Greinar föstudaginn 16. janúar 1998

Forsíða

16. janúar 1998 | Forsíða | 251 orð

"Áfangi en ekki dúsa"

"ÞVÍ fer fjarri að samningurinn sé dúsa fyrir Eystrasaltsríkin. Hann er áfangi á leið þeirra að stofnunum Evrópu beggja vegna Atlantshafsins. Það er sameiginleg framtíðarsýn Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna," segir Ronald Asmus, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við Morgunblaðið. Meira
16. janúar 1998 | Forsíða | 261 orð

Lykketoft sagður hafa leikið lykilhlutverk

SAMKVÆMT upplýsingum sem danska blaðið Jyllands-postenkomst yfir í gær um innihald rannsóknarskýrslu um færeyska bankamálið, sem lögð verður fram í dag, mun niðurstaða skýrslunnar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir nokkra af áhrifamestu stjórnmálamönnum Danmerkur. Meira
16. janúar 1998 | Forsíða | 263 orð

Ráðherranefnd ESB til Alsírs

ALSÍRSKA utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær, að ráðherranefnd á vegum Evrópusambandsins (ESB) muni halda til Algeirsborgar á mánudag. Með þessari yfirlýsingu sneru alsírsk stjórnvöld við blaðinu frá því daginn áður, þegar þau höfnuðu komu sendinefndar ESB á þeim forsendum að í henni sætu aðeins embættismenn, sem ekki hefðu umboð til viðræðna um þau alvarlegu mál sem eru tilefni ferðarinnar, þ.e. Meira
16. janúar 1998 | Forsíða | 40 orð

Snjór í Tókýó

FULLORÐINSDAGURINN var haldinn hátíðlegur í Japan í gær, en á þeim degi klæðast ungmenni sem ná tvítugsaldri á árinu viðhafnarklæðum. Tæpast var kímonóklæðnaður stúlknanna þó í samræmi við veðurfarið, því gífurleg ofankoma varð í Tókýó í gær. Meira
16. janúar 1998 | Forsíða | 192 orð

Ungmenni fái ekki að aka á nóttunni

NORSK umferðarmálayfirvöld hafa lagt til að ungir ökumenn fái fyrst eftir bílprófið ökuskírteini sem gildi ekki til aksturs að nóttu til, einkum og sér í lagi ekki aðfaranótt laugardags og sunnudags. Meira
16. janúar 1998 | Forsíða | 118 orð

Vilja Suharto burt

SUHARTO, forseti Indónesíu, boðaði í gær miklar umbætur í efnahagsmálum landsins og er vonast til, að þær geti orðið til að lina fjármálakreppuna í landinu. Meðal annars verður afnumin einokunaraðstaða ýmissa fyrirtækja, sem mörg eru í höndum barna hans, annarra ættingja og vina. Meira

Fréttir

16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 270 orð

10 ríki uppfylla ekki aðildarskilyrði EMU

GERRIT Zalm, fjármálaráðherra Hollands, segir að enn sem komið er uppfylli tíu af fimmtán aðildarríkjum Evrópusambandsins, þar á meðal Frakkland, Þýzkaland og Ítalía, ekki skilyrði Maastricht- samningsins fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 97 orð

30 neyðartilvik á dag

TÆPLEGA 30 læknisfræðileg neyðartilfelli verða um borð í flugvélum bandarískra áætlunarflugfélaga á degi hverjum, samkvæmt upplýsingum blaðsins USA Today. Að sögn blaðsins urðu 42 dauðsföll um borð í flugvélum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í fyrra og 10.471 neyðartilfelli í samtals 6,4 milljónum flugferða. Meira
16. janúar 1998 | Smáfréttir | 18 orð

AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 19

AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 í húsakynnum Alþýðuflokksins á Hverfisgötu 8­10. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 374 orð

Afköst í landvinnslu jukust um 25%

GUNNAR Larsen, framleiðslustjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., sagði að frá áramótum hafi öll afkastamet í landvinnslu félagsins verið slegin. "Eftir þær breytingar sem gerðar voru á landvinnslunni í sumar, hefur verið jafnstígandi í vinnslunni. Nú eftir áramótin kom enn frekari kippur í vinnsluna og í dag eru afköstin um 25% meiri á hvern manntíma en fyrir breytingar. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 453 orð

Afli Siglis í verkfalli ekki talinn til veiðireynslu

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Siglfirðings ehf., útgerð togarans Siglis, sem krafðist hærri hlutdeildar í aflaheimildum á úthafskarfa en kom í hlut skipsins við úthlutun í mars síðastliðnum. Hafnað var að meta til veiðireynslu um 300 tonn sem skipið hafði veitt í sjómannaverkfalli og einnig að meta til veiðireynslu þann ósýkta karfa, sem bræddur hafði verið um borð. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 418 orð

Alþjóðasamkeppni í tengslum við HM í fótbolta

FRANSKA utanríkisráðuneytið skipuleggur umfangsmikla alþjóðasamkeppni "Förum til Frakklands '98" undir merkjum heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Ætlunin er að velja þátttakendur úr hópi bestu nemenda í frönsku frá hverju landi og bjóða þeim til Frakklands á tímabilinu 30. júní til 15. júlí 1998 þegar lokahluti heimsmeistarakeppninnar fer fram. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Alþjóðlegur baráttudagur gegnviðskiptabanni á Írak Stj

ALÞJÓÐLEGUR dagur gegn viðskiptabanni á Írak verður haldinn næstkomandi laugardag. Þá verður haldinn borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni "Hættið að drepa börnin okkar". Einnig verður íslenskum stjórnvöldum afhent áskorun gegn aðild þeirra að viðskiptabanninu. Samstarfshópur sem berst gegn viðskiptabanninu hér á landi kynnti dagskrána á blaðamannafundi í gær. Meira
16. janúar 1998 | Landsbyggðin | 537 orð

Athugasemdir við mengunarvarnir

Grindavík-Borgarafundur var haldinn í Festi í lok liðinnar viku af því tilefni að lögð hafa verið fram drög að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi a

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gunnari Hilmarssyni: "Ég vísa til fréttar í Morgunblaðinu í gær undir yfirskriftinni "Nauðsynlegt að flugráðsmenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni" en blaðið hafði ekkert samband við undirritaðan út af þessari frétt sem fjallar þó að mestu um undirritaðan. Vegna ósæmilegra ummæla í þessari grein vil ég taka eftirfarandi fram. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1007 orð

Athyglin beinist að hlut Nyrups Færeyska bankamálið á rætur að rekja til efnahagskreppunnar sem gekk yfir Færeyjar en snýst um

FÆREYJAR komast aðeins á forsíður danskra fjölmiðla þegar eitthvað er að. Undanfarnar vikur hefur ekki skort efni, því danskir fjölmiðlar hafa reynt að grafast fyrir um sem flest sem skýrslan um bankamálið gæti hugsanlega snert. Hún hefur verið helsta viðfangsefni Jørgens Grønborgs lögfræðings síðan honum var falið að skrifa skýrslu um málið að undirlagi danska þingsins vorið 1995. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 859 orð

Ákvað sjálf að fara frekar í 9. sætið

GUÐRÚN Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskólans, átti frumkvæði að þeirri tillögu að hún færi í 9. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en innan kjörnefndar naut hún ótvíræðs stuðnings í 8. sætið. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Banaslys í rannsókn Var að tengja uppþvottavélina

FULLTRÚAR frá tæknideild lögreglustjóraembættisins og Löggildingarstofu vinna áfram að rannsókn slyssins er Guðmundur Elías Pálsson beið bana þegar hann var að tengja uppþvottavél á heimili sínu á þriðjudagskvöld. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Bensín lækkar um 1,20 kr.

VERÐ á bensíni lækkar í dag hjá Olíufélaginu hf. um 1,20 og kostar lítrinn af 95 oktana blýlausu bensíni þá 76 kr. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, spáir frekari lækkun á næstu vikum og gæti hún orðið allt að þremur krónum að lækkuninni í dag meðtalinni. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Betri aðstæður með nýjum troðara

NÝR snjótroðari af gerðinni Kässbohrer var reyndur í fyrsta skipti í Hlíðarfjalli í vikunni, en þar á bæ vænta menn góðs af nýjum troðara í vetur. Snjótroðarafloti Skíðastaða hefur með kaupum á þeim nýja yngst verulega, en fyrir eru tveir eldri troðarar, annar 19 ára gamall og hinn 10 ára. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 911 orð

Birting laga og reglna telst vart aðgengileg almenningi

UMBOÐSMAÐUR Alþingis birti í gær álit þar sem gagnrýnt er fyrirkomulag birtingar þeirra gerða Evrópusambandsins (ESB), sem taka þarf upp í íslenskan landsrétt vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Blik og Kraft í nýjum umbúðum

SJÖFN hf á Akureyri hefur endurnýjað umbúðir undir Blik þvottaduft fyrir uppþvottavélar, nýju umbúðirnar eru úr plasti og leysa af hólmi gamla pappakassann sem þjónað hefur mörgum Íslendingum mörg undanfarin ár. Nýju umbúðirnar eru með öryggistappa og uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til umbúða sem innihalda þvottaefni af þessari tegund. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Boðið á bridsmót í Yokohama

ÍSLENSKT bridslið keppir í næsta mánuði á alþjóðlegu móti í Yokohama í Japan, á sama stað og Íslendingar unnu heimsmeistaramótið í brids fyrir rúmum sex árum. Mótið er haldið árlega í Japan en verður nú í fyrsta skiptið í Yokohama og að sögn Björn Eysteinssonar, sem var fyrirliði íslensku heimsmeistarana, Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Ekið á skiltabrú LÖGREGLAN í Reykjavík biður ökumann flutninga

LÖGREGLAN í Reykjavík biður ökumann flutningabíls sem ók með háfermi á skiltabrú á Reykjanesbraut norðan Stekkjarbakka í fyrradag að gefa sig fram. Talið er að ekið hafi verið á brúna milli klukkan 15 og 16.30. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 688 orð

Ekki á að setja sérreglur sem skapa rugling og óvissu

EINAR S. Einarsson, forstjóri Visa Ísland, segir að úrskurður samkeppnisráðs um niðurfellingu skilmála greiðslukortafyrirtækja sé ótímabær. Visa ákvað í gær að skjóta úrskurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála innan tilskilins fjögurra vikna frest. Einar segir skilmála Visa sambærilega þeim skilmálum sem gilt hafa í alþjóðlegum greiðslukortaviðskiptum til þessa. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 281 orð

Ekki fjölskylduvæn stefna

NOKKUR urgur er í foreldrum barna á leikskólum á Akureyri vegna 10% hækkunar á leikskólagjöldum sem taka gildi um næstu mánaðamót, 1. febrúar. Fulltrúar foreldra mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa síðastliðið mánudagskvöld og létu skoðanir sínar í ljós. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Enn kólnar hann

ÞAÐ ER eins gott að vera vel klæddur eins og þessar konur á Laugaveginum þegar frostið bítur og vindurinn næðir um borgarbúa. Í Reykjavík er spáð enn kólnandi veðri, sex til átta stiga frosti í dag. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fjallað um málstefnu Íslendinga 1700­1850 FÉLAG um átj

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina Málstefna Íslendinga 1700­ 1850 laugardaginn 17. janúar nk. í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrarsal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. Flutt verða fjögur erindi sem hér segir: Svavar Sigmundsson, dósent í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands: Íslenskan og upplýsingar. Yfirlit. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Fjölbreytt dagskrá á 90 ára afmæli Gerðahrepps

Í ÁR eru liðin 90 ár frá því Gerðahreppur varð sjálfstætt sveitarfélag. Formleg staðfesting um það var gefin út 15. júní 1908. Fyrsti fundur hreppsnefndar var haldinn 17. júlí 1908. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta með fjölbreyttri dagskrá. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 385 orð

Frumkvöðlar Cargolux fá alþjóðlega viðurkenningu

FJÓRIR frumkvöðlar að stofnun Cargolux flugfélagsins eru meðal ellefu manna sem fengu nýlega viðurkenningu The International Air Cargo Association, TIACA, sem eru alþjóðleg samtök fraktflutningafélaga. Var viðurkenning þessi veitt í fyrsta sinn á dögunum fyrir framúrskarandi störf að flugflutningum. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fyrirlestur um ofnæmi UNNUR Steina Björnsdóttir flytur fyrirle

