Greinar fimmtudaginn 15. janúar 1998

Forsíða

15. janúar 1998 | Forsíða | 289 orð

Alsírstjórn hafnar komu ESB-nefndar

STJÓRNVÖLD í Alsír tilkynntu í gær, að sendinefnd frá Evrópusambandinu, ESB, fengi ekki að koma til landsins en hún ætlaði að afla sér upplýsinga um fjöldamorðin í landinu. ESB lýsti í gær vonbrigðum með þessa ákvörðun en talsmaður Íslömsku frelsisfylkingarinnar, FIS, sem bönnuð er í Alsír, fordæmdi hana og sagði, að alsírska ríkisstjórnin væri augljóslega að reyna að vinna sér tíma. Meira
15. janúar 1998 | Forsíða | 79 orð

Enwright jarðaður

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, var meðal þeirra sem báru Terry Enwright til grafar í Belfast í gær. Öfgasinnaðir fylgismenn breskra yfirráða á Norður-Írlandi skutu Enwright til bana á sunnudagsmorgun, en hann var eiginmaður frænku Adams. Nokkur þúsund manns tóku þátt í líkfylgdinni og enn fleiri fylgdust með er kista Enwrights var borin frá heimili hans til kirkju. Meira
15. janúar 1998 | Forsíða | 90 orð

Losað verði um bann

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær tillögu um að losa um bann sem sett var við útflutningi á bresku nautakjöti 1996 vegna kúariðu. Tillagan miðar að því að heimila takmarkaðan útflutning frá Norður-Írlandi einu en þar er tölvustýrður gagnabanki notaður til að fylgjast með ferðum nautgripa. Meira
15. janúar 1998 | Forsíða | 221 orð

Stór svæði "ekki til umræðu"

ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti í gær að láta ekki af hendi í neinum samningum við Palestínumenn stór svæði á Vesturbakkanum. Brugðust Palestínumenn við með því að hvetja Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, til þess að koma í veg fyrir að friðarumleitanir færu endanlega út um þúfur. Meira
15. janúar 1998 | Forsíða | 34 orð

Æfing á Tævan

TÆVANSKIR hermenn æfðu viðbrögð við óeirðum á æfingu í borginni Tainan í gær. Tævanar hafa undanfarin ár verið að auka herstyrk sinn vegna endurnýjunar sem orðið hefur í her Kína. Meira
15. janúar 1998 | Forsíða | 341 orð

Öryggisráðið fordæmir Íraksstjórn

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fordæmdi í gær þá ákvörðun Íraka að stöðva vopnaeftirlit undir stjórn Bandaríkjamannsins Scotts Ritters, sagði hana óviðunandi og ganga í berhögg við fyrri ályktanir ráðsins. Meira

Fréttir

15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

51 fórst með flugvél Taleban

ALLIR sem um borð voru í flugvél Taleban-hreyfingarinnar í Afganistan biðu bana er hún skall á fjallshlíð í Pakistan í fyrrinótt. Hugðist flugmaðurinn snúa til borgarinnar Quetta í suðvesturhluta landsins eftir misheppnaða tilraun til að lenda í Afganistan. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Axworthy til Íslands

LLOYD Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, er væntanlegur hingað til lands í næstu viku og mun ráðherrann ræða við íslenzk stjórnvöld. Axworthy kemur með einkaþotu frá Svíþjóð síðdegis 20. janúar og fer af landi brott um hádegisbil daginn eftir. Hann mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hitt utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd Alþingis og hugsanlega fleiri forystumenn. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Áhrif lagningar metin í annað sinn

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið aðra athugun á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar í Norður- Múlasýslu. Skipulagsstjóri ríkisins fór í október síðastliðnum fram á frekara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og staðfesti umhverfisráðherra úrskurð hans 6. janúar síðastliðinn. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1013 orð

Álit umboðsmanns Alþingis á stjórnsýsluháttum fjármálaráðun

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur aldrei áður á þeim tíu árum sem hann hefur starfað sent forsætisráðherra og forseta Alþingis afrit af áliti sínu með sama hætti og hann hefur nú gert vegna stjórnsýslu fjármálaráðuneytisins varðandi erindi lífeyrissjóðs um staðfestingu á reglugerð hans, Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1057 orð

Árangurstengd laun og starfslok við 62 ára aldur Samið var um ýmis atriði í nýjum kjarasamningi stéttarfélaga við Norðurál hf.

SAMEIGINLEG samninganefnd iðnaðarmannafélaga og verkalýðsfélaga á Borgarfjarðarsvæðinu og fulltrúar Norðuráls hf. á Grundartanga undirrituðu kjarasamning sl. laugardag sem gilda mun fyrir væntanlega starfsmenn við álverið. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í júní næstkomandi og er ráðning fyrstu starfsmanna að hefjast, en þeir verða sendir til þjálfunar utanlands í tvo mánuði. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Beið bana vegna raflosts

MAÐUR á fimmtugsaldri beið bana í fyrrakvöld er hann var að gera við uppþvottavél á heimili sínu í Reykjavík. Talið er að hann hafi orðið fyrir raflosti. Slysið var tilkynnt til lögreglunnar kl. 20.23 í fyrrakvöld. Hafði maðurinn unnið að viðgerð á uppþvottavélinni þegar eitthvað varð til þess að hann fékk raflost og er talið að hann hafi látist samstundis. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

Beita sér fyrir hagsmunamálum aldraðra

Samtök eldri sjálfstæðismanna voru stofnuð hinn 6. nóvember sl. og eru stofnfélagar rúmlega 500 talsins. Guðmundur H. Garðarsson er formaður samtakanna. "Stofnfundurinn var mjög vel sóttur og á hann mætti m.a. formaður flokksins, Davíð Oddsson. Hann lýsti ánægju með stofnun samtakanna og sagðist vænta góðs af þeim. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Björgvin Íþróttamaður KA 1997

BJÖRGVIN Björgvinsson, landsliðsmaður í handknattleik, var kjörinn Íþróttamaður KA 1997 og var útnefningin kunngjörð í hófi í KA-heimilinu sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Frænkurnar Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir höfnuðu í 2. og 3. sæti, en báðar eru þær í fremstu röð íslenskra skíðamanna. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Byggingameistarar greiði bætur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo byggingameistara til þess að greiða 714 þúsund krónur í bætur vegna byggingargalla á fjölbýlishúsi við Frostafold. Flutt var inn í húsið í lok ársins 1987 og málshöfðunin byggðist á því að fljótlega hefðu komið í ljós gallar í málningu og steypu, sem lýstu sér í því að múr sprakk utan af húsinu og skína tók í ryðgað járn. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Dagskrá vikunnar stækkar upplagið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka upplag og dreifingu á ritinu Dagskrá vikunnar í 72.500 eintök. Dreifing verður inn á 75% heimila landsins á hálfs mánaðar fresti, segir í fréttatilkynningu. Framvegis verður ritinu dreift inn á hvert heimili í Borgarnesi, Akranesi, Vogum, Njarðvík, Keflavík, Garði, Sandgerði, Höfnum, Grindavík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 343 orð

Doktorspróf í eldi sjávardýra

ALBERT Kjartansson Imsland varði doktorsritgerð um eldi sjávardýra við fiski- og sjávarlíffræðideild Háskólans í Björgvin í Noregi 21. nóvember sl. Meira
15. janúar 1998 | Landsbyggðin | 383 orð

Efnir til umræðu um siðfræði sjávarútvegs

Í TILEFNI af ári hafsins hefur Fullorðinsfræðsla Landakirkju leitað samstarfs við Hafrannsóknarstofnun og Þróunarfélag Vestmannaeyja um að efna til opinnar umræðu um siðfræði sjávarútvegs. "Er ráðgert að hefja vorönnina á þremur umræðukvöldum í safnaðarheimilinu þar sem málefnið verður reifað frá þremur ólíkum sjónarhornum með virkri þátttöku útgerðarmanna, sjómanna, Meira
15. janúar 1998 | Miðopna | 2430 orð

Eindreginn vilji til samfylkingar

ÐVerkalýðsforingjar telja að það vanti öflugan málsvara félagslegra sjónarmiða á Alþingi Eindreginn vilji til samfylkingar Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur þeirri skoðun vaxið fylgi á undanförnum misserum að hreyfingin þurfi öflugan pólitískan málsvara til að mynda mótvægi gegn endurteknum árásum ríkisvaldsins á h Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Elín Hirst ráðin til RÚV Sjónvarpið freistar ELÍN

ELÍN Hirst, sem hefur verið lausráðin sem fréttamaður á fréttastofu Ríkissjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sjónvarpið væri sá miðill sem hún hefði lengst af unnið við og hún hlakkaði til að takast á við hann á nýjan leik. Elín, sem að öllum líkindum hefur störf í byrjun mars, sagði Helga H. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 669 orð

Er ekki þekktur fyrir að forðast deilur

SCOTT Ritter hefur starfað fyrir vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í Írak frá 1991 og ári síðar andmælti hann staðhæfingum Bandaríkjahers um að bandarískar herþotur hefðu eyðilagt íraska skotpalla fyrir Scud-eldflaugar í Persaflóastyrjöldinni. The New York Times hafði eftir honum að engum slíkum skotpöllum hefði verið grandað. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Facette fatahönnun

FACETTE fatahönnun er nú haldin í þriðja skipti. Að þessu sinni verður úrslitakeppnin haldin í Ingólfscafé laugardaginn 17. janúar. Sýningin hefst kl. 24 og er hún opin almenningi. Páll Óskar verður með "Club Show" og syngur nokkur lög á meðan dómnefndin ræður ráðum sínum ásamt því að hljómsveitin Casino leikur í hanastélinu og svo allt kvöldið á efri hæðinni. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Filippus vill einkavæða fiskstofna

FILIPPUS drottningarmaður hefur lagt til, að fiskstofnar verði einkavæddir eins og gert hafi verið á Nýja Sjálandi til að koma í veg fyrir ofveiði. Kom þetta fram í ræðu, sem hann flutti í tilefni af því, að Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið, að þetta nýbyrjaða ár verði "Ár hafsins". Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 137 orð

Flynn á móti tóbaki en ekki áfengi

TALSMAÐUR Padraigs Flynn, sem fer með félagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þurfti í gær að bera til baka fregnir um að framkvæmdastjórinn vildi láta banna kostun áfengisframleiðenda á íþróttaviðburðum gegn því að vörumerki þeirra sé þar áberandi. Stutt er síðan Flynn beitti sér mjög fyrir banni á tóbaksauglýsingum á íþróttaviðburðum. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 471 orð

Framtíðin trúlega í vetni og fjölorkuvélum

"HJÁ okkur eru ákjósanlegar aðstæður til rannsókna á notkun rafmagnsbíla og ég vona að Ísland geti orðið eins konar tilraunaland á þessu sviði. Landið er lítið, auðvelt að hafa stjórn á rannsóknum á rekstri bíla og hér er framleitt vetni. Allt þetta gefur okkur forskot til að bjóða hagstæð skilyrði í þessu skyni," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 145 orð

