Greinar föstudaginn 3. apríl 1998

Forsíða

3. apríl 1998 | Forsíða | 323 orð

Bill Clinton "ánægður" með frávísunina

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri ánægður með að málsókn Paulu Jones gegn sér hefði verið vísað frá dómi í Arkansas. "Ég held að ákvörðun dómarans tali sínu máli," sagði Clinton er hann ræddi við fréttamenn í fyrsta sinn síðan málinu var vísað frá á miðvikudag. Meira
3. apríl 1998 | Forsíða | 143 orð

Bíllinn víki fyrir körtunum

DÝRAVINIR í norska bænum Arendal hafa krafist þess að ýmsum götum í bænum verði lokað til að koma í veg fyrir að bílarnir verði ástsjúkum körtum að aldurtila. Körtur eru í útrýmingarhættu í Noregi og því friðaðar en í Arendal eru þær drepnar í stórum stíl. Á vorin koma þær til að gjóta í vatni í bænum og eru þá aðallega á ferð á nóttunni. Meira
3. apríl 1998 | Forsíða | 169 orð

Hóta skjótum hefndum

Mörg þúsund manns fylgdu Muhyideen al-Sharif, einum helsta sprengjusmið Hamas-samtakanna, til grafar í bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Hann fannst myrtur á Vesturbakkanum sl. sunnudag. Lögregla í Ísrael sagði í gær að öryggisráðstafanir hefðu verið hertar í ísraelskum borgum vegna hótana Hamas um að hefna Sharifs. Meira
3. apríl 1998 | Forsíða | 180 orð

Svartsýni í Japan

NORIO Ohga, forstjóri Sony í Japan, sagði í gær á fundi með erlendum fréttamönnum, að hann óttaðist efnahagslegt hrun í landinu. Kenndi hann ráðamönnum um og sagði þá hafa brugðist við samdrættinum með nákvæmlega sama hætti og Herbert Hoover Bandaríkjaforseti við kreppunni 1929. Meira
3. apríl 1998 | Forsíða | 323 orð

Þingið fær frest til að fallast á Kíríjenkó

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf rússneska þinginu í gær vikufrest til viðbótar til að ákveða hvort það staðfesti skipun Sergejs Kíríjenkós í embætti forsætisráðherra. Fresturinn átti að renna út í dag en Jeltsín dró vikugamla beiðni sína til þingsins um skipun Kíríjenkós til baka og lagði inn nýja. Meira

Fréttir

3. apríl 1998 | Landsbyggðin | 93 orð

Arnar Freyr íþróttamaður Þórs

Þorlákshöfn-Á aðalfundi Umf. Þórs í Þorlákshöfn, sem haldinn var fyrir skömmu, var sundmaðurinn Arnar Freyr Ólafsson kjörinn íþróttamaður Þórs 1997. Magnús Sigurðsson körfuknattleiksmaður var valinn efnilegur unglingur. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

VORBASAR verður haldinn í dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laugardaginn 4. apríl kl. 14. Verða þar seldir ýmsir eigulegir munir, einnig heimabakaðar kökur og lukkupakkar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Meira
3. apríl 1998 | Landsbyggðin | 136 orð

Bílskúr í ljósum logum

Grundarfjörður­Eldsvoðar eru til allrar hamingju sjaldgæfir viðburðir í litlum sjávarplássum, en þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í fimm sl. þriðjudag fór brunalúðurinn í Grundarfirði í gang og skömmu síðar mátti sjá nokkra bíla aka á ofsahraða niður að vigtarskúr, þar sem brunabíllinn er geymdur. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð

Bleikjan gaf sig í Soginu

BLEIKJUSVÆÐIN í Soginu komu skemmtilega á óvart er opnað var 1. apríl síðastliðinn. Áin hefur aldrei verið opnuð svo snemma fyrr og skruppu tveir nauðakunnugir menn, meira til að athuga hvort eitthvað væri af fiski. Þeir komu ekki tómhentir heim, heldur drógu fyrst 20 bleikjur og einn sjóbirting. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Blúskvöld á Hótel Björk

TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss stendur fyrir blúskvöldi í Hótel Björk í Hveragerði föstudagskvöldið 3. apríl kl. 21. Þar leikur hljómsveitin Guðmundur Pétursson af fingrum fram. Aðgangseyrir er 800 kr. en 600 kr. fyrir félagsmenn Tónlistarfélagsins. Meira
3. apríl 1998 | Miðopna | 2634 orð

Breyttar forsendur með afnámi einkaleyfis

Til móts við nýja tíma ­ skýrsla sérfræðinefndar um fjarskiptamál Breyttar forsendur með afnámi einkaleyfis Miklir möguleikar fyrir Íslendinga á sviði fjarskipta og tölvutækni Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 475 orð

Campbell sakaður um yfirgang og frekju

ALASTAIR Campbell, fréttafulltrúi breska forsætisráðherrans Tony Blair, á nú í vök að verjast vegna ásakana um að hann sýni fulltrúum fjölmiðla og jafnvel ráðherrum í ríkisstjórninni lítilsvirðingu og yfirgang. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Danshátíð í Kringlunni

ÁRLEG danshátíð Kringlunnar og Dansskóla Jóns Péturs og Köru fer fram laugardaginn 4. apríl. Þar mun fjöldi keppnispara frá skólanum dansa fyrir verslanir Kringlunnar milli kl. 10 og 16. Enn sem fyrr er tilgangurinn fjáröflun keppnisparanna sem halda utan til danskeppni í samkvæmisdönsum í Blackpool í Englandi í apríl og maí nk. Einnig verður hópurinn með kökur og brauðtertur til sölu. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 398 orð

Dómur yfir öðrum þyngdur um 4 ár

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvíburabræðurna Ólaf Hannes Hálfdánarson og Sigurð Júlíus Hálfdánarson í tólf ára og sextán ára langt fangelsi fyrir að hafa orðið Lárusi Ágústi Lárussyni að bana í byrjun október sl. og rænt hann. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Ekki samið um bætur fyrir páska

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sent færeysku landstjórninni bréf, þar sem hann segir ekki koma til greina að samið verði um bætur vegna Færeyjabankamálsins fyrir páska, eins og Færeyingar höfðu lagt til. Telur Nyrup óráðlegt að flýta meðferð jafn mikilvægs máls, ekki síst í ljósi þingkosninga, sem verða í Færeyjum hinn 30. apríl, og kunna að flækja málið. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Engin endurnýjun flotans nema lagfæringar komi til

VERÐI ekki gerðar lagfæringar á hlutaskiptakerfinu, verður ekki hægt að standa að tækniframförum og eðlilegri endurnýjun í flotanum nema leggja það niður. Þetta kom fram í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á aðalfundi félagsins í gær. Þorsteinn sagði það mikil vonbrigði að ekki hefði tekist að leysa deilu sjómanna og útgerðarmanna með kjarasamningi. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Erindi um erfðabreytileika þorsks

HJÖRVAR Pétursson heldur erindi sem kallast "Hemóglóbín og örtungl ­ samanburður aðferða við mat á erfðabreytileika í íslenska þorskinum" föstudaginn 3. apríl í stofu G-6 á Grensásvegi 12 kl. 12.20. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Fegurðardrottning krýnd í kvöld

FEGURÐARSAMKEPPNI Norðurlands 1998 verður haldin í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Þar verður fegurðardrottning Norðurlands krýnd úr hópi 12 þátttakenda. Einnig verður sportstúlka ársins valin úr hópi þátttakenda, svo og ljósmyndafyrirsæta ársins auk þess sem stúlkurnar sjálfar velja vinsælustu stúlkuna í hópnum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fjallað um sundrungu í íslenskri vinstri hreyfingu

FÉLAG sagnfræðinema heldur málþing föstudagskvöldið 3. apríl kl. 20.15 um sögu klofnings og sundrungar í íslenskri vinstri hreyfingu og ber það yfirskriftina: Saga sundrungar. Rætt verður vítt og breitt um átökin á vinstri síðu stjórnmálanna frá byrju 20. aldar til dagsins í dag m.a. með hliðsjón af þróun mála erlendis. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fjármunirnir fara alfarið í heilbrigðiskerfið

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við Morgunblaðið að þeir fjármunir, sem varið yrði til að setja upp gagnagrunn á heilbrigðissviði, mundu renna alfarið inn í heilbrigðiskerfið. Talið er að kostnaðurinn við að setja gagnagrunninn upp nemi um 12 milljörðum kr. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Fjölskyldur á vélsleðum

ÁRLEGUR vélsleðadagur fjölskyldunnar verður á Súlumýrum á morgun, laugardaginn 4. apríl. Farið verður frá Fálkafelli kl. 13, en þeir sem þurfa verða aðstoðaðir upp og séð verður um flutning fyrir fótgangandi frá veginum. EY-LÍF, Félag vélsleðamanna við Eyjafjörð, hefur lagt sig fram um að gera þessa kynningu sem aðgengilegasta fyrir þá sem áhuga hafa á vélsleðaíþróttinni. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Flauta og gítar

ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari halda tónleika í Listasafninu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, en þau Áshildur og Einar eru á tónleikaferðalagi um landið þessa dagana. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Forsetahjónin heimsækja Seltjarnarnes

ÁKVEÐIÐ hefur verið að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, komi í opinbera heimsókn í heimabæ sinn, Seltjarnarnes, miðvikudaginn 15. apríl nk. Meira
3. apríl 1998 | Landsbyggðin | 205 orð

Framboð framsóknarmanna í A- Skaftafellssýslu

FRAMBOÐSLISTI framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í hinu sameinaða sveitarfélagi í Austur-Skaftafellssýslu við sveitarstjórnarkosningarnar hinn 23. maí nk. hefur verið ákveðinn. Að undangengnu prófkjöri, sem fram fór hinn 21. mars sl., lagði prófkjörsnefnd fram tillögur á almennum fundi framsóknarfélaganna fimmtudaginn 26. mars sl. og voru þær samþykktar samhljóða. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Geðhjálp mótmælir gagnagrunni um heilsufar

GEÐHJÁLP varar við því að heilsufarsupplýsingum um landsmenn verði safnað saman á einn stað án leyfis þeirra sem upplýsingarnar eiga, þ.e. sjúklinganna. Þetta kemur fram í frétt frá Geðhjálp sem fer hér á eftir: Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1680 orð

Getur haft byltingarkennd áhrif um allan heim Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert hæft í

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vísar á bug gagnrýni sem fram hefur komið á frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði og varðandi einkaleyfi, sem áhugi er á að veita fyrirtækinu til aðgangs Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Glókollar í Elliðaárdal

FUGLAÁHUGAMENN hafa að undanförnu orðið varir við þrjá glókolla (Regulus regulus) í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Glókollar eru minnstu fuglar í Evrópu, aðeins 9 sm að lengd. Þeir eru auðgreindir á gulum kolli eða kórónu og eru oft nefndir fuglakóngar vegna þessa einkennis. Glókollarnir þrír hafa að öllum líkindum flækst hingað síðastliðið haust og haldið til hér í vetur. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Gluggar

GUÐRÚN H. Bjarnadóttir, Hadda, opnar sýningu í Ljósmyndakompunni í Grófargili á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. apríl, kl. 14. Sýningin nefnist "Gluggar" og er um að ræða ljósmyndasýningu þar sem þemað er samspil ljóss og skugga. Hadda stundaði nám við listadeild Lýðháskólans í Eskulstuna í Svíþjóð og Myndlistaskólann á Akureyri. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Guðný sýnir í Svartfugli

GUÐNÝ Þórunn Kristmannsdóttir opnar myndlistarsýningu í galleríi Svartfugli í Grófargili á morgun, laugardaginn 4. apríl, kl. 16. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Verkin á sýningunni eru teikningar unnar með blandaðri tækni á pappír og striga. Guðný stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr málaradeild árið 1991. Sýningin stendur til 26. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Gular rósir til styrktar langveikum börnum

