REYKINGAFÓLK sem ekki getur hætt að reykja kann að hafa í sér gen, eða arfbera, sem veldur því að reykingarnar eru því svo mikil nautn að það getur ekki yfirunnið löngunina, að því er bandarískir læknar greindu frá í vikunni.
Meira
BANDARÍKJAMENN eru reiðubúnir að íhuga hernaðaríhlutun í Kosovo-héraði í Serbíu, ef pólitískur þrýstingur á serbnesk stjórnvöld til að draga úr spennu í héraðinu skyldi ekki skila árangri. Þetta sagði Robert Gelbard, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í Bosníu, í gær.
Meira
NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga mjög úr framkvæmdum við olíu- og gasborunarpalla í Norðursjó til að komast hjá ofþenslu. Verður fjárfestingum í tólf verkefnum, sem hefja átti á þessu ári, frestað til ársins 1999.
Meira
NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, samþykkti í gær tillögu að fjárlögum fyrir þetta ár eftir fjórðu og síðustu umræðu. Tillagan, ásamt meðfylgjandi viðaukum, var samþykkt með 252 atkvæðum gegn 129, tveir sátu hjá. Stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í neðri deildinni og fréttaskýrendur segja þetta mikilvægan stjórnmálasigur fyrir Borís Jeltsín Rússlandsforseta og stjórn hans.
Meira
WOLFGANG Schäuble, formaður þingflokks Kristilegra demókrata (CDU) á þýzka þinginu, reyndi í gær að kveða niður orðróm þess efnis að frammámenn í flokknum væru að íhuga þann möguleika að Helmut Kohl kanzlari viki fyrir öðrum frambjóðanda til að keppa við Gerhard Schröder, kanzlaraefni Jafnaðarmannaflokksins SPD, í þingkosningum í haust.
Meira
Í TILEFNI af 20 ára afmæli Samvinnuferða Landsýnar á þessu ári, verður efnt til golfferðar til Írlands dagana 27. - 29. mars n.k. Í fréttatilkynningu segir: "Samskipti Samvinnuferða Landsýnar og ferðaþjónustuaðila á Írlandi eiga sér orðið 20 ára sögu, því þegar ferðaskrifstofan var stofnuð árið 1978, var fyrsta leiguflugsferð fyrirtækisins farin til Írlands, nánar tiltekið til Shannon.
Meira
NÝTT fyrirtæki, ORG-ættfræðiþjónusta sf., tók til starfa laugardaginn 28. febrúar og býður upp á ættrakningar allra Íslendinga sem þess óska. Hægt verður að fá útprentaða alla finnanlega áa oftast milli 4000 og 7000 talsins. Sömuleiðis samrakningu einstaklinga en flestir eru skyldir í 7.8. lið.
Meira
RÚMLEGA 54% eru hlynnt því að háhyrningurinn Keiko komi aftur til landsins en tæplega 24% eru því andvíg. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallups sem framkvæmd var dagana 19.-28. febrúar síðastliðinn. Úrtakið var tilviljanaúrtak 1.118 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára og var svarhlutfall 73,1%.
Meira
FRAMKVÆMDIR við Hvalfjarðargöng eru átta til níu mánuðum á undan áætlun og ráðgert er að fyrstu bílar fari löglega um göngin í júlí næstkomandi. Jóhann Kröyer, yfirverkfræðingur og öryggisfulltrúi Fossvirkis, segir að nú sé verið að steypa upp gangaskálann að norðanverðu og leggja raf- og drenlagnir í sunnanverðum göngunum.
Meira
ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna verður haldinn víða um heim föstudaginn 6. mars. Bænadagurinn á sér uppruna í Bandaríkjunum á síðustu öld en hingað til Íslands barst hreyfingin frá Noregi fyrir um 40 árum. Þetta er dagur eftirvæntingar og samhugar kvenna í um 200 löndum um heim allan.
Meira
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnaði formlega á þriðjudag nýtt sjúkraskrár- og upplýsingakerfi sem hlotið hefur nafnið Saga. Kerfið er ætlað heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnendum heilsugæslustöðva og breytir miklu hvað varðar almenna starfshætti á heilbrigðisstofnunum. Saga er þróuð af hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. en unnið hefur verið að þróun kerfisins í nokkur ár.
Meira
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt breytingatillögu frá fræðslumálastjóra og deildarstjóra leikskóladeildar vegna gjaldskrár leikskóla á Akureyri en hún felur í sér aukinn afslátt til forgangshópa, námsmanna. einstæðra foreldra og þeirra sem eiga mörg börn á leikskólum eða í skólavistun.
Meira
STARFSMENN Slippstöðvarinnar á Akureyri hafa lokið við að setja nýtt stýri á rækjubátinn Guðrúnu Björgu ÞH frá Húsavík og hélt skipið til heimahafnar á ný í gær. Óskar Karlsson skipstjóri sagði eftir að hafa prófað nýja stýrið, sem smíðað var hjá Slippstöðinni, að báturinn léti vel að stjórn og hann vonaðist til að komast aftur á rækjumiðin á Skjálfanda í dag, fimmtudag.
Meira
Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknarflokksins á Akureyri í gærkvöldi var deilt um tillögu uppstillingarnefndar og varð niðurstaðan sú að Sigfríður Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, sem ekki var á listanum, verður í þriðja sæti listans.
Meira
BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hefur tekið sæti sitt að nýju á Alþingi, en í fjarveru hennar sat Guðrún Helgadóttir varaþingmaður í Reykjavík. Auk þess hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, tekið sæti sitt að nýju á Alþingi, en í hans stað var Ólafur Þ. Þórðarson varaþingmaður í Vestfjarðakjördæmi.
Meira
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu um ýmis mál verða eftirfarandi þingmál á dagskrá: 1. Dómstólar. 2. umr. 2. Vopnalög. 2. umr. 3. Gjaldþrotaskipti. 2. umr. 4. Mannréttindasáttmáli Evrópu. 2. umr. 5. Rannsókn á refsingum við afbrotum. Fyrri umr. 6. Áfengislög. 1. umr. 7. Hægri beygja á móti rauðu ljósi. Fyrri umr. 8.
Meira
EINKENNILEG deila er komin upp í Noregi um hvort skortur sé á læknum í landinu. Nú þegar hefur um 200 milljónum ísl. kr. verið varið til að fá útlenda lækna til starfa í Noregi og um 3.500 læknar hafa lýst yfir áhuga á störfum þar í landi. Hins vegar eru uppi raddir um að læknaskorturinn sé liðinn hjá, og jafnvel að hann hafi aldrei verið fyrir hendi.
Meira
AIESEC, alþjóðleg samtök viðskipta og hagfræðinema standa þessa dagana fyrir svokölluðum Framadögum í Háskóla Íslands. Þeir hófust með hádegisfyrirlestri síðastliðinn þriðjudag en á morgun, föstudag, er hápunktur Framadaga. Helgi Eysteinsson er formaður framkvæmdanefndar Framadaga.
Meira
LANDSNEFND Alþjóða verslunarráðsins stendur fyrir hádegisverðarfundi föstudaginn 6. mars nk. kl. 12 í Skála, Hótel Sögu. Þar mun japanski hagfræðiprófessorinn Kiyohiko G. Nishimura fjalla um efnhagsástandið í Austur- Asíu og japanskan neytendamarkað.
Meira
EITT ár er í dag liðið frá því að flutningaskipið Víkartindur strandaði í aftakaveðri á Háfsfjöru. Enn eru starfsmenn Hringrásar við vinnu við niðurrif og brottflutning á flaki skipsins. Að sögn Heimis Hafsteinssonar oddvita í Djúpárhreppi hefur þetta ár sem liðið er frá strandinu verið lærdómsríkt fyrir stjórnsýsluna, "alveg frá neðsta þrepi og uppúr", segir Heimir.
Meira
KYNNTAR hafa verið niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum samstarfsverkefnis NS, ASÍ og BSRB um leikskólagjöld í stærri sveitarfélögum landsins. Leikskólagjöld á Húsavík reyndust hæst hvort sem um var að ræða vistun fyrir börn forgangshópa eins og einstæðra foreldra eða börn hjóna og sambúðarfólks. Næsthæst reyndist verð á leikskólagjöldum á Akureyri.
Meira
KJÖRORÐ nýrrar skólastefnu sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra lagði fram í gær og verður kynnt á næstu vikum eru "Enn betri skóli, þeirra réttur okkar skylda." Bæklingur með sömu yfirskrift verður sendur inn á hvert heimili í landinu á næstu dögum og kveðst ráðherra vonast til þess að sem flestir taki þátt í umræðunni.
Meira
FÉLAG brunarannsóknara á Íslandi var stofnað 20. febrúar sl. Tilgangur félagsins er samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu að örva og stuðla að aukinni þekkingu í brunarannsóknum og samhæfa rannsóknaraðferðir, efla samhug og faglega þekkingu félagsmanna varðandi brunarannsóknir sem stuðli m.a.
Meira
FÉLAG Veggfóðrarameistara varð 70 ára í gær, en 4. mars 1928 komu 11 Veggfóðrarameistarar saman í Baðstofu iðnaðarmanna. Erindið var að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu þeir með sér Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Mikill framfarahugur var í þessum mönnum og sem dæmi um það má nefna að 20 dögum síðar eða hinn 24.
Meira
26 ÁRA maður féll 15 metra eftir að festingar gáfu sig, þar sem hann var við ísklifur í Kistufelli í Esju síðdegis í gær. Tilkynnt var um slysið til lögreglu og slökkviliðsins í Reykjavík og fóru lögregla og björgunarsveit slökkviliðsins á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu, þar sem talið var að maðurinn væri lær- og mjaðmagrindarbrotinn. Rétt eftir kl.
Meira
MIKLAR breytingar verða á skipan hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fimm af sjö fulltrúum hreppsnefndar hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum og hinir tveir fulltrúarnir í hreppsnefnd hafa ekki gert upp hug sinn varðandi framhaldið.
Meira
KATRÍN Fjeldsted, formaður Félags heimilislækna, hafnar því að læknar hafi með samþykkt sinni í september 1996 sett sig upp á móti valfrjálsu stýrikerfi í heilsugæslunni. Nokkur atriði hafi að vísu valdið óánægju sumra lækna og því hafi kerfinu verið hafnað "í óbreyttri mynd".
Meira
FRANSKA stjórnin birti í gær þriggja ára áætlun sem miðar að því að lina fátækt í landinu og snúa þróuninni við. Mörg ráðuneyti koma við sögu verkefnisins en í það verður veittur 51 milljarður franka, jafnvirði 612 milljarða króna. Er fénu ætlað að lina þrautir þeirra sem lifa af opinberri ölmusu og stunda jafnvel betl á götum úti eins og í kreppunni.
Meira
FORELDRAR nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ og annarra ungmenna í Garðabæ og Bessastaðahreppi bjóða til fræðslu- og umræðufundar í hinu nýja húsnæði skólans við Skólabraut í Garðabæ í kvöld, fimmtudag 5. mars nk. kl. 20. Rætt verður um skemmtanir ungs fólks, löggæslu í Garðabæ og hvað ungu fólki stendur til boða.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Náttúruverndarsamtökum Íslands: "Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa furðu sinni á þeim ummælum Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, sem fram komu í ræðu hans á umhverfisráðstefnu Norðurlandaráðs í Gautaborg. Varaði hann við að "margir gerðu sig seka um öfgakenndan hræðsluáróður annars vegar og afneitun vandans hins vegar".
