Greinar miðvikudaginn 21. janúar 1998

Forsíða

21. janúar 1998 | Forsíða | 289 orð

Deilt um brottflutning af Vesturbakka

EKKI er ljóst hvaða árangur varð af fundi þeirra Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, í Washington í gær. Sagði Netanyahu, að rætt hefði verið um leiðir til að koma viðræðunum um frið í Miðausturlöndum aftur af stað og til stóð, að þeir leiðtogarnir hittust aftur síðar um kvöldið. Meira
21. janúar 1998 | Forsíða | 145 orð

Einum of fróður

SVISSNESKA lögreglan handtók í gær ungan mann, sigurvegara í vinsælum spurningaþætti í sjónvarpinu, en grunur leikur á, að honum hafi tekist í samvinnu við annan mann, sem einnig hefur verið handtekinn, að verða sér úti um spurningarnar fyrirfram. Meira
21. janúar 1998 | Forsíða | 242 orð

Hafna óháðri rannsókn á vegum SÞ

FULLTRÚAR Evrópusambandsins, ESB, hörmuðu í gær, að Alsírstjórn skyldi enn einu sinni hafa hafnað sjálfstæðri rannsókn mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á ástandinu í landinu. Kom þetta fram á fréttamannafundi í Algeirsborg eftir að nefnd þriggja evrópskra aðstoðarutanríkisráðherra hafði átt viðræður við alsírsk stjórnvöld. Meira
21. janúar 1998 | Forsíða | 202 orð

Hafna tilboði Den Danske Bank

EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, vísaði í gær á bug tilboði Den Danske Bank um að hann bætti landstjórninni skaðann, sem hlaust af kaupum hennar á Færeyjabanka, með 2,5 milljörðum ísl. kr. Færeysk dagblöð sögðu í gær, að með bankaskýrslunni hefðu Færeyingar fengið uppreisn æru þótt þeir væru kannski ekki alveg saklausir sjálfir. Meira
21. janúar 1998 | Forsíða | 397 orð

Samkomulag um afvopnunarfundi

AFVOPNUNARNEFND Sameinuðu þjóðanna (SÞ) náði í gær samkomulagi við íraska embættismenn um að sérfræðingar yrðu fengnir til að taka þátt í tæknilegum afvopnunarviðræðum í næsta mánuði og hugsanlegt er talið að samkomulagið geti auðveldað lausn deilunnar um vopnaeftirlitið í Írak. Ekkert benti þó til þess að lausn þeirrar deilu væri í sjónmáli. Meira

Fréttir

21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 85 orð

Afkvæmi úlfalda og lamadýrs

VARNARMÁLARÁÐHERRA og krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Sheikh Mohammed bin Rashid al-Maktoum, ásamt afkvæmi lamadýrs og úlfalda, sem kom í heiminn í síðustu viku. Dýralæknar við úlfaldaæxlunarmiðstöðina í Dubai frjóvguðu lamadýr með sæði úlfalda og eftir tæplega eins árs meðgöngu kom Rama, eins og dýrið er nefnt, í heiminn. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 308 orð

Afstaða deiluaðila til verðmyndunar óbreytt

ENGINN árangur varð á stuttum samningafundi sjómanna og útgerðarmanna hjá sáttasemjara í gær. Næsti fundur hefur verið boðaður nk. föstudag. Engin breyting hefur orðið á afstöðu deiluaðila til spurningarinnar um verðmyndun á fiski og engar nýjar tillögur hafa komið fram um lausn á þessu ágreiningsmáli. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 47 orð

Banna An-124

FRANSKA loftferðaeftirlitið hefur bannað ferðir rússneskra flugvéla af gerðinni Antonov An-124 í franskri lofthelgi. Efasemdir um öryggi þessara flugvéla er ástæða bannsins, að því er Flight Internationalgreinir frá. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ð1.560 atvinnuleyfi í fyrra

YFIR 1.500 atvinnuleyfi voru gefin út á síðastliðnu ári, en það er meira en 300 fleiri atvinnuleyfi en gefin voru út árin tvö þar á undan. Nýjum tímabundnum leyfum fjölgar um nærfellt 200 frá árinu 1996. Þau voru 875 í fyrra og hefur fjölgað mjög mikið á stuttum tíma eða úr 361 leyfi sem gefin voru út árið 1995. Einnig fjölgar framlengingu tímabundinna atvinnuleyfa. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Einkaréttur Flugleiða afnuminn í áföngum

EINKARÉTTUR Flugleiða á innritun farþega og afgreiðslu farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvelli verður afnuminn í áföngum á næstu þremur árum, samkvæmt samningi sem gerður hefur verið milli Flugleiða og utanríkisráðuneytisins. Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Eldur á svölum

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að fjölbýlishúsi við Hjallalund um miðjan dag í gær en á svölum við íbúð á annarri hæð logaði eldur. Útikerti hafði fokið á púða úr sófa og logaði eldur í púðunum. Húsráðendur voru ekki heima en slökkviliðsmenn á frívakt höfðu slökkt eldinn er slökkviliðið kom á staðinn. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Eldur í íbúð í Blönduhlíð

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að húsi í Blönduhlíð í Reykjavík kl. 10.50 í gærmorgun en eldur hafði kviknað á jarðhæð hússins. Talið var í fyrstu að maður væri í íbúðinni og voru reykkafarar sendir inn en svo reyndist ekki vera. Talið er að eldur hafi verið búinn að krauma talsverðan tíma í íbúðinni því hiti var mikill og múrhúðun var tekin að flagna af veggjum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Engar uppsagnir fyrirhugaðar

GENGI hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði um 10% í viðskiptum á Verðbréfaþingi í gær en félagið tilkynnti á mánudag að horfur væru á að tap yrði af rekstri félagsins á nýliðnu ári. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að gripið verði til sparnaðaraðgerða en ekki standi þó til að skera niður í rekstri félagsins eða segja upp starfsfólki. Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 443 orð

Engin sýndarmennska þótt kosningar séu í nánd

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Akureyrar felldi á fundi sínum síðdegis í gær tillögur Sigríðar Stefánsdóttur, Alþýðubandalagi, um að draga til baka fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda um næstu mánaðamót þar til raunverulegar kostnaðarhækkanir við leikskóla og samanburður við önnur sveitarfélög hefur verið skoðaður nánar. Nafnakall var viðhaft við atkvæðagreiðslu um tillöguna. Meira
21. janúar 1998 | Miðopna | 1588 orð

Erfitt að finna blóraböggul

Í SKJÓLI afskiptaleysis Dana og fjárframlaga þaðan gátu Færeyingar látið atvinnu- og efnahagsmálin stjórnast af byggðastefnu og öðrum sjónarmiðum en almennum hagfræðisjónarmiðum. En þegar kom fram á 1992 var ástandið orðið þannig að Færeyingar Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Fékk tölvu í Krakkalýsisleik

BIRGIR ÖRN Hansen, 12 ára strákur á Akureyri, hefur mikið dálæti á lýsi og tekur Krakkalýsi daglega, er ómögulegur annars. Hann datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í Krakkalýsisleiknum því hann vann nýja Packard Bell tölvu sem Elías Þorvarðarson, sölustjóri Lýsis innanlands, afhenti honum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Flugmennirnir vildu ekki lenda

HEIMSÓKN Lloyds Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, hingað til lands var aflýst í gær vegna óveðursins. Axworthy var væntanlegur til landsins síðdegis í gær með lítilli þotu kanadíska flughersins, af gerðinni Canada Challenger. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrirlestur um malbik

ELÍSABET S. Urbancic cand. scient., nemi í MS-námi í byggingarverkfræði í verkfræðideild Háskóla Íslands, flytur MS-próffyrirlestur fimmtudaginn 22. janúar kl. 16 sem ber heitið: Aflfræðilegir eiginleikar íslensks malbiks. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í VR-II, Hjarðarhaga 2­6. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fyrrverandi starfsfólk Hafskips fagnar nýju ári

Á HVERJU ári frá árinu 1986 hafa fyrrverandi starfsmenn Hafskips hf. komið saman í upphafi nýs árs til að rifja upp gamlar minningar frá dögum skipafélagsins. Í ár verður samkoman, sem er hin tólfta í röðinni, haldin föstudaginn 23. janúr nk. í Reykjavíkurstofu Naustsins og hefst kl. 17. Allir fyrrverandi starfsmenn Hafskips til sjós og lands eru velkomnir. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Gengið á milli hafna

Í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 21. janúar verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með ströndinni inn í Sundahöfn. Í lok göngunnar verður litið inn hjá ET, segir í tilkynningu. Val verður um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Hjálmahengi gefin í skóla

UMFERÐARRÁÐ hefur fengið tvo aðila til að smíða sérstök hjálmahengi og hvetur til þess að þau verði sett upp í skólum. Reglur um skyldunotkun hjálma barna yngri en 15 ára tóku gildi 1. október síðastliðinn og má gera ráð fyrir að í vor muni skólabörn nota hjálma þegar þau koma hjólandi í skólann. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 2117 orð

Hlutabréf félagsins lækka um 10%

ÞAÐ hefur um nokkurt skeið verið ljóst að afkoma Flugleiða yrði lakari á nýliðnu ári en undangengin þrjú ár, en óhagstæð gengisþróun ræður þar miklu. Sú þróun var þó ekki fyrirséð og gætti nokkurrar bjartsýni á afkomu ársins 1997 í ræðum Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, og Harðar Sigurgestssonar stjórnarformanns á aðalfundi félagsins síðastliðið vor. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hægur bati

BATI er hægur hjá manninum sem slasaðist lífshættulega er hann fékk 11 þúsund volta raflost í raflínumastri í byrjun síðustu viku og féll úr yfir 8 metra hæð. Maðurinn er víða beinbrotinn og með ýmsa áverka af völdum brunans og fallsins. Verður hann á næstunni að gangast undir ýmsar aðgerðir vegna áverkanna en þær hafa ekki verið tímasettar ennþá. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 766 orð

Hættur sem atvinnumaður í skák

Ásíðastliðnu ári færðist Jóhann Hjartarson upp um 46 sæti á heimslista skákmanna. Hann er nú í 37. sæti á stigalista Alþjóðaskáksambandsins með 2.630 stig. Jóhann hyggst nú hætta sem atvinnumaður í skák, þrátt fyrir velgengnina. "Ég tók þá ákvörðun snemma á síðasta ári að fara að draga mig út úr atvinnumennsku í skák nú um áramótin. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 657 orð

Innanlandsflug lá niðri og bílar fuku

MIKIÐ óveður gekk yfir landið í gær og olli því, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, djúp lægð sem kom upp að landinu að vestanverðu í gærmorgun og fór síðan norðaustur yfir landið í nótt. Mesti veðurhamurinn var rétt á undan skilum lægðarinnar, en henni fylgdi suðaustan stormur eða rok, sem jafngildir níu til tíu vindstigum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

ITC-kynningarfundur

ITC-samtökin halda kynningarfund fimmtudagskvöldið 22. janúar á veitingahúsinu Sóloni Íslandusi (uppi). Fundurinn hefst kl. 20. Á dagskrá fundarins er kynning á starfsemi samtakanna og Vilhjálmur Guðjónsson flytur erindi um framsögn og ræðutækni. Fundurinn er sérstaklega ætlaður ungu fólki. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 133 orð

Íhaldsmenn hætta við kynjakvóta

STJÓRN breska Íhaldsflokksins hefur hætt við áætlanir um að auka veg kvenna í flokknum með því að taka upp ákveðinn lágmarkskvóta hvað þær varðar. Er ástæðan mikil gagnrýni frá óbreyttum flokksmönnum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Íþróttamaður ársins valinn

Á GAMLÁRSDAG boðaði Ungmennasamband V-Húnavatnssýslu til samveru á Hótel Seli á Hvammstanga þar sem tilkynnt var val á Íþróttamanni ársins 1997 í héraðinu. Í fyrsta sæti varð Fríða Dögg Hauksdóttir UMF. Kormáki en hún keppir einkum í 800­1500 m hlaupum. Hlaut hún að verðlaunum bikar til eignar ásamt farandbikar. Í hennar hlut kom einnig íþróttastyrkur sem Sparisjóður V-Hún. Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Janúarhraðskákmót

