BANDARÍSKI saksóknarinn Kenneth Starr, sem stjórnar rannsókn Whitewater-málsins, sagði í gær að athugun á nýjustu ásökununum í garð Bills Clintons, forseta, myndi hefjast án tafar. Sagðist Starr fullviss um að komist yrði að hinu sanna í málinu.
Meira
YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, sagði í gær að hann hefði á fundi sínum með Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, farið fram á að Bandaríkjamenn legðu hart að Ísraelum að flytja á brott herlið sitt frá stærri svæðum á Vesturbakkanum. Arafat sagðist "ekki vera að biðja um tunglið".
Meira
JÓHANNES Páll II páfi réðst harkalega á það að fóstureyðingar skuli leyfðar á Kúbu, í fyrstu messunni, sem hann heldur þar í landi. Messaði páfi undir berum himni í borginni Santa Clara að viðstöddum um 50.000 manns. Var messunni sjónvarpað beint á Kúbu en ákvörðun um það var tekin á síðustu stundu.
Meira
LEIGUMORÐINGI á vegum mafíunnar fékk það verkefni að myrða konu sem hafði óhlýðnast skipunum yfirmanns síns, en morðinginn varð ástfanginn af konunni áður en hann gat lokið verkinu. Hann heitir Pietro Mancuso, 32 ára, og konan heitir Francesca Gemelli, 29 ára. Þau búa nú saman og njóta lögregluverndar eftir að hafa veitt yfirvöldum upplýsingar er leitt hafa til handtöku 19 fíkniefnasala.
Meira
UM ÁRAMÓT hækkaði gjaldskrá Sorpu bs. fyrir almennan úrgang um 4,7% umfram byggingavísitölu. Að sögn Ögmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, hefur gjaldskráin verið miðuð við byggingavísitölu og verið óbreytt frá 1993.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á töluverðan fjölda vopna á undanförnum árum. Alls hefur verið lagt hald á um 80 skotvopn, allmikið af hnífum, lagvopnum, bitvopnum, bogum og bareflum. Skarphéðinn Njálsson, varðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að lagt hefði verið hald á urmul vopna í umdæminu á liðnum árum.
Meira
AÐALFUNDUR félagsins Ísland- Palestína verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 15. Á fundinum mun Jóhann Hjálmarsson, skáld og blaðamaður, segja frá 1. alþjóðlega þingi rithöfunda í Palestínu. Jóhann og Ragnheiður Stephensen hjúkrunarfræðingur spjalla um ferð sína.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með Guntis Ulmanis forseta Lettlands, en forsætisráðherra er staddur í Ríga vegna leiðtogafundar Eystrasaltsráðsins. Davíð segir í samtali við Morgunblaðið að Ulmanis hafi í viðræðum þeirra lagt áherslu á að umsókn Letta um aðild að Evrópusambandinu (ESB) megi rekja til öryggishagsmuna þeirra.
Meira
Á FUNDI Flugráðs í gærmorgun, þar sem fjallað var um eldsneytisgjald, voru lagðar fram greinargerðir frá Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra og Gunnari Hilmarssyni flugráðsmanni. Að sögn Hilmars B. Baldurssonar, formanns Flugráðs, fóru fram miklar umræður um eldsneytisgjaldið á fundinum en engar ályktanir voru samþykktar.
Meira
ÞUNNAR glóandi eldsúlur stóðu upp af 150200 m langri sprungunni í Helgafelli á nær samfelldri gígaröð frá enda flugbrautarinnar og niður að sjó utan við höfnina, þegar Morgunblaðsmenn flugu inn yfir Vestmannaeyjar klukkan rúmlega þrjú með
Meira
Vaxtarbroddur, sýning nýútskrifaðra arkitekta, verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnar sýninguna formlega og stendur opnunin yfir til klukkan 19. Athöfnin er öllum opin en sýningin stendur uppi til 3. febrúar. Sex ungir arkitektar verða með verk í Ráðhúsinu en auk þess sýna þrír landslagsarkitektar og fjórir iðnhönnuðir.
Meira
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi afhentu í gær Barnaspítala Hringsins að gjöf magaspeglunartæki og lungnaspeglunartæki sem kosta allt að þrjár milljónir króna. Að sögn Ásgeirs Haraldssonar forstöðulæknis Barnaspítalans hafa tækin þegar verið tekin í notkun en þau munu auðvelda til muna flóknar maga- og lungnaspeglunarrannsóknir barna.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og hjónin Óli Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir hafa undirritað samning um að þau taki á leigu heimavistarhúsnæði Reykholtsskóla í Borgarfirði, ásamt einbýlishúsi og geymsluaðstöðu.
Meira
GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, hefur skipað Árna Bragason forstjóra Náttúrverndar ríkisins að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Árni er skipaður forstjóri frá og með 1. febrúar en hann tekur við af Aðalheiði Jóhannsdóttur sem óskað hafði eftir lausn frá störfum. Átta umsækjendur voru um stöðuna.
Meira
FIÐLULEIKARINN Yehudi Menuhin, sem er gyðingur, líkti ástandinu í Ísrael við ástandið í Þýskalandi á valdatíma nasista í viðtali við Le Figaro í gær. Hann sagði því hlutverki Ísraels að vera hið fyrirheitna land ofsóttrar þjóðar vera lokið. Mikilvægasta hlutskipti Ísraels nú væri að vinna að friði í Miðausturlöndum þó svo það virtist í auknum mæli ómögulegt.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að morðin á Norður-Írlandi síðustu daga mættu ekki undir neinum kringumstæðum gera út af við vonina um frið í landinu en vildi ekki gera mikið úr yfirlýsingu Írska lýðveldishersins, IRA, í fyrradag þar sem hann hafnaði friðartillögum bresku og írsku stjórnarinnar.
Meira
PIERRE Moscovici, Evrópumálaráðherra Frakklands, segir að þreyta sé komin í bandalag Frakklands og Þýzkalands innan Evrópusambandsins og það þurfi endurnýjunar við eftir komandi kosningar í Þýzkalandi.
Meira
MENGUN PCB, díoxíns og annarra skyldra efna telja íslensk stjórnvöld með alvarlegustu ógnun við líf sjávar að sögn Magnúasar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, þótt hún sé minni hér við land en á ýmsum nágrannasvæðum okkar, svo sem í Norðursjó.
Meira
VATÍKANIÐ opnaði í gær skjalasöfn hins alræmda Rannsóknarréttar, og veitti þar með fræðamönnum heimild til að rannsaka eitthvert umdeildasta tímabil í sögu rómverks-kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem unnt verður að rannsaka eru skjöl er lúta að málum stjörnufræðingsins Galileos, sem Rannsóknarrétturinn fordæmdi fyrir að halda því fram að jörðin snerist um sólina, og Giordanos Brunos,
Meira
GLEÐI og hátíðarstemmning ríkir á Kúbu vegna komu Jóhannesar Páls II páfa þangað. "Kúbanska þjóðin er nú sú hamingjusamasta í heimi," sagði kona í höfuðborginni Havana og víst er að margir taka undir það. Um 50.000 manns voru viðstödd messu páfa í Santa Clara í gær og fögnuðu honum ákaflega, sungu sálma og hrópuðu nafn páfa.
Meira
BILL Clinton Bandaríkjaforseti er nú í meiri vanda en nokkru sinni fyrr á embættisferlinum vegna nýrra ásakana í tengslum við rannsókn máls Paulu Jones, sem hefur sakað forsetann um kynferðislega áreitni. Það mál hefur undið upp á sig og nú er svo komið að forsetinn á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisbrot verði ásakanirnar staðfestar.
Meira
VEÐURSTOFAN spáir suðvestlægum áttum um helgina, kalda eða stinningskalda og frekar úrkomusömu veðri einkum um sunnan- og vestanvert landið. Gert er ráð fyrir rigningu, en hætt við slyddu og slydduéljum á sunnudag og mánudag. Vægt frost verður um norðaustanvert landið á laugardag, en annars verður allt að fimm stiga hiti.
Meira
ÁSTANDIÐ í Indónesíu versnar með degi hverjum og efnahagslífið er að því komið að stöðvast að mati efnahagssérfræðinga vegna gengishruns gjaldmiðilsins, fjárskorts og gífurlegra skulda. Gengi rúpíunnar féll um 20-30% þegar markaðirnir opnuðu í gær en rétti síðan nokkuð við eftir að indónesíski seðlabankinn greip í taumana með dollarasölu.
Meira
ÓVENJU fámennt er í Grímsey um þessar mundir, en hér eru nú um 50 manns. Það er nokkuð mikil fækkun frá því um jól þegar um eitt hundrað manns voru í eyjunni. Flestir hafa þó bara skroppið til meginlandsins en sumir hafa ákveðið að eyða parti af vetrinum á heitari og sólríkari stað.
Meira
EVRÓIÐ, sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, verður notaður í ýmsum viðskiptum í Bretlandi jafnvel þótt Bretland gangi ekki strax í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Þetta er mat Sir Nigel Wicks, formanns peningamálanefndar ESB og hátt setts embættismanns brezka fjármálaráðuneytisins.
Meira
ÞAÐ haustar fljótt á Suðurskautslandinu og það hafa íslensku jeppaleiðangursmennirnir fengið að reyna. Frost hefur farið niður í -37 gráður á Celcius. Helsta verkefni leiðangursmanna hefur verið að grafa um 2,5 metra djúpan og 15 metra langan skurð með búnaði á snjóbílunum til að rannsaka snjókomu á þessum slóðum.
