Greinar laugardaginn 7. mars 1998

Forsíða

7. mars 1998 | Forsíða | 134 orð

Blair ekki á leið úr kirkjunni

NÝLEGA sást til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann var að biðjast fyrir í kaþólskri kirkju og hefur það vakið vangaveltur um, að hann hyggist snúast til kaþólskrar trúar. Talsmaður Blairs neitar því og segir, að hann muni aldrei yfirgefa ensku biskupakirkjuna. Tony Blair er trúaður maður og sækir kirkjuna sína vel, ýmist með fjölskyldunni eða einn. Meira
7. mars 1998 | Forsíða | 299 orð

Efast um að fjárlögin örvi hagvöxtinn

KÍNVERSKA þingið hóf í gær umræður um þau áform stjórnarinnar að fækka ráðuneytum og æðstu ráðum ríkisins um fjórðung og starfsmönnum þeirra um helming til að draga úr skriffinnsku og afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Stjórnin kynnti ennfremur nýtt fjárlagafrumvarp en þar er ekki gert ráð fyrir eins miklum opinberum framkvæmdum og búist var við. Meira
7. mars 1998 | Forsíða | 144 orð

Ellefu farast í lestarslysi

ELLEFU manns fórust og 39 slösuðust í lestarslysi í finnsku borginni Jyväskylä síðdegis í gær. Það var hraðlest frá hafnarborginni Turku (Åbo) sem fór út af sporinu rétt áður en hún kom inn á brautarstöðina. Meira
7. mars 1998 | Forsíða | 460 orð

Rússar taka harða afstöðu með Serbum

Í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu sagði, að Rússar gætu alls ekki sætt sig við yfirlýsingar sumra vestrænna fulltrúa um hugsanlega, beina íhlutun í Kosovo eða nýjar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu. Meira

Fréttir

7. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

50 ára afmæli Kvenfélags Selfoss

Selfossi-Kvenfélag Selfoss er fimmtíu ára um þessar mundir. Félagið var stofnað 4. mars 1948. Í tilefni af afmælinu efnir félagið til sögusýningar í Listasafni Árnessýslu. Á sýningunni verða ljósmyndir, gömul bréf og skjöl sem tengjast sögu félagsins, einnig verða til sýnis nokkrir öndvegisgripir sem tengjast sögu þess. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 8. mars. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

50 milljónir í skautahús

STJÓRN Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands hefur sent bæjarráði Akureyrar bréf þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að leggja fram á næstu árum 50 milljónir króna til byggingar skautahúss á Akureyri náist samningar milli Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar um rekstur, uppbyggingu og eignarhald á mannvirkjum. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 413 orð

Almennur vilji til samflots á fundi lækna

TRYGGINGARÁÐ samþykkti á fundi í gærmorgun gerða samninga við ellefu hópa sérfræðilækna. Á fundi, sem haldinn var hjá Læknafélagi Reykjavíkur um samningamálin, kom fram almennur vilji til að standa þannig að staðfestingu gerðra samninga, að sögn Sigurðar Björnssonar, formanns Sérfræðifélags íslenskra lækna. Samningafundur í deilu skurðlækna verður haldinn í dag. Meira
7. mars 1998 | Fréttaskýringar | 2657 orð

Auðlindir og ferðaþjónustan Íslendingar þurfa að kortleggja auðlindir sínar í ferðaþjónustu, svo hægt sé að skipuleggja hana til

S UMARIÐ 1996 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi, undir heitinu "Dear Visitors '96". Könnunin var m.a. styrkt af Rannsóknarráði Íslands, Ferðamálasamtökum Íslands og ferðamálasamtökum landsbyggðarkjördæmanna. Svarendur í könnuninni voru 1740, en þeir voru spurðir við brottför frá landinu í Leifsstöð, eða á Seyðisfirði ef þeir ferðuðust með Norrænu. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 162 orð

Áheyrn frestað í Boston

ÁHEYRN hæstaréttar í Massachusetts vegna áfrýjunar á úrskurði í máli barnfóstrunnar Louise Woodward var frestað í gær eftir að reykur barst um dómhúsið. Verður áheyrnin haldin á mánudagsmorgun. Dómhúsið var rýmt vegna reykjarins sem barst frá smávægilegum eldi af völdum rafmagns. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Árbæjarsafni gefnar innréttingar

EIGENDUR hússins í Austurstræti, þar sem áður var verslun Egils Jacobsen, hafa ákveðið að gefa innréttingarnar úr versluninni á Árbæjarsafn. Eigendurnir höfðu upphaflega hug á því að koma innréttingunum í verð en Örn Jacobsen, einn eigendanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að lítil viðbrögð hefðu orðið við auglýsingu þeirra þess efnis í síðasta mánuði. Meira
7. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Beinvernd á Suðurlandi

Selfossi-Félagið Beinvernd á Suðurlandi var stofnað 20. nóv. 1997 og var það þriðja svæðadeildin í landssamtökunum Beinvernd. Helstu markmið félagsins eru að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og standa að fræðslu á meðal almennings á þeirri þekkingu sem er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Býður fram í þriðja skipti

BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness býður fram Neslistann í þriðja skipti við bæjarstjórnarkosningarnar á Seltjarnarnesi í vor en félagið var stofnað árið 1990. Í síðustu kosningum fékk Neslistinn 45,7% atkvæða og þrjá fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa. Neslistinn verður þannig skipaður við kosningarnar í vor: 1. Högni Óskarsson læknir, 2. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Dagur harmonikunnar

HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur heldur Dag harmonikunnar á Hótel Borg nk. sunnudag 8. mars kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda eru: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, stjórnandi er Jóhann Gunnarsson og jafnframt kynnir, Kvartettinn Ömmurnar, hljómsveit Steindórs, hljómsveitin Gáski, Guðbjörg Sigurjónsdóttir/Örn Arason og hljómsveitin Stormurinn. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 816 orð

Dulin fötlun sem verður að greinast í bernsku

ÞROSKI og hegðunarvandi heitir bók í ritröð Uppeldis og menntunar sem kemur út í næstu viku. Bókaforlagið Una gefur bókina út en höfundar eru Málfríður Lorange og Matthías Kristiansen, sem bæði starfa í norrænum nefndum fagfólks, sérfræðinga og foreldra um börn og unglinga sem greinst hafa með athyglisbrest með ofvirkni og einkenni misþroska. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

ÐHlutabréf í Eimskip hækka um 5,3%

HLUTABRÉF Eimskipafélagsins hækkuðu í verði um 5,3% í gær, í kjölfar frétta um afkomu félagsins á síðastliðnu ári. Markaðsávöxtun húsbréfa hélt áfram að lækka og lækkuðu helstu markflokkar þeirra um 1 punkt. Þá lækkaði markaðsávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa um 9 punkta í gær. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

ÐVon á 100 hollenskum forstjórum

VON ER á um eitt hundrað forstjórum hollenskra stórfyrirtækja hingað til lands í júní nk. til að efna til viðskiptatengsla og kanna fjárfestingarkosti hérlendis. Hópferðin er á vegum samtaka fyrirtækja í tveimur héruðum í norðanverðu Hollandi, Drenthe og Over¨yssel. Með í för verður m.a. Relus ter Beek, héraðsstjóri Drenthe og fyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands. Meira
7. mars 1998 | Landsbyggðin | 280 orð

Efling Stykkishólms skilar góðu starfi

Stykkishólmi-Þriðji aðalfundur Eflingar Stykkishólms var haldinn 23. febrúar sl. Eins og nafnið bendir til er tilgangur félagsins að efla menningar- og atvinnulíf í bænum og vera samnefnari félaga og fyrirtækja í ýmsum framtaksmálum. Félagið hefur starfað í þrjú ár og hefur starfsemin mótast á þeim tíma. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 653 orð

Ef olía finnst mun vinnan skila okkur mikilli þekkingu

"ÞAÐ eru miklar væntingar meðal almennings í Færeyjum vegna olíunnar ­ hvort sem hún svo finnst eða ekki," segir Kjartan Hoydal, stjórnarformaður hins nýstofnaða olíufélags í Færeyjum, Atlants Kolvetni, eða Atlantic Petroleum. Félagið var stofnað í febrúar sl. og að því standa átján stærstu fyrirtæki eyjanna. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Eldur í Snæfelli

ELDUR kom upp í togaranum Snæfelli SH 740 um klukkan 13.30 í gær þar sem hann lá við Ægisgarð. Eldurinn kviknaði í lest skipsins, en þar höfðu menn verið að vinna að breytingum og er talið að eldsupptök megi rekja til logsuðutækis. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 439 orð

Engar reglur um stærð sælgætis

HOLLUSTUVERND ríkisins gerir ekki kröfu til þess að innflutningur hamborgarahlaups verði stöðvaður en sælgæti af þessari gerð stóð í átta ára gömlum dreng á Akureyri sl. miðvikudag. Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins segir að sömu reglur gildi um sælgæti og önnur matvæli en engar reglur eru til um stærð eða lögun sælgætis. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Eyririnn afnuminn sem mynteining

VIÐSKIPTARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun frumvarp sem felur í sér að 5, 10 og 50 aura mynt verði afnumin í viðskiptum þannig að krónan verði lægsta mynteining í umferð. Síðan gjaldmiðli Íslands var breytt 1. janúar 1981 hefur verðmæti krónunnar hundraðfaldast og verulega hefur dregið úr notkun aura í viðskiptalífinu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fastir til fjalla

BJÖRGUNARSVEITARMENN úr Reykjavík óku á sunnudagsmorgun fram á þennan jeppa, sem sat fastur á leiðinni milli Landmannalauga og Sigöldu. Tveir menn voru í bílnum og höfðu þeir setið fastir í 14 klukkstundir. Þeir gátu haft bílinn í gangi, en frostið á mælinum í Landmannalaugum mældist 23 gráður þennan morgun. Fljótlegt var að ná jeppanum upp. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Félagsmiðstöðin Vitinn 10 ára

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn í Hafnarfirði verður 10 ára í marsmánuði. Af því tilefni verður opið hús í Vitanum með veitingum og skemmtiatriðum sunnudaginn 8. mars milli kl. 13 og 18. Vitinn var opnaður 20. mars með hátíðlegri athöfn. Starfsmenn og starfshættir hafa þróast á margan hátt á þessum árum en ætíð með það að markmiði að koma til móts við unglingana, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fimbulkuldi við Mývatn

RÚMLEGA þrjátíu og fjögurra gráða frost mældist kl. 22 í gærkvöldi við Mývatn og er það samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar mesti kuldi sem mælst hefur í kuldakastinu undanfarið. Veðurstofan spáir hins vegar hlýnandi veðri um helgina. Búast má við vaxandi suðaustanátt og hækkandi hitastigi á sunnudag en slyddu og síðan rigningu vestantil. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fitjakirkja í Skorradal 100 ára

Á ÞESSU ári eru 100 ár frá vígslu bændakirkjunnar á Fitjum í Skorradal en hún var reist á árunum 1896­7 af þáverandi bændum á Fitjum, Júlíusi og Stefáni Guðmundssonum. Hún er með síðustu kirkjum sem smíðaðar voru í hinum gamla, turnlausa og fábreytta stíl, ágætt minnismerki um 19. aldar kirkju í sveit á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Framadagar í Þjóðarbókhlöðunni

ATVINNULÍFSDAGAR háskólanema, svokallaðir Framadagar, fóru fram í Þjóðarbókhlöðunni í gærdag. AIESEC, alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema, standa fyrir Framadögum sem nú eru árviss viðburður. Á Framadögum kynna fyrirtæki starfsemi sína og er markmiðið að efla tengslin milli háskólans og atvinnulífsins. Um 40 fyrirtæki kynntu starfsemi sína að þessu sinni fyrir háskólanemum. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Frestun færslu söluhagnaðar leyfð

HLUTAFÉLÖGUM verður gert kleift að fresta tekjufærslu hagnaðar af sölu hlutabréfa um tvenn áramót frá söludegi skv. frumvarpi um breytingar á tekju- og eignarskattslögunum sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna, að tillögu fjármálaráðherra. Skv. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Frumvarp til búnaðarlaga rætt á Búnaðarþingi

BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 8. mars, klukkan 14. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands setur þingið og Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra flytur ávarp. Samkór Mýramanna flytur nokkur lög. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur flytur hátíðarávarp og minnist Halldórs Kiljans Laxness. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fundur um byggingarmál Rimaskóla

FORELDRAFÉLAG Rimaskóla boðar til almenns fundar mánudaginn 9. mars nk. vegna byggingarmála Rimaskóla. Fundurinn verður haldinn í Sigyn, félagsmiðstöð skólans og hefst kl. 20. Kristín Óskarsdóttir fjallar um tildrög fundarins og byggingarmálin frá sjónarhóli foreldris. Helgi Árnason, skólastjóri, rekur byggingarsögu skólans. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og kaffi. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestur um sérstöðu bandarískrar menningar

BANDARÍSKI prófessorinn dr. Richard Pells heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi þriðjudaginn 10. mars kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist "The Uniqueness of American Culture" og fjallar um sérstöðu bandarískrar menningar í heiminum í dag. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fyrirlestur um sjúklinga á slysadeild

DR. AUÐNA Ágústsdóttir lektor og Laura Sch. Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur flytja fyrirlesturinn: Væntingar og upplifun skjólstæðinga Slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, mánudaginn 9. mars kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlesturinn er öllum opin. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Gefur Clinton Íslendingasögurnar

ÍSLENDINGASÖGURNAR voru gefnar forseta og varaforseta Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Íslendingasögurnar í enskri þýðingu, sérstaklega bundnar inn í viðhafnarskinn og með sérstakri skrautritun sem forsetinn undirritaði. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Glötum við Golfstraumnum?

SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir röð fyrirlestra í tilefni af ári hafsins og verða þeir fluttir á hálfs mánaðar fresti. Það er dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, sem er önnur í röðinni og verður fyrirlestur hennar í dag, laugardag klukkan 13.15, í sal 4 í Háskólabíói. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BJÖRNSSON

GUÐRÚN Jónsdóttir Björnsson, ekkja Valdimars Björnssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra í Minnesota-fylki Í Bandaríkjunum, lést á heimili sínu í Minneapolis í gær. Guðrún var fædd á Ísafirði 18. október 1915 og var því 82 ára. Meira
7. mars 1998 | Miðopna | 1700 orð

Hafið ­ arfleifð til framtíðar Ísland tekur þátt í sinni þriðjuheimssýningu í maí til september nk. í Lissabon. Guðjón

HEIMSSÝNINGIN 1998, EXPO '98, verður haldin í Lissabon dagana 22. maí til 30. september næstkomandi, 500 árum eftir að floti Vasco da Gama uppgötvaði sjóleiðina til Indlands. Kjörorð heimssýningarinnar er Hafið ­ arfleifð til framtíðar og verður athygli sýningargesta beint að margvíslegum hliðum hafsins. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 221 orð

Handtökur í ráðuneyti

SAKSÓKNARI í Japan gerði í gær húsleit á skrifstofum fjármálaráðuneytisins í annað sinn á rúmum mánuði. Var saksóknari á höttunum eftir vísbendingum um þátt ráðuneytisins í hneykslismáli er leiddi til þess að eitt helsta verðbréfafyrirtæki landsins varð gjaldþrota. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Haraldur Böðvarsson kærir Stöð 2

HARALDUR Br. Böðvarsson, lögfræðingur í Reykjavík, hefur sent siðanefnd Blaðamannafélags Íslands kæru vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og Bylgjunnar af málum honum tengdum í nóvember og desember á síðasta ári. Í kærunni kemur fram að kærandinn telji að fréttaflutningurinn hafi átt rætur að rekja til fjölskyldutengsla sinna við lögreglustjórann í Reykjavík, sem er faðir Haraldar. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hálft prestsstarf auglýst

BISKUP Íslands hefur auglýst stöðu prests í Mosfellsprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi lausa til umsóknar. Um er að ræða hálft starf launað af sókninni sjálfri og skal prestur starfa undir stjórn sóknarprests. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Heppnaðist vel í alla staði

JÓN Svanþórsson, annar íslensku jeppamannanna sem tóku þátt í sænskum vísindaleiðangri til Suðurskautslandsins, kom til Íslands í gær og sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri stórkostleg tilfinning að vera kominn heim eftir vel heppnaðan leiðangur í alla staði. Toyota- jepparnir hefðu staðið sig með mestu ágætum og aðeins smávægileg vandamál komið upp. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Honda stefnir að aukinni hlutdeild í Evrópu

SÍÐASTLIÐIÐ ár var eitt það besta hjá Honda í Japan. Heildarsala jókst um 11%, fór í 2,3 milljónir bíla. Rúmlega 800 þúsund seldust heima fyrir, milljón í Bandaríkjunum og í Evrópu jókst sala um 15%. Nobuhiko Kawamoto, forstjóri Honda, sagði árið framundan erfitt vegna óvissu í efnahagsmálum í Asíu. Meira
7. mars 1998 | Landsbyggðin | 261 orð

Húnaþing valið

Hvammstanga-Sameining allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu tekur gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar á komandi vori og hefur verið ákveðið að hið nýja sveitarfélag skuli heita Húnaþing. Skoðanakönnun um heiti á nýja sveitarfélaginu var gerð meðal íbúa héraðsins á liðnum vikum og lauk 1. mars. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hörpuleikur í herrafataverslun

HÖRPULEIKARINN Marion Amour heldur tónleika í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, í dag kl. 15, laugardag. Marion Amour er frönsk en af rúmenskum sígaunaættum. Hún er fædd í Nice í Frakklandi. Hún stundaði nám í hörpuleik við tónlistarháskólann þar og einnig við Konservatoríið í París. Marion hefur leikið víða í heimalandi sínu, m.a. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Íslensk kirkjutónlist á Kirkjuviku

KIRKJUVIKA hefur staðið yfir í Akureyrarkirkju og er þetta í tuttugasta sinn sem hún er haldin. Henni lýkur á morgun, sunnudag með fjölskylduguðsþjónustu. Dagskráin hefur verið fjölbreytt og vel sótt, en m.a. hefur verið efnt til fyrirlestra og tónleika. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Ítök stærstu eigenda fyrirtækisins verði aukin

ÞÓRARINN E. Sveinsson, mjólkurbússtjóri á Akureyri, var kjörinn stjórnarformaður á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar sf. sem haldinn var í gær. Þórarinn var einn 70 umsækjenda um stöðu forstjóra fyrirtækisins, en eins og greint hefur verið frá ákvað stjórn þess að ráða engan þeirra og ráða Óskar H. Gunnarsson forstjóra áfram til næstu tveggja ára. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kaup á röntgenfilmum

FYRIR skömmu gerði Innkaupastofnun Reykjavíkur samning við Heimilistæki hf. um kaup á röntgenfilmum frá Agfa fyrir átta særstu sjúkrahús landsins. Myndin var tekin þegar samningar voru undirritaðir. Á myndinni eru; neðri röð f.v. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Lögregla fylgist með loðnuflutningum

LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi hafa ákveðið að í tengslum við umferðarátak frá 10. til 17. mars næstkomandi verði athygli lögreglu beint sérstaklega að frágangi bifreiða við loðnuflutning, ásamt ástandi snjósleðakerra og eftirvagna, ásamt ökuréttindum þeirra sem aka með kerrur. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Hádegistónleikar og fyrirlestur í kirkjunni kl. 12. Sunnudagaskóli á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun, barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Hátíðarmessa kl. 14, lok kirkjuviku. Sr. Gísli Gunnarsson á Sauðárkróki predikar. Óskar Pétursson syngur. Einar Bjarnason, formaður sóknarnefndar, flytur ávarp. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Og kona varð til

ANNA Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu í galleríi Svartfugli í Grófargili á Akureyri á alþjóðadegi kvenna, sunnudaginn 8. mars kl. 14. Þetta er 9. einkasýning Önnu og ber hún yfirskriftina Og kona varð til. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 74 orð

Opseth fyrir Landsdóm?

KJELL Opseth, fyrrverandi samgönguráðherra í Noregi, á yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur fyrir Landsdómi um að hafa haldið leyndum ypplýsingum varðandi Gardermo- framkvæmdirnar. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ólafur Jóhann forstjóri Advanta

ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, hefur verið ráðinn forstjóri fjármálafyrirtækisins Advanta í Bandaríkjunum. Advanta er alhliða fjármálafyrirtæki með um sex milljónir viðskiptavina og um 4.100 starfsmenn. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Ómaklega vegið að dómsmálaráðherra

STJÓRN Sýslumannafélags Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt þar sem meðal annars segir, að stjórnin telji ómaklega hafa verið vegið að vilja dómsmálaráðherra til réttarbóta innan löggæslu og ákæruvalds. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hafi unnið markvisst að slíkum breytingum. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Portrett í Ljósmyndakompunni

SÝNING á verkum "Spessa", Sigurþórs Hallbjörnssonar ljósmyndara verður opnuð í Ljósmyndakompunni í Kaupvangsstræti á morgun, laugardaginn 7. mars kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Portrets". Spessi er fjölhæfur ljósmyndari sem þekktur er fyrir portretljósmyndir sínar sem og myndir af stöðum og hlutum og segir í frétt af sýningunni að venjulegt fólk verði að hetjum og hversdagslegustu staðir Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Rafmagnsleysi stöðvaði stólalyftu

ÞRETTÁN krakkar á aldrinum 12-13 ára máttu dúsa í allt að eina klukkustund í 14 gráða frosti í stólalyftu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í fyrrakvöld. Ástæðan var sú að rafmagn fór af á svæðinu en bilunin náði einnig til hluta Árbæjarhverfis og Seljahverfis. Meira
7. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Ráðgarður opnar skrifstofu á Akureyri

RÁÐGARÐUR hefur opnað útibú í Skipagötu 16 á Akureyri. en með þessu skrefi stefna forsvarsmenn félagsins að því að komast í nánara samband við fyrirtæki og einstaklinga á Norðurlandi og geta þannig boðið betri þjónustu á sviði ráðgjafar og starfsmannaráðninga. Ráðgarður var stofnaður árið 1985 og veitir fyrirtækið fjölþætta ráðgjafaþjónustu m.a. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Ráðstefna um almannahagsmuni á hálendinu

JAFNAÐARMENN gangast fyrir fundi í dag, laugardaginn 7. mars, á veitingahúsinu Gafl-Inn kl. 14­17, um almannahagsmuni á hálendi Íslands með yfirskriftinni: Hver á, hver má og hver ræður? Á fundinum sitja landskunnir fræðimenn og áhugamenn um málefnið fyrir svörum stjórnmálamanna á vinstri vængnum um málefni sem brennur á mörgum þessa dagana. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 94 orð

Reuters Hvelfing yfir þing í Berlín

UNDIR hvelfingu fyrrverandi og verðandi þinghúss Þýzkalands í Berlín, Reichstag, er göngubraut og í gær voru margir að virða fyrir sér útsýnið. Endurbyggingu hússins á að ljúka næsta vor þegar áætlað er að stjórnarsetrið verði flutt frá Bonn til Berlínar. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 353 orð

Ritter snýr aftur til starfa í Bagdad

BANDARÍKJAMAÐURINN Scott Ritter hélt í gær aftur til starfa í Bagdad á vegum vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í janúar bönnuðu Írakar honum að taka þátt í vopnaleitinni á þeirri forsendu að hann væri bandarískur njósnari. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ræða samfylkingu í Hafnarfirði

EFTIRTALIN samtök hafa boðað þátttöku í viðræðum um samfylkingarmál í Hafnarfirði á fundi á Veitingahúsinu A. Hansen í dag. laugardag, klukkan 10.30: Samtök um kvennalista, Fulltrúaráð Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar, Jafnaðarmannafélag Hafnarfjarðar, Félag ungra jafnaðarmanna og Kvenfélag Alþýðuflokksins. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 252 orð

Sambandsráðið innsiglar ósigur stjórnarinnar

EFRI deild þýzka þingsins, Sambandsráðið, samþykkti í gær breytingar á nýjum lögum sem veita lögreglu auknar heimildir til að beita hlerunum við rannsókn sakamála, en í fyrradag beið samsteypustjórn Helmuts Kohls kanzlara ósigur í atkvæðagreiðslu um breytingarfrumvarpið í neðri deildinni, Sambandsþinginu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Samkomur Fíladelfíu á Netinu

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía byrjar sunnudaginn 8. mars á samkomum á alnetinu. Samkoman verður send út u.þ.b. tveimur tímum eftir sunnudagssamkomuna, eða um kl. 20. Í framtíðinni verða síðan fjórar samkomur á alnetinu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Selur 10% hlutafjár

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að selja 10% af hlutafé sínu í Landsbanka Íslands hf. til þess meðal annars að fá markaðsverð á hlutabréfin. Starfsfólki bankans gefst kostur á að kaupa hluta af þessum bréfum á verði sem samsvarar verðmæti eigin fjár fyrirtækisins. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Síldarútvegsnefnd verði breytt í hlutafélag

FRUMVARP til laga um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun tveggja sjóða til síldarrannsókna og nýsköpunar og þróunarverkefna í þágu síldarútvegs hefur verið lagt fram í ríkisstjórn. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra er verið að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og um leið fella niður opinbera stýringu á útflutningi á síld. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð

Sjálfsmorð flugmanns orsök SilkAir-slyssins?

RANNSAKENDUR SilkAir-flugslyssins á Borneó, sem varð 19. desember sl. og kostaði 104 mannslíf, hafa nú beint rannsókninni að persónulegum bakgrunni flugmannanna vegna gruns um að sjálfsmorðstilraun annars þeirra gæti hafa verið orsök hins dularfulla slyss. Boeing 737-300 farþegaþota á leið frá Djakarta til Singapore hrapaði þá í bezta flugveðri úr 35. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð

Sjómenn neita að gefa upp afstöðu til frumvarpa

SÁTTAFUNDUR, sem haldinn var í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna hjá ríkissáttasemjara í gær, var með öllu árangurslaus. Engar efnislegar viðræður fóru fram og var stuttum sáttafundi slitið síðdegis. Fulltrúar sjómanna vilja ekki greina frá afstöðu sinni til frumvarpa fiskverðsnefndar sjávarútvegsráðherra eða svara hvort þeir verða við skilyrði ráðherra um að aflýsa verkfalli. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 568 orð

Skatthlutfall fyrirtækja lækki um 3%

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær tvö frumvörp um breytingar á skattalögum en með lögfestingu þeirra á annars vegar að gera ýmsar úrbætur varðandi skattlagningu fyrirtækja og hins vegar að fjölga úrræðum skattgreiðenda og fækka tilefnum til málareksturs hjá yfirskattanefnd. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 1496 orð

Skipulagt fár

FRÁ ÞVÍ um miðjan janúarmánuð hefur opinber umræða hér í Bandaríkjunum líkzt brjálæðingahæli ­ munurinn er bara sá að varla hefur verið mögulegt að greina á milli sjúklinganna og hinna sjálfskipuðu varða andlegrar heilsu Bandaríkjanna, blaðamannanna. Þeir sóru sig saman í einn múg sem vildi hengingu án dóms og laga. Skinhelgi þeirra er blygðunarlaus. Meira
7. mars 1998 | Landsbyggðin | 158 orð

Skíða- og útivistardagur fjölskyldunnar

Selfossi. Á morgun verður skíða- og útivistardagur í skógræktinni í Haukadal. Troðnar verða mismunandi gönguleiðir frá 2-5 km langar. Samhliða göngunni verður Skíðasamband Íslands með kennslu fyrir alla á gönguskíði. Kennararnir verða með allan útbúnað fyrir allt að 40 manns. Kennsla hefst á mismunandi tímum og er gert ráð fyrir ca. 1 klst. fyrir hvern hóp. Kl. 12, 13. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skógarganga í Heiðmörk

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN bjóða fólki sunnudaginn 8. mars í skógargöngu í Heiðmörk. Gangan hefst á Borgarstjóraplani sem er á gatnamótum Landnemaslóðar og Heiðarvegar. Ekið er inn Rauðhólamegin, sjá kort við innkeyrslu. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 522 orð