JANÚARHRAÐSKÁKMÓT Skákfélags Akureyrar verður haldið fimmtudaginn 22. janúar, kl. 20 í skákheimilinu, Þingvallastræti 18. Skákþing Akureyrar verður haldið á sama stað á sunnudag, 25. janúar, og hefst það kl. 14. Allir eru velkomnir. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 196 orð

Jospin kveðst ekki hvika

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að stjórn sín myndi ekki hvika frá þeirri stefnu að draga úr atvinnuleysi til langs tíma litið fremur en veita fjármunum til skyndilausna á vandanum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Jóhann hættir sem atvinnuskákmaður

JÓHANN Hjartarson stórmeistari ætlar að hætta að tefla sem atvinnumaður í skák og fara út á almennan vinnumarkað. Ein ástæðan sem hann nefnir eru erfiðar aðstæður í skákheiminum. Einnig erfið útgerð fjárhagslega og miklar fjarvistir frá fjölskyldu vegna móta. Jóhann er þriðji íslenski stórmeistarinn sem hættir í atvinnumennsku í skák. Hinir eru Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Kaffi Kverið fær að selja vín áfram

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í gær endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Kaffi Kverið sem er veitingastaður í verslun Bókvals við Hafnarstræti á Akureyri. Þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti endurnýjun leyfisins. Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar hafði ítrekað þá afstöðu sína að hún teldi vínveitingar ekki við hæfi á stað sem þessum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kofi tókst á loft á Klébergi

NOKKRAR skemmdir urðu á bifreið og klæðningu á íþróttahúsi við Klébergsskóla á Kjalarnesi þegar lítill leikkofi tókst á loft. "Þessi kofi hefur staðið hér í fimm ár í skjóli við hátt í tveggja metra háa girðingu. Í einni rokunni náði vindurinn að taka kofann og feykja honum til, fyrst kastaðist hann um 20 metra á bifreið sem þar var. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Króatinn kveðst saklaus

BOSNÍU-Króatinn Vlatko Kupreskic kom fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í gær og kvaðst vera saklaus af ákærum um að hafa myrt múslimska konu árið 1993 þegar hún reyndi að flýja frá heimabæ sínum í Bosníu til að bjarga lífi sínu. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

"Lagðist yfir sætið og beið þess sem verða vildi"

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í óveðrinu í gærmorgun slapp með skrekkinn þegar tveggja og hálfs tonns sendibifreið, sem kom úr gagnstæðri átt, fékk á sig vindhviðu og fauk á bílinn. Bílarnir voru báðir á ferð þegar þetta gerðist og reif sendibíllinn þak fólksbifreiðarinnar nánast af á meðan hann var að velta á hliðina. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Landsvirkjun styrkir Háskóla Íslands

STJÓRN Landsvirkjunar hefur að undanförnu haft til athugunar möguleika á að styrkja Háskóla Íslands fjárhagslega á þeim fræðasviðum sem snerta starfsemi Landsvirkjunar beint eða óbeint. Varð niðurstaðan sú að stjórnin hefur samþykkt að Landsvirkjun veiti Háskóla Íslands fjármagn árlega næstu fimm árin, Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Laugarnesprestakall auglýst

BISKUP Íslands hefur auglýst prestembætti laust til umsóknar. Er hér um að ræða stöðu sóknarprests í Laugarnesprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur hefur verið skipaður prestur í Hallgrímsprestakalli sama prófastsdæmi frá 1. febrúar nk. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Lenti undir vinnupalli

MAÐUR liggur á gjörgæslu eftir alvarlegt vinnuslys í Kópavogi í gærmorgun. Hann var að ganga fram hjá vinnupalli við nýbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar við Smáratorg, þar sem hann var við störf, þegar vinnupallurinn fauk um koll og maðurinn lenti undir honum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 430 orð

Magn PCB og díoxíns langt undir mörkum hér á landi

EKKI er talin ástæða til að hafa áhyggjur af magni díoxíns og PCB- efna í lýsi hér á landi en breska matvælaeftirlitið hefur ráðið foreldrum barna undir fimm ára aldri frá því að gefa börnunum þorskalýsi, vegna magns efnanna í lýsi. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Margar fyrirspurnir borist um jöklajeppa

ÍSLENSKU jeppamennirnir Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson eru nú aftur á leið til Svea-bækistöðvarinnar ásamt öðrum leiðangursmönnum SWEDARP eftir að hafa dvalið uppi á hásléttu Suðurskautslandsins við ísboranir. Þeir skildu eftir olíubirgðir og vistir, því til stendur að snúa aftur á borstaðinn til mælinga með ísradar. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Mest tjón á gróðurhúsum

MIKIÐ tjón varð á gróðurhúsum að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal og töluvert var um foktjón í Borgarnesi og nágrenni í suðaustan óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. Bálhvasst var í Borgarnesi fram yfir hádegi en þá slotaði veðrinu. Mesta tjónið varð hjá gróðurhúsabændum á Kleppjárnsreykjum. Þar brotnuðu rúður í nokkrum gróðurhúsum auk þess sem skemmdir urðu á plöntum. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Nefnd skoði álit umboðsmanns

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að vísa athugasemdum Gauks Jörundssonar, umboðsmanns Alþingis, um birtingu EES-gerða hér á landi til sérfræðinganefndar á vegum forsætisráðuneytisins. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 98 orð

Nikótínið meira en sagt er

MEÐ hjálp nýrra laga hefur Krabbameinsfélag Bandaríkjanna nú svipt hulunni af því hvert raunverulegt nikótínmagn 85 vindlingategunda sé, en hingað til hefur það verið leyndarmál framleiðenda. Niðurstöðurnar voru birtar á heimasíðu samtakanna á netinu á föstudag. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ný flensutegund hefur ekki ræktast enn

EKKI hefur enn ræktast hérlendis nema gömul flensuveira sem virðist hafa lifað frá síðasta flensufaraldri að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykjavík. Taldi hann einhvern tíma líða áður en flensu væri von. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ný lögræðislög rædd á fræðslufundi fatlaðra

FFFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, heldur fræðslukvöld fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 í sal Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22. Drífa Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, kynnir og svarar fyrirspurnum um ákvæði nýrra lögræðislaga. Kaffigjald er 300 kr. Meira
21. janúar 1998 | Landsbyggðin | 151 orð

Nýr slökkvibíll í notkun

Selfossi-Brunavarnir Árnessýslu tóku nýverið í notkun nýjan slökkvibíl. Af því tilefni bauð slökkviliðsstjóri fólki að koma og skoða nýja gripinn. Nýi bíllinn er af Mercedes Benz- gerð, árgerð 1998. Hann er 16 tonn að þyngd með 24 hestöfl á hvert tonn miðað við hleðslu. Þess má geta að gamli útkallsbíllinn er 9 hestöfl á hvert tonn. Meira
21. janúar 1998 | Landsbyggðin | 448 orð

Ný viðbygging við Hafnarskóla á Höfn vígð

Höfn-Hornfirðingar fjölmenntu í Hafnarskóla laugardaginn 17. janúar sl. og fögnuðu merkum áfanga í skólamálum. Þann dag var vígð tæplega eitt þúsund fm viðbygging við skólann sem hefur verið lítt breyttur um fjörutíu ára skeið. Ef frá er talið íþróttahús er senn liðinn aldarfjórðungur frá því að síðast var byggt yfir starfsemi skólanna á Höfn. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Ný þota til Flugleiða í dag

TF-FIN, ný Boeing 757-200 þota Flugleiða, á að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 11 árdegis í dag og verður þá móttökuathöfn á vellinum. Verður þotunni gefið nafn og flutt ávörp, gestum sýnd þotan og starfsemi viðhaldsstöðvarinnar kynnt. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

"Okkur hefur verið vel tekið í Kópavogi"

SKIPULEGGJENDUR Íslensku sjávarútvegssýningarinnar hafa sótt um afnot af íþróttahúsinu Smáranum til Kópavogsbæjar og Tennishöllinni, sem er í einkaeigu, undir sýningu, sem þeir ráðgera að halda dagana 1.­4. september 1999 eða á sama tíma og forsvarsmenn Sýninga ehf. ætla að halda FishTech '99 í Laugardalshöll. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær áttu Sýningar ehf. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Prímakov kemur til Íslands í haust

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jevgeníj Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu saman í Luleå í Svíþjóð í gær um tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands. Prímakov lét í ljós áhuga á að heimsækja Ísland á árinu og er að sögn Halldórs stefnt að því að hann komi til landsins í september, um leið og hann fer á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 756 orð

Prófsteinn á nýja meiðyrðalöggjöf

SJÓNVARPSKONAN Oprah Winfrey mætti fyrir rétt í borginni Amarillo í Texas í gær í máli sem talið er að geti átt eftir að dragast á langinn. Nautgripabændur hafa stefnt henni fyrir að hafa með ummælum sínum valdið þeim miklu fjárhagslegu tjóni. Mikill samdráttur hafi orðið í kjötneyslu eftir að hún lýsti því yfir í samtalsþætti sínum fyrir tæpum tveimur árum að hún væri hætt að borða hamborgara. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Rætt um flogaveiki á félagsfundi

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, halda almennan félagsfund fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 á Laugavegi 26, 4. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Félagið hvetur félaga og annað áhugafólk til að mæta. Bryndís Benediktsdóttir heilsugæslulæknir fjallar um flogaveiki sem foreldri og skýrir frá ferðalagi til Bandaríkjanna sl. ár þar sem sonur hennar gekkst undir skurðaðgerð. Meira
21. janúar 1998 | Miðopna | 906 orð

Samningurinn stóðst ekki væntanlegar EES- reglur

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ og Flugleiðir hf. hafa náð samningi, sem tók gildi um áramótin, um að einkaréttur Flugleiða á innritun farþega og afgreiðslu farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvelli verði afnuminn í áföngum til ársins 2001. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Segir ekki þörf á að geyma sæti handa Bretum

WIM Duisenberg, yfirmaður Peningamálastofnunar Evrópu (EMI) segir að engin þörf sé á að halda lausu sæti handa Bretlandi í framkvæmdastjórn væntanlegs Seðlabanka Evrópu. Eðlileg endurnýjun í stjórninni muni hafa í för með sér að sæti muni losna, ákveði Bretland að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 385 orð

Sjálfstætt starfandi dýralæknar annist dýralæknisþjónustu

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp að nýjum lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu dýra, og er í því m.a. gert ráð fyrir að í flestum umdæmum starfi annars vegar dýralæknar sem annist eftirlit fyrir hið opinbera og hins vegar sjálfstætt starfandi dýralæknar sem annist í auknum mæli dýralæknisþjónustu. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sjávarútvegssýningin flutt í Kópavog

ALÞJÓÐLEGAR vörusýningar, umboðsaðili breska sýningarfyrirtækisins Nexus Media Ltd., hefur sótt um afnot af íþróttahúsinu Smáranum og Tennishöllinni í Kópavogi undir sjávarútvegssýningu sína í september árið 1999. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skattsvik rædd í málstofu BSRB

BSRB stendur fyrir málstofu þar sem rætt verðu um skattsvik fimmtudaginn 22. janúar kl. 17­19 að Grettisgötu 89. Frummælendur verða Indriði Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Árni Tómasson endurskoðandi og Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríkisins. Pallborðsumræður verða með fyrirspurnum úr sal. Fundarstjóri er Atli Rúnar Halldórsson. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Skipasmíðastöð skoðuð í Tævan

HÓPUR á vegum smíðanefndar rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnunina kom nýlega frá Tævan þar sem hugmyndir þarlendra tilboðsgjafa í smíði skipsins voru kannaðar. Eiríkur Tómasson, formaður nefndarinnar, segir fátt að frétta af þessum málum enn sem komið er. Fimmtán tilboð bárust í smíði skipsins, þar af eitt innlent. Lægsta tilboðið var frá skipasmíðastöð í Kína, 918 milljónir kr. Meira
21. janúar 1998 | Landsbyggðin | 120 orð

