Greinar sunnudaginn 4. janúar 1998

Forsíða

4. janúar 1998 | Forsíða | 260 orð

412 þorpsbúar myrtir í Alsír

ÓÞEKKTIR tilræðismenn myrtu 412 óbreytta borgara, m.a. konur og börn, í vesturhluta Alsírs í mestu blóðsúthellingum sem orðið hafa á einu kvöldi í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur í sex ár. Fjöldamorðin áttu sér stað í fjórum þorpum á þriðjudagskvöld, tæpum sólarhring eftir að föstumánuður múslima, ramadan, hófst. Meira
4. janúar 1998 | Forsíða | 287 orð

Hávær tónlist eykur viðskipti veitingahúsa

TÓNLIST er vel til þess fallin að skapa rómantískt andrúmsloft á veitingahúsum en hún getur einnig fengið viðskiptavinina til að flýta sér að borða, þannig að veitingamennirnir geti aukið viðskiptin. Til þess þurfa þeir aðeins að hækka í tónlistinni. Meira
4. janúar 1998 | Forsíða | 159 orð

Tvísýnar kosningar í Litháen

ÖNNUR umferð forsetakosninganna í Litháen fer fram í dag, sunnudag, og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er lítill munur á fylgi forsetaefnanna tveggja, lögfræðingsins Arturas Paulauskas og umhverfisverndarsinnans Valdas Adamkus. Meira

Fréttir

4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

96 málum lauk með samningi

EMBÆTTI ríkissáttasemjara barst samtals 101 kjaradeila á nýliðnu ári og hefur sáttasemjari aldrei haft jafnmörg mál til meðferðar á einu ári. Framundan eru til úrlausnar kjarasamningar sjómannastéttarinnar. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Athugasemdir beinast að nýrri stefnu Landsvirkjunar

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands ítrekar gagnrýni sína á þá stefnu Landsvirkjunar að fylgja byggingarvísitölu við breytingar á raforkuverði, en bæði iðnaðarráðherra og stjórn Landsvirkjunar hafa mótmælt gagnrýni VSÍ vegna gjaldskrárhækkana Landsvirkjunar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, segir að VSí muni senda frá sér greinargerð vegna málsins eftir helgi. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Atskák og firmakeppni

FYRSTA atkvöld ársins verður haldið hjá Taflfélaginu Helli mánudaginn 5. janúar. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 20. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridgesambandinu og Keilu í Mjódd. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Aukið við steypubúnað hjá ÍSAL

ENDANLEGAR tölur um afkomu ÍSAL fyrir árið 1997 liggja ekki fyrir en gert er ráð fyrir að skilað verði 122 þús. tonnum af fljótandi áli til steypuskála og er það nokkuð neðan við framleiðsluáætlun samkvæmt upplýsingum ÍSAL-tíðinda. Þar kemur einnig fram að fengist hafi heimild til að auka við steypubúnað álversins með smíði sísteypuvélar fjögur. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

David Steel lávarður í boði Halldórs

DAVID Steel lávarður, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, kemur hingað til lands á þriðjudag í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Steel hefur látið utanríkis- og þróunarmál mjög til sín taka og heldur tvö erindi um þau efni hér á landi. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 405 orð

Einkavæðingsímans boðuð PÓSTI og síma hf. var ski

PÓSTI og síma hf. var skipt upp um áramótin og urðu þá til fyrirtækin Landssími Íslands og Íslandspóstur. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir knýjandi að losað verði um 100% eignarhald ríkisins á Landssímanum, en eignaraðild þurfi að verða dreifð og Íslendingar að eiga meirihluta í félaginu. Eldur í benzínblandaðri steinolíu Meira
4. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 187 orð

Ekki sæst við Bandaríkin

ALI Khamenei, erkiklerkur og valdamesti maður í Íran, neitaði því á föstudag, að Íransstjórn vildi ná sáttum við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Kemur þessi yfirlýsing aðeins nokkrum dögum áður en bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendir út viðtal við Mohammad Khatami, forseta Írans, en hann kvaðst fyrir skömmu vilja viðræður við Bandaríkjamenn. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ekki vitað hvað veldur fýllausum hömrum

KRISTINN Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir algengt að fýlar setjist í hamra þegar milt er veður. Hann kveðst ekki hafa skýringu á því að lítið hefur sést til fýls í hömrum í Mýrdal undanfarið, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

Fjárlög hins vegar ekki í samræmi við áætlanir

FORSTJÓRI Ríkisspítalanna og framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur hafna því að rekstraráætlanagerð sjúkrastofnana sé laus í reipunum, eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt fram í áramótaávarpi sínu, sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar segir ráðherra m.a. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Græn jól og rófur í Mýrdalnum

HAUSTIÐ og það sem af er vetri hefur verið einstaklega milt og gott hvað veðurfar snertir í Mýrdalnum og reyndar víðast hvar um Suðurland. Hitinn hefur verið í kringum 10 stig dögum saman enda eru tún farin að lifna eins og komið sé fram í maí. Menn muna varla eftir svo gjörsamlega snjólausum jólum eins og voru núna, það er varla að það sjáist snjóskaflar í fjöllum. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hópþjálfun Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands gengst fyrir hópþjálfun sem hefst 7. janúar. Boðið er upp á morgunleikfimi, kínverska leikfimi, alhliða líkamsþjálfun, hryggiktarhópa og vatnsleikfimi og er miðað við að allir geti tekið þátt, einnig þeir sem lítið geta og vilja fara rólega af stað, segir í fréttatilkynningu. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Hægt að knýja 3.000 bifreiðar með gasinu

SORPA, Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs., gæti séð 3.000 einkabifreiðum, sem knúnar væru metangasi, fyrir eldsneyti eftir fáein ár. Forsenda þess að slíkt sé hægt er hins vegar að ríkisvaldið hagi skattlagningu þannig að bílar knúnir metangasi verði ekki óhagkvæmari í rekstri en aðrir, að sögn Magnúsar Stephensen, deildarstjóra hjá Sorpu. Ónýtt orkuuppspretta Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Íslenski fáninn blakti á Pólnum

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, eru allir við góða heilsu við Suðurpólinn. Þangað náðu þeir, eftir 51 dags göngu, á nýársdag. Skilaboð bárust frá suðurskautsförunum í fyrrinótt. "Við náðum takmarki okkar, suðurpólnum, á nýársdag um kl. 21 að íslenskum tíma. Þetta var stórkostleg stund fyrir okkur alla. Meira
4. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 92 orð

Jarðskjálfti í Noregi

JARÐSKJÁLFTI, sem líklega var á bilinu 2,5 til 3 á Richters-kvarða, skók Vestfold í Noregi á nýársdagskvöld. Hafa skjálftar verið nokkuð tíðir þar síðasta áratuginn. Skjálftinn reið yfir klukkan 22.00 og var einna öflugastur í bæjunum Sandefjord og Larvik. Stóð hann í einar fimm eða sex sekúndur og urðu margir mjög skelkaðir. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Lenti á síðustu dropunum

BANDARÍSK einkaþota með tveimur mönnum innanborðs lenti í erfiðleikum á milli Íslands og Grænlæands vegna skorts á eldsneyti eftir hádegi í gær. Vélinni var snúið við frá Narsassuaq um hádegi vegna veðurs og taldi flugmaðurinn standa mjög tæpt að þotan hefði nægilegt eldsneyti til að ná inn til lendingar í Keflavík. Skv. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Línufiskinum landað

ÞEIR Óli og Raggi á vélbátnum Draumi voru ánægðir með túrinn þegar þeir voru að landa tveimur tonnum af fiski í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Þeir sögðust hafa verið á línuveiðum og hafa haft línuna tólf tíma í sjó. Meira
4. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

Námsmenn neita að hitta Nyrup

FÆREYSKIR námsmenn hafa eins og margir ráðamenn á eyjunum neitað að hitta Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að máli þegar hann kemur til Færeyja í vikunni. Þá verður haldinn ríkjafundur Danmerkur, Grænlands og Færeyja í Þórshöfn en Færeyingar eru afar reiðir vegna óstaðfestra fullyrðinga um að Nyrup Rasmussen hafi haft vitneskju um bága stöðu Førøyja-bankans, Meira
4. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 372 orð

Nýrra kosninga krafist í Kenýa STJÓRNAR

STJÓRNARANDSTAÐAN í Kenýa krafðist þess á föstudag að efnt yrði til nýrra forsetakosninga í landinu eftir að ljóst var að Daniel arap Moi var endurkjörinn forseti í kosningunum á mánudag og þriðjudag. Forsetinn þurfti að fá 25% atkvæða í að minnsta kosti fimm héruðum til að ná kjöri og náði því marki, samkvæmt nýjustu tölum í gær. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Sérstaða Íslands minnkar og samkeppnin eykst

VERÐI ráðist í virkjun vatnsfalla á hálendinu norðan Vatnajökuls má gera ráð fyrir að sérstaða Íslands sem ferðamannalands minnki og samkeppni við önnur ferðamannalönd á norðurslóðum harðni. Þetta er á meðal niðurstaðna í skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur landfræðings, sem unnin var fyrir samstarfsnefnd iðnaðarráðuneytisins og Náttúruverndarráðs um orkumál. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Skóburstun í Kolaportinu

ÁSGEIR Eggertsson skóburstari var önnum kafinn við iðju sína í Kolaportinu í gærmorgun og pússaði skó Guðmundar G. Kristjánssonar svo hægt yrði að spegla sig í þeim. Hann hefur burstað skó í tæp tvö ár, ýmist í Kolaportinu eða á götum úti í miðbænum á sumrin þegar gott er veður. Meira
4. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1114 orð

Skref í átt að lýðræði

KÍNVERJAR streyma nú og á næstu vikum á kjörstað, víðs vegar um hið víðfeðma ríki til að kjósa sveitarstjórnarmenn. Ekki er löng hefð fyrir frjálsum kosningum í kommúnistaríkinu Kína, það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem yfirvöld leyfðu almenningi að taka þátt í beinum kosningum. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Talið víst að hvalrekinn sé gáshnallur

