Greinar föstudaginn 9. janúar 1998

Forsíða

9. janúar 1998 | Forsíða | 101 orð

Allsherjarverkfall í Færeyjum

SÓLARHRINGS allsherjarverkfall skall á í Færeyjum á miðnætti sl. nótt. Boðaði 21 verkalýðsfélag til verkfallsins til að mótmæla efnahagsstefnu færeysku landstjórnarinnar, m.a. leikskólakennarar og aðrir opinberir starfsmenn. Verður efnt til mótmæla síðdegis í dag. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 262 orð

ESB sendir þrjá fulltrúa til Alsír

EVÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur ákveðið að senda fulltrúa til Alsír til að kynna sér ástandið í landinu en röð ofbeldisverka hefur kostað um 1.000 Alsírbúa lífið á síðustu tíu dögum. Utanríkisráðherra Alsír, Ahmed Attaf, sagði í gær að sendinefnd ESB væri velkomin, svo fremi sem ætlun hennar væri að takast á við hryðjuverkamenn, sem hún sakar um að standa að baki morðum á óbreyttum borgurum. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 64 orð

Faðir helmings nemenda

FORELDRAKVÖLDIN í þorpsskólanum í Satirlar í Tyrklandi eru fámenn en góðmenn, helmingur nemendanna sjötíu er úr sömu fjölskyldu. Þegar nemendur komu saman eftir áramótin kom í ljós að 35 nemendanna eiga sama föður. Hann heitir Ziya Yasar og á alls 51 barn með þremur konum. 35 þeirra eru saman í skóla en tvö til viðbótar hafa ekki náð skólaaldri. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 291 orð

Mordechai hótar afsögn

ÖLL spjót standa nú á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, en hann reyndi í gær að draga úr spennu í samskiptum sínum við Yitzhak Mordechai, varnarmálaráðherra landsins, og bandarísk stjórnvöld. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 60 orð

Skýstrókar yfir Bretland og Frakkland

FRANSKIR slökkviliðsmenn kanna skemmdir sem urðu á raflínum skammt frá Saint-Omer- Capelle í norðurhluta Frakklands eftir að skýstrókur gekk yfir sex þorp og bæi í gær. Gífurlegar skemmdir urðu á mannvirkjum og að minnsta kosti fimm manns slösuðust í Frakklandi. Þá skemmdust um 1.000 hús í Selsey, suðvestur af London, er annar skýstrókur fór yfir. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 48 orð

Telft til úrslita í dag

INDVERJINN Viswanathan Anand vann Rússann Anatólí Karpov í sjöttu skák þeirra á heimsmeistaramóti FIDE, sem fram fer í Sviss. Karpov gafst upp eftir 42 leiki. Jafnaði Anand þar með metin, 3-3, og ráðast úrslit einvígisins í stuttum skákum í dag. Meira
9. janúar 1998 | Forsíða | 140 orð

Örvingluð flóttakona í Grikklandi

ÖRVINGLUÐ kúrdísk flóttakona ásamt tveggja mánaða gömlum syni sínum í flóttamannabúðum skammt norður af Aþenu í gær. Konan er ein 400 Kúrda sem eru í grísku búðunum. Hópurinn flýði frá Írak og Tyrklandi, um Grikkland, til Ítalíu en var snúið við til Grikklands við komuna þangað. Meira

Fréttir

9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Aglowfundur

AGLOW, kristilegt félag kvenna, heldur fyrsta fund ársins næstkomandi mánudagskvöld, 12. janúar, kl. 20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri. Stella Sverrisdóttir leikskólakennari flytur hugleiðingu, boðið verður upp á fjölbreyttan söng og kaffihlaðborð á 350 krónur. Allar konur hjartanlega velkomnar. Meira
9. janúar 1998 | Smáfréttir | 23 orð

AUSTFIRÐINGAFÉLAG Suðurnesja heldur sitt árlega þorrablót í Sta

AUSTFIRÐINGAFÉLAG Suðurnesja heldur sitt árlega þorrablót í Stapa laugardaginn 17. janúar. Borðhald hefst kl. 19.30. Stuðbandið frá Borgarnesi leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Barnastarf í blóma

HÓPUR barna sem eru í kverkennslu, ýmist fyrir altarisgöngu eða fermingu, fluttu sunnudaginn 4. janúar jólaleikrit í St. Jósefskirkju á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Að lokinni barnamessu í kirkjunni kl. 14 var flutt sýning leikgerðar um fæðingu Jesú, með sálmasöng og lesnum textum úr jólaguðspjallinu, í kór kirkjunnar. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Beðið eftir snjó

Á SKÍÐASVÆÐUM landsins eru menn í viðbragðsstöðu og bíða í ofvæni eftir snjó. Sömu sögu er að segja hjá Landgræðslunni, þar sem menn hafa áhyggjur af kali ef frystir harkalega á auða jörð. Hjá Vegagerðinni og gatnamálastjóra sparast stórar fjárhæðir sem allajafna er varið til snjómoksturs á þessum tíma árs, Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

Boeing 737 þotur verði skoðaðar

BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið (FAA) mun fara fram á að skoðun verði gerð á sumum Boeing 737 þotum í ljósi upplýsinga um flugslys sem varð í Indónesíu í síðasta mánuði, að því er heimildamenn hjá eftirlitinu greindu frá í gær. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Brunahönnun á réttri leið

VERIÐ er að hanna fyrirkomulag brunavarna í Hvalfjarðargöngunum og segir Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri að stofnunin fái tillögur til skoðunar á næstunni. Brunavarnir eiga að byggjast á norskum stöðlum fyrir brunavarnir í veggöngum og telur brunamálastjóri hönnunina á réttri leið. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 744 orð

Dregur fram galla Schengensamningsins

ÍTALIR hafa fullvissað þýsk yfirvöld um að þeir myndu taka umsóknir kúrdískra flóttamanna um hæli á Ítalíu fyrir eina í einu en ekki allar í senn. Reyna Ítalir með öllum ráðum að slá á ótta Þjóðverja við að straumur flóttamannanna muni liggja til Þýskalands, þar sem fyrir er um hálf milljón Kúrda. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 252 orð

Eftirlitsmenn hyggjast tjá sig um skýrsluna

SEX opinberir eftirlitsmenn sem hafa fylgst með rannsókn á færeyska bankamálinu, munu tjá sig um skýrslu um málið er hún kemur út í næstu viku. Þeir gera þetta að eigin ósk og kemur hún á óvart, að sögn Jyllands- Posten, ekki síst vegna þess að lítið sem ekkert hefur lekið út um rannsóknina þau tvö ár sem hún hefur staðið. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ein afborgun greidd

KOMIÐ hefur í ljós að upplýsingar fjármálaráðuneytisins, sem greint var frá í blaðinu í gær, um að greiddar hafi verið 26 milljónir kr. af skuldabréfunum tveimur sem tekin voru fjárnámi hjá Þórði Þ. Þórðarsyni á Akranesi vegna skattskulda, eru ekki réttar. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Eldur í bíl í Hafnarfirði

KONA brenndist nokkuð á hendi í gærkvöld þegar eldur kom upp í bíl hennar þar sem hún var á ferð í Hafnarfirði. Hún var ein í bílnum. Vegfarandi sá þegar eldur kom upp í bílnum og kallaði á slökkvilið og urðu nokkrar skemmdir á bílnum sem var nýlegur smábíll af japanskri gerð. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Eldur í torfþaki á leikskóla

ELDUR varð laus í torfþaki á leikskóla við Gullteig í Reykjavík í gærkvöld. Var talið hugsanlegt að kviknað hefði í út frá flugeldi eða að unglingar hefðu verið þar að verki og ætlað að brenna sinu. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 65 orð

Endurreisn Montserrat

YFIRVÖLD á eyjunni Montserrat í Karíbahafi hyggjast leggja fram fimm ára áætlun um endurreisn mannvirkja á norðurhluta eyjunnar sem hafa eyðilagst í eldgosi. Áætlunin byggist á niðurstöðu vísindamanna sem telja að ekki verði fleiri eldgos í eldfjallinu Soufriere Hills og það verði óvirkt innan þriggja ára. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 538 orð

Erlend framleiðsla jókst um 43% frá fyrra ári

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. seldi á síðasta ári samtals 133.700 tonn, skv. bráðabirgðatölum, að verðmæti 29 milljarðar króna sem er 4% aukning bæði í magni og verði frá árinu 1996. Árið 1996 var metár í magni og það næstbesta í verðmætum til þessa. Árið 1997 er enn eitt metárið hjá SH, bæði hvað varðar magn og verðmæti. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 142 orð

Evrópuþingmenn reknir

TVEIR fulltrúar brezka Verkamannaflokksins á Evrópuþinginu hafa verið reknir úr flokknum og úr flokkahópi evrópskra sósíalista á þinginu. Þingmennirnir, Hugh Kerr og Ken Coates, eru yzt á vinstri væng Verkamannaflokksins og hafa gagnrýnt "hægristefnu" Tonys Blair forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Meira
9. janúar 1998 | Smáfréttir | 81 orð

FÉLAG háskólakennara, Félag prófessora við HÍ og Hollvinasamtök

FÉLAG háskólakennara, Félag prófessora við HÍ og Hollvinasamtök HÍ hafa tekið höndum saman um að halda Háskólaball laugardaginn 17. janúar nk. Þarna gefst starfsmönnum Háskólans og velunnurum hans einstakt tækifæri til að skemmta sér saman, endurnýja gömul kynni og stofna til nýrra, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Fíkniefnamálum fjölgar

HELDUR fleiri mál komu til kasta rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri í fyrra en árið áður, eða 1.475 á móti 1.462. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar, sagði það út af fyrir sig jákvætt að málum fjölgaði ekki meira milli ára. "Hins vegar er um of mörg mál að ræða og það er æskilegt að snúa þessari þróun við," sagði Daníel. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fjárfestingarbankinn kaupir hugbúnað frá Tölvumyndum

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hefur fest kaup á ýmsum hugbúnaði tengdum fjármálamarkaði af TölvuMyndum hf. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar gengið var frá samningi vegna kaupanna fyrir skömmu. Sitjandi frá vinstri: Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri Viðskiptastofu Fjárfestingarbankans, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri TölvuMynda, Ingimar Friðriksson, Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Fjórföld orkuþörf árið 2015?

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ telur eðlilegt að miða við að orkuþörf hér á landi gæti orðið allt að 24 terawattstundir á ári (TWs), árið 2015. Nú hafa um 6 TWs verið virkjaðar en orkuframleiðslan verður um 7,5 TWs þegar yfirstandandi virkjanaframkvæmdum lýkur. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Gagnasöfnun að ljúka

GAGNASÖFNUN vegna rannsóknar á tveimur brunum í Vopnafirði í síðasta mánuði sem taldir voru orsakast af blöndun bensíns við steinolíu er nú á lokastigi hjá lögreglunni þar. Í fyrra tilvikinu brann íbúðarhús í Böðvarsdal og í því síðara hlaut bóndinn þar alvarleg brunasár og lést hann af völdum þeirra. Meira
9. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Gangbrautarljós búningur ársins

Vestmannaeyjum-Grímuball fyrir börn var haldið í Eyjum á þrettándanum eins og venjulega. Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, stóð fyrir ballinu en félagið hefur staðið fyrir slíku balli á þrettándanum í áratugi. Fjöldi barna mætti á grímuballið og voru búningar margir og fjölbreyttir. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 94 orð

Gjósandi svarthol

STJÖRNUFRÆÐINGAR í Washington skýrðu í fyrradag frá einni merkustu uppgötvuninni, sem gerð hefur verið að undanförnu með aðstoð Hubble-geimsjónaukans. Hér er um að ræða svarthol sem hagar sér líkt og goshver, enda gáfu vísindamennirnir fyrirbærinu heitið "Old Faithful"-svarthol, eftir hæsta goshver heims í Yellowstone- þjóðgarðinum í Kaliforníu. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Grímseyingar færri en 100

ÍBÚAR í Grímsey eru nú komnir niður fyrir 100 íbúa markið, voru 99 1. desember síðastliðinn, 53 karlar og 46 konur. Fækkaði íbúum milli ára um 2,9%. Mikil fólksfækkun hefur orðið í Grímsey á síðustu árum, þannig voru 117 íbúar skráðir í eynni 1. desember árið 1995 en árið á eftir fluttu um 20 manns í burtu. Tæp tuttugu ár eru frá því Grímseyingar náðu 100 íbúa markinu, en 100. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hljóðmön fyrir 25­30 milljónir

UNNIÐ er að gerð hljóðmanar við fjölbýlishúsin við Rauðasand 1­5 um þessar mundir og er stefnt að því að gerð hennar verði lokið í lok janúar eða í febrúar. Um mitt ár 1996 risu deilur um það hvort umferðarhávaði við húsin, sem þá var verið að reisa, teldist of mikill og afgreiðsla borgaryfirvalda á málinu var gagnrýnd. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hlýtur heitið Heilbrigðisstofnunin, Ísafjarðarbæ

