Greinar sunnudaginn 8. mars 1998

Forsíða

8. mars 1998 | Forsíða | 339 orð

Barnsmorðingjar áfrýja TVEIR breskir unglingspiltar, sem dæmdir voru árið 1993 fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger,

FASTLEGA er búist við að breska konungsfjölskyldan muni á næstunni tilkynna að dregið verði úr íburði við hirðina. Færri muni bera konunglega titla, athafnir einfaldaðar, hirðsiðum fækkað, dregið úr útgjöldum og að hneigingar við hirðina verði ekki lengur skylda, heldur valfrjálsar. Meira
8. mars 1998 | Forsíða | 340 orð

Segir Bandaríkjamenn ekki munu umbera átök

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í gær harðorð í garð serbneskra stjórnvalda vegna átakanna í Kosovo- héraði, sem er að mestu byggt Albönum. Sagði Albright að Bandaríkin myndu ekki sætta sig við að átök brytust út að nýju á Balkanskaga. Meira

Fréttir

8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

3,2 milljón skref á heimsenda

ÞEIM Ólafi Erni Haraldssyni, Haraldi Erni Ólafssyni og Ingþóri Bjarnasyni, sem gengu á suðurpólinn, telst svo til að hver þeirra hafi tekið 3,2 milljónir skrefa á göngunni og brennt um 370 þúsund hitaeiningum. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna er mánudaginn 9. mars og af því tilefni verður haldinn opinn fundur þann dag kl. 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum flytja ávörp þær María S. Gunnarsdóttir, MFÍK, Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, sem fjallar um mannréttindi kvenna, Guðrún Óladóttir, varaformaður Sóknar, Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Áttunda prentunin nýlega komin út

SKÁLDSAGAN Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness er nú nýkomin út í 8. prentun í Bandaríkjunum en bókin var gefin út hjá Vintage-forlaginu, sem er í eigu Random House, í janúar í fyrra. Aðspurður segir Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, að bókin hafi selst í tugþúsundum eintaka á þessu tímabili í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
8. mars 1998 | Erlendar fréttir | 364 orð

Átök í Kosovo MIKIL átök blossuðu upp í Koso

MIKIL átök blossuðu upp í Kosovo- héraði í Serbíu eftir að lögreglumenn drápu sextán Albana, en þeir eru mikill meirihluti íbúa héraðsins. Albanir hafa krafist endurheimtar sjálfsstjórnar héraðsins, þar sem þeir segja serbnesk yfirvöld hafa mismunað Albönum. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 542 orð

Bjóða Musso-jeppa á lægra verði

FYRIRTÆKIÐ Bílastúdíó hefur auglýst SsangYong Musso-jeppa á lægra verði en hjá umboðinu hér á landi. Þröstur Kristinsson hjá Bílastúdíói segir að ástæðan fyrir þessu verði sé einfaldlega sú að álagning sé minni hjá Bílastúdíói en umboðsaðilanum, sem er Bílabúð Benna. Þá eru á leið til landsins 25 SsangYong Musso-bílar sem Fjölnir Þorgeirsson og Halldór Baldvinsson flytja inn. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1199 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 9.­15. mars 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 9. mars: Laura Sch. Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur og dr. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

ÐFundur í sjómannadeilu hjá sáttasemjara

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað sjómenn og útvegsmenn til sáttafundar klukkan 14 í dag, sunnudag. Sáttafundur sem haldinn var á föstudaginn hjá ríkissáttasemjara var með öllu árangurslaus. Engar efnislegar umræður fóru fram og var fundinum slitið eftir stutt fundahöld. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Erindi um kynímyndir í íslenskum auglýsingum

ELFA Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur flytur þriðjudaginn 10. mars rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum undir yfirskriftinni: Kynímyndir í íslenskum auglýsingum. Auglýsingar í dagblöðum 1966­1996. Rabbið fer fram kl. 12­13 í stofu 201 í Odda og eru allir velkomnir. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fjölþjóðlegt samstarf um þróun staðsetningarkerfa

LANDSSÍMI Íslands hefur gert þróunar- og samstarfssamning við breska fjarskiptafyrirtækið Racal Survey og íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Stefju um kaup á tæknibúnaði til uppbyggingar á sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi fyrir íslensk fiskiskip. Jafnframt hefur Landssíminn fest kaup á 20% hlut í Stefju. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Íslenskur matur í mars

ÍSLENSK matarhátíð hefst á morgun í húsi Sameinuðu þjóðanna í New York og stendur til 27. mars. Fimm íslenskir matreiðslumenn undir forystu Sigmars B. Haukssonar munu elda íslenskan mat næstu vikurnar og hefst hátíðin með viðhöfn í hádeginu þar sem viðstaddir verða tugir blaða- og fjölmiðlamanna. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Keiko þarf leyfi til að fara

SÆKJA þarf um leyfi bandarísku sjávarútvegsstofnunarinnar (NMFS) fyrir því að háhyrningurinn Keiko verði fluttur frá Bandaríkjunum. Gordon Helm, talsmaður stofnunarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær engu geta spáð um afgreiðslu málsins. Það hefði ekki verið tekið til athugunar enda hefði engin formleg umsókn þar að lútandi borist. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Klakahlaup í Þjórsá

MIKILL klaki hefur hlaupið fram í Þjórsá og er hún bakkafull af ísjökum til móts við bæina Mjósyndi og Forsæti í Villingaholtshreppi. Klakahlaupið hófst um hádegisbil á föstudag. Ísinn í ánni fór á hreyfingu og skríður hann upp á bakkana. Bændur í sveitinni óttast að áin flæði yfir bakka sína þegar leysir. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Kona beið bana og einn stórslasaður

BANASLYS varð á Vesturlandsvegi í gærmorgun, skammt frá gatnamótunum við Víkurveg, er þrír bílar lentu í hörðum árekstri. Bíll á leið norður fór yfir á rangan vegarhelming, rakst á bíl á suðurleið og lenti síðan harkalega á næsta bíl þar fyrir aftan sem einnig var á suðurleið. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Kynning á hugbúnaði

VERKFRÆÐISTOFAN Vista heldur kynningu á Hótel Sögu þriðjudaginn 10. mars kl. 9-12 á nýjustu útgáfu af LabVIEM hugbúnaði frá National Instruments. Í fréttatilkynningu segir að LabVIEW hugbúnaðurinn sé gerður sérstaklega fyrir sjálfvirk mæli- og eftirlitskerfi. Fjölmargir skólar á Íslandi hafi keypt hugbúnaðinn til að nota við raungreinakennslu. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Listi sjálfstæðismanna á Árborgarsvæði

Selfossi-Nú er ljóst hverjir verða fulltrúar sjálfstæðismanna á Árborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fulltrúar flokksins munu taka þátt í prófkjöri sem fram fer 14. mars. Kosningarétt hafa allir sem eiga lögheimili á Árborgarsvæðinu, eru 18 ára og undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn, séu þeir ekki flokksbundnir. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur kynnt nýja skólastefnu. Á meðal þess

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur kynnt nýja skólastefnu. Á meðal þess sem lögð er áhersla á eru sjálfstæð vinnubrögð nemenda, aukin tungumála-, stærðfræði- og náttúrufræðikennsla. Samkvæmt nýju stefnunni mun enskukennsla hefjast í 5. bekk en dönskukennsla í 7. bekk. LÖGREGLURANNSÓKN er hafin á ólöglegri urðun sorps í Hafnarfirði. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 554 orð

Mögulegt að Hollustuvernd rannsaki málið

HERMANN Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, segir stofnunina hafa fylgst með máli því sem upp hefur komið vegna urðunar úrgangs í Straumsvík og til greina komi að rannsaka málið nánar, þar á meðal hvort eftirliti heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis hafi verið ábótavant. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 343 orð

Opinber fjölskylduráðgjöf

UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, hefur sent dómsmálaráðherra tillögur sínar um að sett verði á stofn opinber fjölskylduráðgjöf sem skipuð verði sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum. Þessi fjölskylduráðgjöf fengi það hlutverk að aðstoða foreldra er hafa í hyggju að skilja eða slíta sambúð sem og börn þeirra Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Rætt um starfsframa á BHM-fundi

ÞRIÐJI hádegisverðarfundur menntanefndar Bandalags háskólamanna í fyrirlestraröðinni um starfsmannamál verður í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku), Bankastræti 2, 12. mars kl. 12­13. Ræðumaður er Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar hf. og er umræðuefnið: Starfsframi ­ hvað ræður? Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Samruni Lands- og Íslandsbanka kemur vel til greina

