Greinar þriðjudaginn 23. desember 1997

Forsíða

23. desember 1997 | Forsíða | 216 orð

Árás á hermenn og Jeltsín hótað lífláti

LÍKLEGT er að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hætti við fyrirhugaða ferð sína til Tsjetsjníu í janúar vegna vaxandi spennu í samskiptum Tsjetsjena og Rússa. Tsjetsjenar gerðu í gær árás á rússneska hermenn í nágrannahéraðinu Dagestan og einn af leiðtogum tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna lýsti því yfir að Jeltsín hefði verið dæmdur til dauða. Meira
23. desember 1997 | Forsíða | 301 orð

Clinton í Sarajevo

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, beindi í gær tæpitungulausum boðskap til leiðtoga þjóðabrotanna þriggja í Bosníu er hann sótti landið heim ásamt fjölskyldu sinni og fylgdarliði, en í því var meðal annars Bob Dole, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi keppinautur Clintons um forsetaembættið. Meira
23. desember 1997 | Forsíða | 339 orð

Fyrrverandi forsetum sleppt úr fangelsi

TVEIM fyrrverandi forsetum Suður-Kóreu var sleppt úr fangelsi í gær og þar með lauk blóðugum kafla í baráttunni fyrir lýðræði í landinu. Forsetarnir fyrrverandi, Chun Doo Hwan og Roh Tae-woo, voru dæmdir í fangelsi fyrir föðurlandssvik vegna valdaráns árið 1979 þegar Chun komst til valda með stuðningi Rohs. Meira
23. desember 1997 | Forsíða | 178 orð

Grikki sakaður um njósnir

GRIKKIR sögðu í gær að það væri alrangt að grískur stjórnarerindreki í Tyrklandi hefði stundað njósnir og með því að vísa honum úr landi hefðu tyrknesk stjórnvöld einungis viljað auka spennuna í samskiptum ríkjanna. Meira
23. desember 1997 | Forsíða | 306 orð

Yngsti frambjóðandinn sigraði

LITHÁAR sneru á sunnudag baki við Vytautas Landsbergis, hetju sjálfstæðisbaráttunnar til að losna undan Sovétríkjunum, í öðrum forsetakosningunum í Litháen frá því þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt fyrir sjö árum. Meira

Fréttir

23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

11 læknar lokuðust inni í lyftu

ELLEFU læknar á Landspítalanum lokuðust inni í lyftu í sjúkrahúsinu í gær. "Við vorum víst of margir og sumir kannski of þungir," sagði Þórólfur Guðnason barnalæknir þegar Morgunblaðið spurði hann um atvikið. "Við vorum að fara á morgunfund á röntgendeildinni þegar lyftan gafst upp." Þórólfur virtist ekki mjög þjakaður eftir dvölina í lyftunni. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

66 nemendur útskrifaðir

FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla var slitið við hátíðlega athöfn í Langholtskirkju laugardaginn 20. desember. Sölvi Sveinsson, skólameistari, setti athöfnina og stjórnaði henni. Bogi Ingimarsson, aðstoðarskólameistari, gerði grein fyrir skólastarfi haustsins í stórum dráttum. Í máli hans kom m.a. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 712 orð

75 stöðvaðir vegna hraðaksturs

MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni þessa helgi. Mikið var um ölvun bæði í heimahúsum og við hin fjölmörgu veitingahús borgarinnar. Eitthvað virðist undirbúningur fyrir hátíð ljóss og friðar fara misjafnlega í borgarbúa því mikið var um pústra og meiðingar milli einstaklinga. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

95 ár liðin frá stofnun Sparisjóðs Hafnarfjarðar

Í gær, 22. desember voru 95 ár liðin frá stofnun Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Saga Sparisjóðs í Hafnarfirði er þó öllu lengri því rekja má sögu hans aftur til ársins 1875 eða í 122 ár. Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður árið 1902 á grunni eldri sparisjóðs sem fyrst var nefndur Sparisjóður Álftaneshrepps, stofnaður árið 1875, Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 358 orð

Aðsókn að námi mikil og fer vaxandi

"ÉG verð að játa að ég öfunda ykkur. Engri kynslóð hafa staðið jafn mörg tækifæri til boða eins og ykkur, starfsvettvangur ykkar verður á nýrri öld, öld nýrrar tækni og nýrra gilda. Því fleiri sem tækifærin eru, þeim mun erfiðara veður valið, gylliboðin og glamuryrðin kunna að skyggja á hið sanna og góða," sagði Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri m.a. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 383 orð

Aðstæður til björgunarstarfa erfiðar

INDÓNESÍSKT kafbátaleitarskip fann í gær með hljóðsjárleitartækjum þrjá stóra hluti á kafi í fenjunum sem singaporísk farþegaþota hrapaði í á föstudag. Kafarar munu rannsaka hlutina nánar, en ekki var ljóst í gær hvort þeir væru úr þotunni. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 256 orð

Aukin umsvif og fleira starfsfólk

Blönduósi-Saumastofan Eva ehf. á Blönduósi er vaxandi fyrirtæki og hjá því starfa sjö manns og er fyrirhugað að fjölga starfsfólki eftir áramót. Fyrirtækið prjónar, hannar og saumar hefðbundnar vörur úr íslensku ullarbandi en hefur nú hafið framleiðslu á ullarskóm með lambaskinnssóla og hefur þeirri framleiðslu verið vel tekið. Guðbjartur Á. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Áramótaferð F.Í. í Þórsmörk

ÁRAMÓTAFERÐIR Ferðafélags Íslands hafa verið farnar samfellt frá árinu 1971 og hafa þær ferðir notið mikilla vinsælda. Ferðafélagsferðin er þrír dagar, hún hefst að morgni gamlársdags 31. desember kl. 8 inn í Langadal í Þórsmörk þar sem gist verður í Skagfjörðsskála í tvær nætur. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Árangur mikillar vinnu

JÓN Viktor Gunnarsson tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að titli alþjóðlegs meistara á 3. Guðmundar Arasonar-mótinu sem lauk á sunnudag. Jón þakkar mikilli vinnu og skákrannsóknum fyrst og fremst árangurinn, en hann hefur tryggt sér alla áfangana þrjá á skákmótum hér á landi í haust. Fyrri áfangarnir náðust í september og nóvember. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

"Ásýnd" í Gallerí Svartfugli

SÝNING á verkum Guðnýjar G.H. Marinósdóttur stendur nú yfir í Gallerí Svartfugli, Kaupvangsstræti 24 á Akureyri. Guðný vinnur verk sín venjulega í textíl en að þessu sinni sýnir hún röð 27 smámynda sem unnar eru úr pappír með blandaðri tækni og eru fjölbreytileg tilbrigði við ásýnd landsins. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Banaslys við Nauteyri

BANASLYS varð á veginum í botni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi, þegar bíll valt út af veginum við félagsheimilið á Nauteyri. Slysið varð um kl. 20. Bíllinn fór út af veginum og valt. Lögreglan á Hólmavík fór á slysstað yfir Steingrímsfjarðarheiði, enda um mun styttri veg að fara en fyrir lögregluna á Ísafirði. Lögreglan á Hólmavík vann við málið langt fram eftir kvöldi. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bann við tóbaksauglýsingum

HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins tóku nýlega ákvörðun um að setja bann við tóbaksauglýsingum. "Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Beið bana í bílveltu

MAÐUR um áttrætt lést er bíll sem hann ók valt á Meðallandsvegi um klukkan 19 á sunnudagskvöld. Kona mannsins var flutt talsvert slösuð á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Bíllinn fór út af á nokkuð mjóum malarvegi ekki langt frá bænum Strönd, valt nokkrar veltur og endaði á hvolfi. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Hann lést á slysstað. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð

Blóðug kosningabarátta í Kenýu

AÐ MINNSTA kosti tveir menn biðu bana í átökum sem blossuðu upp um helgina í Kenýu vegna forsetakosninganna sem fram fara 29. þessa mánaðar. Um 50 ungmenni réðust á um hundrað stuðningsmenn eins af forsetaefnum stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, í bænum Kisumu í vesturhluta landsins. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Búist við lausn kjaradeilunnar fljótlega

FORMAÐUR Félags ungra lækna, Brynhildur Eyjólfsdóttir, segist gera sér vonir um að samningar takist mjög fljótlega við unga lækna, m.a. vegna þess að ungir læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á Sjúkrahúsi Akraness hefðu náð samkomulagi við stjórnendur sjúkrahúsanna sem allir væru sáttir við. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð

Byltingu afstýrt í Nígeríu

ALLT var með kyrrum kjörum í borgum og bæjum í Nígeríu í gær eftir að herstjórnin í landinu greindi frá því að 12 forsprakkar byltingartilraunar hefðu verið handteknir. Meðal þeirra var æðsti aðstoðarmaður Sanis Abachas hershöfðingja. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Deilt um hreppamörk í Grafningi og Ölfusi

VIÐRÆÐUR standa um þessar mundir yfir milli Hitaveitu Reykjavíkur og landbúnaðarráðuneytis um hreppamörk á Ölkelduhálsi fyrir austan Hengil. Í landnýtingaráætlun, sem nýlega kom út fyrir jarðir Reykjavíkur í Grafningi og Ölfusi, kemur fram að ætlunin sé að skýra þau mörk. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

ÐBrotist inn í sjö bifreiðar á Akranesi

BROTIST var inn í sjö bíla á Akranesi um helgina og stolið úr þeim útvörpum og hljómflutningstækjum. Þetta er önnur helgin í röð sem brotist er inn í bíla á Akranesi til að stela verðmætum. Bifreiðarnar hafa ýmist verið ólæstar eða í þeim hafa verið brotnar rúður. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ð"Heimsins hæsta jólatré"

Morgunblaðið/Gísli Wium ÞAÐ getur varla nokkur vafi leikið á því að jólatréð sem nú trónir á toppi endurvarpsmastursins á Gufuskálum er "heimsins hæsta jólatré" því mastrið er 412 metrar á hæð og jólatréð 1,5 metrar til viðbótar. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

ÐÍbúum fjölgaði um 1.252 í Kópavogi í ár Fólki fækkaði í öllum

FJÖLDI landsmanna reyndist vera 272.064 1. desember síðastliðinn og hafði fjölgað um 2.337 frá sama tíma í fyrra eða um 0,87%. Það er nokkru meiri fólksfjölgun en á árinu 1996 þegar landsmönnum fjölgaði um 0,72%. Talið er að fæddir umfram dána hafi verið um 2.300 og brottflutningur og aðflutningur fólks hafi haldist í hendur. Karlar voru 136.281 og konur 135.783. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Erill hjá lögreglu

MIKILL fjöldi ungmenna var saman kominn í miðbæ Akureyrar aðfararnótt föstudagsins en allt fór vel fram að sögn lögreglu. Töluverð ölvun var í bænum aðfararnótt laugardagsins og þurftu nokkrir að gista fangageymslur sökum ölvunar. Nokkur erill var hjá lögreglu en engin sérstök mál komu uppá. Rólegra var í bænum aðfararnótt sunnudagsins. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

Evrópuþingmenn í lávarðadeildina?

STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi íhugar nú að veita Evrópuþingmönnum Bretlands kosningarétt í lávarðadeild þingsins, í stað erfðaaðalsins. Nefnd hátt settra ráðherra mun kanna nánar þessa hugmynd ásamt fleiri tillögum að breytingum á lávarðadeildinni. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Fékk raflost úr rafmagnsskreytingu

MAÐUR á Akureyri fékk raflost er hann var að vinna við rafmagnsskreytingu sl. laugardag. Brenndist hann nokkuð á höndum og var fluttur á sjúkrahús. Mikið er af alls kyns jólaskreytingum í bænum en þeim getur líka fylgt nokkur hætta. Lögreglan sér ástæðu til að hvetja fólk til að fara varlega þegar rafmagnsskreytingar eru annars vegar og hafa í huga eldhættu sem af þeim getur stafað. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Finnar tilkynna um EMU-aðild í febrúar

FINNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að afgreiða þátttöku þjóðarinnar að efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) með svo kallaðri tilkynningu á þjóðþinginu, mánudaginn 24. febrúar nk. Með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórn Paavos Lipponens sýnt að hún sé ákveðin í að halda stefnu sinni varðandi þátttöku Finna í EMU í upphafi. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 710 orð

Fjárlög samþykkt með 100 milljóna króna afgangi

ALÞINGI afgreiddi fjárlög næsta árs síðdegis á laugardag en samkvæmt þeim verður ríkissjóður rekinn með um 100 milljóna króna afgangi. Fjárlagafrumvarpið frá því í haust gerði hins vegar ráð fyrir 521 milljón í tekjuafgang. Tekjur ríkissjóðs verða samkvæmt fjárlögum næsta árs um 165,8 milljarðar og útgjöld verða um 165,7 milljarðar. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 274 orð

Fjölskylda Díönu fer í mál við Fayed

FJÖLSKYLDA Díönu prinsessu hyggst höfða skaðabótamál á hendur Mohammed Al Fayed, eiganda Harrods-verslananna í London, vegna dauða hennar í bílslysi í París 31. ágúst, að sögn The Sunday Times. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Friðarkerti boðin til sölu

BÍLL frá Hjálparstofnun kirkjunnar verður staðsettur í göngugötunni á Akureyri í dag, þriðjudag. Þar verður tekið á móti fjárframlögum og friðarkerti boðin til sölu. Á morgun, aðfangadag, verður Hjálparstofnun með sölu á friðarkertum við Kirkjugarða Akureyrar eins og undanfarin ár. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Frítt í strætó í dag

ÓKEYPIS verður í vagna Strætisvagna Reykjavíkur frá hádegi í dag, Þorláksmessu. SVR hefur sent frá sér tilkynningu þar sem borgarbúar eru hvattir til þess að notfæra sér þessa þjónustu á mesta verslunardegi ársins. Á þann hátt megi minnka umferðarþunga, draga úr mengun og bílastæðavanda í miðbænum og öðrum verslunarhverfum. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fræðsla verði efld

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Náttúruverndarráði en hún var samþykkt samhljóða á Náttúruverndarþingi: "Níunda náttúruverndarþing skorar á alla þá sem búa yfir þekkingu í umhverfismálum, einkum umhverfisráðuneyti, yfirvöld skólamála, stofnanir og fjölmiðla að standa saman að því að efla vandaða heilsteypta fræðslu um náttúru- og umhverfismál. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fundað um Smuguna

EMBÆTTISMENN frá Íslandi, Noregi og Rússlandi áttu fund um veiðar íslenzkra skipa í Barentshafi í Moskvu um miðjan mánuðinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að áfram verði rætt saman um Smuguveiðarnar. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 102 orð

Fyrsta skóflustunga að dvalarheimili

Fáskrúðsfjörður­HAFIN var bygging nýs hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði sl. föstudag með því tekin var fyrsta skóflustunga að húsinu. Þátt í athöfninni tóku oddvitar Búða-, Fáskrúðsfjarðar- og Stöðvarhrepps, en þessir hreppar standa að byggingunni ásamt ríkinu, ásamt Sölva Ólafssyni, einum íbúa á dvalarheimili aldraðra, Uppsölum. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Geðdeildum lokað um jól og áramót

GEÐHJÁLP hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega lokunum geðdeilda um jól og áramót. Tómas Zo¨ega, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, sagði að lokanirnar yrðu ekki minni um þessi jól en verið hefði. Ef sýnt væri að ekki yrði hægt að standa við áætlun um lokun vegna erfiðra sjúkdómstilfella yrði hætt við lokun á einni deild. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Gengið verði til samninga við Ístak hf.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með fyrirvara um samþykki bygginganefndar að taka tæplega 40 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Ístaks hf., í brot og uppsteypu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 117 orð

Innsettir tveir ungir prestar

Húsavík-Prófastur Þingeyjarprófastsdæmis, sr. Ingimar Ingimarsson, prestur á Sauðanesi, setti inn í embætti þriðja sunnudag í aðventu tvo nýskipaða presta í prófastsdæminu. Að morgni setti prófastur sr. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 93 orð

Íseldur á Netinu

Selfossi-Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur formlega opnað verkefni á vegum Menntaskólans á Laugarvatni og sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu. Verkefnið, sem kallast Íseldur, er unnið á alnetinu og miðar að því að kynna uppsveitir Árnessýslu. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ískraft ehf. styrkir Alzheimerfélagið

RAFIÐNAÐARVERSLUNIN Ískraft ehf. sendi viðskiptavinum sínum ekki jólakort í ár en styrkir þess í stað FAAS, félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Í tilkynningu segir að þetta sé í þriðja sinn sem Ískraft styrki líknarfélag í stað þess að senda jólakort og hafi þessi háttur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Gjöfinni, 150. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 40 orð

Jólatré með kínverskri skreytingu

Höfn-Jólatré Hornfirðinga er úr Hallormsstaðaskógi og skartar það í ár kínverskri skreytingu. Gárungar segja að hér hafi verið stigið stórt skref til að efla menningartengsl Hornafjarðar og Suðaustur-Asíu einkum með sölu á sjávarfangi í huga. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Jón Baldvin hverfur af þingi

JÓN Baldvin Hannibalsson hefur afsalað sér þingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Hann afhenti forseta Alþingis afsagnarbréf sitt á laugardag, á síðasta þingfundi ársins. "Við afsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar hverfur af þingi stjórnmálamaður sem verið hefur í forystuhlutverki á annan áratug og hefur á þeim tíma sett sterkan svip á störf Alþingis og markað spor í sögu íslenskra stjórnmála", Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 380 orð

Kona fái launamun bættan

KÆRUNEFND jafnréttismála beinir þeim tilmælum til VÍS að tryggingafélagið bæti konu þann launamun sem var á henni og karlmanni sem vann sambærilegt starf. Kærunefndin segir að líta verði svo á að kynferði hafi ráðið launamuninum og VÍS því brotið gegn jafnréttislögum. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Kórar gáfu eftir greiðslu en tónlistarfólk ekki

KÓRARNIR þrír sem sungu við biskupsvígsluna 23. nóvember sl., Mótettukórinn, Dómkirkjukórinn og Skólakór Kársness, hafa gefið eftir greiðslur vegna endurútsendingar vígslunnar í sjónvarpi. Að sögn Bjarna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, munu tónlistarmenn sem léku við vígsluna hins vegar fá samningsbundnar greiðslur. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Kvörtun send Háskólaráði

AÐ SÖGN Þórunnar Hafstein, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, verður kvörtun dr. Martins Grabowski, vegna mats dómnefndar á hæfni hans til að gegna stöðu prófessors í taugasjúkdómafræði, send Háskólaráði, æðsta úrskurðaraðila Háskólans. Martin, og einn annar af fimm umsækjendum um stöðuna voru metnir óhæfir af dómnefnd læknadeildar. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Landsbergis nær ekki lengra

VYTAUTAS Landsbergis, tónlistarprófessorinn fyrrverandi sem örlögin gerðu að persónugerfingi sjálfstæðisbaráttu Litháa undan Moskvuvaldinu, varð að sætta sig við ósigur í forsetakosningunum á sunnudaginn og mun að mati stjórnmálaskýrenda úr þessu ekki auðnast að komast í nein hærri pólitísk embætti. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 156 orð

Lá við árekstri yfir Þrándheimi

LITLU munaði að tvær flugvélar rækjust á í 35.000 feta hæð yfir Þrándheimi í Noregi í síðustu viku, að því er segir í frétt Verdens Gang. Hefur loftferðaeftirlitið þar í landi þegar breytt reglum um flugumferðarstjórn til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. Meira
23. desember 1997 | Miðopna | 2082 orð

Leggja til stjórnarskrárbreytingar til að taka af vafa Þrír lagaprófessorar hafa skilað utanríkisráðherra áliti um

