Greinar sunnudaginn 26. apríl 1998

Forsíða

26. apríl 1998 | Forsíða | 482 orð

Lamast danskt þjóðfélag?

"ÞETTA getur ekki verið satt," sögðu margir Danir í gær, þegar spádómar fjölmiðla um það hvernig verði umhorfs í landinu eftir vikuverkfall eða svo fóru að birtast. Útlit er fyrir að fátt geti afstýrt því að verkfall hefjist hjá um 400 þúsund manns sem starfa við flutninga, iðnaðarstörf og þjónustustörf eins og hreingerningar á morgun. Meira
26. apríl 1998 | Forsíða | 331 orð

Skipbrotsmanna leitað í Norðursjó

VÍÐTÆK leit var hafin í gærmorgun að fimm manna áhöfn brezks flutningaskips, sem talið er að hafi sokkið í Norðursjó, um 30 km undan strönd N-Englands. Neyðarkall var gefið út frá skipinu, sem er 1.000 lesta og skráð í Belize, á öðrum tímanum aðfaranótt laugardags. Það var á leið með grjótfarm frá Berwick á Skotlandi til Hollands. Meira

Fréttir

26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

40% telja kennslustundir of fáar

MEIRIHLUTI foreldra, 57,6%, telur að barn sitt fái hæfilega margar kennslustundir í grunnskólanum yfir skólaárið en um 40% telja þær frekar of fáar eða allt of fáar. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Samfok um viðhorf foreldra í Reykjavík til málefna grunnskóla. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

4572 mælitæki grafin í jörðu

ÍMinnesotafylki í Bandaríkjunum er um þessar mundir í gangi stærsta vegarannsóknarverkefni í heimi. Dr. Björn Birgisson, sem starfar við Minnesotaháskóla, hefur að undanförnu unnið við rannsóknarverkefnið sem nefnist í Minnesota Mn/ROAD. Hann verður með fyrirlestur um verkefnið á Hótel Loftleiðum næstkomandi miðvikudag, þann 29. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Afkoman versnar um 40­50 milljónir kr.

VELTA Útgerðarfélags Akureyringa hf. minnkaði um 140 milljónir króna vegna sjómannaverkfallsins og afkoma félagsins versnar um 40­50 milljónir króna vegna þess. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að ljóst sé orðið að sjómannaverkfallið hafi haft veruleg og neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Bætur til barna vegna andláts margfaldaðar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hækka bætur úr sjúkrasjóði Verslunarmannafélags Reykjavíkur til barna undir 21 árs aldri vegna andláts foreldris úr 160 þúsund krónum í 800 þúsund krónur vegna hvers barns. Til þessa hafa verið mismunandi bætur greiddar eftir því hvort viðkomandi lést af slysförum eða ekki, en hér eftir verða greiddar jafnháar bætur í báðum tilvikum. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 832 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 27. apríl til 2. maí 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 27. apríl: Dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans helguð ljóðum íslenskra kvenna. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið opnað kl. 19.30. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Drengurinn úr lífshættu

SEX ára gamall drengur, sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Akureyrar á föstudag, er talinn úr lífshættu. Drengurinn var fluttur á gjörgæsludeild FSA og var haldið sofandi. Hann er enn í öndunarvél en er, sem fyrr segir, talinn úr lífshættu. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

Dúman samþykkir Kíríjenkó NEÐRI deild rússneska þin

NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, staðfesti á föstudag útnefningu Sergeis Kíríjenkós í embætti forsætisráðherra er greidd voru atkvæði um hana í þriðja og síðasta sinn. Hefði Dúman hafnað Kíríjenkó hefði Jeltsín neyðzt til að leysa þingið upp og boða til kosninga. Úrslit atkvæðagreiðslunnar, sem var leynileg, voru afgerandi ­ Kíríjenkó hlaut stuðning 251 þingmanns en 25 voru á móti. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Dyngjan áfangaheimili 10 ára

DYNGJAN er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð en þurfa áframhaldandi stuðning og aðhald til að hefja nýtt líf. Stjórn og heimiliskonur Dyngjunnar bjóða öllum vinum, velunnurum og þá sérstaklega fyrrverandi heimiliskonum Dyngjunnar að koma og þiggja veitingar á milli kl. 16 og 19 að Snekkjuvogi 21 miðvikudaginn 6. maí. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Einsöngstónleikar Þórunnar Stefánsdóttur

ÞÓRUNN Stefánsdóttir mezzósópran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Þórunnar frá Söngskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Engar hvalveiðar á þessari vertíð

HVALVEIÐAR verða ekki hafnar að nýju í sumar þar sem veiðarnar hafa ekki verið undirbúnar nægilega vel fyrir þessa vertíð, að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Rætt var um hvalveiðimálið á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag og afráðið að fresta ákvörðun um veiðarnar á meðan frekari undirbúningur fer fram. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fastafloti NATO í höfn

FASTAFLOTI Atlantshafsbandalagsins er nú í Sundahöfn í Reykjavík, alls átta skip frá sjö ríkjum Nato með samtals um 1.600 sjóliða um borð. Almenningi gafst kostur á að skoða skipin í gær og í dag, sunnudag, verða þau til sýnis frá klukkan 13 til 16. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ferð til Jórdaníu og Sýrlands

KÍNAKLÚBBUR Unnar skipuleggur ferð til austurlanda nær þ.e. Sýrlands og Jórdaníu dagana 5.­25. október nk. Unnur Guðjónsdóttir mun kynna þessa ferð sunnudaginn 26. apríl. Kynningin hefst kl. 20.30 og verður að Reykjahlíð 12 en m.a. verður sýnt myndband frá Jórdaníu. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Fundur um framfarir

FUNDUR verður í Hinu húsinu annað kvöld kl. 20.30 á vegum Samtaka prátista á Íslandi. Fyrirlesari og kynnir er Gunnlaugur Sigurðsson, félagsfræðingur. Efni fundarins verður "framfarir". Allir velkomnir. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

"Hafið bláa hafið" ­ skemmtidagskrá í Garðinum

MIÐVIKUDAGINN kemur verður skemmtidagskrá í samkomuhúsinu í tilefni 90 ára afmælis Gerðahrepps og árs hafsins. Dagskráin hefst með ávarpi Sigrúnar Oddsdóttur formanns umhverfis- og fegrunarnefndar, þá verður almennur söngur, upplestur og erindi um hafið og áhrif þess á umhverfið. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Háanes hf. kaupir togara

HÁANES hf. á Patreksfirði hefur keypt rækjufrystitogarann Hrafnseyri ÍS 10 af Þorbirni hf. Grindavík. Togarinn, sem fær nafnið Guðrún Hlín BA 122, hefur yfir að ráða 1.300 tonna þorskígildiskvóta að sögn Guðfinns Pálssonar, framkvæmdastjóra Háaness hf. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Jóhannes Gunnarsson kjörinn formaður

JÓHANNES Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hefur verið kjörinn formaður samtakanna og Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður varaformaður. Kynnt var niðurstaða úr stjórnarkjöri á þingi Neytendasamtakanna upp úr hádeginu í gær. Nokkrar breytingar urðu á stjórn samtakanna en auk formanns og varaformanns var kosin tuttugu manna stjórn Neytendasamtakanna. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kletturinn felldur

GRÍÐARSTÓR klettur sem stóð skammt frá Hótel Vík í Mýrdal var felldur í fyrrakvöld. Talið var að mikil hætta stafaði af klettinum þar sem hann var sprunginn frá berginu. Ingimar Björnsson vörubílstjóri setti vörubílstjakk í sprunguna og tjakkaði. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kostnaður þjóðfélagsins milljarðar kr.

