Greinar miðvikudaginn 14. janúar 1998

Forsíða

14. janúar 1998 | Forsíða | 159 orð

Atvinnulausir Frakkar mótmæla

ÞÚSUNDIR atvinnulausra Frakka efndu til mótmæla í París í gær og kröfðust þess að stjórnin hækkaði atvinnuleysisbætur. Mótmælendurnir gengu að höfuðstöðvum stærstu samtaka franskra atvinnurekenda, CNPF, og nokkur hundruð þeirra réðust inn í byggingu verðbréfafyrirtækis í miðborginni. Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 203 orð

Blair lofar hugrekki Norður-Íra

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði í gær viðbrögð stjórnmálamanna á Norður-Írlandi við nýju friðaráætluninni og sagði, að með þeim sýndu þeir mikið hugrekki. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig fagnað áætluninni en í gær ákváðu fulltrúar norður-írsku stjórnmálaflokkanna að hefja eiginlega samninga með hana að leiðarljósi. Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 107 orð

Konurnar noti titla í karlkyni

FRANSKA akademían hefur gagnrýnt konur í frönsku stjórninni fyrir að brjóta málfræðireglur með því að nota starfstitla sína í kvenkyni þótt þeir eigi að vera í karlkyni. Akademían sendi Jacques Chirac forseta bréf þar sem hun benti á að starfsheitið ráðherra, eða "ministre" ­ eins og frönsku orðin yfir kennara, forseta, lögfræðing, borgarstjóra eða lækni ­ væri í karlkyni, Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 188 orð

Kreppan í Asíu segir til sín í Evrópu

KREPPAN í Suðaustur-Asíu er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á hagvaxtarhorfur í Evrópu, að áliti sérfræðinga, þar sem ljóst er nú þegar að útflutningur til svæðisins frá Evrópu mun minnka og búist er við að það taki Asíuríkin langan tíma að byggja aftur upp viðskiptatraust. Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 63 orð

Reuters Jeltsín á vélsleða RÚSSNESKA s

RÚSSNESKA sjónvarpið ORTsýndi í gær myndir af Borís Jeltsín Rússlandsforseta aka vélsleða á Valdai-vatnasvæðinu vestan við Moskvu þar sem hann hefur dvalið í vetrarleyfi frá 4. janúar. Einnig voru sýndar myndir af forsetanum ræða við Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra. Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 306 orð

Rússar leitast við að miðla málum

RÚSSAR sögðust í gær hafa gert ráðstafanir til að draga úr spennu milli Íraka og Sameinuðu þjóðanna og hvöttu til þess að ný deila um vopnaeftirlitið í Írak yrði leyst með samningaviðræðum. Írakar stöðvuðu starfsemi eins af vopnaeftirlitshópunum í gær á þeirri forsendu að Bandaríkjamaðurinn Scott Ritter, sem fer fyrir hópnum, væri njósnari. Meira
14. janúar 1998 | Forsíða | 50 orð

Taleban- vél hrapar

FLUGVÉL í eigu Taleban-hreyfingarinnar í Afganistan hrapaði í gær í fjallaskarði nálægt landamærunum að Pakistan með að minnsta kosti 51 mann innanborðs. "Það er engin von um að einhver hafi komist lífs af," var haft eftir utanríkisráðherra Taleban-hreyfingarinnar. Hríð var á þessum slóðum þegar vélin hrapaði. Meira

Fréttir

14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

16 múslimar líflátnir í Kína

SEXTÁN manns voru teknir af lífi í héraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Kína 29. desember. Að sögn embættismanna voru þeir líflátnir vegna morða og glæpaverka, en útlæg samtök kínverskra múslima, sem hafa aðsetur í Almaty í Kazakhstan, sögðu mennina ekkert hafa brotið af sér. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

20 í prófkjör í Reykjanesbæ

ÁKVEÐINN hefur verið listi yfir þátttakendur í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ sem fer fram dagana 7. og 8. febrúar nk. Kjörnefnd hefur rétt til að bæta við fulltrúum til þátttöku í prófkjörinu til 16. janúar en í ljósi þess fjölda sem gefur kost á sér telur nefndin ekki ástæðu til að nýta sér þann rétt. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Afturkalla beiðni um rannsókn EKKI fer fram opinbe

EKKI fer fram opinber rannsókn á meintum brotum á lögum um lögheimili og kosningar vegna gruns um málamyndatilflutninga á lögheimili í Skorradal fyrir 1. desember síðastliðinn. Meirihluti hreppsnefndarinnar sem óskað hafði eftir þessari rannsókn hefur boðað afurköllun kærunnar. Meira
14. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Akureyrarlistinn Forval hjá Alþýðuflokki

FRESTUR þeirra sem ætla að gefa kost á sér í þau sæti sem Alþýðuflokkurinn skipar á Akureyrarlistanum í næstu sveitarstjórnarkosningum rennur út á morgun. Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal Alþýðuflokksmanna um skipan sætanna, en flokkurinn mun eiga menn í öðru og fimmta sæti listans. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Akurgæs á vappi í Vestmannaeyjum

UNDANFARNA daga hefur þessi gæs, sem sést hefur við Daltjörnina, vakið athygli vegfarenda í Vestmannaeyjum. Á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar að hér sé að öllum líkindum um unga akurgæs að ræða en þær finnast helst í Síberíu, þótt einnig geti verið um svokallaða deilitegund að ræða. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 793 orð

Athafnir fylgi orðum um efnahagsumbætur

SVIPTINGAR héldu áfram á fjármálamörkuðum Asíu í gær, en reyndust þó heldur minni en undangengna daga. Fulltrúar bandarískra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), sem eru á ferð um höfuðborgir landa í þessum heimshluta sem efnahagskreppa hefur leikið harðast á undanförnum mánuðum, ítrekuðu í gær loforð um stuðning, Meira
14. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Bræla og lítill afli

TÍU rækjutogarar, víðs vegar að af landinu, voru við bryggju á Akureyri í gærmorgun, eftir að hafa komið að landi einn af öðrum síðustu daga vegna brælu á rækjumiðunum fyrir norðan land. Skipin fóru að tínast á miðin aftur um hádegisbil í gær. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 324 orð

Cook skilur ástkonuna eftir heima

ROBIN Cook utanríkisráðherra Breta hætti við að taka "förunaut" sinn, Gaynor Regan, í 10 daga ferð víðsvegar um heim, eins og hann hafði ráðgert. Talið er að Tony Blair forsætisráðherra hafi knúið hann til þessarar ákvörðunar en ferðin hófst í dag og liggur leið ráðherrans m.a. til Washington, Ottawa, Peking og Hong Kong. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð

Ekkert lát á vinsældum sveitadansa

NÝLEGA var auglýst eftir pörum til að taka þátt í lime danskeppni en í þeim dansi dansa pör með sítrusávöxtinn lime milli sín allan tímann. Jóhann Örn Ólafsson danskennari kann skil á þessum dansi og öðrum dönsum sem landinn er að stíga um þessar mundir. "Limedansinn er ekki nýjung í danskennslu í dansskólum. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Ekki ástæða til íhlutunar vegna GSM tilboðs

SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna kæru Íslenska farsímafélagsins hf. á tímabundnu tilboði á GSM þjónustu Landssímans, en Íslenska farsímafélagið hf. taldi Landssímann hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með tilboðinu. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Elín Hirst til Ríkissjónvarpsins

ELÍN Hirst, fréttastjóri á Dagblaðinu-Vísi, verður lausráðin sem fréttamaður á fréttastofu Ríkissjónvarpsins á næstunni og hættir störfum á DV. Ráðning Elínar var kynnt á fundi útvarpsráðs í gær, að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns ráðsins. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Filippus vill framseljanlegan kvóta FILIPPUS Bretapr

FILIPPUS Bretaprins segist vera hlynntur því að tekinn verði upp framseljanlegur kvóti til að koma í veg fyrir ofveiði. Hann sagði að reynslan af slíku kvótakerfi hefði reynst góð á Nýja-Sjálandi. Prinsinn lét þessi orð falla í ræðu á vegum náttúruverndarsamtakanna WWFN, en hann er heiðursforseti þeirra. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fimm með fíkniefni FIMM voru handteknir í fyrrakvöld í húsi í vesturbæ R

FIMM voru handteknir í fyrrakvöld í húsi í vesturbæ Reykjavíkur vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Var þeim sleppt eftir yfirheyrslu í fyrrinótt þar sem málið taldist upplýst. Lögreglan fann milli 30 og 40 marijuana-plöntur og nokkurt magn fíkniefna sem ýmist var tilbúið til neyslu eða í þurrkun. Einnig fundust tæki til fíkniefnaneyslu. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 199 orð

Frekari ásakanir á hendur alsírska hernum

ÖRYGGISSVEITIR alsírska hersins hafa staðið að sumum fjöldamorðanna er framin hafa verið í landinu að undanförnu, að því er breska blaðið Observer hefur eftir tveim alsírskum lögreglumönnum sem leitað hafa hælis í Bretlandi. Frelsisfylking íslams (FIS), sem er bönnuð í Alsír, tók á sunnudag undir tilmæli þess efnis að hafin verði rannsókn á fjöldamorðunum í landinu. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fulltrúaráðsfundur Varðar

VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, heldur fulltrúaráðsfund í Ársal Hótel Sögu miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. Á fundinum verður ákvörðun um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar í vor og Árni Sigfússon, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, flytur ræðu. Meira
14. janúar 1998 | Miðopna | 1132 orð

Fyrirheit ráðherra hugsanlega lögboðið Margir velta þeirri spurningu nú fyrir sér hver sé réttur þeirra sjúklinga sem greiða

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur gefið fyrirheit um að reikningar frá sérfræðilæknum sem ekki eru bundnir samningi við Tryggingastofnun ríkisins skuli geyma reikningana því þeir verði endurgreiddir. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Færri mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness MUN færri mál ko

MUN færri mál komu til kasta Héraðsdóms Reykjaness í fyrra en árið á undan. Þingfest einkamál voru færri en nokkurn tíma á starfstíma dómstólsins og ákærumál, þ.e. mál sem ákæruvald höfðar til refsingar, hafa ekki verið færri frá fyrsta heila starfsári dómstólsins, árið 1993. 1285 einkamál voru þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness árið 1997. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Gengið frá Ánanaustum í Nauthólsvík

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur með höfninni vestur í Ánanaust. Þar verður litið inn í Skolpu, nýju frárennslishreinsistöðina, og að því loknu farið að strönd Skerjafjarðar og með henni inn í Nauthólsvík. Val verður um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Halim Al sektaður um 440 krónur

Halim Al sektaður um 440 krónur RÉTTARHÖLD hófust yfir Ísak Halim Al í sakadómi í Istanbul í Tyrklandi í gær. Var þá tekið til meðferðar í sjötta sinn fjórða málið, sem höfðað er gegn Halim Al vegna brota á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sínar Dagbjörtu og Rúnu. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 541 orð

Heilbrigðisnet fyrir starfsmenn og heilsuvefur fyrir almenning

STEFNUMÓTUN í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins er heiti rits sem út er komið á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Ritið inniheldur tillögur sem nefnd um stefnumótun í upplýsingamálum heilbrigðisþjónustunnar skilaði nýlega til ráðherra, ásamt lýsingu ráðuneytisins á því hvernig staðið verði að framkvæmd tillagnanna. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Heimild verði veitt fyrir útboði á Gullinbrú

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra um að leitað verði eftir heimild Vegagerðarinnar til að bjóða hið fyrsta út breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða að Hallsvegi. Í tillögu borgarstjóra er bent á að framkvæmdin þoli ekki meiri bið en orðin er, þar sem ófremdarástand er á veginum á mesta annatíma. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Heimilislaus í fimbulkulda

ALÞJÓÐASAMTÖK Rauða krossins og Rauða hálfmánans fóru í gær fram á 1,75 milljónir svissneskra franka (um 87 milljónir ísl. kr.) til handa fórnarlömbum jarðskjálftans í norðurhluta Kína á laugardag. Fimmtíu manns létu lífið og þúsundir eru heimilislausar í fimbulkulda. Meira
14. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Heitt vatn lækkað um 13%