Meira
ÁRNÝ Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðeðlisfræðingur, ræðir um breytingar á veðurfari og hafstrauma laugardaginn 7. mars kl. 13.1514.30 í Háskólabíói, sal 4. Árný hefur tekið þátt í rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli sem sýna m.a. sveiflur í veðurfari aldir aftur í tímann.
Meira
FORELDRA- og styrktarfélag Greiningarstöðvar heldur fræðslufund í kvöld, fimmtudaginn 5. mars, kl. 20.30 í húsnæði Greiningarstöðvar á 4. hæð. Að þessu sinni hefur félagið fengið fötlunarsvið II til liðs við sig. Fötlunarsvið II sinnir börnum með almennar þroskaraskanir. Til sviðsins er vísað sé barn 45 ára eða eldra við fyrstu komu.
Meira
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra fer fram á að sjómenn aflýsi verkfalli áður en hann leggur fram frumvörp um breytingar á lagaumhverfi sjávarútvegsins, sem þriggja manna nefnd hefur samið. Frumvörpin gera ráð fyrir stofnun kvótaþings og Verðlagsstofu skiptaverðs. Ennfremur er gert ráð fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem eiga að styrkja úrskurðarnefndina í sessi.
Meira
LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis að felld verði úr lögum heimild til innheimtu gjalda af flugvélabensíni og þotueldsneyti skv. 5. og 6. gr. laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum. Er breytingum þessum ætlað að jafna samkeppnisskilyrði í flugi, að því er fram kemur í athugasemdum við frumvarpið.
Meira
Selfossi-Það hefur verið mikill uppgangur í JC félaginu á Selfossi síðastliðna mánuði. Á dögunum fór fram ræðunámskeið á vegum félagsins þar sem þátttaka var mjög góð. Í félaginu á Selfossi eru nú skráðir 18 einstaklingar og að sögn Jens Uwe Friðrikssonar, formanns, þá er biðlisti eftir að komast inn í félagið.
Meira
DANSKA leyniþjónustan, "Politiets Efterretningstjeneste" eða PET, liggur undir grun að hafa stundað ólöglegar njósnir innan verkalýðshreyfingarinnar og á vinstri vængnum, meðan hægri öfgasamtök hafa fengið að starfa óáreitt. Nýjasta dæmið eru njósnir 1996.
Meira
HEILSUGÆSLULÆKNAR í Borgarnesi líta svo á að lækkun launa þeirra í kjölfar úrskurðar kjaranefndar jafngildi uppsögn af hálfu ríkisins. Þeir hafa leitað sér umsagnar lögfróðra aðila og að sögn Skúla Bjarnasonar, heilsugæslulæknis í Borgarnesi, fékkst þar staðfesting á þeirri túlkun að lækkun launa skipaðs opinbers starfsmanns sé ekki heimil.
Meira
UM síðustu mánaðamót voru 457 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri samkvæmt yfirliti frá Vinnumiðlunarskrifstofunni, 184 karlar og 273 konur. Konum fjölgaði heldur á skránni frá mánuðinum á undan en körlum fækkaði nokkuð. Í byrjun febrúar sl. voru 482 á atvinnuleysisskrá í bænum, 214 karlar og 268 konur. Í byrjun mars í fyrra voru 449 á skrá, 192 karlar og 257 konur.
Meira
HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir hélt í gær fund með dýralæknum um sjúkdóminn, sem herjað hefur á hesta á suðvesturhorninu að undanförnu. Á fundinum kom fram að veikin væri bráðsmitandi og ekki hefði enn tekist að greina orsakir hennar þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir.
Meira
HAFIN er smíði á loftskipum hjá Hamilton Airship-fyrirtækinu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og gera fulltrúar þess sér vonir um að áður en öldinni lýkur verði tugir skipa komnir í umferð víða um heim. Samsetning fyrsta loftskipsins hefst í næsta mánuði og á það að geta tekið 200 farþega í sæti eða, sé það ætlað til lengri ferða, 50-80 í koju.
Meira
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingar á fyrirkomulagi áfengisverslunar á Alþingi í gær. Meðflutningsmaður er Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra.
Meira
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að hún hafi staðið við alla þætti stefnuyfirlýsingar um uppbyggingu í heilsugæslunni sem birt var um mitt ár 1996. Það eina sem ekki hafi gengið eftir sé um að koma á valfrjálsu stýrikerfi og það sé vegna andstöðu lækna, en víðtæk sátt um þetta kerfi hafi verið forsenda fyrir því að koma því á.
Meira
NÝ SKÓLASTEFNA sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur kynnt, felur í sér umtalsverðar breytingar á námi í grunn- og framhaldsskólum og er stefnt að því að þær komi til framkvæmda á næstu þremur árum. Markmiðið er að tryggja íslenskum nemendum sambærilegt nám við það sem best gerist í heiminum.
Meira
Borgarnesi-Greint var frá kjöri "íþróttamanns Borgarbyggðar" í lok íþróttadags í Borgarnesi 19. febrúar sl. Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem valdi besta íþróttafólkið í hverri grein eftir tilnefningur frá Íþróttafélaginu Kveldúlfi, Umf. Skallagrími, Umf. Stafholtstungna, Golfklúbbi Borgarness og Hestamannafélaginu Skugga.
Meira
LEIÐTOGAR indverskra stjórnmálafylkinga hófu í gær að þreifa fyrir sér um myndun ríkisstjórnar, eftir að í ljós kom að enginn hafði hlotið meirihluta atkvæða í kosningum sem hófust 16. febrúar. Bharatiya Janata, flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, náði 251 sæti ásamt bandalagsflokkum sínum, í neðri deild þingsins.
Meira
EINAR S. Einarsson, forstjóri Visa Íslands, segir að það komi sterklega til greina að kæra úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um greiðslukortaviðskipti til dómstóla. Hann segir úrskurðinn vera mikil vonbrigði en hins vegar sé veittur mikilvægur umþóttunartími sem Visa Ísland muni nota til þess að fara yfir málið að nýju, afla gagna og vinna sjónarmiðum um eitt almennt verð fylgi.
Meira
ÁFRAM er unnið að því á vegum utanríkisráðuneytisins að greiða götu tyrkneskrar konu og ungs sonar hennar sem hún á með íslenskum manni, en ráðuneytið hefur boðið mæðginunum að koma hingað til lands af mannúðarástæðum.
Meira
FREYR Jónsson og Jón Svanþórsson, íslensku jeppamennirnir í sænskum vísindaleiðangri til Suðurskautslandsins, eru nú í Höfðaborg. Jón leggur af stað heimleiðis til Íslands í dag. Freyr verður hins vegar áfram í Höfðaborg og bíður þess að Toyota- jepparnir tveir komi með ísbrjótnum Agulhas. Freyr segir að ferðin hafi gengið mjög vel og bílarnir reynst framar vonum.
Meira
FULLTRÚAR á Þjóðarráðgjafarsamkomu Indónesíu lögðu í gær megináherslu á nauðsyn óspilltrar ríkisstjórnar, en þess er vænst að í næstu viku kjósi samkoman Suharto til embættis forseta næstu fimm ár, sjöunda kjörtímabilið í röð.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN vinnur nú að frumathugun vegna mats á umhverfisáhrifum þjóðvegar 32, 11,8 km vegarkafla frá Steingrímsstöð að mörkum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Fram til 1. apríl gefst almenningi kostur á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.
Meira
ÍÞRÓTTAHREYFINGIN hefur valið 19 manna landsliðshóp gegn fíkniefnum. Í honum er margt fremsta íþróttafólk landsins og er það von hreyfingarinnar að það muni með þátttöku sinni vekja athygli á skaðsemi fíkniefna og styrkja þá ímynd að íþróttaiðkun og fíkniefnaneysla fari ekki saman.
Meira
HIN nýstofnaða Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum gengst fyrir námskeiði fyrir almenning í bókmenntum Halldórs Laxness í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar. Þorvaldur Sigurðsson íslenskufræðingur stýrir leshringnum sem fjalla mun um Sjálfstætt fólk. Hópurinn mun hittast átta þriðjudagskvöld í fyrsta sinn 10. mars.
Meira
STÓRT hlaupkennt sælgæti varð átta ára gömlum dreng á Akureyri næstum að aldurtila þegar það festist í koki hans um síðustu helgi. Sælgætið fæst meðal annars í Nóatúnsverslunum og sagði Júlíus Þór Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann myndi þegar taka það úr hillum verslananna.
Meira
STEFÁN E. Matthíasson, skurðlæknir sem tekið hefur þátt í viðræðum við samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins, segir að skurðlæknar ætli á samningafundi í dag að leggja fram nýtt uppkast að samningi milli TR og skurðlækna. Hann segir að ef það verði ekki til þess að koma viðræðum af stað að nýju sé ekki um annað að ræða en hætta þeim. Það sé ekki hægt að draga sjúklinga öllu lengur á svari.
Meira
Í GREIN í Velvakanda miðvikudaginn 4. mars urðu þau leiðu mistök í grein Sjafnar úr Hafnarfirði þar sem hún talar um Góugleði félagsmiðstöðvarinnar Vitatorgs að rangt var farið með nafn leynigestsins, en hann var Helgi Hjörvar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ekki lægst RANGLEGA var sagt í frétt af útboði 3. áfanga Rimaskóla að Íbyggð ehf.
Meira
SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar í vikunni að vísa bréfi húsfriðunarnefndar ríkisins vegna niðurrifs þriggja húsa á Akureyri til frekari skoðunar í bæjarráði. Byggingafulltrúi bæjarins hafði óskað eftir heimild til að rífa húsin þrjú, Lækjargötu 6, Hafnarstræti 103 og býlið Litlu-Hlíð.
Meira
UTANRÍKISMÁLANEFND öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt aðild Póllands, Ungverjalands og Tékklands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og búist er við að deildin leggi blessun sína yfir stækkun bandalagsins síðar í mánuðinum.
Meira
HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir á ekki von á því að það skýrist fyrr en í lok apríl hvort gefið verði leyfi fyrir því að háhyrningurinn Keikó komi til landsins. Halldór segist hafa tekið við umfangsmiklum gögnum um málið á þriðjudag og þurfa að skoða þau vandlega áður en hann geti komist að nokkurri niðurstöðu.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi að vinna greinargerð um helstu möguleika hvað varðar fjármögnun, áfangaskiptingu og rekstur Sundabrautar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að óskað verði eftir samvinnu við Vegagerðina um greinargerðina og er stefnt að því að leggja hana fram um leið og tillögur um legu Sundabrautar á miðju þessu ári.
Meira
BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands stendur fyrir námskeiði í notkun GPS- gervihnattastaðsetningartækja fyrir almenning í Reykjavík, dagana 16. og 17. mars nk. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Ferðafélagsins að Mörkinni 6, Reykjavík.
Meira
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er kanni hvort unnt sé að beita vegtollum til þess að draga úr þörf á gerð samgöngumannvirkja, stuðla að minni mengun og afla fjár til vegagerðar. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Einar K.
Meira
NIÐURSTÖÐUR úr forathugun sem gerð hefur verið á hagkvæmni þess að reisa og starfrækja pólýólverksmiðju hér á landi liggja nú fyrir og benda þær til þess að um mjög hagkvæman kost geti verið að ræða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hefur verið út frá því gengið að um yrði að ræða jarðgufuverksmiðju með um 100 þúsund tonna framleiðslugetu.