UNNUR Steina Björnsdóttir flytur fyrirlestur í röðinni Undur líkamans ­ furður fræðanna í Háskólabíói laugardaginn 17. janúar í sal 3. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 og öllum er heimill ókeypis aðgangur. Í tilkynningu segir: Ofnæmi og astmi eru meðal algengustu sjúkdóma á Vesturlöndum. Þessir kvillar hafa verið ítarlega rannsakaðir og er myndun þeirra bæði háð erfðum og umhverfi. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Færeyskir þjóðdansar í Drangey

FÆREYINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður 55 ára á þessu ári. Af því tilefni verða gestir félagsins Dansfélagið "Tøkum lætt" frá Þórshöfn í Færeyjum og sýnir færeyska þjóðdansa. Laugardaginn 16. janúar kl. 21 kemur hópurinn fram, ásamt dansfélagi Færeyingafélagsins, í Drangey, Stakkahlíð 17. Þann sama dag kl. 14 mun "Tøkum lætt" sýna þjóðdansa í Kringlunni, á 2. hæð. Sunnudaginn 18. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 171 orð

Gífurlegt tjón í Kanada

BÆNDUR í St. Albert í Ontario í Kanada misstu fjölda nautgripa af völdum óveðursins er gekk yfir austurhluta fylkisins, Quebec og Atlantshafsfylkin í vikunni sem leið. Margir kálfar drápust er þeir fengu raflost, aðrir úr lungnabólgu. Meira
16. janúar 1998 | Miðopna | 164 orð

Grundvöllur frekari samskipta

"VIÐ lítum á samninginn sem grundvöll að frekari samskiptum Eystrasaltsríkjanna og Bandaríkjanna. Í honum er dregið saman í hverju samskiptin felast, segir Ihtel Hellispi, talsmaður eistneska utanríkisráðuneytisins um samstarfssamning Eystrasaltsríkjanna og Bandaríkjanna sem undirritaður verður í dag. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Grænlendingar yrðu að greiða fyrir gæslu

BANDARÍSK stjórnvöld hafa út af fyrir sig ekkert á móti aðild Grænlendinga að samningaviðræðum við Dani í framtíðinni um afnot af bandarískum herstöðvum á Grænlandi. Kom það fram í samtali sem grænlenska útvarpið átti í fyrradag við Edward E. Elson, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, sem heimsótti Grænland í vikunni. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Hægrimenn krefjast afsagnar Jospins

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, kvaðst í gær ætla að biðja franska hægrimenn afsökunar á ummælum sínum um þátt þeirra í aldargömlu hneykslismáli og þrælahaldi sem var afnumið fyrir 150 árum. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Íbúum fækkaði um fimmtung

ÍBÚUM í Borgarfirði eystra fækkaði um 25 á síðastliðnu ári. Íbúarnir voru 134 1. desember 1996 en 109 1. desember 1997. Magnús Þorsteinsson, oddviti í Borgarfirði, segir að aðallega hafi það verið fjölskyldur sem hafi flust á brott. Hann segir það mikið íhugunarefni hvers vegna þessi þróun hafi orðið í byggðarlaginu. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Í fínu formi

SÍFELLT fleiri Íslendingar stæla sig og hrista af sér aukakílóin með því að hjóla sem mest þeir mega við undirleik taktfastrar tónlistar á hinum svokölluðu spinninghjólum. Hjólreiðafólkið puðar og púlar, svitinn bogar af því og samviskan batnar til muna eftir hreyfingarleysi og matarveislur jólanna. Þetta einbeitta fólk sem hér sést var að hjóla í Mætti í hádeginu í gær. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 459 orð

Íslendingar voru meðal frumherjanna

ALGERT bann við einræktun manna var undirritað af hálfu nítján ríkja Evrópuráðsins í París í vikunni. Þessi viðaukasamningur við sáttmála um mannréttindi og lífsiðfræði, sem kenndur er við Oviedo, er fyrsta samkomulag þessa efnis sem binda mun margar þjóðir. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Jákvætt hjónabandsnámskeið

JÁKVÆTT námskeið um hjónaband og sambúð hefst í Akureyrarkirkju sunnudaginn 8. febrúar kl. 15.30. Slík námskeið hafa verið haldin á vegum Hafnarfjarðarkirkju með góðum árangri og hafa um 400 manns sótt þau. Leiðbeinendur eru þau sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju og sr. Guðný Hallgrímsdóttir sem starfar á Fræðsludeild þjóðkirkjunnar. Meira
16. janúar 1998 | Miðopna | 1634 orð

Kjarasamningur Norðuráls hf. við Rafiðnaðarsambandið og fi

ÁKVÆÐI nýs kjarasamnings Norðuráls hf. við Rafiðnaðarsambandið og fimm verkalýðsfélög í Hvalfirði, Borgarnesi og á Akranesi, um lífeyrisgreiðslur í séreignarsjóði, skipulag svokallaðrar liðsvinnu og um árangurstengd laun, vekja umtalsverða athygli. Skv. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Kosið um sameiningu í Mýrasýslu

SAMEININGARNEFND sveitarfélaga í Mýrasýslu hefur ákveðið að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í sýslunni laugardaginn 14. febrúar næstkomandi. Kynningarfundir verða á svæðinu 2. til 9. febrúar. Meira
16. janúar 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Landsbankaútibúið á Húsavík 35 ára

Húsavík-Útibú Landsbanka Íslands á Húsavík tók til starfa 2. janúar 1963 og var tímamótanna minnst m.a. með því að bjóða Þingeyingum til veglegra veitinga þegar opnað hafði verið eftir áramótin. Heimsótti fjöldi manna bankann þrátt fyrir að boðið hefði borið upp á "fyrsta vetrardag" líðandi vetrar sem lengi mun í minnum hafður. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Landssímanum boðin þátttaka

LANDSSÍMANUM hf. hefur verið boðin aðild að nýju alþjóðlegu ljósleiðaraneti, Oxygen, sem flytja á alnetsboð á milli meira en 170 landa. Að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, framkvæmdastjóra þjónustusviðs fjarskipta hjá Landssímanum, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort Ísland tengist þessu neti enda hönnun kerfisins nýhafin. Gera ráð fyrir Vestmannaeyjum Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

LEIÐRÉTT Nafnarugl Skrifstofustjóri Innkau

Skrifstofustjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar heitir Marinó Þorsteinsson. Rangt var farið með nafn hans bæði í Morgunblaðinu í fyrradag og eins í blaðinu í gær, í leiðara og í leiðréttingadálki. Í leiðréttingadálki tókst ekki betur til við leiðréttinguna en svo, að hún var röng. Hlutaðeigandi er beðinn velvirðingar á þessu rugli. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Líflegt í líkamsræktinni Hluti af lífsstíl sífellt stærri hóps

FJÖLDINN allur af fólki strengir þess heit um áramót að taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti, t.d. með því að borða minna og hreyfa sig meira. Því er janúarmánuður oftast líflegur tími í líkamsræktarstöðvunum og á forsvarsmönnum þeirra stöðva sem Morgunblaðið ræddi við er að heyra að þar sé líf og fjör, jafnvel ívið meira en áður á þessum árstíma. Meira
16. janúar 1998 | Landsbyggðin | 184 orð

Línumenn RARIK gera við á Háurð

Vaðbrekku, Jökuldal-Endurvarpsstöð sjónvarps, útvarps og NMT farsíma á Háurð, sem var rafmagnslaus síðan á sunnudagskvöld, komst í samband aftur á miðvikudag. Línuviðgerðarflokkur RARIK á Egilsstöðum vann að viðgerðinni og samband komst á um klukkan þrjú. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 286 orð

Mannskæð aurskriða í Perú AÐ MINNSTA kosti 14 manna var sakna

AÐ MINNSTA kosti 14 manna var saknað í gær eftir að aurskriða féll á þrjá bæi í Perú. Embættismenn sögðu að tugir manna kynnu að hafa beðið bana og nokkrir fjölmiðlar sögðu að allt að 150 manns væri saknað. Þúsundir manna höfðust við á fjalli nálægt bæjunum eftir skriðuna. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 354 orð

Markaðurinn fer vaxandi vegna meiri strandveiða

FYRIRTÆKIÐ DNG-Sjóvélar hf. hefur verið í landvinningum í Argentínu síðustu mánuði, auk þess sem fyrirtækið hefur verið að auka sölu á búnaði sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Kristján Jóhannesson, framkvæmdastjóri DNG-Sjóvéla, sagði í samtali við Morgunblaðið að á vesturströndinni væri verið að flytja sífellt meira af heildarfiskveiðikvótanum yfir á strandveiðar, Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Mat á umhverfisáhrifum Þjórsárdalsvegar

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á frummati á umhverfisáhrifum lagningar nýs Þjórsárdalsvegar í Árnessýslu, frá gatnamótum við Búrfellsstöð að Þjórsá við Sandafell. Um er að ræða 3,5 kílómetra langan nýjan vegarkafla og er ætlað að lagning vegarins stytti leiðina um 2,1 km miðað við núverandi veg. Áformað er að framkvæmdir hefjist um miðjan apríl og ljúki í júní. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Með 130 g af amfetamíni

MAÐUR var handtekinn, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum, á Keflavíkurflugvelli í fyrradag. Reyndist hann bera innvortis 130 grömm af amfetamíni. Maðurinn, sem er Íslendingur, var handtekinn þegar hann kom til landsins frá Amsterdam. Var hann yfirheyrður hjá lögreglunni í Reykjavík og upplýsingar hans sannreyndar í gær. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 96 orð

Merki sýni kynhneigð starfsfólks

BANDARÍSKA fyrirtækið Xerox, sem framleiðir samnefndar ljósritunarvélar, hefur mælst til þess að starfsmenn þess setji merki á skrifborð sín og skrifstofur sem segi til um kynhneigð þeirra. Eru samkynhneigðir merktir með bleiku og gagnkynhneigðir með hvítu. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Minnast alþjóða trúarbragðadagsins BAHÁ'Í samfélagið

BAHÁ'Í samfélagið í Reykjavík mun hafa opið hús í tilefni alþjóðlega trúarbragðadagsins hinn 18. janúar í bahá'í miðstöðinni Álfabakka 12, 2. hæð, kl. 20.30. Fjallað verður um einingu trúarbragðanna. Alþjóðlegi trúarbragðadagurinn er alltaf þriðja sunnudag í janúar ár hvert og var hans fyrst minnst árið 1950 af bahá'í samfélaginu í Bandaríkjunum. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 156 orð

Morðum í Chiapas mótmælt

ÞÚSUNDIR indjána lokuðu þjóðvegum í suðurhluta Mexíkó í fyrradag og lögðu fjórar opinberar stofnanir undir sig til þess að mótmæla morði á 45 indjánum 22. desember sl. og meintu morði lögreglu á ungri stúlku í vikunni. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Móttaka forsætisráðherra

FORMAÐUR Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verður fimmtugur á morgun, laugardaginn 17. janúar. Allir velkomnir Í tilkynningu frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins segir að í tilefni afmælisins verði efnt til móttöku í Perlunni á Öskjuhlíð milli kl. 16 og 18 og séu allir velkomnir. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 396 orð

Óeirðir sagðar á ábyrgð Milosevics

SENDIMAÐUR Bandaríkjastjórnar, Robert Gelbard, sagði í gær að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, yrði að teljast bera ábyrgð á óeirðum sem brutust út í sambandslýðveldinu Svartfjallalandi á miðvikudag, en forsetaskipti urðu þar í gær. Sagði Gelbard að forsetinn yrði að teljast "ábyrgur fyrir því að veita þessum aðgerðum stuðning". Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Óskýrir reikningar frá sérfræðingum skoðaðir hjá TR

TRYGGINGASTOFNUN mun reyna eftir megni að koma til móts við sjúklinga sem hafa undir höndum óskýra reikninga frá sérfræðingum, sem hafa sagt upp samningum við stofnunina. Sjúklingar geta þó sjálfir aðgætt hvort reikningarnir séu rétt útfylltir. Margir sérfræðingar hafa hætt að nota eyðublöð frá Tryggingastofnun, eftir að þeir sögðu upp samningum við stofnunina, og nota þess í stað reikninga. Meira
16. janúar 1998 | Miðopna | 866 orð