Meira
FÉLAGSDÓMUR vísaði í gær frá máli sem Sjómannasambandið höfðaði gegn Vinnuveitendasambandinu vegna verkbanns sem það boðaði á sjómenn. Ástæðan er sú að boðuðu verkbanni hafði verið aflýst. Hugsanlegt er að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar eða að höfðað verði nýtt mál fyrir félagsdómi.
Meira
UM HELGINA á að ljúka skoðun á Boeing 757-200 þotu fyrir hollenska flugfélagið Air Holland sem fram hefur farið í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Verður þá tekin inn ein af þotum félagsins í reglubundna skoðun og fer nýja 757 þotan, sem Flugleiðir hafa fengið, inní áætlunarflugið í staðinn. Um fimmtungur verkefna viðhaldsstöðvarinnar er vegna erlendra verkefna.
Meira
TEKJUR Dalvíkurbæjar á þessu ári nema 272,5 milljónum króna og er áætlað að rekstur málaflokka kosti 201,2 milljónir króna að því er fram kemur í fjárhagsáætlun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur á þriðjudag.
Meira
FYRSTI fræðslufundur HÍN, Hins íslenska náttúrufræðifélags, á nýbyrjuðu ári verður mánudaginn 26. janúar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Ástríður Pétursdóttir, líffræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, erindi sem hún nefnir: Riða og aðrir príonsjúkdómar.
Meira
TÍU kindur fundust í gær inni við Brúarjökul. Kindurnar hafa verið þar síðan þeim var sleppt á fjall í vor. Grunur er um að fleira fé sé að finna á svipuðum slóðum og verður svipast um eftir því við fyrsta tækifæri. Fjórir bændur af Jökuldal og Hrafnkelsdal fóru á vélsleðum frá Aðalbóli inn að Brúarjökli í gærdag að líta eftir kindum.
Meira
Á SÍÐASTLIÐNU ári fæddust 2.748 börn á fæðingardeild Landspítalans, 122 færri en árið á undan, en þá voru fæðingar á deildinni 2.870, að sögn Kristínar Viktorsdóttur aðstoðaryfirljósmóður. Á landinu öllu fæddust 4.329 börn árið 1996, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, en endanlegar tölur fyrir árið 1997 eru ekki komnar. Meðaltal fæðinga á Íslandi á árunum 1986- 1990 var 4.
Meira
NOKKUR fiðringur er kominn í loðnusjómenn enda hefur lítið frést af loðnuveiði síðustu vikurnar. Skipverjar á Oddeyrinni EA, skipi Samherja hf., voru að taka loðnunótina um borð í gær og héldu í kjölfarið á miðin fyrir austan land. Þorsteinn EA hefur veitt samtals um 1.000 tonn af loðnu í flottroll í tveimur túrum frá áramótum og um 320 tonn af síld.
Meira
MAÐUR var handtekinn þar sem hann hafði brotist inn á Laugavegi 3 í Reykjavík snemma í gærmorgun. Var komið að honum á fimmtu hæð hússins. Á manninum fannst lítilsháttar af hassi og var hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni síðdegis í gær. Hann hefur áður komið við sögu afbrota og hugðist lögreglan reyna að fá hann úrskurðaðan í síbrotagæslu.
Meira
HAPPAHÚSIÐ í Kringlunni hefur selt flesta miða sem hafa gefið fyrsta vinning í Lottó 5/38 frá því að sala hófst. Nætursalan á Akureyri hefur selt næstflesta miða en Skalli í Hraunbæ í Reykjavík er í þriðja sæti yfir söluhæstu staði. Fimm staðir hafa einu sinni selt miða sem gefið hafa fyrsta vinning í Víkingalóttó.
Meira
ÍRSKI tónlistarmaðurinn Paul Noonan skemmtir gestum Dubliners í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld. Í fréttatilkynningu segir að Noonan hafi spilað víða um heim og sé nýkominn frá Ítalíu. Margir Íslendingar þekki hann frá sólarströndum Spánar og Portúgals og að hann sé vinsæll í sínu heimalandi og bókaður langt fram í tímann.
Meira
VIÐSKIPTI með VISA- greiðslu fyrir jólin, sem koma til greiðslu nú í byrjun febrúar, námu samtals 6,3 milljörðum króna. Er það um 1,2 milljörðum króna meira en í meðalmánuði og um 700 milljónum hærri fjárhæð en í fyrra, sem er 12% hækkun. Viðskipti með VISA Electro debetkortum í desember námu áþekkri fjárhæð eða 6,2 milljörðum króna, sem er 2,2 milljörðum hærri fjárhæð en árið á undan.
Meira
BRYNDÍS er nafnið á nýrri Boeing 757-200 þotu Flugleiða sem lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun eftir tæplega sjö tíma flug frá Seattle í Bandaríkjunum. TF-FIN er hin fyrsta af fjórum 757 þotum sem Flugleiðir hafa fest kaup á og bætast hinar þrjár í flota félagsins á næstu fjórum árum.
Meira
KOSTNAÐUR við flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli er í meðallagi miðað við kostnað á 36 öðrum flugvöllum í Evrópu, Ameríku og Asíu, sem ný könnun á vegum Evrópusamtaka flugfélaga nær til. Samkeppnisstofnun hefur haldið því fram að gjaldskrá Flugleiða, sem haft hafa einkarétt á afgreiðslu farþegaflugvéla í Keflavík, sé ein sú hæsta sem fyrirfinnist í nágrannalöndunum.
Meira
SETJA þarf hraðatakmarkara í um 900 vörubíla og 100 hópferðabíla yfir 10 tonn að þyngd hérlendis, samkvæmt ákvæðum í reglum sem gilda í ríkjum Evrópubandalagsins. Samkvæmt reynslu nágrannaþjóðanna kostar um 70 þúsund ÍSK að setja þennan búnað í hvern bíl. Þetta er því kostnaður upp á samtals um 70 milljónir króna fyrir eigendur þessara bíla.
Meira
FÖRÐUNARSKÓLI Íslands býður upp á nám í kvikmyndaförðun. Námið tekur þrjá mánuði. Kennt er fjóra daga vikunnar, samtals 240 tíma nám. "Við uppsetningu á námskeiði í kvikmyndaförðun hefur skólinn notið aðstoðar Guðrúnar Þorvarðardóttur og Ástu Hafþórsdóttur. Guðrún hefur um 30 ára reynslu í förðun og hárgreiðslu og kenndi um skeið í Dramatiska Institutet í Svíþjóð.
Meira
VINALÍNAN, sem starfrækt er af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, heldur tvo kynningarfundi fyrir verðandi sjálfboðaliða sunnudaginn 25. janúar kl. 14 og kl. 20 í Þverholti 15, 2. hæð. Vinalínan tók til starfa 16. janúar 1992 og er opin öll kvöld frá 2023. Allir sjálfboðaliðar sem svara í símann hafa sótt símanámskeið á vegum sálfræðings og fá einnig handleiðslu á hans vegum.
Meira
RANGHERMT var í frétt í gær um sameiningarkosningar í vestanverðum Flóa að meðfylgjandi kort væri eftir Sigurð Fannar. Hið rétta er að kortið er eftir Sigurgeir Skúlason kortagerðarmann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira
GUÐFRÆÐINEMARNIR Björn Sveinn Björnsson, Elínborg Gísladóttir og Ragnheiður Jónsdóttir flytja lokapredikanir í Háskólakapellunni laugardaginn 24. janúar. Athöfnin hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir.
Meira
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn í Möðruvallakirkju byrjar aftur, nú eftir jól, næsta sunnudag, 25. janúar kl. 11. Umsjón annast sem fyrr Bertha og Sara. Þau börn sem ekki hafa verið með áður eru sérstaklega boðin velkomin og fá þau möppur og blöð afhend. Foreldrar og eða aðstandendur eru hvattir til að mæta með börnum sínum.
Meira
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur í fjórða sinn svonefnt Alfa-námskeið nú á næstu vikum. Námskeiðið er nefnt eftir fyrsta bókstaf gríska stafrófsins og er þar fjallað um lykilatriði kristinnar trúar, bæði hvað snertir kenningu og trúarlíf.
Meira
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar tók í gær í notkun nýjan fundarsal á 4. hæð í turnbyggingu við Garðatorg í miðbæ Garðabæjar. Salurinn er um 70 fermetrar og er í sama húsnæði og bæjarskrifstofurnar. Til þessa hafa fundir bæjarstjórnar verið haldnir í safnaðarheimilinu við Kirkjulund. Í maí sl.
Meira
YFIRVÖLD í Hong Kong lýstu því yfir í gær að 111 sjúklingar, sem gert var lyfjapróf á fyrir nokkrum árum, kynnu að hafa smitast af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Sjö sjúklinganna eru látnir en ekki er ljóst hvort banamein þeirra var téður sjúkdómur.
Meira
TÓLFTA Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í stofu 101 í Odda laugardaginn 24. janúar nk. Ráðstefnan hefst klukkan 9.55 og flytja sjö fræðimenn fyrirlestra. Höskuldur Þráinsson flytur fyrsta erindi ráðstefnunnar: Harðmæli og linmæli í færeysku. Aðrir fyrirlesarar eru: Kristján Árnason: Hljóðkerfisgreining flámælis. Dæmi úr Lóninu.
Meira
ÞRÍR menn týndu lífi í óeirðunum, sem urðu í Harare, höfuðborg Zimbabwe, á mánudag og þriðjudag en þá mótmæltu þúsundir manna miklum verðhækkunum á flestum nauðsynjum. Ríkisstjórnin hefur heitið að hafa hemil á hækkununum en jafnframt skipað hernum að aðstoða lögregluna við löggæslu.
