Greinar föstudaginn 27. febrúar 1998

Forsíða

27. febrúar 1998 | Forsíða | 97 orð

Auka veiði á hrefnu

NORSKIR hvalveiðimenn fá að skjóta 671 hrefnu á vertíð þessa árs og þar af mega þeir veiða 178 dýr í Norðursjónum, eða 49 fleiri en í fyrra. Þegar á heildina er litið er veiðikvótinn aukinn um 91 hrefnu frá í fyrra. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 53 orð

Húsin í sjó fram

GÍFURLEGT tjón hefur orðið í Kaliforníu undanfarnar vikur vegna storma, stórsjóa og úrkomu. Meðal annars hefur sjávaraldan skafið burt strandlengjuna við Del Mar og á hverri stundu er búist við að hús, sem áður stóðu ofan fjörukambsins, hverfi í hafið. Hin óvenjulega veðrátta er rakin til El Ni~no- Kyrrahafsstraumsins. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 258 orð

Jeltsín boðar óvænt uppstokkun

TALSMENN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta sögðu í gær, að hugsanlega liði einhver tími þar til forsetinn tæki afstöðu til þess hvort hann stokkaði upp í ríkisstjórninni. Er hann setti fund hennar í gærmorgun tilkynnti Jeltsín að hugsanlega myndi fundinum ljúka á því að þrír ráðherrar misstu vinnuna. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 211 orð

Njósnum Ísraela í Sviss mótmælt

STJÓRNVÖLD í Sviss kröfðust þess í gær að stjórn Ísraels bæðist afsökunar vegna máls ísraelskra njósnara sem eru sagðir hafa reynt að koma fyrir hlerunarbúnaði í byggingu í Bern. Njósnamálið hefur valdið spennu í samskiptum ríkjanna, sem hafa verið vinsamleg til þessa, og svissneska stjórnin boðaði sendiherra Ísraels á sinn fund til að leggja fram formleg mótmæli. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 189 orð

Ofbeldi fær ekki truflað friðarferli

TONY Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, sögðust í gær staðráðnir í því að ofbeldisaðgerðir á Norður- Írlandi undanfarið fengju ekki eyðilagt tilraunir til þess að finna friðsamlega lausn deilunnar um framtíð héraðsins. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 124 orð

Uppræta gleðistund

HOLLENSKA stjórnin hyggst segja götuofbeldi stríð á hendur og boðar afnám svonefndra "gleðistunda" á krám, en þá ginna barir til sín viðskiptavini með því að bjóða áfengi á hálfvirði. Ríkisstjórnin hefur einnig farið þess á leit við hollenska þingið að það heimili stórfjölgun öryggismyndavéla á almannafæri. Meira
27. febrúar 1998 | Forsíða | 75 orð

Winfrey vann dómsmál

SJÓNVARPSKONAN Oprah Winfrey fór með sigur af hólmi í meiðyrðamáli, sem kúabændur í Texas höfðuðu á hendur henni vegna ummæla í einum þátta hennar. Bændurnir kröfðust skaðabóta á grundvelli þess að ummælin hefðu dregið úr kjötsölu. Í þættinum vöruðu grænmetisætur við neyslu nautakjöts vegna hugsanlegrar útbreiðslu kúariðu í Bandaríkjunum. Meira

Fréttir

27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

3.000 fm spennistöð risin

STARFSMENN verktakafyrirtækisins Lavo hf. fögnuðu því á miðvikudaginn að þá var lokið við að reisa um 3.000 fm spennistöð fyrir fyrirhugaða álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Í tilefni dagsins voru fánar dregnir að húni á báðum stöfnum nýju spennistöðvarinnar og segist Kristján Sigurðsson, verkstjóri hjá Lavo, alla tíð hafa haft það fyrir sið að flagga þegar ný hús, Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 771 orð

Andvaka kona kom upp um njósnarana

SVISSNESK yfirvöld sögðust í gær hafa handtekið ísraelskan njósnara og vera að leita að fjórum öðrum útsendurum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad eftir að þeir hefðu verið staðnir að því að koma fyrir hlerunarbúnaði í byggingu í Bern í vikunni sem leið. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Andvarp alþýðunnar

ANDVARP alþýðunnar er yfirskrift tónleika sem efnt verður til í Íslandsbænum við Vín í Eyjafjarðarsveit á laugardagskvöld, 28. febrúar, en þeir hefjast kl. 21. Aðalhljómsveit kvöldsins er Helgi og hljóðfæraleikararnir og að þessu sinni verður aðeins notast við hljóðfæri sem komast af án rafmagns, en nefna má bassa, gítar, hringlur, fiðlu, trommur, bongótrommur, þverflautu, Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Atkvöld

ATKVÖLD Skákfélags Akureyrar verður í kvöld, föstudagskvöldið 27. febrúar, og hefst það kl. 20. Um er að ræða keppni sem blönduð er atskákum og hraðskákum. Hraðskákmót Akureyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélagsins við Þingvallastræti 18 á sunnudag og hefst það kl. 14. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Á að leggja niður stúdentsprófið?

ÞRJÚ aðildarfélög Hins íslenska kennarafélag munu halda fund með yfirskriftinni Á að leggja niður stúdentsprófið? laugardaginn 28. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Símonarsal á Naustinu og stendur frá kl. 15­17. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Áhersla á endurnýjanlegar orkulindir

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á umhverfisráðstefnu á vegum Norðurlandaráðs sem lauk í Gautaborg í gær að Ísland vildi vera virkur þátttakandi í rammasamningnum um loftslagsbreytingar og Kyoto-bókuninni við hann, og kvaðst vona að útfærsla ákvæðis um lítil hagkerfi myndi gera það kleift. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Árásarmaður í fangelsi

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 39 ára gamlan mann í 14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, sem framin var á veitingastaðnum Ölkjallaranum í september sl. og ákæruvaldið taldi að hefði haft þær afleiðingar að fimmtugur maður hlaut heilaskaða og varanlegt heilsutjón. Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms, sem hafði dæmt árásarmanninn í 2 ára fangelsi. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Árni Johnsen á Eyrarbakka

TÓNLISTAR- og alþingismaðurinn Árni Johnsen verður með söngkvöld á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka á laugardagskvöld og hefst það um kl. 22. Þar tekur Árni lög úr ýmsum áttum, bæði frumsamin og lög eftir aðra. Allir velkomnir. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Barnamál með fund um brjóstagjöf

BARNAMÁL heldur kynningarfund á morgun í Hjallakirkju í Kópavogi frá kl. 10­17. Þar verður starfsemi félagsins kynnt og hjálparmæður flytja stutt erindi þar sem fjallað verður um upphaf og lok brjóstagjafar, fyrstu föstu fæðuna, fleirbura á brjósti, viðhorf til brjóstagjafar og svefn og svefnvenjur. Barnamál er áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna og hefur verið starfrækt frá 1984. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 2037 orð

Bíldudalur fylgir henni ævilangt

"VALA átti mjög skemmtileg ár á Bíldudal. Þetta voru mikil mótunarár. Hér upplifði hún það að verða hluti af hópi," segir Flosi Magnússon, prófastur á Bíldudal, um dóttur sína, Völu Flosadóttur, heimsmethafa í stangarstökki innanhúss. Vala bjó á Bíldudal frá átta til fjórtán ára aldurs og þar býr faðir hennar. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Boðað til opins fundar um samfylkingu

ÞRJÁTÍU kjósendur í Hafnarfirði hafa boðað til opinbers fundar um samfylkingu félagshyggjufólks í komandi bæjarstjórnarkosningum. Kjósendurnir, sem flestallir eru úr Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, vilja að áfram verði látið reyna á hvort hægt verði að ná samstöðu um sameiginlegt framboð í vor. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Borgarfulltrúar funda með sérfræðingum

Í BÓKUN borgarstjóra á fundi borgarráðs á þriðjudag, var lagt til að afgreiðslu tillögu sjálfstæðismanna um einkafjármögnun við Sundabraut yrði frestað þar til eftir fund með sérfræðingum um einkafjármögnun stórframkvæmda með borgarfulltrúum. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

Bretland í EMU fyrr en áformað?

EINN af ráðherrum brezku ríkisstjórnarinnar sagði í gær að Bretland kynni að sækja um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, fljótlega eftir kosningar sem fram færu síðla árs 2001 eða snemma á árinu 2002. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Bændur samþykktu samninga

ATKVÆÐAGREIÐSLU bænda um samning Bændasamtaka Íslands og ríkisstjórnar Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu fram á árið 2005 er nú lokið. Á kjörskrá voru 2.249 framleiðendur mjólkur og nautakjöts. Atkvæði greiddu 1.121 eða 49,8%. Samningurinn var samþykktur með 814 atkvæðum (72,6%). Á móti voru 235 (21,0%) og auðir og ógildir seðlar voru 72 (6,4%). Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Dómskerfi ÍSÍ endurskoðað

STJÓRN Íþróttasambands Íslands hefur falið þriggja manna nefnd að gera tillögur að breytingum á dómstólakerfi ÍSÍ. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði að þessi endurskoðun miðaði að því að gera kerfið virkara og aðgengilegra. Þörf væri að finna leiðir til að flýta dómsmeðferð og tryggja réttlátari niðurstöðu. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 547 orð

Ekki samkomulag um nýjan forstjóra

STJÓRN Osta- og smjörsölunnar sf. tókst ekki að ná samstöðu um ráðningu nýs forstjóra og hefur hún því framlengt ráðningarsamning við núverandi forstjóra, Óskar H. Gunnarsson, til ársloka árið 2000. Þórarinn E. Meira
27. febrúar 1998 | Miðopna | 735 orð

Ekki verið að minnka félagslega aðstoð

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, segir að það sé síður en svo verið að minnka félagslega aðstoð við að afla sér eigin húsnæðis með þeim breytingum sem boðaðar hafi verið á húsnæðislánakerfinu. Það sé einungis verið að breyta um form á þessari aðstoð. Horfið sé frá því að niðurgreiða vexti, en vaxtabætur komi í staðinn. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

ESB- og NATO- aðild efst á dagskrá

VALDAS Adamkus sór í gær embættiseið sem nýr forseti Litháens, sá annar í röðinni frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum fyrir sjö árum. Við þetta tækifæri lýsti Adamkus því yfir að hann hygðist í embættistíð sinni leggja mesta áherzlu á að koma Litháen í Evrópusambandið (ESB) og Atlantshafsbandalagið, NATO. Meira
27. febrúar 1998 | Miðopna | 948 orð

Fasteignasalar fagna breytingum

Forseti ASÍ segir að með frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar í húsnæðismálum sé verið að gjörbylta félagslega húsnæðiskerfinu. ASÍ undirbýr athugasemdir við frumvarpið. Talsmenn Sambands sveitarfélaga telja margt til bóta í frumvarpinu þó enn sé óleystur vandi margra sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna félagslegra íbúða. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fermingarbörn aðstoða börn á Indlandi

ÁTAKI fermingarbarna í Kjalarnessprófastsdæmi lýkur um næstu helgi en þau hafa undanfarnar vikur unnið verkefni er tengist fræðslu um lífskjör barna á Indlandi sem haldið er í vinnuánauð. Auk fræðslunnar hafa börnin safnað framlögum heima fyrir til stuðnings börnunum og verður tekið við þeim við guðsþjónustur í prófastsdæminu næstkomandi sunnudag sem er æskulýðsdagur kirkjunnar. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fjallað um asma og erfðafræði

FÉLAG íslenskra barnalækna heldur á morgun, laugardag, árlegan fræðslu- og vísindadag í samvinnu við Astra Ísland á Hótel Loftleiðum, þingsal 1. Á dagskrá fundarins verður erfðafræði í nútíð og framtíð og nýjungar í greiningu og meðferð asma. Ásgeir Haraldsson prófessor mun kynna nýjan Barnaspítala Hringsins undir yfirskriftinni "Draumur verður að veruleika". Dr. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 654 orð