NEFND þriggja lagaprófessora hefur skilað Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra greinargerð um Schengen-samstarfið og íslenzku stjórnarskrána. Líkt og nefnd lögfræðinga, sem á sínum tíma lagði mat á stjórnarskrárhæfi EES-samningsins, komast þremenningarnir að þeirri niðurstöðu að um ákveðið framsal ríkisvalds sé að ræða, Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 174 orð

Leiðtogafundi lokið

Leiðtogafundi lokið FORSETI Sameinuðu arabísku furstadæmanna, prins Zaid bin Sultan al-Nahayan, sat þriggja daga leiðtogafund 6 Persaflóaríkja sem lauk í Kúveit í gær. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Læknanemar munu ekki ganga í störf ungra lækna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn félags læknanema: "Félag læknanema lýsir yfir stuðningi við kröfur ungra lækna um leiðréttingu á yfirvinnuhlutfalli. Læknanemar munu ekki ganga í störf ungra lækna meðan á þessu óvissutímabili stendur. Í könnun sem félag læknanema gerði fyrir skömmu síðan kom í ljós að u.þ.b. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Miðarnir endurgreiddir eftir áramót

ALLIR þeir sem keypt höfðu miða á tónleika nokkurra félaga rapphljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, sem halda átti í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld en ekkert varð af vegna meiðsla forsprakka sveitarinnar, Ol'Dirty Bastard, fá miðana endurgreidda eftir áramót. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 493 orð

Mælt með takmörkun á fjölda flugtaka í verkflugi

MÆLT er með því við Flugmálastjórn að hún hlutist til um að þyrluflugrekendur setji sér takmarkandi ákvæði um fjölda flugferða eða um flugtök og lendingar á hverjum vinnudegi í verkflugi. Þetta er tillaga í öryggisátt sem Rannsóknanefnd flugslysa setur fram í kjölfar þyrluslyss í Hamarsfirði 14. september sl. Þá fórst þyrlan TF-HHD, af gerðinni Augusta Bell í eigu Þyrluþjónustunnar hf. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Mörgæsir og mannanna verk

"ÞAÐ hefur ekki gefist tími í neinn jólaundirbúning, en við sjáum til hvað úr jólunum verður. Að minnsta kosti erum við öruggir með hvít jól," sagði í tölvubréfi á sunnudag frá félögunum Jóni Svanþórssyni og Frey Jónssyni, sem eru á sérbúnum jöklajeppum á Suðurskautslandinu. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Opið um jól og áramót í Félagsmiðstöð Geðhjálpar

FÉLAGSMIÐSTÖÐ Geðhjálpar verður opin að venju um jól og áramót og verður matur alla hátíðsdagana. Allir eru velkomnir en þeir sem ætla að vera í mat eru beðnir um að láta vita fyrirfram. Opnunartímar eru: 24. desember, aðfangadagur, kl. 17­20, matur kl. 18, 25. desember, jóladagur, kl. 14­17, matur kl. 15, 26. desember, 2. í jólum, kl. 14­17, matur kl. 15, 31. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Ráðherrar efins um breytingar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eru efins um gildi þess að breyta stjórnarskránni til að gera sérstaklega ráð fyrir framsali ríkisvalds til alþjóðastofnana. Þeir eru jafnframt sammála um að það sé pólitískt mál fremur en lögfræðilegt. Meira
23. desember 1997 | Miðopna | 1535 orð

Ríki og sveitarfélög á einskismannslandi Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að mörk

UMRÆÐA þessi sprettur af því að með tvenns konar hætti er nú stefnt að því að setja lög um hálendi Íslands og fylla þannig í eyður sem verið hafa í lagakerfinu. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um þjóðlendur svokallaðar sem mælir fyrir um eignarrétt ríkisins á landi ofan byggða á Íslandi og ákveður mörk milli þeirra og eignarlanda. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Ríkisendurskoðun kanni fullyrðingar um ábyrgð

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið ætlar að óska eftir því við Ríkisendurskoðun að kannaðar verði fullyrðingar um að framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands hafi verið í persónulegri ábyrgð vegna skulda sjúkrahússins. Ráðuneytið hafnar þeim fullyrðingum og segir ríkissjóð bera ábyrgð á skuldbindingum sjúkrahússins. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 5513 orð

Ríkissaksóknari ákveður að aðhafast ekki frekar

Skýrsla dómsmálaráðherra um rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar Ríkissaksóknari ákveður að aðhafast ekki frekar Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Rússafiskur til ÚA og Snæfells

RÚSSNESKI togarinn Suloy, sem gerður er út sem flutningaskip, landaði 350 tonnum af heilfrystum þorski úr Barentshafi á Akureyri um helgina, á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands. Að sögn Hilmars Daníelssonar, hjá Fiskmiðlun Norðurlands, fara 200 tonn til vinnslu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og 150 tonn hjá Snæfelli á Dalvík. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Safnið verður lokað almenningi í tvö ár

Ráðist í endurbætur á Þjóðminjasafninu fyrir 700 milljónir króna Safnið verður lokað almenningi í tvö ár ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í miklar endurbætur á Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, sem kosta munu um 700 milljónir króna. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð

Samið um Eurofighter ÞJÓÐVERJAR, Bretar, Ít

ÞJÓÐVERJAR, Bretar, Ítalir og Spánverjar undirrituðu í gær samning um smíði Eurofighter-herþotunnar, dýrasta og umdeildasta samvinnuverkefni evrópsks hergagnaiðnaðar. Samið var um smíði 620 véla en kostnaðurinn kann að fara upp í 70 milljarða dala, um 4.900 milljarða ísl. kr. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 655 orð

Samningar tókust á Akureyri og Akranesi

BRYNHILDUR Eyjólfsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segist gera sér vonir um að samningar takist mjög fljótlega við unga lækna. Það auki sér bjartsýni að samningar hafi tekist við unga lækna á Akureyri og Akranesi. Takist samningar ekki fyrir áramót telur hún hins vegar hættu á að margir ungir læknar fari utan til starfa eða náms. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Sex sendifulltrúar að störfum um hátíðirnar

ALLS munu sex sendifulltrúar Rauða kross Íslands eyða jólum og áramótum við ólíka siði og venjur þar sem þeir eru við störf í fimm löndum í Afríku, Asíu og Evrópu. Tveir sendifulltrúar hafa nýlega lokið störfum og eru komnir heim og einn er í fríi hér á landi um hátíðirnar. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Sjúklingar búa ekki við jafnræði

RÍKISENDURSKOÐUN telur að réttarstaða sjúklinga skv. almannatryggingalögum sé ekki sú sama þegar einkaaðgerð læknis er gerð á heilbrigðisstofnun ríkisins sem svokallað ferliverk og þegar aðgerð er gerð á einkastofu læknis. Hinir fyrrnefndu eigi rétt til bóta úr sjúklingatryggingu almannatrygginga en hinir ekki. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Sjö sækja um stöðuna

SJÖ umsóknir bárust um stöðu útvarpsstjóra en umsóknafrestur rann út sl. fimmtudag. Þar af bárust tvær í pósti eftir að frestur rann út. Menntamálaráðherra hefur vikið sæti við meðferð og ákvörðunartöku um veitingu embættisins samkvæmt 2. tölulið í 3. gr. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 839 orð

Skatan borðuð með bræddum hnoðmör

Æfleirum finnst tilheyra að borða skötu á Þorláksmessu og veitingahús eru jafnvel farin að bjóða upp á skötuhlaðborð þann dag. Óskar Friðbjarnarson, fiskverkandi í Hnífsdal, hefur í nokkur ár verkað skötu og segir hana hinn mesta herramannsmat. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 555 orð

Skipulagi lögreglu var um margt ábótavant

Í BRÉFI til ríkissaksóknara segir Atli Gíslason, settur rannsóknalögreglustjóri, sem fór með rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, að rannsóknin hafi leitt í ljós að skipulagi lögreglunnar í Reykjavík gagnvart ávana- og fíkniefnadeild, yfirstjórn og starfsháttum deildarinnar sé um margt ábótavant. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Snjólétt í Skjaldbreiði

FJALLIÐ Skjaldbreiður hefur oftast verið algjörlega snævi hulið á þessum árstíma, en nú liggur aðeins föl yfir því, eins og sést í forgrunni myndarinnar. Þingvellir eru snjólausir og Þingvallavatn, sem sést í fjarska, hefur ekki lagt í vetur. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 306 orð

Sósíalistar vinna forsetakosningar í Serbíu

SÓSÍALISTAFLOKKUR Serbíu lýsti því yfir í gær að frambjóðandi sinn, Milan Milutinovic utanríkisráðherra, hefði borið sigur úr býtum í fjórðu umferð forsetakosninganna þar í landi, sem fram fóru á sunnudag. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | -1 orð

Staðan bæði gleðileg og sorgleg

NEMENDUR í Myndlistarskóla Arnar Inga gerðu könnun á jólaútstillingum í verslunum á Akureyri sl. laugardag. Um var að ræða hópverkefni innan skólans og fór 12 manna hópur saman um bæinn og lagði mat á það sem sýnilegt er í gluggum bæjarins. Í gær voru svo veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í skreytingum og útstillingum. Meira
23. desember 1997 | Landsbyggðin | 97 orð

Stærsti reykháfur í Eyjum

Vestmannaeyjum-Fyrir helgina var reistur nýr reykháfur við Fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmanneyinga en miklar endurbætur standa nú yfir á verksmiðjunni. Reykháfurinn var smíðaður hjá Vélsmiðjunni Héðni og fluttur til Eyja með Herjólfi og er hann lengsta stykki sem flutt hefur verið með skipinu. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 262 orð

Sænskir bændur vilja EMU-aðild

SÆNSKU bændasamtökin (LFR) eru hlynnt aðild Svíþjóðar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Samkvæmt skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir samtökin, geta sænskir bændur tapað verulega á því að nota ekki evróið, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsríkja. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 694 orð

