Greinar sunnudaginn 21. desember 1997

Forsíða

21. desember 1997 | Forsíða | 117 orð

Draugur í Cambridge

GJALDKERI og tveir þjónar í Cambridge-háskóla á Englandi segjast hafa orðið varir við draug í veitingasal í skólanum. Mun þar vera á ferð svipur Francis Dawes sem fyrirfór sér á síðustu öld. Gjaldkerinn, Andrew Murison, kveðst hafa orðið draugsins var er hann var við vinnu síðla kvölds. "Í einu horni herbergisins var greinileg vera, ákaflega góðlátleg og friðsöm. Meira
21. desember 1997 | Forsíða | 198 orð

Ekkert fórnarlamba hefur fundizt á lífi

BJÖRGUNARSVEITIR höfðu ekki fundið neinn sem komst lífs af úr flugslysinu á indónesísku eynni Súmötru um hádegisbil í gær. Boeing 737-300 þota SilkAir-flugfélagsins, dótturfélags Singaore Airlines, hrapaði á föstudagskvöld á leiðinni frá Djakarta til Singapore með 104 innanborðs. Meira
21. desember 1997 | Forsíða | 175 orð

Flak úkraínsku vélarinnar fundið

FLAK úkraínsku farþegaþotunnar, sem hafði verið leitað frá því hún hvarf á fimmtudagskvöld, fannst í gær við rætur Ólymps-fjalls. Liðsmenn grískra björgunarsveita komust loks að brunnu flakinu í illaðgengilegum skorningum um hádegisbil í gær. Þeir sem fyrst komust á vettvang tilkynntu að eini hluti þotunnar sem virtist heillegur væri flugstjórnarklefinn. Meira
21. desember 1997 | Forsíða | 32 orð

Hlaupið hjá vindmyllum

EINSAMALL skokkari skokkar fram hjá fornum vindmyllum við hollenzka bæinn Kinderdijk í gær. Vindmyllurnar, sem eiga sér engan líka, voru nýlega settar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir menningararf mannkyns. Meira
21. desember 1997 | Forsíða | 360 orð

Tveir nýgræðingar sigurstranglegastir

RÚMLEGA tvær og hálf milljón kjósenda í Litháen gengur í dag, að kjörborðinu í Litháen til að kjósa nýjan forseta lýðveldisins, en þetta er í annað sinn sem forsetakosningar fara fram í landinu frá því það endurheimti sjálfstæði sitt árið 1990. Nístingsfrost er nú í Litháen en þrátt fyrir það er búizt við góðri kjörsókn. Meira

Fréttir

21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

14 fá heiðurslaun listamanna

ALÞINGI hefur samþykkt að veita 14 listamönnum heiðurslaun listamanna. Þetta eru sömu listamenn og fengu heiðurslaun í fyrra. Í hópinn vantar Sigfús Halldórsson tónskáld sem lést á árinu. Ekki er gerð tillaga um að annar listamaður fylli hans skarð. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

15 ára ölvaður undir stýri

FIMMTÁN ára ölvaður unglingur í Vestmannaeyjum stal bifreið foreldra sinna í fyrrinótt og stórskemmdi hana. Hann ók utan í, en ökuferðin endaði eftir að hann braut eitt hjólið undan bílnum. Mikill erill var hjá lögreglunni í Eyjum. M.a. var kvartað undan hávaða úr heimahúsum fram undir morgun. Sömu sögu er að segja víðar af landinu. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 341 orð

Einn umsækjanda hefur kvartað til ráðherra

DR. Martin Grabowski á taugalækningadeild Lundarháskóla í Svíþjóð hefur sent Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra bréf og kvartað yfir meðhöndlun á sér sem umsækjanda um starf prófessors í taugasjúkdómafræði við Háskóla Íslands, en á miðvikudag valdi deildarfundur læknadeildar Elías Ólafsson í starfið. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ekkert vörugjald verði af rútum

VERÐI stjórnarfrumvarp um vörugjöld af ökutækjum að lögum á Alþingi verða hópferðabifreiðar fyrir 18 farþega eða fleiri undanþegnar vörugjaldi en þær bera nú 5% gjald. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þarft sé að lækka álögurnar á þessa grein. Meira
21. desember 1997 | Erlendar fréttir | 85 orð

Evrókratar rændir

ÞINGMENN á Evrópuþinginu hafa krafizt hertrar öryggisgæzlu í Brussel eftir nokkur vopnuð rán í "Evró-hverfi" borgarinnar. Vopnaðir menn á vélhjólum ógna ökumönnum dýrra bifreiða með byssum, neyða þá út, setjast sjálfir undir stýri og aka burt. Nýlega var Mercedes-bifreið Padraigs Flynn, Írans í framkvæmdastjórn ESB, rænt með þessum hætti. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Fjárhagsáætlun samþykkt

FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar var samþykkt á fundi í vikunni. Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram nokkrar breytingartillögur, en þær voru allar felldar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að gjaldskrá leikskóla yrði hækkuð í tveimur áföngum, um 6% 1. febrúar og 4% 1. júlí í stað 10% hækkunar í febrúar. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 370 orð

Fært fjær íbúðabyggð og umfangið minnkað

BYGGINGANEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að leyfa byggingu 25 metra fjarskiptamasturs á lóð við Síðumúla 28. Að sögn Magnúsar Sædal byggingafulltrúa í Reykjavík verður mastrið miklu umfangsminna en ætlað var í fyrstu og fjær íbúabyggð. 99 íbúar á svæðinu skrifuðu undir mótmælaskjal gegn byggingu mastursins. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Gervihnattasímar brátt í gagnið

PÓSTUR og sími hf. hefur gert samning við Iridium Communications um þjónustu við Iridium gervihnattasímann. Iridium símkerfið, sem gerir notendum kleift að ná símsambandi hvar sem þeir eru staddir, hvert sem er, byggist á 66 gervihnöttum og er lokið við að hanna símtæki til notkunar í kerfinu. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Jepparnir reynast velá Suðurskautslandinu

ÍSLENSKU jepparnir frá Arctic Trucks hafa reynst ákaflega vel það sem af er í leiðangri Sænsku pólstofnunarinnar, að sögn þeirra Jóns Svanþórssonar og Freys Jónssonar. Þeir félagar eru aftur komnir í fjarskiptasamband eftir nokkurt hlé meðan leiðangursmenn komu sér fyrir í Wasa rannsóknarstöðinni, en hún er nær beint suður af Ingólfshöfða og 15.264 km frá Reykjavík. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jólastúdentar setja upp húfurnar

ÞAÐ er ekki aðeins á vordögum sem sjá má fjölda ungmenna með hvíta kolla streyma út úr framhaldsskólum landsins. Á síðustu dögum hafa nýstúdentar víða um land verið að setja upp hvítu kollana og fagna stórum áfanga á menntabrautinni. Hvað svo tekur við er ekki alltaf ljóst en víst er að draumarnir eru margir og margvíslegir. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Jólin varla hvít í ár

EKKI virðist útlit fyrir hvít jól neins staðar á landinu þetta árið, ef marka má veðurhorfur næstu daga sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu Íslands á netinu. Þar segir að á morgun, mánudag, og á þriðjudag, Þorláksmessu, sé útlit fyrir suðaustan kalda eða stinningskalda og rigningu um sunnan- og austanvert landið, en annars þurrt að mestu. Þá verði hiti á bilinu 2­6 stig. Meira
21. desember 1997 | Erlendar fréttir | 582 orð

Kveðst ekki muna eftir banaslysinu

RANNSÓKNARDÓMARI í París yfirheyrði í gær Trevor Rees- Jones, lífvörðinn er lifði af slysið sem varð Díönu prinsessu að bana, en fregnir herma að hann hafi ekki getað veitt upplýsingar um aðdraganda slyssins vegna minnisleysis. Rees-Jones var sá eini sem lifði af bílslysið sem varð Díönu, vini hennar, Dodi Al Fayed, og bílstjóra þeirra, Henri Paul, að bana 31. ágúst. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Kveikt í barnakerru

KVEIKT var í barnakerru í gær sem var í stigagangi í fjölbýlishúsinu í Iðufelli 6. Stigagangurinn fylltist af reyk og sóti. Engan sakaði, en húsið er eitt stærsta fjölbýlishús landsins. Í þeim íbúðum sem tilheyra stigaganginum búa 26 íbúar. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Könnuð sala á Deiglunni

