Greinar þriðjudaginn 24. febrúar 1998

Forsíða

24. febrúar 1998 | Forsíða | 590 orð

Clinton kveðst ætla að láta á það reyna

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í gær, að hann hefði gert skriflegt samkomulag við stjórnvöld í Írak, sem fallist hefðu á óheft vopnaeftirlit í landinu. Kvaðst Annan vona, að öryggisráð SÞ legði blessun sína yfir það en hann mun gera ráðinu grein fyrir því í kvöld. Meira
24. febrúar 1998 | Forsíða | 281 orð

Sprengjutilræði á N-Írlandi

SPRENGING varð í miðbæ Portadown á Norður-Írlandi í gær, að því er lögregla greindi frá. Áður en sprengingin varð hafði verið hringt nokkrum sinnum í lögregluna og varað við yfirvofandi hættu og því höfðu allir verið fluttir burt af svæðinu og engan sakaði í sprengingunni. Sögðu lögreglumenn í gær að of snemmt væri að geta sér til um hver hefði staðið að tilræðinu. Meira
24. febrúar 1998 | Forsíða | 312 orð

Tugir manna fórust

ÞRJÁTÍU og níu menn að minnsta kosti fórust og 120 er saknað eftir að skýstrokkar, allt að 12 talsins, fóru yfir Flórída á sunnudag og í gær. Mörg hundruð heimila og fyrirtækja eru rústir einar. Var eyðileggingin gífurleg að því er fram kemur í Reuters-fréttum og vitað er um margt fólk innilokað í húsarústum. Meira

Fréttir

24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Afar þakklát fyrir viðbrögðin

TYRKNESKA konan sem utanríkisráðuneytið hefur boðið að flytjast hingað til lands af mannúðarástæðum með ungan son sinn hefur þegið boðið. Utanríkisráðuneytinu barst í gær símbréf frá konunni, þar sem hún kveðst afar þakklát fyrir viðbrögðin og þiggur aðstoðina. Meira
24. febrúar 1998 | Miðopna | 642 orð

Afgerandi markaðsyfirráð ef yfirtakan hefði gengið eftir

GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að með yfirtöku Myllunnar á Samsölubakaríi hefði Myllan öðlast afgerandi markaðsyfirráð og enginn annar aðili hafi sjáanlega geta ógnað veldi hennar á þessum markaði. Það sé kjarni málsins og því hafi samkeppnisráð ekki átt annars kost en að ógilda yfirtökuna. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf RÓBERT Trausti Árnason sendiherra hefur afhent Alija Izetbegovic, forseta Bosníu-Hersegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Kaupmannahöfn. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Afsláttur til stórmarkaða hefur ekki nýst neytendum

TALSMENN Myllunnar-Brauðs hf. sögðu í gær að afsláttur Myllunnar og Samsölubakarís til stórra matvöruverslana hefði aukist úr 10 í 40% á undanförnum fjórum árum án þess að það hefði skilað sér í lægra verði til neytenda. Stóru matvörukeðjurnar fengju 100 milljónir á ári í formi afsláttar og álagningar á brauðmeti án þess að það skili sér til neytenda. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Allir hestaflutningar verði stöðvaðir

VEGNA hitasóttar sem hefur stungið sér niður í fjölda hrossa á höfuðborgarsvæðinu og víðar beinir yfirdýralæknir þeim tilmælum til hestafólks að allir flutningar hesta milli hesthúsa, hesthúsahverfa og landshluta verði stöðvaðir. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1781 orð

Alþýðubandalagsmenn mæla fyrir sex þingmálum

Þingmenn Alþýðubandalags og óháðra mæltu fyrir fimm frumvörpum til laga og einni þingsályktunartillögu sem öll tengjast sjávarútvegsmálum á Alþingi í gær, en samtals hafa þeir flutt níu þingmál á þessu þingi sem tengjast þessum málaflokki. KRISTINN H. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Á gjörgæslu eftir að hafa keyrt á ljósastaur

RÚMLEGA tvítug stúlka liggur á gjörgæsludeild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að bifreið sem hún var í lenti á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi um klukkan 21 á föstudagskvöld. Ungur maður sem var með henni í bifreiðinni var einnig fluttur á slysadeild eftir óhappið en meiðsli hans reyndust minniháttar. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 308 orð

Biðu hjálpar í hálfan sólarhring

TVEIR karlmenn og tvær konur sem fóru á tveimur jeppum í ferðalag um Hengilssvæðið sl. laugardag lentu í blindbyl og þurftu að hafast við í bílum sínum í hálfan sólarhring áður en hjálp barst. Árni Birgisson hjá Landsbjörg segir að ferðalangarnir hafi brugðist rétt við með því að halda kyrru fyrir í bílunum. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Boðið í smíði þurrkvíar

ELDAFL ehf. í Reykjanesbæ átti lægsta tilboð í smíði þurrkvíar sem notuð verður við lagfæringar á stöplum Borgarfjarðarbrúar. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 12,4 milljónir sem er 84% af kostnaðaráætlun. Vegagerðin reiknaði með að þurrkvíin myndi kosta 14,7 milljónir kr. Aðeins þrjú af þeim átta tilboðum sem bárust í verkið voru undir kostnaðaráætlun. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 372 orð

Bókabúðir ákærðar fyrir barnaklám

STÆRSTA keðja bókabúða í Bandaríkjunum, Barnes & Noble, á nú yfir höfði sér ákærur fyrir að selja bækur sem taldar eru innihalda barnaklám. Kviðdómar í tveimur ríkjum í suðurhluta Bandaríkjanna, Tennessee og Alabama hafa gefið út formlegar ákærur, en málaferli eru ekki hafin enn. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Býðst til að lagfæra rask og gróðurskemmdir

RANNSÓKN á utanvegarakstri í Landmannalaugum aðfaranótt sunnudagsins 1. febrúar er lokið hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði. Ökumaðurinn hefur játað að hafa ekið utan vegar og býðst til að lagfæra skemmdirnar í samráði við landverði og Náttúruvernd ríkisins. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæðagreiðslu um hvort vísa eigi nokkrum þingmálum til 2. umræðu og nefnda verða eftirfarandi mál tekin fyrir: 1. Hollustuhættir. 2. umr. 2. Dánarvottorð. 1. umr. 3. Áfengis- og vímuvarnaráð. 1. umr. 4. Kosningar til sveitarstjórna. 2. umr. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Deilt um gjaldskrá skurðlækna

ÁGREININGUR um gjaldskrá í skurðlæknisgreinum er meðal þess sem deilt er um í samningaviðræðum sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar TR, og Guðmundur I. Eyjólfsson, formaður samninganefndar sérfræðinga, segja báðir að tæplega sé raunhæft að gera ráð fyrir að hægt verði að skrifa undir samninga fyrr en um næstu helgi. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Dró sig í hlé vegna hagsmunaárekstra

AÐALHEIÐUR Eiríksdóttir, fjármálastjóri hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri, hefur sagt sig úr nefnd, sem skipuð var til að fjalla um smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna vegna þess að Slippstöðin hefur áhuga á verkefninu. Kvaðst Aðalheiður hafa gert það þar sem þar kynni að koma að seta hennar í nefndinni og staða hennar hjá Slippstöðinni færu ekki saman. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Eignast hlut í Sjóferðum

GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur komið til samstarfs við Dalvíkurbæ og fleiri um rekstur fyrirtækisins Sjóferðir hf. á Dalvík. Við hlutafjáraukningu í Sjóferðum í byrjun árs lagði Dalvíkurbær fram 2 milljónir króna í hlutafé og Sænes hf. í Grýtubakkahreppi 3,5 milljónir og hefur með því eignast rúmlega 30% hlut í fyrirtækinu. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ekki raunhæf hugleiðing

"ÉG TÓK ekki orð borgarstjóra svo að hún væri reiðubúin að borga kostnaðinn úr borgarsjóði," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur í bréfi til ráðherra og bæjarstjóra Selfoss boðið fram einhvers konar þátttöku Rafmagnsveitu Reykjavíkur í að lýsa upp veginn yfir Hellisheiði. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Eldur af völdum fikts barna

MIKLAR skemmdir urðu vegna sóts og reyks í tveggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í gærmorgun eftir að eldur kom þar upp. Tvö börn, 4 og 5 ára, höfðu verið að fikta með eldfæri, með þeim afleiðingum að eldurinn barst í pappír á neðri hæð hússins og breiddist út. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Eldur í söluskála

ELDUR kviknaði í gömlum söluskála Nestis við Ártúnsbrekku um klukkan 14 í gær, þegar verið var að rífa hann. Skammt frá söluskúrnum eru eldsneytistankar en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík var lítil sem engin hætta á að eldurinn næði til þeirra. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ellert Eiríksson varð efstur

ELLERT Eiríksson bæjarstjóri varð efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem fram fór á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur 4 bæjarfulltrúa og skipar meirihluta í bæjarstjórn ásamt tveim fulltrúum Framsóknarflokksins. 12 frambjóðendur tóku þátt í prófkjörinu og voru allir bæjarfulltrúar flokksins þar á meðal. Þeir hlutu allir kosningu í fjögur efstu sætin. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Engir samningar við Rolling Stones

RAGNHEIÐUR Hansen, sem um árabil hefur unnið að því að fá erlenda tónlistarmenn hingað til lands, segir kolrangt að hljómsveitin Rolling Stones sé væntanleg hingað í sumar. Frétt þess efnis birtist í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fatasöfnun fyrir bágstadda í Litháen

TÍU Kiwanisklúbbar á Eddusvæði standa fyrir fatasöfnun fyrir bágstadda í Litháen í samstarfi við Kiwanisklúbba í Litháen sem sjá um dreifingu. Á laugardag og sunnudag, 28. og 29. febrúar, milli kl. 10 og 18 verður hægt að koma með föt að Stórhöfða 36 fyrir framan Frjó hf. Fötin skal flokka í karlmanns-, kvenmanns- og barnaföt. Meira
24. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 899 orð

Fámennið kom mest á óvart Hye Joung Park frá S-Kóreu er skiptinemi á Blönduósi og hefur tekið þátt í starfi leikfélagsins,

Blönduósi-Hye Joung Park heitir hún, er tuttugu og eins árs og kemur frá Seúl í Suður-Kóreu. Á Íslandi gengur hún undir nafninu Helga svo hún þurfi ekki að vera "þessi þarna með skrítna nafnið frá S-Kóreu". Helga hefur dvalið á Íslandi frá því í ágúst á sl. ári en fluttist norður á Blönduós í byrjun september en fer suður til Reykjavíkur í byrjun mars. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 150 orð

FBI þykir hafa hlaupið á sig

MENNIRNIR tveir sem bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók sl. fimmtudag og sakaði um að hafa verið með sýklablöndu til vopnagerðar í fórum sínum reyndust vera með skaðlaust dýralyf. Þykir FBI hafa hlaupið á sig vegna málsins. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

FÍLA 20 ára

20 ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, frá stofnfundi Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA. Þá voru félagsmenn 5 talsins en félagið er ört vaxandi fagfélag og í dag eru félagsmenn 40. Í tilefni afmælisins munu félagar og makar hittast í hátíðarkvöldverði í Kornhlöðunni/Lækjarbrekku kl. 20. FRÁ stofnfundi félagsins. f.v. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fjármagn til Gullinbrúar tryggt

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra telur að hægt sé að tryggja fjármagn til breikkunar Gullinbrúar með því að setja fjármagn, sem átti að fara í byggingu mislægra gatnamóta á mörkum Skeiðarvogs og Miklubrautar, í Gullinbrú. Ekki þurfi því að koma til lántöku frá Reykjavíkurborg. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Fjórir viðurkenna hraðbankaránið

FJÓRIR menn sem hafa verið í haldi lögreglu að undanförnu vegna ráns á hraðbanka í lok seinasta mánaðar hafa allir játað á sig aðild að verknaðinum og telst ránið að fullu upplýst. Búið er að láta þrjá þeirra lausa en sá fjórði afplánar nú fangelsisvist vegna eldra máls. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð

Fjölskrúðug helgi í höfuðborginni

UM HELGINA voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Um miðjan laugardag var lögreglu tilkynnt um árekstur tveggja ökutækja á Hringbraut við Tjarnargötu. Ökumaður og farþegi kvörtuðu undan eymslum í hálsi og ætluðu sjálfir að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Ekið á gangandi Meira
24. febrúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Framkvæmdir við Sýsluskrifstofu Árnessýslu

Selfossi-Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Sýsluskrifstofu Árnessýslu. Fyrirhugað er að byggja nýja tengibyggingu á milli núverandi húsnæðis skrifstofunnar og nýs húsnæðis Lögreglunnar í Árnessýslu. Tengibyggingin er 248 mog er áætlað að verkinu ljúki 1. júlí næstkomandi. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Framsóknarmenn íhuga framboð

