Greinar laugardaginn 14. mars 1998

Forsíða

14. mars 1998 | Forsíða | 490 orð

Norðmenn lýsa vonbrigðum með njósnir Rússa

NORSKIR ráðherrar lýstu í gær vonbrigðum sínum með njósnastarfsemi Rússa í Noregi en í fyrradag var fimm rússneskum sendiráðsmönnum vísað úr landi. Sagði Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, að norska stjórnin hefði lagt sig fram við að eiga sem best samskipti við hið lýðræðislega Rússland og seint viljað trúa því, að allt væri enn í sama farinu og á dögum kalda stríðsins. Meira
14. mars 1998 | Forsíða | 249 orð

Tvennt fórst í snjóflóði á Lofoten

ROSKIN hjón, Einar og Lilly Myklebust, fórust í snjóflóði í Skjelfjorden á Lofoten snemma í gærmorgun. Flóðið hreif íbúðarhús þeirra með sér niður í fjöru og stendur einungis grunnur hússins enn á sínum stað. Aðra íbúa í Skjelfjorden sakaði ekki, að því er lögregla á Lofoten tjáði fréttastofunni NTB. Meira
14. mars 1998 | Forsíða | 206 orð

Víðtækasta sakaruppgjöf S-Kóreu

FORSETI Suður-Kóreu, Kim Dae- jung, veitti í gær 5,5 milljónum manna sakaruppgjöf og þeirra á meðal voru 74 pólitískir fangar. Aðrir höfðu verið dæmdir fyrir ýmis lögbrot, svo sem ölvunarakstur, og 2.304 þeirra sem voru náðaðir sátu í fangelsi. "Þetta er víðtækasta sakaruppgjöfin frá stofnun ríkisins," sagði Park Sang-cheon dómsmálaráðherra. Meira

Fréttir

14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 145 orð

0140+326RD1 fundin

VÍSINDAMENN hafa fundið unga vetrarbraut sem er fjær jörðinni en nokkurt fyrirbæri í alheimnum sem áður hefur verið vitað um. Brautin hefur fengið sitt einkenni á máli stjörnufræðinnar og gengur undir nafninu 0140+326RD1 meðal vísindamanna, sem stytta það þó stundum í RD1. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

1997 metár í útflutningi

VERÐMÆTI útflutnings sjávarafurða allt síðasta ár nam um 93,7 milljörðum króna og hefur aldrei verið meira. Þetta er um 1,1 milljarði króna meira en metárið 1996, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi hækkað. Sé útflutningurinn flokkaður eftir vinnslugreinum, kemur í ljós að frysting botnfisks í landi skilaði mestum verðmætum, eða um 17,3 milljörðum króna, þrátt fyrir 5,4% samdrátt. Meira
14. mars 1998 | Miðopna | 158 orð

Aðeins Treholt-málið var umfangsmeira FRA

FRAM hefur komið, að njósnamálið nú sé það alvarlegasta, sem komið hafi upp á í samskiptum Norðmanna og Rússa síðan Arne Treholt var afhjúpaður á síðasta áratug. Var hann dæmdur 1984 í þyngstu refsingu, 20 ára fangelsi, fyrir njósnir í þágu KGB, sovésku leyniþjónustunnar, en látinn laus 1992. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Afgreiðslutími vínveitingastaða Leyfi til leng

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila tilraun í tólf mánuði með sveigjanlegan afgreiðslutíma á vínveitingahúsum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að hluti veitingahúsa geti keypt leyfi til afgreiðslu lengur en til kl. 3 aðfaranótt laugardags og sunnudags. Tilraunin hefst 1. júlí n.k. Gert er ráð fyrir að tilraunin verði metin eftir 12 mánuði og niðurstöður nýttar til frekari stefnumótunar. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 281 orð

Almennt herútboð í N-Kóreu

KOMMÚNISTASTJÓRNIN í Norður-Kóreu hefur lýst yfir "almennu herútboði" í landinu og fregnir herma að upplausnarástand hafi skapast þar vegna mikils matarskorts. Talið er að þrjár milljónir Norður-Kóreumanna hafi þegar dáið af völdum vannæringar. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Aukið sjálfstæði HA BJÖRN Bjarnason menntamá

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær frumvarp til laga um Háskólann á Akureyri. Frumvarpið felur í sér breytingar á skipulagi háskólans til samræmis við ákvæði háskólalaganna sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Áhrif lækkaðs lögaldurs til áfengiskaupa alvarleg

ÁFENGISVARNARRÁÐ varar við lækkun áfengiskaupaaldurs og segir að flestum muni ljóst að áfengisneysla 15­17 ára unglinga muni aukast verulega ef lögaldur til áfengiskaupa verður lækkaður í 18 ár. "Slíkt gerðist í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem slíkt hefur verið rannsakað enda kaupa unglingar gjarnan áfengi fyrir vini sína sem ekki hafa náð lögaldri til kaupmanna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Álit tveggja lagaprófessora um frumvarp um Brunabótafélagið

NIÐURSTÖÐUR lögfræðiálits, sem prófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Þorgeir Örlygsson unnu fyrir Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, eru þær að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi ákveði að slíta Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands eins og fyrirliggjandi frumvarp Einars Odds Kristjánssonar og fjögurra annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, kveður á um. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Bílagasolía samkvæmt Evrópustaðli hjá ESSO

OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Olíufélagið hf. ESSO reið á vaðið árið 1992 og hóf sölu á bílagasolíu yfir vetrartímann með frosþol ­24 gráður. Nýjung Olíufélagsins hf. að þessu sinni er sala gasolíu til notkunar á bifreiðar og vinnuvélar samkvæmt EN 590 staðli Evrópubandalagsins. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Bílar dýrari á Íslandi

AF SEX bifreiðategundum voru þrjár dýrastar á Íslandi samkvæmt verðsamanburði Neytendasamtakanna á sex algengum fólksbifreiðum á Íslandi og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Verð á bifreiðum á Íslandi er í fjórum af sex tilvikum 45-52% hærra en það lægsta í samanburðinum en í tveimur tilvikum er munurinn um 35%. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - Menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis er

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - Menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis eru frásagnir af myndlistarsýningum Marlene Dumas, Ólafs Elíassonar og Rúrí, samtal við finnska balletrtæfingastjórann Harri Hakkinen og grein um deilur um vesturferðir. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 405 orð

Bóndinn á Möðrufelli fer fram á þrjár milljónir

MATTHÍAS Eiðsson, bóndi á Möðrufelli, hefur krafið hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar um þriggja milljóna króna bætur vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir í tengslum við kaupin á jörðinni Möðrufelli. Matthías telur sig hafa tapað tveimur milljónum króna vegna þess að sala á mjólkurkvóta hafi ekki getað gengið eftir sl. sumar. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Breskir fjölmiðlar heimsóttir

NEMAR í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands heimsóttu nýlega helstu fjölmiðla í London, m.a. BBC, WTN, Financial Times og The Independent. Í tilefni heimsóknarinnar bauð Benedikt Ásgeirsson sendiherra hópnum til móttöku í bústað sínum við Park Street. Auk þess voru í boðinu starfsmenn íslenska sendiráðsins og forvígismenn íslendingafélagsins í Bretlandi. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1316 orð

Bretar hafa ekki náð tilætluðum sparnaði

EINKAFRAMKVÆMD opinberra verkefna er nú til umræðu hér á landi, en á Bretlandi hefur það fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur ákveðinnar starfsemi í stað ríkis tíðkast frá 1992. Margie Jaffe hagfræðingur var í Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Bæjarstjórinn í Garðabæ um ógildingu dómstóla á eignarnámi

INGIMUNDUR Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að ekkert liggi fyrir um að hafnar verði á ný viðræður við eigendur 34 hektara landspildu á Arnarneshálsi í kjölfar þess að Hæstiréttur hefur dæmt ákvörðun bæjarstjórnar um eignarnám á landinu ógilda. Hann segir að Garðabær hefði unnið að málinu á þann hátt sem talinn hafi verið réttastur og viðurkenndur hefur verið til þessa. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Danskeppni á Broadway

Á BRODWAY, Hótel Íslandi, sunnudaginn 15. mars verður haldin Innanskólakeppni Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haralds í samkvæmisdönsum, keppni í kántrí línudönsum og Opna Séð og Heyrt mótið í suður-amerískum dönsum. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Dauðarefsingar í Bandaríkjunum

BANDARÍSKU hjónin Hugo Bedau og Constance Putnam halda óformlegan fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 17. mars kl. 12. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku í Odda, stofu 101 og er öllum opinn. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1755 orð

Endurskoða þarf reglur um meðferð mála

TAKA þarf til endurskoðunar málsmeðferðarþátt samkeppnislaga að mati Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns en hann var annar frummælenda á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í fyrradag þar sem spurt var hvort Samkeppnisstofnun væri dragbítur atvinnulífsins eða bjargvættur neytandans. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 370 orð

Engin hætta sögð af loftsteininum XF11

Engin hætta sögð af loftsteininum XF11 Washington. Reuters. LOFTSTEINNINN 1997 XF11 mun alls ekki rekast á jörðina árið 2028, að mati bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) og í versta falli segir stofnunin, að beina megi honum framhjá með því að skjóta stórri sprengju á hann. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Evran hafi ekki áhrif á samninga

LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp sem miðar að því að taka af allan vafa um að upptaka nýja gjaldmiðilsins, evrunnar, sem taka mun gildi í ársbyrjun 1999 í flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins, muni ekki leiða til ógildingar samninga í ekum eða einstökum myntum aðildarríkjanna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 467 orð

Fallbyssa ryðgar niður FORNGRIPIR sem fundust

FORNGRIPIR sem fundust í skipsflaki hollensks kaupfars við Flatey sumarið 1993 liggja undir skemmdum á Þjóðminjasafni. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir erfitt að forverja stóra hluti eins og fallbyssu auk þess sem meta verði í hvert skipti gildi hlutanna. Bjarni F. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Ferðafundur húsbílaeigenda

FERÐAFUNDUR Félags húsbílaeigenda verður haldinn næstkomandi sunnudag kl. 14 á Dugguvegi 12, Reykjavík. Fundarstjóri er Hólmar Tryggvason. Á ferðafundunum eru teknar ákvarðanir um ferðir sumarsins, alls 7 ferðir. Einnig verður myndasýning úr 10 daga svokallaðri stóru ferð síðasta sumars sem farin var á sunannverða Vestfirði. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Fermingarsýning í Blómavali

BLÓMAVAL á Akureyri efnir ásamt fjölda annarra norðlenskra fyrirtækja til sýningarinnar Ferming, en öll eiga fyrirtækin það sameiginlegt að tengjast fermingum og undirbúningi þeirra á einhvern hátt. Sýningin verður í Blómavali, Hafnarstræti 26, og stendur hún yfir frá kl. 14 til 16 í dag, laugardag, og á sama tíma á morgun, sunnudag. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Fimmmannanefnd verði lögð niður

VERÐLAGSNEFND búvara, skipuð sex mönnum, ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu, samkvæmt frumvarpi Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Með því er jafnframt gert ráð fyrir að fimmmannanefnd verði lögð niður. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 319 orð

Finnska stjórnin hélt velli FINNSKA stjórnin stóð af sér vant

FINNSKA stjórnin stóð af sér vantrauststillögu á þingi í gær og er það í níunda sinn sem tillaga um vantraust er borin upp og felld frá því stjórn Paavos Lipponens tók við völdum 1995. Miðflokkurinn bar upp tillöguna í gær vegna óánægju með niðurgreiðslur til landbúnaðar. Hún hlaut aðeins 50 atkvæði, 121 þingmaður greiddi mótatkvæði, þrír sátu hjá og 25 þingmenn voru fjarverandi. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fiskvinnslufólk ekki haft með í ráðum

DEILD fiskvinnslufólks innan Verkamannasambandsins hefur sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem gagnrýnt er að fiskvinnslufólk hafi ekki verið haft með í ráðum í störfum fiskverðsnefndar nýlega. Bent er á að ýmsir hagsmunahópar hafi verið kallaðir til. Bréf deildarinnar til Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra fer hér á eftir: Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Fljótandi frystihús við Grandagarð

Þrjú fljótandi frystihús, frystitogararnir Örfirisey, Þerney og Snorri Sturluson, hafa legið við Grandagarð undanfarna daga, þar sem menn hafa unnið á vöktum allan sólarhringinn við loðnufrystinguna. Um borð í Örfirisey vinna alls um 20 menn við frystinguna og ná þeir að Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Framboðslisti Rlista samþykktur

Á FUNDI Samráðs Reykjavíkurlistans, sem haldinn var í gær, var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna 1998. Listann skipa eftirfarandi: 1. Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri. 2. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. 3. Hrannar B. Arnarsson, framkvæmdastjóri. 4. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi. 5. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi. 6. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Framhaldsnám við KHÍ í tölvu- og upplýsingatækni

KENNARAHÁSKÓLI Íslands býður upp á framhaldsnám skólaárið 1998­1999 á nýrri 15 eininga námsbraut um tölvur og upplýsingatækni. Námið er skipulagt sem fjarnám í eitt á með nokkrum staðbundnum lotum. Fléttað verður saman fræðilegri umfjöllun og reynslu til að auka þekkingu og færni nemenda varðandi nýtingu tölvu- og upplýsingatækni í námi og kennslu, námskrárvinnu og námsefnisgerð. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fræðslubæklingur um skógrækt

ÚT ER kominn bæklingur um fræðslu- og félagsstarf Skógræktarfélags Íslands fyrir árið 1998. Þessi bæklingur er hluti af fræðsluátaki skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands hf. sem styrkir verkefnið. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fræðslu- og umræðufundur um sjálfsvíg

HALDNIR verða fjórir fræðslu- og umræðufundir um sjálfsvíg í safnaðaheimili kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á næstunni. Fundir þessi eru skipulagðir í kjölfar erindis sem flutt var þann 2. febrúar sl. og bar heitið: Sjálfsvíg og gildi lífs. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fyrirlestur um árás Benthams á mannréttindi

HUGO Bedau, prófessor í heimspeki við Tufts-háskóla í Boston, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands í Hátíðarsal háskólans mánudaginn 16. mars kl. 17.15. Fyrirlesturinn ber heitið "Anarchical Fallacies of Utilitarian Follies: Jeremy Bentham's Attack on Human Right" eða Stjórnleysisrökvillur eða nytjastefnurugl: Árás Jeremys Benthams á mannréttindi. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Gangnakofi fauk af grunni

GANGNAMANNAKOFI á svonefndum Almenningi inn af Garðsárdal í Eyjafjarðarsveit er fokinn af grunni. Vélsleðamenn, sem voru þar á ferð nýverið og ætluðu að koma við í kofanum, fundu hann ekki á svokölluðum Stífluhóli. Við nánari leit fundu sleðamennirnir húsið á hliðinni og hafði það skemmst töluvert. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

Gilfélagsfundur

Gilfélagsfundur ALMENNUR félagsfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni í dag, laugardaginn 14. mars, kl. 14. Umræðuefni fundarins er framtíðarverkefni Gilfélagsins. Meira
14. mars 1998 | Landsbyggðin | 263 orð

Góður árangur hjá Suðurnesjakrökkum

Stærðfræðikeppni grunnskólanna Góður árangur hjá Suðurnesjakrökkum Keflavík-Stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 21. febrúar sl. Alls tóku 87 krakkar þátt í keppninni og voru þau úr 10. bekk, 9. bekk og 8. bekk. Meira
14. mars 1998 | Miðopna | 1196 orð

Heilbrigðisþjónustu vegna fæðinga og kvensjúkdóma þarf að nýta betur Allt að 2-4 sinnum fleiri meðgöngur og fæðingar eru að baki

ÁKVENNADEILD Landspítalans fæðast 2/3 af öllum börnum landsins, sem betur fer flest eðlilega og af heilbrigðum konum. Kvennadeildin verður fimmtug á næsta ári. Með árunum hefur hún þróast í að vera miðstöð fyrir hin sérstöku heilbrigðismál kvenna. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Hlífarbingó

KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur bingó sunnudaginn 15. mars kl. 15 í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð. Margir góðir vinningar, en aðalvinningur er örbylgjuofn frá Radionausti. Spjaldið kostar 300 krónur. Að vanda rennur allur ágóði til styrktar barnadeild FSA og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna og styrkja gott málefni. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 925 orð