Tekist á um fyrningu aflaheimilda

MINNIHLUTI efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis var tvíklofinn í afstöðu sinni til frumvarps til laga um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt sem samþykkt var á Alþingi á laugardag, en önnur og þriðja umræða frumvarpsins fór fram sama dag. Með frumvarpinu, sem fjármálaráðherra mælti fyrir, er m.a. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Út af í hálku í Norðurárdal

BÍLL fór út af þjóðveginum í Norðurárdal á laugardagskvöld, við Hrauná nokkuð sunnan við Bifröst. Tvennt var í bílnum og skarst farþegi nokkuð í andliti en ökumaður slapp minna meiddur en bæði voru í beltum. Meira
23. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði

ÚTHLUTUN úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi í Íþróttahöllinni sunnudaginn 28. desember nk. kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum Akureyringum sem hlotið hafa Íslandsmeistaratitil á árinu 1997, afhentur minnispeningur íþrótta- og tómstundaráðs. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Útskrift í Fjölbrautaskóla Garðabæjar

LAUGARDAGINN 20. desember voru brautskráðir 27 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, 26 stúdentar og einn nemandi með próf af uppeldisbraut. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari flutti ávarp og afhenti nemendum prófskírteini. Meira
23. desember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Vel miðar á Grundartanga

FRAMKVÆMDUM við álver Norðuráls á Grundartanga miðar samkvæmt áætlun, að sögn Tómasar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra verkfræðisviðs hjá Norðuráli, enda hefur veður verið einkar hagstætt það sem af er vetri. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 315 orð

Þriðja fórnarlambið látið úr fuglaflensu

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hong Kong hafa hert enn á varúðarráðstöfunum sínum eftir að þriðja fórnarlambið, 13 ára stúlka, lést úr fuglaflensu á sunnudag. Yfirvöld í borginni hafa tekið upp samvinnu við yfirvöld á meginlandi Kína um eftirlit með þeim kjúklingum sem til stendur að flytja til borgarinnar. Meira
23. desember 1997 | Erlendar fréttir | 211 orð

Ætlar að hefja störf í Kreml í dag

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kvaðst í gær hafa náð fullum bata og vera staðráðinn í að hefja störf í Kreml í dag eftir hartnær hálfs mánaðar fjarveru vegna kvefs og veirusýkingar. Jeltsín var þreytulegur þegar hann lýsti þessu yfir í stuttu sjónvarpsviðtali áður en hann ræddi við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra á heilsuhæli nálægt Moskvu. Meira

Ritstjórnargreinar

23. desember 1997 | Staksteinar | 344 orð

»Jólakötturinn JÓLAKÖTTURINN hremmir marga heims um ból nú sem jafnan áður.

JÓLAKÖTTURINN hremmir marga heims um ból nú sem jafnan áður. Pétur Pétursson forseti guðfræðideildar fjallar m.a. um fólk sem á um sárt að binda í jólahugvekju í Fréttabréfi Háskóla Íslands. Bágstatt samferðafólk Meira
23. desember 1997 | Leiðarar | 658 orð

leiðariFJÁRLÖG Í JÁRNUM LÞINGI AFGREIDDI fyrir síðust

leiðariFJÁRLÖG Í JÁRNUM LÞINGI AFGREIDDI fyrir síðustu helgi fjárlög fyrir árið 1998. Þau eru hallalaus, annað árið í röð, en standa einungis í járnum, því tekjuafgangurinn er aðeins um 100 milljónir króna. Meira

Menning

23. desember 1997 | Tónlist | 393 orð

Að koma upp um sig - með elegans

Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngur, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó, Páll Torfi Önundarson gítar, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítar, Tómas R. Einarsson bassi, Þorbjörn Magnússon kongótrommur í 1. 3. 5. 6. og 9., Wilma Young fiðla í 10. og 11., Pétur Grétarsson trommur og ásláttur í 3. 5. 9. og 13., Guðmundur R. Einarsson trommur í 8. og 10., Kjartan Guðnason ásláttur í 1. Dreifing: Japis. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 565 orð

Af mönnum og dýrum

PÁLL Hersteinsson, prófessor sem sérhæfir sig í vistfræði spendýra, hefur sent frá sér bókina Agga Gagg, en undirtitill hennar er Með skollum á Ströndum. Í henni greinir Páll frá rannsóknum sínum og samskiptum við heimamenn er hann dvaldi á Ströndum árin 1978 og 1979, Meira
23. desember 1997 | Tónlist | 226 orð

Einu sinni var...

Örn Magnússon leikur á píanó "Svipmyndir og glettur" eftir Pál Ísólfsson. Tekið upp í Digraneskirkju, 22.­23. sept. 1997. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimaður: Sverrir Gíslason. Framleitt af Íslenskri tónverkamiðstöð. ITM 7-10. Meira
23. desember 1997 | Menningarlíf | 568 orð

Engum að treysta

NANCY Taylor Rosenberg er bandarískur metsöluhöfundur sem vakið hefur nokkra athygli í heimalandi sínu. Ný saga eftir hana kom fyrir skemmstu út í vasabroti og heitir "Abuse of Power" og segir af spillingu í lögreglunni í bæjarfélagi í Kaliforníu og lögreglukonu sem rís upp gegn henni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Ég er óvinsælli en Hrafn Norski listmálarinn Odd Nerdrum vinnur með Hrafni Gunnlaugssyni við nýjustu mynd hans

MYRKRAHÖFÐINGINN gerist á sautjándu öld og er sagan innblásin af Píslarsögu síra Jóns Magnússonar sem leikinn verður af Hilmi Snæ Guðnasyni. Hann er aðalpersóna myndarinnar og vill þjóna Guði. Hann er hugsjónamaður sem ætlar að afhjúpa djöfulinn svo hið góða megi sigra. Til þess þarf hann að draga áhangendur djöfulsins fram í dagsljósið. Meira
23. desember 1997 | Tónlist | 229 orð

Fínt "tríó"!

Rúnar Óskarsson klarinet, Kees Schul píanó og Suze van Grotel sópran flytja verk eftir Gade, Finzi, Debussy, Stravinski og Schubert. Hljóðritun, vinnsla og framleiðsla: Reynir Thor Finnbogason, Jos Vermeulen. Hljóðritað í Bachzaal, Amsterdam. Northern light. ARSIS classics 96011 Meira
23. desember 1997 | Tónlist | 415 orð

Frá hljómi til hljóms

Trúarleg tónlist fyrir kór. Aldasöngur (1986), Requiem (1995), Óttusöngvar á vori (1993). Hljómeyki, stjórnandi Bernharður Wilkinson, og Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi Hörður Áskelsson. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ólafur Rúnarsson bariton (Hljómeyki), Þóra Einarsdóttir sópran og Sverrir Guðjónsson kontratenór (Óttusöngvar á vori, Mótettukórinn). Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 498 orð

Grýla frá Dýrafirði

eftir Sigríði Þórdísi Ástvaldsdóttur. Teikningar: Sigurður G. Daníelsson. Ljósmyndir: Davíð Davíðsson. Vestfirska forlagið, 1997 ­ 63 s. GRÝLA á sér ýmsar myndir í hugum Íslendinga. Þó eru flestir sammála um að hún sé tröll bæði að innræti og stærð og að hún sé búsett í ótilgreindum helli einhvers staðar uppi á öræfum ásamt jólasveinunum. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 169 orð

Hátíðarsýning á "Titanic"

SÉRSTÖK hátíðarsýning var haldin í Regnboganum síðasta sunnudag á stórmyndinni "Titanic", sem frumsýnd verður hér á landi 1. janúar. Myndin fjallar um sjóslysið fræga sem varð um 1.500 manns að bana í jómfrúrferð Titanic árið 1912. Myndin er nú þegar komin á spjöld sögunnar sem dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið en kostnaður við hana var um 200 milljónir dollara. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 175 orð

Heimsjól í Súlnasal

HEIMSKLÚBBUR Ingólfs efndi til árlegs jólafagnaðar og hátíðarkvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu síðastliðið föstudagskvöld. Í hátíðarræðu Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra, kom meðal annars fram að jólaskemmtunin væri jafnframt eins konar þakkargjörðarhátíð fyrir góðan árangur í ferðum ársins 1997, sem er umfangsmesta starfsár Heimsklúbbsins til þessa. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 226 orð

Héðan og þaðan Jólalög á skrifstofu barnanna

UM HELGINA var skrifstofa umboðsmanns barna opnuð á Laugavegi 13. Af því tilefni léku "Suzuki"-börn jólalög og einnig var opnuð sýning á vatnslitamyndum ungra listamanna á aldrinum sex til tólf ára. Verkin hafa verið unnin á námskeiðum í Listasmiðjunni Gagni og gamni sem starfrækt hefur verið undanfarin sumur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 593 orð

Ísland og orrustan um Atlantshafið

Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið eftir Friðþór Eydal. Prentvinnsla: Steindórsprent Gutenberg ehf. 1997. 286 bls. ÁHUGI á heimsstyrjöldinni síðari virðist óþrjótandi þótt nú sé liðin rúm hálf öld frá lokum hennar. Fyrir Íslendinga var heimsstyrjöldin gott stríð, svo notað sé orðalag bandaríska höfundarins Studs Terkels. Meira
23. desember 1997 | Tónlist | 962 orð

Jólasöngvar í þúsund ár

Flytjendur: Mótettukórinn, Dómkórinn, Gradualekórinn, Drengjakór Laugarneskirkju og Skólakór Kársness. Sunnudagurinn 21. desember, 1997. JÓLADAGSKRÁ Ríkisútvarpsins er unnin í tengslum við Evrópusamband útvarpssstöðva, sem útvarpað er samtímis til allra helstu útvarpsstöðva Evrópu, en sú venja hefur komist á að Ríkisútvarpið fær eitthvert tónskáld til að semja jólalag, Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Krúnurökuðum boðið í bíó

ÞEIR SEM létu krúnuraka sig á forsýningu myndarinnar G.I. Jane í Laugarásbíói fengu ekki aðeins jólaklippinguna í ár ókeypis heldur einnig ókeypis bíómiða á sýninguna. Krúnurökuðum var nefnilega boðið í bíó til kynningar á myndinni, en þar er Demi Moore í aðalhlutverki og varla stingandi strá á höfðinu á henni. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 824 orð