Fjallað um mat í tengslum við ferðaþjónustu

SÝNINGIN Matur '98 verður haldin í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi 19.-22. mars næstkomandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og er þessi sú fjórða talsins frá upphafi. Þátttakendur eru um eitthundrað að sögn Sigurðar Björnssonar markaðsfulltrúa Kópavogsbæjar og hafa gestir verið um 15- 18.000 talsins. Undirtitill sýningarinnar að þessu sinni er matur ­ ferðir ­ menning. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Framkvæmdir hafnar við Laugaveg

FRAMKVÆMDIR vegna endurbyggingar Laugavegar frá Frakkastíg að Barónsstíg hófust á miðvikudag. Laugavegur verður í fyrstu lokaður fyrir bílaumferð frá Frakkastíg að Vitastíg og umferð beint um Grettisgötu og Hverfisgötu. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar til þess að auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir og eftir götunni. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Frestur veittur með ákveðnum skilyrðum

SKIPAÐUR lögreglustjóri í Reykjavík vegna máls veitingastaðarins Vegas, Karl Gauti Hjaltason, hefur ákveðið að staðurinn verði ekki sviptur veitingaleyfi vegna breytinga sem eigendur staðarins gerðu á honum án samþykkis yfirvalda. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Frumvarp til laga um lækkun stimpilgjalds

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um stimpilgjald. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum á álagningu stimpilgjalds frá því sem nú er. Breytingarnar fela í sér verulega lækkun á gjaldhlutfalli gagnvart almennum verðbréfum, en jafnframt er gert ráð fyrir fækkun undanþágna og meiri samræmingu en verið hefur milli einstakra gjaldflokka. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Fulltrúar verslana vottuðu rétt verð

ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri segir að unnið sé eftir vissum reglum við gerð verðkannana á vegum samtakanna. Neytendasamtökin gerðu verðkönnunina í síðustu viku, 17. febrúar síðastliðinn og var hún gerð í samvinnu við verkalýðsfélög á svæðinu. Auk starfsmanns samtakanna tók fólk á vegum verkalýðsfélaga þátt í könnuninni. Meira
27. febrúar 1998 | Miðopna | 801 orð

Fyllsta ástæða til að fylgjast með vatnslögnum og kælikerfum bíla

KULDAKASTIÐ gefur tilefni til fyrirhyggju á ýmsum sviðum og það getur haft áhrif á gróður og dýralíf á sumri komanda. Athuga þarf frostþol á bílum, vatnslagnir í húsum og sumarbústöðum og reyna að sjá fyrir hvar menn þurfa að grípa til ráðstafana vegna grimmdarfrosts sem spáð er næstu daga víða um land. Leitað var leiðbeininga hjá ýmsum aðilum í þessum efnum. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fyrirlestur um fíknir

SJÖTTI fyrirlesturinn í röðinni Undur líkamans ­ furður fræðanna verður haldinn laugardaginn 28. febrúar nk. Fyrirlesturinn er í sal 3 í Háskólabíói og hefst kl. 14. Að loknum fyrirlestri verða umræður og fyrirspurnir. Fyrirlesturinn á laugardaginn nefnist Fíknir; fögnuður eða fár. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Geislamengun meðfram Noregi

GEISLAVIRKT teknesíum-99 frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi mælist nú í sjávardýrum og sjávargróðri með næstum allri Noregsströnd eða frá Óslóarfirði í suðri til Troms í norðri. Kemur það fram í skýrslu, sem geislavarnir norska ríkisins birtu í fyrradag. Er þessi mengun komin til að vera því að helmingunartími teknesíum-99 er 213.000 ár. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Gildagar

GILDAGAR verða í Grófargili, Kaupvangsstræti á Akureyri, um helgina en fjöldi sýninga stendur nú yfir í hinum ýmsu sýningarsölum. Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson og geta þeir sem þess óska fengið safnaleiðsögn með því að hafa samband við forstöðumann. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Grænlendingar styðja sjónarmið Íslands

FULLTRÚAR Grænlands í viðræðunum um skiptingu loðnustofnsins lögðu í gær fram gögn sem Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að styðji eindregið það sjónarmið, að hlutur Norðmanna í veiðinni eigi að minnka. Kristján segir að Grænlendingar hafi í viðræðunum tekið undir sjónarmið Íslendinga og það sé mjög jákvætt. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hátt í 200 hross hafa veikst

HITASÓTTIN sem nýverið gerði vart við sig í hestum á höfuðborgarsvæðinu hefur breiðst út hægt og sígandi og hafa hross í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og á Akranesi tekið sóttina. Ekki er hins vegar vitað til að hennar hafi orðið vart víðar, að sögn Helga Sigurðssonar dýralæknis í Steinahlíð í Mosfellsbæ. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Heilbrigðismál rædd á Akranesi

STJÓRN Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Akraness gengst fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um rekstur og málefni Sjúkrahússins og heilsugæslunnar og framtíðarhorfur. Ráðstefnan fer fram föstudaginn 27. febrúar í sal Verkalýðsfélagsins á Kirkjubraut 40, 3. hæð og hefst kl. 14. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hóstamixtúrur uppseldar á Patreksfirði

ALLAR gerðir af hósta- og kvefmixtúrum eru uppseldar í apótekinu á Patreksfirði, sem er annað tveggja apóteka á Vestfjörðum. Björn Jóhannsson lyfjafræðingur og eigandi Patreksapóteks, segir að helmingur íbúa í Bíldudal liggi í flensu og pestin sé að stinga sér niður á Patreksfirði og víðar. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 486 orð

Kaupfélagsstjóraskipti hjá KEA

EIRÍKUR S. Jóhannsson útibússtjóri Landsbanka Íslands á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, í stað Magnúsar Gauta Gautasonar, sem gegnt hefur starfinu síðustu 9 ár. Magnús Gauti tekur við starfi framkvæmdastjóra Snæfells hf. á Dalvík. Þessar breytingar taka gildi eftir aðalfund KEA sem verður í apríl. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

KK kvintettinn á Fógetanum

KK KVINTETTINN leikur á laugardagskvöld á Fógetanum frá kl. 23. Hljómsveitina skipa þeir: Guðmundur Pétursson, rafgítar, Haraldur Þorsteinsson, bassi, Ólafur Hólm, trommur, og Óskar Guðjónsson, saxófón. Í fréttatilkynningu kemur fram að kvintettinn hefur æft mikið upp á síðkastið fyrir þessa fyrstu uppákomu og að allir séu velkomnir. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Kynning á jeppaferðum Útivistar

JEPPADEILD Útivistar stendur fyrir kynningu og námskeiði í ljósmyndun, snjóakstri og fræðslu um dekkjabúnað laugardaginn 28. febrúar í Skíðaskálanum í Hveradölum kl. 10. Kynntar verða næstu jeppaferðir Útivistar en fjölmargar verða í boði í vetur. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Leiðrétt

Í ÞRIÐJUDAGSBLAÐI á blaðsíðu 28 vantaði tákn í nafn vefsíðu menntamálaráðuneytis um endurskoðaða námskrá og er beðist afsökunar á því. Rétt er veffangið: www.ismennt.is/vefir/namskra/ welcome.html Þín verslun nær til 24 verslana SAMTÖKIN Þín verslun eru mun umfangsmeiri en fram kom í blaðinu sl. miðvikudag. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 358 orð

Lewinsky sögð íhuga málshöfðun gegn Tripp

LÖGFRÆÐINGUR Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, sagði í gær að hún væri að íhuga að höfða mál gegn fyrrverandi vinkonu sinni, Lindu Tripp, sem hljóðritaði á laun samtöl þar sem Lewinsky kvaðst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Málfundur um námskrá samfélagsgreina

SAGNFRÆÐIFÉLAG Íslands og Félag sögukennara efna til umræðufundar um Endurskoðun aðalnámskrár samfélagsgreina í grunnskólum og framhaldsskólum í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 418 orð

Meirihluti með viðunandi mengunarvarnabúnað

Í SKÝRSLU sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra lagði fyrir Alþingi á miðvikudag um mengun frá fiskimjölsverksmiðjum kemur fram að þrátt fyrir að verksmiðjunum hafi fækkað úr 43 í 27 frá árinu 1985 hafi heildarafköst þeirra aukist og að mikill meirihluti afkastagetu þeirra sé nú með viðunandi mengunarvarnabúnað. Skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Alþýðubandalagsins og óháðra. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Messur

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar, sameiginleg æskulýðsguðsþjónusta fyrir allt prestakallið verðurí Möðruvallakirkju næsta sunnudag, 1. mars kl. 14. Fermingarbörn flytja leikþátt og bænarefni. Sara Helgadóttir spilar á gítar og stjórnar söng. Bertha verður með stund fyrir yngstu börnin. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 457 orð

Mikilvægasti samningur frá lokum Persaflóastríðs

RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði í gær að samkomulagið, sem Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ undirritaði í Bagdad í vikunni, veikti ekki stöðu eftirlitssveitarinnar sem nú væri í Írak. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 59 orð

Mótmæli í Hong Kong

MÓTMÆLANDI í Hong Kong ber skilti með mynd af Li Peng og kröfu um að hann verði ekki gerður að þingforseta. Mótmælin fóru fram við aðsetur Xinhua- fréttastofunnar í borginni, sem fréttaskýrendur segja að sé hið eiginlega sendiráð kínverskra stjórnvalda. Á bak við konuna er mynd af kínverska andófsmanninum Wang Dan, sem situr í fangelsi. Meira
27. febrúar 1998 | Miðopna | 388 orð

Nota tunglið, tilfinninguna ogdagbækur

KJARNI 10 til 12 vistmanna á Dalbæ á Dalvík, dvalarheimili aldraðra, hittist reglulega og gefur út mánaðarlega veðurspá. Veðurklúbburinn samanstendur af veðurglöggu fólki úr hópi vistmanna og ná veðurspár klúbbsins yfir stærstan hluta Norðurlands. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Nýtt íþróttahús á Skagaströnd

NÝTT íþróttahús verður vígt á Skagströnd sunnudaginn 1. mars. Húsið er límtrésbogahús, 870 fm að grunnfleti. Á fyrstu hæð er íþróttasalur og þjónusturými. Gólf íþróttasalarins er 15,7m x 32 m og er viðurkenndur löglegur körfuboltavöllur. Á 2. og 3. hæð eru m.a. þrjá kennslustofur fyrir grunnskólann. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Opið hjá Svartfugli

NÝTT sýningarár er að hefjast hjá Gallerí Svartfugli en hlé var á sýningarhaldi í janúar og febrúar. Starfsemin hefst með opnu húsi næstkomandi laugardag, 28. febrúar, og verður Sveinbjörg Hallgrímsdóttir þar að störfum og einnig verður hægt að skoða verk hennar í Galleríinu. Opið verður frá kl. 11 til 17 og verður heitt á könnunni. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Opið hús hjá Mjólkursamlagi

SJÖTÍU ár eru um þessar mundir liðin frá því mjólkurvinnsla hófst á Akureyri og af því tilefni verður opið hús hjá Mjólkursamlagi KEA á morgun, laugardaginn 28. febrúar, frá kl. 11 til 16. Mjólkursamlag KEA var stofnað í september árið 1927 en um hálfu ári síðar, 6. mars 1928 hófst mjólkurvinnsla á vegum fyrirtækisins. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Orlofsnefnd húsmæðra kynnir ferðir

KYNNINGARFUNDUR á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, mánudaginn 2. mars og hefst hann kl. 20. Kynntar verða orlofsferðir sumarsins sem í boði eru. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