Meira
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í samvinnu við Landgræðslu- og Skógrækt ríkisins býður upp á fræðslukvöld um notkun trjágróðurs í borg og bæ, föstudaginn 6. mars frá kl. 2023. Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suðurhlíð 38 í Reykjavík. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Meira
BYGGINGAFÉLAG námsmanna hefur lokið byggingu á 21. íbúð í fyrri áfanga nýbyggingar sem félagið er að reisa að Bólstaðarhlíð 23 í Reykjavík. Um er að ræða fjölbýlishús með leiguíbúðum fyrir sérskólanemendur og eru þær allar komnar í útleigu.
Meira
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti útnefndi í gær Jevgení Adamov kjarnorkumálaráðherra landsins í stað Viktors Mikhaílovs, sem var látinn víkja sæti á mánduag. Adamov er vísndamaður, framkvæmdastjóri orkurannsóknarstofnunar í Moskvu og varð kunnur fyrir framlag sitt til baráttunnar við afleiðingar Tsjernóbýl-kjarnorkuslyssins.
Meira
Neskaupstað-Nýlega var nýr vélhermir formlega tekinn í notkun við Verkmenntaskóla Austurlands. Vélhermirinn, sem keyptur var frá Englandi, er mjög fullkominn og nákvæmur og getur líkt eftir starfsemi vélar allt að 1.500 kW. Þá er hann tengdur við tölvu sem sýnir ástand vélarinnar hverju sinni.
Meira
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst nú í vikunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Er í því gert ráð fyrir að eftirlit sem nú fellur undir bankaeftirlit Seðlabankans og Vátryggingaeftirlitið verði í höndum nýrrar stofnunar, Fjármálaeftirlitsins.
Meira
GrindavíkOpin vika eða þemavika var haldin dagana 23.-27. febrúar í Grunnskólanum í Grindavík. Verkefnið var mjög fjölbreytt, enda ekki annað hægt þegar viðfangsefnið er hafið. Afraksturinn er hægt að sjá að hluta til á alnetinu á heimasíðu skólans en slóðin er http:rvik.ismennt.isÌgrinda.
Meira
TVEIR nánir vinir, kaþólikki og mótmælandi, voru skotnir til bana á krá á Norður-Írlandi í fyrrakvöld og talið er að árásin sé liður í tilraunum til að koma í veg fyrir að samkomulag náist í friðarviðræðum norður-írsku flokkanna. Árásin vakti mikinn óhug meðal Norður- Íra.
Meira
LÖGREGLAN biður sjónarvotta að árekstri sem gerðist á Bústaðavegi við Flugvallarveg þann 19. febrúar síðastliðnum að gefa sig fram. Þarna rákust saman um klukkan 11 um morguninn gráblá Ford- vörubifreið með skrásetningarnúmerinu OB-520 og rauð Honda Accord fólksbifreið með skrásetningarnúmerinu RO-596.
Meira
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti gaf í vikunni út tilskipun þess efnis, að tólf af æðstu mönnunum í stjórnkerfinu skyldu sviptir lífvörðum sínum í sparnaðarskyni. Ellefu varaforsætisráðherrar og einn af æðstu mönnum stjórnsýslu forsetaembættisins missa þar með lífverði sína.
Meira
KÓPAVOGSBÆR, Félag eldri borgara og Frístundahópurinn Hana nú hafa ákveðið að boða til Hrafnaþings, ráðstefnu um ný viðhorf í öldrunarmálum, laugardaginn 7. mars nk. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 og hefst innritun og afhending ráðstefnugagna kl. 13.15.
Meira
REYKHOLTSSKÓLI í Biskupstungum er 70 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Reykholti laugardaginn 7. mars kl. 13.30. Gamlir nemendur, kennarar og aðrir velunnarar velkomnir.
Meira
Hveragerði- 9. bekkur Grunnskólans í Hveragerði fékk nýverið viðurkenningu frá Tóbaksvarnaráði og Krabbameinsfélaginu fyrir það að vera reyklaus árgangur. Hefur þessi árgangur ávallt verið reyklaus og þykir það til mikillar fyrirmyndar. Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fulltrúi Tóbaksvarnanefndar, afhenti fulltrúum bekkjanna viðurkenningarnar.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra greindi frá því við utandagskrárumræðu á Alþingi sl. þriðjudag að hann hefði ákveðið að Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, RUM, fengi fimm milljóna króna fjárveitingu til að vinna úr gögnum nýjustu TIMSS-rannsóknarinnar um frammistöðu íslenskra framhaldsskólanema í raungreinum.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flytur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála á 2. hæð í norðurálmu Hótels Sögu í dag, fimmtudaginn 5. mars, klukkan 17.15. Utanríkisráðherra flytur erindi um horfur og þróun utanríkismála Íslands og stöðu landsins á alþjóðlegum vettvangi.
Meira
INGI Bæringsson, meðferðarfulltrúi SÁÁ fjallar um vímuefnavandann í kyrrðar- og fræðslustund í Keflavíkurkirkju kl. 17.30 í dag, fimmtudag. Ingi nefnir erindi sitt "Hvernig á ég að bregðast við þegar barnið mitt fer að drekka?" Kl. 20.30 á fimmtudagskvöld ræðir Ingi við foreldra fermingarbarna í Kirkjulundi um sama efni. Allir eru velkomnir í kyrrðar- og fræðslustundir í Keflavíkurkirkju.
Meira
FYRRVERANDI eigandi Gáms- Hringhendu sem stóð að urðun og losun úrgangs við Straumsvík á seinasta ári segir, að urðunin hafi verið með vitund heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis. "Embættið vissi vel af þessu en hvort að menn þar gerðu sér grein fyrir umfangi þessara húsa, þrjátíu tveggja hæða blokka af Keflavíkuflugvelli, get ég ekki sagt til um, enda ekki mitt mál,
Meira
STJÓRNIN í Seoul í Suður- Kóreu ráðgerir að senda 200 þúsund tonn af matvælum til hinnar sveltandi bræðraþjóðar sinnar í Norður-Kóreu, að sögn embættismanna. Búist er við opinberri tilkynningu og nánari tilhögun aðstoðarinnar eftir helgi.
Meira
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Óðinn á Selfossi verður með fræðslu- og skemmtikvöld í Óðinsvéum, Austurvegi 38, föstudagskvöldið 6. mars kl. 20 og fram eftir kvöldi. Frambjóðendur í prófkjöri flokksins, sem fram fer laugardaginn 14. mars, byrja á því að kynna sig og sín málefni.
Meira
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Portúgals, Marcelo de Sousa Vasconcelos, var í opinberri heimsókn hér á landi fyrri hluta vikunnar, en hann hélt af landi brott snemma í morgun. Ráðherrann kynnti sér helztu sjávarútvegsstofnanir í Reykjavík, heimsótti sjávarútvegsráðuneytið og ræddi við Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra, heimsótti Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun,
Meira
Verðlagsstofa, kvótaþing og aukin veiðiskylda eru meginþættir í tillögum fiskverðsnefndar Skorið á tengsl kvótakaupa og hráefniskaupa Sjómenn hafa það í hendi sér hvort tillögur um breytingar á lagaumhverfi sjávarútvegsins verða lögfestar á Alþingi.
Meira
SPÁNN styður aðild Tyrklands að Evrópusambandinu, ESB. Þessu lýsti Jóhann Karl Spánarkonungur yfir við hátíðarkvöldverð í Madríd á þriðjudagskvöld, þar sem Suleyman Demirel, forseti Tyrklands, var heiðursgestur, en hann lauk í gær þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Spánar. "Spánn styður undanbragðalaust ósk Tyrklands um að verða hluti af Evrópu.
Meira
FASTAFULLTRÚAR Íslands og Aserbaídsjan hjá Sameinuðu þjóðunum í New York undirrituðu hinn 27. febrúar sl. sameiginlega yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Meira
MINNINGARSJÓÐUR um Ólaf Valgeir Einarsson sjávarútvegsfræðing, starfsmann Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, var stofnaður á liðnu sumri. Ólafur var fæddur 3. júní 1952 en hann lést 22. júní 1997. Síðustu fimm árin starfaði hann í Windhoek, höfuðborg Namibíu, sem fiskimálaráðgjafi í namibíska sjávarútvegsráðuneytinu. Í febrúar sl.
Meira
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Sigurði Gizurarsyni, sýslumanni á Akranesi, áminningu fyrir að hafa gert samkomulag um greiðslu 50 milljóna króna sektar sem Hæstiréttur dæmdi Þórð Þ. Þórðarson á Akranesi til að greiða vegna skattsvika. Sigurður ætlar að stefna ráðuneytinu fyrir dóm til að fá áminningunni hnekkt.
Meira
SEINNI hluti Deildarkeppni S.Í. 199798 fer fram dagana 6. og 7. mars nk. Teflt verður í húsnæði Taflfélagsins Hellis að Þönglabakka 1, Reykjavík. 5. umferð hefst föstudaginn 6. mars kl. 20, 6. umferð laugardaginn 7. mars kl. 10 og 7. umferð sama dag kl. 17. Hraðskákmót Íslands 1998 verður haldið sunnudaginn 8. mars nk. að Þönglabakka 1, Reykjavík. Mótið hefst kl. 14. Þátttökugjald er 700 kr.
Meira
Í TILLÖGU sveitarfélaga að forgangsröðun framkvæmda fyrir vegaáætlun fram til ársins 2010, er í umferðarspá bent á þær leiðir, þar sem umferðarálag verður yfir 90% af flutningsgetu en þá er veruleg seinkun á umferð á vegarkaflanum og versnar hratt með auknu álagi þar fram yfir. Fram kemur að þegar er of mikið álag á Gullinbrú, hluta Miklubrautar og á Hringbraut.
Meira
VINABÆJAMÓT verður haldið í Ålesund í Noregi, einum af vinabæjum Akureyrar, dagana 23. til 26. júní í sumar, en íbúarnir halda upp á 150 ára afmæli bæjarins. Helstu viðfangsefni á vinabæjavikunni verða annars vegar söguskoðun og hins vegar útilíf fyrir ungt fólk.
Meira
UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis hefur samþykkt að sé þess óskað verði veittur aðgangur að fundargerð nefndarinnar séu þrjátíu ár liðin frá fundi nema fundargerðin fjalli um einkamálefni einstaklinga. Í slíkum tilvikum skuli ekki heimila aðgang að þeim hluta fundargerðar sem um einkamálefnið fjallar fyrr en að áttatíu árum liðnum, nema sá er málið varðar veiti samþykki sitt.
Meira
Í GÆR barst Tölvunefnd erindi frá Landssímanum þar sem beðið var um heimild til að sundurliða á reikningum öll dýrari símtöl símnotenda. Að meðaltali berast Landssímanum 10-15 fyrirspurnir á mánuði vegna hárra símreikninga og dæmi eru um að símreikningar fyrir heimilissíma hljóði upp á 60.000-70.000 krónur.
Meira
UFFE Ellemann-Jensen, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Danmörku, sagði í gær að tæki hann við stjórnartaumunum eftir komandi þingkosningar myndi hann reyna að afnema þær undanþágur sem Danir hafa samið um frá vissum þáttum Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins, ESB.
