Greinar þriðjudaginn 27. janúar 1998

Forsíða

27. janúar 1998 | Forsíða | 717 orð

"Átti ekki kynferðisleg samskipti við þessa konu"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti vísaði í gær á bug ásökunum um að hann hafi átt í ástarsambandi við Monicu Lewinsky, sem var um tíma lærlingur í Hvíta húsinu. Lét forsetinn þessi orð falla á fundi um menntamál í Hvíta húsinu í gær. Greinilegt var að forsetinn var reiður er hann kvaðst ekki hafa átt í sambandi við stúlkuna og ekki fyrirskipað henni að ljúga. Meira
27. janúar 1998 | Forsíða | 261 orð

Bandaríkin segja tímann á þrotum

RÚSSAR lýstu í gær miklum áhyggjum vegna harðnandi deilu Íraka og Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit og sögðust ekki geta sætt sig við að gripið yrði til vopna gegn Írökum. Sendi Borís Jeltsín sérlegan fulltrúa sinn, Viktor Posuvaljúk, aðstoðarutanríkisráðherra, til Íraks, til að ræða við þarlend stjórnvöld. Meira
27. janúar 1998 | Forsíða | 108 orð

UDP frá samningaborðinu

UDP, flokkur Sambandssinna á Norður-Írlandi, sem tengist hryðjuverkahópi mótmælenda, hætti þátttöku í friðarviðræðum á Norður-Írlandi í gær. Sögðust talsmenn flokksins hafa talið að til stæði að vísa þeim frá viðræðunum og því væri ekki ástæða til að taka þátt í þeim. Flokkurinn væri hins vegar enn fylgjandi markmiði friðarviðræðnanna. Meira

Fréttir

27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 65 orð

23 hindúar myrtir

VOPNAÐAR sveitir grímuklæddra manna myrtu 23 hindúa í Jammu og Kashmír á Indlandi á sunnudag og hér gráta ekkjur menn sína í þorpinu Ganderbal í Kashmír. Yfirvöld skelltu skuldinni á ein margra herskárra samtaka aðskilnaðarsinna. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 318 orð

88 milljónir í götur og 45 í fráveituna

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN fyrir árið 1998 var lögð fram á fundi framkvæmdanefndar í gær, en samkvæmt áætluninni verður 133 milljónum króna varið til gatnagerðar og fráveituframkvæmda á árinu. Skiptingin er þannig að 45 milljónir fara í fráveituframkvæmdir og 88 milljónir í gatnagerð. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 167 orð

Aðildarviðræður hefjast í lok marz

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá því á fundi með starfssystkinum sínum í Brussel í gær að viðræður við sex ríki Austur-Evrópu um aðild þeirra að Evrópusambandinu myndu hefjast í Brussel 31. marz næstkomandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að viðræðurnar hæfust um miðjan apríl. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Afmælisdagskrá í Sólheimasafni

FIMMTÍU ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 27. janúar síðan Borgarbókasafn Reykjavíkur Útibú III að Hlíðarenda við Langholtsveg var opnað. Safnið var fljótlega flutt í Efstasund og þaðan í Sólheima 27 þar sem það var opnað í janúar 1963 og þar er safnið í dag. Sólheimasafnið var fyrsta húsnæðið í eigu Borgarbókasafns sem var hannað og byggt sem bókasafn. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

Athugasemd frá yfirfasteignamatsnefnd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá yfirfasteignamatsnefnd. "Í Morgunblaðinu föstudaginn 23. þ.m. er í leiðara fjallað um framreikning fasteignamats í nóvembermánuði sl. og fasteignamat það er gildi tók 1. desember 1997. Í blaðinu segir réttilega að fasteignamat skuli samkvæmt lögum endurspegla markaðsverð viðkomandi fasteignar í nóvembermánuði ár hvert. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 771 orð

Barn smitast af eyðni í Danmörku eftir blóðgjöf

FJÓRTÁN ára færeysk stúlka, sem gekkst undir aðgerð í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í síðustu viku, smitaðist af eyðni við blóðgjöf. Í samtali við Morgunblaðið segir Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans að á Íslandi sé allt blóð skimað með svipuðum hætti og í Evrópulöndum og þá einnig í Danmörku. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð

Bell býðst til að endurgreiða lögfræðireikning

MARTIN Bell, óháður þingmaður á breska þinginu, sagðist myndu endurskoða stöðu sína ef það yrði niðurstaða sín, að hann hafi glatað trausti kjósenda sinna í kjördæminu Tatton í Cheshire. Bell, sem er fyrrverandi stríðsfréttamaður breska sjónvarpsins, BBC, Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 406 orð

Bezta leiðin að ganga í ESB

PETER Jørgensen, talsmaður Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að það myndi reynast afar erfitt að leyfa Íslandi að taka þátt í samstarfi ríkja ESB um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda. "Bezta leiðin til að komast undir hvolf ESB er að ganga í sambandið," segir Jørgensen. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Bjargstykki féll úr Snæfelli

BJARGSTYKKI hefur hrunið úr efsta hluta Snæfells rétt fyrir síðustu helgi en bændur á Jökuldal og Fljótsdal tóku fyrst eftir þessu á laugardagsmorgni. Hefur stykkið skilið eftir sig slóð í snjónum í fjallinu en óljóst er um aðrar breytingar. Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli á Jökuldal, var í Fokker vél Flugfélags Íslands í gærmorgun á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Breytir öllu í starfsemi Suðurflugs

AFNÁM einkaleyfis Flugleiða á þjónustu við flugvélar gerbreytir starfsumhverfi Suðurflugs hf. og öllum framtíðaráformum fyrirtækisins, að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

CLINTON HYGGST SNÚA VÖRN Í SÓKN

Bill Clinton neitaði í gær afdráttarlaust öllum ásökunum um að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky. Þá hefur hann farið fram á að réttarhöld vegna Paulu Jones-málsins verði færð fram til að hægt verði að ljúka málinu. Meira
27. janúar 1998 | Landsbyggðin | 182 orð

Dvalarheimilið Höfði á Akranesi 20 ára

Akranesi-Þess verður minnst á næstunni að 20 ár eru liðin frá því Dvalarheimilið Höfði á Akranesi hóf starfsemi og í tilefni þessara merku tímamóta gera vistmenn og starfsfólk á heimilinu sér dagamun með fjölbreyttu afmælishaldi. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

ÐOpið hús í Digranesskóla

FJÖLDI foreldra og nemenda lagði leið sína í Digranesskóla á laugardag til að skoða nýja viðbyggingu við skólann sem tekin var í notkun í síðustu viku. Kynningin var haldin að tilhlutan foreldrafélagsins í skólanum og var boðið upp á veitingar, auk þess sem kór skólans söng og lúðrasveit spilaði. Viðbyggingin kemur ofan á vesturálmu skólans. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

ÐSameinaði lífeyrissjóðurinn stofnar séreignadeild

SAMEINAÐI lífeyrissjóðurinn hefur stofnað séreignadeild til að taka á móti lífeyrisiðgjöldum til viðbótar þeim 10% sem nú eru greidd til samtryggingardeildar sjóðsins, en sjóðurinn hefur allt frá árinu 1993 unnið að því að koma séreignadeild á laggirnar. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 380 orð

Ekki byggt í grónum hverfum án skipulags

BORGARYFIRVÖLD í Reykjavík hafa tekið þá ákvörðun að heimila ekki nýbyggingar í grónum hverfum fyrr en búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir viðkomandi hverfi. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar borgarinnar, segir að þessi ákvörðun hafi ekki síst verið tekin vegna nýrra skipulagslaga sem tóku gildi um síðustu áramót. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ekki ráðið í stöður sem losna

AUK hugmynda sem stjórnarnefnd Ríkisspítala hefur ákveðið að grípa til í því skyni að ná tilætluðum sparnaði á árinu, þ.e. að draga úr hjartaþræðingum og kransæðaútvíkkunum og fækka valaðgerðum, eru uppi hugmyndir um að hækka húsaleigu á starfsmannabústöðum, hækka verð á fæði starfsmanna og að þeir fái ekki lengur ókeypis læknishjálp eins og verið hefur. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

"Ekki þýðir að leggjast í svartsýni"

BYGGÐ hafa verið 400 kinda fjárhús á Hjarðargrund á Jökuldal. Bóndanum er ekki kunnugt um að fjárhús hafi verið byggð annars staðar á landinu síðustu fimm árin. Guðgeir Þ. Ragnarsson, bóndi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, á jörðina Hjarðargrund í Jökuldal en þaðan er hann ættaður. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1139 orð

"Ég ætla að neita þessu svo hann lendi ekki í klúðri"

NEWSWEEK hefur birt útdrætti úr hljóðrituðum samtölum Monicu Lewinskys og vinkonu hennar, Lindu Tripp, þar sem þær ræða samband þeirrar fyrrnefndu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Vikuna fyrir jól hafði Monicu Lewinsky og Lindu Tripp verið stefnt til að bera vitni í máli Paulu Jones, sem hefur höfðað mál gegn Bill Clinton og sakað hann um kynferðislega áreitni. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Fimmtán ökumenn grunaðir um ölvun

FIMMTÁN ökumenn voru um helgina teknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn þeirra reyndi að stinga af á hlaupum en náðist og annar ók frá árekstrarstað en náðist fljótlega. Þá voru 43 stöðvaðir vegna hraðaksturs og einhverjir þeirra misstu ökuskírteini sín. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 484 orð

Fleiri fíkniefni og nýjar aðferðir við neyslu

"OKKUR finnst að frá 1995 hafi ástandið versnað að mun. Miklu meira er af ólöglegum vímuefnum í umferð, fleiri eru að nota alls konar efni og neysluaðferðirnar eru orðnar fjölbreyttari. Þess vegna er orðið erfiðara að eiga við þetta en var fyrir þremur til fjórum árum," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 276 orð

Flowers ánægð

GENNIFER Flowers, sem hlaut frægð fyrir að halda því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Bill Clinton í 12 ár, sendir hér sjónvarpsmanninum Larry King koss í samtalsþætti hans á CNN-stöðinni sl. föstudag.Þar sagði hún fregnir þess efnis að Clinton hefði gengist við ástarsambandinu við vitnaleiðslur í máli Paulu Jones hafa veitt sér uppreisn æru. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Frönsk kvikmyndasýning

KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Française, Austurstræti 3 (gengið inn frá Ingólfstorgi), sýnir frönsku gamanmyndina "La Vocation d'Adrienne" eða Köllun Adrienne miðvikudagskvöldið 28. janúar kl. 21. Myndin er frá árinu 1997 eftir Joël Santoni. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fyrirlestur um umhverfismál

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál. Miðvikudaginn 28. janúar fjallar Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, um áherslur Íslands í umhverfismálum. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið, en að honum loknum verður opnað fyrir umræðum. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1031 orð

Gagnrýni á hlutverk Starrs og hegðun forsetans

LEIÐARAR og skrif leiðandi dálkahöfunda í stórblöðum Bandaríkjanna hafa undanfarna daga að miklu leyti verið tileinkuð nýjasta hneykslismálinu sem skekur nú Hvíta húsið. Í þessum skrifum er gagnrýni á hinn sérskipaða saksóknara, Kenneth Starr, áberandi, einkum vinnubrögð hans við að útvega þau gögn sem hneykslið byggist á. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 899 orð

Geldinganes eitt fegursta byggingasvæði borgarinnar

Sjálfstæðismenn í Reykjavík leggja áherslu á að stærsti hluti Geldinganess verði lagður undir íbúðabyggð í stað atvinnu- og iðnaðarstarfsemi. Arna Schramfylgdist með fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á laugardag, þar sem þetta kom m.a. fram. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Goshverinn gýs á hverjum degi

GOSHVERINN í Öskjuhlíð sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði fyrir síðastliðinn laugardag verður í gangi milli kl. 11-12 og 15-16 á hverjum degi næstu mánuði. Ekki hefur hvernum verið gefið nafn. Til stendur að efnt verði til samkeppni um nafn á hann. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 575 orð

Góð hreyfing, útivera og yngingarmeðal

HESTAMENNSKA er vinsæl dægradvöl hjá ungum jafnt sem öldnum, í borg jafnt sem sveit. Og ekki hefur verið hægt að kvarta undan útreiðarveðrinu það sem af er vetri. Á hestamönnum sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins hittu fyrir á svæði Fáks í Víðidal í gær var raunar að heyra að útreiðar færu mun rólegar af stað nú en oft áður, Meira
27. janúar 1998 | Landsbyggðin | 345 orð

Góð þátttaka í gosmótum í Eyjum

Vestmannaeyjum-Þess var minnst í Eyjum um helgina að 25 ár eru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Fjölmenn blysför var farin um bæinn á föstudagskvöld en á laugardag efndi Golfklúbbur Vestmannaeyja til golfmóts og Skákfélagið sá um hraðskákmót. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 79 orð

Gro vongóð

GRO Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, kvaðst í gær vongóð um að verða næsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), en ákvörðun um hver tekur við af Japanum Hiroshi Nakajima verður tekin í dag. Brundtland nýtur stuðnings flestra Vesturlanda, þ.á m. Bandaríkjanna og þykir líklegur eftirmaður Nakajima. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Heimahlynning með opið hús

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 27. janúar, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins, Sæmundur Stefánsson, deildarstjóri fræðslu- og útáfudeildar Tryggingastofnunar ríkisins, veitir upplýsingar um tryggingamál. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 804 orð

Hillary tekur frumkvæðið

RÁÐGJAFAR Bills Clintons hafa hafist handa við að safna liði og skipuleggja gagnsókn. Forsetinn verður að takast á við ásakanir um glæpsamlegt athæfi og ósiðsemi, og áhrifin á stjórnmálaferil Clintons gætu orðið mikil. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Hreyfiþroski barna og íþróttavísindi