JÁKVÆÐUR árangur hefur orðið af samruna Hita- og vatnsveitu Akureyrar, en nú um áramót voru fimm ár liðin frá því veiturnar voru sameinaðar. Á þessu tímabili hefur verð á heitu vatni á hitaveitusvæði hennar lækkað úr 119,5 krónum í 106 krónur tonnið eða um 13%. Á sama tíma hefur byggingavísitala, sem var til skamms tíma viðmiðunarvísitala fyrir heitt vatn, hækkað um 19%. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð

Héldu "litlu jólin" í Orlando í gær

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, voru væntanlegir til Keflavíkur snemma í morgun með Flugleiðavél frá Flórída í Bandaríkjunum. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Ísing sleit raflínur á Austurlandi

VÍÐA varð rafmagnslaust á Fljótsdalshéraði svo og á Borgarfirði eystra og í Mjóafirði í fyrrinótt og megnið af gærdeginum vegna ísingar sem sligaði línur og sleit á nokkrum stöðum. Starfsmenn Rarik á Egilsstöðum, Neskaupstað og Eskifirði unnu að viðgerðum og átti rafmagnið víðast að vera komið á í gærkvöld og í síðasta lagi í nótt. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Ísland með mestan "vistfræðilegan afgang"

ÍSLAND er með mestan "vistfræðilegan afgang" allra ríkja, samkvæmt endurskoðaðri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar Centre for Sustainability Studies. Þetta þýðir að hlutdeild Íslands í gæðum jarðarinnar er meiri en neyzla þjóðarinnar af auðæfum landsins og fiskimiðanna. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 228 orð

Ísraelar fresta brottflutningi frá Hebron

ÍSRAELSSTJÓRN ákvað á fundi sínum í gær að fresta brottflutningi herliðs frá Vesturbakkanum þar til Palestínumenn efndu loforð er þeir hafi gefið fyrir ári síðan og kveðið er á um í bókun sem Bandaríkjamenn höfðu milligöngu um. Aðstoðarmaður Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá þessu í gær. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Jafnt fylgi R-lista og D-lista

FYLGI D-lista og R-lista í Reykjavík er nánast það sama samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, og hefur hvor listi 50% fylgi. Niðurstaða þessi byggist á tveimur könnunum sem gerðar voru 3.­14. desember síðastliðinn og 11.­18 desember og í þessum úrtökum úr hópi kjósenda í Reykjavík tóku tæplega 640 manns afstöðu. Meira
14. janúar 1998 | Landsbyggðin | 108 orð

Jarðyrkjustörf í janúar

Jarðyrkjustörf í janúar Hrunamannahreppi-Morgunblaðið Þótt tíðarfar hafi oft verið gott um þetta leyti árs man enginn eftir því hér um slóðir að unnið hafið verið við að plægja jörð í janúarmánuði. Magnús Páll Brynjólfsson, bóndi í Dalbæ í Miðfellshverfi, var að notfæra sér góðu tíðina sl. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 379 orð

Kanna tekjur til að fækka bótaþegum

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur á morgun fundaherferð til að kynna fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfinu. Stjórnin hefur enn ekki gert nákvæma grein fyrir því í hverju þær muni felast, en Harriet Harman félagsmálaráðherra hefur sagt að koma eigi í veg fyrir að þeir, sem hæstar hafa tekjurnar, Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

Kemur til greina að skilja norðurhlutann eftir

UTANRÍKISRÁÐHERRA Kýpur, Yiannakis Kassoulides, segir að takist ekki að sameina eyna á ný áður en til inngöngu landsins í Evrópusambandið kemur, komi til greina að skilja norðurhlutann, sem hernuminn er af Tyrkjum, eftir utan ESB. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Klima vill flýta sér hægt

VIKTOR Klima, kanzlari Austurríkis, segir að stækkun Evrópusambandsins til austurs geti skaðað hagsmuni núverandi aðildarríkja, verði ekki haldið rétt á málum. Klima segir að ekki megi hraða stækkun sambandsins um of. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna lýsir Klima sig eindregið fylgjandi stækkun ESB. Hann segir hins vegar að ekki megi fara of hratt. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð

Landeyðingaröflin minna á sig í Landsveit

VIND lægði í gær í Rangárvallasýslu og sandfokið sem geisað hefur frá síðastliðnum miðvikudegi stöðvaðist, að minnsta kosti í bili. Hjá heimilisfólkinu á Skarði í Landsveit og öðrum bæjum í grenndinni gefst nú tækifæri til að hreinsa burt sandinn sem stöðugt safnaðist fyrir við glugga og útihurðir. Sandfokið náði hámarki á sunnudagskvöld og mánudag. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

LEIÐRÉTT Summers er aðstoðarfjármálaráðherra

Í frétt um efnahagsástandið í Indónesíu í Morgunblaðinu á sunnudag var Lawrence Summers sagður fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hið rétta er að Summers gegnir embætti aðstoðarfjármálaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Millinafni ofaukið Rangt var farið með nafn Marínó Njálssonar, skrifstofustjóra hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og hann sagður heita Marínó G. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lyfjagjafir líklega frádráttarbærar

SKATTAAFSLÁTTUR fengist væntanlega vegna lyfjagjafa íslenskra lyfjafyrirtækja til bágstaddra þjóða, en samkvæmt lögum er heimilt að gjaldfæra gjafir til viðurkenndrar líknarstarfsemi. Að sögn Friðleifs Jóhannssonar, yfirmanns tekjuskattsskrifstofu hjá ríkisskattstjóra, má þetta þó ekki fara yfir 0,5% af brúttótekjum fyrirtækisins á því ári sem gjöfin er afhent. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Mikil ásókn í lóðir

ÖLLUM lóðum sem hafnarstjórn Kópavogs auglýsti lausar til umsóknar í desember sl. hefur verið úthlutað. Lóðirnar voru fjórar en ein þeirra skiptist í níu bil. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra bárust mun fleiri umsóknir en ráðið varð við en eftir er að úthluta lóðum í Frakthöfninni á norðanverðu nesinu. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Myndakvöld Ferðafélagi Íslands

FYRSTA myndakvöld ársins hjá Ferðafélagi verður í kvöld kl. 20.30 í Ferðafélagshúsinu að Mörkinni 6. "M.a. verður sýnt frá ævintýragöngu sl. sumar þar sem gengið var með Djúpá að Grænalóni og niður í Núpsstaðarskóga, spjall og myndir frá útilegumannaslóðum í Þórisdal, Hrafntinnusker m.a. á gönguskíðum, sumarleyfisferð í Héðinsfjörð og Hvannadali. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Naum forysta Ingibjargar

TÆPLEGA 51% Reykvíkinga vill frekar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur en Árna Sigfússon sem næsta borgarstjóra. Tæplega 48% vilja frekar Árna Sigfússon, en tæplega 2% vilja hvorugt þeirra sem borgarstjóra. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup og er niðurstaða símaviðtalskönnunar sem Gallup framkvæmdi 11.­18. desember síðastliðinn. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Reikningar verða greiddir þegar samningar takast

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra segir að heilbrigðisyfirvöld og Tryggingastofnun muni koma á móts við þá sjúklinga sem leitað hafa til sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við TR. Hún beinir því til sjúklinga að geyma reikningana. Ekki verði hins vegar hægt að greiða þá fyrr en búið verði að ljúka gerð samninga við sérfræðinga. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 424 orð

Rúmlega 400 manns sagðir myrtir í Alsír

ALSÍRSK dagblöð greindu frá því í gær að rúmlega 400 manns hafi fallið fyrir hendi vígamanna í fjöldamorðum í bænum Sidi Hamed, um 30 km suður af Algeirsborg, á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Stjórnvöld höfðu greint frá því á mánudag að 103 hefðu verið myrtir, og í gær "harðneitaði" alsírska innanríkisráðuneytið því að yfir 400 hafi fallið. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Samkeppnisráð bannar skilmála greiðslukortafyrirtækja

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað skilmála greiðslukortafyrirtækja í samningum við verzlanir og þjónustufyrirtæki, sem kveða á um að seljanda vöru sé skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og þeim, sem greiða með reiðufé, og að seljanda sé óheimilt að hækka verð á vöru eða þjónustu sé korti framvísað við kaupin. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sandmökkur í sex daga á Rangárvöllum

SAND- og moldarmökkurinn, sem legið hefur yfir meginhluta Rangárvallasýslu frá miðvikudegi, virðist nú horfinn og sex daga bylurinn vera á enda. Sandfokið náði hámarki á sunnudagskvöld og mánudag og var skyggni þá svo slæmt að erfitt var að rata sums staðar í sýslunni. Kristinn Guðnason, bóndi á Skarði, kannaði ummerki á rofabörðunum á Skarðsmelum í gær. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sinnir innanlandsflugi í Bretlandi

ÍSLANDSFLUG hefur hafið áætlunarflug milli Humberside á Englandi og Aberdeen í Skotlandi. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag tekur að sér innanlandsflug erlendis. Farþegaflug þetta hófst 1. desember síðastliðinn og hefur farið vel af stað, að sögn Gunnars Þorvaldssonar, stjórnarformanns Íslandsflugs. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Sjúklingar fái endurgreiddan kostnað

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður segir að sú staða sem uppi er vegna deilu sérfræðilækna og Tryggingastofnunar feli ekki eingöngu í sér brot á lögum um réttindi sjúklinga heldur sé það einnig brot á 76. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 595 orð

Skilmálar takmarka viðskiptafrelsi og hindra samkeppni

Samkeppnisráð bannar skilmála greiðslukortafyrirtækja í samningum við verslanir og þjónustufyrirtæki Skilmálar takmarka viðskiptafrelsi og hindra samkeppni Samkeppnisráð hefur bannað tiltekna skilmála sem greiðslukortafyrirtækin Greiðslumiðlun hf. (VISA) og Kreditkort hf. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Skilorðsbundið varðhald fyrir líkamsárás og dráp á hundi

KARLMAÐUR í Neðstaleiti í Reykjavík var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 30 daga skilorðsbundið varðhald fyrir líkamsárás á nágrannakonu sína og fyrir að hafa drepið tík sem var í hennar umsjá í maí á seinasta ári. Meira
14. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Skoðanakönnun Framsóknarmanna Jakob í fyrsta sæ

UM 65% þátttaka varð í skoðanakönnun sem efnt var til meðal flokksbundinna félaga í Framsóknarflokknum á Akureyri vegna uppröðunar á framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Úrslit liggja fyrir en verða að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar formanns uppstillingarnefndar ekki gefin upp að öðru leyti en því að Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri mun leiða listann. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Spítalar greiði laun á námskeiðstíma

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi ríkissjóð í gær til þess að greiða u.þ.b. 20 ófaglærðum starfsmönnum vakt- og flutningadeildar Ríkisspítalanna laun fyrir þann tíma sem þeir sátu námskeið utan síns vinnutíma haustið 1995. Um var að ræða prófmál þar sem fjallað var um rétt trúnaðarmanns starfsmannanna til greiðslu og féll dómur honum í vil. Meira
14. janúar 1998 | Miðopna | 2246 orð

Svöruðu ekki fyrirspurnum í fjórtán mánuði

ÐUmboðsmaður Alþingis gagnrýnir stjórnsýslu fjármálaráðuneytisins harðlega Svöruðu ekki fyrirspurnum í fjórtán mánuði Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð

Tekjur af ferðaþjónustu nú tífalt meiri en voru af hvalveiðum

SKOÐANAKÖNNUN, sem Ferðamálaráð lét gera í fyrrasumar, bendir til þess að það gæti haft áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands yrðu hvalveiðar hafnar að nýju og sé að marka niðurstöður hennar gæti missir gjaldeyristekna af ferðamönnum orðið sýnu meiri en þær tekjur, sem voru af hvalveiðum á sínum tíma. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Útimarkaður í vorveðri