Skylt að hafa eftirlitsmann um borð á Flæmska hattinum

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Kans ehf. um að ekki sé skylt að hafa eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð í m/s Kan þann tíma sem skipið er að veiðum á Flæmska hattinum. Í dómsorðum er íslenska ríkinu gert að greiða Kan ehf. 200 þús. með dráttarvöxtum frá 29. ágúst 1996 til greiðsludags en málskostnaður í héraði er felldur niður. Þá er Kan ehf. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 889 orð

Stjórnarandstæðingar segja frumvarpið meingallað

ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu harðlega frumvarp félagsmálaráðherra til húsnæðismála er hann mælti fyrir því á Alþingi í gær. Töldu þeir að frumvarpið væri meingallað og að með því væri verið að umturna félagslega íbúðakerfinu. Þeir töldu ennfremur fráleitt að stefna að afgreiðslu þess á vorþingi. Stjórnarliðar fögnuðu hins vegar frumvarpi ráðherra og sögðu m.a. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Stjórnvöld beiti sér í þágu mannréttinda

BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hóf máls á kúgun kvenna í Afganistan í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Tilefni umræðunnar, að sögn Bryndísar, var sú að fyrir skömmu hrinti hópur fimmtíu heimsþekktra kvenna undir forystu Emmu Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Suharto fái "sérstök völd"

ÓSKILGREIND "sérstök völd" til handa Suharto, forseta Indónesíu, samkvæmt frumvarpi til nýrra laga um öryggismál, verða einungis notuð í neyðartilvikum ef ógn stafar að einingu ríkisins, að því er leiðtogar stjórnarflokksins, Golka, sögðu í gær. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sunnudagsferðir Útivistar

ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 8. mars. Gengið verður um Bláfjallasvæðið. Á sunnudag er einnig boðið upp á gönguferð. Gengið verður á reka hinnar fornu jarðar Strandar í Selvogi í fylgd staðfróðs heimamanns. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Ferðafélagið Útivist býður upp á fjölda ferða allt árið. Meðal viðburða á árinu eru skíðaferðir ætlaðar byrjendum og lengra komnum. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Sýktur hestur drapst á Akranesi

HESTUR drapst í hesthúsi á Akranesi eftir að hafa verið með sóttina í nokkra daga. Að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar, héraðsdýralæknis, verður hesturinn krufinn í dag. Annar hestur sem veikst hafði af hitasótt var aflífaður og krufinn á Tilraunastöð Háskólans að Keldum á fimmtudag. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 602 orð

Söngurinn í fyrirrúmi

Höfundar leikhandrits: Howard Lindsay og Russel Crouse. Höfundur söngtexta: Oscar Hammerstein. Höfundur tónlistar: Richard Rodgers. Þýðing: Flosi Ólafsson. Útsetningar: Hákon Leifsson. Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir. Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikmyndir og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 404 orð

Tata sækir á Evrópumarkað

EITT af því forvitnilega í Genf voru bílar frá Tata, stórfyrirtæki í Indlandi sem starfað hefur í yfir 100 ár og framleitt bíla síðustu fjóra áratugina. Fyrstu samgöngutækin sem Tata framleiddi voru eimreiðar en síðan hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og kemur nú víða við. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Tryggja réttindi sjúklinga vegna meintra mistaka

LAGT hefur verið fram í ríkisstjórninni frumvarp til laga um breytingar á læknalögum. Að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, fela breytingarnar í sér ákvæði um hvernig fara skuli með mál vegna meintra mistaka við meðhöndlun sjúklinga, aukið eftirlit og skráningu og tryggja réttindi sjúklinga. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 430 orð

Tunglið stökkpallur nýrra geimleiðangra

ALDARFJÓRÐUNGI eftir að menn spígsporuðu um tunglið hefur rannsóknarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) staðfest þann grun, að þar væri að finna vatn. Fyrir þá sem hyggja á landvinninga í geimnum þykir það markverðari fundur en fundur gulls. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 1192 orð

Tveir takast á

Forsetakosningar" kalla danskir fjölmiðlar uppgjörið milli Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna og Uffe Ellemann-Jensen formanns Venstre og leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Báðir hafna þessu, en hafa á hinn bóginn ögn gaman af, því hvað kemur stjórnmálamönnum betur í kosningabaráttu en athygli? Þeir eru fulltrúar andstæðra fylkinga í dönskum stjórnmálum, Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Útvarpsstöð í Digranesskóla

ÚTVARP Digró er útvarpsstöð sem nemendur í Digranesskóla í Kópavogi starfrækja nú um helgina. Útvarpið er liður í þemaviku skólans sem haldin er vegna 50 ára afmælis Kópavogsbæjar. Nemendurnir hafa sett saman dagskrá með fjölbreyttu tónlistarefni auk fræðandi viðtala. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Vantar nokkuð upp á lögfestingu EES-tilskipana

HLUTFALL EES-tilskipana, sem Ísland hafði lögfest fram að síðustu áramótum, að hluta eða í heild, er 96,5 af hundraði. Þetta er örlítið lakara hlutfall en á við um Noreg, stærsta EFTA-ríkið sem tekur þátt í EES-samstarfinu, en betra en hjá Liechtenstein, þar sem hlutfallið er 92,2%. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Viðvarandi ástand kynferðisofbeldis

FÉLAGIÐ Stígamót kynnti í gær ársskýrslu samtakanna í tilefni þess að átta ár eru liðin frá stofnun athvarfsins. Frá upphafi hafa 2.420 einstaklingar leitað aðstoðar hjá Stígamótum og í fyrra leitaði 431 einstaklingur til samtakanna, þar af 215 í fyrsta skipti. Fjöldi þeirra sem leita til Stígamóta er svipaður frá ári til árs, en milli 91% og 96% eru konur. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Vilja tímabundnar takmarkanir á "fjórfrelsinu"

AUSTURRÍSK stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að Evrópusambandið muni sennilega þurfa að fresta um hríð gildistöku frjáls flæðis fólks frá hinum væntanlegu nýju aðildarríkjum í Mið- og Austur-Evrópu um sambandið eftir að þessi ríki fá aðild að því en slíkt ferðafrelsi er ein stoð "fjórfrelsisins" svokallaða á innri markaði ESB. Meira
7. mars 1998 | Erlendar fréttir | 308 orð

Vilja þátttöku Tyrkja FULLTRÚAR Evrópusambandsin

FULLTRÚAR Evrópusambandsins hvöttu Tyrki á Kýpur í gær til þess að taka þátt í aðildarviðræðum eyjarinnar að sambandinu. Þær hefjast síðar í þessum mánuði og segja fulltrúar ESB að boðið standi áfram, hafni Tyrkir boðinu. Stjórn gríska meirihlutans á Kýpur lagði inn aðildarumsóknina. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Yaris og Lexus IS200 á markað eftir ár

LEXUS IS200, lúxusbíll af meðalstærð, og smábíllinn Yaris voru kynntir á sérstökum fundi hjá Toyota í byrjun vikunnar í tengslum við bílasýninguna í Genf. Báðir eru þeir væntanlegir á markað eftir rúmt ár og segja talsmenn umboðsins hérlendis að Yaris verði góð viðbót fyrir Toyota í smábílasamkeppnina. Yaris var einnig sýndur á bílasýningunni en nánari sýning á IS200 bíður betri tíma. Meira
7. mars 1998 | Landsbyggðin | 363 orð

Þemavika um landbúnað í Borgarhólsskóla

Laxamýri-Nemendur 4. bekkjar Borgarhólsskóla á Húsavík hafa nýlokið þemaviku um landbúnað sem var samstarfsverkefni skólans og bænda í Reykjahreppi. Brugðið var út af venjulegri stundaskrá og nemendur einbeittu sér að verkefnum og vettvangsferðum sem tengjast þemanu í heila viku. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Þrefalt fleiri gista hálendið en talið var

GISTINÆTUR á hálendinu eru nær þrefalt fleiri en reiknað hefur verið með hingað til. Gistinætur útlendinga á hálendinu voru 117 þúsund árið 1996 og gistinætur Íslendinga sama ár tæplega 80 þúsund. Meira
7. mars 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók ­ Menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis er frásögn Ólafs Helga Kjartanssonar af kirkjuferð að Stað í Aðalvík, samtal við Matthías Viðar Sæmundsson um hvað er að gerast í bókmenntafræðunum og grein um Jóhann Sigurjónsson eftir Eyþór Rafn Gissurarson. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 1998 | Staksteinar | 375 orð

»Batnandi hagur bænda BÚNAÐARÞING 1998 verður sett á morgun, sunnudaginn 8. ma

BÚNAÐARÞING 1998 verður sett á morgun, sunnudaginn 8. mars, í Súlnasal Hótels Sögu. Setning þingsins verður með líku sniði og á liðnum vetri og reynt verður að gera hana hátíðlega og eftirminnilega, að því er segir í leiðara Bændablaðsins Freys, sem komið er út. Meira
7. mars 1998 | Leiðarar | 655 orð

KÚGUNIN Í KOSOVO

leiðariKÚGUNIN Í KOSOVO TBURÐIR síðustu daga í Kosovo-héraði sýna enn glögglega, hversu eldfimt og hættulegt andrúmsloft ríkir í fyrrverandi Júgóslavíu. Meira

Menning

7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 556 orð

Blásið í lúðra

"ÞETTA verður smjörþefur af sumrinu," segir Páll Óskar Hjálmtýsson með sitt strákslega bros og Samúel Jón Samúelsson úr hljómsveitinni Casino kinkar kolli, ekki síður strákslegur. Þeir eru að tala um tónleika á Ingólfskaffi í kvöld en í framhaldi af þeim munu Páll Óskar og Casino leika á tónleikum um allt land í sumar. "Ekki það að Casino stendur alveg undir sér sem Las Vegas- sveit. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 984 orð

Einvígi Ronaldos og Turam

14.25 SjónvarpiðKarlsruher gegn Gladbach Bæði lið eru í neðri hluta þýsku 1. deildarinnar og Gladbach reyndar í neðsta sætinu. Því er leikurinn gríðarlega mikilvægur, svo mjög að þjálfari síðarnefnda liðsins, Norbert Maier, hefur þegar tilkynnt að tapi hans mann í dag segi hann af sér. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 614 orð

Gravediggaz með tónleika í kvöldEkki með Fr

RAPPSVEITIN Gravediggaz kom til landsins í gær og verður með tónleika í Fylkishöllinni í kvöld. Subterranian og Nod Ya Head Crew sjá um upphitunina. Meðlimir Gravediggaz eru Too Poetic, Shabazz, Omen og Diomond J. Áætlað var að Frukwan kæmi til landsins í nótt og bættist í hópinn. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 59 orð

Gullit í forræðisdeilu FÓ

FÓTBOLTAKAPPINN Ruud Gullit og fyrrverandi framkvæmdastjóri Chelsea fótboltaliðsins er hér á leið í dómsal vegna skilnaðar hans við fyrirsætuna Christina Pensa. Það gengur á ýmsu hjá Gullit um þessar mundir því í síðasta mánuði var hann rekinn frá Chelsea og stendur nú í málaferlum þar sem hann mótmælir forræðisfyrirkomulagi yfir börnunum sem hann eignaðist með Pensa. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

"Höfum engu gleymt"

HLJÓMSVEITIN Gildran heldur tónleika á laugardagskvöldið í fyrsta sinn í fimm ár. Tónleikarnir verða haldnir í heimabyggð sveitarinnar í Mosfellsbæ á veitingastaðnum Álafossföt best. "Gildran var að gefa út fyrir jólinn tvöfalda safnplötu í tilefni af því að tíu ár voru liðin frá því fyrsta platan kom út. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Jodie Foster á von á barni

LEIKKONAN Jodie Foster á von á sínu fyrsta barni í september næstkomandi. Þessu var greint frá í blaðinu New York Post og ku Jodie hafa sagt Liz Smith blaðamanni fréttirnar í afmælisfagnaði Time- tímaritsins fyrr í vikunni. "Já, ég er ófrísk og gæti ekki verið hamingjusamari," sagði Foster. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 463 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.20 Denni dæmalausi (Dennis the Menace ('93)), góðkunningi lesenda Tímans, sáluga, fékk frekar huggulega Hollywood-meðferð, þó hún skilji lítið eftir. Matthau er skemmtilega illkvittinn sem Wilson en barnastjarnan Mason Gamble er Denni dáðlitli. Fyrir minnsta fólkið á bænum. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Liam Gallagher handtekinn

LIAM Gallagher, söngvari hljómsveitarinnar Oasis, var handtekinn og kærður fyrir líkamsárás í Ástralíu eftir að hann skallaði aðdáanda fyrir utan hótel sveitarinnar í Brisbane. Gallagher var sleppt gegn 500 þúsund króna tryggingu eftir að hafa sætt formlegri ákæru í dómshúsi í Brisbane. Hann þarf að mæta til Brisbane í júní næstkomandi þegar málið verður tekið fyrir. Meira
7. mars 1998 | Margmiðlun | 739 orð

Lífgað upp á skrapatólið

TÖLVUTÆKNIN æðir áfram og kostar mikla vinnu og djúpa vasa að fylgjast með af einhverju viti. Ekki geta nema stöndugir keypt allt það nýjasta jafnóðum og það berst á markað og oft getur verið erfitt að ákveða hvaða leið eigi að fara þegar á að klastra upp á gamla skrapatólið, Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 627 orð

Milljón dollara andköf

ÞEIR á Stöð 2 hafa gerst húsgöngumenn á sunnudögum að undanförnu undir forustu Sigmundar Ernis, eins færasta sjónvarpsmanns síns. Nú síðast heimsóttu þeir félagar Hveragerði, þ.e. Sigmundur og tæknilið, og ræddu við Knút Bruun, fyrrum forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, sem gætti starfans þangað til aðrir komu og tilkynntu að þeir væru gáfaðri og ættu því að vera forsetar yfir öllu klabbinu. Meira
7. mars 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

Nætur Fellinis á breiðtjaldi

KVIKMYND Federicos Fellinis "Nætur Cabiriu" sem vann til Óskarsverðlauna verður frumsýnd í nýrri útgáfu í júní næstkomandi í Lincoln Plaza Cinemas í New York. Kvikmyndin, sem var valin besta erlenda myndin árið 1957, var með Giulettu Masinu, eiginkonu Fellinis, í aðalhlutverki. Hún lék afvegaleidda konu í úthverfum Rómaborgar. Meira
7. mars 1998 | Margmiðlun | 347 orð

Snjóbretti og bleikir stuttermabolir?