BAKVANDAMÁL kosta þjóðfélagið nokkra milljarða á ári, en spara mætti tugi milljóna króna eingöngu með því að draga úr ónauðsynlegum rannsóknum, að mati Jóseps Ó. Blöndal, yfirlæknis St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Krabbamein í blöðruhálskirtli

KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir almennum fræðslufundi um krabbamein í blöðruhálskirtli mánudaginn 27. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 kl. 20.30. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kvikmyndasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNING verður í Norræna húsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 14 en þá verður sænska myndin "Sällskapsresan ­ eller finns det svenskt kaffe på grisfesten?" sýnd. Myndin er gerð 1981. Hún fjallar á gamansaman hátt um ferð til Kanaríeyja um jólaleytið. Þetta er fyrsta sólarlandaferð Stigs Helmers, sem þjáist af mikilli flughræðslu. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

LEIÐRÉTTKvöldvaka á Álftanesi Misfarið var með

Misfarið var með tímasetningar kvöldvöku í Haukshúsum á Álftanesi í Lesbók í gær. Kvöldvakan verður í kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20,30. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur verður gestur Dægradvalar í kvöld og Carl Möller leikur jass. Veitingar verða á boðstólum. Aðganseyrir er 600 krónur. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Lést í vinnuslysi

MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Vestmannaeyjum sl. föstudagskvöld hét Hákon Steindórsson til heimilis að Engihjalla 1 í Kópavogi. Hákon var á 56. aldursári. Hann lætur eftir sig fjórar uppkomnar dætur. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Listi Hagsmunasamtaka Bessastaðahrepps

LISTI Hagsmunasamtaka Bessastaðahrepps fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur á almennum félagsfundi þann 7. apríl sl. Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps hafa verið fulltrúar félagshyggjuaflanna á Bessastöðum síðan 1986. Þau hafa verið í meirihlutasamstarfi á þessu kjörtímabili. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Námskeið á Sólheimum um vistmenningu

Í VOR hefst á Sólheimum fyrsta námskeið á Íslandi um vistmenningu. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn 1.­7. júní og sá síðari 30. ágúst til 6. september, samtals 72 klst., segir í fréttatilkynningu frá Sólheimum. Einnig segir: "Námskeiðið fer að mestu fram á ensku en íslenskir sérfræðingar koma einnig að námskeiðinu. Meira
26. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 1622 orð

Nýjar leiðir eða viðgerð á gamla kerfinu? Kosningaskjálfti er farinn að gera vart við sig meðal sænskra stjórnmálamanna, en þar

VERÐUR Göran Persson áfram forsætisráðherra, eða kemst Carl Bildt leiðtogi Hægriflokksins aftur að? Þessi spurning heyrist oft í sambandi við væntanlegar þingkosningar í Svíþjóð í haust. En það eru kannski fleiri kostir í boði og spurningin snýst ekki aðeins um hver veljist til forystu, heldur hvort einhverju verður hnikað til í fyrirmyndarríki áttunda áratugarins og þá í hvaða átt. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 478 orð

Póstkerfi HÍ kiknaði undan álagi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að svipta háskólanema aðgangi að tölvukerfi Háskóla Íslands tímabundið eftir að hann sendi á miðvikudagskvöld yfir 4.000 háskólanemum tölvupóst sem innihélt 112 síðna skjal, alls 1,8 megabæt að stærð. Tölvupóstkerfi HÍ þoldi ekki álagið og tapaði hluti háskólanema póstsendingum auk þess sem margir urðu fyrir öðrum óþægindum innan skólans, að sögn Douglas A. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Stóraukinn áhugi norrænna nemenda á Árnastofnun

Stóraukinn áhugi norrænna nemenda á Árnastofnun ÓVENJUMARGIR erlendir hópar, ekki síst norrænir menntaskóla- og grunnskólanemendur, hafa heimsótt Stofnun Árna Magnússonar undanfarinn mánuð, að því er fram kemur í samtali við Svanhildi Gunnarsdóttur, safnkennara stofnunarinnar. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Sundlaug í Grafarvogi brátt opnuð

STEFNT er að því að ný útisundlaug í Grafarvogi verði opnuð 3. maí næstkomandi, en næsta haust verður tekin í notkun þar innisundlaug sem aðallega er ætluð til sundkennslu. Útilaugin er 12,5 x 25 metrar að stærð og við hana tengist grunn vaðlaug fyrir smábörn. Að auki verða þrír heitir pottar við laugina, þar af einn nuddpottur. Meira
26. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 458 orð

VIKAN 19/4­25/4

LÆKNAFÉLAG Íslands og læknadeild Háskóla Íslands vilja að frumvarpi heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði verði frestað til næsta þings, en ekki keyrð í gegn í vor eins og stefnt er að á Alþingi. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 1998 | Leiðarar | 1672 orð

ReykjavíkurbréfÞAÐ ÞARF STERK BEINtil að þola góða daga. Þannig

ÞAÐ ÞARF STERK BEINtil að þola góða daga. Þannig hljóðar gamalt spakmæli. Það er vert að gefa því gaum í góðærinu sem nú gengur yfir íslenzkan þjóðarbúskap. Þetta spakmæli kom upp í huga bréfritara þegar hann las skrif í Vísbendingu (12. tbl. 1998), vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, um uppsveifluna í efnahagslífinu, sem og fréttaskýringu Jóns G. Meira
26. apríl 1998 | Leiðarar | 600 orð

STAÐAN Í BORGARSTJÓRNARKOSNINGUM

LeiðariSTAÐAN Í BORGARSTJÓRNARKOSNINGUM AMKVÆMT nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið, fengi Reykjavíkurlistinn 60,9% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík, sem fram fara eftir nokkrar vikur, ef kosið yrði nú, en Sjálfstæðisflokkurinn einungis 39,1%. Meira

Menning

26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Ást í kross Aðalleikarinn (The Leading Man)

Framleiðandi: Bertil Ohlsen/Paul Raphael. Leikstjóri: John Duigan. Handritshöfundur: Virginia Duigan. Kvikmyndataka: Jean-Francois Robin. Tónlist: Edward Shearmur. Aðalhlutverk: Jon Bon Jovi, Anna Galiena, Lambert Wilson og Thandie Newton. 96 mín. Bretland. J&M Entertainment/Skífan. Útgáfud: 6. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 357 orð

Barnabókaverðlaun fræðsluráðs BARNABÓKAVERÐLAU

BARNABÓKAVERÐLAUN fræðsluráðs Reykjavíkur voru veitt í tuttugasta og sjötta sinn miðvikudaginn 22. apríl og fyrir frumsamda bók hljóta að þessu sinni rithöfundarnir Þórarinn og Sigrún Eldjárn fyrir bókina Halastjarna. Þórarinn skrifaði textann en myndlistarkonan Sigrún myndskreytti. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 185 orð

Besta íslenska fræðibókin

FÉLAG bókasafnsfræðinga veitti hina árlegu viðurkenningu fyrir bestu íslensku fræðibókina árið 1997, miðvikudagin 22. apríl, annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir fullorðna. Í flokki íslenskra fræðibóka fyrir fullorðna var bókinni Hagskinnu, sögulegar hagtölur um Ísland, ritstýrt af Guðmundi Jónssyni og Magnúsi S. Magnússyni og gefin út af Hagstofu Íslands, veitt viðurkenning. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 255 orð

Börn verðlaunuð fyrir skáldskap

Börn verðlaunuð fyrir skáldskap VERÐLAUN voru veitt í smásagna- og ljóðasamkeppni fyrir börn sem nokkur almenningsbókasöfn efndu til í tilefni af degi bókarinnar og er helguð minningu Halldórs Laxness. Þátttakendum í samkeppninni var skipt í þrjá aldurshópa, sex til níu ára, tíu til tólf ára og þrettán til sextán ára. Meira
26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 342 orð

Dansæði á fullu Tungli

SPITSIGN var fyrst hljómsveita til að stíga á stokk og hóf hún tónleikana í Tunglinu síðastliðinn föstudag með kröftugri "hip hop"-tónlist. Á hæla þeim kom hljómsveitin Vínyll sem spilaði í hálftíma. Þar á eftir spilaði Stolía, "instrumental"-sveit sem reiðir sig aðallega á bassa og trommur. Næst kom Maus sem spilaði 6 lög sem tónleikagestir þekktu og tóku vel undir. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Fantasía og fornir draumar

VERKIÐ Tóndansmynd verður frumflutt í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, þriðjudaginn 28. apríl næstkomandi. Tóndansmynd er um það bil klukkutíma langur gjörningur, þar sem tvinnaðar eru saman þrjár listgreinar: tónlist, dans og myndlist. Áhorfandinn er leiddur inn í framandi og draumkenndan heim þar sem viðmið hversdagsins eru ekki lengur til staðar en fantasían og fornir draumar taka Meira
26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 908 orð