Gular rósir til styrktar langveikum börnum ZONTAKLÚBBARNIR á Íslandi munu dagana 3. og 4. apríl selja gula rós til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 277 orð

Hizbollah hafnar boði Ísraela

SHEIKH Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, hafnaði í gær boði Ísraela um að teknar yrðu upp viðræður um skilyrði þess að Ísraelar færu að ályktun Öryggisráðs Sameinuð þjóðanna frá 1978 um brottflutning ísraelsks hers frá Líbanon. Meira
3. apríl 1998 | Smáfréttir | 97 orð

HRESS líkamsrækt í Hafnarfirði býður nú upp á námskeið se

HRESS líkamsrækt í Hafnarfirði býður nú upp á námskeið sem ber titilinn Framtíð í fínu formi. Umsjónarmaður verður Helga Bergsteinsdóttir, íþrótta- og heislufræðingur, sem hefur sérhæft sig í að vinna með einstaklingum sem eiga við yfirvigt að stríða. Næringarferli hvers einstaklings er skoðað á annan hátt en áður með nýju tölvuforriti. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Höfum fallist á einn þátt

REYKJAVÍKURLISTINN hefur afþakkað boð um að taka þátt í Dagsljóssþætti í Sjónvarpinu þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sætu fyrir svörum en tekið boði um að sitja fyrir svörum í Dagsljósi 14. apríl næstkomandi. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Keppni á Skíðamóti Íslands hefst í dag Kristinn

TVEIR fremstu skíðamenn landsins um þessar mundir, Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, verða í eldlínunni á Skíðamóti Íslands sem hefst í Hlíðarfjalli í dag, föstudag. Þeir félagar heimsóttu útibú Landsbanka Íslands í miðbæ Akureyrar í gær og árituðu þar myndir af sér fyrir fjölmarga aðdáendur sína. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Kjaradeilusjóðir Framlög verði ekki tvísköttuð LÖGÐ h

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að kanna hvernig breyta eigi skattalögum til að framlög úr kjaradeilusjóðum stéttarfélaga verði ekki tvísköttuð eins og nú. Í nefndinni sitji fulltrúar verkalýðshreyfingar og stjórnvalda og skili hún áliti fyrir 1. október 1998. Flutningsmenn eru Sigríður Jóhannesdóttir, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Konan sem lést

KONAN sem lést, þegar ekið var á hana við gatnamót Háaleitisbrautar, Safamýrar og Ármúla í fyrradag, hét Kristín Auðunsdóttir. Kristín var á áttugasta og öðru aldursári, fædd 29. júní árið 1916. Hún var búsett í Bólstaðarhlíð. Kristín var ekkja en lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 760 orð

Kostnaður var 41,7 milljónir en ekki 18,3 milljónir

ATHUGUN Ríkisendurskoðunar hefur leitt í ljós að kostnaður Landsbankans og dótturfyrirtækja af laxveiðiferðum síðastliðin fimm ár er tæplega 42 milljónir króna en ekki 18,3 milljónir eins og bankinn upplýsti viðskiptaráðherra um og hann greindi frá í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðasta mánuði. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Kökubasar

KIWANISKLÚBBURINN Embla heldur kökubasar í Krónunni á morgun, laugardaginn 4. apríl, frá kl. 11. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð klúbbsins, sem styrkir ýmis líknarmál. Kiwanisklúbburinn Embla er kvennaklúbbur sem starfað hefur á Akureyri síðustu sex ár og er upplagt fyrir fólk sem leggur leið sína í Krónuna að kynna sér starfsemi klúbbsins um leið og það styrkir gott málefni. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Lagfæring hlutaskiptakerfis brýn

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði á aðalfundi félagsins í gær að yrðu ekki gerðar lagfæringar á hlutaskiptakerfinu myndi það standa tækniframförum og eðlilegri endurnýjun í flotanum fyrir þrifum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lagt til að Landssíminn verði seldur sem fyrst

SÉRFRÆÐINEFND, sem samgönguráðherra skipaði í lok nóvember á síðasta ári, til að gera tillögur um framtíðarsýn í fjarskiptamálum, leggur til að Landssíminn verði seldur í áföngum sem fyrst. Lögð er áhersla á dreifða eignaraðild og að ríkissjóður haldi eftir svokölluðu "gullnu hlutabréfi" sem veitir rétt til að hafa áhrif umfram aðra hluthafa. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

LEIÐRÉTT

Í TÓNLISTARDÓMI Jóns Ásgeirssonar um kórtónleika Kammerkórs Suðurlands Í Digraneskirkju í blaðinu á miðvikudag misritaðist nafn stjórnandans. Hið rétta er Hilmar Örn Agnarsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 286 orð

Le Pen sviptur borgararéttindum LEIÐTOGI sósíali

LEIÐTOGI sósíalista á Evrópuþinginu hvatti í gær til þess að þjóðernissinnanum og öfga hægrimanninum Jean Marie le Pen yrði vísað af þingi. Le Pen var í gær dæmdur fyrir að hafa ráðist að þingkonu sósíalista og var sviptur borgararéttindum í tvö ár. Havel boðar til kosninga VACLAV Havel, forseti Tékklands, boðaði í gær til kosninga 19. og 20. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ljósmyndir RAX í evrópska keppni

IMAGES 98 er ljósmyndasamkeppni þar sem 23 Evrópulönd eiga fulltrúa sína í. Samkeppnin hefur það að markmiði að vekja athygli á efnilegum atvinnuljósmyndurum eða nemendum í ljósmyndun í Evrópu. Engin aldurstakmörk eru í keppninni og hafa ljósmyndarar fullt frelsi til listsköpunar sinnar og við val á myndefni. Vegleg verðlaun eru í boði, t.d. eru 1. verðlaun 40.000 svissneskir frankar. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Málþing um stöðu upplýsingarinnar

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina Staða upplýsingarinnar í sögu Íslands laugardaginn 4. apríl í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á sunnudag, 5. apríl. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á morgun, laugardaginn 4. apríl, kl. 14.40. Kyrrðar- og bænastund kl. 21 á sunnudagskvöld í Grenivíkurkirkju. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

Mildi að engan sakaði er þurrkari sprakk

ENGAN sakaði er mikil sprenging varð í fiskimjölsverksmiðju SR- Mjöls á Seyðisfirði aðfaranótt fimmtudagsins. Hvellurinn heyrðist um allan bæ og vöknuðu sumir bæjarbúar við lætin. Sprengingin varð þegar verið var að tæma mjölþurrkara. Mikill hiti var í þurrkaranum og við þær aðstæður getur kviknað í mjölryki sem þá brennur mjög hratt. Skemmdir urðu töluverðar. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Myndir íslenskra barna sýndar í Japan MYNDLISTARSÝNI

MYNDLISTARSÝNING með myndum barna úr sjötta bekk Álftamýrarskóla verður opnuð í borginni Matsukaidó í Japan 7. apríl næstkomandi. "Við sendum um 35 myndir til Japan," segir Margrét Á. Auðuns, myndmenntakennari í Álftamýrarskóla. "Þetta voru klippimyndir unnar á pappír sem nemendurnir höfðu endurunnið og litað sjálfir. Myndefnið var íslensk náttúra og atvinnuvegir. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Nauðlent á Nesjavallavegi

TVEIR menn sluppu ómeiddir þegar eins hreyfils fjögurra sæta flugvél, TF-BKB, laskaði annan vænginn við nauðlendingu á Nesjavallavegi um kl. 20 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar varð vélin eldsneytislaus. Hún hafði farið frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 18.20 og var með eldsneyti til fimm klukkustunda flugs. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Níu milljónir verða hugsanlega endurgreiddar

ENDURSKOÐAÐ verður hjá Reykjavíkurborg hvaða aðilar kunna að hafa greitt gjald fyrir heilbrigðiseftirlit árin 1995 og 1996 án þess að hafa fengið eftirlit. Alls var gjaldið innheimt hjá 440 aðilum og þurfi að endurgreiða öllum er upphæðin tæpar 9 milljónir króna. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 798 orð

Óeðlileg afskipti?

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá oddvitum Andakíls-, Skorradals-, Lundarreykjadals-, og Hálsahrepps: "Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla og umræðna á Alþingi um afgreiðslu svæðisskipulags sveitarfélaga Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar vilja undirritaðir oddvitar Andakíls-, Hálsa-, Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 647 orð

Ótti við hrun í efnahagslífinu

FORSTJÓRI stórfyrirtækisins Sony sagði í gær, að hrun væri yfirvofandi í japönsku efnahagslífi og kenndi ráðamönnum í Japan og stjórnmálamönnunum almennt um hvernig komið væri. Í nýrri könnun japanska seðlabankans kemur fram, að mikil svartsýni er meðal forsvarsmanna japanskra fyrirtækja og fjárfestar óttast, Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 244 orð

Óvissa um samkomulag

ALVARLEG snurða virðist hlaupin á þráðinn í friðarviðræðunum á Norður-Írlandi og sagði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, að djúpstæður ágreiningur væri við bresk stjórnvöld um lykilatriði væntanlegs samkomulags. Eftir að hann átti þriggja klukkustunda fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í fyrrakvöld sögðu þeir "meiri vinnu nauðsynlega" til þess að koma á friði á N-Írlandi. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 376 orð

Papon dæmdur í 10 ára fangelsi

MAURICE Papon, sem þjónaði sem embættismaður Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld, var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir "glæpi gegn mannkyninu" eftir að kviðdómur í Bordeaux sakfelldi hann fyrir að hafa verið meðábyrgur fyrir því að franskir gyðingar voru sendir í dauðabúðir nazista í Þýzkalandi. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Páskabingó kiwanismanna

KIWANISKLÚBBURINN Korpa stendur fyrir páskabingói laugardaginn 4. apríl í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi og hefst það kl. 14. Bingóið er hugsað sem fjölskylduskemmtun og eru vinningar miðaðir við að stór hluti þátttakenda verði börn. Kaffiveitingar verða seldar á staðnum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ráðstefna um erfðabreyttar lífverur

ERFÐABREYTTAR lífverur er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Norræna húsinu laugardaginn 4. apríl. Ráðstefnan er haldin á vegum Líffræðifélags Íslands og er þetta 17. ráðstefnan sem félagið gengst fyrir á 19 árum. Ráðstefnunni er ætlað að gefa yfirlit yfir þetta ört vaxandi og umdeilda svið athafnamannsins. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ráðstefna um hagnýtingu heimspekinnar

SOFFÍA, félag heimspekinema við Háskóla Íslands og Félag áhugamanna um heimspeki efna til ráðstefnu laugardaginn 4. apríl um hagnýtingu heimspekinnar. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskólans og stendur hún frá kl. 14­18. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ráðuneytið áfrýjar

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl sl. um að íslenska ríkinu beri að greiða sex starfsmönnum Lyfjaverslunar Íslands hf., sem áður störfuðu hjá Lyfjaverslun ríkisins, biðlaun vegna breytinga sem gerðar voru á starfskjörum þeirra. Starfsmennirnir sex höfðuðu mál hver um sig og voru kröfur þeirra á bilinu 417.000 til 1.313. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Sendinefnd velur hópinn eftir helgi

FLÓTTAMANNARÁÐ hefur lagt til að þegið verði boð bæjarstjórnar Blönduóss um að tuttugu manna hópur flóttamanna frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu fari þangað til dvalar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að stefnt sé að því að flóttamennirnir fari til Blönduóss, og verði hópurinn valinn eftir næstu helgi. Ráðherra líklega í för Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Símreikningar lækka um 7% að meðaltali

SÍMREIKNINGAR heimilanna hafa lækkað um 7% að meðaltali og símreikningar elli- og örorkulífeyrisþega hafa lækkað um tæp 12% að meðaltali í kjölfar breytinga á gjaldskrá Landssímans í nóvember. Meira
3. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Skemmtistaður opnaður í Fischersundi