Oxford-stræti lokað vegna sprengjuhótunar

OXFORD-stræti, helstu verslunargötu London, var lokað í nær tvær klukkustundir í gær í kjölfar þess að lögreglu barst sprengjuhótun í gegnum síma, segir í fréttaskeyti frá Reuters. Lögreglumenn og sérþjálfaðir hundar gerðu ítarlega leit á svæðinu en fundu ekkert grunsamlegt, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sagði talsmaðurinn að um gabb hefði verið að ræða. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 644 orð

Reykjanesbraut og Sundabraut verði í forgangsröð

Í TILLÖGU sveitarfélaga að forgangsröðun framkvæmda fyrir vegaáætlun árin 1998­2002 og langtímaáætlun til ársins 2010, kemur fram að mestu framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum tengjast Reykjanesbraut með breikkun brautarinnar og mislægum gatnamótum og Sundabraut. Um 7 milljörðum er forgangsraðað í tillögunni, en það eru um 1,4 milljarðar á ári að jafnaði. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Risaskilti á nýja verslunarmiðstöð

UNNIÐ var að því í gær að setja upp skilti á þak nýju verslunarmiðstöðvarinnar í Smáranum í Kópavogi. Stafirnir eru ekki nein smásmíði, því hver þeirra er 3,3 metrar á hæð og lengd skiltisins er 90,6 metrar. Til samanburðar má geta þess að Hallgrímskirkja er 73 metrar á hæð. Á auglýsingaskiltinu eru nöfn og vörumerki þeirra tveggja verslana sem opnaðar verða nk. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

Samið um 69% af kostnaðaráætlun

LANDSVIRKJUN undirritaði í gær samning við rússneska fyrirtækið Technopromexport um framleiðslu og uppsetningu mastra og leiðara fyrir 400 kV Búrfellslínu 3A, en Rússarnir buðu lægst í verkið og er samningsupphæðin 1.185 milljónir króna, eða um 69% af kostnaðaráætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Samkvæmt samningnum á að taka línuna í notkun 20. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 393 orð

Samkeppnisstofnun varaði Mylluna við og hélt trúnað

GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segist undrandi á yfirlýsingum Kolbeins Kristinssonar, framkvæmdastjóra Myllunnar, um að ekki hafi verið leitað álits Samkeppnisstofnunar á kaupum Myllunnar á Samsölubakaríum fyrirfram. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Samvinna um erfðarannsóknir

HJARTAVERND og Íslensk erfðagreining hafa gert með sér rammasamning um samvinnu á sviði erfðarannsókna hjarta- og æðasjúkdóma. Að sögn Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis Hjartaverndar eru í undirbúningi samningar um einstök verkefni. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá nákvæmari samningum á næstu dögum. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Sérprentun í stóru broti

NÝ STÓRVERSLUN með rafmagnstæki, Elkó, verður opnuð við Smáratorg í Kópavogi á morgun. Morgunblaðinu í dag fylgir sérprentað, 16 síðna auglýsingablað frá Elkó. Blaðið er í stóru broti, forsíða og baksíða í lit, og er þetta stærsta einstaka auglýsing, sem Morgunblaðið hefur selt. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Skautadiskó

DÚNDRANDI diskótek verður á skautasvellinu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 27. febrúar, og stendur það frá kl. 19 til 23. Skautaskóli verður á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 12 og opið fyrir almenning frá kl. 13 til 16 og 19 til 21 og einnig er opið á sama tíma á sunnudögum. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Skrúfudagur Vélskóla Íslands

ÁRLEGUR kynningar- og nemendamótsdagur Vélskóla Íslands, Skrúfudagurinn, verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 28. febrúar kl. 13­16 í Sjómannaskólanum. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum kostur á að kynnast nokkrum þáttum skólastarfsins. Nemendur verða við störf í verklegum deildum skólans og veita þér upplýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Snjóflóð rétt utan Súðavíkur

VONSKUVEÐUR var víða um norðanvert landið í gærkvöldi, fjallvegir voru víðast orðnir ófærir og ekkert ferðaveður. Seint í gærkvöldi var veðrið hvað verst á Snæfellsnesi og á sunnanverðum á Vestfjörðum, norðan 11 vindstig, en á norðanverðu landinu var yfirleitt 7­8 vindstig og sums staðar upp í 9 vindstig, að sögn Harðar Þórðarsonar veðurfræðings. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Stefnumótun í endurhæfingu

FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara heldur í dag, föstudag, málþing um stefnumótun í endurhæfingu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að það hafi lengi lagt áherslu á mikilvægi heildarstefnu í endurhæfingu og vilji leggja sitt af mörkum til að móta hana. Félagið stofnaði í haust vinnuhóp og verða tillögur hans teknar fyrir á aðalfundi félagsins á morgun, laugardag. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 347 orð

Stjórnin kemst ekki frá

KIM Dae-jung, nýr forseti Suður-Kóreu, situr uppi með fráfarandi ríkisstjórn þar eð þingið hefur enn ekki komið saman og samþykkt forsætisráðherraefni Kims. Stóri þjóðarflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, kom ekki til þings í gær, annan daginn í röð, og kom þannig í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði um tilnefningu kosningabróður Kims, Kims Jong-pils, í embætti forsætisráðherra. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Stóru sjóðirnir hyggjast selja hlutabréfin að nýju

TVÖ tilboð bárust í 7,1% hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í Íslandsbanka hf. sem sjóðurinn auglýsti í síðustu viku til sölu. Hærra tilboðið barst frá sjö lífeyrissjóðum og hljóðaði það upp á liðlega 941 milljón króna eða gengið 3,41. Þá barst tilboð frá Kaupþingi hf. fyrir hönd nokkurra viðskiptavina sem miðaðist við gengið 3,0 eða 828 milljónir. Stjórn Nýsköpunarsjóðs hefur frest til 10. Meira
27. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Strengir hljóma

STRENGJASVEITIR Tónlistarskólans á Akureyri verða á ferðinni í dag og leika á ýmsum stöðum. Fyrst verður spilað í Oddeyrarskóla árla morguns, kl. 13.30 leika nemendur fyrir starfsfólk á bæjarskrifstofu, en fara að því búnu í bankana, spila í Búnaðarbanka kl. 14, í Landsbanka kl. 14.30 og Íslandsbanka kl. 15.15. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Stúlka lést í bílslysi

17 ÁRA stúlka beið bana í árekstri á Grindavíkurvegi í gær. Fólksbíll og jeppi skullu saman þar sem heitir Gíghæð. Stúlkan ók fólksbílnum og lést hún við áreksturinn. Ökumaður jeppans slasaðist talsvert, og var lagður inn á sjúkrahús Suðurnesja í Keflavík að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu var hálka á veginum þar sem slysið varð. Meira
27. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 202 orð

Styttu sér aldur á hótelherbergi

ÞRÍR yfirmenn lítilla, japanskra fyrirtækja, sem framleiða fyrir stóru bílaverksmiðjurnar, sviptu sig lífi í gær eða fyrradag á herbergjum sínum á sama hótelinu. Nefndu þeir erfiðleika í fjármálum sem ástæðuna. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð

Söluverð hækkað vegna viðbótarkvóta

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær félagið Ými, sem gerir út Hallgrím Ottósson BA 39, til að greiða Flóa ehf., sem gerði sama skip út undir nafninu Egill BA 468, 7,5 milljónir króna með vöxtum frá janúar 1997, auk 700 þús kr. í málskostnað. Í dóminum felst að kaupsamningi sem fyrirtækin gerðu um skipið, sem er 23 tonna eikarbátur, er vikið til hliðar. Í stað umsamins kaupverðs, sem var 13.000. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Tölvubúnaður skóla verði samræmdur

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að gera átak til að samræma tölvubúnað í framhaldsskólum landsins. Jafnramt skuli hann gera áætlun um samræmda endurnýjun á tölvubúnaði framhaldsskólanna í framtíðinni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Undirskriftasöfnun um mannréttindi

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International standa nú fyrir umfangsmikilli kynningarherferð á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og undirskriftasöfnun í tengslum við hana. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð fyrstur til að undirrita yfirlýsingu þeirra, á Bessastöðum í gær, Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ungir Íslendingar keppa við Karpov

TVEIR Íslendingar verða í hópi ungra skákmanna hvaðanæva úr heiminum sem etja munu kappi við heimsmeistarann í skák, Anatolij Karpopv, í fjöltefli á Netinu á laugardaginn kemur kl. 14­17. Skákáhugamönnum gefst kostur á að fylgjast með fjölteflinu og er vefslóðin http://www.europe- eches.com Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ungir leikstjórar og Umbi fá stærstu styrkina

TVEIR nýliðar á sviði kvikmyndagerðar, Baltasar Kormákur og Ragnar Bragason, hafa fengið vilyrði fyrir 20 milljóna króna styrk hvor úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 1999 vegna mynda sem þeir hyggjast gera, en niðurstöður úthlutunarnefndar voru gerðar opinberar í gær. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Úrslit í frjálsum dönsum

ÚRSLIT Íslandsmeistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum (Freestyle) 10­12 ára fer fram í Tónabæ laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 14. Keppendur á aldrinum 10­12 ára alls staðar að af landinu keppa þá um Íslandsmeistaratitilinn í frjálsum dönsum. Keppendur í hóp- og einstaklingsdansi verða 100. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Viðræður við Jarðefnaiðnað og Vikurvinnslu

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að ganga til samninga við tvö fyrirtæki, Jarðefnaiðnað og Vikurvinnslu, um áframhaldandi vinnslu þessara fyrirtækja á Hekluvikri á landsvæðinu ofan eignarlanda fyrir austan Búrfell og vestan Ytri-Rangár. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vill upplýsingar án milliliða

EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis hefur boðað forsvarsmenn Myllunnar-Brauðs hf., Mjólkursamsölunnar, samkeppnisráðs, stórmarkaða og neytenda til fundar í dag. Að sögn Ágústs Einarssonar, varaformanns nefndarinnar, vill hún fá milliliðalausar upplýsingar um stöðu mála, eftir að samkeppnisráð ógilti kaup Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi, en þeim úrskurði hyggst Myllan-Brauð hf. áfrýja. Meira
27. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þrennir tónleikar í Háskólabíói

KARLAKÓRINN Fóstbræður og Stuðmenn halda þrenna tónleika í Háskólabíói um helgina. Tvennir tónleikar verða laugardaginn 28. febrúar, kl. 14 og 17 og þeir þriðju kl. 14 sunnudaginn 1. mars. Meginuppistaða tónleikanna verður tónlistin úr kvikmyndunum Með allt á hreinu og Karlakórinn Hekla. Karlakórinn Fóstbræður sá um flutning á tónlistinni í þeirri síðarnefndu. Meira

Ritstjórnargreinar

27. febrúar 1998 | Staksteinar | 341 orð

»Atgervisflótti "ÞAÐ VORU gleðileg tíðindi sem bárust nýlega af undirritun sam

"ÞAÐ VORU gleðileg tíðindi sem bárust nýlega af undirritun samnings milli hins unga og framsækna fyrirtækis Íslensk erfðagreining (IE) og svissneska lyfjarisans Hoffman La Roche. Með samningnum hefur ÍE skapað spennandi og vel launuð störf fyrir ungt og vel menntað fólk. Meira
27. febrúar 1998 | Leiðarar | 682 orð

NÝ FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISLÁN ÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur boðað m

NÝ FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISLÁN ÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur boðað miklar breytingar á félagslega íbúðarlánakerfinu jafnframt því, sem Húsnæðisstofnun verði lögð niður og Íbúðalánasjóður settur á stofn. Meira