TALIÐ er öruggt að stærri hvalurinn sem rak á land á Búlandsnesi við Djúpavog sé svonefndur gáshnallur. Séra Sigurður Ægisson hvalaáhugamaður skoðaði rekann í gærmorgun og sagði í samtali við Morgunblaðið að því loknu að ekki léki vafi á að hvalurinn væri gáshnallur. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Tillaga um grjótnám samþykkt

TILLAGA um deiliskipulag í Geldinganesi, sem er forsenda grjótnáms á staðnum, var lögð fram af R-listanum 18. desember sl. Pétur Jónsson, borgarfulltrúi R-listans, sat hjá við atkvæðagreiðslu og þar með féll tillagan á jöfnu. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 441 orð

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra svipað og á árinu á undan

Á FYRSTU tíu mánuðum nýliðins árs voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti um 78,2 milljarðar króna samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar. Útflutningsverðmæti sjávarafurða alls síðasta árs er samkvæmt áætlunum Fiskifélags Íslands um 95 milljarðar króna sem er nánast það sama og árið 1996. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Vefsíður um ástvini

ÍSLENSKUR kerfis- og viðskiptafræðingur búsettur í Svíþjóð hefur komið upp heimasíðu á alnetinu þar sem hægt verður að koma fyrir myndum, minnningargreinum og öðru efni um látið fólk. Björn Halldórsson starfar fyrir sænska símafyrirtækið Ericsson en hefur nú stofnað sérstakt fyrirtæki um gerð minningarsíðnanna. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Vegas fái vínveitngaleyfi í sex mánuði

BORGARRÁÐ hefur vísað umsókn um vínveitingaleyfi frá skemmtistaðnum Vegas við Laugaveg 45, til umsagnar borgarlögmanns. Í umsögn skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar er lagt til að leyfið verði veitt í sex mánuði með því skilyrði að hávaði frá hljómflutningstækjum valdi ekki nágrönnum ónæði. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Verkfallsboðun samþykkt á Ísafirði

SJÓMANNAFÉLAG Ísfirðinga samþykkti í atkvæðagreiðslu boðun verkfalls 2. febrúar með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Atkvæði voru talin sl. föstudag. 122 félagsmenn voru á kjörskrá. 57 greiddu atkvæði eða 46,7%. Já sögðu 49 eða 86% en 8 sögðu nei eða 14,04%. Meira
4. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 806 orð

Þarf þolinmæði við að ná burt aukakílóum

Margir sem hafa borðað yfir sig um jólin eru staðráðnir í að ná aukakílóunum af sér núna við upphaf nýs árs. Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræðingur hefur undanfarið staðið fyrir níu mánaða námskeiðum þar sem tekist er á við aukakílóin. "Það er lykilatriði að rjúka ekki til og fara í skyndikúr heldur ná aukakílóunum af sér í rólegheitunum. Meira

Ritstjórnargreinar

4. janúar 1998 | Leiðarar | 524 orð

FRÆKNIR GÖNGUGARPAR

LEIDARIFRÆKNIR GÖNGUGARPAR NN EITT frækilegt afrek bættist í íslenska afrekaskrá að kvöldi nýársdags, þegar Suðurskautsfararnir Ingþór Bjarnason, Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson náðu takmarki sínu, Suðurpólnum. Þessi árangur þremenninganna er glæsilegur og fullyrða má að þeir hafa unnið mikið þrekvirki. Meira
4. janúar 1998 | Leiðarar | 2086 orð

REYKJAVIKURBREF ÞAÐ SEGIR TÖLUverða sögu um þau umskipti, sem orði

ÞAÐ SEGIR TÖLUverða sögu um þau umskipti, sem orðið hafa í efnahagsmálum þjóðarinnar og afkomu ríkissjóðs á nokkrum árum, að nú liggur ríkisstjórnin undir gagnrýni frá atvinnulífinu vegna þess, að afgangur af ríkissjóði sé ekki nægilega mikill og niðurgreiðsla skulda ekki nægilega hröð. Meira

Menning

4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 74 orð

Alþjóðlegt jólaboð

AFS skiptinemasamtökin héldu jólaboð fyrir erlenda skiptinema og fjölskyldur þeirra. Flutt voru skemmtiatriði og gátu gestir innbyrt matföng frá hinum og þessum þjóðlöndum. Hver og einn skiptinemi mætti nefnilega með rétt sem var einkennandi fyrir hans heimaland. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 187 orð

Dansleikhús með ekka

Í LISTAKLÚBB Leikhúskjallarans mánudaginn 5. janúar kl. 20.30 skemmtir Dansleikhús með ekka. Í dansleikhúsinu eru dansarar og leikkonur sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í list sinni á erlendri grund og vinna saman að sýningu þegar þær hittast heima í fríum. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 598 orð

Endurprentaður vísindaskáldskapur fyrir bíómynd

Robert A. Heinlein: "Starship Troopers". Ace Books 1987, fyrst útgefin 1959. 263 síður. OFT þegar gerðar eru stórmyndir í henni Hollywood og blásið er til markaðssóknar, eins og það líklega heitir, eru gefnar út bækur sem samdar eru eftir kvikmyndahandritum viðkomandi mynda. Meira
4. janúar 1998 | Kvikmyndir | 435 orð

Fótgönguliðar framtíðarinnar

Leikstjóri Paul Verhoeven. Handritshöfundur Ed Neumeier. Kvikmyndatökustjóri Jost Vacano. Tónlist Basil Poledouris. Aðalleikendur Casper Van Dien, Dina Meyer, Denise Richards, Jake Busey, Clancy Brown, Michael Ironside, Neil Patrick Harris. 128 mín. Bandarísk. TriStar/Touchstone. 1997. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 590 orð

Herkúles fer sigurför um heiminn

WALT Disney fyrirtækið gerist æ öflugra í framleiðslu sinni á teiknimyndum í fullri lengd. Um hverja stórhátíð fá litlu börnin okkar að kynnast nýjum hetjum til að dýrka og dá. Um þessi jól er það 35. myndin og fjallar hún um gríska guðinn Herkúles sem þarf að yfirstíga margar þrautir á unglingsárum til þess að vera álitinn hetja af samfélagi sínu, og þar með tekinn í guða tölu. Meira
4. janúar 1998 | Kvikmyndir | 340 orð

Hér kemur Lína langsokkur

Leikstjóri: Waldemar Bergendahl. Byggð á sögu Astrid Lindgren. Tónlist: Anders Berglund. Leikraddir: Álfrún Örnólfsdóttir, Edda Heiðrún Bachman, Örn Árnason, Þórhallur Sigurðsson, Finnur Guðmundsson, Mist Hálfdánardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson o.fl. 1997. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 360 orð

Hver er sinnar gæfu smiður Sigurvegarinn (The Winner)

Framleiðendur: Kenneth Schwenker. Leikstjóri: Alex Cox. Handritshöfundar: Wendy Riss byggt á leikriti hennar "A Darker Purpose". Kvikmyndataka: Denis Maloney. Tónlist: Daniel Licht. Aðalhlutverk: Vincent D'Onforio, Rebecca DeMornay, Richard Edson, Billy Bob Thorton, Delroy Lindo, Michael Madsen, Frank Whaley. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 16. desember. Meira
4. janúar 1998 | Tónlist | 365 orð

Innihaldsríkar tónsmíðar

Rúnar Óskarsson, klarínetta, og Sandra de Bruin, píanó, flytja verk eftir Francis Poulenc, Alban Berg, Olav Berg, Johannes Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Hljóðritun, vinnsla og framleiðsla: Reynir Thor Finnbogason, Jos Vermeulen. Hljóðritað í Maria Minor, Utrecht. Northern Light. 1997 ARSIS classics 97017 Meira
4. janúar 1998 | Tónlist | 640 orð

Í fagurljóma hinnar skapandi andagiftar

Flutt voru verk eftir Brahms og Schubert. Flytjendur voru félagar í Camerarctica ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Þriðjudagurinn 30 desember, 1997. SÍÐUSTU tónleikar ársins voru haldnir sl. þriðjudag í Listasafni Íslands og voru það tónleikar sem átti að halda 2. nóvember. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 41 orð

Íslensk jól í útlöndum

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Ástríður dóttir hennar voru viðstaddar Íslendingamessu í St. Páls-kirkju í Kaupmannahöfn á jóladag. Séra Lárus Guðmundsson, sendiráðsprestur í Danmörku, predikaði og fjöldi Íslendinga mætti til að hlýða á Guðs orð á móðurmálinu. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 449 orð

Í upptökunám í London TÓNLISTARUPPTÖKU

TÓNLISTARUPPTÖKUR hafa sífellt orðið stærri hluti af dagskrám úrvarps og sjónvarpsstöðva. Einar Tönsberg, fyrrum félagi í hljómsveitinni Cigarette, er um þessar mundir í hljóðupptökunámi í London. Hann sagði að upptaka á tónlist væri fyrirferðarmest í þessu námi, en einnig væri komið inn á upptökur á töluðu máli og hljóðúrvinnslu. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Jólakötturinn á þrettándanum

JÓLASÝNING Sögusvuntunar, Jólakötturinn, verður í síðasta sinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi þriðjudaginn 6. janúar, kl. 17. Sýningin er ætluð fyrir börn á aldrinum 3­8 ára og kemur hingað til lands frá Slóveníu. Brúðuleikhúsið í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, sýndi í vor uppsetningu sína á Jólakettinum í Þjóðleikhúsinu. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 95 orð

Jólatónleikar í Húsavíkurkirkju

BARNAKÓR Borgarhólsskóla, Kór Hafralækjarskóla og Karlakórinn Hreimur héldu jólatónleika í Húsavíkurkirkju þriðja dag jóla. Alls voru það um eitt hundað söngvarar frá hinum innstu dölum héraðsins og út að sjó, sem þátt tóku í söngnum. Stjórnendur voru Line Werner, Borgarhólsskóla, og Robert Faulknar, undirleikari var Juliet Faulkner. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Jólatónleikar Karlakórsins Jökuls