DR. Rolf P. Ingvaldsen, prófessor við Tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi, og Hermundur Sigmundsson M.Ed., í doktorsnámi í taugasálfræði við sama skóla, flytja fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, miðvikudaginn 28. janúar kl. 16.15, um skertan hreyfiþroska barna og íþróttavísindi. "Dr. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 746 orð

Íslenska söfnunarféð til Albaníu

Fyrsta alheimsverkefni Kiwanis-hreyfingarinnar, sem samþykkt var á heimsþingi Kiwanis í Nice árið 1993, er svokallað joðverkefni. Björn Ágúst Sigurjónsson er umdæmisstjóri Kiwanis-hreyfingar Íslands og Færeyja þetta starfsár. "Á heimsþinginu var ákveðið að stefna að því að safna 75 milljónum dollara til að vinna á joðskorti í heiminum. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Í varðhald vegna innbrota

PILTUR innan við tvítugt var á laugardag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram í mars. Er hann grunaður um rán, innbrot og fleira. Pilturinn var tekinn í síðustu viku vegna ránstilraunar í söluturni við Gnoðarvog í Reykjavík og játaði hann verknaðinn. Hann á afbrotaferil að baki og var m.a. vegna hans úrskurðaður í áðurgreint varðhald. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Jón Hákon féll úr öðru sæti í það sjöunda

JÓN Hákon Magnússon, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, féll úr öðru sæti í það sjöunda í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi á laugardag. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, sem gaf kost á sér í tíunda sinn, hreppti fyrsta sætið, í öðru sæti lenti Erna Nielsen, sem áður var í þriðja sæti, og Jónmundur Guðmarsson, sem ekki hefur tekið þátt í prófkjöri áður, varð í þriðja sæti. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Kauphækkunin sögð vera 8,4%

SKIPTAHLUTFALL sjómanna hefur hækkað um sex prósentustig frá 1. febrúar 1997 til 1. febrúar 1998. Skiptahlutfallið er tengt olíuverði á alþjóðamarkaði. Olíuverð hefur lækkað um 35% frá janúar 1997 til þessa dags. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir útsöluverð á gasolíu til útgerðar ekki hafa lækkað. Launaútgjöld útgerðarinnar hafa vegna þessa aukist um tvo milljarða kr. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 174 orð

Kemst ekki í geimbúninginn

HUGSANLEGA kann svo að fara að bandaríski geimfarinn Andy Thomas verði að snúa aftur til jarðar með geimferjunni Endeavour í stað þess að leysa landa sinn, David Wolf, af hólmi í rússnesku geimstöðinni Mír. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Kvikmyndafyrirtæki safnar tvíförum

FYRIRTÆKIÐ Sjónarspil auglýsti nýlega eftir tvíförum í Morgunblaðinu og svöruðu um 20 manns auglýsingunni. Kvikmyndafyrirtækið auglýsti eftir mönnum sem líktust Mao Tse Tung, Lenín, Che Guevara, Karli Marx, Abraham Lincoln og Fidel Castro. Einnig auglýsti það eftir fólki af afrískum uppruna. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 3030 orð

LAGAFLÆKJUR, KYNLÍF OG VÖLD

BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær fram og neitaði með meiri festu en hingað til að hann hefði átt "kynferðisleg samskipti" við Monicu Lewinsky. Clinton sagði ekkert umfram það, sem hann hafði sagt áður, og varð ekki við kröfum, sem heyrst hafa í fjölmiðlum, um að hann ræddi samband sitt við konuna í þaula. Meira
27. janúar 1998 | Miðopna | 1449 orð

Landvinnslan þróuð í átt til markaðarins

SJÖ frummælendur voru á fundi um stöðu Vestmannaeyja og var víða komið við. Að loknum framsöguerindum urðu líflegar umræður. Fram kom að verulegar breytingar eru fyrirhugaðar í vinnslu bolfisks í Eyjum og á vinnutíma starfsfólks. Þá kom fram að brestur á síldveiðum í haust hefði skilað 80 milljónum kr. minna í launaumslög Eyjamanna en vonast var til. Örn D. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

LEIÐRÉTT Gunnlaugur P. NAFN höfun

NAFN höfundar greinar í ferðablaði síðasta sunnudag, um sólskinseyjar á Tælandsflóa, misritaðist í kynningu. Rétt nafn er Gunnlaugur P. Erlendsson og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Tæknideild Vestmannaeyjabæjar MISSAGT var í Morgunblaðinu sl. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 44 orð

Leiðsögumaður undir grun

FRANSKUR leiðsögumaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna slyssins í Alpafjöllunum sl. föstudag er níu unglingar og tveir fullorðnir fórust í snjóflóði. Liggur hann undir grun um að vera valdur að manndrápi af gáleysi og verður að sæta rannsókn vegna þess. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1101 orð

Leita vitna að ástarfundum

BANDARÍSKA sjónvarpið ABCskýrði frá því á sunnudag að Kenneth Starr, sérskipaður saksóknari í Whitewater-málinu, hefði aflað ýmissa upplýsinga sem renndu stoðum undir þá staðhæfingu Monicu Lewinsky að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Líklegt að áformin verði lögð á hilluna

HÖRÐ andstaða er við tillögur fjármálaráðherra um að afnema einkarétt ÁTVR til innflutnings á tóbaki. Tillögurnar hafa legið fyrir frá því í byrjun desember, en hafa ekki verið afgreiddar af þingflokkum stjórnarinnar. Flest bendir því til að hætt verði við að afnema einkarétt ÁTVR til innflutnings á tóbaki. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Lýst eftir stolnum bílum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir nokkrum bílum sem stolið hefur verið að undanförnu. Biður hún þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið að hafa samband sem fyrst. Um er að ræða Saab 900 sem stolið var 3. janúar frá Dúfnahólum 2, árgerð 1986, blár að lit með númerið HP 171; Pajero langur, IB 964, árgerð 1987, hvítur, stolið af bílastæði við Heklu 20. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Lögreglumenn slösuðust

TVEIR lögreglumenn í Keflavík slösuðust þegar bíll þeirra valt á Garðsvegi á leið á slysstað laust fyrir hádegi í gær. Maður hafði slasast, þó ekki alvarlega, þegar fólksbíll hans rann í hálku og skall á flutningabíl á Garðsvegi. Lögreglumennirnir voru sendir á staðinn en bíll þeirra hafnaði út af veginum og valt nokkur hundruð metra frá vettvangi hins óhappsins. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lög sett um endurgreiðslur

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að hún muni fljótlega eftir að þing kemur saman leggja fram frumvarp til breytinga á almannatryggingalögum sem veiti Tryggingastofnun heimild til að greiða reikninga frá sjúklingum vegna læknisþjónustu frá sérfræðingum sem sagt hafa upp samningi við TR. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Margar kærur fyrir brot í umferðinni

SKILYRÐI til aksturs hafa verið einkar góð síðustu daga og hefur aksturslag Akureyringa fremur líkst því sem tíðkast að vorlagi, en margir hafa verið kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot að undanförnu. Þannig voru tuttugu ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt sem er óvenjumikið miðað við árstíma. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Málþing um nýja útgáfu Biblíunnar

HIÐ íslenska Biblíufélag og Eyjafjarðarprófastsdæmi efna til umræðna um nýja Biblíuútgáfu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 28. janúar kl. 20. Unnið hefur verið að nýrri þýðingu Gamla testamentisins undanfarin ár og hafa fimm kynningarhefti með henni verið gefin út. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Mikil aukning í smásöluverslun

VELTA í smásöluverslun jókst verulega á síðari helmingi nýliðins árs. Frá október 1996 til október 1997 varð aukningin 5,6%. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Árið 1996 jókst velta í smásöluverslun mikið á fyrri hluta ársins, en síðan dró úr aukningunni. Á síðasta ári var hæg aukning á fyrri hluta ársins, en síðan jókst veltan mikið eftir því sem leið á árið. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Mikil ölvun um helgina

ALLMIKIL ölvun var á Akureyri fyrstu helgi þorra og margir á skemmtistöðum bæjarins. Sjö manns voru kærðir fyrir ölvun og fylgdu henni nokkur átök, en margir fengu á kjaftinn um helgina. Ekki er ljóst hvort öll þau högg verða kærð. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Myrkrahöfðinginn í Hvassahrauni

Í HVASSAHRAUNI á Vatnsleysuströnd eru að hefjast tökur á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjanum. Sagan gerist á sautjándu öld og er innblásin af Píslarsögu síra Jóns Magnússonar á Eyri við Skutulsfjörð. Hér undirbúa þau Sveinn M. Eiðsson, sem leikur böðulinn, Christina Øhlund, sem sér um förðun, og Gunnar Jónsson, sem leikur fósturson Snorra, sig fyrir fyrstu tökurnar. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Námskeið í skriðsundi

KENNSLA í skriðsundi verður í Breiðholtslauginni (innilauginni) á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19­20 og eru námskeiðin ætluð 20 ára og eldri. Þátttökugjald er 3.500 kr. og stendur námskeiðið í 5 vikur. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Nokkur stéttarfélög óánægð

NOKKUR stéttarfélög hafa mótmælt því að félagsmenn innan þeirra vébanda á höfuðborgarsvæðinu þurfi að sækja þjónustu vegna atvinnuleysisbóta til Dagsbrúnar- Framsóknar annars vegar og VR hins vegar, en frá og með síðustu áramótum sjá þessi félög um umsýslu atvinnuleysisbóta fyrir úthlutunarnefndir bótanna í Reykjavík. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Norskar barnabækur

SÝNING á norskum barnabókum stendur yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina "Orð til þroska" og er það norska menntamálaráðuneytið sem fyrir henni stendur. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins sem er frá kl. 10 til 19 alla virka daga og 10 til 15 á laugardögum. Meira
27. janúar 1998 | Landsbyggðin | 293 orð

Nýtt hafnsögu- og björgunarskip afhent

Vestmannaeyjum-Lóðsinn, nýtt hafnsögu- og björgunarskip, sem Skipalyftan í Eyjum smíðaði fyrir Vestmannaeyjahöfn, var afhent á laugardag. Skipið er fyrsta skipið sem Skipalyftan smíðar og jafnframt fyrsta stálskipið sem smíðað er í Eyjum. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 473 orð

Nær 125 þúsund gestir sóttu safnið í fyrra

MIKILL fjöldi gesta sótti Amtsbókasafnið á Akureyri heim á liðnu ári eða alls 124.814 manns samkvæmt mælingum sem gerðar voru. Það samsvarar því að hver Akureyringur hafi komið rúmlega átta sinnum á safnið á árinu, eða 45% íslensku þjóðarinnar. Flestir gestir á einum degi voru þann 14. nóvember síðastliðinn en þá komu 728 gestir. Á norrænu bókasafnsvikuna, sem haldin var vikuna 10. til 16. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

RAGNHEIÐUR JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR Jóhanna Ólafsdóttir, Þorlákshöfn, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gærmorgun, 82 ára að aldri. Hún var fædd í Otradal í Arnarfirði 28. október en var einn af frumbyggjum Þorlákshafnar ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum, Björgvini Guðjónssyni. Ragnheiður Jóhanna var virk í félagsmálum í Þorlákshöfn. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Samanburð þarf fyrir tvær leiðir

SKIPULAG ríkisins hefur úrskurðað að fara verði fram frekara mat á umhverfisáhrifum 400 kW Búrfellslínu 3A. Í þessu felst að gera á samanburð á leiðinni frá Sogni um Grafningsháls og Ölfus að Orrustuhólshrauni og leiðinni frá Sogni um Ölkelduháls að Orrustuhólshrauni. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Samkomulag um sjálfskuldarábyrgðir

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ, félagsmálaráðuneytið, Samband ísl. viðskiptabanka, Samband íslenskra sparisjóða, Greiðslumiðlun hf., Kreditkort hf. og Neytendasamtökin hafa náð samkomulagi um notkun sjálfskuldarábyrgða. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 260 orð

Samkomulag um umferð vörubíla

SVISS og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um umferð vörubíla frá ríkjum ESB um svissnesku Alpana. Staðfesti samgönguráðherrar ESB samkomulagið má gera ráð fyrir að fljótlega verði hægt að ljúka viðræðum um víðtækan tvíhliða samning Sviss og Evrópusambandsins, sem hófust fljótlega eftir að Svisslendingar felldu EES-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Meira
27. janúar 1998 | Miðopna | 1160 orð

"Sál Kúbu er kristin"

FIMM DAGA heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Kúbu lauk á sunnudag. Þessi heimsókn hans heilagleika reyndist sá sögulegi viðburður sem fyrirfram hafði verið búist við en þetta er í fyrsta skipti í 500 ára sögu Kúbu sem trúarleiðtogi katólskra sækir eyjarskeggja heim. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Síðbúin þrettándagleði

AKUREYRINGAR fjölmenntu á síðbúna þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs á félagssvæðinu við Hamar sl. föstudagskvöld. Börn og unglingar voru þar í meirihluta og heilsuðu þau upp á álfakóng og álfadrottningu, púka og tröll og fleiri kynjaverur, auk þess sem nokkrir jólasveinar voru á svæðinu. Meira
27. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Skipt um mjaðmarlið í drottningarmóður

SKIPT var um mjaðmarlið í Elísabetu, hinni 97 ára gömlu drottningarmóður í Bretlandi, á sunnudagskvöld eftir að hún hafði dottið fyrr um daginn og brákast á mjöðm. Talsmaður sjúkrahússins Játvarður sjöundi sagði í gær að henni liði eftir atvikum vel. Breska konungsfjölskyldan var að skoða hross í Sandringham er óhappið varð. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Sófasettum stolið úr gámi