Meira
MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, sagði í gær að bandarísku hersveitirnar á Persaflóasvæðinu stefndu öryggi þess í hættu og krafðist þess að þær færu þaðan tafarlaust. Forsetinn sagði þegar hann ávarpaði íranska hermenn í borginni Ahvaz að bandarísku hersveitirnar væru móðgun við Persaflóaríkin þar sem þau væru fær um að tryggja öryggi svæðisins án afskipta annarra landa. 36.
Meira
Vinnan, blað ASÍ, kemur út MEÐAL efnis í Vinnunni, blaði ASÍ, er umfjöllun "um störf þríhöfðanefndar, sem vinnur að gerð lagafrumvarps um kvótabrask og fiskverðmyndun", eins og segir í fréttatilkynningu frá Vinnunni.
Meira
GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að stuðla að því að vinnuumhverfi sjómanna verði bætt.
Meira
EZER Weizman var endurkjörinn forseti Ísraels á þingi landsins í gær og bar sigurorð af frambjóðanda sem naut stuðnings Benjamins Netanyahus forsætisráðherra. Weizman fékk 63 atkvæði en 49 þingmenn kusu Shaul Amor, forsetaefni Likudflokksins. Sjö þingmenn sátu hjá og einn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna.
Meira
ÞORRABLÓT verður haldið í San Francisco, Kaliforníu, 7. mars nk. Boðið verður upp á íslenskan þorramat og verður dansað við hljómsveit, drukkið og spjallað fram á nótt. Blótið verður haldið í The California Club of San Francisco við 1750 Clay Street. Húsið opnað kl. 18.30 og maturinn hefst kl. 19. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Leifur B. Björnsson.
Meira
ANTROPOSOFISKA félagið á Íslandi, Mannspekifélagið, hefur ákveðið að kynna antroposofi í almennum fyrirlestrum. Föstudagskvöldið 6. maí kl. 20.30 mun Atie Bakker Waldorfkennari halda erindi sem hún nefnir Þroskandi samfélag og fjallar um þær hugmyndir er standa að baki því starfi sem unnið er í Skaftholti en þar búa og starfa saman heilbrigðir og aðrir sem þurfa á hjálp að halda.
Meira
UNNIÐ hefur verið að fjölmörgum krabbameinsrannsóknum á Rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði, sem hafa aukið skilning vísindamanna á þessum alvarlega sjúkdómi, á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun stofunnar. Haldið var upp á tíu ára afmæli Rannsóknarstofunnar í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í gær. Að sögn dr. Helgu M.
Meira
BANKAKERFIÐ er alveg hæft til að sjá um opinber húsnæðislán, að því er segir í Vísbendingu. Sama farið Í "ÖÐRUM SÁLMUM" Vísbendingar, sem nefnast "Smáskammtalækningar", segir: "Félagsmálaráðherra kynnti á dögunum fyrirhugaðar nýjungar í húsnæðismálum.
Meira
UMHVERFISSTEFNA SH ÍVAXANDI KRÖFUR eru gerðar víða um heim um ábyrgar fiskveiðar og hollustu sjávarafurða. Það má fyrst og fremst rekja til aukins skilnings á náttúruvernd og þeim miklu vandamálum, sem stafa af mengun í lofti, láði og á landi.
Meira
Íslensk þýðing: Megas. Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson. Leikarar: Gunnar Helgason, Ingvar E. Sigurðsson, Þrúður Vilhjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Kári Gíslason. Loftkastalinn 4. mars.
Meira
BRESKA lögreglan gerði fyrir skemmstu upptæka bók eftir ljósmyndarann Robert Mapplethorpe í háskóla í Birmingham og óskaði eftir leyfi til að eyðileggja hana þar sem innihald hennar væri óviðurkvæmilegt.
Meira
Opið frá kl. 1418. Til 8. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ vill stundum gleymast að bakvið listamanninn Önnu Líndal stendur saumakonan Anna Líndal, sem lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1978. Nú þegar þetta rifjast upp með aðstoð einblöðungs sem fylgir Brúðkaupi, nýjustu sýningu hennar í bjarta- og svartasal Nýlistasafnsins skýrist margt í framsögn hennar.
Meira
ÁRLEGUR bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni. Í boði eru rúmlega 20.000 titlar bóka og tímarita af fjölbreyttum toga. Viðskiptavinir bókamarkaðarins voru á öllum aldri þegar blaðamaður leit þar við í gærmorgun.
Meira
Opið frá kl. 148. Til 8. mars. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR maður skoðar myndir Benedikts Kristþórssonar koma upp í hugann ýmsar endurminningar um stofur og herbergi þar sem fólk stóð og starði út í loftið eins og það vildi muna eitthvað sem því fannst mikilvægt eða ráfaði um í leit að einhverju sem var ekki alltof vel skilgreint.
Meira
TVENNIR tónleikar á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla verða í Reykjavík á þessari vorönn. Jazzkvartett Reykjavíkur heldur tónleika fimmtudaginn 5. mars kl. 20 í Fella- og Hólakirkju og í Grafarvogi leikur Blásarakvintett Reykjavíkur fyrir nemendur og verða lokatónleikar þeirra í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29.
Meira
GUÐFINNA K. Guðmundsdóttir opnar sýningu á vatnslita- og olíumyndum í Félagsstarfi Gerðubergs föstudaginn 6. mars kl. 15. Í tilefni af opnuninni mun Gerðubergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við harmonikkuundirleik Benedikts Egilssonar og píanóundirleik Unnar Eyfells. Einnig munu félagar úr Tónhorninu, Big-band Gerðubergs, leika létt lög.
Meira
Loftur Erlingsson og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Schumann, Wolf, Duparc og Vaughan-Williams. Þriðjudagurinn 3. mars, 1998. Á VEGUM Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs hafa Ljóðatónleikar Gerðubergs notið mikillar virðingar og hafa sl. átta ár á þeirra vegum komið fram okkar bestu og efnilegustu sönglistamenn.
Meira
eftir Baldur Jónsson, Indriða Gíslason og Ingólf Pálmason. 2. útg. 123 bls. IÐNÚ. Reykjavík, 1997. HVENÆR er kennslubók úrelt orðin? Úrelt er hún þegar nýjar rannsóknir eða ný viðhorf hafa vikið til hliðar eldri vísdómi, fyrr ekki. Fornbókmenntasaga þeirra Baldurs, Indriða og Ingólfs kom út fyrir röskum tuttugu árum.
Meira
ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands efnir til námskeiðs 10.-31. marz um íslenska samtímaleikritun þar sem fjallað verður um höfundarverk þriggja leikskálda, þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar, Birgis Sigurðssonar og Kjartans Ragnarssonar. Ofangreindir höfundar eiga allir verk á Stóra sviði Þjóðleikhússins í vetur.
Meira
JÓNAS Ingimundarson píanóleikari heldur tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30. Á efnisskrá eru fjórar píanósónötur eftir jafnmörg tónskáld; Sónata í Cdúr eftir Baltasar Galuppi, Sónata eftir Beethoven (Tunglskinssónatan) og Sónata í Bdúr D960 eftir Schubert.
Meira
MIRAMAX vinnur nú að endurgerð tékknesku myndarinnar Kolya á ensku, en hún vann til Óskarsverðlauna í fyrra sem besta erlenda myndin. Kolya er fyrsta tékkneska myndin sem er gefin út af Miramax og fjallar hún um miðaldra tónlistarmann sem nýtur kvenhylli og það hvernig líf hans tekur stakkaskiptum eftir að hann tekur að sér rússneskan dreng sem hefur verið yfirgefinn
Meira
TVEIR ný-sjálenskir leikritahöfundar vilja fletta ofan af ritstuldi tengdum framleiðslu myndarinnar "The Full Monty" áður en Óskarsverðlaunin verða afhent. Andrew McCarten og Stephen Sinclair lögðu fram kæru fyrir rétti í Los Angeles þar sem þeir halda því fram að myndin sé byggð á leikriti þeirra "Ladies Night" sem var skrifað árið 1987.
Meira
TJARNARDAGAR Kvennaskólans í Reykjavík hófust á mánudag þegar nemendur skólans fóru í "nætursund" í Sundhöll Reykjavíkur þar sem meðfylgjandi myndir eru teknar. Því var fylgt eftir með listakvöldi á Sóloni Íslandusi þar sem þjóðfrægir Íslendingar skemmtu nemendum. Ekki var látið þar við sitja.
Meira
GESTUR Ritlistarhóps Kópavogs fimmtudaginn 5. mars verður ljóðskáldið Óskar Árni Óskarsson. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur ásamt þýðingum. Síðasta bók Óskars, Ljós til að mála nóttina, kom út árið 1996. Geirlaugur Magnússon flytur inngang um skáldið. Upplesturinn verður í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs og hefst kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Meira
Opið 1419 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 8. mars. RÆTUR myndlistarinnar eru flæktar og liggja víða. En ein hinna elstu hefða sem greina má er hefð minnisvarðans. Steinn sem reistur er upp á rönd er til vitnis um liðinn atburð sem gerðist á þessum stað. Rúnir sem klappaðar eru í steininn segja til um atburðinn og túlka hann fyrir ferðamönnum sem framhjá fara.
Meira
Á VEGUM Myndlista og handíðaskóla Íslands verður námskeið helgina 14.15. mars um efnisfræði ýmissa plast og gúmmíefna og kynnt verður tæknin við mótagerð, afsteypur og yfirborðsmeðhöndlun. Kennari er Helgi Skaftason, kennari í iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Kennt verður í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Meira
NÍNA Magnúsdóttir opnar sýningu í Mokka á Skólavörðustíg föstudaginn 6. mars kl. 20. Sýningin ber yfirskriftina "Íkonur" og er röð ljósmynda sem unnar eru með aðstoð tölvutækninnar. Íkonar eru einu nafni nefndar þær helgimyndir sem sýna Krist, engla og dýrlinga og Maríu mey með Jesúbarnið.
Meira
ÞAÐ sætir jafnan tíðindum þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur hljómsveitarverk eftir íslenskt tónskáld enda ekki á hverjum degi að nýr sinfóníukafli er skráður í tónbókmenntasögu þjóðarinnar. En þótt eftirvæntingin sé mikil meðal leikra og lærðra, sem saman eru komnir í salnum, er enginn jafn spenntur og tónskáldið sjálft.
Meira
KVIKMYNDIN "Krippendorf's Tribe" var frumsýnd í Los Angeles á dögunum og mættu aðalleikararnir Richard Dreyfuss og Jenna Elfman eins lög gera ráð fyrir. Myndin fjallar um einstæðan föður og mannfræðing, sem Dreyfuss leikur, sem hefur notað styrkveitingu til rannsókna til að fæða og klæða börnin sín.
Meira
Gryfjan, Listasafn ASÍ SÝNINGU Margrétar Jónsdóttur, Konur í menningarheimi karla, lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 1419.
Meira
TÓNLIST og tískusýning verða í Kolaportinu í kvöld og kallast uppákoman "CrossRoad." Það er Dusk Entertainment sem stendur að kvöldinu og hefur skífuþeytarinn Ace verðið fenginn frá New York til að spila. DJ Ace kom til landsins í gærmorgun og barðist við að halda á sér hita þegar blaðamaður náði tali af honum.
Meira
ANNAÐ hvort ár gangast nemendur á 6., 7. og 8. stigi söngnáms við Söngskólann í Reykjavík fyrir óperuuppfærslu við skólann. Í kvöld frumsýna þau Töfraflautuna eftir Mozart í tónleikasal Söngskólans, Smára, að Veghúsastíg 7. Sýningarnar verða aðeins þrjár; önnur sýning verður laugardaginn 7. mars kl. 16 og lokasýningin sunnudaginn 8. mars kl. 20.30.