FRAMSÓKNARMENN í Eyjafjarðarsveit ætla að kanna möguleika á framboði við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta var samþykkt á aðalfundi Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar sl. sunnudag. Ákveðið var að boða til fundar nk. sunnudag og kanna möguleika á framboði. Helgi Örlygsson, formaður Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar, sagði að á fundinum sl. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fræðslufundur um uppgræðslu í Grafningi og við Hveragerði

UMHVERFISFRÆÐSLUSETRIÐ í Alviðru heldur fræðslufund um Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Ingvi Þorsteinsson, formaður samtakanna og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, kynna samtökin og starfsemina framundan. Áhersla verður lögð á uppgræðslu í Grafningi og í nágrenni Hveragerðis. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 264 orð

Fylgi flokks Nyrups eykst

STUÐNINGUR við Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku hefur aukist frá því Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra ákvað í síðustu viku að rjúfa þing og boða til kosninga, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Samkvæmt henni nýtur flokkurinn fylgis 34,8% kjósenda en var 31,5 í sambærilegri könnun viku áður. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fylgi R-lista eykst

R-LISTI fengi 52% fylgi og D-listi Sjálfstæðisflokks 48% ef gengið yrði til kosninga nú í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Gallup og hefur dregið nokkuð sundur með flokkunum. Í könnun Gallup fyrir mánuði voru flokkarnir jafnir með 50% fylgi hvor. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fyrirlestrar um Tantra-jóga

JÓGAKENNARINN Dada Rudreshvar heldur kynningarfyrirlestra á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20. "Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Fyrirlestur um sumarfæðu sjófugla

DR. KRISTJÁN Lilliendahl og Jón Sólmundsson halda fyrirlestur á vegum Líffræðifélagsins um sumarfæðu sex helstu sjófuglategunda við Ísland. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 20.30. Rannsökuð var sumarfæða sex stærstu sjófuglastofna við Ísland en það eru langvía, stuttnefja, álka, lundi, rita og fýll. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fyrirlestur um umhverfismál

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál. Miðvikudaginn 25. febrúar mun Magnús Stephensen, deildarstjóri SOPRU, halda fyrirlestur sem ber heitið "Förgun og endurvinnsla á sopri". Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið en að honum loknum er gert ráð fyrir opnum umræðum. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Fyrsta loðnan í Krossanes

FYRSTI loðnufarmurinn á þessu ári barst til Akureyrar í gærmorgun, er Sigurður VE kom með fullfermi, um 1.500 tonn, í Krossanes. Skipið var um einn sólarhring að sigla af miðunum fyrir austan land til Akureyrar og um 18 klukkustundir tók að fylla skipið í 8 köstum. Á myndinni er Trausti Friðfinnsson, skipverji á Sigurði VE, að vinna við löndun í Krossanesi. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Föstumessa

FYRSTA föstumessa vetrarins verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 25. febrúar. Lesinn verður kafli úr píslarsögu Jesú Krists, sungið úr passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar og að lokum flutt fögur litanía. Föstumessurnar verða öll miðvikudagskvöld á föstunni og eru allir hjartanlega velkomnir. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Gravediggaz og Prodigy til Íslands

HLJÓMSVEITIRNAR Prodigy og Gravediggaz verða báðar með tónleika hérlendis í mars. Rappsveitin Gravediggaz verður með tónleika í Fylkishöllinni 7. mars og danssveitin Prodigy verður í Laugardalshöll 28. mars. Nod Ya Head Crew og Subterranian hita upp Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 441 orð

Hefur slest upp á vinfengið við Jordan?

ÝMIS ummæli vina og samstarfsmanna Vernons Jordans, lögmanns og trúnaðarvinar Bills Clintons, þykja benda til þess að slest hafi upp á vinfengi hans og bandaríska forsetans vegna máls Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Robert Strauss, samstarfsmaður Jordans, sagði t.a.m. Meira
24. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 201 orð

Heilsugæslan á Húsavík og sjúkrahús ein stofnun

Húsavík-Um síðustu áramót voru Sjúkrahús Þingeyinga og Heilsugæslan á Húsavík sameinuð í eina stofnun og undir eina stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar á Húsavík samkvæmt lögum frá 1990 og 1996. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Hlaupið í Skeiðará hefur ekki náð hámarki

HAFIÐ er hlaup í Skeiðará en ekki er búist við stóru hlaupi í þetta sinn þar sem lítið vatn er í Grímsvötnum að sögn vísindamanna. Rennsli í ánni síðdegis í gær var 575 rúmmetrar á sekúndu og segir Ásgeir Gunnarsson vatnamælingamaður að hlaupið eigi nokkra daga í að ná hámarki. Vatnamælingamenn mældu hlaupið síðast sl. miðvikudag og var rennslið þá 150 rúmmetrar á sekúndu. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hver fugl á sinn matseðil

NÚ, þegar biðin eftir skíðafæri hefur loks tekið enda, er rétt að minna á að um leið gerist fæðisleit smáfuglanna erfiðari. Aflögufærir ættu því að létta þeim lífið og nýta ýmsa matarafganga sem fuglafóður. Í kuldanum kemur steikarfita sér vel því hún veitir mikla orku en annars má segja að hver fugl eigi sér uppáhaldsrétt. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Hyrna byggir allar 72 íbúðirnar

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur heimilað húsnæðisnefnd að ganga til samninga við byggingafyrirtækið Hyrnu ehf. um byggingu 16 félagslegra íbúða við Snægil, sem byrjað verður á í vor. Fulltrúar húsnæðisnefndar komu á fund bæjarráðs í vikunni og ræddu áframhaldandi íbúðabyggingar við Snægil og aukna eftirspurn eftir leigu í félagslegum kaupleiguíbúðum. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ingimundur leiðir listann

FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti í gærkvöldi samhljóða tillögu uppstillingarnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Uppstillingarnefnd var falið að gera tillögu um listann eftir að ákveðið var að hætta við prófkjör. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

Íbúum ESB-landa fjölgar lítillega

ÍBÚAFJÖLDI í aðildarlöndum Evrópusambandsins (ESB) jókst lítillega á liðnu ári, með fleiri nýbura og færri látna en árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu hagstofu ESB Eurostatum mannfjöldaþróun í sambandinu, sem birt var í gær. Samkvæmt áætlun Eurostat fjölgaði fæðingum í ESB-löndunum annað árið í röð, í þetta sinn um 0,4% eða í 4.061.500 nýburafæðingar samtals. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Ís brotnaði undan jeppa og traktor

LITLU munaði að illa færi þegar jeppi og dráttarvél Konráðs P. Jónssonar, bónda á Böðvarshólum í Húnaþingi, fóru niður um ísinn á Vesturhópsvatni í Víðidal á laugardag. Konráð fór ásamt konu sinni og tveimur dætrum út á ísilagt vatnið til að ná í kindur sem hafa gengið úti í vetur. "Við keyrðum út á vatnið til að ná í kindurnar sem voru langt norður með því. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 221 orð

Jeltsín ýjar enn að breytingum

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf enn á ný í skyn í gær að breytingar kynnu að verða gerðar á ríkisstjórninni eftir að hún gerir grein fyrir aðgerðum sínum á árinu 1997 á fundi sem halda á á fimmtudag. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 809 orð

Kaupmenn segja neytendur njóta afsláttar á brauði

FORSVARSMENN Myllunnar- Brauðs hf. hafa lýst því yfir að afsláttur Myllunnar og Samsölubakarís til stóru matvöruverslananna hafi á undanförnum fjórum árum aukist úr 10 í 40% án þess að það hafi skilað sér í lægra vöruverði til neytenda, Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Koma heim með silfur og brons

ÍSLENSKU keppendurnir unnu til fernra verðlauna í Opnu Kaupmannahafnarkeppninni í dansi sem fram fór um helgina. Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir unnu til silfurverðlauna í suður-amerískum dönsum í flokki barna 2 á sunnudag. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Kombó Ellenar Kristjánsdóttur á Múlanum

TÓNLEIKARNIR Sjaldheyrð leyndarmál verða í Múlanum, Sólon Íslandus, sunnudaginn 22. febrúar kl. 21. Kombó Ellenar Kristjánsdóttur leikur lög eftir hljómsveitarmeðlimi og einnig þekkta "standarda". Hljómsveitina skipa auk Ellenar Kristjánsdóttur, Eðvarð Lárusson, gítar, Þórður Högnason, kontrabassi og Þorsteinn Eiríksson, trommur. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Landmælingar með gervitunglum

Á FUNDI Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 25. febrúar kl. 21 flytur dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni, fyrirlestur sem hann nefnir "Geim- landmælingar: ákvörðun jarðskorpuhreyfinga á Íslandi með SAR-bylgjuvíxlmælingum úr ratsjárgervitunglum. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 934 orð

Landskerfi Skýrr á vefinn

KJÖLFESTAN í starfsemi Skýrr er að miklu leyti þróun og rekstur umfangsmikilla upplýsingakerfa, þ.e. landskerfa. Landskerfin eru safn upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að reka þjóðfélagið. Landskerfi eru samheiti yfir kerfi sem eru aðgengileg notendum um allt land, en það þýðir að hægt er að bjóða landsmönnum sömu þjónustu óháð búsetu. Grunneiningar landskerfa eru fimm, almenn fjárhagskerfi, Meira
24. febrúar 1998 | Miðopna | 863 orð

Leiðir til markaðsyfirráða og dregur úr samkeppni

VERÐI ekki af samruna munu félögin halda áfram að tapa peningum og munu með óheilbrigðum afsláttum til stórmarkaða gera öðrum aðilum ómögulegt að starfa áfram, gjaldþrotum í greininni mun fjölga og líklegt er að Samsölubakarí komist í þrot fljótlega. Þetta segja forráðamenn Myllunnar-Brauðs hf. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Leiðrétt

Robert E. Rowthorn NAFN Roberts E. Rowthorns, hagfræðiprófessors við Cambridge háskóla, var rangt ritað í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag og í myndartexta á miðopnu á föstudaginn. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

Læra að skjóta og keyra skriðdreka

TVEIR íslenskir læknar og tveir hjúkrunarfræðingar eru nú í fjögurra vikna þjálfun hjá breska hernum. Hópurinn fer til starfa í Bosníu um miðjan mars og segir Gréta Gunnarsdóttir, á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fólkið ekki vera í þjálfun til mannúðarstarfa heldur friðargæslustarfa. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Málstofa um kvennasáttmála SÞ

MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands boðar til málstofu um mannréttindi miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi. Málstofan, sem er öllum opin, verður haldin í húsi Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, og hefst kl. 20.30. Fjallað verður um tillögu um viðauka við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Málþing um heilbrigðiskerfið

HEILBRIGÐISHÓPUR Gæðastjórnunarfélags Íslands heldur málþing á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni Heilbrigðiskerfi á krossgötum ­ Gæðin í öndvegi, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 9.30­14.30. Á málþinginu verður Dr. A. Blanton Godfrey, forstjóri Juran Institute Inc., aðalfyrirlesari. Dr. Godfrey er menntaður í eðlisfræði og er með doktorsgráðu í tölfræði. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Morgunfundur um greiðslukort

SAMTÖK verslunarinnar ­ FÍS standa fyrir morgunverðarfundi um greiðslukortamál í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, í Hvammi Grand Hótel í Sigtúni. Til umfjöllunar verður nýfallin úrskurður Samkeppnisráðs vegna greiðslukorta og þau úrræði sem kaupmenn geta gripið til. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 241 orð

Möguleikar á frekari gæruinnflutningi kannaðir

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri keypti sl. haust 80% þeirra gæra sem til féllu á innanlandsmarkaði og er það svipað magn og árið áður. Að auki flytur félagið inn talsvert magn gæra frá nágrannalöndunum og hefur innflutningurinn aukist lítillega milli ára. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Námskeið Greiningarstöðvar endurtekið

GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur námskeið um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir á Grand- hóteli dagana 26. og 27. febrúar. Þegar er orðið fullt á námskeiðið og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að endurtaka það 7. og 8. maí. nk. Skráning er þegar hafin í síma Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 697 orð

Niðurstaðan sögð styrkja stöðu Saddams Husseins

ÞÓTT ríkisstjórnir vestrænna ríkja muni vísa því á bug, bendir flest til að Saddam Hussein Íraksforseti komi til með að standa uppi sem sá sem hagnast mest á friðsamlegri lausn deilunnar um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í landi hans. Þetta er að minnsta kosti mat fréttaskýrenda í Miðausturlöndum. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 160 orð

Nýr vinnustaða sjúkdómur

ÖRYGGISVÖRÐUR í hinu kunna listasafni Reina Sofia í Madrid á Spáni er kominn í veikindafrí sökum mikils draugagangs í byggingunni. Hefur hann farið fram á bætur frá hinu opinbera vegna ásóknarinnar og þeirra andlegu og líkamlegu hremminga, sem hann hefur orðið fyrir. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Ókeypis fyrir þá sem mæta í öskudagsbúningum

