Greinar þriðjudaginn 6. janúar 1998

Forsíða

6. janúar 1998 | Forsíða | 202 orð

Adamkus sigrar með 0,6% mun

VALDAS Adamkus, sem flutti búferlum frá Bandaríkjunum til Litháens í fyrra, var kjörinn forseti Eystrasaltslandsins á sunnudag. Sigur hans var mjög naumur því munurinn á fylgi frambjóðendanna tveggja var aðeins 0,6%. Meira
6. janúar 1998 | Forsíða | 83 orð

Fossett lentur

BANDARÍSKI ævintýramaðurinn Steve Fossett lenti loftbelg sínum, Solo Spirit, nærri rússnesku borginni Krasnodar, skammt frá Svartahafi, í gær og lauk þar með þriðju tilraun hans til að verða fyrstur manna til að fljúga loftbelg umhverfis jörðina. Fosset, sem er hér með rússneskum embættismanni, hóf för sína í St. Louis í Bandaríkjunum á gamlársdag. Meira
6. janúar 1998 | Forsíða | 70 orð

Moi sver embættiseiðinn

DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, hóf í gær fimmta og síðasta kjörtímabil sitt með því að sverja embættiseið við hátíðlega athöfn í Nairobi. Moi er 73 ára og hefur verið við völd í tvo áratugi. Helstu frambjóðendur stjórnarandstöðunnar hafa sakað flokk forsetans um kosningasvik og sniðgengu innsetningarathöfnina. Meira
6. janúar 1998 | Forsíða | 292 orð

Netanyahu stóðst fyrstu eldraunina

ÍSRAELSKA þingið samþykkti í atkvæðagreiðslu í gær fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Benjamins Netanyahus og stóðst forsætisráðherrann þar með fyrstu eldraunina eftir afsögn Davids Levys utanríkisráðherra og brotthvarf fjögurra flokksfélaga hans úr stjórnarliðinu. Meira
6. janúar 1998 | Forsíða | 87 orð

Svarar því hverjir eigi olíuna

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fer til Færeyja í dag og hyggst m.a. svara því hvernig danska stjórnin túlki stöðu Færeyja í ríkjasambandinu við Danmörku og hver eigi auðlindirnar undir yfirborði jarðar í lögsögu Færeyja. Meira
6. janúar 1998 | Forsíða | 236 orð

Umdeild reykingalög í Noregi

NÝ OG hert reykingalög sem tóku gildi um áramótin í Noregi hafa vakið litla hrifningu þar í landi. Veitingastaðir og kaffihús eru víða hálftóm, á nokkrum stöðum kom til slagsmála um helgina og gestir á kaffihúsi í Ósló voru staðnir að því að sturta skiltum um reykingabann niður um salernin að því er segir í Aftenposten. Meira

Fréttir

6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

Aðildarviðræðum lokið um aldamót?

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins, segist vona að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við sum ríki Mið- og Austur-Evrópu í kringum aldamót, þótt viðræðurnar verði erfiðari en þær, sem leiddu til aðildar þriggja EFTA-ríkja fyrir þremur árum. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Atvinnulausum fjölgar

NÚ UM áramótin voru 411 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri, samkvæmt yfirliti frá Vinnumiðlunarskrifstofunni, 160 karlar og 251 kona. Á sama tíma fyrir ári, voru 433 á atvinnuleysisskrá, 175 karlar og 258 konur. Atvinnulausum hefur fjölgað nokkuð í bænum síðustu vikur en í lok nóvember sl. voru 355 á skrá, 124 karlar og 231 kona. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 708 orð

Auðveldar neytendum að þekkja rétt sinn

Nýlega gáfu Neytendasamtökin út litla bók sem inniheldur samantekt á lögum um neytendamál. Jón Magnússon lögmaður tók efni bókarinnar saman. "Þessi samantekt er fyrst og fremst gerð til að neytendur geri sér í auknum mæli grein fyrir rétti sínum og nýti hann," segir Jón. Meira
6. janúar 1998 | Landsbyggðin | 143 orð

Árrisulir safnarar

ÓVENJU miklu var skotið upp af flugeldum í Grundarfirði um þessi áramót. Flugeldabirgðir Slysavarnarfélagsins voru því sem næst keyptar upp og á miðnætti logaði himinninn yfir þorpinu og stundum mátti sjá sex sólir á lofti. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 796 orð

Ásakanir um brot á lögum um lögheimili og kosningar

MEIRIHLUTI hreppsnefndar Skorradalshrepps eða þrír fulltrúar af fimm fóru um helgina fram á það við sýslumanninn í Borgarnesi að hann gerði ráðstafanir vegna meintra ágalla á kjörskrá fyrir sameiningarkosningar sex hreppa sem fram eiga að fara 17. janúar. Jafnframt var óskað eftir að fram færi opinber rannsókn á tilkynningum um búferlaflutninga í og úr hreppnum. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Á slysadeild eftir bílveltu

ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að bíll hans fór út af veginum við Moldhaugaháls og valt síðastliðinn laugardag. Mjög hált var þegar óhappið átti sér stað. Ökumaðurinn var einn í bílnum, hann skarst á höfði og var fluttur á sjúkrahús. Bifreiðin skemmdist mikið og fór farþegahús m.a. af henni þannig að mildi þykir að ekki fór verr. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Baráttumaður fyrir málstað þróunarlanda

DAVID Steel lávarður, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, er nú staddur hér á landi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Steel hefur látið utanríkis- og þróunarmál til sín taka og heldur í dag tvö erindi um þau efni. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Breki VE fékk gott verð fyrir karfann

UM 80 tonn af karfa voru seld úr Breka VE í Bremerhaven í gærmorgun og fengust um 190 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Breki var í um tvær vikur að veiðum yfir hátíðarnar, eitt íslenskra skipa, og fengust alls 140 tonn í túrnum. Afgangur aflans verður seldur í dag. Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar hf., segir verðið vel viðunandi. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Byrjað að fjarlægja jólatrén á morgun

GATNAMÁLASTJÓRINN í Reykjavík byrjar á morgun að hirða jólatré borgarbúa. Eru þeir beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Þá hefur borgarstjórinn í Reykjavík einnig sent frá sér áskorun til borgarbúa um að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenninu. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Dagbók lögreglunnar 2. til 4. janúar 27 teknir vegna hraðaksturs

TALSVERT annríki hefur verið hjá lögreglu um þessa helgi og síðan um áramót. Sumir borgarbúar hafa tekið sér góðan tíma til að fagna nýju ári og hefur nokkuð verið um átök milli einstaklinga bæði á veitingastöðum og eins í heimahúsum. Unglingar hafa unnið skemmdarverk með sprengingum meðal annars á póstkössum og rúðum. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Daisy á ferðina á ný

FYRSTA sýning Leikfélags Akureyrar á nýju ári á bandaríska leikritinu Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry verður á Renniverkstæðinu við Strandgötu næstkomandi laugardag, 10. janúar kl. 20.30. Leikritið var frumsýnt annan dag jóla og var góð aðsókn á þær fjórar sýningar sem voru milli jóla og nýjárs. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 385 orð

Deilt um gengi hlutabréfa í Borgey

ENGIN niðurstaða er enn komin í samninga vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði og fjögurra annarra fyrirtækja. Borgey hafnaði fyrir nokkru tilboði frá fyrirtækjunum fjórum, sem meðal annars gat falið í sér að þau yrðu með meirihluta að sameiningu lokinni. Von er á gagntilboði frá Borgey í dag og hugsanlega niðurstöðu um það hvort af sameiningu verður eða ekki á morgun. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Deilt um kúrdíska flóttamenn

MANFRED Kanther, innanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi í gær ítölsk og grísk stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert nóg til að hindra að hundruð Kúrda kæmust til landa Evrópusambandsins með ólöglegum hætti. Um 1.200 flóttamenn, margir þeirra Kúrdar frá Tyrklandi, fóru með bátum til Ítalíu í vikunni sem leið og fregnir herma að allt að 1. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

Fiskverkunarhús í Garði brann

FISKVERKUNARHÚS í Garði brann til grunna í fyrrinótt. Verulegt tjón varð í brunanum, en í húsinu var fiskur að verðmæti um 3 milljónir króna. Húsið, sem var 400 fermetra járnklætt timburhús, var illa tryggt. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Flokkun hráefnis í fiskvinnslu

GÍSLI Reynisson og Hálfdan Gunnarsson, lokaársnemar í véla- og iðnaðarverkfræði, standa að verkefninu Fáfni, sem er hugbúnaður fyrir flokkun hráefnis í vinnslu loðnu og síldar, en verkefnið er unnið með aðstoð Páls Jenssonar prófessors og í samvinnu við Borgey hf. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni

VIÐFANGSEFNI Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, nema í heimspeki og atvinnulífsfræðum, er spurningin um hvernig biðlistar í heilbrigðisþjónustunni eru uppbyggðir. Markmiðið er að skýra hvernig einstakar stofnanir, deildir og sérfræðingar raða einstaklingum á biðlista, kanna hvaða þjóðfélagshópar eru á biðlistunum og hvort þar sé um mismunun að ræða, t.d. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Frávik í þroska og frá eðlilegri sjón greind fyrr

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ kynnti í gær nýjar áherslur í ungbarnavernd sem felast m.a. í því að börn eiga nú að fara í skoðun þriggja og hálfs árs og fimm ára í stað tveggja og hálfs árs og fjögurra ára áður. Breytingar þessar tóku gildi síðustu áramót, en markmið þeirra er að geta greint í tíma þau börn sem sýna frávik í þroska eða hegðun og frávik frá eðlilegri sjón. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Frumvarp tví- eða þríflutt án þess að fá afgreiðslu

STEINGRÍMUR Sigfússon alþingismaður hyggst endurflytja frumvarp til breytinga á búfjárlögum, þar sem lögð verður vörsluskylda á eigendur stórgripa, en frumvarpið hefur hann ásamt fleiri þingmönnum flutt tví- eða þrívegis á síðustu þingum án þess að það hafi fengið afgreiðslu. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fugladauði í Mýrdal

STEINÞÓR Hjartarson og Sævar Jónasson halda á tveimur dauðum fuglum sem fólk á ferð um Víkurfjörur gekk fram á um helgina. Sýni voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands en þau hafa enn ekki verið rannsökuð. Arnór Sigfússon hjá Náttúrufræðistofnun sagði aðallega hafa verið um æðarfugl að ræða en einnig eitthvað af svartfugli. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Fyrsta barnið myndar drengur

FYRSTA barnið sem fæddist á fæðingardeild FSA á þessu ári, myndar drengur, kom í heiminn skömmu eftir miðnætti þann 3. janúar sl. Drengurinn var tæpar 13 merkur að þyngd og 50 cm langur. Móðrinn, Jóhanna Þorvarðardóttir, sagði að fæðingin hafi gengið mjög vel og að bæði móður og syni heilsaðist vel. Meira
6. janúar 1998 | Landsbyggðin | 1591 orð

"Græna stóriðjan"

Mikil aukning hefur orðið í vetrarræktun grænmetis með notkun raflýsingar. Fjölbreytnin eykst og í svartasta skammdeginu eru til dæmis á boðstólum íslensk jarðarber, salat, paprika, tómatar og gúrkur. Í samtölum við Helga Bjarnason vekja garðyrkjubændur athygli á möguleikum grænu stóriðjunnar. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 341 orð

Hámarkshraðinn 90 til 100 km/klst.