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Akureyrar lögðu fram á bæjarstjórnarfundi í vikunni tillögu um að fela menningarmálanefnd að leita eftir sölu á húsnæði bæjarins í Kaupvangsstræti 23, "Deiglunni", til starfsemi á sviði menningarmála. Fjórmunum sem með slíkri sölu fengjust yrði varið til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu. Sigurður J. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 384 orð

Lánsfjárþörf ríkisins minnkar um sjö til átta milljarða

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að æskilegra hefði verið ef fjárlög hefðu verið afgreidd með meiri afgangi en varð niðurstaðan og það sé mikilvægasta verkefni framtíðarinnar að greiða niður skuldir ríkisins. Í því sambandi bendir hann á að árlegur vaxtakostnaður íslenska ríkisins nemi lítið eitt lægri upphæð en nemur heildarútgjöldum menntamálaráðuneytisins. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 784 orð

Margir sem þjást af jólakvíða

Jólakvíði er yfirskrift umræðufundar og helgistundar sem Reykjavíkurprófastsdæmi býður til í Langholtskirkju í dag, sunnudag klukkan 16. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur er meðal þeirra sem flytja framsöguerindi um jólakvíða en auk hans tala þar Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins og Vilhjálmur Árnason heimspekingur. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Mál Esra og Ingólfs hjá ríkissaksóknara

EMBÆTTI lögreglustjórans í Reykjavík hefur sent mál Esra Péturssonar og Ingólfs Margeirssonar til ríkissaksóknara. Ekki voru talin efni til að stöðva dreifingu á bók þeirra, Sálumessu syndara, eða leggja hald á hana. Hugsanlegt er þó að ríkissaksóknari komist að annarri niðurstöðu. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Má ráða án takmarkana

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp til nýrra leiklistarlaga á Alþingi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á skipan Þjóðleikhúsráðs og skipan Leiklistarráðs og eru áhrif Leiklistarsambands Íslands stórum aukin. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Mikill áhugi á Íslandsferðum

TÖLUVERT meiri áhugi virðist vera á ferðum hingað til lands um áramótin 2000 en venja er. Í fyrra dvöldu hér á landi um 1500 erlendir ferðamenn yfir jól og áramót en höfðu verið um 1300 áramótin þar á undan og um 50 þegar fyrst var farið að selja áramótaferðirnar fyrir um áratug. Meira
21. desember 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Politiken sættist við Bjerregaard

DANSKA dagblaðið Politiken hefur fallist á að greiða Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, og Ascheoug-forlaginu eina milljón danskra kr., um 11 milljónir ísl. vegna óheimillar birtingar blaðsins á óútkominni bók Bjerregaard. Þess í stað láta hún og bókaútgáfan málsókn á hendur Politiken niður falla. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Rappararnir lentu í bílslysi

TÓNLEIKUM nokkurra félaga rapphljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, sem halda átti í gærkvöldi, 20. desember, var frestað um einn dag vegna þess að þeir lentu í bílslysi á föstudag. Ingvar Þórðarson tónleikahaldari sagði í gær að tónleikarnir yrðu haldnir í Laugardagshöll í kvöld. Meira
21. desember 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Reykingar veigamesti áhættuþátturinn

ÞAÐ kemur engum á óvart að reykingar séu áhættuþáttur varðandi lungnakrabba, en þær eru líka veigamikill áhættuþáttur í fleiri tegundum krabbameins. Minnkandi reykingar myndu því skila sér í lægri tíðni krabbameins. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sjálfboðastarf eykst

UNDANFARIN ár hefur vinnuframlag sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Reykjavík, mælt í vinnustundum, aukist um meira en 60%, að sögn formanns deildarinnar, Sigurveigar Sigurðardóttur. Félagsráðgjafar á Norðurlöndum hafa rannsakað þátttöku í sjálfboðastarfi í löndunum og önnuðust dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent og Sigurveig íslenska þáttinn. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð

Snúa aftur að uppfylltum skilyrðum

CONNIE Jean Hanes og Donald Hanes hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðingar bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að reynt hefði verið að koma til móts við þau hjón og sýna sveigjanleika. Kveðast þau munu snúa aftur til Bandaríkjanna í byrjun janúar verði fallist á þau skilyrði, sem þau setja. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Staðgreiðsla lækkar í 39,02% árið 1998

STAÐGREIÐSLUHLUTFALL tekjuskatts og útsvars á árinu 1998 verður 39,02%. Er það lækkun frá yfirstandandi ári um 1,86% en staðgreiðsluhlutfall árið 1997 var 40,88%. Meðalútsvar sveitarfélaga verður 11,61% á næsta ári en skv. lögum sem sett voru sl. vor lækkar tekjuskattur ríkisins úr 29,31% í 27,41% eða um 1,9% um næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Tillagan samþykkt

MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara í kjaradeildu Reykjavíkurborgar og Læknafélags Reykjavíkur var samþykkt með 96 atkvæðum gegn 35. Atkvæði voru talin síðdegis í gær. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 92%. Þar með hafa samningar tekist við lækna á öllum sjúkrahúsum landsins. Miðlunartillagan er svipuð samningi sem Læknafélagið gerði við ríkið. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Útbúa páskaskraut á aðventu

HÁTÍÐARSKREYTINGAR á Fáskrúðsfirði er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ýmiskonar skreytingum. Fimm ár eru síðan fyrirtækið hóf störf og voru þá starfsmenn tveir, í dag eru starfsmenn fimm. Nú á aðventunni er starfsfólk Hátíðaskreytinga á fullu að vinna skreytingar sem prýða munu páskaegg hjá Nóa- Síríusi á næstu páskum. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 481 orð

VIKAN 14/12-20/12

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Boga Nilsson ríkislögreglustjóra til þess að vera ríkissaksóknari frá og með 1. janúar nk., en Hallvarði Einvarðssyni hefur verið veitt lausn frá embættinu frá og með þeim tíma. Meira
21. desember 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

(fyrirsögn vantar)

ALLS er talið að 254 hafi farizt í þremur flugslysum í vikunni. Einn maður lifði af er Tupolev-þota ríkisflugfélags Tadsjíkistans fórst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á mánudag. 85 fórust. Aðfaranótt fimmtudags hvarf úkraínsk farþegaþota af gerðinni Jakovlev-42 í vonzkuveðri nærri Þessalóníku á NA-Grikklandi. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 1997 | Leiðarar | 2544 orð

ÁSAMA TÍMA OGathygli og umræður beinast að nýjum fjölmiðlum á b

ÁSAMA TÍMA OGathygli og umræður beinast að nýjum fjölmiðlum á borð við netið og staðhæft er, að þar sé kominn bæði fjöl- og samskiptamiðill ungu kynslóðarinnar, stendur bókaútgáfan fyrir sínu og ef nokkuð er virðist henni frekar aukast þróttur. Í umfjöllun Þrastar Helgasonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í Bókablaði blaðsins sl. þriðjudag segir m.a. Meira
21. desember 1997 | Leiðarar | 557 orð

NÝTT ÁTAK í VEGAMÁLUM

NÝTT ÁTAK í VEGAMÁLUM að er ljóst, að með þeirri tillögu, sem Halldór Blöndal, samgönguráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi um langtímaáætlun í vegamálum, er stefnt að nýju átaki í samgöngumálum landsmanna. Meira

Menning

21. desember 1997 | Bókmenntir | 1024 orð

Að vera hamingjusamur eins og dýrin

eftir Bertrand Russell. Þýðandi Skúli Pálsson, sem einnig ritar eftirmála. Sóley ehf. Steindórsprent-Gutenberg - 1997. 208 bls. BRESKI heimspekingurinn Bertrand Russell hafði verið í fjárkröggum þegar hann gaf út bækurnar "Hjónaband og siðferði" árið 1929 og "Að höndla hamingju" ári síðar. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 28 orð

Atli Heimir og Signý á Súfistanum

Atli Heimir og Signý á Súfistanum ATLI Heimir Sveinsson tónskáld og Signý Sæmundsdóttir söngkona flytja sönglög af nýútkominni geislaplötu, Jónasarlög, í Súfistanum, Laugavegi 18, sunnudaginn 21. desember kl. 20.30. Meira
21. desember 1997 | Fólk í fréttum | 518 orð

"Byrjaði aftur fyrir tveimur árum" Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll gaf nýlega út geisladiskinn "Golden Melodies" þar sem hann

"ÉG HEF verið að spila á Grand Hótel núna í tvö ár og erlendir gestir hótelsins spurðu mig svo oft hvort ekki væri til geisladiskur með lögunum mínum. Þannig kom nú hugmyndin að því að hafa eingöngu erlend lög en með vorinu stefni ég á að gefa út disk með íslenskum lögum," sagði Gunnar Páll. Meira
21. desember 1997 | Fólk í fréttum | 534 orð

Eru myndbönd jólagjöfin í ár?