Frestun EMU óhugsandi

LÍKURNAR á að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) taki gildi á réttum tíma hinn 1. janúar á næsta ári eru 92,6%, að mati 45 sérfræðinga, sem taka þátt í könnun Reuters-fréttastofunnar í hverjum mánuði. Í síðasta mánuði töldu sérfræðingarnir að meðaltali 91,6% líkur á að EMU yrði að veruleika um næstu áramót. Meira
15. janúar 1998 | Landsbyggðin | 182 orð

Fréttapýramídarnir afhentir í Eyjum

Vestmannaeyjum-Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eyjum í sjöunda sinn fyrir skömmu. Það er vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum sem stendur fyrir veitingu pýramídanna, sem eru veittir í upphafi hvers árs, aðilum sem hafa skarað framúr á sínum sviðum á liðnu ári, að mati blaðsins. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fuglarnir í Víkurfjöru hungurmorða EINN af æðarfuglunu

EINN af æðarfuglunum átta sem fundust dauðir í Víkurfjöru í byrjun árs hefur nú verið rannsakaður. Arnór Sigfússon hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að við krufningu hafi komið í ljós að fuglinn hafi verið mjög horaður og að hann hafi því að öllum líkindum drepist úr hungri. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fundur um upplýsingatækniáætlun ESB

KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópurannsókna (KER) stendur fyrir kynningarfundi um fjármögnun verkefna innan Upplýsingatækniáætlunar ESB föstudaginn 16. janúar nk. Meðal gesta verður Oluf Nilsen, starfsmaður ESPRIT í Brussel en hann mun flytja erindi um aðgerðir sem eiga að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SMEs) þátttöku í verkefnum ESB. Fundurinn verður haldinn í Skála, Hótel Sögu, kl. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fyrirlestur um hamingjuna

SÓLSTÖÐUHÓPURINN er nú að hefja sitt 4. starfsár með fyrirlestraröð í Norræna húsinu. Verður fyrsti fyrirlesturinn laugardaginn 17. janúar. Hefst hann kl. 14 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 700 kr. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Gagnrýna skipan stjórnar Fjárfestingabankans

KVENNALISTAKONUR vilja vekja athygli á skipan stjórnar Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Stjórn bankans skipa: Þorsteinn Ólafsson, Magnús Gunnarsson, Sigurður Einarsson, Sveinn Hannesson og Örn Gústafsson. Meira
15. janúar 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Gatnagerð og gámastöð

ÁÆTLAÐ er að verja 20 milljónum kr. til gatnagerðar vegna nýbyggingar húsa í Borgarnesi á þessu ári. Einnig er reiknað með að reist verði gámastöð vegna sorphirðu skammt fyrir ofan Borgarnes. Kemur þetta fram í drögum að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem lögð verður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 22. janúar næstkomandi. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 857 orð

Guð og gæfan var með okkur

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, voru þreytulegir, síðhærðir, skeggjaðir, magrir og með ummerki kalsára í andliti þegar stigu inn í flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli klukkan rétt rúmlega sex í gærmorgun eftir flug frá Orlando í Bandaríkjunum. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Halldór Ásgrímsson segir sjómannadeiluna alvarlegri en margir hafi talið

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur frestað fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku, sem hann hugðist fara síðar í mánuðinum, vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Halldór segir að deilan sé miklu alvarlegri en margir hafi gert sér grein fyrir. Áformað hafði verið að ráðherra heimsækti fjögur ríki í suðurhluta Afríku dagana 24. janúar til 2. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hitaveita Reykjavíkur 11% hækkun á 5 árum

VERÐ á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur er nú 50,80 kr. fyrir tonnið en hjá Hita- og vatnsveitu Akureyrar er verðið 106 krónur. Hefur heita vatnið í Reykjavík hækkað um rúm 11% síðustu fimm árin en lækkað um 13% á sama tíma á Akureyri. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að í ársbyrjun 1993 hefði tonnið af heita vatninu kostað 45,70 kr. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Hráefnissíló í smíðum

ÞÓTT heldur sé nú orðið svalara sunnanlands með norðanáttinni síðustu daga er enn hægt að vinna ýmis útiverk, m.a. steypuvinnu. Var þessi að steypa kant undir hráefnissíló við bræðsluna í Þorlákshöfn og lét blásturinn ekki á sig fá. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 584 orð

Hrekja Króatar serbneska íbúa á brott?

HÁLFU sjöunda ári eftir að Króatar misstu um þriðjung lands síns í hendur Serbum fá þeir í hendur síðasta héraðið, lokabitann í króatíska púsluspilið. Í dag verður Austur-Slavonía, sem liggur á milli Króatíu og Serbíu, hluti Króatíu að nýju og vonast alþjóðlegir eftirlitsmenn til þess að það gerist átakalítið. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 866 orð

Hriktir í valdastoðum Suhartos

SUHARTO Indónesíuforseti hefur verið völd í 32 ár eða allt frá því Sukarno, einn helsti leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Indónesa gegn Hollendingum og fyrsti forseti landsins, hrökklaðist frá völdum árið 1965. Efnahagslíf Indónesíu var þá í miklum kröggum, gjaldmiðillinn nær verðlaus, verðbólga mældist í fjögurra stafa tölum og á götum úti voru fjöldamótmæli daglegt brauð. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Íslandsflug flutti 17 þúsund farþega

SAUTJÁN þúsund farþegar flugu með Íslandsflugi á leiðinni Reykjavík­Akureyri­Reykjavík á seinni hluta síðasta árs, en félagið hóf áætlunarflug á þessari leið 1. júlí í fyrra. Samkvæmt tölum frá Flugumferðarstjórn flugu 85.200 manns á þessari leið allt árið í fyrra. Meira
15. janúar 1998 | Landsbyggðin | 102 orð

Kanna möguleika á flokkun sorps

FIMM þéttbýlissveitarfélög á Vesturlandi hafa samið við verkfræðistofu um gerð áætlunar um fyrirkomulag sorpmála á svæðinu, meðal annars möguleikum á flokkun sorps. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur tekið að sér umrætt verk fyrir Borgarbyggð, Dalabyggð, Grundarfjörð, Snæfellsbæ og Stykkishólm. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

KFUM í Reykjavík senn 100 ára

"Verið minnugir leiðtoga ykkar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra" (Hebr.13:7). SKERIÐ upp herör. Svo nefndi séra Friðrik Friðriksson ræðu er hann hélt yfir eldri drengjunum sínum í KFUM 30. nóvember 1916 við inngöngu 24 nýrra félaga í aðaldeild félagsins. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 306 orð

Lausir boltar í þrem 737- vélum SKYNDISKOÐUN á B

SKYNDISKOÐUN á Boeing 737-vélum leiddi í ljós að skrúfboltar voru lausir eða þá vantaði í stéli þriggja véla. Í engu tilvikanna var ástandið þó eins slæmt og það virðist hafa verið í 737-vél SilkAir- flugfélagsins sem fórst í Indónesíu í síðasta mánuði og segja skoðunarmenn að í engu tilvikanna hefðu lausu boltarnir leitt til slyss. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

LEIÐRÉTT Örþrifaráð að láta nemendur sitja

Í VIÐTALI við Ragnheiði Briem íslenskukennara í MR í þriðjudagsblaðinu 13. janúar er ofsögum sagt af skoðun hennar í undirfyrirsögn, sem var "Skipta á nemendum í bekki eftir getu en ekki aldri". Í viðtalinu taldi hún það örþrifaráð að láta nemendur sitja eftir heilan vetur, benti á að til væru aðferðir til að koma í veg fyrir slíkt og nefndi dæmi um ráð við því. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Leyfi Vegas verði afturkölluð

BORGARRÁÐ í Reykjavík hefur ákveðið að leggja til við lögreglustjóra að öll leyfi skemmtistaðarins Vegas við Laugaveg til skemmtanahalds verði afturkölluð þar sem breytingar hafi verið gerðar þar innan dyra án samþykkis bygginganefndar. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Líðan mannsins óbreytt LÍÐAN mannsins sem fékk raflost o

LÍÐAN mannsins sem fékk raflost og féll úr mastri við Vesturlandsveg á mánudag er óbreytt. Hann liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hlaut m.a. brunasár og beinbrot, og er honum haldið sofandi. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 268 orð

Líf frumna úr fólki lengt

VÍSINDAMENN hafa greint frá því að þeir hafi fundið "æskubrunn frumna" og lengt líf frumnanna með því að ná tökum á þeirri virkni sem veldur því að þær eldast og deyja. Komið hefur í ljós að sé náttúrulegt efni er kallast telomerase sett í frumur úr fólki, sem ræktaðar eru á rannsóknarstofu, Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Læknafélag Íslands 80 ára

LÆKNAFÉLAG Íslands, sem er heildarsamtök íslenskra lækna, var stofnað þann 14. janúar 1918 og voru stofnfélagar 62. "Íbúar landsins voru þá 92 þúsund og voru því tæplega 1500 íbúar á hvern þeirra. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Hannesson prófessor. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Mesta raforkunotkun í heimi um aldamót

UM ALDAMÓTIN verður raforkunotkun á Íslandi orðin sú mesta í heiminum, hvort sem miðað er við raforkunotkun á hvern íbúa eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Raforkunotkun á mann á Íslandi er nú þegar með því mesta sem þekkist í heiminum. Þetta kom fram í máli Þorkels Helgasonar orkumálastjóra á fréttamannafundi í gær, þar sem kynnt var ný raforkuspá Orkuspárnefndar til ársins 2025. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Mikið álag á húð- og kynsjúkdómadeild Allt a

GÖNGUDEILD húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans verður á degi hverjum að vísa frá fjölda fólks sem til deildarinnar leitar. Ástæðan er mikið álag á starfsmenn, sem eru of fáir til þess að sinna öllum sem þangað koma. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 438 orð

Mörgum hætta búin vegna mikils kulda

HUNDRUÐ þúsunda íbúa í Quebec- fylki í Kanada voru enn án rafmagns í gær, og hefur svo verið í rúma viku. Næturfrost fór í 35 gráður með vindkælingu í suðvesturhluta Quebec í fyrrinótt, að því er Canadian Press greinir frá, og var búist við svipuðu veðri áfram, og er óttast að kuldinn geti reynst hættulegur mörgum sem ekki geta hitað upp híbýli sín vegna rafmagnsleysisins. Meira
15. janúar 1998 | Miðopna | 1019 orð

Nauðsynlegt að flugráðsmenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni

Samgönguráðherra um bann við umfjöllun um fjármál á fundi Flugráðs Nauðsynlegt að flugráðsmenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni SAMGÖNGURÁÐHERRA bannaði framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugmálastjórnar að upplýsa um fjármál Flugmálastjórnar á fundi Flugráðs 18. desember sl. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Námskeið um skattamál

SKATTAMÁL ­ nýlegar breytingar er yfirskrift námskeiðs sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi efnir til á Akureyri laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa með skatta- og fjármál fyrirtækja að gera og verða á því kynntar nýlegar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 473 orð

Nýtt og öflugt atvinnuþróunarfélag

STARFSHÓPUR á vegum Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. leggur til að Iðnþróunarfélagið, atvinnumálaskrifstofa Akureyrarbæjar og Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar sameinist í nýju öflugu atvinnuþróunarfélagi á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Byggðastofnunar í félaginu, svo og fleiri aðila sem á einn eða annan hátt koma að atvinnuþróun á svæðinu. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 22 orð

