Greinar föstudaginn 17. apríl 1998

Forsíða

17. apríl 1998 | Forsíða | 165 orð

Andlát Pol Pots staðfest

POL POT, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu og einn alræmdasti harðstjóri aldarinnar, lést seint í fyrrakvöld í stofufangelsi eigin samherja í fjallaþorpi í norðurhluta landsins, skammt frá landamærunum við Tæland. Banamein hans var hjartaslag. Eftir því sem næst verður komizt var hann 73 ára. Meira
17. apríl 1998 | Forsíða | 205 orð

Eidesgaard reiðubúinn að styðja dönsku stjórnina

FÆREYSKI þingmaðurinn Joannes Eidesgaard segist nú vera reiðubúinn að tryggja meirihluta dönsku stjórnarinnar á þingi, telji Færeyingar sig fá viðunandi bætur í Færeyjabankamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins Aktuelt við Eidesgaard. Hann hefur hingað til sagst munu sitja hjá í atkvæðagreiðslum á danska þinginu er varði ekki Færeyjar með beinum hætti. Meira
17. apríl 1998 | Forsíða | 313 orð

Kosningabaráttan hafin

FYLGJENDUR friðarsamkomulagsins á N-Írlandi hófu kosningaherferð í gær fyrir samþykkt þess í þjóðaratkvæðagreiðslunni 22. maí, degi eftir að Ian Paisley hóf herferð gegn samþykkt þess. John Alderdice, leiðtogi samstöðuflokks kaþólikka og mótmælenda (Alliance), sem fer fyrir herferðinni, skoraði á Paisley að mæta sér í opinberum umræðum um samninginn. Meira
17. apríl 1998 | Forsíða | 121 orð

Rannsókn Starrs hvergi nærri lokið

KENNETH Starr, sérlegur saksóknari í Bandaríkjunum, sagði í gær að umfang rannsóknar sinnar á meintu misferli Bills Clintons, forseta, hefði víkkað mikið og "ekki sæi fyrir endann" á henni. Starr tjáði fréttamönnum að hann hefði afþakkað boð um rektorsstöðu við Pepperdine-háskólann í Kaliforníu. Meira
17. apríl 1998 | Forsíða | 305 orð

Þingið að einangrast í andstöðu sinni

Æ FLEIRA bendir til þess að dúman, neðri deild rússneska þingsins, sé að einangrast í andstöðu sinni við Sergej Kíríjenko sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur tilnefnt forsætisráðherra landsins. Í dag, föstudag, gengur dúman öðru sinni til atkvæðagreiðslu um skipan Kíríjenkos en þingið hafnaði honum í fyrstu umferð. Meira

Fréttir

17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Aðalfundur Byggingafræðingafélags Íslands

BYGGINGAFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til aðalfundar í Litlu- Brekku í Bankastræti laugardaginn 18. apríl. Fundurinn hefst kl. 16. Byggingafræðingafélag Íslands var stofnað 6. janúar 1968 og er því 30 ára á þessu ári. Markmið félagsins skyldi fyrst og fremst vera að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og réttindi. Í tilefni af 30 ára afmæli BFÍ í ár verður margt sér til gamans gert. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Alþingi létti bankaleynd

SVERRIR Hermannsson ætlar að fara fram á það við Alþingi að það létti bankaleynd af Landsbanka Íslands hvað varðar risnu, ferðalög og laxveiðar þrjátíu ár aftur í tímann. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi ekki lengur una því að vera sagður hafa brotið reglur um risnu í Landsbankanum, af ríkisendurskoðanda, bankaráði Landsbankans og ákveðnum alþingismönnum. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Aukin útbreiðsla GSM- kerfisins

LANDSSÍMINN eykur stöðugt útbreiðslu GSM-kerfisins innan lands sem utan. Yfir 45 þúsund manns eru nú áskrifendur að kerfinu á Íslandi, og svæðum erlendis og innanlands fjölgar stöðugt þar sem viðskiptavinir Landssímans geta notað GSM-kortin sín, segir í fréttatilkynningu frá Landssímanum. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 417 orð

Átak til hollara og fjölbreyttara mataræðis

AF BESTU LYST er nýr heilsu- og matreiðsluklúbbur sem Vaka-Helgafell hefur hleypt af stokkunum. Markmið klúbbsins er að veita almenningi aðgang að fjölbreyttu og hollu mataræði sem jafnframt geti stuðlað að því að draga úr tíðni þeirra hjartasjúkdóma og krabbameins sem rekja megi til mataræðis. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Átta umsóknir

EMBÆTTI sýslumannsins í Vestmannaeyjum hefur verið auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 14. apríl. Umsækjendur, sem eru átta, eru þessir: Áslaug Þórarinsdóttir, deildarstjóri, Bjarni Stefánsson, sýslumaður, Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, Jóhann Pétursson, héraðsdómslögmaður, Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi sýslumanns, Óskar Thorarensen, héraðsdómslögmaður, Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 77 orð

ÁTVR í stærra húsnæði

Hornafjörður­ÁTVR á Hornafirði hefur nú flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði. Að sögn Elínar Heiðarsdóttur útibússtjóra er nýja húsnæðið helmingi stærra og í alla staði betra. Á gamla staðnum gat viðskiptavinurinn ekki skoðað að vild úrvalið því afgreitt var yfir borðið og á annatímum myndaðist oft löng biðröð eftir afgreiðslu, en nú er þetta úr sögunni. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 753 orð

Bankaleynd Landsbanka verði létt 30 ár aftur í tímann

SVERRIR Hermannsson segist ekki ætla að una því lengur að vera sagður hafa brotið reglur um risnu í Landsbankanum, af ríkisendurskoðanda, bankaráði Landsbankans og ákveðnum alþingismönnum. Hann hefur því ákveðið að óska eftir því við Alþingi, að það svipti bankaleynd af Landsbanka, að því er varðar laxveiðar, risnu og ferðalög á vegum Landsbanka Íslands síðastliðin 30 ár. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Barbara í Borgarbíói

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir um helgina dönsku myndina Barböru sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda bæði hér heima og í útlöndum. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jørgen- Frantz Jacobsen og er grípandi frásögn af ungri færeyskri konu sem með ástríðu sinni kveikir eld í hjörtum karlmanna. Meira
17. apríl 1998 | Óflokkað efni | 134 orð

BERGEY VE 544 33887 2* Ýsa GámurBJARTU

BERGEY VE 544 33887 2* Ýsa GámurBJARTUR NK 121 46058 24* Karfi / Gullkarfi GámurBREKI VE 61 59918 104* Karfi / Gullkarfi GámurDALA RAFN VE 508 29668 72* Karfi / Gullkarfi GámurSKAFTI SK 3 299 0 0ÁLSEY VE 5 Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 713 orð

Borgarbókasafn Reykjavíkur 75 ára

BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur, upphaflega nefnt Alþýðubókasafn og síðar Bæjarbókasafn Reykjavíkur, er ein elsta menningarstofnun borgarinnar. Það hóf starfsemi 19. apríl 1923, sem það ár bar upp á sumardaginn fyrsta. Á safnið því 75 ára afmæli um þessar mundir og verður afmælisins minnst með margvíslegum hætti. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Boro Kapor sýnir í Gamla Lundi

BORO Kapor opnar myndlistarsýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri á laugardag, 18. apríl. Hann er fæddur í Split í Króatíu og stundaði nám í listaháskólanum í Zagreb þaðan sem hann lauk námi í listmálun og lagfæringum á gömlum listaverkum. Hann stundaði einnig frekara nám á þessu sviði á Ítalíu um tveggja ára skeið. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 213 orð

Bæta má líðan mígrenisjúklinga

Hveragerði-Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur að undanförnu dvalið hópur kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að berjast við slæm höfuðverkjaköst, svokallað mígreni. Það eru Mígrensamtökin og Heilsustofnun sem í sameiningu standa að dvölinni en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á sérhæfða meðferðardvöl fyrir mígrenisjúklinga hér á landi. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Efnin ætluð til sölu hérlendis

EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur höfðað mál á hendur þrjátíu og átta ára gömlum Hollendingi fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Ákæran var gefin út sjöunda þessa mánaðar og hún birt Hollendingnum í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur, en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna þessa máls í rúma fjóra mánuði. Meira
17. apríl 1998 | Miðopna | 1266 orð

Einn mesti fjöldamorðingi aldarinnar fallinn frá Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi skæruliðahreyfingar Rauðu khmeranna í Kambódíu,

TÆLENZKIR hermálafulltrúar greindu frá því seint á miðvikudagskvöld að Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu, hefði fundizt látinn í afskekktu fjallaþorpi í frumskóginum, um þrjá km frá tælenzku landamærunum. Eiginkona Pots er sögð hafa komið að honum örendum, en svo virðist sem hann hafi fengið hjartaslag í svefni. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 430 orð

Eiturefni á heimilum geta valdið varanlegum skaða

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands hefur gefið út sérrit um eitranir. Sérritið er gefið út til þess að vekja foreldra barna til umhugsunar um þær hættur sem börnum stafar af eiturefnum og lyfjum sem geymd eru á heimilum, auk þess að veita upplýsingar um hvernig bregðast megi við eitrunartilfellum. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 918 orð

Ekki nornaveiðar gagnvart Sverri Hermannssyni

SIGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í gær að það væri ósanngjarnt af Sverri Hermannssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að gefa í skyn að við yfirferð stofnunarinnar á risnureikningum hefði verið um að ræða nornaveiðar gagnvart sér. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Eldsneytistönkum Boeing-737 verði breytt

BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið (FAA) fyrirskipaði í gær flugfélögum um heim allan að gera ýmsar breytingar á eldsneytistönkum Boeing-737 farþegaflugvéla til að koma í veg fyrir hugsanlega íkveikju í eldsneyti. Verður að framkvæma breytingarnar innan árs en áætlað er að þær kosti 2,6 milljónir íslenskra króna á flugvél. Flugleiðum höfðu ekki borist tilmælin er leitað var viðbragða félagsins í gær. Meira
17. apríl 1998 | Óflokkað efni | 783 orð

EMMA VE 219 82 22* Botnvarpa Skarkoli 2 Gám

EMMA VE 219 82 22* Botnvarpa Skarkoli 2 GámurFRÁR VE 78 15531 35* Botnvarpa Ufsi 2 GámurGANDI VE 171 20398 21* Dragnót Skarkoli 2 GámurHAFNAREY SF 36 10103 13* Steinbítur 1 GámurHAFÖRN VE 21 5 Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Fallið frá niðurrifi verði húsið fært til

MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar lagði til á fundi í gær að fallið yrði frá niðurrifi hússins við Lækjargötu 6 í Innbæ Akureyrar að því gefnu að unnt verði að færa það vestar á lóðina og var tæknideild bæjarins falið að kanna þann möguleika. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 127 orð

Fegurðarsamkeppni Vesturlands

Ólafsvík-Fegurðarsamkeppni Vesturlands fer fram á Klifi í Ólafsvík laugardagskvöldið 18. apríl. Keppendur eru 15. Vandað verður til dagskrár og verða ýmis skemmtiatriði auk sjálfrar keppninnar. Heiðar Jónsson snyrtir stjórnar skemmtuninni. Félagsheimilið á Klifi er eitt hið glæsilegasta á landinu og eftirsótt til skemmtanahalds. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fermist um næstu helgi

EDDA Pétursdóttir, 14 ára stúlka, sigraði í Ford-fyrirsætukeppninni sem haldin var á Broadway í gærkvöld. Edda á að fermast um næstu helgi. Í öðru sæti varð Dagbjört Helgadóttir, sem er 13 ára, og í því þriðja Sara Jakobsdóttir. Alis Allen, sem er fulltrúi Ford Models í New York, kom og krýndi sigurvegarann, en hún sat einnig í dómnefnd keppninnar. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Félagshyggja við Fljótið

FRAMBOÐSLISTI samtakanna Félagshyggja við Fljótið til sveitarstjórnarkosninga í nýju sveitarfélagi á Austur-Héraði 23. maí 1998 hefur verið ákveðinn og hann skipa eftirtalin: 1. Jón Kr. Arnarson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, 2. Skúli Björnsson, skógarvörður, Hallormsstað, 3. Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, Egilsstöðum, 4. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Framboðslisti félagshyggjufólks á Hvammstanga kynntur

FRAMBOÐSLISTI félagshyggjufólks og óháðra til sveitarstjórnarkosninga í vor var birtur 2. apríl sl. Heiti listans er Húnaþingslistinn og er hann sem hér segir: 1. Guðmundur Haukur Sigurðsson, Hvammstanga, 2. Heimir Ágústsson, Sauðdalsá, 3. Ólafur Hallur Stefánsson, Reykjum, Hrútafirði, 4. Elín Ása Ólafsdóttir, Víðigerði, 5. Guðrún Elín Benónýsdóttir, Hvammstanga, 6. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fyrirlestur um íslenska þjóðernisvitund

FYRIRLESTUR á vegum Hollvinafélags heimspekideildar HÍ verður haldinn laugardaginn 18. apríl í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14. Þá talar Gunnar Karlsson prófessor og nefnir hann erindi sitt "Íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum". "Í um það bil fimm aldir, um 1300-1800, bjuggu Íslendingar við erlenda konungsstjórn án þess að sýna verulega óánægju með það fyrirkomulag. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fyrsti sendiherra Íslands með búsetu í Kína

Í GREIN Morgunblaðsins sunnudaginn 5. apríl sl. er missagt að Hjálmar W. Hannesson hafi verið fyrsti sendiherra Íslands í Kína. Hið rétta er að hann var fyrsti íslenski sendiherrann sem hafði búsetu í Kína. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Gáfu í sundlaugarsjóð

TÍU ungar stúlkur sem efndu fyrir nokkru til tónlistarmaraþons afhentu Stefáni Yngvasyni, yfirlækni á Kristnesspítala, peninga að gjöf en þeir renna í söfnunarsjóð vegna byggingar endurhæfingarsundlaugar. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 550 orð

Geir H. Haarde tekinn við embætti fjármálaráðherra af Friðriki Sop

RÁÐHERRASKIPTI fóru fram á ríkisráðsfundi sem haldinn var á Bessastöðum kl. 11 í gærmorgun og tók Geir H. Haarde þá við embætti fjármálaráðherra af Friðriki Sophussyni. Þegar Geir hafði tekið við lyklavöldum í fjármálaráðuneytinu eftir hádegið í gær sagði hann í samtali við Morgunblaðið að honum væri efst í huga þakklæti til Friðriks Sophussonar, fráfarandi fjármálaráðherra, Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1128 orð

Gerði ítrekað athugasemdir við viðskipti við Bálk

ÁRNI Tómasson, endurskoðandi Landsbanka Íslands, segist ítrekað hafa gert margvíslegar athugasemdir við laxveiðar og risnukostnað í bankanum, auk þess sem hann hafi komið fram með ábendingar um það sem betur mætti fara. Hann hafi einnig gert fyrirspurnir og upplýst menn um hvaða skattareglur væru í gildi, en engar innri reglur um risnukostnað hefðu í raun og veru verið í gildi í bankanum. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 310 orð