Leitin er lífið sjálft

eftir Eyvind P. Eiríksson. Oddi hf. prentaði. Vaka-Helgafell, 1997. 399 bls. Leiðb. verð 3.980. MEIRI hluti þeirra skáldsagna sem hafa komið út nú fyrir jólin ­ og raunar nokkur undanfarin jól ­ hafa verið stuttar og margar kannski flokkast undir hina svokölluðu nóvellu eða nóvellettu. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 402 orð

Líður áfram

Breiðskifa, Í hvítum sokkum, sem ber heitið Undir norðurljósum. Í hvítum sokkum er samstarfsverkefni þeirra Guðmundar R. Lúðvíkssonar gítarleikara og söngvara og Hlöðvers S. Guðnasonar gítarleikara. Á plötunni eru þeim til aðstoðar Kristján Guðmundsson píanóleikari, Jón Ingólfsson bassaleikari, Oddi F. Meira
23. desember 1997 | Menningarlíf | 368 orð

Margrét Danadrottning opnar eigin sýningu á Listahátíð

HENNAR hátign Margrét Þórhildur Danadrottning hefur þegið boð forseta Íslands um að koma í heimsókn til Íslands dagana 15.­17. maí 1998. Drottningin verður viðstödd setningu Listahátíðar og opnar síðan sýningu á kirkjuklæðum, höklum og kórkápum, sem hún hefur hannað en sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 308 orð

Nóbelsskáld til vandræða Hamsun (Hamsun)

Framleiðandi: Nordisk Film. Leikstjóri: Jan Troell. Handritshöfundur: Per Olov Enquist. Kvikmyndataka: Jan Troell. Aðalhlutverk: Max von Sydow, Ghita Nörby, Anette Hoff og Eindride Eidsvold. 158 mín. Noregur. Nordisk Film/Háskólabíó. Útgáfud: 16. des. Myndin er öllum leyfð. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 182 orð

Nýjar bækur BIRTA, afl og ylur ­ saga Raf

BIRTA, afl og ylur ­ saga Rafmagnsveitna ríkisins í 50 ár, 1947­1997 er afmælisrit eftir Helga Kristjánsson sagnfræðing. Í ritinu er gerð grein fyrir tildrögum að stofnun RARIK og getið um helstu áfanga í sögu fyrirtækisins, auk þess sem sagt er frá upphafi rafvæðingar á Íslandi. Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, tóku til starfa 1. janúar 1947. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 243 orð

Skemmtilegur vandræðagangur Góður dagur (One Fine Day)

Framleiðandi: Twentieth Century Fox. Leikstjóri: Michael Hoffman. Handritshöfundur: Terrel Seltzer og Ellen Simon. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Tónlist: James Newton Haward. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer, George Clooney og Alex D. Linz. 104 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox/Skífan. Útgáfud: 10. des. Myndin er öllum leyfð. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 626 orð

Spörfugl með arnarvængi

HVÍTVOÐUNGAR heitir nýjasta ljóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar. Það er önnur bók í ljóðabókaritröð sem byrjaði með Hvítamyrkri sem nú er endurútgefin. Seinna munu ljóðabækurnar Hvítblinda og þá Hvítuvötn koma út. Hvítvoðungar er þrettánda ljóðabók Ingimars Erlendar sem varð snemma, eða fimmtán ára gamall, kunnur fyrir smásögur sínar. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 563 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnard

Gröf Rósönnu Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Það sannar þessi kolsvarta gamanmynd um endalokin sem gengur ekki nógu langt. Á þó sín a spretti, þökk sé hr. Reno. Air Force One Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflugvélinni. Meira
23. desember 1997 | Tónlist | 216 orð

Söngvar píanósnillinga

Sigurður Bragason bariton og Vovka Ashkenazy píanó flytja söngva eftir Fryderyk Chopin, Franz Lizt, Serge Rachmaninoff, Maurice Ravel og Anton Rubinstein. Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju, Reykjavík. Upptaka og hljóðvinnsla: Vigfús Ingvarsson. Northern light. 001997 Arsis classics 97019. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 398 orð

"Titanic" með flestar tilnefningar

TILNEFNINGAR til Golden Globe verðlaunanna voru kynntar nú á dögunum og fékk stórslysamynd James Cameron "Titanic" þær flestar eða átta talsins. Þar á meðal er tilnefning sem besta dramatíska myndin, bestu aðalleikarar og besti leikstjórinn. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Töfralyklar að heimi sögunnar Sigurgeir Orri Sigurgeirsson hefur þýtt bókina "Ferð höfundarins" eftir Christopher Vogler á

BÓK sem þessi hefur aldrei komið áður út á íslensku og eru kvikmyndagerðarmenn og rithöfundar á einu máli um að það sé löngu tímabært. Hér sé komið grundvallarrit fyrir kvikmyndagerðarfólk og upplagður leiðarvísir fyrir áhorfendur. Kjarnagoðsagan "Þetta er bók sem byggir fyrst og fremst á kenningum Joseph Campbell um goðsögur. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Valkyrjur í Valhöll

HÁRGREIÐSLUSTOFAN Valhöll, Óðinsgötu 2, var opnuð eftir gagngerar breytingar og eigendaskipti. Til opnunarinnar var boðið föstum viðskiptavinum, vinum og velunnurum stofunnar. Þeir sem þóttu ekki nógu vel til hafðir um hárið fengu að sjálfsögðu smá snyrtingu sem var þó meira til gamans gert. Stofan veitir alla venjulega hárþjónustu, svo sem klippingu, litun, greiðslu og fleira. Meira
23. desember 1997 | Bókmenntir | 473 orð

Vinstrimaðurinn Adam Smith

ÞORBERGUR Þórsson hefur ráðist í það mikla verkefni að þýða á íslensku bókina Auðlegð þjóðannaeftir Adam Smith sem oft hefur verið nefndur faðir hagfræðinnar. Þorbergur hefur þegar þýtt fyrstu þrjár bækurnar af fimm og komu þær nýlega út hjá útgáfunni Bókafélaginu. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 1422 orð

WOODY ALLEN

WOODY ALLEN hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með bestu leikstjórum samtímans og þeim afkastamestu, á að baki 31 mynd á jafnmörgum árum. Hann hefur ekki verið umdeildur sem listamaður, hinsvegar hefur einkalíf hans verið talsvert stormasamt á þessum áratug og glatt slúðurpenna pressunnar. Öll él styttir upp um síðir og nú virðist friður loks ríkja kringum manninn. Meira
23. desember 1997 | Menningarlíf | 867 orð

Yfirlega og pælingar Skammt er síðan Kristinn Árnason sendi frá sér geisladisk þar sem hann leikur verk eftir Johann Sebastian

ARSIS-útgáfan hollensk/íslenska sendi fyrir skemmstu frá sér geisladisk með upptökum Kristins Árnasonar á verkum eftir Johann Sebastian Bach. Verkin eru svítur fyrir einleikslútu og fiðluchaconna, sem Kristinn hefur umritað fyrir gítar og útsett. Meira
23. desember 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Öðruvísi mér áður brá

ÞESSUM sundmanni í Sydney hefur sjálfsagt brugðið í brún þegar hann sá unga álfastúlku í göngutúr með dádýrið sitt eftir ströndinni. Hann þurfti þó ekki að láta sér bregða því uppákoman átti sér sínar eðlilegu skýringar. Meira

Umræðan

23. desember 1997 | Aðsent efni | 916 orð

Gagnmerkt rit

BÓKIN Lögreglan á Íslandi ­ stéttartal og saga er nýlega komin út hjá útgáfunni Byggðir og bú ehf. Hér er á ferðinni einstök bók fyrir margra hluta sakir. Þetta er gríðarmikið verk í stóru broti þar sem saman er fléttað æviskrám heillar atvinnustéttar sem Þorsteinn Jónsson hefur tekið saman og býsna ítarlegum söguþáttum stéttarinnar í samantekt Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns, Meira
23. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 319 orð

Hvar er Grænland?

GRÆNLAND er það land sem liggur næst Íslandi. Aðeins munu vera um 290 km sem skilja löndin að. Það er mér hins vegar hulin ráðgáta hvar stjórnendur Pósts og síma telja að Grænland sé niður komið. Af gjaldskrá fyrirtækisins að dæma mætti ætla að þeir teldu landið vera í fjarlægri heimsálfu eða jafnvel á annarri plánetu. Meira
23. desember 1997 | Aðsent efni | 952 orð

Hvers vegna sögðum við upp?

TÖLUVERT hefur verið rætt og ritað um málefni unglækna undanfarnar vikur, en oft hefur skort á að staðreyndir málsins kæmu fram. Við viljum því reyna að varpa ljósi á um hvað deilan snýst og útskýra okkar sjónarmið. Hvað er unglæknir? Meira
23. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 496 orð

Íslenskir björgunarsveitarmenn í þjálfun hjá alþjóðabjörgunarsveit

O.F.D.A. (Office of Foreign Disaster Assistance) er stofnun í Bandaríkjunum sem sinnir verkefnum á erlendum vettvangi og hefur yfir að ráða tveimur alþjóðabjörgunarsveitum. Þessar sveitir hafa komið að björgun í stærstu náttúruhamförum sem orðið hafa í heiminum á síðasta áratug. Má þar nefna jarðskjálftana í Armeníu (1988), Filippseyjum (1990), Kaliforníu (1994) og sprenginguna í Oklahoma 19. Meira
23. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 555 orð

Maísól um jól

SEM fyrr er bjart yfir Betlehem og blikandi jólastjarna á himni; sem fyrr eru blessuð jólin að koma bráðum, börnin farin að hlakka til ­ því allir fá þá eitthvað fallegt; sem fyrr er mamma í eldhúsinu að fást eitthvað við mat, ilmurinn er enn svo lokkandi og indæla steik er verið að færa, upp á stærðar fat. Meira
23. desember 1997 | Aðsent efni | 355 orð

Mataræði á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

AÐ TEMJA sér góðar neysluvenjur ætti að vera öllum kappsmál. Því miður er það svo að margir hugsa ekki um mataræðið fyrr en í óefni er komið. Það er staðreynd að sumir veikjast og deyja ungir þrátt fyrir að hafa tileinkað sér gott mataræði á sama tíma og aðrir ná hárri elli þrátt fyrir að hafa ekki hugsað um mataræðið. Meira
23. desember 1997 | Aðsent efni | 1024 orð

Ný keppnislaug?