Meira
Í KVOSINNI í Reykjavík leynist vinalegt og jafnframt óvenjulegt afdrep frá daglegu amstri borgarinnar. Kaffileikhúsið fellur heldur illa að hefðbundnum skilgreiningum skemmti- og veitingastaða: kaffihús, matsölustaður, danshús, bar og síðast en svo langt því frá síst, leikhús.
Meira
Framleiðand i: Lila Caz`es. Leikstjóri: Paul Schrader. Handritshöfundur: Paul Schrader eftir sögu Elmore Leonard. Kvikmyndataka: Ed Lachman. Tónlist: David Grohl. Aðalhlutverk: Bridget Fonda, Skeet Ulrich, Christopher Walken og Tom Arnold. 94 mín. Bandaríkin. Lumi`ere International/Stjörnubíó. Myndin er öllum leyfð.
Meira
NÚ ER sá tími þegar aðstæður geta orðið mjög slæmar í umferðinni. Því viljum við benda ykkur á nokkur atriði sem geta hjálpað ykkur og dregið úr hættunni á að lenda í óhappi. Hálka Áður en við förum af stað skulum við vera viss um að rúður séu vel hreinar. Mikilvægt er að hafa dekkjabúnað í lagi. Ef loftþrýstingur er minnkaður, eykst veggrip í hálku.
Meira
EKKI er ég til að gagnrýna íslenska þjóð, hvað þá sjómenn þessa lands sem hafa stritað í gegnum tíðina, öllum öðrum þegnum landsins til hagsbótar. Ekki vil ég segja að öllum sé sama um öryggismál þessarar stéttar eða tel að fólki sé sama um eftirlitskerfi sjómanna í gegnum tíðina, vitana.
Meira
UNDANFARIÐ hefur verið umræða á Íslandi um gagnaflutning um raforkudreifikerfið, nokkuð sem kalla mætti rafmagnsnet. Þetta rafmagnsnet á að gera heimilum og fyrirtækjum mögulegt að tengjast alnetinu á hraðvirkari og ódýrari hátt en hingað til. Í umræðuna hefur sárlega vantað allar staðreyndir og er grein þessi viðleitni mín til að bæta þar úr.
Meira
HINN árlegi Biblíudagur var haldinn 15. febrúar síðastliðinn. Prestum er þá uppálagt að geta um daginn í predikunum sínum og leggja út af orðunum sem tileinkuð eru deginum, þar sem Frelsarinn segir söguna um sáðmanninn, sem fór út að sá sæði sínu. Þessa frásögu Jesú má lesa í Lúkasarguðspjalli, 8. kafla, í versunum 515. Og hvet ég menn til að kynna sér málið.
Meira
Í BRÉFI bæjarráðs Reykjavíkur frá 3. okt. 1941 til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis segir: Lagt fram bréf skipulagsnefndar dags. í dag, um lóð undir fyrirhugaðan sjómannaskóla. Bæjarráð leggur til að gefin verði lóð undir skólann í Rauðarárholti, þar sem undirbúningsnefnd skólabyggingarinnar óskar eftir og verði stærð lóðarinnar ákveðin síðar.
Meira
Í MARS árið 1997 fór ég eins og svo margir aðrir nemendur HÍ í Þjóðarbókhlöðuna á Framadaga. Ég var búinn að lesa Framadagabæklinginn línanna á milli og finna út hvaða fyrirtæki það voru sem höfðuðu til mín. Á deginum sjálfum gekk ég á milli nokkurra fyrirtækja og átti skemmtilegar og áhugaverðar viðræður við hina ýmsu aðila atvinnulífsins.
Meira
SNEMMA sumars árið 1989 um 13. júlí eða svo voru svissneskir ferðamenn á húsbíl akandi um Langadal, upp af Vopnafirði. Ekki tókst betur til en svo að ökumaðurinn, Serge Clapasson, missti vald á bílnum sem rann um stund þversum eftir veginum og hafnaði loks utan vegar, fastur í snjóskafli. Serge sem er í hjólastól og félagar hans voru þarna ráðalausir.
Meira
UMRÆÐAN um breikkun Gullinbrúar vekur ýmsar spurningar og þá einkum og sér í lagi framkoma nokkurra sjálfstæðismanna. Það virtist hlakka í Árna Sigfússyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar hann blés til blaðamannafundar og sagði að líklegast drægust framkvæmdir enn. Það er augljóst að pólitískir hagsmunir vega þyngra hjá borgarfulltrúanum en hagsmunir Grafarvogsbúa.
Meira
ORÐIÐ liðagigt lýsir sjúklegu ástandi í liðum og vefjum. Iktsýki er langvinn liðagigt, sem getur lagst á nær hvaða lið líkamans sem er. Orsökin er óþekkt en talið er, að röskun verði á ónæmiskerfinu, sem fer að ráðast á eigin vef. Afleiðingarnar eru bólgubreytingar í liðum. Iktsýki hrjáir u.þ.b. 1-3% fullorðinna og er sjúkdómurinn þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum.
Meira
Í FRÉTTATÍMA sjónvarpsins 25. febrúar var ein aðalfréttin um framreikning á flutningi fólks af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis. Með tilvitnun í framreikning Byggðastofnunar og viðtali við starfsmann hennar var því slegið upp að íbúum landsbyggðar muni fækka það mikið á næstu árum að árið 2027 verði aðeins fjórðungur þeirra eftir úti á landi.
Meira
HINN 15. apríl næstkomandi er alþjóðadagur meinatækna. Þessi dagur verður haldinn hátíðlegur um heim allan. Af því tilefni er vert að kynna fjölbreytni þeirra starfa sem meinatæknar vinna. Lengi hafa menn litið á meinatækna sem "blóðsugur", og er það að sumu leyti ekki undarlegt þar sem samskipti meinatækna við sjúklinga eru við blóðtökur.
Meira
ÞAÐ var sunnudagsmorguninn 8. febrúar síðastliðinn, þegar ég var að fletta í gegnum Morgunblaðið, að ég rak augun í grein eftir Jóhann J. Ólafsson sem bar heitið "Sósíalisminn er lævís og lipur". Eftir að hafa lesið greinina fór ég að hugsa mikið um það sem í henni stóð, því margt angraði mig við hana.
Meira
ER byggðin í Hnífsdal sem stendur á snjóflóðahættusvæði eitthvað verr til þess fallin að vera varin gegn ofanflóðum en aðrar byggðir á Íslandi sem eru á snjóflóðahættusvæðum? Þegar húsin í Hnífsdal voru keypt af Ofanflóðasjóði þá voru þau þar með orðin snjóflóðavörn og Bæjarstjórn Ísafjarðar skuldbundin að sjá um viðhald snjóflóðavarnanna samkv. 10. gr.
Meira
SUNNUDAGINN 22. febrúar var í Morgunblaðinu fjallað um áform þín í Breiðdalsá þar sem þú ætlar að beita meðferðarúrræðum þínum. Þau felast í því að sleppa milli 30 og 40 þúsund gönguseiðum í umrædda á. En hver er "sjúkdómur" Breiðdalsár sem kallar á meðferð? Breiðdalsá er eina laxveiðiáin á stóru landsvæði og meðalveiði hennar síðustu 23 árin hefur verið 137 laxar.
Meira
NÚ eru liðin mörg ár síðan samræmd próf voru tekin upp við lok grunnskóla á Íslandi. Hefur oft staðið nokkur styr um þessi próf og hefur oft verið deilt um framkvæmd þeirra og niðurstöður. Það er alþekkt staðreynd, að niðurstöður samræmdra prófa hafa verið misjafnar eftir landshlutum, og þá oftast á kostnað dreifbýlis að því er virðist.
Meira
Í SEINNI tíð hefur borið mjög á orðinu "sýn" í þjóðmálaumræðu. Það er talað um að stjórnmálamenn verði að hafa "sýn" og er þá væntanlega átt við heildarmarkmið sem stjórnmálamenn skuli stefna að. Oft er líka talað um "framtíðarsýn". Einkum er það fólk á vinstri væng stjórnmálanna sem upptekið er af slíku tali. Það er að líkum, því vinstri menn eru eðli máls samkvæmt heildarhyggjumenn.
Meira
Við fögnum nýjum liðsmönnum UNDANFARNA daga höfum við tónlistarmenn orðið varir við umræðu um tónlistarhús og finnst okkur ekki laust við að hún hafi pólitískan keim. Ekki hefur undirritaður á móti því að stjórnmálamenn komi að málinu enda er það svo að bygging tónlistarhúss verður ekki að veruleika fyrr en stjórnmálamenn, sem hafa pólitískt þor og framsýni,
Meira
Í SÍÐUSTU viku var undirritaður samningur, til 15 ára, milli Reykjavíkurborgar og hestamannafélagsins Fáks um yfirtöku þess síðarnefnda á rekstri og uppbyggingu Reiðhallarinnar í Víðidal. Með þessari undirskrift rætist langþráður draumur Fáksmanna og reyndar hestamanna allra,
Meira
Á NÆSTA ári verða merkileg tímamót í sögu Reykjavíkurborgar. Því þá verða nefnilega 100 ár frá stofnun KFUM og KFUK í Reykjavík. Eitt hundrað ár frá því að æskulýðsleiðtoginn mikli, sr. Friðrik Friðriksson, hóf að ganga um götur borgarinnar til þess að boða drengi fyrst í stað og síðar einnig stúlkur til funda í KFUM og KFUK.
Meira
Í dag verður kvödd frá Miklaholtskirkju Elín Rósa Valgeirsdóttir. Ég get ekki sagt að andlátsfregn hennar hafi komið okkur sem til þekktum á óvart. Ella Rósa hefur háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm nú síðustu mánuði á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Þar hitti ég hana síðast í janúarlok. Þá sýndi hún mér myndir af barnabörnum sínum en ég hafði haft með mér myndir af mínum.
Meira
Amma okkar átti heima á Álfaskeiðinu í stóru fallegu húsi, sem hún og afi byggðu. Við eldri systurnar bjuggum ásamt foreldrum okkar á efri hæð hússins fyrstu æviárin og mynduðust þá tengsl við afa og ömmu, sem aldrei slitnuðu.
Meira
Elsku Guðríði ömmu höfum við kvatt í hinsta sinn. Við erum stolt yfir því að hafa orðið þeirrar hamingju aðnjótandi að kynnast henni og öllu því heiðarlega, góða og yndislega sem hún hafði að gefa. Ömmu Guðríði viljum við nú þakka góðu stundirnar og hvernig hún tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til hennar. Alltaf tók hún á móti okkur með hlýju og glaðværð.
Meira
Við fráfall háaldraðrar tengdamóður minnar, Guðríðar Bjarnadóttur frá Hörgsdal á Síðu, réttra 90 ára að aldri, kemur mér fyrst í hug þakklæti til forsjónarinnar fyrir það að hún fékk hægt andlát eftir áralanga bið.
Meira
GUÐRÍÐUR BJARNADÓTTIR Guðríður Bjarnadóttir fæddist í Hörgsdal á Síðu hinn 6. febrúar 1908. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Bjarni Bjarnason, hreppstjóri í Hörgsdal, og Sigríður Kristófersdóttir.