SEX heilbrigðisstofnanir á norðanverðum Vestfjörðum voru sameinaðar um áramótin og hefur hin nýja stofnun hlotið heitið Heilbrigðisstofnunin, Ísafjarðarbæ. Stofnanirnar sem voru sameinaðar eru Sjúkraskýlið á Þingeyri, Heilsugæslustöðin á Þingeyri, Öldrunarstofnun Önfirðinga á Flateyri, Heilsugæslustöðin á Flateyri, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og Heilsugæslustöðin á Ísafirði. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hugsanlegt framhald flugs til Egilsstaða

HUGSANLEGT er að Flugfélag Íslands haldi áfram áætlunarflugi út frá Akureyri til Egilsstaða og jafnvel Raufarhafnar en félagið hafði nýverið tilkynnt að hætta yrði fluginu þar sem hætt er að flytja póst með vélum félagsins. Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir þetta flug háð fjárhagslegum stuðningi. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 723 orð

Hvert barn fær sína heilsubók

Fyrir tveimur árum var leikskólinn Skólatröð í Kópavogi valinn til að verða heilsuleikskóli. Það voru forsvarsmenn Heilsueflingar, verkefnis á vegum heilbrigðisráðuneytis og landlæknisembættis, sem völdu einn skóla á hverju skólastigi til að sinna þessu verkefni. Leikskólinn Skólatröð er rekinn á vegum Kópavogsbæjar og leikskólastjóri þar er Unnur Stefánsdóttir. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð

Jeltsín "líður vel"

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hyggst flytja stefnuræðu í þinginu síðari hluta febrúarmánaðar, að því er fréttastofan Interfaxgreindi frá í gær. Verður ræðunni sjónvarpað beint um allt Rússland. Herma heimildir fréttastofunanr að í ávarpinu muni hann greina frá "ákveðnum nýmælum" við stjórn efnahagsmála. Jeltsín, sem verður 67 ára þann 1. Meira
9. janúar 1998 | Smáfréttir | 75 orð

JÓGAKENNARI á vegum Ananda Marga samtakanna heldur kynn

JÓGAKENNARI á vegum Ananda Marga samtakanna heldur kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga. Tantra er heilsteypt og alhliða æfingakerfi þar eð þessi ævafornu dulvísindi innihalda flestar greinar jóga, segir í fréttatilkynningu. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Jólatré víða notuð til jarðvegsgerðar

MJÖG algengt er orðið að forsvarsmenn bæjarfélaga standi fyrir því að jólatrjám sé safnað saman sérstaklega og þau notuð til jarðvegsgerðar. Í Reykjavík, Hafnarfirði og á Egilsstöðum er trjám safnað saman með skipulögðum hætti fram að helgi auk þess sem tré á þvælingi verða að sjálfsögðu hirt og þau notuð til jarðvegsgerðar. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kaffitími í Skerjakoti

"MÁ ekki bjóða þér pollavatn og drulluköku," hafa þeir kannski sagt, krakkarnir á leikskólanum Skerjakoti, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit til þeirra í kaffitímanum í gær. Þó að jólin séu liðin hefur ekkert dregið úr kökubakstrinum þar á bæ. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Keppt í frjálsum dönsum

UNDIRBÚNINGUR fyrir Íslandsmeistarakeppnina í frjálsum dönsum er hafinn. Þetta er í 17. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR sem standa að henni. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og er öllum unglingum á aldrinum 13­17 ára eða fædd 1981­1984 heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hópdansi. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Komið í veg fyrir fjöldasjálfsmorð

LÖGREGLA á Kanaríeyjum handtók í gær þýzkan sálfræðing sem grunaður var um að ætla að leiða sértrúarsöfnuð með sér í dauðann með fjöldasjálfsmorði. Fulltrúi spænska innanríkisráðuneytisins á Kanaríeyjum staðfesti að síðdegis í gær hefði Heide Fittkau-Garthe verið handtekin á grundvelli gruns um að hafa haft í hyggju að hvetja til sjálfsmorðs. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Kostnaður í sérgreinum skoðaður

SAMNINGANEFNDIR sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins hafa orðið sammála um að skoða kostnað við aðgerðir í hverri sérgrein fyrir sig. Stofnaðir hafa verið vinnuhópar sem fara yfir kostnað og gjaldskrá í einstökum sérgreinum. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar TR, sagði að TR vildi helst gera samning við sérfræðinga í hverri sérgrein fyrir sig í stað eins heildarsamnings. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Kynning á dönsku kennsluefni

Á TÍU ára afmæli Háskólans á Akureyri síðastliðið haust barst peningagjöf frá danska sendiráðinu á Íslandi en henni skyldi varið til kaupa á kennsluefni svo að efla mætti dönskukennslu í grunnskólum. Í vikunni var opnuð sýning á þessu kennsluefni í húsakynnum safnsins á Sólborg. Þar gefur t.d. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Laufásprestakall

SÉRA Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Laufásprestakalli verður í fríi í útlöndum frá 9. janúar til 3. febrúar. Sr. Arnaldur Bárðarson sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal sinnir prestverkum fyrir sr. Pétur á meðan. Sími hans er 463-6605. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

LEIÐRÉTT Röng heimild

Í TÖFLU í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær yfir ávöxtun hlutabréfa á síðasta ári var rangt farið með heimild. Hið rétta er að Kaupþing hf. tók töfluna saman. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og leiðréttingu er komið á framfæri. Höfundarnafn Í minningargrein um Jónas Ólafsson í blaðinu 6. janúar síðastliðinn birtist ljóð án höfundarnafns. Meira
9. janúar 1998 | Miðopna | 1352 orð

Lífleg þjóðmálaumræða um hálendishagsmuni Athugasemdir við tillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins til ársins 2015 eru miklar

SKIPULAGSTILLAGAN lá frammi til umsagnar í sex mánuði og þegar umsagnarfrestinum lauk 10. desember höfðu borist 95 athugasemdir, sumar talsvert umfangsmiklar. Athugasemdirnar komu frá lærðum og leikum og voru bæði á jákvæðum og neikvæðum nótum og í heild eru þær lífleg þjóðmálaumræða þar sem tekist er á um hvernig miðhálendið muni nýtast þjóðinni best í framtíðinni. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Loðnan fryst í Neskaupstað

LOÐNUSKIPIN Beitir NK og Þorsteinn EA lönduðu tæpum 1.000 tonnum af loðnu hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað í fyrradag. Loðnan er nokkuð blönduð og verður flokkuð og fryst á Rússlandsmarkað en smælkið fer í bræðslu. Ástandið á loðnumiðunum hefur ekkert breyst og voru nótaskipin öll í landi í gær. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Málþing um fæðubótarefni

NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur efnir til málþings um fæðubótarefni í víðum skilningi og er yfirskriftin "Fæðubótarefni. Gagnleg eða einskis virði?" Málþingið er haldið í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 20. janúar nk. kl. 20. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Miðsvetrarskemmtun Kínaklúbbs Unnar

MIÐSVETRARSKEMMTUN Kínaklúbbs Unnar verður haldin á veitingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 28, sunnudaginn 11. janúar kl. 19. Happdrætti og spurningakeppni verður til skemmtunar og kínversk máltíð borin fram. Unnur Guðjónsdóttir mun einnig segja frá næstu hópferð klúbbsins til Kína sem farin verður í maí og sýna litskyggnur úr fyrri Kínaferðum. Borðapantanir eru hjá Sjanghæ. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Mikill meirihluti samþykkti verkfallsboðun

TALNINGU atkvæða um boðun verkfalls var lokið í nær öllum aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands í gærkvöldi eða á yfir 90% atkvæða og varð niðurstaðan afgerandi. Samþykkti meirihluti í öllum félögunum að tveimur félögum undanskildum að fara í verkfall 2. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma, skv. upplýsingum Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómannasambandsins. Meira
9. janúar 1998 | Landsbyggðin | 354 orð

Minnast mannskæðasta sjóslyssins við Akranes

Akranesi-Stjórn og styrktarnefnd Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi vinnur nú að undirbúningi að gerð minnismerkis um "Hafmeyjarslysið" árið 1905, en í því slysi fórust ellefu ungir Akurnesingar uppi í landsteinum við Akranes. Hugmyndin er að minnismerkið verði staðsett við gamla vitann á Breiðinni. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1771 orð

Minni snjómokstur ­ skemmdir á slitlagi vega

MIKLAR fjárhæðir sem annars hefðu farið í snjómokstur sparast, en á móti kemur meira slit þar sem ekið er á nagladekkjum á auðum og rökum götum. Víðs vegar um land voru jólin ekki aðeins rauð, heldur bókstaflega græn. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 180 orð

Mowlam til viðræðna við fanga

LEIÐTOGAR stjórnmálaflokks mótmælenda á Norður-Írlandi, Lýðræðisflokks Ulster (UDP), reyndu í gær árangurslaust að fá skæruliða úr röðum öfgasinnaðra mótmælenda, er afplána refsingu í Maze- fangelsinu, ofan af andstöðu sinni við áframhaldandi friðarumleitanir. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Námsbraut í tölvu- og upplýsingatækni

NÁMSBRAUT í tölvu- og upplýsingatækni verður sett upp við Rekstrardeild Háskólans á Akureyri næsta haust, en háskólinn fékk þriggja milljóna króna aukningu við afgreiðslu fjárlaga í lok liðins árs til að geta farið af stað með þessa námsbraut. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Námskeið um sjálfsmat

NÁMSKEIÐ í innskyggni, sjálfsmatslíkani Gæðastjórnunarfélags Íslands verður haldið 15.­16. janúar í þingsal c, Hótel Sögu. Þau fyrirtæki sem beita sjálfsmati eru m.a. að styrkja samkeppnisstöðu sína með því að fara á gagnrýninn hátt yfir alla helstu þætti í starfsemi fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu frá Gæðastjórnunarfélagi Íslands. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ný viðbygging við Melaskóla

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Melaskólann í Reykjavík, en búist er við því að fyrstu kennslustofurnar verði teknar í notkun næsta haust. Viðbyggingin verður tveggja hæða steinsteypt hús samtals um 1.399 fermetrar. Hún verður tengd gömlu byggingunni með hálfniðurgröfnum tengigangi. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Oddur Þórisson ritstýrir Heimsmynd

RÁÐINN hefur verið nýr ritstjóri að Heimsmynd og er það Oddur Þórisson. Tekur hann við af Sigursteini Mássyni sem sagði upp starfi sínu nýverið. Oddur hefur verið aðstoðarritstjóri Heimsmyndar. Með honum við ritstjórnina mun starfa Þórarinn Jón Magnússon, aðalritstjóri Gamla útgáfufélagsins, sem gefur út Heimsmynd. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ráðstefna um skuldir og fjármál

FRELSIÐ, kristileg miðstöð, býður til ráðstefnu undir yfirskriftinni: Segjum skuldum stríð á hendur og fjallar hún m.a. um meðhöndlun fjármála. Ráðstefnan fer fram 9.­11. janúar í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20 öll kvöldin. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 321 orð

Reynt að leyna ofdrykkju Pauls? BARÞJÓNN á Ritz-hóte

BARÞJÓNN á Ritz-hótelinu í París hefur skýrt frönsku lögreglunni frá því að stjórnendur hótelsins hafi vitað að Henri Paul, er ók bifreiðinni sem Díana prinsessa fórst í, hefði verið ofdrykkjumaður og reynt að koma í veg fyrir að hann segði rannsóknarlögreglunni frá því. Rannsóknir leiddu í ljós að Paul var með þrefalt meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er þegar slysið varð í París 31. Meira
9. janúar 1998 | Miðopna | 1000 orð

"Rjúfa þarf vegg vantrausts"

BANDARÍSK stjórnvöld brugðust af varkárni við yfirlýsingum Mohammeds Khatamis, forseta Írans, sem hvatti í sjónvarpsviðtali til samræðna milli Írana og Bandaríkjamanna. Í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði að Khatami hafi ekki gengið nógu langt í yfirlýsingum sínum, Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 320 orð

Rætt um flutning Bústaðasafns í Borgarleikhúsið

BORGARLEIKHÚSIÐ gæti orðið vettvangur fjölbreyttari menningarstarfsemi en nú nái hugmynd um að flytja þangað útibú Borgarbókasafnsins í Bústaðakirkju fram að ganga, en leigusamningur safnsins í Bústaðakirkju er að renna út. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 250 orð

Santer segir Evrópustefnu Blairs "jákvæða og frískandi"

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrósaði í gær Evrópustefnu ríkisstjórnar Tonys Blair og sagði hana "jákvæða og frískandi". Santer og framkvæmdastjórn hans komu í gær til London til viðræðna við brezku ríkisstjórnina, sem tók við forsætinu í ráðherraráði ESB um áramót og mun gegna forystuhlutverkinu næsta hálfa árið. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Seed sagður "bilaður"

BANDARÍSKI eðlisfræðingurinn Richard Seed, sem lýst hefur áhuga sínum á að einrækta börn fyrir ófrjó pör hefur verið gagnrýndur harkalega. Aðrir vísindamenn hafa lýst því yfir að hann sé "bilaður" og hvatt hefur verið til banns við öllum tilraunum til einræktunar manna. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sinubrunar í Hafnarfirði

NOKKUÐ var um að sinueldar væru kveiktir í Hafnarfirði í gær og fór slökkviliðið í nokkur útköll vegna þessa. Að sögn lögreglunnar þar urðu hvergi alvarleg vandræði vegna sinueldanna en hún varar sterklega við slíkri iðju enda geti farið illa. Afar sjaldgæft er að bregðast þurfi við sinueldum á þessum árstíma. Meira
9. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Sjóvá-Almennar á nýjum stað í Borgarnesi

Borgarnesi-Föstudaginn 2. janúar opnaði tryggingafélagið Sjóvá- Almennar skrifstofu á nýjum stað í Borgarnesi, á Borgarbraut 61. Umboðsmaður fyrirtækisins er Jón Haraldsson. Á sama stað er eiginkona Jóns, Þóra Björgvinsdóttir, með skrifstofu fyrir Úrval-Útsýn. Þau hjón hafa verið umboðsmenn þessara fyrirtækja í 20 ár. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Skemmdarverk í Hafnarfirði

ÞAÐ NÆÐIR um þá sem þurfa að nota þetta biðskýli við Setbergsskóla í Hafnarfirði. Ólafur Emilsson hjá lögreglunni í Hafnarfirði segir að 3. janúar klukkan 2.07 hafi verið tilkynnt um unglinga sem voru að skemma skýlið. Þegar lögregla kom á staðinn hafi þeir hins vegar verið á bak og burt, rúða brotin í skýlinu en allt heilt að sjá við skólann. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 550 orð

S-Kórea reynir skuldbreytingasamninga

RÁÐAMENN Suður-Kóreu öttu í gær kappi við klukkuna í von um að ná samningum við erlenda lánadrottna um skuldbreytingar, en landið skuldar gífurlegar fjárhæðir í formi skammtímalána sem mörg hver gjaldfalla á næstu vikum og mánuðum. Hin alvarlega fjármála- og efnahagskreppa margra ríkja Suðaustur- Asíu, sem hófst fyrir nokkrum mánuðum, hélt áfram að versna í gær. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Skýrr velur GoPro frá Hugviti hf.