Skíðasvæðið í Oddsskarði opnað

Neskaupstað-Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði var opnuð í fyrsta sinn á vetrinum síðastliðinn laugardag. Þar eins og víðast annars staðar á skíðasvæðum landsins hefur verið snjólítið fram að þessu í vetur en nú er kominn nægur snjór til að hægt sé að opna lyfturnar. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 520 orð

Suharto hyggst sækjast eftir endurkjöri

HAJI Mohamed Suharto, forseti Indónesíu, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í mars, að sögn Hajis Harmokos, formanns stjórnarflokksins og forseta þingsins, í gær. Harmoko sagði eftir fund með Suharto að forsetinn hefði samþykkt að bjóða sig fram fyrir stjórnarflokkinn, Golkar, í sjöunda sinn þrátt fyrir kröfur stjórnarandstæðinga um að hann drægi sig í hlé. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 597 orð

Sverfur að Bhutto

ÁRATUG eftir að hún leiddi fátæka þjóð sína undan herstjórn til lýðræðis er Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi Pakistans, nú í brennipunkti umfangsmikillar spillingarrannsóknar sem rannsóknarnefndarmenn segja að hafi leitt í ljós fé og eignir að verðmæti meira en 100 milljónir bandaríkjadala, um sjö milljarða króna, Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 295 orð

Tilboðinu fálega tekið á Tævan

KÍNVERJAR sögðust í gær vilja hefja viðræður við Tævana sem fyrst og ekki setja nein skilyrði fyrir þeim. Tævanar tóku tilboðinu fálega og sögðu að engin breyting hefði orðið á afstöðu kínversku stjórnarinnar til Tævans. Meira
21. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Tveir bílar fuku útaf

TVEIR bílar fuku útaf á Svalbarðsstrandarvegi um miðjan dag í gær. Sendibíll hafnaði á hliðinni við afleggjarann að húsinu Litla-Hvammi og örfáum metrum sunnar snerist jeppabifreið og hafnaði með afturhjólin utan vega. Sendibíllinn skemmdist mjög lítið og jeppabifreiðin ekkert. Engin slys urðu á fólki. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Umferðarátak í desember

EINS og fram kom í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum í síðustu viku stóð samstarfsnefnd lögregluliða á Suðvesturlandi fyrir átaki gegn ölvunarakstri í desembermánuði sl. Í þeirri tilkynningu kom fram að svo virðist sem aðgerðir hafi skilað góðum árangri og er það meðal annars þakkað umfjöllun og auglýsingum sem beindu athygli að hættum samfara ölvunarakstri. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Ungur piltur beið bana

BANASLYS varð þegar hópferðabíll Norðurleiðar á leið til Akureyrar fauk út af veginum á Kjalarnesi á móts við bæinn Útkot norðan við Tíðaskarð kl. 9 í gærmorgun, en þar var þá aftakaveður og vindhraðinn talinn yfir 12 vindstig í hviðum. Ungur piltur sem var farþegi í bílnum beið bana. Hann hét Björn Ingvar Pétursson, Urðarbraut 5, Blönduósi. Hann var 16 ára gamall, fæddur 9. mars 1981. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 80 orð

Uppsagnir hjá Cathay Pacific

FLUGVIRKJAR yfirfara þotu Cathay Pacific-flugfélagsins í Hong Kong á Kai Tak flugvelli í gær. Félagið greindi frá því á mánudag að 760 af 16.000 starfsmönnum félagsins yrði sagt upp vegna versnandi afkomu er rakin er til efnahagskreppunar sem nú gengur yfir SA-Asíu. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Útför Þorvaldar Guðmundssonar

ÚTFÖR Þorvaldar Guðmundssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Eyjólfur Guðmundsson, Einar Sigurðsson, Bjarki Ragnarsson, Jón H. Bergs, Höskuldur Ólafsson, Haraldur Sveinsson, Konráð Guðmundsson og Gunnar Snorrason sjást hér bera kistu hans úr kirkjunni. Sr. Sigurður Pálsson jarðsöng. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 167 orð

Verður næsti páfi frá Austurríki?

JÓHANNES Páll II páfi hefur fullskipað í kardinálaráðið, sem velur nýjan páfa. Einn þeirra sem tekur sæti í ráðinu nú, Austurríkismaðurinn Christoph Schönborn, er jafnframt talinn einn líklegasti eftirmaður páfa. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 119 orð

Vilja auka losun í Sellafield

BRESKA kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield hefur farið fram á við þarlend yfirvöld að auka losun geislavirks úrgangs út í andrúmsloftið á næstu þrem árum. Engu nágrannalandanna býðst að gera athugasemd við umsóknina. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vinnuslys á Nesjavöllum

MAÐUR féll af vinnupalli á Nesjavöllum síðdegis í gær og slasaðist talsvert. Þá slasaðist maður í Kópavogi er vinnupallur fauk á hann. Á Nesjavöllum féll maður af palli úr tveggja til þriggja metra hæð og kom illa niður. Var talið að hann hefði slasast nokkuð illa og ákveðið að flytja hann með sjúkrabíl í fylgd læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
21. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Þing kemur saman á þriðjudag

Þing kemur saman á þriðjudag ALÞINGI kemur saman á ný að loknu jólafríi næstkomandi þriðjudag, 27. janúar, kl. 13.30. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur gert tillögu um þetta til forseta Íslands. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 101 orð

Þvag freistar hákarla

SJÁVARLÍFFRÆÐINGUR hefur varað baðstrandagesti og þá sem kafa í blautbúningi við því að kasta af sér þvagi í sjóinn því slíkt geti dregið að hákarla. David Baxter hefur sinnt rannsóknum á hákörlum um 15 ára skeið. Hann telur að flestir þeir sem hafa orðið fyrir árásum hákarla á undanförnum árum hafi kastað vatni skömmu áður. "Fólk heldur að þvagið skolist fljótt burtu. Meira
21. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 306 orð

(fyrirsögn vantar)

SUÐUR-KÓRESK nefnd, skipuð fulltrúum launþega, stjórnvalda og samtaka iðnaðarins, komst í gær að samkomulagi um grundvallaratriði endurskipulagningar efnahagsmála í landinu, að því er fram kom í yfirlýsingu frá nefndinni. Kveðst nefndin munu halda áfram að ræða einstaka liði skipulagsins, m.a. hvernig gera megi vinnumarkaðinn sveigjanlegri. Meira

Ritstjórnargreinar

21. janúar 1998 | Staksteinar | 400 orð

»Að sýna öðrum virðingu GARÐAR Baldvinsson, ritstjóri Tímarits Háskóla Íslands

GARÐAR Baldvinsson, ritstjóri Tímarits Háskóla Íslands, skrifar ritstjóraspjall og leggur út af orðum rektors, Páls Skúlasonar, þar sem hann kallaði stúdentana "fjöregg skólans". GARÐAR segir m.a. Meira
21. janúar 1998 | Leiðarar | 630 orð

EYSTRASALTSRÍKIN OG BANDARÍKIN AMSTARFSSAMNINGUR Bandaríkja

EYSTRASALTSRÍKIN OG BANDARÍKIN AMSTARFSSAMNINGUR Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna var undirritaður í Washington sl. föstudag af forsetum ríkjanna. Hann hefur pólitískt gildi, en ekki lagalegt, og er ekki öryggissáttmáli, þótt hann fjalli um öryggis- og varnarmál, svo og utanríkismál og samstarf á sviði stjórnmála, menningar, Meira

Menning

21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Að verða ástfangin af persónum í skáldsögum Í HÁVEGUM

"BÆKUR eru uppáhalds afþreyingin mín, þótt það sé ekki orð sem hæfir góðum bókum. Þær eru andleg næring, lífsnauðsynlegar og gefa vídd og dýpt í lífið. Tónlist er önnur lífsnautn sem ég get ekki verið án. Þó nýt ég hennar sennilega enn frekar sem flytjandi (þ.e. partur af kór) en hlustandi. Ég get hins vegar verið án útvarps og sjónvarps. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 312 orð

Árstíðir og öræfi

eftir Stolza. Útgefandi: Gústav Stolzenwald 1997 ­ 31 bls. BÆKUR vega misþungt í hugum lesenda. Sumar eru minnisstæðar enda mikið í þær borið en aðrar gleymast fljótt. Það er alkunn staðreynd að í ljóðagerð er magn engan veginn sama og gæði. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Bomban óvinsæl

NÝ ÞÁTTARÖÐ með fyrrverandi Playboy-kanínunni og MTV-kynninum Jenny McCarthy hefur mislukkast illa. Þegar sýndir höfðu verið 10 þættir af 22 var ljóst að þættirnir nutu ekki vinsælda og hefur sýningu þeirra verið hætt. Þó verður unnið til loka febrúar að gerð þeirra 12 þátta sem eftir eru samkvæmt samningi kynbombunnar og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 317 orð

Courtney Love á skítugum skónum

Kvikmyndahátíðin Sundance stendur nú yfir í skugga deilna sem leik- og söngkonan Courtney Love stendur í við leikstjórann Nick Broomfield sem hugðist frumsýna kvikmynd sína "Kurt and Courtney" við þetta tækifæri. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 186 orð

Dagskrá Listaklúbbsins

DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans það sem eftir lifir vetrar verður með ýmsu sniði. 26. janúar verður dagskrá um Nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum 1997, Dario Fo. Kynnir verður Gísli Rúnar Jónsson. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 361 orð

Diskódauði

Leikstjóri: John R. Loenetto. Handrit: Brent V. Friedman og Bryce Zabel. Aðalhlutverk: Robin Shou, Talisa Soto, Brian Thompson og Sandra Hess. New Line International. 1997. LIU KANG er ungur maður, ansi snar í snúningum og fimur þegar að bardaglist kemur. Hann tilheyrir heimi hinna góðu þar sem Raydan nokkur ríkir. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 536 orð

Djöfsi samur við sig

Leikstjóri Taylor Hackford. Handritshöfundar Jonathan Lemkin og Tony Gilroy, byggt á sögu eftir Andrew Neiderman . Kvikmyndatökustjóri Andrzej Bartkowiak. Tónlist James Newton Howard. Aðalleikendur Al Pacino, Keanu Reeves, Charlize Theron, Craig T. Nelson, Judith Ivey, Jeffrey Jones. 145 mín. Bandarísk. Warner Bros 1997. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 562 orð

Einfari í myrkviði orða

eftir Steingerði Guðmundsdóttur Skákprent 1997 ­ 121 bls. PRÓSALJÓÐ eða ljóð í lausu máli er oft að finna í ljóðabókum skálda þótt sjaldgæfara sé að þau fylli bækur sínar slíkum ljóðum. Steingerður Guðmundsdóttir hefur nú sent frá sér bók með þess háttar ljóðum og nefnist bók hennar Vindharpan. Prósaljóð Steingerðar eru nokkuð fjölbreytileg. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Enginn ógnar "Titanic"

KVIKMYNDIN "Titanic" heldur áfram sigurför sinni og heldur auðveldlega fyrsta sæti kvikmyndalistans fimmtu vikuna í röð. Enn eitt metið hefur verið slegið því engin mynd hefur þénað yfir 25 milljón dollara fimm vikur í röð. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 386 orð

Equus

Sýning Egils Sæbjörnssonar. Til 25. janúar. Opið miðvikud. til sunnud. frá kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. ENN heldur myndlistin áfram að hlaupa útundan sér eins og rásandi stóðhestur. Í hinu smáa og lágreista listhúsi við Vesturgötuna sýnir Egill Sæbjörnsson verk sem hann kallar Leirhestar. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 229 orð

Ferðast um ljóðheima Halldórs Laxness

VALGERÐUR Benediktsdóttir flytur erindi sem hún nefnir "­ orðin hoppa og hía út um borg og bí ­" ­ Ferðalag um ljóðheima Halldórs Laxness" í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. janúar kl. 17.15. Á 95. afmælisári Halldórs Laxness hefur verið efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 300 orð

Fiðlarinn enn á ferð

Höfundur tónlistar: Jerry Bock. Höfundur leiktexta: Joseph Stein sem byggði á sögum Sholem Aleikhem (Shalom Rabinovitz). Höfundur söngtexta: Sheldon Harnick. Þýðandi: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Gallerí dADa hættir

GALLERÍ dADa Kirkjuhvoli hefur hætt starfsemi eftir tæpra fimm mánaða starfstíma. Kristín Petersen, annar eigandi gallerísins ásamt Hans Kristjáni Árnasyni, segir að þrátt fyrir aukningu í sölu á listaverkum og listmunum í galleríinu síðustu mánuði hafi þau ekki treyst sér til að endurnýja húsaleigusamning um áramót. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 165 orð

Handlaginn heimilisfaðir eitt ár enn

HANDLAGNI heimilisfaðirinn Tim Allen hefur gengið frá nýjum samningi við ABC-sjónvarpsstöðina sem heldur þáttunum úti. Fyrir hvern þátt fær Allen litlar 1,25 milljónir dollara þannig að hann mun eiga fyrir salti í grautinn að minnsta kosti yfir næstu sjónvarpsvertíð. Það stóð þó í stímabraki að fá Allen til að skrifa undir. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 639 orð

Í fremstu röð

Opið á verslunartíma. Til 4. febrúar. Aðgangur ókeypis. JÓN Óskar komst í fréttir nýlega þegar tilkynnt var að hann hefði verið tilnefndur, ásamt sterkum hópi norrænna listamanna, til hinna eftirsóttu og veglegu Ars Fennica verðlauna, sem úthlutað er af finnskum listasjóði. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 238 orð

Íslenskir myndlistamenn í Þýskalandi

GALLERÍ Ingólfsstræti 8 hefur undanfarið staðið fyrir kynningu á verkum myndlistarmannanna Kristjáns Guðmundssonar, Rögnu Róbertsdóttur og Rúríar í samvinnu við gallerí Dorotheu Van Der Koelen í Mainz í Þýskalandi. Í tengslum við sýningu listamannanna sem stóð yfir í galleríinu frá 29. nóvember til 16. janúar sl. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

Jackson í búlgarska poppið?