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að samruni Íslandsbanka og Landsbanka komi vel til greina, en Kjartan Gunnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, sagði að sameining þessara tveggja banka myndi ekki leiða til síðri fjárhagslegrar niðurstöðu en samruni Landsbanka og Búnaðarbanka á aðalfundi Landsbankans á föstudag. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sendi út neyðarkall

FRANSKUR ferðamaður, Stéphane Dutraiux, sem hugðist ganga þvert yfir Ísland á snjóþrúgum, sendi út neyðarkall í gegnum gervihnött í gær. Þyrla landhelgisgæslunnar fór á staðinn og fann manninn við Kistufell í norðvestanverðum Vatnajökli. Hann var óslasaður en kaldur og kalinn á höndum og fótum. Meira
8. mars 1998 | Erlendar fréttir | 1470 orð

Styttist biðin eftir samkomulagi á N-Írlandi? Það er skammt stórra högga á milli á Norður-Írlandi. Stutt er síðan menn héldu því

M ORÐIN á tveimur vinum í smábænum Poyntzpass, sem staðsettur er í Armagh-sýslu suður af Belfast, hafa vakið mikla andúð á Bretlandseyjum. Poyntzpass er einn af fáum stöðum á Norður- Írlandi þar sem kaþólikkar og mótmælendur lifa Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Sýning frá Suðurskautsleiðangri

LJÓSMYNDASÝNING og sýning á búnaðinum sem notaður var í leiðangri Ólafs Arnar Haraldssonar, Haralds Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar á Suðurheimskautið stendur nú yfir í anddyri Morgunblaðshússins. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Umönnun og ræktun tilfinninga í uppeldi barna

SIGRÍÐUR D. Benediktsdóttir, sálfræðingur, heldur fyrirlestur um mikilvægi umönnunar og ræktun tilfinninga í uppeldi barna þriðjudaginn 10. mars kl. 20. Í tilefni af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi hinn 10. október sl. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Verðlaun í stærðfræðikeppni

HEIÐA Njála Guðbrandsdóttir úr Seljaskóla náði bestum árangri í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda í Breiðholti sem stærðfræðikennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti stóðu fyrir laugardaginn 28. febrúar. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Verðtrygging eftirlauna verði betur varin

AÐALFUNDUR Félags eldri borgara haldinn í Glæsibæ 1. mars sl. beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnar almennu lífeyrissjóðanna: 1. Verðtrygging eftirlauna verði betur varin en nú gerist með vísitölu neysluverðs. Launavísitala Hagstofu Íslands verði tekin upp sem mánaðarleg viðmiðun, en neysluverðsvísitalan sé áfram til samanburðar um áramót. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Vilja breytingu á úrskurðinum fyrir 1. apríl

Í ÁLYKTUN fundar í Félagi íslenskra heimilislækna, sem haldinn var á föstudagskvöld og rúmlega 100 félagsmenn sóttu, er niðurstaða kjaranefndar um kjör heilsugæslulækna gagnrýnd harðlega, talið að laun margra lækna muni lækka eða standa í stað og er stjórn félagsins falið að ná fram breytingum eigi síðar en 1. apríl þegar úrskurðurinn á að taka gildi. Meira
8. mars 1998 | Innlendar fréttir | 780 orð

Þjónustu vantar fyrir þolendur úti á landi

STÍGAMÓT, samtök kvenna gegn kynferðisofbeldi, voru stofnuð hinn 8. mars árið 1990 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og eiga því átta ára afmæli í dag. Til þess að minnast þess munu samtökin efna til göngu gegn kynferðisofbeldi frá Hlemmi niður Laugaveg á morgun, mánudag, klukkan 17. Meira

Ritstjórnargreinar

8. mars 1998 | Leiðarar | 1634 orð

EKKI VERÐUR ANNAÐ sagt en að stjórnendur Landsbanka Íslands

EKKI VERÐUR ANNAÐ sagt en að stjórnendur Landsbanka Íslands hafi skilað af sér góðu búi á síðasta ársfundi bankans í gær, föstudag, en þá lauk 111 ára starfi bankans sem ríkisviðskiptabanka. Svo sem kunnugt er tók nýtt hlutafélag í eigu ríkisins við rekstri Landsbanka Íslands um síðustu áramót og var fyrsti aðalfundur þess einnig haldinn í gær, föstudag. Meira

Menning

8. mars 1998 | Kvikmyndir | 293 orð

Dýrin bjarga sér

Leikstjóri: Flemming Quist Møller, Stefan Fjeldmark og Jørgen Lerdam. Handrit: Flemming Quist Møller. Aðalhlutverk: Halldór Gylfason sem talar fyrir Húgó og Selma Björnsdóttir fyrir Ritu. Per Holst 1997. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 638 orð

Forsetinn, dóttir hans og mannræningi hennar

Jack Higgins: Dóttir forsetans "The President's Daughter". Berkeley International Edition 1998. 304 síður. JACK Higgins hefur verið lengi að og skrifað hátt í 30 spennubækur á sínum ferli. Hann er vel kynntur hér á landi en margar bækur hans hafa verið þýddar á íslensku. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 322 orð

Franskur píanóleikari í Digraneskirkju

ÞRIÐJU og síðustu tónleikarnir í Frönsku tónleikaröðinni, sem haldin hefur verið í Listasafni Kópavogs, verða að þessu sinni í Digraneskirkju mánudaginn 9. mars og hefjast kl. 20.30. Þar kemur fram franski píanóleikarinn Desire N'Kaoua og leikur verk eftir Claude Debussy og Maurice Ravel. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 291 orð

Frábært grín

Framleiðandi: Moving Pictures/Eric´s Boy. Leikstjóri: Jay Roach. Handritshöfundur: Mike Myers. Kvikmyndataka: Peter Deming. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Mike Myers, Elisabeth Hurley. 88 mín. Bretland. Capella Int./Háskólabíó. Útgáfud: 3. mars. Myndin er öllum leyfð. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 426 orð

Guðrún María og Finnur í Íslensku óperunni

TÓNLEIKAR á vegum Styrktarfélags Íslensku óperunnar verða haldnir í Íslensku óperunni næstkomandi þriðjudagskvöld, 10. mars, kl. 20.30. Þau Guðrún María Finnbogadóttir, sópran, og Finnur Bjarnason baritón flytja íslensk og erlend sönglög, aríur og dúetta úr óperum á fjölbreyttri efnisskrá sem spannar allt frá Mozart til Gerschwins. Píanóleikari á tónleikunum er Jónas Ingimundarsson. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Höfuðlausn í Múlanum

HLJÓMSVEITIN Höfuðlausn heldur tónleika í Múlanum í Sóloni Íslandusi, sunnudaginn 8. mars kl. 21. Hljómsveitina skipa m.a. Óskar Guðjónsson, saxafón; Egill B. Hreinsson, píanó; Tómas R. Einarsson, bassi og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Á efnisskrá eru útsetningar Egils á alkunnum íslenskum þjóðlögum og sönglögum eftir þekkt íslensk tónskáld, s.s. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 168 orð

Jóðlíf í Jönköping

LEIKRIT Odds Björnssonar, Jóðlíf, var frumsýnt í Jönköping í Svíþjóð 25. janúar sl. Leikstjóri og þýðandi verksins er Jakob S. Jónsson og er þetta í fyrsta sinn sem leikritið er fært upp í Svíþjóð. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 238 orð

Keppni Hárs og fegurðar á Broadway

KEPPNIN Tískan '98 var haldin á Broadway-Hótel Íslandi um síðustu helgi. Veitt voru verðlaun í 30 greinum þar á meðal í þremur hárgreiðslugreinum. Keppt var í nokkrum förðunarflokkum, skartgripagerð og ásetningu gervinagla svo eitthvað sé nefnt. Um 230 keppendur voru að þessu sinni og á tímabili voru á annað hundrað keppendur á sama tíma á gólfinu. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 189 orð

Keppt í frjálsum dansi

ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI 10 til 12 ára unglinga í frjálsum dönsum 1998 var haldin í félagsmiðstöðinni Tónabæ um síðustu helgi. Það eru Tónabær og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem halda keppnina sem hefur verið árlegur viðburður síðastliðin 17 ár. Mikil stemmning var í húsinu og mætti fjöldi manns til að fylgjast með þegar krýndir voru nýir Íslandsmeistarar. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 186 orð