KARLAKÓRINN Jökull frá Hornafirði hélt jólatónleika í Djúpavogskirkju sunnudaginn 28. desember. Þetta er annað árið í röð sem karlakórinn Jökull heldur tónleika í nýju kirkjunni. Kórfélögum finnst hljómburður í kirkjunni einstaklega góður og var ákveðið að taka þessa tónleika upp. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 365 orð

LA Confidential sigursæl

"L.A. Confidential" er verðlaunuð hvað eftir annað um þessar mundir. Hún hefur verið valin besta kvikmyndin af National Board of Review, New York Film Critics Circle, og Los Angeles Film Critics Association. Meira
4. janúar 1998 | Bókmenntir | 542 orð

Leiðarvísir að heilbrigðu lífi

Öðlist betri heilsu á 8 vikum eftir Andrew Weil í þýðingu Arngríms Thorlacius, Björns Jónssonar og Örnólfs Thorlacius. Setberg 1997. ANDREW Weil er mörgum Íslendingum að góðu kunnur, því að í fyrra var gefin út eftir hann bókin um Lækningamátt líkamans, sem mun hafa selzt bærilega. Allavega hefur útgáfufyrirtækið Setberg ákveðið að kynna fleiri bækur Weils. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Listafólk framtíðarinnar

LISTAVIKA var haldin fyrir skömmu í félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá var í boði og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Krakkarnir sýndu hæfileika sína á listasviðinu og greinilegt að þar á meðal voru margir upprennandi listamenn sem komu fram. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 402 orð

Ljúfsár tregi

Ær og kýr, geislaplata hljómsveitarinnar Spaða. Hana skipa: Aðalgeir Arason mandólínleikari og söngvari, Anna Hólmfríður Yates söngkona, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Eiríkur Stephensen klarinettleikari, Guðmundur Guðmundsson gítarleikari, Guðmundur Ingólfsson bassaleikari og söngvari, Guðmundur Pálsson fiðlu- og munngígjuleikari og söngvari, Guðmundur Andri Thorsson söngvari, Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 296 orð

Nýjar bækur 16 SÖNGLÖG

16 SÖNGLÖG geyma þau einsöngslög Jórunnar Viðar sem hún vill láta frá sér fara. Jórunn er löngu landsþekkt fyrir lög sín, hvort sem um er að ræða einsöngslög eða kórverk, en af einsöngslögunum nægir að nefna lög eins og Únglíngurinn í skóginum, Vort líf, Gestaboð um nótt og Það á að gefa börnum brauð, Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 44 orð

Ólafur Már sýnir í Mosfellsbæ

ÓLAFUR Már sýnir myndverk á veitingastaðnum Álafoss Föt Best í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru 17 verk unnin á árinu 1997 og er viðfangsefnið fólk á ferð í íslensku landslagi. Sýningin er opin þegar veitingarstaðurinn er opinn og stendur út janúar. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Rómantísk gifting

BRESKA leikkonan Helen Mirren, sem hefur oft sagst vera andstæðingur hjónabandsins, gekk í það heilaga á gamlársdag með bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Taylor Hackford. Athöfnin fór fram í lítilli skoskri þorpskirkju við kertaljós á 53. afmælisdegi Hackford og klæddist brúðguminn skotapilsi en brúðurinn var í kremlitaðri dragt. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 319 orð

Sannleikurinn falinn Náið samband (Intimate Relations)

Framleiðandi: Boxer Films/Paragon Entertainment. Leikstjóri og handritshöfundur: Philip Goodhew. Kvikmyndataka: Andrés Garréton Tónlist: Lawrence Shragge. Aðalhlutverk: Julie Walters, Rupert Graves og Laura Sadler. 99 mín. Bretland. 20th Century Fox/Skífan. Útgáfud.: 17. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Sigríður Björnsdóttir sýnir í Svíþjóð

NÝLEGA lauk í Stokkhólmi sýningu á olíumálverkum Sigríðar Björnsdóttur sem var í boði Menningar- og listanefndar "Sveriges Kommunal Tjanstemäns Förbund", SKTF. Sýningin var haldin í galleríi sem SKTF rekur í stórhýsi sínu við Kungsgatan í miðborg Stokkhólms. Sigríður sýndi 39 olíumálverk með þemanu "ljósaskipti og birta sumarnæturinnar í íslensku landslagi". Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Sir Elton Hercules John

SÖNGVARINN Elton John var meðal þeirra 25 sem veitt var riddaranafnbót síðasta miðvikudag en það var forsætisráðherra Bretlands Tony Blair sem tilkynnti hverjir yrðu heiðraðir að þessu sinni. Elton sagðist ákaflega ánægður með þann heiður sem honum væri sýndur en hann var útnefndur vegna framlags síns til tónlistarinnar og góðgerðarmála. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 122 orð

Tímarit 4. HEFTI í ritröðinni Mannlíf og saga

4. HEFTI í ritröðinni Mannlíf og saga í Þingeyrar­ og Auðkúluhreppum hinum fornu er komið út. Meðal efnis er bréf frá séra Sigurði Jónssyni á Rafnseyri, föður Jóns forseta, sem aldrei hefur birst áður. Einungis örfá sendibréf eru til frá hendi séra Sigurðar. Meira
4. janúar 1998 | Bókmenntir | 923 orð

Tímarit í góðu jafnvægi

ÓVÍÐA er meiri kyrrð og ró en í íslenskum menningartímaritum enda eru flest þeirra orðin ráðsett vel. Að sönnu sakar hæfileg festa slík rit ekki enda þótt stundum biðji menn um ofurlítinn útsynning til brjóta upp lognmolluna. Tímarit Máls og menningar fjórða hefti 1997 ber alla eðliskosti slíkrar kyrrðar og auk þess gætir ritstjóri þess að gott jafnvægi sé milli efnisþátta. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 815 orð

Tónar andartaksins

BURTFARARTÓNLEIKAR Óskars frá Tónlistarskóla FÍH þann 7. maí sl. voru óvenjulegir að því leiti að þar lék hann eingöngu frumsamin verk. Á nýju geislaplötunni er að finna fimm þessara verka auk tveggja eldri og eins splunkunýs verks. Meira
4. janúar 1998 | Menningarlíf | 642 orð

Útlitið skiptir máli Tenórsöngvarinn José Cura hefur vakið mikla athygli á liðnu ári og þakkar það ekki síst útliti sínu og

ARGENTÍNSKI tenórinn José Cura er ófeiminn við að viðurkenna að útlitið hafi ekki spillt fyrir honum. Það er þó ljóst að hann hefur ýmislegt fleira til brunns að bera en snoturt útlit, en fyrir skemmstu kom fyrsti geisladiskurinn með söng hans út hjá Erato-útgáfunni. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 168 orð

Versace-málinu lokið

LÖGREGLAN í Miami Beach í Flórída hefur formlega lokið rannsókn sinni á morðinu á ítalska fatahönnuðinum Gianni Versace sem var myrtur 15. júlí á síðasta ári. Að sögn lögreglustjórans Richard Barreto er Andrew Cunanan gefið að sök að hafa myrt Versace en ástæða verknaðarins er það eina sem lögreglan hefur ekki enn getað upplýst. Cunanan framdi sjálfsmorð um borð í húsbáti skammt frá morðstaðnum Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 226 orð

Þjóðargersemar í geymslu EITT af verkefnum Bókasaf

EITT af verkefnum Bókasafns Bandaríkjaþings er að varðveita kvikmyndaarf landsins. Fyrir tæpum tíu árum hófst skipulagt val á þeim kvikmyndum sem taldar eru þjóðargersemar og fá sem slíkar sérstaka meðferð, enda kvikmyndavarðveisla dýr. Tvö hundruð kvikmyndum hefur þegar verið safnað saman undir yfirskriftinni "National Film Registry". Nýverið bættust 25 myndir í hópinn. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 231 orð

(fyrirsögn vantar)

Góð myndbönd Konan frá vatni hinna ilmandi sála (Woman from the Lake of Scented Souls) Gífurlega sorgleg mynd um hamingjuleysi og vonleysi tveggja ólíkra kvenna. Aðall þessarar myndar er stórkostlegur leikur tveggja aðalleikkvennanna og frábært handrit. Meira
4. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 351 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið22.20 Þetta er frumsýning hérlendis á frönsk/hollensku myndinni Gyðingabörnin (La colline aux mille enfants '94), sem viðist frekar forvitnileg að óséðu. En veldur sá sem á heldur og ekkert að finna um hana þó leitað sé í krókum og kimum alnetsins. Kynningin lofar athyglisverðri sýningu. Meira

Umræðan

4. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Guðs kristni í heimi

ÞAÐ ER staðreynd, að um þessar mundir ár hvert vaknar andi heimsbyggðarinnar. Jafnvel í löndum þar sem Jesús Kristur er ekki almennt viðurkenndur sem sonur Guðs og Frelsari mannkyns, eru þessi áhrif merkjanlega til staðar; það virðist nægja, að einhver þjóð sé Honum hliðholl, til þess að sú vakning eigi sér stað. Meira
4. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 223 orð

R-listinn, hvað næst?