OPINN fundur með frambjóðendum Alþýðuflokksins í prófkjöri Reyk

OPINN fundur með frambjóðendum Alþýðuflokksins í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir komandi borgarstjórakosningar verður haldinn föstudagskvöldið 16. janúar kl. 21 á Hverfisgötu 8­10. Allir velkomnir. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 735 orð

Orkuspárnefnd sendir frá sér nýja raforkuspá til ársins 2025

ORKUSPÁRNEFND spáir því, í nýrri raforkuspá til ársins 2025, að notkun forgangsorku hér á landi muni aukast um 81% fram til ársins 2005 og um 114% til loka spátímabilsins. Þessi mikla aukning stafar m.a. af aukinni notkun stóriðjufyrirtækja en í spánni eru þó eingöngu teknir með þeir stóriðjusamningar sem þegar hafa verið gerðir. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 79 orð

Páfa beðið á Kúbu

VIVIANA Diaz, níu ára kúbönsk stúlka, sýnir veggmynd af Jóhannesi Páli páfa, sem kirkjuyfirvöld í Santa Clara dreifðu í tilefni af væntanlegri heimsókn páfa til Kúbu. Jóhannes Páll mun messa í Santa Clara 22. janúar, á öðrum degi fimm daga heimsóknar sinnar. Ekki er langt um liðið síðan kúbönsk yfirvöld tóku að slaka á opinberri trúleysisstefnu sinni. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ráðherra bannaði umfjöllun um fjármál

FLUGRÁÐI var neitað um upplýsingar um fjármál flugmálastjórnar á fundi ráðsins 18. desember vegna umfjöllunar fjölmiðla um eldsneytisgjald og yfirlýsinga einstakra flugráðsmanna um þau mál. Setti Halldór Blöndal samgönguráðherra bannið. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Reikningar sendir út á tveggja mánaða fresti

SAMÞYKKT hefur verið í stjórn Hita- og vatnsveitu Akureyrar að senda út reikninga á tveggja mánaða fresti, en fram til þessa hefur verið innheimt fyrir vatnið einu sinni í mánuði. Flestar hita- og rafveitur, m.a. Rafveita Akureyrar, senda út reikninga fyrir vatns- og orkunotkun á tveggja mánaða fresti eða sjaldnar og er nú komið að því að Hita- og vatnsveita Akureyrar geri það einnig. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Reynt að koma í veg fyrir ísingu

STARFSMENN Rafmagnsveitna ríkisins á Egilsstöðum unnu í allan gærdag að viðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum eftir að nokkrar rafmagnslínur sliguðust og slitnuðu á þriðjudag. Hjá Rafmagnsveitunum fengust þær upplýsingar að síðasti bærinn á Héraði hefði fengið rafmagn um hálfsjö í fyrrakvöld og að í Mjóafirði hefði rafmagn verið komið á klukkan rúmlega átta. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Samgönguráðherra um eldsneytisgjald Oftekið gjald end-

"VIÐ munum fara að lögum varðandi innheimtu gjalds af flugvélaeldsneyti og komi í ljós að gjald hafi verið oftekið af Cargolux vegna Ameríkuflugs stafar það af misskilningi sem verður leiðréttur," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Samningurinn til sjö ára

FULLTRÚAR Norðuráls hf. og sameiginleg samninganefnd stéttarfélaga væntanlegra starfsmanna við álverið á Grundartanga undirrituðu nýjan kjarasamning sl. laugardag. Gildir samningurinn frá seinustu áramótum til 31. desember árið 2004. Starfslok við 62 ára aldur Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Sérfræðingar án samnings við Tryggingastofnun

MEÐAN deila Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðinga er óleyst og Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu kostnaðar sjúklinga eru ekki í gildi eiginlegar gjaldskrár og mjög mismunandi frá einum lækni til annars hvað heimsókn til sérfræðings kostar. Þetta á við um sjúklinga þeirra sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við Tryggingstofnun, þ.e. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 364 orð

Síðdegisblöðin sögð afskræma sannleikann

FYRRVERANDI eiginkona Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði í gær bresku síðdegisblöðin um að snúa út úr öllum staðreyndum um skilnað þeirra hjóna með því að lýsa henni sem "hefnigjarnri konu". Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Sjómenn boðaðir saman á fund á morgun

RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í gær að boða samningamenn Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins til fundar við útgerðarmenn á morgun, en þá munu samningamenn Vélstjórafélagsins einnig koma til fundar. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að þetta væri tilraun af sinni hálfu til að fá upp á yfirborðið það sem sameiginlegt væri í kröfugerðum sjómannasamtakanna. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1090 orð

Slavneskar stúlkur ganga kaupum og sölum

ÍRÍNA stóð í þeirri trú að útlitið myndi forða sér frá að daga uppi í úkraínska þorpinu sem hún ólst upp í. Fyrir nokkrum mánuðum svaraði hún auglýsingu um starf í Ísrael og hélt af stað í von um að efnast á því að dansa nektardans. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 407 orð

Soros segir Hong Kong dal lækka ef Kína lækki gengi

GEORG SOROS, hinn kunni ungverskættaði fjárfestir, segir að tengsl Hong Kong dollars við bandarískan muni ekki geta haldizt ef Kínverjar grípi til gengisfellingar. "Binding Hong Kong dollars við Bandaríkjadal er dýrkeypt," sagði hann í viðtali við þýzka vikublaðið "Die Zeit." "Ef gengi kínverska gjaldsmiðilsins verður fellt mun bindingin ekki haldast. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

FYRSTU umferð í spurningakeppni Baldursbrár er nú lokið en önnur umferð hefst á föstudagskvöld, 16. janúar kl. 20.30 í Glerárkirkju. Liðin sem komust áfram og keppa eru Dagur og Karlakór Akureyrar Geysir, Símamenn og Sunnu- og Stjörnuapótekin, Rúvak og Ásprent/Pob, trillukarlar úr Bótinni og eldri borgarar. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Stígur í Fossvogsgarði gafst ekki vel

FÆRSLA almenns göngustígs inn í Fossvogskirkjugarð fyrir þremur árum gafst ekki vel og var stígurinn færður úr garðinum aftur, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Styrkur til stuðnings nýjungum í læknisfræði

HIN árlega afhending styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, sem stofnaður var skv. ákvæði í erfðaskrá þeirra hjóna hefur farið fram. Til sjóðsins rann hluti eignar þeirra í Silla og Valda. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Suðurskautsfararnir komnir heim

SUÐURSKAUTSFARARNIR Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason komu til Íslands snemma í gærmorgun eftir samtals um fjörutíu tíma flugferð frá Suðurskautslandinu. Um tvær vikur eru nú frá því að þeir fögnuðu lokum göngu sinnar til suðurskautsins, en veður hefur tafið heimferðina. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 369 orð

Söluskylda brot á eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu

SÖLUSKYLDA alls sjávarafla á opinberan fiskmarkað bryti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hún færi einnig í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem lögin gætu ekki náð til fiskvinnslu um borð í frystiskipum. Þetta er niðurstaða Viðars Más Matthíassonar lagaprófessors, en hann vann álitsgerð um þetta mál að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Söngtónleikar

SÖNGTÓNLEIKAR verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju næstkomandi laugardag, 17. janúar, kl. 15. Fram koma Margrét Sigurðardóttir sópran og Magnús Friðriksson tenór, píanóleikari er Richard Simm. Á efnisskrá eru þekkt einsöngs- og tvísöngslög, innlend og erlend. Margrét og Magnús eru virkir þátttakendur í sönglífi á Akureyri og hafa lokið prófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Tillaga kjörnefndar samþykkt óbreytt

FUNDUR Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var á Hótel Sögu í gærkvöldi, samþykkti óbreytta tillögu kjörnefndar að skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Tillagan var samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Útboð óhjákvæmilegt

"MÉR sýnist óhjákvæmilegt samkvæmt reglum Evrópusambandsins að bjóða út styrki vegna flugs á þessa staði en mér hafði ekki dottið í hug að ESB gerði kröfur um útboð á evrópska efnahagssvæðinu þegar um jafnlágar upphæðir væri að ræða og tvær til þrjár milljónir, Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6%

VÍSITALA neysluverðs, miðað við verðlag í upphafi janúarmánaðar, hækkaði um 0,6% frá því í byrjun desember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem birtar voru í gær. Munar þar mest um hækkun markaðsverðs á húsnæði, hækkun á verði tóbaks og á gjöldum vegna fasteigna. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,8% og leiddi það til 0,14% hækkunar vísitölu neysluverðs. Meira
15. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð

Yfirvöld segja mestu hættuna liðna hjá

VONIR standa til þess að mesta hættan vegna fuglaflensunnar sé liðin hjá, að því er yfirvöld í borginni lýstu yfir í gær. Ekki er vitað um nein ný tilfelli veikinnar eftir að um 1,4 milljónum kjúklinga var slátrað fyrir hálfum mánuði. Fórnarlömb flensunnar eru nú orðin fimm en 34 ára kona lést úr lungnabólgu í vikunni eftir að hafa veikst af fuglaflensu. Meira
15. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Þarf að tengja krónu við evró

ÍSLENDINGAR þurfa að tengja krónuna við annað myntkerfi og er eðlilegast að líta til væntanlegs Efnahags- og myntbandalags Evrópu í þessu sambandi þar sem um 70% af utanríkisviðskiptum Íslendinga eru við aðildarríki Evrópusambandsins og EFTA. Þau hagkerfi sem standa utan við þróunina munu óhjákvæmilega veikjast og það mun hafa áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífskjör í umræddum löndum. Meira
15. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 494 orð

Æfingar hafnar á Söngvaseiði

ÆFINGAR eru hafnar á söngleiknum Söngvaseiði, The Sound of Music, hjá Leikfélagi Akureyrar en frumsýning verður 6. mars næstkomandi í Samkomuhúsinu á Akureyri. Með þessari sýningu verður húsið opnað gestum á ný eftir gagngerar endurbætur, einkum á áhorfendasal en í hann verða sett ný sæti. Meira

Ritstjórnargreinar

15. janúar 1998 | Staksteinar | 292 orð

»Glæpafréttir orðum auknar? VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir að líkamsárásum og innbrot

VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir að líkamsárásum og innbrotum hafi fækkað í Reykjavík árið 1997 ­ miðað við árið áður. DV og Stöð 2 fari á hinn bóginn mikinn í glæpafrásögnum í hasarfréttastíl, sem skapi ranghugmyndir um höfuðborgina. Hasarféttir og raunveruleiki Meira
15. janúar 1998 | Leiðarar | 669 orð

leiðari FJÓRTÁN MÁNUÐIR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIS INNUBRÖGÐ fjármálar

leiðari FJÓRTÁN MÁNUÐIR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIS INNUBRÖGÐ fjármálaráðuneytisins í máli, sem varðar staðfestingu á reglugerð lífeyrissjóðs, eru augljóslega óviðunandi. Ráðuneytið neitaði misserum saman að afgreiða erindi sjóðsins um breytingu á reglugerð, á þeirri forsendu að ný löggjöf um lífeyrissjóði væri á næsta leiti. Meira