ALLIR hópferðabílar yfir 10 tonn að leyfðri heildarþyngd og vörubílar yfir 12 tonnum skulu búnir hraðatakmarkara. Á hraði hópferðabíla að takmarkast við 100 km hraða á klst. og hraði vörubíla við 90 km. Búnaður þessi er fyrir hendi í allra nýjustu bílunum en gera má ráð fyrir að það geti kostað allt að 70 þúsund krónur að koma honum fyrir í eldri bílunum. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hefja nám í vikunni

FÖTLUÐU drengirnir tveir sem deilt var um skólavist fyrir í haust hafa þegið skólavist í Borgarholtsskóla til vors og hefja nám um miðja vikuna þegar kennsla hefst á nýjan leik eftir jólaleyfi. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 179 orð

Hljóðriti úr þotu SilkAir fundinn

LEIT var hætt í gær að braki úr singaporískri farþegaþotu sem fórst á Súmötru með 104 innanborðs í desember. Hljóðriti úr stjórnklefa vélarinnar fannst á sunnudag og vonast rannsakendur eftir því að hann geti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Hrottaleg árás

VEIST var hrottalega að stúlku á einu af veitingahúsum Akureyrar aðfaranótt sunnudags. Sparkað var í andlit hennar og varð að flytja hana á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem gert var að sárum hennar. Meiðsl hennar eru ekki fullrannsökuð en að líkindum hefur hún nefbrotnað auk þess sem blæddi inn á auga. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Jólin dönsuð út í Gjábakka

EINS og undanfarin ár verða jólin dönsuð út í Gjábakka í dag, þriðjudag. Heitt verður á könnunni og heimabakað meðlæti um kl. 15 og síðan verður gengið í kring um jólatréð og sungin jólalög. Eldri borgarar í Kópavogi eru hvattir til að mæta og bjóða með sér yngri kynslóðinni. Allir eldri borgarar og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Kaupmaðurinn á horninu kveður sendiherrahjónin

EFTIR nokkra daga halda Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson af landi brott þegar Jón Baldvin tekur við stöðu sendiherra Íslands í Washington. Af því tilefni verður efnt til kveðjuveislu fyrir þau hjónin hjá kaupmanninum á horninu, Pétursbúð, á horni Ránargötu og Ægisgötu í dag, þriðjudaginn 6. janúar, milli kl. 17 og 19. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 629 orð

Kjósendur völdu lærisvein vestræns lýðræðis

VALDAS Adamkus bar í síðari umferð forsetakosninga í Litháen á sunnudag sigurorð af keppinauti sínum Arturas Paulauskas, með meirihluta sem vart getur hugsazt naumari, eða 49,9% á móti 49,3%. Frá þessu greindi yfirkjörstjórnin í Vilnius í gærmorgun, eftir mjög spennandi kosninganótt þar sem frambjóðendurnir skiptust á um forystuna fram undir morgun. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 588 orð

Kostnaður við samkomulagið er óljós

JÓHANNES Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir óljóst hver kostnaður sjúkrahúsanna verður af samkomulaginu við unga lækna sem tókst um helgina. Nær allir ungir læknar komu aftur til starfa í gær og er starfsemi sjúkrahúsanna nú komin í fullan gang á ný. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Lagt til að átta sveitarfélög á Suðurlandi sameinist

NEFND um sameiningu átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur lagt til við viðkomandi sveitarstjórnir að gengið verði til kynningar á sameiningunni í apríl og maí næstkomandi og að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram samhliða sveitarstjórnakosningunum í vor. Sameiningarnefndin var sett á laggirnar fyrir rúmlega einu ári og átti hún að skila tillögum nú um áramótin. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð

Leitað leiða til að kynna menningararfinn

"ALLIR eru sammála um að handritin séu merkilegasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar og að það hafi verið mikilvægt að fá þau heim. Þess vegna finnst mér það mikil þversögn hversu lítið er gert til að koma þessum menningararfi á framfæri. Í sumar voru t.d. öll merkustu handritin til sýnis, en þó var eins og það færi hálfpartinn framhjá almenningi. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð

Lög um kannabis verði endurskoðuð

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, er nú mjög hvattur til að endurskoða lög um bann við notkun kannabisefna, í kjölfar þess að sonur Straws hefur verið ákærður fyrir að selja slíkt efni. Þrjú bresk blöð birtu á sunnudag forystugreinar þar sem stjórnvöld voru hvött til að skipa nefnd til að athuga málið, Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 311 orð

Mikið óveðurstjón í V-Evrópu

RÚMLEGA 100 þúsund heimili urðu rafmagnslaus á sunnudag í Bretlandi vegna illviðris en bæði þar og í Frakklandi varð mikil röskun á daglegu lífi vegna óveðurs. Breska veðurstofan spáði vaxandi veðri að nýju í gærkvöldi og að búast mætti við hvössu veðri fram eftir vikunni þar sem braut djúpra lægða lægi um þessar mundir yfir Bretland sunnanvert. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 340 orð

Mikið tjón í einum eldsvoða

Á LIÐNU ári urðu útköll hjá Slökkviliði Akureyrar alls 121, þar af 9 utanbæjar á svæði Brunavarna Eyjafjarðar og einu sinni aðstoðaði Slökkilið Akureyrar nágrannaslökkvilið. Árið áður urðu útköllin nokkru færri eða 100 talsins, þar af 6 utanbæjar. Stærsta brunatjón liðins árs varð þegar mjólkurhús og fjós brann að Leyningi í Eyjafjarðarsveit 15. apríl síðastliðinn. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

Mjólkurvörur hækka um 3­5%

VERÐ á mjólk, rjóma, jógúrt, ostum og öðrum mjólkurvörum hækkaði nú um áramótin um 4%. Algengt verð á mjólkurlítranum í stórmörkuðum hækkaði úr 70 krónum í 73 eða um 4,3% og er hækkun á öðrum mjólkurvörum svipuð. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Námskeið í notkun áttavita og GPS tækja

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir námskeiði í notkun áttavita og GPS gervihnattastaðsetningatækja fyrir almenning á Selfossi dagana 14., 15. og 20. janúar nk. Námskeiðið verður haldið í húsi Björgunarsveitar SVFÍ á Selfossi að Austurvegi 54. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Notkun heimspeki við eðlisfræðikennslu

VERKEFNI Brynhildar Sigurðardóttur heimspekinema fjallar um hvernig hægt sé að ná settum markmiðum í eðlisfræðikennslu elstu bekkja grunnskólans með því að takast á við efnið út frá sjónarhóli heimspekinnar. Sjálf hefur Brynhildur tveggja ára reynslu af kennslu, m.a. í náttúrufræðigreinum, en hún lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1994 og fór þá að kenna í grunnskóla. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1027 orð

Óumbeðin heimsókn vekur deilur Deilur bæði í Danmörku og Færeyjum vegna heimsóknar Pouls Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana,

HEIMSÓKN Pouls Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í dag til Færeyja hefur gefið tilefni til stjórnmálaværinga bæði í Danmörku og Færeyjum. Margir spyrja hvers vegna forsætisráðherra hafi valið að heimsækja eyjarnar einmitt nú, níu dögum áður en 2.500 blaðsíðna skýrsla um bankamálið margumtalaða verður birt. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Óvenjugóðar viðtökur

JÓLABLAÐ Herópsins sem Hjálpræðisherinn gefur út seldist upp fyrir jólin, en að sögn Erlings Níelssonar foringja hjá Hernum á Akureyri og ritstjóra blaðsins hefur sala á jólablaðinu verið góð undanfarin ár. "Það er ekki einsdæmi að blaðið seljist upp en við tókum eftir því að viðtökurnar voru einkar góðar fyrir þessi jól," sagði hann. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 417 orð

Palestínumenn fagna afsögn varnarmálaráðherrans

Ríkisstjórn Benjamins Netanyahus í Ísrael hangir á bláþræði Palestínumenn fagna afsögn varnarmálaráðherrans Jerúsalem. Reuters. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Prófun á efnum úr íslenskum fléttum

GUNNAR Már Zoëga er tilnefndur til nýsköpunarverðlaunanna fyrir prófun á efnum úr íslenskum fléttum með tilliti til verkunar á krabbameinsfrumur og bólguviðbrögð. Gunnar er nemandi á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og vann hann að rannsókninni undir leiðsögn þeirra Helgu M. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 108 orð

Rannsaka ekki ferðalanga

STJÓRNVÖLD í Hong Kong sögðust í gær ekki ætla að taka sýni úr ferðamönnum til þess að kanna hvort þeir bæru fuglaflensusmit, sögðu það bæði ógerlegt og óþarft. Yfirvöld á Filippseyjum hafa gripið til þess ráðs, að hvetja alla sem þangað koma frá Hong Kong að gangast undir sérstaka læknisrannsókn kenni þeir sér einhvers krankleika. Meira
6. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð

Réttað yfir Unabomber ÖLD hófust í gær

ÖLD hófust í gær yfir bandaríska stærðfræðiprófessornum Theodore Kaczynski, sem fyrir að hafa myrt þrjá menn og sært 23 í sextán sprengjutilræðum. Sá sem sprengdi kallaði sig Unabomber en hann hvatti til uppreisnar gegn nútímaiðnsamfélagi. Kaczynski er grunaður um tilræðin og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Rúmlega 6 þúsund mál kærð

FJÖLDI skráðra verkefna lögreglunnar á Akureyri á nýliðnu ári var 17.171 alls. Fjöldi kærumála var 6.042. Þar af voru 1.536 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 156 fyrir ölvun við akstur. Umferðaróhöpp urðu 597 talsins, þar af 160 með meiðslum. 246 gistu fangageymslur lögreglunnar og 445 voru kærðir fyrir ölvun á almannafæri. Skráð voru 303 minniháttar eignaspjöll og 109 innbrot. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sáttafundur árangurslaus

ENGINN árangur varð af sáttafundi vélstjóra og útvegsmanna hjá ríkissáttasemjara í gær og kom ekkert nýtt fram á fundinum, skv. upplýsingum Þóris Einarssonar sáttasemjara. Annar fundur verður boðaður síðar í vikunni. Boðað verkfall vélstjóra hefst á miðnætti 16. janúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Séra Jón Dalbú hlaut meirihluta atkvæða

SÉRA Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugarnessókn, hlaut meirihluta atkvæða sóknarnefndar Hallgrímssóknar þegar hún kaus prest í annað prestsembætti sóknarinnar á sunnudag. Fjórir aðrir sóttu um stöðuna. Sóknarprestur Hallgrímssóknar er séra Sigurður Pálsson. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Sigruðust á saltsnjó og rifsköflum