SKEMMTISTAÐURINN Reggae Pub í Fischersundi, sem var opnaður um síðustu helgi, hefur bráðabirgðavínveitingaleyfi frá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, þar til umsögn hefur borist frá borgaryfirvöldum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skoðanakönnun Fjarðarlistans í Hafnarfirði

SKOÐANAKÖNNUN Fjarðarlistans í Hafnarfirði fer fram kl. 10­20 laugardaginn 4. apríl í Smiðjunni, Strandgötu 50. Stuðningsmenn sameiginlegs framboðs Alþýðubandalags, Kvennalista, Jafnaðarmannafélags Alþýðuflokks og Óháðra standa að listanum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Slys vegna farsímanotkunar

MAÐUR slapp ómeiddur en bifreið hans stórskemmdist eftir að hún fór út af og valt á Ólafsvíkurvegi í gær. Maðurinn var, að sögn lögreglu, að ræða í farsíma meðan á akstri stóð og missti vald á bílnum. Um jeppabifreið er að ræða og þurfti að fá vörubíl til að fjarlægja hana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mildi að ekki fór verr. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Slökkviliðsmenn kynna starfið

AÐALÞING Landssambands slökkviliðsmanna fer fram dagana 3., 4. og 5. apríl nk. á Grettisgötu 89 (húsi BSRB), 4. hæð. Þingið verður sett kl. 15.30 hinn 3. apríl. Laugardaginn 4. apríl verður sýning slökkviliða við húsnæði BSRB kl. 15.30 sem er opin öllum almenningi. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Stefnuþing Reykjavíkurlistans á laugardag

STEFNUÞING Reykjavíkurlistans verður haldið laugardaginn 4. apríl í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Á þinginu verður lögð fram til kynningar og umræðna stefnulýsing Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Stefnuþingið, sem er opið stuðningsfólki Reykjavíkurlistans, hefst kl. 9.30 og stendur til kl. 15. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Stofnfundur Nýrrar lífssýnar

HALDINN verður stofnfundur samtakanna Ný lífssýn laugardaginn 4. apríl í Hreyfilssalnum, Fellsmúla 26, kl. 14. Í dag búa hátt í 300 Íslendingar við fötlun af völdum útlimamissis, vegna slysa, sjúkdóma eða frá fæðingu. Að baki þessari stofnun standa einstaklingar sem lengi hafa talið þörf fyrir slík samtök, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. apríl 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra tekur til starfa

Blönduósi-Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra tók formlega til starfa á Blönduósi sl. fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Það var félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, sem lýsti því yfir að starfsemin væri hafin, en hún er til húsa á Þverbraut 1 þar sem fyrir eru m.a. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra (INVEST) og verkalýðsfélagið Samstaða. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Taka upp mál Sigurðar VE

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Noregi hefur fallist á að mál Ísfélags Vestmannaeyja hf. og skipstjórans á Sigurði VE verði tekið upp og fái faglega meðferð fyrir dómnum. Dómur undirréttar féll í einu og öllu Norðmönnum í vil. Málið verður tekið fyrir að nýju í dómstólnum í Bodø í Noregi 8. og 9. júní nk. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 621 orð

Taldi að lagalegan grundvöll fyrir málshöfðun skorti

PAULA Jones höfðaði mál á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta og bar honum á brýn að hafa áreitt sig kynferðislega á hótelherbergi í Little Rock í Arkansas 1991 er hann var ríkisstjóri þar og hún lágt settur ríkisstarfsmaður. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Tekist á um réttindi frumbyggja

JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, er talinn taka mikla pólitíska áhættu með því að reyna að þröngva frumvarpi um landaréttindi ástralskra frumbyggja í gegnum þingið. Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu og í gær sakaði Gareth Evans, fyrrverandi utanríkisráðherra Howard um kynþáttahatur vegna þess hvernig tekið hefði verið á málinu. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Togað í ísnum

Togað í ísnum ÍSSPÖNG var í um 12­15 sjómílur vestur af Kolbeinsey í gær og var rækjuskipið Svalbakur EA þar að veiðum og togaði í gegnum spöngina. Í könnunarflugi TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, var komið að ísbrúninni 84 sjómílum vestnorðvestur af Bjargtöngum og var flogið með henni til NA að Fonti. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 18 orð

Trúnaðarbréf afhent

Trúnaðarbréf afhent ÓLAFUR Egilsson sendiherra afhenti 26. mars sl., Jiang Zemin, forseta Alþýðulýðveldisins Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 740 orð

Ummæli ekki dæmd ómerk

HÆSTIRÉTTUR hefur að miklu leyti sýknað Sigurð Helga Guðjónsson, formann og framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins, af kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins og þrettán starfsmanna hennar um ómerkingu ummæla sem hann lét falla um Húsnæðisstofnun og lögfræðideild stofnunarinnar í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í október 1996. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1760 orð

Veðskuldabréf undirrituð af fjármálastjóra bera ekki bæjarábyrgð Endurskoðendur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafasent bréf þar

GÖGNUM varðandi Strandgötu 30, áður Hafnarfjarðarbíó, hefur verið leynt fyrir endurskoðendum Hafnarfjarðarbæjar og þeir því ekki getað sinnt lögboðnum skyldum sínum, segir í bréfi endurskoðendanna til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Viðræður um björgunarlaun

VIÐRÆÐUR standa yfir milli útgerðar Arneyjar KE og tryggingafélags flutningaskipsins Nordic Ice um björgunarlaun fyrir aðstoð sem Arney veitti í Sandgerðishöfn er flutningaskipið varð þar stjórnlaust og olli nokkrum skemmdum í síðustu viku. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 767 orð

Vinnufundur mengunarvarnanefndarGeislavirkur úr

FUNDI yfirnefndar innan Óslóar- og Parísarsamningsins um varnir gegn mengun hafsins lýkur á Hótel Sögu í dag. Nefndin kallast PRAM og fjallar um mögulegar aðgerðir til þess að draga úr mengun vegna starfsemi mannsins í hafi að sögn Þórs Tómassonar hjá mengunarvörnum Hollustuverndar ríkisins. PRAM- nefndin hittist árlega og kemur saman í fyrsta skipti á Íslandi í ár. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Vollebæk heimsækir Alþingi

UTANRÍKISRÁÐHERRA Noregs, Knut Vollebæk, hóf daginn í gær á því að sækja heim Alþingi Íslendinga, þar sem Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, tók á móti honum. Eftir að hafa skoðað húsakynnin ræddi Vollebæk við utanríkismálanefnd Alþingis í þingflokksherbergi sjálfstæðismanna þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Meira
3. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 396 orð

Waigel lýsir yfir ósigri EMU- gagnrýnenda

ÞÝZKI stjórnlagadómstóllinn vísaði í gær frá tveimur kærum, sem ætlað var að hindra að Þýzkaland gæti með löglegum hætti orðið stofnaðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) um næstu áramót. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Yfirlýsing bankaráðs Landsbanka Íslands hf.

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hf. sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Á fundi bankaráðs Landsbanka Íslands hf. í dag var fjallað um þá athugun sem nú fer fram á vegum Ríkisendurskoðunar á þáttum tengdum kaupum Landsbanka Íslands á laxveiðileyfum. Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Þrír sóttu um hálfa stöðu

UMSÓKNARFRESTUR er runninn út um hálfa stöðu prests til eins árs í Mosfellsprestakalli. Umsækjendur voru þrír, séra María Ágústsdóttir og guðfræðingarnir Kristín Þórunn Tómasdóttir og Sigurður Rúnar Ragnarsson. Ráðið verður í stöðuna fljótlega eftir helgi. Þrjú prestaköll auglýst Meira
3. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Þrjár verslanir Vöruvals á Ísafirði seldar

GENGIÐ var frá sölu á rekstri verslana Vöruvals á Ísafirði á þriðjudag. Um er að ræða þrjár verslanir, Vöruval á Skeiði, Vöruval í Hnífsdal og Björnsbúð á Ísafirði. Kaupandinn er Miðbrún ehf., sem er að stærstum hluta í eigu bræðranna Péturs H.R. Sigurðssonar og Vilbergs Prebenssonar. Hinir nýju eigendur tóku við rekstrinum á miðvikudag og hefur verslununum verið gefið nafnið Eló. Meira

Ritstjórnargreinar

3. apríl 1998 | Staksteinar | 336 orð

»Kindagötuvald TALSVERÐ umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um það hverni

TALSVERÐ umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um það hvernig eigi að haga stjórnsýslu á hálendinu og hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp um þjóðlendur á Alþingi. Sitt sýnist hverjum í þessu efni og m.a. hefur borgarstjórinn í Reykjavík minnt á að eigi megi gleyma Íslendingnum, sem býr í þéttbýlinu, tryggja verði réttindi hans sem Íslendinga í dreifbýli. Meira
3. apríl 1998 | Leiðarar | 662 orð

VARÚÐ VEGNA INFLÚENSU

leiðariVARÚÐ VEGNA INFLÚENSU TTI MANNA við drepsóttir hefur magnazt mjög eftir fréttirnar fyrr í vetur um nýja tegund inflúensu, sem borizt hefur í menn úr fuglum, svonefnd kjúklingaflensa. Hennar varð fyrst vart í Hong Kong og kostaði nokkra menn lífið. Meira

Menning

3. apríl 1998 | Menningarlíf | 79 orð

"4. víddin"

OPNUN myndlistarsýningar Fjölbrautaskólans í Garðabæ verður haldin í Gallerí Geysi í Hinu húsinu við Ingólfstorg laugardaginn 4. apríl kl. 14.14. Sýningin ber yfirskriftina 4. víddin og samanstendur af verkum sem nemendur hafa unnið í þemavinnu í sambandi við tímann. Verkin eru unnin á fjölbreyttan hátt og sýna tilfinningar ungs fólks til tíma og tímaleysis vorra daga. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 148 orð

Alda Sigurðardóttir í Slunkaríki

Í GALLERÍI Slunkaríki á Ísafirði verður opnuð sýning á verkum eftir Öldu Sigurðardóttur laugardaginn 4. apríl. Alda fæddist í Reykjavík árið 1960 og býr á Selfossi. Hún lærði hjúkrunarfræði og fatahönnun og árið 1993 lauk hún námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið sýningar á verkum sínum ein sér og með öðrum. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 115 orð

Áhorfendur vildu Stones ÞAÐ ER ekki

Áhorfendur vildu Stones ÞAÐ ER ekki á hvers manns færi að hita upp fyrir Rolling Stones. Meredith Brooks fékk að finna fyrir því á tónleikum í Buenos Aires þegar hún var hrakin af sviðinu eftir að hafa aðeins náð að flytja tvö lög af tíu laga dagskrá. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Dagur vonar á Selfossi

Í KVÖLD frumsýnir Leikfélag Selfoss leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Leikritið var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1987 í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 111 orð

Danskt vor

HJÁ Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka tekur gildi 4. apríl nýr sýningartími sem gildir í apríl og maí. Opið verður á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14­17 og eftir samkomulagi ef pantað er. Um páskana verður opið á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum á sama tíma dags, en lokað á föstudaginn langa og páskadag. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 519 orð

Drekinn flýgur Leikfélag Kvennaskólans mátt

KVENNASKÓLINN í Reykjavík sýnir um þessar mundir rússneska leikritið "Drekann" eftir Evgenií Shvarc í Tjarnarbíói. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir föngulegum leikhópi nemenda Kvennaskólans, en frumsýning var sunnudaginn 29. mars, tvemur dögum eftir að ræðulið Kvennaskólans tapaði naumlega fyrir liði Verslunarskólans í Morfís. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Egill Sæbjörnsson sýnir á Mokka

Á MOKKA við Skólavörðustíg verður opnuð sýning á verkum Egils Sæbjörnssonar (f. 1973) föstudaginn 3. apríl. Egill útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands síðastliðið vor og hefur einkum fengist við tölvutengda listsköpun. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 146 orð