Grindvíkingur fegurðardrottning Suðurnesja

Keflavík-Átján ára Grindavíkurmær, Bára Karlsdóttir, var valin fegurðardrottning Suðurnesja árið 1998 í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem fram fór í Félagsbíói í Reykjanesbæ miðvikudaginn fyrir páska. Þetta er í fyrsta sinn sem stúlka úr Grindavík hlýtur þennan titil. Að þessu sinni tóku 4 stúlkur úr Grindavík þátt í keppninni sem nú fór fram í 13. sinn. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 130 orð

Hafnarframkvæmdir í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Fyrir nokkru var byrjað á allmiklum hafnarframkvæmdum í Stykkishólmi. Svokölluð Litla bryggja verður hækkuð svo að bryggjugólfið verði lárétt og í götuhæð. Þá verður Litla bryggja líka lengd um helming og verður um 15 m á breidd með steyptu gólki. Næst landi verður fyllt upp í svæðið milli Stóru bryggju og Litlu bryggju og nær sú fylling fram á 33 m. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Halldór verður staðgengill Davíðs

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti Alþingi í gær ráðherraskiptin í ríkisstjórn Íslands. Friðrik Sophusson baðst lausnar frá embætti fjármálaráðherra og Geir H. Haarde tók við. Þá tilkynnti forsætisráðherra þingheimi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem hann sagði fordæmalausa eða fordæmalitla, Meira
17. apríl 1998 | Óflokkað efni | 43 orð

HÁBERG GK 299 366 600 1 GrindavíkÖRN KE 1

HÁBERG GK 299 366 600 1 GrindavíkÖRN KE 13 566 476 1 KeflavíkFAXI RE 241 331 489 1 ReykjavíkBJARNI ÓLAFSSON AK 70 984 64 1 AkranesELLIÐI GK 445 731 45 1 AkranesHÖFRUNGUR AK 91 445 520 1 A Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 919 orð

Háhýsabyggð á upp fyllingu við Akurey

Miðborgarsamtökin kynna framtíðarsýn Reykjavíkurborgar Háhýsabyggð á upp fyllingu við Akurey 25 þúsund manna byggð í 30­40 hæða háhýsum á uppfyllingu vestur í Akurey, lægri húsum í í Vatnsmýrinni og Reykjavíkurflugvöllur í miðjum Skerjafirði hljómar kannski ósennilega. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 191 orð

Her og yfirstétt fá matinn

FYRRVERANDI foringi í her Norður-Kóreu sagði í fyrradag, að herinn og háttsettir embættismenn í kommúnistaflokknum væru látnir sitja fyrir um matvæli, sem alþjóðlegar hjálparstofnanir og einstök ríki sendu til landsins. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hollendingar fallast á framsal Íslendings

HOLLENSK yfirvöld samþykktu í fyrrakvöld að framselja hingað til lands þrjátíu og þriggja ára gamlan Íslending sem hélt af landi brott árið 1996 meðan rannsókn á umfangsmiklu fjársvikamáli sem hann tengdist stóð yfir og fór huldu höfði um tveggja ára skeið. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 438 orð

Ísafirði-

Ísafirði- Dagana 19. og 20. apríl nk. verður safnað í Bolungarvík sýnum til rannsóknar á tengslum sýklalyfjanotkunar og þróunar ónæmis, algengustu sýkingarvalda í loftvegum barna. Um er að ræða framhald rannsóknar sem gerð var í Bolungarvík og víðar fyrir fimm árum en að þessu sinni mun rannsóknin ná til 70% barna á aldrinum 1­6 ára. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Íslensku flugfélögin ætla að breyta flugvélum sínum

ÍSLENSKU flugfélögin þrjú, sem reka Boeing-737 flugvélar, fara jafnan eftir flughæfisfyrirmælum bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Þau munu því gera fyrirhugaðar breytingar á búnaði eldsneytistanka flugvéla sinna, sem FAA lagði í gær til að gerðar verði til að draga úr hættu á neistamyndunum í mælitækjum og tanksprengingu. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 423 orð

Japanskur efnahagur mikið áhyggjuefni

Á FUNDI sjö helstu iðnríkja heims, sem haldinn er í Washington, voru í gær ræddar leiðir til að tryggja að efnahagsvandi Asíuríkja hefði takmörkuð áhrif á önnur ríki heimsins. Verð á hlutabréfum í Japan lækkaði nokkuð í gær í kjölfar þess að fundarmenn brugðust vonum japanskra stjórnvalda um að styðja við japanska jenið. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Jarðvegsskipti kærð á Kjalarnesi

ÞRÍR íbúar á Kjalarnesi hafa kært til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála leyfisveitingu sveitarstjórans á Kjalarnesi við því að verktaki hófst í gær handa við að skipta um jarðveg á svæði þar sem byggingarleyfi hefur ekki verið veitt. Meira
17. apríl 1998 | Óflokkað efni | 32 orð

JÓN Á HOFI ÁR 62 276 37 Skrápflúra Þorlákshöfn

JÓN Á HOFI ÁR 62 276 37 Skrápflúra ÞorlákshöfnMAGNÚS SH 205 116 18 Skarkoli RifSAXHAMAR SH 50 128 20 Þorskur RifÖRVAR SH 777 196 34 Þorskur RifÞORSTEINN SH 145 62 6 Skarkoli R Meira
17. apríl 1998 | Óflokkað efni | 102 orð

JÓN V ÁR 111 451 22 0 1 Bolungarvík

JÓN V ÁR 111 451 22 0 1 BolungarvíkSTURLA GK 12 297 15 0 1 BolungarvíkANDEY ÍS 440 211 33 0 1 SúðavíkSIGURBORG HU 100 200 17 0 1 HvammstangiÓLAFUR MAGNÚSSON HU 54 125 10 0 1 S Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Karadzic ekki ábyrgur? FRANSKA dagblaðið Le Mond

FRANSKA dagblaðið Le Monde sagði frá því í gær að lögfræðingar Radovans Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba í átökunum á Balkanskaga, væru að íhuga að verja Karadzic fyrir Mannréttindadómstólnum í Haag með því að halda því fram að hershöfðinginn Ratko Mladic og Slobodan Milosevic, forseti Bosníu, bæru í raun meiri ábyrgð á meintum fjöldamorðum í Bosníustríðinu. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Khamenei hvetur landsmenn til samstöðu

ALI Khamenei, einn valdamesti maður í Íran, skoraði í gær á landsmenn sína að standa saman og styðja jafnt ríkisstjórnina sem dómskerfið en þessar tvær greinar ríkisins hafa deilt hart að undanförnu. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kynningarfyrirlestur um Tantra jóga

JÓGAKENNARI á vegum Ananda Marga heldur ókeypis kynningarfyrirlestur um Tantra jóga laugardaginn 18. apríl kl. 20 á Hafnarbraut 12, Kópavogi. "Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

LEIÐRÉTTEkki með vilja safnaðarstjórnar Í MORGU

Í MORGUNBLAÐINU í gær (bls. 42) birtist athugasemd frá Aðventsöfnuðinum í Hafnarfirði, sem hafði að geyma samþykkt stjórnar safnaðarins í Hafnarfirði og ályktun almenns safnaðarfundar, að sögn Trausta Sveinssonar, sem sat í stjórn safnaðarins og bað um birtingu athugasemdarinnar. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Lést í bílslysi við Ólafsvík

MAÐURINN sem lést í bílslysi undir Ólafsvíkurenni á mánudagsmorgun hét Árni Þorkelsson og var á þrítugasta og þriðja aldursári. Árni fæddist 26. maí árið 1965. Hann var til heimilis að Skólabraut 6 á Hellissandi. Árni lætur eftir sig tvö börn. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Málþing um félagslíf ungs fólks

MÁLÞING um félagslíf ungs fólks á Íslandi verður haldið í dag, föstudaginn 17. apríl. Málþingið fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, sal 1, og mun það hefjast kl. 13. Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur staðið að skipulagningu þessa þings, en það er hlutur af skiptinemaverkefni sem nemendafélagið er að vinna að ásamt ungmennafélagshóp í Belgíu. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 638 orð

Meiri agi og mikil virðing borin fyrir kennurum

AGI er mun meiri í grunnskólum Singapore en þekkist í grunnskólum Reykjavíkur og mikil virðing er borin fyrir kennurum, að sögn Þorsteins Sæberg, formanns skólastjórafélags Reykjavíkur, en hann var einn þeirra skólastjóra sem fóru í kynnisferð til Singapore að kynna sér skólastarf. Þorsteinn sagði jafnframt að mikill keppnisandi ríkti meðal nemenda og að próf og kannanir væru tíð. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Meirihluti vill leyfa hleranir, húsleitir og upplýsingakaup

FÍKNIEFNANEYSLA Íslendinga á öllum aldri var könnuð í fyrsta sinn í nóvember sl. en áður hafði hún aðeins verið könnuð í afmörkuðum aldurshópum. Í ljós kom að 18,6% aðspurðra sögðust einhverntíma á ævinni hafa prófað kannabisefni og 1,6% aðspurðra sögðust hafa neytt slíkra efna undangengna sex mánuði. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Messur

Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á sunnudag, 19. apríl kl. 11. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á sunnudag. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 um kvöldið. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Norskur leikpredikari

NORSKI leikpredikarinn Gunnar Hamnöy kemur til Akureyrar eftir helgi og talar á samkomum hjá KFUM og K í Sunnuhlíð. Hann hefur í mörg ár verið starfsmaður Kristniboðssambandsins í Noregi og hefur haft mikil áhrif víðs vegar í heimalandi sínu en hann hefur áður komið til Íslands. Samkomurnar verða á mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30 bæði kvöldin. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Nýbygging við Kringluna 9 kynnt í borgarráði

LÖGÐ hefur verið fram til kynningar í borgarráði tillaga að nýbyggingu við Kringluna 9, Hús verslunarinnar. Gert er ráð fyrir 3.600 fermetra byggingu á sex og hálfri hæð. Í kjallara verða tæknirými, geymslur og bílastæði fyrir 76 bíla. Að sögn Stefáns Stefánssonar, forstöðumanns Húss verslunarinnar, verður tillagan kynnt á stjórnarfundi í næstu viku. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 184 orð

Nýir eigendur að Vegamótum á Snæfellsnesi

NÝIR eigendur opnuðu 8. apríl þjónustumiðstöðina á Vegamótum á Snæfellsnesi. Það eru hjónin Hrefna Birkisdóttir og Eyjólfur Gísli Garðarsson og Guðmundur Birkisson sem fyrir nokkru keyptu reksturinn og húsnæðið og ætla sér að reka öfluga ferðamannaþjónustu allt árið. Þau eru frá Sandgerði og Keflavík, en hafa tvö síðustu ár búið fyrir vestan. Meira
17. apríl 1998 | Landsbyggðin | 149 orð

Nýr goshver í Reykjahverfi

Laxamýri-Nýr goshver leit dagsins ljós á Hveravöllum í Reykjahverfi á dögunum þegar verið var að staðsetja nýja vinnsluholu. Þessi nýi goshver gýs á fimm mínútna fresti og er um 116 heitt vatn að ræða. Þetta var lítil vatnsæð á 12­14 m dýpi sem opnaðist og vatnsmagnið er u.þ.b. 1 sekúndulítri. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 172 orð

Nýtt ráð við bakteríum

NÝ AÐFERÐ í baráttunni við bakteríusýkingar kann að leiða til þess að hættan af svonefndum "ofurbakteríum", sem engin lyf vinna á, verði senn liðin hjá, að því er greint var frá í gær. Naomi Balaban, Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Nærri 600 þúsund krónur til verkefna í Indlandi

LOKIÐ er fjáröflunarátaki Myllunnar-Brauðs hf. og Kristjánsbakarís á Akureyri í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar en fyrirtækin ákváðu að verja þremur krónum af hverju heimilisbrauði til sérstakra verkefna Hjálparstofnunar. Skilaði átakið alls 592.836 krónum. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Opið hús hjá fræðslumiðstöð iðnaðarins

FÉLAGS- og fræðslumiðstöð iðnaðarins í Húsi iðnaðarins á Hallveigarstíg 1 hefur opið hús laugardaginn 18. apríl frá kl. 13­17. Þar verður kynning á starfsemi og viðfangsefnum þeirra er þar starfa, sem eru: Fræðsluráð málmiðnaðarins, Menntafélag byggingariðnaðarins, Prenttæknistofnun, Félag pípulagningameistara, Midas, Ljósmyndarafélag Íslands, Hárgreiðslumeistarafélag Íslands, Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Opið hús í leikskólanum í Grafarvogi

BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 18. apríl nk. kl. 10.30­12.30. "Á þessum degi bjóða börnin foreldrum, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Hröð uppbygging hefur verið á leikskólum í Grafarvogi frá því að hverfið byrjaði að byggjast upp. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 477 orð

Rannsóknum á sjúkdómnum verður haldið áfram

RANNSÓKNAHÓPUR sá sem unnið hefur að rannsóknum á hitasótt í hrossum á undanförnum vikum átti í gær fund á Keldum með Berndt Klingeborn, yfirmanni veirurannsóknastofu dýralæknastofnunar sænska ríkisins í Uppsölum, en hann hefur þar yfirumsjón með fimmtán manna rannsóknahópi sem vinnur að rannsóknum á hitasóttinni. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Réttarhöldum yfir Botha frestað

RÉTTARHÖLDUM yfir P.W. Botha, fyrrum forseta S-Afríku, var frestað í gær til 1. júní næstkomandi en Botha er nú fyrir dómi fyrir að hafa hunsað skipanir um að mæta fyrir Sannleiks- og sáttanefndinni svokölluðu. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Salmonella talin fremur ólíkleg

DREGIÐ hefur verulega úr líkum á því að um salmonellusýkingu hafi verið að ræða þegar matareitrun gerði vart við sig eftir fjórar fermingarveislur á höfuðborgarsvæðinu á skírdag. Ekkert hefur ræktast úr sýnum ennþá og segir Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, að ef um salmonellusýkingu væri að ræða hefði það greinst nú. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Segja Saddam munu brjóta samninginn

HÁTTSETTUR starfsmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því, að Saddam Hussein, forseti Íraks, hyggist brjóta tæplega tveggja mánaða gamalt samkomulag við samtökin og koma aftur í veg fyrir leit að efna- og lífefnavopnum Írakshers. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

SÍB harmar bruðl í Landsbanka

STJÓRN Sambands íslenskra bankamanna harmar það bruðl með fjármuni sem uppvíst hefur orðið um hjá æðstu stjórnendum Landsbanka Íslands með skýrslu ríkisendurskoðunar. "Á sama tíma og fé var sólundað á þann hátt sem alþjóð er nú kunnugt um, sagði bankinn upp stórum hópi starfsmanna sinna undir yfirskini hagræðingar og samdi við aðra um starfslok þeirra í bankanum," segir í ályktun stjórnarinnar, Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÍÐASTA sýningarhelgi á sýningu Listasafnsins á Akureyri á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar þar sem landslag er meginþemað verður um helgina 18. og 19. apríl. Sýningin hefur verið afbragðsvel sótt og á sunnudag verður boðið upp á safnaleiðsögn fyrir almenning kl. 16. Á morgun, laugardag kl. 16, verða verðlaun veitt í minjagripasamkeppni Akureyrarbæjar. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Skilyrt samþykki við brúarsmíði