Menning

15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Björk stendur upp úr

DAKOTA Smith, gagnrýnandi Addicted to Noise, setur Homogenic með Björk Guðmundsdóttur efst á lista yfir það sem stóð upp úr árinu og segir að enginn listamaður hafi lagt eins mikið upp úr framþróun og nýjungum á þessum áratug. Fyrir neðan Björk á listanum eru hljómsveitir á borð við Portishead, Radiohead og The Verve. Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 272 orð

Dagsverk Sundlaugahreinsun Hugo (Hugo Pool)

Framleiðandi: Barbara Ligeti. Leikstjóri: Robert Downey. Handritshöfundar: Robert Downey og Laura Downey. Kvikmyndataka: Joseph Montgomery. Tónlist: Danilo Perez. Aðalhlutverk: Alyssa Milano, Malcom McDowell, Richard Lewis, Robert Downey jr., Sean Penn, Cathy Moriarty, Patrick Dempsey. 92 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 16. desember. Myndin er öllum leyfð. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Djass í Mosfellsbæ

DJASSTRÍÓ Tómasar R. Einarssonar ásamt tenórsaxófónleikaranum Jóel Pálssyni leika á nýjum kaffi­ og veitingastað, Álafossföt best, í Mosfellsbæ, en hann er í hverfi hinnar gömlu ullarverksmiðju Álafoss. Tríóið skipa, auk Tómasar, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Flutt verða ný lög hljómsveitarstjórans auk klassískra djasslaga. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 1013 orð

Efnislegar vangaveltur og mannlegar víddir

ANNAR kemur frá Finnlandi og tekur ljósmyndir af raunveruleikanum, hinn frá afdal í Sviss og gerir afsteypur af raunveruleikanum. Báðir sýna verk sín um þessar mundir á sýningu í Malmö Konsthall, sem Bera Nordal stýrir. Finnski ljósmyndarinn Esko Männikkö tekur myndir af löndum sínum lengst í norðri, ekki eins og þeir séu einhverjir furðufuglar, heldur sem næmur athugandi. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 288 orð

Ekkert rúm fyrir Jesúm

ÓVENJULEG deila stendur nú yfir vegna fyrirhugaðrar byggingar svokallaðrar Árþúsundshvelfingar (Millenium Dome) í Greenwich í London. Deilt er um þátt kristninnar við skreytingu hvelfingarinnar, en einn hinna listrænu ráðgjafa við bygginguna, Terence Conran, hefur lýst því yfir að kristilegt þema sé "algerlega óviðeigandi". Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 401 orð

Fyndnin í fyrirrúmi

BÍÓMYNDIR af ýmsu tagi eru í miklu uppáhaldi en hann les líka töluvert af bókum enda lætur Júlíus, kennarinn hans, þau bekkjarsystkinin lesa bækur heima að eigin vali á hverjum degi. "Mér finnst ævintýramyndir skemmtilegastar síðan er líka gott að það sé hægt að hlæja að þeim." Meðal þeirra mynda sem Davíð Már getur horft á aftur og aftur eru myndirnar Home alone 1 og 2. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Fyrirlestrar um sýningar í Feneyjum og Kassel

HALLDÓR B. Runólfsson listfræðingur, mun halda tvo fyrirlestra á vegum Fræðsludeildar Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Sá fyrri verður föstudaginn 16. janúar og fjallar um Biennale­sýninguna í Feneyjum og hinn síðari um Documenta­X sýninguna í Kassel í Þýskalandi föstudaginn 23. janúar. Þær voru báðar haldnar sl. sumar. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Málstofu í Laugarnesi og hefjst kl. 12. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Hryllingsár óperuparsins

EITT þekktasta par óperuheimsins, hjónin Angela Gheorghiu og Roberto Alagna, horfa tæpast með söknuði til nýliðins árs, sem danska blaðið Politiken segir hafa verið sannkallað hryllingsár. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Íbúar á Sólheimum með yfirlitssýningu

NÚ stendur yfir á "loftinu" í versluninni Jóni Indíafara, Kringlunni, yfirlitssýningu á verkum íbúa Sólheima í Grímsnesi. Á sýningunni er m.a. vefnaður, s.s. mottur, dúkar, veggteppi, töskur og treflar. Kort úr endurunnum pappír og kort með myndum máluðum á silki. Málverk, myndir, auk leikfanga og skrautmuna sem unnir eru úr tré. Kerti, s.s. bývaxkerti, endurunnin kerti, skrautkerti o.fl. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 157 orð

Íslensk tónlist í New York

TÓNLISTARHÁTÍÐIN FOCUS verður haldin í New York dagana 23.­30. janúar. Þema hátíðarinnar er tónlist Norðurlandanna og ber yfirskriftina Scandinavia Today. Á sex tónleikum í Lincoln Center og Julliard Theatre verða flutt jafnmörg íslensk verk. Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð

Kryddstúlkurnar verst klæddar

LISTI Blackwells yfir tíu verst klæddu konur ársins var birtur í 38. sinn núna í vikunni og var hann stjörnum prýddur að venju. Þann vafasama heiður að verma efsta sæti féll í skaut Kryddstúlknanna bresku sem hann kallaði "fimm litríkar fegurðardísir fastar í tískutómi ... einu kryddin á jörðinni sem hafa ekkert bragð (smekk). Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 303 orð

Lesið í stjörnurnar

Í NÝJASTA tölublaði People eru hinar svokölluðu stórstjörnur beðnar að nefna uppáhalds kvikmynd, lag, bók eða sjónvarpsþátt frá árinu 1997. Þar kennir margra grasa. "Titanic er í uppáhaldi hjá mér," segir söngkonan Celine Dion. "Hún er löng en tíminn líður hratt. Maður snertir ekki á poppkorninu eða sælgætinu ­ það gleymist vegna þess að maður verður hugfanginn. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 744 orð

Listagóð söngkona

Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson fluttu söngverk eftir ellefu íslensk tónskáld. Mánudagurinn 12. janúar, 1998. SAGA íslenska sönglagsins spannar rétt ríflega hundrað árin og fyrstu einsöngslögin urði til í rómantísku andrúmslofti, hingað komnu frá Þýskalandi með viðkomu í Danmörku. Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Missti af blómaskeiði lífs síns

STEVIE Nicks, söngkona Fleetwood Mac, segir að líðan sín hafi versnað til muna eftir að hún hætti á kókaíni á níunda áratugnum. Hún segir í viðtali við tímaritið People að hún hafi fitnað, orðið háð sterkum verkjalyfjum og muni varla eftir sóló-tónleikaferð sinni árið 1989. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 97 orð

Nýjar bækur Ökunámið er eftir

Ökunámið er eftir Guðna Karlsson. Hún er ætluð ungum og verðandi ökumönnum sem eru að búa sig undir bílpróf. Kennt er hvernig á að aka bíl við ýmsar aðstæður, veitt undirstöðuþekking um bílinn og búnað hans, öll umferðarmerki og reglur eru útskýrð, og að lokum er kafli um slys og skyndihjálp. Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 483 orð

Safnfréttir, 105,7

Safnfréttir, 105,7 Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 173 orð

Sakaður um lagastuld

SVEITASÖNGVARINN Garth Brooks kom fyrir rétt fyrr í vikunni til að verjast ásökunum um lagastuld. Plötufyrirtæki Brooks var einnig lögsótt vegna brota á höfundarrétti. Að sögn stefnandans, Guy Thomas, tók Brooks lagið hans "Conviction of the Heart", sem Kenny Loggins söng inn á plötu árið 1993, og breytti því í lagið "Standing Outside the Fire. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 742 orð

Samvinna verkamanns og listamanns

HVERT er hlutverk listamannsins og hversu mikið frelsi þarf einstaklingurinn að hafa til að þroska sína fagurfræðilegu vitund? Þessu hefur listamaðurinn Ólafur Gíslason lengi velt fyrir sér og á sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8, sem verður opnuð í dag kl. 16, kynnir hann samvinnuverkefni sitt og nokkurra verkamanna sem nefnist Deila með og skipta. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 40 orð

Sjón gestur Ritlistarhópsins

SJÓN verður gestur Ritlistarhóps Kópavogs í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, í dag fimmtudag. Hann mun að þessu sinni flytja nokkur valin ljóð úr nýjum og nýlegum verkum sínum. Dagskráin stendur frá kl. 17­18 og er aðgangur ókeypis. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Tsjekhov enn á fjölunum í Kópavogi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda þrjár sýningar til viðbótar á einþáttungunum Með kveðju frá Yalta, sem Leikfélag Kópavogs frumsýndi 4. október sl. Sýningin samanstendur af þremur köflum, Bónorðinu, Um skaðsemi tóbaksins og Birninum, sem allir eru eftir Anton Tsjekhov. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 84 orð

Vatnslitamyndir í Safnhúsinu á Húsavík

FYRIR nýliðin jól sýndi fjöllistamaðurinn Sigurður Hallmarsson 27 málverk, vatnslitamyndir, í Safnhúsinu á Húsavík. Flestar myndanna voru landslagsmyndir frá ýmsum stöðum víðsvegar um landið, aðallega þó sunnan heiða frá sl. sumri. Í anddyri Safnhússins héngu 19 myndir, sem Sigurður málaði á sínum tíma af gömlum húsvískum sjómönnum, en Kristján Ásgeirsson, Höfða hf. Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 320 orð

Vitsmunaat menntskælingja að hefjast

FYRSTA umferð "Gettu betur", árlegrar spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst þriðjudaginn 20. janúar. Fyrri hluti keppninnar fer fram á Rás 2 Ríkisútvarpsins þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 20.30­21.30 frá 20. janúar til 6. febrúar. Úrslit þessa hluta ráða hvaða lið komast í úrslitakeppnina sem sýnd verður í Sjónvarpinu. Meira
15. janúar 1998 | Menningarlíf | 784 orð

"Þannig vöxum við frá fallegu fjöllunum í eitthvað enn þá stærra"

AJU ER málari, skáld, heimspekingur og kennari og fyrst og fremst er hann ákaflega hlý persóna og það stafar töfrum af lífsgleði frá honum. Kristján Aju er barn náttúrunnar og stemmningin ræður miklu hvort sem hann málar landslag, Meira
15. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 638 orð

Þar sem Astrógenið flæðir

ÍMYND skemmtistaða mótast af tvennu: þeim sjálfum og fólkinu sem sækir þá. Astró í Austurstræti hefur það orð á sér að vera staður "fallega fólksins" og sumir ganga svo langt að segja að sumir gestirnir séu snobbhænsn. Það skal látið liggja milli hluta, en víst er að staðurinn sjálfur er huggulegur. Meira

Umræðan

15. janúar 1998 | Aðsent efni | 384 orð

Atorkukonu í borgarstjórn

SENN líður að prófkjörsdegi Reykjavíkurlistans þar sem allir stuðningsmenn listans hafa atkvæðisrétt. Aukinn gaumur verður gefinn að vilja fólksins við val einstaklinga en minni að vilja flokkanna og því ber að fagna. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 568 orð

