Greinar sunnudaginn 18. janúar 1998

Forsíða

18. janúar 1998 | Forsíða | 71 orð

Kastró vill full torg

FÍDEL Kastró Kúbuleiðtogi flutti á föstudagskvöld sex stunda ávarp í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hann hvatti þegna sína til þess að fylla öll torg og götur Havana þegar Jóhannes Páll páfi kemur í heimsókn til Kúbu næstkomandi miðvikudag. Meira
18. janúar 1998 | Forsíða | 116 orð

Saddam hótar að hætta samstarfi

SÍRENUHLJÓÐ rauf kyrrðina í Bagdad í Írak í gær er þess var minnst að þá voru sjö ár liðin frá upphafi Persaflóastríðsins, sem lyktaði með því að innrásarher Íraka í Kúveit var gjörsigraður á nokkrum vikum. Meira
18. janúar 1998 | Forsíða | 69 orð

Skemmdir kannaðar

SLÖKKVILIÐSMAÐUR í Montreal kannar frostskemmdir á svonefndri lífhvolfsbyggingu í borginni. Hluti borgarbúa er enn án rafmagns 11 dögum eftir að frostrigning eyðilagði rafveitur og íbúar útborgarinnar Saint- Jean-sur-Richelieu fá vart rafmagn fyrr en eftir viku. Meira
18. janúar 1998 | Forsíða | 534 orð

Vilja fá aukna sjálfsstjórn

NIÐURSTÖÐUR rannsóknarskýrslunnar um yfirtöku Færeyinga á Færeyjarbanka hafa orðið til þess að auka kröfur Færeyinga um aukna sjálfsstjórn í eigin málum og skýrari mörk í sambandinu við Danmörku. Virðist almennur stuðningur meðal stjórnmálamanna í Þórshöfn við þá tillögu Javnaðarflokksins að Lögþingið kjósi stjórnlaganefnd er geri tillögur um nýja stjórnskipan er leysi af hólmi heimastjórnarlögin Meira

Fréttir

18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Allir með strætó!

ALMENNINGSSAMGÖNGUR eru þægilegur ferðamáti. Ekki þarf að eyða tíma í að skafa af rúðunum á morgnana og heldur ekki eyða peningum í bensín eða hafa fyrir því að leita að bílastæði ­ vagnstjórinn sér um að koma farþegum sínum heilum á leiðarenda. Og svo gefst líka afbragðsgott næði til þess að hugsa í strætó og spá í lífið og tilveruna. Þeir virtust a.m.k. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

DagbókHáskólaÍslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 22.­24. janúar 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Fimmtudagurinn 22. janúar: Finnbogi R. Þormóðsson, taugalíffræðingur flytur fyrirlestur um "Endurnýjun sjóntaugar í gullfiskum. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Er í 37. sæti á FIDE-listanum

JÓHANN Hjartarson, stórmeistari í skák, er nú í 37. sæti á stigalista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, með 2.630 stig. Jóhann naut mikillar velgengni á skákmótum á liðnu ári og hefur hækkað úr 83.-96. sæti á styrkleikalistanum frá því í byrjun síðasta árs. Jóhann hefur því hækkað um 45 stig og 46 sæti á heimslistanum á einu ári. Í upphafi 1997 var hann með 2.585 stig. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

FÓLKDoktor í hagnýtri efnisfræði álmelma

PÁLL Ólafsson varði doktorsritgerð í hagnýtri efnisfræði álmelma við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi KTH 7. nóvember sl. Í doktorsverkefninu er lýst varmafræðilíkani til að reikna út styrk og seygju álmelma út frá efnasamsetningu og hitameðhöndlun og var útreiknaður styrkur borinn saman við mældan styrk. Meira
18. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 376 orð

Færeyingar vilja skaðabætur RANNSÓKNARSKÝRSLA um aðdr

RANNSÓKNARSKÝRSLA um aðdraganda yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka var birt á föstudag og er hún sögð áfellisdómur fyrir dönsk yfirvöld. Ríkisstjórn Pouls Nyrup Rasmussen vísaði hins vegar í fyrradag á bug að hún bæri ábyrgð á málinu. Rasmussen viðurkenndi þó að Færeyingar hefðu verið hlunnfarnir og sagði að þeir hefðu ástæðu til að vænta bóta frá Dönum. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Gamalt íbúðarhús stórskemmdist

GAMALT íbúðarhús í innbænum á Akureyri stórskemmdist í bruna snemma í gærmorgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað að Lækjargötu 6 skömmu eftir klukkan 5 en þá var mikill eldur á fyrstu hæð í tvílyftu bárujárnsklæddu timburhúsi með risi. Íbúar og gestir í húsinu, um 10 manns, komust út af sjálfsdáðum og sluppu án meiðsla en einn slökkviliðsmaður brenndist lítillega í andliti við slökkvistarfið. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Grásleppur tvær

ENN eru nokkrar vikur í grásleppuvertíðina. Það er jafnan ekki fyrr en í febrúar eða mars sem grásleppan fer að hrygna á grunnslóð og grásleppukarlar leggja fyrir hana net. En hrognkelsin, sem bókin Íslenskir fiskar segir að haldi sig á reginhafi hluta úr árinu en komi upp á grunnmið til að hrygna síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, eru farin að nálgast hrygningarstöðvarnar. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 742 orð

Hafíslíkan prófað fyrir íslenskt hafsvæðiMarkmiðið

JÓN Elvar Wallevik lauk á liðnu ári meistaraprófsverkefni í eðlisfræðiskor Háskóla Íslands sem beindist að áhrifamestu þáttum í hreyfingu hafíss. Verkefnið var unnið undir umsjón Þórs Jakobssonar aðalleiðbeinanda og meðleiðbeinandanna Svens Þ. Sigurðssonar dósents og Þorbjörns Karlssonar prófessors. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hljómtækjum stolið

HLJÓMTÆKJUM að verðmæti 250 þúsund krónur var stolið úr verslun við Ármúla aðfaranótt laugardags. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu því eftirtekt að rúða var brotin í versluninni og fóru inn en þá fór þjófavarnakerfi í gang, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki orðið þjófsins vart. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Jörð skelfur við Hveragerði

JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst við Hveragerði um kl. 9 í gærmorgun. Stærstu skjálftarnir náðu 2,5 á Richterkvarða. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings voru upptök skjálftanna á tveimur stöðum. Fyrstu skjálftarnir hefðu átt upptök mjög vestarlega, suður undir Henglinum. Um 15 mínútum síðar hefðu komið skjálftar sem áttu upptök norður af Hveragerði. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Kveikt í blaðagámi

KVEIKT var í blaðagámi við Rofabæ í Reykjavík um miðnætti á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs er þetta langt frá því að vera í fyrsta sinn sem kveikt er í umræddum gámi en ekki náðist í brennuvarginn frekar en fyrri daginn. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Laumufarþegar í Goðafossi

TVEIR laumufarþegar gáfu sig fram við áhöfn Goðafoss á föstudagskvöld, þar sem skipið var statt um fimmtán sjómílur suðvestur af Garðskaga. Menn frá Slysavarnafélaginu Sigurvon í Sandgerði sóttu mennina út í skipið aðfaranótt laugardags og komu þeim til lögreglunnar í Keflavík, þar sem þeir gistu fangageymslu þar til Útlendingaeftirlitið sótti þá í gær, laugardag. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 530 orð

Magna Fríður Birnir

Í TENGSLUM við breytingar á stjórnskipulagi hjá Eimskipafélagi Íslands, sem tóku gildi í október síðastliðnum, voru gerðar eftirfarandi mannabreytingar hjá félaginu: Magna Fríður Birnir hefur tekið við starfi gæðastjóra Eimskips. Hún hóf störf hjá Eimskip í janúar 1996 sem fulltrúi í gæðastjórnun. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Málþing um nýja útgáfa Biblíunnar

HIÐ íslenska Biblíufélag og Kjalarnesprófastsdæmi efna til umræðna um nýja Biblíuútgáfu í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn 21. janúar kl. 20. Í fréttatilkynningu segir: "Undanfarin ár hefur á vegum Biblíufélagsins verið unnið að nýrri þýðingu Gamla testamentisins. Fimm kynningarhefti með þýðingunni hafa verið gefin út. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Menning í stað lýsis og ullar

HUGMYNDIR eru uppi um að breyta stóru, gömlu pakkhúsi í Kaupmannahöfn í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur Íslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, stýrir nefnd sem hefur endurbyggingu hússins að markmiði, en aðrir nefndarmenn eru fulltrúar danskra yfirvalda, arkitektar og fulltrúar þjóðanna sem hlut eiga að máli. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Mikið um langvarandi hálsbólgu