SKÝRR hf. hefur gengið frá kaupum á Lotus Notes og hópvinnubúnaðinum GoPro frá Hugviti hf.. Fram kemur í frétt frá fyrirtækjunum að tilgangurinn með þessu sé þríþættur. Í fyrsta lagi er Skýrr að taka upp Lotus Notes sem hluta af innra upplýsingakerfi sínu, fyrir tölvupóst, dagbók o.þ.h. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 41 orð

Snjókoma í Tókýó

FERÐAMENN frá Okinawa, syðstu eyju Japans, skýla sér undir regnhlífum fyrir snjókomu við keisarahöllina í Tókýó, þar sem í gær snjóaði í fyrsta sinn í tvö ár fyrir alvöru. Samkvæmt veðurspá var búizt við 10-20 cm jafnföllnum snjó. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Stelpurokk í Hlaðvarpanum

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR geisladisksins Stelpurokks verða í Hlaðvarpanum laugardaginn 10. janúar kl. 21.30. Í fréttatilkynningu segir að 20 lög með íslenskri kvennatónlist séu á disknum og sé áhersla lögð á kvennahljómsveitir. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Söluverð afurðanna aldrei verið meira en á síðastliðnu ári

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. seldi á síðasta ári samtals 133.700 tonn að verðmæti 29 milljarðar króna, skv. bráðabirgðatölum. Það þýðir 4% aukningu bæði í magni og verði frá árinu 1996 sem fram til þessa hafði verið metár í magni og það næstbesta í verðmætum. Þetta kom fram í máli Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, á árlegum verkstjórafundi sem hófst í gær og verður fram haldið í dag. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Tekur við 130 börnum

NÝR leikskóli við Arnarsmára í Kópavogi var opnaður við formlega athöfn á miðvikudag. Hann mun taka við alls 130 börnum frá tveggja til 5 ára aldurs og verða deildirnar fjórar. Brynja Björk Kristjánsdóttir er leikskólastjóri og mæta fyrstu börnin í skólann í dag. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

Tilræðismaðurinn fékk lífstíðardóm

MAÐURINN sem stóð að sprengjutilræðinu í World Trade Center í New York fyrir fimm árum var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tilræðið og fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja bandarískar farþegavélar í loft upp. Við dómsuppkvaðninguna lýsti dómarinn því yfir að Ramzi Ahmed Yousef væri "fylgismaður dauða" en ekki íslam, eins og Yousef hefur lýst yfir. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Tíu tímar í snjómokstur í haust

HEILDARKOSTNAÐUR við snjómokstur á Akureyri á síðasta ári nam 9,4 milljónum króna en í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir kostnaði við snjómokstur upp á tæpar 14 milljónir króna. Kostnaðurinn er eingöngu tilkominn vegna snjómoksturs á fyrri hluta ársins. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Tryggingastofnun ríkisins semur um kaup á stoðtækjum

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur samið til tveggja ára við sjö fyrirtæki um kaup á spelkum og gervilimum og auk þess gert samninga um viðurkenningu fjögurra fyrirtækja til sölu og smíði á bæklunarskóm fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar. Kaupin voru boðin út hjá Ríkiskaupum í október sl. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Tveir bæjarfulltrúanna hætta

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor verður haldið 7. febrúar næstkomandi og hafa ellefu karlar og sex konur gefið kost á sér á lista flokksins. Tveir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefa ekki kost á sér í prófkjörinu en það eru þeir Guðni Stefánsson og Arnór L. Meira
9. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 313 orð

Útboð tilbúið í rúmt hálft ár

AKUREYRARBÆR hefur verið tilbúinn með útboð á byggingu nýrrar brúar yfir Glerá og lagningu Borgarbrautar frá 20. júní í fyrra. Vegurinn var samþykktur inn á vegalög á síðasta ári og mun Akureyrarbær fjármagna framkvæmdir, lána ríkissjóði sinn hluta þeirra, en að sögn Gísla Braga Hjartarsonar, formanns skipulagsnefndar Akureyrarbæjar, Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Verðlaunahafinn vill tengja heimspeki og náttúrufræðikennslu

NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Brynhildur Sigurðardóttir fyrir verkefnið Tengsl heimspeki og náttúrufræðikennslu í grunnskólum. Að athöfninni lokinni sagðist Brynhildur að vonum vera ánægð með verðlaunin og þá sérstaklega að þetta viðfangsefni skyldi vekja þessa athygli. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Viðræður vinstri flokkanna fara hægt af stað

VIÐRÆÐUR um sameiginlegt framboð stjórnarandstöðuflokkanna eru enn á undirbúningsstigi að sögn Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, viðræðurnar væru ekki hafnar að neinum krafti. Hann segist þó vona að þær leiði til niðurstöðu í mars eða apríl. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Yfir fjögur hundruð konur boðaðar í rannsóknina

GUNNAR Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum, stýrir um þessar mundir víðtækri rannsókn á því hvernig beinþéttni sjötugra kvenna tengist næringarástandi þeirra. Rannsóknin hófst í september sl. og er áætlað að henni ljúki í júní nk. Meira
9. janúar 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Þrettándagleði í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjum-Þrettándagleði ÍBV í Eyjum tókst vel þrátt fyrir að veðurguðirnir blésu hressilega þegar hátíðarhöldin fóru fram. Þrettándagleðin var með hefðbundnum hætti og hófst með flugeldasýningu af Hánni þaðan sem jólasveinar gengu síðan með blys sín niður af fjallinu og eftir götum bæjarins að íþróttavellinum. Meira
9. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 139 orð

Þurfti að kenna á bíl Nyrups

ÞEGAR Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fór til Færeyja á þriðjudag var með honum maður sem er yfirleitt ekki í fylgdarliði hans í útlöndum, en það er bílstjóri hans, Johnny Johansen. Meira
9. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Öryggisatriði að reynt fólk sinni störfunum

"MÉR finnst vafasamt að ætla að bjóða út hleðslu flugvélanna, það var reynt í Keflavík en horfið frá því aftur vegna misjafnrar reynslu. Það er hreint öryggisatriði að reynt starfsfólk sinni þessum verkefnum," sagði Kristján Egilsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, aðspurður um þá hugmynd forráðamanna Flugfélags Íslands að bjóða út hleðslu flugvéla í Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

9. janúar 1998 | Leiðarar | 707 orð

LeiðariEIGUM SJÁLF FRUMKVÆÐIÐ YRSTU sjávarafurðirnar, sem mer

LeiðariEIGUM SJÁLF FRUMKVÆÐIÐ YRSTU sjávarafurðirnar, sem merktar verða umhverfismerki Sjávarnytjaráðs stórfyrirtækisins Unilever og World Wide Fund for Nature (WWF), stærstu náttúruverndarsamtaka heims, verða settar á markað á árinu. Meira
9. janúar 1998 | Staksteinar | 388 orð

»Spekilekinn HVERS KONAR mannlíf þróast hér á landi, spyr Jón Ásbergsson, fra

HVERS KONAR mannlíf þróast hér á landi, spyr Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, kjósi beztu synir og dætur landsins að búa annars staðar? Í FRÉTTABRÉFI Útflutningsráðs ritar framkvæmdastjórinn grein, þar sem fjallað er um "spekilekann". Þar segir m.a. Meira

Menning

9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 676 orð

Barist upp á líf og dauða Frumsýning

MORTAL Kombat Annihilation er þriðja kvikmyndin sem byggð er á einum vinsælasta tölvuleik sem sögur fara af, bardagaleiknum Mortal Kombat. Fyrsta myndin kom út fyrir um það bil 2 árum og varð feikilega vinsæl enda byggjast myndirnar upp á því að sameina bardagamyndir, vísindaskáldsögumyndir og tæknibrellumyndir. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Cameron horfir til Apaplánetunnar

LEIKSTJÓRINN James Cameron getur varpað öndinni léttar því þvert ofan í bölspár gagnrýnenda, m.a. fréttatímaritsins Newsweek, er Titanic á mikilli siglingu og stefnir í að verða vinsælasta kvikmynd síðan Forrest Gump var og hét. Kanadíski leikstjórinn virðist þó ekki ætla að taka það rólega. Hann er að eigin sögn kominn í viðræður við 20th Century Fox um endurgerð Apaplánetunnar. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 40 orð

Dansað um áramótin

UNGIR dansarar sýndu listir sínar á hátíð sem haldin var í San Jose 27. desember síðastliðinn. Fjöldi manns tók þátt í hátíðinni sem er árlegur viðburður þar í borg og er gleðskapurinn haldinn í tilefni af áramótunum. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 235 orð

Dans, söngur og Dallas

ÞRIÐJA Dallas-árshátíðin var haldin fyrir skömmu í Kópavogi og var hún vel sótt eins og endranær. LSD, sem er skammstöfun fyrir Léttsveit Dallas, lék eins og áður fyrir dansi og náði að vekja rífandi stemmningu. Dallas er samkunda sem stendur saman af sextán ungum mönnum. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

Ekkja höfundar Tinnabókanna gefur listaverk

GERMAINE Kieckens, fyrsta eiginkona Hergé, höfundar bókanna um Tinna, hefur arfleitt yfirstjórn belgískra listasafna að bróðurparti listaverkasafns síns. Safn Kieckens, sem var 89 ára þegar hún lést árið 1995, inniheldur meðal annars þrjár vatnslitamyndir eftir Edgard Tytgat, steinprentaðar myndir eftir Max Ernst og Enrico Baj og tvær myndir af henni sjálfri, Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð

Hinar mörgu hárgreiðslur Cage

LEIKARINN Nicholas Cage hefur leikið margar furðulegar persónur á ferli sínum og skartað hinum ýmsu hárgreiðslum. Á myndunum má sjá greiðslur allt frá því hann lék í unglingamyndinni "Valley Girl" í upphafi ferilsins til greiðslunnar í myndinni "Con Air" sem er ein af nýrri myndum kappans. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 2446 orð

Í fótspor kennara síns

STRAX og þú kemur á aðalbrautarstöðina í München verðurðu var við vissa blöndu af sveitamennsku og stórborg. Hér í eina tíð var Osló kölluð stærsta þorp heims, en ég held jafnvel að München hafi vinninginn. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 593 orð

Í markvissri uppbyggingu

ÞJÓÐMINJASAFN Grænlands hefur á undanförnum árum verið að þróast og byggjast upp jafnhliða því að vitund fólks og virðing fyrir verðmætum á þeim vettvangi eflist sífellt, ekki ósvipað og hefur átt sér stað á Íslandi undanfarna áratugi. Árið 1991 var Þjóðminjasafni Grænlands og grænlenska skjalasafninu slegið saman og skref fyrir skref hefur margviss uppbygging átt sér stað. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Íslenskt handverk og SÍBS

SÝNING á íslensku handverki verður opnuð að Amtmannsstíg 1 í dag, föstudag kl. 16. Þar verður úrval úr flóru íslensks handverks og er sýningin samstarf Handverks og hönnunar og Happdrættis SÍBS til kynningar á íslensku listahandverki. Munirnir eru valdir af Handverki og hönnun og eru á vinningaskrá Happdrættis SÍBS 1998. Sýningunni lýkur 24. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 222 orð

Jay Leno til árið 2003 GRÍNISTINN Jay Leno gerði á d

GRÍNISTINN Jay Leno gerði á dögunum fimm ára samning við NBC sjónvarpsstöðina um að stjórna áfram viðtalsþættinum "The Tonight Show" sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Leno tók við stjórn þáttarins af Johnny Carson árið 1992 og hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna og hefur iðulega orðið ofan á í samkeppni við helsta keppinaut sinn David Letterman. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 207 orð