Í Vestmannaeyjum halda menn því fram að vorveður hafi ríkt frá því í apríl í fyrra og gengur tíðin í Eyjum gjarnan undir nafninu "Vorið langa". Þessar ungu stúlkur sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins kunna svo sannarlega að njóta góðviðrisins og réðust í það nú um miðjan janúar að halda útimarkað, rétt eins og um hásumar væri. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vaxandi fylgi sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna

SAMEIGINLEGT framboð jafnaðarmanna fengi 10,5% fylgi ef kosið væri nú en í síðasta mánuði hafði það tæplega 3% fylgi. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, en ekki var spurt sérstaklega um sameiginlegt framboð jafnaðarmanna í könnun Gallup. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 568 orð

Vekur vonir um raunverulegan frið

ÁÆTLUNINNI um frið og framtíðarskipan mála á Norður-Írlandi var í gær fagnað sem tímamótaviðburði og stærsta áfanganum til þessa frá því viðræður stjórnmálaflokka í landinu hófust fyrir hálfu öðru ári. Mótmælendur í Sambandsflokki Ulsters og kaþólikkar í Jafnaðar- og verkamannaflokknum hafa tekið henni vel en forystumenn Sinn Fein, sem hefur alltaf barist fyrir sameiningu við Írland, Meira
14. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Vélar og menn moka snjó SNJÓ hefur kyngt niðu

SNJÓ hefur kyngt niður í Eyjafirði síðustu daga en í kjölfarið þurfa vaskir menn að taka til hendinni og moka svo leiðir verði greiðar. Ýmist er notast við vélknúin snjómoksturstæki eða handaflið, allt eftir því hversu mikið magnið er sem þarf að hreinsa. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 602 orð

Vélstjórar vilja endurskoða hlutaskiptakerfið á skipunum

VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ ákvað í gær að fresta verkfalli, sem boðað hafði verið 16. janúar, til 2. febrúar. Helgi Laxdal, formaður félagsins, sagði ekki líklegt að viðræður vélstjóra og útgerðarmanna skiluðu árangri nú þegar hin sjómannasamtökin hafa boðað verkfall. Meira
14. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 122 orð

Vildi hindra "miklahvell"

FJÖLMENNT lögreglulið var kallað að verðbréfamarkaðnum í Tókýó síðdegis í gær þar sem byssumaður hélt embættismanni í gíslingu í sex klukkustundir. Að endingu gafst ræninginn upp, eftir að lögregla hafði útvegað honum te og sígarettur. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Virtu álit umboðsmanns Alþingis að vettugi

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ virti álit umboðsmanns Alþingis að vettugi í máli er varðaði erindi lífeyrissjóðs um staðfestingu á breyttri reglugerð sjóðsins. Það synjaði um staðfestingu reglugerðarinnar þrátt fyrir fyrirliggjandi álit umboðsmanns um að synjun væri ólögmæt og lét hjá líða að svara erindi umboðsmanns þess vegna í rúma 14 mánuði, Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 468 orð

Yfirlýsing vélstjóra vegna frestunar verkfalls

VÉLSTJÓRAR hafa tekið þá ákvörðun með samþykki LÍÚ að fresta boðuðu verkfalli vélstjóra á fiskiskipum með aðalvél 1.501 kw og yfir sem hefjast átti 16. janúar nk. til miðnættis 2. febrúar. Samninganefnd vélstjóra sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Þetta er í annað sinn sem vélstjórar fresta boðuðu verkfalli sínu. Meira
14. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Þrír komnir í annað pláss hjá Samskipum

ÞRÍR skipverjanna sex, sem reknir voru af Helgafellinu þegar þeir neituðu að standa vaktir í Reykjavíkurhöfn yfir jólin, eru nú komnir í annað skipsrúm á vegum Samskipa, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Skipið kom til hafnar í gær úr ferðinni sem það fór í með nýja áhöfn á gamlársdag. Meira

Ritstjórnargreinar

14. janúar 1998 | Staksteinar | 362 orð

»Eignarhald á kvóta "VERÐI þetta samþykkt," sagði Pétur Blöndal í umræðu um

"VERÐI þetta samþykkt," sagði Pétur Blöndal í umræðu um frumvarp til laga um tekju- og eignaskatt, "er Alþingi að segja að búist er við því í framtíðinni að sett verði lög á Alþingi er skerði eignarhaldið á kvótanum." Heimildir að gjöf Meira
14. janúar 1998 | Leiðarar | 639 orð

HEIÐUR OG TRAUST

leiðari HEIÐUR OG TRAUST RÚ VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var sýndur mikill heiður í fyrradag, þegar Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Menningar- og vísindamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fól henni að taka við formennsku Alþjóðaráðs um siðferði í vísindum og tækni. Meira

Menning

14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 235 orð

Að elskast rétt Unaður (Bliss)

Framleiðandi: Allyn Stewart. Leikstjóri: Lance Young. Handritshöfundar: Lance Young. Kvikmyndataka: Mike Molloy. Tónlist: Jan A. P. Kaczmarek. Aðalhlutverk: Craig Sheffer, Sheryl Lee, Terence Stamp, Casey Siemaszko, Spalding Gray. 103 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 29. desember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 498 orð

Áhorfandinn býr til eigið bíó

BRESKI listamaðurinn Chris Hales sýnir sjö margmiðlunarkvikmyndir í Svarta sal Nýlistasafnsins. Í gegnum sérstakan tölvutengdan útbúnað sem listamaðurinn hefur hannað getur áhorfandinn haft virk áhrif á framvindu kvikmyndanna. Verk Chris hafa vakið athygli víða um heim á síðustu misserum og tvær kvikmyndanna hafa verið gefnar út á geislaplötum fyrir heimilistölvur. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 204 orð

Breiður áhorfendahópur "Titanic"

FJÓRÐU vikuna í röð er það kvikmyndin "Titanic" sem vermir efsta sæti listans og tók inn nærri þrefaldar tekjur þeirrar myndar sem lenti í öðru öðru sæti. Yfirburðir myndarinnar eru ótvíræðir og fellur hvert metið á fætur öðru þegar kvikmyndasagan er skoðuð. "Titanic" varð til dæmis fyrsta myndin til að þéna meira en 20 milljónir dollara fjórar vikur í röð. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 439 orð

Derrick hættir

EINHVER vinsælasta persóna þýskrar sjónvarpssögu er vafalítið lögregluforinginn Derrick, sem ásamt aðstoðarmanni sínum Harry Klein hefur leyst ótrúlegustu glæpamál. Fyrsti þátturinn sem ríkisstöðin ZDF framleiddi var sýndur árið 1974 og alls hafa þættirnir orðið 281 og þeir verið sýndir í 102 löndum. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 369 orð

Goðgá og groddaskapur

BANDARÍSKAR teiknimyndir verða æ öfgakenndari og kímnin í þeim langsóttari. Einn vinsælasti þáttur Bandaríkjanna nú um stundir hefur og vakið mikið umtal og deilur. Sá heitir South Park og á sér rætur í einskonar jólakorti. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 1499 orð

Grenjandi baksviðs

NEMENDUR Leiklistarskóla Íslands æfa nú stíft fyrir upptökur á leikinni mynd sem verður sýnd í Sjónvarpinu í kringum páskana. Útskriftarnemarnir átta, þau Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sjöfn Everts, Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 760 orð

Gúlliver á töfraeyjunni Íslandi

KORTAHERBERGI Gúllivers, nefnist innsetning listamannanna Alenu Hudcovicovu og Matjazar Stuks í Gryfju Nýlistasafnsins. Alena kemur frá fyrrverandi Tékkóslóvakíu og Matjaz kemur frá fyrrverandi Júgóslavíu. Þau búa í Hollandi og þaðan hafa þau fylgst með þeim miklu sviptingum sem orðið hafa í heimalöndum þeirra á síðustu árum. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 183 orð

Hald lagt á Schiele

AUSTURRÍKISMENN eru bandarískum stjórnvöldum ævareiðir, en í síðustu viku lögðu þau hald á tvær myndir eftir austurríska expressjónistann Egon Schiele sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar. Myndirnar höfðu verið á sýningu í Nútímalistasafninu í New York en voru gerðar upptækar í nafni fórnarlamba helfarar nasista í heimsstyrjöldinni síðari, sem fullyrt er að hafi átt myndirnar. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 317 orð

Haust- og vetrartíska karla í Mílanó

DONATELLA Versace fékk frábærar viðtökur þegar hún sýndi nýjustu haust- og vetrartísku karla á tískusýningarviku sem hófst í Mílanó síðasta sunnudag. Þetta er fyrsta sýning Donatellu í nafni bróður síns, Gianni Versace, síðan hann féll frá í júlí síðastliðnum. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Hjörleifur Sigurðsson sýnir í Ósló

LISTAMAÐURINN Hjörleifur Sigurðsson sýnir níu stórar vatnslitamyndir málaðar á japanskan ríspappír í Galleríi Íslandi í Ósló. Hann bjó í Noregi um árabil og er því Norðmönnum kunnur. Sýningin stendur til 25. janúar. Gallerí Ísland var opnað 12. desember sl. og er fyrirhugað að halda sex sýningar á ári til að byrja með. Meira
14. janúar 1998 | Myndlist | 817 orð

Metnaðarfullt listhús

Desember­janúar. Opið um helgar frá 14-18 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er merkileg reynsla að yfirgefa höfðuðborgarsvæðið og halda á vit menningarinnar á landsbyggðinni. Tilfinningin er ekki ólík því að horfið væri til annarra landa með framandi andrúmslofti og ókunnri jörð. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 168 orð

Námskeið á sviði sjónlista

FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Íslands hefur sent frá sér kynningarbækling um þau námskeið og fyrirlestra sem deildin stendur fyrir á vorönn 1998. Helstu verkefni fræðsludeildar eru að tryggja almenningi betri aðgang að þeirri sérþekkingu sem skólinn hefur yfir að ráða og að efla sí- og endurmenntun starfsstétta á sviði sjónlista. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 167 orð

Netútgáfa Í TILEFNI ársafmælis Netútgáfu

Í TILEFNI ársafmælis Netútgáfunnar 12. janúar sl. eru gefnar út nokkar bækur. Má þar fyrsta nefna: Nostradamus og spádómarnir um Ísland eftir Guðmund Sigurfrey Jónasson og er þetta í fyrsta skipti sem nýleg bók með virkan höfundarrétt er gefin út á íslensku á Netinu, segir í fréttatilkynningu frá Netúgáfunni. Bók þessi kom út á prenti fyrir jólin 1996. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 226 orð

Óræðir leyndardómar

MEÐ hækkandi sól, er yfirskrift sýningar Árna Rúnars Sverrissonar í Galleríi Horninu, Hverfisgötu. Á sýningunni eru nýleg olíumálverk, óhlutbundin "frjáls tjáning" eins og listamaðurinn kemst sjálfur að orði um verk sín. Sýningunni lýkur 21. janúar. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 114 orð

Skagfirsk sveifla

HINIR landskunnu skagfirsku Álftagerðisbræður héldu söngskemmtun á Hótel Íslandi á laugardagskvöldið. Mikil aðsókn var að skemmtun bræðranna eins og venja er en með þeim í för var annar Skagfirðingur, Geirmundur Valtýsson, sem kláraði kvöldið með skagfirskri sveiflu eins og hún gerist best. Meira
14. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 265 orð

Stelpurokk í Hlaðvarpanum

TÍMARITIÐ Vera varð fimmtán ára fyrir skemmstu og gaf af því tilefni m.a. út geisladisk sem kallast stelpurokk. Á disknum eru lög með kvennasveitum eða kvensöngkonum frá ýmsum tímum og úr ýmsum áttum. Á laugardagskvöld var síðan disknum fagnað með tónleikum í Hlaðvarpanum þar sem fram komu meðal annars fimm kvennasveitir. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Tónleikar í kirkjum Borgarness og Hveragerðis

SÓPRANSÖNGKONAN Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Borgarneskirkju í kvöld og í Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 15. janúar. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Meira
14. janúar 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Tríó Reykjavíkur í Fella­ og Hólakirkju

