Greinar þriðjudaginn 16. desember 1997

Forsíða

16. desember 1997 | Forsíða | 260 orð

Aðeins einn lifði slysið af

EINN maður lifði af er Tupolev- þota tadsjíska ríkisflugfélagsins fórst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Alls voru 86 manns um borð, 77 farþegar og níu manna áhöfn. Ekki er vitað hvað olli slysinu en sjónarvottar sögðu þotuna hafa sprungið á flugi og hlutana hrapað niður í eyðimörkina. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 151 orð

Carlos í hlutverki verjanda

HERMDARVERKAMAÐURINN "Sjakalinn Carlos" tók við hlutverki lögfræðinga sinna í gær eftir að þeir hættu að verja hann fyrir rétti í París í mótmælaskyni við þá ákvörðun dómarans að hafna beiðni um að réttarhöldunum yfir honum yrði hætt á þeirri forsendu að hann hefði verið handtekinn með ólöglegum hætti í Súdan fyrir þremur árum. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 100 orð

Jólasveinninn skelfir

ÞAÐ reynist mörgum börnum mikið áfall að vera skellt í fang jólasveins og slíkt athæfi er ill meðferð á börnum, að mati bandarísks sálfræðings. Jim Hoot sálfræðingur segir að börn sem eru eins og hálfs árs eða yngri hræðist aðskilnaðinn við foreldrana. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 267 orð

Kalla eftir alþjóðahjálp gegn efnahagskreppu

LEIÐTOGAR níu Suðaustur-Asíuríkja, ASEAN, tilkynntu í Kuala Lumpur í gær að þeir hygðust stuðla að aukinni verslun innan svæðisins til þess að draga úr áhrifum efnahagskreppunnar sem gengið hefur yfir álfuna að undanförnu. Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, lagði þó ríka áherslu á að þetta væri gert af nauðsyn en ekki einokunarstefnu eða fordómum. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 67 orð

Kuldinn bítur í Moskvu

MIKILL kuldi hefur gert Rússum erfitt fyrir undanfarna daga. Fór kuldinn í Moskvu niður í 27,3 gráður í gær og gert var ráð fyrir að frostið yrði allt að 32 gráðum í nótt. Nyrst í Rússlandi fór frostið niður í 45 gráður. Þessir útigangsmenn reyndu að festa svefn í skafli í höfuðborginni í gær en vetrarhörkurnar hafa nú þegar kostað fjóra útigangsmenn lífið. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 187 orð

Neitað um aðgang að forsetahöllum

RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði í gær að viðræður sínar við írösk stjórnvöld um eyðingu gjöreyðingarvopna Íraka hefðu lítinn árangur borið. Butler ræddi við Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, og hafnaði sá síðarnefndi því að eftirlitsmenn fengju aðgang að höllum Saddams Husseins, forseta Íraks, en grunur leikur á því að þar séu framleidd efnavopn. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 107 orð

Vann á vitlaust númer

ÞRÍTUGUR Finni vann 1,4 milljónir finnskra marka, hátt í 19 milljónir króna, í lotteríi ­ á rangt númer. Sjónvarpskynnir, sem las upp tölur kvöldsins í beinni útsendingu í síðustu viku, las eina af tíu vinningstölunum rangt. Dagblaðið Ilta-Sanomatsagði frá þessu fyrir helgi. Svo vildi til að talnarunan, sem þannig var lesin rangt upp, var á lottómiða Janne Moksunen. Meira
16. desember 1997 | Forsíða | 61 orð

Viðbit lækkar kólesteról

SMJÖRLÍKI sem unnið er úr furukjörnum, lækkar kólesteról í blóði þriðjungs þeirra hjartasjúklinga sem neyta þess, að því er fram kemur í finnskri rannsókn. Hefur viðbitið svo góð áhrif á suma neytendur að þeir geta hætt að taka lyf til að lækka kólesterólmagnið. Smjörlíkið, Benecol, nýtur svo mikilla vinsælda að verslanir þurftu að skammta það fyrstu vikurnar. Meira

Fréttir

16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

37 millj. til markaðssetningar lambakjöts

FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbúnaðarins hefur veitt rúmlega 37 milljónir króna í styrki vegna markaðssetningar lambakjöts erlendis undanfarin sjö ár og þar af hefur átaksverkefnið Áform fengið um 8,6 milljónir króna til sölu á kindakjöti í Bandaríkjunum. Styrkur vegna markaðssetningar nautakjöts í Bandaríkjunum nemur 5,5 milljónum króna. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

40 ferðir til Flórída

Selfossi- Jólaleikur fyrir viðskiptavini KÁ á Suðurlandi hófst 10. desember og stendur yfir í desember. Í boði eru 40 ferðir til Flórída með Flugleiðum og verða tveir vinningar dregnir út daglega að jafnaði. Leikurinn fer þannig fram, að ef viðskiptavinurinn verslar fyrir ákveðna upphæð, kr. 3000.00 eða meira, í verslunum K.Á. og Kjarval, kr 2000. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Aðventutónleikar

AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. desember, kl. 20.30. Fram koma Barnakór Glerárkirkju undir stjórn Michaels Jóns Clarkes og Kór Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar sem einnig leikur á orgel. Á efnisskránni eru verk tengd aðventunni og jólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Afhenti Mæðrastyrksnefnd 350 hangilæri

INGVAR Helgason hf. hefur afhent Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 350 hangilæri að gjöf. Er þetta fjórða árið í röð sem fyrirtækið gefur efnalitlum mæðrum í Reykjavík matargjafir. Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir afhentu gjöfina sl. laugardag. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 390 orð

Aldrei sýnt fram á smit við blóðgjöf

"ALDREI hefur verið sýnt fram á að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur smitist við blóðgjöf, né við svipaðar aðstæður og hér um ræðir," segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Greiningarefni sem unnið er úr blóðplasma var innkallað þegar í ljós kom að sjúkdómurinn Creutzfeldt-Jakob dró breskan mann til dauða, en blóð úr honum var notað við gerð efnisins. Guðrún S. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Álit sent samgönguráðuneyti

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur óskað eftir að koma á framfæri athugasemd vegna ummæla Halldórs Blöndal samgönguráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar sagði ráðherra að álit stofnunarinnar vegna innheimtu eldsneytisgjalds hefði ekki borist samgönguráðuneytinu. Álit stofnunarinnar var boðsent til samgönguráðuneytisins og var kvittað fyrir móttöku þar fyrir hádegi föstudaginn 12. desember. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Átta gefa kost á sér

FRESTUR til að skila inn framboði vegna væntanlegs prófskjörs sem fram fer 24. janúar 1998 rann út laugardaginn 13. desember sl. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér: Erna Nielsen, Guðmundur Jón Helgason, Gunnar Lúðvíksson, Jens Pétur Hjaltested, Jón Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Jónmundur Guðmarsson og Sigurgeir Sigurðsson. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 95 orð

Barist við fuglaflensu

VERKAMENN fjarlægja dauða kjúklinga af stærsta kjúklingamarkaði Hong Kong. Markaðinum var lokað í gær til þess að yfirvöld gætu gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu dularfullrar "fuglaflensu" sem þegar hefur orðið tveimur mönnum að bana. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Borgarráð velur á milli umsækjenda

STJÓRN Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur vísaði umsóknum beggja fyrirtækja, sem sótt hafa um að halda sjávarútvegssýningar í Laugardalshöll dagana 1.­4. september 1999, til borgarráðs í gær og má búast við því að málið verði tekið fyrir í borgarráði næstkomandi þriðjudag. Steinunn V. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Bæjarfulltrúar gegna starfinu til vors

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar samþykkti um helgina að Kristinn Jón Jónsson, forseti bæjarstjórnar, og Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs, gegni sameiginlega starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar til vors. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð

Dagbók lögreglunnar 12. til 14. desember.

FYRSTU 14 daga þessa mánaðar hefur 31 ökumaður verið stöðvaður og kærður vegna gruns um ölvun við akstur. Á sama tíma árið 1996 voru þessir ökumenn 47 eða umtalsvert fleiri. Það er von lögreglu að sú umfjöllun og þær ábendingar sem lögreglan og aðrir hafa haft uppi til að koma í veg fyrir slíkan akstur hafi borið árangur. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu um einstök mál verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Skýrsla umhverfisráðherra um rammasamning Sameinuðu þjóðanna. 2. Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit. 3. Sóknargjöld og kirkjugarðar. 4. Stjórn fiskveiða. 5. Fjáraukalög. 6. Eftirlitsstarfsemi hins opinbera. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

ÐSjálfgert að bregðast við tilmælum Samkeppnisráðs

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, segir sjálfgert að bregðast við tilmælum Samkeppnisráðs um að hlutlausir aðilar sitji í framkvæmdastjórn leiklistarráðs. Það liggi í augum uppi að fólk eigi ekki að koma að málum sem það sé vanhæft til að fjalla um, enda hafi þetta fólk vikið sæti hverju sinni eins og komið hafi fram í áliti Samkeppnisráðs. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Ekki svigrúm til að gera betur við lækna

LÆKNAR á Sjúkrahúsi Reykjavíkur felldu nýgerðan kjarasamning með tveggja atkvæða mun. Sjúkrahúslæknar á öðrum spítölum samþykktu samninginn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að það yrði æ erfiðara fyrir borgina að eiga og reka Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Farrakhan yfirgefur Ísrael

LOUIS Farrakhan, leiðtogi Þjóðar íslams, mest áberandi samtaka múslima í Bandaríkjunum, yfirgaf Ísrael í skyndingu í gær þar sem hann kvaðst óttast um öryggi sitt. Farrakhan kom til Ísraels öllum að óvörum á sunnudag en hann var í heimsókn í nágrannaríkinu Jórdaníu. Hugðist Farrakhan m.a. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Fimm hlutu viðurkenningu

FIMM fyrirtæki hlutu viðurkenningu Sjálfsbjargar á Akureyri fyrir að bregðast við áskorun félagsins um að bæta aðgengi að húsakynnum sínum með sjálfvirkum opnunarbúnaði hurða og voru þær afhentar á Alþjóðadegi fatlaðra í liðinni viku. Fyrirtækin eru Hagkaup, Kaupangur, húsfélag B, Landsbanki Íslands við Strandgötu á Akureyri, Veitingahúsið Greifinn og Bjarg fyrir aðgengi að félagssal. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 96 orð

Fiskur fastur í nefi veiðimanns

FLYTJA þurfti óheppinn veiðimann á sjúkrahús í Rússlandi til að spenna upp kjaftinn á grimmúðugri geddu sem hafði bitið sig fasta í nef mannsins. Hann var að vonum stoltur þegar hann sýndi félögum sínum fenginn en stoltið breyttist fljótt í skelfingu þegar geddan beit manninn af alefli í nefið. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 520 orð

Forsetaefnin lofa að virða skilmála IMF

GENGISHÆKKANIR urðu á verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum Suður-Kóreu í gær eftir að þrír helstu frambjóðendurnir í forsetakosningunum á fimmtudag lýstu því yfir að þeir myndu virða samkomulag stjórnar Suður-Kóreu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um fjárhagsaðstoð við landið. Gengi suður-kóreskra verðbréfa hækkaði meira en nokkru sinni fyrr á einum degi, eða um 7,22%. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Friðarljós og matarbúr Hjálparstofnunar

FRIÐARLJÓS verða seld á Akureyri á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar líkt og síðustu ár og munu nemendur Brekkuskóla ganga í hús og bjóða þau til sölu. Á Þorláksmessu verður bifreið í göngugötunni í Hafnarstræti þar sem tekið verður á móti framlögum í árlega söfnun stofnunarinnar og einnig verða seld þar friðarljós. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | 144 orð

Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi

Selfossi-Á dögunum tók Gísli Sigurðsson oddviti Biskupstungnahrepps fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi í Reykholti. Íþróttahúsinu er ætlað að þjóna Reykholtsskóla og öðrum þeim félögum í hreppnum sem þess óska. Áætlun gerir ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun á næsta ári. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | 57 orð

Fyrsti snjórinn

ZGrundarfirði-Börnin á leikskólanum Sólvöllum undu sér vel er fyrsti snjórinn kom hér í Grundarfirði, en þá snjóaði 10­15 sentimetra. Þau renndu sér niður brekkuna af fullum krafti, veltu sér í snjónum og skemmtu sér konunglega eins og börnum er einum lagið. Sum gáfu sér þó tíma til að syngja eitt jólalag fyrir ljósmyndarann. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Glitský vakti athygli

GLITSKÝ vakti athygli Akureyringa á sunnudagsmorgun. Að sögn Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra sjást glitský einkum á Norður- og Austurlandi í sterkri suð- eða vestlægri átt. Þegar hvass vindur streymir norður eða austur yfir landið verður til bylgjuhreyfing en við ákveðnar aðstæður geta þessar bylgjur náð mun hærra en veðrahvolf okkar, sem er 10 kílómetrar, Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 527 orð

Góður námsárangur vekur athygli

NÁMSÁRANGUR íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem stunda meistaragráðunám í hjúkrunarfræði í fjarnámi við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing Institute of Advanced Nursing Education í Lundúnum sem er deild innan Manchester háskóla, hefur vakið athygli í Bretlandi. Tólf hjúkrunarfræðingar með B.S. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Handverksdagur í Gjábakka

ELDRI borgarar í Kópavogi selja í dag, þriðjudaginn 16. september, handverk sitt í Gjábakka, Fannborg 8, og hefst salan kl. 13. Á handverksmarkaðnum, sem er opinn til kl. 18.30, eru margir eigulegir munir til jólagjafa. Allir eru þeir unnir af eldri borgurum sjálfum og verðið ætti ekki að spilla fyrir viðskiptum. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hestamenn notihlífðarhjálma

KRISTÍN Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um hjálmanotkun hestamanna sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Með frumvarpinu er lagt til að menn á hestbaki skuli bera viðurkenndan hlífðarhjálm á höfði. Skal forráðamaður barns sjá um að barnið fylgi því ákvæði. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Hjá forsetanum

Í TILEFNI útgáfu bókarinnar Stafakarlarnir á margmiðlunardiski tók forseti Íslands á móti Bergljótu Arnalds höfundi verksins á Bessastöðum. "Bergljót kynnti verkið fyrir Ólafi Ragnari en þetta er fyrsta íslenska margmiðlunarbókin sem lifnar við með hreyfimyndum, tónlist og leik," segir í fréttatilkynningu. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 589 orð

Hugmyndir um stóreldi á barra í Fljótum

MÁKI hf. sem hannað hefur eldiskerfi fyrir hlýsjávarfiskinn barra og gert tilraunir með eldi hans í fiskeldisstöð sinni á Sauðárkróki hefur látið vinna forathugun á hagkvæmni þess að ala barra í stórum stíl í laxeldisstöð sem var í eigu Miklalax hf. í Fljótum. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð

Íbúar kæra til umhverfisráðuneytis

SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að leyfa byggingu um 2.000 fermetra húss á Laugavegi 53b og niðurrif tveggja timburhúsa á lóðinni. Tveir fulltrúar R-listans í nefndinni greiddu atkvæði gegn leyfisveitingunni, Guðrún Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Í jólaskapi þrátt fyrir slagveðrið

HELLIRIGNING, rok og sumarhiti náðu ekki að spilla jólaskapinu hjá krökkunum, sem voru ásamt foreldrum sínum að velja sér jólatré í Brynjudalsskógi í Hvalfirði á sunnudaginn. Skógræktarfélag Íslands hefur um nokkurra ára skeið boðið fyrirtækjum að kaupa tré í skógræktinni við Brynjudalsá fyrir starfsfólk sitt. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Íslenskir jólasveinar á jólakorti

LANDSBÓKASAFN Íslands ­ Háskólabókasafn ­ gefur fyrir jólin út jólakort með teikningum úr safni handritadeildar af íslenskum jólasveinum eftir Tryggva Magnússon (1900­1960). Í myndaröðinni eru 15 teikningar sem upphaflega voru gerðar sem myndskreyting við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem kom fyrst út 1932. Ætlunin er að gefa út allar myndirnar í röðinni. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 285 orð

Jeltsín á batavegi

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, starfaði í gær á heilsuhæli skammt frá Moskvu og var á batavegi eftir að hafa orðið fyrir veirusýkingu í öndunarfærum, að sögn talsmanns hans. "Helsta markmið forseta Rússlands núna er að ná sér," sagði talsmaður forsetans, Sergej Yastrzhembskí. Hann bætti við Jeltsín væri með eðlilegan hita og héldi áfram að starfa. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1137 orð

Jóhann tapaði í bráðabana

Heimsmeistaramótið í skák fer fram í Hollandi 8.-30. desember. Þrír Íslendingar tóku þátt í mótinu en eru allir fallnir úr keppni. JÓHANN Hjartarson féll úr keppni á heimsmeistaramótinu á laugardaginn. Hann tefldi tvær atskákir við Hvítrússann Alexej Alexandrov, eftir að tvær kappskákir þeirra höfðu endað með jafntefli. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Jólahald á Hótel Örk

HIÐ árlega jólahald verður haldið á Hótel Örk yfir jólin og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Hin hefðbundna skata verður á Þorláksmessu, á aðfangadag verður gengið til kirkju og að því loknu tekur við veislukvöldverður. Á jóladag verður margt á dagskrá og þá sérstaklega fyrir börnin. 2. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 538 orð

Kaflinn um stjórn ríkisháskóla einkum gagnrýndur

ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um háskóla fór fram á Alþingi í gær. Minnihluti menntamálanefndar lýsir í nefndaráliti sínu yfir fullri andstöðu við tvö efnisatriði frumvarpsins. Minnihlutinn gagnrýnir í fyrsta lagi það sem hann kallar ofstjórnaráráttu gagnvart háskólastiginu og segir að sú ofstjórn komi fram í ýmsum greinum frumvarpsins, m.a. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Keypti ríkisverðbréf fyrir 5 milljarða

SEÐLABANKINN efndi í gær í fyrsta sinn til svonefnds skyndiuppboðs á endurhverfum verðbréfakaupum. Þar gafst bönkum og sparisjóðum kostur á að selja Seðlabankanum ríkisverðbréf, en þeir skuldbinda sig til að kaupa þau til baka eftir einn mánuð á umsömdu verði. Samtals keypti bankinn bréf fyrir rúma 5 milljarða. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 173 orð

Khatami friðmælist við Bandaríkin

MOHAMMAD Khatami, hófsamur forseti Írans, lýsti á sunnudag yfir vilja til þess að bæta samskipti Írana og Bandaríkjamanna. Er það mesta stefnubreyting meðal æðstu valdamanna Írans allt frá dögum íslömsku byltingarinnar árið 1979. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Kveikt á jólatré

KVEIKT var á jólatré við Barnaskólann í Reykjahlíð kl. 16 sunnudaginn 14. desember. Sungin voru jólalög, Jón Árni Sigfússon lék á harmoníku, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri flutti ávarp, jólasveinar komu í heimsókn og á eftir var öllum viðstöddum boðið upp á veitingar í skólanum. Á sunnudagskvöld var síðan aðventukvöld í Reykjahlíðarkirkju 14. desember kl. 20.30. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kæra kosningar til ráðuneytis

TVEIR íbúar á Sauðárkróki hafa kært til félagsmálaráðuneytisins úrskurð kærunefndar vegna sameiningarkosninga sem fram fóru í síðasta mánuði. Krefjast þeir þess að kosingarnar verði úrskurðaðar ógildar. Kosningar um sameinigu ellefu sveitarfélaga í Skagafirði fóru fram í síðasta mánuði og var sameining samþykkt í öllum sveitarfélögum, yfirleitt með miklum meirihluta atkvæða. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Laust prestsembætti

BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Sr. Hildur Sigurðardóttir hefur látið af því starfi að eigin ósk vegna búferlaflutninga. Þetta starf er launað af sókninni sjálfri og presturinn starfar undir stjórn sóknarprestsins. Umsóknir sendist biskupi Íslands og umsóknarfrestur er til 6. janúar 1998. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

LEIÐRÉTT Fulltrúi Cuxh

GYÐA Jóhannsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið sl. föstudag um þrýstihóp aldraðra. Í greininni segir að félags- og þjónustumiðstöðvar sem Reykjavíkurborg hefur byggt víðsvegar um borgina muni nú vera 15 talsins og með búnaði sem til heyrir hafa þær ekki kostað skattgreiðendur undir 15 milljörðum króna. Hið rétta er að þar átti að standa 1500 milljónir. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð

Loftsteinn féll til jarðar

STÓR loftsteinn féll til jarðar á Grænlandi í síðustu viku. Þónokkur vitni urðu að því er steinninn steyptist til jarðar með miklum ljósagangi en í upphafi var talið að hann hefði lent í sjónum. Þetta kom fram í frétt Jyllands Posten. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Lokuð meðferðardeild byggð í Skagafirði

HÉRAÐSNEFND Skagfirðinga hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir unglingaheimili í Garðhúsum skammt frá Varmahlíð. Jafnframt hefur verið frá því gengið að Barnaverndarstofa taki húsnæðið á leigu og reki þar lokaða meðferðardeild. Barnaverndarstofa og forverar hennar hafa lengi rekið unglingaheimili í Skagafirði, nú síðast á Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 852 orð

Læknar SHR felldu kjarasamninginn

Læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur felldu nýgerðan kjarasamning með tveggja atkvæða mun. Sjúkrahúslæknar á öðrum spítölum samþykktu samninginn. ÓLJÓST er hvernig samningsaðilar, þ.e. Læknafélagið og Reykjavíkurborg, bregðast við þessari stöðu. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Níu frumvörpsamþykkt

NÍU lagafrumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær, þar á meðal voru ný lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa og ný lög um ríkisábyrgðir, þar sem skilyrði um afgreiðslu ríkisábyrgða til þriðja aðila eru þrengd frá því sem nú er. Flest hinna lagafrumvarpanna fólu í sér breytingar á núgildandi lögum, þ.e.a.s. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Níutíu athugasemdir bárust

RÚMLEGA 90 athugasemdir bárust Skipulagi ríkisins við tillögur um svæðisskipulag Miðhálendisins, en frestur til að skila inn athugasemdum rann út 10. desember. Fyrr á þessu ári voru kynntar tillögur samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir Miðhálendi Íslands. Skipulagið lýtur að framtíðarnýtingu landsvæðisins til ársins 2015. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Ný áfengislöggjöf til umræðu

ÞAÐ mun skýrast í dag eða á morgun hvort ríkisstjórnin leggur fyrir áramót fram á Alþingi frumvarp um nýja áfengislöggjöf. Nefnd þriggja ráðuneyta hefur lagt fyrir fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra fullmótað frumvarp en þeir hafa ekki lokið umfjöllun um málið. Meira
16. desember 1997 | Smáfréttir | 37 orð

NÝR eigandi hefur tekið við Hársnyrtistofunni Hjá Stellu, Hraun

NÝR eigandi hefur tekið við Hársnyrtistofunni Hjá Stellu, Hraunbæ 102, og heitir hún nú Hársport. Við stofunni tók Díana Vera Jónsdóttir. Auk þess að bjóða hársnyrtingu býður stofan upp á ásetningu gervinagla og förðun. STARFSFÓLK Hársports, Hraunbæ 102. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Nýr sóknarprestur

SÉRA Örnólfur Ólafsson var settur inn í embættið í messu í Skútustaðakirkju sunnudaginn 14. desember af Ingimari Ingimarssyni prófasti. Mývetningar bjóða séra Örnólf velkominn til starfa hér í sveitinni. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Nýtt heimili Berlínarbjarnarins

BERLÍNARBJÖRNINN, stytta sem Berlínarbúar gáfu Reykvíkingum á sínum tíma, hefur nú verið settur upp á torginu á mótum Hellusunds, Laufásvegar og Þingholtsstrætis, rétt neðan við þýzka sendiráðið. Berlínarbjörninn minnir á það hversu langt er á milli höfuðborganna tveggja; á fótstallinn er kílómetratalan letruð. Björninn er líklega í hópi víðförlustu myndastytta í Reykjavík. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 160 orð

Ofbeldið fékk ekki stöðvað íþróttirnar

TVEIR danskir íþróttaunnendur frá Helsingjaeyri voru myrtir á laugardag á áhorfendabekkjum í Max-Schmeling íþróttahöllinni í Berlín í Þýskalandi er þeir fylgdust með undanúrslitaleik í heimsmeistaramótinu í kvennahandbolta. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 191 orð

Óeirðir í Londonderry

YFIRMENN lögreglunnar á Norður-Írlandi sögðu í gær að hinn ólöglegi írski lýðveldisher, IRA, hefði "skipulagt, stjórnað og samræmt aðgerðir" í óeirðum í Londonderry um helgina. Eru það mestu óeirðir í landinu í hálft ár eða frá því IRA lýsti á ný yfir vopnahléi í hernaði sínum gegn breskum yfirráðum. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 279 orð

Ófriður á heimili Netanyahus

DEILUR um meintan skapofsa og hroka Söru Netanyahu, eiginkonu Benjamins Netanyahus forsætisráðherra Ísraels, hafa enn á ný komist í sviðsljósið í Ísrael eftir að Yediot Ahtonot, stærsta dagblað landsins, birti grein um hegðun hennar í lok síðustu viku. Þetta kom fram í The Jerusalem Post á föstudag . Í greininni kemur m.a. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Refsingu fyrir fíkniefnabrot frestað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær mann í 75 daga varðhald fyrir brot á fíkniefnalöggjöf. Refsing hans var hins vegar skilorðsbundin í tvö ár, með vísan til þess að þetta væri fyrsta fíkniefnabrot mannsins, hann hefði nýlega farið í meðferð og ætti við þunglyndi að stríða. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð

Reyna að sefa reiði Tyrkja

RÁÐAMENN Evrópusambandsins (ESB) reyndu í gær að sefa reiði Tyrkja yfir því að þeir skyldu hafa verið settir aftast í biðröð þeirra þjóða sem bíða þess að fá aðild að sambandinu, þrátt fyrir að lengra sé síðan Tyrklir sóttu um aðild en allra hinna tilvonandi aðildarríkjanna ellefu. Meira
16. desember 1997 | Miðopna | 1444 orð

Rýrnun Vatnajökuls margfaldar rennsli í ám

HELGI Björnsson jöklafræðingur við Háskóla Íslands hefur undanfarin fimm ár gert nákvæmar mælingar á vestan- og norðanverðum Vatnajökli og komist að því að mikil sveifla hefur verið í afkomu hans. Á síðasta ári gekk mjög á jökulinn og ein afleiðingin er að rennsli frá jökli til Jökulsár á Brú og Jökulsár á Fjöllum ferfaldaðist miðað við það sem var 1993. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Sambærileg laun við önnur störf

Í SVARI starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram í borgarráði í síðustu viku vegna fyrirspurnar frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um laun skólaliða í grunnskólum, segir að fullyrðing um að greitt sé 25% minna fyrir sömu störf með tilkomu skólaliða sé röng. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Samtök sveitarfélaga á köldum stað

"Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum haldinn á Hótel Sögu 20. nóvember 1997 krefst þess að dregnar verði til baka fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá Landsvirkjunar og skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir aukningum niðurgreiðslna á raforku til húshitunar. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sirkusum var ekki mismunað

SAMKEPPNISRÁÐ hefur afgreitt erindi sem barst frá Jörundi Guðmundssyni vegna meintrar mismununar á starfsaðstöðu sirkusa og telur ráðið ástæðulaust að hafast nokkuð að í málinu. Jörundur benti á að sirkus Ronaldo og kínverskur sirkus, sem sýndu á Listahátíð, hefðu ekki þurft að greiða gjöld og skatta sem renna í ríkissjóð eða til ríkisstofnana vegna sýninganna. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sjö valdir í prófkjör

FULLTRÚARÁÐ alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík hefur kosið sjö fulltrúa, sem taka þátt í prófkjöri flokksins í lok janúar, fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fulltrúarnir sjö eru Bryndís Kristjánsdóttir, Helgi Pétursson, Hrannar B. Arnarson, Magnea Marinósdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geirmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Skátar vígja nýjan útileguskála í Vaðlaheiði

ÞAÐ var stór stund í starfsemi Skátafélagsins Klakks á Akureyri síðastliðinn sunnudag þegar skátar vígðu nýjan útileguskála, Valhöll sem er í landi Veigastaða. Fjölmargir skátar voru viðstaddir vígsluna. Skálinn leysir af hólmi eldri skála á sömu jörð, en stendur nokkru ofar í Vaðlaheiðinni. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Skipst á skoðunum um fjarskiptamastrið

UM tuttugu manns, íbúar í grennd við fyrirhugaða staðsetningu fjarskiptamasturs, mættu á fund með byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar og aðstandendum Íslenska farsímafélagsins, sem vilja reisa mastrið á lóð við Síðumúla 28. Ákvörðun um hvort mastrið verður reist á þessum stað verður tekin á fundi bygginganefndar næstkomandi fimmtudag. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 332 orð

Solana hrósar Frökkum JAVIER Solana, fra

Solana hrósar Frökkum JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), blandaði sér í gær í harðnandi deilu um aðgerðarleysi franskra hermanna sem hefðu látið undir höfuð leggjast að handtaka meinta stríðsglæpamenn í Bosníu. Í yfirlýsingu frá Solana hrósaði hann frönskum hermönnum fyrir "afburða gott starf" í Bosníu. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Sparisjóður Vestmannaeyja 55 ára