Kaffi og list hjá Sævari Karli

SÝNING á ljósmyndum, sem unnar hafa verið fyrir almanök ítalska kaffiframleiðandans Lavazza, verður opnuð í nýjum húsakynnum Sævars Karls, Bankastræti 7, á morgun, föstudag. Sýndar verða myndir áranna 1994­98. Listamennirnir eru margir hverjir nafnkunnir, svo sem Ítalinn Marino Parisotto, sem er einn af tíu bestu ljósmyndurum heims að áliti Photo France. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 154 orð

Kvikmyndin Trúnaður í MÍR

KVIKMYNDIN Trúnaður, sem gerð var árið 1977, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. janúar kl. 15. Kvikmyndin var gerð í samvinnu finnskra og sovéskra kvikmyndagerðarmanna. Leikstjóri er Viktor Tregúbovits en meðal leikenda eru Kirill Lavrov og Írina Miroshnitsenko. Myndin fjallar um atburði sem gerðust í lok ársins 1917. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 442 orð

Mesta hlutverkið mitt til þessa

LEIKRITIÐ Feður og synir verður frumflutt á fjölum Borgarleikhússins í kvöld, það er samið upp úr skáldsögu eftir Rússann Túrgenjev, en með aðalhlutverkið fer Kristján Franklín Magnús. "Þetta er mesta hlutverkið mitt til þessa, bæði vegna stærðar og einnig vegna þeirra krafna sem rússneski leikstjórinn gerir. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 101 orð

Myndir Churchills

EKKI hefur enn verið ákveðið hvort myndir eftir Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verða seldar á uppboði á næstunni en nú stendur yfir sýning í London á rúmlega 100 verka hans. Churchill þótti liðtækur frístundamálari og tóku sumir listrýnendur raunar svo djúpt í árinni að segja hann hafa verið atvinnumann í málaralistinni. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 201 orð

Námskeið hjá MHÍ

FRÆÐSLUDEILD Myndlista­ og handíðaskóla Íslands heldur námskeið sem nefnist Tölva ­ verkfæri í myndlist og er grunnnámskeið dagana 19.­23. janúar. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar að sjónlist og hefur hug á að kynnast tölvuvinnu. Farið er í uppbyggingu vélbúnaðar. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð

Neysla eiturlyfja leiddi til dauða Farleys

KOMIÐ hefur í ljós að gamanleikarinn Chris Farley lést eftir neyslu á of stórum skammti af kókaíni og morfíni. Þetta kom fram í yfirlýsingu dr. Edmunds Donoghue. Ennfremur leiddi krufning í ljós að lifrin var illa farin eftir mikla áfengisneyslu, en hann hafði þó ekki neytt áfengis þegar hann lést. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar bækur STREYMANDI lindir

STREYMANDI lindir er heiti ljóðabókar eftir Helga Sæmundsson. Helgi kvaddi sér ungur hljóðs á skáldaþingi fyrir sextíu árum og gaf svo út æskuljóð tvítugur 1940. Þá hvarf hann að öðrum verkefnum um langt skeið en hóf loks kveðskap á ný og hefur sent frá sér sex ljóðabækur síðan 1975. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 524 orð

Sjónvarpsþættir og leikarar tilnefndir

GOLDEN Globe-verðlaunin verða sem kunnugt er afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles þann 18. þessa mánaðar. Verðlaunin ná hvort tveggja til kvikmynda og sjónvarpsþátta sem margir hverjir hafa verið tilnefndir nokkur ár í röð. Meðal þeirra þátta og leikara sem keppa um verðlaunin í ár eru þónokkrir sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við. Meira
9. janúar 1998 | Tónlist | 479 orð

Skyn og skúrir

verk eftir Jon Öivind Ness, L. v. Beethoven og Atla Heimi Sveinsson, 7. janúar. J.Ö. NES er einn af yngri tónhöfundum Noregs, f. 1968, og um leið eitt af þeirra efnilegustu tónskáldum af yngri gerðinni. "...und was sie stillt..." eftir Ness var fyrst á efnisskrá tríósins. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 293 orð

Stoltur af leik sínum

LEIKSTJÓRINN og leikarinn Quentin Tarantino hefur hlotið mikið lof sem leikstjóri en mörgum hefur fundist lítið til leikhæfileika hans koma. Hann hefur þó ekki hlustað á þær gagnrýnisraddir því á næstunni mun hann leika geðveikan morðingja í Broadway-leikritinu "Wait Until Dark". Meira
9. janúar 1998 | Tónlist | 385 orð

Stór skammtur af lofsöngvum

Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Kór Langholtskirkju. Kammerkór Langholtskirkju. Gradualekór Langholtskirkju. Harpa: Monika Abendroth. Óbó: Daði Kolbeinsson. Selló: Gunnar Kvaran. Kórstjórn og orgelleikur: Jón Stefánsson. Upptaka fór fram í Langholtskirkju í nóv. 1997. Upptökustjóri: Bjarni Rúnar Bjarnason. Útgefandi: ÓKH/JSt. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 148 orð

Sýningar í galleríkeðjunni Sýnirými

ÞRIÐJA árs nemar Grafíkdeildar MHÍ opna sýningu á samvinnuverkefninu "Box" í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg, laugardaginn 10. janúar. "Box" er grafískur skúlptúr gerður fyrir Sýniboxið, sem fæst við tengsl tvívíddar og þrívíddar með vísun í Sýniboxið sjálft. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Telpna- og stúlknakór Reykjavíkur hefja æfingar

STARF Telpna- og stúlknakórs Reykjavíkur á þessu ári hefst 13. janúar næstkomandi. Margrét J. Pálmadóttir og Jensína Waage eru stjórnendur kórsins en hann kom fyrst fram á jólatónleikum nú í desember. Fjöldi félaga er um 90 talsins á aldrinum 6­19 ára. Auk samsöngs læra stúlkurnar raddbeitingu og tónfræði. Kórinn starfar undir verndarvæng Kvennakórs Reykjavíkur og æfir í húsnæði þeirra, Ægisgötu Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 71 orð

TVÖFALT bókhald er eftir Kristján J. Gunna

TVÖFALT bókhald er eftir Kristján J. Gunnarsson. Í kynningu segir að í þessari fjórðu ljóðabók sinni slái Kristján, sem áður, jafnt á strengi glettni og alvöru og beiti jöfnum höndum hefðbundnu sem óhefðbundnu ljóðaformi eða samblandi af hvoru tveggja. Meira
9. janúar 1998 | Tónlist | -1 orð

Vandaðir Vínartónleikar

Einsöngvari Sólrún Bragadóttir. Stjórnandi Mika Eichenholz. Fimmtudagurinn 8. janúar, 1998. VÍNARTÓNLEIKARNIR eru ávallt töluverður viðburður og ríkir nokkur eftirvænting hvernig til tekst um gamansemi og annað, sem svo oft er tengt hinni glaðværu tónlist frá tímum valsagleðinnar. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 130 orð

Þrír slasast í sprengingu ÞRÍR slösuðust, þar af

ÞRÍR slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar sprenging varð á tökustað hasarmyndarinnar "Black Dog" síðastliðið þriðjudagskvöld. Patrick Swayze, sem fer með aðalhlutverk í myndinni, var ekki á staðnum né heldur aukaleikararnir Randy Travis og Meat Loaf. "Það varð gríðarleg sprenging og fólk fór að öskra," sagði Philip Scali sem varð vitni að atburðinum. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

NORSKI píanóleikarinn Leif Ove Andsnes hefur verið tilnefndur til bandarísku Grammy- verðlaunanna fyrir geisladisk þar sem hann flytur píanósónötu Schumanns no. 1. Andsnes er 28 ára og hefur hlotið geysilegt lof fyrir leik sinn en hann hefur komið þrisvar hingað til lands til að leika á tónleikum, í fyrsta sinn fyrir tíu árum. Andsnes er nú á tónleikaferð um Evrópu. Meira
9. janúar 1998 | Menningarlíf | 240 orð

(fyrirsögn vantar)

MENNINGARÁRIÐ í Stokkhólmi, menningarhöfuðborg Evrópu 1998, hófst á þrettánda dag jóla með opnun götulistasýningar. Hana getur meðal annars að líta á ljósastaurum og strætisvagnaskýlum og taka þrjátíu listamenn og um fimmtíu myndlistarnemar þátt í henni. Listaverkin staldra stutt við á götum Stokkhólms, því sýningunni lýkur annan sunnudag, 18. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 672 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð220.55 Gamanleikarinn Leslie Nielsen er einn þeirra lánsömu skapgerðarleikara sem voru "uppgötvaðir" í annað sinn þegar ferill þeirrra hefði að öllu jöfnu verið að lognast út af. Nielsen varð skyndilega vinsæll í fyrsta sinn á löngum ferli og hefur leikið í hverri aðsóknarmyndinni á fætur annarri í ellinni. Flestar eru skopstælingar frægra mynda. Meira

Umræðan

9. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 794 orð

Bakari hengdur fyrir smið

ÓLAFUR Sigurðsson birtir bréf í lesendadálki Morgunblaðsins hinn 30. desember til að svara grein minni í sama blaði. Það er rétt hjá Ólafi að þarna fór ég illilega mannavillt og þykir það afskaplega leitt. Ég vil gjarnan biðja Ólaf afsökunar en hann geldur nafna síns Sæmundssonar sem farið hefur mikinn í baráttu sinni gegn náttúruefnum sem ég ber fyrir brjósti. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 2178 orð

BEINN OG ÓBEINN EIGNARRÉTTUR AÐ LANDI

TILEFNI þessara skrifa er grein Páls Þórhallssonar "Ríki og sveitarfélög á einskismannslandi", sem birtist í Morgunblaðinu á Þorláksmessu. Þar fjallar hann m.a. um Þjóðlendufrumvarpið og segir í inngangi þetta: "Nú er raunin sú að eignarréttindi að landi geta verið með mismunandi hætti. Land í byggð er jafnan eignarland, fullkomið eignarland, eins og stundum er sagt. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 763 orð

Er gamla fólkið "vandamál"

ÉG VAR nýlega að hlusta á samtalsþátt í útvarpinu, þar sem nokkrir merkir borgarar ræddu ýmis mál sem eru efst á baugi. Kom þar margt skynsamlegt fram, enda um hálært fólk að ræða, sem kom vel fyrir sig orði. Eitt sló mig, hvernig talað var um eldra fólk og ráðandi álit virtist vera að gamalt fólk væri mikið "vandamál". Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 908 orð

Flutningur Ríkissjónvarpsins í Útvarpshúsið er tímaskekkja

Sjónvarp er dagskrá, ekki hús, segja fulltrúar stjórnar Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Þeir segjast telja húsbygginguna mistök frá upphafi, sem menn ættu að hafa hugrekki til að horfast í augu við, og auglýsa sjónvarpshluta byggingarinnar til sölu. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 1098 orð

Hið daglega brauð stjórnmálamanna

ÞAÐ LIGGUR í hlutarins eðli að verk stjórnmálamanna geta verið umdeild. Og því verður ekki á móti mælt að stjórnmálamenn gefa stundum tilefni til að vera gagnrýndir. Í lýðræðisþjóðfélagi hljóta verk stjórnmálamanna að vera rædd og sett fram rökstudd gagnrýni jafnt af samstarfsmönnum sem öðrum. Það veikir lýðræðið ef stjórnmálamenn láta berast fyrir vindi og láta segja sér fyrir verkum. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 923 orð

Leikreglur í stríði

Í GREIN Walters Douglas, blaðafulltrúa bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 3. janúar, má lesa eftirfarandi: Vopnahlésskilmálar þeir sem Írak verður að ganga að til að fá viðskiptabanni aflétt eru svohljóðandi: "1. Gera grein fyrir afdrifum 600 Kúveitbúa sem saknað er. 2. Skila eða borga fyrir þær eignir Kúveitbúa sem íraski herinn stal eða eyðilagði. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 993 orð

Nýr búvörusamningur

NÝR búvörusamningur í mjólkurframleiðslu hefur verið gerður milli landbúnaðarráðherra og Bændasamtaka Íslands með fyrirvara um samþykki Alþingis. Byggist hann á hugmyndum svonefndrar sjömannanefndar og kröfum kúabænda. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 946 orð

Orð og athafnir

ÞEGAR ný framhaldsskólalög voru samþykkt vorið 1996 voru með þeim m.a. lögfest innritunargjöld í framhaldsskóla en þau voru ætluð til þess m.a. að standa straum af kostnaði vegna kennsluefnis og pappírsvara sem skólinn hafði látið nemendum í té án sérstaks endurgjalds. Tiltekið var í lögunum að þessi upphæð mætti aldrei fara yfir 6.000 kr. á ári. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 484 orð

Refsiaðgerðum gegn Írak verður ekki haldið áfram endalaust

INNRÁS Íraks í Kúveit var fordæmd af meirihluta ríkja heims, sem ekki aðeins vildu refsa árásaraðilanum með raunhæfum aðgerðum heldur og koma í veg fyrir að af honum starfaði ógn í framtíðinni. Á þessum forsendum voru gerðar viðeigandi ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og komið á fót sérstakri nefnd um afvopnun Íraks. Meira
9. janúar 1998 | Aðsent efni | 819 orð