Meira
TILKYNNT var í gær í Washington að Microsoft-fyrirtækið og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefðu náð samkomulagi um hluta þess máls sem stjórnvöld reka gegn Microsoft vegna brota fyrirtækisins á löggjöf um einokun.
Meira
ERFIÐARA og seinlegra verður að ná samkomulagi við Evrópusambandið um aðild Íslands og Noregs að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi en búizt hafði verið við. Þetta er mat Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra eftir viðræður við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í gær.
Meira
GERHARD Schröder virðist eiga sigur vísan í kosningum til þings Neðra-Saxlands, þar sem hann gegnir embætti forsætisráðherra. Kosningar fara fram í Neðra-Saxlandi 1. marz. Samkvæmt niðurstöðum nýrrasr skoðanakönnunar fær flokkur Schröders, jafnaðarmannaflokkurinn SPD, 46% atkvæða í kosningunum, en kristilegir demókratar (CDU), aðeins 35%.
Meira
HERMENN friðargæzluliðs Atlantshafsbandalagsins í Bosníu handtóku í gærmorgun Bosníu- Serba, sem var eftirlýstur fyrir að hafa átt þátt í að fremja þjóðarmorð. Maðurinn, Goran Jelisic, kallaði sig "serbneska Adolf" á tímum borgarastríðsins í landinu og stjórnaði fangabúðum Bosníu-Serba nærri bænum Brcko árið 1992. Sagt er að hann hafi stært sig af því hve marga múslima hann drap í stríðinu.
Meira
SKATTAMÁL voru rædd á fundi, sem haldinn var í fjármálaráðuneytinu í gær, og verður unnið að undirbúningi þess að skipuð verði nefnd til að fara ofan í ákveðna þætti þessara mála. "Við ræddum hvaða atriðum þyrfti að taka á," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í gær.
Meira
HÚSGÖGNUM var stolið úr gámi við Síðumúla í Reykjavík í gærmorgun. Stóð hann við húsgagnaverslun þar. Stolið var tveimur sófasettum og tveimur stólum úr gáminum. Lögreglan hafði engar spurnir haft af þýfinu síðdegis í gær en málið var í rannsókn.
Meira
UM 110 nemendur Giljaskóla bíða spenntir eftir að hefja nám í nýjum skóla, en áætlað er að starfsemi hefjist í nýrri skólabyggingu 2. febrúar næstkomandi. Þeir hafa deilt húsnæði með leikskólanum í Kiðagili fram til þessa. Hátt í 60 iðnaðarmenn hafa verið að störfum í byggingunni síðustu vikur og allt kapp lagt á að flýta framkvæmdum.
Meira
BRESK blöð virðast sammála um að Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hafi sýnt dómgreindarskort er hann veitti blaðamanninum Paul Routledge samþykki og aðstoð við að rita óopinbera ævisögu ráðherrans. Í bókinni kemur fram hörð gagnrýni á Tony Blair forsætisráðherra og ljóst er að umræður um innihald bókarinnar hafa haft slæm áhrif á samskipti ráðherranna.
Meira
ÍÞRÓTTADEILD Ríkissjónvarpsins hefur lagt fram tillögur sínar um fyrirkomulag beinna útsendinga frá Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fram fer í Frakklandi í sumar. Er lagt til að sýndir verði 64 leikir, flestir þeirra í beinni útsendingu.
Meira
THEODORE Kaczynski, sem grunaður er um að vera svonefndur Unabomber, hefur, samkvæmt dómssátt, játað sig sekan, gegn því að verða ekki dæmdur til dauða, að því er bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá í gær.
Meira
DAVE Phillips, stofnandi Free Willy Foundation, sem vill ala háhyrninginn Keiko á afgirtu svæði í Eskifirði, kemur að öllum líkindum til landsins í næsta mánuði til að vinna málinu fylgi. Phillips segir að það sé unnið hörðum höndum að því að undirbúa málið.
Meira
MAGNÚS Pétursson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segist ekki geta dæmt um það hvort útboðsreglur hafi verið brotnar gagnvart evrópsku fyrirtækjunum í útboði Reykjavíkurborgar á hverfilsamstæðum vegna Nesjavallavirkjunar sem fram fór á síðasta ári þar sem kæra þess efnis hafi ekki borist fjármálaráðuneytinu.
Meira
"HVERNIG á að uppræta skattsvik?" var yfirskrift málstofu, sem haldin var á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) síðdegis í gær, og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður og formaður BSRB, í upphafi að allir, sem til þekktu, vissu að neðanjarðarhagkerfið á Íslandi væri stórt: "Menn eru á einu máli um að það þurfi að minnka,
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að samningaviðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands og Noregs að breyttu Schengen- vegabréfasamstarfi verði umfangsmeiri, vandasamari og seinlegri en gert hafi verið ráð fyrir. Þetta er mat ráðherrans eftir fundi með fimm framkvæmdastjórnarmönnum ESB í Brussel í gær.
Meira
FLEST bendir til þess samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri að eldsvoðinn sem varð í gömlu húsi í Lækjargili, við Lækjargötu 6, snemma á laugardagsmorgun hafi orðið í kjölfar þess að maður sofnaði út frá logandi vindlingi. Eldurinn kom upp á neðri hæð hússins en þar stóð yfir samkvæmi og var nokkur fjöldi fólks í íbúðinni.
Meira
VINNUSLYS varð á Grundartanga, í gær, er smiður sem var að fara niður af mótavegg steig fram hjá stiganum og féll fimm metra til jarðar. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi virtist maðurinn, sem er undirverktaki hjá Ístak, við fyrstu athugunn hafa öklabrotnað og marist. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar.
Meira
KARLAKÓR Akureyrar-Geysir heldur tvenna tónleika um helgina og er efnisskráin byggð á Vínartónlist. Undanfarin ár hefur kórinn haldið Lúsíuhátíð á aðventunni en vegna þess hve fjölbreytt framboðið er á þeim árstíma var ákveðið að halda þess í stað tónleika í byrjun þorra þegar minna er um tónleikahald. Fyrri tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju á laugardag, 24.
Meira
Í TILLÖGU formanns Blaðanefndar stjórnmálaflokkanna sem lögð var fram á miðvikudag er m.a. lagt til að Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalista, fái hluta þess fjár sem þingflokki Kvennalista er reiknaður samkvæmt lögum og samstarfsreglum.
Meira
ÞORRAGANGA Perlunnar í samstarfi við Ferðafélag Íslands verður gengin laugardaginn 24. janúar nk. Blótsgestir safnast saman við Perluna kl. 19.30. Gengið verður Perlan, Fossvogur til vesturs, Öskjuhlíðarskógar, Perlan. Félagar í Ferðafélagi Íslands ganga frá Mörkinni 6 eða Perlunni. Í Perlurjóðri í Öskjuhlíðarskógi verður boðin hressing, súkkulaðidrykkur með hitaaflgjafa. Kl.
Meira
HIN árlega þrettándagleði Þórs verður haldin á félagssvæðinu við Hamar í kvöld, föstudagskvöldið 23. janúar og hefst hún kl. 19.30. Fresta þurfti þrettándagleðinni tvívegis þar sem mikil aurbleyta var á vellinum, en nú eru aðstæður orðnar aðrar, snjór yfir og því ekkert að vanbúnaði að taka á móti álfum, tröllum, púkum og kynjaverum af ýmsu tagi,
Meira
HAGFRÆÐINGUR Vinnuveitendasambands Íslands segir að þörf sé á frekari skýringum á ákvörðunum sem lágu að baki nýju fasteignamati þar sem í ljós hefur komið að verðþróun á 70110 fermetra húsnæði í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið eins og gert var ráð fyrir þegar yfirfasteignamatsnefnd ákvað nýtt fasteignamat í nóvember síðastliðnum.
Meira
ELSA B. Valsdóttir flytur á þriðjudagsmorgnum pistla á Rás 2 og síðastliðinn þriðjudag fjallaði hún um fréttamennsku. ELSA sagði m.a.: "Frjáls fjölmiðlun er ein af undirstöðum lýðræðisþjóðfélags. Til að almenningur geti myndað sér sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum er þörf á hlutlausri umfjöllun um stjórnmál og aðgang að upplýsingum um hvað stjórnmálamenn aðhafast á hverjum tíma.
Meira
LEIDARI SKATTAHÆKKUN BYGGÐ Á SPÁ AMKVÆMT LÖGUM skal fasteignamat endurspegla markaðsverð viðkomandi fasteignar í nóvembermánuði ár hvert. Á því mati byggjast síðan allir fasteignaskattar jafnframt því, sem fasteignamatið getur haft áhrif á aðra skattastöðu, t.d. við álagningu eignarskatts.
Meira
UM ÞRÍR mánuðir eru liðnir síðan ástralski rokksöngvarinn Michael Hutchence fannst látinn á hótelherbergi, hangandi nakinn í leðurbelti. Hann var talinn hafa svipt sig lífi, en vinir og ættingjar hafa ekki getað komið sér saman um ástæður fyrir því að hann myndi fremja slíkan verknað. Félagar hans í hljómsveitinni INXS hafa hins vegar ekki setið auðum höndum.