Meira
Kæra Sóley, nú ert þú farin þangað sem við förum öll. Þó við söknum þín erum við þakklát, nú er þrautum þínum lokið og þér líður vel hjá guði. Þakka þér fyrir samfylgdina. Við sendum öllum sem sakna þín og elska innilegar samúðarkveðjur.
Meira
GUÐRÚN SÓLEY KARLSDÓTTIR Guðrún Sóley Karlsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 11. september 1950. Hún lést á heimili sínu 19. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Karls Adolfs Einarssonar, f. 11.3. 1931, d. 15.3. 1970, og Sigríðar Ásgerðar Sæmundsdóttur, búsett á Þingeyri, f. 2.11. 1932.
Meira
Afi minn, hann fór út í eilífðina þar sem við sjáum hann ei meir. Á pörtum var það gott að hann fór, hann þjáðist mikið, þjáðist af sjúkdómum sem ég get ekki lýst, en það var samt ekki gott fyrir alla fjölskylduna hans. Hann var ekki venjulegur afi, afi með bumbu eða margar sögur að segja, hann var frekar ræðinn, en ræðinn um hluti sem fullorðna fólkið talaði um.
Meira
Elsku afi minn, nú ertu kominn í annan heim, þar sem þér líður vel á ný. Ég man alltaf hvað mér fannst leiðin til Keflavíkur löng þegar ég var lítil, það var alltaf jafn spennandi að koma til ykkar ömmu, hjá ykkur var tekið vel á móti manni og við áttum alltaf góðar stundir saman.
Meira
MAGNÚS HARALDSSON Magnús Haraldsson var fæddur á Grund í Eyjafirði 18. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Briem og Lára Jónsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Bára Guðmundsdóttir, f. 10.8. 1925. Þau gengu í hjónaband 24. apríl 1950. Börn þeirra eru Guðmundur Elís, f. 28.6.
Meira
Ég hugsa um mynd þína hjartkæra móðir og höndina mildu, sem tár strauk af kinn. Það yljar á göngu um ófarnar slóðir, þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn. Ljósið er slokknað á lífskerti þínu, þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut. Hlýja þín vakir í hjartanu mínu, frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.
Meira
Skin og skúrir skiptast jafnan á í lífi okkar allra. Gleði og sorgir mæta okkur en í misríkum mæli. Mönnum er gefið andlegt og líkamlegt þrek í vöggugjöf, sem þeim ber að bæta og þroska á lífsleiðinni. Þá er ómetanlegt að fá þannig uppeldi í bernsku og æsku, að það marki leiðina og létti gönguna á lífsins brautu.
Meira
Þú hlærð svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjartað kalt. Ein og sama eilífð lengir allt, sem var og koma skal. Í hvílunni engin jafn sólhvít sefur, þú gefur og gefur allt.
Meira
Mig langar að minnast tengdamóður minnar í nokkrum orðum. Sigríður Sigfúsdóttir ólst upp á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði í stórum hópi systkina. Börnin tóku snemma þátt í heimilisstörfum, 7 ára gömul prjónaði hún vettlinga handa föður sínum og gaf honum í jólagjöf. Skólagangan var stutt, og einn vetur var hún í Reykjaskóla í Hrútafirði. Sigríður minntist oft þessa vetrar.
Meira
Nú ertu dáin, amma, og kemur aldrei aftur til okkar. Við söknum þín svo mikið. Hver annar gæti bakað svona frábærar pönnukökur, sem þú varst þekkt fyrir? Hver annar á að taka á móti okkur og bjóða okkur í kaffi á virkum dögum þegar við komum heim úr skólanum? Hver á að spila við okkur, hekla, prjóna og sauma á okkur? Það kemur enginn í staðinn fyrir þig.
Meira
SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR Sigríður Sigfúsdóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 9. nóvember 1921. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Gróa Guðmundsdóttir, f. 8. október 1888, d. 15. febrúar 1963, og Sigfús Sigfússon, f. 7. ágúst 1887, d. 29. janúar 1958. Systkini hennar voru: Guðmundur, f.
Meira
Við fráfall góðvinar míns Sigurðar Guttormssonar finnst mér að einhver strengur hafi brostið í lífi mínu, slíkur vinur var hann mér. Ég var í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1936-1938 og vann síðar hjá vini Sigurðar, Einari Sigurðssyni, árin 1940-1942. Á þessum árum kynntist ég Sigurði ekki mikið, og þó aðallega í gegnum Einar Sigurðsson.
Meira
SIGURÐUR GUTTORMSSON Sigurður Guttormsson fæddist í Hamragerði í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði hinn 15. ágúst 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guttormur Árnason og kona hans Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir áttu þau hjón tvö börn, Sigurveigu og Vigfús.
Meira
Pabbi er dáinn. Siglingin síðustu vikur ævi hans var afar löng. Á köflum í miklum andbyr. Og bylgjan, sem bar bát hans uppi, var einnig löng. Þess vegna var meðvitund hans misdjúp. Þannig var líka vitund okkar hinna um heilsu hans. Þó vissu allir að hverju stefndi. Hann, sennilega best allra. En bátinn bar hraðar að landi, en við höfðum óttast.
Meira
Það er góður og gegn siður manna að skiptast á bréflegum kveðjum á jólum. Sigurjón Sigurðsson, sem nú er kvaddur, lagði ætíð mikla rækt við þennan sið og höfðu jólakveðjur hans á sér alveg sérstakt yfirbragð, í senn skáldlegt og innilegt, voru fullar af gleði hátíðarinnar og þakkarorðum fyrir liðin ár, ætíð skrifaðar með mjög svo persónulegri rithönd hans.
Meira
Sigurjón Sigurðsson fæddist á Njálsgötu 48 í Reykjavík og ólst þar upp í faðmi stórrar fjölskyldu. Hann stundaði barnaskólanám að þeirra tíma hætti og gekk honum námið vel. Nokkuð mun hafa verið hart í búi á heimilinu um þetta leyti þó að allt héldist í bjargálnum fyrir ráðdeild og dugnað.
Meira
Það eru margar hliðar á hverjum manni. Ég var oft spurð um Sigurjón í Örnólfi eða Sigurjón í Fram, en ég þekkti hvorki kaupmanninn né knattspyrnumanninn ég þekkti hann sem afa. Afa sem safnaði fílastyttum, fannst gaman að spila á spil og tefla skák, gaf okkur systkinunum kók og sælgæti þegar við komum í heimsókn og eldaði góða kjötsúpu.
Meira
Sérstæður karl. Þrjóskur og skemmtilega á skjön við umhverfið. Sigurjón fór á kostum síðast þegar ég hitti hann. Í brúðkaupi Sigga frænda míns og Hildar seinnipartinn í sumar fundu nokkrir syndaselir sér afdrep til að reykja. Þar á meðal voru þeir bræðurnir; afi og Sigurjón, baráttumenn gegn reykingum, og Svavar. Ekki veit ég hvað dró þá í syndahornið.
Meira
SIGURJÓN SIGURÐSSON Sigurjón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1916. Hann lést á Landspítalanum 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorvarðarson (1873-1945), sjómaður og síðar verkamaður, og bústýra hans, Ólöf Ólafsdóttir (1887-1966). Varð þeim fimm barna auðið. Þau eru: Kristinn, húsasmiður, f. 31. ágúst 1914, d. 18.
Meira
Elsku Sóley. Okkur langar að minnast þín með örfáum línum. Við sem lékum okkur alltaf fjórar saman á Baldvinstúninu í gamla daga. Já, það eru ár og dagar síðan við vorum börn en það var gaman þá. Samt virðist svo stutt síðan núna þegar við sitjum hér þrjár og rifjum upp gamlar samverustundir. Við vorum öllum stundum saman, þú og við Rannveig, Steinunn og Hanna.
Meira
Stefán Guðnason, fyrrverandi yfirlæknir við Tryggingastofnun ríkisins, er látinn á 94. aldursári. Hann var Austfirðingur og ólst þar upp og síðar á Hornafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og settist um haustið í læknadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi í febrúar 1930.
Meira
Stefán, tengdafaðir minn, sagði mér einhvern tímann að sig hefði bæði langað til að leggja fyrir sig íslensk fræði og læknisfræði þegar hann var í menntaskóla. Það getur varla komið þeim á óvart sem þekktu hann vel. Stefán var góður læknir og hann hafði líka yndi af þjóðlegum fróðleik, íslenskum bókmenntum og máli.
Meira
STEFÁN GUÐNASON Stefán Guðnason fæddist á Vopnafirði 22. ágúst 1904. Hann lést á Droplaugarstöðum 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. mars.
Meira
Miðvikudagurinn 25. febrúar er að kvöldi kominn. Veður er fagurt, smálogndrífa og jörð alhvít sem silkislæða. Ástkær móðir mín kveður þennan heim þreytt en mér finnst hún sæl að geta loksins hitt lífsförunaut sinn á ný. Sérstakur friður hvílir yfir andliti hennar. Svefninn langi hefur tekið yfir. Mamma var einstök kona. Sterkgreind, tilfinninganæm, vel skipulögð og gædd mikilli kímnigáfu.
Meira
VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR Valgerður Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Ólafsson, vatnsveitustjóri á Akureyri, og kona hans Bjarnþóra Benediktsdóttir, sem eru látin.
Meira
HLUTABRÉF lækkuðu í verði víðast hvar í Evrópu í gær vegna uggs um vaxtahækkanir og veikari stöðu skuldabréfa eftir miklar hækkanir í nokkra daga. Dollarinn var í biðstöðu vegna væntanlegra efnahagsráðstafana Japana og upplýsinga um atvinnu. Í London lækkaði lokagengi um rúmlega 1,2% vegna veikleikamerkja í New York og uggs um hækkun brezkra vaxta.
Meira
GEORG SOROS, hinn alþjóðlegi fjárfestir, kveðst hafa hafnað beiðni Rússlandsstjórnar um fjárhagsstuðning í desember, en lánað henni nokkur hundruð milljónir dollara í júní. Rússar hafa greitt skuldina, en Soros neitaði að lána þeim í desember "svo að það kæmist ekki upp í vana." Fréttin varpar ljósi á bágborinn fjárhag Rússa á síðustu mánuðum.
Meira
Í GÆR var Tölvunefnd sent erindi frá Landssímanum þar sem beðið var um heimild til að sundurliða á reikningum dýrari símtöl símnotenda hér á landi. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landssímanum,
Meira
NÝLEGA hóf heildverslunin Elgur innflutning á sænskum hitakoddum (Vetevårme). Í fréttatilkynningu frá innflytjanda segir að koddarnir séu upphitaðir í örbylgjuofni í 35 mínútur eða bakaraofni í um 15 mínútur. Þeir eru t.d. ætlaðir þeim sem þjást af vöðvabólgu í hnakka og öxlum, gigtarverkjum, tíðaverkjum, mjóbaksverkjum og fótkulda.
Meira
Í DAG, fimmtudaginn 5. mars, hefjast Húsavíkurdagar í verslunum Nóatúns í Reykjavík. Það eru húsvískir og þingeyskir matvælaframleiðendur sem standa að þessu átaki og meðal vara sem kynntar verða á Húsavíkurdögum eru t.d. Húsavíkurlambakjöt, Húsavíkurhangikjöt, Húsavíkurjógúrt, Húsavíkurostar, Kúttersíld og Sana-vörur.