JEPPAMENNIRNIR íslensku eru nú komnir upp á hásléttu Suðurskautslandsins. Á nýársdag komu þeir í Svea-bækistöðina, en hún er um 400 km inni í landi. Þeir voru 6 klukkustundir að aka frá Wasa, en leiðin er 192 km löng. Oft var stoppað á leiðinni og þurfti m.a. að taka íssjárloftnet af öðrum bílnum vegna þess að festing brotnaði. Færið var misjafnt, að sögn tvímenninganna. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Skákþing Reykjavíkur

SKÁKÞING Reykjavíkur 1998 hefst nk. sunnudag, 11. janúar, kl. 14.00. Mótið skiptist í aðalkeppni, unglingakeppni og síðan hraðskákmót, sem fram fer að lokinni aðalkeppninni. Í aðalkeppninni verða tefldar ellefu umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður þrisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum kl. 19. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Skurður gaf engar vísbendingar um banamein

ÆVAR Petersen, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvalurinn, sem rak á land á Búlandsnes við Djúpavog, væri af tegund sem sé sjaldgæf hér við land og að því hefði þetta verið merkur fundur. Þá sagði Ævar að þetta hefði verið nærri fullvaxið karldýr, líklega ekki alveg kynþroska, en að engar skýringar hefðu fundist á því hvers vegna það hefði drepist. Meira
6. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Stundum frestað vegna stórhríðar en aldrei áður vegna hlýinda

EITT drullusvað er yfir malarvellinum á félagssvæði Þórs eftir stórrigningar síðustu daga þannig að svæðið er gjörsamlega ófært álfakóngi, drottningu hans, púkum og tröllum sem hugðust dansa þar út jólin að venju í kvöld, þrettándakvöld. Meira
6. janúar 1998 | Miðopna | 3096 orð

Tímabær breyting á vinnubrögðum Miklar breytingar verða á vinnubrögðum við gerð vegaáætlunar ef þingsályktunartillaga um

TÖLUVERÐ breyting verður á úthlutun vegafjár, verði langtímaáætlun 1999­ 2010 samþykkt á Alþingi í þeirri mynd sem hún hefur verið lögð fram. Fallið er frá fornri aðferð við að skipta fénu milli kjördæma út frá kostnaði, Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Tók á móti 708 börnum sem fæddust í sýslunni

Hornafirði-ÞÆR Vilborg Einarsdóttir og Laufey Helgadóttir láta nú af störfum sem ljósmæður í Austur-Skaftafellssýslu. Vilborg lauk námi 1954 og frá því 1957 hefur hún verið við störf í sýslunni. Vilborg á mjög svo farsælt starf að baki og fyrir A-Skaftafellssýslu var hún ómetanlegur starfskraftur þar sem sýslan var mjög einangruð áður en hringvegurinn opnaðist. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tveir slösuðust í hörðum árekstri

HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík um kl. 20.50 sl. laugardagskvöld. Rákust þar á tveir bílar og slösuðust ökumenn beggja en þeir voru einir í bílunum. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um aðdraganda óhappsins eru beðnir að gefa sig fram við lögregluna. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Útlendingar komast ekki á íslensk frímerki

STEFNAN í íslenskri frímerkjaútgáfu hefur frá lýðveldisstofnun verið sú að láta eingöngu Íslendinga prýða frímerki þegar um fólk er að ræða. Á þeim forsendum hefur frímerkjútgáfunefnd Pósts og síma hafnað öllum beiðnum, nema einni, um að hafa mynd af útlendingi á íslensku frímerki. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Útsölur hafnar

ÚTSÖLUR hófust í nokkrum verslunum í Reykjavík um síðustu helgi og þess má vænta að fleiri verslanir bætist í hópinn á næstu dögum. Margt var um manninn á útsölu sem hófst í versluninni Monsoon í gær og meðal þeirra sem hrifust af því sem á boðstólum var í versluninni var þessi unga stúlka sem hér sést máta tilkomumikið hálsskraut. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Viðfangsefnin allt frá fléttum til fiskvinnslu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent á Bessastöðum á fimmtudag og hafa

UM 200 námsmenn frá fimm háskólastofnunum unnu að verkefnum á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna sl. sumar. Af þeim 153 verkefnum sem unnin voru á árinu hafa sex verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, sem afhent verða á fimmtudag, "fyrir framúrskarandi vinnu nemenda og nýsköpunargildi verkefnis", eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Virk efni í sjávarfangi og sjávargróðri

HANS Tómas Björnsson er tilnefndur til nýsköpunarverðlaunanna fyrir rannsóknir á líffræðilega virkum efnum í sjávargróðri og öðru sjávarfangi við strendur Íslands. Hans, sem vann verkefnið undir leiðsögn Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors, hefur lokið tveimur árum í læknadeild Háskóla Íslands en stundar í vetur nám við læknadeild háskólans í Iowa í Bandaríkjunum. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 358 orð

Yfirlýsing um rafmagnsöryggi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing vegna umræðu um rafmagnsöryggismál: "Félag raftækjaheildsala vill koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu vegna fullyrðinga þingmanna og frétta um að ástand rafmagnsöryggismála sem tengjast rafbúnaði hafi versnað eftir að nýtt fyrirkomulag gekk í gildi á síðasta ári. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1207 orð

Ýmis áföll, en aldrei efi um að takmarkið myndi nást

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, lentu í ýmsum erfiðleikum á ferð sinni, meðal annars varð sprenging í prímus, gat komst á bensínbrúsa þannig að bensín eyðilagði 2­3 daga matarbirgðir og tönn brotnaði í Ólafi Erni Haraldssyni. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Þrettándabrennur víða í dag

JÓLIN verða kvödd með tilheyrandi hátíð víða um land í dag á þrettándanum. Farnar verða blysfarir og haldnar verða þrettándabrennur. Þrettándaskemmtun Fjölnis í Grafarvogi Þrettándaskemmtun Ungmennafélagsins Fjölnis verður í dag ef veður leyfir. Meira
6. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Þrjú innbrot á dag

TILKYNNT voru 1.585 innbrot til lögreglunnar í Reykjavík á síðasta ári og er það um 15% fækkun innbrota frá fyrra ári þegar þau voru 1.860. Í fyrra voru að meðaltali framin þrjú innbrot á dag. Ránum hefur hins vegar fjölgað. Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 1998 | Leiðarar | 632 orð

leiðariVIRKJANIRÁ HÁLENDINU irkjun vatnsfalla á hálendin

leiðariVIRKJANIRÁ HÁLENDINU irkjun vatnsfalla á hálendinu norðan Vatnajökuls vekur margar spurningar. Það kemur m.a. fram í skýrslu Önnu Dóru Sigþórsdóttur, landfræðings, um áhrif slíkra virkjana á ferðamennsku, sem gerð var grein fyrir hér í blaðinu í fyrradag. Meira
6. janúar 1998 | Staksteinar | 343 orð

»Þensluviðvörun "VSÍ VARAR við ofþenslu" er fyrirsögn á forsíðu fréttabréfs Vi

"VSÍ VARAR við ofþenslu" er fyrirsögn á forsíðu fréttabréfs Vinnuveitendasambandsins, "Af vettvangi", sem nýlega er komið út. Þar segir m.a. að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðins, sem hafi sótt Íslendinga heim um miðjan nóvember sl., hafi varað mjög alvarlega við hættu á ofþenslu í íslenzku efnahagslífi. Meira

Menning

6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 357 orð

Aldarafmæli verslunarstaðar

SLEGIÐ var upp veislu í Grundarfirði 18. desember í tilefni af því að réttum hundrað árum áður undirritaði Kristján konungur IX lög sem löggiltu staðinn sem verslunarstað. Hét staðurinn þá Grafarnes við Grundarfjörð, en var seinna nefndur eftir firðinum. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 752 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Gröf Rósönnu Roseanna's Grave Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Það sannar þessi kolsvarta gamanmynd um endalokin en gengur ekki nógu langt. Á þó sína spretti, þökk sé hr. Reno. Tomorrow Never Dies Bond-myndirnar eru eiginlega hafnar yfir gagnrýni. Meira
6. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 643 orð

Fordómalaus stemmning í Amsterdam

INGA Rún Sigurðardóttir, stúdent í Háskóla Íslands, tekur annað árið sitt í ensku í Universiteit van Amsterdam sem Erasmus- nemi. Hún sótti um Erasmus- styrk hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og um háskólann í Amsterdam og fékk eftir ýmsar samþykktir hér og hjá Evrópusambandinu, en til dæmis þarf formaður enskudeildar að samþykkja áætlaða námsskrá vetrarins. Meira
6. janúar 1998 | Tónlist | 542 orð

Framvinda og vöxtur lifandi tónlistar

Tríó Reykjavíkur hélt upp á tíu ára starfsafmæli sitt með strengjaveislu. Einleikarar voru: Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté. Sunnudagurinn 4. janúar 1998. TRÍÓ Reykjavíkur hefur í tíu ár haldið tónleika, bæði hér heima og erlendis. Meira
6. janúar 1998 | Menningarlíf | 908 orð

Heim til einskismannslands

HENRIK Nordbrandt hefur verið eitt virtasta ljóðskáld Dana, síðan hann kom fram fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hefur hann sent frá sér tvo tugi ljóðabóka auk nokkurra safna ljóðaúrvals, reyfara, matreiðslubókar o.fl. Hann hefur lengstum búið við Miðjarðarhaf, einkum í Tyrklandi, og setur það mikinn svip á ljóð hans. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 272 orð

Hundruð á jarðarför Kennedys

HUNDRUÐ ættingja og vina söfnuðust saman í lítilli kirkju á laugardag á jarðarför Michaels Kennedys þremur dögum eftir að hann lést að kvöldi nýársdags í skíðaslysi í Colorado. Á meðal kirkjugesta voru m.a. stjórnmálamenn og leikarar. Andy Williams söng "Ave Maria" og systkin Kennedys lásu úr Biblíunni. Meira
6. janúar 1998 | Menningarlíf | 131 orð

Klarínetta, selló og píanó á Kjarvalsstöðum

SIGURÐUR Ingvi Snorrason klarínettuleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru þrjú tríó fyrir klarínettu, selló og píanó. Meira
6. janúar 1998 | Tónlist | 415 orð

Kraftur og leikgleði

Píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Ludvig van Beethoven og sinfónía nr. 8 í G-dúr eftir Antonin Dvorák. Flyrjendur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagurinn 4. janúar 1998. Meira
6. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 269 orð

Menntaskólinn í Kópavogi stækkar og útskrifar

MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju föstudaginn 19. desember. Menntaskólinn býður nú jöfnum höndum upp á hefðbundið bóknám til stúdentsprófs og verknám á sviði hótel- og matvælagreina auk náms í ferðagreinum. Meira
6. janúar 1998 | Tónlist | 626 orð