Ásgeiri Sverrissyni blaðamanni svarað

ÁSGEIRI Sverrissyni blaðamanni virðist koma á óvart að ég taki mark á skrifum hans og þeim boðskap sem birtist í grein þeirri sem hann skrifar í Morgunblaðið 1. ágúst sl. Ásgeir svarar mér í Morgunblaðinu s.l. laugardag, en deginum áður hafði birst grein eftir mig í Mbl. þar sem ég gagnrýndi skrif blaðamannsins og neikvæða afstöðu hans til stjórnmálamanna. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 1308 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

GUNNAR Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið 8. janúar 1998 undir fyrirsögninni "Dagsbrún og Framsókn ­ hagsmunafélag þaulsetinna valdhafa." Þar tjáir Gunnar sig í fyrsta sinn um lög Dagsbrúnar og Framsóknar ­ stéttarfélags, sem þó hafa verið lengi í smíðum. Greinin einkennist af neikvæðni í garð nýju laganna. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 2804 orð

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ SPÍTALAREKSTRINUM Í REYKJAVÍK

Sameina á hátæknisjúkrahúsin tvö undir eina stjórn, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, og gera langtíma þjónustusamning við hinn sameinaða háskólaspítala. Á undanförnum árum hafa fjölmiðlar margsinnis gefið landsmönnum þá mynd af íslenskum spítalarekstri, að á þeim bæjum sé víða stöðugur og alvarlegur vandræðagangur, hvað reksturinn varðar. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 880 orð

Matarlyst og fínar línur

Í UPPHAFI nýs árs eru strengd árleg heit um bættar matarvenjur. Sérfræðingar í næringarfræðum eru teknir tali, fitubrennslunámskeið eru í boði á heilsuræktarstöðvum og girnilegir megrunarkúrar eru á síðum blaða og tímarita. Þrátt fyrir góðan ásetning reynist oft erfitt að losna við aukapundin. Stundum reynast þau verða hrein viðbót við þaulsetin aukapund frá síðasta ári. Meira
15. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Nafnlaust níð í Morgunblaðinu

ÞAÐ er vægast sagt skelfileg tilhugsun að þurfa að ætla Matthíasi Johannesen og Styrmi Gunnarssyni allan þann sjálfbirgingshátt, fáfræði og hreina mannvonsku sem birtist í örstuttri grein Víkverja laugardaginn 10. janúar. Nafnlausar blaðagreinar eru þó á ábyrgð ritstjóra og yfirleitt taldar túlka stefnu blaðsins. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 394 orð

Nauthólsvík baðströnd á ný

STÓRUM áfanga í hreinsun strandlengju Reykjavíkur er náð með tilkomu skólphreinsistöðvarinnar við Ánanaust. Fjörur borgarinnar voru mengaðar og hefur það m.a. átt þátt í því að eyðileggja náttúrulegt lífríki þeirra. Með nýju holræsakerfi borgarinnar verður strandlengjan hrein og um leið skapast nýir möguleikar til útivistar og umhverfisfræðslu. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 422 orð

Stórátak í tölvuvæðingu grunnskóla borgarinnar

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti tillögu fræðsluráðs um að gert verði stórátak í tölvuvæðingu grunnskólanna árið 1998. Þegar er búið að bjóða út kaup á 325 tölvum. 1.Tölvur í tölvuverum skóla með 386-vélar verða endurnýjaðar. Gamlar tölvur verða nýttar í kennslustofum fyrir kennsluforrit sem gera ekki miklar kröfur til vélbúnaðar. 2. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 505 orð

Uppbygging leigumarkaðar í Reykjavík

HÚSNÆÐISNEFND Reykjavíkur selur í félagslega eignaríbúðakerfinu um 400 íbúðir á ári. Á sama tíma eru yfir 100 félagslegar eignaríbúðir seldar nauðungarsölu hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir viðkomandi. Hvernig stendureiginlega á þessu? Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 1033 orð

Velferð margra er í veði

Á UNDANGENGNUM árum hafa allmiklar umræður orðið um hversu ákvarða skyldi um tengsl launa í landinu annars vegar og bóta almannatrygginga hins vegar. Áður fyrr var lengi miðað við breytingar á ákveðnum grunnlaunataxta Dagsbrúnar, en með tíðum taxtatilfærslum þótti það ekki góð viðmiðun og upp tekið viðmið við meðalvikukaup verkafólks. Meira
15. janúar 1998 | Aðsent efni | 560 orð

Æska landsins er fjöregg sem hlúa verður að

ÞAÐ ER mikilvægt í nútíma þjóðfélagi að standa vörð um uppeldi barna, menntun þeirra og heilbrigði. Ísland á fáar auðlindir aðrar en fiskinn í sjónum og fallvötnin. Við verðum því að nýta hæfileika einstaklinga til fulls og gera sem mest úr því sem við eigum. Það er ekki auðvelt að koma börnum sínum til manns þegar báðir foreldrar vinna úti. Meira

Minningargreinar

15. janúar 1998 | Minningargreinar | 1394 orð

Fríða Sæmundsdóttir

Þegar kær tengdamóðir er kvödd leita minningar liðinna ára á hugann. Þessar minningar eru bæði ljúfar og sárar. Þær minningar sem tengjast persónu Fríðu tengdamóður minnar eru ljúfar, en hinar sáru tengjast fremur atburðum sem lífið færir okkur. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Fríða Sæmundsdóttir

Amma Fríða var einstaklega hjartahlý manneskja sem lét okkur alltaf líða svo vel og eru minningarnar um hana margar og góðar. Við munum hversu mikið við hlökkuðum ávallt til þegar hún var að koma til Reykjavíkur í heimsókn. Við vissum að þá var í vændum mikil spilamennska langt fram eftir kvöldum. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 513 orð

Fríða Sæmundsdóttir

Létt tif og skóhljóð í Túnhúsinu við Gránufélagsgötu 5 á Akureyri hefur nú þagnað. Þær tvær heiðurskonur sem þar bjuggu síðast eru nú gengnar heim til Drottins. Húsið þeirra stendur ekki lengur á sínum stað, það hefur vikið og aðeins trén, sem þær höfðu hlúð að, minna á reitinn þeirra. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 530 orð

Fríða Sæmundsdóttir

Nú er Fríða amma dáin og upp í hugann koma margar minningar um liðna tíð og erfitt að ákveða hvar grípa skal niður. En eitt það fyrsta sem ég gerði mér grein fyrir þegar ég fór að reyna að koma hugsunum mínum niður á blað var hvað hún var í raun stór kona hún amma. Þetta finnst eflaust einhverjum furðuleg lýsing þar sem hún var mjög lágvaxin kona en þeir sem hana þekktu eru mér örugglega sammála. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 355 orð

Fríða Sæmundsdóttir

Nýlega hef ég sagt frá því í bók þegar föðuramma mín, Sigríður Ólafsdóttir, sem misst hafði mann sinn í sjóinn frá sex ungum börnum, lagði af stað frá Bolungarvík með barnahópinn í lest á litlu skipi áleiðis til Akureyrar. Þetta var árið 1915 og segir það sína sögu um hugsunarhátt ekkjunnar, að tilgangur búferlaflutninganna var að koma börnunum til mennta. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

FRÍÐA SÆMUNDSDÓTTIR

FRÍÐA SÆMUNDSDÓTTIR Fríða Sæmundsdóttir var fædd í Skálavík við Ísafjarðardjúp 5. febrúar 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sæmundur Benediktsson, sjómaður, f. 8. okt. 1857, d. 5. okt. 1912, og síðari kona hans, Sigríður Ólafsdóttir, f. 28. júlí 1870, d. 3. nóv. 1957. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 443 orð

Inga Lára Matthíasdóttir

Í annað sinn á þrem vikum tilkynnir Erna vinkona mín mér andlát systur sinnar. Hinn 16. desember sl. andaðist systirin Áslaug og hinn 5. janúar Inga Lára. Báðar höfðu þær átt við langvarandi veikindi að stríða og er því tregablandinn léttir af lausn þeirra frá veikindunum. En hugljúfar minningar æskuáranna á Patró ylja okkur alla tíð. Þau sterku tengsl sem þá mynduðust rofnuðu aldrei. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

INGA LÁRA MATTHÍASDÓTTIR

INGA LÁRA MATTHÍASDÓTTIR Inga Lára Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði 20. júní 1926. Hún lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 5. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í Fossvogskapellu 12. janúar. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 562 orð

Jónas Björnsson

Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu'í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi' að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (M.Joch. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

JÓNAS BJÖRNSSON

JÓNAS BJÖRNSSON Jónas Björnsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1958. Hann lést á Spáni 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 29. október. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Lilja Halldórsdóttir Steinsen

Elsku Lilja mín hefði orðið 75 ára í dag, 15. janúar, en hún lést 29. september sl. Í dag hverfur hugur minn aftur til þess tíma er ég hitti hana fyrst. Það var í febrúar 1995. Ég kom norður á Blönduós með Eggerti syni hennar sem tilvonandi tengdadóttir, og mér var því svolítið órótt innanbrjósts. En þessi óróleiki var ástæðulaus. Meira
15. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN

LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN Lilja Halldórsdóttir Steinsen fæddist í Reykjavik 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 29. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 4. október. Meira

Viðskipti

15. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

»Deyfð í Wall Street hefur neikvæð áhrif

FYRRI gróði vegna bata í Asíu hvarf að mestu í evrópskum kauphöllum í gær, því að ekkert varð úr hækkun, sem búizt hafði verið við í Wall Street eftir opnun þar, og ótti við fleiri áföll í Asíu eykst. Lítil breyting varð á Dow Jones vísitölu fyrst í stað þrátt fyrir spár um 30-40 punkta hækkun vegna nýs áhuga á tæknifyrirtækjum. Meira

Daglegt líf

15. janúar 1998 | Neytendur | 55 orð

25.000 hlutir á 49 krónur

Í BÓNUS Holtagörðum hefst í dag, fimmtudag, tilboð á 25.000 hlutum sem allir verða seldir á 49 krónur. Meðal annars er þar að finna pastasleifar, eggjaskera, ostaskera og ýmis önnur plastáhöld. Þá verður eitthvað um geisladiska, jólavöru, pennaveski, litabækur, sokkabuxur, barnasokka og svo framvegis. Mest er lækkunin á jólavöru. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 195 orð

39 litarefni leyfð til heimilisnota

ÞEIR sem hafa undanfarin ár verið að baka fyrir barnaafmæli eða aðrar veislur hafa rekið sig á að úrvalið af matarlit hefur verið af skornum skammti. Með nýrri aukefnareglugerð sem tók gildi í síðustu viku varð breyting á. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 167 orð

Eiga að koma í veg fyrir fylgikvilla

Á MYNDINNI má sjá heyrnartól sem gefa notendum kost á að nota farsíma án þess að halda símanum að eyranu. Símabær hefur hafið innflutning á tvenns konar heyrnartólum auk búnaðar til notkunar í ökutækjum. Önnur gerðin er sett inn í eyrað en hin utan á það. Í öðru tilvikinu er hljóðneminn í snúru sem liggur niður með kinn notandans en í hinu er hann í pinna sem gengur fram fyrir kinnina. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 75 orð