Hlutfall áætlunarframtala hérlendis sjöfalt hærra en í Svíþjóð

"OFTAR en ekki gefst ekki nægur tími til þess að fjalla efnislega um og undirbúa framkvæmd umfangsmikilla og flókinna skattalagabreytinga. Fyrir bragðið hafa breytingarnar gjarnan í för með sér aukna vinnu fyrir alla, sem að skattkerfinu koma. Tíðar breytingar á skattalöggjöfinni hafa valdið erfiðleikum bæði fyrir framteljendur og skattyfirvöld. Meira
14. mars 1998 | Óflokkað efni | 1040 orð

HUGMYNDIR OG VIÐHORF

ISAIAH BERLIN: The Sense of Reality - Studies in Ideas and their History. Edited by Henry Hardy. With in introduction by Patric Gardiner. Chatto & Windus 1996. Henry Hardy hefur á undanförnum árum safnað saman og gefið út mikið magn áður óútgefinna ritgerða og verka Isaiah Berlins. Þessi verk eru meira og minna frá síðustu 60 árum. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hæstiréttur 15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem dæmdur var til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að nauðga konu á heimili hennar í Keflavík í febrúar á síðasta ári. Konan fór fram á að maðurinn greiddi eina milljón króna í miskabætur, en í héraðsdómi voru henni dæmdar 400 þúsund krónur í bætur og var sú bótaupphæð staðfest í Hæstarétti. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 685 orð

Höfum helgað okkur vímuefnavörnum

LIONSKLÚUBURINN Eir stendur fyrir kvikmyndasýningu í fjáröflunarskyni í aðalsal Háskólabíós á þriðjudaginn kemur klukkan 20. Sýnd verður kvikmyndin Boxer með Daniel Day Lewis og Emily Watson sem er örlagarík ástarsaga og var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan sem meðal annars leikstýrði Í nafni föðurins og Vinstra fætinum. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 218 orð

Jeltsín aflýsir fundum vegna veikinda

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, aflýsti öllum fundum sínum í gær vegna barkakýlis- og barkabólgu. Talsmenn forsetans sögðu að Jeltsín tæki inn sýklalyf vegna veikindanna og væri nokkuð rámur. Fréttin olli í fyrstu nokkrum óróa á fjármálamörkuðum í Rússlandi en litlar breytingar urðu á gengi verðbréfa. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins

DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árlegan kaffidag félagsins sunnudaginn 15. mars í Bústaðakirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en þegar henni lýkur hefst kaffisala í safnaðarheimilinu. Prestur verður sr. Pálmi Matthíasson. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar eru velkomnir og er félagsmönnum 70 ára og eldri sérstaklega boðið. Meira
14. mars 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Kvennaveldi í Skallagrími

Borgarnesi-Aðalfundur Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi fór fram 9. mars sl. í húsnæði félagsins við Skallagrímsgötu 7a. Húsnæðið fékk félagið til afnota á síðasta ári og bætir það mikið aðstöðuna. Áður hafði félagið eitt herbergi í íþróttamiðstöðinni, en nú hefur hver deild sitt herbergi auk sameiginlegs rýmis í húsinu. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 15. mars verða sýndar þrjár teiknimyndir um Gubben Pettson Sýndir verða þrír skemmtilegir þættir um kallinn Pettson sem er svolítíð skrýtinn og köttinn hans Findus. Kötturinn á til dæmis 3 afmælisdaga á ári og þá bakar Pettson alltaf uppáhaldskökuna hans, "pönnukökuköku". Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Kvikmyndasýning til styrktar vímuvörnum

SÉRSTÖK forsýning verður á myndinni "The Boxer" sem er leikstýrt af Jim Sheridan, hann leikstýrði myndunun Í nafni föðurins og "My left foot" sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Lionsklúbburinn Eir stendur fyrir sýningunni og rennur allur ágóði vegna hennar til vímuvarna. Þetta er í 13. skipti sem Lionsklúbburinn aflar fjár með þessum hætti og hefur ágóðinn runnið til vímuvarna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Lán tengd vöxtum húsbréfa

LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna hefur ákveðið að tengja vexti á sjóðfélagalánum sínum við markaðsvexti húsbréfa eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu 0,75 prósentustiga álagi. Það þýðir að vextirnir lækka nú um miðjan mánuðinn úr 6% í 5,87%, en vextirnir hafa verið óbreyttir í fjögur ár eins og hjá flestum öðrum lífeyrissjóðum. Jafnframt eru lánsfjárhæðir hækkaðar um 25% í 2 milljónir króna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Lífstækni, náms- og starfskynning

BÆJARSTJÓRINN í Garðabæ, Ingimundur Sigurpálsson, og skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Þorsteinn Þorsteinsson, undirrituðu í vikunni samkomulag um framkvæmd og markmið frístundastarfs unglinga á framhaldsskólaaldri í bænum. Meira
14. mars 1998 | Landsbyggðin | 188 orð

Ljósastaurar breyta miklu

Hellissandi-Nú hefur verið lokið við að setja upp ljósastaura á 500 m kafla við Útnesveg. Er þetta fyrsti áfangi í að lýsa upp leiðina milli Hellissands og Rifs. Þá er fyrirhugað að setja upp sams konar ljósastaura á 400 m kafla á Rifsvegi í átt til Hellissands. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 463 orð

Lætur Ellemann-Jensen af flokksformennsku?

EFTIR að kosningaspennan er gengin yfir velta menn nú fyrir sér stöðu nýju stjórnarinnar og hvernig Venstre og Íhaldsflokknum muni reiða af. Getgátur eru uppi um að Uffe Ellemann-Jensen leiðtogi Venstre íhugi að láta af flokksformennsku. Íhaldsflokkurinn kvað í gær niður orðróm um væringar. Nokkrar fjölskyldur eru áberandi í hópi þingmanna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Mannréttindi í Evrópu við lok 20. aldar

DR. BRIAN Phillips, starfsmaður í aðalstöðvum Amnesty International í London, er staddur hér á landi og heldur fyrirlestur mánudaginn 16. mars kl. 17 í stofu 101, Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mannréttindamál í Evrópu við lok 20. aldarinnar. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Marsvaka KFUM og KFUK

KFUM og KFUK halda marsvöku í húsi félaganna við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla) sunnudagskvöldið 15. mars kl. 20. Þar mun Þorvaldur Halldórsson leiða söng og lofgjörð en Þórdís Klara Ágústsdóttir mun flytja hugleiðingu. Auk þess verður boðið upp á fyrirbæn. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Mál heilsugæslulæknis til ríkissaksóknara

Elín Hallvarðsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík segir að málið sé talið fullrannsakað og verði sent embætti ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar innan skamms. Kona sem var sjúklingur læknisins lagði fram nauðgunarkæru á hendur honum um miðjan janúar og kvað hann hafa haft við sig mök eftir að hafa gefið sér róandi lyf. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 333 orð

Messur á Akureyri

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag, í Safnaðarheimili, rætt við foreldra um trúarþroska barna í fundarsal. Guðsþjónusta kl. 14, kaffisopi og spjall um texta dagsins í fundarsal eftir messu. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, föstumessa kl. 20. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Mokveiði og löndunarbið

ENN er rífandi veiði á loðnumiðunum. Agnar Sigurðsson, stýrimaður á Faxa RE, sagði í samtali við blaðið í gærdag að löndunarbið væri í Þorlákshöfn, þeir hefðu beðið þar síðan snemma um morguninn og enn væru nokkrir á undan. Menn biðu þess eins að komast aftur út í mokið. Faxi var með 630 tonn, eða eins og skipið tekur. "Við vorum að fá þetta í Vatnamótunum undan Landeyjum. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Morgunblaðinu í dag fylgir sérstakur blaðauki um fermingar en á næstu vikum sta

Morgunblaðinu í dag fylgir sérstakur blaðauki um fermingar en á næstu vikum staðfesta um 4.000 unglingar skírnarheitið og hljóta fyrirbæn kirkjunnar út í lífsgönguna. Nokkur fermingarbörn fyrr og nú eru tekin tali og m.a. fjallað um kaþólska fermingu, fermingarfræðslu fyrir þroskahefta, tísku, myndir, hárgreiðslu og veitingar í fermingarveisluna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Námskeið um ofvirkni barna og unglinga

NÁMSKEIÐ verður haldið í Gerðubergi föstudaginn 27. mars og laugardaginn 28. mars næstkomandi um ofvirkni barna og unglinga. Fjallað verður um orsakir, horfur og aðstæður fjölskyldunnar. Þá verður sagt frá meðferð og kennslu fyrir ofvirk börn og unglinga, bæði í leikskóla og grunnskóla. Eirð, fræðsluþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, hefur nýlega verið stofnuð. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Neistinn hvetur til blóðgjafa

Í DAG, laugardaginn 14. mars, er ár liðið frá landssöfnun Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og Stöðvar 2, en þá leitaði Neistinn til þjóðarinnar og óskaði eftir fjárframlögum til eflingar Styrktarsjóðs hjartveikra barna. Þá söfnuðust 25,4 milljónir króna. Í tilefni dagsins nú ári síðar hefur Neistinn ákveðið að gefa blóð og styrkja þar með starfsemi Blóðbankans. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Neyðarblysum stolið

VIÐ EFTIRLIT björgunarsveitarmanna og Landhelgisgæslu með slysavarnaskýlum á Vestfjörðum í liðinni viku kom í ljós að neyðarblysum- og flugeldum hafði verið stolið úr skýli á Látrum í Aðalvík. Rúmlega tugur skýla var skoðaður í þessari eftirlitsferð og kom hvarf neyðarblysanna úr Aðalvík í ljós á fimmtudag. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Nýliðun í landbúnaði verði auðvelduð

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi skori á ríkisstjórnina að auðvelda nýliðun í landbúnaði með því að koma á nýjum lánaflokki, svokölluðum jarðabréfum, er bjóði upp á svipaðan lánstíma og lánskjör við kaup á bújörðum og húsbréf við kaup á íbúðarhúsnæði. Heimilt verði að lána allt að 65% af kaupverði bújarða, þ.e. Meira
14. mars 1998 | Landsbyggðin | 170 orð

Nýtt íþróttahús í Snæfellsbæ haustið 1999

TILLÖGUR arkitektastofunnar Glámu/Kím urðu fyrir vali dómnefndar í lokaðri samkeppni sem haldin var um hönnun nýs íþróttahúss í Snæfellsbæ. Stofurnar Arkþing og Batteríið tóku einnig þátt í keppninni, en 30 arkitektastofur sóttu um þátttöku að undangengnu forvali. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á sumri komanda og á húsið að vera tilbúið til notkunar fyrir 1. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Opið hús í Borgarholtsskóla

OPIÐ hús verður sunnudaginn 15. mars í Borgarholtsskóla í Grafarvogi kl. 14­17. Deildir skólans munu þá kynna starfsemi sína, kennarar og nemendur bjóða gestum í kennslustundir og kynningar verða haldnar. Nemendur hella upp á kaffi og baka vöfflur. Í fréttatilkynningu segir að starfsfólk vonist til að sem flestir sjái sér fært að koma og skoða skólann og kynna sér starfsemi hans. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Óttast að sóttin berist senn til sín

ÞÓRARINN Jónasson, sem rekur hestaleigu að Laxnesi í Mosfellsbæ, segir að það myndi skaða reksturinn mjög illa ef hestasóttin skæða bærist í hross hans. Hestaleiga hans hefur enn sem komið er sloppið við sóttina enda hefur hún enn ekki borist upp í Mosfellsdalinn sjálfan. Þórarinn óttast hins vegar að senn verði þar breyting á. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Píanótónleikar á Akureyri

RICHARD Simm píanóleikari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir 20.30 annaðkvöld, sunnudagskvöldið 15. mars. Á efnisskránni fyrir hlé eru þrjár sónötur eftir Scarlatti, Scherzo eftir Chopin og Années de Pélerinage númer 1. 2 og 3 eftir Liszt. Eftir hlé leikur Richard ljóðræn smáverk eftir Grieg, Études Tableaux op. 39 nr. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Prófkjör í Árborg

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja sveitarfélagi Árborg verður í dag, 14. mars. Árborg nær yfir Selfoss, Sandvíkurhrepp, Eyrarbakka- og Stokkseyrarhrepp. Kjörstaðir verða opnir frá kl. 10­22. Kosið verður á Stað á Eyrarbakka, í barnaskólanum á Stokkseyri og í Óðinsvéum á Austurvegi 38 á Selfossi. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 366 orð

Ráðamenn í Bosníu óttast ástandið í Kosovo

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra heimsótti Sarajevo í gær í ferð sinni til Bosníu-Hersegovínu og ræddi þar við heilbrigðisráðherrann, utanríkisráðuneytismenn, fulltrúa Alþjóðabankans, Elísabetu Rehn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, yfirmann lögreglunnar í Sarajevo auk þess sem hann heimsótti sjúkrahús. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Ráðstefna um framtíð prent smíðar sem iðngreinar

PRENTTÆKNISTOFNUN gengst fyrir ráðstefnu um Framtíð prentsmíðar sem iðngreinar í dag laugardaginn 14. mars kl. 13 á Hótel Loftleiðum. Þrjár ráðstefnur eru nú þegar í undirbúningi hjá Prenttæknistofnun. Þær munu allar snerta framtíð prentiðnaðarins á nýrri öld. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Saga Boutique í Leifsstöð

NÝ verslun, Saga Boutique, var opnuð hinn 7. mars sl. í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli en Flugleiðir hafa rekið Saga Boutique, tollfrjálsa sölu ýmiss konar varnings, í árabil um borð í flugvélum félagsins. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að veita úrvals þjónustu í Leifsstöð og gefa fólki kost á að kaupa gæðavöru á hagstæðu verði og nýta þannig tímann í stöðinni, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. mars 1998 | Miðopna | 148 orð

Seldi Lamark söguna? NORSKA ríkisútvarpið sa

Seldi Lamark söguna? NORSKA ríkisútvarpið sagði í gær, að ríkisstjórnin hefði ætlað að bíða með brottrekstur rússnesku sendimannanna fram yfir fyrirhugaða Moskvuheimsókn Kjell Magne Bondeviks forsætisráðherra í næstu viku. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Sex ungmenni krafin um 3,2 milljarða skaðabætur

SEX ungmenni á aldrinum 15 til 21 árs eiga yfir höfði sér allt að 229 ára fangelsisdóm vegna morða á norskum manni, bandarískri eiginkonu hans og sex ára dóttur á síðasta ári. Þriggja ára sonur hjónanna lifði árás ungmennanna af. Réttarhöld hófust yfir ungmennunum í Tennessee í Bandaríkjunum á mánudag og er gert ráð fyrir að þau standi í viku. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sigruðu í stærðfræðikeppni

ÁSGEIR Helgi Magnússon, úr 10. bekk Setbergsskóla, Eyvindur Ari Pálsson, úr 9. bekk Víðistaðaskóla, og Birkir Örn Hreinsson, úr 8. bekk Þinghólsskóla, báru sigur úr býtum í stærðfræðikeppni Flensborgarskóla sem fram fór um helgina. Þetta er þriðja stærðfræðikeppnin sem Flensborgarskóli hefur staðið að fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Sinn Fein reiðubúinn

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði á fimmtudag að flokkur sinn væri reiðubúinn að mæta aftur til viðræðna um frið á Norður-Írlandi, eftir að hafa verið meinuð þátttaka í 18 daga vegna meintrar aðildar Írska lýðveldishersins (IRA), sem tengist Sinn Fein, að morðum í Belfast. Meira
14. mars 1998 | Miðopna | 1233 orð

Síðasti fundur norska gagnnjósnarans með rússneska tengiliðnum

Í FJÖGUR ár "njósnaði" Svein Lamark fyrir Rússa en á sama tíma var hann í stöðugu sambandi við norsku leyniþjónustuna. Norska dagblaðið Verdens Gang, sem virðist hafa nokkuð góðar heimildir um njósnastarfsemi Rússanna, sem nú hefur leitt til brottvísunar fimm starfsmanna rússneska sendiráðsins í Ósló, sagði í gær frá síðasta fundi Lamarks með rússneska tengiliðnum, Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Síðustu sýningar

Síðustu sýningar Revían í den Kaffileikhúsið Síðasta sýning á skemmtidagskránni Revíunni í den, sem sýnd hefur verið frá því í október, verður laugardaginn 14. mars og hefst kl. 23.30. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Strítt gegn stríði

LISTAVERK geta verið af öllum stærðum og gerðum. Sjaldgæft er þó að þau þeki fimm hundruð fermetra, að minnsta kosti inniverk, og sé skipt upp í sex hluta, eins og listaverkinu sem Rúrí hefur komið fyrir á sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin var opnuð í gær. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Stúlkan komin í leitirnar