Búlgarskur lagasmiður hefur stefnt popparanum Michael Jackson fyrir lagastuld. Búlgarinn, Atanas Atanasov segir alveg dagljóst að Jackson hafi haft lag sitt "New Year" samið 1981, við höndina þegar hann klambraði sjálfur saman lagið "Blood on the Dance Floor" á síðasta ári. "Hann hefur stolið taktinum og hljómnum. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 154 orð

Listaskólinn við Hamarinn hættir

STARFSEMI Listaskólans við Hamarinn hefur verið lögð niður og hefur rekstraraðili hans, Listvör sf., skilað húsnæði skólans á Strandgötu 50 til bæjaryfirvalda, en Hafnarfjarðarbær leigði húsnæðið af Strandsmíði hf. og lét Listaskólanum það í té endurgjaldslaust. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 192 orð

Lyfjabúð listamannsins

EINN þekktasti og umdeildasti listamaður Bretlands, Damien Hirst, hefur nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu frægu og ríku, sem hafa fest kaup á veitingastað. Hirst innréttaði staðinn sjálfur og hefur verið sagt að fremur sé um innsetningu en innréttingar að ræða. Veitingastaðurinn nefnist "Lyfjaverslun" og er í Notting Hill-hverfinu. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 479 orð

Með hækkandi sól

Opið 11.30 til 23.30. Síðasti sýningardagur er í dag, miðvikudag. MEÐ hækkandi sól hverfur hugurinn ef að líkum lætur til bjartra minninga, til staða þar sem myrkrið verður að víkja fyrir framrás ljóss og lita, og þreytt augað getur teygað í sig margbrotin form litveruleikans í stað þess að híma eitt og ósjáandi undir koldimmum vetrarhimninum. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 956 orð

Minningar í myndum

Til 1 febrúar. Safnið er opið alla daga frá kl. 12-18. Á SÝNINGU Kjartans Ólasonar, "Málað eftir minni", hvílir þungi sögunnar eins og mara. Verkin líta einna helst út fyrir að vera gulnuð af elli, reykt, hangin, kæst og vindþurrkuð. Enda er efniviðurinn sóttur í ellefu alda sögu þjóðarinnar, leifar minninganna. Kjartan Ólason er nokkurs konar Anselm Kiefer okkar Íslendinga. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Nýjar bækur UPPRUNI nútímans

UPPRUNI nútímans eftir þá Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson er kennslubók í Íslandssögu eftir 1830 og er þetta ný útgáfa. Rakin er saga fólksins í landinu frá 1830 til okkar daga. Bókin skiptist í 37 kafla og við lok hvers þeirra eru verkefni og spurningar og ítarlegur lesefnislisti. Bókin er prýdd fjölda ljós­ og skýringamynda. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Nýr starfsmaður kvikmyndasjóðs

BREKI Karlsson hefur verið ráðinn staðgengill framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands, Þorfinns Ómarssonar. Hann mun annast upplýsingaöflun og ­dreifingu um íslenska kvikmyndagerð, sinna gagnaöflun um styrkt verkefni og vinna að kynningu á íslenskri kvikmyndagerð, í samvinnu við kvikmyndaframleiðendur, hér heima og erlendis. Breki Karlsson er 26 ára að aldri. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Opinn fundur um bækur um Vestur-Íslendinga

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kanada gengst fyrir opnum fundi um bækur um Vestur-Íslendinga miðvikudagskvöldið 21. janúar kl. 20.30. Kristín Steinsdóttir fjallar um skáldsögu sína, Vestur í bláinn. Sagan fjallar um íslenska landnemastúlku í Kanada. Emilía Sigmarsdóttir bókavörður heldur kynningu á tímaritum og bókum Vestur-Íslendinga í Þjóðarbókhlöðu. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 431 orð

Ó, ó, óbyggðaferð

Leikstjóri William Dear. Handritshöfundur David Michael Wieger. Kvikmyndatökustjóri David Burr. Tónlist Joel M. Weely. Aðalleikendur John Taylor Thomas, Devon Sawa, Scott Barstow,. Francis Foster, Jamey Sheridan, Don Stroud, Danny Glover. 105 mín. Bandarísk. Morgan Creek/Warner Bros 1997. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 234 orð

Sigurkjóll úr sölvum, sandi og skeljum

HIN ÁRLEGA FACETTE-fatahönnunarkeppni var haldin á Ingólfskaffi síðastliðið laugardagskvöld. Thelma Róbertsdóttir bar sigur úr býtum að þessu sinni með kjól sem var gerður úr sölvum, sandi og skeljum. Að keppninni standa Vogue og Völusteinn. Fimmtán keppendur komust í úrslit eftir að á sjöunda tug áhugahönnuða hafði sent inn hugmyndir. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 33 orð

Síðustu sýningar

Gallerí Njála SÝNINGUM Nætur og Dags á Galleríi Njálu í Borgarleikhúsinu fer nú fækkandi og standa sýningar út janúar. Leikarar eru Stefán Sturla og Sigrún Gylfadóttir. Leikstjóri og höfundur er Hlín Agnarsdóttir. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 140 orð

Skífur þeyttar fram á nótt

SVOKALLAÐ "Blue Kiss" kvöld var haldið í Ingólfscafé síðasta föstudag að undirlagi Bandaríkjamannsins Corey Gibbons. Plötusnúðurinn Steve Chip-Chop kom til landsins frá New York og þeytti skífur fyrir viðstadda. Einnig komu fram dansarar en þar fór fremstur dansarinn Amir sem dansað hefur með hljómsveitum á borð við Ace of Bace, Agua og 2 Unlimited. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 326 orð

Slater í steininn

STÓRLEIKARINN Christian Slater er nú byrjaður að afplána 90 daga varðhaldsdóm sem hann nældi sér í fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni, neyta kókaíns og bíta lögreglumann, sem handtók hann, í magann. Síðar játaði Slater að hafa einnig neytt áfengis og heróíns við sama tækifæri. Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 108 orð

Stones fantavel tekið

ÞAÐ sannast á Rolling Stones að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Seint verða kapparnir kenndir við fegurð og virðast ekkert skána í þeim efnum eftir því sem aldurinn færist yfir af meðfylgjandi myndum að dæma. Aftur á móti er ekkert lát á vinsældum þeirra í tónlistarheiminum og það sannast á viðtökunum við nýjasta diski þeirra "Bridges to Babylon". Meira
21. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 1744 orð

Stundin okkar Stundin okkar, barnatími Sjónvarpsins, hefur notið fádæma vinsælda síðan hann kom fyrst á skjá landsmanna. Börkur

STUNDIN okkar er barnaþáttur sem Íslendingar á öllum aldri bera ljúfar tilfinningar til. Enda þátturinn verið á skjánum í 32 ár og er einn þriggja þátta Sjónvarpsins sem voru sýndir árið 1966 sem sýndur hefur verið sleitulaust síðan. Hinir þættirnir eru Fréttir og Nýjasta tækni og vísindi. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Sýningar framlengdar

MÁLVERKASÝNING Valdimars Bjarnfreðssonar, V. Vapen, verður framlengd til 6. febrúar. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10­21 og föstudaga til sunnudaga kl. 12­16. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndasýning, Gerðarsafni Sýning Blaðamannafélagsins og Blaðaljósmyndarafélagsins á bestu blaðaljósmyndum nýliðins árs verður framlengd til 1. febrúar. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Þorgerður meðal þeirra bestu

ALÞJÓÐLEGA Kóratímaritið, International Choral Bulletin, birtir í janúarhefti sínu grein eftir fráfarandi forseta alþjóðlegu kórasamtakanna, IFCM, Paul Wehrle. Þar er Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð, í hópi þeirra kvenna sem taldar eru bestu kórstjórnendur í heiminum í dag. Meira
21. janúar 1998 | Menningarlíf | 549 orð

Örlögin taka í taumana

Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit: John Hodge. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Cameron Diaz, Holly Hunter, Delroy Lindo og Ian Holm. 20th Century Fox. 1997. HEIMURINN hrynur hjá draumóramanninum Róbert (McGregor) þegar hann missir vinnuna, húsið og kærustuna. Meira

Umræðan

21. janúar 1998 | Aðsent efni | 514 orð

17 milljarðar árið 2002

HIÐ VIRTA fagtímarit í ferðaþjónustu, TTG, birtir lista yfir þær 10 borgir í heiminum, sem líklegar eru til þess að laða til sín ferðamenn á aldamótum árið 2000. Í ljós kemur að Reykjavík er þar í sjöunda sæti á undan Dublin, Madrid og Monte Carlo, en á eftir stórborgum eins og New York, París og Róm. Athygli vekur, að engin höfuðborga annarra Norðurlanda kemst á þennan lista. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 524 orð

Afnema ber biðlista aldraðra eftir hjúkrunarrými

Í SVARI heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu B. Þorsteinsdóttur, varaformanns Alþýðuflokksins, kom fram á Alþingi snemma í desember síðstliðnum að í Reykjavík einni væru 153 aldraðir í brýnni þörf fyrir hjúkrunarþjónustu. Alls bíða 177 aldraðir sjúklingar eftir vistun á stofnun og af þeim eru 76 á öldrunar- og langlegudeildum sjúkrahúsanna. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 604 orð

Aukum hagkvæmni í mjólkurframleiðslu

RÍKISSTJÓRN Íslands og Bændasamtök Íslands hafa gert með sér samning um mjólkurframleiðslu og gildir hann til ársins 2005. Af hálfu samningsaðila er búvörusamningur þessi undirritaður með fyrirvara um samþykki Búnaðarþings og Alþingis. Framundan er því umfjöllun um samninginn á Alþingi og á Búnaðarþingi. Í það heila tekið er samningur þessi vel gerður. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 884 orð

Á Akropolis

FYRIR tæpum tveimur vikum var ég staddur í Aþenu og gekk upp á hæðina Akropolis er gnæfir yfir borgina. Ég fór inn um hið mikilfenglega hlið Propylaia upp á háhæðina og stóð fyrir framan hofið mikla, Parþenon, er vígt var gyðjunni Aþenu. Það var sólskin og logn og 15 stiga hiti. Meira
21. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 511 orð

Einelti dómara

ALLT frá því að Daði Hafþórsson rotaðist í leik Aftureldingar og Fram í úrslitakeppninni síðastliðið vor hefur einn leikmaður Aftureldingar að mínu mati mátt þola óréttlæti fyrir það óhapp. Ég játa það alveg að brot Þorkels Guðbrandssonar var gróft en engan veginn viljandi, enda var honum ekki vikið út af í þeim leik fyrir það brot. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 278 orð

Ég mæli með Helga Hjörvar Helgi Hjörvar, segir Guðjón Friðriksson, er maður nýrra tíma.