Fæðubótarefni

KOMIÐ er á markað fæðubótarefnið Phosphagens frá EAS (Experimental and applied sciences). Í fréttatilkynningu frá umboðssalanum B. Magnússyni segir að kreatín sé nú fáanlegt í formi sælgætis eða í litlum molum sem innihalda, auk kreatíns, kolvetni. Phosphagens er ætlað íþrótta- og vaxtarræktarfólki. Þá kemur fram í fréttatilkynningunni að einnig er komið á markað fæðubótarefnið CLA. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 37 orð

Heilsuvika í Hagkaupi

Í DAG, fimmtudag, hefst heilsuvika í verslunum Hagkaups. Í fréttatilkynningu frá Hagkaupi kemur fram að ýmsar vörur eru á tilboði þessa viku, viðskiptavinum stendur til boða ókeypis fitumæling og að smakka á heilsusamlegum fæðutegundum. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 428 orð

Kalk og D-vítamín draga úr beinbrotum aldraðra

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn hormónagjafar til að draga úr beinþynningu eftir tíðahvörf kvenna. Enn eitt vopnið gegn beinbrotum í hálku hefur komið í ljós því rannsókn sem birtist 4. september í New England Journal of Medicine, sem er eitt virtasta tímarit sinnar tegundar, sýnir og sannar að beinbrot séu færri hjá fólki eldra en 65 ára, sem tekur kalk og D-vítamín saman. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 155 orð

Löggildingarstofa Sölubann á loftljós

FYRIR nokkru bárust Löggildingarstofu upplýsingar um skemmdir á loftklæðningu af völdum loftljóss af gerðinni Serie Plafon nr. 2061/32 frá fyrirtækinu Cristalmet SL á Spáni. Í fréttatilkynningu frá Löggildingarstofu kemur fram að um er að ræða flatan, kringlóttan kúpul á málmgrunni, sem smellt er upp í loft. Meira
15. janúar 1998 | Neytendur | 98 orð

Pro Viva heilsudrykkur

Í TILEFNI heilsudaga í Hagkaupi dagana 15.- 22. janúar setur Hagkaup í samvinnu við Sól- Víking hf. á markaðinn heilsudrykkinn Pro Viva með ávaxtabragði. Í fréttatilkynningu frá Hagkaupi kemur fram að Pro Viva er hafraþykkni sem er gerjað með mjólkursýrugerlum og drykkurinn er síðan bragðbættur með ýmsum ávöxtum. Meira

Fastir þættir

15. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
15. janúar 1998 | Fastir þættir | 246 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir. Meira
15. janúar 1998 | Fastir þættir | 120 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sameiginleg bridskv

Spilaðir verða eins kvölds tölvureiknaðir tvímenningar með forgefnum spilum á fimmtudagskvöldum. Veitt verða rauðvínsverðlaun fyrir efsta sætið í hvora átt. Spilamennska byrjar kl. 19.30 og keppnisstjóri er Ísak Örn Sigurðsson. Allir spilarar eru velkomnir og Ísak aðstoðar við myndun para á staðnum. Meira
15. janúar 1998 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Kristjáns Más vann Suð

Mótið fór fram í Framhaldsskóla Vestmannaeyja föstudaginn 9. janúar og laugardaginn 10. janúar, með þátttöku 11 sveita. Eftir harða baráttu tókst sveit Kristjáns Más Gunnarssonar að endurheimta Suðurlandsmeistaratitilinn, sem aldrei þessu vant gekk þeim úr greipum 1997. Með Kristjáni spiluðu þeir Helgi Grétar Helgason, Guðjón Einarsson, Björn Snorrason og Vilhjálmur Þór Pálsson. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Herborg Hjelm og Sævar Guðjónsson. Heimili þeirra er að Fróðengi 18, Reykjavík. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst '97 í Lágafellskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Guðbjörg Erla Úlfarsdóttir og Viðar Leósson. Heimili þeirra er í Stakkhamri 8, Reykjavík. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október '97 í Fella- og Hólakirkju af sr. Guðmundi K. Ágústssyni Katrín Gunnarsdóttir og Gunnþór Jónsson. Heimili þeirra er að Berjarima 3, Reykjavík. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí '97 í Kópavogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Marý Þorsteinsdóttir og Rúnar Tómasson. Heimili þeirra er í Fróðengi 10, Reykjavík. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí '97 í Dómkirkjunni af sr. Sigurði Arnarsyni Ingibjörg Sigfúsdóttir og Kristinn I. Lárusson. Heimili þeirra er í Ásgarði 6, Garðabæ. Meira
15. janúar 1998 | Fastir þættir | 561 orð

Bygging, ar Egypta og soðning Íslendinga

ÞAÐ eru 5000 ár síðan Imhotep byggingameistari og arkitekt Zosers faraós lét Egypta byggja úr tilhöggnum steinum í stað sólþurrkaðs leirs. Byggingastíls hans gætir enn í dag svo sem í húsinu í tjörninni í Reykjavík. Meira
15. janúar 1998 | Dagbók | 653 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 536 orð

Hver kannþessi erindi? VELVAKANDA barst eftirfarandi:

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Kæri Velvakandi. Ég vona að þú getir hjálpað mér að finna þann sem kann fleiri erindi við þetta kvæði: Kaffi, hættu að þamba kaffi. Taugar veiklar Tyrkja drykkur sá, heilsu spillir, gerir börnin grá. Slíkt herjans eitur svart það hentar börnum vart. Meira
15. janúar 1998 | Í dag | 395 orð

MRÆÐUR um mögulega einræktun manna hafa verið líflegar síð

MRÆÐUR um mögulega einræktun manna hafa verið líflegar síðan breskir vísindamenn upplýstu á síðasta ári að þeim hefði tekist að einrækta kind. Fram að því hafði hugtakið einræktun, eða klónun, verið talið eiga best heima í vísindaskáldsögum. Meira
15. janúar 1998 | Fastir þættir | 163 orð

(fyrirsögn vantar)

Aðalsveitakeppni Bridsfélags Húsavíkur er að þessu sinni haldin í boði Landsbanka Íslands hf. á Húsavík. 8 sveitir mættu til leiks í fyrstu umferð. Spilaðir eru 24 spila leikir með forgefnum spilum og fjölsveitaútreikningi. Að lokinni fyrstu umferð er staða efstu sveita þannig: Þórir Aðalsteinsson25 Björgvin R. Meira

Íþróttir

15. janúar 1998 | Íþróttir | 275 orð

1. DEILD KVENNA

FH - Grótta/KR27:19 Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 5:3, 5:5, 8:5, 10:6, 11:7, 11:9, 12:11, 13:12, 16:12, 19:14, 21:17, 23:18, 27:18, 27:19. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7/3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 5, Hildur Erlingsdóttir 4, Björk Ægisdóttir 4, Eva Albrectsen 4, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Hafdís Hinriksdóttir 1/1. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 347 orð

Arsenal hafði það í vítakeppni á Vale Park

Arsenal hrósaði happi á móti Port Vale í aukaleik liðanna í 3. umferð Ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi, vann 4:3 í vítakeppni. Markalaust var eftir 90 mínútur en Dennis Bergkamp skoraði fyrir gestina þegar 10 mínútur voru liðnar af framlengingu. Wayne Corden jafnaði átta mínútum fyrir leikslok. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 316 orð

Auðveldur sigur ÍR-inga ÍR-ingar áttu ekki í miklum vand

Auðveldur sigur ÍR-inga ÍR-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Breiðablik að velli í 1. deild karla í handknattleik í Smáranum í gærkvöldi og urðu lyktir leiksins 31:21 gestunum í vil. Blikar sitja þar með áfram á botni deildarinnar og hafa enn ekkert stig hlotið, en ÍR-ingar eru í 9. sæti og hafa nú hlotið 11 stig. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 112 orð

Árni Ingi og Haukur Ingi í Evrópuúrvalið

ÁRNI Ingi Pjetursson og Haukur Ingi Guðnason voru valdir í úrvalslið Evrópukeppni piltalandsliða sem fór fram hér á landi á liðnu sumri, en liðið er birt í nýútkominni skýrslu um Evrópumót yngri landsliða. Þjálfarar liðanna völdu leikmennina og Andy Roxburgh, tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, stillti 18 manna hópnum síðan upp. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 120 orð

Blikar segjast ekki skulda Heath og Brown SIGHVATUR

SIGHVATUR Blöndahl, formaður handknattleiksdeildar Breiðabliks, segir að félagið skuldi Bandaríkjamönnunum Darrick Heath og Derek Brown ekki krónu. "Við gerðum upp við þá fram til áramóta þegar þeir fóru fyrir jólin". Hann sagði að fréttin í Morgunblaðinu í gær hefði komið sér á óvart. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 74 orð

Dublin vildi ekki nýjan samning DION Dublin, sókna

DION Dublin, sóknarleikmaður Coventry, hafnaði nýjum samningi sem liðið bauð honum ­ samningi sem hefði gert hann að einum launahæsta leikmanni Englands, með 1,9 millj. ísl. kr. í laun á viku. Mörg lið hafa verið spennt fyrir að fá Dublin til liðs við sig, eins og Liverpool, Middlesbrough, Crystal Palace, Leicester og Wimbledon. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 165 orð

Eggert, Geir og Guðjón á EM-dráttinn í Ghent Eg

Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari verða viðstaddir þegar dregið verður í riðla í undankeppni Evrópukeppni landsliða í Ghent í Belgíu á sunnudaginn. Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu og Hollandi árið 2000. 49 þjóðir verða í hattinum þegar dregið verður. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 1184 orð

Fimm sigrar í sjö leikjum

PILTALANDSLIÐ Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum fæddum 1980 og 1981, hafnaði í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Þýskalandi skömmu fyrir áramót. Liðið lék sjö leiki, þar af tvo vináttuleiki, og vann fimm þeirra, en því miður voru báðir tapleikir Íslands hluti mótsins. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 199 orð

Fram og ÍBV með heimaleik

Dregið var í undanúrslit bikarkeppni Handknattleikssambands Íslands á veitingastaðnum Skólabrú í gær en áður var undirritaður samstarfssamningur við Sláturfélag Suðurlands vegna keppninnar og heitir hún SS bikarkeppnin. Í kvennaflokki tekur Víkingur á móti Gróttu-KR og ÍBV sækir Stjörnuna heim en í karlaflokki á ÍBV heimaleik á móti Val og Fram fær HK í heimsókn. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 806 orð

Fram - UMFA22:21 Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í handknattl

Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, 12. umferð, miðvikudaginn 14. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:3, 4:6, 6:8, 9:8, 11:9, 11:11, 12:12, 14:12, 17:13, 17:17, 19:17, 20:18, 20:20, 21:21, 22:21. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 437 orð

Frændur frændum verstir

ALLT frá því vaskir menn stofnuðu Hauka fyrir 67 árum hefur ríkt frændskapur millli Vals og Hauka enda bæði félögin sprottin af sama meiði. Sá frændskapur hefur þó ekki komið í veg fyrir að félögin gætu ekki tekist hressilega á stundum. Ein þeirra stunda var að Hlíðarenda í gærkvöldi. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