LÖGREGLAN í Reykjavík fann skömmu fyrir hádegi í gær 15 ára gamla stúlku sem hvarf af heimili sínu fyrir um viku síðan og grennslast hefur verið eftir undanfarna daga. Stúlkan fór frá heimili sínu að kvöldi föstudagsins 6. mars síðast liðins. Hún fannst í húsi í Austurborginni og var komið í hendur forráðamanna sinna í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 318 orð

Sýknaður en búinn að afplána fangelsisdóm

MAÐURINN, sem var sýknaður í Hæstarétti í fyrradag af ákærum um lögbrot í tengslum við innflutning á frönskum kartöflum, hefur þegar afplánað fangelsisvist vegna málsins. Hið sama á við um annan mann sem á fimmtudag var dæmdur í 100 þúsund króna sekt vegna brota í tengslum við innflutninginn. Þetta er í annað skipti sem Hæstiréttur dæmir um þessi mál mannanna. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Sænsk barnamynd

Sænsk barnamynd MYNDASÝNING fyrir börn verður á vegum Norræna félagsins á Akureyri í dag, laugardaginn 14. mars og hefst hún kl. 11 fyrir hádegi. Sýnd verður sænsk barnamynd á Amtsbókasafninu á Akureyri. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 221 orð

Særast í sprengingu í A-Jerúsalem

SPRENGJA sprakk í Austur-Jerúsalem í gærmorgun, þar sem arabar eru í meirihluta, og særði fjóra, að því er lögregla í Ísrael greindi frá. Ísraelskir lögreglu- og hermenn voru í viðbragðsstöðu í gær vegna óeirða sem brotist hafa út á Vesturbakkanum undanfarna tvo daga í kjölfar þess að ísraelskir landamæraverðir skutu þrjá Palestínumenn til bana skammt frá Hebron á miðvikudagskvöld. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Umboðin kynna nýja bíla

ÞRÍR nýir bílar, Peugeot 106 rafbíll, VW Golf og Saab 9-5, voru kynntir hjá umboðunum í gær og fyrradag. Þá var Mercedes-Benz A afhentur fyrsta kaupanda eftir að endurbætur voru gerðar á bílnum hjá verksmiðjunum. Hekla hf., umboðsaðili VW, kynnti nýja kynslóð VW Golf á Grand Hóteli í fyrradag og að sögn Gísla Vagns Jónssonar hjá Heklu komu á milli 500 og 600 manns á kynninguna. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Valferð og skíðaganga á dagskrá FÍ

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja ferða á sunnudaginn. Kl. 10.30 er skíðaganga á Þingvallasvæðinu. Farið verður þangað sem snjóalög eru hagstæðust. Fararstjóri er Bolli Kjartansson. Kl. 13 er svokölluð valferð. Þetta er gönguferð í 2­3 klst. á skemmtilegu svæði norðaustan við höfuðborgina m.a. verður skoðaður foss í vetrarbúningi. Verð 1.000 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Verðlaun afhent í netleik Íslandsbanka

DREGIÐ hefur verið í verðlaunaleik Íslandsbanka og datt Guðjón Steindórsson í lukkupottinn. Leikurinn fór fram á vefsíðum Íslandsbanka dagana 2.-17. febrúar og fólst í því að fara í gegnum allar kynningarsíður Heimabankans. Dregið var úr nöfnum þeirra sem luku keppni og hlaut sá heppni 20.000 frípunkta sem hann getur ráðstafað að vild. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 394 orð

Verður að öllum líkindum vísað til íslenskra dómstóla

DANSKIR dómstólar munu að öllum líkindum fljótlega úrskurða í máli íslensku barnanna, þriggja og sjö ára, sem faðirinn fór með til Danmerkur án samþykkis móðurinnar. Í samtali við Morgunblaðið vildi Anne Thalbitzer, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu danska, ekki greina frá viðkomandi máli, Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð

Vélstjórar aflýsa hugsanlega verkfalli

TIL greina kemur að Vélstjórafélag Íslands aflýsi verkfalli náist ekki samkomulag í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna fyrir miðnætti á sunnudag. Samningafundi hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur verið boðaður í dag. Útgerðarmenn settu fram þá kröfu að allir fulltrúar sjómanna kæmu saman til fundar og tillögur yrðu bornar milli þeirra og útgerðarmanna. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Vorhugur í trillukörlum

ÞAÐ er kominn vorhugur í trillukarlana í Sandgerðisbót á Akureyri. Haukur Konráðsson var að vinna við bátinn sinn Ýr EA-530 uppi á landi og gera hann kláran fyrir vorið. Hann var að hreinsa gamla málningu af lúkarskappanum "og svo verður málað hátt og lágt. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Þing um norræna miðaldamenningu

ÞING um norræna miðaldamenningu og miðlun hennar verður haldið í Kaupmannahafnarháskóla dagana 17.­19. apríl nk. Að þinginu standa Stofnun Sigurðar Nordals og nokkrir starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og sænsku deildarinnar við Gautaborgarháskóla. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 439 orð

Þrjúþúsundasta Boeing-737 þotan afhent

ÞRJÚÞÚSUNDASTA farþegaþotan af gerðinni Boeing-737 var á dögunum afhent, en hún var af undirtegundinni -400 og hefur hafið áætlunarflug á flugleiðum Alaska Airlines. Engin farþegaþota hefur notið jafnmikilla vinsælda meðal flugfélaga og Boeing-737 og ekkert lát er á vinsældum flugvélarinnar því nú munu 900 slíkar vera í pöntun hjá Boeing. Meira
14. mars 1998 | Erlendar fréttir | 403 orð

Þrýst á Eidesgaard að gefa ekkert eftir

FÆREYSKI jafnaðarmaðurinn Joannes Eidesgaard er í erfiðri aðstöðu í kjölfar sigurs hans í dönsku þingkosningunum, hann hefur örlög stjórnar jafnaðarmanna í hendi sér en er jafnframt undir miklum þrýstingi heimafyrir, að gefa ekkert eftir í samskiptunum við Dani. Getur þetta haft úrslitaþýðingu fyrir Jafnaðarmenn í kosningum til færeyska Lögþingsins sem fram fara eftir nokkra mánuði. Meira
14. mars 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Öll laxveiði verður könnuð

RÍKISENDURSKOÐANDI hefur ákveðið að taka fyrir alla laxveiði á vegum Landsbanka Íslands og dótturfélaga bankans í skýrslu sinni til bankaráðs í framhaldi af ósk Sverris Hermannssonar bankastjóra um úttekt á meintum kaupum bankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará. Meira
14. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

14. mars 1998 | Leiðarar | 621 orð

ÁTAKS ER ÞÖRF

ÁTAKS ER ÞÖRF ÆTA ÞARF úr skorti á úrræðum til hjálpar unglingum í vímuefnavanda með nýjum heimilum, þar sem heildræn meðferð fer fram. Þetta var niðurstaða ráðstefnu, sem hópur foreldra innan samtakanna Vímulaus æska stóð fyrir sl. fimmtudag. Meira
14. mars 1998 | Staksteinar | 325 orð

»Sjómannadeilan, frestir renna út SJÓMENN hafa nú verið með lausa samninga í 1

SJÓMENN hafa nú verið með lausa samninga í 13 mánuði og nú um helgina gengur í gildi verkfall þeirra, sem þeir frestuðu í febrúar. Sjómenn hafa haldið fast í þá skoðun sína, að þótt þeim lítist bærilega á tillögur þríhöfðanefndarinnar komi ekki til mála að aflýsa verkfalli, nema þeir hafi fengið fullgildan kjarasamning til undirritunar. Meira

Menning

14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Abdul sækir um skilnað

SÖNGKONAN Paula Abdul hefur sótt um skilnað frá íþróttafataframleiðandanum Brad Beckerman, að því er talsmaður hennar greindi frá á þriðjudag. Abdul hitti Beckerman í fyrsta skipti á stefnumóti sem komið var á af vinum þeirra. Þau giftust í október árið 1996. Meira
14. mars 1998 | Margmiðlun | 233 orð

Afbragðs golfleikur

Actua Golf 2, leikur fyrir PlayStation frá Gremlin Interactive. GREMLIN Interactive hefur verið einn af stærstu framleiðendum íþróttaleikja og meðal góðra leikja eru Actua Golf, Actua Soccer og Actua Icehockey. Skammt er síðan framhald af Actua Golf kom út og nefnist einfaldlega Actua Golf 2. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 346 orð

Djöflaeyjan rís að Laugarvatni

LAUGARDAGINN 28. febrúar frumsýndi leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni "Djöflaeyjuna". Verkið er leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Einars Kárasonar á skáldsögu Einars, "Þar sem djöflaeyjan rís". Fáum íslenskum skáldsögum hafa verið gerð eins ítarleg skil og þessari. Hún gat af sér tvær framhaldssögur og allur þríleikurinn hefur komið út í mörgum útgáfum á fjölda tungumála. Meira
14. mars 1998 | Margmiðlun | 1162 orð

Gagnavistunarstafrófssúpa

GEYSIÖR þróun er í gagnavistunarmálum og þannig má nú fá geisladiskabrennara fyrir tiltölulega lítið verð, 30­40.000 kr., og diskarnir sjálfir hafa hrapað í verði; kostuðu víða á annað þúsund fyrir ári en fást nú á allt niður í 250 kr. Tækninni hefur fleygt ört fram því diskar sem skrifa má á aftur og aftur, allt upp í 1. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Geimferðir á Broadway

STÓRDANSLEIKUR Úrvals/Útsýnar og FM957 var haldinn á Broadway fyrir skömmu þar sem Geimferðarbæklingurinn var kynntur. Hljómsveitirnar Reggie on Ice og Skítamórall spiluðu en kynnir kvöldsins var Páll Óskar. Tískusýning var haldin þar sem sýnd voru föt frá verslunum sem bjóða íþrótta- og baðfatnað. Að lokum voru dregnir út ferðavinningar en aðgöngumiðinn gilti sem happdrættismiði. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 517 orð

Heitar ástríður utangarðs

ÞAU Eddie (Sean Penn) og Maureen (Robin Wright Penn) eru kolvitlaus hvort í annað. Þau eru hins vegar drykkjusjúk og óáreiðanleg og um það bil að eignast barn saman, en þau búa í heimi barflugna og annarra dreggja samfélagsins og ástin ein gerir þeim kleift að komast af. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 346 orð

Jafningjar berjast

Framleiðendur: Jim Reeve. Leikstjóri: Lawrence Gordon Clark. Handritshöfundur: Jurgen Wolff byggt á skáldsögu Jack Higgins. Kvikmyndataka: Ken Westbury. Tónlist: Leon Aronson. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Hannes Jaenicke, Kenneth Cranham, Deborah Moore, Michael Sarrazin, James Duggan. 171 mín. England. Bergvík 1998. Útgáfudagur: 10. febrúar. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 592 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.20 Steinaldarmennirnir (The Flintstones, '94) birtast enn eina ferðina, hádegisverðarsýning fyrir smáfólkið. Sýn21. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 360 orð

Litla hafmeyjan í nýjum búningi

LITLA hafmeyjan er 28. teiknimyndin sem Walt Disney gerði en myndin var frumsýnd árið 1989 og vann þá til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Myndin hlaut á sínum tíma metaðsókn um allan heim og skilaði tæplega 200 milljónum dollara í aðgangseyri. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 82 orð

Minna aðdráttarafl

HLJÓMSVEITIN Rolling Stones hélt tónleika í Tókýó í vikunni en alls mun sveitin spila á sex stöðum í Japan. Það vakti athygli að bresku rokkararnir hafa minna aðdráttarafl en áður því mun færri hafa keypt miða en á tónleikunum 1990 og 1995 sem sveitin hélt í Japan. Tónleikaferð Rolling Stones um heiminn kallast "Bridges to Babylon" og hófst í Chicago í september síðastliðnum. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 982 orð

Risaslagur á Old Trafford

Laugardagur 14. mars11.00 Stöð 2 Manchester United gegn Arsenal Sjónvarpshelgi knattspyrnuáhugamanna hefst á sannkölluðum risaslag fyrir hádegi í dag. Flautað verður til leiks kl. 11.15 á Old Trafford í Manchester og ljóst að barist verður til síðasta manns. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 649 orð

SkemmtanirFerðasaga í beinni útsendingu

LADDI og félagar fara á kostum í ferðabransanum. Þessa fullyrðingu skemmtanahaldara á Hótel Sögu um skemmtunina Ferðasögu sem þar er haldin þessar vikurnar má til sanns vegar færa. Undirritaður var í hópi gesta sem skemmti sér í Súlnasalnum um síðustu helgi. Ferðasaga hefur verið í Súlnasal Hótels Sögu á laugardagskvöldum frá 21. febrúar. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 211 orð

Tónverk í afmælisgjöf

TÓNVERKIÐ Blast var frumflutt í fimmtugsafmæli Aðalsteins Ingólfssonar sem haldið var í Galleríi Sævars Karls um síðustu helgi. Er það einleiksverk fyrir trompet samið af Atla, bróður Aðalsteins, sem starfar í Bologna á Ítalíu. Verkið var vitaskuld flutt á staðnum og fékk góðar viðtökur. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Tvær geggjaðar

Framleiðandi: Laurence Mark. Leikstjóri: David Mirkin. Handritshöfundur: Robin Schiff. Kvikmyndataka: Reynaldo Villalobos. Tónlist: Steve Bartek. Aðalhlutverk: Mira Sorvino, Lisa Kudrow, Janeane Garofalo og Alan Cumming. 92 mín. Bandaríkin. Touchstone Pictures/Sam myndbönd. Útgáfud: 26. febrúar. Myndin er öllum leyfð. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 584 orð

Um baðstofulíf og drauga

ÚTLENDINGUM þótti baðstofulíf á Íslandi í fjörugra lagi þegar þeir komu hingað í heimsóknir á átjándu og nítjándu öld til að líta á þessa merkilegu þjóð, sem háttaði sig í torfbaðstofum og svaf alsnakið þrátt fyrir litlu ísöld á bak við löng bæjargöng, sem héldu úti kuldanum. Síðan hafa og jafnvel áður áttu þjóðir sínar fjölskylduhugsjónir, sem ekki urðu beinlínis sagnfrægar. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 46 orð

Ungfrú Bandaríkin

KEPPNIN um ungfrú Bandaríkin 1998 var haldin nú í vikunni í Shreveport í Louisiana. Það var hin 26 ára Shawnae Jebbia, ungfrú Massachusetts, sem sigraði í keppninni og verður fulltrúi Bandaríkjanna í keppninni um ungrú heim, sem fer fram á Hawaii í maí næstkomandi. Meira
14. mars 1998 | Margmiðlun | 658 orð

VEFFÖNG

SLÓÐIN http://www.sintercom.org/makan/index.html er ætluð svöngum Singapore-búum, ekki síst þeim sem eru fjarri föðurlandinu og komast ekki í góðmetið heima fyrir. Séu menn aftur á móti í Singapore eða á leið þangað er sagt frá helstu veitingastöðum, hvað sé gómsætt þar að finna og hvaða staði ætti að forðast eins og heitan eldinn. Meira
14. mars 1998 | Margmiðlun | 407 orð

Þrautir Hugos

Leikurinn Ævintýri Hugos er úr smiðju danska fyrirtækisins Interactive Television Entertainment, ITE. Íslenskur umboðsaðili er Cazual ehf. Leikurinn krefst að minnsta kosti 66 MHz 486Dx2, 8 Mb innra minnis og VGA-skjákorts. Hann styður hljóðkort en hægt er að vera án þess. Meira
14. mars 1998 | Fólk í fréttum | 792 orð

Ævi og ferill klámstjörnu

EDDIE Adams (Mark Wahlberg) er dæmigerður unglingur sem fer í skólann á daginn og vinnur síðan við uppþvott á skemmtistað á kvöldin. Hann trúir því að hverjum einstaklingi sé gefinn einn kostur í lífinu sem honum beri að nýta til hins ítrasta. Kostur hans felst í því hve vel hann er vaxinn niður og á þrettán tommu leynivopnið hans eftir að gera hann heimsfrægan í veröld klámsins. Meira

Umræðan

14. mars 1998 | Aðsent efni | 986 orð

(Af)taka tvö

ÞÆR ERU margar, spurningarnar í lífinu. Örfáar þeirra eru: Er gott fyrir menn að lifa saman í samfélagi? Er gott fyrir samfélagið og einstaka íbúa þess að menn tjái hver öðrum hugsanir sínar og hugmyndir? Er gott að sumir menn geri meira af því en aðrir, ef þeir eru sérstaklega hæfir til þess? Hafa slíkir listamenn jafn mikið gildi fyrir samfélagið og t.d. Meira
14. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Dagvistarvandinn Frá Valgerði Einarsdóttur: GREIN eftir unga kon