SKAUTASVELLIÐ á Akureyri verður opið á morgun, öskudag, frá kl. 13 til 16 og svo aftur um kvöldið frá kl. 19-21. Allir þeir sem mæta í öskudagsbúningum á skauta á morgun þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Fleira verður um að vera á skautasvæðinu næstu daga því dúndrandi diskótek verður haldið þar á föstudagskvöld, en þá verður opið frá kl. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ólafur Örn á fundi fararstjóraklúbbs Ferðafélagsins

FUNDUR hjá fararstjóraklúbbi Ferðafélagsins verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. febrúar, þar sem Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður og Grænlands- og Suðurskautsfari, miðlar af reynslu sinni um ferðabúnað, annað sem að ferðamennsku lýtur og tekur þátt í almennum umræðum um þau efni. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 516 orð

Ráðherra segir ferðamennsku og virkjanir geta átt samleið

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segist telja að þær upplýsingar sem fram koma í skýrslu sem unnin hefur verið á kostnað Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku, gefi til kynna að ferðamennska og vatnsaflsvirkjanir á svæðinu geti átt samleið. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Risi í röðum folalda

MEÐALHÆÐ íslenskra hrossa eykst með hverju ári, á því leikur enginn vafi. Í hesthúsahverfinu í Hafnarfirði er að finna verðugan fulltrúa hins ört hækkandi hrossastofns þar sem er folald fætt í júlí á síðasta ári óvenju stórt svo ekki sé meira sagt. Mælist það 142 sentimetrar á bandmáli á herðakamb (134 sm á stangarmál. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 302 orð

Samningnum tekið með fyrirvara

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) fögnuðu í gær samkomulagi því sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), gerði við Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks. Meira
24. febrúar 1998 | Miðopna | 1178 orð

Seldum eignir upp í kaupverðið og byrjuðum á hagræðingu

"VIÐ höfum þegar selt eignir og aukið hlutafé í fyrirtækinu til að standa undir hluta kaupverðsins og byrjað á lítils háttar hagræðingaraðgerðum en þó vildum við að mestu halda að okkur höndum meðan við biðum úrskurðar samkeppnisráðs," sagði Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Sigurður Geirdal í fyrsta sæti

FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi og Reykjanesbæ gengust um helgina fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um val á lista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Í Kópavogi varð Sigurður Geirdal bæjarstjóri í fyrsta sæti með 72% og 92% atkvæða alls, í öðru sæti varð Hansína Björgvinsdóttir sem fékk 51% í það sæti og 74% alls, Ómar Stefánsson fékk 47% í þriðja sæti og 69% alls, Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Stýrið hvarf í hafið

STÝRI rækjubátsins Guðrúnar Bjargar ÞH frá Húsavík losnaði og hvarf í hafið í heilu lagi á miðunum við Flatey á Skjálfanda sl. föstudag í norðan 7 vindstigum og síðan hefur hvorki sést af því tangur né tetur. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 193 orð

Sökin alfarið CIA

BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur gert opinbert eitt best varðveitta leyndarmálið úr kalda stríðinu, skýrslu sem leiðir í ljós að hin misheppnaða hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna á Svínaflóa á Kúbu var á ábyrgð leyniþjónustunnar, að því er The Times greindi frá í gær. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

TRYGGVI PÉTURSSON

TRYGGVI Pétursson, fyrrverandi bankaútibússtjóri, er látinn á 89. aldursári. Tryggvi fæddist á Eyrarbakka 25. nóvember 1909. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson skólastjóri og kona hans, Elísabet Jónsdóttir. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 245 orð

Tugir falla í kosningaofbeldi á Indlandi

SJÖ manns að minnsta kosti biðu bana í gær í ofbeldisaðgerðum tengdum ríkis- og þingkosningunum á Indlandi en á sunnudag munu 34 hafa týnt lífi af sömu sökum. Þingkosningarnar á Indlandi hófust 16. febrúar og standa fram í mars en í gær hófst þriðja lota þeirra er kjörstaðir voru opnaðir í ríkjunum Nagaland og Manipuir í norðausturhluta Indlands. Meira
24. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Tugir felldir

TALIÐ var í gær að a.m.k. 47 sjóliðar og hermenn hefðu beðið bana í árásum tamílskra uppreisnarmanna á tvö herskip við strönd Jaffna-skaga í norðurhluta Sri Lanka á sunnudagskvöld. Talsmenn hersins sögðu að kviknað hefði í skipunum eftir að bátar hlaðnir sprengiefni hefðu siglt á þau. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Tvö innbrot

BROTIST var inn á tvo staði á Dalvík aðfaranótt laugardags, annars vegar var farið inn í íþróttahúsið í bænum og hins vegar í sportvöruverslun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Dalvík var litlu stolið í þessum innbrotum, en þó nokkrar skemmdir unnar á báðum stöðum. Málið er ekki upplýst en lögreglan á Dalvík vinnur að rannsókninni. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Týndu stýrinu á miðunum

SKIPVERJARNIR á rækjubátnum Guðrúnu Björgu ÞH frá Húsavík urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á miðunum við Flatey á Skjálfanda sl. föstudag. Stýri bátsins losnaði og hvarf í hafið í heilu lagi og hefur hvorki sést tangur né tetur af því síðan. Meira
24. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 486 orð

Um helmingur námsmanna við HA með börn

SAMKVÆMT athugun Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, FSHA, eru leikskólagjöld á Akureyri mun hærri en í Reykjavík. Miðað við 8 tíma vistun með fullu fæði og þar sem annað foreldri er í námi er leikskólagjald á Akureyri um 20% hærra en í Reykjavík og sé um að ræða einstæða foreldra eða báða foreldra í námi er munurinn um 30%. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Út af í Norðurárdal

MAÐUR meiddist á höfði þegar jeppi sem hann ók fór út af veginum og ofan í skurð við Hraunsnef í Norðurárdal um áttaleytið í gærkvöldi. Maðurinn fékk far í Borgarnes með fólki sem átti leið hjá og ók honum á heilsugæslustöðina en þaðan var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Snjókoma var og hálka þegar óhappið átti sér stað. Meira
24. febrúar 1998 | Óflokkað efni | 47 orð

Verksummerki óveðurs afmáð

ÓVEÐRIÐ um liðna helgi skildi eftir sig heldur óskemmtileg verksummerki, allt varð haugskítugt. Starfsmenn Strætisvagna Akureyrar eru mikil snyrtimenni og gripu því til viðeigandi áhalda og þvoðu strætisvagnaskýlin. Grenjandi rigningu sem hrelldi bæjarbúa um tíma í gærdag létu þeir lönd og leið. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Vildu nýjar plötur án aukakostnaðar

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hyggst ekki koma til móts við óskir Snorra Bjarnasonar á Blönduósi og nær 100 annarra bifreiðaeigenda á Blönduósi og Skagaströnd, sem fóru fram á að fá að skipta á gömlum númeraplötum og nýjum með sömu áletrunum án þess að það yrði kostnaðarsamara en venjuleg skipti á skráningarmerkjum. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 831 orð

Það besta sem við höfum séð

SÚLAN EA landaði loðnu í Neskaupstað í gær og var þegar farið að flokka hana í frystingu á Japansmarkað. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, er aðeins brot af hrygningargöngunni komið og er stærstur hluti hennar við landgrunnskantinn suður af Austfjörðum. Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 720 orð

Þarf að bæta réttarstöðu barna

Bætt réttarstaða barna til umgengni við báða foreldra er tillaga til þingsályktunar sem þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir og Össur Skarphéðinsson lögðu fram á Alþingi fyrir skömmu. "Ég hef orðið vör við hjá einstæðum foreldrum, sérstaklega hjá feðrum sem ekki hafa forræði barna sinna, að þeir eru afar ósáttir við sína réttarstöðu og telja að ráða þurfi bót á henni hið fyrsta, Meira
24. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Þriggja bíla árekstur

HARÐUR árekstur þriggja bifreiða varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar laust eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru tildrög árekstursins enn í rannsókn. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli á hálsi, baki og höfði. Meira
24. febrúar 1998 | Smáfréttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

24. febrúar 1998 | Staksteinar | 360 orð

»Aðhald í ríkiskerfi MIKILVÆGT er, að trúnaður ríki milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar.

MIKILVÆGT er, að trúnaður ríki milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Þetta segir í leiðara Viðskiptablaðsins. Gagnrýni LEIÐARI Viðskiptablaðsins nefnist "Þörf ríkisstofnun" og þar segir m.a.: "Sumar ríkisstofnanir eru óþarfar, aðrar gegna hlutverki sínu með sóma. Meira
24. febrúar 1998 | Leiðarar | 635 orð

SAMKOMULAG VIÐ ÍRAKA

SAMKOMULAG VIÐ ÍRAKA ADDAM Hussein Íraksleiðtogi hefur allt frá lokum Persaflóastríðsins ögrað Sameinuðu þjóðunum með reglulegu millibili. Hann hefur farið út á ystu nöf en hörfað á síðustu stundu og þannig komið í veg fyrir að árásir yrðu gerðar á Írak. Meira

Menning

24. febrúar 1998 | Tónlist | 684 orð

Af fingrum fram sem fótum

Verk eftir Bach, Liszt og Nilsson; spuni um gefið stef. Mattias Wager, orgel. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 22. febrúar kl. 20:30. REYNSLAN af orgeli Hallgrímskirkju sýnir, að gott hljóðfæri í viðeigandi akústík getur dregið ýmsa hagstæða dilka á eftir sér, þ.ám. tekjur vegna hljóðritana. Var orgelsólisti dagsins t.a.m. hingað kominn vegna hljómplötuinnspilunar. Meira
24. febrúar 1998 | Leiklist | 508 orð

Beðið eftir Donnu

Höfundur: Brandon Thomas. Leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikendur: Friðrik Óskar Friðriksson, Vignir Rafn Valþórsson, Gunnar Magnússon, Lárus Axel Sigurjónsson, Atli Ottesen, Kristinn Þorsteinsson, Hreiðar Oddsson, Heiða Aðalsteinsdóttir, Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir, Helga Guðrún Snjólfsdóttir, Hulda Ósk Traustadóttir, Kristín María Birgisdóttir, Hildur Sigfúss. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 1770 orð

Fjarstæða og fyndni í fyrirrúmi Coen-bræður frumsýndu myndina "The Big Lebowski" á hátíðinni í Berlín. Davíð Kristinsson og Rósa

ÁÐUR en sýning hófst varð ljóst að það voru talsvert fleiri áhorfendur en sæti rúmuðu í risastórum sýningarsalnum. Áður en ljósin slokknuðu höfðu því tugir manns komið sér fyrir í tröppum eða stillt sér upp við veggi salarins. Við venjulegar aðstæður hefðu menn sennilega ákveðið að gera aðra tilraun síðar. Meira
24. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 596 orð

Foreldrar mæla þroska barna sinna

ÞROSKALISTINN getur til dæmis nýst í rannsóknum þar sem kemba þarf stóran hóp leikskólabarna til að finna tiltekinn markhóp með einhver sérkenni eða þroskafrávik. Hægt er líka að leggja listann fyrir stóran hóp foreldra og finna börn með frávik í málþroska. Þessi leið við að finna börn í handahófsúrtaki er ódýrari og tekur styttri tíma en að prófa hvern einstakling. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Fyrirlestur um myndlist í Hafnarborg

BANDARÍSKA listakonan Joan Backes, heldur fyrirlestur um list sína og sýnir litskyggnur í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Joan Backes lauk MFA námi í listmálun frá Northwestern University í Illinois árið 1985 og hefur unnið að list sinni síðan og sýnt verk sín víða um heim. Auk þess hefur hún kennt við listaháskóla, m.a. Meira
24. febrúar 1998 | Tónlist | 429 orð

Glæsilegt starf í 41 ár

Flutt voru verk eftir Schumann og Chausson. Einleikarar: Edda Erlendsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir ásamt strengjakvartett. Sunnudagurinn 22. febrúar 1998. HEIMSPEKINGAR hafa reynt að skilgreina tónlist með samanburði við ritaðan (talaðan) texta og þar með að tónlist lúti sömu lögmálum varðandi hendingaskipan og texti, Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 161 orð

Góðir gestir í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju

LISTA- og menningarnefnd Snæfellsbæjar stóð fyrir tónleikum sem haldnir voru í nýju safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju fimmtudaginn 19. febrúar sl. Þar komu til leiks Guðrún Sigríður Birgisdóttir þverflautuleikari og Peter Máté píanóleikari. Peter Máté er fæddur í Tékkóslóvakíu og stundaði nám við Tónlistarakademíuna í Prag. Hann er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 2921 orð

Grátt og gullið sumar

EKKI fer hjá því, að iðulega komi upp í huga minn hve lærdómsríkt og mikilsvert var að ná að skoða sýninguna "Tímabil módernismans á 20 öld" í byggingu Martins Gropiusar í Berlín, rétt áður en henni lauk í lok júlímánaðar. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 261 orð

