NÝ einfölduð útgáfa af staðsetningartæki er komin á markað frá Magellan. Tækið er ætlað fólki til almennra nota, heitir Magellan GPS Pioneer og kostar 11.900 krónur. Í fréttatilkynningu frá innflytjanda, Aukaraf ehf., segir að tækið sýni m.a. staðsetningu, hæð yfir sjávarmáli, hraða, stefnu, fjarlægð og tíma í punkt, áttavitastefnu sem haldið er í, hliðrun úr leið og ástand rafhlaðna.
Meira