Varnaðarorð um hverina við Ölkelduhnúk

NOKKUÐ hefur verið fjallað um Ölkelduháls í fjölmiðlum vegna ágreinings um Búrfellslínu 3 A. Greiður vegur var lagður frá Hellisheiði til norðurs, að borholu Hitaveitu Reykjavíkur á Bitru, norðan Hellisheiðar, fyrir rúmum tveim árum. Landsvirkjun hefur nú framlengt veginn til austurs, yfir Ölkelduháls vegna fyrirhugaðra línuframkvæmda. Svæðið hefur mikið útivistargildi, um það liggja gönguleiðir. Meira

Minningargreinar

9. janúar 1998 | Minningargreinar | 535 orð

Ásdís Káradóttir

Ásdís Káradóttir lést 31. desember 1997, 85 ára að aldri. Ásdís var gift Sigurbergi Þorleifssyni frá Hofi í Garði, hann var móðurbróðir minn og eini bróðir móður minnar og þótti mömmu mikið til hans koma og öllum sem honum kynntust. Ásdís var fædd á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún giftist ung Sigurbergi. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 612 orð

Ásdís Káradóttir

Veginn ég þræði og vonareld vil ég í huganum kynda, gleymist þó eigi að kemur kveld og kólnar um vesturtinda. Stefni á meðan stakknum veld til streymandi tærra linda. Þannig orti vinkona mín Ásdís Káradóttir og nefndi Gamalt stef. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 685 orð

Ásdís Káradóttir

Gamlársdagur var bjartur og fagur hér norður á Tjörnesi, eins og margir dagar hafa verið í haust og vetur. Í látlausri alþýðuvísu segir: Lággeng sólin ljúfum yl, ljómar á hæstu fjöllum. Hún er að benda blíðheims til börnum sínum öllum. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 712 orð

Ásdís Káradóttir

Fyrir allmörgum árum var ég send í sveit til Ásdísar ömmusystur minnar. Þar dvaldi ég í nokkrar vikur að sumarlagi en þær urðu mér lífsreynsla, dýrmætari en flest önnur reynsla æsku minnar. Það er með söknuði og virðingu sem ég kveð Dísu frænku mína og sálufélaga allar götur síðan. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Ásdís Káradóttir

Okkar ástkæra Dísa frænka er horfin á braut til betri staðar. Hún var ein sú hjartahlýjasta persóna sem við höfum hlotið þann heiður að kynnast. Ein persóna kemur í hugann þegar leitað er að jafningja Dísu í góðmennsku og það er amma og langamma okkar, systir Dísu, hún Hulda. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 395 orð

ÁSDÍS KÁRADÓTTIR

ÁSDÍS KÁRADÓTTIR Ásdís Káradóttir var fædd á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu 16. apríl 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. desember síðastliðinn. Foreldrar Ásdísar voru hjónin Sigrún Árnadóttir húsfreyja, f. 20. júní 1886, d. 26. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson

Nú er Finnbogi vinur minn ekki lengur meðal vor. Við Finnbogi kynntumst fyrir tæpum 30 árum, þegar við unnum báðir hjá Ford umboðinu Sveini Egilssyni, hann sem sölumaður og ég í bílaréttingum. Mörg góð ráð fékk ég frá Boga er ég stóð í bílaviðskiptum, hvort sem ég var að kaupa eða selja. Oft bjargaði hann málunum ef peningamálin voru ekki alveg í lagi hjá mér. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hann lést 8. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 18. desember. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Guðrún Elín Gunnarsdóttir

Við hjónin vorum harmi slegin yfir fregninni um mjög brátt fráfall Guðrúnar Elínar Gunnarsdóttur. Svo langt um aldur fram. Margs er að minnast, og margs að sakna, á svona stundum verður orðfátt. Við viljum sérstaklega þakka Gurru, eins og hún var ævinlega kölluð, fyrir allar þær ánægjulegu stundir, sem við áttum með þeim yndislegu og sérstaklega samrýndu hjónum Guðrúnu og Erni. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 869 orð

Guðrún Elín Gunnarsdóttir

Það var gamlársdagsmorgunn og ekki margar klukkustundir í nýtt ár. "Árið hefur verið mér og mínum nokkuð gott," var ég að hugsa þegar ég svaraði símanum. Það var bróðir minn sem heilsaði eins og venjulega. Hann sagðist þurfa að segja mér slæmar fréttir. Svo kom áfallið. "Hún Gurra mín dó í nótt." Árið hafði þá ekki endað vel eins og ég hafði vonað. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 63 orð

GUÐRÚN ELÍN GUNNARSDÓTTIR

GUÐRÚN ELÍN GUNNARSDÓTTIR Guðrún Elín Gunnarsdóttir var fædd í Reykjavík 29. mars 1946. Hún lést á heimili sínu hinn 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar S. Guðmundss. og Bjarndís Jónsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Örn Reynir Pétursson. Börn þeirra hjóna eru Gunnar Sverrir, Svala, Linda og Fríða. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Guðrún Elín Gunnarsdóttir Kveðja til eiginkonu og móður

Guðrún Elín Gunnarsdóttir Kveðja til eiginkonu og móður Þú hlærð svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjartað kalt. Ein og sama eilífð lengir allt, sem var og koma skal. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR Guðrún Jóhanna Einarsdóttir var fædd á Stöðvarfirði 25. febrúar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 3. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 472 orð

Hans Kr. Eyjólfsson

Sú dýrðarheimspeki, siðfræði og uppeldisstefna Einars Benediktssonar, að bros geti dimmu í dagsljós breytt, var í rauninni staðfest í Hansa. Eftir hálfrar aldar starf við bakstur hóf hann að vísa inn til Bjarna Benediktssonar í forsætisráðuneytinu. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

HANS KR. EYJÓLFSSON

HANS KR. EYJÓLFSSON Hans Kr. Eyjólfsson fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði 15. okt. 1904. Hann lést á Droplaugarstöðum 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 522 orð

Hans Kristján Eyjólfsson

Fallinn er í valinn öðlingurinn og sjarmörinn Hans Kr. Eyjólfsson, fyrrum bakarameistari, síðar móttökustjóri í Stjórnarráði. Hans fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði 15. október 1904 og voru foreldrar hans Guðrún Hansdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson, sem þar bjuggu. Eyjarnar eru elsta veiðistöð sem um getur í sögu Íslands. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 1111 orð

Jóhanna Einarsdóttir

Nú er hún Jóhanna systir mín látin, hennar lífsgöngu er lokið. Sú ganga var oft á tíðum ærið ströng, og ekki var rauður dregill lagður undir hana þar sem leiðir hennar lágu. Næst því að komast að rauða teppinu var hún við konungskomuna 1930. Henni var falið að tína sóleyjar í vönd, en aðrar yngismeyjar sem kunnu að hneigja sig fengu að leggja þær að fótum konungs. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Jóhanna Einarsdóttir

Þegar jólaundirbúningurinn stóð sem hæst og tilhlökkun okkar fyrir hátíð ljóss og friðar færði okkur innri ró fréttum við af andláti vinkonu okkar og félaga, Jóhönnu Einarsdóttur. Það var eins og tíminn stæði í stað, glys og skraut einskis vert, hátíðin framundan breytti um svip. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 266 orð

JÓHANNA EINARSDÓTTIR

JÓHANNA EINARSDÓTTIR Jóhanna Einarsdóttir fæddist í Winnipeg 18. maí 1919. Hún lést á Landspítalanum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21.7. 1895 í Vestmannaeyjum, d. 2.5. 1972, og Einar Þorgrímsson, f. 15.6. 1896 á Borgum í Hornafirði, forstjóri Lithoprents í Reykjavík, d. 24.4. 1950. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Amma mín var stór og mikil kona. Fyrstu mánuði ævi minnar leið mér best þegar ég lá á maga ömmu. Ég grét hástöfum ef einhverjir aðrir vildu eitthvað hafa með mig að gera. Þarna mynduðust strax sterk tengsl og fyrir mér var amma klettur. Að fara með henni í vinnuna þegar hún þreif gólfin á Landsbókasafninu var sérstök upplifun, lengi var ég þess fullviss að amma væri eigandi allra þessara bóka. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 247 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Þegar Olga kynnti mig fyrir ykkur í Víðihvamminum fann ég strax fyrir þeirri miklu hlýju sem frá þér stafaði. Í öllum okkar samskiptum þau ár sem síðan eru liðin hefur þessi tilfinning vaxið við nánari kynni. Þig var gott heim að sækja, oft var fjölmennt í húsinu ykkar við Víðihvamm þegar börnin komu þar öll saman. Þar var oft fjörugt og mikið spjallað. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin og við getum aldrei aftur spilað rommí. Spilið sem þú kenndir mér fyrir löngu og við spiluðum alltaf og ég vann þig líka alltaf í. Þú áttir alltaf spil og varst alltaf til í að spila rommí eða eitthvað af hinum spilunum sem þú kenndir mér. Ég man þegar við horfðum saman á handboltann og þú varst spenntari en ég. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Það var árið 1972 sem ég kynnist Jóhönnu, fyrrum tengdamóður minni. Þegar ég í fyrsta sinn kom á heimili hennar og Stefáns heitins var ekki formlegheitunum og stífheitunum fyrir að fara og eftir örfáar mínútur fannst mér ég hafa þekkt þau allt mitt líf. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 354 orð

JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Jóhanna Jónsdóttir var fædd á Höfn í Hornafirði hinn 24. apríl 1919. Hún lést í Landspítalanum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Jóhönnu voru Þórunn Hansdóttir Beck, f. 12.12. 1884, d. 8.1. 1980 og Jón Guðmundsson f. 21.4. 1887, d. 28.7. 1982. Systkini Jóhönnu voru: 1) Guðmundur, f 10.7. 1916, d. 4.5. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Jón Björn Helgason

Við samstarfsmenn Jóns Björns Helgasonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur kveðjum í dag kæran félaga. Jón Björn réðst til Rafmagnsveitunnar 1.2. 1957 og hafði því verið rúmlega 40 ár í þjónustu fyrirtækisins. Jón Björn starfaði fyrst sem teiknari á teiknistofunni og varð síðar yfirmaður hennar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Jón Björn Helgason

Svo kvað Matthías eftir systkinin sem drukknuðu í Fífuhvammslæk. í þessari sígildu hendingu innsiglar þjóðskáldið varnarleysi mannsins gagnvart almættinu. Í dag kveðjum við góðan og virtan félaga, Jón Björn Helgason. Kveðjustundin kemur ekki með öllu á óvart, því við höfum lengi fylgst með baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Jón Björn Helgason

Með þessu litla kvæði eftir Matthías Jochumsson kveðjum við þig elsku afi og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt hjá þér og ömmu í "Kópó". Alltaf vorum við velkomin til ykkar og þær eru ófáar næturnar sem við höfum gist hjá ykkur, uppí hjá ykkur eða á bedda inni hjá ykkur. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 201 orð

JÓN BJÖRN HELGASON

JÓN BJÖRN HELGASON Jón Björn Helgason fæddist í Reykjavík 16. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu, Þinghólsbraut 17, Kópavogi, 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Kristjánsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 1905, d. 1939, og Helgi J. Jónsson frá Innri- Hjarðardal í Önundarfirði, f. 1899, d. 1996. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 393 orð

Kristín Vigdís Kristinsdóttir

Okkur langar að minnast ömmu Stínu með nokkrum orðum. Amma Stína var mjög sérstök kona. Hún bjó alla tíð með dóttur sinni og hennar fjölskyldu og tók hún því þátt í uppeldi barnabarna sinna. Hún var mjög ákveðin, dugleg, samviskusöm kona og vildi standa í skilum við alla. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 178 orð

KRISTÍN VIGDÍS KRISTINSDÓTTIR

KRISTÍN VIGDÍS KRISTINSDÓTTIR Kristín Vigdís Kristinsdóttir fæddist í Naustakoti á Eyrarbakka 4. nóvember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Vigdís Eiríksdóttir og Kristinn Þórarinsson. Börn þeirra hjóna voru: Helgi, f. 1901, Oddný María, f. 1902, Ólafur Oddgeir, f. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 586 orð

Kristín V. Kristinsdóttir

Elsku amma Stína, núna ertu farin til Andrésar afa sem hefur beðið eftir þér í öll þessi ár. Baráttu þinni við þennan óþverra sjúkdóm, sem þú hafðir sigrað tvisvar, er lokið. Þó að þú hafir nú kvatt hérna megin finn ég fyrir gleði og létti innra með mér því að við höfum oft rætt málin og ég veit að þú varst tilbúinn í lokaferðina. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Kristín V. Kristinsdóttir

Hún amma Stína er farin frá okkur. Hún hafði verið veik nú um tíma. Það duldist engum sem þekkti ömmu Stínu hvað henni þótti vænt um barnabörnin sín og okkur langömmubörnin. Hún vildi allt fyrir okkur gera og við vorum alltaf svo fín og sæt í hennar augum. Ég er viss um að ekki hefur henni alltaf líkað klæðnaðurinn á okkur en samt sagði hún að við værum svo fín. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Kristín V. Kristinsdóttir