PRÓFKJÖR Reykjavíkurlistans, sem fram fer 31. janúar, sætir nokkrum tíðindum. Þar gefst Reykvíkingum í fyrsta sinn kostur á að hafa þverpólitísk áhrif á hvaða einstaklingar veljist til forystu í borgarstjórn. Ég, óflokksbundinn maðurinn, get til dæmis valið einstaklinga til forystu úr öllum þeim fjórum stjórnmálaflokkum sem standa að Reykjavíkurlistanum. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 1072 orð

Gjaldþrot byggða ­ Ástæðulaus ótti?

UNDANFARNA mánuði hefur mátt lesa margt bæði fróðlegt og gagnlegt og annað heimskulegt um ástæður fólksflótta frá landsbyggð til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Allt of margt af því hefur verið illa ígrundað og byggt á vafasömum rökum. Gerðar hafa verið kannanir byggðar á viðhorfi íbúa á landsbyggðinni en ekki skoðað hver viðhorf brottfluttra eru sem er stór galli. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 507 orð

Jafnrétti fyrir alla

STARF Reykjavíkurborgar og núverandi meirihluta á sviði jafnréttismála byggist á jafnréttisáætlun sem samþykkt var í maí 1996. Á þeim tveimur árum sem síðan eru liðin hefur margt breyst bæði innan stofnana og stjórnsýslu borgarinnar. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 498 orð

Leggja verður grunn að heilbrigðum áhugamálum í æsku

VÍÐA er enginn heima til þess að taka á móti börnum, þegar skóla lýkur á daginn. Margir foreldrar væru þakklátir ef yngstu börnunum væri boðið upp á tómstundastarf í skólunum. Þetta myndi gera fleiri börnum kleift að leggja grunn að heilbrigðum áhugamálum í æsku. Yngstu börnin komast ekki milli bæjarhluta af eigin rammleik og útivinnandi foreldrar geta ekki fylgt þeim. Meira
21. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 316 orð

Mæðrum er ofboðið

OFT hefur verið vegið að mæðrum þegar blessuð börnin og unglingskjánarnir lenda í vandræðum. Fyrir nokkrum árum heyrði ég þá kenningu að fituklumparnir gætu kennt mæðrum sínum um; þeir hefðu verið of lengi á brjósti. Að sjálfsögðu var þetta niðurstaða byggð á rannsókn. Allir virðast hafa gleypt þá kenningu mótmælalaust, að mæður sem reykja á meðgöngu fæði nánast heilasködduð börn. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 1092 orð

Samtaka nú!

NÝJAR upplýsingar um umfang fíkniefnavandans komu eins og sprengja inn í íslenskt samfélag í byrjun árs 1996. Fjölmiðlar drógu upp ófagra mynd af ástandinu. Þjóðin þurfti að horfast í augu við að vandi, sem margir héldu að væri bundinn við þröngan hóp "vandræðaunglinga", fylgir hvorki stétt né stöðu. Ríkisstjórnin brá skjótt við. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 440 orð

Steinunn V. Óskarsdóttir - öflugur málsvari íþróttanna

GJÖRBYLTING hefur orðið á aðstöðu til íþróttaiðkunar í Reykjavík síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumunum í höfuðborginni. Sú sem þar hefur farið fremst í flokki er Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 540 orð

Stöðugleiki og framfarir í Reykjavík

MEÐ Reykjavíkurlistanum hafa verið teknir upp lýðræðislegir stjórnarhættir. Stjórnsýsla borgarinnar gerð skilvirkari og opnari . Markviss framtíðarstefna í atvinnumálum hefur þegar skilað árangri í stað kosnaðarsamra bráðabirgðalausna en skráðum atvinnulausum hefur fækkað í Reykjavík og hafa ekki verið færri síðan 1992. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 451 orð

Upplýsingar um prófkjör R-listans

PRÓFKJÖR Reykjavíkurlistans sem fram fer þann 31. janúar næstkomandi er nýtt prófkjörsform, þar sem fjórir stjórnmálaflokkar sameinast um val á einn lista. Í raun og veru er um að ræða tvíhliða kosningu. Annars vegar listakosningu og hinsvegar persónukjör. Kjörseðillinn verður með fjórum dálkum merktum hverjum flokki og fyrir neðan hann koma nöfn sjö frambjóðenda. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 392 orð

Velferð aldraðra

GÓÐ þjónusta við aldraða er einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Umhyggja fyrir þeim sem hafa lokið venjubundinni starfsævi er einn af lykilþáttum í stefnu félagshyggjuflokka. Aldraðir verða að búa við öryggi um afkomu sína og vissu um að þeir fái þá þjónustu sem unnt er að veita í formi aðstoðar og hjúkrunar svo að þeir geti tekið virkan þátt í daglegu lífi borgarbúa. Meira
21. janúar 1998 | Aðsent efni | 529 orð

Þjónustuíbúðir aldraðra

MIKIL umræða hefur átt sér stað undanfarin ár um svokallaðar þjónustuíbúðir aldraðra. Því hefur verið haldið fram að verð á slíkum íbúðum sé of hátt miðað við þá þjónustu sem þar er í boði. Í lögum er ekki að finna skilgreiningu á því hvað sé þjónustuíbúð aldraðra og því er ekki ljóst hvaða skilyrði slík íbúð þarf að uppfylla, þ.e. hvaða þjónusta og aðstaða þarf að vera þar fyrir hendi. Meira

Minningargreinar

21. janúar 1998 | Minningargreinar | 557 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Það var erfitt að trúa þeirri válegu frétt sem barst um að frændi minn Guðmundur Elías Pálsson hefði látist af slysförum við að tengja rafmagnstæki á heimili sínu. Gummi Elli, eins og hann var jafnan kallaður í fjölskyldunni upp á vestfirska vísu, var reyndur og traustur iðnaðarmaður og sá maður sem ég hefði best treyst til vandasamra verka. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Enn og aftur vorum við minnt á þá staðreynd, er Guðmundur Elías Pálsson féll frá með svo sviplegum hætti. Það var fyrir rúmum 30 árum, að leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman. Ég var þá að hefja nám í málaraiðn hjá föður hans. Guðmundur var þá 15 ára gamall og kom sem sumarstarfsmaður til föður síns. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Það var okkur mikið reiðarslag að frétta af andláti okkar góða og trygga vinar og samstarfsmanns, Guðmundar Elíasar Pálssonar. Langholtssöfnuður á honum mikið að þakka fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu kirkjunnar. Guðmundur var kjörinn varamaður í sóknarnefnd árið 1990 og tók sæti í nefndinni sem aðalmaður árið 1993. Hann var þá jafnframt kjörinn formaður sóknarnefndar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Það kom sem reiðarslag þegar okkur í stjórn Blaksambands Íslands barst til eyrna að Guðmundur Elías Pálsson væri allur. Með Guðmundi er genginn einn af máttarstólpum blakíþróttarinnar á Íslandi og stórt skarð er höggvið í okkar raðir. Guðmundur kynntist blakíþróttinni á Laugarvatni um líkt leyti og Blaksamband Íslands var stofnað og upp frá því helgaði hann sig íþróttinni alla sína tíð. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 578 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Það er þriðjudagskvöld, síminn hringir. Ég hrekk við, síminn er til mín, Gróa móðursystir mín er í símanum. Hún segir mér að Guðmundur sonur sinn sé dáinn. Ég hvái og segi: "Gummi Elli frændi"! Já, svarar hún, það varð alvarlegt slys. Gummi Elli frændi er dáinn. Það var sem elding læsti sig í mig, ég gat ekki sagt eitt einasta orð. Minningarnar streyma um hugann. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 244 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Guðmundi E. Pálssyni, Fomma eins og við kölluðum hann í okkar hópi, kynntist ég fyrst þegar ég var ungur íþróttakennari í Melaskóla. Hann kom frá Laugarvatni, í sinn gamla skóla til æfingakennslu í eina viku. Ég var svolítið kvíðinn, að taka kennaranema í fyrsta sinn, sjálfur nýbyrjaður að kenna. En allt gekk ljómandi vel. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Við kveðjum nú hinstu kveðju elskulegan og góðan vin, Guðmund Elías Pálsson. Gummi var tengdur okkur traustum fjölskylduböndum. Kynni okkar af Gumma hófust fljótlega eftir að leiðir hans og elsku Sigrúnar frænku lágu saman. Samgangur milli fjölskyldnanna hefur verið mikill og stutt milli heimilanna. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Þau verða erfið sporin í dag þegar við fylgjum okkar besta vini Guðmundi E. Pálssyni til grafar. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir samfylgdina þann aldarfjórðung sem vinátta okkar hefur staðið. Reyndar héldum við alltaf að við myndum eldast saman en ekkert er sjálfgefið. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 774 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Á hlaðinu í Botni vex reynitré, ekki hávaxið, en fagurlimað og laufmikið, þannig að börn geta falið sig í laufkrónunni á sumrin. Þetta tré er eitt merkið og minningin, sem við ættingjarnir og vinirnir frá Botni eigum um Albertínu ömmu og Guðna afa. Það kemur í huga minn nú, þegar stórt skarð, sem vandi verður að fylla, er höggvið í ættingjahópinn við sviplegt fráfall Guðmundar Elíasar Pálssonar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 616 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Það var glatt á hjalla í Drekavogi 14 að kveldi nýársdags. Þar vorum við saman komin í boði elskulegra vina okkar, Sigrúnar og Gumma, ásamt börnum þeirra, tengdadætrum og Sölva afastrák. Slíkt boð hafði verið árlegur viðburður sl. fimmtán ár og var þess jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Öll umgjörð boðsins bar listrænum smekk og vandvirkni þessara samhentu vina okkar glöggt vitni. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Guðmund Elías Pálsson hitti ég fyrst nýútskrifaðan úr Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1974, er blakdeild Þróttar var stofnuð. Hann gekk þá undir nafninu Fommi meðal skólasystkina sinna, enda hafði hann verið formaður í nemendafélagi skólans. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 561 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Því eldri sem við verðum, því fleiri örskotsstundir lifum við, þar sem það sem er, breytist á leifturstund í það sem var. Aldrei verður þetta kannski jafnljóst og þá, er skóhljóð vinar við hlið okkar þagnar, en í stað nemum við byljablök dauðans. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Þetta getur ekki verið satt var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar við fréttum að Fommi vinur okkar hefði verið hrifinn á brott með svo sviplegum hætti. Maður skilur ekki alltaf tilganginn með lífinu hér í heimi. Við hjónin hófum okkar sambúð í kjallaranum hjá Fomma og Sigrúnu. Þar fór einstaklega vel um okkur og var ákaflega gott að búa í návist við þessa fjölskyldu. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 428 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Þegar ég frétti andlát Guðmundar var það eina sem kom upp í hugann "Það getur ekki verið". En svona er lífið, dauðinn er hinn endi þess og það er ekki spurt hver sé næstur eða á hvaða aldri. Þegar maður í blóma lífsins er kallaður svo snögglega verður erfiðara að sætta sig við orðinn hlut. Það voru forréttindi að fá að kynnast manninum Guðmundi Pálssyni. Mannkostir hans voru einstakir. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Og þá er hann burt kallaður fyrirvaralaust, blessaður drengurinn okkar, hann Gummi Elli tengdasonur okkar. Það er eins og það hefði skeð í gær þegar hún Sigrún Erla okkar kom með mannsefnið sitt með sér heim til að sýna okkur hann og lofa honum að leggja blessun sína á foreldra hennar. Þó eru sjálfsagt ein 26 ár síðan eða meira. Hratt flýgur stund. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 472 orð