Gullbjörninn til Brasilíu

BRASILÍSKA kvikmyndin "Central Do Brasil" hreppti hinn eftirsótta Gullbjörn á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem lauk á sunnudaginn. Myndin fjallar um ungan brasilískan dreng sem leitar föður síns og þykir hún lýsa sambandi drengsins og konu sem tekur hann að sér á einstaklega næman og raunsannan hátt. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 454 orð

Gunnar Kvaran á ferð um Þýskaland

GUNNAR Kvaran sellóleikari lagði á dögunum land undir fót og hélt í tónleikaferð til Þýskalands. Á leið sinni til meginlandsins áði Gunnar, eins og svo margir ferðalangar, í Kaupmannahöfn þar sem hann lék fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áhorfenda sem og gagnrýnenda. Þrennir tónleikar í Suður-Þýskalandi fylgdu í kjölfarið; í Trossingen 15. febrúar, Stuttgart 17. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 277 orð

Hátíð í myndbandabæ

MYNDBANDAHÁTÍÐ ársins var haldin í Gullhömrum á laugardaginn. Þar var mikið um dýrðir eins og við er að búast þegar jöfrar skemmtanabransans leiða saman hesta sína. Veislustjóri kvöldsins var Tómas Tómasson hjá Skífunni. Á hátíðinni, sem svipaði óneitanlega til óskarsverðlaunahátíðarinnar bandarísku, var afhentur fjöldi verðlauna, t.a.m. Meira
24. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 1107 orð

Ísland er ekki eyland í sögukennslu Er mikilvægt að vita hvers vegna Jón Sigurðsson var kallaður Jón forseti? Íslenskir

Er mikilvægt að vita hvers vegna Jón Sigurðsson var kallaður Jón forseti? Íslenskir skólanemar eiga að skilja Ísland í alþjóðlegu samhengi VITUND Íslendinga er meðal annars tilfinning fyrir Íslandssögunni og að íslenskt mannlíf er breytingum undirorpið. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 189 orð

John Cage á Háskólatónleikum

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.30. Leikin verða verk eftir John Cage. Flytjendur eru Pétur Grétarsson, slagverk, Eggert Pálsson, slagverk og söngur, Steef van Oosterhout, slagverk, og Snorri Sigfús Birgisson, píanó. Tónlist John Cage hefur í áratugi verið bæði skemmtun og umtalsefni. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 676 orð

Lífsmunstrið sjáist í andlitunum

AÐ ÞESSU sinni er gluggað í myndaalbúmið hjá Þór Gíslasyni ljósmyndara og velur hann myndir sem eru í "dálitlu" uppáhaldi. Hann er um þessar mundir að opna ljósmyndastofu á Akureyri eftir að hafa staðið í slíkum rekstri á Húsavík undanfarin tvö ár. Þór segir sérkenni ljósmyndara fyrst og fremst felast í menntun. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 815 orð

MEÐ SAMBA Í FÓTUNUM

FÖSTUDAGSKVÖLD, ballið byrjað. Margir fara upp í fjöll eða á fjarlægari strendur. Ríó, borg dýrðarinnar, titrar af bumbuslætti, eftirvæntingu. Reyndar hafa menn verið í upphitun undir hátíðina í margar vikur. Þeir semja lög og takt á bjórkránni á horninu. Eftir langan vinnudag, með bjórglasið við hlið sér, rifja þeir upp og undirbúa kjötkveðjustemmninguna. Meira
24. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 684 orð

Nýjar bækur

NÁMSGAGNASTOFNUN gefur út fjölbreytt námsgögn á ári hverju, aðallega fyrir grunnskólann. Um er að ræða fræðslumyndbönd og kennsluforrit auk kennslubóka og handbóka fyrir kennara. Í haust hafa m.a. eftirfarandi titlar komið út. Efninu er raðað eftir námsgreinum. Meira síðar. Í Landafræði Landafræði handa unglingum 1. Meira
24. febrúar 1998 | Kvikmyndir | 701 orð

Ó, Carol!

Leikstjóri James L. Brooks. Handritshöfundur Mark Andrus og James L. Brooks. Kvikmyndatökustjóri John Bailey. Tónlist Hanz Zimmer. Aðalleikarar Jack Nicholson, Helen Hunt, Greg Kinnear, Cuba Gooding, Jr., Skeet Ulrich, Shirley Knight. 138 mín. Bandarísk. TriStar 1997. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 268 orð

Pamela í málaferlum út af öðru lostafullu myndbandi

KYNBOMBAN Pamela Anderson Lee hefur krafist skaðabóta upp á 40 milljónir dollara frá klámþjónustu á Netinu og útvarpsstöð vegna dreifingar á lostafullum upptökum sem hún gerði með fyrrverandi unnusta sínum Bret Michaels, söngvara rokksveitarinnar Poison. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 554 orð

Prodigy og Gravediggaz með tónleika á Íslandi

HLJÓMSVEITIRNAR Prodigy og Gravediggaz verða báðar með tónleika hérlendis í mars. Rappsveitin Gravediggaz verður með tónleika í Fylkishöllinni 7. mars og danssveitin Prodigy verður í Laugardalshöll 28. mars. Að sögn Þorsteins Kragh hljómleikahaldara, sem rekur fyrirtækið Motion Promotion, munu íslensku sveitirnar Nod Ya Head Crew og Subterranian hita upp fyrir Gravediggaz. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 157 orð

Sigrún Birna vann í annað sinn

KEPPNI um Íslandsmeistaratitilinn í frjálsum dönsum unglinga fór fram síðastliðinn föstudag í Tónabæ. Húsfyllir var á keppninni og stemmningin rafmögnuð sem endranær. Sigrún Birna Blomsterberg sigraði annað árið í röð í einstaklingskeppninni og í hópakeppninni hafði Splash sigur. Hann er skipaður stúlkum frá Reykjavík og heita þær Sigrún H. Meira
24. febrúar 1998 | Leiklist | 517 orð

Síldin er komin í Tungurnar

Gamanleikur með söngvum eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir. Tónlistarstjóri: Hjörtur Hjartarson. Lýsing: Helgi Guðmundsson. Búningar: Kristín Ólafsdóttir. Leikmynd: Leikstjóri og leikhópur. Meira
24. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 762 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/

Seven Years in Tibet Áhrifamikil og einstaklega falleg mynd um sjálfselskan og kaldlyndan nasista sem verður betri maður af veru sinni í Tíbet. Flubber Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 35 orð

Tónleikar í Vinaminni, Akranesi

TÓNLISTARFÉLAGIÐ á Akranesi heldur tónleika í félagsheimilinu Vinaminni miðvikudaignn 25. febrúar kl. 20.30. Það eru þau Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari sem leika verk eftir Mozart, Schubert, Saint­Saëns og Poulenc. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Verundarmyndir á Kaffi Króki

NÚ stendur yfir málverkasýning Helgu Sigurðardóttur á Kaffi Króki, Sauðárkróki. Helga er sjálfmenntuð í list sinni og málar verundarmyndir sem eru unnar í gegnum hugleiðslur og bænir. Þetta er 16. sýning Helgu og verður opin í mánuð. EIN verundarmynda Helgu Sigurðardóttur á Kaffi Króki. Meira
24. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 107 orð

(fyrirsögn vantar)

Brot úr drögum forvinnuhóps sem endurskoðar sögukennsluna. "Saga er lykill að skilningi á stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna fyrr og nú og margháttuðum samskiptum landsmanna við umheiminn á öllum öldum Íslandsbyggðar. Meira
24. febrúar 1998 | Menningarlíf | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

24. febrúar 1998 | Aðsent efni | 520 orð

Atkvæðagreiðsla um sjávarútvegssýningar 1999

NOKKUR stór fyrirtæki sem voru á síðustu sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll stóðu nýlega fyrir atkvæðagreiðslu sem átti að skera úr um að aðeins ein sjávarútvegssýning yrði haldin hér á landi 1999. Atkvæðavægið var þannig upp byggt að fyrirtækin fengu eitt atkvæði fyrir hverja byrjaða 10 fermetra sem þau höfðu á síðustu sýningu. Þannig fengu sum fyrirtæki 6-10 sinnum fleiri atkvæði en önnur. Meira
24. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 738 orð

Bandaríkin vilja hengja bakara fyrir smið Frá Ástþóri Magnússyni:

UPPLÝSINGAFULLTRÚI bandaríska sendiráðsins skrifaði stríðsáróðursgrein í Morgunblaðið 17. febrúar sl., þar sem hann reynir að réttlæta glæpaverk ríkisstjórnar sinnar með einhliða og villandi áróðri. Hann spyr hver eigi að axla ábyrgðina og biður um leiðbeiningar um hvað beri að gera varðandi gereyðingarvopn Íraka. Svarið er mjög einfalt. Meira
24. febrúar 1998 | Aðsent efni | 739 orð

Ber að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu?

UNDANFARIN ár hafa augu manna beinst að því að sveitarfélögin í landinu séu of smá og að þau þurfi að sameinast og stækka til að valda betur hlutverki sínu í stjórnskipan okkar. Mörg sveitarfélög hafa ruglað saman reytunum upp á síðkastið og fleiri sameiningar virðast í fyrirsjánlegar. Sameiningaralda þessi hefur ekki náð ennþá til sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Meira
24. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1143 orð

Fasta og föstuhald

ENGINN einstaklingur hefur haft dýpri og varanlegri áhrif á trúarlíf Íslendinga en Hallgrímur Pétursson. Mörg af versum og orðatiltækjum Passíusálma hans hafa verið á vörum þjóðarinnar allt til þessa dags. Enginn Íslendingur efast um snilld þeirra hvað málfar, ljóð og stíl snertir, né trúarhita, bæn og innileika. Meira
24. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 266 orð

Hvar liggur ábyrgð þingmanna Reykjavíkur? Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur:

Í GRAFARVOGINUM eru 13.817 íbúar sem eru 5.183 íbúum fleiri en í Vestfjarðakjördæmi öllu. Mér kemur þessi samanburður í hug að þeir fyrrnefndu eiga enga þingmenn að því að virðist en þeir síðarnefndu eiga fimm þingmenn. Meira
24. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Marklaus lektor Frá Páli Erni Líndal: HINN 30. janúar sl. birtir

HINN 30. janúar sl. birtir Víkverji bréf frá Karli Ö. Karlssyni, lektor, þar sem hann skammast út í FÍB- auglýsingar þær sem einhverra hluta vegna fóru fyrir brjóstið á honum og sumum öðrum. Tilefni þess að Karl skrifar Víkverja er að Víkverji hafði réttilega gert athugasemd við misnotkun frambjóðenda í prófkjöri R-listans á opinberum fjölmiðlum. Meira
24. febrúar 1998 | Aðsent efni | 580 orð

Misskilið kvótabrask

STUNDUM hendir það okkur að misskilja hlutina viljandi eða óviljandi. Góður maður sagði eitt sinn að misskilningur væri einhver alversti skilningur sem hægt væri að leggja í hlutina. Ég hef orðið var við misskilning í sambandi við svokallað kvótabrask. Sumir leggja þann skilning í umræðuna, að banna eigi að millifæra aflaheimildir. Meira

Minningargreinar

24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 679 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

Elskuleg uppáhaldsfrænka okkar, hún Alla, er látin, nýorðin 83ja ára gömul. Óvíða var svo ljóst hvað aldur er afstætt og órætt hugtak sem samvistum með Öllu. Hún var mikið náttúrubarn og elskaði og virti ekki aðeins allt sem lifði heldur einnig moldina, grjótið og landslagið. Hún bar allt til enda forvitni og fróðleiksfýsn barnsins og einlæga gleði yfir nýjum uppgötvunum. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

Hún Alla frænka mín, 83ja ára, dó þriðjudaginn 17. febrúar, hún var ótrúlega góð við mig og var alltaf að gefa mér eitthvað. Hún átti heima á Dalvík svo að ég sá hana ekki oft. Hún var mjög flink með brennipenna, einu sinni til dæmis brenndi hún heilt dúkkurúm og útkoman var stórkostleg, hún gaf systur minni það. Hún var eins og amma við okkur. Hún var oft hjá okkur á afmæli systur minnar, 31. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 858 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

"Að kveðja er að deyja svolítið." Þetta orðtak Frakka leitar á hugann þegar ég kveð Aðalbjörgu Jóhannsdóttur, Öllu frænku, í hinsta sinn. Með henni hverfur síðasti tengiliður minn við það umhverfi sem mótaði mig á bernsku- og unglingsárunum á Dalvík. Ég man eftir Öllu jafnlengi og ég man sjálfan mig. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

Elskuleg "Alla frænka" er látin. Hún var móðursystir mín en líka miklu miklu meira. Frá því að ég man eftir mér talaði hún við mig eins og jafningja, sagði mér sögur, fór með mig upp í fjall til berja og í blómaskoðun. Hún tók okkur systkinin með að veiða á bryggjunni og mig með sér í síldarsöltun frá því ég var 10 ára gömul. Síðan kom að börnunum mínum og svo barnabörnum. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