Menning

27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 649 orð

Brúðkaup

MYNDLISTARKONAN Anna Líndal hefur jafnan beint sjónum að hinum fjölmörgu viðteknu siðum og venjum samfélagsins. Hefur hún sagt að hún beiti myndlistinni fyrir sig eins og stækkunargleri á samfélagsmynstur. Á sýningunni Brúðkaup sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu veltir hún fyrir sér giftingunni, athöfn sem Anna segir endurspegla tilveru okkar á ýmsan hátt. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 471 orð

Dagur tónlistarskólanna

DAGUR tónlistaskólanna verður haldinn hátíðlegur um land allt laugardaginn 28. febrúar og verða margir tónlistarskólar með dagskrá af því tilefni. Skólahljómsveit Kópavogs Hljómsveitin heldur tónleika í Vík í Mýrdal kl. 15 í félagsheimilinu Leikskálum. Á efnisskrá verður kvikmyndatónlist, dægurlög og klassísk verk. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Dans stiginn í óperuhúsinu

ÁRLEGI óperudansleikurinn í Vín var haldinn með tilheyrandi viðhöfn en uppákoman þykir ein af þeim fínni í Evrópu. Kjólföt og síðkjólar voru skilyrði og hver miði á dansleikinn kostaði tæpar 17 þúsund krónur auk þess sem stúkurnar voru leigðar á um eina milljóna króna fyrir kvöldið. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 341 orð

Dylan kóngur kvöldsins

BOB Dylan stóð uppi sem sigurvegari Grammy-verðlaunahátíðarinnar sem var haldin í fertugasta sinn í New York á miðvikudag. Dylan fékk alls þrenn verðlaun eða í öllum þeim flokkum sem hann var tilnefndur þar á meðal fyrir bestu breiðskífu ársins. Hann var einnig valinn besti rokksöngvarinn og plata hans fékk verðlaun sem besta þjóðlagabreiðskífan. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 868 orð

Einfaldur snillingur

ÞEGAR Matt Damon var að skrifa smásögu á háskólaárum sínum hefur hann væntanlega aldrei látið sig dreyma um að úr henni yrði gert kvikmyndahandrit. Hvað þá að Gus Van Sant myndi leikstýra mynd eftir handritinu og Robin Williams leika í henni, en sú varð þó raunin. Myndin heitir Good Will Hunting og fer Matt Damon með aðalhlutverkið. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Erla Þórarinsdóttir sýnir á 22

ERLA Þórarinsdóttir opnar myndlistarsýningu á veitingastaðnum 22 við Laugaveg 22 á morgun. Erla sýnir verk sérstaklega með sýningarrýmið í huga (krá). Erla hefur verið starfandi myndlistarmaður frá því hún útskrifaðist frá Konstfachskólanum í Stokkhólmi 1981. Erla hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Fyrirlestur um myndlist

ÓLAFUR Elíasson myndlistarmaður talar um eigin myndlist í Málstofu Laugarnesi mánudaginn 2. mars kl. 12.30. Serge Comte franskur myndbands- og hljóðmaður talar um eigin myndlist og sýnir myndband í Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 4. mars kl. 12.30. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 540 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð220.55 Fæddur frjáls (Born To Be Wild,'95), nefnist fjölskyldumynd um strák sem er að fara í hundana er hann kynnist górilluapa. Washington Post gefur þessu sjónvarpsfóðri Sýn21. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 386 orð

Hildarleikur í Sarajevo

ÁRIÐ 1992 var Sarajevo aðeins talin 14. hættulegasta átakasvæðið í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna en á góðri leið með að verða það hættulegasta. Bosníuserbar hafa lagt borgina undir sig og almennir borgarar verða miskunnarlaust fyrir stórskotaliðsárás og sprengingum. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Hlynur íþróttamaður Vestmannaeyja 1997

EYJAMENN útnefndu fyrir skömmu íþróttamann Vestmannaeyja fyrir árið 1997. Fyrir valinu varð Hlynur Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistaraliðs ÍBV í knattspyrnu. Þetta var í 20. sinn í röð sem útnefndur er íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum, en 10 ár eru liðin síðan sá heiður féll í skaut knattspyrnumanni. Árið 1988 var það Nökkvi Sveinsson sem varð fyrir valinu. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Holm og Wanamaker verðlaunuð

IAN Holm, breski leikarinn sem steig ekki á leiksvið vegna sviðsskrekks í 15 ár, fékk bresku Olivier-leikhúsverðlaunin fyrir stórbrotna túlkun sína á Lé konungi Shakespeares. Olivier-verðlaunin eru eftirsóttustu heiðursverðlaun í leikhúslífi Lundúnaborgar og var þetta kærkomin viðurkenning fyrir leikara sem sneri aftur á svið fyrir aðeins fimm árum, 62 ára að aldri. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 180 orð

Húgó forðast frægðina

HÁSKÓLABÍÓ MILLJÓNAMÆRINGURINN Conrad hefur í hyggju að maka krókinn enn frekar með því að gera kvikmynd og vill hann að Húgó fari með annað aðalhlutverkið. Hann beitir ýmsum brögðum til að ná Húgó á sitt vald og brennir hann meðal annars frumskóginn þar sem Húgó býr til að veiða væntanlega stjörnu sína í gildru. Meira
27. febrúar 1998 | Myndlist | 439 orð

Í undarheimi

Opið 14­18. Sýningin stendur til 1. mars. ÞAÐ er óhætt að segja að sýning Guðbjarts Gunnarssonar í Stöðlakoti sé ólík flestu öðru sem í boði er á myndlistarsýningum um þessar mundir. Hann sýnir sextíu og fimm myndir unnar með akrýllitum og eru þær flestar litlar. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Jónas Ingimundarson í Skálholti og Digraneskirkju

JÓNAS Ingimundarson heldur píanótónleika í Oddsstofu í Skálholti föstudaginn 27. febrúar kl. 21 og í Digraneskirkju sunnudaginn 1. mars kl. 17. Jónas leikur verk eftir B. Galuppi, W.A. Mozart, L. van Beethoven og F. Schubert. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þeirra viðurkenninga sem Jónasi hafa hlotnast undanfarið, m.a. verðlauna DV og VÍS. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
27. febrúar 1998 | Myndlist | 393 orð

Landslag heimilisins

Sýning Margrétar H. Blöndal. Til 4. mars. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR puntið er að gera út af við listina svo að fröken litla Manikjur & Pedikjur er farin að segja að þetta og hitt sé nú bara ansi laglegt, eða að minnsta kosti ekki sem verst þá mega listamenn fara að vara sig. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Lebowski frumsýnd í New York

KVIKMYND Coen-bræðranna "The Big Lebowski" var frumsýnd í New York á dögunum en með aðalhlutverkin fara þau Jeff Bridges, John Goodman og Julianne Moore. Myndin fjallar um auðnuleysingjann Jeff Lebowski, sem Bridges leikur, sem er tekinn í misgripum fyrir milljónamæring sem heitir sama nafni. Mannrán og ævintýri fylgja svo í kjölfarið. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 177 orð

Ljóðið í laginu

Í BREKKUBÆJARSKÓLA á Akranesi hófst fimmtudaginn 26. febrúar tónleikaröð með vísnatónlist sem flutt verður 2.500 grunnskólanemum í 16 skólum á Vesturlandi næstu daga. Þetta er liður í verkefninu Tónlist fyrir alla. Flytjendur eru Anna Pálína Árnadóttir, söngur, Gunnar Gunnarsson, píanó, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi og Pétur Grétarsson, slagverk. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 407 orð

Ljóð í London

Á BRETLANDSEYJUM er komin út ljóðabókin Raddirnar handan hafsins eða "Voices across the water" í útgáfu Festival Books, sem er útgáfa sem sérhæfir sig í ljóðaútgáfu. Bókin inniheldur ljóð eftir Matthías Johannessen og Kristján Karlsson, ritstjóri var Joe Allard. Bernard Scudder þýddi ljóð Matthíasar yfir á ensku en ljóð Kristjáns voru flestöll samin á ensku. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Neyðarsendingar Titanic á 8 milljónir

BÓK með neyðarsendingum skemmtiferðaskipsins Titanic seldist á rúma 110 þúsund dali eða um 8 milljónir króna á uppboði í New York. Þar á meðal voru skilaboðin "Við höfum rekist á ísjaka". Það var rafmögnuð stemmning á uppboðinu, sem var á vegum Christies, og söluverðið fór hátt yfir áætlað verð. Velgengni myndarinnar Titanic átti án vafa mikinn þátt í því. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 72 orð

Steingrímur sýnir á Vestfjörðum

STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson rithöfundur og listmálari opnar sýningu á Bíldudal á morgun, laugardag. Alls sýnir hann 40 nýjar myndir en Steingrímur mun einnig sýna á Patreksfirði á næstunni. Steingrímur er nú sestur að á Vestfjörðum og "fer aldrei þaðan aftur, nema tilneyddur," eins og hann kemst að orði. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 117 orð

Styrktartónleikar í Langholtskirkju

TÓNLEIKAR Gradualekórs Langholtskirkju verða sunnudaginn 28. febrúar í kirkjunni kl. 17. Á efnisskrá eru íslensk og erlend verk, kirkjuleg og veraldleg, m.a. Býflugan eftir Rimsky Kosakof í útsetningu Jóns Stefánssonar, Salutatio Marie, eftir Jón Nordal og Hosianna eftir Knut Nystedt. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI Nýjum aðföngum lýkur sunnudaginn 1. mars. Þar má sjá verk Finnboga Péturssonar, Ívars Valgarðssonar, Níelsar Hafstein og Ólafs Gíslasonar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11­17. Gerðarsafn Listasafn Kópavogs Sýningu Baltasar á málverkum og teikningum, af kvenímyndum úr Eddukvæðum og fornsögum, lýkur sunnudaginn 1. mars. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar á Hvammstanga

MARSTÓNLEIKAR Tónlistarfélag V-Húnvetninga verða kl. 16 í Hvammstangakirkju á æskulýðsdaginn, þ.e. sunnudaginn 1. mars. Þar leika Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari og flytja þau verk eftir Corelli, Lalo, Paganini og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga heldur níu reglulega tónleika á ári, þ.e. frá september til maí. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Tónleikar í Reykholtskirkju

SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. mars og hefjast þeir kl. 16. Á efnisskrá eru kirkjuleg og veraldleg verk bæði íslensk og erlend, frá ýmsum tímum. Í Söngsveitinni eru um 70 félagar. Stjórnandi er Bernharður S. Wilkinson, undirleikari Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjálfari Hulda Guðrún Geirsdóttir. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 839 orð

Tveir nýir kvikmyndagerðarmenn fá helming fjárins

KVIKMYNDASJÓÐUR Íslands hefur gefið þremur framleiðendum vilyrði til framleiðslu kvikmynda árið 1999, samtals að upphæð 70 milljónir króna, en niðurstaða úthlutunarnefndar var gerð heyrinkunnug í gær. Kvikmyndafélagið Umbi fékk vilyrði fyrir 30 milljóna króna styrk til að framleiða myndina Ungfrúin góða og húsið sem Guðný Halldórsdóttir mun leikstýra. 101 ehf. Meira
27. febrúar 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Útgáfutónleikar í Landakirkju

LITLU lærisveinarnir, kór barnakórs Landakirkju, halda tónleika í Landakirkju sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í tilefni útkomu nýrrar geislaplötu kórsins. Öll lögin og textarnir eru eftir Helgu Jónsdóttur, sem jafnframt er stjórnandi kórsins. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 101 orð

Ættingjarnir fylgdust með

JENNIFER Boucek, bandaríska körfuknattleikskonan sem leikur með Keflavík, lék vel þegar Keflavík vann ÍS í úrslitum bikarkeppninnar fyrir skömmu. Jenny, eins og hún er kölluð, fagnaði sigri ásamt ættingjum sínum, á laugardaginn. Meira
27. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 104 orð