Guðmundur Elías Pálsson

Á borðinu fyrir framan okkur liggur opin dagbók. Sunnudagur, 27. október 1985. "Fyrstu gönguferðinni var heitið upp á Mosfellsheiði að Silungavatni. Veðrið var gott, sól og logn... Á borðinu voru flatkökur, kex, rjómaterta..." Texti dagbókarinnar hverfur í móðu þegar sorgin þyrlar upp minningum, þar sem ein mynd leysir aðra af hólmi hratt og óskipulega og það er sárt. "Á snöggu augabragði... Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 377 orð

GUÐMUNDUR ELÍAS PÁLSSON

GUÐMUNDUR ELÍAS PÁLSSON Guðmundur Elías Pálsson var fæddur í Reykjavík hinn 24. mars 1952. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 13. janúar síðastliðins. Foreldrar hans eru hjónin Gróa Sigurlilja Guðnadóttir, kjólameistari, frá Botni í Súgandafirði, f. 24. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Guðmundur Elías Pálsson Kveðja frá MFR

Guðmundur E. Pálsson gekk í Málarafélag Reykjavíkur 1976. Kosinn í fræðslunefnd 1986. Ári seinna varð hann ritari félagsins. Átti síðan sæti í trúnaðarráði frá 1988 til 1994. Árið 1993 átti hann sæti í undirbúningsnefnd að stofnun Fræðsluráðs byggingariðnaðarins og sat í fyrstu stjórn þess 1994 eða þar til hann gekk í Málarameistarafélag Reykjavíkur. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 194 orð

Guðmundur E. Pálsson

Við sviplegt fráfall Guðmundar Pálssonar rifjast upp stutt en einstaklega ánægjuleg kynni. Þau hófust nokkru eftir að börnin okkar, Gígja og Palli, fóru að vera saman. Strax við fyrstu kynni tókst með okkur góð vinátta. Sama má segja um fjölskylduna alla. Okkur leið alltaf vel í návist þeirra og gott var að sækja þau heim í Drekavoginn. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 872 orð

Halldóra Jónsdóttir

Það voru kaldar afmæliskveðjur sem maðurinn minn fékk þann morgun. Síminn hringdi og það var Guðrún, dóttir Halldóru, sem sagði: "Mamma dó í morgun." Það var í febrúar 1968 að ég var beðin að taka konu í nudd, en hún gat ekki komið fyrr en eftir átta á kvöldin. Þegar hún kom í fyrsta sinn var hún ekki ein. Með henni var yngri dóttir hennar, sem vissi ekki hvað var gert þegar farið var í nudd. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR Halldóra Jónsdóttir fæddist í Leyningi á Siglufirði 2. nóvember 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 14. desember síðastliðinn. Fór útför Halldóru fram frá Fossvogskapellu 22. desember. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 250 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Þegar sessunautur minn hann Eiríkur sjónvarpspredikari á Ómega mætti í skólann einn daginn spurði hann Helgu kennara hvort það væri ekki ljótt að skamma hann fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Helga svaraði því játandi. Þá stamaði hann því upp úr sér að hann hefði ekki lært heima og yrði þar af leiðandi ekki skammaður. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR Helga Soffía Einarsdóttir fæddist á Akureyri 22. nóvember 1924. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. janúar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Hjálmar Ragnar Hjálmarsson

Líf vaknar og lifir í samfélagi okkar meðan líkaminn veitir því sinn samastað. Líkaminn slitnar og endar sitt æviskeið. En lífið heldur áfram á önnur tilverustig í sál þess framliðna. Og nú er Ragnar ekki lengur með okkur. Við höfum þekkst frá fyrstu manndómsárum okkar og hófum samstarf er við vorum verktakar að starfsmannahúsi í Arnarholti á Kjalarnesi. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 33 orð

HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON

HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON Hjálmar Ragnar Hjálmarsson var fæddur á Kambi í Deildardal í Skagafirði 3. mars 1931. Hann lést 10. janúar síðastliðinn á Landspítalanum og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 19. janúar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Sigríður Ingþórsdóttir

Hún Silla frænka fékk loksins plássið sem hún hafði beðið lengi eftir. Að vísu voru plássin tvö, sem til greina komu hjá henni, en henni þótti biðin löng eftir þeim báðum. Annað hérna megin grafar, en hitt handan grafar. Hún hafði á orði undir það síðasta að ekki virtist auðveldara að komast yfir þröskuldinn í himnaríki en að fá pláss í Seljahlíð. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 163 orð

SIGRÍÐUR INGþÓRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR INGþÓRSDÓTTIR Sigríður Ingþórsdóttir fæddist á Óspaksstöðum í Hrútafirði 24. febrúar 1910. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hallbera Þórðardóttir húsfreyja og Ingþór Björnsson, bóndi á Óspaksstöðum. Systkini Sigríðar er upp komust voru: Hjörtur Georg, f. 22.3. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Sigríður Kristófersdóttir

Það er ekkert annað en glaðværð og birta sem fylgir minningunni um kæra vinkonu, hana Siggu mína. Ég tel mig lánsama manneskju að hafa fengið að kynnast henni. Hún var einstaklega jákvæð manneskja og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var. Kynni okkar hófust með því að ég verslaði einstöku sinnum við hana, og áður en langur tími leið var ég komin inn fyrir búðarborðið og farin að selja fyrir hana. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR Sigríður Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1945. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 19. janúar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Sigurður G. Hafliðason

F.h. Óháða safnaðarins minnist ég Sigurðar G. Hafliðasonar með virðingu og þakklæti. Frá stofnun Óháða safnaðarins 1950 var hann tryggur og traustur starfsmaður safnaðarins. Hann tók að sér margvísleg trúnaðarstörf innan safnaðarins á meðan heilsa hans leyfði og sama um hvað og hvenær hann var beðinn; ávallt var svarið hið sama, hann sagði já. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 38 orð

SIGURÐUR G. HAFLIÐASON

SIGURÐUR G. HAFLIÐASON Sigurður G. Hafliðason var fæddur á bænum Reynisvatni í Mosfellsbæ hinn 14. október 1908. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 10. janúar síðastliðins og fór útför hans fram frá Kirkju Óháða safnaðarins 20. janúar. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 572 orð

Þorvaldur Ragnarsson

Aðfaranótt sunnudagsins var skartaði máninn sínu fegursta á dimmbláum, nánast heiðskírum himni, stráðum tindrandi stjörnum, sem sýndust gefa sálum manna vegleiði til æðri heima. Mér kom í hug, að slík himinsýn væri næg til að gera mann trúaðan. Þau voru nokkur, sem gáfu upp önd sína þessa nótt og veittist þetta skínandi himinleiði, þeirra á meðal sá sem ég hef í huga. Meira
21. janúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÞORVALDUR RAGNARSSON

ÞORVALDUR RAGNARSSON Þorvaldur Ragnarsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirkju Óháða safnaðarins 16. janúar. Meira

Viðskipti

21. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 667 orð

ÐTæplega 5.000 manns án atvinnu í desember Atvinnuleysið að meðaltali 3,9%

ATVINNULEYSISDAGAR í desember jafngilda því að 4.921 maður hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 1.861 karl og 3.060 konur. Þessar tölur jafngilda 3,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 2,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Meira
21. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

James Murdoch til New York Post

JAMES MURDOCH, yngri sonur forstjóra News Corp. Ltd., Ruperts Murdochs, hefur verið skipaður varaútgefandi New York Post frá 30. marz að sögn Martins Singermans útgefanda. James Murdoch er einn fjögurra barna fjölmiðlajöfursins og var áður forseti News America Digital Publishing, beinlínuþjónustu News Corp. Meira
21. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 221 orð

»Lokagengi hærra eftir sveiflur

EVRÓPSP hlutabréf hækkuðu í verði í gær eftir sveiflur fyrr um daginn er áttu rætur að rekja til nýs uggs út af Asíu, hækkunar á lyfjabréfum, styrkleika dollars og duttlunga í Wall Street. Frönsk hlutabréf hækkuðu um 0,7%, þýzk um 0.5% og brezk um aðeins 0,1%. Í París og Frankfurt var ástæða hækkunarinnar sögð sterkur dollar, sem styrkir franskan og þýzkan útflutning. Meira
21. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 459 orð

Útboðsreglur þverbrotnar

ÚTBOÐSREGLUR EES voru þverbrotnar í útboði Reykjavíkurborgar vegna kaupa á hverfilsamstæðum (túrbínum) vegna Nesjavallavirkjunar að sögn viðskiptafulltrúa franska sendiráðsins. Hann segir að jafnræðis hafi ekki verið gætt þar sem tveimur tilboðsgjöfum, japönsku fyrirtækjunum Mitsubishi og Sumitomo, var gefinn kostur á að breyta tilboðum sínum eftir á en aðrir tilboðsgjafar, Meira
21. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 524 orð

Öll kolsýran unnin úr heitu vatni

ÍSAGA hf. hefur tekið í notkun nýja kolsýruverksmiðju á Hæðarenda í Grímsnesi. Úr borholu við verksmiðjuna er unnin öll sú kolsýra sem notuð er hér á landi. Jafnframt hefur fyrirtækið hætt framleiðslu á kolsýru með brennslu steinolíu. Bræðurnir Guðmundur og Birgir Sigurfinnssynir, bændur á Hæðarenda, létu bora eftir heitu vatni á bænum fyrir fimmtán árum. Meira

Fastir þættir

21. janúar 1998 | Dagbók | 3140 orð

APÓTEK

»»» Meira
21. janúar 1998 | Í dag | 42 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. janúar, verður sjötíu og fimm ára Jónína Ágústsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Ásmundur Pálsson, bílamálarameistari, er lést 1996. Jónína tekur á móti gestum í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178, frá kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 504 orð

Áskirkja.

NÚ stendur yfir hér í Reykjavík samkirkjuleg bænavika og verða samkomur í kvöld og næstu kvöld í ýmsum kirkjum og samkomuhúsum þeirra trúfélaga, sem standa að bænavikunni. Í kvöld, miðvikudag 21. janúar, verður samkoma í Kristskirkju í Landakoti og hefst hún kl. 20.30. Prédikun kvöldsins flytur Herra Johannes Gijsen, biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 149 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Þegar aðeins 5 umferðum er óloki

Þegar aðeins 5 umferðum er ólokið í butlernum er staðan á toppnum æsispennandi og eiga mörg pör góða möguleika á sigrinum. Staðan er nú þannig: Jón N. Gíslason ­ Snjólfur Ólafsson65Júlíana Gísladóttir ­ Jón Gíslason59Sigurjón Harðarson ­ Haukur Árnason52Guðmundur Magnússon ­ Ólafur Þ. Jóhannsson52Friðþjófur Einarss. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 44 orð

Bridsfélag Hreyfils STAÐAN í aðaltvímenningnum hefur jafnast nokkuð

STAÐAN í aðaltvímenningnum hefur jafnast nokkuð og er nú þessi: Ómar Óskarsson ­ Hlynur Vigfússon1040Halldór Magnússon ­ Þorsteinn Erlingsson1019Rúnar Guðmundsson ­ Thorvald Imsland987Skafti Björnsson - Jón Sigtryggsson987Einar Gunnarsson ­ Rúnar Gunnarsson980Kári Sigurjónss. - Guðmundur Magnúss. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 110 orð

Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 18. janúar 1998 var

Sunnudagskvöldið 18. janúar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur. 16 pör spiluðu 7 umferðir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS-riðill Bergljót Aðalsteinsd. ­ Björgvin Kjartanss.195 Halldór Þorvaldss. ­ Baldur Bjartmarss.180 Leifur Aðalsteinss. ­ Þórhallur Tryggvas. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Suðurla

ÖLLUM leikjum er nú lokið í 2. umferð bikarkeppninnar. Eins og áður er komið fram vann sveit Sigfúsar Þórðarsonar sv. Össurar Friðgeirssonar og sveit Þórðar Sigurðssonar vann sv. Guðjóns Bragasonar. Sveit Ólafs Steinasonar vann síðan sv. Stefáns Jóhannssonar 123 ­ 102 í vægast sagt sveiflukenndum leik og sv. Magneu Bergvinsdóttur vann sv. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 31 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

FIMMTUDAGINN 15. janúar var spilað fyrra kvöldið af tveim í Borard A. Match sveitakeppni, tíu sveitir mættu. Staðan: Trausti Finnbogason36Birgir Örn Steingrímsson36Ármann J. Lárusson34Sigurður Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

MÁNUDAGINN 12. janúar 1998 spiluðu 20 pör Mitchell tvímenning. N.S. Hannes Ingibergsson ­ Lárus Arnórsson244Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson236Sæbjörg Jónsdóttir ­ Þorsteinn Erlingsson231A.V. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 77 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjanesmót í sveitakeppni

Reykjanesmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni, verður haldið í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, dagana 24. og 25. janúar nk. Byrjað verður að spila kl. 10 á laugardag og fram eftir degi en mótinu lykur á sunnudag. Keppnisgjald er 7.000 krónur á sveit og skal tilkynna þátttöku til Sigurjóns í síma 565-1845 eða Kjartans í síma 421-2287. Meira
21. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. október í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Sigrún Ólafsdóttir og Bergur Bergsson. Á myndinni með þeim er dóttir þeirra Þórey Bergsdóttir. Meira
21. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. nóvember í Fríkirkjunni af sr. Braga Skúlasyni Brynja Guðjónsdóttir og Sveinn Þór Hallgrímsson. Heimili þeirra er að Þverbrekku 4, Kópavogi. Meira
21. janúar 1998 | Dagbók | 658 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. janúar 1998 | Í dag | 536 orð

Flóðlýsing Hallgrímskirkju ÉG ÞAKKA skjót svör hér 13. þ.m.