UPP er komin sú hugmynd að gera nýja 50 metra æfinga- og keppnislaug í Laugardal. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni, þvert á móti er hún orðin nokkuð gömul og mjög langþráð. Þessi laug myndi minnka það aðstöðuleysi sem þjáð hefur sundíþróttafólk í gegnum árin. Meira
23. desember 1997 | Aðsent efni | 688 orð

Um landabruggið í Laugarnesinu

LESANDI góður. Það var haustið 1992 að skólastjóri Laugalækjarskóla upplýsti stjórn Foreldra- og kennarafélags skólans um að landasalar hefðu selt nemendum Laugalækjarskóla landa, nánast á skólalóðinni, á meðan skólaball stóð yfir í skólanum. Var ákveðið að stjórn Foreldra- og kennarafélagsins myndi vakta næsta nágrenni skólans á skólaböllum það haust. Meira
23. desember 1997 | Aðsent efni | 488 orð

Öll börn verðskulda gleðileg jól

ÞAÐ eru um 15.000 börn á Íslandi sem búa ekki með báðum foreldrum sínum. Í flestum tilvikum er samkomulag um umgengni þeirra við það foreldri sitt sem það býr ekki hjá, en það er ekki alltaf. Undanfarið hefur átt sér stað umræða í þjóðfélaginu vegna umgengnisréttar fráskilinna foreldra við börn sín. Meira

Minningargreinar

23. desember 1997 | Minningargreinar | 104 orð

Heimir Guðmundsson

Elsku Heimir minn. Þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman þegar þú spilaðir með firmaliði s.f.á. Það kom oft í okkar hlut að fagna sigrum á knattspyrnuvellinum. Það var ekki síst að þakka framgöngu þinni og eru mér sérstaklega minnisstæð þau augnablik þegar staða okkar leit ekki vel út en á örskammri stundu hafðir þú bætt úr henni með krafti þínum og elju. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 397 orð

Heimir Guðmundsson

Mig langar til að minnast þín kæri Heimir frændi í nokkrum orðum. Ekki datt mér í hug þegar mamma hringdi og sagðist hafa slæmar fréttir að þessar slæmu fréttir væru andlát þitt. Ævi þín hefur eflaust ekki verið neinn dans á rósum nema ef væri fyrir þyrnana. Sem ungur maður brosti lífið við þér þú áttir foreldra sem þóttu mjög vænt um þig og íþróttirnar áttu hug þinn allan. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Heimir Guðmundsson

Kæri vinur. Það er mjög erfitt að setjast hér niður og skrifa minningarorð um þig. Þegar við kynntumst fyrst við störf í súrefnishleðslu Áburðarverksmiðju ríkisins hafði ég ekki grun um að vinskapur okkar ætti eftir að vara eins lengi og raun varð á. Grunnurinn fyrir þeim vinskap byggðist án efa á sameiginlegum áhugamálum sem voru handknattleikur og knattspyrna. Í knattspyrnuleikjum með s.f. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 126 orð

HEIMIR GUÐMUNDSSON

HEIMIR GUÐMUNDSSON Heimir Guðmundsson var fæddur í Reykjavík hinn 7. september 1959. Hann lést í Varberg í Svíþjóð 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Matthildur Sigríður Björnsdóttir, fædd á Ísafirði 27.11. 1920, og Guðmundur Björnsson, f. 21.8. 1926, d. 12.9. 1988. Alsystkini hans eru Birna, f. 4.1. 1953, og Viðar, f. 20.5. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 437 orð

Jóhanna Hallgrímsdóttir

Mig langar til að kveðja þig mamma mín með nokkrum fátæklegum orðum, nú þegar þú hefur kvatt þennan harða heim og yfirgefið þessa jarðvist. Mamma var fædd að Vaðbrekku á Jökuldal 14. desember 1917 og var hafin til dýrðarinnar að morgni 14. desember 1997 á 80 ára afmælisdegi sínum. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 125 orð

JÓHANNA HALLGRÍMSDÓTTIR

JÓHANNA HALLGRÍMSDÓTTIR Jóhanna Hallgrímsdóttir var fædd á Vaðbrekku á Jökuldal hinn 14. desember 1917. Hún lést hinn 14. desember 1997 á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Friðriksson og Rósalind Jóhannsdóttir. Jóhanna ólst upp á Seyðisfirði til tíu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Leifur Guðlaugsson

Elsku afi Leifur. Hvernig getum við lýst söknuðinum sem við finnum fyrir núna? Þú varst alltaf til staðar, hvenær sem við þurftum á þér að halda. Við þrjár eigum aldrei eftir að gleyma öllum ferðunum sem þú fórst með okkur í, sérstaklega tívolíferðunum sem við höfðum alltaf svo gaman af. Er keyrt var niður heiðina jókst tilhlökkunin því tívolíið kom í ljós. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 35 orð

LEIFUR GUÐLAUGSSON

LEIFUR GUÐLAUGSSON Leifur Guðlaugsson var fæddur 1. apríl 1923 í Árbæ við Reykjavík. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 6. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg 16. desember. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Svava Gísladóttir

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum elskulegrar mágkonu minnar, Svövu Gísladóttur. Hún var ung að árum er hún flutti frá Breiðafirði til Patreksfjarðar. Þar giftist hún bróður mínum, Ingimundi Þorgeiri Þórarinssyni, og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Mann sinn missti Svava árið 1982. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Svava Gísladóttir

Á stundu sem þessari er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, upp koma minningar úr æskunni þar sem Svava amma er órjúfanlegur hluti af því sem þar gerðist. Það er skrýtið að hugsa til þess að geta aldrei framar komið í heimsókn til hennar og fundið þá hlýju og þann stuðning sem hún veitti mér og reyndar öllum barnabörnum sínum í gegnum tíðina. En minningarnar lifa. Meira
23. desember 1997 | Minningargreinar | 236 orð

SVAVA GÍSLADÓTTIR

SVAVA GÍSLADÓTTIR Svava Gísladóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 11. septemer 1922. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 16. desember síðastliðinn. Foreldrar: Magðalena Lára Kristjánsdóttir, f. 13.11. 1897, lifir hún dóttur sína, og Gísli Bergsveinsson, f. 12.6. 1877. Meira

Viðskipti

23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Düsseldorf-flugvöllur greiðir skaðabætur

ÞÝZKUR dómstóll hefur skipað flughöfninni í Düsseldorf að greiða fjórum tryggingarfélögum meira en að 20 milljónir marka í skaðabætur vegna eldsvoða í apríl 1996. Tryggingarfélögin Nürnberger, Iduna, Securitas og Bremer & Deutsche Lloyd, sem höfðu greitt tryggingarkröfur verzlana og veitingarhúsa, höfðuðu mál gegn flughöfninni. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 176 orð

ÐStarfsemi EBÍ kynnt sveitarstjórnum

FORRÁÐAMENN Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands (EBÍ) eru nú á ferð um landið til að kynna sveitarstjórnum stöðu félagsins og framtíðaráform. Hafa þeir m.a. kynnt starfsemi félagsins á Vesturlandi, Vestfjörðum, Akureyri og í Keflavík. Meðfylgjandi mynd er tekin á kynningarfundi í Grundarfirði sem haldinn var í veitingahúsinu Kristjáni IX. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Framleiðslan tæknivædd með nýjum vélum

HOLLENSKI fánaframleiðandinn Nico van Straaten & ZN BV hefur keypt 49% hlut í silkiprentsmiðjunni Fjölprenti hf. Fyrirtækin hafa átt í margvíslegu samstarfi á síðastliðnum árum og verður það aukið enn frekar við kaupin að sögn forráðamanna þeirra. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Íslendingar fá endurgreiðslu

ÍSLENDINGUM búsettum erlendis er nú heimilt að fá virðisaukaskatt endurgreiddan af þeim vörum, sem þeir kaupa á Íslandi, og flytja með sér úr landi. Hingað til hafa þeir Íslendingar, sem búsettir eru í Evrópubandalagslöndunum, ekki átt kost á því að fá virðisaukaskatt af slíkum vörukaupum endurgreidd þar sem ESB hefur miðað við búsetu en íslenska ríkið við ríkisfang. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 381 orð

Lækkanir í Asíu eftir lægra mat Moody´s

GENGI asískra gjaldmiðla lækkaði yfirleitt í gær eftir lækkað mat Moody's matsstofnunarinnar á lánshæfni banka og hins opinbera í fjórum Asíulöndum og er nú talið áhættusamt að lána þremur þeirra. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

»Viðskipti dræm fyrir jólin

LITLAR breytingar urðu í helztu kauphöllum Evrópu í gær og hafa viðskipti verið dræm fyrir jólin. Hækkun varð í Wall Street eftir opnun, en dæmið snerist við eftir aðra niðursveiflu í Asíu. Á gjaldeyrismörkuðum hélt dollar velli gegn jeni og fengust 130 jen fyrir dalinn, meira en í síðustu viku þegar japönsk yfirvöld skárust í leikinn. Meira
23. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Þjarmað að Microsoft

BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið hefur beðið alríkisdómara að láta til skarar skríða gegn Microsoft vegna óhlýðni við úrskurð dómstóls þar sem fyrirtækinu er bannað að tengja hugbúnað sinn notkun á vefkönnunartæki sínum. Meira

