Greinar sunnudaginn 5. apríl 1998

Forsíða

5. apríl 1998 | Forsíða | 327 orð

Dauðarefsing fordæmd MANNRÉTTINDARÁÐ Samei

MANNRÉTTINDARÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun, þar sem dauðarefsing er fordæmd og allar aðildarþjóðir samtakanna eru beðnar um að stöðva allar aftökur, til að undirbúna algjört afnám þessa refsingarforms um allan heim. Bandaríkin greiddu atkvæði á móti ályktuninni, eins og alræðisríkin Kína og Íran. Meira
5. apríl 1998 | Forsíða | 53 orð

Reuters Hindúar laugast

Reuters Hindúar laugast ÞÚSUNDIR karla og kvenna af trúflokki hindúa í Bangladesh laugast í einni af þverám Brahmaputra-fljóts við Langalbandh nærri höfuðborginni Dhaka í gær, í því skyni að þvo af sér syndir sínar. Meira
5. apríl 1998 | Forsíða | 301 orð

Trausti lýst á efnahagsstyrk Asíu

LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna fimmtán hétu því við lok leiðtogafundar ESB og tíu Asíuríkja í Lundúnum í gær að Evrópa myndi ekki loka sig af í viðskiptalegu tilliti og lofuðu Asíu ennfremur stuðningi í þeim þrengingum sem ríki álfunnar ættu við að etja um þesar mundir. Meira

Fréttir

5. apríl 1998 | Landsbyggðin | 105 orð

Áhugi fyrir utanlandsferðum

Áhugi fyrir utanlandsferðum Morgunblaðið. Egilsstaðir. Samvinnuferðir-Landsýn og umboð þeirra á Egilsstöðum, Hraðmynd, efndu til ferðakynningar á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Kynntar voru vor- og sumarferðir ferðaskrifstofunnar, en allt stefnir í að Mallorka verði vinsælasti sumarleyfisstaður Íslendinga nú í sumar. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Árborgarlisti sjálfstæðismanna samþykktur

GENGIÐ hefur verði frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árborg, sameinuðu sveitarfélagi Eyrarbakka, Sandvíkurhrepps, Stokkseyrar og Selfoss. Prófkjör fór fram 14. mars meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna og stuðningsmanna. 519 manns neyttu atkvæðisréttar í prófkjörinu en 13 höfðu boðið sig fram, niðurstaða prófkjörsins kemur fram óbreytt á listanum. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Brotist inn í þrjá vörubíla

BROTIST var inn í þrjá vörubíla á Mosfellsheiði aðfaranótt gærdagsins og stolið síma og verkfærum. Verknaðurinn var kærður til lögreglunnar á Selfossi klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar voru rúður brotnar, illa gengið um og mikið skemmt. Tjón og skemmdir voru þó nokkrar. Vitað er að ránið var framið eftir miðnætti, en hvorki hvað margir né hverjir voru að verki. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla

DAGBÓK Háskóla Íslands 7. til 11. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 7. apríl: Margrét Eggertsdóttir, bókmenntafræðingur, sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar flytur rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum kl. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

"Eins konar stjórnarskrá sjávarútvegsins"

FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá því landgrunnslögin voru sett. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að lagasetningin hafa markað tímamót í réttindabaráttu Íslendinga. "Þetta er mjög merk löggjöf og markaði tímamót í réttindabaráttu Íslendinga. Lögin eru ekki löng, en því ríkari að efnisinnihaldi. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Föstusöfnun Caritas í dag

ÁRLEG föstusöfnun Caritas, líknarfélags innan kaþólska safnaðarins, fer fram á pálmasunnudag. Því fé, sem safnast, verður varið til styrktar hungruðum börnum í heiminum. Caritas vinnur að þessu verkefni í samstarfi við systursamtökin í öðrum Norðurlöndum. Að þessu sinni verður peningunum varið til að styrkja grunnskóla í Víetnam. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

Grundvöllur fyrir samstarfi framtíðarinnar

ÆSKULÝÐSráðstefna Vestnorræna ráðsins verður haldin í Reykjavík 10.-12. júlí í sumar. Vestnorræna ráðið hefur haldið ráðstefnu einu sinni áður, í Færeyjum árið 1992. Ráðið var stofnað árið 1985 og er samstarfsaðili milli þjóðþinga aðildarlandanna þriggja, Íslands, Færeyja og Grænlands. Formaður Vestnorræna ráðsins er Anders Andreassen forseti Grænleska landsþingsins. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Húsvísk fegurðardís

ÁSA María Guðmundsdóttir var kjörin Fegurðardrottning Norðurlands í Sjallanum á Akureyri á föstudagskvöld. Í öðru sæti varð Áshildur Hlín Valtýsdóttir og var hún jafnframt valin besta ljósmyndafyrisætan. Þriðja varð Guðbjörg Hermannsdóttir, sem einnig var valin vinsælasta stúlkan. "Ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá," sagði Ása í stuttu samtali í gær. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

LEIÐRÉTT

ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær að nafn fermingarbarns féll niður. Hann heitir Gunnar Ingi Svansson, Reynigrund 43, Kópavogi. Þá var Gunnar Hans Hafsteinsson sagður til heimilis í Reynigrund 43, en hann á heima í Reynigrund 45. Báðir þessir piltar fermast frá Hjallakirkju kl. 10.30 sunnudaginn 5. apríl. Biðst Morgunblaðið afsökunar á þessum mistökum. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Lést í flugvél

FLUGVÉL frá bandaríska flugfélaginu USAir lenti á Keflavíkurflugvelli á föstudag eftir að kona hafði látist um borð. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var tilkynnt að veik kona væri um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 767 og á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna. Skömmu síðar var sagt að hún væri látin. Vélin lenti klukkan 17. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Máli Paulu Jones vísað frá

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vann nokkurn áfangasigur á miðvikudag þegar dómari í Arkansas vísaði frá málshöfðun Paulu Jones á hendur honum. Clinton, sem var að ljúka 12 daga ferð um sex Afríkuríki ásamt konu sinni, Hillary, sagði aðeins, að ákvörðun dómarans talaði sínu máli en talsmenn Jones kváðust miður sín vegna niðurstöðunnar. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Milli 100 og 200 lítrar af olíu í Hafnarfjarðarhöfn

MILLI 100 og 200 lítrar af úrgangsolíu fóru í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun þegar dæla átti henni í land úr Stuðlafossi. Að sögn Steindórs Ögmundssonar hafnarvarðar var um mannleg mistök að ræða, opnað hefði verið fyrir vitlausan krana. Fór olían milli skips og bryggju og fyrir framan skipið. Steindór sagði að þetta hefði verið svartolía og vel hefði gengið að hreinsa hana upp. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Nýr margmiðlunarog fjarkennsluskóli

NÝTT húsnæði Viðskipta- og tölvuskólans var formlega tekið í notkun í húsi Framtíðar, Faxafeni 10, laugardaginn 28. mars. Við sama tækifæri var greint frá stofnun Margmiðlunar- og fjarkennsluskólans, sem Viðskipta- og tölvuskólinn hefur stofnað í samvinnu við Rafiðnaðarskólann, og kemur hann til með að bjóða upp á tölvunám í fjarkennslu. Meira
5. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 77 orð

Reuters Mótmæla umbótum

FRANSKUR bóndi hvílir lúin bein fyrir framan nautgripi sína, sem hann hafði með sér inn í bæinn Rodez í S-Frakklandi til að taka þátt í mótmælum bænda gegn þeim hugmyndum sem nú eru uppi um breytingar á styrkjakerfi landbúnaðarins í Evrópusambandinu, ESB. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Sameiginlegur málsvari fjölmiðlastarfsmanna

STEFNT er að formlegri stofnun fjölmiðlasambands á komandi hausti, þar sem aðild eiga allir þeir sem með einum eða öðrum hætti starfa við fjölmiðla eða fjölmiðlun. Viljayfirlýsing þessa efnis var samþykkt og undirrituð á Hótel Borg s.l. föstudag af forsvarsmönnum félaganna sex sem að sambandinu munu standa. Meira
5. apríl 1998 | Landsbyggðin | 99 orð