Kjaftforir Bretar

Aðalhlutverk: Linda Henry, Glen Berry, Scott Neal, Tameka Empson og Ben Daniels. Leikstjórn: Hettie MacDonald. JAMIE býr með mömmu sinni og kærasta hennar. Hann er sífellt barinn í skólanum og skrópar í íþróttum. Hann er svo ógæfusamur að búa við hliðina á brjálaðari stelpu sem heitir Leah. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 173 orð

Nýjar bækur PASSÍUSÁLMAR Hallgrím

PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar með teikningum eftir Barböru Árnason og formála Sigurbjarnar Einarssonar biskups er komin út í annað sinn, en þessi útgáfa kom fyrst út hjá Menningarsjóði árið 1960. Í formála segir Sigurbjörn Einarsson biskup m.a.: "Það er fyrsta passía í myndum, sem vér höfum eignazt, en hitt er þó meira, að hún er gerð af frábærri list. Meira
8. mars 1998 | Kvikmyndir | 574 orð

Sálarköfun ungmennis

Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Ben Affleck og Matt Damon. Aðalhlutverk: Matt Damon, Robin Williams, Minnie Driver, Ben Affleck og Stellan Skarsgård. Miramax Films 1997. ÞÁ er komið að myndinni sem er útnefnd til níu Óskarsverðlauna, en hætt er við að Titanic eigi eftir að sigla yfir allar aðrar útnefndar myndir. Ég fæ reyndar ekki séð hversu stórbrotin Good Will Hunting er. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 387 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið15.00 Leitin að gröf Faraós (Legend of the Lost Tomb, ('97)). Glæný fjölskyldumynd, og ekkert um hana að finna. Gæti verið bærilegt ævintýri fyrir yngri fjölskyldumeðlimina. Með Kimberley Petersen og Stacey Keach. Leikstjóri Jonathan Winfrey. Stöð217. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 344 orð

Svört, norsk kómedía

AÐSTANDENDUR segja að Junk Mail sé svört kómedía um ást, peninga sem enginn vill, niðursoðið spaghetti og kosti þess að vera meðvitundarlaus. Auk annars. Roy er póstur, ástlaus, sjúklega forvitinn, illgjarn inni við beinið og virðist alltaf vera á röngum stað á röngum tíma. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 112 orð

Tarantino og Sorvino skilin

LEIKKONAN Mira Sorvino og leikstjórinn Quentin Tarantino hafa slitið samvistum og samkvæmt kynningarfulltrúum beggja skilja þau sem vinir. Parið hafði verið saman í tvö ár og hafa iðulega borist fréttir af meintum skilnaði. Viku fyrir skilnaðinn sáust Tarantino og Sorvino í heitum faðmlögum og kossaflensi á veitingastað í New York og kom því fréttin nokkuð á óvart. Meira
8. mars 1998 | Menningarlíf | 160 orð

Yndisleg umgjörð um þögnina

DAGSKRÁ Listaklúbbsins á mánudag kl. 20.30, er tileinkuð tónlistarmönnunum Mauricio Kagel og John Cage. Slagverksleikararnir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef von Oosterhout ásamt píanóleikaranum Snorra Sigfúsi Birgissyni eru flytjendur á tónleikunum. Fyrir hlé verða flutt sex slagverksdúó fyrir tvo slagverksleikara úr útvarpsfantasíunni Rrrr.... eftir Mauricio Kagel. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 740 orð

Þegar Eric Clapton kom til Siglufjarðar Árni Jörgensen fjallar um nýjustu geislaplötu Erics Claptons sem kemur út á morgun.

ÞEIR sátu í rennusteininum og lásu hasarblöð. Gestur hafði hringt og beðið mig að koma við hjá sér á leið á æfingu í Alþýðuhúsinu. Ég kom snemma, vissi að hann hafði komist yfir nýja plötu sem við ætluðum að hlusta á saman. Þetta var þegar Eric Clapton kom til Siglufjarðar. Það var ótrúleg upplifun að hlusta á Hideaway og Key To Love í fyrsta skipti. Meira
8. mars 1998 | Fólk í fréttum | 253 orð

(fyrirsögn vantar)

Góð myndbönd Á snúrunni (Gridlock'd) Tom Roth og Tupac Shakur sýna okkur á glettinn hátt að það er ekkert sældarlíf að vera dópisti sem vill komast meðferð. Meira

Umræðan

8. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 537 orð

Menningarmál á Djúpavogi Frá Má Karlssyni: LÖG um almenningsbóka

LÖG um almenningsbókasöfn voru samþykkt á Alþingi árið 1976. Reglugerð þar að lútandi var gefin út af menntamálaráðuneytinu í ráðherratíð Vilhjálms Hjálmarssonar árið 1978. Í þeirri reglugerð var landinu skipt í þrjú umdæmi. Í fyrsta umdæmi starfa bæjarbókasöfn, í öðru umdæmi starfa borgarbókasöfn og í hinu þriðja starfa héraðssöfn sem öðru nafni eru nefnd miðsöfn. Meira
8. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 810 orð

Sagn(a)fræðingurinn Guðjón Frá Páli Erni Líndal: HINN 28. febrúa

HINN 28. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing, sem að mínu mati hefði betur aldrei farið á blað, hvað þá á prent. Guðjón fjallar um gagnrýni mína á skrif Karls A. Karlssonar, lektors, varðandi auglýsingar FÍB, á þann máta að ekki verður hjá því skotist að koma fram athugasemdum. Meira

Minningargreinar

8. mars 1998 | Minningargreinar | 1310 orð

Bjarni Þórðarson

Bjarni Þórðarson bóndi á Reykjum á Skeiðum er látinn. Hann lést eftir stutta sjúkrahúsvist, þrotinn að kröftum eftir langan og strangan vinnudag. Foreldrar Bjarna voru hjónin Þórður Þorsteinsson bóndi á Reykjum, sem fæddur var þar árið 1877 og Guðrún Jónsdóttir, fædd í Sandlækjarkoti árið 1879. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

BJARNI ÞÓRÐARSON

BJARNI ÞÓRÐARSON Bjarni Þórðarson var fæddur á Reykjum á Skeiðum 1. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 7. mars. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 846 orð

Kristín Matthíasdóttir

Eitt haustkvöld fyrir fjórum árum gekk ég út úr bíóhúsi með Gunnari syni hennar Stínu Matt. Ég man ekki hvaða mynd við sáum heldur hitt að það var kalt úti og hrollur í okkur. Gunni bauð mér heim í Barmahlíðina þar sem hann bjó með mömmu sinni, í sjónvarpsgláp undir köflóttu ullarteppi og heitt kakó. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Kristín Matthíasdóttir

Kristín Matthíasdóttir var ein glæsilegasta kona sem ég man eftir. Reyndar voru allar tengdadætur ömmu og afa á Óðinsgötunni eftirtektarverðar, hver með sínum hætti. Óðinsgatan, húsin númer 8 og 8a og lóðin sem lá niður að Brennu var ævintýraheimur okkar barnabarnanna í Suðurgötunni. Gunnar og Kristín bjuggu í Guðnabæ, eða reyndar húsi sem reist var á grunni hans. Þarna var ættaróðalið. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 27 orð

KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR

KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR Kristín Matthíasdóttir fæddist á Siglufirði 23. janúar 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 557 orð

Olov Isaksson

Olov Isaksson, dósent og fyrrum safnstjóri við Statens historiska museum, sögusafn Svíþjóðar, var mörgum kunnur hérlendis, enda átti Ísland af huga hans mjög. Hann lét sér alla tíð annt um eyríki og menningu þeirra, beitti sér fyrir kynningu þeirra í Svíþjóð með sýningum í safni sínu, ritverkum og erindum. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 94 orð

OLOV ISAKSSON

OLOV ISAKSSON Olov Isaksson fyrrum safnstjóri í Stokkhólmi fæddist í Luleå í Norður-Svíþjóð 14. júní 1931. Hann lést 8. janúar síðastliðinn. Eftirlifandi eiginkona hans er Britt, f. Ekman, bókavörður og eru synir þeirra þrír. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Sófus Emil Hálfdánarson