Að koma og fara það er lífsins saga og nú er elsku Alla frænka farin og við setjumst niður og hugsum til hennar og rifjum upp liðnar samverustundir með henni. Það var svo skemmtilegt að ræða við hana, hún var svo fróð um alla hluti, áhugasöm og yndisleg í alla staði. Alla hafði mikinn áhuga á ættfræði og vann mikið í henni. Hún var mannvinur og ræktarleg og fóru börnin ekki varhluta af því. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Aðalbjörg Jóhannsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast minnar elskulegu frænku sem nú er dáin. Með Öllu frænku er farin stór kona, þó ekki hafi hún nú verið há í lofti. Alla fænka var alveg einstök kona, langt á undan sinni samtíð. Hún hafði t.d. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 167 orð

AÐALBJöRG JÓHANNSDÓTTIR

AÐALBJöRG JÓHANNSDÓTTIR Aðalbjörg Jóhannsdóttir fæddist í Sogni á Dalvík 28. janúar 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson, kaupmaður og síðar útibússtjóri KEA, f. 1875, d. 1945, og kona hans, Guðlaug Baldvinsdóttir, ljósmóðir, f. 1875, d. 1964. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Áslaug Káradóttir

Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Áslaugu Káradóttur, en hún hefur verið samstarfskona okkar í Samskipum frá því um mitt ár 1979. Áslaug var afar geðþekk og glaðleg kona. Hún talaði fallegt og vandað mál svo unun var á að hlusta. Hún var mikill fagurkeri hvað viðkom menningu og listum og átti afskaplega auðvelt með að miðla öðrum af reynslu sinni. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 548 orð

Áslaug Káradóttir

Áslaug vinkona mín ­ farin, flogin, frjáls! Síðast þegar ég sá hana stóð hún við stofugluggann sinn í appelsínurauðum slopp ­ við hliðina á henni í glugganum stóð appelsínurauð havaírós. Þær voru eitthvað svo líkar þar sem þær stóðu ­ fallegar, þokkafullar og sérstakar. Áslaug örlítið þreytt að sjá, ekki að undra, í glímunni miklu við krabbameinið og havaírósin blaðlítil, enda vetur. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Áslaug Káradóttir

Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast móðursystur okkar, Áslaugar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað Áslaug frænka var alltaf glæsileg eða eins og hún hefði orðað það sjálf ­ elegant. Útgeislun hennar var einstök. Hvar sem Áslaug frænka kom fylgdi henni ferskleiki og glaðværð. Orðheppni hennar og kímnigáfa naut sín vel í góðra vina hópi. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Áslaug Káradóttir

Kankvís og frjáls í fasi kom Áslaug Káradóttir til Skipadeildar Sambandsins og tók senuna. Þá voru aðrir tímar, fyrirtækið frekar lítið en skipin þó fleiri en seinna varð og sigldu grámáluð víða um höf með SÍS-merkið á grænum skorsteinunum, en það kölluðu gárungarnir "gæruna" í háðungarskyni. Þröngt var þarna í gamla Sambandshúsinu, lúinn dúkur á gólfum og búnaður fábreyttur. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Áslaug Káradóttir

Við urðum að sjá á bak Áslaugu allt of fljótt. Hún kom inn í líf okkar fyrir sautján árum, þegar hún hóf sambúð með Erlendi og tengdist okkur fjölskylduböndum, hún og Úlfhildur dóttir hennar. Við kynntumst líka fjölskyldu Áslaugar, foreldrum hennar Margréti Björnsdóttur og Kára Tryggvasyni, rithöfundi og kennara, systrum hennar, mökum þeirra og börnum. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 301 orð

Áslaug Káradóttir

Kæra vinkona, ég get varla gert mér í hugarlund hvernig lífið verður eiginlega án þín, en ég hugga mig við að allar góðu minningarnar lifa þó með okkur áfram. Við vorum 18 ára þegar Siggi frændi kynnti okkur forðum og hélst sá vinskapur alla tíð. Ég minnist fyrstu Þýzkalandsdvalar okkar þar sem við kynntumst hvor annarri mjög náið og reyndi þar verulega á vinskapinn. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Áslaug Káradóttir

Hún Áslaug er dáin. Mikið eru þessi orð endanleg og sár. Við vissum reyndar að að þessu stefndi þar sem Áslaug var búin að vera mikið veik en samt heldur maður alltaf í vonina. Ég minnist þess þegar ég hitti Áslaugu fyrst, ég veit ekki hvor var feimnari, ætli það hafi ekki bara verið jafnt á báða bóga. En það stóð ekki lengi yfir því að Áslaug var þannig að ekki þýddi neitt að vera feiminn. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Áslaug Káradóttir

Það var alltaf eitthvað sérstakt við að koma á heimili Áslaugar Káradóttur. Við komum í fylgd Úlfhildar dóttur hennar og viðmót Áslaugar var slíkt að manni leið umsvifalaust vel. Hún hafði einstakt lag á að láta öllum líða vel í návist sinni og hafði óbilandi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 168 orð

ÁSLAUG KÁRADÓTTIR

ÁSLAUG KÁRADÓTTIR Áslaug Káradóttir var fædd í Víðikeri í Bárðardal 22. mars 1941. Hún lést á heimili sínu, Fremristekk 4 í Reykjavík, 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kári Tryggvason, rithöfundur, f. 23. júlí 1905, og Margrét Björnsdóttir, f. 14. janúar 1907, nú búsett á Kópavogsbraut 1A í Kópavogi. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Guðrún Jónsdóttir

Okkur systurnar langar til að minnast ömmusystur okkar, Guðrúnar Jónsdóttur, eða Gunnu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Gunna fæddist og ólst upp undir Eyjafjöllum. Amma okkar, Guðbjörg, bjó á Eyvindarholti undir Eyjafjöllum og við munum ætíð þegar systur hennar Gunna og Silla, sem báðar bjuggu í Reykjavík, komu í sveitina, fínar kaupstaðardömur í heimsókn. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Guðrún Jónsdóttir

Í önnum dagsins öndin mín með ást og trausti leitar þín, sem gefur veikum þor og þrótt og þunga léttir sorgarnótt. Lát hjarta og starf mitt helgast þér, í harmi og freisting lýs þú mér, og leið mig heim, þá líf mitt þver. (Sig. Vigfússon frá Brúnum.) Kær vinkona mín, Guðrún Jónsdóttir, hefur fengið langþráða hvíld. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 120 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Hvammi undir Eyjafjöllum 14. mars 1967. Hún lést á Landakotsspítala 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Ólafsdóttir og Jón Auðunsson frá Hól. Systkini hennar voru Sigríður, f. 18.7. 1891, Auðun, f. 11.7. 1892, Guðrún, f. 15.5. 1895, Júlíana, f. 21.7. 1897, Ólafur, f. 24. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 369 orð

Guðrún Þorsteinsdóttir

Elskuleg frænka mín er dáin. Svo stuttu eftir að leiðir skildi eftir jólin. Ég varð sem lömuð er ég fékk þessa frétt. Gunna dáin, aldrei aftur get ég hringt í hana og spjallað um allt og ekki neitt. Hún var yngri systir mömmu, giftist seint og var því lengi samferða okkur mömmu og systkinum mínum. Mamma, Auðlín, Lóa, Steini og Gunna voru sem eitt til margra ára. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 98 orð

GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Guðrún Þorsteinsdóttir Hörgdal fæddist á Hrauni í Tálknafirði 9. nóvember 1915. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Guðmundsson og Ólafía Kristín Indriðadóttir. Þau bjuggu á Hrauni í Tálknafirði. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 593 orð

Ragna Svavarsdóttir

Í dag þegar ég kveð elsku Rögnu mína hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð alla tíð. Þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast þessari einstöku konu og eiga hana að hér á Skaga. Hún var perla, ein af þessum fágætu sem maður finnur í lífinu. Alltaf var gott að hitta hana og ætíð kom ég ríkari af hennar fundi. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Ragna Svavarsdóttir

Laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn andaðist tengdamóðir mín, Ragna Svavarsdóttir. Það var fyrir 20 árum að fundum okkar bar fyrst saman, er ég kom á heimili hennar með dóttur hennar Laufeyju. Hún tók mér strax vel og frá henni streymdi þessi mannlega hlýja, sem mér fannst einkenna hana. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Ragna Svavarsdóttir

Það var mikil sorg á mínu heimili í sumar þegar við fengum að vita að Ragna-amma væri veikari en við héldum og nú hefur sjúkdómurinn yfirbugað þessa yndislegu konu. Ég var svo lánsöm að fá að þekkja Rögnu og eiga hana fyrir vin. Ég kynntist henni á unglingsárum mínum í gegnum Bergljótu vinkonu mína, dóttur hennar. Heimili Rögnu stóð öllum opið og það var gott að koma við á Stillholtinu. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1034 orð

Ragna Svavarsdóttir

Hvað er móður betra að bera úr býtum, þegar hljómar kallið, heldur en barna ást, sem aldrei á hefur minnsti skuggi fallið. (Hulda) Mikil sómakona er fallin frá. Ragna Svavarsdóttir er látin. Hún fæddist á Akureyri og voru foreldrar hennar Svavar Jóhannsson og f.k.h. Ragna Stefánsdóttir. Svavar Jóhannsson var fæddur í Syðri- Haga í Árskógshreppi. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Ragna Svavarsdóttir

Okkur er gert að kveðja. Of fljótt og það er sárt. Tengdamóðir mín Ragna Svavarsdóttir vann með ævistarfi sínu þrekvirki. Að því loknu átti hún svo sannarlega skilið að hvílast og njóta ávaxtanna af striti sínu um stund. Það gat þó því miður ekki orðið. Ung hugðist Ragna mennta sig, enda afburða námsmanneskja. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Ragna Svavarsdóttir

Rögnu minni kynntist ég fyrir nærri 20 árum. Ég leitaði til hennar þegar ég þurfti að koma börnunum mínum fyrir yfir daginn. Eftir það skipaði hún heiðurssess hjá þeim og varð góð vinkona mín. Þetta sama átti við um margar fjölskyldur sem leituðu til Rögnu í sömu erindagjörðum og ég. Hún varð ekki bara mikilvæg í lífi barnanna heldur einnig góður félagi mæðranna. Meira
24. febrúar 1998 | Minningargreinar | 275 orð

RAGNA SVAVARSDÓTTIR

RAGNA SVAVARSDÓTTIR . Foreldrar hennar voru Svavar Jóhannsson, bifreiðarstjóri og síðar forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri, f. 2. desember 1906 í Syðri-Haga, Árskógshr., d. 19. september 1987, og f.k.h. Ragna Stefánsdóttir, f. 31. janúar 1913 á Hæli, Torfalækjarhr., A.-Hún., d. 28. febrúar 1968. Meira

Viðskipti

24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 59 orð

BA leitar tilboða í 100 flugvélar

BRITISH Airways hefur boðið Boeing Co og Airbus Industrie að bjóða í smíði 100 flugvéla að verðmæti allt að tvær milljarðar punda til að endurnýja Evrópuflugflota BA. Flugfélagið skorar á á hina tvo framleiðendur að benda á nýjar leiðir til að fjármagna kaupin svo að BA geti dregið úr fjármagnsskuldbindingum sínum. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 227 orð

ÐFjárfestingarbankinn kaupir í Kögun 16% hækkun hlutabréfa á einni v

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hefur keypt um 4% hlutafjár í hugbúnaðarfyrirtækinu Kögun hf., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kaupin áttu sér stað á Opna tilboðsmarkaðnum sl. föstudag og nam andvirði viðskiptanna tæpri 21 milljón króna. Gengi bréfanna í viðskiptunum var 58 og hafa þau hækkað um 16% frá næstsíðustu viðskiptum sem áttu sér stað 12. febrúar sl. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 22 orð

ÐLeiðrétting

ÐLeiðrétting RANGLEGA var farið með föðurnafn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, í frétt á viðskiptasíðu blaðsins á laugardag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Gegn frumvarpi um slit félagsins

FULLTRÚARÁÐ Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) leggst gegn framkomnu frumvarpi nokkurra þingmanna, um að Alþingi slíti félaginu, af fullri hörku og skorar á alþingismenn að fella það. EBÍ hyggst greiða aðildarsveitarfélögum sínum ágóðahluta í ár, alls 110 milljónir króna, og er þeim gert að verja fjármununum til að greiða iðgjöld af vátryggingum sveitarfélaga og til brunavarna. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Keppinautum boðið að kaupa Tel-Save?