TRÍÓ Reykjavíkur efnir til tónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 18. janúar kl. 17. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Gestur tríósins verður sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Händel, Mozart, Dvorák, Puccini, Rossini og Vaughan Williams. Meira

Umræðan

14. janúar 1998 | Aðsent efni | 605 orð

Berum virðingu fyrir verkum okkar

GÆÐASTÝRING er á engan hátt ný af nálinni, heldur er einfaldlega verið að tala um skipulögð vinnubrögð. Oftast er þetta spurning um að: "Segja hvað maður gerir" og ekki síst "Að gera það sem maður segir". Meira
14. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 255 orð

Háir tollar á bókagjafir

OPIÐ bréf til forsætis- og fjármálaráðherra. Nýlega barst mér frá Noregi síðbúin fermingargjöf frá frænda mínum sem ekki átti heimangengt á fermingardaginn minn. Eins og mál atvikuðust gat hann ekki verið hjá okkur um jólin. Því var ekki um annað að ræða en að senda pakkann í pósti. Í pakkanum var mér til mikillar ánægju stór og mikill Atlas, sem mig hafði lengi langað í. Meira
14. janúar 1998 | Aðsent efni | 692 orð

Mengunarlaus orka Ekki væri úr vegi, segir Vigfús Erlendsson í síðari grein sinni, að íslenzku olíufélögin huguðu að

VERÐ á efnarafölum þarf að lækka niður í 60 dollara/kW (4320 kr.) samkvæmt nýlegri skýrslu frá samtökum bandarískra bílaframleiðenda, ef þeir eiga að ná einhverri útbreiðslu í samkeppni við hefðbundna sprengihreyfla í fólks- og farþegaflutningabílum. Chrysler og General Motors eru þeirrar skoðunar að þetta muni verða raunin fyrir árið 2005. Meira
14. janúar 1998 | Aðsent efni | 843 orð

(Ó)stjórn heilbrigðismála ­ Hvað veldur?

ÞAÐ er ófögur framtíðarsýn sem blasir við starfsmönnum stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík við upphaf ársins. Uppsafnaðar skuldir Ríkisspítalanna nema tæpum 400 milljónum og svipað vantar til viðbótar fyrir rekstri ársins 1998, ef taka má mark á lokaafgreiðslu fjárlaga frá hinu háa Alþingi. Meira
14. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Pólitík á villigötum

TILHUGALÍF A-flokkanna og Kvennalista er orðið að veruleika. Ef kosningabandalag þessara flokka verður að veruleika mun landsmálapólitíkin einungis hafa þessi þrjú spil á hendi. Þar með sýnist mér að búið sé að tryggja Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastól í næstu ríkisstjórn. Framsóknarflokknum yrði þar með komið í örugga oddaaðstöðu við ríkisstjórnarmyndun. Meira
14. janúar 1998 | Aðsent efni | 582 orð

Reykingar á sjúkrahúsum

REYKINGAR eru eins og margir vita höfuðóvinur heilbrigðis í vestrænum löndum og valda dauða annars hvers reykingamanns, oft um aldur fram. Fjölmargir búa einnig við örkuml og þjáningar um árabil af völdum þessa ávana sem sligar heilbrigðiskerfi okkar fjárhagslega auk þess að valda ómældu vinnuálagi á sjúkrastofnunum. Meira
14. janúar 1998 | Aðsent efni | 647 orð

Skattar á heimili og fyrirtæki hafa lækkað

ÞEGAR samdráttur var hvað mestur í íslensku efnahagslífi í upphafi þessa áratugar var hægt að grípa til tvenns konar aðgerða til að minnka stórfelldan halla ríkissjóðs: Annars vegar að draga úr útgjöldum og hins vegar að hækka skatta. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar valdi fyrri leiðina. Meira
14. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 112 orð

Þrekþjálfun aldraðra Sveini Indriðasyni: Á SÍÐASTLIÐNU ári var eitt tölublað Lesbókar New York Times næstum eingöngu helgað

Á SÍÐASTLIÐNU ári var eitt tölublað Lesbókar New York Times næstum eingöngu helgað öldruðum Bandaríkjamönnum og kjörum þeirra. Í einni þessara greina var sagt frá tilraun til þolþjálfunar eitthundrað veikburða vistmanna á hjúkrunarheimili í Boston. Meðalaldur var 87 ár og elsti 98 ára. Eftir tíu vikna þjálfun fóta hafði styrkur lær- og mjaðmavöðva tvöfaldast hjá flestum. Meira

Minningargreinar

14. janúar 1998 | Minningargreinar | 489 orð

Erling Valdimarsson

Mágur okkar systra, Erling Valdimarsson, kvaddi þetta líf á síðasta degi jóla, hinn 6. janúar þessa nýja árs. Löngu og hörðu stríði, hetjulegri baráttu sem háð var af viljasterkum manni var lokið. Við söknum hans. Erling hefur tilheyrt okkur frá þeim degi sem Erla systir kynnti þennan unga fallega mann fyrir fjölskyldunni. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 202 orð

ERLING VALDIMARSSON

ERLING VALDIMARSSON Erling Valdimarsson var fæddur í Reykjavík 15. mars 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Sv. Stefánsson, f. 2. okt. 1896 að Kotleysu í Stokkseyrarhreppi, d. 11. ágúst 1994 í Reykjavík, og Ásta Eiríksdóttir, f. 2. júní 1898 að Háeyri á Eyrarbakka, d. 17. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir

Elsku amma mín. Orð verða máttvana þegar harmur nístir hjarta. Það er ótrúlegt að þú skulir vera horfin úr þessu jarðlífi. Þú sem ávallt varst ein af föstum stoðum í tilverunni. Það er erfið tilhugsun að eiga hvorki eftir að sjá þig né heyra í þér framar,né heldur verða kaffi- og vatnsblandssoparnir fleiri með þér. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir

Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir Kveðja frá KFUK í Hafnarfirði Upp, upp mín sál, og ferðumst fús, friðarins borg að ná, þar ununarsamleg eru hús, æskileg Guði hjá, þar sáluhjálp án enda er, án dauða líf eilíft, án hryggðar gleðin aldrei þver, angri þar verður svipt. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐNÝ INGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR

GUÐNÝ INGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR Ingibjörg Jósepsdóttir fæddist á Atlastöðum í Fljótavík hinn 4. september 1914. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 6. desember. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Hallur Gunnlaugsson

Félagar í Sundfélagi Akraness kveðja í dag hinstu kveðju Hall Gunnlaugsson, kæran félaga sem um hálfrar aldar skeið helgaði félaginu sínu stóran hluta af tómstundum sínum. Sundfélag Akraness hefur átt því láni að fagna að eignast marga ötula og óeigingjarna forystumenn í gegnum árin og er nafn Halls samofið þeirri sögu. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 386 orð

Hallur Gunnlaugsson

Hallur Gunnlaugsson íþróttakennari á Akranesi er látinn. Með honum er genginn sá starfsmaður sem lengstan starfsferil á í kennslu við skólana á Akranesi. Hallur kom ungur maður, rösklega tvítugur, Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 692 orð

Hallur Scheving Gunnlaugsson

Elsku pabbi. Mikið er sárt að hafa þig ekki fyrir augum lengur, sjá þig ekki rölta fram hjá stofunni þrjá morgna í viku, lyfta hendi og nikka, láta vita að þú hefðir tekið eftir mér, nýbúinn að heilsa Heimi bróður einu húsi ofar. Ekki komstu inn til okkar því að þú truflaðir ekki vinnandi fólk. Þín einkenni voru samviskusemi, hógværð og lítillæti og síðast en ekki síst, stundvísi. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 378 orð

HALLUR SCHEVING GUNNLAUGSSON

HALLUR SCHEVING GUNNLAUGSSON Hallur S. Gunnlaugsson var fæddur í Reykjavík hinn 7. maí 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjóna Kristín Danelína Sigurðardóttir frá Steinhólum í Grunnavíkurhreppi, f. 4. maí 1904, d. 4. október 1984, og Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Hallur S. Gunnlaugsson

Það var haustið 1949 sem tíu ungmenni hittust austur á Laugarvatni. Markmið þessa hóps var að stunda nám við Íþróttakennaraskóla Íslands. Öll vorum við bjartsýn á framtíðina og hlökkuðum til að takast á við það sem framundan var. Eitt þessara ungmenna var Hallur S. Gunnlaugsson sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Skólinn var níu mánaða heimavistarskóli og aðeins gefið leyfi um jól og páska. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 730 orð

Hallur S. Gunnlaugsson

Það kom mjög flatt upp á okkur hjónin þegar systir mín hringdi í mig á laugardagskvöldið 3. janúar síðastliðinn og sagði mér að hann Hallur væri dáinn. Ég hafði hitt hann á förnum vegi stuttu fyrir jól, hressan að vanda. Þó Hallur hafi kennt nokkurs lasleika þá bjuggust fæstir við að hinsta kallið kæmi svona fljótt. Það eru víst orð að sönnu að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Hallur S. Gunnlaugsson

Bjartir haustdagar fyrir nærri fjórum áratugum standa mér lifandi fyrir hugskotssjónum. Við hjónin og börn okkar nýflutt á Akranes. Fyrir dyrum stendur að hefja skólastarf. Kynni takast við væntanlegt samstarfsfólk. Þó að haust sé er eins og vor í lofti. Eftirvæntingin sem fylgir því að takast á við nýtt starf í ókunnum stað ljær dögunum ljóma. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 679 orð

Hannes Þórðarson

Heimspeki einnar aldar er brjóstvit þeirrar næstu. (H.W.B.) Hannes afi minn lifði næstum því í heila öld. Öld mikilla umbrota og gífurlegra breytinga. Hann var eitt af íslensku aldamótabörnunum sem lögðu grunninn að íslenskri þjóðfélagsgerð í dag. Það var aldamótakynslóðin, sem einkenndist af mikilli vinnusemi og sparsemi, sem lagði grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 433 orð

HANNES ÞÓRÐARSON

HANNES ÞÓRÐARSON Hannes Þórðarson fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 4. febrúar 1902. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður, bóndi og smiður, f. 27. mars 1862, d. 5. maí 1908, Sigurðsson, bónda á Þiljuvöllum og Kelduskógum á Berufjarðarströnd, Ásmundssonar, og kona hans Guðný Helga, f. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Hildur Magnúsdóttir

Hún er sofnuð síðasta svefninum og þrautir á bak og burt. Við ástvinir hennar höfum kvatt hana en minning stendur eftir, sterk en um leið ljúf. Það voru síðustu 25 árin sem við styrktum systra- og vináttuböndin og var það okkur báðum kært. Ég ætla að varðveita minninguna í hjarta mér. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 531 orð

Hildur Magnúsdóttir

Amma mín Hildur Magnúsdóttir er látin 97 ára að aldri. Með henni er horfin á vit eilífðarinnar síðasta tenging fjölskyldu minnar við fornan tíma og hætti. Í mínum augum tengdist amma Hildur hluta af þeirri fortíð sem okkur nútímabörnum er að mestu leyti hulin. Er hún sagði frá ævi sinni og uppvexti þá hljómaði það eins og þáttur úr þjóðsögu eða þjóðháttafræði, ­ en samt stóð það okkur svo nærri. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 637 orð

Hildur Magnúsdóttir

Minningar mínar um mömmu mína eru margar og ná yfir nokkuð langan tíma, yfir sextíu ár. Jón Ingvar Pétursson föðurbróðir minn og fósturmóðir mín sem ég hef alla tíð kallað mömmu, tóku mig í fóstur viku gamlan til að létta undir með raunverulegri móður minni Petrínu Sigrúnu Skarphéðinsdóttur og föður mínum Magnúsi Pétursyni. Þær tvær voru alla tíð mjög góðar vinkonur og giftar bræðrum að auki. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 311 orð

