirtækinu Ilsanta UAG, sem er að meirihluta í eigu íslenskra aðila, er nú að ljúka. Ákveðið hefur verið að auka hlutafé verksmiðjunnar um 250 milljónir króna og munu sænskir aðilar leggja fram 122 milljóna króna hlutafé en íslensku hluthafarnir munu leggja fram sameiginlega 60 milljóna króna viðbótarhlutafé með yfirtöku láns sem þeir eru þegar í ábyrgð fyrir. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 1287 orð

Nethlutir á hvers manns vörum TölvurNethlutir eru á hvers manns vörum og fyrir skemmstu hélt Skýrslutæknifélagið ráðstefnu um

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands hélt fyrir skemmstu bráðgagnlega ráðstefnu, jólaráðstefnu, þar sem til umræðu var það sem aðstandendur kjósa að kalla nethluti, sem er í sjálfu sér prýðilegt heiti á forritlingum líkum þei sem menn keyra í vöfrum og sýndarvélum. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 8 orð

ORKUMÁLÖrar breytingar á orkumörkuðum/3

ORKUMÁLÖrar breytingar á orkumörkuðum/3RÁÐSTEFNURRáðabrugg um ráðstefnuhöll/4-5FYRIRTÆKIGKS á h Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 503 orð

Sókn og sigrar í opinberum rekstri

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar um búskap hins opinbera 1995­96. Er þá miðað við A-hluta ríkissjóðs, þ.e. opinbera stjórnsýslu, fræðslumál og heilbrigðismál ásamt almannatryggingum og sveitarsjóðum. Opinber atvinnustarfsemi, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á vöru og þjónustu, er hins vegar ekki talin til hins opinbera í þessum tölum. Meira
11. desember 1997 | Viðskiptablað | 105 orð

Vinsæll plötusnúður tekur við Virgin Radio

OPINSKÁR plötusnúður, Chris Evans, hefur tekið við rekstri Virgin Radio, einnar vinsælustu einkastöðvarinnar í Bretlandi, af framkvæmdamanninum Richard Branson. Fréttir herma að Evans hafi greitt 132 milljónir dollara fyrir Virgin, sem talið hafði verið að keppinauturinn Capital Radio mundi kaupa. Meira

Ýmis aukablöð

11. desember 1997 | Dagskrárblað | 139 orð

14.45Skjáleikur [715

14.45Skjáleikur [7153966] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) (785) [8004072] 17.30Fréttir [93614] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [249850] 17.50Táknmálsfréttir [5618782] 18. Meira
11. desember 1997 | Dagskrárblað | 741 orð

Fimmtudagur 11. desember BBC PRIME

Fimmtudagur 11. desember BBC PRIME 5.00 Who Calls the Shots? 6.00 The World Today 6.30 Bitsa 6.40 Activ8 7.05 Dark Season 7.45 Ready, Steady, Cook 8.15 Kilroy 9.00 Style Challenge 9.30 Wildlife 10. Meira
11. desember 1997 | Dagskrárblað | 699 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur. 8.00Morgunþáttur heldur áfram. 8.45 Ljóð dagsins 9.03Laufskálinn. 9. Meira
11. desember 1997 | Dagskrárblað | 78 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
11. desember 1997 | Dagskrárblað | 67 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
11. desember 1997 | Dagskrárblað | 159 orð

ö9.00Línurnar í lag [91411]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [40865053] 13.00Þorpslöggan (Heartbeat) (5:15) (e) [28140] 13.55Stræti stórborgar (Homicide: Life On the Street)(12:22) (e) [5775904] 14.40Ellen (4:25) (e) [871053] 15.05Oprah Winfrey Sjá kynningu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.