TEL-SAVE, símafélag sem býður ódýr símtöl og tíu milljónir notenda America Online skipta við, mun ákveða innan skamms hvort fyrirtækið verður selt. Eignarhaldsfélagið Tel-Save Holdings hefur leitað ráða hjá fjárfestingarbankanum Salomon Smith Barney vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Mikilvægt að breyta FBA í almenningshlutafélag

Á IÐNÞINGI sl. föstudag lagði Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, áherzlu á, að nú þegar yrði farið í að selja Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og breyta honum í almenningshlutafélag. Og bætti við að það sama gilti um ríkisviðskiptabankana. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 208 orð

»Niðursveifla eftirmiklar hækkanir

METHÆKKANIR á gengi evrópskra hlutabréfa runnu út í sandinn í Evrópu í gær vegna niðursveiflu eftir opnun í Wall Street. Verð á skuldabréfum hækkaði vegna samkomulagsins í Íraksmálinu og fundar sjö helztu iðnríkja. Staða dollars versnaði. Olíuverð fór að hækka á ný eftir lægsta verð í 46 mánuði í kjölfar Írakssamkomulagsins. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Níu fyrirtæki hafa staðfest þátttöku

NÍU fyrirtæki á sviði upplýsingatækni hafa staðfest þátttöku í fjárfestingarverkefninu Venture Iceland '98, þar sem þau munu kynna starfsemi sína fyrir erlendum áhættufjárfestum. Fyrirtækin hafa öll þróað vöru sem talin er að eigi möguleika á erlendum mörkuðum og eru byrjuð að selja lausnir sínar erlendis, þó í mismiklum mæli sé. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 408 orð

Staða íslenskra fyrirtækja verri en erlendra keppinauta

ÍSLENSK skattalög draga í vissum tilvikum úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og gera stöðu þeirra lakari en erlendra keppinauta. Þetta er niðurstaða starfshóps Verslunarráðs Íslands og Coopers & Lybrand ­ Hagvangs sem fjallað hefur um þessi mál. Á morgunverðarfundi Verslunarráðsins á morgun verða kynntar tillögur að breytingum, sem ætlað er að sníða verstu vankanta af skattalögum. M.a. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Telenor og Telia slíta viðræðum

ODD EINAR DÖRUM, samgönguráðherra Noregs, hefur bundið enda á viðræður um samruna Telenor í Noregi og Telia í Svíþjóð vegna ágreinings um hverjir eigi að stjórna nýju símafélagi. Ekkert verður því úr fyrirhuguðum samruna. Meira
24. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Þriðji hver Svíi notar farsíma

SVÍAR eru helztu notendur farsíma í heiminum og á þriðjungur þeirra farsíma samkvæmt athugun Mobile Telephone Branch (MTB). Sænskum farsímaeigendum hafði fjölgað í 36% í ársbyrjun 1998 og áttu 3,2 milljónir Svía af 8,8 milljónum farsíma. Fyrir ári áttu 2,5 milljónir Svía farsíma. MTB spáir því að sænskum farsímaeigendum muni fjölga um 500.000 á næstu tólf mánuðum. Meira

Daglegt líf

24. febrúar 1998 | Neytendur | 240 orð

Sala stöðvuð á saltkjöti frá 5 framleiðendum af 19

Af 19 framleiðendum saltkjöts voru fimm með saltkjöt sem innihélt meira nitrít en leyfilegt er. Þetta kom fram í könnun heilbrigðiseftirlitanna á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var á því saltkjöti sem var á boðstólum á því svæði. Meira
24. febrúar 1998 | Neytendur | 226 orð

Þrjú lítil börn hafa slasast alvarlega

SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hafa þrjú lítil börn hlotið alvarleg brunasár þegar þeim hefur tekist að opna þvottavél meðan á suðu þvotts stendur. Að sögn Herdísar Storgaard barnaslysavarnafulltrúa hjá Slysavarnafélagi Íslands hefur komið í ljós að í þessum tilfellum höfðu þvottavélaeigendurnir látið tengja framhjá rafmagnsrofa í þvottavélarhurð. Meira

Fastir þættir

24. febrúar 1998 | Dagbók | 3218 orð

APÓTEK

»»» Meira
24. febrúar 1998 | Í dag | 97 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, verður áttatíu og fimm ára Jón Salómon Jónsson frá Flateyri, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 28. febrúar í samkomusal karlakórsins Þrastar á Flatahrauni 21 í Hafnarfirði á milli kl. 17 og 20. Meira
24. febrúar 1998 | Í dag | 445 orð

EIR sem starfa við fjölmiðla þekkja það mæta vel, að þei

EIR sem starfa við fjölmiðla þekkja það mæta vel, að þeim eru oft gerðar upp skoðanir eða ætluð vinnubrögð og annarlegar hvatir, sem eru víðs fjarri öllum veruleika. Þetta á ekki sízt við um starfsmenn ritstjórnar Morgunblaðsins en er áreiðanlega reynsla flestra, sem starfa við fjölmiðla. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 555 orð

Reiknað með á þriðju milljón í þátttökugjöld

SKRÁNINGAGJÖLD á kynbótahrossum voru nýverið ákveðin á fundi framkvæmdastjórnar landsmótsins, en þetta mun í fyrsta skipti sem greiða þarf slík gjöld fyrir kynbótahross á landsmótum. Þá verður einnig að greiða skráningagjöld fyrir þátttakendur í gæðingakeppni, töltkeppni og kappreiðum eins og verið hefur. Fyrir þátttöku í ræktunarbússýningu þarf að greiða 35. Meira
24. febrúar 1998 | Dagbók | 686 orð

Reykjavíkurhöfn: Mermaid Hawk

Reykjavíkurhöfn: Mermaid Hawk kom í gær og fer líkl. í dag. Lagarfoss fer í kvöld til Straumsvíkur. Bakkafoss fer í kvöld á strönd. Helen Knudsen, Garnes, Mælifell, Helgafell og Brúarfoss koma í dag. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 232 orð

Rætist úr reiðvegamálum í Kópavogi

NÝVERIÐ var undirritaður samningur milli Kópavogsbæjar og hestamannafélagsins Gusts þar í bæ um nýjar lausnir fyrir hestamenn í hesthúsahverfinu í Glaðheimum. Byggðin þrengir stöðugt að hverfinu og var svo komið að verulega þrengdi að með reiðleið út frá hverfinu. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 641 orð

Safnaðarstarf Föstumessur í Áskirkju MIÐV

MIÐVIKUDAGINN 25. febrúar, öskudag, verður föstumessa í Áskirkju kl. 20.30 og síðan hvert miðvikudagskvöld föstunnar á sama tíma. Í föstumessunum eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar sungnir, en sönginn leiðir Kirkjukór Áskirkju undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar, Píslarsaga guðspjallanna lesin, Meira
24. febrúar 1998 | Í dag | 464 orð

Skattpíning eldri borgara

MIG langar að láta í ljós óánægju og undrun yfir að fólk á efri árum skuli vera látið borga háan eignaskatt af fasteignunum sínum og fjármagnsskatt af innistæðum í bönkum. Við höfum lagt okkur fram til að leggja fyrir og eignast smá upphæðir í bönkunum til að geta lifað nokkurn veginn áhyggjulausu lífi á efri árum. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 709 orð

Tíu tíma kort í útreiðum

"HVAR er Prins, get ég fengið hann?" spyr Jakobína Jónsdóttir um leið og hún stígur fæti inn í hesthús Íshesta í Glaðheimum, hverfi hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Hún er að koma í þriðja sinn í vetur til að ríða út sér til skemmtunar með Reiðklúbbi Íshesta sem nú hefur starfað á fimmta ár. Hún segir blaðamanni Morgunblaðsins að hún hafi strax orðið hrifin af Prins. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 458 orð

ÚRSLIT

Árshátíðarmót Harðar haldið 21. febrúar að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. TÖLT ­ KARLAR 1. Þorvarður Friðbjörnsson á Prinsi frá Keflavík. 2. Sigurður Sigurðarson á Hrafnari frá Hindisvík. 3. Dagur Benónýsson á Galsa frá Bæ. 4. Björgvin Jónsson á Garra. 5. Valdimar Kristinsson á Létti frá Krossamýri. TÖLT ­ KONUR 1. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 748 orð

Þrír íslenskir Norðurlandameistarar

Þeir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson sigruðu í sínum aldursflokkum á Norðurlandamótinu í skólaskák, einstaklingskeppni. ÍSLENDINGAR eignuðust hvorki fleiri né færri en þrjá Norðurlandameistara um síðustu helgi. Þetta gerðist á Norðurlandamótinu í skólaskák, sem fram fór í Norrtälje í Svíþjóð 20.-22. febrúar. Meira
24. febrúar 1998 | Fastir þættir | 100 orð

Æskulýðsdagur hestamannafélaganna

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VEL VAR mætt á æskulýðsdag hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var að venju í reiðhöll Gusts í Glaðheimum á sunnudag. Fella varð niður mörg fyrirhugaðra skemmtiatriða vegna veikinnar sem virðist ganga um þessar mundir. Voru það því eingöngu hestar af Glaðheimasvæðinu sem komu fram að þessu sinni. Meira

Íþróttir

24. febrúar 1998 | Íþróttir | 64 orð

1. deild karla: Þróttur N - Stjarnan2:3 (14:16, 16:14, 12:!5, 15:13, 14:16)Þróttur N - Stjarnan2:3 (15:2, 15:4, 5:15, 8:15,

1. deild karla: Þróttur N - Stjarnan2:3 (14:16, 16:14, 12:!5, 15:13, 14:16)Þróttur N - Stjarnan2:3 (15:2, 15:4, 5:15, 8:15, 14:16)Þessi úrslit þýða að Þróttur úr Reykjavík er deildarmeistari. Staðan: Þróttur R. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 117 orð

25. afmælismót JSÍ

Haldið í Grindavík um helgina: +57 kg flokkur kvenna: Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni Berglind Andrésdóttir, KA Opinn flokkur: Gísli Magnússon, Ármanni Þorvaldur Blöndal, Ármanni Verharð Þorleifsson, KA Ingibergur Sigurðsson, Ármanni +90 kg flokkur karla: Vernharð Þorleifsson, KA Gísli Magnússon, Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 177 orð

50. leikur Hermanns LEIKURINN gegn

LEIKURINN gegn Dönum var 50. landsleikur Hermanns Haukssonar. Hann hélt ekki upp á daginn með neinum glæsibrag, eins og það var orðað í hópnum; skoraði ekki eitt einasta stig ­ skaut reyndar aðeins fjórum sinnum, í öll skiptin utan þriggja stiga línunnar ­ og fór af velli skömmu fyrir leikslok er hann fékk 5. villuna. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 648 orð

Að gefnu tilefni og í sannleika sagt

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá handknattleiksdeild Hauka: Í tilefni af atvikum í lok leiks FH og Hauka í meistaraflokki kvenna hinn 18.2. sl. og eftirfarandi atburða sér stjórn handknattleiksdeildar Hauka sig knúna til að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Á fundi forsvarsmanna handknattleiksdeilda Hauka og FH sl. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 635 orð

Afleitur sóknarleikur

SLAKUR sóknarleikur varð Íslendingum að falli gegn Dönum í vináttulandsleik í körfuknattleik í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Lokatölur urðu 68:65; lítið skorað, enda hittni leikmanna ekki góð og talsvert óöryggi var í sóknaraðgerðunum langtímum saman. Íslendingar byrjuðu afleitlega, hittu mjög illa og voru afar óöruggir. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 279 orð

Arnór sár yfir útkomunni ARNÓR Gunnarsson var annar Ísle

ARNÓR Gunnarsson var annar Íslendinga til að reyna við svigbrekkuna en komst ekki í mark. "Ég er rosalega svekktur," sagði Arnór sem var ekki upplitsdjarfur þegar hann kom niður þar sem fólk úr íslenska landsliðshópnum beið eftir sínum mönnum. "Þetta er grátlegt. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 86 orð

Atletico er með í baráttunni um titilinn eftir 2:1 sigur á Real Z

Atletico er með í baráttunni um titilinn eftir 2:1 sigur á Real Zaragoza í gærkvöldi. Christian Vieri og Kiko Narvaez skoruðu í seinni hálfleik en Miquel Soler minnkaði muninn rétt áður en flautað var til leiksloka. Atletico skaust í þriðja sætið og er þremur stigum á eftir Real Madrid en fimm stigum á eftir Barcelona. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 211 orð

Bandaríkjamenn fóru í fýlu

BANDARÍKJAMENN voru ekki ánægðir með að tapa fyrir Tékkum í undanúrslitum íshokkíkeppninnar. Forráðamenn íshokkísambandins virtust gera sér grein fyrir að leikmenn voru í mikilli fýlu og fóru í búningsherbergi liðsins eftir leikinn og báðu leikmenn að haga sér vel og vera landi og þjóð ekki til skammar. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 1077 orð