Sparisjóður Vestmannaeyja varð 55 ára 3. desember sl. Í tilefni af afmælinu var viðskiptavinum Sparisjóðsins boðið til afmælisveislu. Veislan fór fram í afgreiðslusal Sparisjóðsins þar sem starfsfólk sjóðsins bar fram kaffi og kökur fyrir viðskiptavinina. Fjöldi fólks lagði leið sína í Sparisjóðinn á afmælisdaginn og þáði kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Starfsmaður viðurkenndi íkveikju

MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða í fiskvinnslu Norðurstrandar hf. á Dalvík á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudags. Á sunnudag var starfsmaður Norðurstrandar handtekinn og við yfirheyrslu hjá lögreglu, viðurkenndi hann að vera valdur að brunanum. Slökkvistarf gekk vel en eldurinn kom upp í rými í norðausturhorni hússins. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Steingrímur J. gagnrýnir fjarveru ráðherra

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra gagnrýndi, þá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokks, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, fyrir að hafa verið fjarverandi við atkvæðagreiðslu fjárlagafrumvarpsins eftir aðra umræðu síðastliðinn laugardag. Vísaði Steingrímur í þingsköp Alþingis þar sem segir m.a. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Stóðumst allar freistingar

"VIÐ STÓÐUMST allar freistingar, höldum okkur innan eðlilegra marka og lítum ekkert sérstaklega til þess að kosningaár er framundan," segir Gísli Bragi Hjartarson, fulltrúi Alþýðuflokks í bæjarstjórn Akureyrar, en flokkurinn myndar meirihluta með Framsóknarflokki. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar síðdegis í dag, þriðjudag. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Stórhöfðasvíta Árna Johnsen frumflutt á Stórhöfða

Stórhöfðasvítan, tónverk eftir Árna Johnsen alþingismann, var frumflutt á Stórhöfða í Eyjum á laugardaginn. Þrátt fyrir strekkingsvind af austri mætti fjöldi fólks á tónleikana en höfundurinn bauð gestum upp á heita súpu í nepjunni á Stórhöfða meðan þeir hlýddu á tónverkið. Stórhöfðasvítan eru gerð úr tíu lögum Árna sem skrifuð eru út í svítu. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 642 orð

Sögulegu stækkunarferli hrundið af stað

LEIÐTOGAFUNDI Evrópusambandsins, ESB, sem markaði hápunkt hálfs árs forsætistímabils Lúxemborgar í ráðherraráði þess, lyktaði sl. laugardag með því að ellefu tilvonandi nýjum aðildarríkjum var boðið að hefja aðildarviðræður á næsta ári, en með því er í sjónmáli mesta stækkun ESB frá stofnun þess fyrir fjórum áratugum. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Tillögurminnihlutafelldar

ANNARRI umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1998 lauk síðdegis á laugardag með atkvæðagreiðslu um þær breytingartillögur sem fram hafa komið við frumvarpið. Við atkvæðagreiðsluna voru breytingartillögur minnihluta fjárlaganefndar og einstakra þingmanna felldar en tillögur stjórnarmeirihlutans í fjárlaganefnd, um 1. Meira
16. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Tunnur og þak fuku á fólksbíla

FÓLKSBÍLL skemmdist nokkuð er þak af vinnuskúr í Giljahverfi fauk á bílinn í hvassviðri skömmu eftir hádegi í gær. Einnig fuku tunnur af flutningabíl og skemmdu fólksbíl. Töluvert hvassviðri var á Akureyri í gær og á sunnudag og fór ýmislegt lauslegt af stað, auk þess sem jólatré og skreytingar skemmdust. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Tveir með fullt hús

STELLAN Brynell og Jacob Aagaard eru jafnir í efsta sæti á þriðja alþjóðlega Guðmundar Arasonar mótinu í skák, sem nú stendur yfir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, og eru báðir með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir. Níu íslenskir skákmenn og níu erlendir keppa á mótinu. Í gær var tefld þriðja umferð mótsins. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Umbætur gerðar á lauginni

Borgarnesi-Í sumar varð mikil breyting í sundlaugarmálum Borgnesinga. Í byrjun júlí var ný sundlaug ásamt rennibrautum og pottum tekin í notkun við íþróttamiðstöðina. Við það varð mikill munur á aðstöðunni og jókst aðsóknin mjög mikið. Ekki var öllum framkvæmdum við húsið lokið í sumar. Fyrir skömmu hófst vinna við eimbað og vaktherbergi. Meira
16. desember 1997 | Miðopna | 979 orð

Umhverfið þarfnast lagfæringar

Verið er að ljúka viðgerð á einum af gimsteinum íslenskrar byggingarlistar, Víðimýrarkirkju í Skagafirði. Á næsta ári er síðan fyrirhugað að hefja framkvæmdir við umhverfi kirkjunnar svo hægt sé að taka þar á móti ferðafólki á sómasamlegan hátt. Helgi Bjarnason kynnti sér verkið og rifjar upp sögu kirkjunnar. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Vatnajökull rýrnar mjög í ár

MIKLAR breytingar hafa átt sér stað á afkomu Vatnajökuls á undanförnum fimm árum samkvæmt rannsóknum, sem Raunvísindastofnun Háskólans hefur gert á undanförnum fimm árum, og á síðasta ári lækkaði yfirborð jöklanna tveggja í norðanverðum Vatnajökli um rúmlega 1 metra. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 529 orð

Vatnavextir og ókyrrð í lofti hamla samgöngum

HLÝINDI hafa staðið um allt land síðustu daga, sjaldgæf en ekki einstök að sögn Unnar Ólafsdóttur veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún sagði suðaustlægar áttir ríkja áfram, heldur hægari þó, og að veður færi heldur kólnandi þegar liði á vikuna. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 532 orð

Verjendurnir gengu út í mótmælaskyni

YVES Corneloup, dómarinn í réttarhöldunum yfir "Sjakalanum Carlos" í París, hafnaði í gær kröfu hermdarverkamannsins um að hann yrði leystur úr haldi og réttarhöldunum yrði hætt á þeirri forsendu að handtaka hans í Súdan árið 1994 hefði verið ólögleg. Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 48 orð

Vetur í Mexíkó

BÖRN í borginni Chihuahua í norðurhluta Mexíkó leika sér í snjó og 15 stiga frosti. A.m.k. 12 manns hafa látist í kuldum sem gengið hafa yfir norðurhluta landsins að undanförnu og búist er við að skólar verði lokaðir fram í miðja viku vegna lélegrar húshitunar. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Viðmiðunarverð bílaumboða til umfjöllunar

SAMKEPPNISRÁÐ hefur fjallað um kvörtun sem barst frá Hákoni Stefánssyni á Dalvík sem taldi bifreiðaumboð geta stjórnað verði á notuðum bílum með því að gefa út viðmiðunarlista. Var niðurstaðan að ekki væri ástæða til frekari afskipta ráðsins. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vilja ekki bera skattalækkun

Á SAMEIGINLEGUM fundi sveitarstjórnarmanna í Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi var eftirfarandi ályktun lögð fram af bæjarstjórunum í Garðabæ og Hafnarfirði og sveitarstjórnum í Bessastaðahreppi og samþykkt samhljóða: Meira
16. desember 1997 | Erlendar fréttir | 51 orð

Vinir í Washington

BILL Clinton Bandaríkjaforseti gengur heim úr jólaboði sem hann sótti á heimili lögfræðings síns Bob Bennet. Í för með forsetanum er labradorhvolpur sem flutti inn í Hvíta húsið í síðustu viku. Hvolpurinn, sem var gjöf frá vini Clintons, hefur enn ekki hlotið nafn þó að tillögum hafi rignt yfir forsetaembættið. Meira
16. desember 1997 | Landsbyggðin | 191 orð

Vígsla nýs íþróttahúss á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði-Vígsla nýs íþróttahúss á Fáskrúðsfirði fór fram laugardaginn 13. desember. Vígslan hófst með skrúðgöngu frá gamla íþróttahúsinu að hinu nýja undir fána Ungmennafélagins Leiknis. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Þyrfti að kanna önnur vottunarkerfi einnig

MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segist telja að vel komi til álita að kerfi umhverfisvottunar í ferðaþjónustu verði þróað hér á landi. Hins vegar sé hann ekki sannfærður um að samstarf við World Wide Fund for Nature (WWF) sé vænlegt til árangurs í því efni og rétt sé að kanna hvort önnur umhverfisvottunarkerfi komi til greina. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ætlaði að skila stolnu jólaskrauti

JÓLASKREYTINGUM, sem komið hafði verið fyrir utandyra við tvö fyrirtæki á Akureyri, var stolið um helgina. Á sunnudagskvöld handtók lögreglan mann sem grunaður var um verknaðinn og í farangursgeymslu bifreiðar hans fundust jólaskreytingarnar stolnu. Eigandi bifreiðarinnar kvaðst hafa verið mjög ölvaður á laugardagsnóttina og hefði vinur hans ekið bifreiðinni. Meira
16. desember 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um gróskuna í íslenskri skáldsagnagerð, útgáfufélag ungra skálda og hugleiðing um framlag Sigurðar Nordals til menningarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

16. desember 1997 | Leiðarar | 534 orð

NORRÆNTSJÓNVARP

LEIDARI NORRÆNTSJÓNVARP ORFUR ERU á því, að innan örfárra ára geti norrænir sjónvarpsáhorfendur horft á útsendingar frá öllum Norðurlöndunum. Það eru stórstígar framfarir í fjarskipta- og sjónvarpstækni sem gera þetta mögulegt og munu notendur geta notað sama móttökubúnað til að ná útsendingunum í gegnum kapal, frá sendi á jörðu niðri, Meira
16. desember 1997 | Staksteinar | 350 orð

»Öflugri hagsmunabarátta BARÁTTA eldri borgara í Reykjavík fyrir bættum kjörum

BARÁTTA eldri borgara í Reykjavík fyrir bættum kjörum hefur verið mun sýnilegri hin síðustu ár en oft áður. Félag eldri borgara hefur í tvö ár gefið út ritið "Listin að lifa" og nýlega kom út nýtt tölublað þess. Meira

Menning

16. desember 1997 | Bókmenntir | 684 orð

Að halda tilfinningum sínum á lífi

SKÁLDÆVISAGAN Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson er frásögn höfundar af bernsku sinni í Grindavík, fjölskyldu og forfeðrum og lífi þessara tíma. Minningunum lýsir hann sem sagnfræðilega röngum en tilfinningalega réttum. Sagan gerist að mestu í huga drengsins Guðbergs en inn á milli stígur skáldið fram og leggur mat á viðfangsefni. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 497 orð

Afbrigði útlegðar

OSTRAKA er titill ljóðabókar eftir Stefán Snævarr, sem kom út á dögunum. Er þetta sjöunda ljóðabók höfundarins, sem hefur búið erlendis í um 22 ár, þar af átján í Noregi. Stefán gaf síðast út bókina Bragabar fyrir um átta árum, en sú fyrsta kom út 1975 og ber heitið Limbórokk. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð

Annað áfall Paulu Yates

PAULA Yates, unnusta hins látna söngvara Michaels Hutchences, komst að því nú á dögunum að faðir hennar var ekki eiginmaður móður hennar heldur sjónvarpsmaður sem lést í maí síðastliðnum. Paula komst að því eftir að DNA rannsókn hafði verið gerð að sjónvarpsmaðurinn Hughie Green væri faðir hennar en hann stjórnaði vinsælum þætti í breska sjónvarpinu á sjöunda og áttunda áratugnum. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 622 orð

Ansans deyða

TÍMARITIÐ Andblær sem nú kemur út í sjöunda skipti hefur (alla tíð haft) þá fögru hugsjón, samkvæmt fororði ritstjóra, að veita "efnilegum, óþekktum höfundum færi á að spreyta sig í félagsskap eldri og sjóaðri penna í vönduðu tímariti um bókmenntir". Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 516 orð

Ástin víkur fyrir eðlunarfýsn

Línudans og sveitasöngvar, breiðskífa hljómsveitarinnar Farmalls. Hljómsveitina skipa Þröstur Haraldsson gítarleikari, Haraldur J. Baldursson söngvari, Sigurður Ómar Hreinsson trommuleikari og Jóhann Ólafur Ólafsson dansstjóri. Aðstoðarmenn á plötunni eru ýmsir, þar á meðal Daniel K. Meira
16. desember 1997 | Tónlist | 548 orð

Barokk- konsertar á aðventu

Kammersveit Reykjavíkur ásamt einleikurunum Ásgeiri H. Steingrímssyni, Unni Maríu Ingólfsdóttur og Rut Ingólfsdóttur, sem einnig var konsertmeistari, flutti konserta eftir Telemann, Geminiani og J.S. Bach. Sunnudagurinn 14. desember 1997. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 615 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason

L.A. Confidential Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, laglegur leikur og ívið flóknari söguþráður en gerist og gengur. Gröf Rósönnu, "Roseanna's Grave" Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Bókakvöld í Súfistanum Hafnarfirði

FIMM rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. desember kl. 20.30. Vilborg Davíðsdóttir les úr skáldsögu sinni Eldfórnin; Páll Kr. Pálsson les úr bókinni Góðra vina fundur ­ Minningar Kristins Hallssonar; Guðjón Arngrímsson les úr bókinni Nýja Ísland ­ Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum; Haraldur S. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Davíð Oddsson les í Leikhúskjallaranum

VAKA­Helgafell efnir til bókmenntakvölds í Leikhúskjallaranum í kvöld kl. 20.30. Þar verður lesið úr nýjum bókum. Meðal þeirra sem koma fram er Davíð Oddsson er les úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, Arnaldur Indriðason les úr bók sinni Synir duftsins, Elín Ebba Gunnarsdóttir les úr smásagnasafninu Sumar sögur, og Eyvindur P. Eiríksson les úr Landinu handan fjarskans. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Dökkhærð barbí

BARBÍDÚKKA Mattel fyrirtækisins sem mun fá andlitslyftingu og breyttan líkamsvöxt á næstunni verður dökkhærð núna yfir hátíðirnar. Sérstök kynning var haldin á jólabarbídúkkunni og þar var hin nýja dökkhærða barbí til sýnis. Sem fyrr verður þó hægt að fá ljóshærða jólabarbí sem verður með gamla líkamsvöxtinn að þessu sinni. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Ein lapþunn Ekki sá rétti (Stranger in My Home)

Framleiðandi: CBS Entertainment. Leikstjóri: Farhad Mann. Handritshöfundur: Robert Hamilton. Tónlist: Marco Beltrami. Aðalhlutverk: Veronica Hamel og Joe Penny. 90 mín. Bandaríkin. CBS Video/Skífan. Útgáfud.: 10. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 645 orð

Ekki fullvaxinn Nykur

BÓKAFORLAGIÐ Nykur heldur upp á tveggja ára afmæli sitt um þessar mundir. "Þessi tvö ár eru aðeins inngangurinn að mjög langri sögu, Nykurinn er bara í startholunum. Hann er folald eða trippi en að sjálfsögðu með öfuga hófa og önnur einkenni alvöru fullvaxins Nykurs," segir Björgvin Ívar einn forsprakki útgáfunnar og annar höfunda bókarinnar Litla gula hænan, Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 1198 orð