Cool Boarders 2, leikur fyrir Play Station. Uep Systems og Sony gefa út. ÞEGAR Cool Boarders eitt kom út fyrir um tveimur árum flýttu snjóbrettaáhugamenn sér út í næstu tölvubúð til að kaupa leikinn, en því miður gerðu það ekki margir aðrir. Nú hefur komið út framhald af þessum frábæra snjóbrettaleik og nefnist það Cool Boarders 2. Meira
7. mars 1998 | Margmiðlun | 449 orð

Spurt:

Spurt: Ég hef nokkrar spurningar sem gaman væri að fá svar við. Eru nokkur svindl til í Dark Reign- og Jim Worm-leikjunum? Vitið þið hvenær Star Craft- leikurinn kemur út? Arnar Ólafsson Svar: Ekki er mikið um svindl í Dark Reign, en finna má lítið forrit til að breyta geymdum leikjum. Það heitir einfaldlega drcheat. Meira

Umræðan

7. mars 1998 | Aðsent efni | 702 orð

67 milljarðar

ÞAÐ VAR ekki ég, heldur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem vakti fyrst máls á miklum afskriftum og útlánatöpum banka- og sjóðakerfisins í þingræðu árið 1994. Fjárhæðin, sem hún benti á, að farið hefði forgörðum árin 1989- 1993, var 40 milljarðar króna. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 1325 orð

Einkarekstur stórra opinberra mannvirkja

MARKVISST hefur verið unnið að því á undanförnum árum að draga úr ríkisafskiptum hér á landi með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og útboðum. Á þessu ári er ráðgert að selja hlutabréf ríkisins fyrir tæplega átta milljarða króna. Vaxandi skilningur er á því, að það er ekki hlutverk ríkisins að taka beinan þátt í atvinnurekstri sem einkaaðilar geta starfrækt. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 855 orð

Félagslega íbúðakerfið ­ Aðalatriði og aukaatriði

MIKILVÆGT er í þeirri umræðu sem nú fer fram um breytingu á félagslega íbúðakerfinu að greint sé á milli aðal- og aukaatriða. Á undanförnum árum hefur aðstoð hins opinbera færst í æ ríkari mæli í gegnum vaxtabótakerfið, sem bæði er auðvelt í framkvæmd og sveigjanlegra en það kerfi sem stuðst hefur verið við að hluta vegna félagslegra eignaríbúða. Meira
7. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Fleira þarf að efla Frá Sverri Jakobssyni: VIÐ Íslendingar virðu

VIÐ Íslendingar virðumst hafa sloppið með skrekkinn í þetta sinn. Eftir að búið er að sía helming hvers árgangs frá námi í stærðfræði reynast þeir sem eftir eru kunna sitt fag nokkuð vel. Yfirvöld menntamála hafa uppgötvað hvar pottur er brotinn. Það er, eins og alltaf, á grunnskólastiginu. Þar á að efla kennslu í stærðfræði og náttúrufræði verulega. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 748 orð

Framandi í tilgangslausum heimi

ÚTLENDINGURINN eftir Albert Camus er meðal þeirra skáldsagna sem orðið hafa sígildar, kannski vegna þess hve nútímaleg hún er. L'Étranger kom fyrst út 1942 og í íslenskri þýðingu Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi 1961. Nú hefur þýðing Bjarna verið endurútgefin (Íslenski kiljuklúbburinn, 1997). Meira
7. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 386 orð

Heilsustofnun í fararbroddi heilsueflingar Frá Unni Þormóðsdóttur og Þresti J

HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði hefur frá stofnun verið í fararbroddi náttúrulækninga á Íslandi. Strax frá upphafi var lögð áhersla á samspil andlegra og líkamlegra þátta sem leið til heildrænnar meðferðar. Heilsustofnun hefur í gegnum árin haldið áfram þróun í þessa átt og er frumkvöðull sökum áralangrar reynslu á þessu sviði. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 861 orð

Hrossainnflúensa

NÚ ER svo komið að okkar hrausti hrossastofn hefur sýkst af áður óþekktum vírus hér á landi. Ekki hefur enn tekist að greina hvaða vírus hér er á ferðinni en líklegt er talið að hann hafi borist til landsins frá Svíþjóð. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 743 orð

Hvers vegna Garðabæjarlisti

EINS og fram hefur komið í fréttum hefur nýlega verið stofnað bæjarmálafélag í Garðabæ undir heitinu Garðabæjarlistinn, sem bjóða mun fram við bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ í maí n.k. Forgöngu um stofnun Garðabæjarlistans höfðu félög Alþýðubandalags- og Alþýðuflokksmanna í Garðabæ en til liðs við félagið hafa gengið Garðbæingar úr öllum flokkum og utan flokka, Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 847 orð

Hvers virði er Halldór Laxness?

HALLDÓR Laxness andaðist 8. febrúar og var jarðsunginn frá Kristskirkju í Reykjavík sex dögum síðar. Níu dögum eftir það var hringt heim til mín á tíunda tímanum að kvöldi til og spurt hvort ég vildi kaupa ritsafn Nóbelskáldsins á 95 þúsund krónur. Reyndar voru ekki allar bækur hans til, en þó 41 af 51. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 1524 orð

Sundabraut ­ ekki 2014 heldur 2004!

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur farið fram umræða um hugmynd Árna Sigfússonar um að flýta lagningu Sundabrautar. Ástæður þessarar flýtingar væru aðallega af þrennum toga: Í fyrsta lagi er ljóst að núverandi umferðarmannvirki anna ekki þeirri umferð sem er frá austurhluta Reykjavíkur til miðborgarinnar og frekari fólksfjölgun á þessum svæðum mun gera vandann enn meiri. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 379 orð

Túlkun Orra og Illuga

SAMTÖK iðnaðarins fengu Robert Rowthorn, prófessor í hagfræði við Cambridge-háskóla, til að skoða hvað hafi markað þróun greinarinnar á undangengnum áratugum og hvernig mætti tryggja að greinin fengi vaxið hér og dafnað í framtíðinni. Í starfi sínu miðlaði Robert af áratuga reynslu sinn í fræðimennsku og faglegri ráðgjöf sem hann hefur m.a. Meira
7. mars 1998 | Aðsent efni | 525 orð

Villandi umræða um störf borgar

FIMMTUDAGINN 22. janúar sl. birti Morgunblaðið grein eftir Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar, undir heitinu "Tvær tillögur alls á heilu kjörtímabili". Í grein sinni gagnrýnir borgarfulltrúinn sjálfstæðismenn fyrir að hafa "aðeins flutt tvær tillögur til ályktunar í borgarstjórn" eða svokallaðar dagskrártillögur á þessu kjörtímabili. Meira

Minningargreinar

7. mars 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Ásgeir Salberg Karvelsson

Elsku frændi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég var bara lítil stelpa þegar ég fór að vera í sveitinni hjá ykkur afa. Þegar ég læt hugann reika rifjast upp margar góðar minningar. Alltaf þegar við systkinin fórum vestur með rútunni varst þú kominn í Búðardal að taka á móti okkur, það brást aldrei. Og brosandi út að eyrum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 272 orð

Ásgeir Salberg Karvelsson

Mig langar til að kveðja kæran frænda og vin. Ástvinir deyja en minningar lifa. Guð tók þig til sín að nóttu er kyrrð og ró hvíldi yfir. Sorgarfregnin barst mér að morgni dags. Ekki grunaði mig að við myndum ekki sjást aftur þegar ég kvaddi þig á hlaðinu í haust er ég kom í heimsókn. Hugurinn reikar aftur í tímann er við vorum börn. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 638 orð

Ásgeir Salberg Karvelsson

Hann Ásgeir á Kýrunnarstöðum er dáinn en ég á eftir að átta mig á því. Hann hefur bara alltaf verið þarna í sveitinni á Kýrunnarstöðum og því hef ég aldrei leitt hugann að því að einn daginn yrði hann kannski ekki lengur þar þegar ég kæmi til að taka til hendinni við bústörfin með honum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 590 orð

Ásgeir Salberg Karvelsson

Elsku Ásgeir frændi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért horfinn af sjónarsviðinu svo snemma. En þú munt lifa í huga mínum. Ég veit líka að þér mun líða vel við hliðina á ömmu. En nú þegar þú ert farinn rifjast upp ótal minningar. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman. Þegar ég var fyrir vestan unnum við mikið saman. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 538 orð

Ásgeir Salberg Karvelsson

Elsku frændi. Ég varð mjög sleginn er pabbi sagði mér að þú værir látinn, svo snögglega og ég hef hugsað mikið um þig síðan. Ég á margar góðar minningar um þig, þegar ég var í sveitinni hjá þér og við vorum að vinna saman í sauðburðinum, heyskapnum og mörgu öðru. Ég man að ég var eins og farfugl, ég varð að komast úr bænum og í sauðburðinn á vorin. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 100 orð

ÁSGEIR SALBERG KARVELSSON

ÁSGEIR SALBERG KARVELSSON Ásgeir Salbert Karvelsson fæddist á Kýrunnarstöðum 19. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jens Karvel Hjartarson, bóndi á Kýrunnarstöðum, f. 13.9. 1910, og kona hans, Svava Jónea Guðjónsdóttir, kennari og húsfreyja, f. 20.8. 1903, d. 20. mars 1989. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 1261 orð

Bjarni Þórarinn Ólafsson

Bjarni Þórarinn Ólafsson kom að Haga á Barðaströnd 1908 og ólst upp í skjóli þeirra ágætis og merku hjóna Bjargar Einarsdóttur og Hákonar Jóhannesar Kristóferssonar, bónda, alþingismanns, oddvita og hreppstjóra. Hann hefur verið ungur er hann fer að taka til hendi. Í dagbók Hákonar er að finna þessa setningu árið 1914: "Bjarni litli er farinn að hjálpa til við heyskapinn. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 435 orð

BJARNI ÞÓRARINN ÓLAFSSON

ÓLAFSSON Bjarni Þórarinn Ólafsson fæddist á Hlaðseyri við Patreksfjörð 7. október 1905. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 19. apríl 1874 á Geitagili í Rauðasandshreppi, og Ólafur Bjarnason, f. 1870 í Rauðasandshreppi, bóndi á Hlaðseyri við Patreksfjörð. Alsystkini Bjarna voru tvö: Sigríður, f. 25. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Bjarni Þórðarson

Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Ég á fjölda minninga um hann afa minn og nú þegar hann er látinn rifjast upp fyrir mér margar af þeim góðu stundum sem ég átti með honum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 665 orð

Bjarni Þórðarson

Elskulegur tengdafaðir minn Bjarni Þórðarson á Reykjum er látinn og þar með er farinn einn ljúfasti og þægilegsti maðurinn sem ég hef hitt um ævina. Það verður að vera annarra að rekja ævisögu þessa merka bónda frá fæðingu hans til þessa dags. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Bjarni Þórðarson

Við frændsystkinin á Reykjum erum alin upp sem í einni fjölskyldu þar sem bræðurnir Bjarni, Ingvar og pabbi bjuggu í þríbýli á Reykjum. Hver þeirra hafði sitt bú, en heyskapur og ýmis önnur verk voru unnin í samvinnu. Við lærðum að vinna með þeim öllum. Þú, Bjarni, varst vinnusamur og jafnframt kröfuharður um að öll verk væru samviskusamlega unnin. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Bjarni Þórðarson

Í dag kveðjum við föðurbróður okkar Bjarna Þórðarson, bónda frá Reykjum á Skeiðum. Nú eru farnir tveir af gömlu bændunum á Reykjum, sem voru fastastæðan í uppvexti okkar frændsystkina á hlaðinu. Bjarni var vinnunnar maður og vildi ekki vera eftirbátur annarra. Hann gekk ungur að slætti í kappi við eldri bræður sína. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 580 orð

Bjarni Þórðarson

Látinn er góður vinur minn, bóndinn Bjarni Þórðarson á Reykjum á Skeiðum. Ég eignaðist hann Bjarna að vini, þegar ég 13 ára gömul réð mig í kaupavinnu til þeirra hjónanna Sigurlaugar Sigurjónsdóttur frænku minnar og Bjarna fyrsta búskaparárið þeirra. Hjá þeim var ég síðan öll sumur fram að tvítugsaldri. Öll árin síðan höfum við haft mikil og góð samskipti. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 208 orð

BJARNI ÞÓRÐARSON

BJARNI ÞÓRÐARSON Bjarni Þórðarson var fæddur á Reykjum á Skeiðum 1. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 19.2. 1879 í Sandlækjarkoti í Gnúp., d. 15.11. 1980, og Þórður Þorsteinsson, f. 9.7. 1877 á Reykjum á Skeiðum, d. 26.3. 1961. Bjarni var sjötti í röð þrettán systkina. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Guðjón Halldórsson

Foreldrar Guðjóns voru Halldór Sigurðsson úrsmiður, ættaður úr Rangárþingi, og kona hans, Guðrún Eymundsdóttir, ættuð úr Vopnafirði. Að loknu barnaskólanámi réðst Guðjón starfsmaður í banka og vann á þeim vettvangi síðan meðan aldur leyfði. Hann hófst þar til mannvirðinga og trúnaðar og varð skrifstofustjóri og seinna aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs Íslands. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐJÓN HALLDÓRSSON

GUÐJÓN HALLDÓRSSON Guðjón Halldórsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1915. Hann lést á Landakotsspítala 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. febrúar. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 1103 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

"Mamma, segðu okkur sögur frá því þegar þú varst lítil," eru yngri synir mínir vanir að segja þegar lagst er til hvílu að kvöldi. Og oftar en ekki þurfti að segja frá afa; það var nefnilega svo ótrúlegt að afi hefði getað þetta og hitt í gamla daga, og þeir vildu heyra meir og meir. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