Skipað á lista Framsóknarflokksins í Siglufirði

FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins í Siglufirði við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998 hefur verið ákveðinn og skipa hann eftirfarandi: 1. Skarphéðinn Guðmundsson, nemi, 2. Guðrún Ólöf Pálsdóttir umboðsmaður, 3. Kristinn Bogi Antonsson fiskeldisfræðingur, 4. Kristinn Kristjánsson leiðbeinandi, 5. Freyr Sigurðsson framkvæmdastjóri, 6. Ásdís Magnúsdóttir framkvæmdastjóri, 7. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 548 orð

Slökktu eld og nauðlentu á Keflavíkurflugvelli

BOEING 767-300 farþegaþota frá breska leiguflugfélaginu Britannia með 288 manns innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 9.49 í gærmorgun þar sem eldur hafði komið upp í miðju farþegarýminu. Reykjarlykt hafði gosið upp en enginn eldur sást. Flugfreyjur beittu þó slökkvitækjum á staðinn þar sem reykjarlykt fannst og 25 mínútum síðar var vélin lent á Keflavíkurflugvelli. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Stæner sigraði í Músíktilraunum

MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar, lauk sl. föstudagskvöld. Hafnfirska rokkhljómsveitin Stæner sigraði í keppninni að þessu sinni og hlaut hljóðverstíma í sigurlaun. Í öðru sæti varð hljómsveitin Bisund og Mad Methods í þriðja sæti. Þær hrepptu einnig hljóðverstíma. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

Stöð 2 var ekki talin brotleg

SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafi ekki brotið siðareglur félagsins í umfjöllun um kæru fatafellu vegna meintrar líkamsárásar á veitingastaðnum Vegas í nóvember og desember 1997. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Utandagskrárumræða á morgun

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, hefur óskað eftir utandagskrárumræðum á Alþingi um kostnað Landsbankans vegna kaupa á laxveiðileyfum. Gert er ráð fyrir því að umræðurnar fari fram í upphafi þingfundar á mánudag og verður Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra til svara. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

VIKAN 29/3-3/4

Yfir 60% hjúkrunarfræðinga segja upp YFIR 60% hjúkrunarfræðinga á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu upp störfum um mánaðamótin. Óánægja með launakjör er ástæða uppsagnanna og óttast Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að margir þeirra muni ekki snúa aftur þótt stofnanasamningar um betri kjör takist. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Virk efni í fræi og krossfiskum

Í ÆTIHVANNAFRÆJUM, geithvönn, baldursbrá og rót vallhumals eru frumudrepandi efni. Við rannsókn og greiningu á efnunum kom fram að virku efnin í ætihvannafræjum voru tvenns konar, annars vegar svokölluð kúmarín efni og hins vegar ilmolíur. Virkasta efnið í þessum ilmolíum er límonín og eru raunar meira en 60% af ilmolíum í ætihvannafræjum þetta límonín. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Vistvænn heyskeri

ENDURNÝTING er hugtak sem mjög er haldið á lofti um þessar mundir. Ljóst er að það eru margir hlutir, ekki allir stórir í sniðum, sem falla undir skilgreiningu þessa hugtaks. Dæmi um þetta er heyskerinn sem sést á meðfylgjandi mynd. Hagleiksmaðurinn Björn Hallur Gunnarsson, bóndi og sjómaður á Rangá í Tungu, smíðaði skerann úr flökunarvélarhnífsblaði. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ættarmót Vatnsfjarðarættarinnar

AFKOMENDUR Arndísar Pétursdóttur Eggerz (1858­1937) og Páls Ólafssonar (1850­ 1928), prófasts í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp árin 1900­ 1928, hafa afráðið að efna til afkomendamóts þeirra hjóna á Bíldudal helgina 11. og 12. júlí í sumar. Auk hefðbundinnar ættarmótsdagskrár verður farið frá Bíldudal inn í Ketildali undir leiðsögn kunnugra. M.a. Meira
5. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

(fyrirsögn vantar)

MOKAFLI var við Reykjanes síðustu dagana í mars og hefur afli Grindavíkurbáta komist í 60 tonn yfir daginn sem þykir með mesta móti. Skólafólk var fengið til aðstoðar við fiskvinnsluna í Grindavík svo og verkafólk vestan af fjörðum. KNUT Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, var í opinberri heimsókn á Íslandi fyrsta og annan apríl. Hann ræddi við ráðherra og var m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

5. apríl 1998 | Leiðarar | 481 orð

leiðariHOLLVINAFÉLAG LANDSPÍTALA ANDSPÍTALINN er h

leiðariHOLLVINAFÉLAG LANDSPÍTALA ANDSPÍTALINN er hátækni- og háskólasjúkrahús ­ eins konar "flaggskip íslenzkrar sjúkraþjónustu". Vegna hallarekstrar og skuldastöðu ríkissjóðs á samdráttarárum í íslenzkum þjóðarbúskap voru ríkisútgjöld skorin umtalsvert niður, sem bitnaði af eðlilegum ástæðum á stærstu útgjaldaþáttunum, þ.ám. Meira
5. apríl 1998 | Leiðarar | 1878 orð

reykjavíkurbréfÚtlönd eru að minnsta kosti tveir heimar. Þeir eiga að

Útlönd eru að minnsta kosti tveir heimar. Þeir eiga að sjálfsögðu margt sameiginlegt því að þeir eiga rætur í samfélagi sem er ein heild og eitt þjóðfélag. En þegar nánar er að gætt eru ótal vistarverur í þessu sama þjóðfélagi, kjör fólks, Meira

Menning

5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 269 orð

Breakdanskeppni á Broadway "Húsfyllir og fráb

Breakdanskeppni á Broadway "Húsfyllir og frábær stemmning" BREAKDANSKEPPNI var haldin á Broadway á fimmtudaginn og var húsfyllir af áhugasömum unnendum dans og tónlistar. Greinilegur áhugi er á breakinu og um 1.500 manns fylgdust með keppninni. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

Dásamleg fitubolla Ninjan í Beverly Hills (Beverly Hills Ninja)

Framleiðandi: Motion Pic. Corp. og America. Leikstjóri: Dennis Dugan. Handritshöfundur: Mark Feldberg og Mitch Klebanoff. Kvikmyndataka: Arthur Albert. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Chris Farley, Nicolette Sheridan, Nathanel Parker, Chris Rock og Robin Shou. 92 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar/Skífan. Útgáfud: 4. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 177 orð

Ellefti fyrirlestur "Laxnessársins"

ELLEFTI fyrirlesturinn um Halldór Laxness og verk hans á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells verður fluttur í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag, 7. apríl, og hefst kl. 17.15. Þar ræðir Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi um kynni sín af Halldóri Laxness, orðfæri skáldsins, ritstörf og vinnubrögð. Samkoman er öllum opin og aðgangur ókeypis. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 171 orð

Engar skýrar línur RÚMLEGA fimmtíu

Engar skýrar línur RÚMLEGA fimmtíu hönnuðir hafa sýnt nýjustu haustlínu sína í New York undanfarið og greinilegt að engar skýrar línur eða reglur gilda að þessu sinni. Hversdagsföt voru gerð fínleg með vönduðum efnum og fínlegum sniðum og sparifötin voru með hversdagslegu ívafi. Ökklasíð pils voru kynnt til hversdaglegrar notkunar. Meira
5. apríl 1998 | Tónlist | 568 orð

Fiðluleikur í Fellum

Verk eftir Dimitri Shostakovich, Jóhann Sebastian Bach, Henri Wieniawski og César Franck. Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðla, Andrea Kristinsdóttir, fiðla, Svetlana Gorokhovich, píanó. Fella- og Hólakirkju, þriðjudaginn 31. mars kl. 20.30. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 96 orð

Fjóla sýnir í Skotinu

Í SKOTINU, félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31, stendur nú yfir sýning Fjólu Pálsdóttur á vatnslitamyndum, ámáluðum dúkum og nælum. Fjóla er fædd í Hjallanesi í Landssveit 1928 en hefur verið búsett í Reykjavík frá 17 ára aldri. Hún hefur lagt stund á vatnslitamálun hjá Jean Posocco í Félagsmiðstöð aldraðra í Hvassaleiti s.l. tvö ár og hefur auk þess fengist við glerskurð og taumálun. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 262 orð

Fjölskyldudagskrá um Hallgrím Pétursson í Listaklúbbnum

UNGLINGARNIR í Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju ásamt fullorðnu listafólki standa fyrir dagskrá um Hallgrím Pétursson í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 6. apríl kl. 20.30. Kórinn er leiðinni til Noregs í sumar. Hann mun koma fram í Osló þar sem hann verður með dagskrá um Hallgrím Pétursson. Þar mun kórinn flytja nýjar útsetningar og ný lög eftir Hjálmar H. Meira
5. apríl 1998 | Tónlist | 660 orð