HVAÐ dettur R-listanum næst í hug, hugsaði ég þegar vinur minn einn sem býr í leiguíbúð hjá Reykjavíkurborg sagði mér að hann mætti eiga von á því að leigan hækkaði um helming þann 1. júlí næsta ár. R-listinn hefur selt Félagsbústöðum hf. leiguíbúðir borgarinnar og er kaupverðið 4 milljarðar og þessir 4 milljarðar dreifast á allar íbúðirnar sem voru flestar skuldlausar fyrir. Meira

Minningargreinar

4. janúar 1998 | Minningargreinar | 679 orð

Anders Huldén

Anders Huldén var ekki fyrsti sendiherra Finnlands í Reykjavík. Hann var annar í röðinni þeirra fjögurra finnsku sendiherra sem hér hafa starfað. En að mörgu leyti var eins hann hann væri sá fyrsti. Þegar hann kom 1985 var allt í einu kominn maður sem frá upphafi vissi hvað hann vildi, tók nýja stefnu og skipti um gír. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 1348 orð

Anders Huldén

Mitt á jólaföstunni barst frá Finnlandi frétt um að Anders Huldén, fyrrum sendiherra Finna á Íslandi hafi látist 11. desember á sjúkrahúsi í Borgå, 73 ára að aldri. Andlát Anders kom á óvart, en þó samt ekki svo mjög, því að nokkur ár eru síðan hann fékk blóðtappa. Áhyggjur Anders beindust þá að því að hafa ekki nægilegan tíma fyrir sig, því að næsti blóðtappi gæti reynst örlagafullur. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 120 orð

ANDERS HULDÉN

ANDERS HULDÉN Anders Huldén fæddist í Jakobstad í Austurbotni í Finnlandi 16. júlí 1924. Hann lést á sjúkrahúsi í Borgå 11. desember síðastliðinn. Hann lauk pol. mag. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 610 orð

Ellert B. Schram

Á sjötta og sjöunda áratugnum sat mikið einvalalið í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Björgvin faðir minn var formaður en með honum völdust og sátu menn, sem hver um sig hafa skráð nafn sitt í sögu knattspyrnunnar. Guðmundur Sveinbjörnsson frá Akranesi, Ragnar Lárusson, Sveinn Zoega, Axel Einarsson, Ingvar Pálsson og Jón Magnússon. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 989 orð

Guðjón Sigfússon

Á jóladagsmorgun kvaddi þennan heim minn kæri vinur og samferðamaður á lífsleiðinni, Guðjón Sigfússon. Með honum er genginn sá maður sem ég hef ævinlega sett við hlið foreldra minna, svo kær var hann mér og hugþekkur, allt frá bernsku minni. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 611 orð

GUÐJÓN SIGFÚSSON

GUÐJÓN SIGFÚSSON Guðjón Sigfússon var fæddur í Egilsstaðakoti í Flóa 14. febrúar 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Benóní Vigfússon, f. á Kirkjubæjarklaustri 22.2. 1868, d. í Reykjavík 16.7. 1948, og Gróa Gestsdóttir, f. í Geldingaholti í Hreppum 11.11. 1874, d. í Reykjavík 7. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Jóhanna hans Braga er fallin frá í blóma lífsins. Ég vil í nokkrum orðum minnast konu sem mér og minni fjölskyldu þótti afar vænt um. Mikill er missirinn að Jóhönnu, þar fór hjartahlý kona sem fyrst og fremst hugsaði um aðra og vildi allt fyrir aðra gera sem í hennar valdi stóð. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Gunnar Guðsteinn Óskarsson

"Þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Það get ég sagt um Gunnar vin minn sem hvarf héðan allt of fljótt. Mennirnir álykta en guð ræður. Gunnari kynntist ég í desember árið 1994 er hann kom til þess að gerast vetrarmaður á Melgraseyri hjá Snævari þann vetur og veturnir urðu tveir aðrir. Á sumrin vann hann í fiskeldisstöðinni á Nauteyri. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 540 orð

Gunnar Guðsteinn Óskarsson

Á borðinu mínu liggur hvítt umslag. Þetta er jólakort til vinar og sveitunga. Það er allt í lagi þó kominn sé 22. desember. Viðtakandinn er á næsta bæ og ein póstferð eftir. En seint um kvöldið berst símhringing um bæinn og frétt um slys ­ dauðsfall. Litla kortið verður ekki sent, því sá er kveðjuna átti að fá er horfinn okkur ­ í bili. Og allt verður svo undarlegt við þessa frétt. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 507 orð

Gunnar Guðsteinn Óskarsson

Deyr fé, Deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Í dag kveð ég ljúfan vin minn, þúsundþjalasmiðinn Gunnar Guðstein Óskarsson. Hann Gunnar er látinn, hann var kallaður á annað tilverustig í lok jólaföstu þegar við vorum að ljúka jólaundirbúningi. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Gunnar Guðsteinn Óskarsson

Síminn hringdi nánast um leið og ég var að fara út úr dyrunum og í bæinn til að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn og mér var tilkynnt um að hann Gunnar bróðir minn hefði lent í slysi, slysi sem hann lifði ekki af. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 166 orð

GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON

GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON Gunnar Guðsteinn Óskarsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 16. janúar 1948. Hann lést af slysförum hinn 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Guðsteinsdóttir, f. 10.8. 1927, og Óskar Jensen, f. 16.4. 1923, d. 14.3. 1975. Gunnar átti fjögur systkini: 1) Erlín, f. 12.1. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Hans Kr. Eyjólfsson

Við sem unnum á Tjaldanesheimilinu fyrir nokkrum árum munum vel eftir þeim hjónum Hans Kr. Eyjólfssyni og konu hans Ólöfu Jónsdóttur. Dóttursonur þeirra, Kristinn Már, býr á Tjaldanesi og komu þau hjónin oft til að heimsækja Kidda, og raunar alla piltana sem þar bjuggu. Þegar hjónin óku í hlaðið var Kiddi vanur að kalla "afi Hansi og amma Lóa!" og rétt á eftir tók allur skarinn undir. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 206 orð

Hans Kr. Eyjólfsson

Sumarmorgunn. Sólin lítur við, og sér að þú ert hér. Kaffiilmur. Kannski er sopi með af kærleika frá þér. Kvöld um vetur vindur þú þér burt og veist samt ekki hvert. Lóusöngur læðist eins og vor og hvíslar hvar þú ert. (Sigurður Ingólfsson. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Hans Kr. Eyjólfsson

Nú kveðjum við öðlinginn hann afa, besta vin og riddara manngæskunnar, hinn dáða dreng. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 255 orð

HANS KR. EYJÓLFSSON

HANS KR. EYJÓLFSSON Hans Kr. Eyjólfsson fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði 15. okt. 1904. Hann lést á Droplaugarstöðum 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Hansdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson, sem bjuggu í Bjarneyjum. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 774 orð

Haraldur Þór Jónsson

Þegar hátíð ljóss og friðar var í nánd og jólaljósin skinu sem skærast kvaddi Haraldur Þór, eða Halli eins og hann var alltaf kallaður, þetta líf og hélt til nýrra heimkynna þar sem honum hefur áreiðanlega verið vel tekið. Síðustu mánuðir höfðu verið honum erfiðir í baráttunni við illvígan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli, aðeins 59 ára gamlan. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Haraldur Þór Jónsson

Elsku Halli frændi. Það er sárt að skrifa þér þessi kveðjuorð nú á þessum tíma sem þú varst sem mestur hluti af lífi okkar. Jólin í huga okkar allra eru rammlega tengd þér, elsku frændi. Þú varst með okkur á aðfangadag svo lengi sem við munum eftir okkur og sást til þess að jólin færu hátíðlega fram. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Haraldur Þór Jónsson

Fyrir hönd Kennarafélags Kennaraháskólans vil ég minnast starfsfélaga okkar Haraldar Þórs Jónssonar með nokkrum orðum. Hann hefur þjónað okkur dyggilega sem baðvörður í íþróttahúsi skólans um árabil. Haraldur var einlægur, hlýr og jákvæður maður. Hann tók ævinlega brosandi á móti okkur þegar við komum í íþróttahúsið. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 655 orð

Haraldur Þór Jónsson

Ég hrökk við þegar mér barst andlátsfrétt vinar míns Haralds Þórs Jónssonar sem mér er tamara að kalla Halla. Þessi frétt kom mér ekki á óvart, þar sem hann var búinn að berjast hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm í eitt og hálft ár. Ég heimsótti Halla á sjúkrahúsið þegar ég skrapp heim í lok september. Þá var mér illa brugðið að sjá hvað honum hafði farið aftur á aðeins tveimur mánuðum. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 209 orð

HARALDUR ÞÓR JÓNSSON

HARALDUR ÞÓR JÓNSSON Haraldur Þór Jónsson fæddist í Vík í Mýrdal 28. maí 1938. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 18. desember síðastliðinn. Foreldrar: Jón Guðmundsson, skósmiður, f. 9.4. 1904, d. 6.3. 1941, og kona hans Þórhildur María Hálfdánardóttir, f. 13.6. 1907, d. 29.11. 1954. Þau bjuggu í Vík. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 440 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Minningin um Hjördísi Þórarinsdóttur verður mér ætíð ljúf því hún var alltaf kát og hress og mikil atorkukona. Ég man hana fyrst er ég tengdist henni og kom sem ung stúlka í heimsókn á heimili hennar á Patreksfirði, í litla húsið Hliðskjálf sem hún og maður hennar Guðmundur bjuggu í ásamt stórum barnahóp sínum og tengdaforeldrum. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR Hjördís Þórarinsdóttir var fædd á Rauðsstöðum í Arnarfirði 30. maí 1918. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram 3. janúar. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 127 orð

Jóhanna Stefánsdóttir

Með söknuði og eftirsjá kveðjum við kæra félagskonu, Jóhönnu Stefánsdóttur, er lést á Þorláksmessu. Jóhanna gekk í Thorvaldsensfélagið árið 1951. Hún var mikil og góð félagskona, sótti vel fundi og starfaði af áhuga fyrir félagið sitt á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Jóhanna var m.a. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Jóhanna Stefánsdóttir

Mig langar að minnast Jóhönnu Stefánsdóttur en hún var gift móðurbróður mínum, Jóni Birni Elíassyni skipstjóra. Hanna hefur verið hluti af fjölskyldu minni alla mína tíð. Ég minnist heimsókna á heimili þeirra, fyrst í húsi þeirra á Sólbergi og síðar á Bárugötu. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 223 orð