Elsku afi okkar. Fráfall þitt kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Þú varst búinn að vera slappur í nokkur ár og við þökkum fyrir þau ár sem við höfðum þig hjá okkur. Þú náðir að kynnast yngstu barnabörnunum og þau munu eflaust minnast þín sem afans með tyggjópakkana og greiðuna. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 742 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

Það var sárt að fá fréttir af andláti svila míns, Guðmundar Helga Gíslasonar frá Völlum í Garði. Þótt við í fjölskyldunni höfum um árabil getað hvenær sem er átt von á slíkum fréttum af Mumma, eins og við kölluðum hann alltaf, snerti það okkur Rúnu djúpt að hann hafði látist þegar við vorum á heimleið úr stuttu fríi. Hann hafði lengi átt við erfiðan lungnasjúkdóm að stríða og lést 25. febrúar sl. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 223 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

Þegar ég hringdi í Henný systur fimmtudaginn 26. febrúar átti ég ekki von á því að Mummi litli eins og hann var yfirleitt kallaður, væri dáinn. Fyrsta tilfinning mín, þegar Henný sagði mér það, var tómleiki. Svo komu minningar. Mummi var maður sem skildi eftir sig sterkar minningar, uppfullar af hlýju og þakklæti. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 77 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

Elsku afi. Nú ertu kominn til himnaríkis og líður vel. Nú getur þú hitt alla vini þína sem eru þarna líka. Allar þær minningar sem ég á um þig voru góðar og ég þakka fyrir þær. Í öllu sem ég gerði bæði í dansinum, píanóinu og skólanum styrktir þú mig. Þú gerðir allt mér og öllum öðrum í ættinni til góðs. Ég þakka þér fyrir ánægjulegar samverustundir og ég mun ávallt sakna þín. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Guðmundur Helgi Gíslason

Kæri vinur. Þótt dauðinn sé það eina sem er öruggt í þessu lífi er maður alltaf jafn illa undirbúinn þegar hann knýr dyra. Fyrstu viðbrögðin eru sár sorg og söknuður. Síðan hrannast upp minningar um samtöl, um svipbrigði, um nánd og fjölskyldufundi. Ég minnist með þakklátum huga vináttu í aldarfjórðung eða frá því ég kom inn í fjölskylduna sem tengdasonur. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 394 orð

GUÐMUNDUR HELGI GÍSLASON

GUÐMUNDUR HELGI GÍSLASON Guðmundur Helgi Gíslason, Völlum, Garði, var fæddur á Brekku í Garði 7. október 1926. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Ingibjörg Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1898 á Brekku í Garði, d. 28.9. 1936 og Gísli Matthías Sigurðsson, bóndi, f. 13.7. 1895 í Reykjavík, d. 7.7. 1982. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Guðmundur H. Gíslason

Ég kom hingað út til Connecticut í haust. Amma kom út á flugvöll til að kveðja mig en afi komst ekki vegna veikinda þannig að ég kvaddi hann aldrei. Ég hugsaði mikið til hans, ég vissi að hann gæti farið hvenær sem er en ég viðurkenndi það bara aldrei. Ég vildi að ég hefði sýnt betur og sagt hversu mikið ég elskaði þig, afi. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 87 orð

Guðmundur H. Gíslason

Elsku afi, ég sakna þín. Minningar um þig streyma um mig og ég græt. Ég hugsa um allt sem við gerðum saman og það gleður mig. Þú gafst mér margt sem mun fylgja mér. Ég hugsa um allt sem mig langaði að gera fyrir þig en ekki gafst tími til og það hryggir mig. Það huggar mig að þú vissir að mér þykir vænt um þig og nú minningu þína. Betri afa er varla hægt að hugsa sér. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Guðmundur H. Gíslason

Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Mig langar í örfáum orðum að þakka fyrir hlýju og kærleik hans sem ég og mínir nutu frá fyrstu kynnum. Mummi, eins og hann var kallaður í fjölskyldunni, var hæglátur maður og dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en hafði ríka kímnigáfu og oft brá fyrir stríðnisglampa í augum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Það var sárt að missa þig svona fljótt, en þó að þú sért ekki lengur á meðal okkar muntu alltaf lifa í hjarta okkar. Það sem kom helst upp í hugann þegar við hugsuðum til baka var atorkusemin í þér og þitt eilífa bros. Þú varst opin fyrir öllum og manni leið alltaf vel í návist þinni. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Með nokkrum fátæklegum orðum langar okkur að kveðja og minnast elskulegrar vinkonu dóttur okkar og okkar allra, Gunnhildar Líndal, sem kölluð var burt frá okkur svo óvænt og ótímabært. Það er okkur mannlegum verum óskiljanlegt að slíkir hlutir þurfi að gerast, andstætt öllum væntingum og framtíðarvonum ungrar stúlku í blóma lífsins. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur. Ég er sannfærð um að þú varst tekin frá okkur því að það er meiri þörf fyrir þig og bros þitt annars staðar. Ég er samt svo eigingjörn að ég vil frekar hafa þig hjá mér, því ég á eftir að sakna þín svo hræðilega mikið. Það var alveg sama hvað þú varst að gera, það var alltaf jafn gaman hjá þér og hjá öllum þeim sem voru í kringum þig. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur, af hverju, hvers vegna þú? Svona gerist ekki í alvörunni, bara í bíómyndum. Þetta voru fyrstu hugsanir okkar, þegar okkur barst þessi ótrúverðuga frétt að þú værir dáin, ein af okkar bestu vinkonum. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Við trúðum þessu ekki og trúum ekki enn, við bíðum bara eftir því að einhver segi að þetta sé ekki satt. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Í dag kveðjum við Gunnhildi Líndal Arnbjörnsdóttur. Mig langar að minnast Gunnhildar með nokkrum orðum. Ég kynntist Gunnhildi og fjölskyldu hennar fyrir nokkrum árum í gegnum hestamennskuna og var Gunnhildur vel virk á því sviði, bæði í keppni og í almennum reiðtúrum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Það er erfiðara en orð fá lýst að fá fregnir um að hún Gunnhildur hafi svo sviplega horfið úr þessum heimi, sorgin nístir inn að hjarta, tárin renna niður hvarmana og manni verður tregt um tungu. Þessi unga, fallega og efnilega stúlka hefur verið hrifin burt úr faðmi ástríkrar fjölskyldu, unnusta og stórs vinahóps. Margar spurningar vakna en engin svör fást. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 471 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Það er þyngra en tárum taki að missa svona unga, skemmtilega og góða vinkonu eins og Gunnhildi. Síðasta skólavika Gunnhildar var einmitt þemavikan. Þar vorum við vinkonurnar allar saman í danskri smurbrauðsgerð. Ég man að síðasta daginn var ég að kenna henni að skera ananas sem hafði gengið fremur brösuglega hjá henni. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

"Einn sannur vinur er mér meir til gleði en þúsund fjandmenn mér til ama." Það má segja að fimmtudagurinn 26. febrúar hafi vægast sagt verið versti dagur lífs míns, en þá missti ég bestu vinkonu mína, hana Gunnhildi. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur. Þegar við sitjum hér saman og hugsum til þín getum við ekki annað en hugsað: "Af hverju?" Þú sem varst svo ung og lífsglöð og áttir allt lífið framundan. Á svona tímum er svo margt sem við viljum segja en komum ekki orðum að því. Þegar við lítum til baka og minnumst þín sjáum við þig, frábæra stelpu og mesta stuðboltann í okkar liði. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Það er fimmtudagskvöld. Ys og þys, það er að mörgu að hyggja, leikur er að hefjast. En skyndilega er allt breytt. Fréttir berast um að Gunnhildur Líndal, leikmaður okkar og vinkona, hafi látið lífið. Menn eru sem lamaðir, í stað tilhlökkunar fyrir komandi leik leggst yfir skuggi sorgar og söknuðar. Allt varð svo einkennilega hljótt. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Það er stutt á milli gleði og sorgar í lífinu. Einungis tólf dögum eftir að bikarmeistaratitill var í höfn bárust okkur þær fregnir á æfingu að Gunnhildur vinkona okkar hefði látist í hörmulegu bílslysi. Margar spurningar komu upp í huga okkar en fátt var um svör. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Þegar ungt fólk er hrifið burt með svo skyndilegum hætti sem nú, úr ekki stærra samfélagi en okkar í Keflavík, finnur maður glöggt samhug íbúanna, eldri sem yngri. Með örfárra daga millibili hafa tvö ungmenni látið lífið af slysförum. Okkur setur hljóð og við finnum sárt til með aðstandendum þeirra og ástvinum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Dagurinn 26. febrúar 1998 rennur mér seint úr minni. Þá fékk ég þær hræðilegu fréttir að ein af mínum bestu vinkonum, Gunnhildur, væri dáin. Spurningarnar flæddu um hugann: Af hverju þú? En þegar stórt er spurt verður oft fátt um um svör. Mér finnst þetta bara vera hræðilegur draumur og satt best að segja langar mig að vakna. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku, yndislega frænka okkar. Hvers vegna þú fórst frá okkur svo snögglega er á engan hátt hægt að útskýra. Hvers vegna deyr ung og falleg stúlka í blóma lífsins og með mikla framtíðardrauma. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, en þegar til kemur er erfitt að sætta sig við að það sé ástæðan fyrir því að þú varst tekin frá okkur svona allt í einu. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir var nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún stóð sig í náminu og sýndi framfarir. Hún var virk í íþrótta- og félagslífi í skólanum og vinsæl af öllum sem þekktu hana. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 611 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Hún var augasteinn ástvina sinna og gleðigjafi í leik og starfi. Nú er hún öll og skarð hennar verður vandfyllt. Ástvinirnir eru í sárum og Reyknesingar deila sorginni með þeim. Margir sakna Gunnhildar sárt, ekki síst félagar hennar í kvennaliði Keflavíkur í körfubolta og skólafélagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 96 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku vina, það er svo ótrúlegt og sárt að finna að þú ert ekki lengur á meðal okkar hér í lifanda lífi. Samt sveit ég að þú fylgist með okkur. Ég bið algóðan Guð að geyma þig. Hún er ljóshærð og lagleg hún er ljúf eins og vor. Stráir ástríku yndi við hvert einasta spor. Hún er elskuð af öllum og í athöfnum dygg. Hún var sólskinsbarn síglatt. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Stórt skarð hefur myndast í hóp okkar frændsystkinanna, hún Gunnhildur er dáin. Maður trúir því ávallt að svona nokkuð muni ekki henda. En einn góðan veðurdag, líkt og hendi sé veifað, kemur fregn sem skilur okkur eftir lömuð af sorg og söknuði. Elsku frænka, þú hverfur frá okkur í blóma lífsins. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur. Takk fyrir allt. Við vitum öll að þú ferð aldrei langt frá okkur. Við hefðum viljað hafa þig lengur, en hlutverk þitt var annarsstaðar og mun stærra en okkur óraði fyrir, fyrst svo mikið lá á að kveðja þig til annarra starfa. Góða ferð, elsku Gunnhildur, við hittumst öll aftur. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað það er sárt að missa jafn jákvæða, brosmilda og lífsglaða unga stúlku, eins og þig, svona skjótt. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug og náðir góðum árangri í þeim íþróttum sem þú Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Af hverju hún? Svona ung og með allt lífið framundan. Glæstir draumar og glæstar vonir en örlögin gripu í taumana og hrifsuðu hana úr lífinu. Alveg sama hversu oft ég hugsa um þetta þá er bara eitt orð sem hugurinn staldrar við, "ósanngirni". Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 489 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur mín. Það var hræðilegt að heyra það að þú værir dáin. Þú varst svo lífsglöð og alltaf með bros á vör og það var svo fjarri mér að eitthvað illt gæti hent þig. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman og það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér, en maður heldur alltaf að það sé nógur tími. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku hjartans Gunnhildur, það er svo erfitt að trúa og sætta sig við ótímabært andlát þitt, elsku barnið okkar. Það var allt svo bjart framundan hjá þér. Þú geislaðir af lífsgleði með honum Gulla þínum, þið voruð svo hamingjusöm og góðir vinir. Af hverju þurfti þetta að gerast? Okkur finnst þetta svo ósanngjarnt, en við fáum víst aldrei svar við því hvers vegna svona gerist. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Ánægja, værð og hlýleiki voru einkenni elsku Gunnhildar minnar og einmitt á þann máta mun ég ávallt minnast hennar. Ég man hvað hún hló mikið að Sæma þegar hann sprellaði og sýndi listir sínar. Ég gaf henni auðvitað olnbogaskot svo hún myndi ekki hvetja hann með hlátri sínum til að halda áfram. En allt kom fyrir ekki, hún bara hló og hló, Sæma til mikillar gleði. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Eftir að við fengum þær fréttir að elskuleg frænka okkar hefði látist af slysförum hefur veröldin ekki verið söm. Þegar svo ung stúlka er hrifin á brott svo skyndilega fer ekki hjá því að hjá manni vakna spurningar um tilgang lífsins og maður finnur sig knúinn til að endurmeta lífsgildi sín. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Aldrei bjóst ég við á þessum unga aldri að rita minningarorð um góða æskuvinkonu mína hana Gunnhildi Líndal. Það er ennþá ferskt í huga mér er við hittumst fyrst. Við vorum á sjötta ári og ég var að flytja í Heiðargarðinn. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 385 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Elsku Gunnhildur mín, mér er það þungbært að setja þessi orð á blað. Þitt geislandi bros var mér mikils virði. Ég þakka þær mörgu ljúfu stundir, sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góð. Hátterni þitt var þannig að öllum þótti vænt um þig. Ég man það alltaf hvað geislaði af þér á fermingardaginn þinn þegar lífið blasti við þér, bjart var framundan og þú sást hestinn þinn fyrir utan dyrnar. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Hún Gunnhildur mín er dáin, þessi besti æskuvinur sem nokkur hefði getað óskað sér. Ég átti yndisleg æskuár með henni og ekkert nema góðar minningar koma upp í hugann, þessar ótal stundir sem við eyddum saman við leik í Heiðargarðinum. Hún Eyja mín var sú besta, við vorum sannkallaðir perluvinir og ekki hefði ég ímyndað mér að hún færi svona snöggt. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 45 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Eitt sinn var lítið ljós. Þetta ljós var ekki eigingjarnt. Þetta ljós var hlýtt og bjart. Það gaf öllum hjörtum geisla. Þetta ljós var hluti af hjörtum okkar allra, hluti sem vantar. Við munum sakna þín, litla ljós. Bless bless, Gunna. Aldís Lind. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Drottinn gaf og drottinn tók. Það er sárt að þurfa að horfa upp á að ung stúlka í blóma lífsins sé tekin frá okkur. Þann tíma sem við fengum að njóta nærveru Gunnhildar Líndal var ávallt skemmtilegt. Hún var ein af þeim stúlkum sem voru jafnan kátar og hressar, bæði í vinnu og leik. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 156 orð

Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir

Sólargeisli. Það er orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég minnist Gunnhildar. Einlægur, glettinn og brosandi sólargeisli sem lýsti upp tilveru sonar míns og þ.a.l. tilveru allrar fjölskyldu minnar. Samband hennar og Gulla var mjög sérstakt sem heillaði alla þá sem vitni urðu að. "Þau voru mun meira en kærustupar," eins og faðir hennar orðaði svo réttilega. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 168 orð

GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR

GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir fæddist í Keflavík 12. nóvember 1980. Hún lést í bílslysi 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sólveig Hafdís Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 3. febrúar 1949, og Arnbjörn Óskarsson rafvirkjameistari, f. 10. janúar 1950. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 98 orð

Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir

Elsku mamma. Með þessum bænum, sem þú kenndir okkur þegar við vorum lítil og við fórum með saman, viljum við kveðja þig að sinni. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, Faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 494 orð

Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir

Ástu kynntist ég á fimmta áratugnum, í gegnum þáverandi mann hennar, Ásgeir Þorleifsson, síðar flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, en við vorum þá báðir við flugnám. Þau bjuggu þá í Tjarnargötunni ásamt börnum sínum, Stellu og Stefáni, en fluttu síðar á Bragagötuna. Stuttu síðar kynnti ég Diddu konuna mína fyrir þeim og hefur æ síðan ríkt mikil vinátta milli þessara tveggja fjölskyldna. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Elsku amma. Guð geymi þig. Ásta Björk. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir

Mín fyrstu kynni af Ástu voru þegar konan mín, Stella, bauð mér heim til að kynnast móður sinni, sem taldist sjálfsagður hlutur í þá daga. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Ég var hálfsmeykur, en lét til leiðast. Þessi ótti var að sjálfsögðu alger fjarstæða, því þótt Ásta virtist við fyrstu kynni vera köld, þá var reyndin önnur. Ásta var hjartahlý kona og sérlega greiðvikin. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 175 orð

INGIBJÖRG ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR

INGIBJÖRG ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir fæddist á Mýrum, Vestur-Húnavatnssýslu 24. apríl 1917. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Hvammstanga 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Ástu voru Stefán Ásmundsson, f. 8. september 1884, d. 3. ágúst 1976, og Jónína Pálsdóttir, f. 14. maí 1888, d. 15. nóvember 1955. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Sigurður E. Ólafsson

Elsku hjartans afi, þú hefur nú sagt skilið við þennan heim eftir langt veikindastríð. Margs er að minnast og margs að sakna. Þú varst svo góður og hlýr í viðmóti. Viska þín var ótakmörkuð, svo fróður varst þú um alla hluti enda var frásagnargleði þín einstök. Við systurnar minnumst sérstaklega allra ferða ykkar ömmu vestur á Reykhóla í gegnum árin. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Sigurður E. Ólafsson

Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna, á þér ástar augu ungur réð ég festa, blómmóðir besta! (Jón Thoroddsen) Elsku pabbi minn, nú kveðjum við þig í dag í hinsta sinn. Nú er þrautum þínum lokið og þú getur loksins hvílst. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Sigurður E. Ólafsson

Við systkinin á Reykhólum kveðjum í dag hinstu kveðju fósturbróður okkar og frænda Sigurð Ólafsson. Þorsteinn bróðir og Siggi voru jafnaldrar og hinir mestu mátar. Siggi ólst upp og var í mörg ár fram að fermingu einn úr systkinahópnum á Miðhúsum. Eftir fermingu flutti hann suður og fór í launaða vinnu til að létta undir með heimili foreldra sinna. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Sigurður E. Ólafsson

Elsku afi. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Það var alltaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér. Við söknum þín sárt. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Sigurður E. Ólafsson

Elsku afi minn er dáinn. Af hverju þurfti afi að deyja? var það fyrsta sem ég sagði þegar ég frétti af andláti afa míns. Daginn áður fór ég með pabba í heimsókn til hans á spítalann, en það var fyrsti dagurinn í langan tíma sem honum leið nokkuð vel. Eina huggunin er að ég veit að núna ertu hjá Guði, elsku afi, og veikindum þínum lokið. En ég sakna þín samt svo mikið. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 820 orð

Sigurður E. Ólafsson

Í annað sinn á tæpu ári kveð ég bróður hinstu kveðju. Af sjö bræðrum eru nú fimm eftir. Á sl. vori dó Jón bróðir okkar eftir áralöng veikindi, og nú er Sigurður, sem hér er minnst, fallinn frá, einnig eftir löng og þung veikindi. Siggi var næstelstur af tíu systkinum. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 457 orð

SIGURÐUR E. ÓLAFSSON

Sigurður Erlendur Ólafsson fæddist í Straumfirði á Mýrum 23. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum 2. mars síðastliðinn. Hann var næstelstur barna hjónanna Brandísar Árnadóttur (f. á Kollabúðum 4. ág. 1900, d. 14. júlí 1973) og Ólafs Einars Bjarnleifssonar, síðar verkamanns í Reykjavík (f. á Sauðárkróki 28. maí 1899, d. 28. des. 1946). Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 425 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Ég kynntist Þóru Margréti sumarið 1972, þá kom hún á heimili mitt á Seyðisfirði með Ágústi syni mínum, sem síðar varð eiginmaður hennar. Við Þóra urðum góðar vinkonur, maður vissi alveg hvar maður hafði hana, hún sagði umbúðalaust hvað hún meinti. Ætíð var gott að koma á heimilI þeiRra, hún var góð húsmóðir, heimilið þeirra bar öll merki um natni, góðan smekk hennar. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 175 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Elskuleg vinkona. Okkur í saumaklúbbnum langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir samveruna og árin sem við áttum saman. Það var mikið reiðarslag þegar við fengum þær fréttir að þú værir dáin. En með dauðanum er aðeins einu verki þínu lokið, verki sem þú áttir hérna handan þessara landamæra. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 779 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Kæra vinkona. Mig rak í rogastans þegar hún Helga hringdi í mig seinnipart fimmtudagsins 26. febrúar, 12 dögum eftir að við Villý vorum í afmæli hjá þér, heima hjá pabba þínum og mömmu í Keilufelli. Hún sagði: "Klara, ég færi þér ekki góðar fréttir." "Nú," sagði ég. "Hvað?" "Hún Þóra Margrét er dáin." "Nei, það getur ekki verið." "Jú, ég var að heyra það. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Elsku Þóra. Þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir fimmtudaginn 26. febrúar að þú værir látin, hugsaði ég með mér að það gæti bara ekki verið hún Þóra Margrét. Þú sem á þriðjudeginum komst með Guðrúnu Ágústu dóttur þinni í heimsókn til okkar. Minningarnar streymdu fram. Allar góðu stundirnar, þar sem við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum um daginn og veginn. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 206 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Aldrei grunaði mig að kveðjan yrði hin hinsta, kæra frænka. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Nú er mér ljóst, að Þóra Margrét skipar sess í hjarta mínu sem hjartagóð og óeigingjörn frænka sem ég mun sakna um aldur og ævi. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman í eldhúsinu. Þá var oft glatt á hjalla og tekið á mönnum og málefnum. Það voru gleðistundir. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 438 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Hver er tilgangur með lífi og dauða? Eins og gleðin er mikil þegar heilbrigð sál fæðist í þennan heim er sársaukinn og harmurinn þegar dauðann ber að garði ekki minni. Hún Þóra Margrét er dáin! En hvers vegna? Við sem eftir lifum sitjum agndofa með eintómar spurningar en ekkert um svör. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 127 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Enn og aftur kveður árgangur 1955 í Vestmannaeyjum, hinstu kveðju. Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum höfum við fylgt skólasystrum til grafar, svo ótímabær og skyndilegur dauði þeirra hefur djúp áhrif á okkur. Við þjöppum okkur enn þéttar saman til að hylja þau skörð sem eru svo stór, ríghöldum í hvert minningarbrot til að lina sársaukann í söknuði og trega. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig að kveðja Þóru Margréti með ljóði eftir langömmu mína, Guðríði S. Þóroddsdóttur. Takk fyrir allt. Oft vonir bregðast vilja oss veitir þungt að skilja Guðs voldugt vísdómsráð þú Guð, sem gleði vekur, þú gefur og þú tekur, en öll þín stjórn er einskær náð. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Hún kom eins og köld vatnsgusa fregnin um lát þitt, Þóra mín, alltof skjótt og óvænt. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var að það var svo margt óuppgert, svo margt sem við áttum eftir að ræða um í góðu tómi. Þegar öldunar hefðu róast bjóst ég við að við myndum saman sigla á lygnum sjónum, og tala um allt sem skiptir máli. Meira
7. mars 1998 | Minningargreinar | 173 orð

ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR

ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR Þóra Margrét Friðriksdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1955. Hún lést á heimili sínu í Blikahólum 6 í Reykjavík 26. febrúar síðastliðinn. Þóra var önnur í röðinni af sex systkinum, en áður höfðu foreldrar hennar misst dreng á fyrsta ári, hann hét Hjörleifur Arnar. Meira

Viðskipti

7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Adidas býst við meiri hagnaði

ADIDAS AG, hinn kunni framleiðandi íþróttafatnaðar í Þýzkalandi, býst við að sameinað fyrirtæki hans og Salomon S.A. í Frakklandi muni skila hagnaði 1998. Í tilkynningu frá Adidas segir að fyrirhugaðri skráningu fyrirtækisins á bandarískum hlutabréfamarkaði í ár verði frestað vegna þess að sameining fyrirtækisins og Salomons gangi fyrir. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 827 orð

Ákveðið að selja 10% í Landsbanka Íslands hf.

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að selja 10% af hlutafé sínu í Landsbanka Íslands hf. til þess að fá markaðsverð á bréf ríkisins í bankanum. Starfsfólki bankans gefst kostur á að kaupa hluta af þessum bréfum á verði sem samsvarar innra virði fyrirtækisins um áramót. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Degussa og Veba stofna efnarisa

VEBA, hið fjölþætta þýzka almenningsþjónustufyrirtæki, hefur skýrt frá því að það muni koma á fót nýju alþjóðlegu efnafyrirtæki með því að sameina efnadeild sína efna- og málmfyrirtækinu Degussa. Nýja fyrirtækið fær nafnið Degussa-Hüls og verður skráð sem slíkt á þýzkum verðbréfamarkaði. Veba á fyrir 36,4% í Degussa og mun eignast meirihluta í hinu sameinaða fyrirtæki. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 162 orð

ÐMismunandi uppgjör arðgreiðslna

Í REIKNINGUM Nýherja hf. fyrir nýliðið ár var 7% arður sem stjórnin lagði til dreginn frá eigin fé og færður til skuldar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur að þetta sé ekki algeng reikningsskilaaðferð hjá fyrirtækjum á Verðbréfaþingi. Hluthafar Nýherja hf. samþykktu á aðalfundi sem haldinn var í vikunni tillögu stjórnar um greiðslu 7% arðs af hlutafé, alls tæpar 17 milljónir kr. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Evrópskar hækkanir í vikulok

HÆKKANIR urðu á evrópskum hlutabréfum vegna góðrar stöðu í WaLL Street eftir birtingu jákvæðrar skýrslu um atvinnu í Bandaríkjunum, sem sýndi engin verðbólgumerki. Frönsk hlutabréf seldust á nýju meti vegna sterks dollars. Nokkrar sveiflur urðu á gengi dalsins og hann lækkaði í New York eftir góða byrjun. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Intel varar við minni hagnaði

INTEL Corp, hinn kunni hálfleiðararisi, hefur komið fjárfestum á óvart með því að vara við því að afkoman á fyrsta ársfjórðungi muni valda vonbrigðum vegna furðulítillar eftirspurnar frá framleiðendum einkatölva. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Ísland betur sett en flest önnur lönd Evrópu

VERÐMÆTI útflutnings Íslendinga til Asíu minnkaði töluvert á síðasta ári en minni sveiflur voru í innflutningi og vöruskiptin voru Íslendingum óhagstæð á síðasta ári ólíkt því sem hefur verið á undanförnum árum. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Pechiney aftur í plús

FRANSKA ál- og umbúðafyrirtækið Pechiney SA hefur staðfest tölur, sem sýna að það skilaði hagnaði á ný í fyrra vegna hagnaðar af sölu eigna, sterkari stöðu dollars og hagstæðara álverðs. Jean-Pierre Rodier stjórnarformaður sagði að eftirspurn fyrri hluta árs ætti að verða hagstæð, Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Skuldabréf Landsbankans skráð í Lúxemborg

LANDSBANKI Íslands hf. hefur boðið út ný verðtryggð skuldabréf að fjárhæð 1.500 milljónir til 15 ára með svokölluðum Eurobond skilmálum og verða bréfin skráð í kauphöllinni í Lúxemborg. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki gefur út Eurobond-skuldabréf í íslenskum krónum. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 439 orð

Vilja stofna til viðskiptatengsla hérlendis

VON ER á um eitt hundrað forstjórum hollenskra stórfyrirtækja hingað til lands í júní nk. til að efna til viðskiptatengsla og kanna fjárfestingarkosti hérlendis. Hópferðin er á vegum samtaka fyrirtækja í tveimur héruðum í norðanverðu Hollandi, Drenthe og Over¨yssel. Með í för verður m.a. Relus ter Beek, héraðsstjóri Drenthe og fyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands. Meira
7. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Yfirmenn Yamaichi handteknir