GREIN eftir unga konu í Morgunblaðinu um dagvistarmál 4. mars sl. vakti athygli mína. Ekki var það vegna þess að dagvistarmál hafi farið hátt í umræðunni undanfarið sem greinin vakti athygli mína heldur kannski einmitt vegna þess hve lítið hefur farið fyrir þessum málaflokki miðað við ástand mála. Dagvistarmál eru mikilvægur málaflokkur og mikilvægt að vel sé haldið á þessum málum. Meira
14. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 294 orð

Gegn valdníðslu Frá Önnu Þorsteinsdóttur: OPIÐ bréf til Ingibjar

OPIÐ bréf til Ingibjargar Pálmadóttur ráðherra. "Milljónir í bætur" hljóðar fyrirsögn blaðagreinar DV frá 7. mars sl. Greinin segir frá því að Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, hafi með ólögmætum hætti, að mati umboðsmanns Alþingis, vikið Guðjóni Albertssyni lögfræðingi úr stöðu sinni. Bótaféð var sótt til skattgreiðenda. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 242 orð

Hafnarfjörður ­ bærinn minn

HÉR hef ég búið alla mína ævi og hér ætla ég að búa og enginn fær því breytt. Sem borinn og barnfæddur Hafnfirðingur sætti ég mig ekki við hvað sem er bænum mínum til handa, hvorki hver stjórnar né hvernig er stjórnað. Ég vil að það verði jafnaðarmenn og félagshyggjufólk sem við alþýðuflokksfólk erum, sem hefur manngildið er leiðarljósi. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 929 orð

Hagræðing í landbúnaði

VIÐ ÍSLENDINGAR búum nú við kvótakerfi í tveimur atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði. Nú fjórtán árum eftir að kvótakerfið var tekið upp í sjávarútvegi hefur það leitt til verulegrar hagræðingar. Hví skyldi hið sama ekki hafa átt sér stað í landbúnaði? Góð og gild hagfræðileg rök eru að baki kvótakerfinu í sjávarútvegi. Fiskistofnarnir eru takmörkuð auðlind. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 1006 orð

Heilsugærslulæknar í vanda

VIÐ GERÐ allra kjarasamninga hefur hingað til ríkt það lögmál að laun skuli ávallt hækka og kjör batna. Alls konar þrýstihópar vaða uppi og útblása hversu mikilvægir þeir og þeirra störf séu fyrir gangráð þjóðfélagsins. Bremsan, þ.e.a.s. ríkisvaldið, reynir eftir fremsta megni að friða þessa hópa og halda skrefastærð þeirra í skefjum svo aurinn hlaupi nú ekki fram, stjórnlaust. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 819 orð

Íslendingar öruggir með óskarinn?

EINS OG eflaust margir unnendur íslenskrar kvikmyndagerðar sat ég límd við útvarpið fimmtudaginn 26. febrúar sl. þegar tilkynnt var um hverjir hljóta myndu styrki úr Kvikmyndasjóði Íslands og vilyrði til framleiðslu ársins 1999. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 521 orð

Kjarni málsins er gott mannlíf

HVATINN að baki þátttöku minni í bæjarmálum í Hafnarfirði undanfarin ár byggist fyrst og fremst á áhuga mínum til að bæta manngildi og mannrækt. Þegar ég hugleiddi hvaða leið var að því markmiði, komst ég fljótt að raun um að hún liggur í gegnum fjölskylduna og heimilið. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 692 orð

Klakahús menningarinnar bráðna

Í STOKKHÓLMI um daginn fékk ég að sjá Klakahöllina sem reist hefur verið í tilefni þess að Stokkhólmur er menningarhöfuðborg 1998. Allan daginn var löng biðröð fólks sem vildi fá að ganga inn í "salina" í þessum sérkennilegu húsakynnum. Ekki beinlínis snjóhús heldur klakahús væri eðlilegri nafngift um sænsku Klakahöllina því að ekki er hún háreist. En nógu kuldaleg er hún. Meira
14. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 528 orð

Laugardagur í Kópavogi Frá Guðmundi Hallgrímssyni: KLU

KLUKKAN er átta að morgni. Er virkilega kominn laugardagur? Og laugardagurinn byrjar alltaf á laugardagsgöngu Hana nú klukkan 10 og það er augljóst mál að maður þarf að drífa sig, þvo sér og raka og greiða og fá sér eitthvað að borða. Þegar því er lokið skal spá í veður og færð. Útlitið er gott. Logn. 3 stiga frost en smáföl á jörðu, ákjósanlegt gönguveður. Og nú af stað upp í Gjábakka. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 294 orð

Leikskóli, framtíðarstarfsvettvangur karla

Á MORGUN verður námskynning Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og annarra sem eru að kynna hvaða spennandi námsefnisval býðst ungu fólki sem er að ljúka framhaldsskóla. Ungir karlmenn horfa ekki allir til þess að velja nám og starf leikskólakennara sem fyrsta kost í starfsvali þrátt fyrir mikilvægi starfsins og möguleika á fjölbreytni í starfi. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 593 orð

Líkamsrækt, endurhæfing og heilsuvernd í Heilsustofnun NLFÍ Heilsustof

HEILSUHÆLI NLFÍ í Hveragerði, nú Heilsustofnun, var rekið með litlum breytingum frá stofnun þess árið 1955 fram til ársins 1992. Þá voru gerðar breytingar á starfseminni og við rekstrinum tók Heilsustofnun, sem er einkastofnun í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Meira
14. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Mamma, af hverju? Frá Ardísi Henriksdóttur: MAMMA, af hverju ætl

MAMMA, af hverju ætlar þú að hætta að vera hjúkrunarkona? Þessa spurningu fékk ég frá syni mínum nú um daginn er hann heyrði frétt í útvarpinu þess efnis að hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölum væru að hugsa um að segja upp. Af hverju? Þetta er sú spurning sem ég sjálf hef verið að reyna að svara síðastliðna mánuði. Þegar hjúkrunarfræðingar gerðu síðast kjarasamning sl. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 382 orð

Nýir tímar

SAMFYLKING fólks á vinstri væng stjórnmálanna undir kjörorðunum jafnaðarstefna, félagshyggja og kvenfrelsi um allt land hefur verið undri líkast og boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin boðar að sá tími sem okkur hefur dreymt um svo lengi er í vændum, að um allt land starfi stór, öflugur og sannur jafnaðarmannaflokkur sem geti ráðið hvort tveggja, landsmálum og sveitarstjórnamálum. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 200 orð

Ný viðhorf í bæjarmálin

KÆRU Hafnfirðingar! Þar sem prófkjör Alþýðuflokksins fer fram nú um helgina, 14. - 15. mars, sé ég ástæðu til að drita nokkrum línum á pappírinn. Eins og við Gaflarar höfum orðið varir við hefur hafnfirsk pólitík einkennst af einhvers konar skrípaleik síðastliðið kjörtímabil þar sem málefnaleg umræða hefur oft farið halloka vegna persónulegs rígs á milli stjórnmálamanna. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 650 orð

Ólíkt hafast þau að

VASKLEG framganga Árna Sigfússonar við að bæta hag íslenskra bifreiðaeigenda hefur vakið verðskuldaða athygli. Barátta hans sem formaður FÍB hefur leitt til lækkunar bifreiðatrygginga um allt að 30%. Ég þekki það af eigin raun úr mínu heimilisbókhaldi. Þessi lækkun hefur vitaskuld ekki aðeins náð til reykvískra heimila heldur landsmanna allra. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 312 orð

Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði um helgina

GÓÐIR Hafnfirðingar! Brátt líður að lokum þessa kjörtímabils. Þann 23. maí nk. fara fram kosningar þar sem kjósendur ákveða hverjir leiða bæjarfélagið inn í nýja öld. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hefur verið forustuafl hér í bænum síðustu kjörtímabilin og stefnir á að svo verði áfram. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 728 orð

Samkeppni og landbúnaður

HINN 11. febrúar sl. hélt Verslunarráð Íslands árlegt Viðskiptaþing. Samkeppnismál voru þar að vanda ofarlega á baugi. Í ræðu formanns Verslunarráðs kom fram að þar á bæ hafa menn tekið eftir þeim breytingum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi landbúnaðarins á síðustu árum. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 686 orð

Samræmd samgönguáætlun

GERÐ áætlana um uppbyggingu samgangna og samgöngumannvirkja er mikilvæg stefnumótun til lengri tíma og varðar þróun byggðar og atvinnu í landinu. Lög kveða á um vegaáætlun, hafnaáætlun og flugmálaáætlun, sem hver um sig gerir ráð fyrir framkvæmdum og uppbyggingu samgöngumannvirkja, en framgangur þessara áætlana fer síðan eftir fjárveitingum á fjárlögum hverju sinni. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 514 orð

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ og "gulleggið"

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 28. febrúar sl. geystist fram á ritvöllinn frambjóðandi sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, Pétur U. Fenger framkvæmdastjóri. Skrifaði hann um samning Hitaveitu Reykjavíkur (HR) og Hitaveitu Mosfellsbæjar (HM) um heitavatnsmál. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 356 orð

Tryggjum farsæla framtíð Árborgar

Í DAG fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í hinu nýja sveitarfélagi, Árborg, þar sem valdir verða fulltrúar á lista flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Mikilvægt er að til starfans veljist fólk sem hefur áhuga, kraft og vilja til að vinna að margþættum málefnum sveitarfélaganna, sem oft geta reynst erfið viðureignar. Meira
14. mars 1998 | Aðsent efni | 650 orð

Úps, aftur sjómannaverkfall?

ALLTAF jafn óvænt. Ekki nema rúmlega ár síðan samningar losnuðu. Og ríkisstjórnin sem hefur með ítarlegri skýrslu svokallaðrar þríhöfðanefndar viðurkennt að sjómenn búi við fullkomlega óviðunandi réttarstöðu og samningsbrot. Meira
14. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 329 orð

Við sama heygarðshornið Frá Árna Helgasyni: RONALD Reagan Bandar

RONALD Reagan Bandaríkjaforseti reisti sér veglegan minnisvarða þegar hann stuðlaði að því að lögaldur til áfengiskaupa í Bandaríkjunum var hækkaður í 21 ár. Til þess naut hann stuðnings margra góðra manna, meðal annarra landlæknis þar vestra og nokkurra öflugra almannasamtaka. Telja fróðir menn að hann hafi bjargað tugþúsundum unglinga frá limlestingum eða bana. Meira

Minningargreinar

14. mars 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Baldur Gunnarsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast góðs vinar, Baldurs Gunnarssonar frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, sem á morgun verður kvaddur hinstu kveðju. Baldur hafði um nokkurra ára skeið átt við erfið veikindi að stríða og var lífskrafti hans og gleði verulega brugðið undir það síðasta. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 447 orð

Baldur Gunnarsson

Balli Gunn frændi, ættarhöfðinginn eins og hann var oft nefndur, er fallinn frá. Okkur langar að kveðja frænda í hinsta sinn. Baldur ömmubróðir hefur reynst okkur sem afi frá því að við munum eftir okkur. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Baldur Gunnarsson

Allt er svo breytt, óskir og vonir og fagnaðarstundir. Sál mín er þreytt, sól minna lífdaga brátt gengin undir. (Páll Ólafsson) Þessi vísa Páls Ólafssonar gæti túlkað husanir Baldurs Gunnarssonar síðustu lífdaga hans hér á jörð. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 153 orð

BALDUR GUNNARSSON

BALDUR GUNNARSSON Baldur Gunnarsson var fæddur í Húsavík við Borgarfjörð eystri 27. júlí 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Stefánsdóttir frá Teigarseli á Jökuldal og Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, oftast kenndur við Fossvelli. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Björn Þórðarson

Minningin um afa Björn er bæði ljúf og skýr. Afi var prýðileg fyrirmynd sem uppalandi barna. Hann tók farsælar ákvarðanir sem hornsteinn í fjölskyldunni. Auðurinn íþyngdi honum ekki á lífsleiðinni, en hann lagði á borð með sér gullkorn sem hann hafði viðað að sér í kirkjum og leikhúsum landsins. Snyrtimennska og starfsgleði voru rík einkenni í fari hans. Hann var þelþýður, jafnlyndur og jákvæður. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 521 orð

Björn Þórðarson

Margs er að minnast við andlát afa okkar Björns Þórðarsonar. Við krakkarnir vorum tíðir gestir í Oddagötunni hjá afa og ömmu á Akureyri á hverju sumri og stundum oftar. Minnisstæðar eru allar ferðirnar í nágrenni Akureyrar, en skemmtilegast fannst okkur að fara í Vaglaskóg. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 382 orð

Björn Þórðarson

"Sælinú," sagði afi alltaf við mig þegar við hittumst. Nú er komið að kveðjustund. Afi minn, Björn Þórðarson, er látinn. Afi átti gæfuríka ævi. Hann var heilsuhraustur mestan hluta ævinnar og andlega hress fram á síðasta dag. Við systkinin eigum margar minningar tengdar ömmu og afa á Akureyri. Í minningunni var alltaf sól og hiti á Akureyri. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 664 orð

Björn Þórðarson

Hann afi er dáinn. Margar minningar koma upp í hugann. Afi Björn og amma Sigríður, móðurforeldrar mínir, bjuggu á Akureyri allan sinn búskap. Ég var fimm ára gömul þegar við systurnar vorum fyrst sendar einar til afa og ömmu á Akureyri. Á hverju sumri í tíu ár dvöldumst við þar um nokkurra vikna skeið í góðu yfirlæti. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRN ÞÓRÐARSON

BJÖRN ÞÓRÐARSON Björn Þórðarson fæddist að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 12. mars. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Egon Georg Jensson

Mig langar að minnast föður míns, Georgs Jenssonar, skírður Egon Georg Vendelbo Jenssen, með nokkrum fátæklegum orðum. Þú varst alltaf léttur í lund og hafðir ótrúlegt lag á öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 267 orð

EGON GEORG JENSSON

EGON GEORG JENSSON Egon Georg Jensson fæddist í Árhúsum í Danmörku 3. janúar 1916. Hann lést á sjúkrahúsi í Kristjánsand í Noregi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Viktoría og Carl Vendelbo Jensen frá Árhúsum í Danmörku. Georg var eitt af níu systkinum og eru fjórar eftirlifandi systur hans allar búsettar í Danmörku. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Guðný Þórarinsdóttir

Fyrir hádegi 2. mars sl. rauf síminn þögnina hjá mér. Í símanum var Guðrún skólasystir mín að tilkynna mér að skólasystir okkar frá Löngumýri, Guðný Þórarinsdóttir, hefði látist þá snemma um morguninn eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Við þökkuðum Guði fyrir að gefa henni langþráða hvíld. Hana þráði hún heitt, enda búin að stríða í fjölda ára við mikið heilsuleysi og fötlun vegna sjúkdóms síns. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 103 orð

GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR

GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR Guðný Þórarinsdóttir var fædd á Fljótsbakka, Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu, 25. október 1927. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. mars síðastliðinn. Guðný var eitt sex barna hjónanna Mattheu Einarsdóttur Long frá Seyðisfirði og Þórarins Guðmundssonar frá Borgarfirði eystra, en þau voru ábúendur á Fljótsbakka. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) qr Þessar línur koma upp í hugann er við minnumst Guðmundu ömmu. Því nú eru þrautir hennar að baki og við vitum að henni líður vel. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Mig langar að kveðja Guðrúnu Guðlaugsdóttur með fáeinum fátæklegum orðum. Þar fór góð kona og af nærveru hennar stafaði hlýju og reisn. Það var gott að hafa Guðrúnu í húsinu. Fyrstu kynni mín af henni voru á þann veg að hún og Þórhallur, eiginmaður hennar, buðu okkur velkomin á Tómasarhagann með því að bjóða okkur í kaffi og með því. Þau kynntu sig og vildu gjarna vita nánari deili á okkur. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 749 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Ég var staddur á erlendri grund þegar mér barst sú sorgarfregn að Guðrún Guðlaugsdóttir, amma mín, væri dáin. Með nokkrum orðum langar mig að minnast þessarar góðu konu sem við fjölskyldan eigum svo mikið að þakka. Amma fæddist í Fellskoti í Biskupstungum þar sem ætt hennar hefur búið mann fram af manni allt fram á þennan dag. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Takk fyrir að fá að kynnast þér, elsku langömmusystir, hjartahlýju þinni og lífsgleði. Ástúð þín í okkar garð leyndi sér ekki þegar við heimsóttum þig og Þórhall í byrjun desember á síðastliðnu ári á Landakoti. Þéttingsföst handtök, hlýir kossar og einlæg bros sögðu allt sem segja þurfti. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðrún Guðlaugsdóttir andaðist í Landakotsspítala 6. þessa mánaðar. Guðrún var á nítugasta og fyrsta aldursári. Stundin var komin. "Þegar þeir, sem manni þykir vænt um deyja, lifir maður áfram fyrir þeirra hönd. Sér heiminn með augum þeirra. Man hvernig þeir tóku til orða og mælir fram þeirra eigin orð. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir er látin á 91. aldursári. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessari lífsglöðu og barnelsku konu fyrir sjö árum er ég kynntist konu minni Guðrúnu Eyþórsdóttur, sonardóttur Guðrúnar. Það sem fyrst vakti eftirtekt mína í fari Guðrúnar var hversu kraftmikil, ósérhlífin og gefandi hún var í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 158 orð

GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Guðrún Guðlaugsdóttir fæddist í Fellskoti, Biskupstungum, 30. október 1907. Hún lést í Landakotsspítala 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Eiríksson, bóndi, og kona hans, Katrín Þorláksdóttir. Guðrún ólst upp í Fellskoti í hópi tíu systkina en af þeim lifir nú Þórarinn Guðlaugsson, bóndi. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Guðrún Þórðardóttir

Svo snöggt, svo óvænt, en þó ekki alveg fyrirvaralaust kvaddi hún Guðrún, og fjölskyldan stendur eftir höggdofa, því þrátt fyrir háan aldur og kannske ekki alltaf fulla heilsu, var hún ern og hress, þar til réttum sólarhring áður en hún lést. Guðrún Þórðardóttir var dóttir hjónanna Þórðar Þórðarsonar vélsmiðs og Kristínar Sæmundsdóttur, næst yngst fjögurra dætra. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Þórðardóttir fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1915. Hún lést á heimili sínu 11. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 17. janúar. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 33 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Helgi Birgir Ástmundsson Kveðja frá föður.Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Elsku, hjartans Helgi minn. Af hverju þú? Ég get ekki sætt mig við þetta. Það er svo erfitt að trúa þessu. Þú hefðir átt að koma heim eftir 13 daga ef verkfallið skylli á og ég var búin að telja niður dagana, alveg frá því þú fórst og þangað til þú kæmir aftur. Það var svo margt sem við töluðum um í símanum síðasta kvöldið sem ég heyrði í þér. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Á hverri loðnuvertíð fylgist þjóðin með aflabrögðum og þar með þjóðartekjum. En í undirmeðvitund fólksins býr viss ótti, það er hvort vertíðinni ljúki án slysa. Á skip hleðst ís og í misjöfnum veðrum andar fólk léttar er þau ná höfn fullhlaðin. Hraðinn er mikill og kapp við tímann einkennir þessar tímabundnu veiðar. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Það var mikið áfall fyrir okkur starfsfélaga á Júpíter, þegar Helgi vinur okkar og félagi féll í valinn svo að segja fyrir augunum á okkur. Helgi var búinn að vera skipverji á Júpíter meira og minna í sjö ár og alfarið síðustu fimm árin ásamt flestum okkar. Á því sést að sambandið var orðið mjög náið og samheldni mikil. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Í dag kveðjum við vin okkar Helga Birgi Ástmundsson, Helga litla eða Nafna eins og karlarnir kölluðu hann. Með þessum línum langar okkur að þakka þessum sérstaka dreng fyrir samfylgdina, kveðja þennan góða dreng. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Elsku Helgi Birgir. Nú hefur Guð kallað þig til sín. Þú áttir margt eftir ógert, en lifðir þínu lífi til fullnustu. Þú lifðir hratt, tókst áhættu og lifðir fyrir spennuna. Það er eins og þú hafir vitað innst inni að þú yrðir ekki gamall. Mótorhjólið þitt og hús voru ofarlega í huga þínum og deildir þú með okkur draumum þínum og framkvæmdum. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Kæri frændi. Eftir að mér bárust fregnir af andláti þínu hefur veröldin ekki verið söm, hugurinn hefur reikað til baka er þú komst nýfæddur að Seli. Mikið þótti mér til koma að fá að fylgjast með þér í þínum fyrstu sporum lífsins og koma margar minningar upp í hugann. Skírnarveislan þín er ein þeirra, þegar þú varst skírður í höfuðið á langafa og frænku þinni í Seli. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Helgi Birgir Ástmundsson Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Helgi Birgir Ástmundsson

Hann Helgi birtist hér á rauðu Suzuki RS 650, glaðlegur og hress fyrir fáum árum. Hann hafði ferðast mikið einn um landið. Á hjólinu fann hann þetta algjöra frelsi sem maður finnur aðeins á mótorhjóli þegar maður þeysir áfram á góðum hraða, engum háður. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 86 orð

HELGI BIRGIR ÁSTMUNDSSON

HELGI BIRGIR ÁSTMUNDSSON Helgi Birgir Ástmundsson fæddist á Selfossi 12. apríl 1969. Hann lést í sjóslysi 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðlaug Hulda Kragh, f. 9. september 1944, og Ástmundur Gíslason, f. 13. janúar 1944. Fósturfaðir hans er Steinar Ragnarsson, f. 23. maí 1944. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Kristinn Ólafsson

Í dag kveð ég þig, elskulegi faðir minn, sem kallaður varst burtu eftir skammvinn veikindi en fram að því hafði þér aldrei orðið misdægurt. Þú stóðst þína öldu í lífsins ólgusjó eftir að hafa stundað sjóinn af alúð alla þína ævi og lokið þínum störfum með sóma. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Kristinn Ólafsson

Margs er að minnast er mætur maður er kvaddur. Kristinn Ólafsson var höfðingi heim að sækja. Ég minnist allra jólaboðanna í Grindavík, sem voru alltaf mikið tilhlökkunarefni. Hann hafði gaman af að fá gesti og vildi gera vel við alla, er sóttu hann heim. Ég minnist Kristins í sumarbústaðnum í Þrastaskógi. Þar undu þau Ásdís sér vel. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 261 orð

KRISTINN ÓLAFSSON

KRISTINN ÓLAFSSON Kristinn Ólafsson fæddist í Grindavík 5. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir, f. í Kóki á Ísafirði 22.9. 1884, d. 18.1. 1964, og Ólafur Þorleifsson, f. í Þingvallasveit 23.8. 1970, d. 7.9. 1960. Alsystkini Ólafs voru Þórlaug húsmóðir, f. 15.10. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 826 orð

Ólafur Eiríksson

Það eru mjög fáir menn sem eru svo einstakir að slíkum mönnum kynnist þú ekki nema einu sinni á ævinni. Það eru til margir menn með ólíkar skoðanir og sannfæringar, en mjög fáir sem fylgja þeim eftir af slíkum krafti sem Ólafur Eiríksson vinur minn sem nú er fallinn í valinn fyrir aldur fram. Að eiga köllun og kraft til að fylgja henni eftir er ef til vill dýrmætasta eign hvers manns. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Ólafur Eiríksson

Fallinn er frá langt um aldur fram vinur okkar Ólafur Eiríksson. Glaðværðar hans og hressandi heimsókna á verkstæði okkar fáum við ekki notið lengur. Það var ekki lognmollan þar sem Óli fór. Það geislaði af honum krafturinn og atorkusemin í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Verkefni þau sem hann var beðinn fyrir, voru bæði mörg og margvísleg, og oftar en ekki erfið. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 685 orð

Ólafur Eiríksson

Látinn er minn góði vinur og félagi Ólafur Eiríksson. Fyrir tæpum aldarfjórðungi hófst samstarf okkar Ólafs sem hefur haldist síðan. En mínar fyrstu minningar af honum eru þó enn eldri eða upp úr miðri öldinni, en þá lék hann knattspyrnu með Víkingi. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 508 orð

Ólafur Eiríksson

Við kynntumst Óla í Vélskóla Íslands þar sem hann kenndi vélfræði á 4. stigi. Óli var afbragðs kennari og hafði þá eiginleika að útskýra flókin mál á einfaldan hátt svo að nemendur skildu þau. Þegar við lukum 4. stigi vélskólans vorið 1976, var ákveðið að árgangurinn færi í skólaferðalag út í Evrópu. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Ólafur Eiríksson

Ólafur Eiríksson er farinn. Í menningu okkar má víða finna þá hugsun, að allt sé afstætt, t.d. tíminn. Þetta kemur meðal annars fram í þjóðsöng okkar Íslendinga. Óli var ekki nema 64 ára þegar hann dó. Var það stutt eða langt lífshlaup, það vitum við ekki. Hvernig verður slíkt metið og hver metur slíkt? Er það ekki eitt af því, sem kalla mætti afstætt? Óla þekktum við í meir en 30 ár. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Ólafur Eiríksson

Þótt það sé alkunna að dauðinn er jafn sjálfsagður og lífið sjálft þá kemur það alltaf á óvart er hann reiðir til höggs í raðir samferðamanna okkar og vina. Og þótt sjúkdómar herji og fróðir menn telji oft auðsýnt um framhaldið kemur högg dauðans manni einatt í opna skjöldu. Við andlát Ólafs Eiríkssonar koma upp í hugann myndir frá liðinni tíð. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLAFUR EIRÍKSSON

ÓLAFUR EIRÍKSSON Ólafur Eiríksson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum 3. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. mars. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 55 orð

Páll Magnússon

Páll Magnússon Nú ertu horfinn, kæri afi, en við vitum að þú vakir yfir okkur. Okkur tekur það sárt að sjá þig aldrei meir, en við vitum að þér líður vel. Okkur finnst við vera svo yfirgefin en erum það ekki því þú ert hér. Við sjáum þig ekki, en finnum fyrir þér. Systkinin Skíðbakka 1. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 174 orð

Páll Magnússon

Mig langar í örfáum fátæklegum orðum að minnast Palla frá Steinum, og þakka fyrir þá vináttu og tryggð sem ávallt hefur verið í minn garð á heimilinu á Hvassafelli. Kynni mín af Palla og hans fjölskyldu hófust þegar ég var aðeins fimm ára og tekinn í sveit á næsta bæ hjá bróður Palla en samgangur og samvinna milli þeirra Steinabræðra var einstök og mjög lærdómsrík. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 68 orð

Páll Magnússon

Elsku Palli, hjartans þakkir fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Páll Magnússon

Ísland á margar fagrar sveitir. Ein af þeim fegurstu eru Eyjafjöllin. Þar geta náttúruöflin tekist á svo um munar, þegar hvassviðrið nær hámarki. Fáeinir óveðursdagar gleymast samt í hinni miklu veðursæld, sem venjulega ríkir, svo ekki sé minnst á fegurð fjallanna með sínum stórbrotnu klettum, fossum, jöklum og undir öllu niðar svo hafið. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Páll Magnússon

Þau voru ófá sumrin sem við systurnar vorum á Hvassafelli hjá Palla og Boggu. Ein tók við af annarri. Bogga og Palli voru eitt í huga okkar. Hvort um sig sterkt á sínu sviði en saman mynduðu þau samhenta heild. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 100 orð

Páll Magnússon

Elsku afi. Nú ert þú orðinn engill. Þú varst besti vinur okkar og kenndir okkur svo margt. Manstu þegar við sátum í fanginu á þér og þú söngst fyrir okkur. Þegar við lásum allar bækurnar eða þegar við lékum okkur uppi á lofti. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur. Nú eigum við eftir að sakna þín óskaplega mikið. En minningin verður geymd í hjörtum okkar. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Páll Magnússon

Ég ætla að setja á blað nokkrar minningar um minn elskulega tengdaföður. Palli var ákaflega hlýr maður. Hann sagði ekki alltaf margt en það var eftir því tekið þegar hann tók til máls. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu mikil barnagæla tengdapabbi var. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Páll Magnússon

Elsku afi. Fráfall þitt kom eins og reiðarslag yfir okkur, svo skyndilegt og ótímabært. Það verður skrítið að koma í sveitina og hitta þig ekki, því þú og amma eruð svo nátengd sveitinni í huga okkar að við munum halda áfram að "fara til ömmu og afa í sveitinni". Minningarnar sem við eigum um þig eru mjög margar og tengjast margar þeirra dvöl okkar í sveitinni á sumrin og í skólafríum. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 211 orð

PÁLL MAGNÚSSON

PÁLL MAGNÚSSON Páll Magnússon fæddist á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum 27. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Tómasson, bóndi á Steinum, og kona hans Elín Bárðardóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum, stundaði síðar sjósókn og vörubílaakstur áður en hann gerðist bóndi árið 1952. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 176 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Í heiðardalnum er heimabyggð mín, þar hef' ég lifað glaðar stundir, því hvergi vorsólin heitar skín en hamrafjöllunum undir. Og fólkið þar er svo frjálst og hraust og falslaus vinmál þess og ástin traust. Já þar er glatt, það segi ég satt, og sælt að eiga þar heima. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 187 orð

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR Sigurlaug Jónsdóttir frá Hofi í Fellahreppi var fædd á Rangá í Hróarstungu 28. febrúar 1910. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson frá Bessastöðum í Fljótsdal og Rósa Hávarðardóttir frá Dalatanga. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Elsku Þóra mín. Ég ætla hér með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja þig að sinni, elsku vinkona. Okkar kynni, þótt þau hafi varað í fjölda ára, voru samt alltof stutt. Eftir situr mikið tóm sem ég veit að verður aldrei fyllt því hjá þér mátti finna allt sem góðan vin má prýða. Það var alltaf stutt í hláturinn og þínar hnyttnu tilvitnanir. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Þóra Margrét Friðriksdóttir

Nú kveð ég hana elsku bestu mömmu mína með sárum trega og eftirsjá. Ó, elsku mamma, við mættum örlögunum svo harkalega 26. febrúar þegar þú varst hrifsuð frá okkur svo skyndilega og allt of snemma. Við vorum nýbúnar að halda upp á afmælin okkar saman og þú varst bara 43 ára, sem þér fannst þó alveg ferlegt. En nú sitjum við hér eftir með opin sár og tómleika sem mér finnst vera óendanlegur. Meira
14. mars 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR

ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR Þóra Margrét Friðriksdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1955. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 7. mars. Meira

Viðskipti

14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Enn kvartað til Samkeppnisstofnunar

ALNET, sem gefur út Tölvusímaskrána, hefur kvartað til Samkeppnisstofnunar yfir seinagangi Landssíma Íslands hf. við að afhenda fyrirtækinu gagnaskrá símaskrárinnar í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs. Fer fyrirtækið fram á að Landssímanum verði gert að fresta sölu á eigin símaskrá í tölvutæku formi. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

»Hlutabréf á metverði í nokkrum kauphöllum

GENGI hlutabréfa fór aftur að hækka í evrópskum kauphöllum í gær og ný met voru sett í París, Mílanó, Amsterdam, Kaupmannahöfn og Helsinki eftir hækkanir í Asíu og bata í Wall Street í fyrrinótt. Hlutabréf hækkuðu einnig í verði í London og Frankfurt. Í París hækkaði verð bréfa í Renault um 10% vegna betri afkomu 1997 en búizt var við og hætta varð viðskiptum um tíma. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 557 orð

Niðurstaða efnahagsreiknings hækkaði um 38%

HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var á síðasta ári 162,5 milljónir króna en var árið 1996 178,2 milljónir. Aukning innlána og útgáfa verðbréfa nam 28,5%, efnahagsreikningur stækkaði um 38,1% og eigið fé hækkaði um 13,1%. Nemur það nú 1.205 milljónum króna. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 300 orð

SÍF með 156 m.kr. hagnað

UM 156 milljóna króna hagnaður varð af rekstri SÍF hf. á síðasta ári, samanborið við 117 milljónir kr. árið áður. Rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir 185 milljóna króna hagnaði. Á aðalfundi SÍF mun stjórnin óska eftir heimild til að selja aukið hlutafé, um 200 milljónir kr. að nafnverði, í þeim tilgangi að fjármagna fjárfestingar. Heildarvelta samstæðu SÍF hf. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 485 orð

Sjö útgerðarfélög sameinuðust á árinu

HAGNAÐUR Þormóðs ramma- Sæbergs hf. nam 240 milljónum króna á árinu 1997, en árið 1996 var hagnaður félagsins 178 milljónir króna. Á árinu sameinuðust sex fiskvinnslu- og útgerðarfélög Þormóði ramma hf. og segir framkvæmdastjórinn að reksturinn beri þess merki. Rekstrartekjur Þormóðs ramma- Sæbergs hf. námu 3.544 milljónum króna en það er rúmlega 84% aukning frá árinu áður. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 578 orð