Daglegt líf

23. desember 1997 | Neytendur | 255 orð

Einungis verðmerkt í 53% tilfella

EINUNGIS er vel staðið að verðmerkingum í 53% tilvika þegar um sýningarglugga verslana er að ræða. Þetta er niðurstaða starfsfólks Samkeppnisstofnunar sem gerði könnun á ástandi verðmerkinga í sýningargluggum 344 verslana á höfuðborgarsvæðinu nú í byrjun desember. Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun er misvel staðið að verðmerkingum eftir sveitarfélögum. Meira
23. desember 1997 | Neytendur | 67 orð

Mótefnatöflur og jógúrttöflur

KOMNAR eru á markað hálstöflur sem framleiddar eru af Pedersen Medical a/s í Danmörku. Þær eru ætlaðar gegn sýkingum í hálsi og kvefi og unnar úr kúamjólkurbroddi. Í fréttatilkynningu frá Textílvörum hf. kemur fram að einnig séu fáanlegar frá þessu danska fyrirtæki svokallaðar jógúrttöflur en þær innihalda AB mjólkursýrugerla. Töflurnar eiga að stuðla að jafnvægi í gerlagróðri þarma. Meira
23. desember 1997 | Neytendur | 60 orð

Nýjar umbúðir

KATLA hefur sett á markað flórsykur og kartöflumjöl í nýjum umbúðum. Í fréttatilkynningu frá Kötlu kemur fram að flórsykur og kartöflumjöl sé nú selt í 500 g pakkningum og flórsykurinn hafi lækkað í verði. Eftir áramót verður límband á pakkningunni þannig að hægt sé að loka pakkningunni aftur og aftur. Með þessum hætti á varan að geymast betur. Meira
23. desember 1997 | Neytendur | 73 orð

Þrenna

KOMIÐ er á markað spil sem heitir Þrenna (Set). Þetta er fjölskylduleikur fyrir einn eða fleiri sem eru sex ára og eldri. Leikurinn felst í að finna þrjú spil sem mynda þrennu. Í fréttatilkynningu frá Þrennu segir að höfundur spilsins sé Marsha J. Falco líffræðingur. Meira

Fastir þættir

23. desember 1997 | Í dag | 423 orð

AÐ ER athyglisvert að sjá, hvað staða Halldórs Blöndals,

AÐ ER athyglisvert að sjá, hvað staða Halldórs Blöndals, samgönguráðherra, er sterk meðal þjóðarinnar skv. nýrri skoðanakönnun Gallup. Þegar fólk er spurt, hvort það sé ánægt með störf einstakra ráðherra kemur í ljós, að Halldór Blöndal er í öðru sæti á meðal ráðherra Sjálfstæðisflokksins á eftir Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og í þriðja sæti, Meira
23. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
23. desember 1997 | Í dag | 31 orð

ÁRA afmæli.Í dag, þriðjudaginn 23. desember, verður fimm

ÁRA afmæli.Í dag, þriðjudaginn 23. desember, verður fimmtugur Halldór Einarsson, Henson, iðnrekandi, Langagerði 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Esther Magnúsdóttir. Afmælisbarnið hyggst halda upp á tímamótin við gott tækifæri á næsta ári. Meira
23. desember 1997 | Í dag | 130 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 23. desember, verður níræður Þorlákur J. Jónsson, lögg. rafverktaki, Lönguhlíð 3. Þorlákur tekur á móti gestum í Akoges-salnum, Sóltúni 3, eftir kl. 20 í kvöld. Afmælisbarnið afþakkar allar afmælisgjafir en vonast til að sjá sem flesta ættingja og vini. Meira
23. desember 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Þingvallakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Margrét Sigurjónsdóttir og Friðjón Már Viðarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
23. desember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. nóvember í Háteigskirkju af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni Anna Eiríksdóttir og Páll Pálsson. Heimili þeirra er að Kleppsvegi 44, Reykjavík. Meira
23. desember 1997 | Dagbók | 393 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. desember 1997 | Í dag | 376 orð

Frátekin sæti? ÉG FÓR á tónleika hjá Kristjáni Jóhannssyni,

ÉG FÓR á tónleika hjá Kristjáni Jóhannssyni, allt gott um það að segja og tónleikarnir góðir. Ég keypti mér miða fyrir 2.500 kr., mætti á tónleikana kl. 6.55, rúmum klukkutíma fyrir auglýstan tíma. En þá var búið að taka frá sæti í stórum stíl með höttum, húfum og kápum. Meira
23. desember 1997 | Fastir þættir | 3392 orð

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. Lúk. 2 »ÁSKIRKJ

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. Lúk. 2 »ÁSKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Jóhann Fr. Valdimarsson syngur einsöng. Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 14. Kleppsspítali: Guðsþjónusta kl. 16. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Meira
23. desember 1997 | Fastir þættir | 874 orð

Jón Viktor alþjóðlegur meistari

Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára, náði þriðja og síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli og sigraði á mótinu ásamt Svíanum Stellan Brynell og Dananum Jacob Aagaard. JÓN Viktor byrjaði illa, hlaut aðeins hálfan vinning úr tveimur fyrstu skákunum, en eftir það var hann óstöðvandi og hafði náð sex vinningum eftir átta umferðir. Meira
23. desember 1997 | Í dag | 317 orð

Manchester United

EINS og frá var greint í fréttum í vikunni verður íslenskum fjárfestum boðið að kaupa hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United á næstunni. Félagið er eitt frægasta félagslið í knattspyrnu í víðri veröld og nýleg uppgjör gefa til kynna að það sé jafn framt ríkasta félagið. Meira
23. desember 1997 | Fastir þættir | 501 orð

Safnaðarstarf

Á aðfangadagskvöld verður aftansöngur í Flateyrarkirkju kl. 18. Á jóladag hátíðarguðsþjónusta í Holti kl. 14. Á annan í jólum verður barnaguðsþjónusta í Flateyrarkirkju kl. 11.15. Afmælisbörn fá glaðning. Dönsk jólamessa EINS og undanfarin ár verður haldin jólamessa á aðfangadag kl. 15.30 að dönskum sið. Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Meira

Íþróttir

23. desember 1997 | Íþróttir | 284 orð

Aflýst í Madonna

Heimsbikarmótinu í svigi sem fram átti að fara í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær var frestað vegna slæmra aðstæðna í keppnisbrekkunni. Snjóað hefur mikið undanfarna daga og í gær hlýnaði og því var snjórinn í brekkunni ekki nægilega harður til að keppni gæti farið fram. Reynt var að sprauta vatni í brekkuna og síðan salta en það dugði ekki. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Ekki dagur inn okkar

"ÞETTA er ekki dagurinn okkar ­ fyrst erum við rassskelltir af leikmönnum Bayer Leverkusen og síðan drögumst við gegn Bayern M¨unchen í undanúrslitum bikarkeppninnar," sagði Búlgarinn Krassimir Balakov, miðvallarspilari Stuttgart, sem mátti þola stóran skell í leik gegn Leverkusen, 6:1. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 980 orð

Fannst ég allt í einu gamall

KOBE Bryant hjá Los Angeles Lakers, sem margir hafa kallað næsta Jordan, hefur verið í sviðsljósinu í NBA-deildinni í vetur. Kóngurinn Michael Jordan var hrifinn af leik Bryants í sl. viku og sagði hann hafa mikla hæfileika. "Ég var hrifinn af því þegar hann kom til mín inni á vellinum og spurði mig hvernig ég léki með boltann valdaður undir körfunni. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 79 orð

Finnska skíðalandsliðið til Íslands

NÚ þegar er hafinn undirbúingur hjá SKÍ fyrir komu finnska landsliðsins til Íslands í sumar. Fyrirhugað er að halda sameiginlega æfingu íslenska og finnska landsliðsins í Kerlingarfjöllum í júní eða júlí næsta sumar. Sem kunnugt er hefur Kristinn Björnsson æft með finnska landsliðinu í vetur undir handleiðslu austurríska þjálfarans, Christians Leitners. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 163 orð

Fyrsta tap Inter

ÞÝSKI ýski miðherjinn Oliver Bierhoff tryggði Udinese 1:0 sigur á Inter í fyrradag og var þetta fyrsta tap efsta liðs ítölsku deildarinnar á tímabilinu. Bierhoff gerði eina markið, skallaði í netið skömmu áður en flautað var til leiksloka, og Udinese fylgir efstu liðunum eftir í þriðja sæti. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 66 orð

Grindavík gegn Haukum

GRINDVÍKINGAR mæta Haukum í 8-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuklnattleik, en liðin skipa nú efstu sætin í úrvalsdeildinni. Leikið verður í Grindavík 10. janúar. Njarðvíkingar fá Skagamenn í heimsókn, Valur leikur gegn Stjörnunni og ÍR-ingar fara til Ísafjarðar, mæta þar KFÍ. Bikarmeistarar kvenna, Keflavík, fær KFÍ í heimsókn 11. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 406 orð

GUNNAR Andrésson

GUNNAR Andrésson handknattleiksmaður með UMFA og sambýliskona hans, Þórunn Garðarsdóttir leikmaður Fram og íslenska landsliðsins eignuðust 17 marka og 54 sm dreng á laugardaginn. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Heimsbikarinn Alpagreinar Stórsvig karla Alta Badia, Ítalíu Christian Mayer (Austurríki)2.20,97Michael von Gruenigen

Alpagreinar Stórsvig karla Alta Badia, Ítalíu Christian Mayer (Austurríki)2.20,97Michael von Gruenigen (Sviss)2.21,40Hermann Maier (Austurríki) 2.21,63Svig kvenna Val d'Isere, Frakklandi Ylva Nowen (Svíþjóð)1.32,33(46,54/45,79) Deborah Compagnoni (Ítalíu)1. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 552 orð

Ítalía AC Milan - Bologna0:0 Áhorfendur

AC Milan - Bologna0:0 Áhorfendur: 51.000 Bari - Piacenza0:0 Áhorfendur: 23.000 Brescia - AS Roma1:1 Dario Hubner 15. - Paulo Sergio 85. Rautt spjald: Emanuele Filippini (Brescia) 50. Áhorfendur: 22.000 Fiorentina - Atalanta Bergamo5:0 Pasquale Padalino 27. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 467 orð