Öðruvísi hönnun í London

TÍSKUVIKAN í London stendur yfir um þessar mundir og keppast hönnuðir um að vekja athygli á afurðum sínum og einkennum. Sumir þykja frumlegri en aðrir og álitamál hversu mikið notagildi fatnaðrins er. Á myndunum má sjá dæmi um óhefðbundna og öðruvísi hönnun eins og hún gerist best. ÞESSI djarfi kjóll er hönnun Michiko Koshino. Meira

Umræðan

27. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 416 orð

Að hrópa í eyðimörk íslenskra stjórnmála Frá Lofti Ólafssyni: Í

Í MORGUNBLAÐINU hinn 18. janúar síðastliðinn birtist grein eftir Þorvald Gylfason prófessor sem bar nafnið "Upplýsing og lífskjör" þar sem fjallað er um ýmis mál er varða almannahagsmuni m.a. ástandið í menntamálum þjóðarinnar. Þorvaldur hefur áður skrifað um mál er varða almannahagsmuni og meira að segja fyrir mjög mörgum árum. Tökum dæmi. Meira
27. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 686 orð

Af fjölmiðlum og öðrum miðlum Haraldi Guðnasyni: ÞÁ ER síðasta

ÞÁ ER síðasta RÚV-farsanum lukkulega lokið. Helgi Jónsson fréttastjóri í eitt ár en Elín Hirst úti í kuldanum ­ í bili. Eftir allt leynimakkið reyndist Helgi ekki vera í Flokknum. Við sem vildum Elínu ráðum öngvu ­ við bara borgum. Þótt ég bjóði Markús Örn velkominn í gamla stólinn sinn hefði ég kosið þann umsækjanda sem vildi stórfækka íþróttafréttum og selja Rás 2. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 691 orð

Allt í lagi í þetta sinn

"ÁVERKAR sjást ekki á dýrinu aðrir en smásár á augabrún yfir vinstra auga, þar sem húðin hefir sprungið. Úr því hefir blætt talsvert yfir allt trýni neðan augna og milli þeirra. Miklar blæðingar eru undir skinni á enni. Blæðingar eru í vöðvum, yfir auga og á kinn. Blætt hefir undir vinstra augað og það þrýst nokkuð út. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 341 orð

Auðlindagjald í nefnd

UM SÍÐUSTU helgi var fjallað um tillögu Alþýðubandalagsins í auðlindamálum í tveimur dagblöðum. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sagði m.a.: "Frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks getur varla verið æskilegt að kosningabaráttan eftir rúmt ár snúist um þetta mál." Þetta er laukrétt. Stjórnarflokkarnir vilja alls ekki að kosið verði um þetta mál. Meira
27. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 158 orð

Áhafnar Gulltopps leitað Frá Kristínu A. Árnadóttur: TIL

TIL borgarstjóra hefur leitað aldraður Skoti að nafni Douglas Henderson og óskað eftir aðstoð við að finna björgunarmenn sína, en Douglas Henderson var í áhöfn enska gufuskipsins Beaverdale sem sökkt var af þýskum kafbáti suður af Íslandi 1. apríl 1941. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 818 orð

Mátturinn og stærðin

VINSTRIMENN svonefndir halda því stundum fram að Sjálfstæðisflokkurinn íslenski hafi nærst á sundrungunni í röðum þeirra. Þetta sjónarmið mun hafa komið fram í umræðum um það sem margir nefna í daglegu tali "sameiningu á vinstri vængnum." Hugsunin virðist vera sú að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki svona stór og sterkur hefðu vinstriflokkarnir mætt sameinaðir til leiks. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 507 orð

Merkur dómur

FIMMTUDAGINN 19. febrúar s.l. var kveðinn upp í Hæstarétti merkur dómur, sem ég hef lítið séð fjallað um í fjölmiðlum. Þar var félagsmaður í Lögmannafélagi Íslands sýknaður af kröfu félagsins um greiðslu félagsgjalds, sem hann átti ógreitt. Svo sem kunnugt er kveða lög um málflytjendur á um skyldu starfandi lögmanna til að vera félagar í Lögmannafélagi Íslands. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 557 orð

R-listatollur á Grafarvogsbúa Mesti tollurinn á Gr

HRANNAR Arnarsson, frambjóðandi R-listans og einn helsti forystumaður hans, skrifaði grein í Morgunblaðið sl. miðvikudag, þar sem hann reynir að gera tortryggilegar hugmyndir okkar í D-lista sjálfstæðismanna um leiðir til að flýta lagningu Sundabrautar. Við viljum flýta Sundabraut vegna þess að hennar verður þörf von bráðar, en hún er ekki á vegaáætlun fyrr en eftir 12 ár. Meira
27. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 314 orð

Um samgöngumál í Árneshreppi Frá Jóni G. Guðjónssyni:

NÚ STENDUR til að bjóða út flug hingað þar sem ákveðið hefur verið að hið opinbera veiti styrk til þess. Á meðan Ríkisskip voru og hétu þjónuðu þau þessum stað allt til ársins 1991, með viðkomu á Norðurfirði hálfsmánaðarlega og var allt flutt sjóleiðina, einnig póstur. Í október 1973 hófst fast áætlunarflug til Gjögurs og kom þá póstur einnig þá leiðina. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 643 orð

Úr viðjum vanans

Í ÞREMUR greinum hér á síðum Morgunblaðsins hef ég bent á fjárhagslegan og stjórnunarlegan ávinning sem fælist í því að sameina frekar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var minnst á að höfuðókostur þess að stækka sveitarfélög væri ópersónulegri stjórn og aukin fjarlægð stjórnkerfisins við íbúana. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 419 orð

Vaka á uppleið

NÚ ERU kosningar til Háskóla- og Stúdentaráðs í Háskóla Íslands afstaðnar. Forsvarsmenn fylkinganna hugsa til baka og velta því fyrir sér hversu stórt einstakir þættir kosningabaráttunnar vógu og hvort þeir skiluðu tilætluðum árangri. Vaka leiddi umræðuna Vökumenn geta verið ánægðir með þessa kosningabaráttu. Vaka var allan tímann leiðandi í allri málefnalegri umræðu. Meira
27. febrúar 1998 | Aðsent efni | 646 orð

Viðhorf til brjóstagjafar

SAGA brjóstagjafar á Íslandi er ekki eins löng og ætla mætti. Í heimildum frá 17. öld og fram á þá 20. lítur út fyrir að brjóstagjöf hafi ekki verið almenn hér á landi. Þá var brjóstagjöfin talin sársaukafull og að hún myndi spilla útliti kvenna. Einnig var talið að önnur næring væri betri fyrir börnin, svo sem kúamjólk. Það höfðu þó ekki allir aðgang að kúamjólk. Meira

Minningargreinar

27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Baldvin Pálmason

Í dag er kvaddur hinstu kveðju elskulegur afi okkar, Baldvin Pálmason. Afi á Akureyri eins og við systkinin kölluðum hann alltaf varð 97 ára gamall. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi var lærður húsasmiður og vann við það meðan þrek og heilsa leyfði. Hann var einstaklega vinnusamur og vandvirkur. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Baldvin Pálmason

Baldvin afi minn er látinn. Strax um morguninn er hann lést barst mér fréttin suður yfir heiðar. Tilfinningar brutust fram, tilfinningar, sem ég hefi ekki upplifað áður eins sterkt. Ég grét. Minningar um liðnar stundir streymdu um huga minn, minningar, sem mjög gott er að eiga um "nafna" sinn. Afi kallaði mig alltaf "nafna". Það er svo vinalegt að eiga "nafna". Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 530 orð

Baldvin Pálmason

Elsku afi er dáinn. Langri ævi á meðal okkar er lokið og langþráð hvíld er nú fengin. Minningar um einstaklega góðan afa streyma fram og ylja mér um hjartarætur. Afi var rólegur og hljóður maður, sem bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var nægjusamur, iðinn og vandvirkur og einstaklega hjálpsamur. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 309 orð

BALDVIN PÁLMASON

BALDVIN PÁLMASON Baldvin Pálmason fæddist í Samkomugerði í Eyjafirði 19. júlí 1900. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfaranótt 18. febrúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1860, d. 30. júlí 1934, og Pálmi Jósefsson smiður og bóndi í Samkomugerði, f. 30. des. 1868, d. 1. apríl 1930. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Í blóma lífs ert horfin úr heimi, dóttir kæra, hugljúf er minning, sem lifir okkur hjá. Frá fyrsta brosi áttir þú yl og birtu að færa, og ætíð vildir gefa það besta, er lífið á. Elskulega systir við áttum saman heima, ótal gleðistundir um fagurt lífsins vor, ástúð þína og hlýju við ávallt munum geyma. Með aðalsmerki hetjunnar gekkst þín þrautarspor. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Tárin falla, titrar brá, týnast fagrir draumar. Minningin er heit og há og hennar ljúfu straumar, elsku bjarta og yndi vekur, ekkert hana frá mér tekur. (Emma Hansen.) Nú þegar sál mín er í sorg og hugurinn er hjá Björk, ætla ég að losa um spennuna og láta örlítið á blað um okkar samskipti. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 851 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Vinkona mín Björk Birkisdóttir er dáin, hún verður jarðsett í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Við Björk erum aldar upp í Ytri- Njarðvík sem áður var lítið sjávarþorp sem nú tilheyrir Reykjanesbæ, þar var gott að alast upp. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 532 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Hvers vegna? Þessi spurning flaug í gegnum hugann þegar Erla systir tilkynnti okkur lát dóttur sinnar og oft á síðasta ári hafa þessi tvö orð, hvers vegna, verið sögð eftir að í ljós kom að Björk hafði greinst með þann sjúkdóm sem hefur lagt hana að velli, langt um aldur fram. Hvers vegna þarf nokkur manneskja að líða þær þjáningar sem Björk hefur þurft að líða sl. ár. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 118 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Elsku mamma. Árla morguns, með brosið þitt. Færðir þú mér hlýju, hláturinn og blíðu. Í miðdaginn þú hlúðir að mér, og söngst fyrir mig vísu. Aldrei áður átti ég svo undursamlega minningu. Með sólinni og sumrinu, við áttum þig að nýju. Og hjörtun okkar slógu þá í sama takt að nýju. Móðurástin sýndi sig í blíðu og stríðu. Við sorgar- sem gleðistund studdir þú við okkur. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 142 orð

BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR

BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR Björk Aðalheiður Birkisdóttir fæddist í Austurkoti á Vatnsleysuströnd 8. október 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. febrúar síðastliðinn. Hún er dóttir hjónanna Sigrúnar Erlu Helgadóttur, f. 4.6. 1937, og Ragnars Birkis Jónssonar, f. 21.1. 1934, en þau búa í Keflavík. Systkini eru Bjarkar: Guðmundur Konráð, f. 17. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 480 orð

Guðmundur Guðjónsson

Fallinn er frá góður vinur og frændi. Hann kvaddi þetta jarðneska líf 19. febr. eftir löng og ströng veikindi, með þeirri hógværð og ró sem var svo ríkur þáttur í eðli þessa mæta manns. Alltaf er það svo að við sem eftir lifum erum einhvern veginn aldrei viðbúin hinstu kveðjunni, þó við vitum, jafnvel í langan tíma, að engin von er um bætta heilsu og leiðarlokin á næsta leiti. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 648 orð

Guðmundur Guðjónsson

Þegar ég kveð vin minn Guðmund Guðjónsson eftir meira en 60 ára vináttu, þá er mér efst í huga hvílíkur lánsmaður ég hef verið, að eiga slíkan vin í öll þessi ár. Það var á stríðsárunum sem ég kynntist Guðmundi. Ég var þá nýlega orðinn starfsmaður í Landsbanka Íslands. Hann var verkfæravörður í Stálsmiðjunni. En þessi verkfæravörður átti bíl og þessi bíll var var engin drusla. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 252 orð

GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON

GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Guðmundur Guðjónsson fyrrum bankastarfsmaður fæddist í Sölvholti í Flóa 19. september 1912. Hann lést á Landakoti í Reykjavík 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guðnason bóndi í Sölvholti og Bitru í Flóa og seinni kona hans Bryngerður Eiríksdóttir. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 541 orð

Ingólfur Jónsson

Í dag er til grafar borinn afi minn og nafni Ingólfur Jónsson. Mig langar að minnast hans hér með nokkrum fátæklegum orðum. Mér er það minnisstætt þegar ég sá hann í fyrsta sinn, þá aðeins fimm ára að aldri. Það var vorið 1958 þegar hann flutti til okkar í Ásbyrgi, húsið sem faðir minn og móðir höfðu nýlega byggt á Stöðvarfirði. Ingólfur afi settist að í litla herberginu sem snýr í norður. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 538 orð

Ingólfur Jónsson

Mig langar að kveðja vin minn, Ingólf Jónsson, nokkrum orðum. Ingólfi kynntist ég fyrst að nokkru ráði þegar hann bjó hjá Nönnu, dóttur sinni, og Víði, eiginmanni hennar, á Stöðvarfirði. Á þeim tíma kom ég þangað af og til á sumrum, en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að ég varð þar fastagestur eins og farfuglarnir. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 154 orð

INGÓLFUR JÓNSSON

INGÓLFUR JÓNSSON Ingólfur Jónsson fæddist á Bæjarstöðum við Stöðvarfjörð 5. júní 1908. Hann lést 19. febrúar síðastliðinn á Hlévangi í Keflavík. Foreldrar hans voru Jóhanna Bjarnadóttir og Jón Jónsson. Ingólfur kvæntist árið 1931 Elsu Kristínu Einarsdóttur frá Ekru, Stöðvarfirði. Hún lést 1937. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Leifur Gíslason

Sumir hlutir og sumar manneskjur eru fastur punktur í lífi manns. Þannig var Leifur í lífi okkar. Þegar við systur settumst niður til þess að skrifa þetta byrjuðum við að rifja upp. Við sáum Leif strax fyrir okkur með bók í hendi í stofunni á Kópavogsbrautinni eða labbandi rólega um mölina í Ásbúðum á leiðinni í æðarvarpið. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 571 orð

Leifur Gíslason

Það var gott að vera stelpukrakki í Ásbúðum í skjóli ömmu og afa og Pálu og Leifs og fá að kynnast gömlum búskaparháttum, leiða hesta með kerru eða undir böggum og sinna öðru sem til féll á venjulegu sveitaheimili með blönduðum búskap. Síðar var gaman að rifja þetta upp, láta Leif segja sér hvernig þetta hefði nú verið, hvort maður hefði gert eitthvert gagn, verið óþægur o.s.frv. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 147 orð

LEIFUR GÍSLASON

LEIFUR GÍSLASON Leifur Gíslason fæddist í Neðra- Nesi í Skefilsstaðahreppi 22. október 1919. Hann lést 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jóhannesson og Jónína Árnadóttir. Bróðir Leifs var Jóhannes Gíslason (f. 2.1. 1925). Hinn 22.11. 1940 kvæntist Leifur Pálínu Höllu Ásmundsdóttur (f. 30.5. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Magnús Magnússon

Enginn staður er fegurri en Landsveitin að kvöldi eftir sólardag að sumri. Andstæður í hrjóstrugu landslagi og grænum túnum eru skarpar en dalalæðan sem gjarnan slæðist yfir er kvölda fer gæðir þau dulúð og Heklu ber við ljósfjólubláan endalausan himininn. Í fjarska heyrist spói vella og lóan kvakar. Á svona kvöldi verða dagur og nótt eitt og mann langar ekki til að sofa. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 968 orð

Magnús Magnússon

Þeim fækkar óðum gömlum heimilisvinum foreldra okkar sem við tengdumst í æsku sterkum böndum. Þeir voru órjúfanlegur hluti hennar og með þeim hverfur menning og lífsviðhorf sem mótuðu okkur í æsku og um leið hluti af okkur sjálfum. Magnús Magnússon, sem hér er kvaddur, var einn af þessum góðu heimilisvinum. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 340 orð

Magnús Magnússon

Fallinn er í valinn aldurhniginn sómamaður, sem við viljum minnast í dag, þegar hann verður til moldar borinn í sveitinni sinni, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Galtalæk í Landsveit, æskuheimili sitt, talaði hann ávallt um sem heim og heima. Magnús flytur nú aftur alkominn í sveitina sína. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 759 orð

Magnús Magnússon

Ég horfi til baka hljóður og rifja upp minningar liðinna ára og orna mér við glæður frá þeirri tíð. Atburðarás ævi minnar verður ekki sett hér á blað, aðeins einn þáttur sem er tengdur minningu Magnúsar Magnússonar. Fyrir hálfri öld gerðist ég atvinnubílstjóri á BSR og stundaði það starf í 43 ár samfleytt og alltaf á sömu stöð. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 189 orð

MAGNÚS MAGNÚSSON

MAGNÚS MAGNÚSSON Magnús Magnússon fæddist í Látalæti í Landsveit 14. ágúst 1909. Hann lést á Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Skarfanesi, f. 5. nóvember 1853, d. 30. júní 1942, og Steinunn Bjarnadóttir úr Reykjavík, f. 9. nóvember 1867, d. 21. mars 1952. Magnús var eina barn foreldra sinna. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 301 orð

Rolv Ryssdal

Þegar Rolv Ryssdal varð sjötugur lét hann af embætti í Noregi svo sem lög mæla, en settist í staðinn í forsæti Mannréttindadómstóls Evrópu að ósk samstarfsmanna sinna þar. Til þess vandaverks var hann síðan endurkosinn á þriggja ára fresti, síðast eftir fortölur, er hann ætlaði að hætta störfum áttræður. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 56 orð

ROLV RYSSDAL

ROLV RYSSDAL Rolv Ryssdal, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, sem lést 18. febrúar, var fæddur 1914. Hann lauk lagaprófi 1939 og gegndi á langri ævi mörgum trúnaðarstörfum. Hann var lögmaður, saksóknari og ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu 1956-1964. Það ár varð hann hæstaréttardómari. Forseti hæstaréttar var hann 1969-1984. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Sigríður Ketilsdóttir

Söknuður fyllir huga okkar er við kveðjum ömmu Siggu. Hún og afi Þórður voru kjölfesta bernsku okkar systkinanna og með fráfalli ömmu er keðjan slitin. Amma var guðhrædd kona mjög. Fyrsta minning okkar um ömmu er morgunbænin, sem hún kenndi okkur sem ungum börnum og lagði áherslu á að við færum með á hverjum morgni. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 897 orð

Sigríður Ketilsdóttir

Einhvern veginn finnst mér að hjón séu ekki lengur eins sýnileg eining í samfélaginu og þau voru þegar ég var krakki. þá fór ekki á milli mála að fólk sem "leiddist undir hend" úti á götu var svo sannarlega hjón. Og hjón þekktu önnur hjón og varla var annað nefnt án þess að hins væri getið. Nokkur svona hjón voru vinir foreldra minna og gagnkvæmar heimsóknir voru tíðar milli heimilanna. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Sigríður Ketilsdóttir

Elsku amma mín, ég sit hér með mynd af þér í höndunum og minningarnar streyma um hugann. Hugsunin um það að ég sjái þig aldrei aftur og að þú eigir aldrei eftir að koma í Fögrukinnina og að ég eigi aldrei eftir að heimsækja þig aftur eru þungbærar og mikill tómleiki fyllir hugann. En ég má ekki vera svona eigingjörn. Þú ert búin að lifa þínu lífi og nú tekur annað við. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 618 orð

Sigríður Ketilsdóttir

Árið 1911 í aprílmánuði fæddist amma í þennan heim. Fyrstu árin bjó fjölskylda hennar í Haukadal í Biskupstungum, en árið 1917 tók fjölskylda hennar á sig örlagaríka ferð til Hafnarfjarðar. Þar í bæ skyldi framtíð fjölskyldunnar verða, fjölskyldufaðirinn stór og sterkur var búinn að fá starf sem lögregluþjónn í Hafnarfirði. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 176 orð

SIGRÍÐUR KETILSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KETILSDÓTTIR Sigríður Ketilsdóttir fæddist 20. apríl 1911. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Jónsdóttir, fædd í Haukadal í Biskupstungum, og Ketill Greipsson frá Bryggju í sömu sveit. Sigríður var þriðja yngst af sex börnum þeirra hjóna. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1114 orð

Sigurður Brynjólfsson

Það ríkti mikil kyrrð og friður þá nótt er þú kvaddir þetta jarðneska líf, pabbi minn. Dagurinn áður og dánardagurinn þinn voru fegurstu dagar þessa nýbyrjaða árs. Allan daginn áður og þar til hjarta þitt hætti að slá snjóaði mikið í stafalogni. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Sigurður Brynjólfsson

Elsku afi okkar er látinn. Hann kvaddi þennan heim aðfaranótt föstudags, 20. febrúar síðastliðinn, heima í Skipasundi hjá ömmu og börnum sínum. Amma vék ekki frá þér síðustu vikurnar og hjúkraði þér af alúð þar til yfir lauk. Eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm fékkst þú loks hvíldina en við kveðjum þig með trega, því söknuðurinn er sár. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 282 orð

SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON

SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON Sigurður Brynjólfsson fæddist í Skammadal í Mýrdal 27. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson frá Reyni í Mýrdal, f. 2.8. 1890, d. 23.3. 1984, og Áslaug Vigfúsdóttir frá Heiðarseli, f. 1.4. 1893, d. 16.11. 1972. Systkini Sigurðar eru: Þóranna, f. 11.8. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1026 orð

Stefán Pétursson

Að heilsast og kveðjast, það er lífsins gangur. Þessi setning leitar á hugann er kveðjustund rennur upp, en þó með öðrum hætti en áður var. Barnið nemur þessi orð með öðrum hætti en sá sem kominn er á miðjan aldur. Sá sér líkingar Hávamála verða að ísköldum veruleika, því deyr fé og deyja frændur og kveðjustundirnar aðrar en áður var. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 625 orð

Stefán Pétursson

Genginn er drengur góður og kær vinur. Stefán var sonur þeirra hjóna Þórunnar Ingibjargar Guðmundsdóttur og Péturs Magnússonar, ráðherra og bankastjóra, og ólst upp á menningarheimili í stórum hópi samheldinna systkina á Hólavöllum, sem taldist nr. 20 við Suðurgötu. Æskuheimilið var ætíð ofarlega í huga Stefáns og það mótaði mjög lífsviðhorf hans og viðmót allt. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 717 orð

Stefán Pétursson

Það mun hafa verið veturinn 1939-40 að fundum okkar Stefáns bar fyrst saman í undirbúningsdeild Einars Magnússonar menntaskólakennara og síðan rektors MR. Kennslan fór að mestu fram í gamla Stýrimannaskólanum. Einar kallaði Stefán alltaf frænda og var stóryrtari um frammistöðu hans en okkar hinna, sem vorum honum óvandabundnir. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Stefán Pétursson

Afi minn Stefán Pétursson hefur nú sagt skilið við þennan heim eftir langa og harða baráttu við illkynja sjúkdóm. Öll vissum við hvert stefndi en samt fyllir nú tómleikinn hjörtu okkar allra. Að fylgjast með afa þessa síðustu mánuði og raunar árin hefur kennt mér mikið. Hann var maður sem gafst aldrei upp og tókst ávallt að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1535 orð