Emil í Kattholti

Í NORRÆNA húsinu á sunnudag kl. 14 verður sýnd kvikmynd um Emil í Kattholti. "Eeemiil " hrópar pabbi hans Emils svo hátt að það ómar um allt Kattholt. Emil er alltaf að fremja strákapör og þá er hann iðulega sendur út í smíðaverkstæðið þar sem hann dundar sér við að skera út trékalla og er safnið orðið talsvert mikið. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 100 orð

Fjallað um Feður og syni á Leynibarnum

ÁÐUR en sýning hefst á Feðrum og sonum eftir Ívan Túrgenjev sunnudaginn 5. apríl n.k. mun Ingibjörg Hafstað bókmenntafræðingur fjalla um verkið og það þjóðfélagslega umhverfi sem það var skrifað í. Kynningin fer fram á Leynibar Borgarleikhússins og hefst kl. 19. Aðgangur er ókeypis. Sýningin á sunnudag er sú síðasta á Feðrum og sonum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 52 orð

Flamencogítar

SPÁNSKI gítarleikarinn Bernat Jiménez de Cisneros y Puig heldur kynningu á flamencogítarleik í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, laugardaginn 4. apríl kl. 15.30. Í lok kynningar geta nemendur skráð sig í einka- eða hóptíma hjá Bernat. Kynningin er öllum opin sem hafa áhuga á flamenco og nemendur á öllum stigum geta skráð sig. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Fræðafundur um Bach og passíutónlist

Í TILEFNI af flutningi Kórs Langholtskirkju á Mattheusarpassíunni, eftir Jóhanns Sebastians Bach, stendur kórinn fyrir fræðafundi um Bach og tónlist hans kl. 14, laugardaginn 4. apríl í Odda, stofu 101. Á fundinum verður fjallað um trúarlega tónlist Bachs í víðu samhengi. Þorsteinn Gylfason prófessor fjallar um tónlist og trú, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld talar um passíur og sr. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð

Fullt tungl í uppsiglingu?

SKEMMTISTAÐURINN Tunglið var opnaður á ný um síðustu helgi. "Það er búið að taka húsið í gegn, gera allt snyrtilegra, laga lýsinguna og lækka dansgólfið," segir Sverrir Rafnsson, sem er nýr eigandi staðarins. Hann segir að góð dagskrá sé í vændum. "Það er bókað út mánuðinn. Meira
3. apríl 1998 | Tónlist | -1 orð

Glæsilegur söngur

Fluttir voru forleikir og millispil og sungnar aríur úr óperum eftir H¨andel, Rossini, Bellini, Borodin, Dvorak, Puccini og Verdi. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi: Paul Wynne Griffiths. Fimmtudagurinn 2. apríl. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 174 orð

Hafnarkórinn með tónleika

HAFNARKÓRINN frá Færeyjum heimsækir Ísland og heldur tónleika dagana 4.-8. apríl næstkomandi. Í kórnum eru að jafnaði um 50 félaga en í þessari Íslandsferð er um að ræða kammerkór með um þrjátíu þátttakendum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 241 orð

"Hávær nýliði" skekur Glasgow

"SKJÁLFTAKIPPUR fór um hátíðasal Glasgow-borgar þegar tónlist eftir lítt þekktan byltingarmann tók höndum saman við verk Beethovens í tónleikaröð skosku BBC- sinfóníunnar "Byltingarmaðurinn Beethoven". Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Howard Stern með sjónvarpsþætti

ÚTVARPSMAÐURINN Howard Stern nýtur ómældra vinsælda í Bandaríkjunum, einkum hjá ungu fólki, en er jafnframt afskaplega umdeildur eins og svo oft vill verða. CBS-sjónvarpsstöðin hefur nú á prjónunum sjónvarpsþætti með þessum alræmda sprelligosa. Þeir munu hefja göngu sína í ágúst og keppa við gamanþættina Saturday Night Live. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Hreindýr á skákborði tískunnar

TÍSKUHÚSIÐ DeSign-ý, Egilsstöðum stendur fyrir tískusýningu á leðurfatnaði úr íslensku hreindýraleðri á útitaflinu við Lækjargötu, laugardaginn 4. apríl milli kl. 13 og 15. Í kjölfarið á tískusýningunni verður opnuð sýning í húsakynnum gallerís Handverks & hönnunnar að Amtmannsstíg 1. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 693 orð

Hver getur best? Úrslit ráðast í spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld þegar Menntaskólinn í Reykjavík mætir Menntaskólanum

GETTU betur hefur skapað sér varanlegan sess í hugum margra landsmanna undanfarin ár. Útsendingar Sjónvarpsins eiga sinn þátt í vinsældum keppninnar, en í kvöld verður bein útsending frá lokaviðureigninni. Davíð Þór Jónsson er stjórnandi keppninnar þriðja árið í röð og tók hann við af Ómari Ragnarssyni í því hlutverki. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 1558 orð

Hversdagskátína Huldu Hákon

ÍSLENSKA menningarsamsteypan art.is annast Sjónþing Gerðubergs í samvinnu við listadeild staðarins og er þetta tíunda Sjónþingið í röðinni. Spyrlar eru Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og Egill Helgason fréttamaður, en umsjónarmaður er Hannes Sigurðsson, forstjóri art.is. Líkt og áður verður Sjónþinginu fylgt úr hlaði með tveimur sýningum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 96 orð

Japönsk pappírsgerð

MHÍ heldur námskeið um japanska pappírsgerð á morgun, laugardag. Unnið verður með Koszo, sem er trefjaefni úr japönskum runna. Kenndar verða hefðbundnar japanskar vinnuaðferðir, gerð pappírs í yfirstærðum, litun, o.fl. Kennari er Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarmaður. Kennt verður í Laugarnesi á morgun og helgina 25.­26. apríl. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 407 orð

Kammertónleikar í Garðabæ

Á TÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ laugardaginn 4. apríl kl. 17 munu þeir Guðni Franzson klarínettleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Johannes Brahms og Ludwig van Beethoven. Þetta eru fjórðu kammertónleikarnir sem þar eru haldnir á þessum vetri, en Gerrit Schuil er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi þeirra. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 101 orð

KOLSI sýnir í listagalleríinu Smíðar og skart

SÝNING á verkum Kolbrúnar Sigurðardóttur, KOLSI, verður opnuð í listagalleríinu Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16a, á morgun, laugardag. Kolbrún er fædd 1969 og er þetta þriðja einkasýning hennar, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún lauk námi frá ungverska listiðnaðarháskólanum í Magyar 1997; stundaði nám í MHÍ og útskrifaðist þaðan úr keramikdeild árið 1995. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 181 orð

Laus úr fangelsi LEIKARINN Rober

Laus úr fangelsi LEIKARINN Robert Downey Jr. losnaði úr fangelsi í vikunni eftir að hafa eytt fjórum mánuðum bak við lás og slá en hann mun ljúka afplánun sinni á lokuðu meðferðarheimili fyrir eiturlyfjasjúklinga. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Listsýning skólabarna í Háteigskirkju

Í SAFNAÐARHEIMILI Háteigskirkju verður opnuð listsýning skólabarna laugardaginn 4. apríl kl. 14. Það eru börn í 6. bekk úr fjórum skólum í hverfinu sem sýna verk sín, þ.e. Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Vesturhlíðarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Barnakór Háteigskirkju syngur. Listsýningin er afrakstur heimsókna barnanna í Háteigskirkju á liðnum mánuðum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Ljósmyndir frá Nepal

LJÓSMYNDASÝNING Kjartans Einarssonar verður formlega opnuð í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, í dag, föstudag, kl. 17-19. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar í Nepal á síðasta ári og eru liður í lokaverkefni hans við Svenska konstskolan í Nykarleby í Finnlandi. Kjartan heldur sýninguna samtímis í Laterna Magica galleríinu í Helsinki. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-23. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 205 orð

Menningardagar Vitans

FRÁ og með föstudeginum 3. apríl til miðvikudagsins 15. apríl verða menningardagar félagsmiðstöðvarinnar Vitans fyrir unglinga í 8.­10. bekk í Hafnarfirði. Á dagskránni verður meðal annars ljósmyndamaraþon, gúmmíbátarall og breaknámskeið. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 704 orð

Ógnir í undirdjúpum Frumsýning

Í SPHERE leikur Dustin Hoffman sálfræðinginn Dr. Norman Goodman, sem er óvænt kallaður til aðstoðar bandarískum stjórnvöldum á afmörkuðu svæði í Kyrrahafinu. Þar gengur hann til samstarfs við hóp sérfræðinga sem lúta forystu hins dularfulla Barnes (Peter Coyote), en í hópnum er meðal annarra lífefnafræðingurinn Beth Halperin (Sharon Stone), sem Goodman þekkir frá fornu fari, Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 333 orð

Óperu- og söngleikjakvöld Nemendaóperu Söngskólans

NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík sýndi Töfraflautu Mozarts sjö sinnum nú í mars og var húsfyllir á öllum sýningum. Samhliða æfingum og sýningum á Töfraflautinni hefur Nemendaóperan undirbúið óperu- og söngleikjadagskrá sem verður á fjölunum í tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, föstudagskvöldið 3. apríl kl. 20.30 og laugardaginn 4. apríl kl. 14.30. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 230 orð

Rauða hornið

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opnar laugardaginn 4. apríl sýningu á helgimyndum í Gryfjunni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Sýninguna eða innsetninguna nefnir hún "Rauða hornið" af þeirri venju á heimilum fólks innan rétttrúnaðarkirknanna að koma íkonum fyrir í "rauða" eða "fagra" horninu, sem er austurhorn vistarverunnar. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 79 orð

Siðbót í Gallerí Listakoti

IRÉNE Jensen grafíklistakona opnar sýningu í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 4. apríl kl. 14-17. Iréne stundaði myndlistarnám í Stokkhólmi og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1994. Þetta er fimmta einkasýning hennar. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Myndirnar eru unnar í koparætingu og einnig með blandaðri tækni. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 163 orð

Síðustu sýningar

SÍÐASTA sýning á leikritinu Kaffi sem sýnt er á Litla sviðinu verður sunnudaginn 5. apríl. Leikendur eru; Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Theódór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Bryndís Pétursdóttir og Róbert Arnfinnsson. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Stofnfundur Félags um Listasafn Samúels í Selárdal

Í DJÚPINU, veitingastaðnum Horninu, Hafnarstræti 15, verður á laugarag 4. apríl kl. 14 stofnfundur Félags um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal. Ferðamálaráð, Samgönguráðuneyti og Seðlabankinn hafa nú lagt málefninu fjárhagslegt lið og nýverið var haldin fjáröflunarsýning í Galleríi Horninu þar sem ýmsir listamenn gáfu verk sín til styrktar uppbyggingu í Selárdal. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Sunnudagur í Listasafni Árnesinga

Í ANNAÐ sinn fær listasafnið til sín gest á sunnudegi. Í þetta sinn er það Brynhildur Þorgeirsdóttir sem ætlar að sýna litskyggnur af verkum sínum og segja frá þeim og tilurð þeirra og einnig að segja frá sjálfri sér. Brynhildur er uppalin á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Suzuki fiðlunemar með kökusölu

SUZUKI fiðlunemar við Tónlistarskóla Keflavíkur og Njarðvíkur standa fyrir kökusölu við Stapann í kvöld og hefst hún kl. 23. Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda en þeir halda til Árósa í Danmörku 10. júní nk. og leika í tónleikahöll borgarinnar. Þaðan verður haldið á vesturströndina og haldnir tónleikar sem og í Óðinsvéum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 115 orð