Meira
ÍTALSKA leikhús-manninum Darío Fo voru sem kunnugt er veitt Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1997. Af því tilefni verður dagskrá Listaklúbbsins næst komandi mánudagskvöld helguð honum og eiginkonu hans Fröncu Rame. Halldóra Friðjónsdóttir, dagskrárgerðarmaður og leikhúsfræðingur, talar um Fo og Rame og sýnir myndbandsupptökur af sýningum þeirra þar sem þau hjónin eru í aðalhlutverkum.
Meira
GUNNAR Kvaran sellóleikari heldur einleikstónleika, til styrktar flygilkaupasjóði Hveragerðiskirkju, sunnudaginn 25. janúar kl. 16.30. Á efnisskrá eru m.a. tvær einleikssvítur eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Meira
FRANSKUR leikari, Sylvain Pavilett, gekk nýlega fram af Parísarbúum við torgið Place de Alma er hann setti upp útiverslun sem bar heitið "Díönubúð". Þar seldi hann dýru verði hluti sem gátu útlagst sem minjagripir frá dauðastund prinsessunar.
Meira
FRÁ því að breska skáldkonan Sylvía Plath svipti sig lífi árið 1963, hefur eiginmaður hennar, lárviðarskáldið Ted Hughes, nær ekkert tjáð sig um dauða hennar eða samlíf þeirra. Því hefur útgáfa 88 ljóða hans til Plath komið mönnum í opna skjöldu og þykir mikill fengur að þeim, að því er segir í Independent. Ljóðasafnið nefnis "Birthday Letters" (Afmælisbréf).
Meira
AL PACINO hefur fengist við hið illa sem býr í manninum allan sinn leikferil. Hann hefur leikið smáglæpamann, bankaræningja, eiturlyfjabarón, Ríkharð III barnamorðingja Shakespeares og svo vitaskuld Guðföðurinn. Jafnvel þegar persónurnar hafa reynt að hrista illmennskuna af sér hafa spilling, morð, brostnir draumar og svikin loforð sveimað yfir þeim eins og hrægammar.
Meira
SJÓNVARPSSTÖÐIN Cable- Showtime er að hefja tökur á sjónvarpskvikmynd um undrabarnið í golfinu, Tiger Woods, sem er aðeins 21 árs gamall en strax farinn að velgja helstu snillingunum rækilega undir uggum og rúmlega það. Hann er nefnilega efstur á heimslistanum um þessar mundir.
Meira
túlkanir Gylfa Gröndal á ljóðum eftir Bo Setterlind. Skákprent prentaði og gaf út. Reykjavík 1997. 85 bls. ÞAÐ er alltaf ánægjulegt þegar maður fær í hendurnar vandaðar nýjar þýðingar á erlendum skáldverkum. Þýðingar eru sjálfsagt vanþakklátt verk í veraldlegum skilningi en þær gefa bæði þýðandanum og lesendum mikið af öðru sem ekki verður metið til fjár.
Meira
ÞAÐ eru orðin níu ár frá því leikararnir er gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Monty Python Flying Circus komu saman síðast. Þeir hafa nú hins vegar tilkynnt að þeir hyggist troða upp á bandarísku gamanleikarahátíðinni, sem haldin verður í Aspen í Colorado í mars.
Meira
STÚLKA. Ljóð eftir íslenskar konur er XI bindið í ritröðinni Íslensk rit. Ritstjórar eru Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum, og Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, báðar við Háskóla Íslands.
Meira
TÆPLEGA fimmtugur rappari verður fyrsta "hirðljóðskáld" breska ríkisútvarpsins, BBC. Rapparinn, John Agard, segir að ástæðan fyrir litlum áhuga almennings á ljóðlist sé hvernig hún sé kynnt og vill hann að ljóðin verði kynnt í sem flestum þáttum útvarpsins.
Meira
Alien lauk þannig að söguhetjan, Ripley (Sigourney Weaver), beið bana og var þá sjálf orðin hýsill fyrir ófreskjuna, sem þrjár myndir höfðu snúist um að berjast gegn. Það virtust vera skilaboð um að nú væri þessari framhaldsröð lokið en annað er komið á daginn. Það er búið að endurlífga Ripley og hún á enn í höggi við ógnvænlegar lífverur utan úr geimi.
Meira
Flutt voru verk eftir Kodály, Liszt, og Bartók. Einleikari: Jenö Jando. Stjórnandi: En Shao. Fimmtudagurinn 22. janúar, 1998. ÞETTA voru sannkallaðir ungverskir tónleikar, hvað snertir efnisval og einleikara og hófust tónleikarnir á Dönsum frá Galanta, eftir Kodály, þar sem leikið er með margvísleg einkenni ungverskra þjóðlaga á meistarlegan máta.
Meira
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari er í hópi þeirra hljóðfæraleikara í heiminum, sem búast má við að skari fram úr á komandi árum. Þetta er álit þeirra Frakka sem bezt þekkja til tónlistarheimsins, ef marka má Le monde de la musique, eitt helzta tónlistartímarit Frakklands.
Meira
LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir Stálblómið eftir Robert Harling í kvöld, föstudag kl. 20, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. Stálblóm gerist í smábænum Chinquapin í Louisianafylki og spannar þriggja ára skeið í lífi sex kvenna. Konur þessar eru á ólíku aldursskeiði, frá 19 til 60 ára, og eru allar mismunandi litríkir persónuleikar.
Meira
TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar stendur fyrir styrktartónleikum í Borgarneskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14. Tilefni tónleikanna er að safna fyrir kennslugögnum og -tækjum fyrir skólann. Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur starfað í 30 ár, en sl. haust fékk skólinn húsnæði fyrir hluta af starfsemi sinni, þ.e. skrifstofu fyrir skólastjóra og einnig kennslusal.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnar sýninguna Vaxtarbroddar í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, föstudag, kl. 17. Um er að ræða sýningu á lokaverkefnum nýútskrifaðra arkitekta, landslagsarkitekta, innanhúss og iðnhönnuða, en öll hafa þau stundað nám erlendis, bæði í Evrópu og NorðurAmeríku. Þeim er jafnframt frjálst að sýna önnur verk.
Meira
KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur 1. febrúar tónleika í Langholtskirkju, sem helgaðir eru verkum eistneska tónskáldsins Arvos Pärts. Stjórnandi á tónleikunum verður Andreas Peer Kähler. Hann er aðalstjórnandi kammersveitarinnar Unter den Linden í Berlín og hefur unnið mikið fyrir Arvo Pärt, sem verður viðstaddur tónleikana.
Meira
MYNDLISTARMAÐURINN Egill Sæbjörnsson sýnir leirhesta í Galleríi 20 fm í kjallara Vesturgötu 10a. Í samvinnu verður útkoman alltaf óvænt. Egill fékk myndlistarmanninn Birgi Andrésson til liðs við sig og saman sátu þeir í tvær stundir og mótuðu litla hesta úr tíu kílóum af leir.
Meira
Berlín, þessi mikla borg, sem aldrei átti að verða höfuðborg Þýskalands, hefur risið oftar upp úr rústum tortímingar en nokkur borg Evrópu. Um þessar mundir líkist hún risavöxnu byggingaverkefni, og er jafnframt að endurheimta stöðu sína sem stjórnsetur og ein af leiðandi listaborgum heimsins.
Meira
HOWARD Brackett var venjulegur framhaldsskólakennari í smábænum Greenleaf í Indiana þar til allt í einu að nemandi hans gerði hann heimsfrægan; fyrir að vera hommi. Þetta kom öllum mjög á óvart. Ekki síst Howard sjálfum. Og kærustunni hans. Þau voru trúlofuð og brúðkaupið á næsta leiti.
Meira
Leikstjóri: Carlos Saura. Handrit: Santiago Tabernero. Kvikmyndatökustjóri: Vittorio Storaro. Aðalhlutverk: Ingrid Rubio, Carlos Fuentes. TF1 International. 1996. SPÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn Carlos Saura varð einhver mest áberandi leikstjóri á Spáni á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum ekki síst fyrir að fjalla um áhrif fasistastjórnar Francos á spænskt þjóðfélag.
Meira
Stöð220.55 Sumar á ströndinni (The Inkwell, '94) er lítt eftirminnileg mynd um lífsreynslu 16 ára drengs á eyjunni Martha's Vineyard (einn af leikvöllum Kennedyanna) undan strönd Massachusetts á sjöunda áratugnum. Sýn21.00 Fyrirboðinn 4 (Omen IV: The Awakening, '91).
Meira
VEGNA þeirra orða sem höfð eru eftir Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra í greininni "Breti spáir í veðrið yfir Íslandi" í Morgunblaðinu 17. janúar sl. þar sem segir orðrétt að "hann myndi ráða þrjá íslenskumælandi veðurfræðinga á morgun ef menn með þá menntun væru á lausu á vinnumarkaðnum" vill undirritaður taka fram að ummælin stangast á við staðreyndir.
Meira
KÆRI Höllustaðabóndi eða háttvirtur félagsmálaráðherra eins og sagt er á þingmáli. Undanfarið hef ég undirritaður velt því fyrir mér hvernig það sé að gegna svo ábyrgðarmiklu og virðulegu embætti sem ráðherra félagsmála. Eitt finnst mér þó vanta hjá blessuðum bóndanum en það er mannlegi þátturinn og heiðarleikinn sem hefur algjörlega legið á milli hluta.
Meira
MIKIÐ er rætt um nauðsyn menntunar og skyldu stjórnvalda til að allir þegnar landsins hafi sem jafnasta möguleika til menntunar í samræmi við óskir, hæfileika og námsgetu. Í könnunum hefur komið fram að sterkt jákvætt samband er á milli menntunar og hagvaxtar. Það er eftir miklu að slægjast fyrir Íslendinga að búa yfir miklum mannauði.