FRED ZINNEMAN

AUSTURRÍKISMAÐURINN Fred Zinneman (1907- 1997), var einn þeirra mörgu, þýskumælandi Evrópubúa, sem fluttu vestur um haf og settu mark sitt á kvikmyndasöguna. Zinneman fæddist í Vínarborg 1907, lauk prófi í lögfræði en eftir að hann kynntist kvikmyndalistinni, átti hún hug hans allan. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Fyrirlestur og námskeið KANADÍSKI myndlistarmaðurinn Lucy P

KANADÍSKI myndlistarmaðurinn Lucy Pullen frá Halifax, Nova Scotia, heldur fyrirlestur um eigin verk í Barmahlíð, Skipholti 1, mánudaginn 27. apríl kl. 12.30. Hún dvelur um þessar mundir í gestavinnustofunni í Straumi. Námskeið í vatnslitamálun Skissugerð úti og inni. Meira
26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 996 orð

Guð minn góður! ÞEIR DRÁPU KENNY! Ein helsta skemmtun háskólakrakka í Bandaríkjunum þessa dagana, er að setjast fyrir framan

Guð minn góður! ÞEIR DRÁPU KENNY! Ein helsta skemmtun háskólakrakka í Bandaríkjunum þessa dagana, er að setjast fyrir framan sjónvarpið á miðvikudagskvöldum og horfa á South Park - grófgerða teiknimyndaþætti um fjóra ruddalega og óheflaða níu ára stráka. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Hafið bláa hafið...

BRYNHILDUR Guðmundsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listagallerí Smíða og skarts, Skólavörðustíg 16A, frá 25. apríl til 14. maí. Á sýningunni eru málverk, öll unnin á þessu ári. Þema sýningarinnar er Hafið bláa hafið. Brynhildur er fædd 1969 og lauk mastersnámi frá University of British Columbia, Vancouver, Kanada, árið 1996. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 230 orð

Heilinn stækkar við hljóðfæraleik

ÞÝSKIR taugasérfræðingar hafa komist að því að æfingar á hljóðfæri bæta ekki aðeins frammistöðu hljóðfæraleikara, heldur stækka þær svæðið í heilanum sem vinnur úr hljóði. Sérfræðingar við háskólann í Münster komust að því að hljóðnámssvæðið í heilaberkinum er að jafnaði um 25% stærra í tónlistarmönnum en þeim sem ekki leggja stund á hljóðfæraleik. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Kvöldvaka með Steinunni og Carli LISTA- og menningarfélagið Dæ

LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi heldur áfram að kynna skáld "fyndnu kynslóðarinnar" í íslenskum skáldskap og býður upp á djass en í kvöld sunnudagskvöld kl. 20.30 verður skáldskapur og djass í Haukshúsum, litla bláa húsinu við sjóinn. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 195 orð

Listaklúbbur Leikhúskjallarans Valin ljóð úr Stúlku

Listaklúbbur Leikhúskjallarans Valin ljóð úr Stúlku SÉRSTÖK dagskrá verður næstkomandi mánudagskvöld, 27. apríl, í Listaklúbbi Leikhúskjallarans helguð ljóðum íslenskra kvenna. Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, mun fjalla um einkenni á ljóðum kvenna, ritdóma um þau og viðtökur. Meira
26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 279 orð

Seinfeld Á LEIÐ TIL ÍSLANDS?

JERRY Seinfeld, höfundurinn og aðalleikarinn í Seinfeld þáttunum vinsælu, er á leiðinni til Íslands í sumar samkvæmt viðtali sem birtist við hann í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Vanity Fair. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 123 orð

Stórsveit Reykjavíkur á Suðurnesjum

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika á vegum tónlistarskólanna í Keflavík og Njarðvík á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þriðjudaginn 28. apríl kl. 20.30. Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1992 að frumkvæði stjórnandans Sæbjörns Jónssonar. Stórsveit Reykjavíkur skipa 18 hljóðfæraleikarar og á tónleikunum verður efnisskráin fjölbreytt, m.a. lög eftir Bob Minzter og Bob Brokmeyer. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 487 orð

Sýndargrjót á Mokka

Opið alla virka daga frá 10:00 til 23:30, og á sunnudögum frá 14:00 til 23:30. Aðgangur ókeypis. Til 28. apríl. SÝNDARVERULEIKI er eitt af þessum tískuorðum sem fylgt hafa tölvubyltingunni. En orðið er notað frekar frjálslega og ekki er alltaf ljóst hvað við er átt. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Tónleikar Peter Máté falla niður

ÁÐUR auglýstir tónleikar Peter Máté í Digraneskirkju 27. apríl nk. falla niður vegna veikinda. Næstu tónleikar í Kópavogi verða 4. maí í Digraneskirkju. Þá leika Unnur María Ingólfsdóttir á fiðlu og Miklos Dalmay á píanó. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Tvöfalt

Opið alla daga frá 12­18. Lokað þriðjudaga í Hafnarborg. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. Til 27. apríl. Frá 10­18 virka daga, 14­18 laugardaga og 14­17 sunnudaga í Fold. Aðgangur ókeypis. Til 5. maí. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Úr fókus á Nelly's Café Sýningin "Úr fókus" var opnuð á N

Sýningin "Úr fókus" var opnuð á Nelly's Café, mánudaginn 20. apríl sl., en hún er liður í forvarnarátakinu "20,02 hugmyndir um eiturlyf". Að þessu sinni er það myndlistarneminn Egill Tómasson sem sýnir og er um að ræða ljósmyndir teknar á polaroidvél. Sýningunni lýkur mánudaginn 27. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Verðlaunamyndir á hátíð í Svíþjóð

STUTTMYNDADAGAR Reykjavíkur verða haldnir 27. til 28. maí og rennur skilafrestur í keppnina út 18. maí. "Það hafa þegar borist nokkrar myndir," segir Rúnar Rúnar, sem er framkvæmdastjóri keppninnar ásamt Rebekku Ragnarsdóttur. "Svo hafa margir haft samband við mig og greint mér frá því að þeir ætli að skila inn myndum. Meira
26. apríl 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs NÚ standa yfir vortó

NÚ standa yfir vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs og fara þeir fram í sal skólans að Hamraborg 11. Tónleikar nemenda á efri stigum verða þriðjudaginn 28. apríl kl. 18. Fimmtudaginn 30. apríl kl. 20 verða kammertónleikar með samleik nemenda á ýmis hljóðfæri. Laugardaginn 2. maí kl. 11 verða tónleikar þar sem eingöngu koma fram nemendur í píanóleik og verður efnisskráin fjölbreytt. Meira

Umræðan

26. apríl 1998 | Aðsent efni | 1657 orð

Hvar, hvernig og hvenær verður stóri skjálftinn? Það er líklegt að skjálftar á Suðurlandsundirlendi, segir Ragnar Stefánsson,

SPURNINGARNAR í fyrirsögninni hér fyrir ofan eru oft lagðar fyrir okkur jarðskjálftafræðinga og svör okkar eru óljós af því þekkingin er skammt á veg komin. Í fyrstu greininni í þessum greinaflokki var fjallað um hvernig við nýtum okkur sögulega þekkingu til að meta við hverju mætti búast á hinum ýmsu svæðum landsins. Ég sýndi dæmi um kort sem byggt var á tölfræðilegri úttekt á sögulegum Meira
26. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 587 orð

Kaffipakkaréttlætið Frá Rúnari Kristjánssyni: Í hátíðarræðu sinn

Í hátíðarræðu sinni á Austurvelli 17. júní 1991 komst Davíð Oddsson forsætisráðherra svo að orði: "Hávær þjóðmálaumræða hér á landi gæti stundum bent til þess að Íslendingum hefði mistekist flest og hér gangi margt á afturfótunum. Því fer fjarri. Þjóðin er í forystu þeirra er hvað best skilyrði búa þegnum sínum um víða veröld. Auðvitað hljótum við þó að kannast við að sumt sé á sandi byggt. Meira
26. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 440 orð

Lok samræmdra prófa Frá Soffíu Pálsdóttur: ÞRIÐJUDAGINN 28. aprí

ÞRIÐJUDAGINN 28. apríl er síðasta samræmda próf 10. bekkinga í grunnskólum landsins. Síðastliðin ár hafa lok samræmdra prófa einkennst af fréttum um drukkna unglinga í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur. Félagsmiðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkur og foreldrafélög þeirra, munu stuðla að því að unglingar í 10. bekk fagni prófalokum á annan máta. Meira
26. apríl 1998 | Aðsent efni | 1694 orð