BROTIST var inn í vörugám við verslunina Öndvegi í Síðumúla 20 í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags 21. janúar og stolið þaðan húsgögnum að verðmæti nokkuð á aðra milljón króna. Stolið var þremur þriggja sæta sófum og sex stólum. Lögreglan óskar eftir því að þeir sem geta gefið upplýsingar um innbrotið eða hvar umrædd húsgögn eru niður komin snúi sér til hennar. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Spakur selur í ósi Blöndu

Blönduósi-Það fer að verða daglegt brauð að sjá nýja og nýja dýrategund í ósi Blöndu. Þessa dagana hefur selur verið á ferðinni um ósinn og ekki er langt síðan greint var frá álft á sama stað. Reyndar er það ekki einsdæmi að selur sé á ferðinni um ósinn, en sá sem nú er á ferðinni lætur mannfólkið ekki trufla sig sem neinu nemur. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Stefnir í verkfall

ALLT útlit er nú fyrir að sjómannaverkfall skelli á eftir tæpa viku. Samningafundur hjá ríkissáttasemjara í gær skilaði engum árangri. Óformlegir fundir um helgina urðu einnig árangurslausir og er staðan í deilunni því óbreytt. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Stjórnarskrárbrot að synja Kristínu um styrk

AFGREIÐSLU á útgáfustyrkjum til alþingismanna lauk ekki í gær. Kjartan Gunnarsson, formaður nefndar sem hefur málið til meðferðar, var erlendis um helgina en er væntanlegur til landsins í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sendi hann Ólafi G. Meira
27. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Súpurall Bautans

NÚ GEFST Akureyringum og gestum þeirra færi á að smakka súpur frá ýmsum heimshornum á veitingahúsinu Bautanum, en þar er hafið svonefnt súpurall. Í hádeginu alla daga verður boðið upp á fimm tegundir af súpum frá jafnmörgum þjóðlöndum ásamt þremur tegundum af nýbökuðu brauði. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

SVEINBJÖRN HANNESSON

SVEINBJÖRN Hannesson, fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 21. janúar síðastliðinn, 76 ára að aldri. Sveinbjörn fæddist 30. nóvember 1921 í Reykjavík, sonur hjónanna Hannesar Jónssonar, verkamanns og verslunarmanns þar, og Ólafar Stefánsdóttur. Meira
27. janúar 1998 | Landsbyggðin | 227 orð

Vegleg gjöf til sjúkrahússins

Hvammstanga-Öldruð kona, Theodóra Hjartardóttir, hefur afhent stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga veglega fjárhæð, fjórar milljónir króna. Vill hún að gjöfin gangi til kaupa á lyftu í nýbyggingu þeirri sem reist var við húsið á liðnum tveimur árum en er ekki komin öll í notkun enn. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

Veldur sjúkum óhagræði og jafnvel áhættu

"ÞESSI ákvörðun er okkur áhyggjuefni og má búast við að hún valdi sjúklingum okkar talsverðu óhagræði og jafnvel áhættu í sumum tilvikum því þeir eru oft talsvert veikir og jafnvel óvinnufærir," sagði Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítala, er hann var spurður álits á þeirri ákvörðun stjórnarnefndar Ríkisspítala að draga úr kransæðaútvíkkunum og hjartaþræðingum. Meira
27. janúar 1998 | Óflokkað efni | 395 orð

VERK:: SAFN'PRIMA DAGS.:: 980106 SLÖGG:: Sameining á Höfn Nið STOFN

VERK:: SAFN'PRIMA DAGS.:: 980106 SLÖGG:: Sameining á Höfn Nið STOFNANDI:: HJGI Viðræður um sameiningu útgerðarfyrirtækja á Höfn Deilt um gengi hlutabréfa í Borgey ENGIN niðurstaða er enn komin í samninga vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði og fjögurra annarra fyrirtækja. Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Vilja Fróðárheiði inn í vegaáætlun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Stjórn heilsugæslustöðvar Ólafsvíkurlæknishéraðs mótmælir þingsályktun um vegaáætlun fyrir árin 1998­2002 er liggur fyrir Alþingi þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar Ólafsvíkurvegar, Fróðárheiðar, sem nýs verkefnis eins og gert var ráð fyrir í langtímaáætlun um vegagerð 1991, Meira
27. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Þorrablót á Flúðum

ÞORRABLÓT verður haldið í Félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 31. janúar nk. Húsið verður opnað kl. 19.30. Jóhannes Kristjánsson, eftirherma og grínisti, kemur og skemmtir og hljómsveitin Hjónabandið leikur fyrir dansi. Verð 2.500 kr. Meira

Ritstjórnargreinar

27. janúar 1998 | Leiðarar | 632 orð

FORSETI Í VANDA

leiðariFORSETI Í VANDA linton Bandaríkjaforseti á í vök að verjast og enn er óljóst hvernig honum reiðir af vegna ásakana um náið samband við Monicu Lewinsky, lærling í Hvíta húsinu, og að hafa hvatt hana til meinsæris. Á blaðamannafundi í gær neitaði forsetinn þessum ásökunum harðlega og afdráttarlaust. Meira
27. janúar 1998 | Staksteinar | 261 orð

»Ótrúlegur vöxtur í fjármálastarfsemi á Netinu TÍMARITIÐ Netheimur, sem er ísl

TÍMARITIÐ Netheimur, sem er íslenzk útgáfa af hinu alþjóðlega tölvutímariti PC-World, skýrir frá mikilli aukningu viðskipta á Veraldarvefnum. Í GREIN í blaðinu segir: "Hvorki meira né minna en ellefu prósent bandarískra netverja eru að kaupa og selja verðbréf á Netinu, samkvæmt bandaríska markaðsrannsóknafyrirtækinu FIND/SVP. Meira

Menning

27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Beckham og Adams trúlofuð

KRYDDPÍAN Victoria Adams og knattspyrnuhetjan David Beckham gáfu út þá tilkynningu á laugardag að þau væru trúlofuð. Hún skartaði stórum demantshring þegar þau yfirgáfu Rookery Hall-hótelið í Nantwich, sem er fimm stjörnu. Adams er ein af kryddpíunum í Spice Girls og Beckham er miðjumaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 668 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hild

Devil's Advocate Djöfsi er sprellifandi og rekur lögfræðiskrifstofu í New York. Leggur snörur fyri breyskar sálir. Allt er líkt og vant. Vel leikin, faglega gerð í flesta staði, framvindan brokkgeng, skemmtigildið ótvírætt. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 787 orð

Debut Bjarkar í 91. sæti

NÝLEGA var gefinn út listi í Bretlandi yfir 100 vinsælustu plötur allra tíma og var þá farið eftir skoðanakönnun sem 36 þúsund plötukaupendur tóku þátt í. Það voru sjónvarpsstöðin Channel 4 og HMV plötuverslanirnar sem stóðu að könnuninni. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 355 orð

Dæmisögur Esóps í nýju ljósi

UPPRUNALEG útgáfa dæmisagna Esóps sýnir gríska þrælinn og sagnaþulinn í nýju og skuggalegra ljósi en þær útgáfur sagnanna, sem hingað til hafa aðallega verið hafðar fyrir börnum. Þær dæmisögur Esóps, sem hingað til hafa ekki fengist útgefnar, eru á köflum ofbeldisfullar og jafnvel afbrigðilegar. Meira
27. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 1336 orð

Eðlisfræðingar feikieftirsóttir starfskraftar Of fáir stunda eðlisfræði í H.Í. til að sjá skólum fyrir kennurum Fyrirtæki í

SKEMMTILEGT starf og ágæt laun, starf sem brýnir gáfurnar og eykur val vinnustaða og verkefna til að velja úr liggur fyrir þeim sem ætla að leggja stund á eðlisfræði, stærðfræði eða forritun á næstu árum. Meira
27. janúar 1998 | Kvikmyndir | 553 orð

Ekki aldeilis sloppin

Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Handrit: Joss Whedon. Kvikmyndatökustjóri: Darius Khondji. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Ron Pearlman, Dan Hedaya, J.E. Freeman, Brad Dourif, Michael Wincott. 20th Century Fox. 1997. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 333 orð

Ekki er öll viteysan eins

GRÍSKUR rétttrúnaðarbiskup, Chrysostomos Synetos, situr í súpunni eftir að hafa gefið færi á sér í viðtali við grísku útgáfuna af karlatímaritinu Penthouse. Biskup segir m.a. í viðtalinu að hann sé hlynntur kynlífi ungs fólks fyrir hjónaband og fyrir vikið hefur hann verið boðaður á fund kirkjumálayfirvalda í Grikklandi til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Meira
27. janúar 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Endurtekið og ofskýrt

eftir Kristján J. Gunnarsson. Skákprent prentaði og gaf út. Reykjavík 1997. 119 bls. HEITI þessarar fjórðu ljóðabókar Kristjáns J. Gunnarssonar, Tvöfalt bókhald, vísar til þess að hann hefur eins konar inngang, eða mottó eins og hann kallar það sjálfur, á undan hverju ljóði sem opna á leiðina að efni þess. Meira
27. janúar 1998 | Leiklist | 606 orð

Frábær skemmtun fyrir börn og foreldra

eftir Loft Guðmundsson. Leikgerð eftir Gunnar Helgason og Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón St. Kristjánsson og María Ellingsen. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Gervi og brúður: Ásta Hafþórsdóttir. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fuglarnir þakklátir

SLÓVENSK börn í Crostwitz í Þýskalandi voru í þjóðbúningum þegar þau tóku þátt í hinni árlegu "Ptaci Kwas"-skrúðgöngu. Á þeirri hátíð þakka fuglarnir börnunum fyrir að fæða þá yfir veturinn. "Ptaci Kwas" gefur einnig til kynna að vetrinum sé að ljúka. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 313 orð

Fuglinn í fjörunni

Jón Þórarinsson: Sönglög. 27 lög fyrir söngrödd og píanó. Ísalög, Reykjavík 1997. 75 síður. Verð (Tónastöðin): 2.200 kr. Í BLÓRA við allar arðsemilíkur halda hugsjónafullir nótnaútgefendur ótrauðir áfram að prenta fyrir hérlendan dvergmarkað. Meira
27. janúar 1998 | Leiklist | 686 orð

­ getur gert kraftaverk

eftir Robert Harling. Leikstjóri: Guðný María Jónsdóttir. Aðst.leikstj.: Bóel Hallgrímsdóttir. Leikendur: Dóra Wild, Marin Þórsdóttir, María Guðmundsdóttir, Hjördís Elín Lárusdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Guðrún Esther Árnadóttir, (Jón Baldvin Halldórsson). Þýðandi: Signý Pálsdóttir. Lýsing: Örn Marinó Arnarson. Bæjarleikhúsinu við Þverholt, 23. janúar 1998. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 39 orð

Guðirnir ákallaðir

VEGFARENDUR í bænum Pernik í Búlgaríu söfnuðust saman til að skoða dansara í dýralíki sem dönsuðu eftir götunum á árlegri bæjarhátíð. Dansararnir eru kallaðir "kukers" og eru að biðja um betri heilsu og uppskeru fyrir komandi ár. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 254 orð

Hjartsláttur á sviði

MÍKAÍL Barisjníkov er ekki sestur í helgan stein, þótt hann sé að verða fimmtugur. Í vikunni frumsýndi hann nýjan ballett í New York, þar sem hann lætur sér ekki nægja að dansa einn, heldur er líkami hans tengdur ýmsum mælum, m.a. hjartalínuriti, og geta áhorfendur því gert sér nokkuð glögga grein fyrir líðan dansarans á sviðinu. Meira
27. janúar 1998 | Tónlist | 659 orð

Hugleiðsla á tónum trúar

Verk eftir Schein, Jón Hlöðver Áskelsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Pepping og J.S. Bach. Schola cantorum u. stj. Harðar Áskelssonar. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 25. janúar kl. 17. HINN átján manna kammerkór Schola cantorum hélt tónleika í Hallgrímskirkju sl. sunnudag við ágæta aðsókn. Tónleikarnir voru settir upp með "lítúrgísku" sniði, þ.e. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 634 orð

Hörkukvendin Hammer og West

Patricia Cornwell: "Hornet's Nest". Berkley Books 1997. 369 síður. BANDARÍSKI sakamálahöfundurinn Patricia Cornwell nýtur mikilla vinsælda einkum fyrir fjöldamorðingjasögur sínar þar sem réttarlæknirinn Scarpetta og félagar hennar eru í aðalhlutverki. Stundum bregður Cornwell út af vananum og skrifar um annað fólk í öðru umhverfi eins og t.d. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Mannaskipti í úthlutunarnefnd

BJÖRN Vignir Sigurpálsson, ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu, hefur tekið sæti Markúsar Arnar Antonssonar í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs Íslands en sá síðarnefndi dró sig út úr nefndinni þegar hann tók að nýju við starfi útvarpsstjóra á dögunum. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 262 orð

Mjúkt, létt og gegnsætt í París

NÝJASTA undirfatatískan var kynnt í París á dögunum og samkvæmt henni er nýja línan mýkri, léttari og gegnsærri en oft áður. Þessi alþjóðlega undirfatasýning stóð yfir í fjóra daga þar sem sýnd voru rúmlega 470 vörumerki fyrir karla og konur. Búist var við um 18 þúsund sýningargestum frá um 80 löndum en síðasti dagur sýningarinnar var á mánudag. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 589 orð

"Myndlist er eins og vísindi"

SPESSI fór til Hollands í listaskóla og lærði ljósmyndun í eitt ár. Hann vann sem ljósmyndari á Pressunni í tvö ár og var í lausamennsku áður en hann kláraði námið í AKI Enshcede í Hollandi. "Ég tek svolítið af auglýsingum og plötuumslögum. Svo er ég mikið að vinna að eigin verkum. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Námskeið í MHÍ