Meira
Fölsk hlýja hláturheima Efla þarf úrræði, segir Sigrún Elsa Smáradóttir, sem eru sérstaklega sniðin að þörfum ungra fíkniefnaneytenda. EITT alvarlegasta þjóðfélagsmein síðari tíma er vaxandi eiturlyfjaneysla ungs fólks.
Meira
FYRIR fjórum árum gekk Reykjavíkurlistinn til kosninga undir kjörorðinu "Tími til að breyta". Fjögur ár eru ekki langur tími í lífi borgar, en breytingarnar eru miklar. Kúvending hefur orðið í stjórnun borgarinnar og forgangsröðun framkvæmda hefur gjörbreyst. Í dag er forgangsröðunin í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurlistans að höfuðborgin eigi að vera fjölskylduvæn borg.
Meira
Í YFIRSTANDANDI kjaradeilu sjómanna við LÍÚ, er aðalkrafa sjómanna að verðmyndun (verðlagningu) sjávarafla verði komið í viðunandi horf. Þ.e. að allur afli, sem á land kemur, hverju nafni sem nefnist, verði verðlagður með sama hætti á löndunarstað, hvar sem aflanum er landað, óháð því hvað um þennan afla verður, aðeins að um innanlands úrvinnslu sé að ræða.
Meira
ÞAÐ LÍTUR stundum út fyrir að R-listinn telji Reykjavíkurborg aðeins vera miðborg og vesturbæ. Aðgerðaleysi R-listans þegar út fyrir þessi mörk er komið er hrópandi. Samgöngur við fjölmenn úthverfi hafa verið í lamasessi og nú síðast berast fréttir af enn einni atlögu á hverfalögreglu í úthverfum án þess að nokkuð heyrist frá meirihluta borgarstjórnar.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU í dag, 20. janúar, er haft eftir fjármálaráðherra að þegar verið sé að ræða launamun milli kvenna og karla þá sé ekki átt við að draga beri úr launamuni milli kynjanna almennt heldur minnka muninn milli þeirra innan stéttar, þar sem fólk hefur farið í sama nám og vinnur sams konar vinnu.
Meira
VELFERÐ og lífsafkoma þjóða er háð umhverfislegum skilyrðum, ekki síst á Íslandi. Á alþjóðavettvangi hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna verið afl í þágu vitundarvakningar um mikilvægi þess að storka ekki náttúrunni sem og eigin lífsafkomu með mengun í lofti og á láði. Umhverfisráðstefnurnar í Rio de Janeiro í Brasilíu 1992 og í Kyoto í Japan 1997 eru til vitnis um það.
Meira
HVAÐ stendur upp úr á afmælisári? Kannski ljóð, tónverk, höggmynd eða seta nokkurra manna í herbergi á Sögu þar sem skálað var í kampavíni? Tímarnir leiða það í ljós. Fyrirsvarsmaður og nefndir í fínu fötum keisarans? Hjómið, fínu fötin gleymast skjótt og stundum er betra að gera ekki neitt og vera bara í hversdagsfötum eða lörfum.
Meira
FYRIR jól samþykkti Alþingi ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessi lög eru liður í uppbyggingu þess velferðarkerfis sem við ætlum að búa íslensku þjóðinni á 21. öldinni. Skyldutrygging lífeyrisréttinda hefur bein áhrif á fjárhag hvers einasta manns því sem næst alla ævina.
Meira
UNDANFARIÐ hefur mikið verið ritað og rætt um rafknúin farartæki og mengunarlitla bíla með sprengihreyflum. Einnig hefur verið skrifað um efnarafala. Þessi umræða er, að mínu áliti, mjög þörf, og gefur það almenningi grein fyrir því hve mengunarvandinn frá farartækjum er mikill.
Meira
FYRIR hönd Félags sjónvarpsþýðenda vil ég þakka Víkverja fyrir skjót og góð viðbrögð við gagnrýni okkar á vinnubrögð hans í blaðamennsku og fyrir rökstudda og þar með fyllilega réttmæta gagnrýni á sjónvarpsþýðingar laugardaginn 17. janúar. Markmið okkar var einmitt að fá fram slíka gagnrýni, þar sem bent er á það sem miður fór, en ekki kveðnir upp sleggjudómar.
Meira
AÐ SJÁLFSÖGÐU bjóðum við Kópavogsbúar sjávarútvegssýninguna velkomna í bæinn okkar. Það er mjög ánægjulegt að hið virta alþjóðafyrirtæki Nexus Media Ltd. skuli sjá möguleikana sem íþróttasvæðið í Smáranum hefur upp á að bjóða. Samanlagt eru tennishöllin og íþróttahúsið í Smáranum meira en 1.000 fm stærri en sýningarsvæðið í Laugardalnum, þ.e. Laugardalshöllin og Skautahöllin.
Meira
Í FJÖLMIÐLUM hefur verið spurt um trúarjátningar þjóðkirkjunnar og hvort um sé að ræða tvær trúarjátningar kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan viðurkennir formlega sem sína trúarjátningu ekki aðeins 2 heldur 5 játningar. Þrjár þeirra eru fornar og ekki séreign evangelísk-lútherskra kirkna heldur samkirkjulegar. Það eru Postullega trúarjátningin, Nikeujátningin og Aþanasíusarjátningin.
Meira
ÞAÐ ER viðurkennt að óvíða ef nokkurstaðar ríki í íslenskri atvinnugrein eins mikil samkeppni og í verslun. Þessi samkeppni hefur leitt til mikillar framleiðni í greininni og afar hagstæðs vöruverðs í flestum ef ekki öllum greinum verslunar.
Meira
FRÚ Heiðbjört Björnsdóttir, Miðbraut 7, Vopnafirði, hefur sent dálki þessum athugasemd og leiðréttingu vegna atburðar sem sagt er frá í bók minni Huldulandinu og þá einnig gerir hún athugasemd við frásögn Thors Vilhjálmssonar af sama atburði í bókinni Raddir í garðinum, sem Thor er að lesa upp úr í útvarpið þessa dagana.
Meira
Atvinnuleysi í borginni hefur ekki verið minna síðan 1992. Hins vegar er meirihluti þeirra sem enn eru atvinnulausir í dag ungt fólk og konur, oft með litla menntun. Skólakerfið býður ekki upp á nægilega fjölbreytta kosti fyrir ungt fólk,
Meira
Mig langar til að minnast Andreu langömmu minnar. Ég bý í næstu götu við heimili ömmu minnar, þar sem langamma mín bjó síðustu árin sín og þegar ég heimsótti ömmu þá kíkti ég alltaf inní herbergið hennar langömmu eða færði henni kaffibollann sinn og einn mola með. Oft fór hún með vísur og gaf mér konfektmola og mér þótti mjög vænt um hana.
Meira
Elsku amma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég á sterka minningu um þig þegar þú bjóst hjá Eygló í Gnoðarvoginum og við áttum heima í Sólheimunum. Stundum vantaði þig einhvern til að sendast í búðina fyrir þig og var ég þá oft send af stað. Mamma brýndi fyrir mér að vera ekki að þiggja peninga fyrir að fara út í búð.
Meira
ANDREA SÓLVEIG BJARNADÓTTIR Andrea Sólveig Bjarnadóttir fæddist á Þóreyjarnúpi í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu 28. ágúst 1897. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi á Fossi og síðar á Bjarghúsum í Vesturhópi og kona hans Ingibjörg Ágústa Andrésdóttir.
Meira
Hún amma mín hefur nú fengið hvíldina sem hún beið eftir síðustu árin, södd lífdaga, enda orðin hundrað ára. Henni fannst hún hafa lokið hlutverki sínu. Hún hafði komuð upp tíu börnum við erfiðar aðstæður og fátækt í sveitinni og fylgst með börnum þeirra og barnabörnum alast upp við breytt og betri kjör í nútíma þjóðfélagi. Á aldarafmæli sínu í sumar sem leið átti hún 124 afkomendur.
Meira
Elsku afi minn og fóstri. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú sem varst svo skapgóður og ljúfur og alltaf tilbúinn að slá á létta strengi. Þegar ég var lítil fannst mér sérstakur heiður að segja að ég væri dóttir Gudda rakara. Öllum fannst Guddi rakari skemmtilegur og dásamlega ýkinn.
Meira
Í dag er til moldar borinn ástkær afi minn Guðjón Jónsson á sínum 86. afmælisdegi. Á þessari stundu er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa átt þennan yndislega góða afa sem alltaf umvafði mann hlýju og væntumþykju sinni hvenær sem við hittumst. Ég er svo rík af minningunum um allar samverustundirnar sem ég hef átt með honum og ömmu allt frá bernsku fram á fullorðinsár.
Meira
GUÐJÓN JÓNSSON Guðjón Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 23. janúar 1912. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Hann var sonur Guðrúnar Guðnýjar Jónsdóttur og Jóns Guðlaugssonar frá Hallgeirsey. Hálfsystir Guðjóns var Guðlaug Bergþórsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Sigrún Jónsdóttir, f. 23.10.
Meira
Kristján tengdafaðir minn er látinn í hárri elli. Þar með hefur kvatt þessa jarðvist aldraður heiðursmaður, sem var einn af þeim mönnum sem maður kynnist á lífsleiðinni sem vegna sérstakrar lífssýnar og skoðana sinna móta aðra þá einstaklinga sem fá að umgangast slíka menn eins og Kristján var,
Meira
Æviþráðurinn þrotinn, lífsbókinni lokað. Löng ævi að baki hjá vel þekktum heiðursmanni. Ungur að árum fór hann í trésmíðanám og gerði það að lífsstarfi sínu. Hann vann bæði við húsasmíðar og á vinnustofum. Að síðustu rak hann sitt eigið verkstæði og vann þar meðan heilsan entist. Hann var hraustur að eðlisfari og lifði mjög heilbrigðu lífi.