HREPPSNEFND Reykholtsdalshrepps samþykkti á fundi í fyrrakvöld að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi á hluta Borgarfjarðarbrautar samkvæmt þeim lagagreinum skipulagslaga sem heimila framkvæmdir utan óskipulagðs svæðis. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Skíðastaðaganga

SKÍÐASTAÐAGANGA, sem er partur af Íslandsgöngunni, fer fram í Hlíðarfjalli á morgun, laugardaginn 18. apríl, og hefst kl. 14. Byrjað og endað verður við gönguhús, boðið er upp á 20 km, 10 km og 5, km vegalengdir. Nægur snjór er við Hlíðarfjall og góðar aðstæður til göngunnar. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 112 orð

SPD óskiptur að baki Schröder

GERHARD Schröder, kanzlaraefni þýzka Jafnaðarmannaflokksins í komandi þingkosningum, sat aukaflokksþing SPD í Leipzig í gær. Þingið staðfesti formlega útnefningu Schröders sem kanzlaraefni flokksins. Schröder lýsti því yfir að hann og fulltrúar vinstrivængsins í flokknum hefðu náð samkomulagi um að leggja niður allan ágreining sín í milli. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 166 orð

Stunginn á slæmum stað

SEIÐKARLAR hafa tjáð Nelson Mandela, forseta Suður- Afríku, að hann skuli búa sig undir það versta eftir að býflugnasveimur réðst á hann og stakk hann á leyndum stað. Býflugurnar komust inn um opinn glugga á húsi, sem Mandela á í átthögum sínum í Transkei. Var hann þá að koma úr baði og var að þurrka sér. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 280 orð

Sveitarfélögin jákvæð

SKIPAÐUR hefur verið vinnuhópur til að taka við og stýra vinnu við sameiningu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar á Akureyri og atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar í nýtt og öflugt atvinnuþróunarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu. Tveir fulltrúar í vinnuhópnum eru skipaðir af Héraðsnefnd Eyjafjarðar, þeir Árni K. Meira
17. apríl 1998 | Miðopna | 1279 orð

Telja vímuefnaneyslu helstu ástæðu glæpa

Könnun á fíkniefnaneyslu Íslendinga og viðhorfum til hennar Telja vímuefnaneyslu helstu ástæðu glæpa Dr. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 875 orð

Telur að Björgvin og Sverrir geti skýrt útgjöld

HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, sagði í gær að hann hefði trú á að Björgvin Vilmundarson og Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, gætu skýrt þau útgjöld, sem fram komi í greinargerð ríkisendurskoðunar um kostnað bankans vegna veiðiferða og risnu og ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 726 orð

Tengsl námsmanna við atvinnulífið efld

ATVINNUMIÐSTÖÐIN verður opnuð formlega í Félagsstofnun stúdenta í dag klukkan 17. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytur ávarp og lýsir starfsemina hafna og þá verða flutt ýmis ávörp. Ragnheiður Kristiansen er nýráðinn rekstrarstjóri Atvinnumiðstöðvarinnar. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Tónleikar Karlakórsins Heimis

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tvenna tónleika á Norðurlandi eystra á morgun, laugardag. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Ýdölum í Aðaldal kl. 16.00 en þeir seinni í Glerárkirkju um kvöldið, eða kl. 21.00. Kórinn verður með fjölbreytta söngskrá eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Söngstjóri Karlakórsins Heimis er Stefán R. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

Tónleikasalur rís í Kópavogi

Tónleikasalur rís í Kópavogi TÓNLEIKAHÚS mun brátt rísa í Kópavogi. Er því ætlað að hýsa tónlistarskóla og tónleikahald í einum fullkomnasta tónleikasal á landinu. Tónlistarhúsið er fyrri áfangi í byggingu menningarmiðstöðvar á Borgarholti. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tryggingar og öryggismál leiðsögumanna

LEIÐSÖGUSKÓLI Íslands býður leiðsögumönnum á fyrirlestur um tryggingar og öryggismál leiðsögumanna í kennslusal Leiðsöguskólans í MK laugardaginn 18. maí nk. kl. 10. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur, svarar fyrirspurnum um alferðir og hvernig störf leiðsögumanna falla að þeim. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Úrskurður um mánaðamótin

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur nú til meðferðar áfrýjun Myllunnar-Brauðs hf. vegna þess úrskurðar samkeppnisráðs að kaup fyrirtækisins á Samsölubakaríi hf. hafi verið óheimil og hefur áfrýjunarnefndin frest til 1. maí næstkomandi til að úrskurða í málinu. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Varð undir rúðum í Þjóðminjasafni

MAÐUR slasaðist þegar tvær rúður í þakglugga á Bogasal Þjóðminjasafnsins féllu ofan á bak hans um klukkan 15 í gær. Viðgerð fer fram um þessar mundir á húsakynnum safnsins. Rúðurnar féllu úr talsverðri hæð og brotnuðu á manninum og umhverfis hann. Kallaður var út körfubíll frá Slökkviliði Reykjavíkur til að auðveldara væri að flytja manninn. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Vélsleðaferð í Fjörður og Flateyjardal

FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði gengst fyrir vélsleðaferð á morgun, laugardag, ef veður leyfir. Ekið verður um Flateyjardal og Fjörður undir öruggri leiðsögn kunnugra. Ferðin er öllum opin og án endurgjalds. Flateyjardalur og Fjörður eru sannkallað draumaland vélsleðafólks. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 898 orð

Við söknum raddar Íslands í Evrópu

"VIÐ söknum raddar Íslands í Evrópu. Ég er ekki endilega að hvetja til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið en nú eru að verða svo miklar breytingar í Evrópu að ég teldi mikilvægt fyrir Ísland að láta rödd sína heyrast," segir Bent A. Koch, fyrrum ritstjóri Fyens Stiftstidende. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vilja betra bókasafn í Hafnarfjörð

Á ÞRIÐJA þúsund kosningabærra bæjarbúa í Hafnarfirði skrifuðu undir áskorun til bæjaryfirvalda um betra og stærra bókasafn. Núverandi húsnæði safnsins er 536 fermetrar en þyrfti að vera um 3 þús. fermetrar samkvæmt mati sérfræðinga. Samkvæmt lauslegri áætlun eru safnagestir yfir 150 þús. á ári. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Vorhreingerning

ÁMUNDI Loftsson var í fullum herklæðum við að hreinsa málningu af steyptum skjólveggjum við bensínstöðvar Esso við Leirunesti á Akureyri í gær en hann hafði öfluga háþrýstidælu við það verkefni. Hafði hann á orði að víðar þyrfti að gera vorhreingerningar en fyrir sunnan. Meira
17. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Yfirdýralæknir á fund Keikos

HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir var í gær væntanlegur til Newport í Oregon í tveggja daga heimsókn til að skoða háhyrninginn Keiko. Samkvæmt upplýsingum frá Diane Hammond, blaðafulltrúa Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar, mun Halldór meðal annars ræða við Lanny Cornell dýralækni, sem hefur haft yfirumsjón með umönnun Keikos í sædýrasafninu í Newport. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð

Yilmaz kennir Kohl um útilokun Tyrkja

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, lýsir því yfir í nýju blaðaviðtali að Helmut Kohl Þýzkalandskanzlara sé fyrst og fremst um að kenna, að Tyrkjum skyldi ekki hafa verið boðið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu (ESB), er ákvörðun um stækkun ESB var tekin á leiðtogafundi í Lúxemborg í desember sl. Meira
17. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Þingeyskar skáldkonur

Þingeyskar skáldkonur HELGA Kress prófessor við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 19. apríl og hefst hann kl. 15. Fyrirlesturinn nefnir hún Þingeyskar skáldkonur. Meira
17. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 338 orð

(fyrirsögn vantar)

PAUL Patton, ríkisstjóri í Kentucky í Bandaríkjunum, ætlaði að undirrita ný lög í gær en samkvæmt þeim verður prestum í fyrsta sinn leyft að bera byssu innanklæða í kirkjum. Það voru nokkrir sveitaklerkar, sem fóru fram á þetta vegna margra rána að undanförnu, og voru nýju lögin samþykkt með miklum mun á ríkisþinginu. Aðrir prestar flestir eru hins vegar æfareiðir. Meira

Ritstjórnargreinar

17. apríl 1998 | Leiðarar | 500 orð

RÁÐHERRASKIPTI í RÍKISSTJÓRN

RÁÐHERRASKIPTI í RÍKISSTJÓRN ÁÐHERRASKIPTI urðu í ríkisstjórninni í gær, þau fyrstu frá því samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð vorið 1995. Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra og við því tók Geir H. Haarde, sem gegnt hefur formennsku í þingflokki sjálfstæðismanna. Meira
17. apríl 1998 | Staksteinar | 326 orð

»Staða mjólkurbænda batnar AÐ SÖGN Viðskiptablaðsins gætir bjartsýni meðal m

AÐ SÖGN Viðskiptablaðsins gætir bjartsýni meðal mjólkurbænda um framtíð búa þeirra. Svartsýnisrausið sem einkennt hefur landbúnaðarumræðuna er á undanhaldi. Fyrirtækjahugsunarháttur hefur auðveldað mönnum sýn á hvað skiptir máli í þessum rekstri sem öðrum. Svartsýnisrausi linnir Meira

Menning

17. apríl 1998 | Bókmenntir | 513 orð

Að elska guð sinn herra

William X. Kienzle: "The Man Who Loved God". Ballantine Books 1998. 304 síður. FAÐIR Koesler er aðalpersónan í næstum því tveimur tugum spennusagna eftir bandaríska rithöfundinn William X. Kienzle. Sú nýjasta heitir Maðurinn sem elskaði guð eða "The Man Who Loved God". Meira
17. apríl 1998 | Kvikmyndir | 459 orð

Allir fyrir einn

Leikstjórn og handrit: Randall Wallace. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Jeremy Irons, Gérard Depardieu, John Malkovich, Gabriel Byrne. 1998. ENDRUM og sinnum minnast menn gullaldarinnar í Hollywood með því að búa til bíómyndir úr sígildu ævintýrunum. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Árstíðir Gunnlaugs í Gallerí Fold

GUNNLAUGUR Stefán Gíslason opnar sýningu á vatnslitamyndum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, laugardaginn 18. apríl kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn "Árstíðir". Gunnlaugur Stefán er fæddur í Hafnarfirði árið 1944. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur um langt árabil kennt vatnslitamálun, m.a. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 630 orð

Á ystu nöf í óbyggðum Frumsýning

ÞEGAR flugvél ferst í óbyggðum Alaska standa tveir ólíkir menn uppi bjargarlausir fjarri mannabyggðum og þurfa að takast á við náttúruna, hvor annan og ekki síst sjálfa sig til þess að komast lífs af. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Dagskrá til heiðurs Indriða

SVEITARSTJÓRN Lýtingsstaðahrepps stendur fyrir kvöldvöku til heiðurs Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi í félagsheimilinu Árgarði nk. laugardagskvöld kl. 21., en þennan dag verður Indriði, sem fæddist og ólst upp í Gilhaga, 72. ára. Hannes Pétursson skáld ræðir um afmælisbarnið, sungið verður að hætti Skagfirðinga og lesið úr verkum Indriða. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð

DiCaprio lögsóttur

ÓHÁÐI kvikmyndaframleiðandinn David Stutman hefur höfðað mál gegn leikurunum Leonardo DiCaprio og Tobey Maguire, sem lék síðast í myndinni "Ice Storm", og krefst 10 milljóna dala eða um 700 milljóna króna í skaðabætur. Heldur hann því fram að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að hann markaðssetji myndina "Don's Plumb" og hindra hann í að sýna hana í kvikmyndahúsum. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Einleikarapróf í Fella- og Hólakirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófs Johanne Kettunen, flautuleikara frá skólanum. Píanóleikari er Lára S. Rafnsdóttir. Á efnisskrá eru Sónata í E- dúr, BWV 1035 eftir J. S. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð

Ellen í gestahlutverki

ELLEN DeGeneres verður gestaleikari í þættinum "Mad About You" þar sem hún mun leika barnfóstru hjónanna Jamie og Pauls Buchmans í lokaþætti tímabilsins 19. maí næstkomandi. Vel kemur til greina að Ellen leiki í fleiri þáttum á næsta sjónvarpstímabili sem hefst í haust. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 283 orð

Fagott og píanó á flakk

FRAMUNDAN eru fernir tónleikar hjá Rúnari H. Vilbergssyni fagottleikara og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. Fyrstu tónleikarnir verða laugardaginn 18. apríl kl. 16 í Stykkishólmskirkju. Sunnudaginn 19. apríl kl. 16 verða þau með tónleika í Reykholtskirkju. Á sumardaginn fyrsta, hinn 23. apríl, verða þau í Ísafjarðarkirkju og hefjast þeir tónleikar kl. 20.30. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 210 orð

Fjögur glerlistaverk vígð á Suðureyri

VIÐ hátíðarguðsþjónustu á páskadag voru vígð fjögur glerlistaverk í kórgluggum Suðureyrarkirkju. Gefendur verkanna eru börn hjónanna Kristeyjar Hallbjörnsdóttur og Sturlu Jónssonar hreppstjóra, en þau hjón settu mikinn svip á mannlíf og menningu við Súgandafjörð um langt skeið og höfðu forystu um mörg þau mál er til framfara gátu talist. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 512 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

MYND KVÖLDSINS: Stöð220.55 Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor) ('96). Sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið21.10 Kavanagh lögmaður: Blóðpeningar (Kavanagh Q.C. ­ Blood Money) ('97). Frumsýning á sjónvarpsmynd í myndaröð um lögmanninn Kavanagh. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 109 orð

Hár og hitt hættir

HINN glæpsamlegi gamanleikur Hár og hitt, sem er búinn að ganga í Borgarleikhúsinu síðan í ágúst 1997, þarf nú að hætta sökum plássleysis á stóra sviðinu og verður síðasta sýningin sunnudaginn 19. apríl kl. 20. Þetta er sýning þar sem áhorfendur geta tekið þátt í að rannsaka morðmál og greiða síðan atkvæði um það hver sé líklegasti morðinginn af þeim sem eru grunaðir. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Háskólafyrirlestur

FRANCO Andreucci, prófessor í nútímasögu við háskólann í Písa, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands mánudaginn 20. apríl 1998 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Between Dogma and Utopia: The birth of the Italian communist identity after the Second World War, og verður fluttur á ensku. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 522 orð

Hið illa og yfirnátt úrulega meðal vor Frumsýning

VIRTUR og farsæll rannsóknarlögreglumaður, John Hobbes (Denzel Washington), hefur ásamt félaga sínum, Jonsey (John Goodman), handtekið djöfullegan fjöldamorðingja. Þeir félagar hafa verið viðstaddir réttarhöld yfir manninum og orðið vitni að aftöku hans. Nú standa þeir skyndilega frammi fyrir því að framin eru morð á sama hátt og einkenndi handbragð hins líflátna ómennis. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Ingvar sýnir á Húsavík

INGVAR Þorvaldsson listmálari hélt sína 27. einkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík um páskahelgina og sýndi þar 46 verk, unnin með vatnslitum og olíu. Mikil aðsókn var að sýningunni og sáu hana um sjö hundruð manns, eða fjórðungur bæjarbúa. Vottur þess hve vel listamanninum var tekið er það að hann seldi helming þeirra verka, sem á sýningunni voru. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 783 orð