Verða stærstir í sölu kældra sjávarafurða

SÍF hf. hefur fest kaup á franska fyrirtækinu J.B. Delpierre s.a. Með kaupunum og samrekstri með Nord Morue, dótturfélagi SÍF, verður SÍF stærsta fyrirtækið í framleiðslu og sölu kældra sjávarafurða á Frakklandsmarkaði, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. Með kaupunum eykst velta samstæðu SÍF úr tæpum 12 milljörðum í 17 milljarða kr. Franska fyrirtækið var keypt af Nord-Est s.a. Meira
14. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Viðskipti á ný með Handsalsbréf

VIÐSKIPTI með hlutabréf í fjármálafyrirtækinu Handsali hf. munu hefjast á ný á Opna tilboðsmarkaðnum nk. mánudag, að því er fram kemur í frétt frá stjórn félagsins. Morgunblaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning: "Viðskipti með hlutabréfa Handsals hf. á Opna tilboðsmarkaðnum voru stöðvuð tímabundið í gær að beiðni félagsins. Stjórn Handsals hf. Meira

Daglegt líf

14. mars 1998 | Neytendur | 110 orð

Alþjóðadagur neytendaréttar

Á MORGUN, sunnudaginn 15. mars, er alþjóðadagur neytendaréttar. Þetta árið er kjörorð dagsins: Fátækt ­ gerum breytingar. Á alþjóðadeginum er yfirlýsingar Johns F. Kennedys miinnst, þar sem hann ræddi um grundvallarréttindi neytenda hinn 15. mars árið 1962. Þau eru réttur til öryggis, upplýsinga, vals, áheyrnar, bóta, fræðslu og heilbrigðis og sjálfbærs umhverfis. Meira
14. mars 1998 | Neytendur | 667 orð

Einkabíllinn dýr á Íslandi

AF SEX bifreiðategundum voru þrjár dýrastar á Íslandi, tvær næstdýrastar og loks ein tegund með þriðja hæsta verð. Þetta kemur fram í verðsamanburði sem starfsfólk Neytendasamtakanna gerði á sex algengum fólksbifreiðum á Íslandi og í nokkrum Evrópulöndum. Samanburðurinn var gerður til að minna á hátt verð bíla hér á landi í tilefni alþjóðadags neytendaréttar sem er á morgun, þann 15. mars. Meira
14. mars 1998 | Neytendur | 102 orð

Pizza 67 með hádegishlaðborð

"Við ætlum að vera með hádegishlaðborðið á kynningarverði á næstunni þar sem við bjóðum upp á ýmsa smárétti, heita rétti, salatbar og eitthvað fyrir alla," sagði Anna Dís Bjarnadóttir sem rekur Pizza 67 í Keflavík. Hún hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á hlaðborð í hádeginu. Anna Dís hefur rekið staðinn í tæp 5 ár og sagði að mikil samkeppni væri á þessum markaði. Meira

Fastir þættir

14. mars 1998 | Dagbók | 3254 orð

APÓTEK

»»» Meira
14. mars 1998 | Í dag | 109 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. mars, verður níræður Guðmundur R. Magnússon, fyrrum verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, nú til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 15. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 154 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags el

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags eldri borgara í Kópavogi SPILAÐUR var Mitchell-tvímenningur föstud. 6. mars. 28 pör mættu og úrslit urðu þessi: N/S Helgi Vilhjálmsson ­ Guðmundur Guðm.416Alfreð Kristjánsson ­ Anton Sigurðsson357Helga Helgad. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 247 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

Næsta keppni BA er hið árlega Halldórsmót með haldið er með tilstyrk Landsbankans á Akureyri í minningu Halldórs Helgasonar. Samkvæmt hefðinni er þetta þriggja kvölda sveitakeppni með Board-a-Match-útreikningi. Þátttöku skal tilkynna til Antons Haraldssonar í síma 461-3497 fyrir kl. 19 á mánudagskvöld. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 1409 orð

"Er fúsjón í kvöld mamma?" Nú er hugtakið "fúsjón" ekki lengur einkaeign eðlisfræði og tónlistar, heldur hefur það einnig slegið

BÆÐI í eðlisfræði og tónlist hefur enska orðið "fusion" löngu unnið sér hefð sem fagheiti yfir samruna krafta eða tóna. Undanfarið hefur það svo skotið upp kollinum í matargerð, reyndar orðið ærlegt tískufyrirbæri þar, svo það er enginn kokkur með kokkum, sem ekki kennir sig við "fúsjón". Ómögulegt að tolla í matartískunni annars. Meira
14. mars 1998 | Í dag | 359 orð

Fyrirspurn til forsvarsmanna Félagsbústaða

KONA hafði samband við Velvakanda og er hún með fyrirspurn til forsvarsmanna Félagsbústaða. Hún hefur áhuga á að fá að vita hvað ætlunin sé að gera í leigumálum. Á leigan að hækka, þá hversu mikið og hvenær? Þessi breyting á að ganga í gegn 1. júlí og finnst henni kominn tími til að leigjendur hjá Félagsbústöðum fái að vita eitthvað um gang mála. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 289 orð

Gauragangsleikur Morgunblaðsins og Þjóðleikhússins Vann ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar

DREGIÐ hefur verið í Gauragangsleik Morgunblaðsins og Þjóðleikhússins. Leikurinn er haldinn í tilefni frumsýningar Þjóðleikhússins á Meiri gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þátttakendur svöruðu fjórum spurningum varðandi Meiri gauragang, límdu svörin á þátttökuseðil og sendu inn. Hulda K. Guðjónsdóttir vann stóra vinninginn, ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 1665 orð

Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11)

Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11) »ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Safnaðarfélagið selur veislukaffi eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 536 orð

Hvað eru potemkíntjöld?

MENNING - LISTIR 1. Skipt verður um aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sumar. Hver lætur af störfum og hver tekur við? 2. Leikfélag Akureyrar frumsýndi um liðna helgi söngleikinn Söngvaseið (Sound of Music). Hvaða söngkona fer með aðalhlutverkið, hlutverk barnfóstrunnar? 3. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 675 orð

Hvernig á að bregðast við þeimsem sjá aldrei eigin sök?

Varnarhættir Spurning: Hvernig á maður að bregðast við gagnvart nákominni manneskju, sem sér aldrei eigin sök? Allt er öðrum að kenna. Þetta hefur skapað mikla spennu í öllum samskiptum. Meira
14. mars 1998 | Í dag | 532 orð

ÍKVERJI dagsins er nýkominn úr Kringlunni, fagurgulri

ÍKVERJI dagsins er nýkominn úr Kringlunni, fagurgulri ­ ekki vegna þess að páskar séu í nánd, heldur vegna þess að þar stendur yfir kringlukast, afsláttardagar þeirra Kringlumanna. Gult er, eins og allir vita, afsláttarliturinn og fyrst Kringlan er svona gul yfir að líta, hlýtur að vera hægt að gera afskaplega góð kaup þar. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 788 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 944. þáttur

944. þáttur HALLDÓR Halldórsson, meistari minn, skrifaði bókina Ævisögur orða, þá sem út kom 1986. Í þeirri bók er ritgerðin Aldur og uppruni lóðarmálsins, skemmtileg og sérstæð. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 133 orð

Müllersæfingar

Æfingar þær sem kenndar eru við þýska heilsuræktarfrömuðinn J.P. Müller reyndust mörgum drjúg heilsubót hér á árum áður. Þessar myndir eru úr bók, sem út kom á fyrri hluta þessarar aldar, en í formála hennar segir m.a. Meira
14. mars 1998 | Dagbók | 535 orð

Reykjavíkurhöfn: Sólborg, Goðafoss og Trinket

Reykjavíkurhöfn: Sólborg, Goðafoss og Trinket fóru í gær. Green Snow kom í gær og fer í dag. Puente Sabaris fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stuðlafoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vetrarferð: fimmtudaginn 19. mars kl. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 619 orð

Safnaðarstarf "Góður" sunnudagur í Neskirkju BARN

BARNASTARF. Sunnudagaskóli fyrir börnin verður kl. 11. Sigurþór A. Heimisson leikari kemur í heimsókn og feðgarnir Jónas Þórir og Aron Dahín, 9 ára, flytja tónlistaratriði á píanó og fiðlu. Á sama tíma er starf fyrir 8-9 ára börn. Opið er frá kl. 10 í safnaðarheimilinu þar sem börnin geta litað og teiknað og fullorðnir fengið sér kaffi. Kl. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 951 orð

Síðasti draumurinn í bænum

ÉG FÓR með syni mínum að sjá Síðasta bæinn í dalnum hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikrit sem var stórkostlegt ævintýri, frábærlega útfært og aðstandendum til sóma. Það sem tók hug minn framar öðru var hversu draumkennd uppfærslan virkaði og hvernig senuskiptin minntu á myndbrigði draumsins. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 1255 orð

Taktu til við að trimma· ...

ÞAÐ eru alkunn sannindi að þá er menn hætta reykingum vilja þeir gjarnan gildna um miðjuna og víðar um líkamann. Þegar ofan á þetta bætist kyrrseta yfir tölvum, langtímum saman, er ekki að sökum að spyrja. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 661 orð

Tertur í fermingarveisluna

ÞEGAR þetta er skrifað föstudaginn 6. mars er ekki vorlegt um að litast, enda sýndi mælirinn á glugganum 15 gráða frost þegar ég dró eldhúsgardínurnar frá kl. 8.30 í morgun en í sama mund kom sólin upp og gaf mér þau skilaboð að ekki væri langt í vorið þó að henni tækist ekki að bræða klakann í dag. Meira
14. mars 1998 | Fastir þættir | 457 orð

Þröstur vann Ívan Sokolov

Þröstur Þórhallsson vann stigahæsta keppandann á Reykjavíkurskákmótinu, Ívan Sokolov frá Bosníu. LARRY Christiansen frá Bandaríkjunum var eini skákmaðurinn sem vann þrjár fyrstu skákir sínar á mótinu. Hann lagði Svíann Jonny Hector að velli í þriðju umferð í löngu endatafli. Meira

Íþróttir

14. mars 1998 | Íþróttir | 340 orð

BAYERN M¨unchen hefur sektað

BAYERN M¨unchen hefur sektað þrjá leikmenn sína um 800.000 krónur hvern fyrir að gagnrýna þjálfara liðsins, Giovanni Trapattoni, opinberlega eftir 1:0 fyrir Schalke á sunnudaginn. Leikmennirnir sem um er að ræða eru Mario Basler, Mehmet Scholl og Thomas Strunz. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 52 orð

Beðist afsökunar Í frásögn af leik Stjörnunnar

Í frásögn af leik Stjörnunnar og ÍR í 1. deild karla í handknattleik í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, sagði undirritaður m.a.: "Leikurinn var annars afar leiðinlegur, varla fyrir svartan mann að horfa á." Þetta orðalag er ósæmilegt með öllu og bið ég Morgunblaðið og lesendur þess afsökunar á því. Sindri Bergmann Eiðsson. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 201 orð

Dæhlie ætlar sér fleiri Ólympíugull

NORSKI skíðagöngukappinn, Björn Dæhlie, sagði í gær að hann ætlaði sér að keppa á næstu Vetrarólympíuleikum sem fram fara í Salt Lake City 2002 til að freista þess að vinna níundu gullverðlaunin. Ef það tekst er hann kominn á stall með sigursælustu íþróttamönnum allra ólympíuleika, bæði sumar- og vetrarleika. Fjórir íþróttamenn hafa unnið níu gullverðlaun á Ólympíuleikum og er það met. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 127 orð

Emma George hyggur á heimsmet

EMMA George frá Ástralíu, heimsmethafi í stangarstökki kvenna utanhúss, hyggst gera eina tilraun til þess að endurheimta heimsmetið í stangarstökki innanhúss áður en keppnistímabilinu lýkur. Að sögn umboðsmanns hennar, Rob Aivatoglou, er verið að vinna í því að koma kring innanhússmóti í Ástralíu síðar í þessum mánuði þar sem George hyggst bæta heimsmetið. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 246 orð

HANDKNATTLEIKURHSÍ sektað um 250 þú

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Evrópu, EHF, hefur sektað Handknattleikssamband Íslands um 5.000 svissneska franka, eða um 250 þúsund krónur vegna Finns-málsins svokallaða. Málavextir eru þeir að HSÍ gaf Finni Jóhannssyni leikheimild á sínum tíma til að spila með Hameln í Þýskalandi. Finnur var og er hins vegar í leikbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunnar. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 292 orð

Herta steinlá á heimavelli

Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Hertha Berlín fengu skell á heimavelli í þýsku knattspyrnunni. Schalke kom í heimsókn og sigraði 4:1. Leverkusen gerði jafntefli, 1:1, við Duisburg og hefur ekki tapað í síðustu 19 leikjum. Duisburg fékk óskabyrjun þegar Markus Osthoff skoraði eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 33 orð

KJARTAN SVEINSSON

KJARTAN SVEINSSON Kjartan Sveinsson var fæddur á Ásum í Skaftártungu 30. janúar 1913. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. mars. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 431 orð

Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Leiknir - KR3:3 Haukur Gunnarsson, Daníel Hjaltason 2 - Björn Jakobsson, Guðmundur

Deildarbikarkeppni KSÍ Leiknir - KR3:3 Haukur Gunnarsson, Daníel Hjaltason 2 - Björn Jakobsson, Guðmundur Steindórsson 2. Staðan í hálfleik var 2:1 fyrir Leikni sem komst síðan í 3:1. KR-ingar jöfnuðu leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 191 orð

Lombardotekur við PalaceÍTALSKI land

ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Attilio Lombardo var í gær ráðinn knattspyrnustjóri til bráðabirgða hjá enska úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace, sem Hermann Heiðarsson leikur með. Lombardo, sem einnig leikur með liðinu, tekur við starfinu af Steve Coppell, sem verður æðsti ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Aðstoðarmaður Lombardos verður annar leikmaður, Svíinn Thomas Brolin. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 337 orð

Strobl vann lokabrunið

Austurríkismaðurinn Josef Strobl sigraði á lokabrunmóti vetrarins sem fram fór í Crans Montana í Sviss í gær. Þetta var fyrsti sigur hans í bruni í vetur en fimmti á ferlinum. Hann sigraði síðast í bruni í Val d'Isere 1995. Heimamaðurinn Didier Cuche varð annar og Fritz Strobl, Austurríki, þriðji. "Ég er mjög ánægður með sigurinn enda er ég búinn að bíða lengi eftir honum. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 298 orð

UM HELGINAHandknattleikur

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla KA-heimilið:KA - ÍBV16.20 2. deild karla: Laugardalsh.:Ármann - Fjölnir18 Sunnudagur: 1. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 1449 orð

Uppgjör í aðsigi

ENSKA knattspyrnan er skrítin. Þegar Arsenal og West Ham skildu jöfn á mánudag í liðinni viku var öllu lokið. Í það minnsta voru veðbankar í Englandi þess sinnis, brugðu slagbrandi fyrir dyr sínar og tilkynntu að Manchester United væri orðið meistari ­ í fimmta sinn á síðustu sex árum. Þótti mönnum þetta misgóð tíðindi, eins og gengur, en fáir sáu ástæðu til að hreyfa mótmælum. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 74 orð

Víkingsstúlkur unnu létt

VÍKINGSSTÚLKUR höfðu betur í fyrsta leiknum í undanúrslitunum í blaki kvenna þegar þær mættu Völsungi í íþróttahúsinu Austurbergi í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3:0 sigri og enduðu hrinurnar 15:4, 15:5 og 15:13. Það var hægur og látlaus leikur sem liðin buðu uppá. Það var ekki eins og verið væri að spila í úrslitakeppni og lítil spenna. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 111 orð

Þjóðverjar unnu Frakka

Þjóðverjar unnu Frakka 27:22 á átta þjóða handknattleiksmótinu í Þýskalandi, í hinu árlega móti sem Þjóðverjar kalla Super Cup. Þetta var fyrsta tap Frakkanna í keppninni. Króatar burstuðu Rúmena 32:13 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18:7. Þessi lið leika í A-riðli, en þar eru Þjóðverjar eftir með 5 stig, Frakkar hafa fjögur, Króatar 3 og Rúmenar ekkert. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 258 orð

Ætti að vera öruggur

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, er í 34. sæti eftir annan keppnisdag á Opna Marokkó-mótinu í golfi. Hann lék aðeins 16 holur í gær, en varð þá að hætta vegna myrkurs. Hann var á parinu þegar leik var hætt og klárar hringinn í morgunsárið í dag. Meira