Nýárstónleikar Selkórsins

Selkórinn ásamt Þuríði G. Sigurðardóttur sópran, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Undirleikari Arndís Inga Sverrisdóttir. Þverflautuleikarar: Berglind Sveinsdóttir og Karen B. Jóhannsdóttir. Sunnudagurinn 4. janúar 1998. Meira
6. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 363 orð

Nýr Kennaraháskóli Íslands

Fyrsta önn í nýjum skóla er að hefjast. Kennaramenntun er nú undir einu nafni og einni stjórn í Kennaraháskóla Íslands. NÝ lög um Kennaraháskóla Íslands tóku gildi 1. janúar 1998 með sameiningu Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 44 orð

Nýstárleg leikfimi

KÓLUMBÍSKI nautabaninn Digo Gomez sýndi nýstárlega leikfimi þegar hann var stangaður af fyrsta nauti kvöldsins á nautaati í Cali í Kólumbíu fyrir skömmu. Gomez, sem gengur undir viðurnefninu "Dinastia", slasaðist ekki alvarlega. Bardaginn við nautið hélt áfram og féll það fyrir Gomez. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 268 orð

Ók heim á splunkunýjum BMW

BOND-LEIKURINN náði hápunkti þegar Trausti Salvar Kristjánsson vann BMW 316i í úrslitakeppni á Hótel Íslandi síðastliðinn laugardag. Til þess að taka þátt í Bond-leiknum varð að senda rétt svar við tíu spurningum sem bornar voru fram í Morgunblaðinu. Dregið var úr réttum lausnum og 150 heppnir þátttakendur komust í úrslit. Úrslitin voru útkljáð með spurningakeppni. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Sala hafin á aðgöngumiðum að leiði Díönu

FJÖLSKYLDA Díönu prinsessu hóf sölu á aðgangsmiðum að leiði hennar í gær og er aðgangseyrir 9,50 pund eða um 1.100 krónur. Gestir fá ekki að fara alveg að leiðinu heldur skoða eyjuna úr fjarlægð hvar Díana hefur verið jarðsett. Ágóðinn rennur til þeirrar góðgerðastarfsemi sem hún hafði í hávegum. Meira
6. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 690 orð

SAMSTARF TIL AÐ AUKA VÍÐSÝNI

MENNTAÁÆTLUNINNI Sókrates var hrint í framkvæmd til að efla Evrópusamstarf á öllum sviðum menntamála ríkja Evrópusambandsins (ESB) og hefur íslenskt skólafólk notið góðs af styrkveitingum úr ýmsum þáttum áætlunar sem eru helstir: Erasmus, Comenius, Lingua, fullorðinsfræðsla og opið nám og fjarnám. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 293 orð

Sjálfmenntaður leðursaumari og hönnuður

TÍSKUSÝNING var haldin í verslunarmiðstöðinni Miðbæ í Hafnarfirði í desember þar sem meðal annars var sýndur leðurfatnaður frá fyrirtækinu Höfuðleðri hannaður af Hans Wium. Hans segist vera sjálfmenntaður í leðursaumi og hönnun og hefur verið með fyrirtækið á skrá síðan 1988. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 751 orð

Skrýtnar skepnur í útlöndum ÍSLENDINGAR í útlöndum eru skrýtnar skepnur. Þeir geta verið allra manna sjálfstæðastir en eru

Íslendingamessa í New York Skrýtnar skepnur í útlöndum ÍSLENDINGAR í útlöndum eru skrýtnar skepnur. Þeir geta verið allra manna sjálfstæðastir en eru einnig alltaf fúsir að gera eitthvað sem minnir á landið og þjóðina "heima". Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Tólf ár á reiðhjóli

TAHER Madraswala var sigurreifur á Þorláksmessu þegar hann lauk heimsferð sinni á reiðhjóli sem tekið hafði 12 ár. Madrawala lagði af stað árið 1985 til að berjast fyrir friði og bræðralagi. Þegar hann kom aftur heim til sín hafði hann farið 128 þúsund kílómetra um 34 þjóðríki. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 115 orð

Unglingar á Djúpavogi heiðraðir

PÍTSUVEISLA var haldin á dögunum fyrir nemendur 7. til 10. bekkjar grunnskólans á Djúpavogi á Hótel Framtíð. Nemendurnir höfðu áður fengið boðsmiða og viðurkenningarskjal í tilefni af því að allir bekkir grunnskólans eru reyklausir og unglingarnir þykja duglegir og heilbrigðir. Meira
6. janúar 1998 | Menningarlíf | 931 orð

"Vilji til að bæta stöðu myndlistar"

MYNDLISTARMENNIRNIR Anna Guðjónsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson hlutu styrki úr Listasjóði Pennans hinn 2. janúar sl. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið veitir styrki til ungra myndlistarmanna. Heildarupphæð hinna árlegu styrkja hefur verið hækkuð og styrkþegar verða framvegis þrír í stað tveggja áður. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 386 orð

Vinsælasta náttúruperla Ástralíu

FRÆGASTA strönd Ástralíu er án efa Bondi-ströndin í nágrenni Sydney en vinsældir hennar vaxa nú dag frá degi. Fasteignaverð á svæðinu hefur rokið upp á skömmum tíma og ný kaffi- og veitingahús opnuð næstum vikulega. Það sem veldur þessum nýlegu vinsældum er nýtt holræsakerfi með lögn sem var færð 8 kílómetra frá ströndinni og gerbreytti henni. Meira
6. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Þekktust varla alklæddir

ÞAÐ eru ekki aðeins Rómverjar sem hafa notað böðin til skrafs og ráðagerða. Ást ýmissa íslenskra höfðingja í nútímanum og til forna á böðum er þekkt fyrirbrigði, enda fátt jafn hollt líkamanum. Í Snorralaug í Reykholti var lagt á ráðin á Sturlungaöld. Síðan hefur ráðabruggið teygt anga sína víðar, m.a. til höfuðborgarsvæðisins. Meira

Umræðan

6. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Eiga sjúklingar einir að greiða tvöfalda skatta?

HVERT stefnir hér í aðgerðarleysi heilbrigðisyfirvalda gagnvart þeim er leita þurfa eftir hjálp lækna er samningslausir eru við Tryggingastofnun ríkisins? Hve lengi á fólk að þurfa að búa við mismunun sem slíka að þurfa að greiða þjónustu þessa úr eigin vasa vegna samningaþrefs ríkisins við verktaka þjónustunnar. Meira
6. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Hugleiðing um Hanes- málið

ÉG HEF af áhuga fylgst með skrifum Morgunblaðsins um mál Hanes- hjónanna. Mig langar til að ræða nokkuð það orðaval sem notað hefur verið við lýsingar á máli þeirra. Í grein sem birtist í blaðinu 19. des. 1997 segir í undirfyrirsögn að Hanes-hjónin séu "eftirlýst vegna barnsráns". Þetta eru hörð orð og í raun röng. Meira
6. janúar 1998 | Aðsent efni | 1219 orð

Kennaraháskóli Íslands ­ fjórir skólar í nýjum háskóla

NÝR skóli tók til starfa 1. janúar 1998. Langþráðu marki var náð, þegar Alþingi samþykkti ný lög um Kennaraháskóla Íslands. Hafa þau verið gefin út í Stjórnartíðindum, eru númer 137/1997 og tóku gildi 1. janúar 1998. Meira

Minningargreinar

6. janúar 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Árni Aðalsteinsson

Kæri frændi. Hvern hefði grunað að ári eftir að við fylgdum Hlölla frænda til grafar mundum við fylgja þér? Engan. Þegar langamma var á lífi komum við, ásamt mömmu, oft í heimsókn til ykkar upp á Álfaskeið. Það var alltaf tekið mjög hlýlega á móti okkur hvort sem það varst þú eða Hlölli frændi og okkur þótti alltaf mjög vænt um það. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Árni Aðalsteinsson

Það mun hafa verið á sjötta áratugnum að ég kynntist fyrst Árna Aðalsteinssyni sem nú er látinn. Þá lentum við saman á vertíð á mb Hring GK18 frá Hafnarfirði. Það sem helst einkenndi Árna var hjartagæska hans og traust vinátta. Árni mátti ekkert aumt sjá og var frekar viðkvæmur í lund, þrátt fyrir hrjúfan skráp. Hann var með hressari mönnum, enda lundin létt. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Árni Aðalsteinsson

Lífsgöngu Árna er lokið. Okkur er efst í huga þakklæti til hans fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem hann sýndi okkur bræðrum alla tíð. Lífshlaup Árna var ekki neinn dans á rósum heldur oft þyrnum stráð. Ungur fór hann að vinna og draga björg í bú móður sinnar og systkina. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 75 orð

ÁRNI AÐALSTEINSSON

ÁRNI AÐALSTEINSSON Árni Aðalsteinsson fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1943. Hann lést 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga H. Helgadóttir, f. 30.6. 1908, d. 21.8. 1990, og Aðalsteinn Knudsen, f. 20.7. 1909, d. 10.2. 1991. Systkini Árna eru Helgi S. Guðmundsson, f. 16.10. 1928, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir f. 11.6. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 1064 orð

Guðrún Helga Helgadóttir

Ég kynntist Guðrúnu fyrst eftir að hún giftist uppáhaldsfrænda mínum, Ragnari Stefánssyni, síðar rafvirkjameistara og starfsmanni Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, þar sem hann starfaði lengst af sinni starfsævi í ábyrgðarmikilli stöðu hjá stóru fyrirtæki, sem vinsæll starfsfélagi. En nú er Ragnar látinn. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 356 orð

Guðrún Helga Helgadóttir

Elsku mamma, við erum sannfærð um að þú sért núna komin aftur í faðm pabba og sért hvíldinni fegin. Þú varst búin að bíða lengi eftir þessu síðasta ferðalagi. Við trúum því að þetta ferðalag þitt hafi verið baðað ljósi lífs og kærleika. En nú var það ekki tjaldútilega, ferð upp í sumarbústað eða í hjólhýsið Júmbó, en áfangastaður samt yndislegur. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 216 orð

GUÐRÚN HELGA HELGADÓTTIR

GUÐRÚN HELGA HELGADÓTTIR Guðrún Helga Helgadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. apríl 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Þórfinna Finnsdóttir ættuð frá Stóruborg undir Eyjafjöllum og Helgi Ágúst Helgason. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Ingibjörg Jósepsdóttir

Okkur systkinin langar að minnast elskulegrar ömmu okkar. Tilhugsunin um að eiga ekki eftir að fara til "ömmu á Álfaskeiðinu" er skrítin, eða að eiga ekki eftir að hafa hana hjá okkur t.d. á jólum og öðrum hátíðum á Ljósaberginu. Elsku amma, á kveðjustund langar okkur að þakka þér fyrir alla hlýjuna og góðvildina (og allar lopapeysurnar okkar). Algóður Guð, blessaðu minningu ömmu okkar. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 86 orð

INGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR

INGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR Ingibjörg Jósepsdóttir fæddist á Atlastöðum í Fljótavík hinn 4. september 1914. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósep Hermannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Jóhanna Stefánsdóttir