Í kínversku fangelsi Frumsýning

RICHARD Gere leikur Jack Moore, lögfræðing bandarísks sjónvarpsfyrirtækis, sem er á ferðalagi til Kína í því skyni að ganga frá risastórum samningi um sjónvarpsréttindi. Þegar hann er að halda upp á velgengni sína við samningaborðið í lok ferðarinnar hittir hann gullfallega, unga, kínverska konu og morguninn eftir vaknar hann upp við hlið hennar látinnar. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Kammertónleikar á Húsavík

KAMMERTÓNLEIKA héldu sex hljómlistarmenn í Safnahúsinu á Húsavík á páskadag. Þar komu fram listamennirnir Edward Frederiksen básúnuleikari, Guðrún Sigurðardóttir sellóleikari, Herdís Jónsdóttir sem lék á víólu, Laufey Sigurðardóttir sem lék á fiðlu og Steef van Oosterhout sem lék á marimba. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Karlakórar syngja

KARLAKÓR Reykjavíkur eldri félagar og Karlakórinn Þrestir eldri félagar syngja saman í Digraneskirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 16. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og saman í lokin. Stjórnendur eru Kjartan Sigurjónsson, organisti í Digraneskirkju, og Halldór Óskarsson, organisti í Víðistaðakirkju. Undirleik á píanó annast Bjarni Þór Jónatansson og Hörður Bragason. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

"Karlkynsþungun"

NÝ sýning var opnuð á Vísindahátíð Edinborgar á dögunum og mátti finna þar ýmislegt harla óvenjulegt. Dr. Tom Pringle er hér með gegnsæju "karlkynsþungunina" sem hann hannaði í tilefni sýningarinnar. Sýningin kallast "Dr. Bunhead's Chemistry of Love" og er ætlað að fjalla um mikilvæg félagsleg mál sem tengjast barnsburði. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 207 orð

Leikskólabörn í miðbænum sýna í Ráðhúsinu

BÖRN af fimm leikskólum í miðborginni fagna vori með listsýningu í Tjarnarsal Ráðhússins sem verður opnuð á morgun, laugardaginn 18. apríl, kl. 14. Sýningin stendur yfir í eina viku, listaviku, og ásamt því að sýna myndverk sín standa börnin fyrir ýmiss konar skemmtun alla vikuna. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 43 orð

Ljóð og saga með vorfagnað

KVÖLDVÖKUFÉLAGIÐ Ljóð og saga heldur árlegan vorfagnað laugardaginn 18. apríl í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 21. Margt verður þar til skemmtunar. M.a. mun Húnakórinn syngja og taka þátt í vorfagnaðinum. Nánari upplýsingar hjá Hrafnhildi Kristinsdóttur, formanni félagsins. Allir velkomnir. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 1604 orð

Meðan augun horfa til himins er von Í ljóðum Þórðar Helgasonar ríkir söknuður eftir tíma þegar allt var einfalt og harla gott

Augun horfa til himins Á kolsvörtum grunni undirdjúpanna eru botnfiskar eins og við með tvö augu eins og við. En augu botnfiskanna horfa bæði til himins. Meira
17. apríl 1998 | Myndlist | 1282 orð

Myndir og minningar Huldu Hákon

Opið virka daga frá 9.00 til 21.00; föstudaga frá 9.00 til 19.00, laugardaga og sunnudaga 12.00 til 16.00. Aðangur ókeypis. Til 17. maí. EFTIR nokkurt hlé hafa Sjónþing Gerðubergs aftur hafið göngu sína, með sama sniði og áður. Nú er það Íslenska menningarsamsteypan art. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Pétur Gautur opnar sýningar

Í APRÍLMÁNUÐI mun Pétur Gautur sýna á Jómfrúnni, Lækjargötu, og Jóni Indíafara í Kringlunni. Á Jómfrúnni eru eldri myndir og hefur sýningin hlotið nafnið "Danskar uppstillingar", þar sem allar myndirnar eru málaðar í Danmörku. Á loftinu á Jóni Indíafara eru síðan til sýnis nýrri verk listamannsins. Jómfrúin er opin frá kl. 11­22 alla daga en Jón Indíafari á sama tíma og Kringlan. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 90 orð

Playboy-kanínur Hugh Hefners

HUGH Hefner, sem stofnaði og gefur út karlatímaritið Playboy, var umkringdur núverandi og fyrrverandi "leikfélögum" þegar hann hélt upp á 72 ára afmæli sitt hinn 9. apríl í Los Angeles. Svokallaðir "leikfélagar" eru stúlkur mánaðarins sem prýða forsíðu blaðsins og fá veglegri umfjöllun og myndabirtingu umfram aðrar fyrirsætur blaðsins. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Reuters Núðlustúlkan

GESTUR á samtímalistasafninu í Sydney í Ástralíu, virðir fyrir sér listaverkið "Núðlustúlkuna", sem er hluti sýningarinnar "Borðið". Yfir 100 verk eru á sýningunni, eftir innlenda og erlenda listamenn en þau eiga það sameiginlegt að tengjast mat á einhvern hátt. Ekki fylgdi söguni hver listamaðurinn að baki "Núðlustúlkunnar" er. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Samsöngur í Seltjarnarneskirkju

KÓR Fjölbrautaskólans við Ármúla og kór Kvennaskólans í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá kóranna eru, auk annars, kirkjuleg verk, þjóðlög, auk sönglaga eftir innlenda og erlenda höfunda. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 161 orð

Skagfirska söngsveitin í Reykholtskirkju

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur í söngferðalag helgina. Fyrst er ferðinni heitið til Blönduóss, en þar er kórnum boðið að taka þátt í tónleikum þar sem fram koma þrír aðrir kórar. Tónleikarnir eru haldnir í Félagsheimilinu á Blönduósi föstudaginn 17. apríl kl. 21 og eru þeir liður í Húnavöku. Daginn eftir, laugardaginn 18. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 171 orð

Skautadrottningin Kwan gerir samning við Disney

DISNEY hefur gert fjögurra ára samning við bandarísku skautadrottninguna Michelle Kwan um að koma fram í ýmsum sjónvarpsþáttum á ABC-sjónvarpsstöðinni. Hefur þegar verið ákveðið að hún komi fram í fjórum vinsælum framhaldsþáttum. Kwan er 17 ára og vann til silfurverðlauna á síðustu Ólympíuleikum í listdansi á skautum. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Stálætingar í Galleríi Horninu

SIGRÚN Ögmundsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir opna sýningu á eigin grafíkverkum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 18. apríl kl. 15-17. Öll verkin eru stálætingar. Anna Snædís útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1994 og var jafnframt gestanemi við Akademíuna í Helsinki 1993. Hún starfar sem kennari við hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 109 orð

Sumarið '37

ÁÐUR en sýning hefst á Sumrinu '37 eftir Jökul Jakobsson, í kvöld föstudaginn 17. apríl, mun Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur og gagnrýnandi flytja erindi um stöðu Jökuls í íslenskri leikritun. Hann mun fjalla um helstu leikverk Jökuls með sérstakri áherslu á Sumarið '37 og þeim viðtökum sem verkið hlaut þegar það var frumsýnt í Iðnó fyrir þrjátíu árum. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Sungið til styrktar tónlistarkennslu

SÉRSTAKIR fjáröflunartónleikar voru haldnir í Beacon-leikhúsinu í New York á dögunum af tónlistarsjónvarpsstöðinni VH1. Tónleikarnir voru haldnir undir slagorðinu "VH1 bjargar tónlistinni" og tóku nokkrar af þekktustu söngkonum heimsins þátt í átakinu. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Suzukitónleikar í Laugarneskirkju

TÓNLISTARSKÓLI Íslenska Suzukisambandsins stendur fyrir tónleikum í Laugarneskirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 17. Fimm ungir einleikarar á fiðlu, píanó og selló koma fram og leika með strengjakvartett kennara. Einnig leikur hljómsveit yngri nemenda skólans. Efnisskráin verður fjölbreytt. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 227 orð

The New York Times hlýtur þrenn verðlaun

RITHÖFUNDURINN Philip Roth hlaut í vikunni bandarísku Pulitzer- verðlaunin fyrir skáldsögu sína "American Pastoral", sem segir frá því hvernig maður á miðjum aldri bregst við er dóttir hans gengur í sértrúarsöfnuð og verður hryðjuverkamaður. Pulitzer-verðlaunin eru veitt árlega fyrir bókmenntir, tónlist, blaðamennsku og ljósmyndun. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 32 orð

Tónleikar í Gerðubergi falla niður

FYRIRHUGAÐIR ljóðatónleikar Gerðubergs með Alinu Dubik altsöngkonu og Gerrit Schuil píanóleikara, sem áttu að vera núna á laugardaginn, falla niður vegna veikinda. Er tónleikunum frestað fram á haust. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Tónleikar í Seljakirkju

SELJUR halda sína árlegu vortónleika laugardaginn 18. apríl kl. 17 og síðasta vetrardag, 22. apríl, kl. 20.30. Svava K. Ingólfsdóttir mezzosópran syngur einsöng. Stjórnandi er Kristín Sæunn Pjétursdóttir, píanóleikari Hólmfríður Sigurðardóttir og harmoníkuleikari Bragi Hlíðberg. Að þessu sinni hafa Seljur boðið til sín Karlakór Selfoss og mun hann syngja með þeim á laugardaginn. Meira
17. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 244 orð

Tónleikar í Tunglinu Nýtt lag frá Maus

SANNKALLAÐIR stórtónleikar verða haldnir á Tunglinu í kvöld þegar hljómsveitirnar Botnleðja, Quarashi, Maus, Stolía, Vínyll og Spitsign koma fram. Það er Jón Haukur Baldvinsson sem stendur fyrir tónleikunum en hann hefur unnið að því undanfarið að koma sveitunum Botnleðju og Quarashi á framfæri í Los Angeles. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 51 orð

Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

LÚÐRAVEIT verkalýðsins heldur vortónleika í Tjarnarbíói laugardaginn 18. apríl kl. 15. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Árna Björnsson, Reinhold Gliére, Germaine Tailleferre, Julius Fucik, Gustaf Holst og William Walton. Alls leika um 40 hljóðfæraleikarar með Lúðrasveit verkalýðsins. Stjórnandi sveitarinnar er Tryggvi M. Baldvinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Tónleikar þriggja kóra

ÞRÍR kórar halda tónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 18. apríl kl. 17.00. Kórarnir eru Árnesingakórinn í Reykjavik undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Samkór Selfoss undir stjórn Edit Molnar og Vörðukórinn sem Margrét Bóasdóttir stjórnar. Efnisskrá tónleikana verður fjölbreytt þar sem dagskrá kóranna er allólík auk þess sem þeir syngja saman nokkur lög. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Uppkast að bók

BJÖRN Roth sýnir uppkast að bók á kaffi- og veitingahúsinu Álafoss- föt bezt í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru 11 vatnslitamyndir og teikningar og 23 prentverk. Björn Roth hefur unnið mikið erlendis við myndlist og bókagerð sl. tvo áratugi. Kaffi- og veitingahúsið Álafoss- föt bezt er í hverfi hinna gömlu ullarverksmiðja Álafoss og hóf starfsemi í desember sl. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 187 orð

"Uppstoppaður hundur" í Lindarbæ

NEMENDALEIKHÚSIÐ í Lindarbæ frumsýnir á laugardag, 18. apríl, leikritð "Uppstoppaður hundur" eftir Staffan Göthe. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þetta er nýlegt sænskt gamandrama sem sýnt hefur verið víða í Svíþjóð. "Leikritið gerist í smábæ í Norður-Svíþjóð og segir frá tveim fjölskyldum, leigjendum þeirra og nágrönnum. Leikurinn gerist á árunum 1955­1988. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 157 orð

"Við byggjum skóla"

SÍÐASTLIÐIÐ vor var tekin ákvörðun um byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir Tónlistarskóla Garðabæjar sem verður tekið í notkun haustið 1999. Í vetur hafa kennarar skólans staðið fyrir tónleikum í Kirkjuhvoli til þess að lýsa á táknrænan hátt yfir stuðningi við framtakið og jafnframt til þess að vekja athygli á því mikilvæga uppeldis- og fræðslustarfi sem unnið er á vegum skólans. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Vortónleikaröð Karlakórs Selfoss

Það er mikið starf framundan hjá Karlakór Selfoss, sem er um þessar mundir að hefja sína árlegu vortónleikaröð, og verða tónleikar kórsins á eftirtöldum stöðum: Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 23. apríl kl. 20.30, Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, sunnudaginn 26. apríl kl. 16.00, Selfosskirkju föstudaginn 1. maí kl. 20.30, félagsheimilinu Flúðum laugardaginn 2. Meira
17. apríl 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Þórsmörk ­ í skjóli jökla valin til sýningar

MYND Valdimars Leifssonar kvikmyndagerðarmanns Þórsmörk ­ í skjóli jökla hefur verið valin til sýningar á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Ítalíu. Hátíðin nefnist International Filmfestival of Mountains, Exploration and Adventure "Citta di Trento" og er nú haldin í 46. skipti í borginni Trento, dagana 24. apríl til 2. maí. Meira

Umræðan

17. apríl 1998 | Aðsent efni | 423 orð

Atvinnumiðstöðin

Í DAG verða verulegar umbætur í atvinnumálum námsmanna þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnar formlega Atvinnumiðstöðina, sem Félagsstofnun stúdenta mun reka í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Meira
17. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 389 orð

Bráðabirgðaleikskóli við Seljaveg Frá Guðmundi Kr. Oddssyni: SVO

SVO virðist sem komandi sveitarstjórnarkosningar séu farnar að rugla borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík svolítið í ríminu. Það er nú ekki óalgengt að kosningar leggist illa í stjórnmálamenn og brengli hugsunina, en hér virðist um fremur svæsið tilfelli að ræða. Þannig er mál með vexti að fyrirhugað er að byggja nokkurs konar leikskóla fyrir neðan Seljaveg í vesturhluta Reykjavíkur. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 386 orð

Framtíðarbyggð í Reykjavík

ÞEIR einstaklingar, sem gefa kost á sér til setu í borgarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, verða að svara því á hvern hátt skipuleggja eigi samgöngur, umhverfi og framtíðarbyggð í Reykjavík og að öðru leyti standa að stjórn borgarinnar í næstu framtíð. Skynsamleg stefnumörkun og framkvæmd hennar getur ráðið úrslitum um það hvort Reykjavík gegni áfram forystuhlutverki sínu. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 300 orð

Hin húmaníska bylting

HÚMANISTAFLOKKURINN setur fram mynd af því þjóðfélagi sem getur opnað framtíð fyrir mannveruna sem nú liggur við köfnun vegna þess kverkataks sem minnihlutinn heldur fjöldanum í. Þetta er heilleg mynd sem tekur til félagslegra aðstæðna, grundvallarþarfa sérhverrar mannveru fyrir fæði, heilbrigði, menntun, húsaskjól og fyrir að geta skapað sér og sínum framtíð. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 515 orð

Hjá vondu fólki

STJÓRNMÁLAMENN og flokkar setja hugsjónir sínar og stefnumál fram fyrir hverjar kosningar til að kjósendur geti gert sér grein fyrir af hverju þeir eigi að velja einn flokk fram yfir annan. Stjórnmálamenn útlista að fyrir þessum stefnum og markmiðum muni þeir berjast á kjörtímabilinu. Þetta gerðist einnig fyrir síðustu kosningar. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 534 orð

Hvernig hyggst Mál og menning gera yfirbót?