Þegar birta jólanna stóð sem hæst kvaddi hún amma Stína þennan heim. Tilveran verður allt öðruvísi án hennar og við munum sakna þess að síminn hringi og hún spyrji um hvar hann eða hún sé, því hún vildi fylgjast með okkur öllum. Það er erfitt fyrir okkur sem yngri erum að fara aftur í tímann og setja okkur í spor móður hennar með tíu börn, en hún hafði misst mann sinn frá þeim fyrir aldur fram. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 139 orð

Kristín V. Kristinsdóttir

Elsku amma Stína! Nú ertu farin frá okkur og ég á eftir að sakna þín mikið en við erum glöð fyrir þína hönd að þú þurftir ekki að þjást meira. Langafi og systkini þín hafa örugglega tekið á móti þér. Ég á alltaf eftir að sakna þess að þú hringir í mig og biðjir mig að laga á þér hárið eða að skrifa á jólakortin fyrir þig. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Laufey Tryggvadóttir

Elsku amma. Við systkinin viljum kveðja þig með þessum orðum og þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa í Helgamagrastrætið. Efst í huga okkar eru laugardagsmorgnarnir, þegar fjölskyldan sameinaðist í eldhúsinu yfir nýbökuðum skonsum, kleinum og öðru góðgæti, ræddi málin og borðaði á sig gat. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Laufey Tryggvadóttir

Foringi er fallinn. Laufey Tryggvadóttir hefur kvatt þetta jarðsvið eftir 86 ára dvöl. Laufey var mikil atorkukona. Því kynntumst við félagar hennar í Náttúrulækningafélagi Akureyrar vel. Athygli vekja orð hennar er hún tekur við formennsku í félaginu 1971. "Eitthvað verðum við að láta að okkur kveða." Og hún hófst þegar handa. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 219 orð

Laufey Tryggvadóttir

Við minnumst elsku ömmu sem nú er látin 86 ára að aldri. Amma var alveg einstök kona og naut hún mikillar hylli allra. Við munum þegar fjölskyldurnar hittust heima hjá afa og ömmu í Helgamagrastræti á laugardagsmorgnum. Afi lá oftast í sófanum sínum inni í stofu en amma sauð grjónagraut handa öllum. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Laufey Tryggvadóttir

"Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð." (Davíð St.) Fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu Náttúrulækningafélags Akureyrar viljum við þakka þér, Laufey mín. Að starfa með þér var góður skóli, bjartsýni þín, áræði og dugur hreif okkur með. Laufey var formaður NLFA frá 1971­1986. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 111 orð

LAUFEY TRYGGVADÓTTIR

LAUFEY TRYGGVADÓTTIR Laufey Tryggvadóttir var fædd að Meyjarhóli á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð 5. apríl 1911. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Valdemarsdóttir og Tryggvi Kristjánsson. Laufey giftist 1930 Skarphéðni Ásgeirssyni frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Ólafur Árnason

Kallið kemur alltaf óvænt. Stundum veitist lausn, stundum myndast sársauki, stundum er fólk skilningsvana en alltaf verður söknuður, hvort sem um er að ræða að hvíldin sé vel þegin, eða á hvern hátt einstaklingur hverfur yfir móðuna miklu. Þegar ég vissi að minn ágæti vinur Ólafur Árnason var héðan burtu kvaddur á gamlárskvöld bærðist í mínu brjósti bæði missir og feginleiki. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 880 orð

Ólafur Árnason

Horfinn er nú til feðra sinna eftir langvinna sjúkdómsbaráttu Ólafur Árnason ljósmyndari, Óli í Ási, einsog hann var nefndur í þeirra hópi sem þekktu hann frá bernsku, en það var í bernsku sem við urðum kunnugir upphaflega, því við vorum nágrannar og stundum leikfélagar, því stutt var frá Dvergasteini, þar sem ég átti heima, Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Ólafur Árnason

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. Enn á ný er eins og þessar fornu hendingar úr Hávamálum, sem svo oft er vitnað til, hafi öðlast sérstaka merkingu, þótt um leið séu þær vissulega sígildar og inntak þeirra almenns eðlis. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

ÓLAFUR ÁRNASON

ÓLAFUR ÁRNASON Ólafur Árnason fæddist á Akranesi 5. mars 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Böðvarsson ljósmyndari og sparisjóðsstjóri á Akranesi, f. 15.9. 1888, d. 30.4. 1977, og Rannveig Magnúsdóttir, f. 15.9. 1892, d. 24.4. 1972. Systir Ólafs var Halla, f. 25.5. 1920, d. 19.9. 1995. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Ragnheiður Björnsdóttir

Í ljóma jólanna hvarf á braut úr þessum heimi æskuvinkona mín Ragnheiður Björnsdóttir, Garðavegi 25, Garði. Einar af mínum ljúfustu minningum æskuáranna eru bundnar við fólkið, sem bjó í Skógsmúla í Miðdölum, síðar á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR Vilhelmína Ragnheiður Björnsdóttir fæddist á Þorbergsstöðum í Dölum 26. september 1916. Hún lést á Borgarspítalanum 24. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Sigríður Elísabet Jónsdóttir

Mig langar að minnast Sigríðar með nokkrum orðum. Ég hitti hana í fyrsta skipti í Reykholti 1967 þegar ég kom þangað ásamt manni mínum og öðrum hjónum. Hún tók á móti okkur öllum af einstakri alúð og gestrisni, sem hefur verið hennar aðalsmerki í öllum samskiptum við aðra. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR Sigríður Elísabet Jónsdóttir fæddist í Bolungavík hinn 20. ágúst 1932. Hún lést á heimili sínu hinn 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 6. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Sigríður Jónsdóttir

Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við kæra vinkonu og velgjörðarmann. Hér verður ekki reynt að fara yfir lífshlaup hennar, það munu aðrir gera, en einungis rifjuð upp nokkur atriði frá samskiptum okkar. Fyrir um það bil tíu árum kom Sirrí, eins og við kölluðum hana, inn í líf okkar þegar hún hóf að kenna handavinnu í Blindraheimilinu í Hamrahlíð 17. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Sigríður Jónsdóttir

Þegar dauðinn knýr dyra hjá nákomnum ættingjum og vinum eru sorg og söknuður oftast fyrstu viðbrögð. Í Spámanninum segir: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinna aftur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þetta á ekki síst við núna þegar við kveðjum elskulega föðursystur okkar Sigríði E. Jónsdóttur eða Sirrý eins og hún var jafnan kölluð. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Sigríður Jónsdóttir

Hún Sirrý okkar er farin í ferðina óumflýjanlegu, alltof snemma fyrir okkur sem nú söknum hennar, en miðað við þrautir síðustu mánaða var gott að hún fékk hvíldina. Svo illa getur vágesturinn krabbamein leikið fólk að lífið verður óbærilegt og dauðinn sú líkn sem beðið er eftir. Okkur er það huggun að hún fékk hægt andlát og dauðastund hennar var friðsæl. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Sigríður Jónsdóttir

Amma okkar er dáin. Hún dó morgun einn á milli jóla og nýárs og þó við vissum að við mættum eiga von á því að hún færi var okkur brugðið, við lutum höfði. Sorgin fyllti hjörtu okkar. Amma var alltaf lífsglöð, alltaf í góðu skapi, alltaf tilbúin til að taka á móti okkur hvenær sem var. Hún var seinni kona afa okkar eftir skilnað við ömmu okkar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 299 orð

Sigurunn K. Konráðsdóttir

Mig langar til að minnast í fáeinum orðum Nunnu systur, eins og við kölluðum hana í daglegu tali. Hún var elst af okkur fimm systrunum og alltaf að hjálpa okkur á allan hátt. Traustari og betri vin getur enginn eignast. Hún fór ung að heiman bæði til Reykjavíkur í vist og eins í kaupavinnu á sumrin, en kom heim á vorin. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Sigurunn Konráðsdóttir

Kær vinkona mín, Sigurunn Konráðsdóttir (Nunna), er látin. Það er nokkuð sem við getum alltaf átt von á, að áttræð og sjúk manneskja kveðji þetta líf, en samt er eins og við viljum alltaf halda sem lengst í þá sem eru okkur kærir, jafnvel þótt við vitum að þeir þrái sjálfir hvíldina og að hún sé þeim fyrir bestu. Það er eins og við eigum alltaf eitthvað ógert eða ósagt við hinn látan vin. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR

SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR Sigurunn Konráðsdóttir var fædd á Kurfi undir Brekku á Skagaströnd hinn 22. ágúst 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. janúar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 480 orð

Svanfríður Jónsdóttir

Nú þegar þú ert farin, systir mín góð, hellast minningarnar yfir mig. Fyrst bernskuárin í Haukadal, þar sem í minningunni var oftast sólskin. Þar var yndislegt að alast upp í félagsskap fjölskyldu, leikfélaga og vina, því samfélagið í Haukadal var sérstakt, og ég veit að þaðan áttir þú þínar björtu minningar. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur bjuggum við saman og oft unnum við á sama vinnustað. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Svanfríður Jónsdóttir

Getur dauðinn verið fagur? Það má vera kaldhæðnislegt að taka svo til orða en í mínum huga er dauðinn lausn þeim sem þjást. Slík lausn var dauðinn Svanfríði Jónsdóttur frænku minni nú um áramótin. Frænka mín hafði barist lengi af einstökum hetjuskap við erfiðan sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Við frænkurnar ólumst upp í sama húsi og vorum svo til jafngamlar. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Svanfríður Jónsdóttir

Með hugann fullan af trega kveð ég frænku mína og minn besta vin. Við urðum þeirrar hamingju aðnjótandi að alast upp í stórfjölskyldu. Við vorum átta bræðrabörnin, og vorum öll eins og systkini. Fríða er sú þriðja úr hópnum sem kveður nú. Við urðum vinir þegar Fríða var að taka út sín þroskaár. Meira
9. janúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

SVANFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SVANFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Svanfríður Jónsdóttir var fædd í Haukadal í Dýrafirði 26.10. 1932. Hún lést að morgni nýársdags á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson skipstjóri frá Haukadal, f. 27.9. 1895, d. 15.1. 1949, og kona hans Matthildur Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1900, d. 2.1. 1995. Meira

Viðskipti

9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 274 orð

170% aukning í sölu loftbóludekkja

GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri velti 147 milljónum króna á síðastliðnu ári, samanborið við 132 milljónir árið 1996 og nemur aukningin 11% á milli ára. Naglalaus loftbóludekk njóta æ meiri vinsælda og jókst salan á þeim um 170% á milli ára. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

90% framleiðslunnar til útflutnings

ÍSLENSKA fyrirtækið Altech hefur nú selt sérhæfðan hátæknibúnað í álver víða um heim fyrir um 300 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Um 90% af þessum tækjum hafa verið seld til annarra landa. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Deilt um lögsögu ESB

STJÓRN Efnahagssambandsins hyggst hefja formlega rannsókn á samstarfssamningum Air France við Continental- og Delta-flugfélögin. Framkvæmdastjórnin hefur rannsakað marga aðra samninga flugfélaga í 18 mánuði. Air France samþykkti að vinna með Continental í nóvember 1996 og Delta í júní 1997. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Dollarareikningar gáfu hæstu raunávöxtunina

GJALDEYRISREIKNINGAR með dollurum skiluðu langhæstri ávöxtun allra bankareikninga á árinu 1997. Raunávöxtun dollarareikninga var á bilinu 9,1­9,6% á árinu, enda hefur gengi dollara verið að styrkjast undanfarin misseri. Svipaða sögu er að segja um ávöxtun reikninga í sterlingspundum sem skiluðu 7­7,3% raunávöxtun, skv. samantekt Morgunblaðsins. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 134 orð

ÐINTIS lækkar gjöld fyrir alnetsambönd

INTERNET á Íslandi hf., INTIS, lækkaði bandvíddargjöld fyrir alnetsambönd nú um áramótin og tilkynnti um leið fyrirhugaða stækkun sambands til Norður-Ameríku úr fjórum megabitum á sekúndu í sex. Jafnframt því rekur INTIS tveggja megabita samband til Evrópu sem fyrr. Lækkunin er á bilinu 7-12% eftir bandvídd notenda. Samkvæmt nýrri gjaldskrá INTIS kostar t.d. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 149 orð

ÐVextir lækka áfram

VEXTIR héldu áfram að lækka á verðbréfamarkaði í gær. Ávöxtunarkrafa ríkisvíxla lækkaði um 7 punkta í 7,19% og ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa fór einnig lækkandi. Ávöxtunarkrafa spariskírteina með 2 ára líftíma lækkaði mest, eða um 4 punkta í 5,26%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um 1 punkt og var 5,27% við lokun. Viðskipti á Verðbréfaþingi Íslands námu tæpum 1. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 275 orð

GM neitar frétt um niðurskurð

ADAM OPEL AG segir að móðurfyrirtækið General Motors hafi ekki lagt fram áþreifanlegar ááætlanir um niðurskurð þrátt fyrir blaðafréttir um að þúsundum kunni að verða sagt upp. Blöðin Wall Street Journal og Financial Times höfðu sagt að GM hygðist bráðlega hrinda í framkvæmd fyrirætlunum um uppsagnir 20-30% starfsmanna fyrirtækisins í Evrópu á næstu fimm árum. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Íslenskir fjárfestar ehf. semja við verðbréfasjóði