Elsku amma. Undanfarna daga hafa óhjákvæmilega rifjast upp alls kyns minningar um allar þær samverustundir sem við áttum saman. Í mínum huga varst þú ekki bara hin hefðbundna amma því þú varst líka góður félagi og vinur. Til dæmis er það nánast óskiljanlegt hvernig þú hafðir þolinmæði í að spila við okkur bræðurna á Bárugötunni. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Jónas Ólafsson

Þann 20. desember náði pabbi í mig í vinnuna. Venjulega er hann hress og grínast í mér, en mér fannst hann vera eitthvað daufur en spurði ekki neitt hvað væri að. Þegar ég kom heim sagði mamma mér að hann afi Jói hefði dáið um morguninn. Það er alltaf mikið áfall þegar einhver nákominn manni deyr. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 247 orð

Jónas Ólafsson

Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og er söknuðurinn mikill. Þú hefur verið í lífi mínu frá því að ég man eftir mér og þú kenndir mér svo margt. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst þolinmóður við okkur systkinin þegar þú varst að kenna okkur á spil og að leggja kapal, ég kann þá enn þann dag í dag, og mun sennilega aldrei gleyma þeim. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 36 orð

JÓNAS ÓLAFSSON

JÓNAS ÓLAFSSON Jónas Ólafsson fæddist á Tortu í Biskupstungum í Árnessýslu 5. desember 1912 en ólst upp að Hólum á sama stað. Hann lést 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 3. janúar. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 129 orð

Katrín Gunnarsdóttir

Mig langar að minnast með fáum orðum elskulegrar frænku minnar og uppeldissystur, Katrínar Gunnarsdóttur (Lillu). Hún var dagfarsprúð og hjartahlý, auk þess að vera umhyggjusöm móðir. Katrín var ævinlega glöð á vina- og fjölskyldusamkomum, jafnvel eftir að hún veiktist, og bros hennar voru einlæg. Þungt haldin á sjúkrabeði brosti hún til okkar hjónanna. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 89 orð

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Katrín Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. desember síðastliðinn eftir langvarandi og erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Margrét Magnúsdóttir frá Seli og Gunnar Bjarnason, bæði látin fyrir nokkrum árum. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 494 orð

Katrín Ólafsdóttir

Tíminn líður hratt og hver líðandi stund er það sem manneskjan hefur í hendi sinni að njóta. Þegar litið er yfir farinn veg að leiðarlokum virðist mannsævin stutt í eilífðinni þó geti í sjáfri sér virst löng. Katrín Ólafsdóttir, hún Kata eins og við kölluðum hana, var merk kona og hlý sem naut þess að fylgjast með og eiga samskipti við fólk. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 130 orð

KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR

KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Katrín Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Hákon Hákonarson verkamaður og sjómaður og Snjáfríður Magnúsdóttir sem bjuggu lengst af á Brekkustíg 14 í Reykjavík. Katrín var elst fjögurra systkina. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 175 orð

María Þ. Pétursdóttir

Hún amma mín er dáin. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman munu lifa í minningu minni um alla tíð. Amma var skapgóð, fórnfús og þolinmóð og var vinur vina sinna. Já, hún hafði marga góða eiginleika. Ég minnist ömmu með prjónana sína að prjóna ullarsokka og vettlinga á fólkið sitt, svo okkur yrði ekki kalt, en fyrir rúmu ári var síðasta lykkjan prjónuð þar sem sjónin var alveg búin. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 75 orð

María Þ. Pétursdóttir

Með þessum tveimur erindum langar mig að kveðja hana ömmu mína, sem var sú allra besta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 81 orð

MARÍA Þ. PÉTURSDÓTTIR

MARÍA Þ. PÉTURSDÓTTIR María Þorgerður Pétursdóttir fæddist í Hrossholti í Eyjahreppi hinn 17. nóvember 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 16. desember síðastliðinn. María giftist Sigurjóni Sigurðssyni hinn 24.1. 1925 og eignuðust þau þrjú börn, Sigurð og Pétur, sem báðir eru látnir, og Önnu, sem lifir móður sína. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðju Ragnheiður Guðmundsdóttir, móðursystir mín. Ragnheiður var fædd í Borgarfirði 27. september 1911, yngst sjö systkina. Eftir lát föður síns fluttist hún ung að árum til Reykjavíkur með móður sinni og systur, Gunnhildi, sem var móðir mín og bjuggu þær alla tíð í sama húsi þar til móðir mín lést árið 1962. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 610 orð

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Hinn 29. desember síðastliðinn lést ömmusystir mín Ragnheiður Guðmundsdóttir 86 ára að aldri. Hún var alla tíð mikil vinkona systurdóttur sinnar, Guðbjargar móður minnar. Ég hef því þekkt hana alla mína ævi, sem er nákvæmlega hálf ævi hennar. Ranka móðursystir var hún alltaf kölluð og framan af æfinni vissi ég ekki hvað hún hét annað en það. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum 27. september 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson bóndi, síðast á Sleggjulæk, og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir. Hún var yngst sjö systra, sem allar eru látnar. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 1107 orð

Sigmundur Jónsson

Með Sigmundi Jónssyni, Þorragötu 5 hér í borg, er fallinn frá merkur maður, sem ég hefi ætíð haft miklar mætur á og mér er kunnugt um að naut trausts og virðingar þeirra, sem honum kynntust. Því tel ég mér ljúft og skylt að minnast hans nokkrum orðum að þeim leiðarlokum. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Sigmundur Jónsson

Aldraður maður, rúmliggjandi og blindur um árabil, hefur nú fengið hvíldina eilífu. Ekki kom það mér beint á óvart, er Gunnlaugur Sigmundsson hringdi til mín árdegis á aðfangadag jóla og sagði mér, að faðir sinn væri látinn, hefði sofnað daginn áður. Ég hafði komið til hans næstum á hverri helgi síðan hann varð blindur fyrir nokkrum árum, en hann var heima á helgum. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Sigmundur Jónsson

Nokkur þakkarorð til horfins heiðursmanns, sem var svo grandvar og vandur að virðingu sinni, að frá mínum kagaðarhóli verður hvorki greindur blettur né hrukka á framgöngu hans. Sigmundur Jónsson var þeirrar gerðar, að líf hans verður vart á annan hátt skilgreint en með því að segja, að hann hafi verið vammlaus til orðs og æðis. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 343 orð

SIGMUNDUR JÓNSSON

SIGMUNDUR JÓNSSON Sigmundur Jónsson fæddist að Kambi í Reykhólasveit 11. október 1911. Hann lést á Landakotsspítala 23. desember sl. Foreldrar hans voru hjónin Jón Hjaltalín Brandsson bóndi f. 25. sept. 1875, d. 15. júní 1947 og Sesselja Stefánsdóttir f. 22. júní 1881, d. 12. júlí 1971. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Það eru liðin um fjörutíu ár síðan við nöfnurnar kynntumst á námskeiðum í Danmörku. Við urðum fyrstu næturnar að sofa saman í rúmi í skólanum, því skólastjórinn vissi ekki að við værum tvær með sama nafni sem hefðum sótt um sömu námskeið. Ég þakka þér vináttu og tryggð öll þessi ár. Það liðu aldrei margir dagar án þess að við töluðum saman. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Kær samstarfskona og vinkona er látin. Allir vissu að hverju stefndi, en samt kom fréttin um lát Sigríðar Jónsdóttur á óvart. Hún kom ekki til starfa í skóla Fullorðinsfræðslunnar í haust eins og vonir stóðu til. Hún hafði veikst aftur af illkynjuðum sjúkdómi þrátt fyrir stranga meðferð síðastliðinn vetur. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 210 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Það er lífsins þunga gáta þekkt, en ekki ráðin: Af hverju slíta örlög kærleiksþráðinn? (Ólína Andrésd.) Elskuleg vinkona mín Sirrý er dáin, en um árabil hafði hún barist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Við hittumst fyrst á Landsþingi SVFÍ fyrir um 25 árum og tókst þá með okkur sönn vinátta og tryggð sem haldist hefur óslitið síðan. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unna þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hverju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Ég var nýkomin heim úr vinnu þegar síminn hringdi. Það var Elías bróðir þinn að segja mér að æskuvinkona mín væri dáin. Alltaf eru viðbrögðin þau sömu, sorg og söknuður, þótt ég hafi vitað að hverju stefndi. Síðast sá ég þig við útför mannsins míns fyrir tveimur mánuðum. Dugnaðurinn í þér að koma þótt þú værir orðin mjög lasburða. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Ég sendi þér vina mitt ljúfasta ljóð, þú ert langbesta mamman í heimi, þú hefur verið mér vinkona góð, sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú gafst mér það eina sem áttir þú til: þig alla ­ að trúnaðarvini. Með kærleik í hjarta ég knúsa þig vil og kyssa í þakklætisskyni. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Elsku amma okkar. Okkur langar að minnast þín með fáeinum orðum. Frá þér streymdi ávallt hlýja, ástúð og kærleikur. Þú kenndir okkur svo margt fallegt t.d. bænir og að tala fallega. Alltaf gafstu þér tíma til að spila við okkur eða föndra og með opinn faðminn tókstu á móti okkur öllum stundum. Nú ert þú dáin og við vitum að þér líður vel. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 471 orð

SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR Sigríður Elísabet Jónsdóttir fæddist í Bolungavík hinn 20. ágúst 1932. Hún lést á heimili sínu hinn 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kr. Elíasson, skipstjóri í Bolungavík, f. 24. nóvember 1903, d. 20. mars 1994 og kona hans, Benedikta Gabríela Guðmundsdóttir, f. 21. júlí 1899, d. 5. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Stefanía Guðnadóttir

Það var mikið áfall að frétta af andláti Stefaníu og ótrúlegt að þessi lífsglaða manneskja sem sat eftirmiðdaginn áður yfir prófum í Árnagarði, hress og kát að vanda, skyldi vera dáin. Stefanía og móðir okkar, Ólöf Bjarnadóttir, höfðu verið vinkonur um árabil og hittust oft heima hjá hvor annarri og snæddu hádegisverð saman ásamt öðrum vinkonum um helgar. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

STEFANÍA GUÐNADÓTTIR

STEFANÍA GUÐNADÓTTIR Stefanía Guðnadóttir var fædd í Reykjavík 9. mars 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 29. desember. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Örn Eiðsson

Ég hitti Örn Eiðsson síðast í haustbyrjun af ánægjulegu tilefni: verið var að undirrita samning um fjármögnun og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu í Garðabæ. Og vitanlega var Örn Eiðsson þar í fararbroddi, enda formaður stjórnar heilsugæslunnar þar í bæ. Við tókum þar tal saman eins og endranær, þegar leiðir okkar lágu saman, og áttum ágætis spjall um landsins gagn og nauðsynjar. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÖRN EIÐSSON

ÖRN EIÐSSON Örn Eiðsson fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 7. júlí 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala 19. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 30. desember. Meira
6. janúar 1998 | Minningargreinar | 630 orð

