Greinar þriðjudaginn 10. febrúar 1998

Forsíða

10. febrúar 1998 | Forsíða | 3117 orð

HALLDÓR KILJAN LAXNESS ER ALLUR KLUKKURNAR HÆTTAR AÐ TIFA EN SKÁLDIÐ LIFIR Í VERKUM SÍNUM

KNUT Hamsun hafði ástríðufullan áhuga á klukkum. Nú eru þær hættar að tifa eins og hjarta hans. Það er einungis í verkum mikilla skálda sem tíminn stendur kyrr. Í tímalausum skáldverkum eru klukkurnar hættar að tifa. Þar er tíminn sigraður; enginn dauði, engin tortíming. Halldór Kiljan Laxness skrifaði um tvær klukkur í skáldverkum sínum. Í annarri var brestur. Meira
10. febrúar 1998 | Forsíða | 86 orð

(fyrirsögn vantar)

HALLDÓR Kiljan Laxness lézt að Reykjalundi í fyrrakvöld. Hann fékk hægt andlát í svefni á tíunda tímanum og var Auður kona hans hjá honum. Áður hafði séra Jakob Rolland veitt honum smurningu sjúkra að kaþólskum sið. Íslenzk þjóð syrgði skáld sitt í gær, fánar blöktu í hálfa stöng og forseti og forsætisráðherra fluttu ávörp í fjölmiðlum og á Alþingi. Meira

Fréttir

10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

7 króna afsláttur á eldsneyti

BENSÍNSTÖÐIN ÓB - ódýrt bensín var opnuð laugardaginn 7. febrúar við Snorrabraut í Reykjavík. Í tilefni af opnun stöðvarinnar við Snorrabraut fá viðskiptavinir 7 króna afslátt af hverjum bensínlítra og dísilolíu. Starfsmaður ÓB er við sjálfsalann fyrstu vikuna frá kl. 9­17 og kennir viðskiptavinum notkun hans. Þar verður einnig hægt að nálgast minnislykla fyrir PIN-númer. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 577 orð

Afskipti þings óhjákvæmileg

RÍKISSTJÓRNIN tók í gær ákvörðun um að leggja fram frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum. Stefnt var að því að hefja umræðu um frumvarpið í gær, en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í veg fyrir það með því að fella tillögu um að frumvarpið mætti koma á dagskrá. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 198 orð

Akureyrarlistinn Framboðslisti liggi fyrir e

KYNNINGARFUNDUR vegna stofnfundar Bæjarmálafélags Akureyrarlistans var haldinn í Alþýðuhúsinu sl. laugardag. Formlegur stofnfundur Akureyrarlistans verður haldinn 7. mars nk. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti munu bjóða fram sameiginlegan Akureyrarlista í bæjarstjórnarkosningunum í vor, með stuðningi Grósku. Ólafur Þ. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 648 orð

Albright segir Bandaríkin hafa "það vald sem þarf"

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu vald, ábyrgð, möguleika og vilja til að hefja umtalsverðar hernaðaraðgerðir gegn Írak ef ekki tækjust samningar um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Baghdad. "Ef stefna íraskra stjórnvalda breytist ekki er okkur nauðugur einn kostur að grípa til harkalegra aðgerða... Velkist ekki í vafa. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Alþjóðlegar sumarbúðir barna

CISV, Childrens International Summer Villages, eru friðarsamtök, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Kynningarfundur verður haldinn á starfsemi félagsins miðvikudaginn 11. febrúar í Garðaskóla í Garðabæ, kl. 20 og eru allir velkomnir. Árlega sendir CISV á Íslandi börn frá 11 ára aldri í sumarbúðir og unglingaskipti erlendis. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Atvinnuflugmenn styðja baráttu sjómanna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt: "Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna haldinn 5. febrúar 1998 lýsir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu Sjómannasambands Íslands, Vélstjórafélags Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Áhrif Halldórs verða seint mæld

"SÚ tilfinning sem fyrst vaknar við fregnina um fráfall Halldórs Laxness er að nú séu tímamót. Halldór Laxness bar ægishjálm yfir öllum öðrum höfundum á Íslandi um margra áratuga skeið. Það er ekki oft á hverri öld sem fámenn þjóð eignast slíka listamenn," sagði Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Árborg - nýtt sveitarfélag á Suðurlandi

ÁRBORG verður nafn nýs sveitarfélags í vestanverðum Flóa en íbúar Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps samþykktu sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga í eitt í almennum kosningum síðastliðinn laugardag. Mestur var stuðningur við sameiningu í Sandvíkurhreppi þar sem 69% sögðu já en minnstur á Eyrarbakka þar sem 52,7% studdu sameininguna. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1292 orð

Á sér vísan stað í heimsbókmenntunum Laxness á sér vísan stað í heimsbókmenntunum fékk Sigrún Davíðsdóttir að heyra úr öllum

FREGNIN um andlát Halldórs Laxness var ein af aðalfréttum danska útvarpsins í hádeginu í gær og frá andláti hans var jafnframt greint í hádegisfréttum sænska ríkisútvarpsins. Í frétt danska útvarpsins sagði að verk Laxness tilheyrðu besta hluta heimsbókmenntanna. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 síðdegis. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna. Fyrri umr. 2. Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu. Fyrri umr. 3. Lækkun fasteignaskatta. 1. umr. 4. Umboðsmaður aldraðra. Fyrri umr. 5. Rannsókn á atvinnuleysi kvenna. Fyrri umr. 6. Reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 324 orð

Enoch Powell látinn ENOCH Powell, fyrrverand

ENOCH Powell, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi, lést á sunnudag, 85 ára. Powell hafði verið haldinn Parkinsonsveiki. Hann þótti sérstæður stjórnmálamaður og einna þekktastur fyrir ræðu sem hann hélt 1968 og hvatti til þess að straumur innflytjenda til Bretlands yrði stöðvaður. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Fámennt í bæ og friðsæl helgi

6. til 8. febrúar HELGIN var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík. Fámennt var í miðbænum og lítið um hópa unglinga í úthverfum. Akstursskilyrði virðast hafa komið ökumönnum talsvert á óvart og var mikið um umferðaróhöpp. Um helgina var lögreglu tilkynnt um 40 umferðaróhöpp. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fánar blöktu í hálfa stöng

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ákvað að fáni skyldi dreginn í hálfa stöng í gær við opinberar stofnanir vegna andláts Halldórs Laxness. Víða mátti sjá fána dregna í hálfa stöng, jafnt við opinberar byggingar, fyrirtæki sem við íbúðarhús. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Féll fram af klettum STÚLKA á sautjánda aldursári var flutt á

Féll fram af klettum STÚLKA á sautjánda aldursári var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hafa fallið fram af klettum við malarnám í Jósefsdal á laugardag. Slysið varð um klukkan 18 á laugardag og var lögreglan á Selfossi kölluð á vettvang, en stúlkan var síðan flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fjórir bæjarfulltrúar D-lista hætta

FJÓRIR af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ tilkynntu ekki þátttöku í prófkjöri vegna komandi kosninga. Einungis oddviti flokksins, Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, býður sig fram. Fjórir tilkynntu þátttöku í prófkjörinu sem vera átti 21. febrúar nk. Auk Þorsteins eru það Pétur H.R. Sigurðsson, Ragnheiður Hákonardóttir og Ólafur Ásberg Árnason. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Fjöldi stórra flugvéla þrefaldast

ÍSLENSKI flugflotinn hefur aldrei verið stærri en árið 1997 en í árslok voru skráð 332 loftför hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar eða tæp 1% fleiri en á sama tíma árið áður. Flugflotinn skiptist þannig: Þungar (stórar) flugvélar (yfir 5,7 tonnum) voru 41, léttar flugvélar (undir 5,7 tonnum) voru 255, svifflugur voru 31 og þyrluflotinn var fjórar vélar. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Fjölmenni í Háskólanum

UM EITT þúsund manns sóttu Háskólann á Akureyri heim er efnt var til opins húss í húsakynnum háskólans á Sólborg á laugardag. Allar deildir háskólans, heilbrigðis-, kennara-, rekstrar- og sjávarútvegsdeild, kynntu námsframboð sitt og kom fjöldi áhugasamra nemenda framhaldsskólanna til að kynnast því sem í boði er. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 842 orð

Flest stærri fyrirtæki halda fólki á launum Flest stóru fiskvinnslufyrirtækin ætla ekki að taka starfsfólk af launaskrá heldur

HRÁEFNISSKORTUR er nú farinn að gera vart við sig vegna sjómannaverkfallsins og starfsmenn nokkurra stórra fiskvinnslufyrirtækja eru nú án verkefna án þess að hafa verið teknir af launaskrá. Sigurður Einarsson, forstjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Formaður fiskvinnslustöðva Fátt annað kom

FORMAÐUR Samtaka fiskvinnslustöðva telur að ríkisstjórnin hafi orðið að leggja fram frumvarp um frestun verkfalls sjómanna, miðað við þá slæmu stöðu sem málið hafi verið komið í. "Auðvitað eru það vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lending um helgina. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Forseti Alþýðusambandsins Lagasetning óverjandi

"ÉG tel lagasetningu óverjandi," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar leitað er hans viðbragða við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um frestun sjómannaverkfalls. "Það er búið að gera tvær tilraunir í grimmum átökum til að leysa þessa deilu. Ég tel að menn séu að víkja sér undan því að leysa hana með þessari lagasetningu," segir Grétar. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Frosið Flæði

"VIÐ erum að brjóta klakann," sögðu þær Klara, Sigríður, Silvía og Hildur sem ásamt Ásgeiri voru að leika sér í útilistaverkinu Flæði sem stendur við Sparisjóð Ólafsfjarðar. Sparisjóðurinn og Ólafsfjarðarbær höfðu forgöngu um að listaverkið sem er eftir Ólafsfirðinginn Kristinn Hrafnsson var sett upp með styrk frá Listskreytingasjóði. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Frumvarp um stöðvun verkfalla HÉR birtist orðréttur

HÉR birtist orðréttur texti þess frumvarps til laga um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum sem lagt var fram á Alþingi í gær: 1. gr. Sjávarútvegsráðherra skal skipa nefnd þriggja manna. Nefndin skal kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem áhrif hafa á hana. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Frönsk kvikmynd sýnd

KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Française sýnir miðvikudagskvöldið 11. febrúar kl. 21 frönsku myndina: Nokkrir dagar með mér eftir Claude Sautet í Austurstræti 3. Martial er meðeigandi að stórverslanakeðju. Í upphafi myndarinnar er hann að koma af hressingarhæli þar sem hann hefur dvalist vegna taugaáfalls. Hann er sendur í eftirlitsferð í útibú úti á landi til að dreifa huganum. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fyrirlestur um Tantra-jóga

JÓGAKENNARINN Dada Rudreshvar heldur kynningarfyrirlestur á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi. "Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 191 orð

Færeysk fyrirtæki sameinast um stofnun olíufélags

FÆREYINGAR hafa fullan hug á að taka sjálfir þátt í olíuævintýrinu, sem vonast er til að verði að veruleika innan fárra ára. Hafa stærstu fyrirtækin í landinu sameinast um stofnun olíufélags, Atlantic Petrolium, og verður hlutafé þess um 600 millj. ísl. kr. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gaf okkur svo ómetanlega mikið

FRÍÐU Á. Sigurðardóttur rithöfundi var þakklæti efst í huga, aðspurð um viðbrögð hennar við fráfalli Halldórs Kiljans Laxness. Líf hans hefði verið sem gjöf. "Hann gaf okkur Íslendingum svo ómetanlega mikið. Ég er honum mjög þakklát fyrir það sem hann gaf. Mér þótti afar vænt um hann sem skáld," sagði Fríða. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Góður höfundur lifir með þjóð sinni

GUÐBERGUR Bergsson rithöfundur sagði missi fjölskyldunnar sér efst í huga. Þegar maður næði eins háum aldri og Halldór væru hans nánustu farnir að "reikna með því að hann dæi ekki fyrr en fjölskyldan dæi með honum". Þannig hefði það verið í hans eigin fjölskyldu; "faðir minn dó á svipuðum aldri. Þannig tel ég mig skilja tilfinningar fjölskyldunnar, ég skil vel áfallið," sagði Guðbergur. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Gunnar Birgisson í fyrsta sæti

GUNNAR I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs, varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í vor. Fékk hann 1.239 atkvæði í efsta sæti en Bragi Michaelsson fékk 736 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Götusmiðjan á götunni

GÖTUSMIÐJAN, félagsmiðstöð Mótorsendla fyrir ungt fólk sem ekki á í önnur hús að venda, er húsnæðislaus eftir að starfsemin flutti sl. föstudag út úr húsnæði sem hún hafði haft til afnota í Skeifunni 11 í Reykjavík frá því skömmu fyrir síðustu jól. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 439 orð

Hagfræðingar vilja seinka EMU

YFIR 150 þýzkir hagfræðiprófessorar hafa hvatt til þess að stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, verði seinkað, með þeim rökum að efnahagslegar kringumstæður séu ekki heppilegar til þess enn sem komið er. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Hagfræði rædd á ráðunautafundi

ÁRLEGUR ráðunautafundur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Bændasamtaka Íslands og Búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri hefst í dag, þriðjudag. Ráðstefnan er öllum opin. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, setur ráðstefnuna kl. 9 og að því loknu hefst fundur um Hagfræði landbúnaðarstefnunnar. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Halldór á vefnum

VIÐ FRÁFALL Halldórs Laxness opnar Morgunblaðið sérstakan vef um Nóbelsskáldið. Á vefnum er að finna ýtarlegar upplýsingar um líf og starf Laxness, allt frá uppvexti hans til efri ára. Þar er skrá yfir útgáfu á verkum hans, umfjöllun erlendis, veitingu Nóbelsverðlaunanna 1955 og ótal margt annað, skáldinu og verkum þess tengt. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hegðun, tilfinningar og þroski

FRÆÐSLUFYRIRLESTUR um geðheilsuvanda barna og unglinga á vegum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans verður haldin í kvöld kl. 20 á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Heimsferðir bjóða beint flug til Costa del Sol

HEIMSFERÐIR bjóða nú í fyrsta sinni beint flug til Costa del Sol í sumar án millilendingar. Undanfarin þrjú ár hefur ferðaskrifstofan boðið flug þangað með millilendingu í Alicante. Viva Air flugfélagið, sem er í eigu Iberia og flýgur með nýjasta flugflota í Evrópu, annast þessi flug Heimsferða og mun íslenzk flugfreyja verða um borð ásamt erlendri áhöfn. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Helstu æviatriði Halldórs Laxness

Fæddur á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902, sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður og Guðjóns Helga Helgasonar, vegaverkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit. Gagnfræðapróf frá MR 1918. Hætti námi í 4. bekk, 1919. Nám hjá Benediktsmunkum í Lúxemborg 1922 til 1923 og í Kristmunkaskóla í London 1923 til 1924. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Hjólað í snjónum

ÞÓTT ekki hafi viðrað sérstaklega vel til útivistar undanfarna daga lét maðurinn á hjólinu veður og vinda ekki á sig fá. Hann féll inn í náttúruna þegar hann hjólaði eftir Sæbrautinni með ólgandi hafið á vinstri hönd. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 52 orð

Hljóðriti fundinn

LEITARMENN fundu hljóðrita Douglas DC-9 þotu Cebu-flugfélagsins sem fórst á Filippseyjum í byrjun síðustu viku. Hljóðritinn geymir samtöl og önnur hljóð sem heyrðust í flugstjórnarklefa áður en vélin, sem var í innanlandsflugi, fórst. 104 létust í slysinu. Flugriti vélarinnar, sem geymir tækniupplýsingar um virkni flugvélarinnar, hefur ekki fundist. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 775 orð