Svanur leikur kvikmyndatónlist

LÚÐRASVEITN Svanur verður með vortónleika sína í Tjarnarbíói laugardaginn 4. apríl kl. 14. Að þessu sinni eru kvikmyndir valdar sem þema tónleikanna. Öll efnisskráin byggist á kvikmyndatónlist. Það má segja að tónleikarnir séu óvenjulegir hvað þetta snertir þar sem lúðrasveitir hafa yfirleitt blandaða tónlist frá ýmsum tímum. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 84 orð

Sýning í Pakkhúsinu

Í PAKKHÚSINU á Höfn heldur Irena Zvirblis málverkasýningu frá 4.-14. apríl nk. Irena mun sýna olíumálverk sem eru máluð undanfarna 7 mánuði. Irena er flóttamaður frá Bosníu í Júgóslavíu. Faðir Irenu var málari að mennt og vann við list sína, svo myndlist er og hefur ávallt verið stór þáttur í lífi hennar. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 20 orð

Sýningu lýkur

Sýningu lýkur Gallerí Fold SÝNINGU Ólafar Kjaran á olíu- og vatnslitamyndum í baksal Gallerís Foldar lýkur nú á sunnudag, 5. apríl. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 108 orð

Söngbræður með tvenna tónleika

KARLAKÓRINN Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika laugardaginn 4. apríl í Listaskálanum í Hveragerði kl. 15 og í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) Rauðagerði 27 í Reykjavík kl. 20.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Þetta er tuttugasta starfsár Söngbræðra. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 125 orð

Umhverfis jörðina á 80 dögum

LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir laugaraginn 4. mars kl. 14 Umhverfis jörðina á 80 dögum í leikgerð Bengt Ahlfors eftir samnefndri sögu Jules Verne. Þýðinguna gerði Stefán Baldursson. Um 30 manns taka þátt í sýningunni. Söguna þekkja flestir því hún hefur verið endursögð í ýmsum myndum; á prenti, í kvikmyndum og auk þess gerðar ótalmargar teiknimyndir fyrir börn eftir henni. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 108 orð

Úrslitakvöld Músíktilrauna MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar

Úrslitakvöld Músíktilrauna MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar lýkur í kvöld, en þá keppa níu hljómsveitir um hljóðverstíma. Þetta er í sextánda sinn sem keppnin er haldin, en hún fer þannig fram að á þremur til fjórum undanúrslitakvöldum keppa átta til ellefu hljómsveitir um sæti í úrslitum. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 177 orð

Vantar aðeins Titanic

Vantar aðeins Titanic GRÁLEITAR skemmur í fylkinu Baja í Norður-Mexíkó láta ekki mikið yfir sér. Engu að síður fóru fyrir nokkru að myndast langar bílaraðir fyrir utan girðinguna og var það fólk sem langaði til að skoða helgidóminn. Það var nefnilega þarna sem stórmyndin Titanic var gerð. Kvikmyndaverið 20th Century Fox byggði skemmurnar. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Þrettán uppstillingar og eitt hús

ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu, Listasafni ASÍ, laugardaginn 4. apríl kl. 15. Þar sýnir hún þrettán uppstillingar og eitt hús. Þetta er fyrsta stóra einkasýning Þorbjargar, en hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og var svo í framhaldsnámi í Frakklandi. BARNAAFMÆLI (uppstilling), ljósmynd 1998. Meira
3. apríl 1998 | Menningarlíf | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Svavarsson Í SELJAKIRKJU voru afhjúpaðar tvær stórar veggmyndirí miðrými kirkjunnar eftirRúnu (Sigrúnu Guðjónsdóttur). Verkin gefur KvenfélagSeljasóknar til minningar umfyrsta formann félagsins, Aðalheiði Hjartardóttur. Meira
3. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 606 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð220.55 Helgin hefst ekki með lúðrablæstri og söng, Brennandi sól (Race the Sun, '96), er bíómynd sem aldrei var sýnd hérlendis og fær aðeins hjá oftast jákvæðum gagnrýnanda tímaritsins Boxoffice. Meira

Umræðan

3. apríl 1998 | Aðsent efni | 871 orð

Betra heilbrigðiskerfi

VIÐ SEGJUM oft að við eigum heimsins bestu heilbrigðisþjónustu. Víst er hún góð; en hún býr við lakan kost, lélega húsnæðisaðstöðu, gamlan tækjabúnað og úrelt stjórnkerfi. Á hinn bóginn eigum við á að skipa læknum og hjúkrunarfólki sem er í fremstu röð, en það býr við slakt og lítt hvetjandi, ef ekki letjandi, starfsumhverfi sem brýnt er að bæta. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 251 orð

Brennsluofninn

AÐALTILGANGUR hreyfingar er ekki að brenna orku og grenna sig, en óneitanlega er það sá ávinningur sem hvetur marga til að byrja í líkamsrækt af einhverjum toga. Líkaminn brennir stöðugt orku, líka í hvíld og við hreyfingu eykst brennslan. Ef hreyfing er stunduð reglulega eykst hæfileiki líkamans til að virkja og vinna úr fitu og því gagnsemin meiri en flestir átta sig á. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 1138 orð

Eignar- og umráðaréttur hálendis

Í FYRRI grein minni lét ég m.a. í ljósi þá skoðun, að nauðsyn beri til þess að frumvarp það til laga um þjóðlendur, sem nú er til meðferðar á Alþingi, verði lögtekið hið allra fyrsta enda þótt það þarfnist nokkurra einfaldra breytinga sem brátt verður vikið að. Tilkoma þeirra laga mun væntanlega leysa ýmsan vanda, er við stöndum ella frammi fyrir. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 975 orð

Framtíð Reykholts

Í REYKHOLTI í Borgarfirði eru miklar skólabyggingar, frá því að framhaldsskóli var þar, nýbyggð kirkja og Snorrastofa áföst við hana, sem nú er verið að innrétta. Þá stendur gamla kirkjan enn á staðnum. Reykholt er einkum nafnfrægt vegna þess að höfðinginn Snorri Sturluson, sagnaritari og skáld, bjó þar á fyrri hluta 13. aldar. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 264 orð

Hvers vegna mótmæla Neytendasamtökin ekki?

EIGNARHALDSFÉLAG Brunabótafélags Íslands greiðir ágóðahlut. Sveitarfélögin fá 110 milljónir króna. Hvað fá eigendur félagsins, fyrrum tryggingatakar hjá Brunabótafélagi Íslands, ekkert. Hvers vegna mótmæla Neytendasamtökin ekki? Hér er hrein mismunun á milli eigenda BÍ. Samkvæmt lögum er ekki hægt að greiða út arð til sumra eigenda en ekki ananrra. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 779 orð

Iðjuþjálfun í heilsugæslu

NÚ STENDUR yfir eins árs tilraunaverkefni á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um iðjuþjálfun í heilsugæslu. Verkefnið mun standa yfir fram í september á þessu ári á heilsugæslustöðvunum í Mjódd og Sólvangi í Hafnarfirði. Þrír iðjuþjálfar í samtals einu og hálfu stöðugildi vinna að framkvæmdinni. Iðjuþjálfar í heilsugæslu ­ hvers vegna? Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 558 orð

Meinatækni ­ lykill að lækningu

FYRR á öldum tíðkuðust lækningaaðferðir sem fólust í því að taka fólki blóð. Tilgangurinn var sá að losa menn við slæma vessa og óhreinindi í blóðinu. Lækningin mun þó hafa látið á sér standa þar sem læknisfræðin var skammt á veg komin og blóðrannsóknir ekki komnar til sögunnar. Fólki er ennþá tekið blóð, en í öðrum tilgangi en áður fyrr. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 1078 orð

Ný skólastefna

NÝ skólastefna hefur litið dagsins ljós. Henni er ætlað að vera grundvöllur endurskoðunar aðalnámskráa fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Stefnan hefur verið kynnt undir kjörorðunum "Enn betri skóli. Þeirra réttur ­ okkar skylda". Allflestir hljóta að vera sammála um að kynning stefnunnar og raunar allt vinnuferlið við endurskoðun aðalnámskránna sé mjög til fyrirmyndar. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 1163 orð

Orð verða að standa eða hvað?

EKKI vantar yfirlýsingar Reykjavíkurlistans um árangur í borgarmálum, nú síðast frá Árna Þór núverandi borgarfulltrúa. Sumu verður maður bara að trúa, af því að maður þekkir það ekki sjálfur. Öðru þarf ekki bara að trúa ef hægt er að höfða til eigin reynslu. Reynsla mín í dagvistarmálum segir að þar séu langir biðlistar og að þar sé rekin undarleg hentistefna, þ.e. Meira
3. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 845 orð

Siðfræði og samviska Frá Guðbirni Jónssyni: LAUGARDAGINN 21. mar

LAUGARDAGINN 21. mars sl. sótti ég málþingið Siðfræði og samviska, sem Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain stóð fyrir á Hótel Loftleiðum. Þarna voru flutt fjögur mjög góð erindi um siðfræði, siðferði og samvisku mannsins. Þorsteinn Gylfason prófessor talaði um siðfræði og samvisku; Guðrún Agnarsdóttir læknir talaði um siðfræði þjóðfélagsins; dr. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 782 orð

Stækkun NATO í austurátt

ALÞINGI Íslendinga hefur nú tekið til meðferðar stækkun þá til austurs sem ákveðin hefur verið á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Traustur meirihluti er fyrir samþykktinni en furðu vekur hversu litlar umræður skapast hafa hér á landi um þessa sögulegu ákvörðun og hvaða þýðingu hún hefur fyrir hagsmuni Íslendinga. Meira
3. apríl 1998 | Aðsent efni | 675 orð

Vel búið að hrossum

Í GREIN í Morgunblaðinu 19. mars sl. skorar Sigríður Ásgeirsdóttir á hrossabændur að banna allan útigang íslenskra hrossa að vetri til. Henni og öðrum til fróðleiks viljum við benda á eftirfarandi. Íslenski hesturinn hefur tilheyrt landi og þjóð í 1.100 ár og í þau 1.100 ár hafa hross verið haldin utan dyra. Meira

Minningargreinar

3. apríl 1998 | Minningargreinar | 963 orð

Adólf Friðfinnsson

Elsku afi er dáinn. Fréttin frá Íslandi að afi væri dáinn kom ekki á óvart, eftir að hafa vitað af veikindum hans í vetur. Samt er sorgin yfir fráfalli hans mikil og söknuður. Það eru margar stundir sem rifjast upp þegar við leiðum hugann aftur í tímann. Það var ekki hægt að hugsa sér betri og indælli mann en afa. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Aðólf Friðfinnsson

Mig langar til að minnast tengdaföður míns, Aðólfs Friðfinnssonar, eða Adda eins og hann var oftast kallaður. Adda kynntist ég fyrst um eða eftir áramótin 1975/1976 skömmu eftir að ég kynntist Jónu Aðalheiði (Nónu) yngstu dóttur hans. Þá strax varð mér ljóst að þar fór einstakur maður sem átti eftir að verða góður vinur og hafa mikil áhrif á mig. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Aðólf Friðfinnsson

Elskulegi tengdapabbi, Aðólf Friðfinnsson. Nú ertu allur. Nafnið þitt er líka dáið með þér. Líklega verður íslenskum börnum framtíðarinnar ekki leyft að bera það, vegna málverndunar íslenskrar tungu. Þessar vangaveltur mínar eru þó hismi eitt, því að það er persónan sem skiptir máli. Það er mikil gæfa hverjum manni, að fá að deyja með reisn. Þessarar gæfu fékkstu að njóta. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Aðólf Friðfinnsson

Ég trúi því varla að afi Addi sé dáinn. Hann var mér alltaf svo góður og kær. Ég hef umgengist afa næstum á hverjum degi síðan ég var lítill strákur svo það er mikið áfall fyrir mig að missa hann. Nú verða breyttir tímar hjá mér án hans. Maður gat alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á, því hann gat gert gott úr öllu. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 467 orð