HILDUR MAGNÚSDÓTTIR

HILDUR MAGNÚSDÓTTIR Hildur (Guðmunda) Magnúsdóttir fæddist í Fornubúð, Súðavíkurhreppi í Norður Ísafjarðarsýslu 24. mars aldamótaárið 1900. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. nóvember 1997. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Guðmundsson, f. 16. september 1869 í Kaldbak á Ströndum, d. 3. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Mig langar að kveðja Dísu mína með nokkrum orðum . Þegar ég kynntist Dísu tengdamömmu á Patreksfirði fyrir um það bil 20 árum bjó hún í Hliðskjálf þá orðin ein ásamt dóttur sinni, sem ég átti því láni að fagna að kynnast og seinna meir giftast. Á þessum árum vann Dísa í frystihúsinu og í hjáverkum á haustin við að svíða sviðahausa og fætur. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 124 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Mér andlátsfregn að eyrum barst og út í stari bláinn og hugsa um það sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin. Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn í sæld, í sorg og þrautum. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR Hjördís Þórarinsdóttir var fædd á Rauðsstöðum í Arnarfirði 30. maí 1918. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram 3. janúar. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir

Katrín frænka okkar var mjög sérstök kona. Hún var með ótrúlegt minni þrátt fyrir að hún væri orðin 95 ára gömul. Þegar við í fjölskyldunni fórum að heimsækja hana gat maður talað við hana tímunum saman án þess að leiðast vegna þess að hún vissi um allt sem var að gerast í kringum hana. Katrín elskaði brids og leið verst þegar hún hætti að vera nógu hress til þess að spila. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

KATRÍN SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR

KATRÍN SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist í Litla-Dal í Svínadal, A-Húnavatnssýslu, 30. júlí 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn og var hún jarðsungin frá Dómkirkjunni 13. janúar. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Óskar Logason

Elsku Skari. Þú varst án efa einn besti vinur minn og sá traustasti. Þú ert eini vinur minn sem ég fékk aldrei leið á og ég fæ víst aldrei tækifæri á því. Ég man þegar við fórum saman á alls kyns tónleika og þú dansaðir með mig á háhest þangað til þú varst örmagna af þreytu svo ég gæti séð hljómsveitina, því ég var svo lítill. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Óskar Logason

Elsku Óskar, þú varst minn besti vinur og það er erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú sem áttir enga óvini heldur vingaðist við alla sem þú hittir. Alltaf þegar maður var dapur eða þegar eitthvað var að þá gast þú komið manni aftur í gott skap. Það var einn af þínum eiginleikum, þú gast alltaf komið öllum í kringum þig í gott skap, vegna þess að þú geislaðir svo útfrá þér. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Óskar Logason

Elsku Óskar, eða Óskar litli eins og þú varst svo oft kallaður í okkar vinahóp. Það er sárt að sjá eftir svo góðum vini sem þú varst. Svo einlægur og mikill herramaður í þér. Það var alltaf svo hlýlegt að koma í heimsókn þar sem þú tókst á móti manni með kossi og faðmlagi. Þú hafðir allt til að bera, alltaf brosandi og ótrúlega skemmtilegur. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÓSKAR LOGASON

ÓSKAR LOGASON Óskar Logason fæddist í Reykjavík 30. maí 1980. Hann lést mánudaginn 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá ríkissal Votta Jehóva við Sogaveg í Reykjavík 12. janúar. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Óskar Valdemarsson

Við, íbúar í stigagangi á Kleppsvegi 24, kveðjum í dag Óskar Valdemarsson sem búið hefur meðal okkar í árafjöld. Hér hafa allir íbúar jafnan búið sem ein fjölskylda. Þegar húsið var byggt var Óskar einn af þeim sem keyptu íbúð sína í smíðum og fullvann hana sjálfur. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Óskar Valdemarsson

Andlát Óskars Valdemarssonar þurfti ekki að koma okkur á óvart. Hann hafði lengi átt við alvarlega sjúkdóma að stríða og dvaldi síðustu daga ævi sinnar á Vífilsstöðum. En þrátt fyrir það kemur fregn um andlát manni alltaf í opna skjöldu og í tilfelli Óskars mátti allt eins búast við að hann sigraðist enn og aftur á veikindunum, það hafði hann gert svo oft áður. Við munum sakna Óskars. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Óskar Valdemarsson

Þung verða þau sporin með kistunni hans Óskars til grafar í dag. Þung voru þau líka og kvíðafull sporin mín upp á fyrstu hæðina á Kleppsvegi tuttugu og fjögur fyrir tæpum sex árum þegar ég kom þangað í fyrsta skipti á fund tilvonandi tengdaföður míns sem ég hafði ekki hitt fyrr, en skildist á kunnugum að væri vænn maður. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 293 orð

ÓSKAR VALDEMARSSON

ÓSKAR VALDEMARSSON Óskar Valdemarsson fæddist á Göngustöðum í Svarfaðardal 6. október 1917. Hann lést á Landspítalanum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Óskars voru Valdemar Zophonías Júlíusson, f. 20. 10. 1884, d. 20.2. 1956, bóndi á Göngustöðum, og kona hans Steinunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 15.5. 1892, d. 29.9. 1972, húsfreyja. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 555 orð

Sigríður Stefánsdóttir

Með þökk í huga vil ég minnast ömmu minnar, Sigríðar Stefánsdóttur, hjartahlýju hennar og kærleika. Amma var fædd í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru María Sveinsdóttir og Stefán Grímsson. Á yngri árum flutti hún til Keflavíkur og bjó þar alla tíð. Árið 1938 giftist hún afa mínum, Steinþóri Sighvatssyni, og eignuðust þau tvær dætur. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 358 orð

SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Sigríður Stefánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Grímsson, f. 25. febrúar 1880, d. 25. febrúar 1918, og María Sveinsdóttir, f. 6. desember 1885, d. 5. apríl 1958. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Tómas Þorvarðsson

Fyrstu kynni okkar Tómasar urðu er við gengum í Verslunarskóla Íslands á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar, og eru það því nær sextíu ár, sem við höfum átt meiri og minni samvinnu í gegnum ævina. Er ég hóf störf við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Ara Ó. Thorlacius og Björns Steffensens í byrjun árs 1944 voru auk þeirra starfandi þar Sveinbjörn Þorbjörnsson og Tómas Þorvarðsson. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Tómas Þorvarðsson

Kveðja frá samstarfsfólki Með þessum fáu orðum viljum við samstarfsfólk Tómasar á endurskoðunarskrifstofunni í Ármúla 10 kveðja vin okkar og samstarfsmann undanfarin 25 ár. Tómas var mjög sérstakur maður, hógvær, einlægur og velviljaður öllum, sem til hans sóttu, og vinur vina sinna. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Tómas Þorvarðsson

Kynni okkar af Tómasi Þorvarðssyni hófust fyrir réttum þremur árum þegar við knúðum dyra hjá honum á Lynghaganum og föluðumst eftir íbúð til leigu. Þótt hann segði fátt, brást hann strax vinsamlega við bón okkar um að líta á húsakynnin. Er skemmst frá því að segja að fáum vikum síðar var allt hafurtask okkar þremenninganna komið inn í fallegu kjallaraíbúðina hans Tómasar. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Tómas Þorvarðsson

Elskulegur frændi er látinn, allt of fljótt finnst okkur sem minnumst hans með söknuði. Tommi, eins og við kölluðum hann alltaf, var samofinn okkar lífi. Hann var frá Bakka á Kjalarnesi og sá staður var honum afar kær. Hann var mikill áhugamaður um búskap og þá sérstaklega um allan heyskap. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

TÓMAS ÞORVARÐSSON

TÓMAS ÞORVARÐSSON Tómas Þorvarðsson, löggiltur endurskoðandi, fæddist á Bakka á Kjalarnesi 17. október 1918. Hann lést á Landspítalanum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Guðbrandsson, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, f. 2.9. 1877, d. 3.11. 1957, og Málhildur Tómasdóttir, húsfreyja í Arnarholti á Kjalarnesi, f. 27.2. 1880, d. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Valdís Kristjónsdóttir

Elsku Dísa! Ég veit ekki hvað ég á að segja um þig, þú varst svo stórkostleg manneskja að mann skortir orð til að lýsa þér, góð, skemmtileg, hjálpleg og yndisleg á allan hátt, þín er sárt saknað af okkur hér hinum megin við götuna og ég veit að það eru margir sem hafa þessa sögu að segja. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 91 orð

VALDÍS KRISTJÓNSDÓTTIR

VALDÍS KRISTJÓNSDÓTTIR Valdís Kristjónsdóttir var fædd í Svignaskarði, Borgarhreppi 21. ágúst 1932. Hún lést á Landspítalanum 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjón Ögmundsson, bóndi, Svignaskarði, f. 25. maí 1896, d. 14. janúar 1992, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 7. jan. 1899, d. 28. maí 1981. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Eftir aðeins fjögurra mánaða erfið veikindi lést Tóta rétt 55 ára. Hún bar sig eins og hetja allan tímann og naut mikilla samvista við börnin sín. Munu þau eflaust búa að því alla ævi. Við "stelpurnar" kynntumst í Versló í kringum 1960. Við komum flestar sín úr hverri áttinni og stofnuðum saumaklúbb, sem er enn starfandi. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Nú er nýtt ár er að hefja göngu sína, og við að kveðja hátíð ljóss og friðar, ber skugga á tilveru okkar. Við erum enn á ný minnt á dauðann, alltaf erum við jafn óviðbúin þegar að því kemur, þó svo við vitum að hann er óumflýjanlegur. Það er erfitt að sætta sig við þegar fólk á besta aldri er kallað til nýrra heimkynna, burt frá börnum sínum og fjölskyldu. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Nýliðið haust hefur verið landsmönnum óvenju blítt. Á þessu blíða hausti háði Þórunn Haraldsdóttir sitt harða stríð, sem lauk nú í ársbyrjun með þeim hætti, sem ekki varð umflúinn. Við slík tímamót sækja að minningar um samstarf, sem stóð óslitið í meira en áratug. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 197 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Það er með söknuði og sorg í hjarta sem kveðja þessi er rituð vegna fráfalls frænku minnar. Það eru aðeins fjórir mánuðir síðan hún greindist með ólæknandi sjúkdóm. Barátta, hyggindi og atgervi Þórunnar nutu sín vel þessa erfiðu mánuði. Það leitar óhjákvæmilega margt á hugann undir slíkum kringumstæðum. Þórunn gekk einbeitt fram og háði sína lokabaráttu með reisn. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 54 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Þórunn Haraldsdóttir Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, Því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar in blíðu blöðin sín Við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta Og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró. (Guðm. Guðm. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 754 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Það hefur verið þyngra en orð fá lýst að fylgjast með veikindum vinkonu okkar, Þórunnar Haraldsdóttur, síðustu fjóra mánuðina. Það var 4. september sl. að hún hringdi til þess að segja okkur frá því að hún þyrfti að fara á spítala daginn eftir í uppskurð. Eitthvað hafði uppgötvast í ristli sem þurfti að fjarlægja, gat verið meinlaust, en einnig alvarlegra. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 436 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Sumar taugar slitna aldrei þótt lítið sé gert til að viðhalda þeim. Það á oft við um gamla skólafélaga eins og okkur Þórunni Haraldsdóttur sem í dag er kvödd, svo allt of fljótt. Síðustu misserin og þá ekki síst síðustu mánuðina, eftir að hún veiktist, Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Góð samstarfskona og vinkona er fallin frá. Við kveðjum í dag ótrúlega hetju og einstaklega sterka konu. Það kom svo bersýnilega fram í þessari hetjulegu baráttu sem hún háði gegn illvígum sjúkdómi sem dró hana til dauða á mjög skömmum tíma. Ég fylgdist náið með Þórunni þessa erfiðu fjóra mánuði sem baráttan stóð í stríðinu við hræðilegan og illvígan sjúkdóm. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Þórunn kvaddi á þrettándanum. Ég kynntist henni best síðasta eina og hálfa árið sem hún vann hjá Vegagerðinni. Í vinnunni var hún með allt á hreinu og ætlaðist til þess sama af öðrum. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Bestu minningarnar sem ég á um Þórunni eru úr vinnuferð sem við fórum út á land sumarið 1995. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Þórunn Haraldsdóttir