Huga þarf að víðtæku forvarnastarfi

Eru barneignir algengar meðal ungs fólks á Íslandi? er yfirskrift fyrirlesturs sem haldinn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í dag, þriðjudag. Sóley S. Bender, lektor og formaður Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, flytur fyrirlesturinn. Hún segir að barneignir séu algengar meðal ungs fólks á Íslandi þrátt fyrir að þeim hafi farið fækkandi. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 361 orð

Jóhann Geirdal í efsta sæti

JÓHANN Geirdal, formaður Verslunarfélags Suðurnesja, varð í efsta sæti í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ sem fram fór á sunnudaginn. Kristmundur Ásmundsson læknir varð í öðru sæti og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, varð í þriðja sæti. Kosning í þrjú efstu sætin er bindandi. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

"Kenndi þjóðinni að þekkja sjálfa sig"

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímssson, færði Auði Laxness og fjölskyldu Halldórs Laxness samúðarkveðjur íslensku þjóðarinnar í gær vegna fráfalls Halldórs. Í ávarpi forseta segir: Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 36 orð

Keppt í akstri hundasleða

EFNT var til landskeppni í akstri hundasleða í Ostashkov, norðvestur af Moskvu, á sunnudag. Slíkar keppnir eru í vinsælar í norðurhluta Rússlands og sumstaðar í landinu eru hundasleðar enn notaðir sem farartæki. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Klifur og myndasýning heimsfrægs ísklifrara

ÍSLENSKI Alpaklúbburinn á um þessar mundir 20 ára afmæli. Af því tilefni hefur klúbburinn staðið fyrir nokkrum viðburðum, en heimsókn hins kunna fjallamanns Jeffs Loewe til Íslands nú í febrúar verður endapunkturinn á afmælishátíð Íslenska Alpaklúbbsins. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1511 orð

Lagasetning blasti við eftir árangurslausan sáttafund

UM HELGINA gerði sáttasemjari tilraun til að leysa deiluna með samningum og litu menn almennt svo á að um úrslitatilraun væri að ræða. Á sáttafundi á sunnudag lögðu Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Ásmundur Stefánsson, Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 664 orð

Lagasetning felur ekki í sér endanlega lausn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segja að það séu mikil vonbrigði að útvegsmönnum og sjómönnum skuli ekki takast að leysa ágreining sín í milli með samningum. Halldór segir að í reynd sé lagasetning ekki annað en frestun á vandanum. Eina varanlega lausnin sé samningur milli deiluaðila. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

LEIÐRÉTT

Í GREININNI Persónuleg árás eða jákvæð gagnrýni í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist röng mynd af Kristjáni Kristjánssyni heimspekingi og prófessor við Háskólann á Akureyri. Er beðist velvirðingar á mistökunum um leið og réttri mynd er komið á framfæri. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

"Lifandi stórveldisdraumur lítillar þjóðar"

FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, ávarpaði Alþingi við upphaf þingfundar í gær til að votta fjölskyldu Halldórs Laxness samúð sína og íslensku þjóðinni. Í ávarpi forsætisráðherra segir: "Í gær, 8. febrúar, lést Halldór Laxness, tæplega níutíu og sex ára að aldri. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ljósmynd/Jörgen Fosslund Halldór Kiljan Laxness áGljúfrasteini v

Ljósmynd/Jörgen Fosslund Halldór Kiljan Laxness áGljúfrasteini við samninguGerplu árið 1951. HALLDÓR kvaddi sér fyrsthljóðs árið 1919 sem rithöfundur með skáldsögunni Barnnáttúrunnar, þá aðeins sautján ára. Hér er hann ásamtvini sínum Jóhanni Jónssyni íLeibzig þremur árum síðar. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ljós þjóðarinnar

"ÞAÐ er erfitt að minnast Halldórs Laxness í fáum orðum. Ég þekkti hann persónulega. Hann tók ungum skáldum vel og ég var einn þeirra sem fengu að vera í náðarljósi hans," sagði skáldið Jón úr Vör. Jón rifjaði upp þegar Halldór Laxness kom eitt sinn til Patreksfjarðar, þar sem Jón bjó á þeim árum. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

"Lotning"

"Lotning. Þakklæti. Veislan í þeim farangri sem við höfum fengið frá Halldóri Laxness, henni mun ekki linna," sagði Thor Vilhjálmsson er hann var spurður hvað honum væri efst í huga við andlát Halldórs Laxness. "Veisluföngin þar eru óþrjótandi. Hann hefur gert okkur Íslendinga fullveðja, og við njótum hans hvert sem við förum, þess sem hann hefur gefið okkur. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 117 orð

Lykketoft ekki laus við Færeyjamálið

NOKKRIR danskir þingmenn hafa óskað eftir því að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins rannsaki frekar þátt Mogens Lykketofts, fjármálaráðherra Danmerkur, í Færeyjamálinu. Lykketoft þykir ekki hafa skýrt á sannfærandi hátt hvers vegna hann kynnti ekki færeysku landstjórninni hugmyndir um að hún tæki við bankanum og drög að samningi þess efnis um leið og þau lágu fyrir 11. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 804 orð

Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins samþykkir tillögu um auðlinda

MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins samþykkti samhljóða lítið breytta tillögu Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, um auðlindagjald á fundi sínum á laugardag. Er í tillögunni m.a. talið nauðsynlegt að skipuð verði opinber nefnd til að fjalla um auðlindir sem eru þjóðareign og til að kanna á hvern hátt staðið skuli að hóflegri gjaldtöku fyrir afnot af þeim. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Mikið eignatjón í 29 óhöppum ALLS hafa verið skráðir 29 árekstrar

ALLS hafa verið skráðir 29 árekstrar í umferðinni á Akureyri síðustu daga. Mikið eignatjón hefur verið í þessum óhöppum en mildi þykir að ekki er um mikil meiðsl á fólki að ræða. Í einu tilviki var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Munkaþverárkirkja Hugleiðsla og bænastund

HUGLEIÐSLA og bænastund verður í kapítulanum við Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðarsveit á morgun, miðvikudag, og hefst hún kl. 21 og er ætlunin að slík stund verði hálfsmánaðarlega framvegis. Frú Kristín Jónsdóttir frá Arnarfelli mun leiða stundina ásamt sóknarpresti. Sóknarprest, sr. Hannes Örn Blandon, langar einnig að kanna hvort einhverjir hefðu áhuga á að lesa með sér í Biblíunni, þ.e. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Norrænt barnaefni á myndböndum

NORRÆNA ráðherranefndin hefur veitt bókasafni Norræna hússins sérstakan styrk til að kaupa norrænt barnaefni á myndböndum. Verður starfsemi Barnahellisins í Norræna húsinu í ár að miklu leyti helguð þeim miðli. Leikskólabörnum, þriggja til fimm ára, verður boðið að skoða Norræna húsið og í stuttu máli verður þeim sagt frá starfsemi hússins og gildi þess sem menningarmiðstöðvar. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Nýtt vinnuferli við erfðarannsóknir

SAMKOMULAG hefur náðst um vinnuferli við erfðarannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu hf. og gekk Tölvunefnd frá nýjum skilmálum á fundi sínum í gær. Markmið reglnanna er að tryggja nafnleynd þátttakenda í þeim rannsóknum sem fram fara hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við setningu reglnanna er það haft að leiðarljósi að rannsóknargagna í vörslu samstarfslækna Íslenskrar erfðagreiningar hf. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 298 orð

Ókunn samtök aðskilnaðarsinna segjast ábyrg

ÓKUNN samtök aðskilnaðarsinna á Korsíku lýstu í gær á hendur sér morðinu á Claude Erignac, æðsta fulltrúa frönsku stjórnarinnar á eynni. Sagði í yfirlýsingu frá þeim, að "nýlendustefna" Erignacs hefði skaðað landbúnað og skógarhöggsiðnaðinn á Korsíku. Nýjar baráttuaðferðir Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Ómetanlegar og lærdómsríkar samverustundir með skáldinu

ÓLAFUR Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, sem annast hefur útgáfu á verkum Halldórs Laxness undanfarin tæp 13 ár, sagði í samtali við Morgunblaðið að fráfall Halldórs markaði þáttaskil í íslenskri menningarsögu. Með honum væri fallinn frá einn helsti andans jöfur þjóðarinnar og eitt mesta skáld hins vestræna heims á þeirri öld sem senn er á enda. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Pólsk-íslenskur þorrafagnaður

PÓLSK-íslenska menningarfélagið heldur þorrafagnað laugardaginn 14. febrúar nk. í Hreyfilshúsinu. Boðið verður upp á pólskan og íslenskan mat, gos fylgir mat. Húsið verður opnað kl. 19 og verður dansað til kl. 3. Verð á miða 1.800 kr. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Raddheilsa kennara VALDÍS Ingibjörg Jónsdóttir heyrna

VALDÍS Ingibjörg Jónsdóttir heyrnar- og talmeinafræðingur heldur opinn fyrirlestur á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, og hefst hann kl. 16 í stofu 25 í byggingu háskólans við Þingvallastræti 23. Fyrirlestur sinn nefnir Valdís "Um raddheilsu kennara" og fjallar hann um raddheilsu kennara á Norðurlandi eystra og möguleg áhrif umhverfis á hana. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 146 orð

Rajih kominn til Noregs

MANSUR Rajih, sem sat í fangelsi í 15 ár í Jemen vegna stjórnmálaskoðana sinna, var látinn laus um helgina og kom til Noregs síðdegis í gær. Við komuna til Stavangerflugvallar kvaðst Rajih vart eiga orð til að lýsa þakklæti sínu. Mannréttindasamtökin Amnesty International, norska rithöfundasambandið, PEN-samtökin og fleiri hafa um árabil barist fyrir því að Rajih yrði látinn laus. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Samkomulag milli Tölvunefndar og Íslenskrar erfðagreiningar

TÖLVUNEFND samþykkti á fundi sínum í gær nýjar starfsreglur eða skilmála fyrir Íslenska erfðagreiningu vegna rannsókna og meðferðar á persónuupplýsingum. Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvunefndar, tjáði Morgunblaðinu í gær að gengið hefði verið frá nýju ferli um starfsaðferðir, menn hefðu eytt ágreiningi og náð sögulegri sátt. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 65 orð

Santer hjá Arafat

Reuters Santer hjá Arafat JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (fyrir miðju), skoðar heiðursvörð ásamt gestgjafa sínum Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í gær. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Shevardnadze sýnt banatilræði

EDÚARD Shevardnadze, forseta Georgíu, var sýnt banatilræði í gær en hann komst lífs af, að sögn talsmanns hans. "Reynt var að ráða forsetann af dögum," sagði talsmaðurinn, Vhakhtang Maskhulia. "Það varð sprenging. Forsetinn er á lífi og er í bústað sínum í borginni. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skemmtanaskattur afnuminn

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum sl. föstudag að skemmtanaskattur skyldi afnuminn úr lögum og verður það gert með frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á áfengisgjaldi o.fl. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir skemmtanaskattinn barn síns tíma en síðustu lög um hann eru frá árinu 1970. Skemmtanaskattur hefur m.a. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Skoðanakönnun framsóknarmanna í Kópavogi

FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í Kópavogi hafa samþykkt að fram fari skoðanakönnun meðal flokksbundinna framsóknarmanna um uppröðun á efstu sætum framboðslista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Ákveðið hefur verið að könnunin fari fram laugardaginn 21. febrúar nk. á Digranesvegi 12 milli kl. 14 og 21. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Slippstöðin í samstarf við hollenskt fyrirtæki

SLIPPSTÖÐIN hf. hefur opnað nýtt verkstæði til viðgerða á skipsskrúfum og hefur tekið upp samstarf við hollenska fyrirtækið Van Voorden Repair BV um þær viðgerðir. Viðgerðir á skrúfum eru mikilvægur þáttur skipaþjónustunnar og er Slippstöðin með þessu samstarfi að styrkja stöðu sína sem alhliða þjónustufyrirtæki í viðgerðum og viðhaldi skipa. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 52 orð

Slys á heræfingu

TVEIR hollenskir hermenn létust og þrír slösuðust alvarlega þegar flutningabifreið fór út af vegi skammt frá Kristjánssandi í gær. Voru þeir við heræfingar á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, og voru fremst í fimm bíla lest. Er mikilli hálku kennt um slysið. Tveir hermannanna sem slösuðust eru hér bornir í björgunarþyrlu. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 496 orð

Slæmt veður og samgöngur hamla aðstoð

AFGANSKIR embættismenn greindu frá því í gær að alls hefðu nú verið grafin lík 3.800 fórnarlamba jarðskjálftanna sem riðu yfir norðurhluta landsins í síðustu viku. Margra væri þó enn saknað. Hópur starfsmanna hjálparsamtakanna Læknar án landamæra staðfestu í gær að fórnarlömb skjálftanna hefðu vafalaust verið fleiri en 4.000. Slæmt veður hamlaði enn björgunaraðgerðum í gær. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 185 orð

Smíði þyrluvallar samþykkt

Búist hafði verið við, að tillagan um þyrluvöllinn yrði felld enda bandaríska herliðið ekki í miklu uppáhaldi meðal eyjarskeggja en sagt er, að stjórnin í Tókýó hafi þrýst mjög á um samþykki og hótað að halda eftir opinberum framlögum til eyjarinnar ella. Kosinn var nýr bæjarstjóri og var þyrluvöllurinn aðalkosningamálið. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 104 orð

Sósíalisti gæti ráðið úrslitum

VASSOS Lyssarides, leiðtogi sósíalista, er talinn geta ráðið úrslitum um hver fari með sigur af hólmi í síðari umferð forsetakosninganna á Kýpur 15. febrúar eftir að hafa fengið mun meira fylgi en búist var við í fyrri umferðinni sem fram fór á sunnudag. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Starfsmenn verði á launaskrá

DEILD fiskvinnslufólks innan VMSÍ hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Þar sem félagsmálaráðherra hefur í dag gefið fyrirheit um að hann muni beita sér fyrir breytingum á hámarksfjölda greiðsludaga Atvinnuleysistryggingasjóðs til fiskvinnslufyrirtækja í vinnslustoppi skv. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Stjórnarandstæðingar höfnuðu flýtimeðferð á stjórnarfrumvarpi

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR höfnuðu því í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær að stjórnarfrumarp um stöðvun verkfalla á fiskipskipaflotanum fengi flýtimeðferð á þinginu þannig að hægt yrði að taka það strax til fyrstu umræðu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi síðdegis í gær, en samkvæmt þingsköpum má ekki taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Stórveldisdraumur lítillar þjóðar

FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, ávarpaði Alþingi við upphaf þingfundar í gær til að votta fjölskyldu Halldórs Laxness samúð sína og íslensku þjóðinni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, færði Auði Laxness og fjölskyldu Halldórs Laxness samúðarkveðjur íslensku þjóðarinnar í gær vegna fráfalls Halldórs. Forsætisráðherra sagði m.a. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Stúlkan sem lést

STÚLKAN sem lést þegar bifreið sem hún var farþegi í rakst á aðra bifreið við Ölfusarárbrú á Selfosi seinasta föstudag, hét Halldóra Jónsdóttir. Halldóra var á fjórða aldursári, fædd 7. mars 1994. Hún var til heimilis að Laufhaga 20 á Selfossi. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 421 orð

Talsverðar breytingar á forystu

KJÖRNEFND Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í Hafnarfirði mun annað kvöld bera undir atkvæði á félagsfundi í Alþýðubandalagi og í fulltrúaráði Alþýðuflokks tillögu að sameiginlegum lista flokkanna tveggja fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Gert var ráð fyrir að kjörnefndin hittist í gærkvöldi til að ganga frá endanlegri röð á lista fyrir tillöguna. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Telja forsendur fyrir röðun breyttar