HAFNARFJARÐARROKKIÐ SIGRAÐI

Úrslit Músíktilrauna Tónabæjar. Um sigurlaunin kepptu Mad Methods, Mímir, Rennireið, Óvana, Ambindrylla, Bisund, Jah, Endemi, Stæner og Equal. MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar lauk með tilheyrandi hamagangi síðastliðið föstudagskvöld og eins og svo oft áður bar rokksveit sigur úr býtum, og enn hljómsveit úr Hafnarfirði, rokksveitin Stæner. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 191 orð

Íslensk fiðlutónlist

ÍSLENSK fiðlutónlist verður í hávegum höfð á tónleikum Gretu Guðnadóttur fiðluleikara og Valgerðar Andrésdóttur píanóleikara í Norræna húsinu í dag, sunnudaginn 5. apríl, kl. 17. Verk á efnisskrá spanna sögu íslenskra fiðlutónverka til ársins 1991. Leikin verða verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson, Hallgrím Helgason, Jón Leifs, Árna Björnsson og Hafliða Hallgrímsson. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 246 orð

Íslensk málverk á dönsku uppboði

MÁLVERK eftir 7 íslenska málara á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen annaðhvort seldust ekki eða seldust undir matsverði. Um er að ræða verk eftir Braga Ásgeirsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kjarval, Sigríði Þorláksdóttur og Þorlák Skúlason. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 95 orð

Joe Cocker heiðraður BRESKI rokkarinn Joe Cocker

BRESKI rokkarinn Joe Cocker var heiðraður á dögunum þegar hann var vígður inn í "Hollywood's Rock Walk" með tilheyrandi skildi og handarförum. Með Cocker við athöfnina var tónlistarmaðurinn Keith Emerson úr sveitinni Emerson, Lake and Palmer. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 930 orð

JOHN STURGES ÞEGAR framleiðanda va

JOHN STURGES ÞEGAR framleiðanda vantaði öruggan leikstjóra til að stýra vestra eða átakamynd á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, var ekki ósjaldan kallað á John Sturges sem á fjölmargar firnagóðar myndir frá þessum tíma og nokkrar framúrskarandi. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 563 orð

Krefjandi verkefni

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju og Kór Tónlistarskólans á Akureyri flytja Þýska sálumessu opus 45 eftir Johannes Brahms í Íþróttaskemmunni á Akureyri næstkomandi miðvikudagskvöld, 8. apríl, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar aðalstjórnanda hljómsveitarinnar. Einsöngvarar verða Björg Þórhallsdóttir sópran og W. Keith Reed baríton. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Listkynning í Listasafni Íslands

LISTKYNNING í tengslum við sýningu Listasafns Íslands á erlendum verkum í eigu safnsins verður sunnudaginn 5. apríl kl. 16. Að þessu sinni verður fjallað um norræna myndlist á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. og tengsl íslensku frumherjanna við strauma í norrænni myndlist þess tíma. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 996 orð

Með höfund Njálu í vasanum

VIÐ lifum á öld höfundarins, ef marka má bók Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræðings, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu, sem Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar hefur sent frá sér. Í bókinni segir Jón Karl frá því hvernig höfundurinn hefur tekið við af hetjunni sem aðalpersóna íslenskrar menningarsögu á þessari öld. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Myndlistarsýning aprílmánaðar í Kvennasögusafni

MYNDLISTARMAÐUR aprílmánaðar í Kvennasögusafni er Auður Ólafsdóttir. Auður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981-1986. Auður hefur starfað við myndlist og myndlistarkennslu frá árinu 1987. Síðustu ár hefur hún lagt megin áherslu á akrýl- og vatnslitamyndir. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 373 orð

Námskeið um Þorlákstíðir og menningarheim miðalda

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 7. apríl nk. hefst á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Listahátíðar 1998 námskeið um menningu miðalda á Íslandi og Þorlákstíðir. Tilefni námskeiðsins er að á Listahátíð í vor verða Þorlákstíðir fluttar í fyrsta sinn í heild hér á landi eftir siðaskipti. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Reuters Rússar syrgja Ulanovu

ÞÚSUNDIR manna fylgdu hinni dáðu rússnesku ballerínu Galinu Ulanovu er hún var borin til grafar á dögunum. Var lík hennar borið frá Bolshoi-leikhúsinu, þar sem Ulanova var aðaldansari á árunum 1944-1960. Hún var 88 ára er hún lést en hún er talin ein af mestu dönsurum þessarar aldar. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 49 orð

Sá stærsti NÝLEGA var opnaður rússíban

Sá stærsti NÝLEGA var opnaður rússíbani í skemmtigarðinum "Magic Mountain" í Valencia í Kaliforníu. Samkvæmt heimildum skemmtigarðsins er rússíbaninn, sem heitir Hefnd Gátumannsins, sá stærsti og hraðskreiðasti í heiminum. Hann ku fara upp í 104 kílómetra hraða á klukkustund í gegnum sex lykkjur og er hver ferð þriggja mínútna löng. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 176 orð

Simpson fær launahækkun

Simpson fær launahækkun SAMNINGAR hafa tekist við þá leikara sem tala inn á þættina um Simpson-fjölskylduna. Laun þeirra munu tvöfaldast og jafnvel þrefaldast og fara upp í 50 þúsund dollara á hvern þátt eða um 3,5 milljónir króna. Þá munu leikararnir fá um 70 milljóna launauppbót árið 2005. Meira
5. apríl 1998 | Menningarlíf | 509 orð

Síðustu sýningar á Heimi Guðríðar

SÝNINGUM á leikritinu Heimur Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur lýkur nú í dymbilviku en þessi sýning hefur verið á ferð milli kirkna landsins hátt á þriðja ár. Í ár eru liðin 400 ár frá fæðingu Guðríðar Símonardóttur, eiginkonu Passíusálmaskáldsins. Síðustu sýningar á Heimi Guðríðar verða í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 7. apríl og í Reykholtskirkju í Borgarfirði á skírdag, 9. apríl. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 313 orð

Spielberg leikstýrir mynd um Lindbergh STEVEN

STEVEN Spielberg ætlar að leikstýra kvikmynd um ævi flugkappans Charles Lindbergh og verður myndin byggð á 800 síðna bók um Lindbergh sem kemur út í haust. Kvikmyndaverið DreamWorks hefur keypt réttinn að bókinni, sem er eftir Scott Berg og er ekki fullkláruð. Hún hefur verið átta ár í vinnslu og verður gefin út af Putnam. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Sungið af krafti í Blönduvision NEMENDUR

Sungið af krafti í Blönduvision NEMENDUR í grunnskólanum á Blönduósi héldu árshátíð sína á dögunum. Margt var til skemmtunar og má þar nefna að flutt var leikritið "Krimmi", stúlkur úr 8. og 9. bekk sýndu dans og síðast en ekki síst var hin árlega Blönduvision söngvakeppni. Meira
5. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 177 orð

Vantar aðeins Titanic GRÁLEITAR skemmu

Vantar aðeins Titanic GRÁLEITAR skemmur í fylkinu Baja í Norður-Mexíkó láta ekki mikið yfir sér. Engu að síður fóru fyrir nokkru að myndast langar bílaraðir fyrir utan girðinguna og var það fólk sem langaði til að skoða helgidóminn. Það var nefnilega þarna sem stórmyndin Titanic var gerð. Meira

Umræðan

5. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Almenningar sameign þjóðarinnar Frá Grími M. Steindórssyni: ÞESS

ÞESSA dagana leita skotveiðimenn eftir frjálsum aðgangi að sameigninni, það er að geta svalað hvötum sínum, sýnt sig í felulitum og virðulegum jeppum. Lífið sem hrærist í kringum þá er bara leikvöllur, eins og barna í tækjum eða sandkössum. Meira
5. apríl 1998 | Aðsent efni | 1162 orð

Á Landspítalinn enga vini?