Pólitískt vægi samningsins óumdeilt

SAMSTARFSSAMNINGUR Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna, sem undirritaður verður í Washington í dag, er í raun tákn um þá áherslu sem Bandaríkjamenn leggja á öryggi og stöðugleika við Eystrasalt. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ráða ráðum sínum í dag

STJÓRN sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði fékk í gærkvöldi endurnýjað umboð á aðalfundi sem 60­70 manns sátu. Segir Björn Pálsson formaður að stjórnin líti á þetta sem stuðning við þá ákvörðun stjórnar frá 9. janúar sl. að bjóða fjórum brottreknum félögum aðild að félaginu á ný og séu þeir í raun þar með komnir í félagið. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Ráðuneyti óskar gleggri upplýsinga

"SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur skrifað Cargolux bréf þar sem beðið er um frekari upplýsingar og gleggri greinargerð um kröfu fyrirtækisins um endurgreiðslur," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Er það varðandi kröfuna um endurgreiðslu á eldsneytisgjaldi sem lagt hefur verið á félagið í Keflavík. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Reyklaust borgarstjórnarhús BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþ

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi, að tillögu Ólafs F. Magnússonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, að gera aðsetur borgarstjórnar reyklaust. Um er að ræða fundarsal borgarstjórnar, fundaherbergi, ganga og matsal borgarstjórnarhússins. Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum gegn einu. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Rússar heiðra formann MÍR

JÚRÍ Resetov, sendiherra Rússlands, afhenti Ívari H. Jónssyni, formanni MÍR, Menningartengsla Íslands og Rússlands, Vináttuorðu Rússlands á heimili sínu á miðvikudagskvöld. Orðan er veitt að tilskipan Borísar Jeltsín, forseta Rússlands, frá 12. nóvember á síðasta ári. Ívar hlýtur orðuna fyrir mikilsvert framlag til menningartengsla Íslands og Rússlands á undanförnum áratugum. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Rætt um nýtingu afréttar í Borgarfirði

Á FUNDI íbúa Skorradalshrepps í gærkvöldi voru upprekstrarmál meðal annars til umræðu og fleiri mál er tengjast hugsanlegri sameiningu sex hreppa í Borgarfirði sem kjósa á um á morgun. Fundinum var ekki lokið seint í gærkvöld er síðast var haft samband á fundarstað. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Skatturinn skoðar rekstur veitingahúsa Hækku

SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI hefur haft til rannsóknar rekstur veitingahúsa og hafa 20-30 aðilar sætt rannsókn. Flestir tengjast rekstri veitingahúsa í Reykjavík. Embættið hefur lokið skýrslugerð vegna þessara mála en auk þeirra sæta nú 5-6 aðilar rannsókn. Embættið er einnig með til rannsóknar skattsvik í tengslum við innflutning á um 500 notuðum bifreiðum. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Skákmót

TÍU mínútna skákmót verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 16. janúar og hefst það kl. 20. Á sunnudag verður haldið fimmtán mínútna mót á sama stað og hefst það kl. 14. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

Skiptu um skóla vegna flutnings grunnskóla

UM það bil 12 börn, sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi en höfðu sótt skóla í Reykjavík, þurftu að skipta um skóla í haust og sækja skóla í heimabænum. Þetta byggist á samningi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í vor um að grunnskólanemendur skuli að jafnaði stunda nám í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheimili. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sniðið eftir Norðurlandaráði

BREZKA dagblaðið The Daily Telegraph greinir frá því á miðvikudag að hugmyndir um svokallað Bretlandseyjaráð, sem eru hluti af tillögum írskra og brezkra stjórnvalda til lausnar deilum á Norður- Írlandi, séu sniðnar eftir skipulagi Norðurlandaráðs. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Stefnt að meistaranámi í umhverfisfræðum í haust

MEISTARANÁMI í umhverfisfræðum við Háskóla Íslands verður komið á fót á næstunni en nýverið tók til starfa Umhverfisstofnun háskólans sem móta mun nánari tillögur að náminu. Júlíus Sólnes prófessor, formaður stjórnar stofnunarinnar, kveðst vona að nám geti hafist þegar í haust. Námið verður til tveggja ára og gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið BA- eða BS-námi. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 553 orð

Stjórnvöld vilja ekki hafa frumkvæði að lausn sjómannadeilunnar

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA og utanríkisráðherra leggja áherslu á að aðilar að sjómannadeilunni komi sér saman um lausn í deilunni. Stjórnvöld muni ekki hafa frumkvæði að lausn hennar því þar með væri verið að taka frumkvæðið frá deiluaðilum. Ráðherrarnir segja hins vegar að stjórnvöld hljóti að stuðla að því að sú lausn, sem deiluaðilar koma sér saman um, fái brautargengi m.a. með lagasetningu. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 592 orð

Stór hlekkur í kerfi holræsa

MERKUM áfanga hefur verið náð í hreinsun strandlengjunnar við Reykjavík með gangsetningu nýrrar hreinsi- og dælustöðvar við Ánanaust. Stöðin er einn af stærstu hlekkjunum í umfangsmiklu kerfi holræsa og dælustöðva á öllu höfuðborgarsvæðinu. Með tengingu holræsa frá Garðabæ, Kópavogi og Seltjarnarnesi mun innan skamms fara um hreinsistöðina skólp frá um 120 þús. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 922 orð

Suharto boðar róttækar efnahagsumbætur

SUHARTO, forseti Indónesíu, kynnti í gær umfangsmiklar og róttækar umbætur í efnahagsmálunum og er vonast til, að þær geti komið í veg fyrir enn meiri kreppu og fjárhagslegt hrun í landinu. Ljóst er, að ráðstafanirnar munu koma illa við margra, sem nátengdir eru forsetanum, Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Sæmundur í slippnum

Morgunblaðið/Golli Sæmundur í slippnum NÚ vitum við hvernig skipamálarar fara að því að hafa stafina svona snyrtilega. Þessi var að mála nafnið á skipið Sæmund í slippnum í Hafnarfirði. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Telur meinbugi skerða réttaröryggi almennings

UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, hefur sent frá sér álit um upptöku laga og reglna í íslenskan rétt vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið eftir ákvæðum stjórnarskrár og laga um birtingu með þeim afleiðingum að aðgangur almennings að þeim hafi verið takmarkaður og réttaröryggi almennings þar með skert. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 822 orð

Tengsl skólans við sjóinn efld

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í fyrra hugmyndir nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði að tillögu Alþingis um að hafrannsóknaskipið Dröfn yrði leigt og rekið að hluta til sem skólaskip til reynslu um nokkurt skeið. Fyrir jól var samþykkt á þingi fjárveiting, 11 milljónir, til verkefnisins á þessu ári; stefnt er að tveggja ára reynslutíma. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Tónleikar í samstarfi við Einkaklúbbinn MÁLMBLÁSARAHÓPURINN Serpen

MÁLMBLÁSARAHÓPURINN Serpent heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 17. janúar í samstarfi við Einkaklúbbinn. Flutt verða verk eftir Benjamin Britten, Richard Strauss, Modest Mussorgsky og Tryggva Baldvinsson. Stjórnandi er Kjartan Ólafsson. Miðaverð er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir börn og ellilífeyrisþega. Einkaklúbburinn býður félögum sínum að kaupa tvo miða á tónleikana á verði eins. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Tónleikum aflýst

Tónleikum aflýst TÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sem fyrirhugaðir voru í Fella­ og Hólakirkju sunnudaginn 18. janúar, falla niður vegna veikinda. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Trjáklipping í kalsaveðri

ÞESSI herramaður var að klippa til tré við Bernhöftstorfuna í kalsanum í vikunni. "Veturinn er góður til trjáklippinga. Þá eru trén í dvala og greinabyggingin sést vel," segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður. "Það er meira að segja mjög heppilegt, ef fólk hefur dug og nennu til að klippa tré í þessu kalsaveðri." Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 86 orð

Tveir af þremur hlynntir EMU-aðild Austurríkis

TVEIR af hverjum þremur Austurríkismönnum eru hlynntir aðild lands síns að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Í spurningunni voru gefnar þær forsendur að myntbandalagið tæki gildi um næstu áramót og að Þýzkaland og fleiri stór ríki ESB ættu aðild að því. Úrtak könnunarinnar var 2. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 322 orð

Tæki bila unnvörpum

BILANIR í tækjum hafa gert leiðangursmönnum á Suðurskautslandinu lífið leitt undanfarna daga. Leiðangursmenn gista í tveimur gámum sem hýsa 6 manns hvor. Í þeim er eldunaraðstaða, salerni og sturta. Gámarnir eru dregnir á sleða aftan í snjóbílum sem einnig draga sleða með olíu og vísindatækjum. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tölvubúnaður fyrir 100 milljónir í Hreyfilsbíla

NÆSTA haust verður settur tölvubúnaður í alla leigubíla hjá leigubílastöðinni Hreyfli sem bæta mun mjög starfsaðstöðu bílstjóranna og auka þjónustu við viðskiptavini stöðvarinnar. Samningar hafa verið undirritaðir og er gert ráð fyrir að búnaðurinn kosti um 100 milljónir fyrir allan bílaflotann. Að sögn Sæmundar Kr. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Upplýsingahraðbraut í raforkukerfinu

VEITUSTOFNANIR Reykjavíkur hafa nú til athugunar nýja tækni til gagnaflutninga um dreifikerfi Rafveitunnar. Tæknin er tífalt hraðvirkari en það sem áður hefur þekkst og gæti að auki orðið mun hagkvæmari í notkun. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Úrskurður félagsdóms um verkbann á sjómenn kann að hafa áhrif á sk

JÓHANN Halldórsson, lögmaður Sjómannasambandsins, segir að úrskurði félagsdómur boðað verkbann Vinnuveitendasambands Íslands löglegt þýði það að Sjómannasambandið geti litið á alla félagsmenn í einstökum aðildarfélögum þess sem sína félagsmenn og Alþýðusambandið geti jafnframt litið svo á að félagsmennirnir hafi beina aðild að ASÍ. Meira
16. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Veröld Busters

NÚ eru að hefjast að nýju kvikmyndasýningar fyrir börn á vegum Norræna félagsins á Akureyri. Sýningarnar verða á Amtsbókasafninu á laugardögum kl. 11 og er stefnt að því að sýna eina mynd í mánuði. Fyrsta myndin verður sýnd á morgun, laugardaginn 17. janúar, hún er dönsk og heitir Busters verden og er eftir Bjarne Rauters Roman en leikstjóri er Bille August. Meira
16. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 60 orð

Vírus kemst hjá ónæmiskerfinu

BRESKIR og hollenskir læknar greina frá því í dag að þeir telji sig hafa uppgötvað hvernig vírus er veldur leghálskrabbameini kemst undan ónæmiskerfi líkamans. Læknarnir vonast til þess að uppgötvunin geti leitt til framfara í meðferð leghálskrabbameins, sem er eitt algengasta krabbamein meðal kvenna, og flýtt þróun bóluefnis gegn því og öðrum tegundum krabbameins. Meira
16. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Yfirlýsing frá lögreglunni í Reykjavík

BLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá lögreglunni í Reykjavík, sem Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn skrifar undir fyrir hönd lögreglunnar: "Lögreglan í Reykjavík vill leiðrétta þær röngu upplýsingar sem fjölmiðlar fengu frá henni varðandi aðdraganda að alvarlegu slysi er varð þriðjudaginn 13. janúar sl. er leiddi til þess að maður á fimmtugsaldri lést. Meira

Ritstjórnargreinar

16. janúar 1998 | Staksteinar | 331 orð

»Betur mátti gera VÍSBENDING, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, telur að

VÍSBENDING, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, telur að betur hefði þurft að gera á liðnu ári í aðhaldi í ríkisbúskapnum og niðurgreiðslu opinberra skulda. Glötuð tækifæri Vísbending segir m.a. í forsíðugrein 9. janúar sl. Meira
16. janúar 1998 | Leiðarar | 576 orð

leiðari

leiðari NÝJUNGAR Í NORÐURÁLSSAMNINGNUM JARASAMNINGUR stéttarfélaga og Norðuráls hf. Meira