MYNDLISTA­ og handíðaskóli Íslands gengst fyrir margvíslegum námskeiðum í febrúar. Má þar nefna námskeið er nefnist Myndbreytingar í tölvu ­ "Photoshop". Kennari er Leifur Þorsteinsson umsjónarmaður Tölvuvers MHÍ. Silkiþrykk á leir verður kennt í leirlistardeild MHÍ, Skipholti 1. Samtímalistasaga, tímabilið frá 1960­ 1995, innanlands og utan. Fyrirlesari verður Halldór B. Rúnólfsson, Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 175 orð

Nýjar bækur

Ljós/Mál, í bókinni eru ljósmyndir og ljóð. Hugmyndin að baki bókinni er sú að fá tvær ólíkar listagyðjur til að slá samhljóm og láta orðin túlka það sem augað hefur áður fest á filmu. Eða eins og stendur í formála bókarinnar: "Myndasmiður leikur laglínu en skáld skreytir hana tilbrigðum, dregur fram tiltekið stef eða bætir við nýju. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 193 orð

Nýjar bækur ÚR landnorðri. Sama

ÚR landnorðri. Samar og ystu rætur íslenskrar menningarer eftir Hermann Pálsson og er 54. bindi í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Studia Islandica. Ritstjóri er Vésteinn Ólason, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Meira
27. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 480 orð

Óvenjulegt dönskunám

FÓLK á aldrinum 16 til 20 ára á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum var á blaðamennskunámskeiði í haust í þessum þremur löndum og nú er afraksturinn nýprentaður í 25 þúsund eintökum og dreift meðal ungmenna í löndunum þremur. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 4. febrúar og þarf að skrá sig fyrir 30. janúar. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 841 orð

"Rödd er svo líkamslaus"

Útvarpsraddir byrja að hljóma klukkan sex og sjö alla virka daga. Hvernig er að setjast við hljóðnemann þegar flestir landsmenn liggja enn í rúminu? Rakel Þorbergsdóttirskyggndist inn í morgunheim Önnu Kristínar Jónsdóttur dagskrárgerðarmanns Rásar tvö. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 185 orð

Safn í mál við velgjörðarmenn

SAMTÍMALISTASAFNIÐ í Chicago hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að fara í mál við eina helstu styrktaraðila safnsins fyrir að svíkja loforð um fjárframlag. Stjórnendur safnsins fullyrða að Paul og Camille Oliver-Hoffmann hafi ekki staðið við loforð sitt um 5 milljóna dala framlag til endurbyggingar safnsins sem sé orðin brýn. Hjónin hafa setið í safnstjórninni frá 1981. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 133 orð

Síðustu mánuðirnir góðir

DAVID Spade var einn helsti samstarfsmaður spéfuglsins Chris Farleys. Hann lét engu að síður ekki sjá sig í jarðarför Farleys sem fram fór í síðasta mánuði, en Farley lést eftir neyslu á of stórum skammti eiturlyfja. "Ég gat ekki hugsað mér að vera í herbergi þar sem Chris væri í kistu," sagði hann í tímaritinu Rolling Stone, sem kemur út 5. febrúar næstkomandi. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 473 orð

Skjáleikir taka við að lokinni dagskrá

MARGIR hafa sjálfsagt klórað sér á hausnum yfir undarlegu fyrirbæri sem birtist á sjónvarpsskjánum eftir að hefðbundinni dagskrá lýkur á síðkvöldum. Skjáleikir eru nýjung sem sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið upp til að hafa ofan af fyrir þaulsætnustu áhorfendum sínum. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 131 orð

STÚLKUR í innheimum. Um sagnas

STÚLKUR í innheimum. Um sagnaskáldskap Vigdísar Grímsdóttur er eftir Kristínu Viðarsdóttur. Þetta er 1. bindið í nýrri ritröð Bókmenntafræðistofnunar sem hlotið hefur nafnið Ung fræði, en þar verða birtar framúrskarandi námsritgerðir í bókmenntum við Háskóla Íslands." Stúlkur í innheimum er ítarleg rannsókn á verkum Vigdísar Grímsdóttur. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 49 orð

Söngtónleikar á Hvoli

SÖNGNEMENDUR Tónlistarskóla Rangæinga halda tónleika í Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 28. janúar og hefjast þeir kl. 21. Fram koma tíu einsöngsnemendur og kennarar þeirra, þau Eyrún Jónasdóttir og Jón Sigurbjörnsson, óperusöngvari og leikari, en tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að hann varð 75 ára 1. nóvember sl. Meira
27. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 221 orð

Útskrifar í sumar úr leikskólaog þroskaþjálfadeild

NÝSKIPAÐ háskólaráð Kennaraháskóla Íslands kom saman miðvikudaginn 21. janúar sl. á sinn fyrsta fund eftir sameiningu Kennaraháskólans, Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands. Háskólaráðið samþykkti skipurit fyrir háskólann til bráðabirgða eða þar til reglugerð hefur verið samin. Meira
27. janúar 1998 | Tónlist | 342 orð

Við þurfum meira af jólum

Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur jólalög. Útsetningar og hljómsveitarstjóri: Þórir Baldursson. Hljómsveit: Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómkórinn undir stjórn Þóris Baldurssonar og stúlkur úr Skólakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Upptökustjórn: Björgvin Halldórsson og Þórir Baldursson. Framleiðandi og umsjón: Björgvin Halldórsson. Hljóðritun: Studio Sýrland. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Ys og þys út af engu

ÁRSHÁTÍÐ Eimskipafélagsins var haldin á Hótel Íslandi síðastliðinn laugardag og var mikið um dýrðir. Einkum voru það starfsmenn fyrirtækisins sem sáu um gleðskapinn, bæði með heimatilbúnum skemmtiatriðum og með því að hrista skankana á dansgólfinu að loknu borðhaldi. Meira
27. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 63 orð

Þolinmæðin þrautir...

BRESKI auðjöfurinn Richard Branson gengur hér niður úr loftbelgshylki sínu eftir að hann snéri til Marokkó um helgina þar sem hann hyggst gera enn eina tilraun til að fara á loftbelg í kringum hnöttinn. Branson mistókst að koma belgnum á loft í desember síðastliðnum og vegna slæmrar veðurspár mun hann ekki geta hafið flugið að þessu sinni fyrr en í febrúar. Meira
27. janúar 1998 | Menningarlíf | 70 orð

(fyrirsögn vantar)

Í landi þrífætlunnar er ljóðabók eftir Kjartan Jónsson.Þetta er fyrsta bók Kjartans Jónssonar, en ljóðin eru ort á fimmtán ára tímabili. Aftast eru ljóð eftir Óskar Kjartansson, 8 ára, og Sögu Kjartansdóttur, 11 ára. Bókin er tileinkuð nokkrum vinum höfundar sem finnst hann ekki tjá sig nógu mikið. Myndskreytingar í lit eru eftir Kristbjörgu Olsen. Meira

Umræðan

27. janúar 1998 | Aðsent efni | 995 orð

Afrakstur að loknu Víkartinds(f)ári

ÞAÐ VAR talsvert í tísku á mínum ungdómsárum að fara í kaffihús og hlusta á kaffihúsaspekingana ausa af brunni visku sinnar. Þeim var gjarnt að tala tæpitungulaust eins og þeir gjarnan gera sem ekki þurfa að bera ábyrgð á eigin orðum. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 410 orð

Ár hafsins 1998

BORGARSTJÓRN samþykkti á síðasta borgarstjórnarfundi tillögu frá Sigrúnu Magnúsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni um að vinna sérstakt fræðslu- og kynningarátak meðal reykvískra skólabarna í tilefni af Ári hafsins 1998. Meira
27. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 561 orð

Blöndalsbaga

HEFÐ er fyrir því ómunalöng hérlendis að varpað sé fram vísum eða bögum við hin margvíslegustu tækifæri. Það hefur viljað loða við, að þeir, sem gáfa sú hlotnast að geta skikkanlega skammlaust klambrað saman orðum í kviðling, geti á hverjum tíma gert tilkall til einhverrar andlegrar upphefðar í krafti orðfimi sinnar, aukinheldur sem vísnamenn þessir hafa oft þótt skemmtimenn hinir bestu. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 349 orð

Háskólinn og Reykjavík

HVERNIG getur borgin stutt við bakið á Háskóla Íslands og hvernig getur Háskólinn stutt höfuðborgina? Og eiga þessir aðilar yfirleitt eitthvað að rugla saman reytum sínum? Svar mitt er hiklaust já. Alþjóðleg samkeppni Á undanförnum árum hefur alþjóðavæðing á fjölmörgum sviðum aukist og ekkert sem bendir til annars en að sú þróun muni halda áfram inn í næstu öld, Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Hver er að ofsækja hvern?

ÞAÐ er óvænt hlutskipti að sitja undir ásökunum fyrrverandi samstarfskonu um pólitískar ofsóknir og hefndarhug. Stóryrðin eru öll á aðra hlið, og hér verður ekki svarað í sömu mynt. Misskilning og rangar fullyrðingar er hins vegar óhjákvæmilegt að leiðrétta. Að öðru leyti verður hver að liggja svo sem hann hefur um sig búið. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 1058 orð

Lítilsvirðandi ummæli bókmenntafræðings um alþýðufólk

Á jóladag sá Gunnar Stefánsson um minningarþátt í Ríkisútvarpinu um Hannes Sigfússon skáld. Þátturinn var endurfluttur föstudagskvöldið 9.janúar. Gunnar vék að endurminningabókum Hannesar "Flökkulífi" og "Framhaldslífi förumanns" og sagði: "Það sem eftirminnilegast er úr þeim bókum er blátt áfram það undur að slíkt skáld skuli vera sprottið úr jarðvegi eins og þeim sem hann lýsir. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 478 orð

Ný hugsun í húsnæðismálum lágtekjufólks

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur vinnubrögðum við úthlutun félagslegs húsnæðis hjá húsnæðisnefnd Reykjavíkur verið breytt á þann veg að í stað þess að hafa eina úthlutun á ári er nú úthlutað íbúðum allt árið um kring. Í byggingu eru íbúðir í Borgarhverfi, og til að svara mikilli eftirspurn eftir íbúðum nær miðborginni, standa nú yfir byggingar á íbúðum í Sóltúni og við Skúlagötu. Í október sl. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 125 orð

Orðsending til Árna Sigfússonar

VEGNA skrifa Árna Sigfússonar um löggæzlumál í Reykjavík, vil ég vinsamlega benda honum á þá staðreynd að allt forræði löggæzlu í Reykjavík heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar heitir Þorsteinn Pálsson og er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 618 orð

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu

RAFMAGNSÖRYGGISDEILD Löggildingarstofu hefur undanfarnar vikur komið nokkuð við sögu í fréttum fjölmiðla. Af þeirri ástæðu tek ég heila grein undir umfjöllun um þá deild meðan aðrar deildir Löggildingarstofu verða að deila rúmi. Löggildingarstofa hefur yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum í landinu og tók við því hlutverki af Rafmagnseftirliti ríkisins í ársbyrjun 1997. Meira
27. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 241 orð

Ruglið í DV-ritstjóranum

Í LAUGARDAGSBLAÐI DV 17. jan. spinnur Jónas Kristjánsson ritstjóri leiðara í kjaftasögustíl af því tilefni, að Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að setjast í 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
27. janúar 1998 | Aðsent efni | 627 orð

Stöndum vörð um farsælt líf og glaða æsku

ÉG hef ákveðið að gefa kost á mér í opnu prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi 7. febrúar vegna bæjarstjórnarkosninga á komandi vori. Ég hef verið búsettur hér í Kópavogi í tæp 40 ár og hef starfað sem lögreglumaður í 25 ár ­ þar af 17 ár hér í Kópavogi. Í prófkjörinu óska ég eftir stuðningi í 5. sæti listans. Meira

Minningargreinar

27. janúar 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Gyða Valdimarsdóttir

Elsku amma, núna hefur þú fengið frið frá veikindum þínum sem staðið hafa í rúma þrjá mánuði og um kollinn á mér fljúga skemmtilegar minningar. Sérstaklega tímabilið frá því ég var átta til fimmtán ára, en þá voru þær ófáar helgarnar sem ég, systir mín og Gyða Margrét frænka og vinkona gistum hjá þér. Þetta voru mjög sérstakar helgar, við áttum þig alla og vorum án efa litlu prinsessurnar þínar. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Gyða Valdimarsdóttir

Á fögrum vordegi fyrir hartnær 8 árum opna ég fyrir ungum manni sem segist heita Bjarni Sigurðsson og vera boðinn í stúdentsveislu dóttur minnar. Ég hef ekki hitt hann áður, en veit að hann er dóttursonur Gyðu á Blómvöllum, en þannig var ég vön að hugsa til hennar þótt ekki ætti hún lengur heima þar. Gyðu hafði ég kannast við lengi og hitt nokkrum sinnum, enda fjölskyldur okkar tengdar. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 210 orð

Gyða Valdimarsdóttir

Fallin er frá kær frænka okkar eftir erfið veikindi undanfarna mánuði. Okkur þótti Gyða ávallt glæsileg og myndarleg kona. Það var alltaf gott að vera í návist hennar því hún var svo róleg og yfirveguð. Við minnumst ferðanna þegar hún og maður hennar buðu okkur systkinunum og mömmu með sér næturlangt í hjólhýsið á Laugarvatni. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Gyða Valdimarsdóttir