HUGMYNDIR stofnana um útfærslu á nýju launakerfi fyrir vinnustaðasamninga hjúkrunarfræðinga, sem nú eru í undirbúningi eins og fyrir aðra ríkisstarfsmenn, hafa fallið í grýttan jarðveg þar sem þær hafa verið kynntar hjúkrunarfræðingum. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Tillaga um að draga úr reykingum kvenna

KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, er flutningsmaður þingsályktunartillögu um sérstakt átak til að draga úr reykingum kvenna. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að efna til sérstaks átaks til að draga úr reykingum kvenna. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Tíu kærur vegna ölvunar MIKILL fjöldi fólks var á skemmtistöðum á

MIKILL fjöldi fólks var á skemmtistöðum á Akureyri um helgina og virðist einnig sem mikið hafi verið um árshátíðir og þorrablót, því í flestum sölum sem völ er á að leigja voru skemmtanir. Auk heimamanna eru margir sjómenn í landi, en mörg skip liggja nú við bryggju á Akureyri. Meira
10. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Tónleikar strengjadeildar UNGIR og efnilegir fiðlu- og sellón

Tónleikar strengjadeildar UNGIR og efnilegir fiðlu- og sellónemendur Tónlistarskólans á Akureyri koma fram á tónleikum á sal skólans í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. febrúar, og hefjast þeir kl. 20. Undirleikari er Richard Simm. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Umboðsmaður barna heimsækir Suðurnes

UMBOSÐMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, heimsækir grunnskólabörn á Suðurnesjum dagana 10.­12. febrúar nk. en við undirbúning heimsóknarinnar hefur embætti notið aðstoðar skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Í skólunum hyggst umboðsmaður barna kynna hlutverk sitt og fjalla almennt um réttindamál barna. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Undraverður og djúpur húmor

STURE Allén, aðalritari sænsku Akademíunnar, hafði frétt af láti Halldórs Laxness og sagði að það væri mikill missir. Halldór hefði verið elsti Nóbelshöfundurinn lengi, mikill aldursmunur hefði verið á honum og þeim næstelsta. Allén hitti Laxness fyrir rúmum tíu árum þegar sænska Akademían gerði sér ferð til Íslands, m.a. til að hitta Halldór Laxness. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

Útskúfað af fjölskyldu sinni og íslenskri fjölskyldu barnsföðurins

MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf frá tyrkneskri konu sem á son með íslenskum manni og er í vanda stödd þar sem hún og barnsfaðir hennar eru ekki gift, hann vill ekkert með hana hafa lengur og fjölskylda hennar í Tyrklandi ekki heldur sökum þess að barnið er fætt utan hjónabands og konan einstæð móðir. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Vill að stjórnin virði mannréttindi

NEFND evrópskra þingmanna átti í gær viðræður við alsírska þingmenn í Algeirsborg og hét að beita sér fyrir rannsókn á starfsemi alsírskra skæruliða í Evrópu gegn því, að alsírsk stjórnvöld lofuðu að virða mannréttindi. Evrópsku þingmennirnir níu komu til Alsírs á sunnudag og áttu í gær fund með fulltrúum allra þingflokka, þar á meðal tveggja íslamskra flokka. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Þakklæti fyrir skáldlist hans og ritsnilld

"VIÐ fráfall Halldórs Laxness er mér efst í huga hjartanlegt þakklæti fyrir skáldlist hans og ritsnilld. Og ég er ekki aðeins þakklátur honum fyrir tiginborinn skáldskap heldur líka fyrir ritsmíðar um önnur efni, enda þótt þau höfði stundum ekki til mín, því að í þeim eins og öllu sem Halldór samdi sló penni hans gneistum sem glæddu með manni innri eld," sagði Hannes Pétursson skáld. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 218 orð

Þjóðveldisflokkurinn stærstur

FÆREYSKI Þjóðveldisflokkurinn, sem berst fyrir algeru sjálfstæði eyjanna, myndi bæta við sig miklu fylgi ef efnt væri til kosninga nú. Samkvæmt skoðanakönnun, sem blaðið Dimmalætting birti sl. laugardag, fengi flokkurinn rúmlega fjórðung atkvæða og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn í Færeyjum. Meira
10. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 825 orð

Þorri Bandaríkjamanna styður Clinton

SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var á sunnudag, bendir til þess að þorri Bandaríkjamanna styðji Bill Clinton Bandaríkjaforseta og vilji að Kenneth Starr saksóknari hætti að rannsaka ásakanir um að forsetinn hafi haldið við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins, og hvatt hana til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Meira
10. febrúar 1998 | Miðopna | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Kristján Albertsson og Kristján Karlsson samfagna Halldóri Kiljan Laxness og Auði konu hans á 75 ára afmæli Nóbelsskáldsins. Meira
10. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslensk þjóð minntist í gær skáldsins síns. Forseti Íslands og forsætisráðherra minntust í gær Halldórs Kiljans Laxness og fara ávörp þeirra hér á eftir; einnig ummæli manna, sem Morgunblaðið sneri sér til, svo og frásögn fréttaritara blaðsins í Danmörku. Meira

Ritstjórnargreinar

10. febrúar 1998 | Staksteinar | 370 orð

»Mannauður Opinberir aðilar eiga að sjá þekkingarfyrirtækin í friði, en sjá til þess að

Opinberir aðilar eiga að sjá þekkingarfyrirtækin í friði, en sjá til þess að starfsumhverfi þeirra sé jákvætt. Þetta segir í leiðara Viðskiptablaðsins. Markaðssetning Í leiðara Viðskiptablaðsins um hugvit segir m.a.: "Við Íslendingar stöndum á tímamótum. Meira
10. febrúar 1998 | Leiðarar | 90 orð

MARÍUKVÆÐI

Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðirin bjarta: legðu mína bljúgu bæn barninu þínu að hjarta. Þá munu ávalt grösin græn í garðinum skarta, í garðinum mínum skarta. Bænheit rödd mín biður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ uns ævin dvín inntak minna ljóða; móðir guðs sé móðir mín og móðir þjóða, móðir allra þjóða. Meira
10. febrúar 1998 | Leiðarar | 63 orð

VOR HINSTI DAGUR ER HNIGINN

VOR HINSTI DAGUR ER HNIGINN Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrendar hæðir hnípa við himin fölvan sem vín: það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja. Meira

Menning

10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 91 orð

Aldarafmæli Brechts

Í TILEFNI aldarafmælis Brechts mun Útvarpsleikhúsið flytja nokkur verka hans á árinu auk þess sem hans mun verða minnst á ýmsan hátt í dagskrá Útvarpsins. Í Þjóðleikhúsinu verður leikrit hans Kákasíski krítarhringurinn leikið nú á vormánuðum. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 165 orð

Ástardrykkurinn á Fréttavefnum

Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins á Netinu er nú að finna veglega umfjöllun um óperu Gaetanos Donizettis, Ástardrykkinn, sem frumsýnd var í Íslensku óperunni síðastliðinn föstudag. Þar með má segja að menningarumfjöllun Morgunblaðsins á vefnum sé formlega hafin en stefnt er að því að fjalla um allar stærri sýningar og meiriháttar menningarviðburði með sambærilegum hætti í framtíðinni. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 765 orð

Ástir heilags syndara

HEILAGIR syndarar nefnist nýtt leikrit eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sem frumsýnt verður í Grafarvogskirkju í kvöld. Líkt og fyrra verk Guðrúnar, Kaj Munk, sem frumsýnt var í Hallgrímskirkju fyrir 10 árum, fjallar Heilagir syndarar um líf virts prests. Séra Jardin liggur banaleguna og gerir upp líf sitt. Þetta er áleitið verk sem fjallar um ástina í öllum sínum myndum. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 650 orð

Bertolt Brecht 1898 - 1998

Í dag 10. febrúar minnast leikhúsunnendur um allan heim þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu eins þekktasta leikskálds aldarinnar, Bertolt Brechts. Af því tilefni fjallarHávar Sigurjónssonum Brecht. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 262 orð

Carl Wilson úr Beach Boys látinn

CARL Wilson, sem var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Beach Boys, lést úr lungnakrabbameini á föstudag. Hann var 51 árs og er annar af þremur bræðrum í sveitinni sem lætur lífið. Wilson var gítarleikari og söng eitt vinsælasta lag Beach Boys, "Good Vibrations". Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Dóróthea og félagar skemmta veikum börnum

DÓRÓTHEA, fuglahræðan, ljónið, tinkarlinn og hundurinn Tótó úr leikritinu Galdarakarlinum í Oz heimsóttu á dögunum barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og brugðu á leik fyrir börnin. Leikritið hefur verið sýnt við góðar undirtektir í Borgarleikhúsinu í vetur en þessa sígildu sögu ættu flestir að kannast við. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

Drottningarmóðirin á batavegi

KARL Bretaprins tekur hér við blómum frá fyrrverandi vændiskonum í Indlandi á sjúkrastofnun í Katmandu í Nepal. Að sögn læknis á staðnum voru allar stúlkur, sem Karl hitti í heimsókn sinni á stofnunina, með alnæmi og sumar voru einnig með lifrarbólgu. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 606 orð

Flótti Blossi (Blossi)

Framleiðendur: Júlíus Kemp og Friðrik Þór Friðriksson. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Handritshöfundur: Lars Emil Árnason. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Tónlist: Máni Svavarsson. Aðalhlutverk: Páll Banine, Þóra Dungal, Finnur Jóhannsson, Gísli Rúnar Jónsson. Vilhjálmur Árnason, Erlingur Gíslason. 90 mín. Ísland. Sam Myndbönd 1998. Útgáfudagur: 15. janúar. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Forsström sópar að sér verðlaunum

FINNSKA skáldkonan Tua Forsström sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyir rúmri viku sópar að sér verðlaunum um þessar mundir. Á fimmtudaginn hlaut hún "Tollanderska verðlaunin" sem Sænska bókmenntafélagið veitir, en þau eru 60.000 finnsk mörk. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 225 orð

Glæsileiki á Vatnajökli

BÚNAÐARSAMBAND Austur-Skaftafellssýslu, loðdýrabændur í sýslunni og í Álftafirði stóðu fyrir kynningu á afurðum sínum á Foss hótelinu Vatnajökli við Hornafjörð fyrir skömmu. Eggert feldskeri sá um sýninguna og var þar margt fagurra yfirhafna sem voru hannaðar og unnar af honum. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 125 orð

Grafík á meistarstigi

KYNNING á nýju evrópsku framhaldsnámi á meistarastigi í listgrafík verður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í fyrirlestrarsal á 4. hæð, Skipholti 1, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 16. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á nýjan valmöguleika í framhaldsnámi fyrir nemendur sem huga að aukinni menntun á sviði grafíklistar. Umsóknarfrestur fyrir nám sem hefst í október 1998 er til 30. apríl. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | -1 orð

HJARTAÐ Í MIÐJU ALLS Eftir Þröst Helgason

Halldór Laxness kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöfundur árið 1919 með skáldsögunni Barni náttúrunnar. Halldór var aðeins sautján ára þegar bókin kom út en það mátti samt ekki tæpara standa því, eins og hann sagði sjálfur frá, fékk hann vitrun fyrir dyrum úti þegar hann var sjö ára um að hann myndi deyja á sautjánda ári. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 1263 orð

Hvernig verður skólastarfið um aldamótin? Magn kennslunnar eykst jafnt og þétt til ársins 2002 Gæði kennslunnar mótast af

Menntamálaráðherra mun á næstu vikum kynna nýjar hugmyndir að nýrri skólastefnu og leita í kjölfarið eftir viðbrögðum hagsmunahópa á borð við kennara, skólastjórnendur, sveitarfélög, nemendur og foreldra. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Inntökupróf í Heimskór æskunnar

HEIMSKÓR æskunnar (World Youth Choir) var stofnaður árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kórfélagar eru 90 talsins á aldrinum 17­26 ára og eru valdir úr hópi þúsunda umsækjenda hvaðanæva að úr heiminum. Þeir þurfa að hafa staðgóða kunnáttu í nótnalestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kórsöng og kórstarfi. Meira
10. febrúar 1998 | Tónlist | 1379 orð

Í takti við tímann

Laugardagur 7. febrúar. ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur fengið til sín góða gesti á 25. starfsári sínu. Hollendinginn Ed Wubbe og Bretann Richard Wherlock. Ed Wubbe er listrænn stjórnandi Scapino-dansflokksins í Rotterdam sem stendur framarlega meðal nútímadansflokka í Evrópu. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 680 orð

Ljósmóðir veiti verðandi móður samfellda umönnun

Nýjar áherslur eru í ljósmóðurfræðum sem kenndar eru við Háskóla Íslands. Ljósmæður vilja skapa konum fleiri valmöguleika og draga úr hinu tæknivædda umhverfi fæðingarinnar. Barneign er náttúrulegt ferli en ekki sjúkdómur samkvæmt hugmyndafræði ljósmæðra. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 182 orð

Lumbrað á Van Damme

JEAN-Claude Van Damme hefði betur notast við staðgengil þegar hann fór á fatafelluknæpu með Mickey Rourke í vikunni sem leið. Hann rakst nefnilega á fyrrverandi lífvörð sinn, Chuck Zito, sem er í Hell's Angels-bifhjólasamtökunum. Þeir lentu í ryskingum og lumbraði Zito illilega á hasarmyndahetjunni. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 132 orð

Námsefni um sorp

NÁMSEFNIÐ Sorpið okkar var nýlega kynnt en það fjallar um verndun umhverfis og meðferð sorps. Ráðist var í gerð þess að frumkvæði stjórnar SORPU í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Námsgagnastofnun. Vorið 1996 setti stjórn SORPU fram þá hugmynd að gert yrði námsefni fyrir yngri nemendur um sorp, meðferð þess og endurvinnslu. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 129 orð

Nemendur fá bækur

EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, afhenti grunnskólum Reykjavíkur nýlega stóra bókagjöf: Fjölda listaverkabóka, sýningarskráa og bæklinga frá Listasafni Reykjavíkur ­ Kjarvalsstöðum. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 913 orð

Oscar de la Renta veiðir árlega lax á Íslandi

Guðný Guðjónsdóttir býr skammt frá San Francisco og kynnir snyrtivörur Oscar de la Renta í tveimur Macy's verslunum. Fyrir skömmu hitti hún hönnuðinn fræga sem bauð henni út að borða. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

Snýr aftur sem snjókarl

LEIKKONAN Kelly Preston hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverk á móti Michael Keaton í kvikmyndinni "Frost" sem áætlað er að frumsýna í Bandaríkjunum um jólin. Sagan fjallar um mann að nafni Jack Frost. Hann lætur lífið í kafaldsbyl, en snýr aftur sem snjókarl næstu jól á eftir til þess að leggja lokahönd á uppeldi ungs sonar síns. Preston leikur eiginkonu Keatons. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 662 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/

Titanic Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjóslyss sögunnar. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 101 orð

Tveir sýnendur í galleríkeðjunni Sýnirými

KARL J. Jónsson opnaði nýja sýningu laugardaginn 7. febrúar í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. Verk hans ber titilinn "Skinn". Einnig mun Karl flytja í símsvaragalleríinu Hlust verkið "Grafskrift". Báðar sýningarnar eru opnar allan sólarhringinn í febrúar. Síminn í galleríi Hlust er 5514348. Í farandgalleríinu Barmi sýnir Birgir S. Birgisson. Meira
10. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 186 orð