Menning

16. janúar 1998 | Menningarlíf | 203 orð

40 ára afmælissýning

LEIKFÉLAG Selfoss fagnar á þessu ári 40 ára afmæli sínu. Fyrsti áfangi afmælisins fór fram á dögunum þegar félagið opnaði 40 ára afmælissýningu í leikhúsinu við Sigtún. Á sýningunni getur að líta leikmuni, sviðsmyndir, plaköt, ljósmyndir og búninga frá fjölmörgum uppsetningum leikfélagsins. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 118 orð

Annasamt hjá Roseanne

GAMANLEIKKONAN Roseanne sat fyrir svörum í Los Angeles þar sem upprennandi fjölmiðlafólk rakti úr henni garnirnar. Hún var að vonum ánægð þegar enginn sýndi einkalífi hennar áhuga og voru flestar spurningar um skemmtanaiðnaðinn. Roseanne gat hróðug sagt frá því að hún hefði nælt sér í réttinn að breska þættinum "Absolutely Fabulous. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 592 orð

ÁrslistiParty Zone

ÁRSLISTI Party Zone, sá níundi í röðinni, verður kynntur á laugardaginn á X-inu. Fróðlegt verður að sjá hvernig listi ársins lítur út í þetta skipti en árið 1997 hefur verið alveg sérlega gott í danstónlistinni, bæði hvað varðar lög, breiðskífur og safnplötur, að sögn Kristjáns Helga Stefánssonar á X- inu. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 245 orð

Efni miðaldaverka breytt í anda pólitískrar rétthugsunar

PÓLITÍSK rétthugsun hefur náð inn í breska leikhúsheiminn. Í nýrri leikgerð eftir breskum miðaldaverkum um dauða Jesú Krists hafa öll neikvæð atriði og orðræður um gyðinga verið felld út, og afstaðan til kvenna, sem þykir einkennast af karlrembu, hefur verið tekin til endurskoðunar. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 714 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð220.55Svarta gengið (Black Velvet Band, '96), er áströlsk sjónvarpsmynd um fimm smáglæpamenn sem ásælast krýningardjásn bresku krúnunnar 1848 og hljóta bágt fyrir. Dæmdir í lífstíðar útleigð í sakamannanýlendunni Ástralíu, en sleppa af skipi í Höfðaborg og segir myndin síðan af ævintýrum þeirra í Afríku. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 218 orð

Halaleikhópurinn frumsýnir Búktalarann

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Búktalarann eftir Þorstein Guðmundsson í Hátúni 12 í kvöld, föstudag, kl. 20. Leikritið gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma er hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, s.s. töframenn, söngvarar og fimleikafólk. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 868 orð

Hauslausir einræktungar og misskilningur Huxleys Lee M. Silver: Remaking Eden. Cloning and Beyond in a Brave New World. Avon

SKÖMMU fyrir hrekkjarvökuna í október sl. birti breska blaðið Times grípandi hryllingssögu um líffræðing við Bath- háskóla sem hafði á rannsóknarstofu sinni búið til lifandi körtur­hauslausar. Blaðið sagði í fyrirsögn: "Hauslaus froskur skapar grundvöll að mannalíffæraverksmiðju. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 460 orð

Himneskt ráðabrugg

ROBERT (Ewan McGregor) er einn af þeim sem farið hafa halloka í lífinu. Hann vinnur sem húsvörður hjá risafyrirtæki og dreymir drauma um sitthvað óvenjulegt jafnframt því sem hann situr við skriftir á því sem hann gerir sér vonir um að verði merkasta ameríska ruslskáldsagan. Meira
16. janúar 1998 | Bókmenntir | 1391 orð

Hvar er broddurinn á flugunni?

Siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni eftir Vilhjálm Árnason, Siðfræðistofnun Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1997, 356 bls. Á SÍÐASTA áratug hefur mikið verið skrifað af heimspekilegum ritgerðum á íslenzku um margvísleg málefni. Margir hafa komið að því verki og unnið vel. Meira
16. janúar 1998 | Myndlist | 873 orð

Kortaherbergi Gúllivers

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Sýningin stendur til 25. janúar. ÞEGAR Jonathan Swift gaf út frásögn sína af ferðum Gúllivers árið 1726 birti hún í spéspegli allt það sem skáldinu fannst heimskulegt og forkastanlegt í samtíma sínum: Sjálfsbirgingshátt ráðamanna, hroka fræðimanna og bágborið siðferði mannfólksins yfirleitt. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Ljóðabók í glugga

MARGRÉT Lóa opnar sýningu í Galleríi Glugganum, Vesturgötu 4, laugardaginn 17. janúar. Í Galleríinu, sem er í glugga verslunarinnar Kirsuberjatrésins, sýnir Margrét Lóa ljóðabók sína, Ljóðaást sem kom út fyrir sl. jól. Einnig verður til sýnis málverkið Gullfoss eftir Jóhann Lúðvík, en það prýðir kápu bókarinnar sem hann hannaði. Sýningin stendur til mánaðamóta. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 552 orð

Málsvari myrkrahöfðingjans

THE Devil's Advocate segir sögu Kevins Lomax (Keanu Reeves) sem ráðinn er til starfa hjá alþjóðlegri lögfæðistofu með aðalstöðvar í New York. Þegar Lomax og hin unga eiginkona hans, Mary Ann (Charlize Theron), koma til stórborgarinnar fá þau óskipta athygli og umönnun stofnanda lögfræðistofunnar, hins geðþekka og valdamikla Johns Miltons (Al Pacino), sem sveipaður er mikilli dulúð. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 430 orð

Miles Hollway snýr aftur

BRESKI plötusnúðurinn Miles Hollway kemur til landsins í dag. Miles, sem er frá Manchester, á að baki stuttan en glæstan feril í heimalandi sínu. Hann var í Reykjavík síðastliðið sumar og spilaði þá fyrir þakkláta gesti í Rósenberg. "Spilamennsku Miles var fádæma vel tekið og stemmningin í sumar var engu lík," sagði Margeir Ingólfsson sem sér um að fá Miles til landsins. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 276 orð

Nautgripabændur í mál við Oprah

OPRAH Winfrey fær líklega ekki hlýjar viðtökur í Texas um þessar mundir vegna málaferla sem nautgripabændur þar í fylki hafa höfðað gegn henni sjálfri og fyrirtæki hennar Harpo. Það kemur þó ekki veg fyrir að spjallþáttadrottningin flytji tímabundið með þátt sinn þangað. Ráttarhöldin í málinu munu fara fram í Amarillo í Texas og hefjast þau 20. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 707 orð

Ný aðföng Listasafnsins

LISTASAFN Íslands efnir til sýningar á nýjum aðföngum safnsins og mun menntamálaráðherra Björn Bjarnason opna sýninguna í kvöld kl. 20. Sýningin er sú fimmta í röð sýninga á listaverkakaupum og gjöfum til safnsins. Á síðasta ári eignaðist safnið 143 verk eftir 59 höfunda þar af var 91 gjöf. Safnið hefur 12 milljónir til ráðstöfunar við listaverkakaup ár hvert. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 286 orð

Rólegheit og klókindi

Framleiðandi: Evzen Kolar. Leikstjóri: John Irvin. Handritshöfundur: Ken Solarz. Kvikmyndataka: Thomas Burstyn. Tónlist: Stephen Edelman. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Stephen Dorff, Timothy Hutton, Famke Janssen og Wade Dominguez. 93 mín. Bandaríkin. Largo Ent./Skífan. Útgáfud.: 14. janúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Sigríður Erlendsdóttir sýnir í Skotinu

NÚ stendur yfir sýning Sigríðar Erlendsdóttur í Skotinu, Félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31. Á sýningunni eru hannyrðir, dúkar ísaumaðir með klaustri og harðangri og kross­saumi og ýmiskonar hekl. Sýningin er opin kl. 9­16.30 og henni lýkur föstudaginn 23. janúar. ÚTSAUMAÐUR dúkur eftirSigríði Erlendsdóttur. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 418 orð

Skemmtanalífið kryddað

"Blue Kiss" kvöld verða haldin í Ingólfscafé um helgina þar sem boðið verður upp á tónlist og dans. Corey Gibbons er maðurinn á bak við uppákomurnar. ÞAÐ VAR tilviljun ein sem réð því að Bandaríkjamaðurinn Corey Gibbons ílengdist á Íslandi. Hann var á leið til Kaupmannahafnar og átti að millilenda í Keflavík þegar hann ákvað að stoppa og skoða landið. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 18 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Stöðlakot SÝNINGU Snorra Ásmundssonar "Málverkasjálfsalinn" lýkur sunnudaginn 18. janúar. Galleríið er opið daglega frá kl. 14­18. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 169 orð

Tandurhrein móðurást

"MÖMMUÞVOTTUR" er heiti óvenjulegrar og hagnýtrar listsýningar í Danmörku. Listamaðurinn Uwe Max Jensen á hugmyndina að sýningunni sem felst í því að móðir hans, frú Jensen, þvær þvott sýningargesta, að því er segir í Politiken. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 311 orð

Útséð um tökur á Miðnæturbörnum Rushdies

DAUÐADÓMUR írönsku klerkastjórnarinnar yfir Salman Rushdie kemur í veg fyrir að viðamesta þáttaröð BBC- sjónvarpsstöðvarinnar á þessu ári verði að veruleika. Til stóð að gera þætti eftir verki Rushdies, Miðnæturbörn", og var undirbúningur kominn vel á veg. Taka átti þættina á Sri Lanka og höfðu 110 leikarar þegar verið ráðnir en nú hafa yfirvöld þar skyndilega dregið leyfi sitt til baka. Meira
16. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 337 orð

Ævintýri í óbyggðum

SUMARIÐ 1967 lögðu þrír bræður upp í ferðalag frá heimili sínu í Ft. Smith í Arkansas í Bandaríkjunum á vit ævintýra sem áttu eftir að setja mark sitt á líf þeirra allra um ókomna framtíð. Þeir fóru á vit íbúa ósnortinna óbyggðanna og þar lærðu þeir að reiða sig hver á annan og treysta. Meira
16. janúar 1998 | Menningarlíf | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

EIGENDUR bresku bókaverslananna W.H. Smith hafa selt Waterstone-bókaverslanirnar til EMI-tónlistarútgáfunnar. Er nú nýr risi í uppsiglingu á bókamarkaðnum í Bretlandi en EMI á fyrir Dillons-bókaverslanirnar. Talið er að kaupverðið hafi numið um 30-50 milljörðum ísl. kr. og að hin nýja bókaverslunarkeðja muni ráða um sjöttungi breska bókamarkaðsins. Meira

Umræðan

16. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Endurkoma Krists

ÞAÐ ER kaldhæðnislegt að þurfa að skrifa þessa grein til þess að stafa það á barnamáli fyrir marga þá er starfa innan veggja kirkjunnar til að boða þjóðinni kristindóminn, hvernig Friður 2000 varð til sem eitt af þeim verkfærum sem plægir akurinn. Meira
16. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Erfingjar Passíusálmahandrits Hallgríms Péturssonar

Á AÐFANGADAG jóla birtist í Morgunblaðinu ýmis fróðleikur um Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar í tilefni af því að Landsbókasafn hefur gefið út ljósprentun af eiginhandarriti skáldsins ásamt stafréttum texta og nútíma lestexta. Meira
16. janúar 1998 | Aðsent efni | 1212 orð

Félag íslenskra rafverktaka mótmælir!