SÍÐUSTU mánuði hafa heimsblöðin flutt fréttir af því, að svissneskir bankar hafa gefið stórfé til ýmissa baráttumála Gyðinga. Með þessu eru þeir að reyna að gera yfirbót fyrir það, sem komið hefur fram, að þeir hafa geymt illa fengið fé fyrir nasista frá því á valdatíma Adolfs Hitlers, á sama tíma og þeir gerðu viðskiptavinum sínum af Gyðingaættum erfitt fyrir um að fá innstæður sínar, Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 569 orð

Hækkun skattleysis- og frítekjumarka

Á AÐALFUNDI Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldinn var 1. mars s.l., var samþykkt eftirfarandi tillaga: "Við skorum á stjórnvöld að hækka skattleysismörk í 80.000 krónur á mánuði og frítekjumark tekjutryggingar almannatrygginga í samræmi við það, um 33,63%. Þessi ráðstöfun mundi lækka jaðarskatta og jaðaráhrif, sem rýra stórlega greiðslur til ellilífeyrisþega í dag. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 587 orð

Íslenzka alþjóðlega skipaskráningin

FYRIR um tveimur árum ritaði ég tvær greinar í Morgunblaðið um frekar bágborna stöðu íslenska kaupskipaflotans og farmannastéttarinnar á þeim tíma. Þessar greinar hrundu af stað þó nokkurri umræðu í fjölmiðlum og manna á milli í þó nokkurn tíma á eftir, og var ég ánægður með það, enda voru þær til þess ætlaðar. Meira
17. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 306 orð

Kappakstur er stórhættulegur Frá Hópum 55 á Ísafirði og 56: VIÐ

VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í febrúar. Við fjölluðum sérstaklega um kappakstur og búnað ökutækis. Við viljum deila nokkrum punktum með þér. Kappakstur Kappakstur er stórhættulegur og beinlínis asnalegur og má alls ekki stunda hann í þéttbýli. Við skulum ekki mana neinn til kappaksturs. Meira
17. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 1069 orð

Kristur og spíritisminn Frá Þórði Sigurðssyni: ÁSTÆÐA skrifa min

ÁSTÆÐA skrifa minna er sú síendurtekna umræða í þjóðfélaginu um það hvort Kristur og spíritisminn eigi samleið. Þegar venjulegur leikmaður útí bæ skoðar málið af einlægni og vill vita sannleikann, um hvort spíritismi og kristin trú séu af sama meiði eða ekki, þá hlýtur hann að vilja vita hvert er í raun innihald kenninganna, spíritismans og kristninnar. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 825 orð

Kyrrstaðan rofin?

ÍSLAND er kyrrstöðusamfélag; hér á landi leika ekki sviptivindar um þjóðfélagið í sama mæli og þekkist víðast hvar erlendis. Á þessu eru ýmsar skýringar: í slíkum dvergríkjum ráða leikreglur kunningjasamfélagsins auk sameinandi hagsmuna fámennrar valdastéttar. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 467 orð

Luddítarnir ganga aftur í R-listanum

Í BYRJUN nítjándu aldar var hreyfing á Englandi sem barðist gegn tækninýjungum. Menn þessir voru kallaðir Luddítar en þeir töldu að iðnvæðingin myndi splundra þjóðskipulaginu og hafa fátækt og hörmungar í för með sér. Einkum voru voru þeir á verði gagnvart öllum nýjungum eins og saumavélum og járnbrautum. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 1020 orð

Nýir norrænir möguleikar í breyttri Evrópu Norræn samvinna, segir Berit Brørby Larsen, nýtist heima fyrir og á evrópskum

UNDANFARIN ár hefur norræn samvinna breyst mjög. Í byrjun þessa áratugar var augljós þörf breytinga í samstarfinu. Skipulagið var þungt í vöfum og ekki mjög skilvirkt, en einkum voru hinar pólitísku aðstæður að breytast. Fall Berlínarmúrsins hratt af stað breytingum, sem í eitt skipti fyrir öll bundu enda á hina skörpu tvískiptingu, sem var þvingað upp á Evrópu með kalda stríðinu. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 1105 orð

Schengen-sáttmálinn óæskilegur fyrir Ísland

ÞORRI þjóðarinnar veit ekkert um svokallaðan Schengen-samning því allt of lítið hefur verið um innihald hans rætt. Samningurinn ber þetta heiti vegna smábæjarins Schengen sem er í Lúxemborg en þar var samkomulagið fyrst gert 1985. Samningurinn Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 625 orð

Spennandi kosningar í Reykjaneskjördæmi í vor

ÞAÐ verður sameiginlegt framboð í öllum sveitarfélögum í Reykjaneskjördæmi, nema Hafnarfirði, í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fáir hefðu búist við svo breiðri samstöðu um framboðsmál í kjördæminu fyrir ári og sýnir það best hve sameiningarhugmyndinni hefur vaxið fiskur um hrygg. Æ fleiri skynja að nú er lag, að það er jarðvegur fyrir uppstokkun í stjórnmálum. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 727 orð

Sveiflujöfnun í hagkerfinu

Sveiflujöfnun í hagkerfinu Það er ljóst, segir Jón Steinsson, að ákvarðanir Seðlabanka Íslands um peningamál eru afskaplega mikilvægar fyrir þrón efnahagsmála á Íslandi. SVEIFLUJÖFNUN er jafnan ofarlega á baugi í tali stjórnmálamanna um efnahagsmál hér á landi. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 310 orð

Til hamingju, stúdentar

Í DAG, föstudag, verður formlega opnuð ný og glæsileg atvinnumiðstöð fyrir okkur stúdenta. Atvinnumiðstöðin verður rekin sem ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta, fyrirtæki okkar stúdenta. Með opnun Atvinnumiðstöðvarinnar er stigið stórt framfaraskref í atvinnumálum stúdenta. Meira
17. apríl 1998 | Aðsent efni | 633 orð

Ærin elliglöp

Ærin elliglöp Það er ekki ofbeit heldur náttúruöflin, segir Kristinn Þórhallsson, sem farið hafa illa með landsvæðið vestan Grindavíkurvegar. ENN eina ferðina ræðst Herdís Þorvaldsdóttir fram á ritvöllinn til að rægja fjáreigendur í Grindavík. Meira
17. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

MIÐUR morgunn í henni Reykjavík. Eða með öðrum orðum klukkan er nákvæmlega sex. Það er algengur fótaferðatími meðal þjóða úti um allan heim, en ekki hér á Íslandi, meðal þjóðar, sem kennir sig við víkinga (!!!). Fegursti tími sólarhringsins er oft morgunninn snemmendis. Meira

Minningargreinar

17. apríl 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Anna Hulda Einarsdóttir

Ástkær móðursystir okkar, Anna Hulda Einarsdóttir, er látin eftir stutta en stranga sjúkralegu. Hennar einskæra æðruleysi og kjarkur mörkuðu hinstu spor hennar, sem og allt hennar líf. Gagga, eins og við systurnar vorum vanar að kalla hana, var okkur ákaflega kær. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 470 orð

Anna Hulda Einarsdóttir

Þegar ég fékk fréttirnar um að amma væri dáin rifjuðust upp í einu vetfangi minningarnar um ömmu og afa í Björk. Spennan hjá okkur Gæsa að fá að fara með þeim upp í bústað um helgar, og hitta þar fyrir Diddu og Friðrik og kannski líka Sigrúnu Öldu og Hafdísi, var mikil, og ekki var hún síðri á heimleiðinni, Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Anna Hulda Einarsdóttir

Hún amma mín er dáin. Þessi orð koma sífellt upp í huga mér. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín, amma mín, þú sem hefur verið fastur punktur í tilverunni og stór hluti af mínu lífi. Æskuminningar mínar eru tengdar þér og Björkinni þinni, litla fallega húsinu þínu, þar sem við áttum svo endalaust margar fallegar og góðar minningar saman. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 601 orð

Anna Hulda Einarsdóttir

Með nokkrum orðum vil ég kveðja mágkonu mína og þakka samfylgdina í meira en 50 ár og þá vinsemd og hlýhug í minn garð frá því að ég kom í Njarðvík "sem förusveinn að vestan" og tengdist ætt hennar þegar ég gekk að eiga systur hennar, Sigrúnu. Þær systur hafa alltaf verið mjög samrýndar og fjölskyldur þeirra sem ein sameinuð fjölskylda, og aldrei hefur borið þar skugga á. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Anna Hulda Einarsdóttir

Mig langar að minnast með örfáum orðum ömmusystur minnar, Önnu Huldu Einarsdóttur, eða Göggu eins og hún var ávallt kölluð okkar á milli. Þegar ég hugsa um hana sem ömmusystur þá finnst mér það vera eitthvað svo fjarlægt því hún var mér svo miklu nánari en það orð bendir til. Hún hefur alla tíð verið hluti af mínu daglega lífi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 189 orð

ANNA HULDA EINARSDÓTTIR

ANNA HULDA EINARSDÓTTIR Anna Hulda Einarsdóttir frá Borg fæddist í Njarðvík 26. nóvember 1921. Hún lést á St. Jósefsspítala 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Sigríður Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti, f. 31. júlí 1894, d. 6. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 643 orð

Ásgeir Ó. Einarsson

Ásgeir dýralæknir er nú fallinn frá í hárri elli eftir langt og gæfuríkt ævistarf. Hann lauk embættisprófi í Þýskalandi 1934 og hélt að því loknu heim til Íslands tilbúinn til starfa. Við heimkomuna var honum veitt héraðslæknisembætti í Austfirðingafjórðungi og var í heimili hjá Bergi Jónssyni á Ketilstöðum á Völlum, en þeir bræður voru honum báðir innan handar, einkum Pétur á Egilsstöðum. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Ásgeir Ó. Einarsson

Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegs afa míns, afa Ásgeirs, sem er nú látinn 91 árs að aldri. Þó að 91 ár sé hár aldur og við höfum lengi vitað að það kæmi að þessari stund í lífi okkar að hann færi frá okkur þá veit ég að nú ríkir söknuður í hjörtum allra sem þekktu hann. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 578 orð

Ásgeir Ó. Einarsson

Ásgeir Ó. Einarsson, fyrrv. héraðsdýralæknir, var aldursforseti dýralækna á Íslandi er hann lést laugardaginn 4. apríl sl. á 92. aldursári. Ásgeir var einn af stofnendum Dýralæknafélags Íslands og sat í stjórn félagsins um árabil. Ásgeir var gerður að heiðursfélaga í Dýralæknafélagi Íslands á hálfrar aldar afmæli félagsins árið 1984. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Ásgeir Ó. Einarsson

Ásgeir kynntist ungur að árum íþróttum. Barn að aldri dvaldi hann á heimili föðurbróður síns að Syðri- Gröf sem er á félagssvæði Ungmennasambands Kjalarnessþings. Innan þess eru til að mynda Umf. Drengur í Kjós og Umf. Afturelding í Mosfellssveit. Þessi félög efndu árlega til íþróttamóta sín á milli. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 654 orð

Ásgeir Ó. Einarsson

Með Ásgeiri Ó. Einarssyni fyrrverandi héraðsdýralækni er horfinn af sjónarsviði okkar, einstakur dugnaðarmaður sem hvarvetna vildi láta gott af sér leiða, virtur og vinsæll. Ásgeir átti hann ættir að rekja til Borgarfjarðar og til Suður-Múlasýslu. Hann lauk stúdentsprófi 1927 og prófi sem dýralæknir frá dýralæknaháskólanum í Hannover í Þýskalandi 1934. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 461 orð

ÁSGEIR ÓLAFSSON EINARSSON

ÁSGEIR ÓLAFSSON EINARSSON Ásgeir Ólafsson Einarsson fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórstína Björg Gunnarsdóttir frá Fögruhlíð á Djúpavogi, f. 15.8. 1882, d. 13.1. 1950, og Einar Ólafsson, matsveinn og verkamaður frá Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi, f. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Fjóla Vilmundardóttir

Ég vildi minnast Fjólu nú þegar hún kveður okkur hér. Við kynntumst allar saman á ferðalagi í Rúmeníu fyrir rúmum 20 árum og héldum alltaf sambandi eftir það. Ég var þá á ferðalagi með mömmu minni, Rut Þórðardóttur, og Fjóla var með vinkonu sinni Þórdísi Ottesen. Mamma mín og Fjóla höfðu þekkst frá fornu fari, því þær voru báðar frá Vestmannaeyjum. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Fjóla Vilmundardóttir

Miðvikudaginn 18. mars bárust slæmar fréttir, amma hafði greinst með illkynja mein. Í kjölfarið fylgdu enn verri fréttir, meinið orðið það útbreitt að ekkert var hægt að gera og aðeins dauðinn framundan, og nú er hún horfin á braut. Skammur tími ekki satt, einn daginn allt í hinu besta lagi, innan mánaðar dauðadómur og endalok lífs eins og við þekkjum það. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 200 orð

FJÓLA VILMUNDARDÓTTIR

FJÓLA VILMUNDARDÓTTIR Fjóla Vilmundardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. janúar 1917. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilmundur Friðriksson, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og Þuríður Pálína Pálsdóttir, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945. Systkini Fjólu voru Karl, f. 6. des. 1909, d. 2. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Gíslína Jóna Sigurðardóttir

Okkur langar til að kveðja móðursystur okkar, Jónu frænku, eins og við kölluðum hana. Þökkum allar gleðistundirnar sem hún veitti okkur gegnum árin. Það var alltaf sama tilhlökkunin þegar von var á henni í heimsókn. Hlátur, gleði, frásögn og fas voru hennar einstöku kostir. Það er guðsgjöf að sjá broslegu hliðarnar í lífinu og gleðjast með öðrum eins og hún gerði meðan heilsan leyfði. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Guðmundur (Gumbur) Kristjánsson

Að eiga góða að er mikilvægt í lífinu. Gumbur, ömmubróðir minn í föðurætt, var mér mikils virði og ég var ekki há í loftinu þegar ég spurði hann og Gróu hvort ég mætti ekki kalla þau afa og ömmu. Síðustu daga hef ég yljað mér við ljúfar minningar liðinna ára, ég minnist ferðarinnar góðu til Flateyrar sumarið 1992 þar sem afi Gumbur skipulagði hópferð. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDUR (GUMBUR) KRISTJÁNSSON

GUÐMUNDUR (GUMBUR) KRISTJÁNSSON Guðmundur Kristjánsson, fv. skipamiðlari, fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 26. nóvember 1909. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 8. apríl. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 544 orð

Halldór Jóhann Jónsson

"Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ókunnur höfundur.) Til moldar er borinn í dag 17. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 700 orð

Halldór Jóhann Jónsson

Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal; í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 131 orð

HALLDÓR JÓHANN JÓNSSON

HALLDÓR JÓHANN JÓNSSON Halldór Jóhann Jónsson fæddist á Kálfanesi við Steingrímsfjörð 29. október 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 2. apríl síðastliðinn. Hann var sonur Jóns Jóhannssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Jóna Gíslína Sigurðardóttir