ÍSLENDINGAR hafa státað sig af því að vera mesta bókaþjóð í heimi. Sjálfsagt hefur talist að á íslenskum heimilum séu hillur nefndar bókahillur og að þær séu notaðar undir bækur. En undanfarin ár hafa annars konar sköpunarverk hreiðrað um sig í umræddum hillum ­ myndbönd. Blaðamaður fór á stúfana og kynnti sér ný myndbönd sem rekið hefur á fjörur landsmanna í jólaflóðinu. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 148 orð

Færðu skólanum nótur sínar og plötur að gjöf

HJÓNIN Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson, óperusöngvarar, færðu nýverið Tónlistarskólanum í Reykjavík veglega gjöf nótna og hljómplötusafn úr eigu sinni. Nótnabækurnar eru 144 talsins og af ýmsum stærðum, bæði óperur, sönglög og ljóðasöngur. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Góða nótt, Silja á norsku

ÚTGÁFURÉTTUR á skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Góða nótt, Silja sem kom út á þessu ári hefur verið seldur norsku bókaforlagi. Bókin kemur út í norskri þýðingu og verður dreift á norskan bókamarkað á næsta ári. Fleiri erlendir höfundar hafa sýnt bókinni áhuga og hafa bókaforlög í Danmörku og Svíþjóð falast eftir þýðingarrétti á bókinni. Meira
21. desember 1997 | Fólk í fréttum | 170 orð

Írönsk gamanmynd veldur deilum

TILRAUNIR Mahammad Katamis, forseta Írans, til að slaka á ritskoðun kvikmynda hafa ekki vakið lukku meðal strangtrúaðra Írana. Þeir hafa m.a. sýnt óánægju sína með því að ráðast á bíógesti þegar þeir koma af sýningum af svörtu kómedíunni "Adam Barfi" sem Davoud Mirbaqeri leikstýrir. Meira
21. desember 1997 | Bókmenntir | 466 orð

Íþróttaálfurinn fer í frí

Texti eftir Magnús Scheving og teikningar eftir Halldór Baldursson. Æskan, 1997 ­ 102 bls. LATIBÆR í vandræðum er ekki alveg réttnefni á sögu Magnúsar Scheving því að eins og flestir krakkar muna er Latibær ekki lengur Latibær heldur Sólskinsbær. Íbúarnir hafa snúið við blaðinu og tekið upp betri lifnaðarhætti, stunda hjólreiðar og borða hollan og næringarríkjan mat. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Jólatónleikar í Stokkseyrarkirkju

JÓLATÓNLEIKAR Eyrarbakka- og Stokkseyrardeilda Tónlistarskóla Árnesinga voru haldnir í Stokkseyrarkirkju 17. desember sl. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt að venju og flytjendur, sem voru nokkuð á þriðja tuginn, á ýmsum aldri og misjafnlega langt á veg komnir í tónlistinni. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 204 orð

Kirkjutónlist í nútímanum

Mótettukór Hallgrímskirkju. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Hljóðritað í Hallgrímskirkju af tæknideild Ríkisútvarpsins. Arsis classics 97010. HÉR höfum við sýnishorn kirkjutónlistar eftir íslensk samtímatónskáld í góðum flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stórn Harðar Áskelssonar. Allt a capella eða án undirleiks. Meira
21. desember 1997 | Bókmenntir | 1171 orð

Lystiskútur á úfnum bókmenntasjó

eftir Ragnhildi Richter. Háskólaútgáfan, 1997. 173 blaðsíður. SJÁLFSÆVISÖGUR veita einstaka innsýn í hugmyndir þess sem skrifar um sjálfan sig og umhverfi sitt, í henni koma saman sjálfið, ævin og sagan, segir Ragnhildur Richter í formála bókar sinnar um fyrstu sjálfsævisögur íslenskra kvenna. Bókin var upphaflega lokaritgerð til cand. mag. Meira
21. desember 1997 | Tónlist | 239 orð

Með gleðiraust

Barnakór Biskupstungna. Kammerkór. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Hljóðfæraleikarar: Douglas A. Brotchie orgel, Helga Sighvatsdóttir blokkflauta, Hjörtur Hjartarson klarínett, Monika Abendroth harpa, Peter Tompkins óbó, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir blokkflauta. Upptökur fóru fram í Skálholtskirkju. Útgefandi: Barnakór Biskupstungna 1997. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 135 orð

Messías í Egilsstaðakirkju

KAMMERKÓR Austurlands ásamt einsöngvurum og hljómsveit undir stjórn Keiths Reeds réðst í það verkefni að flytja Óratóríuna Messías eftir Händel á þrennum tónleikum í Egilsstaðakirkju dagana 6. og 7. desember. Kammerkór Austurlands er ungur að árum, stofnaður á liðnu vori. Meira
21. desember 1997 | Menningarlíf | 1445 orð

Miklar breytingar á leiklistarlögum Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til leiklistarlaga. Hávar Sigurjónsson

NÝ leiklistarlög eru í burðarliðnum með nýju frumvarpi menntamálaráðherra til leiklistarlaga, sem lagt var fram á Alþingi núna um miðjan desember. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir talsverðum breytingum á lagalegum ramma leiklistarinnar í landinu og einnig verða nokkrar skipulagsbreytingar hvað varðar einstaka þætti, t.d. Þjóðleikhús og leiklistarráð. Meira
21. desember 1997 | Myndlist | 520 orð

Myndrænt skart

Opið á tíma kaffistofunnar, kl. 9­17 virka daga, 9­18, lau., 12­18 sun. Til 30. desember. Aðgangur ókeypis. SÝNINGAR á skartgripasmíði hafa verið óvenju líflegar undanfarið. Nú eru tvær sýningar í gangi í Norræna húsinu og Hafnarborg, og nýlega er lokið sýningu Huldu Águstsdóttur í Ásmundarsal (sem skrifað var um á sínum tíma). Allar þessar sýningar hafa verið athyglisverðar og vandaðar. Meira
21. desember 1997 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur GRAMMATICA Islandica ­ Íslenz

GRAMMATICA Islandica ­ Íslenzk málfræði er eftir Jón Magnússon. Jón Axel Harðarson sá um útgáfuna og fjallar um ævi höfundar. Í ritinu birtist í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu heimild um íslenskt mál á 18. öld og hugmyndir manna á þeim tíma um lýsingu tungunnar. Meira
21. desember 1997 | Bókmenntir | 419 orð

Skáhallt við veruleikann

eftir Úlfar Þormóðsson. 126 bls. Útg. Höfundur. Prentun: Oddi hf. 1997. ÞETTA er nokkuð þung bók. Síst tjóir að dotta yfir söguþræðinum. Hann er semsé fremur bláþráðóttur. Í raun er sagan byggð upp af ótal einingum sem hver um sig stendur fyrir sínu. Aftur á móti virðast margir frumpartarnir harla laustengdir hver öðrum. Lýsingar af ýmisu tagi eru fleiri en tölu verði á komið. Meira
21. desember 1997 | Bókmenntir | 416 orð

Sýslu- og sóknalýsingar

Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Jón Aðalsteinn Jónsson og Svavar Sigmundsson sáu um útgáfuna. Sögufélag 1997, 296 bls. ÞAÐ er varla einleikið hversu erfiðlega hefur gengið að peðra á prent Sýslu- og sóknalýsingum bókmenntafélagsins. Meira
21. desember 1997 | Fólk í fréttum | 633 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið15.00 Kærleikurinn gerir kraftaverk, (Daniel Philippe und das Wunder der Liebe), Þýsk jólamynd um einbúa sem situr uppi með ungan frænda. Þeir eru leiknir af Gunther Strack og Thomas Nussi. Frumsýning á Íslandi Stöð.221. Meira
21. desember 1997 | Fólk í fréttum | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

Móðir mín (Mother) Yndisleg lítil gamanmynd frá leikstjóranum og leikaranum Albert Brooks. Samleikur hans og Debbie Reynolds er ógleymanlegur. Við ljósaskipti (In the Gloaming) Ein af bestu myndum þessa árs. Meira

Umræðan

21. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Fleiri myndir af Spice Girls