Aðólf Friðfinnsson

Hann afi er dáinn. Það er undarlegt að setjast niður til að skrifa minningargrein um hann sem alla tíð hefur verið fastur punktur í tilverunni. En nú þegar afi er ekki lengur hér er ég þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Mínar fyrstu minningar um afa eru af Hringbrautinni. Þegar ég var lítil fékk ég að þvælast með afa niðrí húsi. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 288 orð

AÐÓLF FRIÐFINNSSON

AÐÓLF FRIÐFINNSSON Aðólf Friðfinnsson fæddist á Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 6. júlí 1911. Hann andaðist á Landspítalanum 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Jónsdóttir, f. 18.10. 1864 í Garðshorni í glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, d. 11.12. 1932, og Friðfinnur Pálsson, bóndi á Skriðu, f. 20.12. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Anna Björnsdóttir

Það er komið nokkuð á 6. tug ára síðan ég fyrst kynntist Önnu, eða frá því ég tók að stíga í vænginn við Svövu tvíburasystur hennar, og þar sem samband þeirra systra var alla tíð býsna náið leiddi það til þess að ég kynntist Önnu vel og þori því að segja að hún var hrein og bein að allri skapgerð, glaðbeitt og hressileg og því hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 112 orð

ANNA BJÖRNSDÓTTIR

ANNA BJÖRNSDÓTTIR Anna Björnsdóttir fæddist á Reykjum í Mjóafirði 17. apríl 1921. Hún lést í Reykjavík 15. mars síðastliðinn. Foreldrar henar voru Sigurborg Gísladóttir og Björn Jónsson sem bjuggu á Reykjum í Mjóafirði. Þar ólst Anna upp í stórum systkinahópi. Hún flutti 15 ára til Akraness með foreldrum sínum og þeim systkinum sem enn voru í heimahúsum. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 507 orð

Gróa Ágústa Guðjónsdóttir

Elsku Gróa amma á Læk. Okkur langar til að minnast þín nú þegar komið er að skilnaði. Þær minningar sem koma fram í huga okkar eru stundirnar sem við áttum með þér áður en hin háa elli fór að yfirtaka líkama þinn og sál. Á þeim tíma vorum við krakkar og komum oft á Bugðulæk 17 til að heilsa upp á þig og þiggja góðar veitingar. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Gróa Ágústa Guðjónsdóttir

Gróa Guðjónsdóttir, sem hér er minnst, lifði í rúm 100 ár, mestu framfaraár í sögu Íslands. 1897, þegar Gróa fæddist, hafði ríkt kyrrstaða, öll þau tæki og tól, sem við lifum með í dag, var ekki búið að finna upp. Lífsbaráttan var þá erfið og varð hver og einn að temja sér nægjusemi til að lifa af. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 153 orð

GRÓA ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR

GRÓA ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR Gróa Ágústa Guðjónsdóttir fæddist í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 22. ágúst 1897. Hún lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir. Systkini Gróu: Sigurjón, f. 1901, fyrrv. prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, d. 1995, Helga, f. 1903, d. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Guðmundur Ragnar Magnússon

Fallinn er frá aldinn og virtur höfðingi, Guðmundur Ragnar Magnússon, fyrrverandi verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hann hlaut hægt andlát eftir nokkur veikindi í skjóli sérlega umhyggjusams starfsfólks Hrafnistu í Laugarási föstudaginn 27. mars síðastliðinn, tæpum hálfum mánuði eftir 90 ára afmælisdaginn sinn. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 272 orð

GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON

GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON Guðmundur Ragnar Magnússon var fæddur í Reykjavík 14. mars 1908 og átti föðurætt sína að rekja til Járngerðarstaða í Grindavík en móðurætt til Saurbæjar í Villingaholtshreppi. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá Bergskoti í Grindavík, f. 18. ágúst 1877, d. 2. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Guðrún Magnúsdóttir Tulinius

"Enginn stöðvar tímans þunga nið." Forsjónin mælir hverjum og einum tíma, og þegar að mörkum er komið lýkur lífinu. Jarðnesku lífi Guðrúnar Magnúsdóttur Tulinius lauk fimmtudaginn 26. marz sl. Eftir að hún missti eiginmanninn, sem féll frá í blóma lífsins, 43 ára að aldri, bjó hún með börnum þeirra þremur og hélt þeim heimili á Skothúsvegi 15, Reykjavík. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Guðrún Magnúsdóttir Tulinius

Í miðbæ Reykjavíkur, hjarta höfuðborgarinnar, steinsnar frá Tjörninni. Virðulegt steinhús, há grenitré. Útsýni yfir tjörnina. Þar bjó Guðrún M. Tulinius. Guðrún fæddist rétt eftir aldamótin og lifði því þær miklu breytingar sem urðu á þjóðfélaginu á þessari öld. Tuttugu og sjö ára gekk hún að eiga Carl D. Tulinius forstjóra, sem stofnaði sitt eigið tryggingafélag í Reykjavík. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 208 orð

GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR TULINIUS

GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR TULINIUS Guðrún Magnúsdóttir Tulinius var fædd í Vestmannaeyjum 16. september 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, og kona hans Jóhanna Oddgeirsdóttir. Guðrún átti einn albróður, Jón Magnússon skipstjóra. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 132 orð

Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir

Mig langar að minnast góðrar vinkonu, við áttum samleið árum saman. Heiðbjört Pétursdóttir var traustur vinur, afar heimakær og mjög músíkölsk. Það var notalegt að eiga stund með henni, njóta frábærra veitinga og hlýða á tónlist. Hún hafði mikinn áhuga á hverskyns ferðalögum, utanlands og innan. Seinni ár ferðuðumst við mikið saman. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir

Það er vor í lofti, vorboðarnir eru óðum að koma til landsins úr árlegri vetrardvöl, eftirvæntingin eftir sumri og hækkandi sól er alls ráðandi. Þannig var einnig fyrir um 60 árum, er við Siglfirðingar biðum í ofvæni eftir sumaratvinnunni, síldinni. Þá komu "farfuglarnir" okkar, fólkið sem kom hingað til að vinna með heimafólkinu að verðmætaöflun fyrir land og þjóð. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 429 orð

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR Heiðbjört fæddist á Gautastöðum í Holtshreppi (nú Fljótahreppi), 12. mars 1910. Hún lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Elínborg Björnsdóttir, f. 4. febr. 1889 í Borgargerði Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu, d. 22. sept. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 473 orð

Heiðbjört Pétursdóttir

Alltaf er sárt að horfa á eftir góðum vini yfir landamæri lífs og dauða, jafnvel þó dauðinn sé velkominn og leysi fjötra sem binda sálina við líkamann sem orðinn er sjúkur og hrörlegur. Heiðbjört var glæsileg kona. Meðan heilsan entist sneri hún á elli kerlingu sem ekki náði til hennar, munaði þar aldrei minna en áratug. Á yngri árum stundaði Heiba íþróttir og var mikil sundkona. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 1095 orð

Lilja Finnsdóttir

Þegar hún amma mín varð níræð fékk hún afmæliskveðju í óskalagaþætti Hermanns Ragnarssonar en kveðjuna heyrði hún ekki þar sem hún var úti í garði að taka upp kartöflur. Þær eru auðvitað bestar nýuppteknar þótt nokkuð sé liðið á september. Amma Lilja var glæsileg á velli, há og beinvaxin þrátt fyrir að hafa fætt tíu börn við erfiðar aðstæður. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 955 orð

Lilja Finnsdóttir

Þegar hugurinn leitar til æskuára taka litbrigði mannlífsins á sig hinar margvíslegustu myndir, misjafnlega skýrar. Oftast mun það þó svo að svipur samferðamanna á veigamikið rúm í minningunni, og sú minning er einstaklingunum allajafna kær. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 658 orð

Lilja Finnsdóttir

Lilja frænka skipaði sérstakan sess í fjölskyldunni okkar. Hún var ekki bara stóra systir hans pabba heldur var hún eina systirin sem komst til fullorðinsára og að auki tíu árum eldri en pabbi. Þau systkinin nutu þess ekki að fá að alast upp saman þar sem foreldrar þeirra voru í vinnumennsku og faðir þeirra dó frá þeim ungur. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Lilja Finnsdóttir

Nú er hún elsku amma okkar dáin. Hún var glaðvær og ákveðin kona sem hélt sínu striki. Við munum alltaf minnast hennar sem mikillar hannyrðakonu, sem var alltaf að búa eitthvað til. Á yngri árum okkar systkinanna fórum við mjög oft í heimsókn til ömmu, á meðan mamma útréttaði í Borgarnesi. Þá var spilað á spil, skoðuð myndaalbúm eða kíkt í dótakassann hennar ömmu. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 951 orð

Lilja Finnsdóttir

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Lilja Finnsdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Lilju Finnsdóttur, sem látin er í hárri elli. Fram yfir nírætt hélt hún heimili með syni sínum og var ekki annað að sjá en þar færi kona á besta aldri. Hún bakaði sín góðu brauð, pönnukökur, kleinur og hafði góðan mat á boðstólum hvenær sem var. Aldrei kom gestur henni að óvörum og áður en við var litið hafði hún hlaðið borð af krásum. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 250 orð

LILJA FINNSDÓTTIR

LILJA FINNSDÓTTIR Lilja Finnsdóttir fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 17. september 1905. Hún lést 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 24. 2. 1876, d. 25. 7. 1953, og Finnur Skarphéðinsson, f. 12.10. 1884, d. 23. maí 1920. Þau eignuðust sex börn og einn son átti Guðbjörg fyrir, Valdimar Davíðsson, f. 11.11. 1899, d. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Þórhallur Halldórsson

Elsku afi okkar! Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON

ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON Þórhallur Halldórsson fæddist á Ásmundarstöðum í Holtum í Rangárvallasýslu 25. júní 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. mars. Meira
3. apríl 1998 | Minningargreinar | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

Það eru um það bil tíu ár síðan ég kynntist tengdamóður minni. Hún vakti athygli fyrir reisulega framkomu og óvenjulega unglegt útlit allt til dauðadags. Heiðbjört hafði skemmtilega frásagnargáfu, kunni vísur og kvæði og ógrynnin öll af málsháttum. Hún unni tónlist, og söng í kór aldraðra um margra ára skeið. Meira

Viðskipti

3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

»Áfram hækkanir íEvrópu og ný met sett

METHÆKKANIR héldu áfram í evrópskum kauphöllum í gær þrátt fyrir óljósa byrjun í Wall Street. Staða dollars gegn marki veiktist nokkuð í gjaldeyrisviðskiptum, en dalurinn hækkaði gegn jeni af því að japönsk skýrsla um viðskiptaskilyrði dró úr vonum um efnahagsbata í Asíu. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Bjóða hlutabréfatengd skuldabréf

LANDSBANKI Íslands hf. hefur lokið sölu nýrra skuldabréfa í íslenskum krónum með ávöxtun sem tengd er alþjóðlegum hlutabréfavísitölum. Boðin voru út bréf að fjárhæð 250 milljónir króna og var stærstur hluti þeirra seldur til innlendra fagfjárfesta. Hluti bréfanna er kominn á eftirmarkað og eru þau því ennþá fáanleg, en þau eru seld í 5 milljóna kr. einingum. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Bréf í AOL hækka vegna hækkana keppinauta

HLUTABRÉF í America Online Inc. hafa hækkað í verði og ekki verið hærri í ár vegna þess að nýlegar verðhækkanir nokkurra keppinauta eru taldar hagstæðar framtíðarhorfum AOL. Verð bréfa í AOL hækkaði um 3,40 dollara í 71,95 dollara 1. apríl. Hagur AOL vænkaðist einnig vegna þess að sérfræðingar hækkuðu mat sitt á hlutabréfum í fyrirtækinu og kváðu þau góð kaup. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð

ÐLandsbankinn lækkar vexti

LANDSBANKI Íslands hefur lækkað vexti sína af almennum sparisjóðsbókum, tékkareikningum, sértékkareikningum og verðtryggðum inn- og útlánum. Innlánsvextir á almennum sparisjóðsbókum og sértékkareikningum lækkuðu um 0,3 prósentustig, í 0,70%, en vextir af almennum tékkareikningum lækkuðu um 0,1 prósentustig, í 0,40. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÐNý stjórn Verðbréfaþings

NÝ stjórn Verðbréfaþings Íslands tók við á aðalfundi félagsins í gær. Eiríkur Guðnason er áfram formaður, tilnefndur af Seðlabankanum. Davíð Björnsson úr Landsbankanum og Ingólfur Helgason frá Kaupþingi eru fulltrúar þingaðila. Tilnefndir af hlutafélögum eru Jón Guðmann Pétursson úr Hampiðjunni og Þorkell Sigurlaugsson frá Eimskip. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 340 orð

ÐUpplýsingar úr hlutafélagaskrá á netinu Hagstofan semur

HAGSTOFA Íslands hefur samið við fjögur fyrirtæki um miðlun upplýsinga úr hlutafélagaskrá á netinu. Samningar fela í sér að fyrirtækin miðla upplýsingum úr skránni til viðskiptamanna sinna sem gerast áskrifendur á netinu. Hlutafélagaskrá er haldin samkvæmt lögum um hlutafélög og þar eiga að vera upplýsingar um öll hlutafélög, einkafélög og samvinnufélög. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Hagnaður 56 milljónir kr.