Í BYRJUN tíunda áratugarins var ástand ríkisfjármála slæmt vegna langvarandi áherslu stjórnmálamanna á útgjöld úr banka- og sjóðakerfinu til óarðbærra "atvinnuskapandi" verkefna. Er þá ekki átt við heilbrigðis- eða menntamál. Meira
5. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 329 orð

DV er ekki óháð dagblað Frá Karli Ormssyni: Steinþór Jónsson sk

Steinþór Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið 19. mars um að áherslur DV hafi breyst með nýjum ritstjóra. Ég fer ekki í neinar grafgötur um að margt af því sem Steinþór segir er rétt og segi bara mikið var að einhver annar en ég tók eftir því. Meira
5. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Fljúgandi drekar yfir húsþökum Reykvíkinga Frá Ragnari Fjalari Lárussyni:

UNDIRRITAÐUR býr í nágrenni gamla Miklatorgs, í króknum milli Miklubrautar og Snorrabrautar. Eins og gefur að skilja er hávaðamengun af völdum sívaxandi bifreiðaumferðar sífellt meiri og meiri, stöðugur vélardynur og hávaði dag og nótt. Svo rammt kveður að, að naumast er hægt að opna glugga. Þessu hlýtur að fylgja talsverð mengun, svo að nálgast hættumörk, bæði fyrir heyrn og lungu. Meira
5. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Fordómar Frá Önnu Heiðu Pálsdóttur: SL. laugardag hlustaði ég á

SL. laugardag hlustaði ég á brot úr viðtali við Örn Clausen hrl. á Bylgjunni, en mér skildist að viðtalinu hafi upprunalega verið útvarpað í þættinum "Þjóðbraut" fimmtudaginn 12. mars. Í viðtalinu rekur Örn tildrög þess að hann hlaut heimsmeistaratitil í boðhlaupi fyrir allmörgum árum en þau voru þannig (að hans sögn) að nokkrir "negrar" frá ýmsum löndum voru að keppa í boðhlaupi. Meira
5. apríl 1998 | Aðsent efni | 881 orð

Hvernig verða jarðskjálftar? Stórir skjálftar á Íslandi verða yfirleitt við lárétt misgengi, segir Ragnar Stefánsson, ­

JARÐSKJÁLFTAR verða alltaf við einhvers konar brotahreyfingu í jarðskorpunni, bergið brotnar undan spennu. Vegna þrýstingsástandsins þarna niðri verða stórir skjálftar fyrst og fremst við mismunahreyfingu, eða sniðgengi, þ.e.a.s. sprungubarmarnir færast hvor fram með öðrum, en ekki t.d. hvor frá öðrum, sem mundi þýða að rúmmálið yrði að aukast. Þ.e.a.s. Meira

Minningargreinar

5. apríl 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Anna Sæmundsdóttir

Það vex eitt blóm á bak við húsið mitt í björtum reit á milli grárra veggja. Og þó að blómið sé ei blómið þitt, á blómið skylt við hjörtu okkar beggja. Sjá, morgun hvern, er morgunsólin skín, er mynd vor búin litum þess og angan. Því okkar hjörtu eru eins og vín og einnig blómsins sál er vín og angan. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 479 orð

Anna Sæmundsdóttir

Anna Sæmundsdóttir ólst upp í foreldrahúsum ásamt fimm bræðrum. Einnig átti hún tvíburasystur er ólst upp annars staðar. Á æsku- og ungdómsárum Önnu var afkoman oft erfið hjá alþýðufólki bæði til sjávar og sveita og urðu unglingar því snemma að taka til hendinni og aðstoða í lífsbaráttunni. Anna varð því, eins og flestir unglingar, að fara ung að heiman til þess að vinna fyrir sér. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 635 orð

Anna Sæmundsdóttir

Í minningu ömmu minnar, Önnu Sæmundsdóttur, skrifa ég þessar línur. Þó finnst mér sem engin orð geti lýst því sem hún var mér í lífinu. Lífshlaup hennar var allt annað en auðvelt, en hún hélt þó alltaf áfram þótt á móti blési. Þar komu skapfesta, nægjusemi og létt lund henni að góðu. Amma var alþýðukona, af alþýðufólki komin. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 48 orð

Anna Sæmundsdóttir

Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. Og angan rósa rauðra mun rísa af gröfum dauðra. Og vesæld veikra og snauðra mun víkja fyrir því. (S.S.) Blessuð sé minning móður minnar, Önnu Sæmundsdóttur. Guðrún. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 149 orð

ANNA SÆMUNDSDÓTTIR

ANNA SÆMUNDSDÓTTIR Anna Sæmundsdóttir fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 21. febrúar 1909. Hún lést á Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ástríður Helgadóttir, f. 28. ágúst 1883, og Sæmundur Benediktsson, f. 6. desember 1879. Systkini hennar eru Benedikt, f. 7. október 1907, Guðrún, f. 19. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Gunnar Árnason

Gunnar Árnason Hnígur dagur, hallar sól að viði; Hvíl nú þreyttur vært í Drottins friði. Eftir lífsins unna starf þitt inn þig leiði Guð í ríki sitt. Vertu sæll, þú vinur elskulegi, verkin lifa, þó holdið deyi. Farðu vel og hvíl nú höfuð rótt. Hjartans þakkir, sofðu ­ góða nótt. Elsku Gunnar. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUNNAR ÁRNASON

GUNNAR ÁRNASON Gunnar Árnason fæddist í Reykjavík 3. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 23. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. apríl. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Við fráfall ömmu er okkur efst í huga hversu góður vinur hún var. Alltaf var gott að koma til hennar á Vesturgötuna, þar sem eitthvað gott var á borðum. Hún var listakokkur og við sóttum mikið í eldhúskrókinn þar sem hún bar gómsæta rétti á borð og settist svo og spjallaði við okkur. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Hjördís Guðmundsdóttir

Hún Hjördís móðursystir mín er látin eftir mikil veikindi undanfarin ár. Minningarnar koma upp í hugann hver af annarri því margs er að minnast. Hjördís, Gestur og Tóta höfðu mikinn samgang við heimili pabba og mömmu þegar við systkinin vorum að alast upp. Ég man að oft var hlegið, en það var mjög eðlilegt þar sem Hjördís var, þar var grínast og hlegið. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 223 orð

HJöRDÍS GUðMUNDSDÓTTIR

HJöRDÍS GUðMUNDSDÓTTIR Hjördís Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 1. september 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Oddsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 11.2. 1943, og Guðmundur Jónsson, f. 9.2. 1886, d. 11. 10. 1967. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Jódís Sigurðardóttir

Elskuleg nafna mín er dáin. Jódís var systir ömmu Siggu og fannst mér ég eiga aðeins meira í henni út af nafninu. Minningarnar um hana geymi ég í huga mér, einnig á ég nokkrar myndir sem teknar voru af okkur nöfnunum þegar við hittumst, sem var alltof sjaldan. Hringdi ég í Jódísi snemma á árinu, þetta símtal er sérstakt að því leyti að það var okkar síðasta samtal. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 590 orð

Jódís Sigurðardóttir

Á morgun, mánudaginn 6. apríl, verður móðursystir mín, Jódís Þóra Sigurðardóttir, borin til grafar. Það eru blendnar tilfinningar sem kvikna hjá manni þegar við kveðjum vini og lífsfélaga. Þakklæti fyrir að líkamlegum þrautum skuli lokið og svo tómarúm og söknuður. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 68 orð

JÓDÍS ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR

JÓDÍS ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR Jódís Þóra Sigurðardóttir fæddist í Viðey 4. júní 1914. Hún lést á Landspítalanum hinn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Hún var þriðja í röð átta systkina en þrjú þeirra létust á barnsaldri. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 223 orð

Sigrún L. Pétursdóttir

Þá hefur elskuleg móðursystir mín kvatt þennan heim eftir erfið veikindi síðustu mánuði. Með örfáum orðum vil ég fá að minnast þín og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna mína. Þú kenndir okkur margt, okkur yngra fólkinu í fjölskyldunni, og gladdist með okkur á góðum stundum. Þú varst dugleg að fylgjast með okkur og tókst ávallt virkan þátt í því sem við gerðum. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 507 orð

Sigrún Pétursdóttir

Tengsl og vinátta fjölskyldu minnar og Sigrúnar á sér djúpar rætur og hófst þegar amma mín og afi, Helga og Svavar, leigðu hjá Sigrúnu og Agnari í Helgamagrastrætinu á Akureyri í kringum 1937. Þau kynni sem þar var stofnað til hafa haldist æ síðan og borist á milli kynslóða. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Sigrún Pétursdóttir