Elsku afi. Nú er langri ævi lokið og komið að kveðjustund. Minningarnar streyma fram frá öllum okkar samverustundum í gegnum árin. Sérstaklega minnumst við þess er við bjuggum hjá þér bæði á Hvaleyrarbrautinni og á Akranesi, hvað það var gott að hafa þig hjá sér. Alltaf gátum við gengið að þér og beðið þig að spila við okkur sem þú gerðir með glöðu geði og endalausri þolinmæði. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Sófus Emil Hálfdánarson

Hann afi minn er dáinn. Þegar maður hugsar til baka rifjast upp að við áttum margar góðar stundir saman. Alltaf var gaman að fara með pabba til afa á Hrafnistu, sjá hann spila með vinum sínum eða sem var nú algengast að sjá hann vinna í kjallaranum við hnýtingar og ýmsa netagerð. Ég leit alltaf á Sófus afa sem vin. Hann tók alltaf þátt í mínum ævintýrum hvort sem það var hér heima eða erlendis. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 177 orð

SÓFUS EMIL HÁLFDÁNARSON

SÓFUS EMIL HÁLFDÁNARSON Sófus Emil Hálfdánarson fæddist í Stykkishólmi 25. júní 1904. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Valentínusdóttir og Hálfdán Eiríksson. Varð þeim sjö sona auðið. Þeir eru: Sófus Emil, Valentínus, látinn, Gunnar, Karl, látinn, Grómundur, látinn, Þórhallur og Davíð. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Tómas Jóhannesson

Mig langar að minnast, með nokkrum orðum, mágs míns, Tómasar Jóhannessonar, eða Tomma eins og hann var oftast kallaður. Við áttum talsverð samskipti fyrr á árum. Eg var með honum á nokkrum bátum í gegnum tíðina. Fyrst var eg með honum á dragnótabát, sem Björgvin hét. Þetta var lítill bátur. Við vorum mest í grennd við Berufjörð, og veiddum innfjarðar. Einnig fórum við til Hornafjarðar. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 28 orð

TÓMAS JÓHANNESSON

TÓMAS JÓHANNESSON Tómas Jóhannesson fæddist í Neskaupstað, Norðfirði, 24. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 18. febrúar. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Elsku Unnur okkar. Við kveðjum þig í hinsta sinn og upp koma í huga okkar margar skemmtilegar minningar frá menntaskólaárum okkar í Verslunarskólanum. Þú sem áttir allt lífið framundan, varst svo glöð og jákvæð. Fékkst alltaf hæstu einkunnir mögulegar og allt gekk upp sem þú tókst þér fyrir hendur. Ekki kom okkur annað til hugar en að þú ættir glæsta og bjarta framtíð þér fyrir höndum. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 25 orð

UNNUR HILMARSDÓTTIR

UNNUR HILMARSDÓTTIR Unnur Hilmarsdóttir var fædd í Neskaupstað 14. október 1971. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 27. febrúar. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Þorbjörg Katarínusdóttir

Þegar þú hefur nú kvatt lífið frænka leitar hugurinn nokkuð aftur í tímann þegar þú áttir heima á Eyrarbakka. Þá var ég smá strákur og kom oft þangað með foreldrum mínum og lék mér við dætur þínar. Alltaf tókst þú jafn vel á móti mér, eins og ég væri eitt af þínum börnum. Alltaf fann ég að ég væri velkominn og viðmótið var blítt og það var léttleiki yfir þessari konu sem ég kunni vel við. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 855 orð

Þorbjörg Katarínusdóttir

Þorbjörg mágkona er látin. Þannig hljóðaði fregnin sem ég fékk að morgni 23. febrúar, hún hafði látist þá um nóttina eftir þungbæran sjúkdóm. Þorbjörg var tæplega 64 ára er hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir tveggja daga legu þar. Áður lá hún á heimili sínu í nokkra mánuði í Fannborg 1 í Kópavogi. Þorbjörg missti móður sína aðeins tæplega 6 ára gömul. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Þorbjörg Katarínusdóttir

Systir mín kær, nú hafa leiðir okkar skilið í bili, ég sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo blíð og góð og við þig gat ég rætt um alla hluti, þú varst svo skilningsrík og lagðir ætíð gott eitt til málanna af skilningi og góðvild. Við vorum svo samrýndar og áttum svo margt sameiginlegt. En á skilnaðarstundu kemur margt upp í hugann. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÞORBJÖRG KATARÍNUSDÓTTIR

ÞORBJÖRG KATARÍNUSDÓTTIR Þorbjörg Katarínusdóttir fæddist á Bakka í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp 29. mars 1934. Hún lést í Reykjavík 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 4. mars. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 66 orð

Þórunn Katrín Björnsdóttir

Amma Katrín, það er mjög leiðinlegt að þú sért farin frá okkur upp til himna. Ég vona að þér muni líða vel þar sem þú ert núna. Þetta er mikill missir fyrir okkur öll í fjölskyldunni en við verðum með þig í hjörtum okkar og munum aldrei gleyma þér, aldrei. Ég vona að þar sem þú ert núna bíði þín engin veikindi. Heimir Kjartansson. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Þórunn Katrín Björnsdóttir

Jæja elsku amma mín, nú er komið að leiðarlokum hjá þér á þessari jörð og skiljumst við að sinni. Þegar ég lít til baka er svo margs að minnast. Þinn þáttur í uppeldi okkar systkina var stór, amma mín, þú saumaðir og prjónaðir á okkur föt, þú sagðir okkur frá lífinu í sveitinni þinni og kenndir okkur ljóð og bænir sem þú hafðir svo gaman af. Meira
8. mars 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRUNN KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR

ÞÓRUNN KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR Þórunn Katrín Björnsdóttir var fædd á Fagurhóli, Austur-Landeyjum, 17. júní 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Meira

Daglegt líf

8. mars 1998 | Bílar | 285 orð

1931 CADILLAC

HENRY Leland var stofnandi Cadillac og framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1902. Vélin í bílnum var með einum strokki og skilaði sjö hestöflum. Bíllinn naut mikilla vinsælda allt til ársins 1909 en það ár keypti General Motors fyrirtækið og hætti framleiðslu Cadillac um tíma. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 377 orð

Áfengislaus ferðog önnur fyrir frjálslega vaxna

FYRIR þá sem vilja forðast áfengi í sumarfríinu hafa ÍT-ferðir í samvinnu við Samvinnuferðir/Landsýn skipulagt vorferð til Mæjorka 26. maí til 9. júní. "Björtu hliðarnar" er yfirskrift ferðarinnar og segir Hörður Hilmarsson framkvæmdastjóri ÍT-ferða að framtakið eigi að að koma til móts við óvirka alkóhólista og aðstandendur þeirra sem og alla sem vilja eyða fríinu sínu án áfengis og annarra Meira
8. mars 1998 | Bílar | 213 orð

BMW lýsir áhuga á Rolls-Royce

RÁÐAGERÐIR bílaframleiðenda um samstarf og yfirtökur settu meira mark sitt á fyrsta dag alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf en sjálfir bílarnir sem þar voru sýndir. BMW staðfesti á sýningunni áhuga sinn á því að kaupa Rolls-Royce verksmiðjurnar og Porsche gaf það út að fyrirtækið væri í samningaviðræðum við Volkswagen og einn annan ónefndan bílaframleiðanda um framleiðslu á jeppa. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 614 orð

Bolero og Silver Seraph fyrir framtíðina

HAGKVÆMIR bílar sem ætlaðir eru á harðan fjöldasölumarkað víða um heim sem og stórir lúxusbílar sem stefnt er á þröngan hóp þeirra sem hafa mikla kaupgetu voru til sýnis í Genf. Hér verður staldrað við tvo gjörólíka bíla fyrir sérhæfðan markað, nýjan lúxusbíl frá Rolls Royce og Bolero frá Seat. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 345 orð

Evrópsk kaffihús ­ á ameríska vísu

EVRÓPUMENN kvörtuðu lengi vel yfir skorti á almennilegu, sterku kaffi í Ameríku. Bandarískt kaffi er ekki eins mikið brennt og það sem við drekkum og venjulegum Íslendingi finnst það lapþunnt vinnukonupiss, eins og forfeður okkar kölluðu svoleiðis. En nú er öldin önnur. Evrópsk kaffihús eru á nokkrum árum orðin tíska í Bandaríkjunum og sumum þykir jafnvel nóg um. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 127 orð