Barcelona - Compostela2:0

Barcelona - Compostela2:0 Luis Figo 15., Luis Enrique Martinez 30. 85.000 Valencia - Celta Vigo2:1 Francisco Farinos 44., Gaizka Mendietta 50. - Cadete 62. 45.000 Real Betis - Espanyol1:3 Robert Jarni 42. - Miguel Angel Benitez 14., 63., Moises Arteaga 73. 40.000. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 93 orð

Biðin borgaði sig

IVAN Hlinka, landsliðsþjálfari Tékka í íshokkí, beið klukkustundum saman í biðröð skömmu áður en tékkneska liðið hélt til Nagano. Ástæðan var sú að einn leikmanna liðsins, Petr Svoboda, hafði ekki gilt tékkneskt vegabréf. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 1984 til að leika íshokkí og hafði ekki hirt um að endurnýja vegabréfið sitt. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 187 orð

Bikarmeistararnir í úrslit

ÞRÓTTUR Reykjavík skellti nöfnum sínum úr Neskaupstað í Hagaskólanum í gærkvöldi 3:0 og er komið í bikarúrslit, en hrinurnar enduð 16:14, 15:9 og 15:6. Gestirnir komu sterkir til leiks og höfðu yfir í fyrstu hrinunni 14:12 þegar þeir misstu flugið og náðu ekki að setja mark sitt á leikinn eftir það. Það brá fyrir skemmtilegum köflum og það var mikið um nauðvarnir á báða bóga. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 685 orð

"Byssumennirnir" í London stilla miðið á Manchester

ÞRÁTT fyrir mikið mannfall, börðust "Byssumenn" Arsenal til síðasta blóðdropa og uppskáru lífsnauðsynlegan sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Crystal Palace, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Arsenal komst þannig í annað sæti deildarinnar, níu stigum á eftir meisturum Manchester United, en Lundúnaliðið á tvo leiki til góða. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 265 orð

Danmörk - Ísland68:65 Team Danmark Hallen í Bröndby, vináttu

Team Danmark Hallen í Bröndby, vináttulandsleikur í körfuknattleik karla, sunnudaginn 22. febrúar 1998. Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 10:4, 16:8, 21:14, 25:17, 27:25, 30:30, 30:34, 36:34, 40:37, 47:43, 53:50, 54:55, 62:57, 63:62, 66:62, 66:65, 68:65. Stig Danmerkur: H. Dejberg 20, P. Hjorth 12, N. Bjerregård 11, T. Rud 9, J. Hauge 7, J. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 214 orð

Dómararnir eyðilögðu leikinn

ÚRSLITIN og frammistaða dómarana eru mikil vonbirgði fyrir okkur," sagði Jan Karlsson, þjálfari Skövde, að leikslokum. "Ég taldi fyrirfram að við ættum raunhæfa möguleika á að ná jafntefli, í versta falli að tapa með tveimur til þremur mörkum og að loknum fyrri hálfleik var staðan ágæt. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 313 orð

Draumamark Carlosar

Varnarmaður Real Madrid, Roberto Carlos, gerði um helgina eitt glæsilegasta mark sem sést hefur á knattspyrnuvelli, en því miður fyrir Real dugði það ekki til sigurs á Tenerife. Real var 3:2 yfir en á lokamínútunum gerðu heimamenn tvö mörk og sigruðu, 4:3. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 477 orð

Draumurinn úti, einn Íslendingur lauk keppni

Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn," sagði Kristján Vilhelmsson, aðalfararstjóri íslenska skíðalandsliðsins, rétt eftir að Kristni Björnssyni hafði hlekkst á í fyrri ferð svigkeppninnar á Ólympíuleikunum í Nagano aðfaranótt laugardagsins og þar með gert vonir Íslendinga um Ólympíuverðlaun í þetta skiptið að engu. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 106 orð

Evrópukeppni meistaraliða 8-liða úrslit, fyrri leikir: Prosesa Ademar Leon - Celje Lasko24:26 Badel Zagreb - Pfadi

Evrópukeppni meistaraliða 8-liða úrslit, fyrri leikir: Prosesa Ademar Leon - Celje Lasko24:26 Badel Zagreb - Pfadi Winterthur27:24 Fotex Veszprém - FC Barcelona33:28 ABC Braga - TBV Lemgo25:29 Evrópukeppni bikarhafa: Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

Eydís með Íslandsmet

EYDÍS Kornáðsdóttir, sundmaður úr Keflavík, setti Íslandsmet í 400 m fjórsundi á jóska meistaramótinu í sundi sem fram fór um liðna helgi. Synti hún á 5.01,38 mín. og bætti nokkurra vikna gamalt met Láru Hrundar Bjargardóttur, SH, um 15/100 úr sekúndu. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 234 orð

Fjórum sinnum í kringum hnöttinn

SKÍÐAKÓNGURINN Björn Dæhlie er hógvær og það sést ekki á honum að hann sé mesti skíðagöngumaður allra tíma. Hann hefur verið þekktur fyrir að koma afturábak í markið þegar hann hefur haft hvað mesta yfirburði og þegar gestir koma í heimsókn býður hann gjarnan uppá heimalagað brandí. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 28 orð

Fjölnir tekur sæti Reynis

Fjölnir tekur sæti Reynis Reynir í Sandgerði hefur dregið kvennalið sitt úr keppni í efstu deild í knattspyrnu. Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Fjölnir taki sæti Reynis í deildinni. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 33 orð

Gegnumbrot HULDA Bja

HULDA Bjarnadóttir, leikmaður Hauka, hefur hér brotist í gegnum vörn Stjörnunnar og skorar eitt af mörkum sínum í viðureign liðanna í Garðabæ. Inga Fríða Tryggvadóttir og Margrét Theódórsdóttir náðu ekki að stöðva hana. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 230 orð

Grindavík - ÍS44:37

Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmótið - 1. deild kvenna, mánudaginn 23. feb. 1998. Gangur leiksins: 5:0, 12:2, 12:8 14:10 16:16, 23:22, 26:26, 34:28, 39:3744:37. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 610 orð

Hasek hetja Tékka

TÉKKAR, með markvörðinn Dominik Hasek í broddi fylkingar, lögðu Rússa, 1:0, í úrslitaleik íshokkíkeppninnar á síðasta degi Ólympíuleikanna í Nagano. Fyrrverandi Tékkóslóvakía hafði fjórum sinnum krækt í silfurverðlaun í íshokkíi á Ólympíuleikum og þar af þrívegis eftir að hafa tapað fyrir Sovétríkjunum fyrrverandi. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 589 orð

Hvernig metur þjálfarinnSKÚLI GUNNSTEINSSONmöguleika Aftureldingar?Með hættulegt forskot

SKÚLI Gunnsteinsson er að þreyta frumraun sína sem þjálfari í 1. deild karla í vetur og réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur er hann tók að sér Aftureldingu. Til þessa hafa Mosfellingar ekki þurft að kvarta, félagið er í efsta sæti 1. deildar og er í 8-liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 346 orð

Hörmulegur fyrri hálfleikur

Ég held að það sé ekki of djúpt í árinni tekið að segja að sóknarleikur okkar hafi verið hörmulegur í fyrri hálfleik," sagði Páll Þórólfsson, ein aðaldriffjöðrin í leik Aftureldingar. "Við virtumst yfirspenntir og gáfum okkur ekki leikinn. Þá fórum við illa með góð færi og markvörðurinn þeirra varði vel. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 271 orð

Íslenski fáninn sást í mýflugumyndÞAÐ sáust

ÞAÐ sáust ekki margir íslenskir fánar á lofti í áhorfendahópnum á svigkeppninni en þó mátti sjá honum bregða fyrir. Þar var á ferðinni japanskt aðstoðarfólk liðsins sem hvatti það óspart. "Við komum nú með flögg hérna með okkur, litlar veifur sem við ætluðum að dreifa, en við vorum svo sein á svæðið því umferðin hingað gekk svo hægt," sagði Kristján Vilhelmsson. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 483 orð

Juventus og Inter fengu stóra skelli

Þrátt fyrir að tapa fyrir Fiorentina er Juventus enn með fjögurra stiga forystu í ítölsku deildinni. Lazio gerði sér lítið fyrir á sama tíma og sigraði Inter, 3:0, á heimavelli sínum og eru Rómverjar nú komnir í annað sætið með jafn mörg stig og Inter. Báðum leikjum efstu liðanna lyktaði 3:0. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 244 orð

Komu vel til móts við mig

Sverrir Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Sauðárkróki, gerði rammasamning við sænska liðið Malmö um helgina og er hann til fimm ára en með uppsagnarákvæðum. "Ég get farið fyrr ef þannig stendur á," sagði Sverrir við Morgunblaðið í gær skömmu eftir að hann skrifaði undir síðasta plaggið. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 383 orð

KONRÁÐ Olavson skoraði eitt

KONRÁÐ Olavson skoraði eitt mark er lið hans Niederw¨urzbach vann Eisenach, 23:20, í eina leiknum sem fram fór í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Julian Duranona skoraði sex mörk fyrir Eisenach. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 771 orð

Kóngurinn Dæhlie

NORSKI skíðagöngumaðurinn Björn Dæhlie sýndi á lokadegi Ólympíuleikanna svo ekki verður um villst hver er konungur skíðagöngunnar. Dæhlie sigraði þá í 50 kílómetra göngu með frjálsri aðferð og krækti sér þar með í áttunda gullpeninginn á vetrarólympíuleikum. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 363 orð

Lánleysi heima hjá Liverpool

Liverpool varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gærkvöldi. Heimamenn sóttu nær látlaust í 150. innbyrðis leik Liverpool liðanna en Norðmaðurinn Thomas Myhre í marki gestanna gerði þeim lífið leitt með góðri markvörslu. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 788 orð

Man. Utd. á fulla ferð

MANCHESTER United virðist komið á fulla ferð á ný í ensku deildinni eftir nokkuð rysjótt gengi síðustu vikurnar. United vann Derby, 2:0, og þurfti engan stjörnuleik til, en stigin urðu engu að síður þrjú þannig að meistararnir eru komnir á beinu brautina á ný í þeim skilningi. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 244 orð

Mikilvægur sigur Keflvíkinga

Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu efsta lið deildarinnar, vesturbæjarlið KR, örugglega, 72:62, þegar liðin mættust í Íslandsmótinu í Keflavík á laugardaginn. KR-stúlkur halda þó enn efsta sætinu, hafa tveimur stigum meira en Keflavík sem á leik til góða, og geta því náð KR að stigum. Í hálfleik var staðan 45:30. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 754 orð

Nægir veganestið?

VONIR leikmanna Aftureldingar um hagstæð úrslit á heimavelli í fyrri leiknum við Skövde í Borgarkeppni Evrópu rættust á sunnudagskvöldið, lokatölur voru 25:18. Þeir hafa sjö marka forskot þegar flautað verður til leiks í síðari leiknum ytra á laugardaginn og nú er einungis spurningin sú hvort þetta veganesti mun nægja Mosfellingum. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 105 orð

ÓLYMPÍULEIKARNIR Í NAGANOStoltur af Sve

"Ég er stoltur af Sveini," sagði Kristján Vilhelmssson, aðalfararstjóri íslenska ÓL-hópsins, þegar Sveinn Brynjólfsson hafði lokið keppni síðastur Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan. "Hann var búinn að liggja í þrjá daga í flensu. Þetta er afrek út af fyrir sig enda er lítið eftir í honum núna, hann kláraði allt púðrið í brekkunni og það dugði. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 415 orð

REYNSLA? »Allt of margir Íslend-ingar voru á Ólympíu-leikunum í Nagano

Ekki var neinn glæsileiki yfir frammistöðu íslensku keppendanna á vetrarólympíuleikunum sem lauk í Nagano í Japan á sunnudaginn. Að sjálfsögðu var ekki búist við miklu, nema hvað flestir Íslendingar vonuðust auðvitað eftir því að Kristinn Björnsson næði að skila sér í sæmilegt sæti. Það varð ekki. Hvað hina sjö keppendurna varðar þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu þeirra. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 370 orð

Samaranch ætlar að tilnefna eftirmann sinn

Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), sagði í samtali við spænska blaðið El Mundo Deportivo um helgina að hann hygðist tilnefna eftirmann sinn í embættið. Samaranch hefur verið við völd í IOC frá árinu 1980, en hinn 77 ára gamli Spánverji hefur ákveðið að hætta árið 2001. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

SÓLVEIG Steinþórsdóttirmarkvörður

SÓLVEIG Steinþórsdóttirmarkvörður Stjörnunnar fór á kostum í síðari hálfleik gegn Haukam á laugardaginn en kappið var of mikið og Sólveig fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir að brjóta á leikmanni utan vítateigs. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 277 orð

Stjarnan - Haukar30:25

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna - 19. umferð, laugardaginn 21. febrúar 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 5:1, 5:4, 6:4, 6:7, 7:9, 9:9, 10:13, 12:13, 14:14, 14:15, 15:15, 16:18, 17:19, 19:19, 20:21, 21:22, 25:22, 29:23, 30:24, 30:25. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 556 orð