TALSVERT hefur verið um langvarandi hálsbólgu meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og segja heilsugæslulæknar aðsókn hafa farið mjög vaxandi á heilsugæslustöðvar. Pestir hafi tekið að stinga sér niður um jólin og nú séu áberandi bæði öndunarvegasýkingar og flensa með háum hita. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Póstmenn gagnrýna ferð til Brussel

STJÓRN Póstmannafélagsins furðar sig á því að Íslandspóstur hf. skuli að hluta til bera kostnað af ferð samgöngunefndar Alþingis til höfuðstöðva Evrópusambandsins í Brussel. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent frá sér. "Stjórn Póstmannafélagsins sér ástæðu til að gera mjög alvarlega athugasemd við framkvæmd þessa. Meira
18. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1717 orð

Prófsteinn tjáningarfrelsis í Króatíu Natasa Babic er fréttastjóri á króatísku útvarpsstöðinni Radio 101sem hlaut frægð um víða

VINSÆLDIR útvarpsstöðvarinnar Radio 101 meðal almennings í Zagreb sannaðist í nóvember 1996, þegar á annað hundrað þúsunda manna söfnuðust saman í miðborg króatísku höfuðborgarinnar og mótmæltu áformum stjórnvalda um að loka stöðinni. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Rauðir á rauðu ljósi

UMFERÐIN í Reykjavíkurborg hefur gengið allvel það sem af er árinu enda aðstæður til aksturs ákjósanlegar. Margar hættur bíða þó ökumanna. Sólin getur auðveldlega blindað þá og veðurfarið þarf lítið að breytast til að hálka myndist á götunum. Þessir ökumenn fylgdust vel með öllu þar sem þeir biðu á rauðu ljósi í Lækjargötu. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Ráðuneytið borgar ferð samgöngunefndar

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra ákvað í gær að samgönguráðuneytið skyldi standa undir kostnaði við ferð samgöngunefndar Alþingis til Brussel, sem nefndin fór til að kynna sér breytingar sem eru að verða í rekstrarumhverfi póst- og símafyrirtækja. Áður hafði verið áformað að Landssíminn hf. og Íslandspóstur hf. greiddu ferðina. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

SÁlft í ósi Blöndu

Glöggir vegfarendur á Blönduósi sáu álft á ánni Blöndu sl. föstudag. Elstu menn muna ekki eftir því að hafa séð þessa fuglategund á Blöndu um miðjan vetur og raunar er mjög sjaldgæft yfirleitt að sjá álftir á Blöndu, óháð árstíma. Bjarni Pálsson fyrrverandi póstmaður hefur búið á Blöndubökkum í rúm sjötíu ár og segir hann þetta einsdæmi. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Sjúkraflug hugsanlega boðið út

VERIÐ er að kanna í heilbrigðisráðuneytinu hvort sjúkraflug á landsbyggðinni verður boðið út, en hugsanlegt er að ákvæði í EES- samningnum kveði á um að slíkt þurfi að gera. Ráðuneytið tók yfir þennan málaflokk um síðustu áramót, en hann heyrði áður undir samgönguráðuneytið. Á þessu ári er áætlað á fjárlögum að 15,7 milljónir fari til sjúkraflugs. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst að venju fyrir sinni árvissu sólrisuhátíð, "Sólarkaffinu", föstudagskvöldið 23. janúar nk. á skemmtistaðnum Hótel Íslandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a.: "Hófið hefst með hefðbundinni hátíðardagskrá með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að ísfirskum sið kl. 20.30. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Spáð allt að 18 stiga frosti

SPÁÐ er mjög köldu veðri um helgina, allt að 12 til 18 stiga frosti inn til landsins. Gert er ráð fyrir hægviðri. Smáél verða með austurströndinni og um tíma einnig norðantil. Um landið sunnan- og suðvestanvert verður áfram bjartviðri víðast hvar. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Tenging gæti kostað 3,3 milljarða króna

JÓN Þóroddur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs fjarskipta hjá Landssímanum, segir að um mitt ár í fyrra hafi áætlaður kostnaður Íslands af því að tengjast væntanlegu alþjóðlegu ljósleiðaraneti, Oxygen, verið áætlaður 45 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 3,3 milljarðar íslenskra króna. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tískuverslunin Casa opnuð í Kjarnanum

Ný tískuverslun var opnuð nýverið á Selfossi. Verslunin heitir Casa og er í eigu Gísla Björnssonar og Elísabetar Hlíðdal. Að sögn Elísabetar, verslunarstjóra, þá er Casa eingöngu fyrir konur og markhópurinn eru konur á aldrinum 16-40 ára. Í Casa fást föt frá Sautján og segir Elísabet það virka vel enda hafa viðtökur við versluninni verið góðar. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

Útskýra hagsmuni Íslands vegna Schengen

SENDINEFND íslenzkra stjórnvalda, skipuð þeim Helga Ágústssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Kristni F. Árnasyni, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins, og Jóni Agli Egilssyni, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu, átti í síðustu viku fundi með ráðuneytisstjóra franska utanríkisráðuneytisins og embættismönnum innanríkisráðuneytis Frakklands í París. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

VIKAN 11/1-17/1 YFIRSKATTANEFND v

YFIRSKATTANEFND var harðlega gagnrýnd á ráðstefnu um skattamál á föstudag og var því haldið fram að nefndin hefði ítrekað virt jafnræðisreglu að vettugi á kostnað skattborgara. Fram kom að lögum samkvæmt ætti nefndin að vera óháð en á því léki mikill vafi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði undirbúning hafinn að skipan umboðsmanns skattgreiðenda. Meira
18. janúar 1998 | Landsbyggðin | 117 orð

Vinningshafar í krakkapakkaleik

Kjörís ehf. hefur undanfarið verið með leik í gangi þar sem allir þeir sem kaupa heimilispakkningu með frost- eða íspinnum frá fyrirtækinu, svokallaða krakkapakka, eiga von á glaðningi í pakkanum. Nú nýverið komu í ljós tveir stærstu vinningarnir en það voru 2 ferðavinningar með Heimsferðum til borgar í Evrópu og gilti hvor vinningur fyrir tvo. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Víkurklettur í vetrarsól

VIÐ Vík í Mýrdal er Víkurklettur sem ekki tekur miklum breytingum þrátt fyrir breytilegar árstíðir. Hann vakir yfir bænum og baðar sig í vetrarsólinni þegar færi gefst sem reyndar hefur verið alloft í vetur. Meira
18. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Mér er óhætt að nota hólkinn góði. Kristur sagði skýrum orðum: "Ég er ekki kominn til að boða frið heldur sverð." Meira

Ritstjórnargreinar

18. janúar 1998 | Leiðarar | 630 orð

Landvinningar íslenskra söngvara

leiðariLandvinningar íslenskra söngvara örgum hefur þótt sæta undrum hve fjölskrúðugt íslenskt tónlistarlíf er. Sumum erlendum gestum þykir það til dæmis fjarstæðukennt að hér séu að meðaltali um það bil einir tónleikar á dag árið um kring. Meira
18. janúar 1998 | Leiðarar | 1610 orð

rbref NNÚ ORÐIÐ LEIKUR enginn vafi á því, að sameiginlegur gjaldmiðill Evr

NNÚ ORÐIÐ LEIKUR enginn vafi á því, að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsríkja verður að veruleika um næstu áramót. Yfirgnæfandi líkur eru á því, að einu ESB-ríkin, sem taki ekki þátt í hinum nýja gjaldmiðli, verði Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin um þennan þátt málsins. Meira

Menning

18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 377 orð

Bílstjórar í vígahug

NÝJASTA mynd spænska leikstjórans Carlosar Saura hefst sem hefðbundin saga um árekstra milli kynslóða, þ.e. unglingsstúlkunnar Paz og foreldra hennar, en fljótlega verður sagan að harmleik þegar unga stúlkan verður ástfangin. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Brennivín og hákarl í Berlín

KRISTBJÖRG Kjeld var gestaleikari hjá Wolfgang Müller þann 21. desember síðastliðinn á Berliner Volkesbühne. En Müller þessi hefur vakið athygli fyrir reglulegar sýningar sínar sem hann nefnir "Wolfgang Müllers Kunst- und Meisencafé", eða Menningar- og igðukaffi Wolfgang Müllers. Þetta kvöld, sem var helgað Íslandi, naut hann aðstoðar Kristbjargar Kjeld. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð

Erfiðara að dansa en detta í sjóinn

Það er almannarómur að kvikmyndin Titanic verði kjörin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni næstkomandi og Leonardo DiCaprio, sem fer með aðalkarlhlutverkið í myndinni, er ekki hissa á því. "Þetta er ótrúleg mynd sem snertir nánast alla og persónan sem ég leik, Jack, er náungi sem fellur vel í kramið hjá flestum, svona leitandi sál sem er fljót að grípa tækifærin í lífinu. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Hannyrðamennt á 17. öld