FMB fær hemlahluti

BÍLANAUST og hollenska fyrirtækið ABS gáfu nýlega Fræðslumiðstöð bílgreina kennslugögn fyrir hemlaviðgerðir. Um er að ræða hemladælur, bremsuklossa, bremsuskó, bremsudiska, bremsuventla og ýmislegt annað sem viðkemur hemlum. Sumir hlutanna, svo sem dælur og ventlar, er sundurskorið þannig að vel sést innan í þessa hluti og hvernig þeira vinna. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 103 orð

Fyrsta Formula 1 keppnin

FYRSTA Formula 1 keppni ársins verður í Melbourne í Ástralíu í dag og er keppnin send út í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Tímataka fór fram í gær. Gunnlaugur Rögnvaldsson, sem hefur umsjón með sjónvarpsútsendingum Formula 1 kappakstursins segir að sigurstranglegastir í keppninni séu Jaques Villeneuve sem keppir fyrir Williams, Mika Hakkinen og David Coultard fyrir McLaren. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 279 orð

Göngur og skíði norðan heiða

EINS og undanfarin ár verður gestum á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit boðið upp á sérstaka dagskrá um páskana. Efnt verður til gönguferða, skíðagönguferða, veiðiferða og náttúruskoðunar. "Þess á milli verður maður manns gaman með hæfilegum skammti af menningu, Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 205 orð

Lægri flugfar-gjöld aukaáhuga á Asíu

FERÐAMENN leggja í auknum mæli leið sína til Asíu vegna afsláttar á flugfargjöldum og veikrar stöðu gjaldmiðla álfunnar þar sem þeir fá meira fyrir sinn snúð. Flugfélagið Korean Air bauð fyrr í þessari viku á netinu flug fram og tilbaka frá Los Angeles til Hong Kong fyrir 799 Bandaríkjadollara, sem eru rúmar 57.000 krónur. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 60 orð

MINNESOTA

STYTTAN á myndinni er lifandi og það má gefa henni aura fyrir ómakið að gleðja gangandi vegfarendur í Minneapolis í Minnesota. Blaðamaður Morgunblaðsins gisti í tvíburaborgunum St. Paul og Minneapolis og segir frá borgunum, fólkin, matnum, búðunum, leikriti, söfnum, helstu staðreyndum og ömmu sem hann aldrei hitti. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 1054 orð

Nýjar áherslur í markaðssetningu Ferðaskrifstofur hafa í auknum mæli markaðssett ferðir fyrir handhafa ýmissa vildar- eða

Í FROSTHÖRKUNUM undanfarið hafa menn verið iðnir við að bóka sig í sólarlandaferðir. Sumar þessar ferðir getur hver sem er farið í en aðrar eru bundnar skilyrðum. Það færist í vöxt að þau séu háð ýmiss konar vildarkortum eða krítarkortum. Þessi nýja leið til að markaðssetja ferðir hefur rutt sér til rúms á tiltölulega skömmum tíma. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 305 orð

Pallbílar á lægsta gjaldi óháð gerð

PALLBÍLAR með sætum fyrir fimm og skráðir eru sem fólksbílar bera 30% vörugjald þar sem þeir falla í flokk atvinnubíla. Skráningu margra pallbíla er breytt þegar þeir eru nýskráðir hjá Skráningarstofunni hf. þannig að þeir teljast eftir það vera fólksbílar. Allt öðru máli gegnir t.d. um Econoline sendibíla sem hækkar upp í vörugjaldsflokk séu sett í bílinn aukasæti. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 112 orð

Saab 9-5 kominn

BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Opel, Saab og Isuzu, hefur fengið fyrstu Saab 9-5 bílana. Sjálfskiptur kostar bíllinn, sem er fernra dyra stallbakur, 2.961.000 kr. og 2.811.000 kr. beinskiptur með fjögurra strokka, 2,0 lítra, 150 hestafla lágþrýstiforþjöppuvél. Þetta er alveg nýr bíll í framleiðslulínu Saab og bæði 900 og 9000 bíllinn verða áfram í framleiðslu. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 170 orð

Sumarhúsin viðFögruvík Í Eyjafirði

VIÐ Fögruvík í Eyjafirði reka hjónin Soffía Alfreðsdóttir og Eiríkur Sigfússon ásamt Kristínu, dóttur sinni, átta sumarhús. Eiríkur segir að Íslendingar velji sér í auknum mæli þennan gistimöguleika, enda verðið oft ekki mikið hærra en í tjaldstæði ef margir eru saman um hús. Meira
8. mars 1998 | Ferðalög | 1734 orð

Villta miðvestrið í Bandaríkjunum ­ og stillta fólkið Minnesota í Bandaríkjunum með tvíburaborgirnar Minneapolis og St. Paul í

1.RÉTTI vasageislaspilara fram til kaups í plötubúð í miðju Minneapolis ­ stenst ekki freistinguna að spyrja afgreiðsluna hvers vegna hann heiti Einar. "Þetta er algengt nafn í fjölskyldunni minni," svarar hann. "Einar er algengt nafn á Íslandi," segi ég. Meira
8. mars 1998 | Bílar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

SSANGYONG KORANDO REYNSLUEKIÐ - 1931 CADILLAC - STÓRIR SEM LITLIR BÍLAR Á ALÞJÓÐLEGU BÍLASÝNINGUNNI Í GENF - PALLBÍLAR Á LÆGSTA GJALDI ÓHÁÐ GERÐ Meira

Fastir þættir

8. mars 1998 | Dagbók | 3243 orð

APÓTEK

»»» Meira
8. mars 1998 | Í dag | 296 orð

Athugasemd við grein Einars Laxness Í PISTLUM Velvakanda sl

Í PISTLUM Velvakanda sl. miðvikudag, ritar Einar Laxness fáein áréttingarorð sem halda mætti að hann beindi til mín. Er það vegna ljósmynda sem birtust með greinarkafla er blaðið birti úr fórum mínum þar sem fjallað var um störf Halldórs Kiljans Laxness í Ríkisútvarpinu. Ég átti engan þátt í vali myndanna, vissi raunar ekki að þær ættu að fylgja greininni fyrr en ég las blaðið. Meira
8. mars 1998 | Fastir þættir | 77 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

RANDVER Ragnarsson og Pétur Júlíusson sigruðu í þriggja kvölda Butler-tvímenningi sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir hlutu 313 stig en meðalskor var 285. Reynir Karlsson, Björn Dúason og Ingimar Sumarliðason spiluðu í pari og urðu í öðru sæti með 309 stig, Gunnar Guðbjörnsson og Stefán Jónsson þriðju með 307 og Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfason fjórðu með 303. Meira
8. mars 1998 | Í dag | 433 orð

EÐFERÐIN á almennum skattborgurum innan skattkerfisins

EÐFERÐIN á almennum skattborgurum innan skattkerfisins er algjörlega óviðunandi. Það er rekið á þeirri forsendu, að allir séu skattsvikarar eða a.m.k. hugsanlegir skattsvikarar. Ríkið hefur allan forgang, hvað sem líður lögbundnum og stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Meira
8. mars 1998 | Dagbók | 683 orð

Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss og Maersk Baltic

Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss og Maersk Baltic eru væntanleg í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Francesca S. kemur í dag. Nanok Trawl kemur á morgun. Lagarfoss kemur til Straumsvíkur á morgun. Mannamót Félagsstarf aldraðra í Reykjavík. Meira
8. mars 1998 | Í dag | 573 orð

Safnaðarstarf Kvöldmessa í Laugarneskirkju

Í DAG verða tvær messur í Laugarneskirkju. Fyrri messan verður kl. 11 en samtímis henni er barnastarf. Sr. Halldór Gröndal þjónar fyrir altari. Kirkjukór Laugarneskirkju syngur en organisti og stjórnandi kórsins er Gunnar Gunnarsson. Um kvöldið kl. 20.30 verður messa með "djass-tónum". Djasskvartett leikur frá kl. 20 undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Með honum leika Tómas R. Meira

Íþróttir

8. mars 1998 | Íþróttir | 144 orð

Bjarni og Ragna Lóa knattspyrnuþjálfarar ársins

BJARNI Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í karlaflokki, og Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara KR í kvennaflokki, hafa verið valin þjálfarar ársins í meistaraflokkum fyrir 1997. Þeim var veitt viðurkenning vegna þess í vikunni, og var myndin tekin við það tækfæri. Þau eru fyrir miðri mynd, en til vinstri er Helena Ólafsdóttir, þjálfari 2. Meira
8. mars 1998 | Íþróttir | 453 orð