ÞRÍR fyrrverandi yfirmenn hins gjaldþrota verðbréfafyrirtækis Yamaichi Securities hafa verið handteknir vegna gruns um brot á japönskum lögum um verðbréfamarkaði. Áður hafði leit verið gerð á heimilum yfirmannanna, Tsugio Yukihira, fv. stjórnarformanns, Atsuo Miki og Ryuji Shirai, og í aðalstöðvum Yamaichi. Meira

Daglegt líf

7. mars 1998 | Neytendur | 95 orð

Fljótleg kökugerð

Fyrirtækið Nathan & Olsen hf. hefur um skeið séð um innflutning á kökudufti í pökkum frá Betty Crocker. Í fréttatilkynningu frá Nathan & Olsen segir að nú hafi bæst við níu tegundir af kökum. Það eina sem þarf að gera er setja egg og matarolíu í skál, hræra innihaldi pakkans saman við og baka í 20­30 mín. Þá er kakan tilbúin. Þá er fáanlegt tilbúið krem á kökurnar. Meira
7. mars 1998 | Neytendur | 732 orð

Hófleg sykurneysla er ekki hættuleg heilsunni Fíkn í sætt bragð byrjar á fósturstigi og er talin mest á unglingsárum. Ólafur

SYKUR rotver sultur, sælgæti og ýmsa drykki. Þegar gosdrykkur er til dæmis auglýstur án rotvarnarefna er rétt að hafa í huga að sykurinn, koltvísýringurinn og sýran í drykknum hafa rotverjandi áhrif. Sykur gerir líka kökur mjúkar og rakar og gefur gullbrúna litinn á baksturinn. Við viljum því mörg hver ekki vera án sykurs. Meira

Fastir þættir

7. mars 1998 | Í dag | 480 orð

AÐ er ekki á hverjum degi sem jörðin skelfur undir fótum Víkverj

AÐ er ekki á hverjum degi sem jörðin skelfur undir fótum Víkverja. En það gerðist í vikunni. Þá var kona hans lögð inn á bráðamóttöku Landspítalans til að gangast undir rannsóknir vegna millirifjaverks. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi ef málin hefðu ekki þróast með óvæntum hætti. Meira
7. mars 1998 | Dagbók | 3243 orð

APÓTEK

»»» Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 1357 orð

Á mótorhjóli í skólann

"MYNDIRNAR eru af tveim landsprófsbekkjum, M og L í Hagaskóla veturinn 1966­67. Þetta er hópur sem hélt mikið saman öll árin í Menntaskólanum í Reykjavík. Við erum af hinni svokölluðu 68 kynslóð. Þetta voru mjög pólitískir tímar. Ég tók stúdentspróf með flestum sem eru þarna á þessum tveim myndum. Við skiptumst í andstæðar fylkingar í menntaskóla. Meira
7. mars 1998 | Í dag | 158 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í da

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, laugardaginn 7. mars,Aðalsteinn Ingólfsson, Funafold 13, Reykjavík. Af því tilefni bjóða vinir og vandamenn til gleðskapar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 7, á milli kl. 11 og 13 í dag. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, laugardaginn 7. Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 482 orð

Danskur öskudagur í fullum skrúða Öskudagsgaman er útbreitt í Danmörku. Sigrún Davíðsdóttir segir frá hátíðinni hjá krökkunum í

GRÍMUBÚNINGAR eru fastur liður í dönskum barnafjölskyldum, þegar öskudagurinn nálgast. Í skólum og leikskólum stendur mikið til, nágrannar taka sig saman og hengja upp tunnu og krakkarnir fara um og syngja bollusönginn til að safna smápeningum í eigin þágu. Meira
7. mars 1998 | Í dag | 25 orð

ELLEFU ára króatískur piltur vill eignast íslenska pennavini. hefur áhuga á hjólreiðum, sundi og tei

ELLEFU ára króatískur piltur vill eignast íslenska pennavini. hefur áhuga á hjólreiðum, sundi og teiknun en safnar líka frímerkjum: Marko Rubbi, Casale 17, 52210 Rovinj, Croatia. Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 1295 orð

Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15) »ÁS

Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 540 orð

Hvað er spákvistur?

1. Um hvern fjallaði hinn frægi rímnadómur Jónasar Hallgrímssonar í Fjölni og hvaða ár birtist hann? 2. Eftir hvern er leikritið Svikamylla sem nú er sýnt í Kaffileikhúsinu og hverjir léku aðalhlutverkið í samnefndri bíómynd sem gerð var árið 1972? 3. Hvaða þýski heimspekingur skrifaði bókina Kritik der Urteilskraft? Saga 4. Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 887 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 943. þáttur

943. þáttur AF HVERJU segjum við aldrei að einhver sé veginn og þungvægur fundinn? Það er svo algengt að segja hið gagnstæða: að vera veginn og léttvægur fundinn. Ekki var nú fróðlega spurt. Í Daníel 5 í Gamla testamentinu er sagt frá samnefndum spámanni sem var herleiddur frá Gyðingalandi til Babýlonar. Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 1239 orð

Leikur að eldi

HVERNIG ER ÞAÐ GERT? Leikur að eldi Gott hugvit, góð hönnun er alls staðar í umhverfinu og oft svo nálægt okkur að við tökum ekki eftir því. En stundum eru hlutirnir svo einstakir að við getum velt því fyrir okkur lengi hvert sé leyndarmálið á bak við þá. Meira
7. mars 1998 | Dagbók | 480 orð

Reykjavíkurhöfn: Bjarni Ólafsson AK.

Reykjavíkurhöfn: Bjarni Ólafsson AK. kom í gær. Irena Artica, Arnarfell og Noro fóru í gær. Stapafell og Kyndill voru væntanleg í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Víðir kom og fór í gær. Fréttir Gerðuberg, félagsstarf. Meira
7. mars 1998 | Í dag | 546 orð

Safnaðarstarf Söngmót í Vídalínskirkju

SÖNGMÓT barnakóra í Kjalarnesprófastsdæmi verður haldið í Vídalínskirkju í dag. Mótið er samstarfsverkefni organista og söngstjóra í prófastsdæminu og er það haldið annað hvert ár. Eftirtaldir kórar munu leiða saman hesta sína að þessu sinni: barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, skólakór Garðabæjar, barnakór Grindavíkurkirkju, barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, Meira
7. mars 1998 | Fastir þættir | 804 orð

Skáldadraumar

MARGA dreymir um að verða skáld, að sænga hjá Gunnlöðu gyðju skáldskapar og fá að launum að dreypa á skáldskaparmiðinum góða, blóði Kvasis. Ekki er öllum þeim sömu sú náð gefin að sofa sig til skálds en þó eru alltaf nokkrir sem hafa það lag og þann sið að nálgast konuna í sér, ímynd Gunnlaðar og í svefni geta með henni skapfest lund Óðins, Meira

Íþróttir

7. mars 1998 | Íþróttir | 51 orð

Ásthildur til KR Ásthildur Helgadóttir, sem leikið

Ásthildur Helgadóttir, sem leikið hefur með Breiðabliki í knattspyrnu, gekk í gærkvöldi til liðs við KR. Ásthildur var valin besti leikmaður Íslandsmótsins árið 1996 og eru forráðamenn KR mjög ánægðir með að fá hana til félagsins og segja hana styrkja liðið mikið, enda sé hún ein besta knattspyrnukona landsins. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 135 orð

Bannið yfir Sprewell stytt

GERÐARDÓMUR í Bandaríkjunum hefur ákveðið að stytta leikbannið sem dómstóll NBA dæmdi Latrell Sprewell leikmann Golden State Warriors í fyrr í vetur. Hann var þá settur í 12 mánaða bann fyrir að ganga í skrokk á þjálfara sínum. Gerðardómurinn ákvað að stytta bannið í sjö mánuði og því verður Sprewell orðinn löglegur á ný 1. júlí nk. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 95 orð

Birgir Leifur á 79 höggum

BIRGIR Leifur Hafþórsson kylfingur er úr leik á fyrsta móti sínu á evrópsku mótaröðinni sem fram fer á Fílabeinsströndinni. Birgir lék í gær á 79 höggum, sjö yfir pari vallarins. Það er sama og hann lék á fyrri daginn og langt frá því að vera nægjanlegt til þess að halda áfram keppni á mótinu. Fjörutíu og tveggja stiga hiti var á meðan leikið var í gær og tókst Birgi m.a. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 309 orð

Fjölmörg heimsmet fatlaðra féllu

Fjölmörg heimsmet fatlaðra féllu á sundmóti Ármanns sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Þá bætti Örn Arnarson eigið Íslandsmet í 100 m skriðsundi pilta á mótinu. Hann hlaut einnig stigabikarinn í karlaflokki, hlaut 825 stig fyrir 400 metra skriðsund, sem hann synti á 3.59,87 mín. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 124 orð

Goldin aftur til KA Vladimi

Vladimir Goldin, handknattleiksmaður frá Hvíta-Rússlandi, sem lék með KA um tíma í haust en varð að fara skyndilega heim til sín fyrir jólin til að sinna herskyldu, er væntanlegur á ný í herbúðir KA-manna eftir helgi. Þetta staðfesti Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 220 orð

Haukar kæra

Haukar ætla að kæra úrslit leiks KFÍ og Hauka á Ísafirði í gær. Stigataflan sýndi 87:86 eftir að David Bevis hafði sett niður þriggja stiga skot um leið og klukka tímavarðar gall. En þegar farið var yfir skýrsluna kom í ljós að hún sýndi 86:86 og því hefði átt að framlengja, en einhverra hluta vegna var það ekki gert. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 81 orð

Heimsmet hjá Bartovu DANIE

DANIELA Bartova frá Tékklandi bætti í gær heimsmetið í stangarstökki kvenna innanhúss er hún fór yfir 4,46 m á móti í Berlín. Fékk hún að launum rúmlega 400 þúsund krónur. Bætti hún heimsmetið um einn sentimetra en það var í eigu Anzhelu Balakhanovu frá Úrkaínu, sett á Evrópumeistaramótinu í Valencia sl. sunnudag. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | -1 orð

Ingibergur var öryggið uppmálað

Ingibergur Sigurðsson sigraði á meistaramótinu í glímu sem fram fór í Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi. Keppt var í kvennaflokki og fimm karlaflokkum. Heldur hefur fækkað í liði kvenna að undanförnu og nú voru aðeins tvær mættar til keppni og báðar kornungar. Það var Tinna B. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 272 orð

Ísland - Portúgal27:19

Laugardalshöll, Olís mótið í handknattleik, föstudaginn 6. mars 1998. Gangur leiksins: 0:1, 6:1, 9.4, 9:7, 11:9, 14:10, 16:10, 21:14, 23:16, 27:19. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 13/6, Róbert Julian Duranona 4, Ólafur Stefánsson 3, Aron Kristjánsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Patrekur Jóhannsson 2, Davíð Ólafsson 1. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 390 orð

Jordan efstur alls staðar Michael Jorda

Michael Jordan er ekki aðeins stigahæsti leikmaðurinn í deildinni og besti leikmaður deildarinnar, hann er einnig sá launahæsti. Hann hefur 33,14 milljónir dala í grunnlaun á ári, þremur milljónum meira en í fyrra. Laun hans eru hærri en heildarlaun hjá 17 af 29 liðum í deildinni! Chicago hefur að sjálfsögðu langhæstu heildarlaun af öllum liðum, 61,7 milljónir dala. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 140 orð

Jordan til Grindavíkur GRIND

GRINDVÍKINGAR fá í dag nýjan, bandarískan leikmann í stað Darrels Wilsons sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni. Sá heitir Wallsh Jordan og er 25 ára gamall og 184 cm hár bakvörður. Jordan var í vetur í 15 manna æfingahópi Dallas- liðsins í NBA-deildinn en komst aldrei í 10 manna leikmannahóp liðsins. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 31 orð

Knattspyrna Þýskaland Werder Bremen - Kaiserslautern1:1 Heimo Pfeifenberger 14. - Michael Schjönberg 35. vsp. 38.282. Bochum -

Þýskaland Werder Bremen - Kaiserslautern1:1 Heimo Pfeifenberger 14. - Michael Schjönberg 35. vsp. 38.282. Bochum - HSV0:0 22.500. Rautt spjald: Harald Spörl (HSV 36.). Frakkland Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 68 orð

KR:

KR: Ingólfur Ingólfsson, Kjartan Briem og Dennis Madsen. Víkingur: Guðmundur Stephensen, Thorstein Hævdholm, Adam Harðarson. 0:1Ingólfur - Guðmundur, 12-21, 9-21. 0:2Dennis - Thorsten, 12-21, 21-15, 19-21. 1:2Kjartan - Adam, 21-16, 19-21, 21-12. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 48 orð

NBA-deildin: Washington - New York103:90 Dallas - LA Clippers119:109 Houston - Miami93:117 Milwaukee - Denver104:87 Phoenix -

NBA-deildin: Washington - New York103:90 Dallas - LA Clippers119:109 Houston - Miami93:117 Milwaukee - Denver104:87 Phoenix - Detroit102:93 Íshokkí NHL-deildin: Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 264 orð

Sannur vináttuleikur

Egyptar sigruðu Ísraelsmenn 28:21 í fyrsta leik OLÍS-mótsins í gærkvöldi. Þeir sem óttuðust að eitthvað alvarlegt myndi gerast þegar landslið þjóðanna mættust gátu andað léttar þegar flautað var til leiksloka. Leikurinn var einstaklega prúðmannlega leikinn og ekki að sjá að fjandskapur væri með leikmönnum þótt andi mjög köldu á milli þjóðanna. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 144 orð

Skagamenn steinlágu í Njarðvík Þetta v

Þetta var afar þýðingarmikill sigur upp á sæti að gera, tap hefði getað þýtt fall niður í 8. sæti og á því höfðum við ekki áhuga," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði unnið öruggan sigur á Skagamönnum 90:63 í gærkvöldi. Njarðvíkingar voru grimmir í öllum sínum gerðum og náðu fljótlega afgerandi forystu. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 362 orð