Þegar sólin tekur að hækka á lofti á nýjan leik kvikna jafnan vonir og þrár, sem fylgja birtu og nýju lífi vorsins. En í sömu mund og þau umskipti urðu að þessu sinni hneig lífssól Þórunnar Haraldsdóttur til viðar. Sú bitra og óumflýjanlega staðreynd, sem við blasti, var í einni skyndingu orðin að köldum veruleika. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 182 orð

ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR

ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR Þórunn Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1942. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Birna Guðmundsdóttir, fyrrverandi bókavörður, f. 2.11. 1920, í Gerðum, Garði, og Haraldur Eyvindsson, f. 10.11. 1918 á Akranesi. Þórunn giftist Guðna Jónssyni 27. Meira
14. janúar 1998 | Minningargreinar | 323 orð

(fyrirsögn vantar)

"Hann Óskar á fyrstu hæðinni er fluttur inn og hann er búinn að gifta sig!" Mikið urðu krakkarnir á Kleppsvegi 24 fegnir. Nú gat góði maðurinn, sem geymdi börnin sín hjá Guði, loksins náð í þau. Hann hafði nefnilega sagt okkur þegar við spurðum hvar börnin hans væru að þau væru enn hjá Guði. Óskar og Aðalheiður eignuðust stóran aðdáendahóp þegar þau fluttu inn því börnin í stigaganginum voru mörg. Meira

Viðskipti

14. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 296 orð

ÐÍslensk-ameríska kaupir hlutafé í Innnesi

HEILDVERSLUNIN Íslensk-ameríska ehf. hefur keypt helming hlutafjár í heildsölunni Innnesi ehf. af Ólafi Björnssyni og Guðmundi Rafni Bjarnasyni. Ráðgert er að starfsemi Innness verði á næstunni flutt í húsakynni Íslensk-ameríska að Tunguhálsi 11 og fyrirtækin muni þar samnýta lagerhúsnæði og dreifingarkerfi. Meira
14. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 377 orð

EasyJet flugfélagið íhugar að bjóða í Air Holland

EASYJet, evrópskt flugfélag með bækistöð í Bretlandi sem heldur uppi ódýrum ferðum, íhugar tilboð í hollenzka flugfélagið Air Holland, sem er í einkaeign. Talsmaður EasyJet sagði að ef samningar tækjust fengi félagið nýja bækistöð, sem það hefði sótzt eftir í þeirri viðleitni að taka upp áætlunarflug á fleiri leiðum á meginlandi Evrópu. Meira
14. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 258 orð

Fyrst íslenskra flugfélaga í innanlandsflug erlendis

ÍSLANDSFLUG hefur hafið áætlunarflug milli Humberside á Englandi og Aberdeen í Skotlandi. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag tekur að sér innanlandsflug erlendis. Farþegaflug þetta hófst 1. desember síðastliðinn og hefur farið vel af stað, að sögn Gunnars Þorvaldssonar, stjórnarformanns Íslandsflugs. Meira
14. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Hópur eigenda kærir framkvæmdastjóra

SÁTTAVIÐRÆÐUR standa enn yfir milli eigenda Lyfjabúða ehf. en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur risið upp deila milli eigenda um eignarhald í fyrirtækinu. Þrír hluthafar hafa lagt fram kæru á hendur framkvæmdastjóra verslananna vegna meðferðar hans í hlutafé í fyrirtækinu. Kæran var lögð fram áður en sáttaumleitanir hófust en hefur þó enn ekki verið dregin til baka. Meira
14. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 370 orð

Söluhagnaður 284 milljónir á sex mán.

Söluhagnaður tímabilsins varð 284 milljónir króna af hlutabréfaeign félagsins, sem er meira en allt síðasta rekstrarár. Þennan söluhagnað má rekja til áherslubreytinga í fjárfestingarstefnu félagsins á tímabilinu. Seld voru innlend hlutabréf fyrir önnur verðbréf í þeim félögum þar sem mat stjórnar Auðlindar hf. var að ofmat væri á verði þeirra. Meira

Fastir þættir

14. janúar 1998 | Í dag | 52 orð

a Ég geri ráð fyrir því að þér sé ljóst að aðalstarf þitt hér er að vera varðhun

a Ég geri ráð fyrir því að þér sé ljóst að aðalstarf þitt hér er að vera varðhundur... b Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort þú skrifir frekar en standa á verði? c Ef innbrotsþjófur kemur, hann stendur einmitt hérna, læt ég ritvélina falla ofan á hausinn á honum... Meira
14. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | 395 orð

Áskirkja.

FIMMTUDAGINN 15. janúar hefjast að nýju eftir jólahlé fræðslusamverur í Safnaðarheimili Áskirkju. Verða þær síðan hvert fimmtudagskvöld fram á föstu og hefjast kl. 20.30. Á samverustundunum verður fjallað um hina kristnu von og Fyrra Pétursbréf lesið, skýrt og rætt, en það er oft nefnt bréf vonarinnar. Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Borgarnesi-

Borgarnesi-Bridshátíð Vesturlands fór fram í Hótel Borgarnesi um síðustu helgi. Á laugardag fór fram sveitakeppni með þátttöku 25 sveita. Spilaðar voru 8 umferðir. Röð efstu sveita var þessi: 1. Sveit Páls Valdimarssonar 1542. Sveit Keiluhallarinnar 1503. Sveit Roche 1484. Sveit Sparisjóðs Mýrasýslu 1445. Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | 43 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

STAÐAN í aðaltvímenningnum er þessi eftir tvö kvöld: Ómar Óskarsson ­ Hlynur Vigfússon716Halldór Magnússon ­ Þorsteinn Erlingsson670Einar Gunnarsson ­ Rúnar Gunnarsson659Rúnar Guðmundsson ­ Thorvald Imsland658Óskar Sigurðsson ­ Þorsteinn Berg653 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykja

Mánudaginn 5. janúar spiluðu 17 pör Mitchell-tvímenning með yfirsetu. N/S: Jón Magnússon - Júlíus Guðmundsson266Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson253Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson235A/V: Sæmundur Björnsson - Magnús Halldórsson255Bergsveinn Breiðfjörð - Guðjón Friðlaugsson233Ásta Erlingsdóttir - Meira
14. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí '97 í Dómkirkjunni af sr. Sigurði Arnarsyni Ingibjörg Sigfúsdóttir og Kristinn I. Lárusson. Heimili þeirra er í Ásgarði 6, Garðabæ. Meira
14. janúar 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí '97 í Kópavogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Marý Þorsteinsdóttir og Rúnar Tómasson. Heimili þeirra er í Fróðengi 10, Reykjavík. Meira
14. janúar 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Herborg Hjelm og Sævar Guðjónsson. Heimili þeirra er að Fróðengi 18, Reykjavík. Meira
14. janúar 1998 | Dagbók | 386 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
14. janúar 1998 | Í dag | 319 orð

EGAR ótrúlegir kuldar eru að hrjá bæði Kanadamenn og B

EGAR ótrúlegir kuldar eru að hrjá bæði Kanadamenn og Bandaríkjamenn, njótum við á suðvesturhorninu áfram sömu blíðunnar dag eftir dag. Að vísu hefur vetur konungur látið á sér kræla annars staðar á landinu undanfarna daga, en ekki í henni Reykjavík eða nágrenni. Meira
14. janúar 1998 | Í dag | 502 orð

Ótrúlegur sljóleiki "ÉG VAR fyrir stuttu í sundlaug Seltjarn

"ÉG VAR fyrir stuttu í sundlaug Seltjarnarness en þar skildi móðir 3ja ára gamalt barn eftirlistlaust með litla björgunarhringi á örmunum. Hvar eru nú björgunarvestin sem ráðlögð hafa verið fyrir börn í laugum? Ég talaði við barnið, það sagðist ekki vera hrætt, en báðir foreldrarnir voru að synda, sagði barnið mér. Meira
14. janúar 1998 | Dagbók | 205 orð

Öxnadalsheiði

ÖXNADALUR er þröngur og djúpur dalur í Eyjafjarðarsýslu með há fjöll á báða vegu. Dalurinn er að mestu hallandi skriður og er undirlendi þar lítið. Um miðjan dalinn hefur orðið mikið framhlaup úr Háafjalli vestan dalsins og myndar það nú háa hóla. Mest er undirlendið í framdalnum og við bæinn Steinsstaði. Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudaginn 12. janúar voru fyrstu 6 umferðirnar í Butler-tvímenningi félagsins spilaðar. Spilað er með forgefnum spilum og barometer skiptingu og er skor reiknuð jafnóðum og hverri umferð lýkur. Eftir fyrsta kvöldið er röð efstu para þessi: Sigurjón Harðarson ­ Haukur Árnason62Guðmundur Magnússon ­ Ólafur Þ. Meira
14. janúar 1998 | Fastir þættir | 127 orð

(fyrirsögn vantar)

A-V: Birgir Jónsson ­ Jón Steinar Ingólfsson340Helgi Víborg ­ Oddur Jakobsson307Unnur Sveinsdóttir ­ Inga Lára Guðmundsd.290Sigurður Sigurjónsson ­ Guðm. Grétarsson290 Næsta fimmtudag byrjar tveggja kvölda Board A Match sveitakeppni. Stjórnin hjálpar til við myndun sveita. Dagskráin fram á vor verður annars þessi: 15. janúar ­ 22. Meira

Íþróttir

14. janúar 1998 | Íþróttir | 155 orð

14 marka munur

Framstúlkur höfðu lítið að gera í klærnar á stöllum sínum úr Stjörnunni þegar liðin mættust í Garðabænum í gærkvöldi og máttu sætta sig við fjórtán marka tap, 31:17. Stjörnurnar Ragnheiður Stephensen og Herdís Sigurbergsdóttir voru í aðalhlutverkum en í lokaatriðinu stökk Inga Björgvinsdóttir inná sviðið og skoraði mörg stórglæsileg mörk. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 103 orð

3.416 mörk skoruð ALLS hafa verið skoruð 3.4

ALLS hafa verið skoruð 3.416 mörk í 66 leikjum í 1. deild, eða að meðaltali 51,7 mörk í leik. Af þessum mörkum hafa verið skoruð 392 mörk úr vítaköstum. Heimalið hafa unnið 34 leiki, aðkomulið 28 leiki og jafntefli hefur orðið í fjórum leikjum. Heimaliðin hafa skorað 1.719 mörk, aðkomulið 1.697 mörk. 550 leikmenn hafa verið reknir af leikvelli í tvær mín. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 148 orð

AEK enn í efsta sæti AEK,

AEK, sem Arnar Grétarsson leikur með, er enn í efsta sæti grísku deildarinnar. Á mánudagskvöldið heimsóttu Arnar og félagar lið Xanthi og gerðu liðin markalaust jafntefli. Það verður sjálfsagt að teljast viðunandi hjá leikmönnum AEK því þeir töpuðu tvívegis fyrir Xanthi í bikarkeppninni. Arnar lék allan leikinn og stóð sig ágætlega. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 235 orð

ANDRE Agassi komst um helgin

ANDRE Agassi komst um helgina í undanúrslit á tennismóti í Ástralíu og skaust þar með í 86. sæti á heimslistanum. Þetta er í fyrsta sinn í rúma fimm mánuði sem hann kemst í hóp 100 bestu, en hann var í 110. sæti fyrir áramótin. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 253 orð

Benedikt byrjaði á að velja Helgi Jónas

Hinn árlegi stjörnuleikur í körfuknattleiknum verður á laugardaginn í Laugardalshöll. Í gær völdu þjálfarar liðanna leikmannahópa sína. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, og Einar Einarsson, þjálfari Hauka. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 127 orð

BLAK Víkingsstúlkur kafsigldu Þ

HANN var ekki langur, blakleikur Víkings og Þróttar í Víkinni í gærkvöldi í átta liða úrslitum í bikarkeppni kvenna. Heimaliðið hafði forystu frá upphafi til enda og skellti gestunum í þremur hrinum sem tóku innan við klukkustund. Víkingur vann fyrstu hrinuna 15:2 en í annarri hrinunni náði Þróttur aðeins að bíta frá sér en tapaði samt 15:8. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 143 orð