LANDSSAMBAND íslenskra rafverktaka (LÍR) hefur mótmælt fullyrðingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um rafmagnsöryggismál. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 18. desember 1997. LÍR segir í fréttinni að með nýjum lögum hafi verið dregið úr eiginlegu rafmagnseftirliti á vegum ríkisins og rafveitna og er það rétt athugasemd hjá þeim. Meira
16. janúar 1998 | Aðsent efni | 33 orð

HALLUR SCHEVING GUNNLAUGSSON

HALLUR SCHEVING GUNNLAUGSSON Hallur S. Gunnlaugsson var fæddur í Reykjavík hinn 7. maí 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 14. janúar. Meira
16. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 663 orð

Orkulindir í einkaeign

UNDANFARIÐ hefur töluvert verið rætt um orkulindir og hver eigi þær. Þrjú frumvörp hafa nýlega verið lögð fram á Alþingi varðandi eignarhald auðlinda og virkjanarétt og jarðhitaréttindi. Meðal annars er verið að leggja drög að því að orkulindir í einkaeign verði færðar til ríkisins. Meira
16. janúar 1998 | Aðsent efni | 895 orð

Rímuð ljóð og órímuð

BÚIÐ er að innleiða orðasambandið órímuð ljóð. Þetta finnst mér hljóma undarlega. Allt frá landnámi og fram á þessa öld hefur mál talist rímað, eða bundið, að uppfylltum skilyrðum, en annars óbundið. En nú er alveg búið að kollsteypa þessu. Það sem bundið mál hefur fram yfir hitt hefur löngum verið ljóðstafirnir svonefndu, þ.e. stuðlar og höfuðstafir. Meira
16. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 121 orð

Spurning til kirkjunnar þjóna Grími M. Steindórssyni: SPURNING til kirkjunnar þjóna sem fluttu okkur jólaboðskapinn? Hvað þýðir

SPURNING til kirkjunnar þjóna sem fluttu okkur jólaboðskapinn? Hvað þýðir skipting herfangs? Þýðir það kvöl og dauða? Gott væri að fá svar við þessu hjá þeim sem hafa menntast af kristinni siðfræði. Meira

Minningargreinar

16. janúar 1998 | Minningargreinar | 206 orð

Guðmundur Lúðvíksson

Hinn 29. desember sl. bárust mér þær sorglegu fréttir að Gummi, eins og ég kallaði hann ávallt, væri farinn yfir móðuna miklu. Svo skyndilega og óvænt að mann setur hljóðan. Mig langar til þess að minnast Gumma vinar míns og svila í örfáum orðum. Síðustu stundirnar sem við áttum saman voru á jóladag, þegar fjölskyldan kom saman. Þar lék Gummi á als oddi enda var hann innan um fjölskylduna. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDUR LÚÐVÍKSSON

GUÐMUNDUR LÚÐVÍKSSON Guðmundur Friðfinnur Lúðvíksson fæddist á Húsavík 17. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu Vesturgötu 4, Keflavík, hinn 29. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. janúar. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Guðný Jónsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég fer að rifja upp þá koma stundirnar í sveitinni, þegar ég var lítil, alltaf upp í hugann, kakóið þitt og svo öll dýrin. Manstu amma þegar ég var að burðast með 5 hvolpa yfir gaddavírsgirðinguna og datt, þá varstu til staðar til að hugga mig. Ég fékk sár og er enn með ör eftir það sem minnir mig á dvölina í sveitinni. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Guðný Jónsdóttir

Hvað er lífið? Sagt er að maður fæðist oft og í hvert sinn sem það gerist er það til þess að læra eitthvað nýtt og búa sig undir næsta líf. Og því held ég að sá heppni sem hreppir sálina hennar mömmu eigi eftir að lifa góðu lífi. Það held ég því að allt það sem hún mamma mín gekk í gegn um í sínu lífi er nóg fyrir tvær mannsævir. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Guðný Jónsdóttir

9. janúar 1998 verður alltaf sérstakur dagur í lífi mínu. Ekki gat ég ímyndað mér þegar ég fór í heimsókn til þín á Sjúkrahús Reykjavíkur að sýna þér sálmana úr jarðarförinni hennar Fríðu frænku að það væri kominn afturkippur í heilsu þína, elsku mamma, vegna þess að við áttum svo ánægjulega stund deginum áður enda hafði æxlið minnkað svo mikið. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 629 orð

Guðný Jónsdóttir

Einlægt vinarþel, trygglyndi og frændrækni eru hugtök sem koma fyrst upp í hugann að frænku minni, Guðnýju Jónsdóttur, genginni. Á aðeins hálfum mánuði hefur sláttumaður dauðans borið í tvígang niður hjá sömu fjölskyldu og skilið eftir sig vandfyllt skörð. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 330 orð

Guðný Jónsdóttir

Hún Guðný systir mín lést 9. janúar sl. Nákvæmlega mánuði áður hafði hún greinst með banvænan sjúkdóm. Okkur var tjáð að batahorfur væru ekki miklar, en alltaf leyfir maður sér að vona og vissulega vonuðumst við fjölskylda hennar eftir bata, að minnsta kosti lengri fresti. Ég heimsótti hana 4. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Guðný Jónsdóttir

Maðurinn með ljáinn múgar stórt um þessar mundir í fjölskyldu okkar. Sama dag og Svanfríður var jarðsett andaðist Guðný. Við vissum öll að hún var helsjúk, engin von um bata. Við bjuggumst við lengri fresti. Ég sem þessar línur rita á allar góðar minningar um frænku mína. Ég man þá tíð að lítil falleg stúlka var ávallt móður sinni eftirlát. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 210 orð

Guðný Jónsdóttir

Með hrærðum huga þakka ég kynni mín af tengdamóður minni. Guðný var góð móðir og þegar ég hitti hana fyrst var mér tekið eins og ég væri einn af börnum hennar og Óla. Strax fann ég umhyggju og vinsemd frá henni í minn garð og í framhaldinu kynntist ég smátt og smátt börnum þeirra og fann ég að ást og umhyggja endurspeglar börnin sem er það mikilvægasta í uppeldi barns í þessu þjóðfélagi. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Guðný Jónsdóttir

Elsku amma mín. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst svo blíð og góð. Þú varst alltaf þarna þegar mér lá eitthvað á hjarta. Alltaf þegar ég kom til þín varst þú að púsla rosalega stór og falleg púsl. Ég fékk stundum að prufa að púsla smá. En núna ákvað guð að leyfa þér að fara til sín. Þitt barnabarn, Íris Stella. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 274 orð

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR Guðný Jónsdóttir var fædd í Haukadal í Dýrafirði 12. ágúst 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson, skipstjóri frá Haukadal, f. 27.9. 1895, d. 15.1. 1949, og kona hans Matthildur Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1900, d. 2.1. 1995. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Hallur Scheving Gunnlaugsson

Heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Hallur Gunnlaugsson íþróttakennari er látinn. Íþróttahreyfingin á Akranesi hefur misst einn af sínum traustustu liðsmönnum, ævi Halls var samofin sögu íþróttanna á Akranesi en um áratugaskeið hafði Hallur afskipti af öllum ungum íþróttamönnum hér, ýmist í starfi sínu sem íþróttakennari eða sem þjálfari og forustumaður. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Nú þegar amma er farin hugsa ég um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Fyrstu minningarnar eru frá Móaflötinni þar sem við áttum margar góðar stundir. Við hjálpuðumst að í stóra garðinum við húsið og ég vökvaði fyrir hana blómin með litlu rauðu könnunni minni. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 598 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Í dag kveðjum við Helgu Soffíu Einarsdóttur. Hún var fædd og uppalin á Akureyri, en kom til Reykjavíkur og hóf nám í Kennaraskólanum haustið 1942. Þar lágu leiðir okkar saman. Ég man vel þegar hún kom í fyrsta sinn inn í bekkinn okkar. Kennslustundin var að hefjast. Ég sat framarlega og við borðið mitt var autt sæti. Hún litaðist um og tók sér svo sæti við hliðina á mér. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 552 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Í dag verður til moldar borin frú Helga Soffía Einarsdóttir, fyrrverandi yfirkennari, Kirkjulundi 4, Garðabæ. Helga var fædd á Akureyri og ólst þar upp og var Akureyri henni kærari en nokkur annar staður. Þangað leitaði hugurinn æ oftar eftir því sem á ævi hennar leið og á hverju ári vitjaði hún bernskustöðvanna þar sem systkini hennar eru enn búsett. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Enn hefur verið höggvið skarð í kennarahópinn, sem útskrifaðist vorið 1944 og nú kveðjum við með söknuði Helgu Einarsdóttur, bekkjarsystur okkar, sem andaðist 9. janúar sl. Hún vakti athygli félaganna þegar hún kom og settist í 2. bekk Kennaraskólans. Hún var glæsileg stúlka, framkoman fáguð og það geislaði af henni. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 509 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Það var á miðju sumri 1950 að við Didda sáumst fyrst. Ég var þá nýtrúlofuð bróður hennar og við höfðum ákveðið að gifta okkur um haustið. Ég var hálfkvíðin hvað hennar fyndist um þennan ráðahag þessara krakkakjána sem væru á leið í hjónaband. Þegar ég leit á hana hugsaði ég, mikið eru þau lík systkinin. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 990 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Helga Soffía Einarsdóttir, eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Tengdamóðir mín var yndisleg persóna, sem færði mér og okkur öllum gleði og birtu í tilveruna. Hún var fjölskyldunni ekki einungis móðir, tengdamóðir og amma, heldur einnig góður félagi og vinur sem með tilvist sinni markaði djúp spor í vitund okkar allra. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 583 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Kær vinkona mín, Helga Einarsdóttur, hefur kvatt þennan heim. Kveðjustundin er sár og söknuðurinn er mikill en á móti kemur einlægt þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini um tugi ára. Tíminn og æviskeiðið rennur eins og fljót, á ýmsum tímamótum staldrar maður við og horfir ekki aðeins fram á veginn heldur einnig til baka til liðins tíma, með reynsluna, lærdóminn og nýjan skilning í huga. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Fréttin um andlát Helgu Einarsdóttur kom eins og reiðarslag yfir okkur báðar. Við vissum ekki einu sinni, að hún væri veik. Fyrir einu og hálfu ári hittumst við á Kirkjubæjarklaustri og minntumst góðra stunda, þegar við störfuðum sem mest, í Sambandi Alþýðuflokkskvenna. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Þegar ég geng til grafar get ég sagt eins og margir aðrir að nú hafi ég lokið dagsverki mínu. En hitt get ég ekki sagt að ég hafi lokið lífi mínu. Starfsdagur minn hefst aftur næsta morgun. Gröfin er ekki hellisbyrgi, heldur opið hlið. Í ljósaskiptunum um kvöldið er hliðnu læst, en opnað aftur í dögun. (V.Hugo.) Elskuleg móðursystir okkar Helga Soffía Einarsdóttir er látin. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 896 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Það er ætíð eftirvænting þegar von er á meybarni í fjölskylduna, þannig mun það hafa verið á heimili foreldra okkar þeirra Einars Jóhannssonar og Ingibjargar Austfjörð hinn 22. nóv. 1924 er Didda systir fæddist. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Ávallt er maður óviðbúinn þeim fréttum þegar einhver sem maður þekkir leggur í sína síðustu ferð og flyst yfir á nýtt tilverustig. Nú var það elskuleg vinkona okkar hún Helga sem brá sér í þessa ferð sem við vinahópurinn hefðum heldur viljað að hefði verið ferð til Kanaríeyja. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Styrkur hverrar stofnunar felst í því að hafa góðu starfsfólki á að skipa. Hvergi er það þó brýnna en í skólum. Mönnum er því alltaf nokkur vandi á höndum þegar ráða þarf nýtt starfsfólk. Þetta kemur í hugann nú þegar Helga Soffía Einarsdóttir, fyrrverandi yfirkennari, er kvödd hinstu kveðju. Hún kom til mín á vordögum árið 1970 og lýsti áhuga á að koma til starfa við Melaskóla. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR Helga Soffía Einarsdóttir fæddist á Akureyri 22. nóvember 1924. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jóhannsson, byggingameistari, f. 17.febrúar 1896 á Arnarstöðum, Eyjafirði, d. 2. jan. 1960, og Ingibjörg Jónsdóttir Austfjörð, húsmóðir, f. 25.júní 1898 á Eskifirði, d. 8. febr. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 891 orð

Hjalti Hansson

Það er bjart yfir minningunum um Hjalta Hansson. Það var alltaf svo glatt á hjalla. Sú er hugsunin sem kemur fyrst upp í hugann nú þegar Hjalti er allur og horft er um öxl. Hjalti var ekki einungis móðurbróðir okkar systkinanna og mágur föður okkar; Hjalti og Svana ­ sem oftast voru nefnd í sömu andrá ­ voru traustir heimilisvinir og ferðafélagar og einlægt aufúsugestir. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 333 orð

HJALTI HANSSON

HJALTI HANSSON Hjalti Hansson fæddist í Hafnarfirði 25. júní 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hans Sigurbjörnsson, sjómaður, f. 8. ágúst 1878 í Kjalardal í Skilmannahreppi, fórst með togaranum Gullfossi 28. febrúar 1941, og Sesselja E. Helgadóttir verkakona og húsmóðir, f. 3. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Jón Þór Kristjánsson