Stefán Pétursson

Eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm er Stefán bróðir minn látinn, tæplega 72 ára að aldri. Hann er hið fjórða af okkur systkinum á Hólavöllum, sem fellur frá. Hin voru Magnús, Andrés og Sigríður. Hann fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi á heimili foreldra okkar að Suðurgötu 20, sem þá nefndist Hólavellir, en húsið stendur á hæð sunnan Landakots, Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 327 orð

STEFÁN PÉTURSSON

STEFÁN PÉTURSSON Stefán Pétursson fæddist í Reykjavík 9. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Péturs Magnússonar, bankastjóra og ráðherra, og k.h. Þórunnar Ingibjargar Guðmundsdóttur. Systkini Stefáns: Magnús, f. 4.8. 1914, lögreglumaður, látinn. Guðmundur, f. 25.7. 1917, hæstaréttarlögmaður. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Elsku Unnur systir okkar. Nú hefurðu fengið friðinn og hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Við sem eftir sitjum eigum eflaust aldrei eftir að skilja hversu illa þér leið en nú ertu áreiðanlega komin á betri stað þar sem þér líður vel og ert ekki lengur veik. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Elsku Unnur, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Þegar okkur var tilkynnt um andlát þitt þá var sem hjartað hætti að slá en minningarnar streymdu fram í hugann. Síðasta ár var búið að vera erfitt fyrir þig og þína nánustu en núna ertu búin að finna þann frið sem þú fannst ekki í þessu lífi. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Elsku vinkona. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért dáin. Það er svo stutt síðan við hittumst og töluðum um daginn og veginn. Við áttum margar góðar stundir saman bæði hér heima og einnig á spænskri grund, það var gaman þegar þú og Sigrún komuð til mín á Spáni sumarið 1996. Þið stoppuðuð bara viku en við höfðum nóg að gera. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran. Meira
27. febrúar 1998 | Minningargreinar | 160 orð

UNNUR HILMARSDÓTTIR

UNNUR HILMARSDÓTTIR Unnur Hilmarsdóttir var fædd í Neskaupstað 14. október 1971. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hilmar Guðbjörnsson, f. 15.11. 1950, og Sveinbjörg Einarsdóttir, f. 14.10. 1949. Foreldrar Hilmars eru Guðbjörn E. Guðjónsson, f. 1.12. 1921, og Elín Davíðsdóttir, f. 16.11. 1922. Meira

Viðskipti

27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

ÐEggert Kristjánsson kaupir Fæði fyrir alla hf.

EGGERT Kristjánsson hf. hefur keypt framleiðslu og vörumerki fyrirtækisins Fæði fyrir alla hf. og mun frá og með næstu mánaðamótum selja og framleiða allar þær vörur er Fæði fyrir alla framleiddi áður, að því er segir í frétt. Þá segir að með þessum kaupum sé ætlunin að styrkja enn frekar framleiðsludeild Eggerts Kristjánssonar hf. en fyrir á fyrirtækið Íslenskt meðlæti hf. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 127 orð

EasyJet vill lögbann á BA

ÓDÝRA brezka flugfélagið EasyJet hefur krafizt lögbanns á British Airways vegna fyrirætlana BA um að koma á fót flugfélagi sem býður lág fargjöld, Go. Með lögbanninu vill EasyJet að BA verði neytt til að heita því að styrkja ekki nýtt dótturfélag sitt í trássi við samkeppnislög Efnahagssambandsins. EasyJet segir að BA hafi neitað að veita slíkt loforð skriflega. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Fiat semur við GAZ í Rússlandi

NÆSTSTÆRSTI bílaframleiðandi Rússlands, GAZ, hefur gert 850 milljóna dollara samning við Fiat á Ítalíu um smíði 150,000 Fiat bíla á ári í Rússlandi. Samkvæmt samningnum mun hvor aðili um sig eiga 40% í hinu nýja fyrirtæki, ZAO Nizhegorod Motors, en Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (EBRD) mun eiga 20%. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Forseti OPEC vill skyndifund

IDA Bagus Sudjana, forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, hvatti í gær til, að boðað yrði til skyndifundar í samtökunum vegna mikillar lækkunar á olíuverði en það hefur ekki verið lægra síðan á árinu 1994. Vill hann, að þar verði rætt um hvernig snúa megi þróuninni við. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 489 orð

Hagnaður nam 377 milljónum

HAGNAÐUR Samherja hf. innan lands nam tæplega 377 milljónum króna á síðastliðnu ári. Forstjóri félagsins segir að árið 1997 virðist ekki hafa verið síðra en 1996, þrátt fyrir miklar breytingar. Fyrirsjáanlegt er að verulegt tap hafi orðið af rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga Samherja hf. erlendis í fyrra og er unnið að víðtækri endurskipulagningu þeirra. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 213 orð

»Mestar hækkanir í París í gær

ÓSTYRKS gætti yfirleitt á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær og mestar hækkanir urðu í París. Í London mældist lokaverð einnig á nýju meti, en FTSE 100 hækkaði um aðeins 0,34%. Dagurinn byrjaði vel í Evrópu eftir hækkanir í fyrrinótt í New York, Tókýó og Hong Kong, en dollarinn stóð illa gegn þýzka markinu. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Mikil eftirspurn á erlendum markaði

NÝVERIÐ lauk skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka á erlendum verðbréfamarkaði fyrir milligöngu Chase Manhattan International Limited. Gefin voru út 5 ára skuldabréf með breytilegum vöxtum, alls að upphæð 75 milljónir dollara. Upphaflega var ætlunin að gefa út bréf fyrir 50 milljónir dollara. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Skortur á hátæknifólki vestanhafs

HÖRGULL er á starfsfólki á sviði upplýsingatækni í Bandaríkjunum og tölvufyrirtæki bjóða byrjendum há laun og kaupauka. Skortur á hæfum bandarískum starfsmönnum stafar meðal annars af áhugaleysi nemenda og stúdenta á greininni, sem hefur verið í örum vexti. Því hafa Microsoft og fleiri hátæknifyrirtæki farið fram á að fleiri fagmenntaðir útlendingar fái að flytjast til Bandaríkjanna. Meira
27. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Snéri tapi í hagnað

AFKOMA Tanga hf. á Vopnafirði batnaði verulega á nýliðnu rekstrarári samanborið við árið 1996. Hagnaður félagsins nam 66,5 milljónum króna en 4,2 milljóna tap varð árið 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi Tanga hf. nam 71,9 milljónum á árinu 1997 sem svarar til 4,3% af veltu tímabilsins. Rekstrartekjur félagsins námu 1.667,4 milljónum en voru 1. Meira

Fastir þættir

27. febrúar 1998 | Dagbók | 3218 orð

APÓTEK

»»» Meira
27. febrúar 1998 | Fastir þættir | 253 orð

ÁGÚST Sigurðsson í Kirkjubæ

ÁGÚST Sigurðsson í Kirkjubæ er ásamt bróður sínum Guðjóni með margt á húsi og allt ung hross. Er þar verið að temja fyrsta árganginn sem kom undir eftir að þeir bræður tóku við búinu. Kirkjubæjarhrossin hafa ávallt verið áberandi á landsmótum og má reikna með að svo verði í sumar. Meira
27. febrúar 1998 | Í dag | 33 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sunnudaginn 1

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sunnudaginn 1. mars verður fimmtug Inga Jónsdóttir, Skipasundi 61. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Davíðsson, taka á móti gestum í kvöld, föstudaginn 27. febrúar, í Félagsheimili Rafveitunnar v/Elliðaár kl. 20. Meira
27. febrúar 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember í Háteigskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Lilja Karlsdóttirog Þorsteinn Víglundsson. Heimili þeirra er í Lautasmára 14, Kópavogi. Meira
27. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1374 orð

Hörð viðbrögð við tillögum um þátttökugjöld kynbótahrossa

Landsmót '98 Hörð viðbrögð við tillögum um þátttökugjöld kynbótahrossa Viðbrögð við nýjum gjaldaliðum eða sköttum eru ávallt á einn veg, óánægjuraddir eða mótmæli greiðenda. Meira
27. febrúar 1998 | Fastir þættir | 592 orð

Jafntefli í Linares

Öllum þremur skákunum í fjórðu umferð lauk með jafntefli á miðvikudagskvöldið. Aleksei Shirov, Spáni, er efstur á mótinu. SHIROV hefur hlotið tvo og hálfan vinning af fjórum mögulegum, en næstir koma þrír stigahæstu skákmenn heims gráir fyrir járnum með tvo vinninga úr aðeins þremur skákum. Það eru þeir Kasparov, Kramnik og Anand. Meira
27. febrúar 1998 | Dagbók | 125 orð

Kross 1 LÁRÉTT: 1 jurt,

Kross 1 LÁRÉTT: 1 jurt, 4 trjástofn, 7 dánu, 8 staðfesta venju, 9 mánuður, 11 tottaði, 13 kvenfugl, 14 ófullkomið, 15 næðing, 17 með tölu, 20 stefna, 22 lítils nagla, 23 rándýr, 24 peningar, 25 sér eftir. Meira
27. febrúar 1998 | Fastir þættir | 204 orð

Léttir á leið úr landi ­ Otur falur fljótlega

LÉTTIR frá Sauðárkróki er nú á leið úr landi en gengið hefur verið frá sölu á honum til Svíþjóðar. Léttir er undan Þætti frá Kirkjubæ og Hrafnkötlu frá Sauðárkróki, sem bæði eru meðal þekktustu kynbótahrossa landsins. Vakti það mikla athygli þegar seljandi Léttis, Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki, notaði Þátt á flestar hryssur sínar vorið 1983. Meira
27. febrúar 1998 | Dagbók | 618 orð

Reykjavíkurhöfn: Lómur var væntanlegur í gær. Helgafell

Reykjavíkurhöfn: Lómur var væntanlegur í gær. Helgafell og Brúarfoss fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Flutningaskipið Svanurfór í gær. Fréttir Bólstaðarhlíð 43.Handavinnustofan er opin kl. 9-16, virka daga. Leiðbeinendur á staðnum. Allir velkomnir. Meira
27. febrúar 1998 | Í dag | 690 orð

Vegur upp að Heklu MENN sem unnið hafa að ferðamálum hafa s

MENN sem unnið hafa að ferðamálum hafa stundum rætt um að nauðsyn beri til þess að gera ökufæran veg upp á Heklu. Slíkt framtak, hugsanlega gert af einkaaðilum, væri hið besta mál. Kostnaður við þetta þarf ekki að vera mikill, en með öflugri jarðýtu er fljótlegt að gera vegarslóða upp eftir hlíðum fjallsins. Meira
27. febrúar 1998 | Í dag | 379 orð

Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju BARNAKÓR Árbæjarkirkju syngur

BARNAKÓR Árbæjarkirkju syngur í sunnudagaskólanum kl. 13. Viljum við hvetja foreldra til að koma með börnunum sínum á þessum degi æskunnar í kirkjuna sína. Um kvöldið kl. 20.30 verður poppguðsþjónusta, hljómsveitin Kisuryk spilar. Ungmenni úr eldri og yngri deild æskulýðsfélagsins flytja ritningartexta og fermingarbörn fara með almenna kirkjubæn. Meira
27. febrúar 1998 | Í dag | 430 orð

ÖNGUM hefur það eitt verið víst í mannheimi, að eitt sinn skal h

ÖNGUM hefur það eitt verið víst í mannheimi, að eitt sinn skal hver deyja. Því kom það Víkverja þægilega á óvart að sjá í Morgunblaðinu litla frétt um að "dánartíðni var 30% lægri hjá þeim, sem drukku tvö eða þrjú vínglös daglega, en hjá þeim, sem ýmist neyttu ekki áfengis eða drukku of mikið af því". Meira

Íþróttir

27. febrúar 1998 | Íþróttir | 43 orð

Bikarúrslitaleikjunum í blaki frestað

BIKARÚRSLITALEIKIRNIR í blaki karla og kvenna verða 14. mars í íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholti. Þeir áttu upphaflega að fara fram um helgina. Það eru ÍS og Þróttur Neskaupstað sem leika í kvennaflokki og Stjarnan og Þróttur Reykjavík í karlaflokki. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 208 orð

BRODDI Kristjánsson, landsliðsþjálfari í b

BRODDI Kristjánsson, landsliðsþjálfari í badminton, sigraði í einliðaleiksmóti KR sem fram fór sl. miðvikudag. Hann vann Tryggva Nielsen í úrslitum, 14-17, 15-7 og 15-12. Brynja Pétursdóttir sigraði Söru Jónsdóttur í úrslitum í einliðaleik kvenna, 10-12, 11-3 og 11-5. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 1524 orð

Fetar Vala í fótspor Gunnars Huseby?