Döpur dvöl ÍR fyrir vestan

KFÍ sigraði ÍR örugglega 98:76 í DHL- deildinni í körfubolta á Ísafirði í gærkvöldi. Eftir rólega byrjun var eins og heimamenn ætluðu að taka ÍR í kennslustund. En ÍR breytti í svæðisvörn um miðjan fyrri hálfleik og náði að jafna 21:21. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 317 orð

Efni Kínverjanna voru hreinir hormónar

Nú er kominn óvefengjanleg staðfesting á því að efnið sem fannst í 13 glösum í farangri kínversku sundkonunnar Yuan Yuan við skoðun ástralskra tollyfirvalda í Sydney í síðustu viku er hreint hormónaefni, svokallað Somatropin. "Þetta var hreint efni, engu hafði verið blandað saman við það," sagði Andrew Thomson, íþróttamálaráðherra Ástralíu, í gær. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 461 orð

Framarar með bestu skotnýtinguna

ÞRJÁR viðureignir toppliðanna verða háðar þegar 1. deildarkeppnin í handknattleik hefst á ný í kvöld. Leikmenn Aftureldingar, sem er í efsta sæti, sækja Framara heim og má fastlega búast við fjörugri og spennandi viðureign. Framarar, sem unnu fimm síðustu deildarleiki sína fyrir jólafrí, sýndu það í bikarleik gegn Haukum, að þeir eru ekki á þeim buxunum að gefa eftir. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

Gott stökk hjá Völu

VALA Flosadóttir stökk 4,12 í stangarstökki á móti í Malmö á sunnudaginn og átti góðar tilraunir við 4,22 m. Það er 2 sm hærra en heimsmet unglinga sem Vala setti á Afmælismóti ÍR fyrir ári. Þetta er betri árangur en Vala hafði náð á sama tíma í fyrra ­ þá hafði hún hæst stokkið fjóra metra slétta. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 50 orð

Grindavík og Keflavík drógust saman

Í GÆRKVÖLDI var dregið í undanúrslit í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Í kvennaflokki leika Grindavík og Keflavík annars vegar og ÍS og Skallagrímur hins vegar. Njarðvíkingar þurfa að sækja Ísfirðinga heim í karlaflokki og Valur og Grindavík leika á Hlíðarenda. Leikirnir fara fram sunnudaginn 25. janúar. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 104 orð

Heath og Brown í mál við Breiðablik

BANDARÍSKU handknattleiksmennirnir Darrick Heath og Derek Brown leika ekki meira með Breiðablik í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Þeir hafa aftur á móti hug á málsókn, þar sem Breiðablik hefur ekki staðið við samninga við þá, en þeir eru samningsbundnir Breiðablik út keppnistímabilið. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 35 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Smárinn:Breiðablik - ÍR20 Vestm.eyjar:ÍBV - Víkingur20 Ásgarður:Stjarnan - HK20 Framhús:Fram - UMFA20.30 Kaplakriki:FH - KA20.30 Hlíðarendi:Valur - Haukar20.30 1. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 154 orð

Íshokkí

Leikið aðfaranótt laugardags: Washington - Philadelphia4:1 New Jersey - Tampa Bay4:1 Chicago - Phoenix2:4 Anaheim - Edmonton1:5 Dallas - Detroit3:3 Calgary - Florida3:3 Leikið aðfaranótt sunnudags: NY Islanders - Carolina1:2 Pittsburgh - New Jersey4:1 Toronto - Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 114 orð

JOHAN Cruyff verður fulltrúi Ho

JOHAN Cruyff verður fulltrúi Hollands og aðstoðar við dráttinn í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem verður í Ghent í Belgíu á sunnudag. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 105 orð

KFÍ - ÍR98:76

Gangur leiksins: 4:2, 16:7, 21:21, 41:34, 49:35, 53:39, 67:50, 73:54, 79:64, 98:76. Stig KFÍ: Friðrik E. Stefánsson 24, David Bevis 22, Marcos Salas 22, Pétur Sigurðsson 11, Baldur I. Jónason 9, Ólafur Ormsson 6, Finnur Þórðarson 2, Guðni Ó. Guðnason 2. Fráköst: 10 í sókn - 24 í vörn. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 91 orð

Knattspyrna England Enska bikarkeppnin 3. umferð Bournemouth - Huddersfield0:1 Huddersfield fær Wimbledon í heimsókn í 4.

England Enska bikarkeppnin 3. umferð Bournemouth - Huddersfield0:1 Huddersfield fær Wimbledon í heimsókn í 4. umferð. Cheltenham - Reading1:1 Hereford - Tranmere0:3 Tranmere mætir næst Sunderland. Peterborough - Walsall0:2 Walsall sækir næst Man. Utd. heim. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 451 orð

KRISTJÁN Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í

KRISTJÁN Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, sem lék með sænska liðinu Elfsborg, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag ­ Þrótt. Kristján hóf knattspyrnuferil sinn hjá liðinu, en gekk síðan til liðs við Fram, þar sem hann lék í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 503 orð

Kristy Kowal kom, sá og sigraði

Tom Dolan og Kristy Kowal unnu ein gullverðlaun hvort í gær og tryggðu Bandaríkjamönnum efsta sætið á verðlaunatöflu mótsins að loknum öðrum degi sundkeppninnar. Dolan sem er ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistari í 400 m fjórsundi varði titil sinn örugglega á sama tíma og unglingurinn Kwoal vann eftir æsispennandi keppni í 100 m bringusundi kvenna. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 369 orð

Maier enn á sigurbraut

Austurríkismaðurinn Hermann Maier hélt áfram sigurgöngu sinni í heimsbikarkeppninni á skíðum í gær er hann vann stórsvig í Adelboden í Sviss. Þetta var sjöundi sigur hans í vetur og jafnfram fjórði sigur hans í röð. Hann hefur haft mikla yfirburði í hraðagreinunum og segir að árangurinn hafi komið sjálfum honum mest á óvart. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 200 orð

NBA-deildin: Toronto - New Jersey100:108 Minnesota -

NBA-deildin: Toronto - New Jersey100:108 Minnesota - Golden State103:87 Milwaukee - LA Clippes110:95 Utah - Cleveland106:99 Sacramento - Phoenix96:90 Eftir framlengingu. Þar kom að því að New Jersey Nets vann í Toronto. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 157 orð

Skíði

Heimsbikarinn Adelboden, Sviss: Stórsvig karla:mín. 1. Hermann Maier (Austurr.)2:20.08 (1:11.78/1:08.30) 2. Michael Von Gr¨unigen (Sviss) 2:21.32 (1:12.67/1:08.65) 3. Paul Accola (Sviss) 2:21.33 (1:12.27/1:09.06) 4. Hans Knauss (Austurr.) 2:21.78 (1:13.83/1:07. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 141 orð

Stjarnan - Fram31:17

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, þriðjudaginn 13. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 7:5, 10:5, 15:7, 15:9, 16:9, 20:9, 22:12, 27:14, 30:15, 31:17. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 241 orð

Sund

HM í Perth 400 m fjórsund karla: 1. Tom Dolan (Bandaríkjunum)4.14,95 2. Marcel Wouda (Hollandi)4.15,53 3. Curtis Myden (Kanada)4.16,45 4. Matthew Dunn (Ástralíu)4.16,76 5. Istvan Bathazi (Ungverjalandi)4.20,28 6. Robert Seibt (Þýskalandi)4.20,56 7. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | 115 orð

SUND/HM Í ÁSTRALÍUVonast ef

ALLT stefndi í að ástralska karlasveitin í 4×200 m skriðsundi setti heimsmet í gærmorgun þegar Daniel Kowalski stakk sér til sunds við síðustu skiptingu. Þá höfðu félagar hans, Ian Thorpe, Grant Hackett og Michael Klim, synt fyrstu 600 m á betri tíma en sundmenn Samveldis sjálfstæðra ríkja (lið íþróttamanna frá fyrrum Sovétríkjum) er þeir settu heimsmetið 7.11,95 mín. Meira
14. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

UMFA 1

UMFA 11 9 0 2 280 258 18KA 11 7 1 3 310 274 15FH 11 7 1 3 300 265 15FRAM 11 7 0 4 297 275 14HAUKAR 11 6 2 3 299 279 14STJARNAN 11 7 0 4 294 280 1 Meira

Úr verinu

14. janúar 1998 | Úr verinu | 559 orð

30 milljarða tap í Noregi

OSLÓ - SAMTÖK atvinnulífsins í Noregi, NHO, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að norskur sjávarútvegur missi af tugmilljarða tekjum vegna þess hve lítið afurðir hans til útflutnings eru unnar. Samtökin fengu prófessor Terje Vassdal við sjávarútvesgháskólann í Tromsö til að gera skýrslu um málið. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 24 orð

EFNI Viðtal 3 Kristín Benediktsdóttir, sjómaður á Hornafirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Kristín Benediktsdóttir, sjómaður á Hornafirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Metár hjá SH þrátt fyrir erfiðleika á mörkuðum Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 800 orð

Gæðin eru nauðsynlegur þáttur í markaðssetningu

TVÆR stefnur hafa verið ríkjandi í þróun gæðamála. Annars vegar skoðun fullunninnar vöru og hinsvegar notkun gæðastýringarkerfa sem uppfyllir setta vörustaðla. Sú fyrri, sem lengst hefur lifað, byggir á því að tekið er handahófskennt sýni af lokaafurð og framleiðslan metin út frá niðurstöðum sýnanna. Tölfræðilegar sýnatökutöflur eru notaðar við ákvörðun á fjölda sýna eða tíðni sýnatöku. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 85 orð

HÁKARL FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐ

PÉTUR Árnmarsson trillukarl í Eyjum hefur undanfarin ár dundað sér við að verka hákarl, ef hann hefur fengið hráefni til slíkrar verkunnar. Fyrir skömmu fékk Pétur gráhákarl, öðru nafni grænlandshákarl, sem hann tók til verkunar. Pétur sagði að gráhákarlinn yrði ekki í þorratrogum Eyjamanna á komandi þorra, enda tæki verkun hans marga mánuði. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 210 orð

Hunangsgljáður háfur

SOÐNINGIN er að þessu sinni tekin af heimasíðu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Þar má finna fjöldan allan af girnilegum fiskuppskriftum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum. Þessi uppskrift er væntanlega ekki algeng, enda er háfurinn tiltölulega nýlegur matfiskur hjá okkur Íslendingum. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 211 orð

HÖFÐI Á NÝJUM GÓLFUM

STJÓRNENDUR saltfiskvinnslunnar Höfða ehf. á Hofsósi spókuðu sig á spánýjum gólfum eftir endurbætur á húsnæði fyrirtækisins í vikunni. Gólfin voru endurbætt með nýrri tegund af múrefni, lituðum flotmúr, sem er íslensk framleiðsla. Framleiðendurnir, Sandur Ímúr, Reykjavík, og framkvæmdaaðilar hjá Við-Reisn ehf. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 160 orð

Kalda tungan að hverfa?