Jóhanna Stefánsdóttir

Nú er hún elsku amma okkar farin, farin til Guðs eins og hún sagði sjálf við okkur þegar við spurðum sem börn, hvert við færum eftir dauðann. Hún amma okkar átti langa og viðburðaríka ævi, og við erum henni þakklátir fyrir að hafa fengið að fylgja henni stuttan spöl á hennar lífsferli. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Jóhanna Stefánsdóttir

Elsku amma. Undanfarna daga hafa óhjákvæmilega rifjast upp alls kyns minningar um allar þær samverustundir sem við áttum saman. Í mínum huga varst þú ekki bara hin hefðbundna amma því þú varst líka góður félagi og vinur. Til dæmis er það nánast óskiljanlegt hvernig þú hafðir þolinmæði í að spila við okkur bræðurna á Bárugötunni. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 277 orð

JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR

JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR Jóhanna Stefánsdóttir var fædd á Fossi í Suðurfjörðum við Bíldudal 13. mars 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Hannesdóttir og Stefán Kristjánsson, sjómaður, bæði ættuð frá Snæfellsnesi. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Jóhann Frímann Hannesson

Með sólskinsfána úr suðurátt, á silfurbryddum skóm nú fer að vor með fiðluslátt, hinn frjálsa, bjarta hljóm, og ríki ljóssins hrósar hátt hvert hljóðlátt jarðarblóm. (Jakob Thorarensen.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug, er ég minnist vinar míns Jóhanns Frímanns Hannessonar. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Jóhann Frímann Hannesson

Með örfáum orðum viljum við kveðja kæran móðurbróður okkar, Jóhann Frímann Hannesson, sem andaðist 19. des. sl. Jói, eins og hann var ávallt kallaður, var yngstur móðursystkina okkar, en móðir okkar elst. Hún andaðist 1988. Mikil samskipti voru milli systkinanna og enn meiri eftir að Jói og Freyja fluttu til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 210 orð

JÓHANN FRÍMANN HANNESSON

JÓHANN FRÍMANN HANNESSON Jóhann Frímann Hannesson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu 18. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svava Þorsteinsdóttir, f. 2. júlí 1891, d. 28. jan. 1973, og Hannes Ólafsson, f. 1. sept 1890, d. 5. júní 1950. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Jóhann Tryggvason

Jóhann Tryggvason Jóhann Tryggvason var fæddur á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 20. janúar 1916. Hann lést í London 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannsson bóndi (d. 1971) og kona hans Soffía Stefánsdóttir (d. 1963).Jóhann kvæntist árið 1938 eftirlifandi eiginkonu sinni, Klöru Símonsen (f. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 1154 orð

Jóhann Tryggvason

Jóhann Tryggvason tónlistarkennari hafði átti við heilsubrest að stríða um nokkurt skeið fyrir andlát sitt. Jóhann var afar minnisstæður þeim sem honum kynntust. Hann var fremur lágvaxinn, þéttur á velli og kvikur í hreyfingum og einstaklega fjörlegur. Gáfurnar voru leiftrandi, minnið traust og áhuginn og sjóndeildarhringurinn víðfeðmur. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Jónína Magnúsdóttir

Það er ekki alveg auðvelt að mæla eftir hana Jónu, tengdamóður mína. Hún hét reyndar Jónína Magnúsdóttir og fæddist í Reynisdal í Mýrdal 23. jan. 1907 og missti móður sína á fyrsta ári. Ólst svo upp á Giljum í sömu sveit hjá ömmu sinni og afa í góðu yfirlæti uns hún giftist 1930 Jóni Pálssyni frá Litlu- Heiði, fv. mælingafulltrúa. Þau fluttu til Víkur í Mýrdal og bjuggu þar 1931-1945. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 157 orð

JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR

JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR Jónína Magnúsdóttir, húsfreyja, fæddist í Reynisdal í Mýrdal 23. janúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Finnbogason, bóndi, Reynisdal, f. 20. desember 1874, d. 11. janúar 1959, og k.h. Guðrún Jónsdóttir, f. 20. ágúst 1879, d. 30. júlí 1907. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Jón Magnússon

Með eins árs millibili hafa tveir af heiðursfélögum Knattspyrnufélagsins Fram fallið frá. Þetta eru þeir Lúðvík Þorgeirsson kaupmaður í Lúllabúð, sem lézt í desember 1996, en hann var formaður Fram 1935-37, og Jón Magnússon, sem lézt annan dag jóla sl., en hann var formaður félagsins 1938-39 og síðar 1960-61. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 146 orð

JÓN MAGNÚSSON

JÓN MAGNÚSSON Jón Magnússon fæddist á Bjarnastöðum á Álftanesi 17. janúar 1911. Hann lést á Sólvangi annan jóladag, 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þorsteinsson og Margrét Einarsdóttir. Jón ólst upp á Álftanesi og síðar í Hafnarfirði. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Ninna Björk

Hún Ninna frænka er dáin. Hún Ninna, sem ég kallaði fóstursystur þótt ég væri ekki fædd þegar hún fór frá foreldrum mínum suður til móður sinnar. Hún var vissulega meiri fóstursystir systra minna, sem voru á líkum aldri og hún. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar Ninna var að koma norður á sumrin. Hún kom með bjarta brosið sem fylgdi henni alla tíð. Þá var hátíð í bæ þegar Ninna var komin. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 695 orð

Ninna Björk

Faðir Ninnu lést þegar hún var tæplega tveggja mánaða og fór hún þá til afa síns og ömmu í Vesturhópshólum. Þar var þá móðir okkar, Sigríður Jónsdóttir, til heimilis hjá foreldrum sínum og Péturs, föður Ninnu. Þegar móðir okkar giftist Guðmundi Guðmundssyni á Þorfinnsstöðum og fluttist þangað tók hún Ninnu með sér, en hún var þá á öðru ári. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 201 orð

NINNA BJÖRK

NINNA BJÖRK Ninna Björk (f. Jóninna Pétursdóttir) fæddist að Urðarbaki í Þverárhreppi, Vestur-Húnavatnssýslu hinn 28. janúar 1923. Hún lést í Täby í Svíþjóð hinn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar: Láretta Stefánsdóttir, f. á Litlu- Ásgeirsá í Víðidal, og maður hennar Pétur Jónsson frá Vesturhópshólum í Þverárhreppi. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 603 orð

Sigríður Kristín Sumarliðadóttir

Elskuleg amma mín er látin. Símtalið með fréttinni setti mig hljóða. Augun fylltust tárum, hjartað af ólýsanlegum tómleika og sorg. Fyrsta ósjálfráða hugsunin var ­ "en þú lofaðir..." Minningarnar þutu um hugann í óteljandi myndum, og staðdæmdust við litla telpu í fangi ömmu sinnar, hvíslandi í heitum ástríkum faðmi: "Amma, lofaðu mér að deyja aldrei ­ þú ert svo góð. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Sigurgeir Jóhannsson

Í svartasta skammdeginu þegar landsmenn höfðu tendrað ótal ljós slokknaði þitt. Ég mun aldrei gleyma þeirri stund er ég sá þig fyrst. Ég var tíu ára og var að koma til þín og Guðrúnar í Bakkakotið til sumardvalar. Ég var með hnút í maganum, spennt yfir því að fá loksins að kynnast sveitalífinu. Þú varst hár og tignarlegur og frá fyrstu kynnum bar ég djúpa virðingu fyrir þér. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 782 orð

Sigurgeir Jóhannsson

Sigurgeir var eðlisgreindur maður. Nám hans í skóla var aðeins í frumstæðum farskóla sveitarinnar. Hann fylgdist jafnan vel með félagslegum breytingum í þjóðfélaginu og fylgdi þeim málum sem hann taldi til heilla. Á uppvaxtarárum hans átti ungmennafélagshreyfingin sterk ítök í æskulýð sveitanna. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 114 orð

Sigurgeir Jóhannsson

Mig langar með þessum fátæklegu orðum að þakka Sigurgeiri fyrir öll góðu sumrin og allan annan tíma sem ég átti með honum og ömmu í yndislegu sveitinni þeirra. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að dvelja hjá þeim. Mér fannst alltaf gaman að fá að vera í kringum skepnurnar og í sveitalífinu. Og það var hjá þeim sem áhugi minn á hestamennsku kviknaði, en Sigurgeir var mikill hestamaður. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURGEIR JÓHANNSSON

SIGURGEIR JÓHANNSSON Sigurgeir Jóhannsson var fæddur í Bakkakoti í Meðallandi 26. nóvember 1918. Hann lést í bílslysi 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju í Meðallandi 3. janúar. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Þórður G. Jónsson

Elsku frændi. Það verður mjög skrítið að geta ekki skroppið af og til í heimsókn í sveitina og fundið kyrrðina og friðinn sem alltaf einkenndi andrúmsloftið hjá þér. Mitt fyrsta heimili var einmitt í Miðfelli hjá ykkur Þóru og Jóni langafa og var það fyrstu þrjá mánuðina, síðan vorum við með annan fótinn hjá ykkur. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Þórður G. Jónsson

Sælir eru hógværir því þeir munu landið erfa. Þessi orð, ein af upphafsorðum fjallræðunnar, eiga einkanlega vel við þegar minnast skal Þórðar Jónssonar í Miðfelli. Hann kom fram á kurteisan og hógværan hátt og laus við allar orðræður. Við vorum svo lánsamar að fá að kynnast honum hin síðari ár er við réðumst til hans sem heimilishjálp. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 612 orð

Þórður G. Jónsson

Hann virtist hafa unnið sigur á veikindum er gerðu vart við sig fyrir nokkrum vikum. Leiðin lá heim að Miðfelli, en áður en hann hélt austur fyrir fjall vildi hann skoða tvær kirkjur, Hallgrímskirkju og Grafarvogskirkju. Kirkjurnar voru skoðaðar og sýndist mér að Þórður, sem var í lífinu mikill atorku- og dugnaðarmaður, hafa náð sér af þeim veikindum er hann háði baráttu við. Meira
4. janúar 1998 | Minningargreinar | 121 orð