Lífið er endalaus tímamót, þau greypast í minningu sérhvers manns og er ýmist fagnað eða syrgt. Þannig fögnuðum við nýlega jólum og áramótum, en syrgjum nú látinn bróður sem var okkur afar kær. Á þessum tímamótum er gott að eiga kristna trú sem fjölskylda hans byggir svo sterklega á og á þessum tímamótum viljum við heiðra minningu bróður og vinar, minnast mannkosta hans og einstakrar alúðar. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 376 orð

Jón Þór Kristjánsson

Fundum okkar Jóns Þórs bar síðast saman þegar hann allt í einu birtist á skrifstofu minni í maí síðast liðnum. Ég hafði ekki séð hann lengi, raunar aldrei eftir að sjón hans brást. Nú stóð hann þarna með blindrastaf í hendi - breyttur maður. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Jón Þór Kristjánsson

Okkur langar að minnast Jóns með fáeinum orðum. Hann var faðir Gumma sem er okkur kær vinur. Jón var mjög hjartahlýr og góður maður sem tók alltaf jafn vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og oft sagði hann okkur sögur af Gumma á bernskuárum og alltaf kom það okkur til að hlæja. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Jón Þór Kristjánsson

Ég og afi minn fórum alltaf í göngutúr. Þegar ég var lítil hélt ég í hækjurnar hjá afa og hjálpaði honum að ganga. Ég fór með honum afa mínum í göngutúr með Kiwanisfólkinu á sunnudögum og þá fékk ég að gista hjá afa á laugardeginum og svo fórum við í gönguna. Þá hélt hann stundum á mér á háhesti þegar ég var þreytt. Í sumar fórum við í sumarbústað og með Kiwanis í útilegu. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Jón Þór Kristjánsson

Árið 1987 stóð Kiwanisklúbburinn Elliði á tímamótum. Klúbburinn var 15 ára , hópurinn var tekinn að þynnast og nýja félaga vantaði til að fylla í skörðin. Gripið var því til þess ráðs að senda út boðskort og efna til kynningarfundar. Í kjölfarið voru 7 nýir félagar teknir inn í klúbbinn. Einn þessara nýju félaga var Jón Þór Kristjánsson. Kom þá strax í ljós hvern mann Jón Þór hafði að geyma. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Jón Þór Kristjánsson

Þriðjudagsmorguninn kl. 9 fékk ég þau sorgartíðindi að faðir minn hefði fengið heilablóðfall. Í fyrstu fékk ég áfall en síðan hugsaði ég með mér að hann myndi vinna á þessum sjúkdómi eins og öllum öðrum sem hann hafði sigrast á. Hann var alltaf til staðar fyrir mig, sama hvernig var á málin litið. Hann hjálpaði mér í gegnum erfið tímabil í mínu lífi. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Jón Þór Kristjánsson

Látinn er Jón Þór Kristjánsson mágur minn. Andlát hans bar brátt að. Mannsævin er í raun sandkorn hinnar miklu strandar lífsins. Oft kemur það fyrir að sjór gengur svo langt upp á land, öllum að óvörum, að menn fá ekkert að gert. Dregið hefur fyrir sól í Krummahólum 2. Sorgin hefur knúið dyra. En senn nálgast veraldar vorið. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Jón Þór Kristjánsson

Jón Þór, þegar ég frétti að þú værir látinn langt um aldur fram, vil ég fá það tækifæri í þessari grein að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég veit að það hvíldi mikið á þínum herðum síðustu árin, en alltaf hélst þú áfram eins og ekkert hefði í skorist. Dugnaðurinn í þér þótt þú værir búinn að missa sjónina var engu líkur og alltaf gast þú séð björtu hliðarnar. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Jón Þór Kristjánsson

Fallinn er frá einn besti vinur minn og samstarfsmaður til margra ára Jón Þór Kristjánsson. Mín fyrstu kynni af Jóni voru fyrir um 24 árum þegar ég kom til starfa í nýbyggingu Ísbjarnarins við Norðurgarð í Reykjavík. Jón var verkstjóri á vélaverkstæðinu og sá um hluta þeirra framkvæmda sem þarna voru í gangi. Ég hreifst fljótlega af þessum snaggaralega manni. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON Jón Þór Kristjánsson fæddist í Hvammi í Dýrafirði 23. ágúst 1933. Hann lést á Grensásdeildinni 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 16. janúar. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 242 orð

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON Jón Þór Kristjánsson fæddist í Hvammi í Dýrafirði 23. ágúst 1933. Hann lést á Grensásdeildinni 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Einarsson garðyrkjumaður frá Múla í Ísafirði, og Anna Jónsdóttir, kjólameistari frá Lækjarósi við Dýrafjörð, sem bæði seru látin. Systkini Jóns eru Sigurður, f. 25. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 14. september 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergsteinsson, útgerðarmaður og kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, f. 1.2. 1876, d. 30.5. 1941, og Jónína Eyjólfsdóttir, f. 17.2. 1887, d. 24.3. 1989. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Margrét Jónína Pétursdóttir

Kæra Margrét. Á kveðjustundu viljum við þakka fyrir góðar stundir liðinna ára. Við systkinin minnumst þín fyrst, er þú komst frá Ísafirði til okkar í Kópavoginn, þegar mamma var að eignast yngstu systurina. Þú sást um matseld og annaðist heimilið af miklum myndarskap. Þú varst fjörug og skemmtileg og okkur fannst þú svo nýtískuleg og sæt. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Margrét Jónína Pétursdóttir

Mér kemur í hug ljóðið "Fjallganga" eftir Tómas Guðmundsson, þegar ég lít til baka og hugsa um lífsgöngu elskulegrar mágkonu minnar Margrétar Jónínu Pétursdóttur. Hvers vegna er ungri og glæsilegri konu ætlað svo erfitt hlutskipti sem miklum veikindum fylgja. Lífið getur verið óvægið, eins og það getur verið dásamlegt, en engu að síður er meira lagt á suma en aðra. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Margrét Jónína Pétursdóttir

Elsku Magga mín. Nú er löngu veikindastríði þínu lokið. Þú sem alltaf varst svo bjartsýn og létt í lund þótt þér liði ekki alltaf vel. Alltaf varst þú með einhver framtíðaráform á prjónunum. Það hélt þér gangandi og með bjartsýni þinni tókst þér að gera ýmsa hluti sem okkur sem þekktum þig fansnt nær óhugsandi að þú gætir. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Margrét Jónína Pétursdóttir

Margrét frænka mín er dáin svo langt fyrir aldur fram. Efst er mér í huga hvað hún var ávallt jákvæð og vongóð um bata þótt undanfarin ár hafi einkennst af veikindum. Erfitt var hjá Margréti, Birni og Óskari Pétri að þurfa að flytjast búferlum til Reykjavíkur þar sem hún þurfti sérfræðiaðstoð á Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 114 orð

MARGRÉT JÓNÍNA PÉTURSDÓTTIR

MARGRÉT JÓNÍNA PÉTURSDÓTTIR Margrét Jónína Pétursdóttir fæddist á Ísafirði 11. mars 1948. Hún lést á Landspítanum 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Guðbjörg Rósa Jónsdóttir, f. 27. maí 1921, og Óskar Pétur Einarsson, f. 20. mars 1920, d. 14. apríl 1996. Systkini hennar eru Reynir, f. 12. mars 1947, Þorgeir Jón, f. 29. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Margrét J. Pétursdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt er runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Það kom mér ekki á óvart þegar mamma hringdi og sagði: "Hún Margrét dó í dag. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 64 orð

Sigvaldi Andrésson

Í Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi, var Sigvaldi Andrésson ekki aðeins starfsmaður Blindraheimilanna um árabil heldur og traustur maður og hjálpsamur jafnt í starfi sem félagsstarfi. Þau hjónin tóku virkan þátt í starfsemi félagsins og minnumst við glaðværðar Sigvalda þaðan. Kristrúnu og Andrési sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. F.h. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Sigvaldi Andrésson

Tengdafaðir minn, Sigvaldi Andrésson, er látinn eftir erfið veikindi. Ég man vel þann dag fyrir 24 árum er ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna, Kristrúnar og Sigvalda. Sigvaldi var uppi á þaki að mála og Kristrún inni að bera á borð nýbakað meðlæti með kaffinu. Þannig hugsa ég enn um þau, hún að sýsla innandyra en hann að huga að ýmsu utandyra. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 399 orð

Sigvaldi Andrésson

Við lát Sigvalda föðurbróður míns fer hugurinn að reika aftur í tímann. Fyrsta minning mín um Sigvalda er mynd á vegg af myndarlegum manni með yfirvararskegg og fannst mér þessi maður virðulegur og horfði oft á myndina. Mér var sagt að þetta væri Sigvaldi, hann ætti konu sem héti Dúna og sonur þeirra héti Andrés og væri þarna á næstu mynd. Næst man ég eftir þeim þegar þau komu í heimsókn. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 241 orð

SIGVALDI ANDRÉSSON

SIGVALDI ANDRÉSSON Sigvaldi Andrésson fæddist á Felli í Árneshreppi á Ströndum 30. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Guðmundsson, sjómaður og bóndi á Felli og síðar í Norðurfirði, f. 11. september 1892, d. 1. ágúst 1974, og Sigurlína Valgeirsdóttir, f. 16. júlí 1900, d. 6. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Skúli Jóhannesson

Mig langar að minnast móðurbróður míns nokkrum orðum. Skúli var einn af þessum mönnum sem var hluti af lífi mínu frá fæðingu. Ég minnist hans fyrst búandi hjá Guðríði ömmu, en eftir að hann fékk sinn eigin samastað, var alltaf komið á Hringbrautina í eftirmiðdagskaffi á sunnudögum. Þegar amma mín var öll, þá færði hann sunnudagssopann yfir til móður minnar. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Skúli Jóhannesson

Skúli föðurbróðir minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá Hrísakoti á Vatnsnesi þar sem ég var í sveit hjá Jennýju systur þinni. Þá varst þú vanur að koma norður í heyskapinn og ég man hvernig það lífgaði upp á sumarið. Eins man ég eftir jólaboðunum á Aragötunni þegar ég var drengur, en þú varst vanur að koma í hádegismat á jóladag. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 160 orð

SKÚLI JÓHANNESSON

SKÚLI JÓHANNESSON Skúli Jóhannesson var fæddur í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu 10. maí 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Guðrún Gísladóttir, f. á Lágafelli í Mosfellssveit 11. maí 1882, d. 3. okt. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 1372 orð

Þorvaldur Ragnarsson

Þorvaldur Ragnarsson Það hefðu átt þér stjörnur um höfuð að skína sem hlað þig að krýna, sem geisladjásn að glitra þér um hár með silfurbirtuglærum og gullmóðubleikum smám glömpum að leikum, sem kvíslist af ljósrákum kveldhiminn blár. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Þorvaldur Ragnarsson

Ljóshærður með vatnsblá augu, fallegt svipmót, fasið rólegt. Lítill hnokki í bekkjarröðinni sinni í skólaporti Miðbæjarskólans ásamt tvíburasystur sinni sem var ögn framar í röðinni og lék á als oddi, dökk yfirlitum, kát og hlæjandi. Hún var aðdráttaraflið fyrir þau bæði. Seinna meir kynntist ég umhyggju hans fyrir systur sinni þegar við hittumst á förnum vegi og ég spurði frétta af henni. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 243 orð

Þorvaldur Ragnarsson

Þorvaldur Ragnarsson, einn besti og skemmtilegasti vinur minn, er látinn. Hann lifði hratt og stutt. Við deildum því besta og versta sem tvær manneskjur geta í þessu lífi. Við nutum lífsins og við brotnuðum niður undan fargi sálarinnar. Við vissum alltaf að vinátta okkar og tryggð byggðist á sameiginlegri tilfinningareynslu úr bernsku. Þannig tengdumst við sterkum vinar- og ástarböndum. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Þorvaldur Ragnarsson

"Gjöra svo vel að versla, eða fara út." Þorri var í miðri sögu, og ég átti ekki fyrir öðru kókglasi. Hann bauð mér uppá kók og kláraði söguna. Peningar skiptu Þorra aldrei máli, nema þá helst nóg af þeim. En um góðar sögur gilti annað. Þetta voru fyrstu kynni mín af Þorra, á Hressó fyrir 30 árum síðan. Hann var einn af greindustu og skemmtilegustu mönnum sem ég hef kynnst um ævina. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Þorvaldur Ragnarsson