Úr verinu

14. mars 1998 | Úr verinu | 516 orð

Sjórinn fyrir Suðurlandi er óvenju hlýr

SJÓRINN fyrir Suðurlandi er nú hlýrri en marga síðustu áratugi. Niðurstöður vetrarleiðangurs Hafrannsóknastofnunar, sem nýlokið er, sýna almennt gott ástand í sjónum allt í kringum landið. Mikil áhrif selturíks hlýsjávar að sunnan samfara mildum vetri framan af virðist hafa skipt sköpum í togstreitu hlý- og kaldsjávar á miðunum við landið þrátt fyrir óvenju mikið vetrarríki, bálviðri úr norðri, Meira

Lesbók

14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

ANDRÁ

Einungis alkyrr andrá fær numið óendanleikann í brjósti þér. Andráin ævarandi Hverfulust alls. Þráður Í hugarfylgsnum mínum spann ég mitt hjartaþel sá þráður mun víst of veikur að ég geti lagt hann í læðing orða er næðu eyrum þínum. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

AUGLÝSINGAR EFTIR HERMANN STEFÁNSSON

ÞAÐ hefur ekki verið mikið fjallað um auglýsingar á skipulegan hátt á Íslandi ­ í það minnsta ekki frá sjónarhóli lesenda þeirra. Frá sjónarhorni framleiðenda eru til markaðsfræði og svo eru til auglýsingasálfræði og kannanir þar sem auglýsendur athuga hvernig auglýsingar virka á neytandann. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 528 orð

Á MÓÐURLEGU NÓTUNUM

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á ljóðatónleikum í Listasafni Kópavogs mánudaginn 16. mars kl. 20.30. Martial Nardeau flautuleikari leikur með þeim í einu verki. "Fólk trúir því eflaust ekki en það eru sex ár síðan við "síamstvíburarnir" héldum síðast tónleika á höfuðborgarsvæðinu," segir Sigrún, betur þekkt sem Diddú. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

Á snjómyndahátíð í Grænlandi

SJÖ myndlistarnemar í Myndlista­ og handíðaskóla Íslands taka þátt í snjómyndahátíðinni Nuuk Snow Festival sem haldin verður fimmta árið í röð á Grænlandi dagana 14.­17. mars. Nuuk Snow Festival er alþjóðleg höggmyndahátíð þar sem keppt er til verðlauna. Nemar frá öðrum norrænum listaskólum taka þátt í keppninni auk starfandi myndlistarmanna víða úr heiminum. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2463 orð

DANSARAR MEÐ STERK TENGSL VIÐ JÖRÐINA Einn

ÍSLENSKI dansflokkurinn er nú á ferðalagi um Lettland og Litháen með verkið Útlaga, sem hann áður sýndi á sviði Borgarleikhússins, sýningu sem óhætt er að segja að marki nokkur tímamót hjá flokknum. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2755 orð

DEILUR MAGNAST UM VESTURFERÐIR

NÍUNDI áratugur 19. aldarinnar einkenndist fyrst og fremst af tvennu: Hann var blómatími vesturferðanna, en jafnframt tími erfiðleika vegna kulda og hafísa. Bæði þessi einkenni náðu hámarki árið 1887. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1409 orð

DRÖG AÐ FRAMTÍÐ? Á Kjarvalsstöðum voru í gærkvöldi opnaðar sýningar á verkum tveggja myndlistarmanna, Rúrí og Ólafs Elíassonar.

PARADÍS? ­ Hvenær? er yfirskrift sýningar Rúríar í vestursal. Í þessu stóra umhverfisverki eru helstu miðlar samtímans nýttir til að lýsa ógnum og afleiðingum stríðsátaka í samtímanum. Eftir sínum eigin Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2174 orð

EÐLILEGUR DAUÐDAGI SMÁSAGA EFTIR RAIJA SIEKKINEN

KONAN sem tók á móti á flugvellinum fyrir hönd verkbeiðanda ók svo hægt, að eftir tvo kílómetra var rithöfundurinn viss um að verða of seinn. Þegar konan beið við vegamótin eftir að bíll, sem sást varla í fjarska, færi framhjá, leit hún af klukkunni í mælaborðinu, fór að horfa út um gluggann; fimmtán mínútur, og hluti áheyrenda, þeir, sem alltaf komu fyrstir, Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

Efni

Vesturferðir Deilur mögnuðust um vesturferðir eftir að nærri 2.000 manns fluttu 1887 og beittu þeir sér mjög á prenti Benedikt Gröndal skáld, sem fann Vesturheimsferðum flest til foráttu, og Jón Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, sem var þeim hlynntur. Benedikt reiknaði mannauðinn í peningum í bæklingi sem hann gaf út og Jón var svo stóryrtur í öðrum bæklingi að málaferli urðu. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1699 orð

"EKKERT ER EINS FYNDIÐ OG SORGMÆTT ANDLIT"

MARLENE Dumas er frá Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem faðir hennar rak vínyrkjubú. Hún hefur búið í Amsterdam í Hollandi sl. 20 ár. Þetta er fyrsta heimsókn hennar til Íslands en hún hefur haft kynni af íslenskum listamönnum í gegnum tíðina sem kennari við Jan Van Eyck Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2597 orð

ENGINN SKYLDI GRAFA Í GULLHÓL EFTIR JÓN PÉTURSSON

ÍEyrarsveit á nesi því er gengur norður úr aðalfjallgarði Snæfellsness og myndar Kolgrafarfjörð að austan en Grundarfjörð að vestan, rísa tvö einstök fjöll. Klakkur sunnar en Eyrarfjall norðar. Bæði eru fjöll þessi ævafornar eldstöðvar, liðlega 350 m á hæð og tengjast með hæðardragi sem hallar til austurs og nefnist Bárarháls. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 951 orð

FERÐIN LANGA Ferðin langa eftir Johannes V. Jensen er talin til sígildra meistaraverka danskra bókmennta. Örn Ólafsson kallar

ÁNÝLIÐNU ári birtist enn einu sinni eitt sígildasta meistaraverk danskra bókmennta á þessari öld, og þótt víðar væri leitað. En það er skáldsagnabálkurinn Ferðin langa sem Johannes V. Jensen sendi frá sér á árunum 1908- 1922. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 660 orð

FIÐLUGALDRAR

Pietro Antonio Locatelli: L'Arte del Violino. 12 konsertar f. fiðlu, strengjasveit og fylgibassa. Elizabeth Wallfisch, fiðla. Raglan barokksveitin u. stj. Nicholas Kraemer. Hyperion CDA66721/3. Upptaka: DDD, 7/1992, 1/6/9/1993. Útgáfuár: 1994. Lengd (3 diskar): 213:06. Verð (Japis): 3.499 kr. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 974 orð

HLJÓMFALL LÍKAMANS

Opið alla daga nema þriðjudaga frá 10­18. Aðgangur 200 kr. Til 16. mars. Í SVERRISSAL í Hafnarborg sýna saman Sigrún Guðmundsdóttir og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. Hér er þó ekki um venjulega samsýningu að ræða því aðeins önnur þeirra er myndlistarkona. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

Í ÁLÖGUM

Við Bárðarbungu er fjallkonan fönguð í víramöskva sem hvíla eins og álög á herðum og nit í bláu hári. Á berangri leika börnin sér við megavæddar landvættir um varpann feta þau slóða járnvarðanna. Þegar höfrungar flækja sporðinn í sæstrengjum synda selkópar í ryðgulri röst við hólma, nes og fjörð. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

Í GÆR

Í gær komst þú og lyftir ljósi mínu, á ljóma dýrðar, er ástin ein sér á. Ég blómstraði sem fræ í beði sínu, á barmi þínum fann ég heita þrá. Í gær komst þú og beittir blíðum öldum, og burtu tókst mig alheiminn að sjá. Og ástin brann af vonarinnar völdum, í visku sinni sem kerti okkur hjá. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð

ÍSLENSK MYNDLIST Í HONG KONG OG PEKING

HINN 16. mars næstkomandi verður opnuð í Nútímalistasafninu í Hong Kong sýningin Íslensk málverk á 20. öld. Frá Hong Kong fer sýningin til Peking þar sem hún verður opnuð í Þjóðarlistasafninu hinn 11. maí nk. Málverkin 49 eftir 28 listamenn eru í eigu Listasafns Íslands. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt myndlist er kynnt með svo veglegum hætti í Kína. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 311 orð

KRISTINN SÖNG Á AFMÆLISSÝNINGU GRUBEROVU

KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari tók á dögunum þátt í sýningu á Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í óperunni í München sem tileinkuð var einum af mótsöngvurum hans, sópransöngkonunni dáðu Editu Gruberovu, í tilefni af þrjátíu ára sviðsafmæli hennar. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

MÉR ER Í MUN ­

Mér er í mun að setja heiminn saman Það lukkast aðeins stund og stund Ég raða upp í augna minna ljós mörgu sem ég minnist mörgu sem bezt ég hugði samið og sagt Byggi svo brýr og himna Strengi vel þær brýr set stjörnur á þá himna kveiki líf á þeim stjörnum: verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu Stend um hríð hljóður við Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1246 orð

NÁTTÚRAN SEM VERKFÆRI SKÖPUNAR

SÝNING Ólafs Elíassonar ber yfirskriftina Hinn samsíða garður og aðrar sögur. Verkin fjögur eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu á göngum Kjarvalsstaða. List Ólafs hefur vakið talsverða athygli í evrópskum listheimi að undanförnu. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 568 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1025 orð

ÓTTINN ER Í FORRITINU

ÞAÐ er ekkert að óttast nema óttann, sagði frægur og virtur leiðtogi og kannski var einhver búinn að segja það á undan honum. Óttinn hefur fylgt mannkindinni frá örófi alda og sú kind er ekki ein um að óttast um sinn hag í þessum heimi. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 472 orð

SCHUMANN OG FLEIRI SÖNGLJÓÐ

RANNVEIG Fríða Bragadóttir, mezzosópran syngur við undirleik Gerrits Schuil, á ljóðatónleikum sem haldnir verða í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ laugardaginn 14. mars kl. 17. Tónleikarnir eru liðið í stærri dagskrá kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri undir listrænni stjórn Gerrits. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1155 orð

TÖFRAR DISNEY Á LEIKSVIÐI Í LONDON Einn þeirra söngleikja sem nú eru sýndir í London er Beauty and the Beast, Fríða og Dýrið eða

EINU sinni, í landi óralangt í burtu, bjó ungur prins í fögrum kastala. Hann hafði allt sem hugurinn girntist, en var spilltur, eigingjarn og góðsemi átti hann enga. Vetrarnótt eina bar gamla betlikerlingu að kastalanum. Hún bauð honum eina rós gegn því að hann veitti henni skjól í nöpru vetrarveðrinu. Prinsinum bauð við kerlingunni og vísaði henni frá. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

VERKFALL HLJÓÐFÆRALEIKARA YFIRVOFANDI Á BROADWAY

HÆTTA er á að þögnin ein muni ríkja í leikhúsunum á Broadway í næstu viku, verði af yfirvofandi verkfalli hljóðfæraleikara við leikhúsin. Tónlistarmenn í Bandaríkjunum hafa oft beitt verkfallsvopninu en ekki þó á Broadway, þar sem 23 ár eru síðan verkfall lamaði leikhúslífið þar. Meira
14. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3278 orð

ZAPATISTAUPPREISNIN Í CHIAPAS OG STAÐA INDÍÁNANNA ÞAR EFTIR ELLEN GUNNARSDÓTTUR "Sjálfstæði" indiánanna eins og mexíkóski

ZAPATISTAUPPREISNIN Í CHIAPAS OG STAÐA INDÍÁNANNA ÞAR EFTIR ELLEN GUNNARSDÓTTUR "Sjálfstæði" indiánanna eins og mexíkóski rithöfundurinn Carlos Montemayor tekur fram er í raun "einangrun, utangarðstilvera og eymd" sem einkennist af svo til engri menntun, næringu, heilsugæslu eða virku dómskerfi. Meira

Ýmis aukablöð

14. mars 1998 | Blaðaukar | 511 orð

Að láta hendur standa framúr ermum

FERMINGUM fylgir ætíð talsverður kostnaður og því er algengt að veisluföng séu útbúin í heimahúsum. Áslaug Sæmundsdóttir í Smurstofu Áslaugar segir að auðvelt sé að útbúa snittur með rækju-, lax- og roastbeefáleggi. Uppskriftin að neðan er aðeins til viðmiðunar enda um að gera að láta ímyndunaraflið njóta sín. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 143 orð

Amerískur kjúklingaréttur

Format fyrir uppskriftir Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 491 orð

Ákvörðunin kom af sjálfu sér

"EIGINLEGA tók ég aldrei sérstaka ákvörðun um að láta ferma mig heldur kom ákvörðunin eins og af sjálfu sér fyrir löngu síðan. Ég hef sótt kirkju með pabba og mömmu og beðið bænir á hverju kvöldi fyrir svefninn frá því að ég var pínu lítil," segir Jóna Guðný Arthúrsdóttir. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 386 orð

Badmintonspaði á óskalistanum

"VIÐ tölum aðallega saman og erum svo með bænastund í lok hvers tíma," segir Halldóra Þórsdóttir sem hefur verið í fermingarfræðslu í Seltjarnarneskirkju. Hún verður fermd 19. apríl og segir að sér finnist tímarnir bara skemmtilegir. Fyrir ferminguna þarf hún að vera búin að fara í að minnsta kosti tíu messur. "Ég er þegar búin að fara tíu sinnum svo það er allt í lagi. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 100 orð

Chop Suey pottréttur Format fyrir uppskriftir

Chop Suey pottréttur Format fyrir uppskriftir 500 g svínakjöt 1 msk. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 37 orð

Efni: Viðtal við Sr. Eðvarð In

Viðtal við Sr. Eðvarð Ingólfsson4 Fermingarbörn tekin tali6 Kaþólsk ferming8 Viðtöl við mæður og fermingarbörn10 Fermingarfræðsla fyrir Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 794 orð

Einfaldar heimilisuppskriftir

GUÐNI Andreasen, formaður Landssambands bakarameistara og bakari í Guðnabakaríi á Selfossi tók ljúflega við beiðni Morgunblaðsins um að gefa upp nokkrar uppskriftir af tertum á veisluborðið. Guðni sagðist hafa haft í huga að uppskriftirnar væru einfaldar svo ekki ætti að vefjast fyrir neinum að útbúa terurnar í eldhúsinu heima. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 104 orð

Einfalt eða úfið

OFT fara stúlkur í fyrsta skipti í hárgreiðslu á fermingardaginn. Margar eru þá búnar að vera lengi að safna hári fyrir þetta tilefni. Heimsókn á hársnyrtistofu á sjálfan fermingardaginn er yfirleitt meira mál fyrir stelpur en stráka og þegar í október eru hárgreiðslustofur farnar að bóka tíma fyrir fermingarstúlkur, mömmur og ömmur. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 32 orð

Einfalt en fallegt

Einfalt en fallegt Hér eru það einfaldlega tómatar og agúrkur sem notaðar hafa verið til að skreyta með veisluborð. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 187 orð

Einfalt með silfruðum borða

"FERMINGARGREIÐSLURNAR eru aðeins að breytast frá því sem verið hefur undanfarin ár," segir Þórdís Helgadóttir, hársnyrtir og annar eigenda hársnyrtistofunnar Hárnýjar. " Greiðslurnar eru annaðhvort einfaldar eða dálítið "fríkaðar" í Bjarkar-stíl ef svo má að orði komast. Þá er algengt að beðið sé um skol og strípur. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 54 orð

Einfalt servíettubrot

FERMINGARDAGURINN er tilefni hátíðarbrigða og því er full ástæða til að huga sérstaklega að einföldum innanhússskreytingum. Ef setið er til borðs og til taks eru fallegar tauservíettur er ekki úr vegi að reyna nýtt servíettubrot. Handlaginn ættingi eða vinur fermingarbarnsins ætti ekki að vera í vandræðum með að fylgja eftir meðfylgjandi myndum. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 901 orð

Fengu báðar hest í fermingargjöf

"Ég hef alltaf trúað á Guð en það hefur hinsvegar verið svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef ekkert verið að brjóta heilann um trúmál meira en venjulega", segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, sem verður fermd í Seltjarneskirkju á pálmasunnudag. "Þrátt fyrir mikið annríki segist hún sjaldnast gleyma bænunum sínum á kvöldin. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 1021 orð

Fermast á 14 ára afmælinu sínu

TVÍBURASYSTURNAR Harpa og Hildur fermast í Glerárkirkju á Akureyri á 14 ára afmælisdaginn sinn, 5. apríl, sem er pálmasunnudagur. Bræður systranna eiga báðir fermingarafmæli þann dag, Arnar fermdist fyrir tíu árum og Rúnar fyrir fimm árum. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 314 orð