Tvíburasystur fagna 100 ára afmæli

TVÍBURASYSTURNAR Rhea Spohner og Ruth Emblow héldu upp á hundrað ára afmæli sitt á föstudag. Að sögn sérfræðinga eru líkurnar 1 á móti 100 þúsund að tvíburar nái svo háum aldri. Systurnar búa hvor í sinni íbúðinni á sama dvalarheimilinu en litla systir þeirra, sem er "aðeins" 94 ára, býr í nágrenninu. "Við gátum ekki búið saman," sagði Emblow í samtali við fjölmiðla. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Vatnslitamyndir í Skotinu

NÚ stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Maríu Poulsen í Skotinu, Félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31. Myndirnar hefur María unnið á sl. einu og hálfu ári, eða frá því hún hóf að leggja stund á vatnslitun undir leiðsögn Jean Posocco. Sýningin er opin á afgreiðslutíma félagsmiðstöðvarinnar, frá kl. 9­16.30. Henni lýkur 20. febrúar. EIN vatnslitamynda Maríu. Meira
10. febrúar 1998 | Menningarlíf | 214 orð

Verk eftir Debussy, Lutoslawski og Weiner

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM, sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. febrúar kl. 12.30, leika Ármann Helgason klarinettuleikari og Miklós Dalmay píanóleikari saman verk eftir Claude Debussy, Witold Lutoslawski og Leó Weiner. Ármann og Miklós hafa unnið saman um nokkurt skeið og komu síðast fram á hátíð Camerarctica sem helguð var tónlist Schuberts og Brahms. Meira
10. febrúar 1998 | Leiklist | 322 orð

Vindlaust blöðruveldi

eftir Sigurð G. Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Aníta Briem, Halldóra Geirharðsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Nína Björk Gunnarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. Myndataka: Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Gylfi Vilberg Árnason. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Meira
10. febrúar 1998 | Myndlist | 735 orð

Vistaskipti

Opið frá fimmtudegi til sunnudags 14­18. Aðgangur ókeypis. Til 15. febrúar. SVO undarlegt sem það nú er, þá er ég að skrifa um sýningu þar sem sá sem sýnir er ekki með eitt einasta efnislegt verk sjálfur, heldur eru aðrir sem gera verkin á sýningunni. Undir öðrum kringumstæðum væri Ólafur kallaður sýningarstjórinn og talað væri um samsýningu. Meira
10. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 94 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÝRSLUR forvinnuhópa að endurskoðun aðalnámskráa eru viðamiklar og allt að 80 blaðsíður að lengd. Í erindisbréfum var hópunum falið að vinna að tillögum um faglega stefnumótun menntamálaráðuneytisins á námssviðum fyrir grunn- og framhaldsskóla, gera tillögur um meginmarkmið námsgreina og meginskiptingu námsþátta í grunnskóla og á námsbrautum framhaldsskóla. Meira

Umræðan

10. febrúar 1998 | Aðsent efni | 596 orð

Bréf til Reynis

REYNIR Ingibjartsson framkvstj. Búseta og stjórnarmaður í Leigjendasamtökunum tekur að sér í Mbl. 4. febrúar s.l. að verja Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra í Reykjavík vegna ásakana minna um að taka að sér vörn fyrir pólitískar ákvarðanir borgarstjórnar. Meira
10. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1053 orð

Eftirlit ITF með hentifánum við Ísland

NÚ ER um eitt ár liðið frá tilnefningu nýs eftirlitsfulltrúa ITF (Alþjóðasambands flutningaverkamanna), en hann hefur eftirlit með kjörum og aðstæðum skipverja um borð í hentifánaskipum sem til Íslands koma. Það var Borgþór Kjærnested sem tók við þessu starfi, en hann hafði þá nýhætt störfum eftir rúm sex ár sem framkvæmdastjóri Norræna flutningamannasambandsins, NTF í Stokkhólmi. Meira
10. febrúar 1998 | Aðsent efni | 820 orð

Hagsmuna hverra gætir Sjálfstæðisflokkurinn?

MESTAN hluta þessarar aldar hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur ráðið nær öllu í stjórnmálum landsins, m.a. í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið langstærsti flokkurinn um áratuga skeið. Hann er sérkennileg blanda af hagsmunagæslu og einföldum hugmyndum og er í reynd laustengt hagsmunabandalag. Meira

Minningargreinar

10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir

Elsku amma. Það er sárt að kveðja þig í dag, en við huggum okkur við að nú ert þú búin að fá hvíldina sem þú þráðir svo mjög. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að koma í heimsókn til þín í Miðhúsin. Alltaf þegar við komum til þín var eithvað gott komið á borðið, og jafnvel núna síðustu árin þegar heilsan var orðin slæm bakaðir þú handa okkur vöfflur þegar við komum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir

Með örfáum orðum langar mig til að minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Okkar fyrstu kynni voru fyrir rúmum 30 árum er ég kom á heimili þeirra hjóna Huldu og Alla. Þau tóku mér opnum örmum, ungri og óframfærinni tilvonandi tengdadóttur. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 271 orð

GUÐBJÖRG HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐBJÖRG HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir fæddist í Þykkvabæ 22. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Kristjánsson. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Hreinn Steingrímsson

Laugardaginn 31. janúar síðastliðinn var haldin heilmikil hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli STEFs. Þar var meðal annars frumflutt glæsilegt tónverk eftir Hauk Tómasson, samið útfrá ævagömlu þjóðlagi sem Hreinn Steingrímsson hafði skrásett á sínum tíma og bjargað frá glötun. Ekki gat Hreinn verið viðstaddur þennan frumflutning því hann var þá lagstur banaleguna. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 449 orð

Hreinn Steingrímsson

Í dag er Hreinn Steingrímsson kvaddur í hinsta sinn. Hann var fjölhæfur maður sem ræddi við börn, unglinga, miðaldra og aldrað fólk um skemmtilega hluti, ekki tilgangslaus dægurmál. Hann notaði nokkra áratugi til þess að rannsaka hluti sem fáir höfðu áhuga á og fór ekki fram á laun eða viðurkenningu fyrir þessar rannsóknir. Hann málaði og teiknaði fallegar myndir, sem hann vildi helst ekki sýna. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 703 orð

Hreinn Steingrímsson

Ég var ekki hár í loftinu þegar kynni mín af Hreini frænda mínum hófust. Ég minnist hans sem alvörugefins ungs manns sem var sílesandi, en einnig er lifandi minningin um ákafamanninn sem gat látið gamminn geisa í eldheitum samræðum og ég varð þess fljótt var að það var sjaldnast komið að tómum kofunum þegar Hreinn var annars vegar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 901 orð

Hreinn Steingrímsson

Hann lifði hljóðlátu lífi, hvar sem hann fór. Nú er hann horfinn sjónum úr þessu lífi, sem hann lifði vammlaust og vítalaust ­ og eins og einn, sem gjörþekkti hann, sagði, þá var hann heiðskír skapgerð. Þannig var Hreinn Steingrímsson, sem yfirgaf þessa veröld með hljóðleik eins og einkenndi allt hans líf. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 156 orð

HREINN STEINGRÍMSSON

HREINN STEINGRÍMSSON Hreinn Steingrímsson var fæddur á Hólum í Hjaltadal 27. nóvember 1930. Hann lést á Landakotsspítala 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri og síðar ráðherra, og Theodóra Sigurðardóttir. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 419 orð

Hvað eru draumar ­ og hvað ekki?

RÓMVERJAR og fleiri fornþjóðir iðkuðu innyflaspádóma af mikilli list, nutu innyflaspámenn (haruspices) mikillar virðingar, enda má vel vera að stundum hafi þeir hitt á hið rétta; fuglaspámenn (avispices) spáðu í flug fugla og til voru fleiri greinar spádóma. Ekki hef ég lagt í vana minn að hæðast að spámönnum, en þó kemur fyrir að mér þykir fulllangt gengið. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 314 orð

Katrín Guðlaugsdóttir

Nú hefur hún amma Kata fengið hvíldina sem hún þráði undir það síðasta, þegar hinn erfiði sjúkdómur herti tökin. Ótal minningar frá mismunandi tímum flykkjast fram þegar við setjumst niður til að senda henni hinstu kveðjur. Minningar sem við munum geyma í hjarta okkar um ókomin ár. Amma Kata, eins og við vorum vön að kalla hana, var meira og minna lasin síðustu æviár sín. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Katrín Guðlaugsdóttir

Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar, "Kötu ömmu" eins og við kölluðum hana alltaf. Það er erfitt að trúa því að hún Kata amma sé dáin og munum við sakna hennar sárt. Síðustu árin voru henni erfið en nú hefur hún fengið hvíldina. Þegar við hugsum til baka koma margar minningar upp í hugann og allt eru þetta skemmtilegar minningar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Katrín Guðlaugsdóttir

Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. En ég trúi því að þér líði betur þar sem þú ert núna. Allar kvalir og þjáningar sem þú hefur mátt þola eru þér horfnar. Þrátt fyrir öll þín veikindi og vanlíðan varst þú alltaf til í að hlæja með okkur! Þú gast grínast og gert að gamni þínu með okkur þótt þér hafi liðið illa innst inni og verið sárkvalin, elsku amma mín. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 275 orð

KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR

KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR Katrín Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1925. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Þórðarson, f. 7.4. 1903, d. 6.9. 1962, og Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1901. Hún lifir dóttur sína og dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Kristín Kjartansdóttir

Í dag kveðjum við Kristínu Kjartansdóttur, eða Stínu eins og hún var kölluð af vinum og kunningjum. Mér þykir það í hæsta máta óraunverulegt að komið sé að þessari kveðjustund, því fyrir mér er hún alveg ljóslifandi: Glaðlegt fasið, brosið hennar, glettnin í augunum. Stína flutti hingað í götuna með manninum sínum Gunnari og börnunum fyrir löngu. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Kristín Kjartansdóttir

Okkur, samstarfsfólk Kristínar, sem starfaði með henni á lager Húsasmiðjunar í Holtagörðum, langar að kveðja hana með örfáum orðum. Fyrir rösklega ári voru gerðar skipulagsbreytingar á símavörslu hjá Húsasmiðjunni og skapaðist því svigrúm í vinnutíma hjá símastúlkum. Var þá brugðið á það ráð að Stína, eins og hún var ævinlega kölluð, kom til starfa í vörumóttökunni í Holtagörðum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Kristín Kjartansdóttir

Það var seint í ágúst 1997 að mér var boðið í fyrsta skipti heim til Stínu í Breiðholtið. Ástæðan fyrir þessu heimboði var sú að það var verið að halda kveðjuboð fyrir Rósu dóttur hennar og fjölskyldu sem voru að flytja af landi brott til Englands, og ég var nýráðin sem "au-pair"-stúlka hjá þeim hjónum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR

KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR Kristín Kjartansdóttir fæddist 31. desember 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 6. febrúar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Nikótín eða ekki nikótín?

"VIÐ vitum hvað er erfitt að hætta að reykja!" Þetta var setning sem ég sá á auglýsingaskilti fyrir nikótínlyf sem er selt reykingamönnum til að hjálpa þeim til að hætta að reykja. Auglýsandinn gæti allt eins sagt: "Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja, svo hér færðu eitthvað annað til að venja þig á. Ég tek frá þér eitt eitur og læt þig fá annað í staðinn. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Sigríður Andrésdóttir

Í æskuminningunni minnist ég móðursystur minnar á heimili hennar á Bjarnhólastígnum í Kópavoginum. Við krakkarnir sátum í eldhúsinu og Dídí gaf okkur nýbakaða sandköku og ískalda mjólk. Sandkakan hennar var öðruvísi en aðrar sandkökur, einfaldlega miklu betri. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Sigríður Andrésdóttir

Þegar síminn hringdi og mér var sagt að hún Dídí móðursystir mín hefði orðið alvarlega veik úti á Kanaríeyjum og líklega myndi hún ekki lifa daginn, hugsaði ég að þetta gæti ekki verið, þetta hlyti að vera misskilningur eins oft vill verða með skilaboð milli landa. Raunin var hins vegar önnur og alvarlegri. Dídí hafði fengið hjartaáfall og lést stuttu síðar sama dag. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Sigríður Andrésdóttir

Amma í Kópó er dáin. Þessi sorglegu tíðindi færði faðir minn mér í vinnunni og átti ég erfitt með að trúa því að hún sem var svo hress þegar hún og afi héldu til Kanaríeyja fyrir viku væri dáin. Frá því að ég man fyrst eftir mér var ég fastagestur á heimili ömmu og afa á Bjarnhólastígnum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 415 orð

Sigríður Andrésdóttir

Miðvikudaginn 28. janúar bárust mér þær sorgarfréttir að tengdamóðir mín, Sigríður Andrésdóttir hefði látist á Kanaríeyjum. Ég kynntist henni fyrir um 24 árum þegar við Áslaug dóttir hennar fórum að rugla saman reytum. Sigurð, eiginmann Sigríðar, hafði ég áður séð í Bláfjöllum þar sem hann starfaði mikið fyrir Skíðadeild Ármanns, en Áslaug var keppandi á skíðum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 440 orð

Sigríður Andrésdóttir

Elsku amma okkar er dáin. Það er sárt að hugsa til þess að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og það var svo notalegt að sitja með þér inni í eldhúsi og spjalla. Við vorum alltaf að gera eitthvað með þér, fara með þér og mömmu í bæinn eða við kíktum í heimsókn. Við eigum svo ótrúlega mikið af góðum minningum um yndislega ömmu. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 96 orð

Sigríður Andrésdóttir

Eins og sólblik á kalda kinn eins og kristals bikar með dýrri veig, sem demant skíni við hvítri hönd um himininn svífi skýin fleyg, svo orkar þín nálægð á anda minn þegar andvarinn líður að blárri strönd. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Sigríður Andrésdóttir

Kveðja frá Inner Wheel klúbbi Kópavogs Enn einu sinni höfum við verið minnt á hvað bilið er stutt milli lífs og dauða, þegar okkur barst andlátsfrétt Sigríðar Andrésdóttur. Hún var einn af stofnfélögum Inner Wheel klúbbs Kópavogs árið 1987. Við munum hana vel frá síðasta jólafundi þar sem þau hjón mættu. Þar var hún hress og kát, full af lífsorku. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Sigríður Andrésdóttir

Kær vinkona er horfin á braut. Sigríður eða Dídí eins og hún var gjarnan kölluð, hélt hress og kát í frí til Kanaríeyja, en úr þeirri ferð átti hún ekki afturkvæmt. Hún lést eftir vikudvöl þar. Hvílíkt reiðarslag fyrir fjölskyldu og vini. Enn erum við minnt á hve stutt getur verið milli lífs og dauða. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Sigríður Andrésdóttir

Enn skeður það óvænta. Látin er elskuleg eininkona, móðir og amma, Sigríður Andrésdóttir, langt um aldur fram. Hjörtu okkar fyllast sorg og söknuði. Vinir koma, vinir fara. Þannig hefur það verið og verður sjálfsagt um alla framtíð. Okkur, nokkra vini Dídíar og Sigurðar, langar að minnast hennar nokkrum fátæklegum orðum, þó ekki væri nema til að þakka fyrir langa vináttu og tryggð. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 297 orð

SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR Sigríður Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1933. Hún lést á Kanaríeyjum 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Áslaug Guðjónsdóttir, f. á Ísafirði 15.9. 1903, og Andrés Einarsson, f. í Reykjavík 17.1. 1904. Þau bjuggu í Reykjavík. Stundaði Andrés verzlunarstörf en hann lést 10.1. 1941. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Sigurveig Gunnarsdóttir

Þegar ég var lítil þótti mér alltaf svo gaman að koma á Fjölló. Þar bjuggu afi og amma, Didda með Bangsa í risinu, Kristveig og Benni ásamt köttunum í kjallaranum, og svo var það hún Siva. Það voru allir velkomnir inn til hennar Sivu, enda stóð lykillinn ætíð í skránni. Og þar inni tók á móti manni falleg gömul kona í hvítum kjól og með hnút í hárinu. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 224 orð