MEINDÝRAVÆN BÆJARSTJÓRN

SÚ VAR tíðin að ljómi stóð vítt um land af foringjum bæjarmála í höfuðstað Vestfjarða. Nægir þar að geta Vilmundar Jónssonar, landlæknis, Finns Jónssonar, ráðherra, Guðmundar Hagalíns, rithöfundar, Kjartans Jóhannssonar, læknis og alþingismanns, Matthíasar Bjarnasonar, alþingismanns, og Hannibals Valdimarssonar. Meira
26. apríl 1998 | Aðsent efni | 403 orð

Milljónafélagið

Í REYKJAVÍKURBRÉFI sunnudaginn 19. apríl síðastliðinn var ritað um viðskipti Alþýðubandalagsins við Landsbanka Íslands og nefndar háar taptölur bankans, sem undirritaður hefur ekki tök á að staðfesta. En með vöxtum hefði lauslega áætlað verið hægt að kaupa fyrir fjárhæðina dagsleyfi í Hrútafjarðará í 500 ár. Meira

Minningargreinar

26. apríl 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Elías Sigurðsson

"Þetta er nú örugglega Elli, ég heyri það á hringingunni," sagði Daði Freyr eitt föstudagssíðdegi fyrir nokkru. Jú, það var Elli, mættur einn föstudaginn enn, keikur með Leeds-kaskeitið bláa og kominn til þess að færa sælgæti vini sínum sex ára og ná í DV og Dag/Tímann. Það þurfti líka að taka púlsinn á íþróttalífi vikunnar og segja fáeinar sögur um litríkri fortíð nútímavíkings. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ELÍAS SIGURJÓNSSON

ELÍAS SIGURJÓNSSON Elías Sigurjónsson var fæddur í Reykjavík 23. maí 1922. Hann lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 2112 orð

Franklín Þórðarson

Síðustu dagana hafa nokkur minningabrot löngu liðins tíma leitað á hugann og birst þar eins og myndir á tjaldi eða skjá. Hugurinn hverfur aftur til ársins 1947, uppburðarlítill drenghnokki á leið á næsta bæ í fylgd einhvers fullorðins. Þangað hefur fyrir skömmu komið nýtt fólk og í hópnum er drengur á líku reki, eiginlega alveg jafngamall, aðeins munar rúmum þremur vikum. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Franklín Þórðarson

Öllu er afmörkuð stund. Ætíð hefur heillað mig sögnin um þær stöllur Urði, Verðandi og Skuld, hvar þær sitja og greiða örlagaþræði okkar mannsbarna, bregða svo klippum sínum þá okkar stund er öll. En oftlega er þeim klippum brugðið ótímabært á loft og óvægið. Svo þótti mér er ég frétti af láti þess er ég hér minnist í fáum, fátæklegum orðum. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 36 orð

FRANKLÍN ÞÓRÐARSON

FRANKLÍN ÞÓRÐARSON Franklín Þórðarson, bóndi á Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu, fæddist á Broddanesi 22. janúar 1938. Hann lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Guðmundur J. Jóhannsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Það voru hörmulegar fréttir að fá, að góðvinur minn og félagi, Guðmundur Jóhannsson frá Ísafirði, hefði orðið bráðkvaddur. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 125 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Dauðinn ber að dyrum hjá ungum og hraustum manni öllum að óvörum. Fljúga því ýmsar hugsanir í gegnum huga manns og ýmsar tilfinningar fara úr skorðum sem erfitt er að gera skil. Reiði, söknuður og óréttlæti og raunveruleikinn stöðvast; að hann Gummi sé horfinn úr þessari jarðvist. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ég kynntist Gumma í nóvember 1995 er ég hóf störf hjá Meleyri hf. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 650 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Fast þú stóðst með fjör og æskuþrótt fallinn lástu: Komin hinzta nótt. Eins og bresti bóla, hjaðni hjóm, horfið var þitt manndómsþroska blóm. Eins og mjöll og sjávarhrönn um haf hrundi blóminn kinnum þínum af. Viku af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag: söng og skenkti sárra kvala vín, söng og spann þitt hvíta dáins lín. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 371 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Ekkert er einhlítt né sjálfgefið í lífinu ­ svo sem það að vakna á ný að morgni. Það var eins og syrti um miðjan dag, dimmt ský drægi fyrir sólu, þegar spurnir bárust af hinu sviplega og ótímabæra brotthvarfi Guðmundar Jóhannssonar, hins unga og glæsilega dugnaðarmanns, af þessum heimi. Sár er sá söknuður sem að öllum ástvinum hans er kveðinn og öðrum þeim sem honum tengdust vensla- og vinaböndum. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Í dag kveðjum við tengdason okkar hann Gumma blessaðan. Hann hefur átt samleið með fjölskyldunni í 12 ár og er það allt of stuttur tími sem við höfum átt með svo góðum dreng. Við áttum því láni að fagna að hann starfaði með okkur undanfarin þrjú ár og var þá meira og minna á heimili okkar. Ég veit ekki hvort við kynntumst nógu mikið en maður vissi af nærveru hans. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 382 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Það er þungt að þurfa að horfa á eftir góðum vini og nánum samstarfsfélaga hverfa á brott með svo skyndilegum hætti sem nú hefur gerst. Mér þótti það þung spor sem ég þurfti að ganga fyrir rúmri viku til að láta elskulega frænku mína vita að hann Gummi maðurinn hennar hefði ekki komið til vinnu sinnar á föstudagsmorgni eins og hann var vanur og hefði verið látinn í rúmi sínu þegar að var gætt Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 663 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Kveðja frá Ísafirði Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 526 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Kær vinur, samstarfsmaður og félagi er látinn, langt um aldur fram. Þegar sú harmafregn barst mér að Guðmundur vinur minn hefði orðið bráðkvaddur vildi ég ekki trúa. Það gat ekki verið að þessi ungi hrausti maður í blóma lífsins hefði verið kvaddur brott svo skyndilega og óvænt. Eftir lifa minningar um góðan dreng. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Við eldri félagarnir í fótboltanum í KR horfum nú á eftir ljúfum og góðum dreng. Guðmundur var afar traustur félagi bæði innan vallar sem utan. Hann átti stóran þátt í velgengni okkar á árunum 1992- 1995 eða þar til hann hóf störf á Hvammstanga. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá Gumma til okkar aftur og hafði hann lýst miklum áhuga á því í samtölum við nokkra okkar. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Elsku Gummi. Hvernig á maður að trúa því að þú sért dáinn? Þú sem geislaðir alltaf af lífi og gleði og varst ímynd heilbrigðis og hollra lífshátta hvar sem þú varst og hvað sem þú varst að gera hverju sinni? Þegar kemur að kveðjustund leitar hugurinn til baka tuttugu og þrjú ár aftur í tímann og ég man þig útitekinn, hraustlegan strák alltaf með bolta í hönd, Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Guðmundur Jónas Jóhannsson

Vantrú og djúp sorg voru óneitanlega þær tilfinningar sem hæst bar þegar fréttin um andlát framkvæmdastjórans okkar barst föstudaginn 17. apríl síðastliðinn. Stórt skarð er höggvið í hópinn okkar þegar ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt og fólki verður svarafátt þegar það spyr sig um tilgang æðri máttarvalda. Eftir lifir í hjörtum okkar minningin um góðan samstarfsmann. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 448 orð

Hermann Samúelsson

Hann Hemmi er dáinn löngu fyrir aldur fram. Einhverjum gæti fundist ekki eiga við að segja svona um nær sextugan mann en Hemmi átti svo mikið eftir af andlegu og líkamlegu atgervi og hafði svo margt að gefa. Ég kynntist Hemma fyrir 25 árum þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni í Hraunbæ 78. Voru þar fyrir sex fjölskyldur og hrúga af krökkum. Hemmi var pabbi Helgu æskuvinkonu minnar. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Hermann Samúelsson