Með þessum sálmi vil ég kveðja kæra systur sem reyndist mér og börnum mínum svo vel alla tíð. Góði Jesús, læknir lýða, líkna mér, sem flý til þín, þjáning ber ég þunga' og stríða, þreytt er líf og sálin mín. Sjá, mitt tekur þol að þverra, þú mér hjálpa, góði Herra, mín svo dvíni meinin vönd, milda þína rétt mér hönd. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 148 orð

GYÐA VALDIMARSDÓTTIR

GYÐA VALDIMARSDÓTTIR Gyða Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elísabet Jónsdóttir og Valdimar Þorvaldsson. Systkini Gyðu eru Karl Kristinn, f. 1918, Engilbert Ragnar, f. 1919, Junius Halldór, f. 1920, látinn 1987, Valdís María, f. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Halla Þorsteinsdóttir

Látin er fyrir aldur fram föðursystir okkar Halla Þorsteinsdóttir. Við kynntumst Höllu frænku því miður allt of lítið. Hún bjó lengst af úti á landi enda sveitalíf og dýr hennar ær og kýr. Halla var listræn kona og eru okkur minnisstæðir sérlega fallegir púðar sem hún handmálaði. Halla kynntist sambýlismanni sínum Jóhanni Ragnarssyni þegar hún var vinnukona á Nesjum í Grafningi. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Halla Þorsteinsdóttir

Með fáeinum orðum langar mig að minnast föðursystur minnar Höllu Þorsteinsdóttur. Föðursystur sem hafði mótandi áhrif með tilveru sinni og lífssýn. Einstakt lundarfar, glaðværð og glettni voru hennar einkenni. Næmi fyrir fegurð náttúrunnar, gædd hagleikshönd sem málaði það sem var henni kærast, sveitalíf ­ hesta og önnur dýr. Halla var náttúrubarn og naut þess best að starfa við búskap. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 142 orð

HALLA ÞORSTEINSDÓTTIR

HALLA ÞORSTEINSDÓTTIR Halla Þorsteinsdóttir fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal 3. maí 1928. Hún andaðist á Blesastöðum á Skeiðum 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Elín Helgadóttir, f. 22.7. 1893, d. 4.2. 1968, frá Þykkvabæ í Landbroti, og Þorsteinn Einarsson, f. 12.11. 1890, d. 17.12. 1965, frá Suður- Hvammi í Mýrdal. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 1244 orð

Leifur Haraldur Jósteinsson

Það var fyrir tæpum 20 árum að Leifur Jósteinsson fékk það verkefni að fara með undirrituðum á heimsmeistaramót unglinga í skák sem þá var haldið í Graz í Austurríki. Þrátt fyrir 20 ára aldursmun urðum við mestu mátar á þeim tveimur vikum sem mótið tók og hélst vinátta okkar æ síðan. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Leifur Haraldur Jósteinsson

Leifur var að vestan en kom að austan uppí Taflfélag. Þeir sögðu að hann hefði verið að kenna á Fáskrúðsfirði en væri nú fluttur suður og væri nokkuð glúrinn að tefla. Við töldum okkur strax sjá að hann kynni engar byrjanir og þeir sem lengra voru komnir staðhæfðu að taflmennska hans í miðtaflinu væri ekki alveg eftir bókinni. Þó vann hann flestar skákirnar og var rosalega góður í endatöflum. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Leifur Haraldur Jósteinsson

Það var mikið áfall sem ég fékk í síðustu viku þegar ég fór í Vesturbæjarútibú Búnaðarbankans til að hitta Leif. Ég kynntist Leifi sem útibússtjóra í Vesturbæjarútibúinu. Sem framkvæmdastjóri og útlendingur fékk ég góð ráð og leiðbeiningar hjá Leifi um hvernig best væri að ganga gegnum frumskóg peningamálanna á Íslandi. Alltaf fékk ég góðar móttökur, sama hvenær ég kom í bankann. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 84 orð

Leifur Haraldur Jósteinsson

Í dag kveðjum við félaga okkar og vin, Leif Jósteinsson. Leifur háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, en það er eins og í skákinni, sem Leifur tefldi af mikilli leikni að þegar maður er búinn að tapa síðasta manninum þá verður maður að lokum að játa sig sigraðan. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 203 orð

LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON

LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON Leifur Haraldur Jósteinsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1940. Hann lést á heimili sínu hinn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, f. 14. apríl 1914, og Jósteinn Magnússon, sem er látinn. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Leifur H. Jósteinsson

Og dagar og nætur koma og líða og mitt í hamförum vetrarins frjóvgast gjafmilt djúp tímans nýju sumri og fyrr en varir er það komið og breiðir úr sér og fer máttugum gróðrarþyt um höf og lönd. (William Heinesen) Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum minnast vinar míns, Leifs. Honum á ég mikið að þakka, margar góðar stundirnar áttum við saman. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 542 orð

Leifur Jósteinsson

Lífshlaupi vinar míns, Leifs Jósteinssonar, er lokið eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Eftir standa aðeins minningarbrot um minnisstæðan og góðan vin sem forsjónin hefur gefið grið og kallað til sín. Leifur var að mörgu leyti sérstakur maður. Hann bar umhyggju fyrir börnum sínum og fjölskyldu en var jafnframt einstæðingur á margan hátt. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Leifur Jósteinsson

Á kveðjustundum verður okkur oft orða vant. Hugurinn geymir svo margt er leitar fram og tregt verður tungu að hræra. Svo er okkur mörgum innanbrjósts í dag er við kveðjum Leif H. Jósteinsson, öflugan liðsmann skákhreyfingarinnar til margra ára. Skáklistin átti hug og hjarta Leifs frá unga aldri. Hann var öflugur skákmaður og tefldi á fjölmörgum skákmótum hér heima og erlendis. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Lorenz Karlsson

Í dag kveð ég kæran vin og tengdaföður Lorenz Karlsson. Margs er að minnast, þær minningar geymum við í huga okkar. Hann var af þeirri kynslóð sem hafði lifað tímana tvenna, byrjað sjómennsku mjög ungur á litlum bátum og endað á stórum síðutogurum. Oft bar hann saman breyttan aðbúnað til sjós. Eftir að hann hætti sjómennsku fór hann að vinna hjá Lýsi hf. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 167 orð

LORENZ KARLSSON

LORENZ KARLSSON Lorenz Karlsson fæddist á Vopnafirði 20. júní 1910. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík að morgni 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Gísladóttir, f. 24.4. 1878, d. 24.4. 1950, hún var frá Melabergi, Gullbringusýslu, og Karl Friðrik Jónsson, f. 6.5. 1867, d. 11.5. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 716 orð

Magnús Einarsson

Mágur minn Magnús Einarsson lést á sjúkrahúsinu Richmound Memorial í Virginíu, Bandaríkjunum, þar hafði hann dvalið síðan í september. Magnús átti sín fyrstu ár í Vestmannaeyjum í glöðum systkinahópi, á fjölmennu menningarheimili þar sem umsvif og gestagangur var mikill. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 691 orð

Magnús Einarsson

Magnús Einarsson, móðurbróðir minn, var það skyldmenni mitt sem ég þekkti og umgekkst mest þegar ég var að alast upp. Fjölskylda mín fluttist til Bandaríkjanna þegar ég var fimm ára gömul en Maggi kom liðlega ári seinna. Hann settist að í Virginíu-fylki en við vorum í Maryland, næsta fylki fyrir norðan. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 258 orð

MAGNÚS EINARSSON

MAGNÚS EINARSSON Magnús Einarsson fæddist í Hvammi í Vestmannaeyjum 30. nóvember 1925. Hann lést á Richmond Memorial Sjúkrahúsinu í Richmond, Virginiu, Bandaríkjunum, 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hanns voru María Vilborg Vilhjálmsdóttir, f. 26. júní 1897 í Knútsborg, Seltjarnarnesi, d. 18. feb. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Matthías Guðmundsson

Það er margt sem kemur upp í huga minn þegar ég lít til baka og minnist tengdaföður míns Matthíasar Guðmundssonar sem nú er látinn. Okkar viðkynni voru alla tíð mjög góð og fór ætíð vel á með okkur. Mér eru mjög minnisstæð fyrstu kynni mín af honum þegar ég bjó á heimili tengdaforeldra minna. Matthías hafði mjög gaman af því að ræða málin og þá gjarnan síðla kvölds yfir kaffibolla og góðu meðlæti. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Matthías Guðmundsson

Hann Matthías föðurbróðir minn er látinn og líklega feginn hvíldinni eftir langvarandi vanheilsu. Hann fæddist í Reykjavík og er jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag en í miðbænum var starfsvettvangur hans alla tíð. Systkini hans Jóhanna og Valtýr létust fyrir nokkrum árum. Þau voru einstaklega samheldin systkin og þótti annt um fjölskyldur hvers annars. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 416 orð

MATTHÍAS GUÐMUNDSSON

MATTHÍAS GUÐMUNDSSON Matthías Guðmundsson fæddist í Reykjavík 15. júlí 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 15. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Kristmundssonar, sjómanns, f. 9. september 1875, d. 30. desember 1935 og Guðríðar Davíðsdóttur, f. 15. febrúar 1867, d. 18. apríl 1954. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Sveinn Kr. Guðmundsson

Haustið 1949 var ákveðið að undirritaður skyldi verða frambjóðandi Alþýðuflokksins í Borgarfjarðarsýslu við alþingiskosningar sem þá áttu að fara fram. Ég var 25 ára blaðamaður úr Reykjavík og tók þegar að heimsækja forustumenn flokksins á Akranesi. Einn hinna fyrstu var Sveinn kaupfélagsstjóri eins og hann var þá almennt kallaður. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 626 orð

Sveinn Kr. Guðmundsson

Sveinn Kr. Guðmundsson er látinn. Með honum er genginn mætur Skagamaður, reyndar aðfluttur eins og velflestir Akurnesingar. Árið 1941 kom Sveinn til Akraness og hóf störf hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga og var reyndar kenndur við það á þeim tíma sem undirritaður flutti til Akraness, "Sveinn í kaupfélaginu", umtalaður á Akranesi fyrir myndarlegan rekstur þess fyrirtækis. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Sveinn Kr. Guðmundsson

Sveinn Kr. Guðmundsson var einstaklega vænn maður. Það sama gilti um konu hans, Guðrúnu Örnólfsdóttur, sem lést á síðastliðnu ári. Með þeim hjónum var mikið jafnræði. Leiðir okkar Sveins lágu saman fyrir tveimur áratugum er sá sem þetta ritar fór að eiga erindi á Akranes og víðar um Vesturland að hitta kjósendur að máli. Í fyrstu heimsókninni haustið 1977 gisti ég hjá þeim Sveini og Guðrúnu. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 475 orð

Sveinn Kr. Guðmundsson

Við rísum úr sætum, búumst brott og bráðum mun hurðum læst. Þó eflaust verði hér aftur veisla mun öðrum boðið næst. (Davíð Stef.) Öðlingurinn Sveinn Kr. Guðmundsson er horfinn sjónum okkar, atorkumaðurinn hefur búist brott, ljóðavinurinn og sagnamaðurinn góði situr ekki lengur veislu þá sem nú er lokið og hann setti sjálfur svip á. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 287 orð

Sveinn Kr. Guðmundsson

Elsku afi minn. Nú hefur þú fengið hvíldina og ert laus við allar þjáningar. Ekki grunaði mig að ég myndi missa ykkur ömmu með svo stuttu millibili. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi hjá okkur. Ég þakka ykkur ömmu fyrir allar þær dýrmætu minningar sem þið hafið gefið mér. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 436 orð

SVEINN KR. GUÐMUNDSSON

SVEINN KR. GUÐMUNDSSON Sveinn Kristinn Guðmundsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri og bankaútibússtjóri á Akranesi, fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 22. desember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson, járnsmiður, f. á Geststöðum í Fáskrúðsfirði 14.11. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 467 orð

Tómas Þorvarðsson

Þegar skammdegisdrunginn var sem dekkstur um miðjan desember fékk Tómas afabróðir minn þær fréttir, að senn væri hann kominn að leiðarlokum. Tók hann þeim fréttum af miklu æðruleysi. Þar fór maður sem ekki gekk í gegnum lífið með skellum og látum. Fyrir vikið bar maður meiri virðingu fyrir honum. Það var háttur Tómasar að hafa ekki mörg orð um hlutina og bera ekki tilfinningar sínar á torg. Meira
27. janúar 1998 | Minningargreinar | 56 orð

TÓMAS ÞORVARÐSSON

TÓMAS ÞORVARÐSSON Tómas Þorvarðsson, löggiltur endurskoðandi, fæddist á Bakka á Kjalarnesi 17. október 1918. Hann lést á Landspítalanum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Guðbrandsson, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, f. 2.9. 1877, d. 3.11. 1957, og kona hans Málhildur Tómasdóttir, f. 25.2. 1880, d. 1.9. 1954. Meira

Viðskipti

27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 286 orð

Ábyrgðarmenn geta krafist greiðslumats

SAMKOMULAG hefur náðst milli viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra viðskiptabanka, Sambands íslenskra sparisjóða, Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorta hf. og Neytendasamtakanna um breytt fyrirkomulag á notkun sjálfskuldarábyrgða. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Batnandi fjárhagur almennings meginskýringin

VERULEGA hefur dregið úr gjaldþrotaúrskurðum og fjárnámum hjá einstaklingum og lögaðilum á síðustu árum. Í fyrra voru 732 gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp hjá héraðsdómum yfir einstaklingum og var um 14% samdrátt að ræða milli ára. Á árinu var skiptum lokið í 794 þrotabúum sem er 20% samdráttur. Þá voru 3.643 árangurslaus fjárnám gerð og var þar um 15,6% samdrátt að ræða frá árinu 1996. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 371 orð