Hún Sigrún frænka er dáin. Elsku frænka, sem alltaf var svolítið nær okkur en aðrar frænkur og frændur, er dáin í hárri elli. Sigrún var svolítið sérstök í fjölskyldunni. Þetta upplifði ég betur og betur eftir því sem árin færðust yfir og maður gerði sér grein fyrir lífsbaráttunni. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 557 orð

Sigrún Pétursdóttir

Elsku amma okkar er dáin eftir þriggja mánaða erfið veikindi. Eftir eigum við ljúfar minningar um konu sem við mátum svo mikils. Amma bjó í Helgamagrastræti 5 á Akureyri þegar við vorum börn og hjá henni áttum við góðar stundir. Í minningunni var alltaf sól á Akureyri. Garðurinn hennar ömmu í Helgamagrastrætinu var yndislegur. Hvílíkur gróður. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Sigrún Pétursdóttir

Mig langar að kveðja hana Sigrúnu með nokkrum orðum. Það eru bráðum 12 ár síðan ég kynntist henni og síðan þá hefur hún skipað afar stóran sess í mínu lífi. Þegar ég fór að vera með Agnari, dóttursyni hennar, fann ég fljótt hvað samband þeirra var náið. Hún tók mér ákaflega vel strax í byrjun og mér líkaði afstaða hennar til lífsins. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 267 orð

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR Sigrún Pétursdóttir fæddist á Akureyri 28. ágúst 1911. Hún lést í Reykjavík 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir, f. 3. okt. 1886, d. 3. nóv. 1934, og Pétur Gunnlaugsson, f. 27. okt. 1878, d. 10. des. 1926. Þau bjuggu í Svarfaðardal. Systkini Sigrúnar voru: Víglundur, f. 9. des. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 539 orð

Sigurður ELíasson

Sigurður Elíasson, fyrrum tilraunastjóri og kennari, andaðist 18. marz sl., á áttugasta og fjórða aldursári. Eftirlifandi eiginkona hans er Anna Ólöf, fædd Guðnason. Þau eignuðust þrjú börn. Ég kynntist Sigurði fyrst 1948, er ég fékk vilyrði fyrir starfi á hans vegum, en það vor fluttist ég að Reykhólum og komst þá strax í byggingavinnu við Tilraunastöðina o.fl. Meira
5. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR ELÍASSON

SIGURÐUR ELÍASSON Sigurður Elíasson fæddist á Krosseyri við Geirþjófsfjörð 9. september 1914. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 23. mars. Meira

Daglegt líf

5. apríl 1998 | Bílar | 289 orð

1955 Ford Thunderbird

FORD Thunderbird naut gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum þegar hann kom á markað. Bíllinn varð til í samvinnu hönnuða og tæknimanna Ford en tilurð hans má rekja allt aftur til 1949. Þá tóku starfsmenn í markaðsrannsóknadeild Ford eftir því að stöðugt fjölgaði þeim fjölskyldum sem áttu tvo bíla og fyrstu vísbendingunum um sportbílaæðið sem átti eftir að ríða yfir. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 415 orð

Biðin styttist ogskilvirkni eykst

NÝVERIÐ var nýtt símakerfi með tilheyrandi tölvubúnaði tekið í notkun hjá Flugleiðum, símsöludeildin, sem nú heitir fjarsala, flutt í 800 fm húsnæði við Skútuvog og starfsmönnum deildarinnar fjölgað. "Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna við síaukinn fjölda viðskiptavina, sem bóka ferðir símleiðis, gegnum alnetið, bréfasíma eða önnur fjarskiptanet, Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 415 orð

Bílaframleiðendur vilja minna magn brennisteins

BÍLAFRAMLEIÐENDUR og olíuframleiðendur í Bandaríkjunum deila nú um hver eigi að eigi borga brúsann þegar kemur að því að draga úr loftmengun. Í hnotskurn snýst deilan um útblástursmengun frá um 190 milljón bílum í Bandaríkjunum með hvarfakúta og milljónum bíla sem eiga eftir að koma á göturnar og aðferðir til að draga úr menguninni. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 121 orð

Chamonix ísaksturskeppnin

EIN vinsælasta akstursíþróttakeppni í Frakklandi ár hvert er Chamonix ísaksturskeppnin. Ekið er í 24 klukkustundir á ísilögðu vatni og tveimur efstu sætunum náðu Frakkarnir Stéphane Peterhansel og Jean-Pierre Chauche, báðir á Nissan Micra bílum. Snobeck, sem ók Opel Tigra, og varð í fyrsta sæti í fyrra, hafnaði nú í þriðja sæti. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 434 orð

Geta leyst nagladekk af hólmi

GÚMMÍVINNSLAN á Akureyri kynnti í fyrravetur nýja gerð vetrardekkja, svokölluð loftbóludekk. Þetta eru naglalaus dekk sem hafa reynst jafn vel í snjó og hálku og nagladekk. Nú er að renna á enda annan veturinn sem dekkin hafa verið á markaði hérlendis og segir Árni Laugdal, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar, að 80% allra vetrardekkja sem fyrirtækið selji séu loftbóludekk. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 129 orð

Göngu skíðaferð á Grænlandi

UM páskana býður Ferðaskrifstofan Landnáma upp á sex daga gönguskíðaferð um Ammassalikeyju á Grænlandi. Flogið verður til Kulusuk á skírdag og þaðan með þyrlu að þorpinu Qernertivartivit, sem er á lítilli eyju í Ammassalikfirði. Gist verður í tjöldum. Haldið verður í göngu yfir ísilagðan fjörðinn. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 82 orð

Heklurútan

HEKLA hf. hefur tekið í notkun svokallaða Heklurútu sem er Mitsubishi Space Wagon og er notuð til að aka viðskiptavinum fyrirtækisins. Einkum er Heklurútan notuð til að aka þeim sem skilja bíla sína eftir á verkstæði fyrirtækisins aftur til vinnu eða heimilis. Margir kannast við óþægindin við það að skilja bíla sína eftir á verkstæðum og vera eins og hálfgerðir strandaglópar á eftir. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 142 orð

Kátt fólk í Svartaskógi

KÁTIR dagar, kátt fólk er ferðaklúbbur eldri borgara innan Samvinnuferða/Landsýnar. Í tilefni 20 ára afmælis ferðaskrifstofunnar verður afmælisferð félaga Kátra daga í Svartaskóg. Flogið verður til Lúxemborgar 31. maí og síðan ekið um Frakkland til Strassborgar. Dvalið verður á Hótel Báren í heilsubænum Titisee við samnefnt vatn. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 163 orð

Land Rover Defender 2003

HAFIN er hönnun á arftaka Land Rover Defender, þar á meðal sportútgáfu af bílnum sem verður nokkurs konar Wrangler útgáfa af Land Rover. Ráðgert er að nýr Defender komi á markaðinn árið 2003 og þar með lýkur endurnýjunarferli hjá Land Rover sem hófst með Freelander jepplingnum. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 1182 orð

LISSABON Heillandi umgjörð um heimssýninguHeimssýningin Expo '98 verður opnuð í Lissabon í vor og búist er við þungum

MARGIR sem heimsótt hafa Lissabon síðustu misserin hafa býsnast yfir framkvæmdum í borginni og ekki að ástæðulausu. Götum í heilu hverfunum hefur verið umbylt, hús rifin og önnur byggð; þar sem áður voru aðalbrautir samkvæmt götukortum eru nú opnir skurðir, byggingakranar rísa ofar kirkjuturnum og rautt moldarryk þyrlast um loftið ef hreyfir vind. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 1067 orð

Líf og fjör á Lálandi

LJÓNASAFARÍ í Kenýa, jóganámskeið á Indlandi eða fjallgöngur í Himalayafjöllum eru ekki heppilegustu ferðir fyrir foreldra með ung börn. Því fer þó víðsfjarri að þeir séu einungis tilneyddir til tjaldferða á Þingvöllum eða sólarlandaferða á yfirfullum ferðamannaströndum. Þeir sem ekki telja sig bundna af börnum sínum velja einfaldlega ferðalög sem henta öllum, stórum og smáum... Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 495 orð