George fór yfir 4,47 m

Ástralska stúlkan Emma George bætti heimsmetið í stangarstökki innanhúss aðfararnótt laugardagsins að íslenskum tíma þegar hún stökk yfir 4,47 metra á móti í Adelaide í heimalandi sínu. Hún fór yfir þessa hæð í fyrstu tilraun. Meira
8. mars 1998 | Íþróttir | 225 orð

Guðjón með 500 leiki

GUÐJÓN Skúlason, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Keflvíkinga, lék sinn 500. meistaraflokksleik með liði sínu gegn Þór frá Akureyri í Keflavík á fimmtudaginn og var sérstaklega heiðraður við það tækifæri. Þeir eru ekki margir sem hafa náð þessum áfanga en Jón Kr. Meira
8. mars 1998 | Íþróttir | 151 orð

Hakkinen fyrsturFINNINN Mika Ha

FINNINN Mika Hakkinen á McLaren Mercedes-Benz bifreið verður fremstur þegar fyrsta keppni ársins í formúlu 1 keppakstri hefst aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma í Melbourne. Hakkinen, sem sigraði í fyrsta sinn á ferlinum í síðustu keppninni í fyrra, í Jerez á Spáni, hélt sínu striki í gær þegar tímataka fór fram aðfararnótt laugardagsins. Meira
8. mars 1998 | Íþróttir | 194 orð

Þórður og félagar burstuðu Brugge

Þórður Guðjónsson og félagar í liði Genk sigruðu Club Br¨ugge 3:0 á heimavelli í einvígi efstu liðanna tveggja í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið. "Við vorum komnir í 2:0 eftir 17 mínútur þannig að segja má að þetta hafi verið orðið öruggt þá. Meira

Sunnudagsblað

8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 218 orð

5 til 6 þúsund hitaeiningar á dag

HVER maður í leiðangrinum borðaði eitt kíló af mat á dag og milli 5 og 6 þúsund hitaeiningar. Til samanburðar má nefna að karlmanni í kyrrsetu nægja rúmar 2 þúsund hitaeiningar. Um 55% af orkunni fengum við úr fitu, 35% úr kolvetnum og 15% úr próteinum. Matur hvers dags var í sérstökum poka og umfram það ekki borðað, enda fundum við aldrei fyrir hungri. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 809 orð

Aðeins 57% vatnakerfis Elliðaánna óskert

KÝLAVEIÐIFARALDURINN sem herjaði á laxastofninn í Elliðaánum sumarið 1995 var mikið áfall og virkaði nánast sem punktur yfir i-ið varðandi fleiri vandamál og hættur sem steðjað hafa að ánum og lífríki þeirra um árabil og í vaxandi mæli með ört vaxandi byggð og tilheyrandi raski og mengun. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1360 orð

AF ALÚÐ OG ALVÖRU

EVA Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar ehf., er fædd í Reykjavík 1966. Hún ólst upp á Vopnafirði, í Svíþjóð og Mosfellsbæ. Eva varð stúdent frá MA 1985 og fór þá til eins árs náms í ferðamálafræði í Sviss. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1990. Eva starfaði sem flugfreyja hjá Flugleiðum í átta sumur. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 219 orð

Andófsmaður í stofufangelsi

KÍNVERSKUR læknir, sem fyrr í mánuðinum hvatti kínverska þingið til þess að kjósa ekki Li Peng, fráfarandi forsætisráðherra, í embætti þingforseta, hefur verið hnepptur í stofufangelsi, að því er Upplýsingamiðstöð mannréttinda- og lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong greindi frá. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 274 orð

Atvinnuleysi ungs fólks

Atvinnuleysi ungs fólks Brugðist til varnar Atvinnuleysi var nær óþekkt hér á landi um langt árabil. Í upphafi þessa áratugar syrti hins vegar í álinn. Íslendingar voru nú ekki lengur sér á báti í Evrópu þótt atvinnuleysi hjá ungu fólki væri minna hér en víðast hvar í álfunni. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 230 orð

Austurrísk framúrstefna

EKKI kemur á hverjum degi tónlist frá Austurríki, að minnsta kosti ekki framsækin danstónlist. Fimmmenningarnir í Sofa Surfers þykja og skera sig úr í sínu heimalandi, en þeim mun betur er þeim tekið utan þess og þá ekki síst fyrir skífuna Transit sem kom út fyrir skemmstu. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 175 orð

ÐStarfsemi hafin hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

MIÐSTÖÐ fyrir símenntun og endurmenntun, sem ætlað er að vinna í nánu samstarfi við atvinnulífið, hefur verið stofnuð á Suðurnesjum og hefur sérstakur framkvæmdastjóri, Kjartan Már Kjartansson, verið ráðinn til að veita henni forstöðu. Miðstöðin mun miðla námskeiðum sem þegar hafa verið haldin og bjóða úrval starfstengdra námskeiða auk frístundanáms fyrir fyrirtæki og einstaklinga á Suðurnesjum. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1930 orð

Eftirminnilegur dagur Eyjólfur Jónsson sundkappi var 14 ára þegar Bretar hernámu Ísland og eru atburðir dagsins honum enn í

FÖSTUDAGURINN 10. maí er mér enn í fersku minni. Þennan dag hernámu Bretar Ísland. Heimsstyrjöldin síðari hafði geisað frá 1. september 1939 og styrjaldarátökin í Evrópu voru hörð. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í og hernumið Danmörku og Noreg hinn 9. apríl sama ár. Sama dag og Bretar hernámu Ísland réðust Þjóðverjar inn í Lúxemborg, Holland, Belgíu og Frakkland. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 491 orð

Erfitt að taka nýtingarrétt af mönnum

"EFTIR því sem lengra miðar með nýtingu jarðhitans í landinu verður æ erfiðara að setja lög sem stangast á við það sem gilt hefur hingað til. Ekki er með góðu móti hægt að taka af mönnum rétt sem þeir hafa notað sér um ára eða áratuga skeið," segir dr. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1178 orð

Er ráðgjöf leiðin til ráðleysis?

FYRIR skömmu gat að lesa bréf í lesendadálki danska blaðsins Politiken um vandræði vegna húshjálpar. Erindið var að undanfarin ár hafa hjón nokkur haft unglingsstúlku úr næsta húsi, dóttur vinafólks, til að gera hreint fyrir sig fyrir góð laun. Stelpan hefur lykil að húsinu og kemur og tekur til meðan hjónin eru í vinnunni. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 82 orð

FIMMTUDAGINN 12 mars halda hljómsveitirnar

FIMMTUDAGINN 12 mars halda hljómsveitirnar Kristiníus, Örkuml og Saktmóðigur tónleika í Rósenberg. Saktmóðigur og Örkuml hafa leikið saman reglulega í kjallaranum síðastliðin misseri, en Örkuml hefur nú bæst nýr bassaleikari sem þreytir frumraun sína á þessum tónleikum. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 544 orð

Fjárvon í auðninni Enn er mikið af háhita og vatnsafli á Íslandi sem hægt væri að virkja, jafnvel þótt tekið væri tillit til

Fjárvon í auðninni Enn er mikið af háhita og vatnsafli á Íslandi sem hægt væri að virkja, jafnvel þótt tekið væri tillit til róttækra umhverfisverndarsjónarmiða. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1032 orð

FJÖLSKYLDA Ólafs og Haralds heima í Frostaskjólinu. Una Björk Óma

FJÖLSKYLDA Ólafs og Haralds heima í Frostaskjólinu. Una Björk Ómarsdóttir, sambýliskona Haralds, Haukur Steinn Ólafsson, 15 ára og löngu farinn að ganga á jökla, Sigrún Richter, eiginkona Ólafs, Ólafur Örn og Haraldur Örn. INGÞÓR Bjarnason. ÓLAFUR Örn Haraldsson. HARALDUR Örn Ólafsson. SKÍÐI og margvíslegur búnaður. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 384 orð

Framgangur leiðangursins

STRAX fyrstu dagana fóru fyrstu skaflarnir að rísa gegn okkur og urðu þeir nokkuð samfelldir fyrstu 450 km. Yfirleitt voru þeir 30 til 60 cm háir og allt upp í rúman metra og reyndum við að krækja fram hjá verstu skaflaflákunum. Þeir myndast vegna staðvindar sem stöðugt blæs frá háþrýstisvæðinu yfir miðju Suðurskautslandsins. Skaflarnir reyndust mesti farartálminn á leið okkar. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 2626 orð