EITT er það sem hefur vakið athygli mína á umliðnum misserum, nefnilega hinn ótrúlega skjóti frami enska sönghópsins Spice Girls, sem nefndar hafa verið Kryddpíurnar uppá okkar tungu. Morgunblaðinu til hróss verð ég að segja að umfjöllun blaðsins um þessar geðþekku söngspírur hefur verið allnokkur, og upp til hópa góð ­ en það er þó mitt mat, Meira
21. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Opið bréf til stjórnenda Ríkisútvarpsins

VIÐ vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju um daginn léku nokkrir hljóðfæraleikarar, þar á meðal ég. Ríkissjónvarpið tók athöfnina upp og sendi hluta af henni út beint. Nú kemur í ljós að sjónvarpið hefur áhuga á að endurtaka útsendinguna í janúar næstkomandi. Í gær, 16. Meira
21. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 507 orð

Tær ást Guðs varir frá eilífð um eilífð til eilífðar

ÉG FANN úrklippu úr Morgunblaðinu nýlega í fórum mínum dagsetta sunnudaginn 16. ágúst 1996, með grein eftir mig sem heitir TÆR ALÚÐ. Ég las hana aftur og sálkannaði áfram og í framhaldi þess finnst mér hún nú í rauninni vera TÆR ÁST GUÐS ósýnilega og óskapaða anda sem upplýsir anda alls og allra. Meira

Minningargreinar

21. desember 1997 | Minningargreinar | 449 orð

Áslaug Matthíasdóttir

Mér er ljúft og skylt að setja nokkur kveðjuorð á blað um kæra mágkonu. Það eru nákvæmlega 47 ár frá því leiðir okkar lágu saman og höfum allar götur síðan verið samferða sem fjölskyldumeðlimir í stórri fjölskyldu. Ása átti gott æskuheimili í litla húsinu við Strandgötu á Patró, þar sem foreldrar hennar og amma bjuggu. Þar ólst hún upp í glaðværum stórum systkinahópi. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Áslaug Matthíasdóttir

Áslaug Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði þar sem við vorum nágrannar frá barnæsku og þekktumst því frá því ég man eftir mér. Ása var ein úr stórum barnahópi þeirra hjóna, Steinunnar Guðmundsdóttur og Matthíasar Guðmundssonar. Við systkinin, níu talsins sem upp komumst, vorum á svipuðum aldri og börn þeirra mætu hjóna og urðum því leikfélagar sem deildu saman gleði og sorg. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 228 orð

ÁSLAUG MATTHÍASDÓTTIR

ÁSLAUG MATTHÍASDÓTTIR Áslaug Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði 14. september 1924. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 16. desember síðastliðinn. Áslaug var dóttir hjónanna Matthíasar Guðmundssonar, f. 22.2. 1888, d. 6.6. 1964, og Steinunnar Guðmundsdóttir, f. 5.7. 1894, d. 27.6. 1967. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Bergþóra Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Það er mjög erfitt fyrir mig að setjast hér niður og skrifa minningargrein um þig. Það er erfitt að finna orð sem lýsa þér best því þú varst alveg einstök persóna. Ef ég væri spurð að því hvernig persóna þú varst dettur mér fyrst í hug yndisleg kona, svo hlý, hógvær og góð. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hlustaðir alltaf á mig af athygli. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 554 orð

Bergþóra Guðmundsdóttir

Kæra móðursystir. Nú ert þú fallin frá, síðasti hlekkurinn af stórum systkinahópi sem fæddist á bænum Hrauni í Keldudal. Þeim fallega dal sem er fyrir löngu kominn í eyði. Arnarnúpurinn gnæfir yfir hár og fagur, eins og fjöllin öll fyrir vestan. Þvílíkar náttúruperlur og orka sem fylgir þessum fjöllum. Vestfirðirnir hafa hingað til hert sitt fólk. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Bergþóra Guðmundsdóttir

Elsku Bergþóra. Okkar kynni hafa varað í 35 ár eða allt frá því að ég var 14 ára gömul, en þá kynntist ég Mumma syni þínum. Væntumþykja þín, umburðarlyndi þitt og sú hógværð sem alla tíð hefur prýtt þig hefur yljað mér og okkur öllum. Þú varst einstök kona. Kona með stórt hjarta, fordómalaus og jákvæð. Vinátta okkar tveggja var djúpstæð og einlæg og bar aldrei skugga þar á. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 65 orð

Bergþóra Guðmundsdóttir

Elsku amma. Ég kveð þig í hinsta sinn, ég kveð þig með söknuði. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Takk fyrir allt. Þín, Berglind. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 222 orð

BERGþÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

BERGþÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR Bergþóra Guðmundsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 26. maí 1910. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson og Kristín Aðalsteinsdóttir. Systkini hennar voru 11 og eru þau öll látin. Bergþóra giftist 13. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 694 orð

Einar Ingimundarson

Ég stenst stundum ekki þá freistingu að setjast við borðið og skrifa niður það sem kemur upp í hugann og sækir sérstaklega að, þegar burtu eru kvaddir vinir frá fyrri árum og sem hafa gert lífið litauðugra og glætt það ekki svo lítilli merkingu. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

EINAR INGIMUNDARSON

EINAR INGIMUNDARSON Einar Ingimundarson fæddist í Borgarnesi 24. júní 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 19. desember. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 499 orð

Halldóra Jónsdóttir

Það eru að nálgast sextíu árin frá því ég sá Halldóru fyrst. Það var á unglingsárum mínum að ég þurfti að bregða mér heim að biðja móður mína einhvers. Mér er litið inn í stofu og þar situr ung og lagleg kona, sem ég kannaðist ekki við. "Þetta er hún Halldóra, kærastan hans Jóns frænda þíns," sagði móðir mín. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 168 orð

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR Halldóra Jónsdóttir fæddist að Leyningi á Siglufirði 2. nóvember 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Jónsson frá Stórholti í Fljótum, f. 1871, og Guðrún Erlendsdóttir, f. á Ámá í Héðinsfirði 1877. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Helgi Pálmason

Kæri vinur. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en það er um leið huggun að vita til þess að þjáningum þínum er lokið og þú ert heill og frjáls á ný, laus undan oki sjúkdóma. Þú varst ekki þessi sjúklingatýpa, vildir eiginlega helst ekkert hafa með lækna að gera. Þeir voru kannski ágætir fyrir aðra, en þeir voru ekkert fyrir þig. Það er komið á þriðja áratug frá því að við kynntumst. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Helgi Pálmason

Elsku Helgi. Mig langar að kveðja þig með nokkrum minningarorðum. Ég kom í fjölskylduna fyrir 25 árum þegar ég kynntist Pálma syni þínum, og er margs að minnast frá þessum tíma. Fyrst í huga minn koma allar ferðirnar okkar að Klaustri þar sem þið Sigga reistuð lítinn veiðikofa eins og þú kallaðir sumarbústaðinn ykkar, sem síðan var nefndur Siggusel. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Helgi Pálmason

Laugardaginn 13. desember barst mér sú fregn að vinur minn og vinnufélagi til margra ára væri látinn. Fjölskyldu Helga Pálmasonar kynntist ég fyrir u.þ.b. 35 árum er við Pálmi sonur hans gengum saman í skóla og urðum miklir vinir og félagar. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 638 orð

Helgi Pálmason

"Ég lít í anda liðna tíð" og sé fyrir mér sveitabæ uppi við fjallshlíð, hlíðarnar grasivaxnar upp að fjallseggjum. Lækjarspræna líður niður hlíðarnar milli steina, hvítfyssandi með ómþýðum marghljóma röddum sem í kvöldkyrrðinni bergmáluðu í hlíðum fjalls. Undir þetta tekur tíst og leikir smáfugla á vorin. Á veturna gat þessi litli lækur orðið að stórfljóti og erfiður yfirferðar. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 137 orð

HELGI PÁLMASON

HELGI PÁLMASON Helgi Pálmason fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1921. Hann lést á Skógarbæ 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Pálmi Pálmason. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður H. Jónsdóttir frá Ási við Stykkishólm f. 12.10. 1927. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 10.6. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Högni Halldórsson

Elsku pabbi minn, við sem hlökkuðum svo mikið til jólanna sem við vorum búin að ákveða að halda saman. Sú tilhlökkun breytist svo skyndilega í sorg. En ég veit að Viggi bróðir tók vel á móti þér. Ég kveð þig, elsku pabbi, með þessum erindum: Veröldum um veginn farna vísar jafnt og mönnum leið sjöföld en þó samein stjarna; sjálfri er henni ei markað skeið. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Högni Halldórsson