Ég ætla að skrifa nokkrar línur um hana Jónu mína sem er látin eftir erfið veikindi og lélega heilsu í mörg ár heima og síðustu árin á Skjóli. Ég kynntist Jónu þegar ég kom til hennar og eiginmanns hennar fyrir um sjö árum sem heimilishjálp. Jóna missti manninn sinn fyrir um fjórum árum og stuttu seinna fór hún á Skjól. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 960 orð

Jóna Gíslína Sigurðardóttir

Jóna systir mín kvaddi þetta líf aðfaranótt 6. apríl, tæpra 88 ára að aldri. Langri og erfiðri göngu er lokið. Það fólk sem náð hefur svo háum aldri, hefur lifað miklar breytingar á lífskjörum í þessu landi. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var lífsbaráttan hörð. Atvinnumöguleikar voru ekki miklir og fátækt mikil. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Jóna Gíslína Sigurðardóttir

Elsku amma, langamma og langalangamma er látin. Við söknum hennar svo mikið, hún var alltaf góð við okkur. Við þökkum guði fyrir að hún fékk að sjá langalangömmubarnið sitt, Guðna Sigurð litla. Þegar hún sá hann var hún næstum farin að gráta af gleði. Þetta var fyrsta skipti í langan tíma sem við sáum hana svona glaða og við vorum ánægð. Hún vildi alltaf hafa hreint og fínt í kringum sig. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 78 orð

Jóna Gíslína Sigurðardóttir

Jóna Gíslína Sigurðardóttir Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 23 orð

Jóna Gíslína Sigurðardóttir

Jóna Gíslína Sigurðardóttir Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. (Höf. ók.) Barnabörn og barnabarnabörn. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 177 orð

JÓNA GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR

JÓNA GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR Jóna Gíslína Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson sjómaður og kona hans Arnbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir. Systkini hennar eru Ólafía Sigurðardóttir, f. 29.3. 1913, og Guðmundur Valur Sigurðsson, f. 29.3. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Karl Ásgeirsson

Mig langar að kveðja afa minn (á Stýró) Karl, með örfáum orðum. Ég var engan veginn viðbúinn þessu þótt ég hafi vitað hvert stefndi. Ég var nýkominn frá þér þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Ótal minningar brutust út um allar þær stundir sem við höfum átt saman. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Karl Ásgeirsson

Nú er ég kveð tengdaföður minn er margs að minnast, eitt sumar ferðuðumst við saman í heila viku um Snæfellsnes. Þar var hann á heimaslóðum, þekkti hvert kennleiti, bæi, kirkjur og hinar ýmsu söguslóðir, allur sá fróðleikur er hann miðlaði í þessari ferð er ógleymanlegur. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 68 orð

Karl Ásgeirsson

Elsku afi minn. Ég mun sakna þín sárt. Ég á svo margar yndislegar minningar af Stýró 10, alveg frá því ég man eftir mér. Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa stofnað mitt fyrsta heimili í húsinu þínu og búið þar með þér, þó í stuttan tíma væri. Ég veit að þú ert í góðum höndum. Guð blessi þig og ástarþakkir fyrir allt. Þín sonardóttir, María Sig. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 1757 orð

Karl Ásgeirsson

Með föðurbróður mínum, Karli Ásgeirssyni málarameistara frá Fróðá, er gengið síðasta barn þeirra hjóna Ásgeirs Jóhanns Þórðarsonar óðalsbónda og Ólínu Bergljótar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu upprunalega að Hrútsholti í Eyjahreppi en síðan að Fróðá í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, á árunum 1905­21. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 261 orð

KARL ÁSGEIRSSON

KARL ÁSGEIRSSON Karl Ásgeirsson fæddist á Fróðá á Snæfellsnesi 16. júní 1906. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Bergljót Guðmundsdóttir, f. 25.11. 1863, d. 12.7. 1921, og Ásgeir Þórðarson, f. 29.3. 1861, d. 1940. Systkini Karls voru Halldóra, f. 1886, d. 1962, Þórður, f. 1890, d. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Karl Teitsson

Karl átti nær 93 ár að baki þegar hann lést. Hann var fæddur í sveitinni, ólst upp við sveitastörf og voru þau rauði þráðurinn í lífshlaupi hans öllu. Hann fór snemma að vinna eins og títt var um börn þess tíma. Skólaganga var nær engin en þeim mun meira lagt upp úr því að kunna til starfa og vinna samviskusamlega og skila góðu verki. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 172 orð

KARL TEITSSON

KARL TEITSSON Karl Teitsson fæddist á Bergsstöðum á Vatnsnesi, V-Hún., 27. apríl 1905. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 12. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Árnadóttur, f. 25. ág. 1863, og Teits Halldórssonar, f. 26. sept. 1856, bónda á Bergsstöðum. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 801 orð

Kristján Guðmundsson

Blessaður karlinn hann Kristján vinur minn frá Ásbjarnarstöðum er dáinn og kominn yfir í sælli veröld þar sem án vafa er vel tekið á móti mönnum eins og honum. Kristján var orðinn háaldraður og upp á síðkastið hafði hann þrátt fyrir dugnað sinn og jákvætt lífsviðhorf orðið að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu og skæðum sjúkdómi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 511 orð

Kristján Guðmundsson

Nú er elsti vinur minn látinn, Kristján á Ásbjarnarstöðum, sem ég er búin að þekkja frá því ég man eftir mér. Kristján var giftur móðursystur minni, henni Gunnu frænku, sem alltaf heitir svo. Minningarnar streyma fram. Lítil stúlka gengur við hlið hávaxins manns, í bláum samfestingi og stígvélum, smeygir litlum lófa í stóra og trausta hendi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 245 orð

KRISTJÁN GUðMUNDSSON

KRISTJÁN GUðMUNDSSON Kristján Guðmundsson fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum 8. maí 1905. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Kristjánsson, f. 23. apríl 1862, d. 28. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 1017 orð

Mikael Þorfinnsson

Elskulegur og kær fjölskylduvinur lést nú skömmu fyrir páska, aldurhniginn, en lengst af léttstígur á ferð sinni í gegnum lífið. Þegar skrifa skal minningargrein, hvað skrifar þá rúmlega fertugur maður um nágranna sinn jafnlengi, vin og gleðigjafa, já, sannan gjafara til hinsta dags? Kannski örfá, fátækleg orð sem í litlu gera góðum manni og hans fjölskyldu sanngjörn skil. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 63 orð

MIKAEL ÞORFINNSSON

MIKAEL ÞORFINNSSON Mikael Þorfinnsson fæddist í Hrísey 27. nóvember 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhannesdóttir og Þorfinnur Jónsson. Mikael ólst upp í Hrísey ásamt tveimur systkinum sem bæði eru látin. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Ólöf Kristín Ólafsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast Ólafar, tengdamóður minnar, sem er látin eftir erfiða sjúkralegu. Við hjónin höfðum skroppið í nokkurra daga ferð til útlanda. Ekki óraði mig fyrir þegar við kvöddum hana að það myndi verða hinsta kveðja í þessu lífi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Ólöf Kristín Ólafsdóttir

Þitt blessað ljós mér bendir á, að blessun öll þér komi frá, að allt, sem lifir, er og hrærist, af ástargæðum þínum nærist, og fyrst að sólin fagurt skín, að fögur muni dýrðin þín. (Páll Jónsson) Elsku amma. Með fáum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú gafst okkur. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Ólöf Kristín Ólafsdóttir

Elsku amma mín, núna ertu búin að kveðja okkur. Ég veit að foreldrar þínir hafa tekið vel á móti þér, með mikla umhyggju og ást að gefa þér, því þú fékkst að njóta þeirra í svo stuttan tíma. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Það var svo gott að koma til þín á yngri árum og þiggja nýbakaðar pönnukökur og ískalda mjólk. Þú varst alltaf svo sterk og áttir svo mörg ráð að gefa. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 286 orð

ÓLÖF KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR

ÓLÖF KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR Ólöf Kristín Ólafsdóttir fæddist á Kolbeinsstöðum í Miðneshreppi 24. mars 1914. Hún lést á Landakotsspítala 3. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Ólafs Eyjólfssonar bónda á Kolbeinsstöðum. Ólafur lést á Hrafnistu 1969 en Guðrún móðir hennar úr spönsku veikinni 1918. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 410 orð

Ragnar Finnsson

Það kemur margt í hugann þegar ég minnist tengdaföður míns, Ragnars Finnssonar. Fyrir 47 árum fór ég að venja komur mínar á Flókagötuna til að heimsækja Erlu, elstu dóttur þeirra Ragnars og Margrétar. Þar áttu þau glæsilegt heimili, sem gott var að koma á. Þá kynntist ég Ragnari, þessum háa og glæsilega manni. Hann var glaðlyndur, hlýr og hjálpsamur öllum sem leituðu til hans. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 171 orð

RAGNAR FINNSSON

RAGNAR FINNSSON Ragnar Finnsson fæddist í Sólheimatungu, Stafholtstungnahreppi, Mýrum, 20. maí 1910. Hann lést 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 24.2. 1876, d. 25.7. 1953, og Finnur Skarphéðinsson, f. 12.10. 1884, d. 23.5. 1920. Þau eignuðust sex börn, en einn son átti Guðbjörg fyrir, Valdimar Davíðsson, f. 11.11. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Sigríður Sæmundsson

Nú er síðasta rósin hans Árna Thorsteinssonar, tónskálds, og konu hans Helgu Einarsdóttur horfin burt yfir móðuna miklu. Ég kynntist Sigríði Sæmundsson um það bil hálfu ári áður en ég kynntist Gyðu, dóttur hennar, sem síðar varð mágkona mín, og strákunum hennar, Jóa og Jara, systrum Sigríðar, Soffu og Jönnu. Sigríður kom á stofuna til mín, en þar hófust okkar fyrstu kynni. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 491 orð

Sigríður Sæmundsson

Hún amma mín er dáin, mér er eiginlega orða vant, einhvern veginn var hún eitt af því sem alltaf var til staðar alveg frá því ég man eftir mér og ég hafði ímyndað mér að hún yrði alltaf þarna. Þetta er mjög skrítin tilfinning, að hugsa til þess að ég sjái hana ekki aftur, að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 50 orð

Sigríður Sæmundsson

Elsku amma Dídí. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Takk fyrir allt, elsku amma, þín Sigrún Drífa. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 915 orð

Sigríður Sæmundsson

Nú er hún amma Dídí farin frá okkur. Við stöndum eftir með söknuð í hjarta en jafnframt ótal minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Systir ömmu, hún Janna, kvaddi okkur haustið 1992 og Soffa um vorið 1996 og finnst mér nú eins og við séum að kveðja þær allar þrjár systurnar sem skipuðu svo stóran sess í lífi okkar. Amma ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum ásamt þremur systkinum sínum. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 854 orð

Sigríður Sæmundsson

Þegar ég kveð elskulega tengdamóður mína, Sigríði Sæmundsson, fædd Thorsteinson, koma upp í huga mér orð skáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 277 orð

SIGRÍÐUR SÆMUNDSSON

SIGRÍÐUR SÆMUNDSSON Sigríður Sæmundsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1908. Hún lést á Landakoti 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Thorsteinsson, tónskáld, f. 15. október 1870, d. 16. október 1962, og kona hans Helga Einarsdóttir, f. 22. október 1873, d. 16. febrúar 1959. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Móðursystir mín elskuleg, Sigga frænka, er látin. Hennar er sárt saknað, en minningin gerir jafnvel söknuðinn ljúfan og indælan. Konan mín kynntist ekki móður minni, en hún kynntist þrem systrum hennar og einum bróður. Nú eru tvær systranna dánar, en sú elsta lifir ­ í orðsins fyllstu merkingu. Það gerðu einnig hinar tvær þartil þær voru kallaðar af vettvangi, en minningin er góð og skemmtileg. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Hve mörg og fögur mynd er geymd af þér í minningunni um það, sem liðið er. Ég gleymi dauða, hann er farinn hjá, en hún er vöknuð, lífsins bezta þrá. Óhætt er mér, því elskan þín skal alltaf verða leiðarstjarnan mín. (Eiríkur Ein.) Margt býr í minningunni. Þarna kúrir t.d. lítið stelpugrjón undir sæng og rembist við að hafa bæn eftir ömmu sinni. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 631 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Elsku Sigga frænka er dáin. Sigríður Vigfúsdóttir móðursystir mín, sem var mér svo góð. Frá því ég man fyrst eftir mér var Maggý dóttir hennar og jafnaldra mín ein mín nánasta vinkona. Ég held ég hafi ekki verið nema 3­4 ára þegar Sigga frænka og Sigvaldi maður hennar fluttu tímabundið með börnin sín fjögur í Bjarkarlund við Blesugróf og mín fjölskylda í Skálará, Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Elsku Sigga frænka, nú hefur þú kvatt og lagt í hina hinstu för, til fundar við litlu dóttur þína, son og eiginmann, sem öll eru einnig horfin héðan. Ég sé fyrir mér hvar þú, umvafin geislum sólseturs, stendur í stafni hvítrar snekkju sem siglir eftir lygnu og silfurtæru fljóti. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 229 orð

SIGRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR

SIGRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR Sigríður Vigfúsdóttir fæddist á Flögu í Skaftártungu 25. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalanum 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Sveinsdóttir, f. 1879, d. 1972, og Vigfús Gunnarsson, Flögu, f. 1870, d. 1964. Systkini Sigríðar eru: Guðríður, f. 1901, d. 1973; Gunnar, f. 1902, d. 1980; Sveinbjörg, f. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 823 orð

Sigrún Benediktsdóttir

Fnjóskadalur, fegurstur sveita á Íslandi, sem á sumrum skartar sínu víðfeðma bjarkarskrúði, grónum móum og hvanngrænum grundum og silfurlituð Fnjóská liðast bugðótt og lygn milli hárra fjalla. Bæirnir kúra undir hlíðum fjallanna eða eins og hanga utan í þeim, aðrir eru á efstu hjöllum nánast við snjólínu með gjöfula beit ef til næst. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Sigrún Benediktsdóttir

Sigrún Benediktsdóttir fæddist og ólst upp í einum af fegurstu dölum Íslands, Fnjóskadal, komin af sterkum og fjölmennum þingeyskum ættum. Ung kynntist hún manni sínum, Sigurði Jóhannssyni. Hann var af hinni landskunnu Bergsætt. Þau bjuggu í Reykjavík, en oft var farið norður og dvalið þar. Átthagaböndin voru sterk og tengslin við fjölskylduna nyrðra mjög náin. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 339 orð

Sigrún Benediktsdóttir

Elsku amma mín. Ég sit hér í þessu yndislega veðri og horfi á Esjuna sem ég veit að þér þótti svo falleg. Það rifjast upp fyrir mér svo margar góðar stundir sem ég átti með þér. Fyrstu skýru minningarnar um okkur saman eru síðan ég var fimm eða sex ára og var hjá þér í Hátúninu. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 690 orð

Sigrún Benediktsdóttir

Það er svalur en undurfagur morgunn í Reykjavík, sólin sendir geisla sína yfir borgina og veitir okkur yl, ég hraða mér í gegnum umferðina að Hjúkrunarheimilinu Eir og segi stöðugt við sjálfa mig, elsku mamma mín, ég veit að þú bíður eftir mér. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 356 orð

SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR

SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR Sigrún Benediktsdóttir, fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 11. maí 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Sigurðsson, f. 30.7. 1848, d. 15.10. 1931, bóndi í Hjaltadal í Fnjóskadal, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 2.5. 1858, d. 26.5. 1935. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Að kvöldi 1. apríl bárust okkur nemendum sorgarfréttir, Siggi kennari okkar úr barnaskóla var látinn. Siggi kenndi okkur í 6 ár samfleytt og hann átti mikinn þátt í því að móta okkur að þeim einstaklingum, sem við erum í dag. Siggi var kennari af lífi og sál, hann hafði yndi af starfi sínu og af honum geislaði mikil orka. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Það má með sanni segja að vegir Guðs séu órannsakanlegir; þar sem grunnskólakennarinn okkar er nú snögglega fallinn frá langar okkur að kveðja hann með nokkrum orðum. Siggi var okkur allt í senn, vinur, kennari og uppalandi. Hann var seinreittur til reiði, en þegar hann byrsti sig hlustuðu allir. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 76 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast kennarans míns hans Sigga. Siggi var frábær kennari, hann var alltaf í góðu skapi og hann hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Siggi var ráðagóður og hjálpsamur enda sá besti kennari sem hægt var að hafa. Þær eru margar minningarnar sem ég geymi í hjarta mér. Elsku Kolla og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Hann Siggi okkar er látinn. Þegar ég hugsa um hann Sigga, sé ég að hann var mjög góður og skilningsríkur kennari. Hann var búinn að kenna okkur í tvö ár, þegar hann féll snögglega frá. Núna fyrir páska ætluðum við að sýna leikrit á árshátíð skólans, og báðir áttundu bekkirnir ætluðu að leika saman, það hafði verið hans ósk að við sameinuðumst um leikrit svo að við kynntumst betur. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Sú harmafregn barst eins og eldur í sinu meðal íbúa hér á Selfossi miðvikudagskvöldið 1. apríl sl. að einn af kennurum Sandvíkurskóla, Sigurður Randver Sigurðsson, hefði orðið bráðkvaddur við störf sín þá síðdegis. Menn setur hljóða er kraftmaður í blóma lífsins er kallaður burt með svo snöggum hætti og nánast fyrirvaralaust í miðri dagsönn eins og hér varð. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Það þyrmdi yfir okkur er fréttin af andláti Sigurðar Randvers barst. Við sem störfuðum með honum í nemendaráði hugsuðum með okkur: Hvað verður nú um félagslífið, hvernig förum við að, hver verður okkur til halds og trausts? Siggi var allt í öllu, hann hafði svörin og lausnirnar á reiðum höndum og það mun enginn geta fyllt það stóra skarð er hann skilur eftir sig. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Hann Siggi er dáinn og ég varð of seinn að þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig. Hann kenndi mér nær allan grunnskólann. Ég naut vináttu hans og stuðnings ásamt ómældri þolinmæði sem hann sýndi mér í baráttunni við lesblindu sem háði mér. Hann var kennari eins og ég held að þeir geti verið bestir. Hann var kennari minn, sálfræðingur og vinur. Fyrir allt þetta vil ég þakka nú. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 165 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Því miður stöndum við nú frammi fyrir miklum missi, Sigurður Randver Sigurðsson er látinn. Þetta er erfitt fyrir okkur öll, en erfiðast er þetta fyrir eiginkonu hans og börn, þá sérstaklega erfitt fyrir hana Þórhildi Eddu. Hann varð bráðkvaddur þegar við áttum síst von á. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON Sigurður Randver Sigurðsson var fæddur í Reykjavík, 28. febrúar 1951. Hann varð bráðkvaddur við kennslustörf á Selfossi 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 11. apríl. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Þuríður Sigurðardóttir

Nú er elskuleg amma okkar farin, hvíldinni fegin. Okkur langar að þakka ömmu þann tíma sem við áttum með henni. Þegar horft er til baka á stundu sem þessari, er af svo mörgu að taka. Þegar við komum til hennar, sat hún oftast við útsaum sem var hennar dægrastytting. Ef hún sat ekki við útsaum þá var hún að baka, steikja kleinur, baka pönnukökur eða sandköku, það voru sko bestu kökur í heimi. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Þuríður Sigurðardóttir

Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola, starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Þuríður Sigurðardóttir

Hún Þura frænka, systir hennar mömmu, var einn af þessum föstu punktum í tilverunni. Eins langt og ég man aftur var Þura frænka til staðar. Nú er hún látin eftir langa ævi næstum orðin 89 ára. Minningarnar hrannast upp er ég sit við tölvuna og set þessar línur á blað. Meira
17. apríl 1998 | Minningargreinar | 175 orð

ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þuríður Sigurðardóttir fæddist í Ásgarði, Ásahreppi í Holtum, 22. maí 1909. Hún lést 6. apríl síðastliðinn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðbrandsson og Kristín Benediktsdóttir. Þuríður átti þrjár systur, Júlíu, Láru og Guðbjörgu, sem allar eru látnar. Meira

Viðskipti

17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 466 orð

60% þjóðarinnar vilja fækka bönkum með sameiningu

UM 60% Íslendinga telja æskilegt að fækka bönkum í landinu með því að sameina þá. Nokkuð almennur stuðningur virðist vera meðal landsmanna við slíka fækkun. Flestir eru hlynntir sameiningu Búnaðarbankans við Íslandsbanka eða Landsbanka en meirihluti er andvígur sameiningu Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Coopers & Lybrand ­ Hagvangur hf. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Apple enn með hagnað

APPLE-tölvufyrirtækið hefur skýrt frá meiri hagnaði en búizt var við á öðrum fjórðungi fjárhagsárs þess og hefur því kunngert hagnað tvo ársfjórðunga í röð eftir tap í tvö ár. Hagnaðurinn nam 55 milljónum dollara á þremur mámnuðum til marzloka - sem er yfirleitt daufur tími hjá fyrirtækinu - eða 38 sentum á hlutabréf, miðað við tap upp á 708 milljónir dollara, eða 5, Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Áfall að eiga ekki fyrir skuldum

BENEDIKT Kristjánsson kaupmaður segir að það sé áfall að eiga ekki fyrir skuldum, en fyrirtæki hans, Vöruval ehf. á Ísafirði, hefur óskað eftir skuldaskilasamningum við lánardrottna sína, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Vöruval ehf. rak þrjár verslanir á Ísafirði, en rekstur þeirra var nýlega seldur. Er nú unnið að uppgjöri á Vöruvali ehf. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Ávöxtun ríkisvíxla lækkar

LITLAR breytingar urðu á ávöxtun ríkisvíxla í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Þó lækkuðu vextir á 12 mánaða víxlum. Lánasýslan tók tilboðum í ríkisvíxla fyrir 1.550 milljónir kr. Meðalávöxtun þriggja mánaða víxla var 7,36%, sem er sama ávöxtun og í útboði fyrir mánuði. Meðalávöxtun 12 mánaða víxla var 7,45% sem er heldur lægri ávöxtun en var fyrir mánuði, þegar hún var 7,56%. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði í ár

LIÐLEGA 17 milljóna króna tap varð af rekstri Taugagreiningar hf. og dótturfélags á liðnu ári. Í tilkynningu frá stjórn og framkvæmdastjóra fyrirtækisins kemur fram að niðurstaðan er ekki í samræmi við áætlanir sem gerðu ráð fyrir að rekstur yrði í járnum. Þeir telja árangurinn þó viðunandi í ljósi þess mikla taprekstrar sem var árið 1996. Reiknað er með 33 milljóna kr. hagnaði í ár. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 441 orð

Býður fjármálaráðgjöf án endurgjalds

BRESKA fjármálaráðgjafarfyrirtækið Meyado International Ltd. hefur vakið athygli fyrir nýstárlega hugmyndafræði í starfsemi sinni, þar sem fólki gefst kostur á að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 138 orð

ÐSamskip hrepptu ÍSflutninga eftir útboð ÍSLENSKAR sjáv

ÍSLENSKAR sjávarafurðir munu ganga til samninga við Samskip um flutninga á frystum sjávarafurðum að loknu lokuðu útboði þar sem Samskip og Eimskip börðust um hituna. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku sjávarafurðum hf. tók stjórn félagsins þá ákvörðun í byrjun þessa árs að bjóða út hluta af þeim flutningum á frystum sjávarafurðum sem fyrirtækið hefur til sölumeðferðar. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 364 orð

GSM-samband við Bandaríkin innan skamms

YFIR 45 þúsund manns eru nú áskrifendur að GSM-kerfinu á Íslandi og sífellt fleiri bætast í hópinn. Þeim löndum fjölgar einnig þar sem viðskiptavinir Landssíma Íslands geta notað GSM-kortin sín. Innan skamms geta þeir komist í samband í Bandaríkjunum. Landssíminn er að semja við fyrirtækið Omnipoint í Bandaríkjunum sem er með þjónustu á austurströnd Bandaríkjanna s.s. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Krónan styrkist aftur

GENGI íslensku krónunnar styrktist heldur í gær eftir að það hafði lækkað í nokkrum stökkum í fyrradag. Talið er að spákaupmennska eigi þátt í breytingunni. Síðdegis í gær virtist gengið vera í jafnvægi á nýjan leik. Seinni hluta þriðjudags veiktist gengi krónunnar, vísitalan fór úr 112,75 í 113,28. Gerðist þetta í nokkrum stökkum yfir daginn. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Mesta lækkun á einum degi í 4 mánuði

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu í verði í gær eftir nýlegar methækkanir. Slæm byrjun í Wall Street í fyrrinótt olli því að fjárfestar hirtu gróða. Verðbréf hafa ekki fallið eins mikið í verði á einum degi í fjóra mánuði í helztu kauphöllum Evrópu. Verðbréfasalar telja að lækkunin sé ef til vill aðeins tímabundið áfall eftir fimm ára velgengni á verðbréfamörkuðum. Meira
17. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Rússar smíða risafarþegaþotu

RÚSSNESKA Sukhoi-hönnunarfyrirtækið vinnur að hönnun nýrrar risafarþegaþotu, þeirrar stærstu sem smíðuð hefur verið, að sögn ráðamanna fyrirtækisins. Nýja vélin, KR-860, mun taka allt að 1.000 farþega, að sögn Gennady Yanpolsky, annars helzta hönnuðar fyrirtækisins. Hún verður svar okkar við A-33XX vél Airbus Industrie," sagði hann. Flugþol KR-860 verður 14.000 km. Meira

Fastir þættir

17. apríl 1998 | Dagbók | 3312 orð

APÓTEK

»»» Meira
17. apríl 1998 | Í dag | 30 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Hinn 21. apríl

Árnað heilla ÁRA afmæli. Hinn 21. apríl nk. verður fimmtugur Hólmberg Magnússon. Hann og eiginkona hans, Kristín Eyjólfsdóttir, taka á móti gestum laugardaginn 18. apríl, í Sæborgu (Garði) eftir kl. 20. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 57 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Mánudaginn 20. apríl nk. hefst 3­4 kvölda (fer eftir fjölda þátttakenda) Butler-tvímenningur. Sigurvegarar úr þessari keppni verða tvímenningsmeistarar deildanna fyrir þetta tímabil. Þá verða í lok tímabilsins verðlaunaðir þeir tveir sem unnið hafa flest bronsstig í vetur. Skráning er á spilastað í Þönglabakka 1 kl. 19.30 stundvíslega. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 124 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

Sunnudagskvöldið 5. apríl 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 20 pör spiluðu 9 umferðir, 3 spil á milli para. Meðalskor var 216 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS 1.Unnar Atli Guðmundss. ­ Elías Ingimarss.258 2­3.Halldór Þorvaldss. ­ Baldur Bjartmarss.257 2­3. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Tuttugu og átta pör spiluðu 3. apríl og urðu úrslit þessi í N/S: Halla Ólafsdóttir ­ Garðar Sigurðsson376Eysteinn Einarsson ­ Lárus Hermannsson359Bragi Salomonsson ­ Hannes Alfonmsson341 Efstu pör í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. ­ Valdimar Lárusson432Rafn Kristjánsson ­ Oliver Kristóferss. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 195 orð

Enginn fæðingarstaður ­ engin úrslit

NÚ ÞEGAR keppnistímabil hestamanna er hafið þykir rétt að minna á þá reglu hestaþáttar Morgunblaðsins að birta ekki úrslit frá þeim mótum þar sem ekki er getið um fæðingarstað hrossanna sem um ræðir. Það er afar hvimleitt að lesa upptalningu úrslita þar sem aðeins kemur fram nafn hests sem eitt og sér segir lítið. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Fæðingarstaður og fólkið í þéttbýlinu

MIKLAR framfarir hafa orðið í öllu er víkur að skýrsluhaldi kynbótahrossa undanfarin ár sem miðar að því að auka öryggi og tryggja að sem bestar upplýsingar séu fyrirliggjandi um hvert og eitt hross sem skráð er. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 623 orð

FÖGUR HROSS Í GÓÐU VEÐRI

HJARTSLÁTTUR hestamennskunnar er óðast að ná réttum hraða á þeim svæðum sem hitasóttin hefur herjað og hross hafa verið að jafna sig. Um páskana, nánar tiltekið á laugardag, héldu Harðarmenn sitt árlega páskamót sem að þessu sinni var opið. Þátttaka var all bærileg og keppendur komu víða að. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Hestanuddið hjálpar við lausn vandamála og eykur vellíðan hestanna

ÞEGAR blaðamann bar að garði í Suðurhlíð, sem er við Úlfarsfellið sunnanvert, var Catrin að nudda rauða hryssu sem eiginmaður hennar, Guðmundur Einarsson tamningamaður, hefur verið að þjálfa í vetur og hafði gengið vel þar til hann reyndi skeiðið í henni í einum reiðtúrnum. Meira
17. apríl 1998 | Í dag | 497 orð

Hvað gerði Skarphéðinn? ÁHUGI okkar Íslendinga á fornsögunu

ÁHUGI okkar Íslendinga á fornsögunum hefur farið vaxandi nú á hinum síðari árum. Njáluáhugi manna er skemmtilega mikill og til marks um það má nefna að Rangæingar höfðu í gangi Njálusýningu sem var opin síðastliðið sumar og er sennilega opin enn. Farnar hafa verið hópferðir til helstu sögustaða Njálu í fleiri ár og þá hafa menn skeggrætt og velt vöngum yfir ýmsu varðandi þetta ágæta heimildarrit. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 228 orð

Langholtskirkja.