ÍSLENSKIR fjárfestar ehf. ­ verðbréfamiðlun ­, hafa nú gert samstarfssamninga við öll íslensku verðbréfafyrirtækin, sem reka verðbréfasjóði. Þá fékk fyrirtækið aðild Verðbréfaþingi Íslands þann 5. desember sl. Það getur nú annast viðskipti fyrir viðskiptavini sína með öll íslensk verðbréf auk bréfa í fjölmörgum alþjóðlegum verðbréfasjóðum. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

»Lokagengi lækkarvíða í Evrópu

LÆKKANIR urðu á lokagengi í flestum kauphöllum Evrópu í gær, því að Dow Jones og dollar lækkuðu. Fjárfestar í Wall Street óttast vaxandi kreppu í Indónesíu, þar sem gengi hlutabréfa lækkaði um tæp 12% í fyrrinótt vegna orðróms um að forsetinn gefi ekki kost á sér til endurkjörs í marz. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Lægsta verð á olíu í 30 mánuði

OLÍUVERÐ hafði ekki verið lægra í 30 mánuði í gær. Írakar búa sig undir að hefja olíuútflutning á ný og Kúveitar auka framleiðslu sína í samræmi við nýjan kvóta frá OPEC. Verðið hefur lækkað um 25% á þremur mánuðum og lækkunum virðist ekki lokið. Í London hafði verð á Norðursjávarolíu lækkað um fimm sent í 15,60 dollara tunnan síðdegis í gær. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Málið fellt niður

RANNSÓKN ríkislögreglustjóra (RL) vegna innherjaviðskipta, sem staðið hefur yfir síðan í haust, er lokið og verður ekki aðhafst frekar í málinu. Bankaeftirlit Seðlabankans vísaði sl. haust einu máli, þar sem grunur vaknaði um að innherjaviðskipti hefðu átt sér stað með hlutabréf í fyrirtækjum, til lögreglurannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Norðurál velur Concorde XAL

NORÐURÁL hf. hefur undirritað samning við Hug-forritaþróun um kaup á viðskiptahugbúnaðinum Concorde XAL fyrir fyrirtækið. Stefnt er að gangsetningu álversins í byrjun júní. Þegar rekstur verður kominn í fullan gang mun Concorde XAL m.a. halda utan um öll fjármál, innkaup, flutninga, birgðir og eignir. Þá er einnig áhugi á að nýta búnaðinn til halda utan um birgðahreyfingar í vöruhúsi. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Rangt gengi hlutabréfasjóðs

Í TÖFLU á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með gengi Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. Þannig var kaupgengi hlutabréfa í sjóðnum þann 1. janúar 1997 ekki 1,02 heldur 1,004. Af þessum sökum var rangt farið með hækkun á gengi bréfanna á árinu 1997. Ávöxtun bréfanna var því ekki 7% heldur 8,5%. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Þjóðverjar sækja sig en umbóta er þörf

ÞJÓÐVERJAR bættu samkeppnisstöðu sína 1997 og endurheimtu nokkuð af því sem þeir höfðu glatað fyrr á þessum áratug, en meiriháttar umbóta er þörf í fjármálum til að tryggja velgengni í framtíðinni að sögn vinnuveitenda í blaðaviðtölum. Meira

Fastir þættir

9. janúar 1998 | Fastir þættir | 971 orð

Anand vann og fékk framlengingu

Anand vann Karpov, FIDE-heimsmeistara, í sjöttu skákinni og jafnaði metin 3-3. Úrslit einvígisins ráðast í dag í stuttum skákum. Sjötta og síðasta kappskákin var gífurlega spennandi. Anand varð að vinna hana til að jafna metin. Hann tefldi skákina mjög skynsamlega og fékk betri stöðu auk þess sem hann átti öllu meiri tíma en Karpov. Í 27. leik blés Indverjinn til atlögu. Meira
9. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
9. janúar 1998 | Fastir þættir | 211 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

SÍÐASTLIÐINN mánudag þann 5. jan. lauk aðalsveitakeppninni með því að nýir meistarar voru krýndir. Sveit Guðmundar Magnússonar sigraði eftir að hafa leitt mótið lengst af. Í sigursveitinni eru auk Guðmundar, Jón Gíslason, Snjólfur Ólafsson og Ólafur Jóhannesson. Að öðru leyti urðu úrslitin þessi: Sv. Guðmundar Magnússonar183Sv. Drafnar Guðmundsdóttur174Sv. Meira
9. janúar 1998 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreppamanna

Ágæt þátttaka hefir verið hjá Hreppamönnum í haust og oftast spilað á 4 borðum. Spilað er á Flúðum á mánudögum. Átta pör spiluðu í hausttvímenningi og sigruðu Viðar Gunngeirsson og Gunnar Marteinsson, hlutu 221 stig. Karl Gunnlaugsson og Jóhannes Sigmundsson urðu í öðru sæti með 214 og Ásgeir Gestsson og Guðmundur Böðvarsson þriðju með 209. Meira
9. janúar 1998 | Fastir þættir | 40 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Suðurn

Sl. mánudagskvöld var spilaður eins kvölds 16 para tvímenningur. Lokastaðan: Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson264Pétur Júlíusson - Randver Ragnarsson255Gunnar Guðbjörnsson - Kristján Kristjánsson249Dagur Ingimundarson - Sigurjón Jónsson215 Næstkomandi mánudagskvöld, 12. janúar, verður framhaldið aðalsveitakeppni félagsins. Meira
9. janúar 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október í Landakirkju, Vestmannaeyjum, af sr. Bjarna Karlssyni Guðrún Rósa Friðjónsdóttir og Jóhannes Ágúst Stefánsson. Heimili þeirra er að Foldahrauni 42d í Vestmannaeyjum. Meira
9. janúar 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september í Lágafellskirkju af sr. Sigríði Guðmundsdóttur Anna María Helgadóttir og Benedikt Hrólfsson. Heimili þeirra er að Rauðagerði 41, Reykjavík. Meira
9. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Elín Helena Bjarnadóttir og Haraldur Úlfarsson. Heimili þeirra er á Seltjarnarnesi. Meira
9. janúar 1998 | Dagbók | 376 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. janúar 1998 | Í dag | 350 orð

INUR Víkverja skaut að honum þeirri hugmynd sinni að

INUR Víkverja skaut að honum þeirri hugmynd sinni að grafin yrðu neðanjarðargöng út í Viðey. Segir hann þetta blasa við nú þegar gerð Hvalfjarðarganga hefur tekist jafn vel og raun ber vitni. Í Viðey sé nægt byggingarland undir íbúðarbyggð en ljóst sé að skortur verði á því innan borgarmarkanna áður en langt um líður. Meira
9. janúar 1998 | Fastir þættir | 188 orð

Langholtskirkja.

FYRSTA tónlistarguðsþjónustan, vesper, verður kl. 17 í Hveragerðiskirkju, en slíkar athafnir verða í kirkjunni síðdegis annan sunnudag í mánuði. Athöfnin byggist á tónlist, ritningarlestrum og töluðu orði. Tónlistin og textar eru breytileg frá einum mánuði til annars og ýmsir flytjendur munu koma þar að ásamt organista og sóknarpresti kirkjunnar. Á sunnudag leikur Jörg E. Meira
9. janúar 1998 | Í dag | 510 orð

Misnotkuneða hvað ÞEG

ÞEGAR ég las um daginn grein í Morgunblaðinu eftir ungan Hvergerðing, þar sem hann ásakar stjórnendur Elliheimilisins Grundar og Dvalarheimilisins Áss um einkanot þeirra af eignum þessara sjálfseignarstofnana, varð mér hugsað til þess hvað hægt er að komast upp með í þessu þjóðfélagi. Meira
9. janúar 1998 | Dagbók | 210 orð

Tákn Kaupmannahafnar ÖRLÖG styttu

Tákn Kaupmannahafnar ÖRLÖG styttunnar af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn hafavíða vakið athygli og hefur Danmörk ekki átt jafn greiða leið inní heimsfréttirnar frá því að dönskkona var handtekin fyrir að skiljabarnið sitt eftir í barnavagni fyrirutan veitingastað í New York. Meira

Íþróttir

9. janúar 1998 | Íþróttir | 267 orð

1. deild kvenna

ÍR - UMFG28:68 Íþróttahús Seljaskóla, 1. deild kvenna í körfuknattleik, fimmtudaginn 8. janúar: Gangur leiksins: 4:6, 10:13, 14:19, 16:26, 18:33, 18:42, 20:52, 22:64, 28:68. Stig ÍR: Gunnur Ósk Bjarnadóttir 12, Jófríður Halldórsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 5, Gurðún Arna Sigurðardóttir 4, Tinna B. Sigmundsdóttir 1. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 172 orð

Arnór ekki með ARNÓR Gunnarsson frá Ís

Arnór ekki með ARNÓR Gunnarsson frá Ísafirði átti að keppa í heimsbikarmótinu í svigi í Schladming í Austurríki í gær, en þegar til kom fékk hann ekki að vera með. Ástæðan var sú að skráning hans hafði ekki borist frá SKÍ til mótshaldara í tæka tíð. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 186 orð

Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur

Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Þór, 93:62, á Akureyri. Þetta var enginn tímamótaleikur, Þórsarar langt frá sínu besta og til marks um slakan sóknarleik þeirra töpuðu norðanmenn knettinum 27 sinnum í leiknum, þar af 15 sinnum í fyrri hálfleik. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 175 orð

Backley æfir með Zelezny

BRETINN Steve Backley, fremsti spjótkastari þjóðar sinnar og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti er á leið til S-Afríku þar sem hann ætlar að æfa með heimsmethafanum Jan Zelezny. Backley, sem leggur kapp á að halda Evrópumeistaratitlinum og Samveldistitlinum í spjótkasti í sumar, Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 256 orð

Eyjólfur hjá Herthu til 2001

Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður endurnýjaði í gærkvöldi samning sinn við þýska 1. deildarliðið Herthu Berlín til þriggja ára - út keppnistímabilið árið 2001. "Ég var að skoða ýmsa kosti fram á síðustu stundu, þar á meðal tilboð frá [enska úrvalsdeildarfélaginu] Newcastle," sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 119 orð

Goldin kemur ekki Í GÆR skýrðist það enda

Í GÆR skýrðist það endanlega að Vladimir Goldin leikur ekki meira með KA á þessari leiktíð í handknattleiknum. Hann fór til Hvíta-Rússlands nokkru fyrir jól til þess að sinna herskyldu sem hann hafði talið sig hafa fengið leyfi frá fram á næsta vor. Hins vegar vaknaði veik von fyrir nokkru að Goldin fengi leyfi og kæmi á ný til liðs við KA í ársbyrjun, sú von slokknaði í gær. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 512 orð

Grindavík - Valur102:93 Íþróttahúsið í Grindavík, 12. umferð

Íþróttahúsið í Grindavík, 12. umferð DHL- deildarinnar í körfuknattleik, fimmtudaginn 8.janúar 1998. Gangur leiksins: 7:2, 9:14, 24:24, 36:32 50:42, 56:50, 63:57, 77:57,98:86 102:93. Stig Grindavíkur: Darryl J. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 273 orð

Grindvíkingar áfram efstir Það reiknuðu sennilega f

Grindvíkingar áfram efstir Það reiknuðu sennilega flestir með auðveldum sigri heimamanna þegar Valsmenn heimsóttu Grindavík í gærkveldi. Gestirnir voru ekki á sama máli og spiluðu mjög vel en heimamenn voru of sterkir til að tapa þessum leik. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 579 orð

Hélt að ég væri sloppinn í gegn

"ÞAÐ var grátlegt að fara út úr þegar svo skammt var í markið því mér var búið að ganga mjög vel. Það kom upp smá einbeitingarleysi vegna þess að ég hélt að ég væri sloppinn í gegn. Þessi beygja var mjög "lúmsk" því þegar ég skoðaði brautina fyrir keppnina fannst mér þetta vera nokkuð beint í markið, Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 59 orð

Hormón í farangrinum? TOLLVERÐIR í Sydney í Ás

TOLLVERÐIR í Sydney í Ástralíu telja sig hafa fundið talsvert magn vaxtarhormóna í farangri kínverskrar sundkonu, við komuna til landsins í gær. Heimsmeistaramótið í sundi er að hefjast í Ástralíu og umrædd kona, Yuan Yuan, er meðal keppenda. Varningurinn var gerður upptækur og er nú í rannsókn hjá sérfræðingum Alþjóða sundsambandsins og tollayfirvöldum í Sydney. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 429 orð

ÍA hefur samið til tveggja ára við knattsp

ÍA hefur samið til tveggja ára við knattspyrnumanninn Sigurð Ragnar Eyjólfsson, sem leikið hefur með Þrótti undanfarið. Sigurður Ragnar er við háskólanám í Bandaríkjunum og var skömmu fyrir jól valinn í A-úrvalslið ársins, fyrstur Íslendinga. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin, DHL-deildin Ísafjörður:KFÍ - ÍR20 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - Selfoss20

Körfuknattleikur Úrvalsdeildin, DHL-deildin Ísafjörður:KFÍ - ÍR20 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - Selfoss20 Hveragerði:Hamar - Þór Þorl.20 Handknattleikur Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 389 orð

Íslenska útvarpsfélagið með einkarétt til 2001

Íslenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2 og Sýn, hefur tryggt sér einkarétt á útsendingum á öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þrjú ár frá og með komandi hausti. ÍÚ er með þennan rétt á líðandi tímabili en eins og fram hefur komið keypti fjölmiðlafyrirtækið Canal+ alheimsréttinn af Knattspyrnusambandi Englands fyrir tímabilið 1998 til 2001 með framlengingarákvæði til Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 217 orð

Jafntefli hjá Wuppertal "ÞAÐ má segja að

"ÞAÐ má segja að við höfum verið klaufar að sigra ekki, en að vissu leyti má einnig segja að við höfum verið heppnir að tapa ekki," sagði Geir Sveinsson, leikmaður Wuppertal, eftir 22:22-jafntefli á heimavelli gegn Minden í gærkvöldi í fyrsta leik 17. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 353 orð

Keflavík "stal" sigri í Njarðvík

Keflvíkingar "stálu" sigrinum frá Njarðvíkingum þegar liðin mættust í nágrannaslag í "Ljónagryfjunni" í Njarðvík í gærkvöldi þegar úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí. Allt virtist stefna í sigur hjá Njarðvíkingum sem höfðu 5 stiga forystu 70:65 þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

Knattspyrna Meistarar meistaranna: Fyrri leikur: Barcelona - Dortmund2:0 Luis Enrique Martinez 8., Rivaldo 61. vsp. 25.000.