Högni afi er dáinn, farinn. Það eru margar minningar, sem leita á hugann á þessari stundu, flestar tengdar Patró en þar bjuggu afi og amma lengstum og afi var landsbyggðarmaður að upplagi. Gamlárskvöld hjá afa, ömmu og Vigga frænda kemur fljótt upp í hugann, það var á slíkum stundum sem við kynntumst best og til urðu þær minningar sem ég mun geyma um afa. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 263 orð

HÖGNI HALLDÓRSSON

HÖGNI HALLDÓRSSON Högni Halldórsson fæddist á Patreksfirði 12. maí 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunudaginn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigríður Hjartardóttir og Halldór Jóhannesson. Högni eignaðist átta systkini. Þau eru: Jóhanna, f. 1.6. 1914, d. 24.3. 1942; Unnur, f. 10.8. 1916; Sigrún, f. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 627 orð

Kristján J. Reykdal

Fínlegur maður um sumar í ljósum jakka og buxum veifandi til okkar með stafnum sínum í gegnum eldhúsgluggann á leið sinni út í mjólkurbúð. Þetta er ein af mörgum minningum um hann afa, en þetta gerði hann alltaf þegar hanni átti leið framhjá eldhúsglugganum okkar heima á Hrefnugötu. Meira
21. desember 1997 | Minningargreinar | 229 orð

KRISTJÁN J. REYKDAL

KRISTJÁN J. REYKDAL Kristján Reykdal fæddist í Reykjavík 19. mars 1910. Hann lést 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Fanney Valdimarsdóttir, f. 1875 á Króksstöðum í Eyjafirði, d. 1969, og Jón Reykdal, húsamálari úr Flókadal í Borgarfirði, f. 1865, d. 1921. Systir Kristjáns var Vigdís Reykdal, alltaf kölluð Stella, f. 19.3. Meira

Daglegt líf

21. desember 1997 | Bílar | 233 orð

1932 Duesenberg

MODEL SJ Duesenberg var ekki byggður sem sportbíll heldur var hann hannaður til að bjóða upp á mikil þægindi og hraðakstur. Duesenberg var af mörgum talinn vera einn af tólf bestu bílum heims á sínum tíma og án nokkurs efa í fremsta flokki bíla sem smíðaðir hafa verið í Bandaríkjunum. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 1303 orð

Brölt og bleyta um verslunarmannahelgi Þrátt fyrir nálægð jólanna er ekki úr vegi að rifja upp fríhelgi síðla sumar, nánar

Brölt og bleyta um verslunarmannahelgi Þrátt fyrir nálægð jólanna er ekki úr vegi að rifja upp fríhelgi síðla sumar, nánar tiltekið verslunarmannahelgina, en þá fóru Edda Björk Gunnarsdóttir, Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 85 orð

Einfalt staðsetningartæki

NÝ einfölduð útgáfa af staðsetningartæki er komin á markað frá Magellan. Tækið er ætlað fólki til almennra nota, heitir Magellan GPS Pioneer og kostar 11.900 krónur. Í fréttatilkynningu frá innflytjanda, Aukaraf ehf., segir að tækið sýni m.a. staðsetningu, hæð yfir sjávarmáli, hraða, stefnu, fjarlægð og tíma í punkt, áttavitastefnu sem haldið er í, hliðrun úr leið og ástand rafhlaðna. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 134 orð

Ekkerttyggjó íDisney

ÞAÐ þýðir lítið fyrir gesti Disneylands eða MGM kvikmyndaversins í Flórída að reyna að kaupa þar tyggigúmmí. Það fæst ekki þar þrátt fyrir mikinn fjölda verslana og söluturna sem bjóða upp á ýmis konar góðgæti. Að sögn talsmanns Disneylands, Jenny Hess, er ástæðan sú að hinn mesti mikill sóðaskapur þykir fylgja tyggjóinu. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 747 orð

Escort með meiri búnaði en lítið dýrari

FORD Escort hefur um árabil verið á markaði hérlendis og átt misjöfnu gengi að fagna en á síðustu misserum hefur salan verið í meira lagi. Escort er nú boðinn með meiri búnaði en fyrr, m.a. hemlalæsivörn, en verðið hefur ekki hækkað nema um 50 þúsund krónur. Rifjuð verða upp kynnin af Escort með 1,6 lítra vél hér á eftir. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 803 orð

Frá grunnhugmynd að framleiðslu Það er úti á strætum borganna þar sem sköpunarmátturinn er hvað óheftastur. Þegar litið er til

Þ ÓTT agi og skipulagning ríki innan hönnunardeilda stóru bílaframleiðendanna vita yfirmennirnir hvar frumlegustu hugmyndirnar er að finna. Þeir leita til RCA hönnunarskólans í Kensington Gore í miðborg Lundúna. Yfirmennirnir taka sjaldnast teikniblokk sér í hönd heldur leita þeir til þeirra efnilegustu í skólanum sem hafa sýnt frumlegustu hugsunina í námi. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 436 orð

Hér er sápanþín, frú

ÞÓTT auðvelt sé að gleyma sér í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, innan um minnisvarða, risaeðlubein og kirsuberjatré verður gönguþreyttur ferðamaður á endanum svangur. Þá er um að gera að finna sér notalegan veitingastað, fá sér í gogginn og hvíla sig fyrir næstu atrennu. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 165 orð

Loftpúðar geta valdið augnskaða

LOFTPÚÐAR eru mikil viðbót við öryggisbúnað bíla og sannað hefur verið að þeir hafa bjargað mörgum mannslífum. En á öllum málum eru tvær hliðar. Loftpúðar innihalda nefnilega efni sem geta valdið skaða á augum. Leif Sæthre, prófessor í efnafræði við háskólann í Björgvin, er þeirrar skoðunar að allir bílar búnir loftpúðum ættu jafnframt að vera búnir skolvatni fyrir augun. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 173 orð

Með Útivist um áramótin

ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi er einn af stærri ferðaviðburðum ársins hjá ferðafélaginu. Að þessu sinni stendur ferðin frá 30. desember til 2. janúar. Í fréttatilkynningu frá Útivist segir að ekkert jafnist á við að eyða áramótunum á þessum frábæra stað sem sé einn sá fegursti á landinu, hvort heldur er að vetri eða sumri. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 61 orð

Nýtt flaggskip

NÝIR bílar hafa streymt frá Volvo síðustu misserin. Ekkert lát er á nýjungunum því nú er komið að því að leysa 960 bílinn af hólmi. Arftakinn verður S90 og er líklegt að hann komi á markað haustið 1998. Bíllinn verður með mun ávalari línum en 960 og verður byggður á nýjum undirvagni. Hann verður einnig í boði með aldrifi. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 740 orð

Ponte Vecchio-eitt helsta kennileiti Flórensborgar

FLÓRENS er fallega í sveit sett þar sem hún stendur á sléttlendi beggja vegna Arnó fljótsins. Fyrir ofan hana taka svo við smá hæðir og fjöll, allt skógivaxið. Sérstaklega eru ólívutréin áberandi. Í fjöllunum er að finna fjölbreyttar steinategundir sem Flórensbúar hafa notað meðal annars við byggingu húsa sinna og brúa. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 618 orð

Póstur og sími semur við Iridium Jeppamenn og aðrir sem þurfa á öruggum fjarskiptum að halda geta innan tíðar hringt hvar sem er

PÓSTUR og sími hf. hefur gert samning við Iridium Communications um þjónustu við Iridium gervihnattasímann hér á landi. Iridium símkerfið byggir á 66 gervihnöttum og er lokið við að hanna símtæki til notkunar í kerfinu. Því er ekki ætlað að vera í samkeppni við GSM-símkerfið enda er það með annarri uppbyggingu og dýrara í notkun. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 1019 orð

Risaeðlur, myntute og speki Á vinstri bakka Parísar er valið að taka slaufu til austurs frá Sully-brú í grasagarðinn og svo

GANGAN hefst við Institut de Monde Arabe, rétt við Sully-brú, sem tuttugu Arabalönd stofnuðu með franska ríkinu árið 1980. Tilkomumikil bygging arkitektsins Jean Nouvel hýsir menningarsögusafn og stórt bókasafn auk testofu með góðu útsýni af níundu hæð. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 97 orð

Tímagjald og stólar

HJÁ safninu Album í Brussel hafa menn tekið upp á nýjung sem þykir í raun svo góð að furðu vekur að enginn skyldi fyrr hafa orðið til þess að hrinda henni í framkvæmd. Við innganginn frá gestir nefnilega stól til þess að draga með sér um safnið. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 109 orð