HAGNAÐUR Tryggingar hf. nam 56 milljónum króna á síðastliðnu ári, samanborið við 42 milljóna hagnað árið 1996, og nemur aukningin um 33% á milli ára. Eigin iðgjöld félagsins námu 597,5 milljónum króna í fyrra en 580 milljónum árið áður og nemur aukningin 3%. Meira
3. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 331 orð

Umræður hvorki sannfærandi né yfirvegaðar

KRISTJÁN Þór Júlíusson, formaður stjórnar Samherja hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að málflutningur þeirra sem töluðu fyrir auðlindaskatti eða veiðileyfagjaldi væri hvorki sannfærandi né yfirvegaður. Meira

Fastir þættir

3. apríl 1998 | Í dag | 343 orð

AÐ ER gaman að koma í Laugardalinn og skoða hina nýju

AÐ ER gaman að koma í Laugardalinn og skoða hina nýju Skautahöll sem þar er risin. Þetta er veglegt mannvirki, sem á eflaust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir skautaíþróttirnar. Nú vantar bara tvennt í viðbót í Laugardalinn til þess að hann megi teljast fullkomið íþróttasvæði, yfirbyggða sundlaug og stóra knattspyrnu- og frjálsíþróttahöll. Meira
3. apríl 1998 | Í dag | 34 orð

ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 6. apríl, verður sjötíu og fimm

ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 6. apríl, verður sjötíu og fimm ára Hjalti Magnússon, Heiðarhrauni 41, Grindavík. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46, í dag, föstudaginn 3. apríl, kl. 20. Meira
3. apríl 1998 | Í dag | 117 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á sunnudaginn,

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á sunnudaginn, 5. apríl nk., verður níræður Sölvi Páll Jónsson, Réttarholtsvegi 67, Reykjavík. Eiginkona hans er Laufey Guðmundsdóttir. Sölvi tekur á móti gestum á morgun, laugardaginn 4. apríl, frá kl. 15-19, í Brautarholti 20, 4. hæð í Stjörnusal (gamla Þórscafé). Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 258 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmótið

Úrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni, Landsbankamótinu, fara fram 8.­11. apríl næstkomandi. 10 sveitir taka þátt í úrslitunum, 8 úr Reykjavík, 1 af Reykjanesi og ein af Norðurlandi vestra. Töfluröð sveitanna er þessi: 1.Samvinnuferðir Landsýn, Rvk 2.Landsbréf, Reykjavík 3.VÍS Keflavík, Reykjanesi 4. Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Magnús Halldórsson

Tveggja kvölda tvímenningi knattspurnufélagsins Vals lauk sl. mánudagskvöld með sigri Magnúsar Halldórssonar og Sæmundar Björnssonar, sem hlutu samtals 516 stig. Spilaður var tölvureiknaður Michell og spilað um silfurstig. Röð efstu para varð annars þessi: Magnús - Sæmundur516Vigdís Einarsd. - Marinó Einarsson512Sturla Snæbjörnss. - Cecil Haraldss. Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 463 orð

Dýralæknar óttast aukna útbreiðslu um páskana Pattstaða ríkir þessa stundina í hitasóttinni. Hún mallar áfram í Rangárþingi, að

EFTIR góða vörn gegn útbreiðslu á Akranesi hefur veikin verið staðfest á bænum Kúludalsá sem er á móts við mitt Akrafjall frá Reykjavík séð. Taldi Gunnar Örn Gunnarsson dýralæknir að veikin hefði borist þangað þegar eigandi hrossanna sótti hey þangað fyrir Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 82 orð

ÐMorgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ungur nemur ­ gamall temur

HESTAMENN eru nú óðum að komast á góðan skrið eftir heldur daprar vikur í greipum veirusóttar. Ungir sem aldnir eru farnir að hreyfa fáka sína eftir veikindi og hér getur að líta fjóra unga menn sem voru að þjálfa gæðingana um helgina. Þetta voru tvíburarnir Guðmundur og Guðbjörn Pálssynir ásamt bróður sínum Sigurði og frænda sínum Patreki. Meira
3. apríl 1998 | Í dag | 250 orð

Frábær skemmtun UNDANFARNAR vikur hafa danskennarar frá Dan

UNDANFARNAR vikur hafa danskennarar frá Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haraldsdóttur, þau Auður, Ólafur Geir, Jóhann Örn og Unnur Berglind, kennt 9 ára börnum í 9 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðinn sunnudag buðu kennararnir öllum nemendum skólanna ásamt gestum á "danshátíð" á Broadway og gestir fengu að sjá sýnishorn af danskennslunni. Meira
3. apríl 1998 | Dagbók | 617 orð

Reykjavíkurhöfn: Stapafell kom og fór í gær. Green Snow

Reykjavíkurhöfn: Stapafell kom og fór í gær. Green Snow fór í gær. Bjarni Sæmundsson, Lone Sif og Arnarfell fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Kyndill kemur í dag. Fréttir Gerðuberg, félagsstarf. Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 296 orð

Safnaðarstarf Helgihald í Önundarfirði kyrruviku og páska

HELGIHALD í kyrruviku og um páska í Holtsprestakalli verður fjölbreytt, svo að flestir ættu að finna nokkuð við sitt hæfi. Á pálmasunnudag verður barnaguðsþjónusta kl. 11.15 í Flateyrarkirkju, en mánudaginn eftir koma börn í leikskólanum Grænagarði í heimsókn í kirkjuna ásamt kennurum sínum kl. 13.45. Skírdagskvöld verður kyrrðarstund með kvöldbænum í Flateyrarkirkju kl. 20.30. Meira
3. apríl 1998 | Fastir þættir | 428 orð

Stærsta hestakerra landsins tekur tólf hross

NÝLEGA keypti Hestamiðstöðin Hindisvík hestakerru frá Bandaríkjunum sem tekur 10 til 12 hesta. Er þetta eftir því sem næst verður komist stærsta hestakerra landsins. Kerran sem er mjög lág er tengd með dráttartengi sem er staðsett á miðjum palli bílsins sem dregur hana. Er þessi tenging svipuð og er á dráttarbílum sem draga svokallaða tengivagna. Meira

Íþróttir

3. apríl 1998 | Íþróttir | 121 orð

18 ára landsliðið í knattspyrnu til Ítalíu ÍSLE

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tekur þátt í alþjóðlegu móti á Ítalíu sem hefst 6. apríl. Ísland er í riðli með Ítalíu, Belgíu og San Marínó. Guðni Kjartansson, þjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til fararinnar: Markverðir: Stefán L. Magnússon, Bayern M¨unchen og Kristinn Geir Guðmundsson, Val. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 113 orð

DagskráinKeppnin fer fram í Hlíðarfja

Keppnin fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri bæði í alpagreinum og göngu. Föstudagur 3. apríl: Kl. 10.00: Rrisasvig karla og kvenna. Kl. 12.00: Ganga kvenna (5 km), 17-19 ára piltar (10 km), karlar (15 km). Verðlaunaafhending í Hlíðarfjalli. Laugardagur 4. apríl: Kl. 10. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 577 orð

De Goey kom í veg fyrir stórtap

LIÐIN á heimavelli unnu sína leiki í fyrri umferð 4-liða úrslita Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Chelsea sótti ítalska liðið Vicenza heim og tókst aldrei að jafna metin eftir að heimamenn komust yfir snemma leiks. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 40 orð

FORSALAForsala hjá Fram Framarar verða með

Framarar verða með forsölu á leik Fram og FH í dag frá kl. 16, en ekki 18 eins og misritaðist í blaðinu í gær. Einnig er ætlun stuðningsmanna Fram að hittast á veitingahúsinu Jensen í Ármúla kl 17.30. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 151 orð

Forseti Dort-mund kvartar

BORUSSIA Dortmund hefur sent Knattspyrnusambandi Evrópu kvörtun vegna þess að leikur RealMadrid og Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld hófst 75 mínútum síðar en áætlað var vegnaþess að annað markið á vellinum brotnaði þegarstögin sem héldu því gáfu sig. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 426 orð

Háspenna í Njarðvík

Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík í háspennuleik í Njarðvík í gærkvöldi í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deildarinnar, 82:73. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi og þá sérstaklega á síðustu mínútum leiksins þegar Keflvíkingum hafði næstum tekist að jafna. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 552 orð

"Hef fulla trú"

KR-ingar tóku 2:1 forystu í undanúrslitarimmu sinni við Skagamenn í gærkvöldi. Vesturbæjarliðið sigraði, 69:58, á Seltjarnarnesi og getur því gert út um viðureign liðanna á Akranesi á sunnudag. Takist KR- ingum það, hafa þeir tryggt sér rétt til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 16 orð

Í kvöld

Í kvöld Handknattleikur Undanúrslit karla, 1. leikur: Framhús:Fram - FH20 Undanúrslit kvenna, 2. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 128 orð

Jóhannes B. stigameistari JÓHANNES B. Jóhanness

JÓHANNES B. Jóhannesson tryggði sér stigameistaratitilinn á síðasta stigamóti vetrarins í snóker um síðustu helgi. Það var þó nafni hans, Jóhannes R. Jóhannesson, sem sigraði í síðasta mótinu, vann Ásgeir Ásgeirsson 3:1 í úrslitaleik eftir að hafa lagt Jóhannes B. 3:2 í undanúrslitum. Ásgeir vann hins vegar Sumarliða Gústafsson 3:2 í hinum undanúrslitaleiknum. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 276 orð

Jóhann meiddist

JÓHANN Haukur Hafstein, skíðamaðurinn efnilegi úr Ármanni, meiddist á æfingu í Hlíðarfjalli á miðvikudag. Hann var að koma frá því að æfa risasvig og féll illa á 60 km hraða, rotaðist og fékk snert af heilahristingi. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en eftir skoðun þar fékk hann að fara heim. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 318 orð

JÚGÓSLAVNESKI sóknarmaðurinn

JÚGÓSLAVNESKI sóknarmaðurinn Predrag Mijatovic sem leikur með Real Madrid mun nær örugglega missa af síðari leik liðsins við Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mijatovicrakst harkalega á sjónvarpsvél og meiddist á vinstri ökkla. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 99 orð

KA-mennsigruðuValsaraKA-MENN, nú

KA-MENN, núverandi Íslandsmeistarar í handknattleik karla, sigruðu Valsmenn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótins á Akureyri í gærkvöldi. Munurinn í lokin var aðeins eitt mark, 18:17, eftir æsispennandi lokamínútur en KA-menn höfðu örugga forystu snemma í síðari hálfleik. Valsmenn komust einu sinni yfir, 16:15, en heimamenn voru síðan sterkari á lokasprettinum. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 431 orð