(fyrirsögn vantar)

"Þú grætur vegna þess sem eitt sinn var gleði þín." Þessi orð eiga svo sannarlega við í dag þegar ég minnist hans Sigmundar afa míns með fáeinum orðum. Það var svo margt sem mig langaði að segja við afa þessa seinustu daga hans hérna, vitandi það að hann væri að fara frá okkur. Ég bara vissi ekki á hverju ég ætti að byrja og ég vissi að seint myndi ég finna endi á öllu því sem ég vildi sagt hafa. Meira

Viðskipti

6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Compaq valið fyrirtæki ársins

TÍMARITIÐ Forbes hefur valið Compaq tölvufyrirtækið í Houston fyrirtæki ársins. Forbes segir einnig í síðasta tölublaði að fjármálaþjónusta hafi verið sú grein, sem hafi staðið sig bezt í fyrra, en skemmtanaiðnaður og tryggingargeirinn komi næst. Forbes valdi Compaq úr hópi 1286 fyrirtækja, sem fjallað er um í árlegu yfirliti s um bandarískt atvinnulíf. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Dollar ýtir undirhækkun á bréfum

DOLLARINN hafði ekki verið hærri gegn jeni í 5-1/2 ár þegar viðskipti á nýja árinu hófust í gær og það átti þátt í að draga úr áhrifum síðustu ókyrrðarinnar í Asíu og stuðlaði að verulegri hækkun í evrópskum kauphöllum. Dalurinn hækkaði einnig um rúma tvo pfenninga og hafði ekki verið hærri gegn markinu í fjóra mánuði. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 363 orð

ÐHlutabréf Samherja og Tæknivals lækka á ný Hlutabréfavísitala

GENGI hlutabréfa í Tæknivali og Samherja lækkaði á nýjan leik í gær í fyrstu viðskiptum með þessi bréf á nýju ári. Hlutabréf í Tæknivali lækkuðu mest, eða um tæp 17% en hlutabréf í Samherja lækkuðu um tæp 4%. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 440 orð

ÐSkoda-umboðið í gamla Hekluhúsið Jöfur hf. bregst við með aukin

HEKLA hf. hefur ákveðið að setja upp sérstaka söludeild fyrir umboðið fyrir Skoda-bíla í gamla Hekluhúsinu á Laugavegi 172, en fyrirtækið tók við umboðinu nú um áramótin. Í þessu húsnæði hefur verið aðstaða fyrir véladeild Heklu, en hún verður flutt í annað húsnæði. Jöfur hf. sem haft hefur umboðið um árabil hyggst hins vegar einbeita sér að öðrum umboðum sínum, Peugout og Chrysler. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 98 orð

ÐVSK-víxlar seldir fyrir 2,7 milljarða

ALLS bárust 17 gild tilboð að fjárhæð 4.000 milljónir króna í útboði Lánasýslu ríkisins í gær á svokölluðum VSK-víxlum til 95 daga sem eru með gjalddaga 6. apríl nk. Tekið var tilboðum fyrir 2.700 milljónir króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki Íslands 900 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 62 orð

ÐVöruskiptajöfnuður

VEGNA tæknilegra mistaka birtist röng tafla með frétt um vöruskiptajöfnuðinn fyrstu ellefu mánuðina 1997 í Morgunblaðinu á laugardag. Í stað töflu yfir vöruskiptajöfnuð birtist yfirlit yfir innflutning á bílum á síðasta ári sem raunar var einnig að finna á öðrum stað í blaðinu þennan sama dag. Rétt tafla birtist því hér að ofan um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
6. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Húsnæðisbréf seldust upp á fyrsta degi

HÚSNÆÐISBRÉF Byggingarsjóðs verkamanna í 1. áfanga 1998 seldust upp á fyrsta degi, þ.e.a.s. í gær, hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Verðbréfafyrirtækin tvö fengu skuldabréfin til sölu að undangengnu útboði meðal banka og verðbréfafyrirtækja í lok desember. Alls voru seld bréf fyrir um 1.650 milljónir króna að söluverðmæti í þessum áfanga. Meira

Daglegt líf

6. janúar 1998 | Neytendur | 116 orð

Hundrað binda ritsafn um ost

NÝLEGA gaf Osta- og smjörsalan sf. út bæklinga númer 99 og 100 í ritröðinni Ráðleggingar og uppskriftir. Í fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni kemur fram að fyrsti bæklingurinn kom út árið 1969 og hét hann Ostapinnar. Á þeim 28 árum sem liðin eru síðan hefur útgáfan verið samfelld og hafa birst hátt í þúsund uppskriftir á þessum vettvangi. Meira
6. janúar 1998 | Neytendur | 50 orð

Léttmálmsumgjarðir

NÝ gerð titanium léttmálmsumgjarða er komin í gleraugnaverslanirnar Ég C og Augnsýn. Í fréttatilkyningu frá gleraugnaverslununum kemur fram að þessar 100% titanium umgjarðir hafi hlotið gullverðlaun á gleraugnasýningu í París í byrjun október sl. fyrir tæknilega útfærslu og hönnun. Umgjarðirnar eru fáanlegar í mörgum litum, með mismunandi lagi og áferð. Meira
6. janúar 1998 | Neytendur | 86 orð

Rétt sýrustig í leggöngum

FARIÐ er að selja hylkin Acidophilus til að byggja upp náttúrulegt jafnvægi og viðhalda réttu sýrustigi í leggöngum. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Thorarensen lyf kemur fram að í skeiðarhylkjunum eru frostþurrkaðir mjólkursýrugerlar Lactobacillus acidophilus. Auk þess inniheldur hvert hylki mjólkursykur sem er næring fyrir mjólkursýrugerlana og á að tryggja að þeir fjölgi sér. Meira
6. janúar 1998 | Neytendur | 192 orð

Verð á árskortum mismunandi

MARGIR strengja þess heit um áramót að fara að stunda heilsurækt. Ýmsar heilsuræktarstöðvar eru með kortin á tilboði á þessum árstíma og jafnvel hægt að fá árskort á innan við sautján þúsund krónur. Sumar stöðvarnar bjóða viðskiptavinum líka að gera fastan samning og fá í staðinn afsláttarkjör og ýmis fríðindi. Þá eru í gangi fjölskylduafslættir. Meira

Fastir þættir

6. janúar 1998 | Í dag | 474 orð

ALIFORNÍURÍKI, sem er sennilega eitt framfarasinnaðasta

ALIFORNÍURÍKI, sem er sennilega eitt framfarasinnaðasta samfélag í heiminum, hefur gert þá kröfu til bílaframleiðenda, að 10 af hverjum 100 bílum, sem seldir verða í ríkinu á árinu 2003, verði knúnir með vistvænna eldsneyti en benzíni eða dísilolíu. Meira
6. janúar 1998 | Dagbók | 3119 orð

APÓTEK

»»» Meira
6. janúar 1998 | Í dag | 29 orð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. janúar, er fimmtug

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. janúar, er fimmtug Hólmfríður Kjartansdóttir, fulltrúi hjá Selfossveitum, Grashaga 17, Selfossi. Eiginmaður hennar er Björn Ingi Gíslason. Þau hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
6. janúar 1998 | Fastir þættir | 194 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. Meira
6. janúar 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október í Landakirkju, Vestmannaeyjum, af sr. Bjarna Karlssyni Guðrún Rósa Friðjónsdóttir og Jóhannes Ágúst Einarsson. Heimili þeirra er að Foldahrauni 41d í Vestmannaeyjum. Meira
6. janúar 1998 | Dagbók | 605 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. janúar 1998 | Í dag | 210 orð

Kannast einhvervið þessa mynd? ÞESSI mynd var afhent, ás

ÞESSI mynd var afhent, ásamt fleiri myndum, í versluninni Ljósmyndavörum, Skipholti 31. En það voru rangar myndir í umslaginu og kannast sá sem fékk þessar myndir ekkert við þær. Vill hann hafa upp á þeim sem tók þessa mynd og biður um að haft verði samband við sig í síma 5578087. Meira
6. janúar 1998 | Fastir þættir | 933 orð

Mig langar til að spyrja þig, löngu horfna kona,/ hvað leiddi hend

Mig langar til að spyrja þig, löngu horfna kona,/ hvað leiddi hendur þínar/ að sauma þessar rósir í samfelluna þína?/ Og svona líkar fínar! Spyr Halldóra B. Björnsson í upphafserindi sínu í kvæðinu "Á Þjóðminjasafni". Amtmannsstofa Þjóðminjasafns Íslands hefur að geyma mikið af hannyrðum úr fortíðinni. Meira
6. janúar 1998 | Fastir þættir | 1299 orð

Ótrúleg yfirsjón Karpovs

Anand vann aðra skákina og jafnaði metin, eftir að Karpov lék vinningsstöðu í tap. KARPOV vann fyrstu skákina nokkuð örugglega og á laugardaginn fékk hann gullið tækifæri til að tryggja sér tveggja vinninga forskot og þar með næsta öruggan sigur í einvíginu. En á úrslitastundu brást innsæið honum herfilega. Meira

Íþróttir

6. janúar 1998 | Íþróttir | 373 orð

1. deild kvenna Stjarnan - FH23:22 Íþróttahúsið Ásgarði

Íþróttahúsið Ásgarði í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, sunnudaginn 4. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 7:4, 7:6, 9:6, 11:8, 13:11, 14:12, 18:14, 18:18, 20:19, 21:21, 23:21, 23:22. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 9/6, Sigrún Másdóttir 4, Nína K. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 354 orð

Aðeins Ísland á eftir að staðfesta þátttöku

Egyptar, sem töpuðu fyrir Íslendingum í leik um fimmta sætið í Heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Kumamoto í Japan á liðnu vori, gangast fyrir sex þjóða móti í júlí nk. og var hugmyndin að sex efstu liðin á HM í Japan mættu til leiks. Ungverjar þáðu ekki boðið en Þjóðverjum var þá boðið í staðinn og hafa þeir staðfest þátttöku. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 255 orð

Borg fór fram á peninga fyrir að keppa fyrir Svíþjóð

Ein af stórfréttunum í sænskum fjölmiðlum í gærmorgun, var að tenniskappinn Björn Borg hefði neitað að keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Davies-bikarkeppninni 1978 og 1979 nema að fá peningagreiðslur fyrir. Þetta mun koma fram í þriggja þátta heimildarmynd um Borg, en fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpi í gærkvöldi. Sænska tennissambandið varð að greiða Borg 220 þús. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 72 orð

DORMAGEN hefur fengið til liðs við sig hinn fjö

DORMAGEN hefur fengið til liðs við sig hinn fjölhæfa Andreas Kotwitz, sem lék með Rheinhausen. Hann er 26 ára og skrifaði undir eins árs samning. FINNUR Jóhannsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Hameln, sem mátti þola tap í Magdeburg, 33:29. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 922 orð