KALDIR hafstraumar fyrir austan landið, eða hin svokallaða "kalda tunga", eru nú veikari og fjær landinu en verið hefur í langan tíma. Vonir eru bundnar við að hlýrri sjór hafi áhrif á göngu norsk-íslensku síldarinnar og leiði til þess að hún gangi inn á Íslandsmið. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 404 orð

"Kalda tungan" fyrir austan mun veikari en oftast áður

KALDIR hafstraumar fyrir austan landið, eða hin svokallaða "kalda tunga", eru nú veikari og fjær landinu en verið hefur í langan tíma. Vonir eru bundnar við að hlýrri sjór hafi áhrif á göngu norsk-íslensku síldarinnar og leiði til þess að hún gangi inn á Íslandsmið. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 133 orð

Mest brætt hjá SVN

VINNSLA í loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað gekk mjög vel á síðasta ári. Alls var unnið mjöl og lýsi úr 178.000 tonnum af fiski og er það mesta magn sem ein verksmiðja hefur tekið á móti á einu ári. Mest var brætt af loðnu, 131.000 tonn, 34.000 tonn af síld, 7.500 tonn af kolmunna og 5.400 tonn af síldarúrgangi og öðrum úrgangi. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 183 orð

Mest veitt af ufsa í Bandaríkjunum

FISKAFLI Bandaríkjanna byggist að langmestu leyti á alaskaufsa, en árið 1996 veiddu þeir um 1,2 milljónir tonna af þeim fiski. Næstmest veiddist af bræðslufiskinum meinhaddi (menhaden) eða 796.000 tonn, en sá fiskur er einungis nýttur í fiskimjöl og lýsi. Af öðrum helztu nytjategundunum veiddust tæp 400.000 tonn af laxi, 274. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 125 orð

Mest verðmæti í landfrystingu

LANDFRYSTUR fiskur er uppistaðan í útflutningi Íslenzkra sjávarafurða á síðasta ári, eða um fjórðungur í verðmætum talið. Næst á eftir koma sjófrystur fiskur og landfryst rækja hvort um sig með 16% heildarverðmæta. Vinnsla á bolfiski hefur dregizt saman frá árinu áður, en framleiðsla á rækju, einkum sjófrystri, hefur aukizt um 21% í magni talið. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 398 orð

Metverð í Þýskalandi

MJÖG gott verð fékkst fyrir afla Ófeigs VE sem seldur var úr gámi á fiskmarkaðnum í Bremerhaven á mánudag. Seld voru samtals 10,5 tonn, en þar af voru um 3,2 tonn seld í Hamborg. Alls fengust 2,7 milljónir króna fyrir aflann eða um 264 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Munar þar mestu um mjög hátt verð fyrir karfa. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 87 orð

NORÐANSPERRINGUR

TÍÐATRARIÐ síðustu daga hefur heldur betur haft áhrif á sjósókn og í gær voru aðeins 135 skip á sjó samkvæmt upplýsingum tilkynningaskyldunnar. Minni bátarnir hafa lítið getað róið, en Aðalbjörg II RE náði þó 6 róðrum á netunum í síðustu viku, en hafði 17 tonn upp úr krafsinu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 603 orð

Ráðstefna um eftirlit með fiskafurðum OECD-ríkja

ÞRIGGJA daga ráðstefna um eftirlit með sjávarafurðum verður haldin á vegum fiskimálanefndar OECD, sem sjávarútvegsráðuneytið er aðili að, dagana 21.-23. janúar nk. í París. Forseti ráðstefnunnar verður Gylfi Gautur Pétursson, forstjóri Löggildingastofu, sem unnið hefur meðal annarra að undirbúningi ráðstefnunnar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 165 orð

Rússafiskur fyrir 10 milljarða kr.

VERÐMÆTI rússafisks í Noregi, sem landað var á Mæri og norður úr, fór yfir 10 milljarða ísl. kr. á síðasta ári. Eru Norðmenn að vonum ánægðir með það og vonast til, að landanir rússnesku skipanna eigi jafnvel eftir að aukast þar sem Rússum hafi ekki tekist að klára þorskkvótann á síðasta fiskveiðaári. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 202 orð

Sigfús stjórnar "rallinu"

SIGFÚS A. Schopka, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, hefur nú tekið við sem "rallstjóri" hjá stofnuninni af starfsbróður sínum Ólafi Karvel Pálssyni. Rallið er sérstakt verkefni á Hafrannsóknastofnun, sem nefnt er Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum og fer fram árlega. 14. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 1014 orð

SMetár hjá SH þrátt fyrir erfiðleika á mörkuðum Öll sala komin í hendur söluskrifstofanna tíu

ÁRIÐ 1997 var metár í 55 ára sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Alls voru seld 133.700 tonn að verðmæti 29 milljarðar króna sem er 4% aukning hvort sem mælt er í tonnum eða krónum. Miklar sveiflur urðu hinsvegar á liðnu ári í sölu á milli einstakra svæða. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 190 orð

Stýrir IFP í Noregi

-JÓN Garðar Helgason hefur verið ráðinn til að stýra nýju dótturfyrirtæki SH í Noregi sem fengið hefur nafnið IFP Norway A.S. Fyrirtækið mun annast öflun á afurðum frá Noregi fyrir sölu- og framleiðslukerfi SH og dótturfyrirtækja. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 149 orð

Sýningarbásarnir hækka ekki í verði

SKIPULEGGJENDUR Íslenzku sjávarútvegssýningarinnar, Nexus Media Ltd. og Alþjóðlegar vörusýningar hafa nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir að leiga á Laugardalshöllinni fyrsta til fjórða september næsta haust sé háð útboði, muni það ekki leiða til hækkunar á leiguverði sýningarbása. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 400 orð

Tangi hf. jók veltuna um 40% á síðasta ári

FRAMLEIÐSLA og velta Tanga hf. á Vopnafirði varð í fyrra meiri en nokkru sinni áður. Meðal annars voru fryst um 9.700 tonn af síld og loðnu, sem er langleiðina í fjórfalt meira en árið áður og veltan varð um 1,6 milljarðar sem er tæplega 40% aukning. Alls tók Tangi á móti um 72.330 tonnum af hráefni til vinnslu. Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 2276 orð

Tekin með fyrir náð og miskunn

LEIÐIN liggur í heimsókn til sjómanns, eða ætti að segja sjókonu á þessum jafnréttistímum? Nei, líklega ekki, því eftir spjall við sjómanninn og sveitastúlkuna er hún ekki með sömu áherslur á jafnrétti eins og lagðar eru í Meira
14. janúar 1998 | Úr verinu | 1488 orð

Verðlag á fiski farið hækkandi

FRÁ því að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hóf starfsemi í Rússlandi á miðju síðasta ári með opnun söluskrifstofu voru seld 11.500 tonn af fiskafurðum á síðari helmingi ársins að verðmæti 500 milljónir króna sem er tíföldun í sölu milli áranna 1997 og 1996. Markaðssvæði skrifstofunnar nær yfir svæði fyrrum Sovétríkjanna, en að frátöldum Eystrasaltsríkjunum. Meira

Barnablað

14. janúar 1998 | Barnablað | 22 orð

Eldflaug

Eldflaug SIGURÐUR Einar Traustason, 6 ára, Gnoðarvogi 86, 104 Reykjavík, er áhugamaður um eldflaugar og ef til vill verðandi eldflaugasmiður eða eldflaugafari. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 29 orð

Ég skrifaði sjálf

Ég skrifaði sjálf HÚN Dagný Valdimarsdóttir, 5 ára, Gaulverjabæ, 801 Selfoss, skrifaði á myndina sína og líka utan á umslagið sem hún sendi myndina í. Bestu þakkir fyrir, Dagný mín. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 31 orð

Hvað heitir konan?

Hvað heitir konan? SPICE þetta og Spice hitt. Hvað heitir hún þessi geðþekka Kryddstúlka með fallega hálsmenið og í flottum kjól og skóm? Linda Hrönn Schiöth, 9 ára, er höfundur gátunnar. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 46 orð

Hvar býr Marteinn?

REYNIÐ að átta ykkur á hvar hann Marteinn býr í húsinu á myndinni. Eftirfarandi upplýsingar létta ykkur lífið: Það eru myndir á veggjum, það er engin manneskja við gluggann og það er blóm í glugganum. Lausnin: Marteinn á heima í íbúð númer fimm. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 36 orð

Í tölvunni hans pabba

KÆRU Myndasögur. Viljið þið láta þessa mynd í Moggann. Ég teiknaði hana í tölvunni hans pabba. Ég heiti Jónatan og er 8 ára. Ég á heima á Lerkigrund 7, 300 Akranes. Bless. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 133 orð

Jólaævintýri FLINTSTONE

Vinningshafar: Hrönn/Katrín Ómarsdætur Kambaseli 40 109 Reykjavík Sunna/Sandra/Daníel Arnarsmára 26 200 Kópavogur Hildur Grétarsdóttir Ásbúð 53 210 Garðabær Linda Hallfreðsdóttir Kambshóli 301 Akranes Sunna Melhaga 16 107 Reykjavík Guðný Hjálmarsdóttir Kolbeinsmýri Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 245 orð

Safnarar

HÆ, hæ og halló, safnarar! Ég safna öllu með Leonardo DiCaprio, í staðinn get ég látið ykkur fá: No Doubt, Mark Owen, Damon Albarn, Friends eða Tom Cruise plaköt. Í klippimyndum: Take That, No Doubt, Tom Cruise, Jim Carrey, Friends og Bawath's. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 25 orð

Tilbúnir til orrustu

Tilbúnir til orrustu ÞETTA eru sjóræningjar tilbúnir til orrustu, segir í bréfi með þessari vel gerðu mynd. Höfundurinn er Einar Þórmundsson, 6 ára, Rimaskóla, Reykjavík. Meira
14. janúar 1998 | Barnablað | 24 orð

Úr lífi 5 ára

Úr lífi 5 ára RAGNHILDUR Ýr, 5 ára, Köldukinn 24, 220 Hafnarfjörður, lýsir ýmsu, smáu og stóru, úr nágrenni sínu á þessari fallegu mynd. Meira

Ýmis aukablöð

14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 155 orð

14.20Skjáleikur [5185660]

14.20Skjáleikur [5185660] 16.20Handboltakvöld (e) [996738] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) (799) [6130979] 17.30Fréttir [37221] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [567660] 17.50Táknmálsfréttir [999641] 18. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 148 orð

14.45Skjáleikur [2295207]

14.45Skjáleikur [2295207] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Þýðandi: Reynir Harðarson. (798) [6163207] 17.30Fréttir [84462] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [712356] 17.50Táknmálsfréttir [1295462] 18. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 185 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) (e) [28844] 18.30Ofurhugar [8738] 19.00Walker (2:17) (e) [2134] 20.00Í sjöunda himni (Seventh Heaven)Myndaflokkur um sjö manna fjölskyldu, foreldra og fimm börn. [8318] 21. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 186 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)(e)[9379] 17.25Gillette sportpakkinn [9580917] 17.50Golfmót í Bandaríkjunum [9384004] 18.45Heimsbikarinn í golfi Þrjátíu og tvær þjóðir reyndu með sér á Heimsbikarmótinu í golfi sem haldið var á Ocean- vellinum í Suður- Karólínu. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 750 orð

Fimmtudagur 15. janúar BBC PRIME

Fimmtudagur 15. janúar BBC PRIME 5.00 Voluntary Matters 5.30 20 Steps to Better Management 6.00 The World Today 6.30 Bitsa 6.40 Activ8 7.05 Dark Season 7.30 The O Zone 7.45 Ready, Steady, Cook 8. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 734 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Íris Kristjánsdóttir flytur. 7.05Morgunstundin. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir og Gunnar Gunnarsson. 8.45 Ljóð dagsins. 9. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 700 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Íris Kristjánsdóttir flytur. 7.05Morgunstundin. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir og Gunnar Gunnarsson. 7.50 Daglegt mál. Kristín M. Jóhannsdóttir flytur þáttinn. 8. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 757 orð

Miðvikudagur 14. janúar SBBC PRIME 5.00

Miðvikudagur 14. janúar SBBC PRIME 5.00 Starting a Business 6.00 The World Today 6.30 Mortimer and Arabel 6.45 Blue Peter 7.10 Grange Hill 7.45 Ready, Steady, Cook 8.15 Kilroy 9.00 Style Challenge 9. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 117 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 69 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 76 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 98 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Línurnar í lag [50863]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [56617486] 13.00Á bólakaf (Going Under) Sjónvarpskvikmynd sem gerist um borð í kjarnorkukafbát. Áhöfnin er kostuleg en farkosturinn þó enn hlægilegri. Aðalhlutverk: Wendy Schaal og Bill Pullmann. Leikstjóri: Mark W. Travis. (e) [9068009] 14. Meira
14. janúar 1998 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Línurnar í lag [82795]

9.20Sjónvarpsmarkaðurinn [56646998] 13.05Dusilmenni (Blankman)Hann býr ekki yfir neinum ofurkröftum. Hann er blankur og nafnlaus. En hann tekur þó að sér að halda glæpum í skefjum í borg sem er eitt bófabæli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.