Uppboð á netinu festast í sessi

UPPBOÐ á flugmiðum og hótelgistingu á alnetinu virðast vera að ná fótfestu í ferðaþjónustu, ef marka má The Sunday Times. Þar kemur m.a. fram að alþjóðlega hótelkeðjan Inter-Continental haldi reglulega uppboð á netinu á gistingu á um tuttugu hótelum víða um veröldina, m.a. í New York, Miami og Hong Kong. Meira
21. desember 1997 | Ferðalög | 154 orð

Upplýsingar um skíðasnjó

NÚ er runninn upp rétti árstíminn fyrir skíðaáhugamenn víða um heim. Skíðaferðir njóta sífellt meiri vinsælda og margir fylgjast vel með snjóspám til þess að átta sig á því hvert best er að fara. Hér eru netslóðir inn á heimasíður ferðamálaráða nokkurra Evrópulanda: Það er hægt að afla upplýsinga um snjómagn og skíðafæri í Svíþjóð með því að fara inn á slóðina: www. Meira
21. desember 1997 | Bílar | 179 orð

Þriggja lítra Lupo frá VW

VW setur á markað á næsta ári einn sparneytnasta bíl sem um getur. Eyðslan verður þrír lítrar á hverja 100 km. Bíllinn heitir Lupo og verður byggður á sama undirvagni og Arosa frá dótturfyrirtækinu Seat. Lupo verður í fyrstu boðinn með 50-60 hestafla fjögurra strokka vélum eins og Arosa. Síðar verður hann boðinn með allt annarri vél en Arosa, þ.e. þriggja strokka dísilvél með forþjöppu. Meira

Fastir þættir

21. desember 1997 | Í dag | 226 orð

Að bera við himin (loft) Í LESBÓK Mbl. 22. nóv. sl. mátti lesa eftirfarandi u

Í LESBÓK Mbl. 22. nóv. sl. mátti lesa eftirfarandi undir fallegri mynd: "Borgarhólar bera við loft, efst á Mosfellsheiði." Ekki er víst, að allir lesendur hafi hnotið um þetta orðalag, en ég á samt von á, að margir hafi gert það. Því miður er orðið nokkuð algengt, að þannig sé tekið til orða og sagt t.d. sem svo: Fjöllin báru við himin o. s. frv. Meira
21. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
21. desember 1997 | Í dag | 38 orð

ÁRA afmæli. Hinn 24. desember nk. verða sextugar tvíburas

ÁRA afmæli. Hinn 24. desember nk. verða sextugar tvíburasysturnar Kristjana Kjartansdóttir, Kílhrauni, Skeiðum, Árnessýslu, og Unnur Kjartansdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Þær munu ásamt mökum sínum taka á móti gestum í Risinu, Hverfisgötu 105, 23. desember (Þorláksmessu) frá kl. 18. Meira
21. desember 1997 | Dagbók | 443 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. desember 1997 | Dagbók | 138 orð

Evró-x-ráð

Evró-x-ráð Í FRÉTTUM hið svonefnda "evró-x-ráð" oft komið við sögu. Því erætlað að verða samráðsvettvangur aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, um peningamál og aðra þætti efnahagsstjórnunar sem krefst nánara samráðs milli ríkisstjórna þeirra landasem nota sameiginlegan gjaldmiðil. Meira
21. desember 1997 | Í dag | 526 orð

FT er á botninum bezt. Þannig hljóðar gamalt orðtak, sem

FT er á botninum bezt. Þannig hljóðar gamalt orðtak, sem sjálfsagt á rætur í máli fyrri tíðar matgæðinga. Sjávarbotninn umhverfis landið og lífríki hans geyma og fjölmargt forvitnilegt, sem rannsóknir á nýrri öld eiga hugsanlega eftir að gera að gulli í höndum komandi kynslóða. Víkverji fullyrðir ekki að olía, þ.e. Meira
21. desember 1997 | Fastir þættir | 640 orð

Hreindýrasteik og meðlæti

EN SVO hækkaði verðið mjög mikið og þar með var draumurinn búinn. En nú um daginn auglýsti veslun hreindýrakjöt á mun lægra verði þó að í hærri kantinu sé og ég tók bara forskot á jólin og bauð gestum til hreindýraveislu á aðventunni. Um matreiðslu hreindýrakjöts gildir að nota ekki sterkt krydd sem kæfir hið sérstaka bragð kjötsins. Meira
21. desember 1997 | Í dag | 96 orð

Vill launa lífgjöfmeð sölujólaskrauts ÁSGEIR Sigurð

ÁSGEIR Sigurðsson lá milli heims og helju í sumar og hét því þá að lifði hann af myndi hann sýna þakklæti sitt með einhverjum hætti. Nú hefur hann ákveðið að selja jólaskraut, sem hann lætur búa til, og nota ágóðann til styrktar Rauða krossinum og hjartadeild Landspítalans. Ásgeir selur heima hjá sér og er hann í síma 5614475. Meira

Sunnudagsblað

21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 400 orð

Af 200.000 naglbítum

Á NÝLEGRI safnskífu Sprota sem kallast Spírur láta fjölmargar hljómsveitir til sín heyra í fyrsta sinn á plasti, þeirra á meðal norðanpiltarnir í hljómsveitnni 200.000 naglbítum. Þeir Naglbítar, Vilhelm Anton og Kári Jónssynir og Axel Árnason brugðu sér suður fyrir heiðar í liðinni viku til að sýna sig og sjá aðra. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Af fólki og skjaldbökum í Amazon Skjaldbökur eru hæglátar skepnur sem hafa svamlað og ráfað um jörðina í milljónir ára en

SKJALDBÖKUR eru áhugaverðar en þó dularfullar skepnur. Þetta er elsti hópur skriðdýra á jörðinni en steingervingar hafa fundist í jarðlögum sem eru meira en 200 milljón ára gamlir. Það gerir tegundina eldri en risaeðlur. Margir tengja skjaldbökur við háan aldur og sumar geta orðið meira en hundrað ára gamlar. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 328 orð

Af fúsum og frjálsum vilja Yfirleitt viljum við fá kaup fyrir starf sem við innum af hendi. En margir eyða drjúgum tíma í að

OFT er sagt að nútímafólk sé orðið svo firrt, streitt og upptekið af eigin búksorgum að náungakærleikurinn sé á undanhaldi, einnig að alltaf sé ætlast til að ríkisvaldið sjái um þarfir þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. En er þetta svo? Síðustu árin hefur framlag sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum aukist rúm 60 af hundraði mælt í vinnustundum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 7248 orð

ALLT VAR FRUMSTÆTT OG ER ENNÞÁ

Fyrir nokkru kom út ritið Bók Davíðs til heiðurs Davíð Davíðssyni, prófessor og fyrrverandi forstöðulækni, sem fyrir nokkru lét af störfum eftir 35 ára embættisferil við Háskólann og á Landspítalanum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1022 orð

Ágætt að fylgjast með byggingarlist utan frá Í New York starfar Ólafur Þórðarson arkitekt sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Pesce

ÓLAFUR Þórðarson lauk BS-gráðu frá University of Wisconsin í Milwaukee árið 1986 og síðar mastersgráðu frá Columbia- háskólanum í New York árið 1990. Hann hefur tekið þátt í nokkrum skipulagssamkeppnum hérlendis og unnið sérlega viðurkenningu í samkeppni á Grafarholtssvæðinu. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 411 orð

Áhugamálin vöktu furðu karlanna

"ÞETTA var mikil breyting, konur höfðu ekki haft sig mikið í frammi. En karlarnir tóku mér vel, voru mér ekki andvígir," segir Jóna Þorsteinsdóttir, forstöðumaður héraðsbókasafnsins á Kirkjubæjarklaustri. Hún tók sæti í hreppsnefnd 1970, fyrst kvenna þar um slóðir. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 418 orð

Á LITLU JÓLUNUM

SJALDAN eða aldrei verður jafn augljóst og fyrir jólin hvað tíminn er afstæður. Á meðan fullorðna fólkinu þykir tíminn þjóta með ofboði framhjá dragnast dagarnir áfram í huga barnsins. Hver dagur virðist eilífð og jólin í órafjarlægð. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 3386 orð

ÐMikilvægast aðgreiða niður skuldir Friðrik Sophuss

ÐMikilvægast aðgreiða niður skuldir Friðrik Sophusson hefur lengst allra verið samfellt fjármálaráðherra hér á landi. Hann náði því markmiði í sumar og nú hefur Alþingi samþykkt sjöundu fjárlögin sem hann leggur fram. Fyrstu árin voru erfiðleikar í þjóðarbúskapnum, en nú hefur brugðið til hins betra og uppsveifla í efnahagslífinu. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 151 orð