ÞÓRÐUR G. JÓNSSON

ÞÓRÐUR G. JÓNSSON Þórður G. Jónsson var fæddur 16. október 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Selfoss 8. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðfinnu Andrésdóttur og Jóns Þórðarsonar, bónda á Miðfelli í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Börn þeirra hjóna voru fimm, þau voru: Þóra, Helga, Þórður, Steinunn og Þórður. Meira

Viðskipti

4. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Andúð á samruna banka í Sviss

TVEIR svissneskir bankar hafa mætt andúð með fyrirætlunum um að sameinast í næststærsta banka heims og segja 13,000 manns upp störfum, þar af 7,000 í Sviss. Fyrirhugaður samruni Union bankans (UBS) og Swiss Bank (SBC) sem tilkynntur var seint á síðasta ári,hefur vakið ugg um að fyrirtæki muni vinna gegn hagsmunum venjulegra borgara. Meira
4. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Dóttursonur Giannis Agnellis fær sæti í stjórn Fiat

FIAT-ættin, sú voldugasta í atvinnulífi Ítalíu, hefur valið dótturson ættföðurins Giannis Agnellis fulltrúa hagsmuna sinna í stjórn bifreiðaframleiðandans Fiat. Fiat sagði í yfirlýsingu að John Elkann, elzti sonur dóttur Agnellis, Margherita, og fyrsta eiginmanns hennar, Alains Elkanns, mundi taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Meira

Daglegt líf

4. janúar 1998 | Bílar | 290 orð

1937 JAGUAR

SÍÐARI heimsstyrjöldin leiddi ekki aðeins illt eitt af sér. Upp úr heimsátökunum varð til bíll sem átti sér sérkennilega sögu. Englendingurinn William Lyons átti og rak lítið fyrirtæki, Swallow Coach Building Company, og hafði sex menn í vinnu við að smíða hliðarvagna fyrir vélhjól. Síðar hóf hann smíði sérstakra yfirbygginga á litla bíla sem komu á markað 1923. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 1037 orð

Avensis - verðugur arftaki Carina

KOMINN er á markaðinn nýr bíll frá Toyota sem leysir Carina E bílinn af hólmi í stærri millistærðarflokki. Bíllinn heitir Avensis og er kominn á göturnar hér á landi í þremur útfærslum, þ.e. stallbakur, hlaðbakur og langbakur, sem á verðlistum heita sedan, liftback og wagon. Í boði eru þrjár bensínvélar og tveggja lítra dísilvél er væntanleg innan tíðar. Meira
4. janúar 1998 | Ferðalög | 596 orð

Á Brettinu í Nuukslær púlsveiðimanna-samfélagsins

ÞAÐ er ávallt mikið af mat á boðstólum á Brettinu í Nuuk á Grænlandi, veiðibráð þar sem hvert gramm af selnum er nýtt til matar, fuglinn reyttur og allt verður að gagni. Fólkið er hlédrægt en iðið, þarna er fólkið sem vinnur hörðum höndum fyrir brauði sínu, fólkið sem býr við óvissu veiðimennskunnar en um leið fólkið sem fær milliliðalaust árangur, gleði og lífsfyllingu af starfi sínu. Meira
4. janúar 1998 | Ferðalög | 245 orð

Á gönguskíðum um Grænland

ÞAÐ styttist í Arctic Circle Race 1998, en þessi skíðagöngukeppni á vesturströnd Grænlands verður haldin í annað skiptið dagana 23.-30. mars nk. Um er að ræða 160 kílómetra langa skíðagöngu sem skipuleggjendur keppninnar segja þá erfiðustu í heimi. Þeir hafa í samráði við Ferðamálaráð Grænlands boðið skíðagöngumönnum alls staðar að úr heiminum til leiks. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 85 orð

Bílasala jókst um fjórðung á árinu

ALLT bendir til þess að sala á nýjum fólksbílum verði fjórðungi meiri á þessu ári en því síðasta. Frá 1. janúar til 24. desember sl. höfðu selst 10.093 bílar en allt árið í fyrra seldust 8.042 bílar. Þetta er 25,5% söluaukning milli ára. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 297 orð

Franska byltingin

UM næstu áramót hyggst PSA samsteypan, (Peugeot/Citroën), setja á markað tvo nýja smábíla og Renault áætlar að kynna arftaka Twingo, jafnt tveggja sem fernra dyra. Jean-Martin Folz, sem tók við af Jacques Calvet sem yfirmaður PSA í byrjun október, bauð um 300 yfirmönnum til viðræðna um styrk og veikleika merkjanna tveggja. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 87 orð

Fyrstu lággólfsvagnar SVR

HEKLA hf. hefur samið við Strætisvagna Reykjavíkur um sölu á tíu lággólfsvögnum og tveimur liðvögnum af Scania gerð. Þetta eru fyrstu lággólfsvagnarnir sem SVR eignast. Auk þess að vera lágt byggðir leggjast þeir niður þegar farþegar stíga upp í vagnana á stoppistöðvum. Þeir eru á loftpúðafjöðrun og auðvelt að hækka og lækka þá. Meira
4. janúar 1998 | Ferðalög | 220 orð

Haraldur Þór Jónsson

Fyrir hönd Kennarafélags Kennaraháskólans vil ég minnast starfsfélaga okkar Haraldar Þórs Jónssonar með nokkrum orðum. Hann hefur þjónað okkur dyggilega sem baðvörður í íþróttahúsi skólans um árabil. Haraldur var einlægur, hlýr og jákvæður maður. Hann tók ævinlega brosandi á móti okkur þegar við komum í íþróttahúsið. Meira
4. janúar 1998 | Ferðalög | 1854 orð

Misskilin borgmeð litríka sögu Mílanó á Norður-Ítalíu er ein af nútímalegustu borgum Ítalíu. Hildur Einarsdóttirdvaldi í

ÞEGAR Mílanóborg ber á góma er algengt að heyra upphrópanir eins og: "Æ, Mílanó er bara skítug iðnaðarborg!" Þarna finnst mér borginni gert rangt til. Satt er það að yfir Mílanó liggur hjúpur mengunar en hún er stærsta iðnaðar- og verslunarborg Ítalíu. Það gleymist í umræðunni að Mílanó á sér litríka sögu sem hefur mótað hana í núverandi mynd sem að mínu mati er heillandi. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 521 orð

Mörgtækií einu

EITT óvenjulegasta bíltækið á markaðnum er svokallað Mobile Media frá Alpine. Tækið er flutt inn af Nesradíó og hefur verið sett í bíl hérlendis. Í raun er um að ræða útvarpstæki með möguleika á tengingu við geislaspilara, sjónvarp og leiðsögutæki. Tækið sjálft lætur lítið yfir sér og fellur inn í mælaborðið þar sem útvarp hefði annars verið sett. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 533 orð

Sérhannaðurí óvissuferðirá fjöllum

FJALLATRUKKURINN Galdra- Loftur er af gerðinni MAN og keypti Ástvaldur Óskarsson hann frá Þýskalandi í fyrra. Galdra-Loftur er ekki síður jöklarúta en fjallatrukkur því hann er á stórum hjólbörðum sem gera hann dugandi í snjó og kannski nánast hvaða færi sem er. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 138 orð

Technas - jeppi 21. aldar

MITSUBISHI hefur kynnt nýstárlegana bíl sem kallast Techans og er útfærsla japanska framleiðandans á jeppa framtíðarinnar fyrir borgarbúann. Technas er óvenjulegur að innan. Sætin eru í reynd aðeins stálpípur sem klæddar eru leðurbótum en engu að síður eru hliðarbelgir í framsætunum. Meira
4. janúar 1998 | Bílar | 503 orð

Væntanlegir bílar

Smábílar Ford Ka SRI, aflmeiri útfærsla. Kemur vorið 1998. Fiat Cinquecento, ný kynslóð væntanleg seint á árinu 1998. Nýr Mini, kemur á markað árið 2000. Peugeot 206, nokkru stærri en 106. Kemur árið 1998. Renault Clio, alveg nýr bíll. Kemur seint á árinu 1998. Meira

Fastir þættir

4. janúar 1998 | Dagbók | 3119 orð

APÓTEK

»»» Meira
4. janúar 1998 | Í dag | 69 orð

ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 5. janúar, verður sextug

ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 5. janúar, verður sextugur Halldór Þorgils Þórðarson, bóndi á Breiðabólstað og skólastjóri Tónlistarskólans í Dalasýslu. Eiginkona hans er Ólafía Bjarney Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi. Þau hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
4. janúar 1998 | Dagbók | 627 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. janúar 1998 | Í dag | 337 orð

"Einstaklingsklúbburinn" SÍÐLA sumars eða í haust birtist í

SÍÐLA sumars eða í haust birtist í Morgunblaðinu grein um að stofnaður hefði verið klúbbur fyrir einhleypinga/ógift fólk. Nafn klúbbsins var að því er mig minnir "Einstaklingsklúbburinn" og forsprakki hans Pétur. Ég hef reynt að hafa uppi á þessum klúbbi án árangurs. Ef einhver getur gefið frekari upplýsingar væri það vel þegið. M.B. Meira
4. janúar 1998 | Fastir þættir | 65 orð

Reykjavíkurprófastsdæmin.