Frá sex ára að stúdentsprófi

Ný skólastefna miðar að samfelldri námskrá allt skólastigið, svo ekki myndist bil milli grunnskóla og framhaldsskóla Frá sex ára að stúdentsprófi Menntamálaráðherra kynnti í vikunni nýja skólastefnu, undir kjörorðinu "Enn betri skóli, þeirra réttur­okkar skylda". Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 681 orð

Fréttamat Jóns Ólafssonar Indíafara

REISUBÓK Jóns Ólafssonar Indíafara er um margt merkilegt rit, Bæði er sá heimur sem Jón lýsir forvitnilegur en ekki er síður athyglisvert hvað honum þykir sæta tíðindum. Eftir að hafa lesið þessa bók á dögunum velti ég dálítið vöngum yfir samfélagi því sem hann bjó í, sem og fréttamati hans. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 313 orð

Fögnuður og vonbrigði pólfara

Í HVERT skipti sem ég steig af skíðunum í nágrenni Suðurpólsins og fæturnir sukku í gljúpan snjóinn fann ég hvað erfitt var að vera skíðalaus og troða snjóinn. Þá varð mér hugsað til R.F. Scott, breska sjóliðsforingjans, og fjögurra félaga sem komu hingað fótgangandi fyrir réttum 76 árum til þess að verða fyrstir á pólinn. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 293 orð

Gæfa eða gjörvileiki

ÞAÐ sannast á rokksveitinni Sublime að sitthvað er gæfa eða gjörvileiki. Rétt þegar skate-pönksveitin Sublime var á þröskuldi frægðarinnar missti leiðtögi hennar svo fótanna að hann átti ekki afturkvæmt. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 254 orð

Hálfan mánuð heim

ÞAÐ var þrautin þyngri að komast yfir hálfan hnöttinn heim til Íslands. Við sátum veðurtepptir á Suðurpólnum rúma tvo daga. Twin Otter skíðaflugvélin frá ANI kom loksins og sótti okkur ásamt Áströlunum þremur sem gengu á pólinn um leið og við en fóru aðra leið. Belgarnir tveir komu á pólinn tveimur dögum á eftir okkur. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1455 orð

Hitt húsið

HITT húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur rekur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Húsið var opnað árið 1991 í gamla Þórskaffi í Brautarholti en vorið 1995 var það flutt í Geysishúsið við Aðalstræti. Markhópurinn er allt ungt fólk í Reykjavík á aldrinum 16-25 ára. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 734 orð

Karlamagnús var höfðingi víðlends ríkis með páfa og latneska

Karlamagnús var höfðingi víðlends ríkis með páfa og latneska menningu að bakhjarli, en komst upp með að leyfa frankíska tungu í klaustrum og öðrum menntasetrum þar sem latnesk ritlist var borin fram af miklum móð. Klerklærðir menn hófu hana aftur til vegs og dýrðar kaþólskri trú, en þeir fengu einnig að rita á frankísku einsog Írar á keltnesku. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1295 orð

Langt gengið í einu skrefi

ÁVEGUM Náttúruverndar ríkisins hefur verið unnið að tillögu að umsögn um þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar um þjóðgarða á hálendinu og verður tillagan gerð opinber eftir stjórnarfund á mánudag. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 392 orð

Leiðangursmenn

ÓLAFUR Örn Haraldsson er 50 ára og býr í Reykjavík en er uppalinn á Laugarvatni. Foreldrar hans eru Dr. Haraldur Matthíasson og Kristín S. Ólafsdóttir. Hann er MA í landafræði frá University of Sussex í Englandi. Ólafur er alþingismaður í Reykjavík frá árinu 1995 og er formaður umhverfisnefndar Alþingis. Eiginkona Ólafs er Sigrún J. Richter, ritari, og eiga þau þrjá syni. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 2082 orð

LÍF undir Saddam Félagasamtök og einstaklingar hafa krafist þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að hinu alþjóðlega

HINN 17. janúar sl. var efnt til "borgarafundar" í Reykjavík gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Írak undir kjörorðinu: "Hættið að drepa börnin okkar". Hafður var til sýnis "daglegur matarskammtur sem ætlast er til að (írösk) fjölskylda nærist á samkvæmt núverandi framkvæmd viðskiptabannsins". Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 688 orð

Líkt eftir tönn

IMPLANT, ígrædd gervitannrót, tannplanti, tannstólpi: Öll þessi hugtök hafa verið notuð til þess að tákna málmhólk eða málmskrúfu, sem með skurðaðgerð er komið fyrir í kjálkabeini og líkist þannig og gegnir hlutverki tannrótar, sem gervitönn er fest á. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1345 orð

MFA-skólinn ­ á mannlegum nótum

ÍGAMLA Stýrimannaskólanum við Öldugötu er MFA- skólinn (Menningar- og fræðslusamband alþýðu) rekinn nemendum að kostnaðarlausu. Skólinn hefur starfað frá 1993 og er ætlaður atvinnulausu fólki með stutta skólagöngu að baki. Kennt er alla virka daga fyrir hádegi, 14­20 vikur í senn, í 16 manna hópum. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 3344 orð

Mikilvægt að hlusta Hann hefur verið götulögregla, rannsóknarlögregla og annast eftirlit með löggæslukostnaði fyrir

ÞAÐ ER myrk vetrarnótt, snjór á jörðu og þæfingsfærð, klukkan er fimmtán mínútur gengin í þrjú. Ungur maður með sítt hár í köflóttum jakka reynir að stöðva bíla sem framhjá fara, þar kemur að hann dettur framan við bíl sem ekur norður Reykjavíkurveg. Bílstjórinn stöðvar bílinn og bíður þar til pilturinn er staðinn upp en ekur síðan í burtu. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 263 orð

Námskeið fyrir málmiðnaðarmenn

SÉRFRÆÐINGAR Iðntæknistofnunar í efnistækni hafa um langt skeið haldið námskeið fyrir málmiðnaðarmenn, auk þess sem þeir halda fyrirlestra fyrir verkfræðinga og annað tæknifólk á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Í gegnum vinnu sína með og fyrir hin ýmsu fyrirtæki í málmiðnaði hafa sérfræðingar Iðntæknistofnunar komist að raun um að ákveðinn hóp manna, þ.e. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 65 orð

Oddhenda um sumarjól

ÝMSAR vísur urðu til um leiðangurinn og leiðangursmenn. Eina þeirra orti Ómar Runólfsson í Mosfellsdal, tendafaðir Haralds. Það var allt sólskinið á Suðurpólnum og hlýtt og notalegt jólaveðrið á Íslandi sem varð honum að yrkisefni, þegar leiðangursmenn komust í skjól á leiðarenda. Vísan er oddhenda. Náði í skjól með tæki og tól hraustur Ólaflokkur. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1330 orð

Óeðlileg vefjaþróun sem hefst á fósturstigi

Þegar í ljós kom að lyf unnu ekki á sjúkdómi Torfa var hann sendur í skurðaðgerð á Barnaspítalanum í Boston. Kristján Jónsson ræddi við dr. Steven J. Fishman sem annaðist aðgerðirnar Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 720 orð

Ónýtt orka gæti verið jafngildi fiskimiðanna

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarps nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna um virkjanir og annars um gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu. Hann segir að mikilvægur munur sé á þessum frumvörpum og hugmyndunum á bak við þjóðlendufrumvarp forsætisráðherra auk tillagna iðnaðarráðherra um auðlindanýtingu og félagsmálaráðherra um stjórnsýslu á hálendinu. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 198 orð

"Patriot Hills This is Iceland"

ÞEIR sem heima sátu gátu auðveldlega fylgst með gangi ferðarinnar því að við höfðum með okkur Argos tæki sem sendi á hverjum degi út staðarákvörðun til gervihnatta. Þaðan barst merkið til Frakklands og loks um kerfi Pósts og síma til Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík þar sem Grétar Bjarnason tók á móti því. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 769 orð

"Pétur þar sat í sal"

Í DAG er annar sunnudagur sjöviknaföstu. Það er gamall siður og nýr að íhuga Píslarsögu frelsarans og stef úr Passíusálmum um þetta leyti árs. Svo verður og gjört í þessari hugvekju. "Gekk út úr greindum stað og grét beizklega" Ellefti Passíusálmur greinir frá því, er postulinn Pétur afneitar meistara sínum þrisvar, áður en hani gól tvisvar. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 553 orð