Eyða og uppfylling

UNDANFARIN ár hefur ljóðabókaútgáfa dregist nokkuð saman hér á landi. Engin augljós skýring virðist vera á þessu. Nóg virðist vera af skáldunum og ekki vill maður trúa því að svo fá þeirra séu frambærileg að ár eftir ár komi færri íslenskar ljóðabækur út en skáldsögur. Meira
16. desember 1997 | Leiklist | 492 orð

Ég, um mig, frá mér, til mín

eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Benedikt Erlingsson, Halldór Gylfason, Inga María Valdimarsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Stjórn upptöku: Hákon Már Oddsson. Aðstoð við stjórn upptöku: Kristín Erna Arnardóttir. Myndataka: Einar Páll Einarsson, Dana F. Jónsson, Páll Reynisson, Gylfi Vilberg Árnason, Einar Rafnsson og Halldór Friðriksson. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 222 orð

Flaut með straumnum

DORIS Lessing hefur sent frá sér annað bindi æviminninga sinna (Walking in the Shade, útg. Harper- Collins, 395 síður). Í bókinni segir hún frá komu sinni til London frá Ródesíu með tvö hjónabönd að baki. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 174 orð

Glataður Allen fundinn

GÖMUL stuttmynd Woody Allens, "Men of Crisis: The Harvey Wallinger Story", sem var talin glötuð hefur komið aftur í leitirnar. Allen gerði "Men in Crisis", sem er gamansöm gervi-heimildarmynd, fyrir sjónvarpsstöðina WNET-TV í New York árið 1971. Myndin þótti of pólitísk af stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar og var tekin af dagskrá. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 1146 orð

Glíman við Guð almáttugan

um sjálfan mig og tilveruna eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Haraldur Ingófsson sá um útgáfuna. Hið íslenska bókmenntafélag ­ 125 síður. ÞAÐ er vel til fundið að gefa bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi (1838­1914), Saga hugsunar minnar, aftur út nú áttatíu og fimm árum eftir að hún birtist fyrst. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 462 orð

Glímir við Arthur Miller í Finnlandi

SIGURÐUR Karlsson leikari mun fara með hlutverk í leikriti Arthurs Millers, Horft af brúnni, sem frumsýnt verður í Wasa-leikhúsinu í Vasa í Finnlandi 3. janúar næstkomandi. Hefur Sigurður starfað við húsið í vetur og á dögunum lauk sýningum á Heimaeyjarfólkinu eftir August Strindberg en í þeirri sýningu þreytti hann frumraun sína í erlendu leikhúsi. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Graf keppir í febrúar

ÞÝSKA tennisstjarnan Steffi Graf nuddar hnéð á Thomas Gottschalk, þýskum skemmtikrafti, og ef marka má svipinn á honum kann hún til verka. Nuddið fór fram í þýska sjónvarpsþættinum "Wetten Dass?" sem sýndur var um helgina. Þar lýsti Graf því yfir að hún ætlaði að keppa á tennismóti í febrúar árið 1998 í Hannover. Það verður í fyrsta skipti síðan hún meiddist á hné fyrir hálfu ári. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 155 orð

GUÐMUNDUR frá Miðdal er ævisaga lista­ og

GUÐMUNDUR frá Miðdal er ævisaga lista­ og fjallamannsins Guðmundar Einarssonar er Illugi Jökulsson skrásetti. Í bókinni rekur Illugi sögu Guðmundar, en einnig er vitnað til vina hans jafnt sem andstæðinga og birtir kaflar úr skrifum hans. Meira
16. desember 1997 | Tónlist | 538 orð

HÁTÍÐLEG AÐVENTUSTUND

Kristján Jóhannsson óperusöngvari, Mótettukór Hallgrímskirkju, Hljómskálakvintettinn, Douglas A. Brotchie og Daði Kolbeinsson, undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu íslensk og erlend jólalög. Laugardagurinn 13. desember, 1997. Meira
16. desember 1997 | Skólar/Menntun | 225 orð

Heiðursfélagi ICEM

DAGANA 11. og 12. nóvember síðastliðinn var aðalfundur ICEM, International Council for Educational Media, haldinn í Lissabon í Portúgal. Aðild að samtökunum eiga 30 þjóðir sem eiga þar sameiginlegan vettvang fyrir fundi, ráðstefnur, tölvusamskipti og kaup og sölu á fræðslumyndum og hvers konar fræðsluefni í tölvutæku formi. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 1384 orð

Heimildir úr fortíð Bókin Listmálaraþankar (útg. Mál og menning, 1997) geymir minningabrot Hjörleifs Sigurðssonar listmálara. Í

ÞAÐ var ekki vonum fyrr að einhver myndlistarmaður kveddi sér hljóðs á ritvellinum og sendi frá sér hugleiðingar um árin um og eftir miðbik aldarinnar. Er fréttist að í vændum væri á bók frá hendi Hjörleifs Sigurðssonar, sem var einn af róttækustu núlistamönnum tímanna listrýnir um skeið og vel virkur í félagsmálum, Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 1042 orð

Í gamla daga var lífið svona

eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 1997, 339 bls. BRÆÐUR AF STRÖNDUM Dagbækur, bréf, sjálfsævisaga o.fl. í samantekt Sigurðar Gylfa Magnússonar. Háskólaútgáfan 1997, 323 bls. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 423 orð

Í hjartastað

eftir Rögnu Sigurðardóttur. Prentvinnsla: Grafík. Mál og menning, 1997. 135 bls. Leiðb. verð: 3.280. RAGNA Sigurðardóttir vakti töluverða athygli með skáldsögu sinni Borg sem kom út fyrir þremur árum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Borg þótti nýstárlega samin saga og bera þess glögg merki að höfundurinn væri myndlistarmaður að upplagi. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 1457 orð

Í miðjum straumi menningar

ÁRIÐ 1927 birti Sigurður Nordal hugleiðingu í tímaritinu Vöku þar sem hann sagði frá ferð sem hann fór austur í Öræfasveit (greinin er í III. bindi síðasta flokksins í ritsafninu, "Saga og samtíð", bls. 211­224). Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 191 orð

íslensk sönglög

GEISLAPLATA Jóns Rósmanns Mýrdals hefur að geyma 10 gömul íslensk sönglög. "Lög sem voru vinsæl þegar pabbi og mamma og afi og amma voru ung, ætluð þeim sem komnir eru til vits og ára" eins og Jón Rósmann segir sjálfur. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 405 orð

Í örmum kolkrabbans

eftir Jóhannes Björn. Íslenska bókaútgáfan, 1997 ­ 188 bls. EITURLYFJAVANDI er hvorki staðbundið né einangrað vandamál. Það er tekinn af allur vafi um það í þessari bók. Farið er um nánast allan heiminn og lýst þróun síðustu áratuga í framleiðslu, neyslu og útbreiðslu. Ferlið frá ræktun til neyslu er efnahagslega ábatasamt fyrir þá sem að því koma, en það hefur ýmsa ókosti líka. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Jóhanna V. Þórhallsdóttir á Sólon Íslandus

TÓNLEIKAR Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og hljómsveitar hennar verða á Sólon Íslandus í kvöld kl. 21. Jóhanna gaf nýverið út geislaplötuna Flauelsmjúkar hendur sem hefur að geyma 14 lög, tangóa, sveiflur og melódíur. Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Sveinbjörn I. Baldursson, Tómas R. Einarsson og Þorbjörn Magnússon. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Jólatónleikar kórs FB

KÓR FJÖLBRAUTASKÓLANS í Breiðholti verður með jólatónleika í Seljakirkju miðvikudaginn 17. desember kl. 20.30. Í kórnum eru nú um þrjátíu ungmenni sem hafa æft jóladagskrá sem saman stendur af gömlum íslenskum og erlendum jólalögum auk nýrra laga. Nokkrir kórfélagar syngja einsöng eða í minni hópum innan kórsins. Einnig leika kórfélagar á hljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Jólatónleikar Kórs Landakirkju

JÓLATÓNLEIKAR Kórs Landakirkju verða haldnir miðvikudaginn 17. desember og hefjast í Landakirkju kl. 20.30. Flutt verða jólalög frá ýmsum löndum auk þekktra kórverka og einsöngslaga tengd aðventu og jólum. Einsöngvari með kórnum er Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari sem nú starfar við óperuna í Bologna. Auk hans koma fram með kórnum hljóðfæraleikarar úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Jólatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga

TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur tvenna jólatónleika og verða þeir fyrri haldnir í Hellubíói 16. desember, og hinir síðari í Heimalandi 17. desember. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er senn lokið og verður boðið bæði upp á söng og hljóðfæraleik, en einnig mun lúðrasveit skólans leika. Meira
16. desember 1997 | Skólar/Menntun | 502 orð

KENNSLAN SJÁLF Í BRENNIDEPLI

MEÐ opnum nýs tölvuvers er Varmahíðarskóli orðinn mjög vel búinn til kennslu. Páll Dagbjartsson skólastjóri segist þó leggja mesta áherslu á vandaða kennslu, hún verði að hafa forgang en ekki ýmis konar aukaatriði sem fengið hafi of mikið rúm og tekið mikinn tíma frá kennurum. Meira
16. desember 1997 | Skólar/Menntun | 770 orð

Kennslutæki sem kemst í skólatösku

VÉLRITUNARKENNSLA í skólum var komin í ógöngur eftir að tölvur ruddu ritvélum af borðum landsmanna og þörfin til að kenna börnum fingrasetningu á lyklaborð fyrr en áður óx. Tölvur eru dýr fjárfesting og ekki beinlínis hagkvæmt að kenna börnum að vélrita á tölvur. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 193 orð

Kline í nógu að snúast

KEVIN Kline verður fimmtugur á þessu ári og á þeim tímamótum hefur hann í nógu að snúast. Hann leikur í tveimur kvikmyndum og í leikritinu Ivanov eftir Chekov á Broadway. Kvikmyndirnar eru annars vegar In & Out undir leikstjórn Franks Oz og hins vegar The Ice Storm sem leikstýrt er af Ang Lee. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 322 orð

Kvaldar konur Konan frá vatni hinna ilmandi sálna (The Woman from the Lake of Scented Souls)

Framleiðandi: Xie Fei. Leikstjóri: Xie Fei. Handritshöfundur: Xie Fei. Kvikmyndataka: Bao Xiaoran. Tónlist: Wang Liping. Aðalhlutverk: Siqin Gaowa, Wu Yujuan, Lei Luosheng, Chen Baoguo. 105 mín. Kína. Myndform 1997. Útgáfudagur: 18. nóvember. Myndin er öllum leyfð. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 271 orð

Litla gula hænan endurskoðuð

eftir Auju og Björgvin Ívar. Nykur, 1997. ÞAÐ má virðast bífæfni af ungum og óreyndum höfundum að gefa út í heilli bók stytta og afbakaða sögu litlu gulu hænunnar sem árum saman var það fyrsta sem ungir Íslendingar lásu um ævina. Þannig er í stuttu máli texti bókar þeirra Björgvins Ívars og Auju, Litla gula hænan ­ Síðasta kvöldmáltíð. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 549 orð

Ljóð verða að hafa frelsi til að svífa

"Í LÍFAKRI er það bæði ég og skáldskapurinn sem ég er að fást við. Það er óhjákvæmilegt að ljóðið, sem slíkt, gangi nærri mér þar sem ljóð þurfa að miðla tilfinningum og ég legg mig fram um að tefla fram myndum úr sálarlífi og náttúru. Meira
16. desember 1997 | Tónlist | 396 orð

Lútusvítur og fiðluchaconnan

verk eftir J.S.Bach: Suite in E Major (BWV 1006a), Chaconne in d minor (BWV 1004), Suite in a minor (BWV 997). Upptaka og hljóðvinnsla: Reynir Thor Finnbogason og Jos Wermeulen. Hljóðritað í Bethanienklooster, Amsterdam. Northern Light. 1997. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 219 orð

Lögsókn gæti spillt opnun Getty-safnsins

BRESKUR safnvörður hefur sett allt á annan endann í J. Paul Getty-safninu í Los Angeles, nokkrum dögum áður en það verður opnað formlega. Hefur maðurinn höfðað mál á hendur safnstjórninni vegna kynferðislegrar áreitni sem hann segist hafa orðið fyrir og fullyrðir auk þess að einhver verkanna í safninu kunni að vera fölsuð. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 393 orð

Mannlífsbrot úr horfnum heimi

eftir Indriða G. Þorsteinsson Skjaldborg, 201 bls. Prentun og bókband: Grafík. EINHVERN veginn er Seinni heimsstyrjöldin og vera erlends herliðs bundin fast við skáldskap Indriða G. Þorsteinssonar. Efniviður í bestu sögum hans er einmitt sóttur í hermang. Nefna má í þessu sambandi 79 af stöðinni og Norðan við stríð. Meira
16. desember 1997 | Skólar/Menntun | 99 orð

Miðstöð símenntunar

MIÐSTÖÐ símenntunar á Suðurnesjum er fræðslustöð handa fullorðnum og var stofnuð 11. desember síðastliðinn. Markmið hennar er að efla endur- og símenntun Suðurnesjamanna, samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endurmenntunar. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 255 orð

Mikil aðsókn að Guggenheim-safninu

AÐSÓKN að hinu nýja Guggenheim-safni í Bilbao á Spáni hefur farið fram úr björtustu vonum aðstandenda þess. Á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá opnun þess hafa fleiri gestir heimsótt það en komið hafa á öll önnur listasöfn á Spáni samanlagt, á sama tíma. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 423 orð

Minnisbrot um karaktera og staði Lagið Keflavíkurnætur er að finna á nýjustu geislaplötu Rúnars Júlíussonar, Rokk og rólegheit.