ÉG ÞAKKA skjót svör hér 13. þ.m. við ábendingum mínum 7. þ.m. og sérstaklega lokaorðin: "en öll gagnrýni er vel þegin og raunar nauðsynleg til að vel takist til um flóðlýsingu kirkjunnar". Þetta tel ég óhjákvæmilegt að notfæra í þessu tilviki, svo og auðvitað það tjáningarfrelsi sem við búum við í okkar litla þjóðfélagi. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 805 orð

Jón Viktor hækkar mest í stigum

FIDE hefur birt heildarstigalista sinn sem gildir frá 1. janúar 1998. Jóhann Hjartarson er hæstur Íslendinga en Jón Viktor Gunnarsson hefur hækkað mest. EFTIR nokkrar tafir hefur FIDE nú gefið út heildarlista yfir stig skákmanna í janúar 1998. Alls eru 59 íslenskir skákmenn á listanum, sem á eru yfir 20.000 skákmenn úr öllum heimshornum. Meira
21. janúar 1998 | Í dag | 415 orð

NGINN vafi leikur á því að Kristinn Björnsson, skíðakap

NGINN vafi leikur á því að Kristinn Björnsson, skíðakappinn frækni frá Ólafsfirði, er kominn í hóp allra fremstu svigskíðamanna heims. Frábær árangur hans að undanförnu hefur sýnt og sannað að það var engin tilviljun að hann varð í öðru sæti á heimsbikarmótinu í Utah í Bandaríkjunum seint á nýliðnu ári. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 526 orð

Saltfiskur á bóndadaginn

HVERNIG er það, þurfa Íslendingar að fara til Spánar til að læra að meta saltfisk? Þetta er þó sá fiskur sem við seljum þangað. Saltfiskur hefur aldrei verið hátt skrifaður hjá Íslendingum. Þegar ég var lítil kom ég stundum í hús sem angaði allt af soðnum saltfiski og mér fannst lyktin ekki góð. Meira
21. janúar 1998 | Fastir þættir | 396 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞRIÐJUDAGINN 13. janúar var spilaður einskvölds tölvureiknaður með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS: Gylfi Baldursson - Sigurður B. Meira

Íþróttir

21. janúar 1998 | Íþróttir | 110 orð

Badminton

Opna Límtrésmótið HIÐ árlega mót var haldið að Flúðum 17. og 18. janúar og var bæði jafnt og spennandi. Í úrslitum í einliðaleik karla vann Tryggvi Nielsen Brodda Kristjánsson í hörkuleik þar sem loturnar enduðu 11:15, 15:11 og 17:16. Elsa Nielsen vann Brynju K. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 86 orð

Bandarísku stúlkurnar lögðu þær sænsku

BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu átti ekki í erfiðleikum með sænska landsliðið og vann það 3:0 í fyrstu umferð Alþjóðamóts í Kína um helgina. Svíar, sem Íslendingar mæta í heimsmeistarakeppninni í sumar, byrjuðu ágætlega en eftir að Venturini braut ísinn 10 mínútum fyrir hlé var nánast um einstefnu bandarísku stúlknanna að ræða. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 137 orð

Barcelona vonast til að fá McManaman SPÆNS

SPÆNSKA liðið Barcelona skýrði frá því í gær að það vonaðist til að Steve McManaman, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, gengi til liðs við það. Joan Gaspart, varaforseti Barcelona, sagði á mánudaginn að búið væri að skrifa undir samning við Liverpool þessa efnis en í gær var það dregið til baka. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 167 orð

Djorkaeff spenntur fyrir Armeníu

JEAN Djorkaeff, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu, er spenntur fyrir því að gerast landsliðsþjálfari Armeníu en hann kemur sterklega til greina í starfið. Þetta kom fram í viðtali við hann í rússneska dagblaðinu Sport- Express en eins og fram hefur komið er Ísland í riðli með Armeníu, Rússlandi, Úkraínu, Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 555 orð

Eyjamenn leika best, er spennan er mest

"ÞAÐ er ljóst að boðið verður upp á tvo spennuleiki," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari bikarmeistara Hauka, sem verða að sjá á eftir bikarnum í ár til Fram, HK, ÍBV eða Vals, liðanna sem verða í sviðsljósinu í kvöld í undanúrslitum. Framarar taka á móti Sigurði Sveinssyni og lærisveinum hans hjá HK og Valsmenn leika í Eyjum. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 350 orð

Fékk Finn til Hameln að vel athuguðu máli

Þýskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í gær hvort Finnur Jóhannsson væri löglegur í þýska handboltanum þar sem hann væri í keppnisbanni á Íslandi, en hann er með leikheimild frá Handknattleikssambandi Íslands, Handknattleikssambandi Þýskalands og Alþjóða handknattleikssambandinu. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 232 orð

Glæsimark táningsins Owens

Liverpool sigraði Newcastle 1:0 með marki táningsins Michaels Owens í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Liverpool er þar með orðið jafnt Blackburn með 44 stig í öðru til þriðja sæti en Blackburn telst í öðru sæti þar sem liðið hefur skorað fleiri mörk. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 166 orð

Heimslistinn

KRISTINN Björnsson er kominn niður í 20.sæti á heimslistanum í svigi og verður þvímeð rásnúmer 20 í næsta svigmóti sem framfer í Kitzb¨uhel í Austurríki á sunnudaginn.Hann var með rásnúmer 29 á mótinu umsíðustu helgi í Veysonnaz í Sviss. stig 1. Thomas Stangassinger, Austurr. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 84 orð

Herrakvöld Fylkis Herrakvöld Fylkis verður haldið í Fylkishöll föstudaginn 23. janúar og hefst kl. 19. Ræðumenn verða séra

Herrakvöld Fylkis verður haldið í Fylkishöll föstudaginn 23. janúar og hefst kl. 19. Ræðumenn verða séra Gunnar Sigurjónsson og Helgi Sæmundsson og að auki skemmtir Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Borðapantanir í Fylkishöll (s. 5676467). Þorrablót Stjörnunnar Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 147 orð

Ivanisevic úr leik

KRÓATINN Goran Ivanisevic tapaði í gær fyrir Hollendingnum Jan Siemerink á Opna ástralska mótinu í tennis og er þar með úr leik. Siemerink vann 6-2, 7-6 (7:3), 3-6 og 6-4. Ivanisevic sem var settur í 13. sæti fyrir mótið er ekki sá eini frægi sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Bretinn Tim Henman, sem var settur í 18. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 109 orð

Knattspyrna England Liverpool - Newcastle1:0 Michael Owen 17. 42.790. Bikarkeppnin Reading - Cheltenham2:1 Ítalía Bikarkeppnin:

England Liverpool - Newcastle1:0 Michael Owen 17. 42.790. Bikarkeppnin Reading - Cheltenham2:1 Ítalía Bikarkeppnin: Juventus - Fiorentina0:0 Fyrri leiknum lauk 2:2 og Juventus kemst áfram á fleiri mörkum gerðum á útivelli. Spánn Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 66 orð

KNATTSPYRNAMark Owens réð úrslitum

LIVERPOOL vann Newcastle 1:0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Táningurinn Michael Owen gerði eina mark leiksins á 17. mínútu leiksins og var það sérlega glæsilegt. Sigurinn færði Liverpool upp í 3. sæti með 44 stig eftir 23 leiki. Newcastle er í 10. sæti með 29 stig. Á myndinni til hliðar bítast Keith Gillespie, Newcastle, og heimamaðurinn Steve Harkness um knöttinn. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 315 orð

Kristinn Björnsson upp um níu sæti

KRISTINN hefur færst upp um níu sæti á heimslistanum í svigi eftir að hafa náð öðru sæti í sviginu í Veysonnaz í Sviss sl. sunnudag. Hann var með rásnúmer 29 í Sviss en verður ræstur af stað númer 20 (21) í næsta heimsbikarmóti sem fram fer í Kitzb¨uhel í Austurríki á sunnudaginn. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 30 orð

Körfuknattleikur

New York - Boston98:82 Philadelphia - Sacramento98:85 Minnesota - LA Clippers117:109 LA Lakers - Orlando92:89 Charlotte - Toronto109:88 New Jersey - San Antonio95:84 Houston - Seattle80:114 Utah - Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 37 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ (SS-bikarinn) Undanúrslit kvenna Víkin:Víkingur - Grótta-KR20 Garðabær:Stjarnan - ÍBV20 Undanúrslit karla Vestm. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 145 orð

Landsliðið á heimsbikarmótið

Islenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur verið boðið að taka þátt í heimsbikarmótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð í byrjun næsta árs. Til mótsins er boðið þeim þjóðum sem höfnuðu í átta efstu sætum heimsmeistaramótsins í Kumamoto sl. vor. Þjóðirnar eru auk Íslands: Rússar, heimamenn, Frakkar, Ungverjar, Egyptar, Spánverjar og S-Kóreumenn. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 62 orð

Makinen keyrði útaf FINNSKI heimsmeistari

FINNSKI heimsmeistarinn í rallakstri, Tommi Makinen, keyrði út af í Monte Carlo rallinu í gær og er þar með úr leik. Makinen hafði örugga forystu, ríflega mínútu eftir fyrstu sex sérleiðirnar sem eknar voru á mánudaginn. En þegar hann hafði ekið þrjá kílómetra á fyrstu sérleið í gær ók hann Lancernum fullhratt í einni beygjunni og rann út af veginum. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 453 orð

"Náði mér á strik er á leið"

"ÉG hitaði ekki vel upp því það var enginn til að spila við og var mjög taugaóstyrk til að byrja með en svo náði ég mér á strik er á leið," sagði franska stúlkan Carolina Jagieniak frá Frakklandi eftir dramatískan 2:0 sigur á Gabrielu Navratilovu frá Tékklandi í úrslitaleik á alþjóðlegu kvennamóti í Tennishöllinni á laugardaginn. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 308 orð

ÓLAFUR Guðmundssontugþrautarmaður úr HSK

PÉTUR Hrafn Sigurðssonframkvæmdastjóri Körfuknattleikssambandsins, starfar sem eftirlitsdómari á vegum FIBA og er í Belgíuþessa dagana til að fylgjast með körfuboltaleikjum í Evrópukeppni bikarhafa. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 44 orð

Sigurður Bragason ekki með ÍBV

SIGURÐUR Bragason, leikstjórnandi ÍBV-liðsins, mun ekki leika með því í bikarleiknum gegn Val. Fingur brákaðist í deildarleik gegn Aftureldingu og gifsumbúðir settar á hendi Sigurðar. Þegar ÍBV og Valur mættust í 1. deild í Eyjum í vetur, sigruðu heimamenn 24:23. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 90 orð