Stjörnustúlkur sýndu sparihliðarnar

STJÖRNUSTÚLKUR, sem urðu bikarmeistarar á dögunum, bættu á laugardaginn deildarmeistaratitli við safnið með 30:25 sigri á Haukum í Garðabænum þrátt fyrir að tvær umferðir sé enn eftir af deildinni. Það var ekki fyrr en er leið á síðari hálfleikinn að Garðbæingar tóku að leika listir sínar eins og þeir best geta án þess að nágrannar þeirra úr Hafnarfirði fengju rönd við reist. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 113 orð

Stöngin inn eða stöngin út

"ÉG er ánægður með sigur eftir erfiðan leik við Víkinga þar sem hausinn var ekki í lagi því yfir okkur hefur verið andlegt slen. Þennan leik ætluðum við því að vinna," sagði Aðalsteinn Jónsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn en hann getur vel við unað með bikar- og deildarmeistaratitil í höfn. "Liðin þekkja vel hvort til annars svo að mér kom ekkert á óvart hve lengi var jafnt. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 1298 orð

Svig karla:

Svig karla: 1. Hans-Petter Burås (Noregi)1.49,31 (55.28/54.03)2. Ole Chr.Furuseth (Noregi)1.50,64 (55,53/55,11)3. Thomas Sykora (Austurr.)1.50,68 (55,06/55,62)4. Tom Stiansen (Noregi)1.50,90 (55,70/55,20)5. Christian Mayer (Austurr.)1. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 216 orð

UMFA - Skövde25:18

Íþróttahúsið að Varmá; Borgarkeppni Evrópu, 8-liða úrslit, fyrri leikur, sunnudaginn 22. febrúar 1998. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 3:4, 6:5, 6:9, 8:11, 8:12, 15:12, 15:14, 19:14, 19:16, 21:16, 25:18. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 170 orð

Vala keppir í Höllinni 5. mars

Í TILEFNI af því að Vala Flosadóttir heimsmethafi í stangarstökki kvenna innanhúss úr ÍR, kemur til landsins í næstu viku ásamt þjálfara sínum, Stanislaws Szyrba, í boði menntamálaráðherra, hefur frjálsíþróttadeild ÍR ákveðið að efna til keppni í stangarstökki fimmtudagskvöldið 5. mars í Laugardalshöll. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 221 orð

Valdimar með tilboð frá Wuppertal og Eisenach

Valdimar Grímsson, leikmaður og þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ, er að íhuga tilboð frá þýsku félögunum Wuppertal og Eisenach, en hann var hjá þeim um helgina. "Það er ekkert launungarmál að í nokkurn tíma höfum við haft áhuga á að fá Valdimar en síðan kom Eisenach inn í málið," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, við Morgunblaðið í gær. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 223 orð

Varð að bíta í súrt epli HAUKUR Arnórsson varð fyrir óh

HAUKUR Arnórsson varð fyrir óhappi í svigkeppninni sem varð til þess að hann fór út úr brautinni. Skíði hans fór undir stöngina sem varð til þess að honum fipaðist. Reynt var að knýja fram aukaferð fyrir hann á þeim forsendum að stöngin hafi verið ónýt en án árangurs. "Ég verð bara að bíta í þetta súra epli. Þeir segja að ég hafi eyðilagt stöngina og vilja ekki leyfa mér að fara ferðina aftur. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 105 orð

Völu getið í Sport Illustrated Það er ek

Völu getið í Sport Illustrated Það er ekki á hverjum degi sem íslenskra íþróttamanna er getið í hinu virta íþróttablaði Sport Illustratedog undirritaður man reyndar ekki eftir því að hafa séð íslenskt nafn í því ágæta blaði. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 235 orð

Yfirlýsing frá Aroni Kristjánssyni MOR

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Aroni Kristjánssyni: Þar sem Viðari hefur fundist tilefni til að draga nafn mitt inn í sitt leiðindamál get ég ekki lengur orða bundist og svara yfirlýsingu hans. Í henni kemur fram að Hulda hafi sagt í viðtali við Stöð 2, sunnudagskvöldið 22. febrúar, að Viðar hafi ekki beðið hana afsökunar. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 261 orð

Þórsmót í Hlíðarfjalli

Bikarmót SKÍ Haldið helgina 21.-22. febrúar. Ganga Stúlkur 13-14 ára (5 km F.)mín. 1. Guðný Ósk Gottliebsdóttir, Ó16,24 2. Katrín Árnadóttir, Önundarf.16,49 3. Elín Kjartansdóttir, S18,52 Stúlkur 13-14 ára (3,5 H.) 1. Katrín Árnadóttir, Önundarf.15,47 2. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 220 orð

(fyrirsögn vantar)

Alþjóðlegt mót Lievin, Frakklandi: Þrístökk kvenna: 1. Sarka Kasparkova (Tékklandi)14,78 2. Ashia Hansen (Bretlandi)14,73 3. Rodica Mateescu (Rúmenía)14,63 60 m hlaup kvenna: 1. Chioma Ajunwa (Nígería)7,02 2. Chr. Meira
24. febrúar 1998 | Íþróttir | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin Leikið aðfaranótt laugardags: Atlanta - Vancouver115:92 New Jersey - Cleveland95:109 Orlando - Indiana93:91 Minnesota - Houston100:95 »Eftir framlengingu. Meira

Fasteignablað

24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 774 orð

Auðveldari íbúðarkaup

Markaðurinn Auðveldari íbúðarkaup Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur verið í lágmarki, miðað við undanfarin ár, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Það er ein af forsendum þess, hvað íbúðarverð hefur verið stöðugt. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 345 orð

Champs Elyssée endurnýjuð

CHAMPS-ELYSÉES, sem gjarnan hefur verið talin ein fegursta breiðgata heims, hefur nú aftur náð sínum fyrri ljóma og eftirspurnin eftir húsnæði fyrir verzlanir og skrifstofur við götuna er nú 15-20 sinnum meiri en framboðið. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 248 orð

Einbýli á einni hæð í Lindahverfi

MIKIL ásókn er nú í Lindahverfið í Kópvogi. Hjá fasteignasölunni Lundi er til sölu einnar hæðar einbýli að Iðalind 6. Þetta er steinhús, byggt 1996 en er ekki fullbúið. Það er 155 ferm. að stærð og því fylgir innbyggður góður bílskúr. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 213 orð

Einbýlishús á raðhúsaverði

ÞRJÚ einbýlishús sem skipulögð eru sem tengihús, en án tengingar þó, eru nú til sölu hjá fasteignasölunni Valhöll. Húsin standa á einum albesta útsýnisstað í Grafarvogi, að sögn Ingólfs Gissurarsonar hjá Valhöll. Hann kvað 2,5 metra vera á milli húsanna. Húsið við Dofraborgir 8 er til afhendingar strax en nr. 4 og 6 eftir um það bil 2 til 3 mánuði. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | -1 orð

Ekið með húsið frá Borgafirði eystra í Lónssveit

Hornafirði - SUMS staðar á landsbyggðini er ekki alltaf hlaupið að því að selja húseignir og oftar en ekki þar sem eftirspurnin er lítil sem engin, seljast húsin á mjög óraunhæfu verði. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 117 orð

Endurnýjuð íbúð við Dunhaga

HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu fjögurra herbergja 92 ferm. endaíbúð á Dunhaga 13. Íbúðin er á fyrstu hæð og hefur öll verið endurnýjuð. Húsið var byggt 1957 og er verið að ljúka utanhússviðgerðum á því. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 232 orð

Fallegt einbýlishús við Birkigrund

EINBÝLISHÚS í Kópavogi hafa verið eftirsótt að undanförnu. Hjá fasteignasölunni Þingholti er nú til sölu einbýlishús að Birkigrund 45. Það er steinsteypt og byggt 1974. Húsið er 273 ferm. að stærð og á tveimur hæðum. Möguleiki er á að gera séríbúð á neðri hæð. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 343 orð

Hækkandi verð á sérbýli á höfuð- borgarsvæðinu

FASTEIGNAVERÐ hefur farið heldur hækkandi að undanförnu, einkum þó á sérbýli, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, sem byggð er á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Undir sérbýli falla einbýlishús og raðhús. Verðþróun á sérbýli lýtur samt talsvert öðrum lögmálum en verð á íbúðum í fjölbýli. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 124 orð

Kaupa japanskar eignir í New York

BANDARÍSKIR fjárfestar kaupa nú hvern skýjakljúfinn af öðrum í New York af Japönum fyrir hálfvirði af því, sem Japanir keyptu þær á fyrir um tíu árum. Þetta er einkum áberandi við dýrastu verzlunargötu heims, The Plaza District, sem liggur rétt fyrir sunnan Central Park. Þar er East 57th Street ótvírætt dýrasta verzlunargatan í New York. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 1731 orð

Ljósheimar 14-18 tóku stakkaskiptum á tíu mánuðum

Í STÓRUM fjölbýlishúsum eru viðhaldsverkefnin oft mjög umfangsmikil, þar sem um margar íbúðir er að ræða. Þar er því afar mikilvægt, að vel sé vandað til verka. Verkfræðistofan Hamraborg í Kópavogi hefur stjórnað viðamiklu viðhalds- og endurbyggingarferli á fjölbýlishúsinu Ljósheimar 14-18 í Reykjavík, sem er átta hæðir og með 56 íbúðum. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 130 orð

Meteftirspurn eftir íbúðum í Osló

EFTIRSPURN eftir íbúðum í Osló er nú meiri en verið hefur í langan tíma. Hjá tveimur stærstu fasteignasölum Noregs, Aktiv og M2stórjukust viðskipti í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, hjá Aktivum 70% og hjá M2 um 100%. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 952 orð

Sendibílar

Smiðjan Sendibílar Greiður flutningur efnis og tækja skiptir miklu máli, þegar breyta þarf eða laga, mála og leggja parket eða önnur gólfefni, segir Bjarni Ólafsson, sem hér rifjar upp sögu sendibílanna. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 770 orð

Tækjaklefinn er heilinn og hjartað í húsinu

hverju húsi er hitakerfi, neysluvatnskerfi og að sjálfsögðu rafkerfi. Öll eru þessi kerfi nauðsynleg til að hægt sé að lifa og starfa í húsinu. Einhvers staðar leynist stofninn að þessum kerfum, á bílskúrsvegg, undir stiga, í skáp í einhverju horni eða í besta falli í litlum þröngum klefa. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 277 orð

Vandað endaraðhús á Seltjarnarnesi

EFTIRSPURN er ávallt mikil eftir góðum eignum á Seltjarnarnesi en ekki mikið um að eignir þar komi í sölu. Hjá fasteignasölunni Fold er nú í sölu endaraðhús að Kolbeinsmýri 5. Þetta er steinhús, byggt 1990 og er á tveimur hæðum, auk kjallara. Húsið er alls 265,3 ferm. að stærð. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 1096 orð

Vetrarhugleiðingar á gönguför

ENN heldur veturinn áfram með mildviðri þótt sól sé aftur farin að hækka á lofti. Dagarnir eru, guði sé lof, teknir að lengjast á ný og þar með fjölgar þeim stundum sem við getum notið þess að virða fyrir okkur garðagróðurinn að vetri til. Ýmsu má einnig sinna af garðverkum núna þótt hem hylji hauður og láð. Á veturna standa tré og runnar með lauflausar greinar. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 157 orð

Viðhald og endurbætur

GOTT viðhald skiptir miklu máli fyrir sölumöguleika fasteigna og þá um leið fyrir verðgildi þeirra, enda gera kaupendur nú meiri kröfur um gott ástand eigna en eitt sinn var. Verkfræðistofan Hamraborg í Kópavogi hefur stjórnað viðamiklum viðhaldsaðgerðum og endurbótum á fjölbýlishúsinu Ljósheimar 14-18 í Reykjavík, sem byggt var 1964 og er átta hæðir og með 56 íbúðum. Meira
24. febrúar 1998 | Fasteignablað | 219 orð

Virðulegt einbýlis- hús við Hverfisgötu

FALLEGT og virðulegt einbýlishús að Hverfisgötu 19 í Hafnarfirði er til sölu hjá Hóli, Hafnarfirði. Húsið er byggt 1921, steinsteypt og í mjög góðu ástandi samkvæmt upplýsingum frá Hóli. Hús þetta er 122 ferm. að stærð og því fylgir bílskúr sem byggður var 1988. Meira

Úr verinu

24. febrúar 1998 | Úr verinu | 587 orð

Íslensk fyrirtæki sameinast í söluherferð um Evrópu

BÁTASMIÐJAN Trefjar ehf. í Hafnarfirði hefur ásamt nokkrum íslenskum útflutningsfyrirtækjum undirbúið markaðssókn á valin markaðssvæði í Evrópu. Ákveðið er að bátur af gerðinni Cleopatra Fisherman 33 sigli um Evrópu með viðkomu á rúmlega sextíu stöðum í níu löndum í ferð sem tekur sjö mánuði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.