SIGURVEIG GUNNARSDÓTTIR

SIGURVEIG GUNNARSDÓTTIR Sigurveig Gunnarsdóttir fæddist í Skógum í Öxarfirði 5. mars 1905. Hún andaðist í Landakoti í Reykjavík hinn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristveig Björnsdóttir, f. 5.4. 1881, d. 17.3. 1945, og Gunnar Árnason, f. 24.2. 1871, d. 23.4. 1960, bóndi og oddviti í Skógum. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Símon Berg Stefánsson

Elsku Símon nú ert þú farinn frá okkur aðeins 20 mánaða gamall. Þótt tíminn sé ekki langur og samvistirnar allt of fáar, þá eigum við sjóð af minningum um þig. Minningum sem ylja hjartanu og hjálpa okkur að komast yfir þennan erfiða tíma. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 124 orð

Símon Berg Stefánsson

Elsku litli bróðir, manstu eftir því þegar við fórum til Danmerkur og þegar þú lékst þér við hundinn Thor, þú vissir að hann er dáinn. Þegar þú varst tveggja mánaða fórstu í kringum allt landið, ég veit ekki hvort þú manst eftir því. Manstu þegar ég var að leika mér við þig í feluleik þú hlóst svo mikið að ég hélt að þú mundir springa, en samt sem betur fór hlóstu ekki svo mikið. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Símon Berg Stefánsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast lítils drengs sem í dag er til moldar borinn. Hann Símon Berg var yndislegur litill stubbur sem bræddi hjörtu allra sem kynntust honum. Alveg frá upphafi var mikill kraftur í honum, hann mátti ekki vera að því að vera ungabarn, var farinn að ganga innan við tíu mánaða gamall og upp frá því hljóp hann um allt. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Símon Berg Stefánsson

Elsku Símon minn. Nú ert þú farinn frá okkur en ég veit að þú ert hjá Jesú og þar er yndislegt að vera. Því miður fengum við aðeins að hafa þig hjá okkur í rúma 20 mánuði og var það yndislegur tími. Þú varst svo duglegur, byrjaðir að labba aðeins 10 mánaða og hættir með bleyju 18 mánaða. Og það sem þér þótti gaman að tónlist. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Símon Berg Stefánsson

Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka. (Sálm. 91:1.) Hann Símon litli er kominn heim til Jesú og situr í skjóli hans. Fyrr en við hefðum viljað eða höfum mannlegan skilning á. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, þau orð hafa hljómað í hjarta mér síðustu daga og eiga þau sannarlega við í þessu tilfelli. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Símon Berg Stefánsson

Í dag kveðjum við elskulega litla frænda okkar Símon Berg, sem kallaður var burt svo skyndilega. Sorg og söknuður er í hugum okkar en við munum ávallt geyma minningarnar um ljúfan og brosmildan lítinn dreng. Ó, hjartans vinur, hvíldu rótt, ­ við hugsum mest um það. ­ Þér gefi drottinn góða nótt og góðan sælustað. (Jens Sæmundsson. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Símon Berg Stefánsson

Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín í þitt heilaga musteri. (Jónas 2:8) Elsku litli vinurinn okkar, hann Símon Berg, er horfinn úr þessu jarðlífi. Þótt ævidagarnir hans hafi ekki verið margir, þá er skarðið samt svo stórt sem hann skilur eftir, og við söknum hans sárt. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 174 orð

Símon Berg Stefánsson

Símon, elsku litli vinurinn minn, er dáinn. Mér hefur sjaldan brugðið eins mikið og þegar ég frétti að hann væri dáinn. Það var eins og allt stoppaði. Minningar um litla sólargeislann komu upp í hugann, já, hann var svo sannarlega sólargeisli. Það var svo gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna. Hann var svo fljótur að öllu. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 448 orð

Símon Berg Stefánsson

Okkur langar til að minnast hans Símonar litla í nokkrum fátæklegum orðum. Einhvern veginn fannst okkur við alltaf eiga svolítið í honum því hann og Daníel okkar voru svona eins og samferða í heiminn. Við mömmurnar bárum okkur oft saman um litlu kallana okkar. Þeir voru einhvern veginn svo áþekkir. Báðir ljósir, hárlitlir, nettir og glaðir strákar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 103 orð

Símon Berg Stefánsson

Um leið og við setjumst niður til að skrifa nokkur orð um litla frænda, skynjum við að engin orð ná að lýsa hve stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna er einn úr hópnum var kallaður burt svo óvænt og skyndilega. Litli Símon var lengi yngstur í hópnum enda náði hann að draga að sér alla athygli með glaðlegu fasi og yndislegu brosi. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Símon Berg Stefánsson

Okkur langar að kveðja lítinn vin, Símon Berg. Guð segir í orði sínu: "Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." (Sálmur 139:16.) Ekki óraði okkur fyrir því að ævidagar hans yrðu svona fáir, en við þökkum Guði fyrir hvern dag sem hann fékk að vera á meðal okkar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

Símon Berg Stefánsson

Símon Berg Stefánsson Elsku Símon, nú ertu hjá Guði. Nú er þér batnað. Þú kemur aldrei aftur en seinna komum við öll til þín. Þinn frændi Stefán Arnar. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Símon Berg Stefánsson

Elsku Símon, það sem þú gafst okkur er svo óendanlega dýrmætt. Öll uppátækin þín, afi burr, það var afa bíll, piss til að fá ömmu inn á bað, ekki alltaf til að pissa, heldur að fá að leika í baði, setjast í símastólinn, þá vildir þú segja "alló" við Gunna og Yogu, lagðist á gólfið hjá Aroni þegar teiknimyndir voru í sjónvarpinu, Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Símon Berg Stefánsson

Ástfólginn lítill drengur er horfinn af sjónarsviðinu, nánast án nokkurs fyrirvara. Aldrei framar mun hann koma til að hjálpa ömmu í Urðarbakkanum við baksturinn eða tiltektina, né til að ná í geisladisk í diskarekkann og biðja afa að spila svo hann gæti dansað og sungið eins og honum var einum lagið, né til að sparka bolta og leika sér í stofunni hjá afa og ömmu á Háaleitisbrautinni, Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Símon Berg Stefánsson

Elsku litli bróðir, það var svo skemmtilegt þegar ég var inni í herbergi að læra og ég var með tónlist á fullu þá komst þú alltaf inn í herbergi og fórst að dansa. Og að hoppa í mömmu og pabba rúmi var alveg frábært þó svo að við mættum það ekki. Við vorum líka að æfa fimleika saman. Ég sakna þín svo mikið. Þinn stóri bróðir Aron. Meira
10. febrúar 1998 | Minningargreinar | 71 orð

SÍMON BERG STEFÁNSSON

SÍMON BERG STEFÁNSSON Símon Berg Stefánsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1996. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Stefán Hjálmar Birkisson, fæddur 7. október 1965, og Margrét Björk Kjartansdóttir, fædd 31. mars 1966. Símon átti tvö systkini; Dagnýju Björk, fædd 20. Meira

Viðskipti

10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 57 orð

BA heitir bata eftir minni gróða

BRITISH Airways segir að hagnaður flugfélagsins hafi minnkað um 170 milljónir punda vegna styrkleika sterlingspundsins, en niðurskurður útgjalda muni vega upp á móti þessu ef til lengri tíma sé litið. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Deilt á The Times fyrir lágt verð

DAGBLÖÐ og þingmenn hafa aukið þrýsting á eftirlitsyfirvöld í Bretlandi að binda enda á "ósanngjarna" verðlagningu Lundúnablaðsins The Times, sem er í eigu Ruperts Murdochs. Fyrrum yfirmaður eftirlits með heiðarlegum viðskiptaháttum (OFT), Gordon Borrie lávarður, Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 158 orð

ÐGjaldeyrisforðinn 27,6 milljarðar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans rýrnaði um rúmar 200 milljónir króna í janúar og nam í lok mánaðarins 27,6 milljörðum. Erlendar skammtímaskuldir Seðlabankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er kemur fram í frétt frá bankanum. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 220 orð

ÐNýir starfsmenn hjá Norðuráli

Ásmundur Jónsson vélfræðingur hefur verið ráðinn viðhaldsstjóri hjá Norðuráli hf. Ásmundur brautskráðist sem vélfræðingur frá Vélskóla Íslands 1984. Ásmundur starfaði áður hjá Ögurvík sem vélstjóri á Ögra og Vigra og við viðhald á skipum. Frá árinu 1985 til 1988 starfaði hann hjá Gjörva hf. og lauk sveinsprófi í vélvirkjun árið 1988. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 98 orð

ÐViðskiptaþing 1998

VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs Íslands verður haldið á morgun í þingsölum Hótels Loftleiða kl. 14. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Íslenskt atvinnulíf 1998: Samkeppni eða samkeppnisleysi? Þar munu forsvarsmenn í íslensku viðskiptalífi ræða um stöðu samkeppnismála hér á landi frá ýmsum sjónarhornum. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 227 orð

»-Evrópsk bréf lækka í verði

LÆKKANIR urðu í helztu kauphöllum Evrópu síðdegis í gær, einkum eftir óvissa byrjun í Wall Street. Í London byrjuðu viðskipti vel, en FTSE 100 vísitalan lækkaði von bráðar og lokagengi lækkaði um 0,5%. Ástandið var jákvæðara í Þýzkalandi og kauphallarvísitalan mældist jafnvel á nýju meti, en vísitala tölvuviðskipta eftir lokun komst í mínus. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Hlutabréf SRMjöls hækka um nær 6%

GENGI hlutabréfa í SR-Mjöli hækkaði um tæplega 6% í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær, eftir að ljóst varð að ríkisstjórnin hygðist setja lög á lög á verkfall sjómanna. Lokagengi bréfanna var 6,55 og hafði þá hækkað um 35 punkta frá síðasta viðskiptadegi. Hlutabréfaviðskipti voru hins vegar áfram með minna móti. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 356 orð

Ríkið í víðtækri samkeppni við einkaaðila

ÁÆTLAÐ er að velta opinberra og hálfopinberra fyrirtækja sé um 30% af heildarveltu atvinnufyrirtækja í landinu og eru þá hlutafélög í eigu ríkisins ekki meðtalin. Aðilar sem starfa á samkeppnismarkaði finna mjög fyrir nærveru hins opinbera og telja að til þess megi rekja margar af þeim samkeppnishömlum sem við lýði eru, Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Rætt um fækkun starfa í iðnaði

SAMTÖK iðnaðarins halda aðalfund sinn, Iðnþing, föstudaginn 20. febrúar næstkomandi. Á þinginu verður rætt um hlutfallslega fækkun starfsmanna í iðnaði og hvort hún sé afleiðing efnahagsmistaka eða eðlilegrar þróunar. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

VISA Ísland

"Vegna frétta af úrskurði embættis Ríkisskattstjóra við fyrirspurn Kaupmannasamtaka Íslands um virðisaukaskattskyldu af "eftiráreiknuðum" rafrænum afslætti af visaviðskiptum er það að segja að úrskurðurinn er að nokkru leyti byggður á röngum upplýsingum frá Kaupmannasamtökunum en einnig ófullkomnum upplýsingum af okkar hálfu," að sögn Einar S. Einarssonar, framkvæmdastjóra VISA. Meira
10. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 154 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÝRR hf. hefur keypt meirihluta í hugbúnaðarfyrirtækinu Kuggi ehf. ehf. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni og hefja samstarf við þau. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar kaupsamningurinn og samstarfssamningur milli fyrirtækjanna voru undirritaðir sl. föstudag. Meira

Daglegt líf

10. febrúar 1998 | Neytendur | 346 orð

Oft eru vinningar skattskyldir

VINNINGAR í happdrættum geta reynst bjarnargreiði, eins og ferð til útlanda eða hljómflutningstæki, ef ekki hefur staðið til að fjárfesta í slíkum hlutum. Meginreglan er sú að vinningar eins og bílar, heimilistæki og utanlandsferðir eru skattskyldir nema í undantekningartilvikum. Meira

Fastir þættir

10. febrúar 1998 | Dagbók | 3189 orð

APÓTEK

»»» Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Áhugaverðir hestavefir

HESTAMENN, sem hafa aðgang að Netinu, geta glaðst þessa dagana því alltaf fjölgar áhugaverðum stöðum fyrir þá að skoða. Í lok síðasta árs komu tveir gagnabankar inn á Netið, þ.e. Veraldar- Fengur, gagnabanki Bændasamtaka Íslands í hrossarækt, á slóðinni http://www.bondi.is og Gagnabanki Jónasar Kristjánssonar á slóðinni http://www.hestur.is. Meira
10. febrúar 1998 | Í dag | 34 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, verður sextug Heba Ásgrímsdóttir, ljósmóðir, Reynivöllum 8, Akureyri. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Skaptason, skipasmiður, sem varð sextugur 23. desember sl. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 312 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 207 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kv

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 1998 Helgina 28. febrúar til 1. mars fer fram Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni. Spilaform fer eftir þátttöku en undanfarin ár hafa allar sveitir spilað innbyrðis. Keppnisgjald er 10.000 kr. Meira
10. febrúar 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. október í Háteigskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Birna H. Long og Friðjón Veigar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Hjallabrekku 1, Kópavogi. Meira
10. febrúar 1998 | Dagbók | 666 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 448 orð

Gagnagrunnur keppnishrossa í sjónmáli

TVEIR ungir hestamenn, þeir Brynjar Gunnlaugsson og Aksel Jansen áhugamenn um tölvur, hafa á undanförnum árum hannað forrit fyrir gæðinga- og íþróttakeppni og kappreiðar. Kerfið býður upp á mun fjölbreyttari möguleika en önnur forrit sem notuð hafa verið á mótum og léttir mjög alla vinnu við mótahald. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 613 orð

HM '98 innanhúss?