Borgarlögmanni falið að kanna áhrif hér á landi

ABB ­ I.C. MØLLER, danskt dótturfyrirtæki alþjóðafyrirtækisins ABB, Asea Brown Bovery, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í hringamyndun evrópskra röraframleiðenda, að því er greint var frá í sænska blaðinu Dagens Industri sl. laugardag. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 404 orð

Digital selt Compaq fyrir 9,6 milljarða dollara

COMPAQ-tölvufyrirtækið hefur ssamþykkt að kaupa Digital Equipment Corp. fyrir 9,6 milljarða dollara og eru þetta mestu fyrirtækjakaup í sögu tölvuiðnaðarins. Compaq, sem er umsvifamesti seljandi einmenningstölva í heiminum, mun gefa út um 150 milljónir hlutabréfa og greiða 4,8 milljarða dollara í reiðufé fyrir Digital, sem framleiðir tölvur og netkerfi. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 137 orð

ÐVon á framkvæmdastjóra sænskra vinnuveitenda

ÍSLENSK-sænska verslunarráðið gengst fyrir hádegisverðarfundi miðvikudaginn 4. febrúar nk. kl. 12 í Víkingsal Hótel Loftleiða. "EEA ­ EU ­ EMU" "Why vas EEA not enough for Swedish Business". Ræðumaður er Göran Tunhammar, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Svíþjóðar, SAF. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 632 orð

Evrópsk fyrirtæki gera lítið úr áhrifum frá Asíu

EVRÓPSK fyrirtæki bera sig vel, en æ fleiri verða að viðurkenna að Asíukreppan bitnar á afkomu þeirra ­ og vandanum er ekki lokið. Forstöðumenn fjárfestingarsjóða forða sér frá viðkvæmum greinum og reyna að tryggja hag skjólstæðinga á nálægari slóðum. Meira
27. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | -1 orð

»Vandamál Clintonsvalda óvissu

VANDAMÁL Clintons forseta drógu úr hlutabréfahækkunum og dollarakaupum á evrópskum mörkuðum í gær og Asíumálin hurfu í skuggann. Litlar breytingar urðu á verði evrópskra hlutabréfa þar til góð byrjun í Wall Street hafði örvandi áhrif. Veikleiki dollars að undanförnu átti þátt í að verð á gulli komst í yfir 300 dollara únsan í fyrsta skipti í tvo mánuði. Meira

Daglegt líf

27. janúar 1998 | Neytendur | 173 orð

Samkeppni í uppsiglingu

ÚTLIT er fyrir að Nóatún og Bónus opni lágverðsverslanir í Árbæjarhverfi á næstu mánuðum. Nóatún hyggst opna nýja lágverðsverslun í Hraunbæ með vorinu. Að sögn Einars Jónssonar kaupmanns í Nóatúni er um 500 fermetra verslunarhúsnæði að ræða sem nýtt verður undir verslun með áherslu á lágt vöruverð. Meira
27. janúar 1998 | Neytendur | 377 orð

Þvoið rúskinnsskóna með sápuvatni

Hvernig á að þrífa svarta gönguskó úr rúskinni? Svar: Gunnsteinn Lárusson skósmiður hjá Skóstofunni í Dunhaga segir að til séu sérstök efni til að þrífa með rúskinnsskó en hann mælir líka með mildu sápuvatni. "Það er óþarfi að bleyta rúskinnsskóna mjög mikið en nota t.d. gamlan uppþvottabursta til að þrífa þá með. Meira

Fastir þættir

27. janúar 1998 | Í dag | 452 orð

AMKEPPNI Flugfélags Íslands og Íslandsflugs um innanla

AMKEPPNI Flugfélags Íslands og Íslandsflugs um innanlandsflug hefur leitt til verðlækkunar, sem komið hefur þeim, sem ferðast innanlands, til góða. Lægra verð hefur leitt til þess, að farþegum hefur fjölgað, þótt það hafi ekki dugað til að tryggja áfram svo lágt verð, sem verið hefur undanfarna mánuði. Meira
27. janúar 1998 | Í dag | 32 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 27. janúar, verður sextugur Bragi Skúlason, húsasmíðameistari, Hólmagrund 22, Sauðárkróki. Hann og kona hans taka á móti gestum í Tjarnarbæ nk. laugardag, 31. janúar, kl. 21-23.30. Meira
27. janúar 1998 | Fastir þættir | 345 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Meira
27. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. nóvember sl. í Landakotskirkju af sr. Georg Eva Þengilsdóttir og Marteinn Eyjólfsson. Heimili þeirra er í Nökkvavogi 12, Reykjavík. Meira
27. janúar 1998 | Dagbók | 647 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. janúar 1998 | Fastir þættir | 325 orð

Sveit Landsbréfa Reykjavíkurmeistari þriðja árið í röð

24.-25. janúar SVEIT Landsbréfa sigraði sveit Arnar Arnþórssonar í hörkuspennandi úrslitaleik um helgina. Lokatölur 232-199. Sveit Arnar byrjaði betur og vann fyrstu þrjár loturnar en samtals voru spilaðar átta 12 spila lotur. Lokatölur eftir fyrri dag voru 130 gegn 110 Erni og félögum í vil. Meira
27. janúar 1998 | Í dag | 269 orð

Verðbólgutap ÉG heyrði í f

ÉG heyrði í fréttum ríkisútvarpsins fimmtudaginn 22. janúar að meira en þriggja milljarða króna eign eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins eigi að skipta milli fyrrverandi tryggingataka hjá félaginu samkvæmt frumvarpi sem á að endurflytja á Alþingi. Það var fjöldi manns á mínum aldri sem tapaði líftryggingu sinni á dýrtíðarárunum miklu. Meira

Íþróttir

27. janúar 1998 | Íþróttir | 400 orð

1. DEILD KONUR Fram - Grótta/KR20:26 Íþrótt

Íþróttahús Fram við Safamýri, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 13. umferð, sunnudaginn 25. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 3:3, 3:6, 5:9, 9:10, 11:12, 11:19, 13:22, 18:25, 20:26. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 55 orð

2. deild karla:

2. deild karla: Fram - Hrunamenn2:0 Nató - Hamar1:2 Sindri - Þróttur0:2 Hamar - Sindri2:0 Hrunamenn - Nató2:1 Þróttur - Fram2:0 Hrunamenn - Hamar0:2 Fram - Sindri2:0 Nató - Þróttur0:2 Hamar - Fram1:2 Sindri - Nató0:2 Þróttur - Hrunamenn2:0 Nató - Fram0:2 Hrunamenn - Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 405 orð

Afmælisbarnið fór á kostum Aftureldi

Afmælisbarnið fór á kostum Afturelding tryggði stöðu sína á toppi 1. deildar með fjögurra marka sigri, 29:25, á HK á sunnudagskvöld. Leikurinn, sem fram fór í Digranesinu, var afar sveiflukenndur og einkenndist af mistökum á báða bóga. Gestirnir voru þó sterkari þegar á heildina er litið og uppskáru sanngjarnan sigur. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 504 orð

AIME Jacquet landsliðsþjálfa

AIME Jacquet landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu valdi um helgina Patrick Vieira í landsliðið fyrir vináttuleik við Spán á morgun. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 284 orð

Aldrei verið sterkari

Þessar greinar eru skemmtilegar, en mjög ólíkar þeim sem ég er aðallega í," sagði Guðrún Arnardóttir í mótslok á laugardaginn. "Í þessum stuttu sprettum reynir meira á snerpuna og taugarnar, en það er fínt að fá aðeins að reyna sig í grindahlaupi svo snemma á keppnistímabilinu, Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 212 orð

Allt lagt undir á EM "ÉG er ánægð með tilrauni

"ÉG er ánægð með tilraunirnar við 4,35 þó hraðinn hefði mátt vera meiri hjá mér í atrennunum," sagði Vala Flosadóttir, en hún jafnaði eigið Norðurlanda- og Íslandsmet er hún lyfti sér yfir 4,20 í þriðju tilraun. En í stað þess að hækka um 5 cm og freista þess að bæta met sitt lét hún slag standa með Danielu Bartovu í tilraunum að hnekkja Evrópumetinu, 4,32 m. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 386 orð

ANDREA M¨uller frá Þýskala

ANDREA M¨uller frá Þýskalandi olli vonbrigðum með þátttöku sinni í stangarstökki kvenna. Hún felldi í þrígang byrjunarhæð sína 3,80 m og var þar með úr leik. Hún virtist í mesta basli með of mjúka stöng. M¨uller hefur hæst stokkið 4,30 um ævina. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 77 orð

A-riðill:

A-riðill: Badel Zagreb - Generali Trieste25:27 Celje Lasko - KA31:18 Staðan: Celje Lasko5500140:10710 Badel Zagreb5302132:1196 Generali Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 1158 orð

Atl. Madrid - Atl. Bilbao3:0

Atl. Madrid - Atl. Bilbao3:0 Christian Vieri 12., 50., Andrei Frascarelli 72. 40.000 Real Betis - Celta2:0 Robert Jarni 31., Alexis Trujillo 57. 30.000. Espanyol - Oviedo0:0 22.000. Real Sociedad - Real Madrid4:2 Didi Kuhbauer 24., Francisco De Pedro 40., Darko Kovacevic 47. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 83 orð

Auðvelt hjá ÍS Lið UMFS úr Borgarn

Auðvelt hjá ÍS Lið UMFS úr Borgarnesi, sem er efst í 2. deild kvenna, mætti ofjörlum sínum ÍS í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í íþróttahúsi Kennaraháskólans. ÍS sigraði með 55 stiga mun, 88:33. Bestar í liði ÍS voru Hafdís Helgadóttir, Lovísa Guðmundsdóttir og Alda Leif Jónsdóttir. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 1267 orð

Á að geta gert betur

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði sér ekki á strik í sviginu í Kitzbühel í Austurríki á sunnudaginn. Hann hafði rásnúmer 22 og náði ekki að verða á meðal þeirra þrjátíu sem fóru síðari umferðina. Hann var með 32. besta tímann og var því áhorfandi í síðari umferðinni. Það munaði aðeins 0,18 sek. að hann kæmist áfram. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 249 orð

Barcelona og Real Madrid töpuðu

BARCELONA og Real Madrid máttu sætta sig við tap á útivöllum á sunnudaginn. Leikmenn Real Sociedad, sem hafa ekki tapað leik á heimavelli á keppnistímabilinu, lögðu Real Madrid 4:2. Barcelona gerði ekki góða ferð til La Coruna, þar sem liðið tapaði 3:1. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 429 orð

Benedikt í Kitzb¨uhel BENEDIKT Geirsson, formað

BENEDIKT Geirsson, formaður Skíðasambandsins, var í Kitzb¨uhel og fylgdist með heimsbikarmótinu um helgina. Hann var einnig í Veysonnaz í Sviss og sá Kristin ná þar öðru sæti. "Það var ótrúleg upplifun að vera með honum í Sviss. Hann er orðinn stórt nafn í skíðaheiminum. Það þekkja hann allir sem hafa á annað borð fylgst með skíðaíþróttinni. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 351 orð

Bróðurlega skipt á Akureyri

Stjarnan sótti KA heim á Akureyri um helgina í 1. deild karla í blaki og skemmst er frá því að segja að liðin skiptu leikjunum bróðurlega á milli sín; Stjarnan vann þann fyrri á föstudagskvöldið 3:1, en heimamenn þann síðari 3:0. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 106 orð

Bryant sá yngsti í "stjörnuliðið"

ó að bakvörðurinn Kobe Bryant sé ekki í byrjunarliði Los Angeles kom það ekki í veg fyrir að hann yrði yngsti leikmaðurinn sem valinn er til þátttöku í árlegum stjörnuleik liða austur- og vesturstrandarinnar. Þar með skráði Bryant nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar en hann verður 19 ára og 5 mánaða gamall er 48. stjörnuleikurinn fer fram í Madison Square Garden í New York 8. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 244 orð

Christian Leitner, þjálfari Kristins

CHRISTIAN Leitner, þjálfari Kristins, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur þó að Kristinn hafi ekki náð sér á strik í Kitzb¨uhel. "Kristinn er ekki góður í svona aflíðandi brekkum. Hann er bestur ef það er nógu bratt og hart. Hann var ekki að skíða vel og á auðvitað að geta meira. Þessi brekka er varla boðleg fyrir svig og á kafla í brautinni var hún nánast upp í móti. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 229 orð

Dormagen tókst ekki að lyfta sér af botninum

BAYER Dormagen tókst ekki að lyfta sér upp úr botnsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik um helgina er það tók á móti Nettelstadt ­ tapaði 29:23. Héðinn Gilsson var næstmarkahæstur leikmanna Dormagen með sex mörk og Róbert Sighvatsson gerði eitt. Niederw¨urzbach, lið Konráðs Olavsonar, heldur sínu striki í 4. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 146 orð

Dómararnir mættu ekki

SÁ fáheyrði atburður átti sér stað á sunnudagskvöld að fresta varð leik Stjörnunnar og ÍR í 1. deild karla í handknattleik sökum þess að engir dómarar mættu til leiks í Garðabænum. "Ég held að ég geti fullyrt að ég hafi ekki lent í neinu svipuðu þessu síðan í 4. flokki. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 435 orð

Dæmigerður bikarleikur

"ÞETTA var alveg dæmigerður bikarleikur þar sem bæði lið komu mjög grimm til leiks. Við eigum að vera með betra lið, en í bikarkeppni skiptir það hins vegar ekki alltaf öllu máli og oft er það dagsformið sem ræður úrslitum. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 798 orð

Einn sá allra besti, ef ekki sá besti

MEISTARI Ameríkudeildar sigraði loks í úrslitaleik ameríska fótboltans eftir 14 ára bið þegar Denver Broncos hafði betur í viðureign við Green Bay Packers, 31:24 á sunnudag. Þetta var 32. úrslitaleikurinn í NFL-deildinni (sem kallaður er Super Bowl vestra) og einn sá allra besti, ef ekki sá besti. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 131 orð