Sviðsljósin beinast að ÍR-ingnum Völu Flosadóttur um miðjan dag á sunnudaginn er úrslitakeppnin í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramótinu í Valencia fer fram. Ekki einatt þar sem hún er heimsmethafi í greininni innanhúss og sigurstranglegust þess vegna, Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 133 orð

Heimsmet hjá Kínverja í sundi

KÍNVERSKA stúlkan Xiaowen Hu setti heimsmet í 100 metra fjórsundi í heimsbikarkeppni í stuttri laug í Peking í gær. Hún synti á 1.00,60 mín. en heimsmet sænsku stúlkunnar Louise Karlssons frá 1992 var 1.01,03. "Næsta skref er að bæta metið í 200 metra fjórsundi," sagði Hu, sem er 18 ára. Kínverjar höfðu mikla yfirburði í greininni og voru í þremur efstu sætunum. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 69 orð

Í kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Ísafjörður:Hörður - ÍH20 Selfoss:Selfoss - Fjölnir20 Akureyri:Þór - Grótta/KR20.30

Handknattleikur 2. deild karla: Ísafjörður:Hörður - ÍH20 Selfoss:Selfoss - Fjölnir20 Akureyri:Þór - Grótta/KR20.30 Körfuknattleikur Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 30 orð

Körfuknattleikur

Leikir aðfaranótt fimmtudags: Boston - Sacramento111:94 Cleveland - Vancouver106:101 Detroit - Charlotte88:98 Orlando - Dallas100:79 Indiana - La Lakers89:96 Chicago - Portland101:106 Denver - Atlanta88:112 La Clippers - Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 450 orð

Landsmótið á þremur völlum á Suðurnesjum

Golfsamband Íslands ver rekið með 2,7 milljóna króna halla á síðasta ári að því er fram kom á Golfþingi um síðustu helgi. Forseti GSÍ, Hannes Guðmundsson, sem var endurkjörinn á þinginu, sagði að slíkt væri óviðunandi og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárhagsvandinn verði leystur strax á þessu ári. GSÍ er nú næstfjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ með 6. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 165 orð

Meistarinn byrjaði með sigri

Fyrsta bikarmót Karatesambands Íslands var haldið í Laugardalshöll sl. helgi, en bikarmótin verða fjögur í vetur. Keppt var í tveimur þyngdarflokkum karla og opnum flokki kvenna og var hörð keppni í öllum flokkum. Núverandi bikarmeistari, Ingólfur Snorrason frá Selfossi, sigraði í +74 kílóa flokki og hlaut fimm stig fyrir. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

SUNDEkki met hjá Eydísi EYDÍS Konrá

EYDÍS Konráðsdóttir setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi, eins og kom fram á þriðjudagin. Tíminn Eydísar var 5.01,83 mín., en ekki 5.01,38 mín. eins og var gefið upp í fyrstu. Lára Hrund Bjargardóttir á því enn Íslandsmetið í greininni, sem er 5.01,53 mín. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 124 orð

Vala fær harða keppni í Höllinni

Vala Flosadóttir, heimsmethafi innanhúss í stangarstökki, fær væntanlega harða keppni á mótinu í Laugardalshöll 5. mars. Samningar hafa náðst við tvo fyrrverandi Evrópumethafa í stangarstökki innanhúss, Anzhelu Balakhonovu frá Úkraínu og Eszter Szemeredi frá Ungverjalandi, um að koma hingað til lands og keppa við Völu og Þórey Elíasdóttur. Meira
27. febrúar 1998 | Íþróttir | 197 orð

Þorgeir og Óli stóðu sig vel í Hollandi

Þorgeir Guðmundsson og Óli Sigurðsson, landsliðsmenn í pílukasti, tóku þátt í opna hollenska meistaramótinu, sem fór fram í Delden í austurhluta Hollands á dögunum. Þeir voru á meðal 1.300 keppenda og var leikið í 64 riðlum. Flestallir bestu pílukastarar heims tóku þátt í mótinu. Sigurvegarinn var Englendingurinn Alan Warriner, sem vann landa sinn Peter Evison í úrslitaleik. Meira

Úr verinu

27. febrúar 1998 | Úr verinu | 691 orð

"Við viljum varðveita stöðugleikann"

TVEGGJA daga formlegum samningafundi Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýjan loðnusamning lauk í gær án niðurstöðu. Mikið ber á milli í viðræðunum um skiptingu loðnustofnsins og hafa samningsaðilar ákveðið að hittast að nýju á samningafundi í Osló um mánaðamótin mars-apríl. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Á kafi í kaffi

HEIMURINN er á kafi í kaffi. Saupurinn sá, sem Eggert Ólafsson kenndi við kolamylsnu, er þrátt fyrir viðurkennda óhollustu enn að leggja undir sig ný lönd. Og nú ekki aðeins vegna hlýjandi vekjandi áhrifanna heldur vegna menningarlegs gildis; kaffi er menning og þeir sem drekka kaffi eru menningarlegir. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1151 orð

Englar í gömlu húsi Ekki hneyksla með því að segja frá títuprjónunum, segir Gígja Hermannsdóttir sem þolir nælon eins illa og

HEIMILIÐ er ekkert venjulegt og húsið leynir verulega á sér. Séð frá Vesturgötu virðist það lítið en hinum megin er danskur bakgarður og þegar inn er komið, stækkar húsið og stækkar. Gígja tiplar þar um berfætt, þótt úti sé snjór og skjaldbakan hennar á eldhúsborðinu heilsar í rólegheitum og af virðuleik. "Sigríður dóttir mín gerði hana og gaf mér. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 797 orð

Hart baristá sveitaböllum

STEFÁN Jónsson og Lúdó sextett voru oft nefndir í sömu andrá og Þórscafé, en við hliðina á því ágæta húsi, í Gagnfræðaskóla verknáms, steig söngvarinn einmitt sín fyrstu skref, þá á sextánda ári. "Ég var alltaf mikið fyrir að raula og fékkst svo til að syngja á dansæfingu, drullufeiminn og vitlaus. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1013 orð

Hársnúðar ogorðheppni

ÞETTA snýst allt um orð. Réttu orðin til að segja réttu hlutina á réttum stundum. Það er lykillinn að svo mörgu. Ég held að af fáu öfundi ég James Bond meira en orðheppni á réttum augnablikum. Skarphéðinn Njálsson var líka ansi góður að hitta á skondin orð á réttum tíma á réttum stað sem hittu í mark. Eða Hallgerður með launin fyrir kinnhestinn. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 484 orð

Hávaðalítil heilsulind fyrir eldri sem yngri

KÍNVERSKA leikfimin en vinsæl hjá ungum körlum ekki síður en konum en æfingabekkina hefur kvenþjóðin eingöngu sótt hingað til." Svo mælir Jenný Sigfúsdóttir, eigandi heilsulindarinnar Fínna lína, sem nýlega var opnuð í Ármúla 30. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 912 orð

Helsta áhugamálið er reikni- og hugtakalíkön

SVEINN B. Sigurðsson, 18 ára áhugamaður um sprengigíga, reiknilíkön og verðbréf, var fulltrúi Íslands í hópi ungra vísindamanna hvaðanæva að úr heiminum á svokallaðri nóbels-viku SIYSS í Stokkhólmi 3.-10. desember á liðnu ári. Sveinn er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík og var sendur ytra á vegum Hugvísis, sem er árleg hugmyndasamkeppni ungs fólks. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 801 orð

Músíkinbeint í blóðið

ENN fer fiðringur um menn þegar þeir heyra lagið "Allt á floti", sem Skapti Ólafsson söng inn á plötu fyrir rúmum fjörutíu árum. Lagið varð geysivinsælt og söngvarinn fékk ekki nokkurn frið á götum úti. Honum fannst þó dálítið asnalegt að vera frægur, eins og hann orðar það. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 452 orð

Nótt fyrir herraog dagur fyrir dömur

DAGUR og nótt var yfirskrift sýningar frönsku hárgreiðslusamtakanna Haute Coiffure Francaise, sem haldin var 15. febrúar síðastliðinn í Carrousel du Louve í París. Guðbjörn Sævar, betur þekktur sem Dúddi, í samnefndri hárgreiðslustofu, Hanna Kristín Guðmundsdóttir í Hárgreiðslustofu Kristu og Elsa Haraldsdóttir í Salon Veh, eru einu íslensku aðilar samtakanna. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 289 orð

Ofbeldi tengt bætiefnaskorti

DEILUR um ástæður ofbeldis hafa löngum spunnist um hvort um sé að kenna erfðafræði eða uppeldi, segir í desemberhefti Psychology Today. Dr. William Walsh við Heilsurannsóknastofnunina í Illinois í Bandaríkjunum og starfssystkini hans telja að sökudólgurinn geti verið líkamlegs eðlis, það er vegna bætiefnaskorts. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 133 orð

Rokkarar ekki þagnaðir

Rokkarnir eru þagnaðir, var eitt sinn raulað, en íslenskir rokkarar hafa síður en svo sungið sitt síðasta lag. Á Broadway á Hótel Íslandi fara nú fjórtán rokkstjörnur á kostum, koma áheyrendum í banastuð og fylla þá lífsgleði. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 231 orð

Skyrta sem "hugsar" handa áhættuhópum

SKYRTUR sem skoða sár, greina orsakir, meta áhættu og senda upplýsingar um staðarákvörðun í gegnum gervihnött eru ekki langt undan samkvæmt vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph. Í umfjöllun segir að þess verði ekki langt að bíða að hermenn framtíðarinnar muni klæðast skyrtum af þessu tagi. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

Stutt skal það vera

DÚDDI hefur um árabil verið í forsæti fyrir Íslands hönd í frönsku hárgreiðslusamtökunum Haute Coiffure Francaise og einnig í alþjóðasamtökum hárgreiðslufólks Intercoiffure. Hann fylgist vel með á báðum vígstöðvum og segir að oft skarist línur, sem þessi tvö samtök leggi í hártískunni. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 839 orð

Svaf á haustin

Á NÆR fjörutíu ára hljómlistarferli hefur Þór Nielsen sungið og spilað í tuttugu og fimm hljómsveitum og því ekki undarlegt þótt honum finnist það ánægjulegt að hitta gömlu rokkarana á Broadway, bæði á sviði og í sal. "Ég þekki annan hvern mann. Og ég sé ekki betur en að unga fólkið kunni líka að meta rokkið. Enda þekkir það lögin, það er alltaf einhver laglína í rokkinu. Meira
27. febrúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 176 orð

Syngjandi sleikjó

FÁIR eru búnir að gleyma sýndargæludýrunum sem hófu sigurför um heiminn snemma á liðnu ári og því má velta fyrir sér hvort barnagaman næsta sumars, syngjandi sleikjó, muni ná viðlíka útbreiðslu. Vefútgáfa breska dagblaðsins Telegraph greinir frá því að bandaríska leikfangafyrirtækið Hasbro hafi fengið leyfi til framleiðslu á sleikipinnum sem spilað geta fjögur lög. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.