HEIMSMEISTARAMÓT á íslenskum hestum innanhúss er nokkuð sem enginn hefur látið sig dreyma um, en eftir því sem fram kom á kynningu á staðnum þar sem næsta mót verður haldið, í grennd við Nürnberg í Þýskalandi, er það vel mögulegt. Þjóðverjar kynntu mótsstaðinn á íþróttaráðstefnu Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta, FEIF, sem haldin var í Amsterdam í Hollandi fyrir skömmu. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 656 orð

Hreyfing og dempunarhæfni hófsins

HESTUR án hófa er enginn hestur, eru orð að sönnu. Í áranna rás hafa menn gert sér betur grein fyrir mikilvægi þeirra í öllu hestahaldi. Hófurinn er sá hluti líkama hestsins sem tekur við höggi við niðurstig hests á hreyfingu. Í hófnum má segja að sé háþróaður dempunarbúnaður til verndar m.a. liðum, beinum og vöðvatengingum við þau. Meira
10. febrúar 1998 | Í dag | 422 orð

INS og menn muna vakti það nokkra athygli um síðustu ár

INS og menn muna vakti það nokkra athygli um síðustu áramót, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, töluðu með mjög ólíkum hætti um sama málefni í ávörpum sínum til þjóðarinnar. Meira
10. febrúar 1998 | Í dag | 26 orð

Ljósmyndarinn ­ Jóhannes Long. Gefin voru saman 27. desember í

Ljósmyndarinn ­ Jóhannes Long. Gefin voru saman 27. desember í Hvítasunnukirkjunni af Snorra Óskarssyni Hrönn Svansdóttir og Ívar Ísak Guðjónsson. Heimili þeirra er í Reykási 41, Reykjavík. Meira
10. febrúar 1998 | Í dag | 362 orð

Réttarríkið Bandaríkin KONA var tekin af lífi 3. febrúar ef

KONA var tekin af lífi 3. febrúar eftir fimmtán ár í fangelsi. Þetta er tvöfaldur dómur. Það er ekki úr vegi að spyrja - hafa ráðamenn í hinum svokallaða frjálsa heimi einir leyfi til að fremja morð - þjóðarmorð í öðrum löndum. Kórea, Víetnam, Írak, fyrir utan að eiga sök á ævilöngum örkumlum eða dauða sinna ungmenna á vígvellinum. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 357 orð

Samdráttur í Þýskalandi

ÚTFLUTNINGUR hrossa dróst saman um 276 hross á nýliðnu ári miðað við árið þar á undan samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands. Alls voru seld úr landi 2.566 hross til 15 landa í stað 2.842 hrossa til 18 landa árið 1996. Að venju fara flest hross til Þýskalands eða 827 í stað 1.079 '96. Meira
10. febrúar 1998 | Fastir þættir | 253 orð

Þéttskipuð dagskrá

Landsmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði dagana 8. til 12. júlí í sumar. Öllum stærri framkvæmdum er lokið á svæðinu, en að sögn Jóns Ólafs Sigfússonar, framkvæmdastjóra landsmótsins, verður margt eftir að gera þegar vorar þrátt fyrir það, svo sem að laga girðingar og fleira sem tilheyrir vorverkunum á svona mótsstað. Meira

Íþróttir

10. febrúar 1998 | Íþróttir | 493 orð

15 km skíðaganga kvenna:

15 km skíðaganga kvenna: Heðfbundin aðferð: 1. Olga Danilova (Rússl.)46.55,4 2. Larissa Lazutina (Rússl.)47.01,0 3. Anita Moen-Guidon (Noregi)47.52,6 4. I.Taranenko Terelia (Úkraínu)48.10,2 5. Marit Mikkelsplass (Noregi)48.12,5 6. Trude D. Hartz (Noregi)48. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA UMFA 16 12 0 4 417 374 24KA 14 9 2 3 402 342 20FH 15 8 3 4 406 373 19VALUR 15 8 3 4 360 344 19HAUKAR 15 8 2 5 417 392 18FRAM 14 9 0 5 368 3 Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA HÖRÐUR -HM

2. DEILD KARLA HÖRÐUR -HM 25: 29SELFOSS -ÞÓR AK. 23: 22FJÖLNIR -ÞÓR AK. 20: 23 ÞÓR AK. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 88 orð

Advocaat til Rangers?

DICK Advocaat þjálfari PSV Eindhoven og fyrrum landsliðsþjálfari Hollendinga hefur greint forráðamönnum félagsins frá því að hann íhugi nú að yfirgefa PSV og taka við skoska meistaraliðinu Rangers. "Advocaat hefur sagt okkur að Rangers hafi sýnt sér áhuga, en við höfum ekkert um málið að segja á þessari stundu," sagði talsmaður hollenska liðsins um helgina. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 56 orð

Arnar heiðraður íLimassol ARNAR Grétarsson er greinilega

ARNAR Grétarsson er greinilega vinsæll í Limassol. Þegar við komuna var farið að spyrjast fyrir um kappann hjá AEK í Grikklandi og formaður stuðningsmannafélags AEK í Limassol fékk Arnar til að horfa á leik Kavalla og AEK í beinni útsendingu sjónvarps á sunnudag. Við það tækifæri var Arnar heiðraður, fékk m.a. platta og blómvönd. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 50 orð

Bjarki hættur í landsliðinu BJARKI Gunnla

BJARKI Gunnlaugsson, atvinnumaður hjá Molde í Noregi, mætti ekki í leikinn gegn Noregi á Kýpurmótinu í knattspyrnu í gærdag og hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu, meðan Guðjón Þórðarson er landsliðsþjálfari. Hann segist ekki treysta Guðjóni og því ekki geta starfað með honum. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 181 orð

Bjarni meiddist BJARNI Guðjónsson ætlaði svo sa

BJARNI Guðjónsson ætlaði svo sannarlega að sanna sig á móti Norðmönnum. Mætti fyrstur út á völl í upphitun og hóf leikinn af miklum krafti. Vel var líka tekið á honum og undir lok fyrri hálfleiks var hann borinn meiddur af velli. "Ég fékk högg á bakið og er allur bólginn en vonandi er þetta ekki alvarlegt," sagði hann við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 235 orð

Blikar fengu á sig 37 mörk í þriðja sinn

Blikar fengu í þriðja sinn í vetur á sig 37 mörk í leik þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn, en þrisvar hafa þeir þurft að hirða knöttinn 36 sinnum úr netinu hjá sér í leik. Sjálfir skoruðu þeir 19 mörk gegn Aftureldingu, þeir verða enn að bíða eftir fyrsta stigi sínu í vetur en Afturelding hinsvegar trónir enn á toppi deildarinnar. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 100 orð

BORIS Bjarni Abkaschev , aðs

BORIS Bjarni Abkaschev , aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vals, var að venju á varamannabekk liðsins og var klæddur æfingagalla landsliðsins, sem er blár, hvítur og svartur og svipar mjög til Frambúningsins. En auðvitað var Boris Bjarni á bandi þeirra rauðklæddu. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 607 orð

Cole bjargaði Man. Utd. á Old Trafford

MEISTARAR Manchester United hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum að undanförnu í ensku úrvalsdeildinni. Þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum, en það kemur ekki að sök því hin liðin hafa ekki nýtt sér það. Chelsea, Liverpool og Blackburn töpuðu öll um helgina og því hefur United enn fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 672 orð

Danilova fékk fyrsta gullið

RÚSSNESKA göngukonan Olga Danilova varð fyrst til að hljóta gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum sem hófust í Nagano í Japan á laugardaginn. Danilova var fljótust að ganga 15 kílómetra með hefðbundinni aðferð, kom í mark á 46 mínútum og 55,4 sekúndum og var rúmum fimm sekúndum á undan löndu sinni Larissu Lazutinu. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 495 orð

DAVID Beckham, miðvallarleikmaður Man. U

DAVID Beckham, miðvallarleikmaður Man. Utd., er ekki í landsliðshópi Englands, sem mætir Chile á morgun á Wembley. Hann meiddist á hné í leiknum gegn Bolton á laugardaginn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 146 orð

Ef ekki núna...

"VIÐ áttum von á brösuglegri byrjun og það síðasta sem við töluðum um fyrir leikinn var að annað hvort liðið ­ við eða þær ­ gæti komist nokkrum mörkum yfir. En við vissum líka að það þýðir ekkert að gefa eftir og þarf að bæta sig allan leikinn. Ef ekki núna hvenær þá," sagði Herdís Sigurbergsdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 237 orð

Einvígið heldur áfram í Þýskalandi

Efstu lið þýsku deildarinnar, Kaiserslautern og Bayern M¨unchen, halda sínu striki í tveimur efstu sætunum með sigri um helgina. Bayern lagði Hansa Rostock 2:0 og efsta liðið, Kaiserslautern, lagði Bochum 3:0. Framherjinn Alexander Zickler kom Bayern yfir, 1:0, á 16. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Michael Tarnat beit úr aukaspyrnu og þar við sat. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 1153 orð

Ekki búið fyrr en...

LENGI verður deilt um það hvort jöfnunarmark Vals í bikarúrslitaleiknum við Fram var löglegt eða ekki. Valur fékk aukakast rétt við miðlínu er 1,01 sekúnda var til leiksloka og Fram var 20:19 yfir, reyndar sögðu dómararnir að þrjár sekúndur hefðu verið eftir en leikmenn virtust ekki vita af því. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 298 orð

Essen vill fá Dag

Essen hefur boðið Degi Sigurðssyni, landsliðsmanni í handknattleik hjá Wuppertal, þriggja ára samning. Dagur átti fund með forráðamönnum Essen á sunnudaginn, þar sem hann fékk munnlegt tilboð. "Ég get valið um tvennt, að vera áfram hjá Wuppertal eða fara til Essen. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 552 orð

"Ég trúi þessu ekki"

"ÞETTA var ótrúlegt" var það fyrsta sem Freyr Brynjarsson sagði eftir leikinn en hann jafnaði metin fyrir Val á síðustu sekúndunni. En hvernig gerðist þetta? "Njörður [Árnason] var að dekka mig úti í horninu en hann fór síðan út til að dekka einhvern annan og [Oleg] Titov tók ekki eftir mér þar sem ég stóð á milli þeirra," sagði Freyr. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 89 orð

Fjögur mörk of mikið að vinna upp

"VIÐ vorum að spila illa undir lok fyrri hálfleiks og það gerði út um leikinn því við fórum útaf með fjögur mörk á bakinu í hálfleik og það er of mikið," sagði Inga Lára Þórisdóttir þjálfari Víkinga eftir leikinn. "Samt vorum við að skapa okkur fjölda færa í síðari hálfleik en þá var eftir að finna leið framhjá Lijönu markverði Stjörnunnar. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 250 orð

Fyrsta gull Búlgara EKATERINA Dafovska fr

EKATERINA Dafovska frá Búlgaríu sigraði í 15 km skíðaskotfimi kvenna og færði landi sínu þar með fyrstu gullverðlaun á vetrarólympíuleikum, áður hafði Búlgörum aðeins einu sinni tekist að krækja í verðlaun á vetrarleikum, en Ivan Lebanov varð þriðji í göngu í Lake Placid 1980. Sigur Dafovsku kom mjög á óvart því hin 22 ára gamla stúlka var ekki á lista 50 bestu fyrir leikana. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 290 orð

"Gáfumst ekki upp þó útlitið væri dökkt"

Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, var kampakátur eftir sigurinn og vildi alls ekki viðurkenna að hann hefði haldið að sigurinn væri genginn Val úr greipum. "Nei alls ekki, en ég gerði mér grein fyrir að þetta var að verða erfitt," sagði Jón um lokamínútur leiksins. "Við vorum ekki tilbúnir að gefast upp þó útlitið væri dökkt. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 515 orð

Grimmd okkar og vilji til að vinna meiri

"VIÐ unnum með því að vera með jafnara lið auk þess sem grimmdin og viljinn til að vinna var meiri hjá okkur í dag," sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar lið hans var orðið bikarmeistari eftir 28:26-sigur á Víkingum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. "Við byrjuðum illa en það var held ég ekki vegna vanmats þótt eflaust hafi örlað á því. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

GRINDAVÍK

GRINDAVÍK 18 16 0 2 1658 1475 32HAUKAR 18 13 0 5 1503 1299 26KEFLAVÍK 18 11 0 7 1634 1535 22KFÍ 18 11 0 7 1564 1465 22UMFN 18 10 0 8 1609 1491 20TINDAST. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 103 orð

"Guðjón sagði margoft: Burtu"

"ÉG margspurði Guðjón að því hvað væri mikið eftir og hann sagði margoft: Burtu," sagði Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, leikmaður Fram og var óhress með framkomu Guðjóns Sigurðssonar annars dómara bikarúrslitaleiksins í darraðardansinum undir lok venjulegs leiktíma. "Sökum þess að hann svaraði svona stóð ég í þeirri trú að leikklukkan gilti og aðeins 1,01 sekúnda væri eftir. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 582 orð

Guðný Eyþórsdóttir hjó nærri lágmarkinu fyrir EM

ÍSLANDSMET Einars Karls Hjartarsonar, ÍR, var það sem hæst bar á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór í Baldurshaga og Laugardalshöll á föstudag og laugardag. Einar bætti tíu ára met Gunnlaugs Grettissonar, ÍR, um einn sentimetra ­ stökk 2,16 í fyrstu tilraun og átti góðar tilraunir við 2,20 m. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 338 orð

Gúmmírönd á búningi og nýir skautar

VERÐLAUNAHAFARNIR í 5.000 metra skautahlaupinu, Gianni Romme, Bart Veldkamp og Rintje Ritsma, klæddust allir búningi með nýrri uppfinningu hollenskra vísindamanna; gúmmíröndum, sem talið er að dragi verulega úr loftmótstöðu þannig að skautahlauparinn nær meiri hraða en áður. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 47 orð

Hamar - Breiðablik74:72

1. deild karla: Hamar - Breiðablik74:72 Mjög jafn leikur þar sem staðan var 34:33, og 66:66 eftir venjulegan leiktíma en Hvergerðingar höfðu betur í framlengingu. Hrafn Kristjánsson gerði 26 stig fyrir Hamar og Einar Hannesson 23 hjá Breiðabliki. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 239 orð

Hársbreidd frá tvöföldum sigri

Lið Þróttar í Neskaupstað fékk fimm stig í sarpinn úr tveimur leikjum við ÍS, í 1. deild karla í blaki um helgina. Liðið er enn í öðru sæti með tveggja stiga forskot á stúdenta eftir jafnmarga leiki. Á föstudagskvöldið skelltu gestirnir heimaliðinu 3:1, en á laugardaginn hafði ÍS betur í fimm hrinu leik. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 228 orð

Hefðbundinn nágrann· aslagur Leikur Skagamanna og Borgnes

Hefðbundinn nágrann· aslagur Leikur Skagamanna og Borgnesinga var ekki sá besti sem leikinn hefur verið á Akranesi. Leikurinn var þó spennandi og síðustu mínúturnar rafmagnaðar svo ekki sé meira sagt, en heimamenn höfðu betur í nágrannaslagnum, sigruðu með tveimur stigum, 66:64. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 314 orð

Heimsmetið bætt þrisvar

Hollendingurinn Gianni Romme setti heimsmet og sigraði örugglega í 5.000 metra skautahlaupi á sunnudaginn. Romme var handhafi heimsmetsins og keppnin var hin skemmtilegasta því áður en röðin kom að honum höfðu tveir keppendur náð betri tíma. Heimsmetið var því bætt þrívegis. Romme náði besta tíma sem náðst hafði, 6. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 155 orð

Hélt að þetta væri komið

"AUÐVITAÐ hélt ég að þetta væri komið hjá okkur," sagði Guðmundur Helgi Pálsson leikstjórnandi Framara vonsvikinn eftir leikinn. Síðan bætti hann við: "Það er ljótt að segja það, en þegar þeir [Valsmenn] eru einum eða tveimur fleiri allan leikinn þá er erfitt að eiga við þá. Hér er ég að tala um dómarana. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 501 orð

Hugarfarið verður að vera rétt

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, leit á Kýpurferðina sem mikilvægan undirbúning fyrir framhaldið en var óánægður eftir tapið í gær. "Þetta voru mikil vonbrigði," sagði hann við Morgunblaðið um leikinn við Noreg. "Það er eins og menn fáist ekki til að vinna þá vinnu sem þeir eru beðnir um." Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 627 orð

Hvers vegna erBJARKI GUNNLAUGSSONhættur að leika með landsliðinu?Vinn ekki með Guðjóni

BJARKI Gunnlaugsson, leikmaður með Molde í Noregi, mætti ekki í rútuna í Limassol þegar landslið Íslands í knattspyrnu fór til Nikosíu í gær vegna landsleiksins við Norðmenn í Kýpurmótinu í knattspyrnu og segist hættur í landsliðinu. "Ég vinn ekki lengur með Guðjóni [Þórðarsyni landsliðsþjálfara]. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 256 orð

"Hörm· ulegt" ­ en nóg

Grindavík, efsta lið úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, sigraði ÍR örugglega í Seljaskóla á sunnudagskvöld, 74:63. Grindvíkingar hafa oft leikið betur og hefðu heimamenn því getað gengið á lagið og nýtt sér slakan leik gesta sinna til sigurs, sem þeir gerðu ekki. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 418 orð