Meistarar meistaranna: Fyrri leikur: Barcelona - Dortmund2:0 Luis Enrique Martinez 8., Rivaldo 61. vsp. 25.000. Barcelona: Ruud Hesp; Winston Bogarde, Albert Celedes, Michael Reiziger (Abelardo Fernandez), Albert Ferrer; Sergi Barjuan, Ivan de la Pena; Rivaldo (Giovanni 86.), Luis Enrique Martinez, Luis Figo (Hristo Stoichkov 86. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 65 orð

NBA-deildin Toronto - Orlando81:83 Washington - Boston110:108 New York - New Jersey89:88 Eftir framlengingu. Miami -

Toronto - Orlando81:83 Washington - Boston110:108 New York - New Jersey89:88 Eftir framlengingu. Miami - Chicago99:72 Minnesota - Phoenix77:92 San Antonio - Denver96:89 Portland - Charlotte89:91 LA Clippers - Vancouver110:102 Golden State - Atlanta86:106 LA Lakers - Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 111 orð

Norðmenn unnu tvöfalt

Norðmenn unnu tvöfalt NORÐMENN sigruðu bæði í kvenna- og karlaflokki í heimsbikarmótinu í skíðagöngu sem fram fór í Ramsau í Austurríki í gær. Ólympíumeistarinn Thomas Alsgård sigraði í 15 km göngu karla með hefðbundinni aðferð og Marit Mikkelsplass í 10 km göngu kvenna. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 214 orð

Of langt jólafrí! Hann var ekki burðugur leikur

Of langt jólafrí! Hann var ekki burðugur leikur ÍA og KR í gærkvöldi sem lauk með 75:62 sigri heimamanna. Bæði lið virtust koma sein, hugmyndasnauð og óhittin til leiks eftir jólafrí og var fyrri hálfleikurinn með þeim daprari sem hér hafa sést. Gestirnir höfðu 30:29 yfir í leikhléi en heimamenn voru yfir lengst af fyrri hálfleiks. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 114 orð

Skíði

Heimsbikarinn Schladming, Austurríki: Svig karla: 1. Alberto Tomba (Ítalíu)1:34.12 (46.03/48.09) 2. Thomas Sykora (Austurríki)1:35.01 (46.90/48.11) 3. Hans Petter Buraas (Noregi)1:35.29 (46.67/48.62) 4. Fabrizio Tescari (Ítalíu)1:35.36 (46.65/48.71) 5. Joel Chenal (Frakkl.)1:35.49 (47.43/48.06) 6. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 397 orð

Skjaldbökusúpa eða vaxtarhormón?

Við leit í farangri kínversku sundkonunnar Yuan Yuan við komuna til Sydney í Ástralíu í gær fundust 26 lyfjaglös falin í brúsum sem vöktu athygli tollvarða. Svo virðist sem ýmislegt bendi til þess við að helmingur glasanna innihaldi vaxtarhormóna. Varningurinn var gerður upptækur og er nú í rannsókn hjá sérfræðingum Alþjóða sundsambandsins og tollayfirvöldum í Sydney. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 370 orð

Slæmt tap Chicago

Slæmt tap Chicago Allir fimm leikmenn byrjunarliðs Miami Heat skoruðu 10 stig eða meira þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í fyrrinótt. Þetta dugði til að leggja meistarana 99:72 og er þetta versta tap Bulls í vetur. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

Tomba stóð við stóru orðin

Alberto Tomba kom eins og stormsveipur til Schladming og stal sennunni í svigi heimsbikarsins í gær, eins og hann hafði lofað daginn áður. Hann var með besta brautartímann í báðum umferðum og sýndi að hann er kominn í góða æfingu og verður að teljast til alls líklegur á Ólympíuleikunum í Nagano í næsta mánuði. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | 65 orð

Þorvaldur til Öster ÞORVALDUR Makan Sigbjö

ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson, miðherji Leifturs, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska liðið Öster, þar sem hann leikur við hlið Stefáns Þórðarsonar. Fyrir utan þá tvo leika sjö aðrir íslenskir knattspyrnumenn með sænskum 1. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Skallagrímur vann Tindastól Lið Skallagríms kom sjálfsagt mörgum á óvart er því tókst að vinna Tindastól í Borgarnesi eftir jafnan og spennandi leik, lokatölur 80:70. Í byrjun var leikurinn dæmigerður nýársleikur. Leikmenn ráðvilltir, óöruggir og ónákvæmir. Þetta átti sérstaklega við um gestina. Bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Meira
9. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Fæddur: 19. desember 1966 í Lazzaro di Savenna á Ítalíu. Hæð: 1,82 m. Þyngd: 93 kg. Sigrar í heimsbikarnum: 49 alls. Svig: (34 talsins) - Sestriere (1988, '91, '92, '94, '95), Madonna ('88, '89, '96), Kranjska Gora ('88, '92, '96), Bad Kleinkirchheim ('88), Áre ('88), Oppdal ('88), Waterville ('90), Geilo ('90), Salen ('90), Park City ('92), Kitzb¨uhel ('92, '95), Wengen ('92, '95), Meira

Úr verinu

9. janúar 1998 | Úr verinu | 180 orð

Báturinn sökk undan síldinni

NORSKI síldarbáturinn Steinsholm fékk nú í vikunni svo stórt síldarkast að hann réð ekki við það. Nótin varð of þung og dró bátinn með sér niður í djúpið í Vestfirði. 6 manns voru í áhöfn og tókst þeim öllum að bjarga sér, en á nokkrum mínútum kom svo mikil slagsíða á bátinn að ekkert varð við ráðið. Leizt ekkert á blikuna Meira
9. janúar 1998 | Úr verinu | 459 orð

RFS hefur selt uppboðskerfi til Bremerhaven

NÝLEGA var gengið frá samningum milli Fiskmarkaðarins í Bremerhaven (FB) og Reiknistofu fiskmarkaða hf. (RSF) um sölu á CASS, ensku útgáfu Tengils (tölvukerfis RSF) til Fiskmarkaðarins í Bremerhaven. Kerfið verður aðlagað þýskum aðstæðum og fullbúið til notkunar í Þýskalandi í mars. Meira

Viðskiptablað

9. janúar 1998 | Viðskiptablað | 60 orð

Bresk vörusýning

ALÞJÓÐLEGA gjafavörusýningin International Spring Fair verður haldin dagana 1.-5. febrúar næstkomandi í Birmingham. Sýningin er ein hin stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Á sýningunni er sýnd hefðbundin bresk gjafavara. Yfir 4.000 fyrirtæki sýna á 100.000 fm svæði. Viðskiptafulltrúi breska sendiráðsins mun verða á þessari sýningu og liðsinna þeim íslensku kaupendum sem þess óska. Meira
9. janúar 1998 | Viðskiptablað | 165 orð

Fyrsti Tango-skanninn í notkun hérlendis

PRENTSMIÐJAN Hjá Guðjóni Ó. hefur tekið í notkun fyrsta Tango- skannann frá Heidelberg hérlendis sem fyrirtækið festi nýlega kaup á. Hjá Guðjóni Ó. hóf starfsemi sína 1992 og er því 5 ára á þessu ári. Á þessum 5 árum hefur fyrirtækið fjárfest í tækjum bæði í forvinnslu, prentsmiðju og bókband, m.a. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1977 orð

Barbie ævi hennar og ástir Aðra hverja sekúndu er Barbie-dúkka seld einhvers staðar í heiminum. Síðan hún kom á markaðinn árið

BARBIE og kærastinn hennar, Ken, eru ekki aðeins dúkkur, margir fræðimenn líta á þau sem tákn fyrir kapítalískt, vestrænt neyslusamfélag. Hægt er að kaupa Barbie-dúkkur nær hvar sem er í heiminum og Barbie er orðin að alheimsvörumerki eins og Coca Cola og McDonald's. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 672 orð

Búðir fantasíu og vísindaskáldskapar

FANTASÍA og vísindaskáldskapur; bækur, blöð, spil, myndir og tindátar. Heillandi heimur handa strákum og líka nokkrum stelpum, en í Reykjavík eru tvær verslanir sem eru helgaðar þessum framandi heimi: Míþríl á Skólavörðustíg 5 og Nexus VI sem áður hét Fáfnir á Hverfisgötu 103. Míþríl er tilvísun í málm sem notaður er til að búa til brynjur og sverð í Hringadróttinssögu J.R. Tolkiens. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1018 orð

Eru konur blúndurog karlar gaddavír?

Hér að neðan fer skyndikönnun á viðhorfum þínum til jafnréttismála. Þegar þú veltir svarmöguleikunum fyrir þér skaltu hafa það hugfast að þetta er ekki hávísindaleg könnun, heldur miklu frekar óformleg athugun á gamansömum nótum, sem ætlað er að vekja hjá þér spurningar um stöðu jafnréttismála, jafnt á heimili þínu, vinnustað og í þjóðfélaginu almennt. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 704 orð

Hirslur á barmi fáránleika og fegurðar

HIRSLUR geyma ekki bara hversdaginn heldur líka fáránleika og fegurð, sem umhverfið veitir ekki sérstaka eftirtekt. Þær bara eru, líkt og annað sem við göngum að vísu, hlutir sem við tökum sem sjálfsagðan hlut. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 551 orð

Jafnrétti í reynd krefst viðhorfsbreytinga Lætur konum betur að vinna með nál og tvinna en velta fyrir sér vaxtastigi og

"HÉR á landi er lagalegt umhverfi varðandi jafnrétti kynjanna með því besta sem þekkist, en það hefur ekki dugað okkur til jafnréttis í reynd," segja Hanna Birna og Helga Guðrún. Fyrir hönd Sjálfstæðra kvenna hafa þær ásamt Auði Guðmundsdóttur og Öglu Hendriksdóttur búið til jafnréttispróf sem þrátt fyrir létt yfirbragð hefur þungan undirtón. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 937 orð

Leiklist alla daga í Stokkhólmi

SVERRIR Páll þótti sannfærandi þegar hann fimm ára gamall, klæddur rauðri peysu með hor í nefi, lék í Poletork auglýsingu í sjónvarpinu. "Ferillinn byrjaði eiginlega þá," sagði Sverrir Páll með bros á vör í húsi við Lynghagann, í hvassviðrinu daginn fyrir gamlársdag. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 557 orð

Ofbeldi ríkara í körlum frá suðurhluta Bandaríkjanna

Á HEIMAHAUG er haninn frakkastur að minnsta kosti í Suðurríkjum Bandaíkjanna, samkvæmt tímaritinu Psychology Today. Skoðanakönnun leiddi nefnilega í ljós að 36% hvítra á þeim slóðum teldu í lagi að deyða manneskju í sjálfsvörn. Um 18% íbúa Norðurríkjanna voru sömu skoðunar. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1713 orð

Sérþarfir í námi hjá kurteisri þjóð í austri

DÓRA, sem er dósent við Kennaraháskóla Íslands, fór til Japans í haust þeirra erinda að kynna sér hvað japanska skólakerfið gerir fyrir börn sem víkja að einhverju leyti frá í þroska og hafa sérþarfir í námi, hvort sem það eru börn sem eiga erfitt með að sitja kyrr eða sem búa við mikla fötlun. Meira
9. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 182 orð

Verndað listaverk

BARBIE nýtur verndar hugverkaréttar sem listaverk, en hefur þrátt fyrir allt breyst nokkuð frá því að hún var fyrst sett á markað. Árið 1967 var andliti hennar og förðun breytt auk þess sem hún varð liðugri en áður. Árið 1971 átti hins vegar mesta breytingin á Barbie sér stað. Sú breyting er talin tengjast hugmyndafræðilegum breytingum í lok sjötta áratugarins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.