Það var sorgardagur í fjölskyldunni þegar faðir okkar greindist með illkynja krabbamein á síðastliðnu ári sem rekja má til þess að hann hafði unnið með asbest mörgum árum áður. Hann tók þessum fréttum með jafnaðargeði og hélt ró sinni og yfirvegun allt þar til yfir lauk. Pabbi hafði alltaf sterkar taugar til æskustöðva sinna. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 673 orð

Hermann Samúelsson

Þegar ég settist niður til að skrifa minningargrein um tengdaföður minn var mér nokkur vandi á höndum, því mig langaði að segja svo margt um þennan einstaka mann sem við erum nú að kveðja. Fyrsta orðið sem kom upp í hugann var orðið "góður". Já, því að Hermann Samúelsson var svo sannarlega góður maður. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Hermann Samúelsson

Hermann er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Í huga mínum áttu Hermann og Sigrún eftir að njóta margra ára saman ásamt fjölskyldu sinni en margt fer öðruvísi en ætlað er. Við kynntumst Hermanni og Sigrúnu fyrst þegar við byggðum með þeim, ásamt fleirum, Hraunbæ 78 árið 1964 og þau kynni voru og eru enn í huga mínum dýrmæt og minningin lifir á meðan við lifum. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 307 orð

HERMANN SAMÚELSSON

HERMANN SAMÚELSSON Hermann Samúelsson fæddist í Valhöll á Patreksfirði hinn 24. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Samúel Jónsson frá Suðureyri í Tálknafirði, f. 11.1. 1914, d. 4.7. 1969, og Helga Magnúsdóttir frá Patreksfirði, f. 17.1. 1920. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 340 orð

Hilmar Sigþór Einarsson

Hilmar frændi minn er dáinn. Því miður hafði ég ekki tök á að fylgja honum hinsta spölinn og langar mig að minnast hans hér með fáeinum orðum. Hilmar var víðsýnn, greindur, hafði létta lund og góða kímnigáfu en umfram allt var hann góður maður. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 31 orð

HILMAR SIGÞÓR EINARSSON

HILMAR SIGÞÓR EINARSSON Hilmar Sigþór Einarsson fæddist á Djúpalæk, Skeggjastaðahreppi, 12. október 1914. Hann lést á heilsugæslustöðinni á Vopnafirði 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaðakirkju 4. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR FÚSDÓTTIR

SIGRÍÐUR FÚSDÓTTIR Sigríður Vigfúsdóttir fæddist á Flögu í Skaftártungu 25. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalanum 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 17. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 975 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Hún andaðist 8. apríl, en hefði orðið níræð 25. október á þessu ári. Heimili hennar stóð um árabil að Hjarðarhaga 60 í Reykjavík. Hún var dóttir þeirra þjóðkunnu hjóna á Flögu í Skaftártungu, Sigríðar Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunnarssonar. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Móðursystir mín Sigríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftártungu lést 8. apríl sl. og langar mig að minnast þessarar kæru frænku minnar með örfáum kveðjuorðum. Sigríður var okkur systkinunum afskaplega góð og ástúðleg frænka, sem ekki er hægt að gleyma. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Sigurður Kristján Gissurarson

Þig er sárt að kveðja, elsku afi, sem alltaf varst til staðar fyrir mig, þó ég veit - og þar er enginn vafi: nú örmum vefja fagrir englar þig. Æskunni með þér ég aldrei gleymi, þar á ég efni í margan léttan brag. Ég bið til Guðs, að þína sál hann geymi og gæti hennar bæði nótt sem dag. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON

SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON Sigurður Kristján Gissurarson fæddist á Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi 21. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 18. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 616 orð

Svala Þórisdóttir Salman

Í sjónvarpsfréttum sunnudagskvöldið 29. mars síðastliðinn var brugðið upp stuttri lýsingu á vorkomu í Washington og New York. Sýnd var svipmynd þaðan af kvenlistmálara að störfum. Mér varð hugsað til Svölu og þreks hennar gagnvart krabbameininu sem hafði sótt að henni af svo mikilli hörku. Líkt og í viðureign vors og vetrar er oft lengi mjótt á mununum um hvorum veiti betur. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Svala Þórisdóttir Salman

Af mörgu er að taka ef minnast skal æskuvinkonu sem vert er. Minningarnar staldra við í barnaskóla, en kynni okkar Svölu hófust þar, við ungar að árum, nemendur í Melaskóla og í sama bekk. Líkt og svo mörg kynni á þeim næmu árum, er barnsleg einlægni ræður ríkjum í viðmóti og vináttu, þá var til þeirra stofnað á þann veg að vinátta og kærleikur hefur staðið síðan þá. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Svala Þórisdóttir Salman

Brennið þið vitar! Lýsið hverjum landa, sem leitar heim ­ og þráir höfn. (Davíð Stefánsson) Lengst af var Svala frænka mín miklu eldri en ég. Ég dáðist að henni úr fjarlægð. Hún var svo flott manneskja. Há og grönn með sítt hár, há kinnbein, breitt og fallegt bros, tígulegt yfirbragð. Hún var listmálari. Mig langaði að vera eins og hún. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN Svala Þórisdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síðastliðinn. Minningarathöfn um Svölu fór fram í Neskirkju 21. apríl. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Sverrir Gauti Diego

Núna þegar þú ert farinn frá okkur, elsku afi, finnum við hvað við söknum þín og hvað það var gott að leita til þín þegar maður þurfti á hjálp að halda eða bara til að spjalla við þig um daginn og veginn. Það var fyrir rúmum tveimur vikum að okkur bræðrunum var sagt frá því að þú hefðir greinst með krabba í lifur. Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Sverrir Gauti Diego

Það er erfitt um vik og þungur róður þegar á að setja saman minningargrein um mann sem lést langt um aldur fram og átti nóg eftir af andlegum auði þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár. Mín minning um Sverri Gauta Diego, einn af mínum bestu vinum, er um einstakan og vinmargan mann sem alltaf var hægt að leita til um visku úr heimi tónlistar gömlu meistaranna, gítarleik, Meira
26. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SVERRIR GAUTI DIEGO

SVERRIR GAUTI DIEGO Sverrir Gauti Diego fæddist í Reykjavík hinn 24. mars 1940. Hann lést á Landspítalanum 16. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 23. apríl. Meira

Daglegt líf

26. apríl 1998 | Bílar | 81 orð

15,4% aukning í Evrópu

BÍLASALA jókst um 15,4% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta aukningin var í Þýskalandi enda voru landsmenn hvattir til bílakaupa í mánuðinum þar sem skattur á bíla hækkar úr 15% í 16% 1. apríl. Af einstökum framleiðendum má nefna að söluaukning hjá Mercedes-Benz í mánuðinum varð 42,2% sem einkum má þakka nýjum M-jeppa, A-bílnum og CLK. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 256 orð

1923 Lincoln

LINCOLN bílarnir fengu nafn sitt frá Abramham Lincoln, 16. forseta Bandaríkjanna. Sá er teiknaði bílinn og smíðaði var Henry M. Leland, byssusmiður frá Vermont, sem kom til Detroit 1890 og sestti þar upp vélaverkstæði. Árið 1903 var hann orðinn einn af yfirmönnum Cadillac og þegar fyrirtækið var keypt af General Motors fylgdi Leland og sonur hans með í kaupunum. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 163 orð

35% vörubifreiða 19 ára og eldri

BIFREIÐAR til atvinnurekstrar hafa ekki verið endurnýjaðar sem skyldi vegna hárra vörugjalda. 75% allra vörubifreiða þyngri en 5 tonn eru eldri en 10 ára og liðlega 35% 19 ára og eldri. Þetta kemur fram í grein eftir Árna Jóhannsson í Atvinnubílstjóranum, blaði Samtaka landflutningamanna. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 76 orð

Audi TT reyndur

MYNDIN til hliðar var tekin í Þýskalandi og birtist í Automotive News. Hún sýnir Audi TT sportbílinn á endanlegu hönnunarstigi en hann var frumsýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt 1995. Bíllinn virðist nokkuð breiðari og þunglamalegri en sýningarbíllinn. TT er smíðaður á sömu grind og Audi A3. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 1205 orð

Á súkkulaðibyggði hygginnmaður húsFormat fyrir uppskriftir Milton S. Hershey var að spá í karamellur en honum fannst súkkulaðið