Inter átti eitt markskot

JUVENTUS heldur sínu striki í efsta sæti ítölsku deildarinnar, hefur fjögurra stiga forskot á Internazionale sem tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Bologna í leik sem þjálfari Internazionale sagði vera þann lakasta sem lið sitt hefði leikið á tímabilinu. Juventus lagði hins vegar Roma 3:1 og stefnir ótrautt á að verja meistaratitil sinn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 322 orð

Í henni býr hinn íslenski kraftur

FRJÁLSÍÞRÓTTIRSunnudagsblað Aftonbladet með heilsíðuumfjöllun um Völu Flosadóttir Í henni býr hinn íslenski kraftur Heimsmet Völu Flosadóttur í stangarstökki á föstudaginn hefur ekki farið framhjá sænskum fjölmiðlum enda keppir Vala fyrir sænska f Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 210 orð

Íslandsmót eldri flokka

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í eldri flokkum í badminton; öðlinga- (40 ára og eldri), æðsta- (50 ára) og heiðursflokki (60 ára). Helstu úrslit: Öðlingaflokkur Einliðaleikur karla: Haraldur Kornelíusson, TBR, vann Jóhannes Guðjónsson, ÍA 15-3 og 15-11. Einliðaleikur kvenna: Sigríður M. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 44 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: ÍS - Þróttur Nes.1:3 (5:15, 7:15, 15:13, 13:15)ÍS - Þróttur Nes3:2 (5:15, 17:15, 15:12, 8:15, 15:2)Þróttur R. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 122 orð

Íslandsmótið í sundi á Keflavíkurflugvelli

STJÓRN Sundsambands Íslands hefur fengið samþykki frá utanríkisráðuneytinu fyrir því að Íslandsmeistaramótið innanhúss í sundi fari fram í sundlaug varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli 20.-22. mars nk. "Við erum ánægðir með að málið skuli nú vera í höfn," sagði Sævar Stefánsson, formaður SSÍ. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 159 orð

Íslendingar misstu boltann hægra megin í vörninni rétt

Íslendingar misstu boltann hægra megin í vörninni rétt við eigin vítateig. Szilard Nemeth náði boltanum og fékk óhindraður að klóra sig í hálfhring í teignum. Birkir varði skot frá honum af stuttu færi en hélt ekki boltanum sem stefndi að marki. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 589 orð

Jordan bestur

MICHAEL Jordan fór á kostum í stjörnuleik NBA þegar lið Austurdeildar sigraði fulltrúa Vesturdeildar, 134:114. Leikið var í Madison Square Garden á Manhattan ­ "Mekka körfuboltans" höfðu flestir leikmanna á orði yfir helgina ­ og ekki er hægt að finna betri stað fyrir þetta "stjörnustríð" en í sjálfri höfuðborg fjölmiðlanna. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 199 orð

Keflavík - ÍR79:24

Íþróttahúsið í Keflavík, Íslandsmótið í 1. deild kvenna, laugardaginn 7. febrúar 1998. Gangur leiksins: 9:0, 9:2, 23:4, 35:6, 51:16, 66:18, 72:24, 79:24. Stig Keflavíkur: Jennifer Boucek 28, Erla Þorsteinsdóttir 10, Anna María Sveinsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 7, Harpa Magnúsdóttir 7, Erla Reynisdóttir 6,Lóa Gestsdóttir 5, Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 112 orð

KFÍ - Tindast.71:77

Íþróttahúsið Torfnesi, Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvaldeild, mánudaginn 9. febrúar 1998. Gangur leiksins: 4:2 7:12 18:16 25:29 31:35 35:39 37:43 39:48 44:54 46:60 49:63 57:67 63:69 68:69 71:71 71:74 71:77. Stig KFÍ: David Bevis 24, Friðrik E. Stefánsson 18, Marcos Salas 11, Baldur I. Jónason 9, Ólafur J. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 304 orð

Konráð og félagar lögðu Lemgo

Niederw¨urzbach, lið Konráðs Olavsonar, lagði um helgina meistarana í Lemgo 22:19 á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, eftir að hafa verið 14:9 yfir í hálfleik. Konráð skoraði eitt mark í leiknum. Á sama tíma tapaði efsta liðið Kiel einnig, á útivelli fyrir Minden, 28:22 í leik þar sem Kielarliðið átti aldrei möguleika á sigri og var 5 mörkum undir í hálfleik, 15:10. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

KR

KR 12 10 0 2 759 646 20KEFLAVÍK 12 9 0 3 860 647 18GRINDAVÍK 13 6 0 7 811 772 12ÍS 11 5 0 6 651 641 10ÍR 12 0 0 12 555 930 0 Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 558 orð

KR - Haukar75:66 Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, Íslandsmót

Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í körfuknattleik, DHL-deildin (efsta deild karla), 16. umferð, sunnudaginn 8. febrúar 1998. Gangur leiksins: 6:2, 10:10, 12:26, 16:31, 30:34, 34:38, 38:43, 42:49, 51:54, 55:54, 64:56, 69:59, 71:64, 75:66. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 310 orð

Kýpurmótið Ísland - Slóvakía1:2 Tsirion leikva

Tsirion leikvangurinn í Limassol, 2. alþjóðlega Kýpurmótið í knattspyrnu, laugardaginn 7. febrúar 1998. Aðstæður: Um 18 stiga hiti, milt og rakt, skýjað, völlurinn mjög blautur eftir úrkomu um morguninn. Mark Íslands: Bjarki Gunnlaugsson 77. Mörk Slóvakíu: S. Nemeth 55., L. Moravic 63. Gult spjald: Bjarki Gunnlaugsson 60. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 211 orð

Kæra Fram tekin fyrir í dagFRAMARAR hafa lagt

FRAMARAR hafa lagt fram kæru til dómstóls Handknattleikssambands Íslands, vegna mistaka sem gerð voru undir leik úrslitaleiks bikarkeppninnar á laugardag, þar sem Valsmenn fögnuðu sigri eftir framlengingu. Kæra þeirra verður að öllum líkindum tekin fyrir í dag. Það er vegna mistaka á lokasekúndum venjulegs leiktíma, sem Framarar kæra, en þá jöfnuðu Valsmenn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 180 orð

MAGNÚS MÁR Þórðarsonspilaði sinn fyrst

MAGNÚS MÁR Þórðarsonspilaði sinn fyrsta leik með Aftureldingu í vetur eftir að samningar tókust milli Mosfellinga og ÍR, sem hann spilaði með síðasta keppnistímabil. "Það var góð tilfinning að skora úr fyrsta færinu," sagði Magnús Már eftir leikinn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 428 orð

Menn verða alltaf að gera sitt besta

Sigurður Jónsson var fyrirliði landsliðsins á Kýpurmótinu og stóð vel fyrir sínu en það nægði ekki. "Ljóst er að við þurfum að laga margt," sagði hann við Morgunblaðið eftir 1:0 tapið á móti Norðmönnum. "Við áttum að sigra í fyrsta leiknum, á móti Slóvenum, miðað við marktækifæri. Við spiluðum ekki nógu agaðan leik á móti Slóvakíu og núna, á móti Norðmönnum, vantaði liðsheildina. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 454 orð

MISTÖK »Röð mistaka í lokinkostaði Framara bik-armeistaratitilinn

Það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað misferst í íþróttaleikjum, ekki síst stórleikjum eins og úrslitaleik bikarkeppninnar. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins komu að bakdyrum Laugardalshallarinnar voru þar fyrir sérstaklega merktir öryggisverðir sem báðu um að menn sýndu skilríki til að þeir fengju að ganga í bæinn. Vel að verki verið og til mikillar fyrirmyndar. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 24 orð

Morgunblaðið/Golli Kampakátur fyrirliðiGUÐMUNDUR Hr

Morgunblaðið/Golli Kampakátur fyrirliðiGUÐMUNDUR Hrafnkelsson, fyrirliði Valsmanna, var að vonum ánægður, er hann tók á móti bikarnum eftir söguleganleik gegn Fram í Laugardalshöllinni. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 35 orð

Norðmenn sóttu upp vinstri kantinn á 32. mínútu. Rune H

Norðmenn sóttu upp vinstri kantinn á 32. mínútu. Rune Hagen gaf fyrir markið á Erik Nevland. Þessi leikmaður Manchester United var í markteignum nær og skallaði í hornið fjær, vinstra megin við Birki í markinu. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 353 orð

Nýstárleg kynning KYNNING á leikmönnum l

KYNNING á leikmönnum liðanna var nokkuð nýstárleg. Fyrst voru kynntir markverðir liðanna og hlupu þeir inn á völlinn er nöfn þeirra voru nefnd. Síðan var einn Framari kynntur, þá Valsari, síðan Framari og Valsmaður og síðan koll af kolli. Skemmtileg nýbreytni sem kom vel út. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 409 orð

NÖKKVI MÁR:

KR-INGAR eru á mikilli siglingu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik um þessar mundir, en þeir lögðu Hauka, 75:66, á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi á sunnudag. Þeir svarklæddu áttu lengstum undir högg að sækja, en náðu loks forskotinu, 55:54, um miðjan síðari hálfleik og létu það ekki af hendi eftir það. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 65 orð

Olga Danilova Fædd í Bugulm í Rússlandi, 27 ára og tve

Fædd í Bugulm í Rússlandi, 27 ára og tveggja barna móðir, á tvíbura. Hæð: 168 sentimetrar. Þyngd: 54 kíló. Starf: Íþróttakennari. Áhugamál: Prjónaskapur. Árangur: Þriðju Ólympíuleikar hennar og hún hefur auk þess keppt á þremur heimsmeistaramótum. Var í sigursveit Rússa í boðgöngu á HM 1995 og 1997. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 428 orð

RÍKARÐUR Ríkarðsson sundmaðu

RÍKARÐUR Ríkarðsson sundmaður úr Ægi var um helgina valinn Sundmaður Reykjavíkur fyrir árið 1997. Ríkarður á þrjú Íslandsmet í 25 m laug og tvö í 50 m laug, þrjú af þeim setti hann á sl. ári. DANIEL Komen heimsmethafi í 5. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 375 orð

Ríkharður fékk pottinn ÍSLENSKU leikmennir

ÍSLENSKU leikmennirnir horfðu ma. á leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í útsendingu sjónvarps á sunnudag. Fyrir leikinn veðjuðu menn á úrslit og þegar flautað var til leiksloka fagnaði Ríkharður Daðason manna mest en hann einn spáði 2:0 sigri Arsenal. "Þetta er mitt lið og ég vissi að þetta færi svona," sagði hann. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 744 orð

Röð mistaka átti sér stað undir lokin

Rétt áður en við flautum aukakastið á lítum við yfir völlinn, þá er enginn Valsmaður innan punktalínu, en um leið og flautað er breytist sjóndeildarhringur minn og ég tek ekki eftir Frey Brynjarssyni fyrr en hann er kominn með boltann á línuna og skorar, að því er virtist þá löglegt mark," segir Guðjón Sigurðsson, annar dómari úrslitaleiks Vals og Fram, Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 783 orð

Röð mistaka átti sér stað undir lokin

Síðustu sekúndur bikarúrslitaleiks karla í handknattleik á laugardag urðu sögulegar og hafa Framarar kært niðurstöðu leiksins, vegna mistaka sem þá áttu sér stað. Ívar Benediktsson ræddi um málið við Guðjón L. Sigurðsson, annan dómara leiksins, og Ólaf Steingrímsson, eftirlitsdómara. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 206 orð

Sannfærandi í Keflavík

Keflavíkurstúlkur unnu afar sannfærandi sigur á ÍR í Keflavík á laugardaginn. Lokatölur urðu 79:24, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 51:16. Það varð fljótlega ljóst að ÍR-stúlkurnar höfðu lítið að gera í þær keflvísku að þessu sinni og voru þær í hlutverki músarinnar frá upphafi og allt til enda. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 76 orð

Sigfús og Atli reknir á brott

SIGFÚS Gizurarson, Haukum, og Atli Freyr Einarsson, KR, voru báðir gerðir brottrækir í leik liðanna á Seltjarnarnesi á sunnudag. Sigfús fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Atla er rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Atli féll í gólfið og Sigfús steig þá tvívegis ofan á hann. Atli Freyr gerði vitaskuld tilraun til að ýta fótum Haukamannsins í burtu og ruku leikmenn beggja liða til. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 511 orð

Skellt· u skollaeyrum við ábendingum

"ÚRSLITIN eru sár vonbrigði, við vorum nánast með sigurinn í höndunum," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, að leikslokum. "Þegar skammt var eftir misstum við boltann og fengum á okkur klaufalegan brottrekstur [Magnús A. Arngrímsson út af] og óhætt að segja að lokamínúturnar hafi verið eitt klúður. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 309 orð

SKRÚÐGANGA fyrirmenna er heilsuðu upp

SKRÚÐGANGA fyrirmenna er heilsuðu upp á leikmenn fyrir bikarúrslitaleik kvenna var fjölmenn. Í henni voru Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, Steinþór Skúlason, forstjóri SS, Þór Símon Ragnarsson, formaður Víkings, Einar Björnsson, Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 317 orð

Snjóbrettagull til Kanada

Ross Rebagliati frá Kanada sigraði í stórsvigi á snjóbretti á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á snjóbrettum á Ólympíuleikum. En þó Rebagliati hafi fagnað sigri var keppnin fyrst og fremst sigur íþróttarinnar því áhorfendur skemmtu sér hið besta. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

SNÆFELL

SNÆFELL 14 14 0 0 1236 863 28ÞÓR Þ. 14 11 0 3 1233 1105 22STJARNAN 14 10 0 4 1195 963 20ÍS 13 8 0 5 1039 1026 16HAMAR 14 6 0 8 1163 1168 12HÖTTUR 14 6 0 8 1 Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 130 orð

Stjarnan - Víkingur28:26

Laugardalshöll, Bikarkeppni HSÍ - úrslitaleikur í kvennaflokki, laugardaginn 7. febrúar 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 3:6, 4:7, 6:8, 8:8, 8:10, 11:10, 18:11, 16:12, 18:13, 18:16, 20:18, 21:19, 23:19, 24:20, 24:22, 27:22, 28:24, 28:26. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 280 orð

Tindastóll hafði betur á Ísafirði

Leikur KFÍ og Tindastóls á Ísafirði í gærkvöldi bauð upp á mikla spennu á lokamínútunum. Staðan var jöfn, 71:71, þegar hálf mínúta var eftir en gestirnir gerðu síðustu sjö stigin og unnu, 77:71. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 47 orð

Tvisvar á elleftu stundu FRAMARAR hafa tvisvar miss

FRAMARAR hafa tvisvar misst af bikarnum á elleftu stundu, eftir að hafa verið betri aðilinn í leik. 1975 tapaði Fram fyrir FH 19:18. Þórarinn Ragnarsson jafnaði þá fyrir FH þegar 90 sek. voru til leiksloka og skoraði sigurmarkið þegar 30 sek. voru til leiksloka. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 138 orð

UMFA - Breiðablik37:19 Íþróttahúsið að Varmá, Íslandsmótið í handknat

Íþróttahúsið að Varmá, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, sunnudaginn 8. febrúar 1998. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:4, 4:4, 4:5, 7:5, 13:6, 16:7, 17:9, 18:10, 20:13, 28:14, 32:16, 34:17, 34:19, 37:19. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 1168 orð

Úrvalsdeildin: Barnsley - Everton2:2

Úrvalsdeildin: Barnsley - Everton2:2 Jan Åge Fjortoft 24., Darren Barnard 63. - Duncan Ferguson 40., Tony Grant 50. 18.672. Blackburn - Tottenham0:3 -Nicola Berti 37, Chris Armstrong 89, Ruel Fox 90. 30.388. Coventry City - Sheffield Wed.0:1 -Dion Dublin 74., vítasp. 18.375. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 327 orð