Markmiðið að komajeppaeigendum á fjöll

FYRIR tveimur árum stofnuðu nokkrir jeppaáhugamenn ferðaþjónustufyrirtækið Ísherja. Markmið þess er einfaldlega að koma íslenskum jeppaeigendum á fjöll eins og einn forsprakkinn, Ólafur Guðgeirsson, upplýsti. "Þótt fjöldi fólks eigi jeppa, fannst okkur fæstir nýta sér ferðamöguleikana sem slíkur farkostur býður upp á. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 67 orð

Minneapolis

FYRSTA áætlunarflug Flugleiða til Minneapolis í Minnesota er 9. apríl næstkomandi, en þangað verður flogið fimm sinnum í viku. Talsmenn félagsins segjast hafa fundið fyrir miklum áhuga á Íslandi í borginni, enda eigi um ein milljón manna í fylkinu rætur að rekja til Skandinavíu. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 154 orð

Ósvikið Amishbóndabýli

AMISH-fólkið í Bandaríkjunum lætur sig nútíma lifnaðarhætti litlu varða og lifir samkvæmt aldagömlum siðum og venjum forfeðranna í Þýskalandi, Hollandi og víðar í Evrópu. Þessi óvenjulegi lífsmáti á tölvu- og tækniöld vekur jafnan forvitni ferðamanna. Þeir geta skyggnst inn í líf Amish-fólksins í nokkrum bæjum í Lancasterhéraði, sem stundum er kallað Amish-landið. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 311 orð

Peugeot 406 Coupé kominn

JÖFUR hf., umboðsaðili Peugeot og Chrysler, hefur fengið fyrstu Peugeot 406 Coupé bílana. Þessi bíll var frumkynntur á bílasýningunni í París 1996 og var þar einn af senuþjófunum. Bílnum var enda strax vel tekið á markaði í Evrópu. Verksmiðjurnar anna ekki eftirspurninni og Jöfur þarf að súpa seyðið af því og fara á biðlista eins og aðrir umboðsaðilar. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 290 orð

Prius rokselst

ÞRIGGJA og hálfs mánaðar afgreiðslufrestur er hjá umboðsmönnum á Toyota Prius, nýjum fjölorkubíl Toyota sem kom á markað í Japan í desember á síðasta ári. Sumir umboðsmenn hafa hætt að taka niður pantanir. Toyota verksmiðjurnar hafa fengið pantanir á 3.500 bílum en 1.000 bílar eru framleiddir á mánuði. Frá því bíllinn kom á markað í desember fram í marsbyrjun höfðu selst 2.034 bílar. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 315 orð

Skíðagöngur umLakasvæði og Lóns-öræfi meðal ferða

UM páskana efnir Ferðafélag Íslands til ýmiss konar ferðalaga eins og undanfarin ár. Lengstu ferðirnar eru skíðagönguferðir með brottför að kvöldi miðvikudagsins 8. apríl en komið verður til baka annan í páskum. Ein slík ferð verður farin á Lakasvæðið en gist verður í húsi á Hunkubökkum, við Blágil og Miklafell. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 533 orð

Steikhús á Manhattan Í Gallaghers-steikhúsinu við 52. Stræti er sprengidagur alla daga ársins segir Sigurður G. Tómasson, sem

MÖRGUM þykir enginn amerískur matur jafnast á við steikurnar. Og víst er það að gírugri kjötætu af Íslandi, þykir safarík amerísk T-beinsteik, eða nautakóteletta, býsna girnileg. Nautakjöt hefur mátt þola margs konar andstreymi síðustu misserin. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 207 orð

Tata 1400 til Evrópu?

TATA er bíll sem framleiddur er í Indlandi og telja margir að hann eigi sér bjarta framtíð í Evrópu þar sem hann geti orðið ágæt söluvara. Uppi eru hugmyndir um að flytja inn lítinn Tata 1400 smábíl til Svíþjóðar og er reiknað með að hann kosti þar um 850 þúsund ÍSK. Bíllinn er reyndar enn aðeins til sem hugmyndabíll. Meira
5. apríl 1998 | Ferðalög | 171 orð

Tónleikar á tröppum Schönbrunn

KÓRAR og hljómsveitir hafa tækifæri til að halda ókeypis tónleika á tröppum Schönbrunn-hallarinnar í Vín frá apríl fram í október. Ferðamálaráð borgarinnar stendur fyrir því og 60 tónlistarhópar víða að úr heiminum hafa þegar sótt um leyfi til að koma fram við höllina. Tónleikarnir eru haldnir daglega milli níu og fimm. Tónleikarnir eru kallaðir Voices of the World. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | 71 orð

Öflugur SLK

MERCEDES-BENZ sýndi nýlega CLK 430 tveggja dyra sportbílinn. Hann er með átta strokka vél sem skilar 279 hestöflum við 5.750 snúninga á mínútu. Togið er eins og í stórum jeppa, 400 Nm við 3.000 og 4.400 snúninga á mínútu. Hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km hraða gerist á aðeins 6,3 sekúndum og hámarkshraðinn 250 km á klst. Meira
5. apríl 1998 | Bílar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

NISSAN Almera 1,4 var valinn áreiðanlegasti bíllinn í könnun sem gerð var í Þýskalandi. 15 þúsund bíleigendur tóku þátt í könnuninni. Niðurstaðan var sú að mest gæði séu í japönskum bílum en það sem kom meira á óvart var að eigendurnir telja að bílar framleiddir í Englandi komi í næsta sæti. Meira

Fastir þættir

5. apríl 1998 | Í dag | 78 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 5. apríl verður áttatíu og fimm ára Hilmar H. Grímsson, fyrrverandi innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Melgerði 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Kirkjuskógi. Þau verða að heiman í dag. ÁRA afmæli. Meira
5. apríl 1998 | Í dag | 287 orð

Reykingafólk hagkvæmt fyrir þjóðfélagið

BÓI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma þeirri skoðun sinni á framfæri að það væri hagkvæmt fyrir ríkið og þjóðfélagið að fólk reykti. Hann segir að reykingafólk lifi það ekki að það þurfi að borga því ellilaun, það sé tiltölulega hraust fram að þeim aldri að það deyi vegna reykinga og segir hann að t.d. sé það undantekning að reykingafólk sem vinni vaktavinnu nái sjötugsaldri. Meira
5. apríl 1998 | Dagbók | 660 orð

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss og Bakkafoss

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss og Bakkafoss eru væntanlegir í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ternes kemur í dag. Lagarfoss er væntanlegt til Straumsvíkur á morgun. Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira
5. apríl 1998 | Fastir þættir | 310 orð

Reykjavíkurprófastsdæmi.

Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfundur presta á morgun, mánudag, kl. 12 í Bústaðakirkju. Áskirkja. Æskulýðsfélag mánudagskvöld kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf mánudagskvöld kl. 20.30. Digraneskirkja. Starf aldraðra á þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgistund. Meira
5. apríl 1998 | Í dag | 523 orð

ÆSTKOMANDI fimmtudag, 9. apríl, er skírdagur, dagur hi

ÆSTKOMANDI fimmtudag, 9. apríl, er skírdagur, dagur hinnar heilögu kvöldmáltíðar, þá föstudagurinn langi, dagur píslargöngu og krossfestingar, og síðan sjálf upprisuhátíðin, páskarnir, sem hæst ber allra hátíða með kristnum þjóðum. Víkverji fer ekki lengra út í þá sálma að sinni. Meira

Íþróttir

5. apríl 1998 | Íþróttir | 907 orð

Sérstaklegagaman aðvinna Kristin

HAUKUR Arnórsson úr Ármanni og Ísfirðingurinn Sigríður B. Þorláksdóttir urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi þegar keppt var í greininni í gærmorgun í Hlíðarfjalli við Akureyri þar sem landsmótið fer fram. Veður var frábært; sól og logn, skíðafærið einnig afar gott og aðstæður því eins og best verður á kosið. Enda rómuðu keppendur allir mjög aðstæður og skipulagningu mótsins. Meira

Sunnudagsblað

5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 256 orð

11 SKAMM· TUR

EKKERT lát er á safnskífum í Pottþéttröðinni, enda hafa þær jafnan gengið bráðvel. Skammt er síðan ellefta skífan í röðinni kom út með lögum úr ýmsum áttum. ÁPottþétt ellefu eru 37 lög ólíkrar gerðar. Ýmist eru þar lög sem eru á hátindi vinsælda sinna um þessar mundir, hafa nýverið lotið í gras eða eiga eftir að gnæfa á toppi vinsældalista og glymja í útvarpi. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1292 orð