Ég minnist þess þegar við Þorvaldur bróðir minn og Hlín vinkona hans sátum saman á kaffihúsi í sumar. Þorvaldur hafði þá nýverið fengið vitneskju um alvarleg veikindi sín. Talið barst að trúmálum og mér er minnisstætt að Þorvaldur vitnaði þá í þennan gullfallega texta um kærleikann. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 200 orð

ÞORVALDUR RAGNARSSON

ÞORVALDUR RAGNARSSON Þorvaldur Ragnarsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni sunnudagsins 11. janúar síðastliðins. Þorvaldur var sonur hjónanna Ragnars Gísla Thorvaldssonar, f. 2. ágúst 1927, d. 16. september 1988, rafvirkja í Reykjavík, og Önnu Guðmundsdóttur, f. 23. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 367 orð

(fyrirsögn vantar)

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín."(Kahlil Gibran) Elsku amma. Það er sárt að kveðja. Það fannst okkur báðum og þess vegna var okkur nú alltaf hálfilla við kveðjustundir. Meira
16. janúar 1998 | Minningargreinar | 686 orð

(fyrirsögn vantar)

Elskuleg frænka okkar, Margrét Jónína, er látin eftir mikil og erfið veikindi og hetjulega baráttu til margra ára. Fréttin um lát hennar snart okkur djúpt. Margrét gekkst undir nýrnaígræðslu fyrir 17 árum og síðan hefur gengið á ýmsu. Stundum hafa verið góðar stundir en margar erfiðar. Það var þó sama á hverju gekk, alltaf sýndi hún ótrúlegan dugnað og barðist áfram án þess að kveinka sér. Meira

Viðskipti

16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 435 orð

Erfitt rekstrarár að baki hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Básafe

366 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells hf. á Ísafirði en bráðabirgðatölur fyrstu þriggja mánaða yfirstandandi rekstrarárs sýna að hagur fyrirtækisins fer batnandi. Hagnaður varð þó 112 milljónir króna á síðasta rekstrarári samkvæmt ársreikningi 1997 sem nú liggur fyrir. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 245 orð

»Jenið ekki hærra á þessu ári

SLÆM byrjun í Wall Street hafði ekki áhrif í London í gær og FTSE 100 vísitalan hækkaði um rúmt 1%. Annars staðar í álfunni urðu litlar eða engar breytingar. Jenið hafði ekki verið hærra á þessu ári gegn dollar og marki og kunnugir telja að jenið geti hækkað ennþá meir ef sæmileg kyrrð komist á í Asíu. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Leitað í skrifstofu lögmanns Kirchs

LEITAÐ hefur verið í Bremen- skrifstofu lögmanns þýzka fjölmiðlajöfursins Leo Kirch vegna rannsóknar á meintum skattsvikum, að sögn saksóknarans í München. Þótt yfirvöld staðfestu að leitað hefði verið í skrifstofu lögmannsins, Joachims Theye, neituðu þau að segja nokkuð um á hvaða stigi rannsóknin væri, en hún hófst í desember 1995. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Lokatakmarkið að korthafar sjálfir beri kostnaðinn

ÚRSKURÐUR samkeppnisráðs um skilmála greiðslukortafyrirtækja gagnvart verslunum og fyrirtækjum er einungis áfangasigur í þeirri baráttu að fá kortafyrirtækin til að semja um kostnað, sem hlýst af notkun kortanna, við korthafana sjálfa að sögn Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dalsnesti í Hafnarfirði. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Meginhluti Simon & Schuster seldur

FORSTJÓRI Viacom Inc, Sumner Redstone, hyggst tilkynna að meginhluti 2 milljarða dollara útgáfudeildar fyrirtækisins, Simon & Schuster, verði seldur, að sögn New York Times. Blaðið segir líklegast að kennslubókadeild Simons & Schusters verði seld. Búizt er við að Viacom muni halda vörumerkinu Simon & Schuster, að sögn blaðsins. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Munu taka harðar á ölvunarakstri

BREZKA stjórnin íhugar að lækka leyfilegt hámarksmagn af áfengi í blóði ökumanna til að draga úr 500 dauðaslysum á ári í umferðinni í Bretlandi. "Við erum að athuga möguleika á að lækka mörkin úr 80 milligrömmum í 50 milligrömm," sagði Gavin Strang samgönguráðherra á fundi í einni nefnd lávarðadeildarinnar. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Næststærsti dagurinn á VÞÍ

MIKIL viðskipti áttu sér stað með ríkisvíxla á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Heildarviðskipti námu tæpum 3,2 milljörðum króna og er þetta annar stærsti viðskiptadagurinn í sögu Verðbréfaþings. Stærsti viðskiptadagurinn var hins vegar 15. desember síðastliðinn er heildarviðskiptin námu tæpum 3,4 milljörðum króna. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Rather vill harðari fréttir hjá CBS

DAN RATHER, hinn kunni fréttakynnir, vill "harðari fréttir" í kvöldfréttatíma CBS-sjónvarpsins. Rather telur að þakka megi velgengni frétta CBS í vinsældakönnunum að undanförnu nýrri áherzlu á alþjóðafréttir og rannsóknarblaðamennsku. "Ég vil að fréttatímar okkar verði harðari en þeir eru núna," sagði Rather fréttamönnum í Pasadena. Meira
16. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 442 orð

Schimmelbusch fjárfestir í Þýskalandi

AUSTURRÍSKI athafnamaðurinn Heinz Schimmelbusch sem var áður aðalforstjóri og stjórnarformaður þýska stórfyrirtækins Metallgesellschaft AG, þegar það rambaði á barmi gjaldþrots, hefur haslað sér völl í þýsku viðskiptalífi að nýju. Meira

Fastir þættir

16. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
16. janúar 1998 | Í dag | 36 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugarda

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 17. janúar, verður sextugur Sævar Björnsson, Engjasmára 9, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigríður Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, frá kl. 19.30 á afmælisdaginn. Meira
16. janúar 1998 | Fastir þættir | 104 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bæjakeppni á Austur

HIN árlega bæjakeppni í brids milli Bridsfélags Reyðarfjarðar/Eskifjarðar og Bridsfélags Fljótsdalshéraðs fór fram í Félagslundi, Reyðarfirði, sl. föstudag 9.jan. Alls spiluðu 14 sveitir og fóru leikar þannig að B.R.E. vann með 119 stigum gegn 91. Arnfríður Þorsteinsdóttir aldursforseti B.R.E. tók við bikarnum til varðveislu þetta ár. Meira
16. janúar 1998 | Fastir þættir | 226 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslendingar fimmtu

Unglingalandsliðið í brids tók þátt í International Youth Festival í Hollandi í síðustu viku. Á þetta mót er boðið öllum unglingalandsliðum í Evrópu, að auki voru lið frá Kanada, Bandaríkjunum og Indónesíu. Alls mættu 21 lið til leiks. Núverandi Evrópumeistarar og nýbakaðir silfurverðlaunahafar á heimsmeistaramóti unglinga, Norðmenn, sigruðu. Íslenska liðið náði 5. Meira
16. janúar 1998 | Dagbók | 333 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. janúar 1998 | Í dag | 441 orð

Hirðing jólatrjáa LESANDI Velvakanda hafði samband og vildi

LESANDI Velvakanda hafði samband og vildi hann benda á varðandi hirðingu jólatrjáa að gott væri að auglýsa vissan dag sem trén væru hirt úr götunni. Fólk tekur trén niður og hendir þeim út en það er ekki alltaf að komið er strax í viðkomandi götu til að hirða trén og vilja þau þá fjúka og valda skemmdum. Ef auglýstur væri viss dagur í hverju hverfi fyrir sig gæti fólk sett trén út þann dag. Meira
16. janúar 1998 | Í dag | 616 orð

JÁRMAGNSTEKJUSKATTURINN, sem kom til framkvæmda um áramóti

JÁRMAGNSTEKJUSKATTURINN, sem kom til framkvæmda um áramótin, mælist misjafnlega fyrir, eins og alltaf, þegar um skattheimtu er að ræða. Viðmælendur Víkverja hafa þó flestir verið sammála um, að þótt skattheimta sem þessi sé réttlætanleg í flestum tilvikum, sé skattheimta af kornabörnum einum of langt gengið. Meira
16. janúar 1998 | Fastir þættir | 182 orð

Langholtskirkja.

DAGUR aldraðra í Víðistaða-, Vídalíns-, Garða- og Álftanessóknum verður sunnudaginn 18. janúar. Guðsþjónusta verður í Vídalínskirkju kl. 14 og þá haldið í Víðistaðakirkju þar sem verður kaffisamsæti og síðan dagskrá er nefnist: "Frá þettánda til þorra". Ferð verður frá Hjallabraut 33 kl. 13.20 og frá Víðistaðakirkju kl. 13.30. Meira
16. janúar 1998 | Dagbók | 200 orð

Raforka

RAFORKUNOTKUN Íslendinga er með því mesta sem þekkist í heiminum og samkvæmt raforkuspá Orkuspárnefndar, sem kynnt var á miðvikudag, mun almenn notkun forgangsraforku á Íslandi aukast um 23% fram til ársins 2005. Stærstu vatnsorkuver á Íslandi eru Búrfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun en stærstu gufuvirkjanir eru við Kröflu, á Nesjavöllum og í Svartsengi. Meira
16. janúar 1998 | Fastir þættir | 201 orð

(fyrirsögn vantar)

Mótið hefst í Bíó Cafe kl. 10.00 á laugardagsmorgni og áætluð mótslok seinni part sunnudags. Allar sveitir spila innbyrðis og verður spilafjöldi í leik ákveðinn miðað við fjölda þátttakenda. Reiknaður verður út árangur hvers pars, butler. Þrjár efstu sveitirnar öðlast rétt til þátttöku í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 1998. Meira

Íþróttir

16. janúar 1998 | Íþróttir | 216 orð

"Betra að vinna illa"

Darraðardans að hætti hússins var stiginn við Strandgötu á lokamínútum leiks Hauka og Skallagríms í gærkvöldi. Á síðustu sekúndum leiksins gerðu gestirnir örvæntingafulla tilraun til að jafna; knötturinn dansaði á körfuhringnum eftir ævintýralegt þriggja stiga skot en féll utan við og þar með höfðu Haukar sigur, 68:65. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 272 orð

Danir selja Kínverjum hormóna DA

DANSKA líftæknifyrirtækið, Novo Nordisk, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem m.a. segir að það hafi selt innflutningsfyrirtæki á vegum kínverska ríkisins hormónalyf sömu tegundar og þau sem fundust í farangri kínversks sundmanns við komuna til Ástralíu á dögunum. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 41 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Sauðárkr.Tindastóll - ÍA20 1. deild kvenna Kennaraháskólinn:ÍS - Grindavík20 1. deild karla

Körfuknattleikur Úrvalsdeild Sauðárkr.Tindastóll - ÍA20 1. deild kvenna Kennaraháskólinn:ÍS - Grindavík20 1. deild karla Borgarnes:Stafholtst. - Leiftur R.20 Handknattleikur Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 313 orð

ÍR-ingar stóðu í Keflvíkingum

Keflvíkingar sigruðu ÍR-inga 90:81 eins og vænta mátti þegar liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi. ÍR-ingar komu þó á óvart með ágætri baráttu og stóðu lengi vel í heimamönnum. Um miðjan síðari hálfleik þegar staðan var jöfn, 67:67, hrundi þó leikur gestanna og heimamenn tryggðu sér öruggan sigur með því að setja 14 stig í röð. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 550 orð

Ísfirðingar fyrstir til að sigra í Grindavík

LIÐSMENN KFÍ frá Ísafirði höfðu betur í Grindavík þegar þeir heimsóttu heimamenn. Vel studdir af dyggum stuðningsmönnum tókst Ísfirðingum að verða fyrsta liðið til að leggja Grindvíkinga á heimavelli þeirra í vetur. Bæði lið spiluðu vel, en heimamenn höfðu 12 stiga forystu í hálfleik. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og voru fljótir að jafna leikinn og virtust ætla að klára Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 693 orð

Jenny Thompson komin með þrenn gullverðlaun

BANDARÍSKA stúlkan Jenny Thompson brosti breitt í heimsmeistarakeppninni í sundi í Perth í Ástralíu gær. Hún tvíbætti meistaramótsmetið í 100 metra flugsundi, sigraði í greininni og fékk gullverðlaun í þriðja sinn í keppninni en hún sigraði í 100 m skriðsundi og var í sigursveitinni í 4x100 m skriðsundi. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 218 orð

JÓN Þ. Stefánsson hefur gert samning til þ

JÓN Þ. Stefánsson hefur gert samning til þriggja ára við knattspyrnudeild Vals. Hann er 22 ára og var markakóngur HK í 2. deild í fyrra, gerði 17 mörk í deildinni. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 85 orð

Knattspyrna Vináttulandsleikir Morokkó - Angóla2:1 Mustapha Hajji (51.), Abderrahim Ouakili (58.) - Youssef Rossi (35.). 80.000.