Refsað grimmilega fyrir hver mistök

NÁTTÚRAN er grimm á Suðurskautslandinu. Frostið, stormarnir og mannlausar auðnirnar gefa engin grið ef eitthvað ber út af. Náttúruöflin umbera enga handvöm og refsa miskunnarlaust fyrir öll mistök. Ef vettlingur fýkur í stöðugu rokinu er kalið skammt undan. Ekki má sleppa hendi af nokkrum hlut. Þá er hann horfinn. Síst af öllu mega handtökin vera fumkennd þegar tjaldið er breitt út. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 2187 orð

Samhjálp og fórnfýsi Fljótlega eftir fæðingu Torfa Lárusar Karlssonar var ljóst að hann yrði að heyja harðvítuga baráttu fyrir

ÞAU sitja saman í sófanum þegar ég kem inn. Síðdegissólin varpar lágum geislum inn um stóran gluggann, yfir barnarúm, barnaleikföng, barnaföt og loks barnið sjálft sem situr í fangi móður sinnar og horfir á mig stórum augum þegar ég sest gegnt þeim í sófann og lítur síðan á föður sinn ­ eins og til þess að fullvissa sig um að það sé í lagi að ég sé þarna. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 3262 orð

SKAFLAR, BLINDA OG JÓLAHALD Á JÖKLI

Öryggið og hlýjan voru að baki þegar leiðangursmenn fóru frá tjaldbúðunum í Patriot Hills og gengu af stað út á endalausa víðáttuna með 120 kílóa þunga sleðana í eftirdragi Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 141 orð

Skora á Yilmaz að mótmæla

LEIÐTOGAR ýmissa stjórnmálaflokka og annarra samtaka í Tyrklandi skoruðu á miðvikudag á Mesut Yilmaz, forsætisráðherra landsins, að fordæma handtöku allra helstu forystumanna stærsta stjórnmálaflokksins meðal Kúrda. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 908 orð

Skýra þarf betur hver á og hver má

ALLS hafa verið lögð fram níu lagafrumvörp á undanförnum árum um hálendið og nýtingu auðlinda í jörðu sem oft eru á svonefndum eigendalausum svæðum. Hæstiréttur Íslands taldi árið 1981 að eðlilegt að setja lög um þessi efni en af því hefur ekki orðið. En hvað er það sem rekur á eftir því að setja verður ný lög? Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1186 orð

Spennubylgjur 18. öldin var mjög óróleg hvað varðar jarðskjálfta og eldgos, segirRagnar Stefánsson. Þetta var bæði sunnan lands

ÍSÖGU okkar eru til þó nokkur dæmi um það hvernig jarðskjálftar og eldgos fylgjast að á stóru svæði á stuttum tíma. Skýrasta dæmið um þetta er eftirfarandi. Í byrjun maí 1783 hófst gos, líklega í um 60 km fjarlægð vestur af Reykjanesi og þá myndaðist Nýey. Seint í júní sama ár hófust Skaftáreldar 270 km austar, í Lakagígum, en það er mesta gos Íslandssögunnar. Ári síðar, 14. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 304 orð

SSMÁSKÍFU SVEIT FÁAR rokksveitir hafa átt eins köflótta ævi og Charlata

FÁAR rokksveitir hafa átt eins köflótta ævi og Charlatans. Hljómsveitin var í hópi þeirra sveita sem hrintu af stað Madchester-æðinu sælla minninga, en gekk brösulega framan af að uppskera virðingu gagnrýnenda og velvilja plötukaupenda. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1749 orð

Tundurþráðurinn styttist í Kosovo Þjóðernisátökin í Kosovo-héraði í Serbíu ógna þeim viðkvæma stöðugleika sem tekist hefur að

ÁTTA ár eru nú liðin frá því að sérfræðingar um alþjóðamál tóku að vara við því að harðvítug þjóðernisátök kynnu að blossa upp í Kosovo-héraði í Serbíu. Slíkar spásagnir hafa fram til þessa reynst einkennast af óhóflegri svartsýni. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 1338 orð

Týndur í frægðinni Bandaríski leikarinn William Hurt sneri á tímabili baki við Hollywoodkerfinu og frægðinni sem fylgdi því að

NOKKUÐ er um liðið frá því William Hurt tók að sér aðalhlutverk í milljarðakróna Hollywoodmynd en næsta sumar mun hann sjást í hlutverki prófessors Johns Robinsons í myndinni Týnd í geimnum eða "Lost in Space", sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum er margir muna eflaust eftir úr kanasjónvarpinu á sjöunda áratugnum. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 644 orð

Um íslenska skynsemistrú og tækniþjóðfélagið

HINN dæmigerði skipulegi skynsemistrúarmaður er Svíi eða Þjóðverji. Kunn er sagan af Svía sem drukknaði í skerjagarðinum af því að á leikfangahring sem var hent til hans stóð: "Má ekki nota sem bjarghring." Þýskur gjaldkeri setti upp skiltið: "Snúðu þér til næsta gjaldkera," þegar ræningi rétti byssuhlaup inn um afgreiðslulúguna. Ræninginn hlýddi. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 295 orð

Útflutningsráð kynnir Ísland fyrir erlendum fjárfestum

SEX fyrirtæki á sviði upplýsingatækni tóku í fyrra þátt í verkefni sem Útflutningsráð Íslands, Fjárfestingarskrifstofa Íslands, Iðnþróunarsjóður o. fl. stóðu fyrir með það að markmiði að kynna Ísland og hérlend fyrirtæki fyrir erlendum fjárfestum. Haldið verður áfram á sömu braut á þessu ári, segir í Fréttaskoti Útflutningsráðs. Nefnist verkefnið Venture Iceland 98 ­ Framtaksfé í þágu þekkingar. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 104 orð

Vísindastöðin á Suðurpólnum

Á SUÐURPÓLNUM eru um 40 manns að vetrinum en á annað hundrað að sumrinu. Margvísleg vísindastarfsemi fer fram á pólnum enda staðurinn einstakur frá náttúrusjónarmiði bæði vegna legu sinnar og hversu hreinn ísinn og lofthjúpurinn er. Rannsóknirnar eru m.a. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 469 orð

Þriggja mánaða verkfall fyrir 1.000 króna launahækkun

FINNAR geta nú andað léttar en á undanförnum þrem mánuðum eftir að slökkviliðsmenn mættu aftur í vinnu á þriðjudaginn. Verkfall slökkviliðsmanna lauk með því að þeim var heitið 1.000 króna (70 finnskra marka) launahækkun eftir tvö ár. Slökkviliðsmenn segjast samt ánægðir því nú hafi samningsréttur þeirra verið viðurkenndur, þó aðeins með óbeinum hætti. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 98 orð

Öll tímabelti á örfáum sekúndum

SUÐURPÓLLINN er merktur með einni stöng og með því að hlaupa kringum hana kemst maður yfir öll tímabelti jarðar á örfáum sekúndum. Að sjálfsögðu gengur sólin öfugt miðað við norðurhvel jarðar. Á pólnum er sólin alltaf jafnhátt á lofti allan sólarhringinn og því getur maður valið hvenær nótt og dagur er, en hins vegar lækkar hún og hækkar á hring sínum eftir árstíma. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 2117 orð

ÖRSMÁAR LÍFVERUR Í VÍÐÁTTU FRERANS

Þrír kappklæddir menn voru eins og sandkorn í auðninni þar sem þeir þokuðust áfram, skref fyrir skref, með þunga sleðana í eftirdragi. Ólafur Örn Haraldsson var einn þessara manna, sem færðust sífellt nær takmarkinu. Suðurpólnum. Hann segir frá ferð sinni, Haraldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar í texta og myndum. Meira
8. mars 1998 | Sunnudagsblað | 324 orð

(fyrirsögn vantar)

GÚMMÍVINNSLAN hf. óskar eftir framleiðslustjóra í bobbingaverksmiðju fyrirtækisins á Akureyri. Framleiðslustjóri stjórnar framleiðslu, hráefnisinnkaupum, starfsmannamálum og sér um sölu á vörum deildarinnar á innanlandsmarkaði. Í deildinni eru framleiddir stálbobbingar og ýmsar smávörur fyrir troll. Umsækjendur þurfa m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.