England

Enska bikarkeppnin 3. umferð Arsenal - Port Vale0:0 Barnsley - Bolton1:0 Darren Barnard 26. 15.042. Blackburn - Wigan4:2 Pat McGibbon 20. sjálfsm., Kevin Gallacher 37., 60., Tim Sherwood 48. - David Lee 62., David Lowe 68. 22.402. Bristol Rovers - Ipswich1:1 Peter Beadle 36. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 94 orð

Enn bætist í hópinn á ÍR-mótið

ENN bætast íþróttamenn í hóp þeirra sem mæta til leiks á frjálsíþróttamót ÍR í Laugardalshöll 24. janúar nk. Nú hefur þýski grindahlauparinn Ingeborg Leschnik samþykkt að koma og etja kappi við Guðrúnu Arnardóttur, Ármanni, í 50 m hlaupi með og án grinda. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 454 orð

FJÖTRAR »Íslenskir íþróttamennfinna að það er dýrtað vera fátækur

Það er mikilvægt fyrir þá sem vilja ná langt í íþróttum að keppa við jafningja sína frá öðrum löndum. Þannig öðlast menn dýrmæta reynslu sem nýtast mun félagi eða landsliði um ókomin ár. En það er dýrt fyrir íslensk félagslið að taka þátt í alþjóðlegum mótum og það svo að lið veigra sér við að vera með. Þetta er auðvitað mjög slæmt því deildir flestra félaga berjast í bökkum. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 558 orð

Fyrsti sigur Sykoras

Austurríkismaðurinn Thomas Sykora sigraði í svigi heimsbikarsins í Kranjska Gora í Slóveníu á sunnudag og var það jafnframt fyrsti sigur hans í vetur. Alberto Tomba neitaði að fara síðari umferðina eftir að hafa verið með næstbesta tímann eftir fyrri umferð vegna deilna við mótshaldara. Kristinn Björnsson var með 26. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 399 orð

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolto

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, er kominn með fimm gul spjöld og fer í tveggja leikja bann eftir helgi. ANDY Thompson, samherji hans, er nýkominn úr þriggja leikja banni og er á leiðinni í tveggja leikja bann vegna fimm gulra spjalda. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 479 orð

Inter stöðvaði Juventus

Inter varð fyrst liða til að sigra Juventus í ítölsku deildinni á líðandi tímabili, vann 1:0 í Mílanó í fyrrakvöld, og er með fjögurra stiga forystu á toppnum með 33 stig. Juve átti fyrri hálfleik í frábærri viðureign en Frakkinn Youri Djorkaeff skoraði eftir undirbúning Ronaldos þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þar við sat. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 99 orð

Íshokkí

NHL-deildin Leikir aðfaranótt laugardags Buffalo - Colorado2:2 Detroit - San Jose1:4 Tampa Bay - Florida2:2 Dallas - NY Islanders2:1 Edmonton - Montreal3:5 Leikir aðfaranótt sunnudags Boston - San Jose3:0 Carolina - Dallas1:6 Pittsburgh - Colorado4:5 Eftir framlengingu. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 132 orð

Íslandsmet hjá Láru Hrund

Lára Hrund Bjargardóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, setti Íslandsmet í 400 m baksundi á Jólametamóti SH í Sundhöll Hafnarfjarðar 29. desember sl. Lára synti á 5.05,11 mín. og bætti gamla metið verulega en það var 5.21,73 í eigu Margrétar Bjarnadóttur, Ægi, sett 19. desember 1991. Þessi tími Láru er jafnframt stúlknamet og gamla metið var hið sama og Íslandsmetið. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 355 orð

Ísland - Túnis25:17

Áramótamót í Svíþjóð, leikið í V¨esterås og Eskilstuna, sunnudagur 3. janúar. Mörk Íslands: Njörður Árnason 8, Gústaf Bjarnason 4, Rúnar Sigtryggsson 4, Aron Kristjánsson 3, Jason Ólafsson 2, Davíð Ólafsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 16, Elvar Guðmundsson 2. Ísland - Svíþjóð25:28 Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 309 orð

Jón Arnar til Belgíu

Jón Arnar Ingvarsson, landsliðsmaður úr Haukum, hefur gert samning við belgíska 1. deildar félagið Castors Braine um að leika með félaginu út þetta tímabil. "Auðvitað er maður spenntur að prófa eitthvað nýtt. Ég hef leikið með Haukum alla tíð og hef verið í meistaraflokki í tíu ár. Ég þekki ekkert annað og ekki félagið heldur," sagði Jón Arnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 233 orð

Karlar 18 ára og yngri:

Karlar 18 ára og yngri: 34:33 Árni Már Jónsson, FH 34:59 Stefán Ágúst Hafsteinsson, ÍR 36:27 Daði Rúnar Jónsson, FH Karlar 19 til 39 ára: 31:52 Daníel Smári Guðmundsson, Á 32:28 Finnbogi Gylfason, FH 32:47 Smári Björn Guðmundsson, FH Karlar 40 til 44 ára: 34:06 Steinar Jens Friðgeirsson 35:09 Örnólfur Oddsson, Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 346 orð

Kendall óttaðist Ian Rush HOWARD

HOWARD Kendall, knattspyrnustjóri Everton, var óánægður með að mark frá Ian Rush hefði slegið Everton úr bikarkeppninni en Newcastle vann 1:0 og gerði Rush 43. mark sitt í bikarnum, sem er met. "Fyrir leikinn ræddum við um hvað Rushie gæti gert," sagði Kendall. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 815 orð

Lánið lék við Stjörnuna

"LÁNIÐ lék við okkur," sagði Ragnheiður Stephensen, sem var markahæst Stjörnustúlkna í 23:22 sigri á FH í 1. deildinni í handknattleik í Garðabænum á sunnudaginn. "Við vorum í ágætum málum þar til þær tóku við sér í síðari hálfleik. Þá misstum við leikmenn útaf vegna brottrekstra, fórum að örvænta og skjóta úr slæmum færum en þetta gekk samt upp og sigurinn var mjög mikilvægur. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 208 orð

Lékum undir getu

Atli Hilmarsson, þjálfari Íslandsmeistara KA, var ekki ánægður með leik sinna manna gegn ítalska liðinu General Trieste í Meistaradeild Evrópu, sem fór fram í Trieste á sunnudagsmorgun. KA-liðið varð að sætta sig við sex marka ósigur, 30:24, eftir að hafa mest verið tólf mörkum undir. "Við lékum langt undir getu, vorum afspyrnuslakir í fyrri hálfleik. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 390 orð

Manchester United með kennsl ustund

Manchester United fór á kostum á Stamford Bridge á sunnudag og vann bikarmeistara Chelsea 5:3. Staðan var 5:0 þegar 12 mínútur voru til leiksloka og höfðu gestirnir mikla yfirburði en slökuðu á undir lokin. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1913 sem Chelsea fær fimm mörk á sig í Ensku bikarkeppninni. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 341 orð

Meistaramót TBR Mótið fór fram um síðustu helgi í TBR-húsinu. Rvk. 4. Bro

Mótið fór fram um síðustu helgi í TBR-húsinu. Rvk. 4. Broddi Kristjánsson TBR sýndi nú um helgina að ferli hans sem badmintonmeistara er alls ekki lokið, þrátt fyrir að hann er nú 37 ára að aldri. Hann sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik á fyrsta opna badmintonmótinu á þessu ári, og sigraði m.a. Tryggva Nielsen, Íslandsmeistarann í úrslitum. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 283 orð

MIKA Myllyla frá Finnlandi

MIKA Myllyla frá Finnlandisigraði í 30 km skíðagöngu heimsbikarsins sem fram fór í Kavgolovo í Rússlandi á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur hans í vetur. "Þessi sigur var mjög mikilvægur. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 122 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags Boston - Minn

Leikir aðfaranótt laugardags Boston - Minnesota93:89 Washington - Indiana81:99 Charlotte - Miami99:88 New Jersey - New York103:98 Orlando - Cleveland71:81 Toronto - Detroit88:91 Chicago - Milwaukee114:100 San Antonio - Portland85:69 Phoenix - Dallas92:85 Denver - Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 28 orð

Reuters Fögnuður

LEIKMENN Man. Utd.fóru á kostum og tókubikarmeistara Chelsea íkennslustund á Stamford Bridge í London,5:3. Hér fagna þeirTeddy Sheringham,David Beckham ogNicky Butt fyrsta affimm mörkum liðsins,sem Beckham skoraði. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 158 orð

SKÍÐINowen fékk sigur í afmælisgjöf

SKÍÐINowen fékk sigur í afmælisgjöf SÆNSKA stúlkan Ylva Nowen hélt áfram sigurgöngunni í svigi heimsbikarsins í Bormio á Ítalíu í gær. Hún vann þar fjórða svigmótið í röð og hélt upp á 28 ára afmælisdaginn í leiðinni. Hún hafði ekki unnið heimsbikarmót fyrir þetta keppnistímabil en hefur nú heldur betur slegið í gegn. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 286 orð

Spiluðu í sextán klukkustundir LEIKMENN K

LEIKMENN KA-liðsins ferðuðust í sextán klukkustundir í langferðabifreið frá Trieste til Lúxemborgar, eftir Evrópuleik þeirra gegn General Triester, en það tók þá átján klukkustundir í langferðabifreið að fara fá Amsterdam til Trieste. KA-menn, sem komu til Lúxemborgar kl. sex í gærmorgun, lentu í slæmu veðri á leið sinni þangað ­ roki og rigningu. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 1074 orð

Stevenage og Coventry héldu við hefðinni

STEVENAGE og Coventry komu mest á óvart í 3. umferð ensku bikarkeppninnar um helgina. Utandeildaliðið sló út 1. deildar lið Swindon ­ vann 2:1 á útivelli ­ og Coventry, sem sigraði Manchester United um fyrri helgi í úrvalsdeildinni, hélt áfram að koma á óvart og vann Liverpool, 3:1, á Anfield. West Ham átti í erfiðleikum með áhugamannalið Emley en tryggði sér 2:1 sigur undir lokin. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 468 orð

Svig karla:

Alpagreinar Kranjska Gora, Slóveníu: Svig karla: (fyrri umferð var 59 hlið en 61 í síðari)mín. Thomas Sykora (Aust.)1:37.93 (47.92/50.01) Pierrick Bourgeat (Frakkl.)1.38.09 (48.82/49.27) Thomas Stangassinger (Aust.)1.38.13 (47.84/50.29) Kiminobu Kimura (Japan)1.38.26 (48. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 26 orð

Sænskur varnarleikmaður til KA

Sænskur varnarleikmaður til KA KA-liðið í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sænsks leikmanninn Patrick Feltendahl. Hann er 23 ára varnarleikmaður, sem lék með sænska úrvalsdeildarliðinu Vesterås. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 496 orð

Undirstrikar getu mína þrátt fyrir allt

Kristinn Björnsson var meðal keppenda í sviginu í Kranjska Gora á sunnudag. Hann var með rásnúmer 29 í fyrri umferð og náði þá 26. besta tímanum og tryggði sér þar með þátttökurétt í síðari umferðinni. Hann keyrði síðari umferðina vel að mestu - náði besta tímanum, en sleppti einu hliði og var þar með dæmdur úr leik. Samanlagður tími hans hefði dugað í 4. sætið. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 550 orð