Milton S. Hershey var að spá í karamellur en honum fannst súkkulaðið betra og af því spratt heill bær. Gunnar Hersveinn nam staðar undir súkkulaðiljósastaur í Hershey í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og lét ilminn í loftinu lokka sig á súkkulaðitúr. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 156 orð

Ferðaþjónusta oghandverk í Laugardalshöll

NÆSTU helgi, nánar tiltekið dagana 1.-3. maí verður mikið um að vera í Laugardalshöll þegar þar verður haldin sýningin Ferðaþjónusta og handverk á Íslandi í dag. Að sýningunni standa Ferðamálasamtök Íslands og Handverk og hönnun. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 215 orð

Fyrsta sending Skoda í maí

Boðið verður upp á Felicia og Octavia bíla í nokkrum útfærslum. Felicia verður fáanleg sem pallbíll með plasthúsi og fólksbíll í LX útfærslu og langbakur einnig í LX útfærslu. Octavia verður fáanleg í GLX útfærslu. Sá búnaður í GLX sem er umfram venjulegan búnað í bílum er m.a. ABS-hemlakerfi og tveir líknarbelgir. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 253 orð

Gleði og tíska í París

JÓHANNA Kondrup, förðunarmeistari, sem starfaði í París um árabil, verður fararstjóri í sex daga Parísarferð á vegum ferðaskrifstofunnar Landnámu 21. maí nk. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynnast þeirri hlið Parísar sem oft er hulin hinum almenna ferðamanni. Gist verður í hjarta borgarinnar í Saint Germain hverfi þar sem iðandi götulíf og sögufrægir staðir eru innan seilingar. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 955 orð

Hraunin við Straumsvík

HRAUNIN kallast svæðið frá Straumsvík og vestur að Hvassahrauni. Flestir hafa keyrt þarna framhjá á leið sinni suður með sjó eða á leið sinni til og frá Leifsstöð, en fæstir leiða hugann að því hvort svæðið bjóði upp á eitthvað annað en mosaklæddar hraunbreiður svo langt sem augað eygir. Það er nú öðru nær. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 1091 orð

Íslendingarhafa ekkiuppgötvaðBúdapest

ÍSLENDINGAR eiga alveg eftir að uppgötva Búdapest," segir Emil Örn Kristjánsson yfirmaður utanlandsdeildar Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Skrifstofan verður með með tvær ferðir í leiguflugi til Búdapest í sumar, annað árið í röð, og jafnmargar ferðir í leiguflugi til Prag líkt og síðastliðin tvö sumur. Þá er boðið upp á sumarferðir með rútu til Evrópu í 11. sinn. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 367 orð

Kaupendamarkaður í Bandaríkjunum

BÍLASÝNINGIN í New York í síðustu viku þótti gefa vísbendingar um að nokkurra verðlækkana væri að vænta á nýjum bílum eða í það minnsta verðstöðvunar þrátt fyrir mun meiri útbúnað í bílunum. Á sýningunni var kynntur Audi A6 Avant sem lækkar um 2,6% í verði frá fyrra ári miðað vð sambærilega útbúinn bíl. Nú er staðalbúnaður í bílnum fjórhjóladrif sem áður kostaði 1.650 dollara aukalega. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 325 orð

Kínaklúbbur til Sýr-lands og Jórdaníu

KÍNAKLÚBBUR Unnar fer í tuttugu og eins dags ferð til Sýrlands og Jórdaníu 5. október. Unnur Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri klúbbsins, segist vera hrifin af arabískri menningu og segir að í þessum löndum sé margt sérstakt að sjá og menningin áhugaverð. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 108 orð

Land Rover 50 ára

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar gekkst fyrir mikilli Land Rover sýningu í verslun sinni á Suðurlandsbraut um síðustu helgi. Þá voru liðin 50 ár frá því fyrsti Land Rover bíllinn var framleiddur. Fjöldi manns lagði leið sína í B&L og skoðaði þar aragrúa af Land Rover bílum í margvíslegum útfærslum, bæði breytta og óbreytta, nýja og gamla. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 822 orð

Léttur Grand Vitara með vænum búnaði

GRAND Vitara heitir nýi jeppinn frá Suzuki en hann var kynntur Evrópubúum á bílasýningunni í Genf á dögunum og er þegar kominn hingað til lands. Umboðið, Suzuki bílar í Reykjavík, frumsýnir bílinn nú um helgina en nýverið gafst blaðamönnum kostur á að reyna gripinn á vegakerfi landsmanna sem er einna fjölbreyttast ásýndar svona að vorlagi. Meira
26. apríl 1998 | Bílar | 333 orð

Lincoln LS til 30 landa

FORD kynnti Lincoln LS línuna í byrjun apríl og leggur traust sitt á að þessir nýju fólksbílar seljist í 17-25 þúsund eintökum á ári og treysti stöðu fyrirtækisins í forystunni um sölu á lúxusbílum í Bandaríkjunum. LS bílarnir verða svokallaðir heimsbílar Lincoln og ráðgerir fyrirtækið að selja a.m.k. 5 þúsund bíla í Þýskalandi á ári. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 155 orð

Skólpsafnið í Hamborg

ÞEIR sem hafa áhuga á frárennsliskerfi Hamborgar í Þýskalandi geta heimsótt safn elstu dælustöðvar stórborgarinnar. Þar er ekki aðeins gengið um dimma, hála ganga og hlustað á sögur af rottugangi í skólprörum borgarinnar heldur er hægt að fræðast um 150 ára sögu dælukerfisins. Meira
26. apríl 1998 | Ferðalög | 120 orð

Stofnfundur Göngu-Hrólfs

HJÁ Úrval-Útsýn hefur verið ákveðið að stofna sérstakan gönguklúbb, Göngu-Hrólf, þar sem boðið verður upp á gönguferðir erlendis undir stjórn íslenskra leiðsögumanna. Í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni segir að með því að stofna svona óformlegan félagsskap vilji menn gera göngufólki kleift að taka þátt í skipulögðum gönguferðum erlendis og bjóða jafnframt upp á stutt, Meira

Fastir þættir

26. apríl 1998 | Dagbók | 3299 orð

APÓTEK

»»» Meira
26. apríl 1998 | Í dag | 46 orð

Árnað heill ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, sunnud

Árnað heill ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, sunnudaginn 26. apríl, Rútur Snorrason, Háaleitisbraut 107, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Fimmtugur verður á morgun, mánudaginn 27. apríl, Sigurður Jónsson, Heiðmörk 1a, Selfossi. Meira
26. apríl 1998 | Fastir þættir | 184 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Mánudaginn 20. apríl sl. hófst 4 kvölda Butler tvímenningur, 28 pör mættu. Staðan eftir 7 fyrstu umferðirnar er eftirfarandi: Sigurður Ámundason ­ Jón Þ. Karlsson58 Guðm. Baldursson ­ Guðbjörn Þórðarson56 Geirlaug Magnúsd. ­ Torfi Axelsson56 Óskar Þráinsson ­ Cecil Haraldsson33 Vilhj. Sigurðsson jr. ­ Steinberg Ríkharðss.28 Arnar G. Hinrikss. Meira
26. apríl 1998 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreppamanna

NÝLOKIÐ er aðalsveitakeppninni með þátttöku 4 sveita. Lokastaðan varð þessi: 1. Karl Gunnlaugsson1032. Knútur Jóhannesson1033. Jón M. Helgason954. Ásgeir Geirsson56Nýlega spiluðu Hreppamenn við Mjólkurbú Flóamanna en þessir aðilar hafa keppt í á þriðja áratug. Að þessu sinni sigraði MBF með 87 gegn 56. Meira
26. apríl 1998 | Í dag | 38 orð

FIMMTÁN ára bandarísk stúlka með áhuga á íþróttum, útiveru o.fl.: Becky

FIMMTÁN ára bandarísk stúlka með áhuga á íþróttum, útiveru o.fl.: Becky Borchers, 185 Colebrook Dr., Vandalia, Ohio 45377, U.S.A. NÍTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, borðtennis, ferðalögum, stangveiðum o.fl.: Robert Andy Sackey, P.O. Box C33, Agona Swedru, Ghana. Meira
26. apríl 1998 | Í dag | 30 orð

NORSK kona um sextugt óskar eftir íslenskum pennavinum, helst kristnum konum sem búa á R