Reykjavíkurprófastsdæmin. Hádegisverðarfundur presta verður í Bústaðakirkju mánudaginn 5. janúar. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10­12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20 í kvöld. Kópavogskirkja. Meira
4. janúar 1998 | Fastir þættir | 244 orð

Tamningamenn vilja fetið í kynbótadóma

TAMNINGAMENN vilja að tekið verði upp fet í kynbótadómum en áskorun þess efnis að Bændasamtök Íslands beiti sér fyrir þessu var samþykkt á aðalfundi Félags tamningamanna sem haldinn var á laugardag. Tillagan var borin upp af þeim Eyjólfi Ísólfssyni, Sigurbirni Bárðarsyni, Benedikt Þorbjörnssyni og Reyni Aðalsteinssyni sem allir hafa hlotið meistaragráðu félagsins. Meira
4. janúar 1998 | Í dag | 525 orð

ÝTT ÁR, árið 1998, er gengið í garð. Gamla árið, ári

ÝTT ÁR, árið 1998, er gengið í garð. Gamla árið, árið 1997, hefur kvatt. Það var gott ár, bæði veðurfarslega og þjóðhagslega. Fyrir hundrað árum kvaddi annað ár, árið 1897. Það blés mönnum þor í brjóst í ljóðum góðskáldanna Einars Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar, sem þetta ár gáfu báðir út sínar fyrstu bækur. Meira
4. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

ÞESSAR stúlkur söfnuðu 7.100 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita:

ÞESSAR stúlkur söfnuðu 7.100 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita: Guðný Ragna Ragnarsdóttir, Freyja Þórsdóttir og Arna S. Þórsdóttir. Á myndina vantar Hallveigu Ólafsdóttur. Meira
4. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

ÞESSIR hressu strákar söfnuðu 3.774 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þei

ÞESSIR hressu strákar söfnuðu 3.774 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita: Ingi Davíð Ragnarsson, Þorleifur Guðni Magnússon, Eggert Freyr Pétursson og Finnbogi Karl Bjarnason. Meira

Íþróttir

4. janúar 1998 | Íþróttir | 1029 orð

Leikstíl, sem fá lið hafa náð að stöðva

PHIL Jackson, þjálfari Chicago Bulls, var nýlega í viðtali hjá ESPN íþróttasjónvarpsstöðinni. Bulls-liðið hefur unnið fimm meistaratitla undir stjórn hans og halda margir körfuknattleikssérfræðingar að fáir einstaklingar hefðu getað náð eins miklu út úr liðinu og hann hefur gert. Meira

Sunnudagsblað

4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 247 orð

Annar tveggja stofnenda Sony látinn

MASARU IBUKA, hinn nafntogaði stofnandi Sony Corp, sem mótaði þróun segulbandstækja, ferðaútvarps og Trinitron sjónvarpstækja, lést nýlega. Ibuka var annar tveggja stofnenda Sony og hann var aðalráðgjafi fyrirtækisins þegar hann lézt af hjartabilun, 89 ára að aldri. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 221 orð

Arnold, David Arnold

LÍKLEGA þekkja flestir hér á landi David Arnold fyrir það helst að hann samdi lagið Play Dead með Björk Guðmundsdóttur á sínum tíma. Arnold samdi reyndar lagið með Björk sem hluta af tónlistinni við myndina The Young Americans, og var þá búinn að fást við kvikmyndatónlist í rúman áratug og ætti ekki að koma mjög á óvart að fyrsta sólóskífa hans sé hylling Johns Barrys. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2861 orð

Aukinn áhugi á heildrænni meðferð

HAFIÐ þið tekið eftir því að næstum allir sem þið hittið eiga sér lengri eða skemmri sögur um bakmein ­ yfirleitt lengri? Fólk er með alls konar tak og skessuskot, vöðvabólgu, hryggskekkju og brjósklos. Það þreytist, verður úthaldslítið, þarf að liggja, vera á stjái og svo framvegis. Finnst vont að sitja. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2018 orð

Á ANNAÐ HUNDRAÐ SLYS Á ÁRI Árlega aka rúmlega eitt hundrað íslenskir ökumenn á búfé. Þrátt fyrir breytingar á lögum um

FRÁ árinu 1990 hafa rúmlega 600 ökumenn lent í árekstri við búfé á vegum landsins. Flest eru þessi slys á þjóðvegi 1 og þá helst að sumarlagi. Í könnun sem greinarhöfundur gerði í nóvember hjá 30 lögregluembættum landsins kom í ljós að á árunum 1994 til 1996 drápust alls Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 702 orð

Best að vinna út frá hjartanu

Best að vinna út frá hjartanu Grænland Thue Christiansen, ráðuneytisstjóri í menningar- og fræðsluráðuneyti Grænlands, er einn kunnasti listamaður Grænlands á sviði merkja- og auglýsingateikninga. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1125 orð

Bestu leikir ársins 1997

Því má halda fram með gildum rökum að Quake sé helsti leikur áratugarins, ef ekki fyrir leikinn sjálfan heldur fyrir allt það sem fylgt hefur í kjölfarið. Margur beið því spenntur eftir Quake II og hann brást ekki vonum. Sérstaklega er hann skemmtilegri fyrir einstaklingsleik og grafíkin er hreint ótrúleg í 3Dfx-skjákorti. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2159 orð

Bílaverkstæði framtíðarinnar verða greiningarstöðvar

Birgir Guðnason er Keflvíkingur, fæddur 1939. Hann stundaði nám í Iðnskólunum í Keflavík og Reykjavík og lauk prófi í húsamálun. Hélt síðan til Danmerkur og nam málningarrekstrarfræði við Den Tekniske Skole í Álaborg á árunum 1962-1965 og lauk meistaraprófi. Auk húsamálningar lauk hann prófi í bílamálun. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 513 orð

Breytingar hjá Eimskip

Í tengslum við breytingar á stjórnskipulagi hjá Eimskip sem komu til framkvæmda í október sl. voru gerðar eftirfarandi mannabreytingar hjá félaginu: BENEDIKT Olgeirsson, hefur tekið við starfi forstöðumanns innanlandsflutninga á innanlandssviði Eimskips. Benedikt hóf störf hjá Eimskip í desember 1993 og hefur gegnt starfi forstöðumanns flutningamiðstöðvar frá þeim tíma. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 47 orð

Búast við sigri Kohls FRAMMÁMENN í þýskum stjórnmálum, viðskiptum

FRAMMÁMENN í þýskum stjórnmálum, viðskiptum og fjölmiðlum eiga von á því að Helmut Kohl kanslari og samsteypustjórn hans beri sigur úr býtum í kosningunum á næsta ári og sitji í framhaldi af því sitt fimmta kjörtímabil. Þetta kom fram í nýrri skoðanakönnun Reuters fréttastofunnar. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 106 orð

Cartoon Network á von á 55 milljónum áskrifenda

CARTOON Network, hið kunna kapalsjónvarp í Bandaríkjunum, gerir ráð fyrir að ná til 55 milljóna bandarískra áskrifenda haustið 1998, að sögn Betty Cohens forstjóra. Stöðin, sem er deild í Time Warner Inc., býst við að áskrifendur verði um 50 milljónir fyrir árslok 1997 aukist um 15 milljónir á ári. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 220 orð

CBS fær rétt á nýrri Bond mynd

CBS hefur samþykkt að greiða MGM að minnsta kosti 20 milljónir dollara fyrir einkarétt til að sjónvarpa 18. James Bond kvikmyndinni, Tomorrow Never Dies. Hærra verð hefur ekki verið greitt fyrir sjónvarpsrétt á Bond mynd og MGM fær verulegar aukagreiðslur, ef andvirði seldra aðgöngumiða fer yfir 100 milljónir dollara. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 38 orð

Dauðsfall í Færeyjum

Níu ára drengur frá Skálabotni í Færeyjum lést er hann féll af gröfu og lenti undir öðru bakhjóli hennar. Atvikið átti sér stað er íbúar bæjarinns voru að ryðja ströndina fyrir árlega áramótabrennu staðarinns. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 677 orð

ÐGOSIÐ Í VATNAJÖKLI 1996

SUNNUDAGINN 23. fyrra mánuðar birti Morgunblaðið vel myndskreytta og einkar skýra frásögn af gosinu sl. haust og hlaupinu sem því fylgdi. Það er í hæsta máta lofsvert að stærsta blað landsins skuli birta svona greinargerð og ómetanlegt fyrir okkur sem ekki áttum þess kost að koma í námunda við leiksvið þeirra kynngikrafta sem þar voru að verki. Athugasemdir Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 268 orð

ÐNýir starfsmenn hjá Össuri

ERLENDUR Geir Arnarson hefur verið ráðinn vörustjóri í markaðsdeild Össurar hf. Erlendur lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla íslands árið 1982 og starfaði frá 1982-1987 sem vélstjóri á fiskiskipum. Erlendur nam iðnrekstrarfræði við Tækniskóla Íslands og markaðs- og útflutningsfræði við Den Danske Exportskole í Danmörku. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1625 orð

Eftirköst mænuveikinnar

MÆNUVEIKI, eða lömunarveiki, geisaði hér á landi síðast fyrir rúmum fjörutíu árum. Áður en hún laut í lægra haldi fyrir bóluefni, var hún ekki minni ógnvaldur en alnæmi er nú. Rannsóknir síðustu ára sýna að þeir sem veiktust geta orðið fyrir afar síðbúnum eftirköstum. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 530 orð

Frá síld til mýflugna

ÞAÐ hefur komið mörgum á óvart að læra að laxar éti ekki í ánum og umræða um át í hafinu hefur mikið til snúist um hvort laxinn éti þorskseiði og öfugt, þ.e.a.s. hvort þorskurinn éti laxaseiði. Rannsóknarverkefni á vegum Veiðimálastofnunar á löxum sem veiddust í sjó í Hvalfirði, Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2154 orð

Frelsið lifir í öllum

EINN MESTI misskilningurinn varðandi tónlist nú á dögum mun örugglega vera skilgreining margra á svokölluðu "undergroundi" eða neðanjarðartónlist eins og margir kjósa að segja. Oftast er þetta orð notað yfir tónlist sem er lítið vinsæl hjá fjöldanum, oft aðeins seld í plötubúðum eins og Hljómalind og Þrumunni og er þá aðallega átt við danstónlist. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 137 orð

Friðarsamkomulag á Filippseyjum

FILIPPSEYSKA stjórnin og næststærstu skæruliðasamtök landsins hafa náð samkomulagi um að undirrita friðarsáttmála til bráðabirgða fyrir 30. janúar næstkomandi. Jose de Venecia, forseti filippseyska þingsins greindi frá þessu á dögunum. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 204 orð

Gabelli með aukinn hlut í Viacom

MARIO GABELLI, hinn kunni fjárfestir, virðist telja að verð hlutabréfa í Viacom fjölmiðlarisanum fari hækkandi. Fyrir jól tilkynnti fjárfestingarsjóður Gabellis eftirlitsnefndinni á bandaríska verðbréfamarkaðnum, SEC, að hann ætti 6,7 milljónir hlutabréfa Viacoms, eða 9,7%, af 69,5 milljónum útistandandi hlutabréfa fjölmiðlarisans. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 116 orð

Gengið af pastanu dauðu?