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju stendur fyrir fyrirlestri sunnudaginn 18. janúar kl. 17 er nefnist Bekkina gerði gullhlaðsey. Þar talar Elsa E. Guðjónsson MA, fyrrverandi deildarstjóri við Þjóðminjasafn Íslands, um hannyrðamennt á Íslandi á 17. öld, einkum með tilliti til heimilda og varðveittra gripa úr Hólastift. Elsa fjallar m.a. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 787 orð

Hætt við viðbyggingu við Konunglega leikhúsið Í vikunni varð ljóst að ekkert verður úr áætlunum um viðbyggingu við Konunglega

"ÞETTA kostaði tólf milljónir, en það hefur líka verið skemmtilegt, ekki satt?" sagði Ebbe Lundgaard menntamálaráðherra hress í bragði, þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi í Konunglega leikhúsinu að ekkert yrði úr fyrirhugaðri nýbyggingu þess á Kóngsins nýja torgi. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 620 orð

Jónas og forsögulegi hákarlinn

Steve Alten: MEG. Bantam Books 1997. 337 síður. EINHVER mesta ófreskja sjávarins í hugum þeirra sem sóttu bíóin á áttunda áratugnum er Ókindin sem Peter Benchley skrifaði um en Steven Spielberg filmaði með feiknagóðum árangri. Nú hefur höfundur að nafni Steve Alten gert tilraun til þess að bæta um betur í sinni fyrstu skáldsögu sem hann kallar einfaldlega Meg. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 105 orð

Listaklúbbur Leikhúskjallarans Hiti og hamingja...

TÓNLEIKAR verða í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 19. janúar og hefjast kl. 20.30. Þar flytja Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari fjölbreytta efnisskrá; lög sem öll eiga það sammerkt að vera frá þessari öld og fjalla á einn eða annan hátt um manneskjuna, gleði hennar og sorgir. Ingveldur Ýr kynnir lögin og segir frá bakgrunni þeirra. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Margrét Bára sýnir á Café 17

NÚ stendur yfir á Café 17, Laugavegi 91, sýning á málverkum Margrétar Báru Sigmundsdóttur. Á sýningunni eru bæði vatns­ og olíumálverk sem flest eru unnin á sl. ári. Aðalviðfangsefni eru fantasíur tengdar fólki, framtíðinni og eilífðarmálunum. Margrét Bára hefur starfað við listmálun undanfarin ár og hefur víða sýnt verk sín. Sýningunni lýkur 1. febrúar. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Mexíkaninn í MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin Mexíkaninn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 18. janúar kl. 15. Myndin var gerð í Moskvu árið 1955 og er byggð á einni af skáldsögum bandaríska rithöfundarins Jacks London. Leikstjóri er V. Kaplunovskíj. Árið 1910 féll Mexíkó undir einræðisvald Diasar. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 869 orð

MILOS FORMAN

TVEIR af þremur gagnrýnendum Morgunblaðsins völdu Málið gegn Larry Flynt ­ The People vs Larry Flynt, ('96), eina af 10 bestu myndum ársins sem var að líða. Það var ekki til að slæva ánægjuna að hún var einnig myndin sem kom stórleikstjóranum Milos Forman aftur inná landakort þeirra bestu. Forman er af tékknesku bergi brotinn, fæddur 1932 í nágrenni Prag. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Nýjar bækur HEIMSPEKI er efti

HEIMSPEKI er eftir Martin Levander í þýðingu Þrastar Ásmundssonar og Aðalheiðar Steingrímsdóttur. Hún er ætluð framhaldsskólanemum og áhugafóki um heimspeki. Martin Levander leggur ýmsar spurningar fyrir lesandann. Það á nefnilega ekki að læra heimspeki utanað, heldur að brjóta heilann, velta vöngum, segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 808 orð

Rússnesk sýn á land, þjóð og list

RÚSSNESKI leikmyndahönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Stanislav Benediktov dvaldi hér á landi frá miðjum október í fyrra þar til mánudaginn 12. janúar. Hann er margverðlaunaður listamaður sem á að baki langan og glæstan feril, bæði í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 577 orð

Samsýning 65 listamanna í Hannover

VILLA Minimo er sýningarsalur sem myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson rekur á vinnustofu sinni í Hannover í Þýskalandi. Í dag, laugardaginn 17. janúar, opnar þar samsýning 65 listamanna, þar af 29 Íslendinga og eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á blað af stærðinni A4. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 87 orð

Scorsese drottnar í Cannes

BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur þekkst boð um að vera formaður dómnefndar á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð sem að þessu sinni verður haldin dagana 13.­24. maí. Gilles Jacob, formaður framkvæmdastjórnar hátíðarinnar, sagði nærveru leikstjórans vera heiður fyrir samkunduna og auka veg hennar verulega. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 339 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð221.00 Gamall heimilisvinur allra landsmanna, sjálfur J.R. (Larry Hagman) úr Dallas-sápunni leikstýrir sjónvarpsmyndinni Hver var Geli Bendl? (Who Was Geli Bendl?, '94), sjónvarpsmynd soðinni uppúr lögregluþáttunum In the Heat of the Night. Meira
18. janúar 1998 | Menningarlíf | 165 orð

Æfingar á stóra sviði

ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýnir 7. febrúar á stóra sviði Borgarleikhússins tvö verk eftir Ed Wubbe og eitt verk eftir Richard Wherlock. Sýningin er sú fyrsta á 25. afmælisári dansflokksins. Gestadansari er Bandaríkjamaðurinn Cameron Corbett sem starfað hefur með Tanz­Forum í Köln og víðar. Katrín Hall listdansstjóri Íslenska dansflokksins stýrir sýningunni. Meira
18. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð

(fyrirsögn vantar)

Góð myndbönd Góður dagur (One Fine Day) Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fallegu leikurunum Michelle Pfeiffer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík. Meira

Umræðan

18. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 305 orð

Besta bókin um geimrannsóknir í nærri fimmtíu ár

MANNAÐAR geimferðir til Mars hafa verið lengi á döfinni en ekkert orðið úr, aðallega vegna mikils kostnaðar. Oftast hefur verið gert ráð fyrir því að fyrst yrði byggð geimstöð á braut umhverfis Jörðu þar sem mikil og voldug Marsflaug yrði sett saman. Áætlun frá um 1990 gerði ráð fyrir að þetta fyrirtæki myndi kosta um 450 milljarða dollara. Meira
18. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Er fríhafnarreksturinn í takt við jafnræðisreglur?

Í SJÓNVARPINU á laugardagskvöldið voru landslýð boðuð þau tíðindi, að nú gætu menn keypt sér gleraugu án virðisaukaskatts og tolla í nýrri gleraugnabúð á Keflavíkurflugvelli. Maður þarf bara flugmiða og getur þar með sparað sér tugþúsundir í verði gleraugna, sem maður þarf annars að kaupa af innlendum gleraugnasölum. Meira
18. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 485 orð

Mengunarlausir strætisvagnar

Í GREIN minni í Mbl. 8. jan. sl., Mengunarlaus orka, fyrri hluti, var áskorun til SVR að láta nú til sín taka með því að hefja notkun mengunarlausra strætisvagna hér í borg. Í sjónvarpsfréttum sama kvöld var rætt við Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, í tilefni þess að verið var að taka nýjan, mengunarminni strætisvagn frá Scania í notkun. Meira
18. janúar 1998 | Aðsent efni | 2163 orð

UPPLÝSING OG LÍFSKJÖR

UPPLÝSING er lykillinn að batnandi lífskjörum almennings á okkar öld. Mikilvægt hlutverk menntunar í efnahagsþróuninni hefur orðið æ ljósara með árunum, t.a.m. í ljósi reynslunnar austan úr Asíu, þar sem ævintýralegur hagvöxtur hefur gerbylt lífskjörum þjóðanna á einum mannsaldri. Meira

Minningargreinar

18. janúar 1998 | Minningargreinar | 633 orð

Halla Einarsdóttir

Látin er í hárri elli elskuleg tengdamóðir mín, Halla Einarsdóttir. Hún hafði upplifað meira en flestir núlifandi Íslendingar á sinni löngu ævi. Hún hafði kynnst fátæktinni, framförunum og öllum þeim stórstígu breytingum sem hafa orðið á högum fólks á þessari öld. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Halla Einarsdóttir

Fallin er í valinn aldurhnigin heiðurskona. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Höllu Einarsdóttur, sem er látin. Mér finnst eins og hún hafi heitið "Halla mín" því hún var kölluð það af öllum þeim sem henni kynntust. Minningarnar hrannast upp. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Halla Einarsdóttir