Minnisbrot um karaktera og staði Lagið Keflavíkurnætur er að finna á nýjustu geislaplötu Rúnars Júlíussonar, Rokk og rólegheit. Rokkarinn var fenginn til að útskýra textann. "TEXTINN er að hluta til um æskuárin í Keflavík. Þetta eru nokkurs konar minnisbrot um karaktera og staði. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 186 orð

Nýjar bækur KÚGUN kvenna er e

KÚGUN kvenna er eftir John Stuart Mill í þýðingu Sigurðar Jónssonar frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Einnig eru í bókinni ritgerðir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Páls Briem um kvenfrelsi. Inngang skrifar Auður Styrkársdóttir. Bókin kom fyrst út árið 1900 á kostnað Hins íslenska kvenfélags. Mill segist einkum leitast við að sýna fram á tvennt í riti sínu. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 263 orð

Nýjar bækur RÆTUR MÁLSINS, föst orðasambö

RÆTUR MÁLSINS, föst orðasambönd, orðatiltæki og málshættir úr íslensku biblíumáli er eftir Jón G. Friðjónsson, prófessor. Þetta er sjálfstætt framhald bókarinnar Mergur málsins sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1993. Í kynningu segir m.a. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 192 orð

Nýjar bækur SAFARÍPARADÍSIN

SAFARÍPARADÍSIN er í ferðabókaflokknum "Leitandi útþrá" og er lýsing Oddnýjar Sv. Björgvins blaðamanns og rithöfundar á Kenýa, einkum á dýralífinu og því náttúrusamspili sem tengir mannfólkið við jörðina og uppruna sinn. Í kynningu segir: "Oddný fór með eiginmanni sínum Heimi Hannessyni í Safaríferð til Austur-Afríku. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 181 orð

Nýjar bækur VÍGDREKAR og vopnagnýr ­ Hval

VÍGDREKAR og vopnagnýr ­ Hvalfjörður og þáttur Íslands í orrustunni um Atlantshafið er eftir Friðþór Eydal. Hver var hlutur herliðs og bækistöðva bandamanna á Íslandi í heimsstyrjöldinni síðari? Hvar voru þessar bækistöðvar og hvernig var vörnum þeirra og landsins alls háttað? Hvaða ráðum beittu Þjóðverjar gegn þeim og hver voru umsvif þeirra hér við land? Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 983 orð

Nýsköpun tónlistar

NÝLEGA fór fram orðuveiting þýsku heiðursorðunnar "Bundesdienstkreuz" í forsetahöllinni SchloBellevue í Berlín. Roman Herzog Forseti Þýskalands tók á móti orðuhöfum og gestum í höllinni og ávarpaði viðstadda. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Q gerir víðreist

BRESKI leikarinn Desmond Llewelyn, hefur leikið hlutverk Q, vopnasérfræðings James Bonds, í þrjá áratugi. Hér stillir hann sér upp fyrir ljósmyndara á frumsýningu nýju Bond-myndarinnar "Tomorrow Never Dies" sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Fylgdarkona hans var ekki af verri endanum eða danska Bond-stúlkan Cecile Thomsen. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 388 orð

Saga á mörkum tveggja heima

Í ÖÐRUM heimi heitir ný barnabók eftir Hildi Einarsdóttur. Hringur er 11 ára strákur sem býr yfir ríku ímyndunarafli. Hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og þarf að takast á við nýtt umhverfi fjarri gömlu vinunum og byrja í nýjum skóla þar sem hann verður fyrir ýmsu andstreymi. Þegar afi hans og besti vinur fellur frá saknar drengurinn hans mjög og telur sig finna fyrir návist hans. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 139 orð

Sagnaarfur og flugnasuð

SAGNIR og sögupersónur. Helgispjall eftir Matthías Johannessen er komin út. Í þessari nýju bók ræðir Matthías einkum um fornsögur, persónur þeirra og höfunda, ekki síst Sturlu Þórðarson, "merkasta skáld sinnar samtíðar á Íslandi" en víkur einnig að nútímabókmenntum og áhuga útlendinga á sagnaarfi Íslendinga. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 457 orð

Sendill án pitsu

eftir Bergsvein Birgisson. Nykur, 1997 ­ 71 bls. LAND, þjóð og tunga eru enn hljómmiklir strengir í ljóðhörpum ungra skálda. Innrás liljanna, ljóðabók eftir Bergsvein Birgisson, er til marks um það. Í henni fléttar höfundur saman eddulist, danskvæðinu og vikivakanum í sjálfum sér, kenndum sínum og ást á landi, þjóð og tungu. Bókin skiptist í fimm hluta. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 266 orð

Skáld les ljóð sín

eftir Jón úr Vör. Ein snælda. ÁRIÐ sem óðum er að líða og síðasta ár eru tímamótaár í lífi skádsins Jóns úr Vör. Í fyrra var hálf öld frá útkomu Þorpsins, fyrstu ljóðabókar á íslensku sem eingöngu hafði að geyma óbundin ljóð, í ár varð skáldið áttrætt og jafnframt eru sextíu ár frá því fyrsta bók þess, Ég ber að dyrum, kom út. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 346 orð

Sólarhringstörn

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari og félagar hans í Mótettukór Hallgrímskirkju gerðu það ekki endasleppt í þriðjudag þegar útlit var fyrir að fresta yrði tvennum tónleikum á Akureyri vegna ófærðar. Kristján og kórinn létu sig ekki muna um að aka í rútu til Akureyrar, halda þar tvenna tónleika og keyra síðan suður aftur í einum rykk. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 276 orð

Stjörnur sem ritstjórar

FRÆGÐ hefur marga fylgifiska. Eitt af umkvörtunarefnum fræga fólksins í Bandaríkjunum, og víðar, er að fjölmiðlar virði engin mörk í umfjöllun sinni um líf og störf þeirra. Þegar almennur lesandi rekst á slíkar kvartanir er það oft í glanstímaritum þar sem stjarnan er að kynna sitt nýjasta afrek og notar tækifærið í leiðinni til þess að láta vorkenna sér aðeins. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 197 orð

Stórmyndin Titanic frumsýnd STÓRMYNDIN Titan

STÓRMYNDIN Titanic var frumsýnd í Mann's Chinese Theatre í Hollywood síðastliðinn sunnudag og verður tekin til sýninga vítt og breitt um Bandaríkin næstkomandi föstudag. Titanic kostaði 200 milljónir dollara eða rúma 14 milljarða króna í framleiðslu og er dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún hefur þegar vakið miklar deilur. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Tilfinningar og tíðarandi

eftir Arnheiði Sigurðardóttur. 256 bls. Fjölvaútgáfa. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.280. ARNHEIÐUR Sigurðardóttir sendir frá sér endurminningar. Ekki er það samfelld ævisaga. Höfundurinn velur úr það sem upp úr stendur í minningunni. Titillinn, Mærin á menntabraut, gefur góða hugmynd um innihaldið. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Tvær af dáðustu konum Svía

SÆNSKI rithöfundurinn Astrid Lindgren heilsar Viktoríu krónprinsessu Svía á frumsýningu leikritsins "Elsku Mío minn" í Konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi, en það er byggt á sögu Lindgren. Hún er líklega einna þekktust fyrir bækur sínar um Línu langsokk, en bráðum verður teiknimynd tekin til sýninga í Laugarásbíói um litla ólátabelginn. Meira
16. desember 1997 | Skólar/Menntun | 777 orð

Tölvukennsla í öllum bekkjum

Áhersla er lögð á markvissa notkun tölva við kennslu frá upphafi grunnskólanáms í Varmahlíðarskóla. Helgi Bjarnason skoðaði nýtt og vel búið tölvuver skólans. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Ungfrú Frakkland SOPHIE Talman var valin ungfrú Frakkland árið 199

Ungfrú Frakkland SOPHIE Talman var valin ungfrú Frakkland árið 1998 um helgina. Hún sést hér taka við kórónunni af sigurvegaranum í fyrra, Patriciu Spehar. Thalman er 21 árs og býr í Bar-le-Duc í Austur-Frakklandi. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 637 orð

Uppsláttarrit um börn

eftir Vibeke Manniche. Þýðandi Jóhanna G. Erlingson. Útgefin af Skjaldborg 1997. BÓKIN um barnið tekst á við meðgöngu og fæðingu barns og lýsir síðan þroska þess fram að sex ára aldri. Á síðustu árum hafa þó nokkrar slíkar bækur verið þýddar á íslenzku, og einnig hafa komið út frumsamdar íslenzkar bækur sem foreldrar ungra barna geta stuðzt við. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 711 orð

Urð og grjót, upp í mót ...

eftir Hörð Magnússon. Oddi hf. prentaði. Mál og menning, 1997. 167 bls. leiðb. verð 4.980 kr. Í VOR lögðu þrír íslenskir ofurhugar upp í langa og stranga ferð á hæsta fjall jarðar, Everest, þetta fjall sem hefur alltaf verið í einhverri goðsögulegri fjarlægð frá okkur Frónbúum. Íslenska þjóðin fylgdist í fjölmiðlum stolt og spennt með strákunum á leiðinni upp. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð

Veikindum gleymt eina kvöldstund Nýverið var hal

Nýverið var haldið unglingakvöld á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og voru heiðursgestir einmitt þeir unglingar sem hafa dvalið lengi á deildinni á síðustu misserum. Páll Óskar Hjálmtýsson og töframaðurinn Pétur Pókus héldu uppi fjörinu og var slík rífandi stemmning að áður en yfir lauk voru sjúklingar og starfsfólk af nærliggjandi deildum farnir að fjölmenna í gleðskapinn. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 924 orð

Vesturfararnir og örlög þeirra

Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum eftir Guðjón Arngrímsson. Reykjavík, Mál og menning, 1997, 334 bls. NORÐUR-Ameríka hefur haft mikið aðdráttarafl síðustu eina og hálfa öldina, að minnsta kosti fyrir marga Evrópumenn. Þetta á bæði við um Bandaríkin og Kanada. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 32 orð

Vetrartíska hunda

RÚSSNESK stelpa gengur fram sýningarpallinn með hund á tískusýningu sem fram fór um helgina. Nýja vetrarlínan í fatnaði fyrir hunda var kynnt á alþjóðlegu sýningunni "Zoosfera" sem fram fór í Pétursborg. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Viðbót við "Veröld Soffíu"

Í KJÖLFAR hinnar geysivinsælu bókar norska rithöfundarins og heimspekingsins Josteins Gaarders, hefur verið skrifað ítarefni um efni bókarinnar og nefnist sú bók "Orðabók Soffíu". Hún er eftir Otto A. Böhmer, sem þýddi "Veröld Soffíu" á þýsku. Meira
16. desember 1997 | Myndlist | 445 orð

Viðhorf mannslíkamans

Opið alla daga frá kl. 11­23.30. Sýningin stendur til 23. desember. MYNDLISTIN getur brugðið sér í allra kvikinda líki og það er nú af að listamenn séu takmarkaðir af aðeins fáum mótífum í list sinni, Biblíuþemum, kyrralífi eða hetjusögum úr goðafræði og rómverskri sögu. Hins vegar eru nokkur hinna eldri mótífa sem ekki vilja hverfa heldur skjóta upp kollinum aftur og aftur. Meira
16. desember 1997 | Fólk í fréttum | 765 orð

Vongóður um framtíðina

JENS Pálsson lét af störfum sem forstöðumaður Mannfræðistofnunar um helgina, en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá upphafi eða árinu 1975. Í tilefni af því var bókin "Við og hinir", fyrsta bindi úr ritröð Mannfræðistofnunar, tileinkuð honum. Aðspurður um hvað taki við segir hann að það sé verið að ræða það eins og er. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 132 orð

Yndisfríð og ófreskjan

Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins er fyrirhugað að frumsýna ævintýraleikinn Yndisfríð og ófreskjan 11. janúar nk. og eru æfingar vel á veg komnar. Verkið byggist á samnefndu sígildu ævintýri af frönskum uppruna (La Belle et le Bete), sem hefur verið uppspretta ótal skáldsagna, ævintýra og leikrit, en í uppfærslu Þjóðleikhússins er stuðst við nýja, enska leikgerð. Meira
16. desember 1997 | Menningarlíf | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDLISTARMAÐURINN Kristín Þorkelsdóttir hlaut fyrir skemmstu Ryvard-styrkinn norska sem veittur er einum listamanni árlega. Styrkurinn er að upphæð um 200.000 ísl. kr. og fær Kristín einnig boð um að dvelja í 4­6 vikur í menningarmiðstöðinni Ryvarden í Sveio. Þá býðst henni í kjölfarið að halda sýningu í galleríi Ryvarden. Alls sóttu 18 um styrkinn. Meira
16. desember 1997 | Bókmenntir | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

Um félagsskap við menn Indriði G. Þorsteinsson/2 Brynjúlfur frá Minna-Núpi og heimspekin/3 Listmálaraþankar Hjörleifs/4 Nykur heitir forlag ungra skálda/5 Að halda tilfinningum sínum á lífi Guðbergur Bergsson/6 Tíðarandi og hjartastaður Arnheiður og Ragna/7 Í miðjum straumi menningar Sigurður Nordal Jón úr Vör les eigin ljóð/8 Meira

Umræðan

16. desember 1997 | Aðsent efni | 682 orð

Að verða hált á svellinu

Að verða hált á svellinu Hálkuslys eru alltof algeng á Íslandi. Lárus Jón Guðmundsson ráðleggur fólk hvernig það á að bera sig að í hálkunni. SJÚKRAÞJÁLFARAR á Íslandi hafa mikla reynslu af endurhæfingu og þjálfun fólks sem lent hefur í slysum eða fengið langvinna sjúkdóma. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 654 orð

Breiðbandið ­ framtíðarfjarskiptakerfi landsins

BREIÐBAND Pósts og síma hf. verður burðarás í fullkomnu fjarskiptakerfi landsmanna á næstu öld. Í kerfinu er ljósleiðari á öllum aðalflutningsleiðum bæði innan bæjarfélaga og milli þeirra. Ljósleiðari er nú þegar notaður þegar lagt er inn í fjölbýlishús og stærri fyrirtæki en í önnur hús er lagður kóaxstrengur á síðustu 50 metrunum að meðaltali. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 960 orð

Ekkert kemur af sjálfu sér ­ ekki heldur jafnrétti

UNDANFARIÐ hefur töluvert verið rætt um jafnréttismál og þann 20. nóvember sl. fór fram utandagskrárumræða um framkvæmd 12. gr. laga um jafnréttismál. Í þessari umræðu koma m.a. fram að aðeins 23% nefndarmanna á vegum ríkisins eru konur. Ráðuneytin virðast því ekki ætíð fara eftir þessar grein laganna en þar segir, m.a. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 682 orð

Endurunnin frétt frá Hafró

Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins hinn 9. desember s.l. birtist frétt undir fyrirsögninni: "Gæti minnkað þorskveiði um meira en 10%". Fréttin fjallaði um "nýtt" mat Hafrannsóknastofnunar á þeim áhrifum sem hvalir gætu haft á afrakstur þorskstofnsins. Frétt um sama efni kom fram í fjölmörgum fjölmiðlum í mars í tengslum við hvalaráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 334 orð

Ingibjörg Sólrún, lækkaðu skatta!