Meira
Elsku afi minn. Með örfáum orðum vil ég minnast þín og þakka þér þær góðu stundir sem við áttum saman. Þegar ég sit hér ein erlendis og hugsa til baka, þá rifjast margar góðar minningar upp í huga mér. Mér er það minnisstætt þegar við sátum saman í gamla leðurstólnum þínum á Snorrabrautinni og sungum saman kvæðin um Ólaf liljurós, og einnig þegar þú nuddaðir hendur mínar er mér var kalt.
Meira
Það vakna í huga mér horfnir dagar þegar ég ungur að árum kynntist Kristjáni Jóelssyni húsasmíðameistara og við urðum samferðamenn. Rétt fyrir miðja öldina hittumst við fyrst, þá báðir nýráðnir starfsmenn Vita- og hafnamálaskrifstofunnar. Þrátt fyrir sextán ára aldursmun tókst fljótt með okkur góð vinátta sem aldrei rofnaði.
Meira
Í dag er Kristján afi okkar borinn til grafar. Okkur barnabörnin langar til að minnast hans í fáeinum orðum. Líkt og við munum eftir honum var hann oftast í vinnufötunum, hvort heldur var á verkstæðinu sínu við smíðar ellegar sitjandi í stólnum sínum á Snorrabrautinni, með trétommustokkinn milli handa sér. Ekki var pakkinn með rauða ópalinum heldur langt undan og fengum við oft ópal hjá afa.
Meira
KRISTJÁN JÓELSSON Kristján Þórarinn Jóelsson byggingarmeistari fæddist í Reykjavík 7. janúar 1906. Hann lést á öldrunardeild Landakotsspítala hinn 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Kristjánsdóttir og Jóel Sumarliði Þorleifsson, Kristján fæddist í Reykjavík n.t. á Skólavörðustíg 15. og ólst hann þar upp.
Meira
Í dag kveðjum við í hinsta sinni elskulega ömmu, langömmu og langalangömmu, Magneu Ingvarsdóttur. Amma var nýorðin níræð þegar hún lést. Ég ætla ekki að rekja ættir eða lífshlaup ömmu hér, heldur læt ég aðra mér fróðari um það. Þegar ég læt hugann reika til baka koma ýmsar minningar upp tengdar ömmu. Þær minningar sem við eigum um ömmu eru allar tengdar gleði, hlýju, ást og umhyggju.
Meira
Yndislega amma. Það er með þakklæti sem ég kveð þig og óska þér góðrar ferðar, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér því þú varst góð kona sem skilur mikið eftir sig. Við sem kynntumst þér eigum minningar sem munu ætíð fylgja okkur. Minningarnar eru dýrmætar, þú varst skemmtileg, hress, kát, söngfugl og hannyrðakona. Lífsgleðin geislaði alltaf af þér.
Meira
Þeir eru taldir, dagarnir, þegar ég kvaddi þig, amma. Í fimmtán ár, stuttar kveðjustundir. Ég aftur á leið út í heim. Þú eftir heima á Íslandi. Nú förum við saman síðustu ferðina austur undir Eyjafjöll, amma. Þar sem ég kveð þig aftur. Kveð þig og hluta lífs míns. Æskuár mín við hlið þér í Árbænum. Menntaskólaár mín við hlið þér í Efstasundinu. Þér bregður fyrir í huga mér, amma.
Meira
...anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Sæl elskan, þetta er bara ég. Þetta var ávarp mömmu til okkar systranna, þegar hún hringdi. Hún geislaði af ánægju yfir öllu. Á Dalbrautinni leið henni vel, föndraði mikið, og fannst hún vera á fjögurra stjörnu hóteli. Allir voru henni góðir.
Meira
Magnea Ingvarsdóttir er látin. Margs er að minnast. Magnea giftist Sigurði bróður mínum 1936. Þau bjuggu í Reykjavík. Sem barn þótti mér alltaf gaman þegar þau komu heim að Björnskoti. Árið 1945 dó faðir minn og þá fluttumst við mæðgur til Reykjavíkur. Þá var gott að eiga Magneu og Sigurð að. Þegar ég ól mitt fyrsta barn, Kristbjörgu, 27.12.
Meira
MAGNEA JÓHANNA INGVARSDÓTTIR Magnea Jóhanna Ingvarsdóttir fæddist í Kálfholtshjáleigu í Holtum 27. desember 1907. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Jósepsdóttir prjónakona, f. 23.5. 1872, d. 23.10. 1938, og Ingvar Pétur Jónsson trésmiður, f. 21.6. 1862, d. 31.3. 1940.
Meira
Fallinn er í valinn yndislegur maður, Magnús Guðmundsson, eða Maddi eins og við kölluðum hann. Hann var kvæntur föðursystur minni, Guðríði Jónasdóttur, Gurru, bestu og fallegustu frænku minni. Þau áttu sér fagurt heimili, og bjó ég hjá þeim í tvö ár, og kynntist ég þá vel þeirri elsku og vináttu sem ætíð ríkti á milli þeirra hjóna.
Meira
Þegar hringt var til mín og mér tjáð að vinur minn Magnús Guðmundsson væri látinn kom fregnin mér ekki á óvart. Ég hafði heimsótt hann tveim dögum áður og sá þá að hverju stefndi. Magnús var búinn að heyja langa og hetjulega baráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann að velli. Lífsvilji hans, baráttuþrek og æðruleysi var einstakt. Síðastliðin tæp þrjú ár þurfti hann að dvelja á sjúkrastofnunum.
Meira
Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir erfið veikindi, en fyrir liðlega 3 árum varð hann fyrir því að fá heilablóðfall. Kynni mín af Magnúsi eða Madda eins og hann var oftast kallaður meðal vina og ættingja voru mér afar dýrmæt, því það var einstaklega þægilegt að umgangast hann. Kom það glögglega í ljós í hans erfiðu veikindum hversu skapgóður og viljasterkur hann var.
Meira
MAGNÚS GUÐMUNDSSON Magnús Guðmundsson húsgagnasmíðameistari fæddist í Bolungarvík 22. október 1918. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, miðvikudaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pétursson, f. 18. maí 1892, frá Hafnardal, Nauteyrarhr. N-Ís. fv. bæjargjaldkeri á Ísafirði, síðar kaupm.
Meira
Í dag kveðjum við ömmusystur mína, Sigfríð Þóroddsdóttur. Sissa eins og hún var alltaf kölluð var mér alltaf kær, en hún var í mínum huga annað og meira en frænka, frekar sem amma. Það greip mig köld tómatilfinning þegar mér bárust fréttir af andláti hennar. En hún mun ávallt eiga sinn sess í mínu hjarta, rétt eins og amma og afi eiga.
Meira
SIGFRÍÐ ÞÓRODDSDÓTTIR Sigfríð Þóroddsdóttir fæddist í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði 26. júlí 1929. Hún varð bráðkvödd föstudaginn 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Hildur Anna Runólfsdóttir, f. 12.7. 1900, d. 12.10. 1985, og Þóroddur Magnússon, bóndi í Víkurgerði, f. 6.11. 1895, d. 17.8. 1956.
Meira
Sjöfn Þorgeirsdóttir Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði og mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Dagmar.
Meira
Að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, Sjöfn mín, er jafn ótrúlegt og að tunglið dytti af himnum ofan. Ég skil ekki, að þú skulir vera farin í það ferðalag sem bíður okkar allra, svona fljótt. Þú fékkst heilablóðfall mánudaginn 12. janúar síðastliðinn. Læknarnir rannsökuðu þig og komust að því að mikil hætta var á að þú gætir fengið annað áfall.
Meira
Elsku amma Sjöfn. Það er leiðinlegt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við eigum eftir að sakna þín endalaust mikið. Það var alltaf svo gaman að hitta þig. Það geislaði af þér lífshamingjan og þú varst alltaf brosandi. Þegar við systurnar komum upp í sumarbústað varstu alltaf tilbúin með ömmukæfu og ömmusalat og sást alltaf um að okkur væri ekki kalt eða of heitt og að við værum ekki svangar.
Meira
Okkur mönnunum er veitt sú líkn að vita ekki hvað framundan er, vita ekki hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Ekki hvarflaði það að mér fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn, þegar við hjónin ákváðum allt í einu að skreppa í heimsókn til Hafsteins og Sjafnar, að það yrði í síðasta sinn, sem við hittum hana hér á jörð. Við fjögur áttum saman góða kvöldstund eins og oft áður.
Meira
Elsku amma okkar. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar eru sumarbústaðaferðirnar okkar, sem voru margar og góðar. Þú og afi voruð alltaf komin á undan okkur, og búin að hita upp bústaðinn, og ekki má nú sleppa að minnast á besta skinkusalatið sem þú bjóst til, svo og ömmukæfuna sem aðeins þú kunnir að búa til.
Meira
Sjöfn Þorgeirsdóttir Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum,
Meira
Samfélag í húsum á sér sál þegar best lætur. Þannig háttar til í Flúðaseli 89. Í þessu húsi áttu Sjöfn Þorgeirsdóttir og Hafsteinn Gunnarsson heimili og samfélag við átta aðrar fjölskyldur, samhent, jákvæð og einstaklega lipur í allri umgengni. Sjöfn var víkingur í því sem hún tók sér fyrir hendur. Það sannaðist þegar húseigendur gengu til verka í þágu sameignar og umhverfis.