Hún var svo sannarlega mikil kona. Nú hefur hún kvatt okkur. Tilbúin að kveðja nærri 95 ára að aldri. Löngu og farsælu lífi er lokið hjá þessari góðu konu. Öllum er Höllu kynntust varð hún minnisstæð. Hún varð góð vinkona okkar, þótt áratugir skildu að í aldri. Við vorum tvær litlar fimm ára hnátur, dóttir Höllu og ég, sem hittust á leið í Ísaksskóla í fyrsta sinn fyrir ótal mörgum árum. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 462 orð

Halla Einarsdóttir

Elsku amma mín. Síminn hringdi hjá mér á hótelherberginu í Los Angeles. Agnes mín að láta mig vita að þú hefðir dáið fyrr um kvöldið. Ég var búinn að fá fregnir af því að þú værir ekki sem best til heilsunnar, værir fljót að verða þreytt og vildir vera sem mest heima. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 636 orð

Halla Einarsdóttir

Nú þegar hún amma er dáin verður okkur hugsað til þeirrar miklu visku og speki sem henni tókst að miðla á sinni löngu ævi til okkar ömmubarnanna. Þó að hún hafi ekki fengið nema lágmarks skólagöngu á sinni tíð, þá hafði hennar skarpi hugur meðtekið margt um dagana og hún var óþreytandi í að brýna fyrir okkur þau lífsgildi sem hún hafði í hávegum. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Halla Einarsdóttir

Elsku amma. Óbilandi áhugi þinn á mönnum og málefnum gerði það að verkum að þú hafðir mikla ánægju af skoðanaskiptum og rökræðum. Frelsi einstaklingsins og "mennt er máttur" var lífsskoðun þín. Tækifæri til menntunar var það besta, sem þú gast óskað ungu fólki. Áhuginn á fólki, hvort sem um var að ræða fjölskylduna eða aðra samfylgdarmenn var einatt til staðar. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Halla Einarsdóttir

Viska manns er guða gjöf, göfugu hjarta borin, ­ fylgir honum fram að gröf, fyrnast aldrei sporin. (Steingrímur Davíðsson.) Elsku Halla er látin tæplega 95 ára. Þótt við vitum öll að ferð okkar hér hefur bæði upphaf og endi kemur endirinn okkur ávallt jafn mikið á óvart. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Halla Einarsdóttir

Halla Einarsdóttir, mín kæra vinkona, er dáin. Hún var verndarengill fjölskyldu minnar í 35 ár, allt frá því að við Kolli fengum leigt á Leifsgötunni hjá henni og Þorleifi manni hennar. Ég var þá barnshafandi að öðru barni okkar og við höfðum áhuga á að fá gott pláss fyrir fjölskylduna og vinnuna mína. Það var ekki auðvelt að stynja þessu upp en Halla tók þessu eins og sjálfsögðum hlut. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Halla Einarsdóttir

Hún Halla á Leifsgötunni er dáin. Á laugardagsmorgnum biðum við sem litlar stelpur spenntar eftir að bíllinn hennar renndi í hlað, hún kom nefnilega aldrei tómhent. Halla tók þátt í öllum merkisatburðum með okkur enda litum við alltaf á hana sem hálfgerða ömmu þrátt fyrir að okkur fyndist hún aldrei eldast. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

HALLA EINARSDÓTTIR

HALLA EINARSDÓTTIR Halla Einarsdóttir var fædd á Kársstöðum í Landbroti 2. febrúar 1903. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Gyðríður Elíasdóttir, lengst af bændur á Fossi í Mýrdal. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Hjálmar Ragnar Hjálmarsson

Þegar Ragnar Hjálmarsson er allur rifjast óneitanlega upp hjá mér góðar minningar um viðfelldinn samferðamann. Það er ekki langt síðan hann lagði hönd að verki ótrauður sem jafnan fyrr. En svo skjótt getur illvígur sjúkdómur lagt mann að velli að sá sem fyrir stuttu síðan sá örugg handtök hans stendur orðlaus og undrandi. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Hjálmar Ragnar Hjálmarsson

Fyrstu kynni okkar Ragnars voru þegar ég var barn, aðeins rúmlega eins árs. Þá komuð þið og fenguð mig lánaða í hálft ár, vegna þess að þið voruð ekki búin að komast yfir sorgina vegna andláts frumburðar ykkar. Seinna fæddust ykkur fimm dásamlegir synir, sem allir lærðu hjá þér og vinna við fyrirtækið ykkar, Kamb hf. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 461 orð

HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON

HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON Hjálmar Ragnar Hjálmarsson var fæddur á Kambi í Deildardal í Skagafirði 3. mars 1931. Hann lést 10. janúar síðastliðinn á Landspítalanum. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Pálssonar, f. 3. mars 1904, d. 15. apríl 1983, og Steinunnar Hjálmarsdóttur, f. 11. júní 1905, d. 15. júlí 1942. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Ingigerður Pétursdóttir

orti eitt skagfirsku góðskáldanna á öldinni. Lag Péturs Sigurðssonar við þetta ljóð og mörg önnur hljómuðu oft í stofu Vindheimahjóna þar sem þau Gæja tóku á móti gestum sínum með mikilli hlýju og mikilli gleði. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR

INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR Ingigerður Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 21. desember 1931. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Garðabæ 7. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 17. janúar. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 136 orð

Ragnar Stefánsson Guðrún Helga Helgadóttir

Það var síðla kvölds þegar við komum á áfangastað og tjölduðum. Íslenska sumarnóttin frekar svöl þegar ég og frænkur mínar Rósalind og Ragnhildur skriðum ofan í svefnpokana skjálfandi af kulda. Birtist þá Gunna með þrjár yndislega heitar flöskur handa okkur. Innihaldið hafði víst einhvern tíma verið annað en heitt vatn, en við vorum fljótar að stinga þeim niður í pokana þakklátar hugulsemi Gunnu. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 35 orð

RAGNAR STEFÁNSSON GUÐRÚN HELGA HELGADÓTTIR

RAGNAR STEFÁNSSON GUÐRÚN HELGA HELGADÓTTIR Ragnar Stefánsson fæddist 5. október 1922. Hann lést 27. ágúst 1996. Guðrún Helga Helgadóttir fæddist 14. apríl 1924. Hún lést 29. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram 2. janúar. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 443 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Kom, huggari, mig hugga þú, Kom, hönd og bind um sárin, Kom, dögg, og svala sálu nú, Kom, sól, og þerra tárin, Kom, hjartans heilsulind, Kom, heilög fyrirmynd, Kom, ljós, og lýstu mér, Kom, líf, er ævin þver, Kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 924 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 489 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Það var sumarið 1962 að við fimm stelpur réðum okkur sem fóstrur að barnaheimili austur í sveit. Þar tengdumst við þeim vináttuböndum sem hafa varað síðan. Þá vorum við ungar og bjartsýnar og áttum lífið framundan. Ein var sú sem strax fór fyrir hópnum. Það er okkar kæra vinkona sem við kveðjum nú í dag. Sigga var lífsglöð, hæfileikarík og einstaklega músíkölsk. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 563 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Drottinn gaf og drottinn tók. Ég trúi því ekki ennþá að Sigga vinkona mín sé látin svona ung. Á hverjum degi í langan tíma lét ég biðja fyrir Siggu að hún fengi bata, en Jesús tók Siggu til sín og hjá honum fékk hún bata. Stundum hugsa ég: Hver verður næstur sem ég þekki eða verður það kannski ég sjálf, því enn hafa læknar lítið ráðið við krabbamein. Ég kynntist Siggu fyrir 15 árum. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku vinkona. Þakka þér fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar. Alltaf og alls staðar varst þú miðdepill gleðinnar. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 658 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Með nokkkrum orðum langar mig að kveðja mágkonu mína Sigríði Kristófersdóttur. Sigga var alla tíð mjög hrein og bein og ekkert gefið um óþarfa blaður eða skjall sem ekki kom beint frá hjartanu. Hún kvaddi sjálf fólk án mikilla umbúða eða með óþarfa faguryrðum og þannig vildi hún eflaust að hún sjálf yrði kvödd í hinsta sinn. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 419 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Sigríður Kristófersdóttir, er látin. Sigga fékk lausn frá löngu og ströngu veikindastríði aðfaranótt 9. janúar síðastliðinn. Ég kynntist Siggu á erfiðu tímaskeiði í lífi hennar. Hún hafði skömmu áður misst eiginmann sinn með sviplegum hætti og þurfti ein að leiðbeina þremur börnum í gegnum stormasöm unglingsárin. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 52 ára gömul. Mér er efst í huga þakklæti til hennar fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem hún sýndi okkur. Vér biðjum þig Drottinn að blessa þá hrjáðu, þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð. Meira
18. janúar 1998 | Minningargreinar | 274 orð

SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR Sigríður Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1945. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir, f. 25.5. 1914, og Kristófer F. Jónsson, f. 10.11. 1903, d. 2.2. 1961. Systkini hennar eru: Jón Hilmar Þórarinsson, f. 22.4. Meira

Daglegt líf

18. janúar 1998 | Bílar | 202 orð

1935 Auburn

AUBURN bílaverksmiðjan í samnefndri borg í Indiana í Bandaríkjunum var stofnuð árið 1900 og hætti starfsemi 1936. Árið 1924 náði E.L. Cord yfirhöndinni í fyrirtækinu og sameinaði það fyrirtækjaveldi sínu í Auburn, Duesenberg og Lycoming. Í stjórnartíð hans breyttust Auburn bílar til hins betra. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 286 orð

Á ferð og flugi með Bændaferðum

FYRSTU tvær ferðir Bændaferða á þessu ári verða að Gardavatni á Ítalíu með viðkomu í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrri ferðin er frá 26. mars til 5. apríl, en sú síðari frá 22. apríl til 1. maí. Boðið verður upp á fjölbreyttar skoðunarferðir t.d. til Feneyja og Veróna ásamt siglingu á Gardavatni, ferðar um dali Dólómítafjalla, bændaheimsóknir og margt fleira. Ferðirnar kosta 65.500 og 68. Meira
18. janúar 1998 | Bílar | 436 orð

Flest dauðsföll í Grikklandi

650 DAUÐSFÖLL urðu í umferðinni í Grikklandi miðað við hverja eina milljón bíla árið 1995 en á sama tíma 310 í Frakklandi, 280 í Austurríki, 200 í Bandaríkjunum og Þýskalandi, um 170 í Sviss, 140 í Bretlandi, 130 í Svíþjóð og Noregi. Seat Arosa fær Gullna stýrið Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 250 orð

Flutt yfir götuna

STARFSFÓLK Ferðaskrifstofu Reykjavíkur hélt í síðustu viku upp á það með pompi og prakt að hafa komið sér endanlega fyrir í nýju húsnæði. Síðastliðið haust flutti ferðaskrifstofan nefnilega starfsemi sína milli húsa í Aðalstrætinu í Reykjavík, fór úr númer 16 yfir í númer 9 þar sem verslunin Herragarðurinn var til skamms tíma. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 48 orð

GÓÐIR DAGAR Í LÚXEMBORG

LÚXEMBORG er annað og meira en bara flugvöllur og bílaleiga. Það er hægur vandi að eyða í þessari vinalegu borg nokkrum skemmtilegum haustdögum. Í Lúxemborg má njóta útsýnis, fallegra bygginga og matar og ferða í verslanir og söfn svo fátt eitt sé talið. Meira
18. janúar 1998 | Bílar | 669 orð

Hugmyndabílar og orkusparnaður

Eins og á fyrri sýningum hér í Detroit, eru hugmyndabílar áberandi í útstillingum bílaframleiðenda sem sækja sýninguna. Hugmyndabílar eru útfærslur á framtíðardraumum framleiðanda - draumum sem oftar en ekki verða að veruleika fyrr en marga grunar. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 1206 orð

Humar, steik og vísundur í Halifax Gera má því skóna að flestum þyki gaman og gott að njóta veitinga í skemmtilegu umhverfi en

KANADA er stærsta land heims og í öllum borgum þess eru úrvals matstaðir. Vissulega er smekkur manna misjafn ­ mér hefur alltaf þótt best og skemmtilegast að borða hjá Þráni Kristjánssyni í góðra vina hópi á The Round Table í Winnipeg ­ en segja verður eins og er að bestu veitingastaðirnir í Halifax í Nova Scotia eru Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 254 orð

Íslenskarflugrútur íEvrópuferðum

KYNNISFERÐIR-FLUGRÚTAN byrjaði í desember 1997 að þjónusta farþega íslenskra ferðaskrifstofa í Mið-Evrópu með eigin rútum og íslenskum bílstjórum. Fyrirtækið hefur fest kaup á nýjum langferðabifreiðum sem fara á áfangastaði Flugleiða í Mið- og Suður-Evrópu.. Meira
18. janúar 1998 | Bílar | 466 orð

Nýja Bjallan vekur hrifningu

FÁRRA bíla var beðið með eins mikilli eftirvæntingu á sýningunni eins og nýju Bjöllunnar frá Volkswagen. Bíllinn var kynntur snemma á mánudaginn síðasta frammi fyrir um eitt þúsund blaðamönnum og ef marka má viðbrögð þeirra, hefur nýja Bjallan góða möguleika á að öðlast sama sess í hugum notenda eins og sú gamla. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 193 orð

Páskaferðtil Kölnar

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa skipulagt páskaferð til Kölnar með ýmsum möguleikum á skoðunarferðum, s.s. siglingu á Rín og ferð til Bonn en þar má m.a. sjá fæðingarhús Beethovens í Bonngasse ásamt fjölda annarra merkra bygginga. Að sögn fararstjórans, Lilju Hilmarsdóttur, var ferðin skipulögð í kjölfar mikilla vinsælda sem haustferðir ferðaskrifstofunnar með siglingu á Rín nutu í fyrra. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 1282 orð

Skemmtilegir haustdagar

NOKKRUM sinnum gegnum tíðina hef ég flogið til Lúx, labbað með farangurinn yfir á bílaleiguna við hliðina á flugstöðinni og brunað síðan af stað til annarra landa án þess að veita umhverfinu mjög nána athygli. Meira
18. janúar 1998 | Bílar | 953 orð

Sportlegur og kraftmikill fjölskyldubíll

ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að Alfa Romeo 156 hlaut hina eftirsóttu nafnbót Bíll ársins 1998 í Evrópu í árlegu kjöri evrópskra bílablaðamanna fyrir skemmstu. Bíllinn er hingað kominn, átta komnir á götuna og 22 væntanlegir eigendur bíða þess nú óþreyjufullir að fá sinn bíl. Bíllinn rokselst í Evrópu og það er hægara sagt en gert að fá hann afgreiddan. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 227 orð

Tin og annað áhugavert

FERÐALANGAR á leið um dönsku borgina Árósa ættu ekki að láta Portobello í miðju latínuhverfinu fara fram hjá sér, hafi þeir á annað borð áhuga á fallegum antíkmunum. Portobello er spennandi antíkverslun þar sem hillurnar svigna undan fallegum glösum og vösum, hnífapörum, íkonum, og búddalíkneskjum svo fátt eitt sé nefnt. Portobello er í raun tvískipt. Meira
18. janúar 1998 | Ferðalög | 669 orð

Upplýsingarúr austfirskriferðaþjónustu

FYRIRTÆKIÐ Norðan Jökuls hefur boðið skoðunarferðir frá Egilsstöðum síðustu fimm sumur. Tvö síðustu sumur hefur aðallega verið um dagsferðir að ræða í samstarfi við Tanni Travel á Eskifirði. Í sumar unnu við þessar ferðir níu leiðsögumenn sem spurðu hvern farþega um þjóðerni og skráðu í dagbók. Meira

Fastir þættir

18. janúar 1998 | Í dag | 26 orð

a Ég get eins vel sagt þér það núna... c Ótt

a Ég get eins vel sagt þér það núna... c Óttalegustu orð sem maður getur látið út úr sér: ..."Ég get eins vel sagt þér það núna". Meira
18. janúar 1998 | Dagbók | 3140 orð

APÓTEK

»»» Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 212 orð

AV:

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. janúar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 12 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS: Nicolai Þorsteinsson - Böðvar Magnússon127Jón H. Hilmarsson - Jón E. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 33 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 19. janúar, verður sjötug Sóley Kristinsdóttir, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. Sóley heldur upp á afmælið sitt í dag, sunnudaginn 18. janúar, í Kiwanishúsinu, Engjateig 11, frá kl. 16-18. Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 114 orð

Ásgrímur og Stefaníalangefst á Króknum Laugardaginn 1

Laugardaginn 10. janúar var spiluð parakeppni Norðurlands vestra á Sauðárkróki. 15 pör mættu til leiks og unnu systkinin Ásgrímur og Stefanía öruggan sigur. Lokastaðan varð þessi: Stefanía Sigurbjörnsd. ­ Ásgrímur Sigurbjörnsson (Sigl./Sauðkr.)69Björk Jónsd. ­ Jón Sigurbjörnsson (Siglufj.)39Guðlaug Márusd. ­ Ólafur Jónsson (Siglufj.)29Ragnheiður Haraldsd. Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 62 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðafja

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 13. janúar var spilaður tvímenningur hjá BRE. Þátttaka var mjög góð en 16 pör mættu til leiks. Úrslit urðu á þessa leið: Kristján Kristjánsson ­ Ásgeir Metúsalemsson266 Gunnlaugur Sævarsson ­ Páll Skaftason262 Aðalsteinn Jónsson ­ Gísli Stefánsson249 Jónas Jónsson ­ Jón Ingi Ingvarsson235 Svala Vignisdóttir ­ Ragna Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 516 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dag

21. janúar Eins kvölds Sviss- sveitakeppni. Komið og kynnist þessu skemmtilega keppnisformi sem er mjög vinsælt erlendis. Aðstoðað er við myndun sveita á staðnum ef þess er óskað. Bókaverðlaun af bókahlaðborði BR. Sex kvölda aðalsveitakeppni 8. janúar ­ 4. marz Fyrstu fjögur kvöldin verða með monrad-sniði, 10 spila leikir. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. desember sl. í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Hanna María Harðardóttir og Níels Adolf Guðmundsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. nóvember í Kristskirkju af sr. Patrick Breen Jocelyn Jarocan og Magnús Sigmundsson. Heimili þeirra er að Laufengi 44, Reykjavík. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. nóvember í Laugarneskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni Sigríður Sigurðardóttir og Lúðvík Baldur Bragason. Heimili þeirra er að Búðagerði 4, Reykjavík. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí '97 í Dómkirkjunni af sr. Guðmundi Óskari Ólasyni Líney Sveinsdóttir og Þórarinn Sveinsson. Heimili þeirra er að Lyngmóum 1, Garðabæ. Meira
18. janúar 1998 | Dagbók | 672 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 543 orð

IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. jan

IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. janúar árið 1892 fæddist Ólafur Thors, lengi, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Fyrst myndaði Ólafur ríkisstjórn 1942. Önnur stjórn hans, nýsköpunarstjórnin, var mynduð stofnár lýðveldisins 1944. Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 816 orð

Jóhann í 37. sæti á stigalista FIDE

Birtur hefur verið listi yfir 100 stigahæstu skákmenn heims frá og með 1. janúar 1998 EFTIR frábæra frammistöðu Jóhanns Hjartarsonar undanfarna mánuði er hann nú kominn í 37. sæti á stigalista FIDE með 2.630 stig. Stigin komu út fyrir nokkrum dögum og gilda fram á mitt þetta ár. Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 432 orð

Safnaðarstarf Íslenska Kristskirkjan ALFA

ALFANÁMSKEIÐ verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni að Bíldshöfða 10 frá 27. janúar til 31. mars (þriðjudagskvöld). Alfa er tíu vikna námskeið þar sem fólk hittist eitt kvöld í viku. Auk þess hittast þátttakendur einn laugardag eða helgi á miðju tímabilinu. Alfanámskeiðin urðu til fyrir meira en 10 árum í anglíkönsku kirkjunni Holy Trinity Brompton í London. Meira
18. janúar 1998 | Í dag | 498 orð

Um stefgjöld GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagðist

GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagðist hann undrandi á því sem hann hefði lesið í frétt í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar segir frá því að bílaumboð hafi verið dæmt til að greiða stefgjöld því spiluð hafi verið tónlist í húsakynnum þess. Er Gunnar undrandi á hljómplötuframleiðendum og tónskáldum að krefjast gjalda af leikinni tónlist í verslunum, bílasölum o.s.frv. Meira
18. janúar 1998 | Fastir þættir | 203 orð

(fyrirsögn vantar)

Hinn 30. desember fór fram hin metnaðarfulla bæjarkeppni milli norður- og suðurbæinga. Norðurbæingar undir öruggri forustu Benedikts Sigurjónssonar höfðu unnið í þessari keppni árið áður og hann því endurráðinn, en suðurbæingar skiptu um foringja. Meira

Íþróttir

18. janúar 1998 | Íþróttir | 931 orð

Erfitt, en við getum það

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, ætlar að endurtaka leikinn á móti Brasilíu í HM Erfitt, en við getum það EGIL Olsen er eini þjálfarinn sem hefur stýrt liði til sigurs á heimsmeisturum Brasilíu síðan Suður-Ameríkumennirnir urðu heimsmeistarar 1994. Meira
18. janúar 1998 | Íþróttir | 255 orð

NFL fær um 145 milljarða kr. á ári

Ameríska fótboltadeildin NFL hefur nánast gengið frá sölu sjónvarpsréttar frá leikjum deildarinnar næstu árin. Aðeins á eftir að ganga frá sölu á mánudagsleikjum en verði hækkunin á þeim sambærileg og á öðrum leikjum fær NFL um 2 milljarða dollara, um 145 milljarða kr., á ári fyrir sjónvarpsréttinn næstu átta árin, sem er um 80% hækkun frá fyrri samningum. Meira
18. janúar 1998 | Íþróttir | 320 orð

Ronaldo í sérflokki

RONALDO frá Brasilíu hafði mikla yfirburði í kjöri knattspyrnumanns ársins sem Alþjóða knattspyrnusambandið gengst fyrir árlega. Ronaldo, sem var kjörinn bestur í fyrra, var aftur í fyrsta sæti og var í raun í sérflokki. Hann fékk 86 atkvæði í fyrsta sæti, 16 í annað sæti og 2 atkvæði í þriðja sæti eða 480 stig alls. Meira
18. janúar 1998 | Íþróttir | 39 orð

Tíu stigahæstu Á listanum yfir 10 efstu k

Á listanum yfir 10 efstu koma fram atkvæði í 1., 2. og 3. sæti og stig alls: Ronaldo (Brasilíu)86162480Roberto Carlos (Brasilíu)511765Dennis Bergkamp (Hollandi)77662Zinedine Zidane Meira

Sunnudagsblað

18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 652 orð

Afgreiðslukassakerfi seld til nær 15 ríkja

ÍSLENSK hugbúnaðarfyrirtæki selja framleiðslu sína á ólíklegustu stöðum auk hefðbundinna markaðssvæða. Tölvufyrirtækið Hugbúnaður hf. í Kópavogi hefur náð fótfestu fyrir afgreiðslukassakerfi sín í arabalöndum og víðar auk Evrópulanda. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 106 orð

Alheimurinn endar í öskuhrúgu

FIMM hópar stjarnvísindamanna, sem glímt hafa við eðli og örlög alheimsins, segjast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að veröldin sé í "fluguvigtarflokki" eða með öðrum orðum ekki nógu efnismikil til að dragast saman aftur. Því muni hún halda áfram að þenjast út og vara að eilífu. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 205 orð

Auka kennslu í lestri, skrift og reikningi

BRESKA stjórnin hefur í reynd afnumið námsskrána í skyldufögum í enskum og velskum skólum fyrir 5-11 ára börn, 10 árum eftir að stjórn Íhaldsflokksins kom henni í framkvæmd. David Blunkett, atvinnu- og menntamálaráðherra, segir að frá og með september næstkomandi ráði hver skóli hvað kennt sé í sögu, landfræði, hönnun og tækni, listum, tónlist og íþróttum. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 313 orð

Áframhaldandi stuð og gleði

PÖNKHÁTÍÐ hefur verið haldin í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð í upphafi hvers árs undanfarið. Svo verður og að þessu sinni, því fyrirhuguð er hátíðin Pönk 98 23. janúar næstkomandi. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 974 orð

Bean mest sótta myndin '97Það kennir margra grasa á lista yfir mest sóttu kvikmyndir á Íslandi á síðasta ári sem Arnaldur

MEST sótta kvikmyndin á Íslandi árið 1997 var Herra Bean eða "Mr. Bean" með Rowan Atkinson í titilhlutverkinu en alls voru seldir á hana 60.100 aðgöngumiðar. Hún er langvinsælasta mynd síðasta árs því næst á eftir henni og 10. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 679 orð

Blanda ásamt Svartá og Laxá í Kjós skáru sig úr 1997

ÞAÐ VAR almennt mál manna að síðasta laxveiðivertíð hafi verið fremur rýr í roðinu. Reyndar var veiði mjög áþekk því sem var 1996, en það var mestmegnis vegna stóraukinnar veiði á Rangársvæðinu. Flestar árnar hins vegar rétt löfðu í tölunni sinni frá 1996 og margar voru lakari þó kannski hafi ekki munað svo ýkja miklu. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 34 orð

Búist við stórgosi

MIKIL skjálftavirkni hefur verið í eldfjallinu Etnu á Sikiley undanfarna sólarhringa. Minniháttar eldgos hófst þar í byrjun vikunnar og er óttast að þar kunni að verða stórgos á allra næstu dögum. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 147 orð