Meira
HJÁ versluninni Ó-línu fást nú myndlistarvörur sem ætlaðar eru fyrir skóla. Þar á meðal eru litir og föndurvörur. Litirnir eru frá franska fyrirtækinu Le France & Bourgeois. Það er eitt elsta fyrirtæki í heimi sem framleiðir liti fyrir listamenn en það var stofnað árið 1720. Í fréttatilkynningu frá Ó-línu segir að allir litirnir séu lausir við eiturefni og standist Evrópustaðal.
Meira
Í FJARÐARKAUPUM stendur nú yfir kynning á formkökum frá þýska fyrirtækinu Kuchen Meister. Þessar kökutegundir hafa ekki verið til sölu hér á landi áður en frá sama vörumerki hafa fengist hérlendis formkökur í álumbúðum. Að sögn Kristins Vagnssonar, sölustjóra hjá heildverslun Eggerts Kristjánssonar, eru nýju kökurnar í loftskiptum umbúðum og án viðbættra rotvarnarefna.
Meira
Í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt fræðsluerindi um náðargáfurnar í Digraneskirkju í Kópavogi. Erindið flytur sr. Gísli Jónasson sóknarprestur í Breiðholtskirkju og er það annað í röðinni af fræðsluerindum sem flutt eru á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Í erindinu fjallar Gísli um tilgang náðargjafanna og hvert er hlutverk þeirra í samfélagi trúaðra í kirkjunni.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september sl. í Landakotskirkju af sr. Georg Eva Þengilsdóttir og Martin Eyjólfsson. Heimili þeirra er í Nökkvavogi 12, Reykjavík.
Meira
ELLEN Stefánsdóttir hafði samband við Velvakanda. Hún segist hafa verið gestur í Ársal á Hótel Sögu og langar að lýsa ánægju sinni með þjónustuna, salinn, veitingarnar og snyrtimennskuna. Hún vill færa fram þakkir til aðstandenda salarins.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Lone Sif, Týr, Mælifell, Arnarfell, Hanne Sif og Noro komu í gær. Lutador og Blackbird fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Hanne Sif fór í gær.Strong Icelander fer í dag. Veldstad Vikingkemur af veiðum í dag.
Meira
SLENSKA útvarpsfélagið kynnti á dögunum verðbreytingar fyrir þjónustu sína. Athygli vekur að þar er í flestum tilfellum um að ræða umtalsverðar hækkanir á tímum mjög lítillar verðbólgu. Víkverji hefur um nokkurt skeið verið áskrifandi að Sýn og Fjölvarpinu. Þegar Víkverji pantaði áskriftina fyrir tæpum tveimur árum var hún 1895 krónur.
Meira
"Vísirinn tifar, tíminn líður / án tafar. Hvað gerðist í dag?/ Hreingerning, þvottur, verksmiðjuvinna. / Væri það efni í brag?/ Ef til vill, og þó, ég óskaði annars, / mín íslenska, framsækna þjóð / Það líður að nótt og enn á eftir / að yrkja þér dagsins ljóð.
Meira
Framarar tóku kæruna vegna bikarúrslitaleiksins við Val úr dómstóli ÍBR á hádegi í gær og lögðu málið fyrir dómstól HKRR síðdegis. Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur Fram, sagði við Morgunblaðið í gær að réttar upplýsingar um hvar ætti að fjalla um málið hefðu ekki legið fyrr fyrir en nú væri það loks komið í réttan farveg.
Meira
GÚSTAF Bjarnason, handknattleiksmaður með Haukum, hefur ákveðið að taka tilboði þýska 2. deildar liðsins Willst¨att og leika með því næstu tvö árin, frá næstu leiktíð að telja. Gústaf undirritar samning við félagið fyrir helgina. Forráðamenn Willst¨att hafa í hyggju að styrkja liðið fyrir næsta keppnistímabil og freista þess að vinna sæti í 1. deild.
Meira
Anzhela Balakhonova frá Úkraínu, nýkrýndur Evrópumeistari og heimsmethafi í stangarstökki kvenna, ætlar að reyna að bæta metið á stökkmóti ÍR í Laugardalshöll í kvöld. Í samtali við Steinþór Guðbjartsson segist stúlkan vera rétt að byrja og stefnan sé að bæta sig til muna.
Meira
AFREKS- og styrktarmannasjóður Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að styrkja Frjálsíþróttadeild ÍR um 200.000 vegna afreka Völu Flosadóttur stangarstökkvara og barna- og unglingastarfs deildarinnar. Umsókn félagsins um styrkinn var tvíþætt og þess vegna skiptist upphæðin í tvo hluta og helmingurinn, 100.000 krónur, rennur til Völu. Þá hefur Kópavogsbær samþykkt að styrkja Völu um 250.
Meira
LEIKMENN Aftureldingar létu leikinn og útreiðina sem þeir fengu í Skövde um síðustu helgi sér ekki að kenningu verða. Það sást er þeir tóku á móti Valsmönnum að Varmá í gærkvöldi. Mosfellingar virtust úti á þekju nær allan leikinn, hvort heldur var í vörn eða sókn og má segja að framganga þeirra hafi verið beint framhald af leiknum í Skövde.
Meira
STEVE Harkness leikmaður Liverpool verður kallaður inn á teppið hjá forráðamönnum félagsins á næstunni. Stan Collymore lýsti því yfir eftir leik Aston Villa og Liverpool um síðustu helgi að Harkness hafi látið neikvæð orð falla í garð kynþáttar síns á meðan leikurinn fór fram.
Meira
GUÐJÓN Skúlason, hin knáa skytta Keflvíkinga og landsliðsins í körfuknattleik, leikur í kvöld 500. leik sinn fyrir meistaraflokk Keflvíkinga. Leikurinn fer fram í Keflavík og verður leikið við Þór frá Akureyri. Guðjón lék fyrst með Keflavík árið 1979, þá tólf ára, og lék með flokkum félagsins allt til haustsins 1990 er hann hélt til Bandaríkjanna.
Meira
ÖLLUM fjórum leikjunum í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu lauk með jafntefli í gær. Manchester United og Mónakó gerðu markalaust jafntefli í Frakklandi eins og þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern M¨unchen.
Meira
ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands gerði í gær styrktarsamning við Völu Flosadóttur, frjálsíþróttakonu úr ÍR, sem gildir fram yfir Ólympíuleika í Sydney, eða til loka ársins 2000. Henni verða tryggðar 160 þúsund krónur á mánuði og er þetta sambærilegur samningur og gerður var við Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur og Kristin Björnsson.
Meira
Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, fær tækifæri til að næla sér aftur í heimsmetið í stangarstökki innahúss í Laugardalshöll í kvöld. Mótið hefst kl. 20.00. Eins og kunnugt er missti Vala heimsmetið á Evrópumeistaramótinu í Valencia á sunnudaginn.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, hefur keppnistímabilið í dag er hann tekur þátt í fyrsta mótinu í evrópsku áskorendamótaröðinni. Mótið er haldið í Afríku, nánar tiltekið á Fílabeinsströndinni og á velli sem heitir Abidjan.
Meira
FISKISTOFA hefur svipt fjögur skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla umfram aflaheimildir. Skipin eru: Sigurbjörg Þorsteins BA, Erlingur GK, Sigurbjörg SH og Auðbjörn ÍS. Leyfissviptingarnar gilda þar til aflaheimildir skipanna hafa verið lagfærðar. Þá svipti Fiskistofa Björgvin EA veiðileyfi 18. febrúar sl.
Meira
LOÐNAN mokveiddist í gærmorgun rétt vestan við ósa Skaftár en tiltölulega fá skip voru á miðunum síðdegis, flest á leið í land með fullfermi eða á miðin á ný eftir löndun. Mikil loðnufrysting er víða um land og loðnu landað bæði til frystingar og bræðslu allt frá Austfjörður og vestur um á Akranes.
Meira
Vinnslustöðin hf. blæs til sóknar í bolfiskvinnslu í Þorlákshöfn og Eyjum "Sóknarfærin eru fyrir hendi" Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn sjá nú fyrir sér töluverð sóknarfæri í frystingu bolfisks í landi.
Meira
SÝNI skoðunarstofan ehf., sem var stofnuð í lok síðasta árs í kjölfar breytinga á umhverfi skoðana hjá vinnsluleyfishöfum í sjávarútvegi, hefur nú þegar sótt um faggildingu samkvæmt staðlinum ÍST EN 45 004 og hefur fengið leyfi Fiskistofu til að starfa samkvæmt þeim skilyrðum og kröfum sem starfseminni eru settar.
Meira
REKSTUR Sparisjóðs Vestmannaeyja skilaði 27,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er þá búið að taka tillit til tekju- og eignarskatts að fjárhæð 13,9 milljónir. Er þetta heldur lakari afkoma en á árinu á undan, þegar hagnaðurinn losaði 28 milljónir.
Meira
ACO hefur gert sölusamning við Plastprent um heildarlausn á sviði forvinnslu prentgripa. Með kaupum á filmuútkeyrsluvélinni Heidelberg Hercules Pro hefur Plastprent fært alla forvinnslu prentgripa á einn stað. Einnig hefur verið samið um kaup á Delta Technology hugbúnaði sem er meðal annars notaður við prentútkeyrslu.
Meira
ÞAÐ er aðeins rúm fyrir fimm eða sex stóra fjárfestingarbanka á Norðurlöndum og þeir, sem nú eru að velta fyrir sér auknum umsvifum þar, til dæmis dönsku bankarnir Den Danske Bank og Unibank, eru einfaldlega of seint á ferðinni. Hinir eiginlegu fjárfestingarbankar eru og verða æ alþjóðlegri. Norrænir stórveldisdraumar eru liðin tíð
Meira
BANDARÍSKA tölvuþjónustan America Online Inc. hefur gert samning til þriggja ára við fréttastofuna Bloomberg LP um að hún útvegi AOL viðskipta- og markaðsfréttir. Bloomberg mun borga AOL fyrir að taka við hlutverki Dow Jones, útgefanda viðskiptablaðsins Wall Street Journal, á vefsetri AOL. America Online hefur rúmlega 11 milljónir viðskiptavina.
Meira
APPLE tölvufyrirtækið hefur tilkynnt verðlækkanir á nýjum Power Macintosh G3 einkatölvum eins og sérfræðingar hafa spáð. Þessar tölvur Apples voru kynntar í nóvember og hafa fengið góðar viðtökur. Góð sala á þeim hefur gert hinu bágstadda fyrirtæki kleift að rétta úr kútnum á fyrsta fjórðungi fjárhagsárs þess. Sérfræðingar eiga von á fleiri verðhækkunum á næstu vikum.
Meira
TÍMARITADEILD Times Mirror hefur ákveðið að færa út kvíarnar á netinu með því að kaupa netfjölmiðla- og markaðsfyrirtækið InterZine Productions Inc. fyrir ótilgreinda upphæð. InterZine, sem rekur gagnvirk íþróttavefsetur og upplýsingaþjónustu á netinu og America Online, mun tilheyra nýrri gagnvirkri deild Times Mirror, sem gefur út tímarit um íþróttir og vísindi.
Meira
REKSTUR Fóðurblöndunnar hf. skilaði 78,2 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Er það 13 milljóna króna betri afkoma en á árinu á undan og er hagnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Aukinn hagnaður stafar meðal annars af fjármunatekjum og hlutdeild í hagnaði dótturfélaga. Fóðurblöndunni hf. var fyrir ári breytt úr einkahlutafélagi í almenningshlutafélag.