VEGNA ummæla Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um að til greina kæmi að fresta ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 1,9% skattalækkunar um næstu áramót spruttu upp deilur um framkvæmd lækkunarinnar. Ástæða ummæla fjármálaráðherra er að ekki hefur náðst samkomulag við sveitafélögin um málið. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 1104 orð

Koldíoxíðmengun og hvarfakútar

NÚ ER ráðstefnunni í Kyoto lokið og þjóðir heims mega fara að huga að því hvernig þær ætla að fara að því að standa við þær skuldbindingar sem þær hafa gengist undir að framfylgja í koldíoxíðmengun. Þetta verða Íslendingar einnig að gera þó að sumir hafi kannski ekki ennþá gert sér það ljóst að fullu. Meira
16. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 974 orð

Lýðræði fyrir alla

VIÐ á Íslandi lifum í rótgrónu lýðræðisríki, eða svo er okkur sagt. Það er nú samt sem áður svo að þetta svokallaða lýðræði virðist ekki ná til allra. Mér virðist líka að aðallega hugsi ráðamenn þessa lands um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi. Það sýnir hver uppákoma fyrirmanna á fætur annarri sem er annaðhvort þögguð niður eða látin fara fram óáreitt. Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 349 orð

Sjálfstæðir eða strengjabrúður

LAUGARDAGINN 25. okt. sl. skrifar Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, grein í Mbl. sem átti að vera Sjálfstæðisflokknum til framdráttar í prófkjöri flokksins til borgarstjórnarkosninga á vori komandi. En heiti greinarinnar var "Kjörorðið stétt með stétt ráði ferð". Meira
16. desember 1997 | Aðsent efni | 1021 orð

Tryggðarkort ­ í þágu hverra?

NÝ HUGMYNDA- og aðferðafræði í markaðsmálum er tekin að ryðja sér til rúms hér landi á tímum stóraukinnar og harðnandi samkeppni. Sölu- og þjónustuaðilar sjá hag sinn í því að heyja sér markað og treysta sambandið við góða viðskiptavini með nýstárlegum hætti í takt við það sem er að gerast erlendis. Meira
16. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Varnaðarorð frá ungum ökumönnum

VIÐ VORUM á mjög skemmtilegu og fræðandi námskeiði fyrir unga ökumenn sem Sjóvá-Almennar halda. Þar fengum við það verkefni að koma með tillögur um hvernig draga mætti úr slysum við eftirfarandi aðstæður. Meira

Minningargreinar

16. desember 1997 | Minningargreinar | 170 orð

Jökull Sigurðsson

Vinahópurinn er sem lamaður. Óvænt og hörmuleg tíðindi um fráfall vinar okkar Jökuls Sigurðssonar bárust okkur svo óvænt að varð vart trúað. Ekki hafði sá möguleiki hvarflað að okkur að atburður sem þessi gæti verið svo nálægur í því örugga og notalega umhverfi sem við eigum að venjast. Það stóð jú ekki annað til en að taka rúbertu á mánudögum með Jölla eins og áður. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 548 orð

Jökull Sigurðsson

Þau sorgartíðindi hafa borist að okkar góði vinur og bekkjarbróðir Jökull Sigurðsson sé látinn. Það er erfitt fyrir okkur félagana að heyra og skilja slíka sorgarfregn og erum við allir harmi slegnir. Hálft annað ár er síðan hann flutti heim til Íslands eftir að hafa búið ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár erlendis, fyrstu þrjú árin í Singapoor og síðan í Dubai. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 1121 orð

Jökull Sigurðsson

Það varð okkur samstarfsmönnum Jökuls Sigurðssonar mikið áfall þegar okkur var símleiðis tilkynnt lát hans af hörmulegum slysförum í starfi norður á Akureyri. Eitt örlagafullt andartak og þessi stóri, sterki maður, fullur af orku, vilja og væntingum kveður þessa jarðvist að eilífu. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Jökull Sigurðsson

Okkur var mjög brugðið er við fréttum að æskufélagi okkar, Jökul Sigurðsson, hefði látist í hörmulegu slysi. Við kynntumst Jökli er hann kom í bekk okkar í barnaskóla. Hann var þá þegar sérlega tápmikill og öflugur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var knattspyrna eða rökræður. Hann varð snemma tæknilega sinnaður og braust það í fyrstu út í endurbótum á reiðhjólinu. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Jökull Sigurðsson

Það voru hörmuleg tíðindi þegar okkur barst fréttin um að Jölli hefði farist við skyldustörf, svo ungur, svo fullur af lísfþrótti og faðir glæsilegrar fjölskyldu. Hann hafði helgað starf sitt öryggi og velferð sjófarenda, á Íslandi og víðar um heim. Eins örlagaþrungið og hugsast getur var þetta slys, þar sem unnið var við að auka lífinu forgjöf og tryggja öryggi sjófarenda. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Jökull Sigurðsson

Sjaldan hefur okkur þótt dauðinn slá til á jafn óvæginn og ósanngjarnan hátt eins og þegar kær vinur okkar Jökull Sigurðsson lést á hörmulegan hátt í vinnuslysi. Við sitjum eftir með allar spurningarnar sem við fáum aldrei svör við. Við kynntumst Jölla fyrst að ráði fyrir 16 árum þegar við vorum samtíða í Noregi þar sem hann var í sínu fyrsta starfi hjá Veritas. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | -1 orð

JÖKULL SIGURÐSSON

JÖKULL SIGURÐSSON Jökull Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. janúar 1955. Hann lést á Akureyri 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurður Þorvaldsson og Guðrún Jónsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jökuls er Sigríður Kr. Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Tinna, f. í Reykjavík 1978, Orri, f. í Ósló 1984, og Sunna f. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Leifur Guðlaugsson

Elsku pabbi. Ég vil með fáeinum orðum lýsa þeim tilfinningum sem ég ber í mínu hjarta. Þú varst alltaf vinur minn og ég þinn. Þú hófst snemma lífsbaráttuna og eignaðist þitt fyrsta barn, hana Arndísi hálfsystur mína sem var mikil pabbastelpa, þegar þú varst aðeins átján ára gamall. Arndís lést úr erfiðum sjúkdómi, aðeins sjö ára gömul. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Leifur Guðlaugsson

Í dag þegar við fylgjum Leifi bróður mínum síðasta spölinn í þessu lífi, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Leifur var góður drengur, hrekklaus og heiðarlegur í hvívetna. Hann var skemmtilegur, skapgóður og hafði góða söngrödd. Það var því ánægjulegt að heyra hann syngja íslensk þjóðlög og húsganga. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Leifur Guðlaugsson

Elsku Leifur. Ég get ekki orða bundist að rita til þín fáeinar línur í dag þegar við kveðjum þig í síðasta sinn. Við kynntumst fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég vann sem sumarstarfsmaður hjá Garðyrkjunni. Þú varst skemmtilegur verkstjóri og varst einkar laginn við að fá okkur krakkana til þess að vinna vel því þú hrósaðir okkur mikið og treystir okkur. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Leifur Guðlaugsson

"Í upphafi ert þú hvorki einn né neinn og býrð hvorki þar né hér. Þú hvílir á armi móður þinnar og ert aðeins einn af nafnlausum sonum jarðar. Og þið tvö saman eruð aðeins liður í endalausri röð mæðra og barna, sem bíða forlaga sinna." (William Heinesen.) Genginn er drengur góður. Leifur upplifði margt á sinni ævi. Hans uppvaxtar- og mótunarár voru árin fyrir og eftir heimskreppuna miklu. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 339 orð

LEIFUR GUÐLAUGSSON

LEIFUR GUÐLAUGSSON Leifur Guðlaugsson var fæddur 1. apríl 1923 að Árbæ við Reykjavík. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 6. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Eyleifsdóttur frá Árbæ, f. 1893, hún lést árið 1960 og Guðlaugs Guðlaugssonar frá Þverá í Síðu, vörubílstjóra í Reykjavík, f. 1882, hann lést árið 1957. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Ólafía Guðmunda Hjálmarsdóttir

Elsku amma Lóa er dáin!! Mér finnst þig vanta, amma. Ég hringdi í þig viku áður en þú lagðir af stað til Drottins okkar allra. Þá vorum við að rifja upp eins og svo oft áður allar stundirnar frá því ég var lítil og fór með þér í fjósið. Við töluðum svo mikið saman og mundir þú þetta allt miklu betur en ég. Þú varst alltaf svo ern, amma. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 219 orð

ÓLAFÍA GUÐMUNDA HJÁLMARSDÓTTIR

ÓLAFÍA GUÐMUNDA HJÁLMARSDÓTTIR Ólafía Guðmunda Hjálmarsdóttir var fædd á Hlaðseyri við Patreksfjörð 29. júní 1907 og var þar til tveggja ára aldurs. Var svo eitt ár í Holti á Barðaströnd. Átti eftir það heima á Grænhóli á Barðaströnd. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 1101 orð

Rafn Alexander Pétursson

"Þið eigið ekki að syrgja mig, þið eigið að vera kát og glöð og lyfta glasi til minningar um mig." Eitthvað á þessa leið sagði Rafn vinur minn við mig oftar en einu sinni á því stutta tímabili lífsskeiðs okkar sem lá saman. Ég var ungur að árum þegar Rafn Alexander kom til Flateyrar. Hann settist að í húsinu í Hafnarstræti 1, Flateyri. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Rafn Alexander Pétursson

Okkur systkinin langar með örfáum orðum að minnast hans Rafns afa. Hann afi var hörkuduglegur og átti það við allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einstaklega sérvitur en skemmtilega þó. T.d. var það ávallt þannig eftir að amma dó að hann borðaði morgun- og kvöldmat á ákveðnum tíma og mátti enginn og ekkert raska því. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Rafn Alexander Pétursson

Mágur minn, Rafn Alexander Pétursson, tók upp á því að skipta um tilverustig hinn 6. desember síðastliðinn. Varla er hægt að segja að það hafi komið á óvart, því hann var búinn að kljást við sjúkdóm þann, sem að lokum lagði hann að velli, eins og flesta sem hann taka. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Rafn Alexander Pétursson

Rafn Alexander Pétursson, tengdafaðir minn, er horfinn á braut. Með nokkrum orðum ætla ég að minnast hans og tengdamóður minnar; Karólínu Júlíusdóttur, sem dó fyrir þremur árum. Það sem kemur fyrst upp í huga mér er hversu samstiga í blíðu og stríðu þau voru alla tíð og aðdáunarverður hinn mikli dugnaður við uppbyggingu fyrirtækja þeirra. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 152 orð

Rafn Alexander Pétursson

Elsku afi, er við kveðjum þig í hinsta sinn minnumst við þín með þakklæti fyrir þann tíma sem við nutum nærveru þinnar í þessum heimi. Nú ertu kominn í faðm hennar ömmu. Þið njótið nú aftur samverunnar í þeim heimi sem þú varst svo forvitinn um og þú sagðir okkur svo oft frá. Á þessari kveðjustund koma upp í hugann margar góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Rafn Alexander Pétursson

Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast hans Rafns afa sem jarðsettur verður í dag. Á þessari kveðjustund rifjast upp margar góðar minningar og skemmtileg smáatriði sem við tengjum við hann afa. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 429 orð

RAFN ALEXANDER PÉTURSSON

RAFN ALEXANDER PÉTURSSON Rafn Alexander Pétursson fæddist í Bakkakoti, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og kona hans Ólafía Sigurðardóttir, húsmóðir frá Dýarafirði. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 427 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Ung að árum giftist Sigríður Guðmundsdóttir Halldóri Halldórssyni, síðar prófessor, og settu þau hjónin saman heimili, ólu upp mannvænleg börn sín, störfuðu fjölmargt guðs um geim og höfðu gaman af að blanda geði við ættingja og vini. Meira
16. desember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1917. Hún lést á heimili sínu 6. desember síðastliðinn og hefur útför hennar farið fram í kyrrþey. Meira

Viðskipti

16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 190 orð

ÐHlutabréf seld fyrir 2,4 millj arða frá 1991

RÍKISSJÓÐUR hefur selt hlutabréf í fyrirtækjum fyrir hátt í 2,4 milljarða króna að núvirði frá árinu 1991, en þar af nemur sala bréfa á þessu ári um 171 milljón. Frá þessu var að hluta til skýrt í svari fjármálaráðherra á Alþingi nýlega við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni um sölu ríkiseigna. Meira
16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 145 orð

ÐSamherjabréf seld fyrir 175 milljónir

VIÐSKIPTI urðu í síðustu viku með hlutabréf í Samherja hf. að nafnvirði um 23 milljónir króna miðað við gengið 7,60. Söluandvirði bréfanna var því tæplega 175 milljónir króna. Þetta svarar til um 1,7% af heildarhlutafé félagsins. Meira
16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

»Jen nær sér aðnokkru eftir tap

JENIÐ varð fyrir áfalli í gær vegna neikvæðrar skýrslu um traust í japönsku viðskiptalífi, en hafði náð sér að nokkru þegar viðskiptum lauk í Evrópu. Lokastaðan í evrópskum kauphöllum var misjafnlega góð, en jákvæð byrjun í Wall Street hafði góð áhrif. Í London mældist FTSE 100 hlutabréfavísitalan 5121 punktur, sem var 1,52% hækkun. Meira
16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 545 orð

Lausafjárstaðan batnar um 5 milljarða

SEÐLABANKINN efndi í gær í fyrsta sinn til svonefnds skyndiuppboðs á endurhverfum verðbréfakaupum. Þar gafst bönkum og sparisjóðum kostur á að selja Seðlabankanum ríkisverðbréf, en þeir skuldbinda sig til að kaupa þau til baka eftir einn mánuð á umsömdu verði. Samtals keypti bankinn bréf fyrir rúma 5 milljarða. Meira
16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 444 orð

Líklegt að fleiri fyrir tæki fylgi í kjölfarið

SÉRFRÆÐINGAR á fjármálamarkaði telja mat bandaríska matsfyrirtækisins Moody's á Íslandsbanka vera fagnaðarefni og telja líklegt að niðurstaðan verði öðrum fyrirtækjum hvatning til að óska eftir slíku mati. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., á von á að Búnaðarbankinn fengi svipaða einkunn og Íslandsbanki en Landsbankinn verri einkunn. Meira
16. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Veltan um 100 milljarðar í fyrra

VISA Ísland skipar 136. sætið á heimslistanum yfir stærstu kortaútgefendur heims miðað við viðskiptaveltu árið 1996. Á listanum sem birtur er í The Nilson Report, bandarísku hagtöluriti, kemur fram að velta Visa Íslands á árinu 1996 var tæplega 1,4 milljarðar bandaríkjadala eða samtals um 100 milljarðar íslenskra króna með kreditkortum og debetkortum, samkvæmt frétt frá Visa Íslandi. Meira

Daglegt líf

16. desember 1997 | Neytendur | 77 orð

Barnafatalína

UM þessar mundir kynnir fyrirtækið Húfur sem hlæja nýja barnafatalínu sem unnin er í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands. Línan samanstendur af heilum peysum, hnepptum peysum og nokkrum gerðum af "leggings". Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fatnaðurinn sé prjónaður hjá Öryrkjabandalaginu. Hann er hannaður hjá Húfum sem hlæja sem sjá einnig um endanlegan frágang. Meira
16. desember 1997 | Neytendur | 90 orð