Eimskip selur Írafoss

EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur selt skipið Írafoss til norska fyrirtækisins Aasen Transport A/S í Mosterham fyrir 120 milljónir króna. Skipið hefur þegar verið afhent kaupandanum. Salan á Írafossi er liður í endurnýjun skipa Eimskips í stórflutningum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 314 orð

Ekkert jafn gefandi

"ÉG GET ekki ímyndað mér að nokkurt starf sé jafn gefandi og hjálpa öðrum fyrir jólin. Að sjá ánægjuna og þakklætið skína úr augum þiggjendanna er alveg hreint yndislegt," segir Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkurborgar. Unnur segir að kvenfélögin í Reykjavík kjósi 14 fulltrúa í nefndina. "Nefndin vinnur við flóamarkað og fataúthlutun allan ársins hring. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 784 orð

Forsendur lífsins

LÍFIÐ á jörðinni þróaðist yfir hundruð milljóna ára frá tiltölulega einföldum lífrænum sameindum til afar flókinna fjölfrumunga. Vísindamenn hafa nokkuð góðan skilning á því hvernig sú atburðarás var sem leiddi til lífsins eins og við þekkjum það í dag. Eins hefur nútíma lífeðlisefnafræði tekist allvel að lýsa þeim kringumstæðum sem leiddu til myndunar þeirra efniseininga sem eru forsendur Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 3632 orð

Fyrir vikið er hún einstök

Fyrir vikið er hún einstök Það telst vart til tíðinda, að margan fróðleikinn sé að finna á bókum. En þótt hið ritaða orð skipi þar vissulega öndvegi, þá ber hins og að gæta, að í útliti bóka, handbragði og allri gerð þeirra má greina enduróm þeirra tíma er skópu þær. Söfnun gamalla bóka er því ferðalag um fortíðina. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 519 orð

»Geðveikt gaman KVENNASVEITIR eru fáar og miklu færri en ætti að vera; þær

KVENNASVEITIR eru fáar og miklu færri en ætti að vera; þær stúlknasveitir sem fram hafa komið undanfarin ár hafa skarað framúr á mörgum sviðum, ekki síst hljómsveitin Á túr, sem vakið hefur athygli fyrir frumlega tónlist og nýstárlega sviðsframkomu, hér heima og erlendis. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2196 orð

GÓÐUR TÍMI TIL AÐ SPARA Eftir Súsönnu Sva

Brynhildur Sverrisdóttir fæddist á Akureyri 1953. Fluttist fljótlega til Sandgerðis og þaðan til Hafnarfjarðar þegar hún var sjö ára. Til Reykjavíkur fluttist hún 17 ára og var þá nemandi í Verslunarskóla Íslands. Lauk þaðan stúdentsprófi 1973 og starfaði síðan hjá Flugfélagi Íslands í eitt ár. Hún bjó í Frakklandi í fjögur ár og lagði m.a. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 859 orð

Hátíð fer að höndum ein

AÐ undanförnu hef ég í hugvekjum hér í Morgunblaðinu iðulega fjallað um tiltekin ytri efni, sem að gagni megi koma við að glæða trú hið innra í hjörtum einstaklinga. Síðastliðinn sunnudag minntist ég á allt í senn, bókmenntir, tónlist og töfra náttúrunnar, en þær gersemar verða mönnum iðulega til uppbyggingar. Fátt stuðlar svo mjög að trúarhrifningu sem stórhátíðir kristinnar kirkju. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 589 orð

Hátíð tilfinninganna

UM DAGINN heyrði ég tvær konur vera að tala saman í búningsklefa í heilsuræktarstöð. Meðan þær smelltu á sig brjóstahaldara og íklæddust þröngum buxum ræddu þær um daglegt amstur sitt. Báðar unnu þær greinilega í verslun. "Þetta er nú meira þrælahaldið orðið þetta verslunarstarf fyrir jólin," sagði önnur. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 761 orð

Innansleikjur

Úti Gluggagægir stár glorsoltinn, ei handasmár, inn um bjartan skyggnist skjá: Skyldi mega æti fá segir á þessum degi í vísunum, sem hún Elsa E. Guðjónsson gerði fyrir barnabörnin sín í útlöndum, svo þau hefðu á fjórum málum þarlendra handbæra frásögn af íslensku jólasveinunum 13. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1004 orð

KVENNARÍKI Á KLAUSTRI Konur stjórna meirihluta opinberra stofnana á Kirkjubæjarklaustri og eru í ýmsum öðrum mikilvægum

KONUR eru mjög áberandi í stjórnunarstöðum á Kirkjubæjarklaustri, þær stjórna miklum meirihluta opinberra stofnana á staðnum. Þá eru konur þar í ýmsum mikilvægum störfum öðrum. Sum starfanna teljast hefðbundin kvennastörf en önnur óhefðbundin. Til hinna fyrrnefndu má telja stjórnendur skólanna á staðnum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2518 orð

Líf og trú

ÍBÓK sinni rekur Pétur endurminningar sínar en setur einnig fram hugleiðingar um eilífðarmálin. Morgunblaðið birtir hér nokkur brot úr bókinni með leyfi útgefanda. Hin postullega fátækt Pétur ólst upp á Ísafirði þar sem faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup, var sóknarprestur. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 389 orð

Maður er hluti af hópnum

"MÉR fannst gott að koma hingað, það var tekið vel á móti mér," segir Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, heilsugæslulæknir á Kirkjubæjarklaustri. Hún tók við starfi í ágúst og kom þá beint frá sérfræðinámi og starfi í Bandaríkjunum. Viðbrigðin voru mikil. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 49 orð

Málverk í Sydney

LISTAMAÐUR, málaður í regnbogans litum gengur framhjá málverki eftir ástralskan frumbyggja í Listasafni Nýju Suður- Wales í Sydney. Þar eru nú synd málverk, skúlptúrar og hefðbundin veflistaverk sem Ástralir sendu á árlega listsýningu í Feneyjum, svokallaðan bíennal, þar sem sýnd eru listaverk frá 46 ríkjum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 284 orð

Nákvæmari og "mýkri" stjórnunarstíll

"ÉG held því staðfastlega fram að þar sem konur eru við stjórnvölinn sé stjórnunin nákvæmari og "mýkri"," segir Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Kirkjubæjarskóla og fyrrverandi oddviti á Kirkjubæjarklaustri. Hún segir að þetta komi fram í því að konur í stjórnunarstöðum leggi sig meira fram en karlmenn. Þær stjórni ekki einungis heldur vinni með fólki. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2631 orð

Nýjar raddir

ÍSLENSKAR söngkonur eru ekki ýkja margar og því nýmæli þegar þrjár bráðefnilegar láta í sér heyra á árinu; allar upp fullar af hugmyndum og frumleika, aukinheldur sem fáir standa þeim á sporði í sviðsframkomu og útgeislun á tónleikum. Allar eru þær ungar að árum og ekki hafa þær lengi iðjað í tónlistinni sem vonlegt er, en skapað sér eigin stíl og sjálfstæðan. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 292 orð

Óteljandi smámyndir

MARGIR muna eftir hljómsveitinni Galaxie 500. Sú náði aldrei þeirri viðurkkenningu sem hún átti skilda, var enda á undan sinni samtíð. Leiðtogi sveitarinnar lagði ekki árar í bát og leiðir nú aðra sveit ekki síðri sem hann kallar einfaldlega Luna. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 56 orð

Páfagarður gagnrýndur

REINHOLD Stecher, 75 ára fyrrverandi biskup kaþólsku kirkjunnar í Austurríki, hefur skrifað æðstu mönnum kirkjunnar bréf þar sem hann gagnrýnir páfa og embættismenn hans í Páfagarði. Hann segir að þeir hafi glatað ímynd miskunnseminnar, séu orðnir of harðneskjulegir og gagnteknir af völdunum. "Sagan sýnir að páfinn getur einnig horfið frá kenningum Krists," bætir hann við. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1259 orð

Póstmaðurinn

Bandaríska stórstjarnan Kevin Costner hefur ekki leikstýrt bíómynd frá því hann gerði Dansar við úlfa en sendir nú frá sér myndina Póstmanninn að sögn Arnalds Indriðasonar. Hér er greint frá nýju myndinni, hugmyndum Costners og viðræðum hans við Díönu prinsessu um framhald Lífvarðarins eða "The Bodyguard". Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1028 orð

"Rafskinna" setti jólasvip á Reykjavík Rafskinna kallaðist auglýsingatæki sem á jólaföstu á árum áður dró vegfarendur að