Valsmenn veittu mótspyrnu

Keflvíkingar áttu lengi vel í hinum mestu vandræðum með spræka Valsmenn þegar liðin mættust í Keflavík á sunnudag. Valsmenn stóðu lengstum í heimamönnum og það var ekki fyrr en á allra síðustu mínútunum að Keflvíkingar sýndu hvað þeir geta og þá var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur leiksins urðu 94:82, en í hálfleik var staðan 45:43 fyrir Valsmenn. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 121 orð

Valur - Fram25:24

Laugardalshöll; úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ í karlaflokki laugardaginn 7. febrúar 1997. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:5, 6:9, 7:9, 7:10, 11:12, 11:14, 13:14, 13:16, 14:18, 18:19, 18:20, 20:20, 21:20, 22:21, 22:22, 24:24, 25:24. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 184 orð

Verðum að halda áfram að berjast

"MEISTARARNIR jöfnuðu undir lokin og út af fyrir sig var það sárt fyrir okkur þar sem við höfum gert mörg jafntefli í vetur og þau telja lítið," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton eftir 1:1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford. "Þeir áttu sín færi svo þetta var kannski ekki ósanngjarnt, en við áttum líka möguleika á að bæta við. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 171 orð

Viggó áfram hjá Wuppertal

Mikill fögnuður braust út á meðal hinna 3.200 áhorfenda í íþróttahöllinni í Wuppertal fyrir leik liðsins gegn Gummersbach á laugardaginn þegar tilkynnt var að Viggó Sigurðsson hefði gert samning við liðið til tveggja ára. Leikmenn Wuppertal fylgdu því eftir og lögðu Gummersbach að velli 26:19. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 532 orð

Yfirsjón, ekki mistök

Ég hef verið að fara yfir þetta atriði aftur og aftur í huganum og ég lít á þetta frekar sem yfirsjón en mistök," segir Ólafur Steingrímsson, eftirlitsdómari á leik Vals og Fram, um það atriði að Valsmenn voru með ólöglegan leikmann inn á leikvellinum undir lok venjulegs leiktíma. "Ég tók ekki eftir því að þeir væru með sjö útileikmenn á vellinum. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 798 orð

Það næstbesta er ekki nógu gott

Eyjólfur Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Þórður Guðjónsson eru lykilmenn í íslenska landsliðinu og ljóst er að það getur ekki verið án þeirra í einum og sama leiknum. Það kom berlega í ljós á móti Norðmönnum í gær. Liðin léku um fimmta sætið í sex- þjóða Kýpur-keppninni og Noregur vann 1:0. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 53 orð

Þannig vörðu þeir

Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 17/1(þaraf 6 til mótherja); 8(2) langskot,3(2) af línu, 1(1) eftir gegnumbrot, 4(1)úr hraðaupphlaupum. Reynir Þór Reynisson, Fram, 20 (þaraf 6 til mótherja); 10(1) langskot, 1(1)af línu, 3(3) eftir gegnumbrot, 3(0) úrhorni, 3(1) úr hraðaupphlaupi. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 355 orð

Þórsarar réðu ekki við pressuvön Njarðvíkinga

Njarðvíkingar unnu stórsigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Þórsarar byrjuðu betur á upphafsmínútunum og voru komnir með 8 stiga forskot. Þá breyttu Njarðvíkingar um vörn og tóku að leika afar stífa pressuvörn sem sló Akureyringa algerlega út af laginu. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 193 orð

Þriðja gullið hjá Georg Hackl

ÞÝSKI hermaðurinn Georg Hackl sigraði í keppni á eins manns sleða í gær og skráði þar með nafn sitt í söguna því þetta var í þriðja sinn sem hann sigrar í greininni á Ólympíuleikum, vann bæði 1992 og 1994. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 59 orð

(fyrirsögn vantar)

NHL-deildin Leikið aðfaranótt laugardags: Buffalo - Pittsburg2:2 Vancouver - Edmonton5:4 Leikið aðfaranótt sunnudags: Anaheim - Los Angeles2:5 Boston - Carolina1:3 Colorado - Philadelphia3:2 Dallas - Chicago3:1 NY Islanders - New Jersey2:3 St. Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

21. umferð: Niederw¨urzbach - Lemgo22:19 GWD Minden - THW Kiel28.22 Flensburg - Eisenach26:22 Essen - Nettelstedt25:24 Wuppertal - Gummersbach26:19 Grosswallstadt - Bayer Dormagen30:25 Staðan: THW Kiel21567:49035 TBV Lemgo19492:43728 SC Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 264 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistaramót Íslands Haldið í Laugardalshöll og í Baldurshaga 6. og 7. febrúar. 60 m grindahlaup kvenna: Helga Halldórsdóttir, FH8,84 Sigurlaug Níelsdóttir, UMSE9,49 Vilborg Jóhannsdóttir, UMFT9,66 60 m grindahlaup karla: Jón Arnar Magnússon, UMFT8,18 Sveinn Þórarinsson, FH8,58 Unnsteinn Grétarsson, ÍR8, Meira
10. febrúar 1998 | Íþróttir | 110 orð

(fyrirsögn vantar)

Coca Cola mótið Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur StephensenVíkingi 2. Thorsten HævdholmVíkingi 3. - 4. Ingólfur IngólfssonKR 3. - 4. Pétur Ó. StephensenVíkingi Meistaraflokkur kvenna: 1. Lilja Rós JóhannesdóttirVíkingi 2. Líney ÁrnadóttirVíkingi 3. Gyða karen GuðmundsdóttirÖsp 1. Meira

Fasteignablað

10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 254 orð

5. breiðgata í New York dýrasta gata heims

FIMMTA breiðgata milli 48. og 47. strætis í í New York heldur sæti sínu sem dýrasta gata heims annað árið í röð og nemur húsaleiga þar 580 dollurum ferfetið samkvæmt nýrri húsaleigukönnun. Næst kemur East 57th Street milli Fimmtu breiðgötu og Madison breiðgötu, einnig í New York, og nemur leiga þar 500 dollurum ferfetið. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 36 orð

Baðherbergistæki

ALGENGT er, að tæki í baðherbergi séu valin út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum en ekkert hirt um þau tæknilegu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir, þar sem hann fjallar um endurnýjun á baðherbergjum. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 280 orð

Byggðaþró- unin bitnar á sveitinni

ÞEIM Englendingum fer fjölgandi, sem hafa áhyggjur af sívaxandi þenslu þéttbýlisins út um sveitir landsins. Sú byggðaþróun er þó alls ekki ný, heldur hefur hún staðið lengi. Nú er svo komið, að 11% af öllu landi í Englandi eru þakin byggingum, vegum, bílastæðum og öðrum mannvirkjum. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 878 orð

Endurnýjun á baðherbergi

Baðherbergið er sú vistarvera sem flestir leggja mikla áherslu á að sé snyrtileg og aðlaðandi, ekki að undra því þangað eigum við erindi daglega og jafnvel oft á dag. Þar snyrtum við okkur að morgni og fáum okkur hressandi steypibað til að vera betur í stakk búin til að takast á við það sem bíður okkar í daglegu amstri. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 1525 orð

Fyrstu íbúðarhúsin tekin að rísa í Staðahverfi

FÁ hverfi hafa þótt eins eftirsóknarverð á meðal nýbyggingasvæða á höfuðborgarsvæðinu eins og Staðahverfi. Þegar lóðaúthlutun hófst þar í maímánuði í fyrra, beið fólk í biðröðum til þess að verða sér út um lóð á beztu stöðunum. Mest var ásóknin í lóðirnar næst sjónum og fengu færri en vildu. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 207 orð

Glæsihús í Þingholtunum

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar í sölu koma glæsileg hús í Þingholtunum. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húseignin Fjölnisvegur 11. Þetta er virðulegt steinhús, byggt 1929 auk bílskúrs sem byggður var 1962. Húsið er alls 275 ferm. Þar fyrir utan er gott rými í risi. Bílskúrinn er 26 ferm. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 188 orð

Gott hús með þremur íbúðum

HJÁ fasteignasölunni Óðali er nú til sölu stórt hús að Holtagerði 62 í Kópavogi. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1969, sem er um 270 ferm. alls. Í húsinu eru auk aðalíbúðar tvær litlar íbúðir, sem báðar eru með sér inngangi. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 106 orð

Gott raðhús við Ásgarð

HJÁ fasteignasölunni Lundi er nú til sölu raðhús að Ásgarði 9 í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Þetta er 130 fermetra hús, nýkomið í sölu. Það var byggt 1960 og er steinsteypt á þremur hæðum. "Þetta er gott hús og við það er góð timburverönd," sagði Ellert Róbertsson hjá Lundi. "Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, tvær snyrtingar, eldhús og stofa. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 219 orð

Laugabúð á Eyrarbakka til sölu

Á fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi er nú til sölu eitt elsta verslunarhús landsins, Laugabúð. Guðlaugur Pálsson kaupmaður rak þar lengi verslun og síðan tók sonardóttir hans við rekstri verslunarinnar þar til nú fyrir skemmstu að rekstrinum var hætt. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 283 orð

Nýlegt sérbýli miðsvæðis með góðri þjónustu

MARGT fólk fýsir að búa í sérbýli miðsvæðis og þegar slíkar eignir koma í sölu, vaknar áhugi þess. Hjá fasteignasölunni Höfða er nú til sölu raðhús að Ásholti 14 í Reykjavík. Hús þetta var byggt 1990. Það er steinsteypt og á tveimur hæðum, alls 133 ferm. og fylgja því tvö stæði í upphitaðri bílageymslu. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 280 orð

Staða- hverfi

NÚ ERU fyrstu húsin tekin að rísa í Staðahverfi, nýjasta hverfi Reykjavíkurborgar, sem rísa mun á ströndinni fyrir neðan Korpúlfsstaði. Nafn sitt dregur hverfið af gömlu sveitabæjunum á þessu svæði og öll götuheiti enda því á heitinu staðir. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 514 orð

Stærri Lystigarður og ný ásýnd Austurvallar

BREYTING á Austurvelli og stækkun Lystigarðsins á Akureyri eru meðal hugmynda sem sýndar hafa verið í Ráðhúsi Reykjavíkur að undanförnu. Eru það lokaverkefni arkitekta, landslagsarkitekta og iðnhönnuða. Eflaust finnst mörgum Reykvíkingnum Austurvöllur vera eitt af því óbreytanlega og það sama gildir sjálfsagt um Akureyringa varðandi Lystigarðinn. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 226 orð

Tíu dýrustu götur heims

TÍU dýrustu götur heims miðað við leigu á ferfet (staða 1997 innan sviga þar sem við á): 1) Fifth Avenue milli 48. og 57. strætis, New York, 580 dollarar (1.). 2) East 57th Street milli Fifth Avenue og Madison Avenue, New York, 500 dollarar, (2.). 3) Oxford Street, London, 400 dollarar. 4) Madison Avenue milli 57. og 69. strætis, New York, 375 dollarar (4.). Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 230 orð

Tveggja íbúða hús á fallegum stað

HÚS við sjóinn þykja eftirsóknarverð, ekki síst ef annað útsýni er fagurt. Fasteignasalan Ás í Hafnarfirði er nú með til sölu tveggja íbúða hús að Blikastíg 17 á Álftanesi. Húsið er á tveimur hæðum, byggt 1991 og er úr timbri. Flatarmál er alls 198,9 ferm. og við húsið er 50 ferm. bílskúrssökkull. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 203 orð

Tvær góðar íbúðir í sama húsi

FASTEIGNAMIÐLUNIN Berg er nú með til sölu tvær íbúðir í húsinu að Bústaðvegi 63. Um er að ræða efri hæð og ris og er séríbúð á hvorri hæð. Alls eru íbúðirnar 133 ferm. Hús þetta er byggt 1951 og er steinsteypt. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 303 orð

Um 80% þjóðarinnar á svæðinu frá Hvítársíðu til Hvolsvallar

ÍBÚAFJÖLDI sveitarfélaganna níu á höfuðborgarsvæðinu, sem ná frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar vestan Straumsvíkur og að Brynjudalsá í Hvalfirði, er kringum 160 þúsund. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, deildarstjóri hjá borgarskipulagi, Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 272 orð

Undirbúningur hafinn fyrir verzlunarmiðstöð

SMÁRALIND ehf. leitar nú tilboða í færanleg hús til uppbyggingar á vinnuaðstöðu fyrir byggingarframkvæmdir á lóð félagsins austarlega í Kópavogsdal. Húsin á að nota sem skrifstofur félagsins og vinnuaðstöðu fyrir byggingarstjórn og væntanlega verktaka. Til greina koma ný eða notuð hús. Meira
10. febrúar 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Verzlunarmiðstöð

NÚ er leitað tilboða í færanleg hús fyrir vinnuaðstöðu við byggingarframkvæmdir við allt að 50.000 ferm. verzlunar- og þjónustumiðstöð, sem á að rísa austarlega í Kópavogsdal. Stefnt er að því að hefja jarðvinnuframkvæmdir í vor. Meira

Úr verinu

10. febrúar 1998 | Úr verinu | 563 orð

"Hún hlýtur að fara að sýna sig"

RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hélt á ný til loðnuleitar í gærmorgun eftir að hafa hrökklast inn til Fáskrúðsfjarðar aðfaranótt sunnudagsins vegna veðurs. "Við stefnum suður fyrir land og hyggjumst gera, eins og þeir segja á kvikmyndamáli, töku þrjú," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, í samtali við Verið í gær. Meira
10. febrúar 1998 | Úr verinu | 118 orð

Ný kynslóð léttbáta

SPORTBÚÐ-Títan hefur hafið afhendingu á nýrri kynslóð SOLAS léttbáta frá Avon í Wales. Breytingar samkvæmt SOLAS staðli eru framkvæmdar hér á landi og hefur verið lögð mikil vinna í hönnun og frágang. Leitast hefur verið við að koma öllum búnaði fyrir á sem haganlegastan hátt. Ein helsta nýjungin er að báturinn er búinn sex punkta hífingarbúnaði sem eykur öryggi. Meira

Ýmis aukablöð

10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 154 orð

17.00Spítalalíf (MA

17.00Spítalalíf (MASH) (e) [5381] 17.30Knattspyrna í Asíu [10590] 18.30Ensku mörkin [7316] 19.00Ofurhugar Kjarkmiklir íþróttakappar. [229] 19.30Ruðningur [300] 20. Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 163 orð

9.00ÓL í Nagano (e)

9.00ÓL í Nagano (e) [2888978] 10.55ÓL í Nagano Bein útsending frá keppni í frjálsum æfingum í listdansi para á skautum. [91489010] 14.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. [8230294] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 598 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Þórhallur Heimisson flytur. 7.05Morgunstundin. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 7.50 Daglegt mál. Jóhannes Bjarni Sigtryggsson flytur. 8. Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 126 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 95 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 753 orð

ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar BBC PRIME

ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar BBC PRIME 5.00 Walk the Talk: Dr Cruikshank's Casebook 5.30 Business Matters: Frontline Managers 6.00 The World Today 6.30 The Artbox Bunch 6.45 Get Your Own Back 7.10 Gruey 7.45Ready, Steady, Cook 8. Meira
10. febrúar 1998 | Dagskrárblað | 127 orð

ö9.00Línurnar í lag [52720]

9.15Sjónvarpsmarkaður [15599749] 13.00Á norðurslóðum (Northern Exposure) (18:22) (e) [16045] 13.50Nærmyndir Í þættinum í dag er rætt við Þorstein Pálsson, stjórnmálamann. (e) [2610300] 14.35Sjónvarpsmarkaðurinn [674584] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.