Fljótandi kjötkraftur

ÁSBJÖRN Ólafsson ehf. hefur sett á markað nýja tegund af fljótandi kjötkrafti undir nafninu Knorr Fond. Um er að ræða fjórar bragðtegundir, kálfakjötkraft, kjöt og vín, fisk og vín og kjötkraft fyrir villibráð. Í fréttatilkynningu frá Ásbirni Ólafssyni segir að Knorr Fond kjötkrafturinn sé soðkjarni eða þykkni sem fæst við langtíma suðu sérvalinna hráefna. Meira
16. desember 1997 | Neytendur | 24 orð

Kahlúaísterta

Nýtt Kahlúaísterta KAHLÚAÍSTERTA er nú fáanleg í verslunum Hagkaups. Þetta er mokka ísterta sem er að hluta til handskreytt og bragðbætt með ekta kahlúalíkjör. Meira
16. desember 1997 | Neytendur | 554 orð

Verð hækkar lítillega

VERÐ á jólatrjám hefur að meðaltali hækkað lítillega frá í fyrra en einstaka seljendur eru með óbreytt verð. Margar fjölskyldur eru íhaldssamar þegar kemur að vali á jólatré, fara á sama staðinn ár eftir ár og velja sitt tré. Færst hefur í vöxt að fólk hafi jólatré með rót hjá sér í stofunni yfir jólin og einnig verður æ vinsælla að fara út í skóg, velja sitt eigið tré og höggva. Meira

Fastir þættir

16. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
16. desember 1997 | Í dag | 35 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. des

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. desember, er sjötug Sigrún Þorleifsdóttir kaupmaður Merkurgötu 11, Hafnarfirði. Sigrún tekur á móti gestum á morgun, miðvikudaginn 17. desember, kl. 19 í húsi frímúrara við Lækjargötu í Hafnarfirði. Meira
16. desember 1997 | Fastir þættir | 134 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkr

MÁNUDAGINN 20. nóvember lauk Fiskiðjumótinu í hraðsveitakeppni. Eftir æsispennandi lokaumferðir urðu úrslit þessi Sv. Guðmundar Árnasoar1380(Guðmundur, Ólöf Hartmansd., Ari M. Arason, Birkir Jónss.) Sv. Margrétar Þórðard.1349(Margrét, Margrét Sæmundsd., Ásgrímur Sigurbj., Jón Berndsen) Sv. Ingu Jónu Þórðardóttur1347(Inga, Ágústa Jónsd., Garðar Guðjóns. Meira
16. desember 1997 | Dagbók | 416 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. desember 1997 | Í dag | 22 orð

Hlutaveltur ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.4

Hlutaveltur ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.434 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Anna Margrét Arthúrsdóttir og Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir. Meira
16. desember 1997 | Dagbók | 185 orð

Laufabrauð

Laufabrauð er eitt af sérkennum jólahalds á Íslandi. Víða í Evrópu voru og eru til skrautlegar hátíðakökur, en þær eru langtum matarmeiri en laufabrauðið, sem er fyrst nefnt í orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá fyrra hluta 18. aldar, að því er fram kemur í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Meira
16. desember 1997 | Fastir þættir | 497 orð

Safnaðarstarf Námskeið í Hafnarfjarðarkirkju

EINS og margir hafa efalaust tekið eftir hefur að undanförnu átt sér stað mikil umræða um dauðann og eilífðina, hvað sú tilvera sé er bíði eftir dauðann og hvort hægt sé að ná einhvers konar sambandi milli þess sem nú er og þess sem bíður allra að loknu þessu lífi. Af þessu tilefni verður haldið námskeið í Hafnarfjarðarkirkju strax eftir áramót er ber nafnið "Biblían, dauðinn og eilífðin". Meira
16. desember 1997 | Í dag | 491 orð

Til hvers erustefnuljósá bílum? ÉG MAN eftir því þe

ÉG MAN eftir því þegar ég tók bílpróf fyrir 30 árum eða svo að ökukennarinn margendurtók við mig að stefnuljósin ættu að sýna hvaða stefnubreytingu ég ætlaði að gera, en ekki þá stefnubreytingu sem ég væri að gera. Þetta kemur oft í hugann þegar ég verð var við það að bílstjórinn á næstu akrein við hliðina hefur ætlað að komast yfir á mína akrein, en lét það aldrei í ljós með notkun Meira
16. desember 1997 | Í dag | 812 orð

YRIR skömmu gerði Víkverji að umtalsefni athugasemdir,

YRIR skömmu gerði Víkverji að umtalsefni athugasemdir, sem Steinþór Jónsson, Hléskógum 18, Reykjavík, gerði við fréttafrásögn Morgunblaðsins af blaðamannafundi borgarstjóra um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meira

Íþróttir

16. desember 1997 | Íþróttir | 391 orð

Aftur sigurleikur hjá Patreki og félögum

Okkur er farið að ganga betur en áður," sagði Patrekur Jóhannesson, en lið hans Essen sigraði Konráð Olavson og félaga í Niederw¨urzbach, 27:26, á heimavelli um helgina. Þetta var annar sigur Essen í röð. "Eins og áður þá gengur mér illa að fá að spreyta mig í sókninni. Það hefur ekki gróið um heilt á milli mín og þjálfarans ennþá," sagði Patrekur. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 137 orð

Allt í hnút í Skotlandi ÞAÐ er allt í hnút á t

ÞAÐ er allt í hnút á toppi skosku deildarinnar eftir leiki helgarinnar. Hearts, sem hafði sigrað í átta leikjum í röð, tapaði fyrir Celtic en Rangers varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Dunfermline. Síðast þegar liðin mættust vann Rangers 7:0 en tókst ekki að skora um helgina. Hearts er því enn efst, Rangers er stigi á eftir og Celtic síðan stigi á eftir Rangers. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 581 orð

Bjóst sundstúlkanKOLBRÚN ÝR KRISTJÁNSDÓTTIRvið gulli á NM unglinga?Stolt að heyra þjóðsönginn

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir náði glæsilegum árangri á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi í Ósló um helgina. Hún sigraði í 50 m skriðsundi, varð önnur í 100 m skriðsundi og hreppt einnig bronsverðlaun í 100 og 200 m baksundi. Auk þessara verðlauna setti hún telpna- og stúlknamet í 50 og 100 m skriðsundi. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 195 orð

Enn vantar 700 þúsund kr.

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki hefur ekki tekist að fjármagna að fullu verkefnið Sydney 2000, áætlun til stuðnings Jóni Arnari Magnússyni tugþrautarmanni. Formaður deildarinnar segir að enn vanti um 700 þúsund kr. til að endar nái saman í ár. Þegar verkefnið Sydney 2000 var kynnt fyrr á árinu kom fram að kostnaður við það yrði alls um 25 milljónir á þremur árum. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 467 orð

ESLÖV, liðið sem Helga Torfadóttir

ESLÖV, liðið sem Helga Torfadóttir og Svava Sigurðardóttir leika með í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, sigraði Skövde 22:21 í hörkuleik á heimavelli á sunnudaginn. Með sigrinum færðist Eslöv upp í 7. sæti, er með 15 stig í 15 leikjum. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 381 orð

"Fengum góða jólagjöf"

Við fengum góða jólagjöf og förum kátar í jólafríið," sagði Herdís Sigurbergsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir að hún hafði leitt lið sitt til sigurs á Íslands- og bikarmeisturum Hauka í Hafnarfirði, 23:22 ­ í miklum spennuleik, Haukar náðu tvívegis góðu forskoti en misstu það niður. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 707 orð

Gleymi þessu sem fyrst

Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson var meðal keppenda á heimsbikarmótinu í Sestriere í gærkvöldi. Valur B. Jónatansson var á staðnum og fylgdist með keppninni og ræddi við skíðamanninn eftir að hann hafði fallið úr keppni í fyrri umferð. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 118 orð

Grindvíkingar áfram Ei

Grindvíkingar áfram Einbeitingarleysi og lítill áhugi heimamanna var það sem einkenndi fyrstu mínútur leiks Grindvíkinga og Selfyssinga í 16-liða úrslitum bikarsins. Heimamenn höfðu þó örugga forustu til að byrja með en þá fór Birgir Guðfinnsson að hrella þá. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 374 orð

Hamborg í efsta sæti GUÐMUNDUR Bragason o

GUÐMUNDUR Bragason og félagar í BCJ Hamborg í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik eru í fyrsta sæti síns riðils þegar leikmenn halda í jólafrí. Um helgina unnu Hamborgarar lið Weissenfels 90:82 á útivelli og var það vel að verki verið því félagið hafði aðeins tapað einum leik á heimavelli þar til á laugardaginn. Guðmundur gerði 9 stig í leiknum en stóð sig vel, tók mikið af fráköstum. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 120 orð

Haukar - Stjarnan22:23

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna ­ 12. umferð, laugardaginn 13. desember 1997. Gangur leiksins: 0:1, 6:1, 6:3, 8:4, 8:8, 9:8, 9:10, 11:10, 11:11, 12:11, 12:12, 15:12, 18:13, 19:14, 19:18, 22:20, 22:23. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 437 orð

Hefði kannski átt að nota þann gamla

Hefði kannski átt að nota þann gamla KRISTINN Björnsson hefur í vetur keppt í þriggja ára gömlum svigbúningi, sem hann hefur reglulega þurft að gera við saumsprettur á. Fyrir mótið í Park City sendi Skíðasambandið honum nýjan svigbúning, en hann kom ekki til Park City fyrr en daginn eftir að Kristinn fór þaðan. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Heimsbikarkeppnin

Sestriere, Ítalíu: Svig karla 1. Finn Christian Jagge (Noregi)1.51,43 (56,35/55,08) 2. Thomas Sykora (Austurríki)1.51,77 (56,27/55,50) 3. Hans-Petter Buraas (Noregi)1.51,85 (57,05/54,80) 4. Alberto Tomba (Ítalíu)1.52,05 (57,50/54,55) 5. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 460 orð

Inter hélt sínu án snillingsins Ronaldo

Internazionale frá Milano, efsta liðið í ítölsku deildinni, sýndi svo sannarlega um helgina að það getur leikið vel og sigrað þótt Brasilíumaðurinn Ronaldo leiki ekki með liðinu, en hann lék með landsliði Brasilíu í Heimsálfukeppninni á sunnudaginn. Inter tók á mót Roma og sigraði 3:0 eftir að gestirnir höfðu misst tvo menn útaf. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Bikarkeppni KKÍ og Renault: Ísafjörður:KFÍ - Keflavík20 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - Snæfell20 Smárinn:Breiðablik - Selfoss20 Ásgarður:Stjarnan - Þór Þorl.20. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 413 orð

ÍR - UMFS66:62 Íþróttahús Seljaskóla, 16-liða úrslit bikarke

Íþróttahús Seljaskóla, 16-liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Renault, sunnudaginn 14. desember 1997. Gangur leiksins: 0:7, 9:9, 23:14, 37:30, 45:43, 52:44, 55:55, 60:59, 66:62. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 97 orð

Jagge fagnar

NORSKI skíðakappinn Finn Christian Jagge fagnaði sigri í svigkeppninni í gærkvöldi ­ í flóðljósunum í Sestriere. Jagge, sem var í þriðja sæti eftir fyrri umferðina, skaut þeim Sykora frá Austurríki og Jure Kosir frá Slóveníu, ref fyrir rass í seinni umferðinni. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 196 orð

Jóhannes B. stendur vel að vígi

Jóhannes B. Jóhannesson varð sigurvegari á fjórða stigamóti Billiardsambandsins í snóker og stendur vel að vígi í efsta sæti þegar mótaröðin er hálfnuð. "Ég hef verið að spila mjög vel og þetta er árangurinn," sagði Jóhannes við Morgunblaðið. Hann vann Kristján Helgason 3:2 í úrslitum um helgina en tók Sumarliða Gústafsson 3:0 í undanúrslitum. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 478 orð

Kristinn á verðlaunapall í Obereggen Kristinn Björnsson reikna með að taka þátt í 25 mótum í vetur

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, varð fyrstur íslenskra skíðamanna til að stíga á verðlaunapall á Evrópubikarmóti er hann náði þriðja sæti í svigi sem fram fór í Obereggen í Austurríki á laugardag. Besta árangur Íslendings fyrir mótið á laugardaginn átti Ásta S. Halldórsdóttir, Ísafirði, sem hafnaði í 7. sæti í svigi fyrir þremur árum. Kristinn hafði áður náð best 13. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 1044 orð

Leikmenn Leeds heiðruðu minningu Bremners

LEIKMENN Leeds heiðruðu minningu Billys Bremners með því að gera markalaust jafntefli við Chelsea þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri allan síðari hálfleikinn. Arsenal tapaði 3:1 fyrir Blackburn á Highbury, Newcastle gerði 2:2 jafntefli við Barnsley og enn syrtir í álinn hjá Tottenham sem tapaði 4:0 fyrir Coventry. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 191 orð

Maier dæmd- ur úr leik

Lítil reynsla af alþjóðlegum mótum varð til þess að Austurríkismaðurinn Hermann Maier var dæmdur úr leik í risasvigi í Val d'Isere í Frakklandi á sunnudaginn. Maier fékk besta tímann, en þegar hann kom í mark tók hann af sér skíðin á svæði þar sem keppendum er bannað að gera slíkt. Þessi smávægilegu mistök kostuðu hann sigurinn og mikilvæg stig í heimsbikarkeppninni. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 139 orð

Ótrúlega létt hjá KR

Það bjuggust flestir við spennandi og skemmtilegum leik á laugardaginn þegar Grindvíkingar tóku á móti KR í 1. deild kvenna, en sú varð ekki rauninn. Gestirnir voru í miklu stuði bæði í vörn og sókn og sigruðu, 84:52. Heimamenn voru hins vegar fjarri sínu besta og áttu sennilega sinn slakasta leik í vetur. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 241 orð

Polster með þrennu

Kaiserslautern hefur fjögurra stiga forystu í þýsku deildinni þrátt fyrir að tapa fyrir Eyjólfi Sverrissyni og félögum í Herthu Berlín á föstudaginn. Bayern M¨unchen færði sig nær efsta liðinu með 3:2 sigri á hinu lánlausa liði Gladbach, sem er með 19 stig í neðsta sæti ásamt Bochum og Bielefeld. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 143 orð

STUÐNINGSMENN enska liðsins Stoke

STUÐNINGSMENN enska liðsins Stoke voru ekki ánægðir með tap liðsins um helgina og heimtuðu að Peter Coates, forseti félagsins, segði af sér. STEVE Coppell, knattspyrnustjóri hjá Crystal Palace, hefur fundið ráð til að lið hans nái að sigra á heimavelli. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 322 orð

Tveir sigrar í röð

NJARÐVÍKINGAR lögðu KR-inga með 20 stiga mun í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Renault á sunnudaginn. ÍR vann Skallagrím og þá komust Grindavíkingar, Valsmenn, Stjörnumenn úr Garðabæ, Haukar og Skagamenn áfram, en leik KFÍ og Keflavíkur var frestað vegna ófærðar. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 127 orð