NORSK kona um sextugt óskar eftir íslenskum pennavinum, helst kristnum konum sem búa á Reykjavíkursvæðinu eða Akureyri. Hún skrifar bréf sitt á góðri íslensku: Anne-Kristine Bjerke, Løvåsveien 70, 5033 Fyllingsdalen, Norge. Meira
26. apríl 1998 | Dagbók | 643 orð

Reykjavíkurhöfn: Baleares

Reykjavíkurhöfn: Baleares fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lómur og Gulldrangur fara á veiðar í dag. Pétur Jónsson og Tjaldur koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun, félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Á morgun, frá kl. 9­12. Meira
26. apríl 1998 | Í dag | 548 orð

Sýnum gott fordæmi

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Í Morgunblaðinu sunnudaginn 19. apríl var frásögn og mynd af kennurum í grunnskólum og fjölskyldum þeirra þar sem farið var á langskipi út á Engeyjarsund til að undirbúa vorferð grunnskólanemenda á sama stað. Það sem vakti athygli mína á þessari mynd var að börnin á langskipinu voru öll án björgunarvesta. Meira
26. apríl 1998 | Í dag | 538 orð

ÆSTKOMANDI föstudagur, 1. maí, er alþjóðlegur hátíðisd

ÆSTKOMANDI föstudagur, 1. maí, er alþjóðlegur hátíðisdagur vinnandi fólks. Vegur hans er því ærinn. Og með maímánuði, fimmta mánuði ársins, er vorið komið til að vera ­ og verða að sumri í fyllingu tímans. En 1. maí er fyrir fleiri sakir merkilegur dagur. Þennan dag árið 1928 var Flugfélag Íslands hið eldra stofnað. Meira

Íþróttir

26. apríl 1998 | Íþróttir | 892 orð

Fingraför Borisar eru út um allt GUÐ

GUÐNI Bergsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í margumræddu liði 3. flokks, lék fyrir utan á eldra ári en í horninu á því yngra. "Boris gaf mmér tækifæri í meistaraflokki þegar ég var 16 ára og ég hugleiddi alvarlega að velja handboltann frekar en knattspyrnuna," sagði Guðni. Meira
26. apríl 1998 | Íþróttir | 314 orð

Hafsjór af fróðleik

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, hefur starfað mest með Boris Bjarna. Hann var leikmaður þegar Boris kom fyrst og saman þjálfuðu þeir 3. flokkinn. Þegar Boris fór frá Breiðabliki tók Þorbjörn við honum hjá Val og samstarf þeirra hefur haldið áfram síðan. Meira

Sunnudagsblað

26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 399 orð

Atvinnuauglýsingar Staða landlæknis laus

STAÐA landlæknis hefur verið auglýst laus til umsóknar. Í auglýsingu kemur fram að landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna málaflokka fyrir hönd ráðherra. Landlæknir er skipaður til fimm ára í senn. Landlæknir skal vera embættislæknir eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 948 orð

Á skólinn eitthvað ólært? Þegar skýrslurnar sýna íslenska skólann lélegan, heimtar stjórnarandstaðan utandagskrárumræður daginn

ER Í lagi með íslenska skóla eða ekki? Hverju á maður að trúa? Fyrir nokkrum misserum kom út skýrsla sem sagði að íslenskir krakkar kynnu ekkert í stærðfræði og að eina reikningskennslan með viti væri austur í Asíu. Og nú er nýlega komin út skýrsla sem bendir til að reikningshausinn á íslenskum nemendum sé bara í sæmilegu lagi. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2191 orð

Byggjum á langri reynslu Erlendur Hjaltason er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst

Byggjum á langri reynslu Erlendur Hjaltason er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1978. Erlendur lauk cand.merc. námi í rekstrarhagfræði við verslunarháskólann í Kaupmannahöfn árið 1984. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2470 orð

Byltingin blíða Við erum öll orðin vön því að ung börn læri að hjala, skríða, ganga, tala. Hins vegar kann það að hljóma

ÍMYNDAÐU þér byltingu án sársauka, án dauða, án blóðsúthellinga, án eyðileggingar. Samt eru tveir andstæðingar: Annars vegar hefðbundin viðhorf, hins vegar trúin á að "þannig sé þetta bara." Það var árið 1963 að út kom bók sem bar heitið "How to Teach Your Baby to Read, Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1417 orð

Bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja rísa í Brattahlíð

Sumarið 2000 verða mikil hátíðarhöld í Brattahlíð á Grænlandi í tilefni þess að þá verða 1000 ár liðin frá því að Leifur heppni fann Ameríku, en bæði Íslendingar og Grænlendingar hafa þegar hafist handa við undirbúning hátíðarhalda af þessu tilefni og ljóst er að samstarf verður verulegt milli landanna og samræming um hátíðarhöld. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 3165 orð

Dýrasta heilbrigðisvandamál í heimi?

Dýrasta heilbrigðisvandamál í heimi? Kostnaður hér á landi vegna bakvandamála skiptir milljörðum á ári. Að mati Jóseps Ó. Blöndal yfirlæknis væri hægt að spara tugi milljóna með því að draga úr ónauðsynlegum rannsóknum í tengslum við brjósklos og bakverki. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 128 orð

Dýrasti sjúkdómurinn

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir telur starfsemina á St. Franskiskusspítalanum í Stykkishólmi vera af hinu góða og kveðst eiga ágæta samvinnu við yfirlækninn, Jósep Ó. Blöndal. Spurður um kostnað í sambandi við þessa meðferð á móti skurðaðgerð segir hann erfitt að meta slíkt fjárhagslega. Augljóslega séu brjósklos og afleiðingar af verkjum í baki einn dýrasti sjúkdómur þjóðfélagsins. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 723 orð

Einungis horft til kynjaskiptingar í deildinni í forsendum dómsins

"MÍN fyrstu viðbrögð við ósanngjarnri og fyrirvaralausri uppsögn voru að draga mig algjörlega inn í skel. Ég var mjög langt niðri og forðaðist að fara út á meðal fólks í langan tíma. Eftir að ég jafnaði mig og áttaði mig á því að vinnuveitendur mínir ætluðu ekki að standa við loforð um að greiða mér laun í 6 mánuði eftir uppsögnina varð ég staðráðin í að leita réttar míns, Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1108 orð

Erfðir og arður

EINKALEYFI hafa mjög verið til umræðu undanfarið vegna hugmynda um að veita Íslenskri erfðagreiningu leyfi til að byggja upp og nýta gagnagrunn með upplýsingum úr heilbrigðisskýrslum Íslendinga. Umræðan hefur einkum snúist um það hvort tryggt væri að upplýsingar úr slíkum gagnagrunni yrðu ekki misnotaðar, en það er ekki viðfangsefni þessa pistils heldur nokkur hagfræðileg álitamál. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 314 orð

Færri vinnudagar í súginn vegna verkfalla

VINNUDÖGUM, sem fara í súginn vegna verkfalla í Þýzkalandi, hefur fækkað, um þriðjung á 20 árum að sögn IM hagfræðistofnunarinnar í Köln. Á árunum 1990­1996 fóru árlega í súginn 17 vinnudagar á 1.000 verkamenn vegna verkfalla eða verkbanns ­ miðað við 28 daga á síðasta áratug og 52 daga á árunum 1970­1980. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 506 orð

Greiningin er mikilvægust

JÓSEP Ó. Blöndal segist alltaf hafa haft dálæti á hreyfikerfisvandamálum. Þegar hann rakst á bók eftir James Cyriax var hann ekki lengi að kaupa hana. "Hún sat alltaf í mér, því mér fannst karlinn hafa annað sjónarhorn en aðrir og greinilegt var að hann talaði enga vitleysu," segir Jósep, sem hefur sjálfur annað viðhorf en margir aðrir læknar sem meðhöndla bakvandamál. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1461 orð

GRENSÁSDEILD 25 ÁRA

Fyrsta vísinn að endurhæfingarstarfsemi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur má annars vegar rekja til hjúkrunar- og endurhæfingardeildar í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og hins vegar til ráðningar fyrsta sjúkraþjálfarans að Borgarspítalanum. Hjúkrunarspítali tók til starfa í Heilsuverndarstöðinni árið 1955. Starfsemin var aðallega bundin við smitsjúkdóma og almennar lyflækningar. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2734 orð