"Eins og menn væru hættir"

FRIÐRIK Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var vitaskuld vonsvikinn í leikslok. "Ég hélt okkur vera að hafa það," sagði hann. "Við bjuggum okkur mjög vel undir þennan leik og við vissum nákvæmlega hvað við þurftum að gera til að stöðva þetta lið. Við gerðum það í þrjátíu mínútur og mér fannst við hafa undirtökin. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 140 orð

Eyjólfur ofarlega á blaði

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Herthu Berlín, er ofarlega á blaði í úttekt hjá þýska blaðinu Kicker. Blaðið vegur og metur alla leikmenn 1. deildarinnar í knattspyrnu, eða 320 leikmenn og gefur þeim einkunn fyrir framgöngu þeirra á knattspyrnuvellinum. Eyjólfur er í 43. sæti með 79,3% af 100% mögulegum. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 537 orð

FH - Haukar28:32 Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattle

Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla ­ Nissan-deildin 15. umferð ­ sunnudaginn 25. janúar 1998. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 2:3, 3:5, 5:7, 7:10, 9:12, 10:13, 11:15, 12:16, 13:18, 14:19, 15:19, 17:21, 18:22, 21:23, 24:25, 24:27, 25:28, 26:30, 27:32, 28:32. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 121 orð

Flý ekki sökkvandi skip

"ÞAÐ er svo sannarlega ekki bjart framundan hjá Hibernian í Skotlandi, liði Ólafs Gottskálkssonar og Bjarnólfs Lárussonar. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar og á laugardaginn var það slegið út úr 3. umferð bikarkeppninnar af 1. deildar félaginu Raith Rovers. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 346 orð

Heimsbikarkeppnin

Kitzb¨uhel, Austurríki: Brun karla: 1. Kristian Ghedina (Ítalíu)2.05,49 2. Didier Cuche (Sviss)2.05,63 3. Josef Strobl (Austurríki)2.05,85 4. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)2.06,01 5. Hans Knauss (Austurríki)2.06,09 Staðan í bruninu: 1. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 279 orð

IAAF gerði stigatöflu

ATHYGLI vakti að þrátt fyrir að Jón Arnar Magnússon hafi verið með lakari árangur í öllum greinum þríþrautarinnar á ÍR-mótinu laugardaginn fékk hann fleiri stig en í samskonar þraut fyrir ári. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

Írar vilja ekki Wimbledon ÍRSK

ÍRSKA knattspyrnusambandið áréttaði í gær að það væri á móti því að enska úrvalsdeildarliðið Wimbledon flytti til Dublin en írskir fjölmiðlar gerðu því skóna fyrir helgi að sambandið væri að gefa eftir í málinu. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 446 orð

Juventus komið upp fyrir Inter

Ítalska deildin er nú hálfnuð og meistarar Juventus eru komnir í efsta sæti í fyrsta sinn í vetur. Liðið vann Atalanta 3:1 og Marcello Lippi, þjálfari Juventus, var ánægður með sína menn, sérstaklega með að þeir náðu að halda ró sinni og leikskipulagi allan tímann. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 299 orð

KA átti aldrei möguleika

KA tapaði fimmta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á laugardaginn þegar það sótti heim efsta lið A-riðils, Celje Lasko frá Slóveníu. Þrátt fyrir hetjulega baráttu að sögn Atla Hilmarsson, þjálfara KA, þá höfðu norðanmenn ekki möguleika á að halda í við gestgjafa sína að þessu sinni og er upp var staðið munaði 13 mörkum, 31:18. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 536 orð

Kem til leiks að ári

Grindahlaupið var ágætt, en kúluvarpið og langstökkið síðra og raunar lakara en ég hafði vonað," sagði Tomas Dvorak frá Tékklandi en hann bar sigur úr býtum í þríþraut, hlaut 2.883 stig, 51 stigi fleira en Jón Arnar Magnússon er hreppti annað sætið. Þrátt fyrir sigurinn í stigakeppninni vann Dvorak aðeins eina grein, 50 m grindahlaupið, varð annar í kúluvarpi og jafn Jóni í 2.­3. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 71 orð

Kipketer með malaríu HEIMSMETHAFINN

HEIMSMETHAFINN í 800 m hlaupi karla, hinn kenýskættaði Dani, Wilson Kipketer, var í gær lagður inn á sjúkrahús í suðurhluta Portúgals vegna malaríu. Talsmaður sjúkrahússins vildi ekkert gefa upp hvað amaði að hlauparanum en þjálfari Kipketers, Pólverjinn Slavomír Novak, staðfesti að heimsmethafinn væri með sjúdóminn. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 92 orð

Kristinn í sama flokk og Jón Arnar og Guðrún KRIST

KRISTINN Björnsson kemur heim til Íslands í dag. Hann mun dvelja í nokkra daga heima þar sem hann mun m.a. gera nýjan samning við afreksmannasjóð Íþrótta- og ólympíusambands Íslands áður en hann fer á Ólympíuleikana í Nagano. Hann fer í sama flokk og Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir. Hann verður styrktur með sama hætti og þau fram yfir heimsmeistaramótið á næsta ári. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 418 orð

KRISTJÁN Brooks, miðherji í

KRISTJÁN Brooks, miðherji í ÍR, fór til Lyn í Noregi í gær og verður hjá knattspyrnuliðinu fram á föstudag með samning í huga. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 431 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR/NBA

Seattle vann Los Angeles Lakers á heimavelli á laugardagskvöldið í uppgjöri þeirra liða sem hafa hæsta vinningshlutfall í deildinni, 101:95. Vin Baker gerði 213 stig og tók 10 fráköst fyrir heimaliðið og Gary Payton fylgdi á eftir með 20 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 80 orð

Lára Hrund bætti met Ragnheiðar

LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH, bætti tæplega 11 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur, ÍA, í 400 m fjórsundi kvenna á Stórmóti Búnaðarbankans og VISA sem fram fór í sundlaug Hafnarfjarðar um helgina. Synti Lára á 5.01,53 mín. og bætti gamla metið um 74/100 úr sekúndu. Tíminn er einnig stúlknamet, en sjálf átti Lára Hrund fyrra stúlknametið. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 62 orð

Lottó-mótið

Lottó-skvassmótið fór fram í Veggsport um helgina. Mótið er punktamót, sem gefur stig til Íslandsmóts. Kim Magnús varð sigurvegari í meistaraflokki karla, lagði Magnús Haraldsson í úrslitaleik 3:1. Kim tapaði sinni fyrstu lotu í leik í vetur. Albert Guðmundsson varð þriðji. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 815 orð

Metjöfnun Völu var hápunkturinn

ÞAÐ var í mörg horn að líta í Laugardalshöll sl. laugardag er ÍR hélt stórmót sitt í frjálsíþróttum annað árið í röð. Margt fremsta frjálsíþróttafólk heims kom til leiks og skemmtileg keppni var í öllum greinum. Engin met voru sett en óhætt er að segja að aðeins hársbreidd hafi vantað upp á að Daniela Bartova bætti Evrópumetið í stangarstökki um 3 cm. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 197 orð

Mót í Tælandi

Johnnie Walker Classic: 279 - Tiger Woods 72 71 71 65, Ernie Els 67 65 74 73 280 - Retief Goosen 71 71 69 69 281 - Andrew Coltart 71 68 72 70, Lee Westwood 71 66 73 71, Alex Cejka 67 68 74 72, Peter O'Malley 69 68 72 72 282 - Stephen Leaney 70 68 72 72, Padraig Harrington 69 67 73 73, Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 123 orð

NBA-deildin

Leikið aðfaranótt laugardags: Indiana - Utah106:102 Atlanta - Boston85:89 New Jersey - Chicago98:100 Eftir framlengingu. Philadelphia - Portland98:87 Miami - Orlando102:90 San Antonio - Dallas81:75 Phoenix - Denver93:77 Golden State - Vancouver80:88 Leikið aðfaranótt sunnudags: Toronto - Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 734 orð

Newcastle í erfiðleikum í Stevenage

STEVENAGE, hálfatvinnumannalið sem leikur utan deildar, náði 1:1 jafntefli er liðið tók á móti Newcastle og mun sunnudagurinn 25. janúar 1998 vera skráður í sögubækur sem einn sá merkilegasti í 22 ára sögu félagsins. Afrekið er þó nokkurt því Stevenage er talið einum 100 sætum neðar en Newcastle á styrkleikalista enska knattspyrnusambandins. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 69 orð

NHL-deildin

Leikið aðfaranótt laugardags: Buffalo - Tampa Bay4:1 San Jose - Edmonton3:2 Leikið aðfaranótt sunnudags: Montreal - Carolina3:4 Anaheim - Los Angeles3:3 Chicago - St Louis5:4 Colorado - Dallas2:3 Detroit - Philadelphia1:0 NY Rangers - New Jersey3:3 Pittsburgh - Boston4:2 Ottawa Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 349 orð

Opna ástralska

Einliðaleikur kvenna: 3. umferð: 1-Martina Hingis (Sviss) vann Anna Kournikova (Rússlandi) 6-4 4-6 6-4 5-Mary Pierce (Frakklandi) vann Olga Barabanschikova (Hv­Rússlandi) 7-5 6-3 16-Ai Sugiyama (Japan) vann Magadalena Grzybowska (Póllandi) 7-6 (7-5) 1-6 6-4 Henrieta Nagyova (Slóvakíu) vann Elena Likhovtseva (Rússlandi) Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 356 orð

PAULO Sousa fékk í gær leyfi frá

PAULO Sousa fékk í gær leyfi frá Dortmund til að ganga þegar til liðs við Inter á Ítalíu, sem greiðir þýska félaginu 15 milljónir marka (um 608 millj. kr.). Portúgalski miðherjinn var samningsbundinn Dortmund út næsta tímabil en mátti fara ári fyrr. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 851 orð

Sigrar hjá Stangassingers og Sykora

THOMAS Stangassinger og nafni hans, Sykora, urðu í tveimur efstu sætunum í heimsbikarmótinu í svigi í Kitzbühel á sunnudag, en Sykora hafði betur í gær. Þessir tveir Austurríkismenn hafa verið sterkustu svigmenn heims í vetur. Þetta var þriðji sigur Stangassingers í svigi. Norðmennirnir Ole Christian Furuseth og Hans-Petter Buraas höfnuðu í þriðja og fjórða sæti. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 539 orð

"Sjáumst í úrslitakeppninni"

Haukar og stuðningsmenn þeirra fögnuðu vel og lengi eftir að flautað var til leiksloka í grannaslagnum við FH, í 1. deild karla í handknattleik, í Kaplakrika á sunnudagskvöld. Haukar sigruðu 32:28 og stemmningin undir lokin var dæmigerð fyrir leik nágrannaliða; nokkrum mín. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

Skyldumæting í Höllina

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur í hyggju að senda um tólf hundruð félagsmönnum sínum dreifibréf, þar sem skyldumæting verður ítrekuð á bikarúrslitaleik KFÍ og Grindavíkur í Laugardalshöll hinn 14. febrúar. Meðlimir í félaginu eru brottfluttir Ísfirðingar, sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni þess. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 355 orð

Spennu- leikur

Lið Vals og ÍBV skildu jöfn í kaflaskiptum og æsispennandi leik, 28:28. Leikmenn beggja liða voru greinilega með hugann við síðustu viðureign liðanna í bikarkeppninni, en þó á mjög ólíkan hátt. Valsmenn virtust ekki komnir niður á jörðina en Eyjamenn voru augsýnilega staðráðnir í að koma fram hefndum. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 644 orð

Stefnan sett á "Borgarísjakann"

ÍSFIRÐINGAR virðast hafa sérstakt lag á að sýna allar bestu hliðar sínar þegar mikið liggur við. Á sunnudag báru þeir sigurorð af Njarðvíkingum í undanúrslitum bikarkeppninnar, 99:70, í "Ísjakanum" á Torfnesi á Ísafirði. KFÍ leikur því við Grindavík í úrslitaleik keppninnar 14. febrúar nk., en af framgöngu ísfirskra stuðningsmanna að dæma verður Laugardalshöllin gerð að "Borgarísjaka" í einn dag. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 467 orð

STOLT »"Er í fremstu röð ­Íslendingar ættu aðvera stoltir af Kristni"

Nokkrir fremstu íþróttamenn þjóðarinnar voru í eldlínunni um helgina, bæði hér heima og erlendis. Frjálsíþróttamennirnir Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir á bráðskemmtilegu stórmóti ÍR-inga í Laugardalshöll og Kristinn Björnsson skíðamaður í brekkunum í Kitzb¨uhel í Austurríki, svo dæmi séu tekin. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 231 orð

Söguleg félagaskiptiDAMIR Stojak, markakó

DAMIR Stojak, markakóngur Vojvodina Novi Sad í Júgóslavíu, hefur samið við Croatia Zagreb í Króatíu skv. fréttum júgóslavneskra fjölmiðla um helgina og brýtur þar með blað í samskiptum þjóðanna; er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem flytur sig milli liða í löndunum tveimur síðan stríðið braust út á Balkanskaga í kjölfar þess að Júgóslavíu leystist upp. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 341 orð

Tíu marka munur í botnbaráttunni

TÍU mörk skildu að neðstu lið 1. deildar karla, sem mættust í Smáranum á sunnudagskvöldið og voru það Víkingar, sem héldu heim í Fossvoginn með tvö stig í farteskinu eftir 33:23 sigur á Breiðabliki. Víkingar eru því komnir með fimm stig eftir jafntefli gegn ÍR og tvo sigra á Blikum, sem sjálfum hefur enn ekki tekist að næla sér í stig. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 792 orð