KA-menn unnu í lélegum leik

FYRSTI leikur KA og Vals í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik olli vonbrigðum. Þessir fornu fjendur hafa glatt unnendur íþróttarinnar með spennandi leikjum í úrslitakeppni en leikurinn á Akureyri í gær verður ekki lengi í minnum hafður þótt vissulega væri spenna í annars hörmulegum seinni hálfleik. KA-menn glutruðu þá niður góðu forskoti og náðu með naumindum að merja sigur, 18:17. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 135 orð

KA-Valur18:17 KA-heimilið, úrslitakeppnin í 1. dei

KA-heimilið, úrslitakeppnin í 1. deild karla í handknattleik - undanúrslit, fimmtudaginn 2. apríl 1998: Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 9:4, 9:8, 11:8, 13:8, 14:9, 14:13, 15:15, 17:17, 18:17. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 32 orð

Knattpspyrna

Evrópukeppni bikarhafa 4-liða úrslit, fyrri leikir: Vicenza, Ítalíu: Vicenza - Chelsea1:0 Lamberto Zauli 15. 20.000. Stuttgart, Þýskalandi: Stuttgart - Lokomotiv Moskva2:1 Jonathan Akpoborie 43., Fredi Bobic 90. - Zaza Dzhanashia 23. 15.000. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 183 orð

KR - ÍA69:58 Íþróttamiðstöð Seltjarnarness, Íslandsmótið í k

Íþróttamiðstöð Seltjarnarness, Íslandsmótið í körfuknattleik, DHL-deildin, undanúrslit, þriðji leikur, fimmtudaginn 2. apríl 1998. Gangur leiksins: 5:0, 9:9, 15:19, 24:23, 24:29, 28:33, 32:39, 38:41, 41:48, 46:51, 55:52, 59:52, 65:56, 69:58. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 104 orð

Rússarnir meistarar

RÚSSARNIR Elena Berezhnaya og Anton Sikharulidze urðu í gær heimsmeistarar í parakeppni í ísdansi á skautum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir tvenn mistök í frjálsum æfingum náðu þau gullinu, því Jenni Meno og Todd Sand frá Bandaríkjunum, sem höfðu forystu eftir skylduæfingarnar, gerðu alvarlegri mistök og urðu að sætta sig við annað sætið. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 119 orð

Silfurhafi Sri Lanka fellur Susanthika Jayasinghe

Susanthika Jayasinghe, silfurverðlaunahafi í 200 m hlaupi kvenna á síðasta heimsmeistaramóti, féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni í síðasta mánuði. Frá niðurstöðunni var greint í gær og er hún mikið áfall fyrir frjálsíþróttasamband Sri Lanka því Jayasinghe var fyrsti verðlaunahafi þjóðar sinnar á stórmóti í 49 ár. Efnið sem fannst í sýni Jayasinghe er Nandroline, sem er örvandi efni. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 262 orð

Tvær góðar frá Noregi

Keppni á Skíðalandsmóti Íslands hefst í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag með keppni í risasvigi og göngu. Þetta er annað árið í röð sem keppt er í risasvigi á landsmóti. Í fyrra sigraði Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði í karlaflokki og Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri í kvennaflokki er mótið fór fram á Dalvík. Rásmarkið í risasviginu er í 1. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 137 orð

Valur - Stjarnan18:17

Hlíðarendi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, undanúrslit - 2. leikur liðanna, fimmtudaginn 2. apríl 1998. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 4:2, 4:6, 6:6, 8:7, 8:10, 9:10, 10:10, 10:12, 11:13, 13:13, 13:15, 15:15, 15:16, 18:16, 18:17. Mörk Vals: Brynja Steinsen 8/2, Þóra B. Helgadóttir 3/1, Anna G. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 98 orð

Wembley seldur á 12,4 milljarðaSJÓÐUR sem

SJÓÐUR sem stofnaður var í þágu þjóðarleikvangs Englendinga hefur keypt Wembley-leikvanginn í London fyrir 103 milljónir sterlingspunda, andvirði um 12,4 milljarða króna. "Við höfum lagt hart að okkur til að ná þessum samkomulagi. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 41 orð

Þannig vörðu þeir

Sigtryggur Albertsson, KA: 15 (7); 8 (3) langskot, 2 eftir gegnumbrot, 1 (1) úr horni, 3 (2) af línu, 1 eftir hraðaupphlaup. Guðmundur Hrafnkelsson, Val: 13/1 (2); 8 (1) langskot, 1 eftir gegnumbrot, 3 (1) af línu, 1 víti. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 254 orð

Þjálfari AEK látinn fara

Dumitru Dumitriu, þjálfari gríska félagsins AEK, var látinn taka pokann sinn í gær, en árangur liðsins undanfarnar vikur er ekki viðunandi að mati stjórnar félagsins. AEK hefur misst af möguleikanum á meistaratitlinum og féll á dögunum úr leik í Evrópukeppni bikarhafa. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 430 orð

Þær góðar ­ en við vorum bara betri

Stálin stinn mættust á Hlíðarenda í gærkvöld þegar Valsstúlkur börðust fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni eftir að Stjarnan hafði unnið fyrri leikinn í Garðabæ á þriðjudaginn. Garðbæingar ætluðu sér að losna við oddaleik næsta laugardag og léku vel en það dugði ekki til því Valsstúlkur gerðu enn betur og uppskáru í samræmi við það 18:17 sigur. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 87 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: Belgrad, Júgóslavíu: Partizan Belgrad - CSKA Moskva89:77 Predrag Drobnjak 21, Haris Brkic 16, Dragan Lukovski 14 - Marcus Webb 17, Sergei Panov 15, Valery Tikhonenko 12. 7.000. Meira
3. apríl 1998 | Íþróttir | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin Washington - Philadelphia91:112 Atlanta - Toronto105:91 Detroit - Cleveland90:92 Orlando - Boston87:98 Denver - Milwaukee100:106 Utah - Portland98:89 Íshokkí Meira

Úr verinu

3. apríl 1998 | Úr verinu | 201 orð

Dregur úr loðnuveiðum

BOTNINN virðist vera dottinn úr loðnuveiðinni og er það hald margra sjómanna að vertíðin sé með því að syngja sitt síðasta. Bátarnir hafa verið að týna tölunni á miðunum að undanförnu þar sem þeir hafa klárað kvóta sinn hver af öðrum. Nokkrir bátar voru þó enn að í gærdag, meðal þeirra Höfrungur. Meira
3. apríl 1998 | Úr verinu | 424 orð

Erindi um siglingar fornmanna

Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands stendur á morgun, laugardag, fyrir 4. fyrirlestri sínum í tilefni af ári hafsins og mun Páll Bergþórsson veðurfræðingur þá ræða um siglingar fornmanna. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 4 í Háskólabíói og hefst kl. 13.15. Meira
3. apríl 1998 | Úr verinu | 351 orð

Krafist verður sýknu af öllum ákæruatriðum

AFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Noregi hefur fallist á að mál Ísfélags Vestmannaeyja hf. og skipstjórans á Sigurði VE verði tekið upp og fái faglega meðferð fyrir dómnum. Ákveðið var að áfrýja dómi undirréttar, sem féll í einu og öllu Norðmönnum í vil. Málið verður tekið fyrir að nýju í dómstólnum í Bodö í Noregi 8. og 9. júní nk. Meira
3. apríl 1998 | Úr verinu | 87 orð

ÚV eykur kvóta sinn

ÚTGERÐARFÉLAG Vestmannaeyja hefur aukið við aflaheimildir sínar með kaupum og sölu á bátnum Sigurði Lárussyni frá Höfn í Hornafirði. Báturinn var keyptur með aflaheimildum sem svöruðu til um 400 tonna af þorski. Hann var síðan seldur aftur til Borgeyjar á Höfn með aflaheimildum í flatfiski sem honum fylgdu auk flatfiskheimilda af bátnum Garðari II, sem keyptur var frá höfn fyrir skömmu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 747 orð

Allir hoppuðu í Höllinni

STEFÁN Hilmarsson var án efa einn yngsti gesturinn á tónleikunum en þar var hann í fylgd mömmu sinnar og pabba sem segjast ekki vera aðdáendur líkt og sonurinn. "Ég skemmti mér ágætlega en ég veit ekki með mömmu hans," sagði Hilmar Binder faðir Stefáns. Stefán er 7 ára gamall og honum fannst rosa gaman á tónleikunum. "Mér finnst Prodigy besta hljómsveit í heimi. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 790 orð

Betri en silikonbrjóst

Á FYRIRLESTRINUM um endursköpun brjósta sat ljóshærð kona sem fylgdist grannt með því sem fram fór. Í ljós koma að henni var málið skylt, ekki aðeins er hún svæfingarhjúkrunarfræðingur og hefur margoft aðstoðað við aðgerðir sem þessar heldur er hún sjálf ein átta kvenna sem fengið hafa svokallað magabrjóst í beinu framhaldi af brottnámi brjósts vegna krabbameins. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 292 orð

Brjóst úr eigin vef Nýjar aðferðir til þess að endurskapa brjóst var efni fyrirlestrar sem Sigurður E. Þorvaldsson og Rafn A.

KONUBRJÓST stendur fyrir margt í hugum fólks, það er tákn móðureðlisins, meira að segja fósturjörðin var með brjóst í huga skáldsins þegar það yrkir: Ísland ögrum skorið eg vil nefna þig sem á brjóstum borið, o.s.frv. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1231 orð

Fegurðarsjónarmiðið er ekki eini kosturinn

"ÞAÐ hentar ekki það sama fyrir allar konur, þess vegna skoðum við ýmis úrræði í hverju tilviki fyrir sig," segja lýtalæknarnir Sigurður E. Þorvaldsson og Rafn Ragnarsson. Þeir benda á að allt komi til greina, frá því að gera ekki neitt, heldur nota gervibrjóst af einhverju tagi upp í það að endurskapa brjóst með einhverri aðferð. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 797 orð

Götutískan

HERMANNABUXUR, útvíðar brettabuxur, barnateppi, íþróttaskór og smáu hlutirnir eru allt hluti af götutískunni í Reykjavíkurborg um þessar mundir. "Það er allt í tísku," sagði Andrea Karlsdóttir þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins rákust á hana og vinkonu hennar, Hildi Ólafsdóttur, á Ingólfstorgi. Hún var í "Stússí" buxum, hermannagrænum með vösum á hliðinni. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 2087 orð

Kvennablaðafræði Lífsstíll kvenna á vesturlöndum gæti hugsanlega endurspeglast á síðum erlendra kvennablaða og því fletti

KVENNABLÖÐ fóru fyrst að verða áberandi í hinum vestræna heimi í stríðslok, þegar konum var sópað aftur inn á heimilin eftir að hafa gegnt hefðbundnum störfum karla á meðan þeir voru uppteknir við að drepa hver annan úti í heimi. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 782 orð

Maðurinn í heild frá vöggu til grafar

SJÚKRAÞJÁLFUN í þágu þjóðar er slagorð sem felur í sér háleitt markmið, sem sé bætta heilsu þjóðarinnar allrar. En það er raunhæft markmið og fram á það sýndu sjúkraþjálfarar síðastliðinn laugardag er þeir héldu upp á Dag sjúkraþjálfunar við góðar undirtektir gesta og gangandi meðal annars í Kringlunni í Reykjavík. Slagorðið var einmitt valið í tilefni dagsins. Meira
3. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð

pBústaðahverfi eins og Kardimommubær

pBústaðahverfi eins og Kardimommubærinn? pEru allir í hverfinu vinir? pKynslóðir vinna saman og árangur næst? pHræðast foreldrar börnin sín? p Eru Íslendingar aftarlega á merinni? p Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.