Af hverju lesið þið minningargreinar? KaupmannahafnarbréfÞessi spurning var borin upp nýlega af Norðmanni,sem verið hafði á

"ÉG ER heillaður af minningargreinum Morgunblaðsins. Af hverju lesið þið minningargreinar?" spurði Norðmaðurinn undrandi. Í heimsókn á Íslandi hafði hann flett blaðinu og fundist minningargreinarnar nýstárlegastar í því. Og mikið rétt. Í alþjóðlegu samhengi eru minningargreinar Morgunblaðsins eitt af undrum fjölmiðlaheimsins. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 367 orð

Alveg stranglega bannað

KALIFORNÍUMENN eru afar áhugasamir um allt sem snertir heilsuna, jafnt líkamlega sem andlega. Líkamsrækt, heilsufæði, heilun og reiki og nýaldarspeki eru tískustraumar sem eiga upptök sín í kalifornískum lífsstíl. Mengunarlög eru strangari en annars staðar, sorpflokkun heilög skylda hjá upplýstu fólki. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2064 orð

BEINT ÚR BAKARAOFNINUM Eftir Hildi Einarsdóttur Sigþór Sigurjónsson er fæddur 13. marz 1947 á Húsavík. Hann lærði bakaraiðn í

ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá þeim sem hafa átt leið um Kringlumýrarbrautina að bakarí Bakarameistarans í Suðurveri hefur stækkað til muna. Þetta á bæði við um verslunina og vinnslurýmið á hæðinni fyrir ofan verslunina og komnar eru nýjar Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1909 orð

BORG engla og hamfara

Í LOS Angeles, næststærstu borg Bandaríkjanna, er það umferðin sem ræður. Íbúar borgarinnar tala fjálglega um það hvort þeir séu "hraðbrautafólk" eða hallari undir hliðargöturnar og vísa þá til þess hvort þeir vilji heldur sitja fastir í umferðarhnút á leið í og úr vinnu, eða hvort þeir reyni að fara lengri leiðina til að komast áfram. Niðurstaðan er sú sama. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1516 orð

ÐÍ þorpinu læra fíklar að lifa á ný Fíkniefnaneytendur eru ekkert frábrugðnir öðru fólki; kljást einungis við einu vandamálinu

ANDREA Muccioli er 33 ára en hefur verið eins konar bæjarstjóri í San Patrignano á Rimini á Ítalíu í nokkur ár. Fyrir tuttugu árum rann föður hans heitnum, Vincenzo, til rifja að sjá fíkniefnaneytendur vafra um á götum úti og vildi leggja sitt af mörkum. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 103 orð

ÐNýtt ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki

EFFI, nýtt fyrirtæki í ráðgjöf og þjónustu, veitir fyrirtækjum í framleiðslu, inn- og útflutningi sérfræðiþjónustu við gerð öryggisleiðbeininga og varnaðarmerkinga fyrir hættuleg efni, eiturefni og aðrar slíkar vörur. Fyrir útflytjendur er boðið upp á öryggisleiðbeiningar á fjölmörgum tungumálum. Fyrirtækið er einnig ráðgefandi um flutninga, notkun og meðferð hættulegra efna. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 669 orð

Einkennilegt er að engin sérstök saga skuli vera til af Gizur

Einkennilegt er að engin sérstök saga skuli vera til af Gizuri jarli. Hann var þó alls ráðandi í landinu frá því hann verður jarl 1258 og til dauðadags 1268, í heilan áratug. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 329 orð

ENN 2Pac

VEL Á annað ár er liðið frá því 2Pac Amaru Shakur féll fyrir morðingjahendi í Las Vegas. Þrátt fyrir það eru skífur með honum enn að koma út, nú síðast safnplata sem móðir hans setti saman. »Pac var á hátindi frægðar sinnar þegar hann var skotinn, plötur hans seldust bráðvel og honum óx sífellt ásmegin í kvikmyndaleiklistinni. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 3438 orð

Erum við ekki Íslendingar?

SVEINN var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72, Þjóðleikhússtjóri 1972-83 og dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Ríkissjónvarpsins 1987-91. Sveinn hefur verið mikilvirkur leikstjóri og ritstörfum ýmis konar hefur hann einnig sinnt, skrifað leikrit og leikgerðir, fræðibækur og ritgerðir. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 117 orð

Fína, ríka og fræga fólkið

KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN James Cameron hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndastjórn á þessu ári, hann leikstýrði Titanic. Cameron sést hér á leið inn í samkomusalinn í Los Angeles þar sem afhendingin fór fram 23. mars, með honum er eiginkonan, Linda Hamilton, þekkt leikkona. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 534 orð

»Fleinn í holdi FORHERTIR pönkarar fá tár í augun þegar þeir minn

FORHERTIR pönkarar fá tár í augun þegar þeir minnast tónleika bresku sveitarinnar The Fall í Austurbæjarbíói, það er ef þeir voru ekki í svo mikill límvímu að þeir voru ekki af þessum heimi. Frá þeim tónleikum er margs að minnast, lokatónleika Feys, Bubba og Mórals, en fyrst og fremst voru þessir tónleikar með mögnuðustu heimsókn hljómsveitar til Íslands, Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 654 orð

Fyrirheitna LANDIÐ

Kalifornía var öldum saman spænskt og síðan mexíkóskt land, um miðja síðustu öld varð svæðið bandarísk eign. Kristján Jónsson fræddist um sögu ríkisins. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 549 orð

Fyrsti risinn búinn að slíta

VEIÐITÍMINN er nú hafinn og eltast menn nú bæði við sjóbirting á niðurleið og staðbundna bleikju í nokkrum ám og vötnum sunnanlands og vestan. Það hefur vorað bærilega og veiði hefur farið fram úr björtustu vonum. Fyrsta veiðisagan er komin í hús, en vettvangur hennar var hylur númer 3, Ármót, í Hörgsá. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 94 orð

GULLNA ríkið

ÓLGANDI orkan í draumnum er virkjuð í "Gullna ríkinu", eins og íbúar Kaliforníu nefna heimahagana án falskrar hógværðar. Þar kvikna hugmyndirnar en náttúruhamfarir eru höggormurinn í Paradís. Kristján Jónsson kynnti sér sögu Kaliforníu, Steingrímur Sigurgeirssonvar á ferð í norðurhlutanum, Urður Gunnarsdóttir í suðurhlutanum. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 228 orð

Harpa hf. velur Navision Financials

HARPA hf. hefur valið hina öflugu upplýsinga- og viðskiptastjórnunarlausn Navision Financials frá Streng hf. "Við hjá Hörpu hf. gerum miklar kröfur til þjónustuaðilans og hugbúnaðarins enda erum við með flókinn rekstur og þörf fyrir sérlausnir í hugbúnaði," segir Jón Bjarni Gunnarsson fjármálastjóri. "Reynsla Strengs hf. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 673 orð

Heilagrugg

Þrátt fyrir stórstígar framfarir á undanförnum árum er þekking vísindamanna á heilanum enn sem komið er mjög takmörkuð. Notkun aðferða frá atóm- og kjarneðlisfræði, ásamt miklum framförum á sviði nákvæmnismælinga, hefur opnað nýja möguleika til að fylgjast með starfsemi heilans, sem áður var óhugsandi. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1348 orð

Heilsubót á landi og í sjó Fyrir tíma nútíma læknavísinda og lyfja þróaði mannkynið með sér þekkingu á virkni jurta og notaði

Heilsubót á landi og í sjó Fyrir tíma nútíma læknavísinda og lyfja þróaði mannkynið með sér þekkingu á virkni jurta og notaði þær til lækninga og heilsubótar. Þekkingin hefur varðveist í rituðum heimildum og hjá einstaka fólki sem lært hefur af forfeðrum sínum. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 234 orð

Heilsu ungbarna hætt í langflugi?