Grikkinn fyrstur Eitthvað skolaðist til í blaðinu í gær er fjallað var u

Eitthvað skolaðist til í blaðinu í gær er fjallað var um valið í stjörnuleikinn í körfuknattleiknum. Fyrir það fyrsta var sagt að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga og annars liðsins í stjörnuleiknum, hefði valið Helga Jónas Guðfinnsson fyrstan, en það átti að vera að hann hefði verið valinn fyrstur íslenskra leikmanna. Benedikt valdi Grikkjann Konstantionos Tsartsaris fyrstan allra. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur DHL-deild karla: Grindavík:UMFG - KFÍ20 Keflavík:Keflavík - ÍR20 Seltjarnarnes:KR - Njarðvík20 Strandgata:Haukar - Skallag.20 Hlíðarendi:Valur - Þór20 1. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 160 orð

Íshokkí

Leikið aðfaranótt laugardags: Washington - Philadelphia4:1 New Jersey - Tampa Bay4:1 Chicago - Phoenix2:4 Anaheim - Edmonton1:5 Dallas - Detroit3:3 Calgary - Florida3:3 Leikið aðfaranótt sunnudags: NY Islanders - Carolina1:2 Pittsburgh - New Jersey4:1 Toronto - Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 243 orð

JÓHANN Haukur Hafstein úr

JÓHANN Haukur Hafstein úr Ármanni keppti í stórsvigi í Hafjell í Lillehammer um síðustu helgi og hafnaði í 8. sæti og hlaut fyrir það 29,64 fis-stig, sem er hans besti árangur. Hann átti áður best 33,90 fis-stig. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 294 orð

Kínverskir sundmenn falla FJÓRIR kínverskir sun

FJÓRIR kínverskir sundmenn hafa verið dæmdir í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem tekið var af þeim áður en sundkeppni heimsmeistaramótsins hófst. Í sýnum frá þeim fannst þvagræsilyfið Triamterene sem er með öllu bannað. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 156 orð

Knattspyrna England Bikarkeppnin, 3. umferð: Darlington - Wolves0:4 -Dougie Freedman (18.), Mixu Paatelainen 2 (66., 90.),

England Bikarkeppnin, 3. umferð: Darlington - Wolves0:4 -Dougie Freedman (18.), Mixu Paatelainen 2 (66., 90.), Darren Ferguson (90.). 5.018. Aston Villa - Portsmouth1:0 Savo Milosevic (21.). 23.355. Port Vale - Arsenal1:1 Wayne Corden (112.) ­ Dennis Bergkamp (100.). 14.964. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 31 orð

Körfuknattleikur

Boston - San Antonio88:97 Charlotte - New Jersey68:81 New York - Atlanta89:91 Philadelphia - Vancouver107:89 Chicago - Seattle101:91 Houston - Dallas100:87 Cenver - Orlando84:98 Phoenix - Cleveland84:102 Portland - Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 231 orð

Létt í Eyjum Eyjamenn unnu léttan og ö

Létt í Eyjum Eyjamenn unnu léttan og öruggan sigur á Víkingum þegar þeir fengu þá í heimsókn til Eyja, 33:24. Það var smá líf í liði Víkings í upphafi og það náði að halda í við ÍBV fyrstu 10 mínúturnar; komst meira að segja í 4:3 en eftir það voru Eyjamenn komnir í réttan gír og brunuðu fram úr máttlitlum Víkingum. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 130 orð

M¨uller kemur í stangarstökkið ÞÝSKI

ÞÝSKI methafinn í stangarstökki kvenna, Andrea M¨uller, hefur samþykkt að taka þátt í stórmóti ÍR í frjálsíþróttum síðar í mánuðinum. M¨uller stökk hæst í sumar 4,30 sem var fimmti besti árangur sem náðist utanhúss á sl. ári. Í fjórða sæti varð Daniela Bartova frá Tékklandi með 4,33 m en hún kemur einnig til keppni á mótinu. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 119 orð

Nýir Evrópumeistarar krýndir

RÚSSNESKA parið Elena Berezhnaia (20 ára) og Anton Sikharulidze (21) unnu í gær Evrópumeistaratitilinn í listhlaupi á skautum í Mílanó. Þetta var fyrsti sigur þeirra á stórmóti. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Berezhnaiu því hún er með stórt ör á enninu eftir að fyrrum skautafélagi hennar, Oleg Shliakov, rak skautablað í andlit hennar fyrir tveimur árum. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 39 orð

París-Daker rallið 12. áfangi:

París-Daker rallið 12. áfangi: (Frá Timbuktu til Nema, alls 551 km)klst. 1. K. Shinozuka (Japan) Mitsubishi7:36.35 2. Fontenay (Frakkl.) Mitsubishi2.46 mín. á eftir 3. Bruno Saby (Frakkl.) Mitsubishi6.17 Staðanklst 1. Fontenay40:34.15 2. Saby12.56 á eftir 3. Shinozuka1:55. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 77 orð

Patrekur skoraði níu PATREKUR Jóhannesson

PATREKUR Jóhannesson skoraði níu mörk fyrir Essen gegn Hameln í gærkvöldi. Það dugði ekki til sigurs gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans sem fögnuðu sigir heima, 32:30. Zircke og Paulsen skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hameln, en Finnur Jóhannsson komst ekki á blað að þessu sinni. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 376 orð

Rússinn Alexander Popov hjó nærri heimsmeti

Bandaríkjamenn unnu tvenn gullverðlaun, Rússar, Kínverjar og Úkraína ein hver þjóð á þriðja degi sundkeppninnar. Mesta athygli vakti sigur kínversku stúlkunnar Chen Yan í 400 m skriðsundi en hún er eini sundmaður þjóðar sinnar sem náð hefur að sýna sitt rétta andlit á mótinu. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 516 orð

Ryan Giggs minnir æ meira á George Best

RYAN Wilson lék með unglingaliði Manchester City og var fyrirliði úrvalsliðs grunnskóla á Englandi. Þegar foreldrar hans skildu tók hann upp eftirnafn móður sinnar og þegar valið stóð um landslið tók hann land móðurinnar, Wales, framyfir England, land föðurins. Þegar kom að því að gera atvinnumannssamning fyrir sjö árum varð Manchester United fyrir valinu. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 224 orð

RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson

RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson, milliríkjadómarar í hadknattleik, dæma í úrslitakeppni EM sem fer fram í Merano og Bolzano á Ítalíu í lok maí og byrjun júní. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 543 orð

Sex sigrar í röð og spenna á toppnum

FRAMMARAR sigruðu í sjötta leiknum í röð í deildinni; lögðu Aftureldingu 22:21 í gærkvöldi og skutust þar með í annað sætið með 16 stig eins og FH og KA, en Afturelding er enn í efsta sæti tveimur stigum á undan. Leikurinn var jafn, spennandi og lengstum ágætlega leikinn, sérstaklega voru varnir félaganna sterkar. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 111 orð

Sjötti sigur Fram í röð FRA

FRAMMARAR hleyptu spennu í keppni efstu liða 1. deildar karla með því að leggja efsta lið deildarinnar, Aftureldingu, í hörkuleik í íþróttahúsi sínu, 22:21. Þetta var sjötti sigur Fram í röð í deildinni. Þá gerðu FH og KA jafntefli, 28:28, í Kaplakrika og eru þau lið nú með 16 stig ásamt Fram en Mosfellingar eru efstir með 18 stig. Valsmenn skutust upp í 5. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 52 orð

Skotfimi Annað landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu fór

Annað landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu fór fram laugardaginn 10. janúar og urðu úrslit þessi: Karlarflokkur: Sigurbjörn Ásgeirsson, Leiftra650,8 Jónas Hafsteinsson, SFK637,4 Scott Thomas, SFK633,3 Kvennaflokkur: Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Leiftra354 Krisína Sigurðardóttir, Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 220 orð

Stjörnuhrap í Garðabæ

HK hefur haft tak á Stjörnunni í handboltanum og herti það enn frekar með sigri í Garðabænum í gærkvöldi, 23:20. HK vann báða leiki sína gegn Stjörnunni í deildinni í fyrra og hefur einnig gert það í vetur. Liðin hafa auk þess leikið þrjá æfingaleiki í vetur og HK unnið þá alla. Eyjamenn áttu ekki í vandræðum með Víkinga í Eyjum, 33:24, og Breiðablik var engin fyrirstaða fyrir ÍR, 31:21. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 570 orð

Stórmeistarajafntefli

KAPLAKRIKI var vettvangur stórmeistarajafnteflis heimamanna FH og Íslandsmeistara KA í kaflaskiptum og spennandi leik. Heimir Árnason jafnaði fyrir norðanmenn þegar tíu sekúndur voru eftir með góðu undirhandarskoti neðst í hægra markhornið, en hann hefur áður reynst liði sínu dýrmætur, því hann gerði sigurmark á lokasekúndunni gegn HK í haust. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 237 orð

Sund

HM í Perth 400 m skriðsund kvenna: 1. Chen Yan (Kína)4.06,72 2. Brooke Bennett (Bandar.)4.07,07 3. Dagmar Hase (Þýskal.)4.08,82 4. Kirsten Vlieghuis (Hollandi)4.09,14 5. Julia Greville (Ástralíu)4.11,59 6. Diana Munz (Bandar.)4.11,70 7. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 103 orð

Svíar senda sjö keppendur í alpagreinum á ÓL

SVÍAR hafa ákveðið að senda aðeins sjö keppendur í alpagreinum á Vetrarólympíuleikana í Nagano, sem hefjast í næsta mánuði. Í liðinu eru fjórar konur; Pernilla Wiberg, Ylva Nowén, Martina Fortkord og Anna Ottosson. Í karlaliðinu eru: Martin Hansson, Fredrik Nyber og Patrik J¨arbyn. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 90 orð

Tryggt fyrir falli

SPÆNSKA knattspyrnufélagið Racing Santander hefur keypt óvanalega tryggingu ­ hefur tryggt sig fyrir falli í aðra deild. Eftir að hafa leikið í sex ár í annarri og þriðju deild hefur liðið haldið sér í fyrstu deild ­ er þar fimmta tímabilið í röð ­ og er um miðja deild. Félagið greiðir um 250 milljónir peseta (um 117,5 millj. kr. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 312 orð

Vaiva gaf tóninn

Vaiva gaf tóninn Vaiva Drilingaite gaf tóninn með frábærri markvörslu og lagði öðrum fremur grunn að öruggumsigri FH á Gróttu/KR í Kaplakrika í gærkvöldi 27:19. Hún varði 27 skot. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 213 orð

Venables má þjálfa áfram HÆSTIRÉ

HÆSTIRÉTTUR Englands ákvað í gær að Terry Venables, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu og núverandi landsliðsþjálfari Ástralíu, mætti ekki koma nálægt stjórnunarstörfum í fyrirtækjum næstu sjö árin en hann var fundinn sekur um mörg atriði varðandi rekstur fjögurra fyrirtækja. Venables mótmælti ekki niðurstöðunni, hafði reyndar samþykkt ákvörðunina og mætti ekki í réttinn. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 607 orð