Valur stöðvaði Stjörnuna

"VIÐ hentum frá okkur stigi eins og í leiknum við FH á dögunum, sagði Ragnar Hermannsson þjálfari Valsstúlkna eftir 25:25 jafntefli við Stjörnuna á laugardaginn en Garðbæingar náðu að jafna á síðustu sekúndum leiksins eftir hraðaupphlaup. Valsstúlkur bundu þar með enda á fjórtán leikja sigurgöngu Garðbæinga. Stjarnan byrjaði betur og náði fljótlega 10:5 forystu. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 398 orð

Valur - UMFG84:101 Hlíðarendi, bikarkeppni KKÍ og Renault í

Hlíðarendi, bikarkeppni KKÍ og Renault í karlaflokki, undanúrslit, sunnudaginn 25. janúar 1998. Gangur leiksins: 4:0, 12:8, 18:15, 22:22, 29:25, 31:32, 40:37, 45:44, 49:50, 55:58, 62:67, 69:79, 77:87, 82:95, 84:101. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 361 orð

"Vart getað boðið upp á skemmtilegra mót"

BRÁÐSKEMMTILEG keppni var á stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll á laugardaginn en engin met voru þó sett eins og í fyrra. Næst því komst Vala Flosadóttir, ÍR, er hún jafnaði eigið Norðurlanda- og Íslandsmet, 4,20 m. Guðrún Arnardóttir, Ármanni, varð fyrst í 50 m grindahlaupi og önnur í 50 m hlaupi. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 136 orð

Wachter meiddist AUSTURRÍKISMAÐURINN Anita Wachter sn

AUSTURRÍKISMAÐURINN Anita Wachter snéri sig illa á hægra hné þegar hún datt á risasvigsmóti í heimsbikarkeppninni á Ítalíu á laugardaginn. Liðband tognaði illa og því má slá því föstu að hún verði ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Nagano í næsta mánuði. Wachter missti skíðin sitt til hvorrar handar og datt og rann um 80 metra niður brautina í Cortina D'ampezzo. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 592 orð

Ætlar körfuknattleiksmaðurinnÓLAFUR JÓN ORMSSONað vinna tvöfalt í vetur?Sé ekki eftir hvíldinni

ÓLAFUR Jón Ormsson hefur leikið vel fyrir KFÍ í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. Þótt hann sé einungis 21 árs er hann orðinn leikreyndur í efstu deild, en hann hóf að leika í meistaraflokki 1991, með KR. Á sunnudag undirstrikaði Ólafur hæfni sína er hann gerði 21 stig í góðum sigri Ísfirðinga á Njarðvíkingum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 303 orð

Öruggt hjá Keflvík

Það ríkti mikil spenna fyrir undanúrslitaleikinn, nágrannaslaginn, á milli Grindavíkur og Keflavíkur á sunnudagskvöld og flestir á því að hér væri um úrslitaleik keppninnar að ræða. Þessi spenna var sjáanleg á leikmönnum beggja liða í byrjun og mikið um fum og fát. Meira
27. janúar 1998 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

19. umferð: Hameln - Kiel22:27 Niederw¨urzbach - W.Massenheim27:24 Bayer Dormagen - Nettelstedt23:29 Minden - Gummersbach24:23 Grosswallstadt - Eisenach25:24 Wuppertal - Meira

Fasteignablað

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 200 orð

Atvinnu- húsnæði í Garðabæ

Við svonefnt Molduhraun í Garðabæ hefur verið skipulagt nýtt iðnaðar- og þjónustuhverfi. Það verður um 38 hektarar að stærð og liggur að bæjarmörkum Hafnarfjarðar. Samtals er gert ráð fyrir 36 byggingarlóðum í hverfinu og er stærð þeirra mjög mismunandi eða frá 3.000 ferm. og upp í 40.000 ferm. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 207 orð

Fjögur ný raðhús við Viðarás

FASTEIGNASALAN Lundur hefur nýlega fengið í sölu nýbyggingu að Viðarási 1 til 7 í Selásnum. Þetta eru fjögur raðhús sem hvert um sig er um 170 ferm. að flatarmáli. Húsin eru steinsteypt og á tveimur hæðum, en bílskúrinn er innbyggður. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 1120 orð

Færri Íslendingar en áður í eigin húsnæði

SAMKVÆMT nýlega birtri neyslukönnun Hagstofu Íslands, er gerð var 1995 bjuggu þá 81% lands- manna í eigin húsnæði. Um er að ræða vandaða könnun þar sem notað var 1.375 heimila úrtak. Í vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar frá 1996 var komist að svipaðri niðurstöðu. Því er full ástæða til þess að telja töluna 81% býsna trúverðuga. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 253 orð

Garðyrkjustöð í Biskupstungum

MARGIR hafa áhuga á því að geta starfað sjálfstætt í fallegu umhverfi. Hjá Lögmönnum, Suðurlandi, sem hafa aðsetur á Selfossi, er nú til sölu garðyrkjustöðin Traðir í Laugarási í Biskupstungum. Möguleiki er á að kaupa nýlegt íbúðarhús í göngufæri frá stöðinni. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 30 orð

Glæsileg skilrúm

Glæsileg skilrúm SKILRÚM í stofum voru mikið notuð áður en sjást fremur sjaldan hér. Þau geta verið heppileg þar sem þau eiga við og líka glæsileg eins og hér má sjá. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Þverholt

HJÁ Eignamiðluninni er nú til sölu stórt atvinnuhúsnæði við Þverholt 17, 19 og 21. Þessi hús eru byggð í áföngum. Að sögn Baldvins Valdemarssonar framkvæmdastjóra Sólar-Víking hf., eiganda húsnæðisins, var Þverholt 17 upphaflega hús Vinnufatagerðar Reykjavíkur, en nú er þar lagerhúsnæði. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 137 orð

Gott einbýlishús í Smáíbúða hverfi

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu einbýlishús við Heiðargerði 100 í Smáíbúðahverfi. Húsið er steinsteypt, hæð og ris og liðlega 130 ferm. að ótöldum súðarfermetrum. Húsið var byggt 1956. Því fylgir 35 ferm. bílskúr með nýlegu þaki og jeppahurð. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 198 orð

Gott parhús við Norðurbrún

HJÁ Eignamiðstöðinni-Hátúni er nú til sölu gott parhús við Norðurbrún 18. Þetta er steinhús, reist 1966 og það er 255 ferm. að flatarmáli, þar af er mjög stór bílskúr með góðri vinnuaðstöðu. "Húsið er tvær hæðir, vandað að gerð og vel skipulagt," sagði Lárus H. Lárusson hjá Eignamiðstöðinni-Hátúni. "Aðalinngangur í húsið er á efri hæð, en þar er gengið inn í forstofu og skála. Þar er m. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Greiðslugetan

ÞAÐ hefur sýnt sig, að sumir misreikna sig, þegar þeir leggja mat á eigin greiðslugetu og hneigjast til þess að ofmeta hana, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Það getur auðveldlega leitt til erfiðleika síðar. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 353 orð

Hækkun á fermetra- verði í fjölbýli

FERMETRAVERÐ á íbúðum í fjölbýli hefur ekki tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur árum. Þó virðist nokkur hækkun hafa orðið á seinni hluta síðasta árs og meiri á stærri íbúðum en þeim minni, eins og sjá má á teikningunni hér til hliðar. Hún nær yfir tímabilið frá ársbyrjun 1996 til ársloka 1997 og er byggð á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Kaktusar eru heppilegir í suðurglugga

Kaktusar eru heppilegir í suðurglugga MARGIR eru með stóra suðurglugga og vilja hafa eitthvað grænt í þeim. Kaktusar þola sólina vel og eru því heppilegir þar og raunar víðar. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 812 orð

Lagnakerfi í húsum

OFT á fólk í erfiðleikum með að átta sig á ofnhitakerfinu og heita og kalda kranavatninu í húsum sínum. Á meðfylgjandi teikningu af hitaveitugrind, sem sett var upp í húsinu að Bergþórugötu 4, eru öll tækin merkt rækilega með númeri, sem er það sama og tækið ber í textanum hér á eftir, en þar er sagt frá hlutverki tækisins. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 740 orð

Laugavegur

Í TVEIMUR síðustu Smiðjugreinum hefi ég nefnt fáeinar verslanir við Laugaveginn og nágrenni hans og ætla ég að halda því áfram í þessari grein. Lítið hús, nr. 1 við Laugaveg, hefur lengi verið verslunarhús og eldra fólk minnist þess að þar var versunin Vísir rekin um langt árabil. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 1364 orð

Nýtt verzlunar- og iðnaðarhverfi rís í Garðabæ

BETRA efnahagsástand hefur haft í för með sér meiri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og áhugi á slíku húsnæði er nú ólíkt meiri en áður. Góð staðsetning og greið aðkoma skipta þar að sjálfsögðu miklu máli. Við svonefnt Molduhraun í Garðabæ hefur bæjarstjórnin þar í bæ skipulagt nýtt iðnaðar- og þjónustuhverfi. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 67 orð

Óinnleyst húsbréf 313 millj. kr.

ALLTAF er nokkuð um, að útdregin húsbréf séu ekki innleyst. Í desemberlok höfðu útdregin og innleysanleg húsbréf samtals að innlausnarverði um 313,5 millj. kr. ekki borizt til innlausnar. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu fréttabréfi Verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 645 orð

Óveður geysar neðanjarðar

Landsmenn voru rækilega minntir á hvar þeir búa þegar frostið seig niður í tveggja stafa tölu og í kjölfarið kom austan fárviðri, sem varpaði bílum út af vegum með hörmulegum afleiðingum. Þá var hver sæll og heppinn sem gat kúrt inni í upplýstum og hlýjum hýbýlum, þökk sé okkar sístreymandi jarðhita og öruggu orkuverum. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 37 orð

Sérlega látlaus vaskur

ÞENNAN marmaravask hannaði arkitektinn John Pawson. Hann ólst upp í Yorkshire í Englandi á heimili sem markað var miklu látleysi. Pawson hefur lýst því yfir að hann óski sér ekki að eiga einn einasta hlut. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Skeljar í blómapotta

Skeljar í blómapotta Stundum fara börnin í fjöruna og koma heim með heilmikið af skeljum, í stað þess að koma þeim úr augsýn svo lítið beri á má nota þær t.d. ofan á moldina í blómapottum eins og hér er gert. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Snyrtiborð, draumsýn margra kvenna?

SNYRTIBORÐ af svona gerð voru oft sýnd í gömlum Hollywoodmyndum og þóttu með eindæmum flott". Rómantískar konur sáu sig gjarnan í anda sitjandi við svona borð og kannski eiga þessi borð aðdáendur enn í dag. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 517 orð

Tími undirbúnings, tími ákvarðana

NÚ FER í hönd sá tími ársins sem líklega er hvað bestur fyrir marga til að meta hvort ástæða sé til að huga að fasteignaviðskiptum, endurbótum eða íbúðarskiptum í náinni framtíð. Fólk er um þessar mundir að fá upplýsingar um laun sín á árinu, sem nýliðið er, og eignastöðu á áramótum. Við tekur gerð skattskýrslu. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 314 orð

Trumbulaga risabygging mun hýsa stærsta kvik- myndatjald Evrópu

SJALDAN hafa verið byggðar mikilfenglegri byggingar í London en nú og líkast því, sem þær eigi sem flestar að lenda í heimsmetabók Guinness. Stærst, hæst, lengst, flest, mest og dýrast eru lykilorðin í byggingaræði því, sem á sér stað á síðustu árum þessarar aldar í Bretlandi. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 215 orð

Vandað einbýlis- hús við Mýrarás

HJÁ fasteignasölunni Húsakaupum er til sölu vandað einbýlishús við Mýrarás 6 í Reykjavík. Það er reist 1981 og er úr steini, en stór hluti innréttinga er mun nýrri, svo sem í eldhúsi og baðherbergjum. Flatarmál hússins er um 218 ferm. og það er allt á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 226 orð

Vel skipulagðar íbúðir í Lindahverfi

LINDAHVERFIÐ í Kópavogi hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga og er nú hvað eftirsóttast af nýbyggingasvæðunum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu fimm íbúða hús við Laugalind 1. Íbúðirnar eru 4ra herb., 100 til 110 ferm. að stærð og kosta 8,6 til 8,9 millj. kr. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Yfirþrýstingur

Í HÚSUM þar sem vakúmventlar eru notaðir, verður að minnsta kosti einn stofn frá frárennsliskerfinu að fara upp úr þaki eða vegg, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Ef ekki getur myndast mikill yfirþrýstingur í kerfinu. Meira
27. janúar 1998 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

27. janúar 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

27. janúar 1998 | Úr verinu | 506 orð

"Erum búnir að gefa síldina upp á bátinn"

HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson hætti síldarleit úti fyrir Austfjörðum á sunnudag og hélt þá áleiðis vestur að Eldey, þangað sem það var komið í gærkvöld. Þar er ráðgert að skipið verði við leit næstu einn til tvo daga, en að sögn Páls Reynissonar leiðangursstjóra hefur sú síld, sem þar hefur fundist, verið of smá til að vera veiðanleg. Meira
27. janúar 1998 | Úr verinu | 133 orð

Nýjar reglur um möskvastærð

RÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út nýja reglugerð um botn- og flotvörpur. Í reglugerð þessari er kveðið á um möskvastærðir í helstu tegundum varpna og frágang þeirra. Eru nokkrar breytingar gerðar á gildandi reglum en flestar þeirrar eru aðeins til einföldunar og samræmingar. Veigamesta breytingin felst í því að lágmarksmöskvastærð í botn- og flotvörpum verður 135 mm allt umhverfis landið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.