ÍTALIR standa nú frammi fyrir "matarkreppu" vegna innrásar amerísks skyndibitafæðis á ítalskan veitingahúsamarkað, að því er l'Espresso Guide matar- og veitingahúsayfirlit Ítala fullyrðir. Í 1998-útgáfunni af yfirlitinu hefur um 200 stöðum verið sleppt, þar sem höfundarnir fullyrða að veitingastaðirnir standi ekki lengur undir nafni. Fáeinir staðir af þeim 2. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 473 orð

Getum við dælt sökudólgnum niður í jörðina?

SVARIÐ er einfaldlega: Já. Það er nú þegar farið að gera það. Vitaskuld er hér átt við aðalsökudólginn hvað gróðurhúsahrifin varðar, þ.e. koltvíildið, CO2. Norska risaolíufélagið Statoil hefur þegar frá haustinu 1996 dælt koltvíildi sem varð til við gasbrennslu niður í jörðina á ný. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1616 orð

Grískur sigur á íslenskum Tyrkjum

ÚRTAKIÐ samanstóð af þremur grískum karlmönnum á milli 25 og 40 ára, valdir í þeirri trú að sökum aldurs væru þeir líklegri en eldri kynslóðir til að horfa fremur fram en aftur í tímann. Enginn þeirra vissi hvaðan á þá stóð veðrið þegar ég spurði hvort þeim fyndist að Istanbúl ætti að tilheyra Grikklandi eða ekki. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 585 orð

»Harmsaga Verve FÁAR hljómsveitir hafa gengið í gegnum aðrar eins

FÁAR hljómsveitir hafa gengið í gegnum aðrar eins hörmungar og Verve, sem stendur þó nú með pálmann í höndunum sem ein helsta hljómsveit liðins árs austur í Bretlandi. Fram til þess að sveitin tók til við að hljóðrita þriðju breiðskífu sína, sem mjög hefur verið lofuð, lögðust liðsmenn hennar í dópát, trufluðust á geði, glötuðu eigum sínum og urðu af milljónum á milljónir ofan. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Hvers vegna verða tannhálsar viðkvæmir?

VIÐKVÆMNI getur komið fram í tönnum þegar tannhold hörfar frá tannkrónunni og tannrótin berast. Þetta lýsir sér gjarnan sem skerandi sársauki í tönn eða tönnum vegna áreitis frá einhverju köldu eða sætu svo sem köldu vatni, mat eða lofti. Allur sársauki sem finnst í tönnum er vegna áreitis af einhverju tagi á tannkvikuna. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2390 orð

Í SKUGGA "SÍÐUSTU RISAEÐLUNNAR" Þáttaskil eru í vændum í Chile er Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra, lætur af störfum sem

ÉG VONA að guð gefi mér þrek til að halda áfram." Með þessum orðum lauk Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, ávarpi sínu er aðdáendur hans komu saman í höfuðborginni, Santiago, Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Í úlfaldaferð um fjöllin og leirböð við Dauðahafið

MÉR þótti einkennileg tilfinning að vera viku í Ísrael sem réttur og sléttur ferðamaður. Síðustu árin hef ég undantekningarlítið verið í þeim erindagjörðum að ræða við menn um stjórnmálaástand og þreifa á Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 774 orð

Kariforníu flatbökur

É G er rétt kominn af "gjörgæslunámskeiðinu" mínu í japönsku. Í tímanum lærði ég að panta pizzu og kók, eða pisu og kora, frá Pisa Kalifornia, sem er eini flatbökustaðurinn hér í nágrenninu. Á námskeiðinu lærir maður margt sem kemur sér vel í óenskumælandi þjóðfélagi, Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 259 orð

Murdoch staðfestir að sonurinn taki við

RUPERT MURDOCH, hinn alþjóðlegi fjölmiðlarisi, hefur staðfest að sonur hans, Lachlan, eigi að taka við stjórn fjölmiðla- og skemmtifyrirtækisins News Corporation Ltd. Murdoch sagði í viðtali við Reuters að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér, Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 119 orð

Ný stjórn Tékklands

NÝR forsætisráðherra Tékklands, Josef Tosovsky, sór embættiseið á föstudag. Sagði Tosovsky að stjórn hann myndi einbeita sér að því að setja aukinn kraft í efnahagslegar umbætur og einkavæðingu og berjast gegn glæpum og spillingu. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 216 orð

Óhlutbundinn impressjónismi

ÞEGAR Björk Guðmundsdóttir hélt síðast tónleika hér á landi var í hljómsveit hennar hluti annarrar hljómsveitar eða tónlistarteymis sem kallaðist The Black Dog. Það nafn þekkja líkastil margir fyrir hljóðblandanir og líka, en færri kannast kannski við Plaid. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 337 orð

Óskemmtileg lífsreynsla HEPPIN AÐ VER

FRÁ ÁRINU 1990 hafa um 600 ökumenn orðið fyrir því óhappi að aka á skepnu. Sem fyrr er getið verða oftast lítil eða engin slys á fólki en því miður má rekja tvö dauðsföll, lömun, örkuml og minniháttar áverka til þessara slysa. Einn þeirra fjölmörgu sem keyrt hafa á hross er Haraldur Örn Arnarsson sem býr í Mosfellsbæ. Slysið átti sér stað laugardagskvöldið 28. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Ríkiskaup endurnýja rammasamning um tölvur

NÝR samningur um einmenningstölvur, prentara og íhluti í rammasamningakerfi Ríkiskaupa tók gildi nú áramótin. Samið var við fimm aðila, þ.e. Digital á Íslandi hf., Einar J. Skúlason hf., Nýherji hf., Opin kerfi hf. og Tæknival hf. Að þessu sinni bættust Opin kerfi umboðsaðili Hewlett-Packard á Íslandi, í hópinn. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 235 orð

Sjaldheyrður Hendrix

BREIÐSKÍFUM með tónlist Jimi Hendrix linnir ekki þó hann hafi legið í gröfinni í rúman aldarfjórðung. Lengi stóð stapp um umráðarétt yfir upptökum hans, en eftir að það komst á hreint hefur skikki verið komið á málin og plötur eins og sú nýútkomna South Saturn Delta, eiga eflaust eftir að koma út fjölmargar. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 120 orð

Vilja ekki einokun á íþróttaefni í Þýzkalandi

LEIÐTOGAR hinna 16 fylkja Þýzkalands hafa komið sér saman um lista með vinsælum íþróttaatburðum, eins og heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og Ólymíuleikunum, sem banna skuli að greiðslusjónvarpsstöðvar fái einkarétt á að sýna frá. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2340 orð

Virkjanir og ferðamennska Hætt er við að sérstaða Íslands sem ferðamannalands muni minnka ef ráðist verður í virkjanir norðan

Skýrsla fyrir opinbera aðila um virkjanir norðan Vatnajökuls og áhrif á ferðamennsku Virkjanir og ferðamennska Hætt er við að sérstaða Íslands sem ferðamannalands muni minnka ef ráðist verður í virkjanir norðan Vatnajökuls, Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 3550 orð

VITRINGARNIR frá VILNIUS

UNDANFARIN fjögur ár hefur íslensku leikhúsáhugafólki gefist merkilegt og einstakt tækifæri til að fylgjast nokkuð samfellt með afrakstri vinnu eins af fremstu leikstjórum samtímans, Rimas Tuminas frá Litháen. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 317 orð

Þjóðernissinnaðir hindúar sigurvissir

NÆSTU þingkosningar Indlands hefjast 16. febrúar og forystumenn Bharatiya Janata, flokks þjóðernissinnaðra hindúa, segjast fullvissir um að hann fari með sigur af hólmi. Kosið verður á fjórum dögum, 16., 22., 28. febrúar og 7. mars, og gert er ráð fyrir að ný stjórn verði mynduð um miðjan mars. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 764 orð

Öllum tryggð störf en útibúum gæti fækkað

LANDSBANKANUM og Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélög um áramótin og sögðu ráðamenn að hvorki almenningur né starfsmenn myndu verða varir við miklar breytingar fyrst í stað. Öllum starfsmönnum var sagt upp í sumar en tekið fram að þeim yrðu tryggð sambærileg störf áfram og munu nær allir hafa tekið því boði. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

STAÐA forstöðumanns Listasafns Árnesinga á Selfossi er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu. Forstöðumaðurinn þarf að hafa reynslu og þekkingu á starfsemi listasafna eða menntun á sviði listasögu, listfræði eða menningarsögu. Hann annast daglegan rekstur safnsins, skipuleggur innra starf þess, sér um sýningarhald, annast fjárreiður, hefur einnig umsjón með húseignum og öðrum eignum. Meira
4. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1137 orð

(fyrirsögn vantar)

Steven Spielberg hefur gert þrjár bíómyndir í beit og er ein þeirra "Amistad", sem fjallar um þrælauppreisn á nítjándu öld. Arnaldur Indriðason skoðaði hvernig myndin varð til, hverja leikstjórinn fékk til liðs við sig við gerð hennar og ásakanir á hendur Spielberg um ritstuld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.