Meira
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mig langar að minnast Sjafnar Þorgeirsdóttur með nokkrum orðum. Það eru að verða 30 ár síðan eiginmaður þinn var til sjós með mínum manni.
Meira
SJÖFN ÞORGEIRSDÓTTIR Sjöfn Þorgeirsdóttir fæddist í Neskaupstað 5. mars 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Sigmundsdóttir og Þorgeir Magnússon. Sjöfn átti þrjá bræður, Ingva, Hafstein og Sigurgeir Magnús sem er látinn. Sjöfn giftist 18.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells hf. á Ísafirði nam 51 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum nýs rekstrartímabils eða frá 1. september til 30. nóvember 1997 samkvæmt árshlutauppgjöri sem nú liggur fyrir. Tap af reglulegri starfsemi nam 18 milljónum króna en óreglulegar tekjur umfram gjöld námu 69 milljónum.
Meira
VELTA heildsöluverslunar jókst um 11% fyrstu tíu mánuði síðasta árs miðað við sama tíma á árinu á undan og velta smásöluverslunar jókst um tæp 5%. Aukning varð í flestum verslunargreinum samkvæmt flokkun Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun hefur birt heildarveltu án virðisaukaskatts í verslunargreinum á tímabilinu frá janúar til október 1997 og samanburð við sama tímabil árið 1996.
Meira
TAP á evrópskum hlutabréfum minnkaði í gær þegar jafnvægi komst á í Wall Street, þrátt fyrir nýtt umrót í Asíu og ásakanir gegn Clinton forseta. Lokagengi FTSE 100 lækkaði um 0,4 eftir mikla lækkun í fyrstu vegna uggs um áhrif kreppunnar í Asíu á hagnað fyrirtækja vestanhafs og í Evrópu.
Meira
VIÐ ÚTSKRIFTARATHÖFN Tækniskóla Íslands laugardaginn 17. janúar sl. var skólanum afhentur tölvubúnaður að gjöf frá Opnum kerfum hf. umboðsaðila Hewlett- Packard á Íslandi. Það voru 8 stk. af HP Vectra VE/4 einkatölvum, sem hver um sig er búin Intel Pentium 200 MHz MMX örgjörva, 2,1 GB hörðum diski, 32 MB vinnsluminni og Windows 95 stýrikerfi.
Meira
EURO DISNEY hefur skýrt frá því að sölutekjur hafi aukizt um 16,6% í fyrsta fjórðungi fjárhagsársins 1997-98, sem kemur á óvart og hefur leitt til þess að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað í verði.
Meira
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins þarf líklega um 100 til 150 umsóknir um fjármögnun á ári til að hafa nægjanlega mörg fjárfestingarverkefni. Er þá gengið út frá því að fjárhagsleg geta sé til að fjárfesta fyrir um 400 milljónir króna á ári í 15 til 20 málum.
Meira
FJÖLMENNT ehf. heldur námskeið mánudaginn 26. janúar nk., í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Zig Ziglar Corp., sem sérhæfir sig í þjálfun sölutækni. Námskeiðið kallast á ensku "Winning Sales Strategies" og fyrirlesari verður Krish Dhanam, framkvæmdastjóri þróunar- og alþjóðasamvinnudeildar ZZC. Zig Ziglar hefur þróað og kynnt aðferðafræði sína síðustu þrjá áratugi. Hann er m.a.
Meira
KJELL BONDEVIK, forsætisráðherra Norðmanna, hefur látið af andstöðu gegn viðræðum ríkisfjarskiptafyrirtækisins Telenor og hins ríkisrekna Telia fyrirtækis í Svíþjóð vegna kröftugra mótmæli á þingi.
Meira
VERÐ á olíu á heimsmarkaði hefur enn lækkað og hefur ekki verið lægra í tæp fjögur ár vegna birgðasöfnunar í Bandaríkjunum og mikilla umframbirgða í heiminum. Verð á Norðursjávarolíu lækkaði í innan við 15 dollara tunnan, eða um 39 sent í 14,87 dollara í London. Um tíma fór verðið í 14,78 dollara.
Meira
BRIDGET ROWE, ritstjóri Sunday Mirror, hefur látið af starfi ritstjóra og við tekur Brendon Parsons, núverandi ritstjóri dagblaðsins People, að sögn brezka sjónvarps- og blaðafyrirtækisins Mirror Group Plc.
Meira
ENSK-bandaríska lyfjafyrirtækið SmithKline Beecham Plc og sams konar fyrirtæki í Bandaríkjunum, American Home Products Corp, hafa vakið uppnám á mörkuðum austan hafs og vestan með því að tilkynna að þau eigi í viðræðum um 100 milljarða dollara samruna.
Meira
SLÁTRUN tugþúsunda svína er hafin vegna svínafárs, sem hefur orðið vart í einu stærsta svínabúi Þýzkalands. Landbúnaðaryfirvöld í Norðaustur-Þýzkalandi segja að slátra verði 62.000 svínum í svínabúi nálægt bænum Bad Kleinen í fylkinu Mecklenberg-Vorpommern og að kostnaðurinn muni nema um 10 milljónum marka Ef til vill verður einnig að slátra 15.000 svínum í Neðra-Saxlandi, 7.
Meira
Rússinn Vladímir Kramnik og Indverjinn Vyswanathan Anand eru efstir á 60. Hoogovens-mótinu. AÐEINS einni viku eftir að þeir Karpov og Anand luku heimsmeistaraeinvígi sínu í Lausanne í Sviss, settust þeir að tafli á stórmóti í Wijk aan Zee í Hollandi. Anand hefur byrjað frábærlega vel, en Karpov virðist þreyttur og hefur gert allar fimm fyrstu skákir sínar jafntefli.
Meira
VELVAKANDA barst eftirfarandi: "ÉG er ein af þeim sem fer stundum niður að Tjörn og gef þá fuglunum brauð í leiðinni. Áður fyrr sáu borgaryfirvöld um það að fuglunum væri gefið en ég hef ekki orðið vör við það lengi og finnst mér sem fuglarnir fái ekki nóg æti núna.
Meira
NÚ stendur yfir samkirkjuleg bænavika og verður í kvöld haldin samkoma í Aðventkirkjunni og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tónlistarflutningur verður í höndum Kidda, Rósu og félaga og auk þess syngur Guðbjörg Þórisdóttir einsöng. Einnig verður mikill almennur söngur.
Meira
ORGERÐUR Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er meðal hæfustu kórstjórnenda í heimi að mati blaðsins Choral Bulletin, sbr. frétt hér í blaðinu sl. miðvikudag. Þetta er ákaflega gleðileg frétt og verðskuldaður heiður. Þorgerður hefur stjórnað kórum Menntaskólans við Hamrahlíð um þriggja áratuga skeið.
Meira
Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni verður spilaður um helgina. Alls verða spiluð 96 spil, 48 spil hvorn dag, og verður byrjað að spila kl. 11 á morgnana og áætluð spilalok um kl. 19. Sveit Landsbréfa spilar úrslitaleikinn eins og svo oft áður en andstæðingur þeirra verður sveit Arnar Arnþórssonar.
Meira
FLUGLEIÐIR hafa bætt við nýrri Boeing 757-200 þotu í flota sinn og fer hún strax í áætlunarflugið. Næsta vor fær félagið enn eina slíka vél og árin 2001 og 2002 er von á tveimur þotum af nýrri gerð 757-300.
Meira
1. deild karla Selfoss - Stjarnan75:102 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toranto Sacramento99:98 Washington Portland87:100 Miami Philadelphia92:87 New Jersey Houston117:112 Eftir framlengingu.
Meira
Enska knattspyrnusambandið (FA) kærði í gær Brian Clough, fyrrverandi framkvæmdastjóra Nottingham Forest, og tvo aðra fyrir að þiggja ólöglegar greiðslur við kaup og sölu á leikmönnum. Hinir tveir eru Ronnie Fenton, fyrrverandi aðstoðarmaður Cloughs, og Steve Burtenshaw sem var yfirnjósnari hjá Arsenal en starfar nú hjá QPR.
Meira
Vaskir ÍR-ingar sigruðu KR á Íslandsmótinu í körfuknattleik, DHL-deildinni, í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöldi, 73:65. Gestirnir geta sjálfum sér um kennt, því níu síðustu skot þeirra rötuðu ekki rétta leið, en ÍR-ingar beittu svæðisvörn með þessum afleiðingum á lokamínútunum.
Meira
ÞAR sem met Michael Klim var fyrsta heimsmetið sem sett er á heimsbikarmótinu í Sydney, hlaut kappinn nýjan bíl að launum frá mótshöldurum. Klim sagðist ekki reikna með því að eiga bílinn lengi þar sem hann væri framleiddur af aðalsamkeppnisaðila eins styrktaraðila sinna. Auk bílsins fékk Klim andvirði um 440 þúsund króna fyrir að setja heimsmet á mótinu.
Meira
Verður haldið laugardaginn 24. janúar í hátíðarsal félagsins að Hlíðarenda. Húsið verður opnað klukkan 19 og borðhald hefst kl. 20. Veislustjóri er Jón Karlsson og heiðursgestur er Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður.