RANNSÓKN á 34 ungbörnum sem önduðu að sér lofti sem innihélt 6% minna súrefni en þau voru vön leiddi í ljós að í fjórum þeirra lækkaði súrefnishlutfall í blóði hættulega. Í hinum hélst hlutfallið nokkurnveginn óbreytt, en lækkaði þó lítillega. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 704 orð

Hjartað í borði

Ég þekki mann á sjötugsaldri sem bíður eftir að fara í kransæðaútvíkkun. Það eru liðnir nokkrir mánuðir síðan hann fékk þann úrskurð að hann þyrfti að fara í slíka aðgerð ­ eftir að talað hafði verið við hann var hann sendur heim til að bíða. Það getur hver og einn gert sér í hugarlund að slík bið er ekki þægileg. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 710 orð

Kyrravika

Í DAG er pálmasunnudagur. Vikan, sem heilsaði í morgun, nefnist "kyrravika" að kirkjunnar máli ellegar dymbilvika. Hún geymir dýrustu daga ársins. Í hugskotinu fylgja kristnir menn frelsara sínum frá því er hann ríður inn í Jerúsalem á pálmasunnudag þar til upprisusólin skín yfir tóma gröf hans sjö nóttum síðar. Dýpstu leyndardómar fagnaðarerindisins eru reiddir fram í kyrruviku. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 145 orð

Liðstjóri Kaliforníugengisins

RONALD Reagan með fyrsta eintakið af nýrri bók þar sem birtar eru nokkrar ræður hans og greinar erlendra leiðtoga um forsetann fyrrverandi. Bókina fékk Reagan er hann varð 87 ára í febrúar. Í forsetatíð hans 1981-1989 var lögð áhersla á skattalækkanir og eflingu fyrirtækja. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 283 orð

Ný handbók um ISO 9000 fyrir lítil fyrirtæki

STAÐLARÁÐ hefur gefið út í íslenskri þýðingu handbók sem leiðbeinir stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja við að túlka og innleiða ISO 9000 staðlana. Mikill fjöldi fyrirtækja um víða veröld hafa yfir að ráða gæðakerfi sem eru byggð á ISO 9000 stöðlunum. Með því að koma á gæðakerfi vilja fyrirtækin tryggja að vörur og þjónusta svari kröfum viðskiptavina sem og stjórnvalda. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2372 orð

Nýjar hugmyndir í kirkjustarfi

Þannig hefst fjórða erindi viðauka Passíusálma Hallgríms Péturssonar, og geta víst flestir tekið undir þessi orð hans. Ekki virðist langt síðan þær fregnir spurðust út að búið væri að ráða séra Jón Dalbú Hróbjartsson í nýtt embætti sendiráðsprests í Gautaborg ­ þann 1. maí n.k. eru þó liðin fjögur ár síðan það gerðist. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 402 orð

Skólaþrælarnir sem slógu í gegn

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem skrifað er um nýtt fyrirtæki í Newsweek. Rekstur fyrirtækis krakkanna í Crenshaw-menntaskólanum í Los Angeles hefur farið fram úr öllum vonum, vakið athygli um öll Bandaríkin og aukið trú manna á getu unglinga til að standa á eigin fótum. Nafn fyrirtækisins, "Food From the Hood" (Matur úr hverfinu) er vísan til heitis kvikmyndar um unglingagengi. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2047 orð

SKREFI á undan

ÞAÐ er sama hvert litið er. Þeir straumar og stefnur sem einkenna bandaríska stjórnmálaumræðu og þjóðfélagsþróun eiga oftar en ekki upptök sín í Kaliforníu. Það er ekki að ástæðulausu að sumir sérfræðingar segja að með því að virða fyrir sér Kaliforníu í dag megi sjá hvernig Bandaríkin í heild muni þróast á næstu áratugum. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 186 orð

Sungið af hjartans lyst heima í stofu

EKKI eru allir svo kjarkaðir að þora upp á svið og syngja frammi fyrir áheyrendum þrátt fyrir sterka löngun til að prófa. Þeir þurfa þó ekki að deyja ráðalausir því víða er hægt að leigja sér tækjabúnað til að setja í samband við sjónvarp og hljómflutningstæki heima í stofu. Á sömu stöðum er síðan hægt að fá sérstakar karaoke-spólur í tækið. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 4433 orð

Tíðindalaust í Bosníu?

HEIFTÚÐUG borgarastyrjöld braust út í ríkjum fyrrum Júgóslavíu síðla hausts 1992. Fregnir bárust af ótrúlegri grimmd gagnvart óbreyttum borgurum, einkum konum og börnum. Hundruð þúsunda manna hröktust frá heimilum sínum, drógu fram lífið í flóttamannabúðum, sem fjármagnaðar voru af alþjóðlegum hjálparstofnunum. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 147 orð

Undrabörnin í Kísildal

FRAMKVÆMDASTJÓRI Apple- tölvufyrirtækisins, Steve Jobs, er gott dæmi um eldhugana sem lögðu grunninn að ævintýrinu í Santa Clara-sýslu sem einnig er nefnd Silicon Valley (Kísildalur), fyrir sunnan San Francisco. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2579 orð

Þegar íslenskir Hafnarstúdentar nutu konungsnáðar Um þessar mundir beinist athygli Íslendinga að menntun og skólagöngu, segir

Ég minnist þess ekki að hafa séð vitnað í gagnmerka grein, sem Sigurður skólameistari Guðmundsson birti í "Lögréttu", málgagni Þorsteins Gíslasonar, 4. maí 1926. Grein skólameistara er nærfellt tvær blaðsíður. Þar segir m.a. "Skólagjöld auka einmitt oftast fjárhagslegt ranglæti og efnalegan ójöfnuð. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1615 orð

Örmagna og áttavilltir Úrslit þingkosninganna í Úkraínu um liðna helgi sýna að grundvallarspurningum um stöðu þjóðarinnar eftir

ÚRSLIT þingkosninganna í Úkraínu um liðna helgi eru ekki einvörðungu til marks um að almenningur sé orðinn langþreyttur á "efnahagsumbótum" þeim sem forseti landsins, Leoníd Kuchma, hefur beitt sér fyrir heldur staðfesta þau einnig þann klofning sem löngum hefur einkennt þjóðlífið í þessu rúmlega 50 milljóna manna ríki. Meira
5. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 313 orð

(fyrirsögn vantar)

FYRIRTÆKIÐ Bros-Bolir óskar eftir vönum silkiprentara, einnig aðstoðarfólki við prentun. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl, merktar: "Bros". Starfsmaður hjá yfirskattanefnd YFIRSKATTANEFND vill ráða starfsmann með próf í viðskiptafræði/lögfræði eða mann með víðtæka þekkingu á skattalöggjöfinni. Meira

Ýmis aukablöð

5. apríl 1998 | Blaðaukar | 136 orð

ÍSLENSKA -fastanefndin á hafréttarráðstefnunni 1958: Jó

ÍSLENSKA -fastanefndin á hafréttarráðstefnunni 1958: Jón Jónsson fiskifræðingur, Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur og Davíð Ólafsson hagfræðingur sem þá var fiskimálastjóri. Þessir menn voru lengst af helstu ráðgjafar íslenskra stjórnvalda í hafréttarmálum. Meira
5. apríl 1998 | Blaðaukar | 2574 orð

Lausn landhelgisdeilunnar 1961

Ólafur Thors var sá stjórnmálaforingi íslenskur sem mest afgerandi áhrif hafði á framvindu landhelgismálanna á sinni tíð. Árið 1946 réð Ólafur Hans G. Andersen til starfa í utanríkisráðuneytinu, en hann var þá nýkominn heim frá framhaldsnámi í þjóðarrétti, og fól honum að vinna að undirbúningi frumvarpsins að landgrunnslögunum 1948. Meira
5. apríl 1998 | Blaðaukar | 1762 orð

Lífsbjargarréttur eyþjóðar Aðstæður hafa breyst með alþjóðlegri viðurkenningu 200 mílna lögsögu, segir Ari Edwald, sem telur

FÁAR þjóðir, ef nokkrar, eiga jafn mikið undir nýtingu sjávarauðlindanna og Íslendingar og því að vonum að þeir hafi löngum verið í fararbroddi í hafréttarmálum, allt frá því að þau mál komust í brennidepil á fyrri hluta þessarar aldar. Einn merkasti áfanginn í sögu landhelgisbaráttu Íslendinga er lögfesting Landgrunnslaganna. Meira
5. apríl 1998 | Blaðaukar | 483 orð

Úr athugasemdunum við frumvarp að lögum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins:

SVO sem kunnugt er, byggist afkoma Íslands nær eingöngu á fiskveiðum við strendur landsins. Það hefur því verið landsmönnum mikið áhyggjuefni að fylgjast með hinni sífellt vaxandi eyðileggingu á fiskimiðunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.