Hann þýddi Njálu Það er mikið vandaverk að þýða Íslendingasögur á erlendar tungur. Ensku þýðingarnar í hinni nýju heildarútgáfu

NÝJA heildarútgáfan á Íslendingasögum á ensku, sem eldhuginn Jóhann Sigurðsson stendur fyrir með tilstyrk ýmissa góðra manna, hefur fengið geysigóðar viðtökur bókmenntamanna víða um heim, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 920 orð

Heimalagað eða beint úr dós

NÆGJUSEMI er hlutur sem fólk virðist spá almennt minna og minna í nú á dögum allsnægta og "góðæris". Það er mikið til í eftirfarandi kínversku spakmæli: "Þótt þú eigir tíu þúsund ekrur lands, getur þú aðeins torgað einni skál af hrísgrjónum á dag; þótt í húsi þínu séu þúsund herbergi, tekst þér aðeins að nýta átta fet á nóttu. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 654 orð

Héraðsdómur gengur gegn áliti kærunefndar

EFTIRTEKTARVERT er að í nýlegum héraðsdómi í framhaldi af erindi til kærunefndar er vísað í sönnunarreglu jafnréttislaga um að atvinnurekandi sýni fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið að baki ákvörðunar um ráðningu í starf. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 452 orð

»HÆGFARA SEIÐUR BRESKA hljómsveitin Massive Attack er ein áhrifamesta hlj

BRESKA hljómsveitin Massive Attack er ein áhrifamesta hljómsveit áratugarins, þó ekki hafi hún verið ýkja iðin við að gefa út skífur eða leika á tónleikum. Um þessar mundir kemur út þriðja breiðskífa Massive Attack, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1727 orð

Í fjötrum sögunnar? Gífurleg spenna ríkir nú í stjórnmálum Paraguay og því hefur verið spáð að valdarán kunni að vera á næsta

PARAGUAY hefur löngum verið líkt við afskipta frændann, sem ættmennin reyna að sniðganga í fjölskylduboðunum. Lýðræðisþróunin er hvergi skemur á veg komin í ríkjum Rómönsku Ameríku en þar. Landsmenn eru annálaðir fyrir að vera stórtækustu smyglarar álfunnar og misskipting auðsins er líkast til hvergi meiri í þessum heimshluta. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 370 orð

Íslenskar rannsóknir kynntar á erlendri grund

REYNIR og Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, ætla að kynna niðurstöður úr tveimur íslenskum rannsóknum á þingi erfðafræðinga undir yfirskriftinni European Society of Human Genetics í Lissabon í Portúgal næsta mánuði. Reynir segir að rannsókn Atla fjalli um sjaldgæfan og alvarlegan efnaskiptasjúkdóm. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Leiklistin er lífsmiðill Birgir Sigurðsson hefur stigið fram á leiksvið Þjóðleikhússins með nýtt leikrit, Óskastjörnuna, eftir

ELLEFU ára hlé á leikritaskrifum vekur óneitanlega forvitni en Birgir segist ekki bjóða aðra skýringu opinberlega á svo löngu "leikhúsbindindi" en að hann hafi "...hreinlega ekki langað að skrifa leikrit fyrr en efni Óskastjörnunnar hóf að leita á mig og þá í formi leikrits". Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 509 orð

"Leynistaður" opnast veiðimönnum

ÞAÐ hefur vakið verðskuldaða athygli meðal innlendra stangaveiðimanna að Þistilfjarðarárnar hafa "opnast" fyrir þeim síðustu árin, ef þannig mætti að orði komast. Um langt árabil hafa nánast einvörðungu útlendingar veitt í þeim ám að Sandá undanskilinni sem lengi hefur verið í leigu veiðiklúbbsins Þistla. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 770 orð

Með "skítaþolið" á hreinu.

ÞAÐ er mörgum kunnugt að fólk hefur mismunandi mikið sársaukaþol. Hitt liggur kannski ekki eins ljóst fyrir að fólk hefur líka mjög mismunandi þol fyrir óhreinindum og drasli, eða skítaþol, svo notað sé fremur ófínt en "gegnsætt" orð. Ég veit dæmi um að gerðar hafa verið óformlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri í heimahúsum. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2388 orð

Nútímakona í nútímatónlist Þóra Johansen semballeikari í Amsterdam hélt upphaflega til Hollands til að vera þar í ár í

ÞÓRA lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Jóni Nordal 1969 og eftir ársframhald í píanóleik skipti hún yfir í sembal sem var 5 ára nám í Conservatorium í Amsterdam og Groningen. Númtímatónlist hefur síðan átt hug hennar og það einhvernveginn liggur í loftinu að Morgunblaðið er að tala við nútímakonu sem daginn áður en viðtalið fór fram var með hvítt hár með svörtum stjörnum en Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 339 orð

»NýttLÍF ÞEGAR gítarleikarinn snjalli Bernar

ÞEGAR gítarleikarinn snjalli Bernard Butler sagði skilið við félaga sína í Suede töldu flestir að saga sveitarinnar væri öll því Butler hafði verið aðalsprauta sveitarinnar og lagt henni til lög og hljóm. Annað kom á daginn; það var Suede sem blómstraði í kjölfarið, en Butler virtist aftur á móti ekki ná áttum í samstarfi við ýmsa söngvara. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 262 orð

SIGRAST Á NEIKVÆÐNI

RAPPARINN Cappadonna, sem móðir hans nefndi Daryll Hill, er á sporbaug umhverfis WuTang-gengið. Fyrst heyrðist frá honum sem gesti á sólóskífum Raekwons Ghostface Killha, en loks kom út sólóskífa, The Pillage, fyrir stuttu. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2793 orð

Skiptar skoðanir um bindandi álit Við gerð núgildandi jafnréttislaga var ákveðið að skipa skyldi kærunefnd til að úrskurða um

EKKI alls fyrir löngu lét forstjóri þekkts alþjóðlegs tölvufyrirtækis hafa eftir sér að hann hefði ekki farið að leiða hugann að jafnréttismálum fyrir alvöru fyrr en eftir fæðingu einkadóttur sinnar. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 229 orð

Starfsnám Hins hússins hafið

SJÖUNDA starfsnám Hins hússins hófst sl. mánudag, 20. apríl. Þeir sem hafa rétt á þátttöku eru ungmenni á aldrinum 18­25 ára sem eru á skrá hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur og fá atvinnuleysisbætur. Starfsnámið hefur verið rekið í þessari mynd frá árinu 1995 og hafa um 200 ungmenni tekið þátt í því. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 548 orð

Sterkra raka krafist ­ myndi ekki velja aftur sömu leið

"ÉG álít að ekki sé við jafnréttisráð að sakast enda voru þar allir af vilja gerðir að hjálpa mér á sínum tíma. Gallinn er einfaldlega sá að álit kærunefndar hefur nánast enga þýðingu ef ekki er haldið áfram með málið fyrir dómstóla og til þess þarf afskaplega sterk rök," segir Heiðrún Sigurðardóttir, lögreglukona á Keflavíkurflugvelli. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 1811 orð

"Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn"

ÞEIR munu ennþá þó nokkrir, sem muna allt það fjaðrafok, er varð þegar þau tíðindi spurðust að Rudolf Hess, sá liðsmanna Hitlers er honum stóð næstur að tign og völdum, hefði lent einkaflugvél sinni í Skotlandi hinn 10. dag maímánaðar 1941. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 123 orð

Þórir Haraldsson Gefa á aðferðafræðinni tækifæri

"MEÐFERÐIN á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi hefur klárlega hjálpað einhverjum fjölda fólks. Starfsfólkið þar er í samstarfi við Landspítalann, sem er háskólasjúkrahús og á þeim forsendum fékk spítalinn 5 milljóna króna aukafjárveitingu í lok síðasta árs," sagði Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Meira
26. apríl 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Þrjátíu ára ferill söngvara í fremstu röð Björgvin Halldórsson, söngvari, tónskáld, tónlistarmaður og markaðsráðgjafi hjá

ÞAÐ var á sólríkum vordegi að ég átti erindi í hús Íslenska útvarpsfélagsins við Lynghálsinn í Reykjavík. Á annarri hæð hitti ég Björgvin Halldórsson á skrifstofu hans. Hann var afslappaður, brosti og átti von á mér og gaf sér tíma frá önnum dagsins til að rifja upp liðin ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.