BANDARÍSKI organistinn Lawrence S. Goering heldur tónleika föstudaginn 17. apríl í Áskirkju í Reykjavík. Á dagskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Frescobaldi, Felix Mandelssohn, Marcel Dupré og Jean Langlais. Lawrence S. Meira
17. apríl 1998 | Dagbók | 643 orð

Reykjavíkurhöfn: Oradana kom í gær. Jupiter, Lone Sif

Reykjavíkurhöfn: Oradana kom í gær. Jupiter, Lone Sif og Arnarfell fóru í gær. Þorsteinn EA, Helen Knutsen og Pascoal Atlantico koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jenna og Kazan fóru í gær. Icebird kemur í dag. Meira
17. apríl 1998 | Í dag | 510 orð

RSVERKUM hjá þeim stofnunum í A-hluta ríkissjóðs, sem sta

RSVERKUM hjá þeim stofnunum í A-hluta ríkissjóðs, sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins sér um launagreiðslur fyrir, fækkaði úr 17.493 árið 1996 í 15.266 árið 1977, það er um 2.227 ársverk eða 12,7%. Meginástæða: Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 109 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardaginn 11. apríl var hinn árlegi Páskatvímenningur BN haldinn af BRE á Reyðarfirði. 24 pör tóku þátt og voru spiluð 3 spil milli para. Sveinn Herjólfsson og Þorsteinn Bergsson frá BE leiddu mótið allan tímann og unnu það með miklum yfirburðum. Meira
17. apríl 1998 | Fastir þættir | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

Næsta mót BA og jafnframt síðasta mót vetrarins er Alfreðsmótið sem haldið er til minningar um Alfreð Pálsson. Fyrirkomulagið er Monrad-tvímenningur sem er nýjung hjá félaginu og hefst það þriðjudaginn 21. apríl. Samkvæmt venju verður pörum raðað í sveitir. Pör þurfa að skrá sig fyrir kl. 20. Meira

Íþróttir

17. apríl 1998 | Íþróttir | 153 orð

Botninum var náð JUDIT Esztergal í Hauk

JUDIT Esztergal í Haukum sýndi sínar betri hliðar á móti Stjörnunni í gærkvöld en hún hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. "Við vorum of stressaðar í byrjun og lengi að tala okkur saman í vörninni á meðan við lærðum á þær. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 103 orð

Endurtekur Hughes leikinn? CHELSEA s

CHELSEA sigraði í Evrópukeppni bikarhafa árið 1971 og hefur síðan ekki komist lengra en í undanúrslit keppninnar árið 1995. Eftir sigur liðsins í enska deildabikarnum í síðasta mánuði vonast forráðamenn liðsins eftir að geta hampað öðrum bikar í næsta mánuði og honum dýrmætari. Innan liðsins eru ýmsir leikmenn sem hafa leikið til úrslita á Evrópumótunum. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 142 orð

Haukar - Stjarnan24:23

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna - 2. úrslitaleikur, fimmtudaginn 16. apríl 1998. Gangur leiksins: 0:4, 2:5, 3:7, 4:8, 6:8, 7:10, 11:10, 11:12, 11:13, 13:13, 15:14, 15:16, 17:16, 19:17, 21:19, 22:20, 22:22, 23:22, 23:23, 24:23. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 556 orð

Haukastúlkur sýndu klærnar

ÞAÐ ætlaði allt af göflunum að ganga þegar leið að leikslokum hjá Haukum og Stjörnunni í Hafnarfirði í gærkvöldi því eftir sviptingar í skemmtilegum og spennandi leik leit út fyrir að grípa þyrfti til framlengingar. Til þess kom þó ekki því Auður Hermannsdóttir kom Haukum yfir, 24:23, þegar tæp mínúta var eftir og hinum megin varði Alma Hallgrímsdóttir þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 564 orð

Hughes var hetjan á Stamford Bridge

ÞEGAR dregið var í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa á liðnu hausti var það spá ýmissa spekinga að þegar upp yrði staðið í vor myndu lið Chelsea og Stuttgart mætast í úrslitum. Ýmsum þótti þetta djarft, en eftir að síðari leikirnir í undanúrslitum höfðu verið flautaðir af í gær kom í ljós að spádómarnir höfðu ræst. Mark Hughes var hetja Chelsea; hann skoraði sigurmarkið á 76. mín. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 36 orð

Í dag Skíði Unglingameistaramót Íslands hefst íHlíðarfjalli við Akureyri og stendurfram á sunnudag. Á fyrsta keppnisdegi verður

Skíði Unglingameistaramót Íslands hefst íHlíðarfjalli við Akureyri og stendurfram á sunnudag. Á fyrsta keppnisdegi verður keppt í risasvigi 13-14ára og 15 til 16 ára auk göngu. Knattspyrna Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 59 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa Síðari leikir í undanúrslitum: Moskvu, Rússlandi: Lokomotiv Moskva - Stuttgart0:1 Fredi Bobic 25. 20.000. Stuttgart vann samtals 3:1. London, Englandi: Chelsea - Vicenza3:1 Gustavo Poyet 35., Gianfranco Zola 52., Mark Hughes 76. - Pasquale Luiso 32. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 732 orð

KR-ingar voru teknir í bakaríið

"VIÐ vorum hreint og beint teknir í bakaríið," var það fyrsta sem Jón Sigurðsson, þjálfari KR-inga, sagði eftir að Njarðvíkingar höfðu sigrað þá 72:56 í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er alveg hárrétt hjá þjálfaranum því Njarðvíkingar voru betri á öllum sviðum og sigur þeirra var mjög sanngjarn. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 66 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Milwaukee109:117 Washington - Cleveland101:93 Charlotte - New Jersey109:103 Miami -

NBA-deildin Boston - Milwaukee109:117 Washington - Cleveland101:93 Charlotte - New Jersey109:103 Miami - Orlando87:99 Detroit - Chicago87:79 Indiana - Atlanta82:70 Phoenix - Denver96:89 LA Clippers - Golden State80:92 Íshokkí NHL-deildin Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 66 orð

Leikið að Hlíðarenda HANDKNATTLEIKSDEILD Vals

HANDKNATTLEIKSDEILD Vals ákvað í gær að fjórði leikur Vals og Fram yrði leikinn í Valsheimilinu að Hlíðarenda á morgun og hefst hann kl. 16. Eftir þriðja leikinn voru uppi hugmyndir um að flytja leikinn í Laugardalshöll en fyrri ákvörðun var látin standa. Handhafar HSÍ-skírteina verða að sækja miða sína í Valsheimilið frá kl. níu til 12 á morgun en kl. 12 hefst síðan forsalan. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 229 orð

Leikmenn Bolton fá um 61 millj. fyrir sætið

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, og samherjar fá 500.000 pund, um 61 millj. kr., til skiptanna haldi liðið sætinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Upphæðin skiptist eftir leikjafjölda og takist nýliðunum ætlunarverkið fær Per Fransen, sem er nær alltaf með, um 36.000 pund, en menn með 30 leiki eins og Guðni, Keith Brannagan og Alan Thompson um 31.000 pund, liðlega 3,7 millj. kr. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 166 orð

Mönnum Chelsea heitið um 213 milljónum

KEN Bates, formaður Chelsea, sagði fyrir leik Chelsea og Vicenza í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi að ákveðið hefði verið heita á leikmenn; færi félagið í úrslit og yrði Evrópumeistari auk þess að verða á meðal 10 efstu liða í ensku úrvalsdeildinni yrði 1.750 millj. punda, um 213 millj. kr. skipt á milli leikmannanna í þakklætisskyni ­ hver leikmaður fengi um 12 millj. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 104 orð

Njarðvík - KR72:56

Íþróttahúsið í Njarðvík, 2. úrslitaleikur karla í körfuknattliek, DHL-deildinni, fimmtudaginn 16. apríl 1998. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 10:4, 19:10, 28:17, 28:22, 33:27, 38:27, 44:27, 50:30, 50:41, 58:44, 66:47, 72:53, 72:56. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 396 orð

Takmarkinu var náð

Fredi Bobic sá um að gera vonir leikmanna Lokomotiv Moskvu um að komast í úrslit Evrópukeppni bikarhafa er hann skoraði sigurmark Stuttgart í Moksvu um miðjan fyrri hálfleik. Þar með komst þýska liðið áfram á markatölunni 3:1 og er þetta aðeins í annað sinn sem félagið leikur til úrslita á Evrópumóti. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 351 orð

Vantar ennþá einn sigur

Okkur vantar enn einn sigur til að tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn og mér er í sjálfu sér sama hvort hann kemur á sunnudaginn, þriðjudaginn eða fimmtudaginn," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, ánægður þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði lagt KR 72:56 í öðrum leik liðanna um meistaratitilinn. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 104 orð

Zoltán Belányi verður íslenskur ríkisborgari

ZOLTÁN Belányi handknattleiksmaður með ÍBV og markahæsti leikmaður 1. deildar karla sl. tvö keppnistímbil fær íslenskan ríkisborgararétt 19. ágúst í ár samkvæmt tillögu Allsherjarnefndar Alþingis sem væntanlega verður samþykkt áður en fundum Alþingis verður frestað í vor. Meira
17. apríl 1998 | Íþróttir | 48 orð

Þannig vörðu þær

Í sviga eru skot, sem fóru aftur til mótherja. Alma Hallgrímsdóttir, Haukum 13 (4). 6 (3) langskot, 1 gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup, 3 (1) horn, 2 af línu. Lijana Sadzon, Stjörnunni 27/2 (9). 12 (3) langskot, 5 (3) gegnumbrot, 5 (2) horn, 3 (1) lína, 2 vítaköst. Meira

Sunnudagsblað

17. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 793 orð

Hver með sínu nefi Víða um heim, sérstaklega þó í Japan, fer fólk gjarnan á næsta bar eða kaffihús og syngur karaoke sjálfum sér

Á STÓRUM skjánum er óskýr mynd af ástföngnu pari. Þau ærslast úti, þau leika sér inni. Allt leikur í lyndi. Tónlistin er mátulega hátt stillt, lagið tregablandið nostalgíupopp, textinn um glötuð tækifæri. Gestirnir dilla sér í sætunum. Enginn fer út á lítið dansgólfið. Enginn er hér til að dansa. Meira
17. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 125 orð

Karaoke

ORÐIÐ karaoke er japanskt enda er karaoke-söngurinn upprunninn í Japan. Kara er stytting úr orðinu karappo sem þýðir tómur og okeer dregið af okesutura sem er hljómsveit upp á íslensku. Sagt er að karaoke eigi rætur að rekja til borgarinnar Kobe í vesturhluta Japans. Meira

Úr verinu

17. apríl 1998 | Úr verinu | 809 orð

"Ekkert tilefni er til áframhaldandi þríhliða viðræðna"

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist vera þeirrar skoðunar að útiloka beri Norðmenn frá viðræðum um skiptingu loðnustofnsins. "Það er engin loðna í lögsögu Norðmanna og það er ekki til siðs að vera að semja um skiptingu á veiðistofni, sem ekki er í lögsögu viðkomandi ríkja. Ég tel að það komi ekki til greina," segir Kristján. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1469 orð

Bíllinn er þinn einkaheimur

NEMENDUR í 14 lista og hönnunarskólum í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi eru þessa dagana í óða önn að búa til húsbíla fyrir dagskrá menningarborgar Evrópu í ár, Stokkhólm, en bílarnir verða keyrðir þar um götur og sýndir almenningi í ágúst næstkomandi. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 318 orð

Eldflaugavísindum beitt í leit að fullkomnum brjóst

TÆKNI sem alla jafna er nýtt til þess að yfirfara eldflaugahreyfla og brýr er nú beitt til þess að vinna bug á vandamáli sem flestar konur þekkja af eigin raun samkvæmt netblaðinu Electronic Telegraph. Tilgangurinn mun vera sá að hanna hinn fullkomna brjóstahaldara svo hlíraför og kláði, aðþrengdur brjóstkassi og óæskilegar sveifluhreyfingar heyri sögunni til. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 244 orð

Fiskeldisfanginn Fríða

Fiskeldisfanginn Fríða FRÍÐU leið hræðilega. Hún og allir vinir hennar höfðu stækkað svo mikið að þeir komust varla fyrir lengur í búrinu sem þau bjuggu í. Reyndar geta Fríða og hinir fiskarnir ekki verið vinir mikið lengur því að fiskur þolir ekki að búa svo þröngt. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1700 orð

Hvalirfiskar og annað fólk Manngerving er að verða því sem næst sjálfgefin í vestrænni náttúruverndarumræðu þar sem dýrin eru

MANNGERVING dýra getur haft víðtæk áhrif á stjórnun og nýtingu náttúruauðlinda, sérstaklega veiðar á villtum dýrategundum," segir Níels Einarsson mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Níels segir að áhugi sinn á manngervingu sé sprottinn af vilja til þess að skilja hvernig manneskjan túlkar og nýtir umhverfi sitt og náttúru. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð

Hvernig fór könnunin fram? RANNSÓKN Agn

RANNSÓKN Agnesar fór þannig fram að hún fékk þrjár heilsugæslustöðvar til samstarfs við sig, Heilsugæsluna í Kópavogi, á Akureyri og á Seltjarnarnesi og tóku alls 23 læknar þátt í könnuninni. Niðurstöður fengust um 499 sjúklinga. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 555 orð

Krumpumartröð eða bara kærkomin hvíld?

FÖT úr hörefni spretta nánast upp sem gorkúlur í tískuverslunum víða um heim um þessar mundir, til dæmis í New York, Halifax og París þar sem varla verður þverfótað fyrir flíkum af því tagi í augnablikinu. Reykjavík er engin undantekning að sögn Mörtu Bjarnadóttur kaupmanns, sem segir að föt úr hörefnum njóti meiri hylli nú hér á landi en oft áður. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 538 orð

Með augum landansSjálfboðavinna í hávegum höfð

MARGIR ef ekki flestir á Íslandi vinna einhverja sjálfboðavinnu um ævina. Eitthvað sem tengist áhugamálum eða börnum. Það er aðgöngumiðasala, kökubakstur, sala á varningi eða happdrættismiðum eiginlega allt sem nöfnum tjáir að nefna. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1456 orð

Skáldkonan á Grund

"EN EINS og ekkert lífshlaup er eintóm gleði, svo er heldur engin ævi eintóm sorg." Þessi fallegu orð mátti lesa í minningargrein í Morgunblaðinu 29. mars síðastliðinn. Þau skrifaði starfsstúlka á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund um aldraða vinkonu sína, Guðmundu Vigfúsdóttur. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1067 orð

Systkinin í ævintýralandi

SUMARBÚÐIRNAR Ævintýraland taka til starfa fyrsta sinni í sumar og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn 7­11 ára og 12­14 ára. Undirbúningur hefur staðið í rúmlega eitt ár enda að mörgu að hyggja þegar taka á á móti fjölda barna sem eru að fara frá foreldrum sínum í fyrsta skipti. "Mig og systur mína, Svanhildi Sif, hefur lengi dreymt um að hefja starfsemi sumarbúða. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1054 orð

Þriðjungur með sálræn vandamál

NIÐURSTÖÐUR úr rannsókn Agnesar staðfesta að þörfin á sálfræðingum inni í heilsugæslunni virðist síst minni hér en í nágrannalöndum okkar eins og Bretlandi til dæmis. Hér á landi er sálfræðiþjónusta ekki hluti af starfsemi heilsugæslustöðva og Tryggingastofnun greiðir ekki niður þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Meira
17. apríl 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 223 orð

Örari heimsóknir rétt fyrir sjálfsvíg

ATHYGLISVERÐ niðurstaða kom fram í rannsókninni þegar skoðuð var aldursskipting þeirra sem talið var að þyrftu á sálrænni aðstoð að halda. Læknar gátu merkt í reitinn, "Ég veit það ekki" þegar spurt var um hvort þeir héldu að sjúklingur ætti við sálræn vandamál að stríða. Það kom marktækt oftar fram hjá fólki 35 ára og yngra að merkt var við í reitinn, "Ég veit það ekki". Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.