Cher leikur á Ítalíu

Leikkonan Cher stendur í samningaviðræðum við framleiðendur um að leika aðalhlutverkið í næstu mynd ítalska leikstjórans Franco Zeffirelli sem byggð er á hluta sjálfsævisögu hans. Myndin á að heita Tea with Mussolini og er gamanmynd sem gerist í fögru sveitaþorpi í Toskanahéraði á Ítalíu á fyrstu árum heimstyrjaldarinnar síðari. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 142 orð

Clooney bregður brandi

George Clooney þarf líklega ekki að fara í klippingu fyri næstu mynd ef að líkum lætur. Myndin á að gerast í Grikklandi til forna og hárafarið á haus Clooneys smellpassar við tímabilið. Myndin er byggð á óútkominni skáldsögu eftir Steve nokkurn Pressfield og heitir Gates of fire. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1359 orð

DANSINN Dansinn heitir ný, íslensk kvikmynd sem Ísfilm framl

FÆREYINGAR hefðu örugglega verið stoltir af Guðjóni í Garðakoti arka í færeysku viðhafnarklæðunum um Dyrhólaey. Hann bar með sér léttleika og fas vindsins og tindrandi augun minntu á sólstafina. Hvítt skegg hans bylgjaðist í vindinum eins og langsprottið gras í fjallshlíð þegar blærinn vaggar því Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 89 orð

Dýrt er drottins orðið

UNGUR Þjóðverji, 22 ára gamall, var í gær sviptur ökuleyfi í fjóra og hálfan mánuð fyrir að hafa hrópað "dæmigerð kona" að ökumanni, sem honum mislíkaði við. Ungi maðurinn var einnig dæmdur til að greiða rúmlega 70.000 kr. í sekt fyrir framkomuna en hann missti stjórn á skapi sínu þegar kona, sem ók á móti honum í þröngu stræti, hleypti honum ekki framhjá. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2396 orð

Eins ogsvanur á lygnri tjörnÁ undanförnum árum hefur ný fræðigrein innan heilbrigðisvísinda, þar sem sálfræðilegar aðferðir eru

DR. ÓLAFUR Steinn tók doktorspróf í klínískri sálarfræði fyrir fjórum árum og skoðaði þá hvernig nota má dáleiðslu til að minnka og koma í veg fyrir skaðleg áhrif streitu á líkamann og starfsemi hans. Að doktorsnáminu loknu stundaði Ólafur síðan framhaldsnám við Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 179 orð

Enskar sængurversraunir

TÓMSTUNDA- og starfsmenntaráðið í Norður-Jórvíkurskíri á Englandi heldur fjöldann allan af námskeiðum á hverju ári en það nýjasta er að kenna fólki að skipta um á rúmunum, það er að segja að koma verinu á sængina þannig að skammlaust sé. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2696 orð

Erum rétt að byrja

"SATT best að segja er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel allt saman," segir Hilmar. Hann hristir höfuðið og endurtekur næstum hissa: "Já, þetta hefur verið ótrúlegur tími." Við erum sestir í veitingasal leikhússins við Vesturgötu 11 í Hafnarfirði. Áður frystihús, núna leikhús svo ekki verður um deilt, meira að segja rétta lyktin, leikhúslyktin, kitlar nasirnar. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 879 orð

Fá aldraðir næga næringu?

DR. INGA Þórsdóttir, forstöðumaður næringarstofu Landspítala segir að niðurstöður um næringarskort við bráðainnlögn séu í sjálfu sér ekki óeðlilegar, þar sem fólk hafi legið veikt heima og lystarlítið í mislangan tíma. Þar af leiðandi hafi það ekki nærst nægilega. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1389 orð

Fágað og fægt

ÞAÐ ER eins og sumar plötur rati inn á öll heimili sama þó húsráðendur kunni jafnvel ekki að meta tónlist almennt. Svo var um breiðskífu þeirra félaga Pauls Simons og Arts Garfunkels, Bridge Over Troubled Water. Sú plata seldist á sínum tíma í ellefu milljónum eintaka, og það löngu áður en markaðssetning að hætti Michaels Jacksons eða Spice Girls var upp fundin. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 279 orð

Fólk getur þyngst af léttum matvörum

MENN grennast ekki á því að borða fitu- og sykurskertar matvörur, að sögn næringarfræðinga, sem vara við því að þeir sem neyta slíks matar séu þvert á móti líklegri til að þyngjast en þeir sem borða venjulegan mat, að sögn danska dagblaðsins Jyllands-Posten. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 797 orð

Fólkið og kvótinn Deilur hafa verið um kvótakerfið frá því að það var lögfest 1983. Viðskipti með kvóta, hugmyndir og skoðanir

MARGIR tjá sig á opinberum vettvangi um þjóðfélagsmál þótt þeir hafi ekki gert stjórnmálin að ævistarfi. Samt sem áður má velta því fyrir sér hve dæmigerð sjónarmiðin í fjölmiðlum eru fyrir skoðanir fjöldans þegar rætt er um fiskveiðistjórnun. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 222 orð

Hague býður Blair aðstoð

WILLIAM Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins breska, hyggst bjóða Tony Blair forsætisráðherra að mynda bandalag gegn vinstrisinnum í flokki hans, Verkamannaflokknum, til að koma fyrirhuguðum umbótum á breska velferðarkerfinu í gegn, að því er segir í The Times. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1354 orð

Kanadasamningurinn stærsta mál EFTA eftir EES

KJARTAN Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, átti á föstudag fundi með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og íslenzkum embættismönnum um starf samtakanna næsta hálfa árið, en Ísland tók við formennsku í EFTA um áramót. Morgunblaðið ræddi við Kjartan um starf EFTA, sem er mun fjölbreyttara en fyrir nokkrum árum, þótt fækkað hafi í hópi aðildarríkja. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 920 orð

Kraftur Guðs til hjálpræðis

Í dag er annar sunnudagur eftir þrettánda. Meðal texta dagsins eru alkunn orð úr bréfi Páls postula til Rómverja: "Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum. Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: "Hinn réttláti mun lifa fyrir trú"" (Róm. 1:1­17). Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 774 orð

Mataræði aldraðra er að breytast

Í KÖNNUN sem gerð var á vegum Öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar í fyrra kemur fram að margir þeirra einstaklinga 67 ára og eldri, sem notfæra sér matarþjónustu á vegum stofnunarinnar, noti hana nánast alla daga ársins og jafnvel árum saman. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 176 orð

Mengun flýtir dauða í Bretlandi

LOFTMENGUN, einkum útblástursgufur bifreiða og vörubíla, flýtir fyrir andláti allt að 24.000 manna á ári, að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Samkvæmt rannsókn breska heilbrigðisráðuneytisins deyja milli 12 þúsund og 24 þúsund manns á ári miklu fyrr en ella vegna áhrifa mengunar. Þessu til viðbótar eru milli 14.000 og 24.000 manns lögð inn á sjúkrahús á ári vegna loftmengunar. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 274 orð

Munu greiða þóknun vegna áunninnar hæfni

UM SÍÐUSTU helgi var gengið frá kjarasamningum í væntanlegri álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga og hafa samningarnair vakið athygli vegna ýmissa nýmæla. Gildistíminn er til 2004. Frá 2001 eiga grunnlaun að breytast í samræmi við kjarasamninga stéttarfélaga og vinnuveitenda á Vesturlandi nema samkomulag takist um annað. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 164 orð

MÚSÍKTILRAUNIR

MÚSÍKTILRAUNIR eru framundan og sveitir víða um land gera sig klárar í slaginn. Ekki verða tilraunirnar þó alveg strax, en skráning hafin. Músíktilraunir eru jafnan skömmu fyrir páska og þar sem páskar falla í aprílbyrjun að þessu sinni verður fyrsta tilraunakvöldið fimmtudaginn 19. mars. Næsta kvöld verður svo 26. mars, það þriðja 27. mars og lokatilraunakvöldið verður svo 2. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1216 orð

Nokkur góð ár með álveri Nú má ekki lengur drepa hval sér til matbjargar. Það má ekki lengur reykja í návist annarra, það má

ÉG HLUSTAÐI á forsetann á nýjársdag. Honum mæltist vel eins og hans er von og vísa og það má forseti vor eiga, að hann hefur skoðanir og þorir að setja þær fram. En ég verð að segja það eins og er. Ég sat skelfingu lostinn á eftir. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 672 orð

Næringarútreiknaðir matseðlar ættu að vera fyrir hendi

OLGA Gunnarsdóttir, matarfræðingur og yfirmaður eldhússins á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Mjódd, segir mikilvægt að máltíðir aldraðra séu vel saman settar með tilliti til næringar og orku, þar sem þeir innbyrði almennt ekki mikið magn í einu. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 342 orð