Fermast fjórar saman

Á STÖÐVARFIRÐI fermast fjórar stúlkur nú á vordögum en enginn piltur. Þessar ungu stúlkur heita Lilja Rut Arnardóttir, Stella Magnúsdóttir, Kristel Jónsdóttir og Alda Hrönn Jónasdóttir. Fermingarfræðslan hefur staðið frá því á haustdögum. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 890 orð

Fermingarbörnin áttu ekki að brosa

SMÁM SAMAN varð vinsælt að fara með fermingarbarnið til myndasmiðs og draga fermingarmyndirnar eins og flest annað í tengslum við ferminguna dám af tíðarandanum hverju sinni. Jón Aðalbjörn Bjarnason, ljósmyndari í Ljósmyndastofu Kópavogs, hefur nær fimmtíu ára reynslu af því að taka fermingarmyndir. "Ég byrjaði í læri hjá meistara Martinusi Simson á Ísafirði árið 1949. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 215 orð

Fermingarundirbúningur á netinu

FRÆG er sagan þegar Jesús bað Pétur að leggja net sitt til fiskjar eftir að Pétur hafði reynt lengi þá sömu nótt en ekkert fiskað. Allir þekkja jú framhaldið. Jesús sagði honum að héðan í frá skyldi hann menn veiða. Eitt af veiðitækjum nútímans er Internetið. Nú er svo komið að fermingarundirbúningur er að fara í gang á netinu hjá prestunum sr. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 1122 orð

Fermingin meiri hátíð á Íslandi en í Danmörku Þetta er niðurstaða þriggja íslenskra krakka, sem eiga að fermast á árinu og

FERMING heima eða heiman? Sú spurning kemur gjarnan upp hjá Íslendingum erlendis, þegar kemur að því að krakkarnir eiga að fermast. Sumir kjósa að athöfnin fari fram í faðmi fjölskyldu og vina og fara því heim til að láta krakkana fermast. Aðrir fá kannski fjölskyldumeðlimi í heimsókn og láta krakkana fermast erlendis. Sr. Lárus G. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 137 orð

Fjörutíu og níu fermast borgaralega

FJÖRUTÍU og níu börn fermast borgaralega í ár. Fermingarhátíðin verður haldin í aðalsal Háskólabíós sunnudaginn 29. mars kl. 11. Á undirbúningsnámskeiði fyrir ferminguna hefur verið tekið fyrir efni eins og siðfræði, ábyrgð, ákvarðanataka, frelsi, hamingja, gildi lífs, fjölskyldan fyrr og nú (hlutverk og samskipti), Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 71 orð

Fyrsta leikreynslan

"Ég held ég getið rakið fyrstu leikreynslu til fermingardagsins. Pabbi og mamma höfðu ætlað að halda fermingargjöfinni leyndri þar til stóra stundin rynni upp. Af tilviljun sá ég hins vegar þegar fermingargjöfin, rúm, var borin inn í húsið og varð því að gera mér upp undrun þegar kom að formlegu afhendingunni," segir Örn Árnason leikari. Hann var fermdur í Dómkirkjunni árið 1973. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 528 orð

Fædd sama dag, skírð og fermd saman

Frændsystkinin Jóna Kristín Nikulásdóttir og Egill Jónasson litu bæði dagsins ljós hinn 1. júní 1984. Þau voru skírð saman í Bessastaðakirkju og ætla nú að fermast saman, einnig í Bessastaðakirkju. Jóna Kristín og Egill eru systrabörn. Jóna, sem á heima í Hafnarfirði, er dóttir Kristólínu G. Jónsdóttur og Nikulásar S.H. Óskarssonar en Egill er sonur Erlu H. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 202 orð

Greiðslan úfin og frjálsleg

KOLBRÚN Hákonardóttir hársnyrtinemi Hjá Dúdda segist hafa sett í fyrirsætuna gylltar og ljósar strípur með álpappír. "Hún er með hárið klippt í styttur og er með topp. Ég læt það njóta sín í greiðslunni, batt hnúta á hárið og lykkjur og festi síðan niður með spennum. Hárendana úðaði ég síðan með lakki til að gera greiðsluna meiri og fá yfirbragðið úfið og frjálslegt. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 130 orð

Græna kápan með skinnkraganum

"FERMINGARDAGURINN er mér mjög minnisstæður, bæði hátíðlegur og skemmtilegur. Háteigskirkja var þá nývígð en presturinn, sr. Jón Þorvarðarson, hafði áður messað í hátíðarsal Sjómannaskólans," segir Sólveig Pétursdóttir alþingismaður sem fermdist í Háteigskirkju árið 1966. "Hann undirbjó okkur vel fyrir ferminguna og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 63 orð

Gulrætur sem skraut

Það má nýta gulrætur í fleira en pottrétti og salöt. Þær sóma nefnilega sér vel sem skraut á veisluborðið. Þvoið gulræturnar, skrapið þær og þerrið áður en hafist er handa við útskurðinn. Austurlandabúar sem eru sérfræðingar á þessu sviði nota yfirleitt sérstaka hnífa við útskurðinn en með smá lagni getur beittur hnífur gert svipað gagn. Myndirnar tala sínu máli. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 392 orð

Há borðskreyting á veisluborðið

SVANA Jósepsdóttir hjá Blómabúð Akureyrar segir margvíslega möguleika fyrir hendi hvað varðar blómaskreytingar á fermingarborðið og fólk geti fengið skreytingar á mismunandi verði. Svana útbjó háa borðskreytingu fyrir Morgunblaðið og segir að þær sómi sér vel á veisluborði, standi uppúr og setji svip sinn á borðið. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 489 orð

Hefur vakið mig til umhugsunar

DAVÍÐ Ingi Daníelsson fer í fermingarfræðslu einu sinni í viku eins og önnur fermingarbörn og segir að þessir tímar í kirkjunni hafi vakið sig til umhugsunar um trúmál. "Ég hef öðlast betri skilning á ýmsu sem snýr að trúmálum eftir fermingarfræðsluna en að öðru leyti hefur hún ekki breytt minni afstöðu til trúarinnar," segir Davíð. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 266 orð

HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR Eldsk

"ÉG VIRÐIST ekki sérlega glaðleg fermingarstúlka á þessari mynd," segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður og stjórnandi þáttarins "...þetta helst" í sjónvarpinu. "Það var aldrei tekin af mér þessi sígilda fermingarmynd í hvítum kyrtli með rós og slöngulokka og ég veit ekki til að það sé til mynd af mér einni þennan dag, en þarna er ég með pabba mínum, Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 379 orð

Hugið að öryggi matvælanna

"VIÐ undirbúning fermingarveislunnar er nauðsynlegt að gæta þess að ekki berist mengun frá hráum matvælum í soðin matvæli," segir Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. "Ásamt lélegri kælingu er krossmengun algengasta orsök matarsýkinga." Matarsýkingar Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 895 orð

ÍHALDSSÖM FERMINGARFÖT

FERMINGARFATALÍNAN virðist reyndar fremur íhaldssöm í ár. Stelpur vilja vera í stuttum og oft ljósum kjólum og strákar karlmannlegir í dökkum jakkafötum. Alltaf skera sig svo einhverjir úr og velja jafnvel notuð föt eins og fram kom þegar hringt var í nokkrar tískuvöruverslanir, vefnaðarvöruverslun og saumastofu. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 65 orð

Kirkjan falleg

"Á UNDAN gjöfunum, veislunni og öllu öðru man ég eftir því hvað mér fannst kirkjan sérstök og falleg þegar við fermingarbörnin gengum til hliðar inn í kirkjuskipið. Neskirkja var nýleg og eins og gengur voru ekki allir sammála um hvernig til hefði tekist," segir dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík. Hún var fermd í Neskirkju árið 1957. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 119 orð

Kryddaður lambapottréttur

Format fyrir uppskriftir kg lambakjöt (læri eða bógur) 2 laukar 2 hvítlauksrif 1 tómatur 2 msk olía 1 msk karrý Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 525 orð

Lítill munur á kaþólskri og lúterskri trú

"KAÞÓLSKA trúin kom inn í fjölskylduna með langafa og ömmu. Þau voru kaþólsk og komu hingað frá Þýskalandi. Mamma er kaþólsk og sjálfur hef ég verið í trúfræðslu hjá kaþólsku kirkjunnar frá sex ára aldri. Litli bróðir minn er byrjaður í trúfræðslu og fer í fyrsta sinn til altaris næsta vor," segir Friðrik Arnar Helgason. Hann fermist í Landakotskirkju 26. apríl. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 692 orð

Náðargjöf heilags anda í fermingunni

"VIÐ trúum því að barninu veitist sérstök náðargjöf heilags anda í fermingunni. Með því að taka við náðargjöfinni af opnum huga gefist barninu kraftur til að öðlast staðfestu í trúnni og standa við fermingarheitið," segir séra Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur kaþólskra í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 31 orð

Pakkað inn í fallegt efni

Pakkað inn í fallegt efni HVERS vegna ekki að pakka fermingargjöfinni inn í fallegt fóðurefni, tjull eða lakaléreft í stað þess að nota gjafapappír. Saumið endana lauslega og bindið svo hnút. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 130 orð

Pottréttur úr nautakjöti

Format fyrir uppskriftir kg nautakjöt (t.d. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 117 orð

Skátarnir mæta heim til fermingarbarnsins

SVO áratugum skiptir hafa skátar mætt heim til fermingarbarna uppáklæddir í búning og afhent þeim heillaóskaskeyti frá fjölskyldu eða vinum á fermingardaginn. Hér áður fyrr voru skeytasendingar landsmanna eina tækið til að koma skilaboðum áleiðis ef ekki var hægt að mæta í eigin persónu. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 77 orð

Skelfilegt að vera með þverslaufu

"Ég man að mér fannst alveg skelfilegt að þurfa að vera með þverslaufu á fermingardaginn," segir Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus þegar hann rifjar upp fermingardaginn sinn, en hann var fermdur í Fríkirkjunni árið 1954. "Ég man að mér fannst þetta bæði hvimleitt og pirrandi en lét mig hafa það að hlýða henni mömmu eins og ávallt. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 105 orð

Stoltur af úrinu

"ÞEGAR ég fermdist var hið ytra tákn fermingarinnar nýtt úr. Úrin leystu af hólmi venjuleg skólaúr. Mér er sérstaklega minnistætt að hafa fengið fallegt svissneskt Pierpont-úr frá foreldrum mínum í fermingargjöf. Ég var afar ánægður og stoltur af úrinu," segir Þórarinn V. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 242 orð

Tilvalið að nota páskalitina

"ÞAR sem fermt er víða um páskana nota ég oft appelsínugult, gult og skærgrænt í fermingarskreytingarnar," segir Arna Sigríður Sæmundsdóttir sem rekur Blómabúð Reykjavíkur ásamt Kolbrúnu Stefánsdóttur. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 60 orð

Tómatar sem rósir

Þetta skraut úr tómathýði er tiltölulega einfalt að búa til. Tómatarós sem þessi sómir sér vel á hlaðborðinu og eftir að hafa gert nokkrar tilraunir á þetta að leika í höndunum á flestum. Notið beittan hníf til verksins og kannski borgar sig að losa aðeins um hýðið með því að stinga tómatinum fyrst í sjóðandi vatn. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 874 orð

Undirbúningurinn lykilatriði Margir vilja halda fermingarveisluna heima og sjá sjálfir um að matbúa eða baka fyrir veisluna.

INGVI hefur séð um fermingarveislur fyrir fólk í hátt á fjórða áratug. "Fyrir nokkrum árum var fólk jafnvel að bjóða til sín á annað hundrað gestum þegar barn var fermt og bauð fjarskyldum ættingjum til veislu. Þetta er á undanhaldi þó vissulega séu fjölskyldur stundum það stórar að fjöldinn sé fljótt kominn í hundrað manns. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 1151 orð

Unglingarnir gleyma aldrei fermingarstarfinu

"UNGLINGARNIR gleyma aldrei fermingarstarfinu og sumu af því sem þeir heyra þar og læra. Án efa eiga þeir eftir að sækja í þann sjóð þegar erfiðleikar sækja að síðar á lífsleiðinni. En best væri þó ef þeir ávöxtuðu hann jafnt og þétt með því að lifa í sannri trú. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 99 orð

Vandað val á kunningjum

"ÉG MAN að presturinn leit yfir hópinn og lagði áherslu á að við þyrftum að vanda val á kunningjum og varast sérstaklega svörtu sauðina. Á meðan hann talaði man ég eftir að hafa litið yfir hóp fermingarsystkinanna og hugsað með mér hvort verið gæti að þar á meðal væru svartir sauðir. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 86 orð

Verið að útbúa boðskortin

DÓTTIR hennar Ástu Þórarinsdóttur sem heitir Þuríður verður fermd í Digraneskirkju á pálmasunnudag. Mæðgurnar eru þegar farnar að skipuleggja veisluna, Þuríður vill hafa kaffiboð og Ásta leggur til að með verði léttir réttir eins og kaldir fiskréttir, salöt og heimabakað brauð. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 841 orð

Við nálgumst Guð með snertingunni Kertaljós, ljúfir tónar og sr. Guðný Hallgrímsdóttir talar um Jesú.

Á NÆSTU mánuðum mun sérstakt fermingarfræðsluefni fyrir þroskahefta standa leiðbeinendum fermingarbarna til boða. Guðný hefur samið efnið, en hún var vígð sem prestur í þjónustu við fatlaða fyrir átta árum og hefur m.a. séð um fermingarfræðslu fyrir þroskaheft og fötluð börn á Reykjavíkursvæðinu undanfarin ár. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 653 orð

Vildu að hann fylgdi sannfæringu sinni Hinn 12. apríl árið 1970 var Þuríður Vilhjálmsdóttir fermd í Garðakirkju. Nú 28 árum

"ÉG MAN sér staklega vel hvað mér fannst gaman að fara í hárgreiðslu á fermingardaginn. Hárgreiðslustofan var í bílskúr í Silfurtúninu og ég var búin að safna hári í slöngulokka og fannst ég alveg rosalega fín," segir Þuríður. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 466 orð

Vill staðfesta skírnarheitið

"ÉG býst við að aðalástæðan fyrir því að ég byrjaði í fermingarfræðslunni hafi verið að fylgja eftir hinum í bekknum. Núna veit ég meira og hef tekið ákvörðun um að staðfesta skírnarheitið í fermingunni," segir Einar Ingi Ómarsson. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 34 orð

ÞAU FERMAST Í SELTJARNARNESKIRKJU

ÞAU FERMAST Í SELTJARNARNESKIRKJU Þeir krakkar sem eru að fermast á næstunni hafa í vetur verið í fermingarfræðslu og tekið virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar. Við litum inn í Seltjarnarneskirkju og tókum nokkur fermingarbörn tali. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 1201 orð

Þetta er dagur barnsins

"FERMINGARDAGURINN er dagur barnsins sjálfs og því ekkert eðlilegra en það sjáist á veisluborðinu með hlutum sem barninu eru kærir," segir hún. "Það má með ýmsum hætti gera þennan dag eftirminnilegan í huga barnsins og það verður ekki gert með íburðarmestu veislunni, nýja parketinu eða sem flestum gestum. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | -1 orð

Ætlar að sjá um veisluna sjálf

STEINUNN Gunnarsdóttir býr á Ólafsfirði og dóttir hennar Esther Gunnveig verður fermd á hvítasunnudag, þann 31. maí næstkomandi. Steinunn kom sérstaklega til Reykjavíkur í þeim tilgangi að fara á undirbúningsnámskeiðið hjá Marentzu Poulsen og segist hafa fengið ýmsar hugmyndir þótt hún hafi sjálf verið búin að ákveða að bjóða gestum upp á kalt borð og heita fiskrétti. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 171 orð

(fyrirsögn vantar)

Þúsundir íslenskra ungmenna staðfesta skírnarheit sitt á næstu vikum og hljóta fyrirbæn kirkjunnar út í lífsgönguna. í þessum blaðauka eru viðtöl við nokkra krakka sem fermast á næstu vikum og hafa í vetur verið í fermingarfræðslu og tekið þátt í helgihaldi. Í þessum viðtölum komumst við að raun um að þarna voru á ferð unglingar sem í hvívetna eru til stakrar fyrirmyndar. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Höfundar efnis:Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Bjarni Gíslason, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir Ljósmyndir:Árni Sæberg, Ásdís Ásgeirsdóttir, Jóhann A. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.