Tvö svigmót í Kitzb¨uhel NÚ hefur verið ákve

NÚ hefur verið ákveðið að mótið, sem frestað var í Veysonnaz í Sviss sl. mánudag, verði í Kitzb¨uhel á mánudaginn. Það verða því tvö svigmót þar því einnig verður keppt þar á sunnudag. Þetta svigmót á mánudaginn er mótið sem upphaflega átti að vera í Madonna di Campiglio fyrir jólin en var aflýst. Kristinn Björnsson verður meðal keppenda á mótunum. Meira
21. janúar 1998 | Íþróttir | 209 orð

Vésteinn umboðsmaður fyrir frjálsíþróttamenn

VÉSTEINN Hafsteinsson, Íslandsmethafi í kringlukasti hefur öðlast réttindi sem alþjóðlegur umboðsmaður frjálsíþróttamanna hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu, IAAF. Er hann fyrsti Íslendingurinn sem fær þessi réttindi. Meira

Úr verinu

21. janúar 1998 | Úr verinu | 396 orð

Batnandi rækjuveiði

ÞOKKALEGA hefur gengið á innfjarðarrækjunni fyrir norðan í vetur. Ágæt veiði hefur verið í Öxarfirði og sömu sögu er að segja af aflabrögðum í Skagafirði og Húnaflóa. Í Skjálfandaflóa eru nú þrír bátar á rækjunni og er veiði þar nú góð en vertíðin fór illa af stað í haust. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 130 orð

ESB flytur fiskinn inn

ÞÖRF Evrópusambandsins fyrir innflutning sjávarafurða fer stöðugt vaxandi. Fiskiskipafloti sambandsins aflar minna en helmings þess sem íbúarnir neyta, þrátt fyrir að afli á íbúa, að meðtöldu því sem ekki fer til manneldis, hafi aukizt úr 24 kílóum 1987 í 27 kíló í fyrra, hefur hlutfall eigin fiskafla af heildarneyzlu fallið úr 76% niður í 48% á sama tíma. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 1424 orð

Fann búrann við Suður-Ameríku

Íslenskur skipstjóri í ævintýralegu fiskiríi undan strönd Chile Fann búrann við Suður-Ameríku Albert Haraldsson skipstjóri hefur verið kallaður konungur lýsingsveiðanna í Chile. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 612 orð

"Fyrsta skrefið verður að læra að skilja Kína"

NÝJASTA sölu- og innkaupaskrifstofa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og þar með sú tíunda í röðinni var opnuð í Shanghai í Kína seint á síðasta ári og verður fyrsta verkefni hennar að sinna markaðsrannsóknum. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 1091 orð

"Getum verið ánægðir með togararallið okkar"

"TOGARARALLIÐ hefur mikla þýðingu við mat á stofnstærð þorsksins. Það er mjög mikilvægt til að meta nýliðun og til að taka á því með réttum hætti, gangi þorskur hingað frá Grænlandi eins og stundum hefur komið fyrir. Áður gátu slíkar göngur raskað stofnstærðarmati okkar. Að vísu er ekki von á slíkum göngum í nánustu framtíð, en ef þær koma, ættu þær ekki að koma okkur eins í opna skjöldu. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 194 orð

Hækka þorskverð

ÁKVEÐIÐ hefur verið í Norður-Noregi að hækka lágmarksverð á þorski og hækkar það mest um allt að 30%. Á stærsta þorskinum verður það um 120 ísl. kr. kg en fyrir nokkrum árum var það raunar komið í tæpar 150 kr. Verð á þorski á heimsmarkaði hefur hækkað nokkuð að undanförnu og rekja Norðmenn það til almenns og vaxandi skorts á fiski, einkum svokölluðum hvítfiski. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 92 orð

Hærra blokkarverð

BIRGÐIR af blokk úr þorski og alaskaufsa í Bandaríkjunum eru mun meiri nú en áður. Undir loks ársins var framboð af þorskblokkinni þó rétt nógu mikið til að anna eftirspurn. Verð á þorskblokkinni hefur hækkað verulega. Í lok nóvember var verðið allt að 1,85 dollarar á pundið, sem er hækkun um 10 sent frá októbermánuði og 30 senta hækkun miðað við sama tíma ári áður. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 187 orð

Karfinn orðinn mjög mikilvægur

Á LANDSVÍSU hefur landfrysting helstu bolfisktegunda sífellt verið að minnka. Hér má sjá þróun framleiðslu smásöluvara, flakaskammta og fiskrétta sem unnir eru úr þorski, ýsu, ufsa, karfa, rækju og steinbít, aðallega í landvinnslu fyrir sölukerfi SH á árunum 1994­1997. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 293 orð

Ljósavík kaupir 67% hlut í Pólum

LJÓSAVÍK hf. í Þorlákshöfn hefur keypt 67% hlut í rækjuvinnslunni Pólum hf. á Siglufirði og gengu kaupin í gildi um áramótin. Rækjuvinnslan var alfarið í eigu þriggja fyrirtækja áður, Siglfirðings ehf., Sævara hf. og Guðbjargar hf., sem eftir söluna eiga nú 11% hlut hvert fyrirtæki. Ljósavík keypti jafnstóra hluti af þessum þremur fyrirtækjum, en kaupverð fékkst ekki gefið upp. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 211 orð

Norskt met í útflutningi

NORÐMENN fluttu út fisk og fiskafurðir fyrir um 240 milljarða íslenskra króna á síðasta ári og er það rúmlega 20 milljarða kr. aukning frá árinu áður og nýtt útflutningsmet. Þá var einnig í fyrsta sinn flutt út meira en tvær milljónir tonna. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 146 orð

Nýjar reglur um eftirlit

VINNUHÓPUR á vegum Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinenfdarinnar (NEAFC) hefur komist að samkomulagi um reglur um eftirlit með fiskiskipum á veiðisvæðum nefndarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér heimild til eftirlits um borð í skipum á miðunum. Reiknað er með að reglurnar taki gildi 1. janúar 1999. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 340 orð

Nýjar reglur um eftirlit á hafsvæðum NEAFC

VINNUHÓPUR á vegum Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinenfdarinnar (NEAFC) hefur komist að samkomulagi um reglur um eftirlit með fiskiskipum á veiðisvæðum nefndarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér heimild til eftirlits um borð í skipum á miðunum. Reiknað er með að reglurnar taki gildi 1. janúar 1999. Veiðisvæði innan NEAFC eru einkum Reykjaneshryggur og Síldarsmugan og Smugan í Barentshafi. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 321 orð

Nýtt fólk til starfa hjá RF

NOKKRIR nýir starfsmenn hafa bæst í hóp starfsmanna Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins að undanförnu. Richard Hansen, véltæknifræðingur, hefur hafið störf á rannsóknarsviði sem sérfræðingur. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 271 orð

Skipum og bátum fækkaði um fjörutíu á síðasta ári

SAMTALS fækkaði um 40 skip í skipastól landsmanna á síðasta ári, eða um 9.783 brúttótonn. Alls voru 72 skip tekin af skrá en 41 nýtt skip bættist við flotann. 9 opnum vélbátum var breytt í þilfarsskip í fyrra. Um áramót voru samtals 978 þilfarsskip á skrá hér á landi eða 12 skipum færra en var 1. janúar 1997. Þar af voru á skrá 680 fiskiskip og 110 skuttogarar. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 885 orð

SÞróunarstarfið lykillinn að velferðinni í framtíðinni Neytendavörurnar eru 60-90% af landvinnslu

MIKIL aukning hefur orðið í vinnslu neytendavara hjá framleiðendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. undanfarin ár og eru neytendavörur nú 60-90% af landvinnslu helstu bolfisktegunda. Þó hafa ekki orðið miklar breytingar á milli ára í þorskvinnslunni. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 188 orð

Ufsabitar í súrsætri sósu

UFSINN er stórlega vanmetinn matfiskur hér á landi. Ufsi er hins vegar eftirsóttur matfiskur víða um heim, einkum þó í Þýzkalandi, en hann nýtur einnig vinsælda í Frakklandi og vestan hafs. Ufsann má matreiða á ýmsa vísu og hann er prýðismatur. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 154 orð

Verð á karfanum hefur lækkað ytra

TOGARINN Haukur GK seldi um 114 tonn af karfa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven mánudag. Heildarverð var 16,5 milljónir króna, meðalverð 144 krónur. Auk þess verður selt úr um 20 gámum frá Íslandi í þessari viku til viðbótar fiski frá öðrum þjóðum. Á mánudag var einnig seldur fiskur af skuttogaranum Írisi frá Cuxhaven í Bremerhaven. Meira
21. janúar 1998 | Úr verinu | 181 orð

Þorbjörn hf. selur Dagrúnu

ÞORBJÖRN hf. hefur nú selt Vesturskipum efh. togarann Dagrúnu ÍS, en Vesturskip eru í eigu Eiríks Böðvarssonar. Skipið verður gert út frá Ísafirði og mun veiða rækju úr kvóta Þorbjarnar hf. og landa til vinnslu hjá rækjuvinnslu fyrirtækisins í Bolungarvík. Meira

Barnablað

21. janúar 1998 | Barnablað | 49 orð

Dýrabjörgunarbáturinn

EINS og sést á meðfylgjandi mynd er hún kirfilega merkt en til vonar og vara skal tekið fram að hún er gerð af Pálma Geir Jónssyni, 4 ára, Sauðárkróki, og í myndartexta segir að dýrin verði að vera í svona búri svo þau detti ekki útí sjó. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 41 orð

Hálsfestar og armbönd

ÞIÐ getið búið til skemmtilegar hálsfestar og armbönd með því að binda hnúta með reglulegu eða óreglulegu bili á hæfilega svert band. Málið síðan hnútana með olíumálningu og þegar hún er orðin þurr er þetta hið mesta djásn. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 37 orð

Kanínurnar í skugganum

Á MYNDINNI eru átta skuggamyndir af kanínum að þefa af blómi. Getið þið hjálpað stráknum á myndinni að átta sig á hvaða tvær skuggamyndir eru eins? Lausnin: Myndir númer þrjú og fimm eru eins. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 73 orð

Pennavinir Ég er 13 ára strákur, sem vantar féla

Ég er 13 ára strákur, sem vantar félagsskap. Áhugamál mín eru: Tölvur, tónlist, sætar stelpur og margt fleira. P.S. Mynd sendist með ef hægt er. Hannes Sigurðsson Hlíðarhjalla 62 200 Kópavogur Ég heiti Valdís og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 9-12 ára. Ég á heima í London og þið getið sent þangað. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 57 orð

Safnarar

Kæru safnarar! Ég safna öllu með Spice girls, Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio. Í staðinn get ég látið 17 plaköt og 4 myndir: Blur, 4 Peter Andre, 8 East 17, 2 Paul Nichols, 1 X-Files, 1 John Alford, 1 David Beckham, 1 Gina G, 1 Mark Owen, 1 Boyzone, 1 Jóhanna B. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 21 orð

Stelpa með sítt hár

Stelpa með sítt hár HIN fjögurra ára Sigríður Hugljúf Blöndal gerði þessa mynd af stelpu í kjól og með sítt hár. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 108 orð

STIKKFRÍ

GLEÐILEGAN og góðan dag! Nú er kominn seinnihluti janúar og ekki seinna vænna að hafa litaleik. Kvikmyndin Stikkfrí hefur verið sýnd í einn mánuð og þá er líka búið að gefa út Stikkfrí geisladisk. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 103 orð

Úr Hrafnagilsskóla

ÞETTA eru myndir eftir stelpur í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Skólinn er í nokkurra kílómetra fjarlægð fyrir innan (sunnan) Akureyri. Af myndunum að dæma tengjast a.m.k. tvær þeirra áramótunum og þrettándanum og sú þriðja gæti verið af nístingskaldri vetrarnótt þegar kyrrðin er slík að heyrist í frostinu og norðurljósin síkvik á fleygiferð lengst uppi á himninum. Meira
21. janúar 1998 | Barnablað | 66 orð

Þrjár stelpur - þrjár prinssessur

ÞESSI mynd sýnir okkur þrjár telpur og a.m.k. tvær þeirra eru prinsessur ef eitthvað er að marka höfuðbúnað þeirra. Reyndar eru allar litlar stelpur prinsessur, er það ekki annars. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.