Kaiserslautern og Bayern í sérflokki

Kaiserslautern og Bayern M¨unchen áttu í erfiðleikum með mótherja sína í þýsku deildinni um helgina en höfðu sigur áður en yfir lauk og stefnir í einvígi þeirra um titilinn. Kaiserslautern fer í vetrarfríið með 45 stig eftir 20 leiki en Bayern er með 41 stig. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 166 orð

Klinsmann aftur til Tottenham

J¨urgen Klinsmann, fyrirliði landsliðs Þýskalands, er kominn á ný til Tottenham. Lundúnaliðið hefur fengið hann lánaðan frá ítalska félaginu Sampdoría út þetta keppnistímabil og er hann fenginn til að hleypa nýju blóði í liðið, sem hefur gengið illa að undanförnu. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 116 orð

KNATTSPYRNAHaukur Ingi til

HAUKUR Ingi Guðnason, miðherji Keflavíkurliðsins og fyrrum fyrirliði 18 ára landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og gera samning til ársins 2001. Haukur Ingi mun fara til Liverpool eftir áramót til að skrifa undir samninginn. Hann æfði með Liverpool um vikutíma fyrr í vetur, einnig með Arsenal og Eindhoven í Hollandi. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 107 orð

Körfuknattleikur

Leikir aðfaranótt laugardags Indiana - Detroit98:90 Washington - Charlotte106:86 Atlanta - LA Lakers96:98 Cleveland - New York77:104 Philadelphia - Miami84:91 Toronto - Milwaukee92:91 Houston - Sacramento116:98 Portland - Vancouver96:91 Leikir aðfaranótt sunnudags Toronto - Washington92:94 Detroit - Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 145 orð

Lehmann með tímamótamark JENS Le

JENS Lehmann, markvörður Schalke, sem skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Dortmund með skalla á elleftu stundu, 2:2, skoraði þar með tímamótamark í Þýskalandi. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark í leik í 1. deildarkeppninni, áður hafa nokkrir markverðir skorað úr vítaspyrnu. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 111 orð

NFL-deildin

Green Bay - Buffalo31:21Carolina - St. Louis18:30 Cincinnati - Baltimore16:14 Dallas - NY Giants7:20 Kansas City - New Orleans25:13 Minnesota - Indianapolis39:28 Tampa Bay - Chicago31:15 Tennessee - Pittsburgh16:6 Washington - Philadelphia35:32 Arizona - Atlanta29:26 Denver - San Diego38:3 Detroit - NY Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 88 orð

NHL-deildin Leikir aðfaranótt laugardags Buffalo - Mon

Leikir aðfaranótt laugardags Buffalo - Montreal1:0 Detroit - New Jersey5:4 Colorado - Pittsburgh3:3 Anaheim - Phoenix2:6 Leikir aðfaranótt sunnudags Philadelphia - Florida2:0 Tampa Bay - NY Rangers2:2 Calgary - Los Angeles1:4 Boston - NY Islanders3:4 Carolina - Washington1:2 Montreal - Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 279 orð

Rangers endurheimti efsta sætið

Rangers ruddi Hearts úr efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar og kom sér þar fyrir í staðinn eftir 5:2 sigur á Edinborgarliðinu. Celtic vann Hibernian 5:0 og er í öðru sæti með 38 stig, stigi á eftir Rangers. Hearts, sem er með 37 stig, hefur tapað öllum fjórum leikjunum á móti stórveldunum Celtic og Rangers. Meistarar Rangers sýndu að þeir ætla sér titilinn 10. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 468 orð

RONALDO »Atvinnumennska eðafjölskyldan, vinirnirog umhverfið

Ronaldo frá Brasilíu er besti knattspyrnumaður heims. Þessi tuttugu og eins árs gamli Brasilíumaður æfði sig í öngstrætum úthverfis Ríó og ákvað fyrir 15 árum, að eigin sögn, að gera garðinn frægan í Evrópu. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 325 orð

Ronaldo með þrennu og lagði upp tvö mörk

BRASILÍUMENN sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir tóku Ástralíumenn í kennslustund og unnu 6:0 í úrslitaleik Álfukeppninnar í Riyadh í fyrrakvöld. Enginn lék betur en Ronaldo, knattspyrnumaður ársins, sem var með þrennu og lagði upp tvö mörk fyrir Romario sem skoraði líka þrisvar. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 642 orð

Sanders nær O.J. Simpson

DEILDARKEPPNINNI eildarkeppninni í NFL fótboltanum lauk um helgina og hefst úrslitakeppnin um næstu helgi. Leikur helgarinnar var í Detroit þar sem ljónin tóku á móti New York Jets. Þetta var eini leikurinn þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda til að komast í úrslitakeppnina. Að auki var Barry Sanders hjá Detroit ­ sem af mörgum er talinn besti ruðningsmaður (þ.e. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 399 orð

Sex af tíu einnig meðal stigahæstu síðast

NÖFN þeirra tíu stigahæstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins voru tilkynnt í gær. Kjörinu verður lýst í hófi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík mánudaginn 29. desember næstkomandi og verður það í 42. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu, en þau voru stofnuð 1956. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 330 orð

Skellur hjá Drammen "VIÐ vo

"VIÐ vorum niðurlægðir á heimavelli, það var ekkert flóknara," sagði Bjarki Sigurðsson, leikmaður Drammen, eftir að félagið féll úr leik í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar um helgina eftir að hafa tapað í tvígang fyrir Sandefjord, samtals með markatölunni 58:40. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 428 orð

SKÍ gerir styrktarsamning við FILA og Rossignol

KRISTINN Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambandsins, kom til Madonna di Campiglio sl. miðvkudag. Tilgangur hans með förinni var að hitta umboðsmenn tveggja fyrirtækja, FILA og Rossignol, til að ná samningum við fyrirtækin um að styrkja íslenska landsliðið á næstu árum. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 433 orð

Stórleikur Patreks

HHéðinn Gilsson byrjaði mjög vel í fyrsta leik sínum með Bayer Dormagen, gerði 7 mörk er liðið sigraði Wallau Massenheim, 31:30 á heimavelli. Þar með er Dormagen komið upp í úr fallsætinu. Þar situr aftur á móti Essen eftir eins marks tap, 27:26 fyrir Magdeburg. Patrekur Jóhannesson átti stórleik með Essen, gerði 12 mörk úr 14 skotum. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 223 orð

Uppselt 500. leikinn í röð UPPSELT var á heimaleik

UPPSELT var á heimaleik Chicago í 500. skipti í röð í sl. viku. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð fyrir fullu húsi. Portland lék 814 leiki í röð og Boston 662. þess má geta að United Center í Chicago tekur yfir 21.700 manns í sæti. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 552 orð

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Southampton1:1

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Southampton1:1 Ian Taylor 64. - Egil Ostenstad 72. 29.343. Blackburn - West Ham3:0 Stuart Ripley 22., Damien Duff 50., 72. Rautt spjald: Steve Lomas (West Ham 58.) 21.653. Derby - Crystal Palace0:0 26.590. Leeds - Bolton2:0 Bruno Ribeiro 68. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 575 orð

Vonast nýliðinnDAÐI HAFÞÓRSSONeftir að leika sína fyrstu landsleiki í Svíþjóð?Einn áfangi á lengri leið

DAÐI Hafþórsson, vinstrihandarskytta úr Fram, var á dögunum valinn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik sem leikur á fjögurra þjóða móti í Svíþjóð á fyrstu dögum nýs árs. Daði hefur sótt mjög í sig veðrið sl. ár og er að verða ein öflugasta örvhenta skyttan í handknattleik hér á landi. Meira
23. desember 1997 | Íþróttir | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild: Bayer Dormagen - W. Massenheim31:30 Flensburg-Handewitt - GWD Minden30:24 Hameln - Niederw¨urzbach29:34 Grosswallstadt - Gummersbach30:23 Nettelstedt- Kiel29:33 Eisenach - Lemgo24:24 Essen - Magdeburg26:27 Wuppertal - Rheinhausen23:23 Staðan: THW Meira

Úr verinu

23. desember 1997 | Úr verinu | 171 orð

Erindin fyrir borgarráð

TVÆR umsóknir um afnot af Laugardalshöll fyrir sjávarútvegssýningar dagana 1.­4. september árið 1999 verða lagðar fram í borgarráði í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á hins vegar ekki von á því að erindin verði afgreidd fyrr en í fyrsta lagi á þarnæsta borgarráðsfundi sem ekki verður haldinn fyrr en hinn 6. janúar nk. Meira
23. desember 1997 | Úr verinu | 456 orð

"Getum uppfyllt kröfur íslenskra útvegsmanna"

RÁÐSTEFNA um nýsmíði fiskiskipa í Kína var haldin hér á landi um síðustu helgi. Ráðstefnuna sat m.a. sendinefnd forráðamanna kínversks skipasmíðaiðnaðar og Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðvarinnar. Gao Feng, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar, segir kínverskan skipasmíðaiðnað standa mjög framarlega sé hann borinn saman við skipasmíðaiðnað annars staðar í heiminum. Meira
23. desember 1997 | Úr verinu | 241 orð

Sjómannaalmanak Skerplu og skipaskrá með myndum

SJÓMANNAALMANAK Skerplu kemur nú út í annað sinn, með mjög breyttu og bættu sniði. Hæst ber skipaskrána, en hún er nú mikið endurbætt. Fyrst má nefna litmyndir af öllum þilfarsfiskiskipum í flotanum. Einnig má nefna að nú er reiknaður út aflvísir flestra skipa. Meira

Ýmis aukablöð

23. desember 1997 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Sígild ævintýri Hér segir frá æ

9.20Njáll og Nóra Teiknimynd. [8108892] 9.45Bærinn sem jólasveinninn gleymdi [8311328] 10.10Bíbí og félagar [2140637] 11.05Jólasagan Teiknimyndasaga um fæðingu frelsarans. (1:2) [4408182] 11.35Hrói og eyðimerkurbörnin [4496347] 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.