Við græddum mikið á þessari keppni

ÍSLENDINGAR urðu í öðru sæti á fjögurra þjóða móti í handknattleik sem fór fram í Svíþjóð um helgina. Íslendingar sigruðu Túnismenn örugglega í síðustu umferð en byrjuðu á því að valta yfir Egypta. Á laugardag töpuðu þeir fyrir Svíum sem gerðu jafntefli við Egypta á sunnudag og tryggðu sér þar með fyrsta sætið. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 98 orð

Þrír Íslendingar í Kranjska Gora

ÞRÍR íslenskir skíðamenn verða með á Evrópubikarmóti í svigi sem fram fer í Kranjska Gora í Slóveníu í dag. Það eru Arnór Gunnarsson frá Ísafirði og Haukur Arnórsson úr Ármanni auk Kristins Björnssonar. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

Ætlaði handknattleiksmaðurinnGÚSTAF BJARNASONað byrja árið með stæl?Sérstakar aðstæður

GÚSTAF Bjarnason var í sviðsljósinu á fjögurra þjóða mótinu í handknattleik sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Gústaf, sem hefur spilað flesta landsleiki af leikmönnum íslenska liðsins, var í hópi markahæstu manna mótsins, en hann var líka aldursforseti íslenska liðsins og fyrirliði þess í fyrsta sinn. Meira
6. janúar 1998 | Íþróttir | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

NFL-deildin Undanúrslit Amerísku deildarinnar Pitsburgh - New England7:6 Kansas City - Denver10:14 Undanúrslit Landsdeildarinnar San Francisco - Minnesota38:22 Green Bay - Tampa Bay21:7 Umfjöllun um leikina á morgun. Meira

Fasteignablað

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 453 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa sjaldan verið lægri en um áramótin

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa var mun lægri um þessi áramót en áramótin þar á undan. Í byrjun árs í fyrra var hún 5,80%, en í byrjun þessa árs var hún aðeins 5,29%. Í heild urðu töluverðar sveiflur á ávöxtunarkröfunni á nýliðnu ári. Hún lækkaði mjög í janúar og 7. febrúar komst hún í 5,50%. Síðan hækkaði hún ört á nýjan leik og í byrjun marz var hún komin upp í 5,80% á ný. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 259 orð

Einbýli eða tvíbýli við Lindarsel

HJÁ fasteignasölunni Gimli er nú til sölu einbýlishús að Lindarseli 4 í Seljahverfi. Húsið er steinhús, byggt 1981 og í því eru nú tvær íbúðir, annars vegar efri sérhæð sem er 160 ferm. ásamt 50 ferm. bílskúr og hins vegar neðri hæð, sem er um 140 ferm. og með allt sér. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 207 orð

Einbýlishús á sjávarlóð

HÚS á sjávarlóðum eru eftirsótt af mörgum. Nú er fasteignasalan Eignaval með 225 ferm. einbýlishús til sölu að Sæbólsbraut 38 í Kópavogi, en húsið stendur á um 900 ferm. sjávarlóð. Húsið var reist 1982 og það er vandað timburhús, hæð og ris á steinsteyptum kjallara. Ásett verð er 17,9 millj. kr. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 191 orð

ESB vill auka mátt byggingariðnaðarins

STJÓRN Evrópusambandsins hefur stungið upp á aðgerðum til að auka samkeppnishæfni byggingariðnaðar aðildarlandanna, sem sér milljónum manna fyrir atvinnu og stendur undir 11 af hundraði vergrar heildarframleiðslu ESB. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 184 orð

"Farhús" byggt í Búðardal

Búðardal-NÝLEGA gafst Dalamönnum kostur á að skoða seinna "Farhúsið" sem byggt var í Búðardal á árinu, áður en það var afhent kaupendum. Húsið er 135 ferm. að stærð, og skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi, forstofu, eldhús, þvottahús og stofu. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 672 orð

Fjármunir til rannsókna á hitaveitum

FYRIR þó nokkru var svolítið nöldur hér í pistli, stærstu hitaveitur landsins voru gagnrýndar fyrir að verja of litlu fjármagni til rannsókna. Þar var ekki átt við þær nauðsynlegu rannsóknir sem sjálfsagðar eru þegar bora þarf nýjar holur eða nýta nú svæði. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 523 orð

Fyrstu húsin í Bryggju- hverfi fokheld í vor

BYGGINGAFRAMKVÆMDIR eru nú að hefjast í Bryggjuhverfi við Gullinbrú í Grafarvogi. Vegaframkvæmdir standa þar sem hæst og unnið er að því að leggja skólpleiðslur. Að öðru leyti er þegar búið að vinna jarðvinnuna og gert ráð fyrir, að húsin geti risið tiltölulega hratt, þar sem grunnpúðinn fyrir þau er þegar kominn. Stefnt er að því, að fyrstu húsin verði fokheld í vor. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 189 orð

Gott parhús í Seláshverfi

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu parhús að Þverási 11 í Seláshverfi. Þetta er steinhús, byggt 1991 og er það tvær hæðir og ris. Talsverð sala hefur verið í sérbýlum í þessu hverfi að undanförnu, en þetta er m. a. gott hverfi fyrir útivistarfólk og örstutt í heillandi útivistarsvæði í Elliðaárdal. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 37 orð

Gömul verzlunarhús

Í þættinum Smiðjan rifjar Bjarni Ólafsson upp tengslin við Kaupmannahöfn. Margir landar koma þangað aftur og aftur og leita uppi gömlu verzlunarhúsin. Öðru máli gegnir með gamla miðbæinn í Reykjavík. Þar vantar gömlu verzlunarhúsin. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 784 orð

Gömul verzlunarhús gegna miklu hlutverki

FJÖLMARGIR Íslendingar hafa lagt leið sína um Kaupmangaragötu og nálægar götur í grennd við Sívalaturn og skoðað gömlu húsin þar og verslanir sem þar eru. Vafalítið munu ótal margir landar mínir hafa komið inn í litlu verslunina við Krónprinsgötu nr. 5. Þangað eru aðeins fáein skref frá Kaupmangaragötu. Þegar komið er inn í þessa verslun finnur maður angan af margskonar teblöðum. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Líflegur markaður

HÚSNÆÐISMÁLIN voru í betra horfi á síðasta ári en um langt skeið á undan, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir, að fasteignaviðskipti verði áfram lífleg. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 196 orð

Mikil upp- bygging í Borgarnesi

MIKIL uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi. Við nýja götu, sem nefnist Hamravík, verða byggðar sextán íbúðir í átta parhúsum. Loftorka, Borgarnesi byggir húsin, en þau eru hönnuð af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 407 orð

Ný byggingar- og skipulagslög

UM ÁRAMÓTIN tóku gildi ný skipulags- og byggingarlög. Jafnframt féllu úr gildi eldri skipulagslög frá 1964 og eldri byggingarlög frá 1978 með síðari breytingum. Auk þess sem lögin eru nú felld saman, hafa þau í för með sér ýmsar breytingar og nýjar áherzlur og eru þessar þær helztu: Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 25 orð

Sígildur stóll

Sígildur stóll Þennan stóll teiknaði franski hönnuðurinn Starck fyrir Café Costes í París. Hann er talinn sígildur í útliti og er framleiddur af Draide á Ítalíu. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 187 orð

Stórhýsi við Grandagarð

HJÁ fasteignasölunni Stóreign er til sölu hraðfrystihús við Grandagarð. Húsið var áður eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en núverandi eigandi er Grandi hf. Samkvæmt upplýsingum Arnars Sölvasonar hjá Stóreign er húseignin alls 5.134 ferm. að stærð, en þetta er steinhús, byggt 1947. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 132 orð

Stórt hús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunni Bergi er nú til sölu 325 ferm. hús að Dvergholti 22 í Mosfellsbæ. Þetta er hús á tveimur hæðum með 42 ferm. bílskúr, reist 1977. Húsið er með tveimur íbúðum. "Þetta er glæsilegt hús og vandað að allri gerð," sagði Kristján Már Kárason hjá Bergi. "Á efri hæðinni er 203 ferm. íbúð. Í henni eru stórar stofur með parketi og þrjú svefnherbergi. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 673 orð

Um áramót

UM ÁRAMÓT hugsar fólk gjarnan til liðins árs, metur hvernig til hefur tekist á hinum ýmsu sviðum og strengir jafnvel heit um betri árangur á því ári sem tekur við, ef ástæða er til. Á þessum tíma eru fjölmiðlar oft uppfullir af viðtölum við fulltrúa hinna mismunandi greina þjóðlífsins, þar sem hver leggur mat á það sem viðkomandi tengist. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

´A NÆSTUNNI mun Loftorka ehf., Borgarnesi ráðast í eitt stærsta verkefnið, sem fyrirtækið hefur tekizt á hendur um árabil á sviði íbúðabygginga. Þar er um að ræða byggingu sextán íbúða í átta parhúsum í nýrri götu í Borgarnesi sem hlotið hefur nafnið Hamravík. Gatan er í svokölluðum Votadal, þar sem fyrrum var hesthúsahverfi, rétt ofan við nýja miðbæinn í Borgarnesi. Meira
6. janúar 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

6. janúar 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

6. janúar 1998 | Úr verinu | 322 orð

Aðeins saltað í 86.000 tunnur á vertíðinni

SÍLDARSÖLTUN er nú með minnsta móti og hefur aðeinsALLT frá upphafi yfirstandandi síldarvertíðar hefur veiði verið treg og mun minna síldarmagn fundist á hefðbundnum veiðisvæðum fyrir austan land en venja hefur verið á þeessum tíma undanfarin ár. Meira
6. janúar 1998 | Úr verinu | 91 orð

Veður hamlar nótaveiðum

VEÐUR hamlaði nótaveiðum í gær og lágu flest skipin í höfnum inni á Austfjörðum í gær. Skipin héldu til veiða eftir jólafrí um helgina og voru við leit aðfaranótt sunnudags en fóru þá í land vegna veðurs. Að sögn skipstjórnarmanna var leitað á stóru svæði allt norðan frá Langanesi suður með öllum Austfjörðum en ekkert hefur sést, hvorki til síldar né loðnu. Meira

Viðskiptablað

6. janúar 1998 | Viðskiptablað | 509 orð

Kjötvinnslur Hafnar og KÁ sameinaðar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta Höfn-Þríhyrningi hf. á Suðurlandi upp í tvö sjálfstæð hlutafélög, Þríhyrning hf. um slátrun og verslun með búrekstrarvörur, og Höfn hf., um kjötvinnslu. Jafnframt hefur verið ákveðið að sameina kjötvinnslu Hafnar og kjötvinnslu Kaupfélags Árnesinga og stefnt er að aukningu hlutafjár nýja félagsins um 60 milljónir kr. með aðstoð Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.