United óð í færum

Manchester United óð í færum á móti Aston Villa í gærkvöldi en tókst aðeins að skora einu sinni. Það nægði til sigurs og eru meistararnir með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ryan Giggs gerði eina markið á Old Trafford snemma í seinni hálfleik, skoraði með vinstri fæti rétt innan vítateigsbogans eftir góða sendingu frá Andy Cole. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 1233 orð

Úrvalsdeildin: Arsenal - Blackburn1:3

Úrvalsdeildin: Arsenal - Blackburn1:3 Marc Overmars 18. - Jason Wilcox 57., Kevin Gallacher 64., Tim Sherwood 89. 38.147. Barnsley - Newcastle2:2 Neil Redfearn 9., John Hendrie 75. - Keith Gillespie 44., 49. 18.687. Chelsea - Leeds0:0 34.690. Rautt spjald: Alf Inge Haaland 24., Gary Kelly 45. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 183 orð

Val D'Isera, Frakklandi: Risasvig karla:

Val D'Isera, Frakklandi: Risasvig karla: 1. Michael von Gr¨unigen (Sviss)2.29,48 (1.15,48/1.14,00)2. Stefan Eberharter (Austurrík)2.30,41 (1.15,90/1.14,51)3. Hans Knauss (Austurrík)2.30,57 (1.16,19/1.14,38)4. Urs Kaelin (Sviss)2.30,80 (1.16,15/1. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 436 orð

ÞJÓÐAREIGN »Kristinn Björnsson erjafn snjall skíðamaðurnú og 22. nóvem

Eftir ævintýrið í Park City varð Kristinn Björnsson allt í einu eitt af óskabörnum Íslendinga; skíðamaður var skyndilega orðinn þjóðareign. Þessi hæfaleikaríki en hægláti Ólafsfirðingur renndi sér inn í hug og hjörtu landa sinna, með stórkostlegum árangri í erfiðri íþróttagrein, þegar hann varð í öðru sæti á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 158 orð

Þriðja gullið til Dana á 16 mánuðum

DANSKA kvennalandsliðið í handknattleik (mynd fyrir ofan) átti ekki í vandræðum með að tryggja sér þriðju gullverðlaun sín á stórmóti í handknattleik á 16 mánuðum er þær lögðu Norðmenn 33:20 í úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í Berlín á sunnudaginn. Það var öðru fremur stórkostlegur leikur liðsins í síðari hálfleik sem tryggði þeim titilinn. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 731 orð

Örn með þrjú gull og Kolbrún eitt

ÖRN Arnarson sundmaður úr SH vann þrenn gullverðlaun á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Ósló um helgina og var að auki stigahæsti sundmaður mótsins. Þá setti hann Íslandsmet í 200 m baksundi í 25 m laug og bætti um leið Norðurlandamet unglinga. Einnig jafnaði hann eigið piltamet í 100 m baksundi og bætti eigið piltamet í 100 m skriðsundi. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 134 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikið aðfaranótt laugardags: Boston - Washington97:88 Charlotte - Chicago79:77 Philadelphia - Denver106:91 Indiana - Miami104:89 Utah - Dallas68:66 Seattle - Portland111:98 Vancouver - Golden State95:88 LA Clippers - Atlanta74:83 La Lakers - Houston119:102 Leikið aðfaranótt sunnudags: Indiana - Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 79 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikið aðfaranótt laugardags: Buffalo - Carolina3:2 Detroit - Edmonton2:3 New Jersey - Montreal5:2 NY Rangers - Florida3:4 Chicago - Philadelphia2:3 Dallas - San Jose0:1 Calgary - Colorado3:1 Phoenix - Pittsburgh2:2 Anaheim - Washington6:4 Leikið aðfaranótt sunnudags: NY Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 117 orð

(fyrirsögn vantar)

Danmörk - Noregur33:20 Úrslitaleikur á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Leikurinn fór fram í Berlín að viðstöddum 7.000 áhorfendum. Staðan í hálfleik var 14:11, Dönum í vil. Mörk Danmerkur: Camilla Anderson 7, Anne Dorthe Tanderup 6, Anette H. Moberg 5, Anja Andersen 5, Gitte Madsen 4, Janne Kolling 2, Tonje Kjærgård 2, Tina Böttzau 1, Maybrit Nielsen 1. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

Efstar í fríið Keflvíkingar eru í efsta sæti þegar liðin í 1. deild kvenna fara í jólafrí. Á laugardaginn lagði Keflavík lið ÍR nokkuð örugglega með 77 stigum gegn 58. Keflavík átti í basli með ÍR til að byrja með og þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik var Keflavík með eins stigs forystu. Meira
16. desember 1997 | Íþróttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

ThSV Eisenach - W. Massenheim28:26 Lemgo - Wuppertal30:26 Nettelstedt - Gummersbach33:27 Bayer Dormagen - Magdeborg21:28 Flensborg Handewitt - SG Hameln31:24 Rheinhausen - Kiel26:26 Essen - Niederw¨urzbach27:26 Grosswallstadt - Meira

Fasteignablað

16. desember 1997 | Fasteignablað | 613 orð

Að hugsa um húsnæðismál á jólum

Enn ein jólin eru á næstunni. Flestir hugsa þá um annað en húsnæðismál. Það kemur meðal annars fram í minni umsvifum á fasteignamarkaði, en það hefur nánast verið regla á undanförnum árum, að viðskiptin í desember, og janúar reyndar einnig, séu nokkuð minni en aðra mánuði, ef miðað er við umsóknir um húsbréfalán. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 185 orð

Atvinnu- húsnæði

MEÐ efnahagsbatanum hefur eftirspurnin eftir atvinnuhúsnæði aukizt til muna og er nú ólíkt meiri en áður. Um leið hefur framboðið á góðu húsnæði minnkað. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu verzlunarhúsnæði að Laugavegi 44, á horni Laugavegar og Frakkastígs. Húsnæðið er 125 ferm. að stærð og allt nýlega endurnýjað. Ásett verð er 19 millj. kr. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 213 orð

Atvinnuhúsnæði við Lágmúla

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Lágmúla 5 í Reykjavík. Um er að ræða þúsund fermetra á annarri hæð sem um þessar mundir er leigð í tvennu lagi. Annars vegar er þarna líkamsræktarstöð og í hinum endanum eru skrifstofur og lager. Hús þetta er steinhús og byggt 1979. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 626 orð

Bók um Viðeyjarhús

KÁPU bókarinnar prýðir ljósmynd eftir snillinginn Pál Stefánsson myndasmið og eru reyndar a.m.k. 5 aðrar myndir eftir hann inni í bókinni, á bls. 79, 122, 125, 161 og 177. Að auki er 1 mynd eftir annan framúrskarandi myndasmið, Guðmund Ingólfsson. Sú mynd er á bls. 78. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 24 orð

Drottinn blessi heimilið

Drottinn blessi heimilið HÉR á landi voru á mörgum heimilum útsaumaðir veggskildir sem á stóð Drottinn blessi heimilið. Hér er bandarísk útgáfa af slíkum blessunarfyrirbænum. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Fagurmálaður inngangur

Fagurmálaður inngangur ÞETTA er norskur inngangur á heimili en ekki í kirkju. Mikið hugmyndaflug er bundið í þessum myndum. Hvelfingar eru ekki algengar í forstofum en hver segir að það geti ekki komið vel út eins og sjá má. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 244 orð

Fræðslurit um málm- klæðningar

FÉLAG blikksmiðjueigenda og Félag blikksmiða hafa nýverið í sameiningu gefið út fræðslurit um málmklæðningar. Fræðsluritinu er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar, sem teikna og hanna byggingar og velja efni, sem unnið er með. Í ritinu eru tæknilegar upplýsingar um einstök efni og hvernig aðstæður hér á landi hafa áhrif við meðferð þeirra og notkun. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 288 orð

Gamla pósthúsið 150 ára

Í ÁR eru liðin 150 ár frá því hús það, er hýsti fyrsta pósthús landsins, var reist. Húsið stóð upphaflega við Austurvöll, á lóðinni Pósthússtræti 11 þar sem Hótel Borg stendur nú. Árið 1872 var Ole P. Finsen skipaður póstmeistari fyrstur manna. Bjó hann þá í húsinu og setti þar upp póstafgreiðslu í norðurendanum. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 220 orð

Glæsileg parhús í Hafnarfirði

EIGNIR í Mosahlíð í Hafnarfirði verða æ vinsælli í sölu að sögn Helga Jóns Harðarsonar hjá Hraunhamri, en þar eru nú í sölu parhús að Furuhlíð 31 og 33. Þessi hús eru í dag fokheld, en þau eru 215 ferm. með innbyggðum bílskúr. Arkitektastofan Arkþing teiknaði húsin, en byggingaraðilar eru þeir Ásgeir Úlfarsson og Björn Þórisson. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 888 orð

Hvað segja þeir í Danmörku?

FÉLAG pípulagningameistara samþykkti róttæka tillögu á fundi nýlega um notkun á galvaniseruðum stálpípum í neysluvatnskerfi. Þá var skorað á byggingayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu að stöðva sem fyrst notkun á galvaniseruðum stálpípum, vegna þeirra miklu galla sem komið hafa í ljós á síðustu árum á fyrrnefndum pípum. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 313 orð

Lárusarhúsið á Hellissandi endurgert

VIÐ segjum stundum hérna á Hellissandi að gamni okkar: "seigur er Skúli". Og það er ekki ofmælt um þennan 71 árs gamla fyrrum alþingismann, slíkur eljumaður er hann og fylginn sér. Hann ann sér naumast hvíldar við að dusta rykið af gömlum menningarverðmætum og reyna að efla tilfinningu heimamanna fyrir þessum verðmætum og vekja athygli aðkomumanna á þeim. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Minnkandi vanskil

Í JANÚAR 1995 voru 7.220 lántakendur í hinu opinbera húsnæðislánakerfi í vanskilum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Í júlí sl. hafði þeim fækkað í 5.395. Vonandi hefur þessi þróun haldið áfram á seinni hluta þessa árs. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Neyzluvatnskerfi

SAMÞYKKT pípulagningameistara gegn galvaniíseruðum stálpípum í neyzluvatnskerfi hefur verið tekið misvel, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Ætlunin er að að safna sýnum úr eldri leiðslum í flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 231 orð

Ný fasteignasala í Grundarfirði

ÞJÓNUSTUSTOFAN ehf. í Grundarfirði hefur nú samið við fasteignasöluna Bústað á Hvammstanga og er Þjónustustofan nú útibú fráBústað og Kristján Guðmundsson er sölumaður. Eigandi fasteignasölunnar Bústaðs er Haukur Friðriksson löggiltur fasteignasali. Hann stundar fasteignasölu á Norður og Vesturlandi. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 220 orð

Ný leigulög eiga að auka sam- keppnina

DANSKA stjórnin lagði fyrir skömmu fram frumvarp að nýjum húsaleigulögum fyrir atvinnuhúsnæði. Frumvarpið er byggt á greinargerð nefndar, sem lagt var fram í marz á þessu ári. Greindi danska viðskiptablaðið Børsen frá þessu nú nýverið. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 183 orð

Raðhús í Suðurhlíðum Kópavogs

HÚS með góðu útsýni í Suðurhlíðum Kópavogs hafa verið eftirsótt. Hjá Kjöreign eru nú til sölu fimm raðhús að Blikahjalla 1 til 11. Þetta eru hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals 200 ferm. Þau eru steinsteypt og klædd að utan með áli og eiga að afhendast fullbúin að utan en á ýmsum byggingarstigum að innan og eru tilbúin til afhendingar nú. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 248 orð

Umsóknir vegna ný- bygginga einstaklinga hafa aukizt um 30%

INNKOMNAR umsóknir um húsbréfalán og fjöldi samþykktra skuldabréfa í húsbréfakerfinu eru alltaf mikil vísbending um umsvif á fasteignamarkaðnum á hverjum tíma. Í lok nóvember höfðu umsóknir vegna nýbygginga einstaklinga aukizt um 30% miðað við sama tímabil í fyrra og vegna notaðs húsnæði um 10%. Umsóknir vegna nýbygginga byggingaraðila voru hins vegar nánast jafn miklar. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 151 orð

Verslunarhúsnæði við Laugaveg

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu verslunarhúsnæði að Laugavegi 44, á horni Laugavegar og Frakkastígs. Húsnæðið er 125 ferm. að stærð og allt saman nýlega endurnýjað. Húsið er byggt 1909 og er úr timbri, en allt til fyrirmyndar hið ytra, að sögn Guðmundar Th. Jónssonar hjá Fasteignamarkaðinum. Meira
16. desember 1997 | Fasteignablað | 287 orð

Viðurkenning fyrir lofsvert lagnaverk

ÍSLENZKAR sjávarafurðir hf. hlutu viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk í húsi fyrirtækisins við Sigtún 42 í Reykjavík. Í umsögn dómnefndar segir: Rafmagnsvinna er til fyrirmyndar. Blikksmíða- og pípulagningarvinna fagmannlega unnin. Tækjum snyrtilega og vel komið fyrir í tækjaklefa og aðkoma að tækjum er aðgengileg og eins að stillingum þeirra. Meira

Úr verinu

16. desember 1997 | Úr verinu | 183 orð

Færeyingar fá minna í Barentshafi

NORÐMENN og Færeyingar hafa gert samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir hvorra innan lögsögu annarra. Samkomulagið byggist á jöfnum skiptum aflaheimilda. Samkvæmt samkomulaginu fá norskir línubátar að veiða 5.100 tonn af fiski innan lögsögu Færeyja, en það er 50 tonnum minna en á þessu ári. Þorskkvóti Færeyinga í Barentshafi minnkar úr 3.200 tonnum á þessu ári í 2. Meira
16. desember 1997 | Úr verinu | 308 orð

Meðallaun skipstjóra um milljón á mánuði

MEÐALLAUN skipstjóra á stærstu og öflugustu fiskiskipum flotans nema 10,2 milljónum króna miðað við fullt úthald, sem eru 300 dagar. Þetta þýðir að skipstjórar eru með um eina milljón kr. í laun þann tíma, sem þeir eru á sjó, samkvæmt könnun, sem Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur gert á kjörum yfirmanna á 45 skipum með aðalvél stærri en 1500 kW. Meira
16. desember 1997 | Úr verinu | 236 orð

SSÍ kannar nú lögmæti verkbannsboðunar LÍÚ

LÖGFRÆÐINGAR Sjómannasambands Íslands eru nú að skoða hvort rétt hafi verið staðið að verkbannsboðun Landssambands íslenskra útvegsmanna sem samþykkt var af stjórn og samninganefnd LÍÚ í síðustu viku á 79 fiskiskip með aðalvél stærri en 1500 kW. Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa vélstjórar boðað verkfall frá og með 2. janúar nk. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.