ÞAÐ VAR árvís atburður á jólaföstu um alllangt skeið að vegfarendur, sem áttu leið um Austurstræti gerðu stuttan stans á göngu sinni við sýningarglugga, sem blasti uppljómaður í lágreistum húsakynnum milli verslunar Haralds Árnasonar og Hressingarskálans. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 330 orð

RAKIM SNÝR AFTUR

WILLIAM Michael Griffin, sem tók sér síðar nafnið Rakim Allah, var fremstur í flokki rappara á fyrra blómaskeiði tónlistarformsins í lok níunda áratugarins. Þá helgaði Rakim trúnni líf sitt, en undanfarin fjögur ár hefur hann undirbúið sig af kostgæfni undir það að snúa aftur í sviðsljósið. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1223 orð

Raunir ræðismannsins

EINS og margir vita eru raunverulega tveir flokkar af ræðismönnum. Í öðrum hópnum eru atvinnuræðismenn, sem eru út sendir af utanríkisráðuneyti síns lands og dvelja venjulega ekki lengur en fimm ár á hverjum stað. Ísland er aðeins með einn slíkan, í New York, og er hann einnig varafastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 845 orð

Röskun á kerfi sem við skiljum ekki til fulls Sú kenning bandaríska jarðefnafræðingsins Wallace S. Broecker að

"HVORT líkönin gefa áreiðanlega mynd af því sem kann að verða er stóra spurningin," segir Broecker. "Líkön eru líkön og ekki fullkomin. En þau eru ekki vilhöll neinni tiltekinni atburðarás. Ég held að ekkert þe ana sem við höfum notað til að gera spár hafi innbyggðar breytur sem fólk getur haft áhrif á til að auka líkur á einni útkomu umfram aðra. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2698 orð

Safaríparadísin Kenýa

A LLAR ferðir hafa leyndan tilgang, sem ferðamaðurinn skynjar ekki," segir Martin Buber í bók sinni The Life of the Hasidim. Þetta finnst mér ég hafa skynjað margsinnis. Til dæmis var mér hulið, Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 321 orð

Samskiptaþörf og þjóðþrifaverk

OFT er erfitt að greina skýrt á milli eiginlegra góðgerða og líknarstarfs annars vegar og sjálfboðaliðastarfa þar sem persónulegar þarfir og samskipti við annað fólk eru fremur hvatinn en hrein og klár mannúð. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 912 orð

Sjálfboða- starf aukist um 62% á sex árum

OKKUR þykir alveg sérstaklega ánægjulegt að sjá að vinnuframlag sjálfboðaliðanna hefur aukist um 62% á sex árum. Erfitt er að segja til um hver ástæðan sé og kann vel að vera að hluti skýringarinnar felist í því að gífurlegt framboð afþreyingar ýti við fólki. Að fólk fari að velta því frekar fyrir sér hvernig tíma þess sé raunverulega best varið," segir Sigurveig H. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 504 orð

Sterk tengsl milli aldurs og eigna

FRAMTELJENDUM með skuldir umfram eignir fjölgaði um 4,5% í fyrra miðað við árið á undan, segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá því um miðjan mánuðinn. Skuldir eru mestar við 31-35 ára aldur og lækka eftir það. Eignir minnka mjög upp úr 65 ára aldri en meðaleignarskattstofn hjóna 61-65 ára er um 10,5 milljónir króna. 76 ára gömul hjón eiga hins vegar að jafnaði 8,1 milljón. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2155 orð

Stöðva gróðurhúsaáhrifin Golfstrauminn? Aukning svokallaðra gróðurhúsaáhrifa, sem almennt leiða til hlýnunar loftslags á

ÍSLAND yrði hulið jökli frá fjalli til fjöru. Íbúarnir yrðu að yfirgefa það." Með þessum orðum lýsir Wallace S. Broecker, prófessor við Columbia- háskóla í New York, hugsanlegum afleiðingum upphitunar lofthjúpsins í nýlegu viðtali við Washington Post. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 305 orð

Tónleikaskífa Led Zeppelin

LED Zeppelin-flokkurinn breski er ein helsta rokksveit sögunnar og enn vekja fjörgamlar skífur hennar aðdáun og hrifningu. Fyrir stuttu kom út safn óútgefinna Zeppelin- laga sem fá fullorðna menn til að tárast af hrifningu. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2873 orð

"Unga fólkið streymir í leikhúsið" Ólafur Haukur Símonarson hefur verið afkastamikill rithöfundur allt frá því að fyrsta bók

"Unga fólkið streymir í leikhúsið" Ólafur Haukur Símonarson hefur verið afkastamikill rithöfundur allt frá því að fyrsta bók hans, ljóðabókin, Unglingarnir í eldofninum kom út hjá Helgafelli árið l970. Hann hefur samið fjölmörg leikrit fyrir leiksvið og einnig sjónvarps- og útvarpsleikrit. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2156 orð

UPPHAF SÍLDARÆVINTÝRISINS

ÍSiglfirskum söguþáttum er meðal annars fjallað um upphaf síldarævintýrisins, mannskæð snjóflóð, samgöngur um Siglufjarðarskarð, hákarlaveiðar, kristnihald við nyrsta haf, dularfullan sjóorm, fimbulfrost og stað þar sem enginn gat dáið. Morgunblaðið birtir hér kaflann Upphaf síldarævintýrisins með leyfi útgefanda. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1255 orð

Upphefðin kemur að utan

ÉG VAR staddur í Lundúnum á dögunum og rakst þar á gamlan kunningja úr blaðamannastétt. Skrítið hvað maður getur rekist á Íslendinga á ólíklegustu stöðum og það í miðju mannhafinu. Alls staðar skera þeir sig úr og alls staðar ber maður kennsl á þessa landa sína, þó ekki væri fyrir annað en hvað þeir taka sig vel út. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1318 orð

Úr öskunni í eldinn? Serbar ganga að kjörborðinu í dag, í fjórða skiptið á árinu, til að velja næsta forseta landsins. Ásgeir

ÍSEINNI umferð forsetakosninganna í Serbíu í dag, sunnudag, munu kjósendur standa frammi fyrir tveimur kostum; framhaldi á kommúnískri þjóðernisstjórn eða algjörri útskúfun á alþjóðavettvangi. Fullkomin ringulreið hefur einkennt þessar kosningar og þrjár umferðir hafa ekki dugað til að fá fram sigurvegara. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 55 orð

Vangá olli hrapi F-117

RANNSÓKN hefur leitt í ljós að vænghluti losnaði og olli því að bandarísk orrustuþota af gerðinni F-117 hrapaði á flugsýningu nálægt Baltimore í september. Rannsóknarnefndin sagði að vangá við viðhald vélarinnar hafi valdið því vænghlutinn losnaði og olli miklum titringi í vélinni. Öllum þotum af þessari gerð var lagt tímabundið eftir slysið. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 3413 orð

Við erum opin fyrir nýjungum

ÞEIR eru líklega fáir sem efast um að tónlistarmenntun sé nauðsynlegur þáttur í uppeldi barna og flestir foreldrar reyna að koma börnum sínum í tónlistarskóla. Hins vegar er ekki alltaf ljóst hver tilgangurinn er með því. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 292 orð

Viðmótið réð úrslitum

HELGA Guðmundsdóttir kom heim frá Kaupmannahöfn í haust og tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjubæjarstofu. Hún hafði dvalið erlendis við nám og störf í tæpa tvo áratugi, þekkti ekkert til á Kirkjubæjarklaustri og kynnti sér því vel aðstæður á staðnum áður en hún þáði starfið. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1149 orð

Þeir geta hjálpað sem eitthvað hafa aflögu

NORRÆNAR stofnanir á sviði félagsráðgjafar efndu til samræmdrar rannsóknar á sjálfboðastarfi fyrir nokkrum árum og voru niðurstöðurnar kynntar á ráðstefnu í Reykjavík 1994. Markmiðið var að kanna hverjar væru forsendur og innri hvatning fólks sem tekur að sér ólaunuð sjálfboðastörf í ýmsum mannúðar- og áhugafélögum. Meira
21. desember 1997 | Sunnudagsblað | 346 orð

(fyrirsögn vantar)

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins í Neskaupstað óskar að ráða til starfa matvælafræðing. Reynsla við efna- og örverumælingar skilyrði. Umsóknarfrestur er til 4. janúar og skila ber umsóknum til þjónustustjóra. Viðskiptafræðingur hjá varnarliðinu STJÓRNSÝSLUSKRIFSTOFA Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vill ráða mann í fast starf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.