"Við ætlæum að vera á toppnum á réttum tíma"

Leikur toppliðanna, Chicago Bulls og Seattle SuperSonics, sem beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu, varð aldrei verulega spennandi. Chicago hafði leikinn lengstum í hendi sér og sigraði 101:91 og gerði Micheal Jordan 40 stig þrátt fyrir að vera nýstiginn uppúr veikindum, hitti úr 12 af 27 skotum og úr 16 af 18 vítaskotum. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 301 orð

ÞRÍR

ÞRÍR frjálsíþróttamenn hafa verið útnefndir til árlegra verðlauna sem kennd eru við Jesse Owens. Þetta eru Haile Gebrselassie, heims- og ólympíumeistari í 10 km hlaupi, Wilson Kipketer er var ósigrandi í 800 m hlaupi karla á árinu og bætti m.a. Meira
15. janúar 1998 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Hameln - Essen32:30 Lemgo - Dormagen24:18 Staðan: THW Kiel16436:38127 TBV Lemgo15391:34823 SC Magdeburg16417:40220 TV Niederw¨urzbac16414:38919 SG Flensburg-Handewitt16428:41219 TuS Meira

Úr verinu

15. janúar 1998 | Úr verinu | 754 orð

Góð vertíð gæti skilað um fimm milljörðum

"ÞAÐ gæti nú bara farið svoleiðis að ekki verði hægt að gera neina loðnusamninga í ár vegna yfirvofandi verkfalls sjómannasamtakanna. Við erum því ekkert í góðum málum eins og stendur," sagði Halldór G. Eyjólfsson, deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Meira

Viðskiptablað

15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 1266 orð

Á að fjárfesta í erlendum hlutabréfum á nýju ári? SjónarhornReuters-fréttastofan gerði í desember könnun þar sem viðmælendur

FYRIR um ári hóf Reuters-fréttastofan að safna upplýsingum frá viðmælendum sínum á fjármálamarkaði um framtíðarhorfur á helstu hlutabréfamörkuðum. Tilgangurinn var að gera alþjóðlegum fjárfestum kleift að nálgast á einum stað samantekt á oft ólíkum skoðunum þeirra sem hafa atvinnu af að greina markaðina og hinna sem fjárfesta í þeim. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 335 orð

Barist um Bellu

DEILUR hafa risið milli símaþjónustufyrirtækjanna Markhússins og Símaþjónustunnar um það hvoru þeirra er heimilt að nota nafn Bellu símameyjar um símsvörunarþjónustu sína. Fyrirtækin hafa bæði sótt um skráningu á nafninu hjá vörumerkjaskrá og er úrskurðar að vænta fljótlega. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 67 orð

Bréf í Kværner í Noregi lækka um 9% HLUTABRÉF í norska i

HLUTABRÉF í norska iðnfyrirtækinu Kværner lækkuðu um rúmlega 9% á föstudaginn vegna spádóma um færri pantanir vegna fjármálakreppunnar í Asíu. Sömuleiðis hafði markaðsvirði Norsk Hydro lækkað um sjö milljarða norskra króna á fjórum dögum vegna Asíukreppunnar og lækkunar olíuverðs. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 130 orð

Fleiri hneykslismál í Japan

TVÖ fjögurra japanskra verðbréfafyrirtækja, sem flækzt hafa í hneykslismál, eru enn í sviðsljósinu vegna ásakana um mútur og veizlur til að afla stuðnings embættismanna. Í fyrra varð uppskátt að fjárkúgari hafði þegið mútur frá fjórum helztu verðbréfafyrirtækjum Japans. Eitt þeirra, Yamaichi Securities, varð gjaldþrota. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 129 orð

Íslensk kaupstefna haldin í Færeyjum ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands

Lögð verður áhersla á samskipti landanna á menningar- og viðskiptasviðinu, tengsl Reykjavíkur og Þórshafnar. Í kaupstefnunni taka þátt fulltrúar viðskiptalífs og stjórnmála frá báðum löndum, samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði. Íslenskum þátttakendum verður boðið að kynna vörur sínar og þjónustu á kaupstefnunni á sýningarsvæði sem sett verður upp í badmintonhöllinni í Þórshöfn. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 113 orð

Japanir með orkuver í Bretlandi

MITSUBISHI Corp og Mitsubishi Heavy Industries Ltd í Japan hafa ásamt Raytheon Co í Bandaríkjunum tryggt sér 454 milljóna dollara samning um að koma á fót einhverju stærsta jarðhitaorkuveri í Bretlandi að sögn fjármálablaðs í Japan. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 2441 orð

Krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi Miklar gengissveiflur

Krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi Miklar gengissveiflur krónunnar valda fyrirtækjum erfiðleikum Háir raunvextir halda launum niðri Fjárstýring fyrirtækja eins og ferðalag í rússíbana Óhjákvæmilegt að krónan tengist öðru myntkerfi Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 1468 orð

Land Rover lætur að sér kveða Mikil uppbygg

Land Rover lætur að sér kveða Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá bresku Land Rover-verksmiðjunum sem hafa þrefaldað framleiðsluna á undanförnum tíu árum og meðal annars náð betri fótfestu á Norðurlöndum. Með nýjasta útspilinu, Freelander-jeppanum, sækir fyrirtækið inn á nýja og stærri markaði Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 2222 orð

Látum engin tækifæri fram hjá okkur fara Nýr maður, Helgi S. Guðmundsson, tók við formennsku í bankaráði Landsbanka Íslands um

ÞAÐ vakti nokkra athygli er viðskiptaráðherra skipaði nokkuð lítið þekktan mann úr íslensku atvinnulífi, Helga S. Guðmundsson, formann bankaráðs Landsbanka Íslands. Helgi, sem setið hefur í bankaráðinu frá því 1995, tók við formennskunni um síðustu áramót, um leið og Landsbankanum var breytt í hlutafélag, Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 122 orð

Markaðsverðlaun

Ímark - félag íslensks markaðsfólks veitti Sláturfélagi Suðurlands í gær markaðsverðlaun félagsins. Auk Sláturfélagsins voru tilnefnd til verðlauna fyrirtækin Hugvit og Flugfélagið Loftur. Um SS segir m.a. í rökstuðningi fyrir verðlaunaveitingunni að hagræðing og öflug markaðshugsun hafi fleytt SS yfir mjög erfiða tíma undanfarinna missera. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 761 orð

Nýtt verslunarstórveldi að rísa?

ÞAÐ kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar skýrt var frá því á síðasta ári að nokkur fyrirtæki hefðu áform um að reisa gríðarstóra verslunarmiðstöð í Smárahvammslandi. Sumir hafa raunar gengið svo langt að spyrja hvort þessir aðilar séu með öllum mjalla. Ýmis dæmi eru um að mun minni verslunarmiðstöðvar hafi lent í erfiðleikum t.d. Borgarkringlan og Miðbær Hafnarfjarðar. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 222 orð

Ný útgáfa af Stólpa BÓKHALDSHUGBÚNAÐURINN St

BÓKHALDSHUGBÚNAÐURINN Stólpi frá Kerfisþróun ehf. hefur verið endurbættur með hliðsjón af nýjum fyrirmælum frá ríkisskattstjóra. Nýjungarnar hafa verið sendar til allra notenda með viðhalds- og þjónustusamning. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 425 orð

Ný verslun með gleraugu opnuð í Leifsstöð

NÝ gleraugnaverslun var opnuð í Leifsstöð sl. fimmtudag og býður verslunin tollfrjáls gleraugu til sölu. Áhersla er lögð á skjóta þjónustu í hinni nýju verslun og segja rekstraraðilar hennar að hægt sé að afgreiða öll hefðbundin gleraugu á 10­20 mínútum. Kjartan Kristjánsson, annar eigenda verslunarinnar, segir að viðbrögðin á fyrstu vikunni hafi verið góð. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 221 orð

Samkeppni um athyglisverðustu auglýsinguna

FÉLAG íslensks markaðsfólks ­ ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), efnir nú í tólfta sinn til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins. Samkeppnin er sem áður opin öllum þeim, sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila, og hafi birst í fyrsta sinn á árinu 1997. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 2751 orð

SKELJUNGUR STOKKAR SPILIN Skeljungur hf. he

SKELJUNGUR STOKKAR SPILIN Skeljungur hf. hefur ráðist í viðamikla endurskipulagningu á dreifingarkerfi sínu um allt land. Kristinn Briemræddi við Kristin Björnsson forstjóra um þessar breytingar, þróunina á olíumarkaðnum hérlendis, Flutningsjöfnunarsjóð, uppbyggingu félagsins í Helguvík o.fl. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 268 orð

SS hreppti markaðsverðlaun Ímarks

ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks, veitti Sláturfélagi Suðurlands í gær markaðsverðlaun félagsins en verðlaunaafhendingin fór fram á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu. Formaður ÍMARK, Bogi Þór Siguroddsson, sagði þar frá helstu atriðunum sem beindu sjónum forsvarsmanna félagsins að hinum tilnefndu fyrirtækjum sem voru auk Sláturfélagsins Hugvit og Flugfélagið Loftur. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 361 orð

Styrkir INFO2000 margmiðlunaráætlunar ESB

Í fyrsta lagi er um að ræða stefnumótandi verkefni sem lúta að þróun og nýtingu upplýsingaefnis til margmiðlunar, þar sem nýttar eru upplýsingar frá opinberum aðilum. Framkvæmdastjórn ESB vill með þessu verkefni tryggja að upplýsingaefni sem liggur fyrir hjá opinberum aðilum verði aðgengilegra almenningi með hjálp margmiðlunar. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 357 orð

Vextir lækka enn í viðskiptahrinu

MIKIL viðskipti urðu með ríkisskuldabréf á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar frétta af aukinni verðbólgu, en Hagstofan birti vísitölu neysluverðs fyrir janúar í gær og mældist verðbólguhraðinn í þessum mánuði 6,8% á ársgrundvelli. Talsverðar vaxtalækkanir urðu á verðtryggðum skuldabréfum í kjölfarið. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 411 orð

VM reisir nýja vöruafgreiðslu við Klettagarða

FRAMKVÆMDIR eru að hefjast við byggingu nýrrar 3.400 fermetra vöruafgreiðslu fyrir Vöruflutningamiðstöðina hf. (VM) við Klettagarða í Reykjavík. Vegna vaxandi flutninga var orðið knýjandi að stækka vöruafgreiðslu félagsins, bæða aðkomu viðskiptavina og aðstöðu til móttöku vöru. Samið hefur verið við Eykt ehf. Meira
15. janúar 1998 | Viðskiptablað | 143 orð

WorldCom á Japansmarkað

BANDARÍSKI fjarskiptarisinn WorldCom Inc hefur skýrt frá þeirri ætlun sinni að sækja inn á fjarskiptamarkaðinn í Japan og líklegt er talið að það muni leiða til harðari samkeppni og samruna fyrirtækja. WorldCommunit mun sjálft leggja ljósleiðara í Tókýó og fleiri stórborgum og hleypa þjónustu sinni af stokkunum þegar hömlur hafa verið afnumdar í fjarskiptageiranum, ef til vill í marzbyrjun. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.