Meira
GUÐMUNDUR Jóh. Jónsson gegnir nú stöðu forstöðumanns tjónadeildar. Guðmundur er BA í Business Administration frá Seattle University 1985. Hann hóf störf hjá félaginu 1982 og gegndi síðast forstöðumannsstarfi upplýsingatæknideildar. Maki Guðmundar er Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvö börn.
Meira
BANDARÍSKA fréttasjónvarpið Cable News Network hyggst koma sér upp bækistöð í Berlín til að sjónvarpa fréttum til vaxandi markaða í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum. Forseti CNN International, Chris Cramer, sagði á blaðamannafundi að fyrirtækin hygðust einnig færa út kvíarnar í Þýzkalandi, sem hann kallaði "mikilvægasta svæði heims, sem við sjónvörpum til".
Meira
COCA-Cola fyrirtækið er í óðaönn að hverfa frá því að einstök fyrirtæki á Norðurlöndum hafi töppunar- og dreifingarrétt hvert í sínu landi, heldur stefnir á að samstarfsfyrirtæki þess og hins danska Carlsbergs, Coca-Cola Nordic Beverages hf., CCNB, annist dreifingu og þá ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur einnig í Eystrasaltslöndunum.
Meira
EJS hf. og bandaríski tölvurisinn Dell Computer Corporation hafa gert samning um sölu og þjónustu EJS á Dell tölvubúnaði á Íslandi. Samningurinn er hluti af öflugri markaðssókn Dell í Evrópu.
Meira
FLUGLEIÐIR hafa skrifað undir samning við sænska hugbúnaðarfyrirtækið Resource Management AB um kaup á hugbúnaði til stjórnunar á flugrekstri félagsins. Hugbúnaðurinn verður tekinn í notkun þegar á þessu ári, og er áætlað að uppsetningu hans verði lokið fyrir 1. október.
Meira
ÐMinni halli á viðskiptunum við útlönd VIÐSKIPTAHALLINN við útlönd varð 8,1 milljarðar á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Er það heldur minni halli en árið áður þegar hann var 8,9 milljarðar kr.
Meira
Eyjólfur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Kornax ehf., sem framleiðir hveiti og aðrar vörur fyrir neytendamarkað, bakarí og iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu. Eyjólfur starfaði hjá Eimskipi frá árinu 1987, m.a. sem forstöðumaður frá 1990 á Nýfundnalandi, í Svíþjóð og á Íslandi.
Meira
FLUGVÉLAKAUP Flugleiða valda mestu um að innflutningur í janúarmánuði var tæplega 52% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Innflutningur hrávöru og rekstrarvöru jókst einnig til muna miðað við sama tíma í fyrra. Á meðfylgjandi töflu Hagstofu Íslands um innflutning í janúar kemur fram að fluttar voru inn flugvélar fyrir 3,5 milljarða í janúar.
Meira
SVEINN Jónsson, löggiltur endurskoðandi, hefur gerst aðili að KPMG Endurskoðun hf. frá 1. mars síðastliðnum. Sveinn sem er 62 ára að aldri hefur síðastliðin tíu ár verið aðstoðarbankastjóri hjá Búnaðarbanka Íslands. Áður var hann einn af eigendum KPMG Endurskoðunar hf.
Meira
ÐTorgið Upplýsingarnar upp á borðið »VIÐBRÖGÐ á verðbréfamarkaðnum við afkomutölum Marels hf. beina athyglinni að framkvæmd nýrra reglna Verðbréfaþings Íslands um upplýsingagjöf. Starfsmenn Verðbréfaþings eru nú að athuga framkvæmd reglnanna og munu meðal annars beina sjónum sínum að Marel í því sambandi. Þegar Marel hf.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR hefur ógilt úrskurð yfirskattanefndar frá 6. september 1995, þar sem endurálagning skattstjórans í Reykjavík á Mylluna-Brauð vegna rekstrarársins 1990 var staðfest. Segir í dómsorði Héraðsdóms að skattstjóri hafi ekki haft heimild til slíkrar endurálagningar þegar til hennar kom þar sem frestur til þess samkvæmt lögum hafi verið útrunninn.
Meira
SVEN Norberg, deildarstjóri í þeirri stjórnardeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem hefur umsjón með að framfylgja samkeppnisreglum þess, segir reglurnar hafa eitt meginmarkmið: Að ná fram fullum samruna innri markaðar Evrópu. Norberg, sem áður starfaði m.a. sem dómari hjá Evrópudómstólnum, kom til Íslands á dögunum í boði Verzlunarráðs Íslands og sat árlegt Viðskiptaþing þess.
Meira
Egilsstaðir-Tekist hefur samstarf með Hexa ehf. og Egilsstaðabæ um að koma á fót fataverksmiðju á Egilsstöðum. Mun Hexa yfirtaka rekstur Dyngju, sem rekin hefur verið sem prjónastofa sl. 5 ár, en Egilsstaðabær er stærstur hluthafi í Dyngju.
Meira
BRITISH Airways segir að nýtt bandalag félagsins og Finnair sé síðasta skrefið í tilraunum til að stækka þjónustusvæði þess í Evrópu og gefa farþegum þar kost á framhaldsflugi með BA. Samvinna BA og Finnair kemur til framkvæmda í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum í greininni kannar BA möguleika á samningum við Malev í Ungverjalandi og tékkneska flugfélagið CSA.
Meira
JAPANSKI fjármálaráðherrann hefur ákveðið að ný rannsókn skuli gerð á hátterni aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, Eisuke Sakakibara, vegna þess að spurt hefur verið á þingi hvort hann hafi reynt að beita áhrifum sínum á óviðeigandi hátt.
Meira
IÐNMARK hf. varð meðal hlutskörpustu fyrirtækjanna í bragðkönnun sem efnt var til á alþjóðlegri sýningu á snakki í Frakklandi nýverið. Þar kynnti fyrirtækið nýja tegund, svokallaðar Stjörnu-franskar. Grein um snakkið birtist síðan í fagtímaritinu Snack Magazine, en þar var fjallað um þær tíu tegundir sem sýningargestum féll best í geð.
Meira
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt 27% hlut í margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín ehf. Hlutafé í Gagarín var í eigu 5 starfsmanna félagsins og áttu þeir allir jafnan hlut. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn er þannig fyrsti utanaðkomandi hluthafinn í félaginu að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Gagarín ehf.
Meira
Á AÐALFUNDI Gæðastjórnunarfélagsins 26. febrúar sl. var veittur styrkur úr Vísinda- og þróunarsjóði félagsins í fyrsta sinn. Styrkurinn var veittur til Kópavogsskóla vegna verkefnisins Samhæfð skólastefna. Markmiðið með verkefninu er að innleiða gæðastjórnunaraðferðir í skólastarfi skólans og gera viðskiptavini skólans ánægða með þjónustu skólans.
Meira
DAGURINN í gær var stærsti viðskiptadagur á Verðbréfaþingi Íslands frá upphafi. Markaðsávöxtun húsbréfa og spariskírteina lækkaði. Viðskipti á Verðbréfaþingi námu 4,2 milljörðum kr. í gær og er það 800 milljónum kr. meira en var á fyrra metdegi, 16. janúar síðastliðinn, þegar viðskiptin voru 3,4 milljarðar króna. Í fyrradag voru einnig mikil viðskipti, 3,3 milljarðar kr., og er það 4.
Meira
NÝJAR reglur um viðskipta- og upplýsingakerfi Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ) hafa tekið gildi. Reglur frá árinu 1993 hafa verið felldar úr gildi en þær þóttu að mörgu leyti ófullnægjandi eftir að nýtt viðskiptakerfi þingsins var tekið í notkun. en einnig höfðu aðstæður og viðskiptahættir breyst í veigamiklum atriðum að því er kemur fram í frétt frá VÞÍ.
Meira
FYRIR tveimur vikum úrskurðaði Samkeppnisstofnun að kaup Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. væru andstæð markmiði samkeppnislaga og því ógild. Þessi niðurstaða kemur á óvart. Umrædd kaup myndu að líkindum leiða til meiri samkeppni á brauðsölumarkaði en ekki minni eins og haldið er fram í niðurstöðu samkeppnisráðs.
Meira
BÓNUS og Strengur hafa gert samstarfssamning um gerð nýs matvöruverslunarkerfis, sem skrifað er í Navision Financial. Munu fyrirtækin byggja nýja kerfið á reynslu Bónus sem hefur notað kerfi frá Streng, en það er skrifað í Fjölnis-viðskiptahugbúnaðinum. Eitt af megin markmiðunum er að ná sem mestri hagræðingu í rekstri og mannahaldi hjá Bónus.
Meira
JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota hefur kynnt tvo nýja minni bíla, sem vonir standa til að auka muni bifreiðasölu fyrirtækisins og markaðshlutdeild í Evrópu. Toyota, sem er þriðja umsvifamesta bifreiðafyrirtæki heims, sýndi nýjan Toyota Yaris, sem er ætlaður fyrir fjöldamarkað í Evrópu, og lítinn Lexus IS200 fyrir efnaðri kaupendur.
Meira
HINN 20. - 21. nóvember sl. var haldin í Mílanó á Ítalíu þriðja alhliða ráðstefnan um lítilog meðalstór fyrirtækiog handverksiðnað (löggiltar iðngreinar), sembar undirtitilinn - atvinna fyrir áhrif nýsköpunar. Ráðstefnan varhaldin af ráðuneyti 23(DG XXIII) innan Evrópusambandsins (ESB)sem hefur m.a.
Meira
Um 31 milljónar króna tap varð af rekstri Sæplasts hf. á Dalvík á síðasta ári en árið áður var hagnaður af rekstri félagsins 24,4 milljón krónur. Tap varð síðast á rekstri Sæplasts hf. árið 1988. Pétur Reimarsson, ráðgjafi stjórnar, segir að afkoman í fyrra valdi vonbrigðum en hagnaður verði á rekstrinum í ár. Heildarvelta Sæplasts hf.
Meira
BANDARÍSKA almenningsveitan Texas Utilities Company hefur boðið 4,3 milljarða dollara í Energy Group Plc í Bretlandi eða 8,10 pund á hlutabréf. Texas Utilities býður betur en Pacific Corp. sem bauð 7,65 pund á hlutabréf. Að Energy Group standa helzta rafveita Bretlands, Eastern, og Peabody Coal í Bandaríkjunum.
Meira
UM 31 milljónar króna tap varð af rekstri Sæplasts hf. á Dalvík á síðasta ári en árið áður var hagnaður af rekstri félagsins 24,4 milljón krónur. Tap varð síðast á rekstri Sæplasts hf. árið 1988. Pétur Reimarsson, ráðgjafi stjórnar, segir að afkoman í fyrra valdi vonbrigðum en hagnaður verði á rekstrinum í ár. Heildarvelta Sæplasts hf.
Meira
Í tilkynningu frá sambandi þýzkra smásala (HDE) segir að torkennilegir seðlar og mynt muni fela í sér einstæða hættu á því að falsaðir peningar komist í umferð Verzlanir munu þurfa að hafa meira fé handbært þegar nýr gjaldmiðill verður tekinn upp árið 2002 og það eykur hættu á þjófnaði samkvæmt tilkynningunni.
Meira
KJARTAN Már Kjartanssonhefur verið ráðinn ráðinn framkvæmdastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og hóf hann störf 1. febrúar. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1981,
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.