Meira
Gísli Kristjánsson úr Ármanni og Guðmundur Sigurðsson úr ÍR tóku þátt í alþjóðlegu móti í ólympískum lyftingum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Gísli hlaut annað sætið í +105 kg flokki, lyfti 132,5 kg í snörun og 160 kg í jafnhöttun og því samtals 292,5 kg. Siguvegari var Daninn Kim Lynge Pedersen með samtals 310 kg (140+170).
Meira
Ástralski sundmaðurinn Michael Klim bætti í gær tvívegis heimsmet í 100 m flugsundi í 25 m laug á heimsbikarmótinu í sundi í Sydney. Gamla metið, sem Rússinn Denis Pankratov átti, var 51,78 sek. en í undanrásum mældist Klim á tímanum 51,16 sek. og í úrslitunum synti hann á 51,07 sek.
Meira
HERBERT Arnarson, körfuknattleiksmaður með Antwerpen í Belgíu, er að ná sér eftir meiðsli og um síðustu helgi lék hann allan síðari hálfleikinn er liðið mætti Houthalen á útivelli. Herbert og félagar unnu kærkominn sigur, en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð í deildinni.
Meira
LEIK KFÍ og Keflavíkur sem fram átti að fara í úrvalsdeildinni á Ísafirði í kvöld hefur verið frestað "vegna sjúkdómsfaraldurs," eins og sagði í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands í gær. Voru það forsvarsmenn KFÍ sem sóttu um frestunina vegna veikinda margra liðsmanna þeirra. "Ég og tveir aðrir erum aðeins að hressast en a.m.k.
Meira
"Við erum mættar höfum unnið fjóra leiki í röð, sjálfstraustið er að koma, við erum komnar með lið sem smellur saman og nú ætlum við alla leið enda langt síðan við höfum unnið almennilegan titil," sagði Halla María Helgadóttir, sem átti góðan leik fyrir Víkinga í Víkinni í gær þegar þeir slógu Gróttu/KR úr bikarkeppninni með 20:18 sigri. "Þetta vannst á varnarbaráttunni, sem var frábær.
Meira
Monte Carlo rallinu lauk á miðvikudaginn fyrstir í mark voru: 1. Carlos Sainz (Spáni) Toyota Corolla4:28.00,52. Juha Kankkunen (Finnlandi) Ford Escort4:28:41.33. Colin McRae (Bretlandi) Subaru Impreza4:29:01.54. Piero Liatti (Ítalíu) Subaru Impreza4:29:13.
Meira
LARRY Bird er goðsagnapersóna í Boston eftir að hafa gert garðinn frægan með körfuknattleiksliði borgarinnar í bandarísku NBA-deildinni á níunda áratugnum. Hann lagði skóna á hilluna 1992, en á sunnudag var hann enn á ný í eldlínunni á heimavelli hins fornfræga Boston-liðs. Eitthvað var þó bogið við þessa orrustu ljóshærðu hetjunnar, því Bird vann en Boston tapaði.
Meira
DEILDARKEPPNIN í getraunaleik Morgunblaðsins með liðunum í efstu deild í knattspyrnu er hálfnuð. Skagamenn urðu getspakastir í Englandsriðlinum, fengu sjö stig unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli í fjórum viðureignum, eins og sést á stöðunni. KR-ingar, sem fengu flesta leiki rétta samtals á fjórum seðlum, eða 35, ráku lestina með tvö stig.
Meira
Opna ástralska meistaramótið, einliðaleikur karla helstu úrslit í annari umferð: 9-Marcelo Rios (Chile) vann Thomas Enqvist (Svíþjóð) 6-4 7-6 (7-4) 4-6 6-4 Nicolas Escude (Frakkl.) vann 12-Gustavo Kuerten (Brasilíu) 5-7 6-3 6-1 7-5 Guillaume Raoux (Frakkl.) vann 3-Michael Chang (Bandar.
Meira
ÁSTRALSKI lögreglan greindi frá því í gær að athugun á töflum sem fundust í herbergjum kínverska sundlandsliðsins að loknu heimsmeistaramótinu í sundi hafi reynst vera vítamín. Mikið fjaðrafok varð í fyrradag þegar töflurnar fundust ásamt nokkrum glösum utan af vökva með kínverskri áletrun.
Meira
Barátta og sterkar varnir Haukar sóttu Skagamenn heim og héldu brott með sigur í farteskinu. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en í byrjun leiks tóku Haukar öll völd og komust í 10:0. Skagamenn minnkuðu muninn niður í fimm stig í upphafi síðari hálfleiks en þá bættu Haukar í og juku enn forystu sína.
Meira
Grindavík áfram á toppnum Grindvíkingar sóttu dýrmæt stig í toppbaráttunni norður yfir heiðar er þeir lögðu Þór að velli 93:77. Með sigrinum halda Grindvíkingar áfram toppsæti deildarinnar með 24 stig, en Haukar eru þó skammt undan með 22 stig. Þórsarar eru hins vegar í slæmum málum þar sem ÍR náði að jafna að stigum í gærkvöldi.
Meira
Hörkuleikur hjá Njarðvíkingum Njarðvíkingar sýndu hörkugóðan leik í gærkvöldi og uppskáru góðan sigur gegn Tindastóli frá Sauðárkróki. Byrjun Njarðvíkinga var sérlega góð,
Meira
Páll Axel byrjar vel með Skallagrími Margir stuðningsmenn Skallagríms voru bjartsýnir á úrslit leiksins við Val. Því hinn stórefnilegi Páll Axel Vilbergsson lék sinn fyrsta leik með Skallagrími. Hann brást ekki vonum manna og heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur urðu 87:67.
Meira
TVEIR bátar frá Vestmannaeyjum hafa verið auglýstir til sölu, en þeir hafa yfir að ráða samtals rúmlega 500 tonna kvóta í þorskígildum talið. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, segir að útgerð í Vestmannaeyjum hafi heldur verið að dragast saman á síðustu misserum og það sé áhyggjuefni ef kvóti þessara skipa færist frá Eyjum.
Meira
BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti í gær að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við skipuleggjendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar um aðstöðu fyrir sýninguna 1.-4. september 1999 ásamt fulltrúum Breiðabliks og Tennishallarinnar.
Meira
UM 800 tonnum af síld var landað úr tveimur skipum hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað á þriðjudag, Beiti NK og Þorsteini EA. Síldin var, að sögn Svanbjörns Stefánssonar framleiðslustjóra, þokkaleg en blandaðri en áður. Hún hafi því að mestu verið söltuð en hluti hennar hafi verið frystur.
Meira
ÞORSTEINN Njálsson, heimilislæknir í Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði, segir að konur frá fjörutíu til fimmtíu ára leiti í miklum mæli til lækna vegna þreytu og vanlíðunar. "Margar gætu talist dæmigerðar "ofurkonur"; vel klæddar, snyrtar og greiddar, oftast giftar, gegna ábyrgðarstöðum eða reka eigið fyrirtæki og eiga, að því er virðist, fyrirmyndareiginmann, börn og heimili.
Meira
FÖTIN eru aðalatriðið og þau verða að sjást," segir Sævar Karl Ólason kaupmaður um hugmyndafræðina bakvið nýja 800 m verslun við Bankastræti 7 þar sem Samvinnubankinn var áður til húsa. "Markmiðið er auðvitað þjónusta en svo er líka hitt, hvernig hægt er að gera fötin og umhverfið skemmtilegt svo viðskiptavininum þyki gaman að koma hingað," segir hann.
Meira
NÝLEG bandarísk rannsókn, sem greint er frá í síðasta hefti The New England Journal of Medicine hefur leitt til þeirrar óvæntu niðurstöðu að fituríkur matur auki ekki líkur á slagi. Ekki nóg með það því í ljós kom að ákveðnar gerðir fitu, svo sem mettuð fitusýra og einómettuð, gætu hugsanlega dregið úr líkunum á að miðaldra karlmaður fái slag.
Meira
Á SPJALLRÁSINNI urðu fagnaðarfundir. "Hvernig gekk í prófinu? og hvað á að gera í kvöld?" Corley Erfurd í Dallas og María Edwardsdóttir í Hlunnavoginum töluðu lengi og innilega saman, að hætti bestu vina. Kynni þeirra hófust á Netinu fyrir um einu ári og hafa þau spjallað þar mikið saman síðan, nánast upp á hvern einasta dag. Aldrei hafa þau þó hvort annað augum litið.
Meira
Ofurkonanaðframkomin"Sjálfri finnst mér líka gaman að sauma og er fljót að þessu..." sagði Katrín Óskarsdóttir grafískur hönnuður og fyrirmyndarhúsmóðir fyrir sjö árum í viðtali við Valgerði Þ. Jónsdóttur, sem fannst mikið til um dugnaðinn.
Meira
HVERN hefði órað fyrir því að Lára litla Ingalls, hoppandi og skoppandi heim í húsið sitt á sléttunni, yrði tískujöfrunum fyrirmynd? Varla nokkurn mann þar til það gerðist að flétturnar þeirra Láru, Línu, Alpastelpunnar Heiðu og stjörnustríðsprinsessunnar Leiu, komu aftur til þess að vera. Um stund.
Meira
ÞRIGGJA hæða hús á skakk og skjön við þarfir nútímamannsins. Hús sem ekki var innréttað fyrir staðlaðar stærðir af ísskápum og uppþvottavélum eða hannað með kröfur hjóna, barna og unglinga í huga. Það ber nafnið Vinaminni og stendur í Mjóstræti 3 í Grjótaþorpinu í Reykjavík og nýtur virðingar íbúa sinna þótt því hafi verið ætlað annað hlutverk en að vera fjölskylduskjól.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.