UMFT - Valur91:75

Íþróttahúsið Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, DHL-deildin, föstudaginn 6. mars 1998. Gangur leiksins: 4:4, 14:10, 20:20, 32:24, 44:30, 53:30, 54:41, 64:51, 73:61, 83:70, 91:75. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 330 orð

UM HELGINAHANDKNATTLEIKUR LAUGARDAGUR

HANDKNATTLEIKUR LAUGARDAGUROlís alþjóðamótið: Höllin:Portúgal - Egyptaland14.20 Ísrael - Ísland16.20 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - ÍBV16.30 Framhús:Fram - FH16.30 Seltjarnarnes:Grótta/KR - Haukar16.30 Hlíðarendi:Valur - Víkingur16.30 2. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 22 orð

Víkingar unnu einvígið

Víkingar unnu einvígið VÍKINGARfögnuðu sigrií einvígi viðKR-inga íúrslitaleik 1.deildar íborðtennis,eftir hörkukeppni 6:3. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 470 orð

Víkingar unnu einvígið

MIKIÐ einvígi fór fram í æfingasal borðtennisdeildar KR í JL- húsinu á miðvikudaginn þegar A-lið Víkings sótti Vesturbæinga heim. Leikið var til úrslita í 1. deild flokkakeppni Borðtennissambandsins Víkingar báru sigur úr bítum eftir hörkukeppni, 6:3. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 368 orð

Vörnin afgreiddi Portúgal

"VIÐ lögðum áherslu á að leika af ákveðni í vörninni og það tókst, auk þess sem Reynir varði vel," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir auðveldan átta marka sigur, 27:19, á Portúgal í fyrsta leik Íslands á Olís-móti í handknattleik í Laugardalshöll. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 143 orð

Zico aðstoðarþjálfari Brasilíu

BANDARÍSK knattspyrnuyfirvöld hafa ráðið landsliðsmanninn fyrrverandi, Zico, í starf aðstoðarlandsliðsþjálfara landsins fram yfir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í sumar. Verður hann Mario Zagallo landsliðþjálfara til halds og trausts og þykir ekki veita af í kjölfar slakrar frammistöðu Brasilíumanna í landsleikjum upp á síðkastið. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 802 orð

Ökuþórar sagðir standa jafnar að vígi

ÁRLEG vertíð formúlu-1 kappakstursmanna hefst í Melbourne í Ástralíu í dag. Ríkir meiri eftirvænting nú en um langt árabil þar sem nýjar reglur um stærð og búnað bílanna, sem eiga að auka á öryggi, eru komnar til framkvæmda. Þykja þær jafngilda byltingu og auka líkur á að verðlaunapallurinn verði ekki nánast frátekinn fyrir nokkra af ökuþórunum. Meira
7. mars 1998 | Íþróttir | 124 orð

(fyrirsögn vantar)

Öruggt á Sauðárkróki Sauðkrækingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum er þeir tóku á móti Valsmönnum, sigruðu 91:75. Heimamenn tóku strax forystu en bæði lið virkuðu þung og langt frá því að leika eins og þau best geta. Mikið var um mistök en Valmenn börðust vel og slepptu heimamönnum aldrei langt frá sér. Meira

Úr verinu

7. mars 1998 | Úr verinu | 1177 orð

Aflaheimildir orðnar 1.520 þorskígildistonn

ÚTGERÐARFÉLAG Vestmannaeyja hefur þegar hafið starfsemi sína með kaupum á togaranum Breka VE með aflaheimildum og er útgerð hans undir merkjum félagsins hafin. Í gær var svo gengið frá kaupum félagsins á útgerðarfyrirtækinu Perú efh. á Hornafirði. Perú gerir út bátinn Garðar II og fylgja honum aflaheimildir sem svara til 420 tonna af þorski. Meira
7. mars 1998 | Úr verinu | 356 orð

"Brautryðjendastarf í öryggismálum"

"Brautryðjendastarf í öryggismálum" FJARSKIPTABÚNAÐUR í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu, sem hleypt verður af stokkunum í haust, er þróaður af breska fyrirtækinu Racal Survey sem hefur um áratuga skeið sérhæft sig í hönnun siglinga- og fjarskiptabúnaðar. Meira

Lesbók

7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

AF HLÝRRI MOLDU

Í svölum lundi bjó svikalogn sem sólfar daganna lýsti, en myrkur losti í munna fjalls þá mállaus, brennheitur stundi. Af hlýrri moldu þíns hjartablóðs reis himnesk jurt þinna drauma; af örum lífsanda óðs og víns barst ómur ljóðs þíns á foldu. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Á TÍMUM VORBJÖLLUDÝRA

Það er held ég við hæfi að minna á þetta ljóð Stefáns Harðar Grímssonar hér í Lesbókinni nú þegar umræða um það hvort aðferðir og rök póstmódernismans hafi leitt okkur spöl áfram í leit að þekkingu eða skotið okkur aftur í forneskju stendur sem hæst. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2849 orð

BAKKUS OG ARÍAÐNA Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM

Til safns erlendra verka í Listasafni Íslands var stofnað árið 1884 með veglegri stofngjöf um 50 erlendra listaverka, sem flest voru eftir danska listamenn frá síðustu öld. Á þeim 114 árum sem liðin eru síðan hefur erlenda myndlist rekið á fjörur þess af og til, og virðist tilviljun oft hafa ráðið hvað fyrir valinu varð, nema á tímabili í tíð Selmu Jónsdóttur, Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 347 orð

Efni

Kirkjuferð Ólafur Helgi Kjartansson skrifar um kirkjuferð að Stað í Aðalvík. Á þriggja ára fresti hefur verið messað í Staðarkirkju og síðast 13. júlí 1997. Þá fór allstór hópur með Fagranesinu til Aðalvíkur. Á eftir var slegið upp balli, en þannig tengdist trú og daglegt líf áður fyrr. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1182 orð

EVRÓPUBÚAR HENRI CARTIERBRESSONS

BRETAR heiðra ljósmyndarann Henri Cartier-Bresson, sem verður 90 ára á þessu ári, á margvíslegan hátt. Fyrir utan sýninguna "Europeans" sem stendur í Hayward Gallery til 5. apríl er sýning á portrett-ljósmyndum Cartier-Bressons í National Portrait Gallery fram til 7. júní, Royal College of Art sýnir 6. mars til 9. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 466 orð

FJÖLBREYTT OG FJÖLRADDAÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju og Mótettukór Hallgrímskirkju gangast fyrir kórtónleikum í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Fram kemur, auk Mótettukórsins, Schola cantorum og munu kórarnir syngja saman og hvor í sínu lagi. Stjórnandi verður Erik Westberg, einn fremsti kórstjóri Svía. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 347 orð

FRUMSÝNINGU Á KRÍTARHRINGNUM FRESTAÐ

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að fresta frumsýningu á Krítarhringnum í Kákasus eftir Bertold Brecht, sem vera átti á Stóra sviðinu í apríl, fram á næsta leikár. Segir Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri alltaf leiðinlegt að þurfa að fresta frumsýningum en að þessu sinni sé ástæðan hins vegar ánægjuleg. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 610 orð

GONDÓLAR SORGARINNAR

Í FEBRÚAR 1883 lést Richard Wagner af völdum hjartaáfalls í Feneyjum. Sumarið áður var síðasta verk tónskáldsins, Parsifal, frumflutt. Vinur og tengdafaðir Wagners, Franz Liszt, samdi nokkur tónverk til minningar um hann, meðal þeirra eru tvö píanóverk sem heita Sorgargondóll I og Sorgargondóll II, á ítölsku La lugubre gondola, þýsku Die Trauergondol. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 746 orð

HERMENNSKA OG STÓRIÐJA

U ndir kyrrlátu yfirbragði Hvalfjarðar leynist viðburðarík saga og oftar en einu sinni hefur hann komið okkur Íslendingum í beint samband við alþjóðlega atburði og umræðu. Fyrr á öldum var hér mikilvægasta hafskipahöfn landsins, Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2946 orð

KIRKJUFERÐ AÐ STAÐ Í AÐALVÍK EFTIR ÓLAF HELGA KJARTANSSON

SLÉTTUHREPPUR, norðan Ísafjarðardjúps, er nú friðland samkvæmt lögum um náttúruvernd og heyrir til Ísafjarðarbæ frá 1996. Þrátt fyrir að ekki sé lengur búið í hreppnum er þar töluvert mannlíf á sumrum. Síðasti íbúinn flutti burt árið 1952. Óhætt er að segja að hugur brottfluttra Sléttuhreppsbúa hafi löngum verið bundinn heimahögunum. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LEIT SEM BOÐAR NÝJA HEIMSMYND

"MARGIR hafa einblínt á trén og fordæmt skóginn, talað hefur verið um vondar öfgar og erlenda stælingu, nú síðast Michel Foucault og Jacques Derrida, sem eiga að hafa haft niðurbrjótandi áhrif á heimska menn, enda kunna Frakkar ekki að hugsa rökrétt eins og allir vita. En þeir sem gaspra hæst vita venjulega afskaplega fátt. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1568 orð

LJÓÐLISTIN ER KÖLLUN OG SKÁLDIÐ SVARAR KALLINU Skáld hins lágmælta og fíngerða mætti kalla Søren Ulrik Thomsen, en ljóð hans eru

SKYLDI skáldið hafa áhuga á kniplingum? Efst í ótrúlega fullri bókahillunni liggur bók um kniplinga frá Tønders á Jótlandi. Søren Ulrik Thomsen brosir. Nei, hann hefur engan sérstakan áhuga á kniplingum, en vinkonu hans einni fannst að ljóð hans væru kniplingum lík, fíngerð og greindust í allar áttir. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

LJÓÐ TIL ÞÍN

Hver hugsun er ljóð til þín Hver gjörð Hvernig ég held á pennanum sem strikar ást mína á blað er ljóð til þín Hvernig ég ligg í rúminu og gái að því að skilja eftir pláss fyrir þig við hlið mér Ég er ljóð til þín Þú skrifar lífsljóð mitt með tilveru þinni Höfundur er hjúkrunarfræðinemi í Reykjavík. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1351 orð

MERKILEGT HÚS Í GRÓFARGILI EFTIR ÞÓRARIN HJARTARSON

UPP frá sunnanverðum miðbænum á Akureyri gengur svonefnt Grófargil. Þetta gil varð vettvangur uppbyggingar Kaupfélags Eyfirðinga á fyrri hluta aldarinnar. Þarna var lengi helsti kjarni atvinnulífs á Akureyri og svæðið þá oft nefnt Kaupfélagsgilið. Síðar hefur starfsemi KEA ýmist hnignað eða hún dreifst á aðra staði. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

MISSIR

Ég græt frostperlum drjúpandi kristöllum með frosið andlit á köldum líkama. Ég græt falskar vonir falin orð elskhuga gefin í brumi ástarelda í hita nætur. Ég græt gleymda daga og ókomna framtíð frostperlur, tár kærleikans sem enginn þerrar. Höfundurinn er framkvæmdastjóri í Reykjavík. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 633 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

ÓVÆGIN RÓMANTÍK

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20 ­ sína fyrstu í þrjú ár. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru eingöngu þekkt verk eftir Chopin, valsar, etýður, Pólónesa í As-dúr og fleira. "Óvægin rómantík," eins og píanóleikarinn kemst að orði. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

Reuters Skeggrætt um Matisse

GESTIR Hermitage-safnsins í Pétursborg í Rússlandi ræða saman af ákafa fyrir framan mynd franska impressjónistans Henri Matisse, "Kona í hvítu klæði". Myndin er hluti Matisse-safns listasafns danska ríkisins og er þetta í fyrsta sinn sem allar Matisse-myndir þess eru sýndar utan Danmerkur. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

SJÓHANN SIGURJÓNSSON VÍKINGARNIR Ég kveð um þig, vegl

Ég kveð um þig, veglega víkingatíð, um vopndjarfar hetjur, um brennur og stríð, um kraftinn sem ólgaði í æstu blóði. Þeir elskuðu, hötuðu og hefndu sín, og hlæjandi drukku þeir skínandi vín, er barmafyllt hornið af gullinu glóði. Og vantaði bjargræði búunum í, með blóðugum sverðeggjum rændu þeir því og helguðu ránið með hreystiverki. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3677 orð

SKÁLDIÐ FRÁ LAXAMÝRI

Um það bil 35 árum eftir að Jónas Hallgrímsson lést, fæddist ættingi hans, Jóhann Sigurjónsson, hinn 19. júní 1880, sonur stórbóndans Sigurjóns Jóhannessonar á Laxamýri, og þar óx hann upp. Hann hlaut ýmsa uppfræðslu hjá Jóhannesi bróður sínum í foreldrahúsum og dvaldist einn vetur hjá Árna Björnssyni presti á Sauðárkróki. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SKRÁSETT VÖRUMERKI EFTIR HERMANN STEFÁNSSON

STUNDUM er deginum ljósara af hverju þessi nöfn eru valin. Að baki liggur hugmyndafræði og ímyndin sem goðanöfnunum er ætlað að skapa er í beinum tengslum við fyrirbærið sjálft. Þannig eru til dæmis heitin á íslensku varðskipunum til komin: Ægir og Týr eru þjóðarvitundin holdi klædd, Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 638 orð

SUMAR VIÐ VITANN SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU LILLIENDAHL

Við grænt tún, gula fjöru og bláan sjó stendur gamall viti með rauðum röndum. Umhverfis hann sveima hvítir gargandi fuglar. Í flæðarmálinu undir klettunum eru margir litlir pollar. Á kviku yfirborði þeirra svífa sólstjörnur. Undir liggur regnboginn á skeljabrotum. Þarinn er háll. Meira
7. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1544 orð

UMHVERFI OG MANNVIRKI MYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON

Á FERÐUM um landið fer ekki hjá því að athugull vegfarandi sjái of mörg dæmi um virðingarleysi við gömul hús og mannvirki, hreinan draslaraskap, eða að minnsta kosti vöntun á snyrtimennsku. Þeir sem mest eiga ólært í þessu efni eru bændur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.