Næringin er stór hluti af líðan fólks

BORGHILDUR Sigurbergsdóttir er sjálfstætt starfandi næringarráðgjafi, sem hefur meðal annars unnið að ráðgjöf á hjúkrunarheimilum bæði í Reykjavík og úti á landi. Einnig hefur hún endurskoðað matseðla á þessum stöðum með tilliti til þarfa aldraðra. Aðspurð segir hún að tvímælalaust eigi matseðlar á elli- og hjúkrunarstofnunum að vera næringarútreiknaðir. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 103 orð

Ósjálfráða og viljastýrða taugakerfið

ÚTTAUGAKERFIÐ skiptist í ósjálfrátt taugakerfi og viljastýrt. Við stjórnum beinagrindarvöðvunum með því viljastýrða en undir ósjálfráða kerfið heyra hjartavöðvi, sléttir vöðvar og kirtlar. Ósjálfráða taugakerfið skiptist einnig í tvennt, í sympatíska kerfið og það parasympatíska. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 141 orð

Rússar fækka flugfélögum

RÚSSNESK yfirvöld boðuðu í gær nýjar kröfur til flugrekstraraðila sem Ívan Valov, aðstoðarforstjóri rússnesku flugmálastjórnarinnar (FAS), sagði að myndi stórfækka flugfélögum. Valov sagði að flugfélögunum myndi fækka um rúmlega 250 á næstu þremur árum, eða úr 315 í 53, nýir afkomu- og öryggisstaðlar yrðu þess valdandi. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1725 orð

Siðferðileg álitamál eru mér hugleikin

VIGDÍS Finnbogadóttir var í síðustu viku útnefnd formaður Alþjóðaráðs UNESCO um siðferði í vísindum og tækni. Ráðið mun einbeita sér að þremur málaflokkum sem varða orku, nýtingu ferskvatnsforða og siðferði upplýsingasamfélagsins. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 653 orð

Smárinn er hálfrar ar gamall

JAFNVEL þótt við munum söguna um Einstein, afstæðiskenninguna og kjarnorkuna, má fullyrða að fátt sem ekkert sýni ljósar áhrif vísinda á samfélag manna en tilurð smárans. Smári er þýðing erlenda orðsins transistor. Hann er ákveðin sambræðsla fastra efna sem geta magnað og stýrt rafstraum á miklu nákvæmari veg en þekktist áður. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 546 orð

»SPEGILL KVENNABARÁTTU KONUR eru áberandi í íslensku tónlistarl

KONUR eru áberandi í íslensku tónlistarlífi og mættu gjarnan láta meira að sér kveða. Rétt fyrir jól kom út diskur sem gaf fágætt tækifæri til að skoða í samhengi íslenskt kvennarokk, því á disknum Stelpurokk sem Vera gefur út, er að finna tuttugu lög sextán söngkvenna og hljómsveita. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2869 orð

Stór hluti óánægjunnar á sér siðferðislegar rætur

HVAÐ finnst fólki í sjávarplássum um kvótakerfið? Óðinn Gunnar Óðinsson er sjálfur Austfirðingur og bjó um hríð á Borgarfirði eystra þar sem hann var skólastjóri grunnskólans. Íbúar eru um 200 og mikilvægasta atvinnugreinin er smábátaútgerð. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1447 orð

Stór mynd um stórslys

JAMES Cameron tókst það. Hann gerði Titanic, ríflega þriggja stunda langa ástar- og stórslysamynd, að metsölumynd og bjargaði þar með andlitinu, hefur sjálfsagt endurvakið Hollywood stórmyndina og kveðið að nokkru niður gagnrýnisraddir sem segja að kostnaðurinn við bíómyndagerð í Hollywood sé orðinn stjórnlaus og að mógúlarnir í Hollywood séu ekki með Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 866 orð

Stór, stærri stærstur Tvíburaborgabréf Ef smásala væri trúarbrögð væri Mall of America Páfagarður, Mekka og Taj Mahal undir einu

LEIGUNAUTUR minn er með verslunareitrun. Um daginn fór hann á eftir-jólaútsölu með vini sínum sem vantaði skó. Ekkert annað. Fjórum tímum seinna komu þeir út, pinklum hlaðnir, en ekki með neina skó. Síðan þá hefur sambýlingurinn verið svo fráhverfur smásöluverslun að hann baðst undan því að fara með mér í vikuleg heimilisinnkaup. "No more shopping!" sagði hann og rétti mér óútfyllta ávísun. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 338 orð

Streitustuðull

ÓLAFUR Steinn hefur mörg járn í eldinum. Flest tengjast þau streitu og streitusjúkdómum og meðhöndlun þeirra. Að sögn hans hefur það bakað margan vandann að hingað til hefur ekki verið hægt að mæla streitu sem eina stærð, þar sem hún kemur fram í svo mörgum ólíkum líkamsferlum á sama tíma. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 704 orð

Svo er önnurhlið þessa máls en sú sem ég hef áður minnz

Svo er önnurhlið þessa máls en sú sem ég hef áður minnzt á, þarsem konur eru séðar í öðru og verra ljósi - og má það undarlegt heita að svo skuli vera í frásögnum af ástarskáldinu mikla í Fóstbræðra sögu. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 54 orð

Sæmd blómakransi

SONIA Gandhi, ekkja fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, Rajivs Gandhi, hélt ræðu á útifundi Kongressflokksins í Bangalore á Indlandi. Daram Singh flokksleiðtogi lagði blómsveig mikinn um háls hennar er hún kom til fundarins. Í ræðunni hélt hún því fram að maður hennar hefði verið fórnarlamb grimmdarlegrar rógsherferðar. Hann var veginn á kosningafundi árið 1991. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1224 orð

Tannpínukvöldið JapansbréfSá sem ekki er japanskur verður aldrei annað en gajin, sama hve lengi hann dvelur í landinu og reynir

UM DAGINN fór ég ásamt kunningja mínum frá Úganda á gajin pöbb eða útlendingakrá. Þar var margt um manninn og mér var tekið eins og gömlum kunningja enda ekki margir útlendingar í borginni og þessi krá virðist vera þeirra afdrep og samkomustaður. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom þangað en Tim, kunningi minn fyrrnefndur, kynnti mér staðinn. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 1655 orð

Uppreisn gegn "valdinu" í nafni Spámannsins Ekkert lát er á viðurstyggilegum fjöldamorðum á óbreyttum borgurum í Alsír og kröfur

SEX árum og á að giska 100.000 mannslífum eftir að borgarastríð braust á ný út í Alsír eru menn enn litlu nær um hvað raunverulega er að gerast í landinu. Heimsbyggðin stendur agndofa frammi fyrir fréttaflutningi af morðum og óhæfuverkum sem lýsa þvílíkri grimmd og blóðþorsta að leitun er að viðlíka hryllingi. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 298 orð

Vaskir Walesverjar

EKKI eru allir breskir tónlistarmenn fastir í danstónlistinni því allmargir fást við rokk af einföldustu gerð, líkt og welska tríóið Stereophonics. Það sendi frá sér fyrstu smáskífuna seint á síðasta ári eftir að hafa starfað saman í fimm ár. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Veisla í hádeginu

Við erum alltaf að flýta okkur ekki satt? Umferðin bendir a.m.k. sterklega til þess að mikill asi sé á mannskapnum; framúrakstur og gífurleg ferð oft í innanbæjarakstri eru daglegt brauð. Eins er með matinn, eldamennskan þarf yfirleitt að vera fljótleg og einföld til að fólk sé sátt. Flestir reyna nú líka sem betur fer að hugsa um fjölbreytt fæðuval og næringarríkt hráefni. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 2584 orð

VERÐUM AÐ VERA Í TAKT VIÐ TÍMANN

Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, er fæddur á Ljótarstöðum í Skaftártungu 26. apríl 1945. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst og stundaði nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 434 orð

Vökvaskortur veldur sljóleika

SAMKVÆMT könnun Manneldisráðs, sem gerð var fyrir nokkrum árum, borða margir aldraðir fremur einhæfa fæðu, auk þess sem ýmis bætiefni skortir oft í fæðunni. Með aldrinum minnkar orkuþörfin, en þar að auki á tilfinningin fyrir hungri það til að sljóvgast og í einstaka tilvikum tilfinningin fyrir mettu. Meira
18. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 467 orð

Þriðja vínsýningin í Perlunni

ÞRIÐJA íslenska vínsýningin verður haldin í Perlunni um næstu helgi og er stefnt að því hún verði fastur liður annað hvert ár. Sýningin er með örlítið öðru formi en til þessa en það er Barþjónaklúbbur Íslands, sem tekið hefur að sér skipulagningu hennar. Verður Íslandsmeistarakeppni barþjóna haldin samhliða sýningunni að þessu sinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.