Vináttulandsleikir Morokkó - Angóla2:1 Mustapha Hajji (51.), Abderrahim Ouakili (58.) - Youssef Rossi (35.). 80.000. Ghana - Mozambique0:0 Belgía Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 541 orð

KR - Njarðvík100:89 Íþróttamiðstöðin á Seltjarnarnesi, Í

Íþróttamiðstöðin á Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í körfuknattleik, DHL-deildin (efsta deild karla), 14. umferð, fimmtudaginn 15. janúar 1998. Gangur leiksins: 5:6, 16:18, 27:27, 44:35, 63:50, 72:61, 83:74, 92:82, 100:89. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 28 orð

Listhlaup á skautum

EM á Ítalíu Mílanó: Karlar, úrslit: 1. Alexei Yagudin (Rússl.)1.5 2. Evgeny Plushenko (Rússl.)3.5 3. Alexander Abt (Rússl.)5.0 4. Andrei Vlaschenko (Þýskalandi)7.0 5. Philippe Candeloro (Frakklandi)7. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 71 orð

NBA-deildin Indiana - Detroit100:93 Toronto - LA Clippers109:101 Atlanta - Dallas108:82 Washington - San Antonio79:89 Milwaukee

NBA-deildin Indiana - Detroit100:93 Toronto - LA Clippers109:101 Atlanta - Dallas108:82 Washington - San Antonio79:89 Milwaukee - Golden State101:95 LA Lakers - Denver132:114 Sacramento - Orlando108:96 Íshokkí NHL-deildin Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 169 orð

Rússneskar gulldrottningar brutu blað í sundfiminni

RÚSSNESKA stúlkan Olga Sedakova var sannkölluð gulldrottning í sundfimi á HM í Perth. Hún byrjaði á því að sigra í einstaklingskeppninni, fékk síðan gullverðlaunin ásamt Olgu Brusnikinu í tvenndarkeppni og innsiglaði frábæran árangur með því að fara fyrir rússnesku stúlkunum í liðakeppninni í gær. Þar sigruðu þær með glæsibrag, fengu samtals 99.317 stig. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 119 orð

Sameiginlegt lið frá Skallagrími og Snæfelli SK

SKALLAGRÍMUR í Borgarnesi og Snæfell í Stykkishólmi eru að vinna í því að senda sameiginlegt knattspyrnulið til keppni í 2. flokki í sumar. Að sögn Jakobs Skúlasonar, formanns knattspyrnudeildar Skallagríms, eru margir efnilegir strákar á báðum stöðum en ekki nógu margir til að halda úti liði á hvorum stað. "Mikill hugur er í mönnum og þetta er ein leið til að auka útbreiðsluna," sagði Jakob. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 113 orð

Sigurganga Larvíkur á enda

NORSKA handknattleiksfélagið Larvík, sem Íslendingurinn Kristján Halldórsson þjálfar, tapaði fyrir Bækkelaget á útivelli, 27:19, í norsku kvennadeildinni í fyrra kvöld. Fyrir leikinn hafði Larvík ekki tapað í 663 daga eða í 32 leikjum í röð í deildinni, sem er norskt met. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 280 orð

SJÓNVARPRÚV sýnir beint frá ÓL í Nagano

Ríkissjónvarpið verður með beinar útsendingar frá Vetrarólympíuleikunum í Naganó í Japan, sem verða settir 7. febrúar. Áætlað er að senda um 75 klukkustundir beint og um 30 klst. í endursýningu eða alls ríflega 100 klukkustundir. Þetta var ákveðið á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri Sjónvarpsins, sagði ánægjulegt að geta boðið upp á þetta efni. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 311 orð

Sund

Heimsmeistarakeppnin Perth, Ástralíu 100 m baksund karla 1. riðill 1.Kim Woo (Kenya)1.11,762.Daniel Kang (Guam)1.12,353.Hamidreza Mobarrez (Íran)1.14,204.Mikel Ohan (Írak)1.16,102. riðill 1.Tseng Cheng Hua (Taiwan)1.01,062. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 250 orð

Svæðisvörnin varð Þór að falli

Valsmenn kræktu sér í tvö dýrmæt stig í botnbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik með því að leggja Þór að velli að Hlíðarenda, 112:86. Ekki leið á löngu þar til Valsmenn höfðu náð tíu stiga forystu, en norðanmenn neituðu hins vegar að gefast upp, minnkuðu muninn og fylgdu síðan heimamönnum eins og skugginn allan fyrri hálfleikinn. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 299 orð

TENNSI/ALÞJÓÐLEGT MÓT Na

Senn dregur til tíðinda á Opna íslenska tennismótinu, sem eingöngu er fyrir konur og í gær var leikið í 8-liða úrslitum í einliðaleik og undanúrslitum í tvíliðaleik. Sigurstranglegastar í einliðaleik eru Carolina Jagieniak frá Frakklandi og Gabriela Navratilova frá Tékklandi en þær stöllur eru númer 267 og 320 á heimslistanum og báðar komnar í undanúrslit. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 47 orð

Verðlauna Skipting verðlauna eft

Skipting verðlauna eftirníu keppnisdaga, gull, silfur, brons: Bandaríkin 1135 Rússland 812 Kína 543 Ástralía Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 258 orð

Örn Arnarson bætti sig um 0,11 sekúndur

Örn Arnarson bætti sig um 0,11 sekúndur í 100 metra baksundi í heimsmeistarakeppninni í Perth í Ástralíu í gær. Hann synti á 58,01 sek. og varð í 33. sæti af 51 keppanda en hann var skráður í keppnina á 35. besta tímanum. Örn fór vegalengdina á 58,10 í Örebro í Svíþjóð í lok nóvember sem leið, sem var hans besti tími til þessa, en Íslandsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar er 57,15. Meira
16. janúar 1998 | Íþróttir | 345 orð

(fyrirsögn vantar)

"Vonandi skref í rétta átt" Nýtt og betra líf körfuknattleiksliðs KR virðist í fæðingu. Í gærkvöldi vann liðið góðan sigur á Njarðvíkingum á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi, 100:89. Meira

Úr verinu

16. janúar 1998 | Úr verinu | 172 orð

Fengu síld á Eldeyjarbanka

NOKKUR nótaskip fengu síld á Eldeyjarbanka í fyrrinótt. Síldin er smá og hafa skipin því horfið af svæðinu og fikrað sig norður á bóginn. Atli Sigurðsson, skipstjóri á Gígju VE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að síldin á Eldeyjarbanka væri smá og því hefði hann aðeins kastað einu sinni og fengið um 50 tonn. Lítið væri að sjá af síld á svæðinu. Því hefðu skipin fikrað sig norðar. Meira
16. janúar 1998 | Úr verinu | 644 orð

Stefnt að aukinni framleiðni og betri nýtingu

NÝTT RANNSÓKNAR- og þróunarverkefni til að auka og bæta notkun upplýsingatækni í matvælaiðnaði hófst formlega í gær. Í verkefninu taka þátt sex íslensk fyrirtæki og þrjú erlend. Heildarkostnaður við verkefnið er um 120 milljónir króna og hefur ESB veitt um 60 milljónir króna í styrk til þess. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 368 orð

Árangur hreyfingar mældur með sjálfboðaliðum í 30 daga

NÆSTKOMANDI mánudag munu 60 kyrrsetumenn hefja klæðskerasaumaða líkamsþjálfun í þágu vísindanna. Stúdíó Ágústu og Hrafns og Fínn miðill hyggjast í sameiningu gangast fyrir 30 daga líkamsræktarkönnun og segir Ágústa Johnson þolfimikennari og ráðgjafi í þyngdarstjórnun að fjöldi manns hafi gefið kost á sér. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 280 orð

Ásýndin víða slæm

UPPBLÁSTUR og jarðvegseyðing eru stærstu umhverfisvandamálin hér á landi, að mati nemenda sem stunda nám á umhverfisbraut Garðyrkjuskólans í Hveragerði. Blaðamaður fór á fund þeirra og Steinunnar Kristjánsdóttur deildarstjóra og fræddist um í hverju nám þeirra er fólgið. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 383 orð

Derhúfur og engar tvær eins Safn derhúfunnar er ekki opið almenningi. Það leynist í Skútuvoginum í Reykjavík. Gunnar Hersveinn

DERHÚFAN er eitt af táknum tíunda áratugarins á Íslandi. Hún hefur náð vinsældum beggja kynja á öllum aldri. Hver sem er gæti sést með derhúfu, jafnt ungbarn sem forseti, allir nema ef til vill skopparar. Derhúfur tíunda áratugarins eru sjaldnast merkjalausar því markaðsstjórar fyrirtækjanna hafa sett þær upp gjarnan skreyttar vörumerkjum. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1033 orð

Esjan hvers virði er hún?

FLESTUM okkar er fjarlæg sú hugsun að meta náttúruna eða auðæfi hennar til fjár, ákveða til að mynda virði Þingvalla eða Gullfoss í peningum. Aðferðir eru eigi að síður þekktar og notaðar í Bandaríkjunum og í Evrópu, til að auðvelda ákvarðanatöku þegar náttúruverndarsjónarmið stangast á við áætlanir um framkvæmdir, til að mynda stíflugerð eða byggingu verksmiðja. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1374 orð

Glöggt gestsauga Í tæpan sólarhring slóst Bára Kristinsdóttir ljósmyndari í för með breskri blaðakonu og myndaði ýmislegt sem

ÞÓTT Bára Kristinsdóttir ljósmyndari flengist með myndavélina út um allar trissur, innanlands og utan, og myndi hvaðeina sem fyrir augu ber, hefur hún ekki lagt í vana sinn að hafa atvinnutækið með í för þegar hún bregður sér út á lífið í Reykjavík. "... Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 701 orð

Mæðgur í fimleikum

FIMLEIKAR eru sameiginlegt áhugamál íslenskra mæðgna sem búsettar eru í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Móðirin, Margrét Jóna Kristjánsdóttir, er skólastjóri fjölmenns fimleikaskóla og dóttirin, Kristín Gígja sem er níu ára, hefur æft þar í nokkur ár, og keppir nú fyrir skólans hönd. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1217 orð

Pappahús hjá iðnaðarstórveldi

HVERGI er arðurinn af áratuga velgengni iðnaðarstórveldisins Japans áþreifanlegri en í Shinjuku. Hér rísa tugir skýjakljúfa hver öðrum hærri. Mánaðarleiga fyrir útsýni úr einum glugga verður ekki talin nema í milljónum sem þó eru ekki nema hlægilegt brot af þeim auðæfum sem á hverjum degi fara um hendur þeirra sem út horfa. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Umhverfið og fræðsla

ÁHRIF mannfólksins á umhverfið eru óumdeilanleg þótt þekking til að mynda á dreifingu mengunar og áhrifum hennar á lífverur sé langt því frá fullkomin. Umhverfisvandamál eru heldur ekki ný af nálinni en strax í iðnbyltingunni í Bretlandi, undir lok 18. aldar voru stræti stórborganna breikkuð svo gustaði betur um og minna bæri á menguninni. Meira
16. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 467 orð

Æskulýðurinn uppfræddur um sorpið

"BÖRNIN læra það sem fyrir þeim er haft," segir Ragna Halldórsdóttur umhverfisfræðingur sem ætlar að skrifa meistaraprófsritgerð um umhverfismenntun skólabarna. Undanfarin tvö ár hefur Ragna starfað sem upplýsingafulltrúi Sorpu í Gufunesi, hefur séð þar um fræðslu- og kynningarmál. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.